starfsáætlun leikskólans hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 leikskólinn hörðuvellir. unnið...

17
1 Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla 2014 – 2015

Upload: others

Post on 08-Jun-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

1

Starfsáætlun leikskólans

Hörðuvallla

2014 – 2015

Page 2: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

2

Leikskólinn Hörðuvellir.

Unnið í júlí 2014.

Page 3: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

3

Formáli

Samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008 vinna leikskólar eftir aðalnámskrá leikskóla. Samkvæmt

henni vinnur hver og einn leikskóli upp sína skólanámskrá þar sem fram kemur á hvern hátt

leikskólinn uppfyllir þau viðmið sem þar eru sett fram.

Leikskólar gera starfsáætlun þar sem fjallað er um árlega starfsemi leikskólans, birt skóladagatal og

ýmsar aðrar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers leikskóla. Áætlunin þarf að fá umsögn

foreldraráðs áður en fræðsluráð tekur hana til afgreiðslu samkvæmt lögum um leikskóla.

Tilgangur starfsáætlunar er að gera skólaþróun leikskólans markvissa með markmiðum og

umbótamiðuðu innra mati. Hún á að sýna starfsfólki, foreldrum og rekstraraðilum hvernig starf

leikskólans gekk á síðasta leikskólaári og hvernig unnið verði að umbótum og nýjum verkefnum á því

næsta.

Í starfsáætlun leikskólans skulu koma fram:

Matsaðferðir leikskólans og umbótamiðuð áætlun sem unnin er út frá niðurstöðum innra og

ytra mats.

Áherslur í leikskólastarfinu sem ætlunin er að vinna að, markmið, leiðir að markmiðunum

áætlun um hvernig þau verða metin.

Áherslur í starfsáætlun fræðslusviðs sem leikskólinn vinnur að.

Starfþróunaráætlun leikskólans og upplýsingar um starfsmannamál.

Fjöldi barna, kynjahlutfall, dvalarstundir, fjöldi barna sem njóta sérkennslu og fjöldi barna af

erlendum uppruna.

Upplýsingar um foreldraráð, foreldrafundi og foreldraviðtöl.

Umsögn foreldraráðs.

Skóladagatal fyrir árið.

Starfsáætlun leikskólans tekur gildi 1. september ár hvert og skal skilað rafrænt til sviðsstjóra fræðslusviðs fyrir 1. júlí ár hvert. Starfsáætlanir eru lagðar fyrir fræðsluráðs til samþykktar.

Page 4: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

4

Page 5: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

5

Efnisyfirlit

Formáli ..................................................................................................................................................... 3

1. Inngangur ............................................................................................................................................ 6

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun .............................................................................................. 7

2.1 Matsáætlun ................................................................................................................................... 7

2.2 Innra mat leikskólans ..................................................................................................................... 7

2.3 Húsnæði og lóð .............................................................................................................................. 7

2.4 Ytra mat ......................................................................................................................................... 8

2.5 Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats ...................................................... 8

3. Áherslur í starfi leikskólans .................................................................................................................. 9

3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár ......................................................................................... 9

4. Starfsmannamál ................................................................................................................................ 11

4.1. Starfsmannahópurinn 1. maí ...................................................................................................... 11

4.2 Starfsþróunarsamtöl .................................................................................................................... 11

4.3 Símenntun frá síðasta ári............................................................................................................. 11

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum ......................................................................................... 12

5. Aðrar upplýsingar .............................................................................................................................. 13

5.1 Barnahópurinn 1. maí. ................................................................................................................. 13

5.2 Foreldrasamvinna ........................................................................................................................ 13

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla ....................................................................................................... 13

5.4 Almennar upplýsingar ................................................................................................................. 13

5.5 Áætlanir ....................................................................................................................................... 13

Fylgirit ................................................................................................................................................ 14

Matsgögn ............................................................................................................................... 14

Leikskóladagatal .................................................................................................................... 14

Umsögn foreldraráðs ............................................................................................................. 14

Page 6: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

6

1. Inngangur

Ný afstaðið skólaár gekk í meginatriðum mjög vel. Stöðugleiki hefur verið í

stafsmannahópnum, nýr aðstoðarleikskólastjóri byrjaði í nóvember, Jóna Elín.

Í sumar/haust byrjuðu um 25 ný börn hjá okkur og að þessu sinni voru þau á öllum aldri þó

flest um tveggja ára gömul.

