starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil...

28
Reynisholt Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Starfsáætlun 2015 -2016

Upload: others

Post on 26-Jun-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

Reynisholt

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Starfsáætlun 2015 -2016

Page 2: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

1

Page 3: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

2

Innihald

Um starfsáætlanir leikskóla ........................................................................................................................................ 3

1. Leiðarljós - áherslur ................................................................................................................................................ 3

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun ................................................................................................................. 4

2.1 Innra mat.......................................................................................................................................................... 4

Læsisstefna ........................................................................................................................................................ 4

Lífsleikni ............................................................................................................................................................. 4

Umhverfismennt ................................................................................................................................................ 5

Tækifæri til samráðs .......................................................................................................................................... 5

Ecerskvarðinn .................................................................................................................................................... 5

Börnin meta ....................................................................................................................................................... 5

2.2. Ytra mat........................................................................................................................................................... 6

2.3. Matsáætlun ..................................................................................................................................................... 6

3. Áherslur í starfi leikskólans ..................................................................................................................................... 7

3.1 Fimm umbótaþættir úr starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015 ............................................................... 7

1. Málþroski, læsi og lesskilningur – 4. Fjölmenning ......................................................................................... 7

2. Aukið vægi list og verknáms. ......................................................................................................................... 8

3. Lýðræði, jöfnuður og mannréttindi ............................................................................................................... 8

5. Gæði og fagmennska. .................................................................................................................................... 8

3.2 Aðrar áherslur .................................................................................................................................................. 9

Lífsleikni og jóga ................................................................................................................................................ 9

Umhverfismennt ................................................................................................................................................ 9

4. Starfsmannamál ................................................................................................................................................... 10

4.1 Starfsmannahópurinn 1. júní 2015 ................................................................................................................ 10

4.2 Starfsþróunarsamtöl ...................................................................................................................................... 11

4.3 Símenntun ...................................................................................................................................................... 11

5. Aðrar upplýsingar ................................................................................................................................................. 12

5.1 Barnahópurinn 1. júní .................................................................................................................................... 12

5.2 Foreldrasamvinna .......................................................................................................................................... 12

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla .......................................................................................................................... 12

5.4 Skipulagsdagar og hefðir ................................................................................................................................ 13

6. Fylgiskjöl ............................................................................................................................................................... 15

6.1 Matsgögn ....................................................................................................................................................... 15

Börnin meta ..................................................................................................................................................... 15

Metið út frá starfsáætlun ................................................................................................................................ 16

6.2 Leikskóladagatal ............................................................................................................................................. 17

6.3 Læsisstefna .................................................................................................................................................... 18

6.5 Jafnréttisáætlun ............................................................................................................................................. 20

6.6 Umsögn foreldraráðs ..................................................................................................................................... 22

6.8 Önnur fylgiskjöl .............................................................................................................................................. 22

Fylgiskjal 1 – Umbótaáætlun út frá mati ......................................................................................................... 23

Fylgiskjal 2 – Matsáætlun 2015 – 2017 ........................................................................................................... 24

Fylgiskjal 3 – Uppröðun teyma ........................................................................................................................ 24

Fylgiskjal 4 – Áætlun samstarfs fyrir veturinn 2014-2015 ............................................................................... 25

Page 4: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

3

Um starfsáætlanir leikskóla

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá fyrir leikskóla. Samkvæmt henni

vinnur hver og einn leikskóli sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvaða hátt leikskólinn uppfyllir þau viðmið

sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og ýmsar aðrar

hagnýtar upplýsingar um skólahald leikskólans. Áætlunin þarf að fá umsögn foreldraráðs áður en skóla- og

frístundaráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með árangursmiðuðum markmiðum og

umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf leikskólans gekk á

síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun

sem unnin er út frá niðurstöðum innra og ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna

að, markmið, leiðir að markmiðunum og áætlun um

hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun Leikskólasviðs sem

leikskólinn vinnur að.

Starfsþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um

starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi

barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til skóla- og frístundasviðs fyrir 1.

júlí. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir skóla og frístundaráðs til samþykktar.

1. Leiðarljós - áherslur Leikskólinn Reynisholt er staðsettur í fallegum trjálundi í næsta nágrenni við Reynisvatn. Hann var formlega

opnaður 30. nóvember 2005. Reynislundur er útivistarsvæði við hlið leikskólans sem hannað var og unnið af

foreldrum og starfsmönnum vorið 2010. Foreldrar og starfsmenn sjá um að viðhalda Reynislundinum.

Leikskólinn vinnur með lífsleikni í leikskólastarfi með sérstakri áherslu á jóga með börnum, umhverfismennt,

útikennslu og áherslu á læsi. Unnið hefur verið sl. fjögur ár með Comeníusarverkefni en leikskólinn fékk

Comeníusarstyrk til vorsins 2015 og hefur nú lokið því verkefni. Leikskólinn flaggar Grænfánanum og hefur

þrisvar sinnum fengið Grænfánann í fyrsta skiptið 2010.

Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að

metnaður og áhugi hafi einkennt starfið. Starfsmannakönnun var lögð fyrir starfsmenn í mars 2015 og var

Page 5: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

4

svarhlutfall 64%. Niðurstöður voru í heildina mjög jákvæðar og skoraði hæst ímynd, markmið og árangur,

starfsöryggi, tilgangur og metnaður. Farið hefur verið yfir starfsmannakönnunina í heild sinni með starfsmönnum.

Foreldrakönnun var lögð fyrir foreldra og segir nánar frá könnuninni í kaflanum um ytra mat.

Elsti árgangurinn í Reynisholti fór á knattspyrnuæfingu hjá knattspyrnufélaginu Fram í Sæmundarskóla einu sinni

í viku klukkustund í senn. Þetta verkefni hefur verið í gangi síðustu þrjú árin og mjög vinsælt meðal barna og

starfsmanna.

Í leikskólanum er leikskólakennari sem jafnframt er jógakennari sem sinnir jógatímunum með börnunum. Annar

jógakennari starfaði auk þess frá ágúst 2014 fram í mars 2015 við jógakennslu með börnunum. Öll börn hafa

komist í jóga einu sinni í viku. Leikskólinn er Sólblómaleikskóli og styrkir SOS barn í Kolkata á Indlandi, ákveðið

hefur verið að hafa sérstaka sólblómaviku í september 2015.

Fyrirhugað er þróunarverkefni um læsi og fjölmenningu næstu tvö árin en verkefnið ber heitið Að lesa og leika

list er góð og hefur styrkur fengist úr sprotasjóði og Erasmus+ til náms og þjálfunar.

Leikskólinn mun fagna 10 ára afmæli sínu 30. nóvember og verður lögð áhersla á að hafa daginn skemmtilegan

með börnum og foreldrum.

Skólanámskráin er aðgengileg á heimasíðu leikskólans: http://www.reynisholt.is

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun

2.1 Innra mat

Læsisstefna

Farið var yfir markmið læsisstefnunarinnar í janúar og maí og skoðað hvort unnið væri eftir þeim og hvort þau

hafi náðst. Deildarstjórar stjórnuðu umræðu á starfsmannafundi í maí þar sem hver deild skráði hvernig unnið

hafi verið með hvern þátt læsisstefnunnar og gáfu einkunn út frá því hversu vel markmiðunum hafi verið náð.

Hljóm-2 var lagt fyrir öll elstu börn í nóvember. Gerð var áætlun til að efla þá þætti sem komu slakir út og Hljóm-

2 lagt aftur fyrir þau börn í febrúar til að mæla framfarir.

Helstu niðurstöður eru að vel var unnið eftir læsisstefnunni og markmiðin náðust flest. Á eldri deildum fóru öll

börn í sögugrunn og orðahljóð í skipulögðum stundum. Mikið var gert úr sögunum og börn og starfsmenn

ánægðir með árangurinn. Á yngri deildunum var ekki unnið með orðahljóð en þriggja ára börn gerðu tvær sögur.

Mikið var lesið og sungið á öllum deildum og sérstakt bókaormsverkefni var læsishvetjandi bæði fyrir starfsmenn

og foreldra. Ágætlega var unnið með þulur og á eldri deildunum var aukin skráning á myndverkum barnanna

sem og unnið með ljóð í tengslum við myndlist.

Það sem má auka og vinna meira með eru þulur, lesa meira fyrir börnin á yngstu deildinni og skipuleggja betur

hvaða lög eru sungin í leikskólanum. Endurskoða þarf læsisstefnu varðandi Orðahljóð og Sögugrunn með tilliti til

yngstu barnanna.

Lífsleikni

Deildarstjórar stjórnuðu umræðu á starfsmannafundi í maí þar sem hver deild skráði hvernig unnið hafi verið

með hvern þátt í lífsleikni og gáfu einkunn út frá því hversu vel markmiðunum hafi verið náð. Unnið var út frá

þeim markmiðum sem sett voru fram í starfsáætlun 2014 og út frá jafnréttisáætlun.

