tengsl 07 2011

16
Starf með Guði Velgengni í starfi nú á dögum Fyllibyttan við gluggann Kristnin vakin af værum blundi SENDIHERRAR KÆRLEIKANS Laus störf BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 7 tbl. 2011

Upload: fjoelskyldan-liknarfelag-ses

Post on 10-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


12 download

DESCRIPTION

SENDIHERRAR KÆRLEIKANS Laus störf  Starf með Guði Velgengni í starfi nú á dögum Fyllibyttan við gluggann Kristnin vakin af værum blundi

TRANSCRIPT

Page 1: Tengsl 07 2011

Starf með GuðiVelgengni í starfi nú á dögum

Fyllibyttan við gluggannKristnin vakin af værum blundi

SENDIHERRAR KÆRLEIKANSLaus störf

BREYTTU LÍFINU OG TILVERUNNI 7 tbl. 2011

Page 2: Tengsl 07 2011

7 tbl. 2011

Á P E R S Ó N U L E G U N ÓT U N U M

Ég veit ekki hversu oft ég hafði lesið þennan kafla í Biblíunni. Ég lærði hann utanað fyrir mörgum árum og hann hefur oft birst á þessum síðum. „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta

lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ Þá las ég nokkuð sem stuðlaði að því að ég sá þessi ritningarvers í nýju ljósi.

Philip Yancey skrifar: „Ég var vanur að telja að kristni leysti öll vandamál og gerði lífið auðveldara. Í sífellt meira mæli finnst mér trú mín flækja lífið á sviðum þar sem það ætti að vera flókið. Sem kristinn maður get ég ekki komist hjá því að vera umhugað um umhverfið, heimilislausa og fátækt, um kynþáttahyggju og trúarofsóknir, um óréttlæti og ofbeldi. Guð gefur mér ekki kost á því að sleppa því.“

Yancey heldur áfram og vitnar í þennan gamla þekkta kafla sem hann útskýrir á þennan hátt: „Jesús býður huggun en huggunin felst í að taka á sig nýja byrði, byrði Hans sjálfs. Jesús býður frið sem felur í sér nýtt öngþveiti og hvíld sem felur í sér verkefni.

Hvaða ný verkefni? Jesús tók þau saman þegar Hann tók saman innihald kristinnar trúar: „Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. – „náungi“ okkar er hver sem er sem við erum í aðstæðum til þess að hjálpa. Að elska aðra eins mikið og okkur sjálf er ekki eðlislægt okkur og er sjaldan auðvelt en er einn af lyklunum að hamingju, fullnægju og velgengni í lífinu.

Taktu á þig byrði Jesú. Láttu Hann fá þína byrði. Þetta eru bestu skiptin sem þú gerir nokkurn tímann.

Keith PhillipsFyrir Tengsl

1. Matteus 11:28–30

2. Philip Yancey, Reaching for the Invisible God (Zondervan, 2000), 93–94

3. Matteus 22:37–39

Keith PhillipsGuðbjörg SigurðardóttirYoko MatsuokaJessie RichardsAndrew FortuneÖll réttindi áskilin.

© 2011 Áróraútgáfan

Enskur ritstjóriÍslenskur ritstjóri

Umbrot og útlitFramleiðsla

Íslensk Framleiðslawww.arorautgafan.com

[email protected]

Page 3: Tengsl 07 2011

Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. Eins kom og Levíti þar að (aðstoðarmaður í musteri), sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur ( meðlimur í trúfélagi og þjóðflokki sem gyðingar forðuðust) er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann á gistihús og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: „Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér er ég kem aftur.

Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“

—Jesus, dæmisagan um miskunnsama Samverjann, Lúkas10:30–36.

Með frásögninni um miskunnsama Samverjann kenndi Jesús að náungi okkar er hver sem er þarfnast hjálpar okkar án tillits til kynþáttar, trúar, litarhátts, ástands

1. 2 Korintubréf 5:14

Að veranáungi

eða staðsetningar. Ef við búum yfir kærleika getum við ekki bara gengið fram hjá einhverjum í neyð; við munum hefjast handa eins og Samverjinn gerði. Slíkur er munurinn á meðaumkun og samúð. Meðaumkun tjáir að manni þyki eitthvað leitt en samúð gerir eitthvað í málunum. Hinn samúðarfulli fylgir bænunum eftir með verkum og fylgir fallegum orðum eftir með góðverkum.

Kærleikur er að koma á sambandi milli Guðs og einhvers sem þarfnast kærleika Hans og við gerum það með því að auðsýna öðrum hinn raunverulega kærleika Hans með ósviknum verkum sem sanna þetta. „Kærleiki Guðs knýr oss.“1—David Brandt Berg

Hvernig er birtingarmynd kærleikans? Hann kemur auga á eymd og skort. Hann heyrir andvörp og sorgarefni manna. Hann hefur hendur til að hjálpa öðrum. Hann hefur fætur til að hraða sér og hjálpa fátækum og þurfandi. Þetta er birtingarmynd kærleikans. —Sánkti Ágústinus

Ef þú hægir för þína og hugleiðir það, verðurðu sjálfsagt hissa á hve marga litla hluti má finna til að gera fyrir aðra sem myndu kosta nánast ekki neitt og taka lítinn tíma. Temdu þér fimm mínútna greiðann.—Shannon Shayler ■

Page 4: Tengsl 07 2011

ÞÚ ERT FÆR UM ÞAÐ

var auralaus og hafði ekki peninga til þess að kaupa mjólk handa hvítvoðungnum eða hádegismat handa sér og smábarninu. Ég velti fyrir mér hvort mamma tryði henni. Sumt fólk segir hvað sem er fyrir ölmusu.