Unnið hefur verið með grunnþætti menntunar sem koma fram í nýrri Aðalnámskrá leikskóla

2011.

Þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Tókum ákvörðun um að hafa námsþáttinn Lýðræði og mannréttindi leiðarljós í

skólanámskránni fyrir Hörðuvelli. Er áætlað að hún lýti dagsins ljós í september 2014.

Á vormánuðum var ákveðið að taka upp sex myndrænar agareglur úr bókinni Bína

Bálreiða höfundur Ásthildur BJ. Snorradóttir. Þær eru: að sitja kyrr, að hlusta, að passa

hendur, að bíða, að gera til skiptis, að muna. Finnst okkur það hafa gefið góða raun að hafa

sjónrænar reglur.

Síðasta sumar var tekin ákvörðun um að fara í námsferð til Brighton og læra á námsefnið

Numicon, var undirbúningur fyrir þá ferð mjög skemmtilegur og hópurinn stóð vel saman

um að gera þessa ferð sem skemmtilegasta og auka samkenndina í starfsmannahópnum.

Starfsfólk var duglegt að sækja sér símenntun af ýmsu tagi, sjá lista um símenntun frá

síðasta ári.

Page 7: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

7

2. Mat á leikskólastarfi og umbótaáætlun

2.1 Matsáætlun

Á næsta skólaári er áætlað að starfsfólk kynni sér matstækið Barnið í brennidepli sjálfsmat í

leikskóla þetta er matsaðferð sem á að hjálpa starfsfólki í leikskóla að meta gæði uppeldis-

og menntastarfsins, samskipti starfsfólks, foreldrasamstarfið og stjórnun.

Áætlað er að þetta verði það matstæki sem verði notað til að meta starfið á Hörðuvöllum.

Einnig fari hver hópstjóri yfir þau hæfnisviðmið sem börn eigi að vera búin að ná sem sett

eru fram á námssviðum leikskólans ( sjá bls. 5 í Þemahefti um námsmat í leikskóla). Áætlað

er að hver hópstjóri meti starfið eftir hvert þema og börnin geri það líka þ.e. þau í elstu

árgöngunum með svörum við spurningum, teikningum og sögum.

2.2 Innra mat leikskólans

Á starfsdegi í maí voru lagðir matslistar fyrir allt starfsfólk leikskólans.

Starfsfólk var beðið um að svara spurningum um: samstarf, kennslu, aðbúnað og námsgögn.

Hver þáttur spannaði um tuttugu spurningar og voru svarmöguleikarnir: alltaf, oft, stundum,

sjaldan, aldrei.

Helstu niðurstöður voru:

Samstarf: vantar tíma til samráðsfunda og meira samstarf á milli deilda. Að allir hafi tækifæri

á eiga frumkvæði og tjá skoðanir sínar. Að öðru leyti er starfsfólk almennt ánægt með

samstarfið.

Kennslan. Undirbúningstími til áætlana og verkefni ekki alltaf til staðar, mat á deildum og

athuganir þarf að vinna betur í þeim þáttum.

Umbætur: nýta starfsdaga betur til samráða á milli deilda og annars undirbúnings, og

endurmeta starfið eftir hvert þema.

Aðbúnaður: Almennt telur stafsfólk að aðbúnaður hér sé nokkuð góður, en vantar meira

rými til gólfleikja, byggingaleikja þar sem ekki þarf að taka saman og aðstaða til kósý heita

þ.e. skoða bækur og hafa huggulegt.

Umbætur: Væri mjög gott að fá borð inn á deildar sem hægt yrði að hengja upp á vegg til að

skapa meiri rými á gólfinu.

Námsgögn: Það sem starfsfólki fannst vantar töluvert á framboð af efnivið til vísindanáms

og náttúruskoðunar mætti vera betra. Einnig framboð af opnum efnivið og aðgangur

nemenda að tölvum og prenturum.

2.3 Húsnæði og lóð

Nýjasta mat/skoðun á útisvæði leikskólans er síðan 21.02. 2012. Helstu þættir sem koma

fram þar og er ekki búið að lagfæra er að bæta þarf öryggismöl undir kastala, klifurveg og

rambeltur. Aðrir þættir sem komu fram við skoðun er búið að bæta/lagfæra. Mér er tjáð að

erfitt sé að fá öryggismölina sem notuð hefur verið á leikskólalóðum hún fæst ekki lengur í

landinu og verið að kanna hvað sé heppilegt að fá í staðinn fyrir þá möl. Vonandi að einhver

lausn finnist á því.

