vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - vodvalengd... · plexus lumbalis...

81
ðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum Kvenhlauparar bornir saman við almenning og kvenhlaupara sem stunda jóga Íris Rós Óskarsdóttir Sara Lind Brynjólfsdóttir Sólveig María Sigurbjörnsdóttir Lokaverkefni til B.Sc-gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 08-Feb-2020

10 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum

Kvenhlauparar bornir saman við almenning og kvenhlaupara sem stunda jóga

Íris Rós Óskarsdóttir

Sara Lind Brynjólfsdóttir

Sólveig María Sigurbjörnsdóttir

Lokaverkefni til B.Sc-gráðu

Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum Kvenhlauparar bornir saman við almenning og kvenhlaupara sem stunda

jóga

Íris Rós Óskarsdóttir

Sara Lind Brynjólfsdóttir

Sólveig María Sigurbjörnsdóttir

Lokaverkefni til B.Sc-gráðu í sjúkraþjálfun

Leiðsögukennari: Dr. Árni Árnason

Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2012

Page 3: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Sc-gráðu í sjúkraþjálfun og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Íris Rós Óskarsdóttir, Sara Lind Brynjólfsdóttir, Sólveig María Sigurbjörnsdóttir

2012

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, Ísland 2012

Page 4: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja
Page 5: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

I

Ágrip

Tilgangur: Kanna hvort munur væri á lengd aftanlærisvöðva hjá þremur hópum

kvenna, 30-45 ára. Hópur 1 voru konur sem hlaupa a.m.k. 25 km á viku og stunda

jóga ≥1 sinni í viku; hópur 2 voru konur sem hlaupa ≥25 km á viku; hópur 3 voru

konur sem stunda almenna líkamsrækt ≥3 sinnum í viku (almenningur). Deilt er um

hvort liðleiki sé ákjósanlegur fyrir kvenhlaupara og vildum við því skoða það nánar.

Aðferð: Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Niðurstöður fengust frá

mælingum á 36 konum. Þátttakendur svöruðu spurningalista um hreyfingu og meiðsli

og svo var aftanlærisvöðvalengd mæld með Óvirkri hnéréttu (Passive knee

extension). Þátttakendur þurftu að hafa verið án aftanlærismeiðsla í sex mánuði áður

en mælingar hófust.

Niðurstöður: Þegar hóparnir voru bornir saman fékkst marktækur munur á milli hóps

1 og 2 og hóps 2 og 3, en ekki á milli hóps 1 og 3. Því mátti sjá að

aftanlærisvöðvalengd var marktækt meiri hjá almenningi (3) en hjá hlaupurum (2)

(p=0,042). Hlauparar sem stunda jóga voru með marktækt lengri aftanlærisvöðva en

hinir hlaupararnir (p=0,0006). Ekki var munur á vöðvalengd hjá hlaupurum sem

stunda jóga og almenningi (p=0,092).

Samantekt: Niðurstöður sýndu að kvenhlauparar voru með styttri aftanlærisvöðva en

almenningur. Einnig voru kvenhlauparar með styttri aftanlærisvöðva en

kvenhlauparar sem stunduðu jóga. Rannsóknir í dag hafa ekki getað sýnt fram á

aukinn árangur eða lægri meiðslatíðni með bættum liðleika. Sé bættur árangur

markmiðið í hlaupi eru teygjur mögulega ekki besti kosturinn. Þó teljum við að jóga sé

ákjósanlegt fyrir hlaupara til að auka vellíðan og slökun.

Page 6: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

II

Abstract

Purpose: To see if a difference could be found in the length of the hamstring

muscles between three groups of women aged 30-45. Group 1 included women who

run ≥25 km a week; group 2 included women who run ≥25 km a week and practice

yoga at least once a week; and group 3 included women who do physical exercise ≥3

times a week. There have been debates about whether flexibility is in fact preferable

for women who practise running and so we wanted to reflect upon that subject.

Methods: Participants were selected at random. Results were obtained from 36

women. Participants answered questionnaires about physical activity and injuries and

the hamstrings muscle length was measured with passive knee extension (PKE).

Participants had to have been without hamstrings injury for six months before

measurements began.

Results: When the groups were compared a significant difference was found

between group 1 and 2 and between 2 and 3, but not between 1 and 3. Hamstrings

muscle length was significantly greater in the general population(3) than in the

runners(2) (p=0.042). Runners who practiced yoga had significantly greater

hamstrings muscle length than the runners(2) (p=0.0006). There was no difference in

muscle length between runners who practiced yoga and the general population

(p=0.092).

Conclusion: The results showed that female runners had shorter hamstring muscles

than the general population. Female runners also had shorter hamstring muscle than

female runners who practiced yoga. Studies today have not been able to

demonstrate higher performance or lower injury rate with improved flexibility. If

improved performance in running is the goal, stretching may not be the best option.

However, we believe that yoga is desirable for the runners for ease and relaxation.

Page 7: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

III

Þakkir

Við viljum þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð við gerð þessa verkefnis, sem er

lokaverkefni til B.Sc. gráðu við Námsbraut í sjúkraþjálfun á heilbrigðisvísindasviði

Háskóla Íslands.

Dr. Árna Árnasyni, dósent við Námsbraut í sjúkraþjálfun, fyrir umsjón með

verkefninu, verklega kennslu, aðstoð við vinnslu og yfirlestur.

Dr. Þórarni Sveinssyni, dósent í lífeðlisfræði við Námsbraut í sjúkraþjálfun,

fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu.

Þátttakendum og þjálfurum hlaupahópanna, fyrir þátttöku og gott samstarf.

Svövu Guðrúnu Sigurðardóttur, fyrir yfirlestur og ráðleggingar.

Námsbraut í sjúkraþjálfun, fyrir aðgang að húsnæði og tækjabúnaði fyrir

rannsóknina.

Fjölskyldu og vinum, fyrir stuðning og aðstoð við gerð rannsóknarinnar.

Page 8: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

IV

Efnisyfirlit

1 EfnisyfirlitÁgrip .............................................................................................................................I

Abstract .......................................................................................................................II

Þakkir .........................................................................................................................III

Efnisyfirlit ................................................................................................................... IV

Myndaskrá................................................................................................................ VII

Töfluskrá.................................................................................................................. VIII

Orðskýringar.............................................................................................................. IX

1 Inngangur .................................................................................................................1

2 Fræðileg umfjöllun ................................................................................................2

2.1 Stórsæ líffærafræði.........................................................................................2

2.2 Smásæ líffærafræði........................................................................................3

2.3 Liðleiki og teygjur............................................................................................6

2.3.1 Lífaflfræði liðleika og teygja ..................................................................6

2.3.2 Mismunandi form teygja......................................................................10

2.3.3 Samband teygja og vöðvakrafts .........................................................12

2.4 Jóga..............................................................................................................15

2.4.1 Uppruni og mismunandi tegundir jóga ................................................15

2.4.2 Hatha-jóga..........................................................................................16

2.5 Hlaup og aftanlærisvöðvar............................................................................18

2.5.1 Skilgreining á hlaupi............................................................................18

2.5.2 Hlaupahringurinn ................................................................................19

2.5.3 Aftanlærisvöðvatognanir .....................................................................21

2.5.4 Hlaup og aftanlærisvöðvar..................................................................22

2.5.5 Hlaupahagkvæmni..............................................................................24

2.5.6 Teygjur og meiðsli ..............................................................................26

3 Tilgangur og tilgátur rannsóknar .........................................................................28

4 Aðferðir ...............................................................................................................29

Page 9: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

V

4.1 Þátttakendur .................................................................................................29

4.2 Tækjabúnaður ..............................................................................................30

4.3 Mæliaðferðir .................................................................................................30

4.3.1 Óvirk hnérétta .....................................................................................30

4.3.2 Spurningalisti ......................................................................................31

4.3.3 Framkvæmd mælinga.........................................................................32

4.4 Tölfræði ........................................................................................................32

5 Niðurstöður .........................................................................................................33

5.1 Spurningalisti................................................................................................33

5.2 Lengd aftanlærisvöðva .................................................................................33

5.2.1 Samanburður á milli hópa...................................................................33

5.2.2 Samanburður á milli hægri og vinstri fótleggja....................................34

5.2.3 Samanburður innan hóps hlaupara eftir hlaupinni vegalengd.............34

6 Umræður.............................................................................................................36

6.1 Samanburður á hlaupum og viðmiðunarhópi sem stundar almenna

líkamsrækt..............................................................................................................36

6.2 Samanburður á hlaupum og jóga .................................................................37

6.3 Samanburður á jóga og almennri líkamsrækt...............................................37

6.4 Aðrar niðurstöður..........................................................................................38

6.5 Mæliaðferð ...................................................................................................38

6.6 Takmarkanir rannsóknarinnar.......................................................................38

6.6.1 Tækjabúnaður ....................................................................................38

6.6.2 Þátttakendur .......................................................................................39

6.6.3 Mælingar.............................................................................................39

6.7 Framtíðarrannsóknir .....................................................................................40

7 Ályktun og lokaorð ..............................................................................................41

Heimildir.....................................................................................................................42

Viðauki I.....................................................................................................................55

Viðauki II....................................................................................................................59

Page 10: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

VI

Viðauki III...................................................................................................................61

Page 11: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

VII

Myndaskrá

Mynd 1. Vöðvar á aftara lærsvæði. .........................................................................2

Mynd 2. Bygging vöðvaþráðar ................................................................................4

Mynd 3. Samdráttareining beinagrindarvöðva.......................................................12

Mynd 4. Jógastaðan hundurinn .............................................................................18

Mynd 5. Sviffasi í hlaupi .......................................................................................19

Mynd 6. Hlaupahringurinn .....................................................................................20

Mynd 7. Virkni aftanlærisvöðva í hlaupahringnum.................................................21

Mynd 8. Óvirk hnérétta..........................................................................................31

Mynd 9. Liðhorn hópa............................................................................................34

Page 12: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

VIII

Töfluskrá

Tafla 1. Hreyfiútslag í hlaupi og göngu.................................................................20

Tafla 2. Skilyrði fyrir þátttöku. ...............................................................................29

Tafla 3. Þátttakendur sem áður stunduðu liðleikaíþrótt. .......................................33

Tafla 4. Þátttakendur sem áður stunduðu boltaíþrótt............................................33

Tafla 5. Samanburður á hægri og vinstri fótlegg...................................................34

Tafla 6. Samanburður innan hóps 2 eftir hlaupinni vegalengd. ............................35

Page 13: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

IX

Orðskýringar

Neikvæð vinna: Neikvæð vinna er þegar hreyfing er dempuð eða við tökum upp

orku (vinnan verður þá (-) tala) í stað þess að spyrna frá og framkvæma

vinnu (sem (+) tölu).

Latína – íslenska

Art. tibiofibularis superior Efri sköflungs-dálksliður

Caput breve Skammhöfuð

Caput fibulae Dálkshöfuð

Caput longum Langhöfuð

Condylus medialis tibiae Miðlægur hnúi sköflungs

Epicondylus lateralis femoris Hliðlæg gnípa lærleggs

Lig. sacrotuberale Spjaldbeins- og hnjóskband

M. biceps femoris Lærtvíhöfði

M. extensor digitorum longus Réttivöðvar táa

M. gluteus maximus Stærsti þjóvöðvi

M. quadriceps femoris Ferhöfðavöðvi læris

M. semimembranosus Hálfhimnuvöðvi

M. semitendinosus Hálfsinungsvöðvi

M. tensor fasciae latae Spennivöðvi lærfells

M. triceps surae Þríhöfðavöðvi kálfa

Malleolus lateralis Dálkshnyðja

Mm. hamstrings Aftanlærisvöðvar

N. fibularis communis Dálkssamtaug

N. ischiadicus Settaug

N. tibialis Sköflungstaug

Plexus coccygeus Rófuflækja

Plexus lumbalis Lendaflækja

Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja

Page 14: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

X

Plexus sacralis Spjaldflækja

Trochanter major Stóra lærhnúta

Tuber ischiadicum Setbeinshnjósk

Enska – íslenska

Active knee extension Virk hnérétta

Active straight leg raise Virk rétta á fótlegg

Aerobic demand Súrefnisþörf

Anthropometry Líkamsbygging

Asana Líkamsæfingar í jóga

Ballistic stretching Sveifluteygjur

Biomechanical Lífaflfræðilegt

Contractile extrafusal muscle fibers Utanspóluþræðir

samdráttarvefjar

Deformation Aflögun

Double support Tvöfaldur stuðningur

Downward dog Hundurinn

Dynamic Hreyfanlegur

Elastic elongation Teygjanleg lenging

Elasticity Teygjanleiki

Extensibility Þenjanleiki

Fast twitch fibers Hraðir vöðvaþræðir

Flexibility Liðleiki

Float period Sviffasi

Functional fitness Þjálfunarástand

Golgi tendon organ Sinahnökrar

Ground reaction force Gagnkraftur

Heel-strike Hælstuð

Inertial loads Tregðuþyngd

Page 15: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

XI

Interneurons Millitaugungar

Intrafusal fibers Innanspóluþræðir

Isometric contraction Jafnlengdarsamdráttur

Lateral rotation Útsnúningur

Malalignment Samstilling

Medial rotation Innsnúningur

Meditation Slökun

Muscle spindle Vöðvaspólur

Muscle tone Vöðvaspenna

Musculotendionous unit Vöðvasinamót

Myofibril Vöðvatrefja

Passive knee extension Óvirk hnérétta

Passive Óvirkur

Peak tension Hámarksspenna

Plantar flexion Ökklabeygja

Pranayama Öndunaræfingar í jóga

Proprioceptive neuromuscular facilitation Stöðuskyns-taugavöðva

teygjur (Spenna-slaka teygjur)

Range of motion, ROM Hreyfiútslag

Resistive force Viðnámskraftur

Running economy Hlaupahagkvæmni

Sarcolemma Vöðvafrumuhimna

Sarcomere Samdráttareining

Sarcoplasm Vöðvafrymi

Somatic motor neuron Hreyfitaugar

Static stretching Stöðuteygjur

Stance phase Stöðufasi

Static Kyrrstæður

Stress relaxation Álagsslökun

Page 16: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

XII

Stress-strain Álags-aflögun

Stretch reflex Teygjuviðbragð

Swing phase Sveiflufasi

Tension Þensla

Thick filament Þykkir þræðir

Toe-off Fráspyrna

Viscoelastic Seigjuteygjanlegur

Viscous Seigja

Viscous properties Seigjueiginleikar

Við gerð orðalista var notast við www.ordabok.is, Orðabanka Íslenskrar málstöðvar,

www.snara.is og kennsluhefti Hannesar Blöndal (2000).

Page 17: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

1

1 Inngangur

Jóga hefur notið síaukinna vinsælda hér á landi síðastliðin ár og hefur hlaupurum

verið beint inn á þá braut með því að bjóða upp á jógatíma sem sérstaklega eru

ætlaðir þeim. Í jóga eru framkvæmdar teygjuæfingar sem ætlaðar eru til að teygja

vöðva og viðhalda liðleika í líkamanum (Guðjón Bergmann, 2001). Almennt er talið

að hægt sé að tengja aukinn liðleika við bættan árangur í hlaupum (Godges, Holden,

Longdon, Tinberg og Priscilla, 1989), en þó eru ekki allir á sama máli og vilja sumir

meina að stífleiki í vöðvum hafi jákvæð áhrif á árangur í hlaupum (Young, 2012).

Einnig hafa fengist misjafnar niðurstöður á því hvort teygjur og aukinn liðleiki geti

átt þátt í forvörnum gegn meiðslum. Rannsóknir hafa ýmist sýnt að tengsl geti verið á

milli aukins liðleika og lægri meiðslatíðni (Henderson, Barnes og Portas, 2010;

Bradley og Portas, 2007; Witvrouw, Danneels, Asselman, D‘Have og Cambier, 2003)

eða að aukinn liðleiki hafi ekki áhrif á meiðslatíðni (Yeung, Suen og Yeung, 2009;

Gabbe, Finch, Bennell og Wajswelner, 2005; Arnason o.fl., 2004; Gabbe, Bennell,

Finch, Wajswelner og Orchard, 2006; Engebretsen, Myklebust, Holme, Engebretsen

og Bahr, 2010; Orchard, Marsden, Lord og Garlick, 1997; Bennell o.fl., 1998).

Samkvæmt Taunton og félögum (2006) eru aftanlæristognanir elleftu algengustu

meiðslin sem hlauparar lenda í. Í hlaupi er talið að aftanlærisvöðvarnir séu

móttækilegastir fyrir meiðslum rétt áður en hæll snertir jörðu í lok sveiflufasa

(Chumanov, Heiderscheit og Thelen, 2011). Thelen og fleiri lýstu því árið 2005 að í

lok sveiflufasans ætti sér stað mest lenging á vöðvasinamótum aftanlærisvöðvanna í

hlaupahringnum (Chumanov, Heiderscheit og Thelen, 2007). Tengsl jóga og hlaups

hafa lítið verið rannsökuð með tilliti til liðleika, árangurs og meiðsla. Í þessari

rannsókn vildum við því annars vegar kanna hvort munur væri á lengd

aftanlærisvöðva hjá kvenhlaupurum og konum sem stunda almenna líkamsrækt. Hins

vegar vildum við kanna hvort munur væri á lengd aftanlærisvöðva hjá kvenhlaupurum

og kvenhlaupurum sem stunda jóga. Að auki vildum við velta því fyrir okkur hvort

jóga gæti verið ákjósanlegur æfingakostur fyrir hlaupara.

Page 18: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

2

2 Fræðileg umfjöllun

2.1 Stórsæ líffærafræði Á lærinu má finna þrjú vöðvahólf sem innihalda beygjuvöðva mjaðma og réttivöðva

hnés (að framan), aðfærsluvöðva læris (miðlægt) og á aftara lærsvæði er að finna

þriðja vöðvahólfið sem inniheldur hóp vöðva sem kallast aftanlærisvöðvar (l. mm.

hamstrings). Þessi vöðvahópur samanstendur af þremur vöðvum; hálfhimnuvöðva (l.

m. semimembranosus), hálfsinungsvöðva (l. m. semitendinosus) og lærtvíhöfða (l. m.

biceps femoris) sem hefur tvo hluta, langhöfuð (l. caput longum) og skammhöfuð (l.

caput breve) (Mynd 1). Upptök hálfhimnuvöðva og hálfsinungsvöðva liggja þétt

saman á setbeinshnjóski (l. tuber ischiadicum). Hálfhimnuvöðvi og hálfsinungsvöðvi

liggja síðan þétt saman lóðrétt niður lærið þar sem þeir hafa hald ásamt fleiri vöðvum

á miðlægum hnúa sköflungs (l. condylus medialis tibiae). Langhöfuð lærtvíhöfða

hefur einnig upptök með ofantöldum vöðvum á setbeinshnjóski, en skammhöfuðið

hefur upptök sín hliðlægt á miðjum lærlegg. Langhöfuð og skammhöfuð lærtvíhöfða

sameinast hliðlægt í neðri hluta læris og enda í sin sem hefur hald á dálkshöfði (l.

caput fibulae) (Hannes Blöndal, 2000; Levangie, 2005; Platzer, 2009).

