plÖntueftirlitlandbunadur.rala.is/landbunadur/wgrala.nsf/attachment/... · 2020-02-01 ·...

17
Breyting á innflutningsreglugerð Þann 2. febrúar 1998 voru gerðar breytingar á viðaukum I og IV við reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutn- ing á plöntum og plöntuafurðum. Skaðvaldinum Kanarímöl, Duponchelia fovealis, var bætt inn í viðauka I yfir skaðvalda sem bannað er að flytja til landsins. Fellt var niður það ákvæði í viðauka IV er tók til sölu jólatrjáa. Breytt var ákvæði varðandi kartöflubjöllu og nú einungis gerð krafa um að vaxtarstaður plantna til áframhaldandi ræktunar og kartaflna almennt skuli vera frír við bjölluna. Sett var inn krafa vegna kartöflumyglu til þess að draga úr líkum á að myglusmit berist með innfluttu útsæði. Um nokkra nýtilkomna skaðvalda Kartöfluhringrot (Clavibacter michiganensis subsp. sepedonicus) Sjúkdómurinn fannst fyrst í íslenskum kartöflum haustið 1984 og náði talsverðri útbreiðslu í matarkartöflum á Suður- landi og í Eyjafirði næstu árin og að nokkru marki hjá ræktendum með leyfi til sölu útsæðis. Talið er að sjúkdómur- inn hafi borist með innfluttum útsæðiskartöflum vorið 1982. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda þeirra útsæðisræktenda þar sem greinst hefur hringrotssmit í kartöflum: Í þeim þremur tilvikum sem hringrot hefur greinst hjá útsæðisræktanda síðan 1994 hefur smit fundist áður á við- komandi bæ og því líklegt að um eldra smit sé að ræða sem skotið hafi upp kollinum á ný. Telja má að stofnræktin og hin árlega hringrotsgreining sé hægt og bítandi að draga úr smiti í umferð og tryggja að þessi sjúkdómur valdi ekki tjóni í matarkartöflum. Óhætt er að fullyrða að hringrot hafi ekki valdið neinu tjóni í matarkartöflum svo nokkru nemi undan- farinn áratug þótt finna megi dulið smit hjá einstaka matar- kartöfluframleiðanda. Markmið Plöntueftirlits RALA er að hindra að nýir sjúkdómar eða meindýr berist til landsins og valdi tjóni á innlendri plönturæktun, að hefta frekari útbreiðslu skaðvalda sem þegar eru komnir til landsins og vinna að útrýmingu þeirra teljist það mögulegt. Blómakögurvængjan (Frankliniella occidentalis) Kögurvængja þessi (blómatrips) fannst hér fyrst í gróður- húsum árið 1988. Talið er að hún hafi fyrst borist með hálf- tilbúnum pottaplöntum frá Hollandi. Við úttekt á árunum 1994 og 1995 fannst hún í 22 garðyrkjustöðvum þar af tveimur með grænmeti. Árið 1998 var vitað um hana í 10 stöðvum og árið 1999 í alls sex stöðvum. Blómakögur- vængjan hefur ekki fundist í ræktun grænmetis síðan 1994. Gangaflugan (Liriomyza huidobrensis) Hún fannst hér fyrst sumarið 1997 og þá í sex garðyrkju- stöðvum. Tókst að útrýma henni í þeim öllum. Vorið 1998 fannst hún í Hveragerði og hafði þá náð að breiðast út frá einni stöð. Hún lifði utandyra í Hveragerði um sumarið og fór inn í nánast öll gróðurhús og var um haustið skráð í um 25 stöðvum. Haustið 1999 var vitað um hana í sex stöðvum og einkum í illgresi. Gúrkumjölsveppur (Sphaerotheca fuliginea) Sjúkdómurinn kom upp haustið 1998 í einni gúrkustöð. Óvíst er hvernig hann barst til landsins en hann er almennt útbreiddur í nágrannalöndum okkar. Í júní 1999 fannst hann í fimm stöðvum til viðbótar. Samtök voru meðal gúrku- ræktenda um að hafa stöðvarnar gúrkufríar í minnst hálfan mánuð og sótthreinsa stöðvarnar í lok ársins. Gulrótarflugan (Psila rosae) Fluga þessi er mjög útbreidd erlendis en fyrst nýlega hefur hún fundist hér á landi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún skemmt gulrætur á höfuðborgarsvæðinu. Skemmdar gulrætur hafa borist úr Fossvoginum, vesturbæ Reykjavíkur og Laugardal. Ekki er vitað um hana annars staðar. Gljávíðiryð (Melampsora larici-pentandrae) Þessi ryðsveppur fannst fyrst hér á landi á Höfn í Hornafirði árið 1994. Sumarið 1998 fannst sjúkdómurinn á Selfossi og 1999 var hann einnig útbreiddur í Hveragerði og hefur nú fundist á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Asparryð (Melampsora larici-populina) Asparryð fannst fyrst hér á landi sumarið 1999 í Hveragerði, á Selfossi og víðar á Suðurlandi. Talið er að lerki sé nauð- synlegur millihýsill en það samhengi verður nánar kannað sumarið 2000. Sigurgeir Ólafsson Ár Fjöldi Ár Fjöldi ræktenda ræktenda 1986 1 1994 1 1988 1 1995 0 1989 3 1996 0 1990 8 1997 1 1991 5 1998 1 1992 1 1999 0 1993 3 Hringrotssmit í útsæði tímabilið 1986–1999. PLÖNTUEFTIRLIT 25

Upload: others

Post on 22-Feb-2020

17 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Breyting á innflutningsreglugerð

Þann 2. febrúar 1998 voru gerðar breytingar á viðaukum I

og IV við reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutn-

ing á plöntum og plöntuafurðum. Skaðvaldinum Kanarímöl,

Duponchelia fovealis, var bætt inn í viðauka I yfir skaðvalda

sem bannað er að flytja til landsins. Fellt var niður það

ákvæði í viðauka IV er tók til sölu jólatrjáa. Breytt var

ákvæði varðandi kartöflubjöllu og nú einungis gerð krafa

um að vaxtarstaður plantna til áframhaldandi ræktunar og

kartaflna almennt skuli vera frír við bjölluna. Sett var inn

krafa vegna kartöflumyglu til þess að draga úr líkum á að

myglusmit berist með innfluttu útsæði.

Um nokkra nýtilkomna skaðvaldaKartöfluhringrot

(Clavibacter michiganensis subsp. sepedonicus)

Sjúkdómurinn fannst fyrst í íslenskum kartöflum haustið

1984 og náði talsverðri útbreiðslu í matarkartöflum á Suður-

landi og í Eyjafirði næstu árin og að nokkru marki hjá

ræktendum með leyfi til sölu útsæðis. Talið er að sjúkdómur-

inn hafi borist með innfluttum útsæðiskartöflum vorið 1982.

Eftirfarandi tafla sýnir fjölda þeirra útsæðisræktenda þar

sem greinst hefur hringrotssmit í kartöflum:

Í þeim þremur tilvikum sem hringrot hefur greinst hjá

útsæðisræktanda síðan 1994 hefur smit fundist áður á við-

komandi bæ og því líklegt að um eldra smit sé að ræða sem

skotið hafi upp kollinum á ný. Telja má að stofnræktin og

hin árlega hringrotsgreining sé hægt og bítandi að draga úr

smiti í umferð og tryggja að þessi sjúkdómur valdi ekki tjóni

í matarkartöflum. Óhætt er að fullyrða að hringrot hafi ekki

valdið neinu tjóni í matarkartöflum svo nokkru nemi undan-

farinn áratug þótt finna megi dulið smit hjá einstaka matar-

kartöfluframleiðanda.

Markmið Plöntueftirlits RALA er að hindra að nýir sjúkdómar eða meindýr berist til landsins ogvaldi tjóni á innlendri plönturæktun, að hefta frekari útbreiðslu skaðvalda sem þegar eru komnir tillandsins og vinna að útrýmingu þeirra teljist það mögulegt.

Blómakögurvængjan (Frankliniella occidentalis)

Kögurvængja þessi (blómatrips) fannst hér fyrst í gróður-

húsum árið 1988. Talið er að hún hafi fyrst borist með hálf-

tilbúnum pottaplöntum frá Hollandi. Við úttekt á árunum

1994 og 1995 fannst hún í 22 garðyrkjustöðvum þar af

tveimur með grænmeti. Árið 1998 var vitað um hana í 10

stöðvum og árið 1999 í alls sex stöðvum. Blómakögur-

vængjan hefur ekki fundist í ræktun grænmetis síðan 1994.

Gangaflugan (Liriomyza huidobrensis)

Hún fannst hér fyrst sumarið 1997 og þá í sex garðyrkju-

stöðvum. Tókst að útrýma henni í þeim öllum. Vorið 1998

fannst hún í Hveragerði og hafði þá náð að breiðast út frá

einni stöð. Hún lifði utandyra í Hveragerði um sumarið og

fór inn í nánast öll gróðurhús og var um haustið skráð í um

25 stöðvum. Haustið 1999 var vitað um hana í sex stöðvum

og einkum í illgresi.

Gúrkumjölsveppur (Sphaerotheca fuliginea)

Sjúkdómurinn kom upp haustið 1998 í einni gúrkustöð.

Óvíst er hvernig hann barst til landsins en hann er almennt

útbreiddur í nágrannalöndum okkar. Í júní 1999 fannst hann

í fimm stöðvum til viðbótar. Samtök voru meðal gúrku-

ræktenda um að hafa stöðvarnar gúrkufríar í minnst hálfan

mánuð og sótthreinsa stöðvarnar í lok ársins.

Gulrótarflugan (Psila rosae)

Fluga þessi er mjög útbreidd erlendis en fyrst nýlega hefur

hún fundist hér á landi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún skemmt

gulrætur á höfuðborgarsvæðinu. Skemmdar gulrætur hafa

borist úr Fossvoginum, vesturbæ Reykjavíkur og Laugardal.

Ekki er vitað um hana annars staðar.

Gljávíðiryð (Melampsora larici-pentandrae)

Þessi ryðsveppur fannst fyrst hér á landi á Höfn í Hornafirði

árið 1994. Sumarið 1998 fannst sjúkdómurinn á Selfossi og

1999 var hann einnig útbreiddur í Hveragerði og hefur nú

fundist á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum.

Asparryð (Melampsora larici-populina)

Asparryð fannst fyrst hér á landi sumarið 1999 í Hveragerði,

á Selfossi og víðar á Suðurlandi. Talið er að lerki sé nauð-

synlegur millihýsill en það samhengi verður nánar kannað

sumarið 2000.Sigurgeir Ólafsson

Ár Fjöldi Ár Fjöldiræktenda ræktenda

1986 1 1994 11988 1 1995 01989 3 1996 01990 8 1997 11991 5 1998 11992 1 1999 01993 3

Hringrotssmit í útsæði tímabilið 1986–1999.

PLÖNTUEFTIRLIT

25

Íslendingar búa við þá sérstöðu að umhverfi þeirra er heilnæmara en víða erlendis, þar sem grunnvatn ermengað og hvers kyns mengun spillir gæðum jarðar. Því eru öll skilyrði til að framleiða hollar afurðir áÍslandi. Á hitt ber einnig að líta að víða hérlendis hefur gengið á auðlindir gróðurs og jarðvegs vegnanýtingar og náttúrulegra áfalla. Íslensk náttúra er viðkvæm og miklu skiptir að nýta hana á sjálfbæran hátt.

Rannsóknir RALA miðast við verndun og endurheimt landgæða en einnig stendur stofnunin fyrirvöktun umhverfis og tekur þátt í alþjóðlegum rannsóknum á gróðurfari, beit, landgæðum, jarðvegsrofi ogsandfoki. Unnið er að gerð gagnagrunns um landkosti allra bújarða landsins. Þá eru stundaðar rannsóknirá votlendi og flæði gróðurhúsaloftegunda til og frá íslenskum vistkerfum. Umhverfissvið er aðili aðsamvinnu Evrópusambandsins um rannsóknir og nýtingu jarðvegs á eldfjallasvæðum. Á síðustu árumhefur verið lögð mikil áhersla á að rannsaka möguleikana á því að binda gróðurhúsalofttegundir meðlandgræðslu og skógrækt.

