meðferðarleiðir og úrræði berglind petra jóhannsdóttir · berglind petra jóhannsdóttir...

39
Þunglyndi unglinga Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Upload: others

Post on 18-Jun-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

Þunglyndi unglinga

Meðferðarleiðir og úrræði

Berglind Petra Jóhannsdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs

Uppeldis- og menntunarfræðideild

Page 2: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína
Page 3: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

Þunglyndi unglinga

Meðferðarleiðir og úrræði

Berglind Petra Jóhannsdóttir

Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði

Leiðbeinandi: Sigurlína Davíðsdóttir

Uppeldis- og menntunarfræðideild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2015

Page 4: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

Þunglyndi unglinga - meðferðarleiðir og úrræði

Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til B.A. -prófs

við uppeldis og menntunarfræðideild,

Menntavísindasviði Háskóla Íslands

© Berglind Petra Jóhannsdóttir 2015

Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

Prentun: Bóksala Kennaranema

Reykjavík, Ísland 2015

Page 5: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

3

Ágrip

Lokaritgerðin mín fjallar um þunglyndi hjá unglingum og hvaða meðferðarleiðir eru í boði

fyrir unglinga með þunglyndi og þá ekki síður fyrir fjölskyldur þeirra.

Þunglyndi er meðal algengustu sálrænu vandamála sem fólk á við að stríða og hefur algengi

þunglyndis aukist síðastliðin ár, einnig meðal unglinga og hefur þörfin fyrir úrræði aukist

þar með. Helstu meðferðarleiðir sem eru í boði í dag eru þriðja stigs þjónusta sem veitt er á

barna- og unglingageðdeild, en hún er einungis í boði fyrir alvarleg tilvik. Nokkur

sveitarfélög bjóða upp á námskeið við þunglyndi eins og hugræna atferlismeðferð (HAM)

og díalektíska atferlismeðferð (DAM) og einnig eru boði unglingasmiðjur fyrir unglinga sem

glíma við þunglyndi meðal annars.

Niðurstöður sýna fram á að markvisst þarf að stuðla að bættri geðheilsu og auka

geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga því ef betur er hlúð að geðheilsu barna og

unglinga skilar það sér til framtíðar.

Forvarnir og lífsstílsbreytingar virðast geta haft jákvæð áhrif á einstaklinga með

þunglyndi og væri vert að skoða hvort ekki mætti auka forvarnir og stuðla að

lífsstílsbreytingum hjá börnum og unglingum með það að markmiði að draga úr líkum á

langvarandi og alvarlegu þunglyndi meðal þeirra.

Page 6: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

4

Efnisyfirlit

Ágrip ........................................................................................................................................ 3

Formáli .................................................................................................................................... 5

1 Inngangur ......................................................................................................................... 6

2 Þunglyndi ......................................................................................................................... 8

3 Þunglyndi unglinga ......................................................................................................... 10

3.1 Greining á þunglyndi hjá unglingum .........................................................................11

3.2 Áhrif þunglyndis á líf unglinga - Orsakavaldar og Áhættuþættir ...............................12

4 Meðferð og meðferðarúrræði fyrir unglinga .................................................................. 15

4.1 HAM – Hugræn atferlismeðferð ...............................................................................15

4.1.1 Hugræn atferlismeðferð með unglingum ..........................................................17

4.1.2 Kostir og gallar hugrænar atferlismeðferðar......................................................18

4.1.3 Hugræn atferlismeðferð og lyfjameðferðir við þunglyndi og kvíða. ..................18

4.2 Díalektísk atferlismeðferð - DAM ..............................................................................19

4.3 Fjölskyldumeðferð ....................................................................................................20

4.4 Unglingasmiðjurnar Tröð og Stígur ...........................................................................20

5 Forvarnir ........................................................................................................................ 23

5.1 Grunnþjónusta. .........................................................................................................24

5.2 Ítarþjónusta ...............................................................................................................25

5.3 Sérþjónusta ...............................................................................................................25

6 Lífsstílsbreytingar við þunglyndi ..................................................................................... 27

6.1 Mikilvægi góðrar geðheilsu .......................................................................................27

7 umræður ........................................................................................................................ 29

7.1 Áhrif þunglyndis á líf unglinga ...................................................................................29

7.2 Meðferðarúrræði fyrir unglinga með þunglyndi .......................................................30

7.3 Forvarnir og lífsstílsbreytingar við þunglyndi ............................................................31

8 Lokaorð .......................................................................................................................... 33

Heimildaskrá.......................................................................................................................... 35

Page 7: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

5

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í uppeldis- og menntunarfræði við

Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Ástæðan fyrir vali mínu á þessu efni er áhugi minn á efninu og áhugi á að komast að

því hvaða meðferðarleiðir eru í boði fyrir unglinga með þunglyndi og ekki síður fyrir

fjölskyldur unglinga með þunglyndi. Einnig fannst mér vert að skoða hvort forvarnir og

lífsstílsbreytingar geti haft jákvæð áhrif á einstaklinga með þunglyndi.

Mig langar að þakka fjölskyldunni minni, mömmu, manninum mínum og dætrum fyrir

alla þá þolimæði, stuðning og hvatningu sem þau hafa sýnt mér á meðan á vinnunni við

ritgerðina stóð.

Þetta lokaverkefni er samið af mér undirritaðri. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla Íslands

(2003, 7. nóvember, http://www.hi.is/is/skolinn/sidareglur) og fylgt þeim samkvæmt bestu

vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er

að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með

einum eða öðrum hætti en ber sjálf ábyrgð á því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti

ég með undirskrift minni.

Reykjavík, ______________________

________________________________________________

Page 8: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

6

1 Inngangur

Þunglyndi er meðal algengustu sálrænu vandamála sem fólk á við að stríða. Margir þættir

orsaka þunglyndi og hafa erfðir og umhverfi einstaklinga sem og félagslegir þættir þar

mikið að segja (Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og

Þórunn Gunnarsdóttir, 2010). Helstu einkenni þunglyndis eru depurð og áhugaleysi en

einnig geta fylgt önnur einkenni eins og til dæmis þróttleysi, framtaksleysi, vonleysi og

sjálfsgagnrýni (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011).

Unglingar geta einnig þjáðst af þunglyndi og getur það reynt mjög mikið á unglinginn

og haft áhrif á þroska hans, virkni og samskiptahæfni. Á árum áður var þunglyndi þó ekki

þekkt hjá þessum aldurshópi heldur var litið á þunglyndi hjá unglingum sem eðlilegt ferli

tengt unglingsárunum. Það var ekki fyrr en um 1980 að farið var að greina þunglyndi hjá

unglingum (Eiríkur Örn Arnarson, 2001).

Forvarnir gegn geðröskunum gegna mikilvægu hlutverki en þeim er þó mjög ábótavant

í okkar samfélagi (Þingskjal 52, 2014-2015). Þjónustustigum fyrir unglinga með hegðunar-

og geðraskanir er skipt upp í þrjú stig á Íslandi í dag, það er grunnþjónusta sem er fyrsta

þjónustustig og er veitt í grunnskólum, heilsugæslum, félagsþjónustu og barnavernd,

ítarþjónusta sem er annað þjónustustigið sem er veitt af sérfræðingum, sálfræðingum,

barnageðlæknum og fleirum en þar fer greininginn á vandanum fram. Að síðustu er

sérþjónusta sem er þriðja þjónustustigið og er ætlað að sinna erfiðustu geð- og

hegðunarröskunum hjá unglingum og veitir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans

(BUGL) þá þjónustu á Íslandi (Kristján Már Magnússon, 2004).

Í dag eru helstu meðferðarúrræði við þunglyndi á Íslandi fyrir börn og unglinga hugræn

atferlismeðferð HAM, díalektísk atferlismeðferð DAM og fjölskyldumeðferð.

Meðferðarúrræðum fyrir þennan aldurshóp er ábótavant sem og aðgengi að þeim (Eiríkur

Örn Arnarson, 2001; Þingskjal 52, 2014-2015).

Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvaða meðferðarleiðir eru í boði fyrir

unglinga með þunglyndi og ekki síður fyrir fjölskyldur unglinga með þunglyndi. Einnig að

skoða hvort forvarnir og lífsstílsbreytingar geti haft jákvæð áhrif á einstaklinga með

þunglyndi. Leitast verður við því að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:

Hvaða áhrif hefur þunglyndi á líf unglinga?

Hvaða meðferðarúrræði eru í boði fyrir unglinga með þunglyndi?

Geta forvarnir og lífsstílsbreytingar haft jákvæð áhrif á einstaklinga með

þunglyndi?

Page 9: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

7

Ritgerðin skiptist upp í sjö kafla með inngangi. Í öðrum kafla verður fjallað um

þunglyndi og hvaða áhrif það getur haft á líf einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Í þriðja kafla

er farið inn á þunglyndi hjá unglingum og hvaða einkennir þunglyndi hjá þeim aldurshóp,

hvaða áhrif þunglyndi getur haft á líf unglinga, áhættuþætti og orsakir. Fjórði kaflinn fjallar

um þær meðferðir og meðferðarúrræði eru helst í boði fyrir unglinga hér á Íslandi. Fimmti

kaflinn snýr að forvörnum og hvernig forvarnastarfi á Íslandi er háttað. Sjötti kaflinn fjallar

um lífsstílsbreytingar og mikilvægi góðrar geðheilsu unglinga, og að lokum koma umræður

og lokaorð.

Page 10: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

8

2 Þunglyndi

Þunglyndi er meðal algengustu sálrænu vandamála sem fólk á við að stríða og hefur algengi

verið að aukast síðastliðin ár (Eiríkur Örn Arnarson, 2010). Samkvæmt

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization, WHO) var þunglyndi

númer fjögur í röð heilsufarsvandamála og er talið að með þessu áframhaldi gæti þunglyndi

orðið númer tvö í röð heilsufarsvandamála árið 2020 (I. Jenný Ingudóttir, Hafdís D.

Guðmundsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2009).

