snæfells- og hnappadalssýsla · reykjavík mars 2003 . 1 efnisyfirlit ... reikning hjá...

22
HÁSKÓLI ÍSLANDS Raunvísindadeild Jarð- og landfræðiskor Byggðaþróun og atvinnulíf Snæfells- og Hnappadalssýsla eftir Ásgerði Einarsdóttur, kt. 191065-5499 Elínu Hilmarsdóttur, kt. 280876-3139 Hörpu Jóhannsdóttur, kt. 260775-5889 Vilborgu M. Kjartansdóttur, kt.010763-2909 Kennari: Ásgeir Jónsson Reykjavík Mars 2003

Upload: buinhi

Post on 23-Jul-2019

215 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

HÁSKÓLI ÍSLANDS Raunvísindadeild Jarð- og landfræðiskor Byggðaþróun og atvinnulíf

Snæfells- og Hnappadalssýsla

eftir

Ásgerði Einarsdóttur, kt. 191065-5499

Elínu Hilmarsdóttur, kt. 280876-3139

Hörpu Jóhannsdóttur, kt. 260775-5889

Vilborgu M. Kjartansdóttur, kt.010763-2909

Kennari: Ásgeir Jónsson

Reykjavík Mars 2003

Page 2: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

1

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit ..................................................................................................... 1

Inngangur...................................................................................................... 2

Landfræðileg sérkenni og lega....................................................................... 3

Atvinnuvegir og atvinnuhættir...................................................................... 4

Byggðaþróun og þéttbýlismyndun................................................................. 8

Lýðfræði, fólksflutningar og stjórnsýsla...................................................... 12

Félagsfræðilegir þættir................................................................................ 15

Lífsskilyrði á svæðinu og framtíð Snæfells- og Hnappadalssýslu................ 17

Heimildir: .................................................................................................... 19

Page 3: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

2

Inngangur Hópurinn ákvað að velja Snæfells- og Hnappadalssýsla til umfjöllunar vegna þess að einn

meðlimur hans er ættaður þaðan og þekkir vel til staðhátta. Aðrir í hópnum hafa einnig sótt

Snæfellsnesið heim, mismunandi oft og mismunandi lengi.

Verkefnið hefst á því að fjallað um helstu landfræðileg sérkenni sýslunnar og hvernig

landslagið hefur mótað og mótar enn búsetu fólks á Snæfellsnesinu.

Þar næst er fjallað um atvinnuvegi og atvinnuhætti á svæðinu; sjávarútveg, landbúnað,

iðnað og ýmsar gerðir þjónustu. Fjallað er um helsta staðbundna framleiðsluþáttinn, hvort

Snæfellsnes hafi yfir að ráða hlutfallslegum yfirburðum og hvort sérhæfingamynstur hafi

myndast í atvinnulífi svæðisins.

Saga sýslunnar er skoðuð, sérstaklega með tilliti til þróunar byggðar og

þéttbýlismyndunar, alveg frá landnámi og til nútíma. Fundið var mynstur á því hvernig byggð

þróaðist og breyttist og sagt frá því hvernig staðan er í dag. Dæmi er gefið um sögulega

tilviljun í vali á búsetu. Í lok kaflans er nákvæm úttekt á samgöngum á nesinu.

Næsti kafli á eftir fjallar um lýðfræði og fólksflutninga. Talinn er upp íbúafjöldi

sveitarfélaganna og farið yfir breytingar á íbúafjölda. Í lok kaflans er fjallað um stjórnsýsluna

á svæðinu.

Félagslegir þættir eru þar næst teknir fyrir, sérstaklega með tilliti til húsnæðismála,

heilsugæslu, menntunar og menningar.

Að lokum er fjallað um lífsskilyrði íbúa í Snæfells- og Hnappadalssýslu og reynt að sjá

inn í framtíðina og spá fyrir um þróun búsetu í sýslunni.

Margvíslegar heimildir voru notaðar við vinnslu verkefnisins; stuðst var við söguleg

uppflettirit, almennar ferðabækur um Ísland, skýrslur opinberra aðila, ferðabæklinga um

Snæfellsnes, fréttir í dagblöðum, fjölmargar vefsíður og viðtöl við staðkunnuga.

Page 4: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

3

Landfræðileg sérkenni og lega Jarðfræðilega séð er Snæfellsnes allt að 7-8 milljóna ára gamalt. Yfir nesið lá áður

Snæfellsnesrekbeltið en það hefur nú færst austar. Á nesinu eru þrjár virkar/dormandi

megineldstöðvar og jarðhita er að finna á nesinu. Að Snæfells- og Hnappadalssýslu steðjar

ekki sama ógn af jarðhræringum, eldgosum eða jökulhlaupum og t.d. Suðurlandi eða

Mývatnssvæðinu (Jóhann Ísak Pétursson, jarðfræðingur, 2003, munnlegar upplýsingar).

Snæfells- og Hnappadalssýsla (héðan í frá oft nefnt Snæfellsnes eða nes) liggur á löngu

nesi á milli Faxaflóa og Breiðafjarðar. Það sem einkennir svæðið er hversu langt og mjótt það

er, aðeins lítill hluti sýslumarka liggur að næstu sýslum, sem eru Dalasýsla og Mýrasýsla.

Snæfells- og Hnappadalssýsla nær frá Hítará að sunnan að Gljúfurá að norðan, og ná yfir

2.190 km². (Íslandshandbókin, 1989).

Eftir miðju nesinu er tindóttur fjallgarður. Hæsti tindur er í Snæfellsjökli, 1.446 m.y.s.,

sem trónir yst á nesinu. Næst hæst eru Ljósufjöll, um og yfir 1000 m.y.s. Milli fjallanna eru

skorningar eða skörð þar sem leiðir lágu og liggja enn. Norðan og sunnan megin á nesinu er

láglendi, þó meira á sunnanverðu nesinu. Ströndin er lítt vogskorin, þó er meira um grunna

firði og víkur að norðanverðu. Strandlína sýslunnar er mjög löng. Hringvegurinn sneiðir

gjörsamlega hjá nesinu en góður vegur liggur hringinn í kringum nesið og yfir fjöllin.

Fjöldi eyja á Breiðafirði heyrir til sýslunnar og er Brokey þeirra stærst, í

Skógastrandarhreppi (Íslandshandbókin 1989).

Hinn hái fjallgarður um miðbik nessins leiddi til þess að búseta var og er enn á

láglendinu meðfram ströndinni, þar sem landbúnaður hefur verið stundaður frá upphafi

byggðar. Vegna þess hve stutt er á gjöful fiskimið varð útgerð á nesinu auðveldari og er nú

aðalatvinnugreinin.

Fjallgarðurinn í miðjunni ræður einnig hvert fólkið fer til að sækja þjónustu, að sunnan

er farið í Borgarnes, að norðan er farið í kaupstaðina sem fyrir eru á nesinu. Nýr vegur yfir

Vatnaheiði, brúin yfir Borgarfjörð og Hvalfjarðagöngin hafa haft áhrif á ferðamynstrið.

