sor dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja...

28
ALMANAK 2019

Upload: others

Post on 18-Oct-2019

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

ALMANAK 2019

Page 2: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,
Page 3: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

ENDURNO

TA G

AM

ALTEN

DU

RSKO

ÐA N

EYSLUVENJUR

ENDURVINNA ÚRGANG

Aukinn fólksfjöldi og aukin neysla hafa orðið til þess að jarðarbúar nota meira af auðlindum en hnötturinn getur staðið undir á sjálfbæran hátt. Afleiðingarnar felast í skaðlegum áhrifum á þær náttúrulegu auðlindir sem eru okkur lífsnauðsynlegar.

Saman getum við gripið til aðgerða í því skyni að sporna við þessari þróun, t.d. með því að taka ábyrgð á eigin neyslu og breyta því hvernig við umgöngumst auðlindirnar. Þessi hugarfarsbreyting þarf ekki að vera flókin. Við getum t.d. reynt að nýta gamla hluti áfram eða séð til þess að þeir komist í notkun hjá öðrum.

Við hvetjum grunn– og leikskóla sérstaklega til að nýta hugmyndirnar í skólastarfi. Við vonum að þær veiti innblástur í umræðum um mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar með sjálfbærum hætti.

STÖNDUM SAMAN!

HRINGRÁSARHAGKERFIÐ

HVATNINGARORÐ TIL GRUNN– OG LEIKSKÓLA

Í ár er almanak SORPU innblásið af þessari hugarfarsbreytingu í anda hring- rásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið felst í endurnýtingu í stað endurnýjunar. Markmiðið er að lítill sem enginn úrgangur verði til. Þess í stað endurnýtum við allt efni með einum eða öðrum hætti, aftur og aftur, hring eftir hring. Fyrir vikið verður minni þörf á framleiðslu nýrra efna.

Í almanakinu er að finna fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir sem felast í að lengja líftíma hluta, endurnýta og deila. Markmiðið er að vekja áhuga á breyttu neyslumynstri og endurskoðun á hvað felst í efnislegum gæðum.

Page 4: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs, því flestar úrgangstegundir eiga endurnýtingarfarveg. Plast, pappír, málmar og fleiri efni geta verið tilvalið hráefni í nýjar vörur og matarleifum má umbreyta í vistvæna eldsneytið metan. Best er náttúrulega að henda sem minnstu, endurnýta og finna eldri hlutum jafnvel annað hlutverk. Svo þarf bara að muna að flokkun er lífsstíll en ekki tímabundið átak.

FLOKKUM TIL FRAMTÍÐAR

Page 5: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Veistu ekki hvernig er best að flokka? Kynntu þér málið á flokkid.sorpa.is.

Öll lok þarf að flokka frá glerkrukkum. Krukkurnar fara í steinefnagám eða grenndargáma fyrir gler en lok í málmgáminn.

Plast eða ál? Þumalputtareglan er sú að ef efnið sprettur út eftir að hafa verið krumpað er það plast. Ef það helst samankrumpað er það ál.

30 31 1 2 3 4 5

6 7 8 9 10 11 12

13 14 15 16 17 18 19

20 21 22 23 24 25 26

27 28 29 30 31 1 2

JAN

ÚAR 1

2

3

4

5

Nýársdagur

Þrettándinn

Bóndadagur

Gamlársdagur

Page 6: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Þau eru mörg morgunverkin og freistandi fyrir foreldra í tímaþröng að stinga nesti barnanna í plastpoka eða pakka því inn í álpappír. Við skulum endilega hætta því. Það eru til alls konar barnvæn og fjölnota ílát undir nestið sem eru orðin jafn sjálfsagðir fylgihlutir hjá skólabörnum og blýantur, strokleður og skólataskan á bakinu. Notum fjölnota ílát og brúsa. Það er ekki bara kennarinn sem mælir með því heldur umhverfið allt.

