vísindi og nýöld

43
Vísindi og Nýöld BÓLUSETNINGAR EÐA BLÓMADROPAR? Svanur Sigurbjörnsson læknir Fyrir Res Extensa 21. nóv ‘07

Upload: bishop

Post on 11-Jan-2016

78 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Vísindi og Nýöld. bólusetningar eða blómadropar?. Svanur Sigurbjörnsson læknir Fyrir Res Extensa 21. nóv ‘07. Hvernig lá leiðin hingað?. 1880 – Louis Pasteur kemur með bóluefni gegn hundaæði - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Vísindi og Nýöld

Vísindi og Nýöld

BÓLUSETNINGAR EÐABLÓMADROPAR?

Svanur Sigurbjörnsson læknirFyrir Res Extensa 21. nóv ‘07

Page 2: Vísindi og Nýöld

Hvernig lá leiðin hingað?

1880 – Louis Pasteur kemur með bóluefni gegn hundaæði

Robert Koch og Pasteur leggja grunninn að bakteríufræðum og staðfesta með tilraunum að bakteríur valda sýkingum

Koch finnur berklabakteríuna 1882 og kóleríubakteríuna 1883

Alexander Fleming uppgötvar penicillin 1928

Louis Pasteur

Page 3: Vísindi og Nýöld

Þríþættur hernaður gegn sýklum

Sóttvarnir umbyltu skurðlækningum og fæðingarhjálp (Ignaz Semmelweis, Joseph Lister)Verndun vatnsbóla og lagning ræsa.

Sýklalyf gerðu lækningu mögulega á hverri ólæknandi sýkingunni af fætur annarri

Ónæmissetningar komu í veg fyrir illræmdar veirusýkingar og bakteríusýkingar

Bygging Penicillins

Page 4: Vísindi og Nýöld

20. Öldin og mannfjöldasprengingin

Afleiðing – Geigvænlegar framfarir og minnkun ungbarnadauða, barnadauða og mæðradauða

Sögulega óþekkt aukning í mannfjölda, fyrst í iðnveldunum og svo í minni ríkjum í kring.

Sjöföld aukning í mannfjölda frá 1800!

Page 5: Vísindi og Nýöld

Fólk dásamar tækni og vísindi

Almúginn vissi lítið um fræðin á bakvið þessi stórkostlegu nýju úrræði en sá þau virka

Lækningar vísinda virkuðu í nær hvert skipti og óháð hver átti í hlut – þær fóru ekki í manngreiningarálit og nutu því mikillar hylli.

Pólitískar framfarir tryggðu að allar stéttir fengu að njóta meðferðar – ríkisrekin þjónusta

Bólusótt útrýmt með samhentu átaki fyrirum 30 árum

Mynd:Barn með bólusótt

Page 6: Vísindi og Nýöld

Síðari hluti 20. aldar – hægari framfarir

Eftir mannfjöldasprenginguna komst á nýtt jafnvægi hægrar fjölgunar vegna getnaðarvarna

Flestir höfðu gleymt kukli og göldrum. Frjálsari fóstur-eyðingalöggjöf 1938-1969 gerði síðustu skottulæknana ónauðsynlega

Sums staðar voru greinar eins og homeopathia bannaðar (t.d. Íslandi) þar sem þær voru taldar óvísindalegar.

Verkfæri til fóstureyðingar

Page 7: Vísindi og Nýöld

Faraldar sýkinga hverfa nánast alveg

Fjöldi tilfella mislinga í USA fyrir og eftir bólusetningar

500.000 ---

Page 8: Vísindi og Nýöld

Upplýsingaöld – uppfyllingu vantar

Aukin menntun almennings og minnkuð forræðishyggja stjórnvalda og menntastétta

Tíðrætt að venjubundin vísindi hafa ekki veitt öll svör við forvörnum og sjúkdómum

Illa gengur að lækna krabbamein og sjúkdóma miðtaugakerfisins utan fárra góðra undantekninga.