Page 6: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

5

Helstu niðurstöður matsins eru að jógastundir gengu mjög vel í vetur en þó vilja starfsmenn elstu deildarinnar fá

meiri fræðslu. Starfsmenn eru ánægðir með stofnun Facebook síðu fyrir samstarfsskólana í Birtu og finna fyrir

betri tengingu. Skemmtileg verkefni voru unnin með dygð vetrarins og hafði sú umræða áhrif á aðra þætti

skólastarfsins. Einn deildarstjóri var með fyrirlestur á skipulagsdegi að hausti um jafnréttismál og góð þátttaka

var í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna. Ekki var mikið unnið varðandi verkefni tengdum Sólblómaleikskólanum

sem hófst 2014.

Stofnað hefur verið teymi til að halda utan um sólblómaverkefnið og hefur það þegar hist og lagt fram umbætur.

Umhverfismennt

Farið er yfir markmið vegna Grænfána og Comeniusarverkefnis á

umhverfisráðsfundum. Einnig stjórnuðu deildarstjórar umræðu á

starfsmannafundi í maí þar sem hver deild skráði hvernig unnið hafi verið

með hvern þátt grænfánaverkefnisins og gáfu einkunn út frá því hversu vel

markmiðunum hafi verið náð. Umhverfisráð barna var hluti af hópastarfi

elstu árganganna tveggja og voru verkefni unnin út frá markmiðum

grænfánaverkefnis.

Flokkun og moltugerð gengur nokkuð vel en þó má taka börnin meira inn í

ferlið. Veðrið setti strik í reikninginn varðandi vistvæna ferðamáta og

vettvangsferðir tengda átthagafræðslu hjá yngri börnunum en þó voru

nokkuð reglulegar ferðir hjá elstu börnunum. Comeniusarverkefnið var

aðallega unnið á elstu deildunum sökum hversu flókið það var. Efla má

þátttöku barnanna í flokkun og moltugerð.

Tækifæri til samráðs

Skipulag funda fyrir haustönn og vorönn var sett upp í september og janúar og var skráð hvort fundir héldust.

Deildarstjórafundir eru að jafnaði einu sinni í mánuði, deildarfundir tvisvar í mánuði og fundir umhverfisráðs einu

sinni í mánuði. Allir deildastjórafundir héldust og voru tveir aukafundir og flestir deildafundir héldust eða voru

færðir til. Fjórir umhverfisráðsfundir voru haldnir af sjö og er mikilvægt að það sé fundinn nýr fundartími þegar

þeir falla niður.

Ecerskvarðinn

Ecers kvarðinn er listi sem hefur verið notaður sem matstæki í mörgum leikskólum á undanförnum árum. Hann

er framkvæmdur þannig að starfsfólk á hverri deild svarar listanum út frá sinni deild og niðurstöður eru metnar

út frá deildum. Það sem kom best út og starfsmenn eru sammála um að sé í góðu lagi eru: umönnun og daglegt

líf, samskipti og skipulag, starfsmenn og foreldrar og mál og hugtakanám. Það sem þarf að rýna betur í er: rými,

búnaður, leikur og viðfangsefni. Varðandi leik og viðfangsefni er það einkum tónlist, hreyfing, mismunandi

menning og bygginga- og hlutverkaleikur á yngstu deild sem fengu minna vægi og stærðfræði og vísindi á yngri

deildunum tveimur. Varðandi rými og búnað þá er það einkum að finna rými til að vera einn og í friði á þremur

deildum og rými fyrir grófhreyfingar á yngstu deildinni.

Börnin meta

Matið er unnið að vori ár hvert og er rætt við elstu börnin í litlum hópi. Börnin gefa þáttum í dagskipulaginu

einkunn. Einnig var rætt við lítinn hóp elstu barna þar sem þau sögðu frá því sem þeim þótti skemmtilegt í vetur

og hvers þau óska að geta breytt. Helstu niðurstöður eru að börnunum þótti gaman í leikskólanum og þeim líður

vel, skemmtilegast var verkefnið um hverfisfuglinn, fara í Reynislund, að mála og fara í orðahljóð, snertistund og

Page 7: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

6

útiveru. Öll börn sem tóku þátt í fótbolta í vetur þótti það gaman. Það sem má bæta eru samverustundir,

valstundir, sögugrunnur og jóga. Einnig þótti þeim töluverður hávaði í leiknum. Það sem hægt er að gera er t.d.

að gera kollhnís og handahlaup í jóga, hafa holukubba oftar í vali og fá að ráða oftar hvað er í vali. Þeim þótti gott

að fá tásunudd og allir fengu sól á bakið og voru dugleg að gefa hvert öðru og kennurum sól á bakið og tásunudd.

Það sem þau óska að fá að breyta er t.d. að borða úti í góðu veðri, fá nýja sleða, rafdrifna bíla og hafa partý með

tónlist í garðinum.

Í umbótaáætlun er gert grein fyrir umbótum út frá niðurstöðum innra mats (sjá fylgiskjal 1).

2.2. Ytra mat

Úttekt á ytra mati leikskólans á vegum Námsmatsstofnunar fór fram 18. mars – 23. maí 2013. Leikskólinn sendi

frá sér nýja umbótaáætlun sem var samþykkt með bréfi 5. maí 2014 en jafnframt var óskað eftir greinargerð um

framkvæmd hennar í desember 2014 og var sú greinargerð send til ráðuneytisins og skóla- og frístundasviðs 19.

nóvember sama ár. Í framhaldi af þeirri greinargerð var óskað eftir áframhaldandi upplýsingum um framkvæmd

umbóta sem skila á í september 2015.

Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum um leikskóla,

reglugerðum og aðalnámskrá.

Foreldrakönnun var framkvæmd í apríl 2015 á vegum skóla-

og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Markmið

könnunarinnar var að skoða viðhorf foreldra til leikskólans,

líðan og stuðnings við barnið, upplýsingarflæði og stjórnun.

Allir foreldrar sem áttu barn skráð í leikskólann 1. apríl 2015

fengu senda beiðni um þátttöku í tölvupósti og var

svarhlutfall 68%. Í heildina komu niðurstöður vel út fyrir

leikskólann en það að barninu líður vel og að foreldrar séu

ánægðir með leikskólann metum við mikils. Það sem kom

ekki á óvart að það sem spurt var um og leikskólinn hefur

ekki sinnt nógu vel er að leita eftir tillögum og hugmyndum

foreldra varðandi starfið. Hluti af þróunarverkefninu næsta

vetur verður að auka foreldrasamstarfið þannig að foreldrar geti komið meira með hugmyndir og tillögur inn í

foreldrasamstarfið sjá umbótaáætlun.

Starfsmannakönnun var lögð fyrir starfsmenn í mars 2015 og var svarhlutfall 64%. Niðurstöður voru í heildina

mjög jákvæðar og skoraði hæst ímynd, markmið og árangur, starfsöryggi, tilgangur og metnaður. Sá þáttur sem

þarf að bæta er fræðsla og þjálfun og er það komið í umbótaáætlun. Slakasti þátturinn var hæfilegt vinnuálag en

þó höfum við bætt okkur í því frá síðustu könnunum. Farið hefur verið yfir starfsmannakönnunina í heild sinni

með starfsmönnum auk þess sem leikskólastjóri fór yfir niðurstöðurnar með aðila frá Capacent.

2.3. Matsáætlun Matsteymi var kosið á skipulagsdegi veturinn 2014 og hefur verið unnin matsáætlun til þriggja ára.

Veturinn 2015 -2016 verður unnið mat út frá áherslum starfsáætlunar en þar er metið hvort markmiðum hennar

hafi verið náð. Stefnt er að því að efla þátttöku foreldra í leikskólastarfinu í þróunarverkefninu Að lesa og leika

list er góð og það metið með matsgagninu Barnið í brennidepli.

Teymi munu skila inn mati vorið 2016 ásamt tillögum að umbótum.

Page 8: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

7

Börnin munu koma að matinu með því að fylla út matsblaðið Börnin meta, en það gera þau með því að merkja

við hvernig þeim líkar mismunandi þættir dagskipulagsins. Fyrir börn í elsta árgangi verður lagt fyrir

skimunarprófið Hljóm-2 að hausti og unnið sérstaklega með þau börn sem þurfa á því að halda. Árangurinn

verður svo metinn með því að taka Hljóm -2 aftur í febrúar 2015. Í tengslum við þróunarverkefnið Að lesa og

leika list er góð verður málþroskamat lagt fyrir tvítyngd börn að hausti og aftur að vori til að meta framfarir.

Einnig verður unnið með AGN 6.3 um mat á árangri þróunarstarfs meðal starfsmanna. Hver deild velur einu sinni

yfir veturinn hvað er í matinn og er hluti af því að vinna að auknu lýðræði með börnunum.

