leikskólinn hamrar · 2016. 12. 12. · fylgir bangsanum. Í byrjun vikunnar er skráningin lesin...

16
2015 http://www.hamrarnir.is Leikskólinn Hamrar

Upload: others

Post on 15-Feb-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 2015

    http://www.hamrarnir.is

    Leikskólinn Hamrar

  • 2

  • 3

    Efnisyfirlit

    1. LÆSISSTEFNA HAMRA ............................................................................................... 4

    2. MARKMIÐ MEÐ LÆSISSTEFNU HAMRA ...................................................................... 4

    3. LEIÐIR AÐ SETTUM MARKMIÐUM Í LÆSISSTEFNU HAMRA ......................................... 5

    3.1. Þættir bernskulæsis ................................................................................................................ 5

    3.1.1. Orðaforði og málskilningur .................................................................................................... 5

    3.1.2. Máltjáning og frásagnarhæfni ................................................................................................ 6

    3.1.3. Hlustun og hljóðkerfisvitund .................................................................................................. 7

    3.1.4. Ritmál ..................................................................................................................................... 7

    3.2. Læsis og ritmálsörvandi efniviður ........................................................................................... 8

    3.3. Barnabókmenntir .................................................................................................................... 8

    3.4. Söngur, rím, þulur og ljóð ........................................................................................................ 9

    3.5. Samstarf við foreldra um eflingu læsis .................................................................................... 9

    3.6. Samstarf við grunnskóla og frístundarheimili ........................................................................ 10

    3.7. Börn með annað móðurmál en íslensku ................................................................................ 11

    3.8. Áhugi, reynsla, menning og þekking barna ............................................................................ 12

    3.9. Framfarir barna ..................................................................................................................... 12

    3.10. Fræðsluefni og námsgögn ..................................................................................................... 13

    4. AÐFERÐIR TIL ÞESS AÐ META HVERSU VEL HEFUR TEKIST TIL .................................... 14

    5. HEIMILDIR............................................................................................................... 15

  • 4

    1. Læsisstefna Hamra

    Málþroskinn þróast hratt á leikskólaárunum og mikilvægur grunnur er lagður að alhliða

    þroska barna á þessum árum sem undirbýr þau fyrir ýmis flókin viðfangsefni síðar á ævinni,

    meðal annars lestrarnám (Scarborough, 2002). Bernskulæsi vísar til þróunar á mikilvægum

    undirstöðuþáttum lestrarfærni áður en formleg lestarkennsla hefst. Þessi þróun felur í sér að

    börn byrji mjög ung að sýna tal- og ritmáli áhuga og að þau tileinki sér vissa þekkingu í

    undirstöðuþáttum lestarfærni áður en þau byrja í grunnskóla, meðal annars orðaforða,

    bókstafaþekkingu, hljóðkerfisvitund, málskilning/hlustunarskilning og máltjáningu (Gunn,

    Simmons og Kameenui, 1995; Whitehurst og Lonigan, 2002). Þau byrja að skilja tilgang

    ritmáls og mörg þeirra byrja að læra fyrstu bókstafina á þessum árum. Góður málþroski á

    leikskólaaldri er talinn auka líkur á farsælu lestarnámi (Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg

    Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Dickinson, Freiberg og Barnes, 2011; Jóhanna

    Einarsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Amalía Björnsdóttir, 2011).

    Í leikskólanum Hömrum fer fram nám sem leggur góðan grunn að þróun bernskulæsis.

    Sérstök áhersla er lögð á að efla grunnþætti bernskulæsis í gegnum leik og skipulagt starf.

    Barnið er í brennidepli og unnið er með því út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði. Lögð er

    áhersla á fjölbreytta vinnu með bernskulæsi og að barnið hafi gott aðgengi að læsis- og

    ritmálsörvandi efnivið. Meðal annars er gott aðgengi að fjölbreyttum bókum og lesið er

    daglega fyrir barnið í lesstund. Sungið er daglega í söngstund og oft er unnið með vísur og

    þulur í samverustundum. Íslenskukunnátta barna með annað móðurmál en íslensku er efld

    til að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu og leitast er við að styðja við og efla

    móðurmál þeirra í góðu samstarfi við foreldra.

    2. Markmið með læsisstefnu Hamra

    Leikskólinn Hamrar hefur sett sér skýr markmið um vinnu með bernskulæsi sem byggja á

    áherslum læsisstefnu leikskóla Lesið í leik sem gefin var út af Skóla- og frístundarsviði

    Reykjavíkur, 2013 og aðalnámskrá leikskóla, 2011. Einnig byggja þau á áherslum stefnu

    skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlegt skóla- og frístundarstarf

    Heimurinn er hér sem gefin var út 2014. Markmið læsisstefnu Hamra eru að:

    þjálfa og efla alla grunnþætti bernskulæsis, en þeir eru:

    o Orðaforði og málskilningur

    o Máltjáning og frásagnarhæfni

    o Ályktunarhæfni (hæfileiki til þess að draga ályktanir)

    o Hæfni til að skilja og þekkja uppbyggingu sögu/texta

    o Hlustun og hljóðkerfisvitund

    o Bókstafaþekking

    o Tengsl bókstafs og hljóðs

    o Ritmál

    hafa frumkvæði að samstarfi við foreldra um eflingu bernskulæsis

    eiga samstarf við grunnskóla og frístundarheimili og upplýsingaskipti um:

    o skimun á málþroska barna í leikskóla – HLJÓM- 2 og könnun á stafaþekkingu

    o mat á stöðu barna við upphaf grunnskólagöngu - Leið til læsis stuðningskerfið

    stuðla að því að barn með annað móðurmál en íslensku geti orðið virkur þátttakandi í samfélaginu

  • 5

    3. Leiðir að settum markmiðum í læsisstefnu Hamra

    Þær leiðir sem taldar eru upp hér á eftir endurspegla Vörður á leið til læsis úr læsisstefnu

    leikskóla Lesið í leik. Þær eru:

