reykjavík 2010

80
1

Upload: sjalfstaedisflokkurinn

Post on 01-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Upplýsingablað borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 2010.

TRANSCRIPT

Page 1: Reykjavík 2010

1

Page 2: Reykjavík 2010

2

VerkefnastjóriÞórey Vilhjálmsdóttir

útgáfustjóriHrefna Björk Sverrisdóttir

Hönnun & umbrotBjörn Lárus Arnórsson

LjósmyndariHörður Sveinsson

myndirMyndasafn MorgunblaðsinsMagnús Ólafsson / Ljósmyndasafn ReykjavíkurTempest Anderson / Ljósmyndasafn Reykjavíkur Guðmundur KárasonReykjavíkurborgValgarður Gíslason / Hönnunarmiðstöð ÍslandsGunnar V. Andrésson / Marta GuðjónsdóttirGuðmundi Kárason /Eva María JónsdóttirMyndasafn Birtings/Bragi Þór Jósefsson

PennarAndri Heiðar KristinssonÁslaug María FriðriksdóttirEinar Gunnar GunnarssonGísli Marteinn BaldurssonGuðrún Anna AtladóttirHafsteinn Gunnar HaukssonHildur SverrisdóttirHrefna Björk SverrisdóttirJóhanna Dýrunn JónsdóttirJórunn FrímannsdóttirJúlíus Vífill IngvarssonKjartan MagnússonMagnús Þór GylfasonPáll HeimissonSara McMahonStefán Þór HelgasonSveinbjörn Fjölnir PéturssonÞorbjörg Helga VigfúsdóttirÞorlákur EinarssonÞorsteinn Friðrik HalldórssonÞórlindur Kjartansson

PrófarkaLesturGréta Ingþórsdóttir

útgefandiSjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík, apríl 2010

PrentunÍsafoldarprentsmiðja

ábyrgðarmaðurJónmundur Guðmarsson

reykjaVík RITIð HEFuR KoMIð úT Á VEGuM BoRGARSTJÓRnARFLoKKS SJÁLFSTæðISFLoKKSInS frá árinu 1946

Page 3: Reykjavík 2010

3

MEnnInGARBORGIN..............................................................................................

FJÖLSKYLDuBORGIN...........................................................................................

GRænABORGIN.....................................................................................................

TÓMSTunDABORGIN.........................................................................................

ÞEKKInGARBORGIN................................................................................................

MIðBORGIN................................................................................................................

4

16

32

46

56

64

Page 4: Reykjavík 2010

4

MENNINGARBorgin

1876 Stofnun

Lúðurþeytara-félags Reykja-

víkur, sem er talin vera fyrsta

hljómsveit á Íslandi.

1893Fjalakötturinn, Aðalstræti 8,

var fyrsta húsið í Reykjavík sem byggt var sér-staklega undir leiklistarstarf-

semi.

1970 Fyrsta

Listahátíð í Reykjavík fór fram dagana

20. júní til 1. júlí. Meðal viðburða á hátíðinni voru tónleikar með Led Zeppelin í

Laugardalshöll 22. júní.

1897 Leikfélag

Reykjavíkur stofnað

11. janúar.

1906 Fyrsta

kvikmyndahús Íslands opnað í Fjalakettinum

við Aðalstræti. Kvikmyndahúsið

nefndist Reykjavíkur

Biograftheater og fór fyrsta

sýningin fram 2. nóvember.

1896 Iðnó reist af

Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. Fyrsta

frumsýningin í húsinu var 18.

desember 1897 en þá voru sýnd dönsku verkin

Ferðaævintýrið og ævintýri í

Rósenborgargarði.

1976 Gosbrunnur gaus í Reykjavíkurtjörn.

Gosbrunnurinn var gjöf frá sendiherra

Bandaríkjanna.

1950 Þjóðleikhúsið

opnað.

1923 Fyrsta

listasafn Íslands, Listasafn Einars

Jónssonar, opnað fyrir almenningi

23. júní.

1943 Listamanna-

skálinn í Kirkju-stræti, fyrsta

myndlistar-sýningarhús Íslands var

opnaður eftir langa deilu

milli íslenskra myndlistarman-na og Jónasar frá

Hriflu.

1950 Sinfóníu-

hljómsveit Íslands stofnuð.

1973 Íslenski

dansflokkurinn stofnaður.

1800Fyrsta íslenska

matreiðslubókin, Einfalt

matreiðsluvasa-kver fyrir heldri

manna húsfreyjur, kom út.

1790

MENNINGARBorgin

1925 . Snjókarl á Lækjartorgi gerður af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara. 1910 - 1920. Hópur leikara á sviði. Konur í gervum karla og kvenna.

Page 5: Reykjavík 2010

5

>> Um 490.000 bækur og tímarit eru á Borgarbókasafni Reykjavíkur auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis. Útlánsstaðirnir eru 7.

1980 Íslenska óperan

stofnuð. Hús óperunnar í

Ingólfsstræti var vígt 9. janúar 1982 með frum-

sýningu Sígauna-barónsins eftir

Johann Strauss.

1982Bíóhöllin í

Reykjavík opnuð.

1990 norrænir

Jazzdagar fóru fram í Reykjavík

og voru þeir byrjunin á árlegri

Jazzhátíð Reykjavíkur.

2000 Reykjavík var

Menningarborg Evrópu.

2009Menningarstefna

Reykjavíkurborgar mótuð.

1983 Menningar-miðstöðin Gerðuberg

opnuð í Breiðholti

4. mars.

1996 Menningarnótt haldin í fyrsta

sinn til að fagna 210 ára afmæli

Reykjavíkur-borgar. Talið er

að um 15 þúsund manns hafi

lagt leið sína í miðborgina.

2007Friðarsúla Yoko ono var afhjúpuð í Viðey

þann 9. október.

1989 Borgarleikhúsið

opnað 20. október. opnunarhelgina voru frumsýndar

tvær leikgerðir eftir sögum Halldórs

Laxness, Ljós heimsins og Höll sumarlandsins.

1999Fyrsta Iceland

Airwaves hátíðin fór fram í flugskýlinu við Reykjavíkur-flugvöll þann 16.

október. Þar spiluðu m.a. Toy Machine,

Quarashi, Thievery Corporation, Ensími

og Gus Gus.

2008 Tónleikar með Björk og Sigur

Rós undir heitinu náttúra fóru fram

í Laugardalnum. Tónleikarnir voru

haldnir til stuðnings náttúruvernd á

Íslandi.

1991 Perlan opnuð þann

21. júní.

2003 Sýning á verkum

Andy Warhol opnuð í Gallerí Fold þann 16. ágúst. Sýnd var

myndaröð sem listamaðurinn gerði

af frægum íþróttahetjum.

2010

Frá því að þjóðhátíð var fyrst haldin á Íslandi árið 1874 hefur menningarlíf í borginni tekið stakkaskiptum. Í byrjun 20. aldar hélt mikið af íslensku tónlistar- og listafólki utan til náms og skilaði sér heim með nýja kunnáttu sem hafði jákvæð áhrif á menningarlífið heima. Brautryðjendastarf var unnið á öllum sviðum menningarlífsins og þegar kom að aldamótum 2000 var Reykjavík orðin fullvaxta menningarborg með listamenn á heimsmælikvarða, fjölbreytta menningardagskrá og bætta aðstöðu til sýningarhalds.

Í dag iðar borgin af lífi og aðsókn almennings á hina ýmsu menningarviðburði hefur stóraukist. Komið hefur verið til móts við áhuga almennings með ýmsu móti, t.a.m. með niðurfellingu aðgangseyris í Listasöfn Reykjavíkur og nýjum viðburðum, svo sem Barnamenningarhátíð og HönnunarMars. Mikilvægt skref var tekið í átt að eflingu menningar í borginni þegar menningarstefnan var endurskoðuð árið 2009 en þá var menning viðurkennd sem mikilvægur hluti efnahags- og atvinnulífs borgarinnar og

lykilþáttur í ferðaþjónustu. Leiðarljós menningarstefnunnar er að Reykjavík eflist sem höfuðborg menningar í landinu og að sjálfsmynd borgarinnar byggist á menningararfi, frjórri hugsun og frumkvæði.Framundan er spennandi starf þar sem meðal annars verður farið í að ná betri yfirsýn yfir menningarmálin og mæla þau hagrænu áhrif sem menning og menningarviðburðir hafa á samfélagið. Ferðamálin verða í brennidepli og viðburðir sem eru líklegir til að höfða til ferðamanna settir í forgang, enda er ferðaþjónustan stóriðjan í borginni

og í henni fólgin fjölmörg tækifæri. Áfram verður stutt við grasrótina, og mikil vinna lögð í uppbyggingu á aðstöðu fyrir listafólk, meðal annars í Tjarnarbíói, að ógleymdu Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu við höfnina. Síðast en ekki síst veður haldið áfram með hið frábæra verkefni Völundarverk, þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu og varðveislu gamalla og sögufrægra húsa og menningarminja í borginni. Öflug menningarborg mun skila sér í auknum áhuga ferðamanna og skemmtilegri borg þar sem gaman er að búa.

Félagar úr Lúðraþeytarafélagi Reykjavíkur við Drekkingarhyl. 1979. Mezzoforte lék í Austurstræti í tilefni af hljómplötuútgáfu.

Page 6: Reykjavík 2010

6

skemmtiLegir ViðburðirHeimsóknin: Í fyrra opnuðu margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar heimili sín og lásu upp úr verkum sínum, bæði útgefnum og óútgefnum. Meðal rithöfundanna voru Einar Már Guðmundsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Þórarinn Eldjárn og Gerður Kristný. Það er baðstofulestur í lagi!

töffararnir: Fjöldi tónlistarmanna hefur komið og troðið upp á Listahátíð. Þeirra á meðal eru margir af mestu töffurum rokksögunnar, t.d. hljómsveitin Led Zeppelin (sem samdi meira að segja lagið Immigrant Song um Ísland), Leonard Cohen, Pulp og The Stranglers, að ógleymdum David Bowie.

ballettinn: Fyrir tuttugu árum kom San Francisco ballettinn, einn virtasti dansflokkur heims,

til landsins og steig nokkur spor í Borgarleikhúsinu við mikla hrifningu viðstaddra. Með í för var Helgi Tómasson, einn fremsti dansari þjóðarinnar fyrr og síðar og listrænn stjórnandi ballettsins.

málarinn: Marc Chagall er í hópi þeirra listmálara sem skipa veigamikinn sess í öllum listasögubókum – enda einn fremsti málari 20. aldarinnar. Verk Chagall bera fjölbreytileg stílbrögð en brot af bestu verkum hans var sýnt á Listahátíð 1988.

sirkúsinn: Franski sirkúsinn Cirque skemmti borgarbúum sumarið 2005 þegar slegið var upp sirkústjaldi á hafnarbakkanum. Þá var einnig starfræktur sjóræningja- og sirkússkóli fyrir börn samhliða sýningunni, svo litlir sjóræningjar og trúðar skutu víða upp kollinum áður en yfir lauk.

ritHöfundurinn stefán máni sigþórsson er jafngamaLL ListaHátíð í reykjaVík en bæði HaLda uPP á fertugsafmæLi sitt í ár. Hann segir ListaHátíðina gera mikið fyrir reykjaVíkurborg.

„Það væri sjónarsviptir að hátíðinni,“ segir Stefán Máni. „Menning er svo nálægt hjarta hverrar borgar, þær eru vegnar og metnar út frá menningunni. Hún lyftir öllu á hærra plan, svo Listahátíðin reynist mikil og góð innspýting fyrir móralinn.“Aðspurður hvort honum séu sérstakir atburðir sérstaklega minnisstæðir, nefnir Stefán til að mynda Risessuna en hennar minnist hann ekki síst sem foreldri. „Þetta var magnaður gjörningur sem krakkarnir gleyma aldrei,“ segir hann.„Svo man maður eftir þessum

skrítnu viðburðum. Það kom hérna frekar framúrstefnulegur dansari einhvertíma á níunda áratugnum. Hann var nakinn og með kynfærin vafin inn í sárabindi. Það virtist allt snúast um það, meðan listin fór kannski fyrir ofan garð og neðan af því dansarinn sjálfur var berrassaður,“ segir Stefán Máni kíminn. Hann bætir svo við að margir spennandi listamenn hafi heimsótt hátíðina í gegnum tíðina.Hann segir hátíðina eiga sinn stað í vitundinni og örugglega meiri en flestir gera sér grein fyrir því það tengi ekki endilega allir viðburðina á Listahátíð við hátíðina sjálfa. Sjálfur segist hann reyndar í gamansömum tón vera afar meðvitaður um þann fjölda atburða sem hann missir af í menningarlífinu í Reykjavík en segir það sem betur fer vera til marks um hversu mikið sé í gangi. 

LISTAHÁTÍð Í REYKJAVÍK 40 áRAListaHátíð í reykjaVík fagnar 40 ára afmæLi sínu í ár. Hátíðin Var sett í fyrsta skiPti árið 1970 og Var fyrst HaLdin annað HVert ár en árLega frá árinu 2004. á ListaHátíð geta aLLir fundið eittHVað Við sitt Hæfi, aLLt frá Hörðustu menningarVitum tiL yngstu kynsLóðarinnar, enda fá aLLar HLiðar Hins fjöLbreytta menningarLífs reykVíkinga að njóta sín eins og dæmin Hér að neðan sýna. það endursPegLast kannski best í þeirri ótrúLegu aðsókn sem Hátíðin Hefur notið en aLLt að 180 þúsund manns Hafa séð Viðburði Hátíðarinnar þegar mest Hefur Verið.

STEFÁn MÁnI RITHÖFunDuR FAGNAR FERTuGSAFMæLInu MEð LISTAHÁTÍð

Það kom mörgum Reykvíkingum spánskt fyrir sjónir þegar átta metra há tröllstúlka tók að arka um götur bæjarins sumarið 2007.

Page 7: Reykjavík 2010

7

Hvernig er tískuiðnaðurinn í reykjavík?Ég myndi ekki endilega kalla þetta iðnað, heldur hugvit. Við erum ekki í samkeppni við neinn. Hönnunin hér snýst miklu meira um hvað fólk hefur að gefa af sér og það er gaman að sjá hvað það er margt gott fólk hérna sem er tilbúið að fara langt fyrir það sem það trúir á.

Hvað gerir reykjavík Fashion Festival fyrir reykjavík sem tísku- og hönnunarborg? Hátíðin er frábær stökkpallur til að ýta undir sköpunargleðina hjá fólki og hún er góður vettvangur til að sýna hvað við getum. undanfarin

ár höfum við verið að fjárfesta og klúðrað allskonar hlutum í leiðinni. Það sem við eigum nú eftir er fólkið en við erum svo heppin að eiga yndislega margt klárt og skapandi fólk.

Hvað hefur hátíðin gert fyrir þig sem hönnuð og hönnuði almennt?Þetta er bara yndisleg vakning fyrir Íslendinga. Að tíska og hönnun séu alvöru atvinnugreinar sem hafi mikið upp á að bjóða í framtíðinni og séu ekki bara hannyrðir og heimadúllerí. Þótt margir erlendir fjölmiðlar komi að sjá hátíðina, þá er kannski aðallega gaman fyrir Íslendinga að upplifa einmitt þetta.

Hin stórskemmtilega hönnunarhátíð HönnunarMars var haldin hátíðleg í annað sinn dagana 18. til 21. mars. Það er Hönnunarmiðstöð Íslands sem stendur fyrir hátíðinni með stuðningi Reykjavíkurborgar og er markmið hennar að kynna íslenskum almenningi það frábæra starf sem íslenskir hönnuðir hafa unnið undanfarin ár.Mikil gróska hefur verið í íslenskri hönnun og á HönnunarMars gefst Íslendingum færi á að berja afraksturinn augum. Meðal þess sem hægt var að skoða á hátíðinni voru verk leir- og textílhönnuða,

skartgripahönnun, húsgagnahönnun, innanhússarkitektúr, vöruhönnun, grafísk hönnun og arkitektúr.Í ár var svonefnt Showroom Reykjavík í fyrsta sinn hluti af HönnunarMars en það er sölusýning að erlendri fyrirmynd þar sem meðlimir Fatahönnunarfélags Íslands sýndu það nýjasta í íslenskri tísku. Í tilefni hátíðarinnar var einnig hluta Laugavegs og Skólavörðustígs ásamt Bankastræti breytt í göngugötur. Þetta var þáttur í Grænum skrefum í Reykjavík til að gera miðborgina eftirsóknarverðari fyrir gangandi vegfarendur. nýjasta viðbótin við HönnunarMars er tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival sem fram fór helgina 19. til 21. mars við glimrandi góðar undirtektir sýningargesta. Þar sýndu margir af ferskustu fatahönnuðum Íslands hönnun sína og sönnuðu að Reykjavík stendur hvaða tískuborg heims sem er á sporði. Samhliða hátíðinni var einnig haldin tónleikahátíð en meðal þeirra sem tróðu upp á nASA voru kanadíska söngkonan Peaches og íslenska stórhljómsveitin Gus Gus.

HönnunarMARS

ásgrímur már friðriksson, sem Hefur ásamt fLeirum Hannað fyrir ísLenska merkið e-LabeL, Var meðaL 22 ísLenskra fataHönnuða sem sýndu á reykjaVík fasHion festiVaL. Hann segir Hátíðina frábæra Vakningu fyrir ísLendinga um þau Verðmæti sem feLast í HugViti.

Page 8: Reykjavík 2010

8

þjóðLeikHúsiðHverfisgata 19www.leikhusid.isÞjóðleikhúsið gegnir veigamiklu hlutverki í menningarstarfi landsins. Leikhúsið hefur starfað frá árinu 1950 og sýnir ný íslensk verk og sígild erlend verk, barnaleikrit, söngleiki og óperur.

borgarLeikHúsiðListabraut 3www.borgarleikhus.isBorgarleikhúsið var byggt undir starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Húsið var vígt árið 1989 og hefur frá opnun verið gífurlega vel sótt, enda fjölbreyttar sýningar settar á svið á hverju leikári, allt frá stórum sýningum og samstarfsverkefnum til minni verkefna.

iðnóVonarstræti 3www.idno.isIðnó hefur verið notað undir leiksýningar frá árinu 1897. Í dag eru settar þar á svið fjölbreyttar leiksýningar í uppfærslu ýmissa leikhópa.

LoftkastaLinnseljavegur 2www.loftkastalinn.isLoftkastalinn er einkarekið leikhús sem hefur sett upp margar af vinsælustu sýningum og söngleikjum landsins, meðal annars Rocky Horror og Grease.

ísLenski dansfLokkurinnListabraut 3www.id.isÍslenski dansflokkurinn er nútímadansflokkur sem setur upp verk eftir þekkta íslenska og erlenda danshöfunda sem og unga og upprennandi. Dansflokkurinn setur upp sýningar í Borgarleikhúsinu og kynnir íslensk dansverk og dansara með sýningum erlendis.

ísLenska óPeraningólfsstrætiwww.opera.isSamanborið við óperuhús í Evrópu er Íslenska óperan ung að árum en hún hóf starfsemi sína á áttunda áratug síðustu aldar. Á þremur áratugum hefur óperan náð að festa sig í sessi með fjölbreyttri dagskrá og glæsilegum sýningum á klassískum óperuverkum.

VesturPortLaugavegur 145www.vesturport.comHvort sem um er að ræða verkefni innanlands eða erlendis slá sýningar Vesturports í gegn meðal áhorfenda og gagnrýnenda, enda um að ræða leikhóp sem fer mjög óhefðbundnar leiðir í uppfærslum sínum.

LeikHóPurinn PerLanListabraut 3Leikhópurinn Perlan er 27 ára en hann hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Leikhópurinn er fyrir fatlaða einstaklinga og er boðskapur verka hans kærleikur, virðing og skilningur.

Lab Lokinjörvasund 12www.labloki.isTilraunaleikhúsið Lab Loki var stofnað árið 1992 og vinnur í samstarfi við erlenda listamenn og sviðslistahópa. Auk leiksýninga stendur hópurinn fyrir ýmsum viðburðum, svo sem myndlistarsýningum, námskeiðum og ördanshátíðum.

útVarPsLeikHúsiðefstaleiti 1www.dagskra.ruv.is/leikhusútvarpsleikhúsið frumflytur um tíu ný íslensk leikverk á hverju ári auk sígildra erlendra verka. útvarpsleikhúsið er á Rás 1.

möguLeikHúsiðtjarnargata 12www.moguleikhusid.isMöguleikhúsið var stofnað árið 1990 og sérhæfir sig í sýningum fyrir börn og unglinga. Stærstur hluti sýninga eru farandsýningar sem fara fram í leik- og grunnskólum landsins.

draumasmiðjanwww.draumasmidjan.isDraumasmiðjan hefur sett upp fjölmargar vinsælar sýningar, meðal annars Ávaxtakörfuna og Ég sé… sem var fyrsta íslenska Döff-leiksýningin. Draumasmiðjan sérhæfir sig í Döff-leikhúsi sem eru sýningar sérstaklega unnar fyrir heyrnarlausa áhorfendur.

í LeikHúsunum í reykjaVík er nóg um að Vera aLLan ársins Hring. ísLenskt LeikHúsLíf er einstakLega öfLugt og Við getum stært okkur af dansmenningu á HeimsæLikVarða, ört stækkandi óPeru, frábærri LeikHúsdagskrá þar sem ný ísLensk LeikVerk eru í aðaLHLutVerki og sjáLfstæðum LeikHóPum sem Hafa Vakið atHygLi erLendis fyrir framsæknar sýningar. skemmtunin nær HáPunkti þegar aLþjóðLega LeikListarHátíðin LókaL fer fram í reykjaVík en Hátíðin er nú þegar orðin árLegur Viðburður. auk þeirra LeikHúsa sem kynnt eru Hér að neðan starfar fjöLdinn aLLur af sjáLfstæðum sViðsListaHóPum í borginni sem bjóða uPPá fjöLbreytta sýningardagskrá. kynntu þér dagskrá LeikHúsanna á www.LeikHus.is.

LeikhÚs

VILT Þú HALDA MEnnInGAR-VIðBuRð Í REYKJAVÍK?Á hverju ári veitir Reykjavíkur-borg styrki til þeirra félagasam-taka, fyrirtækja og einstaklinga sem vilja blómga borgina með viðburðum eða verkefnum. Allir með hugmyndaflugið og fram-kvæmdagleðina í lagi geta sótt um slíkan styrk úr borgarsjóði en honum er úthlutað í lok hvers árs. nú þegar hefur styrkjum fyrir árið 2010 verið úthlutað en alls hlaut 91 verkefni styrki – þar á meðal leikfélög, tónlistarhátíðir og ýmislegt fleira sem gerir borgina okkar skemmtilegri.Til að halda menningarviðburð í Reykjavík þarf að afla nauðsyn-legra leyfa, sem fara eftir eðli atburðarins. Viðburðir sem hamla umferð þurfa t.d. leyfi Framkvæmdasviðs borgarinnar og lögreglu. Höfuðborgarstofa veitir leyfi fyrir viðburðum á torgum borgarinnar en Garðyrkjustjóri veitir leyfi fyrir viðburðum á grænum svæðum. Þegar matvæli eru komin í spilið þarf heilbrigðiseftirlitið að veita sitt leyfi og stundum þarf Eldvarnaeftirlitið einnig að veita umsögn.Sif Gunnarsdóttir, forstöðu-maður hjá Höfuðborgarstofu, segir Höfuðborgarstofu boðna og búna að hjálpa fólki sem vilji leggja sitt af mörkum til borgarlífsins með viðburðum af einhverju tagi og því eigi alls ekki að fallast hendur. Hún ráðleggur áhugasömum að hafa tímann fyrir sér og þá gangi yfirleitt eins og í sögu að standa fyrir einhverju skemmtilegu í þágu borgarbúa.

>> söfn Reykjavíkur eru 18 talsins á 19.168 fm.

Page 9: Reykjavík 2010

9

Finnst þér mikið hafa breyst á Íslandi hvað viðkemur matarvenjum síðan þú fluttist til landsins?Ó, já! Þegar ég kom hér fyrst borðuðu Íslendingar ekkert grænmeti og nánast bara fisk og lambakjöt. Í dag borða allir mikið af grænmeti og hugsa mjög um heilsuna. Mér fannst maturinn ekki mjög góður hér á landi fyrst eftir að ég flutti. Mér fannst lambakjöt vont fyrst þegar ég smakkaði það, en það hefur breyst með árunum og nú er ég sjúk í lambakjöt.

Hver er helsti munurinn á íslenskum mat og tælenskum?Tælendingar borða mjög kryddaðan mat og nota mikið chilli. Þar er grænmeti uppistaðan í mataræðinu og við borðum ekki mikið af kjöti, alveg öfugt

við hér á landi. Þetta hefur þó breyst mikið, ég fæ mikið af Íslendingum til mín í búðina sem eru áhugasamir um tælenska matargerð og spyrja mig mikið út í ýmis krydd og tælenskan mat.

Hvað með íslenskan þorramat, finnst þér hann góður?(Gretta), Ó, nei! Mér finnst hann ógeðslegur, þér að segja. Þegar ég neyðist til að fara á þorrablót sit ég og borða harðfisk sem ég dýfi í smjör. Mér finnst harðfiskur reyndar mjög góður en hann er það eina sem ég borða af þorramat.

Þann 16. maí 2009 var í fyrsta sinn haldinn fjölmenningardagur í Reykjavík. Markmiðið með deginum er að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum og gefa Reykvíkingum kost á að kynnast þeirri ólíku menningu sem hefur komið til landsins með íbúum sem flust hafa hingað alls staðar að úr heiminum. Dagurinn var ótrúlega vel heppnaður en um 3.000 manns tóku þátt í göngu sem farin var frá Hallgrímskirkju

niður í Ráðhús og um 5.000 manns mættu á dagskrá hátíðarinnar sem fram fór í Ráðhúsinu og Iðnó. Meðal þess sem var boðið upp á var bambusdans, dans Snæljónsins frá Tíbet, japönsk teathöfn, söngur frá Kenía, Sri Lanka, Írak, Búlgaríu og Indlandi svo eitthvað sé nefnt. næsti fjölmenningardagur verður haldinn 15. maí.

Linda Lek kemur frá tæLandi en Hefur búið á ísLandi í 21 ár og rekur austurLensku mat- og gjafaVöruVersLunina mai tHai á LaugaVeginum. Við tókum Hana taLi og sPurðum Hana út í HVað Henni fyndist um ísLenskar matarVenjur og þær breytingar sem Hafa orðið á mataræði Landsmanna síðustu árin.

thai-matstofan Skeifunni I Tælenskur matur

tandoori Skeifunni I Indverskur matur

saffran Glæsibæ I Indverskur hollustumatur

kebabhúsið Grensásvegi & Austurstræti

tian Grensásvegi I Kínverskur matur

Culiacan Skeifunni I Mexíkóskur matur

austur indíafélagið Hverfisgötu I Indverskur matur

ban thai Laugavegi I Tælenskur matur

yummi yummi Laugavegi I Asískur matur

jómfrúin Lækjargötu I Danskur matur

skandinavian Laugavegi I Skandinavískur matur

Pisa Lækjargötu I Ítalskur matur

shalimar Austurstræti I Pakistanskur matur

ali baba Veltusundi I Sýrlenskur

brasilía Skólavörðustíg I Brasilískur matur

balkanika kitchen Vitastíg I Balkanskur matur

Volare Laugavegi I Ítalskur matur

indian mango Frakkastíg I Indverskur matur

asia Laugavegi I Asískur matur

ítalía Laugavegi I Ítalskur matur

noodlestation Skólavörðustíg I Asískur matur

santa maría Laugavegi I Mexíkóskur matur

rikki Chan Kringlunni I Víetnamskur matur

sjanghæ Laugavegi I Kínverskur matur

krua thai Tryggvagötu I Tælenskur matur

kitchen Laugavegi I Nepalskur matur

osushi Lækjargötu & Borgartúni I Japanskur matur

tapas bar Vesturgötu I Spænskur matur

thai matstofan Suðurlandsbraut I Tælenskur matur

FJöLMENNINGARDAGuR Í REYKJAVÍK

matarmenning reykVíkinga Hefur gjörbreyst á síðustu áratugum og borgarbúar neyta sífeLLt meira af kræsingum frá fjarLægum Löndum. Hér fyrir neðan má sjá brot af fjöLbreyttri fLóru matsöLustaða og VersLana í borginni.

TæLEnSKT KRYDD Í TILVERuNA

mini–market Drafnarfelli I Pólsk búð

asian Suðurlandsbraut I Asísk búð

Vietnam market Suðurlandsbraut I Víetnömsk búð

filippseyjar Hverfisgötu I Filippeysk búð

mai thai Laugavegi I Tælensk búð

„ÞJÓðLEGAR VERSLAnIR“

Page 10: Reykjavík 2010

10

LISTAVERK uM ALLA BoRG

barnið og fiskurinn er höggmynd eftir Ásmund Sveinsson. upprunalega verkið var sett upp við

Laugarnesskóla árið 1945.

Landnám eftir Björgvin S. Haraldsson er táknrænt fyrir 1100 ára afmæli íslands-byggðar árið

1974. Verkið stendur við Háaleiti.

ferningar 1, verk eftir Hallstein Sigurðsson, var sett upp við Stekkjarbakka í Breiðholti

árið 1976. Hugmyndina að verkinu fékk Hallsteinn eftir dvöl sína í new York þar sem hann varð fyrir áhrifum frá listamanninum David Smith.

íslandsmerkið er verk eftir Sigurjón Ólafsson sem stendur við Hagatorg. Íslandsmerkið samanstendur

af fimm aðskildum og misháum súlum. Fullt heiti verksins er: „Minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944“ og er táknrænn minnisvarði um lýðveldi Íslands.

fallandi gengi eftir Inga Hrafn Hauksson stendur í Árbæjar-hverfinu. Verkið er frá árinu 1976.

minnisvarðinn glitfaxi, verk eftir Einar Jónsson, frá árinu 1955. Verkið stendur við austurenda

Fossvogskirkju og er í eigu Flugmálafélags Íslands.

sunnudagur, verk eftir Guðjón Ketilsson, sem stendur í Víkuhverfi í Grafarvogi. Verkið var á

sýningu MHR meðfram strandlengju Skúlagötu sumarið 2000.

Hyrningar Vi er verk eftir Hallstein Sigurðsson og stendur á horni Langholts-vegar og

Álfheima.

blómgun, verk eftir Sigurjón Ólafsson, stendur við Mennta-skólann við Sund á horni Gnoðarvogs

og Skeiðarvogs. Verkið er frá árinu 1978.

geirfugl, verk eftir Ólöfu nordal. Verkið er hluti sýningarinnar Strandlengjan sem Mynd-höggvara-

félagið setti upp. Verkið er staðsett í fjöru við Skerjafjörð þar sem gætir bæði flóðs og fjöru; það er alveg á þurru á fjöru en fer nærri á kaf í stórstraumsflæði.

>> 450 grunnskólanemendur eru í skólahljómsveitum

Eitt hlutverk Reykjavíkurborgar er að stuðla að því að fólk sem vinnur við listgreinar og skapandi greinar hafi aðgang að aðstöðu við hæfi, enda getur fjölbreytt aðstaða skipt sköpum um það hvort fólk í skapandi greinum sjái sér fært að búa hér og starfa. Þeir sem tóku þátt í hug-myndavinnu vegna menningarstefnu borgarinnar lögðu afar mikla áherslu á þetta. Reykjavíkurborg hefur til þessa sinnt uppbyggingu og aðstöðu fyrir listir og skapandi greinar og mörg spennandi verkefni eru í farveginum.

HarPaEitt stærsta verkefnið er Harpa, tón-listar- og ráðstefnuhúsið við höfnina sem mun stórbæta aðstöðu Sin-fóníuhljómsveitarinnar og allra tón-listarviðburða í Reykjavík. Þar verða haldnar fjölbreyttar ráðstefnur og viðburðir. Í húsinu liggja þrír salir hlið við hlið, tónleikasalur, æfigarsalur og ráðstefnusalur. Ennfremur verður 200 manna tónleikasalur á neðri hæð. Við hönnun hússins var lögð áhersla á sveigjanleika, þannig að það geti nýst allt til stærri viðburða eða að hægt verði að skilja ráðstefnurýmin alger-lega frá öðrum rýmum og mismunandi starfsemi geti farið fram á samtímis

í húsinu, án innbyrðis truflunar. Að auki verða fjölmargir minni salir sem nýtast til funda- og ráðstefnuhalds.

tjarnarbíó Annað skemmtilegt uppbyggingar-starf á sér stað í Tjarnarbíói. Þar er unnið að endurgerð hússins þannig að það verði tæknilega fullbúið fyrir leik- og danssýningar og fyrir kvik-myndavinnslu. Sjálfstæðu leikhúsin, bandalag atvinnuleikhópa, munu meðal annarra nýta Tjarnarbíó en innan vébanda félagsins eru tugir leikhópa. Húsið mun einn-ig nýtast öðrum sviðslistum og kvikmyndaðgerðarfólki. Tjarnarbíó er nær 100 ára gamalt hús í hjarta Reykjavíkur. Það var byggt árið 1913 og starfrækt sem íshús til ársins 1942 þegar því var breytt í kvikmyndahús.

Í mörg ár hefur Reykjavíkurborg einnig styrkt fjölmörg félög lista-manna sem aftur úthluta aðstöðu til sinna félagsmanna, bæði með því að veita þeim aðstöðu í húsnæði í eigu borgarinnar eða með styrkveitingum. og má þar nefna Tónlistar-þróunarmiðstöðina og kartöflu-kompurnar.

BæTT AðSTAðA: LÍF KVIKNAR Í TJARnARBÍÓI

Page 11: Reykjavík 2010

11

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Ég er formaður Menningar- ogferðamálaráðs. Þannig að ég hefeinbeitt mér undanfarið að þeimmálum.

Hvað hefur áunnist í þessummálaflokki á kjörtímabilinu?Margt hefur áunnist. Þátttaka almennings í menningarviðburðum hefur aukist verulega og fleiri heimsækja söfnin og taka þátt í menningarviðburðum nú en áður. Annar stór áfangi er endurskoðun menningarstefnu borgarinnar sem hefur bætt yfirsýn okkar yfir málaflokkinn. Menning er mun breiðara hugtak en einungis listir. Að eiga framúrskarandi listamenn er auðvitað gífurlega mikils virði en menningarmálin snúast um mjög fjölbreytta hluti, allt frá mannlífi í borginni yfir í að styrkja einstaka listviðburði. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og nú erum við byrjuð að endurskoða ferðamálastefnuna. Menningar- og ferðamálin tengjast að sjálfsögðu. Í

Reykjavík er gróskumikið tónlistarlíf sem í felast mikil tækifæri. Ferðamenn velja áfangastaði út frá áhugamálum sínum og íslensk tónlist hefur til dæmis haft mikil áhrif á það að svo margir telja Ísland áhugverðan áfangastað.Hver er staðan varðandi Tónlistar- og ráðstefnuhúsið?Það var talsverður áfangi að ákveða að halda byggingunni áfram þrátt efnahagsástandið. Ég held að það sé af hinu góða og einn daginn verður litið á þetta hús sem hús endurreisnarinnar. Þetta er risastórt verkefni og ef vel tekst til getur fjárfestingin skilað sér margfalt til baka. nú þegar er búið að bóka marga viðburði í húsinu bæði ráðstefnur og tónleika.

Hvernig vilt þú sjá reykjavík þróast sem menningar- og ferðamálaborg?nauðsynlegt er að vinna í uppbyggingu og skipulagi á miðbænum. Ég nefni miðbæinn sérstaklega því þangað sækja gestir borgarinnar, innlendir sem erlendir.Ferðamenn koma gjarnan til að njóta

náttúrunnar en Reykjavík býður að sjálfsögðu upp á margt fleira. Héðan má fara í stutt ferðalög en njóta til viðbótar alls þess sem borgin hefur upp á bjóða. Stór hópur þeirra sem koma til landsins staldrar stutt eða ekkert við í borginni. Verkefni okkar er að auka aðdráttarafl borgarinnar til að lengja dvöl þeirra hér.

Hvernig sérðu menninguna og ferðamálin geta hjálpað okkur út úr efnahagsástandinu?Kraftmikið menningar- og mannlíf skapar þá stemningu og aðdráttarafl sem þarf til að auka tækifærin í ferðaþjónustunni. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að stuðla að því að hér verði til fjölbreyttar hátíðir og öflugir menningarviðburðir. Við eigum góðar hátíðir sem hafa heppnast vel eins og Airwaves, Food and Fun hátíðina og Hönnunarmars en til stendur að byggja upp fleiri slíka viðburði. Hátíðin Hestadagar í Reykjavík árið 2011 var nýlega samþykkt í borgarstjórn og svo má nefna Friðarsúlu Yoko ono í

Viðey sem dregur að sér athygli og fólk. Mannlífið og aukin aðsókn ferðamanna skilar okkur auðvitað verðmætum. Verslun eflist og þjúnusta eykst sem færir okkur auknar gjaldeyristekjur. Reykjavík þarf að stuðla að því að ferðaþjónustan byggist upp, skoða hvar sóknarfærin liggja og leggjast á árarnar með aðilum í ferðaþjónustunni. Með þeim hætti nýtist opinbert fé til að byggja upp og búa til farveg fyrir þá sem hafa hugmyndir og vilja láta verkefni sín verða að veruleika.

Fjölskyldustaða: Þriggja barna móðir í sambúð.

Menntun: BA próf í sálfræðivið Háskóla Íslands og masterspróf í vinnusálfræðifrá university of Hertfordshire,Englandi.

Áhugamál: Fara í veiði, í fjallgöngur, á skíði og í sund og taka þátt í menningarlífinu.

„FERðAMEnn VELJA ÁFAnGASTAðI úT FRÁ ÁHuGAMÁLuM SÍnuM. ísLensk tónList HEFuR TIL DæMIS HAFT MIKIL ÁHRIF Á ÞAð Að ÍSLAnD ER MEðAL áHugaVerðustu áfangastaðanna. FJÖLMÖRG TæKIFæRI ERu ÞAnnIG FÓLGIn Í MEnnInGunnI.”

ásLaug MARÍA friðriksdóttir

Við opnun sýningar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Í Viðey með menningar- og ferðamálaráði. Opnun götugallerís á hönnunarmars árið 2009.

Page 12: Reykjavík 2010

12

ferðamenn sækja ísLand Heim, ekki eingöngu Vegna náttúruPerLna Landsins. rómað menningar- og tón-ListarLíf er ekki síður aðdráttarafL, sem sést HVað best í þVí HVersu margir er-Lendir ferðamenn Heimsækja reykjaVík á ári HVerju en þeim Hefur fjöLgað jafnt og þétt síðastLiðin ár.

