list á vestfjörðum

40

Upload: gunnar-bjarni-gudmundsson

Post on 06-Apr-2016

245 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Kynningarrit Félags Vestfirskra listamanna 2014

TRANSCRIPT

Page 1: List á Vestfjörðum
Page 2: List á Vestfjörðum

#LAV142

Hversvegna verður svona félag til?

Ef til stendur að lýsa einhverju miklu eða merkilegu, þá er gjarnan beðið um tölur. Sköpun og listfengi eru ekki sérlega auðtalin fyrirbæri, en það má reyna að skrapa saman einhverjum tölum sem eiga við listalífið á Vestfjarðakjálkanum. Ætli megi ekki segja að það séu haldnar 5 árlegar hátíðir á Vestfjörðum sem eru á beinan hátt tengdar listum. Sýningarrými þau sem listamenn geta komið sköpun sinni á framfæri til almennings eru u.þ.b. 70 talsins, allt frá minnsta óperuhúsi í heimi upp í fullbúnar menningarhallir. Handverksfélögin eru 7, leikfélögin álíka mörg, þ.e. ef aðeins þau virku eru talin, kórarnir þrefalt fleiri, formlegir listaskólar eru tveir. Sjálfir listamennirnir eru 100, nei, 500, nei 1000, nei annars hér verður að gefast upp í talnaspekinni, því fólk kemur og fer, byrjar og hættir og útilokað er að skilgreina með vissu hvern ber að telja listamann og hvern ekki. Fer það eftir virkni hvers eða hæfileikum eða prófgráðunni? En eitt er algerlega borðleggjandi: Þegar framangreint er skoðað, þá dytti engum í hug sem ekki vissi betur, að hér væri verið að lýsa tæplega 7000 manna samfélagi. Þetta er frjór jarðvegur. Það vita bara of fáir. Þess vegna er eðlilegt að upp rísi samtök sem hafa það m.a. að markmiði að opna augu Vestfirðinga og annarra fyrir þessari gnótt. Já, og opna augu listamannanna sjálfra. Það verður að viðurkennast að samstarf og samstaða Vestfirðinga hefur verið brotakennd í gegnum tíðina og eru menningarmálin þar ekki undanskilin. Tíðarandinn kallaði á aðgerðir. Í íslenska fjármálaklúðrinu opnuðust augu margra fyrir skapandi greinum og á sama tíma tútnuðu vestfirsku listahátíðirnar út af orku, Vestfirska forlagið sömuleiðis, ný verslun á Ísafirði einbeitti sér að sölu vestfirskra listafurða, handverksfólk landshlutans var búið að vera með þreifingar um

samvinnu, vestfirskt kvikmyndavor var að hefjast og síðast en ekki síst kraumaði sköpunin í listamannanýlendunni Listakaupstað í Norðurtangahúsinu á Ísafirði. Í miðri góssentíð árið 2007 var byrjað að halda listamannaþing á Ísafirði, þar sem listamenn Vestfjarða báru saman bækur sínar og skemmtu hverjir öðrum. Þann 9. apríl árið 2011 var Félag vestfirskra listamanna stofnað á listamannaþingi í Listakaupstað.

Félagið orðið til, og hvað ætlar það að gera í því?

Stofnfundurinn á listamannaþinginu í Listakaupstað var kynngimagnaður. Stemmningin sem staðurinn skapaði átti þar hlut að máli, enda er Listakaupstaðar sárt saknað. Á þessari heitu samkomu þurfti að sinna ýmsum formlegheitum, svo sem að kjósa í stjórn og kynna lög. Allt var það þó þokkalega spennandi, þar sem nýtt afl var í fæðingu. Elfar Logi Hannesson, Ómar Smári Kristinsson, Jón Þórðarson, Matthildur Helga- og Jónudóttir, Dagný Þrastardóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir voru kosin í stjórn. Þó að nokkrar mannabreytingar hafi orðið í gegnum tíðina, eru Elfar Logi, Ómar Smári og Dagný enn í stjórn, þegar þetta er ritað. Á stofnfundinum voru gefin fögur fyrirheit sem enn eru bæði lög og leiðarstef félagsins: „Tilgangur félagsins er að efla vestfirska list á sem fjölbreyttastan hátt sem og stuðla að auknu samstarfi og samstöðu listamanna á Vestfjörðum. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að tengingu milli listamanna og listgreina á Vestfjörðum. Stuðla að kynningu á listamönnum og vestfirskri list í fjölmiðlum og netmiðlum.“

Hvernig hefur tekist til?

Hvernig tengingar kvikna er ekki alltaf auðvelt að rekja. Það gerist oft þegar fólk hittist eða fræðist hvert um annað.

Félag vestfirskra listamanna hefur skapað þann vettvang. Hvað sem tengingum líður, þá hefur félagið óneitanlega staðið sig í stykkinu við að kynna vestfirska listamenn og verk þeirra. Það hefur verið gert á þrjá vegu: með því að halda árleg listamannaþing, með því að gefa árlega út kynningarrit og með því að deila reglulega fréttum af vestfirskum listviðburðum á netinu.

Listamannaþingin

Þegar hafa verið nefnd þingin sem voru hÞegar hafa verið nefnd þingin sem voru haldin áður en félagið varð til og svo vendipunktinn í Listakaupstað. Allar þessar samkomur fóru fram á Ísafirði. Það er hinsvegar kappsmál að félagið starfi í öllum byggðum Vestfjarða og þjóni vestfirskum listamönnum óháð búsetu þeirra á kjálkanum. Þess vegna hafa öll önnur þing verið haldin sem víðast: Bolungarvík 2012, Patreksfjörður 2013 og Suðureyri 2014. Ætlunin er að halda 2015-þingið í Flatey. Mikil dagskrá er fyrirhuguð fyrir þennan stað í miðjum Breiðafirði á miðju vori.

Dagskrár listamannaþinganna hafa verið fjölbreytilegar. Boðið hefur verið upp á skemmtiatriði og eitthvað gott að borða, stundum gönguferðir og stundum böll að loknu þingi. Uppistaða þinganna hafa samt verið erindi um listina. Í upphafi héldu fulltrúar listgreinanna tölu um sitt fag og stöðu þess á Vestfjörðum. Allt var þetta heimafólk. Smátt og smátt færðist í vöxt að fá brottflutt fólk og / eða fólk sem ekki er vestfirskt til að koma og halda erindi. Þá hefur verið kallað til fólk sem er sérlega vel að sér í málefnum sem hafa verið tekin til sérstakrar umfjöllunar á þingunum, eins og t.d. menningartengda ferðaþjónustu eða markaðs- og kynningarmál listarinnar. Meðal þeirra mörgu sem hafa flutt erindi á þingunum eru Hildur M. Jónsdóttir frá Brúðuheimum, Sigurður Skúlason leikari, Vilborg Davíðsdóttir skáldkona, Karl Ágúst Úlfsson leikari,

Það er góður siður að kynna sig. Betra er seint en aldrei. Í þessu 4. kynningarriti Félags vestfirskra listamanna kemur kynningin. Nú má segja að það sé orðin til einhver saga af þessum félagsskap og frá einhverju að segja. Þá er best að byrja á byrjuninni – og þó, nær væri að byrja á grunninum, þeim jarðvegi sem svona félag getur sprottið upp af.

Saga FélagS veStFirSkra liStamannafélag vestfirskra listamanna

Page 3: List á Vestfjörðum

3#LAV14

Ritið List á Vestfjörðum kemur nú út í fjórða sinn. Blaðið er gefið út í 3.500 eintökum og því dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum og víðar.

Útgefandi: Félag vestfirskra listamanna Aðalstyrktaraðili: Menningarráð Vestfjarða Ritsjóri: Anna Sigríður Ólafsdóttir

Ábyrgðarmaður: Elfar Logi Hannesson Ritstjórn: Elfar Logi Hannesson, Ómar Smári Kristinsson og Ingunn Ósk Sturludóttir.

Umbrot og hönnun: Gunnar BjarniKápumynd: Ólöf Dómhildur JóhannsdóttirPrentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf.

Friðrika Benónýsdóttir menningarritstjóri og Kristján Freyr Halldórsson tónlistarmaður. Jón Jónsson frá Menningarráði Vestfjarða hefur haldið innblásnar barátturæður á nokkrum þinganna.

Menningarráð Vestfjarða hefur ekki einungis lagt til andlegan stuðning í formi Jóns, heldur hefur það staðið undir mestum kostnaði við þingin. Heimafólk á hverjum stað hefur einnig greitt þingunum götu með ódýru og / eða ókeypis húsnæði og mat.

Kynningarritið

List á Vestfjörðum – kynningarrit Félags vestfirskra listamanna er nú komið út í 4. sinn. Það er flaggskip félagsins. Þó að þessi orð standi í ritinu sem þau fjalla um og höfundur þeirra sé í ritstjórn, þá má alveg trúa því sem hér segir: Saga þess er sigurganga! Í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er þetta haft eftir æðstu aðilum þegar þeir sáu blaðið: „svona vilja menn sjá“. Það bendir ýmislegt til þess að útgáfa ritsins hafi leitt til þess að fjárframlög til Menningarráðs Vestfjarða hafi ekki verið skorin niður í kreppunni, jafn illilega og sumstaðar annarsstaðar. Menningarráð og menningarvitar vítt og breitt um landsbyggðina hafa lýst aðdáun sinni á framtakinu og löngun til að gefa út ámóta rit í eigin héraði. Hugsunin bakvið kynningaritið er sú sama og hugsunin bakvið listamannaþingin, þ.e. að gera öllum Vestfjörðum hátt undir höfði og fjalla um allar þær listgreinar sem þar eru iðkaðar. Kyn og aldur listafólksins sem kynnt er skiptir ekki máli, en þess má samt geta að þar hefur dreifingin verið jöfn. Birst hafa pistlar um 43 tónlistarmenn, myndlistarmenn, ljósmyndara, handverksfólk, leikara,

dansara, rithöfunda, skáld og annað andans fólk í fyrstu þremur ritunum. Það er þó innan við helmingur efnisins, því mikið hefur verið skrifað um ýmsar stofnanir, hátíðir og allskyns uppákomur sem tengjast menningu og listum á Vestfjörðum. Hvert rit hefur haft ákveðið megin umfjöllunarefni. Í fyrsta ritinu voru það stóru listahátíðirnar fjórar: Act Alone, Aldrei fór ég suður, Skjaldborg og Við Djúpið. Í næsta riti var gerð ítarleg úttekt á þeim vestfirsku stöðum þar sem listamenn koma sér og list sinni á framfæri. Þetta rit er enn nothæft sem uppflettirit og verður ómetanlegur vitnisburður um Vestfirði síns tíma. Þriðja ritið hélt áfram á svipuðum nótum, nema hvað þar voru til umfjöllunar vestfirsk félög og samtök sem iðka listir. Áherslan í þessu riti er sýn heimafólks á sína lista- og menningarbæi. Í öllum blöðunum er eins og áður var sagt fjallað um einstaka listamenn og í ár er í fyrsta sinn opnuviðtal.Það er stefna blaðsins að fá alltaf nýjan listamann til að hanna forsíðu. Þeir sem átt hafa forsíður eru: Baldur Pan, Ágúst Atlason og Dagrún Matthíasdóttir og nú síðast Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir. Auk tekna af auglýsingum á kynningarritið tilveru sína fyrst og fremst Menningarráði Vestfjarða að þakka. Ísafjarðarbær létti undir útgáfu þessa rits með fjárstyrk. Það skapar gott fordæmi fyrir hin sveitarfélögin á Vestfjörðum, sem vonandi gera slíkt hið sama næstu ár.

Internetið

Félag vestfirskra listamanna á sér sína Fésbókarsíðu. Þar er oft og iðulega deilt fréttum af listviðburðum á Vestfjörðum eða einhverju því sem tengist afrekum Vestfirðinga á menningarsviðinu. Þetta er eina starfsemi félagsins sem ekki er

háð fjármagni. Það er vegna þess að stjórnandi síðunnar, Elfar Logi Hannesson, formaður félagsins frá upphafi, sinnir síðunni án þess að taka krónu fyrir. Um það leyti sem þetta rit kemur út er hann búinn að pósta u.þ.b. 300 fréttum og fylgjendur síðunnar eru um 400 talsins. Varla hefur stjórn félagsins komið saman á fundi öðruvísi en svo að talið berist að stofnun heimasíðu með virkri fréttamiðlun, miðlun hagnýtra upplýsinga og tengingum á síður félagsmanna. Ekki hefur enn verið bolmagn til slíkra afreka en viljinn er alltaf fyrir hendi.

Peningamál

Þó að formaður félagsins vinni kauplaust dag og nótt við að taka púlsinn á vestfirska menningarlífinu, þá kostar sitt að halda málþing og gefa út kynningarrit. Menningarráð Vestfjarða er bakhjarl félagsins, eins og fyrr er getið. Þrátt fyrir þungan niðurskurð til menningarmála á Íslandi, hefur Menningarráðið náð að halda starfsemi Félags vestfirskra listamanna á floti. Líka hefur verið minnst á auglýsingasölu í kynningarritið og vísi að styrkjum frá sveitarfélögum. Svo eru það félagsgjöldin. Í upphafi voru þau aðeins táknræn. Svo voru þau hækkuð um helming. Þegar þetta er ritað eru þau samt ekki nema 2.000 kr. á einstakling og 3.000 kr. á félög og fyrirtæki. Til viðmiðunar fyrir fólk í landi óstöðugs gjaldmiðils sem les þetta nokkrum árum síðar, þá kostar álíka mikið að vera í félaginu í heilt ár eins og að fá sér tvo bjóra á bar. Megi þetta vera fólki hvatning til að sleppa einu helgarkenderíi en ganga þess í stað í Félag vestfirskra listamanna. Þó að upphæðin sé lág, þá safnast þegar saman kemur, eins og alkunna er. Félagar eru innan við 100 talsins, þegar þetta er ritað, en ættu að skipta hundruðum á þessum listræna landshluta.

Lok

Það á ekki að enda pistil um frjóan og skapandi félagsskap með röfli um peninga. Það er frekar við hæfi að vitna í einn dáðasta listamann Vestfjarða, Mugison, en hann mótaði setningu sem starf Félags vestfirska listamanna snýst mikið til um: „maður gerir ekki rassgat einn“.

Page 4: List á Vestfjörðum

#LAV144

Það er við hæfi að birta myndir frá tveimur helstu skrautfjöðrum Vestfjarða: Aldrei fór ég suður og Act Alone. Við erum svo lánsöm að eiga afbragðs ljósmyndara sem fönguðu stemninguna í ár. Hlynur Kristjánsson var með vélina á lofti á AFÉS og Ágúst Atlason á Act Alone.

Page 5: List á Vestfjörðum

5#LAV14

Annska hafði s.s. samband við mig á Facebook og spurði hvort ég væri til í að skrifa um list og menningu á Suðureyri. Ég jánkaði því með glöðu geði, enda bara gaman. Það er mÉR einstak lega erfitt að skrifa út frá öðru en sjálfri mér, ég um mig frá mér til mín, og míN tilfinning er því sú að best sé að byggja greinina á því.

Svo virðist sem fólki frá nágrannabyggðum, og þá sérstaklega Ísfirðingum, þyki of langt að sækja listaukandi efni í líf sitt til Suðureyrar. Þessi orðræða tók nýja stefnu byltingarárið mikla 2012. Rétt að benda þeim á sem ekki muna að Vestfjarðagöngin voru byggð 1996.

Árið 2012 tók sér bólfestu í firðinum fagra einlæg og krúttaraleg einleikjahátíð. Act AloNe. Hún hefur verið haldin annarsstaðar frá árinu 2004. Aðsókn var ágæt og hátíðin mjög vel heppnuð. Það sýndi sig einmitt árið eftir, 2013, að vegalengdin var ekki svo löng fyrir nágranna okkar að rúnta til okkar og njóta þess sem í boði var. Mjög vel var mætt, og annað eins nú í sumar.

Einleikjahátíðin hefur bætt mig og kætt. Á einni helgi fæ ég fullt af nærandi ókeypis afþreyingu, jafnmikið og fólk annars staðar á landinu rembist við að ná á einu ári, og afrekar það þó mögulega ekki. Hátíðin er í anda Súgfirðinga. Mikið gaman, hlegið og borðað. Það eina sem vantar er varðeldur eða kveikja á ca 20 neyðarblysum eins og er gert á Sæluhelginni. Fyrir þá sem ekki þekkja til að þá er oft á tíðum skellt í bálköst í Súgandafirði á hvers kyns skemmtunum. Ég skemmti mér alltaf aaaðeins betur þegar kveiktur er eldur, og ég er með bjór og vindil í hendi.

Hér í mínu sjávarþorpi höfum við blöndu af allskyns afþreyingu í list og menningu - eitt og annað til að tjasla geðheilsu okkar saman. ÞoRRAblót og góublót eru haldin til skiptis, sem er aldagömul

hefð þar sem bæjarbúar borða, drekka og hlæja saman, og enda svo úti í nóttinni að slást eða elskast eftir gott kvöld. Hversu mörgum börnum ætli þessi blót beri ábyrgð á? Ef blótið væri haldið úti, þá væri mögulega varðeldur. Og neyðarblys eftir skemmtiatriðin.

SólARkAffi Kvenfélagsins Ársólar er árlegur viðburður. Þar fögnum við komu sólar með kökuáti og kaffi. Hlustum á tónlistaratriði unga fólksins. Maður vandræðast í huganum hjá hverjum maður eigi að tylla sér og snæða í þéttsetnum salnum. Loks neyðist maður bara til að ná næsta lausa sæti og endar í óvæntu, frábæru spjalli með Súgfirðingi sem maður annars heilsar bara kurteislega á göngu sinni um þorpið.

1.mAí kRöfugANgAN er gengin frá Brekkukoti og út Aðalgötuna að sundlaug bæjarins. Þar fer fram sundkeppni barna. Í göngunni syngjum við saman! Edrú! Allir pínu feimnir, fólk ekki eins kokhraust og undir borðhaldinu á Góu- og Þorrablótunum. En við látum okkur hafa það, enda sannir Súgfirðingar.

SæluhelgiN er hátíð stórmenna, stórskemmtana og óskráðra ættarmóta. Sannkölluð stórhátíð. NoggiNN fer fram í byrjun ágúst. Gestir eru ferjaðir yfir á Norðureyri með bát, og þar skemmtum við okkur saman og minnumst jarlsins, Leifa Nogg, sem var bóndi á eyrinni. Í boði er söguganga þar sem saga eyrinnar er sögð. Stemmingin er alltaf hlýleg og góð. Það væri nú gaman ef við leiddumst hönd í hönd í göngunni, við getum stundum verið svo samrýnd. Við gætum fengið einhvern með Go Pro myndavél til að taka loftmynd af okkur!! Við deilum saman súpu, syngjum, keppum í sandkastalakeppni og skósparki. Ekki má gleyma leiknum Hlaupa í skarðið þar sem ungir sem og eldri spreyta sig. Já og auðvitað er varðeldur!

Svo má nefna höfðagleðina, sem er nýjasta

nýtt í gleði og glensi Súgfirðinga. Við getum ekki hætt að finna tilefni til að hittast og gera eitthvað saman! Hér verður að nefna manninn sem á mjög stóran þátt í þessu öllu saman - Ævar Einarsson, en kappinn sá er hátíða-sjúkur með eindæmum. Þar eru leikir, grill, varðeldur, sungið og gaman. Á Gamlárskvöld erum við auðvitað með bReNNu og bAll.

