markvarsla Í knattspyrnuksi.is/media/fraedsla/ritgerd---markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3....

58
Lokaverkefni til B.S. -prófs M MARKVARSLA Í K KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning og Tækni Þorsteinn Marinósson Kennaraháskóli Íslands Íþróttabraut Maí 2006

Upload: others

Post on 09-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Lokaverkefni til B.S. -prófs

MMAARRKKVVAARRSSLLAA ÍÍ KKNNAATTTTSSPPYYRRNNUU

Vinnukröfur, Staðsetning

og Tækni

Þorsteinn Marinósson

Kennaraháskóli Íslands Íþróttabraut

Maí 2006

Page 2: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Lokaverkefni til B.S. - prófs

MMAARRKKVVAARRSSLLAA ÍÍ KKNNAATTTTSSPPYYRRNNUU

Vinnukröfur, Staðsetning

og Tækni

Þorsteinn Marinósson 250880-5379

Kennaraháskóli Íslands Íþróttabraut

Maí 2005

Page 3: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Leiðsögukennari: Örn Ólafsson

Page 4: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

~ Útdráttur ~

Þessi ritgerð er lokaritgerð til B.S.-prófs í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands.

Þetta er heimildaritgerð þar sem fjallað er um vinnukröfur, staðsetningar og tækni markvarða í

knattspyrnu. Skoðaðir eru líkamlegir, tæknilegir, leikfræðilegir og andlegir þættir er tengjast

vinnukröfum markvarða. Fjallað er um staðsetningar í skotum, hornspyrnum og

aukaspyrnum. Þá er skoðuð staðsetning markvarða miðað við heildina. Tæknilegir þættir

varðandi grip, dýfur, spyrnur og köst er hér einnig rædd.

Markverðir eru einn mikilvægasti hlekkurinn í heildstæðu knattspyrnuliði. Þær

kröfur sem gerðar eru til markvarðarins eru að mörgu leiti ólíkar þeim sem gerðar eru til

annarra leikmanna. Þeir þurfa að hafa fjölbreytta líkamlega eiginleika. Það gerir það að

verkum að velþjálfaður markvörður er einn fjölhæfasti leikmaðurinn á vellinum. Vinnukröfur

þeirra byggja á líkamlegu atgervi, andlegum styrk og leikfræðilegum skilningi.

Markvörðurinn þarf að tileinka sér rétta staðsetningu við ýmsar aðstæður og læra rétta

tæknilega útfærslu á mörgum mismunandi hreyfingum og aðgerðum.

Page 5: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Efnisyfirlit

1 INNGANGUR 6

2 VINNUKRÖFUR MARKVARÐA 5

2.1 LÍKAMLEGAR VINNUKRÖFUR 6 2.1.1 LÍKAMSGERÐ 6 2.1.2 ÞOL 7 2.1.3 STYRKUR 9 2.1.4 LIÐLEIKI 10 2.2 ANDLEGAR VINNUKRÖFUR 10 2.3 TÆKNILEGAR VINNUKRÖFUR 12 2.4 LEIKFRÆÐILEGAR VINNUKRÖFUR 13

3 STAÐSETNING MARKVARÐA 14

3.1 STAÐSETNING Í SKOTUM 15 3.2 STAÐSETNING Í AUKASPYRNU 17 3.3 STAÐSETNING Í HORNSPYRNUM 19 3.4 STAÐSETNING GAGNVART HEILDINNI 20

4 TÆKNI MARKVARÐA 22

4.1 GRUNNSTAÐA 22 4.2 AÐ GRÍPA KNÖTTINN 23 4.2.1 GRUNNÞÆTTIR GRIPS 23 4.2.2 SKOT Í BRJÓSTHÆÐ OG OFAR 24 4.2.3 SKOT MILLI JARÐAR OG BRJÓSTS 25 4.2.4 SKOT MEÐ JÖRÐU 26 4.3 DÝFUR 27 4.3.1 AÐ VERJA SKOT NÁLÆGT LÍKAMANUM 29 4.3.2 AÐ VERJA SKOT FJARRI LÍKAMANUM 30 4.3.3 AÐ VERJA SKOT VIÐ JÖRÐ 32 4.3.4 SKOT BEINT Á MARKVÖRÐ OG SKOPPANDI KNETTIR 32 4.4 ÚTHLAUP, HÁAR SENDINGAR 34

4.4.1 KNÖTTUR GRIPINN 34

Page 6: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

4.4.2 KNÖTTUR KÝLDUR EÐA SLEGINN 35 4.5 EINN Á MÓTI EINUM 38 4.5.1 AÐ ÞRENGJA SKOTHORNIÐ 38 4.5.2 TÍMASETNING 39 4.5.3 KNÖTTURINN VARINN 39 4.6 DREIFING KNATTAR 40 4.6.1 SPYRNUR 41 4.6.2 KÖST 44

5 LOKAORÐ 47

6 HEIMILDASKRÁ 48

Page 7: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Myndskrá

Mynd 1. Lev Yashin „Svarti pardusinn”.................................................................................... 6

Mynd 2. „Banks of England”..................................................................................................... 7

Mynd 3. Minnkað skothorn....................................................................................................... 15

Mynd 4. Staðsetning miðað við knött ...................................................................................... 16

Mynd 5. Uppstilling í aukaspyrnu ............................................................................................ 17

Mynd 6. Völdunarsvæði í hornspyrnum. .................................................................................. 19

Mynd 7. Staðsetning markvarðar miðað við stöðu knattar...................................................... 20

Mynd 8. Staðsetning markvarðar sem staðsetur sig framarlega. ............................................ 21

Mynd 9. Grunnstaða markvarðar............................................................................................. 22

Mynd 10. Lækkuð upphafsstaða markvarðar........................................................................... 23

Mynd 11. Knöttur settur í örugga stöðu................................................................................... 24

Mynd 12. Mismunandi grip. ..................................................................................................... 24

Mynd 13. Standandi staða með beina fætur............................................................................. 26

Mynd 14. Hálf standandi staða. ............................................................................................... 26

Mynd 15. Krjúpandi staða........................................................................................................ 27

Mynd 16. Markvörður dýfir eftir knettinum. ............................................................................ 28

Mynd 17. Falldýfa. ................................................................................................................... 30

Mynd 18. Lending eftir fall-dýfu. ............................................................................................. 30

Mynd 19. Dýfa. ......................................................................................................................... 31

Mynd 20. Lending eftir dýfu. .................................................................................................... 31

Mynd 21. Dýfa áfram 1. ........................................................................................................... 33

Mynd 22. Dýfa áfram 2. ........................................................................................................... 33

Mynd 23. Dýfa áfram 3. .......................................................................................................... 33

Mynd 24. Knöttur kýldur með báðum höndum nr. 1. .............................................................. 35

Mynd 25. Knöttur kýldur með báðum höndum nr. 2. ............................................................... 36

Mynd 26. Knöttur kýldur með annarri hendi. .......................................................................... 36

Mynd 27. Kötturinn sleginn yfir slána. .................................................................................... 37

Mynd 28. Skothornið þrengt.................................................................................................... 38

Mynd 29. Lækkuð grunnstaða. ................................................................................................. 39

Mynd 30. „Cobra grip”. ......................................................................................................... 40

Mynd 31. Markspyrna. ............................................................................................................. 41

Page 8: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Mynd 32. Knetti spyrnt á lofti................................................................................................... 42

Mynd 33. Knöttur „kontraður”................................................................................................ 43

Mynd 34. Knettinum rúllað. ..................................................................................................... 44

Mynd 35. „Spjótkastið“............................................................................................................ 45

Mynd 36. Knetti kastað til hliðar við öxl.................................................................................. 45

Mynd 37. Kast yfir öxl. ............................................................................................................. 46

Page 9: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Inngangur

1 Inngangur Knattspyrna er að öllum líkindum vinsælasta íþrótt heims. Því til staðfestingar má

nefna að talið er að um 500 miljónir manna hafi séð opnunarleik HM 2002, sem haldið var í

Suður Kóreu og Japan, milli Senegals og Frakklands (ABC 2006). Keppnin var sýnd í

sjónvarpi í 213 löndum og samanlagður sýningartími frá mótinu var um eða yfir 41.000

klukkustundir (FIFA.com 2006).

Knattspyrnan nýtur ekki minni vinsælda hér á landi en annarsstaðar. Skráður

iðkendafjöldi hjá Knattspyrnusambandi Íslands árið 2004 var yfir 18.000 manns sem var

ríflega 6% þjóðarinnar á þeim tíma (ÍSÍ 2006). En þetta voru einungis þeir sem taka þátt í

skipulögðu starfi innan KSÍ. Þar fyrir utan standa fjölda margir áhugamenn sem láta sér nægja

að fylgjast með á skjánum.

Knattspyrnan er talin hafa komið til skjalanna hér á landi fyrir tilstilli skosks prentara,

James B. Ferguson árið 1895. Þó að viðdvöl hans hér á landi hafi verið frekar stutt, er hann

talinn vera sá sem kenndi Íslendingum knattspyrnu. Hann stofnaði íþróttafélag í Reykjavík

sem hann nefndi Reykjavík Gymnastic Club, sem eins og nafnið ber til kynna var

fimleikafélag. Ferguson þessi lét þó ekki þar við sitja og fékk til liðs við sig nokkra

starfsfélaga sína úr Ísafoldarprentsmiðjunni og nokkra unga drengi. Þessum hóp hóf hann að

kenna undirstöðureglurnar í knattspyrnu eða „fótknattleik” eins og hann nefndist þá (Víðir

Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson 1997:19-20). Fyrsta knattspyrnufélagið leit dagsins

ljós árið 1899 og nefndist það Fótboltafélag

Reykjavíkur, en hlaut svo nafnið Kanttspyrnufélag

Reykjavíkur eða KR seinna. Fyrstu kappleikirnir sem

háðir voru í knattspyrnu fóru þannig fram að liðinu

var skipt handahófskennt í tvo hópa sem síðan reyndu

með sér (Víðir Sigurðsson og Sigurður Á.

Friðþjófsson 1997:21-22).

Segja má að markverðir séu sér þjóðstofn

innan knattspyrnunnar. Þeir eru yfirleitt titlaðir

annaðhvort hetjur leiksins eða skúrkar. Það má nánast

segja að markverðir stundi einstaklings íþrótt innan hóp íþróttar. Oft hefur verið talað um að

knattspyrnan sé liðsíþrótt, allt þar til markvörðurinn

gerir mistök. Markvarslan hefur alla tíð verið eitt Mynd 1. Lev Yashin „Svarti pardusinn” (Wikipedia 2006)

- 6 -

Page 10: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Inngangur

mikilvægasta hlutverkið á knattspyrnuvellinum og jafnframt það hættulegasta. Sá atburður átti

sér stað í hreinum úrslitaleik í Íslandsmótinu árið 1933, á milli Vals og KR, að markvörður

Valsmanna, Jón Kristbjörnsson, lenti í samstuði við sóknarmann KR. Hann var borinn af velli

og lést af völdum meiðslanna fjórum dögum síðar (Víðir Sigurðsson og Sigurður Á.

Friðþjófsson 1997:88).

Það hefur nokkrum sinnum gerst að markverðir nánast steli senunni á þeim stórmótum

sem haldin eru í knattspyrnunni. Þá er átt við Heimsmeistarakeppnina, Evrópukeppnina og

önnur slík stórmót. Dæmi um þetta má nefna leikmenn eins og

Sovétmanninn Lev Yashin (1929-1991) en hann er af mörgum

talinn einn besti markvörður, jafnvel besti íþróttamaður, allra

tíma. Hann hlaut viðurnefnið „The Black Panther” eða Svarti

pardusinn vegna þess að hann var alltaf alveg svartklæddur og

vegna fimi sinnar og viðbragðs (Sigmundur Ó. Steinarsson

1992:18, IFHOF Hall of fame 2000). Fleiri markverði mætti

nefna s.s Englendinginn Gordon Banks sem Pele kallaði eitt sinn

besta markvörð heims (Sigmundur Ó. Steinarsson 1992:38),

Sepp Maier (Josep Maier) sem varði mark V-Þjóðverja og vann

flesta þá titla sem knattspyrnumaður getur unnið til (Sigmundur

Ó. Steinarsson 1992:58). Ítalinn Dino Zoff er einn litríkasti

knattspyrnumaður sögunnar. Hann byrjaði sinn knattspyrnuferil sem framherji en endaði sem

markvörður. Hann vann heimsmeistaratitilinn með Ítölum árið 1982, þá 40 ára að aldri og

varð þar með elsti leikmaður knattspyrnusögunnar til þess að vinna heimsmeistaratitil

(Sigmundur Ó. Steinarsson 1992:75).

Mynd 2. „Banks of England”. Gordon Banks hlaut þetta viðurnefni vegna þess hve öruggur hann þótti á milli stanganna. (Rediff sports 2006)

Til þessa hefur hér á landi skort heildstæð rit um þau fræði sem tengjast markvörslu og

þjálfun markvarða og stefna í þeim málum verið óljós. Þar er kannski að finna skýringu á því

hversu fáir afburða markverðir hafa komið fram á sjónarsviðið hér. Fjölmargir Íslendingar

leika nú og hafa leikið knattspyrnu í atvinnuskyni á erlendri grundu en fáir þeirra eru

markverðir.

Í þessari ritgerð, sem er lokaritgerð til B.S-prófs í íþróttafræðum, er sviðsljósinu beint

að markvörðum. Ítarlega verða skoðaðir þeir þættir sem skipta sköpum þegar að því kemur að

verja markið. Farið verður í grunnvallar vinnukröfur og einnig verða leikfræði og tækni

markvarða skoðaðar til hlítar. Allt frá því að ég setti upp markmannshanskanna í fyrsta skipti,

gerði ég mér grein fyrir hversu mikla sérstöðu markverðir hafa í þessari frábæru íþrótt. En

þessari sérstöðu fylgir líka mikil vinna. Margir þjálfarar annaðhvort vanrækja eða hreinlega

- 7 -

Page 11: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Inngangur

- 8 -

treysta sér ekki til þess að veita markvörðum fullnægjandi þjálfun. Þá er oft um að ræða

ónóga menntun og/eða slæmt aðgengi að efni um þessa tegund þjálfunar. Að sögn er þó unnið

að endurbótum á þessu sviði og er það helst fyrir tilstilli fyrrum markvarða sem lagt hafa

hanskana á hilluna. Markmiðið í þessari ritgerð er að gera þeim þáttum er snúa að markvörslu

greinagóð skil og gera efnið aðgengilegt þjálfurum og leikmönnum sem hafa áhuga á að

öðlast víðari sýn inn í heim knattspyrnunnar. Þekktur markvarðaþjálfari menntaður erlendis

sagði mér eitt sinn að knattspyrnulið án öflugs markvarðar væri einungis hálft lið!

Page 12: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 5 -

2 Vinnukröfur markvarða Markverðir í knattspyrnu þurfa að hafa marga eiginleika til þess að geta staðið undir

væntingum. Gerðar eru kröfur um getu í mörgum samverkandi þáttum sem gera það að

verkum að markvörðurinn er einn fjölhæfasti íþróttamaðurinn á knattspyrnuvellinum. Enginn

leikmaður á knattspyrnuvellinum hefur eins víðtækt og mikilvægt hlutverk og markvörðurinn.