Mamma teygði sig í handtöskuna og tók fram epli sem hún rétti litla stráknum. Síðan ýtti hún peningum í lófa konunnar.

„Marianne,“ sagði hún og sneri sér að mér. „Þetta fólk ætlar að skipta um rútu á sömu stöð og við. Geturðu hjálpað litla drengnum?“

Ég leit á óhreint hárið og blettótt fötin. Gat hann ekki bara fylgt mömmu sinni, einn síns liðs? Síðan kom mér í hug önnur lína ljóðsins.

Gefðu þitt besta og það er aldrei nægilegt. Gefðu samt þitt besta.

Rútan staðnæmdist og ég beygði mig niður og tók litla drenginn í fangið. Kannski skipti það drenginn engu en ég gat samt valið að gera góðverk. Ég gat samt auðsýnt kærleika.

„Takk,“ sagði litli drengurinn og hrjúfraði sér að öxl minni. Við fylgdum þeim að rútunni sem þau ætluðu að taka og veifuðum þegar rútan lagði af stað.

Nú skil ég. Kærleikurinn gefur vegna þess að hann megnar það.Marianne Ross er 18 ára félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Indónesíu. ■

Eftir Marianne Ross

Fyrsta skiptið sem ég las þessi orð man ég að mér fannst þau ekki eiga við rök að styðjast. Það átti eftir að breytast.

Við móðir mín höfðum stigið upp í rútu og þegar við gengum niður ganginn í leit að tveimur tómum sætum, tók ég eftir ungri móður með smábarn og hvítvoðung. Það var auðséð að smábarninu leiddist og móðirin barðist við að láta hann sitja um leið og hún hlúði að hvítvoðungnum.

Við settumst rétt fyrir aftan þau og ég valdi tónlist á MP3 spilaranum og vonaði að það kæfði truflunina og gerði ferðina ánægjulega. En brátt breyttist kjökur hvítvoðungsins í háværan grát. Ég var að komast í vont skap.

Unga móðirinn virtist stressuð og fór hjá sér en kom mér það við? Engum í rútunni virtist finnast það koma sér við nema móður minni sem fór og settist hjá móðurinni sem átti í basli.

Þær höfðu talað saman í nokkrar mínútur þegar konan sneri sér við í sætinu. Tár runnu niður kinnar hennar. Ég slökkti á spilaranum og hallaði mér fram til þess að heyra það sem hún sagði.

Hún var í þriggja tíma rútuferð ásamt börnum sínum til þess að heimsækja bónda sinn sem var í fangelsi. Hún

Góðverkið sem þú gerir í dag, verður oft gleymt á morgun;

gerðu það samt.

Page 5: Tengsl 07 2011

Fólk er oft ósanngjarnt, órökvíst og sjálfhverft;fyrirgefðu því samt.Ef þú ert góðgjarn, getur verið að fólk áfellist þig fyrir eigingirni og annarlegar hvatir;vertu samt góðgjarn.Ef þú nýtur velgengni, muntu eignast nokkra falska vini og óvini;njóttu samt velgengni.Ef þú ert heiðvirð/ur og hreinskiptin/n getur verið að fólk svíki þig;vertu samt heiðvirður og hreinskiptinn.Það sem þú byggir upp á mörgum árum, getur einhver eyðilagt á einni nóttu;Byggðu samt.Ef þú finnur frið og hamingju geta aðrir verið afbrýðissamir;vertu samt hamingjusamur.Góðverkið sem þú gerir í dag verður oft gleymt á morgun,gerðu það samt.Gefðu þitt besta og það er aldrei nægilegt;gefðu samt þitt besta.Skilurðu, þegar öllu er á botninn hvolft snertir málið þig og Guð, málið snertir

hvort sem er ekki þig og fólkið. ■

MÓTSAGNARKENND BOÐORÐ Eftir Kent M. Keith

1. See Matteus 22:39.

Á M E Ð A N V I Ð G E T U M

Ég svaf og mig dreymdi að lífið væri gleði. Ég vaknaði og sá að lífið var þjónusta. Ég brást við og sjá, þjónusta var gleði. —Rabindranath Tagore (1861– 1941)

Aðeins í nokkur ár í þessu lífi njótum við þeirra forréttinda að þjóna hvert öðru og Kristi. Við höfum himnaríki um eilífð en eigum aðeins stuttan tíma til þess að þjóna hér og megum þess vegna ekki sóa tækifærinu. —Sadhu Sundar Singh (1889–1933)

Þótt ég vissi að heimurinn færist á morgun myndi ég samt gróðursetja eplatréið mitt. —Martin Luther (1483–1546) ■

