naflakusk 1, pdf interactive mamma

14
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Naflakusk NaflaKUSK Nemendafélag Fjölbrautaskóli Snæfellinga 2. október 2015 1. tölublað

Upload: anonymous-6mupisfei

Post on 02-Dec-2015

34 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

jaja flott

TRANSCRIPT

Page 1: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

NaflakuskNaflaKUSK

Nemendafélag Fjölbrautaskóli Snæfellinga

2. október 20151. tölublað

Page 2: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Ritnefndin í öllu sínu veldi

Formaðurinn aka. Bossinn Margrét Olsen

Kristján Kristófersson er 19 ára togarasjómaður sem veit ekki aura sinna tal.

Nökkvi Freyr Smárason er eins og afi sinn Gulli Lár, ekki bara sætur, líka klár.

Jóhann Kristófer Sævarsson er 19 ára körfubolta maður sem skora meira utan vallar heldur en innan.

Sæþór Sumarliðason er alltaf tilbúin að fara á bíl í skólann (mömmu bíl samt). Football manager goðsögn með meiru

Lena Hulda Örvarsdóttir hægt er að lýsa henni eins og engill með horn.

Uppsetjari aka Bad Habit Marteinn Gíslason er léttur á vir kum dögum en léttari um helgar. Hann sættir sig sko ekki við bara eina.

Page 3: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Efnisyfirlit5 Forsetaávarp Hilmar Orri í öllu sínu veldi

6 Penna Pistlar Fanturinn og Ítalska gyðjan bomba ferskum heimabrugguðum pislum

8 Nýnemakynningar Hver er á lausu? Snapchat og Motto

13 Flóttamannahornið Innsýn í líf flóttamenn FSN

17 Bílar og Ólafsvík Nökkvi tjáir skoðanir sínar á Ólafsvík og bílamenninguni sem þar ríkir

19 Fyrirpartý! Sæsi gefur ykkur tips frá A-Ö um það hvernig á að halda GOTT fyrirpartý

20 Sponsor’ar Maður neitar ekki smá auka ca$h money

21 Slúðrið! Einhverjir hata það á meðan restin elskar það, það hafa allir álit á slúðrinu, svo einfalt er það.

22 Eldað með Hadda Haddi kennari bombar á okkur einu af hans uppáhalds úr eldhúsinu

23 Nefndir skólans Kíkjum á nefndir skólans og myndir af meðlimum þeirra

25 Lokaorð Formanns Formaðurinn ræðir málin og segir segir frá lífinu í ritnefndinni.

Page 4: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Hvernig á að fá bíl í skólann?

Ég persónulega hef ekki mikla reynslu af því að fá bíl í skólann þar sem ég er hreinræktaður Grundfirðingur, en ég þekki mikið af fólki sem að hefur þessa reyns-lu , þá ber sérstaklega að nefna hólmarana. Þar sem Ólsararnir kaupa sér bíla um leið og bílprófið og fyr-sta ávísunin eru komin eru allar líkur á því að það sé kominn nýr kaggi í hlaðið. Þeir sem þekkja þetta eins og t.d. góðvinur minn hann Sæþór Sumarliðason sem er með sömu reynslu í þessum málum og Steven Ger-rard er með í fótboltanum segja að aðalmálið sé að þykjast missa af rútunni með að snoozrúnka klukkuna þangað til að rútan er farinn og væla síðan í mömmu hvað það sé ógeðslega vont veður úti og að þú þurfir að mæta í tíma og rútan sé farin, Þetta er alveg hans tebolli að sleppa fyrsta og rúlla í fjörðinn fagra á kagga-num hjá mömmu um svona 10-11 leitið koma kannski við í bakaríinu í Stykkishólmi og fá sér eina kjallarabollu með skinku,osti og eggjum, kíkja síðan með genginu inn í Býli og miðla reynslu sinni með yngri kynslóðinni enda sannkallaður reynslubolti. Mín reynsla af þessum málum er einföld og ég hugsa að ég þekkji bestu laus-nina á þessu: #pabbisplæsir