Mynd 1. Vöðvar á aftara lærsvæði; hálfsinungsvöðvi, hálfhimnuvöðvi og lærtvíhöfði (Recsports Division of student affairs, University of Florida, e.d.).

Page 19: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

3

Engar meiriháttar slagæðar eða bláæðar er að finna á aftara lærsvæðinu, en

æðarnar sem næra það eru endagreinar stærri æða. Lenda- og spjaldflækja (l.

plexus lumbosacralis) er gerð af framgreinum mænutauga frá L1-L5, S1-S5 og Co1.

Flækjan skiptist í þrjá hluta; Lendaflækju (l. plexus lumbalis), spjaldflækju (l. plexus

sacralis) og rófuflækju (l. plexus coccygeus). Úr spjaldflækju kemur settaugin (l. n.

ischiadicus) sem ítaugar alla vöðvana aftan á læri. Taugin kemur niður í aftara

lærsvæðið undan brún stærsta þjóvöðva (l. m. gluteus maximus) og fer þaðan lóðrétt

niður eftir miðju svæðinu. Á leið sinni niður lærið skiptir hún sér í sköflungstaug (l. n.

tibialis) og dálkssamtaug (l. n. fibularis communis). Langhöfuð lærtvíhöfða,

hálfhimnuvöðvi og hálfsinungsvöðvi fá ítaugun n.t.t. frá sköflungstauginni, en

skammhöfuðið fær ítaugun frá dálkssamstauginni (Hannes Blöndal, 2000; Platzer,

2009).

Aðalhlutverk vöðvanna aftan á læri er að vera öflugir beygivöðvar um hnélið og

réttivöðvar um mjaðmarlið. Þeir hafa þó fleiri hlutverk, en hálfhimnuvöðvi og

hálfsinungsvöðvi hjálpa til við að framkvæma innsnúning (l. medial rotation) yfir

hnélið. Lærtvíhöfðinn er aftur á móti nánast eini vöðvinn sem framkvæmir útsnúning

(l. lateral rotation) yfir hnélið, en fær aðstoð frá spennivöðva lærfells (l. m. tensor

fasciae latae) þegar fóturinn er ekki þungaberandi (Hannes Blöndal, 2000; Platzer,

2009).

2.2 Smásæ líffærafræði Utan um hvern vöðvaþráð er vöðvafrumuhimna (e. sarcolemma) og innan hennar er

vöðvafrymi (e. sarcoplasm). Aðalbyggingareining vöðvaþráðarins er vöðvatrefja (e.

myofibril) og inniheldur hver vöðvaþráður þúsundir slíkra eða fleiri. Vöðvatrefjan

samanstendur af búntum úr nokkrum gerðum prótína, m.a. samdráttarprótínanna

mýósíni og aktíni, og sjá þessi prótín um samdrátt í vöðvanum sjálfum. Mýósín er

hreyfiprótín vöðvatrefjunnar og myndar með u.þ.b. 250 prótínsameindum svokallaða

þykka þræði (e. thick filament). Aktín myndar þunna þræði og tengist þykku þráðum

mýósínsins með krossbrúm, en þær myndast þar sem mýósínhöfuðin bindast

aktíninu lauslega og þannig skarast þykku og þunnu þræðirnir. Uppröðun þykku og

þunnu þráðanna í vöðvatrefjunni myndar endurtekin mynstur ljósra og dökkra ræma.

Page 20: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

4

Eitt slíkt mynstur kallast samdráttareining (e. sarcomere) (Mynd 2) (Silverthorn,

2009).

Mynd 2. Bygging vöðvaþráðar (Kearns High School, Science Department, e.d.)

Vöðvar og sinar mannslíkamans eru búin mjög næmum og sértækum skynviðtökum,

annars vegar vöðvaspólum (e. muscle spindle) í vöðvavefnum sjálfum og hins vegar

sinahnökrum (e. Golgi tendon organ) í vöðvasinamótum (e. musculotendinous unit).

Þessir viðtakar skynja breytingar á vöðvalengd og vöðvaspennu og senda um það

upplýsingar til miðtaugakerfisins, sem bregst annað hvort við með því að virkja

hreyfitaugar (e. somatic motor neuron) og valda vöðvasamdrætti eða virkja hamlandi

millitaugunga (e. interneurons), sem svo hamla virkni hreyfitauga, til að valda slökun í

vöðva. Viðtakarnir eru því eins konar varnarviðtæki, sem bregðast við og koma í veg

fyrir of mikla teygju á liðumbúnaði og vöðvasinamótum (Silverthorn, 2009; Smith,

1994).

Page 21: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

5

Vöðvaspólur eru litlar og ílangar að gerð og dreifðar um utanspóluþræði

samdráttarvefjar vöðvans (e. contractile extrafusal muscle fibers). Hver vöðvaspóla

samanstendur af bandvefshylki, sem umlykur hóp smárra vöðvaþráða er kallast

innanspóluþræðir (e. intrafusal fibers). Innanspóluþræðir eru umbreyttir vöðvaþræðir

þar sem endar þeirra dragast saman við boð frá gamma hreyfitaugum, en miðsvæðið

er án vöðvatrefja og er umvafið skyntaugaendum, sem örvast við teygjuáreiti.

Gamma hreyfitaugar hafa það sértæka hlutverk að aðlaga næmni vöðvaspólanna að

því togi, sem þær verða fyrir, þannig að þær séu virkar sama hver lengd vöðvans er

hverju sinni. Frá skyntaugaendunum berast boð til mænu um skyntaug, sem síðan

mætir þeirri alfa hreyfitaug, sem ítaugar vöðvann sem vöðvaspólan liggur í

(Silverthorn, 2009).

Vöðvi í hvíld hefur ákveðna vöðvaspennu (e. muscle tone), sem kemur til vegna

þess að miðsvæði vöðvaspólanna er nægilega mikið teygt til að halda stöðugri virkni

á skyntauginni og koma þannig stöðugum boðum til miðtaugakerfisins. Þar sem

vöðvaspólurnar liggja samsíða utanspóluþráðunum veldur hver hreyfing, sem eykur

lengd vöðvans, togi á vöðvaspólurnar og við það senda skyntaugar þeirra tíðari boð.

Við þetta verður til samdráttarviðbragð í vöðvanum, sem kemur í veg fyrir að teygist

um of á honum og valdi þar með skemmdum. Þetta kallast teygjuviðbragð (e. stretch

reflex), þ.e. þar sem taugaviðbragð út frá teygju á vöðva leiðir til taugasvars, sem

veldur samdrætti í sama vöðva (Silverthorn, 2009).

Sinahnökrar liggja á vöðvasinamótum og raðast upp samsíða vöðvaþráðunum.

Sinahnökrar bregðast fyrst og fremst við þeirri spennu sem vöðvi framkallar við

jafnlengdarsamdrátt (e. isometric contraction) og öfugt við vöðvaspólurnar valda þeir

slökunarviðbragði, en þeir eru einnig tiltölulega ónæmir gagnvart vöðvateygju.

Hnökrarnir eru samsettir úr lausum taugaendum, sem liggja um og á milli

kollagenþráða innan bandvefshylkis. Við vöðvasamdrátt tognar á sinum vöðvans og

leiðir það til þétts togs á kollagenþræðina, sem klemmast þá utan um

skyntaugaþræðina, sem liggja frá hnökrunum. Við þetta framkallast taugaboð, sem

fara áfram til hamlandi millitaugunga í mænu. Millitaugungarnir valda minnkun á eða

koma í veg fyrir vöðvasamdrátt með því að hindra alfa hreyfitaugar vöðvans í að

koma til hans boðum. Á þennan hátt geta sinahnökrar komið í veg fyrir of mikla

spennu í vöðva, sem gæti leitt til áverka á honum (Silverthorn, 2009).

Page 22: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

6

2.3 Liðleiki og teygjur Liðleiki (e. flexibility) er skilgreindur sem sá innri eiginleiki vefja líkamans sem

ákvarðar það hreyfiútslag sem lið eða hóp liða er kleift að ná án þess að valda skaða

(Holt, Holt og Pelham, 1996). Hægt er að tala um liðleika sem bæði kyrrstæðan (e.

static) og hreyfanlegan (e. dynamic) (Alter, 1988). Kyrrstæður liðleiki felst í því

hreyfiútslagi (e. range of motion, ROM) sem liður eða hópur liða býr yfir (Gleim og

McHugh, 1997). Hann er ákvarðaður með því að mæla stærð hornsins sem liðurinn

myndar, þ.e. hornið þar sem þau bein sem mynda liðinn koma saman, og segir til um

raunverulegt hámarkshreyfiútslag liðarins (Knudson, Magnusson og McHugh, 2000).

Einnig er hægt að mæla hann á lengdina, þ.e. með sentimetrum (Alter, 1988). Alla

jafna gefa próf á kyrrstæðum liðleika upplýsingar um þá takmörkun sem þenjanleiki

(e. extensibility) vöðvasinamóta setur á hreyfinguna (Knudson, o.fl., 2000), en þó er

fleira sem getur takmarkað hreyfiútslagið eins og beinabygging og mjúkvefir á borð

við vöðva, bandvef, sinar, liðbönd, liðpoka og húðina sjálfa (DeVries, 1980).

Hreyfanlegur liðleiki vísar til þess hve auðveld hreyfing er innan hreyfiútslags liðar

(DeVries, 1980; Gleim o.fl., 1997; Thacker, Gilchrist, Stroup og Kimsey, 2004). Einnig

er hægt að segja að hreyfanlegur liðleiki vísi til stífleikans eða þeirrar mótstöðu, sem

vöðvi veitir við lengingu, fyrir gefið hreyfiútslag (Gleim o.fl., 1997), þ.e. hann skýrir

mótstöðuna sem veitt er gegn teygju í allri hreyfingunni (Knudson o.fl., 2000).

Ávinningur reglulegra teygjuæfinga er almennt sá að þær viðhalda hreyfigetu og

liðleika, hjálpa til við að halda réttri líkamsstöðu og geta unnið gegn

verkjavandamálum og áhrifum öldrunar. Þær bæta einnig vellíðan með því að veita

slökun, draga úr streitu (Martin, 2005/2006) og auka blóðflæði um vöðvana (Walker,

2007).

2.3.1 Lífaflfræði liðleika og teygja Líffræðilegir vefir á borð við sinar og liðbönd eru seigjuteygjanleg (e. viscoelastic)

efni, en slík efni búa yfir þáttum álags-aflögunar (e. stress-strain) sem eru háðir tíma

og hraðabreytingu (Zhang, 2005; Taylor, Dalton, Seaber og Garrett, 1990). Þessi efni

eru því annars vegar talin hafa seigjueiginleika (e. viscous properties) og hins vegar

teygjanleika (e. elasticity). Seigjueiginleikar efna eru háðir tíma og hraðabreytingu,

þar sem hraði aflögunar (e. deformation) er í réttu hlutfalli við þá krafta sem settir eru

Page 23: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

7

á efnið. Teygjueiginleikar efnis gefa til kynna að sú lengdarbreyting eða aflögun, sem

á sér stað, sé einnig í réttu hlutfalli við þá krafta sem settir eru á það (Taylor o.fl.,

1990). Teygjanlegt efni breytir lengd sinni við ákveðinn kraft og fer aftur í sína

upphafslengd þegar sá kraftur er ekki lengur til staðar (Shrier, 2007), samanber

teygju sem er teygð og fer svo aftur í upphafslengd sína þegar henni er sleppt

(Wang, McCarter, Wright, Beverly og Mitchell, 1993). Sé teygt á seigjuteygjanlegu

efni og því haldið teygðu við ákveðna lengd, mun álagið eða krafturinn, sem þarf til

að halda því við þessa lengd, smám saman minnka. Þessi álags- eða kraftminnkun

er kölluð álagsslökun (e. stress relaxation) (Frankel og Burstein, 1970). Þannig er

hegðun efnisins bæði seig (e. viscous), þar sem þensla (e. tension) þess minnkar

með tíma, og teygjanleg, af því að efnið viðheldur þenslunni að einhverju leyti (Taylor

o.fl., 1990). Seigjuteygjanleiki er þannig aflfræðileg hegðun efnis, sem kemur til

vegna þess að viðnámskraftar (e. resistive force) í efninu eru háðir teygjanlegri

lengingu (e. elastic elongation) og hraða kraftsins sem settur er á það (Knudson o.fl.,

2000). Lenging sem á sér stað við teygjur kemur til vegna seigjuteygjanlegra þátta

vöðvasinamóta (Taylor o.fl., 1990) og er liðleiki því háður þessum seigjuteygjanleika,

sem vöðvar, liðbönd og aðrir bandvefir búa yfir (Thacker o.fl., 2004).

Taylor og félagar (1990) rannsökuðu seigjuteygjanleika vöðvasinamóta og hvaða

áhrif endurteknar teygjur hefðu á hann. Í einum hluta rannsóknarinnar voru átta

vöðvasinamót úr langa réttivöðva táa (l. m. extensor digitorum longus) úr átta

kanínum teygð í tíu skipti með jöfnum hraða (2 cm/mín) þar til 10% lengingu umfram

hvíldarlengd var náð og þá slakað samstundis til baka í sína hvíldarlengd.

Niðurstöðurnar sýndu að á heildina litið minnkaði hámarksspenna (e. peak tension)

vöðvasinamótanna um 16,6%. Mest minnkun átti sér þó stað í fyrstu fjögur skiptin, en

hámarksspennan lækkaði marktækt á milli hvers þeirra skipta og hinna níu (þ.e. á

milli 1. teygju og hinna níu, á milli 2. teygju og hinna níu o.s.frv.) á meðan hún gerði

það ekki fyrir seinni sex skiptin. Í öðrum hluta rannsóknarinnar var í tíu skipti teygt

með jöfnum hraða (2 cm/mín) á langa réttivöðva táa úr kanínum þannig að í lok

hverrar teygju hafði ákveðinni spennu (78,4 N) verið náð. Þegar þeirri spennu var

náð var teygjunni haldið stöðugri í 30 sekúndur og henni síðan sleppt þannig að

byrjunarspennu (1,96 N) var náð. Þessi aðferð var notuð til að líkja ferlinu við

stöðuteygjur (sjá lýsingu á þeim í kafla 2.3.2). Niðurstöðurnar sem fengust með

þessari aðferð voru þær að fyrstu fjögur skiptin gáfu meiri slökun í vöðvasinamótin

Page 24: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

8

yfir þann tíma sem teygjunni var haldið heldur en seinni sex. Mest var slökunin í

fyrstu og annarri teygjunni.

Magnusson, Simonsen, Aagaard, Gleim, McHugh og Kjaer (1995) rannsökuðu

áhrif endurtekinna teygja á seigjuteygjanleika aftanlærisvöðva í mönnum. Notast var

við KinCom kraftmæli (Kinetic Communicator, Chattecx Corp, Chattanooga, TN,

USA) til að teygja á aftanlærisvöðvum annars fótleggjar á tíu körlum. Til að byrja með

var lokastaða hvers þátttakanda fundin, þ.e. sú staða sem gaf teygjutilfinningu í

aftanlærisvöðvana án þess að valda sársauka, með því að láta kraftmælinn rétta úr

hné þess fótleggjar, sem rannsakaður var, með jöfnum hraða (5°/sek). Að 10

mínútum liðnum frá ákvörðun lokastöðunnar var kraftmælirinn látinn rétta úr sama

hné í fimm skipti með 30 sekúndna hvíld á milli skipta. Í hvert skipti var lokastöðunni

haldið í 90 sekúndur. Einni klukkustund eftir fimmtu hnéréttuna var sjötta og síðasta

réttan framkvæmd. Á þeirri klukkustund sem leið á milli framkvæmdu þátttakendur

athafnir daglegs lífs og þ.á m. æfingar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðnám

vöðvanna gagnvart hnéréttunni, eða teygjunni, fór minnkandi eftir því sem oftar var

teygt á.

Í sömu rannsókn skoðuðu Magnusson og félagar (1995) hvernig viðnám gagnvart

teygju í aftanlærisvöðvum manna breytist yfir þann tíma sem teygja á sér stað. Þeir

notuðu sömu aðferð og lýst er að ofan til að finna lokastöðu á öðru hné tíu karla, sem

tóku þátt í rannsókninni (annarra en þeirra sem fengu endurteknar teygjur). Eftir að

lokastaðan hafði verið ákvörðuð liðu 10 mínútur þar til kraftmælirinn var látinn rétta úr

hnénu og halda því í lokastöðunni í 90 sekúndur. Klukkustund síðar var hnéréttan

endurtekin, en á þessari klukkustund framkvæmdu þátttakendur athafnir daglegs lífs

og þ.á m. æfingar. Niðurstöður þessara mælinga sýndu minnkað viðnám vöðvanna út

þær 90 sekúndur sem hnéréttunni, eða teygjunni, var haldið, bæði í fyrra og seinna

skiptið. Á þessum 90 sekúndum minnkaði viðnámið marktækt upp að sekúndu 40-45,

en ekki eftir þann tíma.

Rannsóknir Taylor og félaga (1990) og Magnusson og félaga (1995) gefa til kynna

að með endurteknum teygjum megi minnka viðnám vöðva gagnvart teygju og auka

slökun með því að minnka spennu í vöðvanum. Einnig gefa þær tilefni til að ætla að

nóg sé að teygja á vöðva (eða vöðvasinamótum) í fjögur skipti og 30-45 sekúndur í

senn til að fá tilætlaða slökun og aukna lengd á vöðvann með því að minnka þá

spennu sem myndast í honum við teygjuna. Eftir þennan skiptafjölda og þessa

Page 25: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

9

tímalengd virðast áhrif á seigjuteygjanleikann hafa náð hámarki, en eins og rannsókn

Taylors og félaga (1990) sýnir hafa teygjur umfram fjögur skipti ekki merkjanleg áhrif

á slökun eða minnkun spennu í vöðvasinamótum. Út frá þessu má einnig lesa að þar

sem vöðvi slakar meira á í hvert skipti sem hann er teygður og spenna hans minnkar

þá krefjist það minni krafta að teygja vöðvann í sömu lengd eftir því sem skiptin eru

fleiri.

Tvær rannsóknir þar sem aukning á lengd aftanlærisvöðva var mæld sýndu að

vöðvarnir eru komnir aftur í sína mældu upphafslengd innan 15 mínútna. Í báðum

rannsóknum var notuð sama mæliaðferð, þ.e. virkt hnéréttupróf (e. Active Knee

Extension, AKE), sama staðlaða upphitun var notuð og þátttakendur voru 30

karlmenn á svipuðum aldri og með a.m.k. 20° skerðingu í hnéréttu samkvæmt AKE.

