uppsetning á cab service platform með cabinstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa...

12
CABInstall Síða 1 af 12 Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall INNGANGUR .................................................................................................................................................................... 2 UPPSETNING .................................................................................................................................................................... 3 ÍTARLEG UPPSETNING .................................................................................................................................................... 10 Proxy .............................................................................................................................................................................. 11

Upload: doanthuan

Post on 10-Jun-2018

221 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 1 af 12

Uppsetning á CAB

Service Platform með

CABInstall

INNGANGUR .................................................................................................................................................................... 2

UPPSETNING .................................................................................................................................................................... 3

ÍTARLEG UPPSETNING .................................................................................................................................................... 10

Proxy .............................................................................................................................................................................. 11

Page 2: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 2 af 12

Inngangur

Hér á eftir er lýst nýrri aðferð við að setja upp CAB Service Platform með CABInstall. Notendur stærri tölvukerfa

geta haft not af þeim möguleikum sem CABInstall býður uppá.

Page 3: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 3 af 12

Uppsetning

1. Smellið á þennan tengil eða afritið hann í vafran: https://cabas.cab.se/cabassetup/

2. Þegar síðan að neðan kemur upp er tungumál valið með fánunum.

Page 4: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 4 af 12

3. Til þess að ræsa uppsetninguna er smellt á tengilin ”Install” neðarlega á síðunni. Gangið úr skugga um að

þau forrit sem talin eru upp hér að neðan séu til staðar.

Eftirfarin atriði geta komið upp við uppsetninguna og hér á eftir er lýst hvernig bregðast skal við þeim.

4. Athugun fer fram á því hvort mikilvægasta hjálparforritið fyrir uppsetninguna er til staðar. Ef .Net

Framework 4.7 eða hluta af því vantar komua eftirfarandi gluggar upp. Ef þessir gluggar koma ekki upp (lestu

textann vandlega!) er hægt að fara beint í punkt 8 hér að neðan.

Page 5: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 5 af 12

5. Smellið á tengilinn .Net Framework 4.7 á niðurhölunarsíðunni til þess að hala því niður frá Microsoft. Til

þess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna.

Hægt er að velja tungumál, en standardvalið er enska.

6. Eftir uppsetninguna koma upp ábendingar um að leita að uppfærslum og þá er smellt á tengilinn sem kemur

upp og settir upp/uppfærðir þeir hlutir sem Windows Update mælir með.

7. Farið aftur á punkt 1.

8. Ef þessi gluggi kemur upp er farið eftir leiðbeiningunum að neðan. Ef ekki þá er farið áfram í punkt 9.

Þegar smellt er á tengilinn ”Install” getur ofannefnd villa komið upp. Smellið á OK.

Hægrismellið á tengilinn ”Install” og veljið ”Save target as”.

Page 6: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 6 af 12

Vistið skrána (CABInstall.exe) á valfrjálsum stað, t.d. á skjánum.

1

2

Page 7: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 7 af 12

Tvísmellið á táknið fyrir CABInstall.exe sem nú er á skjánum.

9. Eftir niðurhölun á CABInstall.exe eða aðgerð samkvæmt punkt 8 þá kemur glugginn að neðan upp. Forritið

kannar fyrst hvort til sé nýrri útgáfa, sem tekur nokkrar sekúndur:

10. Hér er sett upp beint á tölvuna eða valið um hvar CAB Service Platform á að vera ((Advanced/ítarlegt). Í

flestum tilvikum ber að velja fyrsta möguleikann og í því tilviki er ekki nauðsynlegt að notandinn hafi

kerfisstjóraréttindi. Ef nota á CAB Service Platform í miðlægu tölvukerfi eða í gegnum Citrix er síðari

möguleikinn valinn til þess að geta valið annan stað fyrir uppsetninguna. Í því tilviki er ráðlegast að

kerfisstjóri/tölvudeild sjái um það með aðstoð kaflans Ítarlegt hér að neðan. ATH! Ef þú velur annan stað en

þann sem kemur upp sem sjálfval, gakktu þá úr skugga um að þú sem notandi hafir fullan aðgang að möppum

og nauðsynlegum forritum.

11. Niðurhölun fer fram…

Page 8: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 8 af 12

12. Þegar niðurhölun er lokið kemur þessi mynd upp:

13. Uppsetningu er nú lokið og þú getur valið um að ræsa CAB Service Platform eða loka uppsetningarforritinu.

14. Táknmyndina fyrir uppsetningarforritið (frá punkt 8) er ráðlegt að láta standa. Það forrit uppfærist

sjálfkrafa um leið og það er opnað og sér til þess að þú fáir alltaf nýjustu útgáfuna af CAB Service Platform. Það

er því ekki hægt að setja upp gamla útgáfu af CAB Service Platform.

Það er einnig hægt að nota þetta forrit til þess að eyða CAB Service Platform úr tölvunni.

Page 9: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 9 af 12

15. Hægt er að eyða CAB Service Platform úr tölvunni á þann hátt sem lýst er að ofan eða eins og gert er í

öllum Windows-forritum í gegnum Control Panel > ”Programs and Features”.

Page 10: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 10 af 12

Ítarleg uppsetning

Fyrir tölvudeildir eða þjónustuaðila sem af ýmsum ástæðum vilja ekki að allir notendur setji upp CAB Service

Platform sjálfir (til dæmis í Citrix-umhverfi getur það tekið of mikið pláss og skapað of mikla notkun á neti), þá

er hægt að nota CABInstall á nokkra aðra vegu

Athugið að í öllum þessum afbrigðum vistast þær stillingar sem notendur gera í þeirra eigin CAB Service

Platform, burtséð frá því hvar og hvernig uppsetningin er gerð.