Page 5: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

4

Atvinnuvegir og atvinnuhættir Mikilvægasta atvinnugreinin á Snæfellsnesi í gegnum tíðina hefur verið landbúnaður auk þess

sem sjávarútvegur var stundaður á vetrar- og vorvertíð. Um 14. og 15. öld jókst einnig verslun.

Upp úr lokum 19. aldar varð sjávarútvegurinn æ mikilvægari og með aukinni þéttbýlismyndun

bættist þjónusta við sem atvinnuvegur í sýslunni (Íslenskur söguatlas 1992). Helstu

atvinnuvegir í Snæfells- og Hnappadalssýsla tengjast þannig sjávarútvegi og landbúnaði og

þjónustu tengdri þeim. Til sveita er kvikfjárrækt helsta atvinnugreinin en sjávarútvegur og

fiskvinnsla einkenna atvinnulíf sjávarþorpanna, þar sem flestir íbúar svæðisins búa.

Nálægðin við gjöful fiskimið, mikil þekking á veiðum og vinnslu ýmissa fiskistofna,

fremur hlýr sjór vegna Golfstraumsins gera það að verkum að sjávarútvegur er mikilvægasta

atvinnugrein íbúa Snæfellsness (Byggðarlög í sókn og vörn 2001).

Á nesinu eru 5 togarar, þar af 3 í Grundarfirði en annars er útgerð frá nesinu stunduð á

millistórum bátum. Kvóti dreifist á nokkur fyrirtæki, en er ekki á hendi eins stórs fyrirtækis og

eins stórs togara, eins og víða á Vestfjörðum. Mikið er unnið af hörpudiski, rækju og

beitukóngi, en góð hafnaraðstaða og nálægð við miðin henta einkar vel til smábátaútgerðar

(Róland Assier framkvæmdastjóri, 2003, munnlegar upplýsingar). Helstu skelfiskmið Íslands

eru í Breiðarfirði og hafa sjálfbærar veiðar staðið yfir á hörpudiski í um 30 ár. Sigurður

Ágústsson ehf. í Stykkishólmi, er stærsti vinnsluaðili á hörpudisk í Evrópu (www.agustsson.is

2003). Hrun skelfiskstofnsins í Breiðafirði upp úr áramótum 2003, vegna hærri sjávarhita gæti

þó haft áhrif meðal annars á Stykkishólm og Grundarfjörð, hvað varðar tap á verðmætum,

þekkingu og ónotuðum tækjum (Vífill Karlsson 2003). Skelbátum hefur þó verið úthlutað

veiðiheimildum á öðrum fisktegundum til að reyna að bæta ástandið. Eins og stendur er beðið

átekta og vonað það besta (Fréttablaðið 2003).

Hákarlamið liggja um vestanvert og norðvestanvert landið og er Bjarnarhöfn þekkt

fyrir hákarlaverkun, auk þess sem Hildibrandur selur afurðirnar í Kolaportinu í Reykjavík.

Í kringum sjávarútveginn hefur byggst upp almenn þjónusta sem nær nánast að

þjónusta allt svæðið og þarf því ekki að sækja þess konar þjónustu út fyrir svæðið.

Landbúnaður er stundaður bæði á norðan- og sunnanverðu nesinu en mjög hefur

dregið úr honum á síðasta áratug. Á Vesturlandi hefur hlutur landbúnaðar í ársverkum talinn,

farið minnkandi eins og annars staðar á landinu og voru þau árið 1996 talin vera 687 og hafði

þá fækkað úr 1384 árið 1987 eða um 50% (Byggðir á Íslandi 1999). Landbúnaður er á

Page 6: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

5

frumframleiðslustigi, allar afurðir eru sendar burt til fullvinnslu úr héraðinu. Á undanförnum

árum hafa jarðir farið úr búskap og verið keyptar upp sem sumarbústaðir þéttbýlisbúa

(www.vesturland.is 2003).

Iðnaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu tengist einna helst sjávarútvegi, meðal annars

hátækniiðnaður á sviði siglingartækja, t.d. fyrirtækið Mareind ehf. í Grundarfirði,

ísverksmiðja, til dæmis Íssalan Breiði ehf. í Snæfellsbæ svo og netagerðarverkstæði. Lítill

heimamarkaður er fyrir annars konar iðnaðarvörur, skortur er á atvinnuhúsnæði og

takmarkaðir möguleikar í orkuvinnslu koma í veg fyrir áform um iðnaðarframleiðslu

(www.ssv.is 2003). Engin stóriðja er á nesinu, enda lítið undirlendi til að setja stórar

verksmiðjur niður, einnig er langt í virkjanir og þar með rafmagn til að knýja vélar.

Almenn þjónusta er af skornum skammti. Betri samgöngur og styttri ferðatími hafa

leitt til þess að íbúarnir fara í Borgarnes eða til höfuðborgarsvæðisins til að nálgast flesta

þjónustu og stendur það meðal annars verslun á nesinu fyrir þrifum. Úr verður keðjuverkun

þar sem færri viðskiptavinir leiða til færri verslana sem aftur leiða til minni verslunar. Margt

breyttist árið 1967 þegar Kaupfélag Stykkishólms hætti rekstri á verslun og sláturhúsi á

Vegamótum og Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi keypti reksturinn. Þá færðist þjónusta við

bændur í Borgarnes, öll mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir voru flutt þangað og allt lagt inn í

reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar).

Grunnþjónusta á við heilsugæslu, banka, matvörubúðir, bensínstöðvar, hárgreiðslu-

stofur og bílaverkstæði er til staðar en sérfræðiþjónustu og meira vöruúrval þarf að nálgast

annars staðar. Lítið um ýmsa sérhæfða þjónustu því skortur hefur verið á menntuðu vinnuafli.

Þó hefur færst í vöxt að störf við rekstrar-, reikningshalds-, og bankaþjónustu séu unnin í

sýslunni með hjálp sífellt fullkomnari tækni. Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Símenntunar-

miðstöð Vesturlands hafa í samvinnu haldið námskeið sérstaklega ætluð konum um nýtingu

upplýsingatækni svo að þær geti meðal annars tekið að sér fjarvinnsluverkefni fyrir fyrirtæki á

höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtæki og opinberar stofnanir á höfuðborgarsvæðinu sjá sér gjarnan

hag í því að flytja störf út á land, en því fylgir lægri launakostnaður, stöðugra vinnuafl, minni

samkeppni um starfsfólk (Byggðarlög í sókn og vörn 2001).

Einn af helstu vaxtarbroddum í atvinnulífi Snæfells- og Hnappadalssýslu er í

ferðaþjónustu. Mikil náttúrufegurð, fjölbreytt landslag og merkileg saga, þar á meðal

útgerðasagan gera nesið að áhugaverðum áfangastað ferðamanna. Með bættum samgöngum er

Page 7: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

6

nú orðið fljótlegra að fara milli staða og Borgarfjarðarbrúin og Hvalfjarðagöngin hafa stytt

ferðatímann til og frá Reykjavík svo um munar.

