vefútgáfa hátíðarrits orators 2015

64
ORATORS H Á T Í Ð A R R I T 2 0 1 5

Upload: baldvin-hugi-gislason

Post on 08-Apr-2016

249 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Hátíðarrit Orators gefið út í tilefni af 95 ára afmæli Hæstaréttar Íslands.

TRANSCRIPT

Page 1: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

O r atO r sh á t í ð a r r i t

2 0 1 5

Page 2: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Baldvin hugi GíslasonBaldvin hugi GíslasonSnorri BjörnssonKjartan OddasonPrentmet600

ábyrgðarmaður:ritstjóri:myndir:

hönnun og uppsetning:prentun:

upplag:

Í ÞÍNUM HÖNDUMÍslenskar jurtir vaxa og dafna í hreinu lofti og ómenguðum jarðvegi. Þær hafa löngum verið notaðar til lækninga og matar, en ekki má gleyma ánægjunni sem þær veita með tilvist sinni; fegurð og angan. Hlúum að flórunni okkar og búum henni hin bestu vaxtarskilyrði.

Ál- og plastumbúðir á víðavangi eru mikil sjónmengun í náttúrunni. Með því að endurvinna umbúðir komum við í veg fyrir sóun á óendurnýtanlegri orku.

to

n/

A

LÖGFRÆÐI- & RÁÐGJAFARSTOFASÍÐUMÚLI 27, 108 REYKJAVÍKSveinn Guðmundsson, hrlJón Óttar Ólafsson, Ph.D.

Page 3: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Baldvin hugi GíslasonBaldvin hugi GíslasonSnorri BjörnssonKjartan OddasonPrentmet600

h a r pa

O r atO r sá r S h á t í ð

2 0 1 5

s i l f u r b e r g

1 6 . f e B r ú a r

v e i s l u s t j ó r if r i ð r i k D ó r J ó n s s o n

h e i ð u r s g e s t u rb J ö r g t h o r a r e n s e n

D a g s k r r á 1 8 3 0 - 0 2 0 0

F o r d r y k k u rá v a r p S k e m m t a n a S t j ó r a

á v a r p F o r m a n n Sá v a r p h e i ð u r S g e S t S

m i n n i g r á g á S a ra F h e n d i n g h e i ð u r S S k j a l a

á v a r p n o r r æ n n a l a g a n e m aF j ö l d a S ö n g u r

d a n S l e i k u r

s k e m m t i a t r i ð iS k í t a m ó r a l l

F r i ð r i k d ó r j ó n S S o no r r i e i r í k S S o n

k l a S S í S k t ó n l i S td j n ó r i

F o r r é t t u r : S t ö k k t r æ k j u m a k i m e ð l o ð n u h r o g n u m , w a S a b i m a j ó o g þ u n n t S k o r i n n i b l e i k j u .

a ð a l r é t t u r : n a u t a l u n d i r o g e l d b a k a ð n a u t a r i b e y e m e ð k r y d d l ö g ð u g r æ n m e t i o g r a u ð v í n S S ó S u .

e F t i r r é t t u r : C r è m e b r û l é e o g S ú k k u l a ð i k a k a m e ð á r S t í ð a r b u n d n u m e ð l æ t i o g v a n i l l u m a r e n S

Page 4: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

K æ ru l ag a n e m a r ,Stundin er að renna upp! Dragið fram ykkar fínasta púss og dustið dansskóna, biðin eftir 16. febrúar er senn á enda. Laganemar hafa fagnað afmæli Hæstaréttar á þessum degi í rúm 60 ár eða fyrst á 10 ára lýðveldisafmæli Íslands. Baráttan fyrir stofnun dómsins var samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Hæstiréttur Íslands hefur farið með æðsta dómsvald í landinu síðan 1920, í hartnær heila öld. Þó að margir telji það þrjósku og íhaldssemi þá tel ég vel við hæfi að við laganemar minnumst þessa merkisviðburðar í sögu þjóðarinnar með því að halda hátíðardag okkar alltaf á þessum degi og nú í Hörpu, húsinu sem er samofið endurreisn þjóðfélagsins eftir fjármálahrun. Þegar ég tók við starfi skemmtanastjóra Orators höfðu forverar mínir á orði hve umfangsmikið og tímafrekt væri að skipuleggja árshátíð. Ljóst var að þeir vildu búa mig sem allra best undir vinnuna sem ég ætti fyrir höndum. Ég verð að viðurkenna að ég gaf þessum viðvörunar-bjöllum, sem reynt var að hringja í mín eyru, ekki mikinn gaum. En nokkrum andvökunóttum og fjölmörgum vinnustundum síðar hef ég komist í skilning um hvað forverar mínir voru að meina.

Hver vökustund frá því í byrjun janúar fór í skipulag og undirbúning af einhverju tagi og því miður sést það á rykinu sem námsbækurnar hafa safnað á meðan. að þær hafa ekki mikið verið hreyfðar. Nú fer loks að líða að því að ég, ásamt þeim sem hjálpuðu mér að að undirbúa stóra daginn, förum að sjá vinnuna bera ávöxt.Mínar innilegustu þakkir fær fólkið í hátíðarnefnd en þau hafa unnið frábært starf af mikilli elju og óeigingirni.Sérstakar þakkir fá skemmtanastjórar emeritus og emerita, Magnús H. Jónasson og Melkorka Þ. Vilhjálmsdóttir, sem voru ávallt reiðubúin að aðstoða með ráðum og dáð. Einnig þakka ég stjórn Orators fyrir stuðninginn. Að lokum þakka ég þann hlýhug sem lögfræðingar sýna Orator, gamla félaginu sínu, með styrkjum og/eða annarri þátttöku í árshátíðinni. Kjörið er að enda þetta á orðum Sveins Björssonar við setningu Hæstaréttar árið 1920.„Háu dómendur!Þessi stund mun jafnan talin merkisstund í sögu íslenzku þjóðarinnar. Sú stund er æðstu dómendur í íslenzkum málum taka aftur sæti til dóma á fósturjörð vorri. Þessi atburður, sem hér á sér stað nú í dag, hlýtur að vekja fögnuð í hjörtum allra Íslendinga. Hann er einn af áþreifanlegu vottunum um að vér höfum aftur fengið fullveldi um öll vor mál.”

T i l Ha m i n g j u m e ð d ag i n n !

Áva r p s K e m m t a n a s t j ó r a

Baldvin Hugi gíslasonFormaður árshátíðarnefndar.

Page 5: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Áva r p s K e m m t a n a s t j ó r a

ÞOLINMÆÐIBRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN.

Skarphéðinn er trésmiður en ástríða hans er ljósmyndun.

Í átta ár hefur Skarphéðinn stefnt að því, með

þolinmæðina að vopni, að ná fyrstu myndinni

þegar Katla gýs.

2.25%A L C . V O L .A L C . V O L .2.25%

W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R

O K K A R B J Ó R

Page 6: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Lexus NX 300h hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. lexus.is

SKARPARI Á ALLA KANTA

NÝR NX 300h

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/LE

X 7

2673

01/

15

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

Page 7: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Lexus NX 300h hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. lexus.is

SKARPARI Á ALLA KANTA

NÝR NX 300h

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/LE

X 7

2673

01/

15

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400www.fulltingi.is / [email protected] / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar. Hvort sem þú ert í rétti eða órétti, getur þú átt rétt á bótum!

Réttur í órétti?

Hafðu samband – það kostar ekkert!

Page 8: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015
Page 9: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

HÁt í ða r n e f n d 2 0 1 5

anton egilsson

Áslaug Benediktsdóttir

Áslaug arna sigurbjörnsdóttir

Baldvin Hugi gíslason

Bryndís Björt Hilmarsdóttir

Hrafn H. dungal

jenný Harðardóttir

jóhann skúli jónsson

jónína Birgisdóttir

Kolbrún sara másdóttir

sigríður erla sturludóttir

sigríður Harradóttir

silja rán arnarsdóttir

stefán Örn stefánsson

steinunn sveinsdóttir

unnur sif Hjartardóttir

unnur arna Borgþórsdóttir

ævar Hrafn Ingólfsson

Page 10: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Ág æ t u l ag a n e m a r ,Á þessum hátíðardegi og afmælisdegi Hæstaréttar Íslands er ágætt að minna á að hlutverk lögfræðinga snýst ekki síst um að standa vörð um réttlæti. Í hlut lögfræðinga kemur meðal annars að gæta hagsmuna einstaklinga og fyrirtækja. Það hlutverk fær mikla athygli í þjóðfélagsumræðunni, minna fer fyrir umræðu um almannahagsmuni. Þessu grundvallaratriði mega lögfræðingar þó aldrei gleyma. Þeir geta ekki leyft sér að horfa einangrað á einstaklingshagsmuni heldur verða þeir einnig að huga að almannahagsmunum. Með því að hlúa að almannahagsmunum gæta lögfræðingar um leið hagsmuna einstaklinga. Hafa þarf í huga að almannahagsmunir eru samofnir hagsmunum og réttindum einstaklinga. En stundum sjást menn þó ekki fyrir í hinni stundlegu hagsmunagæslu.

Í hinum vestræna heimi hefur verið komið á fót dómstólum og stofnunum sem ætlað er að standa vörð um almannahagsmuni. Samfélagsbreytingar hafa fært okkur nýjar áskoranir sem bregðast þarf við. Á þeim grundvelli hefur verið komið á fót stofnunum sem eru skilgreind afkvæmi nútímans. Stundum er látið að því liggja að stofnanir þessar séu ýmist til óþurftar eða valdi ekki verkefnum sínum. Það kunna að vera

stundarhagsmunir einstaklinga eða fyrirtækja að gagnrýna þessar grunnstoðir samfélagsins. Uppbyggileg gagnrýni er af hinu góða. En þegar umræðan leiðir til þess að fólk glatar tiltrú á þessar grunnstoðir sem ætlað er að gæta hagsmuna almennings er hætta á ferð. Horfum á stóru myndina. Dómstólar og aðrar stofnanir starfa í þágu hagsmuna almennings. Umfjöllun um einstök mál má ekki byrgja okkur sýn. Við verðum að vera gagnrýnin á gagnrýnina.

K æ ru l ag a n e m a r , Við Lagadeild Háskóla Íslands öðlist þið djúpa þekkingu á lögum og hlutverki stofnana í íslensku samfélagi. Þekking er vald og valdi fylgir ábyrgð. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þið eigið eftir að axla þá ábyrgð sem dyggðum prýddir útverðir réttlætisins. Einstaklingar sem aldrei „víkja af götu sannleikans“ svo fengin séu að láni orð hins mikla þjóðskálds vorrar tungu, Hallgríms Péturssonar.

HÁt í ða rK v e ð ja eyvindur g gunnarsson

prófessor og forseti lagadeildar

Page 11: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

eyvindur g gunnarssonprófessor og forseti lagadeildar

Page 12: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Björg Thorarensen fæddist 24. september 1966 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Hún er gift Markúsi Sigurbjörnssyni forseta Hæstaréttar, og eiga þau þrjú börn saman, tvítuga dóttur og 17 ára tvíburasyni. Fjölskyldan á svo 16 ára gamlan kött sem stríðir við ýmis öldrunarvandamál.

s t j ó r n o r ato r s k y n n i r m e ð s to lt i h e i ð u r s g e s t á r s h át í ð a r i n n a r , B j ö r g u t h o r a r e n s e n . B j ö r g o g

e i g i n m a ð u r h e n n a r , m a r k ú s s i g u r B j ö r n s s o n , s ý n a l ag a n e m u m

þ a n n h e i ð u r a ð s i t j a t i l B o r ð s m e ð þ e i m í h ö r p u þ a n n 1 6 . F e B r úa r n k .

á á r s h át í ð o r ato r s . þ á v e r ð u r B j ö r g a ð a l F r a m s ö g u m a ð u r á

h át í ð a r m á l þ i n g i o r ato r s 1 1 . F e B r úa r u n D i r y F i r s k r i F t i n n i

„ a ð g e n g i a ð D ó m s tó lu m “.

B j Ö r g t H O r a r e n s e n

h e i ð u r s g e s t u r á r s h át í ð a r o r ato r s

B l a ð a m e n n s k a n k v e i k t i l ö g F r æ ð i á h u g a n n o g g ó ð i r k e n n a r a r g l æ D D u h a n n

Page 13: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

í B l a ða m e n n s K u e f t I r s t ú d e n t s p r ó fBjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985. Meðfram grunnskóla og menntaskóla starfaði hún m.a. við fiskvinnslu á Ísafirði og í Reykjavík, á elliheimili og sem sölumaður fyrir heildsölu. Árið eftir stúdentspróf vann hún sem blaðamaður á dagblöðunum Nútíminn (NT) og DV en dvaldi auk þess í Kaupmannahöfn við ýmis störf, aðallega á sviði hreingerninga.

Björg hóf nám við lagadeild HÍ haustið 1986 og útskrifaðist sem cand.jur. árið 1991. Á sumrin og samhliða laganáminu starfaði hún sem fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Á fréttastofunni segist hún hafa lært margt sem nýttist í lögfræðinni, ekki síst þá list að lesa hratt og skrifa hnitmiðaðan texta undir mikilli tímapressu. Eins nýttist henni vel lögfræðiþekkingin í starfi fréttamanns í skrifum um dómsmál og reyndar flest málefni.

f é K K Á H u g a Á s t j ó r n s K I p u na r-m Á l e f n u m O g m a n n r é t t I n d u mBjörg segist á sínum tíma hafa haft mestan hug á því að leggja frekar fyrir sig fréttamennsku en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst starf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vorið 1991, strax eftir útskrift úr lagadeild. „Verkefnið fólst í því að starfa með nefnd sem undirbjó gildistöku laganna um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði 1. júlí 1992 og nýrrar réttarfarslöggjafar sem fól í sér mestu uppstokkun á íslenskri

dómstólaskipan frá því á 17. öld. Það var mjög lærdómsríkt og fólst m.a. í því að kynna þessar viðamiklu breytingar fyrir öllum lögfræðingum í landinu, setja á fót átta nýja héraðsdómstóla og endurskipuleggja embætti sýslumanna. Í dómsmálaráðuneytinu vaknaði áhugi minn á að starfa við stjórnskipunarmálefni og mannréttindi og haustið 1992 hélt ég til framhaldsnáms við Edinborgarháskóla þar sem ég lauk LL.M prófi haustið 1993 í stjórnskipunarrétti, evrópurétti og mannréttindalögfræði. Eftir það starfaði ég í nokkra mánuði hjá Mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg, áður en ég kom aftur í dómsmálaráðuneytið 1994, þar sem ég hóf störf á lagaskrifstofu ráðuneytisins. Árin 1996-2002 var ég skrifstofustjóri á löggæslu- og dómsmálaskrifstofu ráðuneytisins og síðasta árið yfir lagaskrifstofunni. Frá vorinu 2002 hef ég verið prófessor í fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands en hafði sinnt stundakennslu í alþjóðlegum mannréttindum og stjórnskipunarrétti frá árinu 1994.“

Björg segir áhuga sinn á laganámi megi rekja beint til reynslu sinnar af blaðamennsku. Hún fann að til að skilja betur allt gagnverk samfélagsins skipti miklu máli að kunna eitthvað fyrir sér í lögfræði. Svo spillti ekki fyrir að hún hafði heyrt að félagslífið í lagadeild væri með því kröftugasta sem þekkist í háskólanum. Björg segist aldrei hafa óttast það að sér myndi leiðast í laganáminu – og það gekk alveg eftir.

g ó ða r g l ó s u r vO ru g u l l s í g I l d IBjörg segist hafa verið fyrirmyndar-nemandi sem mætti almennt vel í tíma.

Henni fannst tímarnir yfirleitt mjög gagnlegir. „Þá var mikið lagt upp úr því að taka glósur, sem gat auðveldað manni lífið þegar kennsluefni í stórum greinum eins og skaðabótarétti, stjórnsýslurétti, refsirétti og kröfurétti var að stórum hluta á dönsku. Svona lúxus eins og býðst í dag, að fá efni kennslustunda samandregið á power-point glærum, var ekki í boði þá. Þannig að það skipti yfirleitt miklu máli að mæta í tíma og góðar glósur voru gulls ígildi!“

Þegar Björg er spurð hvaða fag henni fannst erfiðast segir hún að sennilega hafi það verið skaðabótarétturinn en kennslubókin var Erstatningsretten, doðrantur eftir A. Vinding Kruse, á níðþungri dönsku. Auk þess hélt kennarinn, Arnljótur Björnsson, uppi miklum aga og tók fólk óhikað upp í tímum.