Leikfélagið Hallvarður Súgandi tók sér pásu þetta árið en er farinn að skoða leikverk fyrir næsta ár. Aðrir viðburðir á árinu sem er að líða: bjóRSAgA VíkiNgS á Kaupfélaginu, þar sem elskhugi minn Víkingur Kristjánsson fór á kostum. fjAllA eyViNduR var líka sýndur þar og Elfar Logi fór einnig á kostum. Þá fóru tóNleikAR Skúla mennska og Hjalta Þorkels þar fram líka og voru mjög vel heppnaðir.

Hér að ofan hef ég talið upp hina ýmsu viðburði. Við söfnunina á þessum lista hjó ég eftir ákveðnu mynstri, hérna eru hefðir greinilega í heiðri hafðar. Við erum dugleg að halda uppi okkar hefðum og gerum það með stolti. En líka tilbúin að búa til nýjar hefðir, það gerum við með stæl!

„Ég svaf með það í nótt og hef ekki sofið svona vel í einhvern tíma, fínt að bylta sér.” Þetta voru síðustu skilaboðin sem fóru á milli okkar Önnsku (ritstýru þessa snepils sem þú flettir). Hún hafði lánað mér snúningslak sem kom sér vel á lokaspretti með göngunnar í haust.

Bálið Brennurmín suðureyri EFTiR KOLBRÚNU ELMU ScHMiDT

Ævar Einarsson

Page 6: List á Vestfjörðum

#LAV146

Ég hef gætt næturinnar utan um Kristínu Steinsdóttur, sem svaf þá rótt á Hótel Ísafirði. Er ekki Finnbogi Hermannsson eini (starfandi) rithöfundurinn sem býr á Ísafirði? Og býr hann ekki í Hnífsdal? Ég söng Tom Waits með Eiríki Guðmundssyni á Kúabúinu – chocolate jesus, minnir mig – nokkrum árum eftir að hann tók við mig símaviðtal í baði. Einu sinni datt ég í það með Hermanni Stefánssyni í Öldunni og hann húðskammaði mig fyrir að hafa líkt bók við kvenmannsbrjóst í ritdómi. Ég hef aldrei séð Njörð P. Njarðvík á Ísafirði. En hann er víst Ísfirðingur og hann kenndi mér ritlist í Reykjavík fyrir langalöngu (ég skrópaði mig út úr náminu). Ég drakk Jón Kalman undir borðið í Öldunni meðan hann skrifaði Vestfjarðaþríleikinn – það var boðið upp á pasta, absintu og Ray charles. Ég rakst einu sinni á Elísabetu Jökuls í Bónus – mörgum árum eftir að ég bauð henni, Eyvindi Pétri og Guðbergi á bókmenntakvöld sem ég skipulagði í menntaskólanum. Líklega var það 1996 eða 1997. Hún hringdi í mig daglega vikuna á undan og sagðist vera svo flughrædd, hún væri ekki viss hvort hún kæmist, og hvort ég vildi ekki frekar bara fá son hennar, Kristjón Kormák, sem væri nýbúinn að gefa út sína fyrstu bók. Ég fékk Guðberg til að halda í höndina á henni og þá var alltílagi. Hvað er Huldar Breiðfjörð annars að bauka í Önundarfirði? What’s he building in there? Er hann kannski farinn? Einu sinni sá ég hann með snúð og kókómjólk fyrir utan Gamla bakaríið. Ég skrifaði megnið af fyrstu skáldsögunni minni inni á Sjallanum en tortímdi henni inni á Langa Manga. Hellti heilum café latté yfir tölvuna. Nú sit ég á kaffihúsi í Kaupmannahöfn með café latté á

borðinu en hef hann í hæfilegri fjarlægð. Einu sinni sá ég Rúnar Helga á Ísafirði. Sama gildir um Einar „þið eruð nú meira landsbyggðarhyskið“ Kárason. Kannski ég hafi séð hann tvisvar lesa – gott ef hann sagðist ekki einhvern tíma hafa búið fyrir ofan Bókhlöðuna. Eyvindur Pétur kenndi mér íslensku í menntaskóla. Ég held ég hafi sett einhvers konar skrópmet þann vetur – sat á café castro, kaffistofu vinstrimannafélagsins, og las Marx og Dostó. En Eyvind þekki ég – hann er áreiðanlega sá höfundur sem oftast sést á Ísafirði. Ég hlustaði á Diddu lesa Bukowski-þýðingar fyrsta árið í menntó. Það var eitthvað og verður ekki aftur tekið. Andri Snær gisti einu sinni heima hjá mér á leiðinni á Hornstrandir. Svo tók hann mig með sér á fyllerí með Alexander Skarsgård (og fáeinum öðrum), sem varð til þess að sænski útgefandinn minn reiddist mér fyrir að hafa ekki fattað að gefa Skarsgård eintak af eitur fyrir byrjendur á sænsku. „Nú kvikmyndar hann bara Draumalandið í staðinn“, sagði Per. Einu sinni rakst ég á Sigurbjörgu Þrastar í Bókhlöðunni. Hún var á eigin vegum. Ég er maðurinn sem tók við Tindabikkjunni fyrir Óttar Martin og sendi mömmu hans hana með pósti. Ég hlustaði á Þórdísi Björnsdóttur hvísla ljóð í Edinborgarhúsinu. Ég kynnti Hauk ingvarsson fyrir Kolbeini Einarssyni á Langa Manga – Kolbeinn var í essinu sínu og Haukur mun aldrei ná sér að fullu. Það sem gerðist í Engidal eftir Nýhilkvöldið á Sjallanum 2003 er í þagnargildi og verður þar til afkomendur okkar eru allir dauðir. Ári síðar spilaði ég Scrabble við Steinar Braga (og Hildi Lilliendahl, sem þá var bara ljóðskáld) í kjallara við

Fjarðarstræti. Tapio Koivukari – kannski ísfirskastur allra rithöfunda – kenndi mér kristinfræði og smíðar í grunnskóla. Ég rakst á Kristínu Svövu Tómasdóttur á bílastæðinu aftan við Stjórnsýsluhúsið. Það er ekki svo langt síðan. Ég man samt ekki í hvaða erindum hún var. Davíð Stefánsson – sá yngri – var eina alvöru ljóðskáldið sem ég kannaðist við þegar ég var 19 ára og ég var með stjörnur í augunum yfir því að þekkja ljóðskáld. Ég er með lögheimili heima hjá mér, í Öldunni, í fjörunni, við hafið, brimið, með útsýni yfir eyrina á aðra hönd en Snæfjallaströndina á hina – Ísafjörður er eini staðurinn sem ég get kallað „heima“, eini staðurinn sem mér finnst ég klæmast á þegar ég skrifa um hann – en ég er aldrei heima hjá mér, ég er kannski ekki annar en að minnsta kosti annars staðar. Danski rithöfundurinn Jens christian Grøndahl sagði við mig á dögunum að allir rithöfundar væru í einhverjum skilningi heimilislausir, en ég held það hafi ekki verið þetta sem hann átti við. húsið eftir Hörpu Jónsdóttur fjallar um Hrannargötu 1 – eitt af ættaróðölum mínum, ég hef aldrei búið þar en fór þangað sem barn til að borða rjómatertur hjá Dísu og Burra frænda. Ég hef ekki lesið bókina – eiginlega held ég að eigi næstum jafn erfitt með að lesa bækur um Ísafjörð og ég á erfitt með að skrifa um Ísafjörð. Ég hef heldur aldrei enst í gegnum heila bók eftir Hagalín. Ég skammast mín fyrir það, sem Ísfirðingur, en sem lesandi finnst mér lífið of stutt fyrir nema allra nauðsynlegustu bækur. En stundum finnst mér einsog ég sé eini maðurinn í heiminum sem skilur Þormóð Kolbrúnarskáld.

Stutt en Brotakennt ágrip aF rithöFundalíFi á íSaFirði

ísafjörður rithöfundarins EFTiR EiRÍK ÖRN NORðDAHL

Page 7: List á Vestfjörðum

7#LAV14

Ég tel mig geta fullyrt að það er öðruvísi. Ég er hlutlaus (var það allavega þá, er ekki svo viss núna).

Í þessum töfrandi hreppi virtist í alvöru hver einn og einasti þorpsbúi sinna einhverskonar list, allir kunna á hljóðfæri, mála myndir eða semja ljóð. Tjáning og sköpun er hreppsíþróttin. Að tjá í Súðavík er líkt og tifið fyrir klukkuna. Nú veit ég ekki alveg af hverju það stafar en eitthvað er það. Hvort það er umhverfið sem skapar

listina í fólkinu eða tíminn sem leyfir fólkinu þann munað að geta notið stundanna svo vel að þar sé rými fyrir þá afgangsstærð sem listin er stundum talin, get ég ekki sagt með fullri vissu. En svona er þetta.

Það er töluvert verkefni fyrir ekki stærri stað en rúmlega 200 manna hrepp að halda uppi eins öflugu lista- og menningarlífi og Súðavík gerir. Á hverju hausti eru sem dæmi má nefna haldnir svokallaðir Bláberjadagar, þar sem

tónlist, handverk og önnur list er í hávegum höfð í bland við fjölskylduskemmtun hvers konar. Á ári hverju halda bæði heimamenn, sem og aðkeyptir tónlistarmenn, tónleika, og myndlistarmenn sýna list sína á Melrakkasetrinu, gamla Eyrardalsbænum, undir fallegu orkustöðinni okkar, Kofranum. Ljóðakvöld, þjóðmenningarkvöld, hversdagskvöl. Svona er ásýnd mín á lista- og menningarstaðinn Súðavík.

Ég er þriggja ára Vestfirðingur. Þegar ég fluttist til Súðavíkur var tvennt sem mér þótti afar sérkennandi fyrir þetta fallega þorp. Númer eitt: ég var stödd í næsta þorpi við hjara veraldar (þetta fannst mér þá, er ekki svo viss núna). Númer tvö: allir íbúar þorpsins voru og eru listamenn. Nú kynni menn að undra og hvá við að það geti alls ekki verið. Eða að minnsta kosti sé það ekki öðruvísi hér en annars staðar.

langt Frá (Borgar) líFi er liSt með líFi

mín súðavík EFTiR MARGRÉTi LiLJU ViLMUNDARDÓTTUR

Page 8: List á Vestfjörðum

#LAV148

Síðastliðið sumar var á Bíldudal haldin fyrsta Gufupönk-hátíð á Íslandi en gufupönk eða steampunk er mjög vinsælt þema í hlutverkaleikjum víða erlendis. ingimar Oddsson stóð að þessari hátíð sem bar nafnið Steampunk iceland - Ævintýrahátíð í Vesturbyggð.

Á hátíðinni breyttist öll Vesturbyggð í Ævintýralandið Bíldalíu sem er skáldað konungsríki við endimörk veraldar. Landamæraverðir stilltu sér upp í herklæðum 19. aldar við landamæri Bíldalíu og seldu vegabréf til stuðnings hátíðinni. Fánar Bíldalíu voru dregnir að hún, íbúar og gestir klæddu sig upp í viktorískan stíl og svo var haldin hátíð sem náði hámarki með krýningu konungs og drottningar Bíldalíu.

Bíldalía byggir á skáldverki í þremur þáttum og kom bókin Bildalian chronicles úr um sumarið 2012. Nú er verið að leggja lokahönd á þýðingu og endurgerð bókarinnar á íslensku og mun bókin bera heitið Bíldalía - Við endimörk veraldar og verður gefin út fyrir jól. Annar þáttur, bókin into the Otherworld eða Heimurinn handan, kemur svo út í júní 2015 bæði á íslensku og ensku.

Á næsta ári mun Steampunk iceland vera í samstarfi við

hátíðina Bíldudals Grænar. Sú hátíð sem ber heitið Ævintýradagar mun standa yfir í viku. Þátttakendum verður úthlutað hlutverkum þar sem hver og einn framkvæmir eitthvað á ákveðnum tímapunkti í samræmi við hlutverk sitt og saman mynda hlutverkin eitt stórt leikrit.

Þið getið skyggnst inn í ævin týra veröld Bíldalíu á bildalia.com og kíkt á hana á Fésbókinni.

Konungsríkið Bíldalía hefur verið sett á fót við endimörk veraldar. Ríkið hefur sinn eigin fána, skjaldarmerki, konung og drottningu, ríkisstjórn, gjaldeyri, sína eigin opinberu heimasíðu og árlegu þjóðhátíð.

hlutverkaleikir á guFupönkaðri Bíldalíu

Bíldalía

Page 9: List á Vestfjörðum

9#LAV14

Verkefnið var auglýst sem tilraunaverkefni en fram að því höfðu ungmenni í litlum mæli sótt viðburði á vegum menningarmiðstöðvarinnar. Með tilkomu hátíðarinnar var kominn vettvangur fyrir ungt fólk að taka þátt. Þeim gafst tækifæri til að skapa dagskrána og í leiðinni að móta menningarheim sinn. Þátttaka ungmennanna er grundvöllur verkefnisins sem og forsenda fyrir þátttöku í Evrópu unga fólksins, sem er helsti bakhjarl LÚR.

Lúr-Lúra-Lúrarar-Lúrissimó

Lengst Útí Rassgati er nafnið sem ungmennin völdu hátíðinni og er þar vísað til þess að norðanverðir Vestfirðir séu langt í burtu frá höfuðstaðnum. Hópurinn tók þá staðreynd og gerði hana að sérstöðu sinni. Það varð svo að skammstöfuninni LÚR. Það er líka svo

gott að lúra. Blásið var til hátíðarinnar með lúr sem er langt tréblásturs-hljóðfæri frá tímum víkinga og notað var til að kalla menn til bardaga. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar gerðist verndari lúrsins þar sem hann er varðveittur milli hátíða. Áhugasamir geta litið við í Edinborgarhúsinu þar sem hægt er að skoða gripinn og reyna blásturinn. Það eru fleiri skemmtilegar tilvísanir sem nafnið ber með sér t.d. flatfiskurinn lúra og hver veit nema hvort boðið verði upp á þurrkaða lúru næsta sumar? Lúrarar er orð sem hópurinn notaði yfir þau sem stóðu að hátíðinni og þau gerðu margt sem var alveg lúrissimó.

Hvaða merkingu hefur LÚR-festival fyrir Vestfirði og skiptir það máli að ungmenni láti menningarheim sinn varða?

Í samfélagi þar sem brottflutningur er ein helsta ógnin er mikilvægt að hlúa að

hugðarefnum ungs fólks. Ungt fólk er framtíð Vestfjarða eða er það ekki? Margar hátíðir erlendis eru með áherslu á sjálfbæra þróun og umhverfisvernd en hér er áherslan baráttan um byggðina og mikilvægi hennar um landið.

Nú er það verkefni unga fólksins að finna fjársjóðinn til að framkvæma næsta LÚR-festival - sá fjársjóður eru hugmyndir og framkvæmdargleði þeirra sem vilja hafa áhrif á menningarheim sinn. Þegar blásið var til hátíðarinnar með trélúrnum góða var það ákall til ungs fólks í landinu að sameignast í þeim bardaga sem við heyjum hvern dag á landsbyggðinni. Bardaginn um að sanna tilverurétt okkar - bardaginn sem tryggir framtíð okkar hér lengst útí rassgati.

LÚR-festival var haldið í fyrsta sinn í sumar sem leið, en Lúr er listahátíð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum víðsvegar að, sem og að efla tengingu á milli ungmenna á Vestfjarðakjálkanum og vera sameiningartákn þeirra. Á þessum fyrsta LÚR kenndi ýmissa grasa með

allra handa menningarviðburðum, listasmiðjum, ungmennaskipaverkefni og glæsilegu lokahófi. Hátíðin var skipulögð af ungmennum á svæðinu í samvinnu við

verkefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. Upprunalega hugmyndin að hátíðinni er sprottin út frá markmiðum menningarmiðstöðvarinnar að vera öflugri, alþjóðlegri og betri.

Framtíðin lengSt Úti í raSSgatilúr festival

Page 10: List á Vestfjörðum

#LAV1410

Nú erum við Elfar Logi Hannesson að vinna að bók þar sem við segjum frá uppátækjum okkar þar og lýsum því hvernig það var að uppgötva heiminn milli fjalls og fjöru fyrir vestan. Margar af þessum sögum eru nú þegar þekktar meðal spænskra barna í héruðum Kordóva þar sem ég kenndi um fjögurra ára skeið. Nemendurnir fundu að það var auðvelt að fá kennara sinn til að gleyma málfræðinni og fara þess í

stað að segja sögur af þorpi sínu. Reyndar varð þetta til þess að ég hef nú þegar hafist handa við að skrifa eina Bíldudalssögu á spænsku en hún er hugsuð fyrir yngri lesendur.

Eflaust hefði mér átt að verða það ljóst að þorpið myndi leggja mér línurnar á ritvellinum enda heitir fyrsta ljóðabók mín Hálfdán. Þar fær borgin á baukinn meðan dalurinn er lofsunginn. En maðurinn er undarleg vera og því geta

tilhneigingar hans farið í tvær áttir á sama tíma. Þannig að jafnvel þó tauginni römmu vaxi sífellt fiskur um hrygg þá verður mér ljóst að sá Bíldudalur sem ól mig upp er löngu horfinn þó fjöllin standi þar enn. Í raun er enginn staður „þinn“ frekar en einhvers annars. „Við eigum ekki fólk, aðeins augnablik í lífi þess,“ sagði Sigmundur Ernir þegar hann las úr ljóðaúrvali sínu löngu áður en hann varð yfirmaður minn á 365. Þannig er því farið með allt í lífinu, við eigum aðeins augnablik í lífi þess sem til er. Þorpið er vaggan þaðan sem við pörupiltar lærðum að elska veröldina en við eigum ekki þessa vöggu. Eitt eigum við þó og það er minningin. Og ólíkt þeirri auðlind sem þeir frekustu fá mest af þá er þessi andlega eign þannig, þ.e.a.s. minningin, að hún margfaldast þegar gefið er af henni. Upp úr þessari óendanlegu auðlind veiðum við æskuvinirnir nú einsog sægreifar og það er eiginlega sama hversu oft við köstum, það sér ekkert á miðunum. Þessi kvóti á Bíldudal er óendanlegur og svo óseljanlegur að sjálfur djöfullinn lítur ekki við honum.

Meira má lesa eftir Jón Sigurð á http://jonsig66.wix.com/jonsigurdur

Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. Svo orti Jón úr Vör sannlega um örlög okkar sem ólumst upp fyrir vestan en berum svo okkar heimahaga á veg allrar veraldar. Þannig ber ég nú Bíldudal suður í Evrópu og skiptir þá engu þó WOW leyfi manni aðeins að ferðast með fimm kíló án þess að borga yfirvigt. Allstaðar er eitthvað kvótakerfi að erfiða okkur tilveruna. Reyndar skiptir það engu í þessu tilfelli því það er svo létt yfir þessu þorpi bernskunnar.

auðlind Sem djöFullinn lítur ekki viðjÓn sigurður eyjÓlfssOn

Page 11: List á Vestfjörðum

11#LAV14

Á Malarkaffi hefur tónleikaröðin Mölin verið haldin frá árinu 2012. Mölin gefur góða ástæðu til að standa upp úr sófanum og skunda út í kvöldið til þess að hlusta á góða tónlist og hitta fólk. Tólf tónleikar hafa verið haldnir hingað til og nú styttist óðum í þá þrettándu sem verða þann 16. desember. Þá er hin árlega Jólamöl og þetta árið mætir Svavar Knútur til leiks og yljar okkur um hjartarætur. Ýmsir góðir gestir hafa látið sjá sig á Mölinni t.d. Jónas Sig. og Ómar Guðjóns., Hljómsveitin Eva, AdHd, Prins Póló, Lay Low og Ylja. Tón-leikarnir eru haldnir yfir vetrar-mánuðina svo þeir veita kjörið tækifæri til menningarupplyftingar í skammdeginu.