Hátt í 500.000 ferðamenn á áriReykjavíkurborg rekur upp-lýsingamiðstöð ferðamanna við Ingólfstorg. Heimsóknir þangað gefa ákveðna vísbendingu um fjölda ferðamanna sem heimsækir borgina. Árið 2008 komu 270 þúsund ferðamenn þangað og þeim hafði fjölgað í 330 þúsund árið eftir. Gert er ráð fyrir að sá fjöldi aukist enn frekar árið 2010. Auk þess safnar Ferðamálastofa upplýsingum um fjölda erlendra ferðamanna sem koma til landsins en þeir voru 498 þúsund árið 2009. Gert er ráð fyrir að fjöldinn aukist lítillega eða standi í stað á þessu ári. Af þessum tölum

má gefa sér að gott hlutfall erlendra ferðamanna virðist heimsækja Reykjavík en til mikils er að vinna að auka þetta hlutfall. í dag eru um 17% allra gjaldeyristekna okkar af erlendum ferðamönnum.

ferðaþjónusta er stóriðja borgarinnarFerðaþjónustan á að vera í brenni-depli á næstunni. Erlendir ferða-menn nýta sér verslun og þjónustu, fara út að borða, nota leigubíla og sækja menningar- og tónlistar-viðburði, svo nokkuð sé nefnt en allt eru þetta mikilvægar tekjur fyrir borgarbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum voru tekjur af erlendum ferðamönnum árið 2008 um 73 milljarðar. Þar af fór um 51 milljarðar í neyslu og um 22 milljarðar í fargjaldakaup en það var gífurleg aukning frá árinu áður.Hlutverk borgarinnar er að styðja við ferðaþjónustuna, meðal annars með öflugu menningarlífi. Skipu-leggja þarf fjölbreytta viðburði og styrkja þá sem fyrir eru og vaxa ár hvert. uppruni og einkenni

borgarinnar er einstakur og við eigum að draga þau fram við skipu-lag hennar. Verkefni sem fela í sér virðingu fyrir menningu okkar og sögu eru til þess fallin að auka áhuga ferðamanna á landinu og þannig getum við skapað lífvænleg skilyrði fyrir verslun og þjónustu. Tækifærin eru óendanleg og með því að styrkja við ferðaþjónustuna er hægt að skapa fjölda starfa á næstunni og á henni eigum við að byggja. Borgin á að iða af lífi og krafturinn í fólkinu að fá að njóta sín.

MEnnInGAR-MERKInGAR GERA GöNGuTúRANA FRÓðLEGRI

Glöggir vegfarendur hafa ef til vill tekið eftir upplýsingaskiltum sem standa við Austurvöll og Bern-höftstorfu og gefa til kynna hvað þar er að sjá. Skiltin eru hluti af merkingaverkefni Menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar en markmiðið er að kveikja áhuga fólks og efla fræðslu um menningu, sögu og náttúru borgarinnar.Árið 2008 var staðið fyrir samkeppni um samræmt útlit menningarmerk-inga og vinningstillöguna átti Finnur Malmquist hönnuður en hann valdi rúnatáknið „maðr“ til að tákna menningarminjar borgarinnar. Fyrstu skiltunum var komið fyrir í miðbæn-um þar sem mest þörf var talin á því vegna ferðamanna sem þangað koma en á skiltunum eru bæði upplýsingar á íslensku og ensku.nú þegar er búið að merkja Austur-völl, Bernhöftstorfu, Mæðragarðinn, Hallargarðinn, Hljómskálagarðinn og Höfða. Á næstunni verður merkingum komið fyrir við Breiðholtsbæ, Víkurbæ og Ingólfs-naust. Staðirnir sem vert er að vekja athygli á og bíða þess að vera merktir eru fjölmargir, til dæmis hús, torg, og styttur. Göngutúrarnir um borgina verða því mun fróðlegri í framtíðinni.

• Árið 2009 komu 498 þúsund ferðamenn til Íslands.

• Árið 2009 leituðu 330 þúsund ferðamenn upplýsinga hjá upp-lýsingamiðstöð borgarinnar.

• Tekjur af erlendum ferða-mönnum eru um 17% af gjald-eyristekjum þjóðarinnar.

• Borgin á að styðja við ferða-þjónustuna, meðal annars með öflugu menningarlífi.

FERðAMáL Í BREnnIDEPLI

>> Það er alltaf ókeypis á Listasafn Reykjavíkur, kjarvalsstaði, Listasafn íslands og Ásmundarsafn.

Page 13: Reykjavík 2010

13

menning og menningar-Viðburðir eru ekki aðeins skemmtiLeg afþreying og uPPLyfting frá HVersdags-Leikanum. menning, í HVaða formi sem er, Hefur bein tekjuskaPandi áHrif út í sam-féLagið en rannsóknir sýna að Hagræn áHrif menningar geta Verið drjúg, bæði í formi atVinnu og beinna tekna.

menningarstyrkir borgast margfaLt tiL bakaundirbúningur menningarviðburða leiðir alltaf af sér störf, bæði listamannanna sjálfra og þeirra sem koma að skipulagi og uppsetningu viðburðarins. Tekjur skapast einnig við kaup á ýmiss konar þjónustu, sem við kemur skipulagningu. Síðast en ekki síst laða viðburðir að sér fólk en með því skapast ómæld verðmæti,

því fólk notar oft tækifærið og hittir vini, fer á kaffihús og veitingastaði, kaupir leigubíla eða notar almenningssamgöngur, kaupir fatnað eða annað slíkt. Allt þetta eflir verslun og þjónustu í borginni. Lifandi mannlíf ýtir á þennan hátt undir hreyfingu fjármagns. Styrkir hins opinbera skila oft verðmætum til samfélagsins sem eru mun meiri en sem nemur upphæð styrkjanna. Víða hefur tíðkast að reyna að meta þau verðmæti sem skapast af hegðun fólks sem tekur þátt í menningarviðburðum til að draga fram þau áhrif sem þeir geta haft. Til dæmis var talið að hlutdeild lista af vergri landframleiðslu í new York ríki árið 2001 væri 3% og að þar hafi 2% vinnuaflsins starfað við málaflokkinn. Á Íslandi fer skapandi störfum fjölgandi og hlutdeild menningar í landsframleiðslu er talin vera 4%. Því meiri þátttaka

almennings, því meiri afleiddar tekjur fyrir samfélagið.

menning Laðar að sér ferðamennSíðan má ekki gleyma að menningarviðburðir hafa einnig áhrif á straum erlendra ferðamanna til borgarinnar. Því öflugra menningarlíf, því fleiri ferðamenn. Því fleiri ferðamenn, þeim mun meiri gjaldeyristekjur. Í dag liggja fyrir ýmsar lykiltölur sem gera kleift að áætla þessar tekjur mjög gróflega. Til að ná betur utan um hagræn áhrif menningar á samfélagið er þörf á að afla frekari upplýsinga, m.a um menningarneyslu þátttakenda menningarviðburða, en verið er að vinna að því hjá Menningar- ogferðamálaráði um þessar mundir. Frekari rannsóknir á menningarneyslu og aukin upplýsingasöfnun

um hegðun þátttakenda í menningarviðburðum verða til þess að auka skilning á mikilvægi menningar fyrir borgina.

HVERnIG SKAPAR MENNING TEKJuR?

Í JAnúAR 2010 KoM úT SKýRSLA Á VEGuM FÉLAGS-VÍSInDASToFnunAR HÁSKÓLA ÍSLAnDS, „KÖnn-un Á MEnnInGARnEYSLu ÍSLEnDInGA” En FJÖLDI FÓLKS VAR ÞAR SPuRðuR ALLS KYnS SPuRnInGA, EInS oG HVoRT ÞAð HEFðI TEKIð ÞÁTT Í MEnnInGARVIðBuRðuM oG EF SVo ER, HVERnIG oG HVAðA VIðBuRðuM. MARGT FRÓðLEGT KoM FRAM Í SKýRSLunnI, MEðAL AnnARS Að:

• Rúm 60% svarenda höfðu sótt leikhús, óperu eða söngleik að undanskildum skólasýningum síðustu 12 mánuði, þar af höfðu um 95% farið í leikhús.

• Um 58% höfðu sótt tónleika (skólatónleikar ekki meðtaldir) undanfarna 12 mánuði og þar af höfðu rúm 23% farið fimm sinn-um eða oftar. Flestir höfðu sótt tónleika þar sem flutt var dægur-lagatónlist eða 63% en næst höfðu tæp 42% sótt klassíska tónleika.

• Tæp 53% höfðu sótt listasafn eða myndlistarsýningu síðustu 12 mánuði og 26% höfðu farið fimm sinnum eða oftar.

• Um 55% höfðu sótt menn-ingarhátíð á undanförnum 12 mánuðum.

Friðarsúlan, verk listakonunnar Yoko ono í Viðey, hefur vakið heimsathygli frá því að fyrst var kveikt á henni á afmælisdegi Johns Lennons í október 2007. Eins og nafnið gefur til kynna á súlan að vera sameiningartákn þeirra sem vilja leggja sitt að mörkum til heimsfriðar með hljóðlátum hætti, enda unnu John og Yoko ötullega að baráttu fyrir friði og umburðarlyndi.

næsta haust hefði John Lennon orðið 70 ára. Af því tilefni vinnur Yoko ono, í samvinnu við Reykjavíkurborg að því að skipuleggja afmælistónleika sem enginn sannur tónlistarunnandi eða friðarsinni má láta framhjá sér fara.

19. - 25. apríl var í fyrsta sinn efnt til barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Hátíðin fjallar um menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn og er þemað í ár var forvitni. Tugir viðburða voru í boði úti um alla borg, í hverfunum, inni á listasöfnum, í görðum eða öðru húsnæði. Til dæmis má nefna að Fríkirkjuvegur 11 fékk hlutverk

ævintýrahallar, enda vel við hæfi þar sem húsið er staðsett í Hallargarði-num. Hér snýst menningin um mat, málþing, íþróttir og inniveru, leiklist og listdans og í rauninni alla fleti menningar sem tengjast börnum. Þátttakendur verða börn á leik- og grunnskólaaldri og auðvitað fjöl-skyldur þeirra sem geta notið þess að drekka í sig menningu saman.

AFMæLISTÓnLEIKAR JOHNS LENNONS

BARnAMEnnInGARHÁTÍð

Page 14: Reykjavík 2010

14

Alþjóðleg kvikMyndAHÁTÍðHvar: Víðsvegar um Reykjavík

Hvenær: 23. sept - 3. okt.

Hvað: Kvikmyndahátíðin hefurverið haldin árlega í Reykjavík frá 2004. Dagskráin samanstendur af íslenskum og erlendum kvikmyndum sem skiptast í nokkra flokka og eru verðlaun, Gyllti lundinn, veitt fyrir uppgötvun ársins. Auk kvikmyndasýninga er boðið uppá námskeið, málþing, kvikmyndasmiðju og opnar umræður þar sem leikstjórar svara spurningum áhorfenda.

AndkrisTniHÁTÍðHvar: Sódóma Reykjavík.

Hvenær: 9.-10. apríl.

Hvað: Árleg þungarokkshátíð stofnuð af meðlimum hljómsveitanna Sólstafir og Forgarður Helvítis. Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 sem andsvar við Kristnihátíðinni og fer ávallt fram í kringum vetrarsólstöður.

BArnAMenningAHÁTÍðHvar: Víðsvegar um borgina.

Hvenær: 19. – 25. apríl.

Hvað: Hátíðin er vettvangur fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri og hefur að markmiði að virkja þátttöku þeirra í menningarlegu starfi. Barnamenningarhátíðin er um börn fyrir börn og býður uppá fjölbreytta viðburði vítt og breitt um borgina. (Sjá bls. 13.)

BlúsHÁTÍð Í reykjAvÍkHvar: Fríkirkjan, nordica Hótel, Ráðhús Reykjavíkur og Kaffi Rósenberg.

Hvenær: 27. mars – 1. apríl

Hvað: Hátíð skipulögð af Blúsfélagi Reykjavíkur og tileinkuð

blústónlist. Fram koma landsins færustu blústónlistarmenn auk þekktra erlendra spilara og söngdíva.

BókMennTAHÁTÍð Í reykjAvÍkHvar: norræna húsið, Iðnó og Háskóli Íslands.

Hvenær: 2011.

Hvað: Frá árinu 1985 hefur Bókmenntahátíðin í Reykjavík verið einn stærsti menningarviðburður íslenska bókmenntasamfélagsins. Þar koma innlendir og erlendir höfundar saman og kynna verk sín. Margir þekktir erlendir rithöfundar hafa sótt Ísland heim, meðal annars Isabel Allende, Kurt Vonnegut, Paul Auster og Haruki Murakami. Hátíðin er haldin annað hvert ár.

Food And FunHvar: Veitingastaðir í Reykjavík.

Hvenær: 24. - 28. febrúar.

Hvað: Matarveisla þar sem matreiðslumeistarar víðvegar að úr heiminum vinna sem gestakokkar á völdum veitingahúsum borgarinnar og bjóða uppá sérstaka matseðla í tilefni hátíðarinnar. Auk þess að galdra fram ljúffenga rétti keppa matreiðslumeistararnir um titilinn „Matreiðslumeistari Food and Fun“.

Frönsk kvikMyndAHÁTÍðHvar: Háskólabíó.

Hvenær: 15. – 28. janúar.

Hvað: Árleg kvikmyndahátíð skipulögð af Alliance Française, sendiráði Frakklands og Kanada og Græna ljósinu. Boðið er uppá veigamikla dagskrá tileinkaðri franskri kvikmyndalist.

HÁTÍð HAFsinsHvar: Miðbakki, Grandi, Sjóminjasafnið og úti á sjó.

Hvenær: Júní

Hvað: Hafnardagurinn og Sjómannadagurinn mynda saman Hátíð hafsins sem haldin hefur verið hátíðleg með fjölbreyttri

dagskrá við Reykjavíkurhöfn og Granda síðan 1999.

Hinsegin dAgAr Í reykjAvÍkHvar: Miðborgin.

Hvenær: 5. – 8. ágúst.

Hvað: Litríkasta hátíð ársins, Hinsegin dagar (Gay Pride), hefur verið árviss viðburður í Reykjavík frá 1999. Hápunktur hátíðarinnar er gleðigangan niður Laugaveginn þar sem margmenni flykkist í miðbæinn til að sýna samstöðu, fagna áföngum sem hafa náðst í baráttu samkynhneigðra á Íslandi og skemmta sér saman.

HönnunArMArsHvar: Víðsvegar um borgina.

Hvenær: 18.- 20. mars.

Hvað: Hönnunarmiðstöð skipuleggur þessa fjölbreyttu hátíð þar sem boðið er uppá sýningar á því nýjasta og ferskasta í íslenskri hönnun og arkitektúr auk fyrirlestra og kaupstefna. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009. (Sjá nánar á bls. 6.)

icelAnd AirwAvesHvar: Kaffihús, tónleikastaðir, gallerí og verslanir í miðbæ Reykjavíkur.

Hvenær: október

Hvað: Iceland Airwaves þarf vart að kynna en hátíðin, sem hefur verið haldin árlega frá 1999, er stærsta tónlistarveisla ársins og býður uppá pakkaða tónleikadagskrá á fimm dögum í október.

innipúkinnHvar: Sódóma og Batteríið

Hvenær: Verslunarmannahelgi 30. júlí – 1. ágúst.

Hvað: Tónlistarhátíð í Reykjavík fyrir innipúka sem vilja vera í borginni um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn var fyrst haldin sem eins dags hátíð árið 2002 en þróaðist hratt í stóra innihátíð þar sem boðið er uppá nóg af tónlist og hressa stemmningu heila helgi.

jónsHÁTÍðHvar: Miðbær Reykjavíkur

Hvenær: 24.- 27. júní

Hvað: Jónsvaka er listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn í ár. Á hátíðinni koma saman ungir og efnilegir listamenn úr helstu geirum listarinnar í hjarta Reykjavíkur svo borgin iði af lífi og fjöri.

jAzzHÁTÍð reykjAvÍkurHvar: Í Reykjavík

Hvenær: 14.- 29. ágúst

Hvað: Eins og nafnið gefur til kynna er Jazzhátíðin tileinkuð jazztónlist og frá því að hátíðin var fyrst haldin árið 1990 hefur hún skipað sér fastan sess í íslensku tónlistar- og skemmtanalífi.

kirkjulisTAHÁTÍð HAllgrÍMskirkjuHvar: Hallgrímskirkja

Hvenær: 28. mars – 11. apríl.

Hvað: Á Kirkjulistahátíð er boðið uppá tónlist, myndlist, bókmenntir og dans og fara hátíðahöldin fram í Hallgrímskirkju. Hátíðin var í ár haldin um páskana undir yfirskriftinni „... frá myrkri til ljóss“.

lisTAHÁTÍð Í reykjAvÍkHvar: Víðsvegar um borgina

Hvenær: 12. maí – 5. júní

Hvað: Listahátið á 40 ára afmæli

HÁTÍð Í BoRG

>> Það eru 3 leikhús í Reykjavík sem samtals eru 12.607 fm að stærð.

Page 15: Reykjavík 2010

15

í ár og verður dagskráin því sérlega glæsileg. Boðið verður uppá margvíslega blöndu af tónlistarviðburðum, leik- og danslist, bókmenntum, myndlist og hönnun. (Sjá nánar á bls. 6.)

lisT Án lAndAMærAHvar: Víðsvegar um bæinn.

Hvenær: Lok apríl - miðjan maí.

Hvað: Lista- og menningarhátíð sem hefur það að markmiði að greiða fyrir aðgangi fatlaðra að listum og menningarstarfi. Boðið er uppá myndlistarsýningar, tónleika og leiklistarviðburði.

lókAlHvar: Leikhúsin í Reykjavík og Listaháskóli Íslands.

Hvenær: 1. – 5. september.

Hvað: Lókal er fyrsta alþjóðlega leiklistarhátíðin á Íslandi. Markmið hennar er að kynna íslensk sem og heimsþekkt erlend leikhús og leikhópa sem hafa verið í fararbroddi leiklistar i Evrópu og Bandaríkjunum.

MenningArnóTTHvar: Miðborg Reykjavíkur

Hvenær: 21. ágúst.

Hvað: Menningarnótt er haldin hátíðlega fyrsta laugardag eftir afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst. Hátíðarhöldin hefjast með Reykjavíkurmaraþoninu og eftir það er boðið uppá fjölbreytta tónlistar- og skemmtidagskrá víðsvegar um borgina sem lýkur með flugeldasýningu.

MúsÍkTilrAunirHvar: Íslenska óperan

Hvenær: 15. – 18. mars

Hvað: Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir hófst árið 1982 og síðan þá hafa hátt í 900 hljómsveitir keppt um hylli dómnefndar og áhorfenda. Músíktilraunir geta verið stökkpallur fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir en meðal sigurvegara síðustu ára má nefna

Maus, Mínus, Botnleðju, XXX Rottweiler og Agent Fresco.

Myrkir MúsÍkdAgAr

Hvar: Tónleikastaðir víðsvegar um borgina.

Hvenær: 24. – 31. janúar.

Hvað: Íslenska skammdeginu er tekið opnum örmum með árlegri tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands. Hátíðin fagnaði 30 ára afmæli sínu á þessu ári og samanstóð dagskráin af nútímatónlist, kvikmyndatónleikum og frumflutningi nýrra íslenskra og erlendra tónverka.

reykjAvÍk FAsHion FesTivAl Hvar: o. Johnson & Kaaber húsið

Hvenær: 19. – 20. mars.

Hvað: Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival var haldin í fyrsta sinn í ár og sýndu alls 22 íslenskir fatahönnuðir hönnun sína. Hátíðinni er ætlað að byggja upp orðspor íslenska tískuiðnaðarins og kynna íslenska fatahönnun á erlendum vettvangi.

reykjAvÍk Folk FesTivAlHvar: Kaffi Rósenberg

Hvenær: 10. - 14. mars.

Hvað: Alþýðu- og heimstónlistarhátíð skipulögð í tilefni af 10 ára afmæli hljómsveitarinnar South River Band. Fram koma hljómsveitir sem spila þjóðlagatónlist, blús og/eða heimstónlist.

réTTir Hvar: Tónleikastaðir í Miðbæ Reykjavíkur.

Hvenær: Fyrri hluta september.

Hvað: Réttir eða Reykjavík Round-up var haldin í fyrsta sinn í fyrra í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Réttir er fjögurra daga tónlistarhátið þar sem fram koma yfir 100 íslenskar hljómsveitir úr öllum geirum íslensks tónlistarlífs.

sAFnAnóTTHvar: Söfn og gallerí í Reykjavík.

Hvenær: 12. febrúar.

Hvað: Yfir 30 söfn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu buðu uppá fjölbreytta dagskrá fyrir gesti á öllum aldri. Söfnin voru opin til miðnættis og var sérstakur safnanæturstrætó notaður til að auðvelda fólki að sjá sem flestar sýningar. Safnanótt er árlegur viðburður.

sequencesHvar: Gallerí, stofnanir og opin svæði í Reykjavík.

Hvenær: Byrjun nóvember.

Hvað: Árleg alþjóðleg sjónlistahátíð þar sem lögð er sérstæk áhersla á framsækna list, svo sem gjörninga, vídeo-list, hljóðskúlptúra og óhefðbundnar listasýningar á opnum almennings-svæðum. Hátíðinni er ætlað að brúa bilið milli listarinnar og þjóðlífsins.

sTuTTMyndAdAgAr Í reykjAvÍkHvar: Kvikmyndahús, ekki búið að ákveða hvaða.

Hvenær: Lok maí.

Hvað: Kvikmyndahátíð þar sem keppt er um bestu stuttmyndina. Sigurvegarinn fær styrk til að fara með mynd sína á kvikmyndahátíðina í Cannes.

TAngo on icelAndHvar: Víðsvegar um borgina.

Hvenær: Ágúst

Hvað: Tangóhátíð sem býður uppá tangónámskeið, lifandi tónlist, tangótónleika og milonga-kvöld. Reyndir sem og óreyndir dansarar geta kynnt sér heim tangósins, notið tónlistarinnar og lært ný dansspor í leiðinni.

unglisTHvar: út um borg og bí

Hvenær: 5.- 12. nóvember.

Hvað: unglist er listahátíð ungs fólks, skipulögð af Hinu Húsinu. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1992 og dagskráin samanstendur af tónlistarviðburðum, lista- og leiksýningum, hönnun og tísku og á henni er sýnt það ferskasta í listsköpun ungs fólks hverju sinni.

veTrArjAzzHÁTÍð

Hvar: Kúltúra, Þjóðmenningarhúsið og norræna húsið.

Hvenær: 11. – 15. febrúar.

Hvað: Vetrarjazzdagar eru árleg jazzhátíð skipulögð af Jazzhátíð Reykjavíkur. Fram koma færustu jazzleikarar þjóðarinnar sem og vel valdir erlendir gestir.

viðeyjArHÁTÍðinHvar: Viðey

Hvenær: 20. júní

Hvað: Viðeyingafélagið stendur fyrir árlegri hátíð í Viðey þar sem boðið er uppá dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hátíðinni lýkur með dansi og varðeld.

villA reykjAvÍkHvar: Hafnarsvæði Reykjavíkurborgar.

Hvenær: Júlí

Hvað: Alþjóðleg gallerí koma til landsins og sýna verk samstarfslistamanna sinna í ólíkum rýmum um hafnarsvæði Reykjavíkurborgar. Myndlistarsýningar, lifandi viðburðir, tónlist og kvikmyndasýningar eru meðal samvinnuverkefna hinna ólíku þátttakenda.

Page 16: Reykjavík 2010

16

FJöLSKYLDuBorgin

1830 Fyrsti barnaskólinn

í Reykjavík tók til starfa. Barnaskóli Reykjavíkur, sem síðar fékk heitið

Miðbæjarskólinn, var eini barnaskóli

borgarinnar í hundrað ár.

1886Barnastúkan

æskan stofnuð.

1931 Fyrsta barnið

fæddist á Land-spítalanum þann

5. janúar.

1901 Mannfjöldi í

Reykjavík 6.667.

1950 Mannfjöldi í

Reykjavík 56.251.

1903 Sérstakt félag

var stofnað sem kom börnum sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður

fyrir í sveit.

1894 Bríet

Bjarnhéðinsdóttir lagði til að

stofnuð yrði uppeldisstofnun í Reykjavík þar sem

lítil börn væru í gæslu á daginn.

Hugmyndir hennar voru ræddar án þess að þeim væri hrint í framkvæmd næstu

ár.r.1940

Mannfjöldi í Reykjavík

38.196.

1920 Mannfjöldi í

Reykja-vík 17.679.

1910 Mannfjöldi í

Reykjavík 11.600.

1915 Fyrsti skipulagði leikvöllurinn var tekinn í notkun í

Reykjavík. Það voru kvenfélög sem

stóðu að gerð hans.

1930 Mannfjöldi í

Reykjavík 28.304.

1932 Barnaverndarnefnd Reykjavíkur skipuð.

FJöLSKYLDuBorgin

1820

1913 . Leikfimi drengja í íþróttasal Barnaskólans í Reykjavík. 1910 - 1920. Brúður og brúðgumi við altari í heimahúsi.

Page 17: Reykjavík 2010

17

Einn mikilvægasti málaflokkur borgarinnar er umgjörð yngstu kynslóðarinnar. Á síðastliðnum árum hefur áhersla verið lögð á að tryggja sem besta þjónustu við börn borgarinnar og gæta þess að þau hafi jafna möguleika til náms, frístunda- og tómstundastarfs, óháð efnahag foreldra. Komið var til móts við foreldra með þjónustutryggingu, frístundakorti og niðurgreiðslu dagforeldra, þrír leikskólar voru byggðir á kjörtímabilinu , fyrsti ungbarnaleikskólinn opnaður og fjármagn aukið til kennslu fyrir börn með sérþarfir. Í fyrsta sinn

hefur tekist að manna í allar stöður á frístundaheimilunum og þar með eyða biðlistum barna. Öll vinnan hefur skilað sér í aukinni ánægju foreldra en í nýlegri könnun kom fram að mikill meirihluti foreldra er ánægður með störf skólanna í borginni og er það hvatning til að halda uppbyggingunni áfram.En alltaf er hægt að gera betur. Árið 2010 er tileinkað velferð barna í Reykjavík en þegar efnahags-þrengingar ganga yfir er mikilvægt að gleyma ekki að börnin finna fyrir erfiðleikunum. Það getur bitnað á árangri í skólanum sem og almennri

vellíðan. Framundan er mikil vinna og tryggja verður að óhjákvæmileg hagræðing bitni ekki á þjónustu við börnin.Áfram verður unnið að aukinni samþættingu skóla- og tómstundastarfs þar sem boðið er uppá gæði í kennslu, hollan og næringarríkan mat og fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun að skóla loknum. Til að spara skutl til og frá skólum verður boðið uppá sérstakan frístundastrætó sem tengir saman skóla og helstu íþrótta- og tómstundasvæði hvers hverfis.En ekki er nóg að tryggja að börnin

hafi samastað meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Aðstaða til afþreyingar þar sem börn og foreldrar geta átt ánægjulegar stundir saman þarf einnig að vera fjölbreytt . Reykjavík hefur upp á margt að bjóða. Hér er ógrynni af skemmtilegum söfnum og fallegum útivistarsvæðum þar sem börnin geta fræðst um náttúruna að ógleymdum Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem er sannkallað ævintýraland fyrir börn.Reykjavík kappkostar að þjónusta alla Reykvíkinga, smáa sem stóra, og því verður haldið áfram. Reykjavík er og verður góður samverustaður fyrir fjölskyldur þar sem gaman er að búa.

1951 Vinnuskóli

Reykjavíkur stofnaður.

1973 Lög samþykkt um að ríkið taki þátt í

byggingu og rekstri dagvistunarheimila.

1999 Aðalnámskrá

leikskóla gefin út.

2009 Ársól, fyrsti ung-

barnaleikskólinn á vegum Reykja-

víkurborgar, opnaður.

2009 Mannfjöldi í

Reykjavík 118.427.

1954Dairy Queen,

ein fyrsta ísbúð borgarinnar, opnuð

við Hjarðarhaga.

1986 Vatnsrennibraut

opnuð í Laugardalslaug

og var hún sú fyrsta á landinu.

ný rennibraut var opnuð á afmæli

borgarinnar árið 2009.

2007Frístundakortið

tekið í notkun.

1970 Mannfjöldi í

Reykjavík 81.693.

1990 Fjölskyldu- og

húsdýragarðurinn opnaður í

Laugardal þann 19. maí.

2007 100%

systkinaafsláttur veittur í leikskólum

Reykjavíkur.

1985Fyrsta Andrésar andar blaðið er

gefið út á íslensku.

2000 Mannfjöldi í

Reykjavík 111.342.

2010

>> Reykjavíkurborg rekur um 80 leikskóla fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 6 ára og styður við 16 stjálfstætt starfandi leikskóla.

1919. Börn við snjókarl í portinu bakvið Kirkjuhvol. 1970. Ísbjarnarhúnn kemur í Sædýrasafnið.

Page 18: Reykjavík 2010

18

morgunstund gefur guLL í mundÁ foreldramorgnum hittast foreldrar sem eru heima með börnin sín , deila reynslu sinni og spjalla saman. Foreldramorgnar eru haldnir í Breiðholtskirkju á föstudögum á milli kl. 10 og 12 og í Seljakirkju á þriðjudögum á milli kl. 10 og 12.

fjöruferðÍ fjörunni leynast ýmsir fjársjóðir sem börnunum finnst gaman að skoða og fræðast um. Hægt er að fara í fjöruferð í Geldinganesi en Geldinganes liggur samsíða Viðey. Áður var einungis ökufært yfir á fjöru en í dag er hægt að aka þangað hvenær dags sem er. Engin byggð er í eynni en fallegt er að ganga um hana og kjörið að fara í fjöruna með yngsta fólkið, safna skeljum og fallegum steinum sem börnin geta síðan leikið sér með.

LeikHús undir berum HimniBrúðubílinn mætir með allar litríku brúðurnar sínar á götur Reykjavíkur í byrjun júní. Brúðubíllinn sýnir á

ýmsum svæðum út um alla borg yfir sumartímann en dagskráin er gefin út í maí. Allir eru velkomnir á leiksýningarnar sem eru ætlaðar til gleði, skemmtunar og fræðslu. Það kostar ekkert að sjá Brúðubílinn.

ung með ungaÍ Hinu Húsinu hittist reglulega ungt fólk með börnin sín eða ungt fólk sem á von á barni. Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 14-16 í Hinu Húsinu og annan hvern miðvikudag er boðið upp á spennandi fyrirlestra eða kynningar fyrir nýja foreldra.

innanbæjarferðÞað er tilvalið að útbúa nesti og fara í leiðangur með börnin. Börnum finnst spennandi að fara á nýja staði og Reykjavík hefur upp á margt að bjóða. Það er til dæmis gaman að fara í ferð um Elliðárdalinn, á Rauðavatn, í Öskjuhlíðina, Bláfjöll eða ganga upp á Esjuna.

Leikið á ListasafniListasafn Reykjavíkur stendur oft fyrir fjölskyldudagskrá en þá er farið

í leiðangra um safnið, sagðar sögur, sungið og ýmislegt skemmtilegt gert til að vekja áhuga barna. Hægt er að skoða dagskrá safnanna á vefnum. www.listasafnreykjavikur.is.Auk þess er góð aðstaða þar sem boðið er upp á leikföng eða föndur og börn geta fengið útrás fyrir sköpunargleðina. Ferð á safnið er ávallt tilvalin fyrir fjölskylduna.

Horft tiL framtíðarFramtíðarskólinn í Grafarvogi býður ýmisskonar fræðslu, námskeið og fyrirlestra fyrir almenning, með áherslu á börn og fjölskyldur. Skólinn býður m.a. upp á uppeldisnámskeið, fyrirlestra um hegðunarerfiðleika, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og fleira. upplýsingar má nálgast á www.midgardur.is.

fjöLskyLdustund með bókumBorgarbókasafn Reykjavíkur stendur fyrir fjölskyldumorgnum þar sem fjölskyldum með börn á aldrinum 0-6 ára er boðið að koma og eiga saman góða stund á bókasafninu. Boðið er upp á óformlega dagskrá um ýmis málefni. Leikföng og bækur fyrir börnin eru á staðnum og heitt kaffi á könnunni fyrir þá fullorðnu. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

GAGN OG GAMAN ... ALLIR SAMAnAFÞREYInG FYRIR FJÖLSKYLDuR ÍREYKJAVÍK

sigurLaug einarsdóttir starf: Leikskólakennari

Sigurlaug Einarsdóttir útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1976 og hefur starfað með börnum síðan þá. Hún hefur verið leikskólastjóri í Reynisholti í tæp fimm ár og segir starfið bæði skemmtilegt og gefandi. Í leikskólanum er lögð mikil áhersla á snertingu og jóga og fjallaði meistaraverkefni Sigurlaugar einmitt um það.

áttu einhverja skemmtilega sögu frá starfinu?„Í nónhressingu eitt sinn sat ég með einum hóp í elstu deildinni og þegar allir voru búnir að borða vildi einn drengur fá meira brauð. Ég sagði honum að það væri komið nóg og að það þýddi ekki að plata mig. Þá sagði annar drengur við borðið: „Þú ert næstum alveg eins og Guð.” Svona gullmola heyrir maður daglega í vinnunni.“

Hvað er það besta við starfið?„Það er að eiga þess kost að vera með börnunum í leik og starfi. Sem leikskólastjóra finnst mér skemmtilegast að fá til mín á skrifstofuna litla hópa af elstu deildinni til að lesa sögur fyrir þau og spjalla í rólegheitum. Það er líka dásamlegt að skreppa á yngstu deildina og fá smá knús. Mér leiðist ekki heldur að heyra nafnið mitt nefnt oft og mörgum sinnum þegar ég geng fram hjá börnunum á daginn en í því felst einhvernveginn svo mikil væntumþykja.“

er reykjavík góð fjölskylduborg?Að mati Sigurlaugar hefur Reykjavík margt að bjóða börnum og barnafjölskyldum sem leikskólarnir geta einnig nýtt sér í sínu starfi. „Sem dæmi má nefna Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, brúðubílinn, sögubílinn, bókasöfnin, Árbæjarsafnið, Þjóðminjasafnið og ýmis önnur skemmtileg söfn. Þá er góð útivistaraðstaða við Reynisvatn og norðlingaholt sem unnið hefur verið að undanfarið. Hér við leikskólann okkar er líka verið að hanna lítinn lund sem mun nýtast foreldrum í hverfinu í framtíðinni.“

BoRGARSTARFSMAðuRInn

í reykjaVík er nóg af skemmtiLegri afþreyingu í boði fyrir fjöLskyLdufóLk. HVort sem um er að ræða menningarLega dagskrá, útiVeru eða foreLdrafræðsLu er úr nógu að VeLja. Listinn Hér að neðan er að sjáLfsögðu ekki tæmandi en gefur Hugmynd um þá fjöLbreyttu afþreyingu sem í boði er.

>> Reykjavíkurborg á skólahúsnæði á 45 stöðum og 45.714 fm.

Page 19: Reykjavík 2010

19

rúna maLmquist Viðskiptafræðingur í 13. sæti á lista sjálfstæðisflokksins í reykjavík

„Á fallegum sumardegi finnst mér æðislegt að fara í piknik í Laugardalnum og koma við í grasagarðinum."

HeLga steffensen brúðuleikhússtjóri í 23. sæti á lista sjálfstæðisflokksins í reykjavík

„ Mér finnst rosalega gaman að fara með barnabörnin í Húsdýragarðinn eða sund. Ef veðrið er slæmt er ferð í leikhús efst á lista. Það er orðið svo mikið af góðum barnasýningum.“

sVanHiLdur HóLm VaLsdóttir Lögfræðingur

„Við erum svo rosalega heimakær að okkur finnst eiginlega best að vera heima. Við búum reyndar svo vel í Vesturbænum að við erum með Vesturbæjarlaugina í næstu götu og ægisíðuna í næsta nágrenni þar sem eru frábærar gönguleiðir. Það er einnig vinsælt að kíkja í Þjóðminjasafnið að skoða beinagrindurnar og fara niður að Tjörn að gefa öndunum brauð. Það mætti segja að við höldum okkur mikið bara á okkar svæði og í næsta nágrenni.“

FJÖLSKYLDuSTunD GEFuR GuLL Í MunD

NOkkUR ÁhUgAVeRð Og skeMMtiLeg BARNVæN söfN

gerðuberggerðuberg 3-5111 reykjavíkopnunartímar: þriðjudaga til föstudaga 12-18, laugardaga 12-17.

Menningarmiðstöðin Gerðuberg var stofnuð af Reykjavíkurborg árið 1983 og er ein af sex formlegum menningarstofnunum borgarinnar. Gerðuberg býður uppá fjölbreytta menningardagskrá; tónleika, listsýningar, leiksýningar, ráðstefnur og námskeið. Í Gerðubergi er að finna skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna en þar er einnig bókasafn og veitingasalan Gallerí fiskur.

árbæjarsafniðkistuhylur 4110 reykjavíkopnunartímar: 1. september - 30. maí: leiðsögn mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. 31. maí - 31. ágúst: opið kl. 10-17

Árbæjarsafn var opnað árið 1957 með það að markmiði að varðveita mikilvægar menningarminjar og segja um leið sögu Reykjavíkur. Safnið er hluti af Minjasafni Reykjavíkur og er bæði inni- og útisafn þar sem gestir geta skoðað gamla torfbæi og merk hús, gömul leikföng, heimilismuni og bíla og fræðst um lífið í Reykjavík frá upphafi byggðar til dagsins í dag.

reykjaVík 871 +/- 2aðalstræti 16101 reykjavíkopnunartímar: alla daga kl. 10-17.

Landnámssýningin er sérlega áhugaverð og fróðleg. Hún fjallar um landnám í Reykjavík. nýstárleg margmiðlunartækni var notuð til að gera sýninguna sem aðgengilegasta fyrir alla og setja fornleifarnar fram á skemmtilegan máta. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld sem fannst við forleifauppgröft við Aðalstræti árið 2001 og var sýningarhúsið byggt umhverfis skálann. Gestir geta kynnt sér hvernig lífið í Reykjavík var á landnámsöld með því að nota snertiskjái, skoða þrívíðar myndir og horfa á lifandi myndefni.

þjóðminjasafniðsuðurgata 41101 reykjavíkopnunartímar: alla daga kl. 10-17.

Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, rekur sögu menningar og samfélags á Íslandi frá landnámi til dagsins í dag. Þjóðminjasafnið skipuleggur einnig fjölmargar sérsýningar á munum í eigu safnsins, auk rannsóknarsýninga en safnið á tugþúsundir menningarminja.

í reykjaVík eru mörg skemmtiLeg söfn sem bjóða uPP á mismunandi uPPLifun. sum safnanna sérHæfa sig í ákVeðnum stefnum á meðan önnur bjóða uPP á fjöLbreyttar sýningar. Hér eru Hugmyndir að nokkrum söfnum sem eru kjörin fyrir aLLa fjöLskyLduna að kíkja saman á.