Til hans eru gerðar kröfur um að verja markið fyrir sóknum og skotum andstæðingsins. Hann

þarf að stjórna vörninni og hefja sóknir (Phillips 1995:3). Eins og áður getur þarf geta

markvarðar í efsta stigi að vera mikil á mörgum sviðum. Líkamlegir eiginleikar þurfa að vera

góðir. Gerð er krafa um gott líkamlegt atgervi, þol, styrk, snerpu, liðleika og hæð (Phillips

1995:9-11, Luxbacher og Klein 2002:2-5). Markvörðurinn þarf að hafa á valdi sínu tæknilega

getu við margskonar aðstæður. Hann þarf að geta gripið knöttinn eða slegið hann frá við

ýmsar aðstæður s.s. í skotum og fyrirgjöfum sem skapa hættu á marki, án tillits til hæðar,

hraða eða stefnu knattar og hann þarf að geta komið knettinum í leik með spörkum eða

köstum (Phillips 1995:23, Luxbacher og Klein 2002:19,41,73,107). Framangreindir þættir eru

þó einungis hluti af órjúfanlegri heild. Þeir þættir sem geta skipt sköpum um hvort

markvörðurinn er góður eru oft á tíðum ekki eins sýnilegir og ekki eins auðveldir í þjálfun.

Hér er átt við andlega- og sálfræðilega þætti. Markvörðurinn þarf að halda mikilli einbeitingu

á meðan á leik stendur, hann þarf að vera djarfur, hugrakkur, hafa til að bera mikið sjálfstraust

og góða dómgreind og að vera hæfur til þess að útiloka þætti sem annars verka truflandi

(Phillips 1995:11, Luxbacher og Klein 2002:11-13, Úlfar Daníelsson o.fl. [án árs]:2).

Andlegir og sálfræðilegir þættir eru ekki þeir einu sem erfitt er að koma auga á. Einn

mikilvægasti þáttur markvörslunnar í nútíma knattspyrnu er leikfræðilegur skilningur og að

nýta hann í leik. Leikfræðilegur skilningur er eitt en annað er að geta nýtt hann. Leikfræðilegt

vit markvarðar mætti mögulega helst sjá í staðsetningu hans með tilliti til heildarinnar, þ.e.

afstöðu samherja, mótherja og knattar, og hreyfingar þessara þriggja þátta í heild. Einnig er

markvörður sem hefur góðan leikfræðilegan skilning færari til þess að skipuleggja og stjórna

vörninni. Markverðir geta í raun látið starf sitt líta út fyrir að vera auðvelt með því að vera rétt

staðsettir (Phillips 1995:12, DiCicco 2000:3-4).

Page 13: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 6 -

2.1 Líkamlegar vinnukröfur

Eins og áður kemur fram eru líkamlegar vinnukröfur markvarða margvíslegar.

Markvörðurinn þarf að vera mest alhliða þjálfaði leikmaðurinn á vellinum. Hjá honum er gerð

krafa um styrk, snerpu, sprengikraft, úthald, fimi, liðleika og síðast en ekki síst þarf hann að

hafa traustar hendur (Janus Guðlaugsson 1990:79, Pedersen 1976:14, Úlfar Daníelsson o.fl

[án árs]:2). Æfingar markvarðarins ættu að fara að miklum hluta fram í dýnamísku

vöðvastarfi, á háu álagi. Hér er átt við skorpuvinnu með hvíldum (interval). Ætti rík áhersla að

vera lögð á að vinna með knött eins mikið og mögulegt er (Pedersen 1976:14). Mikilvægt er

þó að þjálfun loftháðs úthald sé ekki skilin útundan. Markvörðurinn ætti að stunda loftháðar

úthaldsæfingar nánast til jafns á við aðra leikmenn snemma á undirbúningstímabili

(Guðmundur Hreiðarsson 2005) en æfa meira sérhæft eftir það.

2.1.1 Líkamsgerð

Líkamsgerð markvarða getur verið misjöfn og engin ein rétt uppskrift er til að hinum

fullkomna markverði (DiCicco 2000:4). Það er þó ekki að ástæðulausu að markverðir eru

frekar hávaxnir og sterklega byggðir miðað við aðra leikmenn. Hávaxnir leikmenn hafa án efa

vissa kosti fram yfir þá lágvaxnari þegar kemur að því að verja markið, sérstaklega þegar

verjast þarf háum skotum og fyrirgjöfum (Luxbacher og Klein 2002:2-3, Phillips 1995:9). Ef

viðmiðunar er þarft þá er hæfileg hæð markvarðar á efsta stigi samkvæmt Lincoln Phillips

(1995:9) u.þ.b. á bilinu 1,80m til 1,90m og þetta gildir jafnvel í 2. flokki karla. Þrátt fyrir það

kom fram í rannsókn sem gerð var á leikmönnum í fjórum af sterkustu efstu deildum í

knattspyrnu í Evrópu (Premier League, La liga, Serie A og Bundesliga) að meðal hæð

markvarða var frá 1,85±0,04m og upp í 1,89±0,04m. Meðaltalið úr öllum deildunum saman

var 1,87±0,04m (Bloomfield 2005:61). Lágvaxnari markverðir eiga frekar á hættu að tapa

einvígjum í teignum um háar sendingar og þurfa mögulega oftar að stýra háum skotum yfir

markið, þar sem hávaxnari markvörður hefði gripið knöttinn og veita þannig andstæðingnum

fleiri hornspyrnur (Phillips 1995:9). Þetta á þó ekki alltaf við. Lágvaxnir markverðir búa oft

yfir öðrum eiginleikum sem bæta upp hæðina (Luxbacher og Klein 2002:2-3).

Í sömu rannsókn og áður greinir var einnig mæld þyngd og BMI (body mass index).

Þar kemur fram að meðalþyngd markvarða í deildunum fjórum er 82.2±6,2 kg og BMI að

meðaltali 23,4±1,4 (Bloomfield 2005:61). Þessi rannsókn rennir stoðum undir það hver kjör

líkamsbygging markvarða á efsta stigi er. Meðaltalstölur um BMI sýna þó að markverðirnir

Page 14: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 7 -

sem tóku þátt í rannsókninni voru nálægt efri mörkum þess sem talið er venjulegt (normal)

(Wilmore 2004:668). Þetta má útskýra með því að íþróttmenn eru oftast með meiri

vöðvamassa en fólk sem hreyfir sig ekki og þar sem vöðvamassi er þyngri en fita (Sigurbjörn

Árni Arngrímsson 2004) er hægt að leiða líkur að því að mælingin sé ekki hentug til þess að

mæla líkamsgerð markvarða. Þannig kemur einnig skýringin á því hvers vegna rannsóknin

sýnir markverðina í með svo háan líkamsþyngdarstuðul.

2.1.2 Þol

Þoli má skipta niður í tvo flokka: loftháð þol og loftfirrt þol. Markvörðum er

nauðsynlegt að hafa þá eiginleika að geta framkvæmt bæði loftháða vinnu og loftfirrta vinnu.

Sá eiginleiki markvarða að þola mikið álag án þess að þreytast er honum mikilvægur. Það

svæði sem hann þarf að verja nær oft á tíðum ekki eingöngu yfir vítateiginn sjálfan, heldur

getur hann þurft að verja svæði allt að 15 metrum út fyrir vítateiginn (Phillips 1995:10-11).

Þetta á sér í lagi við ef leikskipulag liðsins byggir á að markvörðurinn spilar einnig sem

„sweeper” og er þá stundum talað um „keeper/sweeper” (Luxbacher og Klein 2002:162).

Markvörðurinn þarf með þessu móti að vera á sífelldri hreyfingu eftir því hver staða

knattarins er á vellinum.

2.1.2.1 Loftháð þol

Loftháð þol hefur verið skilgreint sem geta líkamans til þess að vinna undir álagi í

langan tíma og nýta til þess orku frá loftháðum orkuferlum líkamans (Gjerset 1999:27). Til

þess að meta loftháða þolgetu er algengast, og að mati margra vísindamanna best, að notast

við mælingar á hámarkssúrefnisupptöku eða VO2max. Hámarkssúrefnisupptaka er hámarks

geta líkamans til þess að taka upp súrefni við mestu mögulegu áreynslu (Wilmore

2004:290,707). Algengt hefur einnig verið í knattspyrnu að mæla mjólkursýru í blóði til þess

að meta þolgetu leikmanna og margir álíta hana vera góðan mælikvarða á úthald

íþróttamanna. Ástæðan fyrir þessu er að uppsöfnun mjólkursýru er einn þeirra þátta sem

stuðlar að þreytu. Mjólkursýruþröskuldurinn (Lactate threshold - LT) er þau mörk á meðan á

hreyfingu stendur þar sem mjólkursýra fer að safnast upp í blóði og efnaskipti líkamans hafa

ekki lengur getu til þess að brjóta hana niður. LT er yfirleitt markaður sem prósenta af

hámarkssúrefnisupptöku (%VO2max). Sýnt þykir að LT tjái mörkin þegar loftfirrt orkuferli

Page 15: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 8 -

verða meiri en þau loftháðu. Með loftháðri þolþjálfun er mögulegt að hækka LT (Wilmore

2004:144-145,706).

Í loftháðri þolþjálfun er orka sótt að mestu leiti í oxunarkerfið (Oxadative system), en

það notar súrefni til þess framleiða orku. Vegna þess að þetta orkukerfi notar súrefni til

orkuframleiðslu, takmarkast hún við getu líkamans við að taka upp súrefni (%VO2max)

(Wilmore 2004:126).

Það liggur í augum uppi að markverðir eru ekki langhlauparar og varla hægt að mæla

yfirferð þeirra á knattspyrnuvellinum í kílómetrum. Þeir vinna frekar í stuttum sprettum, oftast

með löngum hvíldum inn á milli. Þó gildir fyrir markverði eins og aðra íþróttamenn að til þess

að ná árangri þarf að byggja á vissum grunni, maður fer ekki úr göngugrindinni yfir á

mótorhjól. Til þess að geta bætt nauðsynlega líkamlega þætti s.s. hraða og snerpu, styrk og

stökkkraft þarf markvörðurinn að hafa grunnþol (cardio-vascular fitness) til þess að byggja

þessa þætti á (Welsh 1999:102). Ef þetta grunnþol er ekki til staðar er hætt við því að sú

tækniþjálfun sem framkvæmd er nýtist illa. Það er vegna þess að þegar þreyta fer að gera vart

við sig getur dregið verulega úr bæði líkamlegri getu og einbeiting glatast. Það veldur því að

tæknileg atriði þjálfast illa og mögulega vitlaust (Welsh 1999:102). Þar sem markverðir

hlaupa ekki sömu vegalengd og aðrir leikmenn liðsins í leikjum er ekki nauðsynlegt og

jafnvel óæskilegt að láta þá ganga í gegn um sömu loftháðu þolþjálfunina. Hinsvegar er

mikilvægt að vinna að hækkun LT. Það eykur heilbrigt líkamlegt form markvarðarins og getur

dregið úr þreytueinkennum þegar álag er mikið. Sú loftháða þolþjálfun sem framkvæmd er af

markvörðum ætti af þessum ástæðum að mestu leiti að eiga sér stað á undirbúningstímabilinu

og henni ætti að viðhalda yfir tímabilið (Di Iorio og Ferretti 2002:124-125).

2.1.2.2 Loftfirrt þol

Við hreyfingu nálægt hámarks álagi er orkuþörf líkamans svarað með orkumyndun í

ATP-PCr kerfinu (Andenosin triphosphat – phosphocreatine system) og loftfirrtu niðurbroti á

vöðvaglycogeni (Glycolysis). Það kerfi kallast sykurrof. Þessi kerfi eru fyrst og fremst nýtt í

stuttan tíma í hreyfingu við hámarks ákefð. ATP-PCr kerfið getur viðhaldið ATP myndun allt

frá 3 sekúndum og upp í 15 sekúndur. Eftir það dregur úr starfsemi þess og verður

nauðsynlegt fyrir vöðva að sækja orku úr öðrum orkukerfum. Sykurrofið verður meginþáttur

loftfirrtrar orkumyndunar eftir það. Orkumyndun úr því kerfi verður ráðandi eftir 30 sekúndur

og upp í allt að 2 mínútur. Afurð sykurrofsins er pýroþrúgusýra sem án tilkomu súrefnis er

breytt í mjólkursýru. Þegar uppsöfnun mjólkursýru er orðin of mikil hindrar þessi sýring

Page 16: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 9 -

frekara niðurbrot á glýkogeni (Wilmore 2004:124-125, 196-197). Með loftfirrtri þolþjálfun er

unnt að bæta virkni þessara orkumyndandi kerfa. Einnig sýna rannsóknir að slík þjálfun getur

aukið mjólkursýruþröskuldinn og þar með aukið loftfirrta getu einstaklingsins (Wilmore

2004:198-199).

Eins og fram kom í kaflanum hér á undan, fer vinna markvarða mest fram í stuttum

sprettum og eiginleikinn til þess að verjast þreytu mikilvægur. Þessi þáttur líkamlegra

eiginleika er því einn sá mikilvægasti fyrir markvörðinn að hafa. Markvörðurinn verður að

vera í stakk búinn til þess að veita stuðning við vörnina og verja svæðið sem er aftan við

vörnina. Hann getur þurft að fara út úr teignum, oft allt að 10-15 metra, til þess að sækja

knöttinn. Þetta verður hann geta gert á fullum hraða, jafnvel endurtekið í gegnum leikinn.

Þess á milli gæti hann þurft að dýfa sér til að verja skot og stökkva upp til þess að grípa inn í

fyrirgjafir. Þessi atriði gætu jafnvel gerst endurtekið á stuttum tíma (5-10 mínútum) ef liðið er

undir mikilli pressu. Þetta útheimtir gott loftfirrt þol og góður markvörður þarf að hafa getu til

þess að vera á fullu í allt að 30 sek (Phillips 1995:10-11, DiCicco 2000:71-72).

2.1.3 Styrkur

Styrkur er geta vöðvanna til þess að mynda kraft (Gjerset 1998:73) eða kraft gegn

mótstöðu (Phillips 1995:9). Styrkur hefur áhrif á getu í ýmsum þáttum markvörslunnar.

Dýnamískar hreyfingar markvarða s.s. sprettir, stefnubreytingar, stökk, dýfur, köst og spörk

krefjast styrks. Markvörðum er styrkur er líka nauðsynlegur til þess að þola og standa af sér

ryskingar í teignum (Phillips 1995:9). Til þess að öðlast getu í dýfum og að verja slík skot,

þarf markvörðurinn að hafa sterkar hendur, handleggi, axlir og brjóst. Sterka fætur þarf til

þess að geta stokkið hærra en andstæðingurinn. Góður styrkur í fótum gerir markvörðum

einnig kleift að spyrna knettinum langar leiðir (Luxbacher og Klein 2002:3).

Hagnýtur styrkur (functioanl strength) er mikilvægari fyrir markverði en hámarks

styrkur (absolute strength), þ.e. það að geta yfirfært þann styrk sem markvörðurinn hefur yfir

á leik sinn, frekar en sá styrkur sem nýtist í lyftingasalnum (Luxbacher og Klein 2002:3).

Undirstaða þess að geta hlaupið hratt, stokkið hátt, kastað langt eða sparkað fast er að

mynda vöðvaafl. Vöðvaafl er samkvæmt skilgreiningunni afrakstur samverkunar styrks og

hraða (Luxbacher og Klein 2002:3) þ.e. geta til þess að mynda kraft vissa vegalengd á stuttum

tíma. T.d. geta spyrnur verið margskonar, en hraði knattar eftir að honum hefur verið spyrnt

ræðst eins og áður hefur komið fram að mikið til af krafti og hraða spyrnufótar áður en

snerting verður við kött (Lees 2003:110-111).

Page 17: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 10 -

2.1.4 Liðleiki

Hver hefur ekki heyrt máltakið “eins og köttur í markinu” nefnt um einhvern

markvörð eftir að hann hefur sýnt snilldar tilþrif. Með því er verið að líkja fimi, liðleika,

samhæfingu og hraða markvarðarins við hið viðkunnalega heimilisdýr (DiCicco 2000:4).

Til þess að skilgreina liðleika hafa nokkrar aðferðir verið notaðar í gegnum tíðina. Ein

besta skilgreiningin fyrir liðleika er líklega Range of motion (ROM) eða spönn hreyfingar.