    1. Þættir bernskulæsis

    2. Læsis og ritmálsörvandi efniviður

    3. Barnabókmenntir

    4. Söngur, rím, þulur og ljóð

    5. Samstarf við foreldra um eflingu læsis

    6. Samstarf við grunnskóla og frístundarheimili

    7. Börn með annað móðurmál en íslensku

    8. Áhugi, reynsla, menning og þekking barna

    9. Framfarir barna

    10. Fræðsluefni og námsgögn

    Leikskólinn Hamrar hefur útfært leiðir til þess að ná settum markmiðum og skilgreint leiðir

    við að meta hversu vel hefur tekist til Hér á eftir er ýtarleg umfjöllun um leiðir sem

    endurspegla þær vörður sem að ofan greinir. Fyrst eru leiðirnar taldar upp í punktaformi og

    síðan er farið yfir ýtarlegri umfjöllun eftir því sem við á.

    3.1. Þættir bernskulæsis

    Allir grunnþættir bernskulæsis eru þjálfaðir í Hömrum. Sú þjálfun fléttast inn í allt starf

    leikskólans, hvort sem er í samverustund, lesstund, hópastarfi, við matarborðið, í fataklefa,

    útiveru, vettvangsferðum o.s.frv. Ritmál er sýnilegt í umhverfi barnsins og það hefur greiðan

    aðgang að bókum og ritmálsefnivið.

    3.1.1. Orðaforði og málskilningur

    Leikskólakennarar og starfsfólk setur orð á athafnir og hluti í umhverfi barnsins, á

    upplifun þess, reynslu, athafnir og tilfinningar (virkur orðaforði)

    Orðaforði er efldur í lesstund, samverustund og söngstund þar sem unnið er

    markvisst með bækur, þulur, vísur og söngtexta (flóknari orðaforði)

    Unnið er með lykilorð í Söguaðferðinni og einnig úr framhaldssögum (5-6 ára)

    Þekking og reynsluheimur barnsins er víkkaður út, s.s. í vettvangsferðum o.fl.

    Barnið skráir niður upplifun sína og reynslu í máli og myndum úr vettvangsferðum

    Efling orðaforða og málskilnings á sér stað í daglegu starfi leikskólans þar sem

    leikskólakennarar og starfsfólk setur orð á hluti í umhverfi barnsins, á upplifun þess, reynslu,

    athafnir og tilfinningar. Þá er um að ræða virkan orðaforða sem barnið notar yfirleitt í

    daglegu tali. Lagt er upp úr því að víkka út reynsluheim barnsins með fjölbreyttum aðferðum,

    s.s. að fara í vettvangsferðir um nánasta umhverfi þess o.fl. Barnið skráir niður upplifun sína í

    máli og myndum úr slíkum ferðum. Þannig verður reynsla þess merkingarbær og í leiðinni

    eykst orðaforði barnsins þegar það tjáir sig um reynslu sína af liðnum atburðum og upplifun.

    Efling orðaforða og málskilnings á sér einnig stað í lesstund, samverustund og söngstund þar

    sem unnið er með bækur, þulur, vísur og söngtexta. Í lesstund lærir barnið flóknari

  • 6

    orðaforða. Táknkerfi texta og mynda síast í huga þess þegar lesið er fyrir það og myndir

    skoðaðar um leið. Markvisst er unnið með orðaforða hjá elsta árganginum í leikskólanum

    þegar unnið er með lykilorð úr framhaldsögum og þau útskýrð og merking þeirra rædd,

    ásamt því að vinna með söguna á ýmsan annan máta. Slík þjálfun orðaforða með beinum

    hætti hefur gefið góða raun og leitt til aukins orðaforða (Beck, McKeown og Kucan, 2002;

    Freyja Birgisdóttir, 2010). Myndir eru einnig teknar í leik og starfi sem starfsmenn leikskólans

    og foreldrar skoða með barninu til að byggja upp orðaforða þess þegar það tjáir sig um

    upplifun sína.

    3.1.2. Máltjáning og frásagnarhæfni

    Máltjáning og frásagnarhæfni er efld í gagnvirkum samskiptum í leikskólanum

    Leikskólakennarar og starfsfólk beytir virkri hlustun í samskiptum við barnið

    Frásagnarhæfni er þjálfuð hjá elstu börnunum í Sögugrunninum

    Barnið fær að tjá sig um efni sögunnar sem verið er að lesa í lesstund (rifjar upp)

    Barnið fær að tjá sig í samverustund (t.d. bangsi)

    Barnið rifjar upp framhaldssögu í máli og myndum (bókagerð, samvinnuritun)

    Barnið eflist í ályktunarhæfni í samverustund þar sem það getur í eyður

    Máltjáning og frásagnarhæfni eflist í gagnvirkum samskiptum sem eiga sér stað í

    leikskólanum þar sem leikskólakennarar og starfsfólk ræða við barnið út frá áhugasviði þess

    og reynslu og ýtir þannig undir frásagnargleði þess. Einnig leggja kennarar og starfsfólk mikið

    upp úr því að hlusta á barnið í öllum aðstæðum. Barnið er hvatt til þess að skrá niður

    upplifun sína í máli og myndum, t.d. eftir vettvangsferðir eða viðburði. Í lesstund er rætt um

    efni og persónur sögunnar og barnið fær að tjá sig um hana og rifja hana upp. Þar öðlast það

    hæfni til að skilja og þekkja uppbyggingu sögu og texta. Máltjáning og frásagnarhæfni er þar

    að auki þjálfuð í samverustund þar sem barnið fær að segja frá t.d. hvað það heitir, hvar það

