skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru...

16
Skagabyggð Aðalskipulag 2010-2030 Umhverfisskýrsla Nóvember 2010

Upload: others

Post on 11-May-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Skagabyggð Aðalskipulag 2010-2030

Umhverfisskýrsla

Nóvember 2010

Page 2: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

2

Skagabyggð Aðalskipulag 2010-2030

Önnur gögn:

Uppdráttur af Aðalskipulagi Skagabyggðar, dags. 22. nóvember 2010. Greinargerð aðalskipulagsins.

Iðjusvæði í Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030.

TBB Teiknistofa Benedikts Björnssonar Hreppsnefnd Skagabyggðar

Page 3: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

3

Efnisþættir 0.0 EFNISYFIRLIT............................................................................................... 3 1.0 SAMANTEKT ................................................................................................ 4 1.1 Tilgangur umhverfismats ........................................................................... 4 2.0 YFIRLIT YFIR EFNI SKIPULAGSÁÆTLUNAR........................................... 4 2.1 Tengsl við aðrar áætlanir............................................................................ 5 2.2 Stefnumótun, markmið og framsetning vegna umhverfisáhrifa............ 6 2.3 Umhverfisþættir og viðmiðun .................................................................... 7 2.4 Skilgreining á vægi áhrifa........................................................................... 7 2.5 Lýsing á umhverfisþáttum.......................................................................... 7 3.0 UMHVERFISMAT.......................................................................................... 8 4.0 STAÐHÆTTIR OG AÐSTÆÐUR ................................................................. 9 5.0 IÐJUVER Í LANDI HAFURSSTAÐA ............................................................ 10 5.1 Samráð og kynning ..................................................................................... 10 5.2 Stærð og áherslur umhverfismats ............................................................ 11 6.0 UMHVERFISMAT VEGNA FRAMKVÆMDA............................................... 13 11 6.1 Umfjöllun um kosti ...................................................................................... 13 6.2 Mótvægisaðgerðir og vöktun..................................................................... 15 6.3 Tengsl við aðrar áætlanir............................................................................ 15 6.4 Iðjuver í landi Hafursstaða, samantekt og niðurstaða............................ 15 Töfluskrá: Tafla 1. Umhverfisviðmið sem höfð verða til hliðsjónar við gerð umhverfisskýrslu...................13 Tafla 2. Skilgreining á vægi áhrifa við umhverfismat vegna iðjuvers og hafnargerðar..............13 Tafla 3. Samburður á umhverfisáhrifum kosta. .......................................................................14

Page 4: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

4

1.0 Samantekt Umhverfisskýrslan var unnin af Benedikt Björnssyni arkitekt, Rafni Sigurbjörnssyni oddvita, skipulags-og byggingarnefnd ásamt hreppsnefnd Skagabygggðar. Segja má að skýrslan sé tvískipt, annars vegar er fjallað um Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 í heild, en hins vegar er fjallað um iðjuverið í landi Hafursstaða sem sérstakt viðfangsefni. Skýrslan er byggð á aðalkipulagstillögunni og fyrirliggjandi gögnum um náttúrufar og skýrslu Framgöngu ehf. Frumkönnun á staðsetningu iðjuvers í landi Hafursstaða, 2005. Í tengslum við vinnu við aðalskipulagið sem lítur að iðnaðarsvæðinu var haft samráð við ráðgjafa vegna iðjuversins og Skipulagsstofnun vegna matslýsingar og áhersluatriði og umfangs verkefnisins. Í tengslum við umhverfismatsvinnu voru samráðsleiðir nýttar til að mikilvæg sjónarmið og upplýsingar kæmu fram. Helstu samráðsaðilar vegna iðjuvers voru:

� Skipulagsstofnun: Lögbundinn umsagnaraðili vegna umhverfismats áætlana. � Umhverfisstofnun: Lögbundinn umsagnaraðili við gerð umhverfismats áætlana. � Framganga ehf: Vegna hugmynda um iðjuver og hafnarmannvirki. � Siglingastofnun: Vegna hafnarmannvirkja í landi Hafursstaða. � Landsnet: Vegna línulagna.

Þá hefur verið landeiganda verið kynntar þessar hugmyndir og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta í tengslum við umræddar framkvæmdir. Haldinn var íbúafundur hinn 27. ágúst 2009 þar sem kynntar voru megin línur aðalskipulagstillögunnar og grundvöllur umhverfisskýrslunnar.

1.1 Tilgangur umhverfismats

Umhverfismat áætlana er aðferð til að auka gæði skipulagsáætlana, breyta þeim, þegar það á við, og samþætta þær fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Umhverfismat áætlana er ferli sem ber að fylgja við gerð skipulagstillagna svo leggja megi mat á hvaða áhrif tiltekin áætlun hefur á umhverfið í samræmi við lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með slíku mati á sá aðili sem mótar stefnu tiltekinnar áætlunar að vera betur fær um að greina samband skipulagsáætlunar og umhverfisáhrif hennar. Tilgangur þessarar umhverfisskýrslu er að greina frá því á hvaða hátt landnotkun og stefnumótun Aðalskipulags Skagabyggðar 2010-2030 geta haft áhrif á umhverfið. Þá er greint frá því hvert tillit var tekið til þessara áhrifa við mótun tillögunnar. Í 1. gr. laga um umhverfismat áætlana kemur fram að markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun, draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og sjá til þess að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða. Matsvinna við gerð aðalskipulagsins miðaði að þessu.

2.0 Yfirlit yfir efni skipulagsáætlunar

Frá seinni hluta árs 2007 hefur verið unnið að aðalskipulagi fyrir Skagabyggð í samræmi við 16. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Samhliða gerð aðalskipulagsins var unnið umhverfismat áætlunarinnar eins og lög nr. 105/2006 gera ráð fyrir. Skipulagsráðgjafi vann að gerð umhverfisskýrslu aðalskipulags Skagabyggðar í samvinnu við skipulags- og byggingarnefnd ásamt hreppsnefnd þar sem í fyrstu var lögð megináhersla á uppbyggingu iðjuvers í landi Hafursstaða. Í aðalskipulgsáætlun kemur fram stefna Skagabyggðar um landnotkun, þróun og mynstur í dreifbýli, samgöngukerfi og umhverfismál hreppsins til ársins 2030. Aðalskipulagið var unnið í samráði við íbúa hreppsins og aðra hagsmunaaðila í samræmi við markmið skipulags- og byggingarlaga. Aðalskipulag Skagabyggðar er skipulagsáætlun sem háð er umhverfismat skv. 3. gr. laga nr. 105/2006 um umhverismat áætlana. Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030:

• Markar stefnu vegna leyfisveitinga til framkvæmda sem eru tilgreindar í lögum um mat á Umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

• Er undirbúin og samþykkt af stjórnvaldi. • Er unnin samkvæmt viðeigandi lögum.

