tjáningarfrelsið og mannréttindi

15
Tjáningarfrelsið og mannréttindi Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ 10. desember 2008

Upload: jariah

Post on 06-Jan-2016

36 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Tjáningarfrelsið og mannréttindi. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ 10. desember 2008. Hvað eru réttindi?. Réttindi er eitthvað sem við getum gert kröfu um – þau eru ekki háð duttlungum eða velvilja annarra - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ

10. desember 2008

Page 2: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Hvað eru réttindi?

• Réttindi er eitthvað sem við getum gert kröfu um – þau eru ekki háð duttlungum eða velvilja annarra

• Réttindi er því réttlætanleg krafa eða gild krafa (ekki sama og að heimta!)

Page 3: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Réttindi sem tromp

• Ekki má brjóta á réttindum einstaklinga jafnvel þótt miklir hagsmunir séu í húfi, s.s. almannahagur. Þau eru tromp.

• Mannréttindi eru siðferðileg grundvallar-réttindi sem allar manneskjur hafa jafnt og eru óháð aðstæðum og samfélögum

Page 4: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Réttindi - Skyldur

• Rökleg tengsl milli réttinda og skyldu. Það að hafa réttindi þýðir nauðsynlega að e-r annar hefur skyldu – Þýðir ekki að sá sem hafi réttindi hljóti að hafa skyldu (sbr.

dýr eða smábörn)– Ekki allar skyldur vísa til réttinda annarra (Skyldu-hugtakið

hefur breyst)

• Siðferðileg gagnvirkni réttinda og skyldu• Réttindi gera tilkall til einhvers annars - sá hefur

skyldu á móti

Page 5: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Neikvæð réttindi

• Rétturinn til frelsis, lífs, einkalífs og tjáningarfrelsis

• Gerir kröfu um að aðrir láti okkur afskiptalaus

• Aðrir hafa skyldur til að hindra okkur ekki til að njóta frelsis, einkalífs o.s.frv.– Þessi sýn á réttindi draga úr hlutverkum

skyldna

Page 6: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Hvaða grundvallarréttindi?

• Forsenda þess að hægt sé að vernda réttindi einstaklinga er að til staðar sé ákveðin samfélagsleg gerð og stofnanir

• Sum réttindi (grundvallarréttindi) eru forsenda þess að við getum notið annarra réttinda– Réttur til líkamlegs öryggis, réttur til lágmarks

lífsviðurværis (subsistence) og sum frelsis-réttindi (Henry Shue)

Page 7: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Neikvæðar og jákvæðar skyldur

• Skyldan til að brjóta ekki á einstaklingum – virða réttindin

• Skyldan til að vernda fólk gegn réttindabrotum• Skylda til að aðstoða þá sem brotið hefur verið á

– Réttinda er eingöngu hægt að njóta innan stofnana sem vernda réttindi okkar ekki síst gagnvart þeim sem hafa mest völdin eða möguleika hafa á að ganga á þessi sömu réttindi

Page 8: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Mannréttindi og hugsjónir

• Eru réttindi fyrst og fremst hugsjón sem við reynum að stefna að?– Það merkir að ef réttindi eru brotin þá hefur

enginn komið sér undan skyldu sinni

• Eru réttindi normative (boðandi)? – Þá hefur e-r eða einhverjir komið sér undan

skyldu og bera ábyrgð

• Það að taka réttindi alvarlega er að taka skyldur alvarlega

Page 9: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Tjáningarfrelsi

• Umfang tjáningarfrelsis: – málfrelsi– skoðanafrelsi

• sannfæringarfrelsi og birtingarfrelsi

– upplýsingafrelsi• afla upplýsinga og dreifa þeim

• Hvað telst til tjáningar? – Myndir texti, talað orð, tónlist, dans– Samt ekki hvaða athafnir sem er!

Page 10: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Hverra er tjáningarfrelsið?

• Hagsmunir þess sem tjáir sig– Láta eitthvað í ljós við fjöldann. Gagnrýna, skemmta,

ganga fram af, upplýsa, auglýsa o.fl.

• Hagsmunir þess sem hlustar– Fá upplýsingar, skemmtun o.fl. Fáum oft meira en við

viljum af upplýsingum. Erum blekkt og gengið fram af okkur. Stjórnum því hvernig við bregðumst við

• Hagsmunir þess sem stendur hjá– Hliðarverkanir vegna tjáningar– Hlustendur hafa fengið nýja sýn eða upplýsingar

– Thomas Scanlon

Page 11: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Skyldur við tjáningarfrelsið

• Skyldan til að hindra ekki þá sem tjá sig– Láta þá afskiptalausa, beita ekki ritskoðun

• Skyldan til vernda fólk fyrir réttindabrotum– Bregðast við þegar réttur er brotinn á

einstaklingi

• Skyldan til að koma þeim til aðstoðar sem brotið er á

Page 12: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Rökin fyrir tjáningarfrelsi• Nauðsynleg fyrir sjálfræði einstaklingsins

og þroska

• Mikilvægi þeirra fyrir sannleikann

• Grundvöllur lýðræðis

• Grundvallar réttindi einstaklinga

Page 13: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

John Stuart Mill• Allar skoðanir eiga rétt á sér. Þegar

skoðanir eru þaggaðar niður bitnar það á öllu samfélaginu

• Felur í sér óbrigðulleika: „Við höfum rétt fyrir okkur“– Ef skoðunin er rétt fer fólk á mis við að

leiðrétta fyrri skoðanir– Ef skoðunin er röng fer fólk á mis við skýrari

og fjörlegri skilning á sannleikanum– Flestar skoðanir sambland af þessu tvennu

Page 14: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

Ritskoðun vandmeðfarin• Þeir sem vilja hefta tjáningarfrelsi gera það

oft með tilvísun til gildismats og óljósra hugtaka: „niðurlæging“, „hatur“

• Ef við byrjum að hefta tjáningarfrelsi getur verið erfitt að draga mörkin. Betra að setja ritskoðun þröngar skorður en fara út á hálan ís

Page 15: Tjáningarfrelsið og mannréttindi

15

Takk fyrir!

Siðfræðistofnun Háskóla Í[email protected]