H V E R N I G BYG G J A Á B E T R I H E I M M E Ð E I N U E I N F Ö L D U S K R E F I

Væri ekki dásamlegt ef allir gerðu einfaldlega það sem Jesús segði okkur að gera – elska náunga okkar eins og okkur sjálf. En þegar fólk kemur ekki fram við aðra af miklum kærleika, lendir það í erfiðleikum – og gerir það! Það er óhætt að fullyrða að allt böl í heiminum nú á tímum, eigi rætur að rekja til skorts fólks á ást til Guðs og til hvers annars. Samt sem áður er lausn á vandanum einföld: kærleikur til Guðs og annarra, jafnvel í slíkum flóknum og ruglingslegum þjóðfélögum eins og sjá má í heiminum í dag. Ef við elskum Guð, getum við einnig elskað og virt aðra. Við getum þá fylgt lífsreglum Hans, fylgt frelsi Hans og öðlast hamingju og allt verður gott og ánægjulegt í Honum.—David Brandt Berg (1919–1994) ■

“Mótsagnarkennd boðorð eru oft eignuð Móður Teresu í Kalkútta, þar sem eintak

af þeim hékk uppi hjá henni en Kent samdi þau þegar hann var 19 ára og voru þau

fyrst gefin út hjá Harvard Student Agencies árið 1968.

Page 6: Tengsl 07 2011

1. Jóhannes 20:21

2. Jóhannes 13:35

Sendiherrar kærleikans

Eftir David Brandt Berg

miskunn, stað þar sem það getur fundið linun. Við sem höfum fundið Guð og kærleika Hans, höfum það sem aðrir hafa verið að leita að alla ævi og þarfnast sárlega og ef við getum sýnt þeim að kærleikurinn sé til, þá geta þeir trúað að Guð sé til, vegna þess að Guð er kærleikur.Jafnvel litlu hlutirnir sem þú megnar að gera hafa mikið að segja. Ljós bros þíns, góðvildin í andliti þínu,áhrifin af lífi þínu geta stafað frá sér birtu á marga og haft stórkostleg áhrif á sumt af því fólki sem þú býst síst við að verði fyrir áhrifum. Þegar þeir finna kærleika þinn og þú segir þeim að sé kærleikur Guðs, hugsa þeir: Kannski elskar einhver mig raunverulega þarna uppi! Það getur breytt öllu viðhorfi þeirra til lífsins og veitt þeim nýtt upphaf. Megum við alltaf þekkjast af kærleika okkar.David Brandt Berg (1919–1994) var stofnandi Alþjóðlegu fjölskyldunnar. ■

Guð reynir að sýna heiminum eðli Sitt gegnum börn Sín. Jesús sagði: „Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður.“1 Jesús kom til þess að elska heiminn og Hann kallar okkur til þess að gera eins á öllum sviðum lífsins. Það er aðeins í gegnum okkur sem aðrir munu finna gleði Hans, frið og kærleika og hamingju og himin. Það er sama hvaðan við komum, ef við höfum Jesú þá erum við sendiherrar Hans og erum nú fulltrúar konungs konunganna, þess sem stýrir alheiminum.Hver voru síðustu skilaboð Jesú til lærisveina Sinna við síðustu kvöldmáltíðina, skömmu áður en Hann var tekinn til fanga, færður í fangelsi, húðstrýktur og deyddur? „Á því munu allir þekkja að þér eruð Mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“2 Hann talaði kærleika, að kærleikur væri mikilvægastur.

Þessir fyrstu kristnu menn skóku heiminn með kærleika Guðs. Lífshættir þeirra sannfærðu aðra um að trú þeirra væri raunveruleg. Jafnvel rómverskir ofsækjendur þeirra voru furðu lostnir. „Sjáið hvernig þessir kristnu menn elska hver annan!“ „Hver er þessi Kristur?“spurðu þeir hina kristnu. „Hvernig fer Hann að því að gera ykkur svona hamingjusöm?“ Þótt þið eigið ekkert, eigið þið allt! Hvernig get ég einnig fundið þess konar hamingju?“ Og innan tveggja alda var einn af hverjum fimm einstaklingum í hinum vestræna heimi kristinn.Nú á tímum, tveimur þúsöldum síðar, er hjarta mannsins samt við sig. Svo margt fólk er í leit að kærleika en finnur hann sjaldan eða aldrei nokkurn tímann. Alls staðar er fólk sem leitar að litlum vonargeisla, frelsun, einhverjum björtum stað, svolitilli ást, svolitilli

Page 7: Tengsl 07 2011

Fjölskylda mannsins er mjög fjölbreytileg. Óbilgirni gagnvart lífssýn annarra veldur mörgum átökum. Að tileinka sér umburðarlyndi er mikilvægur hornsteinn við að skapa betri heim.—Robert Alan

Virðið samferðamenn ykkar, komið fram við þá af sanngirni, verið ósammála þeim á heiðvirðan hátt, njótið vináttu ykkar við þá, rannsakið hreinskilnislega viðhorf ykkar til hvers annars, vinnið saman að sameiginlegu markmiði og hjálpið hver öðrum að ná því. Hafið ekki uppi skaðlegar lygar. Engan hlægilegan ótta. Enga veiklandi hræðslu.—Bill Bradley (f. 1943)

Umburðarlyndi felst ekki í því að hætta að standa við trú sína. Heldur fordæmir það kúgun og ofsóknir á hendur öðrum.—John F. Kennedy (1917–1963)

Þegar þú finnur innri frið, verðurðu manneskja sem getur setið á sátts höfði við aðra.—Peace Pilgrim (1908–1981)

Ef þú dæmir fólk, skortir þig tíma til þess að elska það.—Mother Teresa (1910–1997)