Page 5: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

5

Umhverfismat aðalskipulags Skagabyggðar 2010-2030 er hér sett fram í samræmi við kröfur um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, en á töflunni hér á eftir má sjá hverjar áherslur umhverfisskýrslunnar eru. Samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana skulu eftirfarandi þættir koma fram í umhverfismati aðalskipulags:

Í Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 og umhverfismati þess er fjallað um þessa þætti á eftirfarandi hátt:

Yfirlit yfir efni aðalskipulagsins. Sjá kafla 1 til 9 í greinargerð aðalskipulags. Tengsl við aðrar áætlanir. Sjá kafla 1.2 í greinargerð aðalskipulags, heimildarskrá

og kafla 2.1 í umhverfisskýrslu. Þar má sjá aðar áætlanir sem byggt hefur verið á við gerð aðalskipulagsins.

Upplýsingar um grunnástand umhverfis. Sjá forsendukafla aðalskipulags nr. 4 og 5 ásamt kafla 4 í umhverfisskýrslu.

Umfjöllun um líklega þróun umhverfisins án eftirfylgni aðalskipulagsins.

Sjá kafla 2 í umhverfisskýrslu.

Lýsing á umhverfisvandamálum sem varða aðalskipu-lagið, sérstakleg vegna þeirra svæða sem hafa sérstakt náttúruverndargildi.

Sjá forsendu aðalskipulags og kafla 2.0 í greinargerð aðalskipulags, sem fjallar um náttúruvernd og fleira.

Lýsing á umhverfisþáttum sem líkindi eru á að verði fyrir verulegum áhrifum við framkvæmd aðalskipulags.

Sjá kafla 3 og forsendukafla 4. og 5. í greinargerð aðalskipulags og kafla 2.3 í umhverfisskýrslu.

Upplýsingar um umhverfismarkmið sem stjórnvöld hafa samþykkt og varða aðalskipulagið og hvernig tillit hefur verið tekið til þeirra.

Sjá kafla 2.1 í umhverfisskýrslu.

Skilgreining, lýsing og mat á umhverfisáhrifum af framkvæmd aðalskipulagsins sem teljast veruleg.

Sjá kafla 5.0 í umhverfisskýrslu.

Skilgreining, ásamt lýsingu og mati á líklegum umhverfisáhrifum raunhæfra kosta við aðalskipulagið sem teljast veruleg.

Sjá kafla 2.0 í greinargerð aðalskipulagsins og kafla 6.4 í umhverfisskýrslu.

Upplýsingar um mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir, draga úr eða vega upp á móti verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.

Sjá kafla 6.2 í umhverfisskýrslu.

Lýsing á því hvernig matið fór fram, upplýsingar um vöktun vegna líklegra verulegra umhverfisáhrifa, ef um slíkt er að ræða.

Sjá umhverfisskýrslu.

Samantekt heildarniðurstöður teknar saman á einum stað.

Sjá kafla 6 í umhverfissýrslu og kafla 2.9 í aðalskipu-lagsgreinargerð.

2.1 Tengsl við aðrar áætlanir Við gerð umhverfisskýrslunnar verður skoðað og tekið mið af eftirfarandi áætlunum, íslenskum og erlendum; samningum og stefnuskjölum. Innlendar áætlanir Áætlanir til athugunar

Tengingar Möguleg áhrif við tillögugerð

Svæðisskipulag Austur-Húna-vatnssýslu 2004-2016.

Höfð er hliðsjón af svæðisskipulagi og mati á umhverfisáhrifum þess.

Líklegt er að svæðisskipulagið verði fellt úr gildi.

Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

Höfð er hliðsjón af aðalskipulaginu og mati á umhverfisáhrifum þess.

Tillagan mun ekki hafa áhrif á aðal-skipulagið.

Aðalskipulag sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022.

Höfð er hliðsjón af aðalskipulaginu og mati á umhverfisáhrifum þess.

Tillagan mun ekki hafa áhrif á aðal-skipulagið. Endurskoðun fer nú fram og mun verða leitast við að ná sam-ræmingu beggja megin hreppsmarka.

Aðalskipulag Blönduóssbæjar 2010-2030.

Höfð er hliðsjón af aðalskipulaginu og mati á umhverfisáhrifum þess.

Tillagan mun ekki hafa áhrif á aðal-skipulagið. Endurskoðun fer nú fram og mun verða leitast við að ná sam-ræmingu beggja megin hreppsmarka.

Deiliskipulagtillaga að Mánaskál og aðliggjandi svæði, þar sem um er að ræða breytingar.

Höfð er hliðsjón af deiliskipulaginu. Tillaga að aðalskipulagi kallar á deiliskipulagsgerð.

Page 6: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

6

Áætlanir til athugunar

Tengingar Möguleg áhrif við tillögugerð

Svæðisbundin áætlun um meðhöndlun úrgangs 2007-2020.

Gerð hefur verið svæðisáætlun um úrgangsmál fyrir Norðurá bs.

Ekki er gert ráð fyrir sorpförgun í Skagabyggð. Að Norðurá standa sveitarfélögin Akrahreppur, Blönduós-bær, Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitar-félagið Skagafjörður.

Velferð til framtíðar, Sjáfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020.

Tekið tillit gagnvart öllum málaflokkum.

Í samræmi við lagasetningu.

Samgönguáætlun 2007-2010. Höfð er hliðsjón af áætluninni við gerð aðalskipulagsins.

Gert var ráð fyrir fjárveitingu vegna Skagavegar (v.nr. 745).

Náttúruminjaskrá; 7. útgáfa. Höfð er hliðsjón af skránni við gerð aðalskipulagsins.

Þrjú svæði eru í hreppnum sem skilgreind eru „aðrar náttúruminjar”. Þau eru Kálfshamarsvík Rifsnes Ásbúðnavatn.

Náttúruverndaráætlun 2004-2008 og 2009–2013.

Höfð er hliðsjón við gerð aðalskipulagisins.

Hefur ekki áhrif.

Alþjóðlega samþykktir Markmið og ákvæði eftirtalinna samþykkta hafa áhrif á framtíðarsýn og stefnumótun aðalskipulagsins. Áætlanir til athugunar

Tengingar

Alþjóðasamþykkt um fuglavernd (París 1950). Allir villtir fuglar skulu verndaðir. Stjórnvöld mega veita undanþágu frá þessari reglu í þágu menntunar og vísinda og einnig varðandi vargfugla.

