reykholtshátíð 2014

24
Sígild tónlist í sögulegu umhverfi Dagskrá Snorrastofu og Norska sendiráðsins Hátíðarguðsþjónusta 25.-27. JúLí 2014

Upload: errbe

Post on 01-Apr-2016

222 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Upplýsingar um veglega dagskrá Reykholtshátíðar 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Reykholtshátíð 2014

Sígild tónlist í sögulegu umhverfi Dagskrá Snorrastofu og

Norska sendiráðsinsHátíðarguðsþjónusta

25.-27. júlí • 2014

Page 2: Reykholtshátíð 2014

Efnisyfirlit

Page 3: Reykholtshátíð 2014

Reykholtshátíð 2014

Ávarp listræns stjórnanda 4Tónleikadagskrá 7Flytjendur 8Hátíðarguðsþjónusta 21Snorri Sturluson og 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar 22

Ljós

myn

d: G

uðlau

gur Ó

skar

sson

Page 4: Reykholtshátíð 2014

Kæru tónleika- gestir!

4

Verið hjartanlega velkomin á Reykholtshátíð. Hátíðin í ár er sú 18. í röðinni og er það út af fyrir sig einstakt í ljósi þess ótrygga starfsumhverfis sem hátíðir af þessum toga búa við. Ef ekki væri fyrir óbilandi trú og starf fyrrverandi listrænna stjórnenda sem og flytjenda, ásamt dyggilegum stuðningi heimamanna hér í Reykholti væri saga Reykholtshátíðar hvorki jafn löng né glæsileg eins og raun ber vitni. En umfram allt er það þó ykkur, tónleikagestum, að

þakka að hátíðin hefur dafnað og blómstrað, því án ykkar hefðu árin aldrei orðið jafn mörg.Það verður óvenju mikið um að vera í Reykholti þessa hátíðarhelgi, en auk Reykholtshátíðar mun Snorrastofa standa fyrir veglegri dagskrá í tengslum við 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar.

Hátíðin mun að venju hefjast á opnunartónleikum á föstudagskvöldinu. Þar verða flutt verk eftir tvo af risum 20. aldarinnar; sónata fyrir 2 fiðlur eftir Prokofiev og strengjakvartett nr. 7 eftir Shostakovitch. Tónleikunum lýkur

Reykholtshátíð 2014

Page 5: Reykholtshátíð 2014

5

á hinum magnaða píanókvartett eftir lettneska tónskáldið Pēteris Vasks. Vasks stendur um þessar mundir á hátindi frægðar sinnar sem eitt dáðasta tónskáld sinnar samtíðar. Píanókvartettinn er gríðarlega áhrifamikil tónsmíð með tónmáli sem er öllum aðgengi-legt, óháð aldri hlustenda eða kynnum þeirra af nýrri tónlist.

Á laugardeginum kl. 17 munu Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona stíga á stokk og flytja dagskrá undir yfirskriftinni „Þjóðlegar ástríður”. Þar mun kenna ýmissa grasa auk glænýrra útsetninga eftir Þórð Magnússon á íslenskum dægurlögum. Seinna um kvöldið kl. 20 verða svo kammertónleikar þar sem þjóðleg rómantík og ástríða mun svífa yfir vötnum með verkum m.a. eftir Grieg og Smetana.

Á lokatónleikum Reykholtshátíðar á sunnudeginum kl. 16 verður frumflutt nýtt verk eftir Huga Guðmundsson tónskáld. Hróður Huga hefur borist víða undanfarin ár og hefur hann m.a. tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin auk þess að hafa verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Verkið er samið fyrir píanókvintett og söngrödd við texta úr Hávamálum. Auk verksins eftir Huga verður flutt útsetning af tríósónötu eftir Händel fyrir 2 selló og píanó. Reykholtshátíð lýkur á hinum tilfinningaríka píanókvintett eftir César Franck, einstöku verki sem ekki ætti að láta neinn ósnortinn.

Sjáumst í Reykholti í sumar!