Fjölbreytt gistirými er í boði á nesinu; hótel, gistiheimili, bændagisting og

svefnpokapláss. Framboð gistirýmis er þó langt umfram eftirspurn á ársgrundvelli, með

einungis 23% nýtingu á ársgrundvelli (Sjávarbyggðir í sókn og vörn 2001).

Miklar söguslóðir eru á Snæfellsnesi, þar eru slóðir Bárðar sögu Snæfellssáss og

Eyrbyggju. Snorri goði bjó á Helgafelli og þar er leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur, kvenhetju

Laxdælu. Björn ríki og Ólöf ríka, kona hans, koma við sögu Rifs og sögusvið einnar kunnustu

sögu Nóbelsskáldsins, Kristnihald undir Jökli er í Breiðuvík á utanverðu nesinu.

(Samgönguráðuneyti, 2003)

Snæfellsjökull hefur mikið aðdráttarafl og er hann viðurkenndur sem helsta tákn

Vesturlands. Þann 28. júní árið 2001 var þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður og er hann

yngsti þjóðgarður Íslands. Flatarmál hans er um 170 km2. Stærstur hluti jökulsins er innan

þjóðgarðsins. Mikil dulúð hefur lengi ríkt yfir jöklinum og hefur ferðaþjónustufyrirtæki á

Hellnum nýtt sér hana til að laða að ferðamenn en jökullinn er talinn ein af sjö orkustöðvum

veraldar (Vestuland, ferðablað2002). Nú þegar býður að minnsta kosti ein íslensk

ferðaskrifstofa erlendum ferðamönnum upp á 2ja daga ferð í Þjóðgarðinn (www.embla.is

2003).

Breiðafjörður er ,,paradís náttúruunnandans´ ́ vegna hins fjölskrúðuga fuglalífs og

möguleika á að sjá sel og hval. Hvalaskoðunarferðir eru frá Stykkishólmi og Ólafsvík auk

fuglaskoðunar. Sjóstangveiði hefur aukist og laxveiði er í Hítará, Haffjarðará og

Straumfjarðará (Vesturland, ferðablað 2002). Flóabáturinn Baldur siglir yfir Breiðafjörðinn.

Í Stykkishólmi er nýtt fyrirtæki á vegum Stykkishólmsbæjar og nokkurra fjárfesta að

byggja upp heilsutengda ferðaþjónustu sem er ætlað að nýta heitt vatn í nágrenni bæjarins sem

hefur sýnt sig að er einstaklega græðandi (www.templespa.is 2003).

Fjölskylduhátíðir eru haldnar meðal annars til að laða að ferðamenn, til dæmis

Færeyskir dagar í Ólafsvík, Danskir dagar í Stykkishólmi, Sandaragleði á Hellissandi og Á

góðri stund í Grundarfirði. (Vesturland, ferðablað 2002)

Þróun í atvinnulífi Snæfellsness hefur að miklu leyti verið úr landbúnaði til aukinnar

ferðaþjónustu en þó ferðaþjónusta sé helsti vaxtarbroddurinn á nesinu er þó varasamt að

Page 8: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

7

treysta of mikið á hana því hún er árstíðarbundin og veitir atvinnu í takmarkaðan tíma á ári.

Sjávarútvegur heldur áfram að vera mikilvægastur í atvinnulífi nessins.

Nálægð við góð fiskimið er sá staðbundni framleiðsluþáttur sem í gegnum tíðina hefur

skipt mestu máli og jafnframt skapað Snæfellsnesi hlutfallslega yfirburði. Dregið hefur úr

þeim með stærri og betur búnum skipum sem geta siglt langan veg með aflann (Byggðir og

búseta 2003). Hvað varðar vegalengd á markaði fyrir sjávarafurðir á höfuðborgarsvæðinu og á

alþjóðlega markaði í gegnum höfuðborgarsvæðið má segja að Snæfellsnes hafi hlutfallslega

yfirburði yfir Vestfirði og Austfirði en ekki yfir Reykjanesskagann eða Akranes. Nesið er

nokkurn veginn miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Sérhæfingamynstur hefur

myndast í sjávarútvegi og þjónustu í kringum hann. Hvað varðar ferðaþjónustu, sem er einn

helsti vaxtabroddurinn, má álíta að nesið hafi hlutfallslega yfirburði hvað varðar stuttar

heimsóknir innan hringferðar um landið, en það kemur aftur á móti niður á fjölda gistinótta.

Page 9: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

8

Byggðaþróun og þéttbýlismyndun Snæfellsnes hefur verið í byggð frá upphafi landnáms, en skv. Landnámabók voru Björn

Austræni sem nam Bjarnarhöfn, Þórólfur Mostrarskeggi sem nam Helgafell og Sel-Þórir

landnámsmanna göfugastir á Snæfellsnesi. Á Þórsnesi var háð Þórsnesþing og Snorri goði

reisti kirkju að Helgafelli, þar sem Þórólfur Mostrarskegg nam land. Á Helgafelli var flutt

munkaklaustur frá Flatey, af Ágústínusarreglunni, árið 1184. Á Staðarstað sat Ari fróði og þar

bjuggu seinna Sturlungar.

Fyrstu aldirnar var stundaður hefðbundinn landbúnaður með fiskveiðum sem

hliðarbúgrein á Snæfellsnesi.

Aukið fiskát landsmanna í kjölfar kristnitöku leiddi til aukinna fiskveiða Íslendinga á

12. og 13. öld og upp úr 1340 hófst útflutningur saltfisks. Þetta kallaði á aukinn mannafla til

að veiða fiskinn og einnig til að verka hann. Margir komu til Snæfellsness jafnvel alla leið af

Norðurlandi, til vetrar- og vorvertíðar, þegar minni annir voru í landbúnaði. Þeir bjuggu í

verbúðum, aðallega á utanverðu nesinu, t.d. á Rifi og Hellissandi, enda var þaðan best útræði

og styst á fiskimiðin. Sem dæmi um fólksfjölgun var mannfjölgun ástæða stofnunar nýrrar

kirkjusóknar á Ingjaldshóli á utanverðu nesinu, skömmu eftir 1300. Þetta var þó árstíðabundin

búseta, því menn snéru tilbaka í heimahérað í lok vors til að sinna bústörfum.

Til að byrja með voru flestar verbúðir á utanverðu nesinu og þar næst við, sunnan og

norðan megin, t.d. á Arnarstapa, Búðum, Hellnum, í Ólafsvík, Dritvík og Beruvík, á Rifi og

Hellissandi. Þar voru bestu lægin fyrir opnu árabátana sem Íslendingar notuðu á þeim tíma og

drógu upp í fjöruna. (Íslenskur söguatlas 1991)

Upp úr lokum 16. aldar glæddist utanríkisverslun og risu þá upp nokkrir

verslunarstaðir á nesinu, t.d. á Búðum, Rifi, Skógarnesi og í Stykkishólmi en á síðastnefnda

staðnum er mjög góð höfn frá náttúrunnar hendi. Árið 1687 varð Ólafsvík elsti löggilti

verslunarstaður landsins. Á Arnarstapa og í Grundarfirði voru hafnir einokunarverslunarinnar

en á Grundarfirði er besta náttúrulega höfnin á Snæfellsnesi.