Við þurfum að stuðla að meira umburðarlyndi og skilningi meðal þjóða heimsins. Ekkert er hættulegra viðleitni okkar til að koma á friði og framþróun en heimur sem er sundraður eftir trúarbragðahópum, þjóðarhópum og menningarhópum. Með hverri þjóð og með öllum þjóðum verðum við að vinna að einingu sem byggist á sammannlegum grunni.—Kofi Annan (f. 1938)

FRIÐARBÆN SÁNKTI FRANSISKUSAR

Þar sem hatur ríkir, leyf mér að sá kærleika,þar sem rangindi ríkja, fyrirgefningu,þar sem efi ríkir, trú,þar sem örvænting ríkir, von,þar sem myrkur ríkir, ljós,þar sem sorg ríkir, gleði. ■

Innri styrk, reynslu og sannindi er ekki hægt að missa, eyðileggja eða nema burt. Allir hafa áskapað gildi og geta lagt af mörkum til samfélagsins. Við getum öll umgengist með göfgi og virðingu, veitt öðrum tækifæri að vaxa upp til mestrar fullnægju og við getum hjálpast að við að uppgötva og þróa einstaka hæfileika okkar. Hvert okkar á það skilið og við getum öll veitt öðrum slíkan stuðning.

—Höfundur ókunnur.

Það besta sem þú getur gefið óvini þínum er fyrirgefning, andstæðingi umburðarlyndi, vini hjarta þitt; barni

gott fordæmi, föður lotningu, móður hegðun sem gerir hana hreykna af þér; sjálfum þér virðingu, öllum mönnum kærleik.

—Benjamin Franklin (1706–1790)

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. —Jesus, Matteus 7:12

Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. —Páll postuli, Filippíbréfið 2:3 ■

PUNK TAR TILUMHUGSUNAR

UM BURÐ AR LYNDI

Page 8: Tengsl 07 2011

Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.—Rómverjabréfið 12:21

Áhugavert er að Páll postuli skuli hafa ritað þetta til kristinna manna í Róm, því það er augsýnilega margt áþekkt með andrúmslofti Rómar á fyrstu öld og félagslegum veruleika í stórum hluta heimsins nú á dögum.

Illska var hömlulaus í Róm og máttur hennar var mikill. Rómaveldi hafði ekki orðið óumdeilanlegur stjórnandi hins vestræna heims vegna samúðar, góðvildar eða auðmýktar. Auður var í höndum fárra og var notaður til þess að hafa hemil á hinum. Hinir ríku og voldugu bárust á meðan alþýðan barðist við að lifa af. Spilling og óhóf ríkti í sumum hópum fremur en öðrum.

Kristni var bara ein trúarbrögð, enn ein trú. Þegar höfð eru í huga algyðishof með guðum sem Rómverjar tilbáðu, hlýtur það að hafa verið erfitt að fá einhvern til að trúa að Jesús væri „vegurinn, sannleikurinn og lífið.“

Fer þetta að hljóma kunnuglega?Það er auðvelt að láta hið vonda í heiminum

yfirbuga sig. Dag hvern heyrum við um að drýgður hafi verið enn einn hræðilegur glæpur. Á sama tíma leita fjölmiðlar að nýjum og hræðilegum leiðum til

að lýsa ofbeldi og öfuguggahætti og alls kyns illsku. Hvort sem um er að ræða eftirlíkingu af lífinu eða öfugt, hefur lífið misst helgi sína í hugum margra.

Hvað getum við tekið til bragðs gagnvart heimi yfirbuguðum af vonsku? Þetta var sama valþröng og kristnir menn í Róm stóðu frammi fyrir og ráð Páls virðist eiga við nú á dögum. „Sigra þú illt með góðu.“

Ef diskur er óhreinn, er ekki ráðin bót á því með því að vera reiður yfir því. Ekki heldur að leiða það hjá sér. Eina lausnin er að láta hinn óhreina disk mæta afli svolítillar sápu og vatns.

Ef herbergið er myrkvað, getur maður bölvað myrkrinu eða kvartað yfir hversu óskemmtilegt það er – eða maður getur smellt ljósrofanum eða dregið frá gluggum og látið ljósið berast inn.

Það sama á við um vonsku þjóðfélagsins. Okkur geta fallist hendur, við orðið reið eða þunglynd – „yfirbuguð af hinu vonda“ – eða við getum verið gott afl, jafnvel aðeins með því að sýna gott fordæmi. Ekki munu allir óhreinir diskar verða hreinir og ekki munu öll myrkvuð hjörtu verða upplýst en hvert okkar getur gert okkar hluta, frá degi til dags, frá manneskju til manneskju, frá ákvörðun til ákvörðunar.Marie Péloquin er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum. ■

1. Jóhannes 14:6

„ LÁT EKKI YFIRBUGA ÞIG “ Eftir Marie Péloquin

Page 9: Tengsl 07 2011

Ég hef þekkt Alex í fjögur ár. Hann er 24 ára gamall, er með heilalömun og er einn þeirra sem kvennaklúbburinn okkar færir mat. Í hvert skipti sem ég færi honum mat tölum við saman í klukkutíma. “Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum,“ spurði ég hann hvað eftir annað, „hvert myndirðu þá fara?“ Svar hans var ætíð hið sama: Til Sankti Pétursborgar í Rússlandi.Í fyrra útskrifaðist hann úr háskóla með sóma. Hann hlaut flugfarmiða fyrir tvo til St. Pétursborgar fyrir sérstakt afrek – gjöf frá fjölskyldu sem hafði heyrt um hann gegnum matarúthlutunina.Alex var frá sér numinn af ánægju – svo mikið að hann gat ekki sofið á nóttunni. Það gat móðir hans ekki heldur, en hún hafði áhyggjur af því hvernig peningar fengjust fyrir öðrum kostnaði. Fjórir dagar í St. Pétursborg gætu kostað jafn mikið og nokkrir mánuðir heima fyrir og hún átti ekki þess konar sparifé.

