Öryggisgleraugu hlífar rykgrímur vinnufatnaður andlitshlífar - elkem … · inni á...

2
Lykilatriði Öryggisgleraugu Rykgrímur Vinnufatnaður Heyrnarhlífar Andlitshlífar Uppháir öryggisskór Hanskar Hjálmur Hver og einn fær úthlutað persónuhlífum sem hann ber ábyrgð á. Rétt notkun og góð umgengi um persónuhlífar skiptir meginmáli eigi þær að verja þann sem þær ber. Ef persónuhlífar eru gamlar, laskaðar eða úr sér gengnar skal strax skipta þeim út. Persónuhlífar, einar og sér, koma ekki í veg fyrir slys. Þess vegna ber að sýna fulla aðgát öllum stundum. Hinsvegar geta persónuhlífar komið í veg fyrir eða dregið úr afleiðingum slyss. Persónuhlífar eru síðasta víglína starfsfólks gagnvart alvarlegum atvikum. Það er einkenni á góðum vinnustað að starfsfólk aðstoði hvort annað við að hafa persónuhlífar í lagi. Þó það sé lágmarkskrafa að vera í uppháum öryggisskóm, með hjálm, öryggisgleraugu, hanska og í vinnugalla eru mörg störf sem krefjast viðbótarhlífa. Aldrei skal hefja nýtt verk nema það sé ljóst hvaða persónuhlífa er krafist. Persónu- hlífar A Bluestar Company Þriðja útgáfa; mars 2017

Upload: others

Post on 25-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Öryggisgleraugu hlífar Rykgrímur Vinnufatnaður Andlitshlífar - Elkem … · inni á athafnasvæði Elkem skulu ávallt vera með þessar hlífar nema á skilgreindu öryggissvæði

LykilatriðiÖryggisgleraugu

Rykgrímur

Vinnufatnaður

Heyrnarhlífar

Andlitshlífar

Uppháir öryggisskór

Hanskar

Hjálmur

Hver og einn fær úthlutað persónuhlífum sem hann ber ábyrgð á. Rétt notkun og góð umgengi um persónuhlífar skiptir meginmáli eigi þær að verja þann sem þær ber. Ef persónuhlífar eru gamlar, laskaðar eða úr sér gengnar skal strax skipta þeim út.

Persónuhlífar, einar og sér, koma ekki í veg fyrir slys. Þess vegna ber að sýna fulla aðgát öllum stundum. Hinsvegar geta persónuhlífar komið í veg fyrir eða dregið úr afleiðingum slyss. Persónuhlífar eru síðasta víglína starfsfólks gagnvart alvarlegum atvikum.

Það er einkenni á góðum vinnustað að starfsfólk aðstoði hvort annað við að hafa persónuhlífar í lagi.

Þó það sé lágmarkskrafa að vera í uppháum öryggisskóm, með hjálm, öryggisgleraugu, hanska og í vinnugalla eru mörg störf sem krefjast viðbótarhlífa. Aldrei skal hefja nýtt verk nema það sé ljóst hvaða persónuhlífa er krafist.

Persónu­hlífar

A Bluestar CompanyÞriðja útgáfa; mars 2017

Page 2: Öryggisgleraugu hlífar Rykgrímur Vinnufatnaður Andlitshlífar - Elkem … · inni á athafnasvæði Elkem skulu ávallt vera með þessar hlífar nema á skilgreindu öryggissvæði

Ef einhver fer nær fljótandi málmi en sem nemur 5 metrum skal viðkomandi vera klæddur viðbótar persónuhlífum sem eru: Leðurgalli, andlitshlíf með Thamshawn skeggi, töppunarhanskar og buxur með slettuvörn.

Mörg störf krefjast viðbótar persónuhlífa. Til dæmis þarf að nota andlitshlíf við heita vinnu eða þar sem málmagnir geta skotist í andlit. Notið hanska og heyrnarhlífar við hæfi og gætið þess að ryk- eða ferskloftsgrímur falli vel að andliti.

Hjálmur, öryggisgleraugu, uppháir öryggisskór, hanskar og vinnufatnaður eru lágmarks persónuhlífar. Allir sem eru inni á athafnasvæði Elkem skulu ávallt vera með þessar hlífar nema á skilgreindu öryggissvæði. t.d. skrifstofum. Innra lag og sokkar skulu vera úr eldtefjandi efnum.

Lágmarks persónuhlífarDæmi um auknar persónuhlífar Vinna við fljótandi málm