Ramsarsamningur. Samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi (Ramsar 1971).

Ekkrt svæði nýtur verndar vegna samningsins í Skagabyggð. Það er þó litið svo á að taka skuli mið af samninginum.

Samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífssvæða almennt í Evrópu (Bern 1979).

Gera skal ráðstafnir til að viðhalda og aðlaga stofnstærðir villtra dýra og plantna í samræmi við vistfræðilegar, vísindalegar og menningarlegar kröfur.

Samningur um líffræðilega fjöbreytni (Ríó 1992). Stuðla ber að verndun og líffræðilegri fjölbreyttni. Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Ríó 1992).

Reynt verði að draga úr gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum og viðtakar útstreymis gróðurhúsaloft-tegunda verði efldir.

Samningur um verndun menningar- og náttúru-arfleigðar heimsins (C 42/1995).

Aðildarríki skulu skilgreina, vernda , kynna og varðveita menningarar- og náttúruarffleifð sem hefur alþjóðlegt gildi.

2.2 Stefnumótun, markmið og framsetning vegna umhverfisáhrifa

Kafli 2 í greinargerð aðalskipulagsins fjallar um, ásamt stefnumótun og landnotkun, helstu umhverfisáhrif sem tillaga að aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030 hefur í för með sér. Farið er yfir áhrif tiltekinna málaflokka og stefnumótun þeirra m.t.t. umhverfisáhrifa. Í lok kafla 2 er farið yfir niðurstöður umhverfismatsins. Málaflokkarnir eru eftirfarandi:

• Náttúra og verndarsvæði, þar sem fjallað er um verndarsjónarmið og verndarsvæði (náttúruvá).

• Samfélag og byggð; þar sem fjallað er um hið manngerða í hreppnum, s.s. fyrirhugað iðnaðarsvæði.

• Atvinna; sem fjallar um landbúnað og iðnaðarsvæði. • Grunnkerfi, þar er fyrst og fremst fjallað um veitur.

Í aðalskipulagi Skagabyggðar eru tekin til mats stefnumótun um verndarsvæði, iðnaðarsvæði, samgöngur og raflínur.

Page 7: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

7

2.3 Umhverfisþættir og viðmiðun

Úrvinnsla áhrifaþátta er hefðbundin aðferð til að greina þá áhrifaþætti sem mestu skipta og er notuð til að koma í veg fyrir að of mikill tími og orka fari í atriði sem minna máli skipta. Í matslýsingu hefur slík vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir þættir

Áhrif á útivist og ferðamennsku. Áhrif á landnotkun og samfélag, þar með talin efnahag.

Náttúrufarslegir þættir Landslag og sjónræn áhrif. Áhrif á fugla, dýralíf og gróður. Áhrif á vatnsverndarsvæði. Áhrif á loftslag og alþjóðlegar skuldbindingar á sviði umhverfismála.

Heilsa og öryggi Loftmengun Öryggismál Hljóðmengun

Náttúru- og menningarminjar Áhrif á fornleifar og sögustaði. Áhrif á friðýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá. 2.4 Skilgreining á vægi áhrifa

Áhrif framkvæmdanna á einstaka þætti umhverfisins eru metin og gefin einkunn, m.a. eftir því hvort þau séu talin jákvæð eða neikvæð. Leiðbeiningar Skipulagsstofnunar eru notaðar við flokkun, vægi og viðmið einstakra þátta umhverfisins. Við matið verður notast við eftirfarandi skilgreiningu á vægi áhrifa; hagsmunir, nálægð við byggð o.fl. Skipuleggjendur og hönnuðir iðjuvers gegna því stóru hlutverki við val á stað og við að fella vegi og önnur mannvirki að landslagi.

+ Framkvæmd hefur talsverð jákvæð áhrif 0/? Framkvæmd hefur óveruleg eða óviss áhrif - Framkvæmd hefur talsverð neikvæð áhrif

2.5 Lýsing á umhverfisþáttum

Landslag og sjónræn áhrif Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á áhrifum á landslag og sjónræna þætti eru:

• Sérstaða/fágæti landslags út frá vísbendingum í 37. gr. laga um náttúruvernd. • Verndargildi skv. náttúruminjaskrá. • Megineinkenni landslags, s.s. lítt snortið/náttúrulegt yfirbragð landslags, form, litauðgi, fjöl-

breytni og landslagsheildir. Áhrif á fugla, dýralíf og gróður Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á umhverfisáhrifum á gróður eru:

• Válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir plöntur. • Listi yfir friðlýstar plöntur. • Sjaldgæfar plöntur og sérstæði á landsvísu. • 37 gr. laga um náttúruvernd. Samkvæmt þessari grein náttúruverndarlaga njóta mýrar og

flóar, 3 ha að stærð eða stærri sérstakrar verndar og skal forðast röskun þeirra eftir föngum. • Válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands um fugla og spendýr.

Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skv. 6. gr. skal gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagnvart villtum dýrum og búsvæðum þeirra og forðast óþarfa

Page 8: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

8

truflun. Við skipulag og landnotkun skal tekið tillit til villtra dýra og búsvæða þeirra, sbr. lög um náttúruvernd og skipulags- og byggingarlög. Áhrif á vistgerðir og búsvæði. Í Skagabyggð finnast flestar tegundir jarðvegs. Nokkuð hefur verið ræst fram og víða eru góð tún og beitilönd. Votlendi er á vissum svæðum og að einhverju leyti hefur þurrkun gengið til baka. Votlendi og sjávarleirur eru í nágrenni við ströndina. Fuglalíf er fjölskrúðugt og gegna strönd og vatnasvæði miklu hlutverki hvað það varðar. Mikið er af farfuglum og er viðkoma þeirra samofin fuglalífi á svæðinu. Skaginn, Skagaheiði og allt nágrenni þess er áhugavert svæði. Almennt má segja um svæðið allt að lítið liggur fyrir um grunnrannsóknir. Áhrif á fornleifar og sögustaði Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á áhrifum á fornleifar eru:

• Skráðar friðlýstar fornleifar skv. þjóðminjalögum nr. 107/2001. • Aðrar fornleifar (minjar 100 ára og eldri, s.s. byggðaleifar, haugar, greftrunarstaðir o.s.frv.)

skv. 9 gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001. • Unnið er að skráningu fornminja, en talið er að fornminjar muni ekki verða í hættu vegna

framkvæmda í sveitarfélaginu. Áhrif á landnotkun, samfélag og öryggismál Viðmið sem lögð eru til grundvallar við mat á áhrifum á landnotkun, samfélag og öryggismál eru:

• Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 m.s.br. • Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020. Útgefandi:

Umhverfisráðuneytið Í skipulags- og byggingarlögum segir að tilgangur þeirra sé m.a. að „stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða“ en samhliða því ber „að tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi“. Segja má að Stefnumörkun til 2020 sé frekari útfærsla á markmiðum. Áhrif á neysluvatn og vatnsvernd Viðmið sem lögð eru til grundvallar mati á áhrifum á neysluvatn og vatnsvernd teljast til almennra reglugerða. Nánar er þetta eftirfarandi :

• Reglugerð nr. 796/1999 m.s.br. um varnir gegn mengun vatns. • Reglugerð nr. 797/1999 um varnir gegn mengun grunnvatns. • Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.

