- gæðakönnun prútt - neytendasamtökin · staðið á trafalgar og horft á nelson, ráfað um...

24
2. tbl. 61. árg. - júní 2015 BPA Víðar en þig grunar Prútt Deilihagkerfið ÆVINTÝRI fasteigna- KAUPANDANS SPJALDTÖLVUR - gæðakönnun - list eða leiðindi? - komið til að vera

Upload: buithien

Post on 01-Oct-2018

216 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

2. tbl. 61. árg. - júní 2015

BPAVíðar en þig grunar

Prútt

Deilihagkerfið

Ævintýrifasteigna-kauPandans

sPjAldtölvur- gæðakönnun

- list eða leiðindi?

- komið til að vera

NEYTENDABLAÐIÐ1. tbl. 61.árg. júní 2015Útgefandi: Neytendasamtökin,Hverfisgötu 105, 101 ReykjavíkSími: 545 1200Veffang: www.ns.isNetfang: [email protected]Ábyrgðarmaður: Jóhannes GunnarssonRitnefnd: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir Umsjón með gæðakönnun: Hildur Sif ThorarensenYfirlestur: Finnur FriðrikssonUmbrot og hönnun: LýðveldiðPrentun: Litróf – vistvæn prentsmiðjaForsíðumynd: istockphotoUpplag: 8.700 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í NeytendasamtökunumÁrsáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 5.300 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári.

Heimilt er að vitna í neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis neytenda-samtakanna. upplýsingar úr neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi neytendasamtakanna liggi fyrir.

Heimasíðan ns.is - aðgangur að læstum síðum:Notendaorð: félagiLykilorð: bpa06

Leiðari 2Fréttir frá NS 3Reynslusögur 4Frá ECC 5Að prútta 6Deilihagkerfið 8Spjaldtölvur - gæðakönnun 12Tryggingar 14BPA 15Reykmettaðar leiksýningar 18Bílaleiga 19Bíleigendur blekktir 20Google í vondum málum 21Fasteignarleitin 22

Efni

Blaðið er prentað áumhverfisvænan hátt.

Gullgæsin krufin Í fyrstu skiptin sem ég fór til London var ég fátækur námsmaður og hafði ekki úr miklum gjaldeyri að moða. Það kom þó ekki mikið að sök því borgin býður upp á alls kyns ókeypis afþreyingu. Þannig gat ég staðið á Trafalgar og horft á Nelson, ráfað um Hyde Park og aðra almenningsgarða, skoðað hallir og aðrar merkar byggingar (alla vega að utan) og heimsótt fullt af lista-, minja-, vísinda- og sögusöfnum. Alveg ókeypis. Ég geri ráð fyrir að öll þessi ókeypis afþreying nýtist íbúunum sjálfum jafnt sem ferðamönnum. Af því að London tók vel á móti mér í þessi skipti hef ég farið þangað aftur, aftur og aftur. Og í einhver skipti m.a.s. með töluverðan gjaldeyri. Í ljósi áhuga míns á deilihagkerfinu, sem ítarlega er fjallað um hér í blaðinu, ákvað ég á dögunum að bjóða „sófavinum“ að gista hjá mér. Fyrstu gestirnir voru ungt par frá Ítalíu. Þau höfðu tileinkað sér þann lífsstíl að ferðast ódýrt og höfðu þannig ferðast um heilu heimsálf-urnar. Þegar þau eldast, og hafa meira handa á milli, reikna ég með að þau haldi áfram að ferðast, en þá kannski með umtalsverðan gjaldeyri með í för. Þar sem íslenska vorveðrið í mars lék nú ekki beint við þessa vini mína var lítið annað í stöðunni en að halda sig sem mest innan-dyra. Ég ráðlagði þeim samt sem áður að skoða borgina úr Hall gríms-kirkjuturni (kostnaður fyrir tvo rúmar 9 evrur miðað við gengi evru á þessum tíma), þau gætu líka kíkt á Þjóðminjasafnið (20 evrur), farið á hvalasýninguna (39 evrur), tekið rútu í Bláa lónið (118 evrur (þar af aðgangur að lóninu 70 evrur)), tekið rútu um Gullna hringinn (127 evrur) eða strætó á Laugarvatn (37 evrur aðra leiðina). Þau supu svo hveljur þegar ég sagði þeim að sennilega yrði aldrei svona „ódýrt“ aftur að ferðast um landið því hugmyndir væru um að selja inn á ferða-manna staði. Ekki mikið um ókeypis afþreyingu sumsé.