Bera fer á menningarsjúkdómum sem fólk kennir tæknivæðingu, velmegun og mengun um. T.d. lungnakrabbi og kransæðastífla

Page 9: Vísindi og Nýöld

Nýir sjúkdómar velmegunar

Page 10: Vísindi og Nýöld

Biturð í garð nútímans, 1980 ->

“Nútíminn er trunta!” Fólk skynjar bakslag“vísindin útskýra ekki allt!”Stjórnleysi í notkun vísindalegra úrræða

Ofnotkun lyfja, geðveikt fólk eins og svefngenglar Róandi og verkjadeyfandi lyf reynast fíknmyndandi Ofnotkun skordýraeiturs, Vandmál með spilliefni (PCB)

Krafan um framleiðni og hagkvæmni veldur niðurskurði og styttri viðtalstímum lækna

Fræðsluhlutverk lækna verður útundan og læknar vinna óheyrilega langar vinnuvikur

Page 11: Vísindi og Nýöld

Minna traust og aukinn glundroði

Fólk fer að leita eigin leiða – sjálfshjálparbækurFjölmiðlar birta misvísandi vísindaniðurstöðurFjölmiðlar svala forvitni fólks með umfjöllun

um “óhefðbundnar lækningar”. Dulúð selurRannsóknarblaðamennska nær til sviða

stjórnmála og fjármála en ekki heilbrigðisLæknar láta lítið í sér heyra og vilja ekki

styggja fólk í náttúrulækningageiranum.Fæðubótarbransinn og kuklarar nýta sér

tómarýmið, vantraustið og svo internetið.

Page 12: Vísindi og Nýöld

Vandi frelsisins

Í svo opnum þjóðfélögum sem Vesturlönd eru nú er meira rými fyrir mistök jafnt sem framfarir

Ef menntakerfið býr ekki einstaklingana undir lævísi markaðshyggjunnar og framapoti gúrúa með kennslu í gagnrýnni hugsun og rökfræði mun fórnarlömbum kukls og blekkinga fjölga

Áður sáu stjórnvöld um að vernda fólk en sú vernd er ekki lengur velkomin

Page 13: Vísindi og Nýöld

Palli var einn í heiminum

Í nútímanum hefur fólk mikiðfrelsi eins og Palli hafði...

...en er útkoman eins og vonast er til?

Höfum við ef til vill gleymt í öllum leiknum að rækjaskyldur okkar og vandabetur til verka, þ.e. kunnumvið að greina hismið frá kjarnanum?

Page 14: Vísindi og Nýöld

Haldvillur um bólusetningar

“Meirihluti þeirra sem fá sjúkdóminn hafa verið bólusettir” - Rangt. Þetta er rangtúlkun á faraldursfræðilegum tölum.

“Sumar framleiðslulotur eru hættulegri en aðrar. Foreldrar ættu að fá upplýsingar um þær og forðast þær” – Rangt. Þetta er ekki tölfræðilega stutt, t.d. sum bóluefni eru gefin yngri börnum sem hafa hærri dánartíðni af náttúrulegum orsökum.

“DTP bóluefnið veldur vöggudauða (SIDS)”. Rangt. Rannsóknir (1980-1990) sýndu annað hvort engin tengsl eða hreinlega minnkaða dánartíðni bólusettra.

Page 15: Vísindi og Nýöld

Stinga höfðinu í sandinn

“Búið er að eyða þessum sjúkdómum svo barnið mitt þarf ekki bólusetningu”

Rangt - Líkurnar eru litlar á smiti þar sem skipulagðar bólusetningar hafa tíðkast, en samt nægar til að allir eigi að fá bólusetningu. Aðeins bólusótt er algerlega horfin. Barn dó nýlega í Chicago úr taugaveiki (diphteria). Þá hafa ferðalög til vanþróaðra landa aukist gífurlega og þar er fólk útsett fyrir þessum sjúkdómum.

Page 16: Vísindi og Nýöld

Antigen – hvað er nú það?