Sigurgeir Agnarssonlistrænn stjórnandi

Reykholtshátíðar

Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Page 6: Reykholtshátíð 2014

Dagskrá

Page 7: Reykholtshátíð 2014

25föstudagur

26laugardagur

27sunnudagur

26laugardagur

26laugardagur

27sunnudagur

kl 20.00oPnunartónleikarProkofiev-Shostakovich-Vasks

kl. 13.00 -16.00dagskrá, 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar

kl. 14.00HátíðarguðsÞjónusta

kl 17.00söngtónleikar Þjóðlegar ástríður

kl 20.00kammertónleikarNoregur - Tékkland

kl 16.00lokatónleikarFrá Händel til Huga

Forsala aðgöngumiða er á midi.is

7Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Fyrir utan hina hefðbundnu tónleika á Reykholtshátíð er að finna sérstaka dagskrá á vegum Snorrastofu vegna afmælis norsku stjórnarskrárinnar sem og hátíðar-guðsþjónustu á sunnudeginum.

Page 8: Reykholtshátíð 2014

Flytjendur

Page 9: Reykholtshátíð 2014

Ari Þór Vilhjálmsson fiðla

ari Þór Vilhjálmsson hóf störf við Sinfóníu- hljómsveit Íslands árið 2006 og gegnir nú starfi leiðara 2. fiðlu hljóm- sveitarinnar. Hann hóf nám á fiðlu í Bandaríkju-num árið 1986, þá fimm ára gamall. Síðar lauk hann einleikara-prófi frá tónlistarskól- anum í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar Guðmunsdóttur. Hann hélt svo vestur um haf og nam hjá Almitu og roland Vamos, rachel Barton Pine og sigurbirni Bernharðssyni. Hann lauk Bachelor of Music gráðu frá university of illinois og síðar Master of Music frá northwestern university í Chicago. Á námsárum sínum gegndi Ari leiðandi stöðu í Civic Orchestra of Chicago, þjálfunar-hljómsveit Chicago symphony orchestra, og stöðu konsertmeistara samnorrænu ungsveit-arinnar Orkester Norden.

Einnig tók hann þátt í heimsreisu Bjarkar Guðmundsdóttur árið 2003 sem félagi í The iceland string octet.ari hefur flutt einleiks- konserta eftir m.a. mozart, Beethoven, Brahms, Prokofieff og Shostakovich með hljómsveitum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hefur hann spilað á einleiks- og kammertónleikum fyrir listahátíð í reykjavík, kammermúsikklúbbinn, Reykjavik Midsummer Music og Emory university í atlanta.Margir af efnilegustu fiðlunemendum á landinu sækja nám hjá Ara við Tónlistarskólann í Reykja- vík þar sem hann hefur stundað kennslu frá árinu 2008. Hann er einn af stofnendum Alþjóðlegu Tónlistarakademíunnar í Hörpu sem var haldin í annað sinn dagana 7. - 17.júní sl.

9Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Page 10: Reykholtshátíð 2014

Domenico Codispoti píanó

10

domenico Codispoti, píanóleikari er fæddur árið 1975 í Catanzaro á Suður-Ítalíu. Hann stundaði nám hjá Bruno Mezzena í Tónlistar-háskólanum Pescara og útskrifaðist með láði. Þá hélt hann til Banda- ríkjanna og stundaði nám hjá joaquin achucarro í Southern Methodist university í dallas. eftir glæsilegan námsferil gerði hann víðreist og hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með virtum sinfóníuhl-jómsveitum í evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.Codispoti hefur hvar- vetna hlotið lof áheyr- enda og gagnrýnenda fyrir leik sinn og unnið til fjölda verðlauna. Hann hefur verið fenginn til að dæmi í alþjóðlegum píanókeppnum og hin síðari ár hefur hann fengist í auknum mæli við að leiðbeina á

meistaranámskeiðum víða um heim.Codispoti hefur leikið inn á geisladiska fyrir alþjóð-leg útgáfufyrirtæki sem innihalda píanóverk eftir Chopin, schumann, liszt, granados, rachmaninov og Cesar Franck en einnig kemur út geisla- diskur á árinu með kammerverkum eftir ítalska tónskáldið Cilea.Frá árinu 2000 hefur Codispoti reglulega sótt Ísland heim og haldið fjölda einleikstónleika, verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leiðbeint ungum og efnilegum píanóleikurum á meistaranámskeiðum.Codispoti býr í Róm en auk starfa hans sem konsertpíanisti þá sinnir hann kennslustörfum í Tónlistarskólanum lorenzo Perosi í Campobasso á Ítalíu.