Margir þættir geta orsakað þunglyndi og eru erfðir og umhverfi talin skipta þar

miklu auk félagslegra aðstæðna. Erfið lífsreynsla og utanaðkomandi aðstæður eins og

fjárhagsvandi, atvinnumissir eða það að missa heilsuna og margt fleira getur haft áhrif og

gert einstaklinginn viðkvæmari fyrir þunglyndi (Inga Hrefna Jónsdóttir, o.fl., 2010).

Helstu einkenni þunglyndis eru depurð og áhugaleysi. Allir geta fundið fyrir depurð

án þess að vera þunglyndir en þegar depurðin er oðin það mikil að hún er farin að hafa

áhrif á daglegt líf er farið að tala um að einstaklingurinn sé með þunglyndi. Því fylgir ekki

einungis breyting á líðan heldur getur einnig orðið breyting á hegðun og samskiptum sem

geta komið út til dæmis í pirringi, neikvæðni og óþolinmæði. Margvísleg önnur einkenni

geta einnig verið til staðar eins og líkamleg einkenni og einhverskonar hömlur en þó er

misjafnt eftir hverjum og einum hvort þau einkenni séu til staðar. Margir þjást af þróttleysi

þar sem þeir eru stöðugt þreyttir og jafnvel auðveldustu verkefni virðast óyfirstíganleg. Á

fólk þá jafnvel erfitt með að framkvæma hversdaglega hluti og athafnir eins og að klæða

sig, þrífa, versla og fleira. Svefninn raskast einnig hjá sumum þar sem annað hvort sefur fólk

of lítið, á erfitt með að sofa eða þá að svefninn verður of mikill. Truflun verður oft á

matarlyst, minni áhugi á kynlífi, fólk verður eirðarlaust, grátgjarnt, framtakslaust, á erfitt

með að einbeita sér og sjálfsvirðing verður oft minni. Önnur einkenni sem einnig geta verið

til staðar eru hugsanir um dauðann og sjálfsvígshugsanir (Pétur Tyrfingsson og Agnes

Agnarsdóttir, 2011).

Þeir sem þjást af þunglyndi lenda oft í einhvers konar vítahring þar sem hugsun,

tilfinningar, hegðun og líkamlegt ástand virka hvert á annað. Til að takast á við þunglyndi

þarf því að vinna í öllum þessum þáttum (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011).

Þegar greina á þunglyndi hjá fólki er farið eftir greiningarkerfi frá

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Samkvæmt þessu greiningarkerfi þurfa viss

einkenni að vera til staðar hjá einstaklingnum til að hægt sé að greina hann með þunglyndi.

Þeir sem þjást af þunglyndi glíma oft við depurð, þreytu og minnkaða virkni og þurfa tvö af

þeim einkennum að hafa verið til staðar í minnst tvær vikur auk þess sem eitt af

Page 11: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

9

eftirfarandi einkennum þarf að vera til staðar; lágt sjálfsmat, óeðlileg sjálfsgagnrýni,

sjálfsvígshugsanir og hugsanir um dauðann, erfiðleikar með að taka ákvarðanir og halda

einbeitingu, truflaður svefn, breytingar á líkamsþyngd og breytingar á hreyfingum, auk þess

þarf að vera fullvíst að ekki sé um einhvern annarskonar líkamlegan eða geðrænan sjúkdóm

að ræða (Ólafur Þór Ævarsson, e.d.).

Page 12: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

10

3 Þunglyndi unglinga

Hér áður fyrr var ekki þekkt að börn og unglingar þjáðust af þunglyndi heldur var litið á

þunglyndi hjá þeim sem eðlilegt ferli tengt aldri sem þyrfti ekki á neinni meðhöndlun að

halda. Um 1980 kom fram að hægt væri að greina þunglyndi hjá börnum og unglingum

með skilmerkjum sem notuð voru til að greina þunglyndi hjá fullorðnum og leiddi það til

þess að þunglyndi var viðurkennt hjá börnum og unglingum (Eiríkur Örn Arnarson, 2001).

Árið 2011 tóku nemendur í 5., 6. og 7. bekk á öllu landinu þátt í könnun um ýmislegt

sem tengdist líðan, hegðun og högum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar gáfu til kynna að allt

að 10-16% nemenda teldu að sér liði illa stundum eða oft (Hrefna Pálsdóttir Inga Dóra

Sigfúsdóttir Jón Sigfússon Álfgeir Logi Kristjánsson, 2011). Þetta eru svipaðar niðurstöður

og höfðu áður komið fram en tölur frá árinu 2004 bentu til þess að allt að 12 – 15% barna

glímdu við vægar geðraskanir en 2-5% við alvarlegar geðraskanir (Kristján Már Magnússon,

2004).

Þunglyndi meðal barna og unglinga er að aukast og virðst vera að eftir að unglingar ná

kynþroska aukist tíðni þess sérstaklega. Þó virðist sem þunglyndi verði vart fyrr hjá börnum

og unglingum en áður (Eiríkur Örn Arnarson, 2001; Eiríkur Örn Arnarson, 2010).

Kynjamunur er á þeim sem greinast með þunglyndi en stelpur virðast vera í meiri áhættu á

að greinast og sýna marktækt fleiri þunglyndiseinkenni heldur en unglingsstrákar (Kamkar,

Doyle og Markiewicz, 2012).

Depurð er algengasta einkenni þunglyndis hjá unglingum en auk þess eru oft önnur

atriði sem fylgja eins og breytingar á svefni, þreyta, breytingar á matarvenjum og þyngd,

óróleiki, einbeitingarleysi, pirringur, minnkað sjálfsálit, sektarkennd, vonleysi og áhugaleysi.

Hugsanir um dauðann eru einnig oft til staðar (Eiríkur Örn Arnarsson, 2003; Lovísa

Arnardóttir, 2011).

Þunglyndi getur haft áhrif á félagslega virkni unglinga sem og námsárangur sem síðar

getur leitt til brottfalls úr skóla (Embætti Landlæknis, 2012). Ómeðhöndlað þunglyndi getur

haft mjög slæm áhrif á unglinga til lengri tíma litið auk þess sem þunglyndi á unglingsárum

getur tengst geðröskunum á fullorðinsárum. Einnig getur þunglyndi í mjög slæmum

tilvikum leitt til sjálfsvígstilrauna (Embætti Landlæknis, 2012).

Page 13: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

11

3.1 Greining á þunglyndi hjá unglingum

Börn og unglingar eru greind með þunglyndi með sömu skilmerkjum og greiningarformum

og fullorðnir. Þegar greina á þunglyndi hjá einstaklingum eru oftast notuð annað hvort af

tveimur alþjóðlegum greiningarformum, en þau eru ICD 10 (International Classification of

diseases-10) sem er hannað og þróað af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og DSM-IV

(American diagnostic and statistical manual of mental disorders-IV) sem er hannað og

þróað af bandarísku geðlæknasamtökunum. Þessi greiningarform eru helstu

greiningarformin sem notuð eru í heiminum og er unnið með þessi greiningarform með

börnum og unglingum í dag. Gallinn við þessi greiningarform eru að þau innihalda staðlaðar

spurningar sem ekki veita tækifæri á að spyrja áfamhaldandi spurninga. Þessi tvö

greiningarform skilgreina þunglyndi hjá börnum og unglingum mjög svipað nema að DSM-

IV skilgreinir pirring einnig sem eitt af sjúkdómseinkennum hjá börnum og unglingum

(Thapar, Colloshaw, Pine og Thapar, 2012).

Þegar þunglyndi er greint hjá börnum og unglingum þurfa tvö af eftirfarandi megin

einkennum að vera til staðar, það er depurð og að hún sé til staðar meirihlutann af

deginum og næstum daglega, áhugaleysi og minni ánægja í leik og starfi og minnkuð orka

og aukinn þreytu einkenni. Til að hægt sé að greina einstakling með þunglyndi þurfa auk

tveggja megineinkenna að vera eitthvað af eftirfarandi tengdum einkennum til staðar.

Þessi tengdu einkenni eru: minnkað sjálfstraust og sjálfsálit, ósanngjarnar tilfinningar og

óviðeigandi sektarkennd, endurteknar hugsanir um dauðan, sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun,

minnkuð geta til að hugsa og einbeita sér, breyting á hugsunarhætti og æsingur,

svefntruflanir og of mikil svefn eða of lítill svefn, breytingar á matarlyst með samsvarandi

breytingu á þyngd (Hrefna Ólafsdóttir, 2006: Thapar o.fl., 2012).

Samkvæmt ICD 10 greiningarforminu þurfa að að vera til staðar tvö af megin

einkennunum auk þurfa að minnstakosti fjögur af þessum tengdu einkennum að vera til

staðar í að minnsta kosti tvær vikur svo hægt sé að greina vægt þunglyndi. Tvö af

megineinkennunum auk sex af tengdum einkennum þurfa að vera til staðar í að minnsta

kosti tvær vikur svo að hægt sé að greina meðal alvarlegt þunglyndi og tvö af

megineinkennunum auk átta af tengdum einkennum þurfa að hafa verið til staðar í að

minnsta kosti tvær vikur til að hægt sé að greina alvarlegt þunglyndi (Thapar o.fl., 2012).

Page 14: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

12

3.2 Áhrif þunglyndis á líf unglinga - Orsakavaldar og Áhættuþættir

Þunglyndi getur reynt mjög mikið á unglinginn og haft áhrif á þroska hans, virkni og

samskiptahæfni (Eiríkur Örn Arnarson, 2003). Talið er að geðraskanir hjá börnum og

unglingum hafi uppruna sinn í samspili líffræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta og þegar

leitað er skýringa á geðröskunum hjá þessum aldurshóp er oft litið til tveggja þátta. Annars

vegar hjá barninu sjálfu, skapgerð þess og erfðum og hins vegar í uppeldisumhverfi þess

hvort sem er í nærumhverfinu eða innan fjölskyldunnar (Kristján Már Magnússon, 2004).