Svo fór að lokum að „sófavinir“ mínir styttu ferð sína í annan endann, eyddu síðasta deginum í að spila borðspil við okkur fjölskylduna, og eru nú líklega að tjá sig á samfélagsmiðlunum um miður skemmtilega reynslu sína af Íslandi.

Því er spáð að hingað komi tvær milljónir ferðamanna árið 2021 og trilljón ferðamenn árið 2040, en það er ekki sama hvaðan gott kemur. Á ferðaþjónustuvef Landbankans segir: „Ísland hefur markvisst verið markaðssett gagnvart fólki á aldrinum 20-65 ára sem býr í þéttbýli og hefur menntun og tekjur yfir meðaltali; fólki með menningarlegan áhuga sem telur sig standa utan hjarðarinnar og nýtur þess að láta koma sér á óvart.“ Á sama stað kemur fram að „meðal-Svisslendingur“ versli fyrir tvöfalt meira en „meðal-Svíinn“ sem eyðir aftur þreföldu á við „meðal-Pólverjann“, sem er þá augljóslega ekki ákjósanlegur gestur.Í skýrslu The Boston Consulting Group, sem gerð var 2013, er svo að finna flokkun ferðamanna. Þar kemur fram að þeir ferðamenn sem við viljum helst höfða til eru „older relaxers“ (sem eru þegar stór hluti ferðamanna hér) og „affluent adventurers“ – enda eyða þessir hópar meiru en aðrir. Bakpokaferðalangar og þeir sem ferðast á ódýran máta (með lággjaldaflugfélögum og gista jafnvel á sófum) eru hins vegar afar neðarlega á þessum lista.

Þegar þeir miðaldra, fjáðu ferðamenn sem nú sækja landið heim og eru öflug innspýting fyrir efnahagslífið eru komnir að gullna hliðinu þurfum við að endurnýja ferðamannahópinn. Og hverjir eru þá líklegir til að koma? Það skiptir máli að taka líka vel á móti ungu bakpokaferðalöng-unum, sem eru oft námsmenn og verða einhvern tímann fjáðir og mið-aldra. Hvert skyldu þessir „sófavinir“ mínir fara þá? Og vinir þeirra og ættingjar? Tja, kannski bara til London?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // LEIÐArINN2

Um miðjan júní nk. munu Neytendasamtökin taka þátt í fundi fólksins sem er þriggja daga fundur á vegum Norræna hússins í Vatnsmýrinni. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka þar sem opin skoðanaskipti eru leiðar-stefið. Hátíðin er vettvangur fyrir samfélagsumræðu og er öllum opin. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan- og utandyra.

Líflegt innra starfFrá því að ný stjórn tók við eftir þing samtakanna síðasta haust hefur stjórn NS fundað sjö sinnum og framkvæmdastjórn hefur fundað þrisvar. Mörg áhuga-verð neytendamál hafa verið til umræðu og ýmsir gestir sótt fundi til að upplýsa stjórnarmenn um stöðu mála. Má þar nefna að Henný Hinz frá ASÍ kom og kynnti fyrir stjórn niðurstöður kannana á matvöru-verði og eftirfylgni vegna kerfisbreytinga á virðisauka-skatti og niðurfellingar á ýmsum vörugjöldum um áramót, og nú á síðasta fundi kynnti Ólafur Darri Andrason frá ASÍ enn frekar athugun ASÍ á þróun verðlags á byggingarvörum, matvörum og raftækjum. Þá hafa fulltrúar MAST, þær Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Guðrún Lind Rúnarsdóttir, sérfræð-ingur lyfjamála og aukaafurða dýra, komið og kynnt fyrir stjórn stöðu mála vegna notkunar sýklalyfja í búvöruframleiðslu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Á síðasta framkvæmdarstjórnafund kom Halla Garðarsdóttir, fulltrúi Íslandspósts, til að ræða um póstverslun og umkvartanir neytenda vegna kaupa á „smápökkum“ á netinu og hvernig auðvelda mætti slík viðskipti. Ýmis önnur mál hafa verið rædd, m.a. nýjar reglur um matvælamerkingar, upprunamerkingar, rafræn skilríki og vistvænar landbúnaðarvörur svo nokkuð sé nefnt.

Netföng félagsmannaFélagsmenn eru hvattir til að upplýsa Neytenda-samtökin um netföng sín með því að senda þau á netfangið [email protected]. Þannig geta samtökin sent félagsmönnum tilkynningu þegar nýtt blað kemur út og látið vita um ýmsa viðburði sem samtökin standa fyrir.