Þátttakendum var skipt í rannsóknarhóp, sem fékk teygjur, og viðmiðunarhóp, sem

hvíldi í þann tíma sem teygjurnar tóku hjá rannsóknarhópnum. Í annarri rannsókninni

(DePino, Webright og Arnold, 2000) framkvæmdu þátttakendur stöðuteygju fyrir

aftanlærisvöðva í 30 sekúndur, endurtekna fjórum sinnum með 15 sekúndna hvíld á

milli. Liðhorn hnés þess fótleggjar, sem teygt var á, var mælt fyrir teygjur og eftir

teygjur á mínútum 1, 3, 6, 9, 15 og 30. Á mínútum 1 og 3 mældist marktækt stærra

horn eða 6,8° (1 mín.) og 5,6° (3 mín.) aukning. Sex mínútum eftir teygjurnar hafði

munurinn minnkað þannig að hann var ekki lengur marktækur. Í hinni rannsókninni

(Spernoga, Uhl, Arnold og Gansneder, 2001) var spenna-slaka teygja framkvæmd á

þátttakendum þar sem teygt var óvirkt á aftanlærisvöðva í 7 sekúndur,

jafnlengdarsamdrætti haldið gegn mótstöðu í 7 sekúndur og að lokum slakað á

vöðvanum í 5 sekúndur. Þessi röð var endurtekin fimm sinnum. Liðhorn hnés þess

fótleggjar, sem teygt var á, var mælt fyrir teygjur og eftir teygjur á mínútum 0, 2, 4, 6,

8, 16 og 32. Sýnt var fram á aukinn sveigjanleika í aftanlærisvöðvum í 6 mínútur eftir

að teygt var á vöðvunum. Mestur var munur liðhorns 7,8° á mínútu 0, eða um leið og

fimmtu teygjunni lauk. Á mínútu 6 var munurinn enn marktækur eða 2,53°.

Í rannsókn Magnusson og félaga (1995), sem nánar var lýst framar í þessum kafla,

var í fimm skipti teygt á aftanlærisvöðvum í 90 sekúndur með 30 sekúndna hvíld á

milli skipta. Klukkustund síðar var teygt í sjötta skiptið og við það kom í ljós að

seigjuteygjanlegar breytingar, sem áttu sér stað við fyrstu fimm teygjurnar, voru enn

til staðar. Enn fremur kom í ljós að viðnám vöðvanna gagnvart teygju var marktækt

minna í sjöttu teygjunni en í þeirri fyrstu. Eitt skipti af 90 sekúndna teygju hafði þó

Page 26: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

10

ekki sömu áhrif, sem sýndi sig í því að ekki var munur á viðnámi vöðvanna gagnvart

teygju þegar teygt var á þeim tvisvar með klukkustundar millibili.

2.3.2 Mismunandi form teygja Til eru nokkrar mismunandi aðferðir við að teygja á vöðvum með það markmið að

auka lengd þeirra. Þær eru: óvirkar teygjur (e. passive stretching) þar sem farið er

hægt inn í teygjuna og henni haldið, en við slíkar teygjur er iðulega notast við

utanaðkomandi aðstoð þar sem annar aðili teygir á einstaklingi (Thacker o.fl., 2004);

stöðuteygjur (e. static stretching), sem einstaklingur getur framkvæmt sjálfur, en þá er

vöðvi settur í lengingu og stöðunni haldið í 15-60 sekúndur. Þá teygist á vöðvanum í

ákveðinn tíma og hann fer svo aftur í sína upphafslengd þegar teygjunni er sleppt;

sveifluteygjur (e. ballistic stretching), sem felast í endurteknum hreyfingum þar sem

vöðvi verður fyrir hraðri teygju og slökun til skiptis (Thacker o.fl., 2004; Pollock o.fl.,

1998) og notast er við skriðþunga til að ná fullu hreyfiútslagi liðar, en þar stöðvar

vöðvateygjan hreyfinguna (DeVries, 1980); og stöðuskyns-taugavöðva teygjur (e.

proprioceptive neuromuscular facilitation, PNF), til einföldunar oft nefndar spenna-

slaka teygjur, sem í sínu upphaflega formi byggjast á því að skipst er á að

framkvæma jafnlengdar vöðvasamdrátt og óvirka teygju í gegnum ákveðnar raðir

hreyfinga. Þetta form spenna-slaka teygja er flókið og krefst meðferðaraðila eða

þjálfara með sérhæfingu og reynslu af að framkvæma þær á öðrum einstaklingum

(Thacker o.fl., 2004; Pollock o.fl., 1998). Í slíkri teygju er samdráttur vöðvans talinn

leiða til slökunar í sama vöðva og þannig er unnið með virkni viðbragða og hömlunar,

þ.e. undirstöðuatriði taugavöðvasambanda, til að fá slökun í vöðva sem verið er að

teygja (Smith, 1994; Knudson o.fl., 2000). Þannig er vöðvinn fyrst settur í lengingu og

hann síðan spenntur gegn mótstöðu. Þegar hann slakar aftur er hann teygður lengra

eftir því sem hreyfiútslagið eykst (Smith, 1994).

Til er útgáfa af spenna-slaka aðferðinni þar sem samdráttur er framkallaður í

vöðvahóp, sem er gagnstæður við þann vöðvahóp sem teygja skal á og telja sumir

að það hamli virkni hans (DeVries, 1980). Ef teygja ætti á aftanlærisvöðvum væru

þeir til að byrja með settir í sína hámarkslengingu. Síðan væri framkallaður

samdráttur í ferhöfðavöðva læris (l. m. quadriceps femoris) þar sem hann er

gagnstæður vöðvahópur við aftanlærisvöðva. Talið er að þetta geri það að verkum að

Page 27: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

11

vöðvahópurinn, sem teygt er á, fái hamlandi taugaboð og slaki á og hafi þannig

möguleika á að lengjast meira (Smith, 1994).

Heimildum ber ekki saman um hvaða teygjuaðferðir virka framar öðrum til þess að

auka liðleika. Samkvæmt yfirlitsgrein Gremion (2005) og grein Pollock o.fl. (1998) eru

spenna-slaka teygjur betur til þess fallnar að auka liðleika en aðrar teygjuaðferðir.

Gremion (2005) tekur það einnig fram að óvirkar teygjur séu sagðar hafa meiri áhrif á

aukningu liðleika en sveifluteygjur. Stöðuteygjur og sveifluteygjur virðast hafa sams

konar áhrif, en stöðuteygjur hafa nokkra kosti fram yfir þær síðarnefndu:

stöðuteygjum fylgir minni hætta á því að farið sé yfir þenjanleg takmörk sem vefir

setja hreyfingunni; þær krefjast minni orkunotkunar; og þær létta á vöðvaeymslum á

meðan sveifluteygjur eru gjarnar á að valda þeim (DeVries, 1980).

Virkni mismunandi teygjuaðferða var rannsökuð á 81 dreng, sem allir gengu í

sama grunnskóla. Þeim var skipt í tvo rannsóknarhópa og einn viðmiðunarhóp. Í

rannsóknarhópunum voru annars vegar framkvæmdar æfingar þar sem vöðvi vann í

lengingu og hins vegar voru framkvæmdar stöðuteygjur. Viðmiðunarhópurinn

framkvæmdi engar teygjur eða æfingar. Niðurstöðurnar sýndu marktækt aukinn

liðleika hjá rannsóknarhópunum tveimur, en ekki hjá viðmiðunarhóp. Þó var ekki

munur á milli rannsóknarhópanna tveggja. Prófið sem notað var til að mæla liðleikann

var óvirkt 90/90 próf (sem mælir lengd aftanlærisvöðvanna þar sem einstaklingurinn

liggur á bakinu með 90° beygju í mjöðm og hné og þar er framkvæmd óvirk rétta um

hnéð og hornið er mælt með liðmæli). Prófið var framkvæmt áður en æfingar og

teygjur hófust og aftur sex vikum síðar (Nelson og Bandy, 2004).

Gerð var rannsókn þar sem valdir voru hundrað einstaklingar af handahófi af

báðum kynjum og bornar voru saman fjórar mismunandi teygjuaðferðir til að sjá hvort

munur væri á áhrifum þeirra á aukinn liðleika í aftanlærisvöðvunum. Aðferðirnar voru

virkar og óvirkar SLR (straight leg raise) teygjur og virkar og óvirkar 90/90 teygjur

(sem eru framkvæmdar eins og 90/90 prófið sem lýst er að ofan). Virku teygjurnar

voru framkvæmdar með spenna-slaka aðferð. Niðurstöðurnar sýndu að óvirkar SLR

teygjur höfðu meiri áhrif á vöðvalengd aftanlærisvöðvanna en hinar teygjuaðferðirnar.

Þegar virku og óvirku 90/90 teygjurnar voru bornar saman kom í ljós að þær virku

voru árangursríkari (Fasen o.fl., 2009).

Page 28: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

12

2.3.3 Samband teygja og vöðvakrafts Krafturinn sem vöðvaþráður myndar við samdrátt endurspeglast af lengd hverrar

samdráttareiningar. Hver samdráttareining dregst saman með sem ákjósanlegustum

krafti sé hún í kjörlengd, þ.e. ekki of löng eða stutt, áður en samdrátturinn á sér stað.

Eðlileg hvíldarstaða beinagrindarvöðva tryggir venjulega að samdráttareiningarnar

séu í kjörlengd þegar samdráttur hefst, en lengdin ræðst af því hve mikið þykku og

þunnu þræðirnir skarast. Krafturinn, sem vöðvaþráður getur framkallað, er því í réttu

hlutfalli við fjölda krossbrúa, þ.e. þykkra og þunnra þráða sem skarast. Hefjist

samdráttur þegar lengdin er mikil og þ.a.l. skörunin lítil (fáar krossbrýr) ná þræðirnir

ekki að mynda mikinn kraft þar sem þeir geta aðeins tengst lítillega í upphafi

samdráttarins. Þegar samdráttareiningin er í kjörlengd mynda þykku og þunnu

þræðirnir fjölda krossbrúa og geta þannig framkallað sem ákjósanlegastan kraft í

upphafi samdráttar (Mynd 3) (Silverthorn, 2009).

Mynd 3. Samdráttareining beinagrindarvöðva - Samband lengdar og kraftmyndunar í

samdráttareiningu beinagrindarvöðva. (Speed Matrix Calgary, e.d.)

Page 29: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

13

Rannsókn Fowles, Sale og MacDougall (2000) sýndi minnkaðan vöðvakraft í kjölfar

30 mínútna langrar teygju. Samdráttarviðbragð kálfavöðva við langvarandi óvirkri

teygju var rannsakað til að koma mætti auga á mögulegar breytingar sem gætu orðið

á samdráttarhæfni vöðvans eftir teygju. Tímalengd teygjunnar sem framkvæmd var,

var að mörgu leyti lík teygjuaðferðum sem notaðar hafa verið í dýrarannsóknum og

gæti því haft takmörkuð tengsl við teygjur sem tengjast íþróttum. Sex karlar og fjórar

konur, sem voru virk í íþróttum og ekki með sögu um ökklatengd meiðsli, tóku þátt í

rannsókninni. Þátttakendum var skipt í tvo hópa þar sem annar fékk hámarksteygju á

kálfavöðva en hinn fékk enga teygju. Framkvæmd mælinga var þannig að gerðar

voru formælingar á viljastýrðum hámarksjafnlengdarsamdrætti (HJS), hvílt í 10

mínútur, gefin hámarksteygja (rannsóknarhópur) eða ökkli hafður í hvíldarstöðu

(viðmiðunarhópur), og mælingar á viljastýrðum HJS gerðar strax á eftir og svo eftir 5,

10, 15, 30, 45 og 60 mínútur. Hámarksteygja var framkvæmd þannig að þátttakandi

sat með 90° í bæði mjöðm og hné og með fótinn festan við þartilgert tæki, sem sá um

að teygja á vöðvunum. Sett var hámarksteygja á kálfavöðvana án þess að valda

sársauka og henni haldið í 2 mínútur og 15 sekúndur, en þá var ökklinn settur í

hvíldarstöðu í 5 sekúndur og svo teygður aftur að hámarki, en hámarkið takmarkaðist

af þoli þátttakandans gagnvart teygjunni. Alls voru 13 slíkar teygjur framkvæmdar

þannig að heildarteygjutími var 30 mínútur. Niðurstöðurnar sýndu að teygjan hafði

minnkað viljastýrðan HJS vöðvanna um 28% miðað við formælingu (p < 0,05).

Samdrátturinn hafði náð 80% af formældum samdrætti eftir 5 mínútur og 87% eftir 15

mínútur, en að 60 mínútum liðnum vantaði enn 9% upp á (p < 0,05). Hjá

viðmiðunarhópnum mældust ekki marktækar breytingar á samdrætti vöðvanna.

Rannsakendur töldu líklega ástæðu fyrir þessari minnkuðu samdráttarhæfni vera þá

að eftir teygjuna væri lengd vöðvaþráðanna utan þess bils sem talin er vera kjörlengd

í kúrfunni sem sýnir samband lengdar og kraftmyndunar (Mynd 3).

Nelson, Driscoll, Landin, Young og Schexnayder (2005) komust að þeirri

niðurstöðu í rannsókn sinni á sextán spretthlaupurum, ellefu körlum og fimm konum,

að teygjur sem gerðar voru fyrir spretti höfðu neikvæð áhrif á árangurinn. Á sitt

hverjum deginum í fjórar vikur framkvæmdu þátttakendur eitt af eftirfarandi: teygjur á

hvorugum fótlegg; teygjur á báðum fótleggjum; teygjur á fremri fótlegg í startblokkum;

og teygjur á aftari fótlegg í startblokkum. Hver teygja fól í sér þrjár aðferðir, sem allar

voru hluti af hefðbundinni þjálfun hlauparanna, og utanaðkomandi aðstoð var veitt við

Page 30: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

14

framkvæmd teygjanna. Í fyrsta lagi var teygt á aftanlærisvöðvum í baklegu. Sá

fótleggur sem ekki var verið að teygja var hafður í 45° beygju í mjöðm, 90° beygju í

hné og með il í jörðu. Hinum fótleggnum var lyft beinum upp í lóðrétta stöðu eða

lengra. Í öðru lagi var ökklinn krepptur þar sem fótleggurinn var í lóðréttri stöðu. Í

þriðja lagi var lóðrétti fótleggurinn beygður að fullu í hné og mjöðm þannig að hnéð

nálgaðist brjóstkassa. Þessar þrjár teygjur voru framkvæmdar í ofantalinni röð með

10-20 sekúndna hvíld á milli hverrar aðferðar. Þá var hverri teygju haldið í 30

sekúndur. Eftir eina svona umferð var fótleggurinn hvíldur í 20-30 sekúndur og

umferðin svo endurtekin þar til hver aðferð hafði verið framkvæmd fjórum sinnum allt

í allt. Eftir teygjurnar stóðu þátttakendur eða gengu rólega um í 5-10 mínútur áður en

þeir hlupu spretti. Þrír 20 metra sprettir voru tímamældir og var ein mínúta gefin í

hvíld á milli spretta. Þær niðurstöður fengust að í hvert af þeim þremur skiptum (á

þremur mismunandi dögum) sem teygt var á fyrir sprett var tíminn á 20 metra spretti

marktækt aukinn (0,04 sekúndur) miðað við að ekki væru framkvæmdar teygjur. Ekki

var munur á því hvort teygt var á öðrum fótlegg eða báðum. Nelson og félagar (2005)

gátu þó ekki staðfest að sömu áhrif hefðu verið til staðar 30 mínútum eftir að teygt

var á þar sem allir þátttakendur hlupu sprettina innan 10 mínútna frá teygjum. Að auki

nefna þeir það að í rannsókninni hafi tímamælingar verið gerðar út frá 20 metra

vegalengd, en ekki 100 eða 200 metra eins og hefðbundnir sprettir í keppnum eru.

Því gátu þeir ekki vitað hvort tímaaukningin myndi hafa áhrif í lengri vegalengdum.

Rannsóknir Fowles og félaga (2000) og Nelson og félaga (2005) auk tveggja

annarra rannsókna (Marek o.fl., 2005; Bradley, Olsen og Portas, 2007) gefa til kynna

að ekki sé æskilegt að teygja á vöðvum ef æfingin sem á eftir kemur gerir kröfur um

mikinn vöðvakraft. Það getur átt við í íþróttum sem innihalda spretti (Nelson o.fl.,

2005) og hopp eða þar sem sprengikraftur er notaður (Bradley o.fl., 2007). Þá virðast

sveifluteygjur hafa lítil sem engin áhrif á minnkun vöðvakrafts (Bradley o.fl., 2007), en

stöðuteygjur og spenna-slaka teygjur hafa svipað mikil áhrif (Marek o.fl., 2005;

Bradley o.fl., 2007). Sumar teygjanna sem notaðar voru í þessum rannsóknum voru

ekki með því sniði sem íþróttafólk notar við hefðbundnar æfingar og þátttakendur

voru fáir og þar af leiðandi var afl rannsóknanna lítið. Ef til vill þyrfti að skoða

samband teygja og krafts á stærri hópum og með teygjuaðferðum sem íþróttafólk er

vant að nota til að líkja rannsóknaraðferð við raunverulegar aðstæður.

Page 31: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

15

2.4 Jóga Á síðustu áratugum hafa vinsældir jóga aukist mikið. Hugtakið jóga hefur orðið

sérlega vinsælt á Vesturlöndum og þá sérstaklega í tengslum við líkamlega þjálfun.

Vinsældirnar hafa bæði orðið jógafræðunum að gagni, en einnig dregið úr

raunverulegum gildum þeirra. Jóga er í dag stundum notað sem tískuorð, en þá er

orðinu skeytt við alls kyns aðrar æfingar til þess að gera þær söluvænlegri. En það

sem er líka jákvætt við þróunina er að nú hafa fleiri en nokkru sinni opnað hug sinn

fyrir hugmyndum jógaheimspekinnar (Guðjón Bergmann, 2007). Það opnar einnig

hug vísindamanna fyrir því að kanna jógað betur, hvaða áhrif það í raun hefur og

hvort hægt sé að nota það við meðferðir eða til þess að fyrirbyggja sjúkdóma.

Stjörnurnar í Hollywood hafa einnig átt stóran þátt í því að auka vinsældir jóga. Fyrst

sá fólk jóga sem hugleiðslu eða andlega hreinsun, síðar sem lækningaraðferð til þess

að hafa áhrif á andlegt ástand og nú einnig sem leið til þess að koma sér í líkamlegt

form (Corliss, 2001). Það er mjög mikill kostur við jógaæfingarnar að þær er hægt að

gera nánast hvar sem er, heima í stofu, uppi á fjalli, úti í garði eða í leikfimisal, en

ákveðnar aðstæður eru þó ákjósanlegri en aðrar (Guðjón Bergmann, 2001). Algengt

er að æfingarnar séu framkvæmdar á þunnri dýnu, þar sem fólk er í léttum klæðnaði

og berfætt (Field, 2011).