Við munum halda áfram að efla upplýsingastreymi til foreldra með tölvupósti og öflugri heimasíðu en

tölvupóstur er sendur reglulega heim frá hverri deild fyrir sig. Auk þess sem stjórnendur senda tölvupóst til

foreldra af og til.

Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að þau atriði sem þarf að bæta verði endurskoðuð. Markmið leikskólans er alltaf

að gera betur og jafnframt að fara vel yfir það sem þarf að bæta með starfsmönnum og foreldrum. Leikskólastjóri

og aðstoðarleikskólastjóri eru ábyrgir fyrir því að matsáætlun sé fylgt (sjá fylgiskjal 2).

3. Áherslur í starfi leikskólans

Markmið leikskólans er að halda áfram að fylgja eftir áherslum okkar í lífsleikni, umhverfismennt, útikennslu og

læsi. Unnið verður að nýju þróunarverkefni næstu tvö árin um læsi og fjölmenningu. Þróunarverkefnið hefur

hlotið nafið Að lesa og leika list er góð en leikskólinn mun líka tengja verkefnið við M.ed verkefni

aðstoðarleikskólastjóra. Teymi hafa verið skipuð meðal starfsmanna leikskólans og munu þau halda utan um,

fylgja eftir og meta framfarir.

3.1 Fimm umbótaþættir úr starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015

1. Málþroski, læsi og lesskilningur – 4. Fjölmenning

Læsisstefna var skráð veturinn 2013-2014 en áður höfðum við unnið þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég

leitaði. Í vetur munum við hefja nýtt þróunarverkefni tengt læsi sem kallast Að lesa og leika list er góð.

Aðalheiður Stefánsdóttir mun vinna verkefnið í tengslum við mastersverkefni sitt við Háskóla Íslands en Guðrún

Grímsdóttir verður verkefnastjóri.

Markmið þess verkefnis eru:

• Að efla orðaforða og málnotkun barna í gegnum

hlutverkaleik og beina sjónum sérstaklega að

tvítyngdum börnum

• Að efla foreldrasamvinnu um læsishvetjandi

umhverfi.

• Að auka þátttöku og rödd foreldra tvítyngdra barna í

leikskólastarfinu.

• Að þróa verkfæri fyrir kennara til að vinna með læsi í

gegnum hlutverkaleik.

Leikskólinn hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði fyrir verkefnið

sem og styrk frá Erasmus+ og er stefnt á að læsisteymið fari á námskeið í Svíþjóð í vor til að kynnast hvernig

unnið er með tvítyngdum börnum og samstarfi við foreldra. Þetta verkefni fer einnig á markmið varðandi

umbótaþáttinn fjölmenning. Endurskoðuð læsisstefna er því sett fram haustið 2015 -2017 (sjá 6.3 Læsisstefna).

Page 9: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

8

2. Aukið vægi list og verknáms.

Í leikskólanum eru listgreinar fléttaðar inn í marga þætti í starfinu s.s. hópastarf og þemavinnu. Innan skólans er

sérstakur menningartengiliður sem heldur utan um allt listgreinastarf. Markmiðið er að starfsmenn geti leitað til

hans og fengið hugmyndir og stuðning við allt er lítur að listgreinum og menningartengdum viðburðum. Með því

að hafa menningartengilið eru starfsmenn sammála um að listgreinavinna hefur aukist og er það staðfest með

útkomu úr ecerskvarðanum. Markmiðið næsta ár verður að auka vísindi og stærðfræði með tilliti til aldurs og

þroska barnanna. Í leikskólanum eru til góð námsgögn sem mikið eru notuð en mætti örugglega nota meira og

verður það endurskoðað. Á hverri deild eru til spjaldtölvur og markmiðið er að nýta þær meira í

stærðfræðikennslu en verið hefur.

3. Lýðræði, jöfnuður og mannréttindi

Jafnréttisáætlun var unnin í leikskólanum veturinn 2013-2014 sem og framvæmdaráætlun er nær til þriggja ára

(sjá 6.5 Jafnréttisáætlun).

Markmiðið með lífsleikninámi felur í sér áherslur sem

stuðla að jákvæðri sjálfsmynd hvers barns og því að það

tileinki sér m.a. umburðarlyndi í samskiptum sínum og

samneyti við aðra. Markmiðið er að starfsmenn séu

meðvitaðir um aðferðir sem beita má til að draga úr

streitu og hraða í umhverfinu og að stöðugt sé haft að

leiðarljósi mikilvægi þess að skapa traust og

öryggiskennd meðal barna og fullorðinna. Leitast er við

að efla og styrkja frumkvæði barnanna svo þau verði

seinna meir hæfari til að takast á við líf og starf í

lýðræðissamfélagi. Þau verða að eiga þess kost að taka

þátt í ákvörðunum er varða líf þeirra og leik eftir því sem

aldur þeirra og þroski leyfa (námskrá Reynisholts, 2014).

Leikskólinn er Sólblómaleikskóli en það eru leikskólar sem starfa með SOS Barnaþorpunum. Við styðjum barn

sem heitir Jani Kumari og verður fimm ára í september 2015 en hún er frá Kolkata á Indlandi. Markmiðið með því

er að fræðast um börn í öðrum löndum, ásamt því að leggja okkar að mörkum við að gera heiminn að betri stað.

Dygð vetrarins 2015-2016 verður HUGREKKI OG GLEÐI meðal barna og fullorðinna. Nú sem áður munum við

leggja okkur fram við að dygðin verði sýnileg í umhverfi leikskólans.

5. Gæði og fagmennska.

Haustið 2015 verður unnið í teymisvinnu og munu þrír til fjórir starfsmenn starfa í hverju teymi. Þeir þættir sem

þar verður unnið með eru þróunarverkefni um læsi og fjölmenningu, umhverfismennt (umhverfisráð), jóga,

sólblómabarnið Jani, listgreinar – ljóð og þulur, tónlist og hreyfingu (útivera), bækur, spil og námsgögn og

umgengni og snyrtimennska í húsi (sjá fylgiskjal 3). Áhersla er lögð á að nýta þann mannauð sem innan

leikskólans er, samstarf byggt á lýðræði og fjölbreytni, lærdómssamfélag sem byggir á þverfaglegu samstarfi og

að í leikskólanum sé eftirsóknarvert, vinsamlegt og hvetjandi starfsumhverfi. Hagkvæm nýting fjármagns og

skilvirk upplýsingatækni verður áfram virk. Í Reynisholti hefur í gegnum árin verið töluverð sérkennsla og mörg

og fjölbreytt verkefni fylgt þeim þætti í starfinu. Við höfum verið dugleg við að nýta mannauðinn í þeim

verkefnum og margir hafa sótt námskeið til að afla sér þekkingar á þeim vettvangi. Erlent samstarf hefur skipað

stóran sess í starfinu með þátttöku í Comeníusar verkefni og með því að taka erlenda nema. Börn og starfsmenn

hafa kynnst fjölbreytileikanum í samstarfi sem hefur byggt á lýðræði og aukið lærdómssamfélagið í skólanum.

Page 10: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

9

Virk og skýr heimasíða hefur reynst leikskólanum og foreldrum vel í upplýsingagjöf. Stjórnendur hafa ætíð haft

metnað fyrir hagkvæmri nýtingu fjármagns.

3.2 Aðrar áherslur Tvö megin þema verða í leikskólanum þennan vetur fyrir áramótin verður unnið með fjölskylduna og átthagana

og eftir áramótin verða bókmenntir í brennidepli. Inn í þemavinnuna fléttast verkefni vetrarins. Þemalok verða i

lok nóvember og apríl þar sem sýning verður á verkefnum barnanna og foreldrum boðið að koma.

Lífsleikni og jóga

Markmið leikskólans er að halda áfram samstarfi við Birtu leikskólana. Skólarnir munu halda áfram að styrkj a

hver annan og miðla hugmyndum og námskeiðum. Stefnt er að því að starfsmenn geti kynnt sér starfsemi

skólanna með gagnvirkum heimsóknum eins og kostur er. Sameiginlegur starfsmannafundur er fyrirhugaður í

ágúst 2015 þar sem áhersla verður á útijóga. Sett var upp lokuð síða á

facebook árið 2012 en markmiðið var að hvetja starfsmenn til að tjá sig og

setja inn hugmyndir um hvernig við getum stöðugt bætt okkur í jógastarfinu

með börnunum. Nú er farið í gang öflugt átak þar sem hver leikskóli setur

inn fræðandi og hvetjandi innlegg. Deildirnar í Reynisholti skiptast á að setja

inn fræðandi efni.