Page 20: Reykjavík 2010

20

bjarki már arnarsson (11 ÁRA)„Fara í nexus á Hverfisgötu og skoða Warhammer-dót.“

tinna marín CLark (8 ÁRA)„ Mér finnst gaman að fara niður í bæ og taka myndir af fólkinu þar.“

greiPur þorbjörn gísLason (7 ÁRA) „Mér finnst gaman að fara á barnatónleika með Sinfóníuhljómsveitinni. Svo finnst mér gaman að fara á fótboltaæfingu með Fjölni og líka gaman að fara í bíó.“

ragnHeiður HaraLdsdóttir (5 ÁRA)„Mér finnst gaman að fara í Kringluna og kaupa Barbie.“

LiLja nótt Lárusdóttir (8 ÁRA) „Mér finnst gaman að fara og kaupa föt.“

aLexandra diLjá arnarsdóttir (12 ÁRA)„Mér finnst gaman að fara í fjölskyldugarðinn, í sund og í bæinn.“

Matur barna í skólum borgarinnar er afar mikilvægur. nú fá öll börn í Reykjavík heitan mat í hádeginu og leikskólabörn flest morgunmat og snarl yfir daginn. Það er ekki nóg fyrir okkur að heitur matur sé í boði heldur viljum við vera viss um að hann sé næringarríkur og búinn til úr góðu hráefni. Þess vegna var á þessu kjörtímabili sett mikil vinna í að skilgreina kröfur um hvaða mat bjóða skyldi upp á og það sem mikilvægara er, hvaða næringu börnin eiga að fá. úr varð að nær-

ingarfræðingar kynntu fyrir öllum eldhúsum skólanna gæðahandbók um mataræði barna. Í kjölfarið voru haldin námskeið fyrir matráða og innkaupareglur rýndar m.t.t. innihalds aukaefna og salts í hrá-efni. Matargjald í grunnskólum hefur lækkað á kjörtímabilinu og kostar máltíð aðeins 250 krónur sem er lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess býður Reykjavíkurborg upp á 100% systkinaafslátt af matargjöldum í grunnskólum.

Í Reykjavík mætist menning frá öllum heimshornum. Í fjölmenn-ingarlegri borg er mikilvægt að virða ólíka menningarheima, gleðjast yfir fjölbreytileikanum og hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Mikilvægt er að byrja slíka vinnu strax á grunnstig-inu og því hefur verið lögð áhersla á menningarlegan margbreytileika í starfi leikskólanna. Til að endur-spegla ólíka menningarheima í leik-skólunum þarf að huga að því hvaða boðskap verið er að senda börn-unum og að öll kennsla sé án fordóma. Til að opna augu

barnanna fyrir ólíkum bakgrunni samnemenda læra þau um menn-ingu hvert annars í gegnum bækur, spil, tónlist og leiki. Á sama tíma er mikilvægt að fræða foreldra barna af erlendum uppruna um skólastarfið og mynda jákvæð tengsl milli heimilis og skóla en nokkrir leikskólar hafa þegar tekið sig til og bjóða uppá heimaviðtöl með foreldrum þegar barnið byrjar á leikskóla. Styrkur borgarinnar felst í fjölbreytni og með því að byggja upp sjálfsmynd hvers og eins skapast sterkara samfélag án fordóma.

HVAð ER gaman Að GERA Í reykjaVík?

HoLLuR EN ÓDýR MATuR

>> Í ágúst 2008 voru 5.705 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar og 389 börn í sjálfstætt starfandi leikskólum. 

FJÖLMEnnInG Í LEIKSKÓLuM

Page 21: Reykjavík 2010

21

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Menntamálin og mannréttindamálin en ég er formaður Mannréttindaráðs borgarinnar. Við höfum verið að vinna að viðamiklum verkefnum á þessu kjörtímabili og má þar einkum nefna jafnréttismálin, málefni innflytjenda, málefni barna og annarra hópa sem heyra undir mannréttindastefnuna. Stigið var stórt skref þegar verkefnaáætlun í málefnum Innflytjenda var samþykkt í fyrra.

Hvaða ávinningum hefur verkefnaáætlunin nú þegar skilað?ýmis verkefni okkar sem lúta að aðlögun innflytjenda hafa skilað umtalsverðum árangri. Má þar nefna foreldranámskeið í grunnskólum þar sem fjallað er um gangverk skólakerfisins og ábyrgðog skyldur kerfisins, nemenda og foreldra. Við höfum einnig boðið aðstoð við heimanám og Frístundakortið hefur aukið þátttöku þeirra í íþrótta- og tómstundastarfi. Við höfum líka verið að þróa nýjar leiðir varðandi móttöku nýrra íbúa í Reykjavík en hugsunin er sú að það er sama hvort

þú komir frá Raufarhöfn eða Asíu, áttu að geta gengið að ákveðnum upplýsingum um réttindi þin og skyldur.

Hver eru helstu málefnin sem þarf að taka á í þessum efnum?Það eru fordómar. í fyrra var haldinn í fyrsta skipti fjölmenningardagur í Reykjavík sem heppnaðist framar björtustu vonum. Markmiðið með þessum degi er að skapa innflytjendum vettvang til að kynna menningu sína og siði en með auknum skilningi á ólíkri menningu eru meiri líkur á að við getum dregið úr fordómum

er gerð sú krafa til innflytjenda að þeir læri íslensku? Já, það er í lögum að innflytjendur verði að læra málið okkar. Reykjavíkurborg hefur auðveldað þeim að stunda íslenskunámið með því að bjóða upp á kennslu á vinnutíma. Við teljum að það sé mikill akkur í því að erlendir starfsmenn nái góðum tökum á málinu fljótt því að tungumálið er lykillinn að samfélaginu, atvinnulífinu og menningunni.

eru fleiri brýn mál sem brenna á ykkur?Það er mikilvægt að borgin komi á öflugan hátt að baráttunni gegn einelti bæði meðal barna og fullorðinna. Það er aldrei brýnna en nú þar sem rannsóknir sýna að einelti eykst þegar harðnar á dalnum í efnahagsmálum. Við eigum að tryggja að eineltisáætlanir borgarstofnana séu virkar og gera vinnuumhverfið jákvætt og þannig úr garði gert að þar þrífist ekki einelti. Vettvangur þarf að vera til innan borgarinnar þar sem unnið er úr eineltismálum sem upp kunna að koma. Hver eru helstu verkefnin í jafnréttismálunum?undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla sem skapar mörg sóknarfæri fyrir borgina. Annað verkefni er jafnrétti í skólum. Skólarnir útfærðu þetta á ólíkan hátt en t.d. í einum skóla settu nemendur sig í spor kvenna á landnámstímanum og báru aðstæður þeirra saman við aðstæður kvenna nú á dögum.

Hvaða fleiri mál telur þú mikilvægt að mannréttindaráð vinni að?Öryggismálin en verið er að vinna í að bæta öryggi á og við skemmtistaði borgarinnar Sérstök áhersla verður lögð á verkefni til að að koma í veg fyrir ofbeldi á börnum og sömuleiðis á verkefni tengt því að börn og ungmenni hafi rétt á að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif.

Fjölskyldustaða: Fæddist í Þingholtunum, ólst upp í Vesturbænum og býr í Skerjafirði ásamt fjölskyldu sinni.

Menntun: Stundaði nám í bókmenntun og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Áhugamál: útivist; fjallgöngur, sund, saga og menning af ýmsum toga.

„ÞAð ER MIKILVæGT Að BoRGIn KoMI Á öfLugan Hátt Að baráttunni gegn eineLti BæðI MEðAL BARnA oG FuLLoRðInnA. ”

marta guðjónsdóttir

Á degi án eineltis sem haldinn var í fyrsta sinn í ár.

Undirritun samnings við Orator, félag laganema, um ókeypis lög-fræðiráðgjöf til almennings.

frá fjallgöngu á helgafell.

Page 22: Reykjavík 2010

22

Þó að kreppi að þarf ekki að gefa afslátt af kröfum um árangur eða þróun í skólunum. undanfarin ár hefur skólastarf fengið mikilvægt svigrúm til að blómstra. Þróun í kennsluháttum, samstarf á milli skólastiga, nýbreytni í samkennslu, samstarf í hugmyndafræðilegum stefnum og straumum, sérhæfing sérkennslu í blönduðum skóla og útikennsla er aðeins brot af því sem hægt er að nefna. Á þessari þróun þarf alls ekki að hægja eða stöðva,

enda byggist hún algjörlega á áhuga fagfólks og annars starfsfólks í skólum borgarinnar. Hún þarf hins vegar stuðning frá skóla-yfirvöldum og skýrri sýn þess efnis að skólastjórnendur í um 140 skólum borgarinnar hafi frelsi til að búa til sinn skóla, út frá sínum hugmyndum og starfsmanna sinna.

Fjölbreytileikinn er mikilvægur en skólastarf er rammað inn af lögum og reglugerðum. Sumum

finnst nóg um reglurnar og margir í skólasamfélaginu eru sammála um að stefna að auknum sveigjan-leika. Mikilvægast er að skilgreina gróflega hvaða árangur og hvaða hugtök eigi að kenna börnum okkar en leiðir skólanna að markmiðunum geta verið misjafnar. Við getum gert miklu meiri kröfur um árangur og það er mikilvægt að næsta kjörtíma-bili náist sátt um mælingar á árangri barna eftir 4 ár í leikskóla og 10 ár í grunnskóla. Skilgreining á árangri

er mikilvæg fyrir foreldra til að veita börnum sínum aðhald og fylgjast með hvort þörf sé á stuðningi fyrir þau. Hún er einnig mikilvæg fyrir börnin til að skynja mikilvægi skólans og námsefnisins og til þess að ýta undir vinnusemi og metnað. Að lokum er skilgreiningin mikilvæg fyrir menntayfirvöld, til að vita hvort árangur næst í menntakerfinu og til að forgangsraða fjármunum í réttu verkefnin eða skólana.

MIKILVæGT Að SKILGREINA ÁRAnGuR

Í Reykjavík er hægt að leggja stund á fjölbreytt iðn- og tækninám en til þessa hefur kynning á slíku námi oft orðið undir á grunnstigum skólanna. Til að bæta úr því var sett af stað kynning á starfs- og iðnnámi fyrir leikskóla- og grunnskólabörn. unnið er að gerð verkfærakista sem munu flakka á milli skólanna, í þeim verða alvöru tæki og tól ýmissa iðngreina. Fagfólk kemur síðan í heimsókn til að sýna meðferð verkfæranna, spjalla við krakkana og leyfa þeim að skoða, prófa og leysa skemmtileg verkefni. Kisturnar eru gott dæmi um farsæla samvinnu stjórnvalda, skólakerfis og atvinnulífs. Með verkefninu er reynt að tryggja að nemendur velji þau fög þar sem áhugi þeirra liggur og þar sem kraftar þeirra munu nýtast, bæði þeim og samfélaginu best. Aukin iðnmenntun snýst ekki bara um að hjálpa nemendum að finna sér farveg í lífinu heldur einnig um að hjálpa samfélaginu á tímum þegar nýsköpun og frumkvöðlastarf er nauðsyn.

VERKFæRAKISTA FLAKKAR á MILLI LEIK- oG GRunnSKÓLA

Page 23: Reykjavík 2010

23

FORELDRAR RÁðSTAFA SJÁLFIRAllir foreldrar sem bíða eftir þjónustu hjá Reykjavíkurborg, hjá dagforeldri eða leikskóla, eiga rétt á svokallaðri þjónustutryggingu sem er hugsuð til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. um er að ræða mánaðarlega greiðslu að upphæð 25.000 kr. sem foreldrar fá greitt allt þar til börnin fá inni hjá dagforeldri eða á leikskóla, eða að hámarki til þriggja ára aldurs. Foreldrarnir sjálfir geta valið hvernig þeir nýta sér trygginguna, hvort sem er að greiða ættingja til að gæta barnanna eða lengja fæðingarorlof. Sömu reglur gilda um þjónustutryggingu og fæðingaror-lof, þ.e. foreldrar verða að skipta á milli sín greiðslunum ef ekki er verið að greiða þriðja aðila eins og ömmu eða afa eða au-pair.

FYRSTI unGBARnALEIKSKÓLInn

GæðI SKóLASTARFS TRYGGð

Þeir foreldrar sem geta ekki nýtt sér þjónustu dagforeldra eða þjónustutryggingu þegar fæðingar-orlofi lýkur hafa á undanförnum árum átt fáa valkosti þegar kemur að umönnun barna þeirra. Til að koma til móts við foreldra í slíkri stöðu var haustið 2008 settur á laggirnar fyrsti ungbarnaleik-skólinn í Reykjavík. Skólinn fékk

nafnið Ársól og er staðsettur í Sólheimum. Ársól var formlega opnaður febrúar árið 2009 og sinnir börnum frá 9 mánaða til 3 ára aldurs. Skólinn er sjálfstætt starfandi og er rekinn af Skólum ehf. sem starfar eftir hugmyndafræði heilsu-stefnu en markmið þeirrar stefnu er að venja börn frá unga aldri á

heilbrigðan lífsstíl, holla næringu, hreyfingu og listsköpun. nokkrir sjálfsætt starfandi leikskólar munu skilgreina sig sem slíka í kjölfar þessarar breytingar en gjaldskrár ungbarnaleikskóla eru aðeins hærri en annarra leikskóla borgarinnar.

Á tímum efnahagsóróa er mikilvægt að tryggja að niðurskurður bitni ekki á menntamálum í borginni. Í starfs- og fjárhagsáætlun Mennta-sviðs fyrir árið 2010 er kapp-kostað að viðhalda öflugri þjónustu sviðsins án þess að auka útgjöld. Aðgerðaáætlun borgarstjórnar er höfð að leiðarljósi, þ.e. að tryggja grunnþjónustu, verja störf fastráðinna starfsmanna og hækka

ekki gjaldskrár. Áætlunin var unnin í miklu samráði við starfsmenn á skrifstofu sviðsins, skólastjóra og fulltrúa kennara, nemenda og foreldra og áhersla lögð á hagræðingu ásamt hagkvæmri nýtingu og stýringu fjármuna. Þrátt fyrir óhjákvæmilega hagræðingu verða gæði skólastarfs tryggð með ýmsum ráðum. Það verður m.a. gert með því að að nota lesskimanir,

stærðfræðiskimanir og samræmd könnunarpróf, innleiða símat og leiðsagnarmat í auknum mæli, vinna afram að þróun heildarmats á skólastarfi, auka samvinnu við foreldra um samþætt og fjölbreytt nám og vinna áfram að samþættingu skóla- og tómstundastarfs. Það skal tekið skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir hagræðingu í sérkennslu og nýbúakennslu.

BETRI DAGAR FYRIR BÖRnInEitt af markmiðum Reykjavíkur-borgar er að samræma skóla- og frístundastarf í borginni og að tengja hið kröftuga starf íþróttafélaganna við skólastarfið. Með því skapast samfelldari heild í degi barnanna þar sem skólastarf fer saman með upp-byggilegu starfi af ýmsum toga, bæði innan frístundaheimilanna en einnig í samstarfi við aðra sem bjóða þjón-ustu í frítímanum, t.d. íþróttafélög og tónlistarskóla. Biðlistum hefur verið eytt og öll börn í 1. – 4. bekk grunnskóla fá vist á frístundaheimili að loknum skóladegi. Búið er að manna þar í allar stöður og stórátak var gert í húsnæðismálum. Auk þess er öllum 6 og 7 ára börnum á frístundaheim-ilum boðin þátttaka í svonefndum íþróttaskóla vikulega í samvinnu við íþróttafélögin í borginni.Þessi metnaðarfulla uppbygging á þjónustu frístundaheimilanna hefur skilað sér í kraftmiklu starfi og meiri samfellu yfir daginn fyrir börnin sem geta valið sér áhugamál og stundað þau að skóla loknum. Markmiðið er að skólastarf, hvíld, tómstundir, íþróttir, frístundaheimili og tónlistarnám myndi samfelldan dag hjá börnum í 1. – 4. bekk. Dagskráin verður að vera í senn fjölbreytt og skemmtileg og gæta verður þess að börnin fái holla hreyfingu og útrás fyrir sköpunar-gleðina, allt eftir því hvað þau kjósa sjálf.

Page 24: Reykjavík 2010

24

Vaxandi ánægja er meðaL foreLdra grunnskóLabarna í reykjaVík með störf skóLanna í borginni. þetta sýna niðurstöður nýrrar ViðHorfskönnunar sem gerð Var á Vegum menntasViðs reykjaVíkurborgar. mikiLL meiriHLuti foreLdra í borginni, eða 84 %, er ánægður með skóLann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex Prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast Var gerð sLík ViðHorfskönnun. um 90% teLja að börnum þeirra Líði oftast VeL í skóLanum, HVort HeLdur er í kennsLustundum eða frímínútum.

Leikaðstaða batnarÁnægja með aðbúnað og aðstöðu í grunnskólum er svipuð milli ára en eykst þó töluvert þegar spurt er um leikaðstöðu á skólalóð og mögu-leika barnsins á tómstundaiðkun að

loknum skóladegi. Þá eru foreldrar ánægðari nú en fyrir tveimur árum með aðstæður barna sinna til að matast í skólanum svo og með þann mat sem boðið er upp á í mötu-neytum skólanna, eða um tæp sjötíu af hundraði. 84% grunnskólabarna í borginni nýta sér daglega heita máltíð í skólanum í hádeginu og telja 90% foreldra verð á skólamáltíðum sanngjarnt.

ánægja með námskröfur eykstViðhorfskannanir hafa verið gerðar sex sinnum frá árinu 2000 meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Þær gefa góðar vísbend-ingar um kröfur foreldra til innra starfs og aðbúnaðar í skólunum og hvernig koma megi til móts við þær. Kannanirnar leiða m.a. í ljós að hlutfall foreldra sem telur hæfilegar námskröfur gerðar til barna sinna hefur hækkað frá árinu 2000 úr 67% í 81% og að sá hópur foreldra stækkar sem er ánægður með

áherslur grunnskólanna á próf, aga og heimavinnu.

84% ViLja Heimanámnýjar spurningar voru að þessu sinni lagðar fyrir foreldra um kennslu í fjórum námsgreinum, afstöðu til heimanáms og fleira. Þær leiddu m.a. í ljós að meira en áttatíu af hundraði foreldra eru ánægð með kennslu í lestri og íslensku, 74% með stærðfræðikennsluna og 70% með kennslu í erlendum tungumálum. 84% foreldra vilja heimanám í öllum greinum og er stuðningur þeirra mestur við heimavinnu nemenda á unglingastigi.

Margt fróðlegt kom í ljós í könnuninni sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingar-starfi í grunnskólum borgarinnar. Til gamans og fróðleiks má hér til hliðar sjá nokkrar af helstu niðurstöðum könnunarinnar.

• 83,7% svarenda sögðust ánægð með skólann sem barnið þeirra er í.

• 88% sögðust ánægð með viðmót umsjónarkennara í samskiptum við barnið.

• 78,4% sögðust ánægð með upplýsingastreymi frá umsjónarkennara.

• 83,1% töldu skólann gera hæfilegar kröfur til barnsins.

• Einungis 26,6% svarenda höfðu tekið þátt í að gera námsáætlun með barninu sínu en 84,3% svarenda töldu slíkt mikilvægt.

• 58,8% barna höfðu verið í vistun á frístundaheimilum ÍTR á skólaárinu.

• 83,5% barna borða heitan mat í hádeginu í skólunum alla daga.

• 91,3% töldu barninu oftast líða vel í skólanum.

• Meðal þeirra foreldra sem áttu börn sem nýttu sér sérkennslu í skólunum voru 72,4% ánægð með hana.

• 83,6% svarenda sögðust almennt ánægð með upplýsingagjöf skólans.

• 71,3% sögðust ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar.

• 86,2% foreldra töldu Reykjavíkurborg eiga að leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám.

TILRAuNASTARF Í úLFARSÁRDALnýstárlegur skóli í úlfarsárdal tekur til starfa í haust en þar verður gerð tilraun með að reka saman leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili undir einu þaki. Byggingin mun þjónusta börn frá eins árs til tólf ára og bjóða metnaðarfulla leikskólamenntun og umönnun, grunnskólamenntun og frístundastarf. Með þessum spennandi skóla er ekki einungis verið að tryggja skólastarfsemi í úlfarsárdal heldur verður hann fyrirmynd að aukinni samfellu á þjónustu við börnin í borginni.

Þessi tilraun miðar að því að auka sveigjanleika í skólastarfi og það sem er ekki síst mikilvægt, að skapa heildstæðari skóladag hjá börnunum. Skólinn er spennandi áskorun fyrir stjórnendur, stjórnkerfi og starfsfólk skólans, enda þarf að leysa fjölda hnúta til að börn og foreldrar upplifi samfellu á milli skólastiga og frístundastarfs. nýlega var síðan Hildur Jóhannesdóttir ráðin sem skólastjóri og hún verður fyrsti skólastjórinn í Reykjavík sem stýrir börnum frá eins árs til tólf ára aldurs.

AuKIn ánægja MEð grunnskóLa reykjaVíkur

Page 25: Reykjavík 2010

25

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Vegna menntunar minnar er ég eðli málsins samkvæmt áhugasöm um skólamál. Þar hef ég verið að leiða leikskólamálin og hef haft þau markmið að auka val og fjölbreytni og tryggja jafnræði á milli barna. Við höfum fjölgað um þrjá leikskóla á þessu kjörtímabili og búið til ungbarnaleikskóla. Við höfum aukið niðurgreiðslur með dagforeldrabörnum, innleitt þjónustutryggingu og samþætt hvaða peningar fylgja barninu í leikskólanum óháð því hvaða rekstrarform foreldrar velja. Ég hef verið einbeitt í að tryggja að sérkennslan sé líka gegnsæ. Búið er að gera sérkennslustefnu sem er opin fyrir alla og við höfum aukið mjög fjármagn til þeirra barna sem þurfa á aðstoð að halda.

Hver telur þú vera mikilvægustu fjölskyldumálin í dag?Ég held að það sé tvennt. Annars vegar er mikilvægt að við sem

borg fylgjumst með börnunum okkar og pössum að þeim líði vel, því þegar illa gengur í samfélaginu einsog nú þá líður þeim kannski illa í skólakerfinu. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að við séum sammála og sátt um hvað við teljum til grundvallarþjónustuþátta á meðan erfiðleikarnir ganga yfir. Þessi tvö mál verða mikilvæg á næstu árum. En til framtíðar eigum við að halda áfram þeirri stefnu að Reykjavíkurborg sé borg fyrir fjölskyldur, bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu og metnaðarfullt skólakerfi.

Hver er grunnþjónustan sem þarf að tryggja?Það tel ég vera lögbundin skólaþjónusta, leikskólaþjónusta og þjónusta við börnin frá því að fæðingarorlofi lýkur. Það er mikilvægt að börnin fái hollan og góðan mat í skólanum og vistun eftir skóla og að við séum ekki að ganga það langt í hagræðingu að breytingar í skólakerfinu bitni beint

á börnunum. Það þarf að tryggja að við tökum alltaf ákvarðanir með hag barnanna í huga.

Hvernig sérðu stöðu reykjavíkur sem fjölskylduborgar í dag?Reykjavík stendur sig vel gagnvart fjölskyldum í dag. Við erum með lægstu gjöldin í landinu fyrir leikskólabörn og höfum verið mjög stíf á að hafa ákveðna fjölbreytni í kerfinu hjá okkur. útivist er mjög fjölbreytt og við eigum svo margar paradísir að það eru næg tækifæri fyrir fjölskyldur. Það var til dæmis frábært fyrir fjölskyldur þegar aðgangseyrir var felldur niður í borgarreknu söfnunum.

Hvernig sérðu framtíðina?Ég myndi vilja sjá meiri afþreyingu í miðbænum fyrir yngri börnin, til að mynda leiksvæði. Einnig vil ég að það sé skoðað hvernig leiksvæði eru notuð í samráði við íbúa og börn. Það eru 150 leiksvæði í borginni og þau eru mjög mismikið notuð. Ef við gætum sameinað nokkra

leikvelli þá gætum við fjárfest meira í því svæði og gert það að meiri samverustað. Þar gætu krakkarnir leikið sér saman og fjölskyldur hist og jafnvel boðið uppá kaffihús eða kaffisjálfsala á rólóvellinum. Þetta þurfum við þó að gera í samráði við íbúa á hverjum stað.

Fjölskyldustaða: Gift þriggja barna móðir og býr í Fossvoginum.

Menntun: uppeldis- og menntunarfræðingur frá Háskóla Íslands og Meistaragráða í námssálfræði frá university of Washington.

Áhugamál: Lesa bækur, vöffluferðir á Mokka með fjölskyldunni, gönguferðir um Fossvogsdalinn og ferðalög innanlands sem utan.

„reykjaVík stendur sig VeL GAGnVART FJÖLSKYLDuM Í DAG. VIð ERuM MEð Lægstu gjöLdin Í LAnDInu FYRIR LeikskóLabörn oG HÖFuM LAGT MIKLA ÁHERSLu Á Að HAFA ákVeðna fjöLbreytni í kerfinu HJÁ oKKuR.”

þorbjörg heLgA Vigfúsdóttir

hvatningarverðlaun leikskólaráðs afhent í höfða 2007. Þorramatur snæddur með leikskólabörnum.

Page 26: Reykjavík 2010

26

sameining HeimaHjúkrunar og Heimaþjónustuundir lok síðasta árs skrifuðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur undir viljayfirlýsingu til 3ja ára þess efnis að heimahjúkrun og heimaþjónusta yrðu sameinuð í Reykjavík og færi borgin með stjórn hins sameinaða málaflokks. Sama dag samþykkti Velferðarráð Reykjavíkurborgar nýtt skipurit fyrir Velferðarsviðið þar sem að ný skipulagseining „Heimaþjónusta Reykjavíkur“ varð til innan Velferðarsviðsins. Til þessa hefur heimahjúkrun verið á ábyrgð ríkisins en heimaþjónusta á hendi sveitarfélaganna. Mikill þrýstingur hefur þó verið frá hagsmunasam-

tökum um að sameina málaflokk-ana, enda mikið af einstaklingum í samfélaginu sem þurfa á aðstoð að halda sem kjósa að búa heima en til þess að svo megi vera þarf að tryggja að þeir fái alla þá þjónustu sem til þarf. Eftir mikla undir-búningsvinnu var ákveðið að með því að flytja heimahjúkrun frá ríki til borgar muni þjónustan verða betri, viðmót þjónustunnar einfaldari og hægt að vinna í þjónustuteymum þar sem heimahjúkrunar- og heima-þjónustustarfsfólk mun vinna sameiginlega að því að veita skjól-stæðingum sínum bestu mögulegu þjónustu. nú starfa verkefnastjórar að því að þróa verkefnið og undir-búa breytinguna en stefnt er að

því að sameiningin eigi sér stað um næstu áramót.

aukin úrræði fyrir HeimiLisLausaundanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í að bæta aðbúnað heimilislausra í Reykjavík. unnið er samkvæmt þeirri hugmyndafræði að búa þeim einstaklingum sem þurfa aðstoð heimili innan um önnur heimili. Það er mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa ekki í nein hús að vernda sé skapað öruggt skjól þar sem þeir fá viðeigandi aðstoð. Í dag eru rekin þrjú heimili fyrir 24 einstaklinga. Auk þess hefur verið ákveðið að opna áfangaheimili í samstarfi

við Félags- og Trygginga-málaráðuneytið sem mun geta hýst 20 einstaklinga sem hafa hætt neyslu áfengis- og/eða vímuefna en þurfa á stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Reksturinn mun verða í höndum Heilsuvernd-unarstöðvarinnar og þar verða starfsmenn á vakt allan sólarhring-inn. Þeim sem ekki virða húsreglur eða falla aftur í neyslu er vísað frá en þá býðst þeim gisting í Gisti-skýlinu, sem hefur í dag 20 pláss eða Konukot, þar sem 8 konur geta gist á hverjum tíma. Til viðbótar við þau heimili sem nú eru til staðar er stefnt að því að opna heimili fyrir 3-4 konur þar sem ekki verður gerð sú krafa að þær hætti neyslu.

VELFERðAMÁLuM MIKLAR FRAMFARIR Í

VeLferðarmáL reykjaVíkurborgar sPanna Vítt sVið og snerta aLLa borgarbúa á einn eða annan Hátt. á síðastLiðnu kjörtímabiLi Hefur Verið ráðist í mikLar skiPuLagsbreytingar á VeLferðarkerfi borgarinnar. unnið Hefur Verið að þVí að samþætta þjónustu Við einstakLinga með sameiningu HeimaHjúkrunar og Heimaþjónustu, bæta búsetuaðstæður eLdri borgara og auka úrræði fyrir HeimiLisLausa. í efnaHagsþrengingum eins og Við göngum í gegnum í dag er gríðarLega mikiLVægt að gLeyma ekki VeLferðarmáLunum HeLdur HLúa VeL að þeim sem mest þurfa á aðstoð og öryggi að HaLda.

Page 27: Reykjavík 2010

27

Stefna borgarinnar er að auka enn fjölbreytni í úrræðum fyrir heimilis-lausa, meðal annars með byggingu smáhýsa þar sem heimilislausir einstaklingar og/eða pör sem eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða geta fengið að búa.

búseta eLdri borgaraÖtullega hefur verið unnið að því í borginni að bæta aðstöðu fyrir eldri borgara, hvað varðar búsetu, þjónustu og öryggi. Mikil uppbygg-ing hefur átt sér stað varðandi búsetumöguleika. Til að mynda úthlutaði Reykjavíkurborg hjúkrun-arheimilinu Eir lóð í Spönginni fyrir um hundrað öryggisíbúðir og borgin mun byggja þar menningar- og

þjónustumiðstöð. Hrafnista mun byggja þjónustumiðstöð og um hundrað öryggisíbúðir við Sléttu-veg. Samtök aldraðra fengu út-hlutaða lóð fyrir um 60 íbúðir fyrir aldraða og Félag eldri borgara munu auk þess fá úthlutað lóðum undir allt að 120 þjónustuíbúðir við Suður Mjódd og Gerðuberg. Ekki eru allir sem kjósa að búa í þjónustu- eða öryggisíbúðum. Stór hluti eldri borgara myndi kjósa að búa heima eins lengi og kostur er. Til þess að auðvelda þeim þann möguleika fór Velferðarsvið í tilraunaverkefni í samstarfi við heimahjúkrun um öryggissíma inn á 100 heimili. Eldri borgarar fengu einnig aðstoð við að gera breytingar á íbúðunum

sínum og gerður var samningur við Sjóvá um forvarnafræðslu fyrir eldri borgara. Tilraunin var fyrst og fremst hugsuð til þess að sjá hvaða breytingar það eru helst sem skipta máli, hver væri kostnaðurinn og hvernig borgin og ríkið gætu hvatt fólk til að gera nauðsynlegar breytingar á eigin húsnæði í stað þess að flytja. nú er verið að út-færa hvernig best er að bjóða þessa þjónustu í framtíðinni.

aukin áHersLa á forVarnirMikilvægi forvarnarstarfs hefur löngu sannað gildi sitt. Einstakling-ar sem ákveða að snúa við blaðinu þurfa hvatningu og aðstoð og ber borginni skylda til að styðja fólk til

sjálfshjálpar og hvetja til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Reykja-víkurborg hefur því lagt mikla áherslu á að efla forvarnarstarf og endurhæfingu einstaklinga og aukið fjármagn til forvarnarmála til muna. Til að mynda var 100 milljónum varið í stofnun styrktar-sjóðs sem liggur hjá Borgarráði en í þann sjóð er hægt að sækja styrk til eflingar forvarnarmálum. Auk þess var settur af stað starfshópur til að að innleiða forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar á stofnunum borgarinnar.

Page 28: Reykjavík 2010

28

reykjaVík Hefur áVaLLt Verið fjöLskyLduVæn borg þegar kemur að þjónustu og afþreyingu fyrir börn og fjöLskyLdur þeirra. nú Hefur auk þess komið í Ljós að reykjaVík er ódýrasti kosturinn fyrir barnafóLk. þegar skattar og gjaLdskrár 12 sVeitarféLaga eru skoðuð kemur gLöggt fram að reykjaVík er HagkVæmasti staðurinn fyrir fjöLskyLdufóLk ef Horft er tiL kostnaðar fyrir foreLdra með börn á Leik- og grunnskóLaaLdri. skoðaðir Voru fjöLmargir Liðir; útsVar, fasteignaskattar, rafmagn og Hiti, LeikskóLagjöLd, skóLamáLtíðir og gjöLd fyrir HeiLsdagsskóLa. sVeitarféLögin sem borin Voru saman Voru auk reykjaVíkur öLL sVeitarféLögin á HöfuðborgarsVæðinu, akranes, árborg, reykjanesbær, ísafjörður, akureyri og egiLsstaðir. HVort sem Litið Var tiL Hjóna og foreLdra í sambúð eða einstæðra foreLdra þá Voru Leik- og grunnskóLagjöLd Lægst í reykjaVík. munurinn Var gífurLegur þegar um Var að ræða fjöLskyLdur með fLeiri en eitt barn á LeikskóLaaLdri en reykjaVík er eina sVeitarféLagið sem býður 100% systkinaafsLátt af LeikskóLagjöLdum óHáð fjöLda barna. reykjaVík er auk þess meðaL þeirra Lægstu þegar kemur að útsVari, fasteignagjöLdum og sorPHirðu. Hér að neðan má sjá HeLstu niðurstöður samantektarinnar og kemur þar skýrt fram að reykjaVík býður bestu fjöLskyLdukjörin.

Lægstu gjöLd fyrir HeiLsdagsskóLa

• Gjald fyrir heilsdagsskóla, semtekur til grunnskóla þar sem boðið er upp á mat í hádeginu auk þriggja tíma vistunar eftir skóla, er lægst í reykjavík. Þar er gjaldið 10.515 krónur með síðdegishressingu.

• Hádegismatargjald í grunnskólum borgarinnar er mun lægra en í hinum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Í Reykjavík kostar hver máltíð 250 krónur.

HAGKVæMA REYKJAVÍK: GóðuR KOSTuR FYRIR BARnAFÓLK

LeikskóLagjöLd Lægst í reykjaVík

• Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður sér-staka gjaldskrá fyrir hjón eða sambýlisfólk ef annað foreldri er í námi.

• Mánaðargjald fyrir leikskóla íReykjavík er 20.655 krónur með mat og er það lægsta gjald þeirra sveitarfélaga sem voru skoðuð.

• Einstæðir foreldrar og/eðanámsmenn greiða einnig lægstu leikskólagjöldin í reykjavík eða 12.207 krónur á mánuði með mat.

100% systkinaafsLáttur

• Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem býður 100% systkinaafslátt af dvalargjaldi óháð fjölda barna. Hjón með 2 börn borga því einungis 26.878 krónur á mánuði með mat.

Page 29: Reykjavík 2010

29

Mikil eftirspurn hefur verið eftir félagslegu leiguhúsnæði undanfarin ár og biðlistar verið langir. Aldrei hefur verið mikilvægara en í núverandi efnahagsástandi að styðja vel við bakið á þeim sem þurfa á aðstoð að halda.Til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðleikum gerði Velferðarráð Reykjavíkurborgar breytingar á félagslega leiguíbúða-kerfinu. Breytingarnar fólu í sér meiri stuðning til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Stuðningurinn varð einstaklings-bundnari og tók mið af aðstæðum hverju sinni. Þannig breyttust almennar niðurgreiðslur Rey-kjavíkurborgar til leigjenda Félagsbústaða í sérstakar húsaleigubætur. Bæturnar eru reiknaðar sem ákveðið hlutfall af almennum húsaleigubótum. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei numið hærri upphæð en 70 þúsund krónum og aldrei farið yfir 75 prósent af leigu-fjárhæð. Þar sem stuðningurinn tók mið af persónubundum aðstæðum hverju sinni breyttist greiðslubyrði leigjenda eftir stöðu þeirra. Hjá þeim sem voru fjárhagslega betur staddir hækkaði greiðslan örlítið en hjá stærri hóp lækkaði mánaðarlega greiðslubyrgðin. Leiguverð dreifðist því með sanngjarnari hætti og betur tókst að koma til móts við þá sem voru fjárhagslega verr staddir. Með breytingunni var stuðningurinn gerður réttlátari, gagnsærri og skilvirkari en áður var.

BREYTINGAR Í FéLAGSLEGA LEIGuÍBúðAKERFINu

reykjaVík býður bestu kjörin fyrir einstæða foreLdra

• einstætt foreldri með 1 barn á leikskólaaldri og tekjur upp á 250.000 þúsund á mánuði greiðir lægstu gjöldin í reykjavík.

útsVar Lægra en Hámarkið

• Hámarksútsvar sem sveitarfélag má innheimta samkvæmt lögum er 13,28%. Af þeim 12 sveitarfélögum sem skoðuð voru var Reykjavíkurborg með þriðja lægsta útsvarið eða 13,03% og einungis Seltjarnarnes og Garðabær lægri.

Lág fasteignagjöLd

• Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er Reykjavíkurborg með næstlægsta fasteignaskatta. Skattshlutfallið er lægst á Seltjarnarnesi, 0,18% en í Reykjavík er það 0,214%.

• Lóðarleiga er lægst í reykjavíkeða 0,08% af lóðarmati.

• Sorphirðugjald er lægst í Mosfellsbæ, 15.000 krónur á ári, en Reykjavík kemur þar rétt á eftir með 16.300 krónur. Sorphirðugjald er mun lægra á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

• Ef öll gjöld sem vísitölufjölskylda í 125 fermetra íbúð þarf að greiða fyrir fasteignina sína (fasteignaskattur, sorphirðugjald, lóðarleiga, holræsagjald og vatnsgjald) eru lögð saman eru gjöldin næstlægst í reykjavík.

SKATTAR EKKI HæKKAðIR Í REYKJAVÍK.

Page 30: Reykjavík 2010

30

ERTu MEð HuG-MYnD SEM ÞIG LAnGAR TIL Að FRAMKVæMA? nú er tími til að bretta upp ermarnar og leyfa hugmynda-fluginu að leika lausum hala. Efling atvinnulífsins er eitt af lykilatriðum borgarinnar um þessar mundir og til að blása lífi í atvinnumálin og nýta krafta borgarbúa hefur Reykjavíkur-borg ráðist í nýtt og spennandi verkefni þar sem fólk 35 ára og yngra getur sótt um styrki til atvinnusköpunar. Alls 30 milljónum verður alls varið í verkefnið en þeim peningum verður ráðstafað til hinna ýmsu mála. Markmiðið með sjóðnum er að hvetja ungt fólk til atvinnu-sköpunar og stuðla að auknum lífsgæðum borgarbúa með verkefnum sem fegra umhverfið og/eða eru nýsköpun í þjónustu.

Við úthlutun fjármagns verður tekið mið af því að verkefnin leiði af sér sem flest ný störf, auðgi borgarlífið og hvetji ungt fólk til dáða. Styrkir eru auglýstir til úthlutunar þrisvar á árinu; 1. mars, 1. júní og 1. september. umsóknum er skilað annaðhvort með tölvupósti eða útprent-uðum í Ráðhús Reykjavíkur. Sérstök úthlutunarnefnd fer síðan yfir umsóknirnar og ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir innan 6 vikna eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ef þú lumar á hugmynd sem þig hefur alltaf langað til að sjá verða að veruleika er því ekki eftir neinu að bíða. Því fjölbreyttari hugmyndir, því líflegri borg.

Aðstoð og nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Hans orri Kristjáns-son, verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra, í síma 411-4506, [email protected].

Auk þess er hægt að senda um-sóknir á netfangið [email protected] eða í Ráðhús Reykja-víkur merkt „Vertu með“.

Ekki er hægt að líta framhjá því að atvinnuleysi hefur aukist í Reykjavík í kjölfar fjármálakreppunnar. En í stað þess að hengja haus er vert að kynna sér þau úrræði sem standa atvinnulausu fólki til boða og nýta tímann vel á jákvæðan og upp-byggilegan hátt. Til að virkja ungt atvinnulaust fólk og sporna gegn neikvæðum afleiðingum atvinnu-leysis á aldurshópinn hafa ríkið og Reykjavíkurborg nú tekið höndum saman um að bjóða uppá námskeið fyrir fólk á aldrinum 16 til 24 ára.