    á heima eða hvað það var að gera um helgina. Hvert barn fer einu sinni yfir veturinn með

    bangsa með sér heim yfir helgi og með hjálp foreldra er upplifun barnsins skráð í bók sem

    fylgir bangsanum. Í byrjun vikunnar er skráningin lesin fyrir öll börnin í samverustund og

    barnið fær einnig að tjá sig og jafnvel sýna myndir sem teknar voru af því með bangsa yfir

    helgina. Með elstu börnunum í leikskólanum er unnið með framhaldssögu á margan máta,

    m.a. búa þau til sínar eigin bækur þar sem þau tjá sig í máli og myndum sem byggist á

    upprifjun þeirra á sögunni. Einnig er máltjáning og frásagnarhæfni þjálfuð hjá elstu og næst

    elstu börnunum í Sögugrunninum eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur og Rannveigu Oddsdóttur,

    ásamt því að vinna með uppbyggingu sögu. Barnið fær að raða saman myndum og orðum í

    sögur sem það getur sagt hinum börnunum frá. Áhersla er lögð á að börnin geri sér grein

    fyrir að í sögu er upphaf, miðja og endir. Ályktunarhæfni er einnig þjálfuð í samverustundum

    þar sem barnið fær meðal annars að æfa sig í að geta í eyður. (t.d. hundinum þykir gott að

    naga ________).

  • 7

    3.1.3. Hlustun og hljóðkerfisvitund

    Virk hlustun er æfð í leik og skipulögðu starfi (leikur, fyrirmæli, sögur, vísur og þulur)

    Hlustun og hljóðkerfisvitund er þjálfuð í samverustundum (rím, samstöfur o.fl.)

    Barnið eflist í hlustun og hljóðkerfisvitund í Lubbastund (3-5 ára)

    Í vinnustund er m.a. verið að þjálfa hljóðkerfisvitund (4-6 ára)

    Bókstafaþekking er æfð í vinnustund (4-6 ára)

    Tengsl bókstafs og hljóðs eru þjálfuð í Lubbastund og vinnustund

    Virk hlustun er æfð í leik og skipulögðu starfi leikskólans þar sem barnið þarf að einbeita sér í

    að hlusta á fyrirmæli, sögur o.fl. Unnið er með rím, vísur og þulur í samverustundum og farið

    í hina ýmsu málörvunarleiki sem einnig þjálfa virka hlustun og hljóðkerfisvitund.

    Hljóðkerfisvitund er efld með því að ríma og klappa samstöfur með yngri börnunum í

    leikskólanum en með eldri börnunum er einnig verið að greina hljóð í orðum og

    sundurgreina og setja saman orð. Hlustun og hljóðkerfisvitund er einnig þjálfuð í

    Lubbastundum, sem eru skipulagðar málörvunarstundir þar sem unnið er með bókina Lubbi

    finnur málbein eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur. Í Lubbastund er þar að auki

    unnið með tákn, hljóð, framburð og tjáningu. Einnig er unnið með listsköpun og söng sem

    tengjast hljóðinu sem verið er að þjálfa hverju sinni. Yngstu börnin í leikskólanum eru ekki í

    Lubbastundum, en fá að spreyta sig í Könnunarleik þar sem þau læra hin ýmsu hugtök. Elstu

    börnin vinna með Söguaðferðina í samstarfi við Kelduskóla Vík þar sem unnið er með hina

    ýmsu þætti málsins. Hjá elstu börnunum á markviss efling bernskulæsis sér stað á hverjum

    degi í vinnustund þar sem ýmis málörvunar- og talnaskilningsverkefni eru unnin. Í þessum

    stundum er unnið að því að undirbúa barnið fyrir næsta skólastig, meðal annars með því að

    hvetja það til sjálfshjálpar, staldra við í verkefnavinnu og æfa sig í að hlusta og fara eftir

    fyrirmælum. Verkefnin sem unnin eru í þessum stundum taka á flestum þáttum málsins, s.s.

    orðaforða, málskilning, hlustun, máltjáningu, bókstafaþekkingu, tengsl stafs og hljóðs,

    hljóðkerfisvitund og ritun. Barnið merkir verkefnablaðið sitt í upphafi vinnustundar og lærir

    smám saman að skrifa nafnið sitt.

    3.1.4. Ritmál

    Ritmál er sýnilegt í umhverfi barnsins

    Barnið hefur gott aðgengi að læsis og ritmálsörvandi efnivið

    Barnið upplifir tilgang og gildi ritmáls og læsis

    Barnið býr til bækur út frá framhaldssögum (samvinnuritun 5-6 ára)

    Barnið lærir að skrifa nafnið sitt og merkir myndir og verkefni (4-6 ára)

    Barnið skrifar bréf með hjálp foreldra og setur í póstkassa á deildinni (5-6 ára)

    Barnið skrái niður upplifun sína og reynslu í máli og myndum úr vettvangsferðum

    Ritmál er haft sýnilegt í umhverfi barnsins svo það átti sig á hvaða tilgangi bókstafir og orð

    gegna. Samvinnuritun er notuð í bókagerð elstu barnanna í leikskólanum þar sem frásögn

    barnsins sem byggir á upplifun þess á framhaldssögu er skrifuð niður og það getur nýtt sér

    það sem forskrift til að skrifa texta í bókina sína sem síðan er lesin fyrir barnið.

    Samvinnuritun er einnig æfð í vinnustund með elstu börnunum þar sem byrjað er á því að

    láta þau merkja verk sín og vinnublöð og seinna meir skrifa þau lengri texta. Einnig eru næst

    elstu börnin látin merkja verkin sín eftir forskrift. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vita

  • 8

    hver vann verkið svo það týnist ekki. Póstkassi er á eldri deildum leikskólans og getur barnið

    ritað bréf heima með hjálp foreldra eða teiknað mynd sem það setur í hann og svo er bréfið

    lesið eða myndin skoðuð í samverustund. Í mörgum tilfellum getur barnið lesið bréfið sjálft

    þar sem það veit nákvæmlega hvað þar er skrifað. Farið er í vettvangsferðir þar sem er leitað

    að formum og bókstöfum í umhverfinu. Barnið skráir niður upplifun sína í máli og myndum

    úr vettvangsferðum og gerir þannig reynslu sína merkingarbæra.