Á 18. öld fækkaði íbúum Snæfellsnessýslu um rúman fimmtung, sérstaklega vegna

Stórubólu í byrjun aldarinnar (1707-1709) en einnig varð mannfellir í kjölfar harðinda, að

ógleymdum Móðuharðindum í lok aldarinnar. Landsmenn voru færri á 18. öld en á 17. öld.

Stórabóla er talin hafa fellt um 18.000 manns á öllu landinu en þá voru landsmenn um 55.000

(Íslenskur söguatlas 1992). Stórabóla lagðist jafnt á ungt og hraust fólk og börn, gamalmenni

Page 10: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

9

og veikburða einstaklinga, sem eru þeir fyrstu sem falla í hallærum. Þessi fækkun vinnuafls

kom illa við Snæfellsnes og má sem dæmi nefna að talið er að um 1700 hafi verið um 50-60

sjóbúðir á Hellissandi en eftir stórubólu lagðist útræði að mestu niður og aðeins voru 9

sjóbúðir þar um miðja 18. öld (Íslenskur söguatlas 1992). Það tók Hellissand hátt í 200 ár að

rétta úr kútnum (Íslandshandbókin 1989).

Á síðustu áratugum 19. aldar hafði Íslendingum fjölgað mikið og svo var komið að

sveitir landsins gátu ekki brauðfætt allan þann fjölda. Fólksfjölgunin og gos í Öskju árið 1874

urðu til þess að alls fluttu 9.400 Íslendingar yfir hafið til Norður-Ameríku á árunum 1880-

1900, þar af um 556, eða um 6%, af Snæfellsnesi á tímabilinu 1873-1893.

Á sama tíma hófu Íslendingar útgerð á þilskipum og þar með hófst skútuöldin sem stóð

frá því um 1880-1910. Skúturnar þörfnuðust vinnandi handa, sem fluttu unnvörpum úr

sveitunum til sjávarsíðunnar, en hömlum á flutningi úr sveit til strandar var aflétt árið 1880.

(Íslenskur söguatlas 1992).

Þar með var kominn grundvöllur fyrir eiginlegri þéttbýlismyndun á Íslandi sem var

mun seinna á ferðinni en í Evrópu en var mjög hröð eftir að hún hófst og stendur enn yfir.

Í kjölfar skútualdar kom vélbátaöldin og dugðu hinum nýju og stóru skipum ekki sömu

lendingar og árabátunum. Staðir með góðri höfn fengu því forskot á hina þar sem engin höfn

var til staðar, sem dæmi má nefna Ólafsvík þar sem lengi hafði verið byggð og mikið útræði.

Sökum hafnleysis hnignaði Ólafsvík mjög á árunum 1906 til 1930 og fór ekki að taka aftur við

sér fyrr en eftir 1940 (Íslenskur söguatlas 1993).

Fyrrum útgerðarstaðir eins og Dritvík, Beruvík (eyði á 5. áratug 20. aldar),

Brimilsvellir (eyði upp úr 1930) og Öndverðanes (eyði 1945) lögðu af útgerð og fóru í eyði

eða breyttu um hlutverk. Dæmi um hið síðarnefnda eru Arnarstapi, Búðir og Hellnar sem eru

orðnir ferðamannastaðir og sumarbústaðalönd.

Aðrar ástæður gátu orðið til þess að staðir færu í eyði, t.d. var höfnin á Rifi, sem áður

var mesta fiskveiði- og verslunarhöfn á nesinu, eyðilögð af framburður Hólmkelsár og öll

útgerð lagðist niður, sem hófst ekki fyrr en ný höfn var byggð þar.

Skilyrði fyrir því að staðir lifðu af, var að þeir væru með hafnir sem gátu tekið við

stórum bátum, annað hvort frá náttúrunnar hendi eins og Stykkishólmur eða í kjölfar

hafnarbóta eins og Grundarfjörður, sem hófst að byggjast upp fyrir alvöru upp úr 1940 og

Page 11: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

10

Ólafsvík sem reis aftur upp til fyrri afreka eftir hafnarbætur um árið 1962. (Íslandshandbókin

1989).

Nú er byggð þannig háttað að utanvert nesið er meira og minna í eyði, allt frá Hellnum

að Gufuskálum. Á sunnanverðu nesinu er dreifð byggð og helstu þéttbýlisstaðir eru á

norðanverðu nesinu. Enginn einn byggðakjarni er áberandi stærstur. Stykkishólmur

(kaupstaður 1987) er stærsti byggðakjarni Snæfellsness með 1.228 íbúa þann 1.12.2002,

Ólafsvík (kaupstaður 1983) kemur næst með 1042 íbúa og Grundarfjörður (kauptún) þar á eftir

með 964 íbúa (Hagstofa 2003).

Sögulegar tilviljanir: Kvíabryggja var fyrrum ein helsta útgerðarstöð í

Grundarfirði og hafði myndast vísir að þorpi með nær 40 íbúum og verslun á fyrri hluta 20.

aldar. Þegar útgerð efldist í kjölfar hafnarbóta árið 1940 í Grafarnesi (þar sem Grundarfjörður

hafði verið fluttur og stendur nú), fluttust allir íbúar Kvíabryggju þangað. Ef hafnarbótum

hefði verið sleppt í Grundarfirði, væri ef til vill meiri byggð á Kvíabryggja en

hvítflibbafangelsið sem þar er nú. (Íslandshandbókin 1989).

Samgöngur

Áður fyrr var helsta samgönguleið fólks um sunnanvert nesið og vestur undir jökul um

Löngufjörur en það var einn hængur þar á, því það varð að sæta sjávarföllum og tafði það oft

menn. Á utanverðu nesinu varð að fara um enni milli Rifs og Ólafsvíkur og var sá vegur

einnig í fjöruborðinu. Hættulegasti vegurinn var um Búlandshöfða á norðanverðu nesinu því

að þar þurfti að fara eftir skriðum og var hætt við skriðuföllum (Ferðabók Eggerts og Bjarna

1772/1981). Eftir því sem fólk fór að ferðast meira, til dæmis til verslunar fór vegurinn smám

saman að færast frá sjónum og nær byggðinni. Farið var yfir fjallgarðinn gangandi eða á

hestum þar sem hentugast þótti og þegar byrjað var að leggja vegi um sveitirnar í kjölfar

bílvæðingar, fylgdu vegirnir gömlu slóðunum, sem hentuðu þó ekki alltaf fyrir bíla. Á árunum

1935-1936 hófust einnig skipulagðir fólksflutningar um Snæfellsnes eða um leið og reglur um

það tóku gildi. Fyrst var endastöðin á Vegamótum en síðan var farið að fara til Ólafsvíkur og

Stykkishólms um Fróðárheiði og Kerlingaskarð. Í uppafi voru ferðirnar til Akraness en síðan

áfram til Reykjavíkur. Einnig hófust mjólkur- og vöruflutningar um svæðið um þetta leyti og

var komið í allar sveitir árið 1945.