Þessi skilgreining vísar til getu liðamóta, einna eða fleiri, til hreyfingar án meiðsla eða

eymsla, þ.e. spönn mögulegrar hreyfingar um ein eða fleiri liðamót (Gore 2000:99, Heyward

2002:228, Luxbacher og Klein 2002:4). Hæfilegur liðleiki getur aukið getu íþróttamannsins í

sinni íþrótt og einnig hefur verði talið að minnkaður liðleiki auki áhættu á meiðslum, þó enn

hafi engar fullnægjandi rannsóknir sýnt fylgni þar á milli (Heyward 2002:228, Wilmore

2004:396).

Góður liðleiki er mikilvægur fyrir markverði. Slakur liðleiki dregur úr líkum á því að

markvörðurinn geti framkvæmt mörg nauðsynleg tækniatriði sem geta skipt sköpum í

frammistöðu hans (Luxbacher og Klein 2002:4, Pedersen 1976:1). Markvörður sem hefur

góðan liðleika, ásamt snerpu og fimi, getur framkvæmt hreyfingar s.s. stefnubreytingar og að

koma sér í góða stöðu með stuttum fyrirvara (Phillips 1995:10). Markvörðurinn hefur ekki

einungis það hlutverk að verja markið, hann þarf að koma knettinum í leik. Til þess hefur

hann tvo möguleika: spyrna knettinum út eða kasta knettinum út. Hér er um að ræða flóknar

samsettar hreyfingar sem ná yfir mörg liðamót og krefjast liðleika til þess að hægt sé að

framkvæma þær á fullnægjandi hátt.

2.2 Andlegar vinnukröfur

Ábyrgðin sem hvílir á markverðinum er meiri en á nokkrum öðrum leikmanni á

knattspyrnuvellinum. Markvörðurinn er síðasti varnarmaður, en góður markvörður getur

jafnframt verið fyrsti sóknarmaður (Pedersen 1976:1).

Menn hafa oft talað um að það þurfi sérstaka manngerð til þess að verða markvörður.

Það er ekki fjarri lagi. Markvörðurinn þarf að vera áræðinn, ákveðinn, ósérhlífinn, hafa mikið

sjálfstraust, einbeittur og sýna mikinn stöðugleika. Það geta skapast þær aðstæður í leik að

markvörðurinn þarf að nálgast aðstæður sem geta reynst honum og/eða öðrum hættulegar og

þetta verður hann að gera án þess að hika (Pedersen 1976:15).

Page 18: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 11 -

Sjálfstraust er einn stærsti eignleikinn þegar kemur að því að axla þá ábyrgð sem fylgir

því að vera markvörður. Markvörður með mikið sjálfstraust smitar út frá sér til samherjanna

(Janus Guðlaugsson [án árs]:79, Pedersen 1976:15). Í rauninni getur þetta virkað gagnkvæmt.

Leikmenn sem bera traust til markvarðar, geta leikið mun afslappaðri en um leið auka þeir

sjálfstraust markvarðarins. Þetta getur orðið einskonar snjóbolti sem hleður utan á sig í hvert

sinn sem hann rúllar einn hring (Luxbacher og Klein 2002:14-15). Þessu væri þá öfugt farið

með markvörð með lélegt sjálfstraust. Leikmenn hætta að bera traust til hans og leikur þeirra

gæti jafnvel orðið stífur og þeir stressaðir. Þetta getur síðan valdið því að sjálfstraust

markvarðarins minnkar enn frekar og þannig getur skapast vítahringur sem erfitt er að losna

úr. Mikið sjálfstraust markvarðar getur þó ekki einungis haft jákvæð áhrif á sjálfstraust

samherjanna, heldur getur það dregið verulega úr sjálfstrausti andstæðinganna, sérstaklega

sóknarmannanna (Pedersen 1976:2). Mörk verða alltaf skoruð og markverðir koma alltaf til

með að gera mistök. Það sem hinsvegar einkennir góðan markvörð er að hann gerir færri

mistök og hefur hæfileika til þess láta þau ekki hafa áhrif á frammistöðu sína (Welsh

1999:111)(Di Iorio og Ferretti 2002:131).

Það að geta haldið einbeitingu í 90 mínútur og jafnvel lengur getur verið erfitt

verkefni, sér í lagi fyrir markverði sem ekki hafa mikið að gera allan leikinn. Skortur á

einbeitingu er einn aðal þátturinn í því að markverðir gera mistök. Eiginleikinn til þess að

halda einbeitingu allan leikinn gerir markverðinum kleift að viðhalda athygli á öllu því sem

fer fram á vellinum og vera virkur þátttakandi í leiknum. Þetta verður hann þó að gera án þess

að láta utanaðkomandi atriði og eigin mistök trufla sig (Phillips 1995:11, Luxbacher og Klein

2002:12-13, Welsh 1999:112). Stöðugar breytingar á leiknum s.s. að missa knöttinn, vinna

knöttinn og staða leikmanna beggja liða verða að vera meðvitaðar hjá markverðinum allan

tímann.

Hugrekki er einn af þessum samverkandi sálfræðilegu þáttum sem nauðsynlegir eru

markverðinum. Hér getur spilað inní að markvörður þarf að vera tilbúinn til þess að hætta

líkama sínum til að varna því að andstæðingarnir komi knettinum inn fyrir marklínuna. Hætta

á meiðslum getur verið yfirvofandi (Welsh 1999:112). Það er markvarðarins að læra að

þekkja sín takmörk og að læra að þræða hina örmjóu línu sem liggur á milli hugrekkis og

fífldirfsku. Gera verður greinamun á þessu tvennu. Mögulega mætti aðskilja þessa tvo þætti

með því að segja að hugrekki sé meðvituð ákvörðun byggð á rökum en fífldirfska sé óhugsuð

aðgerð framkvæmd í fljótfærni. Rétt er þó að nefna að hvort tveggja getur virkað en hið

fyrrnefnda síður hættulegt og líklegra til að skila árangri. Hugrekki markvarða er yfirleitt jafn

mikið og vilji þeirra til þess að vinna.

Page 19: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 12 -

Það mætti segja að munurinn á miðlungs markverði og góðum markverði liggi í raun í

þeirri sálfræðilegu aðlögun og andlegu hörku sem hann hefur til að bera. Hjá flestum

markvörðum verða nauðsynleg tækniatriði það vel lærð að á endanum koma þau fram

ósjálfrátt. Það þýðir að fyrr eða síðar verður sálfræðilegi hluti leiksins mikilvægari en sá

tæknilegi (DiCicco 2000:118).

2.3 Tæknilegar vinnukröfur

Þær tæknilegu kröfur sem gerðar eru til markvarða eru ýmsar. Grundvallaratriði sem

nefna mætti er getan til þess að grípa.

. Markvörður verður að geta gripið knöttinn í margvíslegri stöðu. Hann þarf oft að

dýfa til hliðanna, hlaupa áfram og hoppa eða hreinlega að standa kyrr. Hann þarf einnig að

vera hæfur í að koma knettinum frá sér til samherja. Markvörðurinn getur annarsvegar spyrnt

knettinum eða kastað honum.

Markverðir hafa þá sérstöðu fram yfir aðra leikmenn á vellinum að geta kastað

knettinum. Þetta gefur möguleika á mun nákvæmari sendingum frá markverði en öðrum

leikmönnum. Einkum eru fjórar megin aðferðir sem beitt er. Markvörður getur rúllað knetti

út, hann getur kastað honum eins og spjóti, hann getur kastað honum til hliðar við öxlina og

hann getur kastað honum yfir öxlina (Luxbacher og Klein 2002:112, Janus Guðlaugsson

1990:86, Benjamin, J. 2005). Fyrstu tvær aðferðirnar eru algengar og mikið notaðar. Þessi

köst eru sér í lagi ætluð við stuttar sendingar. Þriðji möguleikinn, kast til hliðar við öxlina er

ekki eins algengur og krefst mun meiri æfingar en tvær fyrri aðferðirnar. Með því að ná valdi

á þessu kasti getur markvöður gert móttökuna þægilegri fyrir samherja. Kast yfir öxl er notað

til þess að varpa knettinum langt. Það er einnig mikið notað en köstin eru ekki eins nákvæm

og hin fyrr nefndu.

Spyrnur geta verið margskonar, en í megin atriðum mætti flokka þær í þrennt. Í fyrsta

lagi eru spyrnur þar sem knötturinn er á jörðinni, hvort sem er rúllandi eða kyrr. Í öðru lagi er

það þegar knettinum er spyrnt á lofti. Það getur verið þegar markvörðurinn sleppir knettinum

og spyrnir honum áður en hann lendir á jörðinni (algengasta leiðin til að spyrna frá marki) eða

fær háa sendingu til baka og spyrnir honum viðstöðulaust. Í þriðja lagi er það þegar knötturinn

er„kontraður”. Þá sleppir markvörðurinn knettinum fyrir sig og spyrnir honum rétt eftir að

hann hefur lent á jörðinni (Luxbacher og Klein 2002:113-116).

Page 20: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Vinnukröfur markvarða

- 13 -

2.4 Leikfræðilegar vinnukröfur

Markvörðurinn er leikmaður sem þarf að hafa mikinn leikskilning, einnig er hann sá

leikmaður sem hefur hvað mestan möguleika á að þróa með sér góðan leikskilning þar sem

hann er í þeirri stöðu að sjá ávalt mest allan völlinn. Hann þarf annarsvegar að fylgja heildar

leikskipulagi liðsins (vera framarlega ef liðið spilar framarlega og öfugt) og hinsvegar að

vera með eigin taktík þegar mismunandi aðstæður skapast s.s. einn á móti markverði. Sú

taktík sem markvörðurinn ætti helst að beita er einföld en krefst þó mikilla æfinga. Þetta geta

verið atriði eins og að þvinga sóknarmann til ákvörðunar eða stjórna ákvörðun hans, bíða eftir

að hann geri mistök og ráðast þá til atlögu og að bíða eftir skotinu og lesa hvenær það kemur.

Ekki er þó átt við að markvörðurinn eigi að giska á hvað sóknarmaðurinn ætlar að gera, frekar

að kortleggja þá möguleika sem hann hefur í stöðunni (Benjamin, J. 2005). Góður markvörður

hindrar möguleika mótherjanna til þess að skora með því að verja skot, komast inn í sendingar

inn fyrir vörnina , grípa fyrirgjafir, stjórna og koma upplýsingum til samherja og með snöggri

og góðri ákvarðanatöku (Luxbacher og Klein 2002:153-154). Markvörðurinn hefur einnig

möguleika á að hafa stjórn á hraða leiksins á meðan að hann hefur vald á knettinum. Þar sem

markvörðurinn er ekki einungis aftasti varnarmaður, heldur einnig fyrsti sóknarmaður, getur

hann haft áhrif á þróun leiksins. Hann þarf að hafa eiginleika til þess að meta hver er besta

leiðin til þess að hefja sókn liðs síns. Hann þarf að ákveða hvort eigi að spyrna knettinum eða

kasta og hvort knötturinn á að fara langt eða stutt. Þá þarf hann að meta hver af samherjunum

hefur mesta möguleika á að taka vel við knettinum og ná á honum valdi (Phillips 1995:5-7).

Page 21: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

- 14 -

3 Staðsetning markvarða Einn mikilvægasti þáttur markvörslu í knattspyrnu er staðsetning. Með góðum

staðsetningum er skapaður grunnur fyrir góðan markvörð. Staðsetning markvarðar þarf að

miða að því að auka möguleika hans á því að verja. Bestu markverðirnir eru ekki alltaf þeir

sem svífa hæst eða flottast. Markvörður sem staðsetur sig rétt getur í raun látið hlutverk sitt

líta út fyrir að vera einfalt, með því einu að vera með þann þátt á hreinu (Di Iorio og Ferretti

2002:1, Welsh 1999:112, Janus Guðlaugsson 1990:87). Hér getur verið um sentimetra

spursmál að ræða. Það getur á stundum munað einungis örfáum sentimetrum hvort

markvörðurinn er í rétt staðsettur eða hreinlega úr stöðu (DiCicco 2000:40). Staðsetning

markvarðarins er eitthvað það mikilvægasta vopn sem völ er á til að verja markið. Þegar

markvörðurinn hefur áttað sig á staðsetningunni, getur reynst erfitt að halda henni réttri á

meðan á leik stendur. Þegar komið er í leik er hætta á því, þegar pressa er mikil, að menn týni

áttum og glati kjörstaðsetningu (Benjamin, J. 2005). Markverðir eru sífellt að þróa og fínpússa

þennan hæfileika. Þetta er ferli sem krefst stöðugra æfinga, mats, endurskoðunar og prófunar

(DiCicco 2000:40).

Ef staðsetningar eru skoðaðar nánar er ljóst að markvörðurinn er alltaf að leita að sem

hagstæðastri stöðu. Þetta þarf hann að gera með tilliti til marksins, stöðu knattar, stöðu

mótherja og stöðu samherja. Markvörðurinn þarf síðan að hreyfa sig í samræmi við

síbreytilega afstöðu þessara lykilþátta (Luxbacher og Klein 2002:153).

Staðsetningar markvarðarins geta verið mismunandi eftir því hvers konar leikfræði

lögð er áhersla á innan liðsins. Það er þó áberandi hjá óreyndum markvörðum að þeir vilja

vera á línunni. Þeim reynist einnig erfitt að meta hvenær þeir eiga að stíga upp af henni

(Benjamin, J. 2005). Góður markvörður með mikla reynslu les leikinn og sér jafnvel fyrir

þróun sóknar og gerir ráðstafanir samkvæmt því, í stað þess að bregðast aðeins við

breytingum (Luxbacher og Klein 2002:153).

Leikurinn sjálfur er í raun besta leiðin til þess að markvörðurinn tileinki sér réttar

staðsetningar en með leikrænum æfingum er möguleiki á að skapa margar af þeim aðstæðum

sem skapast í leik. Á þann hátt gefst markverðinum færi á að meta stöðu sína og læra af

reynslunni (Luxbacher og Klein 2002:154).

Page 22: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

3.1 Staðsetning í skotum

Eins áður kemur fram þarf markvörður að haga staðsetningu sinni í ljósi nokkurra

lykilþátta. Þegar hann hefur tekið tillit til allra þessara þátta, velur hann sér þá stöðu sem gefur

minnsta möguleika á því að mótherjinn skori. Þegar markvörðurinn velur sér stöðu þarf hann

að ákveða hversu langt frá marklínunni honum er óhætt að fara, hann þarf að meta skothorn

þess mótherja sem hefur knöttinn, hann þarf að meta skotfærið og spyrnugetu móherjans og

hann þarf að skoða stöðu annarra mótherja í vítateignum og í kringum hann. Staðan sem

markvörðurinn velur út frá þessu þarf þá að vera þannig að hann skyggi á sem stærstan hluta

marksins, þ.e. minnki það svæði sem unnt er að koma knettinum fram hjá honum í markið

(Luxbacher og Klein 2002:154-155).

Sú aðferð sem best er til þess að þrengja það svæði sem mótherjinn hefur til þess að

skjóta á markið er í raun frekar einföld ef hugsað er út í það. Til þess að eiga jafna möguleika

á því að stöðva skot vinstramegin og hægramegin þarf markvörður að staðsetja sig í miðjum

skotgeiranum. Með því að færa sig í átt að knettinum getur markvörðurinn markvisst minnkað

það svæði sem hann þarf að verja (Sjá mynd nr. 3) (Luxbacher og Klein 2002:154-155). Til

að einfalda þetta má segja að best sé að staðsetja sig á ímyndaðri línu sem liggur frá miðri

Mynd 3. Minnkað skothorn. Á myndinni sést hvernig það svæði sem markvörðurinn þarf að verja minnkar eftir því sem hann færir sig nær knettinum. Þannig verður einnig erfiðara fyrir sóknarmanninn að skora fram hjá honum.

