panama, kosta ríka og nígaragúa · panama, kosta ríka og nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016...

6
Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið- Ameríku leiðir okkur inn í undraveröld hitabeltisskóganna með sínu fjölbreytilega dýra- og plöntulífi og kynnir okkur fyrir menningarheimum svæðisins þar sem takast á rótgrónar hefðir og innleiðing nútíma samfélags. Við heimsækjum Panama og sjáum eitt stærsta afrek verkfræðinnar, Panamaskurðinn, skoðum Panamaborg þar sem sjá má nútímalega skýjakljúfa og rómantískar byggingar frá 17. öld ásamt því að fá að kynnast menningu og lífsháttum indíánasamfélags. Frá Panama er haldið til Kosta Ríka, þar sem finna má dýralíf sem ber vitni um ríkulegt samfélag villtra dýra er bjuggu á svæðinu fyrr á tímum, allt frá Caiman krókódílum og sæskjaldbökum í vatninu til apa, letidýra og kólibrífugla í trjánum. Við heimsækjum kaffibúgarð og siglum um Tortuguero þjóðgarðinn þar sem við komumst í návígi við fjölskrúðuga flóru og fánu hans. Súkkulaðiunnendur eiga eftir að njóta sín á fyrrum kakóplantekru þar sem við kynnumst vinnslu kakóbaunarinnar yfir í súkkulaði og fáum að bragða á unaðslegri afurðinni. Í hitabeltisregnskóginum við Arenal eldfjallið förum við í gönguferð eftir neti stíga, brúa og hengibrúa og í Nígaragúa siglum við um Nígaragúavatn, stærsta stöðuvatn Mið- Ameríku, heimsækjum borgirnar Granada og Managua og komum við í Hvítu bæjunumþar sem við fáum spennandi innsýn í líf heimamanna og hlutverk hefðanna í daglegu lífi þeirra. Ferðalýsing 8. nóvember Flug til Amsterdam og dagur í borginni Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 07.40. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í Amsterdam kl. 11.40 (+1 klst). Gist verður í Amsterdam eina nótt áður en ferðast verður áfram til Panamaborgar. 9. nóvember Amsterdam Panamaborg Flogið frá Amsterdam til Panamaborgar, áætluð brottför kl. 11.20. Flugtími er 11 klst. og 15 mínútur og lent verður í Panamaborg kl. 16.35 (-5 klst) að staðartíma. Við ökum í gegnum borgina á hótelið þar sem gist verður næstu 3 nætur. 10. nóvember Panamaborg skoðunarferð - Panamaskurðurinn ( M ) Í dag verður farið í skoðunarferð um Panamaborg eða Ciudad de Panamá eins og hún heitir á spænsku. Hún er höfuðborg Panama og jafnframt stærsta borg landsins. Hér búa um 1,5 milljón manna í blöndu af tilkomumiklum skýjakljúfum og byggingum í nýlendustíl frá 17.

Upload: others

Post on 12-Jul-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa

8. – 22. nóvember 2016

Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson

Þessi stórkostlega ferð um Mið-

Ameríku leiðir okkur inn í

undraveröld hitabeltisskóganna

með sínu fjölbreytilega dýra- og

plöntulífi og kynnir okkur fyrir

menningarheimum svæðisins þar

sem takast á rótgrónar hefðir og

innleiðing nútíma samfélags. Við

heimsækjum Panama og sjáum eitt

stærsta afrek verkfræðinnar,

Panamaskurðinn, skoðum

Panamaborg þar sem sjá má

nútímalega skýjakljúfa og

rómantískar byggingar frá 17. öld

ásamt því að fá að kynnast

menningu og lífsháttum indíánasamfélags. Frá Panama er haldið til Kosta Ríka, þar sem

finna má dýralíf sem ber vitni um ríkulegt samfélag villtra dýra er bjuggu á svæðinu fyrr á

tímum, allt frá Caiman krókódílum og sæskjaldbökum í vatninu til apa, letidýra og

kólibrífugla í trjánum. Við heimsækjum kaffibúgarð og siglum um Tortuguero

þjóðgarðinn þar sem við komumst í návígi við fjölskrúðuga flóru og fánu hans.