Kristján Arnar ‘Fanturinn’ Kristófersson

F o r s e t a á v a r pKæru nemendurSkólaárið hefur byrjað ótrúlega vel. Mikið betur en ég þorði nokkurn tímann að vona. Þó ég hafi verið búinn að undurbúa mig í allt sumar var ég mjög stressaður fyrir mínu fyrsta verkefni sem forseti nemendafélagsins, nýnemadeginum. Ég og Karen Líf, markaðsstjóri, höfðum verið búin að skipuleggja þennan dag í nokkrar vikur. Þegar dagurinn var runninn upp fór ég að ímynda mér það versta sem gæti gerst. Myndi ég stama í ræðunni minni? Myndi enginn vilja taka þátt með okkur í dag? Hvað ef það mæta ótrúlega fáir? Raunin varð allt önnur. Rúmlega 30 stykki af snillingum mættu á nýnemadaginn og skemmtu sér konunglega. Allir lærðu nöfnin á hvorum öðrum og við fórum í ratleik umhverfis skólann. Nýji hópurinn sem kom inn í skólann er frábær! Um leið og ég kynntist nýju nemendum skólans vissi ég að þau væru ekki einungis í skólanum til þess að læra, heldur sýndu þau einnig áhuga á félagslífinu. Markmið mitt er að þið munið eftir öllu því skemmtilega sem við gerum í skólanum, að eilífu. Fyrsti dansleikur vetrarins var Busaballið og var skemmtunin haldin í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í byrjun september. Við seldum 128 miða sem var mikið meira en ég bjóst við. Hljómsveitin Allt í Einu spilaði og stóð sig með prýði. Hún bjó til rafmagnaða stemningu sem stóð yfir allan tímann. Við í nemendafélaginu héldum kaffihúsakvöld um miðjan september sem ég tel að hafi gengið ljómandi vel. Markmiðið var að fá nemendur til að brosa, slaka á og líta aðeins upp úr skólabókunum. Ég myndi segja að okkur hafi tekist ætlunarverk okkar. Skemmtunin West Side var haldin á vegum NFSN í fyrsta sinn í þrjú ár þann 8. ok-tóber síðastliðinn. Íþróttakeppnin var haldin í íþróttahúsi Snæfellsbæjar og sigraði Fjölbrau-taskóli Vesturlands á Akranesi keppnina með 21 stigi. FSN kom næst með 18 stig. Svekkjandi tap staðreynd. En við í FSN létum það ekki á okkur fá og mættum í Félagsheimilið Klif og dönsuðum á fjölmennasta dansleik í sögu FSN. 310 miðar seldust á dansleikinn og var dans-gólfið troðfullt allan tímann. Við fengum fremur óþekkta tónlistarmenn til að skemmta okkur og voru einhverjir ósáttir við það til að byrja með. Það leið ekki á löngu þar til þessir ákveðnu aðilar voru komnir fremst á dansgólfið til að fagna góðu balli! Enn og aftur sannaði NFSN að ekki þarf dýra og þekkta tónlistarmenn til að skemmta sér! Lotuprófin eru nýgengin yfir og vona ég að öllum hafi gengið vel og gangi sáttir inn í seinni lotuna. Við í nemendafélaginu getum ekki beðið eftir næstu viðburðum í félagslífinu en þar má helst nefna MORFÍs, Ísleikana, bingó, miðvikudagssprellið og að sjálfsögðu jóla-ballið! Undirbúningur er hafinn fyrir alla viðburði sem framundan eru. Spennandi tímar eru í vændum gott fólk!

Að lokum hvet ég ykkur til að halda áfram að vera dugleg að mæta á viðburði ne-mendafélagsins í vetur!

Hilmar Orri JóhannssonForseti NFSN

Page 5: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Hvernig er að vera busi í FSN?

