kynntist sorg og dauÐa strax Í bernsku

4
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 34 Það var löng leið á fyrri hluta síðustu aldar frá Hólsfjöllum, þar sem Elísabet Ingólfsdóttir ólst upp, og suður til Reykjavíkur, í Hjúkrunarskóla Íslands. Elísabet hafði mikinn áhuga á hjúkrun og að námi loknu átti hún eftir að koma víða við. Hún vann á sjúkrahúsunum í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og á Keflavíkurflugvelli og í ein átta ár vann hún við hjúkrun í Bandaríkjunum. Elísabet er fyrsti hjúkrunar- fræðingurinn sem lærði stómahjúkrun, hún fór í sérnám í geðhjúkrun strax og hægt var að komast í sérnám á Íslandi og tók þátt í að koma á líknarmeðferðarteymi á Landakoti. Elísabet hefur svo sannarlega frá ýmsu að segja. KYNNTIST SORG OG DAUÐA STRAX Í BERNSKU Elísabet fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum árið 1928 og bjó þar með fjölskyldu sinni til sjö ára aldurs en síðan fluttist fjölskyldan að Víðirhóli sem er norðar í sveitinni og bjó þar í nokkur ár. Foreldrar Elísabetar voru Ingólfur Kristjánsson og Katrín María Magnúsdóttir og áttu þau fimmtán börn. „Ég ólst upp á mannmörgu heimili og var númer átta í systkinaröðinni. Þú getur Fríða Björnsdóttir, [email protected] ímyndað þér að það var oft ýmislegt um að vera í svona stórum barnahópi. Við ólumst upp við að taka strax þátt í öllum heimilisstörfum og foreldrar okkar lögðu mikla áherslu á að við legðum okkur fram svo eitthvað mætti verða úr okkur. Þau vildu að við reyndum að velja okkur nytsamleg störf. Ég held að þetta hafi allt mótað mig dálítið,“ segir Elísabet. En hvers vegna valdir þú að fara í hjúkrun?„Ástæðurnar voru ýmsar, kannski meðal annars það að ég vissi að hjúkrunarnemarnir fengu frítt húsnæði, fæði og vinnuföt og það var hagstætt fyrir okkur sem komum utan af landi. Ég held að það hafi líka tengst heilmikið uppeldi mínu. Ég kynntist afskaplega fljótt sorg og dauða og varð þátttakandi

Upload: buithuy

Post on 31-Jan-2017

246 views

Category:

Documents


6 download

TRANSCRIPT

Page 1: KYNNTIST SoRG oG DAUÐA STRAx Í BERNSKU

Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201334

Það var löng leið á fyrri hluta síðustu aldar frá Hólsfjöllum, þar sem Elísabet Ingólfsdóttir ólst upp, og suður til Reykjavíkur, í Hjúkrunarskóla Íslands. Elísabet hafði mikinn áhuga á hjúkrun og að námi loknu átti hún eftir að koma víða við. Hún vann á sjúkrahúsunum í Reykjavík, í Vestmannaeyjum og á Keflavíkurflugvelli og í ein átta ár vann hún við hjúkrun í Bandaríkjunum. Elísabet er fyrsti hjúkrunar­fræðingurinn sem lærði stómahjúkrun, hún fór í sérnám í geðhjúkrun strax og hægt var að komast í sérnám á Íslandi og tók þátt í að koma á líknarmeðferðarteymi á Landakoti. Elísabet hefur svo sannarlega frá ýmsu að segja.

KYNNTIST SoRG oG DAUÐA STRAx Í BERNSKU

Elísabet fæddist á Grímsstöðum á Fjöllum árið 1928 og bjó þar með fjölskyldu sinni til sjö ára aldurs en síðan fluttist fjölskyldan að Víðirhóli sem er norðar í sveitinni og bjó þar í nokkur ár. Foreldrar Elísabetar voru Ingólfur Kristjánsson og Katrín María Magnúsdóttir og áttu þau fimmtán börn. „Ég ólst upp á mannmörgu heimili og var númer átta í systkinaröðinni. Þú getur

Fríða Björnsdóttir, [email protected]

ímyndað þér að það var oft ýmislegt um að vera í svona stórum barnahópi. Við ólumst upp við að taka strax þátt í öllum heimilisstörfum og foreldrar okkar lögðu mikla áherslu á að við legðum okkur fram svo eitthvað mætti verða úr okkur. Þau vildu að við reyndum að velja okkur nytsamleg störf. Ég held að þetta hafi allt mótað mig dálítið,“ segir Elísabet.