    3.2. Læsis og ritmálsörvandi efniviður

    Barnið hefur greiðan aðgang að læsis- og ritmálsörvandi efnivið

    Tengsl leiksins við ritmál og læsi er styrkt (þemakassar með ritmálsörvandi efnivið)

    Leikskólakennarar og starfsfólk ýtir undir kennslufræðilegan leik

    Barnið hefur aðgang að tæknimiðlum, s.s. borðtölvum og spjaldtölvum

    Barnið hefur greiðan aðgang að læsis- og ritmálsörvandi efnivið í leikskólanum hvort sem er í

    leik eða starfi. Í leikskólanum er lögð áhersla á tengingu leiks og læsis og eru þemakassar til

    staðar í hlutverkaleik sem innihalda ritmálsörvandi efnivið, s.s. skriffæri, skrifbækur, ýmsar

    bækur o.fl. Einnig er ritmálsörvandi efniviður til staðar á ákveðnum svæðum í leikskólanum

    eins og t.d. í holukubbum og salnum ásamt málningarlími sem barnið notar til þess að hengja

    upp verk sín, hvort sem um er að ræða myndir eða jafnvel skilti. Leikskólakennarar eru til

    staðar og ýta undir kennslufræðilegan leik, þ.e. þeir leggja til hugmyndir og leikefni í leikinn

    með ákveðin námsmarkmið í huga. Þeir þróa leikinn áfram ásamt því að auðga hann með

    hugmyndum, gagnvirkum samræðum og leikefni sem eflir mál og læsi. Barnið hefur einnig

    aðgengi að tæknimiðlum eins spjaldtölvum og borðtölvum sem bjóða upp á ýmsa leiki og

    möguleika sem stuðla að eflingu bernskulæsis.

    3.3. Barnabókmenntir

    Barnið hefur greiðan aðgang að fjölbreyttum bókum sem skipt er út reglulega

    Barnið lærir að umgangast bækur af virðingu og njóta þess að hlusta á sögu

    Lesið er daglega fyrir börnin í stærri og minni hópum

    Bækur, sögubox (bók, leikmunir eða brúður) og loðtöflusögur notaðar í lesstund.

    Sögugrunnurinn fyrir 4-6 ára

    Barnið lærir uppbyggingu sögu (upphaf, miðja, endir)

    Barnið býr til bækur í máli og myndum í tengslum við framhaldssögu (4-6 ára)

    Barnið fer í heimsókn á bókasafnið og hlustar á sögu og fær lánaða bækur (3-5 ára)

    Bækur gefa barninu víðari sýn á veröldina og ýta undir ímyndunarafl þess. Þær gefa því nýjar

    hugmyndir sem skila sér í leik, sögugerð og orðaforða þess. Barnið hefur greiðan aðgang að

    fjölbreyttum bókum í leikskólanum sem skipt er út reglulega. Það lærir að umgangast bækur

    af virðingu og njóta þess að hlusta á sögur. Lestrarstundir hafa mikla þýðingu fyrir málþroska

    barnsins og leggja grunn að lestrarnámi þess. Lesið er daglega fyrir börnin í lesstund í stærri

    og minni hópum, en oft er þeim skipt niður í minni hópa svo hver einstaklingur fái að njóta

    sín betur. Einnig er lesið fyrir eitt og eitt barn í einu þegar því verður við komið. Oft eru

    sögubox og loðtöflusögur nýttar í lesstund. Í söguboxinu er yfirleitt bók og leikmunir eða

    brúður sem tengjast henni. Loðtöflusögur eru myndir úr bókum sem raðað er í lestrarátt á

  • 9

    töflu eða teppi sem hangir uppi á vegg. Einnig er Sögugrunnurinn notaður í lesstund með

    elsta og næst elsta árgangi leikskólans. Barnið raðar saman myndum og orðum í sögur sem

    það segir hinum börnunum frá og áhersla er lögð á að börnin geri sér grein fyrir að saga

    hefur upphaf, miðju og endir. Sem fyrr segir vinnur elsti árgangurinn í leikskólanum með

    framhaldssögu meðal annars með því að búa til sínar eigin bækur þar sem þau tjá sig í máli

    og myndum, sem byggist á upprifjun þeirra á sögunni. Börnin fara á bókasafnið einu sinni í

    mánuði frá þriggja ára til fimm ára aldurs þar sem lesin er saga fyrir þau og þau fá lánaðar

    bækur sem þau taka með sér í leikskólann.

    3.4. Söngur, rím, þulur og ljóð

    Barnið lærir fjölbreytta söngtexta, rím, þulur og ljóð í söng- og samverustundum

    Unnið er með söng, rím og þulur í Lubbastund (3-5 ára)

    Rím er m.a. þjálfað í vinnustund (4-6 ára)

    Söngur, rím, þulur og ljóð örva mál og læsi hjá barninu. Sungið er alla daga í leikskólanum og

    þá aðallega í samverustundum. Þar lærir barnið fjölbreytta söngtexta. Einnig er haldin

    vinastund í sal einu sinni í mánuði þar sem öll börnin í leikskólanum koma saman og syngja

    og hafa gaman saman. Í hverri viku eru skipulagðar tónlistarstundir. Þar er unnið með

    hlustun, takt, söng og hreyfingu. Einnig er unnið með tónlistarverkefnin Karnival dýranna og

    Pétur og úlfurinn. Barnið fær að prófa hljóðfæri og ýmsa hljóðgjafa í tónlistarstundum. Það

    þjálfast í hreyfingu og hrynjanda þegar það syngur, dansar og tekur þátt í hreyfileikjum. Í

    samverustund er unnið með rím, þulur og ljóð ásamt því að farið er í ýmsa málörvandi leiki. Í

    þessum stundum eflist barnið í flestum þáttum bernskulæsis, s.s. hljóðkerfisvitund,

    orðaforða, framburði, málskilningi o.fl. Elsti og næst elsti árgangurinn í leikskólanum vinna

    einnig með rím í vinnustund og þar að auki er unnið með söng, rím og þulur í Lubbastund.