Reykholtshátíð 2014

Page 11: Reykholtshátíð 2014

11Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Hanna Dóra Sturludóttir messósópran

Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám hjá kristni sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnar við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms við Listaháskólann í Berlin. kennarar hennar þar voru m.a. Dietrich Fischer-Dieskau og Aribert Reimann og útskrifaðist hún með viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Stuttu síðar fékk hún til-nefningu sem efnilegasta söngkona Þýskalands.Hanna Dóra hefur sungið við mörg helstu óperuhús Þýskalands, meðal annars í Bonn, Weimar, kassel og Berlin. Á meðal þeirra um það bil 40 hlutverka sem hún hefur túlkað á ferlinum eru Greifynjan (Brúðkaup Figaros), Cio Cio San (Madame But-terfly), marie (Wozzeck), miss jessel (tökin hert) og titilhlutverkið í

óperunni Ariadne auf Naxos sem hún söng í Íslensku óperunni 2007. Haustið 2010 söng Hanna Dóra Miss Donnithorne's maggot eftir Peter maxwell Davies í Staatsoper í Berlin og hlaut mikið lof gagnrýnenda.Hanna Dóra hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Þýskaland, öðrum Evrópulöndum sem og í katar og Egyptalandi.undanfarin ár hefur Hanna Dóra tekið þátt í fjölmörgum frumupp- færslum óperusmiðjunnar novoflot í Berlin sem sérhæfir sig í nýrri óperutónlist. Sumarið 2012 var hún í aðal-hlutverki í sviðsverkinu Wagnerin sem hópurinn setti upp í samstarfi við Staatsoper í München.Á Íslandi hefur hún haldið fjölda ljóðatónleika og sungið með Sinfóníu- hljómsveit Íslands við

Page 12: Reykholtshátíð 2014

12

fjölmörg tækifæri.Hanna Dóra var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2013 fyrir flutning sinn á Wesen-donckljóðum Richards Wagner með sinfóníu-

hljómsveit Íslands síðastliðið vor og fyrir túlkun sína á titilhlut- verkinu í Carmen eftir Bizet hjá íslensku óperunni á nýliðnu hausti.

Reykholtshátíð 2014

Lonneke van Straalen fiðla

Hollenski fiðluleikarinn Lonneke van Straalen leikur reglulega kammer-músík á ýmsum tónlistar-hátíðum víðsvegar um Evrópu. Frá árinu 2013 hefur hún verið virkur meðlimur í splendor, sem er hópur skapandi atvinnutónlistarmanna í Amsterdam. Lonneke er ástríðufullur hljómsveitar- spilari og er regulega boðið að leika með amsterdam sinfonietta, Fílharmóníuhljómsveitinni í rotterdam, Hollensku

Fílharmóníunni, Hollensku kammerhljómsveitinni og konunglegu Concert- gebouw hljómsveitinni.Lonneke er stofnandi og listrænn stjórnandi Amerfortissimo kammer-músíkhátíðarinnar sem haldin er í Amersfoort. Fyrir utan að leika á fiðlu þá skrifar hún handrit að leik- og tónlistarsýningum ætluðum börnum ásamt því að leikstýra þeim og koma jafnframt fram sem flytjandi.

Page 13: Reykholtshátíð 2014

13Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Hugi Guðmundsson tónskáld

Hugi Guðmundsson nam tónsmíðar við tón-fræðadeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 2001. Tónsmíðakennarar hans þar voru Þorkell Sigurbjörnsson og Úlfar ingi Haraldsson. Þaðan hélt Hugi til kaupmanna-hafnar til áframhaldandi tónsmíðanáms við konunglegu tónlistar- akademíuna þar sem kennarar hans voru Bent sørensen, Hans Abrahamsen og Niels Rosing-Schow. Hann lauk mastersgráðu þaðan vorið 2005. Tveimur árum síðar lauk hann svo masters- námi í raf- og tölvutónlist frá Sonology stofnuninni í Den Haag í Hollandi.Hugi hlaut íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tónverkið Apocrypha árið 2008 og fyrir Orkestur árið 2013 auk fjölda til- nefninga til sömuverðlau-na. Hann hefur einnig hlotið þrjár viðurkenningar á Alþjóðlega Tónskálda-

þinginu (international Rostrum of Composers) m.a. fyrir verkið Händel- usive en það var jafnframt tilnefnt til isCm Young Composer Award 2011. Hann hefur unnið með fjölda virtra erlendra tón-listarhópa á borð við Rascher saxafón- kvartettinn, kammerkór danska ríkisútvarpsins, jaCk strengjakvartettinn og verið gestur á fjölda hátíða, m.a. sérstakur heiðursgestur á Music-arama hátíðinni í Hong kong, 2012. Verkið solar5: journey to the Center of Sound sem Hugi er meðhöfundur að, er tilnefnt til tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs árið 2014. Nýverið hlaut hann þriggja ára starfslaun frá danska ríkinu en aðeins 1-2 tónskáld hljóta þá viðurkenningu ár hvert.Hugi hefur allt frá náms- lokum árið 2007 unnið sem sjálfstætt starfandi tónskáld í Danmörku og á Íslandi.