En hvers vegna valdir þú að fara í hjúkrun?„Ástæðurnar voru ýmsar, kannski meðal annars það að ég vissi að hjúkrunarnemarnir fengu frítt húsnæði, fæði og vinnuföt og það var hagstætt fyrir okkur sem komum utan af landi. Ég held að það hafi líka tengst heilmikið uppeldi mínu. Ég kynntist afskaplega fljótt sorg og dauða og varð þátttakandi

Page 2: KYNNTIST SoRG oG DAUÐA STRAx Í BERNSKU

Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 35

Elísabet á þrítugsaldri en myndin fylgdi umsókn hennar í Hjúkrunarskólann.

í þeim athöfnum sem slíku fylgja. Ég missti tvo bræður mína af slysförum og svo var þetta á þeim tímum þegar mikið var um berkla. Ein frænka mín dó úr berklum fermingarvorið sitt og ég heimsótti hana daglega. Börnin fæddust heima, fólkið lá veikt heima og það þurfti að hlú að því eins og mamma sagði svo oft. Ég kynntist strax miklum sorgum sem hafa að vissu leyti mótað okkur öll á mínu heimili. Já, maður tók virkan þátt í þessu öllu. Ég vil meina að þetta hafi haft töluvert mikil áhrif á mitt uppeldi og mín störf.“

Hefði getað endað sem nuddlæknir

Svo kom að því að Elísabet hélt suður til Reykjavíkur og fór í hjúkrunarnámið en áður en að því kom vann hún hjá Karli Jónssyni nuddlækni. „Það var afskaplega yndislegur tími og mér finnst ég hafa lært mikið af því að vera hjá Karli. Hann var sérfræðingur í gigtarsjúkdómum og hjá honum vann ég í þrjú ár eða þar til ég komst í hjúkrunarskólann. Karl vildi að ég færi til Danmerkur og lærði nuddlækningar en úr því varð ekki því að ég þurfti að bíða svo lengi eftir að komast í skólann sem hann ætlaði að hjálpa mér að komast í. Ég sé svo sem ekkert eftir því en sjálfsagt hefði það getað orðið ágætt.“

Úr Hjúkrunarskólanum útskrifaðist Elísabet árið 1954 og fór þá til Danmerkur og var þar eitt sumar. Hún hafði ætlað sér að vera þarna í 9 eða 10 mánuði og bæta við sig í náminu en þar sem hún gekk með barn endaði það með því að hún fór heim fyrr en ætlað hafði verið. „Ég var á krabba meinsdeild karla á Ríkis spítalanum í Kaupmanna höfn og þar fannst mér ég læra ýmislegt. Það er kannski kómískt að segja frá því en mér fannst voða skemmtilegt að á sunnudögum þegar búið var að gefa öllum góðan morgunverð eins og Danir gera og gera alla fína þá var sjúklingunum boðið upp á einn snafs til að hressa þá eftir morgunþrifin og huggulegheitin. Mér fannst þetta skemmtilegt þá og mér finnst þetta enn þá hafa verið góður siður.“ Eftir þessa Danmerkurmánuði eignaðist Elísabet barnið og fór síðan að taka aukavaktir á Hvítabandinu, sem er á horni

Kárastígs og Skólavörðustígs fyrir þá sem það ekki vita. „Það var yndislegt að vera á Hvítabandinu, líkast því að þarna væri lítil, góð fjölskylda. Húsið var svo fallegt og ekki var síður fallegt inni, og á öllum stofum voru nöfn þeirra sem höfðu gefið til spítalans. Í hvert skipti, sem ég kem þangað inn, minnist ég þessa og finnst skaði að nöfnin skuli hafa verið tekin niður. Ég vann á Hvítabandinu öðru hvoru og það var gjarnan kallað á mig þegar komu bráðaaðgerðir. Ég reyndi svo sannarlega að gegna alltaf kalli því mér fannst gott að vera á Hvítabandinu og það var mikil blessun yfir þessum stað.“