Reglugerð, um varnir gegn mengun vatns, og reglugerð um varnir gegn mengun grunnvatns er umfram aðrar reglugerðir ætlað að koma í veg fyrir mengun vatns og umhverfis af mannavöldum og að takmarka afleiðingar mengunar sem þegar hefur greinst.

3.0 Umhverfismat Ekki verður farið í sérstakar rannsóknir vegna umhverfismats á aðalskipulaginu. Stuðst verður við þær upplýsingar sem liggja fyrir um grunnástand umhverfis. Safnað var gögnum í tengslum við mat á umhverfisáhrifum iðnaðarsvæðis á Hafursstöðum. Framkvæmdir eins og bygging iðjuvers hafa jafnan einhver sjónræn áhrif í landslagi, en einungis er spurning hversu mikil þau verða. Áhrifaþættir eru margir, s.s. kröfur um hönnun, gerð og eiginleikar lands, náttúruverndarhagsmunir, nálægð við byggð o.fl. Skipuleggjendur og hönnuðir gegna því stóru hlutverki við verkefnið í heild og m.a. að fella það að landslagi. Hér á eftir er greint frá umfangi matsins og þeim áhrifa- og umhverfisþáttum sem lagðir verða til grundvallar umhverfismati. Einnig er greint frá þeim viðmiðum sem verða notuð sem mælikvarði á áhrif breytinga á aðalskipulagi á viðkomandi umhverfisþætti. Forsendur við mat á umhverfisáhrifum byggja á þremur meginþáttum, sem eru:

� Viðmið í lögum og reglugerðum, stefnumótun stjórnvalda og skuldbindingar á alþjóðavísu.

Page 9: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

9

� Greining á einkennum og vægi áhrifa á einstaka umhverfisþætti skv. fyrirliggjandi gögnum. � Fyrirliggjandi umsagnir og athugasemdir lögboðinna umsagnaraðila, hagsmunaaðila og

almennings. Við matið er unnið eftir lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Einnig er stuðst við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um umhverfismat áætlana og flokkun umhverfisþátta. Við mat á vægi áhrifa á einstaka umhverfisþætti er stuðst við tiltekin viðmið, s.s. stefnumörkun stjórnvalda, alþjóðasamninga, lög og reglugerðir.

4.0 Staðhættir og aðstæður Norðurhluti hreppsins hét Skagahreppur en suðurhlutinn Vindhælishreppur fyrir sameiningu árið 2002. Hreppurinn er all landmikill eða um 490 ferkílómetrar. Fjölbreytilegt landslag og náttúra eru einkennandi fyrir hreppinn. Laxárdalur hinn fremri gengur inn í landið til suðurs, grösugur dalur sem liggur samsíða Langadal. Laxá ræður sveitarfélagamörkum milli Skagabyggðar og Blönduóss. Sunnan Laxár er Refasveit í Blönduóssbæ. Frá Laxá að Króksbjargi heitir Skagaströnd. Þar er undirlendi mikið milli fjalls og fjöru og gott ræktunarland. Nokkrir dalir liggja til austurs milli fjalla í Skagabyggð. Syðstur er Norðurárdalur. Um hann liggur Þverárfjallsvegur til Sauðárkróks. Norðar eru Brunnárdalur, Hallárdalur og Hrafndalur. Hrafná ræður sveitarfélagamörkum milli Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Hallárdalur er núna í eyði en áður voru þar margir bæir og blómleg byggð. Skagaheiði er norðan og austan við Skagastrandarfjöll. Hún er flatlend með fjölda vatna. Þegar utar dregur á Skagann er landið nokkuð grýtt en þó gróðurvinjar inn á milli og sauðland gott. Skagaheiði hækkar nokkuð til suðurs en er að jafnaði láglend og votlend. Víða er ágæt silungsveiði í vötnum en aðkoma að þeim er misjöfn þar sem ekki er akfært að sumum vötnunum. Vegna lítilla grasnytja við ströndina áður en farið var að þurrka land til ræktunar um miðja síðustu öld, var seljabúskapur algengur á Skagaheiði. Á gönguleiðum má víða sjá seljarústir. Dýralíf er fjölbreytt, einkum þó fuglalíf. Náttúruhamfarir einkenna ekki þetta svæði. Í þessum kafla er lítillega gerð grein fyrir helstu þáttum umhverfisins sem skipta máli varðandi efni skýrslunnar: jarðfræði, lífríki og veðurfar. Meginheimildin er greinargerð fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030. Gróður Gróður í Skagabyggð mótast af fremur svölu og þurru loftslagi. Talsverður munur er á fánunni í suður- og norðurhluta hreppsins. Votlendi er útbreitt í Skagabyggð. Dýralíf Landdýralíf á svæðinu er álíka fjölbreytilegt og gildir um landið allt. Heimildir um aðra flokka en spendýr, fugla og skordýr eru fremur litlar víðast hvar. Helstu landspendýr (villt) í Skagabyggð eru mýs, refur og minkur. Selur er algengur við ströndina. Fuglar Fjölbreytni og fjöldi fugla er mikill en miklar árstíðasveiflur eru í fjölda. Flestir fuglar fara um á fartíma vor og haust og á sumum leirum er lítið að gerast fyrir utan þennan mikilvæga tíma. Við ströndina er fjöldi fuglategunda, þar á meðal fýll, lundi, svartfugl, rita og nokkuð af æðarfugli. Ýmsir mó- og mýrarfuglar eru algengir, einnig skógarþrestir og auðnutittlingar. Hrafnar eru algengir en nokkuð er af smyrli og fálkum og branduglu. Leirur eru eitt mikilvægasta búsvæði margra fuglategunda sem sækja í mergð hryggleysingja, einkum orma, smávaxin skeldýr og mýflugulirfur. Sá hópur fugla sem reiðir sig hvað mest á leirur eru vaðfuglar eins og til dæmis tjaldur, heiðlóa, sandlóa, stelkur, jaðrakan, lóuþræll og sendlingur. Nokkuð er af fugli sem veiddur er til matar á vissum árstímum, þ.e. rjúpa, grágæs og heiðagæs. Minjar Nú liggur fyrir fornleifaathugun í Skagabyggð. Á skrá um friðlýstar fornminjar frá 1990 eru fornminjar í Skagabyggð á einum stað. Jarðfræði Gömul jarðlög eru ríkjandi í Skagabyggð, allt frá 3,3-8,0 milljón ára. Jarðlagastaflinn er að mestu samsettur úr basalthraunum sem runnið hafa út yfir mishæðalitið land, eitt út yfir annað. Oftast eru þunn svokölluð rauð millilög, en sums staðar eru þykkari setlagasyrpur. Láglendissvæðin eru gerð úr lausum jarðlögum og er þar víða djúpt niður á fast berg.

