Ársskýrsla náttúrustofu austurlands 2004 · 3 erlín emma jóhannsdóttir líffræðingur kom...

16
Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004

Upload: others

Post on 21-Mar-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands

2004

Page 2: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

Texti: Erlín Emma Jóhansdóttir, Guðrún Á. Jónsdóttir, Halldór Walter Stefánsson, Kristín Ágústsdóttir og Rán Þórarinsdóttir Ljósmyndir: Berglind Steina Ingvarsdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Rán Þórarinsdóttir, og Skarphéðinn Þórisson

Page 3: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

Efnisyfirlit Inngangur ........................................................................................................................................1 Hlutverk...........................................................................................................................................1 Starfsstöðvar ...................................................................................................................................1 Stjórn................................................................................................................................................2

Störf stjórnar ..............................................................................................................................2 Starfsfólk .........................................................................................................................................2 Verkefni...........................................................................................................................................3

Hreindýrarannsóknir og vöktun..............................................................................................3 Vöktun stofnsins...................................................................................................................4

Dreifing hreindýra á öllum árstímum............................................................................4 Aldurs- og kynjahlutföll, frjósemi og dánartíðni..........................................................4 Upplýsingum safnað úr veiðinni ....................................................................................4

Veiðikvóti og stofnlíkan.......................................................................................................5 Umhverfisstofnun, Hreindýraráð og ráðuneyti ................................................................5 Úrvinnsla eldri gagna og heimildasöfnun ..........................................................................5 Erlent samstarf ......................................................................................................................5

Fuglarannsóknir .........................................................................................................................5 Gróðurrannsóknir .....................................................................................................................6

Gróðurrannsóknir og vöktun vegna framkvæmda ..........................................................6 Hofsárdalur og Vesturárdalur í Vopnafirði ..................................................................6 Heiðarvatn á Fjarðarheiði ...............................................................................................7 Vöktun gróðurs í Reyðarfirði .........................................................................................7

Friðlýst svæði .............................................................................................................................7 Fólkvangur Neskaupstaðar..................................................................................................7 Hólmanes, fólkvangur og friðland .....................................................................................7

Umhverfismál sveitarfélaga......................................................................................................8 Ofanflóð .....................................................................................................................................8 Fræðslustarfsemi........................................................................................................................8

Náttúrugripasafnið................................................................................................................8 Starfsemi og rekstur .........................................................................................................8 Sýningar og safngripir ......................................................................................................8 Húsnæði.............................................................................................................................9

Vettvangsferðir....................................................................................................................10 Skólar ....................................................................................................................................10

Hasskötturinn .................................................................................................................10 Greiningar náttúrugripa .....................................................................................................10 Heimasíða.............................................................................................................................10 Sýningar ................................................................................................................................10

Verkefni sem stöðugt er unnið að ........................................................................................11 Samstarf við aðarar stofnanir .....................................................................................................11

Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun ..........................................................11 Aðrar náttúrustofur.................................................................................................................11 Búlandið....................................................................................................................................11

Ráðstefnur og fundir ...................................................................................................................11 Ýmsir samstarfsaðilar og viðskiptavinir....................................................................................12 Þakkarorð ......................................................................................................................................12 Skýrslur og fræðsluefni................................................................................................................12

Page 4: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

1

Inngangur Starfsemi Náttúrustofunnar 2004 var með svipuðu móti og undanfarin ár. Náttúrustofan reynir af fremsta megni að sinna því hlutverki sem henni er ætlað. Þar sem verkefni hennar eru fjölbreytileg og viðamikil verður varla hægt að sinna þeim öllum nema að stofnunin stækki verulega frá því sem nú er. Á árinu 2004 var unnið að fjölbreyttum verkefnum, víðs vegar um Austurland og utan þess, fyrir fjölmarga aðila og af fjölbreytilegu tagi. Hér fer á eftir yfirlit um helstu þætti starfsemi Náttúrustofu Austurlands árið 2004. Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands er birtur í sérstakri skýrslu.

Hlutverk Helstu hlutverk Náttúrustofunnar samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (60/1992) með síðari breytingum eru: - að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar, - að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og aðstoða við gerð náttúrusýninga, - að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöf, - að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um náttúruvöktun að beiðni sveitarfélaga, ríkis eða stofnana þeirra, einstaklinga, fyrirtækja eða annarra aðila og að annast almennt eftirlit með náttúru landsins, einkum í þeim landshluta þar sem náttúrustofan starfar. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (nr. 64/1994) með síðari breytingum er það ennfremur hlutverk Náttúrustofu Austurlands að annast vöktun og rannsóknir á hreindýrastofninum.

