oscar uppskriftabæklingur

8

Upload: innnes

Post on 19-Mar-2016

216 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Innnes 2013

TRANSCRIPT

Súpa með sveppum og ætiþistlum

Fyrir 10:

200 g ætiþistlar250 g sveppir5 dl léttmjólk1,8 ltr vatn120 g OSCAR Sveppasúpa, paste½ stk sítróna, safinn úr hálfri sítrónu

200 g steikt beikon í bitum200 g steiktir sveppir

aðFerð:

Ætiþistlar og sveppir eru skornir niður ogeldaðir í vatninu og mjólkinni. Þegar ætiþislarnir og sveppirnir eru farnir að eldast þá er sveppa-súpupaste-inu bætt út í. Súpan á að sjóða í 4 mínútur og smakkast til með sítrónusafanum. Til að laga þykkt súpunnar er hægt að nota Oscar kjúklingakraft eða vatn.

Súpan er borin fram með stökku beikoni og sveppum.

2

Fyrir 10:

30 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi 0,5 dl Filippo Berio ólífuolía½ stk sítróna, safinn úr 1/2 sítrónu

30 g þurrkaðir sveppir4 dl rjómi40 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi 500 g ravioli með ostafyllingu200 g spínat

Ravioli með sveppum og spínati

aðFerð:

Fljótandi sveppakraftur (30 ml) blandast með ólífuolíunni og sítrónusafanum svo úr verður sveppaolía.

Látið þurrkuðu sveppina liggja í bleyti í klukkutíma. Rjóminn er soðinn niður með sveppunum (eftir að þeir hafa legið í bleyti) ásamt 40 ml af fljótandi sveppakraftinum. Ravioli er soðið ,,al dente” í léttsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og klárið suðuna í svepparjómanum.

Ravioli og spínatinu er blandað saman, svo skal dreypa sveppaolíunni (sem var gerð fyrst) yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

3

Kartöflurösti með beikoni og sveppum

Fyrir 10:

1 kg bökunarkartöflur200 g beikon1 dl rjómi2 stk egg50 ml OSCAR Sveppakraftur, fljótandi, óblandaður1 tsk Tímían (Garðablóðberg)

aðFerð:

Kartöflurnar eru skornar í mjög þunna strimla. Beikonið er skorið í litla teninga og steikt þar til það verður stökkt. Rjóma, eggjum og fljótandi sveppakrafti er hrært saman og kartöflum og beikoni er bætt út í. Síðan er þetta allt sett á bökunarplötu með bökunarpappír, flatt út og bakað í ofni í ca 30 mínútur við 200º eða þar til er kartöflumassinn er orðinn gullinn að lit.

Kartöflurösti má rúlla upp og hægt er að setja mismunandi fyllingar inn í. Einnig getur verið gaman að bera kartöflurösti fram skorið í sneiðar, steikt á pönnu eða hitað í ofni.

4

Baka með nautahakki & sveppum

Fyrir 10:

500 g frosið sveppamix1 kg nautahakk4 dl rjómi40 g þurrkaðir sveppir, sem þarf að

bleyta upp

40 g OSCAR Basissúpa, duft 100 g brauðteningar2 stk egg30 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi 600 g smjördeig1 stk egg

aðFerð:

Sveppirnir eru skornir í stóra bita og steiktir á pönnu með nautahakkinu í lítilli olíu.Rjóminn er látinn koma að suðu og þurrkuðu sveppunum sem búið er að bleyta upp í er bætt út í ásamt Oscar basis súpudufti. Kjötið er sett út í sósuna og látið sjóða í ca 5 mínútur. Kjötið er látið standa þar til það hefur kólnað en þá er bætt út í eggjum og brauðteningum og öllu hrært saman. Réttinn má krydda frekar með Oscar fljótandi sveppakrafti.

Útrúllað smjördeig er sett í bökunarform og geymið 1/3 af deiginu í lok á bökunni. Kjötið er sett ofan á smjördeigið. Restin af smjördeiginu er sett yfir sem lok. Því næst er bakan pensluð með eggi og bökuð í ofni við 200° í ca 30 mínútur.

5

Svínakótilettur með kanilrjómasósu og möndlukartöflum

Fyrir 10:

10 stk beinlausar svínakótilettur (hver ca 120g)

2 dl Wesson olía3 msk Durkee Italian Seasoning krydd3 msk Durkee Garlic Pepper

150 g hakkaður laukur1 stk Durkee kanilstöng0,5 dl hvítt balsamikedik 1 ltr vatn 45 ml OSCAR Villibráðakraftur fljótandi, óblandaður140 g OSCAR Sveppasúpupaste2 dl rjómi

1200 g kartöflur50 g möndlur án hýðis25 g Oscar Villibráðakraftur, duft

aðFerð:

Kótiletturnar eru brúnaðar á pönnu og settar í eldfast mót. Þær eru penslaðar með Durkee kryddi og hvítlaukspipar sem hefur verið blandað í olíu. Eldfasta mótið er sett inn í ofn og kótiletturnar steiktar í ofni þar til þær eru tilbúnar.

Laukurinn er steiktur á pönnu, bætið balsamkediki út í og er blandan látin sjóða. Þegar blandan hefur náð suðu er vatni, kanil, fljótandi villibráðakrafti og sveppasúpupaste bætt út í. Hrærið þar til suðu er náð og bætið að lokum rjóma út í. Bakið kartöflurnar í ofni þar til þær eru tilbúnar. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, eru möndlurnar muldar og blandað við villibráðakraft. Möndlublöndunni er dreift yfir kartöflurnar áður en rétturinn er borinn fram.

6

Kjúklingur með grænkáli og kartöflum

Fyrir 10:

1 stk grænkál8 stk bökunarkartöflur20 stk Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri4 stk Lay lárviðarlauf40 ml OSCAR Villibráðakraftur fljótandi40 g OSCAR Kjúklingakraftur, paste salt og pipar2 ltr vatn

100 g rasp2 tsk einiber30 g Falksalt

aðFerð:

Grænkál og kartöflur er skorið í 2 cm þykkar sneiðar og helmingurinn af því er látinn í eldfast mót. Kjúklingalærin eru sett ásamt lárviðarlaufum ofan í eldfasta mótið. Það sem eftir er af grænkálinu og kartöflubitunum er bætt út í ásamt vatni.

Rétturinn er látinn steikjast í eldfasta mótinu í ofni við 180°C í ca 50 mínútur eða þar til kjúklingalærin eru tilbúin.

Í lokin er hitastigið hækkað í 220°C. Raspi, salti og einiberjum er blandað saman og því dreift yfir réttinn og bakað í 10 mínútur, þá er rétturinn tilbúinn.

7

Innnes ehf | Fossaleyni 21 | 112 ReykjavíkSími: 530 4000 | Söludeild: 530 4020Fax: 530 4050 | www.innnes.is [email protected]