Samstarfið byggist á áherslum Reykjavíkurborgar í atvinnumálum ungs fólks og átaki félags- og trygg-ingamálaráðuneytisins ungt fólk til

athafna, sem miðast að því að aldrei skuli líða meira en þrír mánuðir frá því að einstaklingur verður atvinnu-laus þar til honum er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verðugum verk-efnum. Markmið námskeiðanna er að stuðla að aukinni virkni ungs fólks án atvinnu í borginni og verður lögð áhersla á að efla sjálfstraust, styrkja félagsfærni, styðja við virka náms- og atvinnuleit og þróa úrræði sem henta atvinnulausu ungu fólki. námskeiðin eru skipulögð af Íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, Vinnumálastofnun og þjónustumiðstöðvum í samráði við Rauða kross Íslands og aðra sam-starfsaðila í einstökum hverfum.

Með samstarfi þessara lykilaðila opnast ný tækifæri til að styðja við ungmennin og nýta úrræði sem eru í hverfunum, s.s. tómstunda-, men-nta-, menningar- og íþróttatilboð. Ennfremur verður leitað samstarfs við fyrirtæki og félagasamtök.

námskeiðin eru tilraunaverkefni og verður fyrsta námskeiðið haldið í Breiðholti en þar eru á þriðja hundrað manns í þessum aldurshópi án atvinnu. Í framhaldinu verða síðan fleiri hverfi tekin fyrir með það að markmiði að ná til sem flestra atvinnulausra ungmenna í borginni og virkja þau til starfa.

ÓKEYPIS nÁMSKEIð FYRIR ATVInnuLAuS uNGMENNI

Aðgerðaráætlun Reykjavíkur-borgar var lögð fram árið 2008 til þess að bregðast við því ástandi sem nú er uppi í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Áætlunin var samþykkt einróma í borgarstjórn en með henni var lögð áhersla á að standa vörð um velferð og hag borgarbúa. Starfshópur

borgarstjórnar um fjármál borgarinnar hefur verið starfandi út kjörtímabilið með það að markmiði að standa kröftugan vörð um hagsmuni fjölskyldna, fyrirtækja og öfluga þjónustu við borgarbúa við núverandi aðstæður.  Áætluninni hefur verið fylgt eftir en í henni kom m.a. fram að þrengri fjárhagsstöðu

yrði að svo stöddu ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða skerðingu á þeirri þjónustu sem íbúar vænta fráleikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum og almennri velferðarþjónustu. Reykjavíkurborg hefur staðið við það og forgangsraðað í fjárhagsáætlun sinni í þágu velferðar og barna. Ekki hefur verið ráðist í hækkanir á gjaldskrám er varða grunnþjónustu og skattar hafa ekki verið hækkaðir. Einnig kom fram í áætluninni að borgin skyldi standa vörð um störf borgarstarfsmanna og ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir og halda þannig uppi atvinnu eins og kostur er og við þetta hefur verið staðið. Hægt er að skoða aðgerðaráætlunina í heild á vef Reykjavíkurborgarwww.reykjavik.is

BoRGARSTJÓRn BRÁST HRATT VIð EFnAHAGSÁSTAnDInu. SKATTAR OG GJALDSKRáR á GRuNNþJóNuSTu HAFA EKKI VERIð HæKKuð.

Page 31: Reykjavík 2010

31

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Ég er mjög áhugasöm um velferðarmál. Ég sóttist eftir því að verða formaður Velferðarráðs og hef stýrt þeim málaflokki allt þetta kjörtímabil. Mikilvæg mál hafa gengið eftir, eins og að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu, sem var stærsta sameining á sviði ríkis og sveitarfélags sem um getur, enda mjög stór málaflokkur. nú er verið að undirbúa að málefni fatlaðra flytjist yfir til sveitafélagsins og auk þess höfum við gert breytingar á félagslega leiguíbúðakerfinu og gert stuðninginn einstaklingsbundnari en áður var. Einnig höfum við gert breytingar varðandi utangarðsfólkið. Við fórum í að meta þörfina, styðja við þau úrræði sem

fyrir voru og setja ný af stað eins og koma á nýju dagvistarúrræði. Við höfum farið í algjöra stefnumótun í málaflokknum.

þú nefnir að málefni fatlaðra eigi að flytjast yfir til sveitarfélaganna. Í hvaða farvegi er sá undirbúningur?Það er búið að setja í gang pólitískan stýrihóp og verið er að ráða verkefnisstjóra til að hugsa strúktúrinn í kerfinu okkar. Það eru milljón atriði sem þarf að fara yfir. Við höfum öðlast mikla reynslu með því að taka við heimahjúkruninni og höfum verið í miklu samstarfi við Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík. Við höfum einnig öðlast mikla reynslu við það að taka við málefnum geðfatlaðra. Mín sýn er að hver einstaklingur hafi val um

það hvernig hann hyggst nýta sér þjónustuna. Þetta verður mikil vinna en mikilvæg fyrir samfélagið í heild.

Hvernig sérðu reykjavík sem velferðarborg í dag?Ég held að staða Reykjavíkur sem velferðarborg sé mjög góð. Við erum leiðandi í velferðarmálum og eigum að vera það áfram. Við erum höfuðborg og erum ekki einungis fjölmennasta sveitarfélagið heldur flytja þeir, sem þurfa mikla velferðarþjónustu, gjarnan til borgarinnar. Það er ekki síst vegna þess að hér er mest þjónusta í boði.

Hver eru helstu verkefni framtíðarinnar?Í öllum samdrættinum þurfum við að passa uppá velferðarmálin til framtíðar og reyna alltaf að

leita hagkvæmustu leiða. Reyna að sjá ný tækifæri í að sameina yfirbygginguna eins og við frekast getum til þess að geta áfram veitt sem besta þjónustu, því það er hún sem skiptir máli.

Fjölskyldustaða: Gift, þriggja barna móðir og býr í Laugarnesinu.

Menntun: Menntaður hjúkrunarfræðingur og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Áhugamál: Knattspyrna, hjólreiðar og útivera.

„VIð HÖFuM EInnIG ÖðLAST MIKLA REYnSLu VIð ÞAð Að TAKA VIð máLefnum geðfatLaðra. MÍn Sýn ER Að HVER einstakLingur Hafi VaL uM ÞAð HVERnIG HAnn HYGGST nýTA SÉR ÞJÓnuSTunA. ÞETTA VERðuR MIKIL VInnA, En MIKILVæG FYRIR samféLagið Í HEILD. ”

jórunn frímannsdóttir

frá afhendingu forvarnastyrkja. fyrsti búsetukjarninn fyrir geðfatalað opnaður í Reykjavík árið 2008. formaður Velferðarráðs.

Page 32: Reykjavík 2010

32

GRæNABorgin

1904Fyrsti bíllinn, gamall Cudel,

kom til landsins. Síðan þá hefur

bílum fjölgað gí-furlega hratt en árið 2006 voru um 134 þúsund

fólksbílar á höfuðborgar-

svæðinu.

1904Fyrsta

rafmagnið á Íslandi. Jóhannes trésmiður keypti rafal frá noregi

og setti upp.

1999 Vistorka stofnuð

sem markaði mikilvægt skref í frekari vetnis-rannsóknum á

Íslandi.

1915 Ökuskírteini

númer eitt úthlutað á

17. júní.

1946 Skógræktarfélag

Reykjavíkur er stofnað.

1909Vatnsveita

Reykjavíkur var stofnuð. Knud

Ziemsen bæjar-fulltrúi opnaði fyrir hana með

því að skrúfa frá brunahana við

Vatnsstíg.

1974Græna byltingin,

framkvæmda-áætlun borgar-

innar um umhverfi og

útivist, kynnt.

1965Sorpurðun hefst

í Gufunesi.

1951Vinnuskóli

Reykjavíkur stofnaður.

1969Félagasamtökin Landvernd voru

stofnuð. Samtökin standa að

umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu.

1991Efnamót-

taka Sorpu tók til starfa.

1999 Metanstöðin í

Reykjavík er opnuð. Metan hf. sérhæfir sig meðal annars í dreifingu og sölu á metani og þróun á umhverfisvænum

orkugjöfum.

1894Frímann B.

Argnrímsson, sem áður hafði unnið

með Thomas Edison, leggur

fram hugmyndir um að virkja fossa

Elliðaánna. Ekki hlutu þær mikinn hljómgrunn, enda

veðjuðu Reykvíkingar á gas í stað rafmagns

sem eldsneyti.

GRæNABorgin

1880

1913 . Eimreiðin á Grandagarði var notuð við gerð hafnarinnar. 1919 . Leigubílar frá Bifreiðastöð Steindórs. Í baksýn er Vesturbær og Melavöllur.

Page 33: Reykjavík 2010

33

„Setjum nú upp húfurnar, því hún er farin út um þúfurnar — græna byltingin,“ söng Spilverk þjóðanna fyrir næstum því 40 árum. En græna byltingin fór ekki út um þúfur, heldur má segja að hún hafi verið löng og hljóðlát og skilað sífellt betri borg á undanförnum áratugum. Reglulega skjóta grænu málin þó upp kollinum og um þessar mundir fá grænu málin mikla athygli. Í Reykjavík voru Grænu skrefin kynnt árið 2007 og nú þegar hafa 95% þeirra verið uppfyllt. En hver voru þessi Grænu skref og hverju hafa þau skilað? Skoðum nokkur skrefanna: Bláa tunnan stendur

nú fyrir utan mörg þúsund heimili í borginni og endurvinnsla á pappír og dagblöðum hefur tvöfaldast fyrir vikið. nemakortið veitti þúsundum stúdenta í Reykjavík ókeypis í strætó fyrsta veturinn en síðan hefur kortið verið selt gegn hóflegu gjaldi. Strætó er betri en nokkru sinni, með merktar biðstöðvar, betri tímatöflur og brunar eftir forgangsakreinunum sem beðið hefur verið eftir í mörg ár. Rafbílar, vetnisbílar, metanbílar og mjög sparneytnir bílar fá að leggja ókeypis í miðborg Reykjavíkur og stærstur hluti sorpbíla borgarinnar keyrir auk þess á umhverfisvænu

metaneldsneyti sem unnið er úr sorpinu sem þeir hirða. Hjólastígar voru 450 metrar fyrir 4 árum en eru núna 9.000 metrar. Það er um það bil tuttuguföldun.Þetta eru bara nokkur af Grænu skrefunum sem hafa staðið uppúr og nú þegar hefur borgin sett sér fleiri markmið til að gera Reykjavík að enn grænni og líflegri borg. Má þar nefna að stætisvagnasamgöngur verða efldar enn frekar og umhverfisvænum vögnum fjölgað, hjólastíganet mun margfaldast á sama tíma og útivistarsvæðin fá andlitslyftingu. Þá verður

endurvinnsla gerð auðveldari og vistvæn innkaup innleidd hjá stofnunum borgarinnar.Reykjavík hefur alltaf verið græn. Stundum virðist þó grái liturinn ætla að ógna þeim græna þegar fréttir berast af svifryki, mengun eða bílaumferð sem truflar daglegt líf fólks sem býr í borginni. Þá er kominn tími til að dusta svifrykið af grænu málunum og tryggja að borgin verði áfram jafn græn og glöð og hún var í upphafi. Reykjavík er stundum valin „grænasta borg í heimi’“og þannig viljum við hafa hana!

2003 Fyrsta vetnis-

strætóinum ekið um götur

borgarinnar.

2005Verkefnið

náttúruskóli Reykjavíkur hefst.

2005umhverfissvið

Reykjavíkur formlega

stofnað. Árið 2008 var

nafninu breytt í umhverfis- og samgöngusvið

Reykjavíkur.

2007Grænu skrefin í

Reykjavík samþykkt í borgarstjórn.

2010 Reykjavík kemst í úrslit sem ein af

Grænu borgum Evrópu.

2008 Rafmagnsbílum

býðst ókeypis rafhleðsla í Banka-

stræti og Kringlunni. Þá fá eigendur raf-

magnsbíla að leggja frítt í stöðumæla.

2003Bíllausi dagurinn

haldinn í fyrsta sinn í Reykjavík þann 22.

september.

2001 Átakið „Á grænni

grein“ er hleypt af stokkunum. um er að ræða

alþjóðlegt verkefni til að

auka umhverfis-mennt og styrkja umhverfisstefnu

í grunnskólum.

2003 Íþrótta- og

Ólympíusamband Íslands startar átakinu Hjólað í vinnuna. Fyrsta

árið tóku 45 vinnustaðir á

landinu þátt en árið 2009 hafði

þeim fjölgað í 468 og hjóluðu þeir

samtals 12,3 hringi í kringum jörðina.

2003Verkefninu

Vistvæn innkaup komið á

laggirnar en með því á að aðstoða

opinbera aðila við að innleiða

vistvæn innkaup í opinberri starf-

semi. 2010

1920 - 1930. Átta karlmenn við Iðnó með reiðhjól sér við hlið. framleiðslu og lætur endurvinna.

1990. Pappírsverksmiðja, Papco safnar pappír sem afgangs verður við

Page 34: Reykjavík 2010

34

ókeyPis áburður Hver einstaklingur lætur frá sér um 250-300 kíló af sorpi á hverju ári. um helmingur þess er lífrænn úrgangur. Mikil sóun felst í því að henda lífrænum úrangi, brenna hann eða urða. Margir gleyma því að hann inniheldur mikilvæg næringarefni fyrir jarðveginn. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að stunda eigin jarðvegsgerð í safnhaugi. Með því að setja allan lífrænan úrgang í safnhaug minnkar heimilissorpið um 30-35%. Afurðin sem hlýst af þessari jarðvegsgerð, molta, verður til þess að ekki er lengur nauðsynlegt að kaupa tilbúinn áburð né gróðurmold og geta heimili orðið sjálfbær að þessu leyti.

Peningar fyrir PLastiðAugljós verðmæti eru fólgin í því heimilissorpi sem hefur skilagjald. Það á við um umbúðir um gos og áfenga drykki. Tólf krónur fást fyrir hverja einingu af öldósum, plastflöskum eða glerflöskum. Allt gler er mulið hér á landi og er það síðan notað til jarðvegsfyllingar. Áldósirnar eru pressaðar í böggla sem sendir eru úr landi þar sem álið er endurunnið í nýjar vörur, m.a. í áldósir. Plastdósir eru sömuleiðis pressaðar í bagga og fara með skipi úr landi. Þar er plastið flokkað, þvegið og tætt og loks breytt í mjóa plastþræði sem notaðir eru í gerviefni, s.s. í útivistarfatnað.

borgaðu minna fyrir bLáa tunnuÁ hverju ári koma um 100 kíló af pappír inn á hvert heimili í formi dagblaða eða auglýsingapósts. Gífurleg sóun er fólgin í því að henda öllu þessu magni óflokkuðu með öðru heimilissorpi, enda er um töluverð verðmæti að ræða. Í bláu tunnuna má setja nær allan endurnýtanlegan pappír (nema bylgjupappa), ársgjald fyrir hana er 7.400 krónur á ári og er hún losuð á

þriggja vikna fresti. Vegna þess hve mikill pappír fellur til á hverju heimili er mikið hagræði að því að geta losað sig pappír við dyrastafinn. Pappírinn sem fellur til í borginni er svo fluttur til móttöku- og flokkunarstöðvar Sorpu í Gufunesi þar sem hann er pressaður saman í bagga til útflutnings. Hann er fluttur sjóleiðis til Svíþjóðar og gengur þar í endurnýjun lífdaga, oftast sem salernis- eða eldhúspappír.

endurVinnsLa er ódýrari kosturAlltaf er eitthvert rusl illflokkanlegt og fellur til sem almennt heimilissorp. Fyrir það skal nota grænu tunnuna sem kostar 8.150 krónur á ári og er tæmd hálfsmánaðarlega. Þó hún sé tæmd sjaldnar en sú gamla svarta er það reynsla flestra að með aukinni flokkun breytist mynstrið. Sá sem flokkar sorpið og dreifir því á tvær tunnur (bláa og græna) og setur lífrænan úrgang í safnhaug áttar sig fljótt á að tunnan er lengur að fyllast. Að lokum má benda á að ódýrara er að hafa tvær tunnur en eina upp á gamla mátann. Kynntu þér málin á www.sorpa.is

fLestir Vita að græn skref, sVo sem endurVinnsLa sorPs, eru umHVerfinu tiL góða. margir staLdra þó Við og teLja of mikLa fyrirHöfn fyLgja breyttum LífsHáttum. það getur orðið HVati tiL breyttra LífsHátta að kynna sér HVernig græn skref geta skiLað áVinningi strax.

• Hver einstaklingur lætur frá sér 250-300 kíló af sorpi á ári.

• Ef við endurvinnum allan óumbeðinn pappír sparar það 4.800 tonn af Co2 á ári, sem jafngildir útblæstri frá 1.200 fólksbílum.

• Endurunninn pappír er notaður í salernisrúllur.

• Fyrir hverja öldós, plast- eða glerflösku fást 12 krónur í endurvinnslu.

• Endurunnar plastflöskur eru m.a notaðar í útivistarfatnað.

• Ársgjald fyrir bláa tunnu er 7.400 krónur og græna tunnu er 8.150 krónur á meðan gjald fyrir þá svörtu er 16.300 krónur.

>> Það eru 1.093 ruslastampar í Reykjavík

Í SoRPInu LEYNAST FJÁRSJÓðIR. MEð EnDuRVInnSLu SPARA HEIMILIn

Page 35: Reykjavík 2010

35

guðni Hannesson starf: Götusópari

Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá borginni?„Það eru að nálgast fimmtíu árin. Ég byrjaði um haustið 1963.“

Hefur þú einhverja skemmtilega sögu úr starfi þinu?„Maður hittir margt skemmtilegt fólk í þessu starfi og þarf að eiga í samskiptum við marga en ég man ekki eftir neinum sérstökum akkurat núna.“

Hvað er það besta við starfið þitt?„Það er að halda borginni hreinni. Ég starfa líka við þetta yfir veturinn, þá ryðjum við snjó af götum og gang-stéttum. Gatnahreinsun á sér stað allt árið, það eru ekki allir sem átta sig á því. Þó mér finnist hvoru tveggja skemmtilegt, að starfa á sumrin og á veturnar, þá fær maður oftar verkefni sem þarf að leysa fljótt og vel á veturnar.“

Hefur þú orðið var við breytingu hjá reykvíkingum í því að henda rusli á göturnar?„Maður verður oft ergilegur þegar maður keyrir á eftir bíl þar sem öku-maðurinn mokar öllu ruslinu út um gluggann hjá sér, þá verður maður andskoti sár. Maður sér líka fólk henda sígarettustubbum út um bílglugga á götuljósum, svo eru tyggjóklessur líka mikið vandamál. Verst þykir mér þó þegar maður er að hreinsa Þingholtin og gamla Vesturbæinn og biður íbúana um að færa bíla sína, svo mætir maður á staðinn og fæstir hafa gert það. Fólk mætti taka meira tillit til okkar. Þetta er nauðsynlegt en kannski eilítið vanþakklátt starf sem við sinnum.“

BoRGARSTARFSMAðuRInn

• Hættum að klæða okkur í bílinn. Klæðum okkur í góðar skjólflíkur og göngum eða hjólum. Líka þó það séu brekkur í Reykjavík.

• Flytjum inn hjól sem búa sjálf til rafmagn og geyma fyrir okkur, til að nota þegar við þurfum að erfiða mikið upp brekkur. Þetta sá ég í Danmörku í haust.

• Kaupum mat sem ekki hefur ferðast mikið. Reiknað hefur verið út að matur sem Bandaríkjamenn borða hefur ferðast þúsundir kílómetra.

• Hendum aldrei mat. Förum frekar sjaldnar út í búð, borðum afganga

og verum óhrædd við frumlegar samsetningar á því sem við finnum í skápunum.

• Fáum líkamsræktarstöðvarnar til að nota hlaupabretti sem nota orkuna, sem verður til þegar við hlaupum.

• Notum það sem vex í görðunum, rifsið, graslaukinn, rabarbarann og hvað annað sem hægt er að leggja sér til munns.

• Leggjum okkur fram við að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun. Þau þurfa umbun fyrir að sinna hugsjónum og bera umhyggju fyrir jörðinni.

• Skiptum við bólstrara, skósmiði, viðgerðarverkstæði í héraði. Hættum að henda öllu og kaupa nýtt.

• Minnkum pappírsnotkun. Notum umbúðir utan af morgunkorni o.þ.h. til að leyfa börnunum að skrifa og teikna á. Lesum blöðin á rafrænu formi.

• Ef við þurfum að endurnýja bílinn, fáum okkur næst umhverfisvænni fararskjóta en bensín/dísel bíl og knýjum fram að slíkar orkustöðvar verði um allt land.

10 GRæn SKREF FRá EVu MARÍu JÓnSDÓTTuR FJöLMIðLAKONu

Page 36: Reykjavík 2010

36

Bill Gates segir að fólk ofmeti alltaf það sem gerist á næstu 2 árum en vanmeti hvað gerist á næstu 10 árum. Þetta gæti verið raunin með rafmagnsbíla. Í mörg ár hefur fólki um allan heim fundist að rafmagnsbílar væru alveg að koma en þeir hafa látið á sér standa. Enginn efast þó um að dagar olíubílaflota verða senn taldir. Fyrir Ísland er auðvitað mikið í húfi. Hér á landi búum við til frábæran orkugjafa sem er rafmagn og hentar vel til að knýja áfram bíla. Margar

þjóðir keppa nú að því að verða fyrstu rafmagnsbílaþjóðirnar. Ísland er hinsvegar í betri stöðu en flestir, því rafmagnið okkar er hreint; búið til úr endurnýjanlegri orku en ekki kolum, eins og víða erlendis. Þess vegna horfa mörg bílafyrirtæki til Reykjavíkur, sem fyrstu rafbílaborgarinnar.

HVað getur reykjaVík gert tiL að örVa þessa þróun? Bílar eru stór hluti af öllum borgum. Ef menn eru á bíl þarf að

borga í stæði, göng eða jafnvel inn í miðborgir. Með því að gefa rafmagnsbílum forgang, er verið að umbuna þeim sem kjósa að ferðast á bílum sem menga ekki fyrir öðrum, valda minni skaða á umhverfinu og svo framvegis.

ísLenskt metangas á bíLinnÖnnur spennandi lausn er metangas, sem nú þegar er framleitt í Reykjavík. Metanbílar eru líka til sölu hjá bílaumboðunum og kosta jafnvel minna en bensínbílarnir. og

metanið kostar helmingi minna en bensínið! En áður en þið hlaupið út á náttfötunum til að kaupa bíl er rétt að geta þess að enn eru bara tvær metandælur en unnið er hörðum höndum að því að styrkja þennan frábæra orkugjafa, sem aðallega er unninn úr sorpinu sem urðað er í Álfsnesi.

Markmiðið er að bílar í Reykjavík keyri í framtíðinni á hreinni innlendri orku, öllum til hagsbóta!

BÍLAR Í REYKJAVÍK KEYRA á HREInnI InnLEnDRI oRKu

Page 37: Reykjavík 2010

37

... að Reykjavík er eina höfuðborgin á norðurlöndum sem þarf ekki að meðhöndla drykkjarvatnið áður en borgarbúar drekka það? Hér kemur það beint úr jörðinni í krana borgarbúa.

... að áður en Bláa tunnan var kynnt til leiks voru dagblöð um þriðjungur þess sem var urðað í Álfsnesi. nú hefur það magn minnkað um helming og blöðin eru seld til Svíþjóðar í endurvinnslu.

... að 95% stúdenta í Reykjavík sögðust mjög eða frekar ánægðir með nemakortin, sem voru hluti af Grænu skrefunum?

... að eftir að farþegum í strætó fjölgaði og fleiri fóru einnig að hjóla til vinnu, styttist ferðatíminn hjá þeim sem keyrðu í vinnuna um 4-5 mínútur að meðaltali?

... að Reykjavík var valin grænasta höfuðborg í heimi af tímaritinu Grist?

... að þar sem göngu- og hjólreiðastígurinn eftir ægisíðu og Fossvogi liggur, átti einu sinni að verða ein aðalhraðbrautin fyrir bíla í Reykjavík?

... að Vallarstræti við Austurvöll þar sem þúsundir Reykvíkinga hafa setið í sólinni fyrir utan Café Paris og önnur kaffihús, var ekki gerð að göngugötu fyrr en 1990?

... að eftir að götum inni í hverfum borgarinnar var breytt í 30 km götur, fækkaði slysum á fólki inni í hverfunum verulega.

... að samkvæmt hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar á að leggja hjólastíganet um borgina sem mun fimmfaldast á næstu fimm árum og tífaldast á næstu tíu árum.

... að rekstur hjóls kostar 9.000 kr. á ári en rekstur bíls kostar 900.000 kr. á ári.

... að ef 10% ferða í Reykjavík yrðu farnar á reiðhjóli myndi sparnaðurinn næstu tíu ár vera ríflega 7 milljarðar.

VISSIR Þú ...

Bílafloti Reykvíkinga tekur gríðarmikið pláss í borginni og reiknað hefur verið út að um helm-ingur alls borgarlands fari undir samgöngumannvirki af einhverjum toga. Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík þróast í bílaborg og þykir mörgum nóg um. Að sjálfsögðu eigum við að halda áfram að byggja góða vegi því einkabíllinn mun áfram verða sá ferðamáti sem flestir Reykvíkingar kjósa að nota. En ef við myndum ná að fækka þeim bílum sem keyra daglega um götur borgarinnar myndu lífsgæði íbúanna batna til muna og þeir bílar sem áfram væru á götunum ættu greiðari leið um þær.

Í borginni Münster í Þýskalandi var gerð tilraun til þess að sýna borgar-búum hversu mikið pláss mis-munandi samgöngumátar tækju. niðurstaðan birtist á myndunum

þremur hér að ofan. Á myndinni lengst til vinstri er sýndur bíla-flotinn sem fólkið þyrfti til að koma sér á milli staða ef 1,2 eru í bíl, eins og raunin er hér í Reykjavík. Á myndinni í miðjunni sést að fólkið myndi allt komast fyrir í einum strætó og á myndinni lengst til hægri sjást reiðhjólin sem myndu duga fyrir þetta fólk, eitt hjól á mann.

Augljóst er að bílasamfélagið á myndinni lengst til vinstri tekur mest pláss, skapar mesta mengun og slítur götunum margfalt á við hina farkostina tvo. Það er líka athyglisvert að velta fyrir sér lífs-gæðum fólksins sem býr í götunni. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá að það er ekki jafn notalegt að hafa opinn glugga í samfélaginu sem er lengst til vinstri, eins og því sem er lengst til hægri. Þá er lífið

á gangstéttunum líklega líflegra á myndunum tveimur til hægri en á bílamyndinni.

Fá samfélög endurspegla einungis eina af myndunum þremur. Í flest-um borgum ferðast borgarbúar með öllum kostum sem sýndir eru. Eins og Reykjavík hefur þróast síð-ustu 15 árin er borgin samt ótrúlega nálægt því sem sýnt er á bílamynd-inni. Markmið borgarinnar er að reyna að styrkja hina samgöngu-mátana tvo, þannig að þeir sem vilja, eigi þess kost að ferðast öðruvísi en á bílnum. Það er trú borgaryfirvalda að með því aukist lífsgæði fólksins í borginni, öryggi í umferðinni aukist og borgin verði betri staður til að búa á.

BÍLABoRGIn REYKJAVÍKTÍMI TIL Að SNúA ÞRÓunInnI VIð

SAMI FJÖLDI FÓLKS STEnDuR Á ÖLLuM MYnDunuM

oG VIð HLIð ÞEIRRA ERu FARSKJÓTARnIR SEM ÞARF

TIL Að KoMA ÞEIM Á MILLI STAðA.

>> fjöldi fólksbíla á höfuðborgarsvæðinu árið 2006 var um 134.000.

Page 38: Reykjavík 2010

38

árið 2007 samþykkti borgarstjórn 10 stór græn skref með þeim skiLaboðum að á næstu árum myndi reykjaVíkurborg Verða tiL fyrirmyndar í umHVerfismáLum. nú, aðeins tVeimur árum seinna, Hafa 95% af skrefunum náðst og borgin Hefur sett sér fLeiri græn markmið. Sýnir þau skref sem lokið er, að öllu eða mestu leyti.

mikLu betri strætó Allar biðstöðvar strætisvagna fá

eigið nafn sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum.

Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. - Í vinnslu

Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum.

Reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó. Var gert 2007 og nú borga námsmenn lágmarksgjald.

VerðLaunum VistHæfa bíLa Ökumenn fá að leggja visthæfum

bifreiðum ókeypis í bílastæði borgarinnar.

göngum Lengra, HjóLum meira

Göngu- og hjólreiðastígurinn frá ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. - Tvöföldun komin frá Ægisíðu og langleiðina upp í Elliðaárdal.

Göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega.

Göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. - Í vinnslu

Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Lifandi og skemmtiLeg borg Pósthússtræti meðfram

Austurvelli verður gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.

Miklatún verður endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum.

Átaki í að koma upp umhverfis- og söguskiltum í borginni verður hrint af stað. útivistarsvæði á Gufunesi verður klárað.

Skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt. - Í vinnslu

betra Loft fyrir aLLa Spornað verður við notkun

nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög.

Aðgengi borgarbúa að upplýsingum um umhverfisgæði verður aukið.

Mótuð verður loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum.

500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. - Búið er að gróðursetja 400.000 tré.

Virkt eftirlit verður með innilofti í byggingum Reykjavíkurborgar.

meiri endurVinnsLa Þjónusta við sorphirðu verður

bætt til að auka endurvinnslu.

Boðið verður upp á bláar tunnur fyrir dagblöð frá heimilum og þjónusta á grenndarstöðvum verður aukin.

Sorphirðugjöld munu taka aukið mið af raunkostnaði af þjónustu og mengun. Bláa tunnan verður að minnsta kosti helmingi ódýrari en svört tunna. Tunnugjald mun taka mið af fyrirhöfn við sorphirðu.

byggjum VistVæn HVerfi nýtt aðalskipulag Reykjavíkur

verður unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þétting byggðar, blanda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjólandi og gangandi umferð, endurvinnsla og græn svæði verða lykilhugtök í nýjum hverfum Reykjavíkurborgar.

VistHæfari Leik- og grunnskóLar

Lóðir grunn- og leikskóla verða endurbættar. - Í vinnslu

Skólar munu markvisst bjóða upp á lífrænt ræktuð matvæli og birta næringargildi fæðunnar á heimasíðu. - Í vinnslu

Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu.

Allir leikskólar í Reykjavík munu nota vistvæn efni við þrif.

HöLdum borginni HreinnI Hreinsunar- og fegrunarátak

borgarinnar „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ heldur áfram og öll hverfi borgarinnar fá andlitslyftingu.

reykjaVíkurborg tiL fyrirmyndar

nýjar innkaupareglur borgarinnar innleiða vistvæn innkaup sem meginreglu.

Meirihluti bílaflota Reykjavíkurborgar verður visthæfur. - Í vinnslu

Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að draga úr útblæstri koltvísýrings í rekstri sínum.

Í útboðum á hönnun nýrra mannvirkja borgarinnar verða sett inn umhverfisskilyrði, til að mynda við val á byggingarefni og orkunotkun. - Í vinnslu

ný mannvirki í borginni taka mið af hjólreiðum sem samgöngumáta.

GRænu SKREFIN

>> CO2 útblástur 113.000 metanbíla jafnast á við CO2 útblástur 1.000 bensínknúinna bíla 

Page 39: Reykjavík 2010

39

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?umhverfis-, samgöngu- og skipulagsmál. Þessi mál eru öll nátengd og þurfa að vera það til að við getum byggt upp góða borg.

Hver eru stærstu verkefnin sem þú hefur komið að?Stóra verkefnið í þessum málaflokki eru Grænu skrefin. Við unnum stíft að undirbúningnum fyrsta árið eftir að við tókum við borginni og kynntum þau vorið 2007. Það hefur gengið vonum framar að hrinda þeim í framkvæmd og við erum búin að klára 95% af Grænu skrefunum og höfum meira að segja sett okkur ný markmið sem munu ná inn á næsta kjörtímabil. Allt hefur þetta verið unnið í samvinnu allra flokka og skipt miklu fyrir borgina.

Hvert er mikilvægasta skrefið í að gera reykjavík að grænni borg?Það er að gefa framtíðar-reykvíkingum tækifæri til að ferðast um borgina á vistvænan hátt. Í dag er borgin skipulögð þannig

að margir eiga ekki þann valkost að ferðast öðruvísi en á bíl. Reykjavík er græn borg en við getum gert miklu betur. Við þurfum að bjóða upp á vistvænar samgöngur, gera mikið átak í að gróðursetja inni í borginni, gera garða og önnur útivistarsvæði aðlaðandi, draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar, tryggja áfram gæði vatnsins og hreinleika strandarinnar. Við eigum að bjóða upp á meiri endurvinnslu og nota innlenda orkugjafa á bílana okkar og tryggja að loftið í borginni sé hreint, með því að minnka svifrykið.

þétting byggðar er mikilvægt málefni umhverfis- og samgöngumála. út á hvað gengur þétting byggðar í reykjavík nákvæmlega?Hún gengur fyrst og fremst út á að stytta vegalengdir fyrir borgarbúa. Eitt stórt þéttingarverkefni væri til dæmis að breyta iðnaðarsvæðinu á Ártúnshöfða í blandaða byggð. Önnur hugmynd sem ég hef haldið á lofti er að breyta Skeifunni í blandaða byggð. Skeifan er í miðju

borgarinnar, rétt við Laugardalinn, og tengd við stórar umferðargötur, þannig að það verður mun auðveldara að gera þar hverfi fyrir 3.000 manns heldur en að brjóta nýtt land sem í dag er gott útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Þétting byggðar þýðir því að byggja innan þess svæðis sem núna er byggt. Allt bendir til þess að fólk vilji búa í þéttri byggð, einfaldlega vegna þess að þar er þjónusta, krakkar geta gengið sjálfir milli skóla og tómstunda og það myndast meira samfélag heldur en í mjög dreifðri byggð.

Hvernig getur borgin hjálpað okkur út úr kreppunni?Hún getur til dæmis stytt vegalengdir. næststærsti útgjaldaliður heimilanna eru ferðir innanlands og aðallega innanbæjar. Hann er stærri liður en matarkarfan. Borgin getur hjálpað okkur að lækka þau útgjöld, meðal annars með að komast milli staða á hjóli eða strætó. Við erum að gera það með því að bjóða námsmönnum nemakortið í strætó, með því að

leggja hjólastíga og setja forgang fyrir strætó, þannig að hann sé betri kostur. Við reynum einnig að halda uppi atvinnustigi og ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir fremur en tæknilega flóknar framkvæmdir sem skapa fá störf. Þar fyrir utan reynum við að bjóða upp á toppþjónustu fyrir lágmarks-verð og vonandi erum við að hjálpa heimilunum í borginni með því.

Fjölskyldustaða: Fæddur og uppalinn í Breiðholti. Býr með eiginkonu og tveimur dætrum í Vesturbænum.

Menntun: BA próf í stjórnmála-fræði frá Háskóla Íslands. MSc próf í borgarrannsóknum frá Edinborarháskóla.

Áhugamál: Borgir, bækur og íþróttir. Hjólar og stundar fót-bolta og er mikill áhugamaður um íslenska og erlenda knattspyrnu.

„næSTSTæRSTI útgjaLda-Liður HeimiLanna ERu ferðir innanLands oG AðALLEGA InnAnBæJAR. HAnn ER STæRRI LIðuR En matarkarfan. BoRGIn GETuR HJÁLPAð oKKuR Að Lækka þau útgjöLd.“

gísLi MARteiNN baLdursson

Við vígslu vatnshana í fossvoginum. frá gróðursetningu trjáa í hljómskálagarðinum. Um 400.000 trjáplöntur hafa verið gróðursettar í borgarlandinu á kjörtímabilinu.

fyrsta rafmagnsbílastæðið tekið í notkun.

Page 40: Reykjavík 2010

40

þegar Litið er tiL skiPuLags borgarinnar næstu ára-tugina er margt sem þarf að Hafa í Huga. finna þarf stað fyrir nýja íbúa á sama tíma og gæta Verður að þVí að Lífsgæði þeirra sem fyrir eru Verði ekki skert. það þarf að Huga að þVí HVert borgin á að þróast og HVernig þétting byggðar á að fara fram, með tiLLiti tiL bíLaumferðar, samgöngumáta, HVerfa-skiPuLags og aðgengis að þjónustu, afþreyingar og grænna sVæða. það þarf að Hugsa VeL og VandLega HVernig Við ViLjum sjá rey-kjaVík framtíðarinnar.

öfLug HVerfasamtökHverfin í Reykjavík eru mörg og skemmtileg. Hvert hverfi hefur sinn svip og sérkenni. Þessi sérkenni eigum við að rækta og styrkja á næstu árum. Fyrstu skrefin hafa íbúarnir sjálfir stigið með því að bindast samtökum innan hverf-anna og vekja athygli á mikilvægum málum þar. Algengustu hagsmunamálin sem íbúar nefna tengjast umferð og öryggi barna í umferðinni. Þar þarf að gera mikið átak. Það er ófært að götur með hraðri bílaumferð skeri hvefin okkar í sundur, þannig að börn komist ekki í gangandi í tómstundir nema vera í bráðri lífshættu.

styttri VegaLengdirVegalengdir í borginni eru langar. Tugir þúsunda Reykvíkinga þurfa að keyra í 30-40 mínútur á hverjum degi til að komast til og frá vinnu. Það er stór ástæða fyrir því að reykvísk heimili eyða meiru í ferðir en í matarkörfuna. Annað hvert starf í borginni er fyrir vestan Kringlu-mýrarbraut og þangað liggur straumurinn á morgnana. Síðdegis liggur straumurinn í gagnstæða átt. Það er auðvitað vont fyrir alla að þurfa að ferðast svona lengi í bíl á hverjum degi með tilheyrandi kostn-aði. En verst er þetta þó fyrir hverfin sem áður voru austast í borginni en er nú ekið í gegnum af þeim sem búa enn austar. Borgin á að bregðast við þessu með afgerandi hætti, færa

íbúum aftur þau lífsgæði að geta gengið um hverfin sín án þess að vera í lífshættu.Áfram þarf auðvitað að tryggja greiða og örugga leið fólks til og frá vinnu en margar leiðir eru til þess. Með einföldum aðgerðum eins og nemakortinu í strætó og forgangs-akreinum fyrir vagnana, tókst til dæmis að fjölga námsmönnum veru-lega í strætisvögnum borgarinnar. Í einum fullum strætó rúmast náms-menn sem myndu fylla Hringbraut-ina á löngum kafla, ef þeir væru einir í bíl, eins og 75% Reykvíkinga er á hverjum morgni. Það munar því verulega um hvern fullan strætis-vagn í morgunumferðinni.