Starfsstöðvar Eins og undanfarin ár er Náttúrustofa Austurlands með höfuðstöðvar í Neskaupstað en útibú er á Egilsstöðum. Forstöðumaður er í Neskaupstað og þar er rannsóknastofa og bókasafn stofunnar. Í Neskaupstað er Náttúrustofan í fræðasetrinu Búlandi sem er

sambýli Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Sorpsamlags Miðausturlands og Verkmenntaskóla Austurlands. Útibúið á Egilsstöðum er í húsnæði hjá Skógrækt ríkisins. Starfsemin á Egilsstöðum snýst fyrst og fremst um hreindýr en einnig er unnið þar að fuglarannsóknum og

Mosalyng.

Neskaupstaður séður úr lofti. Haustskuggar sunnan megin fjarðar.

Page 5: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

2

fræðsluverkefnum. Í Neskaupstað er unnið að margvíslegum verkefnum svo sem gróðurrannsóknum, fuglarannsóknum, kortagerð, undirbúningi að vöktun gróðurs við álverið sem rísa mun í Reyðarfirði, verkefnum tengdum Staðardagskrá 21, ofanflóðaannálum, fræðsluverkefnum, umsjón með Náttúrugripasafninu í Neskaupstað, fólkvöngum í Fjarðabyggð o.fl.

Stjórn Samkvæmt lögum skal rekstrarsveitarfélag skipa þriggja manna stjórn náttúrustofunnar að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Núverandi stjórn var skipuð sumarið 2002 og í henni sitja: Líneik Anna Sævarsdóttir formaður, Einar Már Sigurðarson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Varamenn eru Einar Þórarinsson, Hákon Viðarsson og Böðvar Þórisson.

Störf stjórnar Á árinu 2004 voru haldnir 3 stjórnarfundir, þar af einn símafundur. Fundargerðir voru lagðar fram jafn óðum á fundum bæjarstjórnar Fjarðabyggðar eins og verið hefur frá upphafi. Helstu mál sem fjallað var um árið 2003 voru: - Kjarasamningar starfsfólks - Fjárhagsáætlun - Ársreikningur - Verkefnastaða - Fræðasetur í Búlandi - Starfsmannamál - Aðild fleiri sveitarfélaga að rekstri stofunnar Milli stjórnarfunda ber forstöðumaður gjarnan álitamál undir formann stjórnar og aðra stjórnarmenn og fær hjá þeim upplýsingar og ráðgjöf.

Starfsfólk Guðrún Á. Jónsdóttir gróðurvistfræðingur er forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands. Hún var í 100% starfi allt árið. Guðrún sér um daglegan rekstur, fjármálastjórn,

starfsmannamál, áætlanagerð, verksamninga og gróðurrannsóknir. Kristín Ágústsdóttir landfræðingur var í ríflega 75 % starfi allt árið. Helstu verkefni Kristínar voru gróðurkortagerð, umsjón með bæklingaútgáfu og heimasíðu náttúrustofunnar, verkefnisstjórn vegna undirbúningsrannsókna og vöktunar gróðurs við álverið sem er að rísa í Reyðarfirði, verkefni um byggingarár húsa á Fáskrúðsfirði í tengslum við mat á ofanflóðahættu þar og Staðardagskrá 21 fyrir Fjarðabyggð.

Vetrarblóm. Það blómstrar blóma fyrst að vorinu oftast í apríl.

Rákarhöfrung rak á Héraðssand í apríl 2004

Page 6: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

3

Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall í lok árs vegna vinnu við mastersverkefni sitt. Erlín Emma kom til starfa í staðinn fyrir Berglindi Steinu Ingvarsdóttur sem var í barnsburðarleyfi frá 1. febrúar 2004. Erlín Emma sá um Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, tók þátt í gróðurrannsóknum og rannsóknum vegna vöktunar álvers í Reyðarfirði og sinnti margvíslegum fleiri verkefnum.

Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur starfaði hjá Náttúrustofunni þar til í júlí 2004 en þá fór hann í 2ja ára leyfi.

Rán Þórarinsdóttir líffræðingur tók við starfi Skarphéðins og kom hún til starfa 1. september 2004. Aðalstarf Skarphéðins og Ránar er vöktun og rannsóknir á hreindýrum. Þar með talið áætlanagerð, ásamt samskiptum við stofnanir og einstaklinga sem tengjast hreindýrum. Skarphéðinn vann einnig að fuglarannsóknum og ýmsum fræðsluverkefnum.

Halldór Walter Stefánsson fuglarannsóknamaður hefur unnið fyrir Náttúrustofuna að ýmsum verkefnum en þó einkum fuglarannsóknum. Halldór vinnur sjálfstætt og var í um 50 % starfi árið 2003. Karólína Einarsdóttir líffræðinemi starfaði á Náttúrustofunni á tímabilinu júní til ágúst 2004 og var meginverkefni hennar rannsóknir á súrsmæru og lyngbúa. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þrátt fyrir þessa verkaskiptingu og sérhæfingu starfsmanna ganga allir starfsmenn í þau verk sem vinna þarf hverju sinni. Þannig eru flest verkefni unnin af fleiri en einum starfsmanni og oftast koma allir sérfæðingar stofunnar að þeim á einn eða annan hátt. Bókhald og endurskoðun Náttúrustofunnar hefur undanfarin ár verið unnið af stafsmönnum Deloitte & Touche. Það eru einkum Ína D. Gísladóttir og Þuríður Jónsdóttir sem hafa haft af því veg og vanda.