Page 14: Reykholtshátíð 2014

14 Reykholtshátíð 2014

Jan Bastiaan Neven selló

jan Bastiaan neven hóf sellónám 10 ára að aldri hjá jan Hollinger. Frekara nám stundaði hann við Robert Schumann tónlistar-háskólann í Düsseldorf hjá Prof. johannes goritzki og sem styrkþegi Prins Bernhard sjóðsins hjá Colin Carr og Laurence Lesser við New England Conservatory í Boston. Hann tók einnig þátt í meistarnámskeiðum hjá gary Hoffman, Frans Helmerson, anner Bijlsma og Philippe müller.jan Bastiaan hefur frá unga aldri komið fram sem einleikari með hljómsveitum í Evrópu og Bandaríkjunum. jafnramt hefur hann komið fram á

einleiks- og kammer- tónleikum á ýmsum tónlistarhátíðum og í tónleikasölum eins og Carnegie Hall og Concertgebouw. jan Bastiaan var sóló sellóleikari Algarve hljómseitarinnar í Portúgal um nokkura ára skeið þar sem hann hljóðritaði m.a. selló- konsert eftir portúgalska tónskáldið joly Braga Santos fyrir Naxox/Marco Polo. Hann er meðlimur í Amsterdam Chamber Solists og Erard kammer- hópnum og gegnir stöðu aðstoðarleiðara í Hollensku kammer- hljómsveitinni.

Page 15: Reykholtshátíð 2014

15Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó

Steinunn Birna Ragnarsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981 þar sem kennari hennar var árni kristjánsson og meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987. Steinunn hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn og komið fram á ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Hún bjó um tíma á Spáni og kom þar víða fram á tónleikum Hún lék einleik ásamt Virtuosi di Praga hljómsveitinni í Rudolphinum tónleika- salnum í Prag í júní 2008. Meðal þeirra einleiksver-ka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanó- konsert eftir Edvard Grieg og Slátta eftir

jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geislaplötu. Hún hefur gert margar geislaplötur, meðal þeirra er „ljóð án orða" ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin árið 1998. Einnig kom út diskur þeirra “Myndir á þili” árið 2008. Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi um árabil, komið fram á listahátíð í reykjavík, hjá kammermúsik- klúbbnum og á fjölmörgum tónlistar- hátíðum og tónleikaröðum hér á landi og erlendis. Hún stofnaði Reykholts- hátíðina árið 1997 og var listrænn stjórnandi hennar fyrstu 15 árin. Steinunn Birna starfar nú sem Tónlistarstjóri Hörpu.

Page 16: Reykholtshátíð 2014

Sif Margrét Tulinius fiðla

sif margrét tulinius fiðlu-leikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1991 undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hún hlaut Fulbright styrk til frekara náms í Bandaríkjunum og lauk B.A. gráðu með láði frá Oberlin háskóla í Ohio þar sem kennarar hennar voru Almita og Roland Vamos. Hún lauk síðar Masters gráðu frá Stony Brook háskólanum í new York þar sem kennarar hennar voru joyce robbins og joel Smirnoff en hann var þá 1. fiðluleikari juilliard strengjakvartettsins í New York. Sif sótti fjölmörg námskeið á námsárum sínum m.a. hjá Timothy eddy (orion Quartet), robert mann (juilliard Quartet), sigmund nissel (amadeus Quartet),sem og hjá hljómsveitar- stjórunum Sergiu