Mörg verkefna umhverfissviðs eru unnin í nánu samstarfi við Landgræðslu ríkisins og Skógræktríkisins, en aðrir samstarfsaðilar eru fjölmargir. Einnig eru mikil samskipti við háskólastofnanir vegnaverkefna nemenda, t.d. Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann og Texas A&M University, svo nokkrarþær helstu séu nefndar.

Loftslagsbreytingar og kolefnisbúskapur

Loftslag fer nú hlýnandi á jörðinni vegna svonefndra gróð-

urhúsaáhrifa af völdum mannsins. Þjóðir heims hafa gert

með sér samkomulag um að draga úr losun efna er valda

gróðurhúsaáhrifum, en einnig er leitað leiða til þess að

minnka styrk þessara efna í andrúmsloftinu með bindingu í

gróðri og jarðvegi. Þátttaka Íslands í rannsóknum á gróður-

húsalofttegundum er afar mikilvæg, m.a. vegna þess að

íslensk vistkerfi eru viðkvæm, en einnig er mikilvægt að

standa vel að rannsóknum vegna hugsanlegra möguleika á

því að vega á móti losun gróðurhúsaloftegunda með land-

græðslu og skógrækt. Umhverfissvið RALA

hefur á undanförnum árum verið mikilvirkur

þátttakandi í grunnrannsóknum á mörgum

sviðum er lúta að gróðurhúsalofttegundum.

Veðurfar – Veðurfar, svo sem hitastig og úr-

koma, geta haft afgerandi áhrif á vistkerfi

landsins. Umhverfissvið RALA tekur þátt í

þremur alþjóðlegum rannsóknum á áhrifum

veðurfarsbreytinga á vistkerfi. Tvö þeirra eru

styrkt af Evrópusambandinu, svokölluð

EUROFLUX- og CONGAS-verkefni. Rann-

sóknir á vegum EUROFLUX-verkefnisins

hafa farið fram í asparskógi í Gunnarsholti. Þar

er mælt flæði koltvíoxíðs og vatns að og frá

skóginum með nýrri tækni, sem beitt er á 11

öðrum skóglendissvæðum í Evrópu. Verkefn-

UMHVERFI

26

Kolefnisbúskapur votlenda er viðkvæmur fyrir loftslagsbreytingum. Ámyndunum hér á síðunni sést tækjabúnaður til þess að mælakolefnisflæði í íslenskri mýri.

inu lauk á árinu 1999. Rannsóknirnar

leiddu í ljós kolefnisbúskap mismunandi

skóglenda við fjölbreyttar loftslagsað-

stæður, en niðurstöðurnar hafa m.a. verið

mikilvægar í tengslum við framkvæmd

loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Votlendi – Votlendi eru ákaflegar stórir

og þar með mikilvægir geymar kolefnis,

ekki síst á norðurslóðum. En votlendi eru

jafnframt viðkvæm fyrir loftslagsbreyt-

ingum. CONGAS-verkefnið beinist eink-

um að því að skilgreina svörun mýra við

breyttu loftslagi. Niðurstöðurnar verða

nýttar til þess að gera reiknilíkön og spá

fyrir um svörun votlendis á norðurslóðum

við loftslagsbreytingum. Kolefnishring-

rás mýra er rannsökuð í fjórum löndum

auk Íslands; á Grænlandi, í Svíþjóð, Finnlandi og Síberíu. Á

Íslandi er kolefnisflæðið kannað í tveimur mýrum í Borgar-

UMHVERFI

27

firði. Annað verkefni, „mýrgas“, sem styrkt er af RANNÍS

tengist þessu evrópska verkefni.

Hitastig – Hið alþjóðlega ITEX-verkefni (the International

Tundra Experiment) miðar að því að skoða svörun vistkerfa

á jaðarsvæðum norðursins við loftslagsbreytingum. Sérstök

áhersla er lögð á að kanna áhrif hækkandi hitastigs á vöxt og

samsetningu gróðurs á túndrusvæðum. Hin íslensku rann-

sóknarsvæði eru á Þingvöllum og nálægt Blöndulóni og er

verkefnið unnið í samvinnu við Ingu Svölu Jónsdóttur,

prófessor við Gautaborgarháskóla. Verkefnið er fjölþjóðlegt

og nær til tíu norðlægra landa. Það er styrkt af RANNÍS og

Landsvirkjun.

Kolefnisbinding – Rannsóknir umhverfissviðs hafa einnig

beinst að því að kanna möguleika á að binda kolefni í gróðri

og jarðvegi með skógrækt og landgræðslu. Slík binding

lækkar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Að

rannsóknunum standa Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkis-

ins og Náttúrufræðistofnun Íslands, auk RALA, en rann-

sóknir RALA hafa einkum beinst að jarðveginum. Niður-

stöðurnar benda til þess að íslenskur jarðvegur geti bundið

óvenju mikið af kolefni. Það er mjög jákvætt að binda

kolefni úr andrúmsloftinu um leið og verðmæti og fram-

leiðni landsins er aukið með því að klæða það gróðri.

Hlynur Óskarsson og Jón Guðmundsson

Svörun vistkerfa við loftslagsbreytingum er meðal annars skoðuð með því aðsetja upp gróðurbúr. Hér er flutningur þeirra undirbúinn.

Tæki sem mæla kolefnisflæði yfir ákveðnu landsvæði.

Alþjóðlegt samstarfum rannsóknir áeldfjallajarðvegi

Rannsóknastofnun landbúnaðarins tekur þátt í starfi sér-

staks hóps á vegum Evrópusambandsins um jarðveg á eld-

fjallasvæðum (COST622). Jarðvegur eldfjallasvæða er

um margt sérstæður. Hann er yfirleitt frjósamur en jafn-

framt mjög viðkvæmur fyrir raski. Ísland er langstærsta

svæði Evrópu sem hefur slíkan jarðveg. Jarðvegur frá öll-

um eldfjallasvæðum Evrópu er nú kannaður á rannsókna-

stofum víða um lönd í tengslum við þetta samstarf, m.a.

íslenskur jarðvegur.Ólafur Arnalds og Hlynur Óskarsson

UMHVERFI

28

Íslenskureldfjallajarðvegur.

Gosið í Vatnajökli 1998.

Jarðvegsrof og sandfok

Sandar á Íslandi eru um 20 000 km2, en slíkar sandauðnir eru

nær einsdæmi utan eyðimerkursvæða. Íslensku sandarnir

hafa einnig sérstöðu vegna eðlis sandsins, sem er að mestu

gjóska og gler. Sandfok er alvarlegur umhverfisvandi sem

hefur valdið stórfelldri eyðingu byggða á Íslandi, t.d. í Rang-

árvallasýslu á síðustu öld. Landgræðslu ríkisins hefur að

mestu tekist að stöðva framrás sands yfir byggð svæði. Á

undanförnum árum hefur umhverfissvið RALA, í samvinnu

við Landgræðslu ríkisins, unnið að rannsóknum á sandfoki

með sjálfvirkum mælibúnaði. Rannsóknirnar hafa m.a. verið

þáttur í tveimur M.Sc. verkefnum við Háskóla Íslands.

RANNÍS hefur styrkt rannsóknirnar.

Ólafur Arnalds og Fanney Gísladóttir

Gervitunglamynd af Gunnarsholti og nágrenni. Úr Eyjafirði.

Nytjaland

Nýverið var byrjað að vinna að verkefninuNytjaland og er markmiðið að búa tillandfræðilegan gagnagrunn fyrir allar jarðirlandsins.

Gróðurrannsóknir vegna virkjana

RALA hefur um langt árabil unnið að margvíslegumrannsóknum vegna virkjanaframkvæmda.Rannsóknirnar hafa tekið til uppgræðslu ávirkjanasvæðum, gróðurfars svæðanna og áhrifa þeirraá umhverfið.

Endurheimt votlendis

Umhverfissvið tekur virkan þátt í rannsóknum og starfisem miðar að endurheimt votlendis á Íslandi.Heimasíða nefndar um endurheimt votlendis er unnin ogvistuð á vef RALA: http://www.rala.is/votlendi.

UMHVERFI

29

Plöntuframvinda í Surtsey

Sérfræðingar RALA hafa allt frá upphafi fylgst meðlandnámi lífs og gróðurframvindu í Surtsey og skráðreglulega fjölda plöntutegunda sem finnast þar.Rannsóknirnar hafa gefið mikilvæga vitneskju umfrumlandnám gróðurs á eldfjalla- og auðnarsvæðum.Fyrstu tvo áratugina námu 20 plöntutegundir land íeynni og voru flestar þeirra strand- og sandplöntur sembárust einkum með sjó og fuglum til eyjarinnar. Næstaáratug bættist við 21 plöntutegund og sumarið 1999voru tegundirnar orðnar 54. Fjöruarfi er útbreiddastategundin og getur þekja hans numið allt að 20% afgróðurþekjunni.

Ný alþjóðleg rit fráumhverfissviði.

30

ÞJÓNUSTA

Sérfræðingar RALA veita ráðgjöf og upplýsingar um efni er lýtur að starfssviði þeirra. Ráðgjöfiner oft persónuleg en felst einnig í því að birta greinar og annað efni. Jafnframt eru unnin verkefniog úttekt ýmiss konar fyrir ýmsa aðila gegn gjaldi.

Efnagreiningar Keldnaholti (EGK) er sameiginleg

efnagreiningaþjónusta RALA og Iðntæknistofnunar frá 1.

okt. 1998.

Umfangsmestu þættirnir í starfsemi Efnagreininga eru

almennar efnamælingar og mælingar fyrir umhverfisvöktun.

Eftirspurn eftir almennum efnamælingum fer vaxandi milli

ára og þörfin fyrir mælingar tengdar umhverfisvöktun eykst

stöðugt. Á Efnagreiningum eru stundaðar rannsóknir meðal

annars á sviði vatnshreinsunar (fiskeldi, fráveitur) og veitt er

ráðgjöf um efnaferla, umhverfismál, vatnshreinsun, endur-

nýtingu vatns og fleira.

Fóðurefnagreiningar hafa

frá hausti 1998 verið gerðar

í samvinnu RALA og

Landbúnaðarháskólans á

Hvanneyri (LBH). Í hey-

sýnum er mælt þurrefni,

meltanleiki og prótein, auk

steinefna. Einnig er mælt

sýrustig í gerjuðu fóðri.

Markmiðið með samvinnu

RALA (og EGK) og LBH

var að auka hagræði efna-

greininga og stytta afgreiðslutíma og hefur það náðst að

miklu leyti.

Í jarðvegsefnagreiningum er mælt sýrustig og steinefni og

í áburðarlausnum nítur, steinefni og snefilefni.

Í búfjárrækt veita sérfræðingar RALA ráðgjöf um fóðrun.

Þeir hafa yfirumsjón með ullarmati, leiðbeina um afkvæma-

rannsóknir og veita ráðgjöf í bleikjueldi. Minktest-aðferð er

notuð til þess að meta gæði fiskimjöls, aðallega til fiskeldis.

Í tengslum við gróður eru gerðar yrkisprófanir, fræ er

verkað, varnir gegn plöntusjúkdómum eru skipulagðar og

haft eftirlit með innflutningi plantna. Gerð er úttekt á svæð-

um vegna mannvirkjagerðar, ástand beitilands er metið og

jarðvegsrof.

Á sviði bútækni er veitt ráðgjöf um búvélar og útihús.