- 15 -

Page 23: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

marklínunni og að knettinum. Með því er búið að deila skotgeiranum í tvo jafna hluta og

jafnar það líkurnar á að verja skotið hvoru megin sem það kemur við markvörðinn (Benjamin,

J. 2005, Phillips 1995:11). Hreyfingar markvarðar, eftir því hvert skothornið er, miða að

þessu, þ.e. að vera á ímyndaðri línu frá knetti að miðju marklínu og færa sig nær knettinum til

þess að loka sem mestu af markinu. Þeim mun minna sem skothornið er, þeim mun meiri líkur

eru á því að knötturinn verði varinn.

Markvörðurinn hreyfir sig því eftir

ímyndaðri bogalínu sem nær frá

u.þ.b. stöng að stöng (sjá mynd nr.

4) (Luxbacher og Klein 2002:154-

156, Janus Guðlaugsson 1990:87).

Það þýðir þó ekki að hann þurfi að

fylgja þessum boga í hvert skipti

sem knötturinn fer frá öðrum

kantinum yfir á hinn. Með því að

velja ávallt stystu línu á milli kjör

staðsetninga verður markvörðurinn

fljótari að komast í veg fyrir

knöttinn.

Mynd 4. Staðsetning miðað við knött Á myndinni sést staðsetning markvarðar miðað við stöðu knattarins. Markvörðurinn stillir sér upp á ímyndaðri línu milli knattarins og miðju marklínunnar til þess að eiga jafna möguleika á að verja skot hvoru megin sem það kemur.

Hér verður þó að árétta að

ekki er sama sem merki á milli þess hversu nálægt markvörðurinn kemst knettinum og hversu

mikið auðveldara er að verja skotið. Ef markvörður hættir sér of langt frá markinu er alltaf

hætta á því að hann leiki sjálfan sig úr stöðu. Við það gæti skapast möguleiki á því mótherjinn

einfaldlega lyfti knettinum yfir hann í autt markið eða leiki knettinum á annan leikmann í

betri stöðu (Di Iorio og Ferretti 2002:1). Það er einnig vert að gefa því gaum á hvaða hraða

markvörðurinn hreyfir sig í stöðu þegar hann færir sig í átt að knettinum. Ef keyrt er á fullum

hraða í átt að knettinum er hætt við því markvörðurinn missi stöðu sína ef sóknarmaðurinn

leikur honum til hliðar. Sama á við ef markvörðurinn hikar og hættir sér ekki alla leið eða fer

of stutt af línunni. Þá er það svæði sem markvörðurinn þarf að verja orðið svo stórt að auðvelt

verður að skora hjá honum. Í þessu dæmi getur hæð markvarðar einnig skipt máli. Oft fylgir

minni markvörðum aukin snerpa og viðbragð (þó það sé ekki algilt), en svæðið sem hann

hefur möguleika á að loka er aftur á móti minna ef miðað er við hávaxinn markvörð. Því vilja

lágvaxnir markverðir oft staðsetja sig framar en hinir hærri. Eins og áður segir er þó alltaf

- 16 -

Page 24: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

hætta á að knötturinn fari yfir markvörðinn en það gerist sjaldnar en ætla mætti. Þetta byggist

á endanum að miklu leyti á tilfinningu og reynslu. Það er mikilvægt fyrir markverði að

tileinka sér rétta staðsetningu og hreyfingu á milli svæða. Með þessa þætti í huga ætti því að

vera ljóst að finna þarf hinn gullna meðalveg. Með æfingu og reynslu ætti hver og einn fá

tilfinningu fyrir því hvar hans kjör staðsetning er (Luxbacher og Klein 2002:154-156,

Benjamin, J. 2005).

3.2 Staðsetning í aukaspyrnu

Aukaspyrnur sem teknar eru nálægt vítateig geta reynst góð marktækifæri. Það er

markvarðarins, í samvinnu við varnarmenn, að leysa hvernig best sé að stilla upp. Almennt

hefur verið notast við varnarvegg sem stillir sér upp milli knattar og marksins til þess að

minnka svæðið sem markvörðurinn þarf að verja. Í raun eru til mismunandi útfærslur á þessu

en sú algengasta er að varnaveggurinn lokar fyrir nær hornið en markvörðurinn fjærhornið.

Hér ætti að láta markvörðinn ákveða hversu marga varnarmenn á að nota í varnarvegginn

(Benjamin, J. 2005). Þetta er atriði sem þarf að æfa markvisst. Markvörðurinn ætti að

staðsetja sig þannig að hann geti

séð knöttinn og þannig brugðist

skjótt og örugglega við þegar að

skotið eða sendingin ríður af. Það

skiptir einnig máli hvar

aukaspyrnan er staðsett og hvort

um skotfæri er að ræða. Ef

aukaspyrnan er beint fyrir framan

markið þarf að hafa fleiri menn í

varnarvegg, heldur en ef hún er

staðsett til hliðar (Luxbacher og

Klein 2002:179). Einnig er

mikilvægt að stilla varnarveggnum

þannig upp að ekki sé mögulegt að koma knettinum framhjá veggnum þeim megin sem

varnarveggurinn lokar (nær horn). Til þess að koma í veg fyrir þetta þarf sá maður í veggnum

sem ystur er að vera staðsettur það utarlega að ómögulegt sé að koma knettinum framhjá

honum og í markið (Phillips 1995:113).

Mynd 5. Uppstilling í aukaspyrnu Á myndinni sést dæmi um uppstillingu markvarðar og varnarveggjar. Varnarveggurinn skyggir á stóran hluta marksins og minnkar því það svæði sem markvörðurinn þarf að verja.

- 17 -

Page 25: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

- 18 -

Þegar varnarvegg er stillt upp þarf að huga af nokkrum atriðum:

• Fyrst þarf að meta möguleika á beinu skoti á markið.

• Huga þarf að staðsetningu aukaspyrnunnar, þ.e. hversu langt er hún frá markinu og

hver skotvinkillinn er. Út frá því þarf að taka ákvörðun um hvort setja þurfi upp

varnarvegg.

• Þá ætti markvörðurinn að sjá um að velja fjölda manna sem eiga að vera í

varnarveggnum. Hægt er að gefa leiðbeiningar til leikmanna með því að kalla upp

fjöldann sem á að vera í veggnum og einnig gefa merki með því að rétta þann

fjölda fingra upp í loftið sem samsvarar þeim fjölda leikmanna sem standa eiga í

varnarveggnum.

• Markvörðurinn ætti að stilla sér upp hjá stönginni þeim megin sem

varnarveggurinn á að skyggja á markið, svo hann geti séð beina línu frá stönginni

að knettinum og geti þannig gefið varnarveggnum leiðbeiningar um hvar hann á að

staðsetja sig.

• Sami maðurinn ætti ávalt að standa yst í veggnum og sjá um að staðsetja vegginn

samkvæmt leiðbeiningum frá markverðinum. Einnig er algengt að tveir leikmenn

þjóni þessu hlutverki. Þeir skipta þá hlutverkinu á milli sín eftir því hvoru megin

við markið aukaspyrnan er.

• Markvörðurinn á að nota skýrar leiðbeiningar við að stilla upp veggnum. Oft er of

mikill hávaði til þess að koma munnlegum skilaboðum til leikmanna og því er best

að notast við bendingar. Til þess að færa vegginn til vinstri er bent í þá átt. Til að

færa hann til hægri er bent í þá átt. Til þess að stöðva vegginn og láta vita að hann

sé á réttum stað er best að rétta út höndina beint í átt að veggnum og láta flatan

lófann vísa að veggnum.

(Luxbacher og Klein 2002:178-180, Phillips 1995:111-115, Welsh 1999:94-95).

Þó svo að varnarveggur sé góður til þess að verjast skotum á markið úr aukaspyrnum

er hann ekki fullkomin lausn. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Skottækni leikmanna nú til dags

er orðin það góð að þeir geta sent knöttinn í boga eða sveig, framhjá eða yfir varnarvegginn.

Þetta veldur því að markvörðurinn þarf að halda fullri einbeitningu og fylgjast grannt með því

sem fer fram. Einnig er möguleiki á því að mótherjinn hafi æfð leikkerfi sem draga úr áhrifum

Page 26: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

varnarveggjarins. Af þeim sökum verður liðið sem heild að vera vel æft í því að bregðast við

breytingum (Phillips 1995:111-114).

Upp á síðkastið hefur borið á því að sum lið kjósa að loka skotgeiranum alveg og

reyna þannig að þvinga þann sem tekur spyrnuna til að reyna að lyfta knettinum yfir

varnarvegginn og minnka þannig hraða knattarins. Þetta getur verið áhrifaríkt en gallarnir við

þetta eru þó nokkrir. Helst má nefna að markvörðurinn sér knöttinn seint og fær því stuttan

viðbragðstíma og einnig verða fleiri sóknarmenn andstæðinganna óvaldaðir.

3.3 Staðsetning í hornspyrnum

Hornspyrnur eru annar þáttur fastra leikatriða sem markvörðurinn þarf að skoða nánar.

Mikilvægt er að skipuleggja mjög vel völdun svæða í teignum. Staðsetningin er í raun misjöfn

á milli markvarða og fer mest eftir því hvernig markverðinum sjálfum líður best og hverjir

styrkleikar hans og veikleikar eru. Almennt er best að markvörðurinn snúi þvert á marklínuna,

þ.e. snúi í átt að hornspyrnunni, standi u.þ.b. hálfan til einn og hálfan metra utan við

marklínuna og sé staðsettur lítið eitt aftan við miðjan markteiginn eða þeim megin sem fjær er

hornspyrnunni (sjá mynd

nr.6) (Phillips 1995:103-

104). Þumalfingursreglan er

að markvörðurinn á að valda

svæðið sem sést á mynd nr. 6

(ljósbláa svæðið).

Oftast er einn

varnarmaður staðsettur á

nærstönginni. Þetta er gert til

þess að verjast föstum

sendingum sem skila sér á

það svæði (Benjamin, J.

2005). Staðsetning

markvarðarins getur verið

misjöfn og stjórnast hún oft

af hæð viðkomandi.

Lávaxnari markverðir færa sig aftar (lengra frá knetti) en hávaxnir eru hugsanlega nær

miðjunni. Hér skal þó árétta að staðsetning nær fjærstönginni er fýsilegri kostur. Það er að

Mynd 6. Völdunarsvæði í hornspyrnum. Á myndinni sést hvaða svæði markmaðurinn á að verja ef hornspyrna er tekin frá vinstri. Ljósbláa svæðið er það svæði þar sem markvörður á að geta gripið knöttinn. Gula svæðið er það svæði þar sem erfiðara er fyrir markvörðinn að grípa knöttinn og gæti þurft að slá hann í burtu eða snúa sér og komast í stöðu til þess að verja knöttinn.

- 19 -

Page 27: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

mestu leyti vegna þess að auðveldara er fyrir markvörðinn að hlaupa áfram en afturábak

(Benjamin, J. 2005) og auðveldara er að grípa knöttinn ef honum er mætt (Janus Guðlaugsson

1990:81-82). Fyrir þá markverði sem staðsetja sig nær miðjunni er algengt að stilla

varnarmanni upp við fjærstöngina líka. Þegar markvörður þarf að bakka eftir knettinum (gula

svæðið á mynd nr. 6) geta skapast erfiðleikar við að grípa knöttinn og því æskilegt að slá hann

burt eða ýta honum aftur fyrir svæðið. Þegar að knötturinn fer yfir markvörðinn þarf hann að

snúa sér, koma sér í stöðu og búast við skoti (Benjamin, J. 2005).

3.4 Staðsetning gagnvart heildinni

Hlutverk markvarðarins er, eins og áður segir, ekki einungis að verja markið. Í nútíma

knattspyrnu þarf hann yfirleitt að skila hlutverki „sweepers” og einnig að vera opinn kostur

fyrir sendingu frá samherja. Það að taka virkan þátt í leik liðsins getur hjálpað til við t.d. að

losa um háa pressu (Welsh 1999:94-95). Það er fátt sem fer meira í skapið á sóknarmönnum

en þegar markvörður sem að er vel á verði kemst endurtekið inn í stungusendingar sem þeim

eru ætlaðar. Það er augljóst að markverðir sem

spila framarlega á vellinum þurfa að búa yfir

miklum leikskilningi og útsjónarsemi og ætti

því að fara varlega í að þvinga þá sem ekki

treysta sér til að spila þannig. Kostirnir við að

hafa markvörðinn framarlega og nýta hann sem

stuðning fyrir vörnina eru án efa fleiri en

gallarnir (Phillips 1995:103-104). Segja má í

rauninni að það að stjórna svæðinu fyrir aftan

öftustu varnarmenn sé eitt af mikilvægustu

hlutverkum markvarðar. Markvörður sem getur

veitt stuðning og tínir upp sendingar sem koma

inn fyrir vörnina þarf að hafa þann hæfileika að

geta tímasett hlaup sín vel. Mikilvægt er í þeirri

stöðu að engin mistök séu gerð. Ef

markvörðurinn misreiknar sendinguna, s.s.

hraða og stefnu knattar, er hætt við því að honum verði refsað með marki (Luxbacher og

Klein 2002:163). Oft staðsetja markverðir sig jafnvel framan við vítateigsbogann þegar

knötturinn er nálægt vítateig andstæðinganna (Benjamin, J. 2005).

Mynd 7. Staðsetning markvarðar miðað við stöðu knattar.

- 20 -

Page 28: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Staðsetning markvarða

Þegar markvörðurinn yfirgefur vítateiginn í þessum tilgangi eru nokkur atriði sem

hann þarf að hafa í huga:

• Hver er knatttækni markvarðarins og

treystir hann sér til þess að sinna

hlutverki „sweepers“.

• Hæð og hreyfing varnarlínu

samherja og sóknarlínu mótherja.

- 21 -

• Hraði og stefna knattarins. Er öruggt

að markvörðurinn verði fyrstur að

knettinum?

• Staðsetning varnarinnar. Er

mögulegt að varnarmaður nái til

knattarins áður en markvörðurinn

getur það?

• Staðsetning og hraði mótherja. Eru

líkur til þess að sóknarmaður í liði

mótherja nái til knattarins á undan

markverðinum?

Mynd 8. Staðsetning markvarðar sem staðsetur sig framarlega.

(Luxbacher og Klein 2002:163-164)

Þegar markvörðurinn hefur tekið ákvörðun sprettar hann að knettinum og reynir að

koma honum til samherja ef það er mögulegt, losar hann upp völlinn eða hreinsar hann út

fyrir hliðarlínu (Luxbacher og Klein 2002:164).

Page 29: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4 Tækni markvarða Tækni er einskonar hreyfiverkefni eða hreyfimynstur sem gert er í ákveðnum tilgangi

eða til að leysa ákveðið verkefni. Góð tækni er hagkvæm nýting á hreyfingum sem skilar

bestum árangri á settu markmiði með tilliti til samverkandi þátta. Þessir þættir er samspil

verkefnis og íþróttamanns, verkefnis og vinnukrafna og verkefnis og umhverfis (Ann-Helen

Odberg 2005:1). Séu þessir þættir leystir á hagkvæman og skilvirkan hátt er talað um góða

tækni. Í því felst lífeðlisfræðileg aðlögun og sífelld endurtekning á hreyfimynstri til að gera

það sjálfvirkt. Tillit þarf einnig að taka til umhverfisaðstæðna s.s veðurfars og grundvallar

hreyfilögmála (Ann-Helen Odberg 2005:1).

Tækni markvarða er undirstaða þess að þeir geti skilað verkefni sínu á skilvirkan og

áhrifaríkan hátt. Markvörður sem hefur náð valdi á helstu tæknilegu atriðum markvörslunnar

er öruggari og betur í stakk búinn til þess að verjast ágangi mótherjanna.