Page 12: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

11

Vegir voru malbikaðir á árunum 1980-2003. Enn er ekki búið að malbika allt en mest

er eftir á utanverðu nesinu um Fróðárheiði og fyrir jökul. Verið er að byrja á vegi og brú um

Kolgrafarfjörð og er það mikila samgöngubót fyrir íbúa á Grundarfirði og þar í kring.

Vegurinn um Vatnaleið var opnaður haustið 2001 og kom hann í stað erfiðs vegar um

Kerlingarskarð. Er hann mikil samgöngubót fyrir íbúa á utanverðu og norðanverðu nesinu,

aðallega vegna þess að hann liggur 100 metrum neðar í landinu en Kerlingarskarð og því

auðvelt að halda opnum að vetri til auk þess sem vegalengdin styttist. Ef Fróðárheiði er ófær

er nú hægt að fara um Vatnaleið en áður varð að fara 50 km lengri leið um Heydal, ef

Kerlingarskarð var ófært, sem oft kom fyrir.

Lagning bundins slitlags um Mýrar var mikil samgöngubót fyrir íbúa á sunnanverðu

nesinu, því þeir sækja flesta þjónustu í Borgarnes.

Samgöngur á Snæfellsnesi hafa þannig stórbatnað undanfarin ár og stytt mikið

vegalengdir og aukið umferðaröryggi. (Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar

upplýsingar).

Almenningssamgöngur hafa verið reglulegar frá árinu 1935 til dagsins í dag en það er

aðeins ekin beinasta leið í kaupstaðina á norðanverðu nesinu en tvö sveitarfélög, Breiðuvík og

Skógarströnd, hafa verið afskipt á þeim vettvangi. Á síðustu árum hafa almenningssamgöngur

batnað með aukinni ferðatíðni, nú er farið bæði úr Reykjavík og kaupstöðunum á norðanverðu

nesinu á morgnana og til baka sama dag. Þannig er hægt að fara fram og til baka á einum degi

til að reka erindi sín en áður þurftu Snæfellingar að gista yfir nótt í Reykjavík og taka rútuna

til baka daginn eftir( Byggðir Snæfellsness, 1977).

Þegar vegalengdir styttust og vegir bötnuðu átti fólk auðveldara með að sækja vinnu í

meiri fjarlægð frá heimili sínu og hefur það í sumum tilfellum orðið raunin í hreppunum

sunnanvert á nesinu. Einnig varð auðveldara að komast í burtu, það tekur í mesta lagi þrjár

klukkustundir að keyra til Reykjavíkur (Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar

upplýsingar). Áður fyrr var áætlunarflug frá Reykjavík til Stykkishólms en þær hafa verið

lagðar af vegna bættra vegasamgangna. Litlir flugvellir eru víðs vegar á nesinu.

Stykkishólmur er miðstöð samgangna yfir Breiðafjörð, Flóabáturinn Baldur heldur

uppi reglulegum ferðum bæði sumur og vetur og flytur bæði fólk og farartæki yfir á Brjánslæk

á Barðaströnd. Aðsóknin á sumrin er orðin það mikil, að vilji er fyrir því að fjárfesta í stærri

bát sem geti flutt fleiri farþega og bifreiðir (Fréttablaðið 2003).

Page 13: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

12

Lýðfræði, fólksflutningar og stjórnsýsla Í Ferðabók Eggerts og Bjarna (1772/1981) segir að alls konar fólk hafi verið saman komið á

Snæfellsnesi, bæði úr nágrannasveitum og frá Norðurlandi. Það bendir til þess að mikið flæði

hafi verið á fólki og íbúar Snæfellsness blandast fólki úr öðrum byggðarlögum.

Þann 1. desember 2002 bjuggu alls 4.253 manns í Snæfells- og Hnappadalssýslu.

Sýslan skiptist í sex sveitarfélög; Snæfellsbær er þeirra stærstur með 1.780 íbúa í lok árs 2002,

þar af Ólafsvík með um 1.100 íbúa, Stykkishólmsbæ með 1.228 íbúa, Grundarfjarðarbæ með

964 íbúa og fámennustu hreppana; Eyja- og Miklaholtshrepp með 116 íbúa,

Kolbeinsstaðahrepp með 109 íbúa og Helgafellssveit með 56 íbúa (www.hagstofa.is 2003).

Snæfellsbær varð til við sameiningu Staðarsveitar, Breiðuvíkur, Rifs, Ólafsvíkur,

Hellissands og Fróðárhrepps árið 1994, Ólafsvík var þar af með langflesta íbúa eða 1.220.

Eyja- og Miklaholtshreppur var sameinaður úr tveimur hreppum árið 1994 (www.samband.is

2003). Grundarfjarðarbær hét áður Eyrarsveit en nafninu var breytt í árslok 2001

(www.grundarfjordur.is 2003).

Búferlaflutningar fólks frá landsbyggðinni í þéttbýli er þróun sem hófst á Íslandi fyrir

rúmum 100 árum, þegar sveitirnar hættu að geta brauðfætt alla íbúa landsins og fólk fór að

flytja í fyrstu vísi að þéttbýli við strendurnar en þar var skortur á vinnuafli í kjölfar nýrrar og

afkastameiri tækni í sjávarútvegi, með tilkomu þilskipanna. Seinna fór fólk að flytja á

suðvesturhorn landsins til höfuðborgarsvæðisins sérstaklega í kjölfar seinni

heimsstyrjaldarinnar, í leit að atvinnu og menntun. Þessi þróun hefur haft gífurleg áhrif á

þjóðfélag Íslendinga og haft miklar breytingar í för með sér. Þar fara saman breytingar á

atvinnuháttum og tækni, fólksfjölda, búsetumynstri, stéttaskiptingu, stjórnmálum, lífskjörum,

lífsháttum, menningu og hugarfari. Þessi þróun hefur haft áhrif á búsetu á Snæfellsnesi (Stefán

Ólafsson 1997).

Eins og á flestum stöðum á landinu hefur fólksfækkun verið talsverð á Snæfellsnesi

undanfarin ár, þó mismikil eftir sveitarfélögum. Í Snæfellsbæ fækkaði íbúum mest eða um

12,5% á tímabilinu 1990 til 2000. Íbúum þar hefur þó fjölgað um 40 manns á síðustu tveimur

árum. Nokkur fólksfjölgun var í Stykkishólmi í byrjun 10. áratugarins allt til 1994, en það ár

voru íbúarnir alls 1.334. Íbúunum fækkaði um 10% milli 1994 og 2000, niður í 1.209 manns.

Eftir 2000 hefur fólki fjölgað og eru íbúar þar nú orðnir 1.228. Grundarfjörður er eini

Page 14: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

13

staðurinn sem sýnir verulega fólksfjölgun og hefur íbúum þar fjölgaði um rúm 15% frá 1990

til 2002. Hlutfallslega flestir hafa flutt úr minni sveitarfélögunum. Á tímabilinu 1990 til 2002

misstu Eyja- og Miklaholtshreppur um 34% íbúa sinna, Kolbeinstaðahreppur missti um 15%

og í fámennasta sveitafélaginu Helgafellssveit fækkaði um tæp 38% á sama tíma

(www.hagstofa.is 2003). Í Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi voru jafnframt

hlutfallslega fæst börn og unglingar en í fjölmennari sveitarfélögunum og í Helgafellssveit

voru áberandi fleiri eldri en 67 ára hlutfallslega, miðað við hin sveitarfélögin á nesinu

(www.samband.is 2003).