Verkefni

Hreindýrarannsóknir og vöktun Verkefnum vegna hreindýra má skipta í eftirfarandi:

?? vöktun stofnsins o dreifing/hagaganga á öllum

árstímum o vetrartalning í mars o frjósemi og dánartíðni í apríl o burðarathugun í maí o sumartalning í júlí o aldurs- og kynjasamsetning á fengitíma

?? mat á ágangi hreindýra á einstakar jarðir á Austurlandi og arðsútreikningar ?? gerð tillagna um veiðikvóta, ágangssvæði og skynsamlegan framgang veiðanna. ?? fræðslu og söfnun heimilda um hreindýr á Íslandi.

Hreindýrstarfar í Kringilsárrana í júlí 2004.

Hreindýr á láglendi í Tungu í júlí 2004.

Page 7: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

4

Vöktun stofnsins

Dreifing hreindýra á öllum árstímum Upplýsingar um fjölda og dreifingu hreindýra á öllum árstímum er ein meginforsenda fyrir ráðgjöf um veiðiþol og aðal forsenda arðsúthlutunar. Náttúrustofan skipuleggur tvær talningar á ári, vetrartalningu í mars á öllu Austurlandi og talningu í júlíbyrjun á Snæfellsöræfum og einnig var talið á Suðausturlandi úr flugi í byrjun júlí 2004. Auk þess er stöðug skráning í gangi allt árið á ferðum og dreifingu hreindýra í samvinnu við heimamenn. Vetrartalning 2004 heppnaðist ekki vel vegna veðurfars og snjóleysis sem gerði það að verkum að ekki var hægt að komast um hreindýrahagana. Í sumar-talningu á Snæfellsöræfum fundust 2298 dýr, langflest á Fljótsdalsheiði. Á Suð-austurlandi fundust 327 dýr á Lóns-öræfum, 246 í Nesjum og 21 á Mýrum.

Aldurs- og kynjahlutföll, frjósemi og dánartíðni Einungis er hægt að sjá aldurs- og kynjahlutfall í hreindýrastofninum á fengitíma. Austurlandi er skipt niður í níu veiðisvæði og er nauðsynlegt að skoða kynjahlutfallið á sem flestum svæðum. Niðurstöður þessara athugana eru forsendur úthlutunar veiðikvóta með tilliti til kyns. Stefnt er að því að hlutfallið sé svipað og gerist í stofnum sem ekki er veitt úr eða um 50% kýr, 30% tarfar og 20% kálfar að hausti. Eins og undanfarin ár var aldurs- og kynjahlutfall kannað víða á fengitíma í september og október. Þessar athuganir gengu vel árið 2004 og náðist að finna og skoða aldurs- og kynjasamsetningu á flestum svæðum. Í apríl er hægt að sjá hversu margar kýr bera um vorið. Nauðsynlegt er síðan að kanna hlutfall kálfa í stofninum á öllum árstímum. Niðurstöður segja til um nýliðun. Skoðaðar voru 158 kýr á Fljótsdalshéraði í apríl 2004 og reyndust nálægt 81 % þeirra vera kelfdar sem er heldur minna en 2003. Burður hreinkúa var kannaður á Vesturöræfum dagana 12.-14. maí 2004. Flest dýrin reyndust vera innan við Sauðá en einnig voru hópar undir hnjúkunum vestan Snæfells, á innsta hluta Syðradrags, kringum Kofaöldu og nokkur í Hálsi. Alls sáust 270 dýr. Um 35% kúnna var borinn þann 13. maí 2004.

Upplýsingum safnað úr veiðinni Nauðsynlegt er að safna upplýsingum úr veiðinni til að fylgjast með líkamlegu ástandi hreindýranna, einkum nú er ýmsar athafnir mannanna þrengja að dýrunum. Veiðimenn skila inn upplýsingum sem Náttúrustofan vinnur síðan úr. Einnig skila þeir inn kjálkum sem nýtast m.a. við aldursgreiningu.

Hreinkýr með um tveggja daga kálf við Kofaöldu 13. maí 2004.

Hvergi snjó að sjá. Horft inneftir Hálsi frá Horni utan við Lindur 14. maí 2004.

Page 8: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

5

Veiðikvóti og stofnlíkan Náttúrustofa Austurlands vinnur tillögur að veiðikvóta fyrir Hreindýraráð. Kvótinn er gefinn út í desember fyrir veiðitímabil næsta árs. Náttúrustofan lagði til að kvótinn yrði 800 dýr fyrir árið 2005 sem er sami kvóti og verið hefur tvö undangengin ár.