Í framhaldi af Mölinni spratt upp hin heimilislega tónlistarhátíð Sumarmölin. Þá er allt sett á fullt blast í samkomu-húsinu Baldri. Í ár komu fram Moses Hightower, Sin Fang, Prins Póló, Púsl, Samaris, Hermigervill og Borko+Futere -grapher. Tónlistarhátíðin er fjölskyldu-væn, tónleikarnir hefjast snemma og síðasta band er að slá lokatónana rétt upp úr miðnætti. Næsta Sumarmöl verður 13. júní 2015 og hvet ég alla til að skipuleggja fjölskyldu- og menn-ingar ferð á Drangsnes. Enginn ætti að verða svikinn því upplifunin að vera á tónleikum með frábærum íslenskum tónlistarmönnum í þessu agnarsmáa

sjávarþorpi rétt við hjara veraldar er ógleymanleg og engu lík.

Bjarnarfjörðurinn er menningarheimur út af fyrir sig. Hótel Laugarhóll er lítið, notalegt hótel þar sem yndislegt er að líta við og hlaða batteríin. Umhverfið er dásamlegt og fólkið þar einstaklega hlýlegt. Á Laugarhóli er lítil sundlaug, hlaðinn heitur pottur og ylvolgur lækur. Þar eru kjöraðstæður til að gleyma amstri dagsins. Heimsókn í Kotbýli kuklarans veitir innsýn í líf almúgafólks á sautjándu öld. Á hótelinu er lítið myndlistargallerí þar sem hinir ýmsu myndlistarmenn hafa sýnt í gegnum árin. Einnig halda staðarhaldarar stundum notalega tónleika og þar hafa rithöfundar lesið úr verkum sínum. Menningarvitar verða ekki sviknir af heimsókn í Bjarnarfjörðinn.

Það er ekki hægt að fjalla um lista- og menningarlíf í Kaldrananeshreppi án þess að tala um nemendur Grunnskólans á Drangsnesi. Þar fer flokkur einstaklega hæfileikaríks ungs fólks. Á ári hverju halda nemendur glæsilega árshátíðarleiksýningu. Þar er leikið, spilað og sungið af mikilli innlifun. Síðasta vetur sýndu nemendurnir frumsamið leikverk - Draumur um Nínu- og var efni þess unnið út frá hinum ýmsu Júróvísjón-textum. Útkoman var bráðskemmtilegt og hárómantískt leikrit um vinina

Stebba og Eyfa og ferðalag þeirra um heiminn til að leita að Nínu, gamalli kærustu úr menntaskóla eftir að sá fyrrnefndi skildi unnustu sína, Birtu, eftir við altarið. Þetta var sem betur fer allt bara draumur og Stebbi og Birta náðu saman að lokum. Einnig má geta þess að nemendur í 7. – 10. bekk veturinn 2013-2014 stofnuðu hljóm-sveitina Púsl sem spilaði á Sumar-mölinni síðasta sumar og gaf þjóð-þekktu tónlistarmönnunum ekkert eftir.

Árin 1996-2013 var Bryggjuhátíð haldin hér á Drangsnesi í júlímánuði. Þar voru menningarviðburðir af ýmsu tagi. Í fyrra var ákveðið af þorpsbúum að hvíla Bryggjuhátíð um hríð, en hver veit, kannski kemur hún aftur, ferskari og menningarlegri en nokkru sinni fyrr.

Við fyrstu sýn gæti manni þótt lítið um að vera á litlum stöðum úti á landi og það sem laði mann þangað sé einna helst aukinn tími fyrir fjölskylduna, rólegheit og nálægð við náttúruna. Vissulega fær maður allt þetta, en það má með sanni segja að möguleikar á list- og menningarupplifunum hér á mínu svæði séu nokkuð margir, a.m.k. miðað við höfðatölu. Hér ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast, oftar en eðlilegt og gott getur talist, hvorki á köldum vetrarkvöldum né björtum sumarnóttum.

Við mannfólkið eigum sameiginlegt að þurfa stundum ástæðu til að bregða okkur af bæ og lyfta upp andanum. Drangsnesingar eru ekkert frábrugðnir öðru fólki að því leyti. Okkur flestum þykir fátt skemmtilegra en að koma saman og lyfta andanum aðeins yfir húsþökin.

lyFtum andanum yFir hÚSþökin

mitt drangsnes EFTiR BiRNU HJALTADÓTTUR

Page 12: List á Vestfjörðum

#LAV1412

Einu sinni var ég húðskömmuð af uppáhalds kennaranum mínum fyrir besservisserahátt. Ég skildi læra að mála eins og manneskja. Síðan hef ég málað og sýnt og teiknað eins og ég fái borgað fyrir það. Stundum fæ ég meira að segja borgað fyrir það. Og þá virðist vera meiri glóra í þessari þráhyggju. Þá er myndlistin meira virði í samfélaginu. Því peningar eru jú mikils virði í samfélaginu.

hvað er að gerast í málverkinu í dag?

Þetta er að gerast í málverkinu í dag.

málverkið er að koma sterkt inn núna. Blikk,blikk ;)

Þetta er sko list!

Þetta er ekki list.

Málverkið þessa dagana er staður. Ég kemst þangað með því að munda pensli á striga. Stundum er ég föst á milli tækni og sköpunar. En stundum, og oftar með hverju málverki, þá myndast samruni og mér tekst að skila af mér verki sem inniheldur tóna, og sögur, og nægt pláss fyrir ímyndunaraflið að ferðast um, þó ekki sé nema í smá stund. Þetta er staður þar sem allt kemst fyrir. Allar hugmyndir, tilfinningar, leyndarmál, draumar, pólitík, brandarar og almennt rugl. Hvort sem það er klassískt verk í bígerð eða abstrakt ferðalag. Ég elska að draga upp ljós og skugga. Skoða litbrigðin í formunum og formin í litbrigðunum. Ég elska að hitta fólk sem deilir því með mér að eitthvert verka minna hreyfði við þeim. Og ég elska að sjá málverk sem hreyfa við mér.

Þegar ég er búin að mála í nokkrar klukkustundir er eins og ég hafi hvílst í heilan dag, og ég er tilbúin að takast á við allt! Þó ég standi við vinnu mína og sé með lélegt mjóbak og laskað hné. - Þá er ég samt svo endurnærð og sterk. Sem betur fer. Því málverkið er, þrátt fyrir það sem ég hef skrifað, þögult. Og þegar ég fatta að ég er ekki að fara upp á svið að spila á málverkið mitt þá skil ég hvernig ég get nýtt þennan aukastyrk.

Málverkið var alltaf. Og það verður alltaf á meðan ég og hinir olíumálverkanördarnir halda áfram. .

málverkið var og erísafjörður málverkakOnunnar EFTiR SÓLVEiGU EDDU ViLHJÁLMSDÓTTUR

Page 13: List á Vestfjörðum

13#LAV14

Hörður er frá Eyrarbakka en býr í Súðavík við Álftafjörð ásamt fjölskyldu sinni. Hann hefur lagt í hitt og þetta; samið bæði smásögur og ljóð sem hafa lent á prenti og látið stela úr bílnum sínum hálfkláraðri skáldsögu og þýðingu á amerískri metsölubók sem útlistaði opinberun spámanns nokkurs um endatímana. Hann er þó hvergi nærri hættur að brugga og hefur gefið út tvær ljóðabækur.

Feyktu mér stormur er falleg og vel hugsuð ljóðabók sem kom út núna í haust en hafði fengið góðan tíma til að gerjast. Hörður lagði í fyrir nokkrum árum og handritið var að mestu leyti tilbúið árið 2011. Þá var það látið síast í rólegheitunum til að ná burt hverri örðu. Útkoman eru kraftmikil og léttleikandi ljóð með angan af beiskum og sætum upplifunum. Mjúkt og safaríkt eftirbragð er af sögu manns sem gengur ákveðna vegferð í leit að lífsfyllingu og sannleika.

Vestfirðir eru gósenland fyrir listamenn að sögn Harðar. Menningin og mannlífið er gjöfult af alls konar viðburðum og tækifærum til að koma fram og láta ljós sitt skína. Afslappaður lífsstíllinn gefur rými til að skapa. Þá er upplagt að brugga ljóð í litlum bæ á milli berjablárra fjalla í afskekktum firði eins og Súðavík. Þegar vestfirska náttmyrkrið skellur á með sitt hefðbundna rafmagns- og internetleysi eru örlögin að minna á heimabruggið. Þá er ekkert betra að gera en dunda við löginn og njóta þess að smakka hann til, finna leiðir til að gera hann betri eða renna honum einu sinni enn í gegnum síuna.

Hörður er með nokkur handrit í vinnslu þegar þetta er ritað. Hann er í óða önn við að leggja í kút sem lítur út eins og skáldsaga en gæti jafnvel orðið eitthvað annað. Þá blikar á flösku og drýpur í hana viðkvæmt og fíngert ljóðahandrit. Það kemur kannski brátt í ljós hve göróttur sá lögur verður.

Haustdimmt kvöld fyrir nokkrum árum sat unglingsdrengur á niðurgrafinni bjórknæpu við sjávarsíðuna á Suðurlandi og átti spjall við rithöfund. Þetta var í slæptu veðri og sjórinn barði grjótgarðinn, sölt rigningin buldi á gluggum og þaki. Þeir ræddu listina og skáldskapinn, höfðu ekki um annað að tala, og komust að þeirri niðurstöðu að ljóðagerð og skáldsagnaritun væri ekki ósvipuð því að brugga. Skáldskapurinn þyrfti tíma til að gerjast. Nauðsynlegt væri að sía vel og smakka reglulega til að vínið yrði gott. Síðan þá hefur Hörður Steingrímsson litið skáld þeim augum að þau séu fyrst og fremst bruggarar. Hlutverk þeirra er að gera okkur drukkin af orðum.

Bruggar ljóð milli BerjaBlárra Fjalla

hörður steingrímssOn

Page 14: List á Vestfjörðum

#LAV1414

Bolvíkingar halda fast í sínar menningar hefðir og leggja sig fram við að stunda þá viðburði sem orðnir eru fastir í sessi. Þar ber þá helst að nefna hið geysivinsæla, en jafnframt umdeilda þorrablót hjóna og sambúðarfólks í Bolungarvík sem heldur fast í hefðina þrátt fyrir talsverða árlega orrahríð síðustu ár.

Fyrir nokkru var farið að halda markaðsdag í Bolungarvík, sem hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg og er nú orðinn að Markaðshelgi. Fjöldi manns streymir í bæinn þessa helgi og er orðið vinsælt hjá Víkurum sem slitið hafa barnsskónum að halda árgangs- og fermingarmót með tilheyrandi húllum hæi. Í ár voru til að mynda

glæsilegir afmælistónleikar vegna 40 ára kaupstaðarafmælis Bolungarvíkur með Pálma Gunnars, Ragnheiði Gröndal, Birgi Baldurssyni og Guðmundi Péturssyni. Þeir voru haldnir í nýlega uppgerðu og endurbættu félagsheimili Bolungarvíkur sem sannarlega má kalla fagurt andlit staðarins og er algjörlega kjörið fyrir ýmiskonar listviðburði.

Alþýðulistin lifir í Víkinni og eru reglulega haldin prjónakvöld á bókasafninu. Dömurnar í hand verks-hópnum Drymlu prjóna eins og vindurinn og selja svo afraksturinn til handverksþyrstra ferðalanga yfir sumarmánuðina. Ef svo ber undir að prjónaskapurinn sé í hvíld, þá má skella sér í Listasmiðjuna og gera fallega glermuni.

Göngur og réttir eru einn af hápunktum ársins í Bolungarvík og má segja að þær marki upphafið á haustinu. Fjöldi

fólks mætir í göngur og eru bændur því fegnir að fá sem flesta til smala-mennsku. Boðið er upp á vöfflur og ýmiskonar góðgæti og fátt eins skemmtilegt og að fylgjast með þegar dregið er úr í réttunum.

Bolungarvík iðar af lífi og ásamt þeim föstu viðburðum sem haldnir eru má einnig finna smærri viðburði eins og kjallarakeppnina og spilavistina í Einarshúsi, Musterið (sundlaug Bolungarvíkur) er vinsæll sam-komustaður og margir ræða heimsins mál í pottinum í góðum félagsskap.

Listinn er örugglega ekki tæmdur og alltaf eru margar hugmyndir á sveimi hér í bæ. Sumar verða að veruleika, aðrar ekki en það má segja að lífið er svo sannarlega meira en bara saltfiskur!

Menningarlíf er með ágætum í Bolungarvík og fólki þar sem annarsstaðar finnst gott að geta komið saman og gert sér glaðan dag, því þótt Bolungarvík sé kannski fyrst og fremst útgerðarbær veit fólkið þar að lífið er ekki bara saltfiskur. Í sjávarplássinu er vel við hæfi að halda Sjómannadaginn hátíðlegan. Eftir nokkur ár í lægð, þá hefur Sjómannadagurinn komið sterkur inn aftur og teygir sig nú yfir heila helgi af hátíðarhöldum, sem hefur verið tekið fagnandi. Í ár máttu gestir til að mynda njóta frábærra tónleika með Birni Thors, veitinga í boði félagasamtaka og fyrirtækja í Bolungarvík ásamt því að dansa fram á nótt í félagsheimili Bolungarvíkur. Börnin hafa nóg að gera þessa helgi og fá að byrja herlegheitin á dorgkeppni þar sem veitt eru verðlaun meðal annars fyrir skrítnasta, flottasta, stærsta og minnsta fiskinn.

líFið er meira en SaltFiSkur!

Okkar BOlungarvík EFTiR BiRNU HJALTALÍN PÁLMADÓTTUR OG GUðLAUGU RÓSU HÓLMSTEiNSDÓTTUR

Page 15: List á Vestfjörðum

15#LAV14

Félagar í Tónlistarfélaginu greiða árgjöld til félagsins, en einnig nýtur það reglulega ýmissa styrkja til starfsemi sinnar, m.a. frá Menningarráði Ísa-fjarðar bæjar, Menningarráði Vestfjarða, Tónlistarsjóði Mennta- og menningar-málaráðuneytis auk þess sem einstak-lingar og fyrirtæki styðja við starf-semina með ýmsum hætti. Félagið er í góðu samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna sem veitir styrki til tónleika út um landið.

Tónlistarfélagið hefur jafnan leitast við að bjóða upp á fjölbreyttar efnisskrár og framúrskarandi listamenn, bæði innlenda og erlenda, á tónleikum sínum gegnum tíðina og stundum hefur verið um heimsnöfn að ræða, s.s. Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikara, Michala Petri, blokkflautuleikara og Kristin Sigmundsson, óperusöngvara. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn í fremstu röð hafa verið gestir félagsins á tónleikum og þykir eftirsóknarvert að koma vestur og halda tónleika á vegum þess.

Þá hefur félagið staðið fyrir ýmsum tónlistartengdum viðburðum, m.a sýningum um Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson og seint mun gleymast Tónlistardagurinn mikli, sem félagið hélt haustið 2008 í tilefni af 60 ára afmæli félagsins og Tónlistarskóla Ísafjarðar. Félagið hefur einnig starfrækt óperuklúbb, þar sem áhugasömum gefst færi á að kynnast þekktum óperum með kynningum og sýningum á framúrskarandi DVD-upptökum, eins konar óperubíó.

Tónlistarsalurinn Hamrar er í eigu

Tónlistarfélags Ísafjarðar var tekinn í notkun haustið 1998. Þar heldur félagið flesta sína tónleika. Tónlistarskólinn og Sunnukórinn nýta sér salinn fyrir sitt tónleikahald og ýmiss konar æfingar og þar fara fram menningarviðburðir af ýmsu tagi. Í salnum eru tveir flyglar, Bösendorfer-flygill sem félagið eignaðist 1964 og Steinway-flygill í konsertstærð sem vígður var í Hömrum haustið 2006, en báðir flyglarnir voru keyptir fyrir söfnunarfé. Salurinn þykir einstaklega góður hljómleikasalur.

Nýliðið starfsár Tónlistarfélags Ísafjarðar, hófst með heimsókn norræna tónlistarhópsins NeoN en hann setur nýsköpun í öndvegi í tónlistarflutningi sínum. Á tónleikunum var leikið á flautu, klarínett, segulbönd, slagverk og ýmis konar „dótarí“ auk þess sem myndbönd voru sýnd í bland við tónlistina. Sérstök áhersla var lögð á frumlega og framsækna tónlist eftir ung norræn tónskáld, m.a íslensku tónskáldin Hafdísi Bjarnadóttur og Gunnar Karel Másson.

Fyrstu áskriftartónleikar félagsins á starfsárinu 2013-2014 voru með þeim hjónum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, sem léku á flautur en með þeim lék Ísfirðingurinn Selma Guðmundsdóttir á píanó. Óperu-söngkonan Sigrún Pálmadóttir kom fram á næstu áskriftartónleikum ásamt þýska píanóleikaranum Sibylle Wagner og fluttu þær fágætar söngperlur, ljóðasöngva eftir clöru Schumann og Kansónettur eftir Joseph Haydn. Einn af fremstu píanóleikurum okkar af yngri kynslóðinni, Birna Hallgrímsdóttir, kom

fram á þriðju áskriftartónleikunum. Þar flutti hún stórglæsilega efnisskrá undir yfirskriftinni Ljóð án orða, verk eftir Franz Liszt og Edvard Grieg. Fjórðu og síðustu áskriftartónleikar félagsins á síðasta starfsári voru í léttari kantinum. Þar kom fram Tríó Pa-Pa-Pa, en það skipa þau Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Jón Svavar Jósefsson, baritón, og Hrönn Þráinsdóttir, píanó. Á þessum líflegu og skemmtilegu tónleikum mátti heyra aríur og dúetta úr óperum, íslenskar söngperlur og hressileg kabarettlög.

Yfirstandandi starfsár Tónlistarfélags Ísafjarðar hófst með minningar tónleikum

Tónlistarfélag Ísafjarðar hefur um áratuga skeið haldið uppi öflugu og fjölbreyttu tónleikahaldi á Ísafirði. Félagið hefur frumkvæði að tónleikum en einnig styður það ýmsa aðra tónlistarviðburði með fyrirgreiðslu við kynningar, miðasölu, húsnæði og fleira. Árlega eru fernir áskriftartónleikar hinir föstu liðir í starfsemi félagsins, ei.nnig minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar, en fjöldi annarra tónleika og tónlistarviðburða eru á afrekaskránni.

tónliStarFélag íSaFjarðar - tónleikahald

tÓnlistarfélag ísafjarðar

Framhald á bls. 16

Page 16: List á Vestfjörðum

#LAV1416

Kunningi minn hafði líka skoðun á þessu. Hann hefur nefnilega oftar en einu sinni komið með atvinnuleik-sýningu vestur og ávallt hefur útkoman verið sú sama. Þangað mættu sárafáir og yfirleitt var fyrirhuguðum sýningum fækkað þar sem augljóst var að áhuginn var lítill. Forsvarsmenn hér vestra afsökuðu sig yfirleitt með að ekki hefði náðst að auglýsa viðburðinn nægilega, og samt sáust auglýsingar um sýninguna um allan bæ.

Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana.