Skapgerð og eðli barna og unglinga hefur áhrif á tilhneigingu þeirra til að eiga við

þunglyndi að stríða en einnig er þunglyndi talið liggja í erfðum og eru þeir sem eiga foreldra

sem eru þunglyndir taldir líklegri og í sérstökum áhættuhóp til að greinast sjálfir með það,

auk þess sem hægt er að flokka erfitt þunglyndi foreldra að einhverju leiti sem neikvæðan

atburð í lífi barns. Áfall á meðgöngu eða í fæðingu er einnig talið hafa áhrif (Eiríkur Örn

Arnarson, 2001; I. Jenný Ingudóttir o.fl., 2009).

Rannsóknir hafa sýnt að einhver tengsl virðast vera á milli þunglyndis og depurðar hjá

unglingum og uppeldisaðferðum foreldra (Sigrún Aðalbjarnadóttir og Kristín Lilja

Garðarsdóttir, 2004). Fjölskyldan á mestan þátt í mótun barna og eru tengsl við foreldra,

systkini og aðra fjölskyldumeðlimi sem og fjölskylduumhverfið áhrifaríkustu mótunarþættir

barna og unglinga. Uppeldisumhverfi barna og unglinga er skipt í tvennt, annars vegar er

það fjölskyldan og umhverfi hennar og hins vegar það uppeldisumhverfi sem er utan

fjölskyldunnar, það er samfélagið sjálft og samskipti barnsins við fullorðna og börn utan

fjölskyldunnar. Þessi tvö uppeldisumhverfi hafa áhrif á persónuþroska barna og því má

segja að hægt sé að tengja geðraskanir barna og unglinga við uppeldisumhverfi þeirra

(Kristján Már Magnússon, 2004).

Sterk tengsl eru á milli tengsla barna og unglinga við foreldra sína og sálræna vanlíðan

sem síðan getur leitt til þunglyndis, því virðist sem góð tengsl við foreldra sé uppspretta

fyrir öryggi og stuðning á unglingsárunum. Góð tengsl í frumbernsku draga úr líkum á

tilhneigingu til þunglyndis á unglingsaldri og auka líkur á að einstaklingur ráði við

streituvaldandi aðstæður. Því skipta góð og örugg tilfinningatengsl miklu fyrir framtíð barna

og eru uppspretta fyrir öryggi og stuðning á unglingsárum á meðan óörugg tengsl geta leitt

til tilfinningalegs ójafnvægis (Kamkar o.fl., 2012).

Félagslegir þættir eru einnig taldir hafa áhrif á þróun þunglyndis en þau ungmenni

sem búa við félagsleg vandamál eða hafa þurft að glíma við vandamál, áföll eða neikvæða

Page 15: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

13

atburði í barnæsku eru líklegri til að þróa með sér þunglyndi, andfélagslega hegðun eða

vímuefnavanda. Ytri þættir hafa einnig áhrif en sem dæmi um það má nefna skilnað hjá

foreldrum, áfengis og vímuefnavanda hjá foreldrum, ofbeldi og vanræksla (I. Jenný

Ingudóttir o.fl., 2009). Þunglyndi hjá börnum og unglingum fylgir oft einhvers konar önnur

geðröskun eins og kvíði, hegðunarerfiðleikar og misnotkun vímuefna. Eftir því sem börn og

unglingar eru yngri þegar þau greinast með þunglyndi er líklegra að þau sýni merki um aðra

geðröskun. Þunglyndi hefur einnig áhrif á virkni barna og unglinga og þroska sem leiðir til

samskiptaerfiðleika og námserfiðleika svo eitthvað sé nefnt (Eiríkur Örn Arnarson, 2001;

Eiríkur Örn Arnarson, 2010).

Page 16: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

14

Page 17: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

15

4 Meðferð og meðferðarúrræði fyrir unglinga

Notast er við nokkrar meðferðir við þunglyndi hjá börnum og unglingum í dag. Þó er

aðgengi fyrir börn og unglinga að meðferðum við þunglyndi lítið. Gagnreynd námskeið eru í

boði á BUGL en það er þriðja stigs þjónusta sem ekki er í boði fyrir börn nema um sé að

ræða mjög alvarleg tilvik. Nokkur sveitarfélög og heilsugæslur bjóða upp á námskeið við

þunglyndi eins og hugræna atferlismeðferð (HAM) og díalektrískar atferlismeðferðir (DAM)

en það er samt sem áður mikil vöntun á því. Sálfræðimeðferðir eru einnig góður kostur fyrir

börn og unglinga sem þjást að þunglyndi en þær eru oft mjög dýrar og því ekki á valdi allra

að sækja sér þá þjónustu og það á líka við um aðgengi að barnageðlæknum þar sem fáir

eru sjálfstætt starfandi og þeir sem taka við börnum utan stofnana geta fæstir tekið að sér

ný mál vegna biðlista (Þingskjal 52, 2014-2015).

Notkun á þunglyndislyfjum fyrir börn og unglinga hefur ekki gefið góðan árangur.

Þó að þunglyndislyf hafi gefið góðan árangur fyrir fullorðna þá virðist það ekki skila sér hjá

börnum og því talið betra að nota gagnreyndar aðferðir eins og samtalsmeðferð, hugræna

atferlismeðferð og díalektrískar atferlismeðferðir (Eiríkur Örn Arnarson, 2001).

Meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga eru mikilvæg því með því að vinna á

geðrænum vanda strax í æsku má draga úr líkum á geðrænum vanda á fullorðinsárum

(Þingskjal 52, 2014-2015).

4.1 HAM – Hugræn atferlismeðferð

,,Hugræn atferlismeðferð (HAM) er sálfræðimeðferð sem byggist á árangursríkum

aðferðum sem auðvelda fólki að takast á við erfiðar tilfinningar og hegðun“ (Pétur

Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011, bls 7). Ef skilgreina á hugtakið hugræn

atferlismeðferð þá er hugrænt allt sem tengist hugarstarfseminni og atferli allt sem við

gerum. Byggir meðferðin á þeirri kenningu að hugsanaháttur og hugsanir séu undir áhrifum

hegðunar og tilfinninga, það er hvernig fólki líður og hvernig það hegðar sér, að það sé

samspil milli aðstæðna, hugsana og tilfinninga og með því að grípa inn í hugræna ferlið og

hafa áhrif á hegðun mætti hafa áhrif og breytingu á hugsun, líðan og hegðun (Oddur

Erlingsson, 2000; Stallard, 2002/2006).

Hugræn atferlismeðferð er samsett úr tveimur eldri meðferðum sem eru

atferlismeðferð og hugræn meðferð. Atferlismeðferð (AM) hafði áður verið notuð við

þunglyndi en tilgangur hennar var að hjálpa sjúklingi að efla virkni og framtakssemi. Ferster

(1973) var einn þeirra sem þróaði atferlismeðferð við þunglyndi á áttunda áratug 20. aldar.

Ferster taldi að flótti og forðun ættu stóran þátt í þunglyndi hjá fólki. Hann veitti því athygli

Page 18: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

16

að fólk sem þjáðist af þunglyndi átti það til að flýja og forðast aðstæður sem því leið illa í.

Hugræn meðferð var aftur á móti þróuð af Albert Ellis (1962) á sjöunda áratug 20. aldar.

Ellis tengdi tilfinningar og hugsun og lagði mikla áherslu á hvernig þau hugtök tengdust. Út

frá þeirri tengingu þróaði hann meðferðarleiðina sína hugræna meðferð (Ívar Snorrason og

Haukur Ingi Guðnason, 2008; Stallard, 2002/2006).

Það var svo bandaríski geðlæknirinn Aaron Beck (1967) sem tengdi hugræna meðferð

og atferlismeðferð og mótaði sálfræðimeðferð við þunglyndi og nefndi hana hugræna

atferlismefðerð. Það gerðist í upphafi sjöunda áratugs 20. aldar og varð meðferðin algjör

bylting í meðferðum við þunglyndi (Ívar Snorrason og Haukur Ingi Guðnason, 2008;

Stallard, 2002/2006). Meðferðin hefur þótt gagnast vel sem meðferðarform við þunglyndi

en einnig hefur hún verið notuð við kvíða, áfengis- og vímuefnavanda, átröskun, við litlu

sjálfstrausti og persónuleikatruflunum (Inga Hrefna Jónsdóttir, ofl, 2010).

Sú kenning sem hugræn atferlismeðferð byggir á er að hugsunarháttur hafi áhrif á

hvernig fólki líður og hvernig það hegðar sér. Samspil á milli aðstæðna, hugsana og

tilfinninga er skoðað í upphafi meðferðarinnar. Hugræn atferlismeðferð gengur því út á það

að fá fólk til að tileinka sér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður þeirra og líðan.

Markmiðið er að hugsa raunsætt, því oft eiga hugsanir þeirra sem berjast við kvíða og

þunglyndi ekki við rök að styðjast (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011). Hugræn

atferlismeðferð hjálpar einnig til við að sjá tengslin milli hugsana og tilfinninga og að fá

einstaklinginn til að finna þær hugsanir sem valda vanlíðan og sjá þær á raunsæjan hátt svo

það sé frekar hægt að haft áhrif á þær (Oddur Erlingsson, 2000; Pétur Tyrfingsson og Agnes

Agnarsdóttir, 2011).

Meðferðin fer fram sem samtalsmeðferð hvort sem er í hópum eða

einstaklingsviðtölum og er algengast að meðferðin sé um það bil tíu til tuttugu skipti

(Oddur Erlingsson, 2000). Meðferðin byggist upp á heimaverkefnum sem eru unnin á milli

meðferðartíma og því skiptir virkni í tíma ekki höfuðmáli. Heimaverkefnin byggja á því að

gera hugsanaskráningu þar sem neikvæðar hugsanir eru skráðar niður og kafað dýpra í

þær. Skoðað er hvaða tilfinning kviknar við ákveðna neikvæða hugsun og hvaða aðstæður

það voru sem höfðu áhrif á að þessi neikvæða tilfinning kviknaði. Leitað er eftir

hugsanavillum og er þetta ætlað til að þjálfa fólk í að hafa vald á hugsunum sínum og að

kenna fólki að nota nýjar aðferðir þar sem óraunsæjum hugsunum og viðhorfum er breytt.