    3.5. Samstarf við foreldra um eflingu læsis

    Leikskólakennarar og starfsfólk eiga frumkvæði að virku samstarfi við foreldra um

    eflingu bernskulæsis

    Leikskólakennarar og starfsfólk á samtal við foreldra um sameiginlega ábyrgð foreldra

    og leikskóla um eflingu bernskulæsis

    Leikskólakennarar og starfsfólk benda foreldrum á mikilvægi þess að lesa fyrir börnin

    Leikskólakennarar og starfsfólk leiðbeinir foreldrum um hvernig megi örva mál og

    læsi barna þeirra

    Leikskólakennarar miðla upplýsingum um nám barna og framfarir þeirra til foreldra

    Stuðlað er að virku tvítyngi barns með annað móðurmál en íslensku með því að

    styrkja foreldra þess í því að viðhalda og efla móðurmál þess

    Niðurstöðum málþroskaskimana er ávallt skilað til foreldra með það að markmiði að

    efla þekkingu þeirra á bernskulæsi og gera þá virkari í námi barns síns

    Leikskólakennarar og starfsfólk leikskólans hefur frumkvæði að virku samstarfi við foreldra

    um eflingu læsis og samræðu um sameiginlega ábyrgð foreldra og leikskóla um

    viðfangsefnið. Miðlar til þeirra upplýsingum um nám barna sinna og framfarir þeirra í máli og

  • 10

    læsi. Einnig benda leikskólakennarar og starfsfólk foreldrum á mikilvægi þess að lesa fyrir

    börnin sín og leiðbeinir þeim um það hvernig örva megi mál og læsi þeirra.

    Leikskólakennarar og starfsfólk getur stuðst við efni sem þegar er til og er aðgengilegt

    foreldrum á foreldravef Reykjavíkurborgar og á mörgum tungumálum á upplýsingavef

    Árósaborgar. Stuðlað er að virku tvítyngi barns með annað móðurmál en íslensku í

    leikskólanum með því að styrkja foreldrana í því að viðhalda og efla móðurmál þess.

    Niðurstöðum málþroskaskimana er ávallt skilað til foreldra með það að markmiði að efla

    þekkingu þeirra á bernskulæsi og gera þá virkari í námi barns síns.

    3.6. Samstarf við grunnskóla og frístundarheimili

    Leikskólinn á gott samstarf við grunnskólann og frístundarheimilið í hverfinu

    Unnið er með Söguaðferðina í samstarfi við grunnskólann

    Börnin fá að upplifa kennslustund með fyrsta bekk að vori

    Börnin heimsækja frístundarheimilið að vori

    Fyrsti bekkur kemur í heimsókn í leikskólann að hausti

    Upplýsingum um framfarir og stöðu leikskólabarna í málþroska er miðlað með

    skipulögðum hætti til grunnskólans, s.s. HLJÓM-2

    Grunnskólinn miðlar upplýsingum um niðurstöður úr Leið til læsis til leikskólans sem

    nýttar eru til að bæta leikskólastarfið

    Leikskólinn stuðlar að samfellu í námi barnsins með samstarfi við grunnskólann í hverfinu,

    Kelduskóla Vík og frístundarheimilið Vík Galdraslóð. Unnið er með Söguaðferðina (e. Story-

    line) með elsta árgangi leikskólans og teknir eru fyrir tveir sögurammar yfir veturinn og fær

    barnið að heimsækja verkgreinakennara skólans í tengslum við þá vinnu. Leitast er við að

    skapa ævintýraheim þar sem börnin eru þátttakendur og leita sjálf lausna. Umhverfið er haft

    hvetjandi og námið fer fram í gegnum leik. Söguaðferðin heyrir undir fjölbreytta

    kennsluhætti þar sem öll börn taka þátt og jafnrétti til náms og virkt lýðræði er í hávegum

    haft. Börnin fá einnig boð um að koma og upplifa tvær kennslustundir með fyrsta bekk að

    vori og fyrsti bekkur kemur í tvær heimsóknir í leikskólann að hausti. Þetta er gert til að

    skapa samfellu milli skólastiganna. Að vori er börnunum einnig boðið í heimsókn í

    frístundaheimilið Vík Galdraslóð þar sem þau fá að hitta starfsmenn og kynnast umhverfi

    þess. Upplýsingum um stöðu leikskólabarna í málþroska er miðlað með skipulögðum hætti til

    grunnskólans, s.s. niðurstöðum skimana vegna málþroska og læsis eins og t.d. HLJÓM-2

    málþroskaskimunin. Grunnskólinn miðlar einnig upplýsingum um niðurstöður úr Leið til læsis

    stuðningskerfinu til leikskólans sem nýttar eru til að bæta leikskólastarfið.

  • 11

    3.7. Börn með annað móðurmál en íslensku

    Þær leiðir sem settar eru fram í þessum kafla endurspegla Stiklur í fjölmenningarlegu skóla-

    og frístundastarfi úr stefnu skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlegt skóla-

    og frístundarstarf Heimurinn er hér.