S K I P T U M Á L I

Maður nokkur var á ferð nálægt strönd þegar hann sá dreng beygja sig niður, taka eitthvað upp og kasta því í hafið. Drengurinn gerði þetta hvað eftir annað. Maðurinn fór til hans til þess að sjá hvað um væri að vera og komst að því að aldan hafði skolað ótal krossfiskum upp á ströndina. Það sló manninn hversu tilgangslaus iðja drengsins var og hann sagði: „Þú hlýtur að vera brjálaður! Hér hljóta að vera 1000 krossfiskar. Það sem þú gerir getur ekki skipt máli.“ En drengurinn beygði sig niður og tók upp annan krossfisk og henti honum í sjóinn. „Ég skipti máli fyrir þennan fisk,“ svaraði hann. —Keith Phillips endursagði

FÓLK ER GOTT Eftir Ramona Bailey

Þau voru að leita að möguleikum á sameiginlegri gistingu þegar hótelstjóri Maríott-hótelsins í St. Pétursborg heyrði um Alex og bauð þeim ókeypis hótelherbergi fyrir alla dvölina, þar með talið morgunmat, sem og flutning til og frá flugvelli.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem bóndi minn vinnur hjá skipulagði og borgaði fyrir einkaútsýnisferð um borgina, sem og ferð til Hermitage-hallarinnar, eitt glæsilegasta safn heims og til Peterhoff, sumarhöll Péturs mikla. Minningar sem endast alla ævi!Fólk er gott. Fólk vill láta gott af sér leiða. Ef fáeinir einstaklingar sem þekktust ekkert gátu skipt svona miklu máli fyrir Alex, hversu miklu meira getum við ekki áorkað ef við sameinum kraftana með það að markmiði að breyta lífi fólks til hins betra?

R amona Bailey er nemandi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Úkraínu. ■

Page 10: Tengsl 07 2011

Biblían segir okkur: “Hegðið yður ekki eftir öld þessari,”1 og segir okkur líka “ég hef verið öllum allt”2. AVið fyrstu sýn virðast þessi fyrirmæli vera mótsagnarkennd en í reynd bæta þau hvort annað upp. Guð vill ekki að við aðlögumst guðvana viðhorfum, sama hversu ríkjandi þau eru. En Hann vill að við séum samræmd þjóðfélaginu, þannig að við getum sýnt fólki ást Hans til þess, svo að fólkið færist nær Honum.Páll postuli var ágætt dæmi um slíkan sveigjanleika, þar sem hann tengdist og náði til hins margvíslegasta fólks. Til dæmis þegar hann ávarpaði fólk í Antíokkíu sem var að mestu gyðinglegt, minnti hann það á sögu Ísraels frá tímum Móses til tíma Davíðs og sýndi hvernig Jesús hefði uppfyllt spádóma Gamla testamentisins um komu Messíasar.3 En þegar Páll ávarpaði Areopagus-ráðið í Aþenu, veraldarvana Grikki sem hefðu ekki haft áhuga á að heyra sögu gyðinga, byrjaði hann á því að vísa í altari sem hann hafði séð í borginni, sem á var letrað „Til óþekkts guðs.“ Síðan vitnaði hann í grísk skáld til þess að sýna að einkenni þessa guðs – sköpun, gæfa og dómur – væru uppfyllt með komu Jesú.4 Francis Xavier (1506-1552) lifði einnig samkvæmt „vera öllum allt“-reglunni. Til þess að ná til Indverja sem töldu auðmýkt vera dyggð, klæddist hann druslulega og ferðaðist fótgangandi. Síðar þegar hann heimsótti Japani,

1. Rómverjabréf 12:2

2. 1. Korintubréf 9:22

3. Postulasagan 13:14–49

4. Postulasagan 17:22–31

5. Filippíbréfið 2:5–7

6. Hebreabréf 2:17

7. 1. Jóhannesarbréf 2:6

komst hann að því að auðmýkt væri ekki talin dyggð og að fátækt væri fyrirlitin. Þannig að Xavier klæddist fínum fötum, færði keisaranum dýrar gjafir og ferðaðist ætíð með tilkomumiklum fylgdarmönnum. Hann kostaði öllu til til þess að kynna Jesú í sem bestu ljósi fyrir fólkinu sem hann vildi ná til.Jesús sjálfur „var öllum allt“ þegar hann yfirgaf salarkynni himnanna og náið samfélag sem Hann átti við hinn himneska föður, til þess að koma til jarðar sem maður.5 Hann gerði það til þess að Hann ætti betur með að tengjast okkur, skilja betur vandamál okkar og veikleika og vera betri milligangari milli okkar og hásætis Guðs.6 Jesús vill að við fylgjum fordæmi Hans7 Hann vill að við sýnum ljóslega kærleika okkar til annarra með því að ná til fólks á plani þess.Uday Kumar er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni á Indlandi. ■