Umhverfisstofnun, Hreindýraráð og ráðuneyti Umhverfisstofnun sér um allt er lýtur að nýtingu hreindýranna. Náttúrustofan var í góðu samstarfi við Karen Erlu Erlingsdóttur sem fór með þessi mál hjá Umhverfisstofnun 2004. Fulltrúi Náttúrustofu Austurlands sat alla fundi Hreindýraráðs á árinu en ráðið er nú einungis ráðgefandi um hreindýramál. Umhverfisstofnun skiptir arði af hreindýraveiðum á milli landeigenda og ábúenda á Austurlandi. Arðskiptingin fer að stórum hluta (60%) eftir ágangi hreindýra og er það hlutverk Náttúrustofunnar að meta hann.

Úrvinnsla eldri gagna og heimildasöfnun Enn á eftir að vinna úr ýmsum upplýsingum sem safnast hafa um hreindýrastofninn, einkum síðustu 30 árin. Stöðugt er unnið að því að safna saman og koma fyrir á aðgengilegan máta öllu sem skrifað er og hefur verið skrifað um hreindýr á Íslandi.

Erlent samstarf Reynt er að fylgjast með niðurstöðum hreindýrarannsókna annars staðar á norðurhveli. Æskilegt væri að efla samstarf og samskipti Náttúrustofu Austurlands við erlenda hreindýrasérfræðinga ekki síst við Norræna hreindýraráðið (Nordisk organ för renforskning).

Fuglarannsóknir Unnið var að nokkrum verkefnum á sviði fuglarannsókna árið 2004. Flest tengjast þau mati á umhverfisáhrifum eða vöktun vegna framkvæmda.

Fæðuferðir lóms við Héraðsflóa voru kannaðar sumarið 2004 en það er liður í fuglavöktun vegna Kárahnjúkavirkjunar sem hófst á árinu 2004. Þessi vöktun er unnin undir stjórn og í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Með Náttúrufræði-stofnun Íslands var einnig unnið að fuglaathugunum í tengslum við mat á umhverfisáhrifum á Hraunum vegna fyrirhugaðra Hraunaveitna í tengslum við

Hreindýr í Heiðarenda í júlí 2004.

Hreindýr á Fellaheiði haustið 2004.

Spói á lambagrasþúfu.

Page 9: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

6

Kárahnjúkavirkjun. Í kjölfar rannsóknanna á Hraunum voru andfuglar taldir við og á Folavatni. Náttúrustofa Austurlands sá um fuglaathuganir á Fjarðarheiði í tengslum við rannsóknir vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Fjarðará og einnig var unnið að úrvinnslu á fugla-rannsóknum í Vopnafirði sem gerðar voru árið 2003 vegna mats á umhverfisáhrifum vegagerðar. Að lokum má nefna samstarf við Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík og Náttúrufræðistofnun Íslands í heildarátaki við að meta stærð flórgoðastofnsins á Íslandi.

Gróðurrannsóknir Rannsóknir á gróðurfari og gróðurkortlagning hefur verið eitt af meginviðfangsefnum Náttúrustofu Austurlands. Hefur þar verið um almenna gagnasöfnun að ræða en einnig þjónustu-verkefni fyrir ýmsa. Árið 2004 var unnið að nokkrum verkefnum á þessu sviði. Sumarið 2003 var unnin vettvangsvinna við gróðurkort-lagningu í friðlandinu við Miklavatn í Skagafirði. Verkefnið var unnið fyrir Náttúrustofu Norðurlands vestra og er liður í að afla gagna um friðlýst svæði í Skagafirði. Verkefninu var lokið með skýrslu til Náttúrustofu Norðurlands vestra haustið 2004. Sumarið 2004 var unnið að rannsóknum á því af hverju súrsmæra og lyngbúi eru sjaldgæfar tegundir á Íslandi. Þetta verkefni var nemendaverkefni sem unnið var af Karólínu Einarsdóttur líffræðinema og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Karólína starfaði við Náttúrustofuna sumarið 2004. Hún vann aðallega að rannsóknum á súrsmæru og lyngbúa en tók einnig þátt í öðrum verkefnum.

Gróðurrannsóknir og vöktun vegna framkvæmda

Hofsárdalur og Vesturárdalur í Vopnafirði Gerð var úttekt á gróðri á hugsanlegum vegarstæðum vegna nýs vegar frá Kinnarlandi og niður í Vopnafjörð, auk þess sem mat var lagt á verndargildi svæða. Skoðuð voru mögu-leg vegarstæði niður Hofsárdal og Vesturárdal með mismunandi útfærslum. Verkefnið var viðamikið þar sem um stór svæði er að ræða sem lítið hafa verið rannsökuð hvað þetta varðar. Verkefnið hófst 2003 og var bætt við gagnasöfnun 2004 og unnið að úrvinnslu og kortagerð haustið 2004.

Lyngbúi í gili ofan við Neskaupstað.

Séð niður með Hofsá frá melum ofan við Brunahvamm.