@

Frá því um áramót hafa Neytendasamtökin sent nokkrar ítarlegar umsagnir um frumvörp til laga eða breytinga á lögum sem skipta neytendur miklu máli. Þar má nefna lög um bílaleigubíla, náttúrupassa, fjármálafyrirtæki, veitinga- og gististaði og nú síðast ítarlega umsögn um breytingar á húsaleigulögum. Allar umsagnir sem Neytendasamtökin senda frá sér má finna á heimasíðunni ns.is undir álit/umsagnir.

NS á vaktinni

Kostnaður vegna rafrænna skilríkjaNeytendasamtökin mótmæltu þegar ljóst var að neyt-endum gafst enginn annar kostur við að samþykkja hina svokölluðu lánaleiðréttingu en notkun rafrænna skilríkja. Samtökin spáðu því að það myndi fela í sér kostnað sem kæmi fljótt fram þó enginn vildi kannast við hann í byrjun. Nú er komið í ljós að Auðkenni mun rukka viðskiptavini sína mánaðarlega og má ætla að gjaldið verði á bilinu 88-110 kr. á mánuði. Auk þess munu símafyrirtækin væntanlega rukka þá neytendur sem eru með rafræn skilríki í símum sínum um sem nemur einum sms-skilaboðum í hvert skipti sem þeir nýta sér þessa þjónustu. Neytendasamtökin hafa bent á að þeir sem hvetja neytendur til að nota rafræn skilríki hafi það mikið hagræði af þessu fyrirkomulagi að þeim beri að greiða sjálfir kostnað vegna þess í stað þess að velta honum á neytendur. Ef neytendur eiga að greiða allan kostnað mun það aðeins leiða til þess að færri neytendur nýti sér þennan valkost.

3

Frá neytendaaðstoðinni:

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // NEYTENDAAÐsToÐIN

Hjón keyptu borðstofuskenk sumarið 2012 en strax við afhendingu kom í ljós að skápurinn var gallaður og ekki í samræmi við sýningareintak í versl-uninni. Skápurinn var strax sendur til baka til viðgerðar en eftir viðgerðina reyndist hann ekki enn vera í sam-ræmi við pöntun. Var hann því aftur tekinn til viðgerðar hjá seljanda. Frekari gallar komu fram í kjölfarið og fóru hjónin fram á að seljandi endur-greiddi þeim skápinn en þeirri kröfu hafnaði seljandinn. Eftir milligöngu Neytendaaðstoðarinnar og töluverð samskipti við seljanda tókst að lokum að ná sáttum um að hann endur-greiddi borðstofuskápinn.

Kona keypti sér leðursófa en ekki leið langur tími frá því að sófinn var tekinn í notkun og þar til áklæðið fór að flagna verulega. Konunni hafði verið sagt að sófinn væri úr leðri og því taldi hún endinguna mjög lélega og kvartaði því til verslunarinnar. Kom þá í ljós að sófinn var ekki úr leðri heldur efni sem líktist leðri og átti að vera mjög endingar-gott. Konan taldi efnið í sófanum vera gallað en verslunin var ófáanleg til að koma til móts við hana þar sem langur tími var liðinn frá kaupunum, en sófinn hafði verið í geym-slu í nokkurn tíma eftir kaupin. Þar sem konan var í Neyt-endasamtökunum leitaði hún til Neytendaaðstoð arinnar og eftir langar samningarumræður var komist að samkomulagi og verslunin endurgreiddi um helming upphaflegs kaup-verðs sófans.

Kona keypti sér sérsmíðaðan sófa en fljótlega komu í ljós gallar á honum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að gera við sófann. Konan fékk afslátt vegna þessara galla. Hún var þó enn ekki sátt og fór fram á að seljandi tæki sófann til baka. Seljandi féllst ekki á það og í kjölfarið leitaði konan til Neytenda aðstoð arinnar. Eftir milligöngu NS í málinu samþykkti seljandinn loks að taka sófann til baka gegn endurgreiðslu kaupverðsins.

Skápur stenst ekki væntingar

LeðurSófi?

SóFI ENDURGREIDDUR

Félagsmaður fékk símtal frá sölumanni ákveðins fyrirtækis og var boðin áskriftarþjónusta sem m.a. innihélt netþjón-ustu. Félagsmaðurinn samþykkti tilboðið með þeim fyrir-vara að hann gæti nýtt sér routerinn (beininn) sem hann væri þegar með. Svo fór að fyrirtækið sendi nýjan router og sagði hann nauðsynlegan svo að viðkomandi gæti nýtt sér þjónustuna. Félagsmaðurinn endursendi hann strax og tilkynnti fyrirtækinu að hann vildi ekki nýta sér þjónustu þess. Fyrirtækið var tregt að losa manninn undan samningum og krafðist uppsagnargjalds. Eftir að Neytenda-aðstoðin setti sig í samband við fyrirtækið féllst það á að afturkalla þjónustuna og fella niður ógreidda reikninga sem höfðu verið sendir.