Súkkulaðiunnendur eiga eftir að njóta sín á fyrrum kakóplantekru þar sem við kynnumst

vinnslu kakóbaunarinnar yfir í súkkulaði og fáum að bragða á unaðslegri afurðinni. Í

hitabeltisregnskóginum við Arenal eldfjallið förum við í gönguferð eftir neti stíga, brúa

og hengibrúa og í Nígaragúa siglum við um Nígaragúavatn, stærsta stöðuvatn Mið-

Ameríku, heimsækjum borgirnar Granada og Managua og komum við í „Hvítu bæjunum“

þar sem við fáum spennandi innsýn í líf heimamanna og hlutverk hefðanna í daglegu lífi

þeirra.

Ferðalýsing

8. nóvember Flug til Amsterdam og dagur í borginni

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 07.40. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir

brottför. Lending í Amsterdam kl. 11.40 (+1 klst). Gist verður í Amsterdam eina nótt áður

en ferðast verður áfram til Panamaborgar.

9. nóvember Amsterdam – Panamaborg

Flogið frá Amsterdam til Panamaborgar, áætluð

brottför kl. 11.20. Flugtími er 11 klst. og 15

mínútur og lent verður í Panamaborg kl. 16.35 (-5

klst) að staðartíma. Við ökum í gegnum borgina á

hótelið þar sem gist verður næstu 3 nætur.

10. nóvember Panamaborg – skoðunarferð - Panamaskurðurinn ( M )

Í dag verður farið í skoðunarferð um Panamaborg eða Ciudad de Panamá eins og hún heitir

á spænsku. Hún er höfuðborg Panama og jafnframt stærsta borg landsins. Hér búa um 1,5

milljón manna í blöndu af tilkomumiklum skýjakljúfum og byggingum í nýlendustíl frá 17.

Page 2: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

öld. Við hefjum daginn samt sem áður á að fara nokkra kílómetra út fyrir borgina þar sem

rústir hinnar upprunalegu Panamaborgar er að finna. Velski sjóræninginn Henry Morgan

og fylgismenn hans herjuðu á borgina árið 1671,

rændu hana og brenndu niður. Í stað þess að

endurbyggja borgina á sama stað var ákveðið að

byggja hana upp nokkrum kílómetrum vestar, þar

sem núverandi Panamaborg er staðsett. Við ökum

til baka til núverandi borgar og höldum

bæjarferðinni áfram fótgangandi um gamla

borgarhlutann þar sem finna má hús byggð í

spænskum nýlendustíl, en borgarhlutinn er á

heimsminjaskrá UNESCO. Í vesturjaðri

Panamaborgar liggur Panamaskurðurinn og ökum við að gestastofunni við

Mirafloresflóðgáttina. Þar er skipum sem sigla til eða frá Balboahöfninni á

Kyrrahafshliðinni, annað hvort lyft upp eða látin síga niður um átta metra til að komast

sína leið. Hér fáum við kynningu á hvernig stórfenglegur skipaskurðurinn virkar og fáum

að sjá með eigin augum þegar skipin sigla um hann.

11. nóvember Panama - heimsókn í indíánasamfélag ( M / H )

Í dag ökum við til norðurs frá Panamaborg, í áttina

að Chagres þjóðgarðinum þar sem við munum

heimsækja eitt indíánasamfélaga svæðisins. Eftir

akstur í rútunni munu innfæddir sjá um að flytja

okkur síðasta hluta leiðarinnar til þorps þeirra, á

bátum eftir ánni. Á meðan á heimsókninni stendur

munum við fá góða kynningu á menningu þeirra

og lífsháttum. Við fáum innsýn í hvernig þeir ná

að fóta sig í nútímasamfélagi samhliða því að

halda fast í venjur forfeðra sinna. Áður en við

höldum til baka til Panamaborgar, gæðum við

okkur á hádegisverði sem heimamenn hafa matreitt fyrir okkur.

12. nóvember Flug til San José – kaffibúgarður ( M / H )

Við fljúgum frá Panama til San José, höfuðborgar

Kosta Ríka. Frá flugvellinum höldum við beint að

kaffibúgarði þar sem við snæðum hádegisverð.

Kaffi er elsta landbúnaðarafurð landsins og hefur

verið flutt út allt frá lokum 18. aldar. Yfirvöld í

Kosta Ríka ýttu undir kaffiframleiðslu í landinu á

þriðja áratug 19. aldar með því að dreifa

kaffiplöntum til þeirra fjölskyldna sem höfðu

áhuga á að rækta kaffi og bjóða þeim skattfrelsi.