Page 10: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

7

Heiðarvatn á Fjarðarheiði Náttúrustofan gerði sumarið 2004 úttekt á gróðurfari við Heiðarvatn og á nokkrum smærri svæðum á Fjarðarheiði og við Fjarðará í Seyðisfirði vegna hugmynda um virkjun í ánni.

Vöktun gróðurs í Reyðarfirði Haustið 2004 gerði Náttúrustofan samning við Bechtel til 5 ára um vöktun gróðurs í Reyðarfirði. Verkefnið er unnið með ráðgjöf frá prófessor Alan Davison frá School of Biology við Newcastle Háskóla á Englandi og Leonard H. Weinstein frá Boyce Thompson

Institute for Plant Research við Cornell Háskóla í Ithaca í Bandaríkjunum.

Vöktunaráætlunin felur í sér að rannsaka hvort álverið hefur áhrif á gróður, vatn og jarðveg. Gerðar verða grunnrannsóknir til að meta heilbrigði gróðurs og efnainnihald vatns, jarðvegs og gróðurs áður en hugsanlegra áhrifa álvers fer að gæta. Þær rannsóknir verða svo endurteknar þegar álverið verður ræst og á fyrstu starfsárum þess til að sjá hvort áhrifa verði vart. Vöktunaráætlunin verður síðan endurskoðuð í ljósi niðurstaðna.

Friðlýst svæði Fólkvangur Neskaupstaðar

Náttúrustofan hefur fyrir hönd Fjarðabyggðar séð um eftirlit og gert tillögur um úrbætur í Fólkvanginum í Neskaupstað. Stofan sér um endurnýjun og endur-bætur skilta og merkinga, að hefta útbreiðslu lúpínu og gera tillögur um endurnýjun göngustíga. Sumarið 2004 voru nokkrir trépallar settir niður og sum fræðsluskiltin endurnýjuð. Þá var lúpínan var slegin.

Hólmanes, fólkvangur og friðland Árið 2003 var settur upp fræðslustígur í Hólmanesi og voru skilti endurnýjuð sumarið 2004. Einnig kom út bæklingur um Hólmanes fólkvang og friðland árið 2004 en í honum eru upplýsingar um náttúru svæðisins og gönguleiðir, ásamt korti og myndum. Árið 2004 var unnið að undirbúningi fyrir stígagerð í Hólmanesi og var verkefnið styrkt af Ferðamálaráði Íslands.

Vöktun gróðurs í Reyðarfirði skipulögð. Alan Davison og Guðrún Á. Jónsdóttir.

Fræðsluskilti í Urðarskarði í Hólmanesi.

Stund milli stríða í sýnatöku í Reyðarfirði. Erlín Emma Jóhansdóttir líffræðingur.

Page 11: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

8

Umhverfismál sveitarfélaga Frá vorinu 1999 hefur Náttúrustofa Austurlands unnið að verkefnum tengdum Staðardagskrá 21 fyrir Fjarðabyggð. M.a. hefur Náttúrustofan það hlutverk að sjá nefnd um Staðardagskrá 21 í Fjarðabyggð fyrir starfsmanni sem útfærir og sinnir verkum í samræmi við óskir nefndarinnar. Á árinu 2004 var samþykktri Staðardagskrá 21 í Fjarðabyggð fylgt eftir. Í tengslum við það voru samskipti við umhverfisnefnd og embættismenn sveitarfélagsins. Reglulega er fundað með staðardagskrárnefnd og þegar ástæða þykir eru ályktanir og ábendingar sendar bæjarstjórn og bæjarráði. Segja má að starfssemi Staðardagskrárnefndar Fjarðabyggðar hafi verið í lágmarki árið 2004. Vorið 2002 var gerður samningur milli Náttúrustofunnar og Austur-Héraðs um vinnu vegna Staðardagskrár 21. Verkefnið fól í sér söfnum upplýsinga um ástand valdra málaflokka í sveitarfélaginu og tillögur um val á lykiltölum sem ætlað er að meta árangur af staðadagskrárstarfinu á Héraði og stöðu mála þar samanborið við önnur sveitarfélög. Lokið var við þessa vinnu í upphafi sumars 2004 þegar skýrslum var skilað til Austur-Héraðs.

Ofanflóð Unnið var að upplýsingasöfnun um byggingarár húsa á Fáskrúðsfirði í upphafi árs 2003 og skýrsludrögum þess efnis skilað til Veðurstofu í janúar 2004. Verkefnið er liður í gagnasöfnun Veðurstofunnar til grundvallar mats á ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði.