Það er gert með því að taka þær hugsanir sem valda kvíða, endurmeta þær og breyta svo

óraunsæjum hugsunum til þess að líðan batni og hugsanir verði raunsæjar. Þegar líður á

meðferðina eru hugsanaskráningarnar skoðaðar og farið yfir hvaða hugsanir það eru sem

koma endurtekið fram og þá er leitast eftir að finna eitthvert samhengi í þeim sem hægt er

Page 19: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

17

að vinna úr. Einnig eru gerðar stundatöflur fyrir hverja viku í meðferðinni. Með því að gera

stundatöflu og tímasetja fáein verkefni þá eykur það líkurnar á því að fólk framkvæmi það

sem það ákveður (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011).

Það skiptir miklu máli að vinna heimaverkefnin í hugrænni atferlismeðferð en þau geta

ráðið úrslitum hvernig til tekst með meðferðina og næst betri árangur í meðferðinni séu

heimaverkefnin unnin í hverri viku á meðan á meðferðinni stendur (Pétur Tyrfingsson og

Agnes Agnarsdóttir, 2011). Hugsanir, tilfinningar, hegðun og líkamlegt ástand virka oft

hvert á annað og leiðir til þess að fólk lendir í nokkurs konar vítahring sem það festist í.

Með því að auka virkni er hægt að rjúfa þennan vítahring þar sem aukin virkni leiðir oft til

áhuga og ánægju (Inga Hrefna Jónsdóttir o.fl., 2010).

4.1.1 Hugræn atferlismeðferð með unglingum

Hugræn atferlismeðferð er sú meðferð sem er hvað mest notuð með börnum og

unglingum hérlendis. Meðferðin hefur gefið góðan árangur til meðhöndlunar á þunglyndi

hjá börnum og unglingum þar sem sýnt hefur verið fram á að hún dregur úr

þunglyndiseinkennum og hefur góð áhrif á hugsanaferli og sjálfsmynd barna og unglinga

(Eiríkur Örn Arnarson, 2001).

Þegar hugræn atferlismeðferð er notuð með börnum og unglingum þarf að hafa

aðrar nálganir í huga en þegar unnið er með fullorðnum. Börn og unglingar glíma einnig oft

við önnur vandamál eins og ofvirkni, athyglisbrest, félagsfælni, árásargirni og önnur þess

konar vandamál sem leiða til skorts á sjálfstjórn, skipulagsleysi, vöntun á félagsfærni eða

erfiðleika með samskipti. Því þarf að taka tilliti til þessara þátta og kenna þeim að öðlast

betri færni í samskiptum, hegðun og aðferðum sem snúa að hugrænu hliðinni. Einnig er

mikilvægt að taka tillit til þess að börn og unglingar túlka hlutina oft öðruvísi en fullorðnir.

Til þess að ná árangri í meðferðinni með unglingum þarf því að hafa þetta í huga og einnig

þarf meðferðaraðili að hafa skilning á þeim þroskaþáttum sem einkenna unglingsárin og

hafa skilning á því að þeir geta haft áhrif á meðferðina og því þurfi að aðlaga meðferðina að

unglingum og þeim breytingum sem verða á unglingsárunum og oft einkenna unglingsárin

(Stallard, 2002/2006).

Hjá unglingum eru sjálfstjórn, samskiptahæfni og hugræn þjálfun oft skert en þetta

eru þeir þættir sem hugræn atferlismeðferð byggir á. Því miðar meðferðin að því hjá

unglingum að kenna þeim leiðir til að hafa áhrif á hegðun og hugsun. Unglingum er kennt

að hafa stjórn á sjálfum sér, að taka eftir því jákvæða í kringum sig og einnig að vera ekki að

setja sér of há markmið heldur því sem þau sjá fram á að geta náð. Þeim er kennd

Page 20: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

18

samskiptahæfni og einnig að meta hugsanir og bera kennsl á þær og flokka frá þær

hugsanir sem eiga ekki við rök að styðjast, eru óraunhæfar og neikvæðar (Eiríkur Örn

Arnarson, 2001; Stallard, 2002/2006).

Hlutverk foreldra í hugrænni atferlismeðferð hefur einnig mikið að segja og bendir

margt til þess að betri árangur náist með þátttöku foreldra. Foreldrar gegna mjög

mismunandi hlutverkum í meðferðinni, til dæmis sem aðstoðarmaður með því að hvetja

unglinginn og hjálpa honum að yfirfæra þá færni sem hann lærir yfir í daglegt líf og nota þá

tækni sem hann lærir í meðferðinni. Foreldrar geta einnig verið skjólstæðingar í

meðferðinni þar sem þeir læra hvernig takast á við vandamál bæði hjá sjálfum sér og

börnum sínum (Stallard, 2002/2006).

4.1.2 Kostir og gallar hugrænar atferlismeðferðar.

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangursrík sem meðferð við þunglyndi og einnig

kvíða. Hennar helsti kostur er hvað hún er ódýr miðað við þann árangur sem næst með

henni. Þó svo að lyfjameðferð sé ódýrari í upphafi þá er hugræn atferlismeðferð talin vera

ódýrari ef litið er til lengri tíma, þar sem hún heldur áfram að skila sér eftir að meðferð

lýkur, annað en lyfjameðferðir. Einnig er talinn vera kostur hvað hún tekur skamman tíma

þar sem hún er skammtímameðferð, það er hún spannar að jafnaði færri en tuttugu skipti

(Oddur Erlingsson, 2000).

Hugræn atferlismeðferð hefur skilað góðum árangri og er talin árangursríkari en aðrar

meðferðir þegar til lengri tíma litið þar sem árangurinn heldur áfram að skila sér eftir að

meðferðinni hefur verið lokið og minna er um bakföll eftir meðferðina þar sem meðferðin

kennir fólki að breyta þeim hugsunum sem viðhalda þunglyndi og kvíða. Þess vegna nær

fólk betri bata því það getur haldið áfram að nota sér það sem það lærði í meðferðinni eftir

að henni lýkur (Oddur Erlingsson, 2000).

4.1.3 Hugræn atferlismeðferð og lyfjameðferðir við þunglyndi og kvíða.

Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð skili oftast mjög góðum

árangri (Oddur Erlingsson, 2000). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að árangur með

hugrænni atferlismeðferð sé jafn á við lyfjameðferð (Ívar Snorrason og Haukur Ingi

Guðnason, 2008). Hugræn atferlismeðferð og lyfjameðferð eru stundum notaðar saman og

stundum er það nauðsynlegt. Oftast gengur vel að nota þessar tvær meðferðir saman og

skilar það stundum betri árangri heldur en að nota meðferðirnar í sitt hvoru lagi en það

Page 21: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

19

koma líka upp tilvik þar sem þessar meðferðir henta ekki vel saman (Ívar Snorrason og

Haukur Ingi Guðnason, 2008; Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011).

Lyfjameðferð truflar yfirleitt ekki hugræna atferlismeðferð en þó hefur það verið þekkt

að ef fólk sem á við kvíðavandamál að stríða og er á lyfjum sem hafa mjög róandi áhrif þá

geti það haft truflandi árif á meðferðina (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011).

Stundum er nauðsynlegt að vera á lyfjameðferð samhliða hugrænni atferlismeðferð,

sérstaklega þegar fólk glímir við alvarlegt þunglyndi og/eða á sér langa sögu um þunglyndi

eða kvíða. En fólk þarf að vera í nægu jafnvægi til að það geti nýtt sér hugræna

atferlismeðferð og tekið þátt í því sem í henni felst (Pétur Tyrfingsson og Agnes

Agnarsdóttir, 2011). Stundum er fólk þó það veikt að það á í erfiðleikum með að nýta sér

hugræna atferlismeðferð og þá skilar lyfjameðferð ef til vill betri árangri (Engilbert

Sigurðsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson og Magnús Blöndahl Sighvatsson,

2011). Rannsóknir hafa þó einnig sýnt fram á að ef fólk sækir hugræna atferlismeðferð eftir

að það hættir í lyfjameðferð nær það mjög góðum árangri og er ólíklegra til að lenda í

bakslagi með veikindi sín (Engilbert Sigurðsson o.fl., 2011). Rannsóknir á hugrænni

atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sýndu þó fram á að meðferðin skilaði ekki árangri

hjá þeim sem voru í lyfjameðferð samhliða hugrænni atferlismeðferð á meðan þeir sem

ekki voru í lyfjameðferð náðu mjög góðum árangri sem hélst áfram eftir að meðferðinni

lauk (Engilbert Sigurðsson o.fl., 2011).

Hugræn atferlismeðferð skilar betri árangri heldur en lyfjameðferð ef litið er fram í

tímann þar sem áhrifin frá hugrænni atferlismeðferð vara eftir að meðferð lýkur, það er

fólk tekur með sér það sem það lærir í meðferðinni út í lífið. Áhrifin af lyfjameðferðinni

koma þó fljótar í ljós en þau vara aftur á móti ekki nema á meðan lyfin eru tekin (Oddur

Erlingsson, 2000).

4.2 Díalektísk atferlismeðferð - DAM

Díalektísk atferlismeðferð kemur úr atferlisfræðinni en svo blandast hún saman við sálfræði

austrænnar speki. Í upphafi var díalektískri atferlismeðferð aðallega beitt við

persónuleikaröskun og sjálfskaðandi hegðun en hefur undanfarin ár þótt sýna góða virkni á

þunglyndi, kvíða, vímuefnavanda, sjálfskaðandi hegðun og átraskanir (Margét Bárðardóttir,

2009).

Díalektísk atferlismeðferð gengur út á að fá einstaklinga til að flokka ekki tilfinningar

sínar í æskilega eða óæskilegar heldur virða og taka mark á eigin tilfinningum. Einnig er

lögð mikil áhersla á að einstaklingurinn sé sá eini sem getur unnið á vandanum þó svo að

Page 22: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

20

hann beri ekki endilega sjálfur ábyrgð á honum. Markmiðið með meðferðinni er því að læra

tilfinningastjórnun og beita skynsamlegri viðbrögðum þegar erfitt virðist að hafa stjórn á

tilfinningum sínum (Margrét Bárðardóttir, 2009).