samningur með fyrirvara

Félagsmaður í NS átti gjafabréf í heilsurækt en gildistími þess var eitt ár. Þremur mánuðum eftir að gjafabréfið var keypt var hins vegar tilkynnt um að heilsuræktinni yrði lokað eftir tvo mánuði. Á endanum var því raunverulegur gildistími gjafabréfsins aðeins fimm mánuðir. Vegna óvið-ráðanlegra aðstæðna gat handhafi bréfsins ekki nýtt sér það innan þessa tíma og fór því fram á að fá gjafabréfið endurgreitt. Því var hafnað og borið við að nægur tími væri til að nýta bréfið á þeim tveimur mánuðum sem eftir væru. Í kjölfarið var leitað til Neytendaaðstoðarinnar sem gekk í málið og fékk félagsmaðurinn gjafabréfið endurgreitt enda upphaflegar forsendur bréfsins brostnar.

Félagsmaður í NS átti í viðskiptum við ákveðið fjarskipta-fyrirtæki vegna símnotkunar sonar síns. Hann greiddi fyrir símanotkun með því að fylla á frelsisinneign í gegnum vef-síðu fyrirtækisins. Af einhverjum ástæðum byrjaði fyrir-tæk ið að virkja sjálfvirka áfyllingu þannig að tekið var reglulega af kreditkortinu án hans samþykkis og vitundar. Þetta gerðist í nokkur skipti og var því orðið um nokkuð háa upphæð að ræða, eða hátt í 50 þúsund krónur. Eftir að Neytendaaðstoðin setti sig í samband við fyrirtækið náðust þó samningar.

ónýtt gjafabréf

Sjálfvirkar færSlur

Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna skipti nýverið um nafn og heitir nú

Neytendaaðstoð NS. Hér má lesa frásagnir af nokkrum málum sem nýverið hafa komið til kasta

Neytendaaðstoðarinnar, en bent er á að mun fleiri frásagnir og reynslusögur er að finna á ns.is.

4

Skrítin krafa frá bílaleigu

LEIGJENDA ðstoðin

Íslensk hjón áttu flug frá Tenerife á Spáni til Gatwick-flugvallar í London. Þaðan áttu þau tengiflug áfram til Íslands með öðru flugfélagi. Vegna bilunar í flugvélinni seinkaði flugi hjónanna til Gatwick um sjö klukkutíma og misstu þau því af tengifluginu áfram til Íslands. Þau höfðu þá samband við flugfélagið sem þau flugu með frá Tenerife og kröfðust staðlaðra skaðabóta í samræmi við reglugerð um réttindi flugfarþega, eða 400 evra vegna hvers farþega. Flugfélagið hafnaði kröfu hjónanna, sem höfðu í kjölfarið samband við ECC á Íslandi og óskuðu eftir aðstoð í málinu. ECC á Íslandi sendi málið út til systurstöðvar sinnar í Bret-landi og krafðist þess að flugfélagið greiddi hjónunum skaða bætur. Eftir milligöngu ECC-netsins samþykkti flug-félagið að greiða hjónunum skaðabætur að upphæð 800 evrur samtals líkt og krafist var.

Fimm franskir ferðamenn flugu með íslensku flugfélagi frá Frakklandi til Bandaríkjanna með millilendingu á Íslandi. Af einhverjum ástæðum barst farangur þeirra ekki með flug-vél inni til Bandaríkjanna og kvörtuðu þeir strax við flug-félag ið. Þeir fengu þau svör að farangurinn yrði sendur til þeirra við fyrsta tækifæri. Svo fór að á meðan 19 daga dvöl þeirra stóð komst ekki allur farangurinn til skila. Ferða-menn irnir neyddust því til að kaupa sér ýmsar nauðsynjar auk þess sem þeir þurftu að kaupa eða leigja ýmiss konar útivistarbúnað en megintilgangur ferðarinnar var að fara í útilegu. Ferðamennirnir kröfðu flugfélagið um að fá útlagð-an kostnað endurgreiddan. Það bar ekki árangur og settu þeir sig þá í samband við ECC-netið. Þeir höfðu gætt þess vel að geyma allar kvittanir og gátu því sýnt fram á raun-veruleg útgjöld. Eftir milligöngu ECC á Íslandi fengu ferða-mennirnir endurgreiddan útlagðan kostnað, að upphæð 1.173 evrur, ásamt því að flugfélagið bauð þeim gjafabréf sem sárabætur fyrir öll óþægindin.