Commissiona, james de Priest, robert spano og Pinchas Zukerman.Að námi loknu upphófst tímabil ferðalaga hjá Sif. Hún var stofnandi og meðlimur strengja- kvartettsins khali, stofnandi og meðlimur Íslenska strengjaoktettsins sem lék inná geisladisk Bjarkar, Homogenic, og meðlimur new York Symphonic Ensemble í new York. næstu 2 ár ferðaðist Sif með þessum hópum og lék á fjölmörgum tónlistar-hátíðum um allan heim. Að því loknu settist Sif að í Berlín, þar sem hún starfaði með mörgum virtum tónlistarhópum í Þýskalandi og má þar nefna Ensemble Modern í Frankfurt, munchener kammerorchester og Oriol ensemble í Berlín. Haustið 2000 keppti Sif um stöðu 2. konsert- meistara við

16 Reykholtshátíð 2014

Page 17: Reykholtshátíð 2014

Sinfóníuhljómsveit Íslands og var í kjölfarið ráðin til starfa í nóvember 2000. Hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og komið reglulega fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands, m.a. í flutningi á fiðlukonsert sofiu gubaidulina, “offertorium”, fiðlu- konsert Felix Mendels-sohns í e-moll, “Fylgjum” Þorkels Sigurbjörnssonar og í október síðast- liðnum flutti hún Partitu Lutoslawski´s í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu tónskáldsins. Sem einleikari hefur Sif m.a. unnið með hljómsveitarstjórunum arvo Volmer, Peitari inkinen, rumon gamba og Bernharði Wilkinsson. Hún hefur leikið inná fjölda geisladiska og kom einleiksdiskur hennar “Poeme” út árið 2002. Sif hefur verið reglulegur gestur á öllum helstu

kammertónlistarhátíðum landsins og má þar m.a. nefna Tónlistarhátíðina við kirkjubæjarklaustur, í Reykholti og í SkálholtiHún er meðlimur tónlistarhópsins Caput og hefur bæði sjálfstætt og ásamt þeim tekið virkan þátt í flutningi nútímatónlistar.

Sif kennir við Tónlistar- skólann í kópavogi og hefur einnig starfað sem leiðbeinandi víða og má þar m.a. nefna Apple Hill Tónlistarhátíðina í Banda- ríkjunum og tónlistar-hátíðina Við djúpiðSíðastliðinn vetur hefur sif verið í leyfi frá störfum sínum hjá S.Í. og dvalið í Berlín en kemur aftur til starfa sem 2. konsert-meistari við upphaf nýs starfsárs í ágúst.

17Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Page 18: Reykholtshátíð 2014

Sigurgeir Agnarsson hefur gegnt stöðu aðstoðarleiðara selló- deildar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands frá árinu 2003. Hann hóf nám á selló hjá Gunnari kvaran við tónlistarskóla garðabæjar árið 1984, þá átta ára gamall. Hann lauk síðar einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 og hélt til frekara náms hjá david Wells og laurence Lesser við New England Conservatory of Music í Boston. Þaðan lauk hann bæði Bachelor of Music og Master of Music gráðum. Síðan lá leiðin til Þýskalands þar sem sigurgeir lærði hjá Prof. johannes goritzki við Robert Schumann Tónlistarháskólann í Düsseldorf þar sem hann útskrifaðist með konzert- examen árið 2002.

Sigurgeir er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistar- skólans í Reykjavík þar sem margir af fremstu strengjanemendum landsins stunda nám. Frá árinu 2013 er hann listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er síðustu helgina í júlí hvert ár. Einnig er hann einn af stofnendum Alþjóðlegu Tónlistarakademíunnar í Hörpu sem var haldin í annað sinn í júní 2014. Sigurgeir hefur komið fram með Sinfóníu- hljómsveit íslands, Bochumer symphoniker, kammersveit reykjavíkur og Blásarasveit Reykjavíkur í einleiks- konsertum eftir schumann, Beethoven (tripple), ibert, Gubaidulina og báða konserta Haydns.

Sigurgeir Agnarsson selló

18 Reykholtshátíð 2014

Page 19: Reykholtshátíð 2014

19Sígild tónlist í sögulegu umhverfi

Sigurgeir hefur verið virkur í íslensku tónlistar- lífi og komið reglulega fram á tónleikum listahátíðar í reykjavík, kammermúsikklúbbsins, salarins í kópavogi, tríós Reykjavíkur og Reykjavik Midsummer Music og jafnframt leikið víða erlendis.

Vorið 2014 lék sigurgeir heildarverk Ludwigs van Beethovens fyrir selló og píanó á þrennum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík með Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara. Sigurgeir leikur á selló smíðað af Hans jóhanns-syni fiðlusmiði í reykjavík 2012.