Díalektísk atferlismeðferð leggur áherslu á að finna jafnvægi, það er að viðurkenna það

vandamál og ástand sem verið er að glíma við með það að markmiði að breyta því. Unnið

er að færniþjálfun þar sem einstaklingar sem þjást af geðröskunum eins og til dæmis

þunglyndi og kvíða skortir oftar en ekki færni á sviði tilfinninga, hugsana og hegðunar.

Færniþjálfun er meginundirstaða meðferðarinnar þar sem unnið er að því að ná árangri í

árverkni, tilfinningastjórnun, sjálfstrausti, samskiptum og auknu streituþoli (Margrét

Bárðardóttir, 2009).

4.3 Fjölskyldumeðferð

Þegar unnið er með börnum og unglingum við geðrænum vanda skiptir fjölskyldan ekki

síður máli og því er mikilvægt að miða meðferð að barni og fjölskyldu saman en ekki í sitt

hvoru lagi. Fjölskyldumeðferð miðar að því að hjálpa foreldrum að fást við börn sem eiga

við geðrænan vanda að stríða og hefur hún gagnast mjög vel við þeim vanda sem foreldrar

standa oft frammi fyrir þegar kemur að geðrænum vanda barna þeirra (Hrefna Ólafsdóttir,

2006).

Í fjölskyldumeðferð er miðað að því að veita foreldrum stuðning og fræðslu um þann

vanda sem börnin þeirra glíma við, að börnin fái að segja sína skoðun, minnka togstreitu á

milli allra fjölskyldumeðlima og bæta samskiptin innan fjölskyldunnar. Leitast er við að

hlusta á hvaða skoðun börn og unglingar hafa, hvernig þau sjá vandann sem þau glíma við

og hvernig þau sjái fram á að leysa þann vanda. Börn fá því meiri athygli og eru látin taka

ábyrgð á sínum vanda. Sú skoðun að foreldrar beri ábyrgð á vandanum og þurfi að finna

lausn á honum er því ekki lengur til staðar eins og áður var. Þessi nálgun hjálpar oft

fullorðnum að öðlast hæfni og nýjan skilning til að hjálpa börnum sínum og skilja þau og

vandamálin sem þau glíma við (Embætti Landslæknis, 2012; Hrefna Ólafsdóttir, 2006).

4.4 Unglingasmiðjurnar Tröð og Stígur

Unglingasmiðjurnar Tröð og Stígur eru sértækt úrræði ætlað unglingum á aldrinum 13-18

ára sem eru félagslega einangraðir, hafa orðið fyrir einelti, eru óframfærnir, sýna

þunglyndis- og kvíðaeinkenni, hafa lítið sjálfstraust, litla félagsfærni og/eða alast upp við

erfið uppeldisskilyrði og eiga þar af leiðandi erfitt með að taka þátt í starfi sem snýr að því

Page 23: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

21

að efla þroska unglinga til að taka þátt í félagslegum samskiptum og heilsueflandi líferni

(Heiða Ösp Kristjánsdóttir, 2013).

Unglingasmiðjurnar eru starfræktar í Reykjavík og fer inntökuferlið í þær í gengum

þjónustumiðstöðvar borgarinnar. Svo er það úthlutunarteymi sem fer yfir og samþykkir

umsóknirnar og hittir tilvísandann, unglinginn og foreldra/forráðamenn áður en þátttaka

unglingsins hefst í smiðjunni. Þar er farið yfir úrræðið og það markmið sem þátttökunni í

smiðjunni er ætlað að ná (Heiða Ösp Kristjánsdóttir, 2013).

Starfsemin í smiðjunni er mjög fjölbreytt, vikulega hittast unglingarnir á fundum þar

sem þeir fást við ýmis verkefni eins og til dæmis tómstundir, útivist, listræna þjálfun og

annað með það að markmiði að stuðla að því að auka hæfni til félagslegra samskipta, læra

að setja sig í spor annara og tjá sig og treysta öðrum. Einnig eru einstaklingsviðtöl og

stuðningur við hvern og einn. Samstarf er við foreldra og forráðamenn unglinganna í

smiðjunum þar sem þeim er boðið að koma í viðtal og fundi eftir þörfum (Heiða Ösp

Krisjánsdóttir, 2013).

Page 24: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

22

Page 25: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

23

5 Forvarnir

Forvarnir eru skilgreindar sem „ráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóm, slys eða önnur

áföll“ (Mörður Árnason, 2007, bls 253). Forvarnir skila bestum árangri sé gripið sem fyrst

inn í vandann og unnið á honum. Forvörnum er oftar en ekki skipt upp í þrjú stig, það er

fyrsta stigs forvarnir, annars stigs forvarnir og þriðja stigs forvarnir. Fyrsta stigs forvörnum

er ætlað að fyrirbyggja og koma í veg fyrir sjúkdóma og stuðla að heilbrigðum lífsstíl.

Annars stigs forvörnum er ætlað að finna sjúkdóminn snemma og stöðva eða að minnsta

kosti hægja á framgangi hans með því að greina hann snemma og veita viðeigandi meðferð

til að koma í veg fyrir afleiðingar af völdum hans. Þriðja stigs forvarnir snúa svo að meðferð

gegn sjúkdómnum með það að markmiði að hann verði ekki verri (Johnson, 2002).

Geðraskanir hjá börnum og unglingum eru oftar en ekki vangreindar. Forvarnir gegn

geðröskunum eru ekki nægilegar og þyrfti að auka þær með það að markmiði að fræða

börn og unglinga um mikilvægi bættrar geðheilsu (Þingskjal 52, 2014-2015). Einstaklingar

sem glíma við þunglyndi þegar þeir eru ungir eru tvöfalt til fjórfalt líklegri til að glíma við

þunglyndi á fullorðinsárum, þess vegna eru forvarnir gegn geðröskunum mikilvægar á

þessum aldri (I. Jenný Ingudóttir o.fl., 2009).

Forvarnir gegn geðröskunum barna og unglinga gætu sem dæmi verið skimun fyrir

geðröskunum í grunnskóla með það að markmiði að vinna á vandanum strax á fyrstu

stigum og veita viðeigandi meðferð (Þingskjal 52, 2014-2015). Hér á landi hefur verið

þróunarvinna í gangi sem nefnist Breiðholtsmódelið og flokkast sem snemmtæk þjónusta

þar sem börn í níunda bekk í grunnskólum í Breiðholti eru skimuð með sérstökum

spurningalista um kvíða og þunglyndiseinkenni. Þeim unglingum sem sýna merki um

einkenni kvíða og þunglyndis er svo boðið upp á þjónustu til að vinna á vandanum með

viðtölum, ráðgjöf eða hugrænni atferlismeðferð (Háskóli Íslands - Nýsköpunarvefur, 2015).

Geðrænn vandi uppgötvast oft fyrst í skóla þar sem kennarar eru oft með þeim fyrstu

til að koma auga á vanda hjá börnum og unglingum. Er það þá helst breyting á hegðun

barna og unglinga í skóla, námsgeta og félagsleg samskipti sem þeir sjá breytingu á

(Embætti Landlæknis, 2012). Aðkoma foreldra í skimun fyrir geðrænum vanda hefur einnig

mikið að segja, það er að foreldrum sé kennt að læra að þekkja geðrænan vanda hjá

börnum og vera á varðbergi fyrir breytingum á hegðun og háttalagi barna sinna (Embætti

Landlæknis, 2009). Mikil vöntun er á forvörnum til bættrar geðheilsu fyrir börn og unglinga.

Foreldrar og skólar skipta miklu máli þegar kemur að velferð barna bæði líkamlega og

andlega, því skiptir hlutverk þeirra miklu þegar kemur að tilfinningavanda hjá börnum og

unglingum þar sem tilfinningavandi hefur áhrif á þau í námi, leik og samskiptum sem er

Page 26: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

24

mjög hamlandi fyrir þau bæði sem börn og einnig þegar komið er fram á fullorðinsár (I.

Jenný Ingudóttir o.fl. 2009; Þingskjal 52, 2014-2015).

Þjónusta við börn á Íslandi sem glíma við einhverskonar geðröskun er margvísleg í dag

en þó er vöntun á úrræðum og aðgengi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga

miðað við hversu vaxandi þessi vandi er í samfélaginu. Margar stofnanir koma að þjónustu

fyrir börn og unglinga með hegðunar- og geðraskanir og má þar nefna skóla, menntakerfið,

heilbrigðiskerfið, heilsugæslu, barna og unglingageðdeild (BUGL), auk félagslega kerfisins

innan bæjarfélaga. Batahorfur við þunglyndi eru betri eftir því sem fyrrr er brugðist við

vandanum, því skiptir máli að ná að vinna á honum um leið og hans verður vart. Mikil

vöntun er þó á sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum og fáir barnageðlæknar eru

starfandi á landinu og því langir biðlistar eftir tímum hjá þeim. Vegna þessarar vöntunar á

úrræðum og þjónustu hafa bráðamál hjá bráðateyminu á barna-og unglingageðdeild aukist

mjög (Þingskjal 52, 2014-2015).

Þjónustustigum fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir á Íslandi er skipt upp í þrjú

þjónustustig, það er grunnþjónustu sem er fyrsta þjónustustigið, ítarþjónustu sem er annað

þjónustustigið og sérþjónustu sem er þriðja þjónustustigið (Lovísa Arnardóttir, 2011; Unnur

Heba Steingrímsdóttir og Linda Kristmundsdóttir, 2014).

5.1 Grunnþjónusta.

Grunnþjónusta er fyrsta stigs þjónusta fyrir börn og unglinga sem glíma við hegðunar- og

geðraskanir á Íslandi. Grunnþjónusta er veitt í skólum, á heilsugæslustöðvum og í

félagsþjónustu í nærumhverfi barnsins og hjá barnavernd (Lovísa Arnardóttir, 2011).

Grunnþjónustu er ætlað að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi og veita viðeigandi lækningu.