Fyrsti dagurinn. Nýtt tímabil var að hefjast í lífi mínu og annar-ra busa. Ég labbaði inn í skólann og það fyrsta sem blas-ti við mér voru stór mössuð tröll og horaðir mjólkurstrákar. There was no in between. Eða jújú það voru alveg nokkrir sætir strákar. Fyrsta kennslustundin var runnin upp. Ég lab-baði inn í tímann og eina sem ég hugsaði var vó, vonandi lifi ég þetta af og viti menn ég dó ekki. Það er skrýtið að notast bara við tölvur, maður er svo vanur bókum og svo ömurle-gur á tölvur. Maturinn hér í FSN er æði. Konurnar eiga hrós skilið. Það er samt svo mikill matur í boði hér í FSN, kökur og læti. Þegar við busarnir útskrifumst munum við örugglega ekki komast út úr dyrunum (því við verðum búin að stækka, ekki á hæðina heldur á breiddina), við verðum bara föst hér að eilifu. Nýnema- dagurinn var frábær og það fannst fles-tum. Sumir voru heppnir og fengu nýja klippingu fyrir ballið. Þeir fengu meira að segja klippinguna fría og græddu stig fyrir liðið sitt. Sumir þurftu ekki að taka inn prótín eftir nýne-madaginn því þeir átu flugur eða hrossaflugur. Margir stukku í sjóinn og margir voru stressaðir yfir því að verða veikir fyrir ballið því enginn vildi missa af fyrsta busaballinu sínu. Busa-ballið var sjúkt, við busarnir vorum auðvitað bara vön þessum lélegu grunnskólaböllum þannig að busaballið var nátturulega æðislegt í okkar augum. Ég er spennt fyrir busaárinu og hef á tilfinningunni að þetta verði skemmtilegur vetur.

Lena Hulda busakjöt

Nýnemakynning

Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir Snapchat: krissa99Hjúskapastaða: Hvað er það? Uuu ég veit það ekkiPikköplína: Ef hægri fóturinn á þér væri jól og vinstri væri ný ár, þá myndi ég koma á milli jól og nýárs.Myndarlegasti Kennarinn: Haddi Combo: Súkkulaði og jarðaber Kuskið í naflanum þínum á litinn? Grátt

Selma Marín HjartardóttirSnapchat: selmaamarinHjúskapastaða: Bara einhleypPikköplína: Ef þú værir skór þá myndi ég fara í þig Myndarlegasti Kennarinn: Sólveig Combo: Nutella og jarðaber Kuskið í naflanum þínum á litinn? Ég fæ aldrei kusk í naflann

Page 6: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Jón Grétar ÁlfgeirssonSnapchat: joncool25 en er ekki virkur eins og er. En eins og nafnið gefur að kynna, þá heiti ég Jón og er cool og á afmæli 25.Hjúskapastaða: Er einhleypur og bý hjá foreldrum mínum ásamt 2 systrum.Pikköplína: Ef þú værir mynd þá myndi ég taka þig Myndarlegasti Kennarinn: Loftur Combo:Uppáhalds comboið mitt er… hmmmm. Þið munið örugglega ekki skilja.. Ég og Almar.. Doritos og ostasósa Kuskið í naflanum þínum á litinn? Gult

Jóhanna Kristín HjaltalínSnapchat: johannakghHjúskapastaða: ha? Hvað er það? LausuPikköplína: Ég er í rosalega flottum skóla, date meMyndarlegasti Kennarinn: Hafsteinn Combo: Labba og hafa tónlist Kuskið í naflanum þínum á litinn? Ég hef ekki hugmynd um það

Nýnemakynning

Friðfinnur KristjánssonSnapchat: finninn96Hjúskapastaða: Á lausuPikköplína: : Elskan varstu að prumpa? Nei bara því þú blow me awayMyndarlegasti Kennarinn: Haddi (full homo) Combo: bagg og bjór, kemur ekki annað til greina! Kuskið í naflanum þínum á litinn? hvaða kusk?