Kannski kemur það ekki á óvart að henni fannst aftur á móti stjórnskipunarréttur og reyndar líka almenna lögfræðin á 1. ári meðal skemmtilegustu faganna. „Mér fannst Gunnar G. Schram og Sigurður Líndal báðir afburðakennarar. Þeir voru áheyrilegir og kunnu að tengja viðfangsefnið líðandi stundu, þannig að áhugi minn kviknaði og hefur eiginlega ekki slokknað eftir það.“

Björg lét félagslífið í lagadeildinni ekki fram hjá sér fara, enda af nógu að taka. Strax frá fyrsta árinu tók hún þátt í norrænu laganemavikunum, svo var hún í 16. febrúar-nefndinni á 2. ári og á 3. ári var hún ritstjóri Úlfljóts og jafnframt í stjórn Orators. Sem stjórnarmaður þar tók hún þátt í svo gott sem öllum viðburðum, stórum og smáum, þar með töldum mörgum „vísindaferðum“, bæði innanbæjar og utan.

B j Ö r g t H O r a r e n s e n

Page 14: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

e I g na ð I s t g ó ða v I n I í nÁ m I n uÞegar Björg er beðin um að líta til baka á tíma sinn sem nema í lagadeildinni segir hún erfitt að velja eitthvað eitt sem stóð upp úr „Á heildina litið var þetta sennilega eitt skemmtilegasta tímabil ævinnar. Það var góður andi í árganginum mínum í lagadeild sem útskrifaðist árið 1991 og úr þeim hópi eru margir minna bestu vina dag. Þessi hópur hittist á hverju ári í kringum 16. febrúar og rifjar upp fullt af góðum minningum og fyndnum uppákomum sem fara ekki endilega allar vel á prenti.“

Björg segist njóta starfsins í Háskólanum og segir vinnustaðinn skemmtilegan. „Samstarfsfólkið í lagadeild er færast, hvert á sínu sviði lögfræðinnar og það er gefandi að vinna með þeim. Starfið kallar auk þess á fjölbreytt samskipti við fólk af öllum sviðum háskólans, m.a. í ýmsum stjórnunarstörfum. Þá er samvinna við laganema undantekningarlaust ánægjuleg. Helsti kosturinn er þó að vinna við rannsóknir og kennslu á efni sem er mitt helsta áhugamál og njóta einnig þess sjálfstæðis í starfi að geta skipulagt tímann sjálf og forgangsraðað þeim verkefnum sem maður vill takast á við. En í eðlilegu ástandi er maður samt alltaf að kafna í vinnu!“ segir hún.

l ag a n e m a r e I g a a ð r Ö K r æ ða O g g ag n rý naAð lokum er Björg spurð hvort hún eigi einhver heilræði handa laganemum. Hún hvetur þá til að vera gagnrýnir á það sem þeir fást við í náminu og hika ekki að spyrja þeirra spurninga sem leita á þá um efni sem er óljóst eða torskilið. „Það er líka mjög skynsamlegt að læra í félagi við aðra og rökræða hlutina frá ýmsum hliðum. Bæði gerir það námið skemmtilegra og eykur skilning. Svo þarf auðvitað að finna gullna meðalveginn á milli vinnunnar í námi og félagslífs. Til að fá það besta út úr árunum í lagadeild má hvorugan þáttinn vanrækja,“ segir hún.

Laganemar bjóða Björgu Thorarensen og Markús Sigurbjörnsson hjartanlega velkomin á árshátíð Orators.

15% a f s l át t u r f y r i r

l ag a n e m a

Page 15: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðinguog umhyggju að leiðarljósi

Þegar andlát ber að höndum

Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.isVið þjónum allan sólarhringinn

Hugrún Jónsdóttirútfararstjóri

Elín Sigrún Jónsdóttirframkvæmdastjóri

Þorsteinn Elíssonútfararþjónusta

Frímann Andréssonútfararþjónusta

Ellert Ingasonútfararþjónusta

Jón G. Bjarnason útfararþjónusta

Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta

„Ég les aldrei Viðskiptablaðið.“

Aðstoðar-sölustjóri (í starfsþjálfun), 43 ára.

Page 16: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

„Þessi atburður, sem hér á sér stað nú í dag, hlýtur að vekja fögnuð í hjörtum allra Íslendinga. Hann er einn af áþreifanlegu vottunum um að vér höfum aftur fengið fullveldi um öll vor mál.“ Þessi orð Sveins Björnssonar, í ræðu hans fyrir hönd lögmanna við stofnun Hæstaréttar árið 1920, varpa skýru ljósi á tengsl þessa áfanga við sjálfstæðisbaráttuna og hve mikið fagnaðarefni stofnun dómstólsins var.

Þann 16. febrúar næstkomandi verða liðin 95 ár frá stofnun Hæstaréttar Íslands. Í tilefni þessara tímamóta verður sjónum beint að dómstólum og hvað hefur áhrif á rétt manna til aðgangs að þeim.

Rétturinn til aðgangs að dómstólum er ekki fortakslaus en veigamikil rök verða að mæla með skerðingu hans til að svo verði. Takmarkanir á réttinum geta til að mynda tengst stjórnskipunarreglum, tilteknu sakarefni eða þeim mikla kostnaði sem getur fylgt málsókn. Þessar takmarkanir geta leitt af sér ýmsar spurningar. Hversu langt nær þessi réttur? Hversu miklar takmarkanir er unnt að gera? Þessar spurningar vakna til að mynda í tengslum við úrskurðarvald

dómstóla um lögmæti stjórnvaldsákvarðana, möguleika dómstóla á að meta gildi laga gagnvart stjórnarskrá og álitaefni um lögvarða hagsmuni.

Að sama skapi má velta fyrir sér, hversu langt ber ríkisvaldinu að ganga til þess að tryggja þennan rétt? Sum mál varða mikilsverðari hagsmuni en önnur og endurspeglast það í þeim reglum sem gilda um veitingu gjafsóknar þar sem ákveðnum málaflokkum er gert hærra undir höfði. Til þess að réttur til aðgangs að dómstólum sé virkur í reynd getur verið nauðsynlegt að borgarar hafi kost á gjafsókn og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu í nokkrum málum að aðildarríki hafi brotið gegn þessum rétti með því að neita um gjafsókn.

Von mín stendur til að þessi stutta kynning hafi vakið áhuga þinn á þessum lykilhluta lögfræðinnar og þeim fjölmörgu álitaefnum sem í honum geta falist. Þann 16. febrúar skulum við fagna tilvist Hæstaréttar, líkt og samlandar okkar gerðu fyrir 95 árum, og horfa björtum augum til framtíðar.

h át í ð a r Dag s k r á o r ato r s á 8 6 . s ta r F s á r i F é l ag s i n s h e F s t þ a n n 1 1 . F e B r úa r m e ð h át í ð a r m á l þ i n g i o r ato r s ,

s e m h a l D i ð e r í s a m s ta r F i v i ð i n n a n r í k i s r á ð u n e y t i ð o g l ag a D e i l D h á s kó l a í s l a n D s . á m á l þ i n g i n u v e r ð u r F j a l l a ð

u m a ð g a n g a ð D ó m s tó lu m o g e r þ e s s i p i s t i l l s k r i Fa ð u r m e ð þ a ð í h u g a a ð va r pa l j ó s i á v i ð Fa n g s e F n i ð .

linda ramdaniFunda- og menningarmálastjóri

Orators

a ð g e n g I a ð d ó m s tó lu m

Page 17: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

HÁt í ða r m Á l þ I n g O r atO r s

í SamStarfi við innanríKiSráðuneytið OG LaGadeiLd háSKóLa íSLandS

aðgengi að DómstólummiðviKudaGinn 11. feBrúar í StOfu 101 í LöGBerGi KL. 12:00

bJörg thorarensenprófessor við lagadeild Háskóla Íslands

Ása ólafsDóttirdósent við lagadeild Háskóla Íslands og formaður gjafsóknarnefndar

hafsteinn Dan kristJÁnssonaðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og aðstoðarmaður umboðsmanns alþingis

erindi fLytja:

linDa ramDanifunda- og menningarmálastjóri Orators

fundarStjóri:

Lex LöGmannSStOfa er aðaLStyrKtaraðiLi fræðaStarfS OratOrS

Léttar veitinGar að máLþinGinu

LOKnu

Page 18: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015
Page 19: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015
Page 20: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

HÁt í ða r n e f n d

„g l e y m a s t ”r é t t u r I n n t I l a ð

u m e s B - D ó m s tó l i n n , t j á n i n g a r F r e l s i ð o g F r i ð h e l g i e i n k a l í F s

peter dalmaymastersnemi í lögfræði

Skiptinemi við university of groningen

I n n g a n g u rFæstir deila um sérstöðu þess réttarkerfis sem Evrópusambandið hefur skapað sér þó að skoðanir um ágæti sambandsins sjálfs séu skiptar milli manna, bæði hér á landi sem og erlendis. Sérstaða réttarkerfisins felst ekki síst í því að ESB-dómstóllinn hefur síðasta orðið um túlkun ESB-réttar og er því í lykilstöðu varðandi þróun hans. Þetta gerir dómstóllinn fyrst og fremst í gegnum tilvísanamál frá dómstólum aðildarríkjanna sem hann leiðir til lykta með svokölluðum forúrskurðum. Þrátt fyrir takmarkað hluverk mannréttinda til að byrja með hefur ör þróun og stækkun sambandsins haft í för með sér aukna áherslu á mannréttindi borgara ESB undanfarna áratugi. Óhætt er að segja að ESB-dómstóllinn hefur spilað þar mikilvægt hlutverk og gefið mannréttindum byr undir báða vængi. Dómstóllinn telur virðingu fyrir grundvallarmannréttindum vera

óaðskiljanlegan hluta meginreglna ESB, auk þess að styðjast við sameiginlegar stjórnskipunarhefðir aðildarríkjanna og alþjóðlega samninga um mannréttindi, einkum Mannréttindasáttmála Evrópu. Síðastliðið ár féll einkar áhugaverður og jafnframt umdeildur dómur hjá ESB-dómstólnum í forúrskurðarmáli sem vísað var til hans af spænskum landsdómstóli , en málið er sérstaklega áhugavert í ljósi fyrrnefndrar þróunar. Í málinu fékk dómstóllinn það lítt öfundsverða hlutverk að vega á milli tveggja grundvallarréttinda, nánar tiltekið réttinum til friðhelgi einkalífs annars vegar og tjáningarfrelsisins hins vegar. Með þessu stutta innleggi er leitast við að gera grein fyrir dómi ESB-dómstólsins og þýðingu hans í umræddu máli auk þess að vekja lesandann til umhugsunar um hvert vægi ólíkra mannréttinda eigi að vera.

Page 21: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

r é t t u r I n n t I l a ð

m Á l av e x t I r O g r é t ta r Ág r e I n I n g u r m Á l s I n s

Upptök málsins má rekja til málaferla á Spáni sem að maður að nafni Gonzalez hafði átt þátttöku í en greint hafði verið frá málaferlunum í tilteknu dagblaði á Spáni og greinin í kjölfarið gerð aðgengileg á veraldarvefnum. Gonzalez var nafngreindur í umræddri blaðagrein en í kjölfar málaferlanna fór hann fram á að dagblaðinu yrði gert skylt að fjarlægja greinina af vefnum. Jafnframt krafðist hann þess að Google Spain yrði gert að fjarlægja alla þá hlekki í leitarvél sinni sem vísuðu í þessa tilteknu grein er nafn hans væri slegið þar inn. Spænska gagnaeftirlitið féllst ekki á fyrri beiðnina en tók hins vegar undir síðari kröfu Gonzalez og beindi því til Google Spain að

fjarlægja umrædda hlekki. Google Spain bar þessa fyrirskipun gagnaeftirlitsins undir landsdómstól sem að leitaði forúrskurðar ESB-dómstólsins.Réttarágreiningurinn í málinu laut einkum að túlkun tilskipunnar 95/46/EB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga. Í eftirfarandi umfjöllun verður fyrst lögð áherslu á röksemdir dómstólsins varðandi gildissvið umræddrar tilskipunar og í kjölfarið verður sjónum beint að togstreitunni á milli áðurnefndra mannréttinda og tilvist réttarins um að „gleymast“.

e F n i S l e g T g i l d i S S v i ðAð mati dómstólsins var nauðsynlegt að skera úr um tvennt hvað varðaði hið efnislega gildissvið tilskipunar 95/46. Annars vegar hvort að í starfsemi leitarvélar fælist „vinnsla“ persónuupplýsinga, og hins vegar hvort að stjórnandi leitarvélarins (Google í þessu tilfelli) teldist vera „ábyrgðaraðili“ í skilningi tilskipunarinnar. Dómstóllinn taldi engan vafa á því að í starfsemi Google, sem að meðal annars safnar, sækir, raðar, upplýsir og gerir persónuupplýsingar aðgengilegar, felist vinnsla upplýsinga. Hvorki sú staðreynd að umrædd gögn höfðu þegar verið birt á veraldarvefnum af þriðja aðila, né að engin breyting hefði verið gerð af hálfu leitarvélarinnar gat leyst háttsemina undan merkingu hugtaksins. Þó að breyting á gögnum fæli vissulega í sér vinnslu væri það ekki gert að skilyrði samkvæmt tilskipuninni. Hvað síðara álitamálið snertir taldi dómstóllinn það hvort tveggja fara gegn skýru orðalagi tilskipunarinnar og markmiðinu um að tryggja skilvirka gagnavernd, að skilja stjórnanda leitarvélar undan gildissviði hennar. Þrátt fyrir augljósan greinarmun á starfsemi leitarvélar, í samanburði við hefðbundnar vefsíður, væru stjórnendur hvoru tveggja þannig ábyrgðaraðilar í skilningi Evrópuréttar. Þessu til viðbótar lagði dómstóllinn jafnframt áherslu á áhrifamátt leitarvéla, þ.e. burði þeirra til að gera persónuupplýsingar aðgengilegar vefnotendum að eigin vild. Í því ljósi þyrfti sérstaklega að tryggja réttarvernd borgaranna og rétt þeirra til friðhelgi einkalífs.

S væ ð i S bu n d i ð g i l d i S S v i ðSamkvæmt tilskipuninni er hins vegar ekki nægjanlegt að ofangreindum skilyrðum sé fullnægt til þess að starfsemi aðilans falli innan vébanda hennar enda eru jafnframt gerðar kröfur varðandi hið svæðisbundna gildissvið. Starfsemi ábyrgðaraðilans þarf því annaðhvort að vera með staðfestu á yfirráðasvæði ákveðins aðildarríkis eða að notast við rafrænan búnað sem er staðsettur þar. Dómstóllinn mat það nægilegt í þessu sambandi að dótturfélag Google kynnti og seldi auglýsingar á Spáni og beindi starfsemi sinni að íbúum þess lands. Dómstóllinn hafnaði þeim röksemdum fyrirtækisins að dótturfélagið væri einungis milliliður í tengslum við auglýsingaviðskipti þeirra og vísaði meðal annars til þess að dótturfyrirtækið færi með virka og raunverulega starfsemi með föstu fyrirkomulagi í aðildarríkinu. Staðfestuskilyrði ákvæðisins var því fullnægt.Loks þurfti að meta hvort að vinnsla umræddra persónuupplýsinga hefði verið í tengslum við starfsemi hennar á yfirráðasvæði aðildarríkisins. Líkt og áður var mikilvægt að hafa tilgang tilskipunarinnar um skilvirka vernd grundvallarréttinda að leiðarljósi. Vilji löggjafans hafi bersýnilega verið sá að svæðisbundna gildissviðinu yrði gefin víðtæk merking. Dómstóllinn taldi nægjanlegt, að þar sem að auglýsingastarfsemi dótturfyrirtækisins hafi verið í beinu sambandi við vinnslu leitarvélarinnar væri skilyrðum ákvæðisins fullnægt.

g I l d I s s v I ð t I l s K I p u na r 9 5 / 4 6 / e B

Page 22: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

r é t t u r I n n t I l a ð „g l e y m a s t “Í framhaldinu vék ESB-dómstóllinn að skyldum fyrirtækisins samkvæmt tilskipuninni. Dómstóllinn þurfti nánar tiltekið að skera úr um hvort að mögulegt væri að krefjast þess af Google að tilteknir hlekkir, sem vísuðu í lögmætt efni sem hafði áður verið birt á vefsíðu þriðja aðila, yrðu fjarlægðir. Dómurinn lagði áherslu á mannréttindi einstaklingsins og vísaði einkum til Mannréttindaskrár ESB í því samhengi. Réttur aðila til leiðréttingar eða afmáunar á efni tengt honum væri tryggt í tilskipuninni, einkum ef um ófullkomnar eða óáreiðanlegar upplýsingar væri að ræða. Þrátt fyrir

hinn ríka rétt einstaklingsins bæri þó að taka tillit til hagsmuna vefnotenda og möguleika þeirra til að nálgast upplýsingar á veraldarvefnum. Jafnvægið þar á milli gæti ráðist af ýmsum atriðum, til að mynda eðli upplýsinganna og áhuga almennings. Í kjölfar slíks mats gæti eftirlitsaðili eða dómsvald hins vegar fyrirskipað leitarvél að fjarlægja umbeðna hlekki, þrátt fyrir að birtingin sjálf á vefsíðunni væri lögmæt. Þannig væri það ekki skilyrði fyrir fjarlægingu að efnið sem vísað væri til væri einstaklingnum skaðvænlegt, hann ætti einfaldlega rétt á því að „gleymast“.