Öll framangreind þjónusta er byggð á niðurstöðum rann-

sókna, prófunum og söfnun upplýsinga og lögð er áhersla á

að koma upplýsingum til þeirra sem hagsmuna eiga að gæta

og málið varðar.

Á bókasafni RALA er öllum sem eftir leita veitt þjónusta.

Hún felst í almennum upplýsingum, heimildaleitum í

safnkosti, ritum sérfræðinga RALA, sérhæfðum gagnasöfn-

um og á Interneti. Á safninu

er mikið af erlendum fag-

tímaritum og bókum í land-

búnaðarvísindum og á sviði

umhverfismála og vistfræði.

Hægt er að fá send ljósrit af

greinum og umfang milli-

safnalána er mikið. Á árinu

1998 voru um 700 ljósrit

afgreidd á safninu og árið

1999 voru þau um 900.

Ritakostur er skráður í

METRAbók, íslenskt bóka-

safnsforrit sem hefur mikla

útbreiðslu hérlendis. Safnið var opnað á Interneti haustið

1999 og geta nú allir leitað í ritakostinum með METRAleit.

Slóðin er http://www.rala.is/bokasafn/.

Á heimasíðu RALA eru upplýsingar um starfsemi stofn-

unarinnar og starfsmenn, ásamt netföngum þeirra. Almennar

fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið [email protected].

Erindi eru haldin á RALA Keldnaholti annan hvern

fimmtudag yfir vetrarmánuðina og eru þau auglýst á heima-

síðunni.

Efni er skipt eftir sviðum og reynt að setja síðuna þannig

upp að allir geti fundið það sem þeir leita að. Einnig er

umfjöllun um tilraunastöðvar og vísað í heimasíður tengdra

eða skyldra stofnana, bæði innlendra og erlendra. Umsjónar-

maður heimasíðu RALA er Guðjón Helgi Þorvaldsson.

http://www.rala.is

ÚTGÁFA

RALA sinnir kynningarstarfi með útgáfu á prentuðum ritum og Interneti. Einnig skrifasérfræðingar RALA í fjölmörg erlend og innlend rit og verða þannig við kröfum hins alþjóðlegavísindasamfélags, innlendra sérfræðinga og almennings. Heimasíða RALA, http://www.rala.is ,verður stöðugt mikilvægari vettvangur útgáfunnar.

BúvísindiRitstjóri er Friðrik Pálmason og útgáfustjóri Tryggvi

Gunnarsson.

Tímaritið Búvísindi birtir fræðilegar greinar um land-

búnað og skyld efni, en efnisval miðast einkum við við-

fangsefni stofnananna sem að ritinu standa. RALA, Veiði-

málastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að

Keldum, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Landbúnaðar-

háskólinn á Hvanneyri og Bændasamtök Íslands eru aðilar

að útgáfunni.

Í 12. hefti Búvísinda frá árinu 1998 eru sex greinar alls.

Ein fjallar um aðfangakerfi í sauðfjárrækt, tvær um mótefni

og sýkingar í fiski og þrjár um asparskóginn í Gunnarsholti.

Allur texti 11. og 12. heftis og efnisyfirlit eldri hefta hefur

verið sett á vefinn. Slóðin er http://www.rala.is/buvisindi .

Rit ráðunautafundar

Umsjón með útgáfu hefur Tryggvi Gunnarsson.

Í febrúar á hverju ári er haldinn fræðafundur um

rannsóknir í landbúnaði og skylt efni. Erindin eru birt í riti

ráðunautafundar. Þessir fundir eru mikilvægur liður í sí-

menntun í landbúnaði og sækja hann vísindamenn, ráðu-

nautar og nemendur í búvísindum. Auk RALA standa

Bændasamtók Íslands og Landbúnaðarháskólinn á Hvann-

eyri að útgáfunni.

Árið 1998 voru birtar í ritinu 40 greinar og var ritið 270

bls. Fjallað var um jarðrækt, gæðastjórnun, framsetningu

leiðbeininga, tækni við hirðingu heys, búfé og fóðrun.

Árið 1999 voru greinarnar 55 og tóku til flestra þátta er

varða landbúnað. Ritið var 308 bls. en erindin voru jafnframt

birt á netinu og er þau að finna á heimasíðu RALA (http://

www.rala.is/radunautafundir) ásamt greinum úr heftinu

1999. Efni úr eldri heftum er að finna á heimasíðu Bænda-

samtaka Íslands.

Á döfinni

Á heimasíðu RALA er fréttaþátturinn Á döfinni (http://

www.rala.is). Þar eru veittar upplýsingar um viðburði á

stofnuninni, sagt frá nýjum niðurstöðum og útgáfum.

Ennfremur eru þar birtar tilkynningar um fundi og erindi og

tilvísanir í greinar um flest er lýtur að starfsemi RALA.

Fjölrit RALAÚtgáfustjóri er Tryggvi Gunnarsson.

Fjölrit RALA (RALA reports) hafa verið gefin út frá árinu

1976. Fjögur rit voru gefin út árið 1998 og fimm árið 1999.

1998

Nr. 193. Jarðræktarrannsóknir 1997. Ritstjórar Hólmgeir

Björnsson & Þórdís Anna Kristjánsdóttir.

Nr. 194. Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1996–1997.

Ritstjórar Guðrún Pálsdóttir & Áslaug Helgadóttir.

Nr. 195. Fita í fóðri eldisgrísa. Birna Baldursdóttir, Guð-

jón Þorkelsson, Þyrí Valdimarsdóttir & Rósa Jónsdóttir.

Nr. 196. Áhrif fitusýrusamsetningar svínafitu á gæði

pepperoní. Rósa Jónsdóttir, Hörður Kristinsson, Einar

Sigurðsson & Guðjón Þorkelsson.

1999

Nr. 197. Organic carbon sequestration by restoration of

severely degraded areas in Iceland. Preliminary results.

Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir, Arnór Snorrason, Grétar

Guðbergsson, Þorbergur Hjalti Jónsson & Anna María

Ágústsdóttir.

Nr. 198. Jarðræktarrannsóknir 1998. Ritstjórar Hólmgeir

Björnsson & Þórdís Anna Kristjánsdóttir.

Nr. 199. Gulrófan. Ritstjóri Sigurgeir Ólafsson.

Nr. 200. Case studies of Rangeland Desertification.

Proceedings from an International Workshop in Iceland.

Ritstjórar Ólafur Arnalds & Steve Archer.

Nr. 201. Measurements of eolian processes on sandy

surfaces in Iceland. Hjalti Sigurjónsson, Fanney Gísladóttir

& Ólafur Arnalds.

31

BúvélaprófanirSkýrslur frá bútæknideild 1998–1999

Árið 1998 voru gefnar út skýrslur nr. 697-703 og voru þær

jafnframt birtar á Interneti. Frá og með árinu 1999 birtast

nýjar skýrslur eingöngu á netinu. Þar er einnig að finna

útdrátt úr skýrslum bútæknideildar undanfarin 10 ár.

Slóðin er http://www.rala.is/but .

RITASKRÁ

Alþjóðlegt ritrýnt efni

Emma Eyþórsdóttir, 1999. Genetic variation in woolskin quality of

Icelandic lambs. Livestock Production Science 57: 113-126.

Haeringen, W.A. van, P.S. Gwakisa, S. Mikko, Emma Eyþórsdóttir,

L.E. Holm, I. Olsaker, P. Outteridge og L. Andersson, 1999.

Heterozygosity excess at the cattle DRB locus revealed by large

scale genotyping of two closely linked microsatellites. Animal

Genetics 30: 169-176.

Kantanen, J., I. Olsaker, Stefán Aðalsteinsson, K. Sandberg, Emma

Eyþórsdóttir, K. Pirhonen og L-E. Holm, 1999. Temporal changes

in genetic variation of North-European cattle breeds. Animal

Genetics 30: 16-27.

Lien, S., J. Kantanen, I. Olsaker, L-E. Holm, Emma Eyþórsdóttir, K.

Sandberg, B. Dalsgard og Stefán Aðalsteinsson, 1999. Comparison

of milk protein allele frequencies in Nordic cattle breeds. Animal

Genetics 30: 85-91.

MacHugh, D.E., C.S. Troy, F. MacCormick, I. Olsaker, Emma

Eyþórsdóttir og D.G. Bradley, 1998. Early medieval cattle remains

from a Scandinavian settlement in Dublin: genetic analysis and

comparison with extant breeds. Philosophical transactions of the

Royal Society London B, 354: 99-109.

Huss-Danell, Kerstin, Halldór Sverrisson, Ann-Sofi Hahlin og Kjell

Danell, 1999. Occurrence of Alnus-infective Frankia and

Trifolium-infective Rhizobium in Circumpolar Soils. Arctic,

Antarctic, and Alpine Research 31(4): 400–406.

Hlynur Óskarsson, 1998. Icelandic peatlands: effect of draining on

trace gas release. Doktorsritgerð frá University of Georgia,

Athens, USA, 139 bls.

Hlynur Óskarsson, 1998. Icelandic peatlands: wetland drainage and

carbon dioxide release. Í Wetlands for the future (ritstj. A.J.

McComb og J.A. Davis). Adelaide, Gleneagles Publishing, bls.

465-474.

Jóhannes Sveinbjörnsson, 1999. Effects of ad lib. silage feeding

systems on ewe performance and floor wastage. Acta Agriculturae

Scandinavica, Section A, Animal Science 49: 89-95.

Ólafur Arnalds, 1998. Desertification in Iceland. Desertification

Control Bulletin 32: 22-24.

Ólafur Arnalds, 1999. Desertification, an appeal for a broader

perspective. Í Rangeland Desertification (ritstj. Ólafur Arnalds og

Steve Archer). Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, bls. 5-15.

Ólafur Arnalds og Steve Archer (ritstj.), 1999. Rangeland de-

sertification, Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, 209 bls.

(Advances in vegetation science; 19).

Aro, A., J.M. Antoine, L. Pizzoferrato, Ólafur Reykdal og G. van

Poppel, 1998. Trans fatty acids in dairy and meat products from

14 European countries: The TRANSFAIR study. Journal of Food

Composition and Analysis, 11(2): 150-160.

Sjöfn Sigurgísladóttir, Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, I.

Lie, R. Nortvedt, M. Thomassen og O. Torrissen, 1999. Textural

properties of raw salmon fillets as related to sampling method.

Journal of Food Science, 64(1): 99-104.

Kesara Anamthawat-Jonsson og Þorsteinn Tómasson, 1999. High

frequency of triploid birch hybrid by Betula nana seed parent.

Hereditas 130: 191-193.

Útdrættir og fagrit

Ásbjörn Jónsson, Irek Klonowski, Stefanía Karlsdóttir, Svava Liv

Edgarsdóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir, 1999. Marination of muscle

food - Effects of different salts on quality and yield of fish (cod)

mince. Norræni iðnaðarsjóðurinn NI/98093. Matra 99:01a, 39 bls.

Ásbjörn Jónsson, Irek Klonowski, Stefanía Karlsdóttir, Svava Liv

Edgarsdóttir og Sjöfn Sigurgísladóttir, 1999. Marination of muscle

food - Effects of different phosphates on quality and yield of fish

(cod) mince. Norræni iðnaðarsjóðurinn NI/98093. Matra 99:01b,

32 bls.

Áslaug Helgadóttir, 1998. Forædling af engbælgplanter til Nordens

nordligste områder (Nordkløver). Slutrapport. Í Nordiska

Genbanken. Verksamhetsberättelse 1997, bls. 31-33.

Áslaug Helgadóttir (ritstj.), 1998. Nytjaplöntur á Íslandi 1999: yrki

sem mælt er með til ræktunar í landbúnaði, garðrækt og

landgræðslu. Reykjavík, Bændasamtök Íslands o.fl., 15 bls.

Áslaug Helgadóttir og Berglind Orradóttir, 1998. Overwintering

and spring growth of white clover. Results from autumn 1997 to

summer 1998. Í COST action 814: Crop development for the cool

and wet regions of Europe: Proccedings of the Progress Meeting

of the working group, DvP Melle, Belgíu, 20–23 August 1998, bls.