Með þessum aðgerðum urðu til hópar

smáframleiðenda sem hafa náð að tryggja tekjur sínar í gegnum árin, þrátt fyrir aukna

samkeppni frá stærri framleiðendum. Kaffi frá Kosta Ríka er þekkt fyrir mikil gæði og er

mikilvægasta útflutningsvara landsins. Við skoðum okkur um á fjölskyldureknum búgarði

þar sem kaffi er ræktað á hefðbundinn máta. Gist eina nótt á hóteli í San José.

13. nóvember San José – Tortuguero ( M / H / K )

Snemma morguns leggjum við af stað frá hótelinu

og liggur leið okkar til norðausturs í að karabísku

ströndinni. Á leiðinni ökum við í gegnum Braulio

Carrillo þjóðgarðinn, en 90% af skóginum í

þjóðgarðinum er frumskógur, þ.e. náttúrulegur

skógur, allt frá hitabelti láglendisins til skýjaskóga

hálendisins. Talið er að hér finnist meira en 6.000

tegundir plantna, meðal annars trjáburknar, pálmar

og litrík blóm. Eftir morgunverð í litla bænum

Page 3: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

Guápiles verður ekið til hafnarinnar La Pavona sem stendur við fljótið, en þaðan höldum

við för okkar áfram með bát. Okkar bíður dásamleg sigling í gegnum skóginn þar til við

náum náttstað þar sem við munum gista næstu tvær nætur. Síðdegis heimsækjum við

fræðslusetur í bænum Tortuguero þar sem við heyrum um starfið sem þar er unnið til að

stuðla að verndun grænu skjaldbökurnar.

14. nóvember Sigling í Tortuguero þjóðgarðinum – frjáls tími ( M / H / K )

Daginn hefjum við á að kynnast betur stórfenglegri

náttúrunni sem myndar Tortuguero þjóðgarðinn.

Þjóðgarðurinn byrjaði sem staðbundin friðun á

ströndinni þar sem grænu skjaldbökurnar verpa

eggjum sínum, en nú nær hann yfir 51.870 hektara

og er með stærstu hitabeltisregnskógum í Mið-

Ameríku. Við byrjum á að stíga um borð í minni

bát sem flytur okkur eftir síkjunum sem liggja um

skóginn. Þar komumst við í návígi við dýr og fugla

sem búa á svæðinu. Hér er að finna fjölskrúðug

fuglalíf, meðal annars átta páfagaukategundir og ef

við erum heppin sjáum við dýr eins og apa, otra, krókódíla, eðlur og froska leynast í

skóginum. Síðdegis gefst frjáls tími þar sem hægt verður að slaka á við sundlaugina eða

fara í gönguferð í nágrenninu á eigin vegum.

15. nóvember Tirimbina regnskógamiðstöðin – súkkulaðiferð ( M / H ) Eftir morgunverð siglum við til baka til La Pavona. Við borðum hádegisverð í Guapiles og

höldum þaðan áfram til Tirimbina regnskógamiðstöðvarinnar sem nær yfir stóran hluta af

friðuðum regnskógi. Í regnskógamiðstöðinni fer

fram fjöldi rannsókna á lífræðilegum

fjölbreytileika skógarins. Þema dagsins er

súkkulaði. Við heimsækjum fyrrverandi

kakóplantekru, fræðumst um sögu kakóplöntunnar

og okkur sýnt hvernig kakóbaunin er unnin frá

baun að súkkulaði. Að sjálfsögðu fáum við að

bragða á mismunandi súkkulaðitegundum sem

framleiddar eru á svæðinu. Við yfirgefum

Tirimbina og ökum í norður til bæjarins La Fortuna. Svæðið er þekkt fyrir þjóðgarðinn þar

sem hið 1.633 metra háa eldfjall, Arenal, er að finna. Til ársins 2010 var Arenal virkasta

eldfjall Kosta Ríka. Nú hefur það lagst í dvala en undursamleg náttúran sem umlykur

eldfjallið er hins vegar full af lífi. Gist í La Fortuna í 2 nætur.