Leikskólastjóri ber ábyrgð á jógastarfinu í leikskólanum en leikskólakennari

sem jafnframt er jógakennari leiðir starfið með börnunum. Öll börn hafa

farið í jóga einu sinni í viku yfir vetrartímann og teljum við það hafa gengið

afar vel að hafa sérstakan jógakennara til að fylgja starfinu eftir. Stuðlað

verður áfram að því að jógastarfið nýtist sem best á öllum deildum

leikskólans nú sem hingað til. Starfandi jógakennari hefur boðið af og til

uppá jógatíma fyrir starfsmenn eftir vinnu.

Áfram verður markmiðið næsta vetur að taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og Lífshlaupinu en með því erum við

að huga að hreyfingu og gönguferðum og minna á mikilvægi liðsheildarinnar í starfsmannahópnum. Einn

starfsmaður heldur utan um þennan þátt.

Umhverfismennt

Unnið er markvisst eftir umhverfissáttmála leikskólans en hann miðar að því að efla umhverfismennt og

menntun til sjálfbærni. Börnin eru þátttakendur í umræðum um umhverfismál, endurvinnslu á lífrænum úrgangi,

flokkun og endurnýtingu á sorpi og er það einnig hluti af menntun í lýðræði. Innan lóðar leikskólans er útisvæði

sem nýtt er í útinám m.a. í gegnum náttúruskoðun, útijóga og frjálsan leik. Einnig taka mörg börn þátt í að

viðhalda Reynislundinum með foreldrum sínum eftir að degi í leikskólanum lýkur. Með umhverfismenntinni

öðlast börnin víðtæka þekkingu á málefninu, æfa sig í samfélagslegri ábyrgð og auka virkni og víðsýni.

Leikskólinn flaggar Grænfánanum í þriðja sinn og er skýrsla vegna verkefnisins aðgengileg á heimasíðu

leikskólans. Sett voru fram fimm markmið fyrir næstu tvö ár í umhverfismennt og eru þau:

Að kynnast átthögum og sögu hverfisins.

Að efla lýðheilsu með því að hvetja til umhverfisvænna ferðamáta.

Að læra um hugtökin sjálfbærni og vistfræðileg fótspor.

Að flokka ólífrænan úrgang.

Að flokka lífrænan úrgang og molta.

Page 11: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

10

4. Starfsmannamál Veturinn 2014 – 2015 störfuðu að jafnaði 24 starfsmenn í leikskólanum í 20,43 stöðugildum og var lítil hreyfing í

starfsmannhópnum. Þar af voru um 2,5 stöðugildi vegna sérkennslu. 1. júní 2015 eru 11 leikskólakennarar í 8,90

stöðugildum og þrír grunnskólakennarar í 2,6 stöðugildum. Þrír leikskólaliðar starfa í 2,35 stöðugildum. Hlutfall

kennara er 56,1% og leiðbeinendur á deildum þar með talið leikskólaliðar eru í 43,9%, starfsfólk eldhúss er ekki

meðtalið.

Í eldhúsi starfa tveir starfsmenn í 1,8 stöðugildi. Einn leikskólakennari og einn grunnskólakennari voru í

barneignarleyfi þennan vetur en komu til starfa aftur í apríl. Einn deildarstjóri fer í barneignarleyfi í júní.

4.1 Starfsmannahópurinn 1. júní 2015 Starfsárið 2014 - 2015 yfirlit á töflunni hér fyrir neðan.

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólakennarar

Grunnskólakennarar

Aðrir uppeldismenntaðir

Annað háskólamenntað fólk

11

3

3

8,90 stöðug.

2,6 stöðug.

2,35 stöðug.

Einn með M.ed gráðu -aðrir með

B.ed gráðu.

leikskólaliðar

Fjarvistir 2013 og 2014 má sjá á meðfylgjandi súluritum.

Fjarvistir starfsmanna eru teknar saman frá ári til árs. Fjarvistir starfsmanna vegna veikinda voru heldur færri árið

2014 en árið 2013. Á súluritinu sést að aðeins er mismunandi milli ára hvernig fjöldi veikindadaga raðast eftir

mánuðum.

Page 12: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

11

4.2 Starfsþróunarsamtöl Formleg starfsþróunarsamtöl eru tekin einu sinni á ári og hefjast um miðjan janúar og lýkur þeim um miðjan

febrúar. Leikskólastjóri tekur þessi viðtöl, í ár hannaði leikskólinn sitt eigið eyðublað en hafði til stuðnings

eyðublöð frá starfsmannaþjónustunni og afhendi starfsmönnum viku áður en viðtalið var tekið. Leikskólastjóri

tekur síðan saman yfirlit og rita báðir aðilar undir og hefst viðtalið á því að farið er yfir það sem rætt var um árinu

áður, hvað hefur gengið vel og hvað má bæta. Önnur viðtöl eru tekin eftir aðstæðum í umhverfi leikskólans.

4.3 Símenntun Símenntun fór fram í formi fyrirlestra og námskeiða á skipulagsdögum. Starfsmenn fóru yfir áherslur leikskólans í

september og fóru yfir það námsefni sem leikskólinn vinnur með. Sameiginlegur starfsmannafundur Birtu

leikskólanna var haldinn í Hvalfjarðarsveit í september en þar var áherslan á útileiki og jóga. Í október var unnið

með Barnasáttmálann, skráningar með börnum og skyndihjálp og brunavarnir. Í nóvember fyrir hádegi var

sameiginlegur skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Grafarholti þar sem Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur hélt

fyrirlestur sem bar heitið Trú á eigin getu. Þá voru fyrirlestrar og kynningarbásar á starfsemi skólanna. Eftir

hádegi var unnið með Barnasáttmálann í Reynisholti. Í febrúar sóttu allir starfsmenn fyrirlestur fyrir hádegi um

lýðræði með börnum á vegum skóla- og frístundasviðs. 15. maí 2015 fóru allir starfsmenn í náms- og kynnisferð

til Grindavíkur og í Reykjanesbæ. Þar fengu starfsmenn fræðslu og kynningu á leikskólastarfinu í Króki Grindavík

og Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Allir starfsmenn fá jógatíma á flestum skipulagsdögum.

Námskeið eða fyrirlestrar sem einstakir starfsmenn sóttu var m.a. um mat á vellíðan og námi í leikskóla og

kynningu á mastersverkenfum og skráningum hjá Rannung. Snemmtæk íhlutun í málþroska tveggja – þriggja ára

barna, kynningu á læsisstefnu í leikskólanum Arnarbergi Hafnarfirði og stöðvavinna með níu til 18 mánaða

börnum í leikskólanum Bjarma Hafnarfirði. Fyrirlestur hjá Pen Green, Numikon stærðfræði og

morgunverðarfundur hjá SFS um kynningu á læsisstefnu.

Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri sóttu námskeið um starfsþróunarsamtöl, hverfafund um læsi og

námskeið um skjalavörslu. Aðstoðarleikskólastjóri fór á námskeið um Evrópusamstarf og umhverfismennt, tvisvar

sinnum á námskeið um læsi og auk þess námskeið í M.Ed námi við HÍ frá september til maí. Leikskólastjóri sótti

námskeið um viðverustefnu og námskeið fyrir stjórnendur sem haldið var í Laugalækjarskóla. Auk þess sem hann

hefur sótt handleiðsluhóp einu sinni í mánuði. Þá sóttu trúnaðarmenn námskeið.

Nokkrir starfsmenn fóru í námsferðir á vegum Comeníusar

sem aðstoðarleikskólastjóri heldur utan um. Ferðirnar

voru allar með skipulagðri dagskrá og hittust þátttakendur

þar til að ræða framvindu verkefnisins sem og að kynna

það sem unnið hefur verið með í hverju landi fyrir sig.

Tveir starfsmenn fóru til Belgíu þar sem fræðst var um

sjálfbærni, þrír starfsmenn fóru til Lettlands þar sem rætt

var um vistvæn fótspor og að lokum fóru þrír starfsmenn

til Kýpur á lokafund.

Deildastjórar sjá um að fylla út símenntunarblað fyrir starfsmenn deildanna. Á árinu 2014 – 2015 fór fræðsla að

mestu fram á skipulagsdögum. Mikil áhersla er lögð á það að sú fræðsla sem tekin er fyrir tengist starfinu og

þeim áherslum sem eru í gangi í leikskólanum. Næsta vetur munum við halda áfram á þeirri braut að miða

dagskrá skipulagsdaga við áherslur leikskólans, skólanámskrána og ekki síst það sem viðkemur þróunarverkefninu

Að lesa og leika list er góð.

Page 13: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

12

5. Aðrar upplýsingar

5.1 Barnahópurinn 1. júní Í leikskólanum dvelja að jafnaði 86 börn á fjórum deildum. Veturinn 2014 – 2015 dvöldu 26 börn á elstu deildinni

Stjörnulundi, 23 börn á Sunnulundi, 19 börn á Geislalundi og 18 börn á yngstu deildinni Bjartalundi.