4.1 Grunnstaða

Til þess að markvörðurinn sé tilbúinn til að verjast sókn andstæðinganna upp við

markið er nauðsynlegt að staða hans sé þannig að hann geti brugðist við á sem hagstæðastan

og skjótastan hátt. Þær hreyfingar sem hann þarf að vera reiðubúinn til að framkvæma geta

verið að stökkva, spretta, hreyfa sig hratt til hliðar, dýfa eftir knettinum o.fl. Það þýðir að sú

staða sem markvörðurinn tekur sér þarf að veita jafna

möguleika á að framkvæma þessar hreyfingar (Phillips

1995:25).

Grunnstaða markvarðar á að vera þannig:

• Markvörðurinn horfir beint á knöttinn og axlir

snúa þvert á ímyndaða stystu línu að

knettinum.

• Fætur ættu að vera í u.þ.b. axla breidd, hné

lítið eitt bogin og mjaðmir einnig, en efri hluti

líkamans uppréttur. Eftir því sem knöttur er

nær ætti að vera meiri beygja í hnjám og

mjöðmum.

Mynd 9. Grunnstaða markvarðar (Benjamin, J. 2005).

- 22 -

Page 30: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

• Þungi líkamans ætti að hvíla á táberginu og líkaminn að halla örlítið fram á við.

• Hendur ættu að vera í mittishæð, framhandleggir samsíða jörðinni (láréttir) eða

samsíða lærum og lófar ættu að vera í þægilegri stöðu.

• Axlir, hendur og fingur eiga að vera afslappaðir.

(Luxbacher og Klein 2002:164)

Í þessari stöðu ætti markvörðurinn að vera í góðu jafnvægi og þannig tilbúinn til þess

að bregðast við sókn andstæðinganna á þann hátt sem

nauðsynlegt er. Hér má þó geta þess að þessi tiltekna

staða hentar ekki öllum jafnt og því gæti þurft að aðlaga

hana að hverjum markverði fyrir sig en í meginatriðum

er hentar hún flestum.

Þegar markvörðurinn þarf að bregðast við

breytingu á afstöðu knattarins og þarf t.d. að færa sig til

hliðar eða fram á við, er mikilvægt að hann reyni að

halda stöðunni eins vel og hann getur. Þegar hreyfingin

hefur verið framkvæmd þarf hann að færa sig aftur í

grunnstöðuna. Þannig ætti markvörðurinn að geta

brugðist á jafnan hátt við í hvaða átt sem er (Benjamin,

J. 2005).

Mynd 10. Lækkuð upphafsstaða markvarðar. (Benjamin, J. 2005)

4.2 Að grípa knöttinn

Það sem markvörður hefur hvað helst fram yfir aðra leikmann á vellinum er að hann

má handleika knöttinn. Þetta gefur honum visst vald því að á meðan hann heldur á knettinum

hvorki getur né má nokkur taka hann af honum. Til þess að ná þessu valdi þarf markvörðurinn

þó að búa yfir tækni til þess að grípa knöttinn (Benjamin, J. 2005, Phillips 1995:33). Nokkrar

grunnaðferðir eru til þess að grípa knött sem stefnir beint á markvörðinn. Þær eru mismunandi

eftir því hver hæð skotsins er, þ.e. hvort það er í brjósthæð og ofar, milli jarðar og brjósts eða

rúllandi jarðarboltar.

4.2.1 Grunnþættir grips

Fyrir öll skot beint á markvörðinn eru nokkrir sameiginlegir grunnþættir:

- 23 -

Page 31: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

• Markvörðurinn á alltaf að reyna að staðsetja sig aftan við knöttinn, þ.e. í línu við

skotið.

• Ef mögulegt er að reyna að hafa alltaf báðar hendur fyrir aftan knöttinn.

• Mikilvægt er að báðar hendur snerti knöttinn samtímis. Ef önnur snertir knöttinn á

undan dregur það mikið úr líkum þess að knötturinn sé gripinn.

• Þegar knötturinn er gripinn eiga olnbogar og axlir að vera slakar eða eftirgefandi

til að vera viðbúnar því að draga úr hraða skotsins.

• Höfuðið á að vera beint og snúa í átt að

knettinum.

• Axlir eiga að vera þvert á skotlínu knattar.

Þannig myndar líkaminn vegg bakvið

knöttinn og minnka líkurnar á því að

knötturinn hafni í netinu missi

markvörðurinn knöttinn milli handanna.

Einnig verða hendurnar eðlilega

afslappaðar bak við knöttinn. Mynd 11. Knöttur settur í örugga stöðu. • Þegar knötturinn hefur verið gripinn er

æskilegt að hann sé færður í örugga stöðu

við brjóst.

Hér sést hvernig knötturinn er settur í örugga stöðu eftir að hann hefur verið handsamaður. (Benjamin, J. 2005)

(Phillips 1995:33-34, DiCicco 2000:9)

4.2.2 Skot í brjósthæð og ofar

Eins og áður hefur verið nefnt eru grundvallar tækniatriðin sameiginleg í þeirri tækni

sem notuð er til þess að grípa knöttinn. Hins vegar eru mismunandi aðferðir notaðar til

viðbótar þessum grunnatriðum eftir

því hver hæð skotsins er. Ef fyrst eru

skoðuð há skot sem eru í brjósthæð

eða ofar:

• Hendur eru framréttar uppá

við í áttina að knettinum.

Mynd 12. Mismunandi grip. Hér sést mismunandi staða handa þegar knöttur er gripinn. (Benjamin, J. 2005)

- 24 -

Page 32: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

- 25 -

• Lófarnir vísa að knettinum og fingurnir vísa upp og örlítið fram á við.

• Vísifingur og þumlar beggja handa mynda „W” utan um knöttinn. Eftir því hver

tæknileg geta, styrkur og reynsla markvarðanna er gæti þurft að breyta stöðu handa

þeirra lítið eitt. Yngri og reynsluminni markverðir færa úlnliði sína nær hvor

öðrum þannig að þumlarnir séu nánast samsíða til þess að mynda sterkari vegg bak

við knöttinn. Markverðir með stórar hendur geta fært úlnliði aðeins í sundur og

haft þannig betra vald á knettinum. Fyrir þessu þarf þó hver og einn markvörður að

fá tilfinningu.

• Þegar knötturinn er gripinn er dregið úr hraða hans með því að beygja olnbogana

þannig að hendurnar færast í átt að líkamanum. Mikilvægt er að úlnliðir gefi ekki

eftir.

• Knötturinn ætti að lenda fyrst á fingurgómum og þumlarnir ættu að vera aftan við

hann svo hann komist ekki í gegn.

(Benjamin, J. 2005)

4.2.3 Skot milli jarðar og brjósts

Þegar knötturinn er gripinn milli jarðar og brjósts eru aðrar tæknilegar forsendur

nýttar. Markvörðurinn myndar einskonar körfu með höndum, framhandleggjum,

upphandleggjum og búknum sem hann lokar knöttinn inní (DiCicco 2000:9). Hér eru helstu

atriðin en þó gilda sömu grunnatriði og áður:

• Framhandleggir eru samsíða þannig að staða líkamans er þvert á skotlínu knattar.

• Lófar eru útréttir og mynda nú öfugt „W” þannig að þumlar vísa út. Olnbogar eru

bognir.

• Hné eru örlítið bogin og beygja er í mjöðmum.

• Þegar knötturinn snertir fingurgómanna er hann færður inn að brjósti þannig að

efri hluti líkamans, ásamt höndum og handleggjum, lokar knöttinn inni í ímyndaðri

körfu.

• Þegar efrihluti líkamans hallast fram yfir knöttinn færast mjaðmir ósjálfrátt

afturábak og verka þannig eins og höggpúði til þess að draga úr hraða knattarins.

• Tímasetning er mjög mikilvæg. Sé viðbragð handa of seint er hætt við því að

knötturinn skelli á brjóstinu og skoppi í burtu.

(DiCicco 2000:9, Þorsteinn Heiðar Halldórsson 1992:6)

Page 33: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4.2.4 Skot með jörðu

Þegar knötturinn rúllar eftir jörðinni verður staða handa svipuð og í kaflanum hér á

undan. Í öllum tilvikum þegar skot kemur rúllandi eftir jörðinni og stefnir beint á

markvörðinn, þurfa hendurnar að komast mjög neðarlega og fingurnir nánast að snerta jörðina

til þess að tryggja það að knötturinn verði örugglega varinn (Benjamin, J. 2005).

Það eru þó þrjár mismunandi stöður sem

mögulegt er að nota hér. Sú fyrsta er standandi með

beina fætur, önnur er standandi með hálfbogna fætur

og sú þriðja er krjúpandi staða (Benjamin, J.

2005,Welsh 1999:22-23, Phillips 1995:28-30). Sömu

grunnatriði og að framan getur gilda áfram.

Í standandi stöðu eru helstu tækniatriði þessi:

• Framhandleggir eru samsíða þannig að

staða líkamans er þvert á skotlínu knattar.

• Lófar eru útréttir og olnbogar eru nánast

beinir. Mynd 13. Standandi staða með beina fætur. (Benjamin, J. 2005)

- 26 -

• Fingur nánast nema við jörðu.

• Fætur er mjög nálægt hvor öðrum.

• Hné eru örlítið bogin og beygja er mikil í mjöðm.

• Þegar knötturinn snertir fingurgómanna er

knötturinn færður inn að brjósti þannig að

hendur og handleggir loka knöttinn af við

brjóst og rétt er úr mjöðmum.

(Benjamin, J. 2005, Phillips 1995:28-30)

Í hálfstandandi stöðu eru helstu tækniatriði

þessi:

• Framhandleggir eru samsíða þannig að

staða líkamans er þvert á skotlínu knattar. Mynd 14. Hálf standandi staða. (Benjamin, J. 2005) • Lófar eru útréttir og olnbogar eru nánast

beinir.

Page 34: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

• Fingur nánast nema við jörðu.

• Bil mill fóta er lítið og annar fóturinn er örlítið aftar.

• Hné eru bogin og beygja er mikil í mjöðmum.

• Þegar knötturinn snertir fingurgómanna er knötturinn færður inn að brjósti þannig

að hendur og handleggir loka knöttinn af við brjóst og rétt er úr mjöðmum.

(Benjamin, J. 2005, Phillips 1995:28-30)

Þriðja aðferðin er krjúpandi staða. Þar fer markvörðurinn niður á annað hnéð. Helstu

tækniatriði útleggjast þannig:

• Framhandleggir eru samsíða svo staða

líkamans sé þvert á skotlínu knattar.

- 27 -

• Lófar eru útréttir og olnbogar eru nánast

beinir.

• Fingur nánast nema við jörðu.

• Hné eru bæði bogin í u.þ.b. 90°.

• Staðið er í annan fótinn og vísar hnéð til

hliðar frá líkamanum. Hnéð á hinum

fætinum nemur við jörð. Mynd 15. Krjúpandi staða. (Benjamin, J. 2005)

• Beygja er mikil í mjöðm og snúningur í

hrygg.

• Þegar að knötturinn snertir fingurgómana er knötturinn færður inn að brjósti

þannig að hendur og handleggir loka knöttinn af við brjóst og rétt er úr mjöðmum.

(Benjamin, J. 2005)

4.3 Dýfur

Dýfur eru eitt sterkasta vopn markvarðarins til að verjast erfiðum skotum sem koma á

markið. Ýmis orð hafa verið notuð hér á landi til þess að lýsa þessum hreyfingum. Helst hefur

verið talað um að skutla sér á knöttinn, að henda sér eða að kasta sér. Í ensku hefur verið

notast við orðið „diving”, sem myndi útleggjast á íslensku „að dýfa”. Helstu fræðiritin um

markvörslu koma frá Bandaríkjunum eða Englandi. Þau rit sem upphaflega eru skrifuð á

öðrum tungumálum hafa venjulega verið yfirfærð á ensku. Af þeim ástæðum hefur hér verið

ákveðið að nota beina þýðingu á orðinu til þess að hafa samræmi milli tungumálanna.

Page 35: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

Í knattspyrnuleik þegar markvörðurinn sést dýfa eftir knettinum sýnist mörgum hann

stundum svífa um loftið til að handsama knöttinn. Við þetta skapast einn af mikilfenglegri

tímapunktum leiksins, sem að margra mati jafnast hreinlega á við það þegar falleg mörk eru

skoruð (Luxbacher og Klein 2002:73, Phillips 1995:37).

Dýfur er þó jafn erfitt að framkvæma eins og það er

gaman að horfa á þær. Það krefst mikillar tækni,

samhæfingar, styrks, snerpu, fimi og síðast en ekki síst

hugrekkis að dýfa eftir knettinum. Við það að verja skot á

þennan hátt eykur markvörðurinn hættuna á því að missa

knöttinn, hann lendir úr kjörstaðsetningu og hann eykur

hættuna á meiðslum til mikilla muna. Dýfur ættu því að

vera loka úrræði markvarðarins og ætti hann að reyna

eins og mögulegt er að komast í línu við skotið með

fótavinnu. En það koma alltaf upp aðstæður í nánast hverjum leik þar sem markvörðurinn þarf

að dýfa eftir knettinum til þess að koma í veg fyrir að mark sé skorað (Benjamin, J. 2005,

Luxbacher og Klein 2002:73).

Mynd 16. Markvörður dýfir eftir knettinum. (Benjamin, J. 2005)

Dýfur eru einn flóknasti og erfiðast þáttur markvörslunnar sem markvörðurinn þarf að

tileinka sér. Fyrir því eru nokkrar ástæður:

• Á markið koma margskonar mismunandi skot og þrátt fyrir að ekki séu margar

mismunandi útfærslur af dýfum getur þurft að aðlaga dýfuna að skotinu sjálfu.

• Hættan á því að missa knöttinn eykst til muna, þá sér í lagi við lendinguna.

• Óttinn við að meiðast við að lenda á hörðu undirlagi getur valdið því að

markvörðurinn lendir á rangan hátt.

• Auknar líkur eru á meiðslum.

• Ef markvörðurinn er í standandi stöðu reynist honum auðveldara að halda réttri

grunnstöðu og staðsetningu í afstöðu við knöttinn, einnig er hann fljótari að koma

knettinum aftur í leik ef hann er handsamaður. Í dýfu glatar markvörðurinn

kjörstaðsetningu og það getur tekið of langan tíma að koma sér aftur í rétta stöðu.

Einnig er hann lengur að koma knettinum í leik.

• Ef markvörðurinn getur haldið stöðu sinni og kemst hjá því að dýfa lítur hann

frekar út fyrir að vera yfirvegaður. Það getur valdið því að mótherjarnir álíti skot

sín þurfa að vera fullkomin til þess að koma knettinum í netið.

(DiCicco 2000:9, Phillips 1995:37)

- 28 -

Page 36: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

- 29 -

Af þessum ástæðum er mikilvægt við þjálfun á dýfum að markverðinum séu ekki

settar of fastar skorður. Framkvæmd einnar tegundar dýfu getur verið fullkomlega rétt í einu

tilviki og fullkomlega röng í öðru. Mikilvægt er að innprenta grunnatriðin og helstu tegundir

tæknilegrar framkvæmdar hjá markverðinum en leyfa tilfinningu hans síðan mikið að ráða

(Phillips 1995:37).

Ef litið er nánar á grunninn þá eru nokkur atriði sem þarf að skoða:

• Í fyrsta lagi þarf að leggja áherslu á er fyrsta skrefið. Það ætti að taka til hliðar og

u.þ.b. 30° fram á við. Þetta gefur markverðinum rétta hornið í dýfuna. Algeng

mistök hjá markvörðum er að þeir dýfa aftur á bak. Það gerist þegar þunginn er

færður aftur á hælana. Ef þetta gerist eru líkur til þess að knötturinn sé hreinlega

varinn inn í markið.