    Stuðlað er að ríku málumhverfi

    Stuðlað er að virku tvítyngi barns með annað móðurmál en íslensku með því að

    styrkja foreldrana í því að viðhalda og efla móðurmál þess

    Fjölbreyttir kennsluhættir nýttir, s.s. Könnunaraðferðin, Söguaðferðin, þemastarf,

    samvinnunám og -leikir,

    Rafræn tækni er nýtt, s.s. borðtölva og spjaldtölva til að auðvelda barninu að tjá sig

    og æfa ný orð

    Túlkaþjónusta er nýtt til að auðvelda samskipti við foreldra

    Samskiptabækur (Ljáðu mér orð) með myndum og texta á íslensku og á máli barnsins

    eru notaðar

    Myndræn skilaboð, t.d. dagskipulag og matseðill er haft sýnilegt

    Fánar ýmissa þjóða hafðir sýnilegir og fólk boðið velkomið á mörgum tungumálum

    Fjölmenningarmappa er til staðar með tilkynningum, kveðjum og auglýsingum á

    ýmsum tungumálum

    Hugmyndir og lausnir af Fjölmenningarvefnum eru notaðar í vinnu með barninu

    Framfarir barnsins í tungumálinu eru metnar með hjálp leiðarvísisins Einn leikskóli

    – Mörg tungumál um skráningu á framförum barna í íslensku sem öðru máli

    Í leikskólanum er íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku efld, m.a. í leik

    og með ríku málumhverfi til að þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Rannsóknir

    sína að virkt tvítyngi sé farsælast fyrir nám og líf barna með annað móðurmál en íslensku

    (Birna Arnbjörnsdóttir, 2010). Það felur í sér færni einstaklings til að nota íslensku og

    móðurmálið sitt daglega í námi, leik og samskiptum. Móðurmál barnsins er mikilvægur

    grunnur fyrir máltöku annars máls og samofið sjálfsmynd þess (Birna Arnbjörnsdóttir, 2010;

    Cummins, 2004). Stuðlað er að virku tvítyngi barnsins í leikskólanum með því að styrkja

    foreldra þess í því að viðhalda móðurmálinu um leið og leikskólinn vinnur markvisst með

    íslenskunám þess. Fjölbreyttir kennsluhættir eru nýttir, s.s. Söguaðferðin, Könnunaraðferðin,

    þemavinna, hópavinna, samvinnunám o.fl. Einnig er rafræn tækni nýtt, s.s. borðtölvur,

    myndavélar og spjaldtölvur til að auðvelda barninu að tjá sig og læra ný orð. Móttöku og

    aðlögun barnsins er vel háttað og reynt er að eiga gott samstarf við foreldra þess þannig að

    þeir verði raunverulegir þátttakendur í námi barns síns. Túlkaþjónusta er nýtt til að auðvelda

    samskipti við fjölskyldur. Einnig eru notaðar samskiptabækur með myndum og texta (Ljáðu

    mér orð) á íslensku og máli barnsins sem unnar eru í samvinnu við foreldra þess. Myndræn

    skilaboð eru notuð í samskiptum við barnið og foreldrana, t.d. er dagskipulag og matseðill

    dagsins í myndrænu formi. Fánar ýmissa þjóða eru sýnilegir og gestir eru boðnir velkomnir á

    mörgum tungumálum. Leikskólinn hefur komið sér upp Fjölmenningarmöppu þar sem hægt

    er að nálgast tilkynningar, kveðjur og auglýsingar á hinum ýmsu tungumálum. Hugmyndir og

    lausnir af Fjölmenningarvefnum eru notaðar í vinnu með barninu og foreldrum þess.

    Framfarir barnsins í tungumálinu eru metnar með hjálp leiðarvísisins Einn leikskóli – Mörg

    tungumál um skráningu á framförum barna í íslensku sem öðru máli.

  • 12

    3.8. Áhugi, reynsla, menning og þekking barna

    Unnið að því að vekja áhuga barnsins á málinu og tungumálið nýtt sem skapandi

    efniviður

    Lagt er upp úr því að kynnast barninu og áhugasviði þess og nýta þær upplýsingar í

    náminu

    Leikskólakennarar og starfsfólk beytir virkri hlustun í samskiptum við barnið

    Unnið að því að vekja áhuga barnsins á málinu og tungumálið nýtt sem skapandi efniviður.

    Leikskólakennarar og starfsfólk ræðir við barnið út frá áhugasviði þess og reynslu og ýta

    þannig undir frásagnargleði þess. Málskilningur barnsins er háður þekkingu og reynsluheimi

    þess. Barnið tengir nýja reynslu við fyrri reynslu sína og þekkingu og þannig er hægt að vinna

    markvisst með bernskulæsi í merkingarbæru samhengi. Áhugi og innri hvöt barnsins er

    lykilatriði þegar kemur að eflingu bernskulæsis í leikskólanum. Barnið er í brennidepli og

    unnið er út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði. Lagt er upp úr því að kynnast barninu og

    áhugasviði þess og nýta þær upplýsingar í náminu. Leikskólakennarar og starfsfólk beitir

    virkri hlustun í samskiptum við barnið. Leikur barnsins er skráður í máli og myndum og á

    þann máta er mögulegt að fylgjast með framförum þess og áhugasviði, t.d. hvar það leikur

    helst, hverja það leikur við og hvaða leikefnivið og verkefnum það hefur mestan áhuga á

    o.s.frv. Einnig eru spurningar lagðar fyrir barnið sem tengjast áhugasviði þess og svörin skráð

    niður, t.d. hvað því finnst skemmtilegast að gera í leikskólanum og hvaða leikefnivið og

    verkefnum það hefur mestan áhuga á.

    3.9. Framfarir barna

    Framfarir barnsins eru skráðar og metnar

    Hvert barn á sína ferlimöppu, vinnustundarmöppu (4-6 ára) og Lubbamöppu (3-5 ára)

    Leikur barnsins er skráður í máli og myndum

    Ef grunur vaknar um seinkaðan málþroska fer strax af stað íhlutun

    Börn á fjórða ári eru metin samkvæmt EFI-2 málþroskaskimuninni

    HLJÓM-2 málþroskaskimunin er lögð fyrir börn í elsta árgangi

    Könnun er gerð á stafaþekkingu barna í elsta árgangi

    Niðurstöðum málþroskaskimana er ávallt skilað til foreldra með það að markmiði að

    efla þekkingu þeirra á bernskulæsi og gera þá virkari í námi barns síns

    Rannsóknir sýna að mikill munur er á flestum sviðum málþroska hjá leikskólabörnum (Freyja

    Birgisdóttir, 2011). Rannsóknir sýna einnig að með markvissri íhlutun og örvun með

    grunnþætti bernskulæsis geta leikskólabörn náð lengra í málþroska en áður var talið