Ísak Atli HilmarssonSnapchat: isakatlihHjúskapastaða: Einhleypur Pikköplína: Var það vont?Myndarlegasti Kennarinn: Jakob Combo: Hnetusmjör og banani Kuskið í naflanum þínum á litinn? Grænt

Page 7: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Birkir Snær BarkarsonSnapchat: barkason5Hjúskapastaða: uuuuu… Ég er alveg vel heimskur gæjiPikköplína: Ég er yfir meðalstærðMyndarlegasti Kennarinn: Jakob Combo: Kók og prins Kuskið í naflanum þínum á litinn? Grátt, kemur ekki annað til greina

Karítas Bríet ÓlafsdóttirSnapchat: karitasbHjúskapastaða: LausuPikköplína: Ef þú værir hestur, þá myndi ég ríða þérMyndarlegasti Kennarinn: Haddi Combo: Netflix og nammi Kuskið í naflanum þínum á litinn? Ég þríf það bara alltaf

Aníta Arnbjörg Haraldsdóttir Snapchat: anitaharalds15Hjúskapastaða: singlePikköplína: Ef hægri fóturinn þinn er jól og vinstri áramót, má ég þá koma í heimsókn á milli jóla og nýárs?;)Myndarlegasti Kennarinn: Hafsteinn ;)));)));) Combo: Netflix & Chill Kuskið í naflanum þínum á litinn? Það er ekki til staðar

Rúnar Örn GíslasonSnapchat: runki99Hjúskapastaða: LausuPikköplína: How You doin’?Myndarlegasti Kennarinn: Sólveig Combo: Lucky Charms og þættir, það er gott com-bo Kuskið í naflanum þínum á litinn? Er ekki með neitt kusk

Nýnemakynning

Page 8: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Flóttamannahornið Umræða um flóttamenn hefur gengið á öllum samskiptamiðlum eins og syna í eldi. Fólk er með misjafnar skoðanir hvað við eigum að gera við þá og eru allskonar lausnir og vandamál varðandi málefnið á borðinu.

Það hafa nokkrir nemendur flúið okkar frábæra skóla og ætlum við að taka púlsinn á þeim. Hvað þau eru að gera, af hverju þau fóru og hvernig þeim hefur verið tekið sem flóttamenn.

Vignir ‘Beik’ Ásgeirsson

Af hverju tókstu þá stóru ákvörðun að fara frá okkur? Ég frétti það að Fanturinn væri að koma í skólann og ákvað að vera heima frekar.

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað Viktoría Líf flóttamaður er að gera í dag? Hún er örugglega að chill og sjúga tilla.

Hverju saknar þú úr FSN? FinnbogaHefur þú skoðun á umræðu um flóttamenn á Íslandi? Þeir mega koma mín vegna

Hvað ert þú að gera í dag? Ég er að vinna #workhardplayhardHvernig hefur þér verið tekið sem flóttamaður á öðrum vígstöðum? Ég er svo skemmtilegur og duglegur þannig mér er tekið mjög vel

Hefur þú hugsað þér að koma aftur til okkar? Það hefur komið upp í hugann ég verð að játa það, en því miður verð ur ekkert úr því

Viktoría Líf Ingibergsdóttir

Af hverju tókstu þá stóru ákvörðun að fara frá okkur? Af því Vínbúðin er með betri opnunartíma í Reykjavík.

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað Viggi Beik flóttamaður er að gera í dag? Jáááá, hann er bara alltaf að gera það sama. Vinna í unglingavin-nunni og búa heima hjá mömmu þótt hann sé orðinn 21 árs gamall.

Hverju saknar þú úr FSN? Allra sætu strákana og Agnesar Eik og up-páhalds frænda míns Kristjáns Arnars.

Hefur þú skoðun á umræðu um flóttamenn á Íslandi? Já, mér langar að hjálpa fólkinu en ég nenni ekki að fá þetta lið inn í landið

Hvað ert þú að gera í dag? Ég er að djamma obviously, eina sem ég geri er að djamma, borða dominos og reyna læra smá.