Ástæður fyrir fjölgun á Grundarfirði geta verið ýmsar; ein af þeim getur verið að þar

eru þrír af fimm togurum sýslunnar sem stuðlar að stöðugu ástandi í atvinnulífi sem aftur

skapar jákvætt hugarfar og félagslegan styrkleika. Öflugt menningar- og félagslíf gerir

Grundarfjörð eftirsóknarverðan til búsetu, meðal annars fyrir unga fólkið.

Ástæður breytinga á fólksfjölda eru margvíslegar. Ungt fólk flytur í burtu til að mennta

sig og kemur í fæstum tilfellum tilbaka því það finnur ekki störf við sitt hæfi í heimahéraði.

Aldurshópurinn 25-35 ára er því áberandi fámennari á Vesturlandi en á öðrum stöðum á

landsbyggðinni (Byggðarlög í sókn og vörn 2001).

Stjórnsýsla

Snæfellsnessýsla er fyrst nefnd í skjali árið 1546. Milli 1565 og 1615 er Hnappadalssýsla hluti

af Snæfellssýslu og aftur frá 1871 (Íslandshandbókin 1989). Sýslurnar deila með sér

sýslumanni sem situr í Stykkishólmi.

Eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2002 eru Listi Sjálfstæðismanna (meirihluti) og

Framsóknarfélagið í Grundarfirði í samstarfi, auk þess sem Óháðir og Vinstrihreyfing grænt

framboð og óflokksbundnir einn fulltrúann hvor. Í Snæfellsbæ fékk Listi Sjálfstæðisflokksins

4 fulltrúa og Listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar 3 fulltrúa. Í Stykkishólmsbæ fékk Listi

Sjálfstæðismanna og óháðra 4 fulltrúa og Listi Framsóknarflokks og Stykkishólmslista 3

fulltrúa.

Á Alþingi sitja tveir af fimm þingmönnum Vesturlandskjördæmis sem eiga uppruna

sinn að rekja úr Snæfells- og Hnappadalssýslu; Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar-

Page 15: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

14

flokksins og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, þingmaður Sjálfstæðisflokksins

(www.althing.is 2003).

Hafrannsóknarstofnun er með útibú í Ólafsvík, sem er tengiliður milli stofnunarinnar

og aðila í sjávarútvegi við Breiðafjörð. Starfsemin felst m.a. í gagnasöfnun, merkingum og

rannsóknum á lífríki Breiðafjarðareyja auk þátttöku í leiðöngrum Hafró og kynningum á

starfsemi stofnunarinnar (www.hafro.is 2003).

Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur aðsetur í flugstöðinni á Stykkishólmsflugvelli. Hún

var flutt frá Reykjavík í lok ársins 2001, sem hluti af flutningi starfa frá höfuðborginni út á

land.

Árið 2001 gerðu samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Flugmálastjórn Íslands,

Siglingastofnun Íslands og Snæfellsnesbær með sér samning um rekstur þjónustuvers

samgöngumála í Snæfellsbæ fyrir Snæfellsbæ og Snæfellsnes, sem tilrauna- og

þróunarverkefni (Samgönguráðuneytið 2003).

Page 16: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

15

Félagsfræðilegir þættir Ástand í húsnæðismálum hefur verið nokkuð gott á Snæfellsnesi og er fasteignamarkaðurinn

þar frekar virkur. Sala fasteigna hefur aukist síðastliðin ár og hefur verð á fasteignum hækkað í

kjölfarið. Þrátt fyrir nokkra fólksfækkun á svæðinu er nánast allt húsnæði í notkun og

töluverður skortur er því á húsnæði til sölu. Fólk vill frekar kaupa eldri hús en byggja sjálft, en

framboð eldri húsa hefur ekki verið nægilegt hingað til. Leigumarkaðurinn er einnig nokkuð

mettur og er staðan þannig að eftirspurn eftir leiguhúsnæði er víða meiri en framboðið.

Eitthvað er um dulda búsetu á Snæfellsnesi, það er fólk sem býr í sýslunni að mestu

eða einhverju leyti en er skráð til heimilis annars staðar á landinu og greiðir þar af ekki útsvar

til sveitarfélags í sýslunni.

Áframhaldandi húsnæðisskortur á Snæfellsnesi getur haft áhrif á vöxt og viðgengi

svæðisins og þar með möguleika til frekari framþróunar. Mikilvægt er því fyrir sveitafélögin

að reyna að auka framboð á húsnæði í samræmi við eftirspurnina. Möguleikar fyrir

byggðarlögin er að byggja upp leigumarkað, til dæmis með því að nýta tómar félagslegar

íbúðir, ef þær eru á staðnum, til dæmis eins og í Ólafsvík. Aðrir möguleikar geta falist í að

reyna að laða að fólk sem er tilbúið til að byggja sjálft (Búseta á Íslandi 1997).

Heilsugæsla er í stærstu byggðakjörnunum, í Stykkishólmi er sjúkrahús stofnað og

rekið af Fransiskussystrum, en á fjárlögum íslenska ríkisins. Það er miðstöð heilsugæslu fyrir

Snæfellsnes (Íslandshandbókin 1989).

Menntun er mikilvæg þegar kemur að ákvörðunartöku um búsetu, sér í lagi fyrir

fjölskyldufólk. Grunnskólar og leikskólar eru í öllum helstu þéttbýliskjörnum Snæfellsness. Í

Snæfellsbæ eru þrír grunnskólar, í Staðarsveit, á Hellissandi og í Ólafssvík. Grunnskólar eru

einnig í Stykkishólmi, á Grundarfirði. Minni grunnskólar á svæðinu eru Laugargerðisskóli og

Lýsuhólsskóli á sunnanverðu nesinu. Leikskólar eru nokkrir á Snæfellsnesi en þeir eru allir

staðsettir í kjörnunum þremur (www.vesturland.is 2003).

Menntaskóli verður starfræktur í Grundarfirði frá hausti 2004 og verður einnig boðið

upp á fjarnám. Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á nám á vegum Fjölbrautarskóla

Vesturlands á Akranesi í 1. bekk framhaldsskóla og var það í Ólafsvík og Stykkishólmi

(Menntamálaráðuneyti 2003).

Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á fjarkennslu í háskólanámi og símenntun

tengda atvinnulífi á svæðinu auk námskeiða á ýmsum sviðum

Page 17: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

16

Frekar lítill hluti Snæfellinga stundaði framhaldsskólanám samkvæmt tölum frá

Hagstofunni frá 1999, eða um 28% á aldrinum 16-29 ára. Ef það er borið saman við aðra

landsmenn, stunduðu að meðaltali 40% Íslendinga á sama aldri framhaldsnám á þessum tíma

(Byggðarlög í sókn og vörn 2001). Sé miðað við töku námslána kemur í ljós að hlutfall þeirra

er á milli 5,1 og 7,1% eftir því hvar þeir búa á nesinu. Það er lægra en landsmeðaltal sem er

rúm 10% og mun lægra en þau tæplega 14% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem skulduðu

námslán á árunum 2000 og 2001 (Vífill Karlsson 2001).