Fræðslustarfsemi

Náttúrugripasafnið

Starfsemi og rekstur Sumarið 2004 var safnið opið alla daga frá kl. 13-17 tímabilið 1. júní – 31. ágúst. Safnið var einnig opið fyrir skóla og aðra hópa utan venjulegs opnunartíma þegar þess var óskað. Aðeins einn starfsmaður er fastráðinn að safninu, forstöðumaður í ¼ stöðu. Sumarstarfsmaður sér um ræstingu og einnig vörslu sýningarsalar þann tíma sem safnið er opið yfir sumartímann. Tveir starfsmenn voru fengnir í tiltekt á safninu fyrir sumaropnun 2004. Á árinu 2004 voru sýningargestir 655 og er það töluverð fækkun frá fyrra ári en þá heimsóttu 851 manns safnið. Útlendingar voru 18 og Íslendingar því 637. Að venju var nokkuð um skólanema.

Sýningar og safngripir Hefðbundin sýning á uppstoppuðum dýrum og steinum var eins og undanfarin ár í aðalsýningarherbergjum safnsins. Fyrir sumaropnun 2004 var auk þess sett upp ný tímabundin sýning í stað sýningarinnar um Hólmanes friðland og fólkvang sem var árið 2003. Lífríki vatnsins var nú tekið fyrir. Keypt var lítið fiskabúr sem var komið fyrir í litla sýningarherberginu og safnað í það smádýrum úr Hólatjörnum. Farinn var leiðangur hálfsmánaðarlega til að

Áhugasamir krakkar úr Nesskóla fylgjast með hvað kennarinn segir í heimsókn á Náttúrugripasafninu.

Page 12: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

9

safna dýrum og þeim sleppt í búrið. Fyrir ofan búrið voru settar upp myndir af helstu smádýrum sem leynast í vatninu auk smá fróðleiks um dýrin. Víðsjá var komið fyrir við hliðina á búrinu og var hægt að fá að skoða dýrin í henni. Það var mjög vinsælt, sérstaklega meðal krakka og komu sumir oft til að líta á dýrin. Gestir gátu spreytt sig á að greina dýrin upp á eigin spýtur með aðstoð bóka sem lágu frammi. Settar voru upp ljósmyndir af ýmsum vötnum og vatnsföllum sem Skarphéðinn G. Þóris-son hefur tekið. Auk þess fróðleikur um vistfræði vatnsins. Krakkar sem komu að heim-

sækja safnið voru hvattir til að teikna myndir tengdar vatninu og voru þær hengdar upp til prýði. Auk þess var fróðleikur um hringrás vatnsins sem krakkar gátu skoðað og litað. Hambjallan sem kom upp 2003 lét ekki kræla á sér og virðast aðgerðir við að eyða henni hafa heppnast. Gripir voru skoðaðir vandlega fyrir opnun en engin bjalla fannst. Náttúrugripasafnið fékk styrk úr safnasjóði árið 2004 til að koma upp fleiri fiskum og var

ákveðið að stoppa upp fleiri nytjafiska m.a loðnu, síld, kolmunna og hlýra. Verða þessir fiskar til sýnis næsta sumar. Laga þarf þá fiska sem eru fyrir á safninu, margir eru orðnir mjög ljótir og þarfnast viðhalds. Náttúrustofan fékk einnig styrk frá Menningarráði Austurlands 2004 til að taka saman og undirbúa handrit að sýningu um Helgustaðanámu. Verkefnið hófst í lok árs 2004 en verður unnið áfram 2005. Árlega kemur 10. bekkur Nesskóla í starfskynningu á Náttúrustofuna og var eitt verkefnanna að skrá alla gripi sem eru til sýnis á safninu. Nokkrir gripir bárust safninu að venju og má sem dæmi nefna netlufiðrildi frá Reyðarfirði en það er mjög sjaldgæfur flækingur hér á landi. Einnig fengum við nokkra fugla m.a. hettu-söngvara. Áhöfnin á Beiti NK kom með hornfisk og dílamjóra og áhöfnin á Berki NK kom með litla bramafisk og silfurbrama. Litli bramafiskur er mjög sjaldgæfur flækingur við Íslandsstrendur.

Húsnæði

Náttúrugripasafnið er til húsa að Miðstræti 1. Það háir safninu að það er á tveimur hæðum, sýningarými eru lítil og er aðgengi erfitt fyrir alla sem eru á einhvern hátt hreyfihamlaðir þar sem ekki er lyfta í húsinu. Aðkoma að húsinu er ekki heldur góð. Næsta vetur stendur til að safnið verði flutt á efstu hæðina í Hafnarhúsinu þar sem Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar og málverkasafn Tryggva Ólafssonar eru til húsa og verður þá aðstaða fyrir gesti væntanlega mun betri m.a. stærri rými sem auðvelda mun t.d. móttöku skólahópa.

Krakkar úr Nesskóla vinna verkefni um fugla á Náttúrugripasafninu.

Hávellur í Norðfirði 8. maí 2004.

Page 13: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

10

Vettvangsferðir Þann 8. maí 2004 efndu Ferðafélag fjarðamanna og Náttúrustofan til árlegrar fuglaskoðunar á Reyðarfirði og Norðfirði. Á báðum stöðunum var fuglaskoðunin á leirunum í botni fjarðanna og næsta nágrenni. Kalsaveður var á en þó mættu samtals um 30 manns í fuglaskoðun. Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fræddu viðstadda um fuglalífið, Halldór Walter Stefánsson á Reyðarfirði og Skarphéðinn G. Þórisson á Norðfirði.