Biluð flugvél veldur töfum

Týndar útilegugræjur

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // ECC og LEIgjENDAAÐsToÐIN

Íslenskur ferðamaður leigði bíl á ferðalagi sínu í Bret-landi og skilaði bílnum án nokkurra vandræða. Eftir að hann var kominn heim sendi lögreglan í Yorkshire á Englandi fyrirspurn til bílaleigunnar og óskaði eftir upplýsingum um hver hefði verið skráður leigjandi bílsins á þeim tíma sem um ræddi. Fyrir að veita lögreglunni þessar upplýsingar innheimti bílaleigan 36 pund vegna svokallaðs „administration fee“ hjá ferðamanninum. Hann hafði þá samband við lögregl-una og var tjáð að engin sekt væri skráð á bílinn. Einnig kom í ljós að það væri ómögulegt að bíllinn hefði verið á þeim stað þar sem meint brot var framið en sá staður var 362 km frá bílaleigunni, en bílnum hafði einungis verið ekið 283 km meðan á leigutím-anum stóð. Bílaleigan neitaði þó að endurgreiða ferða manninum gjaldið þrátt fyrir að það væri ómögu legt að hann hefði átt einhvern hlut að máli og þótt lögreglan hefði staðfest að það væri engin eftir-lýsing eða sekt skráð á bílinn. Ferðamaðurinn leitaði þá til ECC á Íslandi og óskaði eftir aðstoð. ECC-netið áframsendi málið til kærunefndar í Englandi og lauk því með því að bílaleigan endurgreiddi ferðamann-inum hið umdeilda gjald.

Fyrst áminning, svo riftunLeigutaki leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar eftir að leigu-sali hafði rift leigusamningi vegna meintrar slæmrar um-gengni leigutaka og mikils gestagangs á nóttunni. Leigutaki kannaðist hins vegar ekki við að hafa gengið illa um eða að hafa verið með læti að næturlagi. Samkvæmt húsaleigu-lögum verður leigusali að áminna leigutaka áður en riftun er beitt, en það hafði ekki verið gert. Með vísan til álita kæru-nefndar húsamála taldi Leigjendaaðstoðin riftun leigusala ekki gilda og samþykkti leigusali því að draga hana til baka.

Frá Leigjendaaðstoðinni:

Frá Evrópsku neytendaaðstoðinni:

samningsákvæði andstæð lögumLeigutaki hafði leigt íbúð með ótímabundnum leigusamn-ingi í tæp þrjú ár en fékk þá uppsagnarbréf frá leigusala í desember 2014 þar sem honum var gert að yfirgefa íbúðina 1. febrúar 2015. Leigutakinn leitaði til Leigjendaaðstoð-arinnar og fékk þær upplýsingar að uppsagnarfrestur ó tíma bund inna húsaleigusamninga um íbúðarhúsnæði væri að lág marki sex mánuðir og að uppsögn tæki ekki gildi fyrr en fyrsta dag næsta mánaðar eftir að hún væri send. Af þeim sökum væri húsaleigusamningur aðila í gildi til 1. júlí 2015. Í samningi aðila kom þó fram að uppsagnarfrestur væri þrír mánuðir, en eftir að Leigjendaaðstoðin hafði bent leigusala á að lögin væru ófrávíkjanleg þegar kæmi að íbúðarhúsnæði og að slík samningsákvæði stæðust ekki samþykkti leigusali að samningi aðila væri ekki lokið fyrr en 1. júlí 2015.

Leigjendaaðstoð NS hefur verið starfandi frá vori 2011 og hefur fengið

um 7.000 erindi frá leigjendum á starfstíma sínum. Sjá nánar um

starfið og réttindi og skyldur aðila á leigumarkaði á leigjendur.is.

5

Það eru skiptar skoðanir á því hvort við eigum að prútta við seljendur þegar verslað er. Með réttu má segja að upp gefið verð sé ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál, enda er álagning frjáls, þannig að seljendur geta selt vöruna á því verði sem þeir vilja. Ef okkur sýnist svo getum við reynt að prútta um verðið. Því er reyndar oft haldið fram að við séum lélegir prúttarar og ger um of lítið að því að prútta. Svo eru aðrir sem segja að það geti svo sem verið gott að prútta en að nær væri að hafa álagningu bara hæfilega þannig að allir borgi sann gjarnt verð sem fari ekki eftir því hve slyngur prúttari viðkomandi er.