FJÖLNOTA FÆR TOPPEINKUNN

Page 7: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Fjölnota matarumbúðir úr bývaxi og aðrar umhverfisvænar umbúðir eru góðir staðgenglar fyrir plastfilmu til geymslu á matvælum.

Í stað einnota sogröra er nú víða hægt að fá fjölnota rör úr stáli eða bambus. Þau geta líka verið skrautleg og skemmtileg!

Endurnýtum poka utan af öðrum matvælum. Það er t.d. upplagt að nota poka utan af brauði eða morgunkorni.

27 28 29 30 31 1 2

3 4 5 6 7 8 9

10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 23

24 25 26 27 28 1 2

FEBR

ÚAR 5

6

7

8

9

Valentínusardagur

Konudagur

Page 8: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Með breyttum neysluvenjum hefur hið svokallaða deilihagkerfi rutt sér til rúms víða um heim. Það byggir á því að fólk deili hlutum og skiptist á að nota þá. Slík samnýting þarf ekki bara að eiga við um íbúðir og bíla heldur er tilvalið að slá saman með nágrönnunum og festa kaup á tækjum og tólum sem ef til vill eru ekki í stöðugri notkun. Það græða allir á slíku hlutafélagi!

STOFNAÐU HLUTAFÉLAG MEÐ NÁGRÖNNUNUM

Page 9: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Þó ekkert vöfflujárn sé til á heimilinu má vel vera að nágrannarnir séu tilbúnir að lána sitt. Kannski getur þú lánað þeim eitthvað á móti.

Langar þig að prófa skauta stráksins í næsta húsi? Langar hann að hoppa á trampólíninu þínu? Deilum og allir græða!

Skólafélagarnir geta skapað sinn eigin vettvang til að deila tölvuleikjum, borðspilum eða leikföngum.

24 25 26 27 28 1 2

3 4 5 6 7 8 9

10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 23

24 25 26 27 28 29 30

31 1 2 3 4 5 6

MA

RS 9

10

11

12

13

14

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Vorjafndægur

Bolludagur Sprengidagur Öskudagur

Page 10: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

ALLT ER GOTT SEM ENDIST VELEitt af því sem við getum öll gert til að stuðla að bættri umhverfismenningu er að fara betur með hlutina okkar og lengja líftíma þeirra. Á vorin taka margir hjólin sín fram og þá er mikilvægt að yfirfara gripina, smyrja keðjur, stilla gíra og herða bremsur. Framtakssamir íbúar geta líka sýnt frumkvæði og skipulagt sérstakan hjólaviðgerðardag í hverfinu þar sem fólk á öllum aldri kemur saman og dyttar að hjólunum sínum.

Page 11: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Er komið gat á eftirlætis skóna þína? Kannaðu hvort skósmiðurinn geti bjargað þeim!

Geymdu hjólið inni þegar það er ekki í notkun til að forðast eða fresta ryðmyndun.

Víða er hægt að kaupa eða fá gefins hjól sem aðrir eru hættir að nota, t.d. í Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða.

31 1 2 3 4 5 6

7 8 9 10 11 12 13

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27

28 29 30 1 2 3 4

APR

ÍL 14

15

16

17

18

Pálmasunnudagur Skírdagur Föstudagurinn langi

Páskadagur Annar í páskumSumardagurinn fyrsti

Dagur umhverfisins

Verkalýðsdagurinn

Page 12: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

KRYDDAÐU TILVERUNA MEÐ AFGÖNGUMMatarsóun er hvimleið og að mestu óþörf. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að breyta ljúfmeti gærdagsins í veislukrásir morgundagsins. Kryddjurtir sem mega muna sinn fífil fegurri eru úrvalsgott hráefni í vinaigrette sem endist og endist. Tilvalið út á salatið eða sem kryddlögur á kjötið. Svo má gera dásamlegt snakk úr eplahýði með því að strá yfir það sykri og kanil og þurrka í bakaraofni.

Page 13: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Gamlir og brúnir bananar eru fullkomið hráefni í baksturinn.