Page 8: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

8

2.4 Ytra mat

Skólaskrifstofan stendur fyrir foreldrakönnunum annað hvert ár (síðast 2013) og

starfsmannakönnun er áætluð árið á móti sem mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar ber

ábyrgð á

Send var út rafræn viðhorfskönnun til foreldra leikskólabarna í byrjun árs 2013, svarhlutfall

frá foreldrum barna á Hörðuvöllum var 84%.

Yfir heildina voru niðurstöður mjög ásættanlegar fyrir leikskólann, þó má alltaf gera betur í

ýmsum málum. Helstu þættir sem þurfa úrbætur að mati foreldra er upplýsingaflæði og eins

og oft vill verða eru hinar ýmsar skoðanir á hollustu matarins sem framreiddur er í

leikskólanum. Reynum við samt að fremsta megni að útbúa matseðil leikskólans þannig að

hann falli að markmiðum manneldisráðs um hollustu skólamáltíða. Einnig þurfum við að

skilgreina betur vinnuna með börnunum með þeirri upplýsingatækni sem völ er á.

Um 94% foreldra sem tóku þátt gefa leikskólanum einkunnina frá 7-10.

2.5 Umbótaáætlun samkvæmt niðurstöðum innra- og ytra mats

Sjá umbótaáætlun við hvern lið að ofan undir liðnum innra mat.

Umbætur á liðnum ytra mat, þurfum að vera duglegri að upplýsa foreldra um daglegt starf í

leikskólanum.

Page 9: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

9

3. Áherslur í starfi leikskólans

3.1 Áherslur leikskólans næsta starfsár

Verkefni næsta skólaárs:

Vinna með námsefnið Numicon , námsgögnin eru fjölskynja og gefa börnum tækifæri á

að skilja gildi og tengsl milli talna og sjá mynstrið í stærðfræðinni á einfaldan hátt.

Það gefur fullorðnum tækifæri á að skilja betur hvernig börnin hugsa. Á hverju

verkefnaspjaldi eru unnin markviss verkefni með Numicon námsgögnum og m.a.

gefnar hugmyndir að tengdum verkefnum og útiverkefnum, enda er markmið

Numicon að nota fjölbreyttan efnivið til að efla hverja hugtakaímynd sem unnið er

með hverju sinni. Verkefnin eru unnin eftir röð og byggja sterkan grunn fyrir komandi

stærðfræðinám. Markmið með verkefninu er að börnin öðlist þekkingu á tölum og

talnagildum á sjónrænan og skapandi hátt í gegnum leik með NUMICON námsgögnum. Að

vera læs á tölur og talnagildi er hluti af læsisstefnu sem fram kemur í Aðalnámskrá leikskóla.

Sótt var um styrk til þróunar- og nýsköpunarsjóðs fræðsluráðs vorið 2014 og vorum við svo

heppin að fá úthlutað kr. 750.000 til að kaupa námsgögn fyrir Numicon og vinna

þróunarstarf, verður það án efa skemmtileg vinna.

Þemavinnan verður með sama sniði og fyrri ár, sex þemu yfir skólaárið þau eru:

1) Vinátta

2) Náttúra og umhverfi

3) Fjölskyldan

4) Aðventan

5) Menning og samfélag

6) Bærinn minn

Einnig verður lögð markviss vinna með læsi. Undanfarin ár hefur verið unnið úr bókinni

Markviss málörvun þjálfun hljóðkerfisvitundar. Höfundar: Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve

og Þorbjörg Þóroddsdóttir. Sú vinna verður gerð enn markvissari en verið hefur á öllum

deildum. Í haust verða öll börn tveggja og þriggja ára látin fara í gegnum þær Bjargir sem

kemur fram í bók Ásthildar Bj. Snorradóttur, Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja

ára barna.

Elstu börnin munu fara í gegnum námsefnið K-PALS læsisaðferð fyrir fimm ára börn. Markmið

með aðferðinni er að gefa kennaranum kost á að örva og þjálfa samtímis hóp af börnum í

hljóða- og stafaþekkingu, lestri eða stærðfræði með jafningjamiðlaðri nálgun.

Leiðarljós við vinnu við ofantalin atriði verður námsþátturinn lýðræði og mannréttindi í því felst m.a. að lýðræðislegt leikskólastarf byggist á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Leikur er meginnámsleið barna. Leikur inniheldur þroska,nám, menningu og reynslu.

Page 10: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

10

Leikur inniheldur þroska, nám menningu og reynslu.