“Verið öllum allt”Eftir Uday Kumar

Page 11: Tengsl 07 2011

Pistilinn til Diognetus ritaði ónefndur kristinn maður til háttsetts guðleysingja, líklega síðla á 2. öld. Kannski er þetta elsta varðveitta útlistun og varnarræða kristins manns til trúleysingja, hún veitir innsýn í hvernig kristnir menn litu á heiminn og stöðu sína í honum. Eiginleikar sem höfundur telur upp í 5. Kafla, Siðir kristinna manna, eru uppspretta vangaveltna fyrir okkur nú á tímum. Útdrættir ur þýðingu J.B. Lightfoot:

Kristnir menn aðskiljast ekki frá öðru fólki eftir þjóðerni, tungumáli eða siðum. Því þeir búa ekki aðskildir í borgum, þeir tala ekki óvenjulega mállýsku, né eru siðir þeirra sérviskulegir… Þeir búa bæði í grískum og ósiðmenntuðum borgum eins og örlögin höguðu til og fylgja staðbundnum siðum í klæðaburði og mataræði að öðru leyti, en á sama tíma sýna þeir athyglisverða og að vísu óvenjulega gerð eigin andlegs þegnskaps.

Þeir búa í eigin löndum en aðeins sem utangarðsmenn; þeir taka þátt í öllu sem borgarar og þola allt sem útlendingar væru. Hvert útland er föðurland þeirra og hvert föðurland er útlenskt… þeir eru „í holdi“ en lifa ekki „samkvæmt holdinu.“ Þeir búa á jörðinni en þegnskapur þeirra er á himni. Þeir fara eftir settum lögum; meira að segja í einkalífi sínu fara þeir fram úr lögunum:

Þeir elska alla… þeir eru deyddir, en samt lífgaðir… þeir þarfnast alls, samt hafa þeir gnægð… þeir eru smánaðir, samt eru þeir heiðraðir í smán sinni. Þeir eru rægðir, samt fá þeir uppreisn æru. Þeim er bölvað, samt blessa þeir. Fólk móðgar þá, samt virða þeir aðra… þegar þeim er refsað, fagna þeir eins og þeir væru lífgaðir við… þeir sem hata þá geta ekki gefið ástæðu fyrir hatri sínu.

Í fáeinum orðum, það sem sálin er líkamanum, eru kristnir menn heiminum. Sálin er dreifð um alla limi líkamanans og kristnir eru dreifðir um borgir heimsins. Sálin er í líkamanum en er ekki af líkamanum, á sama hátt og kristnir eru í heiminum en ekki af honum. Sálin sem er ósýnileg takmarkast af líkamanum sem er sýnilegur, á sama hátt og kristnir eru viðurkenndir í heiminum, en trú þeirra er ósýnileg. ■

THE

ÚTLÍNA

KRISTNINNAR

Page 12: Tengsl 07 2011

Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: “Komið þið hinir blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið sem yður var búið frá grundvöllun heims: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég og þér hýstuð mig; nakinn og þér klædduð mig; sjúkur og þér vitjuðuð mín; í fangelsi og þér komuð til mín… það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.”—Jesús, Matteus 25:34–36, 40

FYLLIBYTTAN VIÐ GLUGGANNEftir Angela Souza

Það var næstum því komið miðnætti og ég hálfsofandi að bursta tennur, þegar ég heyrði í honum. Það var næstum því komið miðnætti og ég hálfsofandi að bursta tennur, þegar ég heyrði í honum. Hann bæði hrópaði og tuldraði, ef til vill að kalla til drykkjufélaga sins, sló ég föstu.Hálfri klukkustund síðar heyrði ég enn köll mannsins þótt ég gæti ekki greint neitt af því sem hann sagði. Nú er nóg komið! Ég ákvað að kalla á lögreglu.Þegar ég fór fram hjá glugganum sá ég að maðurinn stóð undir götuljósi. Hann var eldri en ég hafði ímyndað mér, ber að ofan í kuldanum og kallaði í áttina til mín.Ungur maður nam staðar til þess að tala við hann. Stuttu síðar fór hann úr jakkanum og lagði hann yfir gamla manninn. Ég varð mjög undrandi. Þeir föðmuðust og ég gat greint að ungi maðurinn bað fyrir fyllibyttunni. Hjón gengu fram hjá og tóku mynd af þeim en unga

manninum virtist vera sama um álit þeirra. Að lokum lagði þessi góði Samverji nútímans handlegginn yfir axlir gamla mannsins, eins og hann segði: „Ég fylgi þér heim,“ og þar með hurfu mennirnir tveir.Ég stóð svolítið lengur við gluggann, veltandi vöngum yfir eigin kristni. Ég varð að viðurkenna að viðbrögð mín við hinni amalegu fyllibyttu voru ónóg þegar viðbrögð Jesú eru höfð í huga. Jesús hefði ekki kallað á lögregluna. Hann hefði stöðvað för sína. Hann hefði talað við manninn. Hann hefði látið hann fá frakkann sinn. Hann hefði hlustað á hann, huggað hann og beðið fyrir honum. Og það gæti hafa breytt lífi gamla mannsins.Loks þegar ég fór aftur í rúmið, þakkaði ég Guði fyrir að senda mér þennan unga mann, mér og þessum drukkna manni til hjálpar. Og ég bað þess að ég stæði mig betur næst þegar Guð sendi mér þurfandi manneskju. Angela Souza er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Brasilíu. ■

Page 13: Tengsl 07 2011

Sv: Hér koma nokkrar ábendingar til þess að koma þér af stað. Aðal atriðið er að vera ekki að látast vera eitthvað sem maður er ekki, heldur leggja sig meðvitað fram um að rækta eiginleika sem fær fólk til þess að vera afslappað og ánægt í návist manns.