Dvalarstundir voru að meðaltali 716,50. Kynjahlutfallið var 44 strákar og 42 stelpur. 1. júní 2015 er hlutfallið eins

að öðru l eyti en því að við tökum fleiri börn inn í júní og voru fimm strákar sem bættust í hópinn og eru börnin

því 91 í júní og fram að sumarlokun. Börn af erlendum uppruna voru 13 og eru töluð fimm tungumál auk

íslensku. Sex börn fengu sérkennslutíma samkvæmt greiningu veturinn 2014 – 2015 og nokkur börn fengu aðstoð

vegna málörvunar.

5.2 Foreldrasamvinna Tilgangur foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefnda um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða

starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans

og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á

leikskólastarfi (Lög um leikskóla 90/2008).

Í leikskólanum starfar foreldraráð/foreldrafélag með sex fulltrúum foreldra.

Aðilar skipta með sér verkum, tveir formenn bæði foreldraráðs og

foreldrafélags, gjaldkeri og ritari. Formaður foreldraráðs sér um að halda utan

um umsagnir vegna starfsáætlunar, námskrá, handbók og fleira. Kosið er í

foreldraráð og foreldrafélag á foreldrafundi að hausti. Á haustfundi fá

foreldrar einnig kynningu á starfsemi deildarinnar.

Miðlun til foreldra fer að mestu fram á heimasíðu leikskólans, á töflum deilda

í fataherbergi og með tölvupósti. Heimasíðan: http://www.reynisholt.is

verður áfram uppfærð einu sinni í viku þar sem foreldrar og forráðamenn

geta nálgast upplýsingar, skoðað myndir og fylgst með starfinu. Deildastjórar

senda reglulega tölvupóst til foreldra og stjórnendur einnig af og til.

Meðfylgjandi er skóladagatal ársins og á heimasíðu mun dagatal með

upplýsingum um dagskrá deildanna einnig vera sett upp fyrir haustið.

Foreldraviðtöl eru fyrirhuguð í október og einnig á skipulagsdegi í apríl. Foreldrakaffi verður í október og febrúar

og þann 30. nóvember verður afmælishátíð vegna 10 ára afmælis leikskólans. 29. apríl verður opið hús með

sýningu á verkum barnanna.

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla Sæmundarskóli er hverfisskóli Reynisholts og hefur samstarf verið að þróast alveg frá opnun leikskólans haustið

2005. Elstu börnin fara í reglulegar heimsóknir yfir veturinn og kynnast umhverfi og starfsfólki skólans sem og að

hitta gamla vini. Kennarar beggja skólastiga hittast og ræða um nám barna og fara börnin í kennslustundir og

frímínútur. Einnig hafa börn úr Sæmundarskóla heimsótt Reynisholt á Degi íslenskrar tungu, þar sem börn úr 7.

bekk koma og lesa fyrir börn leikskólans. Þá hafa börn sem voru í Reynisholti og eru í Sæmundarskóla heimsótt

sinn gamla leikskóla einu sinni að vetri. Auk þess gátu börn úr unglingadeild í Sæmundarskóla valið að verja einni

klukkustund á viku til að vera með börnunum í leik og starfi en það er hluti af lífsleikninámi barnanna í

Sæmundarskóla. Í vetur sendum við fiska út í Sæmundarskóla frá fiskideginum mikla svo þau gætu notið þeirra

líka.

Page 14: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

13

Unnið var að því að auka samstarf milli skólastiganna þennan vetur með það að leiðarljósi að samfella myndist á

milli skólastiga og að gagnkvæmur skilningur á námi barna yrði meðal kennara. Ákveðið var að innan hvers skóla

væru fastir ábyrgðaraðilar sem héldu utan um samstarfið. Á Reynisholti væri það Aðalheiður

aðstoðarleikskólastjórinn og í Sæmundarskóla væri það Kristjana, sem í vetur hefur verið með fasta

umsjónartíma fyrir þetta verkefni. Unnið var eftir skipulagi sem Kristjana og Aðalheiður unnu eftir að hafa rætt

við aðila í Víkurskóla og á Hömrum varðandi samstarf skólastiganna. Vikulegar heimsóknir voru í skólann meðal

barna úr hverfisleikskólunum frá október út nóvember og janúar út apríl þar sem unnin voru verkefni sem

kennarar beggja skóla skipuleggja. Undirbúningsfundur er að hausti þar sem farið er yfir dagskrá vetrarins og að

vori er endurmatsfundur þar sem næstu skref eru ákveðin.

Samstarfsáætlun leik- og grunnskóla um mál og læsi er ekki kominð af stað en stjórnendur í skólum hverfisins

hafa rætt um að hefja vinnu við þá áætlun næsta vetur.

Áætlun síðastliðins veturs má sjá í fylgiskjali 4 .

5.4 Skipulagsdagar og hefðir Skipulagsdagarnir verða sex og hafa skólarnir í hverfinu sameinast um þrjá þeirra. Sameiginlegur

starfsmannafundur verður haldinn með Birtu leikskólunum 25 ágúst.

Fyrsti skipulagsdagur vetrarins verður 21. september þar verður farið yfir áherslur leikskólans og lagt upp með

þau verkefni sem unnin verða um veturinn. Sérstaklega verður þróunarverkefnið undirbúið auk þess sem

teymishópar munu hittast og skipuleggja sína vinnu.

Á skipulagsdegi 19. október verður hluti dagsins notaður

til starfsmannafundar og fræðslu vegna

þróunarverkefnisins Að lesa og leika list er góð.

Fyrirhugað er að fá utanaðkomandi fyrirlestur.

Sameiginlegur skipulagsdagur skólanna í hverfinu verður

27. nóvember fyrir hádegi. Eftir hádegi munu starfsmenn

vinna að hinum ýmsu verkefnum sem koma að

leikskólastarfinu.

Leikskólinn fagnar 10 ára afmæli 30. nóvember og þann

dag verður afmælishátíð barna, starfsmanna og foreldra.

Starfsmannafundur verður 12. janúar en sá fundur verður nýttur til að skipuleggja starfið á vorönn.

Á skipulagsdegi 29. febrúar verður unnið að mati á starfinu og umbótaáætlun fyrir vorönnina.

Þann 1. apríl verður skipulagsdagur helgaður foreldraviðtölum, þeir starfsmenn sem ekki taka foreldraviðtöl

vinna að öðrum verkefnum tengdum áherslum leikskólans.

4.apríl er dagur bókarinnar. Þessa daga koma börnin með bók að heiman og börn af erlendum uppruna koma

með bók á sínu tungumáli. Börnin segja frá sinni bók og stefnum við að því að fá foreldra í samvinnu varðandi

þessa daga.

Á skipulagsdegi 22. apríl er fyrirhuguð ferð á vegum Erasmus+ til Svíþjóðar í starfsþjálfun fyrir nokkra starfsmenn.

Þeir sem verða heima munu fara í fræðslu og kynnisferð á höfuðborgarsvæðinu.

Page 15: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

14

Vinavika barna og starfsmanna verður 25. – 29. janúar 2016 og ætlum við að leggja sérstaka áherslu á dyggðina

okkar hugrekki og gleði meðal barna og starfsmanna. Þrjá síðustu dagana ætlum við að gleðja hvert annað með

einhverjum skemmtilegum uppákomum. Við ætlum að hefja vinavikuna á því að sameinast öll í hring í garðinum

og syngja skólasönginn okkar og eitt vinalag.

7. september er dagur læsis og 4.apríl er dagur bókarinnar. Þessa daga koma börnin með bók að heiman og börn

af erlendum uppruna koma með bók á sínu tungumáli. Börnin segja frá sinni bók og stefnum við að því að fá

foreldra í samvinnu með okkur þessa daga.

Fjölskylduþema verður 28. september – 9.október. Þá verður boðið í foreldramorgunkaffi.

Sólblómavika verður 7. – 11. september en þá viku verður dagskrá tengd henni Jani Kumari sem verður fimm ára

12. september.

Jóga- og slökunarvika verður í nóvember og þá verður

sérstakt morgunkaffi fyrir afa, ömmu eða annan gest.

Þessar vikur verður virk umræða meðal barnanna um

að ekki eigi allir ömmu og afa og þess vegna eru aðrir

gestir velkomnir.

í nóvember er tannverndarvika og hreyfivika í júní.

Útistarfið setur svip sinn á sumarið og munu elstu

börnin fara í skipulagðar ferðir.

Ákveðnar hefðir hafa skapast í kringum

leikskólastarfið, sumarhátíð, Fiskidagurinn mikli,

þorrablót, þema um gamla tímann og foreldrakaffi.

Jólamánuðurinn, útskrift elstu barnanna og

útskriftarferð verður með hefðbundnu sniði.

Áfram verða knattspyrnuæfingar einu sinni í viku með knattspyrnufélaginu Fram og verður deildastjóri elstu

barnanna ábyrgur.