„TuGIR ÞúSunDA REYKVÍKInGA ÞuRFA Að KEYRA Í 30-40 MÍnúTuR Á HVERJuM DEGI TIL Að KoMAST TIL oG FRÁ VInnu. ÞAð ER STÓR ÁSTæðA FYRIR ÞVÍ Að REYKVÍSK HEIMILI EYðA MEIRu Í FERðIR En Í MATARKÖRFunA. “

„HVERT HVERFI HEFuR SInn SVIP oG SÉRKEnnI. ÞESSI SÉRKEnnI EIGuM VIð Að RæKTA oG STYRKJA Á næSTu ÁRuM. “

REYKJAVÍK - HVAð æTLAR þú Að VERðA þEGAR þú ERT ORðIN STÓR?

Page 41: Reykjavík 2010

41

þétting byggðaroft er sagt að Reykjavík sé „bílaborg’“ það er að vissu leyti satt. En þannig hefur það ekki alltaf verið og þann-ig þarf það ekki alltaf að vera. Við eigum núna um það bil 700 bíla á hverja 1.000 íbúa, sem er nálægt því að vera heimsmet. Fles-tar borgir í Evrópu eru með á bilinu 250-400 bíla á 1.000 íbúa. Árið 1995 voru bílar í Reykjavík nálægt þeirri tölu, um 500 bílar á hverja 1.000 íbúa. Ástæða þess að bílaeign óx svo mikið sem raun ber vitni á síðustu 15 árum er vitaskuld sú að Íslendingar efnuðust mjög á þessum tíma og flestir fjölguðu bílum á heimilinu. En ástæðurnar eru fleiri.Reykvíkingar geta nýtt mikið betur þá kosti sem fylgja því að búa í borg.

Í borgum eru vegalengdir stuttar miðað við dreifbýlið og fólk á möguleika á að sækja sér þjónustu, vinnu eða skemmtun í nágrenni sínu. Í þessu efni getum við gert betur. um leið og við eigum að styrkja þjónustu inni í hverfunum með skynsamlegu skipulagi, eigum við að bjóða fleiri Reykvíkingum að búa nálægt helstu atvinnu- og þjónustukjörnum. Með því styttum við vegalengdir, komum í veg fyrir að Framtíðar-Reykvíkingar þurfi að aka langar vegalengdir til vinnu og þar með kljúfa önnur hverfi. Því fleiri sem búa nálægt atvin-nukjörnunum, því fleiri munu ganga, hjóla eða taka strætó til vinnu.

Eitt grundvallaratriði í uppbyggingu borgar sem ríkir sátt um er að íbúar fái að hafa áhrif á hvernig skipulag hennar mótast. Þegar allt kemur til alls eru það íbúar sem byggja borgina og þeir eiga rétt á að hafa sitt að segja um framtíðarþróun hennar.Reykjavíkurborg hefur í auknum mæli hvatt til virkrar þátttöku íbúa þegar kemur að hugmyndavinnu og stefnumótun um skipulag borgarinnar. Fjölmargir opnir fundir hafa verið haldnir í hverfum borgarinnar þar sem borgar-fulltrúar hafa ráðfært sig við borgarbúa. Hugmyndaþing sem haldið var í Ráðhúsinu var liður í þeirri stefnu borgarinnar að virkja íbúalýðræði en það var gífurlega vel sótt og rætt var um allt milli himins og jarðar sem snéri að borgarmálum. úr þessum fundum komu um 1.500 athugsemdir og tillögur sem eru grunnur að því skipulagi sem senn lítur dagsins ljós. Í framhaldinu gátu íbúar farið inn á heimasíðuna www.adalskipulag.is og komið tillögum sínum á framfæri og þar má nú finna samantekt á því efni sem safnað var á fundunum.Margt fróðlegt og skemmtilegt hefur komið fram og greinilegt að íbúar hafa sterkar skoðanir á því hvernig þeir vilja sjá hverfin sín þróast. Sam-göngumál voru fyrirferðarmikil, íbúar vildu fá að ganga og hjóla meira í öruggu og hreinu umhverfi og sjá betra skipulag umferðarmála og umferð-armannvirkja. Það var greinilegt að útivist var þeim ofarlega í huga en fjölmargir nefndu að fjölga þyrfti skíðalyftum og sundlaugum, gera útivistarsvæðin meira aðlaðandi og byggja svæði sambærileg naut-hólsvíkinni við strendur á fleiri stöðum. Skýrslan Mitt hverfi – mín borg útlistar þær fjölmörgu hugmyndir sem komu fram á hverfisfundunum en meðal helstu niðurstaðna eru:

• Hverfiskjarnar verði í öllum hverfum sem byggist á grunnþjónustu, hverfisverslunum og mannlífi.

• Bæta umferð gangandi og hjólandi vegfarenda og gera hljólaleiðir að öruggum valkosti í samgöngukerfinu.

• Bæta græn svæði í hverfunum.

• Tengja betur saman íþrótta- og útivistarsvæði.

• Fjölga sundlaugum í borginni.

• Bæta aðgengi aldraðra að íþróttasvæðum.

• Almennt vilja íbúar lækka umferðarhraða í hverfunum.

• Huga að svæðum sem gætu hýst ýmiss konar útimarkaði og útileikhús.

• Fjölga skíðalyftum innan borgarmarkanna.

• Fjölga battavöllum í borginni.

• Opna „nýja” Nauthólsvík við Rauðavatn.

• Gera fjörur meira aðlaðandi sem útivistarsvæði.

• Hlúa betur að sögulegum stöðum í hverfunum.

• Bæta viðhald leikvalla.

• Stækka og fjölga skólagörðum .

• Víða vildu íbúar að svæðum þar sem hægt er að nota bílastæðakort íbúa yrði fjölgað.

• Margir nefndu léttlesta- eða neðanjarðarsamgöngur sem fýsilegan valkost í almenningssamgöngum.

• Loka Bústaðavegi og beina umferðinni út á Miklubraut til að minnka umferð um Bústaðahverfið og leysa umferðarhnúta á Reykjanesbraut.

• Tengja skólastarf og tómstundir betur saman.

• Bæta aðgengi fatlaðra að skólum.

• Bæta aðstöðu til útikennslu.

• Fjölga kaffihúsum, hverfisverslunum og matsölustöðum í ýmsum hverfum.

ÍBúAR OG AðALSKIPuLAG

„VIð EIGuM núnA uM ÞAð BIL 700 BÍLA Á HVERJA 1.000 ÍBúA, SEM ER nÁLæGT ÞVÍ Að VERA HEIMSMET. FLESTAR BoRGIR Í EVRÓPu ERu MEð Á BILInu 250-400 BÍLA Á 1.000 ÍBúA.“

Hugmyndir sem fram komu á fundunum

Page 42: Reykjavík 2010

42

reykjaVík KEPPIR uM TITILInn græna borgin Í EVRÓPu

Reykjavík sótti um útnefningu sem „Græna borgin í Evrópu“ (Green capital of Europe). Borgin hefur nú verið valin ein af sex borgum sem keppa til úrslita um titilinn fyrir árin 2012 og 2013. Það þykir mikill heiður að fá þennan stimpil og markmiðið er að styrkja borgina enn frekar í sessi sem eina fremstu borg í heiminum í umhverfismálum. umsókninni fylgdi mikil vinna, því tíunda þurfti alla hugsanlega umhverfisþætti frá gæðum vatnsins okkar til fjölda bíla á mann. Sterkustu punktar Reykjavíkur eru auðvitað þeir að öll húsin okkar eru hituð með endurnýjanlegri, hreinni, innlendri orku en flestar borgirnar í Evrópu þurfa að nota óendurnýjanlega orkugjafa svo sem kol og olíu. Veikustu punktar okkar Reykvíkinga eru samgöngumálin en bílarnir brenna auðvitað óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Með metnaðarfulltri áætlun borgarinnar um að fjölga fólki í strætó, leggja hjólastíganet um alla borg og skipta smám saman um orkugjafa í bílunum, munum við tryggja að við verðum enn grænni borg í framtíðinni.

Reykjavíkurborg hefur sannar-lega axlað mikla ábyrgð með því að halda uppi atvinnu og efna til mannaflsfrekra framkvæmda á meðan mesta efnahagslægðin gengur yfir. Enginn ágreiningur er uppi í borgarstjórn Reykjavíkur um mikilvægi atvinnu og fram-kvæmda og hafa Reykjavíkur-borg og dótturfélög hennar áætlað á árinu 2010 að ráðast í arðbærar og mannaflsfrekar framkvæmdir fyrir um 26 milljarða króna.  Til samanburðar má nefna að ríkisvaldið leggur aðeins fram um 10 milljarða á landsvísu. Staðreyndir sýna að Reykjavíkurborg hefur staðið mun öflugri vörð um atvinnu-ástand og framkvæmdastig í núverandi efnahags-umhverfi en ríkisvaldið.

ÖRYGGI ÍBúA OG LÍFSGæðI Í HVERFuNuM AuKIð. HÁMARKSHRAðI MInnKAðuR

Stór hluti af því að búa í góðri borg er að vita af öryggi barnanna sinna. Í hverfum borgarinnar er hámarkshraði á flestum götum 30 km/klst en götur með 50 km/klst hámarkshraða skera sums staðar í sundur skólahverfi eða svæði íþróttafélaga og gera það að verkum að foreldrar treysta sér ekki til að senda börn sín gangandi úr skóla í frístundir. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á dögunum einróma tillögu um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Með aðgerðunum er

ætlunin að fækka umferðarslysum og auka öryggi vegfarenda en borgaryfirvöldum hafa borist ítrekaðar óskir frá foreldrafélögum og íþróttafélögum um aðgerðir. Með þessum aðgerðum verður því komið til móts við þær óskir. Með lægri umferðarhraða skapast einnig betri skilyrði fyrir sjálfbær samfélög í hverfunum, þar sem fjölbreyttir ferðamátar fara saman og bílaumferð tekur tillit til þeirra sem gangandi eru eða hjólandi.

REYKJAVÍKuRBORG FRAMKVæMIR FYRIR 26 MILLJARðA ÁRIð 2010

Page 43: Reykjavík 2010

43

Vegna efnahagsástandsins hefur verið hægt á skipulagsfram-kvæmdum í borginni. Mikilvægt er þó að klára þau verkefni sem byrjað er á og er það stefna borgarinnar að halda áfram uppbyggingu nýrra íbúðahverfa sem þegar hefur verið ráðist í. Árið 2007 var fyrstu lóðum í einu nýjasta hverfi borgarinnar, úlfarsárdal, úthlutað og uppbygg-ing þar hafin. Sú vinna mun halda áfram. úlfarsárdalur mun byggjast upp sem 4.000 íbúða hverfi með

þremur skólahverfum og fjöl-breyttum þjónustukjarna og almenningsgarði við Leirtjörn efst í hverfinu. Áhersla verður lögð á sér-býli í stað fjölbýla og gott aðgengi bifreiða, gangandi vegfarenda og almenningssamgangna. Miðsvæðis tengist byggðin í Grafarholt en auk þess er góð tenging við íþrótta-svæðið í úlfarsárdal. Síðast en ekki síst stendur byggðin við víðáttu-mikið útivistarsvæði undir hlíðum úlfarsfells.

Atvinnurekendur voru meðal þeirra sem tóku þátt í hverfafundum um framtíðarskipulag borgarinnar. Sambýli grófs iðnaðar við aðra atvinnustarfsemi, svo ekki sé talað um íbúðarbyggð, hefur sjaldnast gengið vel og því hlutverk skipu-lagshöfunda að nýju aðalskipulagi að finna grófum iðnaði nýtt at-hafnasvæði. undirbúningur er þegar hafinn og er nú stefnt að því að grófur iðnaður flytjist í framtíðinni á nyrðri hluta Álfs-ness þar sem einnig verður gerður viðlegukantur og hafnaraðstaða fyrir þau fyrirtæki sem vilja koma sér þar fyrir. Við slíkar breytingar opnast ný tækifæri til uppbygging-ar og nýtingar lands. Höfðahverfið getur á næstu árum tekið miklum breytingum og er nú verið að móta nýtt rammaskipulag sem nær yfir Vogahverfið sunnan Kleppsmýrar-vegar og alla leið að Höfðabakka

og það stóra svæði skoðað með tilliti til þess að færa það úr hreinni atvinnubyggð yfir í blandaða byggð, íbúða og atvinnufyrirtækja. Sam-hliða því er verið að ljúka deili-skipulagsferli Hólmsheiðarsvæðis-ins sem er gríðarlega stórt atvinnu-svæði austan Rauðavatns til að skapa möguleika til uppbyggingar fyrir bæði lítil fyrirtæki og stór.ýmis önnur atvinnusvæði fela í sér mikil tækifæri til frekari þróunar og betri nýtingar. Skeifan, Örfirisey og Ármúli eru meðal slíkra svæða. og þá má ekki gleyma miðborgar-svæðinu þar sem margar góðar og spennandi hugmyndir voru langt komnar í skipulagsferlinu. Því miður hafa sumar þeirra verið lagðar á hilluna í bili vegna efnahags-ástandsins. ýmis áform eru þó enn um uppbyggingu í miðborginni.

uPPBYGGING FYRIR ELDRI BoRGARAMargar skemmtilegar áætlanir eru í kortunum um uppbyggingu fyrir eldri borgara. nú þegar er hafið skipulag og uppbygging á þjónustu og íbúðum fyrir aldraða í Spönginni þar sem einnig er gert ráð fyrir menningarmiðstöð sniðinni að þörfum og áhugamálum aldurshópsins. Við Gerðuberg í Breiðholti munu nýjar íbúðir fyrir aldraða rísa og tengjast menn-ingarmiðstöðinni og því fjölbreytta starfi sem þar fer fram. Auk þess er búið að samþykkja nýtt skipulag

í Suður-Mjódd þar sem íbúðum aldraðra, íþróttastarfsemi og atvinnuhúsnæði er blandað saman og við Sléttuveg er gert ráð fyrir blöndu af íbúðum fyrir aldraða, hjúkrunarheimili, náms-mannaíbúðum, sambýli og sérbýlum í nálægð við Fossvoginn. Ennfremur er vert að nefna að sem hluti af grænu skrefunum í Reykjavík er gert ráð fyrir bættu aðgengi aldraða að útiveru þar sem göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum komið þar fyrir.

áRTúNSHöFðI OG SKEIFAN Að BLAnDAðRI BYGGð?Tvö dæmi sem nefnd hafa verið um þéttingu byggðar eru að endur-hanna iðnaðar- og verslunarhverfin í Ártúnshöfða (norðan Ártúnsbrekku) og í Skeifunni. Í fyrra dæminu er um að ræða gríðarlega stórt svæði sem snýr út að hinum fagra Elliðaárvogi og hinum megin vogsins er hverfi sem þegar er byrjað að endurnýjast og íbúar að flytja inní. 5.000-7.000 Reykvíkingar geta búið við þessa fall-egu voga með góðu skipulagi. Íbúarnir

verða í frábærum tengslum við göngu og hjólreiðastígakerfi borgarinnar, fjöldi strætóleiða ekur Ártúnsbrekk-una og Miklubrautina á hverri klukkustund og uppbygging svæðisins kostar borgina margfalt minna en að brjóta ný lönd í austri. Austustu byggðirnar sleppa þá einnig við umferð þúsunda bíla í gegnum hverfin sín, sem væri raunin ef byggð væri austan megin við þau. Sama gildir um Skeifuna, sem getur gengið í endurnýjun lífdaga, með blandaðri byggð í tengslum við allar umfer-ðaræðar og útivistarsvæði á borð við Laugardalinn í næsta nágrenni. Byggðaþétting af þessu tagi eykur lífsgæði allra borgarbúa, færir aukið líf í borgina og gerir uppbygginguna ódýrari og skynsamlegri.

STóR ATVInnuSVæðI Í ÞRÓun

úLFARSÁRDALuR BYGGIST uPP  

Page 44: Reykjavík 2010

44

HVERT á BYGGðIn Að STEFnA? MÓTun SKIPuLAGSKOSTA TIL 2050

Á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið opnaður nýr vefur, Veldu þinn stað, þar sem sýnd eru á skýran hátt öll svæði í borginni sem eru í uppbyggingu. Á síðunni er hægt að skoða kort af borginni, sjá þrívíddamyndir, fá upplýsingar um ný byggingarsvæði og sjá hvar í skipulagsferlinu þau eru staðsett. Á síðunni er meðal annars að finna upplýsingar um Geldinganes, Spöng-ina og Höfðatorg. Markmið vefsíðunnar er að auðvelda borgarbúum að kynna sér ný íbúðasvæði og þær lóðir sem verður úthlutað á næstu árum og gera öll framtíðaráform aðgengilegri almenningi.

Búið er að móta þrjá kosti um þróun byggðar til ársins 2050, sem fela í sér ólíkar áherslur um þéttleika byggðar og landnotkun á lykilsvæðum eins og Vatnsmýri og við Örfirisey. Gert er ráð fyrir að alls þurfi að byggja um 30 þúsund íbúðir í Reykjavík til ársins 2050 (m.v. 0,78% íbúafjölgun á ári). um 15 þúsund íbúðir er mögulegt að byggja á þegar „ráðstöfuðum” svæðum og ýmsum reitum innan eldri byggðar. Finna þarf stað fyrir 15 þúsund íbúðir til viðbótar og koma þá til greina Vatnsmýri, landfyllingar við Örfirisey og svæði í útjaðrinum. Skipulagskostirnir þrír fela í sér mismunandi staðsetningu þeirra íbúða sem ekki rúmast á hinum „ráðstöfuðu” svæðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér skipulagskostina nánar er bent áwww.adalskipulag.is

• Skipulagskostur A leggur áherslu á uppbyggingu á þéttingarsvæðum eða allt að 75% af heildarþörf fyrir íbúðir.

• Í skipulagskosti C snýst þetta við og um 75% af heildarfjölda íbúða byggist upp í úthverfunum.

• Skipulagskostur B gerir hinsvegar ráð fyrir jafnvægi í framboði á þéttingarsvæðum og í úthverfum.

VELDu ÞInn STAð

Page 45: Reykjavík 2010

45

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Fyrri hluta kjörtímabilsins var ég formaður menntaráðs og nú er það formennska í skipulagsráði sem á hug minn.

Hvernig á reykjavíkurborg að bregðast við atvinnuleysinu?Við munum ekki hækka skatta. Það er mikilvægt framlag borgarinnar á þessum erfiðu tímum fyrir marga borgarbúa. Ég hef heyrt að sumir telji þessa fullyrðingu ekki trúverðuga í aðdraganda kosninga. Ég skil vel að sú umræða fari af stað, enda hræða sporin í þeim efnum og þarf ekki að leita langt til að sjá það. Þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar sýnir þó einmitt að skattar verða ekki hækkaðir og störf okkar á þessu kjörtímabili ættu að staðfesta það einnig.Á vettvangi skipulagsmála erum við að undirbúa endurreisnina með því að vera tilbúin með skipulagsáætlanir íbúða- og atvinnusvæða, þannig að ekki þurfi að bíða eftir þeirri vinnu þegar áhugi á uppbyggingu fer að glæðast. Við höfum skipulagt stórt atvinnusvæði

sem bíður og verður fullgert þegar atvinnulífið fer að taka við sér. Á sama tíma verðum við að vera skjót til og aðstoða þá sem til okkar leita. Við verðum að vera minnug þess að fjármagns- og rekstrarkostnaður er það hár að mörg fyrirtæki þola ekki bið. Hjá Faxaflóahöfnum höfum við opnað fyrir að smærri fyrirtæki geti komið með starfsemi sína niður að höfn í gömlu verbúðirnar til þess að efla nýsköpun og auðga mannlíf við gömlu höfnina. Við lánuðum ungu fólki sem stendur að Hugmyndahúsinu 2.500 fermetra skemmu sem stóð auð og nýtist nú með nýjum hætti. Sprotafyrirtæki þurfa vettvang til að þróa áfram áhugaverðar hugmyndir sem geta orðið arðbærar og verið drifkraftur uppbyggingar í framtíðinni.

Hver eru mikilvægstu verkefnin sem reykjavíkurborg stendur frammi fyrir í dag?Reykjavíkurborg, eins og þjóðin öll, stendur frammi fyrir tvíþættum vanda; að klára sig af grindahlaupinu en eiga þó nægt þrek eftir í langhlaupið. Stóra verkefnið er að halda uppi gæðum þjónustunnar

en hafa til þess minni peninga og slá ekki af þeim gæðum til lengri tíma án þess að reikna með að fjárhagslegt svigrúm borgarsjóðs aukist. Þetta samspil aðgerða til lengri og skemmtri tíma er flókið en mikilvægt í samhengi hlutanna. Ekkert er þó mikilvægara en vellíðan og menntun barna okkar. Rekstur skólanna og þó ekki síst gæði námsins og ánægja barnanna varða í raun alla með einhverjum hætti. Framtíð þessa lands og endurreisn úr öldudalnum byggist mikið á því hvernig skólaumhverfi við sköpum börnum okkar og hvað tekur síðan við þegar grunnskólanum lýkur. Við höfum lagt mikla áherslu á að sníða námsframboð þannig að það hæfi hverjum og einum og höfum farið margar nýjar leiðir að því marki. um leið er mikilvægt að auka fjölbreytni og val með því að stuðla að sjálfstæði skólanna og ýta undir að þeir vinni með sína sérstöðu.Skipulagsmálin taka til alls hins manngerða umhverfis. Það er því mikið undir, einkum í þeirri vinnu að setja saman nýja tillögu að aðalskipulagi fyrir borgina. Við erum að fjalla um það hvernig við

sjáum Reykjavíkurborg þróast til næstu fjörutíu ára og hvar við ætlum að finna um 30.000 íbúðum stað í borgarlandinu. Hversu mikið er heppilegt að þétta núverandi byggð og til hvaða átta á hún að þróast? Hvað með sjálfbærni, öryggi og lífsgæði? Til að leita svara við þessum spurningum og mörgum öðrum fórum við út í öll hverfi borgarinnar og spurðum opinna spurninga. úr þeirri vegferð komu 1.500 uppástungur sem endurspegluðu hug borgarbúa um ólík mál.

Fjölskyldustaða: Kvæntur, fjögurra barna faðir og tvöfaldur afi.

Menntun: Lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Stundaði söngnám í Bologna og Vínarborg.

Áhugamál: Samverustundir með fjölskyldunni, tónlist, skíðaferðir, göngutúrar og fornbílar.

„VIð MunuM ekki Hækka skatta. ÞAð ER MIKILVæGT framLag borgarinnar Á ÞESSuM ERFIðu TÍMuM FYRIR MARGA BoRGARBúA.”

júLíus VÍfiLL ingVarsson

Júlíus kynnir skipulagsmál á einum af fjölmörgum hverfafundum.

Verðlaun afhent í hugmyndasamkeppni faxaflóahafnar. frá opnun skákmóts í Ráðhúsinu.

Page 46: Reykjavík 2010

46

TóMSTuNDABorgin

1888Glímufélagið

Ármann stofnað.

1946Skíðasamband

Íslands stofnað.

1899Knattspyrnufélag

Reykjavíkur (KR) stofnað undir nafninu Fótboltafélag

Reykjavíkur þar sem orðið

knattspyrna var ekki til í íslensku

máli.

1867Skotfélag

Reykjavíkur, fyrsta íþróttafélag landsins, stofnað.

1911 Melavöllurinn

tekinn í notkun með vikulöngu

íþróttamóti ungmennafélags

Íslands. Þar var knattspyrnu-

völlur, hlaupabraut og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir.

1893Skautafélag Reykjavíkur

stofnað.

1925 Skáksamband

Íslands stofnað.

1912Íþróttasamband Íslands stofnað.

1912 Skátafélag Íslands

stofnað.

1912Fyrsta

Íslandsmótið í knattspyrnu var

sett með viðureign KR og Fram á

Melavellinum þann 28. júní. Leiknum

lauk með jafntefli, 1:1.

1946Ísland og Danmörk

léku fyrsta landsleik Íslands

í knattspyrnu í Reykjavík þann 17. júní. Danir höfðu

betur, 3:0.

TóMSTuNDABorgin

1860

1911. Stúlkur sýna æfingar á jafnvægisslá á Melavelli.1909 . Sundkennsla í sundlaugunum í Laugardal.

Page 47: Reykjavík 2010

47

1987 Reiðhöllin í Víðidal

opnuð.

1972„Einvígi

aldarinnar”, skákeinvígi Boris Spasskí og Bobby

Fischers, hefst í Reykjavík 11. júlí.

Fisher sigraði.

2002Egilshöllin í Grafarvogi

opnuð. Þar er knattspyrnusalur,

íþróttasalir, skautahöll og

skotæfingasvæði. Auk þess er

höllin notuð til tónleikahalds.

1959Laugardals-

völlurinn opnaður.

1967Fylkir var

stofnaður 28. maí 1967 og var kallaðKnattspyrnufélag Seláss og Árbæjar

fyrstu 3 árin.

1974Íþróttafélag

fatlaðra stofnað.

1998Yfirbyggð Skautahöll

Reykjavíkur tekin í notkun með landsleik Finnlands og

Kanada í íshokkí.

2005Hið árlega

Esjuhappdrætti hefst en dregið er úr nöfnum þeirra

sem setja nafn sitt og netfang

í gestabók Ferðafélagsins

við útsýnisskeifu Esjunnar.

1966Laugardalshöllin

tekin í notkun þann 6. desember.

2010

Reykvíkingar hafa löngum verið iðnir við að finna sér afþreyingu á ýmsum sviðum og stundað heilbrigða hreyfingu sér til skemmtunar og heilsubótar. Margt hefur þó breyst frá því að menntaskólanemar skemmtu sér á skautum á Tjörninni og knattspyrnu- og frjálsíþróttamót fóru fram á Melavellinum. Íþróttahús, íþróttavellir, skautahallir og önnur mannvirki, sem reist hafa verið í þágu íþróttastarfs og hreyfingar, hafa risið víðs vegar um borgina.Það ríkir engin kreppa í íþrótta- og tómstundamálum í Reykjavík og aðstaða til íþróttaiðkunar hefur aldrei verið glæsilegri. Áhersla hefur

verið lögð á að stuðla að heilbrigði almennings með því að tryggja einstaklingum á öllum aldri sem bestan aðgang að fjölbreytilegri íþróttaiðkun, alhliða líkamsrækt og uppbyggilegu frístundastarfi. Reykjavíkurborg á gott samstarf við þá fjölmörgu aðila sem sinna íþrótta- og félagsstarfi í borginni, ekki síst frjálsíþrótta- og æskulýðssamtökin . Með frístundakortinu niðurgreiðir borgin þátttökugjöld fyrir börn og unglinga í íþrótta, lista- og tómstundastarfi. um sjötíu íþróttafélög eru nú starfandi í borginni og 34 frístundaheimili eru rekin í tengslum við grunnskóla

borgarinnar. Auk þess starfrækir Reykjavíkurborg sjö sundlaugar en þær eru sannkallaðar heilsulindir hverfanna. Afrakstur þeirrar vinnu sem unnin hefur verið sýnir sig vel í því að þátttaka í starfi á vegum íþróttafélaga, æskulýðssamtaka, félagsmiðstöðva og frístundaheimila hefur aukist verulega á kjörtímabilinu og þá sérstaklega eftir að fjármálakreppan hófst. Sífellt fleiri stunda almenningsíþróttir sér til heilsubótar, gestum í sundlaugum borgarinnar hefur fjölgað og sama á við um líkamsræktarstöðvarnar og almenningshlaup. Framundan

er að efla aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar enn frekar. Battavellir verða lagðir við alla grunnskóla borgarinnar auk körfubolta- og leikjaaðstöðu, áframhaldandi stækkun íþróttasvæða er á dagskrá og mjög spennandi vinna er framundan. Auk þess verður áfram unnið að samþættingu skóla, frístundaheimila og íþróttafélaga og fjölbreytilegu frístunda- og félagsstarfi fyrir börn og ungmenni. Borgarbúar kjósa í auknum mæli heilbrigðan lífsstíl og í Reykjavík eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

1910 - 1940. Tveir menn leika golf. 1925. Þjóðverjum sýnd íslensk glíma á Austurvelli.

2007Reykjavíkurborg

kynnir Frístundakortið

fyrir tómstundaiðkun

barna og unglinga.

2009Skemmtigarður

opnaður í Gufunesi, en þar er boðið

uppá fjölbreytta afþreyingu,

m.a. strandblak, frisbígolf og

klifurturn.

Page 48: Reykjavík 2010

48

fjöLnirFjölnir er með aðstöðu í Egilshöll í Grafarvogi í íþróttamiðstöðinni að Dalhúsum í Grafarvogi.Þar er hægt að leggja stund á fjölda íþrótta. Íþróttirnar sem Fjölnir býður upp á eru knattspyrna, karfa, sund, fimleikar, handbolti, skák, frjálsar íþróttir, karate, tennis og taekwondo.

framFram sinnir Grafarholti og úlfarsárdal en þar verður á næstu árum byggð upp glæsileg íþróttaaðstaða. Þá er félagið einnig með aðstöðu í Safamýrinni. Auk þess að reka knattspyrnu-, handbolta-, skíða- og taekwondodeild er félagið með almenningsdeild sem stendur m.a. fyrir Esjugöngum og átaksnámskeiðum.

fyLkirFylkir var upphaflega kallað Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar en 1970 var nafninu breytt í Fylki. Hjá Fylki er hægt að leggja stund á karate, blak, fimleika, fótbolta og handbolta. Eldri borgurum býðst að fara í öldungablak. Á næstunni fá fimleika- og karatedeildir

félagsins nýja og glæsilega aðstöðu í svonefndu Mest húsi í norðlingaholti.

íþróttaféLag fatLaðraFélagið býður upp á margskonar íþróttir fyrir fatlaða. Má þar nefna boccia, bogfimi, borðtennis, frjálsar íþróttir, knattspyrnu, lyftingar og sund. Þó að mottó félagsins sé „að vera þáttakandi er stærsti sigurinn“ þá hafa meðlimir unnið marga sigra á stórmótum erlendis. Íþróttahúsið er í Hátúni 4.

íþróttaféLag reykjaVíkurBreiðhyltingar hafa úr mörgu að velja því hjá ÍR er hægt að leggja stund á frjálsar íþróttir, dans, júdó, körfubolta, handbolta, keilu, knattspyrnu, skíði og taekwondo. ÍR styður líka við bakið á íþróttafólki því þeir reka Magnúsarsjóð sem styrkir framtíðarafreksfólk.

knattsPyrnu-féLag reykjaVíkurHjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur í Vesturbænum er ekki aðeins hægt að stunda knattspyrnu. KR býður einnig upp á badminton, glímu, borðtennis, skák, sund, keilu, handbolta, körfuknattleik, pílukast og skíði.

umfkungmennafélag Kjalnesinga er eina félagið í Reykjavík sem býður upp á sérstaka deild fyrir klappstýrur. Bæði strákar og stelpur eru velkomin á æfingar því sterkir strákar eru oft undirstaða erfiðra æfinga. uMFK býður einnig upp á knattspyrnu, badminton, fimleika, keilu og sund.

VaLurFélagið er með aðstöðu við rætur Öskjuhlíðar en þar stunda ungir sem aldnir fótbolta, handbolta og körfubolta. Auk þess er þar starfræktur skokkhópur sem hittist þrisvar í viku við Hlíðarenda og skokkar saman.

VíkingurFjöldi fólks nýtir sér aðstöðu Víkings því auk þess að vera með íþróttasal hefur félagið einnig yfir að ráða veislusal, lyftingasal, karatesal og skíðaskála í Bláfjöllum. Hjá Víkingi í Fossvogi er hægt að leggja stund á borðtennis, handknattleik, karate, knattspyrnu, skíði og tennis.

þrótturÍþróttafélagið Þróttur er með aðstöðu í Laugardalnum. Hjá Þrótti býðst öllum að taka dómararéttindi sér að kostnaðarlausu. Auk þess býður félagið upp á æfingar í skák, krullu, tennis, blaki, fótbolta og handbolta.

LeiknirLeiknir hefur rekið íþróttafélag í Eftra-Breiðholti frá því 1973. Félagið var stofnað með það að markmiði að veita ungu fólki aðstöðu til að stunda knattspyrnu í göngufæri við heimili sín. Leiknir rekur eina deild, knattspyrnudeild, og er til húsa í Austurbergi 1. Leiknir heldur úti öflugu knattspyrnustarfi og þar er einnig hægt að stunda körfuknattleik.

gLímuféLagið ármannGlímufélagið Ármann hefur aðstöðu í Laugardalnum, m.a. Í nýlegu og glæsilegu fimleikahúsi. Auk fimleika, sinnir Ármann almenningsíþróttum, frjálsum íþróttum, glímu, júdó,

körfuknattleik, kraftlyftingum, lyftingum, sund, skíðum og taekwondo.

ÍÞRÓTTIR Í öLLuM HVERFuM

HVerfaíþróttaféLögin gegna stóru HLutVerki í Lífi reykVíkinga. auk þess sem þau sinna öfLugu barna- og ungLingastarfi þá bjóða féLögin oft uPP á íþróttaiðkun sérsniðna fyrir eLdri borgara, öfLugt féLagsstarf og ýmsar uPPákomur sem eru orðnar fastir Liðir Hjá íbúum borgarinnar. má þar tiL að mynda nefna þorrabLót og þrettándagLeði. þá geta aLLir reykVíkingar notið þess að fara á VöLLinn og finna fyrir sPennunni sem fyLgir þVí þegar andstæð Lið mætast. fLest bjóða féLögin einnig uPP á Leigu á aðstöðu, þannig að HVaða HóPar sem er geta fengið íþróttasaLi eða VeLLi tiL afnota gegn Vægu gjaLdi. Hér eru nokkur af íþróttaféLögum reykVíkinga.

Page 49: Reykjavík 2010

49

ÍþRóTTAAðSTAðA STÓRBATnAR VIð SKóLANA

HVAðA TÓMSTunDIR STuNDAR Þú OG AF HVERJu?

árni HeLgason (28 ÁRA)„Ég hef gaman af því að fara út að hlaupa og fara í körfubolta eða fótbolta. Það er líka gaman að fara með fjölskyldu og vinum og eyða hluta úr degi á þeim frábæru útivistarsvæðum sem eru í borginni.“

HaLLgerður H. þorsteinsdóttiR (17 ÁRA)„Ég stunda skák, því ég hef gífurlegan áhuga á henni og mér finnst hún einstaklega skemmtilegt.”

bryndís steinunn (34 ÁRA)„Ég stunda magadans og fer út að ganga. Mér finnst þetta svo gaman og þegar ég fór á mína fyrstu magadansæfingu kolféll ég fyrir dansinum.”

þorsteinn magnús söLVason (38 ÁRA)„Ég stunda lyftingar  hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Ég geri það vegna félagsskaparins og heilsunnar en svo hef ég líka mikinn áhuga á þessu.”

geir r. andersen(76 ÁRA)„Ég stunda líkamsrækt í World Class. Það geri ég til að halda við heilsunni og styrkja líkamann.”

HVar eru battaVeLLir?

• Austurbæjarskóli

• Laugarnesskóli

• Hlíðaskóli

• Álftamýrarskóli

• Langholtsskóli

• Réttarholtsskóli

• Ártúnsskóli

• Hólabrekkuskóli

• Breiðholtsskóli

• Seljaskóli

• Við Fylkisvöll

• Hamraskóli

• Rimaskóli

• Korpuskóli

• Sæmundarskóli

• Ingunnarskóli

• Á KR-svæðinu

Battavellir eru upphitaöir, afgirtir og upplýstir sparkvellir með gervigrasi. Slíkir vellir hafa að undanförnu sprottið upp vísvegar um borgina. Í dag er búið að koma fyrir völlum við 18 af 45 skólum borgarinnar en til stendur að allir grunnskólar í Reykjavík fái slíkan völl.Battavellirnir eru þó aðeins byrjunin, því til stendur að bæta körfubolta- og leikjaaðstöðu við alla skólana. Mikilvægur þáttur í því að efla hreyfingu ungmenna er að bæta aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar og eru battavellirnir frábært dæmi um það hvernig bæta má bæði umhverfi barna í skólunum og stuðla að aukinni hreyfingu. Vellirnir eru gríðarlega vinsælir á meðal ungmenna en þeir eru einnig algengir í Evrópu.

Page 50: Reykjavík 2010

50

Reykjavíkurborg hefur gert þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamning við 25 íþróttafélög og æskulýðs-samtök í Reykjavík sem mun tryggja borgarbúum enn öflugra íþrótta- og tómstundastarf. Samningarnir kveða á um hlutverk og skyldur félaganna gagnvart borgarbúum og borgaryfirvöldum og samstarf Reykjavíkurborgar við félögin. Þar kemur m.a. fram stuðningur Reykjavíkurborgar vegna þjónustu félaganna við borgarbúa, húsaleigu- og æfingastyrkja, styrkja vegna íþróttafulltrúa og starfsmanna, styrki vegna fasteignaskatta, bygg-ingastyrkja og sumarnámskeiða. Með þessu er stefnt að því að skapa félögunum sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir íbúum fyrsta flokks þjónustu, bæði í þjálfun barna, unglinga og afreks-fólks og þjónustu vegna almenn-ingsíþrótta og félagsstarfs. Með þessu eru íþrótta- og tómstundamál borgarinnar komin í mun fastari skorður, heilsu og félagslífi borgar-anna til heilla.

FRÍSTunDAKoRT FYRIR ÖLL BÖRn Öll börn í Reykjavík eiga í dag rétt á svokölluðu Frístundakorti, sem er ávísun á styrk til barna og ung-menna sem nota má til að greiða að hluta fyrir þátttöku í skipulögðu æskulýðs-, tómstunda-, menn-ingar- og íþróttastarfi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélög-unum. upphæðin var hækkuð úr 12.000 krónum upp í 25.000 kr á ári 2008.Meginmarkmið með Frístunda-kortinu er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum

aðstæðum. Tilkoma Frístundakort-sins er sannarlega bylting í íþrótta- og æskulýðsmálum í borginni. Með því gefst öllum börnum í borginni, 6 til 18 ára, kostur á að stunda íþróttir, listnámskeið eða aðra viðurkennda frístunda-starfsemi á eigin forsendum og óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið eykur því þátttöku í hollri og uppbyggilegri frístundaiðju og stuðlar að fjölbreyttum tækifærum, enda úr nógu að velja, eins og lesa má á síðum þessa blaðs. Öll skráning og umsýsla Frístundakortsins fer fram með rafrænum hætti á www.reykjavik.is.

MEST-HúSIð KEMST TIL GÓðRA noTAMest-húsið svonefnda, sem áður hýsti Steypustöðina Mest, verður nýtt undir íþrótta- og frístundastarf fyrir börn og unglinga í norðlinga-holti og austurhluta borgarinnar. Þannig verður bætt úr skorti á aðstöðu félags- og tómstundastarfs fyrir börnin í hverfinu. Með afnotum af Mest-húsinu verður einnig hægt að stórbæta aðstöðu íþróttafélagsins Fylkis fyrir fimleika og aðrar inniíþróttir en þröngt hefur verið um alla starfsemi í íþróttahúsi félagsins til þessa og hefur það þurft að fella niður flokka og vísa

iðkendum frá. Í húsinu verður einnig rekið frístundaheimili og félagsmiðstöð frá og með næsta hausti. Einnig verður lögð meiri áhersla á aukið samstarf á milli ÍTR og Fylkis þar sem íþrótta- og félags-starf þykir sérstaklega mikilvægt fyrir uppbyggingu nýrra hverfa líkt og norðlingaholts. Það er því ánægjulegt að hægt sé að koma til móts við óskir íbúa í þessum hverfum og tryggja þeim og börnum þeirra nauðsynlega íþrótta- og félagsaðstöðu en bæði hverfisráð Árbæjar og íbúasamtök norðlingaholts hafa hvatt borgar-yfirvöld til að bæta úr aðstöðuleysi fyrir börnin í hverfinu.