Hvernig hefur þér verið tekið sem flóttamaður á öðrum vígstöðum? Mér hefur verið tekið bara vel, er að reyna falla inn í hópinn í FB

Hefur þú hugsað þér að koma aftur til okkar? Ég held ég komi aldrei aftur, en ég hugsa samt á hverjum degi hvað lífið væri yndislegt ef ég væri í FSN.

Page 9: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Flóttamannahornið Gunnar Bjarki Baldvinsson Af hverju tókstu þá stóru ákvörðun að fara frá okkur? Hugur minn var ekki til staðar í skólanum.

Hverju saknar þú úr FSN? Vera með vinum.

Hefur þú skoðun á umræðu um flóttamenn á Íslandi? Mér finnst að það ætti að hleypa þeim inn, samt í skornum skammti.

Hvað ert þú að gera í dag? Ég er leiðsögumaður í Vatnshelli.

Hvernig hefur þér verið tekið sem flóttamaður á öðrum vígstöðum? Bara vel, fólk sýnir mér skilning í blíðu og stríðu.

Hefur þú hugsað þér að koma aftur til okkar? Ekki eins og er, það er bara svoleiðis!

Birna Björk Benediktsdóttir

Af hverju tókstu þá stóru ákvörðun að fara frá okkur? Umm...úff. Ég er eignlega stúdent og vildi prófa eitthvað nýtt. Tölvuskóli hen-taði mér ekki þannig ég fór á vit ævintýrana.

Hverju saknar þú úr FSN? Félagslífið og mötuneytið.

Hefur þú skoðun á umræðu um flóttamenn á Íslandi? Ég er lítið að velta mér uppúr þessu.

Hvað ert þú að gera í dag? Ég er í FB og er heiðarlegur starfsmaður Olís. Ég gef öllum afslátt sem koma til mín!

Hvernig hefur þér verið tekið sem flóttamaður á öðrum vígstöðum? Mjög vel held ég, eða ég vona það!

Hefur þú hugsað þér að koma aftur til okkar? Jámm, ég held að ég komi á endanum.

Page 10: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Bílar og Ólafsvík

Sæl öll, Nökkvi Freyr heiti ég Smárason og ætla að skrifa einn stuttan pistil, eða jafnvel í lengri kantinum. Ég hef ekki hugmynd um hversu langur hann á að vera, en ég læt bara vaða!

Við hér í ritnefndinni erum mikið fyrir kombó. Hvað í fjandanum er samt kombó? Orðið kombó er svokallað slangur sem við höfum stolið úr ensku eins og oft áður. Kombó eða combo á ensku er stytting af orðinu combi-nation sem er einhverskonar blanda, slæm eða góð. Í þessari grein ælta ég að einblína á mis góðar blöndur.

Til dæmis þá er uppáhalds kombó-ið mitt að kúra uppi í sófa um helgar undir sæng og horfa á enska boltann allan daginn. Hvað þá ef ég er illa fyrirkallaður. Finnur ekki betru afslöppunardag!

Förum aðeins yfir ritnefndina og rýnum í þeirra helstu kombó.

Hvað skyldi vera uppáhalds kombó-ið hjá formanni ritnefndar henni Margréti Olsen? Hún sagði í viðtali við Naflakusk fyrr í dag að uppáhalds kombó-ið hennar væri Cocoa Puffs og Cheerios.

Sæþórs kombó er Maltesers og Football Manager – En Chicago Town pizzurnar og hrísgrjón með karrí komu sterkt á eftir.

Það vita nú allir að uppáhalds kombó-ið hans Krissa Fants er RúBen og Finni Nilla. – Ef það er eitthvað sem Kris-si elskar þá er það að sitja á RúBen með einn skítkalt mjólkurglas og deila reynslusögum af sjónum og jafnvel nokkrumh hetjusögum í dömubransanum með Finna Nilla.