Leiðarljós í stefnu skóla- og frístundasviðs er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og

þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Undir það tekur starfsmannahópurinn í Reynisholti

Reynisholti júní 2015

F. h. leikskólans

_______________________________

Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri

Page 16: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

15

6. Fylgiskjöl

6.1 Matsgögn

Börnin meta

Matsblað frá börnunum

Dags: Nafn:

samverustundir

valstundir

sögugrunnur

orðahljóð

hlusta á sögu

hópastarf

hverfisfuglinn

mála

fótbolti

gönguferðir

matur

snertistund

jóga

útivera

reynislundur

hávaði í leik

hvað er skemmtilegast

Page 17: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

16

Metið út frá starfsáætlun

Lífsleikni Hvernig var unnið með: 1 2 3

Dygð vetrarins

Jóga

Sólblóma-leikskóli

Lífshlaup og hjólað í vinnuna

Birta

Málrækt Hvernig var unnið með: 1 2 3

Orðahljóð

Sögugrunnur

Lestur bóka

Skráningar barna og kennara

Söngur

Þulur

Umhverfismennt Hvernig var unnið með: 1 2 3

Flokkun

Átthagar

Sjálfbærni og vistfræðileg fótspor

Moltugerð

Vistvænir ferðamátar

Comenius

Page 18: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

17

6.2 Leikskóladagatal

Page 19: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

18

6.3 Læsisstefna

Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína,

tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Unnið er með námsgögnin Sögugrunn

og Orðahljóð til að efla frásögn, hlustun, yfirfærslu hljóða og ritmál. Skráningar á sögum og færni í orðahljóði eru

nýttar til að fylgjast með og efla færni barnanna. Skráningar á hlutverkaleik eru nýttar til að meta og efla

orðaforða og málnotkun. Unnið er með Bókaorminn þar sem við fáum foreldra í samvinnu með okkur en

tilgangurinn er að styðja enn frekar við málumhverfi barnanna. Leitast er við til að finna bækur fyrir tvítyngd

börn á sínu móðurmáli. Með Bókaorminum erum við einnig að leggja inn ákveðinn boðskap til barnanna því

valdar eru bækur með tilliti til þeirrar dygðar sem unnið er með hverju sinni. Ritmál er sýnilegt í umhverfinu og

börnin hvött til að nota það í leik. Söngur, þulur og sögulestur er valið með tilliti til aldurs barna og þyngri texti

valinn eftir því sem þau hafa þroska og aldur til.

Í framkvæmdaáætlun er hvorutveggja almenn markmið læsisstefnu sem og markmið þróunarverkefnisisns Að

lesa og leika list er góð.

Framkvæmdaáætlun

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Að efla hljóðvitund 5 ára Hvert barn fer í orðahljóðaspil einu sinni í viku í fámennnum hópi

Deildastjórar Október - apríl

3-4 ára Hvert barn fer í orðahljóðaspil einu sinni í viku í fámennnum hópi

febrúar - mars

Að efla málvitund og tjáningu

5 ára Hvert barn fer í Sögugrunninn einu sinni í viku þar sem börnin semja sína sögu með stuðningi af myndum sem þau velja og segja frá í fámennum hópi

Deildastjórar

október - apríl

3-4 ára Hvert barn fer í Sögugrunninn einu sinni í viku þar sem börnin semja sína sögu með stuðningi af myndum sem þau velja og segja frá í fámennum hópi

október - nóvember

Að efla bókstafsþekkingu og ritun

Hafa heiti hluta sýnilegt í umhverfinu og aðgengilegt.

Deildastjórar September - maí

Börnin hvött til að merkja verk sín með nafni þegar þau sýna áhuga á ritun. Byrja á einum staf og auka eftir þroska og aldri barna

Hópstjórar September–maí

Að efla orðaforða og málnotkun

Mat á málþroska tvítyngdra barna. Einstaklingsnámskrár fyrir tvítyngd börn.

Teymisstjórar Sept-des 2015

Mat á málþroska allra barna. Einstaklingsnámskrár fyrir öll börn.

Teymisstjórar Sept-des 2016

Að efla hlustun og móðurmál

Senda "Bókaorminn" heim með börnunum sem er með bókum til lestrar með börnunum þannig efla foreldrasamvinnu. Bækurnar eru alla jafna tengdar við dygð vetrarins. Hjá tvítyngdum börnum verður leitast við að finna bækur á móðurmáli barnsins eða á ensku í samráði við foreldra.

Deildastjórar September - apríl

Að skrá hlutverkaleik Kennari skráir leik barna í frjálsum leik. Augum Teymisstjórar Sept-des 2015

Page 20: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

19

sérstaklega beint að samskiptum og orðnotkun barna. Hugað er sérstaklega að því að skráningar verði gerðar á öllum tvítyndum börnum.

Kennari skráir leik barna í frjálsum leik. Augum sérstaklega beint að orðaforða. Hugað er sérstaklega að því að vinna með orð tengd heimili.

Teymisstjórar Jan-maí 2016

Kennari skráir leik barna í frjálsum leik. Augum sérstaklega beint að orðnotkun og orðaforða barna. Skráningar gerðar á öllum börnum.

Teymisstjórar Sept-des 2016

Kennari skráir leik barna í frjálsum leik. Augum sérstaklega beint að notkun ritmáls í leik. Hugað er sérstaklega að því að vinna með orð tengd heimili.

Teymisstjórar Jan-maí 2017

Að efla foreldrasamvinnu

Foreldrar tvítyngdra barna fá bækling um mikilvægi móðurmálsins og allir foreldrar kynningu á mikilvægi lestrar fyrir börn. Leitað eftir hugmyndum að samvinnuverkefni frá foreldrum.

Teymisstjórar Sept-des 2015

Leikföng og hlutir til að efla orðaforða sendir heim með leiktösku til allra barna. Bókaormur heim til allra barna. Dagur fjölmenningar og dagur barnabókarinnar haldinn hátíðlegur.

Teymisstjórar Jan-maí 2016

Að efla læsi í víðum skilningi

Börnin nota líkama sinn til að segja sögur í jóga og tengja við hluti sem þau þekkja í umhverfi sínu. Jógasögur eru skráðar og jafnvel myndskreyttar.

Jógakennari September - apríl

Í gönguferðum um nágrenni leikskólans eru lögð inn ný orð, samheiti, yfirhugtök og þekking á umhverfinu aukin.

Hópstjórar Mars- júní

Í útikennslu læra börnin heiti plantna, dýra og hluta. Ýmsir náttúruleikir eru nýttir til að efla þekkingu og læsi barna á náttúruna.

Hópstjórar Október–maí

Page 21: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

20

6.5 Jafnréttisáætlun Í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 skuldbindur skólinn sig til

að fara eftir Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.

Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki á hverju hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans.

Skólastjóri ber ábyrgð á að Mannréttindastefnunni sé framfylgt.

Að auki mun skólinn í samræmi við 22. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 gera

sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemar verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum.

Þá mun skólinn fræða nemendur sína um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi. Starfsfólk skal þekkja

einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis og hvernig ber að bregðast við grun eða vissu um slíkt

meðal nemenda skólans. Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geta leitað innan og

utan skólans komi slíkt upp.

Skólinn setur sér framkvæmdaáætlun hvert skólaár þar sem fram koma skýr og vel skilgreind markmið í samræmi

við Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Leikskólastjóri ber meginábyrgð á að áætluninni sé framfylgt en

starfsmenn bera ábyrgð á vissum þáttum. Þar er árangursmat skýrt, eftirfylgni tryggð og ábyrgð ljós.

Framkvæmdaáætlun

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi

Að efla umræðu um

jafnréttismál meðal

starfsmanna

Kynning á jafnréttisáætlun leikskólans á

skipulagsdegi

Aðalheiður

Inga Rut

Haust 2014

Að vekja umræðu á

greinum Barnasáttmálans

hjá börnum og starfsfólki

er varðar rétt til náms og

leiks.

Kynning á Barnasáttmála SÞ um rétt til náms og

leiks.

Í kjölfarið vinnur næstelsti árgangur verkefni um

þær greinar.

IngaRut ásamt

deildarstjóra

barnanna.

Haust 2014

Að vekja athygli á 100 ára

afmæli kosningarrétts

kvenna og tengja það við

lýðræði leikskólans

Hver deild kýs hvað á að vera í matinn og um leið

er umræða um mikilvægi lýðræðis og því jafnræði

sem felst í því að allir hafi jafnan atkvæðisrétt.

Vakin athygli á sögu kosningarréttsins.

Deildarstjórar Haust 2014

– vor 2015

Að efla stefnu leikskólans

í fjölmenningarmálum og

halda vel utan erlend

börn og foreldra þeirra

Gæta að því að skilaboð séu á tungumálum

foreldra og komist til skila. Efla málörvun meðal

tvítyngdra barna.