Dómstóllinn gekk í raun svo langt að segja að réttur aðilans til friðhelgi einkalífs ætti ekki einungis að vega þyngra en réttur stjórnanda leitarvélarinnar, heldur einnig hagsmunir almennings um að geta nálgast upplýsingarnar. Undantekningum frá þessum rétti var skorinn þröngur stakkur og hagsmunum almennings aðeins í sérstökum tilfellum gefið hærra undir höfuð, til dæmis ef opinber persóna ætti í hlut.

tO g s t r e I ta Á m I l l I m a n n r é t t I n da O g þ ý ð I n g d ó m s I n sÁhrif dómsins hafa verið mikil og fjöldi manna gert kröfu um að „gleymast“. Dómurinn virðist endurvekja fyrri áherslur dómstólsins um vernd á friðhelgi einkalífs og gagnavernd á kostnað tjáningarfrelsisins. Þó að dómstóllinn fari venjulegast varfærnislega í nálgun sinni í að vega á milli ólíkra grundvallarréttindi, er slíka varfærni ekki að finna hér. Dómurinn styrkir fyrst og fremst réttinn til gagnaverndar með því að tryggja tilskipuninni víðtækt gildissvið. Þá er fjöldi tilvísana í 7. og 8. gr. Mannréttindaskrár ESB um réttinn til friðhelgi einkalífs eftirtektarvert. Dómurinn gerir hins vegar greinarmun á leitarvél og vefsíðustjórnanda við meðhöndlun á persónuupplýsingum og leggur áherslu á getu leitarvélar til að

safna saman og skapa ímynd fyrir einstaklinga í því sambandi. Þó að vinnsla leitarvélar hafi án efa meiri áhrif á friðhelgi einkalífs, mætti eins færa rök fyrir því að fjarlæging gagna úr leitarniðurstöðum leitarvélar hafi sömuleiðis meiri þýðingu hvað tjáningarfrelsið varðar. Í þessu ljósi er athyglisvert að benda á skort dómsins á beinum tilvísunum í bæði 10. gr. MSE og 11. gr. Mannréttindaskrár ESB um réttinn til að taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum, en sá réttur er hluti af tjáningarfrelsinu. Aðeins hagsmunir almennings virðast geta vegið meira en vernd á friðhelgi einkalífs þó að ólíklegt verði að telja að leitarvél á borð við Google muni ráðast í víðtækar aðgerðir til að meta slíka hagsmuni.Að velja á milli mismunandi mannréttinda er ekki auðvelt verkefni og nauðsynlegt er að sýna fyllstu aðgætni við slíkt mat. Ætlunin hér var að sýna fram á hvað slík togstreita getur haft í för með sér með því að gera grein fyrir einum umdeildasta dómi ESB-dómstólsins á síðustu árum. Það er von höfundar að þessi stutta umfjöllun hafi veitt lesandanum örlitla innsýn í heim Evrópuréttarins og að hann hafi jafnframt haft eitthvert gagn og gaman af.

Page 23: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Hair Salon

Bankas

træti 1

4

10-20

511-12

21

Page 24: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

1 . Inngangur

Árið 2011 voru sett ný lög um Stjórnarráð Íslands, lög nr. 115/2011. Heilt yfir fólu þessi lög ekki í sér umfangsmiklar breytingar á skipulagi og hlutverki Stjórnarráðsins. Vissir þættir sættu þó breytingum og margar þeirra verðskulda fræðilega umræðu og greiningu. Ein slík er sú ákvörðun löggjafans að taka ekki í hin nýju lög regluna um að ráðuneyti skuli í heild lagt til eins og sama ráðherrans en sú regla var rækilega lögfest í eldri lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 73/1969. Afleiðing þessa er sú að við skipulag á störfum ráðherra er nú litið svo á að yfirstjórn á verkefnum einstakra ráðuneyta megi skipta á milli fleiri ráðherra, án þess að skipulagi viðkomandi ráðuneytis sé sérstaklega breytt.1 Með öðrum orðum, að tveir eða fleiri ráðherrar geti verið yfir einu og sama ráðuneytinu. Með forsetaúrskurði nr. 72/2013 var þessi heimild nýtt. Sú tilraun er tilefni þessarar stuttu greinar.

1 Verður a.m.k. ekki annað séð en að sá hafi verið tilgangur Alþingis með því að fella umrædda reglu brott, en ráð hafði verið fyrir henni gert í upphaflegu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 115/2011, eins og nánar er að vikið síðar.

r Á ð u n e y t I m e ð m a r g a H e r r a

trausti fannar valssonlektor við lagadeild Háskóla Íslands

Page 25: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

r Á ð u n e y t I m e ð m a r g a H e r r a

2 . ráðherrar Hér er óþarft að lýsa ítarlega hlutverki og stöðu ráðherra. Af ákvæðum stjórnarskrár, sbr. m.a. 11., 13., 14. og 15. gr., hefur verið leidd sú regla íslenskrar stjórnskipunar að stjórnsýsla ríkisins skuli almennt heyra undir yfirstjórn ráðherra, innan þess málefnasviðs sem honum er falið.2 Staða ráðherra í stjórnsýslukerfinu markast jafnframt af því að á Íslandi er þingræði.3

Samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Í ákvæðinu segir einnig að ábyrgð þeirra skuli ákveðin með lögum. Ábyrgð ráðherra og nánari útfærsla hennar er lykilþáttur í starfsemi stjórnsýslunnar og hún markar grundvöllinn að stöðu ráðherra innan hennar. Í lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963 og annarri refsi- og bótalöggjöf er að finna ákvæði sem hér geta skipt miklu máli. Það er hins vegar einnig mikilvægt einkenni á stöðu ráðherra og lagaumgjörð sem embættum þeirra er búin að þeir verða ekki látnir sæta lagalegri ábyrgð fyrir ýmislegt sem fella má undir ófullnægjandi árangur í starfi eða sambærileg viðmið. Það eru aðeins alvarlegri brot ráðherra sem varða þá lögmæltum viðurlögum, s.s. refsingum eða bótaskyldu. Ef ráðherra aðhefst á einhvern þann hátt sem kynni að varða aðra starfsmenn hins opinbera viðurlögum í starfi, s.s. áminningu eða brottvikningu, án þess að um hin alvarlegri brot sé að ræða, þá gerir kerfið, að gildandi lögum, ráð fyrir að við því sé brugðist með pólitísku mati á störfum ráðherrans.

2 Sjá m.a. Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 6 og Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, bls. 31-32. 3 Ásmundur Helgason og Ómar H. Kristmundsson: Stjórnarráð Íslands 1964-2004, bls. 39-51.

Með þetta í huga er rétt að taka fram að skyldur ráðherra að lögum ná í sjálfu sér lengra en að forðast refsiverð eða bótaskyld brot í starfi. Umboðsmaður Alþingis eða dómstólar hafa til dæmis í fjölda tilvika komist að þeirri niðurstöðu að embættisfærslur ráðherra, eða embættisfærslur sem unnar voru á hans vegum, hafi ekki verið í samræmi við lög þótt brot hafi ekki verið talin varða lög um ráðherraábyrgð eða almenn hegningarlög, svo dæmi sé tekið. Eftir atvikum kann það hins vegar að vera háð pólitísku mati, hans eða annarra, hvort slík brot leiði til þess að ráðherra víki.4

Eins og fyrr sagði hefur verið litið svo á að ráðherrar fari almennt með yfirstjórn íslenskrar stjórnsýslu, hver á sínu málefnasviði. Hugtakið almennt er hér notað af þeirri ástæðu að vera kann að yfirstjórnin hafi verið tekin af ráðherra með sérstökum fyrirmælum í lögum eða að tilteknar takmarkanir á yfirstjórnunarheimildum leiði af eðli þess málefnasviðs sem um ræðir. Meginreglan stendur þó fyrir sínu. Völd og ábyrgð skulu fylgjast að og ráðherrann sem er ábyrgur að lögum fyrir stjórnarframkvæmdinni og pólitískt gagnvart þinginu fer með völdin yfir stjórnsýslunni innan þess málefnasviðs sem honum er falið.

Það er sérstakt álitaefni hvað felist nánar tiltekið í yfirstjórn ráðherra, þ.e. þeirri yfirstjórn sem leiðir af stöðu hans á toppi stjórnsýslukerfisins og stigskiptingu þess. Afmörkunin hefur þó án vafa orðið skýrari hin síðustu ár, vegna réttarframkvæmdar, ákvæða í nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 og fræðiskrifa.5 Í 2. mgr. 12. gr.

4 Sjá til hliðsjónar, Jens Peter Christensen: Ministeransvar, bls. 29-30 og bls. 536. 5 Sjá m.a. ítarlega umfjöllun um málefnið, og þá réttarframkvæmd sem um ræðir, í Sigurður Kári Árnason: „Völd og ábyrgð ráðherra í stjórnsýslunni“ og Hafsteinn Dan Kristjánsson: „Ekki batnar allt þó bíði“. Sjá hér ennfremur nýtt álit

stjórnarráðslaganna segir til að mynda að í yfirstjórn felist m.a. að ráðherra geti gefið stjórnvaldi, sem undir ráðuneyti hans heyrir, almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess, fjárreiður og meðferð eigna, enda mæli lög eða eðli máls því ekki í mót. Jafnframt segir í 1. mgr. 13. gr. laganna að ráðherra skuli hafa eftirlit með starfsrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum stjórnvalda sem heyra undir almennar yfirstjórnunarheimildir hans. En yfirstjórnin nær ekki aðeins til stjórnvalda sem heyra undir ráðuneyti ráðherrans. Hún tekur einnig til ráðuneytisins sjálfs, og þar komum við að kjarna málsins, þ.e. yfirstjórn yfir ráðuneyti þegar yfir það hafa verið settir tveir eða fleiri ráðherrar.

3 . ráðuneytIn

Með stjórnarskrárbreytingu sem gildi tók árið 1904 var stjórn í sérmálum Íslands flutt heim. Ráðherra Íslands skyldi nú vera búsettur hér á landi og ekki hafa annað ráðherraembætti á hendi. Með lögum nr. 17/1903, um aðra skipun á æðstu umboðsstjórn Íslands, sem gengu í gildi um leið og stjórnarskrárbreytingin, var kveðið á um stofnun stjórnarráðs fyrir Ísland. Ráðherrann var umboðsmaður konungs með æðsta vald í hinum sérstaklegu málefnum Íslands en stjórnarráðið var skrifstofa hans. Yfirmaður stjórnarráðsins, næstur ráðherra, var landritari.6

Með lögum nr. 1/1917 var ráðherrum fjölgað úr einum í þrjá. Var þá jafnframt ákveðið með konungsúrskurði, sbr. auglýsingu nr. 12/1917, að stjórnarráðið

umboðsmanns Alþingis í máli nr. 8122/2014, sem lýtur að samskiptum þáverandi innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um rannsókn á meðferð trúnaðarupplýsinga úr ráðuneytinu á sama tíma og rannsóknin stóð yfir. 6 Hér má meðal annars vísa til Einar Bjarnason: „Stutt lýsing á stjórnarráði Íslands“, bls. 16.

Page 26: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

skiptist í þrjár deildir sem hver heyrði undir sinn ráðherrann. Embætti landritara var lagt niður og tóku skrifstofustjórar við æðstu stjórn hverrar deildar, undir yfirstjórn ráðherra. Heitum þessara deilda var síðan breytt í ráðuneyti með konungsúrskurði, sbr. auglýsingu nr. 1/1922. Frá því að umræddar deildir voru stofnaðar, og síðan ráðuneytin, taldist hvert ráðuneyti starfa sjálfstætt og óháð öðrum ráðuneytisskrifstofum og hver ráðherra taldist yfirmaður síns ráðuneytis.7

Á árunum um og eftir 1940 var ráðuneytum fjölgað nokkuð. Í sumum tilvikum voru þau sett á fót án opinberra tilkynninga eða birtra ákvarðana, s.s. með lögum, forsetaúrskurði, ráðherrabréfi eða hliðstæðum hætti. Á sama tíma fjölgaði ráðherrum en athyglisvert er að ekki var nauðsynlega samræmi á milli stofnunar og verkaskiptingar á milli ráðuneyta og ráðherraembætta. Voru þess dæmi að skrifstofustjórar (sem þá voru æðstu embættismenn ráðuneyta að undanskildum ráðherra) hefðu yfir sér þrjá ráðherra.8

Skrif fræðimanna og annarra sem og umræður á Alþingi uppúr miðri 20. öldinni bera þess merki að menn hafi talið annmarka felast í þeirri lausung sem leiddi af hinum óformlega stofnunarhætti nýrra ráðuneyta. Þá bera umræður þess merki að ýmsir hafi talið umtalsverða annmarka á því ósamræmi sem gat verið milli verkaskiptingar milli ráðherra annars vegar og ráðuneyta hins vegar. Leiddi sú

7 Hér vísast m.a. til umfjöllunar í Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands 1904-1964, bls. 160 og einnig bls. 327-333. Á bls. 331 í tilvitnaðri heimild segir m.a.: „Hitt sker úr að hver deild, og frá ársbyrjun 1922 hvert ráðuneyti, hefur starfað alveg sjálfstætt og óháð öðrum ráðuneytisskrifstofum og að sérhver ráðherra, sem yfirmaður síns ráðuneytis, hefur úrskurðað öll málefni þess, án íhlutunar meðráðherra sinna.“ 8 Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, bls. 34-42; Ásmundur Helgason og Ómar H. Kristmundsson: Stjórnarráð Íslands 1964-2004, bls. 85-97 og Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands 1904-1964, m.a. bls. 334-339.

umræða og framhald hennar meðal annars af sér að þegar lög um Stjórnarráð Íslands nr. 73/1969 voru sett þá var í 5. gr. þeirra kveðið á um að hvert ráðuneyti skyldi lagt óskipt til eins og sama ráðherrans sem fór því einn með yfirstjórn þess. Þessar aðstæður eru sennilega einnig meginástæða þess að í nefndum lögum var ákveðið hvaða ráðuneyti skyldu starfa, þ.e. að í lögunum voru upp talin, með tæmandi hætti, heiti ráðuneytanna.9 Nánari verkefni hvers ráðuneytis voru síðan tilgreind í reglugerð sem forseti Íslands setti, að tillögu forsætisráðherra, enda væri þess jafnan gætt að undir ráðuneyti félli málefni sem eðli sínu samkvæmt ætti þar heima, sbr. 8. gr. laganna. Mikilvægt er jafnframt að halda því til haga að með lögum nr. 73/1969 voru settar almennar lagareglur um innra skipulag ráðuneyta, en slíkar almennar reglur höfðu ekki verið í lögum áður. Þótt í þessum fyrirmælum öllum hafi ekki falist miklar breytingar á því skipulagi sem var við lýði þá setti þetta starfsumhverfi og skipulag ráðuneytanna í mun fastmótaðara horf en áður var.