Menningarlíf á Snæfellsnesi er af margvíslegum toga. Tónlistarskóla eru á öllum

helstu stöðunum, einnig virk leikfélög og nokkur bókasöfn. Minjasöfn og sýningar eru víða, til

dæmis Byggðasöfn Ólafsvíkur, Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi og

Sjómannagarðurinn Útnes á Hellissandi. Minjavörður fyrir Vesturland og Vestfirði hefur

aðsetur í Stykkishólmi og hafa forsendur til markvissari uppbyggingar minjavörslu aukist til

muna með tilkomu hans. (Vegahandbókin 2002)

Menningar- og fjölskylduhátíðir eru haldnar í Snæfellsbæ, Stykkishólmi og

Grundarfirði til að kynna listir og menningu fyrir gesti jafnt sem heimamenn.

Hægt er að fá helstu fréttir af lífinu á Snæfellsnesi á vefunum www.skessuhorn.is og

www.vesturland.is auk þess sem gefin eru út bæjarmálablöð, til dæmis Stykkishólms-

Pósturinn, Vikublaðið Þeyr í Grundarfirði og Bæjarblaðið Jökull í Snæfellsbæ.

Íþróttastarfsemi er í miklum blóma á Snæfellsnesi og er aðstaða til íþróttaiðkunar

frekar góð á svæðinu. Mikil uppbygging átt sér stað undanfarin ár og eru íþróttahús,

sundlaugar og íþróttavellir í öllum stærstu þéttbýliskjörnunum. Sundlaugin í Stykkishólmi var

nýverið gerð upp og er glæsileg með lengstu vatnsrennibraut landsins. Í Snæfellsbæ var byggt

nýtt íþróttahús fyrir örfáum árum og hefur það komið sér vel. Innan Héraðssambands

Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, HSH eru hin ýmsu íþróttafélög; golfklúbbar,

ungmennafélög, skíðadeildir, badminton- og júdófélög auk knattspyrnu, handbolta og

körfuboltafélaga. Snæfell komst í úrslit bikarkeppni KKÍ og Víkingur í Ólafsvík er í 3.

deildinni í fótboltanum (www.vesturland.is 2003).

Að lokum má geta þess að Snæfellsbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að

samþykkja Staðardagskrá 21, þann 16. mars 2000 (www.samband.is 2003).

Page 18: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

17

Lífsskilyrði á svæðinu og framtíð Snæfells- og Hnappadalssýslu Lífsskilyrði í Snæfells- og Hnappadalssýslu eru misjöfn eftir stöðum. Í hinum þremur

fámennari sveitarfélögum; Eyja- og Miklaholtshreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Helgafellssveit

er lífið eflaust fábrotnara, einhæfara og um leið erfiðara en á þéttbýlari stöðum eins og í

Stykkishólmi. Þessi þrjú sveitarfélög hafa lítið aðdráttarafl til búsetu, sér í lagi ungu fólki, og

því má búast við að fólki haldi áfram að fækka í þeim. Þau eru landbúnaðarsvæði án

þéttbýliskjarna, og því má búast við að þau fari meira og minna í eyði eða breytist í

frístundaheimili höfuðborgarbúa. Byggðin hefur færst á norðanvert nesið og þar hafa risið

nokkrir þéttbýliskjarnar, enginn einn er þó áberandi stærstur. Lífsskilyrði á norðanverðu

nesinu eru almennt góð, skólar eru til staðar og helsta grunnþjónusta á við heilsugæslu er

innan seilingar. Húsnæðismálin geta þó reynst flöskuháls, skortur er á húsnæði, en framboð á

því er ein af undirstöðum þess að fólk geti sest þar að. Undirstaða atvinnulífsins að langmestu

leyti er sjávarútvegur og hann getur verið viðkvæmur, samanber hrun skelfiskmiða í

Breiðarfirði, sem getur það skapað óöryggi meðal íbúanna. Fremur fá atvinnutækifæri eru fyrir

fólk með háskólamenntun eða mjög sérhæfða menntun en miklar vonir standa til þess að

framhaldsskólinn í Grundarfirði verði vítamínssprauta í því tilliti. Menningarlíf er víðast

blómlegt og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, þó það gæti þótt einhæft fyrir þá sem

vanir eru stórborgum. Á móti kemur að stutt er í kyrrðina í sveitinni, á fjöllunum og á og við

sjóinn auk þess sem ekki þarf að anda að sér menguðu lofti borgarinnar. Vegabætur á

undanförnum árum gera auðveldara og styttra að skreppa á milli staða, til dæmis til

Borgarness eða jafnvel til Reykjavíkur.

Allar líkur benda til þess að sjávarútvegur haldi áfram að verða mikilvægasta

atvinnugreinin á Snæfellsnesi en einnig að ferðaþjónusta muni aukast á komandi árum.

Stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökull mun eflaust vekja meiri athygli á svæðinu og laða fleiri

ferðamenn að, bæði erlenda og innlenda. Einnig verður fróðlegt að fylgjast með þróun

heilsutengdrar ferðamennsku í Stykkishólmi. Gallinn við ferðaþjónustu er þó að hún veitir

aðallega árstíðabundna atvinnu í stuttan tíma á ári. Snæfellsnes gæti nýtt sér nálægðina við

fiskimið og útgerð til að sérhæfa sig í ýmsum atvinnugreinum sem tengjast þeim, til dæmis

hvað varðar þróun ýmissa tækja og tækni. Einnig er mikilvægt að fiskvinnsla haldist innan

sýslunnar en að ekki sé siglt eða keyrt burt með aflann. Stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði

Page 19: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

18

mun væntanlega draga úr því að ungmenni flytjist burtu til náms auk þess að draga að

háskólamenntað fólk.

Sveitarfélög í Snæfells- og Hnappadalssýslu eru, eins og mörg önnur sveitarfélög á

Íslandi, skuldsett, meðal annars eftir að þau tóku yfir rekstur grunnskóla af ríkinu. Slæm

fjárhagsstaða getur haft áhrif á þjónustu sem sveitarfélögin geta veitt og þar með dregið úr

vilja fólks til að flytja á svæðið og ýtt undir brottflutning.

Snæfells- og Hnappadalssýsla er ekki eins illa stætt hvað varðar brottflutning fólks og

Vestfirðir og sum sveitarfélög á Austurlandi en þó er líklegt að fólksfækkun haldi áfram á

nesinu. Litlar líkur eru á því að yfirvöld úthluti Snæfellsnesi álver eða aðra stóriðju en þau

geta hlaupið undir bagga með öðrum hætti, til dæmis með stuðningi við frumkvöðlastarfsemi,

til að mynda á sviði sérhæfingar í sjávarútvegi.