Neytendur víða um heim reyna að borga minna fyrir vörur og þjónustu með prútti. Þó svo að því sé haldið fram að t.d. Svíar séu slakir í því að prútta sýna samt rannsóknir að 80% Svía hafa reynt að semja um lægra verð en gefið er upp. Þó svo að þetta eigi við um bæði kynin eru konur harðari í að fá verð lækkað á meðan karlar láta sér frekar nægja að fá aðra ódýrari vöru eða þjónustu í kaupbæti. Sömu rannsóknir sýna að helst prútta Svíar um verð á bílum, húsnæði og þjónustu fasteignasala.

Samkvæmt rannsókn breska neytendablaðsins Which? frá sl. vori má spara mikið á því að prútta eða allt að 80.000 kr. á ársgrundvelli. Um 80% Breta náðu árangri þegar þeir prúttuðu um verð á þjónustu ferðaskrifstofa og tryggingarfélaga.

Neytendur í Bandaríkjunum náðu bestum árangri á að prútta um verð á húsgögnum og spöruðu sér þannig að meðaltali rúmar 40.000 kr. árlega við kaup á þeim sam-kvæmt rannsókn neytendablaðsins Consumer Reports.

Fyrir þá sem vilja fara þessa leið er því bara að undirbúa sig með rökum og prútta – þú hefur allt að vinna en engu að tapa! Hér koma nokkur ráð en þau eru byggð á sænska neytendablaðinu Råd & rön.

Að finna rétta augnablikið og rétta fólkiðAð prútta um verð á vöru sem er ný í búðinni getur verið erfitt. Það er auðveldara að gera það þegar varan er að fara af markaði. Það sama á við um árstíðarbundnar vörur, t.d. er betra að prútta ef skíði eru keypt í maí. Ef þú sérð minniháttar galla sem þú getur vel sætt þig við er sjálfsagt að biðja um afslátt. Ef þú ætlar þér að kaupa fleiri vörur í sömu verslun er gott að kaupa þær allar í einu og jafnvel að leita uppi vini og vandamenn sem hafa það sama í huga. Það gefur að sjálfsögðu betri samnings-stöðu við prúttið. Talaðu við aðila sem ber ábyrgð á við-komandi verslun, t.d. verslunarstjóra eða staðgengil hans sem hefur heimild til að veita afslátt.

Kannaðu málið fyrstÞví meira sem þú veist um vöruna og „eðlilegt“ verð henn ar því sterkari er staða þín og rökstuðningur. Leit-aðu upplýsinga um verð í verslunum og á netinu. Ef þú finnur lægra verð hjá samkeppnisaðila eða á netinu átt þú allavega að fara fram á að fá vöruna á lægsta verði

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // AÐ PrÚTTA

Listin að semja um verð- prúttum líka heima - ekki bara í sólarlöndum

6

sem þú hefur fundið. Mælt er með að þú takir með þér auglýsingar ef þú hefur séð slíkar eða útprentun af netinu. Því betri undirbúningur, því meiri eru mögu-leikarnir á að prúttið skili árangri.

Bættu fleiri vörum inn í verðiðVelheppnað prútt þýðir ekki alltaf að þú fáir eitthvað ódýrara. Það getur þess vegna leitt til þess að þú færð eitthvað annað í kaupbæti. Sem dæmi má nefna að ef þú ert að kaupa þér farsíma er hægt að reyna að fá með honum heyrnartól og ef þú ert að kaupa þér dýrt sjón-varpstæki er ástæða til að reyna að fá í kaupbæti vegg-festingu eða HDMI tengi. Það má líka reyna að fá ókeypis heimsendingu og/eða uppsetningu.

Það er hægt að prútta um meira en vörurÞað er ekki aðeins hægt að prútta um verð á vörum, það á að sjálfsögðu einnig við um þjónustu. Þetta á ekki síst við um tryggingar, en það má líka reyna að prútta um áskriftir, gistingu og kort í líkamsræktinni. Hér gilda sömu reglur og þegar prúttað er um verð á vörum. Leit-aðu tilboða frá tryggingarfélögum í allar þær tryggingar sem þú ert með. Ef þú fréttir af sérstöku kynningarverði á blaði eða tímariti sem þú ert þegar áskrifandi að má alltaf reyna að prútta og fá kynningarverðið. Síðast en ekki síst má alltaf reyna að semja um lægra verð en gefið er upp ef þú ferð í utanlandsferðir á tíma þegar ferða-manna straumurinn er tiltölulega lítill.