Fatapakkarnir voru fallegur siður

Elísabet byrjaði mjög snemma að vinna fulla vinnu og fór næst að vinna á lyflækningadeild á Landspítalanum. Hún fór einnig um tíma til Vestmannaeyja í afleysingar en þar hafði hún verið á meðan hún var í hjúkrunarnáminu. Þar sem Vestmannaeyjar eru og voru útgerðar­ og fiskvinnslubær liggur beint við að spyrja hvort mikið hafi komið af slysum inn á sjúkrahúsið. Elísabet segist ekki minnast þess sérstaklega en nefnir þó að mjög algengt hafi verið að sjómennirnir, sem komu á spítalann, hafi verið með sár á úlnliðunum eftir kaðlana sem þeir voru að vinna með. „Svo voru þeir oft illa búnir bresku sjómennirnir.

Þeir áttu ekki nógu hlý föt og mér fannst það svo fallegur siður í Vestmannaeyjum að alltaf var til pakki af fötum, sokkum og vettlingum og fleiru, til að gefa þeim þegar þeir fóru aftur af spítalanum.“

Árið 1956 giftist Elísabet Arnari Jónssyni og sama ár eignuðust þau soninn Ingólf. Arnar var matreiðslumeistari og hafði verið á sjó öll stríðsárin sem kokkur. Eftir Vestmannaeyjadvölina vann Elísabet bæði á Borgarspítalanum og á lyflækningadeild á Landspítalanum og einnig fór hún að kenna í Hjúkrunarskóla Íslands. „Ég kenndi verklega hjúkrun og var svolítið í því að kvelja fólk í prófum,“ segir hún og brosir. „Mér fannst mjög skemmtilegt að kenna hjúkrunarnemunum og þetta var gott hvað með öðru, að kenna og vinna úti á deildunum og hentaði mér vel og það þótt ég væri nú ekki miklu eldri en sumar stúlkurnar sem voru í skólanum.“ og enn átti eftir að bætast í reynslubanka Elísabetar þegar hún fór að vinna á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli sem færði hana svolítið nær því sem hún átti eftir að gera í heil átta ár. Þau hjónin tóku sig nefnilega upp og fóru til Bandaríkjanna. Arnar hafði oft komið þangað á stríðsárunum og auk þess hafði systir hans flutt til Kaliforníu og bað þau hjón að koma og heimsækja sig. „Fyrst fórum við reyndar í heimsókn og ætluðum bara að vera í eitt ár. Ég vildi náttúrlega hafa eitthvað að gera og mig langaði til að kynnast sjúkrahúsunum þar úti. Við bjuggum í lítilli borg sem heitir San Rafael og er skammt frá San Francisco. Þar enduðum við hjónin með því að vinna bæði tvö á dönsku öldrunarheimili. Arnar fékk þar fasta vinnu en ég tók vaktir. Ég var svolítið hissa á því þegar ég fór að vinna í Bandaríkjunum að þar vann maður með sömu tækjum og lyfjum og ég hafði gert hér heima og að sjálfsögðu voru svo þarfir sjúklinganna þær sömu.

Fékk vinnu á litlum spítala í Kaliforníu

Svo gerðist það einn daginn að ég fór í göngutúr með son minn og gekk fram hjá litlum spítala sem eiginlega minnti mig á Hvítabandið. Þá hugsaði ég að nú vantaði mig fasta vinnu og datt í hug að kanna hvort ég gæti

Page 3: KYNNTIST SoRG oG DAUÐA STRAx Í BERNSKU

Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201336

Elísabet í nemabúningnum sínum.

fengið hana þarna. Ég var ekki komin með bandarísk hjúkrunarréttindi þegar þetta var en bankaði samt upp á og talaði við hjúkrunarfræðing sem sagði að það vildi reyndar svo til að sig vantaði hjúkrunarfræðing á kvöldvaktina. Ég sagði henni að ég hefði ekki réttindi til þess að vinna sem hjúkrunarfræðingur en ég gæti kannski hjálpað eitthvað til. Konan kom með slopp fyrir mig og ég fór heim með barnið og fór svo að vinna og vann þarna í heilt ár. Þetta sjúkrahús var ekki ólíkt Hvítabandinu en við tókum á móti fólki sem hafði slasast á þjóðvegunum í kringum San Rafael. Það var oft erilsamt en mér fannst ég læra heilmikið á að vera þarna.“