Sjálfur leikstýrði ég sýningu hjá Litla leikklúbbnum nú í vor. Ég hafði stórskemmtilegan leikhóp með mér í verkefninu og við settum upp Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Hressandi klassískan íslenskan gamanleik með söngvum. Sárafáir mættu og sýningar urðu færri en áætlað hafði verið. Forsvarsmenn leikklúbbsins hristu hausinn í skilningsleysi, alla vega þegar ég sá til. Kannski að þau hafi

alveg skilið ástæðuna - kannski var sýningin um Jörund bara léleg. Hvað veit ég?

En við mig sögðu þau að helsta ástæðan sem þau gætu grafið upp fyrir þessu áhugaleysi var að mögulega byggði þessi sýning ekki á nógu vinsælum lögum, fyrir utan að barinn var ekki opinn. Söngskemmtunin Böllin í Gúttó var til dæmis mun vinsælli og þangað kom fólk og hlustaði á góða tónlist yfir glasi og hélt svo jafnvel áfram að skemmta sér fram á nótt.

En Böllin í Gúttó var ekki leiksýning, með fullri virðingu. Það var söng-skemmtun. Og af því sem ég hef hlerað, og hér vísa ég ekki í eitthvað sem kallast gæti vísindaleg rannsókn, þá virðist raunin einmitt vera sú að Ísfirðingar séu í dag, meira fyrir söng skemmtanir en leiksýningar. Það er helst að barnasýningar njóti vinsælda - Leikfélag Þingeyrar sýndi til að mynda Línu Langsokk við góðar undirtektir síðasta vetur. Kannski finnst Ísfirðingum að leikhús sé meira fyrir börn.

Mér sýnist sá gamli og rótgróni Litli leikklúbbur þurfa á þeim tímamótum sem hann stendur á, að hugsa sinn gang. Er grundvöllur fyrir hann að starfa áfram sem leikfélag fyrir alla aldurshópa, eða á hann kannski frekar að snúa sér að almennum skemmt-unum með söng. Hann gæti til dæmis gert út á árshátíðir. Því annars koma fullorðnir ekki til að skemmta sér og njóta.

Ég vil taka fram að í þessum orðum felst enginn dómur. Ég er aðeins að reyna að sjá hlutina í því ljósi sem mér finnst á þá skína. Einhvers staðar heyrði ég að Ísafjörður væri miklu meiri tónlistarbær en leikhúsbær. Mögulega er það raunin. Og þá er verkefnið augljóst, því jafn gaman og gott það er hve tónlistarlíf bæjarins er fjölskrúðugt og blómlegt - þá er það hverju samfélagi hollt að þar þrífist blómlegt leikhúslíf.

Ég held áfram að leggja mín lóð á vogarskálarnar.

Kunningi minn, leikari og gamall refur í bransanum hitti eitt sinn konu héðan að vestan á öldurhúsi í borginni. Konan var ekki sátt, og fann sig knúna til að kvarta við kunningja minn um það hversu atvinnuleikhúsin væru löt við að koma með sýningar vestur á firði. Þetta væri ekki ásættanlegt þar sem Vestfirðingar borguðu til dæmis alveg jafn mikið og aðrir í þann sjóð sem heldur uppi Þjóðleikhúsi.

leikhÚS Fyrir hvern?ísafjörður leikarans EFTiR VÍKiNG KRiSTJÁNSSON

um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar 5. október síðastliðinn. Á tónleikunum komu fram þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og dagskráin sem þau léku var undurfögur, hver tónlistarperlan á fætur annarri, enda sáust tár á hvarmi margra áheyrenda í salnum.

Fyrstu áskriftartónleikarnir voru haldnir í tengslum við Veturnætur, menningar-hátíð Ísafjarðarbæjar. Óperusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson og hinn síungi Jónas ingimundarson fluttu þar afar áhugaverða efnisskrá með norrænum ljóðasöngvum, sem sumir hverjir urðu

eins og magnaðar óperuaríur í meðförum þessa frábæra söngvara.

Óperuklúbburinn hefur haldið tvær óperukynningar á starfsárinu, á óperunum Don carlo eftir Verdi og Rakaranum í Sevilla eftir Rossini.

Tónlistarfélagið er aðili að jólatónleikum í Ísafjarðarkirkju 16.desember þar sem fram kemur tónlistarhópurinn Sætabrauðsdrengirnir, en hópinn skipa óperusöngvararnir Gissur Páll Gissurarson, Garðar Thór cortes, Bergþór Pálsson, Viðar Gunnarsson og síðast en ekki síst okkar eigin Halldór Smárason, píanóleikari, sem nýlega

bættist í hópinn og sér um allar útsetningar.

Enn er ekki fullráðið með tónleikahald eftir áramót, en ýmislegt er í skoðun. Þá mun félagið taka þátt í undirbúningi væntanlegra tónleika Sinfóníuhljómsveitar New England conservatory of Music en það er 90 manna fullskipuð sinfóníuhljómsveit ungra snillinga frá einum fremsta tónlistarskóla Bandaríkjanna. Hljómsveitin mun verða hér nokkra daga í júnímánuði og tekur þá þátt í tónlistarhátíðinni Við Djúpið sem verður aftur á dagskrá á næsta ári vafalaust mörgum til mikillar gleði.

Framhald af bls. 15

Page 17: List á Vestfjörðum

17#LAV14

Leikfélag Hólmavíkur og Grunnskólinn á Hólmavík settu í sameiningu upp Skilaboðaskjóðuna og var sýningin vægast sagt glæsileg, reyndar svo mjög að leikfélagið hlaut Lóuna, Menningar-verðlaun Strandabyggðar, fyrir vikið. Einnig var Fjósið, ungmennahús Hólmavíkur, opnað á árinu og mun það án efa sjá okkur fyrir beinni línu að lífi og listum unga fólksins í framtíðinni.

Loks ber að nefna Bókavík, ljóða- og bókmenntaviku sem haldin var á Hólmavík í nóvember en hugmyndin kemur frá unglingum í sveitarfélaginu Strandabyggð. Hátíðin var gerð að veruleika eftir að þau sigruðu skóla-keppnina Landsbyggðarvinir á lands-vísu. Í Bókavík var lögð áhersla á bók menntir í víðum skilningi en á hátíðinni, sem skipulögð var af ungu

hugmyndasmiðunum, var meðal annars efnt til ljóða- og smásagnakeppni. Andri Snær Magnason kom í heimsókn, íbúar skrifuðu saman Auðbók og Leikfélagið og Bókasafnið héldu úti metnaðarfullri dagskrá.

Árið 2015 verður enn blómlegra ef eitthvað er. Hörmungardagar verða að sjálfsögðu endurteknir en þeir verða dagana 20.-22. febrúar, meðal þess sem boðið verður upp á er drungalegt leikverk sem Leikfélag Hólmavíkur velur og uppfærir af sinni alkunnu kostgæfni. Leiklistarhópur Grunnskólans og Ungmennahúsið Fjósið stefna hvort um sig á að taka þátt í Þjóðleik á vegum Þjóðleikhússins á vormánuðum og að vanda verða Hamingjudagar haldnir hátíðlegir í lok júní. Nýnæmi árið 2015 verður svo

Turtle filmfest. Um er að ræða kvikmyndaveislu sem hér verður haldin að frumkvæði Arne Rawe listamanns og háskólakennara í listum í Düsseldorf í Þýskalandi. Hann og nemendur hans munu dvelja á Hólmavík part úr sumri og vinna að verkum sínum með heimafólki. 10.-16. ágúst fer svo fram tilraunakennd kvikmyndahátíð á Hólmavík þar sem fyrirmyndin er enginn annar en Werner Herzog.

Fyrir utan alla þessa stórviðburði má ekki gleyma framlagi menntastofnanna í sveitarfélaginu, Galdrasýningunni, Sauðfjársetrinu, kórunum tveimur, Leikfélaginu, Félagsmiðstöðinni Ozon, Félagi eldri borgara og svo mörgum fleirum sem halda úti metnaðarfullri dagskrá og standa fyrir menningarviðburðum allan ársins hring. Það er hreint með ólíkindum að kúltíveruð kona sem búið hefur á höfuðborgarsvæðinu alla sína ævi geti komist í mun meiri snertingu við listir og menningu í smáþorpi úti á landi en nokkurn tíma í Reykjavík. Takk fyrir mig.

Áhugasamir um að taka þátt í hátíðum og viðburðum á Hólmavík eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við mig í tölvupósti ([email protected]) en tilgangurinn er ekki hvað síst að veita listafólki á Vestfjörðum aukna möguleika á að koma fram og íbúum til að njóta þess sem það hefur fram að færa.

Hólmavík er kannski ekki stór staður, en hér er fólkið stórhuga og hefur margt fram að færa. Menningarlífið á svæðinu er einstaklega fjölbreytt og eitthvað skemmtilegt er í boði fyrir alla. Á árinu sem senn er að líða voru að sjálfsögðu haldnir Hamingjudagar, sem verið hefur helsta bæjarhátíð Hólmavíkur. Í ár var bætt um betur og Hörmungardögum bætt við, en þeir eru menningarhátíð, haldin í febrúar. Henni er ætlað að lofa og prísa dimmuna og drungann sem umvefur okkur í skammdeginu og glæðir svo marga list lífi.

hörmung og hamingja á hólmavík

mín hÓlmavík EFTiR ESTHER ÖSP VALDiMARSDÓTTUR

Page 18: List á Vestfjörðum

#LAV1418

Æfingar á Óvitum hefjast í lok janúar 2015 og er stefnt að frumsýningu um miðjan mars í Félagsheimilinu á Þingeyri. Einnig verða sýningar um páskana en sú hátíð hefur verið fjölskrúðug mjög og sannkölluð listahátíð hér vestra síðustu ár. Þar hefur tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður dúndrað sínum þungu lóðum á vogaskálarnar og í tengslum við gott gengi hennar hefur listin á norðanverðum Vestfjörðum styrkst og eflst til mikilla muna síðustu ár.

Að vanda fara Dýrfirðingar með öllu hlutverk í uppfærslunni á Óvitum, en það er ekki nóg að leika þegar setja á upp leikrit. Verkefnin eru sannarlega fjölbreytt, það þarf að búa til leikmynd, búninga, kynningarefni, selja miða og svo ótal margt annað. Allt í allt koma um fimmtíu sett af höndum og fótum við sögu hverju sinni er leikrit er sett upp. Það er sannarlega mikil stóriðja. Leikdeild Höfrungs hefur síðustu ár verið að byggja markvisst upp aðstöðu í Félagsheimilinu til handa leikhúsinu og hefur félagið keypt bæði ljósa- og hljóðbúnað sem og gert góða búningaaðstöðu í húsinu. Allt þetta kemur að sjálfsögðu að góðum notum á Þingeyri í öllu því öfluga félagslífi sem þar fer fram.

Þar er bjart framundan í leikhúslífinu á Þingeyri. Félagið hefur á ungum leikhóp að skipa sem hefur þó þegar unnið sér inn talsverða reynslu eftir að félagið fór að setja upp leikrit. Allt frá upphafi hefur einmitt æskan á Þingeyri verið dugleg við að spreyta sig á fjölunum og er það gott enda er leiklistin sannarlega skemmtilegt áhugamál.

Leikdeild íþróttafélagins Höfrungs á Þingeyri var í fanta stuði á síðasta leikári. Þá var sýnt sérlega vel heppnuð sýning á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Sýnt var níu sinnum fyrir smekkfullu félagsheimili á Þingeyri. Leikdeildin vinnur nú að undirbúningi fyrir næsta ævintýri og hefur þegar ráðið til sín leikstjóra, Elfar Loga Hannesson, sem hefur leikstýrt hjá deildinni síðustu ár. Áfram skal halda með leikrit fyrir alla fjölskylduna því nú á að færa upp eitt vinsælasta barna- og fjölskylduleikrit Íslands, Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sumir segja að Guðrún sé einmitt Lindgren okkar Íslendinga.

Frá línu langSokk í óvitaíÞrÓttafélagið höfrungur á Þingeyri

Page 19: List á Vestfjörðum

19#LAV14

Ég er dansari og auðvitað var ég áhuga söm um það sem var að gerast í dansinum á Íslandi. Listdans er ungt listform hér á landi og enn yngra á þessu svæði. Nokkrum árum fyrir komu mína til Ísafjarðar var farið að iðka hér listdans og hefur nemendum fjölgað jafnt og þétt og eru nú 120 talsins og því óhætt að segja að sífellt séu fleiri að kynnast listdansforminu. Það er gaman að sjá krakka koma inn á alls kyns forsendum, sumir vilja dansa eða verða dansarar og svo eru aðrir sem koma inn af því þau elska hreyfingu, en hafa ekki áhuga á henni sem keppnisgrein. Í skólanum fá nemendur að kynnast dansinum af eigin raun. Þeim er kennd tækni en ekki síður fá þau að skapa, ég legg mikið upp úr því.

Við erum vel tengd, sem er kannski ekki myndin sem aðrir hafa af einöngruðu Vestfjörðum. Til að mynda höfum við verið með skiptiprógramm tvisvar við dansskóla í Finnlandi og við höfum farið til Reykjavíkur að kynna okkur danssenuna þar, jafnframt erum við í samstarfi við Listdansskóla Íslands þar sem nemendum okkar gefst tækifæri til að sækja tíma. Í janúar koma hingað tveir gestakennarar sem eru að klára danskennaranám í Finnlandi og munu nemendur skólans fá að njóta krafta þeirra í þrjá mánuði.

Reglulega eru danssýningar á vegum Listaskólans. Það er oft eins og fólk haldi að það þurfi að eiga barn eða barnabarn í hópnum til að geta mætt á sýningar, það er alls ekki svo – þessar sýningar eru öllum opnar og það væri

gaman að heimafólk nýtti tækifærið til að sjá sýningarnar. Sama á við ef hingað koma dansarar að sýna verk sín. Það sem virðist trekkja að er þegar sýnd eru einhver klassísk verk sem fólk þekkir, eða ef það eru hátíðir. Af hverju ekki að mæta reglulegar? Af hverju ekki að mæta þegar verið er að sýna ný verk. Eitt sem ég hef rekið mig á er að fólk virðist hafa tilhneigingu til að þurfa að skilja allt sem það sér. Það væri gaman að sjá að fólk leyfði sér að gefa sig verkunum á vald og leyfa þeim að segja þeim eitthvað sjálf sig jafnvel og laða fram mismunandi tilfinningar. Já og það væri bæði gaman og gott fyrir nemendurna að fá fleiri danssýningar hingað svo þeir fái að sjá hvernig hægt er að nýta dansinn sem atvinnutæki og dýpka skilning sinn á honum sem listformi.

Elstu nemendur skólans munu sýna valin atriði úr Hnotubrjótnum, 16. og 17. desember n.k. og hvet ég alla til að koma og njóta.

Bærinn styður vel við íþróttaiðkun, en það mætti vera meiri stuðningur við dansinn. Okkar stuðningur kemur að mestu frá menntamálaráðuneytinu og svo auðvitað í gegnum námsgjöld. Með auknum fjárframlögum er hægt að bæta við starfsemina, eins og að ráða annan kennara, bæta við kennslurými, kaupa nýjan dansdúk og þar fram eftir götunum. Stundum hafa nemendur

farið og aflað styrkja eins og fyrir Finnlandsferðirnar. Margir tóku þeim vel en svo mættu þeir sumstaðar skrítnum viðhorfum eins og að ekki væru veittir styrkir til skemmtiferða. Það virðist vera mikill munur á viðhorfi til dansiðkunar og íþrótta hér, en ég verð að benda á að taka þarf þátt í þrotlausum æfingum áður en farið er í sýningarferð með dansverk. Dansinn getur litið út fyrir að vera eitthvað sem auðvelt er að gera, jafnvel þegar hann lítur út eins og sé verið að framkvæma töfra, en að baki slíku liggja fjölmargir klukkutímar, mánuðir og jafn ár af æfingum. Krakkarnir eiga skilið hrós fyrir dugnaðinn.

Ég hitti oft heimafólk sem er steinhissa yfir því að hér sé starfræktur svo öflugur dansskóli og undrandi yfir gæðum og umfangi sýninga. Það er gaman að geta komið skemmtilega á óvart. Draumur minn er ekki lág-stemmdur – mig dreymir um að Vestfirðir verði höfuðstaður dansins á Íslandi, við höfum ótal margt sem getur stuðlað að því.

Það eru að verða tíu ár síðan ég kom fyrst til Ísafjarðar. Lýsingin sem ég fékk á staðnum frá fólkinu sem ég hitti í Reykjavík var með þeim hætti að ég sá fyrir mér þorp með bensínstöð og listaskólanum sem ég var að fara að vinna í. Þegar ég mætti á staðinn, sá ég að sannleikurinn var allt annar. Ég fann líflegan bæ, þar sem margt var hægt að gera. Mest undrandi varð ég yfir því öfluga menningarlífi sem hér er að finna. Þetta virkaði allt svo spennandi og árið 2005 réði ég mig til Listaskóla R.Ó. sem danskennari.

liFandi liStdanS í líFlegum Bæ

ísafjörður dansarans EFTiR HENNA-RiiKKA NURMi

Page 20: List á Vestfjörðum

#LAV1420

Við höfum í tvígang boðið upp á frum-samda leikþætti, Salt verk unar húsið sem sýnt var fyrir þremur árum og samið utan um lög Jóns Múla og Jónasar Árnasona, gerði sá leik þáttur mikla lukku. Álíka gleði vakti lítill leikþáttur sem sýndur var ári síðar - Amma í stuði með Guði. Af því sem áður hefur verið gert og heppnast vel eru frábærir tónleikar sem Hörður Torfa son var með á einu kaffihúsakvöldi okkar.

Um þessar mundir er verið að setja af stað kaffileikhús þar sem fluttir verða nokkrir stuttir leikþættir sem og söngur og gamanmál. Það hefur gengið misvel að fá fólk til þess að vera með. Ég er samt heppin að hafa iðulega fengið með mér skemmtilegan hóp, úrvals lið, sem bæði syngur og leikur, en félagið telur nú 25 manns. Á Reykhólum er gott söngfólk og flottur undirleikari. Nú í nóvember vorum við með slíkt kaffileikhús þar sem fluttir voru stuttir

leikþættir: Bónorðsbréfið, Heimiliserjur, Örþrifaráð og Táta og tengdó, en í því atriði söng Lovísa Ósk Jónsdóttir við undirleik Steinunnar Rasmus. Á milli atriða var boðið upp á tónlistaratriði. Þetta tókst mjög vel, það var fullur salur og allir skemmtu sér konunglega.

Draumurinn er að setja upp eitt stórt stykki eftir áramótin, gamanleik í fullri lengd og fara svo í leikferðalag með hækkandi sól. Ég vona hjartanlega að félagsmenn leikfélagsins taki vel í það.

Á Reykhólum finnum við útrás fyrir sköpunargleðina í gegnum leiklistina. Undafarin ár hefur leikhúsið verið virkasta listformið í bænum, allavega það sem nær augum, eyrum og almennri þátttöku. Það hófst er Leikfélagið Skrugga var endurvakið 2009. Fyrsta verk félagsins var að leiklesa ljóðið Sálin hans Jóns míns eftir Davíð Stefánsson í gamla samkomuhúsinu sem nú hýsir Báta- og hlunnindasýninguna. Síðan þá höfum við umbreytt íþróttasal skólans í leikhús þegar settar eru upp sýningar.

hin Skapandi líFæðmínir reykhÓlar EFTiR SÓLVEiGU MAGNÚSDÓTTUR

Sindragata 14 Sími: 456 4550

Takk fyrirstuðninginn

Page 21: List á Vestfjörðum

21#LAV14

Í 10 ára afmælisriti klúbbsins má lesa eftirfarandi orð eftir Reyni ingason, okkar fyrsta formann. „Þann 24. apríl 1965 birtist ný lítil stjarna á listahimni Ísafjarðarkaupstaðar. Það var lítið leikfélag með stórar hugsanir og mikinn vilja og ótrúlegan áhuga. Þetta litla leikfélag fékk síðar nafn og var nefnt Litli leikklúbburinn.“ Nú 50 árum síðar er enn til fólk með hugsanir, vilja og áhuga og langar til að halda upp á stórafmælið á veglegan hátt.