Til eru rannsóknir sem sýna að ávinningurinn af því að stunda jóga sé

margvíslegur og má þar nefna áhrif á einkenni langvinnra mjóbaksvandamála og

notkun verkjalyfja (Williams o.fl., 2005), lækkaðan blóðþrýsting, lækkaðan hvíldarpúls

(Ankad, Herur, Patil, Shashikala og Chinagudi, 2011) og minnkuð þunglyndis-

(Shapiro o.fl., 2007) og kvíðaeinkenni (Smith, Hancock, Blake-Mortimer og Eckert,

2007).

2.4.1 Uppruni og mismunandi tegundir jóga Orðið jóga er komið úr Sanskrít og merkir sameining. Jóga miðar að sameiningu

líkama, hugar og sálar okkar. Jóga er í raun kerfi og innan kerfisins eru ótal margar

greinar sem hafa allar þessa sameiningu að markmiði. Til eru margar gerðir af jóga,

en venjulega samanstanda þær af teygjuæfingum og misjöfnum jógastöðum ásamt

öndunaræfingum og hugleiðslu. Jóga er m.a. hannað til þess að teygja og móta

vöðva líkamans og einnig viðhalda liðleika í hrygg og útlimum. Sumir halda því einnig

Page 32: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

16

fram að stöður, eins og beygjur, snúningar og teygjur, veiti innri líffærum okkar nudd

(Field, 2011; Guðjón Bergmann, 2001).

Orðið asana merkir kyrrstaða og er þetta orð notað yfir líkamsstöðurnar

(jógastöður) sem notaðar eru í jóga (Guðjón Bergmann, 2001). Lýsingar á

líkamsstöðunum í jóga fundust í Sútra, sem var skrifuð um 300 f.Kr og er eftir

Patajali, sem var Sanskrít fræðimaður og indverskur læknir. Jógastöðurnar eru

venjulega framkvæmdar samhliða djúpri öndun, sem er talin auka súrefnisflæði til

heilans. Öndunin er grundvallaratriði í öllum stöðunum og eru sumar stöðurnar

gerðar mjög hægt og mikil áhersla á að djúp kviðaröndun sé í takt við hverja

hreyfingu (Field, 2011).

Fjórar helstu greinar jóga eru: Gnana-jóga, gnana þýðir viska eða þekking og

snýst þessi grein jóga um það að þekkja sjálfan sig og hentar vel þeim sem eru

hneigðir rökhugsun og vitsmunalegum vangaveltum. Karma-jóga, karma þýðir athöfn

og markmið þess sem stundar þessa tegund jóga er að vera athafnasamur í lífinu og

taka afleiðingum gjörða sinna með jafnaðargeði. Bhakti-jóga, bhakti þýðir tilbeiðsla

og hefur þessi tegund jóga stundum verið kölluð kærleiksjóga, en iðkandinn fer með

bænir, stundar hugleiðslu og tilbiður Guð í öllum myndum. Raja-jóga, raja þýðir

konungur og er þessi tegund hið æðsta jóga. Hún byggist m.a. á siðfræði, að móta

innra lífið, einbeitingu að líkamanum og öndun (Guðjón Bergmann, 2007).

2.4.2 Hatha-jóga Hatha-jóga er grein innan Raja-jóga og hefur m.a. það markmið að koma jafnvægi á

orkuflæði líkamans og styrkja hann. Hatha-jóga er yfirleitt stundað af heilsueflandi

ástæðum og hefur notið gríðarlegra vinsælda á Vesturlöndum (Guðjón Bergmann,

2007). Hatha-jóga byggist á líkamsstöðum (e. asana), öndunaræfingum (e.

pranayama) og slökun (e. meditation). Það samanstendur af 84 jógastöðum sem eru

útfærðar á þúsundi vega, eftir áherslum innan greinarinnar. (Guðjón Bergmann,

2001). Hatha-jóga er vinsælt hérlendis og er kennt með misjöfnum aðferðum í

mörgum líkamsræktarstöðvum landsins.

Sólarhyllingin er samsetning af tólf jógastöðum sem gerðar eru í röð. Hundurinn

(e. downward dog) er ein af þeim tólf stöðum sem eru í sólarhyllingunni og er hann

gerður með báðar hendur og iljar í gólfi, rófubeininu þrýst upp og höfðinu síðan haldið

Page 33: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

17

á milli handleggja (Guðjón Bergmann, 2001) (Mynd 4). Í þessari stöðu eru

mjaðmirnar í beygju og hnén í fullri réttu svo það reynir á teygjanleika

aftanlærisvöðvanna (Levangie, 2005). Mastrangelo, Galantino og House (2007)

gerðu rannsókn á konum við tíðahvörf sem sýndi að jógaæfingar, sem innihalda m.a.

þessa stöðu, bættu almennan liðleika hjá þeim í mjóbaki og mjöðmum. Þetta var

skoðað með Sit and reach prófi, þar sem einstaklingur teygir fingur í átt að tám,

sitjandi með bein hné. Prófið er mælikvarði á liðleika í mjóbaki og lengd

aftanlærisvöðva (Kaminsky, 2006). Einnig upplifðu þær sjálfar bættan liðleika og

vellíðan. Goncalves, Vale, Barata, Varejao og Dantas (2011) gerðu einnig rannsókn

á liðleika kvenna á aldrinum 62-81 árs. Þar voru tveir hópar skoðaðir, annar stundaði

jóga í 14 vikur og hinn ekki, og mátti sjá marktæka aukningu á liðferlum hjá hópnum

sem stundaði jóga m.a. við beygju í mjóbaki og mjöðmum. Í rannsókn Cowen (2010)

á 77 slökkviliðsstarfsmönnum með meðalaldur 40,6 ár (þar af voru 4 konur) var

þátttakendum fylgt eftir í 10 skipti í jóga og sýndu niðurstöðurnar að þeir bættu

marktækt almennan liðleika í bol og mjöðmum, ásamt lengd aftanlærisvöðva (skoðað

með Sit and reach prófi). Einnig var marktæk bæting á starfrænu þjálfunarástandi (e.

functional fitness), skoðuðu með The functional movement screen, sem eru 7

æfingar gerðar eftir ákveðnu kerfi og einkunnir gefnar fyrir gæði æfinganna á

skalanum 0-3. Þetta próf er ætlað til þess að mæla hreyfigetu, jafnvægi og liðleika hjá

íþróttafólki. (Cook, Burton og Hoogenboom, 2006a; Cook, Burton og Hoogenboom,

2006b).

Page 34: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

18

Mynd 4. Jógastaðan hundurinn (Campbell, e.d.)

2.5 Hlaup og aftanlærisvöðvar

2.5.1 Skilgreining á hlaupi Hlaup er hreyfing sem svipar til göngu að undanskildum nokkrum atriðum: hlaup

krefst meira jafnvægis, vöðvastyrks og hreyfiútslags liða en venjuleg ganga gerir.

Gerð er krafa er um aukið jafnvægi vegna þess að a) undirstöðuflöturinn í hlaupi er

minni en í göngu; b) þeir hlutar gönguhringsins, sem einkennast af tvöföldum

stuðningi (e. double support), þar sem báðir fætur eru í jörðu, eru ekki til staðar; og c)

hlutar hlaupahringsins einkennast af sviffasa (e. float period) þar sem báðir fætur eru

á lofti (Mynd 5). Eftir því sem hraði hlaups eykst verður hlutfall sviftímabilsins af

hlaupahringnum hærra og stöðufasinn (e. stance phase) styttist. Hlaup krefst aukins

vöðvastyrks vegna þess að vöðvarnir þurfa að framkalla meiri orku en í göngu til að

halda uppi líkamanum (þ.e. höfði, handleggjum og bol) og halda á honum jafnvægi.

Einnig þurfa vöðvar og liðumbúnaður að geta tekið upp meiri orku til að geta haft

stjórn á þyngd líkamans við hlaup. Hreyfiútslag hnés í beygju þarf að aukast um 90°

miðað við í göngu og í mjaðmarliðnum þarf hreyfiútslagið að vera tvöfalt á við í

göngu. Magn hreyfiútslags, sem talið er þurfa við hlaup, er þó misjafnt bæði eftir

Page 35: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

19

hraða hlaups og rannsakendum (Gazendam og Hof, 2006; Olney, 2005). Ávinningur

af hlaupi er m.a. minnkaðar líkur á of háu kólesteróli, sykursýki, háþrýstingi og hjarta-

og æðasjúkdómum og eftir því sem áreynslan er meiri þeim mun meiri er heilsutengdi

ávinningurinn (Williams, 2008).

Mynd 5. Sviffasi í hlaupi (Men’s health magazine, e.d.)

2.5.2 Hlaupahringurinn Skrefhringurinn í hlaupi skiptist í sveiflufasa (e. swing phase) og stöðufasa (Mynd 6).

Hringurinn byrjar þegar annar fóturinn kemst í snertingu við jörðina og endar þegar

sami fótur snertir jörðina aftur. Stöðufasi hefst á hælstuði (e. heel-strike), eða þegar

hæll snertir jörðina, og endar með fráspyrnu (e. toe-off) þegar fóturinn missir

snertingu við jörðina. Sveiflufasi hefst með fráspyrnu fótar frá jörðu og endar með

hælstuði sama fótar. Það sem einkennir hlaup er að í sveiflufasanum eru tvö tímabil

af sviffasa, en á þessum tveimur tímabilum við göngu eru báðir fætur í snertingu við

jörðina (Olney, 2005).

Page 36: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

20

Mynd 6. Hlaupahringurinn (Maria, Katie, Melinda og Devin, e.d.)

Eins og áður kom fram krefst hlaup meira hreyfiútslags en ganga (Tafla 1). Í seinni

hluta sveiflufasa er beygja í mjöðm 55-60°. Rétt áður en sveiflufasanum lýkur er

mjöðmin komin í 45-50° beygju til að undirbúa sig fyrir lendingu eða hælstuð, en þá

fer mjöðmin í 45° beygju, þ.e. við upphaf stöðufasa. Hnéð fer í 20-40° beygju við

upphaf stöðufasa og heldur svo áfram að beygjast upp að 60°, en þá réttist úr því að

40° þar til fráspyrna á sér stað (Olney, 2005).

Hreyfing Hlaup Ganga

Beygja 55°-65° 30°

Mjöðm Rétta 10°-20° 0°-20°

Beygja 80°-130° 40°-50°

Hné Rétta 0°-5° 0°

Tafla 1. Hreyfiútslag í hlaupi og göngu

Í upphafi sveiflufasans eru aftanlærisvöðvarnir líklega að vinna í styttingu yfir hnélið til

þess að beygja hnéð og nær það hámarki í miðhluta sveiflunnar. Í lok sveiflufasans

fara vöðvarnir svo að vinna í lengingu til þess að stjórna réttunni í hnéliðnum og

undirbúa mjöðmina fyrir réttuna sem síðan á sér stað í framhaldi (Mynd 7) (Olney,

2005).

Page 37: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

21

Mynd 7. Virkni aftanlærisvöðva í hlaupahringnum (Novacheck, 1998).

2.5.3 Aftanlærisvöðvatognanir Einkenni sem fylgja aftanlæristognunum geta verið viðvarandi og rannsóknir hafa

sýnt að líkurnar á endurteknum meiðslum séu í kringum 12-31% (Petersen og

Hölmich, 2005). Tognun á aftanlærisvöðvum á sér oftast stað í lærtvíhöfðanum eða í

um 53% tilvika (Woods o.fl., 2004).

Hópur af læknum skráði upplýsingar um meiðsli hjá 91 liði af atvinnuíþróttafólki í

fótbolta og var þetta gert yfir tvö tímabil. Aftanlærismeiðsli voru 12% af öllum

meiðslum yfir þessi tvö tímabil. Samkvæmt rannsókn Devlin árið 2000 gæti þessi háa

tíðni meiðsla í aftanlærisvöðvum að hluta til verið vegna þess að vöðvahópurinn

vinnur yfir tvenn liðamót (Woods o.fl., 2004). Þeim mun hærra sem hlutfallið er af

hröðum vöðvaþráðum (e. fast twitch fibers) í aftanlærisvöðvum miðað við aðra

mjaðma- og fótleggjavöðva þeim mun líklegri eru þeir til að framkvæma meiri kraft

(Woods, Hawkins, Hulse og Hodson, 2003). Vöðvaójafnvægi getur gert það að

verkum að aftanlærisvöðvarnir auka notkun sína á hægum vöðvaþráðum, en það

getur gert vöðvana móttækilegri fyrir meiðslum því þá er þeim ögrað til að

framkvæma háhraða vinnu, sem hröðu vöðvaþræðirnir eru vanir að sjá um, með

hægu vöðvaþráðunum. Þess vegna gæti verið þess virði að athuga vöðvaójafnvægi

þegar verið er að athuga og vinna með þess konar meiðsli. Samkvæmt Williams og

Page 38: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

22

Warwick árið 1980, er hægt að útskýra þessa háu meiðslatíðni með líffærafræðinni á

bakvið lærtvíhöfðann (Woods o.fl., 2004). Þar ber hæst að lærtvíhöfðinn er bæði með

langt og stutt höfuð og eru þau ítauguð af sitt hvorri tauginni. Zuluaga, Briggs og

Charlisle skýrðu árið 1995 frá því að þessi tvíþætta ítaugun gæti leitt af sér

ósamstillta örvun á höfðunum. Mismunandi tímasetning á samdrætti, sem á sér stað

á sitt hvoru höfðinu, getur þýtt það að hæfileikinn til að mynda áhrifaríka spennu, sem

stjórnar álaginu á vöðvana, sé minnkaður (Woods o.fl., 2004). Burkett lýsti árið 1975

líffærafræðilegum breytileika í festingu lærtvíhöfðans, sem getur gert ákveðna

einstaklinga móttækilegri fyrir meiðslum en aðra. Hann sagði frá því að víðtæk festing

skammhöfuðsins á lærleggnum, með yfirliggjandi vöntun á styrk gæti gert

lærtvíhöfðann móttækilegri fyrir meiðslum. Langhöfuð lærtvíhöfðans hefur upptök frá

setbeinshnjóski og frá neðri hluta af spjaldbeins- og hnjóskbandi (l. lig. sacrotuberale)

og því eru mismunandi skoðanir á því hvort lærtvíhöfðinn fari yfir þrenn liðamót og sé

þess vegna í meiri hættu á meiðslum en aðrir hlutar aftanlærisvöðvanna (Woods o.fl.,

2004). Festing lærtvíhöfðans á dálkshöfði gæti einnig verið ástæða fyrir auknum

líkum á meiðslum með þeim hætti að hafi fyrrum ökkla- eða hnémeiðsli átt sér stað

gætu þau hafa breytt hreyfingunni á efri sköflungs-dálkslið (l. art. tibiofibularis

superior), sem getur svo haft áhrif á lífaflfræðina á lærtvíhöfðanum (Woods o.fl.,

2004).

2.5.4 Hlaup og aftanlærisvöðvar Aftanlærisvöðvarnir vinna í síðari hluta sveiflufasans við það að stöðva sveiflufótinn

og stjórna réttunni sem á sér stað í hnélið (Gazendam og Hof, 2006; Olney, 2005).

Rannsókn var gerð á sjö einstaklingum þegar þeir hlupu spretti á hlaupabretti

innandyra þar sem síðasti hluti sveiflufasa var skoðaður með tilliti til

aftanlærisvöðvanna og var hver hluti vöðvanna skoðaður fyrir sig. Gögn um hreyfingu

líkamans og gagnkraft (e. ground reaction force) voru skráð samtímis hjá sjö

þátttakendum á meðan þeir sprettu á hlaupabretti innandyra. Rannsóknargögn voru

færð inn í þrívíddar tölvuforrit sem samanstóð af 12 líkamspörtum og 92 gerðum

vöðva og sina. Niðurstaðan var sú að allir þrír aftanlærisvöðvarnir náðu

hámarksálagi, mynduðu hámarkskraft og mynduðu mikið af neikvæðri vinnu á meðan

þessum hluta hlaupahringsins stóð. Lífaflfræðilegt (e. biomechanical) álag var

Page 39: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

23

mismunandi fyrir hvern hluta aftanlærisvöðvanna; lærtvíhöfðinn sýndi mestu

hámarksspennuna, hálfsinungsvöðvinn sýndi mestu hraðalenginguna og

hálfhimnuvöðvinn myndaði mesta hámarkskraftinn (frásogaði, framleiddi mesta

kraftinn og framkvæmdi mest magn af jákvæðri og neikvæðri vinnu) (Schache, Dorn,

Blanch og Brown, 2012).

Rannsókn var gerð á tólf einstaklingum þar sem skoðuð voru hreyfingin í heild

sinni, EMG virkni og gagnkraftar á stöðluðu hlaupabretti þar sem hraðinn var frá 80%

af hámarkshraða og upp í hámarkshraða (meðaltal um 7,8 m/sek). Niðurstöður

þessarar rannsóknar voru að þetta mikla magn af tregðuþyngd (e. inertial loads), sem

á sér stað þegar hlaupið er á hámarkshraða, virðist gera það að verkum að

aftanlærisvöðvarnir eru móttækilegastir fyrir meiðslum í sveiflufasanum. Þessar

upplýsingar eru mikilvægar fyrir forvarnir gegn meiðslum og endurhæfingaráætlanir

(Chumanov, Heiderscheit og Thelen, 2011). Thelen o.fl. lýstu því árið 2005 að

ástæðan fyrir því að aftanlærisvöðvarnir eru móttækilegastir fyrir meiðslum í

sveiflufasanum væri líklegast sú að þá eru þeir að framkvæma talsvert magn af

neikvæðri vinnu, og í lok sveiflufasans í hlaupahringnum verður mesta lengingin á

vöðvasinamótunum. Einnig lýstu þeir því að mesta teygjan sem á sér stað á

vöðvasinamótunum í lok sveiflufasans helst óbreytt/stöðug þrátt fyrir að hraði aukist

frá 70% af hámarkshraða (submaximal) og upp í hámarkshraða (Chumanov o.fl.,

2007). Hámarkskraftur (N) í aftanlærisvöðvum og neikvæð vinna á vöðvasinamótum

eru talin aukast verulega með auknum hraða. Með auknum hreyfiferli í kringum

mjaðmir eykst mjaðmabeygjan, en við það eykst skreflengdin og skreftíðnin minnkar,

sem gerir það að verkum að hlaupahraðinn eykst (Caplan, Rogers, Parr og Hayers,

2009).