Þar er áherslan á að greina vandann áður en hann verður of mikill, hefja íhlutun um leið og

vandans verður vart og stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum. Grunnþjónustan veitir mikla

forvörn þar sem mikilvægt er að greina vandann á byrjunarstigi (Kristján Már Magnússon,

2004).

Skólar veita mikla forvörn þar sem oft eru það kennarar sem taka fyrst eftir breytingum

á hjá nemendum þar sem þeir fara til dæmis að dragast aftur úr í námi, sinna ekki náminu,

mæta illa og draga sig til baka. Í grunnskólum eru einnig skólahjúkrunarfræðingar sem eru í

beinu sambandi við heilsugæslurnar til að hægt sé að veita inngrip við geðröskunum sem

allra fyrst. Á heilsugæslum eru einnig oft í boði ýmisskonar námskeið, til dæmis í hugrænni

atferlismeðferð (Embætti Landlæknis, 2012).

Page 27: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

25

5.2 Ítarþjónusta

Ítarþjónusta er annars stigs þjónusta fyrir börn og unglinga sem glíma við hegðunar- og

geðraskanir. Þessa þjónustu veita skólasálfræðingar, sérfræðingar á stofnunum, þroska- og

hegðunarstöðin og fleiri með sértæka menntun til að geta aðstoðað börn og unglinga sem

glíma við geðraskanir. Þessi þjónusta er þó ekki eins góð í öllum landshlutum og er

ábótavant sérstaklega á landsbyggðinni. Barna- og unglingageðdeild BUGL er þó í samstarfi

á nokkrum stöðum á landsbyggðinni með það að markmiði að efla ítarþjónustu fyrir börn

og unglinga sem glíma við hegðunar- og geðraskanir og veita fagaðilum úti á landi stuðning

(Kristján Már Magnússon, 2004; Lovísa Arnardóttir, 2011; Unnur Heba Steingrímsdóttir og

Linda Kristmundsdóttir, 2013).

Ítarþjónusta er sú þjónusta þar sem greining á vandamálinu fer fram en oft er vandinn

greindur hjá fagaðilum sem veitir þá viðeigandi meðferð eða koma málinu í það úrræði og

farveg sem á þarf að halda (Kristján Már Magnússon, 2004).

5.3 Sérþjónusta

Sérþjónusta er þriðja stigs þjónusta fyrir börn og unglinga sem glíma við hegðunar- og

geðraskanir. Sérþjónusta er veitt á sjúkrahúsum og sérhæfðum stofnunum og er einungis

ætluð til að sinna erfiðustu tilfellunum (Kristján Már Magnússon).

Barna- og unglingageðdeild BUGL veitir þriðja stigs sérhæfða þjónustu fyrir börn og

unglinga upp að 18 ára aldri með hegðunar- og geðraskanir. Á BUGL vinna

hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, iðjuþjálfar,

listmeðferðarfræðingar auk ráðgjafa með fjölbreytta menntun og reynslu sem veita

börnum með samsettan geðrænan vanda og/eða alvarleg geðræn einkenni sérhæfða

þjónustu (Lovísa Arnardóttir, 2011; Unnur Heba Steingrímsdóttir og Linda

Kristmundsdóttir, 2013).

BUGL skiptist upp í göngudeild og legudeild, en göngudeild BUGL sinnir langflestum

erindum sem koma þar inn, en legudeild sinnir frekar erindum sem krefjast innlagnar, til

dæmis ef um erfiðan vanda sem þarf sérhæfðari athugun er um að ræða (Unnur Heba

Steingrímsdóttir og Linda Kristmundsdóttir, 2013).

Göngudeild BUGL sinnir langflestum erindum sem vísað er á barna- og

ungingageðdeild. Þar er unnið í teymum, en þau teymi sem þar starfa eru bráðateymi,

inntökuteymi, fjölskylduteymi, átröskunarteymi, taugateymi og göngudeildateymi (Unnur

Heba Steingrímsdóttir og Linda Kristmundsdóttir, 2013).

Page 28: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

26

BUGL vinnur í nánu samstarfi við þær stofnanir og sérfræðinga sem sinna grunn- og

ítarþjónustu. Börn og unglingar þurfa að fá tilvísun á BUGL en það er skilyrði fyrir inntöku.

Þeir sem helst veita tilvísun á BUGL eru heilsugæslan, það er heilsugæsluslæknar og

greiningar- og meðferðarteymi á heilsugæslum, sálfræðingar, sérfræðilæknar,

sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla, félagsþjónusta og barnavernd. Einnig þarf að liggja

fyrir greining á vanda barnsins og unglingsins til að hægt sé að fá inni á BUGL (Unnur Heba

Steingrímsdóttir og Linda Kristmundsdóttir, 2013).

Eftir að börn og unglingar hafa fengið viðeigandi meðferð á BUGL er málum þeirra

komið aftur í viðeigandi ferli hjá grunn- og ítarþjónustu sem sér um umönnun og eftirfylgni

með barninu eða unglingum (Lovísa Arnardóttir, 2011; Unnur Heba Steingrímsdóttir og

Linda Kristmundsdóttir, 2013).

Page 29: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

27

6 Lífsstílsbreytingar við þunglyndi

Þegar talað er um lífsstílsbreytingar getur það átt við almenn atriði eins og mataræði,

hreyfingu, svefn og fleira eða sértæk atriði eins og álag, streitu og árekstra. Allt tengist

þetta geðheilsu og er góð geðheilsa mikilvæg fyrir geðheilbrigði unglinga. Dæmi um góða

geðheilsu unglinga er þegar unglingurinn er sáttur við sjálfan sig, hefur trú á sjálfum sér,

hefur góða félagslega færni og er í góðum samskiptum við fólkið í kringum sig. Hann er

með jákvæða sýn á tilveruna og í stakk búinn til að takast á við þá erfiðleika sem að steðja

(Embætti landlæknis, 2012; Steinunn Gunnlaugsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir og

Guðbjörg Björnsdóttir, 2009).

Það geta allir þurft að glíma við slæma geðheilsu og eru unglingsárin oft sá tími þar

sem unglingar eru viðkvæmari fyrir áföllum, erfiðleikum og ýmiskonar vanda. Geðraskanir

má oft tengja við líffræðilega þætti eða umhverfið í kring en einnig getur þetta bæði

blandast og orsakað vandann. Dæmi um það sem getur haft áhrif á geðraskanir og

geðheilsu er til dæmis einelti, vanræksla, missir náins vinar og/eða ættingja, andlegt

ofbeldi, líkamlegt ofbeldi og einnig einhverskonar höfnun eins og frá vinum, vegna

kynþáttar, kynhneigðar, trúar eða einhvers annars konar höfnun. Geðheilsan verður því oft

fyrir einhverskonar truflun sem getur leitt til alvarlegri veikinda sem nauðsynlegt er að

meðhöndla (Steinunn Gunnlaugsdóttir o.fl 2009).

Geðraskanir og tilfinningavandi byrja oft að gera vart við sig í barnæsku. Uppeldi getur

haft þar áhrif en einnig skólaganga, félagsleg tengsl og fleira. Geðraskanir og

tilfinningavandi getur haft hamlandi áhrif á félagslega getu barna og unglinga og getu

þeirra til að taka þátt í leik og starfi með jafnöldrum sínum (Þingskjal 52, 2014-2015).

6.1 Mikilvægi góðrar geðheilsu

Geðheilsa fólks er mjög mikilvæg og þar eru börn og unglingar að engu undanskilin.

Geðheilsa getur raskast út af ýmsum ástæðum, bæði vegna líffræðilegra þátta og

umhverfisþátta. Getur það valdið því að fólk verður viðkvæmara fyrir ýmis konar áreiti,

hegðun breytist, það finnur fyrir vanlíða og pirringi og á erfitt með samskipti við annað fólk.

Þetta getur síðan leitt til þess að erfiðleikar geri vart við sig í skóla, fjölskyldulífi og innan

vinahópsins (Steinunn Gunnlaugsdóttir o.fl., 2009).

Það er margt sem hægt er að gera til að styrkja geðheilsu barna og unglinga. Sem

dæmi um það er að tryggja að þau nærist vel og reglulega, fái nægan og góðan svefn,

stundi góða hreyfingu daglega, eigi góð félagsleg tengsl og þátttöku í félagslífi. Einnig er

Page 30: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

28

jákvæð hugsun mikilvæg og að þau ræði um líðan sína við aðra, fjölskyldu og vini og svo

framvegis (Steinunn Gunnlaugsdóttir o.fl., 2009).

Þátttaka foreldra í lífi barna sinna er lykilatriði þegar kemur að bata barna og unglinga

með geðraskanir og einnig þegar kemur að geðheilsu þeirra. Uppeldisaðferðir sem

foreldrar beita eru mismunandi en þó hafa þær oftast að markmiði að stuðla að velferð

barnanna. Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir geðheilsuvanda hjá börnum sínum þar sem

þau geta sýnt margvísleg einkenni sem geta bent til að um geðheilsuvanda sé að ræða.

Geðrænn vandi hefst oft í barnæsku og því er magt sem foreldrar geta gert og haft í huga

til að stuðla að bættri geðheilsu hjá börnum. Mikilvægt er að stuðla að öruggu félagslegu

umhverfi fyrir börnin, öruggu heimili, gefa þeim hollan og næringarríkan mat og stuðla að

góðri hreyfingu. Foreldrar ættu að vera börnum sínum góð fyrirmynd, hvetja börnin sín til

vera opin um tilfinningar sínar og ekki byrgja inni vanlíðan. Láta börnin finna að þau njóti

trausts svo þau geti leitað til foreldra með vandamál sín og að á þau sé hlustað. Mikilvægt

er einnig að stuðla að sjálfstæði barna og stuðla að trú þeirra á eigin getu. Foreldra þurfa

einnig að geta viðurkennt vanmátt sinn ef þau standa frammi fyrir því að ráða ekki við þær

aðstæður sem þau standa í og vera óhrædd við að leita sér hjálpar hjá fagaðilum til að

vinna á vandanum (Steinunn Gunnlaugsdóttir o.fl., 2009).