Kombó-ið hennar Lenu er í skrítnari kantinum en það er poppkorn og te. Úff, þið hefðuð átt að sjá svipinn á Sæþóri þegar hún lét þetta kombó út úr sér. Það er alveg á tæru að þetta er kombó sem ég mun steint prófa.

Kombó-ið hans Jóhanns Kristófers er ristað brauð með banana, tahini (hvaðerþað?!?!) og nýmjólk. – Glatað, gjörsamlega glatað!!

Kombó-ið hans Marteins er Netflix og gott tjill. – Það er algjörlega skothelt kombó það að segja ef netið fer ekki að stríða manni.

Það eru mikið af athyglisverðum kombó-um hér á Íslandi til dæmis eins og kirkjur og sundlaugar. Hvað er eigin-lega málið með það? Það er kirkja og sundlaug í nánast hverju einasta þorpi hérlendis. En ekkert slæmt við það.

Við höfum mikið verið að ræða um kombó á síðustu fundum, hver eru hin helstu kombó á Snæfellsnesi. Þá aðallega bíla og Ólafsvík.

Við vitum ekki af hverju, en af einhverri ástæðu eiga allir krakkar úr Ólafsvík bíl, jafnvel þótt þeir séu nýskriðnir út úr félagsheimilinu Klifi úr prófinu stóra. Eru allir kvótakóngar í brekkubænum? Ólsararnir góðu vilja nú meina að það sé svokallað ,,möst” að eiga bíl í Ólafsvík. Það er ekkert leiðinlegra að labba upp þessar h*lvítis brekkur sagði Gestheiður enda hefur hún falið sig í Grundarfirði síðustu misseri.

Ólafsvík hefur gert garðinn frægan með rúntmenningu sinni en þar er rúnturinn einn sá allra leiðinle-gasti sem þú finnur hér á Snæfellsnesi. Þetta er bara mín skoðun og að sjálfsögðu má deila um hana, sorrý but not sorrý en það er skemmtilegra að rúnta á Arnarstapa.

Rúntreglur Ólafsvíkur:

Samþykktar á rúntþingi miðvikudaginn 12.september 1972

* Rétt tiplaðu á bensíngjöfina, aldrei fara yfir 10 km/klst

* Rúnta frá bryggjunni og snúa við á planinu hjá N1. – Endurtaka.

Ég veit ekki um ykkur, en þessar reglur hafa ekki heillað mig ennþá, ég er ennþá bara lirfa sem á eftir að breytast í stórt og fallegt fiðrildi. Hver veit, nema ég muni jafnvel elska þennan rúnt einhvern tímann.

Ég spurði nokkra Ólsara af hverju það ættu allir bíl. Hér eru nokkur svör:

* ,,Pabbi er sjómaður og hann hefur alltaf gefið öllum börnunum sínum bíl.”

* ,, ÞAÐ EIGA EKKERT ALLIR BÍL Í ÓLAFSVÍK.”

* ,,Ég á heima efst í brekkunni og væri ómögulegt að labba heim eftir hvern einasta skóladag.”

* ,,Pabbi átti kvóta og seldi hann og gaf mér bíl.”

* ,, Við erum svo dugleg að vinna, annað en Hólmararnir og Grundararnir”

* ,,Vinnan mín, ræktin og vinkonur mínar eru í Ólafsvík og þarf ég að komast á milli.”

* ,,Pabbi á útgerð og græðir mönns af monní”

* ,,Hefuru ekki heyrt um smálán Nökkvi”

Þetta er mjög skemmtilegt kombó þarna í Ólafsvík og dauðöfunda ég krakkana að eiga bíl. Ég á sjálfur ekki bíl og er ekki að fara fjárfesta í slíkum á næstunni. Það er erfitt að búa í menningunni í Stykkishól-mi enda er fasteignarverðið mjög hátt, þar kostar fermeterinn 199.188 þúsund krónur í samanburð við 107 þúsund krónur í Ólafsvík. Þar liggur kannski sannleikurinn í þessu máli, hver veit? Að minnsta kosi ekki ég.