    (Scarborough, 2002; Snow, Burns og Griffin, 1998). Þannig er hægt að jafna tækifæri þeirra

    til að ná árangri í námi og lífinu öllu. Það er því til mikils að vinna að finna þau börn sem

    þurfa á stuðningi að halda sem fyrst og styðja þau sérstaklega og koma þannig í veg fyrir að

    þau dragist aftur úr í málþroska og læsi. Leikskólakennarar og starfsfólk í Hömrum fylgist

    með leik barnsins og er leikur þess skráður og framfarir barnsins skoðaðar. Hvert barn á sína

    vinnustundarmöppu (4-6 ára), Lubbamöppu (3-5 ára) og ferlimöppu þar sem skráðar eru

    framfarir þess í starfinu alla leikskólagönguna, t.d. er hægt að fylgjast með ferli barnsins frá

    krotstigi yfir í það að draga til stafs og jafnvel skrifa orð. Slík skráning auðveldar

    leikskólakennurum að meta hvort þörf sé á því að meta málþroska barnsins nánar með

  • 13

    öðrum matstækjum eða skimunum og hvort þörf sé á markvissri íhlutun. Þau matstæki sem

    leikskólinn notar til þess að mæla málþroska eru EFI-2 málþroskaskimunin sem metur

    málþroska barna á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Öll börn á fjórða ári í leikskólanum eru

    metin samkvæmt EFI-2 málþroskaskimuninni með því markmiði að finna börn sem eru með

    frávik í málþroska svo hægt sé að grípa inn í með snemmtækri íhlutun. Snemmtæk íhlutun

    felur í sér að gripið er inn í mál barns með frávik eða seinkun eins snemma og kostur er.

    HLJÓM-2 málþroskaskimunin sem metur hljóðkerfis- og málmeðvitund er lögð fyrir börn í

    elsta árgangi leikskólans í október ár hvert með það í huga að greina þau börn sem eru í

    áhættu hvað varðar lestrarerfiðleika síðar meir og sérstaklega er unnið með þau börn sem

    ekki ná meðalfærni og síðan er staða þeirra endurmetin í lok janúar. Niðurstöður HLJÓM-2

    eru kynntar leikskólakennurum yngri barna með það að markmiði að upplýsa þá um þá þætti

    hljóðkerfisvitundar sem þarf að þjálfa betur með yngri börnunum. Samhliða HLJÓM-2

    málþroskaskimuninni er gerð könnun á stafaþekkingu barna þar sem þekking barna á

    bókstöfum og hefðum ritmáls hefur sterkt forspárgildi fyrir síðari lestrarfærni (Bowyer-

    Crane, Snowling, Duff, Fieldsend, Caroll, Miles, Götz og Hulme, 2008; Cain, 2010; Steinunn

    Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir,

    2010). Unnið er markvisst með ritmál og stafaþekkingu út frá þeim niðurstöðum. Framafarir

    barna með annað tungumál en íslensku eru metnar með hjálp leiðarvísisins Einn leikskóli –

    Mörg tungumál um skráningu á framförum barna í íslensku sem öðru máli. Metið er út frá

    því hvort barnið er byrjandi, lengra komið eða búið að ná góðri færni í íslensku. Ef grunur

    vaknar um seinkaðan málþroska fer strax af stað íhlutun og leitað er eftir stuðningi

    sérfræðinga. Sem fyrr segir er niðurstöðum skimana ávallt skilað til foreldra með það að

    markmiði að efla þekkingu þeirra á bernskulæsi og gera þá virkari í námi barns síns.

    3.10. Fræðsluefni og námsgögn

    Leikskólinn á fjölbreytt úrval námsgagna sem efla bernskulæsi

    Í leikskólanum er til fjölbreytt úrval námsgagna sem örva mál og læsi og nota má með öllum

    barnahópnum. Allir starfsmenn hafa aðgang að þessum námsgögnum. Hér er dæmi um þau

    námsgögn sem til eru í leikskólanum:

    o Sögugrunnurinn eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur og Rannveigu Oddsdóttur er góður

    til að vinna með frásagnarhæfni og uppbyggingu sögu.

    o Orðahljóð eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur eru námsgögn sem ætluð eru til að efla

    hljóðvitund 3-6 ára barna.

    o Lærum og leikum með hljóðin eftir Bryndísi Guðmundsdóttur er undirbúningur fyrir

    hljóðmyndun og tal.

    o Hljóðalestin eftir Bryndísi Guðmundsdóttur sem eflir framburð og hljóðkerfisvitund

    o Lubbi finnur málbein eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur sem er

    hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum 2-7 ára.

    o Markviss málörvun eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu

    Þóroddsdóttur er handbók í þjálfun hljóðkerfisvitundar og tengsl hljóðkerfisvitundar

    við lestarferli og myndun læsis.

    o Ljáðu mér eyra (bók og spilastokkar) eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur sem er

    undirbúningur fyrir lestur þjálfar hljóðkerfisvitund og stuðla að aukinni lestrarfærni.

    o Bína Bálreiða eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur sem stuðlar að betri hegðun, s.s. að

    hlusta, bíða, passa hendur o.fl.

  • 14

    o Tölum saman eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjartey Sigurðardóttur sem er

    málörvunarkerfi fyrir börn með málþroskafrávik og tvítyngd börn.

    o Orðagull eftir Bjartey Sigurðardóttur og Ásthildi Bj. Snorradóttur sem styrkir

    vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn.

    Einnig er til fjölbreytt úrval af spilum til málörvunar í leikskólanum.

