slys/áverkar í mjöðm og nára

25
Slys/áverkar í mjöðm og nára • Nokkuð algengir hjá íþróttafólki • Sérstaklega í fótbolta, íshokkí, skíðagöngu, grindahlaupi, hástökki. • Sænsk rannsókn sýndi að 5% af öllum meiðslum hjá fótboltafólki var í mjöðm/nára • Algengustu meiðslin eru rifnir vöðvar. • Bólga í slímbelg kemur bara fyrir í slímbelgnum yfir trochanter major.

Upload: pillan

Post on 24-Feb-2016

82 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Slys/áverkar í mjöðm og nára. Nokkuð algengir hjá íþróttafólki Sérstaklega í fótbolta, íshokkí, skíðagöngu, grindahlaupi, hástökki. Sænsk rannsókn sýndi að 5% af öllum meiðslum hjá fótboltafólki var í mjöðm/nára Algengustu meiðslin eru rifnir vöðvar. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Slys/áverkar í mjöðm og nára

• Nokkuð algengir hjá íþróttafólki• Sérstaklega í fótbolta, íshokkí,

skíðagöngu, grindahlaupi, hástökki.• Sænsk rannsókn sýndi að 5% af öllum

meiðslum hjá fótboltafólki var í mjöðm/nára

• Algengustu meiðslin eru rifnir vöðvar.• Bólga í slímbelg kemur bara fyrir í

slímbelgnum yfir trochanter major.

Page 2: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í slímabelg

• Slímbelgurinn yfir trochanter major verður oft fyrir höggi eins og þegar handboltafólk dettur á mjöðmina.

• Þá krmst hluti af slímhimnunni í belgnum sem leiðir til blæðingar og bólgu.

• Einkenni: Sársauki og bólga yfir trochanter major sem stundum leiðir niður lærið. Aðfærsla og fráfærsla læris með beint hné veldur sársauka

Page 3: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í slímabelg

• Meðferð: Minnka álag á mjöðminni, bólgueyðandi og annarskonar þjálfun sem ekki leiðir til meira álags á mjöðmina. Ef sársaukinn er hunsaður verða oft þessi meiðsl krónísk.

Page 4: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Rifinn aðfærsluvöðvi (adductor)• Þau meiðsl sem hvað oftast fyrirkemur í mjúku

hlutunum (add. brevis, longus, magnus, gracilis)• Oftast í add. longus þar sem sin og vöðvi koma

saman eða í festingunni á lífbeininu.• Orsök: Kröfug fráfærsla (abduction) læris t.d. við

tæklingu í fótbolta• Einkenni: Mikill og skyndilegur sársauki í nára

eða innan á læri við stærri meiðsl. Bólga. Við samdrátt í aðfærsluvöðvum finnur oft sá meiddi sársauka þannig að auðvelt er að staðsetja meiðslin.

Page 5: Slys/áverkar í mjöðm og nára
Page 6: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Rifinn aðfærsluvöðvi (adductor)• Meðferð: Strax skal meðhöndla meiðslin eftir

RICE meðferðinni. • Hægt er að gefa bólgueyðandi í stuttan tíma.

Það dempar bólguviðbrögðin og þar af leiðaldni stærðina á örvefnum á svæðinu. Er einnig sársaukastillandi.

• Eins fljótt og sársaukinn leyfir á sá meiddi að byrja með æfingar á meidda vöðvanum. Mikilvægt að ganga hægt fram þar sem þessi skaði getur auðveldlega orðið króniskur ef það er gert.

Page 7: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Rifinn aðfærsluvöðvi (adductor)

• Létt styrktarþjálfun eftir 3-4 daga með léttum teygjum. Þegar hægt er að teygja vel á án þess að finna fyrir sársauka má byrja með mikið álag í styrkarþjálfuninni.

• Hjól/sund eru góð hreyfiform í eftirmeðferðinni

• Nokkuð algeng meiðsl eru líka rifnir vöðvar eins og rectus femoris, iliopsoas og rectus abdominis

Page 8: Slys/áverkar í mjöðm og nára

M. iliopsoas

Page 9: Slys/áverkar í mjöðm og nára

M. Rectus femoris

Page 10: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í sinum aðfærsluvöðvanna

• Algengasta orsökin að krónískum sinabólgum í aðfærsluvöðvum er þegar of geyst er farið af stað eftir að vöðvi hefur rifnað.

• Einnig getur þessi krónísku meiðsl líka komið án þess að vöðvi hafi rifnað við ofálag á svæðinu sin/vöðvi eða þar sem sinin festist við lífbeinið, sérstaklega adductor longus

Page 11: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í sinum aðfærsluvöðvanna

• Einkenni: Oft sársauki sem erfitt er að staðsetja alveg í nára eða yfir sininni á adductor longus þar sem hún festist við lífbeinið. Þegar sársaukinn er orðinn meira krónískur getur hann leitt bæði upp og niður. Aðrir vöðvar og vöðvafestingar á svæðinu geta valdið sársauka þar sem vitlaust álag kemur oft á þessa vöðva við meiðslin.