Þetta kombó hefur lifað í Ólafsvík í mörg ársé ég ekki að á því verði breyting. Það væri skemmtilegt að rannsaka þetta nánar en það er löngu kominn tími til hjá mér að fara að einbeita mér að náminu. Já ég er í dönsku og stærðfræði með busunum(þið megið hlægja). KOMMON NÖKKVI!

Ég vil endilega hvetja alla krakka hérna á nesinu að fara að rúnta meira og prófa t.d. rúntinn í öðrum bæjum. Ég er ennþá að bíða eftir tilboði frá Ólsara sem vill kenna mér þeirra sérstaka rúnt. Þegar tilboðið kemur mun ég stökkva á það eins og Tóti Trébali stekkur í bláu skyrtuna fyrir skrallið.

Lengi lifi Ólafsvík og bílamenning þeirra.

Nökkvi Freyr Smárason

Page 11: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

Hvernig á að halda gott fyrirpartý?

Það hafa allir gaman af fyrirpartýum, sérstaklega Krissi Fantur, enda er hann einn sá dugle-gasti í þeim bransa. Þegar pabbi hans er ekki að splæsa á hann Benz, þá er gleðskapur hjá honum Krissa.

Lykilatriði þegar halda á jafn góða glaðninga eins og Fanturinn gerir er að henda mömmu og pabba út, það er númer 1,2 og 3. Ef það gengur ekki upp, þá heldurðu bara áfram að tuða, býður þeim flotta „díla“, eins og að ryksuga húsið, taka til, skúra eða bara eitthvað sem þér dettur í hug. Þegar þú ert búinn að redda þessu, er komið að því að auglýsa viðburðinn. Þú ræður hvort þú setur „event“ á Facebook eða hengir upp auglýsingar vítt og breitt um bæinn. Að sjálfsögðu verðurðu að bjóða helstu djammdívum Snæfellsness, og vinkonum þeirra.

Eftir að þú ert kominn með tölu á hversu margir mæta, ef þú vilt vera gjafmildur, skottastu í mjólkurbúðina, nema ef þú ert ekki kominn með aldur, þá reynir þú að ,,finna“ einhvern gamlan til að redda þér.

Rétt áður en partýið byrjar, þá er mjög sterkur leikur að fela ýmsa hluti, eins og rándýra vasa, vískíflöskuna hans pabba og Benzinn þinn.

Þegar fyrsta fólkið mætir, þá er ágætt að byrja á að heilsa því og bjóða því upp á veitingar, það klikkar aldrei. Frítt söngvatn = Hamingja.

Það nennir enginn að spila flöskustút, það er „so 2000 and never“. Í fyrirpartýum er gjarnan hent í smá póker, súmí súmí eða einhverja skemmtilega drykkjuleiki. Það er algjört lykilatriði að vera með góða tónlist. Hebbi Guðmunds klikkar seint.

Heyrst hefur að stelpur séu dálítið heitar fyrir að fara í „Ég hef aldrei...”, enda hafa þær marga fjöruna sopið í gegnum ævina.

Síðan þegar styttist í ball og allir orðnir vel hressir, ekki vera algjör rækja og ,,sofna“ eins og of margir hafa gert í gegnum tíðina - Það er ekki vel séð.

Þegar ballið er búið, þá er er flott að bjóða nánustu í smá „pottachill“, þú veist að það mun eitthvað gerast þá, enda allir örugglega vel gíraðir og þá fer móðustigið upp á næsta stig, þá er ekki aftur snúið.

Ef þú vilt stjana við alla, eru grillaðar samlokur og ísköld mjólk eða jafnvel svali það sem telur. Það er alltaf vinsælt að fá sér eina grillaða samloku eftir djamm.

Mundu bara eftir að vera búin/n að taka til í húsinu, þurrka af öllu, skúra og gera hreint og fínt eins og það hafi aldrei verið veisla áður en að foreldrarnir koma heim. Annars ertu DEAD.