16. nóvember Sigling á Rio Peñas – ganga í regnskógi ( M / H )

Við njótum kyrrðarinnar um morguninn á meðan

við siglum eftir Rio Peñas ánni í gegnum

gróðursælt hitabeltis landslagið. Fljótið rennur í

gegnum Tilaran fjallgarðinn og er umlukið þéttum

regnskógi með ríku dýralífi, þannig að við höfum

góða möguleika á að sjá apa, letidýr, skjaldbökur

og fugla. Síðar um daginn gefst okkur tækifæri til

að sjá regnskóginn ofan frá, þar sem við göngum

eftir hengibrúm. Friðlandið sem við förum um í

dag nær yfir um 250 hektara af hitabeltisregnskógi

nærri Arenal eldfjallinu. Þar hefur verið byggt net

brúa og hengibrúa sem ásamt stígunum milli

brúnna gera okkur kleift að fara í gönguferð um

þéttan regnskóginn og á sama tíma njóta fallegs

útsýnis yfir umhverfið. Brýrnar voru byggðar með

það í huga að hafa eins lítil áhrif á dýra- og

plöntulífið og mögulegt er, en á sama tíma að hafa

Page 4: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

þær eins öruggar og kostur er á. Eitthvað er um hækkanir á göngunni og undirlag getur

verið misjafnt þannig að mikilvægt er að vera í gönguformi til að geta tekið þátt í

gönguferðinni. Síðdegis höldum við til baka á hótelið.

17. nóvember La Fortuna – Rincon de la Vieja ( M )

Við höldum áfram til norðurs í áttina að Rincon de

la Vieja þjóðgarðinum. Áfangastaðurinn er

Guachipelin búgarðurinn sem hefur ræktað

nautgripi og hesta í yfir 100 ár. Árið 1975 keypti

hestaræktandinn Tomás Batalla Esquivel

búgarðinn en í dag er hann rekinn af börnum hans.

Jörðin nær yfir 1600 hektara og þar er að finna

þurrt hitabeltisskóglendi sem fjölskyldan leggur

áherslu á að vernda. Þess fyrir utan hafa þau nýtt

um 300 hektara til að endurheimta skóglendi með

plöntum og trjám sem voru í útrýmingarhættu.

Fjölskyldan innleiddi vistvæna ferðamennsku á svæðinu og stofnuðu hótel við hliðina á

búgarðinum, en þar munum við gista í eina nótt.

18. nóvember Ganga í Rincon de la Vieja þjóðgarðinum – Nígaragúa ( M )

Bústörfin hefjast kl. 05:30 á búgarðinum, en þá

þarf að mjólka kýrnar og þrífa gripahúsin. Þeir

sem eru morgunhanar hafa möguleika á að fara í

gripahúsin og fylgjast með starfinu þar. Eftir

morgunverðinn ökum við til Rincon de la Vieja

þjóðgarðsins sem hýsir eldfjall með sama nafni.

Eldfjallið er umlukið þurrum hitabeltisskógi sem

einkennist af langvarandi þurrkatímabilum. Hér

finnast risavaxin tré og fjölskrúðugt dýralíf.

Eldfjallið er eitt af virkustu eldfjöllum Kosta Ríka,

en síðasta gaus það árið 2011. Við göngum um

þriggja kílómetra leið um þjóðgarðinn þar sem við

sjáum bullandi leir- og vatnshveri sem eru milli

78°C og 106°C heitir. Við sjáum einnig gufu og

fosfór koma upp í gegnum yfirborð jarðvegsins

sem ber vitni um eldvirkni svæðisins. Eftir gönguferðina höldum við til landamæranna við

Peñas Blancas og förum yfir til Nígaragúa. Við ökum meðfram Nígaragúavatni sem er

stærsta stöðuvatn Mið-Ameríku, 8.264 km2 að flatarmáli. Gist verður í tvær nætur borginni

Granada sem stofnuð var af Hernandez de Córdoba árið 1524. Hún var nefnd eftir Granada

á Spáni og er spænskur nýlendustíll mjög áberandi í götumynd hennar.

19. nóvember Sigling á Nígaragúavatni – bæjarferð í Granada ( M / H )

Við hefjum daginn á siglingu á Nígaragúavatni, þar sem við siglum á milli Las Isletas

eyjanna. Talið er að í eldgosi fyrir um 20.000 árum síðan hafi toppur hins nærliggjandi

Mombacho eldfjalls sprungið og myndað 365

smáeyjar í vatninu. Við borðum hádegisverð á

einni eyjunni. Síðdegis förum við í skoðunarferð

um Granada og förum meðal annars fram hjá La

Merced kirkjunni frá 1534, menningarhúsinu Casa

de los tres Mundos og San Francisco kirkjunni.