Margs konar matarafgangar eru kjörinn veislumatur fyrir smáfuglana.

Næst þegar fjölskyldan fer út að borða skaltu fá að taka afgangana með þér heim. Mundu að taka fjölnota box með að heiman!

28 29 30 1 2 3 4

5 6 7 8 9 10 11

12 13 14 15 16 17 18

19 20 21 22 23 24 25

26 27 28 29 30 31 1

MA

Í18

19

20

21

22

Verkalýðsdagurinn

Mæðradagurinn

Uppstigningardagur

Page 14: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

ÚT UM MÓ, INN Í SKÓGGrenndarskógar eru í auknum mæli nýttir til kennslu í leik- og grunnskólum landsins. Eðli málsins samkvæmt eru þeir oftast í næsta nágrenni við skólann og þar fræðast börn um náttúruna og umhverfið ásamt því að njóta útivistar og hollrar hreyfingar. Það jafnast ekkert á við að kynnast gróðrinum og dýralífinu í sínu náttúrulega umhverfi. Langflest sem við notum og neytum kemur nefnilega með einum eða öðrum hætti frá náttúrunni.

Page 15: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Nemendur geta gróðursett jurtir og grænmeti í námunda við skólann. Uppskeruna má svo nýta í mötuneytinu.

Nýtum nærumhverfið. Trjágreinar og laufblöð geta t.d. verið ágætur efniviður í smíðatíma eða í skólaföndrið.

Ef við röskum umhverfi skógarins höfum við slæm áhrif á búsvæði plantna og dýra. Skiljum við skóginn eins og við komum að honum.

26 27 28 29 30 31 1

2 3 4 5 6 7 8

9 10 11 12 13 14 15

16 17 18 19 20 21 22

23 24 25 26 27 28 29

30 1 2 3 4 5 6

JÚN

Í22

23

24

25

26

27

Sjómannadagurinn

Jónsmessa

Hvítasunnudagur Annar í hvítasunnu

Lýðveldisdagurinn

Alþjóðadagur umhverfisins

Sumarsólstöður

Uppstigningardagur

Page 16: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

MERKILEGT PLOKK!Plokk á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar og hefur náð nokkrum vinsældum á Íslandi. Plokkið er bæði umhverfisvæn og heilsusamleg dægradvöl sem gengur út á að tína upp rusl á förnum vegi, t.d. þegar farið er í göngutúr eða út að skokka. Þannig má nýta ferðina, öllum til góða. Munum að flokka allt sem við getum og halda flöskum, dósum og plasti aðskildu frá öðrum úrgangi. Þannig minnkum við það magn sem fer í urðun í stað endurvinnslu. Að sjálfsögðu væri svo æskilegast að engu rusli væri hent úti í náttúrunni. Sjáumst á plokkinu.

Page 17: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Plokkið getur verið góð samverustund fyrir fjöl- skylduna eða vinahópinn. Bekkurinn getur jafnvel efnt til samkeppni um duglegasta plokkarann!

Það sem ekki er flokkað sérstaklega ætti að setja í glæra plastpoka. Þannig eiga starfsmenn á endurvinnslu- stöðvum auðveldara með að leiðbeina um flokkun.

Nýttu ferðina þegar þú skreppur á leikvöllinn eða ferð út með hundinn og taktu upp allt rusl á leiðinni.

30 1 2 3 4 5 6

7 8 9 10 11 12 13

14 15 16 17 18 19 20

21 22 23 24 25 26 27

28 29 30 31 1 2 3

JÚLÍ 27

28

29

30

31

Page 18: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

ÞAÐ FER ÖLLUM VEL AÐ ENDURNÝTA FÖTÞAÐ FER ÖLLUM VEL AÐ ENDURNÝTA FÖTÁttu kjól eða buxur inni í skáp sem passa ekki lengur? Kápu eða frakka sem þú hefur jafnvel aldrei notað og manst ekki einu sinni af hverju þú keyptir? Fataskiptimarkaðir eru skemmtilegur vettvangur þar sem þú getur endurnýjað fataskápinn á umhverfisvænan hátt. Svo er ástæðulaust að bíða, þú getur skipulagt þinn eigin fataskiptimarkað með vinahópnum, saumaklúbbnum, foreldrafélaginu eða vinnufélögunum.