Page 12: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í sinum aðfærsluvöðvanna

• Vöðvinn er oft stífur fyrst á morgnanna og við byrjun æfingar og þegar hann hitnar hverfiur stífleikinn en sársaukinn eykst. Þegar vöðvinn kólnar verður hann aftur stífur.

• Ef ekkert er gert eykst sársaukinn og einstaklingurinn getur að lokum ekki æft og sársaukinn kemur jafnvel við venjulegann gang.

Page 13: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Bólga í sinum aðfærsluvöðvanna

• Meðferð: Getur tekið langann tíma. Rólegar teygjur og æfingar sem bæta blóðflæðið strax og það er hægt.

• Styrktaræfingar um leið og sjúklingurinn þolir það. Sársaukamörk!Þegar vöðvinn styrkist koma eftirgefandi styrkaræfingar meira inn og einnig samhæfingaræfingar. Þegar þú getur teygt vel á vöðvanum án þess að finna sársauka getur þú byrjað smám saman með keppnislíkar æfingar.

• Getur tekið langann tíma og gæti þurft uppskurð.

Page 14: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Sársauki í sin rétta lærvöðvansRectus femoris-tendinose

• Skotæfingar í fótbolta eða hjá spretthlaupurum í startæfingum

• Einnig ef oft geyst er farið af stað eftir að vöðvinn hefur rifnað.

• Einkenni: Sársauki sentralt í náranum við álag og sérstaklega við spretti

• Meðferð: Aðalmeðferðin er styrktar- og liðleikaþjálfun með stígandi álagi eins og við sársauka í aðfærsluvöðvunum.

Page 15: Slys/áverkar í mjöðm og nára
Page 16: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Sársauki í sin rétta lærvöðvansRectus femoris-tendinose

• Hægt að setja kortisonsprautu ef sársaukinn gefur sig ekki þannig að erfitt er að byrja þjálfun

• Auðveldari meðferð en við sársauka í aðfærsluvöðvum.

Page 17: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Blæðing inn á lærvöðva

• Algengustu slysin/áverkarnir í íþróttum.• 14 % af fótboltameiðlsum (sænsk

rannsókn)• Einkenni: Sársauki, bólga og minni

hreyfigeta. • Meðferð• Blæðingin getur verið intermuskulær eða

intramuskulær

Page 18: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Intramusklulær blæðing

Page 19: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Intermuskulær blæðing

Page 20: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Blæðing inn á lærvöðva

• Þegar blæðingin er intramuskulær er blæðingin inni í vöðvahimnunum og þrýstingur eykst.

• Þegar blæðingin er intermuskulær fer blóðið þar sem minnst mótstaða er oftast niður í átt að hné. Það verður ekki aukinn þrýstingur, ekki aukinn sársauki eða minni hreyfigeta.

Page 21: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Blæðing inn á lærvöðva• Einkenni: Sársauki, síðan bólga og minni

hreyfigeta. Mar eftir nokkra daga ef blæðingin var intermuskulær.

• Ef ekki er hægt að beygja hnéð yfir 90 gráður er skaðinn oftast intramuskulær.

• Meðferð: RICE. Ef skaðinn er framan á lærinu ætti að gera RICE með mjöðm og hné beygð. Það leiðir til mótþrýstings inni í vöðvanum og minnkar blæðinguna. Það verður líka léttara að ná aftur liðleika.

Page 22: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Blæðing inn á lærvöðva

• Æfingar mega byrja eftir 4-5 daga við alvarleg meiðsli, 2-3 við minni meiðsli.

• Byrja með æfingar sem auka blóðflæði eins fljótt og hægt er. (Hjóla, nudd)

• Tekur oft langan tíma að ná fullum bata ef blæðingin er intramuskulær (6-12 vikur) Intermusklulær blæðing er oft orðin góð á 1-2 vikum.

Page 23: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Beinbrot vegna álagsStressfracture

• Nokkuð algengt á lærleggshálsi (collum femoris)• Hjá langhlaupurum er brot þarna um 7 % af

öllum álagsbrotum• Oft vegna of mikillar álagsaukningar eða vegna

þess að farið er af mjúku undirlagi á harðara.• Einhæf hlaup á malbiki eru eitt af því sem eykur

hættuna á þessum meiðslum. Einnig getur mismunur á fótalengd skipt máli

Page 24: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Beinbrot vegna álagsStressfracture

• Einkenni: Sársauki í mjöðm við álag. Sársaukinn hverfur við hvíld en kemur strax aftur þegar byrjað er að æfa.

• “Hoppprófið• Meðferð: Hækjur til að létta álag í 4-6 vikur• Önnur þjálfun (sund, hlaup í vatni, hjól og

almenn styrkarþjálfun)

Page 25: Slys/áverkar í mjöðm og nára

Beinbrot vegna álagsStressfracture

• Fyrirbyggjandi: Góðir hlaupaskór og skipta oft á milli undirlags