neyðarkallinn 2010

4
Neyðarkall björgunarsveitanna 2010 Almennar upplýsingar um sölu Neyðarkallsins, yfirlit yfir sölustaði og annað sem snertir þessa fjáröflun.

Upload: olafur-jonsson

Post on 18-Mar-2016

225 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Upplýsingar um HSSR og sölu á Neyðarkallinum 2010.

TRANSCRIPT

Page 1: Neyðarkallinn 2010

Neyðarkall björgunarsveitanna 2010Almennar upplýsingar um söluNeyðarkallsins, yfirlit yfir sölustaðiog annað sem snertir þessa fjáröflun.

Page 2: Neyðarkallinn 2010

Hjálparsveit skáta í Reykjavík

2

Kynning á starfsemi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík

Hjálparsveit skáta í Reykjavík, oftast nefnd HSSR, var stofnuð 1932. Markmið hennar er að vinna að björgun fólks og veita hvers konar aðstoð í neyðartilvikum þar sem þekking félaga og tæki sveitarinnar geta komið að notum. Sveitin gegnir einnig hlutverki í skipulagi almannavarna. Hjálparsveit skáta í Reykjavík á aðild að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Í hjálparsveitinni eru 144 fullgildir félagar. Innan hennar starfa nokkrir sérhæfðir hópar auk almennra flokka. Í eigu sveitarinnar eru m.a. fjalla- og fólksflutningabílar, vélsleðar, snjóbíll og vörubifreið og starfar hún í eigin húsnæði að Malarhöfða 6. Sveitin er að lang mestu rekin fyrir sjálfsaflafé og er sala Neyðarkallsins því henni afar mikilvægur.

Eitt af einkennum síðasta starfsárs, líkt og ársins þar á undan, var mikill fjöldi útkalla, en þau voru 35 að tölu. Margt er áhugavert við þessi útköll. Sérhæfð útköll eru nú mun fleiri en áður, til dæmis var mikil fjölgun í útköllum hjá undanförum með þyrlu Landhelgisgæslunnar og í almenna fjallabjörgun. Þá sinntu félagar gæslu við eldgos á Fimmvörðuhálsi og tóku þátt í öskuhreinsun undir Eyjafjöllum í kjölfar goss í Eyjafjallajökli.

Í janúar á þessu ári var búðahópur HSSR, sem hluti af alþjóðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, kallaður til Haiti vegna jarð-skjálfta í höfuðborginni. Það var ein af lengri aðgerðum HSSR og sýndi sig þar hve mikilvægt er að hafa vel þjálfað fólk með getu til að takast á við krefjandi verkefni.

Það er því vel við hæfi að að Neyðarkallinn í ár er liðsmaður Alþjóða-sveitarinnar sem stóð sig svo vel í erfiðum kringumstæðum á Haiti. Alþjóðasveitin okkar Íslendinga var einna fyrst á staðinn og lék búðahópur HSSR lykilhlutverk í að skapa björgunarsveitum frá öðrum löndum gott starfsumhverfi á meðan rústabjörgunarmenn ÍA fóru um borgina Port-au-Prince og nærsveitir þar sem þeir t.d. björguðu þremur ein staklingum úr rústum fallinnar byggingar.

Um HSSRFjöldi björgunarmanna: 144Fjöldi útkalla á síðasta ári: 35Útköll á mánuði: 3

Page 3: Neyðarkallinn 2010

3Neyðarkall björgunarsveitinna 2010

Sölustaðir

Félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík munu selja Neyðarkallinn dagana 4.-6. nóvember á eftirtöldum stöðum:

Húsgagnahöllin, Bíldshöfða Hagkaup, Spönginni Bónus, Spönginni Nettó, Hverafold Bónus, Hraunbæ Krónan, Árbæ 10-11, Langarima Rúmfatalagerinn, Korput. (fim., lau.) Ilva, Korputorgi (fim., lau.) Bónus, Korputorgi (fim., lau.) Bónus, Korputorgi Verslun N1, Bíldshöfða Heiðrún (fim.)

Við hvetjum alla til þess að kaupa Neyðarkallinn og styrkja þannig sjálfboðastarf björgunar-manna Hjálparsveitar skáta í Reykjavík sem standa vaktina alla daga, allt árið um kring.

Page 4: Neyðarkallinn 2010

CMYKPantone 287

Malarhöfði 6 | 110 Reykjaví[email protected] | hssr.is