Vertu háttprúð/ur og kurteis. Eins og St. Basil tók eftir: „Sá sem sáir háttprýði, uppsker vináttu og sá sem sáir góðvild uppsker kærleika.“Brostu. Einlægt bros afvopnar hinn gætna, sefar hinn þrasgjarna, róar hinn reiða, hvetur hinn hrygga. Brosið skapar jákvætt andrúmsloft.Vertu bjartsýn/n. Allir hafa nú þegar nóg af vandamálum. Fólk hænist að glaðværum einstaklingum sem leitast við að finna lausnir.Vertu mannblendin/n. Ef þú ert feimin/n eða tilbaka mun einbeiting að því að láta viðmælandanum líða vel svo að honum finnist hann tekinn gildur, verðurðu síður feimin/n. Sýndu virðingu. Það er svo auðvelt að virða fólk sem maður á margt sameiginlegt með en að virða rétt annarra til að hugsa öðruvísi er jafnvel enn mikilvægara og skapar ástúð. Leitaðu að góðvild í öðru fólki. Allir hafa að minnsta kosti nokkra aðdáunarverða eiginleika. Einbeittu þér að því að finna þá, ekki galla.

1. Matteus 7:12

“ TA K K F Y R I R S Í Ð A S T !”Á Íslandi er “takk fyrir síðast” vanaleg kveðja. Hún þýðir “þökk fyrir síðasta fund okkar” og er sögð um leið og fólk heilsast. Jafnvel þótt síðustu fundir hafi ekki verið sérlega merkingarfullir þá setja þessi orð núverandi samtal í stærra samhengi og vísa til lengri kynna og setja jákvæðan tón.—Samuel Keating

Að öðlast vini

Talaðu um góða eiginleika fólks. Allir þurfa að fá að vita að tekið sé eftir góðum eiginleikum hans eða hennar og þeir metnir að verðleikum. Vertu örlát/ur, einlæg/ur og nákvæm/ur þegar þú hrósar. Vertu kát/ur. Það er skemmtilegt að vera í námunda við einstakling sem hefur góðan húmor. Vertu samt viss um að brandarar séu ekki sagðir á kostnað annarra.Vertu víðsýn/n. Allir eiga rétt á því að hafa skoðun. Ekki er vert að glata vináttu vegna deilna..Vertu auðmjúk/ur. Það er erfitt að umgangast sjálfsupphefjandi fólk. Auðmýkt er aðlaðandi; stolt er aumkunarvert..Vertu góður áheyrandi. Ein besta leiðin til þess að sýna fólki að manni sé annt um það er að hafa áhuga á því sem það hefur að segja og leggja sig fram um að skilja og setja sig í þess spor.Vertu kurteis þegar öðru fólki mistekst. Allir gera einhvern tímann skyssu. Mundu eftir gullnu reglunni.1 Allt fer í hringi. ■

Q&ASvör við spurningum

þínum

Sp: Mig langar til að mér og öðrum komi vel saman og þeim líki vel við mig en oft veit ég ekki hvernig ég á að bera mig að. Hvernig get ég myndað sterk tengsl við fólk?

Page 14: Tengsl 07 2011

1. Sjá 1. Mósebók kafla 39 og 41.

2. Sjá Daníel 1:19–20.

3. Sjá 1.Mósebók, kafla 37,39–41;

Daníel kafla 1–2.

STARF með GUÐIEftir Martin McTeg Vinnustaðurinn er að verða sífellt ógeðfelldari samkeppnisstaður. Sífellt oftar bíður hreinskilni og vinnusemi ósigur fyrir skjótfengnum gróða og sjálfsupphafningu. En það er til önnur leið. Sú hugmynd að Biblían veiti sérstakar leiðbeiningar fyrir vinnulíf nú til dags er ekki jafn óviðeigandi og virðast mætti í fljótu bragði. Eins og Jósef1 og Daníel2 færðu sönnur á. Ráðvendni og ástundun getur veitt okkur velgengni og sýnt að við erum afbragðs starfskraftur.

Temdu þér hátt vinnusiðferði.Leggðu þig alla/n fram. Í stað þess að gera

sem minnst, leggðu þig sem mest fram við skyldustörf þín. „Sá sem sáir sparlega mun og sparlega upp skera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega upp skera. (2 Korintubréf 9:6) „Sál hinna iðnu mettast ríkulega.“ (Orðskviðirnir 13:4)

Hafðu frumkvæði. „Far þú til maursins, letingi! Skoða háttu hans og verð hygginn. Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra, þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu um uppskerutímann.“ (Orðskviðirnir 6:6-8)

Vertu heiðarlegur. Að sveigja reglur borgar sig ekki til lengdar. „Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá en undirferli svikulla tortímir þeim.“ (Orðskviðirnir 11:3).