Hjúkrunarfræðingarnir, sem Elísabet vann með á sjúkrahúsinu, buðu henni að fara með henni til Sacramento á ráðningarstöð fyrir hjúkrunarfræðinga. Þar fékk hún bráðabirgðaleyfi til að sinna hjúkruninni, eftir að hafa verið á spítalanum í nokkurn tíma. Elísabet og Arnar snéru heim eftir árs dvöl í Kaliforníu en héldu svo aftur til Bandaríkjanna ári síðar og settust þá að í borginni oakland í Kaliforníu. „Arnar endaði með að fá vinnu á þýsku elliheimili en áður höfðum við séð auglýsingu í blöðunum og fórum að kanna hvort þar væri vinnu að fá. Forstjórinn sagðist vera nýbúinn að ráða matreiðslumanninn sem auglýst var eftir en vantaði hins vegar

hjúkrunarfræðing og það væri sjálfsagt að ég fengi vinnuna. Ég réð mig þangað en Arnar endaði sem sagt á þýska elliheimilinu. Heimilið, sem ég réð mig á, heitir Salem Lutheran Home og er dvalarheimili fyrir aldraða.“ Þarna vann Elísabet á sjúkradeild og var fljótlega sett yfir deildina. Það var verið að byggja upp heimilið og hún segir að það hafi verið skemmtilegt að fá að taka þátt í uppbyggingunni, velja húsgögn, rúm og sitthvað fleira.

„Mér fannst hjúkrunin sem slík fara eins fram og hér heima en sjálfsagt var eitthvað öðruvísi. Einn læknir var á heimilinu og kom þangað vikulega og skoðaði alla sem voru veikir, eða þá sem ég hafði valið að hann þyrfti að sjá hverju sinni. Fólkið gat ýmist keypt sig inn á sjúkradeildina eða keypt hús sem voru þarna í kringum heimilið og nýtt sér svo þjónustuna á heimilinu. Þeir sem voru í húsunum voru ekki veikir eins og fólkið sem var á sjúkradeildinni þar sem ég vann. Þetta var samt eins konar endastöð fyrir allt þetta fólk sem var þarna og átti eftir að vera þar það sem eftir var. Þetta var eins og fínasta heimili, glæsileg borðstofa í aðalbyggingunni og þar voru dúkar og blóm á borðum og hvítar servíettur. Fallegur garður var í kringum heimilið. Þar voru ræktaðar allar þær matjurtir sem við notuðum en garðyrkjumeistarinn var japanskur. Heimilisfólkið á Salem Lutheran Home var um tvö hundruð talsins. Fyrirkomulagið á heimilinu hafði ekki rutt sér til rúms hér á þessum tíma þótt það sé nú orðið breytt. Áhersla var lögð á að þetta væri heimili en ekki stofnun.“

Slasaður Íslendingur á götunni

Það gerast víða ævintýri og segja má að eitt slíkt hafi átt sér stað á lúterska heimilinu í oakland. „Einn daginn kom einhver hlaupandi utan af götu og spurði hvort ég gæti komið með hjólastól því að það væri slasaður maður þarna fyrir utan. Maðurinn hafði orðið fyrir bíl og þegar ég kom til hans kom í ljós að þetta var Íslendingur. Ég fór með hann inn og fékk lækninn til að koma og líta á hann. Hann sagði að maðurinn væri brotinn og þyrfti að fara á sjúkrahús. Ég fór með hann þangað og endirinn varð svo sá að hann

kom til okkar og settist að á heimilinu eftir að ég hafði fengið leyfi til að taka hann þangað inn. Hann hafði verið rakari í bandaríska hernum og bjó þegar hér var komið sögu í Bandaríkjunum, átti þar reyndar dóttur en það var lítið eða ekkert samband milli þeirra svo hann átti ekki í mörg hús að venda.“