Vertu jákvæðurÁ sumum menningarsvæðum taka viðskiptin oft langan tíma. Þar drekka seljandi og kaupandi te saman og segja hvor öðrum fréttir af fjölskyldum sínum. Ef kaupandinn gerir þetta ekki er hann talinn sýna seljanda ókurteisi og um leið á hann minni möguleika á góðu verði. Það skiptir einnig máli að vera glaður og skemmtilegur þegar haldið er í innkaup; það skapar strax betra samband við selj-anda. Gefðu skýrt merki um að þú hafir áhuga á að kaupa ákveðna vöru og gefðu seljanda gildar ástæður fyrir því að þú eigir að fá gott verð. Bentu á að þú sért tryggur viðskiptavinur, eða að þú veljir að versla í nær-umhverfi þínu eða að þú ætlir að kaupa nauðsynlega þjónustu vegna viðkomandi vöru. Áður en reynt er að

semja um verð er gott að hafa ákveðið fyrirfram hvað er það mesta sem þú ert tilbúin/n að borga, en prófaðu samt að byrja á lægri upphæð. Vertu ákveðin/n, en pass-aðu þig á að vera ekki ergileg/ur eða með ólundarsvip þótt seljandinn fallist ekki á að lækka verðið. Líttu á prúttið sem hluta af innkaupaferlinu og mundu eftir að vera jákvæð/ur í tali. Enginn nær góðum árangri í að knýja fram afslátt ef hann er með leiðindi.

Undirbúðu þig með gildum rökumFinndu góð rök til að nota. Nefna má nokkur dæmi: „Ég er nú ekki viss um að þetta sé lægsta verðið á þessari vöru. Getur þú ekki boðið mér upp á lægra verð.“ „Er þetta virkilega lægsta verðið þú getur boðið mér. Ég hafði vonast eftir lægra verði.“ „Ef þú lækkar verðið kaupi ég vöruna þegar í stað.“ Að endingu má svo segja: „Ég hef borið saman verð hjá ykkur og það sem í boði er hjá öðrum bönkum/tryggingarfélögum/símafélögum og

er að hugsa um að skipta yfir til annars þjónustuveit-anda.“ Hikaðu ekki við að taka þér umhugsunarfrest; það getur jafnvel styrkt stöðu þína.

Vertu heiðarlegurStundum getur verið gott að virðast ekki of áhugasamur, en það getur ekki síður reynst vel að vera heiðarlegur og segja að þú hafir áhuga á vörunni en þú hafir úr takmörk-uðu að spila. Fáir þú vöruna á því verði sem þú óskar eftir kaupir þú hana, annars ekki. Hafðu einnig hugfast að þú getur alltaf yfirgefið verslunina ef þú nærð ekki samkomulagi um verð við seljanda. Ef þú þarft ekki á vörunni að halda þegar í stað, og þú færð verðið ekki lækkað, má biðja seljandann um að hafa samband við þig ef og þegar hann er tilbúinn að selja á því verði sem þú tilbúin/n að borga fyrir vöruna. Ákveddu í byrjun hvað þú ert tilbúin/n að borga fyrir vöruna og haltu þig við það verð.

7

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // DEILIhAgkErfIÐ

Elsta hagkerfiðDeilihagkerfið er elsta hagkerfi í heimi, enda peningar í raun tiltölulega nýleg uppfinning. Deilihagkerfið er við-skiptakerfi sem byggir á skiptum eða samnýtingu verð-mæta, og yfirleitt er um „jafningjaviðskipti“ (peer-to-peer) að ræða, en ekki það að „salan“ fari fram í a t-vinnu skyni. Eftir að peningar komust í almenna umferð ruddi séreignarstefnan sér sífellt harðar fram með þeim afleiðingum að ofneysla, sér í lagi á Vesturlöndum, hefur haft skelfileg áhrif á takmarkaðar auðlindir jarðarinnar. En í kjölfar hrunsins, og ekki síður vegna örrar tækni-þróunar, er deilihagkerfið að ryðja sér til rúms á ný. Svokallaðir endurdreifingarmarkaðir eru angi af deilihag-kerfinu og sveitarfélög víða um heim eru farin að bjóða upp á samnýtingu hjóla og jafnvel bifreiða. Kostir sam-nýtingar virðast augljósir, ekki bara efnahagslegt hag-ræði fyrir hvern og einn, heldur einnig jákvæð um-hverfis áhrif. En eru þá einhverjir gallar við deilihag-kerfið? Er kannski um ofnotkun – og jafnvel misnotkun – hugtaksins að ræða?