Frístundasamgöngur er verkefni, sem ætlað er að tengja saman grunnskóla og helstu íþrótta- og tómstundasvæði í hverfum borgarinnar. Sumstaðar er aðeins stuttur gangur úr grunnskóla á svæði íþróttafélags eða tónlistar-skóla viðkomandi hverfis en annars staðar er lengra að fara. Íþróttafélög njóta nú styrkja frá borginni til að

sækja börn út í grunnskólana og aka þeim á íþróttaæfingar. Einnig er verið að skoða möguleika á að gera lagfæringar á strætisvagnaleiðum innan hverfa með það að markmiði að þær þjóni betur íþróttastarfi, tónlistarnámi og öðru viðurkenndu frístunda- og æskulýðstarfi, sem í boði er víðs vegar um borgina. Slíkum frístundasamgöngum er

ætlað að spara tíma og fjármuniborgarbúa með því að koma í veg fyrir að foreldrar þurfi að hverfa úr vinnu til að skutla börnum sínum milli skóla, heimilis og tómstundaiðkunar. Átakið hefur nú þegar skilað árangri en ljóst er að betra fyrirkomulag þessara mála mun einnig auka umferðaröryggi og draga úr umferð.

MInnKuM SKuTLIð MEð FRÍSTunDAR SAMGÖnGuM

ÍBúAR Fá FYRSTA FLoKKSÞJÓnuSTu

Page 51: Reykjavík 2010

51

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?nærtækast eru þau mál sem ég hrærist í frá degi til dags, þ.e fjölskyldumálin. Ég vil að borgarbúar séu ánægðir með sína borg og séu sáttir og líði vel að búa í Reykjavík. Íþrótta-, mennta- og æskulýðsmál standa mér einnig nærri. Ég vil sjá breytingar í menntamálum þar sem stuðlað er m.a. að aukinni hreyfingu barna og að betur sé tekið á næringu þeirra í skólum.Mér finnst auk þess mikilvægt að styrkja hvert hverfi fyrir sig enn frekar, þannig að fólk þurfi ekki að leita langt eftir þjónustu, hvort sem um er að ræða íþróttir, verslun, skóla eða tómstundamál. Að í hverju hverfi sé í raun allt til alls.Sömuleiðis er brýnt að huga að atvinnumálum í borginni því það er auðvitað áhyggjuefni að um 10% Reykvíkinga eru án atvinnu í dag.

Hvað finnst þér að borgin eigi aðgera í atvinnumálum?Ég vil að borgin haldi áfram að

stuðla að fleiri atvinnuskapandi tækifærum. Við erum í mikilli samkeppni við sveitarfélögin í kring. Á þarsíðasta kjörtímabili misstum við stór fyrirtæki úr borginni, hugsanlega vegna skorts á lóðum og við höfum einnig verið að missa fólk úr borginni. Ég tel mikilvægt að við reynum að snúa þessari þróun við með því að skapa enn betra og áhugaverðara rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Hvernig sérðu reykjavík semútivistarborg?útivist er klárlega í mikilli sókn í borginni. Það er mikil vakning í gangi varðandi heilsueflingu og betri lífsstíl og fólk finnur sér þannfarveg sem hentar þeim best. Það er mikilvægt að við sköpum vettvang fyrir aukna útivist og að fólk þurfi ekki að fara langt til að sækja hana. Við erum með fína staði innan borgarmarkanna. Þar má nefna nýtingu á Hljómskálagarðinum, Gufunesið, Heiðmörkina,

Öskjuhlíðina og nauthólsvíkina. Við eigum að leita allra leiða til að bæta nýtingu þessara svæða sem og fjölga grænum svæðum þar sem fólk getur notið sín.

Hvert á að vera hlutverkreykjavíkurborgar í að stuðla aðhreyfingu borgarbúa?Að stuðla að aukinni hreyfingu borgarbúa með bættri aðstöðu, fjölgun svæða þar sem stunda má hreyfingu sem og hvetjandi úrræða svo sem frístundakortsins en það stuðlar að því að krakkar og unglingar fari í einhverskonar hreyfingu. Við eigum að gera þetta þannig úr garði að allir finni þörfina fyrir að hreyfa sig. Það þarf líka að taka alla hreyfingu í gegn í skólunum. Fjöldi hreyfistunda í skólum er sá hinn sami og fyrir 40 árum sem er allt of lítið. Hún er bara tvisvar til þrisvar í viku á meðan leikskólakrakkarnir hreyfa sig á hverjum einasta degi í mun lengri tíma. Allar mælingar sýna að við erum að lenda í

vandamálum með offitu barna á fyrstu grunnskólaárunum og því finnst mér að borgin þurfi að gera það sem í hennar valdi stendur. Eitt stærsta heilsufarsvandamálið er hreyfingarleysi og slæm næring. Ég tel að ef Reykjavíkurborg vinnur meira í þeim málum þá verði það stór þáttur í því að gera Reykjavík enn meira aðlaðandi borg til að búa í. Það eru jú þegar upp er staðið, börnin sem skipta okkur mestu máli.

Fjölskyldustaða: Í sambúð með fimm börn á öllum aldri.

Menntun: MBA frá Háskóla Íslands.

Áhugamál: Íþróttir og fjölskyldumál.

„ALLAR MæLInGAR SýnA Að VIð ERuM Að LEnDA Í VAnDAMÁLuM MEð offitu barna Á FYRSTu GRunnSKÓLAÁRunuM. ÉG TEL Að reykjaVíkurborg eigi að Vinna meira í þessum máLum”

geir sVeinsson

geir var atvinnumaður í handbolta í mörg ár.

fjölskyldan á góðri stundu. Í prófkjörinu í janúar.

Page 52: Reykjavík 2010

52

áLfsnesÁ Álfsnesi í kollafirði er bæði æfingasvæði skotfélags reykjavíkur og vélhjólamanna. Skotsvæðið er opið öllum og þurfa gestir einungis að greiða æfingagjöld. Þá er einnig boðið uppá mismunandi námskeið, meðal annars í skotfimi fyrir verðandi hreindýraskyttur. Vélhjólamenn geta skemmt sér á akstursbrautinni sem er sniðin fyrir mótókrosshjól og fjórhjól.

fossVogsdaLurFossvogsdalur er um 2,5 km langur dalur, tilvalinn til útiveru. Á veturna er dalurinn vinsæll skíðagöngustaður og í austurhlutanum er sleðabrekka. Á sumrin eru stígarnir mikið notaðir af skokkurum og fólki á skemmtigöngu, enda er sérlega kyrrlátt og veðursælt í dalnum.

nautHóLsVíkylströndin í nauthólsvík sem var opnuð árið 2000 á enga sína líka. Á sólríkum sumardögum er ylströndin þakin fólki sem nýtur þess að sóla sig í góða veðrinu og synda í upphituðum sjónum. Á veturna er stundað sjósund á mánudögum og miðvikudögum en þá er baðaðstaðan opin almenningi sem og heiti potturinn, gestum að kostnaðarlausu. nóg annað er í boði í nauthólsvík en siglingaklúbburinn siglunes býður uppá siglinganámskeið fyrir börn og unglinga, auk sjókajaka- og bátaleigu.

rauðaVatnRauðavatn er stöðuvatn norðan við elliðavatn og vinsælt útivistarsvæði á jaðri borgarmarkanna. Þar hefur farið fram mikil skógrækt og skemmtilegt að fara í gönguferðir umhverfis vatnið og nánasta umhverfi, til að mynda í átt að Hólmsheiði. Á veturna er Rauðavatn skafið svo að hægt sé að skella sér á skauta þegar vel viðrar.

ViðeyÍ Viðey er ekki einungis fuglalíf, gönguleiðir og merkar söguminjar. Á sumrin er mikið líf í eynni þar sem gestir geta meðal annars farið á hestbak, í fjársjóðsleit og stundað jóga úti í náttúrunni. Í Viðeyjarstofu, sem er fyrsta steinhúsið sem byggt var á Íslandi, reist árin 1953-55, er veitingahús og kirkjan þar við hlið er sú næstelsta á landinu. nýjasta listaverkið á eynni er friðarsúla yoko ono sem var afhjúpuð á afmælisdegi johns Lennons, þann 9. október árið 2007 og lýsir upp himininn í tvo mánuði á hverju ári.

úTIVISTARSVæðI Í REYKJAVÍK

LaugardaLurinnÁ Íþrótta- og útivistarsvæðinu í Laugardal er boðið uppá fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Þar eru merktar hlaupabrautir, púttvöllur, körfubolta- tennis- og veggboltavellir, skautahöll og tjaldsvæði og þar er að sjálfsögðu Laugardalslaugin, stærsta sundlaug landsins. Í Laugardalnum er einnig fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og grasagarðurinn. Allt er þetta opið almenningi allan ársins hring.

öskjuHLíðÍ Öskjuhlíð er auðvelt að eyða heilum degi í að villast um hlíðarnar, slappa af í fallegum rjóðrum og fela sig inni í skóginum. Eitt helsta aðdráttarafl Öskjuhlíðar er Perlan sem var opnuð árið 1991, enda er útsýnispallurinn einn sá besti í borginni. gervigoshverinn strókur hefur enn aukið vinsældir svæðisins, sérstaklega meðal ferðamanna. sléttir steinklettar í hlíðunum eru náttúrulegir klifurveggir sem hafa verið notaðir af klifrurum frá 1978.

Page 53: Reykjavík 2010

53

bLáfjöLLBláfjöll eru stærsta skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins. Þar eru 14 lyftur, þar af 3 stólalyftur og merktar gönguleiðir fyrir gönguskíði. um helgar er boðið uppá fría skíðakennslu fyrir byrjendur og ódýra brettakennslu.

eLLiðaárdaLurinnElliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Dalurinn liggur á milli elliðavogs og elliðavatns og renna elliðaárnar þar í gegn. Í Elliðaárdal eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir og nýlega var lagður þriggja kílómetra langur fræðslustígur þar sem lesa má ýmsan fróðleik um jarðfræði dalsins og þær sögulegu minjar sem þar eru.

esjan Eitt af fegurstu einkennum höfuðborgarsvæðisins er Esjan, fjall sem flestir borgarbúar hafa klifið að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Fjallið stendur við kjalarnes og er um 900 metra hátt. göngugarpar geta valið um fjölmargar gönguleiðir, allt frá vel merktri 8 km gönguleið á þverfellshorn til lengri og meira krefjandi fjallgönguleiða. Gangan á móskarðshnjúka er til að mynda sérstaklega falleg gönguleið með stórkostlegu útsýni. Eftir gönguna er svo hægt að fá sér hressingu í kaffihúsinu esjustofu.

gufunes Í Gufunesi er boðið uppá fjölbreytta útivistarstarfsemi. Þar er búið að byggja upp glæsilega útivistarmiðstöð, 12 metra háan klifurturn, strandablaksvöll, hjólabrettaaðstöðu og völl fyrir frisbígolf. Þar er einnig grillaðstaða með stóru kolagrilli fyrir þá sem vilja njóta útiverunnar. Á veturna, þegar nægur snjór er í borginni, er skíðabrekka við dalhús með toglyftu opin almenningi.

HeiðmörkHeiðmörk fagnar 60 ára afmæli sínu sem skógræktar- og friðland á þessu ári og verður af því tilefni boðið uppá dagskrá í allt sumar. Heiðmörk er 3.000 ha að stærð og er því stærsta útivistarsvæði reykjavíkur. Búið er að leggja fjölmarga göngustíga og skíðagöngubrautir svo hægt er að fara í gönguerðir um svæðið, tína ber og sveppi, spila blak eða fótbolta og grilla á yfirbyggðu grillsvæði á meðan börnin leika sér í leiktækjunum. Í Heiðmörk er einnig tjaldstæði. nánari upplýsingar með korti af mismunandi áningarstöðum eru á heimasíðu Heiðmerkur.

HengiLssVæðiðHengilssvæðið er háhitasvæði í kringum fjallið Hengil sem er að mestu opið almenningi. Svæðið er vinælt meðal útivistarfólks, enda skartar það fallegri náttúru og göngustígum sem eru um 140 km að lengd. Stígarnir eru vel merktir og við þá eru skilti með fróðleik um svæðið, meðal annars orkujarðfræði og Hellisheiðarvirkjun.

skáLafeLLÁ skíðasvæðinu í Skálafelli eru 5 lyftur, þar á meðal lengsta stólalyfta landsins og gönguleiðir fyrir skíðagöngur. Þar hefur verið lögð sérstök áhersla á að sinna brettafólki með byggingu brettagarða.

Hlíðar Esjunnar eru til margs nýtar. Fjallið er ekki einungis eitt fegursta útivistarsvæði borgarinnar með útsýni til allra átta, heldur er gangan holl útivera og góð hreyfing sem styrkir líkamann. Flest okkar leggja í fjallgöngu upp Esjuna með nesti í bakpokanum sem snætt er í rólegheitunum þegar á toppinn er komið, enda fæturnir búnir að vinna fyrir örlítilli hvíld. Þeir allra hörðustu hafa þó lítinn tíma fyrir slíkt. Þeir skella sér í hlaupaskóna og nota fjallið sem tilbreytingu frá hinum venjulegu hlaupaleiðum borgarinnar. Jóhann Gísli Sigurðsson er einn þeirra fjölmörgu hlaupara sem leika sér að því að skokka upp Esjuna í hverri viku. Jóhann áætlar að um 100 manns stundi Esjuhlaup reglulega til að halda sér í formi og æfa líkamann fyrir fjallahlaup. „Ég byrjaði að stunda Esjuhlaup vorið 2008 þegar ég var að æfa mig fyrir Laugavegshlaupið. Það hefur verið aukning í hlaupinu og margir sem nota Esjuna sem æfingasvæði. Ég fer í öllum veðrum og hleyp oftast einu sinni í viku.” Jóhann segist sáttur við Reykjavík sem útivistarborg: „Ég bjó í Kanada og það kom mér á óvart hvað það eru margir góðir stígar og leiðir til að stunda útivist í Reykjavík.“

fAgNAR feRtUgsAfMæLiNU Með ListAhÁtÍð

>> Opin svæði í Reykjavík eru 5.600.000 fm. 

JÓHAnn GÍSLI SIGuRðSSon HLEYPuR uPP ESJunA

Page 54: Reykjavík 2010

54

Síðastliðin ár hefur verið unnið ötul-lega að því að efla skáklistina í Rey-kjavík og afrakstur þess starfs var stofnun Skákakademíu Reykjavíkur. Tilurð stofnunarinnar var sú að nokkrir skólar í Reykjavík höfðu lagt áherslu á skák í sinni kennslu og sá agi og einbeiting sem fylgdi skákinni sýndi sig í því að börnin áttu auðveldara með að fóta sig í námi. Skákakademía Reykjavíkur hefur það að markmiði að auka áhuga fyrir skáklistinni og kenna nemendum í grunnskólum og jafnvel í leikskólum að tefla. Auk þes stendur akademían fyrir sumarnámskeiðum og árlegri skákhátíð í Reykjavík.

MEIRA LÍF Í EGILSHöLLÁkveðið hefur verið að ganga til samninga um aukin afnot af Egilshöll, bæði fyrir íþróttafélögin í nágrenninu og fyrir frístundastarf ÍTR í þágu fatlaðra barna og ung-menna. Einnig verður lóðin umhverfis íþróttahöllina loks lagfærð, verkefni sem mörgum þykir löngu tímabært að ráðast í. Með þessu er ætlað að tryggja áfram öflugt íþróttastarf í höllinni og auka barna- og unglingastarf í hverfinu og mun ungviðið nú geta stundað fótboltaæfingar, iðkað skauta, fimleika og frjálsar íþróttir við kjöraðstæður.Íþróttafélaginu Fjölni verður tryggð framtíðaraðstaða í og við Egilshöll og fær félagið afnot af gervigras-velli, battavöllum og tennisvöll-um við íþróttahöllina. Þetta þýðir að Fjölnir getur nú látið af fyrri áformum um uppbyggingu á kost-naðarsömu íþróttamannvirki í hver-finu. Frístundaheimili fyrir fötluð börn og ungmenni úr Grafarvogi og nágrenni hefur jafnframt verið flutt í Egilshöll.

REYKJAVÍK SKÁKHÖFuðBoRG HEIMSInS

Hilmar Guðlaugsson er Grafarvogs-búi, múrari og formaður Korpúlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi. Korpúlfar er eitt öflugasta félag eldri borgara í Reykjavík en það var stofnað árið 1998 að frumkvæði tíu starfsfélaga. Í dag eru félag-arnir 370 og starfsemin blómstrar. „Við erum með starfsemi alla virka daga,“ segir Hilmar. „ Við förum í sundleikfimi, höldum spilakvöld og erum með gönguhóp en þessi starfsemi er orðinn fastur punktur í lífi margra. „Auk þess rekum við listasmiðju tvisvar í viku þar sem bæði er aðstaða til vinnslu úr gleri og til tréskurðar.“ Félagið stendur einnig fyrir ýmsum öðrum uppákomum eins og leikhús-

ferðum, jólahlaðborðum og árlega er farið í nokkurra daga ferð, ýmist innanlands eða utan. „Við höfum farið einu sinni á ári í stóra ferð til útlanda en I í fyrra sóttum við landið heim og fórum í fimm daga ferð á Vestfirði. Í ár ætlum við að fara í fimm daga ferð á Austfirði.“ Það er því óhætt að segja að félagar í Korpúlfi hafi úr nógu að velja. „Samheldnin er galdurinn á bakvið félagsstarfið en fólk tekur þátt í því að lífi og sál,“ segir Hilmar aðspurður um velgengni félagsins.Reykjavíkurborg er að reisa þjónustukjarna í Spönginni og hefur Korpúlfur fengið aðstöðu í menn-ingarmiðstöðinni. Félagið mun þá einnig sjá um félagsstarf fyrir

þjónustukjarnann og hverfið. „Borgin hefur stutt mjög vel við bakið á okkur en hún hefur gert okkur kleift að reka svo öflug samtök. Vil ég sérstaklega nefna hverfamiðstöðina í Miðgarði en þau hafa reynst okkur mjög vel.“ Reykjavíkurborg hefur styrkt starfsemina með fjárframlagi sem notað er í leigu á húsnæði og starfs-manni í hálfu starfi. Aðspurður segir Hilmar að það sé mjög mikilvægt fyrir fólkið að geta tekið þátt í slíku starfi. „Ég tel að þátttakan hreinlega lengi lífið.“ segir Hilmar að lokum.

öFLuG SAMTöKELDRI BoRGARA Í GRAFARVoGI

Page 55: Reykjavík 2010

55

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Ég er formaður menntaráðs og Íþrótta- og tómstundaráðs og eru þessir málaflokkar því skiljanlega efst á baugi hjá mér en orkumál og umferðarmál eru mér einnig ofarlega í huga. Á kjörtímabilinu hef ég lagt mikla áherslu á samþættingu skóla- og frístundastarfs og koma þannig á samfelldum skóladegi barna í Reykjavík. Þetta höfum við gert með frekari samvinnu margra aðila þar sem nám og kennsla, hvíld og tómstundir, íþróttaiðkun, frístundaheimili, tónlistarnám og fleira vinnur saman. Ég er mjög ánægður með að tekist hefur að eyða biðliðstum fyrir frístundaheimili sem 6-9 ára börn sækja að loknum skóladegi og er það í fyrsta sinn sem það hefur tekist frá opnun þeirra árið 2002. Í menntamálum hefur megináhersla verið lögð á að láta

gæði kennslunnar haldast þrátt fyrir fjármálakreppu og mikla hagræðingu. Ég tel að það hafi tekist vel sem sést m.a. á því að ánægja foreldra með skólastarf í Reykjavík hefur aukist. Þá hefur þátttaka í starfi íþróttafélaga og í almenningsíþróttum aukist verulega á síðastliðnum misserum sem er auðvitað einnig ánægjulegt.

Hvernig var staðið að þessari hagræðingarvinnu?Allur rekstur Menntasviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar var endurskoðaður en til þessara sviða er samtals varið um 23 milljörðum króna sem er nálægt helmingi af útsvarstekjum borgarinnar. Mikil áhersla er lögð á að virkja sem flesta borgarstarfsmenn í þessari vinnu og með samstilltu átaki hefur tekist að ná miklum árangri í sparnaði og hagræðingu.

Hvernig getur borgin hjálpað okkur út úr kreppunni?Virkjun þeirra krafta, sem býr í borgarbúum og samtökum þeirra sem og í atvinnulífinu, er besta leiðin til að bæta lífskjör og skapa fjölda nýrra og varanlegra starfa. Auðvelda leiðin hefði verið að hækka skatta og gjöld á borgarbúa eins og vinstri flokkarnir vilja en núverandi borgarstjórnarmeirihluti ákvað að fara ekki þá leið. Þannig gefum við einstaklingum og fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm, enda hygg ég að Reykvíkingar þurfi ekki fleiri skattahækkanir eftir gjörðir ríkisstjórnarinnar á því sviði. Þá má ekki gleyma því að borgin stendur fyrir gífurlegum verkefnum og mun á þessu ári framkvæma fyrir mun hærri fjárhæðir en sjálft ríkið. Á árinu verða t.d. settir tveir milljarðar króna í skólabyggingar í Reykjavík, bæði nýbyggingar og viðhald. orkuveitan er auk þess í

miklum framkvæmdum á Hellisheiði og þaðan fáum við orku, atvinnu og arð til lengri tíma litið.

Hver er stefna borgarinnar í að efla íþróttaiðkun meðal borgarbúa?Að skapa Reykvíkingum sem best skilyrði til hreyfingar, hvort sem er á eigin spýtur eða með skipulagðri íþróttastarfsemi.

Fjölskyldustaða: Býr í Vestur-bænum með konu og þremur börnum.

Menntun: Stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Áhugamál: Starfið og samvera með fjölskyldunni.

„VIð ERuM Að BúA TIL samfeLLdan skóLadag ÞAR SEM nám oG kennsLa, HVíLd oG tómstundir, íþróttaiðkun oG frístundaHeimiLi, tónListarnám oG FLEIRA VInnuR SAMAn.”

kjartan magnússon

samstarfsyfirlýsing um eflingu forvarna í Reykjavík.

síðastliðið haust dreifðu borgaryfirvöld samtals fimm þúsund endurskins- vestum til allra barna í þremur yngstu bekkjum í grunnskólum borgarinnar.

Vígsla sparkvallar við öldugötu í júní 2009.

Page 56: Reykjavík 2010

56

1900 - 1920. Menn vinna við að binda inn bækur. 1913 - 1914. Stúlkur í matreiðslukennslu í Barnaskólanum.

þEKKINGARBorginþEKKINGARBorgin

1775Hólavallaskóli eða Reykjavíkurskóli stofnaður. um 30 sveinar stunduðu þar nám. Bækur voru af skornum

skammti og stundum voru allt að átta nemendur

um hverja bók.

1804Veturinn 1804-1805 var enginn opinber skóli á Íslandi þar sem

flutningar stóðu yfir á Hólavalla-skóla til Bessa-

staða.

1911 Háskóli Íslands

stofnaður á aldar-afmæli Jóns

Sigurðssonar, 17. júní. Skólinn

var fyrst til húsa í Alþingishúsinu.

Fyrsta árið stunduðu 45

nemendur nám við skólann, saman-

borið við 14 þúsund árið 2008-2009.

1846Lærði skólinn (nú Menntaskólinn í

Reykjavík) settur 1. október.

Húsnæðið var á þeim tíma það

stærsta á landinu.

1874 Prestaskóli stofnaður í Reykjavík. .

1818 Fyrsti vísir íslensks

þjóðbókasafns, Landsbókasafn Íslands, varð til.

1904 Dóttir Bríetar Bjarnfreðins-dóttur, Laufey

Valdimarsdóttir, settist fyrst

kvenna á skólabekk í

Menntaskólanum í Reykjavík.

1874Kvennaskólinn í

Reykjavík tekur til starfa. Árið 1977 fengu drengir að stunda nám við

skólann.

1876 Læknaskólinn

stofnaður í Reykjavík.

1907Kennaraháskólinn

stofnaður. Árið 2008 sameinaðist

skólinn menntasviði

Háskóla Íslands.

1915 Stýrimannaskólinn

í Reykjavík stofnaður. Árið

2003 sameinuðust skólinn og

Vélskóli Íslands undir heitinu

Fjöltækniskólinn.

1770

Page 57: Reykjavík 2010

57

1913 - 1914. Kennslustund í Barnaskólanum. 1915. Gullfoss fyrsta skip Eimskipafélags Íslands kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn.

1980Tónlistarskóli F.Í.H. tekur formlega til

starfa.

1994Þjóðarbókhlaðan opnuð almenningi

1. desember.

19427. febrúar hefst

kennsla við Hússtjórnar-

skólann í Reykjavík.

1999Listaháskólinn tekur til starfa.

2009 Verkefninu

„Völundarverk“ hrint af stað.

1994Stjórn nýsköpun-

arsjóðs tekur til starfa en síðan þá

hefur sjóðurinn fjárfest í fjölmörg-

um nýsköp-unarfyrirtækjum,

meðal annars Latabæ, nikita,

Dohop, Primex og Íshestum.

2005Háskólinn í

Reykjavík og Tækniháskóli

Íslands sameinast.

1998 Háskólinn í

Reykjavík var settur þann 4.

september undir nafninu Viðskipta-

háskólinn í Reykjavík.

2009 Hugmyndahús

háskólanna, frumkvöðlasetur

Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla

Íslands, stofnað.

2000Íslensku þekkingar-verðlaunin afhent í fyrsta sinn og var það Íslensk erfða-greining sem hlaut verðlaunin. Síðan þá hafa Marel, KB

banki, Actavis, Íslandsbanki,

Össur, Fjarðarkaup, Pharmaco og CCP

fengið viður-kenninguna.

2010

undanfarinn áratug hefur orðið gríðarmikil uppbygging menntunar á öllum stigum, ekki síst háskólastiginu. ungt fólk hefur í auknum mæli sótt í fjölbreytta menntun á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sett mark sitt á borgina. nú er mikilvægt að halda áfram á þeim trausta grunni sem búinn hefur verið með það að leiðarljósi að skapa góð og fjölbreytt atvinnutækifæri á grundvelli þekkingar borgarbúa.Reykjavík er á góðri leið með að verða í senn öflug og spennandi þekkingarborg sem laðar til sín fólk, fyrirtæki og fjármagn. Í Reykjavík

hefur nú þegar myndast líflegt háskólasamfélag í Vatnsmýrinni sem tekur stöðugt á sig skýrari mynd Listaháskólinn hefur blómstrað undanfarin ár, tækni- og iðnmenntun hefur einnig sótt í sig veðrið og svo mætti áfram telja. nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafa einnig vaxið og dafnað á öllum sviðum. Þá eru hér starfandi fjölmargir aðilar sem ýta undir þessa starfsemi og hefur frumkvæði ungs fólks og nýrra aðila að slíkri stuðningsþjónustu verið sérstaklega eftirtektarvert. Þar má meðal annars nefna Hönnunarmiðstöð Íslands,

nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið Innovit, Toppstöðina og Klak, að ógleymdu Hugmyndahúsi háskólanna og nýsköpunarmiðstöð Íslands.Sú þekkingarborg sem við viljum skapa í Reykjavík er einmitt slík borg fjölbreyttrar menntunar og atvinnulífs sem grundvallast á tækifærum og athafnasemi einstaklingsins. Hér býr hugmyndaríkt fólk sem óttast ekki að taka áhættu ef umhverfið er fýsilegt. Þar liggur ábyrgð borgarinnar. Það þarf að hlúa vel að þessu fjölbreytta samfélagi því það er ekki einungis nóg að sá fræjum í góðan jarðveg heldur þarf að vökva sprotana og búa þeim

gott umhverfi til að vaxa og dafna til framtíðar.nýsköpun í atvinnulífinu er lykilatriði í þeirri uppbyggingu sem framundan er í Reykjavík, sem og landinu öllu. Í þeirri vinnu er mikilvægt að treysta ekki á stoðir fárra atvinnugreina heldur skapa fjölbreytta og sjálfbæra atvinnuvegi. Borg þar sem listir og menning kallast á við vísindi, tækni, þjónustu, viðskipti og verslun er borg sem er líkleg til að búa ungu sem öldnu fólki spennandi atvinnutækifæri til framtíðar í líflegu samfélagi.

Page 58: Reykjavík 2010

58

ásgeir koLbeinson, nemi í sáLfræði Við HáskóLa ísLands, umsjónarmaður sjónVarPsþáttarins sjáðu.

Hvað ertu að læra?Ég er í sálfræði við Háskóla Íslands. Skemmtilegasta við sálfræðina er að mínu mati að hún tengist inn í marga hluti í lífinu. Hún er góður undirbúningur að frekara námi og gerir mögulegt fjölbreytilegt val á starfi. Ég hef mjög gaman af samskiptum í víðu samhengi og hef gaman af því að kanna þau frekar.

Hversvegna valdir þú þetta nám?Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á fólki yfir höfuð, hef gaman af því að spá í fólki og hef unnið mikið með fólki, til dæmis í fjölmiðlum. Mér finnst sálfræðin bjóða uppá aukna þekkingu á þessu sviði og hugsan-lega opnar hún fyrir mér einhverjar dyr.

Hvernig hyggstu nýta þér þetta nám?Það er ekki komið á hreint ennþá, maður veit ekki hvort maður fer í klíníska eða einhverja aðra sál-fræðitengda menntun í framhaldinu. Það er í raun óskrifað blað og ég tek bara eina önn í einu.

embLa grétarsdóttir, nemi í sáLfræði Við HáskóLann í reykjaVík, sPiLar fótboLta með VaL.

Hvað ertu að læra?Ég er að læra sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. Í sálfræðinni er lögð áhersla á ólík fög, allt frá tölfræði yfir í líffræði. Hvers vegna valdir þú þetta nám?Ég hef mikinn áhuga á að vinna með fólki og þykir sálfræði mjög áhugaverð.

Hvernig hyggstu nýta þér þetta nám?Ég hef hugsað mér að verða annað, hvort klínískur sálfræðingur eða tileinka mér afbrotasálfræði. Mig langar til dæmis að vinna með fólki sem hefur alist upp við erfiðar aðstæður og vegna þess kannski leiðst út í afbrot eða aðra óæskilega hegðun.

gunnLeifur gunnLeifsson, nemi í íþróttafræði Við HáskóLann í reykjaVík, LandLiðsmarkmaður í fótboLta.

Hvað ertu að læra?Ég er íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Í náminu er farið í alla þætti sem viðkoma þjálfun og fræðslu, til dæmis hreyfifræði, stjórnun og sálfræði. Kenndar eru margar mismunandi íþróttagreinar en við þurfum að taka grunn í öllu, frá körfubolta til fimleika.

Hvers vegna valdir þú þetta nám?Ég lifi og hrærist í íþróttum og myndi t.d. ekki nenna að vera í jakkafötum í vinnunni. Ég vil bara njóta mín í vinnunni.

Hvernig hyggstu nýta þér þetta nám?Ég stefni að því að koma að þjálfun bæði barna og unglinga í Kópavogs-bæ og uppbyggingu íþróttastarfs þar yfir höfuð. Einnig hef ég áhuga á afreksþjálfun í fótbolta hjá fullorðnu

fólki og ég hef hugsað mér að nýta námið í þetta.

friðrik dór, tónListarmaður nemi í stjórnmáLafræði Við HáskóLa ísLands.

Hvað ertu að læra?Ég er í stjórnmálafræði. Það sem er best við stjórnmálafræðina er að þar er mikið af áhugaverðu og skemmtilegu efni. Ég hef gaman af því að lesa mér til um hinar ýmsu kenningar, aðferðir og stefnur. Fög eins og alþjóðastjórnmál, saman-burðarstjórnmál og fleiri hafa vakið hjá mér mikinn áhuga og í raun námið í heild þó svo að alltaf komi fög sem ekki vekja sama áhuga og önnur.

Hvers vegna valdir þú þetta nám?Einfaldlega vegna þess að það er á mínu áhugasviði. Ég hef fylgst mikið með stjórnmálaumræðunni og hinni almennu samfélagsumræðu í gegnum tíðina og langaði að öðlast meiri og betri skilning á því sem þar er rætt.

Hvernig hyggst þú nýta þér þetta nám?Ég er að taka fjölmiðlafræðina með og langar jafnvel að vinna í fjölmiðlum. Annars hef ég ekki pælt mjög mikið í því.

oddur bjarni þorkeLsson, söngVari Ljótu HáLfVitanna, nemi í guðfræði Við HáskóLa ísLands.

Hvað ertu að læra?Ég er í guðfræði við Háskóla Íslands. námið spannar gríðarlega breidd, bæði í efnistökum í kúrsum og svo auðvitað er tímaspanið sem við lærum um innan kúrsa geysimikið. Ég hef mikinn áhuga á okkar íslensku kirkju og kristnisögu og finnst kúrsar sem fjalla um slíkt skemmti-legir. Þetta hefur senni-lega með það að gera að ég hef faglegan áhuga á torfbæjum, - já og kirkjugörðum. Það er einnig ótrúlega hressandi að fræðast um það uppúr hvaða umhverfi textarnir eru sprottnir sem við lesum í biblíunni.

Hvers vegna valdir þú þetta nám?Vegna þess að mig blóðlangaði til þess.

Hvernig hyggstu nýta þér þetta nám?Með því að verða prestur og þjóna söfnuði.

eLísabet aLma sVendsen, nemi í fataHönnun og áHugamanneskja um tísku.

Hvað ertu að læra?Ég er í fatahönnun sem er mjög áhugavert og krefjandi nám. Maður lifist og hrærist í þessu alla daga, hvort sem maður er í skólanum eða ekki.

Hvers vegna valdir þú þetta nám?Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og tískustraumum, þannig að það lá beint við. Hvernig hyggstu nýta þér þetta nám?Ég stefni á framhaldsnám erlendis, jafnvel í læri hjá hönnuði eða beint í skólann. Ég læt það ráðast eftir útskrift.

nÁMSHESTAR Í REYKJAVÍK

Page 59: Reykjavík 2010

59

ísLenski þekkingardagurinn

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stendur í febrúar ár hvert fyrir svokölluðum Þekkingardegi. Þá er haldin ráðstefna og þekkingarfyr-irtæki ársins valið. Ákveðið þema er í hvert sinn eins og t.d. „nýsköpun“, „Drifkraftar árangurs“, „Samrunar og yfirtökur“. Á sama tíma er valinn viðskiptafræðingur ársins. Leitað er til félagsmanna FVH, auk aðila innan stærstu fyrirtækjanna á Íslandi um tilnefningar og er dómnefnd iðulega skipuð valinkunnum sérfræðingum úr íslensku viðskiptalífi. Íslenski þekkingardagurinn er gott dæmi um það öfluga hvatningarstarf sem fram fer í Reykjavík.

íslensku þekkingarverðlaunin, sem búið er að veita tíu sinnum, hafa eftirfarandi fyrirtæki hlotið:

>> Fjarðarkaup (2010)

>> CCP (2009)

>> Össur (2008)

>> Actavis (2007)

>> Actavis (2006)

>> KB banki (2005)

>> Actavis (2004)

>> Íslandsbanki (2003)

>> Marel (2002)

>> Íslensk erfðagreining (2000)

Hugmyndaráðuneytið er ráðuneyti grasrótarinnar; gagnsær og heiðarlegur vettvangur fyrir fólk til þess að ræða þjóðþrifamál, bæði stór og smá. Ráðuneytið, sem tók til starfa árið 2009, byggist á sjálfboðavinnu og er rekið óháð hagsmunaöflum eins og stórfyrirtækjum, opinberum stofnunum eða stjórnmálaflokkum.Aðalvettvangur ráðuneytisins er heimasíða þess www.hugmyndaraduneytid.is en þar er hægt að taka þátt í umræðunni með einföldum hætti. Aðspurður segir Guðjón ráðuneytið keyra mjög öflugan upplýsingavef þar sem haldið er utan um verkefni og aðgerðir. „Verkefnum er veitt brautargengi á þessum vefmiðli þar sem fólk getur verið fylgjandi, komið með rök um ágæti þeirra eða rök á móti. Þau verkefni sem fá gott brautargengi eru síðan tekin inn í ferli hugmyndaráðuneytisins,” útskýrir Guðjón og bætir við:„Hugmyndaráðuneytið er því einskonar ráðuneyti grasrótarinnar með áherslu á að efla nýsköpun í landinu. Hluti af markmiðinu er að aðstoða frumkvöðla við að feta sig áfram í uppbyggingu og fjármögnun sprotafyrirtækja sinna. Við viljum sjá þessi nýju nýsköpunarfyrirtæki byggjast upp á Íslandi í stað þess að þekkingarfólk flytji utan. Við viljum

auka samvinnu milli frumkvöðla og miðla dýrmætri þekkingu.” Í dag segir Guðjón að ef hann leyfi sér að hugsa stórt þá sjái hann tækifæri helst á nokkrum sviðum. „Í fyrsta lagi og kannski það augljósasta er að nýta smæð þjóðarinnar, til dæmis í umbreytingu á bílaflotanum í rafbíla og að ná meiri nýtingu úr orkudreifikerfinu okkar sem er afar öflugt. Önnur tækifæri eru að vinna í öflugu samstarfi við aðrar þjóðir. Það eru mörg mál þar sem íslenska þjóðin getur verið leiðandi, t.d. í lýðræðisþróuninni, en þar eiga aðrar þjóðir eftir að stíga sömu skref og Íslendingar eru að stíga núna.“

frá Hugmynd tiL framkVæmdar

Guðjón segir að megináhersla Hugmyndaráðuneytisins liggi í því að efla vettvanginn sem birtist á vefnum. Þeim málum sem fá nægilega öflugt brautargegni er komið á framfæri við aðila í hinum hefðbundnu ráðuneytum sem um þau geta sýslað. Guðjón tekur fram að allir hafi jafnan aðgang og að kerfið sé algerlega gagnsætt. „Það er ekki á valdi einstaklinga, eins og t.a.m. forsvarsmanna Hugmyndaráðuneytisins, að velja

hvaða hugmyndir komast áfram.“En hvernig stendur á því að þessum vettvangi er fengið jafn stjórnsýslulegt nafn og raun ber vitni? Margir kynnu að spyrja, fæðast virkilega hugmyndir í ráðuneytum? Guðjón svarar því til að þetta sé með vilja gert. „Hugmyndafræðin með nafnið er sú að búa til ráðuneyti grasrótarinnar. Að sýna öðrum ráðuneytum fram á hvernig er hægt að opna sig. Hugmyndaráðuneytið hefur engan hefðbundinn ráðherra, ráðherrann er í raun ferlið sem slíkt. Með því að velja svona kraftmikið heiti þá erum við svolítið að móta hvernig hið opna ráðuneyti gæti verið í framtíðinni.” Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í

starfi Hugmyndaráðuneytisins má nefna að auk vefjarins þá hittist ráðuneytið á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20.00 á hentugum stað í Reykjavík þar sem aðgangur er ókeypis. Þar hittast frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn af ólíkum sviðum atvinnulífsins, úr háskólunum og stjórnsýslunni og skiptast á hugmyndum, hlusta á fyrirlestra, mynda tengsl og veita hver öðrum stuðning til framkvæmda. Það er því kjörið fyrir alla áhugamenn um málefni samfélagsins að kynna sér málið á vefnum eða kíkja á miðvikudagsfund og kynnast þessum sniðuga vettvangi. Í því liggja mörg tækifæri.