Svolítið brölt var að fara í prófið sem veitti Elísabetu hjúkrunarréttindin í Bandaríkjunum. Hún þurfti að fá alla pappíra héðan að heiman á ensku en það gekk vel. Prófið úr hjúkrunarskólanum gekk upp en það eina sem á vantaði var að hún hafði ekki verið nógu lengi á barnadeild. Fyrirkomulagið í tengslum við prófið var þannig að fulltrúi frá yfirvöldum kom til að líta á starfsemina á heimilinu og kannaði hvort ekki væri allt í lagi og niðurstaðan varð sú að hún þyrfti ekki að bæta því við sem upp á vantaði í barnahjúkruninni á meðan hún væri á þessu dvalarheimili fyrir aldraða. Hins vegar þurfti hún að fá réttindin og taka prófið. „Ég kveið gasalega mikið fyrir prófinu en það fór fram inni á heimilinu og fulltrúi frá heilbrigðisstofnuninni kom sjálfur og fylgdist með mér í heilan dag í prófinu. Ég þurfti meðal annars að taka krossapróf, það eina sem ég hef tekið um ævina. Ég krossaði vitlaust við eitt atriði og það var hvað blóðþrýstingsmælir heitir á ensku.“ Nú hlær Elísabet glaðlega, enda ekki að furða því án efa hefur hún vitað þetta fullvel þótt hún myndi það ekki á því augnabliki sem hún setti krossinn á blaðið.

Stríðið í Víetnam „snéri“ þeim heim

Hvers vegna fóruð þið svo heim?„Stríðið í Víetnam spilaði þar mikið inn í. Við gátum ekki hugsað okkur að sonur okkar endaði kannski með því að þurfa að fara í stríð, eina barnið okkar. Við vorum búin að sjá ömurlegar afleiðingar stríðsins. Eina sögu get ég sagt um það. Vinur Ingólfs, sonar okkar, bjó þarna rétt hjá og var mikið hjá ömmu sinni. Einn dag kemur hún næstum skríðandi heim til mín og segir: „Ég var að senda þriðja soninn í stríðið en hinir tveir eru fallnir.“ Hún komst varla upp á tröppurnar hjá mér svo yfirbuguð var hún. Það var mikil reynsla fyrir mig að kynnast þessari blessaðri konu og

Page 4: KYNNTIST SoRG oG DAUÐA STRAx Í BERNSKU

Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 37

sögurnar voru skelfilegar sem maður heyrði úr stríðinu.“

Eftir að fjölskyldan kom heim fór Elísabet aftur að kenna í hjúkrunarskólanum en fór svo fljótlega að vinna á Borgar­spítalanum þar sem hún var hjúkrunar­framkvæmdastjóri frá 1975 til 1982. En hún gerði fleira á þessum árum. Hún hafði um tíma sinnt þeim sem farið höfðu í stómaaðgerð og nú fengu Stómasamtökin hana til að fara til Cleveland í ohio til að læra stómahjúkrun. Það var árið 1974 og var hún fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem fór í þetta nám. Að því loknu sinnti hún sjúklingum sem fóru í stómaaðgerðir í Reykjavík og einnig kenndi hún hjúkrunarnemunum í Hjúkrunarskólanum um stóma.

Sérnám í geðhjúkrun

Þegar Nýi hjúkrunarskólinn tók til starfa var í fyrsta sinn hægt að fara í sérnám í hjúkrun á Íslandi. Elísabet valdi að bæta við sig sérnámi í geðhjúkrun. „Þetta var alltaf mitt aðaláhugamál, veit ekki hvers vegna. Held að ég hafi kynnst svo ung dauðanum, veikindum og sorg og verið virkur þátttakandi í því. Ég var til dæmis ekki nema 10 ár þegar ég fór með mömmu í kirkjuna að ganga frá líki til greftrunar. Svo var það andlát bræðra minna og líka það að fólk var heima við allar aðstæður. Börnin fæddust heima og fólkið lá veikt og dó og allt var þetta inni á heimilunum. Kannski hefur þetta orsakað áhuga minn en það er mikið lán að ég hef alltaf gengið glöð til minna starfa.“