Page 10: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

10

Veðurfar Meðalhiti er nokru lægri heldur en þar sem heitast er á Íslandi. Þetta er um 2°C lægri hiti heldur en í Reykjavík. Úrkoma á svæðinu er með því minnsta á landinu, um helmingi minni en í Reykjavík. Svæðið er opið fyrir norðlægum vindum.

5.0 Iðjuver í landi Hafursstaða Frá fyrrri hluta ársins 2008 hefur verið unnið að aðalskipulagi fyrir Skagabyggð í samræmi við 16. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Frá upphafi þessarar vinnu hefur það legið fyrir að gert yrði ráð fyrir iðjuveri og höfn í Skagabyggð, framkvæmdir sem teljast háðar mati á umhverfisáhrifum. Í greinargerð Aðalskipulags Skagabyggðar, -kafla 5.6.7-, er fjallað um nokkra þætti sem þegar hefur verið gerð forathugun á vegna iðnaðarsvæðisins. Þessir þættir eru eftirfarandi: 1. Möguleg stærð iðjuvers 2. Staðhættir á iðnaðarsvæði 3. Jarðfræði iðnaðarsvæðis 4. Hafnarskilyrði

5. Veðurfar á iðnaðarsvæði 6. Samgöngur að iðnaðarsvæði 7. Umhverfismál á iðnaðarsvæði.

Aðalskipulagstillagan er matsskyld samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og er greint frá umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í skýrslu þessari. Umhverfismatið er unnið af Teiknistofu Benedikt Björnssonar -með aðstoð heimamanna.

5.1 Samráð og kynning Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030, með sérstakri áherslu á iðjuver og höfn í Eyjarey, var kynnt umsagnar- og hagsmunaaðilum og voru skipulagsgögn send þeim til umsagnar ásamt umhverfisskýrslu þessari. Samráðsaðilar:

• Vegagerðin • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra • Skipulagsstofnun • Umhverfisstofnun • Náttúrustofa Norðurlands vestra • Fornleifavernd ríkisins • Siglingastofnun • Veðurstofa Íslands • Ríkislögreglustjórinn Almannavarnadeild • Landsnet • Landsvirkjun • Orkustofnun • Iðnaðarráðuneyti

Þegar aðalskipulagið verður auglýst gefst 6 vikna frestur til athugasemda. Umhverfisskýrslan fór til athugunar Skipulagsstofnunar, hinn 7. júní 2010 (móttekið 21. september sama ár), eins og önnur skipulagsgögn. Gerði stofnunin nokkrar athugasemdir og eru þær taldar hér upp.

1. Greina þarf frá því hvort orka sé fáanleg sem standi undir starfsemi sem kallar á stórskipahöfn. 2. Iðnaðarsvæðið kallar á tengdar framkvæmdir, s.s. háspennulínur, vegi og efnistöku og um það

vantar upplýsingar. Að mati stofnunarinnar þarf að tímasetja rannsóknir og greina frá því um hvers skonar starfsemi er að ræða. Þá þarf að liggja fyrir hver áhrif hún hefur á umhverfið.

3. Fjalla þarf um þróun umhverfisins án tilkomu iðjuvers og hvort hægt sé að nýta nálægar hafnir.

Page 11: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

11

4. Rökstyðja þarf betur niðurstöðu umhverfismatsins, m.t.t. útivistar, ferðamennsku o.fl. þátta. 5. Rannsóknir sem liggja til grundvallar eru ekki nægar að mati Skipulagsstofnunar. 6. Vöktun umhverfisáhrifa er ekki hægt að ákveða nema grunnupplýsingar liggi fyrir.

5.2 Stræð og áherslur umhverfismats Um leið og ákveðið var að iðjuver í landi Hafursstaða yrði hluti af aðalskipulagi sveitarfélagsins var lagt mat á hvaða þætti væri nauðsynlegt að skoða m.t.t. umhverfisáhrifa, hversu ítarlega og hvaða umhverfisþættir og viðmið yrðu lögð til grundvallar við mat á umhverfisáhrifum þessarar áætlunar. Meðan á þessari vinnslu stóð var haft samráð við Skipulagsstofnun. Þar var aflað upplýsinga um aðferðafræðina varðandi framsetningu og grunnhugsun sem tengist þessari vinnu. Ekki var farið í sérstakar rannsóknir vegna téðar vinnu við umhverfismat heldur stuðst við þær upplýsingar sem fyrir liggja, þ.e. frá stofnunum, sveitarfélaginu og einstaklingum. Á fundi 13. júní 2005 ákvað Héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu að leita eftir því við fyrirtækið Framgöngu ehf. að gera frumkönnun á möguleikum þess að koma á fót iðjuveri á milli Skagastrandar og Blönduóss og skyldi gengið út frá hugmyndum um staðarval á svæðinu við Eyjarey. Síðar var þessum áformum breytt þannig að staðsetning í landi Hafursstaða þykir betri. Leitað var til SSNV-atvinnuþróunar um öflun upplýsinga og aðstoð við gerð skýrslunnar. Þessi skýrsla er meginheimild við gerð Umhverfisskýrslu þessarar. Nokkur grundvallaratriði:

• Rökstuðningur fyrir jákvæðum undirtektum hreppsnefndar við þessum framkvæmd-um er fram settur í kafla 2.3 í greinargerð Aðalskipulags Skagabyggðar 2010-2030.

• Um er að ræða uppbyggingu iðjuvers ásamt höfn. Þar er miðað við iðnað sem þarfnast a.m.k. 3 MW uppsett afl og notar yfir 15 til 20 milljónir kw/h orku á ári. Ennfremur er sá kostur tekinn til skoðunar að stærra iðjuver verði byggt, sem þarfast meiri orku.