• Markvörðurinn þarf að koma inn í dýfuna í lágri stöðu. Beygt er vel í hné þess

fótar sem stígur fram (sá fótur sem nær er knetti) og krafturinn sóttur í dýfuna mest

frá þeim fæti.

• Líkaminn ætti ávallt að vera þvert á skotlínu knattarins. Það gerir það að verkum

að hendur eru ávallt í kjör stöðu til þess að grípa knöttinn. Ef þetta næst verður

líkaminn sem breiðastur á bak við knöttinn og lendingin verður rétt, þ.e. á

mjöðminni og síðunni.

• Mikilvægt er að knötturinn sé gripinn eða varinn til hliðar áður en hugað er að

lendingunni. Margir óreyndir markverðir huga of mikið að lendingunni, vegna

þess að hún getur verið óþægileg og við það getur staða líkamans skekkst í loftinu

og hætt er við að lendingin verði enn verri. Ef lögð er áhersla á rétta tækni frá

byrjun eru meiri líkur til þess að lendingin skapi ekki óþægindi.

(Benjamin, J. 2005, Phillips 1995:37)

.

4.3.1 Að verja skot nálægt líkamanum

Skot nálægt líkamanum, sem krefjast þess að markvörðurinn þarf að dýfa eftir

knettinum, geta verið, þrátt fyrir algengan misskilning, einhver þau erfiðustu sem hann lendir

í að verja. Algengasta leiðinn er svokölluð fall-dýfa eða „collapse dive“, stundum einnig

kölluð „cradling“. Þessi aðferð er notuð þegar að knötturinn kemur nærri líkamanum en ekki

nógu nálægt til þess að hægt sé að stíga til hliðar til að setja líkamann aftan við knöttinn.

Markmiðið með hreyfingunni er að koma líkamanum aftur fyrir knöttinn og höndunum í

ákjósanlega stöðu til þess að grípa hann (Benjamin, J. 2005).

Page 37: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

- 30 -

Helstu áherslur sem nauðsynlegt er að íhuga eru:

• Fall-dýfan byggist að mestu leyti upp á fyrsta

skrefinu.

• Fætur lyftast yfirleitt ekki frá jörðinni nema til að

stíga skref.

• Fótavinnan þarf að vera hröð til þess að

markvörðurinn komist í rétta stöðu. Mynd 17. Falldýfa. • Hendurnar ættu að færast áfram í áttina að

knettinum.

Hér sést markvörður verja knöttinn með falldýfu. (Benjamin, J. 2005)

• Knötturinn er gripinn með „W” gripi.

• Markvörðurinn fellur svo hálf rúllandi

niður. Knötturinn fer fyrstur og getur

þannig dregið úr fallinu.

• Þegar markvörðurinn er lentur ætti hann að

liggja á hliðinni, knötturinn örugglega í

höndunum fyrir framan líkamann og

olnboginn á neðri hendinni hálfpartinn

undir brjóstinu. Mynd 18. Lending eftir fall-dýfu. Myndin sýnir hvernig markvörðurinn lendir. Hann notar knöttinn til þess að draga úr fallinu. (Benjamin, J. 2005)

• Þegar að lendingin er afstaðin er hægt að

færa knöttinn inn að brjósti og verja hann

þannig enn frekar.

(Benjamin, J. 2005, DiCicco 2000:12, Phillips 1995:38-39)

4.3.2 Að verja skot fjarri líkamanum

Skot sem koma fjarri líkamanum krefjast þess oft af markverðinum að hann spyrni sér

frá undirlaginu og svífi í stutta stund. Þetta er dýfan sem íþróttafréttamenn kalla yfirleitt

stórkostlega markvörslu. Með örfáum undantekningum er tæknin sú sama og þegar knötturinn

er varinn nálægt líkamanum. Eins og áður er markmiðið með hreyfingunni að koma

líkamanum aftur fyrir knöttinn til þess að markvarslan verði örugg. Þá þarf fótavinnan að vera

markviss og hröð. Mynda þarf mikinn kraft í fótum vegna þess að markvörðurinn þarf að

ferðast bæði upp á við og til hliðar. Þegar knötturinn er mjög fjarlægur getur verið

nauðsynlegt að nota hliðarskref til þess að búa til nógu mikinn kraft í spyrnuna og einnig til

Page 38: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

þess að stytta vegalengdina sem markvörðurinn þarf að ferðast í loftinu. Þegar að dýfan er

framkvæmd þarf markvörðurinn að rétta fullkomlega úr líkamanum til þess að hann

annarsvegar myndi nógan kraft og hinsvegar til þess að

ná nógu langt í knöttinn ef hann er fjarri upphafsstöðu

markvarðarins (Benjamin, J. 2005, DiCicco 2000:13,

Phillips 1995:40, Luxbacher og Klein 2002:76-78).

Við tæknilega framkvæmd þess háttar dýfu eru

nokkur mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga:

• Fótavinna þarf að vera hröð og krafturinn

sem myndaður er í uppstökkið þarf að vera

mikill. Hliðarskref gæti þurft til þess að

komast nær knettinum og mynda aukinn

kraft.

Mynd 19. Dýfa. Hér sést hvar markvörðurinn framkvæmir dýfu þar sem fætur lyftast frá jörðinni. (Benjamin, J. 2005)

• Stigið er til hliðar og fram u.þ.b. 30° með þeim fæti sem nær er knettinum. Frá

honum kemur síðan mesti krafturinn í uppstökkið.

• Markmiðið ætti að vera að koma líkamanum í lárétta stöðu í sömu hæð og

knötturinn er ef það er mögulegt. Í lægri skotum er mikilvægt að eyða ekki krafti í

að spyrna upp í loftið. Frekar er reynt að lækka þyngdarpunkt líkamans og dýfa

lárétt í átt að knettinum.

• Aukinn kraftur fæst með því að færa það

hné sem fjær er knettinum hratt upp að

líkamanum. Það sama má segja um

armsveiflu.

• Rétta þarf fullkomlega úr líkamanum.

• Knötturinn er gripinn með „W” gripi eða

honum stýrt til hliðar. Markvörðurinn ætti

allaf að freista þess að grípa knöttinn. Ef

réttri tækni er beitt ætti knötturinn að fara til

hliðar ef ekki tekst að grípa hann.

Mynd 20. Lending eftir dýfu. Hér sést hvernig markvörðurinn nýtir sér knöttinn til þess að draga úr fallinu.

• Í lendingunni ætti knötturinn að hafa fyrstur viðkomu við jörðina og þannig nýtast

sem höggpúði til að draga úr hraða lendingarinnar.

- 31 -

Page 39: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

- 32 -

• Þegar markvörðurinn er lentur ætti hann að liggja á hliðinni, knötturinn örugglega

í höndunum fyrir framan líkamann og olnboginn á neðri hendinni hálfpartinn undir

brjóstinu.

• Þegar markvörðurinn er lentur er hægt að færa knöttinn inn að brjósti og verja

hann þannig enn frekar.

(Benjamin, J. 2005, DiCicco 2000:13, Phillips 1995:40, Luxbacher og Klein 2002:76-

78)

4.3.3 Að verja skot við jörð

Þegar föst skot koma á markið eftir jörðinni hefur markvörðurinn ekki alltaf tíma til að

færa sig til hliðar til þess að handsama knöttinn. Í slíkum tilvikum þarf hann að dýfa nánast

niður á við. Til þess að það sé framkvæmanlegt er þarft að stíga eitt skref til hliðar og örlítið

fram (líkt og í fyrr hefur verið nefnt). Nokkur munur er á tækni miðað við það sem hefur verið

rætt í síðustu tveimur köflum. Í þessu tilviki notar markvörðurinn þá hönd sem gagnstæð er

spyrnufæti til þess að auka hraða dýfunnar. Hún er keyrð áfram þvert á línu knattarins á

meðan rétt er úr líkamanum í sömu átt. Sú hönd sem er neðar er notuð að mestu til þess að

stöðva ferð knattarins en sú sem ofar er (kraftmyndandi höndin) fer ofan á knöttinn og hann

þannig læstur niður. Sama regla gildir þó samt sem áður um að líkaminn sé þvert á línu

knattarins til þess að mynda sem breiðasta fyrirstöðu fyrir hann og til að hendurnar endi í sem

eðlilegastri stöðu til þess að grípa knöttinn. Til að þetta sé allt framkvæmanlegt þarf, áður en

markvörðurinn spyrnir sér til hliðar, að lækka þyngdarpunkt líkamans svo hreyfingin verið

nánast lárétt en ekki í boga upp og síðan niður. Ef slíkt gerist verður dýfan ekki eins hröð.

Önnur atriði eru þau sömu og að framan greinir (Luxbacher og Klein 2002:74-76, Phillips

1995:40-42).

4.3.4 Skot beint á markvörð og skoppandi knettir

Í þeim tilvikum sem mjög föst skot koma neðarlega beint á markvörðinn og knötturinn

jafnvel skoppandi getur reynst erfitt að standa kyrr og grípa hann. Til þess að leysa það

vandamál er notast við dýfu fram á við. Á ensku hefur þessi dýfa verið nefnd „the front

smother”. Samkvæmt orðabókum yrði lausleg þýðing líklega fram-kæfing eða fram-bæling.

Það lýsir vörslunni ágætlega en er líklega freka óþjált í töluðu máli. Þessi aðferð hefur reynst

vel og er sérstaklega góð þar sem aðstæður eru vætusamar. Við þannig aðstæður er knötturinn

Page 40: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

blautur og háll og á það til að spýtast mikið í grasinu.

Tæknileg útfærsla þessarar tegundar dýfu er hvað ólíkust

þeim sem fyrr hafa verið nefndar en þar eru dýfurnar til

hliðar. Í rauninni mætti líkja tækninni meira við þá tækni

sem notuð er þegar knettir koma rúllandi eftir jörðinni beint

á markvörðinn. Þetta er þó dýfa (DiCicco 2000:14,

Benjamin, J. 2005).

Helstu tækniatriði sem mætti nefna eru:

Mynd 21. Dýfa áfram 1.

• Líkaminn ætti að vera aftan við skotlínu

knattarins og þvert á hana.

Hér sést hvernig markvörðurinn dýfir áfram tilbúinn til að handsama knöttinn. (Benjamin, J. 2005)

• Framhandleggir eru samsíða þannig að staða líkamans er þvert á skotlínu

knattarins.

• Lófar eru útréttir og olnbogar eru

nánast beinir.

• Bil mill fóta er u.þ.b. axlarbreidd.

• Hné eru bogin og beygja er mikil í

mjöðmum.

• Þyngdarpunkturinn er færður fram og

dýfan er framkvæmd áfram, á móti

knettinum. Þetta þýðir að

markvörðurinn þarf að mynda

skriðþunga áfram.

Mynd 22. Dýfa áfram 2. Markvörðurinn spyrnir áfram um leið og hann handsamar knöttinn. (Benjamin, J. 2005)

• Spyrnt er áfram með báðum fótum þegar

knötturinn lendir á fingrum með því að rétta bæði

úr hnjám og mjöðmum. Stundum getur þó

markvörðurinn þurft að taka nokkur skref áfram

og þá kemur spyrnan aðallega frá öðrum fæti. Ef

hann er í kyrrstöðu kemur spyrnan frá báðum

fótum.

• Þegar knötturinn snertir fingurgómana er hann

færður inn að brjósti þannig að hendur og

handleggir loka knöttinn af við brjóst og rétt er úr

mjöðmum.

Mynd 23. Dýfa áfram 3. Lendinginn er á framhandleggj-um og knötturinn er örugglega lokaður inni. (Benjamin, J. 2005)

- 33 -

Page 41: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

- 34 -

• Mikilvægt er að spyrnan áfram sé kröftug og að knettinum sé mætt af miklu afli.

• Þegar að knötturinn er kominn upp að brjósti er hryggurinn sveigður fram á við og

knötturinn þannig lokaður inni.

• Skriðþunginn áfram veldur því síðan að markvörðurinn fellur fram á við og

framhandleggir lenda á jörðinni.

(Benjamin, J. 2005, DiCicco 2000:14)

Með því að nýta þessa tækni þá verða föst skot sem koma beint á markvörðinn

viðráðanlegri og þannig skapast meira öryggi.

4.4 Úthlaup, háar sendingar

Stór hluti marka er skoraður eftir háar sendingar inn í vítateiginn. Það er því góður

eiginleiki hjá markverði að geta brugðist rétt við í slíkum tilvikum. Að verjast háum

sendingum sem koma inn í vítateiginn er ekki auðvelt verkefni fyrir markvörðinn. Oft þarf

markvörðurinn að verjast ýtingum og ágangi mótherjanna meðan hann reynir að handsama

knöttinn. Hann þarf að geta gripið knöttinn í það hárri stöðu að mótherjarnir nái ekki til hans

og jafnvel hlaupa inn í svæði sem umsetið er bæði af mótherjum og samherjum til þess að ná

til knattarins. Val á tækni byggist á forsendum s.s. hæð knattarins, hraða hans og stefnu

(Luxbacher og Klein 2002:41, Phillips 1995:89). Að hafa stjórn á svæðinu fyrir framan mitt

markið er nauðsynlegt fyrir markvörðinn. Megin reglan er að markvörðurinn ætti alltaf að

freista þess að grípa knöttinn frekar en að slá hann eða kýla, sé þess kostur (Luxbacher og

Klein 2002:44-45).

4.4.1 Knöttur gripinn

Tæknin við að grípa háa knetti er í eðli sínu sú sama og þegar að „W” gripið er notað,

en þó eru nokkur tæknileg atriði sem eru öðruvísi. Til þess að árangur náist þarf samspil

nokkurra þátta að vera gott:

• Góð grip tækni.

• Gott jafnvægi.

• Stjórn á hreyfingum.

• Góð dómgreind.

• Mikið sjálfstraust.

Page 42: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

(Luxbacher og Klein 2002:45, DiCicco 2000:11)

Við tæknilega framkvæmd hreyfingarinnar þarf að íhuga nokkra þætti:

• Þegar að markvörðurinn undirbýr sig til þess að mæta knettinum ætti hann að

reyna að komast í línu við hreyfingu knattarins.

• Markvörðurinn horfir beint á knöttinn og axlir eru þvert á línu hans.

• Uppstökkið lítur út á líkan hátt og sniðskot í körfuknattleik eða hástökk, þ.e.

stokkið er upp á öðrum fæti og ferðast hitt hnéð upp á við. Hendurnar byrja niðri

og þegar stökkið er framkvæmt fara þær upp. Séu hendurnar og hnéð hreyfð

kröftuglega á þennan hátt hjálpar það við að ná aukinni hæð í stökkið.

• Hendurnar fara upp á við í einni samfelldri hreyfingu og hnénu er haldið í stöðu

framan við líkamann til þess að verja markvörðinn.

• Knötturinn er síðan gripinn með „W” tækni í hæstu mögulegu stöðu.

• Reglan ætti að vera sú að reyna að komast til knattarins og grípa hann eins fljótt og

auðið er. Markmiðið er að vera á undan öðrum leikmönnum að ná til knattarins.

(Luxbacher og Klein 2002:45-46, DiCicco 2000:11, Janus Guðlaugsson 1990:81-82,

Phillips 1995:92)

4.4.2 Knöttur kýldur eða sleginn

Það koma upp aðstæður í knattspyrnunni þar sem ekki verður komist hjá því að kýla

knöttinn eða slá hann frá og út úr hættusvæði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að

markvörðurinn þarf að kýla eða slá knöttinn í burtu. Slæmt veðurfar, ágangur mótherja, svif

knattarins o.fl. getur haft áhrif (Luxbacher og Klein

2002:58).

Nokkrar tæknilegar útfærslur eru til þess að

koma knettinum í burt þegar ekki er hægt að grípa

hann. Þær helstu sem mætti nefna eru:

- 35 -

• Knöttur kýldur með báðum hnefum:

o Þetta er algengasta tæknin sem notuð er

til þess að koma knettinum frá markinu.