20-30.

Áslaug Helgadóttir og Þórdís Kristjánsdóttir, 1998. Ræktun rauðsmára.

Ráðunautafundur 1998: 89-98 og Freyr 94(6): 26-30, 34.

Petter Marum og Áslaug Helgadóttir, 1998. Crosses between north-

erly and southerly adapted white clover material. Í COST action

814: Crop development for the cool and wet regions of Europe:

Proccedings of the annual workshop of the working group, DvP

Melle, Belgium, 20–23 August 1998, bls. 46.

Áslaug Helgadóttir (ritstj.), 1999. Nytjaplöntur á Íslandi 2000: yrki

sem mælt er með til ræktunar í landbúnaði, garðrækt og

landgræðslu. Reykjavík, Bændasamtök Íslands o.fl., 16 bls.

Áslaug Helgadóttir, 1999. Opening addres at the 20th Anniversary

of the Nordic Gene Bank. Sveriges Utsädesförenings Tidskrift

109: 181-183.

Áslaug Helgadóttir og Sigríður Dalmannsdóttir, 1999. Overwin-

tering and spring growth of white clover at Korpa, Iceland:

colhydrate balance and its effect on winter survival and herbage

yield. Í Proceedings of the Progress Meeting of the Working

Group on Overwintering and Spring Growth of White Clover,

Kiel, Þýskal., 29.–31. ágúst 1999, bls. 28-31.

Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir og Jón Guðmundsson,

1999. Val á belgjurtum til landgræðslu. Í Líffræðirannsóknir á

32

RITASKRÁ

Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands, Líffræðifélag Íslands, bls.

121. (Veggspjald, VFÖ-47).

Áslaug Helgadóttir, Halldór Sverrisson, Sigríður Dalmannsdóttir

og Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1999. Belgjurtir í ræktuðu landi. Í

Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 120. (Veggspjald, VFÖ-46).

Áslaug Helgadóttir, Arild Larsen, Petter Marum, Hugo Fritsen, Eva

Lindvall & Eero Miettinen, 1999. Adapting red clover for culti-

vation in northern areas. Nordisk Jordbruksforskning 81(3): 145.

Áslaug Helgadóttir, Arild Larsen, Petter Marum, Eva Lindvall og

Eero Miettinen, 1999. Screening indigenous white clover

populations in northern areas for breeding purposes. Í Proceedings

of FAO/CIHEAM Lowland Grasslands Sub-Network Research

Conference 1998: Lowland Grasslands of Europe – Utilization

and Development (ritstj. G. Fisher & B. Frankow-Lindberg), La

Coruna, Spain [útdráttur 3.2].

Áslaug Helgadóttir, Berglind Orradóttir, Sigríður Dalmannsdóttir

og Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1999. Winter survival and production

of white clover at its northern limit. Í Proceedings of COST 814-

II Workshop: Crop Development for Cool and Wet Climate of

Europe, Pamplona, Spain, Oct. 19–21, 1998 (ritstj. M. Sánchez-

Diaz, J.J. Irigoyen, J. Aguirreolea og K. Pithan), bls. 209-216.

Áslaug Helgadóttir, Bjarni E. Guðleifsson, Friðrik Pálmason, Guðni

Þorvaldsson, Halldór Sverrisson, Hólmgeir Björnsson, Jón

Guðmundsson, Jónatan Hermannsson, Sigríður Dalmannsdóttir

og Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1999. Ræktað land í náttúru Íslands

– auðugt vistkerfi. Í Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík,

Háskóli Íslands, Líffræðifélag Íslands, bls. 59. (Útdráttur, BÍO-

24).

Ásrún Elmarsdóttir, 1997. Gróðurfar á Sámsstaðamúla: skýrsla til

Vegagerðarinnar á Selfossi. Reykjavík, Rannsóknastofnun

landbúnaðarins, umhverfissvið, 14 bls.

Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon, 1998. Uppgræðsla á

Hafinu á Gnúpverjaafrétti: skýrsla til Landsvirkjunar. Reykjavík,

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, umhverfissvið, 14 bls. (Rl-

001/Um-001).

Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon, 1999. Búðarháls-

virkjun, athugun á gróðri, skýrsla til Landsvirkjunar. Reykjavík,

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, umhverfissvið, 27 bls. (Rl-

011/Um-005).

Birna Baldursdóttir, Guðjón Þorkelsson, Þyrí Valdimarsdóttir og

Rósa Jónsdóttir, 1998. Fita í fóðri eldisgrísa. Fjölrit RALA 195, 31

bls.

Birna Baldursdóttir, Rósa Jónsdóttir, Þyrí Valdimarsdóttir og Guð-

jón Þorkelsson, 1999. Fitulítið fiskimjöl í fóðri eldisgrísa.

Ráðunautafundur 1999: 227-234.

Bjarni E. Guðleifsson, 1998. Áhrif túnræktunar á smádýrafánuna.

Ráðunautafundur 1998: 190-198.

Bjarni E. Guðleifsson, 1998. Lífverur í mold og túnsverði.

Ráðunautafundur 1998: 181-189.

Bjarni E. Guðleifsson, 1999. Ísáning – sáð í gróinn túnsvörð.

Ráðunautafundur 1999: 90-99.

Bjarni Helgason, 1998. Organic phosphorus in Icelandic soils.

Kungl. Skogs- och Lantbruksakademiens Tidskrift 137(7): 59-67.

Hreinn Óskarsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Bjarni Helgason,

Gunnar Freysteinsson, Böðvar Guðmundsson og Grétar

Guðbergsson, 1998. Áburðargjöf á nýgróðursetningar: kostnaður

við áburðarblöndur og dreifingu. Rit Rannsóknastöðvar

Skógræktar ríkisins 12, 16 bls.

Borgþór Magnússon, 1998. Endurheimt votlendis hafin á Íslandi.

Náttúrufræðingurinn 68(1): 3-16.

Borgþór Magnússon, 1998. Fyrstu tilraunir til endurheimtar vot-

lendis á Íslandi. Ráðunautafundur 1998: 45-56.

Borgþór Magnússon, 1998. Gróður í framræstum mýrum. Í Íslensk

votlendi: verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson). Reykjavík,

Háskólaútgáfan, bls. 105-120.

Borgþór Magnússon, 1999. Ástand lands í búfjárgirðingu í Heima-

ey. Úttekt Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, 28. júlí 1999.

Unnið að beiðni landbúnaðarráðuneytisins, 9 bls.

Borgþór Magnússon, 1999. Ástand lands í Fuglafriðlandinu við

Ölfusárós. Úttekt Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, 29. júlí

1999. Unnið að beiðni Fuglaverndarfélags Íslands og umhverfis-

stjóra Árborgar, 6 bls.

Borgþór Magnússon, 1999. Biology and utilization of Nootka lupin

(Lupinus nootkatensis) in Iceland. Proceedings of the 8th

International Lupin Conference, Asilomar, California, 11–16

May 1996 (ritstj. G.D. Hill). Canterbury, New Zealand,

International Lupin Association, bls. 42-48.

Borgþór Magnússon, 1999. Gróður á vegstæðum fyrirhugaðrar

Búðarhálsvirkjunar: skýrsla unnin fyrir Hönnun hf, verkfræðistofu.

Reykjavík, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, umhverfissvið,

15 bls. (Rl-14/Um-008).

Borgþór Magnússon, Björn H. Barkarson og Ólafur R. Dýrmunds-

son, 1999. Ítölugerð fyrir Laxnes I, Mosfellsbæ, 19 bls.

Borgþór Magnússon og Ásrún Elmarsdóttir, 1999. Frá Blöndulóni

að Norðlingaöldu: breytingar á jarðvatnsstöðu og gróðri við

miðlunarlón: skýrsla til Landsvirkjunar. Reykjavík, Rannsókna-

stofnun landbúnaðarins, umhverfissvið, 61 bls.

Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir, Björn H. Barkarson og

Bjarni P. Maronsson, 1999. Langtímamælingar og eftirlit í hrossa-

högum. Ráðunautafundur 1999: 276-286.

Bragi Líndal Ólafsson, 1998. Forage fermentation in situ. Í Karoline

– a dynamic cow for feed evaluation. Fjölrit frá ráðstefnu í Upp-

sölum, Svíþjóð, 8.–9. júní 1998, bls. 75-83.

Bragi Líndal Ólafsson og Páll Eydal Reynisson, 1998. Þættir sem

hafa áhrif á niðurbrot próteins í gróffóðri í vömb jórturdýra.

Ráðunautafundur 1998: 261-270.

Bragi Líndal Ólafsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, 1999. Þróun á

nýju fóðurmatskerfi fyrir jórturdýr. Ráðunautafundur 1999: 218-

222.

33

RITASKRÁ

Bragi Líndal Ólafsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, 1999. Quality

aspects of preserved forage. Nordisk jordbrugsforskning 81(3):

299-309.

Daði Már Kristófersson og Bjarni Guðmundsson, 1998. Vinna og

vélakostnaður við heyskap – athugun á 23 búum. Ráðunauta-

fundur 1998: 20-29.

Bjarni Guðmundsson, Björn Þorsteinsson og Daði Már Kristófers-

son, 1998. Að bjarga byggi. Ráðunautafundur 1999: 62-70.

Einar Mäntylä, S. Bohman og C. Dixelius, 1998. Identification of

Arabidopsis thaliana genes involved in responses to Phoma

lingam. Í The 7th International Congress of Plant Pathology,

Edinborg, Skotland 9.–16. ágúst (útdráttur).

Einar Mäntylä (meðhöf.), 1998. Arabidopsis thaliana –Methods

and Applications. Aðferðafræðihefti fyrir námskeiðið National

Graduate School in Plant Cell and Molecular Biology, 7.–14.

janúar 1998 í Uppsala, Svíþjóð, 139 bls.

Andersson, A. og Einar Mäntylä, 1998. Värdefulla substanser från

insekter. Uppsala, Institutionen för Växtbiologi, Genetikcentrum,

SLU. Skýrsla unnin fyrir fyrirtækið Alternativ Förädling AB, 17

bls.

Einar Mäntylä, 1999. Má auka streituþol nytjaplantna með uppsöfn-

un osmólýta? Í Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli

Íslands, Líffræðifélag Íslands, bls. 31. (Útdráttur, SAL-16).

Eiríkur Blöndal, 1998. Kjörtímaáhrif á heyskap. Ráðunautafundur

1998: 30-34.

Emma Eyþórsdóttir, 1998. Heritability and genetic correlation of

pelt and skin quality traits of Icelandic lambs. Í Proceedings of the

6th World Congress on Genetics Applied to Livestock Production

24: 79-82.

Ágúst Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Jón Viðar Jónmundsson og

Stefán Sch. Thorsteinsson, 1998. Heimsráðstefna um búfjárkyn-

bætur í Ástralíu í janúar 1998. Ráðunautafundur 1998: 231-232.

Danell, B., F. Vigh-Larsen, A. Mäki-Tanila og Emma Eyþórsdóttir,

1998. A strategic plan for Nordic co-operation in management of

animal genetic resources. Í Proceedings of the 6th World Congress

on Genetics Applied to Livestock Production 28: 111-114.

Emma Eyþórsdóttir, 1999. Bevaringsarbejdet i Island. Í Husdyr og

landskab: kulturlandskabets husdyr og bevaring af gamle

landracer i Norden 4.-6. juni 1998 (ritstj. Finn Tuxen-Petersen).

Auning, Dansk Landbrugsmuseum, bls. 9-14.

Kantanen, J., I. Olsaker, L-E. Holm, J. Vilkki, S. Lien, K. Sandberg,

Emma Eyþórsdóttir og Stefán Aðalsteinsson, 1998. Intra- and

interracial genetic variation in North-European cattle breeds. Í

Proceedings of the 6th World Congress on Genetics Applied to

Livestock Production 28: 159-162.