Antigen eða mótefnisvaki er það efni í sýklinum, t.d. á yfirborði baktería sem ónæmiskerfi líkamans lærir að þekkja og bregðast við, t.d. með framleiðslu mótefna (antibodies) eða árás átfruma.

Page 17: Vísindi og Nýöld

Mótefnisvakar (antigen) og bóluefni

Mótefnisvakarnir eru sértækir (einkennandi) fyrir eigendur sína, sýklana og því má nota þá til gerðar bóluefnis

Bóluefnið inniheldur því mótefnisvakana en ekki sýklana sjálfa nema í þeim tilvikum þegar veiklaðir eða dauðir sýklar eru notaðir.

Bólusetning er því eins konar “plat-sýking” sem kennir ónæmiskerfinu að þekkja sýkilinn og hafa tilbúið sérhæft vopnabúr gegn honum við næstu heimsókn

Page 18: Vísindi og Nýöld

Samtrygging almennra bólusetninga

Vernda þarf þá sem geta ekki fengið bólusetningar t.d. vegna ofnæmi fyrir ákveðnum bóluefnum eða ónæmisgalla.

Faraldrar ná sér ekki á strik þegar háu hlutfalli bólusettra einstaklinga er náð – þannig myndast ákveðin samtrygging og óbólusettir sleppa við að vera útsettir fyrir smiti.

Þessi samtrygging getur hrunið ef of margir afþakka bólusetningar

Page 19: Vísindi og Nýöld

Ofhleðsluóttinn

“Hættulegt er að gefa mörg bóluefni í einu vegna ofhleðslu ónæmiskerfisins”

Rangt - Ónæmiskerfinu er eðlilegt að eiga við fjölda antigena í einu, t.d. 25-50 ný antigen vegna “streptókokka hálsbólgu”. Rannsóknir sýna að fjölbólusetningar eru öruggar og virka jafn vel. “Dauð” bóluefni má gefa e. 2 mán aldur barns og lifandi veikluð e. 12 mán. aldur

Page 20: Vísindi og Nýöld

Hræðsluköll!

“Þau geta valdið langtíma skaða sem við vitum jafnvel ekki af”

Undarleg staðhæfing. Tillaga mín: Á meðan enginn slíkur skaði er kominn í ljós ættum við bara að sofa áhyggjulaus. Búum ekki til áhyggjur

“Bóluefni geta valdið hættulegum aukaverkunum, jafnvel dauða” ->

Page 21: Vísindi og Nýöld

Vaccine Adverse Events Reporting System

Niðurstaða rannsóknanefndar í Bandaríkjunum:

- “Of all deaths reported to VAERS between 1990 and 1992, only one is believed to be even possibly associated with a vaccine. The Institute of Medicine in its 1994 report states that the risk of death from vaccines is extraordinarily low.”

Þýðing – Aðeins eitt dauðsfall var mögulega tengt bólusetningum á árunum 1990-1992. Niðurstaðan er sú að hættan á dauðsfalli vegna bólusetningar er alveg einstaklega lítil.

Page 22: Vísindi og Nýöld

Áhætta – sjúkdómurinn eða bóluefnið?

Áhætta tengd smitsjúkdómunum

Aukaverkanir bóluefna (MMR bóluefnið tekið sem dæmi)

Mislingar (Measles)-Lungnabólga: 1 af hverjum 20-Heilabólga: 1 af hverjum 2000-Dauðsföll: 1 af hverjum 3000

Hettusótt (Mumps)-Meðfætt sýkingarheilkenni hettusóttar: 1 af hverjum 4 fæðingum ef móðirin sýkist snemma á meðgöngu

MMR bóluefnið

-Heilabólga eða alvarleg ofnæmisviðbrögð: 1 af hverjum 1.000.000 einstaklingum sem fá MMR bóluefnið.

Page 23: Vísindi og Nýöld

Áhætta – sjúkdómurinn eða bóluefnið?