Aðalheiður

ásamt

deildarstjórum.

Vor 2015

Að efla umræðu um

jafnréttismál meðal

starfsmanna

Fræðsla um jafnréttismál á starfsdegi þar sem

fengin yrði sérfræðingur á því sviði til kynningar. Í

kjölfarið yrðu umræðuhópar þar sem starfsmenn

myndu ígrunda sína afstöðu til jafnréttismála og

skipuleggja áframhaldandi vinnu.

Aðalheiður

ásamt

deildarstjórum.

Haust 2015

Page 22: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

21

Að ígrunda og

endurskoða bækur með

tilliti til jafnréttismála.

Bækur verði endurskoðaðar með tilliti til jafnréttis

og í kjölfarið verði umræða meðal starfsfólks á

starfsdegi um að vekja börnin til umhugsunar um

t.d. kynjahlutverk í ákveðnum bókum. Starfsfólk

mun taka upp umræðu í kringum bækurnar til að

börnin geti einnig endurskoða sitt viðhorf.

Aðalheiður og

Inga Rut

Vor 2016

Endurskoða

kynjajafnréttishugmyndir

starfsfólks

Hver deild endurskoði í hvort foreldrið er hringt í

úr leikskólanum og hvernig við komum fram við

feður og mæður.

Deildarstjórar Haust 2016

Endurskoða kynjahlutverk

og hugmyndir barnanna

um þau.

Verkefni meðal tveggja elstu árganganna þar sem

unnið er með það sem þau vilja verða þegar þau

eru stór. Umræðan er tengd kynjajafnrétti í

Barnasáttmálanum. Einnig verður gerð könnun

um hvar foreldrar vinna og jafnvel fengið

heimsókn frá foreldri sem vinnur „óhefðbundið“

starf samkvæmt kyni.

Deildarstjórar

elstu tveggja

árganganna.

Vor 2017

Page 23: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

22

6.6 Umsögn foreldraráðs

Umsögn foreldraráðs

Reykjavík 24. júní 2015

Foreldraráð hefur lesið yfir starfsáætlun leikskólans Reynisholts fyrir veturinn 2015 til 2016.

Foreldraráðið telur starfsáætlunina vera metnaðarfulla og faglega unna. Í áætluninni er farið vel yfir

innra og ytra mat á skólastarfinu, markmið leikskólans, áherslur í starfi, áherslur samkvæmt

starfsáætlun skóla- og frístundarsviðs, starfsþróunaráætlun, starfsmannahald, barnahópinn,

foreldrasamstarf, samtarf leik og grunnskóla og skóladagatal. Eru þessar lýsingar jafnframt í samræmi

við upplifun aðila foreldraráðsins af starfinu.

Það starf sem fer fram á Reynisholti er til eftirbreytni fyrir aðra leikskóla. Það er hægt er að gera langan

lista af framúrskarandi starfi sem fer fram á Reynisholti en við nefnum eitt hér en það er læsisverkefni

en það verkefni er mjög metnaðarfullt og gaman að sjá hvað hægt er að gera með börnunum okkar

með faglegu og skapandi starfi. Einnig er gaman að sjá þetta verkefni að auka lýðræði innan

leikskólans t.d. að hver deild fær einu sinni í mánuði að ákveða hvað er í matinn, þarf ekki mikið til að

gera börnin okkar aðeins kátari og ánægðari.

Að mati fulltrúa foreldraráðs er starfsáætlun Reynisholts fyrir veturinn 2015 til 2016 í samræmi við lög

um leikskóla nr. 90/2008.

Fyrir hönd foreldraráðs;

____________________________________

Valgerður Kristjánsdóttir

Page 24: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

23

6.8 Önnur fylgiskjöl

Fylgiskjal 1 – Umbótaáætlun út frá mati

Umbótaáætlun 2015-2016

Tækifæri til umbóta

Leiðir að umbótum Tímasetning aðgerða

Ábyrgðaraðili Matsaðferðir Niðurstöður metnar

Læsisstefna

Auka vinnu með þulur á elstu deild

September 2015 – janúar 2016

Deildarstjóri Stjörnulundar

Skrá fjölda þula sem unnið er með

Meta hvort aukning hafi orðið í vinnu með þulur.

Læsisstefna

Efla söng og skipuleggja hvaða lög eru sungin

September 2015 – maí 2016

Læsissteymi Skrá fjölda söngva sem lögð eru inn á hverri deild

Meta hvort aukning hafi orðið á fjölda söngva.

Lífsleikni og mismunandi menning

Efla vinnu varðandi sólblóma-leikskólann

Maí 2015 – desember 2015

Sólblómateymi Skrá þau verkefni sem unnin eru tengdu sólblómaverkefninu

Meta hvort aukning hafi orðið á verkefnum og í kjölfarið setja fram markmið.

Tækifæri til samráðs

Skrá niður fundi og finna nýja tíma ef þeir falla niður

September 2015 - maí 2016

Umhverfisráð Skrá niður fjölda funda

Meta hvort allir fundir hafi náðst.

Umhverfis-mennt

Efla þátttöku barna í flokkun og moltugerð t.d. með því að skipa moltustjóra á hverri deild

September 2015 - maí 2016

Umhverfisráð Skrá niður hver er moltustjóri og hvenær flokkað er.

Meta hvort allir hafi fengið tækifæri til að vera moltustjóri.

Börnin meta

Gera mat barnanna fyrr að vetri svo þau sjái sínar óskir framkvæmdar

Febrúar 2016 Deildarstjórar Matslistinn Börnin meta og umræður í samveru

Gera framkvæmd matsins sýnilegar börnum

Rými og búnaður

Auka tíma og rými til að geta verið einn og í friði

September 2015 - maí 2016

Deildarstjórar Hafa viðmið úr ecerskvarða til hliðsjónar

Sjá hvort viðmiðum ecerskvarða hafi verið náð

Stærðfræði- vísindi

Nýta efnivið sem til er fyrir stærðfræði

Nóvember 2015 – mars 2016

Hópstjórar Hafa viðmið úr ecerskvarða til hliðsjónar

Sjá hvort viðmiðum ecerskvarða hafi verið náð

Foreldra-samvinna

Fá fram hugmyndir foreldra að samvinnu

Október 2015 - maí 2016

Læsissteymi og deildarstjórar

Barnið í brennidepli

Viðmið úr barnið í brennidepli

Fræðsla og þjálfun

Skrá á reglulega á símenntunarblað

September 2015 - maí 2016

Deildarstjórar Ræða hvaða þættir teljast til símenntunar og fræðslu

Nýta spurningar úr viðhorfskönnun til að meta framfarir

Page 25: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

24

Fylgiskjal 2 – Matsáætlun 2015 – 2017

Fylgiskjal 3 – Uppröðun teyma

Verkefnið Starfsmenn „Að lesa og leika list er góð“ þróunarverkefni um læsi og fjölmenningu.

Heiða – Guðrún verkefnisstjóri – Þórey – Sólveig - Helena - Adda

Umhverfismennt (umhverfisráð) Heiða – Lísa – Þórey – Ólöf – Ala Farið í gang

Jóga Anna Steinunn – Katrín – Adda – Sólveig (Sigurlaug)

Matsteymi Heiða – Sólveig – Adda Farið í gang

Sólblómabarnið Jani Brynja – Þórey – Anna Steinunn – Helena (Sigurlaug) Farið í gang

Listgreinar – ljóð og þulur Allý – Katrín – Lísa ( Sigurlaug ljóð og þulur)

Tónlist og hreyfing (útivera) Katrín – Lísa – Brynja – Anna Steinunn - Elísabet

Bækur, spil og námsgögn

Sólveig – Þórey – Elva Dís og Guðrún (Skrá bækur og spil í tölvuna Heiða og Sigurlaug)

Umgengni og snyrtimennska í húsi Ágústa – Helena – Magnea – Lína og Sigurlaug

Page 26: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

25

Fylgiskjal 4 – Áætlun samstarfs fyrir veturinn 2014-2015

Dagskrá fyrir forskóla skólaárið 2014-2015. Tengiliðir: Kristjana Pálsdóttir frá Sæmundarskóla. [email protected] Aðalheiður Stefánsdóttir (Heiða) frá Reynisholti [email protected] Elísabet Ármannsdóttir (Lísa) frá Reynisholti [email protected] Þóra Dögg Guðmundsdóttir frá Geislabaug [email protected] Alma Rut Sigmundardóttir frá Geislabaug [email protected] Elín Ósk Guðmundsdóttir frá Maríuborg [email protected] Fjöldi barna: 20 frá Reynisholti 20 frá Geislabaug 5 frá Maríuborg 2 frá Sunnufold + koma með foreldrum

Fjórir hópar: Reynisholt 1 Reynisholt 2 + Maríuborg Geislabaugur 1 Geislabaugur 2 + Sunnufold

Tími: Þriðjudagar frá klukkan 10:00-10:45. Leikskólabörn geta verið mætt fyrr á skólalóðina og verið í frímínútum með yngsta stiginu. Frímínútur eru frá 9:30-10:00. Börnin koma svo inn í fatahengi yngsta stigs og eiga þar merkta snaga. ATH. dagssetningar með rauðu gætu breyst.