Frumvarp til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands var lagt fyrir á 139. löggjafarþingi 2010 – 2011. Í skýringum sem fylgdu frumvarpinu kemur m.a. fram að fyrstu áratugina eftir gildistöku

9 Er þeirri umræðu sem hér er vísað til og aðdraganda að setningu laga nr. 73/1969 m.a. lýst af Ásmundi Helgasyni og Ómari H. Kristmundssyni: Stjórnarráð Íslands 1964-2004, bls. 97-123. Þar er m.a. getið framsöguræðu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um frumvarp það sem síðan varð að lögum nr. 73/1969, en í henni segir m.a. svo: „Það er mjög varhugavert, að hvert rn. eða eitt einstakt rn. hafi marga húsbændur. Það er eðlilegt að einn ráðh. sé yfir hverju rn. Ráðuneytisstjóri og starfsmenn þar eigi undir hann að sækja en ekki marga ráðh., marga húsbændur eins og mjög hefur tíðkazt. Slíkt er lagað til þess að skapa glundroða. Almenningur áttar sig síður á, undir hvern mál heyra. Það getur orðið margháttaður ágreiningur milli ráðh. bæði um starfsmannaval og eins það, hvernig varið skuli starfkröftum þeirra starfsmanna, sem í rn. eru.“ Sjá nánar í Alþt. B-deild, 1968-1969, dálkur 1258-1260.

laga nr. 73/1969 hafi verið nokkur festa á skipulagi Stjórnarráðsins. Hin síðari ár hefðu hins vegar verið gerðar nokkuð umfangsmiklar breytingar á því.10 Þá er þar einnig vikið nokkuð að ákvæði 15. gr. stjórnarskrárinnar. Kemur þar fram að það sé „samkvæmt beinu ákvæði 15. gr. stjórnarskrárinnar á valdi forsætisráðherra með atbeina forseta Íslands að skipta verkum með ráðherrum, en ekki löggjafans.“ Er því lýst að í þessu felist að stjórnvaldsfyrirmæli um skiptingu starfa á milli ráðherra, sbr. 15. gr. stjórnarskrár, gangi framar almennum lögum um slíka verkaskiptingu. Sé því rétt að hverfa frá því fyrirkomulagi að mæla fyrir um einstök ráðuneyti í almennum lögum.11 Í samræmi við þetta var í frumvarpinu lagt til að ráðuneytin yrðu ekki talin upp í lögum heldur skyldi ákvörðun um það hvaða ráðuneyti störfuðu tekin með forsetaúrskurði. Þó var þar gert ráð fyrir að í lögunum skyldi mælt fyrir um hámarksfjölda ráðuneyta og þeirri reglu að hvert ráðuneyti skyldi lagt óskipt til eins og sama ráðherrans.

Við meðferð frumvarpsins á þingi voru gerðar á því ýmsar breytingar. Ein þeirra var sú að í stað þess að hámarksfjöldi ráðuneyta væri ákveðinn með lögunum þá skyldi fjöldi ráðuneyta og heiti þeirra ákveðið með forsetaúrskurði. Er þessi regla nú lögfest í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 115/2011. Önnur breyting fólst í því að fellt var brott ákvæði um að hvert ráðuneyti skyldi lagt óskipt til eins og sama ráðherra. Þess í stað var mælt fyrir um það í ákvæði til bráðabirgða nr. II við lög nr. 115/2011 að sambærileg regla úr eldri lögum, þ.e. lögum nr. 73/1969, skyldi halda gildi sínu til 1. maí 2012. Í nefndaráliti frá meirihluta allsherjarnefndar, sem lagði

10 Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands, þskj. 1191, 139. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 13. 11 Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands, þskj. 1191, 139. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 16.

Page 27: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l [email protected] l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OpIð vIRKa Daga FRá 11-20

Á Krúsku færðu yndislegan og

heilsusamlegan mat.

Opið frá 11-21 alla virka

daga

Komdu í pizzueða takt’ana með heim 533 1313 www.eldofninn.is

Pizzeria Grímsbæ við Bústaðaveg

Page 28: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

ofangreindar breytingartillögur til eru þær rökstuddar með tilvísun til þess að valdheimildir til að ákveða þessa þætti eigi skv. 15. gr. stjórnarskrár að vera í höndum framkvæmdarvaldsins en ekki löggjafans.12

Í samræmi við framangreint er nánari fyrirmæli um skiptingu Stjórnarráðsins í ráðuneyti nú einvörðungu að finna í forsetaúrskurðum, sem gefnir eru út með vísun til 15. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæða laga nr. 115/2011. Í fyrsta lagi er fjöldi ráðuneytanna og heiti þeirra ákveðið með sérstökum forsetaúrskurði. Gildandi úrskurður um það efni er nr. 99/2012, en samkvæmt honum eru ráðuneytin átta talsins. Efnislega geymir þessi úrskurður aðeins upplýsingar um heiti ráðuneytanna. Við undirbúning úrskurðarins var fylgt fyrirmælum 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 115/2011 og tillaga um efni hans lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu áður en úrskurðurinn var gefinn út.13 Í öðru

12 Nefndarálit frá meiri hluta allsherjarnefndar, þskj. 1857, 139. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 3-4. Sjá hér einnig framhaldsnefndarálit frá meiri hluta allsherjarnefndar, þskj. 1949, 139. löggjafarþing (rafræn útg.). Í því skjali, bls. 1-2, segir m.a. svo: „Nefndin fjallaði einnig um það ákvæði 4. gr. sem kveður á um að hvert ráðuneyti skuli lagt óskipt til eins og sama ráðherra en sú tilhögun er í samræmi við ákvæði gildandi laga. Meiri hlutinn lagði til við 2. umræðu að þessi málsliður greinarinnar félli brott. Meiri hlutinn telur þó rétt að fresta gildistöku þeirrar breytingar fram til 1. maí 2012 þannig að fram að þeim tíma a.m.k. skuli hvert ráðuneyti lagt óskipt til eins og sama ráðherra og leggur í því sambandi til breytingu á gildistökuákvæði frumvarpsins sem felur það í sér að ákvæði 5. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, haldi gildi sínu.“13 Tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, þskj. 1132, 140. löggjafarþing (rafræn útg.). Sjá einnig þingsályktun um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, samþykkt á Alþingi 11. maí 2012. Hér má einnig geta þess að í áliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um tillöguna kemur eftirfarandi fram: „Þá vill meiri hlutinn jafnframt vekja athygli á því að samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 115/2011 gildir ekki lengur frá og með 1. maí 2012 ákvæði 5. gr. laga nr. 73/1969 þar sem sagði: „Þegar skipt er störfum með ráðherrum, skal hvert ráðuneyti óskipt lagt til eins og sama ráðherra.“ Það er því mögulegt að fleiri en einn

lagi er stjórnarmálefnum (verkefnum) skipt á milli ráðuneytanna með sérstökum forsetaúrskurði. Gildandi úrskurður um það efni er forsetaúrskurður nr. 71/2013, með síðari breytingum. Úrskurðurinn er langur og ítarlegur, enda er honum ætlað að geyma sem næst tæmandi talningu á þeim stjórnarmálefnum sem hvert og eitt ráðuneyti skal sinna. Hann er gefinn út á grundvelli 15. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2011. Og í þriðja lagi er gefinn út sérstakur forsetaúrskurður um skipun einstakra ráðherra, sbr. 3. gr. laga nr. 115/2011 og 15. gr. stjórnarskrárinnar. Gildandi úrskurður um það efni er nr. 72/2013, með síðari breytingum. Efni þess úrskurðar er stutt. Með honum eru tilgreindir einstaklingar settir í tiltekin ráðherraembætti og jafnframt tekið fram í hvaða ráðuneyti þeir sitja. Það hvaða verkefni hver ráðherra fær veltur því fyrst og fremst á þeim verkefnum sem ráðuneytið sem þeir fá hefur með höndum.

Við útgáfu úrskurðar nr. 72/2013 var í fyrsta sinn, frá gildistöku laga nr. 73/1969, mælt fyrir um það skipulag í Stjórnarráðinu að fleiri en einn ráðherra skyldi fara með yfirstjórn málefna sem heyrðu undir eitt og sama ráðuneytið. Nánar tiltekið er í úrskurðinum kveðið á um að tveir ráðherrar sitji í velferðarráðuneytinu og tveir ráðherrar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrarnir sem sitja í velferðarráðuneytinu bera heitin (1) heilbrigðisráðherra og (2) félags- og húsnæðismálaráðherra. Ráðherrarnir sem sitja í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bera heitin (1) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og (2) iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í þessu

ráðherra gegni embætti í ráðuneyti sem gæti komið til móts við þær áhyggjur að erfitt sé fyrir einn ráðherra að hafa yfirsýn.“ Sjá nefndarálit frá meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þskj. 1247, 140. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 2.

felst ekki að eitt og sama stjórnarmálefnið heyri undir fleiri en einn ráðherra, heldur er í úrskurðinum tilgreint hvaða málaflokkar viðkomandi ráðuneytis heyri undir hvorn ráðherra fyrir sig.

Eftir síðustu breytingu á umræddum úrskurði nr. 72/2013, en hún var gerð með forsetaúrskurði nr. 142/2014, eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands tíu talsins, og sitja þeir í átta ráðuneytum.

4 . StjórnSkIpunIn

Þegar sú staða kemur upp að tveir ráðherrar, eða fleiri, eru settir yfir málaflokka sem skipað er í eitt ráðuneyti vakna ýmis álitamál. Ekki eru öll þeirra lögfræðileg, en sum eru það.

Samkvæmt stjórnarskránni starfa að stjórnarframkvæmdum forseti Íslands, ráðherrar og sveitarfélögin. Þá mælir stjórnarskráin fyrir um það, sbr. 2. mgr. 13. gr., að „ráðuneytið“ hafi aðsetur í Reykjavík. Af stjórnarskránni verður því ekki leidd nein einhlít niðurstaða um innra skipulag ráðuneyta eða Stjórnarráðsins. Og í ákvæði 2. mgr. 13. gr. verður vart, í þessu sambandi, lagður annar skilningur en leiðir af uppruna þess, þegar ákveðið var að ráðherrann fyrir Ísland skyldi sitja í Reykjavík en ekki Kaupmannahöfn.

Það er áhugavert álitaefni hvort 15. gr. stjórnarskrárinnar, sem mælir fyrir um að forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn, ákveði tölu þeirra og skipti störfum með þeim, feli það í sér að framkvæmdarvaldið eigi ekki aðeins að ráða ráðherraskipan, án afskipta löggjafans, heldur einnig fjölda og verkaskiptingu ráðuneyta.14 Um það álitamál verður þó

14 Sjá til hliðsjónar Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, bls. 36, en þar lýsir höfundur þeirri afstöðu að forsetaúrskurður um verkaskiptingu milli ráðherra hafi ekki í för með sér skiptingu stjórnarráðsins í ráðuneytisskrifstofur, og veiti því síður

Page 29: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

ekki fjallað hér. Álitamálið sem hér verður vikið að er hvernig það samrýmist gildandi lögum og nánara skipulagi Stjórnarráðsins að fleiri en einn ráðherra sitja í einu og sama ráðuneytinu? Með hliðsjón af því skal nú vikið stuttlega að þeirri almennu löggjöf sem sett hefur verið um ráðuneytin, þ.e. ákvæðum laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011.

5 . SkIpulag ráðuneytanna

Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. stjórnarráðslaganna mynda ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og ráðuneyti þeirra Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna skiptist Stjórnarráðið í ráðuneyti. Ráðuneyti eru, eins og það er orðað í lagaákvæðinu „skrifstofur ráðherra og æðstu stjórnvöld framkvæmdarvaldsins hvert á sínu málefnasviði.“ Eins og áður er rakið er fjöldi ráðuneyta og verkaskipting þeirra á milli síðan ákveðin með forsetaúrskurðum og af ákvæðum 2. og 4. gr. stjórnarráðslaganna, sem vísa báðar til 15. gr. stjórnarskrárinnar, er ljóst að löggjafinn lítur svo á að ákvörðunarvald um þetta, þ.e. fjölda og verkaskiptingu milli ráðuneyta, skuli falið framkvæmdarvaldinu sjálfu á grundvelli 15. gr. stjórnarskrárinnar.

Það vekur vissa athygli þegar stjórnarráðslögin eru skoðuð nánar með hvaða hætti þau lýsa stöðu og skipulagi ráðuneytanna. Í fyrsta lagi vekur athygli

heimild til stofnunar nýs skrifstofustjóraembættis. Hér má einnig vísa til umræðna á Alþingi um heimild til að setja á stofn efnahagsmálaráðuneyti, en þar var m.a. téður Ólafur þátttakandi. Er þessum umræðum lýst hjá Ásmundi Helgasyni og Ómari H. Kristmundssyni: Stjórnarráð Íslands 1964-2004, bls. 99-102. Hér má einnig til hliðsjónar vísa til umfjöllunar Ragnhildar Helgadóttur og Margrétar Völu Kristjánsdóttur: „Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar“, bls. 10-23.

orðalagið um að ráðuneytin séu „æðstu stjórnvöld framkvæmdarvaldsins“. Í öðru lagi vekur það athygli að stjórnskipulagi einstakra ráðuneyta er lýst með hliðsjón af hinni hefðbundnu stigskiptingu í íslenska stjórnsýslukerfinu, þar sem tiltekinn forstöðumaður (ráðherrann) trónir á toppnum og aðrir starfsmenn viðkomandi stjórnvalds sinna störfum sínum í umboði og á ábyrgð hans. Og í þriðja lagi vekur það athygli að ýmis ákvæði laganna geyma reglur sem afmarkaðar eru gagnvart ráðuneytum en ekki ráðherrum. Gefa þessi atriði til kynna að ákvæði laganna taki umtalsvert mið af stjórnskipulagi sem mótast hafði í gildistíð eldri laga um Stjórnarráð Íslands, þ.e. laga nr. 73/1969, þar sem ráðuneytin voru grunneiningar kerfisins og ef færa átti verkefni milli ráðherra varð almennt að gera það með því að færa verkefnið milli ráðuneyta, enda lögbundið að ráðuneyti skyldi óskipt lagt til eins og sama ráðherrans. Ef sú regla, þ.e. að ráðuneyti skyldi í heild lagt til eins og sama ráðherrans, sem upphaflega var hluti af frumvarpi því sem varð að lögum nr. 115/2011, hefði haldið sér hefðu þessi atriði ekki valdið neinum vandkvæðum.15 Ef yfir einu ráðuneyti eru tveir ráðherrar (eða fleiri) kunna hins vegar að leiða af þessu tiltekin vandamál, a.m.k. eins og stjórnarráðslögin eru núna útfærð, eins og nú verður nánar gerð grein fyrir.

Hvað varðar fyrsta atriðið, sem nefnt er hér að framan, um stöðu ráðuneyta, sem æðstu stjórnvalda framkvæmdarvaldsins, er rétt að hafa í huga að það hefur lengi verið viðurkennt í íslenskum rétti, sem leiðir af stjórnskipulegri stöðu ráðherra og þeirri stöðu og hlutverki ráðuneytanna að þau eru „skrifstofur ráðherra“, að ekki skipti máli hvort valdheimild eða verkefni sé lögð til ráðuneytis eða ráðherra. Viðkomandi

15 Slíkt hefði þó fræðilega haft í för með sér álitamál um samræmi slíks skipulags við 15. gr. stjórnarskrárinnar.

verkefni telst ávallt á forræði ráðherrans og er unnið í umboði hans.16 Orðalag 1. mgr. 2. gr. stjórnarráðslaganna um að ráðuneyti séu æðstu stjórnvöld framkvæmdarvaldsins breytir í sjálfu sér engu um þetta, þótt fyrir því megi færa rök að orðalagið geti verið villandi.