Friðrik Pálmason, 1998. Rannsóknir á efnamagni í jarðvegi, gróðri

og heyjum í nágrenni iðnaðarsvæðisins á Grundartanga:

áfangaskýrsla 1997 [trúnaðarskýrsla]. Reykjavík, Rannsókna-

stofnun landbúnaðarins, umhverfissvið. (Rl-007/Um-003).

Friðrik Pálmason og Borgþór Magnússon, 1998. The effect of air-

borne fluoride and sulphur dioxide on plants: with reference to

emissions from an aluminium smelter in Reyðarfjörður and

vegetation near the smelt. Reykjavík, Rannsóknastofnun

landbúnaðarins, umhverfissvið, 27 bls. (Rl-005/Um-002).

Friðrik Pálmason, 1999. Nítur í íslenskum jarðvegi. Í Líffræði-

rannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands, Líffræðifélag

Íslands, bls. 121. (Veggspjald, VFÖ-48).

Friðrik Pálmason, 1999. Rannsóknir á efnamagni í gróðri og heyj-

um í nágrenni iðnaðarsvæðisins á Grundartanga: áfangaskýrsla

1998: Vöktun á efna- og eðlisþáttum jarðvegs og gróðurs fyrir

iðnaðarsvæðið á Grundartanga [trúnaðarskýrsla]. Reykjavík,

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, umhverfissvið, 22 bls. (Rl-

015/Um-009).

Friðrik Pálmason og Erik Skye, 1999. An evaluation of the impact

of airborne emissions from a planned aluminium smelter on vege-

tation in Reyðarfjörður. Reykjavík, Rannsóknastofnun landbún-

aðarins, umhverfissvið, 31 bls. (Rl-012/Um-006).

Gísli Sverrisson, 1999. Hermilíkan fyrir heyskap. Ráðunautafund-

ur 1999: 145-150.

Grétar Einarsson, 1998. Athugun á notkun útitanka við geymslu

búfjáráburðar. Ráðunautafundur 1998: 175-180.

Grétar Einarsson og Eiríkur Blöndal, 1999. Athugun á tækni við

skurðahreinsun. Ráðunautafundur 1999: 100-106.

Grétar Guðbergsson, 1998. Hrís og annað eldsneyti. Skógræktar-

ritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1998: 23-31.

Grétar Guðbergsson og Þorleifur Einarsson, 1998. Flokkun og

jarðvegseiginleikar mýra. Í Íslensk votlendi: verndun og nýting

(ritstj. Jón S. Ólafsson). Reykjavík, Háskólaútgáfan, bls. 79-87.

Grétar Guðbergsson, 1999. Til varnar Íslands skógum: glefsur úr

skógarsögu. Skógræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands

1999: 103-107.

Sturla Friðriksson og Grétar Guðbergsson, 1999. Fornir skógar í

Sandvatnshlíð. Skógræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands

1999: 79-81.

Grétar Guðbergsson, 1999. Cultural landscape in N-Iceland.

Vegetation, legislation and history. Nordisk Jordbrugsforskning

81(2): 49-54.

Guðjón Þorkelsson, 1998. Nýtt gæðamat á kindakjöti. Ráðunauta-

fundur 1998: 199-205 og Freyr 94(2): 18-22.

Guðmundur Örn Arnarson, 1999. Framleiðsla natríumskertra

matvæla. Tækifæri fyrir matvælaiðnaðinn. Matur er mannsins

megin 11: 8-9.

Guðmundur Örn Arnarson og Magnús Guðmundsson, 1999. Örhúð-

un viðkvæmra efna – yfirlit aðferða, efna og möguleika í matvæla-

iðnaði. Matra 99:08, 47 bls.

Guðmundur Örn Arnarson, Óli Þór Hilmarsson og Ólafur Reykdal,

1999. Framleiðsla á natríumskertum matvælum. Matra 99:07, 47

bls.

34

RITASKRÁ

Guðni Þorvaldsson, 1998. Áhrif veðurþátta á byrjun gróanda og

grænku túna og úthaga. Ráðunautafundur 1998: 155-163.

Guðni Þorvaldsson, 1998. Áhrif veðurþátta og áburðartíma á byrjun

gróanda og sprettu. Ráðunautafundur 1998: 164-170.

Guðni Þorvaldsson, 1999. Vallarfoxgras í sáðsléttum bænda í

Árnessýslu. Ráðunautafundur 1999: 87-89.

Guðni Þorvaldsson, 1999. Áhrif veðurfars á gróanda og sprettu. Í

Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 122. (Veggspjald, VFÖ-49).

Guðni Þorvaldsson, 1999. The effects of some weather factors on

grass growth. Í Modelling crop growth and quality in the

agroecosystem. NJF seminar 289 (í prentun).

Guðrún Pálsdóttir,1998. Upplýsingaleiðir vísindamanna og öflun

heimilda. Í Rannsóknir í félagsvísindum II: erindi flutt á ráðstefnu

í febrúar 1997 (ritstj. Friðrik H. Jónsson). Reykjavík, Félags-

vísindastofnun Háskóla Íslands, bls. 21-26.

Guðrún Pálsdóttir og Áslaug Helgadóttir (ritstj.), 1998. Skýrsla um

starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1996–1997. Fjöl-

rit RALA 194, 40 bls.

Guðrún Pálsdóttir, 1999. Innan seilingar: upplýsingaleiðir

vísindamanna og öflun heimilda. M.A.-ritgerð í bókasafns- og

upplýsingafræði. Reykjavík, Háskóli Íslands, 190 bls. (Félags-

vísindadeild; 1483).

Guðrún Pálsdóttir, 1999. Scientists' access to information and their

information seeking habits. Í Electronic information and

publications: proceedings of the 24th Annual conference of the

IAMSLIC and the 17th PLC. (ritstj. Markham, J.W., A.L Duda og

M. Andrews). Fort Pierce, Florida, IAMSLIC, bls. 410-411.

[Útdráttur veggspjalds].

Guðrún Pálsdóttir, 1999. Experimental access and evaluation of

CSA databases: two months trial period for small Nordic libraries.

Nordinfo Nytt 22(4): 6-18.

Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson, 1998. Bygg í fóðri mjólkur-

kúa af íslensku kyni. Ráðunautafundur 1998: 78-86.

Gunnar Ríkharðsson og Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Hálíngresi og

vallarfoxgras handa mjólkurkúm. Ráðunautafundur 1999: 192-

199.

Halldór Sverrisson, 1999. Almennt yfirlit um gulrófur. Fjölrit Rala

199: 7–9.

Halldór Sverrisson, 1999. Sjúkdómar í gulrófum. Fjölrit Rala 199:

23–30.

Halldór Sverrisson, 1999. Prófun á Rhizobium-stofnum á rauðsmára.

Í Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 123. (Veggspjald, VFÖ-51).

Guðmundur Halldórsson, Halldór Sverrisson, Guðríður Gyða

Eyjólfsdóttir og Edda Sigurdís Oddsdóttir, 1999. Svepprót sem

vörn gegn ranabjöllulirfum. Í Líffræðirannsóknir á Íslandi.

Reykjavík, Háskóli Íslands, Líffræðifélag Íslands, bls. 57.

(Veggspjald, BÍÓ-20).

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Edda S.

Oddsdóttir, Halldór Sverrisson, 1999. Sveppafár á Suðurlandi.

Skógræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1999(2): 114-

125.

Hermann Þórðarson og Hörður Þormar, 1998. Atburðarás við

klórtanksóhapp og dreifing klórgass. Lokuð skýrsla, 15 bls. (ITÍ/

UET5UA8236).

Hermann Þórðarson og Hörður Þormar, 1999. Environmental

monitoring at Grundartangi and Hvalfjörður area September

1997- August 1998, 38 bls. og viðaukar (ITÍ9906/EGK01-

5EM7112/5EM7188).

Hermann Þórðarson og Hörður Þormar, 1999. Umhverfisvöktun á

Grundartanga og í Hvalfirði: september 1998 – ágúst 1999, 25 bls.

og viðaukar (ITÍ9915/EGK06-5EM7112/5EM7188).

Hjalti Sigurjónsson, Fanney Gísladóttir og Ólafur Arnalds, 1999.

Measurement of eolian processes on sandy surfaces in Iceland.

Fjölrit RALA 201, 27 bls.

Hlynur Óskarsson, 1998. Framræsla votlendis á Vesturlandi. Í

Íslensk votlendi: verndun og nýting (ritstj. Jón S. Ólafsson).

Reykjavík, Háskólaútgáfan, bls. 121-129.

Hlynur Óskarsson, 1999. Kolefnisbúskapur mýra: áhrif framræslu

og gildi endurheimtar mýra til viðhalds kolefnisforða þeirra. Í

Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 60. [Útdráttur erindis].

Hólmgeir Björnsson, 1998. Application of nitrogen fertilizers in

autumn. Í Ecological aspects of grassland management.

Proceedings of the 17th General Meeting of the European

Grassland Federation. Debrecen, Hungary, Agricultural

University Debrechen, May 18–21, 1998 (ritstj. G. Nagy og

Petö), bls. 639-642.

Hólmgeir Björnsson, 1998. Dreifing áburðar síðsumars og að

hausti. Ráðunautafundur 1998: 141-154.

Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.), 1998.

Jarðræktarrannsóknir 1997. Fjölrit RALA 193, 75 bls.

Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvaldsson, 1999. Reiknilíkön í

jarðrækt. Ráðunautafundur 1999: 141-144.

Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.), 1999.

Jarðræktarrannsóknir 1998. Fjölrit RALA 198, 85 bls.

Hörður Þormar, 1998. Fluorine investigation in the vicinity of

ISAL: complete data from the laboratories: 1998 [um 40 bls].

Hörður Þormar, 1999. Fluorine investigation in the vicinity of

ISAL: complete data from the laboratories: 1999 [um 40 bls].

Jóhannes Sveinbjörnsson, 1998. Icelandic sheep production systems.

M.Sc. ritgerð við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum, Svíþjóð.

Jóhannes Sveinbjörnsson, 1998. Carbohydrate metabolism in

Karoline. Í Karoline - a dynamic cow for feed evaluation. Fjölrit

frá ráðstefnu í Uppsölum, Svíþjóð,(8.–9. júní 1998, bls. 14-18.

Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Einarsson, 1998. Comparison

of a high-input vs. low-input system for Icelandic sheep production.

Búvísindi 12: 3-13

35

Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Einarsson, 1998. Comparison

of a high-input vs low-input system for Icelandic sheep production.

Systems for sheep production in Iceland. Uppsala, Swedish

University of Agricultural Sciences, Department of Animal

Nutrition and Management, II : 1-17.

Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi Líndal Ólafsson, 1999. Orkuþarfir

sauðfjár og nautgripa í vexti með hliðsjón af mjólkurfóður-

einingakerfi. Ráðunautafundur 1999: 204-217.

Jón Guðmundsson, 1998. Baráttan við illgresið, illgresiseyðar og

notkun þeirra. Ráðunautafundur 1998: 109-123.

Jón Guðmundsson, 1998. Fröavl i Island, status og fremtidsudsikter.

Nordisk jordbrugsforskning 80(4): 87. [Útdráttur].

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Ása L. Aradóttir

og Jón Guðmundsson, 1998. Varnir gegn frostlyftingu. Skóg-

ræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1998: 72-81.

Fagleri, I.L., Jón Guðmundsson, P. Leinonen og Mette M. Swenning,

1998. Interaction between white clover and different Rhizobium

strains in two soil types at Iceland. Í Inter-regional and Co-

operative Research and Development Network on Pastures and

Fodder Crops. Lowland and Grasslands of Europe – Utilization

and Development. Ráðstefna 13.–16. október 1998, La Coruoa,

Galicia, Spáni [útdráttur3.6].