Skólar Árlega kemur 10. bekkur Nesskóla í starfskynningu á Náttúrustofuna og vinnur að margvíslegum verkefnum. Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands leita talsvert til stofunnar vegna ýmiss konar verkefna. Þá hafa sérfræðingar stofunnar verið með gestafyrirlestra um eitt og annað er tengist starfssemi stofunnar. T.d. fengu hópar nemenda Verkmenntaskóla Austurlands 2004 kynningu á loftmyndum og notkun loftmynda, gróðurkortagerð og flokkun gróðurlenda.

Hasskötturinn Starfsmaður Náttúrustofu Austurlands var einn af 3 leiðbeinendum ungra vísindamanna í Verkmenntaskóla Austurlands 2004. Verkefni þeirra „Hasskötturinn“ var annað af tveimur verkefnum sem unnu landskeppni ungra vísindamanna 2004 og fór til Írlands haustið 2004 og keppti í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þáttur starfsmanns Náttúrustofu Austurlands var að leiðbeina um skipuleg vísindaleg vinnubrögð, úrvinnslu gagna og skýrsluskrif.

Greiningar náttúrugripa Talsvert er um fyrirspurnir og heimsóknir almennings með skordýr, steina, plöntur eða aðra náttúrugripi á Náttúrustofuna. Starfsfólk stofunnar tekur fúslega við öllum slíkum erindum og lætur einskis ófreistaðs til að greiða úr þeim. Náttúrugripum sem starfsfólk getur ekki greint er komið til annarra sérfræðinga. Þeir sem koma með gripi geta að sjálfsögðu fengið þá aftur þegar þeir hafa verið greindir en annars tekur Náttúrustofan fúslega við a.m.k. því sem á einhvern hátt telst sérstætt fyrir Austurland.

Heimasíða Heimasíða Náttúrustofu Austurlands (www.na.is) hélt áfram göngu sinni á árinu 2004. Fréttahornið var endurbætt og ýmsar upplýsingar endurnýjaðar. Þá hafa allar skýrslur Náttúrustofunnar verið aðgengilegar á vefnum frá árslokum 2003. Starfsmenn Náttúrustofunnar sjá um heimasíðuna og átti Kristín Ágústsdóttir þar drýgstan hlut.

Sýningar Náttúrustofan tók þátt í sýningunni Austurland 2004 sem haldin var á Egilsstöðum dagana 10.-13. júní 2004. Þar voru til sýnis ýmsir gripir og veggspjöld sem tengjast störfum Náttúrustofunnar. Fjölbreytt myndasýning um austfirska náttúru og starf stofunnar gekk í bás Náttúrustofunnar sýningardagana. Einnig var útbúinn lítill bæklingur um starf stofunnar sem var afhentur gestum sem komu í bás stofunnar. Aðsókn var mjög góð.

Ungir vísindamenn, Eva María Þrastardóttir, Stefán Þór Eysteinsson og Guðrún Elísa Brynjólfsdóttir.

Page 14: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

11

Verkefni sem stöðugt er unnið að Söfnun heimilda og gagna um náttúru Austurlands er verkefni sem stöðugt er unnið að. Bókasafn Náttúrustofunnar er enn lítið og vanbúið en vex þó árlega um nokkur eintök. Brýnt er að skrá safnið og skipuleggja það þannig að það nýtist sem best. Fyrir utan að efla bókasafnið er orðin mikil þörf á að skrá í gagnagrunn upplýsingar um náttúru Austurlands og gera slíkt gagnasafn aðgengilegt almenningi. Náttúrustofan sinnir ýmiss konar ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Þetta er í ýmsu formi t.d. óform-leg símtöl, viðræður, minnisblöð eða jafnvel lengri álits-gerðir. Einnig er oft leitað eftir umsögnum um frumvörp, þingsályktunartillögur eða mál sem til umfjöllunar eru hjá ýmsum stofnunum.

Samstarf við aðrar stofnanir

Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur starfa samkvæmt sömu lögum og skal boða forstöðumenn náttúrustofa til ársfundar Náttúrufræðistofnunar til að greina frá niður-stöðum rannsókna og samræma starfsemina. Slíkur fundur var haldinn í Reykjavík í október 2004. Þá er oft leitað til sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands með ýmsar fyrirspurnir, greiningar náttúrugripa og ráðgjöf af ýmsu tagi. Samstarf er einnig mikið og virkt við veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar vegna hreindýraverkefna.