Leikur er sérkenni bernskunnar. Þar sem börn eru samankomin er leikurinn aðalatriðið.

Leikur hefur félagslegan uppruna og eykur félagsþroska barna og er forsenda þess að geta leikið við aðra.

Leikur auðveldar börnum samskipti, þau læra leikreglur og jafnræði ríkir á milli félaga.

Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar hjala og leika við börn sín með svipbrigðum, látbragði, rödd og hreyfingu.

Leikur losar athafnir úr venjulegu samhengi og leikur gerir barninu kleift að rifja ýmislegt upp, prófa aftur og æfa án mikillar áhættu.

Leikur hjálpar öruggu barni áleiðis í þroska og leikur heldur stjórnsömu barni innan ákveðins ramma.

Leikur er ferli sem speglar allt mannlegt líf og leysir tilfinningar úr læðingi, ótta, gleði og sorg.

Leikur mistekst aldrei.

Page 11: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

11

4. Starfsmannamál

4.1. Starfsmannahópurinn 1. maí

Starfsheiti Fjöldi Starfshlutfall Menntun

Leikskólakennari 11 75%-100% Leikskólakennari

Leikskólaleiðbeinandi A 1 82% Grunnskólakennari

Leiðbeinandi 7,50 30%- 100% Grunnskólapróf/

stúdentspróf

Matráður 1 100% Matartæknir

Aðstoðarm. Í eldhúsi 1 75% Grunnskólapróf

4.2 Starfsþróunarsamtöl

Verða á haustmánuðum.

4.3 Símenntun frá síðasta ári

Hér að neðan er listi yfir þau námskeið sem starfsmenn fóru á sem voru á vegum

Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar haustið 2013 og vorið 2014.

Kynning fyrir nýja leiðbeinendur : 2 starfsmenn

K- Pals pör að læra saman: 3 starfsmenn

Hvernig er málörvunarefni sem til er í leikskólanum notað á árangursríkan hátt: 3 starfsmenn

Heilbrigði og vellíðan með jóga og snertingu að leiðarljósi: 2 starfsmenn

Starfsþróun og faglegt sjálfstraust leikskólakennara: 2 starfsmenn

Læsishvetjandi umhverfi: 2 starfsmenn

Málörvandi leikir og spil: 3 starfsmenn

Persónumöppur mín leið: 2 starfsmenn

I pad í almennu leikskólastarfi. 2 starfsmenn

Íslenska sem annað tungumál: 2 starfsmenn

Teiknitúlkun: 2 starfsmenn

Boðberi válegra tíðinda: 1 starfsmaður

Page 12: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

12

Kynning á Ipad. 2 starfsmenn

Önnur námskeið og kynnisferðir.

Mikilvægi gæða í starfi með ungum börnum: 2 starfsmenn

Tras skráning á málþroska ungra barna: 1 starfsmaður

Fjölbreytileikinn í leikskólanum fögnum við eða sýnum fálæti, kynning á vegum Rannung:

1 starfsmaður

Íslenski þroskalistinn : 1 starfsmaður

Náms- og kynnisferð til Brigthon

Numicon námskeið: 19 starfsmenn

Leikskólaheimsóknir í Brighton 19 starfsmenn

4.4 Áætlun um símenntun í leikskólanum

Á haustmánuðum er áætlað námskeið fyrir starfsmannahópinn um K Pals pör læra saman.

Námskeið um slysavarnir og skyndihjálp barna, verður í janúar 2015, allir starfsmenn þurfa að

fara á skyndihjálpar námskeið á tveggja ára fresti.

Einnig munu starfsmenn sækja sér námskeið á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og

Kragans, þar verður m.a boðið upp á: málörvandi leikir og spil ,fyrstu skrefin í

spjaldtölvukennslu, uppeldisskráningar, hvernig hægt er að nýta málörvunarverkefni sem til

er í leikskólanum.

Einnig munu einhverjir starfsmenn sækja námskeið í Hljóm -2 á vegum Endurmenntunar HÍ

og Tras skráning á málþroska á vegum Námsmatsstofnunar.

Page 13: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

13

5. Aðrar upplýsingar

5.1 Barnahópurinn 1. maí.

Fjöldi barna í leikskólanum er 86 þar af eru 52 drengir og 34 stúlkur.

Fjöldi dvalarstunda í leikskólanum eru 704,25 og deildargildi eru 802,52.

Eitt barn naut sérkennslu samkv. greiningaviðmiðum sérkennslu í 1. og 2. flokki.