Chumanov o.fl. (2007) styðja þá hugmynd að aftanlærisvöðvameiðsli sem verða á

meðan spretti stendur, geti tengst endurteknu magni af neikvæðri vinnu sem á sér

stað í sprettum. Við það verður röskun í samhæfingu á vöðvum í kringum

mjaðmirnar, sem eykur á hina miklu teygju sem á sér stað í hverju skrefi. Þeirra

ályktun var einnig sú að mikið magn af endurtekinni neikvæðri vinnu geti valdið

lítilsháttar skaða á vöðvunum sem geri þá þ.a.l. móttækilegri fyrir meiðslum. Þau

töldu einnig að sveiflur í tauga- og vöðvastjórnun á miklum hraða gætu myndað

óstöðugleika í lengingu aftanlærisvöðvanna í hverju skrefi, sem gæti þannig aukið

líkurnar á meiðslum í vöðvunum. Tolsma sagði frá því árið 1985 að þar sem

Page 40: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

24

aftanlærisvöðvarnir fari ekki í fulla lengingu á meðan hlaupi stendur sé ekki

nauðsynlegt að vinna að því að auka hreyfiferilinn í því ferli (Caplan o.fl., 2009).

Kvenhlauparar eru líklegri til að verða fyrir meiðslum í neðri útlimum þegar þeir eru

bornir saman við karlhlaupara. Ástæðan fyrir því er mismunandi líkamsbygging karla

og kvenna, sem leiðir af sér mismunandi hlaupastíl. Munurinn á líkamsbyggingunni er

t.d. sá að mjaðmaaðfærsla og -innsnúningur eru meiri hjá konum. Einnig eru þær

oftar með kiðfættari stöðu á hnjám en karlar, þ.e. lærleggs-sköflungs hornið er aukið.

Kvenhlauparar framkvæma einnig meiri neikvæða vinnu þar sem vöðvarnir eru í

lengingu í fram- og þverlægu plani (Ferber, Davis og Williams III, 2003; Lewek,

2005).

Meiðsli í aftanlærisvöðvum hjá hlaupurum eru mjög algeng og í rannsókn sem

gerð var á 2002 hlaupurum, sem hrjáðust af hlaupameiðslum, voru meiðsli í

aftanlærisvöðvum í ellefta sæti yfir algengustu meiðslin (Taunton o.fl., 2006). Í

kringum 1970 fór áhugi á meðal almennings fyrir hreyfingu að aukast verulega

þannig að líkja mætti við þjálfunarsprengju. Þessi þjálfunarsprengja hélt áfram næstu

árin og á tímabilinu 1984-1986 byrjuðu um 25 milljónir Ameríkana að stunda

hreyfingu í fyrsta skipti (Glover, Shepard og Glover, 1996). Hlaup var og heldur áfram

að vera íþrótt sem margir kjósa að stunda vegna þæginda, heilsufarslegs ávinnings

og fjárhagslegrar hagkvæmni (Taunton o.fl., 2006). Noakes og Granger sögðu árið

1996 frá því að hlaupameiðsli geti stafað af mörgum ytri eða innri þáttum. Til ytri

þátta teljast t.d. röng þjálfun, gamlir skór og undirlag, en til innri þátta teljast t.d.

lélegur liðleiki, röng samstilling (e. malalignment), líkamsbygging (e. anthropometry),

fyrri meiðsli og reynsla í hlaupum (Taunton o.fl., 2006).

2.5.5 Hlaupahagkvæmni Hlaupahagkvæmni (e. running economy) er eitt atriði sem getur haft áhrif á

frammistöðu hjá samkynja hóp hlaupara. Saunders, Pyne, Telford og Hawley lýstu

því árið 2004 að hlaupahagkvæmni væri oftast skilgreind sem sambandið á milli

súrefnisupptöku (VO2) og hlaupahraða. Einstaklingur með lægri súrefnisupptöku er

því talinn vera sparneytnari á orkuna. Hlaupari sem er sparneytnari á orkuna hleypur

ákveðna vegalengd með því að eyða minna af súrefni, þ.e. hann hleypur lengri

vegalengd á ákveðnu rúmmáli af súrefni (Dumke, Pfaffenroth, McBride og McCauley,

Page 41: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

25

2010). Niðurstöður rannsókna á ástæðum mismunandi hlaupahagkvæmni eru

misjafnar. Crews taldi árið 1992, að ástæðurnar væru meðal annars aldur, líkamshiti,

vöðvabygging, þreyta, þjálfun, sálfræðilegar skapsveiflur, erfðir og lífaflfræðilegir

þættir (Beaudoin og Blum, 2005).

Einn af lífaflfræðilegu þáttunum, sem hefur verið mjög umdeildur, er tengingin á

milli liðleika og hlaupahagkvæmni. Almenn trú sem studd er af rannsókn Godges og

félaga frá árinu 1989, er að hægt sé að beintengja aukinn liðleika við betri árangur í

hlaupum (Beaudoin og Blum, 2005). Hinsvegar fundu Gleim og félagar árið 1990

ásamt Craib o.fl. árið 1996 að minni liðleiki, eða stífni, í bol og neðri útlimum væri

beintengdur við aukna hlaupahagkvæmni (Beaudoin og Blum, 2005). Jones (2002)

fann einnig neikvæða tengingu á milli liðleika í neðri útlimum og mjóbaki (skoðað

með Sit and reach prófi) og hlaupahagkvæmni hjá karlkyns langhlaupurum.

Niðurstöðurnar bentu til þess að stíft kerfi beinagrindarvöðva minnki súrefnisþörfina

(e. aerobic demand) með því að fá vöðvana til að dragast saman af meiri krafti og

með minni orku en ef vöðvarnir væru eftirgefanlegri. Mismunandi niðurstöður á meðal

þessara rannsókna gætu verið vegna hamlana í aðferðum á rannsóknarformum.

Sumar rannsóknir voru ekki með fullnægjandi aðbúnað, eins og t.d. hlaupabretti

(Beaudoin og Blum, 2005). Þátttakendur í rannsóknum hjá Gleim o.fl. árið 1990 og

Godges o.fl. árið 1989 voru ekki þolþjálfaðir íþróttamenn eða vel þjálfaðir hlauparar.

Þeir höfðu konur og karla saman í rannsókninni, en það gæti skekkt niðurstöðurnar

þar sem konur eru með betri liðleika en karlar og eru einnig með lægri

súrefnisupptöku (Beaudoin og Blum, 2005). Betri teygjanleiki vöðvans minnkar

magnið af súrefni sem hann getur frásogað (Johnston, Taunton, Lloyd-Smith og

McKenzie, 2003). Frammistaðan var greinilega betri í hópnum sem teygði ekki miðað

við þann sem teygði. Meiri orku (kcal) var eytt hjá teygjuhópnum á ákveðinni

vegalengd miðað við hinn hópinn, sem teygði ekki og hljóp sömu vegalengd. Þeirra

ályktun var því að sé teygt fyrir hlaup þurfi að notast við meiri orku í hlaupinu (Wilson

o.fl., 2010).

Stífleiki í fótleggjum gerir það að verkum að fæturnir ná að fjaðra við lendingu.

Stífleikinn er því mjög mikilvægur þegar ætlunin er að ná hámarkshraða og halda í

við skriðþungann, sem myndast hefur við hraðaaukninguna sem á sér stað í spretti.

Þegar íþróttamann skortir fullnægjandi stífleika í fótleggjum eykst tíminn verulega við

lendingu þar sem nota þarf aukna orku miðað við það að stífleikinn væri til staðar

Page 42: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

26

(Young, 2012). Rannsókn Dumke og félaga (2010) var framkvæmd á tólf vel

þjálfuðum hlaupurum og var þar kannað hvort samband væri á milli vöðvastyrks og

stífleika í þríhöfðavöðva kálfa (l. m. triceps surae) og hlaupahagkvæmni. Niðurstaðan

var sú að eftir því sem stífleikinn var meiri, þeim mun minni vöðvavinnu þurfti að

framkvæma og þ.a.l. var orkusparnaðurinn meiri. Talið hefur verið að liðleiki hafi

neikvæð áhrif á hlaupahagkvæmni, en í ofannefndri rannsókn var ekki samband á

milli hlaupahagkvæmni og liðleika þegar mælt var með Sit and reach prófi, en það

gæti verið vegna lítils úrtaks af vel þjálfuðum hlaupurum.

Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að styrktarþjálfun geti aukið

hlaupahagkvæmni í bæði vel þjálfuðum hlaupurum og einstaklingum sem eru ekki

eins vel þjálfaðir (Paavolainen, Häkkinen, Hämäläinen, Nummela og Rusko, 1999;

Stkren, Helegrud, Maria og Hoff, 2008). Kubo, Morimoto og Komuro lýstu því árið

2007 að aukinn styrkur og kraftur gætu aukið hlaupahagkvæmni og árangur. Síðan

það kom fram hafa einnig komið fram tilgátur um að það gæti verið vegna aukins

stífleika í vöðvum og sinum (Dumke o.fl., 2010).

2.5.6 Teygjur og meiðsli Rannsóknir hafa sýnt fram á mismunandi niðurstöður á sambandinu á milli lengdar

aftanlærisvöðva og hættunnar á meiðslum. Sjö rannsóknir sýndu að ekkert samband

væri á milli lengdar aftanlærisvöðva og meiðsla (Yeung o.fl. 2009; Gabbe o.fl. 2005;

Arnason o.fl., 2004; Gabbe o.fl. 2006; Engebretsen o.fl., 2010; Orchard o.fl., 1997;

Bennell o.fl., 1998). Hinsvegar eru þrjár rannsóknir sem sýnt hafa samband á milli

þess að byggja upp liðleika fyrir tímabilið og meiðsla á sjálfu tímabilinu.

Rannsóknirnar beindust að atvinnumönnum í evrópska fótboltanum (Henderson,

Barnes og Portas, 2010; Bradley og Portas, 2007; Witvrouw o.fl. 2003). Aðferðin,

sem notuð var í þessum þremur rannsóknum, við að mæla lengdina á

aftanlærisvöðvum var SLR (straight leg raise) prófið. Sú aðferð hefur verið gagnrýnd

(Devlin, 2000). Taugabandvefur getur einnig verið þáttur sem takmarkar hreyfinguna

við SLR (Magee, 2008).

Arnason, Andersen, Holme, Engebretsen og Bahr (2006) komust að þeirri

niðurstöðu að engin tenging væri á milli einangraðrar liðleikaþjálfunar fyrir

aftanlærisvöðva og lækkaðrar tíðni meiðsla í stóru úrtaki af skandinavískum

Page 43: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

27

fótaboltamönnum. Herbert og Gabriel (2002) studdu niðurstöðu Arnason og félaga

um það að teygjur væru ekki beintengdar við meiðsli í aftanlærisvöðvum. Niðurstöður

rannsóknar Chumanov o.fl. (2007) gáfu til kynna að tengsl gætu verið á milli liðleika í

beygjuvöðvum mjaðma og áhættu á aftanlærisvöðvameiðslum. Þeir töldu að á

meðan á hlaupi stendur geti stuttir beygjuvöðvar mjaðma haft áhrif á stöðu

mjaðmagrindarinnar, sem geta þá sett aftanlærisvöðvana gagnstæðu megin í

óhagstæða stöðu (meiri lengingu) við hlaup, sem þá getur aukið líkur á meiðslum í

þeim vöðvum. Riley, Franz, Dicharry og Kerrigan (2009) hafa nýlega sýnt fram á að

hámarkslenging á beygjuvöðvum mjaðma á stöðufætinum eigi sér stað á sama tíma

og hámarkslenging á aftanlærisvöðvum á sveiflufætinum þegar viðkomandi er að

hlaupa.

Sugiura, Tomoyuki, Sakuraba, Sakuma og Suzuki (2008) skýrðu frá því að

framúrskarandi spretthlauparar, sem höfðu fengið skyndilega aftanlærisvöðvatognun,

höfðu minnkaðan styrk við styttingu í réttivöðvum mjaðma. Af þessu má ráða að það

gæti verið mikilvægt að skoða styrkinn á stærsta þjóvöðvanum þegar hann er í

styttingu, þ.e.a.s. á þeim tímapunkti þegar hann hjálpar aftanlærisvöðvunum að

framkvæma réttu í mjöðm. Vöntun er á frekari rannsóknum á þessu sviði

(Mendiguchia, Alentorn-Geli og Brughelli, 2012).

Page 44: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

28

3 Tilgangur og tilgátur rannsóknar

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að styttingar eiga sér oft stað í aftanlærisvöðvum hjá

hlaupurum m.a. vegna mikils magns af neikvæðri vinnu vöðvanna (Chumanov o.fl.,

2007). Mismunandi niðurstöður eru á meðal rannsókna á sviði liðleika og árangurs í

hlaupi. Sumar rannsóknir sýna að aukinn liðleiki skili sér í betri árangri í hlaupi

(Godges o.fl., 1989) og nýlegri rannsóknir sýna fram á að aukinn stífleiki skili sér í

bættum árangri í hlaupi (Young, 2012; Jones, 2002). Einnig eru mismunandi

niðurstöður á sambandi liðleika og meiðslatíðni. Nokkrar rannsóknir styðja þá

kenningu að aukinn liðleiki sýni sig í lægri meiðslatíðni, en þar hafa mæliaðferðirnar

verið gagnrýndar (Henderson o.fl., 2010; Bradley og Portas, 2007; Witvrouw o.fl.,

2003). Fleiri rannsóknir sýna fram á að aukinn liðleiki hafi ekki áhrif á meiðslatíðni

(Yeung o.fl. 2009; Gabbe o.fl. 2005; Arnason o.fl., 2004; Gabbe o.fl. 2006;

Engebretsen o.fl., 2010; Orchard o.fl., 1997; Bennell o.fl., 1998).

Víðsvegar er það nefnt að liðleiki sé nauðsynlegur í íþróttum sem krefjast mikils

hreyfiútslags liða, t.d. í fimleikum (Thacker o.fl., 2004; Ylinen o.fl., 2009; Kinser o.fl.,

2008) og sundi (Thacker o.fl., 2004). Einnig hafa rannsóknir sýnt að jóga auki

almennt liðleika (Cowen, 2010; Goncalves o.fl., 2011; Mastrangelo o.fl., 2007).

Tengsl jóga og hlaups hafa lítið verið rannsökuð og því vildum við skoða nánar með

mælingum hvort munur væri á lengd aftanlærisvöðva kvenhlaupara og kvenhlaupara

sem stunda jóga. Út frá því vildum við velta fyrir okkur og taka saman niðurstöður

fyrri rannsókna um það hvort aukinn liðleiki sé ákjósanlegur fyrir konur sem stunda

hlaup.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort munur væri á lengd

aftanlærisvöðva hjá þremur hópum kvenna á aldrinum 30-45 ára: hópur 1 eru konur

sem hlaupa a.m.k. 25 km á viku og stunda jóga a.m.k. 1 sinni í viku samhliða; hópur

2 eru konur sem hlaupa a.m.k. 25 km á viku, en stunda ekki jóga; og hópur 3 eru

konur sem stunda almenna líkamsrækt a.m.k. 3 sinnum í viku.

Rannsóknartilgáta 1: Konur sem stunda almenna líkamsrækt eru með lengri

aftanlærisvöðva en konur sem stunda hlaup.

Rannsóknartilgáta 2: Konur sem stunda hlaup og jóga samhliða því eru með

lengri aftanlærisvöðva en konur sem stunda hlaup.

Page 45: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

29

4 Aðferðir

4.1 Þátttakendur Þátttakendur í þessari rannsókn voru konur á aldrinum 30-45 ára og var þeim skipt í

tvo rannsóknarhópa og einn viðmiðunarhóp. Skilyrði fyrir þátttöku má sjá í Töflu 2.

Takmörkun fyrir alla þátttakendur var að hafa verið án aftanlærismeiðsla í sex

mánuði áður en mælingar fóru fram.

Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNb2011110015/03.7) og

tilkynnt til Persónuverndar áður en mælingar hófust. Þátttakendur voru valdir með

hentugleikaúrtaki og til að afla þeirra höfðum við samband við nokkra hlaupahópa á

höfuðborgarsvæðinu ásamt því að setja inn auglýsingu á heimasíðu

Hlaupadagbókarinnar (www.hlaup.com). Einnig höfðum við samband við jóga- og

líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og fengum vini og vandamenn, sem

stóðust skilyrði, til þess að taka þátt. Alls voru 38 konur skráðar í rannsóknina, en

eftir að hún hófst hlutu tvær kvennanna meiðsli á aftanlærisvöðvum og gátu þ.a.l.

ekki tekið þátt. Mælingar voru því gerðar á 36 konum. Þátttakendur fengu sendar

upplýsingar um rannsóknina fyrir þátttöku (Viðauki 1). Þegar þeir mættu til

rannsóknar var þeim afhent blað með upplýstu samþykki (Viðauki 2) og þurftu þeir að

skrifa undir það í tvíriti svo rannsakendur gætu hafist handa. Hverjum þátttakanda var

síðan gefið auðkenni til þess að halda nafnleynd. Áður en mælingar hófust svöruðu

þeir að lokum spurningalista (Viðauki 3).

Hópur Fjöldi Hlaup á viku Hafa æft hve lengi/hve oft Jóga á viku

1 - Jóga 7 ≥ 25 km 6 mánuðir ≥ 1 sinni

2 - Hlauparar 14 ≥ 25 km 6 mánuðir Ekki reglulega

3 - Almenn

líkamsrækt

15 ≤ 12 km 3x í viku Ekki reglulega

Tafla 2. Skilyrði fyrir þátttöku.

Page 46: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

30

4.2 Tækjabúnaður Togmælir: MIE (Medical research ltd., Leeds, England)

Myndavél: Sony Handicam, DCR-HC90E PAL. (Sony, Aichi, Japan)

Myndgreiningarbúnaður: Kine Pro (Kine ehf, Hafnafjörður, Ísland)

Meðferðarbekkur, viðarplata, handklæði, þrjú belti, 120° tréhorn.

Spurningalisti: Hannaður af rannsakendum.

4.3 Mæliaðferðir Mælingar fóru fram dagana 9.-25. janúar 2012 í Rannsóknarstofu í hreyfivísindum við

Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóla Íslands í Stapa. Um mælingarnar sáu Íris Rós

Óskarsdóttir, Sara Lind Brynjólfsdóttir og Sólveig María Sigurbjörnsdóttir, nemar á 4.

ári í sjúkraþjálfun. Þátttakendur mættu í eitt skipti í mælingu þar sem þeir skrifuðu

undir upplýst samþykki, svöruðu stuttum spurningalista og síðan var mæld

aftanlærisvöðvalengd þeirra. Aðferðin sem notuð var við mælingar var óvirk hnérétta

(e. passive knee extension, PKE).