Áhætta tengd smitsjúkdómunum

Aukaverkanir bóluefna (MMR bóluefnið tekið sem dæmi)

Barnaveiki (Diptheria)-Dauðsföll: 1 af hverjum 20

Stífkrampi (Tetanus)-Dauðsföll: 3 af hverjum 100 Kíghósti (Pertussis)-Lungnabólga: 1 af hverjum 8-Heilabólga: 1 af hverjum 20-Dauðsföll: 1 af hverjum 20

DTP bóluefnið

-Sífellur grátur og svo alger bati: 1 af hverjum 100 -Krampar eða lost og svo alger bati: 1 af hverjum 1750-Bráð heilaröskun: 0-10.5 af hverjum 1.000.000

-Dauðsföll: engin staðfest.

Page 24: Vísindi og Nýöld

Vitnisburður barnaskoðunar hérlendis

Nokkrar hjúkrunarkonur og læknar spurðir sem hafa gefið bóluefnin í 30-40 ár á heilsugæslustöð hérlendis:

Ekkert þeirra man eftir lífshættulegum aukaverkunum af gjöf margra þúsunda bóluefna sem þau hafa gefið.

Aukaverkanir sem þau nefna: hiti og væg útbrot á stungustað er það sem kemur upp öðru hvoru en sjaldan þó.

Page 25: Vísindi og Nýöld

Fleiri haldvillur

“Óþarft er að bólusetja gegn hlaupabólu því að hún er skaðlítil”

Rangt - Heilabólgur og taugaskemmdir af endursýkingu hlaupabólu sem kallast “ristill”, eru ekki saklausar. Fólk getur orðið blint eða átt í langtíma verkjavandamáli. Ég sá tilvik blindu á síðasta ári.

“Bólusetning gegn lifrarbólgu B veldur langvinnum heilsufarsvanda m.a. MS (multiple sclerosis)”

Rangt – tölfræðin og bestu gögn sýna: Ofnæmislost - 1:600.000, engin dauðsföll, engin tengsl við MS

Page 26: Vísindi og Nýöld

MMR og Einhverfa?

“Bólusetning getur valdið einhverfu”. Rangt – Einhverfa greinist fyrst þegar börn eru komin á 18-24

mánaða aldur og því er það á svipuðum tíma og MMR bóluefnið er gefið. Það er því fylgni í tíma en engar sannanir liggja fyrir um orsakatengsl. Þessi kvittur byrjaði 1998 vegna lítillar rannsóknar sem velti tengslunum fyrir sér en studdi ekki.

In July 2006, a study of 27,749 Canadian children ruled out an association between pervasive developmental disorder and MMR vaccinations

Þýðing: Kanadísk rannsókn sem kom út í júlí 2006 og byggir á athugun á 27.749 kanadískum börnum útilokaði tengsl á milli MMR bóluefnisins og einhverfu.

Page 27: Vísindi og Nýöld

Snefilmagn af kvikasilfri (Hg)

“Kvikasilfur í bóluefnum getur skaðað börnin” Rangt – Snefilmagn af Hg er sett í formi thimerosal í nokkrar tegundir bóluefna til rotvarna.

Hg veldur ekki einhverfu. Rannsókn á 60 börnum þar sem 20 þeirra var gefið

bóluefni með Hg og 40 án, sýndi:► Ómælanlegt magn Hg í blóði beggja hópa► Hins vegar var það mælanlegt í hægðum Hg-hópsins. ► Hið örlitla Hg er því afeitrað í lifrinni og skilst út með

gallvökvanum í hægðirnar og út úr líkamanum

Page 28: Vísindi og Nýöld

Fyrir og eftir – USA sem dæmi

Meðalfjöldi tilfella bólusóttar árin 1900-1904 48.164 Tilfelli í USA frá 1950: 0 Tilfelli í öllum heiminum frá 1977: 0

Meðalfjöldi tilfella barnaveiki árin 1920-1922: 175.885

Tilfelli í USA frá 1998: 1

Áætlaður meðalfjöldi tilfella stífkrampa árin 1922-1926:

1.314 Tilfelli í USA árið 1998: 34

Meðalfjöldi tilfella lamandi mænuveiki árin 1951-1954:

16.316 Tilfelli í USA villtrar mænuveiki 1998: 0.

Meðalfjöldi tilfella mislinga árin 1958-1962 503.282

Tilfelli í USA árið 1998: 89

Fjöldi hettusóttartilfella árið 1968: 152.209

Tilfelli í USA árið 1998: 606

Meðalfjöldi tilfella rauðra hunda árin 1966-1968: 47.745 Tilfelli í USA árið 1998: 345

Fjöldi meðfædds heilkennis rauðra hunda árin 1966-68:

823 Tilfelli í USA árið 1998: 5

Sýkingar af völdum Hemophilus influenzae (Hib) bakteríunnar (barkaspeldisbólga, heilahimnubólga) fyrir bólusetningar:

20.000 Tilfelli í USA árið 1998: 54

Meðalfjöldi tilfella kíghósta árin 1922-1925: 147.271

Tilfelli í USA árið 1998: 6.279

Page 29: Vísindi og Nýöld

Hvað er kukl eða gervivísindi?

Kukl felur í sér heilsutengdar staðhæfingar um greiningaraðferðir, eðli líkamsstarfsemi eða sjúkdóma og lækningaraðferðir.

Þessar staðhæfingar kuklsins ólíkt kenningum vísindanna eru ekki byggðar á raunsannri athugun, fullri kröfu um hlutlægni Fyrri þekkingu sem viðurkennd er um lífræna ferla Tvíblindum stórum rannsóknum Þeirri væntingu að rannsókn á tilgátunni gæti reynst

neikvæð, þ.e. að um enga verkun eða tengsl sé að ræða

Page 30: Vísindi og Nýöld

Berum vísindi og gervivísindi saman

Vísindi Gervivísindi

A Niðurstöður þeirra eru f.o.f. birtar í vísindatímaritum sem taka aðeins við efninu eftir rýni nefndar óháðra vísindamanna og viðhalda ströngum stöðlum um heiðarleika og nákvæmni.

Niðurstöður þeirra eru birtar í ritum sem beint er að almenningi. Það er engin rýni annarra, engir staðlar, engin leit að staðfestingu frá öðrum rannsóknum, og engar kröfur um nákvæmni.

B Krafist er að hægt sé að endurtaka rannsóknina með sömu niðurstöðu; skýra þarf mjög nákvæmlega frá rannsóknaraðferðum svo þær megi framkvæma annars staðar og þær endurbættar.

Niðurstöðurnar er ekki hægt að endurtaka eða sannreyna af öðrum. Rannsóknaraðferðunum, ef til staðar, er iðulega svo óljóst lýst að er ekki hægt að skilja hvernig þær fóru fram eða út á hvað þær gengu.

Page 31: Vísindi og Nýöld

Berum vísindi og gervivísindi saman

Vísindi Gervivísindi

C Horft er eftir villum eða neikvæðum niðurstöðum og þær rannsakaðar áfram því rangar tilgátur geta oft leitt til annarra réttra ályktana með endurskoðun hlutanna.

Horft er framhjá neikvæðum niðurstöðum eða þær afsakaðar, faldar, logið um þær, minnkaðar, gefnar gerviskýringar, látnar líta út eðlilegar eða látnar gleymast hvað sem það kostar.

D Með tímanum er meira og meira lært um þau efnislegu ferli sem rannsökuð eru.  Búin eru til tæki (t.d. rafeindasmásjá) byggð á því sem lærst hefur.

Engin efnisleg fyrirbæri eða ferli finnast eða eru rannsökuð.  Engar framfarir verða; ekkert haldbært er lært.  Engin tæki eru smíðuð út frá þeim

Page 32: Vísindi og Nýöld

Berum vísindi og gervivísindi saman

Vísindi Gervivísindi

E Sannfæra með vísun í rannsóknargögn, með rökræðu sem byggist á rökrænni og/eða stærðfræðilegri málfærslu, að því marki sem gæði gagnanna leyfa. Þegar nýjar niðurstöður eru betur studdar en þær gömlu, eru þær nýju teknar upp og þær gömlu aflagðar.