Page 31: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

29

7 umræður

Í þessari ritgerð var skoða þunglyndi meðal unglinga og hvaða meðferðarleiðir og úrræði

eru í boði fyrir unglinga sem glíma við þunglyndi á Íslandi. Í upphafi var lagt upp með þrjár

rannsóknarspurningar:

1. Hvaða áhrif hefur þunglyndi á líf unglinga?

2. Hvaða meðferðarúrræði eru í boði fyrir unglinga með þunglyndi?

3. Geta forvarnir og lífsstílsbreytingar haft jákvæð áhrif á einstaklinga með

þunglyndi?

Skoðaðar voru ýmsar greinar, bækur, og skýrslur auk þess sem skoðaðir voru hinir

ýmsu bæklingar frá barna og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Að auki nýttist

vettvangsnám höfundar sem hann tók á BUGL haustið 2014 vel við skrif á ritgerðinni, en

þar kynntist hann þunglyndi hjá unglingum og þeim meðferðarleiðum sem boðið er upp á á

BUGL.

7.1 Áhrif þunglyndis á líf unglinga

Þunglyndi hjá börnum og unglingum hefur aukist og svo virðist sem að tíðni unglinga sem

glíma við þunglyndi aukist eftir að kynþroska er náð (Eiríkur Örn Arnarson, 2010).

Eins og fram hefur komið er margt sem getur haft áhrif á þunglyndi og er talið að

geðraskanir hjá börnum og unglingum hafi uppruna sinn í samspili líffræðilegra, sálrænna

og félagslegra þátta. Þegar þunglyndi er greint hjá unglingum er oft litið til tveggja þátta hjá

þeim það er annars vegar hjá unglingnum sjálfum, skapgerð hans og erfðum og svo hins

vegar í uppeldisumhverfi unglingsins bæði hjá fjölskyldu hans og svo einnig í

nærumhverfinu (Kristján Már Magnússon, 2004).

Þunglyndi getur reynt mjög á unglinga og haft áhrif á þroska þeirra, virkni og

samskiptarhæfni. Þunglyndi getur haft mikil áhrif á félagslega virkni unglinga þar sem þeir

eiga á hættu að einangra sig og hætta að umgangast félaga sína og vini. Þunglyndi getur

einnig haft áhrif á skólagöngu og námsárangur unglinga þar sem þeir mæta oft verr í

skólann eða mæta alls ekki og getur það á endanum leitt til brottfalls úr skóla (Embætti

Landlæknis, 2012).

Kamkar o.fl. (2012) töluðu um að tengsl væru á milli þess hversu góð tengsl unglingar

hafa við foreldra sína og sálræna vanlíðan. Góð og örugg tilfinningatengsl unglinga við

Page 32: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

30

foreldra eru uppspretta fyrir öryggi og stuðning á unglingsárum og gerir það að verkum að

unglingar eru líklegri til að ráða við streituvaldandi aðstæður. Foreldrar geta því haft mikil

áhrif á sálræna líðan barna sinna og veitt góða forvörn.

Ef þunglyndi er ekki meðhöndlað hjá börnum og unglingum getur það haft slæm áhrif

upp á framtíðina að gera. Þeir sem hafa glímt við þunglyndi sem börn eru mun líklegri til að

eiga við sama vandamál að stríða á fullorðinsárum en ef að þunglyndi er meðhöndlað fyrir

fullorðinsár dregur það úr líkunum á því að það taki sig upp aftur. Þunglyndi á unglingsárum

getur einnig tengst hinum ýmsu geðröskunum á fullorðinsárum. Þunglyndi getur því haft

mjög slæm áhrif á börn og unglinga og getur í slæmum tilvikum leitt til sjálfsvígstilrauna

(Embætti Landlæknis, 2012).

Þunglyndi á unglingsárum getur aukið líkurnar á því að unglingar glími við annars konar

geðröskun eins og kvíða og hegðunarerfiðleika en einnig getur það leitt til þess að

unglingar fari að stunda áhættu hegðun eins og misnotkun áfengis og vímuefna (Eiríkur Örn

Arnarson, 2001; Eiríkur Örn Arnarson, 2010).

7.2 Meðferðarúrræði fyrir unglinga með þunglyndi

Þjónusta við börn á Íslandi sem glíma við einhverskonar geðröskun er margvísleg í dag en

þó er vöntun á úrræðum og aðgengi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga miðað

við hversu vaxandi þessi vandi er í samfélaginu.

Gagnreynd námskeið eru í boði á BUGL en þar sem BUGL sinnir þriðja stigs þjónustu

við börn með geðraskanir á Íslandi þá eru það einungis alvarleg tilvik sem komast þar að.

Nokkur sveitarfélög og heilsugæslur á Íslandi bjóða upp á námskeið við þunglyndi barna og

unglinga og eru það þá helst hugræn atferlismeðferð (HAM) og díalektísk atferlismeðferð

(DAM), þó er mikil vöntun þar á og ná þau ekki að sinna eftirspurn. Sálfræðimeðferðir eru

einnig mjög góður kostur fyrir börn og unglinga með þunglyndi en það eru ekki allir sem

geta nýtt sér þjónustu sálfræðinga þar sem það kostar að fara til þeirra og er það því ekki á

allra valdi að geta sótt sér þá þjónustu. Barnageðlæknar eru líka góður kostur fyrir unglinga

með þunglyndi en aðgengi að þeim er heldur ekki gott þar sem fáir eru sjálfstætt starfandi

og langur biðlisti hjá þeim (Þingskjal 52, 2014-2015).

Hugræn atferlismeðferð er mest notuð á Íslandi fyrir börn og unglinga sem glíma við

þunglyndi. Meðferðin hefur gefið góðan árangur hjá börnum og unglingum, þar sem hún

dregur úr þunglyndiseinkennum og hefur góð áhrif á hugsanaferli og sjálfsmynd barna og

unglinga (Eiríkur Örn Arnarson, 2001).

Page 33: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

31

Díalektísk atferlismeðferð er einnig meðferðarúrræði sem er í boði fyrir börn og

unglinga með þunglyndi í dag. Í fyrstu var hún einungis ætluð sem meðferð við

persónuleikaröskun og sjálfskaðandi hegðun en hefur einnig gefið góða virkni á þunglyndi

hjá unglingum og hefur verið notuð sem meðferðarúrræði á BUGL og fleiri stöðum

síðastliðin ár (Margét Bárðardóttir, 2009).

Fjölskyldumeðferð er meðferðarúrræði við þunglyndi unglinga og er einnig ætluð fyrir

fjölskyldur þeirra. Geðrænn vandi unglinga skiptir ekki síður fjölskylduna máli og því er

mikilvægt að miða meðferð við þunglyndi unglinga einnig að fjölskyldu þeirra.

Fjölskyldumeðferð hefur þótt gagnast vel við þeim vanda sem foreldrar standa oft frammi

fyrir þegar kemur að geðrænum vanda barna þeirra og hjálpar foreldrum að vinna í

sameiningu með börnum sínum að bata (Hrefna Ólafsdóttir, 2006).

Reykjavíkurborg hefur starfrækt unglingasmiðjur sem eru sértækt úrræði fyrir unglinga

á aldrinum 13-18 ára sem eru félagslega einangraðir, hafa orðið fyrir einelti, eru

óframfærnir, sýna þunglyndis- og kvíðaeinkenni, hafa lítið sjálfstraust, litla félagsfærni

og/eða alast upp við erfið uppeldisskilyrði og eiga þar af leiðandi erfitt með að taka þátt í

starfi sem snýr að því að efla þroska unglinga til að taka þátt í félagslegum samskiptum og

heilsueflandi líferni. Unglingar hittast í smiðjunni og fá að stunda hin ýmsu verkefni tengd

til dæmis tómstundum , útivist og fleira en markmiðið með því er að auka félagsleg

samskipti þeirra og læra að setja sig í spor annarra og auka traust (Heiða Ösp

Kristjánsdóttir, 2013).

Meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga eru mikilvæg því með því að vinna á

geðrænum vanda strax í æsku má draga úr líkum á geðrænum vanda á fullorðinsárum

(Þingskjal 52, 2014-2015).

7.3 Forvarnir og lífsstílsbreytingar við þunglyndi

Forvarnir og lífsstílsbreytingar geta haft mikill áhrif á tilhneigingu unglinga til að eiga við

þunglyndi að stríða. Geðraskanir hjá börnum og unglingum eru oft vangreindar og því væru

forvarnir mjög góðar til að fræða börn og unglinga um mikilvægi bættrar geðheilsu svo þau

séu meira vakandi fyrir líðan sinni, það er hvað er óæskileg líðan og hvenær og hvert á að

leita þegar líðan er orðin þannig að hún sé farinn að hafa slæm áhrif á unglinginn (Þingskjal

52, 2014-2015).

Markmiðið með forvörnum gegn þunglyndi hjá unglingum er að vinna á vandanum á

fyrstu stigum og til að geta veit viðeigandi meðferð sem fyrst. Þetta gæti til dæmis verið

skimun fyrir geðröskunum í grunnskóla. Forvarnir skila bestum árangri sé gripið sem fyrst

Page 34: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

32

inn í vandann og unnið á honum. Unglingar sem glíma við þunglyndi eru tvöfalt til fjórfalt

líklegri til að glíma við þunglyndi á fullorðinsárum, þess vegna eru forvarnir gegn

geðröskunum mikilvægar á þessum aldri (Þingskjal 52, 2014-2015).

Geðheilsa fólks er mjög mikilvæg og þar eru börn og unglingar að engu undanskilin.

Það er margt sem er hægt að gera til að styrkja og bæta geðheilsu barna og unglinga og er

margt sem foreldrar geta gert til að stuðla að bættri geðheilsu barna sinna. Til dæmis geta

foreldrar tryggt að börnin þeirra nærist vel og reglulega, fái nægan svefn, séu að stunda

hreyfingu, séu í góðum tengslum við vini sína og félaga og taki þátt í félagslífinum sem er í

boði fyrir þá. Einnig skiptir máli að stuðla að jákvæð hugsun hjá unglingum og hvetja þá til

að ræða um líðan sína við foreldra, fjölskyldu, vini, kennara eða einhvern sem þau treysta

(Steinunn Gunnlaugsdóttir o.fl., 2009).