Page 20: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

19

Heimildir: Axel Hall, Ásgeir Jónsson & Sveinn Agnarsson (2002): Byggðir og búseta – Þéttbýlismyndun á Íslandi. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2002. Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg & Helgi Skúli Kjartansson (ritstj.) (1991): Íslenskur söguatlas – 1. bindi - Frá öndverðu til 18. aldar. 3. útgáfa. Bókaútg. Iðunn, Reykjavík, 1991. Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg & Helgi Skúli Kjartansson (ritstj.) (1992): Íslenskur söguatlas – 2. bindi - Frá 18. öld til fullveldis. Bókaútg. Iðunn, Reykjavík, 1992. Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg & Helgi Skúli Kjartansson (ritstj.) (1993): Íslenskur söguatlas – 3. bindi – Saga samtíðar – 20. öldin. – Bókaútg. Iðunn, Reykjavík, 1993. Bjarni Pálsson & Eggert Ólafsson (1981): ,,Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi 1752-1757’’. 1. bindi. Frumútgáfa, Sórey í Danmörku 1772. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Reykjavík, 1981 Byggðastofnun (2001): Byggðarlög í sókn og vörn. Svæðisbundin greining á styrk, veikleika, ógnunum og tækifærum byggðarlaga á Íslandi. 1. Sjávarbyggðir. Sauðárkrókur, október 2001. Skoðuð á netinu: http://www.bygg.is/adal/utgafur/Sjávarbyggðir%20lokask%20uppfærð%20okt%2001.pdf Stefán Ólafsson (1997): Búseta á Íslandi – Rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Byggðastofnun, Nóvember 1997. Skoðuð á netinu: http://www.bygg.is/adal/utgafur/eldri_rit/Buseta/stefol00.html Steindór Steindórsson frá Hlöðum, höfundur frumtexta. Örlygur Hálfdánarson & Bryndís Vilbergsdóttir (ritstj.) (2002): Vegahandbókin, Ferðahandbókin þín . Útg. Stöng, Reykjavík. Tómas Einarsson & Helgi Magnússon (ritstj.) (1989): Íslandshandbókin. Fyrra bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1989, Reykjavík.

Vífill Karlsson (2001): Hag-Vísir Vesturlands. SSV. Atvinnuráðgjöf Vesturlands. September 2001. Skoðuð á netinu: http://ssv.vesturland.is/atv/hagvisar22001.pdf

Vífill Karlsson (2003): Hörpudisksiðnaður í Stykkishólmi – Staðbundin efnahagsleg áhrif af hugsanlegri stöðvun veiða og vinnslu. SSV - Atvinnuráðgjöf Vesturlands 2003. Skoðuð á netinu: http://ssv.vesturland.is/atv/Skelidnadur-I.pdf

Þórður Kárason, Kristján Guðbjartsson & Leifur Kr. Jóhannesson (ritnefnd) (1977): Byggðir Snæfellsness. Útg. Búnaðarsamband Snæfellinga.

Page 21: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

20

Dagblöð og bæklingar:

Fréttablaðið (2003): Hrun skelfiskstofns áfall fyrir Stykkishólm – Samfélagsleg áhrif atvinnuleysis rædd í bæjarstjórn. Miðvikudag 19. febrúar 2003. Fréttablaðið (2003): Hrun skelfiskstofnsins í Breiðafirði - Hefur þegar verið bætt. Mánudagur 29. febrúar 2003. Fréttablaðið (2003): Blikur á lofti með skelfiskveiði: Hundrað störf að veði í Stykkishólmi. 13. mars 2003. Fréttablaðið (2003): Lyftistöng fyrir ferðaþjónustu. Sæferðir telja brýnt að taka ákvörðun strax um kaup nýrrar ferju í stað Baldurs. Norsk ferja er föl fyrir röskar 100 milljónir króna. Mánudagur 24. febrúar 2003.

Vesturland, ferðablað 2002

Munnleg heimild:

Kjartan Eggertsson, bóndi á Hofstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi, viðtal 6. mars 2003.

Jóhann Ísak Pétursson, jarðfræðingur, febrúar 2003.

Róland Assier, framkvæmdastjóri, mars 2003.

Vefsíður:

Alþingi, 2003: http://www.althing.is/vefur/kjordam.html , skoðuð 13. mars 2003.

Sigurður Ágústsson ehf, 2003:www.agustsson.is, skoðuð 27.febrúar 2003.

Byggðastofnun (1999): Byggðir á Íslandi - Fylgiskjal I: Greining á stöðu landshluta. http://www.bygg.is/adal/utgafur/fylgiskjol.pdf), skoðað 13. mars 2003 og áður

Ferðaskrifstofan Embla, 2003: www.embla.is, skoðuð 11. mars 2003.

Grundarfjarðarbær, 2003: http://www.grundarfjordur.is/start.php?sida=frettir_syna&nr=227&haus=stjornsysla, skoðuð 13. mars 2003.

Hafrannsóknarstofnunin, 2003: http://www.hafro.is/Rannsoknir/Utibu/olafsv.html, skoðuð 13. mars 2003.

Page 22: Snæfells- og Hnappadalssýsla · Reykjavík Mars 2003 . 1 Efnisyfirlit ... reikning hjá KB.(Kjartan Eggertsson bóndi 2003, munnlegar upplýsingar). Grunnþjónusta á við heilsugæslu,

21

Hagstofa Íslands, 2003: Mannfjöldi á Íslandi. http://www.hagstofa.is/template25.asp?PageID=299 , skoðuð 15. mars og áður

Menntamálaráðuneytið, 2003: http://brunnur.stjr.is/interpro/mrn/mrn.nsf/pages/frettatilkynningar20030011#topp, skoðuð 10. mars 2003.

Samband íslenskra sveitarfélaga, 2003: www.samband.is, skoðuð 11. mars 2003 og aðra daga. http://www.samband.is/ - sameining sveitarfelaga 1950-1998.doc

http://www.samband.is/template2.asp?ID=587 , skoðuð 13. mars 2003.

http://www.samband.is/files/{6E0703AC-D607-48B6-893A-56708DBBDDF3}_Bls142-144.pdf

http://www.samband.is/files/{1B7CB64B-2D98-4B61-9F87-BABD7E69C74B}_Bls148-151.pdf )

Samgönguráðuneytið, 2003: Flutningur starfa af höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. http://samgonguraduneyti.is/interpro/samgongur/samgongur.nsf/0/235E7AAE0A9E42D000256B9E004B152A?OpenDocument&Highlight=0,_gadn92pj5dhm76rj5ec_ skoðuð 13. mars 2003.

Samgönguráðuneytið, 2003: Auðlindin Ísland, Ferðamálaráð 2003 http://samgonguraduneyti.is/interpro/samgongur/samgongur.nsf/Files/audlindinisland/$file/audlindinisland.pdf , skoðuð 3. mars 2003. SSV - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, 2003: http://ssv.vesturland.is

http://ssv.vesturland.is/atv/hagvisar.asp Gögn Vesturlands

Templespa,2003: www.templespa.is, skouð 4.mars 2003 Vesturlandsvefurinn, 2003: www.vesturland.is, skoðuð 11. mars 2003 og aðra daga. www.vesturland.is/sumarhus/#snae, skoðuð 3. mars 2003.