4.3.1 Óvirk hnérétta Þátttakandi liggur á bakinu á meðferðarbekk með viðarplötu sem undirlag. Litlu

upprúlluðu handklæði er komið fyrir undir mjóbaki til þess að halda eðlilegri sveigju

þess. Þeim fótlegg, sem ekki er verið að mæla, er haldið föstum við bekkinn með því

að herða um hann belti rétt ofan við hnéskel, sem síðan er fest undir bekkinn, en það

er gert svo ekki verði hreyfing á fótleggnum eða mjaðmagrind. Fótleggurinn sem á að

mæla er færður í 120° beygju í mjöðm og er sú beygja mæld með sérútbúnu 120°

tréhorni. Fótleggnum er haldið í þessari stöðu með því að setja belti rétt ofan við

hnésbót og festa við bekkinn þeim megin sem höfuð þátttakanda er. Því næst er

þreifað fyrir dálkshnyðju (l. malleolus lateralis), hliðlægri gnípu lærleggs (l.

epicondylus lateralis femoris) og stóru lærhnútu (l. trochanter major) og þar komið

fyrir merkingum, sem síðar eru notaðar til þess að reikna út liðhorn hnésins. Togmæli

er komið fyrir á aftanverðum fótlegg rétt ofan við dálkshnyðju og með honum er togað

í hornrétta stefnu miðað við sköflung til að rétta úr hnénu. Þegar mælandi réttir óvirkt

Page 47: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

31

úr hné þátttakanda eru honum gefnar leiðbeiningar um að styðja þétt með höndum á

læri svo horn mjaðmarinnar haldist stöðugt og passa að hnéð leiti hvorki út né inn á

við (Arnason, Sigurdsson, Gudmundsson, Holme, Engebretsen og Bahr, 2004;

Fredriksen, Dagfinrud, Jacobsen og Mæhlum, 1997). Þegar 8 kg krafti er náð er

stöðunni haldið og mynd tekin (Mynd 8). Myndavélin er á þrífæti og staðsett 2,67

metra frá bekknum og er henni stillt upp þannig að linsan sé hornrétt á hreyfiás hnés.

Myndirnar eru síðar færðar inn í KinePro forritið þar sem horn hnjánna á hverjum

þátttakanda er reiknað í gráðum (Arnason o.fl., 2004). Hjá öllum þátttakendum voru

mæld horn á bæði vinstri og hægri fæti.

Mynd 8. Óvirk hnérétta - Próf notað til þess að mæla vöðvalengd aftanlærisvöðva.

4.3.2 Spurningalisti Spurningalisti sem þátttakendur svöruðu var hannaður af rannsakendum. Listinn

innihélt spurningar um núverandi þjálfun, fyrri þjálfun, meiðsli og hvers eðlis meiðslin

hafi verið (Viðauki III).

Page 48: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

32

4.3.3 Framkvæmd mælinga Til þess að allar mælingar færu fram á nákvæmlega sama hátt var hver rannsakandi

með ákveðið hlutverk í rannsókninni. Þátttakendur byrjuðu á því að svara

spurningalista um núverandi þjálfun og fyrri meiðsli. Eftir það var hjólað á þrekhjóli í 5

mínútur þar sem sama þyngd, samkvæmt þyngdarskífu á hjóli, var notuð fyrir hvern

og einn og fyrirmæli voru gefin um að viðkomandi skyldi hjóla á þeim hraða sem

honum þætti þægilegur. Eftir upphitun var farið úr skóm og sokkum og í stuttbuxur.

Framkvæmt var óvirkt hnéréttupróf og niðurstöður færðar á tölvutækt form undir

auðkennum þátttakenda.

4.4 Tölfræði Reiknuð voru út meðaltöl liðhorna hnjáa á hvorum fótlegg fyrir sig innan hvers hóps.

Notast var við Microsoft Office Excel 2007 fyrir þessa útreikninga. Gerð var ANOVA

fjölþáttagreining til að bera saman liðhorn hnjáa á milli hópa. Einnig var notað Tukey

eftirápróf. Notað var óparað t-próf til að kanna hvort munur væri á meðaltalsliðhorni

hægra og vinstra hnés þegar hóparnir þrír voru teknir saman. Einnig var notað

óparað t-próf til að kanna hvort munur væri á liðhorni út frá hlaupinni vegalengd innan

hóps 2 (hlaupahópur). Við úrvinnslu á þessum gögnum var notað tölvuforritið SAS

Enterprise Guide 4.3 (SAS Institute Inc., Cary, NC, Bandaríkin). 95% öryggismörk

voru valin og marktektarmörk miðuðust því við 5% (p = 0,05).

Page 49: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

33

5 Niðurstöður

5.1 Spurningalisti Alls svöruðu 36 konur spurningalistanum. Af þeim var einungis ein sem hafði hlotið

meiðsli á aftanlærisvöðva fyrir meira en sex mánuðum síðan. Alls 12 þátttakendur

höfðu áður stundað íþrótt sem krefst liðleika eins og fimleika og ballett (Tafla 3). Alls

voru 11 þátttakendur sem höfðu áður stundað boltaíþróttir (handbolta eða fótbolta)

(Tafla 4).

Hópur Fjöldi Hlutfall

Jógahópur 4 57,1%

Hlaupahópur 4 28.6%

Almenningur 4 26,7%

Tafla 3. Þátttakendur sem áður stunduðu liðleikaíþrótt.

Hópur Fjöldi Hlutfall

Jógahópur 2 28,6%

Hlaupahópur 4 28,6%

Almenningur 5 33,3%

Tafla 4. Þátttakendur sem áður stunduðu boltaíþrótt.

5.2 Lengd aftanlærisvöðva

5.2.1 Samanburður á milli hópa Þegar liðhorn hnjáa voru borin saman sást að marktækur munur var á lengd

aftanlærisvöðva á milli hópanna þriggja (p = 0,0007) (Mynd 9). Þegar hver og einn

hópur var borinn saman við hina tvo fékkst marktækur munur á milli hópa 1 (jóga) og

2 (hlaup) (p=0,0006). Einnig fékkst marktækur munur á milli hópa 2 og 3 (almenn

líkamsrækt) (p=0,042). Ekki var munur á milli hópa 1 og 3 (0,092).

Page 50: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

34

Mynd 9. Meðaltalsliðhorn hópa ásamt staðalfráviki.

5.2.2 Samanburður á milli hægri og vinstri fótleggja Ekki var marktækur munur á meðaltalsliðhorni hnjáa á hægri og vinstri fótlegg allra

þátttakenda í rannsókninni (Tafla 5).

Fótleggur Meðaltalsliðhorn (°) P-tala

Hægri 147,4

Vinstri 146,5

0,33

Tafla 5. Samanburður á hægri og vinstri fótlegg.

5.2.3 Samanburður innan hóps hlaupara eftir hlaupinni vegalengd Innan hlaupahópsins var skoðað hvort munur væri á lengd aftanlærisvöðva út frá

hlaupinni vegalengd (Tafla 6). Ekki var marktækur munur á lengd aftanlærisvöðva út

frá hlaupinni vegalengd.

Page 51: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

35

Vegalengd á viku Fjöldi P-tala

Styttri vegalengd

(25-45 km)

10

Lengri vegalengd

(≥ 46 km)

4

0,26

Tafla 6. Samanburður innan hóps 2 eftir hlaupinni vegalengd.

Page 52: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

36

6 Umræður

Tognanir í aftanlærisvöðvum eru algeng hlaupameiðsli (Taunton o.fl., 2006) og þegar

farið var af stað með okkar rannsókn töldum við að ástæðan væri meðal annars

styttingar í aftanlærisvöðvum. Eins og niðurstöður okkar rannsóknar gáfu til kynna

finnast slíkar styttingar meðal hlaupara. Samkvæmt fyrri rannsóknum eru það frekar

gen, aldur og þjálfunarástand sem hafa þessi áhrif þar sem vöðvinn vinnur ekki í fullri

lengingu við hlaup (Taunton o.fl., 2006). Í okkar rannsókn var lengd aftanlærisvöðva

borin saman á milli þriggja hópa kvenna á sama aldursbili, sem stunda mismunandi

hreyfingu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að vöðvalengd aftanlærisvöðva

var marktækt meiri hjá viðmiðunarhópi (hópur 3) en hjá hlaupurum (hópur 2); Að

vöðvalengd aftanlærisvöðva var marktækt meiri hjá hlaupurum sem stunda jóga

(hópur 1) en hlaupurum sem ekki stunda jóga (hópur 2); Ekki var marktækur munur á

vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum sem stunda jóga (hópur 1) og

viðmiðunarhópi (hópur 3).

6.1 Samanburður á hlaupum og viðmiðunarhópi sem stundar almenna líkamsrækt

Niðurstöður gefa til kynna að hlauparar séu með styttri aftanlærisvöðva heldur en

konur sem stunda almenna líkamsrækt. Líklegar ástæður fyrir þessu geta verið að

við hlaup þurfa aftanlærisvöðvarnir að framkvæma talsvert magn af neikvæðri vinnu í

sveiflufasanum með hámarksteygju á vöðvasinamót til þess að stoppa fótlegginn af í

lok sveiflunnar í hlaupahringnum. Endurtekið magn af þessari miklu neikvæðu vinnu

getur haft þau áhrif á vöðvana að þeir eru móttækilegri fyrir meiðslum (Chumanov

o.fl, 2007). Fyrri rannsóknir gefa til kynna að teygjur eigi ekki þátt í að bæta árangur í

hlaupum (Wilson o.fl., 2010) og að meiðslahættan sé ekki meiri hjá hlaupurum með

stutta vöðva þar sem ekki sé farið í fulla lengingu á aftanlærisvöðvum í hlaupi

(Caplan o.fl., 2009). Vöðvateygjur eru samt sem áður taldar mikilvægar til að auka

vellíðan, hjálpa líkamanum að slaka á og draga úr streitu (Martin, 2005/2006).

Stífleiki í fótleggjum á að gera það að verkum að ekki þarf að nota eins mikla orku í

hlaupið þar sem fjöðrun í fótleggjunum, sem á sér stað við lendingu, geri það að

verkum að nota þarf minni orku við hreyfinguna (Young, 2012).

Page 53: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

37

Líklegt er að hlauparar séu óduglegri að teygja sökum aðstæðna. Í

líkamsræktarstöðvum eru teygjuherbergi og í skipulögðum hóptímum eru teygjur oft

hluti af tímanum. Á Íslandi getur veðurfar verið slæmt og aðstæður utandyra oft ekki

spennandi. Líklegt er að þegar fólk hefur lokið við langt og erfitt hlaup að það vilji

komast inn fljótlega og sleppi því teygjunum. Einnig getur verið að íþróttafólk úr

boltaíþróttum sæki frekar í það að æfa hlaup heldur en fólk sem hefur áður stundað

íþróttir sem krefjast liðleika.

6.2 Samanburður á hlaupum og jóga Niðurstöður gefa til kynna að hlauparar eru með styttri aftanlærisvöðva heldur en

hlauparar sem stunda jóga samhliða hlaupum. Þetta mætti skýra m.a. með því að í

jóga eru gerðar teygjur (Guðjón Bergmann, 2001) og teygjur hafa jákvæð áhrif á

lengd vöðva (Shrier, 2007). Við teygjur eykst lengd vöðva og hreyfanleiki liða og

þannig geta teygjuæfingar aukið eða viðhaldið liðleika og hreyfigetu einstaklings

(Martin, 2005/2006). Með endurteknum teygjum má einnig minnka viðnám vöðva

gagnvart teygjunum og auka slökun í vöðvanum (Taylor o.fl., 1990; Magnusson o.fl.,

1995). Líklegt er að þeir hlauparar sem fara reglulega í jóga, eða a.m.k. einu sinni í

viku, teygi reglulegar og í lengri tíma í senn og hafi því tilhneigingu til þess að vera

með lengri vöðva. Einnig getur verið að fólk sem áður hefur stundað íþróttir sem

krefjast liðleika sæki frekar í að stunda jóga.

6.3 Samanburður á jóga og almennri líkamsrækt Ekki er að sjá mun á lengd aftanlærisvöðva hjá þeim sem stunda jóga samhliða

hlaupum og almenningi sem stundar líkamsrækt. Líklegar ástæður fyrir þessu gætu

verið: Eins og nefnt var í kafla 6.1 eru konur sem stunda hlaup með styttri

aftanlærisvöðva heldur en konur sem stunda almenna líkamsrækt. Á móti kemur að

þær konur, sem stunda jóga samhliða hlaupum, teygja reglulega á vöðvunum og þar

sem teygjur hafa jákvæð áhrif á vöðvalengd (Shrier, 2007) ná þær líklega að halda

vöðvalengdinni sambærilegri við almenning. Eins og áður hefur komið fram gætu

Page 54: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

38

þessir tveir hópar verið að teygja reglulegar heldur en hlaupahópurinn og því

frábrugðnir honum.

6.4 Aðrar niðurstöður Ekki var marktækur munur á lengd aftanlærisvöðva á milli hægri og vinstri fótleggja.

Þetta gæti skýrst af því að í hlaupum, jóga og almennri líkamsrækt er ekki lögð meiri

áhersla á annan fótlegginn miðað við hinn. Ekki var marktækur munur á lengd

aftanlærisvöðva eftir hlaupinni vegalengd. Þar sem úrtak var lítið er ekki að búast við

að tölfræðilegt afl rannsóknarinnar hafi verið nægilega mikið til að geta greint

tölfræðilega marktækan mun hvað þetta varðar.

6.5 Mæliaðferð Í þessari rannsókn völdum við að nota óvirka hnéréttu til að mæla lengd

aftanlærisvöðva og hefur sú aðferð verið áreiðanleikaprófuð. Kostir hennar eru að

hún er einföld í framkvæmd og hreyfing á mjaðmagrind er minniháttar (Fredriksen

o.fl., 1997). Einnig töldum við aðferðina vera fljótlega í framkvæmd og hún skapaði

minniháttar óþægindi fyrir þátttakendur.

6.6 Takmarkanir rannsóknarinnar

6.6.1 Tækjabúnaður Togað var með 8 kg krafti og mynd tekin þegar þeim krafti var náð. Togmælirinn var

mjög nákvæmur og var því erfitt að halda 8 kg kraftinum stöðugum og ná mynd við

nákvæmlega 8 kg. Ef teygju er haldið lengur gefur vöðvinn smám saman meira eftir

(Magnusson o.fl., 1995). Tíminn sem tekur að ná 8 kg krafti og þar til mynd er tekin

(þ.e. heildartími togsins) þyrfti því að vera sambærilegur milli einstaklinga. Þar sem

erfiðlega gekk að ná togmælinum stöðugum í 8 kg gæti það hugsanlega hafa haft

áhrif á þann tíma sem einstaklingar voru teygðir fyrir myndatöku og þar með haft áhrif

Page 55: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

39

á stífni vöðvanna. Einnig gætu þátttakendur ekki hafa náð að slaka nógu vel á

aftanlærisvöðvunum og þ.a.l. veitt mótstöðu. Þetta gæti hafa haft áhrif á hornið sem

myndaðist í hnénu og þar með haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. Beltin sem

notuð voru gætu hafa slaknað eða færst til eftir uppsetningu. Myndavél gæti hafa

verið ónákvæm eða ekki alveg hornrétt á snúningsás.

6.6.2 Þátttakendur Heildarfjöldi þátttakenda í rannsókninni var lítill og er því takmarkandi þáttur. Einnig

er takmarkandi þáttur að um afturskyggða þversniðsrannsókn var að ræða og getum

við því ekki vitað hvort stuttir vöðvar hjá hlaupurum eru afleiðing eða orsök. Einnig

var mikill stærðarmunur á hópunum þremur, en í hópi 1 voru helmingi færri en í hópi

2. Hlaupaálag þátttakenda var mismikið. Einnig getur verið að bakgrunnur

einstaklinga beini þeim áfram t.d. hafa þeir sem eru liðugir að eðlisfari kannski meiri

tilhneigingu til þess að fara í jóga og þeir sem hafa verið í boltaíþróttum meiri

tilhneigingu til að fara í hlaup.

6.6.3 Mælingar Mælingar fóru fram á mismunandi tíma dags eða á milli klukkan 10 og 19.

Samkvæmt rannsókn Guariglia og fleiri (2011) er liðleiki mismikill eftir tíma dags, en í

þeirri rannsókn var hreyfiútslag mjaðmarbeygju hjá 26 karlmönnum skoðað með

prófinu Sit and reach. Mælingar fóru fram á þremur mismunandi tímum dags í

handahófskenndri röð, klukkan átta að morgni, eitt að hádegi og sex að kvöldi. Í ljós

kom að hreyfiútlsagið var marktækt meira klukkan sex að kvöldi en átta að morgni.

Hins vegar var ekki munur á milli klukkan átta og eitt og svo eitt og sex. Ef litið er til

þessarar rannsóknar má velta því upp hvort tími dags hafi haft áhrif á mælingarnar í

okkar rannsókn og að þær konur sem mældar voru fyrir hádegi hefðu haft aukinn

liðleika seinni hluta dags.

Við öfluðum ekki upplýsinga um það hvort konurnar hefðu verið búnar að stunda

hreyfingu og/eða teygt á aftanlærisvöðvum áður en þær voru mældar sem gæti haft

áhrif á niðurstöðurnar. Þó má ætla að almenn líkamsrækt eða jóga stuttu fyrir

mælingu myndi frekar bæta á liðleika á meðan erfið hlaupaæfing gæti aukið stífleika

og þar með dregið úr liðleika. Í rannsóknum DePino og félaga (2000) og Spernoga og

Page 56: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

40

félaga (2001) gætti áhrifa teygja á lengd aftanlærisvöðva ekki umfram 6 mínútur, en í

rannsókn Magnuson og félaga (1995) voru seigjuteygjanlegu áhrifin hins vegar enn til

staðar klukkustund eftir að teygt var á. Sé horft til þessara niðurstaðna má telja

ólíklegt að teygjur, sem konurnar í okkar rannsókn gætu hafa gert áður en þær voru

mældar, hafi skipt sköpum fyrir okkar niðurstöður.

6.7 Framtíðarrannsóknir Áhugavert gæti verið að rannsaka lengd aftanlærisvöðva í aftanlærisvöðvunum eftir

hlaupinni vegalengd, en enginn marktækur munur sást í okkar rannsókn, sem gæti

þó verið vegna lítils úrtaks. Einnig gæti verð áhugavert að framkvæma framskyggða

rannsókn á áhrifum jóga á liðleika, árangur og meiðsli í hlaupi.