Þriðja atriðið, sem nefnt var hér að framan, sem lýtur að lýsingu á verkefnum eða stöðu ráðuneyta en ekki ráðherra, veldur í sjálfu sér ekki heldur beinum vandkvæðum. Hér eru nánar tiltekið höfð í huga eftirtalin þrjú ákvæði stjórnarráðslaganna: Í fyrsta lagi 4. mgr. 4. gr., þar sem segir að komi upp vafi eða ágreiningur um það undir hvaða ráðuneyti stjórnarmálefni heyrir skeri forsætisráðherra úr. Þegar Alþingi hvarf frá því að í stjórnarráðslögunum yrði kveðið á um að hvert ráðuneyti skyldi lagt óskipt til eins og sama ráðherrans, þá hefði verið eðlilegt að setja upp sambærilega reglu um heimild forsætisráðherra til að skera úr um vafamál um það undir hvaða ráðherra verkefni skyldi heyra. Í öðru lagi 5. gr. laganna, þar sem segir að sé stjórnarmálefni flutt á milli ráðuneyta, þá skuli ljúka meðferð ólokinna stjórnsýslumála í því ráðuneyti sem við málefni tekur. Alveg sambærileg þörf er á reglu af þessu tagi um flutning mála milli ráðherra. Má reyndar taka fram að umrædd regla telst í samræmi við óskráða reglu íslensks réttar um valdmörk stjórnvalda.17 Í þriðja lagi er ákvæði 1. mgr. 12. gr. laganna orðað svo að ráðherra fari með yfirstjórn stjórnvalda sem hafi á hendi framkvæmd stjórnarmálefna „er undir ráðuneyti hans heyra“. Orðalag ákvæðisins ber það með sér að út frá því hafi verið gengið við samningu þess að málefnasvið

16 Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur, bls. 41. Sjá einnig Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur. Málsmeðferð, bls. 233. 17 Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur. Málsmeðferð, bls. 216-217.

Page 30: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

ráðuneytis yrði afmarkað með sama hætti og viðkomandi ráðherra.

Ekkert þessara þriggja lagaákvæða virðist þess eðlis að ónákvæmni í orðalagi þeirra verði ekki leyst með hefðbundinni lagatúlkun eða með vísan til óskráðra meginreglna íslensks réttar. Þau eru hins vegar öll dæmi um að Alþingi hafi ekki hugað nægilega vel að því að yfirfara ákvæði frumvarpsins og lagfæra þau um leið og það valdi að taka út úr frumvarpi til stjórnarráðslaganna þá reglu að hvert ráðuneyti skyldi lagt óskipt til eins og sama ráðherrans.

Atriði númer tvö, sem nefnt var hér að framan, veldur hins vegar stærstu vandkvæðunum. Í 1. mgr. 16. gr. laganna segir að ráðuneytisstjórar stýri ráðuneytum undir yfirstjórn ráðherra. Í 1. mgr. 18. gr. segir ennfremur að ráðherra skipi ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra að fengnu mati hæfnisnefndar og í 17. gr. laganna kemur fram að ráðherra skuli skipuleggja ráðuneyti sitt með því að skipta því upp í skrifstofur og skuli hverri skrifstofu stýrt af skrifstofustjóra undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Þá er mælt fyrir um það í 2. mgr. 28. gr. að ráðherra skuli setja ráðuneytisstjóra erindisbréf og að ráðuneytisstjórinn setji erindisbréf fyrir skrifstofustjóra. Lögin gera ekki, samkvæmt orðanna hljóðan, ráð fyrir að þessu yfirstjórnunarhlutverki yfir einstökum ráðuneytum verði skipt á milli ráðherra. Mestu skiptir hér að það er tiltekinn ráðherra sem skipar ráðuneytisstjóra og hefur valdheimildir yfirstjórnanda gagnvart honum, til dæmis um beitingu agaviðurlaga á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það er einnig tiltekinn ráðherra sem skipuleggur ráðuneytið. Og af stigskiptingu stjórnsýslukerfisins, sem leiðir af yfirstjórn ráðherra, sbr. einnig 16. gr. stjórnarráðslaganna, þá fer ráðuneytisstjórinn með yfirstjórn

ráðuneytis „undir yfirstjórn ráðherra“. Umboð sitt leiðir ráðuneytisstjórinn frá þeim ráðherra sem skipaði hann.18

Lög um Stjórnarráð Íslands gera með öðrum orðum ekki ráð fyrir því skipulagi að yfirmenn ráðuneytis séu tveir, eða fleiri. Framangreind lagaákvæði gera þvert á móti ráð fyrir því að ráðuneyti sé uppbyggt á grundvelli hinnar hefðbundnu stigskiptingar. Í henni felst ábyrgðarkeðja. Ráðherrann trónir yfir ráðuneytisstjóranum, undir honum eru skrifstofustjórar og þar undir aðrir starfsmenn. Þessi keðja á skýr rök í valdheimildum og ábyrgð ráðherrans. Á ráðherranum hvíla skyldur og honum eru fengin stjórntæki í formi yfirstjórnunarheimilda, m.a. gagnvart starfsmönnum ráðuneytisins, í þeim tilgangi að hann geti fullnægt þeim.19

Þegar litið er til forsetaúrskurðar nr. 72/2013, sem skiptir störfum á milli ráðherra, kemur í ljós að í tveimur af þeim átta ráðuneytum sem nú eru í Stjórnarráði Íslands sitja tveir ráðherrar, eins og fyrr segir. Annars vegar sitja tveir ráðherrar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hins vegar sitja tveir ráðherrar í velferðarráðuneytinu. Í báðum þessum tilvikum hefur verið valin sú leið að fela öðrum af ráðherrunum að fara með „skipulag“ ráðuneytisins og „starfsmannahald“.20 Af því leiðir að valdheimildir samkvæmt nefndum lagaákvæðum falla til annars ráðherrans en ekki þeirra beggja. Agavald gagnvart ráðuneytisstjóra og öðrum starfsmönnum, valdið til að skipa ráðuneytisstjóra og

18 Í skýringum sem fylgdu tilvitnuðum ákvæðum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 115/2011 er á nokkrum stöðum vísað til þess að þau byggist á sambærilegum eða samhljóða reglum í eldri lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 73/1969. Sjá m.a. frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands, þskj. 1191, 139. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 47-49. 19 Sjá til hliðsjónar Hafsteinn Dan Kristjánsson: Ekki batnar allt þó bíði, bls. 74-76. Hér má einnig vísa í Lárus H. Bjarnason: Íslensk stjórnlagafræði, bls. 109. 20 Sbr. 3. og 8. gr. forsetaúrskurðar nr. 72/2013.

skrifstofustjóra og valdið til að skipuleggja ráðuneytið tilheyrir því öðrum af ráðherrunum, en ekki báðum.

Eins og að framan hefur verið lýst verður að telja að þessi útfærsla á verkefnaskiptingu á milli ráðherranna sé að formi til í samræmi við ákvæði stjórnarráðslaganna. Þau virðist ekki gera ráð fyrir því að þessu valdi verði skipt á hendur fleiri ráðherra. Á hinn bóginn veldur þessi staða umtalsverðum vafa um stöðu þess ráðherra sem hvorki hefur með höndum skipulag eða starfsmannahald í því ráðuneyti sem þó er ætlað að starfa honum til aðstoðar. Hér er með öðrum orðum ekki um það að ræða að vafi sé um hvaða málefnum ráðherrann ber ábyrgð á og fer með yfirstjórn yfir samkvæmt stjórnarskrá og viðkomandi forsetaúrskurðum. Vafi er hins vegar um það hvort ráðherrann hafi viðhlítandi yfirstjórn yfir sínu ráðuneyti og starfsliði þess til þess að hann geti með fullnægjandi hætti sinnt þeim starfsskyldum sem fylgja þeim málaflokkum sem honum hafa verið faldir.

Á þetta vandmál má horfa frá ýmsum mismunandi hliðum. Upp geta komið árekstrar á milli ráðherra. Hver er þá staða þeirra starfsmanna sem í ráðuneytinu starfa? Hvorum ráðherranum ber þeim að hlýða?21 Og hver er staða þess ráðherra sem ber að stjórnlögum að tryggja framkvæmd þeirra málefna sem hann ber ábyrgð á en hefur e.t.v. ekki nauðsynlegt bakland í sérfræðingum viðkomandi ráðuneytis? Þessi álitamál geta kristallast við meðferð einstakra mála, s.s. við uppkvaðningu stjórnvaldsúrskurða, en einnig í almennari málum s.s. þegar kemur að því að ákveða skipulag ráðuneytisins

21 Hér má einnig nefna að samkvæmt 1. mgr. 21. gr. stjórnarráðslaganna fer um heimildir ráðherra til að flytja embættismenn á milli embætta innan Stjórnarráðs Íslands eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og öðrum lögum eftir því sem við á. Þetta vald fellur í hlut þess ráðherra sem fer með yfirstjórn yfir starfsmannamálum og skipulagi ráðuneytisins.

Page 31: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

þannig að það samræmist verkefnum viðkomandi ráðherra eða við almenna stefnumótun, setningu stjórnvaldsfyrirmæla og í tengslum við aðgang ráðherra að ráðgjöf starfsmanna ráðuneyta á grundvelli 20. gr. stjórnarráðslaganna. Og hvernig horfa málin við gagnvart borgurunum, og þeim skýrleika og gegnsæi sem eðlilegt er að gera kröfu um í nútíma stjórnsýslu?

Rétt er að hafa í huga að þessi formlegu vandamál, sem reyndar er ekki fjarlægur veruleiki að reynt geti á, verða ekki leyst með innra valdframsali ráðherra til ráðuneytisstjóra. Ráðuneytisstjóri gegnir embætti sínu og störfum engu að síður í umboði viðkomandi ráðherra, og samkvæmt almennum grunnreglum íslensks stjórnsýsluréttar getur ráðherra ávallt afturkallað valdframsal sitt, hvort sem er í heild eða að hluta.22 Innra valdframsal breytir því engu um þau vandamál sem hér hefur verið lýst.

6 . nIðurlag

Það verður almennt að telja mikilvægan þátt í ráðherradómi að honum fylgi ráðuneyti og þar með aðgengi ráðherrans að starfsfólki sem sinnt getur störfum í hans umboði á grundvelli nauðsynlegrar fagþekkingar og veitt ráðherra nauðsynleg ráð um framkvæmd þeirrar stjórnsýslu sem undir hann heyrir.23 Stjórnarskráin mælir þrátt fyrir þetta ekki sérstaklega fyrir um starfsemi ráðuneyta eða skipulag þeirra. Með hliðsjón af því má ætla að heimilt sé skv. 15. gr. stjórnarskrár að setja á fót einstök ráðherraembætti, án þess að þeim fylgi skrifstofa.24 Stjórnarskráin

22 Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur. Málsmeðferð, bls. 218. 23 Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands, þskj. 1191, 139. löggjafarþing (rafræn útg.), bls. 50. 24 Sjá Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur (2.

bannar ekki heldur að einstök ráðuneyti séu skipulögð svo að yfirstjórn yfir þeim sé hægt að skipta á fleiri en einn ráðherra. Af stjórnarskránni og grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins virðist þó mega færa rök fyrir a.m.k. tveimur mikilvægum takmörkunum á því hvernig skipulag á skrifstofum ráðherra verði útfært. Í fyrsta lagi verður að telja að skipulagið þurfi að virða sjálfstæða stöðu einstakra ráðherra. Ráðherrar bera sjálfir ábyrgð á sínum stjórnarmálefnum og fara almennt sjálfstætt með yfirstjórn þeirra.25 Ráðherrarnir eru því hliðsettir og verður almennt ekki gert að hlýta fyrirmælum annarra ráðherra. Í öðru lagi verður að ætla að það leiði af þeirri skyldu framkvæmdarvaldsins að framkvæma lögin að þegar stjórnvöld sjálf taka ákvarðanir um innra skipulag stjórnsýslunnar þá beri þeim að gæta þess að þær stjórnareiningar sem settar eru á fót eða falið er að sinna stjórnsýsluframkvæmd séu hæfar til þess að sinna þeim verkefnum sem um ræðir.26 Þessi grunnregla á eðli málsins samkvæmt einnig við þegar um er að ræða skiptingu starfa á milli ráðherra og skipulag á skrifstofum þeirra, á grundvelli 15. gr. stjórnarskrárinnar. Af báðum þessum grunnreglum getur leitt að tryggja verði ráðherra aðgang að starfsliði (skrifstofu) sem hann sjálfur fer með yfirstjórn yfir, enda ber hann sjálfur ábyrgð á stjórnarframkvæmdinni.

Í þessari stuttu samantekt hefur ekki útg.), bls. 153. Þar segir m.a. „Vafalaust er heimilt að skipa ráðherra án stjórnardeildar sem kallað er þótt til þess hafi ekki komið.“ Að mati höfundar þessarar greinar standa þó sterk rök til þess að slíkt skipulag sé jafnframt grundvallað á því að verkefni slíks ráðherra séu ekki umfangsmeiri en svo að hann fái sinnt þeim án þeirrar faglegu aðstoðar sem starfslið á skrifstofu gæti að öðru jöfnu veitt honum. 25 Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 161. 26 Sjá hér til hliðsjónar um sjónarmið sem lögð hafa verið til grundvallar við mat á heimild til valdframsals. Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur. Málsmeðferð, bls. 219 og Hans Gammeltoft-Hansen o.fl.: Forvaltningsret (2. útg.), bls. 139.

verið tekin bein afstaða til þess hvort það fyrirkomulag að setja tvo ráðherra til starfa í einu ráðuneyti, eins og það er útfært samkvæmt gildandi lögum, standist stjórnarskrána. Það hafa hins vegar verið færð fyrir því rök að það skipulag sem lýst hefur verið í greininni standist ekki vel fyrirmæli stjórnarráðslaganna sjálfra að teknu tilliti til sjónarmiða um yfirstjórn og ábyrgð ráðherra. Vandinn liggur ekki í því að það sé óskýrt á hvaða stjórnarmálefnum einstakir ráðherrar beri ábyrgð. Vandinn liggur hins vegar í því að stjórnarráðslögin sjálf gera ekki ráð fyrir því, a.m.k. ekki án fyrirvara, að yfirstjórn yfir skipulagi og starfsliði einstakra ráðuneyta sé skipt á milli ráðherra. Á meðan svo er geta augljóslega mjög auðveldlega skapast árekstrar í stjórnarframkvæmdinni. Ekki hefur hér heldur verið útilokað að líta megi svo á að ráðherrann sem hvorki fer með starfsmannamál eða skipulag ráðuneytis teljist samt sem áður hafa tiltekið boðvald yfir starfsmönnum þess. Það virðist hins vegar liggja fyrir að hann hafi ekki að lögum stjórntækin til að tryggja þá stjórnarframkvæmd innan ráðuneytis sem hann kann að vilja ná fram, sérstaklega ef hagsmunir hans eru á einhvern hátt andstæðir hagsmunum þess ráðherra sem falið hefur verið að fara með yfirstjórn yfir skipulagi og starfsmannahaldi viðkomandi ráðuneytis. Með sömu rökum og nefnd voru um miðja síðustu öld má að minnsta kosti telja þetta skipulag varhugavert.27

27 Sjá fyrri umfjöllun í kafla 3 í greininni.

Page 32: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

HeiMiLdirAgnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands 1904-1964 I. Reykjavík 1969. Ásmundur Helgason og Ómar H. Kristmundsson: Stjórnarráð Íslands 1964-2004. Skipulag og starfshættir I. Reykjavík 2004.Berglind Bára Sigurjónsdóttir: „Verkskipulagsvald og valdframsal í sveitarstjórnarrétti.“ Úlfljótur, 4. tbl. 2006, bls. 545-606. Einar Bjarnason: „Stutt lýsing á stjórnarráði Íslands“. Úlfljótur, 1. tölubl. 1953, bls. 16-20. Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur (2. útg.). Reykjavík 1999. Gunnar Helgi Kristinsson: Embættismenn og stjórnmálamenn. Skipulag og vinnubrögð í íslenskri stjórnsýslu. Reykjavík 1994. Hafsteinn Dan Kristjánsson: „Ekki batnar allt, þó bíði. Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra, einkum athafnaskylda hans.“ Rannsóknir í félagsvísindum XI. Ritstjóri Helgi Áss Grétarsson. Reykjavík 2010, bls. 61-88.Hans Gammeltoft-Hansen o.fl. (Hans Gammeltoft-Hansen, Jon Andersen, Morten Engberg, Kaj Larsen, Karsten Loiborg og Jens Olsen): Forvaltningsret (2. útg.). Kaupmannahöfn 2002.Hjálmar Vilhjálmsson: „Félagsmálaráðuneytið“. Úlfljótur 4. tölubl. 1957, bls. 3-15. Jens Garde, Jørgen Albæk Jensen, Orla Friis Jensen, Helld Bødker Madsen, Jørgen Matihassen og Karsten Revsbech: Forvaltningsret. Almindelige emner (4. útg.) Kaupmannahöfn 2004. Jens Peter Christensen: Ministeransvar. Kaupmannahöfn 1997. Lárus H. Bjarnason. Íslenzk stjórnlagafræði. Reykjavík 1913.Ólafur Jóhannesson: Stjórnarfarsréttur. Reykjavík 1955. Páll Hreinsson: „Sjálfstæðar stjórnsýslunefndir.“ Úlfljótur 4. tbl. 52. árg. bls. 561-567.Páll Hreinsson: „Valdmörk stjórnvalda.“ Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 2005, bls. 447-494.Páll Hreinsson: Stjórnsýsluréttur. Málsmeðferð. Reykjavík 2013. Ragnhildur Helgadóttir og Margrét Vala Kristjánsdóttir: „Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar“. Tímarit Lögréttu, 1. tbl., 2009, bls. 9-24. Róbert R. Spanó: „Stjórnsýsluréttur.“ Um lög og rétt. Helstu greinar íslenskrar lögfræði. Ritstjóri Róbert R. Spanó. Reykjavík 2006, bls. 99-147.Sigurður Kári Árnason: „Völd og ábyrgð ráðherra í stjórnsýslunni“. Úlfljótur, 3. tölubl. 2013, bls. 271-334. Starfsskilyrði stjórnvalda. Skýrsla nefndar um starfsskilyrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu. Forsætisráðuneytið. Reykjavík 1999.

ljúffengir drykkir

KaramellusveiflaExpressó, súkkulaðisíróp,

flóuð mjólk, þeyttur rjómi og karamellusósa.

