leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á wordpresssetja inn myndir, stækka texta, setja inn...

11
WordPress leiðbeiningar 1 Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á Wordpress.com Farið á vefsíðuna wordpress.com og búið til reikning, það kostar ekkert. Blogg Address má ekki vera með íslenskum stöfum, ekki með bili á milli og helst ekki hástöfum. Þegar þið hafið fyllt út í reitina hér að ofan og smellt á submitþá kemur póstur á póstfangið ykkar og ný síða opnast þar sem þið getið sett inn prófíl eða nánari upplýsingar, það er óþarfi að gera það núna.

Upload: others

Post on 29-Sep-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 1

Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á Wordpress.com

Farið á vefsíðuna wordpress.com og búið til reikning, það kostar ekkert.

Blogg Address má ekki vera

með íslenskum stöfum, ekki

með bili á milli og helst ekki

hástöfum.

Þegar þið hafið fyllt út í reitina hér að ofan og smellt á „submit“ þá kemur póstur á póstfangið ykkar

og ný síða opnast þar sem þið getið sett inn prófíl eða nánari upplýsingar, það er óþarfi að gera það

núna.

Page 2: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 2

Þið fáið svona póst og smellið á „Activate Blog“ og þá er reikningurinn tilbúinn og þið skráið ykkur inn.

Núna smellið þið á Home takkann og þá kemur

upp yfirlitssíða með vefsvæðunum ykkar; þið

getið verið með mörg undirsvæði undir sama

notandanafni.

Til að byrja að vinna í vefsíðunni er smellt á

„Dashboard“

Hér gætuð þið seinna búið til aðra vefsíðu

með annarri slóð en undir sama

notendanafni.

Page 3: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 3

Þetta er stjórnborð vefsíðunnar. Byrjið á því að fela „hide“ gula svæðið og „dismiss“ tilkynninguna

um úreltan vefskoðara (ekki víst að það komi upp hjá ykkur).

Page 4: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 4

Hér er stjórnborðið þar sem hægt er að setja inn nýjar síður, myndir, breyta útliti síðunnar, setja inn

valmynd (menu) og margt annað. Áður en við förum í það skulum við skoða hvernig síðan lítur út.

Hér er farið á síðuna http://setjauppvefsidu.wordpress.com

Hér er vefsíðan með einföldu sniði, (theme) og sett upp sem hefðbundin bloggsíða sem raðar póstum

eftir tímaröð. Hello World er fyrsta bloggið sem færist niður síðuna þegar blogg bætast við. Hér er

ætlunin að sýna hvernig á að setja upp fasta „static“ vefsíðu en þá er upphafssíðan ekki bloggsíða.

Byrjum á því að leita uppi eitthvað einfalt og snyrtilegt útlit á síðuna; því er hægt að breyta seinna.

Page 5: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 5

Smellt á „Appearance“ og þar á „Themes“ og

þá kemur upp síða með þó nokkuð mörgum

möguleikum, sum „Themes“ kosta örlítið en

mörg eru ókeypis.

Hér er valið einfalt útlit „Twenty Ten“ sem hentar

ágætlega sem einföld vefsíða og kostar ekkert.

Það er hægt að skipta út myndinni í eitthvað sem

hentar betur, t.d. setja inn lógó eða einkennandi

mynd fyrir síðuna.

Hér er semsagt smellt á „virkja“ og þá lítur síðan

okkar svona út; töluvert meira aðlaðandi síða.

Page 6: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 6

Núna væri ágætt að fara að átta sig á því hvernig síðan á að líta út, hvað á að koma fram á forsíðu,

hvaða undirsíður eiga að vera á síðunni, hvernig valmyndin á að líta út og hvað viljum við setja til

hliðanna, t.d. dagatal, einhverjar upplýsingar um notendur síðunnar, nýjustu uppfærslur og slíkt.

Þetta er allt hægt að þróa hægt og rólega og breyta en hér er ætlunin að búa til einfalda síðu með 6

föstum undirsíðum og eina bloggsíðu.

Það eru nokkrar leiðir að þessu marki en hér er ætlunin að byrja á því að breyta myndinni í „Header“

í eitthvað sem passar betur. Hér er búið að vinna mynd í myndvinnsluforriti og hún er með stærðina

940 x 198 pixlar og er í jpg formati og heitir header.jpg. Byrjað er að setja hana inn í Media Library

með nokkrum öðrum myndum sem verða notaðar á vefsíðunni, smellt er á „Media“ og valið „Add

New“.

Hér er valið „Select Files og „brásað“ um tölvuna eftir myndum.

Til að breyta myndinni í Header er farið í

Appearace/Header og valin ný mynd.

Hér er nýja myndin komin í „Image

library“ svo það er valið en hér væri líka

hægt að leita “Browse“ eftir mynd í

tölvunni.

Page 7: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 7

Myndin sem nota á í „Header“ er valin og hægt

að stilla þann hluta af henni sem á að sjást, þ.e.

ef hún er ekki 940x198 pixlar að stærð. Síðan

eru breytingarnar vistaðar.

Þá lítur síðan svona út.

Núna er titillinn

frekar óaðlaðandi

og því er næsta

verkefni að laga

hann og einnig

línuna þar á eftir.

Það er gert með því að fara í Stillingar og General. Þar er Site Title lagaður og „tagline“ breytt. Sett

rétt format fyrir daga og

tíma, breytingar vistaðar

og þá lítur síðan svona

út:

Sjá einnig til að

tungumálið sé Íslenska.