Sannfæra með vísun í trú og traust. Gervivísindi hafa sterkan trúarlegan blæ: þau reyna að snúa, en ekki sannfæra. Maður á að trúa þeim þrátt fyrir staðreyndir málanna, ekki vegna þeirra.  Upphaflega hugmyndin er aldrei aflögð, sama hvað staðreyndirnar segja.

F Vísindamaður vinnur ekki við, mælir með, né markaðssetur ósannaða vöru eða þjónustu. 

Gervivísindamaður (kuklari) vinnur fyrir sér að hluta eða að fullu með því að selja vafasamar heilsuvörur  og/eða þjónustu (t.d. ofnæmisgreiningu, persónulestra og skilaboð að handan).

Page 33: Vísindi og Nýöld

Berum vísindi og gervivísindi saman

Vísindi Gervivísindi

G Vísindamaður segir frá bæði kostum og göllum meðferðarúrræða.

Gervivísindamaður (kuklari) segir ekki frá göllum/ takmörkunum vörunnar eða þjónustunnar.

H Vísindamaður er annt um að afla sannra staðreynda og fá þær sannreyndar af öðrum einnig. Honum/henni er annt að gagn sé af vinnu sinni og að fyllstu ábyrgðar sé gætt.

Gervivísindamaður (kuklari) vill í flestum tilvikum gera gagn en skortir þekkingu og stundum næga ábyrgðartilfinningu til að láta prófa og rannsaka tilgátur sínar og meðferðarúrræði

Page 34: Vísindi og Nýöld

Berum vísindi og gervivísindi saman

Vísindi Gervivísindi

I Vísindamenn gera stundum mistök og til eru dæmi um einstaka óheiðarlega vísindamenn sem vegna framavonar eða þrýstings fölsuðu niðurstöður. Slíkt er ekki reglan enda yrði þá lítill árangur.

Gervivísindamenn (kuklarar) vaða í mistökum og gervifræðum sem leiða ekki til neins nema sóunar á mannauð, fjármunum og tíma. Sumir þeirra eru greinilega í þessu vegna peninga og frægðar eingöngu. Ábyrgðarleysi þeirra getur valdið fólki heilsubresti

J Vísindi eru hverjar þær aðferðir, sama hver finnur þær upp eða framkvæmir, sem að heilindum færa okkur nær því að skilja allt það sem talist getur raunverulegt í þessum heimi.

Gervivísindi og kukl valda skemmdum á menntun samfélaga og gefa það fordæmi að það sé í lagi að vera auðtrúa og krefjast ekki sannana og skoðunar gagna eftir fyllstu kröfum.

Page 35: Vísindi og Nýöld

Kukl - rakalausar aðferðir

• Aðferðir sem stangast á við viðurkennd grundvallarfræði vísindanna skal flokka sem óskynsamlegar eða afsannaðar frekar en “til reynslu”.

• Þannig þarf ekki að rannsaka allan rakalausan hugarburð sem fólk kemur fram með. “Sögusögnum og jafnvel staðhæfingingum málsmetandi fólks um fljúgandi spagetti-skrýmslið var erfitt að trúa þar til sönnunargögnin fundust í garðinum hennar Láru. Spaggettíið í skrýmslinu hafði trénað en það var ekki um villst að þarna var það komið!!!” “Í ljós kom að forn Kínversk speki spáði fyrir um þessa atburði. Þetta er rétt og ekkert hefur afsannað það” – Dr. Bett

Lára hafði ekki búist við þessu en þarna var Spaggettískrýmslið

Page 36: Vísindi og Nýöld

Skipulag kukls

Misnotkun vísindalegra hugtaka og aðferða. Kuklarar gerast æ kræfari við að ljúga til um

tilurð kenninga sinna eða iðka gervirannsóknir (sbr. Myglusveppsfárið og Dr. Mercola).