Þórður Magnússon tónskáld

Þórður Magnússon tónskáld hóf ungur nám í gítar- og píanóleik. Þórður naut m.a. handleiðslu Guðmundar Hafsteinssonar í Tónlistar- skólanum í Reykjavík og lauk tónfræðideildarprófi frá skólanum 1996. Hann hlaut styrk úr minningar- sjóði jean Pierre jacquillat 1997 og hélt um haustið til Frakklands til að stunda tónsmíða- nám í Conservatorie

National Supérieur de musique de Paris. Verk eftir Þórð hafa m.a. verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2004 fékk Þórður Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir fyrstu sinfóníu sína. Verk Þórðar hafa verið flutt af hinum ýmsu hópum, svo sem Caput-hópnum, tríó Nordica og Sinfóníu- hljómsveit Íslands.

Page 20: Reykholtshátíð 2014

20 Reykholtshátíð 2014

Þórunn Ósk Marinósdóttir lágfiðlaÞórunn Ósk Marinós- dóttir stundaði fiðlunám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Lilju Hjaltadóttur og seinna víólunám við Royal Conservatory Brussel hjá Ervin Schiffer.Hún starfar sem leiðandi víóluleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands og víólukennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Þórunn hefur komið reglulega fram sem einleikari og hefur

útgáfufyrirtækið Smekkleysa meðal annars gefið út hljóð- rítanir með leik hennar af verkum Hafliða Hallgrímssonar; Herma, víólukonsert ásamt kammersveit Reykjavíkur og Dagbókarbrot fyrir víólu og píanó ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.Þórunn er gift Sigurði Bjarka Gunnarssyni sellóleikara og saman reka þau stórt og fjörugt heimili á Seltjarnarnesi.

Page 21: Reykholtshátíð 2014

prestur

sr. Geir Waage tónlist

Reykholtskórinn og tónlistarfólk ReykholtshátíðarOrganisti Viðar Guðmundsson

Hátíðarguðsþjónusta Reykholtskirkjusunnudaginn 27.07.2014kl.14

21Hátíðarguðsþjónusta í Reykholtskirkju

Ljós

myn

d: G

uðlau

gur Ó

skar

sson

Page 22: Reykholtshátíð 2014

Dagskrá á vegum

Snorrastofuog

Norska sendiráðsins

Snorri Sturluson & 200 ára afmæli stjórnarskrár Noregs

1814 - 2014 ◆

Hátíðardagskrá í Reykholtskirkju

kl. 13:00 — 16:00laugardaginn 26. júlí 2014

Page 23: Reykholtshátíð 2014

setning Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu

ávarp Olemic Thommessen forseti Stórþingsins

ávarp Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis

tónlist á vegum reykhOltshátíðar

Jon Gunnar Jørgensen inspirasjon fra sagaene på Eidsvoll 1814

Knut Ødegård Noen tanker om maskulinitetsideal og homofobi i eddaens gudedikt

tónlist á vegum reykhOltshátíðar

Steinar Bjerkestrand Vår kristne og huma- nistiske arv. Arven fra Nidaros.

veitingar í finnsstOfu

afhending á eftir- líkingu á grafsteini skúla jarls

Óskar Guðmundsson Venner helt til döden. Nogle tråder i forholdet mellem skule jarl, hertug og konge - og hans ven og kompagnion Snorre Sturlason skjald - og jarl - i island.

ráðstefnuslit Dag Wernø Holter sendiherra Noregs á Íslandi

laugardaginn 26.07.2014 kl.13-16dagskrárstjóri sr. geir waage

23Snorri Sturluson & 200 ára afmæli stjórnarskrár Noregs 1814-2014. Hátíðardagskrá á vegum Snorrastofu og Norska sendiráðsins.

Page 24: Reykholtshátíð 2014

Sérstakar þakkir:Hollenska sendiráðið í Osló

Laufey AgnarsdóttirMenningarráð Vesturlands

Norska sendiráðið De norsk-islandske kulturmidler

Ólafur og Sibylle GunnarssonReykholtskirkja

SnorrastofaTónlistarsjóður

Tónlistarskólinn í Reykjavík Vaxtarsamningur Vesturlands

VesturlandsprófastsdæmiÖrn Sigurðsson

snorrastofa.is | reykholtshatid.isForsala aðgöngumiða er á midi.is

Ljós

myn

d: G

uðlau

gur Ó

skar

sson

errb

e.com