í gamLa saLtféLagsHúsinu á granda Hafa frjóir og atHafnasamir frumkVöðLar á ýmsum sViðum tekið sér bóLfestu í sVoköLLuðu HugmyndaHúsi HáskóLanna en reykjaVíkurborg Hefur stutt Verkefnið. einn þessara frumkVöðLa er guðjón már guðmundsson, sem síðastLiðnar Vikur og mánuði Hefur ásamt öðrum unnið ötuLLega að uPPbyggingu sVokaLLaðs Hugmyndaráðuneytis.

RáðuNEYTI GRASRÓTARInnAR

Page 60: Reykjavík 2010

60

Hluti af því að hanna heildstætt skipulag fyrir Vatnsmýrarsvæðið er uppbygging svokallaðra Vísinda-garða þar sem þekkingarfyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskóla-samfélag fara saman. Verið er að ljúka skipulagi garða sem munu ná frá oddagötu og niður að flugvell-inum. Visindagarðar þekkjast víða erlendis en þar er blandað saman háskólastarfi og atvinnulífi með það að markmiði að skapa kraftmikið nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi. Lóðin í Vatnsmýrinni mun skiptast í tvo hluta. Í öðrum hlutanum munu rísa stúdentaíbúðir og í hinum munu ýmis fyrirtæki sem starfa á sviði vísinda hreiðra um sig. Garðarnir tengjast síðan háskólasvæðinu og öllu því skapandi rannsóknarstarfi sem þar fer fram og mynda saman stóra vísindaþyrpingu í miðborgar-umhverfinu sem stuðlar að aukinni verðmætasköpun til framtíðar.

Vísindagarðar Háskóla Íslands - Deiliskipulagstillaga 23.03.2010

Horft til suðurs yfir SturlugötuStúdentagarðar við Eggertsgötu í fjarska

Vísindagarðar Háskóla Íslands - Deiliskipulagstillaga 23.03.2010

VÍSInDAGARðAR VIðVATnSMýRInA

starfsemiGert er ráð fyrir starfsemi tengdri Háskóla Íslands en þar á meðal eru stofnanir og fyrirtæki með starfsemi á sviði rannsókna, vísinda og þekkingar sem hafa hag af staðsetningu á háskólasvæðinu, leggja henni lið eða tengjast henni.

stúdentagarðarKomið verður fyrir 300-340 íbúðum fyrir stúdenta en skortur á íbúðum hefur verið mikill undanfarin ár. Heimilt verður að byggja fjögurra hæða hús.

TorgÁ miðju svæðinu er gert ráð fyrir torgi og við hlið þess verður líkamsræktarstöð, kaffihús og bóksala.

Aðgengi hreyfihamlaðraAðgengi hreyfihamlaðra að svæðinu á að vera til fyrirmyndar og allir eiga auðveldlega að geta komist leiðar sinnar.

sorpAðstaða til að flokka sorp verði fyrsta flokks.

reiðhjólastæðiÁ svæðinu er gert ráð fyrir sérstökum reiðhjólastæðum, enda er hverfið skipulagt með neti hjóla- og göngustíga.

FJáRFEST Í 400 nýJuM STÖRFuM

Fjárfesting í menntun og nýsköpun er mikilvæg til að rífa þjóðina upp úr þeirri efnahagslegu lægð sem nú ríður yfir. Mikill áhugi er meðal háskólanema sem og fyrirtækja á að vinna að nýsköpun og þekkingar-rannsóknum. Til að nýta krafta og hugmyndaflug námsmanna til uppbyggingar samfélagsins og á sama tíma fjölga sumarstörfum þeirra verulega hefur Reykjavíkur-borg í samstarfi við menntamála-ráðuneytið hækkað framlag sitt til nýsköpunarsjóðs námsmanna. Heildarframlagið nemur 120 milljónum króna en þar af koma 30 milljónir frá Reykjavíkurborg. Stuðningurinn mun skapa yfir 400 háskólanemum störf yfir sumar-tímann. Við úthlutun styrkja verður lögð áhersla á að velja þau verkefni sem geta nýst vel í atvinnulífinu og verður þeim úthlutað bæði til

háskólanema og sérfræðinga sem óska eftir að ráða háskólanema í vinnu. Vinna á vegum nýsköpun-arsjóðs hefur verið vettvangur fyrirtækja til að mynda tengsl við nemendur og oft hafa þau tengsl leitt til atvinnutilboða að námi loknu. Sjóðurinn er því einnig ákjósanlegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Áhuginn er gríðarlega mikill en á síðasta ári bárust 566 umsóknir í nýsköpunar-sjóð sem var yfir 300% aukning frá árinu 2008. Þá var þó einungis hægt að styrkja 129 verkefni. Með auknu fjárframlagi til sjóðsins verður hægt að tryggja áhugasömum háskóla-nemum sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarstörf og virkja þar með frjóa hugsun.

Page 61: Reykjavík 2010

61

upp úr þessum jarðvegi spratt þörf fólks fyrir að hafa bein áhrif á nærumhverfi sitt. Borgaryfirvöld hafa einnig brugðist vel við breyttum þörfum íbúanna og boðið þeim að hafa bein áhrif á fyrir-hugaðar framkvæmdir, bæði í stórum og smáum stíl. Hug-myndaþing íbúa í Reykjavík, sem haldið var í október síðastliðnum, og í kjölfarið hverfafundir skipulags-sviðs í öllum hverfum borgarinnar eru góð dæmi um vel heppnað samráð við íbúa þar sem þeir áttu kost á að koma áherslum sínum á framfæri um hvernig borg þeir vilja byggja og búa í.

framtakssamir íbúar Hafa áHrifSjálfsprottin verkefni íbúanna hafa vakið athygli víða upp á síðkastið. nokkur nærtæk dæmi eru framtak íbúa við Lynghaga þar sem þeir tóku leikvöllinn í fóstur í samvinnu við borgina til að bæta aðstöðuna. Mímir - Vináttufélag Vesturbæjar stóð fyrir söfnun meðal Vestur-bæinga síðastliðið sumar fyrir nýju fiskabúri í Vesturbæjarlaug. Með samtakamætti íbúa hverfisins tókst söfnunin frábærlega og verður búrið sett upp í sumar. Framtakssemi íbúa við Haðarstíg, sem voru orðnir langþreyttir á hraðaakstri um götuna, birtist með þeim hætti að

þeir stilltu upp blómakerum til að tempra umferð í götunni. Sambæri-legar hugmyndir eru fyrirhugaðar í öðrum hverfum, ýmist að fyrirmynd ofangreindra eða unnar af sjálfs-dáðum.

íbúaLýðræði eru forréttindiGóð blanda af miðlægri stýringu framkvæmda á vegum borgarinnar og frumkvæðis íbúa til verkefna er æskileg fyrir hverja borg. Það, að íbúar geti haft áhrif á nærumhverfi sitt, eru forréttindi, bæði fyrir íbúa og yfirvöld. Aðrar hugmyndir á borð við að einstaklingar eða samtök taki sig til og fjármagni verkefni sem borgin hefur ekki tök á að fram-kvæma eru einnig athygli verðar. Það getur verið allt frá því að kaupa bekk við uppáhalds göngustíginn eða leikföng fyrir leikskóla til þess að sinna viðhaldi á tilteknu svæði.

Aukin samvinna borgar og íbúa er þannig æskileg. Dæmin hér að ofan sýna hvernig íbúalýðræði virkar í framkvæmd.

Sem íbúa í Reykjavík finnst mér ánægjulegt að finna að borgar-yfirvöld taka bein og óbein afskipti íbúanna af umhverfi sínu alvarlega. Skilaboð til borgaryfirvalda um áherslur íbúa komast á framfæri á skilvirkan hátt og íbúarnir tengjast í sameiginlegum verkefnum. Síðast en ekki síst fæst upplýstari umræða um í hvað og hvernig skattfé bor-garbúa er varið, þar sem borgarbúar geta haft áhrif. Aukið samstarf bor-gar og íbúa skilar betri verkefnum og upplýstari ákvörðunum, öllum borgarbúum til heilla.

AuKIð ÍBúALýðRæðI - BETRI BORG: EINAR G. GuðMuNDSSON ÍBúI Í VESTuRBæ

>> Það eru sjö sundlaugar í Reykjavík og í þeim er hægt að stunda fría vatnsleikfimi. hringið og spyrjist fyrir á sundstöðunum.

ísLendingar Lifa nú merkiLega tíma og að undanförnu Hefur margt breyst. Hraði einkenndi samféLagið og fæstir Virtust Hafa tíma fyrir annað en sjáLfa sig. en breytt umHVerfi kaLLar á nýjar áHersLur og forgangsröðun.

Page 62: Reykjavík 2010

62

Í nóvember 2008 var hafinn undirbúningur að sóknaráætlun fyrir Reykjavík vegna þeirra verkefna sem borgin stóð frammi fyrir í ljósi breytinga í efnahagsumhverfinu. Markmiðið með sóknaráætlun er að móta stefnu til framtíðar um hvernig best verði tryggt að Reykjavík verði ávallt í forystu um lífsgæði fyrir borgarbúa og verði fyrsti valkostur fólks og fyrirtækja til að búa og starfa í.

Skipaður var stýrihópur með einstaklingum víða að úr samfélaginu. Auk þess voru stofnaðir fimm rýnihópar sem skipaðir voru fulltrúum úr atvinnulífinu, Reykjavíkur Akademíunni, stjórnendum Reykjavíkurborgar, íbúum úr öllum hverfum borgarinnar og fulltrúum ungmennaráða. Alls tóku því á annað hundrað manns þátt í að móta tillögur um aðgerðir í tengslum við sóknaráætlun Reykjavíkur.

Við gerð sóknaráætlunarinnar var leitast við að svara spurningum á borð við hvernig Reykjavíkurborg geti forðast þær mögulegu ógnanir sem standa í vegi fyrir velgengni til framtíðar, hvernig borgin geti nýtt best þau tækifæri sem gefast þrátt fyrir óvissa stöðu og hvar sóknarfærin og sérstaða í samkeppni við aðrar borgir liggur.

Drög að sóknaráætlun voru svo kynnt á Hugmyndaþingi haustið 2009.

Sóknaráætlunin leggur áherslu á átta málaflokka: gildi og framtíðarsýn, höfuðborgina, framtíðarfólkið, grænu borgina, skipulagsmál, atvinnulífið, menningarborgina og íbúalýðræði og virkni. Í hverjum flokki eru þrjár til fimm lykilaðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsástandsins á samfélagið með því að horfa á tækifæri sem borgin hefur á ýmsum sviðum. Hér eru nokkrar af niðurstöðum vinnuhópsins:

• Tryggja fyrirmyndarþjónustu með opinni og gagnsærri stjórnsýslu sem endurspeglar forgangsröðun og framtíðarsýn borgarinnar.

• Skilgreina Reykjavík sem alþjóðlega háskólaborg og auka markvisst samstarf við háskólana í borginni.

• Auka val í skólastarfi og undirstrika fjölbreytni og gagnrýna hugsun.

• Setja fram tímasett markmið og aðgerðaáætlun um kolefnishreinar samgöngur í Reykjavík.

• Móta auðlindastefnu Reykjavíkurborgar sem skilgreini auðlindirnar, forgangsröðun og nýtingarstefnu.

• Móta og innleiða umhverfisstefnu fyrir allan rekstur Reykjavíkurborgar.

• Gæðastjórnun verði beitt um útlit og hönnun á öllu manngerðu umhverfi innan borgarinnar.

• Skipulagsáherslur og vaxtarsvæði verði samfléttuð umhverfisvænum lausnum í samgöngum og allri uppbyggingu innan borgarinnar.

• Skerpa á leiðum og fjölga úrræðum sem Reykjavíkurborg hefur til þess að tryggja gæði og fallega og hreina miðborg, m.a. þannig að ábyrgð húseigenda og rekstraraðila á umhverfi og viðhaldi verði aukin.

• Setja í forgang að móta metnaðarfulla atvinnustefnu sem leggur áherslu á að borgin verði aðdráttarafl fyrir bestu fyrirtækin og fólkið í landinu.

• Horfa sérstaklega til uppbyggingar sem hvílir á margvíslegum leiðum í nýtingu hreinnar orku í atvinnulífi í Reykjavík.

• Efla uppbyggingu klasa í lykilatvinnugreinum í borginni.

• Virkja almenning og íbúalýðræði betur með rafrænum kosningum og opinni og gagnvirkri stjórnsýslu.

Framtíð Reykjavíkur er borgarbúum greinilega hugleikin. Það sýndi sig þegar mörg hundruð manns lögðu leið sína í Ráðhús Reykjavíkur til að taka þátt í hugmyndaþingi á vegum borgarstjórnar sem haldið var í október á síðasta ári. Þar gafst íbúum á öllum aldri tækifæri til að ræða við borgarfulltrúa og starfs-menn borgarinnar. Einnig bauðst gestum að hlusta á fyrirlestra og síðast en ekki síst koma sínum hugmyndum á framfæri. Safnað var saman um 1.500 hugmyndum, bæði stórum og smáum og hefur þegar verið byrjað að framkvæma fjölmargar þeirra. Hugmyndaþingið var liður í sóknaráætlun borgarinnar þar sem leitast er eftir að greina tækifæri fyrir borgina og sjá hvað þarf að varast í núverandi efnahagsástandi. undir yfirskriftinni „Skrefi á undan“ sameinast kraftar og hugmyndaflug borgarbúa þar sem allir fá tækifæri til að byggja Reykjavík framtíðar-innar. Áhuginn var slíkur að ákveðið hefur verið að Hugmyndaþingið sé komið til að vera.

VEL HEPPNAð HuGMYnDAÞInGreykjaVík Í SÓKn

skrefi á undan

Page 63: Reykjavík 2010

63

ÍBúAR SKIPuLEGGJA MIKLATún

Miklatún er eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar og á hverju ári nýta borgarbúar sér túnin og tækin sér til skemmtunar. Menn eru þó sammála um að nýta mætti Miklatún mun betur ef það á að höfða til allra borgarbúa. Á næstu misserum verður ráðist í gagngera endurhönnun á túninu þar sem aðstaða til afþreyingar og íþróttaiðkunar verður stórlega bætt og auknu lífi blásið í svæðið. Hugmyndavinnan fór fram í nánu samstarfi við íbúasamtök og er útkoman gott dæmi um frábæran afrakstur aukinnar þátttöku íbúa í skipulags- og umhverfismálum

hefur í för með sér. Í ágúst árið 2009 var ákveðið á fundi umhverfisráðs að skipa starfshóp sem bæri ábyrgð á nýju skipulagi svæðisins í samráði við íbúasamtök og hverfisráð. Íbúar nýttu sér tækifærið til að fá að koma viðhorfum sínum á framfæri og var útkoman vægast sagt frábær. Þegar framkvæmdum lýkur verður Miklatún kjörið útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa. Má hér nefna bætt leiktæki fyrir yngstu börnin, hjólabrettaaðstöðu, tyrfðan fótboltavöll og skjólsælan rósagarð með bekkjum fyrir eldri borgara. Hugmyndir eru uppi um að lengja opnunartíma

kaffihúss Kjarvalsstaða svo hægt verði að sitja útivið á fallegum sumarkvöldum og fara í samstarf við Listaháskólann um hönnun á listrænu leiksvæði með náttúrulegum leiktækjum. Auk þess er gert ráð fyrir að nota garðinn enn frekar fyrir stóra list- og tónlistaviðburði en Miklatún hefur til að mynda gegnt veigamiklu hlutverki í dagskrá Menningarnætur og gífurlega vel heppnaðir tónleikar Sigur Rósar árið 2006 eru landsmönnum enn í fersku minni. Endurhannað Miklatún verður sannkölluð vin í hjarta borgarinnar sem allir geta notið.

VILT þú VITA ALLT uM ÞJÓnuSTu OG FRAMKVæMDIR Í ÞÍnu HVERFI? Hverfidmitt.is er nýr vefur á vegum Reykjavíkurborgar þar sem íbúar

geta nálgast upplýsingar um þjón-ustu, fréttir og framkvæmdir í sínu hverfi. Þar er meðal annars greint frá framgangi þeirra verkefna sem íbúar kusu í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til ný-framkvæmda og viðhaldsverkefna í desember 2009, hægt að nálgast minnispunkta frá opnu húsi um framtíðarskipulag í hverfunum og

nálgast upplýsingar um fyrir-hugaðar framkvæmdir í hverju hverfi. Auk þess að geta nálgast allar upplýsingar um það sem til stendur að gera í hverfinu er einnig hægt að hafa áhrif á hverfið sitt með því að senda inn ábendingu eða hugmynd til borgarinnar en borgin hefur unnið að því að virkja sem flesta borgarbúa til að taka

þátt í mótun umhverfis síns. Það er einnig hægt að nálgast tölulegar upplýsingar um hverfið sitt eins og íbúafjölda, kynja, og aldursskipt-ingu auk sérstaks liðar sem heitir Stolt hverfisins og hefur að geyma ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hverfið. Endilega takið ykkur tíma í að skoða hverfið ykkar á www.hverfidmitt.is

Page 64: Reykjavík 2010

64

1762 Elsta hús

borgarinnar, Aðalstræti 10,

byggt sem hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar. Þar er nú húsnæði til sýningahalds og í

nýbyggingu tengdri húsinu er verslunin

Kraum til húsa.

1787Einokunar-

verslun Dana lögð niður.

1912 Austurstræti

malbikað.

1874Elsta fangelsi

landsins, Hegningarhúsið,

tekið í notkun.

1930Hótel Borg opnað.

1874 Í tilefni 1000 ára afmælis Íslands var Austurvöllur tekinn í gegn og

gerður að grænu svæði með

styttu af Bertel Thorvaldsen í

miðjunni.

1796 Dómkirkjan í

Reykjavík vígð þann 6. nóvember.

Kirkjan var endurbyggð árið

1848.

1922 Hljómskálinn við Tjörnina byggður fyrir Lúðrasveit

Reykjavíkur.

1904 Stjórnarráð Íslands

stofnað þegar Hannes Hafstein

tekur við embætti ráðherra Íslands. Í

húsinu við Arnarhól var áður starfrækt

fangelsi.

1881Alþingishúsið rís

við Austurvöll.

1888 Fyrsti banki

landsins, Landsbanki

Íslands, hefur starfsemi sína í Bankastræti en gatan var nefnd eftir bankanum.

1908 Embætti

borgarstjóra er stofnað.

1917 Höfnin í Reykjavík

formlega tekin í notkun.

MIðBorginMIðBorgin

1760

1890. Börn við torfbæ í Þingholtunum. Í baksýn er myllan við Bankastræti. 1890. opnir bátar í Grófinni. Í baksýn sést í Vesturgötu 4 og 5.

Page 65: Reykjavík 2010

65

1930Klukkan á

Lækjartorgi slær í fyrsta sinn.

1968 Fyrsti áfangi Sundahafnar

tekinn í notkun.

1992 Ráðhús

Reykjavíkur opnað þann 14. apríl.

1957Stöðumælar

teknir í notkun. Fyrir hálftíma

þurfti að greiða 2 krónur.

1986 Hallgrímskirkja

vígð.

2009 Fegrunarátakinu

„Bjarta Reykjavík“ hrint af stað í miðborginni.

1958Kaffi Mokka, eitt

elsta kaffihús borgarinnar,

opnað.

1989Þann 1. mars var bjór leyfður á ný

eftir að hafa verið bannaður í áratugi.

Með tilkomu bjórsins breyttist miðborgin fljótt í

skemmtana-hverfi með börum

og vínveitingar-stöðum.

1983Gaukur á Stöng,

ein fyrsta bjórkrá borgarinnar,

opnaður. Selt var bjórlíki þar til

bjórinn var leyfður á ný árið 1989.

2007Byrjað er að

byggja Hörpu, tónlistar- og

ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn.

2010

Árið 1915 brann glæsilega skreytt timburhús sem stóð við Austurvöll til grunna. Það hét Hótel Reykjavík. Í næsta nágrenni brunnu 10 hús, m.a. Landsbankahúsið. Á grunni hússins voru reist nútímaleg háhýsi á þeirra tíma mælikvarða og upp frá því breyttist timbrið, sem var helsta byggingarefnið í bænum, yfir í steinsteypu. Árið 1943 brann annað hótel, sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Það var Hótel Ísland. En nú var bíllinn kominn í forgang og í stað uppbyggingar var húsagrunnur í hjarta borgarinnar notaður sem bílastæði, Hallærisplanið, sem hlaut síðan nafnið Ingólfstorg. Þriðji bruninn

á þessu níutíu ára tímabili varð árið 2007 en þá brann sögufrægt hús við Lækjargötu og önnur stórskemmdust. nú í sumar munu þessi sömu gömlu hús verða endurgerð og endurbyggð í fyrri mynd.Þessir atburðir í sögu miðborgarkvosarinnar og hvernig unnið var úr þeim lýsa því ágætlega hvernig viðhorf hafa breyst. Við upphaf síðustu aldar var uppbygging á reitnum efst í huga borgarbúa. Í dag er varðveisla, húsavernd og mikilvægi þess að halda fram sögunni á upphafspunkti byggðar á Íslandi orðin ráðandi en þó í tengslum við uppbyggingu og nýtingu sem styrkir

miðborgina. Á síðustu árum hefur skipulagsvinna í miðborginni miðað að því að varðveita elstu borgarmynd Reykjavikur. Áætlanir sem tekið hafa mið af þessari stefnu eru auk Pósthússtrætisreits, Laugavegur 4 og 6, horn Laugavegar og Vatnsstígs og Ingólfstorg.Ekki má gleyma gömlu höfninni sem á hvað stærstan þátt í að borgin byggðist upp sem höfuðstaður útgerðar á landinu. Faxaflóahafnir stóðu fyrir samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins á síðasta ári og tók Reykjavíkurborg þátt í undirbúningi þeirrar vinnu. Í framhaldinu

verður unnið heildarskipulag hafnarsvæðisins þar sem íbúabyggð og menningarstarfsemi mun lifa í nábýli við atvinnustarfsemi og útgerð. Í sumar verður þar starfræktur fiskmarkaður og verslanir verða opnaðar í gömlu verbúðunum. Enn frekar verður unnið að því að höfða til ferðamanna með ýmiss konar skemmtilegri þjónustu og afþreyingu sem teygir sig frá höfninni yfir í miðbæinn. Ferðþjónusta er eitt sterkasta vopn okkar í endurreisninni en nánast allir ferðamenn sem til landsins koma heimsækja miðborgina og flytja hróður hennar út í heim. Miðborgin er andlit borgarinnar.

1912. Reipidráttur á góðviðrisdegi á Austurvelli. áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, t.d. á húsaraðirnar við Austurstræti 7 - 11 og 10 - 16.

1915. Einn mesti eldsvoði í sögu Reykjavíkur en tólf hús brunnu. Bruninn hafði mikil

Page 66: Reykjavík 2010

66

sigurrós óLafsdóttir100 ára

Hvað hefur breyst í miðborginni frá því að þú varst ung?Það hefur margt breyst og má þá nefna byggingar, samgöngur sem og mannlífið í heild. Á mínum yngri árum fór ég gangandi allra minn ferða og áætlunarbílar voru eingöngu notaðir ef ferðast átti út á land.

Hafa breytingarnar allar verið til góðs?Já, breytingarnar hafa tvímælalaust verið til góðs. Í dag er betur hugsað um umhverfi miðborgarinnar, t.d. garða, gangbrautir og fegrað er í kringum Tjörnina. Byggð hefur aukist en engu að síður eru gömul hús varðveitt og vel hugsað um þau, t.d. Menntaskólann í Reykjavík, Miðbæjarskólann, Dómkirkjuna, Alþingishúsið sem og húsin umhverfis Austurvöll, sem enn standa.

Hvaða staðir finnast þér bera af í miðborginni?Mínir uppáhalds staðir eru í miðbæjarkjarnanum en auk þess hefur Hljómskálagarðurinn alltaf verið í miklu dálæti hjá mér.

segðu mér frá miðborginni eins og þú upplifir hana?Ég upplifi miðborgina alltaf eins. Það eina sem breytist er mannlífið en fólkinu hefur fjölgað mikið.

sindri ástmarsson21 árs

Hverjir eru þínir uppáhaldsstaðir í miðborginni?Gatnamót Austurstrætis og Pósthússtrætis. Einfaldlega vegna þess að það skiptir ekki máli hvaða árstími eða tími sólarhringsins er, þar er alltaf líf. Það er eitthvað við þessi gatnamót. Ég hitti alltaf einhvern sem ég þekki þegar ég á þar leið um.

er einhver munur á því hvernig þér finnst miðborgin að sumri og vetri?Já, ég er rosalega mikil sumarmanneskja, ég elska Austurvöll á góðviðrisdegi og ég nýt þess í botn þegar bjart er allan sólarhringinn.

Hvað er miklilvægast að gera til að viðhalda og efla notalegt og skemmtilegt yfirbragð miðborgarinnar? Ég held að við þurfum að bretta upp ermar á ýmsum stöðum. Hverfisgatan er ekki sjón að sjá, margir útlendingar sem koma hingað til lands eru slegnir yfir muninum á Laugaveginum annarsvegar og svo næstu götu, Hverfisgötu. Ég held líka að öryggi borgaranna mætti vera meira, sumt fólk þorir ekki að skemmta sér niðri í miðbæ og það er slæmt. Mér finnst að við ættum að markaðssetja borgina okkar betur erlendis og gera Reykjavík að borg sem allir geta heimsótt.

Hrefna rósa sætran 29 ára

Hverjir eru þínir uppáhaldsstaðir í miðborginni? Ég er mjög hrifin af Laugaveginum og Skólavörðustígnum. Þar er gaman að fylgjast með mannlífinu. Auk þess er mjög „kósý” heima hjá mér og í vinnunni er gaman. Ég bæði bý og starfa í miðbænum þar sem ég rek veitingastað sem er að sjálfsögðu minn uppáhaldsveitingastaður.

er einhver munur á því hvernig þú upplifir miðborgina að sumri og vetri? Ég veit fátt skemmtilegra en að eyða degi í miðbænum að sumri til í góðu veðri. Fara niður í bæ, fá mér hádegismat, hitta vini, hanga á kaffihúsi, lenda á tónleikum og enda í góðra vina hópi á bar eða skemmtistað. Best að plana ekki neitt, láta daginn ráðast og lenda í ævintýrum. Á veturna er stemmningin öðruvísi. Þá er gaman að arka Laugaveginn, fá sér gott kaffi og fara á listsýningar og aðra viðburði. Að mínu mati er miðborgin okkar frábær alla daga ársins.

Hvað er mikilvægast að gera til að viðhalda og efla notalegt og skemmtilegt yfirbragð miðborgarinnar? Ég tel mikilvægt að styðja við bakið á listamönnum og öðrum þeim sem standa að uppákomum í miðbænum. Viðburðir eins og Menningarnótt og Gay Pride sem draga fólk í miðbæinn eru af hinu góða. Að lokum má ekki gleyma því að húsin í borginni sem og göturnar sjálfar þarfnast viðhalds til að íbúunum og gestum líði þar vel.

VaLdimar örn fLygenring50 ára

Hverjir eru þínir uppáhaldsstaðir í miðborginni?Þar sem ég vinn sem leiðsögumaður hef ég mikið velt þessari spurningu fyrir mér. Þá mundi ég að einu sinni þegar ég ók vestur Miklubrautina síðsumars, flugu á móti mér kannski 20 grágæsir af Reykjavíkurstofninum í lágu oddaflugi og bak við þær sást glitta í sólarlagið uppá Snæfellsnesi.

er einhver munur á því hvernig þér finnst miðborgin að sumri og vetri?Já, það er heilmikill munur á því. náttúran í miðborginni er falleg á sumrin. Það fæst ekki annað sagt en að ég sé mikill snjómaður og sakni hans því töluvert. Auk þess finnst mér miðbærinn geta verið mjög fallegur á jólunum, í allri dýrð ljóssins.

Hvernig upplifir þú miðborgina? Miðborgin í dag er ekki upp á sitt besta. Þó hefur hún skánað nokkuð undanfarið. Þá ber helst að nefna að meira er um að ungt fólk komi upp mörkuðum, þannig að það myndast eins konar markaðsfílingur. Fleira fólk er í bænum. Auk þess finnst mér brettapælingin á bak við nikita skemmtileg. Það væri auk þess skemmtilegt að sjá á eftir flugvellinum í Reykjavík en hann færi betur annars staðar. Þá væri hægt að nýta plássið í eitthvað fallegra og menningarlegra. Auk þess mundi umferð minnka töluvert.

MIðBORGIN MÍn

Page 67: Reykjavík 2010

67

Hönnun á HeimsmæLikVarðaÍslenskir hönnuðir gegna mikilvægu hlutverki í að móta, fanga og varðveita menningu okkar. Kraum er verslun sem hefur það að markmiði að selja það besta úr íslenskri hönnun á hverjum tíma. Verslunin er með vörur frá yfir 120 íslenskum hönnuðum og er sannkölluð veisla fyrir áhugafólk um hönnun, hvort sem um er að ræða skartgripi, búsáhöld, gjafavöru, fatnað eða annað. Verslunin er í elsta húsi Reykjavíkur, „Húsi Skúla fógeta“, í Aðalstræti 10.

föndur í miðborginniÍ bakhúsi á Laugavegi er falinn fjarsjóður. Keramikhúsið er ansi skemmtilegt og lifandi hús en þar gefst gestum tækifæri til að sýna sköpunargleði sína og mála á bolla, diska, könnur, jólaskraut, vasa, skálar eða einhverja aðra hluti sem Keramikhúsið hefur upp á að bjóða. Keramikhúsið er fyrir unga sem aldna og er frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna í hjarta miðbæjarins.

besta útsýniðÞað eru fáir staðir sem státa af jafn flottu útsýni yfir Reykjavík og toppurinn á Hallgrímskirkju. Turninn er opinn alla daga frá 9 til 17 og það kostar 400 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir skólabörn.

HLjómskáLinnSíðasta sumar ákvað borgin að færa meira líf í Hljómskálagarðinn og breyta Hljómskálanum í kaffihús. Borgarbúar tóku aldeilis vel í það, enda frábær aðstaða í yndislegu umhverfi Tjarnarinnar. Í sumar verður Hljómskálinn opnaður aftur 1. júní og verður opinn fram að Menningarnótt. Til stendur að hafa kaffihúsið opið frá kl. 11 til 22 alla daga.

karókíbarÁ Frakkastíg 8 er karókíbar. um helgar fyllist hann af fólki sem vill láta reyna á sönghæfileika sína eða hlusta á vini sína spreyta sig. Staðurinn er opinn alla daga en á föstudögum og laugardögum á milli 21 og 3 er boðið upp á karókí. Auk þess er hægt að leigja staðinn fyrir einkasamkvæmi.

Land og fræðiÞað er ótrúlega gaman að skoða Íslandskortið í ráðhúsi Reykjavíkur. Kortið er hið stærsta sinnar tegundar á landinu og sýnir landið í réttum stærðarhlutföllum. Þannig getur þú skoðað fjöllin á Vestfjörðum, firðina á Austfjörðum, stöðuvötnin eða hvaða landslag sem er á Íslandi.

gómsætur markaðurÞað þekkja orðið allir Reykvíkingar Kolaportið, enda hefur það staðið fyrir flóamarkaði um hverja helgi frá því 1989. Þar er bás þar sem selt er íslenskt sælgæti en það er varla neitt þjóðlegra en að fá sér kókosbollur og glænýjan lakkrís. Fyrir þá sem hafa sterkari bragðlauka má einnig gæða sér á hákarli og harðfiski eins og hann gerist bestur.

jóL aLLa dagaJólabörnin þurfa ekki að bíða eftir jólunum í ár til að fá andann yfir sig. Jólabúðin á Laugavegi 8 er opin allan ársins hring en þar er ýmss varningur sem tengist jólum, eins og jólaskraut, diskar, dúkar og fleira.

Láttu gott af þér LeiðaÍ miðbæ Reykjavíkur eru nokkrar verslanir sem reknar eru af hjálparsamtökum og rennur allur ágóði óskiptur til hjálparstarfsins. Á horninu á Vesturgötu og Ránargötu er verslun Hjálpræðishersins og Rauði krossinn rekur tvær verslanir á Laugavegi 12 og 116. Á báðum stöðunum eru seld föt sem félögunum hefur áskotnast en oft er hægt að kaupa dýrindis flíkur á ótrúlegu verði.

í miðborg reykjaVíkur eru margar VersLanir, Veitingastaðir, gaLLerí, skemmtistaðir og öLdurHús. HVer þessara staða Hefur sinn sjarma og sitt sérkenni. Hér má sjá dæmi um þá fjöLmörgu áHugaVerðu staði sem Vert er að skoða í miðborginni.

Page 68: Reykjavík 2010

68

eitt HeLsta aðdráttarafL Hafnarborga eins og reykjaVíkur eru gömLu Hafnirnar. þær segja Vaxtarsögu borgarinnar. þar eru söguminjar, mannLíf og náLægð Við náttúruna. það sama má segja um Höfnina í reykjaVík. það er fátt meira afsLaPPandi en að fara í göngutúr niður á Höfn, ganga meðfram bryggjunni, setjast á bekk og HVíLa fæturna, stara út á Hafið og Virða fyrir sér aLLa LitLu bátana sem eru að Leggja að Landi.fLestir eru þó sammáLa um að nýta eigi HafnarsVæðið mun betur. reykjaVíkurHöfn er staður sem á að draga að sér fóLk aLLan ársins Hring, ekki bara á Hátíðisdögum. staður sem býður fóLki uPPá fjöLbreytta skemmtun, góða Veitingastaði, VersLun og þjónustu. það er Höfn sem reykVíkingar geta Verið stoLtir af og það er stefnan sem á að taka.

HöFNIN Í REYKJAVÍK:FISKMARKAðuR OPNAðuR

Höfnin breytir um LitReykjavíkurhöfn á sér fremur stutta sögu ef miðað er við aðrar evrópskar hafnarborgir. Hafnargerð hófst ekki í Reykjavík fyrr en árið 1913, þegar kaupmenn kröfðust þess að bæjaryfirvöld gerðu eitthvað í málunum en til þessa höfðu þeir einungis afnot af bryggjum sem þeir byggðu sjálfir við verslanir sínar. Höfnin í Reykjavík var á sínum tíma stærsta framkvæmd sem bæjarstjórn hafði ráðist í og gjörbreytti atvinnuháttum í borginni. Höfnin var fullbúin árið 1917 og með því stimplaði Reykjavík sig inn sem miðstöð heildverslunar fyrir landið allt og helsti togarabær landsins. Borgin byggðist upp útfrá höfninni, fólk tók að flytja í auknum mæli til Reykjavíkur og smátt og smátt þróaðist hún í þá litríku borg sem hún er í dag.

Frá því að hafnargerð hófst hefur svæðið þó tekið gífurlegum breytingum. Höfnin þjónaði lengi vel hlutverki sínu sem fiskihöfn en var auk þess notuð undir flutningastarfsemi. Hafnarsvæðið hefur stöðugt

stækkað og nýjar hafnir verið byggðar í Vatnagörðum, við Kleppsvík og Holtagarða. Þegar Sundahöfn var tekin í notkun árið 1968 var tilgangur gömlu hafnarinnar orðinn annar og öll vöruflutningastarfsemi fluttist smám saman í burtu.

Í seinni tíð hefur hlutverk hafnarinnar breyst enn frekar. Í stað þess að vera miðstöð útgerðar þjónar hún nú fyrirtækjum og ferðamönnum, trillukörlum og sjóstangaveiðimönnum. Skemmtiferðaskip leggja þar að landi, hvala- og fuglaskoðunarbátar sigla úr höfn með forvitna ferðamenn innanborðs, skútur af öllum stærðum og gerðum rugga um í rólegheitum og gómsætir veitingastaðir laða til sín svanga vegfarendur. Í dag bjóða veitingahúsa við höfnina uppá matseðla fyrir alla bragðlauka þar sem hægt er að fá mömmumat í Kaffivagninum, safaríkra hamborgara í Búllunni, sushi í Suhismiðjunni og að sjálfsögðu gómsæta humarsúpu og annað sjávarfang hjá Sægreifanum, svo nokkuð sé nefnt.Höfnin í dag er staður fyrir alla

fjölskylduna. Fyrir börnin er hún sannkallað ævintýraland. Þar eru fuglar, bátar og fiskar og kjörið að mæta með veiðistöng á góðviðrisdegi og renna fyrir fisk sér til skemmtunar. Auk þess er nú hægt að fræðast um sögu Reykjavíkur sem útgerðarbæjar í hinu stórskemmtilega Sjóminjasafni sem er með frábærar sýningar á sögulegum minjum sem tengjast útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík.

fiskmarkaður er framtíðinFramtíð Reykjavíkur sem hafnarborgar er stöðugt í umræðunni. Árið 2017 verður gamla höfnin 100 ára og því tími til kominn að lífga uppá hafnarstemmninguna og samþykkja heildarskipulag fyrir svæðið. Á síðasta ári efndi stjórn Faxaflóahafna í samvinnu við Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands til hugmyndasamkeppni um svæðið. Fjöldi tillagna barst inn á borð og í framhaldinu verður unnið úr ýmsum þeirra hugmynda sem komu fram til þess að byggja þar upp líflegt samfélag verslunar og þjónustu og gera höfnina að meirihluta miðbæjarins.

Í Austurhöfninni er tónlistar- og ráðstefnuhúsið nú þegar tekið að rísa en auk þess er verið að skoða ýmis tækifæri í frumkvöðlastarfsemi þar sem t.a.m. má nýta ferðamannastrauminn sem leggur að landi í jákvæða uppbyggingu á ýmiss konar starfsemi. Eitt athyglisverðasta verkefnið sem búið er að samþykkja og mun setja gífurlega skemmtilegan svip á svæðið verður þó að teljast opinn fiskmarðaður í gömlu höfnunni.

Í dag fer engin smásala á fiski eða sjávarafurðum fram á fiskmörkuðum á Íslandi. Það þekkist þó víða erlendis en markaðir af slíku tagi lífga verulega uppá hafnarsvæðin og gerir verslunina mun persónulegri. Kaupendur vita að þeir eru að fá það ferskasta sem völ er á , geta spjallað við fisksalann, sem jafnvel lumar á góðum uppskriftum og skunda heim með dýrindis flök beint úr sjónum, tilbúin á pönnuna eða í ofninn.

Búið er að samþykkja tillögu að árstíðabundum fiskmarkaði í gömlu höfninni í Reykjavík. Aðalgata markaðarins verður milli Tryggvagötu og Suðurbugtar þar sem Sægreifinn og Sushismiðjan eru til húsa en kostirnir eru ekki einungis nálægðin við sjóinn og miðbæinn heldur eru húsin sem þar standa hluti af atvinnu- og menningarsögu Reykjavíkur. Markaðurinn verður opinn einu sinni í viku til að byrja með og verður boðið uppá ferskan fisk, harðfisk, reyktan og grafinn fisk og ferskt grænmeti. Draumurinn er síðan að svæðið verði hjarta Reykjavíkur hvað snertir sjávarafurðir, með verslunum og veitingastöðum sem sérhæfa sig í auðlindum hafsins.