• Ekki hafa ítarlegar athuganir verið gerðar vegna umhverfismála á svæðinu. • Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á jarðfræðilegum aðstæðum í landi Hafursstaða. • Gróðurfarsrannsóknir hafa ekki farið fram. • Ekki er vitað um sjaldgæfar plöntur eða dýr, en eftir er að gera nákvæma athugun á þessum

þáttum. Fuglalíf er nokkurt á svæðinu en það er ókannað. • Með framkvæmdunum er gert ráð fyrir mannvirkjum sem búast má við að verði all áberandi í

umhverfi sínu, þess vegna þarf að standa vel að hönnun og frágangi þeirra. • Vegna iðjuversins er auk þessa er gert ráð fyrir aðstöðubyggingum, vegum o.fl. • Háspennulínu þarf að leggja að iðjuverinu, þá þarf einnig að byggja tengivirki.

Nokkur önnur atriði úr skýrslunni Frumkönnun á staðsetningu iðjuvers í landi Hafursstaða: Mannfjöldi. Mannfjöldi eða breytingar á mannfjölda þurfa ekki að vera mælikvarði á búsetugæði. Í þróun mannfjöldans felast þó mikilsverðar vísbendingar um hvaða þætti í samfélaginu er mikilvægt að skoða áður en framkvæmdir hefjast. Efnahagur. Ekki er markmiðið með framkvæmdum við orkufrekan iðnað að skapa tímabundinn efnahagslegan ávinning meðan á framkvæmdum stendur heldur að reisa mannvirki sem til frambúðar skila arði til eigenda sinna og þjóðarbúsins. Framkvæmdirnar geta falið í sér efnahagsleg umsvif og mikilvægt er að greina hvaða áhrif þau hafa á afkomu fólks, fyrirtækja og stofnana. Mikilvægt er að skoða áhrif þessa framkvæmda á aðrar atvinnugreinar og athuga breytingar sem kunna að verða á samfélaginu. Vinnumarkaður. Mannaflinn í samfélaginu er auðlind og leggja þarf áhersla á að skoða m.t.t. menntunarstigs og sóknar til menntunar. Einnig þarf að skoða atvinnuþátttöku og atvinnuleysi. Sveitarfélög. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki varðandi formleg tengsl framkvæmdaaðila og samfélagsins á því svæði sem verður fyrir áhrifum af framkvæmdum við orkufrekan iðnað. Hjá sveitarfélögunum kemur

Page 12: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

12

einnig fram aðlögun samfélagsins að breyttum aðstæðum. Þannig verða sveitarfélögin fyrir ýmsum áhrifum sem meðal annars eru mælanleg í formi tekna og gjalda, af nýjum íbúum og með auknum kröfum um þjónustu. Húsnæðismál. Breyting mun verða á þróun fasteignamarkaðs á svæðinu allt frá því að sýnt þykir að af framkvæmdum verði. Æskilegt er þó að þetta verði hófstillt þróun. Fjárfesting í íbúðar-húsnæði mun aukast og rétt er að fylgjast með nýtingu, söluverði og leigumarkaði, bæði hvað varðar íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Afþreying. Möguleikar til útivistar og afþreyingar eru fjölmargir á svæðinu s.s. hestamennska, merktar gönguleiðir eru víða, stangveiði; en margar af bestu laxveiðiám landsins eru í sýslunni auk þess sem mikið er af veiðivötnum bæði í byggð og á heiðum uppi, íþróttahús eru bæði á Skagaströnd og Blönduósi. Tveir 9 holu golfvellir eru á svæðinu, þ.e. á Blönduósi og á Skagaströnd. Þjónusta. Efnahagslegir þættir ráða að jafnaði mestu um búsetuval fólks en þjónusta skiptir þó miklu máli varðandi búsetuskilyrði fyrir íbúana. Meginþættir þjónustunnar eru: Leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar, heilbrigðisþjónusta, almannavarnir, félagsþjónusta, verslun, tómstundir og útivist. Opinber grunngerð. Framkvæmdum við orkufrekan iðnað fylgir margvísleg uppbygging á opinberri grunngerð (þ.e. Infrastructure). Hér er um að ræða þætti sem geta bætt forsendur fyrir annarskonar atvinnustarfsemi. Má þá meðal annars nefna ferðaþjónustu, með bættum vegum á hálendi, í tengslum við virkjanaframkvæmdir. Einnig mætti nefna þætti sem varða vatns- og fráveitu, sorphirðu, aðgengi að orku, hafnir, vegi og fjarskipti. Nýting lands og auðlinda. Þegar litið er til iðjuvers í landi Hafursstaða er æskileg að skoða hvort nýting annarra staðbundinna auðlinda muni breytast, til lands og sjávar. Ferðaþjónusta og ferðamennska. Ferðaþjónustu þyrfti að skoða sérstaklega, s.s. fjölda ferðamanna, dreifingu þeirra og viðhorf til framkvæmdanna og samfélagsins á Norðurlandi. Samfélag og lífsstíll. Með framkvæmdum sem þessum er stefnt að því að stuðla að jákvæðri íbúaþróun. Líklega munu umsvif aukast á mörgum sviðum. Í skýrslunni var stuðst er við niðurstöður rannsókna frá Kjartani Ólafssyni hjá Byggðarannsókna-stofnun. Þessi texti er að nokkru breyttur og aðlagaður af hálfu höfundar Umhverfisskýrslunnar. Við greiningu á þeim þáttum sem hugsanlega geta orðið fyrir umhverfisáhrifum var tekið mið af fyrirliggjandi leiðbeiningum um flokkun umhverfisþátta, viðmið og vægi umhverfisáhrifa. Sjá einnig greinargerð Aðalskipulags Skagabyggðar 2010-2030, kafla 5.7.4. Einnig er vísað til fleiri efnisþátta sem fram koma í greinargerðinni, s.s. náttúrufar, fornminjar o.fl. Í umhverfisskýrslunni verður fjallað um eftirfarandi þætti:

• Landslag og sjónræn áhrif. • Áhrif á jarðfræði og jarðmyndanir. • Áhrif á dýralíf og gróður. • Áhrif á fuglalíf. • Áhrif á fornleifar og sögustaði. • Áhrif á útivist og ferðamennsku. • Áhrif á landnotkun, samfélag og öryggismál.

Auk umfjöllunar um þessa umhverfisþætti verður fjallað um samræmi þessa þáttar m.t.t. framtíðarsýnar og meginmarkmiða aðalskipulagsins. Einnig er fjallað um tengsl þessarar áætlunar við aðra áætlunargerð.