Jón Guðmundsson, 1999. Línrækt, rannsóknaniðurstöður 1997–

1998. Skýrsla til landbúnaðarráðuneytis.

Ása L. Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir, Sigurður H. Magnússon,

Jón Guðmundsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson og Andrés Arnalds,

1999. Notkun innlendra víðitegunda til uppgræðslu og landbóta.

Áfangaskýrsla 1997–1998. Fjölrit Landgræðslunnar 1, 24 bls.

Svenning, M.M., K.E. Eilertsen, Jón Guðmundsson og P. Leinonen,

1998. Effect of inoculum composition on plant production and

nodule occupancy in the field. Í Biological Nitrogen Fixation for

the 21st Century (ritstj. C. Elmerich, A. Kondorosi og W.E.

Newton). Dordrecht, Kluwer Academic Publishers, bls. 641.

Jón Guðmundsson, 1999. Innlendar belgjurtir – ræktunarmöguleikar.

Í Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 120 (Veggspjald, VFÖ-45).

Jónatan Hermannsson, 1998. Sáðskipti I. Ráðunautafundur 1998:

99-103.

Jónatan Hermannsson, 1999. Úr korntilraunum 1993–1998.

Ráðunautafundur 1999: 54-61.

Jónatan Hermannsson, 1999. Aðlögun byggs að íslensku veðurfari.

Í Líffræðirannsóknir á Íslandi. Reykjavík, Háskóli Íslands,

Líffræðifélag Íslands, bls. 122. (Veggspjald, VFÖ-50).

Jónatan Hermannsson, 1999. Gulrófur fyrr og nú. Fjölrit RALA 199:

11-21.

Laufey Bjarnadóttir og Þóroddur Sveinsson, 1999. Áhrif sláttutíma

á fóðrunarvirði vallarfoxgrass. Ráðunautafundur 1999: 164-173.

Lárus Pétursson, 1999. Kornskurðarvélar. Ráðunautafundur 1999:

78-86 og Freyr 95(2): 27-33.

Magnús Guðmundsson, 1998. Gelatín úr roði og eiginleikar þess.

ITÍ9802/MTD02, 13 bls.

Magnús Guðmundsson, Margrét S. Sigurðardóttir, Stefanía

Karlsdóttir, Guðmundur Örn Arnarson, Ásbjörn Jónsson og

Hannes Hafsteinsson, 1999. Samvirk áhrif rafpúlsa og háþrýst-

ings á matvæli. Matra 99:10, 8 bls.

Margrét S. Sigurðardóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir og Hannes

Hafsteinsson, 1999. Rafeindasmásjárgreining á matvælum með

notkun LT-SEM. Matra 99:05, 16 bls.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Starfsskýrsla 1997. Til búnaðarþings

1998: 55-61.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Niðurstöður framleiðsluspár 1997,

framleiðsluspá 1998 og slátrun 1997. Fjölrit, 26 bls.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Niðurstöður framleiðsluspár 1998,

framleiðsluspá 1999 og slátrun 1998. Fjölrit, 23 bls.

Pétur Sigtryggsson, 1999. Starfsskýrsla 1998. Til búnaðarþings

1999: 59-65.

Ólafur Arnalds, 1998. Sandur – Sandfok. Græðum Ísland VI : 69-82.

Ólafur Arnalds og Steve Archer (ritstj.), 1999. Case studies of

rangeland desertification, proceedings from an international

workshop in Iceland. Fjölrit RALA 200, 149 bls.

Ólafur Arnalds og Steve Archer, 1999. Introduction. Í Case Studies

of Rangeland Desertification. Proceedings from an International

Workshop in Iceland (ritstj. Ólafur Arnalds og S. Archer). Fjölrit

RALA 200: 7-10.

Ólafur Arnalds, 1999. Nytjaland. Landupplýsingavefur landbún-

aðarins. Ráðunautafundur 1999: 1-3.

Ólafur Arnalds, 1999. Soil survey and databases in Iceland. Í Soil

Resources of Europe (ritstj. P. Bullock, R.J.A. Jones og L.

Montanarella). Ispra, Italy, European Soil Bureau, Joint Research

Centre, European Commission, bls. 91-96.

Ólafur Arnalds, 1999. Soils and soil erosion in Iceland. Í Proceedings

of the 5th International Symposium on the Geochemistry of the

Earth’s Surface (ritstj. Halldór Ármannsson). Rotterdam, Bal-

kema, bls.135-138.

Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir, Arnór Snorrason, Grétar Guð-

bergsson, Þorbergur Hjalti Jónsson og Anna María Ágústsdóttir,

1999. Organic carbon sequestration by restoration of severely

degraded areas in Iceland. Fjölrit RALA 197, 19 bls.

Strachan, Ian B, Ólafur Arnalds, Friðrik Pálmason, Halldór Þor-

geirsson, Bjarni D. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir og

Gillian Novoselac, 1999. Soils of the Gunnarsholt experimental

plantation. Búvísindi 12: 27-38.

Ólafur Guðmundsson, 1998. Evaluation of feeds for horses. Í NOVA

course on the Icelandic horse and horse breeding and management.

Hvanneyri Agricultural College, Iceland, bls. 30.

Ólafur Guðmundsson, 1998. Sheep grazing on pastures and rangelands

in Iceland. Í Third Circumpolar Agricultural Conference, 12–16

October 1998, Anchorage, Alaska, USA, bls. 87-93.

RITASKRÁ

36

Ólafur Guðmundsson, 1998. Use of pulse dose marker in the

prediction of intake, faecal output and digestibility. Í COST

Action 827. Collection of minutes 1998–1999/WG5.3, bls. 3-5.

Ólafur Guðmundsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir, 1998.

Evaluation of n-alkanes for intake and digestibility determination

in horses. Í Techniques for investigating intake and ingestive

behaviour by farm animals, IXth European Intake Workshop, 18–

20 November 1998. North Wyke, Devon, UK, IGER, 4 bls.

Ólafur Guðmundsson og Jóhann Þórsson, 1998. Icelandic experience

in digestibility determination and aubsequent intake prediction of

sheepgrazing native pastures. Í Techniques for investigating

intake and ingestive behaviour by farm animals, IXth European

Intake Workshop, 18–20 Nov. 1998. North Wyke, Devon, UK,

IGER, 4 bls.

Ólafur Guðmundsson og Þuríður Pétursdóttir, 1998. Áhrif breytilegs

hlutfalls próteins og fitu úr sjávarafla á fóðurnýtingu bleikju við

mismunandi hitastig og aldur. Lokaskýrsla til RANNÍS. Reykja-

vík, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 34 bls. (Rl-006/Fó-001).

Ólafur Guðmundsson og Þuríður Pétursdóttir, 1998. Digestibility

and growth in Arctic charr as affected by age and water

temperature. Í VIII International Symposium on Fish Physiology,

15–18 August 1998, Uppsala University, Uppsala, Sweden

(útdráttur).

Ólafur Guðmundsson og Þuríður Pétursdóttir, 1998. Digestibility

and growth of farmed Arctic charr in relation to age and water

temperature. Í Third Circumpolar Agricultural Conference, 12–

16 October 1998, Anchorage, Alaska, USA, bls. 96-99.

Ólafur Guðmundsson og Þuríður Pétursdóttir, 1998. Effect of age

and water temperature on digestibility and growth in Arctic charr.

Í Proceedings Contributed Papers – Vol. I. 8th World Conference

on Animal Production (WCAP), June 28 – July 4, 1998, Seoul

National University, Seoul, Korea, bls. 280-281.

Ólafur Guðmundsson, Kristín Halldórsdóttir og Hólmgeir Björns-

son, 1998. Comparison of chromic oxide, celite and n-alkanes as

dietary markers for digestibility determination in fish. Í

Proceedings Contributed Papers – Vol. I. 8th World Conference

on Animal Production (WCAP), June 28 – July 4, 1998, Seoul

National University, Seoul, Korea, bls. 982-983.

Ólafur Guðmundsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Jóhann Þórsson,

1998. Effect of grazing pressure and time of grazing on intake,

digestibility and growth of sheep grazing subarctic summer

rangeland. Í Proceedings Contributed Papers – Vol. I. 8th World

Conference on Animal Production (WCAP), June 28 – July 4,

1998, Seoul National University, Seoul, Korea, bls. 240-241.

Soffía Vala Tryggvadóttir, Ólafur Guðmundsson og Jónas Bjarnason,

1998. Effect of biogenic amines on feed intake, digestibility and

growth of salmon (Salmo Salar L.) parr. Í Proceedings Contributed

Papers – Vol. I. 8th World Conference on Animal Production

(WCAP), June 28 – July 4, 1998, Seoul National University,

Seoul, Korea, bls. 984-985.

Ólafur Guðmundsson, 1999. Eftirlit með fóðri og lögboðnar

merkingar á því. Handbók bænda 49: 221-224.

Ólafur Guðmundsson, 1999. Breytingar á reglum um eftirlit með

fóðri til samræmis við nýjar reglur Evrópusambandsins. Ráðu-

nautafundur 1999: 136-140.

Ólafur Guðmundsson og Þuríður E. Pétursdóttir, 1999. Áhrif

mismunandi prótein- og fituinnihalds fóðurs á meltanleika

næringarefna og vöxt bleikju við mismunandi aldur og eldishita.

Í Bleikjudagur ’99. Framtíðarsýn og þróun á markaði. Ráðstefna

haldin á Fosshótel KEA, Akureyri, 30. apríl 1999, 7 bls.

Ólafur Reykdal, 1998. Berst kadmín í búfjárafurðir? Ráðunauta-

fundur 1998: 209-215.

Ólafur Reykdal, 1998. Lýkópen. Hollustuefni í tómötum. Heil-

brigðismál 46(3): 12-13.

Ólafur Reykdal, 1998. Næringargildi matvæla - Næringarefnatöflur.

Reykjavík, Námsgagnastofnun og Rannsóknastofnun landbún-

aðarins, 4. útg., 96 bls.

Ólafur Reykdal, 1998. Úttekt á nokkrum efnum í Íslenska

gagnagrunninum fyrir efnainnihald matvæla 1996–97. Reykjavík,

Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 34 bls. (Rl-008/Af-004).

Ólafur Reykdal og Valur Norðri Gunnlaugsson, 1999. Næringargildi,

bragðgæði og nýting gulrófna. Fjölrit RALA 199: 57-62.

Laufey Steingrímsdóttir og Ólafur Reykdal, 1999. Herta fitan og

hollustan. Heilbrigðismál 47(2): 24-27.

Ólafur Unnarsson, 1998. Gæðakröfur og gæðamat á frosnum

matvælum til stóreldhúsa, fræðilegur hluti verkefnisins. Verkefni

unnið með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Umsjón Guðjón

Þorkelsson. Reykjavík, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 34

bls. (Rl-003/Af-002).

Ragnar Jóhannsson og Helgi Thorarensen, 1999. Margföldun fram-

leiðni með þaulnýtingu vatns í fiskeldi. Eldisfréttir 1999: 13-

14,18.

Rósa Jónsdóttir, Hörður Kristinsson, Einar Sigurðsson og Guðjón

Þorkelsson, 1998. Áhrif fitusýrusamsetningar svínafitu á gæði

pepperoni. Fjölrit RALA 196, 26 bls.

Sigríður Bjarnadóttir, 1998. Þurrhey af 1. slætti og há í rúllum handa

mjólkurkúm. Ráðunautafundur 1998: 68-77.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Samanburður á þremur grænfóður-

tegundum handa mjólkurkúm að hausti. Ráðunautafundur 1999:

182-191.

Þorsteinn Ólafsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Sigurðarson og

Guðbjörg Jónsdóttir, 1999. Selen og ormalyf handa kvígum.

Ráðunautafundur 1999: 200-203.