Í mars verður frumsýnd ný ísfirsk revía, þar sem tekin eru fyrir í tali og tónum, gamni og alvöru þau málefni sem efst hafa verið á baugi í bæjarlífinu undangengið ár. Á afmælisdaginn verður opnuð sögusýning á Listasafni Ísafjarðar og þá kemur út veglegt 50 ára afmælisrit. Einnig verður Skjalasafni Ísafjarðar afhent gögn klúbbsins til varðveislu, s.s. myndir, leikskrár, veggspjöld, fundagerðarbækur, DVD diskar og annað sem geymir sögu félagsins. Hver veit nema eitthvað fleira verði á boðstólum sem skýrist er nær dregur.

Fyrsta verkið í fullri lengd sem Litli leikklúbburinn réðst í var leikritið Lína langsokkur og stendur til að Lína láti aftur til sín taka á sviðinu vorið 2016, fimmtíu árum eftir að hún haslaði sér þar völl fyrst með félaginu.

Við vonum að sem flestir Vestfirðingar taki þátt í afmælisveislunni með okkur.

Þann 24. apríl 2015 verður Litli leikklúbburinn á Ísafirði 50 ára og hefur starfað óslitið þessa hálfu öld. Margt hefur verið gert þennan tíma sem leikfélagið hefur starfað og eru þeir ófáir Ísfirðingarnir sem hafa stigið á svið í uppsetningum þess og enn fleiri sem starfað hafa með félaginu með einum eða öðrum hætti.

litli leik klÚBB urinn í hálFa öldll50

Gjafakort Íslandsbanka

Gjöf sem er alltafefst á óskalistanum

islandsbanki.is Sími 440 4000

Page 22: List á Vestfjörðum

#LAV1422

Mikið er um að vera á Bíldudal í vetur og hafa undanfarin misseri með fólksfjölgun og tilkomu nýrra fyrirtækja kveikt undir bjartsýni hjá Bílddælingum. Stundum er þetta eins og þúsund manna bær, svo það má segja að Bíldudalur sé aftur orðinn eins og hann á að sér að vera. Leikfélagið Baldur var með sína fyrstu leiksýningu í áratug í október s.l. og er án efa vísirinn að gróskumiklu starfi í leiklistinni á komandi árum.

Á Bíldudal er starfandi karlakór, kirkjukór og íþróttafélag auk fjölda áhugafélaga. Dagskráin í vetur er þétt en fyrir utan hefðbundnar vetrarsamkomur eins og jólaböll og þorrablót hefur Skrímslasetrið haft opið um helgar og boðið upp á PubQuiz, kósíkvöld og fleira. Á veitingastofunni Vegamótum var haldið villibráðakvöld og í desember verður sérstakt norskt kvöld þar sem boðið verður upp á

Lutefisk á norskan máta. Um áramót er hefð fyrir vísnakvöldi þar sem tónlistarmenn frá Bíldudal skiptast á að troða upp og vaxa vinsældir þessarar uppákomu með ári hverju.

Síðastliðið sumar var haldin fyrsta Gufupönk-hátíð á Íslandi, sem vakti mikla athygli og var hún auðvitað á Bíldudal. ‘Steampunk iceland - Ævintýradagar’ og verður frá 20. júní til 27.júní næsta sumar og svo tekur við stærsta hátíð Bílddælinga: Bíldudals Grænar. Sú hátíð er haldin annað hvert ár og þar safnast saman þekktir sem minna þekktir listamenn frá Bíldudal og skemmta gestum í Bíldudals blíðunni. Svo er það hin árlega tónlistarhátíð Baunagrasið, þar sem listamenn koma allsstaðar að til að flytja frumsamið efni.

Á Bíldudal er vel tekið á móti gestum og eru tvö gistihús á staðnum, gestirnir geta svo heimsótt tónlistasafnið

Melódíur minninganna, listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal og Skrímslasetrið.

Það má kannski velta því fyrir sér hvort bjartsýni Bílddælinga um þessar mundir megi rekja til listarinnar og þess vegna sé þessi uppbygging í atvinnulífi? Hvort rétt reynist er víst að þetta helst allt í hendur.

Bíldudalur hefur alið af sér hljómsveitir, leikara, listmálara og rithöfunda. Á árum áður ferðaðist Leikfélagið Baldur um landið með frumsamin verk eftir Bíldælinga og hljómsveitin Facon var heimsfræg á Íslandi. Á Bíldudal er sannarlega hefð fyrir ríku menningar- og félagslífi.

einS og þÚSund manna Bær

minn Bíldudalur EFTiR iNGiMAR ODDSSON

Page 23: List á Vestfjörðum

23#LAV14

okkar eigin staðleysa um skapandi lífsstílokkar eigin er ein útgáfa af siðferðis­legri tilvistarspurningu og

kannski þarf slagorðaflaum um okkar eigin til að róta uppúr undirmeðvitundinni sofandi hugmyndum um hvað þetta okkar eigin getur verið þegar það er vaknað

kannski öskur sem segir eitthvað til um hvað okkar eigin er bráðnauðsynlegt svar

eða að láta öskrandi slagorðaflauminn vera og setja fram hvíslandi hnitmiðað manífestó til að útskýra það sem erfiðast er að spotta á samfélagsmiðlunum:annars er ómögulegt að ætla að útskýra einlægni, útskýra tækifæri, útskýra hið viðkvæma ferli þar sem tilfinning verður að hugmynd, hugmynd að orðaflaumi, orðaflaumur að efniviði, efniviðurinn að sögu, og svo framvegis. við útskýrum ekki listina heldur lifum henni. til þess er hún – eins og trúin – listin er reynsla sem við verðum hluti af. og listin er hluti af okkur hvort sem er sem skapandi gjörningur eða gefandi reynsla.

okkar eigin á sér ekki manífestó en sagðist einhverstaðar vera samfélag um skapandi lífsstíl. kannski er ekki svo vitlaust að tala aðeins um það frekar og skylduboðið um að skapa – því annars verðurðu af geðheilsunni, sjálfskilningnum og hamingjunni!

okkar eigin er ferðalag og þar er frátekinn tími fyrir þig því það eru einstaklingarnir sem eru okkar eigin. hér eru allir sínir okkar eigin. og okkar eigin tilboð í þeim skilningi að það er hugmyndafræði sem þú getur tekið með þér heim ef þér líkar það og brúkað það að vild. það er óttaleysi, það er opinn

haus, opið hjarta og opinn munnur. það er yfirlýsing um að maður vilji þrífast í skapandi samfélagi við annað fólk sem gefur sjálfu sér tækifæri til að snerta á veruleikanum með eigin höndum.

að gerast felur í sér að einhver gerir. það er snerting, hreyfing og atburður í veruleikanum sem verður að minningu og reynslu. listin á sér stað án túlkandi milliliða í lífum okkar allra í því að við upplifum og skrásetjum minningar og reynslu af upplifunum án þess að greina á milli þess hvort að rót þess sem við upplifum er viljaverk listamanns eða listræn upplifun okkar á „hinu hversdagslega“ … það sem skiptir máli er að við gerumst þegar skapandi ferli eru í gangi í hausnum á okkur.

þessvegna er mikilvægt að opna hausinn, opna hjartað og opna munninn. óttast ekki.

því okkar eigin er samtal þar sem öll sem eru með haus, hjarta og munn eru velkomin

í rýminu sem við sköpum okkur eru vissulega leiðarljós sem halda birtu og hlýju í þeim samskiptum sem fara fram í kringum skapandi ferli. hugmyndir eru studdar

við búum til texta, veltum fyrir okkur hugmyndum og sjáum örla fyrir persónum

kannski spretta fram hugmyndir að verkum en aðalatriðið er að það sem er fái að vera leitin að innihaldi er drifin áfram af spurningunni hvað er í en ekki hvað er að.

undir og yfir í okkar eigin er virðing fyrir sköpunarþránni, þörfinni og kraftinum. það er andleg iðja og skapandi leikur. þess vegna er okkar eigin fullt af kærleika því að við leikum okkur bara með það sem við elskum. þessvegna er okkar eigin ástarjátning

við elskum og leggjum þannig óttann til

hliðar, hræðumst ekki að hafa rangt fyrir okkur og reynum að finna auðmýkt gagnvart því að stjórna því ekki hvað verður til. undrast miklu fremur það að þegar við upplifum frelsi þá er það raunveruleg og mjög skapandi tilfinning. við erum frjáls til að finnast það sem okkur býr í brjósti

við efumst ekki um það sem er í hausnum og hjartanu, skömmumst okkar ekki fyrir það sem kemur útum munninn. viðurkennum að veruleikinn er annað og meira.

veruleikinn er allt þetta auk þess sem býr innra, ekki bara í hverju og einu okkar heldur því sem verður til í samtali okkar um hina skáldlegu hlið veruleikans.

þar er allt satt sem er trúverðugt og það trúverðugt sem snertir á kjarnanum í því sem okkur er annt um að tjá. þar er reiðin sönn, þar er gleðin djúp og sorgin sammannleg.

okkar eigin er fullt af þrá eftir því að varpa upp mynd af okkur í aðstæðunum sem við getum speglað okkur í svo að við skiljum betur í sjálfum okkur og því sem við viljum koma á framfæri. þessvegna felur samfélagið í sér traustsyfirlýsingu þar sem borin er virðing fyrir því sem við ekki skiljum í sjálfum okkur og verkum okkar. og þannig fáum við leitað áfram, örugg um að við þrífumst í samfélagi þar sem má leita áfram

við þurfum ekki svörin í okkar eigin en við þrífumst á spurningunni og leitinni því það er skapandi að meðtaka forvitnina sem sameiginlegan fjársjóð. hugmyndirnar sem við fáum þurfa ekki að vera okkar eigin til að við berum virðingu fyrir þeim. en okkar eigin hugmyndir eru um leið andlegur veruleiki sem við lærum að bera virðingu fyrir.

okkar eigin stuðningur felst í að gangast við okkur sem skapandi verum og þó að það sé ekki markmiðið að vera mannrækt þá er það nauðsynlegt sjálfsmynd hvers og eins að muna að hann er skapandi vera,

gerandi í margvíslegum skilningi. við getum allt!

hvað er í okkur!Okkar eigin höfundasmiðja á flateyri ­ arnaldur máni

Page 24: List á Vestfjörðum

#LAV1424

Á næsta ári lítur dagsins ljós heimildarmynd um önfirska trúbadorinn Sigga Björns. Tökum lauk í sumar og spannar tökutímabilið 10 ár. Myndin sem verður um 50 mínútur að lengd er um ævi og tónlistarferil Sigga, sem er með ramma taug til heimahaganna eftir að hafa verið búsettur um víða veröld síðustu áratugi.

Félagið er með handrit í vinnslu sem byggir á Djúpárum Sigvalda Kaldalóns. Það er til umsagnar hjá Kvikmynda-miðstöð Íslands og framtíð þess mun skýrast með svari þaðan. Einnig er í pípunum spennutryllir, kvikmynd í fullri lengd, sem gerð verður í samvinnu við Dani. Myndin verður að miklu leyti tekin á Hesteyri. Talsverðri undirbúningsvinnu er þegar lokið, en leitað er fjármögnunar áður en frekari vinna fer af stað.

Stuttmyndin Eitur, sem tekin var í Jökulfjörðum var frumsýnd á RiFF í fyrra. Myndin er í skoðun hjá RÚV og vonir standa til að landsmenn fái að njóta hennar í sjónvarpi allra landsmanna áður en of langt um líður. Eitur fjallar um lækni sem kominn er á eftirlaun og nýorðinn ekkill. Hann fer í bústað sinn sem liggur afskekkt og tilgangurinn sá að stytta sér aldur en óforvandis sækir fortíðin hann heim í formi óvæntra gesta sem breytir planinu. Í aðalhlutverkum eru Bjarne Henriksen, Rakel Dimar og Elfar Logi Hannesson.

Í einni sæng fæst ekki bara við kvikmyndagerð og hefur gefið út þó nokkra hljómdiska, meðal annars með Grjóthruni sem ásamt Lýði skartaði þáverandi bæjarstjóra Bolungarvíkur, Grími Atlasyni. Sungu þeir marga hárbeitta texta eins og um Óshlíðarveginn sáluga. Tveir nýir hljómdiskar eru væntanlegir. Annar þeirra er með frumsömdu efni eftir Lýð og spila Vagnsbræður úr Bolungarvík meðal annarra með honum þar. Íslensk alþýðutónlist prýðir hinn hljómdiskinn sem var tekinn upp í Mýrakirkju með Olavi Körre, fyrrum tónlistarkennara á Þingeyri.

Þó við hér Vestra grátum gott fólk þá er gott að vita af framvörðum um víðan völl sem enn keppast við að gera Vestfjörðum hátt undir höfði í listsköpun sinni.

Kvikmyndafélagið Í einni Sæng er í eigu hjónanna Lýðs Árnasonar og Írisar Sveinsdóttur sem bæði voru læknar á Vestfjörðum um hríð. Þau eru nú komin suður yfir heiðar en félagið er enn með bækistöðvar á Flateyri og er flest sem frá þeim kemur með vestfirskar tengingar. Landsmenn hafa margir séð heimildarmyndina um Ísmanninn sem fyrirtækið framleiddi árið 2007 sem og bíómyndina Vaxandi tungl sem sýnd var á RÚV um jólin 2012.

römm er SÚ taugí einni sÆng

Page 25: List á Vestfjörðum

25#LAV14

Fjölnir fjallar mikið um lífið og fólkið á Vestfjörðum í kvikmyndagerð sinni og leitast hann við að taka fyrir hluti sem aðrir líta framhjá að eigin sögn. Fjölnir er með YouTube síðu þar sem gefur að líta heilmikið efni úr hans smiðju. Upp tökur frá tónlistarviðburðum eru þar fyrirferðamiklar. Víst er að mikið af því efni verði gullkista fyrir komandi kyn slóðir. Einnig hefur hann gert nokkur tónlistarmyndbönd til að mynda við slagara sem faðir hans, Baldur Geirmundsson og félagar hans í B.G. gerðu. Í því samhengi má nefna að Fjölnir tók upp, í slagtogi við fleiri, stórglæsilega minningartónleika B.G. sem voru á Ísafirði s.l. vor. Binda þeir félagar vonir við að gefa það út einn daginn, en eru að leita eftir fjárfram-lögum til að geta klárað það viðamikla verk.

Vestfirskt mann- og náttúrulífsmyndefni er ekki það eina sem dettur af digitalinu hjá Fjölni, í öðru efni sem hann hefur gefið út er húmorinn í fyrirrúmi og má þar nefna þættina um Hr.Hammond og kvikmyndina One Scene sem hann leikstýrði ásamt Gerret Marks og sýnd var í Ísafjarðarbíói á síðasta ári. Í þeirri mynd fékk Fjölnir til liðs við sig hina ýmsu vestfirsku listamenn eins og tónlistarfólkið Perlu, Skunda Litla og

Eggert Nielson sem og Katrínu Líney sem lék aðalhlutverk myndarinnar.

Við tökur á One Scene kynntist Fjölnir Baldri Smára Ólafssyni og hafa þeir unnið saman að ýmsum verkum síðan eins og þáttum um Hr.Hammond. Um þá hefur Fjölnir þetta að segja: “Gummi eða Hr. Hammond er einstaklingur sem er jafn sjaldgæfur og geirfugl. Það að hafa kynnst honum og haft þann heiður

að gera þætti með honum er frábært. Þetta samstarf byrjaði þannig að Baldur Smári og Gummi gerðu prufuþátt með Hr.Hammond og ég sá að þarna var skemmtilegt viðfangsefni og bauð fram hjálp mína og tæki. Það var svo gaman að vinna fyrsta þáttinn að það var engin leið til að hætta. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel á setti eins og þegar Hammondinn er búinn til.” Í þáttunum er plötugagnrýni með gamansömu yfirbragði og tekur Hr.Hammond sér ýmislegt fyrir hendur. Fyrir tökur gera þeir félagar beinagrind að þættinum, en á tökustað er svo spunnið grimmt.

Fjölnir og Baldur vinna núna að því að ljúka heimildarmynd um vin þeirra er dó fyrir skömmu. Einnig er Fjölnir með á teikniborðinu grínmynd sem fjallar um morðrannsókn á Vestfjörðum. Fjölnir segir móttó sitt að gera hluti sem hann langar til að gera en að hafa fókusinn á að efnið selji. Þið getið kynnt ykkur verk hans inn á www.youtube.com/siggirmes

Fjölnir Baldursson er borinn og barnfæddur Ísfirðingur. Hann byrjaði ungur að fikta með 8 mm kvikmynda tökuvél, þá tók hann töluvert af myndefni á Ísafirði og myndaðist við af vanefnum að gera leiknar myndir. Eftir nokkur ár úti á galeiðunni með kvikmyndaáhugann í dvala þá kviknaði áhuginn aftur eftir kú vendingu á lífsstílnum. Þá þræddi Fjölnir hin ýmsu námskeið sem boðið var upp á í Reykjavík, eins og í stutt- og fræðslumyndagerð og teiknimynda gerð. Þá tók hann þátt í gerð nokkurra stuttmynda og gerði fræðslumyndir. Hann fór í nám í stúdíóvinnslu þar sem hann lærði hina deyjandi klippi tækni, þar sem myndir voru klipptar frá byrjun til enda í tímaröð. Svo lá leiðin í lýðháskóla í Danmörku og ílengdist Fjölnir þar. Hann gerðist sjálfboðaliði á Vesterbro local TV, þar sem hann var tökumaður og klippari. Í hverri viku kom þangað fólk frá DR og hélt námskeið. Í kjölfarið fór hann á tvö mánaðarlöng námskeið hjá þeim í heimildamyndagerð. Fjölnir hélt svo aftur heim til Vestfjarða reynslunni ríkari og hefur undanfarin ár verið duglegur við kvikmyndagerð á heimaslóðum.

leikið með heimildir og hÚmor

fjölnir BaldurssOn

Page 26: List á Vestfjörðum

#LAV1426

Fjaran í firðinum hefur verið mörgum hugleikin. Dettur okkur þá fyrst í hug sandurinn og skeljarnar í verkum gömlu hjónanna frá Hofi og greinilega má sjá verk þeirra veita barnabarni þeirra, Marsibil G. Kristjánsdóttur innblástur. Móðir hennar og tengdadóttir þeirra hjóna, Alda Veiga er einnig mikil listakona og fjölhæf. Ein þekktasta listakona fjarðarins, Kristín Þórunn Helgadóttir, sækir einnig innblástur sinn í fjöruna og eru Fjöruperlur hennar einstakar í heiminum. Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur trélistakonu þarf vart að kynna enda landsfræg fyrir alþýðulist sína. Prjónamenning er á heimsmælikvaðra og handverkskonur í Koltru þekktar fyrir verk sín og handbragð.