Það eru því spennandi tímar framundan. Þegar höfnin í Reykjavík heldur uppá 100 ára afmæli sitt gerir hún það með stolti og sýnir um leið hvernig Reykjavík hefur þróast frá litlum útgerðarbæ í nútímalega menningar- og hafnarborg.

Page 69: Reykjavík 2010

69

SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3

BREYTT

REYKJAVÍKTEIKNAÐ

KVARÐI

HANNAÐ

BLAÐ

VERK

SÍMI 552-8740 FAX 562-8740NETFANG:

101 REYKJAVÍK

[email protected]

GYLFI GUÐJÓNSSON

arkitektar faí.OG FÉLAGAR ehf.

REYKJAVÍKURBORG, LAUGAVEGUR 4-6, TILLAGA AÐ UPPBYGGINGU OG ENDURNÝJUN.ÞRÍVÍDDARMYNDIR, SKÝRINGARMYND MEÐ DEILISKIPULAGSBREYTINGU Á REIT 1.171.3 (Uppdráttur 001, dags 2008-06-20)

1:200

gy/sjó sjó 2008-06-20

UPPBYGGING OG ENDURNÝJUNLAUGAVEGUR 4-6,

REYKJAVÍK08-837

ÞRÍVÍDDARMYNDIR

LAUGAVEGUR 4-6

003

óðinnVarðskipið Óðinn er hluti af Sjó-minjasafninu og liggur við sérstaka safnbryggju. Gestum safnsins gefst kostur á að fá leiðsögn um þetta merkilega skip sem tók þátt í öllum Þorskastríðunum og fór auk þess í fjölmarga björgunarleiðangra.

Víkin sjóminjasafniðSjómennska hefur skipað stóran sess á Íslandi allt frá upphafi byggðar en landsmenn hafa byggt afkomu sína meira eða minna á fiskveiðum. Á Granda er Sjóminja-safn Reykvíkinga en það hefur að geyma muni og sögu fiskveiða og siglinga hafnar-innar og Örfiriseyjar.

sægreifinnSægreifinn er heimsþekktur veit-ingastaður og fiskbúð við höfnina sem staðsettur er í gamalli verbúð við Tryggvagötu. Staðurinn er frægur fyrir humarsúpurnar sínar en blaðamaður new York Times sagði að það fyrsta sem maður ætti að gera þegar komið væri til Reykja-víkur væri að fara á Sægreifann og fá sér eina slíka.

dorgaÞað fylgir því mikil ró að setjast á Reykjavíkurhöfn með veiðistöng og renna fyrir fisk. útsýnið er frábært og gaman að horfa á bátana sigla inn höfnina. Þó svo að líklegt sé að aðeins veiðist marhnútar er það góð afþreying.

MARGT Að GERA Í REYKJAVÍKuRHÖFn

uPPbygging stendur nú yfir á Horni Lækjargötu og austurstrætis og á LaugaVegi 4-6. tiL að HaLda í núVerandi götumynd miðborgarinnar og VarðVeita sögufrægar minjar Verða Húsin endurgerð í stíL Við það sem áður Var. í stað niðurrifs og byggingar nútímaLegra HáHýsa sem Væru í LitLu samræmi Við umHVerfi miðbæjarins munu þar senn rísa Lágreist Hús í anda uPPVaxtarára reykjaVíkur.

uPPBYGGInG Í MIðBoRGInnI

KJALLARI = 455,0 m2 1. HÆÐ = 447,7 m2

2. HÆÐ = 289,8 m2

Laugavegur

LAUGAVEGUR 4 OG 6, GÖTUMYND SNEIÐING A-A

A A

A

A A

A

246

1A

8

3

3A

246

1A

8

3

3A

246

1A

8

3

3A

4 26810

Skólavörðustígur

10

5

2

4

246

1A

8

3

3A

K=2,27

K=16,95

K=0,00Laug

arve

gur

Skó

lavö

rðus

tígurÞak, max=8,50

TILLAGA, SAMTALS = 1.200 m2

SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3

BREYTT

REYKJAVÍKTEIKNAÐ

KVARÐI

HANNAÐ

BLAÐ

VERK

SÍMI 552-8740 FAX 562-8740NETFANG:

101 REYKJAVÍK

[email protected]

GYLFI GUÐJÓNSSON

arkitektar faí.OG FÉLAGAR ehf.

REYKJAVÍKURBORG, LAUGAVEGUR 4-6, TILLAGA AÐ UPPBYGGINGU OG ENDURNÝJUN.SKÝRINGARMYND MEÐ DEILISKIPULAGSBREYTINGU Á REIT 1.171.3 (Uppdráttur 001, dags 2008-06-20)

1:200

gy/sjó sjó 2008-06-20

UPPBYGGING OG ENDURNÝJUNLAUGAVEGUR 4-6,

REYKJAVÍK08-837

SKÝRINGARMYND

LAUGAVEGUR 4-6

002Horn Lækjargötu og austurstrætis Bruninn á horni Lækjargötu og Austurstrætis árið 2007 er flestum Reykvíkingum í fersku minni. Þar brunnu sögufræg hús og stórt skarð var höggvið í hjarta miðborgarinnar. Stuttu eftir brunann var ákveðið að endurbyggja húsin í upprunalegri mynd og halda þar með í gamla götumynd miðborgarinnar. Húsið við Lækjargötu 2, sem var byggt árið 1852, er t.a.m. hluti af átaksverkefni borgarinnar, Völundarverki, en það snýst um að viðhalda gömlu handverki sögufrægra húsa. nú er sú vinna á lokasprettinum. Búið er að auglýsa húsin til sölu og leigu, eftirspurnin var framar öllum væntingum og stefnt að því að afhenda húsin í haust. Þar verður fjölbreyttur rekstur sem glæðir hornið lífi á ný.

LaugaVegur 4-6Eftir langvarandi deilu náðist loks sátt um framtíð húsanna við Laugaveg 4-6. Málinu lauk með því að Reykjavíkurborg keypti húsin og um leið var fallið frá hugmyndum um að reisa háa hótelbyggingu á reitnum sem væri í litlum takti við núverandi götumynd. um er að ræða gömul hús sem marka upphaf götumyndar Laugavegar en Laugavegur 6 var byggt árið 1871 og Laugavegur 4 árið 1890. Eins og sjá má á skýringarmyndinni hér til hliðar verða Laugavegur 4 og 6 varðveitt í upprunalegri mynd og ytra byrði húsanna fært í það horf sem það var á fyrri hluta 20. aldar. Hugmyndir eru uppi um að byggja verslunarhús á bak við húsin en nákvæm útfærsla hefur ekki verið ákveðin. Stefnt er að þvi að endurgerð húsanna verði lokið í nóvember á þessu ári.

nýtt skipulag á Laugavegi 4-6..

Götumynd Austursstrætis.

Page 70: Reykjavík 2010

70

BJARTA reykjaVík

Miðborgin fékk skemmtilega upplyftingu síðasta sumar þegar verkefninu Bjarta Reykjavík var hrint af stað. Tyrfing Lækjartorgs markaði upphaf verkefnisins en þar gátu borgarbúar flatmagað í sólinni og notið ýmissa uppákoma. Miðborg Reykjavíkur er fallegur staður sem hefur upp á margt að bjóða, bæði sögufræg hús, útikaffihús og sælureiti þar sem hægt er að

njóta veðurblíðunnar. Má þar nefna Hljómskálann, Arnarhól, Austurvöll, Bakarabrekkuna og Mæðragarðinn, svo nokkur dæmi séu tekin. Mark-mið verkefnisins var að lífga uppá miðborgina og benda borgarbúum á þá fjölmörgu skemmtilegu staði sem þar eru. Margt spennandi var í gangi yfir sumarið. Kaffihús var opnað í Hljómskálanum, leiksvæði voru endurbætt, Hljómalindarreiturinn

var gerður að fallegu torgi þar sem haldinn var útimarkaður um hverja helgi og viðburðir fóru fram vítt og breitt um miðborgina þar sem skap-andi sumarhópar, Götuleikhúsið og listamenn skemmtu vegfarendum. Miðborgin er hjarta Reykjavíkur og er það markmið borgarinnar að gera hana að stað sem allir geta notið.

juan aLberto borqes deLPino aldur: 26 árastarf: Sundlaugarvörður í Sundlaug Vesturbæjar.

Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá borginni?Ég byrjaði í september sem þýðir að ég hef unnið hér í u.þ.b. 7 mánuði.

kanntu einhverja skemmtilega sögu úr þínu starfi?Það er allt svo skemmtilegt. En það er alltaf einstaklega gaman að fylgjast með eldri borgurum sem stunda vantsleikfimi á morgnana og sjá framfarirnar hjá þeim.

Hvað er það skemmtilegasta við starfið þitt?ætli það séu ekki bara samskiptin við sundlaugargesti.

Hvað er það besta við sundlaugar í reykjavík?Ólíkt sundlaugunum á Kúbu er hér mjög öruggt hreinsikerfi. Klór og sýrustigi er haldið jöfnu sem gerir laugarnar að mjög vænlegum stað. 

BoRGARSTARFSMAðuRInn

Page 71: Reykjavík 2010

71

Fjölskyldustaða: Er í sambúð og býr í Vesturbænum

Menntun: Lögræðipróf frá Háskólanum í Reykjavík og Lögmannsréttindi.

Áhugamál: Ferðast vestur á firði, ljósmyndun og samfélagsmál.

Hver eru helstu málefni þín innan borgarinnar?Ég hef áhuga á atvinnulífinu og tel það vera mikilvægan málaflokk. Þó að það sé ekki endilega hins opinbera að búa til öll verkefnin þá má ekki gleyma því að við verðum að búa til atvinnuskapandi umhverfi í borginni. Það er okkar að búa til kræsilegt umhverfi til að stofna fyrirtæki. Fólk með hugmyndir og dirfsku getur búið til eitthvað stórkostlegt og við berum ábyrgð á því að hlúa að þeim verkefnum. Það er einnig stutt í áhuga á félagsmálum og ungmennum þar sem ég vann í mörg ár í Hinu Húsinu sem einn af frumkvöðlum Jafningjafræðslunnar. Á undanförnum mánuðum hef ég auk þess verið að kynna mér beint lýðræði. Mér þykir það mjög spennandi vettvangur og öflugt skref í átt til aukins lýðræðis og er mjög spennt fyrir því að skoða það mál frekar.

Hvaða hugmyndir ertu með til að búa til atvinnuskapandi umhverfi í borginni?Í fyrsta lagi að auka ekki álögur á fyrirtæki. Síðan er þetta að miklu

leyti skipulagsmál, að í skipulagi sé haft í huga hvernig verslun og þjónusta þrífast í samhengi við íbúabyggð. Á næstu misserum má gjarnan fara að skoða miðborgina með fjölgun ferðamanna í huga. nú er t.d. ljóst að mikill fjöldi skemmtiferðaskipa er að fara að koma hingað og það er mjög dýrmætur ferðamannastraumur sem myndi skottast hér um göturnar. Það væri því gaman að skoða hvaða möguleikar eru í Faxaflóahöfn. Þar væri hægt að vinna með skemmtilegar hugmyndir.

Hvernig sérðu reykjavík þróast?Ég held að Reykjavík hafi daðrað við alla þá anga sem hún vill standa fyrir og merkilegt hvað hún hefur farið víða, tekið að sér mörg verkefni og sinnir mörgum hlutverkum. Ég held að núna muni hún þroskast að því leytinu til að hún mun fara að velja hvað hún vill standa fyrir og hvað verður sett á oddinn. Ég held að Reykjavík hafi alla burði til þess að verða hrein og falleg umhverfisvæn menningarborg sem Reykvíkingar geta verið stoltir af að búa í. Ég held að það sé mikilvægt að við hlúum

að miðbænum, því þrátt fyrir að það búi ekki allir þar þá eiga Íslendingar almennt að hafa ástæðu til að vera stoltir af miðborginni sinni.

Af hverju sjálfstæðisflokkurinn?Þegar ég fór að hafa meiri áhuga á pólitík þá fann ég fljótt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest það að geyma sem ég vil standa fyrir og held að sé samfélaginu til góðs. Það er auðvitað ekkert fullkomið og alltaf hægt að gera betur og það sem er fallegt við stjórnmál almennt er að þar er verið að takast á endalaust til að gera betur. Ég finn mig mjög sterkt í Sjálfstæðisflokknum fyrir þá virðingu sem hann sýnir einstaklingnum og að hann fái að vera sá sem hann vill, svo lengi sem hann meiðir ekki aðra. Ég vann sem framkvæmdastjóri V-dagsins í nokkur ár með laganáminu og tók eftir því að það kom fólki mjög á óvart að ég skyldi fara í Sjálfstæðisflokkinn. Fólk gerði yfirleitt ráð fyrir að ég væri vinstri sinnuð útaf áhuga mínum á réttinda málum kvenna. Mér þótti það ansi áhugavert. Það er auðvitað

þekkt að það voru konur á vinstri vængnum sem beittu sér hvað helst fyrir réttindum kvenna en í dag eru þessi réttindi, t.a.m. varðandi kynferðisofbeldi, löngu bundin í lög. Þau eru mannréttindi. Mér þótti því áhugavert að það væri oft þessi slagsíða í pólitíkinni því eins og ég leit á þetta þá snerist baráttan sem ég var að vinna að baráttu fyrir frelsi. Því þú ert ekki frjáls nema að vera frjáls undan ofbeldi annarra. Ég held að það sé tími til kominn að við förum upp úr þessum hjólförum að einhverjir flokkar eigi ákveðin málefni, sérstaklega þegar þau eru orðin að mannréttindum, því málstaðurinn líður fyrir það ef hann er alltaf í einhverjum lúmskum pólitískum slag.

„ÞÓ Að ÞAð SÉ EKKI EnDILEGA Hins oPinbera Að BúA TIL ÖLL Verkefnin ÞÁ MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ Að VIð VERðuM Að BúA TIL atVinnuskaPandi umHVerfi í borginni.”

HiLdur sVerrisdóttir

sem framkvæmdastjóri V-Dagssamtakana.

hildur á ferðalagi í Uganda. Í göngu á hornströndum.

Page 72: Reykjavík 2010

72

Í Reykjavíkurborg er fjöldi gamalla húsa sem þarfnast viðhalds. Á sama tíma býr þar margt hæfileika-ríkt, handlagið fólk sem hefur ekki atvinnu vegna efnahagsástandsins. Reykjavíkurborg sá sér leik á borði og kom af stað átaksverkefninu Völundarverk, þar sem kraftarnir eru nýttir til að glæða gömul hús nýju lífi sem annars hefðu grotnað niður.Verkefnið er unnið í samstarfi við Vinnumálastofnun, Fræðslusetur Iðunnar, Húsafriðunarnefnd og Minjasafn Reykjavíkur og snýst um að fá atvinnulausa smiði, arkitekta og fleiri sem koma að smíði húsa til að læra þær aðferðir og handverk sem þarf til að viðhalda húsum sem eru jafnvel eldri en 100 ára.Völundarverkefnið á sér sænska fyrirmynd sem komið var af stað til að bjarga störfum, viðhalda fornu handverki og aðferðum og síðast en ekki síst að bjarga gömlum húsum

sem mörg hver voru illa á sig komin. Í Reykjavík er unnið að sömu mark-miðum. Hér ríkir atvinnuleysi um leið og þörf er á að sinna viðhaldi gamalla húsa, enda verðmæt tækifæri fólgin í því að týna ekki niður kunnáttu sem felst í endurgerðinni og handverkinu sem fylgir henni. nú þegar hefur Völundarverkið sinnt nokkrum húsum. Þar má nefna norðurpólinn, byggt árið 1904 og hýsti eina fyrstu veitingastofu bæjarins og Gröndals-hús, sem áður stóð við Vesturgötu 16b þar sem Benedikt Gröndal, skáld og náttúrufræðingur bjó, en húsið hefur nú verið flutt í Örfirisey. Síðast en ekki síst hefur verið unnið að húsunum á Laugavegi 4 og 6 sem hafa staðið þar frá 1890 og 1871. Af þessu frábæra verkefni skapast atvinna og handverksþekkingu hefur verið haldið við á sama tíma og merkar menningarminjar eru varðveittar fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

Ferðaþjónustan og framtíð hennar sem einn af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar er gífurlega mikilvæg í þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir í samfélaginu. Í þeirri vinnu er Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verk-færi sem mun nýtast borginni og landsmönnum öllum gífurlega vel. Þegar húsið verður fullbyggt verður

þar tónleikasalur sem tekur 1.800 manns í sæti, auk 750, 450 og 250 manna ráðstefnusala og með opnun hússins verður á Íslandi í fyrsta sinn hægt að taka á móti stórum ráðstefnum.

nágrenni hússins mun einnig skapa fjölmörg tækifæri. Búið er að

breyta hugsuninni varðandi svæðið og stórar byggingar sem hýsa áttu höfuðstöðvar Landsbankans og svokallað nýsis-svæði hafa vikið fyrir smærri einingum sem eru í mun meiri takt við miðborgina. Þar verða kaffihús, matsölustaðir, minjagripaverslanir og ýmiss önnur þjónusta og fyrir framan húsið

verður torg með litlum tjörnum og skúlptúrum svo Reykvíkingar geta notið umhverfisins alla daga. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið mun því blása skemmtilegu lífi í ferða-mannaþjónustuna og menningarlíf þjóðarinnar.

GöMuL HúS Fá AnDLITSLYFTInGu

TÓnLISTAR- OG RÁðSTEFnuHúSIð

Page 73: Reykjavík 2010

73

„Hjólaborgin Reykjavík“ er ekki bara draumur margra Reykvíkinga, heldur líka glæný áætlun um uppbyggingu Reykjavíkur sem fyrir-myndar hjólaborgar. Þótt nokkur þúsund Reykvíkingar hjóli á hverjum degi er bílaumferðin ráðandi og aðstæður fyrir hjólreiðafólk gætu verið miklu betri. Með markvissri uppbygginu hjólastíganets hyggst Reykjavíkurborg auðvelda þeim sem vilja hjóla, að gera það á ein-faldan og öruggan hátt. Markmiðið í Hjólaborginni Reykjavík er að

þétta hjólanetið í kringum helstu atvinnukjarna borgarinnar, þar með talið miðborgina. Á þessu svæði búa margir og rannsóknir sýna að fólk sem býr á þessu svæði velur í ríkari mæli en aðrir að ferðast gangandi og hjólandi til vinnu. Ástæðan er vafalítið sú að helmingur fólks velur að fara gangandi eða hjólandi, ef ferðin er 1 km eða styttri. 35% velja hjólið eða tvo jafnfljóta ef ferðin er undir 2 km. Það er því mikils að vinna með því að stytta vegalengdir.

Reykjavíkurborg var ein þriggja borga í Evrópu sem tilnefndar voru til nýsköpunarverðlauna Eurocities samtakan árið 2009. Tilnefninguna hlaut borgin fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykja-víkurborgar fyrir árið 2009. Tilnefnt verkefni Reykjavíkurborg-ar var hluti af viðamikilli hagræðingavinnu vegna fjárhags-áætlunar fyrir árið 2009. Kjörorð verkefnisins var „sparnaður án niðurskurðar“ þar sem áhersla var lögð á að hagræðing kæmi ekki niður á grunnþjónustu borgar-innar, störfum eða gjaldskrám. Til að tryggja sem bestu niður-stöðurnar leitaði borgarstjórn til starfsfólks Reykjavíkurborgar þar

sem farið var yfir stöðu mála í skipulögðum vinnustofum og starfsmenn fengu tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Alls tóku hátt í 3.000 starfsmenn þátt í þessari vinnu og fram komu um 1.500 tillögur til hagræðingar. Aldrei áður hefur verið leitað eftir svo víðtækri þáttöku starfsmanna vegna fjárhagsáætlunar en afraksturinn sýndi greinilega hvernig aukin sam-vinna getur skapað farsælar lausnir. Mikil viðurkenning er fólgin í tilnefningunni og veitir hún hvatningu til áframhaldandi góðra verka. Auk Reykjavíkurborgar voru borgirnar Malaga á Spáni og utrecht í Hollandi tilnefndar.

REYKJAVÍK VERðuR HJÓLABoRG VINNA VIð FJÁRHAGSÁæTLunREYKJAVÍKuRBoRGAR TILNEFND TIL VERðLAunA

MENNINGARMIðSTöð unGA FÓLKSInS

músíktiLraunirVeita ungum og upprennandi íslenskum hljómsveitum tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri.

skaPandi sumarHóParHér er frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að framkvæma eigin verkefni og hugmyndir í átta vikur yfir sumartímann, hvort sem er á sviði leiklistar, tónlistar eða myndlistar. Hitt húsið greiðir þá viðkomandi laun á tímabilinu sem gerir unga fólkinu

kleift að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.

sérsVeitinSérsveitin hefur það að markmiði að styðja fatlaða til sjálfstæðis, bæði sem einstaklinga, og í samskiptum við aðra. Innan sérsveitarinnar eru fjölmörg verkefni og má þar nefna Topp Starf sem gefur fötluðum tækifæri á að kynnast ýmsum störfum á almennum vinnumarkaði. Einu sinni í viku eru haldin svo kölluð Tipp Topp kvöld þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði.

atVinnuráðgjöfHitt húsið hefur boðið fólki á aldrinum 17-25 ára upp á aðstoð við atvinnuleit. ungt fólk getur því leitað til þeirra og fengið upplýsingar um vinnu erlendis, yfirlit um ráðningarmiðlanir og góð ráð.

brú miLLi menningarHeimaAlþjóðlegaur hópur ungs fólks sem á það sameiginlegt að búa á Íslandi. Hópurinn hittist einu sinni í viku og meðal þess sem hann gerir er að fara í ferðir eða á tónleika, halda menningarkvöld eða það sem meðlimir hafa áhuga á.

Hitt Húsið býður m.a. uPP á:Hitt Húsið var opnað árið 1991 og var hugmyndin að skapa aðstöðu þar sem ungt fólk ætti athvarf og gæti stundað tómstundir sínar. Hinu Húsinu var einnig ætlað að vera menningarmistöð ungs fólks ásamt því að veita því ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf.Hitt Húsið sinnir menningarstarfi af miklum móð og rekur meðal annars Gallerí Tukt í miðborg Reykjavíkur en galleríið er opið öllum á aldrinum 16 til 25 ára. Í kjallara hússins er einnig aðstaða fyrir tónleikahald og aðrar

uppákomur og á veturnar fer fram tónleikaröðin Fimmtudagsforleikur alla fimmtudaga. Auk þess stendur Hitt Húsið fyrir Götuleikhúsinu á sumrin en leikhópar þess hafa glatt gesti og gangandi sem átt hafa leið um miðborgina undanfarin ár. Það er fjölmargt um að vera í Hinu húsinu, allt frá tónleikum til atvinnuráðgjafar og er þeim sem vilja kynna sér starfsemina bent á að fara á www.hitthusid.is

Page 74: Reykjavík 2010

74

„ÁSTæðA ÞESS Að reykjaVík ER Í góðri stöðu TIL Að TAKAST Á VIð EFnAHAGSLEGAR ÞREnGInGAR ER FYRST oG FREMST Sú Að VIð Í borgarstjórn HÖFuM HAFT ÞRoSKA TIL ÞESS Að SEGJA: nú stöndum Við saman oG VInnuM Að SAMEIGInLEGuM HagsmunamáLum reykVíkinga oG LAnDSMAnnA ALLRA“

Page 75: Reykjavík 2010

75

forréttindi að Vinna í þágu borgarbúa

Hanna Birna hefur starfað í borgarstjórn frá árinu 2002. Hún segir borgarstjórastarfið eitt það áhugaverðasta og mest gefandi sem stjórnmálamaður fær að takast á við. „Ég lít á það sem algjör forréttindi að starfa fyrir Reykjavík og Reykvíkinga. Í senn er þetta starf þar sem ég þarf að takast á við risastór verkefni og stórar ákvarðanir en líka starf þar sem fólk leitar til mín með lausnir á viðfangsefnum í sínu daglega lífi, sem um leið geta gert lífið í borginni betra. foreldrar sem vilja meira val um þjónustu fyrir barnið sitt, ungt fólk sem vill með hugmyndum sínum bæta enn við okkar fjölbreytilegu borg eða eldri borgarar sem með visku sinni og reynslu koma með ábendingar um ýmislegt sem betur má fara. Þetta er því fyrst og fremst

mjög ánægjulegt þjónustustarf fyrir borgarbúa sem mér finnst einstaklega skemmtilegt að fá að sinna. Það er ekkert annað sem mig langar að gera í dag.“

Aðspurð hvað það var sem ýtti henni út í stjórnmál er Hanna Birna ekki lengi að svara: „Afskiptasemi og stjórnsemi,“ segir hún og hlær en bætir við: „Mér leiddist það hvernig jafnréttismálin voru stimpluð sem vinstri pólitík þegar margt í jafnréttisbaráttunni tengist ekki síður hugmyndum um einstaklingsfrelsi. Mig langaði að vera ein þeirra kvenna sem breytti þessu og tæki slaginn fyrir það sem ég tryði á. Það var ástæðan fyrir því að ég fór út í pólitík. Mig langar að hafa áhrif á umhverfi mitt. Mig langar að hafa áhrif á það sem næst mér stendur og búa til gott samfélag. “

stjórnmáLin Verða að breytast

„Vinnum saman í Reykjavík,“ svarar Hanna Birna að bragði þegar hún er spurð að því hvaða skilaboð hún ætli að senda Reykvíkingum í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Þetta

eru ekki innantóm orð því frá því að hún tók við starfi borgarstjóra í ágúst 2008 hafa vinnubrögð í borgarstjórn gjörbreyst. Meiri ró og festa hefur komist á og samstarf milli minnihluta og meirihluta hefur skilað árangri. Hanna Birna segir að við ríkjandi aðstæður sé ekkert annað í boði en að allir taki höndum

Hanna BiRNA kristjánsdóttir

borgarstjóri reykjaVíkur, Hanna birna kristjánsdóttir, er tVeggja barna móðir í fossVoginum. Hún stundaði nám í stjórnmáLafræði Við HáskóLa ísLands og Lauk meistaragráðu í aLþjóðLegum og eVróPskum stjórnmáLum frá edinborgarHáskóLa. Hanna birna tók Við embætti borgarstjóra á árinu 2008 og Hefur stýrt borginni af öryggi og festu. Hún Hefur unnið markVisst að þVí að efLa samVinnu í borgarstjórn og auka íbúaLýðræði. Hún teLur að stjórnmáL eigi ekki að snúast um Persónur, fLokka eða VaLdabaráttu HeLdur einungis um Hag aLLra borgarbúa. auk stjórnmáLanna Hefur Hanna birna gaman af góðum bókum, ferðaLögum og faLLegri Hönnun. mest af öLLu eLskar Hún þó sPennandi borgir og í reykjaVík finnst Henni best að Vera.

Page 76: Reykjavík 2010

76

saman til að tryggja að borgarbúar hafi það sem best - að fólki og atvinnulífinu vegni vel.

„Ástæða þess að Reykjavík er í góðri stöðu til að takast á við efnahagslegar þrengingar er fyrst og fremst sú að við í borgarstjórn höfum haft þroska til þess að segja: Nú stöndum við saman og vinnum að sameiginlegum hagsmunamálum Reykvíkinga og landsmanna allra,“ segir Hanna Birna, sem er sannfærð um að hin gömlu átakastjórnmál séu of dýru verði keypt fyrir landsmenn – það er hennar trú að stjórnmálin verði að breytast.

Hanna Birna hefur lengi gengið með þennan draum í maganum. „Þegar ég fór út í pólitík spurði ég sjálfa mig að því af hverju þetta væri svona? hver segir að pólitík þurfi að vera svona átakamiðuð? Ég hef lengi spurt mig að því hér á vettvangi borgarstjórnar hvers

vegna allt sé unnið á grundvelli hugmyndarinnar um minni- og meirihluta í sveitarstjórnum? hver segir að það sé endilega besta leiðin til að stjórna borg? ef við værum að reka fyrirtæki þar sem við myndum ráða fimmtán lykilstjórnendur, myndum við endilega segja þeim að vera í sitthvoru liðinu? Að átta manns eigi að stjórna fyrirtækinu á meðan hinir sjö nota allan sinn tíma í að gagnrýna hina átta. Myndi einhver segja að það væri góð leið til að reka fyrirtæki? Ég efast um það, auk þess sem það getur varla talist mjög lýðræðislegt. Mig langar að stjórnmálamenn hafi kjark og þor til að endurskoða allar þessar gömlu venjur og hefðir.“

Hanna Birna viðurkennir að oft hafi harkalega gefið á bátinn á kjörtímabilinu sem er að ljúka en í borgarstjórn sitji einstaklingar sem hafi haft þroska til að hefja sig upp yfir hefðbundið þras

dægurstjórnmála. „Þeir eru allir að vinna fyrir Reykjavík og nú er það mikilvægara en nokkuð annað.“

„Við getum ekki tekist á við þær áskoranir sem blasa við okkur með öðrum hætti. Ég er að tala um að borgarfulltrúar og allir Reykvíkingar horfi fyrst og fremst á það sem sameinar þá – horfi til þess að við erum fyrst Reykvíkingar, að við búum saman í þessu landi og þessari borg. Við viljum öll von og viljum tækifæri og við viljum að hér sé gott að búa,“ segir Hanna Birna og bjartsýni hennar á framtíð borgarinnar leynir sér ekki.

sköPum frjóan jarðVeg en ekki fjötra

Ein forsenda þess er að atvinnulífið fái að dafna og Hanna Birna segir að þar hafi Reykjavíkurborg ákveðnu hlutverki að gegna, þótt borgin geti aldrei tekið að sér það verkefni að tryggja öllum vinnu. Fyrst og síðast eigi borgaryfirvöld að skapa heilbrigðan og frjósaman jarðveg fyrir atvinnulífið. „Við eigum að bjóða upp á gott umhverfi en ekki fjötra fólk og fyrirtæki með hækkun skatta. Við eigum að ýta undir frumkvæði og skapa frjóan jarðveg þar sem ungt hæfileikaríkt fólk er að hasla sér völl og það höfum við gert með því til dæmis að styðja við frumkvöðlastarfsemi sem fram fer í toppstöðinni og hugmyndahúsi háskólanna, samhliða auknum framlögum í Nýsköpunarsjóð námsmanna og atvinnuátakssjóð fyrir ungt fólk.“

, ,Borgin hefur af miklum krafti staðið vaktina í atvinnumálum á þessu kjörtímabili. Með kröftugum framkvæmdum sem skapað hafa mörg mikilvæg störf, með fjölmörgum átaksverkefnum og með varðstöðu um atvinnu starfsfólks okkar, hefur Reykjavíkurborg gert allt sem í hennar valdi hefur staðið.”

Hanna Birna undirstrikar að skattar verði ekki hækkaðir og um leið tryggt að gjaldskrár fyrir grunnþjónustu verði áfram með þeim lægstu á landinu. „Það er risastór atvinnulífsákvörðun, jafnt fyrir heimilin sem fyrirtækin. Við getum ekki tekið meira úr vasa borgarbúa með skattheimtu. sem samfélag erum við að gera nóg af því í dag. Reykjavíkurborg getur komist af án þess, þannig að það er engin ástæða til,“ segir hún og bætir við að borgin hafi tryggt framkvæmdir til að halda úti atvinnu við þær aðstæður sem nú séu uppi. Slíkt sé hægt að gera á meðan atvinnulífið glími við mestu erfiðleikana. En síðan verði fyrirtækin og atvinnulífið að taka við.

Margir kynnu að óttast að í stað skattahækkana taki við miklar hækkanir á gjaldskrám borgarinnar. Því svarar Hanna Birna neitandi en bendir á að gjaldskrár í Reykjavík hafi verið frystar síðustu tvö árin og á einhverjum tímapunkti verði þær að taka mið af verðlagsþróun. „Við höfum sagt að við ætlum að tryggja að áfram verði gjaldskrár fyrir grunnþjónustu í Reykjavík með því lægsta sem þekkist á landinu. Þannig er það í dag og þannig verður

Page 77: Reykjavík 2010

77

það áfram. Borgarstjórn hefur öll sagt að við viljum standa með borgarbúum við þessar aðstæður og þetta er liður í að gera það.“

aukum VaL og VöLd íbúanna

Hanna Birna segist eiga sér þann draum að breyta stjórnmálunum, auka samvinnu milli flokka og auka vald íbúanna. „Þær tilraunir sem við höfum verið að gera og góð samstaða hefur verið um í borgarstjórn, snúast um að leita meira til íbúanna þegar kemur að ákvörðunum í þeirra málum og veita þeim meira val. Aukið val um þjónustu er ákveðin tegund af íbúalýðræði. Við höfum einnig gert fólki kleift að hafa áhrif á hvernig framkvæmdum er forgangsraðað í hverfunum með beinni kosningu, hugmyndaþingi og fundum í öllum hverfum.“

Aukið íbúalýðræði tengist grunnhugmyndum Hönnu Birnu um samvinnu í pólitík. „stjórnmál eiga ekki að vera verk einnar manneskju, verkefni eins flokks eða eins meirihluta. Ég hef aldrei séð stjórnmálin þannig og held að þau verði ekki góð þannig,“ segir Hanna Birna. Hún vill að allar dyr í pólitík verði opnaðar upp á gátt, þannig að hver einasti borgarbúi fái tækifæri til að hafa sitt að segja.

Hanna Birna telur að það megi gera enn betur og vill auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku til muna. Hún vill gera tilraunir með lýðræðið og blæs á þær gagnrýnisraddir sem segja að aukið íbúalýðræði muni hægja á ákvarðanatöku. „Lýðræði tekur tíma og það má alveg taka tíma. Ákvarðanir, í mínum huga, verða betri eftir því sem fleiri koma að þeim. Ég sé ekki eftir tímanum sem fer í það. Við búum í samfélagi þar sem fólk er vel upplýst. Við eigum að hlusta á fólkið og gefa því tækifæri og tíma. Við eigum að gefa lýðræðinu þann tíma sem það þarf. Það er ekki tími sem er illa nýttur.“

og borgarstjóri vill að tekin verði enn stærri og ákveðnari skref á komandi kjörtímabili og auka áhrif og völd íbúanna. „hverfisráð gegna mikilvægu hlutverki og ráða miklu en hver segir að þau eigi að vera skipuð fullnuma stjórnmálamönnum? Afhverju gefum við ekki íbúunum sjálfum kost á að taka þátt í starfi hverfisráðanna? Afhverju veitum við ekki borgarbúum tækifæri til að koma með tillögur inn í fagráð borgarinnar í stað þess að allt komi frá hagsmunaaðilum eða embættismönnum? Við eigum að opna þetta kerfi allt saman og vera óhrædd við að hleypa fleirum að. Við eigum að gera endalausar tilraunir til að koma valdinu til fólksins.“

kosningar Lágstemmdra Loforða

Það sem brennur á flestum borgarbúum eru verkefni komandi kjörtímabils. Hanna Birna segir að komandi kosningar séu ekki kosningar stórra loforða. Þetta séu kosningar lágstemmdra loforða um að grunnþjónustan verði varin af trúmennsku um leið og íbúalýðræði og valfrelsi borgarbúa er aukið. „Þetta eru loforð um að vinna saman að verkefnum fyrir Reykvíkinga þvert á flokka, þvert á meirihluta og minnihluta. Að standa vörð um það sem skiptir fólkið mestu; um börnin þeirra, um menntun barnanna, um leikskólana, um þá sem eldri eru, um litlu garðana í hverfunum, um leiksvæðin, um gangstígana, um allt nærumhverfið. Loforð um að verja allt það sem skiptir máli í huga fólks þegar það vaknar á morgnana og sofnar á kvöldin. Þetta eru ekki risastóru loforðin um byggingar, göng hér og brýr þar. Þetta eru loforð um að það sem mestu skiptir verði í lagi.“

„Brýnustu verkefni næsta kjörtímabils verða að halda utan um það sem næst okkur er, tryggja að það sé öryggi í því umhverfi. Við þurfum að halda áfram að tryggja að í Reykjavík ríki stöðugleiki og Reykjavíkurborg standi eins sterk og

hún er í dag. Verkefnið er að halda því áfram. Ég held að við getum það ef við berum gæfu til að vinna hlutina eins og við höfum verið að gera, þvert á flokkslínur.“ Hanna Birna segist hlakka mikið til kosningavinnunar sem framundan er og vonist auðvitað til að niðurstaðan á kjördag verði yfirlýsing um traust til áframhaldandi góðra verka fyrir Reykjavík ,,Ég vil að borgarbúar geri miklar kröfur til mín og vona að þeir hugsi; hún hefur sett okkar hagsmuni ofar öllu“ svarar Hanna Birna þegar hún er spurð um hvaða dóm hún vonist til að fá frá borgarbúum. „Að þeir treysti mér til að vinna vel og heiðarlega að þeim verkefnum sem skipta þá mestu. Ég tek mjög alvarlega það sem mér er treyst fyrir,“ segir Hanna Birna en bætir við brosandi að starf borgarstjóra sé lifandi og skemmtilegt.

„Ég er sannfærð um að hér í Reykjavík séu heimsins bestu tækifæri og með það í huga mun ég halda áfram að vinna fyrir Reykjavík,“ segir Hanna Birna að lokum.

Page 78: Reykjavík 2010

78

Hanna birna kristjánsdóttirBorgarstjóri

1

júlíus Vífill ingvarssonBorgarfulltrúi

2

kjartan magnússonBorgarfulltrúi

3

þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Borgarfulltrúi

4

gísli marteinn baldursson Borgarfulltrúi

5

björn gíslasonVaraborgarfulltrúi og

slökkviliðsmaður

11

jón karl ólafssonForstjóri

12

rúna malmquistViðskiptafræðingur

13

árni HelgasonLögmaður og formaður

Heimdallar

14

sveinn Hlífar skúlason Framkvæmdastjóri

15

magnús júlíussonHátækniverkfræðinemi við HR

21

nanna kristín tryggvadóttir Rekstarverkfræðinemi við HR

22

Helga steffensenBrúðuleikari og hönnuður

23

sindri ástmarssonútvarpsmaður og nemi

24

ragnhildur Pála ófeigsdóttir Sérkennari

25

brynhildur k. andersenHúsmóðir

26

margrét kristín sigurðardóttir Viðskiptafræðingur

27

sigurbjörn magnússon Hæstaréttarlögmaður

28

unnur arngrímsdóttir Danskennari

29

Vilhjálmur þ. Vilhjálmsson Forseti borgarstjórnar

30

FÓLKIð oKKAR í reykjaVík

Page 79: Reykjavík 2010

79

geir sveinssonFramkvæmdastjóri

6

áslaug maría friðriksdóttir Framkvæmdastjóri

7

jórunn ósk frímannsdóttir Borgarfulltrúi

8

Hildur sverrisdóttirLögfræðingur

9

marta guðjónsdóttirVaraborgarfulltrúi og kennari

10

ingibjörg óðinsdóttir Mannauðsstjóri

16

óskar örn guðbrandssonFramkvæmdastjóri

17

Pawel bartoszekStærðfræðingur og

kennari við HR

18

jarþrúður ásmundsdóttir Sérfræðingur

19

þorbjörn jón jenssonRafvirki

20

Page 80: Reykjavík 2010

80