Um tíu börn njóta sérkennslu vegna málþroskafrávika.

Þrjú börn á leikskólanum eru með einhvers konar fæðuóþol.

Fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku eru fjögur, og er fjöldi tungumála þrjú.

Þjóðerni forsjáraðila eru: tvö börn eiga pólska foreldra , eitt barn rússneska foreldra og eitt

barn filippiskra foreldra.

5.2 Foreldrasamvinna

Fjöldi fulltrúa í foreldraráði eru þrír og eru þeir kosnir á foreldrafundi í október ár hvert.

Foreldraráð fer yfir starfsáætlanir og annað sem þurfa þykir sem viðkemur börnunum og

leikskólanum.

Foreldrafundur er haldin ár hvert í október. Fulltrúar í foreldraráði eru jafnframt í

foreldrafélaginu ásamt þremur öðrum fulltrúum úr foreldrahópnum.

Formleg foreldraviðtöl eru einu sinni yfir skólaárið og eru þau haldin í janúar- febrúar, hver

deild hefur viku sem foreldrar geta valið sér tíma .

5.3 Samstarf leik- og grunnskóla

Áætlun vetrarins verður með hefðbundnu sniði þ.e. börnin fá að fara í heimsókn í

Lækjarskóla 4 sinnum yfir skólaárið, fá meðal annars að skoða bókasafnið, vera með í tíma

hjá 6 ára bekk og borða nesti, vera með á íþróttadegi ofl. Yngstu börnin í Lækjarskóla hafa

komið í heimsókn til okkar á haustmánuðum.

Í umræðunni hefur verið að börn í Lækjarskóla sem taka þátt í upplestrarkeppninni komi og

lesi stutta sögu fyrir börnin hér, gott tækifæri fyrir þau að æfa sig fyrir þá keppni. Vonandi

verður þessi hugmynd að veruleika.

5.4 Almennar upplýsingar

Skipulagsdagar leikskólans eru fimm þeir eru 29. september, 21. nóvember, 5. janúar ,

26. febrúar og 26. maí, þessir skipulagsdagar eru allir á sama tíma og skipulagsdagar í

grunnskólum Hafnarfjarðar.

5.5 Áætlanir

Ýmsar áætlanir eru tiltækar á heimasíðu leikskólans.

http://www.leikskolinn.is/horduvellir/

Page 14: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

14

Fylgirit

Matsgögn

Leikskóladagatal

Umsögn foreldraráðs

Hafnarfirði

_______________________________________________

Leikskólastjóri

Page 15: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

15

Fylgirit

Matsgögn

Námsgögn Ágætt Gott Sæmilegt Lélegt

1 Hvernig er framboð af opnum efnivið

2 Hvernig er aðgangur nemenda að tölvum og prentara

3 Hvernig er framboð og aðgangur að málörvunarefni

4 Hvernig er ástand námsgagna

5 Hvernig er framboð af Þrívíddarefnivið- (leir, leikdeig osfrv.)

6 Hvernig er framboð af efnivið í könnunarleik

7 Hvernig er framboð af efnivið í vísindanám

8 Hvernig er framboð af efnivið f. stærðfræðinám

9 Hvernig er framboð af efnivið f. athyglisleiki

10 Hvernig er framboð hljóðfæra

11 Hvernig er framboð ýmissa kubba

12 Hvernig er framboð af efnivið f. hlutverkaleiki

13 Hvernig er framboð af efnivið f. fínheyfingar

14 Hvernig er framboð af efnivið f. grófhreyfingar

15 Hvernig er framboð af efnivið til náttúruskoðunar

Aðbúnaður Ágætt Gott Sæmilegt Lélegt

1 Hvernig er aðstaða til undirbúnings

2 Hvernig er aðstaða til foreldraviðtala

3 Hvernig er aðstaða til sérkennslu

4 Hvernig er aðgangur að tækjum: tölvum, prenturum,osfrv.

5 Hvernig er starfsmannaaðstaða (w.c, læstir skápar,

kaffistofa osfrv.)