Dæmi: “Lithimnufræði er leið sem á vísindalegan máta getur gefið heildrænar upplýsingar um ástand líkamans og ráðlagt um meðferðir.” Af vefsíðu LH

“Fyrirgefðu en þú hefur slæmt harðlífi!

Page 37: Vísindi og Nýöld

Rökvillur kuklsins - valkvæmni

Valkvæm hugsun – óöguð og óþjálfuð hugsun í að meta hluti hlutlaust veldur því að skoðaður er aðeins sá hlutur sem athyglin beinist að.

T.d. fólk á “blóðflokkamataræði” leið betur eftir mánuð enda hafði það lést umtalsvert á fæði sem var hitaeiningasnautt. (óháð blóðflokkum).

“Sannanir kuklara” – sögur einstaklinga sem hafa prufað aðferðir þeirra. Af hverju leyfa lyfjafyrirtæki sér ekki að auglýsa þannig?

Page 38: Vísindi og Nýöld

Rökvillur kuklsins - statfestingarárátta

Staðfestingartilhneigingin vísar til einnar tegundar valkvæmrar hugsunar og á viðþá tilhneigingu fólks að taka eftir og leita einungis að því sem staðfestir skoðanir þess, en hunsa, leita ekki eftir eða gera lítið úr mikilvægi þess sem hrekur sömu skoðanir.

Sbr. Það fólk sem vill benda á meinta skaðsemi bólusetninga er mikið í mun um að finna líka allt annað að þeim og segja þær ekki virka eða að eitthvað annað geti komið í stað þeirra.

Page 39: Vísindi og Nýöld

Rökvillur kuklsins – löngum þekktar

“Það er eilífur og furðulegur annmarki á mannlegum skilningi hvað við heillumst miklu meira af staðfestingum en höfnunum” Francis Bacon (1561-1626)

T.d. goðsögnin um “fleiri innlagnirá spítala við fullt tungl!” Fólk sem fær dálæti á einhverriútskýringu hefur tilhneigingutil að verja hana þrátt fyrir yfirgnæfandi rök fyrir öðru.

Francis Bacon átti stóran þáttí þróun vísindalegra aðferða.

Page 40: Vísindi og Nýöld

Rökvillur kuklsins – ónauðsynleg krydd

Gervifræði gervivísindanna bæta ekki neinni nytsamlegri útskýringu við heimsmyndina eða eðli náttúrunnar.

T.d. að “orkustöðin í okkur búi í spjaldbeininu” hjálpar ekki við að skilja eðli orkuefnaskipta eða hvaða hlutverki spjaldbeinið gegni.

Tilgátur eru ekki bættari með skrauti. Þær eiga að vera eins einfaldar og hægt er, en ekki einfaldari en svo. Sbr. “Occam’s razor”.

Page 41: Vísindi og Nýöld

Og aftur að spurningunni...

Page 42: Vísindi og Nýöld

Palli var einn í heiminum

Í nútímanum hefur fólk mikiðfrelsi eins og Palli hafði...

...en er útkoman eins og vonast er til?

Höfum við ef til vill gleymt í öllum leiknum að rækjaskyldur okkar og vandabetur til verka, þ.e. kunnumvið að greina hismið frá kjarnanum?

Page 43: Vísindi og Nýöld

Nokkrar heimildir:

www.quackwatch.org http://en.wikipedia.org/wiki/MMR_vaccine_controversy http://en.wikipedia.org/wiki/Occham%27s_Razor http://en.wikipedia.org/wiki/Thiomersal_controversy http://www.cdc.gov/vaccines/ http://www.cdc.gov/vaccines/vac-gen/side-effects.htm http://www.meningvax.org/files/video-meningitis-kill-or-cure.htm http://www.landlaeknir.is/Pages/855 http://www.landlaeknir.is/pages/856 http://www.arna.is/bolus-arna.htm - Arna varar við bólusetningum http://www.mercola.com/ - lærimeistari Örnu (Dr. ??? í sölumennsku?)

Nóv 2007 – Svanur Sigurbjörnsson læknir