Sigríður Dalmannsdóttir, Mette Svenning og Áslaug Helgadóttir,

1998. Co-adaptation of white clover and Rhizobium leg-

uminosarum biovar trifolii related to geographic origin. Í

Proceedings of the Progress Meeting of the Working Group on

Overwintring and Spring Growth of White Clover, DvP Melle,

Belgíu, 20.–23. ágúst 1998, bls. 68-69.

RITASKRÁ

37

Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Bjarni E. Guðleifs-

son, 1998. Winter hardiness and yield of white clover in northern

areas. Í Proceedings of the Progress Meeting of the Working

Group on Overwintring and Spring Growth of White Clover, DvP

Melle, Belgíu, 20.–23. ágúst 1998, bls. 42-45.

Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir, Bjarni Guðleifsson

og Mette Svenning, 1999. Winter hardiness and yield of white

clover in northern areas. Í Proceedings of the Progress Meeting

of the Working Group on Overwintring and Spring Growth of

White Clover, Kiel, Þýskalandi, 29.–31. ágúst 1999, bls. 19-27.

Sigurgeir Ólafsson, 1999. Grásnigill – Limax maximus L. – fundinn

á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 68(3-4): 161-162.

Guðmundur Halldórsson og Sigurgeir Ólafsson, 1999. Meindýr í

rófnarækt. Fjölrit Rala 199: 31-56.

Sjöfn Sigurgísladóttir og Helga Þ. Ingvarsdóttir, 1998. Fiskmarn-

ingur. Lokuð skýrsla. 38 bls. (ITÍ9821/MTD09).

Sjöfn Sigurgísladóttir, Ásbjörn Jónsson og Hannes Hafsteinsson,

1998. Gæðamat á laxi: lokaskýrsla, 10 bls. (ITÍ9804/MTD04).

Stefanía Karlsdóttir, 1998. Bætt nýting í rækjuiðnaði. Steinefni í

vatni, 7 bls. (ITÍ9816/MTD08).

Stefanía Karlsdóttir, 1998. Bætt nýting í rækjuiðnaði. Fosfatgerðir,

18 bls. (ITÍ9807/MTD06).

Stefanía Karlsdóttir og Elsa Dögg Gunnarsdóttir, 1998. Bætt nýting

í rækjuiðnaði. Uppþíðing á frosinni rækju, 18 bls. (ITÍ9812/

MTD07).

Stefanía Karlsdóttir, Margrét S. Sigurðardóttir, Helga Þ. Ingvars-

dóttir og Hannes Hafsteinsson, 1998. Samvirk áhrif rafpúlsa og

háþrýstings á matvæli, 22 bls. (ITÍ9824/MTD10).

Stefanía Karlsdóttir, Magnús Valdimarsson, Páll Árnason og Hann-

es Hafsteinsson, 1998. Hitaálagsmælir fyrir rækjusuðu.

Lokaskýrsla. Lokuð skýrsla, 8 bls. (ITÍ9803/MTD03).

Stefanía Karlsdóttir, Helga Þ. Ingvarsdóttir og Hannes Hafsteinsson,

1998. Áhrif hitameðhöndlunar á nýtingu og aðra gæðaþætti í

rækjuvinnslu. Lokaskýrsla, 20 bls. (ITÍ9801/MTD01).

Stefanía Karlsdóttir, Ásbjörn Jónsson og Sjöfn Sigurgísladóttir,

1999. Marinering á kjöt- og fiskafurðum. Matur er mannsins

megin 11: 22.

Stefanía Karlsdóttir, Elsa Dögg Gunnarsdóttir, Margrét S.

Sigurðardóttir og Helga Þ. Ingvarsdóttir, 1999. Bætt nýting í

rækjuiðnaði – Grímseyjarsund, 51 bls. (ITÍ9807/Matra 99:03).

Stefanía Karlsdóttir, Elsa Dögg Gunnarsdóttir, Margrét S.

Sigurðardóttir og Helga Þ. Ingvarsdóttir, 1999. Bætt nýting í

rækjuiðnaði, Ísafjarðardjúp, 41 bls. (ITÍ 9807/Matra 99:02).

Guðjón Þorkelsson, Stefán Sch. Thorsteinsson og Þyrí Valdimars-

dóttir, 1999. Quality of lamb meat from different production

systems in Europe. Nordisk Jordbrugsforskning 81(3): 316-320.

Þyrí Valdimarsdóttir; Stefán Sch. Thorsteinsson, Guðjón Þorkelsson

og Rósa Jónsdóttir, 1999. Skynmat á kjöti af haustfóðruðum

hrútlömbum og geldingum. Ráðunautafundur 1999: 121-130.

Tryggvi Eiríksson og Björn Þorsteinsson, 1999. Samræming

fóðurefnagreininga. Ráðunautafundur 1999: 223-226.

Valur Norðri Gunnlaugsson, 1999. Athugun á gæðabreytingum á

salati frá framleiðanda til neytanda. Matvælarannsóknir

Keldnaholti, ágúst 1999. Lokuð skýrsla. Matra 99:12, 6 bls.

Valur Norðri Gunnlaugsson, 1999. Nítrat í blaðsalati. Matvælarann-

sóknir Keldnaholti, ágúst 1999. Lokuð skýrsla. Matra 99:11, 9 bls.

Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal, 1999. Gæði græn-

metis á íslenskum markaði 1998–1999. Matra 99:06, 19 bls. og

viðaukar.

Þóroddur Sveinsson, N. Halberg og I.S. Kristensen, 1998. Problems

associated with nutrient accounting and budgets in mixed farming

system. Í Mixed Farming Systems in Europe, Workshop

Proceedings, Dronten, Hollandi 25.–28. maí 1998. Wageningen,

Landbouwuniversiteit, bls. 135-140.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Næringarefnabókhald fyrir kúabú.

Ráðunautafundur 1998: 124-140.

Þóroddur Sveinsson, 1999. Nitrogen utilization of cultivated fields

on Icelandic dairy farms. Í Crop development for the cool and wet

regions of Europe, Cost action 814. Workshop on N-use efficiency.

Melle, Belgíu 2.–5. júní 1999 (í prentun).

Þóroddur Sveinsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1999. Niðurbrot

kolvetna og gerjun í rúlluheyi. Ráðunautafundur 1999: 151-163.

Skjødt, L., S. Köylijärvi, Þóroddur Sveinsson, H. Tangerås og M.

Oliveras, 1999. Spirekraft (vigour) hos mark- og havefrø.

TemaNord 1999:519, 47 bls.

Þorsteinn Tómasson, 1999. Elri til landgræðslu – reynslusaga.

Skógræktarritið. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1999 (2): 37-47.

Þuríður Pétursdóttir og Þyrí Valdimarsdóttir, 1999. Quality standards

for farmed arctic charr (Salvelinus alpinus) – relation to farming

practicies. Nordisk jordbrugsforskning 81(2): 235.

Rit almenns eðlis

Áslaug Helgadóttir, 1998. Jarðræktarfólk RALA gerir víðreist um

landið. Bændablaðið 5(10): 23.

Áslaug Helgadóttir, 1999. Er smári eitthvað fyrir mig? Starfsmenn

RALA og Bændaskólans á Hvanneyri sýna bændum tilraunir

með smára og grös. Bændablaðið 5(11): 25.

Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon, 1998. Rannsóknir á

ástandi hrossahaga. Bændablaðið 4(7): 12.

Guðmundur Steindórsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1998. Bú-

skaparannáll 1988–1993. Heimaslóð 10-12: 120-130.

Bjarni E. Guðleifsson, 1999. Köngulær. Garðyrkjuritið 79: 97-119.

Bjarni Helgason, 1998. Jarðvegsefnagreiningar og áburðarleiðbein-

ingar. Handbók bænda 48: 86-90.

Bjarni Helgason, 1999. Jarðvegur á Suðurnesjum. Í Við ræktum –

Ræktun við sjávarsíðuna 1(1): 26-27.

RITASKRÁ

38

Borgþór Magnússon, Hlynur Óskarsson og Arnþór Garðarsson,

1999. Endurheimt votlendis. Kynnigarbæklingur gefinn út af

Nefnd um endurheimt votlendis í samvinnu við Fuglaverndarfélag

Íslands.

Bragi Líndal Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson og Emma

Eyþórsdóttir, 1999. Efnainnihald mjólkur. Bændablaðið 5(21):

34-35.

Daði Már Kristófersson og Bjarni Guðmundsson, 1998. Vinna og

vélakostnaður við heyskap: athugun á 23 búum víðs vegar um

land. Freyr 94(7): 7-10.

Eiríkur Blöndal, 1998. Kjörtímaáhrif og óbeinn kostnaður við

heyskap. Handbók bænda 48: 141-143.

Eiríkur Blöndal, 1998. Stærðarmerkingar hjólbarða. Handbók bænda

48: 144.

Emma Eyþórsdóttir og Guðjón Kristinsson, 1998. Þróun ullargæða

og verðmæti ullar. Freyr 94 (11): 10-12.

Grétar Einarsson, 1998. Athugun á notkun útitanka við geymslu

búfjáráburðar. Freyr 94(9): 9-12.

Grétar Einarsson, 1998. Bútæknideild RALA: tilraun með nýjan

geymslutank fyrir búfjáráburð. Bændablaðið 4(20): 7.

Grétar Einarsson, 1998. Búvélaprófanir 1997. Freyr 94(3): 29-36.

Grétar Einarsson, 1998. Búvélaprófanir á vefnum, Bændablaðið

4(10): 10.

Grétar Einarsson, 1998. Kanntu að girða rafgirðingar? Bændablaðið

4(7): 23.

Grétar Einarsson og Eiríkur Blöndal, 1998. Fjósbyggingar – helstu

gerðir, kostir og annmarkar. Freyr 94(7): 4-6.

Grétar Einarsson og Lárus Pétursson, 1998. Niðurfelling búfjár-

áburðar með DGI-tækni. Bændablaðið 4(14): 16.

Grétar Einarsson, 1999. Athugun á dreifingu tilbúins áburðar.

Bændablaðið 5(7): 7.

Grétar Einarsson, 1999. Endurskoða þarf fyrirkomulag búvélapróf-

ana. Bændablaðið 5(4): 9.

Grétar Einarsson, 1999. Niðurfellingartæki fyrir búfjáráburð.

Bændablaðið 5(2): 9.

Grétar Einarsson, 1999. Nýr búfjáráburðardreifari fyrir skurða-

hreinsun. Bændablaðið 5(7): 2.

Grétar Einarsson og Eiríkur Blöndal, 1999. Athugun á tækni við

skurðahreinsun. Freyr 95 (7): 12-16.

Ríkharð Brynjólfsson og Grétar Einarsson 1999. Sáning í kalsvæði

með mykjudreifara. Bændablaðið 5(21): 15.

Guðmundur Örn Arnarson og Sjöfn Sigurgísladóttir, 1999. Íblönd-

unarefni í matvæli. Fiskvinnslan 1/99: 19-24.

Guðni Þorvaldsson, 1998. Plöntutegundir til sáningar í tún. Handbók

bænda 48: 95-98.

Guðni Þorvaldsson, 1998. Áhrif veðurþátta á byrjun gróanda og

grænku túna og úthaga. Freyr 94(1): 25-28.

Guðni Þorvaldsson og Hólmfríður Sigurðardóttir, 1998. Ánamaðkar

(Lumbricidae) í túnum í tveimur hreppum á Suðurlandi. Freyr

94(6): 31-34.

Guðni Þorvaldsson, 1999. Á íslenska kýrin sér þegnrétt í landinu?

Bændablaðið 5(11): 4.

Gunnar Ríkharðsson, 1998. Bygg í fóðri mjólkurkúa. Freyr 94(7):

14-16.

Halldór Sverrisson, 1998. Bakteríusmit á belgjurtir: vaxandi áhugi

er á ræktun og nýtingu rauðsmára í landbúnaði. Bændablaðið

4(4): 8.

Hallgrímur Sveinn Sveinsson, 1998. Íslenski hænsnastofninn: vaxandi

áhugi fyrir því að halda íslenskar hænur. Bændablaðið 4(4): 12.