Page 19: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Oft er hægt að gera við fötin með lítilli fyrirhöfn og lengja líftíma þeirra. Í textílmennt væri t.d. hægt að sauma fyrir gatið eða setja nýjan hnapp á buxurnar.

Ónýt föt þurfa ekki að enda í ruslinu. Götóttum sokkum, rifnum tuskum og annarri vefnaðarvöru má skila í gáma Rauða krossins til endurvinnslu.

Önnur góð leið til endurnýtingar er að gefa föt sem aldrei eru notuð.

28 29 30 31 1 2 3

4 5 6 7 8 9 10

11 12 13 14 15 16 17

18 19 20 21 22 23 24

25 26 27 28 29 30 31

ÁGÚ

ST 31

32

33

34

35

Frídagur verslunarmanna

Menningarnótt í Reykjavík

Gleðigangan

Page 20: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

GEFÐU GÖMLU ANNAN SÉNSÞegar kemur að því að endurnýja heimilismuni þurfa gömlu hlutirnir ekki endilega að víkja af heimilinu. Láttu hugmyndaflugið ráða för, kannski er gamall gaffall ofan í skúffu sem hefur alltaf dreymt um að verða snagi. Eða lúinn stigi sem tæki sig ljómandi vel út sem bókahilla.

Page 21: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Með lítilli fyrirhöfn geta gamlar mublur öðlast nýtt líf. Málningarumferð og nýjar höldur geta breytt gömlum munum í glæsilegt stofustáss.

Stakir bollar sem safna ryki uppi í skáp sóma sér vel sem litlir blómapottar fyrir kryddjurtir eða blóm.

Oft er hægt að finna efnivið í Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða. Þar er sérstök deild fyrir skapandi starf í grunn- og leikskólum.

1 2 3 4 5 6 7

8 9 10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

22 23 24 25 26 27 28

29 30 1 2 3 4 5SEPT

EMBE

R 36

37

38

39

40

Haustjafndægur

Dagur íslenskrar náttúru

Page 22: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Þó að vonda stjúpan eða grimmi úlfurinn hafi hlotið makleg málagjöld í uppáhaldsbókinni þinni er ekki þar með sagt að ævintýrinu sé lokið. Deilum töfraheimum bókanna með nýjum lesendum. Skiptibókamarkaðir í skólum eru skemmtilegur vettvangur til að endurnýta verðmæti á umhverfisvænan og ævintýralegan máta.

NJÓTUM ÆVINTÝRANNA MEÐ ÖÐRUM

Page 23: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Þegar við hættum að lesa barnaævintýri er tilvalið að láta bækurnar ganga áfram til lesglaðra barna.

Það er ekki nauðsynlegt að eiga allar bækur sem okkur langar að lesa. Bókasöfn eru fjár- sjóðskista spennandi sagna og ævintýra.

Óútfylltar stílabækur er hægt að klára á næsta skólaári eða nýta auðar síður í teikningar og föndur.

29 30 1 2 3 4 5

6 7 8 9 10 11 12

13 14 15 16 17 18 19

20 21 22 23 24 25 26

27 28 29 30 31 1 2

OKT

ÓBE

R 40

41

42

43

44

Fyrsti vetrardagur

Hrekkjavaka

Page 24: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

OPNAÐU VEITINGASTAÐ SEM ALLIR TÍSTA UMAð vetrarlagi er náttúrulegt fæðuframboð garðfugla af skornum skammti. Með lítilli fyrirhöfn má búa til fuglafóðrara úr einföldum hlutum á heimilinu. Plastflaska, sleifar og sólblómafræ gætu gert þig að uppáhaldi auðnutittlinganna í hverfinu. Og ef það er ekki nóg, þá laða ávextir, fituafskurður, rúsínur og gamalt brauð alla hina að.