Verð kr. 625.-

KaffibaunajökullExpressó, súkkulaðihúðaðar

expressóbaunir, súkkulaðisósa, mjólk, rjómi, klakar.

Verð kr. 750.-

Græna herbergiðGrænt te, engiferrót,

sítróna, hunang.Verð kr. 590.-

Súper swissTvöfaldur expressó, heitt

súkkulaði úr konsúm súkkulaði og mjólk,

þeyttur rjómi. Verð kr. 655.-

Lakkrís latteExpressó, lakkríssíróp og lakkrísduft

frá danska Johan Bülow, mjólk, súkkulaði og lakkrísmoli.

Verð kr. 925.-

kaffitar.is

Ferskt kaffi í hverjum bolla, íslensk mjólk og/eða rjómi og síróp. Við notum engin þykkingarefni í drykkina okkar.

Verið velkomin á kaffihús Kaffitárs í Þjóðminjasafninu.

Danfoss ofnhitanemar í fararbroddi í 7 áratugiEinn lykillinn að meira en 20 ára endingartíma RA 2000 ofnhitanemans er gasfyllingin, sem ólíkt öðrum fylling- um, býr alltaf yfir sömu stjórnunar- og viðbragðsgetu.

Þetta gerir RA 2000 ofnhitanemann að mun betra stjórntæki en aðrar gerðir ofnhitanema. Viðbragðstími annarra algengra gerða hitanema er allt að 70% lengri.

Þægindi orkusparnaðurMeð RA 2000 ofn- hitanema á ofninum er nýtingin á varma með besta móti.

Page 33: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Danfoss ofnhitanemar í fararbroddi í 7 áratugiEinn lykillinn að meira en 20 ára endingartíma RA 2000 ofnhitanemans er gasfyllingin, sem ólíkt öðrum fylling- um, býr alltaf yfir sömu stjórnunar- og viðbragðsgetu.

Þetta gerir RA 2000 ofnhitanemann að mun betra stjórntæki en aðrar gerðir ofnhitanema. Viðbragðstími annarra algengra gerða hitanema er allt að 70% lengri.

Þægindi orkusparnaðurMeð RA 2000 ofn- hitanema á ofninum er nýtingin á varma með besta móti.

Page 34: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Á dögunum sendi laganemi mér skilaboð og spurði hvort ég gæti tekið að mér að skrifa smá pistil og rifjað upp mína tíð í deildinni. Það vakti athygli mína að fresturinn til að skila var rúmur, 10 dagar eða svo, en ég get fullyrt að enginn þeirra sem var með mér í lagadeild hefði sýnt slíka framsýni og skipulagningu þegar kom að útgáfumálum í kringum árshátíðir. Sennilega hefði þótt gott að fá 10 tíma frest. Og í samræmi við lögmálið um að allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, þá fór ég að sjálfsögðu ítrekað fram yfir umsamin tímamörk. Þetta var auðvitað kunnuglegt frá því að ég var sjálfur í deildinni en skal þó ekki vanmeta, enda veigamikill og nauðsynlegur þáttur í lögmannsstarfinu að geta samið um aukinn frest. Ég fullyrði að sá sem fer í gegnum námið án þess að tileinka sér þá list á mikla erfiðleika í vændum.

Ég byrjaði í lagadeild HÍ árið 2002.

Það var að mörgu leyti tímamótaár í deildinni og kannski upphafið að þeirri miklu uppstokkun sem hefur orðið síðan. Gamla fyrirkomulagið einkenndist af tvennu: annars vegar að lagadeild HÍ útskrifaði ca 35-40 nemendur á ári og hins vegar að nokkurn veginn sami fjöldi lögfræðinga fór árlega á eftirlaun. Þannig myndaðist aldrei slaki í kerfinu og það að fá gráðuna var nánast ávísun á ævilangt atvinnuöryggi.

Ein helsta nýjungin hjá deildinni þegar ég var að byrja fólst í því að almennri lögfræði hafði verið skipt upp í þrjú námskeið; Inngang að lögfræði, Réttarsögu og Almenna lögfræði. Deildin var stórhuga og prófað var í Inngangi að lögfræði strax í október með krossaprófi sem var svo lesið úr í tölvu, en Háskóli Íslands hafði þá mjög nýlega tekið þá uppfinningu í sátt.

Þegar nemendur settust svo við

prófið lásu þeir leiðbeiningar en þar stóð eitthvað á þá leið að fleiri en einn möguleiki gæti verið réttur. Það skildist með ýmsum hætti eins og eðlilegt er með laganema á 1. ári sem eru á svo djúpt á kafi í lestri á Lögskýringum að einföldustu mannleg samskipti verða erfið, hvað þá svona matskenndar setningar. Sumir skildu þetta þannig að nóg væri að merkja alltaf við einn möguleika þótt ætlun prófhöfunda hafi verið önnur, þ.e. að sumsstaðar þurfti að merkja við fleiri en einn möguleika til að fá rétt.

Eftir að prófinu lauk urðu um þetta miklar deilur sem enduðu með þeirri niðurstöðu að þeir sem tóku prófið út frá einum svarmöguleika fengu rétt fyrir það. Þessi niðurstaða þýddi hins vegar að prófið varð mjög létt og meðaleinkunn í prófinu var um 8.5, sem var sjálfsagt töluvert hærra en til stóð. Hugmyndin með prófinu var að gefa nemendum vísbendingu um

K r O s s a p r ó f I ð s e m B l e K K t I

H e I l a n Á r g a n g

Árni Helgasonlögmaður

Page 35: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

hvar þeir stæðu og þá jafnvel að geta sigtað út þá sem verst stóðu. Í staðinn gaf prófið nemendum fullkomlega óraunhæfar væntingar um eigin getu. Ég man t.d. eftir nokkrum kunningjum mínum sem fengu 9.5 og 10 á prófinu og töldu, kannski eðlilega, að þeir hefðu meðfædda gáfu í lögfræði. Þessi náðargáfa kom þó ekki fram á öðrum prófum í deildinni.

En þetta voru ekki einu tímamótin. Þetta ár hóf líka fyrsti hópur nemenda laganám við Háskólann í Reykjavík. Þetta leiddi til heilmikilla deilna þar sem gera þurfti breytingar á lögmannalögum og á fleiri hlutum til að lögfræðingar úr HR gætu starfað sem lögmenn. Ég er ekki viss um að margt af því sem sagt var þá standist vel tímans tönn enda eru lögfræðingar úr Háskólanum í Reykjavík orðnir fjölmennir í hóp lögfræðinga og lögmanna og reynslan af þessari breytingu hefur gefist mjög vel. Það er auðvitað miklu frekar undir hverjum og einum komið hvernig úr rætist heldur en hvaða skóli gefur út gráðuna.

Þótt fáir haldi því fram í dag að það hefði verið ákjósanlegt að HÍ yrði áfram eina lagadeildin á Íslandi, þá er hins vegar ljóst að sú verulega fjölgun laganema sem orðið hefur með því að fjórar deildir útskrifa lögfræðinga í dag hefur leitt af sér gríðarlegar breytingar. Lögfræðingur sem útskrifast 2015 er allt annarri stöðu en t.d. lögfræðingur sem útskrifaðist 2005 þegar kemur að framboði á vinnu – gamla góða fyrirkomulagið þar sem nokkurn veginn jafnmargir útskrifuðust og hættu árlega er ekki lengur fyrir hendi. Ég held reyndar að það eigi að horfa á þetta sem tækifæri. Þótt það þurfi ef til vill að hafa meira fyrir hlutunum en áður þá er fagið í heild sinni að taka stórstígum framförum með aukinni samkeppni. Starfið er þess eðlis að það verður alltaf þörf fyrir góða lögfræðinga sem geta sótt eða varið réttindi sinna skjólstæðinga og ná að finna og velta upp nýjum hliðum á málum.

Og þótt hlutirnir gerist auðvitað að mestu leyti á lesstofunni er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn af og til með því að lyfta sér upp líkt og laganemar eru nú að fara að gera.

G ó ð a s k e m m t u n ! Kíkið til okkar við höfnina.

Heimili osta og ljúfmetis

Page 36: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Lögfræðingar eru siðlausar afætur sem vilja bera þig út úr húsinu þínu og græða á því. Auk þess er námið þurrt og leiðinlegt og nemendur mæta gjarnan á fyrirlestra í jakkafötum eða dragt. Þar að auki er svo mikið offramboð af „ljúgfræðingum“ að engin vinna verður í boði eftir útskrift og þ.a.l. von á skelfilegri framtíð.

Ofangreindar upplýsingar (í aðeins „ó-aggressívara“ máli) eru meðal þess sem kunningjar og samfélagsrýnar á kommentakerfum hafa um afrakstur laganáms að segja og gæti námsvalið því virst frekar galin ákvörðun.

Deildin hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þessa örfáu síðastliðnu mánuði. Enginn hefur enn

mætt í jakkafötum, því síður dragt, og samnemendurnir eru almennt vinalegir og hafa ekki sýnt neina útburðar-tilburði. Mögulega vex slíkum tilburðum samt ásmegin eftir því sem líður á námið.

Lestur upp á lágmark 70 bls. á dag var talsverður skellur til að byrja með eftir sældarlífið í framhaldsskóla, en pressan venst hins vegar eins og allt annað. Félagslífið lofar gríðarlega góðu inn á milli lestrarflóðsins, en hápunktarnir eru vafalaust þokukennda Þingvallaferðin sem fæstir muna eftir og glæsileg Jólaoratoría þar sem annar hver gestur var prýddur einhvers konar mjög sérkennilegum orðum. Ég á því miður enga slíka, en velti fyrir mér hvort það teljist viðurkennt að mæta á árshátíðina með medalíuna sem ég fékk fyrir 2. sætið í hóp-kata barna á Íslandsmeistaramótinu í karate 2002?

Árgangurinn okkar er fámennur og flestir tímar því mjög næs og engin „verksmiðjustemning“ eins og eldri nemendur hafa lýst frá sínu fyrsta ári. Alls staðar eru umræðutímakennarar, mentorar og viljugir stjórnarliðar og eldri nemendur sem vilja allt fyrir mann gera og þeirra aðstoð hefur a.m.k. reynst mér og mínum vinum ómetanleg í baráttunni við almennuna.

Samkeppnin verður eflaust hörð eftir útskrift og því er pressan á að standa sig vel alltaf til staðar þó hinni ógurlegu almennu sé lokið. Við erum samt nokkur að pæla í að taka líka meiraprófið á flutningabíl samhliða námi, bara svona „ex tuto“ (til öryggis). Af öllu ofangreindu er ljóst að fyrsta árið í metnaðarfullri og skemmtilegri lagadeild lofar gríðarlega góðu og spennan fyrir komandi tímum er ósvikin. Takk fyrir mig og gleðilega árshátíð!

l j ú g f r æ ð I n g u rHersir aron ólafsson

grunnnemi í lögfræði

Page 37: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Kolabrautin er á �órðu hæð Hörpu

Borðapantanirí síma 519 9700

[email protected]

ÍSLENSKT HRÁEFNIÍTALSKAR MATARHEFÐIR

Kolabrautin er nútímalegur veitingastaður þar sem íslenskt úrvals hráefni er matreitt samkvæmt aldalöngum hefðum frá Ítalíu þar sem ferskleiki og virðing fyrir hráefninu kemur á undan öllu öðru.

Page 38: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

VERÐBRÉFAYFIRLITVÍB Í APPI ÍSLANDSBANKA

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | [email protected] facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is

FYLGSTU MEÐ VERÐBRÉFUNUM ÞÍNUM HVAR OG HVENÆR SEM ER

» Yfirlit verðbréfaeigna og verðbréfahreyfinga

» Heildareign safna, eignaflokkar og stök verðbréf

» Uppfletting eftir dagsetningum og tímabilum

Íslandsbanka Appið er bæði fyrir Android og iOS.

VÍB býður nú viðskiptavinum sínum upp á aðgang að verðbréfum í appi fyrir snjallsíma og spjaldtölvur – fyrst íslenskra eignastýringarfyrirtækja. Þannig geta viðskiptavinir fylgst með verðbréfum sínum á einfaldan og þægilegan hátt, hvar og hvenær sem er.

Friðbjörn eiríkur garðarsson hrl.skarphéðinn pétursson hrl.þórhallur haukur þorvaldsson hrl.laufey sigurðardóttir hdl.

Page 39: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

35VIÐ FÖGNUM

ÁRUM MEÐÍSLENDINGUMKOMDU

OG PRÓFAÐU!KOMDUOG PRÓFAÐU!

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

Búnaður í Outlander PHEV: 18” álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir með fjarlægðarskynjara, árekstravörn, akreinavari, tvískipt tölvustýrð miðstöð, upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan með beygjuljósum, regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, svartir langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður.

NÝR MITSUBISHI OUTLANDER PHEV

FYRIR HUGSANDI FÓLK

Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladri�nn frá:

5.050.000 kr.Mitsubishi Outlander PHEV (Plug-in Hybrid)

6.430.000 kr.Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fullvaxni

rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn sem knúinn er

íslenskri orku og bensíni; þitt er valið.

Page 40: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

m a r g i r h a Fa e F l au s t h e y rt s ö g u r u m n o r r æ n a r v i k u r . s ö g u r u m

t ry l lta D ry k k j u , s au n u r o g B u x n a l e y s i . s u m i r h a l Da e F l au s t

a ð þ e t ta s é s ta n s l au s t pa rt ý í F i m m Dag a o g e k k e rt m e i r a e n þ a ð .

e n a F h v e r j u o g h v e r n i g B y r j a ð i þ e t ta F y r i r B æ r i ?

Norrænar vikur eiga uppruna sinn að rekja til byrjunar 19. aldar, en fyrir tæpum 200 árum hófust stúdentaskipti milli laganema frá Danmörku og Svíþjóð. Fljótlega bættist lagadeildin í Osló við þetta samstarf. Það var síðan árið 1856 sem Óskar I Svíakonungur lét þau frægu orð falla á árshátíð laganema í Uppsölum að „héðan í frá yrði stríð milli Skandinavískra bræðra ómögulegt“.