    4. Aðferðir til þess að meta hversu vel hefur tekist til

    Leikur barnsins skráður

    Ferlimappa barnsins

    Vinnustundarmöppur (4-6 ára) og Lubbamöppur (3-5 ára)

    Endurmat tvisvar sinnum á ári

    Huga þarf að viðhorfi starfsmanna til bernskulæsis

    Efla þarf símenntun starfsmanna á bernskulæsi

    Leikskólinn hefur skilgreint leiðir til þess að meta hversu vel hefur tekist til að vinna að

    settum markmiðum í læsisstefnu Hamra. Fylgst er með framförum barna, t.d. með skráningu

    í leik og í gegnum ferlimöppur þeirra, vinnustundarmöppur (4-6 ára) og Lubbamöppur (3-5

    ára). Einnig er unnið endurmat tvisvar sinnum á ári í leikskólanum þar sem metið er hversu

    vel hefur gengið að vinna samkvæmt markmiðum læsisstefnu Hamra. Í leikskólanum er

    starfandi sérfræðingur um mál og læsi sem getur veitt ráðgjöf um eflingu bernskulæsis til

    starfsmanna. Mikilvægt er að huga að viðhorfi starfsmanna leikskólans til bernskulæsis og

    efla símenntun þeirra á viðfangsefninu.

    Þessi læsisstefna mun vera í stöðugri endurskoðun og fekari þróun.

  • 15

    5. Heimildir

    Amalía Björnsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Jóhanna Einarsdóttir. (2003). Þróun HLJÓM-2

    og tengsl þess við lestrarfærni og ýmsa félagslega þætti. Uppeldi og menntun, Tímarit

    K.H.Í., 12, 9-30.

    Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Sótt í október 2013 af

    http:/www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3952.

    Beck, I., McKeown, M. og Kucan, L. (2002). Bringing words to life: robust vocabulary

    instruction. New York: Guilford Press.

    Birna Arnbjörnsdóttir. (2010). Skólar og fjölskyldur sem málsamfélög. Í Hanna Ragnarsdóttir

    og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstjórar), Fjölmenning og skólastarf (bls. 315-336). Reykjavík:

    Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan.

    Bowyer-Crane, C. Snowling, J. Duff, F. Fieldsend, E. Caroll, J. Miles, J. Götz, K. og Hulme, C.

    (2008). Improving early language and literacy skills: differential effects of an oral

    language versus a phonology with reading intervention. Journal of child psychology and

    psychiatry, 49, 422-432.

    Cain, K. (2010). Reading Development and difficulties. Cornwall: TJ International.

    Cummins, J. (2004). Language, Power and Pedagogy. Bilingual Children in the Crossfire (3.

    útgáfa). Clevedon: Multilingual Matters Ltd.

    Dickinson, D., Freiberg, J. og Barnes, E. (2011). Why are so few interventions really

    effective?: A call for fine-grained research methodology. Í Susan B. Neuman and David

    K. Dickinson (ritstjórar), Handbook of early literacy research. (Vol. 3, bls. 337–357). New

    York: The Guilford Press.

    Freyja Birgisdóttir. (2010). Kennsla um orðhluta eykur orðskilning nemenda á yngsta stigi

    grunnskólans. Uppeldi og menntun, 19, 33-50.

    Freyja Birgisdóttir. (2011). Þróun læsis hjá fjögra til átta ára aldurs. Ráðstefnurit Netlu -

    Menntakvika 2011. Sótt í mars 2013 af http://netla.hi.is/menntakvika2011/005.pdf.

    Gunn, B., Simmons, D. og Kameenui, E. (1995). Emergent literacy: Synthesis of the research.

    Sótt í september 2013 af

    http://www.researchconnections.org/childcare/resources/2776/pdf%3b%0bjsessionid=F

    9953602F27AA733C2194693DE06A9F8.

    Jóhanna Einarsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (2011). ,,Við hugsum kannski meira um

    námið sem leikurinn felur í sér”. Starfendarannsókn um tengsl leiks og læsis í leikskóla.

    Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt í janúar 2014 af

    http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/007.pdf

    Scarborough, H. (2002). Connecting early language and literacy to later reading (dis)abilities:

    Evidence, theory, and practice. Í Susan B. Neuman and David K. Dickinson (ritstjórar),

    Handbook of Early Literacy Research. (bls. 97 – 110). New York: The Guilford Press.

    Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. (2013). Lesið í leik. Læsisstefna leikskóla.

    Reykjavík: Höfundur. Sótt í október 2013 af http://reykjavik.is/lesid-i-leik-laesisstefna-

    leikskola.

    Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. (2014). Heimurinn er hér. Stefna skóla og

    frístundarsviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlegt skóla- og frístundarstarf. Reykjavík:

    Höfundur. Sótt í október 2014 af

    http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/fjolmenningarstefna_up

    psett.pdf

    http://netla.hi.is/http://www.researchconnections.org/childcare/resources/2776/pdf%3b%0bjsessionid=F9953602F27AA733C2194693DE06A9F8http://www.researchconnections.org/childcare/resources/2776/pdf%3b%0bjsessionid=F9953602F27AA733C2194693DE06A9F8http://netla.hi.is/greinar/2011/ryn/007.pdfhttp://reykjavik.is/lesid-i-leik-laesisstefna-leikskolahttp://reykjavik.is/lesid-i-leik-laesisstefna-leikskolahttp://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/fjolmenningarstefna_uppsett.pdfhttp://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/fjolmenningarstefna_uppsett.pdf

  • 16

    Snow, C., Burns, M. og Griffin, P. (1998). Preventing reading difficulties in young children.

    Washington: National Academy Press, 47, 27-34.

    Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj.

    Snorradóttir. (2010). Leið til læsis: Stuðningskerfi í lestrarkennslu. Ráðstefnurit Netlu –

    Menntakvika 2010. Sótt í október 2012 af

    http://netla.hi.is/menntakvika2010/alm/028.pd

    Whitehurst, G. Lonigan, C. (2002). Emergent Literacy: Development from Prereaders to

    Readers. Í S. B. Neuman and D. K. Dickinson (ritstjórar), Handbook of Early Literacy

    Research (bls. 11-30). New York: The Guilford Press.

    http://netla.hi.is/menntakvika2010/alm/028.pd