Við erum afar stoltar af Víkingaverkefninu okkar. Markmið verkefnisins er að skapa og halda uppi hefðum gamalla tíma í gerð víkingaklæða, byggingarlist og ýmsu er við kemur lífi og störfum víkinga. Borgný Gunnarsdóttir kennir saumaskap að hætti víkinga og hefur gert skemmtilegar tilraunir í spjaldvefnaði og jurtalitun. Sigþór Valdimar Elíasson er fjölhæfur mjög, handleikur við og horn á einstakan máta og verklagni hans hefur komið heilu víkingaskipi á flot. Jón Sigurðsson hljóðfærasmiður smíðar langspil og er einn fárra sem það kann og einnig hefur hann smíðað fjölmörg strengjahljóðfæri sem og trommur og flautur.

Söngmenning er í heiðri höfð og hefur kirkjukór Þingeyrarkirkju starfað lengur en elstu menn muna. Kórinn stendur fyrir fjölbreyttu tónlistarstarfi í bænum. Þá hafa nemendur Tónlistarskólans, bæði börn og fullorðnir, tekið höndum saman og staðið fyrir skemmtunum. Dýrfirskir karlmenn eru söngelskir mjög og margir hverjir meðlimir í Karlakórnum Erni og tónleikar þeirra eru fastir liðir í Félagsheimilinu okkar.

Aðstandendur kaffihússins Simbahallarinnar hafa verið einstaklega duglegir við að glæða menningarlíf hér með ýmsum árstíðabundnum viðburðum. Þangað kemur fólk víðsvegar úr heiminum til að sína list sína. Einnig hafa verið haldnir

menningarviðburðir á Hótel Sandafelli. Mekka menningarinnar er Félagsheimili Þingeyrar. Þar slær menningarhjartað og þar hittast heimafólk og gestir reglulega við mismunandi tækifæri. Að öllum menningarhofum í Dýrafirði ólöstuðum er helsti dagsdaglegi menningarstaður eyrarinnar sundlaugin okkar niðri á „Odda.“

Stór viðburður á dýrfirskra almanaksárinu eru Dýrafjarðardagar sem eru haldnir ár hvert fyrstu helgina í júlí, þeir eru fjölskylduhátíð þar sem kraftur fólksins sameinast í glæsilegri menningardagskrá.

Orka fjallanna drífur lista- og handverksfólk áfram hvort sem það er í að laga gömul hús, hekla milliverk í sængurver eða mála myndir. Við hvetjum hugmyndaríka einstaklinga til að láta drauma sína rætast og nýta kraftinn til að skapa og móta list sína og menningu okkar allra. Kveikjur fjarðarins eru óendanlegar.

Það er hægt að fjalla um listina frá svo ótrúlega mörgum hliðum. Á okkar Þingeyri dansa stráin í vindinum og eru listþenkjandi fólki mikill innblástur. Margir alþýðulistamenn finnast á Þingeyri ásamt þekktari listamönnum á borð við Kára Eiríksson sem býr nú á Felli í Dýrafirði. Stráin einmitt einkenna málverk hans.

þar danSa Stráin í vindinum

Okkar Þingeyri EFTiR GUðRÚNU SNÆBJÖRGU SiGÞÓRSDÓTTUR OG ERNU HÖSKULDSDÓTTUR

Félag Vestfirskra listamanna þakkar Menningarráði Vestfjarða kærlega fyrir stuðninginn

Page 27: List á Vestfjörðum

27#LAV14

Þær sátu með gæsahúð af spenningi í bílnum eftir að þær ákváðu að kýla á þetta strax fyrir þessi jól. Svo voru hugleidd næstu skref. Það fyrsta sem þeim kom í hug var að hafa samband við Samma rakara sem þær hafa unnið mikið með í gegnum tónlistina og fimm mínútum seinna sátu þær í stofunni hjá Samma og Guðríði konu hans. Hugmyndin var viðruð við þau hjónin sem tóku ágætlega í hana. Eftir örlitla stund á hugmynda-meltunni var Sammi orðinn álíka spenntur og stelpurnar og tók að sér framkvæmdastjórn tónleikanna.

Þá var komið að næsta skrefi sem var að finna fólk í þetta verkefni með þeim. Þau settust niður og hentu fram hug-myndum um listafólk sem væri spennandi að fá til liðs við sig og voru samtaka og sammála um hverjir það yrðu. Sammi tók svo að sér að hafa samband við það og eftir nokkra daga var komið fullskipað lið glæsilegs tónlistarfólks en ásamt þeim Svanhildi og Dagnýju syngja á tónleikunum: Hjalti Karlsson, Sigrún Pálmadóttir og Stefán Jónsson. Hljómsveitina skipa svo: Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Samúel Einarsson og Stefán Jónsson.

Það væri ekki gaman að halda stóra og glæsilega tónleika ef enginn mætti til að njóta. Hópurinn fékk því Ágúst Atlason ljósmyndara í lið með sér og myndaði hann söngvarana og útbjó auglýsingar. Um leið og fyrsta myndin kom frá Gústa var gerður viðburður um tónleikana á Facebook. Strax voru undirtektirnar þar mjög góðar og um hæl 150 manns búnir að melda sig á viðburðinn. Farið var í stærstu fyrirtæki og stofnanir á svæðinu og þeim boðnir miðar í forsölu. Þetta tvennt virkaði stórvel. Almenn miðasala hófst á fimmtu dags-

morgni og á hádegi daginn eftir var orðið uppselt á tónleikana.

Dagný og Svanildur segja undirtektirnar mun betri en þær hafi búist við og auðvitað kom ekkert annað til greina en að vera með aukatónleika, þar sem strax var kominn biðlisti og auglýsingaplakötin ekki komin úr prentun! Ákveðið var að halda aðra tónleika fyrr sama dag, en báðir tónleikarnir verða í Ísafjarðarkirkju 21. desember.

Söngkonurnar segjast ekki vita nákvæmlega hver galdurinn sé á bak við þessa aðsókn en telja að stór partur sé það að fólk vilji koma að sjá vestfirska listamenn „við höfum svo flott fólk hérna fyrir vestan að við þurfum ekki alltaf að flytja listamenn að sunnan til þess að skemmta okkur. Það er von okkar að tónleikagestir eigi eftir að ganga út úr kirkjunni okkar eftir tónleikana með gæsahúð og jólagleði í hjarta.“

Eitt októberkvöld þegar söngkonurnar Svanhildur Garðarsdóttir og Dagný Hermannsdóttir voru á leið heim af kóræfingu Kvennakórs Ísafjarðar fengu þær þá afbragðsgóðu hugmynd að halda stórtónleika í Ísafjarðarkirkju fyrir jólin. Það hefur lengi verið draumur hjá þeim báðum að taka þátt í slíkum tónleikum, enda tónlistin þeirra aðaláhugamál og örugglega draumur flestra söngvara að fá að taka þátt í svo stóru og flottu verkefni.

hátíð Fer í hönd söngskemmtun

Page 28: List á Vestfjörðum

#LAV1428

Í fyrstu sögunni - Músasögu á jólum, fær ingimar Jónatansson, gamall skipstjóri bréf frá Sigfúsi þar sem að hann biður hann um að fá að dvelja í húsinu hans um veturinn, sem hann fær og er heimili ingimars því fyrsta sögusviðið. Þar hefst áralöng vinátta þeirra og ingimar sér til þess að músafjölskyldan hafi húsaskjól næstu vetur á ýmsum stöðum. Í næstu sögu – Músasögu í Samkomuhúsinu eru þau í fallega samkomuhúsinu í Súðavík. Á næsta ári koma út sögurnar Músasaga í kirkjunni og Músasaga í Eyrardal.

Í sögunum er lögð áhersla á að segja frá þorpinu, en ekki síst sögu húsanna sem að mýsnar dvelja í hverju sinni. Meginþema þessara litlu bóka er kærleikur milli mannsins og músarinnar sem birtist í ýmsum myndum. Margir greiða götu litlu fjölskyldunnar sem annars þyrfti að búa við harðan kost í norðangaddinum á veturna.

Kristín Lilja Kjartansdóttir, eiginkona Þorsteins Hauks ljær sögunum rödd á hljóðbókunum, ásamt því að vera helsti textayfirlesari og hjálparhella við heimildaöflun. Hún er fædd í gamla Eyrardalsbænum og veitir því upplýsingar frá fyrstu hendi um lífið þar. Hverri sögu fylgir frumsamin tónlist sem

flutt er af Skunda litla, en Þorsteinn Haukur er tónlistarmaður og hefur gefið út talsvert af efni undir því nafni.

Um verkið segir höfundurinn „hugmyndin að Sigfúsi Músasyni og fjölskyldu hans fæddist í raun og veru fullsköpuð í huga mér og fyrsta sagan Músasaga á jólum, spratt fram nánast eins og hendi væri veifað. Það eru forréttindi að skrifa sögur fyrir börn og það sem hefur glatt mig einna mest, er að þeir sem að hafa hlustað, eru á öllum aldri og sögurnar virðast höfða til þeirra allra á sinn háttinn hver.“ Hann bætir við að þegar hann skrifi, sé hann oft að semja tónlist í huganum í leiðinni. „Þetta helst í hendur og þá er sögusviðið lifandi mynd í huga mér með öllum sögupersónunum á ferð og flugi.“

Meðfram þessu verkefni er Þorsteinn Haukur að semja slökunartónlist sem verður aðgengileg á netinu á næsta ári. Einnig er komin vel á veg hljómplata með blönduðu efni sem hann hefur unnið að undanfarin tvö ár.

Í haust kom út hljóðbókin Músasögur, sem geymir tvær sögur um Sigfús Músason. Höfundur er Þorsteinn Haukur Þorsteinsson Sögusviðið er heimabærinn Súðavík og söguhetjurnar Sigfús Músason, og fjölskylda hans, en Sigfús fagnar því láni að mega setjast að hjá manninum og heimsækja merka staði í Súðavík og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma.

mÚSaSögur í SÚðavíkÞOrsteinn haukur ÞOrsteinssOn

Page 29: List á Vestfjörðum

29#LAV14

Í myndlist sinni vinnur Pétur mest í alls konar tilraunum og þá í törnum, eins og málunartörnum, teiknitörnum, klippimyndatörnum og lágmyndatörnum svo sitthvað sé nefnt.

Síðan 1989 hefur hann verið í tengslum við misstóran hóp listamanna frá nokkrum löndum, sem hefur hist og starfað saman í Noregi, í Austurríki, á Ítalíu og einu sinni á Ísafirði. Þær vinnutarnir hafa alltaf endað á samsýningum.

Fyrir þá sem vilja heimsækja Gallerí S 18 má benda á að opnunartími þess er því sem næst ótakmarkaður, ef listamaðurinn er ekki við má bara banka upp á heima hjá honum, þar sem heimili hans er samtengt galleríinu.

Pétur Guðmundsson, myndlistarmaður á Ísafirði, hefur verið virkur í myndlistinni í gegnum tíðina, mestur tími starfsævinnar fram til þessa hefur farið í að leiða nemendur í Grunnskóla Ísafjarðar um brautir mynd-listarinnar og uppfræða listþyrsta á vegum Myndlistarfélagsins á Ísafirði og LRÓ. Um tíma starfaði hann sjálfstætt í hinu og þessu sem tengdist skiltagerð, hönnun og myndlist af ýmsu tagi. Inn á milli hefur hann skotist í húsamálun og eitthvað á sjóinn. Pétur er með opna vinnustofu og myndlistargallerí á heimili sínu við Seljalandsveg 18 á Ísafirði. Það gegnur undir heitinu S 18. Galleríið hóf göngu sína fyrir tveimur árum, opnaði formlega á Stóra púkamótinu 2012. Þá um sumarið voru flestir gestanna skemmti-skipungar, en síðan hafa fleiri og fleiri innlendir gestir rekið inn nefið.

tarnamaðurinn í gallerí S 18

Pétur guðmundssOn

Af sýningum má nefna Ull er yndi, sýning á prjónaflíkum Bergrósar Kjartansdóttur, ljósmyndasýningu frá Þjóð-minjasafni Íslands með myndum Sigfúsar Eymundssonar, útsaumsmyndir Jóns Þórs, Umhverfis djúpan fjörð, myndir Guðbjargar Lindar Jónsdóttur og Hjartar Marteinssonar og afmælissýningu Sunnukórsins. Í apríl frumsýndi Kómedíu-leikhúsið leikverkið Höllu í sal Listasafnsins. Sumarsýning að þessu sinni var um starfsemi sjúkrahússins og gat þar að líta bæði ljósmyndir og muni. Snemma árs voru til sýnis ýmis verk úr eigu Listasafnsins og jafnframt sýnd Vestfjarðamynd Guðlaugs Rósinkranz.

Haldinn var pólskur mars í húsinu sem tókst mjög vel auk þess sem haldið var upp á bókasafnsdaginn, bangsadaginn og norræna skjaladaginn, sem og dagskrá tengda 100 ára afmæli Tove Jansson.Við vorum einnig með húslestra, ljósmyndanámskeið fyrir börn og fullorðna, fyrirlestra auk listrænnar uppákomu með LÚR festival sem vakti mikla athygli meðal þeirra erlendu ferðamanna sem lögðu leið sína í húsið. Í húsinu hafa síðan verið ýmsar móttökur og var Tindabikkjan, verðlaun Glæpafélags Vestfjarða, t.d. afhent hér með athöfn í byrjun árs.

Á næsta ári stefnum við á að fjölga viðburðum í húsinu en þær sýningar sem búið er að festa eru afmælissýningu Litla Leikklúbbsins og sýning um friðuðu húsin í Neðstakaupstað. Svo verður auðvitað jólasýningin á sínum stað.

Opnuð var ný heimasíða fyrir húsið og söfnin á árinu. Þar eru birtar upplýsingar um þá atburði sem eru í boði – www.safnis.is

Í Safnahúsinu á Eyrartúni fer fram fjölbreytt starfsemi. Á þessu ári hafa ýmsar sýningar og viðburðir verið í húsinu bæði stórir og smáir.

Stórt og Smáttsafnahúsið

Page 30: List á Vestfjörðum

#LAV1430

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Ein mikilvægasta ákvörðunin sem við

tökum er að fjárfesta í íbúð. Þess vegna

skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti

og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir.

Kynntu þér allt sem skiptir máli um

íbúðalán á landsbankinn.is/istuttumali.

„Auðvitað er stórt skref að kaupa íbúð“

Ýr KáradóttirViðskiptavinur Landsbankans

Page 31: List á Vestfjörðum

31#LAV14

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Ein mikilvægasta ákvörðunin sem við

tökum er að fjárfesta í íbúð. Þess vegna

skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti

og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir.

Kynntu þér allt sem skiptir máli um

íbúðalán á landsbankinn.is/istuttumali.

„Auðvitað er stórt skref að kaupa íbúð“

Ýr KáradóttirViðskiptavinur Landsbankans

Árin 2013 og 2014 hafa verið góð ár! Leikfélag Flateyrar reis upp frá doða haustið 2013 og hefur tekið Samkomu-hús Flateyrar í fóstur hjá Ísafjarðarbæ um óákveðinn tíma. Góður rómur var gerður að sýningu Leikfélagsins, Allir á svið eftir Michael Frayn í leikstjórn Víkings Kristjánssonar sem frumsýnd var haustið 2013. Nú í haust stóð það einnig fyrir leikskáldasmiðjunum Okkar eigin í samstarfi við Lab loka og Hvilft en það verkefni var styrkt af Menningarráði Vestfjarða. Vonir standa til að hægt verði að auka enn félagslegt hlutverk Samkomuhússins á næstu árum með samhentu átaki bæjarbúa en eins og margir vita varð nú í haust enn eitt áfallið í fiskvinnslumálunum og erfitt að segja til um framhaldið. Kannski kemur að því að fiskvinnslu-húsin verða rýmd og breytt í kvikmynda-ver, eins og einhver var að vona?

Árið hefur verið gjöfult ef við horfum til baka með bjartsýnina að leiðarljósi; París Norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð var frumsýnd í sumar og þorpið okkar og Þorfinnurinn í miklu hlutverki þar. Þrestir, önnur kvikmynd Rúnars Rúnarssonar var svo tekin upp í sumar, fyrst og fremst á Flateyri. Stuttmyndin Sker í leikstjórn Flateyringsins Eyþórs Jóvinssonar og framleiðslu kvikmyndafélagsins Glámu, naut velgengni bæði hér heima og erlendis. Annar Flateyringur – Helga Rakel Rafnsdóttir – hefur og verið áberandi í kvikmyndaheiminum á þessu ári í kjölfar velgengni myndarinnar Salóme sem hún stendur að. Á næsta ári er von á heimildarmynd um Flateyri,

Seachange/Veðrabrigði í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen. Svo vissulega er Flateyri kvikmyndabær með réttu!

Hver lítur sínum augum silfrið, segir máltækið og ekki alveg einfaldasta mál í heimi að meta áhrif tveggja sumra þar sem Flateyri er lögð undir gerð kvikmynda. Við viljum jú í gamni gera sem mest úr því og kalla bæinn í því samhengi kvikmyndaþorp. Svo er haldin bókmenntahátíð og þá viljum við kalla okkur bókmenntabæ.

Viðkvæm framtíðarsýn

KKannski er þó mikilvægast af öllu að huga að því hvað er næst á dagskrá og hvað verður á næsta ári – eða næstu árum. Eru einhverjir sem geta spáð um slíkt – og hvað er raunhæft eða óraunhæft að áætla? Auðvitað eru sóknarfæri ef fólk setur sig í þær stellingar. Bókahátíðin var haldin í fyrsta skipti í ár sem vetrarhátíð - á næsta ári verður hún hausthátíð. Samkomuhúsið verður e.t.v. orðin

boðlegur staður til að efla hátíðarhöld í bænum og laða að gesti. Aftur á móti er nánast hægt að segja að í bænum sé ekkert öflugt fyrirtæki lengur sem geti styrkt viðburði eða annað slíkt sem fyrirhugaðir eru í framtíðinni.

En það er þó ekki nóg, því menningarstarfsemi sem þjónar heimafólki er það sem máli skiptir. Hvernig munu bæjaryfirvöld aðstoða við að efla innviði bæjarins menningarlega ef atvinnuleysi verður þar viðvarandi eins og margir óttast í dag? Hversu gjöfult er menningarlífið í bænum gagnvart heimafólki? Eða kannski er líka hægt að spyrja: Hvenær eru ekki lengur nógu margir menningarneytendur til að standa beri í slíkum gjörningum? Eða skiptir það ekki máli því að við búum á sam-menningarlegu svæði? Er Flateyri staður þar sem „hvað sem er getur gengið“ eða skiptir máli hvaða listgjörningar eru framkvæmdir ef maður ætlar þeim einhverja aðsókn? Það skiptir miklu að samfélagið og því sem er komið í gang sé í samhljómi. Og kannski er það okkar Flateyringa líka að opna faðminn og fagna því að utanaðkomandi vilji taka á árinni með okkur. Því það skiptir ekki alltaf máli hvað er verið að gera - heldur að það sé gert. Við ættum helst að spyrja okkur „hvað vil ég að sé gert eða gerist?“ því svarið við þeirri spurningu er mögulega það næsta sem gerist. Og hvað sem gerist - þá er víst að á Flateyri heldur áfram að standa - hafið og fjöllin. Við skulum bara vona að það verði hér líka áfram, fólkið á þessum stað og hafi eitthvað að brasa...