Page 25: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Gömul dekk má nýta sem dekkjarólur eða skemmtileg og öðruvísi blómaker í garðinn.

Glerflöskur er hægt að mála eða skreyta og nota sem einstaka kertastjaka.

Glerkrukkur og dósir eru fullkomin ílát fyrir ýmislegt smálegt, svo sem bómullarskífur, liti eða hrísgrjón.

27 28 29 30 31 1 2

3 4 5 6 7 8 9

10 11 12 13 14 15 16

17 18 19 20 21 22 23

24 25 26 27 28 29 30NÓ

VEM

BER 44

45

46

47

48

Feðradagurinn Dagur íslenskrar tungu

Hrekkjavaka

Page 26: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Desember er dásamlegur og það er ýmislegt í jólaundirbúningnum sem má gera á umhverfisvænan hátt. Heimagerð jólakort sem búin eru til úr pappír og öðru efni sem er til á heimilinu eru persónulegri og bjóða upp á notalega föndurstund fyrir alla fjölskylduna. Þá er einfalt að búa til fallegan jólapappír með því að mála dagblöð og skreyta með litríkum úrklippum.

RÉTTI ANDINN

Page 27: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur

Notaðir munir eða boð um samverustundir geta verið skemmtilegar jólagjafir.

Fallegan gjafapappír er tilvalið að geyma og endurnýta næstu jól. Gjöfunum má líka pakka inn í fallega og litríka efnisbúta eða viskastykki.

Kertaafgöngum má skila á endurvinnslustöðvar. Þaðan eru þeir sendir áfram til endurvinnslu í ný kerti.

1 2 3 4 5 6 7

8 9 10 11 12 13 14

15 16 17 18 19 20 21

22 23 24 25 26 27 28

29 30 31 1 2 3 4

DES

EMBE

R 49

50

51

52

1

Þorláksmessa

Annar í aðventu

Þriðji í aðventu

Aðfangadagur Jóladagur

Nýársdagur

Annar í jólum

Gamlársdagur

Fullveldisdagurinn og fyrsti í aðventu

Vetrarsólstöður og fjórði í aðventu

Page 28: SOR Dagatal 2019 - sorpa.dccweb.net · Í byrjun árs er upplagt að endurskipuleggja sig og temja sér nýja og góða siði. Það má t.d. alltaf gera betur í flokkun úrgangs,

Útgefandi: SORPA bs.Hönnun: BrandenburgRitstjórn: Gyða S. BjörnsdóttirPrentun: Prentsmiðjan Oddi

MINNI ÚRGANGUR,BETRI NÝTINGAlmanak SORPU 2019 er tileinkað endurvinnslu, endurnotkun og endur- skoðun á neysluvenjum í anda hringrásarhagkerfisins. Í almanakinu má finna fjölbreyttar og skemmtilegar hugmyndir um hvernig við getum komið í veg fyrir að úrgangur verði til og hvernig við getum stuðlað að endurnotkun á hlutum sem við þurfum ekki lengur á að halda. Við getum þó líklega ekki komið í veg fyrir alla úrgangsmyndun. Þess vegna ættu allir að kynna sér flokkunarvef SORPU, flokkid.sorpa.is. Á vefnum má nálgast ýmsar leiðbeiningar um flokkun úrgangs. Þar má einnig finna upplýsingar um hvert mismunandi úrgangstegundum skal skilað og hvaða úrgangstegundir eru gjaldskyldar.

Með réttri flokkun getum við stuðlað að betri nýtingu náttúruauðlinda. Flestar úrgangstegundir eiga nefnilega endurnýtingarfarveg. Okkar hlutverk er að sjá til þess að þær komist í áframhaldandi notkun með einum eða öðrum hætti.