Aðrar náttúrustofur Alls hafa sjö náttúrustofur tekið til starfa víðs vegar um landið. Samstarf þessara stofa hefur verið að þróast smám saman eftir því sem fleiri hafa bæst í hópinn og starfsemi þeirra eflst. Vorið 2002 var ákveðið að stofna til formlegs samstarfs náttúrustofa og í framhaldi var haldinn stofnfundur Samtaka náttúrustofa (SNS). Aðalfundur SNS var síðan haldinn í mars 2004. Markmið samtakanna er að vera vettvangur faglegs samstarfs um rannsóknir, auka tengsl náttúrustofa við innlendar og erlendar fagstofnanir og skiptast á skoðunum.

Búlandið Þegar Náttúrustofan og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fluttu í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands vorið 1999 varð til vísir að fræðasetri sem hefur síðan verið að þróast. Árið 2003 var ákveðið að nefna þetta fræðasetur Búland. Starfsfólk stofnana í Búlandinu stofnaði formlegt starfsmannafélag sem hefur á stefnuskrá að standa fyrir fræðslu og skemmtun fyrir félagsmenn og fór það vel af stað. Hannað var merki Búlandsins og stefnan tekin á víðtækara samstarf.

Ráðstefnur og fundir Kristín Ágústsdóttir sótti fund um hugmyndahefti staðardagskrár 21 sem haldinn var á Akureyri í september. Erlín Emma Jóhannsdóttir og Rán Þórarinsdóttir sóttu ráðstefnu Líffræðifélags Íslands sem haldin var í Reykjavík í nóvember 2004.

Ungur silfurmáfur á gömlum bryggjustaur á Norðfirði.

Page 15: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

12

Ýmsir samstarfsaðilar og viðskiptavinir Náttúrustofan átti árið 2004 samstarf við ýmis fyrirtæki og stofnanir auk þeirra sem fyrr eru nefndar. Náttúrustofan vann verkefni fyrir marga og má þar nefna: Fræðslunet Austurlands, Fjarðabyggð, Austur-Hérað, Vegagerðina, Verkfræðistofuna Hönnun, Veðurstofuna, Íslenska Orkuvirkjun o.fl. Einnig var unnið að rannsóknum með Náttúrustofu Norðurlands vestra og fleiri.

Þakkarorð Margir lögðu Náttúrustofunni lið við rannsóknir 2003. Fyrir utan starfsmenn stofunnar má nefna: Pál Leifsson, Reimar Ásgeirsson, Sigfús Þorsteinsson, Sigurð Guðjónsson, Skúla Benediktsson, Sævar Guðjónsson og Gunnar Ólafsson. Egilsstaðaútibú átti ennfremur afar ánægjulegt samstarf við Karenu Erlu Erlingsdóttur starfsmann Umhverfisstofnunar svo og Hreindýraráð og sérílagi Hákon Hansson formann þess. Margir leiðsögumenn með hreindýraveiðum og aðrir veittu Náttúrustofunni upplýsingar um hagagöngu hreindýra. Fjöldamargir taka þátt í hreindýratalningu ár hvert en of langt mál yrði að telja þá alla upp og marga aðra sem lögðu stofunni lið. Öllum sem lögðu stofunni lið er hér með þakkað kærlega fyrir.

Hálfdán Haraldsson, Helgi Hallgrímsson, Hjörleifur Guttormsson og Óskar Ágústsson voru sem fyrr velgjörðamenn og sérstakir velunnarar stofunnar. Hjörleifur Guttormsson færði Náttúrustofunni að gjöf kortabók með svokölluðum herforingjaráðskortum af öllu landinu. Kortabókin er komin úr dánarbúi bróður Hjörleifs, Páls Guttormssonar. Hjörleifi er færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Skýrslur og fræðsluefni Árið 2004 komu eftirfarandi skýrslur út: Skýrsla nr. 59. Gróðurfar í friðlandinu við Miklavatn í Skagafirði. Unnið fyrir Náttúrustofu Norðurlands vestra. Skýrsla nr. 58. Af hverju eru lyngbúi og súrsmæra sjaldgæfar tegundir á Íslandi? Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Skýrsla nr 57. Lykiltölur fyrir Austur-Héraði - tillögur. Unnið fyrir Austur-Hérað. Skýrsla nr 56. Staðardagskrá 21. Stöðumat á Austur-Héraði. Unnið fyrir Austur-Hérað. Skýrsla nr 55. Byggingarár húsa á Fáskrúðsfirði -DRÖG. Unnið fyrir Veðurstofuna. Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir 2003. Auk þessa var upplýsingabæklingur um Hólmanes unninn af Náttúrustofu Austurlands gefinn út af Fjarðabyggð.

Lónsöræfi 6. júlí 2004.

Kornsúrubreiða.

Page 16: Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2004 · 3 Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræðingur kom til starfa í maí 2004 og var í 100% starfi mest allt árið en minnkaði starfshlutfall

Mýrargötu 10 - 740 Fjarðabyggð - Sími 477-1774 - Fax 477-1923 - Netfang: [email protected] Miðvangi 2 - 700 Egilsstaðir - Sími: 471-2813 - Netfang: [email protected]