Dveldu ekki við neikvæðni.Ekkert starf er fullkomið. „hvað sem er

dyggð og hvað sem er lofsvert – hugfestið það.“ (Filippíbréfið 4:8)

Hvað viðvíkur samstarfsmanni sem erfitt er að umgangast, þá áminnir Biblían: „Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.“ (Efesusbréfið 4:32)

Ágreiningur? „Heimskinginn úthellir allri reiði sinni en vitur maður sefar hana að lokum.“ (Orðskviðirnir 29:11)

Leiðist þér og ert órólegur? Guð mun endurnæra anda þinn. „Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín!“ (Harmljóðin 3:22-23)

Ertu stressuð/aður og uppgefin/n? „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ (Matteus 11:28) „Þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ (Jesaja 40:31).

Vertu þolinmóð/ur.Guð blessar þá er gera vilja Hans,

en ekki alltaf strax og ekki alltaf með peningum. Biblían gefur mynd af Jósef og Daníel, hvorir tveggja risu upp til hárra embætta og hvorugur fékk skjótan frama. „Blessun Drottins hún auðgar.“ (Orðskviðirnir 10:22) „en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.“ (Jakobsbréf 1:4)

Martin McTeg er félagi í Alþjóðlegu fjölskyldunni í Bandaríkjunum. ■

Page 15: Tengsl 07 2011

Hver þarfnast bæna þinna? Fullt af fólki þarfnast þeirra. Meðal þinna nánustu eru áreiðanlega a.m.k. nokkrir sem eru ekki hraustir eða hafa orðið fyrir missi eða eru þunglyndir eða stressaðir. Og síðan eru þeir sem þú heyrir um í fréttunum eða verða á vegi þínum á lífsins vegi.

Það er auðvelt að verða svo upptekinn af eigin áhyggjum að við vanrækjum að horfa í kringum okkur á þarfir annarra. Þessi æfing á að bæta úr slíku, en enn frekar, þetta er aðferð til þess að ná til annarra og hjálpa þeim.

Hún hefst með einfaldri forsendu: Guð svarar bænum.

Það eru margar frásagnir af því í Biblíunni að bænir hafi stórkostleg áhrif – þegar Elísa bað fyrir barni með sólsting og drengurinn lifnaði við1 til dæmis. Og Jesús sagði við

1. 2 Konungabók 4:18–36

2. Markús 11:24

3. 1 Samúelsbók 12:23

4. 1 Þessaloníkubréf 1:2

5. Jakobsbréf 5:16

BY R J A Ð U H É R N AÞú getur skipt máli í lífi fólks en þið saman, Jesús og þú, getið skipt meira máli. Ef þú ert ekki farin/n að vinna með Honum, geturðu tekið á móti Honum núna með því að biðja lítillar bænar eins og þessarar:

Jesús, ég trúi á þig og býð þér inn í líf mitt sem frelsara mínum og stöðugum förunauti.

Hver þarfnast

bæna? Andleg æfing

okkur: „Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið að þér hafið öðlast það og yður mun það veitast.2 Spámaðurinn Samúel viðurkenndi að það að vanrækja að biðja fyrir öðrum væri synd3 og Páll var öðrum fyrirmynd með því að biðja oft fyrir samstarfsmönnum sínum.4

Á þessum stað í æfingunni ertu líklega komin/n með tíu manns á lista. Biddu fyrir þessu fólki alla næstu viku. Hafðu listann á áberandi stað, kannski við rúmið eða við eldhúsvaskinn eða á skrifborðinu þínu.

Þú skalt verja fimm til tíu mínútum í að biðja fyrir þeim á hverjum degi. Jafnvel nokkur andartök af merkingarfullri og hjartanlegri bæn geta skipt sköpum í lífi einhvers. „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“5 ■

Page 16: Tengsl 07 2011

Lykillinn að því að skilja aðra er að setja sig í þeirra spor. Þegar ég kom til jarðarinnar, gerði Ég það fyrir þig. Ég reyndi frá fyrstu hendi erfiðleika lífsins. Ég varð þreyttur, hungraður, veikur, einmana, vonsvikinn og reyndi allt hitt sem þú ferð í gegnum. Eftir að hafa upplifað það get ég sannarlega sett Mig í þín spor, hjálpað þér og huggað eins og þú þarfnast.

Það er líka lykillinn að því að tengjast öðrum vel. Þú getur ekki breytt um kringumstæður eins og Ég, og þú þarft þess ekki. Settu þig aðeins andlega inn í kringumstæður fólks.

Til dæmis, þegar þú biður einhvern að gera eitthvað sem þér finnst einfalt og liggja beint við, skaltu fyrst íhuga hvort manneskjunni

sé eins innanbrjósts. En ef einhver er illa fyrirkallaður, íhugaðu þá hvað valdi því að manneskjan komi þannig fram. Þetta er miklu öruggari aðferð við að umgangast aðra en að gera ráð fyrir að öllum sé eins innanbrjósts og hugsi líkt um hlutina og þú sjálf/ur.

Orðtækið segir: Gakktu mílu í skóm hins mannsins og þú munt frekar skilja og veita stuðning þegar kringumstæður krefjast þess. Síðan skaltu laga væntingar þínar eða framkomu að þessum kringumstæðum. Fólk mun finna að þú hefur séð fyrir þarfir þess eða áhyggjur og gert ráð fyrir takmörkunum þess og þetta mun hjálpa ykkur að vinna og lifa saman. Innlifun í tilfinningar og stöðu annarra stuðlar að einingu huga og markmiða og það er dásamlegt!

Að læra að tengjast KÆRLEIKSKVEÐJA FRÁ JESÚ