Þessi tækni er notuð þegar knötturinn

kemur á svæðið fyrir framan

markvörðinn.

Mynd 24. Knöttur kýldur með báðum höndum nr. 1. (Benjamin, J. 2005)

Page 43: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

o Þegar markvörðurinn undirbýr sig til að mæta knettinum ætti hann að reyna að

komast í línu við hreyfingu knattarins.

o Markvörðurinn horfir beint á knöttinn og axlir eru þvert á línu hans.

o Uppstökkið lítur út líkt og sniðskot í körfuknattleik eða hástökk, þ.e. stokkið er

upp á öðrum fæti og hitt hnéð fer upp á við. Hendurnar byrja niðri og þegar

stökkið er framkvæmt fara þær upp. Séu

hendurnar og hnéð hreyfð kröftuglega á

þennan hátt hjálpar það til við að ná

aukinni hæð í stökkið.

o Hendurnar fara upp á við í einni samfelldri

hreyfingu og hnénu er haldið í stöðu

framan við líkamann til þess að verja

markvörðinn.

o Hnefar eru krepptir og þeir lagðir saman til

þess að mynda stærsta mögulega flötinn til

þess að kýla knöttinn. Úlnliðir eru eins

nálægt hvor öðrum og hægt er.

Mynd 25. Knöttur kýldur með báðum höndum nr. 2. (Benjamin, J. 2005)

o Höggið ætti að vera snörp, föst hreyfing og krafturinn úr uppstökkinu nýttur.

o Reynt er að kýla knöttinn í hæstu mögulegu stöðu og í þá átt sem hann kom úr.

o Þegar knötturinn er kýldur er markmiðið að koma honum eins langt í burtu frá

hættusvæðinu og mögulegt er. Best er að stefnan sé: hátt, út á kant og helst út

fyrir vítateiginn.

(Luxbacher og Klein 2002:45-46,58-59, DiCicco 2000:11, Janus Guðlaugsson

1990:81-82, Phillips 1995:92, Benjamin, J. 2005).

- 36 -

• Knötturinn kýldur með öðrum hnefa.

o Þessi tækni er notuð þegar að knötturinn er

að fara yfir markvörðinn og hann hefur ekki

tíma til þess að færa sig afturfyrir knöttinn.

o Þegar knötturinn er að fara yfir markvörðinn,

tekur hann eitt skref til hliðar og snýr

líkamanum á hlið, í línu við ferð knattarins.

Hann ætti að snúa þannig að hann hafi

Mynd 26. Knöttur kýldur með annarri hendi. (Benjamin, J. 2005)

Page 44: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

markið á bak við sig.

o Stigið er nokkuð djúpt niður með þeim fæti sem stígur til hliðar og spyrnt upp.

Spyrnt er upp af miklu afli. Stökkfóturinn er sá sem fjær er knettinum, þ.e.

stokkið er upp á vinstri fæti ef knötturinn kemur frá hægri og öfugt.

o Höndin sem kýlir knöttinn er gagnstæð á við stökkfótinn. Ef stokkið er upp á

hægri fæti er knötturinn kýldur með vinstri og öfugt. Með því nær

markvörðurinn að teygja sig eins hátt og mögulegt er.

o Knötturinn er síðan kýldur með krepptum hnefa, áfram í þá stefnu sem hann

áður stefndi. Mikilvægt er að kýla knöttinn hátt og reyna að koma honum út úr

vítateignum.

(Luxbacher og Klein 2002:58-59, Benjamin, J. 2005)

• Knöttur slegin með opnum lófa

o Þessi tækni er notuð þegar að há sending eða skot kemur beint á markið og

markvörðurinn hefur ekki möguleika á að grípa knöttinn.

o Knettinum er í raun ýtt yfir þverslána frekar

en að hann sé sleginn.

o Stigið er aftur á bak og líkamanum um leið

snúið þannig að hann snúi þvert á marklínuna

(markvörðurinn snýr síðunni í markið). Stigið

er nokkuð djúpt niður með þeim fæti sem

stígur aftur og spyrnt upp. Spyrnt er upp af

miklu afli. Stökkfóturinn er sá sem fjær er

knettinum og nær markinu.

o Sömu forsendur eru og þar sem knötturinn er

kýldur með annarri hendinni, nema nú er

lófinn opinn. Höndin sem gagnstæð er

stökkfætinum er notuð til þess að slá knöttinn, þ.e. ef stokkið er upp á vinstri er

hægri höndin notuð og öfugt.

Mynd 27. Kötturinn sleginn yfir slána. (Benjamin, J. 2005)

o Markmiðið er ekki endilega koma knettinum hátt í loftið, heldur einungis að

stýra honum yfir þverslána.

(Luxbacher og Klein 2002:61-62, Benjamin, J. 2005)

- 37 -

Page 45: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4.5 Einn á móti einum

Þegar leikmaður andstæðinganna kemst einn í gegn skapast aðstæður þar sem miklar

líkur eru á að hann skori. Þetta kemur til með að gerast, jafnvel sterkustu varnir eiga það til að

missa mann í gegn. Þar af leiðandi er nauðsynlegt fyrir markverði að þjálfa sig einn á móti

einum (Phillips 1995:82-83, DiCicco 2000:16). Til þess að öðlast getu í þessum þætti

markvörslunnar er mikilvægt að markvörðurinn hafi til að bera marga samverkandi eiginleika.

Tækni, leikskilningur, rétt staðsetning og sjálfstraust eru nauðsynlegir eiginleikar til þess að

skila góðum árangri. Markvörðurinn verður að vera sífellt á verði, hann þarf að miða

staðsetningu sína miðað við stöðu knattar, varnar og mótherja. Hann verður að geta lesið í þá

stöðu sem er í leiknum. Þegar að gegnumbrot á sér stað þarf markvörðurinn að geta tekið

ákvörðun á mög skömmum tíma. Hann þarf að meta hvort aftasti varnarmaður á möguleika á

að komast til knattarins og ákveða síðan næstu aðgerð. Hugrekki og sjálfstraust þarf til þess

að mæta leikmanni sem komist hefur í gegnum vörnina (Luxbacher og Klein 2002:93).

4.5.1 Að þrengja skothornið

Þegar sóknarmaður mótherjanna hefur komist einn inn fyrir vörnina og útséð er að

varnarmaðurinn muni ekki ná honum, þarf markvörðurinn að færa sig nær honum til þess að

minnka skothornið. Eins og rætt var í kaflanum um staðsetningu minnkar það svæði sem

markvörðurinn þarf að verja ef

hann færir sig nær knettinum.

Markvörðurinn breytir stöðu

sinni úr grunnstöðu í lækkaða

grunnstöðu á meðan hann færir

sig í átt að knettinum. Með þessu

er þyngdarpunktur líkamans

lækkaður, sem auðveldar hraðar

stefnubreytingar og gerir

markverðinum kleift að dýfa

eftir knettinum á skjótari hátt

(Luxbacher og Klein 2002:94, Benjamin, J. 2005).

Mynd 28. Skothornið þrengt.

- 38 -

Page 46: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4.5.2 Tímasetning

Mikilvægt er, þegar markvörðurinn “gerir árás” á knöttinn, að tímasetningin sé rétt.

Illa tímasett úthlaup eða dýfa reynist yfirleitt dýrkeypt. Erfitt er að skilgreina fasta reglu um

hvenær markvörðurinn á að leggja af stað á móti knettinum. Hér skiptir tilfinning og reynsla

miklu máli. Þegar að sóknarmaðurinn er kominn nógu nálægt til þess að hægt sé að gera árás

á hann eru nokkur atriði sem þarf að íhuga:

• Markvörðurinn þarf að vera einbeittur og fylgjast með. Ef sóknarmaðurinn gerir

einhver mistök lætur hann til skarar skríða. Það er ekki þar með sagt að

sóknarmaðurinn geri mistök. Í þeim tilvikum þarf að bíða þar til hann leikur

knettinum og ráðast á knöttinn meðan hann er eins langt frá sóknarmanninum og

mögulegt er. Til þess að það gangi þarf markvörðurinn að leggja til atlögu helst

um leið og sóknarmaðurinn leikur knettinum þannig að hann nái ekki að leika

knettinum aftur áður en markvörðurinn hefur handsamað hann.

• Markvörðurinn þarf að reyna að halda sama hraða og sóknarmaður sem komist

hefur í gegn. Ef hann fer hægt, mætir markvörðurinn honum hægt. Ef hann fer

hratt mætir markvörðurinn honum hratt.

• Þegar markvörðurinn nálgast knöttinn þarf hann að draga úr hraðanum. Ef þetta er

gert verður markvörðurinn frekar í stakk búinn til þess að bregðast við hvort sem

sóknarmaðurinn skýtur strax eða reynir að rekja knöttinn fram hjá honum.

• Markvörðurinn ætti að reyna að vera uppréttur eins lengi og mögulegt er. Ef hann

leggst í jörðina of snemma á sóknarmaðurinn auðvelda leið fram hjá honum.

• Þegar ákvörðunin hefur verið tekin um að leggja til atlögu við knöttinn þarf að

gera það af miklu öryggi og varast allt hik. Að hika er það sama og að tapa!

(Benjamin, J. 2005, Luxbacher og Klein 2002:95).

4.5.3 Knötturinn varinn

Þegar allt kemur til alls er þetta úrslita stundin.

Hvernig markvörðurinn tekst að lokum á við

sóknarmanninn skiptir sköpum. Röng ákvörðun endar nær

undantekningalaust þannig að knötturinn liggur í

markmöskvunum. Nokkur atriði er mikilvægt að hafa í huga

þegar lagt er til atlögu við knöttinn. Hér svipar tæknilegri

Mynd 29. Lækkuð grunnstaða. (Benjamin, J. 2005)

- 39 -

Page 47: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

útfærslu nokkuð til þeirra sem ræddar voru í kaflanum um dýfur.

• Markvörðurinn er í lækkaðri grunnstöðu til þess að geta brugðist við á réttan hátt.

• Þegar tímasetningin er rétt ætti markvörðurinn að renna sér í veg fyrir knöttinn.

Líkaminn er þvert á skotlínu knattar. Markvörðurinn ætti að snúa þannig að

hendurnar eru þeim megin sem nærstöngin er.

• Stigið er fram, líkt og í dýfu, í fótinn þeim megin sem knötturinn fer. Hendur ættu

að fara í átt að línu knattarins, í veg fyrir hann, þannig að knötturinn hafni í

höndunum.

• Mikilvægt er að fætur fari ekki á undan. Ef það gerist minnkar svæðið sem

markvörðurinn nær að loka og eykur hættu á meiðslum. Hendurnar ættu alltaf að

leiða hreyfinguna í átt að knettinum.

• Ef markvörðurinn kemst að knettinum áður en

honum er skotið verður staða handanna örlítið

öðruvísi en í venjulegri dýfu. Í fræðunum er

þessari stöðu líkt við „Cobra” eða

gleraugnaslönguna. Hún er þannig að þegar

markvörðurinn er lagstur vísa upphandleggir

u.þ.b. 30-45° niður á við út frá líkamanum.

Framhandleggir eru samsíða og 30-45° beygja

er í olnbogum. Úlnliðir beygjast í u.þ.b. 90°

fram. Knötturinn er síðan stöðvaður með

höndum með stuðningi frá framhandleggjum. Þannig er markvörðurinn búinn að

setja knöttinn í örugga stöðu og ef sóknarmaður sækir of fast að honum er

knötturinn milli hans og markvarðarins og ver þannig líkama markvarðarins fyrir

höggi.

Mynd 30. „Cobra grip”. (Benjamin, J. 2005)

(Benjamin, J. 2005, Luxbacher og Klein 2002:95-96, Di Iorio og Ferretti 2002:17)

4.6 Dreifing knattar

Markvörðurinn er oftast ekki einungis síðasti varnarmaður liðsins, heldur er hann

einnig fyrsti sóknarmaðurinn. Eftir að hann hefur handsamað knöttinn þarf hann að koma

honum aftur í leik. Markvörðurinn hefur tvær megin leiðir til þess að koma knettinum í leik.

Hann getur kastað knettinum eða hann getur spyrnt honum (Di Iorio og Ferretti 2002:17,

- 40 -

Page 48: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

Luxbacher og Klein 2002:107-108). Til þess að velja hvaða leið er best til að koma knettinum

aftur í leik þarf markvörðurinn að hafa nokkur atriði í huga:

• Alltaf ætti að velja nákvæmni fram yfir lengd.

• Markvörðurinn ætti að nota mismunandi leiðir til að koma knettinum aftur í leik.

Þá er átt við tæknilegar útfærslur, jafnt sem mismunandi staði til að senda knöttinn

á. Það kemur í veg fyrir að móherjar sjái fyrir tilætlanir markvarðarins.

• Velja á svæði til að koma knettinum á þar sem samherji hefur nógan tíma til þess

að taka við honum og ná valdi á honum.

• Alltaf ætti að nýta það svæði sem markvörðurinn hefur (vítateiginn) og koma sér í

góða stöðu í teignum áður en knötturinn er sendur. Þá er átt við koma sér út úr

þvögu eða eins nálægt þeim sem sendingin er ætluð og mögulegt er.

(Luxbacher og Klein 2002:107-108)

Með þessi atriði í huga ætti markvörðurinn að vera í stakk búinn til þess að koma

knettinum fljótt og örugglega í leik, til samherja.

4.6.1 Spyrnur

Með því að spyrna knettinum hefur markvörðurinn möguleika á að koma honum langa

leið með einni sendingu. Þrátt fyrir að vera ekki eins nákvæmar og þegar knettinum er kastað

eru spyrnur nauðsynlegar eða æskilegar í mörgum tilvikum (Di Iorio og Ferretti 2002:17,

Phillips 1995:56-57). Spyrnur eru í raun margskonar, en í aðalatriðum er hægt að flokka þær í

þrennt. Fyrst eru spyrnur þar sem knötturinn er á jörðinni, hvort sem er rúllandi eða kyrr. Þá

eru það spyrnur þar sem knettinum er spyrnt á lofti. Það getur verið þegar markvörðurinn

sleppir knettinum og spyrnir honum áður en hann lendir á jörðinni (algengasta leiðin til að

spyrna frá marki) eða fær háa sendingu til baka og spyrnir honum viðstöðulaust. Í þriðja lagi

er það þegar knötturinn er „kontraður”. Þá sleppir markvörðurinn

knettinum fyrir sig og spyrnir honum rétt eftir að hann hefur

skoppað á jörðinni (Luxbacher og Klein 2002:113-116).

- 41 -

1. Knetti spyrnt frá jörðinni

o Þessi aðferð nýtist þegar knettinum er spyrnt frá

jörðinni og knettinum ætlað að fara langa

vegalengd í loftinu. Þetta á við hvort sem knötturinn Mynd 31. Markspyrna. (Benjamin, J. 2005)

Page 49: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

er kyrrstæður s.s. í markspyrnu eða kemur rúllandi eftir jörðinni.

o Markvörðurinn nálgast knöttinn aftanfrá, þó örlítið á ská.

o Axlir og mjaðmir eru þvert á þá línu sem knötturinn á að fara og stigið er niður

í hælinn við hliðina á knettinum. Tærnar eiga að vísa í þá stefnu sem knettinum

er ætlað að fara.

o Halda á höfðinu stöðugu og augun höfð á knettinum allt þar til spyrnan hefur

verið framkvæmd.

o Þegar spyrnt er í knöttinn ættu tær spyrnufótar að vísa niður á við og ristin að

hæfa knöttinn.

o Fyrir spyrnur, sem eiga að fara með jörðinni, er þyngdarpunktur líkamans

nokkuð fram á við, en ef sendingin á að vera há er þyngdarpunkturinn færður

örlítið aftur.

o Þegar knötturinn er hæfður ætti spyrnufóturinn að vera fullkomlega útréttur og

til þess að fá hámarks hraða á knöttinn á fóturinn að fylgja hreyfingunni út í

gegn.