Page 35: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

33

8 Lokaorð

Í þessari ritgerð var fjallað um þunglyndi unglinga og leitast við að skoða þær

meðferðarleiðir sem í boði eru á Íslandi í dag. Einnig var farið inn á mikilvægi forvarna og

geðheilsu barna og unglinga.

Tilfinningar eru eðlilegur hluti af tilverunni en þegar þær eru komnar út á þá braut að

manni er farið að líða illa út af þeim þá fara þær að hafa áhrif á heilsu, samskipti og

lífshamingju. Þegar við finnum leiðir til að takast á við hlutina og skilgreina vandann fer

okkur að líða betur og lífsgæðin okkar aukast.

Það er fróðlegt að sjá hve meðferðarúrræðum og forvörnum gegn geðsjúkdómu barna

og unglinga er ábótavant í dag. Auka þarf forvarnir gegn þunglyndi hjá börnum og

unglingum þar sem þær geta hjálpað til við að uppgötva þunglyndi á byrjunarstigi. Með því

að grípa sem fyrst inn í vandann og vinna á honum skila forvarnirnar bestum árangri auk

þess sem það dregur verulega á líkum á því að einstaklingurinn þurfi að glíma við þunglyndi

seinna meir. Því getur skimun á þunglyndi í grunnskólum skilað góðum árangri og hjálpað til

við að finna þá unglinga sem eiga það á hættu að greinast með þunglyndi og þurfa á hjálp

að halda.

Meðferðarúrræði gegn geðsjúkdómum eru heldur ekki næg og mætti auka aðgengi að

þeim. Mikið af þeim meðferðarúrræðum sem eru í boði eru veitt innan þriðja stigs

þjónustu á BUGL og eru þá einungis í boði fyrir þau börn sem eiga við alvarlegt þunglyndi

að stríða. Með því að færa meðferðarúrræðin á annars stigs þjónustu og skima fyrir

þunglyndi á fyrsta stigs þjónustu væri eflaust hægt að draga úr því að þunglyndi verði jafn

alvarlegur og algengur sjúkdómur í samfélaginu og hann virðist vera.

Page 36: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

34

Page 37: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

35

Heimildaskrá

Beck, A. T. (1967). Depression: Causes and treatment. Philadelphia: University of

Pennsylvania Press.

Eiríkur Örn Arnarson. (2010). Forvörn þunglyndis hjá ungmennum. Geðvernd, 39(1), 30-34.

Sótt af neti 10 október 2014 frá: http://www.hirsla.lsh.is/lsh/handle/2336/121418

Eiríkur Örn Arnarson. (2003). Þunglyndi barna og unglinga: Forvarnir. Uppeldi, 16(1), 22-23.

Eiríkur Örn Arnarsson. (2001). Þunglyndi meðal ungmenna og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Geðvernd, 30 (1), 23-26. Sótt af neti 10 október 2014 frá:

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/97503/1/G2001-01-30-G4.PDF

Ellis, A. (1962). Reason and emotion in psychotherapy. New York: Lyle Stewart.

Embætti Landlæknis. (2009). Geðheilsa barnsins þíns – bæklingur fyrir aðstandendur barna

og unglinga. Sótt af neti 26 janúar 2015 frá: http://www.landlaeknir.is/utgefid-

efni/skjal/item10927/

Embætti Landlæknis. (2012). Börn og þunglyndi. Sótt af neti 26 janúar 2015 frá:

http://www.landlaeknir.is/um-

embaettid/greinar/grein/item16386/Born_og_tunglyndi

Engilbert Sigurðsson, Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson og Magnús Blöndahl

Sighvatsson. (2011). Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskun

hjá fullorðinum. Læknablaðið, 11(97). Sótt af neti 10 október 2014 frá:

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367

Ferster, C. B. (1973). A functional analysis of depression. American Psychologist, 28, 971-

983.

Háskóli Íslands – Nýsköpunarvefur. (2015, janúar). Þjónustumiðstöð Breiðholts –

Breiðholtsmódelið. Sótt af neti 15 mars 2015 frá:

http://nyskopunarvefur.is/thjonustumidstod_breidholts_breidholtsmodelid

Heiða Ösp Krisjánsdóttir. (2013). Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð: Ársskýsla veturinn

2012-2013. [Rafræn útgáfa]. Reykjavík: Reykjavíkurborg.

Hrefna Ólafsdóttir. (2006). Börn og geðræn vandkvæði. Í Sigrún Júlíusdóttir og Halldór Sig.

Guðmundsson (ritstjórar), Heilbrigði og heildarsýn, félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu

(bls. 111-127). Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rannsóknarsetur í barna- og

fjölskylduvernd.

Page 38: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

36

Hrefna Pálsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Sigfússon og Álfgeir Logi Kristjánsson (2011).

Ungt fólk 2011. Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 5., 6.

og 7. bekk. Reykjavík: Rannsóknir og greining ehf.

Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og Þórunn

Gunnarsdóttir (ritstjórar). (2010). Ham, handbók um hugræna atferlismeðferð. Sótt af

neti 10 október 2014 frá: http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/

I. Jenný Ingudóttir, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Inga Dóra

Sigfúsdóttir (2009). Áhrif stuðnings foreldra og tengsla við skóla á þunglyndi meðal

unglinga. Rannsóknir í félagsvísindum X, 349-362. Sótt af neti 23. október 2014 frá:

http://skemman.is/stream/get/1946/7600/20217/1/F%C3%A9lags-

_og_mannv%C3%ADsindadeild_2009.pdf

Ívar Snorrason og Haukur Ingi Guðnason. (2008). Um hugræna atferlismeðferð og

athafnasemismeðferð við þunglyndi. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands,

13, bls 199-211. Sótt af neti 10. október 2014 frá:

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/78017/1/S2008-13-F10.pdf

Johnson, R.L. (2002). Pathways to adolescent health: Early intervention. Journal of

Adolescent Health, 31, 240-250. Sótt af neti 1 apríl 2015 frá:

http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1054139X02004974

Kamkar, K., Doyle, A., og Markiewicz, D. (2012). Insecure attachment to parents and

depressive symptoms in early adolescence: Mediating roles of attributions and self-

esteem. International Journal of Psychological Studies, 4(2), 3-18.

Kristján Már Magnússon. (2004). Samhæfing í málefnum barna og unglinga með

geðraskanir Tillaga um skilgreiningu þriggja þjónustustiga í málefnum barna og unglinga

með geðraskanir og aðgerðir til að auka samþættingu þjónustunnar. Reykjavík: Heilbrigðis-

og tryggingamálaráðuneytið. Sótt af neti 20 janúar 2015 frá:

http://www.velferdarraduneyti.is/media/Skyrslur/Lokaskyrsla_KMM_Samhafing_tjonustu.

pdf

Lovísa Arnardóttir. (2011). Staða barna á Íslandi 2011 [Rafræn útgáfa]. Reykjavík:Unicef á

Íslandi.

Margrét Bárðardóttir. (2009). Díalektísk atferlismeðferð. Vefrit Sálfræðifélags Íslands. Sótt

af neti 3 nóvember 2014 frá: http://vefritsi.wordpress.com/2009/10/20/dialektisk-

atferlisme%C3%B0fer%C3%B0/

Mörður Árnason. (2007). Íslensk orðabók. Reykjavík: Edda.

Page 39: Meðferðarleiðir og úrræði Berglind Petra Jóhannsdóttir · Berglind Petra Jóhannsdóttir Lokaverkefni til B.A.-prófs í uppeldis- og menntunarfræði Leiðbeinandi: Sigurlína

37

Oddur Erlingsson. (2000). Kvíði og hugræn atferlismeðferð. Geðvernd, 29(1), 18-25. Sótt af

neti 10 október 2014 frá: http://hirsla.lsh.is/lsh/handle/2336/95957

Ólafur Þór Ævarsson. (e.d.). Þunglyndi: Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur.

[bæklingur]. http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/45A935A4- 1F63-4078-A659-

3C515E44FBE1/0/Thunglyndi2005.pdf

Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir. (2011). Mér líður eins og ég hugsa! Hugræn

atferlismeðferð við kvíða og þunglyndi. Reykjavík: Landspítalinn Háskólasjúkrahús.

Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín Lilja Garðarsdóttir. (2004). Depurð ungs fólks og

uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags

Íslands, 9, bls 151-166. Sótt af neti 1 apríl 2015 frá:

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/79473/1/S2004-09-F10.pdf

Stallard, P. (2006). Bætt hugsun – Betri líðan: Handbók í hugrænni atferlismeðferð fyrir

börn og unglinga (Dr. Gyða Haraldsdóttir, Hafdís Kjartansdóttir, Hulda Sólrún

Guðmundsdóttir og Leifur Davíð Halvorson þýddu). Reykjavík: Skrudda. (upphaflega

gefin út 2002).

Steinunn Gunnlaugsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. (2009).

Geðheilsa barnsins þíns: Bæklingur fyrir aðstandendur barna, það sem sérhver

fjölskylda ætti að vita. Reykjavík: Lýðheilsustöð og Landlæknisembættið.

Steinunn Gunnlaugsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir. (2009).

Geðheilsan þín skiptir máli: Bæklingur fyrir unglinga. Reykjavík: Lýðheilsustöð og

Landlæknisembættið.

Thapar, A., Collishaw, S., Pine, D., og Thapar, A., K. (2012). Depression in adolescence. The

Lancet 379(9820), 1056-1067.

Unnur Heba Steingrímsdóttir og Linda Kristmundsdóttir. (2014). Bugl, barna- og

unglingageðdeild. Landspítali, barna- og kvennasvið, barna-og unglingageðdeild –

BUGL.

Þingskjal 52. (2014-2015). Tillaga til þingsályktunar um geðheilbrigðisþjónustu fyrir

börn,unglinga og fjölskyldur þeirra. Alþingistíðindi A-deild. Sótt af neti 1 nóvember

2014 frá: http://www.althingi.is/altext/144/s/0052.html