Page 13: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

13

6.0 Umhverfismat vegna framkvæmda

Í töflu nr. 1 eru tekin saman þau umhverfisviðmið sem lögð eru til grundvallar á umhverfismati tillögunar um uppbyggingu iðjuvers og hafnar í aðalskipulagi Skagabyggðar. Þess ber að geta að listinn er ekki tæmandi. Umhverfisviðmið eru notuð sem mælikvarði eða sem vísir sem notaður er til að meta einkenni og vægi þeirra áhrifa sem aðalskipulagið hefur í för með sér. Stefna Umhverfisviðmið Lög Lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, m.s.br. Lög um náttúruvernd nr. 44/1999, m.s.br. Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, m.s.br. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, m.s.br. Þjóðminjalög nr. 107/2001. Lög um landgræðslu nr. 17/1965, m.s.br. Vatnalög nr. 20/2006. Hafnalög nr. 61/2003.

Reglugerðir Skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Skipulagsáætlun Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030. Önnur stefnuskjöl stjórnvalda

Náttúruminjaskrá. Náttúruverndaráætlun 2004-2008. Válistar Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Tafla 1. Umhverfisviðmið sem höfð verða til hliðsjónar við gerð umhverfisskýrslu. Við greiningu á einkennum og vægi hugsanlegra umhverfisáhrifa er notast við þau hugtök sem skilgreind eru í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um flokkun umhverfisþátta, viðmið, einkenni og vægi áhrifa. Við matið verður notast við þá skilgreiningu á vægi áhrifa sem fram kemur í töflu hér á eftir. Hafa ber á huga nákvæmni áætlunarinnar þegar vægi áhrifa er metið. Vægi áhrifa Skýring Jákvæð + Jákvæð áhrif á umhverfisþátt Óveruleg 0 Óveruleg áhrif á umhverfisþátt Neikvæð - Neikvæð áhrif á umhverfisþátt Áhrif óljós ? Óljós áhrif á umhverfisþátt Tafla 2. Skilgreining á vægi áhrifa við umhverfismat vegna iðjuvers og hafnargerðar.

6.1 Umfjöllun um kosti

Um er að ræða þrjá kosti: • Fyrsti kosturinn, sem tekinn er til mats á umhverfisáhrifum er núllkostur, hann felur í sér að

ekki verði reist iðjuver í landi Hafursstaða. Þessi kostur þykir ekki aðgengilegur þar eð stefna sveitarstjórnar er sú að auka umsvif og möguleika til búsetu í Skagabyggð og nágrenni.

• Næsti kostur er lítið iðjuver sem hér er fram settur án undangenginna ítarlegra athugunana. Reist verði iðjuver og byggð höfn í tengslum við þá starfsemi.

• Síðasti kosturinn er meðalstórt iðjuver sem að öðru leyti fellur inn í þann ramma sem gildir um lítið iðjuver.

Forathuganir vegna iðjuvers hafa verið framkvæmdar af Framgöngu ehf sem hafði umsjón með verkefninu. Gögn hafa verið fengin frá: a) Siglingastofnun sem hefur skilað frumskýrslu um öldufarsrannsóknir. b) Veðurstofu Íslands sem hefur safnað veðurfarsupplýsingum og upplýsingar um hafíshættu í Austur-Húnavatnssýslu. c) Upplýsingar um berggrunninn og aðra jarðfræði hefur verið safnað af Hauki Jóhannessyni jarðfræðingi í skýrslunni „Ágrip af jarðfræði Austur-Húnavatnssýslu“. Iðjuver kostir: 1. Iðjuver verði ekki byggt. 2. Lítið iðjuver verði byggt. Stærð þessa iðjuvers miðist við fáanlega orku sem að mestu hefur verið

virkjuð.

Page 14: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

14

Iðjuver og höfn í landi Hafursstða - Umhverfisþættir

VALKOSTIR

Hagrænir og félagslegir

Náttúrfarslegir

Heilsa og öryggi

Náttúru- og menningarminjar

Verði byggt Iðjuver og höfn munu verða mjög jákvæðar framkvæmdir fyrir búsetu í hreppnum, bæði hvað varðar hagræn sem félagsleg gildi. Iðjuver og höfn af þessari stærð eru e.t.v. ekki það hagkvæmasta.

Nokkur náttúrfarsleg röskun mun eiga sér stað við byggingu tiltölulega stórra mannvirkja á landi sem verið hefur tún. Minna iðjuver þykir þó ekki koma til álita, enda kallar höfnin á visst lágmark hvað þetta varðar.

Uppbyggingin styður við bætt öryggi. Aukinn fjöldi íbúa eykur líkur á bættri heilsugæslu. Með þessu er einnig grundvöllur fyrir aukið vægi þessara mála. Vissir þættir í rekstri iðjuvers kalla á aukn-ar öryggisráðstafanir.

Á framkvæmda-svæðinu er ekki vitað um minjar sem brýna nauðsyn ber til að verja. Ítarlegri rannsóknir þurfa að fara fram.

Núll-kostur Engar framkvæmdir auka ekki hagssæld og umsvif í hreppn-um. Styrkir ekki byggðina.

Engar framkvæmdir vegna virkjunar skilja ekki eftir sig neina röskun náttúrunnar. Svæðið helst óbreytt.

Engar framkvæmdir munu að líkindum draga úr framförum. Svæðið helst óbreytt.

Engar framkvæmdir munu líklega tryggja varðveislu minja, þær sem eru fyrir hendi. Svæðið helst óbreytt.

Umhverfisþættir Núll kostur Verði byggt

Hagrænir og félagslegir 0 + Náttúrfarslegir + 0 Heilsa og öryggi + +

Náttúru- og menningarminjar + ? Tafla 3. Samburður á umhverfisáhrifum kosta. Niðurstöður frumathuganna: Bygging iðjuvers, með eða án hafnar, mun hafa í för með sér nokkur áhrif á landslag og jarðmyndanir, í samræmi við umfang iðjuversins. . Þá munu sjónræn áhrif verða mismikil eftir því hvor lausnin verður fyrir valinu. Þær tillögur sem gera ráð fyrir byggingu iðjuvers hafa í för með sér nokkur áhrif á jarðfræði og jarðmyndun á tiltölulega litlu svæði. Með aukinni orkuöflun verður meiri röskun á jarðfræði og jarðmyndun. Það helsta sem liggur fyrir um jarðfræðilegar aðstæður á iðjuverssvæðinu er að þar er lítið um laus jarðlög ofan á berggrunninum en það þarf að kanna betur. Varðandi virkjun er þetta óljósara enda hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvar virkja skal. Af þessum ástæðum er ekki hægt að fjalla um þennan þátt á núverandi stigi. Jarðfræði Austur-Húnavatnssýslu er skipt upp í fjóra höfuðflokka:

• Eldri berggrunnur (0,8 - 8 milljón ára gamall). • Yngri berggrunnur (10 - 800 þúsund ára gamall). • Hraun frá nútíma (yngra en 10 þúsund ára gamalt). • Laus jarðlög frá ísaldarlokum og síðar.