S p o n s o r s

Page 12: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

1 Í grænmetissúpur má nota grænmetisafganga sem og grænmeti sem farið er að slappast,

2 súpurnar má frysta og má því útbúa heilan helling í einu ef maður á pláss í frystinum,

3 út í súpuna má bæta t.d. byggi, hýðishrísgrjónum, pasta, quinoa o.fl. til að drýgja hana,

4 með góðu brauði getur súpa verið hin fínasta veisla,

5 út í súpu má bæta sojakjöti eða kjötafgöngum (ef þið borðið kjöt) og þannig drýgja kjöt sem verður afgangs,

6 ef þið eruð með bragðsterka súpu má þykkja hana með maísmjöli og gera þannig fína pastasósu.

Eins og þið vitið er ég í toppformi og er mataræðið 90% sem skitpir máli.Hér er góð uppskrift af súpu sem ég elska!

Matreiðsluhorn Hadda

Grænmetissúpur eru ekki bara sniðugar fyrir blanka námsmenn því þær eru sniðugar fyrir öll heimili, hvort sem það eru 2 eða 20 manns í heimili. Grænme-tissúpur eru líka sniðug leið til að koma grænmeti ofan í börn sem oft eru ekki hrifin af áferð grænmetis áður en það er maukað.

Gjörið svo vel krakkar mínir og farið að mæta í verkefnatíma.

Page 13: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

N e f n d i r s k ó l a n s

Íþróttanefnd A ð a l n e f n d

Skemmtinefnd Ritnefnd

Málfundarnefnd Árshátíðarnefnd

FORSETINN

Page 14: Naflakusk 1, PDF Interactive Mamma

L o k a o r ð f o r m a n n sKæru samnemendur, Margrét Olsen heiti ég og er formaður ritnefndar NFSN þetta árið.

Fyrir þá sem ekki þekkja mig kem ég frá Hellissandi en þrátt fyrir allar grein-arnar hjá strákunum þá vil ég bara segja að ég elska Ólafsvík og Hellissand. Ég skil ekki hvaðan öll þessi skot um það að allir eiga bíla og að við séum alltaf að rúnta, ég meina hvað er það??? Við erum bara svo sjálfstæð og fullorðin annað en Hólmararnir. Sorry memmig en Hólmurinn heillar bara alls ekki alla.

Ég er fædd árið 1997 þannig tæknilega séð er ég á þriðja árinu mínu í FSN. Þar sem ég fór í burtu í eitt ár þá er ég bara búin með eitt skólaár. Þetta ár sem ég fór í burtu bjó ég í Barcelona og ég held í alvöru að það sé engin betri staður í heiminum.

Það búast ábyggilega allir við því að ég sé að fara að sitja hér og skrifa um hversu æðislegt það var í ritnefndinni og að allir ættu að prófa þetta er blablabla.. Það er ekki alveg þannig. Það er í alvöru enginn dans rósum að reyna að fá þessa jólasveina til að skrifa um eitthvað annað en þeirra einkahúmor eða eitthvað algjörlega óviðeigandi. Þetta er samt sem áður búið að vera ótrúlega gaman (stundum), en er alls ekki fyrir alla. Lena var klárlega uppáhalds manneskjan mín í nefndinni! En samt, þó svo að heilu fundirnir fóru oft bara í það að strákarnir voru að bögga mig þá er bara svo skemmti-legt að fá að taka þátt í einhverju í skólanum sem er ekki lærdómur.

Þau mega samt alveg eiga það að þeir skrifuðu frábæra pistla (þrátt fyrir allt dissið á Ólafsvík), fyrir utan Kristó. Hann var meira bara svona andlegur stuðningur í þessu öllu saman.

Fyrir hönd blaðsins vil ég bara biðjast afsökunar á því hversu seint blaðið kom út. Þetta gekk eitthvað hægt fyrst en ég er mjög sátt með útkomuna og vona að þið séuð það líka.

Þangað til næst..