Elísabet fór einnig í nám í hjóna­ og fjölskylduþerapíu hjá Håkon Scheriesön sem er norskur en hafði mikið verið í Þýskalandi. Þetta var áfanganám sem tók þrjú ár og fór kennslan fram um helgar. „Námið var mjög merkilegt og ég lærði margt sem ég ekki kunni fyrir og gat nýtt mér þegar ég vann á geðdeildinni en ég var deildarstjóri á dag­ og göngudeild geðdeildar frá 1982. Þar nýttist mér ekki síður vel það sem ég hafði lært í geðnáminu. Ég tók þátt í margs konar hópmeðferð og tók líka virkan þátt í viðtölum og einstaklingsmeðferð. Ég er svo sem búin að koma víða við.“ Elísabet bætir við að

hún hafi endað starfsferilinn á Landakoti og þar tók hún þátt í að setja upp teymi sem skyldi vera stuðningsteymi fyrir líknandi meðferð.

Í markmiðum að undirbúningi teymisins á Landakoti segir meðal annars að þegar lækning sé ekki lengur möguleg taki líknarmeðferð við. Þar sé markmiðið að veita þann stuðning sem miðar að því að einstaklingurinn geti dáið friðsæll með virðingu og reisn. Í teyminu voru hjúkrunar fræðingar, sjúkraþjálfari, barna­læknir, sjúkrahúspresturinn og fleiri. Sam svarandi teymi hafði áður verið sett upp á Borgarspítalanum en á þessum tíma var líknarmeðferðin að ryðja sér hér til rúms en nú fer hún ekki hvað síst fram á líknar deildinni í Kópavogi.

Átakanlegt atvik

Að lokum er rétt að spyrja Elísabetu hvaða atvik komi fyrst upp í hugann, atvik sem hafi haft mikil áhrif á hana á langri starfsævi, en án efa sé erfitt að velja eitthvað eitt.

Hún situr hljóð um stund en segir svo: „Upp í huga minn kemur atvik sem gerðist þegar ég var einu sinni að vinna á slysadeildinni á Landspítalanum. Ungur maður hringir og segist vera með svo veikan dreng, hvað eigi hann að gera. Ég segi: „Komdu með hann eins og skot. Læknirinn tekur á móti manninum sem kemur með barnið sitt vafið í teppi og þegar við tökum við drengnum er hann dáinn. Ég held að þetta sé eitt af því sem ég mun aldrei gleyma í lífinu. Það kannski undirstrikaði mína eigin lífsreynslu því ég hafði reyndar misst barn sem var hjartasjúklingur og lifði bara eitt ár. Ég held ég hafi tekið manninn í fangið. Það þurfti mikla sálfræði og skilning á svona stund en allt kennir þetta manni og færir manni ómetanlega lífsreynslu,“ segir Elísabet Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur komið víða við á langri og farsælli starfsævi.

Frét

tapu

nktu

r

Bókin Lífs-Kraftur er nú kominn út í þriðju útgáfu. Kraftur, stuðnings-félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, gefur hana út. Í henni er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein. Nýjung í þessari útgáfu eru persónulegar reynslusögur en þar er meðal annars fjallað af hreinskilni um erfið umræðuefni eins og kynlíf og geðheilsu. Einnig er fjallað um viðbótarmeðferð, náttúrulyf, jurtalyf og náttúruvörur. Sagt er frá stuðningsneti Krafts en þar geta sjúklingar og aðstandendur fundið stuðningsfulltrúa og fengið handleiðslu sálfræðings.

Fræðsluritið er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur greinst með krabba mein eða er aðstandendur, vinir eða vinnu félagar. Þeir sem eru með annan langvinnan sjúkdóm ættu einnig að geta nýtt sér innihald bókarinnar og bókin veitir ekki síður heilbrigðisstarfsfólki góðar upplýsingar. Aftast í ritinu er listi yfir vefsíður þar sem finna má ítarlegri upplýsingar og frekari fróðleik. Bókinni er dreift ókeypis auk þess sem hún er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu Krafts.

Góðar upplýsingar fyrir krabbameins-sjúklinga

Stuðningsfélag fyrir ungt fólk

sem greinst hefur með krabbamein

og aðstandendur

LÍFS-KRAFTURÞEGAR LÍFIÐ TEKUR

ÓVÆNTA STEFNULÍFS

-KR

AFTU

R

Þegar lífið tekur óvæ

nta stefnu

Hagnýtar upplýsingar fyrir þá

sem greinst hafa með krabbamein

og aðstandendur