September/Október Þriðjudagur 30. september: Reynisholt 1 og Reynisholt 2 og Maríuborg – ganga í gegnum skóla með skólastjórnanda og leikskólakennurum. Búið verður að merkja snaga í fatahengi yngri barna. Þriðjudagur 7. október: Geislabaugur 1 og Geislabaugur 2 + Sunnufold – ganga í gegnum skóla með skólastjóra og leikskólakennurum. Búið verður að merkja snaga í fatahengi yngri barna. Þriðjudagur 14. október: Reynisholt 1 – Á rými fyrsta bekkjar. – Léttar umræður/kynning. Allir gera sér nafnspjald til að nota í skólanum. Þriðjudagur 21. október: Vetrarfrí í Sæmundarskóla. Þriðjudagur 28. október: Reynisholt 2 + Maríuborg - – Á rými fyrsta bekkjar. – Léttar umræður/kynning. Allir gera sér nafnspjald til að nota í skólanum.

Nóvember Þriðjudagur 4. nóvember: Geislabaugur 1 - Á rými fyrsta bekkjar. – Léttar umræður/kynning. Allir gera sér nafnspjald til að nota í skólanum. Miðvikudagur 5. nóvember: 1. Bekkur í Sæmundarskóla heimsækir leikskólana Reynisholt og Geislabaug, Maríuborg – leikskóli skipuleggur tíma og fjölda. Þriðjudagur 11. nóvember: Geislabaugur 2 + Sunnufold – Á rými fyrsta bekkjar. – Léttar umræður/kynning. Allir gera sér nafnspjald til að nota í skólanum. Mánudagur 17. nóvember: (Dagur íslenskrar tungu): Nemendur í 7. Bekk í Sæmundarskóla koma í heimsókn á leikskólana Reynisholt og Geislabaug og lesa fyrir leikskólabörnin. Þriðjudagur 18. nóvember: Reynisholt 1 – Kynning/stuttar umræður – Skólabarnið. Börnin búa sér til skólabarn. Þriðjudagur 25. nóvember: Reynisholt 2 + Maríuborg – Kynning/stuttar umræður – Skólabarnið. Börnin búa sér til skólabarn. Föstudagur 28. nóvember: Sameiginlegur starfsdagur allra skóla í hverfinu. Haldinn í Sæmundarskóla. Þriðjudagur 3. desember: Geislabaugur 1 – Kynning/stuttar umræður – Skólabarnið. Börnin búa sér til skólabarn.

Page 27: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

26

Desember Þriðjudagur 9. desember: Geislabaugur 2 + Sunnufold – Kynning/stuttar umræður – Skólabarnið. Börnin búa sér til skólabarn. Nánari dagssetning auglýst síðar: Helgileikur – Elstu nemendum leikskólans boðið í skólann til að fylgjast með helgileik hjá 1.bekk.

Janúar Þriðjudagur 6. janúar: Geislabaugur 2 + Sunnuborg - Skólataskan – hvað er í skólatöskunni? Nemendur skreyta skólastösku. Þriðjudagur 13. janúar: Geislabaugur 1 - Skólataskan – hvað er í skólatöskunni? Nemendur skreyta skólastösku. Þriðjudagur 20. janúar: Reynisholt 2 + Maríuborg - Skólataskan – hvað er í skólatöskunni? Nemendur skreyta skólastösku. Þriðjudagur 27. janúar: Reynisholt 1 - Skólataskan – hvað er í skólatöskunni? Nemendur skreyta skólastösku.

Febrúar Þriðjudagur 3. febrúar: Geislabaugur 2 + Sunnufold - Hvernig nesti höfum við ? Hvað er hollt nesti? Athuga með heimilisfræðistofu. Þriðjudagur 10. febrúar: Geislabaugur 1 - Hvernig nesti höfum við ? Hvað er hollt nesti? Athuga með heimilisfræðistofu. Föstudagur 13. febrúar: 1.bekkur er með atriði á samveru á sal. Mæting klukkan 12:55-13:30. Endilega koma með elstu börnin til að horfa á ;) Þriðjudagur 17. febrúar: Reynisholt 2 + Maríuborg - Hvernig nesti höfum við ? Hvað er hollt nesti? Athuga með heimilisfræðistofu. Þriðjudagur 24. febrúar: Reynisholt 1 - Hvernig nesti höfum við ? Hvað er hollt nesti? Athuga með heimilisfræðistofu.

Mars Þriðjudagur 3. mars: Geislabaugur 2 + Sunnufold – Hvaða fólk vinnur í skóla og hvað gerir það. Hópnum skipt í tvo hópa. Hver hópur býr stóra persónu úr maskínupappír. Miðvikudagur 4. mars: Reynisholt 1 + 2 og Maríuborg – heimsókn í Frístundaheimilið Fjósið – Klukkan 10:00. Þriðjudagur 10. mars: Geislabaugur 1 – Hvaða fólk vinnur í skóla og hvað gerir það. Hópnum skipt í tvo hópa. Hver hópur býr stóra persónu úr maskínupappír. Miðvikudagur 11. ars: Geislabaugur 1 og 2 og Sunnufold – heimsókn í Frístundaheimilið Fjósið – Klukkan 10:00. Þriðjudagur 17. mars: Reynisholt 2 + Maríuborg – Hvaða fólk vinnur í skóla og hvað gerir það. Hópnum skipt í tvo hópa. Hver hópur býr stóra persónu úr maskínupappír. Þriðjudagur 24. mars: Reynisholt 1 – Hvaða fólk vinnur í skóla og hvað gerir það. Hópnum skipt í tvo hópa. Hver hópur býr stóra persónu úr maskínupappír. Þriðjudagur 31. mars: Geislabaugur 2 + Sunnufold – Hópnum dreift í listgreinatíma með 1. Bekk, nánara skipulag kemur seinna. Borða í hádeginu í skólanum.

Apríl Þriðjudagur 7. apríl: Geislabaugur 1 – Hópnum dreift í listgreinatíma með 1. Bekk, nánara skipulag kemur seinna. Borða í hádeginu í skólanum. Þriðjudagur 14. apríl: Reynisholt 1 – Hópnum dreift í listgreinatíma með 1. Bekk, nánara skipulag kemur seinna. Borða í hádeginu í skólanum.

Page 28: Starfsáætlun 2014 -2015 · Árið 2014 – 2015 var stöðugleiki í starfsmannahaldi og lítil hreyfing á starfsmönnum. Það er okkar mat að metnaður og áhugi hafi einkennt

27

Þriðjudagur 21. apríl: Reynisholt 2 + Maríuborg. Hópnum dreift í listgreinatíma með 1. Bekk, nánara skipulag kemur seinna. Borða í hádeginu í skólanum. Þriðjudagur 28. apríl: Geislabaugur 2 + Sunnufold – heimsókn á bókasafn, nemendur fá að skoða bókasafnið og velja sér bók til að lesa/skoða. Svo er farið í kennslustofu. Seinni hluti tímans munum við fara í stafaleiki í spjaldtölvum. Viðurkenning.

Maí Þriðjudagur 5. maí: Geislabaugur 1 – heimsókn á bókasafn, nemendur fá að skoða bókasafnið og velja sér bók til að lesa/skoða. Svo er farið í kennslustofu. Seinni hluti tímans munum við fara í stafaleiki í spjaldtölvum. Viðurkenning Þriðjudagur 12. maí: Reynisholt 2 + Maríuborg – heimsókn á bókasafn, nemendur fá að skoða bókasafnið og velja sér bók til að lesa/skoða. Svo er farið í kennslustofu. Seinni hluti tímans munum við fara í stafaleiki í spjaldtölvum. Viðurkenning Miðvikudagur 14. Maí: Vorskóli – allir verðandi nemendur Sæmundarskóla koma í skólann ásamt foreldrum og hitta kennarana sína meðan foreldrar hitta stjórnendur. SÆMUNDARSKÓLI BOÐAR FORELDRA OG BÖRN. Þriðjudagur 19. maí: Reynisholt 1 – heimsókn á bókasafn, nemendur fá að skoða bókasafnið og velja sér bók til að lesa/skoða. Svo er farið í kennslustofu. Seinni hluti tímans munum við fara í stafaleiki í spjaldtölvum. Viðurkenning Þriðjudagur 26. maí: Rýnifundur leikskóla og grunnskólakennara. Farið yfir starf vetrarins munum finna dagssetningu síðar.