Næsta viðfangsefni er að búa til síður. Það er gert með því smella á „Síður/Add New“. Hér að neðan

sést að það er ein síða til staðar,

„ About“ en hún fylgdi frá upphafi.

Það er upplagt að byrja á því að

breyta henni í eitthvað annað, t.d.

„Heim“ og nota hana sem forsíðu.

Það er gert með því að fara með

músinni yfir nafnið og þá opnast „breyta“ og þá er smellt á það.

Page 8: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 8

Hér er ritillinn sem boðið er uppá. Í upphafi getur verið að aðeins sjáist ein lína en með því að smella

á hnappinn lengst til hægri í efri línunni þá opnast neðri línan.

Setja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera

vefsíðuna aðlaðandi.

Wordpress.com býður ekki uppá að setja inn eigin vídeo en það er einfalt að fella Youtube vídeó inn í

síðurnar. Besta leiðin er að afrita slóðina og setja hana svo inn HTML megin í ritlinum, sjá hér að

neðan. Það er gert með því að setja hornklofa [ ] utanum slóðina og youtube= fyrir framan hana en

inni í hornklofanum , dæmi: [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Y3wRyh-af9c]

Einnig er hægt að stjórna stærðinni á vídeóinu með því að bæta við fyrir aftan &w=320&h=240 eða

hverri þeirri stærð sem óskað er. Þá væri slóðin:

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Y3wRyh-af9c&w=320&h=240]

Wordpress leiðbeiningar segja að það sé nóg að skrifa slóðina inn á síðuna en það virðist ekki alltaf

virka, betra að setja það inn HTML megin. Sjá leiðbeiningar hér að neðan.

http://en.support.wordpress.com/videos/youtube/

Page 9: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 9

Þegar allar síður eru tilbúnar, (þurfa ekki að vera nema nafnið) þarf að breyta eðli vefsíðunnar í fasta

„Static“ ef hún á ekki að vera hefðbundin blogg síða. Það er gert með því að fara í Stillingar/Reading

og haka við „A static page“ og velja þá síðu sem á að vera upphafssíða, hér er síðan „Heim“ valin. Ef

einhver undirsíða er

ætluð sérstaklega sem

bloggsíða þá er hægt

að velja hana í „Post

page“ Í þessu dæmi er

síðan „fréttasíða“

notuð sem blogg síða.

Næsta verkefni að búa til valmynd, „Menu“. Staðsetning hennar fer eftir „Themes“ sem er valið.

Hér er hún að ofan og þetta

þema býður aðeins uppá

eina valmynd en það er

hægt að hafa undirflokka ef

það passar, sjá síðar.

Fyrst er að búa til

valmyndina í

„Appearance/Menus“

Henni gefið nafn og vistað.

(hér er nafnið „valmynd“)

Síðan þarf að velja

valmyndina í „Theme

Location“ (þessi stilling

dettur út ef skipt er um

Thema á síðunni og þarf því

að stilla aftur ef það er gert)

Næst er að haka við síðurnar sem við ætlum að nota í valmyndinni og smella svo á „Add to Menu“

Eins og sést að ofan er líka hægt að setja tengla á aðrar vefsíður í valmyndina en hér er það ekki gert.

Page 10: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 10

Þá kemur þetta svona upp og það er hægt að raða valmyndinni í þá röð sem óskað er eftir.

Þessi uppröðun birtist svona.

Með því að draga til hliðar er hægt að búa til

undirflokka sem birtast þá svona á síðunni ef

músin er sett yfir „Heim“:

Þá er að setja inn og taka út dót til hliðar á síðunni, setja inn dagatal, leitarvél og annað áhugavert.

Það er gert í Appearance/Widgets og áhugaverðar viðbætur dregnar á það svæði sem óskað er.

Þá lítur síðan svona út. Því miður er ekki

hægt að losna við fyrirsögnina á hverri síðu ef

vefsíðan er á WordPress.com. Það er

eingöngu hægt ef síðan er vistuð á öðrum

stöðum með betri aðgangi undir „húddið“,

það þarf annaðhvort að gerast með css

skipun eða breyta php skjali.

Page 11: Leiðbeiningar við að setja upp vefsíðu á WordpressSetja inn myndir, stækka texta, setja inn hlekki á aðrar vefsíður og ýmislegt annað til að gera vefsíðuna aðlaðandi

WordPress leiðbeiningar 11

Bjóða öðrum að vinna á síðunni.

Ef hópur er að vinna að sameiginlegri vefsíðu þá er einfalt að bjóða öðrum aðgang að henni með því

að smella á „Notendur“. Aðeins administrator getur það og það eru mismunandi aðgangur sem hægt

er að bjóða uppá. Það er best að ákveða réttindi strax þar sem ekki er hægt að endurstilla þau inni í

síðunni, eingöngu eyða og byrja aftur. Best er að hafa bara einn Administrator. Editor getur búið

til síður, breytt síðum og eytt síðum, sett inn myndir og hlaðið upp á síðuna en hann getur ekki breytt

eðli vefsíðunnar né útliti. Það er besta hlutverkið þegar unnið er í hóp. Author getur aðeins búið

blogg, eytt bloggi eða breytt en hefur ekki aðgang að síðunum. Önnur hlutverk eru með minni

réttindi og þá eingöngu tengd blogginu.

Til að bjóða öðrum aðgang eru send út boð með því að skrifa notendanafn, ef það er til staðar á

wordpress.com, eða þá netfang og þá verður viðeigandi að búa til aðgang. Viðkomandi fær sendan

póst á póstfangið sitt og þarf að virkja aðganginn.

Hér líkur þessum leiðbeiningum og vonandi nýtast þær ykkur vel.