Í hinu sögufræga plássi, löngutöng alheimsins, Flateyri við Önundarfjörð, hefur alltaf ómað stríður strengur af sköpunarþrá og krafti. Flateyringar hafa haslað sér völl um allar trissur - ef við viljum skoða það í því samhengi – en um leið verður að segjast sem satt er að það eru fá þorp á Vestfjörðum sem hafa lifað jafn óstöðug tímabil hvað varðar atvinnu og lífsskilyrði síðustu tuttugu ár. En það er algjörlega tilgangslaust að stunda samanburð í slíku samhengi – rétt eins og samanburður gengur ekki þegar við horfum tilbaka síðasta ár og metum það út frá menningunni og listunum.

verStöð - kvik myndaver, BókmenntaBær

mín flateyri EFTiR ARNALD MÁNA FiNNSSON

eða Bara alheimsins lengsta töng?

Page 32: List á Vestfjörðum

#LAV1432

„Þú átt þér norskar rætur?“, spyr ég þar sem ég stend í stofunni og finnst gólfið halla og hef orð á því. Hún svarar brosandi:„Afi minn var norskur en hallinn er líklega hluti af íslensku landslagi. Hérna eru það beinu línurnar sem stinga í stúf.

Ég er fædd og uppalin á Ísafirði og man þegar ég sat við eldhúsgluggann hjá ömmu í Tangagötunni þar sem fjallshlíðin hallaði sér yfir eyrina og amma benti mér á þetta fallega og síbreytilega listaverk sem blasti við út um gluggann. Þessi afstaða ömmu til umhverfisins átti sinn þátt í því að opna augu mín fyrir náttúrunni. Ég ákvað snemma að verða listamaður enda ólst ég upp við lyktina af línolíu og terpentínu heima. Pabbi minn, Jón Hermannsson, var frístundamálari og mamma, inga Ruth Olsen, var mikil hagleiks- og hannyrðakona. Umhverfið hérna fyrir vestan er uppsprettan í list minni.“

„En hvers vegna allt þetta vatn í verkum þínum?“ „Vatnið hefur alltaf heillað mig og sérstaklega fossarnir. Þótt það hljómi ótrúlega þá hef ég ætíð verið vatnshrædd og er nánast ósynd. Þessar blendnu tilfinningar, hrifningin og óttinn, eru kannski kveikjan að þessari sterku áherslu á vatnið í verkum mínum. Framan af voru myndefnin einkum tengd fossum en hafa með tímanum beinst að sjávarfletinum, þar sem eyjar fljóta á yfirborðinu og fjallshlíðar og eyrar teygja sig út í hafflötinn.

Landslagið í verkum mínum kemur bæði fyrir sem bein fyrirmynd og hugmynd. Það er þetta gráa svæði á milli hugans og myndarinnar af náttúrunni sem ég er að fást við og þessi mynd hennar endurspeglar í verkum mínum hugsanir mínar og tilfinningar þegar ég vann verkið. Yfirleitt er ég mjög

lengi með hvert verk. Ferlið getur tekið frá nokkrum mánuðum upp í ár. Ég er í raun að mála kyrralífsmynd af landslagi sem er í eðli sínu síbreytilegt og tímalaust og tilheyrir ótilgreindum stað,“ segir Guðbjörg Lind á sinn geðþekka og hugljúfa hátt um leið og hún fer fram í eldhús til að hella upp á kaffi. Á meðan fylgist ég með báti sigla inn í höfnina. Sólin er farin að skína. Hafflöturinn líkist uppljómaðri pappírsörk sem mig grunar að Guðbjörg eigi seinna eftir að mála á.

Heimasíða Guðbjargar er: http://gudbjorglind.tumblr.com/

Það var bjart yfir Dýrafirðinum þennan vetrardag þegar ég ók niður Gemlu fallsheiðina. Í suðri blöstu við skýjaflókar sem spegluðust á sléttum firðinum og mér varð ósjálfrátt hugsað til málverka sambýliskonu minnar, Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, en á Þingeyri höfum við undanfarin sjö ár verið að gera upp norskt timburhús sem í daglegu tali er ýmist kallað Vertshús eða Hótel Niagara. Hún var nýkomin úr gönguferð á Sandafellið þegar mig bar að garði.

tímalauSt landSlagguðBjörg lind EFTiR HJÖRT MARTEiNSSON

Menningin er spegill

samfélagsins.

Haltu speglinum

þínum ávallt

hreinum og tærum.

Page 33: List á Vestfjörðum

33#LAV14

Snemma beygist krókurinn

Villi Valli er hógvær með eindæmum og segist ríkur af hamingju og lífið hafi leikið við hann. List á Vestfjörðum lék forvitni á að vita meira um lífshlaup þessa manns.

Snemma beygist krókurinn Vilberg Valdal Vilbergsson er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 26. maí 1930. Hann er þriðja af fjórum börnum Vilbergs Jónssonar og Jóhönnu S. Guðmundsdóttur. Lífið var frjálslegt og Villi Valli fékk að valsa um með vinum sínum, hanga á bryggjunum og veiða, leika sér með báta á tjörn og skauta á henni þegar vetraði – hann fékk að njóta þess að vera barn. Skólagangan gekk ágætlega þó stundum hafi verið skemmtilegra að teikna herskip í reikningsbókina í stað þess að reikna dæmin sem lögð voru fyrir. Það virðist alveg ljóst eftir stutt spjall við Villa Valla að snemma hafi mátt sjá að þar var fjölhæfur listamaður á ferð.

Hann minnist með hlýju æskuáranna á Flateyri „það voru ágætir kennarar við barnaskólann, menningarsinnaðir og tóku þátt í flestum leikritunum sem sett voru upp. Það var kannski ekki mikið um að vera en það voru leiksýningar á hverjum vetri. Ég man er mér var falið að mála skógarsenu fyrir skrautsýningu á árshátíð skólans. Það bendir til þess að kennararnir hafi haft smekk fyrir því sem strákurinn var að krota í teiknitímunum.

Í barnaskóla byrjaði hann að spila á orgel sem þar var í frímínútum og stundum eftir fundi í barnastúkunni eða „þegar stelpurnar vildu dansa“ segir hann. Tólf ára hafði hann náð þremur lögum á harmonikku bróður síns. Ári

síðar eða á miðnætti á hvítasunnudag, spilaði hann á sínum fyrsta dansleik. 10 klukkustundum eftir að hann hafði neytt líkama og blóðs frelsarans í kirkjunni. „Við komum saman hljómsveit ég og Sveinn Hafberg, við spiluðum á harmonikkur. Óskar Magnússon spilaði á trommurnar. Snæbjörn Ásgeirsson spilaði á nikku. Svo var gamall flygill keyptur í samkomuhúsið, ég spilaði á hann, ætli ég hafi ekki verið 16-17 ára þarna. Við þóttum nú aldeilis menn með mönnum og spiluðum á böllum.“

Í foreldrahúsum

„Mömmu fannst ég gæti náð árangri við að teikna og mála og hvatti mig til þess. Hún gaf mér olíuliti þegar ég var 16 ára sem ég málaði með þrjár myndir. Við systkinin vorum talsvert að fást við tónlist. Guðmundur bróðir spilaði á harmonikku, hann var eini harmonikkuleikarinn á Flateyri og spilaði þar á böllum. Þá tíðkaðist að einn spilaði á harmonikku á böllum og hélt hann ballinu uppi. Sara systir mín söng og spilaði á gítar sem pabbi hafði smíðað. Þegar Guðmundur bróðir minn flutti að heiman var ég sá eini í plássinu sem tiltækur var til að spila á dansleikjum. Mamma spilaði eitthvað á tvöfalda harmonikku. Pabbi hafði líka fengist eitthvað við þetta, en þau héldu þessu að mestu leyndu fyrir okkur. Pabbi hafði gert upp orgel sem hann fékk út í sveit það hafði legið úti í fjósi og lá undir skemmdum, hann fékk að hirða það og gerði það upp. Hann var mjög laginn. Hann hefur nú verið músíkalskur, hann lærði af sjálfum sér nóturnar og spilaði eitthvað á orgelið. Annars var hann bara í vélsmiðjunni. Ég byrjaði að fikta við að spila Gamla Nóa á orgelið þegar ég var fimm ára og var

heldur betur montinn þegar mér tókst það.

Pabbi smíðaði fleiri hljóðfæri eins og fiðlu og selló, en efnið var því miður ekki nógu þurrt og viðurinn í því sprakk, sem var mikil synd. Hann gerði þetta bara eftir myndum sem hann fann í einhverjum bókum. Hann smíðaði líka langspil, sem var sannarlega réttnefni, örugglega tveir metrar á lengd. Guðmundur bróðir minn smíðaði svo trommur sem voru í kjallaranum heima. Það vantaði trommur og það var ekkert auðvelt að fá þessa hluti í þá daga. Ég tók svo við þessu trommusetti löngu eftir að Guðmundur flutti suður og þá var skinnið rifið á bassatrommunni og það vantaði snartrommuna. Mér tókst að kaupa hana af Gunnari rukkara sem spilaði hér á Ísafirði með Miller-bandinu. Hann átti heima í Myllunni og af því kom nafnið á hljómsveitina. Svo fór ég í sláturhúsið og fékk hjá þeim tvær lambsgærur. Ég spurðist fyrir um hvernig maður ætti að verka gærurnar og var sagt að skella þeim á hnéð og raka þær með beittum hníf, sem ég gerði, þetta tókst án þess að gata þær. Ég var svo heppinn að heimilisvinur kom í heimsókn um það leiti sem ég ætlaði að fara að strekkja gærurnar. Hann sagði mér að passa mig á að setja þær ekki í heitt vatn, ég hefði örugglega gert það ef hann hefði ekki varað mig við. Strekkingin tókst og voru þessar trommur notaðar í einhver tíma. Þær voru nú ekki flottar.

Yfir heiðina

Yfir heiðina Hann fór til Ísafjarðar haustið 1948, þá aðallega til að spila á skemmtistaðnum Uppsölum sem var og hét. Eftir að til Ísafjarðar kom

Listagyðjan var örlát við Villa Valla, það er ekki ofsagt og Ísafjörður er ríkur að eiga slíkan meistara að. Samfélagið hér hefur fengið að njóta fjölbreyttra krafta hans í tæp sjötíu ár. Hann hefur skemmt á harmonikkuna, spilað á saxófóninn eða píanóið, einn síns liðs eða með þeim fjölmörgu hljómsveitum sem hann hefur spilað með, sem og Harmonikkufélaginu, Lúðrasveit Ísafjarðar og Lúðrasveit Tónlistarskólans. Hann hefur gefið út þrjá hljómdiska og var kjörinn bæjarlistamaður Ísafjarðar árið 2001. Hann hefur málað myndir, haldið sýningar og selt verk. Hvaða listamaður sem er gæti verið stoltur af þessari upptalningu á ævistarfinu, en jafnframt þessu öllu var rakaraiðn aðalstarf Villa Valla í gegnum starfsævina.

rakarinn FjölhæFivilli valli

Page 34: List á Vestfjörðum

#LAV1434

kynntist Villi Valli fljótlega konunni í lífi sínu, Guðnýju Magnúsdóttur og árið 1950 settu þau upp hringana. Þau eiga saman fjögur börn. Barnabörnin eru orðin átta og barnabarnabörnin níu.

1950 var viðburðaríkt með meiru, það var einnig árið sem hann byrjaði að hafa hendur í hári manna. Árni Matthíasson rakari bauð honum að læra hjá sér á rakarastofunni við Silfurtorg. Villi Valli sló til og vann hjá Árna í 8 ár. 1.september 1958 opnaði hann svo sína eigin stofu. Ári síðar keyptu þau Guðný rakarastofu við Hafnarstræti af Harry Herlufsen, sem og íbúð á efri hæð hússins þar sem Villi Valli starfaði og fjölskyldan bjó í 42 ár, allt þar til húsið var rifið árið 2001. Þar slitu erfingjarnir barnsskónum áður en þeir héldu suður til mennta.

Rakarastarfið var aðal-starf Villa Valla í 63 ár, drjúgan part af þeim tíma starfaði Samúel Einarsson, sem einnig var félagi Villa Valla úr tónlistinni, með honum á stofunni. Það hefur ekki alltaf verið á vísan að róa í rakarabransanum eins og Villi segir frá. „Árið 1964 hrundi bissnessinn á rakarastofunni, þá kom bítlatískan. Fram að því var búið að vera brjálað að gera, ég hafði fengið Samma inn sem lærling, því ég annaði þessu ekki einn. Svo einn daginn var bara ekkert að gera og við sátum bara og horfðum út um gluggann. Ég gat samt ekki hugsað mér að segja honum upp, ég var farinn að safna skuldum, allir strákarnir farnir að safna hári. Gengu með lubbann fram hjá stofunni. Það lögðust margar rakarastofur af í Reykjavík. Það varð mér til happs að hljómsveitin Blossar og Barði misstu saxófónleikara sinn suður og höfðu samband við mig , ég stökk til og það bjargaði því að ég gat haldið lærlingnum.“ Sammi hefur enn hendur í hári manna á stofunni. Þó Villi Valli sé hættur í rakarabransanum er alltaf nóg að gera hjá honum, ekki vantar áhugamálin. Hann minnist eins sem góður vinur hans sagði við hann eftir að hann hætti að vinna og segir að það geti vel átt við um sig „Það er svo mikið að gera eftir að ég hætti að vinna að ég sé ekki fram á annað en ég verði að fara að vinna aftur.“

Tónlistin

Allt er fimmtugum fært stendur einhversstaðar, en í tilfelli Villa Valla, hefur honum virst allar leiðir færar í listinni í gegnum tíðina og hefur varla nokkru máli skipt á hvaða aldri hann hefur verið. Þegar hann varð sjötugur gaf hann út sinn fyrsta geisladisk með eigin lögum sem bar heitið Villi Valli. Ekki var upptökuferli hans lokið þar. Viðar Hákon, dóttursonur hans fékk hann nokkrum árum seinna til að drífa aftur í upptökur er fyrirtækið 12 Tónar vildi gefa út disk með honum. Í tímans rás kom út árið 2008, á þeim diski naut hann krafta Djasstríósins Flís, KK og barnabarnsins Ylfu Mistar svo einhverjir séu nefndir. Árið 2009 var platan tilnefnd til Íslensku tónlistar verð-launanna í flokknum Djassplata ársins. Sama ár gáfu Byggðasafn Vestfjarða og bókaútgáfan Opna út glæsilega bók sem bar heitið Veislurnar í Neðsta og henni fylgdi geisladiskurinn Ball í Tjöru-húsinu, þar sem Saltfisksveit Villa Valla lék og Jóhanna Þórhalls söng. Villi Valli hefur þó minna verið í upptökum í gegnum tíðina, en mun meira hefur farið fyrir lifandi tónlistarflutningi af hans hálfu.

Ekki hefur mikið farið fyrir formlegri tónlistarmenntun hjá Villa Valla, en það er ábyggilega óhætt að segja að brennandi áhugi og viðstöðulausar æfingar hafi gert hann jafn færan tónlistarmann og raun ber vitni. Í gegnum lúðrasveitirnar hefur hann sótt nokkur námskeið en ein mikilvæg undirstaða í grunninn kom þegar hann fór á vertíð í Djúpuvík:

„Ég lærði fingrasetningu á saxófón hjá Guðmundi Norðdal þegar ég var átján ára. Þá var ég að vinna í Djúpuvík og hann var þar líka, nýútlærður á klarínett. Hann var mjög áhugasamur um að kenna mér, skrifaði niður

tónstigana í öllum tóntegundum og lét mig taka þetta á saxófóninn. Ég kunni ekki eina einustu nótu en hann kenndi mér þetta, án þess að taka nokkra greiðslu fyrir.

Fyrstu árin var harmonikkan mitt helsta hljóðfæri, svo fór ég að spila á saxófón með hljómsveit hér á Ísafirði, var þá að spila á bæði. Svo var ég fenginn í lúðrasveitina og þá fór ég að spila á tenórhorn, seinna spilaði ég þar á takkabásúnu, svo spilaði ég lengi vel á hljómborð. Maður hefur bara alltaf hlaupið í skarðið og spilað á það sem þarf, nema ég hef aldrei spilað á trommur. Við vorum með sjö manna hljómsveit árin 1960-61, sama hljóðfæraskipan og í KK sextett. Við keyptum víbrafón og það var spilað á hann og tvo saxófóna, píanó, bassa, trommur og einnig var söngvari. Tvistið var nýkomið og þá vantaði okkur gítarleikara. Óli Kristjáns vinur minn var fyrir sunnan að læra og ég hafði samband við hann og sagði að hann yrði að redda okkur gítarleikara. Hann prófaði tvo. Annar var flinkur spilari, en las ekki nótur og hinn las nótur en Óla líkaði ekki spilamennskan. Það varð úr að ég varð að læra að spila á gítar. Ég hringdi í Ólaf Gauk og hann útvegaði mér þennan fína Gibson gítar og gamlan magnara. Svo sat ég við um helgar, klukkustundum saman og æfði mig á gítarinn. Þetta var rosa vinna og ég neyddist til að spila í þessum blessuðu tvistlögum á böllunum, annars reyndi ég að spila sem minnst á hann. Á þessum tíma seldi Bókhlaðan vínylplötur. Þegar nýjar smáskífur komu í búðina fór Guðmundur Marinósson, trommarinn okkar, í búðina og fékk þær lánaðar. Kom hann með plötuna til mín og ég færði hana yfir á segulband og svo fór hann með plötuna aftur í búðina. Þetta var bara gert í hádegismatnum. Svo skrifaði ég nóturnar upp fyrir næstu hljómsveitaræfingu, fyrir öll hljóðfærin, nema trommurnar. Þetta varð að vera allt útsett fyrir svona stóra hljómsveit. Eftir þessi tvö sumur seldi ég gítarinn. Þetta var nú ekki alveg nógu gott hjá mér. Það er erfiðara að ná góðum árangri þegar maður er alltaf að flakka á milli hljóðfæra í stað þess að einbeita sér að einhverju einu, minnsta kosti

Villi Valli með Gibsoninn

Villi Valli einbeittur að störfum

Villi Valli og Barði 1962. Aftari röð: Barði Ólafsson, Magnús Reynir Guðmundsson,

Þórarinn Gíslason og Ólafur Kristjánsson. Fremri röð: Guðmundur Marinósson, Vilberg

Vilbergsson og Ólafur Karvel Pálsson.

Page 35: List á Vestfjörðum

35#LAV14

hvað mig varðar, en nauðsyn brýtur lög – og ég spilaði bara á það sem þurfti. Mér finnst ég núna vera mun klárari á harmonikkuna en ég var, enda spila ég bara á hana núna. Það er þessi blessaða æfing sem skiptir svo miklu.“ Hann segir listina og vinnu sína við hana hafa kennt sér hversu mikils virði þolinmæði er og það er auðvelt að trúa að hann viti nákvæmlega hvað hann syngur í þeim efnum.

Skemmtanamenningin á árum áður

Það verður fljótt ljóst við spjall við Villa Valla að það er af sem áður var í skemmtanalífi á norðanverðum Vestfjörðum. Hann kann margar sögurnar og við áheyrn birtist heill lifandi heimur sem nú er að mestu horfinn.

„Það voru böll í tveimur og þremur húsum á hverri helgi. Ég man bara einu sinni eftir balllausri helgi á svæðinu. Eftir þá helgi kom lögregluþjónn að máli við mig og sagði „þið megið aldrei láta það gerast aftur að vera ekki með neitt ball, við þurftum að eltast við þessar fyllibyttur út um allar trissur, í staðinn fyrir að geta gengið að þeim á einum stað.“ Ég man eina helgi þá vorum við að spila á balli í Holti og aldrei slíku vant var það eina ballið á svæðinu og það mættu um 300 manns á ball! Blessunarlega var veðrið eins og best verður á kosið þannig að það róteraði inn í salinn og iðulega var helmingurinn af fólkinu úti í sumar-nóttinni. Jón heitinn á Veðrará var eini dyravörðurinn, heppnin var með okkur því það voru engin slagsmál og ekki neitt, allir í friði og spekt í góða veðrinu.