Það var nefnilega þannig að fyrr á öldum höfðu Danir

og Svíar háð blóðug stríð sín á milli, það síðasta árið 1814. Norrænt samstarf og stúdentaskipti meðal laganema hefur verið reist á því gildi að byggja samvinnu meðal Norðurlanda

leifur v. gunnarssonalþjóðaritari Otators

n O r r æ na rv I K u r

Borgartúni 26IS 105 Reykjavík+354 580 4400www.juris.is

Andri Árnason hrl.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl.Páll Ásgrímsson hdl., LL.M.Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl.Edda Andradóttir hdl.Finnur Magnússon hdl., LL.M.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M.Vífill Harðarson hrl., LL.M.

Borgartúni 26IS 105 Reykjavík+354 580 4400www.juris.is

Andri Árnason hrl.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl.Páll Ásgrímsson hdl., LL.M.Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl.Edda Andradóttir hdl.Finnur Magnússon hdl., LL.M.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M.Vífill Harðarson hrl., LL.M.

Borgartúni 26IS 105 Reykjavík+354 580 4400www.juris.is

Andri Árnason hrl.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl.Páll Ásgrímsson hdl., LL.M.Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

Andri Árnason hrl.Edda Andradóttir hdl.Finnur Magnússon hdl., LL.M.Halldór Jónsson hrl.Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl.Stefán A. Svensson hrl., LL.M.Vífill Harðarson hrl., LL.M.

m e i r a e n B a r a pa rt ý

Page 41: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

m e i r a e n B a r a pa rt ý

með það að leiðarljósi að tryggja frið og farsæld til framtíðar og að skapa vinskap meðal stúdenta. Hefur þessi stefna skilað sér enda hefur stríð ekki verið háð meðal Norðurlanda í rúmar tvær aldir og hafa Norðurlöndin verið meðal friðsælustu svæða í heimi á þessum tíma.

Með tímanum bættust við lagadeildir frá Finnlandi og loks á fyrri helmingi síðustu aldar hóf Orator fulla þátttöku í norrænu samstarfi laganema. Í hartnær öld hefur verið öflug samvinna meðal lögfræðistétta þessarra landa og hefur það skilað miklum árangri í lagasetningu sem og samvinnu á öðrum sviðum samfélagsins. Það mætti að mörgu leyti segja að í dag að eitt lagakerfi hafi myndast á Norðurlöndum, eða að minnsta kosti að samvinna meðal lögfræðistétta hafi skilað sér í vandaðri lagasetningu sem er býsna lík milli landa.

af hverju allt þetta „fyllerí“?

Í samræðum við góðvin minn

frá Noregi um daginn var áhugaverðri spurningu varpað fram: Myndi vinskapur meðal norrænna laganema vera eins ef það væri einungis farið á fyrirlestra á norrænum vikum? Erum við Norðurlandabúar ekki bara það feimnir að við þurfum kannski bara að fá okkur í aðra tána til þess að kynnast hvor öðrum almennilega? Hvort að þetta sé rétt eða ekki skal ég ekki segja. En það sem ég get sagt er að félagslegi þátturinn er, að

minnsta kosti að mínu mati, mikilvægasti þátturinn í norræna samstarfinu. Á þessum vikum hef ég kynnst nokkrum af mínum bestu vinum. Þessi vinskapur sem skapast meðal fólks er hinn drífandi kraftur í norræna samstarfinu og leggur farveginn að uppbyggilegu samstarfi meðal lögfræðinga framtíðarinnar. Oft getur það verið auðveldara að vinnna með vini heldur en kunningja eða „kollega“.

Auðvitað hefur maður lent í þó

nokkrum fylleríum. En kannski er ástæðan fyrir því að norræna samstarfið hefur fengið þennan fyllerísstimpil á sig sú að þau eru oftar en ekki frásagnarverðari heldur en þau rólegu kvöld þar sem maður fær sér nokkra „bajer“ og dettur í samræður um allt mögulegt. Ofan á það hef ég farið á heilar þrjár norrænar vikur þar sem einn ferðalangi í hópnum var edrú – og skemmti sér konunglega.

af hverju ættI ég að fara á norræna vIku?

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum

eyðir meðal maðurinn í minnsta lagi í 40 mínútum á dag á Facebook. Ef við gefum okkur að við erum í skóla sirka 24 vikur á ári fyrir utan prófatíð, og erum í laganámi í minnsta lagi í fimm ár, þýðir það að við eyðum rúmum 23 sólahringum í námi okkar á Facebook (örugglega tvöfalt það fyrir

marga). Ef við höfum allan þennan tíma fyrir Facebook þá held ég að við ættum að eiga fimm daga á okkar námsferli fyrir eina norræna viku.

Og maður mun heldur ekki bara

kynnast skemmtilegu fólki. Því fyrir utan vinskapinn, hef ég líka lært um mörg athyglisverð lögfræðileg álitaefni. Ég hef kynnst ólíkum menningarheimum sem hafa samt sem áður svo margt sameiginlegt með okkar menningu. Ég hef skoðað framandi borgir og séð stórbrotið og fjölbreytt landslag. Ég hef smakkað alls kyns mat og rétti sem ég gæti ekki ímyndað mér að ég myndi nokkrun tímann smakka. Ég hef bæði setið við sama borð og aðalsfólk á einni árshátíð og séð virðulegan lögmann flytja ræðu buxnalaus á annarri. Já og ég hef lært að dansa almennilega.

Ég vil meina að ég hafi grætt mikið

meira af bara einni af þeim mörgum norrænu vikum sem ég hef sótt, en ég mun nokkurn tíma græða af Facebook.

Ég vil enda þessa árshátíðargrein eins

og líklega allir forverar mínir, en þó ganga skrefinu lengra: Ég hvet ykkur ekki bara að fara á norræna viku, ég skipa ykkur að gera það!

Góða skemmtun í kvöld

og gleðilega hátíð!

Page 42: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

s t y r K ta rl í n u r

e i G n a m i

ð L u n

B O r G a r L ö G m e n n

G a r ð a B æ r

G u L L B e r G S

e h f

S e y ð i S f i r ð i

G u n n a r

S t u r L u S O n

a ð a L S K O ð u n

B í L a S a L a n

f e L L

h é r a ð S d ó m u r

n O r ð u r L a n d S - e y S t r a

h é r a ð S d ó m u r

S u ð u r L a n d S

h é r a ð S d ó m u r v e S t u r L a n d S

jP

L ö G m e n n

K r S t

L ö G m e n n

e F t i rta l D i r a ð i l a r ó s k a l ag a n e m u m t i l h a m i n g j u m e ð Dag i n n

Page 43: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

s t y r K ta rl í n u r

L a G L ö G m e n n

L i

n d S a y h f

L ö G m a n n a f é L a G

í S L a n d S

m e G i

n L ö G m a n n S t O f a

Sí L d a r v i

n n S L a n

S ý S L u m a ð u r

S u ð u r L a n d S

S ý S L u m a ð u r i

n n

á

h ö f u ð B O r G a r S v æ ð i

n u

S ý S L u m a ð u r i

n n

á

v e S t u r L a n d i

Practical og Congress Reykjavík hafa nú sameinað krafta sína undir merkjum CP Reykjavík. Við erum frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu-leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini.

RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR

Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara

www.cpreykjavik.is

Page 44: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 682 kr. í áskrift.

App el símaSæktu Nova appið í App Store eða Play Store (Nova Iceland)

Page 45: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

a n D r i á r n a s o n h r l . Eigandi/Juris

a n D r i va lu r í va r s s o n Stéttarfélag lögfræðinga

a n to n e g i l s s o n Athafnamaður

a r o n F r e y r j ó h a n n s s o n Ritstjóri Úlfljóts emeritus

at l i B j ö r n þ o r B j ö r n s s o n BBA lögmenn

ág ú s t k a r l g u ð m u n D s s o n h D l . Lögmaður/kpmg ág ú s t ó l a F s s o n Lagarök á s l au g a r n a s i g u r B j ö r n s D ót t i r Laganemi á s l au g B e n e D i k t s D ót t i r Laganemi

á s l au g u B j ö r k i n g ó l F s D ót t u r Varaformaður Orators

á s ta g u ð j ó n s D ót t i r BBA lögmenn B a l D v i n h u g i g í s l a s o n Skemmtanastjóri Orators B e n e D i k t B o g a s o n Hæstiréttur B e r g þ ó r a i n g ó l F s D ót t i r h r l . Mandat lögmannsstofa B i r g i r g . m ag n ú s s o n h D l . Lögmenn Hamraborg 12 B j a r n e y a n n a B j a r n a D ót t i r BBA lögmenn B ry n D í s B j ö rt h i l m a r s D ót t i r Laganemi Da ð i k r i s t j á n s s o n Saksóknari

Dag B j a rt u r g u n n a r Varaformaður emeritus

D r . F i n n u r m ag n ú s s o n Eigandi/Juris e D Da a n D r a D ót t i r Eigandi/Juris e i n a r h u g i B j a r n a s o n h r l . e r l e n D u r g í s l a s o n h r l . LOGOS F r i ð r i k á r n i F r i ð r i k s s o n h i r s t h D l . Fulltrúi/juris

g a s t r o e h F g e s t u r g u n n a r s s o n h D l . g í s l i ó s k a r s s o n Gjaldkeri emeritus

ta B u l a g r at u l atO r Ia

Page 46: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

g r é ta r D ó r s i g u r ð s s o n h D l Lögfræðistofa Reykjavíkur g r é ta r m . ó l ag s s o n h D l . g u ð B j ö r g s a n D r a g u ð j ó n s D ót t i r Laganemi g u ð m u n D u r j . j ó n s s o n h D l . g u ð m u n D u r j . o D D s s o n h D l . LOGOS g u ð r ú n h e l g a B ry n l e i F s D ót t i r Lögfræðistofa Reykjavíkur g u n n l au g u r C l a e s s e n Fyrrverandi hæstaréttardómari g y l F i t h o r l aC i u s h r l . Fortis h a l l a h a l l g r í m s D ót t i r Deildarstjóri Atvinnutrygginga/Vörður h a l l g e r ð u r g u n n a r s D ót t i r Lögfræðingur h a l l m u n D u r a l B e rt s s o n h D l . Cato lögmenn

h e i ð a B j ö r g pá l m a D ót t i rBarnaverndarstofa h e l g a m e l ko r k a ót ta r s D ót t i r LOGOS h e r m a n n j ó n a s s o n Netskil h i l m a r g u n n l au g s s o n h r l . Lögmaður h j ö r D í s h a l l D ó r s D ót t i r h r l . LOGOS h r a F n h . D u n g a l Laganemi h r e F n a F r i ð r i k s D ót t i r Lagadeild

i n D r i ð i þ o r k e l s s o n h r l . Fulltrúi/juris

i n g i B j ö r g i n g va D ót t i r h D l . Lögmenn Hamraborg 12 i n g ó l F u r u r B a n Gjaldkeri í va r pá l s s o n h r l . Landslög

j e n n ý h a r ð a r D ót t i r Laganemi j ó h a n n s k ú l i j ó n s s o n Laganemi j ó n g u n n a r ó l a F s s o nLaganemi

á s B j ö r n s s o n h D l . Landslög j ó n m . B e r g s s o n Fulltrúi j ó n í n a B i r g i s D ót t i r Laganemi k at r í n g u n n a r s D ót t i r Menntamál. ráðuneyti k á r i ó l a F s s o n v e s t F j ö r ð Fjeldsted&Blöndal k l a r a ó ð i n s D ót t i r Formaður Orators ko l B r ú n s a r a m á s D ót t i r Laganemi

ko l B r ú n B e n e D i k t s D ót t i r Saksóknari k r i s t í n a l Da j ó n s D ót t i r Fjeldsted&Blöndal

Page 47: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

k r i s t í n j ó n s D ót t i r Formaður emeritus k r i s t j á n B . t h o r l aC i u s h r l . Fortis

l á r u s g au t i g e o r g s s o n Formaður emeritus

l á r u s l . B l ö n Da l h r l . Eigandi/Juris l e i F u r g u n n a r s Alþjóðaritari l e ó Da ð a s o n Laganemi l i n Da B . B e n t s D ót t i r h D l . Lögmenn Hamraborg 12 l i n Da r a m Da n i F&M stjóri Orators l æ k n a s e t r i ð

l ö g F r æ ð i s v i ð í s l a n D s B a n k a

l ö g m e n n t h o r s p l a n i LTH

m a r í a t h e j l l Lagastofnun m á l F lu t n i n g s s to Fa r e y k j av í k u r Lögmansstofa

ó l a F u r e g i l l j ó n s s o nLögfr hjá Atv og nýsk. ráðun.

ó l a F u r e i r í k s s o n h r l . LOGOS ó l a F u r g . g ú s ta F s s o n h r l .p é t u r F g í s l a s o n h D l .Lögmenn Hamraborg 12 r e k s t r a r v e r k ta k r é t t u r Lögmansstofa r ö g n va l D u r g u n n a r Formaður emeritus s . s i F t h o r l aC i u s h D l . Fortis s a lv ö r þ ó r i s D ót t i r Formaður emeritus s i g r í ð u r e r l a s t u r lu D ót t i r Laganemi s i g r í ð u r F r i ð j ó n s D ót t i r Ríkissaksóknari s i g r í ð u r h a r r a D ót i r Laganemi s i g þ r ú ð u r á r m a n n Formaður emeritus s i g u r B j ö r n m ag n ú s s o n h r l . Eigandi/Juris

s i g u r ð u r g i z u r a r s o n h r l . s i g va l D i Fa n n a r j ó n s s o n Formaður emeritus s i l j a r á n a r n a r s D ót t i r Laganemi s t e Fá n a . s v e i n s s o n h r l . Eigandi/Juris s t e Fá n m á r s t e Fá n s s o n Lagadeild s t e Fá n ö r n s t e Fá n s s o n Iðnaðarmaður s t e i n g r í m u r þ o r m ó ð s s o n h r l . Lögmenn Árbæ s t e i n u n n s v e i n s D ót t i r Laganemi s va l a t h o r l aC i u s h r l . Fortis s v e i n B j ö r g B . s v e i n B j ö r n s D ót t i r h D l . Lögmenn Hamraborg 12

Page 48: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

t e i t u r B j ö r n e i n a r s s o n Formaður emeritus tó m a s j ó n s s o n Lögfræðistofa Reykjavíkur t ry g g v i ag n a r s s o n h D l . Lagarök

u n n u r a r n a B o r g þ ó r s D ót t i r Laganemi u n n u r s i F h j a rta r D ót t i r Laganemi va l B o r g k j a rta n s D ót t i r h D l . Lögmaður va l g e r ð u r B . B e n h D l . v i l h j á l m u r þ . á . v i l h j á l m s s o n Lögfræðistofa Reykjavíkur

v í F i l l h a r ð a r s o n h r l . Eigandi/Juris W i l l i a m h u n t i n g to n Ritstjóri Úlfljóts emeritus

þ o r s t e i n n i . va l D i m a r s s o n h D l . þ o r va l D u r h au k s s o n Ritstjóri Úlfljóts þ ó r i r j ú l í u s s o n Fjeldsted&Blöndal æ va r h r a F n i n g ó l F s s o n Laganemi

HEILSAÐU VETRINUM

GRÆNT TE MEÐ ENGIFER . 595Grænt japanskt bancha te

með fersku engifer

MATCHA LATTE . 695Mjólk og matcha te

PIPARKÖKULATTE . 595 Espresso, mjólk, piparkökusíróp

og kanill

CHILLI MOKKA . 695Espresso, súkkulaði, rjómi, kakó,cayennepipar og spicy chillisíróp

LAKKRÍS CAPPUCCINO . 595Espresso, mjólk, lakkríssíróp

og súkkulaðisósa

CHAI LATTE . 595Mjólk, kryddað svart te,

krydd og kanill

PIPARMYNTUSÚKKULAÐI . 595Súkkulaði, rjómi, piparmyntusíróp

og súkkulaðisósa

KARAMELLU SWISS MOKKA . 695Espresso, súkkulaði, rjómi,

karamellusíróp og karamellusósa

YLJAÐU ÞÉR MEÐ OKKUR

I teogkaffi.is I Laugavegi I Borgatúni I Smáralind I Kringlunni I Aðalstræti I Austurstræti I Skólavörðustíg I Lækjartorgi I HR I Akureyri I

Page 49: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Sölu- og markaðssvið

Page 50: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Í SmáraTÍvolÍ er Tilvalið að hriSTa Saman vinahópinn og vinnufélagana. Líflegt umhverfi þar sem allir geta skemmt sér og fengið sér hressingu að leik loknum. Við sníðum dagskrána eftir ykkar tímaramma og gefum tilboð í skemmtun með eða án

veitinga. Klassískar partýveitingar á barnum; Pizzur, nachos og frábærir drykkir.