Hannes Hafsteinsson, 1999. Matvælarannsóknir Keldnaholti.

Mataræði 1999: 27.

Hólmgeir Björnsson, 1998. Að bera á í lok sumars. Bændablaðið

4(14): 7.

Hólmgeir Björnsson, 1998. Dreifingartími áburðar. Freyr 94(6):

18-22, 25.

Hólmgeir Björnsson og Jónatan Hermannsson, 1998. Fjölært rýrgresi.

Freyr 94(6): 10.

Hólmgeir Björnsson, 1999. Dreifingartími áburðar á tún. Handbók

bænda 49: 100-103.

Hólmgeir Björnsson, 1999. Merkilegur uppvakningur. Freyr 95:

11-14.

Jóhann Þórsson, 1998. Geislavirkni í landbúnaðarvistkerfum.

Bændablaðið 4(9): 4.

Jóhannes Sveinbjörnsson, 1998. Hámarksafurðir og/eða lágmarks-

kostnaður? Freyr 94(11):33-36.

Jóhannes Sveinbjörnsson, 1999. Hagræðing vinnu í sauðfjárrækt.

Handbók bænda 49: 166-173.

Jón Guðmundsson, 1999. Illgresiseyðar og notkun þeirra. Handbók

bænda 49: 107-118.

Jónatan Hermannsson, 1998. Kornrækt á landinu 1997. Handbók

bænda 48: 122-126.

Jónatan Hermannsson, 1998. Sáðskipti I. Freyr 94(6): 12-14.

Jónatan Hermannsson, 1999. Bændur reyna nýtt og spennandi

kornyrki frá RALA. Bændablaðið 5(10): 13.

Jónatan Hermannsson, 1999. Kornrækt á landinu 1998. Handbók

bænda 49: 119-124.

Lárus Pétursson, 1998. Munu vélmenni annast mjöltun í framtíðinni?

Bændablaðið 4(8): 16.

Lárus Pétursson, 1998. Stærri dráttarvélar með ýmsum aukabúnaði.

Bændablaðið 4(12): 12.

Lárus Pétursson, 1998. Tækni við sáningu og áburðargjöf í kornrækt.

Bændablaðið 4(15): 20.

Lárus Pétursson og Snorri Sigurðsson, 1999. Alsjálfvirk mjaltatæki.

Bændablaðið 5(20): 5.

Lárus Pétursson og Þóroddur Sveinsson, 1999. Sjálfvirkur

mjaltabúnaður sem virkar. Freyr 95(4): 30-34.

Laufey Bjarnadóttir og Þóroddur Sveinsson, 1998. Slátrun úr

kjötverkefninu á Möðruvöllum hafin. Bændablaðið 4(20): 14.

RITASKRÁ

39

Magnús Guðmundsson, 1998. Gelatín úr roði. Fiskvinnslan 1/1998:

13-14.

Ingvi Þorsteinsson og Ólafur Arnalds, 1998. Beitarfriðun mið-

hálendis Íslands til 2015. Freyr 94: 37-39 og Lesbók Morgunblaðs-

ins 24. jan.: 7.

Ólafur Reykdal, 1999. Lítið kadmín vafalítið mikilvægt fyrir hrein-

leika matvæla. Mikilvægt að velja tilbúinn áburð með sem

minnstu kadmíni. Bændablaðið 3(9): 1.

Ólafur Reykdal og Guðjón Þorkelsson, 1999. Gildi fitusýra í

matvælum fyrir landbúnaðinn. Freyr 95(8): 13-15.

Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson og Ólafur Unnarsson, 1999.

Lambakjöt – Gæðaflokkar, söluflokkar, nýting. Reykjavík,

Markaðsráð kindakjöts. 35 bls. fjölrit.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Afkvæma- og kjötrannsóknir í svínarækt

1980–1997. Freyr 94(10): 18-20.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Samanburður á tveim svínabúum. Freyr

94(10): 21.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Kynbótastefna í svínarækt. Freyr 94(10):

25-27.

Pétur Sigtryggsson, 1998. Arfgengi. Freyr 94(10): 37.

Sigríður Bjarnadóttir og Laufey Bjarnadóttir, 1998. Tilraun gerð til

að beita gyltum og kvígum saman. Bændablaðið 4(12): 5.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Grænfóður. Bændablaðið 5(7): 19.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Grænfóður handa mjólkurkúm. Freyr

95(4): 4-6.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Hálíngresi og vallarfoxgras handa

mjólkurkúm. Bændablaðið 5(8): 7.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Pappakassakurl sem undirburður.

Bændablaðið 5(12): 7.

Sigríður Bjarnadóttir, 1999. Pappakassakurl undir hross. Bænda-

blaðið 5(13): 13.

Sigurgeir Ólafsson, 1998. Kartöflumyglan – ógn í fortíð og framtíð.

Morgunblaðið 25. jan.: 30-31.

Sigurgeir Ólafsson, 1998. Kartöfluhnúðormur enn í fullu fjöri.

Morgunblaðið 22. apríl: 29.

Sigurgeir Ólafsson, 1998. Ný meindýr í gróðurhúsum. Bændablaðið

4(10): 5.

Sigurgeir Ólafsson, 1999. Gulrótarflugan er nýr vágestur í görðum

höfuðborgarbúa – og getur átt eftir að valda usla hjá bændum.

Bændablaðið 5(21): 4.

Sigurgeir Ólafsson, 1999. Heilbrigði plantna og RALA. Bændablaðið

5(15): 9.

Sigurgeir Ólafsson, 1999. Kartöfluhnúðormar. Handbók bænda 49:

125-127.

Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðsson,

1998. Frá Fjárræktarbúinu á Hesti. Freyr 94(11): 13-18, 37.

Stefán Sch. Thorsteinsson, 1999. Afkvæmarannsóknir á hrútum

1997 og 1998. Freyr 95(5-6): 47-52.

Stefán Sch. Thorsteinsson, 1999. Athyglisverð tilraun á Hesti:

góður vöxtur lamba í vetur. Bændablaðið 5(6): 17.

Stefán Sch. Thorsteinsson, 1999. Samanburður á vexti, þrifum og

kjötgæðum geltra og ógeltra hrútlamba. Freyr 95(5-6): 60-62.

Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðs-

son, 1999. Fóðrun gemlinga. Freyr 95(5-6): 53-55, 59.

Stefán Sch. Thorsteinsson, Sigvaldi Jónsson og Ingi Garðar Sigurðs-

son, 1999. Frá Fjárræktarbúinu á Hesti: 1997–1998. Freyr 95(10):

18-24.

Guðjón Þorkelsson, Þyrí Valdimarsdóttir og Stefán Sch. Thorsteins-

son,1999. Lambakjöt. Framleiðslukerfi, samsetning, bragðgæði

og viðhorf neytenda. Freyr 95(10): 28-33.

Tryggvi Eiríksson, 1998. Efnagreiningar á heyi 1998. Lykilatriði að

sýnin séu vel merkt. RALA og Bændaskólinn á Hvanneyri vinna

sameiginlega að heyefnagreiningum fyrir bændur. Bændablaðið

4(12): 21.

Tryggvi Eiríksson og Björn Þorsteinsson, 1999. Samræming

fóðurefnagreininga. Freyr 95(8): 29-31.

Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal, 1999. Gæði og holl-

usta grænmetis á íslenskum markaði. Garðyrkjufréttir 206, 4 bls.

Valur Norðri Gunnlaugsson, 1999. Gæði grænmetis á íslenskum

markaði. Freyr 95(9): 29-32.

Valur Norðri Gunnlaugsson, 1999. Ný reglugerð um nítrat í salati og

spínati. Bændablaðið 5(13): 9.

Þorsteinn Tómasson, 1999. Lítið kadmín í áburði og afurðum

mikilvægt fyrir bændur og neytendur. Bændablaðið 5(11): 26.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Er kúabóndinn að slá of snemma?

Bændablaðið 4(5): 16.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Grænfóður. Handbók bænda 48: 111-

121.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Hagkvæmni nautakjötsframleiðslunnar.

Bændablaðið 4(15): 5.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Hver er framlegð nautakjötsfram-

leiðslunnar? Freyr 94(14): 9-13.

Þóroddur Sveinsson, 1998. Nýting næringarefna og næringar-

efnabókhald fyrir kúabú, Freyr 94(9): 24-29.

Þóroddur Sveinsson, 1999. Eru íslenskar kýr vistvænni en aðrar

kýr? Bændablaðið 5(1): 11.

Þóroddur Sveinsson, 1999. Nautakjötframleiðsla með Angus- eða

Limósínblendingum skilar meiri framlegð til bóndans og ánægðari

neytendum. Bændablaðið 21(5): 12.

Þóroddur Sveinsson, 1999. Slátrun nauta úr blendingstilraun á

Möðruvöllum lokið. Bændablaðið 16(5): 7.

Þóroddur Sveinsson, 1999. Tilraunastöðin á Möðruvöllum 25 ára.

Bændablaðið 5(11): 2.

RITASKRÁ

40

Animal science

The aim is to facilitate the production of diversified and

nutritious agricultural products in the most economic way

for both producers and consumers. The main emphasis is on

production methods which are based on the utilization of

locally produced supplies under prevailing conditions within

the country. Examples of research areas are:

• Utilization of locally produced feedstuffs and grazing

land.

• Development of feeding systems for ruminants.

• Feeding, breeding and management of farm animals

with respect to quality and marketing of products.

Agricultural engineering

The aim is to ensure that the use of modern technology

results in more economical production and/or better working

conditions for the farmer. Examples of research areas are:

• Adaptation of technological innovations to Icelandic

conditions.

• Farmhouse studies and environmental conditions for

farm workers.

• The application of machines and technology in

agronomy and the management of farm animals.

Agronomy

Soil and vegetation are the natural resources which form the

foundation of Icelandic agriculture. The aim of the research

is to find ways to:

• Utilize soils for cultivation in a sustainable manner.

ENGLISH SUMMARY

41

• Obtain high quality fodder at low economic costs.

• Accelerate plant succession in rangeland areas with

various cultivation techniques.

• Minimize damage caused by pests, diseases and weeds

in agriculture, horticulture and forestry.

• To use plant molecular biology to study adaptation

mechanisms to harsh climate, and the use of plants as

bioreactors.

Food science

The aim is to ensure and improve the quality of agricultural

products. Important research areas are:

• Product development leading to a selection of products

and new ways to utilize raw materials.

• Food composition studies to provide information on

their wholesomeness and purity.

Environmental science

Icelandic agriculture is based on sustainable use of natural

resources. Both soil and natural vegetation are fragile and

must be utilized with great care. Environmental research

should ensure the maintenance of quality environment and

natural resource base. Important research areas are:

• To provide a basis for land use decisions by assess-ment

of soil erosion and grazing tolerance of rangelands.

• Environmental monitoring.

• The effects of climatic change on soil and vegetation.

The Agricultural Research Institute (RALA) was established in 1965 and it has a mission to provideaccess to agricultural information and develop new knowledge and technology needed to solve urgentagricultural problems of broad scope and high national priority.

The headquarters of the institute are at Keldnaholt, Reykjavik where there is a fullservice researchlibrary in the agricultural sciences, modern computer unit and well equipped laboratories, in addition tofacilities for small scale experiments in animal nutrition, including cultured fish. The institute runs fourexperimental stations around the country with emphasis on agronomy, sheep production and physiologyand dairy and beef production. Research is also carried out on farms and rangelands and at processingunits in various parts of the country.

Services are provided to various sectors, such as chemical analyses of soil, fodder and food; advice oncrop cultivar, fodder and fertilizer use, testing of farm machinery, etc.

The institute organizes several scientific meetings and courses every year and publishes the scientificjournal, Icelandic Agricultural Sciences, as well as a number of reports and information booklets.

The institute is organized into several research divisions. The current research aims are as follows: