mannfræðingur að störfum safn

78
Lokaverkefnið - Inngangsorð „Lokaverkefni annarinnar snýst um að þið setjið ykkur í spor mannfræðings að störfum. Þið þurfið að velja ykkur einhvern einn mannfræðing (látinn eða lifandi) sem þið viljið vinna með að afmörkuðu verkefni/rannsókn. Rannsóknin þarf að taka um það bil 2 vikur. Þið lýsið rannsókninni sem þið ætlið að framkvæma með mannfræðingnum sem þið völduð, hvers lags aðferðafræði var notuð, hvar hún fer fram, hvers vegna þið ákváðuð þetta efni, spurningar sem eru lagðar fyrir viðfangsefni rannsóknarinnar (ef það á við), athafnir/aðstæður sem skera sig úr, hvernig þið sem mannfræðingar tókuð þátt í rannsókninni (ef það á við) og svo að koma með niðurstöður úr rannsókninni.“ Þetta þvældist aðeins fyrir nemendum í Mannfræði (FÉL 323), í Fsu á haustönn 2013, í fyrstu en þegar á reyndi skiluðu nemendur hverju meistaraverkinu á fætur öðru. Afraksturinn má sjá á næstu síðum. Ég ákvað að vera ekki að breyta neinu, þau koma sínu til skila á aðeins mismunandi hátt en öll mjög vel. Þetta er heljarinnar lesning í heildina, en ég lofa áhugaverðri lesningu og hvet ykkur til að skoða efnið. Mbk Kennarinn

Upload: eyrun-bjorg-magnusdottir

Post on 09-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Samansafn lokaverkefna í FÉL 323, FSu, Haust 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Mannfræðingur að störfum safn

Lokaverkefnið - Inngangsorð

„Lokaverkefni annarinnar snýst um að þið setjið ykkur í spor mannfræðings að störfum. Þið

þurfið að velja ykkur einhvern einn mannfræðing (látinn eða lifandi) sem þið viljið vinna með

að afmörkuðu verkefni/rannsókn. Rannsóknin þarf að taka um það bil 2 vikur. Þið lýsið

rannsókninni sem þið ætlið að framkvæma með mannfræðingnum sem þið völduð, hvers lags

aðferðafræði var notuð, hvar hún fer fram, hvers vegna þið ákváðuð þetta efni, spurningar sem

eru lagðar fyrir viðfangsefni rannsóknarinnar (ef það á við), athafnir/aðstæður sem skera sig

úr, hvernig þið sem mannfræðingar tókuð þátt í rannsókninni (ef það á við) og svo að koma

með niðurstöður úr rannsókninni.“

Þetta þvældist aðeins fyrir nemendum í Mannfræði (FÉL 323), í Fsu á haustönn 2013, í fyrstu

en þegar á reyndi skiluðu nemendur hverju meistaraverkinu á fætur öðru. Afraksturinn má sjá

á næstu síðum. Ég ákvað að vera ekki að breyta neinu, þau koma sínu til skila á aðeins

mismunandi hátt en öll mjög vel. Þetta er heljarinnar lesning í heildina, en ég lofa áhugaverðri

lesningu og hvet ykkur til að skoða efnið.

Mbk

Kennarinn

Page 2: Mannfræðingur að störfum safn

Efnisyfirlit Arabar ...................................................................................................................................................... 3

Ævintýri líkast .......................................................................................................................................... 8

Bandaríski herinn ................................................................................................................................... 21

Samkynhneigð á Íslandi ......................................................................................................................... 25

Þátttaka barna í skipu- lögðu íþróttastarfi og hreyfing unglinga .......................................................... 31

Fornleifar Gása ..................................................................................................................................... 39

Transfólk á Íslandi .................................................................................................................................. 42

Taganwa Filipseyjum ............................................................................................................................. 46

Lækning hugans ..................................................................................................................................... 50

Lítill heimur ............................................................................................................................................ 57

Rannsókn á Kúbverskri menningu ......................................................................................................... 62

Simpansar .............................................................................................................................................. 70

Atvinnumenn í íþróttum ........................................................................................................................ 74

Offita barna í USA .................................................................................................................................. 78

Page 3: Mannfræðingur að störfum safn

Arabar

Mannfræðingur að störfum

Imesha Chaturanga

Félagsfræði 323

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Haustönn 2013

Page 4: Mannfræðingur að störfum safn

Arabar er menningarflokkur sem kemur frá aðallega frá Sýrlandi og arabíska skaganum. Þetta

er mjög gamall og virtur flokkur sem heldur sig við sína áralöngu og gömlu hefðir sem í huga

margra eru mjög undarlegar. Ég og Clifford Geertz ætlum hinsvegar að taka af skarið og

kynna okkur þennan undarlega hóp. Að okkar mati eru Arabar mjög öfgafullir og ganga oft

mjög langt í trú sinni.

Clifford James Geertz er bandarískur mannfræðingur sem

kemur upphaflega frá Kaliforníu. Hann fæddist árið 1926

og útskrifaðist hann úr Harvard í mannfræði. Hann er

einstaklega vel þekktur vegna margra kenninga hans

innan landafræðinnar, vistfræðinnar, sagnfræðinnar og

stjórnmálafræðinnar. Tákn eru þó stærstu framlög hans til

mannfræðinnar þar sem hann var upphafsmaður táknrænu

mannfræðinnar. Fræg er ein líking hans, þar sem hann

líkir menningu við vef sem maðurinn hefur spunnið

sjálfur og situr fastur í. Þegar skoðað er þann vef er ekki

verið að leita af lögmálum heldur túlka merkingu hans.

Ég valdi Geertz aðallega vegna mikilla kunnáttu hans á

táknum og hans frábæra skilning á menningu annarra heima. Hann er einstaklega skipulagður

og á létt með að prófa nýja hluti.

Ég og Geertz fórum því saman til arabafjölskyldu sem hýsti okkur í tvær heilar vikur sem var

frábær lífsreynsla. Á fyrsta deginum kynntumst við fjölskyldunni og tókum strax eftir

klæðaburðinum hjá fjölskyldunni. Þegar við spurðum var sagt okkur að þetta væri venjan í

þeirri trú að vera mjög oft í kjólfatnaði.

Mennirnir voru mjög oft í kjól vegna þess að

þetta var einmitt nógu þunnt til að þeim væri

ekki heitt í þessu og einnig voru þeir með

höfuðfatnað sem verndun gegn sólinni. Þó

voru margir þeirra í vestrænum fatnaði svo

sem gallabuxum, bolum og fleira. Konurnar

hinsvegar þurftu ávallt að hylja andlitið með

Hijab sem þýðir tjald. Þó væri það öðruvísi

Page 5: Mannfræðingur að störfum safn

eftir menningunni þar sem til voru margar tegundir af fatnaði sem hylur mismikið. Þar að

mynda er til Hijab sem er ekki fyrir andlitinu heldur bara hárinu og síðan er til Burqa sem

hylur allt andlitið nema rétt svo augun. Það er skylda fyrir konurnar að vera með hijab fyrir

framan fólk sem þau gætu gifst og því er ekki skylda að vera með hijab fyrir framan

fjölskyldu, ung börn né aðrar konur. Útskýrt var þetta sem einskonar fatnað sem sýndi

hógværð og var þetta mjög venjuleg hegðun í þeirra augum.

Tónlist þeirra var einnig mjög framandi fyrir okkur en þó mjög skemmtileg. Stílinn kemur

alla leið frá Marokkó til Saudi Arabíu. Nokkrir þekktir þeirra eru meðal annars Iraqian el

Maqaam, Algerian rai, Moroccan gnawa. Arabísk tónlist einkennist mikið á áherslu sem er

lögð á laglínu og hrynjanda meira heldur en samhljómi. Því er arabísk tónlist mjög melódísk

og taktföst. Einnig er mjög mikið notað trommu sem er með diskum á sem kallast Riq í

tónlistargerð. Þó er einnig mikið um popptónlist sem einkennist af vestrænni menningu meðal

unga fólksins sem við fengum einnig að kynnast mikið af þar sem það voru tvö systkini sem

voru á þeim aldri. Haldið var því á tónleika á þriðja degi þar sem við fengum betur að heyra

hefðbundna arabíska tónlist.

Það sem við áttuðum okkur seinna meir þegar viku af dvöl okkar þar hafði liðið var hversu

sterk fjölskylduböndin voru. Í arabískum fjölskyldum er tryggð og virðing við fjölskylduna

eitt það mikilvægasta sem þeim er kennt. Þó er þeim kennt að hugsa sjálfstætt og bera ábyrgð

á hlutunum hefur þó fjölskyldan alltaf forgang. Í fjölskyldunni er þó móðurinn mest virt af

öllum fjölskyldumeðlimum. Hún hefur meira vægi heldur en vinur eða eitthvað álíka

mikilvægt. Kennt er börnunum að hópurinn skiptir meira máli heldur en einstaklingurinn.

Fjölskyldan hjálpar því iðulega alltaf hvor öðru í blíðu og stríðu.

Page 6: Mannfræðingur að störfum safn

Þegar hafði liðið nánast á enda á dvöl okkar á þessu frábæra gestrisna fólki áttum við þó enn

eina óvænta uppákomu eftir. Systir gestgjafa okkar ætlaði að fara að gifta sig og var okkur

boðið með. Í trúnni þeirra er bannað fyrir hjónin að stunda kynmök fyrir giftingu og er mjög

gjarnan sett hjónin saman af foreldrum þeirra. Oftast eru fyrt-stu kynnin þannig að hjónin

ásamt móður þeirra beggja er til staðar. Eftir að

maðurinn hefur beðið um hönd brúðunar er lesið

Fatiha sem er trúarleg bók um leiðsögn guðs

upphátt fyrir fjölskyldurnar. Áður en haldið var

giftinguna fórum við saman þar sem brúðguminn

dansaði gegnum bæjinn alla leið að húsi

brúðursins. Eftir það voru skreytt hendur hjónann

með henna sem eru þurrkuð henna lauf sem notað

er til skreytingar. Brúðguminn gaf síðan brúðurinni

gullarmband og síðan var dansað fram að nótt með

arabískri tónlist að sjalfsögðu. Giftingin næsta dag

var þó mjög venjubundin og líktist mjög kristilegri

giftingu sem við könnuðumst við. Leitt var brúðuna að altarinu og skipst var á hringjum.

Síðan eftir að þetta var gert var tilkynnt hástöfum að gifting hafði átt sér stað þar sem

hljómsveit með sekkjapípum, trommum og flautum spiluðu hástöfum. Síðan var boðið upp á

mikið af yndislegum réttum í partíinu eftir giftinguna.

Eftir þessa dvöl okkar hjá fjölskyldunni verðum við að líta til baka yfir hvað við höfum lært.

Fatnaður hjá þeim er mjög venjulegur þó er lagt mikla áherslu á kjólfatnað og er höfuðfat

kvenna mjög mikilvægur. Tónlist þeirra er mjög skemmtileg og vanaföst. Tryggð og virðing

gagnvart fjölskyldunni er algjört lykilatriði í menningunni. Giftingar þeirra eru mjög flottar og

hafa skemmtilegan blæ yfir sér. Í stuttu máli þá var þetta mjög reynslumikil ferð sem sýndi

það fram að allar þessar venjur sem vestræn menning telur vera mjög undarleg er í raun bara

aldagamlir siðir sem allir hafa sína ástæðu

Page 7: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildarskrá

(Ekki tilgreindur). 2013. „Arab culture.“ Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_culture

(Sótt 26.11.2013)

(Ekki tilgreindur). 2009. „Hijab.“ BBC.

http://www.bbc.co.uk/religion/religions/islam/beliefs/hijab_1.shtml (Sótt 26.11.2013)

(Ekki tilgreindur). 2013. „Arab people.“ Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_people

(Sótt 26.11.2013)

(Ekki tilgreindur). 2013. „Arab wedding.“ Wikipedia.

http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_wedding (Sótt 26.11.2013)

Helga Björnsdóttir. 2012. „Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til

vísindanna?“ http://www.visindavefur.is/svar.php?id=62831 (Sótt 26.11.2013)

Page 8: Mannfræðingur að störfum safn

Ævintýri líkast

Fonleifafræðingar að störfum

Mannfræðingurinn sem ég ætla að fjalla um heitir Tim Douglas White er fæddur 24. ágúst

árið 1950. Hann er virtur mannfræðingur sem starfað hefur við fornleifarannsóknir um árabil.

Tim er einnig prófessor í líffræði og starfar sem kennari við háskóla í Kaliforníu í dag. Tim er

m.a. þekktur fyrir störf sín við uppgvötvun "Lucy" sem er 3.2 milljón ára gömul beinagrind

sem fannst í Hadar í Eþíópíu.

Ég brá mér í tímavél og fór aftur til ársins 1992 og fylgdist með Tim D White og félögum í

tvær vikur og fræddist um störf þeirra. Staðsetning okkar er Aramis í Eþíópíu.

Fyrir valinu varð þessi frægi mannfræðingur vegna starfa sinna í þágu þróunarsögu mannsins

og störf hans við fornleifauppgröft. Hann fékk sitt fyrsta starf við fornleifauppgröft árið 1974.

Tim er engum líkur , mikill orkubolti, frábær kennari og virtur leiðbeinandi.Við fengum að

spyrja Tim nokkurra spurninga:

Hvar upphófst ævintýrið ef svo má segja?

Steingervingarnir sem fundust í Hadar Eþíópíu árið 1974 voru elstu steingerfingar af

forfeðrum okkar sem fundist hafa.

Fannst heil beinagrind?

Nei, nokkur hundruð stykki fundust, sirka 40% af heilli beinagrind.

Var þetta karl eða kona?

Þetta var kona af tegundinni Austalopihecus þessa dagana?afarensis. Hún var nefnd Lucy.

En hvað er efst á baugi þessar vikurnar eða mánuðina?

Ég er staddur í Aramis í Eþíópíu og fundum við steingerð bein . Steingerð bein úr forfeðrum

okkar sem voru uppi fyrir 4,5 milljónum ára. Svo það eru og verða spennandi tímar áfram, að

skoða þennann fund.

Í kjölfarið bauð Tim okkur að koma til Aramis til að fá að upplifa stemmninguna hjá þeim.

Dagur 1. Töluverða aðlögun þurfti fyrir okkur sem komu ný á staðinn. Aramis er einn af

þurrustu, strjálbýlustu og heitustu stöðum jarðar. Sem betur fer fengum við góðar

Page 9: Mannfræðingur að störfum safn

leiðbeiningar um hvernig hægt er að verjast sólinni sem best.

Dagur 2. Fylgst var með störfum fornleifafræðinga og aðstoðarfólks. Gaman var að sjá hversu

duglegur Tim hefur verið að virkja heimafólk og nemendur sem eru í starfsþjálfun hjá honum

.

Dagur 3. Þessi vinna gengur hægt fyrir sig og þarf alveg einstaka vandvirkni og þolinmæði í

þetta starf. Samt er fólk mjög ánægt og spennt. Þessi steingerfingafundur er einstakur og er

rétt að koma í ljós hversu umfangsmikill þessi fundur er.

Dagur 4. Jafn heitt og þurrt og er nú í Aramis var talið að í fornöld hafi verið þar mikill

skógur og mjög blautt. Við fáum upplýst að á um fimm og hálfs mílna svæði hafi fundist

mikið af steingerðum fornleifum, skordýrum og plöntum. Það hefur verið mikið líf á þessum

slóðum fyrir nokkrum milljónum ára því mikið hefur fundist af steingefingum á þessu svæði.

Dagur 5. Spennan og vinnugleðin er mikil í Aramis þrátt fyrir mikla hita og þurrka. Félagar

Tim, þeir Gen Suwa og Berhane Asfaw víbra af spenningi þar meira og meira kemur í ljós af

beinum.

Dagur 6. Allir dagar eru langir. Fyrir nokkrum dögum fannst bara lítill köggull, eitt kjúkubein.

síðan nokkrum dögum seinna fannst tönn og brot úr kjálka. Og nú koma fleiri og fleiri

steingerfingar í ljós.

Dagur 7-10. Starfsfólk unnir sér varla hvíldar nema rétt yfir blánóttina. Fleiri og fleiri streyma

að. Uppgvötvunin hefur lekið út. Einnig hefur Tim samið bæði við heimamenn í Eþíópíu og

víðar í Afríku svo og virta mannfræðinga í námi. Hann vill virkja fólk svo það fái að fylgja

þessarri uppgvötvun strax frá fæðingu. Þetta er fólkið sem mun halda kyndlinum á lofti.

Dagur 11. Það er óskaplega lýjandi að halda út í daginn í þessum hita. Fólk skiftir með sér

verkum. Það þarf að gefa fólki að drekka, svo það þorni ekki upp í sólinni. Mannfræðingarnir

sitja yfir beinunum sem þegar eru komin í ljós, rýna í þau og undirbúa þau fyrir flutning.

Ákveðið hefur samt verið að reyna að frumgreina þau eins og hægt er fyrir flutning, eftir því

sem hægt er.

Dagur 12. Fleiri og fleiri steingerfingar koma í ljós. Virkilega þarf að fara eftir leiðbeiningum

með að ferðast um svæðið. Ekki er sama hvar stigið er til jarðar. Allir eru einbeittir og glaðir,

svipað og upplifa má á jólum á Íslandi.

Page 10: Mannfræðingur að störfum safn

Dagur 13. Farið er að undirbúa heimferð. Tim kemur og ræðir við okkur. Þessi fundur markar

tímamót í sögu fornleifa funda. Þetta er jafnvel merkari uppgvötvun en Lucy. Fundist hafa

margar steingerðar beinflísar sem virðast allar vera úr sömu hauskúpu. Ein er ekki séð fyrir

endann á hversu mörg beinin verða. Dagur er að kvöldi kominn og var sameiginlegur

kvöldverður að hætti heimamanna.

Dagur 14. Farið er að kvisast út fundist hafa mörg bein úr sömu hauskúpu ásamt beinum úr 17

einstaklinum . Frum-aldursgreining segir 4.4 milljón ára gömul. Þetta var of ótrúlegt til að

vera satt. Ákveðið var að hafa skírnarveislu og nefna þennan nýja hlekk í sögu mannkyns.

Hnn hlaut nafnið Australopithecus ramidus, sem vísar í orðið rót á máli heimamanna. Mikill

fögnuður braust út og allir skáluðu fyrir "Ari" eins og var straks farið að kalla þennan nýja

meðlim mannkyns. Við þessar gleðilegu aðstæður var kvatt með loforði um að við fengum að

vita framgang mála .

Page 11: Mannfræðingur að störfum safn

Lokaorð

Það sem er í raun og veru er að uppgvötvun af þessari stærðargráðu tekur yfir fjölda ára.

Niðurstöður af þessum fundi í Aramis voru birtar 15 árum seinna. Konan sem átti hauskúpuna

var talin vera helmingi minni en nútíma maður og hafi gengið upprétt. Hún var grænmetisæta

og og hafði verið trömpuð til dauða. Langan tíma tók að enduruppbyggja hauskúpuna og var

notast við allskyns nútíma tækni.

Niðurstaðan að mínu mati, er sú að störf fornleifafræðinga útheimti mikið af þolinmæði og

dugnaði. Oft eru störf þeirra við mjög erfiðar aðstæður sem reynir á aðlögunarhæfni þeirra.

Notast var við eigindlegar rannsóknar aðferðir á vettvangi. En fræðimenn nota að mestu leyti

megindlegar rannsóknaraðferðir til að færa sönnur á kenningar sínar í dag.

Page 12: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildarskrá

Mannfræðingar finna steingerðar leifar forföður mannsins í Eþíópíu "Týndi hlekkurinn". Sótt

27. nóvember 2013. Heimild sótt á http://www.mbl.is/greinasafn/grein/155673/

Australopithecus garhi. Sótt 27. nóvember. 2013. Heimild sótt á:

http://en.wikipedia.org/wiki/Australopithecus_garhi

Tim D. White. Sótt 26. nóvember. 2013. Heimild sótt á

http://en.wikipedia.org/wiki/Tim_D._White

Intergrative Biologi. Research Description. Sótt 27. nóvember. Heimild sótt á

http://ib.berkeley.edu/people/faculty/whitet

Tim D. White Biography. Pioneering Paleoanthropologist. The holy grail of human evolution.

Sótt 27. nóvember 2013. Heimild sótt á

http://www.achievement.org/autodoc/page/whi0bio-1

Page 13: Mannfræðingur að störfum safn

- Kvennafangelsi á Íslandi borin

saman við kvennafangelsi í

Bandaríkjunum -

Fél323

Notandi

Page 14: Mannfræðingur að störfum safn

Ruth Benedict

Var fædd 5 júní 1887 og lést 17 september 1948. Ruth

Benedict ætlaði að verða heimspekingur en þegar hún tók

einn kúrs í mannfræði fannst henni allt smella saman og

ákvað að halda áfram á þeirri braut og útskrifaðist með

sína Ph.D. gráðu í mannfræði árið 1923 hjá Columbia

University og byrjaði svo að vinna þar 1932. Hún lærði

með Margret Mead (sem hefur sennilega verið ástkona

hennar líka). Kennarinn þeirra og lærimeistari var Franz

Boas sem hefur einnig verið kallaðu r faðir

mannfræðinnar í Ameríku. Boas var yfir

mannfræðideildinni í Columbia University og þegar hann

hætti sökum aldurs vildi hann fá Ruth Benedict til að tala

við af sér en það var ekki samþykkt vegna stöðu kvenna á þessum tíma.

Hún var ein af þeim fyrstu mannfræðingum til að rannsaka þróuðu samfélög vestrænna landa

frá mannfræðilegu sjónarhorni. Hún rannsakaði samband milli persónuleika, listar, tungumáls

og menningu. Hún aðhylltist menningarlegt afstæði eða það að engin ein menning sé öðrum

æðri og hélt því fram að það sem í raun og veru sameini fólk sé menning þess.

Ein frægasta bók Benedicts, Patterns of Culture, kom út 1934, en þar er borin saman menning

þriggja samfélaga, það er Zuni-fólksins í suðvestur Bandaríkjunum, Kwakiutl-fólksins í vestur

Kanada og Dobuans í Melanesíu. „Patterns of culture“ var metsölubók og þýdd á 14 tungumál

og eitt áhrifamesta mannfræðirit tuttugustu aldar. Margir héldu því fram að hún væri ekki

nógu vísindalega fram sett þar sem stíll bókarinnar var bæði heimspekilegur og ljóðrænn.

Ruth Benedict skrifaði einning bók sem tekst á við hugmyndir um kynþætti og ójöfnuð.

Boðskapurinn var mjög pólitískur og var markmið hans að opna augu fólks fyrir ríkjandi

kynþáttafordómum innan Bandaríkjanna.

Ruth Benedict var gagnrýnd fyrir vinnu sína fyrir utanríkisþjónustu Bandaríkjanna í seinni

heimstyrjöldinni en þar var hún sérstakur ráðgjafi og var hennar verkefni að greina samfélög í

óvinveitt og vinveitt Bandaríkjunum í því skyni að öðlast skilning á þeim. Eitt af þessum

löndum var Japan sem var svo seinna aðal umfjöllunar efnið í bók sem hún skrifaði en þar bar

hún saman menningu Japana og Bandaríkjamanna jafnt og að bera saman Japan og menningu

í kyrrahafseyjunum.

Page 15: Mannfræðingur að störfum safn

Hún var alltaf mikill femínisti. Hún var ritstjóri tímaritsins The journal of american folklore

frá 1925-1940. Árið 1948 var hún svo skipuð prófessir við stjórnmálafræðideilds skólans,

fyrst kvenna. Hún lést aðeins tveimur mánuðum síðar eða þann 17 september 1948.

Rannsókn framkvæmd

Ástæðan fyri því að Ruth Benedict varð fyrir valinu hjá mér er fyrst og fremst vegna

þess að hún er kona en einnig vegna þess að þegar hún var á lífi vann hún af mikilli hörku og

hafa rannsóknir hennar ekki bara verið um samband menninga og kynþátta heldur einnig í því

að bera saman menningu og ríki og er það akkurat það sem þarf þegar skoða á mun á

kvennafangelsum í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Í gömlum fangelsismálaskýrslum frá

árinu 1992-1996 má sjá að aðeins 5-7%

þeirra fanga sem luku afplánun voru konur. Í

dag 2013 er hlutfall kvenna í fangelsum á

Íslandi ennþá um 5%. Þegar opinberar

afbrotaskýrslur eru skoðaðar sést talsverður

munur á tíðni og eðli afbrota kvenna og

karla. Um 10-20% allra afbrota eru framin af

konu. Mjög lýsandi fyrir þann mun sem er á

glæpastarfsemi kynjanna eru fangelsistölur en þær sýna að um 3-7 konur eru í fangelsi á

hverjum tíma á móti rúmlega 100 körlum.

Rannsókninsem var framkvæmd er tvískipt og má því segja að hún sé blönduð af því

leitinu að ég sé um rannsóknina á Íslandi með þáttökuathugun og fór hún þannig fram að ég

sat í tvær vikur inni á kvennafangelsinu í Kópavogi en konurnar þar héldu að ég væri þar í

gæsluvarðhaldi vegna meintra líkamsárásar við eiturlyfjasölu. Ruth Benedict verður staðsett í

Bandaríkjunum en hennar hlutu felst í spurningalistum sem hún sendir í þrjú kvennafangelsi

og er það sett þannig upp að ef þær svara hreinskilningslega fá þær að velja um

sígarettupakka, body lotion eða bók fyrir. Benedict gerir ekki þáttökunarathugun eins og ég

þar sem hún heyrir mjög illa og er því mun erfiðara fyrir hana að framkvæma rannsóknina

sem þáttakandi. Ég aflaði mér upplýsinga hjá konunum bæði með því að forvitnast um þær og

eins og ég væri að afla mér upplýsingar fyrir sjálfa mig ef ég skildi fá þungan dóm.

Eftirfarandi spurningar eru þær sem ég fór með í fangelsi;

Page 16: Mannfræðingur að störfum safn

Spurningalistinn

Fyrir hvað setja þær inni? Algengast er að konur sitji inni fyrir þjófnað eða um 35%

kvenna á Íslandi gera það. Skjalafals og eiturlyfjaneysla/sala er líka algengt. Svipað var í

Bandaríkjunum en einnig var vændi mikið þar.

Bakgrunnur: nær allar konurnar koma frá brotnum heimilum og hafa margar hverjar verið

misnotaðar kynferðislega þegar þær voru ungar og/eða mátt alast upp við andlegt og líkamlegt

ofbeldi. Langflestar voru ekki einar að verki heldur í samstarfi við mann sinn eða skipað af

honum

Vinna þær innan fangelsis? hvað hafa þær mikil fjárráð? Fá þær dagpeninga? Þær hafa

allar möguleika á því að vinna innan fangelsisins en það er ekki um margt að velja, annars

vegar í þvottarhúsi fyrir einkarekin fyrirtæki eða sjá um þrifin í fangelsinu. Örfáar fá að fara

og vinna utan þess en það er bara með sérstökum undaþágum. Ef þær eru í námi fá þær

einhverja peninga fyrir hverja kennslustund sem setin er. Það að það sé svona lítið úrval af

atvinnumöguleikum fyrir þær er hvorki hvetjandi eða uppbyggilegt. Í Bandaríkjunum hafa

þær fleiri valkosti, þær geta unnið í eldhúsinu, þvottarhúsinu, þær geta farið í iðntíma og unni

verkefni tengd því, kvöldskólar eru í boði. Á Íslandi eru konurnar svo fáar að erfiðara er að

finna eitthvað fyrir þær að gera „heiman frá“.

er þeim skaffað shampó, næringu, snyrtivörur eða þess þáttar? Peninga sem að þær afla

sér inn fer í það að kaupa þessa hluti í sérstakri sjoppu. Þær geta fengið sendingar frá

ættingjum sem farið er yfir áður en þær fá það afhent. Þetta á bæði við um Ísland og

Bandaríkin.

meðferðar úrræði ef um einhverslags fíkn er ræða eða sálfræði aðstoð þarf á að halda?:

rúm 80% af föngum í íslenskum kvennafangelsum hafa átt við eða eiga við fíkniefna vanda að

stríða og eru haldnir sérstakir fundir í hverri viku tengd þeim efnum. Einnig hafa þær aðgang

að félagsráðgjafa aðra til þriðjuhverju viku. Svipa er skipulagið á því í Bandaríkjunum nema

þar er auðvitað eru margfalt fleiri fangar og þar að leiðandi margfalt fleiri sem þurfa á slíkri

hjálp að halda og því um fleiri fundi að ræða í viku. Einnig er hægt í Bandaríkjunum að fara í

yoga og slökunartíma sem á að hafa slakandi áhrif í meðferðarskyni.

samlífi ? lesbíur?: ekki hefur verið neitt slíkt sem þarf sérstaklega að taka fyrir á Íslandi en

þetta er stórt mál í bandaríkjunum þar sem kvenmenn geta verið mjög kynferðislega ögrandi

við aðrar konur og jafnvel eignar sér konur til að nota.

Page 17: Mannfræðingur að störfum safn

Ef konur eru ófrískar, fá þær að halda börnunum sínum þegar þær fæða? Ótti við að

missa forræði. Þær fá að hafa börnin hjá sér til 18 mánaða aldurs á Íslandi. Misjafnt er í

Bandaríkjunum en allar mega þær hafa börnin sín til 18 mánaða aldurs en sum leyfa allt að 3

ára en allt ferð þetta eftir ástandi móður og mat barnaverndar á því hvað best sé fyrir barnið

hverju sinni. Reynt er að tryggja í báðum löndum almennilega aðstöðu fyrir börn sem að

heimsækja mæður sínar og gera umhverfið sem rólegast og öruggast þannig að ung börn þori

að fara.

Sjálfsmorðshugleiðingar / þunglyndi: geðræn vandamál eru algeng á meðal fanga og þar að

leiðandi þunglyndi algengt en fæstar hafa þær fengið rétta greiningu eða meðferð áður. Má

því álykta að geðræn vandamál hafi einhverja tengingu við afbrot? Þetta á við bæði lönd.

Ofbeldi og kynferðisleg áreittni?: ekki er mikið um kynferðislegar áreitni í íslensku

kvennafangelsi en andlegt ofbeldi getur verið viðvarandi vandamál. Í Bandaríkjunum er

hinsvegar andlegt/líkamlegt og kynferðislegtofbeldi algengt. Konur þar þegja yfir því vegna

þess að þær vilja ekki vera þær sem klaga og lenda í ennþá verri málum eftir á.

Heimsóknir/ fjölskylda utan fangelsis: konur eiga rétt á allt að 3 gestum í hverri viku í 2

tíma í senn. Þær geta sótt um að aðrir megi heimsækja þær en fjölskyldumeðlimir en það þarf

að skoða hverja umsókn fyrir sig og meta þær.

Fá þær að stunda líkamsrækt lágmark 2x í viku? Æfingtækjasalur er til staðar og eru

skráðir tímar í vikunni (daglega) sem þær geta nýtt sér það sem og sólbekkir. Reglur

fangelsisins segja að þær eigi rétt á lágmark 90 mín útivist og hreyfingu á dag en aðstaðan

útandyra er ekki upp á marga fiska. Mjög misjafnt er hvernig þessum málum er háttað í

Bandaríkjunum, sum fangelsi eru það lokuð að nánast ógerlegt er að fara út að ráði fyrir

fanga.

Valdaröðun, hver fer með völdin meðal fanga, er það afbrota röð eða staða almennt í

samfélagi eða hvað?: lítið ber á valdaröð í íslenskum fangelsum en ef það er hægt að segja

eitthvað þá er það eiturlyfja konurnar efstar og nýðingar neðstir. Sem þýðir að það fer frekar

eftir afbrotum hvar þær standa í fangelsinu frekar en stöðu í samfélaginu. Í Bandarískum

fangelsum er mjög mikil skipting, hvítir, svartir og latín flokka sig allar sér. Inna hvers

kynstofns er svo valdaröð sem að skiptist útfrá afbrotum, hættulegustu konurnar efst og

níðingarnir neðst.

Page 18: Mannfræðingur að störfum safn

Hvernig er framkoma fangavarða við fanga?: á Íslandi er framkoma fangavarða við fanga

mjög góð en í Bandaríkjunum frekar slæm. Þeir misnota aðstöðu sína með því að smygla inn

eiturlyfjum og öðrum varningi

Eru þær menntaðar eða hvernig eru menntungar möguleikar? Konum sem hafa hegðað

sér vel um tíma gefst kostur á því að stunda nám í fjarnámi í gegnum tölvu frá fangelsinu.

Svipað er í Bandríkjunum nema þar sem þar er svo mikið af konum að frekar eru settir upp

kvöldskólar.

Helsti munurinn á fangelsum á Íslandi og í Bandaríkjunum er fjöldinn, það er svo

mikið fleiri kvennfangar í Bandaríkjunum hátt í 100 konur í hverju fangelsi á móti 5-10 hér á

landi. Þegar þær eru svona margar skiptir valaskiptingin meira máli og það þarf meira til að

„lifa af“.

Algengast er að afbrot kvenna sé tengd

fjárhagsstöðu þeirra og þeirra leið til að bjarga

sér í lífinu en helstu afbrotin eru; vændi,

þjófnaður, skjalafals og eiturlyfjasala. Ímynd

kvenna í fangelsum er alltaf flokkuð eftir stétt,

uppeldisaðstæðum og kynþætti.

Kvennímyndin er svo ráðandi að það

hamlar því að konur fái eins góða læknisþjónustu og þær myndu vilja. Konur eru almennt

taldar vera tilfinningaríkar og eiga til að gera of mikið úr litlum hlutum og er því erfitt að fá

það í gegn að það sé hlustað almennilega á þær. Því er alveg eins hægt að segja að konur í

fangelsi séu í tvennskonar fangelsi, annars vegar veggir fangelsishússins og hinsvegar fangar í

eigin líkama með öllum þeim fyrirfram ákveðnu hugmyndum um kvennmenn sem fólk hefur.

Öll viðmið í samfélaginu eru miðuð út frá hvítum miðaldra manni og því erfitt að reyna að lifa

eftir því fyrir kvennmenn.

Menntun af einhverslags tagi er yfirleitt í boði en algengt er að konur skrái sig á námskeið en

mæta svo ekki á það þar sem að bakgrunnur þeirra í skólum er með þeim hætti að kennari eða

samnemendur afi strítt eða lagt í einelti og bakka

þær því þegar á hólminn er komið.

Líkt og í samfélaginu utan veggja

fangelsisins skiptir viðhorf einstaklinga til sjálf

síns mjög miklu máli. Einng ef kona nær að

Page 19: Mannfræðingur að störfum safn

tengjast einhverri inní fangelsinu sem er tilbúin að deila sinni reynslu þar og benda henni á

óskráðu reglurnar, hvað má og hvað má ekki. Hætt er við því að konur búi til sitt annað sjálf

þarna inni til að mynda einskonar vegg gagnvart meðföngum. Fjölskylda og vinir geta því lent

í því áfalli að þekkja ekki almennilega viðkomandi þegar lífið heldur svo áfram utan

fangelsisins en þetta seinna sjálf er ekki sú raunverulega ímynd sem konurnar vilja vera.

Rannsóknin tókst ágætlega. Til að gera almennilega rannsókn þyrfti að eyða að

minnsta kosti 6 mánuðum í fangelsi með konunum til að vinna betur traust þeirra. Helstu

niðurstöðurnar eru þær að til þess að draga úr afbrotum kvenna þarf að veita þeim meiri

stuðning og það er mjög nauðsynlegt að fyrir alla sem hafa lent í ofbeldi í æsku að það sé

tekist á við það á viðeigandi hátt. Geðræn vandamál þarf að ná stjórnum á með

viðtalsmeðferðum, hópmeðferðum, stuðningi ættingja og jafnvel lyfjagjöfum. Einnig þarf

aðbúnaðurinn í fangelsinu að vera hvetjandi fyrir konur til að bæta sig og takast á við

vandamál sem að þær stríða við og vera hvetjandi fyrir þær að koma út sem sterkari

einstaklingar en þær voru þegar þær komu inn. Skoðun almennings á fangelsum er að það eigi

að vera meira hegningarhús frekar en betrunarhús og að fólk eigi að vera refsað fyrir brot sín.

Vandinn er hins vegar sá að þegar það koma inn brotnir og mjög veikir einstaklingar verður

að byggja þá upp markvisst til að fá hæfari einstaklingar aftur út í samfélagið til þess að þær

lendi ekki á sömubraut eða jafnvel verri braut þegar þær koma út. Eins og staðan í

efnahagsmálum bæði á Íslandi og Bandaríkjunum sé ég það ekki fyrir mér að hægt sé að auka

við þessa þjónustu í bráð. Kannski leiðir það til aukinna afbrota? Betra er að takast á við

hlutina strax áður en þeir verða að meiriháttar vandamálum. Allir eiga sinn rétt sem

einstaklingur í samfélaginu og er því mikilvægt að samfélagið síni einstaklingnum það.

Page 20: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildaskrá

Árdís Kristín Ingvarsdóttir, oktober 2010 „Hin hulda mey: Kyngervi, vald og upplifun kvenna

í fangelsum“ sótt 18.11.13 af http://hdl.handle.net/1946/6230

Fangelsið Kópavogsbraut 17, sótt 21.11.13 af http://www.fangelsi.is/fangelsi-

rikisins/fangelsid-kopavogsbraut_17/

Helga Björnsdóttir. „Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til

mannfræðinnar?“. Vísindavefurinn 10.5.2011. http://visindavefur.is/?id=59675.

(Skoðað 29.11.2013).

Hildigunnur Jónasdóttir, júní 2012, „Konur í fangelsum: Mæður í fangelsum og börn þeirra“,

sótt 18.11.13 af http://hdl.handle.net/1946/11521

National geography, 26 apríl 2013, „Hardest Prisons: Female Convicts – Documentary“ , sótt

20.11.13 af http://www.youtube.com/watch?v=Y8NMLu5oNLo

National geography, 15 júní 2013, „Hardest Prisons: Wayne County Female Jail (Prison

Documentary)“ sótt 20.11.13 af http://www.youtube.com/watch?v=YWGf6GoZy2g

Wikipedia, 2013, Ruth Benedict, sótt 20.11.13 af http://en.wikipedia.org/wiki/Ruth_Benedict

Page 21: Mannfræðingur að störfum safn

Mannfræðingur að starfi

Bandaríski herinn

Ísak Jökulsson

Félagsfræði 323

Haust 2013

FSU

Page 22: Mannfræðingur að störfum safn

Í þessari rannsókn ætla ég að taka fyrir þá menningu og hugarfar sem viðhelst innan

Bandaríska hersins.

Ég hef fengið til liðs við mig mannfræðinginn Franz Boas, ástæðan fyrir því að ég vel Franz

er vegna þess að hann var einn af frumkvöðlum síns tíma í að tala gegn þeirri kenningu að

kynþættir skeri úr um hæfileika, gáfur og getu einstaklinga "scientific racism" og hann talaði á

móti kynþáttarhreinsun.

Hann sagði að það væri menning og lærð hegðun sem væri ástæðan fyrir mismunandi hegðun

þjóðflokka.

Það eru margar greinar innan bandaríkjahersins og ætla ég að taka fyrir "Army = herinn", ekki

landgönguliðana, flotann eða flugherinn.

Ég ætla að komast að því hvaða störfum herinn sinnir og hvernig þau hafa áhrif á fólkið sem

sinnir þeim.

Hvað fær fólk til að ganga í herinn og hvernig sú ákvörðun getur verið bæði jákvæð og

neikvæð.

Hvernig menning, hugarfar og hefðir eiga heima innan stofnunarinnar.

Til að setja það í einfalt mál þá sér herinn um landhernað. Hann getur haldið uppi öllum

þeim aðstöðu sem þarf til hernaðaraðgerða á hverjum stað í heiminum hverju sinni.

Bandaríkin hafa alltaf verið í stríði, og eins og margar starfsgreinar þá ganga þær í erfðir, sem

sagt margir ungir menn hafa farið í herinn af því að pabbi þeirra var í hernum, svona hefur

þetta verið í mörg hundruð ár. Hérna á íslandi er allt annað hugarfar til hernaðar og fólk skilur

ekki hvernig svona batterí sem er skipulagður her virkar, einu upplýsingarnar sem flest fólk

fær er úr bíómyndum og það hefur málað ákveðnar steríótípur og ímyndanir um nútíma

hernað.

Það er ekki herskylda í BNA en það er gríðarlegur áróður fyrir því að ganga í herinn.

Starfsmenn hersins fara með kynningarefni í skólana og kynna möguleikana fyrir nemendum

á því að ganga í herinn og auglýsingar eru úti um allt. Það er líka sú ímynd í huga fólksins um

að herþjónusta sé með því virðingameira sem þú tekið þér fyrir hendur.

Fólk getur deilt endalaust um kosti og galla þess að hafa her og hvort það sé þess virði að

ganga í hann en ég ætla ekki að taka þá umræðu í þessu verkefni, ég ætla einfaldlega að taka

Page 23: Mannfræðingur að störfum safn

fyrir menninguna og hugarfar innan hersins og hvernig herinn hefur áhrif á einstaklinga og

samfélag.

Það er gríðarlega mikill áróður fyrir heiðri, skildu og föðurlandsást, það eru einmitt mottó

hersins.

Agi og skýr leiðtoga-keðja eru forgangur þess að herinn virki eins vel og hann gerir.

Samkvæmt lögum hersins þá eru allir þeir sem hafa vald innan hersins skyldugir til að sína

dyggð, heiður og þjóðarást í öllu sem þeir gera.

Gríðarlega mikið af hefðum og athöfnum viðhafast í hernum, hvort sem það sé við jarðarfarir

eða einfaldlega að skúra gólf, þá er alltaf einhver sérstök hefð sem þarf að virða.

Ég komst í samband við "army recruter" sem vinnur við það að ráða fólk í herinn og fékk að

spurja hann nokkurra spurninga.

why do people join the army? Most people join for the money or education, but there are

some people that join for general purpose in life or honor and all that stuff.

How much time off do you get in the army? Soldiers usually have 38 working days off

every year This equates to seven weeks of holiday. If a soldier has been away on operations

they get extra Post operation Tour Leave. Soldiers will usually get most weekends off too.

Are there reasons why people cannot join the army? Not everybody can join the army, for

a number of reasons, be it medical, citizenship, or something else.

Can you say "no" to going away on operations? When soldiers volunteer to join the army,

they must accept that they are likely to be called to deploy on operations. If they are not

prepared to do this, they are not suitable to join the army. Occasionally, soldiers may not

deploy on operations for compassionate or medical reasons, but this is rare.

How much chance is there of getting killed in the army? 8% for one 12 month tour.

However, this does not take into account that when I did this calculation there were 100

soldiers a month dying, last month their were 5. Also if you are in a job that goes out of the

Page 24: Mannfræðingur að störfum safn

wire every day your odds are much higher than the cook that makes sure chow is hot. Your

odds of getting wounded are much higher though roughly 10 times that of dying.

What is PTSD and how many soldiers suffer from it(Post Traumatic Stress Disorder) ?

PTSD is an anxiety disorder that can occur in response to a traumatic event. It is the most

severe form of combat trauma. According to USA Today, 48,000 Afghanistan and Iraq

veterans have sought treatment for PTSD.

Is sexual assault a big proplem in the United States military? According to the

Department of Defense’s Military Sexual Assault Report for 2012, an estimated 26,000

members of the United States military, both men and women, were sexually assaulted in that

year. The Pentagon survey almost certainly underreports the scale of the issue. Of those

sexual assaults, 53 percent (approximately 14,000 in 2012) were attacks on men. A vast

majority of perpetrators are men who identify themselves as heterosexual.

Niðurstaðan er sú að ég held að Bandaríkin þurfi að minnka herinn sinn og

varnarmálaráðuneiti, það er mikið af félagslegum og menningarlegum vandamálum innan

hersins sem þurfa að líta dagsins ljós svo hægt sé að eiga við þau og koma í veg fyrir þau.

T.d. kynferðislegar árásir, andlegt niðurbrot, einelti og margt annað.

Þótt að Bandaríkjaher sé öflugasti her í heiminum og með ígrip úti um allan heim þá er hann

langt frá því að vera eitthvað til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir. Pólitískar ákvarðanir sem hafa

oft gróðra vægi fyrir einkaaðila og spenna meðal hermanna á hættulegum stöðum hefur ekki

góða ímynd fyrir friðarstörf og þess háttar verkefni. Bandaríkjamenn þurfa að draga sig í hlé

og hætta að skipta sér svona mikið af öðrum þjóðum á hernaðarlegum grundvelli. Sem sagt

endurskoða utanríkismál hjá sér.

Page 25: Mannfræðingur að störfum safn

Samkynhneigð á Íslandi

Ég valdi mér mannfræðinginn Gayle S. Rubin til að vinna með í þessu verkefni, en verkefnið

fjallar um samkynhneigð á Íslandi. Ég valdi mér Gayle vegna þess að hún hefur lagt áherslu á

að vinna með kynhneigð sem mannfræðingur. Gayle fæddist árið 1949 og er þekktust meðal

annars fyrir kenningar sínar um kynhneigð auk þess sem hnún hefur skrifað mikið af greinum

um femínisma, vændi, klám, lesbíur og margt fleira. Gayle starfar sem lektor í mannfræði við

Háskólann í Michigan í Ann Arbor. Árið 1968 varð Gayle meðlimur í hópi ungra femínista á

háskólasvæðinu í Háskólanum í Michigan, en einnig skrifaði hún efni um femínista fyrir

kvennasamtök. Gayle varð þekkt eftir að hún gaf út ritgerð árið 1976 sem heitir The Traffic

in Women: Notes on the 'Political Economy' of Sex, en helstu skilaboðin með ritgerðinni er

munurinn milli kynjanna.

Gayle Rubin

Ég valdi samkynhneigð á Íslandi til að rannsaka af því að mig langar að skoða almennilega

hvernig litið er á þessi mál hérlendis, bæði frá almenningi og hvernig tekið er á móti

samkynhneiðgum í samfélaginu. Samkynhneigð er það kallað þegar einstaklingur laðast að

einstaklingum af sama kyni. Samkynhneigð getur oft á tíðum verið mikið deilumál og

feimnismál, en fer þó algjörlega eftir því hvar í heiminum.

Rannsóknin sem ég vann í tók um tvær vikur og rannsóknin fór fram blönduð, sem sagt

stundum lét ég lítið á mér bera og þátttakendur vissu ekki alltaf að ég væri að rannsaka þá

(athugun án þátttöku) en hins vegar vann ég hana stundum sem hluti af hópnum og reyndi að

taka þátt í því sem gerðist innan hans (þátttökuathugun).

Page 26: Mannfræðingur að störfum safn

Réttur samkynhneigðra hefur verið mikið baráttumál víðs vegar, en það var Danmörk sem

reið á vaðið og varð fyrst allra landa til að setja lög um staðfesta samvist árið 1989. Eftir það

fylgdu önnur Norðurlönd; Noregur árið 1993, Svíþjóð árið 1995, Ísland árið 1996 og Finnland

árið 2001. Í þjóðveldislögum Íslendinga hefur aldrei verið nefnt refsingar fyrir kynmök

einstaklinga af sama kyni en það þótti þó mjög svívirðilegt hér áður fyrir. Mikil þróun hefur

orðið á réttarstöðu samkynhneigðra í þjóðfélaginu, hvort sem það er á sviði lögggjafar eða í

samfélagslegu samhengi. Mikil breyting hefur einnig orðið á viðhorfum almennings og

töluvert hefur dregið úr fordómum í garð samkynhneigðra.

Á þessum tveimur vikum umgekkst ég samkynhneigt fólk mikið og fékk að skyggnast svolítið

inn í líf þeirra. Að vera samkynhneigður er ekkert sem neinn ákveður heldur finnst þeim í

mörgum tilfellum þau hafa fæðst í vitlausum líkama. Sumir halda að ástæðan fyrir

samkynhneigð sé vegna uppeldisins og að foreldrar hafi ekki alið barnið rétt upp, en það er

alls ekki rétt. Uppeldi og umhverfi getur þó haft einhver áhrif, en mörg börn sem seinna verða

samkynhneigð haga sér eins og gagnstætt kyn frá unga aldri. Til að taka dæmi hafa þá litlir

strákar alveg frá æsku frekar viljað leika sér með til dæmis dúkkur í stað „strákaleikfanga“

eins og bíla og byssur. Þá vilja þeir einnig frekar ganga í kjólum og fara síðan að líkjast stelpu

meir og meir með tímanum í hreyfingum og fleiru í daglegu lífi.

Ég fékk að kynnast því að með staðfestri samvist hjá samkynhneigðum fylgja ekki sömu

réttindi og skyldur eins og hjá gagnkynhenigðum. Samkynhneigð pör mega ekki ættleiða börn

og giftar lesbíur mega ekki gangast undir tæknifrjóvgun á Íslandi. Þar að auki mega prestar og

forstöðumenn safnaða ekki gefa saman samkynhneigð pör. Í lögum um erfðafjárskatt er

Page 27: Mannfræðingur að störfum safn

tiltekið að ekki skal borga efðafjárskatt af arfi sem rennur til sambýlisaðila samkvæmt

erfðaskrá. Þetta á hins vegar ekki um samkynkneigða í óvígðri sambúð þar sem hugtakið

sambýlisaðili á einungis við um einstakling af gagnstæðu kyni. Af þessu leiðir að eftirlifandi

samkynhneigður sambýlisaðili þarf að greiða erfðafjárskatt af arfi sem honum hlotnast

samkvæmt erfðaskrá. Það má því segja að mikill mismunur sé í lögum á stöðu

samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Þeir samkynhneigðu einstaklingar sem ég ræddi þetta

við finnast lögin mjög ósanngjörn þar sem jafnrétti fyrir lögum eigi að vera án tillits til

kynferðis. Þau ættu að hafa sama rétt og aðrir og munu halda áfram að berjast fyrir því. Ég

fræddist aðeins um Samtökin 78 sem eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra,

tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi. Markmið félagsins er að þetta fólk verði

sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.

Í rannsókninni minni eyddi ég miklum tíma með tveimur strákum sem búa saman og eru í

sambandi. Þegar við fórum einhvert út á meðal almennings gat maður séð mikið af fordómum

gagnvart samkynhneigðu fólki. Fólk ýmist benti, kallaði eða var dónalegt í garð þeirra. Allir

hafa ólíkan fatastíl, áhugamál og smekk, og því er erfitt að skilja afhverju samkynhenigðir

mega ekki líka hafa sínar skoðanir og stíl án þess að kalla þá viðurnöfnum eða koma illa fram

við þá. Það er mjög erfitt fyrir fólk að koma út úr skápnum og viðurkenna það fyrir heiminum,

og því verða allir að virða og taka þeirri kynhneigð gildri. Ég talaði við samkynhneigðan

einstakling sem sagði mér frá ferlinu þegar hann var að koma út úr skápnum. Hann lýsti því

fyrir mér hvernig því er oft skipt í þrjú tímabil; það fyrsta er að þekkja sjálfan sig, það næsta

að segja öðrum frá því og þriðja skeiðið er að lifa almennt og opinskátt sem samkynhneigður

einstaklingur.

Í rannsókninni talaði ég við Siggu sem sagðist hafa fattað að hún væri lesbísk um 13 ára

aldurinn. Hún fann að hún varð hrifin af stelpu og sagði vinkonum sínum sem varð síðan

stuttu seinna helsta umræðuefnið í skólanum. Hún vildi ekki segja neinum fullorðnum frá

þessu því fólk sagði oft að unglingar ganga í gegnum ákveðið skeið sem líður síðan hjá. Þegar

hún var í 9. bekk leið henni orðið virkilega illa og lá uppí rúmi allan daginn og var hrædd um

Page 28: Mannfræðingur að störfum safn

að fá höfnun ef hún segði foreldrum sínum frá. Eftir þrjú og hálft ár frá því hún uppgötvaði

þetta sagði hún foreldrum sínum sem tóku þessu mjög vel, og eftir að hún var búin að koma

þessu frá sér leið henni mun betur. Hún segist ekki fela að hún sé lesbía enda sé hún stolt af

því.

Ég sem þátttakandi í rannsókninni fór í Gay Pride gönguna og fylgdist með. Gleðigangan er

hluti Hinsegin daga sem samkynhneigðir sjá um, en þá staðfestir samkynhneigt fólk tilveru

sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transfólk í einum

hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Það var gaman að sjá gleðina og skemmtunina sem

þessu fylgir og sjá allan fjöldan sem mætir og fylgist með. Gangan var fyrst haldin árið 1993

og árið eftir. Hlé varð á þessum hátíðarhöldum til ársins 1999. Síðan þá hafa Hinsegin dagar

vaxið með miklum hraða og undanfarin ár hafa samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra og vinir

fylgt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag eru Hinsegin dagar

orðnir ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með um eða yfir stjötíu þúsund

þátttakendum ár hvert.

Ég velti fyrir mér á þessum tveimur vikum þeim menningarkima sem samkynhneigðir

tilheyra. Þetta er ákveðinn menningarkimi þar sem samkynhneigðir aðgreina sig frá

samfélaginu með því að laðast af einstaklingum af sama kyni. Þau hafa sín eigin gildi og

menningu og eiga sumir menningarkimar það til að verða utangátta í samfélaginu sem getur

stundum gerst með þennan hóp. Sumir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir að

Page 29: Mannfræðingur að störfum safn

samkynhneigðir eru alveg venjulegt fólk og eru með mikla fordóma gagnvart þeim, sem

verður til þess að samkynhneigðir verði utangátta í samfélaginu okkar. En ég tók samt líka

eftir því vel að viðhorfið er að breytast, það var litið mikið verri augum á þetta hér áður fyrr,

auk þess sem réttindi og homma og lesbía séu líklega hvergi frjálslyndari en á Íslandi nú til

dags.

Niðurstaðan er sú að allir þurfa ekki að vera eins og að allir ættu að hafa sömu réttindi í

þjóðfélaginu óháð kynhneigð. Samfélgið sem við búum við er þó alltaf að verða betra hvað

varðar jafnrétti, og hafa fordómar gagnvart samkynhneigðum minnkað töluvert með árunum.

Að vera samkynhneigður er eitthvað sem einstaklingur ræður ekki við og því þarf að virða

það og sýna skilning. Mikilvægar staðreyndir um samkynhneigð eru: samkynhneigð er ekki

sjúkdómur, það er ekki hægt að smitast af samkynhneigð, það er ekki hægt að „læknast“ af

samkynhneigð, það er ekki neinum að kenna að einstaklingur er samkynhneigður, það er ekki

hægt að velja sér kynhneigð, hún er meðfædd og að lokum samkynhneigðir verða líka

hamingjusamir. Að vera samkynhneigður á að vera eðlilegasti hlutur í heimi.

Page 30: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildaskrá

Freyr Björnsson. 2005. “Hver er réttarstaða samkynhneigðra í staðfestri samvist eða sambúð

og í hverju er hún frábrugðin réttarstöðu gagnkynhneigðra?” Vísindavefur.

http://visindavefur.is/svar.php?id=5352

„Gayle Rubin“ [Án árs.] Wikipedia. http://en.wikipedia.org/wiki/Gayle_Rubin

„Hinsegin dagar” [Án árs.] Reykjavíkpride. http://www.reykjavikpride.com/#!services1/c1oza

„Réttur samkynhneigðra á Íslandi“. [Án árs.] Humanrights.

http://www.humanrights.is/mannrettindi-og-island/hopar/samkynhneigdir/

„Rugl að líða illa yfir einhverju svona”. [Án árs.] Rauði krossinn.

http://www.raudikrossinn.is/page/rki_efbara_samkynhneig%C3%B0

„Samkynhneigð”. [Án árs.] Rauði krossinn.

http://www.raudikrossinn.is/page/rki_efbara_samkynhneig%C3%B0

„Um samtökin ‘78“. [Án árs.] Samtökin 78. http://www.samtokin78.is/um-felagid

Page 31: Mannfræðingur að störfum safn

Ingimar Guðmundsson

Þátttaka barna í skipu-

lögðu íþróttastarfi og hreyfing unglinga

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Félagsfræði 323

Haustönn 2013

Þátttaka barna í skipulögðu íþróttastarfi og hreyfing unglinga:

Page 32: Mannfræðingur að störfum safn

Það að krakkar æfi við skipulagt íþróttastarf er mikilvægara en margir álykta. Við það eitt að

æfa íþróttir eru meðal annars að byggja upp betra ónæmiskerfi, minnka líkur á þunglyndi í

nánari framtíð, eignast nýja vini, læra að tjá þig og hlusta á aðra svo eitthvað sé nefnt.

Krakkar sem æfa íþróttir eru semsé að byggja sig upp fyrir komandi framtíð. Það besta við að

krakkar æfi íþróttir er ekki endilega að þau geti haldið bolta á lofti eða hlaupið endalaust, því

það eru helling af öðrum hlutum. Sérstaklega getur það verið mikilvægt að byrja snemma, og

halda eins lengi út að æfa og hægt er. Það eru nokkrir þættir sem koma að þessari

uppbyggingu sem ég mun ræða nánar í þessari grein, bæði fyrir yngstu krakkana, hvernig þau

geta grætt á því á seinni árum í skólagöngu sinni og svo endanlega á fullorðinsárum. En þrátt

fyrir marga jákvæða eiginleika geta verið nokkrir neikvæðir punktar í kringum íþróttaiðkun. Í

þessari ritgerð verður fjallað um þessa ýmsu jákvæðu þætti og neikvæð svör við þeim ef þau

eru að finna.

Það sem einkennir

skipulagt íþróttastarf er einna

helst félagslegi þátturinn og er

hann grunnurinn fyrir

skipulögðu íþróttastarfi.

Krakkarnir fá félagslegan

þroska og læra því samskipti

við jafnaldra, eldri og yngri.

Með því einu að þau geti talað

við aðra krakka sem þau æfa

íþróttir með geta þau eignast

nýja vini, jafnvel vini sem

munu vera þeim kærkomnir í

nánustu framtíð. Þar að auki er

skemmtun staðfest, því

krakkar sem æfa íþróttir eru

með ‘‘x‘‘ marga tíma á viku þar sem þau eru örugg á því að hitta vini sína og hafa gaman. Því

miður er það ekki sjálfsagður hlutur í samfélaginu okkar að allir eignist vini eða kynnist nýju

fólki á auðveldan hátt. Margir unglingar sem hafa aldrei, eða lítið, stundað íþróttir á sínum

yngri árum eiga oft mjög erfitt uppdráttar þegar þeir mæta í framhaldskóla en þá hefur gamli

bekkurinn og vinahópurinn oft sundrast upp og margir haldið sína leið. Þessir einstaklingar

hafa oft ekki kynnst neinum fyrir utan krakkana í sínum bekk þar sem þau hafa aldrei þurft að

hitta annað fólk. En þeir sem hafa æft íþróttir lenda í því að hitta og kynnast nýju fólki í

leikjum, á mótum eða æfa með nýjum liðum. Þessir krakkar græða oft mikið á þessum

kynnum þegar þau mæta í framhaldskóla því þá eru andlit allt í kring sem þau kannast við.

Annar þáttur sem er frekar líkur félagslega er hinn andlegi. Sálrænn þroski eykst þegar

krakkar verða eldri og með íþróttaiðkun þroskast hann enn betur. Þar að auki eykst einn

Page 33: Mannfræðingur að störfum safn

‘‘hlutur‘‘ gífurlega. Sá ‘‘hlutur‘‘ er

sjálftraust. Við æfingar hjá krökkum

læra þau að treysta á sjálfa sig, eins og í

fótbolta þurfa þau að treysta sjálfum sér

að sendingin sem þau ætla sér að senda

heppnist, í körfubolta þarf sjálftraust til

að taka boltan og drippla framhjá

andstæðing og sundi þarftu að treysta

sjálfum þér til að stinga þér ofan í

laugina. Þetta sjálfstraust er ekki

einungis eitthvað sem hægt er að nýta

sér í íþróttum, þvert á móti. Sjálfstraust

skilar sér í flest öllu sem við tökum

okkur fyrir í lífinu. Eins og kemur fram

að ofan lenda unglingar sem hafa ekki

æft íþróttir í því að þekkja fáa og með

lítið sjálfstraust í þokkabót. Þetta er

blanda sem getur haft það með sér í för

að krakkarnir staðni í námi. Þori ekki að tjá sig, biðja um hjálpa, kynna verkefni eða vinna

með öðrum.

Það að þú lærir að treysta sjálfum þér, og byggir þar með upp sjálftraust, er ekki það

eina sem þú lærir við íþróttaiðkun sem getur undirbúið þig enn frekar fyrir framtíðina. Ég vil

meina að skipulagt íþróttastarf sé svona hálfgerður ‘‘skóli lífssins‘‘. Þú lærir hluti sem ekki er

hægt að kenna upp úr bókum, svosem hluti eins og aga, semsé hvernig þú hegðar þér í

kringum fólk og lærir að fara eftir reglum. Einnig læra krakkarnir að hlusta á aðra, hlýða

skipunum og hvernig á að tjá sig. Þau læra að vinna með öðrum, treysta þeim, leiðbeina og

geta gefið frá sér. Heiðarleiki er einnig eitthvað sem einblínt er á í íþróttum. Til viðbótar læra

þau að skipuleggja sig fram í tímann á meðan krakkar sem ekki æfa íþróttir hafa ekkert sem

vert er að skipuleggja. Þetta skipulag er gott nesti til að taka með sér í framhaldskóla. Það þarf

að plana hvenær skólinn er, næsta æfing, hvenær er hægt að læra og hvenær á að eyða tíma

með fjölskyldu eða vinum. En bara við það að æfa ekki neitt, þá þarf ekki að skipuleggja jafn

mikið. Bara skóli og svo heim. Þá er hættan að geyma allt því það er ekkert stress þá, en svo

kemur stressið allt í einu því það er búið að geyma það að vinna heimanámið. Þetta stress

Page 34: Mannfræðingur að störfum safn

getur oft verið vendipunktur í því að fólki líði illa og gangi illa í lífinu. Við það að hreyfa sig

er hægt að koma í veg fyrir þetta stress, og að sama skapi að læra að takast á við það í gegnum

íþróttir.

Miðað við það sem fram hefur komið hér að ofan er ljóst að íþróttaiðkun er góð fyrir

andlegu og félagslegu hlið barnsins og unglinsins sem æfir hana. En það má heldur ekki

gleyma líkamlega þættinum. Börn sem æfa íþróttir í æsku eiga seinna auðveldara með að vera

í heilbrigðu líkamlegu ástandi og byrja aftur að æfa en krakkar sem ekki hafa æft á yngri

árum. Ásamt því minnka líkur á þunglyndi og offitu gífurlega. Sömuleiðis bætist

ónæmiskerfið og eru því langveikindi af einhverju tagi ólíklegri. Ef andlega og félagslega

hliðin er ekki nóg fyrir foreldra til þess að ýta krökkunum sínum út í það að byrja að æfa þá

ætti líkamlegi þátturinn að vera næginleg ástæða. Þessi líkamlegi þáttur er eitthvað sem

einstaklingur liggur að alla sína ævi. Félagslegi hluturinn minnkar kannski með árunum,

gamlir liðsfélagar verða alltaf gamlir liðsfélagar og vinnufélagar fara að vera meiri vinir.

Sjálfstraustið er eitthvað sem menn taka með sér alltaf, ásamt þessum líkamlega hluta. Eins og

stendur hér fyrir ofan byggir þetta upp allt kerfið hjá einstaklingum. Fullorðin maður sem æfði

mikið til tvítugs aldurs á til dæmis miklu auðveldara með það að koma sér í stand á fullorðins

árum frekar en maður sem æfði lítið. Líkaminn verður meira tól sem einstaklingur getur notað

í daglegu lífi frekar en einhver birgði. Líkamlegi hluturinn tengist oft andlega hlutanum meira

en margir gera sér grein fyrir. Nemi sem er í góðu líkamlegu standi og hefur gott grunnkerfi,

eins og sterkt æðakerfi og gott hjarta, á auðveldara með einbeitingu, verður síður stressaður

og dagleg hreyfing verður engin kvöð. Þetta hjálpar þeim einstakling gífurlega vel í skóla.

Þetta kemur fram í bókinni Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni.

Á mynd 1.1. er námsgengi pilta í 8.bekk skoðað út frá

líkamsþjálfun. Hér eru skoðaðir þeir piltar sem illa

gekk í náminu. Það eru flestir, eða 38% pilta í 8.bekk

sem eru í lélegri líkamsþjálfun. 27,90% sem eru í

sæmilegri líkamsþjálfun. Svo fer það niður í 23,90%

þeirra sem eru í góðri líkamsþjálfun og að lokum eru það 18,20% þeirra sem eru í mjög góðri

líkamsþjálfun. Af þessu má sjá að eftir því sem líkamsþjálfunin er betri þeim mun færri eru

þeir sem gengur illa í náminu (Inga Dóra Sigfúsdóttir, Þorlákur Karlsson og Þórólfur

Þórlindsson, 1994, 107).

Page 35: Mannfræðingur að störfum safn

Á mynd 1.2. er námsgengni stúlkna í

8.bekk skoðuð út frá líkamsþjálfun.

Hér eru þær stúlkur sem gekk illa í

sínu námi skoðaðar. Það sést

greinilega líkt og hjá strákunum að

ofan að hlutfall þeirra stúlkna sem

illa gekk í náminu minnkar eftir því sem líkamsþjálfunin er betri (Inga Dóra Sigfúsdóttir,

Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson, 1994, 107).

Á mynd 1.3. má sjá tölur yfir

námsgengni pilta og stúlkna í 9.bekk

miðað við líkamsþjálfun. Hjá piltunum

sést það að 49,4% þeirra sem gengur illa

í náminu eru jafnframt í lélegri

líkamsþjálfun. Þetta fer svo lækkandi og

þar sem líkamsþjálfunin er mjög góð eru einungis 25,1% pilta að ganga illa í sínu námi. Það

er svipað að gerast hjá súlkunum í 9.bekk (Inga Dóra Sigfúsdóttir, Þorlákur Karlsson og

Þórólfur Þórlindsson, 1994, 107). Sama mynstur má sjá á mynd 1.4 og hinum þrem. Í

töflun 1.1. – 1.4. er verið skoða þá nemendur sem gengur illa í námi út frá því í hvernig

líkamlegu ástandi þeir eru í.

Page 36: Mannfræðingur að störfum safn

Mataræði og svefn er eitthvað sem er samstíga íþróttaiðkun. Þegar krakkar æfa íþróttir

þurfa þau að borða hollt. Á meðan að krakkarnir sem æfa íþróttir borða banana á milli æfinga

borða kannski krakkarnir sem hanga heima

í tölvunni, nammi á milli ‘‘missona‘‘ eða

verkefna í tilteknum tölvuleik. Við það eitt

að borða hollt og hreyfa sig er auðveldara

að fara sofa. Svefn er mjög mikilvægur

þáttur svo að börn þroskist vel. Hvort er

líklegra að barn sem er ný komið af æfingu

þar sem þjálfarinn endaði æfinguna með því að segja „fáið ykkur banana þegar þið komið

heim og farið svo að sofa“ eigi auðveldara með svefn eða barnið sem var að klára að vinna

tölvuleik og fékk sér hálfan líter af kóki með? Þetta er oft eitt helsta vandamál nútíma unglina.

Svefn og mataræði. Margir unglingar lenda í þeim vítahring að eiga erfitt með svefn á

kvöldin, og er hægt að rekja það vandamál til of lítillar hreyfingar. Það sem gerist er

einfaldlega það að líkaminn reynir svo lítið á sig yfir daginn að hann er einfaldlega ekki

þreyttur. Mataræði er líka vandamál, en við það að hreyfa sig reglulega og hugsa um sig, fer

maður ósjálfrátt að hugsa um mataræðið, til að fá sem mestu afköst útur hreyfingunni. En

einstaklingur sem hreyfir sig ekkert pælir oft lítið í þessu. Þar sem þú þarft ekki mikla orku í

það að sitja og gera ekki neitt.

Margir jákvæðir kostir hafa nú komið fram, en lítið um þá neikvæðu, en þeir geta

verið nokkrir. Í kringum allt félagslífið í íþróttum geta myndast eineltismál rétt eins og á

flestum stöðum í samfélaginu. En þarna koma inn gæði þjálfara og þeirra sem koma að til

þess að stoppa þessa þróun, en því miður gengur það misvel. En til þess að þjálfarar séu góðir

og aðstaðan sem best þarf að borga laun og leigu á húsnæði. Íþróttir eru því ekki ókeypis í

flestum tilvikum. Oft þarf að borga æfingagjald, kaupa íþróttaföt, íþróttaskó, fara í ferðalög og

eyða pening í allskonar hluti í kringum þetta skipulagða íþróttastarf. Það er ekkert sjálfsagt

fyrir foreldra að ráða við þessi auka gjöld, og hvað þá ef þetta eru systkini sem þurfa að æfa.

Mikið ‚stúss‘ er í kringum

það að eiga barn og jafnvel

ungling sem er að æfa. Oft

þarf að skutla og sækja,

hafa matinn á réttum tíma,

hvetja og styðja, passa að

Page 37: Mannfræðingur að störfum safn

allt gangi vel svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta ásamt meiðslum sem geta haft varanleg áhrif út

ævina eru hinir svörtu blettir íþróttarinnar. En ef það er litið á þessa bletti, hversu svartir eru

þeir? Ekki það svartir að þeir séu góð og lögleg afsökun til þess að barn yðki ekki einhverja

hreyfingu. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum og er okkur því skilda að viðhalda

henni. Þetta er fyrst og fremst hollt fyrir börnin sjálf, en þetta myndar einnig oft góð

fjölskyldutengsl í kringum allt ‚stússið‘. Íþróttaiðkun barna getur því hjálpað öllu heimilinu.

Samverutími, hollt mataræði, svefn ekki vandamál, minna stress oft á tíðum og góð heilsa!

Að öllu samanlögðu er ljóst að íþróttaiðkun á yngri árum er virkilega mikilvæg, bæði á þeim

tíma sem íþróttin er stunduð og fyrir komandi framtíð. Hvort sem talað er um samskipti,

sjálftraust eða líferni. Mín skoðun er sú að krakkar verði og einfaldlega eigi að æfa íþróttir, að

minnsta kosti til tólf ára aldurs. Ég get talað af persónulegri reynslu og get staðfest að þeir

sem er minnst lokaðir og þora að tjá sig, borða hollt mataræði og hugsa um sig eru þeir sem

hafa alist upp í íþróttum, þá er ég að tala um í bernsku, ekki á unglingsárum!

Page 38: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildaskrá:

Asbjörn Gjerset, Kjell Haugen, Per Holmstad. 1998. Þjálffræði. Reykjavík, ÍSÍ og

IÐNÚ

Else Kari Bjerva , Reidun Haugen, Sigrid Stordal. 1998. Líf og heilsa. Reykjavík, mál

og menning.

Eva María Emilsdóttir. „Tengsl íþróttaiðkunar unglingsstúlkna og mat þeirra á líðan

sinni og velgengni: Áhrif félagslegrar hvatningar“. Skemman.is

http://skemman.is/stream/get/1946/4839/14117/1/Lokaritger%C3%B0.pdf (sótt

06.11.2013)

Frímann Ari Ferdinardsson og Sigurður Magnússon. „Íþróttir barna og unglinga.“.

ISI.is http://www.isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Fraedslubaeklingar-

iSi/ithrottir_barna_og_unglinga.pdf (sótt 06.11.2013)

Inga Dóra Sigfúsdóttir, Þorlákur Karlsson, Þórólfur Þórlindsson. 1994. Um gildi

íþrótta fyrir íslensk ungmenni. Reykjavík: Rannsóknarstofnun uppeldis- og

menntamála.

Magnús stefánsson „íþróttaiðkun og nám“. Skemman.is

http://skemman.is/stream/get/1946/9614/18918/1/%C3%8D%C3%BEr%C3%

B3ttai%C3%B0kun_og_N%C3%A1m.pdf (sótt 06.11.2013)

“Unglingar og íþróttir“. Heilsubót.is

http://www.heilsubot.is/page/halda_unglingum_i_ithrott (sótt 06.11.2013)

Page 39: Mannfræðingur að störfum safn

Fornleifar Gása

Samstarfsmaður Sigríður Dúna Krismundsdóttir.

Ég tók Sigríði Dúnu Krismundsdóttur prófessor í mannfræði með mér. Hún var áður fyrr

alþingismaður Reykvíkingja fyrir kvennalistann. Skelegg kona og vel gefin og var sæmd

riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2000 fyrir störf sín að jafnréttismálum.

Ég vel Gásir þar sem ég hef mikin áhuga á gömlum munum og einnig sögu staðarins.

Hvernig voru hlutir og aðstæður her áður fyrr verið og hvað fólk þurfti að hafa til að lifa af.

Ég hafði samband við Sigríði Dúnu og bað hana að hjálpa mér að finna elsta hluta

verslunarstaðarins. Hún var aldeilis til í það þar sem henni fannst sjálfsagt að hjálpa mér .

Við ákváðum að leggja af stað á mánudag. Við fórum á stað með fellihýsið mitt og tókum

fult af uppgraftartækjum með okkur þar á meðal málmleitartæki. Við komum um kvöldmatar

leytið og ákváðum að hvíla okkur og byrja snemma á morguninn eftir. Þriðjudag vöknuðum

við mjög snemma um 05,00. Þetta var yndislegur dagur, sól og blíða. Við fórum að leita og

fundum ýmislegt en ekkert nýtanlegt svo við skoðuðum okkur um seinnipart þar sem við

vorum búnar að vera að frá 5 um morgun til 16 að degi til svo að afslöppun var tilvalin enda

var þetta mikið verk. Miðvikudag var ekki gott veður, það ringdi mikið og einnig var hvast

þannig að við gáfumst upp að vinna þann dag vegna veðurs.

Á fimmtudegi gekk betur að grafa. Þá komum við niður á grjóthleðslu, greinilega hluta af

vegg sem virtist gaman að skoða þar sem þetta virtust vera rústir af húsgrunn eða eitthvað í

þeim dúr. Svo var klukkan orðin 19,00 þannig að þá var farið að spjalla og slappa af. Svo á

föstudag var haldið áfram að hreinsa til til að sjá hvað þetta væri miklar rústir. Þetta gekk

mjög hægt þar sem maður getur ekki notað vélar við svona verk til að skemma ekkert. Þetta

varð allt að gera með þolinmæði og varkfærni til að skemma ekkert. Það var teknir steinn fyrir

stein, ekkert matti skemma. Við vorum bara með skeiðar og smá tæki til að grafa til dæmis

sparslspaða og fleira til að strjúka létt af.

Það er hægt að lesa hvað þetta er gamalt með greiningu á moldini þar sem maður er að grafa.

Svo á laugadagin var byrjað um 08,00 þannig að allir gætu hvílt sig vel þar sem við þurftum

að grafa meira. Þá var það um hádegi að við vorum að grafa og fundum skeið sem virtist vera

frá 18 hundruð en það fanst ekkert mikið þarna þennan dag. Sunndudag var haldið áfram að

grafa. Þá voru sumir orðnir spentir en aðrir leiðir en við heldum áfram að grafa. Þá byrjuðum

við að grafa í kringum rústirnar og sjáum að þetta er húsgrunnur af húsi frá um 12 til13 öld.

Þetta voru spennandi fréttir og við sáum húsgrunninn stækka. Það var unnið að þessu allan

daginn, allir voru svolítið dasaðir þar sem þetta var orðið mjög spennandi. Mánudagurnn var

runnin upp. Ég og Sigríður Dúna vorum sáttar með hvað við fundum þarna og það var ákveðir

að reyna að finna mera um beinin sem við fundum svo að allur hópurinn fór að grafa þarna.

Það virtist ekkert finnast nema smá brot úr glasi eða skál þarna. Svo var það að einn aðili með

okkur fann smá brot af hnífi eða odd sem virtist vera frá 16 öld. Þetta var bara að verða ansi

gaman svo var farið til hvíldar. Þetta var mikil uppskera þennan dag.

Page 40: Mannfræðingur að störfum safn

Þriðjudagurin rann upp. Það virtist sem veðurguðirnir væru ekki hliðhollir okkur þar sem

það hafði komið snjókoma og slagveður um há sumar. Allir héldu sig innan dyra. Þetta var

furðulegt veður end er þetta Ísland. Við skoðuðum hlutina og spjölluðum þennan dag og

sumir voru fegnir því að fá frí einn dag þar sem vinnutimin er langur og ekkert stopp.

Miðvikudagurin rann upp og það var aftur skomin sól. Smá subbulegt úti þar sem veðrið hafði

verið slæmt dagin áður þannig að við biðum til 12 að fara út að grafa þar sem við vildum helst

ekki skemma neitt. Svo var það rétt áður en við hættum að við fundum disk. Hann var

hreinsaður og virtist vera frá 18 hundruð. Þetta er flott hjá okkur.

Fimtudagurin var mun betri. Það var heiðskýrt og mikil hiti. Það var grafið og viti menn við

fundum meiri húsbúnað þar sem við vorum í grunni hjá heimilsfólki. Við fundum hálft ílát

sem virtist vera skál. Föstudagurinn runnin upp og það var haldið áfram að grafa. Það fanst

ekkert þennan dag og við vorum ekki eins hress með þetta þar sem við vorum búin að finna

margt en langaði að finna meira. Laugadagurin rann upp og við héldum áfram að grafa. Svo

var það að við fundum pott frá 19 öld. Hann var á sama stað og grjóthleðslan var og virtist

hafa verið eldur þar þannig þetta virtist vera eldstæði í þessu húsi.

Sunnudagurinn rann upp og þá var farið snemma af stað eins og vanalega. Það var haldið

áfram að grafa og við fundum núna einskonar aðstöðu sem virtist vera setustofan í húsinu. Þar

sem hér áður fyrr var setustofan og allt saman svefnaðstaða til að halta hita á húsinu og fólki

liði vel var einnig sofið þarna. Þetta var mjög gaman og þetta var góður uppgröftur og mjög

spennandi. Ég og Sigríður Dúna vorum mjög lukkulegar og ánægðan með afreksturinn okkar.

Þetta var góð reynsla þar sem við fundum rústir af húsi og hluti eins og skeið hnífsodd, brotna

skál, pott og hlóðir fyrir eldstæði og að hluta setustofu.

Gásir eru 11 km norðan við Akureyri við ósa Hörgár. Talið er að tími Gása sé frá 12 öld til

loka 16 aldar. Gásir voru verslunarstaður sem var aðallega í notkun á sumrin. Hans er getið í

Sturlungu, Biskupasögum og safni fornra skjala, Fornbréfasafni, og Íslendingasögunum,

einkum þó í norðlenskum og eyfirskum sögum. Talið er að Gásir hafi verið nokkurs konar

vöruskiptamiðstöð þar sem skipt var á land- og sjávarvarningi, auk þess sem verslað var þar

við útlendinga.

Hér að neðan má sjá tilgátuteikningu af Gásum. Hún er byggð á fornleifarannsóknum sem

fram fóru árin 2001-2005.

Page 41: Mannfræðingur að störfum safn

Talið er að Gásakaupstaður hafi byggst upp vegna aðgerða Guðmundar dýra höfðingja og

goða. Hann lagði niður Vaðlaþing á 11 öld og þá vantaði verslunarstað. Gásakaupstaðar er

víða getið í íslenskum textum frá miðöldum og talað er um Gásir, Gáseyri og Gásakaupstað

jöfnum höndum sem sama fyrirbærið. Þær fornminjar sem finnast í jörðu vitna um afar

sérstakan þátt í þjóðarsögu Íslendinga.

Spurningar og svör:

Hvað var gert þarna?

Verslunar húsnæði voru mikil þarna.

Hvernig var umhverfið þarna?

Umhverfi Gása, bæði jarðfræði og gróðurfar, skipta miklu máli til að skera úr um þetta. Mikið

fuglalíf er á svæðinu en um 30 tegundir vatnafugla verpa þar. Fugla eins og grágæs, brandönd

og stormmáf má sjá á Gásum. Gásasvæðið hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna

fulglalífsins auk þess sem þar eru plöntur á válista.

Hvaða starfsemi var helst stunduð þarna?

Vöruskipti þar sem skipt var á land- og sjávarvarningi, auk þess sem verslað var þar við

útlendinga.

Er búið að grafa allt upp?

Nei það er ekki búið að grafa allan kaupstaðin, upp elsta hlutan vantar.

Heimildir og mynd: http://gasir.is/

Page 42: Mannfræðingur að störfum safn

Transfólk á Íslandi

Hér á eftir ætla ég að fjalla aðeins um transfólk og hvernig réttindi

þeirra eru orðin í dag. Þetta er hópur fólks sem hefur barist grimmt

fyrir réttindum sínum síðastliðin ár og hafa aldrei verið jafn mikið í

sviðsljósinu eins og nú. Rúmlega 20 manns hafa klárað

leiðréttingarferlið á Íslandi og fleiri bíða eftir að komast í það, þannig

að þetta er spennandi og brýnt umræðuefni og því miður ekki jafn vel

tekið í öllum löndum eins og hefur verið hér á landi.

Transfólk, þá maður eða kona er skilgreint þannig að vilja leiðrétta kyn sitt, þeim líður þá eins

og þau hafi fæðst í vitlausum líkama eða bara allt í einu átta sig á því að þau eru föst í líkama

öfugs kyns. Mikilvægt er að taka fram í þessu samhengi að þetta hefur ekkert með

samkynhneigð að gera, þetta er einungis spurning um hvort kynið þú ert og hvort þú þurfir að

láta leiðrétta það til þess að líða vel.

Ferlið til kynleiðréttingar er minnst 3 ára ferli sem inniheldur undirbúningsferli,

hormónameðferð og svo kynleiðréttingu. Þó undirgengst ekki allt transfólk kynleiðréttingu.

Það kallast „transsexual“ þegar hormóna og/eða kynleiðrétting hefur átt sér stað. Aðrir hópar

undir „transgender“ eru m.a. transsexual, klæðskiptingar, bigender, genderqueer og

genderfluid.

Ferlið hefst hjá sálfræðingi, þar sem hann metur hvort þú sért andlega stöðugur og

getir tekið þá ákvörðun sjálfur um að láta leiðrétta kyn þitt. Ef hann samþykkir getur

viðkomandi þá byrjað í hormónameðferð sem tekur um það bil ár ef þú vilt halda áfram með

ferlið. Karlar taka inn estrógen og prógesterón og konur testósterón, þessi efni hafa öfug áhrif

á líkamann, þ.e. skegg hættir að vaxa hjá körlum og brjóst minnka hjá konum, rödd dýpkar og

fleira í þeim úr.

Við tekur síðan skurðaðgerð þar sem kynfæri eru lagfærð þannig að þau séu

samsvarandi hinu nýja kyni. Taka skal fram að ekki allt transfólk gengur "alla" leið og fer í

aðgerðina, það er mjög einstaklingsbundið. Þegar aðgerð er lokið getur einstaklingurinn farið

að gera allt það félagslega sem líffræðileg kona/maður gera, þ.e. farið í karla/kvennaklefann,

skipt um nafn í þjóðskrá, og þess háttar.

Page 43: Mannfræðingur að störfum safn

Fordómum á Íslandi hefur sem betur fer farið

fækkandi og ég held að meirihluti þjóðarinnar sé búinn að

viðurkenna að þetta er ekki einungis hugarástand og ekki

eitthvað sem þú getur breytt. Eftir að þú hefur gengið í

gegnum ferlið er tildæmis ekki hægt að snúa því við,

þannig að ég efast stórlega

um að einhver geri þetta

í hugsunarleysi eða athyglissýki eins og margir hafa talað

um í gegnum tíðina.

Í þessu samhengi mætti ræða Gay pride eða Gleðigönguna

þar sem samkynhneigðir og transfólk koma saman til að

berjast fyrir jöfnum réttindum allra. Þar klæða þau sig upp í allskonar skrautlega búninga, eru

með marglitaða fána og viðeigandi skraut og vekja alltaf mikla athygli í miðborginni einu

sinni á ári. Mörgum hefur fundist þetta óþarfa tilstand og jafnvel óviðeigandi á meðan aðrir og

ef ekki bara flestum þykir þetta ómissandi atburður í menningu landsins.

Transfólk víðsvegar um heiminn hefur orðið fyrir árásum og aðkasti vegna stöðu

sinnar og því miður hefur það einnig gerst á Íslandi. Þau hafa verið lamin, hent út af

skemmtistöðum, það hefur verið hrækt á þau og allskonar fúkyrðum hrópað að þeim. Þá hefur

einelti einnig verið viðvarandi vandamál og þá sérstaklega ef um börn er að ræða, en sum

börn átta sig tiltölulega snemma á því að þeim líður betur sem hitt kynið.

Mikið hefur verið talað um kynskiptinga og kynskiptiaðgerðir en það er rangt orðaval,

kynleiðrétting er það sem á betur við í þessu samhengi. Það er tiltölulega augljóst að mínu

mati þar sem fólkið er einungis að láta leiðrétta kyn sitt en ekki beint breyta því, það fæddist

jú í röngum líkama og þetta er eina leiðin út. Einnig hefur orðið "það" verið notað mikið en

það er einnig mjög illa séð, nota skal orðin "hann" og "hún", hvort sem á við hverju sinni.

Regla þeirra um notkun orðanna er mjög einföld og hljóðar hún svona: ,,Hann er alltaf hann

þrátt fyrir að hann hafi fæðst með kvenkyns kynfæri og hún er alltaf hún þrátt fyrir að hún

hafi fæðst með karlkyns kynfæri."

Frægasta transkona Íslands er Vala Grand og má eiginlega segja að hún hafi opnað dyrnar

aðeins fyrir annað transfólk sem var ekki alveg jafn tilbúið að koma út. Aðrar umtalaðar

konur eru meðal annars Ugla Stefánsdóttir og Anna Kristjánsdóttir. Transmenn hafa hinsvegar

ekki verið alveg jafn áberandi en vonandi breytist það með tímanum.

Page 44: Mannfræðingur að störfum safn

Réttindi transfólks eru mismunandi eftir löndum og hér á landi eru ekki ennþá til lög

sem eru sérstaklega um þennan tiltekna hóp. Sumsstaðar þarf fólk að breyta fæðingarvottorði

sínu til að flokkast sem hið rétta kyn, annarsstaðar er nóg að skipta um nafn eftir að

leiðréttingu er lokið. Á Íslandi notumst við bara við mannréttindasáttmálann þar sem stendur

skýrt að allir séu jafnir og að ekki megi mismuna eftir kyni, kynþætti o.s. frv.

Einnig höfum við það fyrir reglu að einstaklingur undir 18 ára megi ekki gangast undir

aðgerð, þó megi hann hefja sálfræði og hormónameðferð þegar þroski hefur náðst. Hanna

Birna Kristjánsdóttir lagði einnig fram frumvarp nýlega þess efnis að skerpa á lögum er varða

réttindi transfólks á Íslandi og er það í skoðun hjá núverandi ríkisstjórn svo bæta megi sýn

Íslendinga á málinu. Þá hefur fráfarandi borgarstjóri Jón Gnarr einnig barist fyrir réttindum

samkynhneigðra og transfólks.

Það er nokkuð ljóst að staða transfólks á Íslandi er góð en mætti þó batna töluvert.

Þjóðin hefur að sjálfsögðu misjafnar skoðanir á þessu eins og á öllu öðru og ekki er hægt að

ætlast til þess að öllum finnist það sama. Þó finnst mér sanngjarnt að ætlast til þess að allir

komi eins fram við transfólk eins og annað fólk, þetta eru allt manneskjur og ættu því að hafa

nákvæmlega sama rétt og við hin. Það

sem kom mér mest á óvart í vinnu þessa verkefnis

var að fordómarnir séu enn háværir og enn er verið að

ráðast á transfólk niðri í bæ um helgar. Einnig

finnst mér skrítið að það hafi tekið svona langan

tíma fyrir ríkisstjórnina að átta sig á því að það þurfi

að uppfæra núverandi lög og setja

mannsæmandi lög þannig að allt gildi jafnt yfir alla.

Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert

verkefni og hjálpaði það mér aðeins að þekkja til einstaklings sem farið hefur í gegnum allt

ferlið, hún hefur verið dugleg að deila reynslusögum, ekki bara með mér heldur með allri

þjóðinni.

Alexandra Öfjörð Agnarsdóttir

Page 45: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildaskrá

Birgir Olgeirsson. Transfólk verið myrt vegna fordóma.

http://www.dv.is/frettir/2012/4/5/transfolk-verid-myrt-vegna-fordoma/

(sótt 4. des)

RÚV. Vilji löggjafans skýr um transfólk.

http://www.ruv.is/frett/vilji-loggjafans-skyr-um-transfolk (sótt 4.des)

Samtökin 78. Transbæklingur.

http://hinsegin.files.wordpress.com/2010/11/trans-bc3a6klingur.pdf

(sótt 4. des)

Sandra Lyngdorf, Kolbrún Birna Árdal, Erna Sif Jónsdóttir, Guðrún Dögg Guðmundsdóttir og

Jóna Aðalheiður Pálmadóttir. Réttindi Transgender fólks á Íslandi.

http://www.humanrights.is/media/greinar/rettindi-transfolks-bokin.pdf (sótt 4. des)

Ugla Stefanía Jónsdóttir. Transfólk á Íslandi. http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/transfolk-a-

islandi (sótt 4. des)

Page 46: Mannfræðingur að störfum safn

Fél 323 Hlynur Víðisson

FSu

Haustönn 2013

Taganwa Filipseyjum

Mannfræðingar á vettvangi

Page 47: Mannfræðingur að störfum safn

Mannfræðingurinn sem skal taka þátt í þessari rannsókn er Rússin Nicholas Miklouho-

Maclay, fæddur 17 júlí 46 og léts 14 apríl 1888. Hann er mannfræðingur, ferðamaður og

vísindamaður sem varð frægur á því að fræðast um fólk sem hefur aldrei séð hvít fólk. Hann

var meirihluta af lífinu sínu að ferðast um heiminn og rannsaka mannleg eðli í heiminum,

helst í Mið-Austurlöndinn og í Ástralíu þar sem hann ólst upp. Hann var einn af þeim fyrstu

sem fylgdi kenningum Darwins og var ein af þeim fyrstu til að hrekja fólk í að skoða

mismunandi geð fólks og því sem gerir þá mismunandi frá okkur sjálf.

Ég valdi hann út af því að hans kenningar varðand mismunandi skoðanir annara

tegund fólks virðist vera mjög áhugavert að fá skoðanir fá fólki sem hafa ekki séð manneskju

úr öðru samfélagi. Einnig er það að hann var á móti því að hvíti maðurinn eigi að vera

náttúrulega yfir öllum öðrum fólki af annari gerð, sem bendir til stuðning á þrælkun og

nýlendastefnu.

Það sem hefur verið ákveðið var ein þjóðernishópur í Filibseyjum. Hópurinn er

kallaður Taganwa og geta aðalega veri fundinn í vestan og austan í miðju Filibseyjum. Þessi

tiltekinn hópur er hægt að finna á eyjunum Coron, Basuanga og við strendur Baras. Þessi

tiltekinn mennigarhópur var valinn út af tveimur atriðum: eitt er það að Nicholas hefur verið í

eyjunum og hefur búið hjá einhverjum ættbálkum og hinn ástæðan er sú að út af leiðilegum

tíðindum sem eru að ganga fram í Filibseyjum þá finnst manni það virðingalegt að skrifa um

tiltekinn ættbálk úr þeim svæðum. Í þeim stíll sem Nicholas er að við ætlum að setja okkur í

þeim sporum og fylgjast með hvernig líf þeirra eru.

Rannsókninn skal vera þannig að við munum gista þarna í viku eða 2 og sjá hvernig

við getum borið okkar menningu saman, með því að reyna taka þátt í þeim áhugum sem þau

eru með þar. Einnig læra helst um hverskonar trú þau hafa, hvað gera þau til að skemmta sér

og hvað er það sem þau eru helst þekkt fyrir að geta gert. Einnig að eitthver ákveðin

athyglisverð atriði sem lítið hefur vitað um þennan ættbálk.

Spurningar voru gerða fyrir Nicholas þegar hann kom til baka og var hann fékk að

svara fyrir okkur.

Hvað var þarna sem kom þér á óvart þegar þú komst þangað?

Svar: Þeir virtust vera mjög vinalegir en samt virtust þau vera mjög feiminn að sjá okkur.

Einnig var það þegar ég sá hverskonar trú þeir voru með og hvaða áhöld þau notuðu.

Áttirðu mjög erfitt að tengjast við fólkið þar?

Svar: Fyrsta deginum virtist allir vera feimnir en gátu samt boðið mér velkominn og smátt

saman þegar ég kynntist þeim betur virtist allt vera í lagi.

Lærðirðu eitthvað hvernig þau töluðu við hvort annað?

Svar: Sko þau voru með sitt eigið tungumál sem eru skipt eftir þeim tilteknum svæðum, en

svo virtist vera að aðrir fóru að tala meira tungumál frá öðrum lands- og ættbálkum t.d.

Page 48: Mannfræðingur að störfum safn

Taglog og Batak. Þeir hafa sagt mér að tungmálið sé að deyja út því nýja kynslóðinn hefur

meira tekið til sínn tungmál frá öðrum bálkum.

Hverskonar trú ganga þeir yfir?

Svar: Þeir trú gengur á þeim tengsl einstaklings við andlega hluta lífs og dauða. Það eru 4

guðir í þeirra trú. Þau eru Mangindusa sem ræður yfir himininn og situr upp í himninum og

veifar fótum sínum yfir jörðina, Polo sem drottir yfir sjónum og er talinn vera mjög gjafmikil

guð sem hjálpar þeim veiku, Sedumunadoc sem drottir yfir jörðinni og segist sjá um

uppskeruna og að lokum er Tabiacoud sem á að vera djúpt inn í jörðinni.

Voru fjölskylda mjög sterkur hópur og halda þau sé við einum ákveðnum yfirmanni?

Svar: Þeir virtust vera meira vera nútímalega fjölskylda í íslenskri menning, semsagt

geta verið kona og maður, 1 strákur og 1 stelpa. Þetta virðist vera allt mjög frjálslegur

hópur og ekki getur verið einhver einn sem stýrir þeim.

Hvernig voru stíllinn þeirra þar?

Svar: Það var mjög einstakt því þau virtust öll hafa verið með klæðnað sem þau hafa

hanað af trjám. Ferlið gengur á það að skera börk af einu ákveðnu tré og skera það,

pússa það með sínum vopnum, stinga það síðan í vatn eða eitthvað þannig og leyfa því

að liggja í sólinni. Samt sem áður virtust vera að fólk séu vera klædd einnig í

nútímalegum vestrænum fatnaði.

Voru einhver list sem þeir gerðu sem virtist hrífa þig mest?

Svar: Tónlistinn þeirra var mjög hrífandi því þau notuðu önnur hljómfæri sem eru ekki

notuð nú til dags í þriðja heiminnum eða í vestrænulöndunum, t.d. var sem þeir kölluðu

“Jaw harp” og einnig “boat lute”. Samt sem áður voru þau einnig með hljómfæri fá

öðrum þjóðfélögum. Dansinn sem þeir voru með var mjög áhugavert, eins og dansinn

Soriano sem eingöngu er dans fyrir karla, Bugas-bugasan sem eingöngur dansað þegar

drukkið hefur verið heilaga hrísgrjóna vínið o.s.frv.

Í þessari rannsókn var skoðað mismun þessara bálk frá þeim öðrum og var því

tilgátan okkar að sjá hvort aðrir trúbálkar eiga sameiginlegt við aðra bálka.

Niðurstaðan var sú að bálkarnir áttu við með að hafa mikil tengsli við hvort annað en

samt sem áður voru ýmsir hlutir sem voru ólíkir og/eða aðrir hlutirnir voru bara ekki í

tengsl við bara einn annan ættbálk. Þeir eru mjög flott og sérræktað ríki og þetta er

reynsla sem ekki er hægt að gleyma.

Page 49: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildir:

Mark Joel Velasquez (án Ár) “Tagbanua,,

http://litera1no4.tripod.com/tagbanua_frame.html#visual (Sótt 22. Nóvember

2013)

(Án höfund) 2 Mars 2013 “Tagbanwa People,,

http://en.wikipedia.org/wiki/Tagbanwa_people (Sótt 22. Nóvember 2013)

(án höfund) 17 september 2013 “Nicholas Miklouho-Maclay,,

http://en.wikipedia.org/wiki/Nicholas_Miklouho-Maclay (Sótt 22. Nóvember 2013)

Page 50: Mannfræðingur að störfum safn

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir

Lækning hugans

Umfjöllun og rannsókn á lyfleysuáhrifum

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Fél 323

Haustönn 2013

Page 51: Mannfræðingur að störfum safn

Inngangur

Ég ákvað að taka fyrir lyfleysuáhrif vegna þess að ég hef í langan tíma haft mikin áhuga á

þeim. Mér finnst mjög áhugavert hvað mannkynið hefur öflugt ímyndunarafl, ímyndunarafl

sem er svo sterkt að það getur hugsanlega hjálpað þér að komast í gegnum

veikindi, kvíða og allskonar kvilla sem kunna að angra mannkynið. Það sem

mig langar að komast að með þessari rannsókn er hvað lyfleysuáhrif geta haft

mikil áhrif varðandi almennan kvíða og heimþrá barna, hvort að þau hafi alvöru

áhrif eða hreinlega hjálpi ekki neitt til, ef að þau hjálpa, myndi ég vilja vita

hvers vegna. Einnig væri áhugavert að sjá hvort að það myndi hafa eitthver

áhrif, að segja barninu að ,,lyfið" sem það hafi fengið, geri í raun ekkert til að

hjálpa, eftir að það sér einhvern bata.

Ég veit að það hafa verið gerðar ýmsar rannróknir á þessu máli en mig langar að

yfirfæra þær dálítið á mitt líf til þess að gera þær raunverulegri. Til þess að rannsóknin

heppnist sem best ákvað ég að finna mér aðstoðarmann sem hefur gert rannsóknir á svipuðu

efni. Þar sem að þetta er læknisfræðileg mannfræði, þá þurfti ég að leita af einhverjum sem er

menntaður á því sviði.

Undirbúningur

Eftir langa leit fann ég loksins manneskju sem gæti orðið að góðri hjálp. Hann ber nafnið

Daniel E. Moerman og er þekktur fyrir góð störf innan mannfræðinnar. Hann er sérstaklega

þekktur á sviði læknisfræðilegu mannfræðinnar, hefur skrifað aragrúa af greinum um

lyfleysuáhrif ásamt því að vera kennari í háskólanum, Michigan Dearborn.

Ég sendi honum bréf varðandi rannsóknina sem ég ætla mér að

framkvæma og hann varð verulega áhugasamur um hana og langaði

mikið að hjálpa. Hann ákvað að gefa sér tíma og koma til Íslands í 10

daga ,,frí" eins og hann kýs að kalla það.

Áður en hann kemur þarf ég að undirbúa allt það sem við

þurfum til þess að þetta gangi sem best. Það fyrsta sem ég þarf að gera

er að velja mér vettfang sem myndi hennta vel til rannsókna. Þar sem

ég hef mikla tengingu í skátana, ákvað ég að athuga hvort að það væri í

lagi að við myndum rannsaka börnin þegar þau fara í sína árlegu 10

daga útilegu í Desember. Tímasetningin myndi hennta fullkomlega.

Page 52: Mannfræðingur að störfum safn

Ég talaði við Auði sem ræður ríkjum í Fossbúum og hún sagði mér að ég

þyrfti leyfi hjá öllum foreldrum barnanna, ég sagði henni að það væri ekkert mál og

var ekki lengi að bjarga því. Ég fékk leyfi hjá öllum foreldrum þar sem þau treysta

mér og þekkja mig flest.

Rannsóknin verður bæði megindleg og eigindleg, við ætlum að fylgjast með atferli

barnanna í útileguni og fá að hugga þau ef eitthvað kemur fyrir, síðan er planið að láta þau

börn sem við rannsökum, svara spurningum okkar og segja þeim síðan hvað við vorum í

alvöru að rannsaka og sjá viðbrögð þeirra við því.

Allt er að verða tilbúið og við verðum gerð að sérstökum útkallarmönnum ef að

krökkunum líður eitthvað illa í útileguni, við munum einnig taka að okkur næturvatkir, þar

sem það er algengt að börn fái heimþrá eða verði illt í maganum á nóttuni.

Næst á dagskrá var að velja hvernig við myndum nákvæmlega framkvæma

þetta. Ég vildi einbeita mér sem mest að kvillum sem kunna að rekja í andlega

vanlíðan. Við ákváðum að kaupa töflur til þess að gefa börnunum ef að eitthvað

væri að. Því að ef að við myndum velja töflur sem gera lítið við vandamálum þeirra

en fáum þau til að trúa því að þær virki, þá gætum við séð hvort að lyfleysuáhrifin

hafi í alvöru jafn mikil áhrif og sagt er.

Ég vissi strax að það yrðu helst að vera tuggtöflur þar sem börn eru ekkert

sérstaklega miklir aðdáendur af venjulegum töflum sem getur oft verið erfitt að kyngja.

Spurningin var þá bara að finna tuggtöflur sem gera sem minnst við kvíða og tengdum

viðfangsefnum.

Á endanum valdi ég vítamín sem heitir Barnavítamínus, ég las mig mikið til um það

og komst að því að það ætti ekki að hafa áhrif nema að maður taki það mjög reglulega. Þar af

leiðandi henntaði það fullkomlega fyrir rannsóknina vegna þess að af því stafar enginn hætta

fyrir börnin.

Rannsóknin

Þá var loksinns komið að því, krakkarnir hlöðuðust inn í rútuna og við lögðum af stað.

Við vorum 102 talsinns, þar á meðal 70 krakkar á aldrinum 10-13, 20

unglingar, 10 foringjar, ég og Moerman. Hann er mjög glaðvær maður og

hefur gaman af börnum í þokkabót sem gerir hann einstaklega hæfan í þetta

verkefni. Hann tók það líka að sér að læra dálítið í íslensku áður en hann kom

til landsins en skilur samt ekki allt þannig að ég sé um að þýða fyrir hann.

Page 53: Mannfræðingur að störfum safn

Sólarhringur 1: Mikill spenningur í krökkunum, allir fóru seint að sofa, voru þreytt og ekki

nálægt því að vera komin með heimþrá. Jæja, við fylgdumst bara með atferli þeirra yfir

daginn og skráðum niður upplýsingar sem okkur þótti mikilvægar. Ákváðum að fylgjast með

breyttri hegðun í gegnum útileguna.

Sólarhringur 2: Reyndum mikið að tengjast krökkunum og fá þau til þess að treysta okkur,

Moerman var til dæmis með útipóst þar sem hann sýndi krökkunum all svakalega þurrís

tilraun. Við vorum þó ekkert að auglýsa það að hann væri

mannfræðingur, við sögðum þeim bara að hann væri áhugamaður

um skátana. Yfir nóttina var einni stelpu illt í maganum, við gáfum

henni töflu og sögðum henni að það myndi laga magaverkinn fljótt.

Við báðum hana um að koma aftur til okkar þegar henni liði betur,

hún kom eftir 10 mínútur. Við ákváðum þarna að skrá alltaf niður

nafn, aldur, kyn og ástæðu hjálpar á blað til hliðar við skýrsluna til

þess að auðvelda okkur rannsóknarferlið.

Sólarhringur 3: 14 ára Strákur sem datt og meiddi sig í póstaleikjum, gáfum honum töflu og

sögðum honum að honum myndi líða betur. Hann hélt nú síður, trúði okkur ekki, hann sagði

við okkur að þetta væri barnavítamín. Vil taka það fram að við földum umbúðirnar vel, hann

fattaði bara á töflunum að þetta væri bara venjulegt vítamín. Við báðum hann um að halda

trúnaði varðandi töflurnar og sögðum honum frá aðalatriðum rannsóknarinnar. Ákváðum

síðan að einbeita okkur aðeins að aldurshópinum 10-13.

Sólarhringur 4: Fimm krakkar komu til okkar yfir nóttina grátandi með heimþrá, Nöfn:

Hekla, Halldóra, Unnur, Daníel og Jón. Kom síðar í ljós að þessir krakkar voru mjög gjarnir á

það að fá heimþrá.Við höndluðum þau öll alveg eins, hugguðum þau, gáfum þeim töflu og

sögðum þeim að þeim myndi líða betur ef að þau myndu taka hana inn.

Öllum byrjaði að líða betur innan skamms.

Sólarhringur 5: Yfir daginn voru fjórir sem slösuðu sig lítillega, við

gáfum þeim töflu og leyfðum þeim að hvíla sig inni í rúman hálftíma.

Nóttin var all svakaleg, það komu 20 krakkar til okkar, 9 voru með

heimþrá og 11 var illt í maganum og með einnkenni af smá stressi. Flestum virtist líða betur

við eina töflu, sumir komu og vildu fá aðra, við sögðum þeim að ein ætti að duga og þau ættu

bara að gefa því nokkrar mínútur. Það virtirst virka.

Page 54: Mannfræðingur að störfum safn

Sólarhringur 6: Ótrúlega lítið um meiðsl yfir daginn en þegar leið á kvöldið voru 12 krakkar

sem komu til okkar og kvörtuðu yfir óþægindum í maganum. Ég fór bara að vellta því fyrir

mér hvað hefði eiginlega verið í kvöldmatin en höndlaði þau eins og ég hafði höndlað hin

börnin. Það virtist hafa ágætis áhrif. Eitthvað var um heimþrá yfir nóttina, um 5 krakkar komu

til okkar, allir þeir sömu og höfðu komið til okkar á fjórða sólarhring.

Sólarhringur 7: Dagurinn var mjög spennuþrunginn, krakkarnir voru að keppa á milli flokka

og þá byrjuðu einhver ósætti á milli þeirra. Sumir urðu alveg hreint hræddir og komu til okkar

og báðu um að fá að vera inni fyrir. Við ákváðim að reyna ekki að plata þau og láta þau halda

að tafla myndi laga óttann. Við sátum því bara með þeim og reyndum að

kynnast þeim vel. Ótrúlegt en satt þá var enginn sem kvartaði

sérstaklega um heimþrá yfir nóttina þannig að ég og Moerman fengum

okkar langþráða 10 klst svefn.

Sólarhringur 8: Mikið af krökkunum voru með sterk kvíðaeinkenni og leituðu til okkar, við

fundum á þessu dálitla skýringu. Yfir kvöldið átti að vera stór kvöldvaka þar sem allir

flokkarnir þyrftu að flytja sitt atriði fyrir framan alla. Margir voru óvanir að þurfa að gera

eitthvað því líkt. Þetta fór nú samt allt vel á endanum og við töldum þeim trú um að taflan

myndi hjálpa þeim og gefa þeim aukin kraft til þess að flytja atriðin sín. Þau tóku mjög vel í

það og stóðu sig öll eins og hetjur yfir kvöldið.

Sólarhringur 9: Þennan dag fengum við alla krakkana sem við höfðum gefið töflu til þess að

hitta okkur inn í matsal og svara spurningalista um það hvernig

við hefðum staðið okkur sem vaktmenn og svona ýmislegt um

aðferðir sem við notuðum á þau. Hér til hliðar er listinn.

Krakkarnir tóku heldur vel í að svara spurningunum,

sumir áttu kannski í smá erfiðleikum með að skilja tilganginn á

því að svara þeim en við útskýrðum fyrir þeim að hann kæmi í

ljós seinna og að það sem skipti mestu máli núna, væri að þau

myndu reyna að svara eftir bestu getu og vera eins hreinskilinn

og unnt væri. Við gáfum þeim öllum penna í umbun fyrir að

hafa svarað þessu fyrir okkur.

Sólarhringur 10: . Þessi sólarhringur var einstaklega sértakur, vegna þess að þarna var planið

að ljúka stórum hluta rannsóknar, nú ætluðum við að höndla krakkana með örðum hætti en

Page 55: Mannfræðingur að störfum safn

við höfðum gert áður. Við ætluðum jú, að láta þau fá töflur og segja þeim að koma til okkar

þegar þeim færi að batna, en þegar að þau kæmu til okkar að láta þau vita hvernig og afhverju

töflurnar virka og sjá hvað gerist. Margir myndu segja að þetta væri kannski að fara illa með

börnin en við höfðum fullvissað alla aðstaðndendur um að við myndum vera mjög nærgætin

og fara varlega. Þessa nótt voru fimmtán sem komu til okkar með heimþrá, við sváfum því

einstaklega lítið yfir nóttina. Öll komu þau til baka til okkar og við sögðum þeim afhverju

þeim batnaði í alvöru, við pössuðum okkur að segja þeim það rólega og ég sá aðallega um að

tala þar sem að Moerman var ekki orðin alveg nógu góður í íslensku til þess að höndla börn á

þessu stigi. Börnin brugðust mjög mismunandi við, sumum fannst við vera að leika á þau,

örðum fannst þetta dálítið fyndið og en öðrum fannst þetta bara merkilegt. Þeim börnum sem

fannst þetta fyndið, gleymdu fljótt að þau hefðu verið með heimþrá og hún kom ekki aftur.

Þeim börnum sem fannst eins og við værum að leika á þau, leið illa eftir þetta, fóru að gráta

og langaði nú enn meira heim en áður. Börnin sem fannst þetta bara dálítið áhugavert byrjuðu

að finna smávegis aftur fyrir heimþránni en hún var ekki meiri en áður.

Í heildina litið á útileguna, gekk þetta vel. Aðal hópurinn sem leitaði til okkar var á

bilinu 10-11 ára. Þó voru nokkrir eldri en það líka. Allir fóru í það minnsta sáttir

heim og krökkunum líkaði svo vel við Moarman að þau báðu hann um að koma

aftur. Nú tók það við hjá okkur að vinna úr niðurstöðunum.

Niðurstöður

Eftir útileguna fór ég strax að vinna úr niðurstöðunum, Moerman var farinn heim en

hann tók líka með sér einhver gögn. Eftir um það bil fjóra daga af skype fundum lá þetta alveg

fyrir. Þetta voru ekki niðurstöður sem komu á óvart en niðurstöðurnar styrktu allt það sem

Moerman hafði verið að rannsaka lengi. Hjá börnunum sem trúðu því að töflurnar virkuðu,

mátti í öllum tilfellum sjá augljósan bata. Lykillinn var og er að trúa.

Það var óendanlega skemmtilegt að fá að útfæra svona rannsókn yfir í minn veruleika. Þetta

fékk mig gjörsamlega til þess að trúa á áhrif lyfleysu og ég veit að ég mun vilja halda áfram

að vinna efni tengt þessu. Næst á dagskrá verður að rannsaka hin svokölluðu Nocebo áhrif,

sem hann góðvinur minn Moerman hefur fjallað svo mikið um.

Page 56: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildir

[Án höfundar], 2013. Daniel E. Moerman. Timberpress. [Sótt 22.11.13] af

http://www.timberpress.com/author/daniel_e_moerman/253

Halldóra Pálsdóttir. 29.04.10. Heilun og lyfleysuhrif. Skemman. [Sótt 23.11.13] af

http://skemman.is/stream/get/1946/4798/14009/1/BAritgerd_HP.pdf

Insel P, Turner R.E. Ross D. (2007). Nutrition. Massachuetts. Útgáfa Jones og Barlett

Sigmundur Guðbjarnason . 01.02.12. ,,Hvað er lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað

sjúklingum?". [Sótt 23.11.13] af http://visindavefur.is/?id=31380

Page 57: Mannfræðingur að störfum safn

Kristján Alex Kristjánsson

Lítill heimur

Heimildaritgerð í mannfræði

Fjölbrautaskóli Suðurlands

Félagsfræði 323

Haustönn 2013

Page 58: Mannfræðingur að störfum safn

Inngangur

Í mannfræði hefur verið fjallað um allt sem snýr að lifnaðarháttum manna. Alls staðar

í heiminum er mannfræðingur að störfum fylgjast með öllu því sem gerist í kringum sig og

reynir að túlka það sem hann sér eftir bestu getu. Í Félagsfræði 323 höfum við fengið að líta

örlítið inn í heim mannfræðinga og prófað að skoða umhverfið í kringum okkur með þeirra

augum.

Fyrir lokaverkefni áfangans ákvað ég að skoða enn einu sinni áhrif ólíkra

menningarheima á líf mannsins. Fram að þessu höfum við gert ótal mörg verkefni sem snúa

að ólíkri menningu, horft á myndbönd frá Afríku og Indlandi, rannsakað menningarhópa hér á

Íslandi, séð hvernig menning hefur áhrif á sjúkdóma og margt fleira. Hinsvegar höfum við

ekki enn skoðað áhrif menningarheima á yngstu kynslóðina. Í þessu verkefni ætla ég að skoða

fyrsta árið í lífi fjögurra barna sem koma frá ólíkum heimshornum.

Heimildamyndin Babies kom út árið 2010 og er endurgerð franska leikstjórans

Thomas Balmés á hugmyndum franska leikarans, og leikstjórans, Alain Chabat. Í þessari 78

mínútna löngu mynd fylgjumst við með Ponijao frá Namibíu, Mari frá Tokyo, Bayar frá

Mongólíu og loks Hattie frá San Fransisco í Bandaríkjunum ganga í gegnum fyrsta ár sitt í

þessum heimi. Enginn sögumaður er í myndinni, heldur fáum við að fylgjast með hreinum

upptökum úr lífi barnanna, ásamt glaðlegri tónlist eftir Bruno Coulais. Í myndinni má

greinilega sjá hversu lík við öll erum, sama hvaðan við erum komin, og hvernig tæknin og

umhverfið breytir okkur.

Fæðingin og heimkoman

Í stuttri kynningu á því sem framundan var fáum við að sjá undirbúning mæðranna

fyrir yfirvofandi fæðingu. Í Tokyo sést móðirin gera undarlega tegund af jóga sem á að

undirbúa líkamann fyrir fæðinguna, á meðan móðirin í Nambíu situr úti og býr til rauðleitt

duft úr steini og smyr því yfir magann á sér. Í San Fransisco telja foreldrarnir sig vera tilbúna í

það sem er framundan eftir ótal barnatíma þar sem verðandi foreldrar lesa bækur og fara á

fyrirlestra hjá „sérfræðingum“ um ungabörn. Fæðing þessara fjögurra barna fer fram með

svipuðum hætti, þó við misgóðar aðstæður. Það var ekki sýnt mikið úr fæðingum barnanna

(sem betur fer, að mínu mati) vegna þess að hún er ekki aðalatriðið.

Eftir fæðinguna má glögglega sjá hvernig tækniþróun fer strax að hafa áhrif. Hattie, frá

Bandaríkjunum, og Mari frá Tokyo fá fagmannlega meðferð frá læknum í hreinlætishönskum

Page 59: Mannfræðingur að störfum safn

og mælar eru strax tengdir við ungabörnin til að fylgjast með heilsu þeirra. Ponijao (Namibía)

og Bayar (Mongólía) þurfa að sætta sig við mun náttúrulegri móttökur. Þeim er einfaldlega

vafið í þunnt teppi og lögð niður til hvíldar.

Í Bandaríkjunum, sem og á Íslandi, þurfa börnin að fara reglulega til læknis eftir

fæðinguna til að fylgjast með heilsu barnsins. Ekkert svoleiðis er í boði í Mongólíu og

Namibíu þar sem foreldrar verða hreinlega að krossleggja fingur og vona það besta. Síðan fær

Hattie að baða sig í sturtu með pabba og Mari í litlu baðkari. Bayar er látinn malla í bala á

sveitabænum sínum, síðan kemur geit og fær sér vatnssopa úr balanum á meðan! Ekkert

sjálfsagðara en það. Fæstir myndu þó trúa því hvernig Ponijao var þrifinn í Namibíu. Móðir

hans hélt honum á lofti og hreinlega sleikti á honum andlitið, hreint út sagt magnað.

Tæknin sem uppeldistæki

Við í hinum vestræna heimi teljum okkur heppin að búa við þá tækni sem við höfum í

dag. Við teljum hana vera ómissandi og eigum erfitt með að ímynda okkur að ala upp börn án

leikfanga og barnabókmennta. Á meðan Mari leikur sér að farsíma föður síns og Hattie skoðar

barnabækur með móður sinni, þá er Ponijao sitjandi í drullupolli að leika sér eða að fylgjast

með flugum hópast saman yfir skítugu umhverfi. Það undarlega er að tæknivæddu börnin

virðast ekki vera að skemmta sér meira en þessi fátæku, þvert á móti virðist Ponijao ekki vilja

gera neitt annað en að skvetta í drullupolli. Það eru ekki bein tengsl á milli tækni og hamingju,

heldur er það ást og umhyggja foreldranna sem gera gæfumuninn.

Tæknin er þó einnig gerð til að auðvelda foreldrum lífið. Japan er auðvitað miðstöð

tækniþróunar í heiminum þannig að það kemur ekki á óvart að foreldrar Mari eigi sjálfvirka

vöggu, sem ruggar henni í svefn sjálfkrafa. Á meðan þarf móðir Ponijao að hafa hann á

bakinu í vinnunni stuttu eftir fæðinguna vegna þess að það er auðvitað ekki fæðingarorlof og

enginn passar börn annarra. Í Namibíu hugsar hver um sig og sína enda er það meira en nóg.

Eftir að hafa horft á þessa mynd er ég tilbúinn til að kasta fram djarfri fullyrðingu.

Mikið áreiti í umhverfinu er ekki gott fyrir börn. Ég er ekki foreldri þannig að í raun hef ég

ekki rétt á að fullyrða neitt um uppeldi, en ég fann nokkrar góðar sannanir fyrir þessu í

myndinni. Hinn síkáti Ponijao frá Namibíu eyðir öllum deginum við lítið áreiti þar sem hann

situr í moldinni og leikur sér með bróður sínum. Hann upplifir heiminn eins og hann er,

fylgist með dýrum og fylgist með móður sinni vinna. Þegar Hattie er í svokölluðum

„barnatímum“ þar sem foreldrar sitja með börnin í fanginu, syngja lög og láta börnin sín

Page 60: Mannfræðingur að störfum safn

dansa, virðist hún ekki vera að njóta sín. Hún fer meira að segja að hurðinni og reynir að opna

hana. Einnig fer Mari að hágráta þegar hún upplifir hávaðann á barnamiðstöðinni í Tokyo.

Öryggi og umhverfi

Öryggi barna er greinilega ekki höfuðáherslan í Mongólíu og Namibíu. Þegar Hattie

kemur heim er hún strax í öruggu umhverfi þar sem allt hætturlegt er henni ekki innan handar.

Bayar er hins vegar tekinn heim á mótorhjóli, þar sem móðir hans heldur á honum fyrir aftan

föður hans sem keyrir. Hann fær að leika sér í pallinum á pallbíl án þess að neinn fylgist með

honum og hann er nokkrum sinnum nálægt því að detta. Ponijao gengur um berfættur á

grófum sandinum í þorpinu sínu í Namibíu, og leikur sér á því að setja hendurnar upp í

kjaftinn á hundi. Sem betur fer kemur ekkert fyrir neitt af börnunum í myndinni, þó að eldri

bróðir Bayar er duglegur að lemja hann í andlitið með teppi þegar móðir þeirra horfir ekki,

greinilega ósáttur við hversu mikla athygla „nýja barnið“ er að taka.

Börnin í Mongólíu og Namibíu eru mun meira í tengslum við umhverfi sitt og

náttúruna. Ponijao leikur sér við hundana á jörðinni í þorpinu og Bayar situr á allsber á palli

og fylgist með kúnum hópast að bænum til að fá sér að borða. Maður skynjar hversu einfalt

lífið er fyrir þá og þeir njóta sín vel í svona beinu sambandi við móður jörð. Mari er að alast

upp í miðbæ Tokyo, fjölmennustu borg heimsins, þannig að það er rétt hægt að ímynda sér

hversu lítinn frið hún fær í slíku þéttbýli.

Lokaorð og niðurstaða

Skortur á sögumanni hefur tvískipt áhrif á upplifun mína á myndinni. Maður tengist

börnunum frekar vegna þess að það eru aðeins þau sem sjá um frammistöðuna á skjánum.

Hins vegar hefði mér þótt gott að hafa sögumann til að halda athyglinni betur vegna þess að

eftir klukkutíma af grátandi börnum og brjóstagjöf er hætta á því að maður missi auðveldlega

einbeitingu. Skortur á sögumanni gerir það að verkum að maður þarf að taka eftir öllum

áhersluatriðun sjálfur, sem er öðruvísi en maður er vanur. Leikstjórin gerir þó vel með því að

gera myndina og boðskapinn auðskiljanlegan með góðri klippingu. Til dæmis er sýnt þegar

börnin læra að tala hvert á fætur öðru svo maður getur séð muninn.

Babies er ekki mynd sem ég myndi mæla sérstaklega með fyrir hvern sem er. Myndin

er miðuð að þeim sem hafa áhuga á mannfræði, félagsfræði, og aðsjálfsögðu börnum, og það

skín alveg í gegn. Fjölmargar mæður hafa þó skrifað ummæli við myndna á IMDB.com þar

Page 61: Mannfræðingur að störfum safn

sem sagt er að myndin sé frábær mynd til að halda upp á Mæðradaginn. Ég tel mig þó ekki

vera í stöðu til að neita eða vera sammála þeirri fullyrðingu.

Börn í dag eru að mestu leiti eins fyrstu mánuði ævinnar en eru síðan mótuð af

umhverfi sínu og því áreiti sem þau verða fyrir í daglegu lífi. Áreitið sem við í hinum

vestræna heimi verður fyrir, eins og Hattie frá Bandaríkjunum, leiðir til þess að við erum

fljótari að læra ýmsa hluti, einfaldlega vegna þess að það er strax farið að kenna okkur.

Fullyrðingin „umhverfið skapar manninn“ er því sönnuð í myndinni en það jafnast þó ekkert á

við sakleysi barns sem hefur ekki enn lært menningu foreldra sinna.

Page 62: Mannfræðingur að störfum safn

Rannsókn á Kúbverskri menningu

með aðstoð Clifford Geertz

Lokaverkefni í félagsfræði

Kristín Ósk Unnsteinsdóttir

Félagsfræði 323

Fjölbrautarskóli suðurlands

Haustönn 2013

Page 63: Mannfræðingur að störfum safn

Ég valdi að vinna með bandaríska mannfræðingnum Clifford Geertz, en hann er fæddur árið

1926. Hann ætlaði sér að verða blaðamaður og rithöfundur en þegar hann var kominn inn í

félagsfræðideildina í Harvard til að læra það snerist honum hugur og hann fór í mannfræði.

Hann lauk prófi í mannfræði frá Harvard árið 1956.

Helsta framlag hans til mannfræðinnar var að skilgreina hugtakið menning. Hann taldi að

menning væri mynstur merkingabærra tákna. Þetta mynstur gerði mönnum kleift að skilja

veruleikan og aðlaga sig að honum.1

Ég valdi Clifford Geertz vegna þess hvað hann virðist horfa á hlutina í víðu samhengi og sjá

það sem allir menn eiga sameiginlegt. Ég held að með því að sjá það sem er sameiginlegt sé

auðveldara að átta sig á hvað sé ólíkt og þannig öðlast skilning á hinum ýmsu samfélögum.

Auk þess sem að hann hefur mikla reynslu og menntun á bak við sig í þessum efnum.

Cuba

Ég valdi Kúbu til rannsóknar þar sem að mér þykir menningin þar bæði framandi og

áhugaverð.

Kúba er að mínu mati virkilega sér á báti og þá einkum vegna stjórnarfarsins og hvernig fólki

þar tókst að aðlagast stjórnarháttum kommúnismans.

Ég hef áhuga á að rannsaka kúbverska menningu í heild sinni en leggja þó aðal áherslu á

hvernig kommúnisminn þar er frábrugðinn til að mynda þeim kommúnisma sem ríkti í

Sovíetríkjunum á sínum tíma og hvernig hann hefur haft áhrif á kúbverska menningu.2

1 Helga Björnsdóttir.2012

2 FN-sambandet.2013

Page 64: Mannfræðingur að störfum safn

Við Clifford ákváðum að notast bæði við þáttöku athugun og viðtöl. Ég ákvað að gerast hluti

af kúbverjum í tæpar tvær vikur . Clifford myndi svo hjálpa mér að vinna úr og túlka

upplýsingarnar auk þess sem að hann myndi aðstoða mig við viðtölin.

Þegar við erum komin til Kúbu erum við Clifford að reyna að finna góðan stað til að setjast

niður og semja spurningarnar. Allt í einu römbum við á einn af uppáhalds börum

nóbelsverðlauna hafans Hemmingway, La Bodeguita del Medio. Þetta hlýtur að vera hinn

besti staður fyrst hann hefur verið opin í öll þessi ár.3

Þegar við erum sest og höfum fengið okkur eitthavð, fer ég að ráðfæra mig við Clifford

varðandi spurningar.

Væri ekki gott að byrja á því að reyna að fá nokkra aldraða kúbverja til að segja frá því

hvernig lífið var fyrir byltinguna og þar af leiðandi kommúismann?

Jú kannski að við myndum byrja víðtækt og spyrja hvað einkenndi þennan tíma að þeirra

mati? Svarar clifford

Þaðan getum við svo fikrað okkur niður í smáatriðin. Til að mynda hverjir þeim fundust

helstu gallarnir og hvort það hafi verið sérstakir kostir og þá hverjir þeir voru.

Ég á mun erfiðara að ímynda mér þennan tíma en Clifford þar sem að hann lifði hann að vísu

frá bandaríkjamanni séð en það er svo miklu meira en ég get sagt. Ég sting samt uppá því að

3 Havana.Hemingway.2012

Page 65: Mannfræðingur að störfum safn

fá þau, s.s. Gamla fólkið til þess að lýsa aðeins umhverfi og byggingum á þessum tíma til að

fá þeirra sýn á það.

Einnig er nauðsynlegt að fá svör hvernig efnahags ástandið hafi raunverulega verið.

Við Clifford vorum samt sammála um það að við þyrftum líka kynnast upplifun frá fólki sem

ekki þekkti neitt annað. Semsagt þeim sem voru fæddir eftir byltinguna 1959.4

Fyrsta spurningin sem ég sting uppá er einfaldlega sú hvort fólk sé ánægt með að hafa alist

upp á kúbu?

Hvernig efnahagi og launum sé háttað vorum við sammála um að við yrðum að fá svör við.

Clifford segir að einnig vær fróðlegt að sjá hvort einhver breyting hafi orðið á menntun og

heilbriðis málum. Mér líst vel á það.

Clifford telur þó að öðrum upplýsingum verði betur aflað með því að gerast hluti af

samfélaginu eins og það er í dag. Við höfum fengið leyfi fyrir því að ég fái að búa á kúbversu

hemili í 2 vikur.

Til að byrja með röltum við út fundum fólk sem var tilbúið að ræða við okkur.

Ég tek að mér að tala við það yngra og Clifford það eldra.

Clifford ræðir við áttræðan kúbverskan mann sem heitir Luis Roberto.

Clifford kemur til baka með spurningarnar og svörin skrifuð á gamla ritvél

Viðtal við Luis Roberto, 80 ára

Hvað einkenndi þennan tíma að þínu mati?

Í minninguni er það ákveðinn eymd að horfa á þessa velsæld sem var svo nálægt manni en á

sama tíma svo ótrúlega fjarlæg.

Hverjir voru helstu gallarnir?

Þetta ástand var nánast gallað í gegn. Við vorum skíturin undir skónum á ríka hvíta fólkinu

rasisminn var alsráðandi. Við vorum í endalausu ströggli

Voru einhverjir kostir? Nám og heilsugæsla var öflug í Havana en það er það líka dag svo

að það var ekki þessari menningu sem þá ríkti að þakka.5 Að mínu mati voru þeir því fáir

4 Cuban Revolution.2013

5Pre-Castro Cuba .2004

Page 66: Mannfræðingur að störfum safn

Hvernig myndirðu lýsa umhverfinu á þessum tima þá einkum í Havana? Ég á sjálfsgat

myndir sem ég get sýnt þér.

Hvernig var efnahags ástandið raunverulega?

Fyrir okkur var það ekkert sérstaklega gott en það var enn verra fyrir þá sem bjuggu í

sveitunum þeir höfðu hvorki aðgang að menntun eða heilbrigðisþjónustu. 6

Einnig fór mikið fjármagn úr landi með erlendum ferðamönnum.7

Þá var komið að mér ég fékk að ræða við hjón. Maðurinn Hét Raúl Angelo og var 42 ára en

kona hans Vanessa var 39 ára.

Ég fæ ritvélina hans Cliffords lánaða og spyr hjónin spjörunum úr.

Viðtal við Raúl 42 ára og Vanessu 39 ára

Hvernig upplifðu þið að alast upp á kúbu?

Vanessa: Ég er ánægð hér, stundum hefði ég að vísu viljað ferðast meira þegar ég var krakki

þar sem að það var mög erfitt að fá leyfi til að fara úr landinu þar til fyrir nokkrum árum, en

hér er gott að búa.

Raúl: Ég er sammála hér er gott að vera og ég sé góða framtíð hér fyrir börnin okkar.

Hvernig er efnahagi hér háttað:

Raúl: Ríkið rekur nánast allar stofnanir hér einkarekstur hefur þó smán saman verið að færast

í aukana til að mynda átti ríkið um 91% allra stofnanna um 1981 en á í dag ekki nema 76%.

Sökum þess hve mikið er í ríkiseigu eru allar lífsnauðsnjar niðurgreiddar en á móti kemur að

launin eru ekki mjög há. Eftir byltinguna 1959 settu bandaríkja menn viðskiptabann á kúbu,

því var að hluta til afléttt 1993 og bandaríkjadollarinn fór að koma inn í landið, störf á borð 6 Pre-Castro Cuba .2004

7 Economy of Cuba.2013

Page 67: Mannfræðingur að störfum safn

við að vera leigubílstjóri, veitingahúsarekstur varð þá mjög eftirsóttur vegna þess að fyrir

dollarana var hægt að fá ýmsan lúxus varning sem fólk hafði ekki haft efni á áður.8

Vanessa: Hvað laun varðar tel ég þau vera frá 400 pesum til um 700 pesa. Bróðir minn vinnur

í verksmiðju og er með um 400 á mánuði læknar eru svo almennt þeir tekjuhæstu með um 700

pesa á mánnuði, ætli þetta sé ekki eins og 17-30 bandaríkjadollarar. Ekki er þó hægt að skipta

kúbverskum pesum í annan gjaldmiðil. Þetta er heldur ekki alveg sambærilegt þar sem

verðlagið er talsvert ólíkt ogí bandaríkunum auk þess eru allar lífsnauðsynjar niðurgreiddar af

ríkinu að einhverju leyti.9

Hvernig myndu þið lýsa heilbrigðis og mennta kerfinu hér á kúbu?

Vanessa : Mentakerfið er mjög gott og allt niður greitt meira að segja háskólinn.

Heilbrigðiskerfið sömuleiðis, ég hef þó ekki mikla reynslu af því nema bara þetta venjulega,

að vísu fótbrotnaði strákurinn okkar fyrir ári síðan og það va mjög vel hugsað um hann

Raúl: Já menntakerfið tel ég vera gott hér um 1995 voru 96% þjóðarinnar sem gátu lesið og

skrifað. Sömuleiðis ber ég mikið traust til heilbrigðiskerfisins.10

Dvöl mín hjá kúbverskri fjölskyldu

Þessar tvær vikur dvaldi ég hjá hjónum með tvö börn í úhverfi Havana.

Dvölin fann ég að undistrikaði margt sem komið hafði fram í viðtölunum.

Húsið var hálf hrátt veggirnir bara málaðir og flísar á öllum gólfum, en samt var þetta ótrúlega

heimilislegt og snyrtilegt.

María mamman á heimilinu var 45 ára kennari, Josue ,Pabbin á heimilinu var fimmtugur

tölvuverkfræðingur. Börnin þeirra voru svo hinn 19 ára Antonio sem var í læknisfræði og 15

ára Angelica sem enn var í frammhaldskóla.Ég fæ að fara með Angelicu í skólann. Þegar í

skólan var komið voru allir krakkarnir í eins skóla búning, rauðu pilsi og hvítri skyrtu.

Strákarnir voru í rauðum buxum og hvítri skyrtu.

Þarna voru aftur allir jafnir og það

merkilega var að þetta fór flestum og ef

ekki öllum krökkunum mjög vel. Ég fann

strax þar sem ég sat aftast í fyrsta tíma að

8 Economy of Cuba.2013

9 Economy of Cuba.2013

10 A look at the educational system of Cuba.2012

Page 68: Mannfræðingur að störfum safn

það var mikill metnaður í náminu bæði hjá nemendum og kennurum. Ég segi það kannski

ekki öllum nemendunum, en lang flestum.

Kvöldið eftir fór ég með Antonio og vinum hans á bar í nágrenninu. Ég var nokkuð hissa

þegar ég sá bjórglösin þar sem að þetta voru bara Bjórflöskur sem búið var að skera í

sundurog slípa svo brúnina.

Þrátt fyrir að staðurinn væri á vissan hátt hrár fannst mér hann samt virkilega sjarmerandi. Ég

fór líka að hugsa ef allar fjölskyldur eru á jafn háum launum þá hafa allir efni á því að fá sér

bjór ef að það er það sem að þeir vilja.

Þegar ég var búinn að vera þarna í að ég held viku fór ég og kíkti á Clifford sem dvaldi á

hóteli í miðborg Havana. Hótelið var eins og fimm stjörnu hótel í hverju öðru landi, en þar

voru aðeins ferðamenn, ekki einn einasti innfæddur þetta kom mér mjög á óvart. Umhverfið í

kringum hótelið var engan veginn svipað því umhverfi sem að ég hafði verið í undanfarna

viku, þetta voru eins og tveir ólíkir heimar. 11

Þegar ég kom aftur í húsið sem að ég hafði verið í undan farna viku fór ég að taka meira eftir

fátæktinni sem þar ríkti þó að maturinn væri góður var hráefnið ansi lítilfjörlegt og allt var

nýtt eins og mögulega hægt var. Þessa seinni viku gat ég ekki hætt að dást að því að þrátt fyrir

að veraldleg gæði væru kannski ekki eins og best yrði á kosið voru flestir ansi sáttir með lífið

á Kúbu.

Niðurstaða

Eftir þessa upplýsingaöflun á Kúbu var ég kominn með kenningu um hvers vegna

Kommúnisminn er í svona miklum blóma á Kúbu. Ég fékk þessa hugmynd raunar um leið og

ég bar saman viðtölin, dvölin á heimilinu virtist aðeins undirstrika það.

Ég tel að það hvað ójöfnuðurinn var ótrúlega mikill á sínum tíma hafi gert kommúnismanum

auðvelt að ryðja sér til rúms. Það að ekki sé hægt að skipta kúbverskum peningum hefur

sjálfsagt átt að koma í veg fyrir að svona mikill ójöfnuður endurtaki sig. Ég tel að það auk

verslunarbanns bandaríkjanna hafi átt stórann þátt í að einangra Kúbu frá umheiminum sem

kemur frekar í veg fyrir fall kommúnismans.

11

http://www.select-a-room.com/hotels/cuba/havana

Page 69: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildaskrá

A look at the educational system of Cuba.2012.know about cuba (sótt

25.11.2013)http://knowaboutcuba.com/2012/06/a-look-at-the-education-system-of-cuba/

Cuban Revolution.2013.wikipedia.(sótt 21.11.2013)

http://en.wikipedia.org/wiki/Cuban_Revolution

Economy of Cuba.2013.Wikipedia.(sótt 24.11.2013)

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_Cuba

Havana Hemingway.2012.Hemingway Cuba (sótt 23.11.2013)

Helga Björnsdóttir.2012.Hver var Clifford Geertz og hvert var framlag hans til vísindanna?“.

Vísindavefurinn.(sótt 20.11.2013) http://www.visindavefur.is/svar.php?id=62831

FN-sambandet.2013.Kúba.Global.(sótt 20.11.2013) http://www.globalis.is/Loend/Kuba

Pre-Castro Cuba.2004.New content.(sótt 24.11.2013)

http://www.pbs.org/wgbh/amex/castro/peopleevents/e_precastro.html

Page 70: Mannfræðingur að störfum safn

Lokaverkefni í Félagsfræði 323

Simpansar

Jane Gooddall er einn fremsti sérfræðingur á sviði simpasa og einnig frumkvöðull í

rannsóknum á þeim. Í dag er Jane 79 ára gömul en hún fæddist í Englandi árið 1934. Frá unga

aldri hefur Jane haft áhuga á dýrum. Hún las allskonar dýrabækur og var heilluð af dýrunum.

Henni þótti alltaf vera einhver tenging milli hennar og dýra. Hún hafði útskrifast sem ritari og

aðeins 26 ára að aldri, árið 1960, var Jane valin af Louise Leakey til að ferðast til þjóðgarðsins

Gombe í Tansaníu. Þar átti hún að dvelja í 6 mánuði og rannsaka simpansa. Hún hefur skrifað

fjöldann allan um bækur um simpansa en frægust þeirra er bókin In The Shadow Of Man sem

fjallar um dvöl hennar í Gombe og rannsóknir á simpönsum. Ég valdi Jane Goodall til að

vinna með að rannsókn okkar af því að mér fannst vinna hennar áhugaverð einnig hve

viljamikil og ákveðin hún er. Jane hefur helgað líf sitt simpansa og barist fyrir réttindum og

tilveru þeirra. Mér hefur alltaf fundist apar áhugaverðir en hef ekki vitað mikið um þá.

Rannsóknin mun helst beinast að hegðun simpansa og fjölskyldulífi þeirra og borið saman við

manninn.

Ég ferðaðist til Gombe Þjóðgaðarins í Tansaníu og hitt i Jane. Jane notast við þáttökuathugun

og athugun án þáttöku vegna þess að hún tengist simpönsunum en hún tekur ekki beint þátt í

þeirra daglega lífi vegna þess að simpansar eru dýr. Þannig að hennar athugun er blönduð. En

hún tekur samt sem áður sem mestan þátt þar sem hún hittir þá daglega og er oft í kringum þá

og gefur þeim jafnvel að borða. Simpansarnir eru búnir að venjast henni og samþykkja hana

og því var frekar auðvelt fyrir annað fólk að nálgast þá án þess að það tæki langan tíma.

Ég spurði Jane hvernig hún náði að tengjast öpunum og hvort að það hafi verið erfitt að fá

samþykki þeirra fyrst um sinn: „Fyrstu dagarnir voru erfiðir, ég gat ég lítið nálgast

simpansana vegna hættu á að þeir myndu ráðast á mig. Þess vegna þurfti ég láta lítið fyrir mér

fara. Eftir nokkurn tíma þá kom simpansi sem ég hef nefnt David Greybeard að mér og starði

undrandi á mig og snéri svo við. David Greybeard var fyrsti simpansin sem hætti að vera

hræddur við mig og hjálpaði mér að komast inn í heim simpansana.“

Mér fannst merkilegt hve langan tíma Jane varði í þjóðgarðinum og vildi fá að vita hvort að

hún hefði nokkuð viljað hætta þessu bara og fara heim: „Ég varð sjaldan leið en auðvitað tók

þetta á og fékk ég stundum heimþrá en þrátt fyrir það fannst mér þetta svo áhugavert og ég

lifði mig svo inn í heim þeirra að mér datt það ekki í hug að hætta rannsókninni.“ Jane kynnti

mig fyrir mæðgunum Flo og Olly. Þær virtust óaðskiljanlegar og höfðu mjög sterk sterk

tilfinningaleg bönd á milli þeirra. „Flo og Olly kenndu mér margt um tengsl móður og barns.“

Sonur Flo, Flint hafði verið myndaður frá 5 mánaða aldri frá skrefi til skrefs. Flint hegðaði sér

mjög illa og var ekki nógu góður við móður sína því hann lét hana bera sig og þrátt fyrir að

vega um helmingi þyngd móður sinnar. Það sem vekur athygli er að þegar Flo deyr finnur

Flint lík henanar í læk og 3 vikum seinna deyr hann úr hjartasorg. Á þessum tíma tengdist

Jane mjög simpönsunum. „Fifi og ég höfðum alltaf sterk tengsl, hún vissi alltaf þegar ég var

Page 71: Mannfræðingur að störfum safn

að koma og einhvernvegin var hún alltaf til staðar.“ Samband móður og barns eru eitt af

sterkustu sambönd í samfélagi simpansa sem og systkinasambönd. Samband þeirra er út allt

lífið. „Móðir mín hafði mikil áhrif á mig, hún var mjög vitur hvernig hún aldi okkur upp. Hún

gaf mér mörg góð ráð sem hafa nýst mér í gegnum lífið.“ Faðir Jane var hins vegar ekki til

staðar og fór frá móður hennar og börnum þegar Jane var 5 ára og hafði hann því lítil áhrif á

hana. Simpasa karldýr taka lítin þátt og leika aðeins lítið hlutverk í uppeldi ungbarna sinna.

Hinsvegar mynda þeir sterk bönd milli hvers annars. Bræðurnir Freud og Frodo eru afar

ólíkir. Freud er hinn hugsunarsami og hefur afrekað allt frekar hljóðlega meðan bróðir hans

var grófari og harðari persóna en bróðir hans. Það ríkir mikið drama í kringum hópa simpansa

vegna t.d. stöðu samfélagslegra stöðu þeirra. Hópar simpansa geta verið allt 18 til 80

meðlimir. Simpasa hópar eru yfirleitt ekki vinalegir við hvor aðra og oft átök þeirra á milli.

Ég spurði Jane út í uppgötvanir sínar og sagði hún mér frá því þegar hún uppgötvaði að

simpansar noti verkfæri en áður var talið að maðurinn væri eina dýrategundin sem notaði

verkfæri. Þekkt er að simpansarnir noti prik eða lurk til að veiða termíta úr termítahraukum.

Einnig sagði hún mér frá þeim atburði þegar simpasi af öðrum hópi fór yfir landareign hins

hópsins. Karldýrin eltu hann uppi og börðu hann til bana. „Þetta var hræðilegt að sjá og það

var þá sem ég uppgötvaði hvað simpasar geta verið grimmir líkt og maðurinn.“ Jane varð vitni

að enn einum atburðinum þegar hún sá hóp simpansa króa rauðan olobus-apa af og rífa hann í

sig. Hún komst einnig að því þegar hún sá simpasa klifra upp tré með lítið svín og éta en talið

var áður að simpasar ætu einungis afurðir úr dýraríkinu.

Jane kynnti mig fyrir mæðgunum Flo og Olly. Þær eruóaðskiljanlegar og algjörlega háð hvor

annari. Jane segir: “Flo og Olly kenndu mér margt um tengsl móður og barns.“ Sonur Flo,

Flint hafði verið myndaður frá 5 mánaða aldri myndatökumanns sem starfaði á eyjunni og var

meðal annars eiginmaður Jane en hann myndaði Flint frá skrefi til skrefs. Þegar Flint var 7 ára

hegðaði hann sér líkt og 5 ára hann var afar hávaðasamur og hegðaði sér illa. Hann var til að

mynda ekki nógu góður við móður sína því hann lét hana bera sig og þrátt fyrir að vega um

helmingi þyngd móður sinnar. En Flo gat ekki sagt nei við hann og gæti það verið skýringin á

hegðun hans. Þegar Flo deyr hins vegar vegna hárrar elli finnur Flint lík henanr við læk og

verður afar sorgmæddur. Hann hélt sig mjög nærri læknum í um 3 vikur og deyr síðan sjálfur

úr hjartasorg. Þetta sýnir hversu sterk tengs eru á millli móður og barns hjá simpönsum líkt og

hjá manninum.

Það er því nokkuð augljóst að simpasar og menn hafa mjög líka hegðun. Það eru ekki aðeins

maðurinn sem hefur persónuleika heldur líka simpansar. Einnig hafa simpasar rökrétta hugsun

og geta sýnt tilfinningar eins og gleði og sorg. Jane rannsakaði einnig hljóð sem þeir gefa frá

sér og hermdi oft eftir þeim til þess að sklija hvað þau þýddu og láta aðra heyra. Þessi hljóð

táknuðu t.d. hlátur og ánægju eftir daginn. Hún varð vör við mannlega hegðun þ.á.m.

faðmlög, kossa, klapp á bakið og jafnvel að kitla hvorn annan. Þessar uppgötvanir Jane sína

að það er samsvörun milli mannsins og simpansa sem felst ekki einungis í erfðafræði heldur í

tilfinningum, vitsmunum, fjölskyldulífi og félagslegum samböndum. Rannsókn hennar tók allt

að 45 ár og hefur hún verið talsmaður simpanasa öll þessi ár og er enn. Það eru margir sem

segja hana hafa gefið simpösnunum persónuleika með t.d. nafnagift hennar á þeim en hún

Page 72: Mannfræðingur að störfum safn

segir að hún hafi alltaf verið túlkandi þeirra. Jane hefur varið síðari árum sínum í að flytja

fyrirlestra um allan heim þess efnis að koma jafnvægi milli mannsins og heim náttúrunnar.

Helga Valdís Sigurðardóttir

Page 73: Mannfræðingur að störfum safn

Heimildir:

„Jane Goodall“. http://www.britannica.com/EBchecked/topic/238763/Jane-Goodall.

Jeremy Bristow. 2011. „Beuaty and the Beast“. BBC documentary.

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um simpansa?“. Vísindavefurinn 6.5.2002.

http://visindavefur.is/?id=2358.

„Research at Gombe Stream National Park“. Wikipedia 27.10.13.

http://en.wikipedia.org/wiki/Jane_Goodall#Books.

Page 74: Mannfræðingur að störfum safn

Mannfræðingur að störfum

Atvinnumenn í íþróttum

Mannfræðingurinn sem ég ákvað að vinna með var Emile Durkheim, ástæðan er

einföld, hann var mikill frumkvöðull á sínu svið og gerðu sem dæmi eina merkustu rannsókn

sem gerð hefur verið, þegar hann rannsakaði sjálfsmorð og hvað það er sem veldur þeim. Þó

svo að ég hefi valið hann er þó maður að nafni Don Chambliss sem á eina athyglisverðustu

kenningu sem gerð hefur verið, "árángur í lífinu er bundin skuldbindingu en ekki hæfileikum".

Emile leitar hins vegar alltaf af því hvað það er sem hefur áhrif á einstaklingin þegar upp er

staðið, það getur verið trú, uppruni, gildi eða jafnvel menntun og fleira. Emile fæddist í

Epinal, litlum bæ í norð-austurhluta Frakklands. Hann var af gyðingsættum og voru bæði

faðir hans og afi rabbínar. Sjálfur var hann, í það minnsta eftir að hann komst til ára,

trúleysingi. Emile sýndi námi sínu lítinn áhuga og útskrifaðist í heimspeki með lága einkunn.

Á meðan að á náminu stóð las hann verk Auguste Comtes og Herbert Spencers. Á þessum

tíma var félagsfræði ekki til sem sjálfstæð fræðigrein. Émile leit svo á að það væri hlutverk

hans að reyna að ráða bót á meinum samfélagsins. Hann hafði sér í lagi áhuga á hvers kyns

reglum sem samfélagið setti um leyfilega hegðun þegna þess. Til þess rannsakaði hann þróun

hegningarlaga annars vegar í hinum nýju borgarsamfélögum sem skapast höfðu með

þéttbýlismynduninni sem fygldi iðnvæðinguninni og hins vegar í smærri og frumstæðari

samfélögum sveitanna. Hann komst m.a. að þeirri niðurstöðu að borgarsamfélögum mætti

lýsa sem lífrænum andstætt vélrænum samfélögum strjálbýlis. Með því átti hann við að í

frumstæðari samfélögum var samfélagið samleitnara. Við alvarlegri brotum var gjarnan

grimmilegum, líkamlegum refsingum beitt. Hver einstaklingur var álitinn fastur hluti af

samfélaginu og ekki álitið æskilegt að vikið yrði frá venjum innan þess. Þéttbýlissamfélögum

nútímans taldi hann einkennast af verkaskiptingu eða sérhæfingu, þar með væri ekki jafn

traust bönd sem tengdu einstaklinga. Í slíku samfélagi er fólk umburðarlyndara hvort gagnvart

öðru.

Page 75: Mannfræðingur að störfum safn

Efnið sem ég ákvað að rannsaka eru atvinnumenn í íþróttum. Heimur þeirra er mjög

áhugaverður en oft hefur vantað upplýsingar til almennings hvernig hann er í raun og veru.

Eru þeir eitthvað öðruvísi en við hin? lýta þeir á íþróttina sem starf eða skemmtun? eru

leikmenn liðana vinir? líta þeir á þjálfara sinn sem yfirmann eða bara hluta af hópnum? eru

gildi þeirra öðruvísi en hjá áhugamannaliðum? Hvernig verja þeir frítíma sínum? er

atvinnumennskan eins og þeir bjuggust við? og jafnvel að skoða bakrunn þeirra nánar. Að svo

sögðu ákvað ég að fara í leiðangur og fylgja einu atvinnumannaliði í handbolta. Liðið heitir

ThSV Eisenach og er staðsett í samnefndum bæ í vestur þýskalandi. Eisenach átti að spila þrjá

úti leika á næstu 10 dögum og gafst nægur tíma að kanna atferli þeirra og annað sem skiptir

máli í 6-8 tíma löngum rútuferðum sem biðu okkar.

Í fyrstu rútuferðinni nýtti ég tíman og tók viðtal vinn einn af leikmönnum liðsins, sá

heitir Bjarki Már Elísson og flaug á vit ævintýranna í haust þegar Eisenach bauð honum

samning, áður spilaði hann með Selfoss og síðar HK. Bjarki Már kom ungur að árum,

einungis 16 ára gamall á Selfoss úr höfuðborginni, í Handbolta Akademíu FSu með það að

markmiði að verða atvinnumaður í greininni. Það tókst og ætla ég að spurja hann spjörunum

úr, með það að markmiði að komast nær markmiði rannsóknarinnar.

Eitt af því sem ég hef haft mikinn áhuga af vita er hvort atvinnumenn hugsi um íþróttina sem

starf eða skemmtun. Bjark hafði þetta að segja: Það er rosalega misjafnt. Það fer mikið eftir

aldri, þeir sem eru eldri líta meira á þetta sem starf að mínu mati, en þeir sem eru yngri líta

meira á þetta sem skemmtun. Þetta á þó alls ekki við í öllum tilvikum. Fyrir mitt leyti reyni ég

að horfa á báðar hliðar. Í öllu sem maður gerir, innan vallar sem utan þarf maður að hafa

hugfast að þetta er starfið manns og þar spilar ímyndin sterkt inn í. Oftast er þetta mjög

skemmtilegt og margir sem hefðu viljað geta unnið við að spila og leika sér í íþróttum. Þegar

maður fær leiða, eins og gerist í öllu er gott að minna sig á að maður fær borgað fyrir þetta.

En heilt yfir tel ég svarið við þessu mjög persónubundið.

Leikmenn úr áhugamannaliðum hafa oft hangið langt fram á þrítugsaldurinn í sinni íþrótt

vegna þeirra félagslegra tengsla sem þeir búa að hjá liðum sínum, margir æskuvinir fylgjast

oft að. Þegar menn halda hins vegar utan í atvinnumennskuna þá veltur maður fyrir sér hvort

það eigi einnig við þar að leikmenn eyði miklum tíma saman utan æfingu eða keppni. Við

skulum sjá hverju Bjarki svarar: Það er í mörgum tilvikum þannig. Það eru þó ekki allir bestu

Page 76: Mannfræðingur að störfum safn

vinir í liðinu og er það oftast þannig að menn para sig saman innan liðsins. Á mínum stað eru

flest allir utanaðkomandi, þ.e.a.s. ekki frá bænum og eiga því ekki marga vini utan

handboltans. Það er líka oftast þannig að þeir sem tala sama tungumálið eyða miklum tíma

saman. Það er oftast mikið af útlendingum í atvinnumannaliðum og því finnst mönnum gott

að geta tjáð sig á móðurmálinu.

Maður veltir einnig fyrir sér hvort munurinn á atvinnumannaliðum og áhugamannaliðum sé

mikill, þar fá jú menn borgað en skilar það sér vel í gæði liðsins. Bjarki: Hann er rosalega

mikill. Ég myndi segja að fyrst og fremst gæðin á íþróttinni sjálfri, í mínu tilfelli handbolta.

Það er einnig mikill munur á líkamlegum styrk en það er mjög skiljanlegt þar sem

atvinnumaðurinn vinnur við að bæta skrokkinn sinn. Einnig er umgjörðin í kringum

atvinnumannaliðin mun stærri og meiri heldur en áhugamanna, þó það eigi ekki alltaf við.

Svo er einnig aðsókn á leiki liðanna stór partur.

En þegar vinnan þeirra er orðið þeirra áhugamál, hvað gera þeir þá í frítíma? Fjölskyldumenn

reyna að vera í faðmi fjölskyldunnar og eru þetta forréttindi fyrir þá sem eiga börn. Ungir

leikmenn eins og ég, eyða miklum tíma í að vera heima að slaka á. Síðan held ég að flestir

reyni að stunda sín áhugamál, hver svo sem þau eru. En hvíldin er samt vanmetin hluti af

íþróttum og er mjög nauðsynlegt að slappa af milli æfinga, tala nú ekki um ef það eru tvær á

dag.

Hjá íslenskum áhugamannliðum eru þjálfarar og leikmenn oft ansi góðir vinir. Oft hefur

maður velt fyrir sér hvort að þjálfarar atvinnumannaliða séu eins nánir leikmönnum eins og

hér heima. Bjarki segir: Ég held það séu fullt af þjálfurum sem reyna að spila sig að einhverju

leyti sem hluta af hópnum, þá einungis til að fá betri stemmningu inn í liðið og að

leikmönnum líði vel og spili af fullu sjálfstrausti. En þeir eru allir yfirmenn og þurfa að hafa

stjórn á hlutunum og sjá til þess að heildarskipulagið líti vel út. Ég persónulega lít á

þjálfarann minn í dag sem yfirmann á æfingum og í kringum leiki en utan þess eigum við

mjög gott samband.

Page 77: Mannfræðingur að störfum safn

Oft hafa þeir sem hafa komist á samning hjá erlendum liðum komið heim með skottið á milli

lappana stuttu síðar, ástæðan er oft sú að þeir vissu lítið hvað þeir væru að fara útí og hafa lent

á vegg. Því langar mig að vita hvort lífið í atvinnumennskunni hafi komið honum á óvart: Já

og nei! Ég átti svo sem ekki von á miklu, ég fór svolítið út í óvissuna. Maður var búinn að

heyra allskonar sögur frá hinum og þessum en ég held maður þurfi að upplifa þetta sjálfur til

að vita hvað er verið að tala um. Það er allt mjög nýtt fyrir mér þar sem ég er á mínu fyrsta

ári. Ég er að læra nýtt tungumál, nýja menningu og kynnast nýju fólki, sem getur verið mjög

spennandi. Það er mikill frítími en hann þarf að nota einnig til að hvíla á milli æfinga. En það

sem kannski kom mér mest á óvart varðandi þetta allt saman er umgjörðin eins og ég nefndi

áðan. Áhuginn á minni íþrótt hérna úti er gríðarlegur og aðsókn á leiki með besta móti.

Bjarki nefnir það einnig að hafi stefnt lengi að þessu markmiði, fórnað miklu og skuldbundið

sig Íþróttinni. Hann hafi ekki verið frábær leikmaður í yngri flokkum en þrátt fyrir það alltaf

verið með það að markmiði að ná langt og verða atvinnumaður. Það kemur inná svið Don

Chambliss og hans kenningu sem ég nefndi hér áðan, þó svo hæfileikarnir hafi ekki verið til

staðar þá sýndi hann skuldbindingu í þeirri leið sem hann fór. Emilie Durkheim hefði horft

meira til þeirra aðstæðna sem hann bjó við frá fæðingu, foreldrar Bjarka eru vel efnuð og lifa

venjulegu lífi þar sem börnin fengu mikla athygli í uppeldi, einnig hefði hann séð að grunn

menntun hans hafi verið góð því hann hefur lokið stúdendtsprófi.

Það er því greinilegt að atvinnumannalífið er í raun allt öðruvísi og miklu flóknara en

það er hér heima í áhugamannaliðunum. Leikmenn þekkjast minna innbyrgðis og eru oftar en

ekki að reyna gera sitt besta til þess eins að fá betri samning og sjá fjölskyldu sinni fyrir

tekjum. Umgjörðin er greinilega miklu stærri og betri, hér heima eru liðin oftar en ekki rekin á

"núlli" og einungis verið að halda þeim úti til að skemmta þeim áhorfendum sem áhuga hafa á

íþróttinni, hinsvegar úti í hinum stóra heimi eru tekjurnar gríðarlegar og félögin rekin til þess

að græða sem mestan pening, það smitar útfrá sér til leikmann hvað varðar kröfur sem settar

eru á það, hér heima eru oft ekki miklar kröfur aðrar en þær að þeir skemmti sér, árángur væri

bónus.

Eyþór Lárusson

Page 78: Mannfræðingur að störfum safn

Offita barna í USA

Hér er linkur á verkefnið (innsk. kennara – mjög vel unnin síða)

https://www.smore.com/1x58-offita-barna-bandar-kjunum

Heimildaskrá :

Center for Disease Control and Prevention. (2013, 4,17) A Growing problem Sótt 27.nóv

2013

http://www.cdc.gov/obesity/childhood/problem.html

Center for Disease Control and Prevention. (2013, 10.07) Childhood Obesity Facts. Sótt 27.

Nóv. 2013

http://www.cdc.gov/healthyyouth/obesity/facts.htm

Center for Disease Control and Prevention.(2013, 19.02) Obese Youth Over Time. Sótt

27.Nóv 2013

http://www.cdc.gov/healthyyouth/obesity/obesity-youth.htm

Center for Disease Control and Prevention. (2013, 8.07) Local School Wellness Policy. Sótt

26.nóv 2013.

http://www.cdc.gov/healthyyouth/npao/wellness.htm

Center for Disease Control and Prevention. (2013, 1.07) Water Access in School. Sótt 26.nóv

2013

http://www.cdc.gov/healthyyouth/npao/wateraccess.htm

James Quesada (án árs) Anthropology. Sótt 26.nó 2013

http://www.sfsu.edu/~anthro/quesada.htm

The Institute for Natural Healing. (2011, 4.13) The Economics of Obesity: Why are poor

people fat? Sótt 27.nóv 2013

http://institutefornaturalhealing.com/2011/04/the-economics-of-obesity-why-are-poor-people-

fat/

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003. 27.05). Vísindavefurinn. Hvað er BMI. Sótt 26.nóv.20113

http://visindavefur.is/svar.php?id=3452