6 Hvernig er aðstaða fyrir trúnaðargögn (læst)

9 Hvernig er aðstaða til l istsköpunar

10 Hvernig er aðstaða til einveru (þ.e. ef nemandi vil l vera/leika

einn)

11 Hvernig er aðgangur nemenda að bókum

12 Hvernig er aðgangur nemenda að spilum og púslum

13 Hvernig er aðgangur nemenda að efniviði ti l frjálsrar

sköpunar

14 Hvernig er aðstaða til byggingaleikja og að leifa byggingum

að standa

15 Hvernig er aðstaða til leikja með vatn og annað sull

16 Hvernig er aðstaða fyrir hreyfileiki/skipulagða hreyfingu-

Áhöld

17 Hvernig er aðstaða fyrir verk/muni nemenda (skúffur-hillur)

18 Hvernig er lýsing í vinnurými nemenda og starfsfólks

19 Hvernig er loftræsting í húsi

20 Hvernig er hljóðvist á deildum

21 Hvernig er rými fyrir gólfleiki

22 Hvernig er aðstaða til að hafa kósý-Mottur, púðar og dýnur,

sófar

23 Hvernig er Borðbúnaður- s.s. Hnífapör, ausur til að skammta

sér sjálf

Page 16: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

16

Kennslan Alltaf Oft Stundum Sjaldan Aldrei

1 Ég hef tíma til undirbúnings

2 Ég undirbý áætlanir og verkefni og endurmet

3 Ég vinn að því að hver nemandi fái að nýta og þróa hæfileika

sína

4 Ég geri athuganir ti l að geta fylgst með hverjum nemanda

5 Ég get sett mörk og tekið ákvarðanir þó þær séu óvinsælar

hjá nemandahópnum

6 Ég tek nemendur mína alvarlega og virði einstaklingsmun

þeirra

7 Ég tek þátt í leiknum með nemendum mínum

8 Ég veiti nemendum líkamlega snertingu

9 Ég veit ti l hvers er hægt að krefjast af nemendum á

mismunandi aldri

10 Ég sýni kímnigáfu í vinnu með nemendum mínum

11 Ég virði sjálfsprottinn leik og gef honum tíma og rými

12 Ég gæti hagsmuna bæði einstakra nemenda og

nemendahópsins

13 Ég tryggi að all ir nemendur hafi val

14 Ég þekki og vinn samkvæmt einstasklingáætlunum þeirra

nemenda sem hana hafa

15 Ég sýni verkum nemenda virðingu

16 Ég legg mig fram við að bjóða upp á fjölbreyttan efnivið

17 Ég byggi verkefni á því sem nemendur sýna áhuga á/eru

upptekin af

18 Ég reyni að hjálpa nemendum að leysa árekstra á þann hátt

að enginn tapi

19 Ég legg orð á athafnir

20 Ég tek vel á móti öllum nemendum

21 Ég legg áherslu á að nemendur tileinki sér góðar

hreinlætisvenjur

22 Ég legg áherslu á að nemendur öðlist færni í sjálfshjálp

23 Ég legg áherslu á að nemendur öðlist sjálfstæði og

sjálfstraust

Page 17: Starfsáætlun leikskólans Hörðuvallla · 2014 – 2015 . 2 Leikskólinn Hörðuvellir. Unnið í júlí 2014. 3 ... Leikur örvar samskipti og samspil við fullorðna, foreldrar

17

Samstarf Alltaf Oft Stundum Sjaldan Aldrei

1 Ég tala ekki um skólann, nemendur, foreldra og samstarfsfólk

við óviðkomandi

2 Ég leita eftir sjónarmiðum samstarfsmanna

3 Ég leitast við að leita lausna fremur en benda bara á

vandamál

4 Ég velti fyrir mér eigin gerðum og framkomu

5 Ég get hagrætt áætlunum og ákvörðunum ef það á við

6 Ég virði sjónarmið annarra

7 Ég get tekið því þegar ófyrirsjáanlegir hlutir gerast

8 Ég sýni hollustu því sem ákveðið hefur verið sameiginlega og

framfylgi því

9 Ég get aðskilið persónu og mál þegar samstarfsfólk kemur

með gagnrýni

10 Ég sinni starfi mínu af ábyrgð og alúð

11 Ég hef frumkvæði í starfi

12 Ég met störf annarra að verðleikum

13 Ég ber virðingu fyrir starfi mínu

14 Ég get leitað aðstoðar hjá samstarfsfólki

15 Ég deili fúslega hugmyndum og þekkingu með samstarfsfólki

16 Ég er ánægð/ur með afköst mín í starfi

17 Ég hef áhrif á starfið mitt með því að tjá skoðanir mínar á

ábyrgan hátt

18 Ég á frumkvæði að því að stuðla að samvinnu

starfsfólks/deilda

19 Er tími ti l samráðsfunda?