Mikilvægt: Til þess að setja upp í netverk, sem er hægt er að nota með "stateless" uppsetningu, krefst CAB

Service Platform 3.2 eða hærri og Net Framework 40 með hotfix KB2580188 (eða .Net Framework 4.5 eða

síðar).

1. Setjið upp á þann hátt sem lýst er að ofan með grafísku viðmóti og veljið hugsanlega stað sem kerfisstjóri.

Þetta hefur í för með sér að notendur fá aldrei sjálfvirka uppfærslu. Uppfærsla á sér eingöngu stað þegar

kerfisstjóri opnar CAB Service Platform. Þar sem að þetta fyrirkomulag krefst þess að kerfisstjóri opni CAB

Service Platform og að enginn annar notandi sé inni í CAB Service Platform þegar uppfærsla fer fram er þetta

trúlega ekki æskilegasta lausnin.

Þegar setja á upp á þennan hátt er fyrst sótt forritið samkvæmt punkt 3 hér að ofan og það ræst frá skipanalínu

og valið –machineglobal.

Dæmi: cabinstall -machineglobal

Sett er upp samkvæmt leiðbeiningunum hér að ofan og hafa ber í huga að uppsetningin er nú ekki staðbundin

við tölvu notanda heldur í undirmöppu í %%ProgramFiles(x86)%% og myndtáknið fyrir ræsingu CAB Service

Platform er að finna í ræsivalmynd og er þar aðgengilegt fyrir alla notendur og einnig á sameiginlegum skjá.

Athugið að þetta verður að gera frá ”elevated command prompt” í Windows Vista/7/2008 annars koma upp

villuboð við uppsetninguna.

2. Uppsetning samkvæmt lið 1, en aðeins í gegnum "command line".

Uppsetning með: cabinstall –machineglobal –install <optional alternative installation directory>

Uppfæra uppsetninguna (án þess að þurfa að ræsa CAB Service Platform sem kerfisstjóri) með:

cabinstall –update

-machineglobal uppgötvast sjálfkrafa, en athugið að enginn getur keyrt forritið á meðan uppfærslan fer fram.

Til þess að fjarlægja CAB Service Platform er notað: cabinstall –uninstall

Page 11: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 11 af 12

(þessa tegund uppsetningar með skipanalínu getur einstakur notandi einnig gert þ.e. án valkostsins -

“machineglobal”, með staðsetningu hjá notanda, en ekki ætti að vera þörf fyrir það nema þegar verið er með

flókna forskrift fyrir innskráningu notanda.)

3. Uppsetning frá skipanalínu, en vista engar upplýsingar staðbundið á tölvu sem krefst kerfisstjóraaðgangs.

Þennan möguleika er hægt að nota ef maður vill geta sett upp og uppfært CAB Service Platform án þess að

þurfa að gera það sem kerfisstjóri á tölvu/miðlara, eða vill af einhverjum öðrum ástæðum hafa meiri stjórn á

uppsetningunni. Einn aðal kosturinn við þennan möguleika er að ekkert er skráð á tölvu/miðlara sem þarf

kerfisstjóraaðgang að.

Uppsetning:

cabinstall –stateless –install <installation directory>

Hér verður að velja stað fyrir uppsetninguna.

Uppfærsla:

cabinstall –stateless –update <installation directory>

Það verður einnig að velja stað fyrir uppfærslu þar sem engar upplýsingar um staðsetningu uppsetningarinnar

er að finna í tölvunni/miðlaranum. (Það er einnig hægt að nota “install” til þess að uppfæra þar sem

niðurstaðan verður sú sama þ.e. að síðasta útgáfan halast niður).

Til þess að eyða CAB Service Platform er möppunni einfaldlega eytt.

Sá notandi sem sér um uppsetningu og uppfærslur verður að hafa fullan aðgang að möppunni. Venjulegir

notendur CAB Service Platform þurfa að geta lesið og framkvæmt skipanir í möppunni.

Þegar búinn er til tengill/flýtileið fyrir notendur til þess að ræsa CAB Service Platform Þarf þessi tengill/flýtileið

að benda á eftirfarandi slóð og valkostinn “run” við ræsingu:

<installation directory>\CAB.Client.Shell.exe run

Proxy

Við uppsetningu eru Windows/Internet Explorer stillingar fyrir “Proxy detection/use“ sjálfvaldar. Ef verið er í

umhverfi þar sem “proxy detection” er hægfara hefur það umtalsverð áhrif til seinkunar á ræsingu CABInstall

og þar með einnig á ræsingu CAB Service Platform, nema að uppsetningin sé gerð með fullum réttindum

kerfisstjóra eins og lýst er hér að ofan. (Það er hægt að sjá hvort að “proxy detection” er hægfara með því að

athuga hversu langan tíma það tekur fyrir fyrstu Internet Explorer síðuna að koma upp þegar talvan er opnuð).

Til þess að gera uppsetninguna sem öruggasta fer hún fram í nokkrum einstökum þrepum sem hvert fyrir sig

verður fyrir seinkun vegna “proxy detection”.

Page 12: Uppsetning á CAB Service Platform með CABInstall fileþess að gera þetta verður þú að hafa kerfisstjórnunarréttindi fyrir tölvuna. Hægt er að velja tungumál, en standardvalið

CABInstall

Síða 12 af 12

Ef notendur upplifa þetta sem vandamál og hægt er að staðfesta að það er “proxy detection” sem veldur því

að CABInstall og CAB Service Platform eru hægfara, gæti verið ráð að fara yfir proxy-stillingarnar, og ef

mögulegt er, að stilla proxy þannig að engin “auto-detection” eigi sér stað.