Ég er bara þakklátur að manni hafi aldrei verið hent út af balli þegar maður var að spila. Ég held að það hafi nú reyndar aldrei verið gert við neinn svo sem, en ég man eftir því að eitt sinn þegar við vorum að spila á Flateyri þá kom allt í einu full rúta af fólki frá Ísafirði, því þar höfðu þrír verið að spila á balli og um miðnættið þá voru tveir orðnir svo fullir að þeir gátu ekki spilað lengur, svo allir fengu endurgreitt og það var splæst í rútu yfir. Á þessum tíma mátti líka framlengja böllin ef stuðið var gott, þá var ekkert verið að gera veður út af því ef böllin enduðu ekki á réttum tíma.

Aðeins seinna man ég að ríkti mikil samkeppni í spilamennskunni á Ísafirði. Við vorum að spila á Uppsölum sem var og hét. Þarna voru BG byrjaðir líka og það var gaman að því að við í hljómsveitunum vorum með kauplausa umboðsmenn. Bjarni „box“ Árnason var með okkur og hann tók að sér að fara

niður í húsmæðraskóla að bjóða stelpunum á ball. Sá sem var fyrir BG gerði slíkt hið sama. Það var kappsmál hver yrði á undan því það trekkti að fá stelpurnar á ball. Stelpurnar í bænum voru ekki hressar með þetta, að það væri verið að bjóða stelpum sem voru hér aðeins hálft árið ókeypis aðgang þegar stelpurnar sem áttu hér heima og stunduðu böllin allt árið urðu að borga miðana fullu verði. Auðvitað var þetta argasta óréttlæti.“

Þeir eru ófáir dansleikirnir sem Villi Valli hefur leikið á, hann segir dansleikina og tónleikana vera að minnsta kosti 1300 og er þá ótalið öll skiptin sem hann hefur leikið með lúðrasveitunum og harmonikkufélaginu.

Ástin í lífinu

Villi Valli og Guðný hafa fetað lífsins braut saman, í ein 66 ár, en hvernig kom það til að þau fóru að stinga saman nefjum? „Ég kannaðist aðeins við vinkonu hennar, ég var að spila á Uppsölum og rakst á þær tvær daginn fyrir gamlárskvöld, en við vorum að fara að spila þá. Ég spyr vinkonu hennar hvort hún ætli á ball, og svo spyr ég hvort vinkona hennar fari ekki örugglega með henni. Hún bjóst við því. Ég bauð þeim á ballið til að tryggja að ég myndi hitta hana. Þær komu og ég dansaði við Guðnýju í pásunni. Það var þannig að þegar hljómsveitin tók pásu, þá spilaði einn nokkur lög og við skiptumst á, þannig að alltaf var einhver að spila. Ég bauð henni upp og heppnin var með mér og síðan höfum við verið saman, þetta eru nú komin 66 ár. Maður má nú þakka fyrir þetta, þetta er ekki svo algengt núorðið. Ég er lukkunnar pamfíll.“

Ástin hefur borið góðan ávöxt og eiga

þau Guðný fjögur börn: Rúnar Hartmann sem fæddist árið 1951, Söru Jóhönnu sem fæddist 1956, Bryndísi, fædda 1959 og Svanhildi sem fæddist árið 1964. Sannarlega má segja að börnin hafi listina í blóðinu frá foreldrum sínum. Rúnar spilar nú á fyrsta faggott með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sara og Svanhildur lærðu báðar myndlist, hér heima og úti í Noregi. Bryndís lærði á flautu. Listagenin er einnig að finna í barnabörnunum, svo Villi Valli er með fríðan flokk listamanna í sinni nánustu fjölskyldu.

Hann segir það væri aðeins að æra óstöðugan að telja upp alla þá sem hann hefði spilað með í gegnum tíðina, þessum 65 árum sem liðin eru síðan hann hóf að spila með hljómsveitum. Fjöldinn hleypur á tugum, sennilega um áttatíu manns og eru þá ótaldir allir lúðrasveitafélagarnir. Auðmjúkur segist Villi Valli vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hann hefur spilað með í gegnum tíðina, fyrir samspilið og samveruna. Villi Valli gantast með sögu sem hann hefur eftir Ómari Ragnarssyni um konu nokkra sem sendi kveðju í þáttinn Óskalög sjúklinga. Hún hafði lengið lengi á spítala og bað fyrir kveðju til allra sem hefðu legið með henni.

Hann bætir við að ekki vilji hann gleyma að þakka konunni sinni góðu, henni Guðnýju, fyrir að umbera hann og sætta sig við ónæðið, sem hann segir að hljóti að hafa verið ergjandi, þegar hann sat við píanóið að útsetja langt fram á nætur.

En hvaða mikilvægu lexíur skyldi lífið hafa kennt Villa Valla? „Að gera ekki minni kröfur til sjálfs mín en annarra.“

Árið 1991 var Villi Valli gerður að bæjarlistamanni Ísafjarðar, hér er hann ásamt Guðnýju konu sinni og Guðna Geir Jóhannessyni formanni bæjarráðs Ísafjarðar.

Page 36: List á Vestfjörðum

#LAV1436

VestFiðringur er átak til uppbyggingar starfa í skapandi greinum. Verkefnið er þríþætt, í fyrstu hringferð VestFiðringsins sem farin var sumarið og haustið 2014 voru haldnir vinnu- og skemmtifundir á 17 stöðum víðsvegar um Vestfirði þar sem safnað var saman upplýsingum um sérkenni hvers hluta Vestfjarða fyrir sig og fólksins sem þar hrærist. Skráðar voru upplýsingar um atvinnusögu og menningarlíf í öllum sínum myndum s.s. matarhefðir og málfar; náttúru og umhverfi.

Í öðrum áfanganum verður efnið sem safnast saman í tengslum við fundina síðan nýtt til að búa til verkefni á sviði skapandi greina, verkefni sem spretta úr þekkingarbrunni hvers svæðis fyrir sig, verkefni sem verða hugsuð út fyrir rammann, verkefni sem eru viðbót við það sem fyrir er, verkefni sem skapa ný störf.

Svæðin sem unnið er með eru mis fjölmenn og víðfeðm enda skilgreind með menningarlegar og landfræðilegar forsendur í huga og ganga þar af leiðandi oft þvert á landamæri núverandi stjórnsýslueininga.

Í þriðja áfanga verkefnisins er ætlunin að skipuleggja kaupstefnur með reglulegu millibili víðsvegar um fjórðunginn, þar sem afraksturinn verður kynntur og ræddur og nýjar hugmyndir og aðferðir teknar til skoðunar.

Verkefnið hlaut styrk úr Vaxtasamningi Vestfjarða á síðasta ári, en einnig hafa sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki stutt fyrsta áfanga verkefnisins. Helstu samstarfsaðilar eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Fleiri samstarfsaðilar munu

koma að verkefninu á seinni stigum. Kol & salt ehf. sem er í eigu Elísabet Gunnarsdóttur á Ísafirði hefur yfirumsjón með VestFiðringi og undanfarnar vikur hefur Arnaldur Máni Finnsson unnið með henni að verkefninu í hlutastarfi.

Þeir eru margir og magnaðir firðirnir á Vestfjarðakjálkanum, en fjölbreytileiki þessa landsvæðis hefur mun fleiri birtingarmyndir og óhætt að segja að fjórðungurinn sé á margan hátt sá margbrotnasti á landsvísu. Eyjamenningin á Breiðafirði, á Ströndum og í Ísafjarðardjúpi er eitt dæmi um það, friðlandið í Jökulfjörðum og Hornströndum sem á engan sinn líka í allri álfunni er annað dæmi og ekki má gleyma friðlandinu við Látrabjarg sem nú er í undirbúningi. Að sama skapi á aldagömul verstöðvamenningin í Bolungarvík engan sinn líka og gömlu bæjarkjarnarnir á stöðum eins og Patreksfirði, Bíldudal, Þingeyri og Ísafirði eru merkur arfur sem tengist útgerðarsögu fjórðungsins.

Hafin er úrvinnsla á efninu sem safnaðist á fundunum. Það verður gert í samráði við fólkið sem tók þátt og síðan gert aðgengilegt öllum á netinu til áframhaldandi vinnslu og vonandi eiga einhverjir eftir að hafa af þessu bæði gagn og gaman. Við trúum því að þetta sé bara byrjunin á umræðunni um það hver við erum, fólkið sem byggir þennan kjálka og hvað við viljum standa fyrir í nánustu framtíð. Svo tekur við annar áfanginn þar sem unnið verður með verkefni á hverju svæði, verkefni sem tengjast skapandi greinum og er þess eðlis að skapa ný störf á hverju svæði fyrir sig.

www.facebook.com/vestfidringr

Við lifum í stökkbreyttum heimi, heimi sem á margan hátt verður sífellt flatari og flatari. Staðbundin sérkenni hverfa smám saman með sífellt meiri heimsvæðingu og staðlaðar ímyndir og venjur taka yfir þar sem heimatilbúnar hefðir og sérviska fengu að þróast kynslóð fram af kynslóð. Og þróunin er hröð, breytingarnar eru oft um garð gengnar áður en menn ná að meta hvort ástæða sé til þess að sporna við þessari þróun á einhvern hátt.

veStFiðringurvestfiðringur

Page 37: List á Vestfjörðum

37#LAV14

Þegar þessi grein er rituð eru æfingar á Gretti nýhafnar. Ljóst er að hér verður um mjög kómískt verk að ræða en þó má fastlega búast við nýjum töktum og ýmsu óvæntu enda efnið eftir því. Grettir er án efa einn mesti vandræðagemsi Íslandssögunnar og kallaði fátt ömmu sína. Þótti hann strax í æsku ódæll, fátalaður og óþýður, bellin bæði í orðum og tiltektum en fríður maður sýnum. Mikill kappi á velli og svo sterkur að hann bar naut á herðum sér. Lagði hann og bjarndýr sem berserki og meira að segja drauginn Glám. Hann var loks útlægur ger og gerðist enn meira eftir það.

Líkt og með svo frækna söguhetju sem Grettir er þá hefur hún verið mörgum listamanninum hugleikinn. Þannig gerði m.a. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson ásamt fleirum söngleik um kappann sem naut mikilla vinsælda. Hinn einstaki teiknari Halldór Pétursson lét blýantinn leika um helstu söguþætti, eru þau verk meðal hans bestu að margra mati. Fjölmargir kollegar hans hafa og túlkað Grettissögu í myndum. Síðast en ekki síst hafa skáldin ort um kappann. Þekktasta verkið er án efa Grettisljóð vestfirska skáldsins Matthíasar Jochumssonar þar sem má m.a. lesa þetta:

Hann hlustar, hann bíður, hann bærist ei,heldur í feldinn, horfir í eldinn,og hrærist ei.

Nú er komið að því að Grettir verði að einleik. Fróðlegt verður að sjá hvernig það mun takast hjá hinu vestfirska Kómedíuleikhúsi. Víst er að pressan er talsverð þar á bæ því vinsælasta leikrit leikhússins er einmitt Gísli Súrsson sem er byggt á annarri vinsælli Íslendingasögu.

Grettir er 37. verkefni Kómedíuleikhússins og er ferðasýning einsog allar sýningar leikhússins. Engar ýkjur er að segja að leikhúsið sé með þeim duglegustu í frumflytja ný íslensk verk. Öll verkin nema eitt hafa verið frumflutt af Kómedíuleikhúsinu. Of langt mál væri að telja upp öll verk leikhússins en til að sýna fjölbreytileikan má nefna hér nokkur. Muggur, 2002, Gísli Súrsson, 2005, Pétur og Einar, 2008, Heilsugæslan, 2009, Búkolla, 2012, og loks nýjasti leikurinn Fjalla-Eyvindur, 2013.

Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur verið duglegt að setja upp ný íslensk leikverk. Í byrjun árs, 2015, frumflytur leikhúsið enn einn leikinn og eins og oft áður er sótt í sagnaarfinn Íslenska. Í þetta sinn er það kappi sem mörgum er kær, sjálfur Grettir Ásmundarson og nefnist leikurinn einfaldalega Grettir og er einleikur eins og langflestar sýningar Kómedíuleikhússins. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, stofnandi og leikhússtjóri Kómedíu. Leikstjóri er Víkingur Kristjánsson, leikmynd og búninga gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir og Guðmundur Hjaltason er höfundur tónlistar. Gaman er að geta þess að þau öll eru búandi og starfandi listamenn á Vestfjörðum.

grettir nÝtt íSlenSkt leikrit

kÓmedíuleikhúsið

Page 38: List á Vestfjörðum

#LAV1438

Galleríið er non-profit og rekið í sjálfboðavinnu. Haldnar hafa verið ellefu sýningar og uppákomur í galleríinu frá því það hóf starfsemi. Salurinn þykir mjög góður til sýninga, hlutföllin eru góð, hann er um tuttugu fermetrar að flatarmáli, lofthæðin er rúmir þrír metrar og stór glugginn sem snýr út að aðalgötu bæjarins gefur rýminu meiri dýpt auk þess sem hann býður upp á ýmsa möguleika til þess m.a. að sýna vídeó-verk allan sólarhringinn.

Fram að þessu hefur Gunnar Jónsson myndlistarmaður á Ísafirði séð að mestu um skipulagningu sýninga.

Starfsemi gallerísins er enn í mótun en markmiðið er að búa til samfélag um starfsemina og bjóða upp á góðar sýningar, velja inn verk og fólk sem er í nánu sambandi við það sem er að gerast í heimi samtímalista og menningar. Einnig er samstarf við skólana á svæðinu talið grundvallar atriði og mikilvægur þáttur í starfsemi gallerísins.

Framsækin list verður aldrei allra, en áhugafólk um samtímalist er alls staðar að finna og þess vegna er starfsemi sem þessi ekki bundin við stærri bæi og borgir og getur blómstrað í hvaða samfélagi sem er. Það þarf hins vegar alltaf að vinna í því að miðla og uppfræða áhorfendur, gefa þeim kost á því að setja hlutina í samhengi. Stefnur og straumar hafa aldrei verið fjölbreyttari og breytingarnar hraðar og m.a. þess vegna getur stundum verið erfitt að fóta sig sem leikmaður í heimi samtímalistarinnar. Gallerí Úthverfa mun leggja áherslu á að vera með alla skynjarana úti og fylgjast vel með hvað er að gerast í samtímalist á alþjóðlegum vettvangi og setja markið hátt. Reynslan sýnir að ef metnaður er til staðar og gerðar eru gæðakröfur skilar það árangri á þessum vettvangi.

Galleríið verður samtvinnað starfsemi Artsiceland, en það eru alþjóðlegar gestavinnustofur sem verða opnaðar í miðbæ Ísafjarðar haustið 2015. Bæði verkefnin hafa hlotið styrk frá Menningarráði Vestfjarða.

Gallerí Úthverfa hefur verið starfrækt í húsnæði Gamla Slunkaríkis við Aðalstræti á Ísafirði síðan vorið 2013. Heitið vísar að nokkru leyti til húss Sólons í Slunkaríki, sem byggði hús sitt á úthverfunni. Á ensku heitir galleríið Gallery Outvert, en orðið outvert finnst ekki nema í slangurorðabókum og er notað um eitthvað sem hefur verið snúið tvisvar innávið og er þá orðið úthverft.

með alla Skynjara Útigallerí úthverfa – gallery Outvert

Page 39: List á Vestfjörðum

39#LAV14

Litli leikklúbburinn hefur verið með sýningar í húsinu allt frá opnun, nú síðast sýndi hann verkið Þið munið hann Jörund. Henna-Riikka Nurmi og Marjo Lahti voru með ungbarna-leiksýninguna, Ég hlusta á vindinn. Að vanda hafa fjölmargir tónlistarmenn skemmt fólki í húsinu, síðustu misserin hafa það gert: Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur ásamt húsbandi Agent Fresco, Páll Óskar, Jugend Jazz Orchester, ADHD, Secret swing society, Helgi Björnsson, Kiryama Family og hljómsveitin Playmo. Í apríl voru veglegir minningartónleikar B.G.flokksins og vina um Ólaf Guðmundsson söngvara og gítarleikara.

Opin bók er árviss viðburður í menningar lífi bæjarins þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, í ár sem endranær var húsfyllir á þeirri samkomu. Vestanvindar hafa blásið í Edinborgarhúsinu frá árinu 2001 með bókmenntadagskrá helgaðri vest-firskum listamönnum. Opin ljóðabók var haldin í fyrsta sinn á árinu í sam-starfi við Melrakkasetrið í Súðavík,

helsti gestur hátíðarinnar var skáld-konan Gerður Kristný. Í haust var haldin Rekstrasjón og stefnt er að því að gera þann gamla og skemmtilega sið að föstum viðburði.

Nokkrar sýningar hafa verið á vegum Myndlistarfélagsins í húsinu. María Rut sýndi teikningar unnar undir áhrifum tónlistar, Bjargey Ólafsdóttir var með sýninguna Jóhönnu, Pétur Guðmunds-son sýndi útskornar, málaðar lág-myndir, ingrid Ung var með sýninguna Fairy, Gunnhildur Hauksdóttir og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir voru með verkið Samsæti heilagra, Gunnhildi Þórðardóttur sýndi Regnbogapönk og

nú á aðventunni voru félagsmenn með sölusýningu.

Menningarmiðstöðin leggur mikið upp úr fjölbreytni og fór af stað með Hamingjuhádegi með hádegistakti þar sem fólk kom saman og dansaði í hádeginu og líka var boðið upp á hláturjóga.

Það færist í aukana að menningar-miðstöðin taki þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og má í því samhengi nefna LÚR. Nýtt verkefni er í farvatninu sem nefnist Binding Europe through Cinema and Dance. Það er samstarfsverkefni Menningarmið-stöðvarinnar, RiFF og European Found ation for Urban culture í Rúmeníu.

Í húsinu eru alltaf að koma upp nýjar hugmyndir sem vinna þarf að, sumt verður að veruleika á meðan annað dettur upp fyrir. Eftir áramót er heilmikið í farvatninu og má þar nefna leiksýningar Menntaskólans á Ísafirði og Litla Leikklúbbsins. Edinborgarhúsið á að vera sá staður sem menningin blómstrar hvort sem hún er vinsæl, létt, þung, skrítin, falleg eða ferleg. Alla daga er unnið að því að láta þann draum verða að veruleika.

Eitt af aðalhlutverkum Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar er að stuðla að fjölbreyttu framboði á list- og menningarviðburðum. Á ári hverju eru fjölmargir viðburðir í mismunandi sölum hússins. Eins og gengur fylla sumir húsið, á meðan aðrir fara lágt. Sýningar nemenda Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar eru áberandi í dagskránni, bæði danssýningar og tónleikar nemenda, en við skólann er kennt hefðbundið tónlistarnám og listdans. Að auki voru á árinu sem senn líður undir lok haldin námskeið í málun, teiknun, skilkiprenti og Myndlistarfélagið á Ísafirði var með opna vinnustofu. Einnig voru leiklistarnámskeið og framandi dansnámskeið.

allrahanda menning BlómStrarmenningarmiðstöðin edinBOrg

Page 40: List á Vestfjörðum