Page 57: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

41

7 Ályktun og lokaorð

Vinsældir jóga hafa aukist mikið síðastliðin ár. Líkamsræktarstöðvar eru farnar að

bjóða upp á jógatíma sem sérstaklega eru ætlaðir hlaupurum og hefur hlaupurum því

verið beint inn á þá braut að fara í jóga. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á

ávinningi jóga fyrir hlaupara. Oft er litið á jóga sem liðleikaþjálfun og rannsóknir hafa

sýnt mismunandi niðurstöður um það hvort aukinn liðleiki sé ákjósanlegur með tilliti til

meiðslatíðni eða árangurs í hlaupum. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna

hvort hlauparar væru með styttri aftanlærisvöðva heldur en almenningur og hvort

munur væri á vöðvum hlaupara sem stunda jóga og þeirra sem ekki stunda jóga.

Eftirfarandi tilgátur voru því settar fram:

1 Konur sem stunda almenna líkamsrækt eru með lengri aftanlærisvöðva

heldur en konur sem stunda hlaup. Samkvæmt niðurstöðum þessarar

rannsóknar er þessi tilgáta samþykkt.

2 Konur sem stunda hlaup og jóga samhliða því eru með lengri

aftanlærisvöðva en konur sem stunda hlaup. Samkvæmt niðurstöðum

þessarar rannsóknar er þessi tilgáta samþykkt.

Ef markmiðið er að bæta árangur í hlaupum eru teygjur ef til vill ekki best til þess

fallnar að ná því markmiði. Þó teljum við að jóga sé ákjósanlegt fyrir hlaupara til að

auka vellíðan og slökun.

Page 58: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

42

Heimildir

Alter, M. J. (1988). Science of stretching. Champaign, IL: Human Kinetics Books.

Ankad, R. B., Herur, A., Patil, S., Shashikala, G. V. og Chinagudi, S. (2011). Effects

of short-term pranayama and meditation on cardiovascular functions in healthy

individuals [rafræn útgáfa]. Heart Views, 12(2), 58-62.

Arnason, A., Andersen, T. E., Holme, I., Engebretsen, L. og Bahr, R. (2006).

Prevention of hamstring strains in elite soccer: an intervention study [rafræn

útgáfa]. Scandinavian Journal of Medicine and Science in Sports, 5, 1-9.

Arnason, A., Sigurdsson, S. B., Gudmundsson, A., Holme, I., Engebretsen, L. og

Bahr, R. (2004). Risk factors for injuries in football [rafræn útgáfa]. American

Journal of Sports Medicine, 32(1), 5-16.

Beaudoin, C. M. og Blum, J. W. (2005). Flexibility and running economy in female

collegiate track athletes [rafræn útgáfa]. Journal of sports medicine and physical

fitness, 45(3), 295-300.

Bennell, K., Wajswelner, H., Lew, P., Schall-Riaucour, A., Leslie, S. og Cirone, J.

(1998). Isokinetic strength testing does not predict hamstrings injury in Australian

Rules footballers. British Journal of Sports Medicine, 32, 309-14.

Bradley, P. S., Olsen, P. D. og Portas, M. D. (2007). The effect of static, ballistic, and

proprioceptive neuromuscular facilitation stretching on vertical jump performance.

Journal of Strength and Conditioning Research, 21(1), 223-226.

Bradley, P.S., Portas, M.D. (2007). The relationship between preaseason range of

motion and mucke strain injury in elite soccer players [rafræn útgáfa]. The journal

of strength and conditioning research, 21, 1155-9.

Page 59: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

43

Campbell, K. (e.d.). Sótt 12. mars 2012 af

http://kecampbe1.stu.cofc.edu/downwarddog..jpg.

Caplan, N., Rogers, R., Parr, M. K. og Hayes, P. R. (2009). The effect of

proprioceptive neuromuscular facilitation and static stretch training on running

mechanics [rafræn útgáfa]. Journal of strength and conditioning research, 23(4),

1175-1180.

Chumanov, E. S., Heiderscheit, B. C. og Thelen, D. G. (2007). The effect of speed

and influence of individual muscles on hamstring mechanics during the swing

phase of sprinting [rafræn útgáfa]. Journal of Biomechanics, 40, 3555-3562.

Chumanov, E. S., Heiderscheit, B. C. og Thelen, D. G. (2011). Hamstring

musculotendon dynamics during stance and swing phases of high speed running

[rafræn útgáfa]. Medicine and science in sports and exercise, 43(3), 525–532.

Cook, G., Burton, L. og Hoogenboom, B. (2006a). Pre-participation screening: The

use of fundamental movements as an assessment of function - Part 1 [rafræn

útgáfa]. North American Journal of Sports Physical Therapy, 1(2), 62-72.

Cook, G., Burton, L. og Hoogenboom, B. (2006b). Pre-participation screening: The

use of fundamental movements as an assessment of function - Part 2 [rafræn

útgáfa]. North American Journal of Sports Physical Therapy, 1(2), 132-139.

Corliss, R. (2001). The power of yoga [rafræn útgáfa]. Time, 157(16), 54-63.

Cowen, V. S. (2010). Functional fitness improvements after a worksite-based yoga

initiative [rafræn útgáfa]. Journal of Bodywork and Movement Therapies, 14, 50-

54.

Page 60: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

44

Decoster, L. C., Cleland, J., Altieri, C. og Russell, P. (2005). The effects of hamstring

stretching on range of motion: a systematic literature review. Journal of

Orthopaedic and Sports Physical Therapy, 35, 377–87.

DePino, G. M., Webright, W. G. og Arnold, B. L. (2000). Duration of maintained

hamstring flexibility after cessation of an acute static stretching protocol. Journal

of Athletic Training, 35(1), 56-59.

Devlin, L. (2000). Recurrent posterior thigh symptoms detrimental to performance in

rugby union [rafræn útgáfa]. Sports medicine, 4, 273-287.

DeVries, H. A. (1980). Physiology of exercise for physical education and athletics (3.

útgáfa). Dubuque, IA: Wm. C. Brown Company Publishers.

Dumke, C. L., Pfaffenroth, C. M., McBride, J. M. og McCauley, G. O. (2010).

Relationship between muscle strength, power and stiffness and running economy

in trained male runners [rafræn útgáfa]. International Journal of Sports Physiology

and Performance, 5, 249-261.

Engebretsen, A.H., Myklebust, G., Holme, I., Engebretsen, L. Og Bahr, R. (2010).

Intrinsic risk factors for hamstrings injuries among male soccer players: a

prospective cohort study [rafræn útgáfa]. The American Journal of Sports

Medicine, 38, 1147-53.

Fasen, J.M., O‘Connor, A. M., Schwartz, S.L., Watson, J.O., Plastaras, C.T., Garvan,

C.W. o.fl. (2009). A randomized controlled trial og hamstring stretching.:

Comparison of four techniques [rafræn útgáfa]. Journal of Strength and

Conditioning Research, 23, 660-667.

Ferber, R., Davis, I. M. og Williams III, D. S. (2003). Gender differences in lower

extremity mechanics during running [rafræn útgáfa]. Clinical Biomechanics, 18,

350-357.

Page 61: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

45

Field, T. (2011). Yoga clinical research review [rafræn útgáfa]. Complementary

therapies in clinical practice, 17, 1-8.

Fowles, J. R., Sale, D. G. og MacDougall, J. D. (2000). Reduced strength after

passive stretch of the human plantarflexors. Journal of Applied Physiology, 89,

1179-1188.

Frankel, V. H. og Burstein, A. H. (1970). Orthopaedic biomechanics. Philadelphia,

Lea & Febiger.

Fredriksen, H., Dagfinrud, H., Jacobsen, V. og Mæhlum, S. (1997). Passive knee

extension test to measure hamstring muscle tightness [rafræn útgáfa].

Scandinavian Journal of Medicine in Sports, 7, 279-282.

Gabbe, B.J., Bennell, K.L., Finch, C.F., Wajswelner, H. og Orchard, J.W. (2006).

Predictors of hamstring injury at the elite level of Australian football [rafræn

útgáfa]. Scandinavian Journal of Medicine & Science in Sports, 16, 7-13.

Gabbe, B.J., Finch, C.F. og Bennell, K.L. og Wajswelner, H. (2005). Risk factors for

hamstrings injuries in community level Australian football [rafræn útgáfa]. British

Journal of Sports Medicine, 39, 106-10.

Gazendam, M. G. J. og Hof, A. L. (2006). Averaged EMG profiles in jogging and

running at different speeds [rafræn útgáfa]. Gait & Posture, 25, 604–614.

Gleim, G. W. og McHugh, M. P. (1997). Flexibility and its effects on sports injury and

performance [rafræn útgáfa]. Sports Medicine, 24(5), 289-299.

Glover, B., Shepard, J. og Glover, F. S. (1996). The runner’s handbook. New York:

Penguin Books.

Page 62: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

46

Godges, J. J., Holden, Longdon, C., Tinberg, C. og Priscilla. (1989). The effects of

two stretching procedures on hip range of motion and gait economy [rafræn

útgáfa]. The journal of orthopaedic and sports physical therapy, 350-357.

Goncalves, L. C., Vale, R. G. S., Barata, N. J. F., Varejao, R. V. og Dantas, E. H. M.

(2011). Flexibility, functional autonomy and quality of life (QoL) in elderly yoga

practitioners [rafræn útgáfa]. Archives of Gerontology and Geriatrics, 53, 158-162.

Gremion, G. (2005). The effect of stretching on sports performance and the risk of

sports injury: A review of the literature [rafræn útgáfa]. Sportmedizin und

Sporttraumatologie, 53(1), 6-10.

Guariglia, D. A., Pereira, L. M., Dias, J. M., Pereira, H. M., Menacho, M. O., Silva, D.

A. o.fl. (2011). Time-of-day effect on hip flexibility associated with the modified sit-

and-reach test in males [úrdráttur]. International Journal of Sports Medicine,

32(12), 947-52. Sótt 2. Apríl 2012 af

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22052023.

Guðjón Bergmann. (2001). Jóga fyrir byrjendur. Reykjavík: Forlagið.

Guðjón Bergmann. (2007). Þekktu sjálfan þig - Innsýn í jógafræðin. Hafnafjörður:

Guðjón Bergmann.

Hannes Blöndal. (2000). Anatomia et topographia membrorum superiorum et

inferiorum (Líffærafræði og svæðalýsing efri og neðri útlima). Reykjavík:

Háskólaprent.

Henderson, G., Barnes, C.A., Portas, M.D. (2010). Factors associated with increased

propensity for hamstrings injury in English Premier League soccer players [rafræn

útgáfa]. Journal of Science and Medicine in Sport, 13, 397-402.

Page 63: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

47

Herbert, R. D. og Gabriel, M. (2002). Effects of stretching before and after exercising

on muscle soreness and risk of injury: systematic review [rafræn útgáfa]. British

Medical Journal, 325(7362), 451-2.

Holt, J., Holt, L. E. og Pelham, T. W. (1996). Flexibility redefined. Í T. Bauer (ritstjóri),

Biomechanics in Sports XIII (bls. 170-174) [rafræn útgáfa]. Thunder Bay, Ontario:

Lakehead University.

Jenkins, J. og Beazell, J. (2010). Flexibility for runners [rafræn útgáfa]. Clinical sports

medicine, 29, 365-377.

Johnston, C. A. M., Taunton, J. E., Lloyd-Smith, D. R. og McKenzie, D. C. (2003).

Preventing running injuries: Practical approach for family doctors [rafræn útgáfa].

Canadian family physician, 49, 1101-1109.

Jones,. A. M. (2002). Running economy is negatively related to sit-and-reach test

performance in international-standard distance runners [úrdráttur]. International

Journal of Sports Medicine, 23(1), 40-3. Sótt 2. Apríl 2012 af

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/11774065.

Jones, B. H. og Knapik, J. J. (1999). Physical training and exercise-related injuries.

Surveillance, research and injury prevention in military populations [rafræn

útgáfa]. Sports Medicine, 27(2), 111-125.

Kaminsky, L.A. (ritstjóri). (2006). Guidelines for Exercise Testing and Prescription (5.

útgáfa). Philadelphia: Lippincott, Williams and Wilkins.

Kinser, A. M., Ramsey, M. W., O‘Bryant, H. S., Ayres, C. A., Sands, W. A. og Stone,

M. H. (2008). Vibration and stretching effects on flexibility and explosive strength

in young gymnasts. Medicine and Science in Sports and Exercise, 40(1), 133-140.

Page 64: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

48

Knudson, D. V., Magnusson, P. og McHugh, M. (2000). Current issues in flexibility

fitness [rafræn útgáfa]. The President‘s Council on Physical Fitness and Sports

Research Digest, 3(10), 1-8.

Levangie, P. K. (2005). The Hip Complex. Í P. K. Levangie og C. C. Norkin

(ritstjórar), Joint Structure and Function - A Comprehensive analysis (4. útgáfa)

(bls. 355-391). Philadelphia: F. A. Davis Company.

Lewek, M. (2005). The knee. Í P. K. Levangie og C. C. Norkin (ritstjórar), Joint

Structure and Function - A Comprehensive analysis (4. útgáfa) (bls. 393-436).

Philadelphia: F. A. Davis Company.

Magee, D. J. (2008). Orthopedic Physical Assessment (5. útgáfa). St. Louis:

Saunders Elsevier.

Magnusson, S. P., Simonsen, E. B., Aagaard, P., Gleim, G. W., McHugh, M. P. og

Kjaer, M. (1995). Viscoelastic response to repeated static stretching in the human

hamstring muscle. Scandinavian Journal of Medicine and Science in Sports, 5,

342-347.

Marek, S. M., Cramer, J. T., Fincher, A. L., Massey, L. L., Dangelmaier, S. M.,

Purkayastha, S. o.fl. (2005). Acute effects of static and proprioceptive

neuromuscular facilitation stretching on muscle strength and power output.

Journal of Athletic Training, 40(2), 94-103.

Maria, Katie, Melinda og Devin. (e.d.). Sótt 28. apríl 2012 af

http://csmres.jmu.edu/biology/Bio490/Biomechanic%20Webposter/backgr7.gif

Martin, S. (2006). Teygjur (Anna M. Sigurðardóttir þýddi). Reykjavík: Salka.

(Upphaflega gefið út 2005).

Page 65: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

49

Mastrangelo, M. A., Galantino, M. L. og House, L. (2007). Effects of yoga on quality

of life and flexibility in menopausal women: a case series [rafræn útgáfa]. Explore,

3(1), 42-45.

Mendiguchia, J., Alentorn-Geli, E. og Brughelli, M. (2012). Hamstrings strain injuries:

are we heading in the right direction?. [rafræn útgáfa]. British Journal of Sports

Medicine, 46(2), 81-85.

Men’s health magazine. Sótt 2. Apríl 2012 af

http://www.menshealth.co.uk/cm/menshealthuk/images/rL/extend-glide-male-

running-20092011.jpg.

Nelson, R. T. og Bandy, W. D. (2004). Eccentric training and static stretching improve

hamstrings flexibility of high school males [rafræn útgáfa]. Journal of athletic

training, 39(3) 254-258.

Nelson, A. G., Driscoll, N. M., Landin, D. K., Young, M. A. og Schexnayder, I. C.

(2005). Acute effects of passive muscle stretching on sprint performance. Journal

of Sports Sciences, 23(5), 449-454.

Novacheck, T. F. (1998). The biomechanics of running. Gait and Posture, 7, 77-95.

Olney, S. J. (2005). Gait. Í P. K. Levangie og C. C. Norkin (ritstjórar), Joint Structure

and Function - A Comprehensive analysis (4. útgáfa) (bls. 517-568). Philadelphia:

F. A. Davis Company.

Opar, D. A., Williams, M. D. og Shield, A. J (2012). Hamstring strain injuries: factors

that lead to injury and re-injury [úrdráttur]. Sports Medicine, 3, 209-226. Sótt

1.mars 2012 af http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22239734.

Page 66: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

50

Orchard, J., Marsden, J., Lord, S. og Garlick, D. (1997). Preseason hamstrings

muscle weakness associated with hamstrings muscle injury in Australian

footballers [rafræn útgáfa]. The American Journal of Sports Medicine, 25, 81-5.

Paavolainen, L., Häkkinen, K., Hämäläinen, I., Nummela, A. og Rusko, H. (1999).

Explosive-strength training improves 5-km running time by improving running

economy and muscle power [rafræn útgáfa]. Journal of applied physiology, 86,

1527-1533.

Petersen, J. og Hölmich, P. (2005). Evidence based prevention of hamstring injuries

in sport [rafræn útgáfa]. British Journal of Sports Medicine, 39, 319-323.

Platzer, W. (2009). Color Atlas of Human Anatomy. Locomotor System, bindi 1. (5.

Útg). New York: Georg Thieme Verlag.

Pollock, M. L., Gaesser, G. A., Butcher, J. D., Despres, J., Dishman, R. K., Franklin,

B. A. o.fl. (1998). ACSM position stand: The recommended quantity and quality of

exercise for developing and maintaining cardiorespiratory and muscular fitness,

and flexibility in healthy adults [rafræn útgáfa]. Medicine and Science in Sports

and Exercise, 30(6), 975-991.

Recsports Division of student affairs, University of Florida. Hamstring stretch. Sótt 5.

febrúar 2012 af http://recsports.ufl.edu/images/uploads/ce-hamstring-stretch-

1.jpg.

Riley, P. O., Franz, J., Dicharry, J. og Kerrigan, D. C. (2009). Changes in hip joint

muscle–tendon lengths with mode of locomotion [rafræn útgáfa]. Gait & Posture,

31, 279–283.

Page 67: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

51

Schache, A. G., Dorn, T. W., Blanch, P. D., Brown, N.A. og Pandy, M.G. (2012).

Mechanics of the Human Hamstring Muscles during Sprinting [úrdráttur]. Medicine

and science in sports and exercise, 4, 647-58. Sótt 2.apríl 2012 af

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/21912301.

Shapiro, D., Cook, I. A., Davydov, D. M., Ottaviani, C., Leuchter, A. F. og Abrams, M.

(2007). Yoga as a complementary treatment of depression: Effects of traits and

moods on treatment outcome [rafræn útgáfa]. Evidence-based complementary

and alternative medicine, 4(4), 493-502.

Shrier, I. (2007). Does stretching help prevent injuries? Í D. MacAuley og T. Best

(ristjórar), Evidence-based Sports Medicine (bls. 36-58) [rafræn útgáfa]. Oxford:

Blackwell Publishing.

Silverthorn, D. U. (2009). Human physiology: An integrated approach (4. útgáfa) (bls.

396-455). San Francisco: Pearson Education.

Smith, C. A. (1994). The warm-up procedure: to stretch or not to stretch. A brief

review [rafræn útgáfa]. Journal of Orthopaedic and Sports Physical Therapy,

19(1), 12-17.

Smith, C., Hancock, H., Blake-Mortimer, J. og Eckert, K. (2007). A randomised

comparative trial of yoga and relaxation to reduce stress and anxiety [rafræn

útgáfa]. Complementary therapies in medicine, 15, 77-83.