(Luxbacher og Klein 2002:115-117, Benjamin, J. 2005)

2. Knetti spyrnt á lofti:

o Þessi tegund spyrnu er líklega sú algengasta sem markverðir nota eftir að þeir

hafa handsamað knöttinn. Margir markverðir á efsta stigi knattspyrnunnar

spyrna knettinum auðveldlega með

þessum hætti á milli vítateiga

vallarins.

o Þegar markvörðurinn undirbýr

spyrnuna stendur hann uppréttur og

axlir snúa þvert á þá átt sem spyrnunni

er ætlað.

o Knettinum er haldið í lófa handarinnar

sem gagnstæð er spyrnufæti. Mynd 32. Knetti spyrnt á lofti. (Benjamin, J. 2005)

o Höfðinu er haldið stöðugu og augun

eru á knettinum allt þar til spyrnunni er lokið.

o Tekin eru 2-3 skref til þess að ná meiri krafti í spyrnuna.

o Stigið er fram í þann fót sem ekki er spyrnt með og tærnar vísa í spyrnu áttina.

- 42 -

Page 50: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

o Knettinum er sleppt beint fyrir framan markvörðinn og honum spyrnt áður en

hann lendir á jörðinni.

o Á þeim tímapunkti sem knettinum er spyrnt er fóturinn fullkomlega útréttur og

spyrnunni er fylgt alla leið í gegn.

o Samskonar spyrna er notuð ef knötturinn kemur í loftinu til baka utan af

vellinum.

(Luxbacher og Klein 2002:113, Benjamin, J. 2005)

3. Knötturinn „kontraður”:

o Þessi tegund spyrnu er mjög lík þeirri þar sem knettinum er spyrnt á lofti.

Kosturinn við að kontra knöttinn er að flug knattarins verður lægra og beinna.

Þetta getur átt vel við þegar mótvindur er mikill.

o Þegar markvörðurinn býr sig undir

spyrnuna er hann uppréttur og axlir

snúa þvert á þá átt sem knettinum er

ætlað að fara.

o Knettinum er haldið í lófa handarinnar

sem gagnstæð er spyrnufæti.

o Höfðinu er haldið stöðugu og augun eru

á knettinum þar til búið er að spyrna

honum. Mynd 33. Knöttur „kontraður”. (Benjamin, J. 2005)

o Tekin eru 2-3 skref áfram áður en

spyrnt er til þess að ná meiri krafti í spyrnuna.

o Stigið er fram í þann fót sem ekki er spyrnt með og tærnar vísa í spyrnu áttina.

o Knettinum er sleppt beint fyrir framan markvörðinn og honum spyrnt rétt eftir

að hann lendir á jörðinni.

o Þegar knettinum er spyrnt er fóturinn fullkomlega útréttur og spyrnunni er

fylgt alla leið í gegn.

(Luxbacher og Klein 2002:114-115, Benjamin, J. 2005)

Mikilvægt er að hafa í huga að þegar markverðir spyrna frá marki skilar tækni meiri

árangri en kraftur. Þetta á hvoru tveggja við um nákvæmni spyrnunnar og lengd hennar

(Benjamin, J. 2005).

- 43 -

Page 51: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4.6.2 Köst

Eins og fyrr hefur verið nefnt hafa markverðir þá sérstöðu í knattspyrnu fram yfir aðra

leikmenn á vellinum að mega nota hendurnar, þ.e. ef innköst frá hliðarlínu eru ekki tekin með

í reikninginn. Þetta gefur möguleika á mun nákvæmari sendingum frá markverði. Einkum eru

fjórar megin aðferðir notaðar til þess að kasta knettinum. Hægt er að rúlla knettinum út.

Markvörðurinn getur kastað honum eins og spjóti. Þá getur hann getur kastað honum til hliðar

við öxlina og hann getur kastað honum yfir öxlina (Luxbacher og Klein 2002:112, Janus

Guðlaugsson 1990:86, Benjamin, J. 2005). Fyrstu tveir möguleikarnir eru sér í lagi ætlaðir við

styttri sendingar. Þriðji möguleikinn, kast til hliðar við öxlina, er ekki eins algengur. Tæknileg

útfærsla hans krefst mun meiri æfingar en tvær fyrri aðferðirnar. Nái markvörðurinn valdi á

þessu kasti verður móttakan þægilegri fyrir samherjana. Fjórða aðferðin er notuð til þess að

varpa knettinum langt. Hún er einnig mikið notuð en köstin verða ekki eins nákvæm og hin

fyrr nefndu.

1. Knettinum rúllað út:

o Að rúlla knettinum er líklega nákvæmasta

leiðin til þess að koma knettinum í leik, en

jafnframt það kast sem fer stysta vegalengd.

o Tækninni svipar í raun til þess þegar kúlunni

er kastað í keilu.

o Markvörðurinn snýr að þeim sem sendingin

er ætluð.

o Knettinum er haldið í lófa kasthandarinnar og

honum haldið upp að framhandleggnum til

þess að minnka líkur á því að missa hann.

Mynd 34. Knettinum rúllað. (Benjamin, J. 2005)

o Markvörðurinn stígur fram í þann fót sem gagnstæður er kasthendinni og

beygja verður hnéð vel. Einnig er beygt í mjöðm.

o Knettinum er rúllað líkt og keilukúlu, honum sleppt við jörð og höndin fylgir á

eftir kastinu.

(Luxbacher og Klein 2002:108-109, Benjamin, J. 2005)

2. „Spjótkastið“.

o Eins og nafnið gefur til kynna líkist kastið mjög hreyfingu í spjótakasti, sumir

hafa einnig líkt því við kast í hafnarbolta.

- 44 -

Page 52: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

o Nákvæmni kastsins er ágæt og það hentar ágætlega til þess að koma knettinum

u.þ.b. 25-40 metra.

o Knettinum er haldið í um höfuðhæð með

lófanum. Beygja í olnboga er u.þ.b. 90°.

- 45 -

o Stigið er fram í áttina sem kastið á að fara í

gagnstæðan fót við kasthönd.

o Knettinum er kastað fram hjá höfðinu og

þegar honum er sleppt er honum fylgt eftir,

þ.e. hreyfingin kláruð í gegn. Loka hnykkurinn

á kastinu er svipu-lík hreyfing í úlnlið um leið

og knettinum er kastað.

Mynd 35. „Spjótkastið“. (Benjamin, J. 2005)

(Luxbacher og Klein 2002:110-111, Phillips 1995:56)

3. Til hliðar við öxl:

o Hér gefst kostur á nokkuð löngu og meðal nákvæmu kasti. Einnig má nefna að

ef vel tekst til skoppar knötturinn mjög lítið við þetta kast, bæði vegna þess að

kastið er lágt og undirsnúningur á knettinum,

sem fæst við rétt framkvæmt kast, minnkar

skoppið við lendingu.

o Líkamanum er snúið nokkuð á hlið, þar sem

öxl kasthandar snýr frá tilætluðu skotmarki.

o Kasthöndin er dregin aftur með um 90° beygju

í olnboga.

o Knettinum er haldið í lófa kasthandar í eða

rétt fyrir neðan axlarhæð. Mynd 36. Knetti kastað til hliðar við öxl. (Benjamin, J. 2005)

o Stigið er fram í fótinn sem gagnstæður er

kasthendinni.

o Þegar kastið er framkvæmt hreyfist handleggurinn í svipu-líkri hreyfingu. Efri

hluti líkamans er notaður til að auka kraft kastsins með snúningi í hrygg.

o Rétt áður en knettinum er sleppt færist lófinn hálfpartinn undir knöttinn og

með því næst snúningur á knöttinn sem er nánast samblanda af undirsnúningi

og hliðarsnúningi.

(Luxbacher og Klein 2002:109-110, Benjamin, J. 2005)

Page 53: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Tækni markvarða

4. Yfir öxlina:

o Þetta er kastið sem skilar hvað mestri vegalengd en aftur á móti minnstri

nákvæmni.

o Stigið er fram í þann fót sem gagnstæður er kasthendinni.

o Knettinum er haldið föstum milli lófa og framhandleggs.

o Kasthöndin er útrétt aftur á bak og líkamanum er snúið á hlið, þ.e. kasthöndin

er útrétt í öfuga átt við kaststefnuna. Efrihluta líkamans er hallað aftur á bak í

burt frá kast stefnu.

o Gagnstæð hönd er útrétt í kaststefnuna.

o Þegar kastið er framkvæmt er spyrnt upp og

áfram með aftari fæti (þeim fæti sem er sömu

megin og kasthöndin) en hinn fóturinn er kyrr í

jörðinni. Höndin sem ekki kastar er hreyfð

niður á við, líkamanum er snúið á sama tíma og

efrihluti líkamans er sveigður hratt fram á við.

o Kasthöndin er síðan færð, útrétt og af miklum

krafti, yfir öxlina. Á meðan er rétt jafnt og þétt

úr úlnlið.

Mynd 37. Kast yfir öxl. (Benjamin, J. 2005)

o Loka hnykkurinn er svipu-lík hreyfing úlnliðar um leið og knettinum er sleppt.

o Allri hreyfingunni er síðan fylgt eftir.

(Luxbacher og Klein 2002:112-113, Benjamin, J. 2005)

- 46 -

Page 54: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Lokaorð

- 47 -

5 Lokaorð Markvörðurinn er einn mikilvægasti hlekkurinn í heildstæðu knattspyrnuliði.

Mikilvægt er að markvarða þjálfun sé vel sinnt og til þess að það gangi upp þarf fræðsla um

hlutverk markvarðarins að vera fullnægjandi. Tækni og leikskilningur eru markverðinum ekki

síður mikilvægir en öðrum leikmönnum. Þjálfarar knattspyrnuliða ættu að reyna að fræðast

um þá þætti sem snúa að markvörslunni. Nauðsynlegt er að sérþekking sé til staðar og jafnvel

sér þjálfarar sem búa yfir þessari sérþekkingu.

Markverðirnir verða einnig sjálfir að vera upplýstir. Þeir þurfa að kynnast þeim þáttum

sem þeim eru mikilvægir. Þeir verða að geta metið veikleika sína og styrkleika og læra að

vinna með þá meðvitað. Þannig er hægt að skapa sterka markverði sem hafa þekkingu um út á

hvað leikurinn er gerður.

Með þessu vil ég skora á Knattspyrnusamband Íslands að fara að vinna markvisst að

þeim málum er koma að sérhæfðri þjálfun markvarða. Ljóst er að byrja verður á grunninum

og vinna sig út frá því. Þannig gætum við í nánustu framtíð eignast fleiri markverði sem

frambærilegri eru á heimsmælikvarða.

Að lokum vil ég þakka Guðrúnu Þórðardóttur íslenskufræðingi kærlega fyrir hennar

hjálp. Einnig fær leiðsögukennara minn, Örn Ólafsson lektor við KHÍ, bestu þakkir fyrir hans

aðstoð.

Þorsteinn Marinósson

Page 55: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Heimildaskrá

- 48 -

6 Heimildaskrá

ABC. 2006, 22. apríl. The World Cup's giving millions square eyes. Vefslóð:

http://abc.net.au/ worldcup2002/items/s586305.htm

Benjamin, J., 2005. Jeff Benjamin’s Goalkeeper coaching. Vefslóð:

http://www.jbgoalkeeping.com

Bloomfield, J., R. Polman, R. Butterly, P. O'Donoghue. 2005. “Analysis of age,

stature, body mass, BMI and quality of elite soccer players from 4 European Leagues”.

Journal of Sports Medicine and Physical Fitness. Mars, bls. 58-67, 45. bindi, 1. tölublað

ProQuest Medical Library.

DiCicco, Tony. 2000. Goalkeeper soccer training manual. Reedswain inc., Spring

City, Pennsylvania, U.S.A.

Di Iorio, Lorenzo, Ferretto Ferretti. 2002. The soccer goalkeeper training manual.

Reedswain Publishing, Spring City, Pennsylvania, U.S.A.

FIFA.com. 2006, 22. apríl. 2002 FIFA World Cup™ TV coverage. Vefslóð:

http://www.fifa.com/en/marketing/newmedia/index/0,3509,10,00.html

Gjerset, A., Haugen, K., Holmstad, P. 1999. Þjálffræði. Anna Dóra Antonsdóttir

íslenskaði. Iðnú, Reykjavík.

Gore, C. J. 2000. Physiological Tests for Elite Athlete. Australian Sports Commission.

Guðmundur Hreiðarsson, 2005. Markvarsla. Fyrirlestur í námskeiðinu Knattspyrna

við íþróttabraut KHÍ, 12.okt. 2005.

Heyward V.H. 2002, Advanced fitness assessmennt and exercise prescription. Human

kinetics. U.S.A.

Page 56: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Heimildaskrá

- 49 -

IFHOF hall og fame. 2006, 20 apríl. Lev Yashin. Vefslóð: http://www.ifhof.com/hof/

levyashin.asp

Janus Guðlaugsson, 1990. Lærðu Knattspyrnu. Iðnú, Reykjavík.

Janus Guðlaugsson, [án árs]. Knattspyrna. [ ]

Lees, Adrian. 2003. Biomechanic applied to soccer skills. Science and Soccer. Bls.

109-119. Ritstj. Thomas Reilly og A. Mark Williams. Routledge, New York.

Luxbacher, J.A., Gene Klein. 2002. The soccer goalkeeper. Human kinetics,U.S.A.

Odberg, Ann-Helen. 2005. Hreyfingarfræði, hlutverk líkamans við lausnir verkefna í

íþróttatækni og hreyfingum. Laugarvatn: Íþróttafræðasetur KHÍ.

Pedersen, E.R. 1976. Målmannen: krav, abeidsoppgaver, trening. Norges

Fotballforbunds utdanningsavdeling/trenerkonite.

Phillips, Lincoln. 1995. Soccer Goalkeeping: The last line of defense, the last line of

attack. Master Press, Lincolnwood (Chicago), Illinois, U.S.A.

Rediff sports. 2006, 22. apríl. Legends - Gordon Banks. Vefslóð: www.rediff.com/

sports/football/2002/may/banks.htm

Sigmundur Ó. Steinarsson. 1992. EM: saga Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu

1958-1992. Fróði, Reykjavík.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. 2004. Glósur frá kennara: Afkastageta og

íþróttamælingar “Líkamsgerð) 14. feb. KHÍ íþróttabraut, Laugarvatni.

Úlfar Daníelsson, Ólafur Magnússon, Ögmundur Kristinsson, [án árs]. Markvarsla:

Eiginleikar markvarða – Æfingasafn, ársþjálfun.

Page 57: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning

Markvarsla í knattspyrnu Heimildaskrá

- 50 -

Víðir Sigurðsson og Sigurður á Friðþjófsson. 1997. Knattspyrna í heila öld 1895-

1996. Knattspyrnusamband Íslands, Reykjavík.

Welsh, Alex. 1999. The soccer goalkeeping handbook. Master Press, Lincolnwood

(Chicago), Illinois, U.S.A.

Wilmore, J. H., Costill, D.L. 2004, Pysiology of sport and exercise. Human Kinetics

Þorsteinn Heiðar Halldórsson. 1992. Tækni og staðsetning markvarða. Lokaritgerð.

Íþróttakennaraháskóli Íslands Laugarvatni.

Wikipedia. 2006, 20. apríl. Lev Yashin. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/

Lev_Yashin

Page 58: MARKVARSLA Í KNATTSPYRNUksi.is/media/fraedsla/Ritgerd---Markvarsla-i-knattspyrnu.pdf · 2018. 3. 13. · Lokaverkefni til B.S. - prófs MARKVARSLA Í KNATTSPYRNU Vinnukröfur, Staðsetning