HÓPEFLIvinahópar – gÆSun – STeggJun

vinnufélagar – afmÆli - parTÝ o.fl.

laZerTag - pool - 7D - TÍvolÍ - SporTBar

fáðu Tilboðeða nánari upplýsingar fyrir hópinn þinn

[email protected] eða í s. 534 1900

www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind

Page 51: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Í SmáraTÍvolÍ er Tilvalið að hriSTa Saman vinahópinn og vinnufélagana. Líflegt umhverfi þar sem allir geta skemmt sér og fengið sér hressingu að leik loknum. Við sníðum dagskrána eftir ykkar tímaramma og gefum tilboð í skemmtun með eða án

veitinga. Klassískar partýveitingar á barnum; Pizzur, nachos og frábærir drykkir.

HÓPEFLIvinahópar – gÆSun – STeggJun

vinnufélagar – afmÆli - parTÝ o.fl.

laZerTag - pool - 7D - TÍvolÍ - SporTBar

fáðu Tilboðeða nánari upplýsingar fyrir hópinn þinn

[email protected] eða í s. 534 1900

www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind

Anton Björn Markússon hrl.

Davíð Örn Sveinbjörnsson LL.M. | hdl.

Fanney Finnsdóttir lögfræðingur

Guðmundur Siemsen hdl.

Gunnlaugur Úlfsson hdl.

Hrafnhildur Kristinsdóttir LL.M. | hdl.

Jóhanna Katrín Magnúsdóttir LL.M. | hdl.

Jón Ögmundsson JD | hrl.

Kristinn Hallgrímsson hrl.

Linda Fanney Valgeirsdóttir hdl.

Margeir Valur Sigurðsson hdl.

Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl.

Sigrún Helga Jóhannsdóttir hdl.

Sigurður Valgeir Guðjónsson hdl.

Snorri Stefánsson hdl.

Stefán Þór Ingimarsson LL.M. | hdl.

Telma Halldórsdóttir MA | hdl.

Valgerður B. Eggertsdóttir LL.M. | hdl.

Þórdís Bjarnadóttir hdl.

Suðurlandsbraut 18108 Reykjavík

Iceland

(+354)520 [email protected]

advel.is

lögmenn

ADVEL LÖGMENN ERU

Ný og glæsileg verslun

Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922

Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | [email protected] | www.glerborg.is

Bárður Tryggvason

Sölustjóri896 5221

Ingólfur Geir Gissurarson

Framkvæmdastjóri Löggiltur fasteignasali

og leigumiðlari

896 5222

Heiðar Friðjónsson

Löggiltur fasteignasali B.Sc

693 3356

Vilborg Gunnarsdóttir

Viðskiptafræðingur M.Sc Löggiltur

fasteignasali

891 8660

Erlendur Davíðsson

Lögg. fasteignasali Verðbréfamiðlari Forstöðumaður útibús Ólafsvík

897 0199

Margrét Sigurgeirsdóttir

Skrifstofustjó[email protected]

588 4477

Eiríkur Þór Björnsson

Sölufulltrúi

846 8487

Pétur SteinarJóhannsson

Sölufulltrúi Snæfellsnes

893 4718

Garðar Kjartansson

Sölufulltrúi

853 9779

Ellert Róbertsson

Sölufulltrúi

893 4477

Þórunn Pálsdóttir

Verkfræðingur MBASölufulltrúi

773 6000

G. AndriGuðlaugsson

LögfræðingurSölufulltrúi

662 2705

Nútímaleg, krafmikil og framsækin fasteignarsala sem byggir á áratuga reynslu starfsmanna.

Síðumúla 27 · Sími: 588 4477 · www.valhöll.is

www.valholl.is · www.nybyggingar.is

Þú hringir - við komum - það ber árangur!

Allir þurfa þak yfir höfuðið

588 4477

20ára

1995 - 2015

Page 52: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015
Page 53: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri.

Fáanleg í 12 litum

Nánar um sölustaði á facebook

Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára)

S í ð u m ú L i 2 7, 1 0 8 r e y K j av í KO P i ð m á n u daG a t i L

f m m t u dag a 0 9 : 0 0 -1 2 : 0 0

Page 54: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Að lífið sé skjálfandi lítið grasmá lesa í kvæði eftir Matthíasen allir vita hver örlög færsú urt sem hvergi í vætu nær.

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gamanað vera svolítið hífaður.1

Ágætu Oratorar, gleðilega hátíð!

Árshátíð Orators er að ganga í garð – einnig þekkt sem þjóðhátíð laganema – og var mér af því tilefni falið það vandasama verk að skrifa pistil um lífið í deildinni. Líkt og margir lesendur þessa rits þá nem ég lög (l. stud. jur.). Margir velta fyrir sér hvað felist í slíku námi og á eftir spurningunni „Ertu í lögfræði?“ fylgja

1 Sigurður Þórarinsson: „Að lífið sé skjálfandi lítið gras“.

#lífIðílagadeIld 12341 Myllumerktur titill var bara næsta skref á þeirri tækniöld sem við lifum á.2 Þið megið búast við glás af neðanmálsgreinum því ef ég hef lært eitthvað í lögfræði þá er það að neðanmálsgreinar eru eins og smokkar; aldrei of margar. Auk þess þarf ég að æfa mig fyrir BA-ritgerðina, en mér skilst að bein tengsl séu milli einkunnar og fjölda neðanmálsgreina.3 Ekkert er eðlilegra en þrjár neðanmálsgreinar í titli.4

4 Eða neðanmálsgrein við neðanmálsgrein.

ragnheiður K. finnbogadóttir grunnemi í lögfræði

gjarnan misgáfulegar pælingar líkt og „hvenær farið þið í siðleysi 101?“ og „er þetta ekki bara græða á daginn og grilla á kvöldin?“ Eftir nokkra dvöl innan veggja Lögbergs2 lærir maður að svara fyrir sig og vitna í skáldið: „Jú, jú, fjárnám hjá öryrkjum og svo nokkrar bokkur.“3 Eins og allir vita er þetta fjarri sannleikanum. Eftir nánast þriggja ára laganám hef ég náð mikilli færni í að fletta upp lögum á vef Alþingis4 og velta þeim fyrir mér skv. hinum juridíska þankagangi. Ég er m.a.s. nánast farin að átta mig á hvað falli innan hins merkingarfræðilega ramma5 lagaákvæðanna.

Ég uppgötvaði fyrst praktísku hlið námsins í daglegu lífi þegar ég varð vitni að því á 1. ári þegar nokkrir eldri nemar þrættu um hvort skipta skyldi bjórvinningi úr Oratorhjólinu in solidum eða pro rata. Praktíkin nær lengra því gagnlegt getur verið að skilja hugtök eins og „almennur ómöguleiki“ þegar pólitíkusar landsins tala um „pólitískan ómöguleika“6. Reynsla úr deildinni gagnaðist mér jafnframt við skrif þessa pistils. Í fyrstu ætlaði ég samviskusamlega að skrifa og skila samdægurs, en skorti andagift. Ónefndur eldri laganemi7 ráðlagði mér alfarið frá því og sagði að ég skyldi byrja í fyrsta lagi kvöldið áður en ég ætti að skila, því þá knýði skáldagyðjan8 dyra.

2 Lögberg, Sæmundargötu 2, 101 Rvk. Hér eftir: „Bergið“.3 Lostugt athæfi: „Ex officio“.4 www.althingi.is5 Eins og allir vita læra laganemar tvö tungumál samhliða námi sínu; latínu annars vegar og róbertísku hins vegar.6 Sérstakur undirflokkur „almenns ómöguleika“.7 Dagbjartur „all-nighter“ Lúðvíksson. 8 Mögulega tilvísun í músurnar úr grískri goðafræði.

Page 55: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

ragnheiður K. finnbogadóttir grunnemi í lögfræði

Upp rann lokadagur og ekki stafur var kominn á blað (og hvergi bólaði á skáldagyðjunni sem mér hafði verið lofað). Í örvilnan fletti ég upp rykföllnum árshátíðarritum á bókasafninu í Berginu. Fyrirrennarar mínir reyndust ágætis uppspretta andagiftar en mun skemmtilegri voru djammmyndirnar af kennurum við deildina ásamt öðrum fyrirmennum þjóðarinnar.9 Í kjölfarið spýtti ég í lófana og tæklaði greinaskrifin að hætti laganema: Gular heyrnarhlífar10 og seinustu-stundar-geðshræring (e. last-minute-panic).

Í gömlu árshátíðarriti rakst ég m.a. á grein eftir Róbert Spanó þar sem hann fjallaði um brjóstbirtu.11 Ég viðurkenni að ég þurfti að fletta orðinu upp12 en mér skilst nú að heitið komi frá þeirri tilfinningu sem hellist yfir mann eftir eitt staup til fimm. Þá iljar manni að innan og lundin léttist. Ég þykist geta getið mér til um að flestir laganemar kannist við hana.

Hollráð mín til samnemenda minna verða því þau að súpa brjóstbirtu á árshátíðinni, setja upp kanínueyru úr servíettunni, syngja Nínu13 14 hástöfum og passa upp á blessaða gæsina.15 16

en ég verð að telja það tryggaraað taka út forskot á sælunaþví fyrir því fæst ekkert garantíað hjá Guði ég komist á fyllerí.17

9 Við fundum víst ekki upp djammið.10 Peltor®.11 Róbert R. Spanó. Árshátíðarrit Orators 2010.12 Ekki í fyrsta skipti sem það gerist við lestur á grein eftir RRS, enda er Róbert eins og ítölsk ópera; manni líður gáfulega meðan maður hlustar á en skilningurinn lætur á sér standa.13 Eyjólfur Kristjánsson: „Draumur um Nínu“.14 Besta lag sem samið hefur verið. Um það ríkir ekki skoðanafrelsi innan lagadeildar.15 Grágás. Uppstoppað fiðurfé sem laganemar tilbiðja.16 Við viljum síður að Grágás fari í fleiri utanlandsferðir.17 Sjá nmgr. 5.

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

Page 56: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

m ay B e l l i n e F ö r ð u n a r v ö r u r :

dream smooth primerSuperstay 24 hour farði

dream sun sólarpúður 01dream touch blush 05

Master smokey, brown augnblýanturdiamond glow augnskuggapalletta 06

Color tattoo on and on bronze augnskuggieye studio gel liner

Brow drama augabrúnagelrocket maskari

r e a l t e C h n i q u e s F ö r ð u n a r B u r s ta r

Core CollectionStarter setLip liner

Silicon liner

C o l o r D r a m a l i g h t i t u p va r a l i t u r

ta n ya B u r r

g e r F i au g n h á r :Tanya Burr, Girls night out

Á r s HÁt í ða r f Ö r ð u n

Page 57: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Ásdísi fannst mikilvægt að vinna húðina vel og vildi hafa hana alveg «flawless» svo hún notaði Drem smooth primerinn frá Maybelline og svo Superstay 24 hour farðann sem gefur fallega þekju, en er frekar mattur og helst rosalega vel á. Því næst ýtti hún undir gullfalleg kinnbein Jennýar með Dream sun sólarpúðri og setti smá af Dram touch kinnalitnum í eplin á kinnunum. Á augun byrjaði Ásdís á því að nota Maybelline Color tattoo augnskugga í litnum on and on bronze en hann er einnig með 24 stunda endingu svo hann virkar æðislega sem grunnur eða «primer» á augun að mati Ásdísar. Hún skyggði svo augun á Jenný með dekksta litnum úr Diamond glow pallettu nr. 06 frá Maybelline, setti svo aðeins af bronzaða millitóninum á augnlokið og smá af þessum ljósasta í innri augnkrókana. Undir augun dúmpaði hún einnig millitóninum úr Diamond Glow augnskuggapallettunni nr. 06. Inn í augun notaði Ásdís master smoky blýantinn í brúnu. Eyelinerinn sem hún notaði er hennar uppáhalds og heitir eye studio gel liner frá Maybelline. Í eyelinerinn notaði Ásdís silicone eyeliner burstann frá Real techniques til að gera smá svona “kisu liner”. Því næst setti Ásdís rocket maskara á Jenný og gerfiaugnhár frá Tanya burr sem heita girls night out. Augabrúnirnar vildi Ásdís hafa sem náttúrulegastar á Jenný, svo hún setti bara smá brúnt brow drama gel frá Maybelline í þær. Að lokum þá notaði Ásdís Color drama varalitablýant í litnum light it up á varirnar, sem hentar einstaklega vel fyrir árshátíðarförðun en Ásdís notaði Retractable lip brush frá Real Techniques til að hafa mótunina á vörunum alveg fullkomna.

f ö r ð u n a r f r æ ð i n g u r i n n o g K j ó l a k l æ ð s ke r i n n á s d í s G u n n a r s d ó t t i r t ö f r a ð i f r a m á r s h á t í ð a r f ö r ð u n á j e n n ý h a r ð a r d ó t t i r f y r i r O r a t o r.

Page 58: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Við höfum fram að færa vörur frá fremstu framleiðendum heims í hárvörum. Þ.á.m Fudge, Hairbond, Sebastian o.fl.

Fyrirtækjaþjónustan „Sótt & Sent“

Við sækjum og skilum fatnaðistarfsmanna tvisvar í viku

Enginn sendingarkostnaður

Afslættir af allri hreinsun

Hafðu samband í síma 557-2400

Page 59: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

ÞEKKING REYNSLALÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA SÍÐAN 1960

ÁSBJÖRN JÓNSSONHæstaréttarlögmaður

JÓN EYSTEINSSONHæstaréttarlögmaður

GARÐAR K. VILHJÁLMSSONHéraðsdómslögmaður, Viðskiptafræðingur

UNNAR STEINN BJARNDALHéraðsdómslögmaður, aðjúnkt

ÁSTA B. EIRÍKSDÓTTIRHéraðsdómslögmaður

SNORRI SNORRASONHéraðsdómslögmaður

THEODÓR KJARTANSSONLögfræðingur HAFNARGÖTU 51-55, REYKJANESBÆ

LSLEGAL.IS • 420 4040 • [email protected]

Gestur Jónsson hrl.Ragnar Halldór Hall hrl.

Gunnar Jónsson hrl.Hörður Felix Harðarson hrl.

Einar Þór Sverrisson hrl.Gísli Guðni Hall hrl.Geir Gestsson hdl.

Fulltrúar:Almar Þór Möller hdl.

Anna Þórdís Rafnsdóttir hdl.Árni Gestsson lögfr.

Hildur Leifsdóttir hdl.Hilmar Gunnarsson hdl.

Ólafur Freyr Frímannsson hdl.

Suðurlandsbraut 4, 3. hæð, 108 Reykjavík

Sími 414 4100 · Fax 414 4101 www.law.is

Page 60: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

Á r s HÁt í ðO r atO r s

2 0 1 4

Page 61: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

2 0 1 4Hjá okkur eru skjölin þín geymd við fullkomnar aðstæður í nýju örugguhúsnæði. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af plássleysi, öryggi skjalannaeða því að �nna ekki ákveðin skjöl.

Með því að nýta þér þjónustu okkar ert þú komin með framtíðarlausn.

• Betri nýting á húsnæði þínu.• Y�rlit y�r öll skjöl í geymslu.• Minni tími fer í leit.• Allur kostnaður skjalageymslunnar verður sýnilegur.

Hafðu samband og láttu okkur þjónusta þig.

Ert þú að ganga frá bókhaldinuog veist ekki hvar þú átt að geyma það?

Gagnageymslan ehf. Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík,sími 587 9800, www.gagnageymslan.is Sími 587 9800

Page 62: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

KONDITORI

Page 63: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015

lIt ehf.

Ingi Tryggvason hrl.

Page 64: Vefútgáfa hátíðarrits Orators 2015