Spernoga, S. G., Uhl, T. L., Arnold, B. L. og Gansneder, B. M. (2001). Duration of

maintained hamstring flexibility after a one-time, modified hold-relax stretching

protocol. Journal of Athletic Training, 36(1), 44-48.

Page 68: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

52

Stkren, K., Helegrud, J., Maria, E. S. og Hoff, J. (2008). Maximal strength training

improves running economy in distance runners [rafræn útgáfa]. Medicine &

science in sports & exercise, 1089-1094.

Sugiura, Y., Tomoyuki, S., Sakuraba, K., Sakuma, K. og Suzuki, E. (2008). Strength

deficits identified with concentric action of the hip extensors and eccentric action

of the hamstrings predispose to hamstring injury in elite sprinters [rafræn útgáfa].

Journal of orthopaedic & sports physical therapy, 38, 457-464.

Taunton, J. E., Ryan, M. B., Clement, D. B., McKenzie, D. C., Lloyd-Smith, D. R. og

Zumbo, B. D. (2006). A retrospective case-control analysis of 2002 running

injuries [rafræn útgáfa]. British Journal of Sports Medicine, 36,95-101.

Taylor, D. C., Dalton, J. D., Seaber, A. V. og Garrett, W. E. (1990). Viscoelastic

properties of muscle-tendon units. The biomechanical effects of stretching. The

American Journal of Sports Medicine, 18(3), 300-309.

Thacker, S. B., Gilchrist, J., Stroup, D. F. og Kimsey, C. D. (2004). The impact of

stretching on sports injury risk: A systematic review of the literature [rafræn

útgáfa]. Medicine and Science in Sports and Exercise, 36(3), 371-378.

Walker, B. (2007). The Stretching Handbook. Robina, Walkerbout Health Pty Ltd og

The Stretching Institute.

Wang, K., McCarter, R., Wright, J., Beverly, J. og Ramirez-Mitchell, R. (1993).

Viscoelasticity of the sarcomere matrix of skeletal muscle. The titin-myosin

composite filament is a dual-stage molecular spring [rafræn útgáfa]. Biophysical

Journal, 64(4), 1161-1177.

Page 69: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

53

Williams, K. A., Petronis, J., Smith, D., Goodrich, D., Wu, J., Ravi, N. o.fl. (2005).

Effect of lyengar yoga therapy for chronic low back pain [rafræn útgáfa]. Pain,

115, 107-117.

Williams, P. T. (2008). Vigorous exercise, fitness and incident hypertension, high

cholesterol, and diabetes [rafræn útgáfa]. Medicine and science in sports and

exercise, 40(6), 998-1006.

Wilson, J. M., Hornbuckle, L. M., Kim, J., Ugrinowitsch, C., Lee, S., Zourdos, M. C.

o.fl. (2010). Effects of static stretching on energy cost and running endurance

performance [rafræn útgáfa]. Journal of strength and conditioning research, 24(9),

2274-2279.

Witvrouw, E., Danneels, L., Asselman, P., D‘Have, T. Og Cambier, D. (2003).

Muscle flexibility as a risk factor for developing muscle injuries in male

professional soccer players [rafræn útgáfa]. The Amercian journal of Sports

Medicine, 31, 41-6.

Woods, C., Hawkins, R. D., Maltby, S., Hulse, M., Thomas, A. og Hodson, A. (2004).

The football association medical research programme: an audit of injuries in

professional football—analysis of hamstring injuries [rafræn útgáfa]. British

Journal of Sports Medicine, 38, 36-41.

Woods, C., Hawkins, R., Hulse, M. og Hodson, A (2003). The football association

medical research programme: an audit of injuries in professional football: an

analysis of ankle sprains [rafræn útgáfa]. British Journal of Sports Medicine, 37,

233-238.

Yeung, S.S., Suen, A.M. og Yeung, E.W. (2009). A prospectivecohort study of

hamstrings injuries in competitive sprinters: preseason muscle imbalance as a

possible risk factor [rafræn útgáfa]. British Journal of Sports Medicine, 4, 589-94.

Page 70: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

54

Ylinen, J., Kankainen, T., Kautiainen, H., Rezasoltani, A., Kuukkanen, T. og

Häkkinen, A. (2009). Effect of stretching on hamstring muscle compliance [rafræn

útgáfa]. Journal of Rehabilitation Medicine, 41, 80-84.

Young, M. (e.d.). Maximal Velocity Sprint Mechanics. Human Performance

Consulting - SPORT. Sótt 12. janúar 2012 af

http://www.scarboroughtrack.com/sprintingmechanics.pdf

Zhang, G. (2005). Evaluating the viscoelastic properties of biological tissues in a new

way. Journal of musculoskeletal and neuronal interactions, 5(1), 85-90.

Page 71: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

55

Viðauki I

Kynningarbréf til þátttakenda

Page 72: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

56

Kynning til væntanlegra þátttakenda

Lengd aftanlærisvöðva meðal þriggja hópa kvenna sem stunda hlaup, hlaup og jóga, almenna líkamsrækt

Kæri viðtakandi

Fyrirhugað er að hefja ofangreinda rannsókn sem er lokaverkefni þriggja nema til BSc

gráðu við Námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Ábyrgðarmaður og leiðbeinandi rannsóknar: Sími: Netfang:

Dr. Árni Árnason, dósent. 525-4007 [email protected]

Rannsakendur, BSc nemar við Námsbraut í sjúkraþjálfun:

Íris Rós Óskarsdóttir 865-5425 [email protected]

Sara Lind Brynjólfsdóttir 823-4621 [email protected]

Sólveig María Sigurbjörnsdóttir 694-2850 [email protected]

Markmið og tilgangur rannsóknar Margir þættir geta haft áhrif á liðleika fólks og eitt af því er mismunandi íþróttir eða

hreyfifrom sem fólk velur sér að stunda. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort

munur sé á lengd aftanlærisvöðva þriggja hópa kvenna sem stunda hlaup, hlaup og jóga,

og almenna heilsurækt.

Framkvæmd Leitað verður eftir þátttakendum í rannsóknina hjá hlaupahópum og meðal almennings á

líkamsræktarstöðvum. Leitað verður eftir konum á aldrinum 30-45 ára og þeim skipt í 3

hópa:

‐ Hópur 1: Rannsóknarhópur sem samanstendur af 15 hlaupurum sem stunda jóga samhliða hlaupum.

‐ Hópur 2: Rannsóknarhópur sem samanstendur af 15 hlaupurum sem ekki stunda jóga.

‐ Hópur 3: Viðmiðunarhópur sem samanstendur af 15 einstaklingum sem stunda almenna líkamsrækt.

Inntökuskilyrði rannsóknar:

‐ Konur 30-45 ára. ‐ Þátttakendur mega ekki hafa sögu um aftanlæristognanir síðastliðna sex mánuði. ‐ Þátttakendur í hópi 1 og 2 þurfa að hafa stundað hlaup í a.m.k. 6 mánuði og

hlaupa að lágmarki 25 km á viku.

Page 73: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

57

‐ Þátttakendur í hópi 1 þurfa auk þess að stunda jóga a.m.k. tvisvar sinnum í viku jafnframt hlaupum.

‐ Þátttakendur í hópi 3 þurfa að stunda almenna líkamsrækt a.m.k. þrisvar sinnum í viku, eina klst. í senn. Þátttakendur í þessum hópi mega ekki hlaupa meira en 12 km á viku eða stunda jóga reglubundið.

Áður en rannsókn hefst þarf þátttakandi að skila undirrituðu upplýstu samþykki til

rannsakenda um að hann hafi lesið þetta kynningarbréf og fengið fullnægjandi skýringar

á tilgangi og framkvæmd rannsóknarinnar.

Mælingar fara fram í Rannsóknarstofu í hreyfivísindum við Námsbraut í sjúkraþjálfun,

Háskóla Íslands, Stapa v. Hringbraut (áður húsnæði Félagsstofnunar stúdenta og

Bóksölu stúdenta). Allir þátttakendur verða mældir við sömu aðstæður, af sömu

rannsakendum og fá allir sömu fyrirmæli. Rannsóknin fer fram á tímabilinu 10. janúar –

25. janúar 2012 og felst í því að þátttakendur þurfa að mæta einu sinni til mælinga en

hver mæling tekur um 30 mínútur. Fyrst verða þátttakendur beðnir um að svara stuttum

spurningalista sem tekur innan við 5 mín. Megin áherslur í spurningalistanum verða hve

lengi viðkomandi hefur stundað hlaup eða líkamsrækt, hvort viðkomandi hafi stundað

aðrar íþróttir, hvort viðkomandi hafi hlotið meiðsli aftanvert á læri og þá hvenær, hvort

viðkomandi hafi hlotið önnur meiðsli í fótleggjum og hvort og þá hve lengi viðkomandi

hafi stundað jóga.

Því næst verður mæld lengd aftanlærisvöðva með óvirku hnéréttu prófi (Passive knee

extension – PKE): Þátttakandi liggur á bakinu með stuðning við mjóbakið. Þegar lengd

hægri aftanlærisvöðva er mæld, eru vinstri fótleggur og mjöðm fest niður með belti til að

halda þeim stöðugum. Hægri mjöðm er fest í 120° beygju með belti auk þess sem

þátttakandi styður við hné með báðum höndum til að koma í veg fyrir aukna beygju í

mjöðminni þegar rétt er úr hnénu. Lítil merki (teip 1x1cm) eru límd á húð á þremur

stöðum, á ökkla, við hné og á stóru lærhnútu. Togmælir er settur á legginn rétt ofan við

ökkla. Togað er í mælinn í stefnu hornrétt fram fyrir sköflung og þegar 8 kg krafti er náð,

er tekin mynd sem síðan er færð í tölvu þar sem beygja í hné (þ.e. hornið á milli teip

merkjanna) er mæld í gráðum í KinePro hugbúnaði. Áætlað er að þessi mæling taki um

20 mínútur samanlagt fyrir báða fótleggi.

Upplýsingar sem þátttakandi gefur í rannsókninni – trúnaður við þátttakendur Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í rannsókninni, verða meðhöndlaðar samkvæmt

ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið að íslenskum lögum varðandi

persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á

Page 74: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

58

öruggum stað, pappírsgögn í læstum hirslum og tölvugögn í tölvum læstum með

notendanafni og lykilorði sem aðeins rannsakendur hafa aðgang að. Nöfn þátttakenda og

persónuupplýsingar koma hvergi fram. Þátttakendur skrá ekki nöfn sín á spurningalista

heldur aðeins númer. Sömu númer verða einnig notuð þegar lengd aftanlærisvöðva er

mæld. Nöfn þátttakenda koma því hvergi fram hvorki við mælingar, úrvinnslu ganga, né

við birtingu niðurstaða og ómögulegt verður að rekja niðurstöður til einstakra

þátttakenda. Öllum rannsóknargögnum (myndum og spurningalistum) verður eytt að

rannsókn lokinni.

Ávinningur af þátttöku í rannsókninni: Þátttakendur fá upplýsingar um lengd aftanlærisvöðva sinna og hvort munur sé milli

hægri og vinstri aftanlærisvöðva, en slíkt ójafnvægi getur verið óæskilegt með tilliti til

meiðsla. Engin áhætta fylgir þátttöku í rannsókninni enda er sú aðferð sem notuð er til

mælinga þrautreynd í mörgum rannsóknum og einnig hafa sjúkraþjálfarar notað hana til

að mæla vöðvalengd aftanlærisvöðva. Þátttakendur eru því ekki tryggðir sérstaklega

vegna þátttöku í rannsókninni.

Tekið skal fram að þátttakanda er frjálst að hafna þátttöku eða hætta í rannsókninni á hvaða stigi sem er án útskýringa og án afleiðinga.

Þessi rannsókn hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til

Persónuverndar.

Með fyrirfram þökk og von um jákvæðar undirtektir.

______________________________ ______________________________

Dr. Árni Árnason, dósent Íris Rós Óskarsdóttir

Ábyrgðarmaður og nemi á 4. ári í sjúkraþjálfun

leiðbeinandi rannsóknar Sími: 865-5425

Sími: 525-4007

_____________________________ ______________________________

Sara Lind Brynjólfsdóttir Sólveig María Sigurbjörnsdóttir

nemi á 4. ári í sjúkraþjálfun nemi á 4. ári í sjúkraþjálfun

Sími: 823-4621 Sími: 694-2850

Page 75: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

59

Viðauki II

Upplýst samþykki

Page 76: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

60

Upplýst samþykki Lengd aftanlærisvöðva meðal þriggja hópa kvenna sem

stunda hlaup, hlaup og jóga, almenna líkamsrækt

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort munur sé á lengd aftanlærisvöðva

þriggja hópa kvenna sem stunda hlaup, hlaup og jóga, og almenna heilsurækt.

Þátttaka í rannsókninni felur í sér að mæta einu sinni á Rannsóknastofu í hreyfivísindum

við Námsbraut í sjúkraþjálfun og svara stuttum spurningalista um þátttöku í hreyfingu og

meiðsli í fótleggjum (áætlaður svartími er innan við 5 mínútur). Einnig verður lengd

aftanlærisvöðva mæld og tekur það um 20 mínútur.

Ég staðfesti hér með undirskrift minni að ég hef lesið upplýsingarnar um rannsóknina

sem mér voru afhentar, hef fengið tækifæri til að spyrja spurninga um rannsóknina og

fengið fullnægjandi svör og útskýringar á atriðum sem mér voru óljós. Ég hef af fúsum og

frjálsum vilja ákveðið að taka þátt í rannsókninni. Mér er ljóst, að þó ég hafi skrifað undir

þessa samstarfsyfirlýsingu, get ég stöðvað þátttöku mína hvenær sem er án útskýringa

og án áhrifa á þá læknisþjónustu sem ég á rétt á í framtíðinni.

Mér er ljóst að rannsóknargögnum verður eytt að rannsókn lokinni og eigi síðar en eftir 5

ár frá úrvinnslu rannsóknargagna. Mér hefur verið skýrt frá að þátttakendur eru ekki

tryggðir við þátttöku í rannsókninni.

___________________________ ______________________________

Staður og dagsetning Undirskrift þátttakanda

Undirritaður, starfsmaður rannsóknarinnar, staðfestir hér með að hafa veitt upplýsingar um

eðli og tilgang rannsóknarinnar, í samræmi við lög og reglur um vísindarannsóknir.

_________________________________________

Nafn þess sem leggur samþykkisyfirlýsinguna fyrir

Bréf þetta skal vera í tvíriti, eitt fyrir þátttakanda og eitt fyrir rannsakendur.

Page 77: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

61

Viðauki III

Spurningalisti

Page 78: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

62

Spurningalisti 1 - B.Sc. rannsókn sjúkraþjálfunarnema við Háskóla Íslands -

Hópur 1: Þessi spurningalisti er ætlaður þeim þátttakendum rannsóknarinnar

sem stunda hlaup og jóga samhliða því.

Númer þátttakanda: __________________

1. Hversu lengi hefur þú stundað hlaup? [ ] 6 mánuði til 1 ár [ ] 1-2 ár [ ] 2-5 ár [ ] 5 ár eða lengur

2. Hversu langt hleypur þú að meðaltali á viku? [ ] 25-45 km [ ] 46-65 km [ ] 66-85 km [ ] 86 km eða lengra 3. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt/íþróttir eru það?____________________________

4. Hefur þú stundað aðrar íþróttir áður?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt var það? ____________________________ Hvað eru mörg ár síðan ? _________________________

5. Hefur þú einhvern tímann hlotið meiðsli aftanvert á læri?

[ ] Nei [ ] Já, [ ] Hægra læri, [ ] Vinstra læri, [ ] Báðu megin

Hvað er langt síðan það gerðist síðast? _______________________ 6. Hefur þú hlotið önnur meiðsli í neðri útlimum?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða meiðsli? ______________________________________

7. Hversu lengi hefur þú stundað jóga? [ ] 1 ár eða minna [ ] 1-2 ár

[ ] 2-3 ár [ ] 3 ár eða lengur

Page 79: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

63

Spurningalisti 2 - B.Sc. rannsókn sjúkraþjálfunarnema við Háskóla Íslands -

Hópur 2: Þessi spurningalisti er ætlaður þeim þátttakendum rannsóknarinnar

sem stunda hlaup (þeir mega ekki stunda jóga samhliða hlaupum).

Númer þátttakanda: __________________

1. Hversu lengi hefur þú stundað hlaup? [ ] 6 mánuði til 1 ár [ ] 1-2 ár [ ] 2-5 ár [ ] 5 ár eða lengur

2. Hversu langt hleypur þú að meðaltali á viku? [ ] 25-45 km [ ] 46-65 km [ ] 66-85 km [ ] 86 km eða lengra 3. Stundar þú aðrar íþróttir en hlaup?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt/íþróttir eru það? _________________________

4. Hefur þú stundað aðrar íþróttir áður?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt var það? ____________________________ Hvað eru mörg ár síðan ? _________________________

5. Hefur þú einhvern tímann hlotið meiðsli aftanvert á læri?

[ ] Nei [ ] Já, [ ] Hægra læri, [ ] Vinstra læri, [ ] Báðu megin

Hvað er langt síðan það gerðist síðast? ___________________ 6. Hefur þú hlotið önnur meiðsli í neðri útlimum?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða meiðsli? _____________________________________

Page 80: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

64

Spurningalisti 3 - B.Sc. rannsókn sjúkraþjálfunarnema við Háskóla Íslands -

Hópur 3: Þessi spurningalisti er ætlaður þeim þátttakendum rannsóknarinnar

sem stunda almenna líkamsrækt.

Númer þátttakanda: __________________

1. Hversu lengi hefur þú stundað núverandi þjálfun? [ ] 6 mánuði til 1 ár [ ] 1-2 ár [ ] 2-5 ár [ ] 5 ár eða lengur

2. Hversu oft æfir þú að meðaltali á viku? [ ] 1-2 sinnum [ ] 3-4 sinnum [ ] 5-6 sinnum [ ] 7 sinnum eða oftar 3. Stundar þú aðrar íþróttir en almenna líkamsrækt?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt/íþróttir eru það? __________________________

4. Hefur þú stundað aðrar íþróttir áður?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða íþrótt var það? ____________________________ Hvað eru mörg ár síðan ? _________________________

5. Hefur þú einhvern tímann hlotið meiðsli aftanvert á læri?

[ ] Nei [ ] Já, [ ] Hægra læri, [ ] Vinstra læri, [ ] Báðu megin

Hvað er langt síðan það gerðist síðast? __________________ 6. Hefur þú hlotið önnur meiðsli í neðri útlimum?

[ ] Nei [ ] Já, Hvaða meiðsli? _____________________________________

Page 81: Vöðvalengd aftanlærisvöðva hjá hlaupurum verkefni - Vodvalengd... · Plexus lumbalis Lendaflækja Plexus lumbosacralis Lenda- og spjaldflækja . X Plexus sacralis Spjaldflækja

65