Jarðskjálftar gætu hugsanlega orðið allt að 6 á Richer á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er úttekt á sjaldgæfum gróðurfélögum og búsvæðum ekki til fyrir Austur-Húnavatnssýslu. Gróðurkort af stærstum hluta afrétta hafa verið gefin út. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (RALA) hefur unnið að gróðurkortagerð fyrir sýsluna í heild. Engin sérstök skráning eða úttekt hefur verið gerð á tegundafjölbreytni háplantna, mosa og flétta svo kunnugt sé. Einungis eru tiltæk gögn sem safnað hefur verið tilviljanakennt um útbreiðslu háplantna í 10 x 10 km reitum í gagnabanka Náttúrufræðistofnunar. Gera þarf gróðurkort af Hafurstaðasvæðinu og næsta nágrenni og einnig þarf að kanna dýralíf þar. Sama gildir um fuglalífið á þessu svæði. Fuglalíf virðist geta lagað sig vel að breyttum aðstæðum. Líklega fækkar þó tegundum fugla en fjölgar innan vissra tegunda. Æðarvarp er nytjað í Eyjarey en ekki svo að teljandi sé á Hafursstöðum. Þeir tveir kostir sem fela í sér tillögu um byggingu iðjuvers kalla á rannsóknir á hugsanlegum fornleifum á viðkomandi svæði. Þessar framkvæmdir eru taldar hafa mjög jákvæð áhrif samfélagið og hafa örvandi áhrif á ýmsa starfsemi.

Page 15: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

15

Núll kostur: Almennt álit íbúa í sveitarfélaginu er að þessi kostur sé ekki góður. Þessi lausn er ekki talinn uppfylla þau markmið sem sett hafa verið í atvinnumálum innan sveitarfélagsins. Þetta hefur m.a. verið staðfest í umræðu sveitarstjórnar. 1. Lítið iðjuver verði byggt Iðjuver af þessari stærð mun ekki valda

umtalsverðri röskun á umhverfinu.

2. Meðalstórt iðjuver verði byggt Iðjuver af þessari stærð mun valda nokkurri röskun á umhverfinu.

Tillaga 1: Lítið iðjuver gæti verið þannig að rask yrði í lágmarki. Þarna er því um að ræða

næst minnst áhrif á umhverfið. Tillaga 2: Meðalstórt iðjuver gæti verðið það stórt að búast má við töluverðu raski sem að

öllum líkindum mun kalla á mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

6.2 Mótvægisaðgerðir og vöktun Mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til vegna þessara framkvæmda sem felast í uppbyggingu iðjuvers eru þær að ganga sem faglegast til þessa verks og græða upp þar sem jarðraks verður og fyrir var gróið land. Miðað við að tillaga 1 verði fyrir valinu eru ekki lagðar til aðrar mótvægisaðgerðir en þær að vel verði að undirbúningi og framkvæmd staðið. Gert er ráð fyrir þannig vöktun að fylgst verði með áhrifum iðjuversins á ýmsa þætti náttúrufars og brugðist við með þeim hætti sem sérfræðingar og heimamenn leggja til.

6.3 Tengsl við aðrar áætlanir Ýmsir þættir í markmiðum sveitarstjórnar Skagabyggðar styrkjast með þessari áætlun um byggingu iðjuvers, sérstaklega hvað búsetu og atvinnumál varðar. Í þessu mætti ennfremur nefna öryggismál, samgöngur og fleira.

6.4 Iðjuver, samantekt og niðurstaða Fyrirhuguð framkvæmd, sem er hluti af Aðalskipulagi Skagabyggðar 2010-2030, samræmist stefnu sveitarfélagsins í málum sem styrkja búsetu og auka umsvif þar. Bornir hafa verið saman þrír kostir, núlllausn, þ.e. ekkert iðjuver og tveir kostir misstórra iðjuvera sem athugaðir hafa verið og gerðar forrannsóknir á. Af þeim er eftirfarandi kostur talinn henta best þegar heildin er skoðuð. Lítið iðjuver sem nýti þá orku sem þegar hefur verið virkjuð. Sú áætlun hefur óveruleg neikvæð áhrif á umhverfið en töluverð jákvæð áhrif á búsetu í sveitarfélaginu. Stærra iðjuver hefði meiri áhrif á umhverfið en myndi jafnframt styrkja búsetu meira á svæðinu einkum í nálægum kaupstöðum. Þær mótvægis-aðgerðir sem gripið verður til eftir að framkvæmdum lýkur eru þannig að dregið verði sem mest úr hinum neikvæðu áhrifum. Samanburður kosta Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu iðnaðar á þessu svæði komu fram fyrir rúmlega 20 árum. Árið 2005 var tekin saman skýrsla sú sem er meginheimild í umhverfisskýrslu þessari. Á meðfylgjandi uppdrætti er sýnd tilhögun iðnaðarlóðar og hafnarsvæði í megindráttum. Tilhögun iðnarsvæðis: Mörk iðnaðarsvæðis Hafnargerð: Fyrirkomulag hafnarsvæðis liggur ekki fyrir enn sem komið er, en vissar hugmyndir hafa verið settar fram, sjá mynd. Vegagerð: Gert er ráð fyrir að tengivegur að lóð komi frá Skagastrandarvegi til móts við iðnaðarlóðina. Þaðan er gert ráð fyrir vegi að hafnarsvæðinu, sbr. kort.

Page 16: Skagabyggð · vinsun farið fram og þar með verið ákvarðað hvaða umhverfisþættir eru valdir til umfjöllunar í umhverfisskýrslu. Þeir þættir eru eftirfarandi: Hagrænir

Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 Umhverfisskýrsla

16

Heimildir: Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030. Skagabyggð/Teiknistofa Benedikts Björnssonar. Framganga ehf. Frumkönnun á staðsetningu iðjuvers á Eyjareyjasvæði, 2005. Haukur Jóhannesson. Ágrip af jarðfræði Austur-Húnavatnssýslu.

Yfirlitsmynd (frá Hafursstöðum) sem sýnir tilhögun hafnar og afstöðu hennar til hafnarinnar á Skagaströnd, Mkv. ca. 1/40.000. Vinna: BB.