San Francisco kirkjan var jafnframt klaustur sem

stofnað var samtímis borginni. Á miðöldum var

klaustrið margsinnis brennt niður þegar sjóræningjar herjuðu á borgina, þannig að eini

upprunalegi hluti hennar er ytri múrinn og grafhvelfingar sem finnast neðanjarðar. Talið er

að um 75.000 manns hafi verði grafnir í grafhvelfingunum í gegnum tíðina. Á safni sem

Page 5: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

staðsett er við hlið hennar, er hægt að bera augum nokkrar af þeim sögulegu minjum sem

fundist hafa á svæðinu.

20. nóvember Granada – „Hvítu bæirnir“ – Managua ( M )

Leið okkar liggur til höfuðborgar Nígaragúa,

Managua. Á leiðinni stoppum við í „Hvítu

bæjunum“, litlum bæjum sem veita okkur

spennandi innsýn í líf heimamanna og hversu stórt

hlutverk hefðirnar spila í daglegu lífi þeirra.

Bæirnir eru þekktir fyrir handverk sitt og margar

af fjölskyldunum hafa komið sér upp litlum búðum

þar sem þær selja vörur sínar. Hér má finna

handofin hengirúm, bróderaðar blússur og tréútskurð og ef þú stefnir á að kaupa minjagripi

til að taka með heim, þá gefst hér gott tækifæri. Við höldum áfram til Managua, sem var

grundvölluð árið 1819 og útnefnd höfuðborg

landsins eftir að Granada var brennd til grunna af

sjóræningjum. Managua er sjálf mótuð af

eyðileggingarmætti jarðskjálftavirkninnar sem

borgin verður fyrir áhrifum frá með jöfnu millibili.

Stærstu skjálftarnir urðu árin 1931 og 1972 þegar

stór hluti borgarinnar eyðilagðist. Við förum

meðal annars í Lomo de Tiscapa garðinn þaðan

sem við höfum stókostlegt útsýni yfir borgina. Gist

eina nótt á hóteli í Managua.

21. nóvember Heimför – Nígaragúa – Amsterdam ( M )

Snemma dags höldum við á flugvöllinn, kveðjum paradís Mið-Ameríku og hefjum

ferðalagið til Íslands. Flogið verður frá Managua til Atlanta í Bandaríkjunum og þaðan yfir

til Amsterdam, áður en síðasti flugleggurinn færir okkur heim til Íslands. Áætluð brottför

frá Managua er kl. 08:35 að staðartíma (-6 klst) og áætluð lending í Atlanta í

Bandaríkjunum kl. 13:28 (-5 klst). Frá Atlanta er áætluð brottför kl. 16:00 að staðartíma.

22. nóvember Amsterdam - Keflavík

Áætluð lending í Amsterdam er kl. 05:55 (+1 klst) að morgni 22. nóvember. Flugið frá

Amsterdam til Íslands er með áætlaða brottför kl. 13:20 að staðartíma og áætlað er að lenda

í Keflavík kl. 15:30.

Verð: 678.600 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 99.900 kr.

Innifalið:

Áætlunarflug með Icelandair Keflavík - Amsterdam - Keflavík

Áætlunarflug Amsterdam – Panamaborg, Managua – Atlanta og Atlanta –

Amsterdam

Innanlandsflug Panamaborg – San José

Flugvallaskattar fyrir alla ferðina

Akstur til og frá flugvelli í Panamaborg, San

José og Managua

Allar rútuferðir samkvæmt leiðarlýsingu

Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt

leiðarlýsingu

Gisting í tveggja manna herbergjum í góðum

milliklassa

Page 6: Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa · Panama, Kosta Ríka og Nígaragúa 8. – 22. nóvember 2016 Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Þessi stórkostlega ferð um Mið-Ameríku

Morgun-, hádegis og kvöldverðir á hótelum/veitingastöðum samkvæmt merkingum

við hvern dag M/H/K (M = Morgunverður, H = Hádegisverður, K = Kvöldverður)

Staðarleiðsögn

Íslensk fararstjórn

Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

Ekki innifalið :

Þjórfé fyrir erlendan staðarleiðsögumann

og rútubílstjóra

Mögulegt komugjald / brottfarargjald

vegna afgreiðslu vegabréfa í viðkomandi

löndum.

Forfalla- og ferðatryggingar

Máltíðir aðrar en þær sem nefndar eru í

leiðarlýsingu

_________________________________________________________________________

Bændaferðir, Síðumúla 2, 108 Reykjavík

Sími 570 2790 Netfang: [email protected]