Ókunnugi vinur minnMeð samfélagsmiðlum á borð við Facebook, svo ekki sé talað um vefsíður sem sérstaklega eru settar upp sem markaðstæki eins og Bland og Ebay, auk sérstakra deili-hagkerfissíðna eins og Couchsurfing og Samferða, getum við komist í samband við hvern sem er, hvar sem er á ótrúlega skömmum tíma og með lítilli fyrirhöfn. Því er auðvelt að finna einhvern sem á það sem okkur vanhagar um eða vill fá að nýta sér það sem við eigum. Meðan möguleikarnir til samnýtingar takmörkuðust fyrir nokkrum árum við það að banka upp á í næsta húsi og biðja um bolla af hveiti eru þeir nú nánast óþrjótandi.

Ónýttir sófar og hálftómir bílarDeilihagkerfið í sinni hreinustu mynd gengur út á sam-nýtingu, sem stuðlar aftur að minni sóun. Það gengur

ekki út á að neinn hagnist beint peningalega heldur samnýtir fólk einfaldlega verðmæti sem ella eru kannski illa nýtt.

Dæmi um þetta er samfélagssíðan Couchsurfers.com, en um 10 milljónir manna um allan heim eru skráðir á þeirri síðu, þar af um 5.000, misjafnlega virkir þó, sem bjóða upp á gistingu á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin geng-ur út á að þeir sem eiga kannski illa nýtta sófa, eða jafn-vel herbergi, bjóða „sófavinum“ að gista hjá sér. Gest-gjaf arnir fá í staðinn að kynnast nýju fólki frá öðrum löndum, læra um siði þess og jafnvel smakka þjóðarrétti sem gestirnir elda. Þá er ekki óalgengt að gestir komi með súkkulaði, rauðvín eða annað góðgæti frá heima-landinu. Gestirnir fá svo allt aðra innsýn í samfélagið en þeir mundu gera með því að gista á hótelum eða gisti-húsum og er þannig í raun um ákveðinn lífsstíl að ræða. Þannig er gert ráð fyrir að gestirnir spari án þess að gestgjafarnir verði fyrir tilkostnaði.

Þá ganga einnig fjölmargar vefsíður út á íbúðaskipti. Alla jafna skiptist fólk þá einfaldlega á íbúðum, og jafnvel bíl-um, án þess að önnur greiðsla komi til. Hugmyndin er að auðvelda fólki að spara í fríinu og að nýta íbúðir sem ella stæðu auðar.

Annað dæmi er samnýting bílferða, og má þar nefna vefsíðuna Samferda.is. Þar skráir fólk sig einfaldlega ef það vantar far eða er á leiðinni eitthvert og er með pláss

Deilihagkerfið- hagkvæm nauðsyn eða hippalegt bull?

Sófavinir frá Ítalíu sem heimsóttu Reykjavík í vor.

Þurfum við endilega að „eiga“ allt sem við notum? Gætum við ekki samnýtt miklu meira? Eins og hálftóma bíla? Reiðhjól sem dregin eru fram tvisvar-þrisvar á ári? Sauma- og sláttuvélar? Og jafnvel matvæli?

8

í bílnum. Yfirleitt er um lengri leiðir að ræða, t.a.m. Reykjavík-Akureyri. Hugmyndin er þá að samferðamenn sameinist um kostnað sem hlýst af bílferðinni, eins og eldsneytiskostnað, en ekki er gert ráð fyrir að neinn hagnist sérstaklega. Þannig fær bíleigandinn upp í bensínkostnað og sá sem fær farið sparar á því að þurfa ekki að fara á eigin bíl, leigja bíl eða kaupa flug eða rútuferð.

Svo verður hver og einn bara að eiga við sig hvort hann vill leyfa ókunnugu fólki að gista á heimili sínu eða ferðast í bílnum sínum. Það er hæpið að stórt hlutfall þeirra sem við hittum á lífsleiðinni séu raðmorðingjar eða þaðan af verra en vissulega er rétt að hafa ákveðinn vara á, t.d. með því að ganga úr skugga um að viðkom-andi sé sá sem hann segist vera. Á sófavinasíðunni er t.a.m. hægt að lesa umsagnir annarra notenda um við-komandi auk þess sem hægt er að „kynnast“ fólki betur á Facebook, Skype eða með öðrum samskiptamiðlum áður en komið er að því að hittast.

Íbúðir og bílar til leigu Þegar deilihagkerfið ber á góma er nær alltaf minnst á síðuna Airbnb.com. Þar geta einstaklingar skráð hús sín, íbúðir eða bara einstök herbergi í íbúð sinni til leigu til ferðamanna. Nú eru tæplega 1.400 herbergi eða íbúðir auglýst til leigu í Reykjavík og er leiguverð þeirra ódýr-ustu 15 evrur á nóttu en dýrustu eignirnar leigjast út á ríflega 1.000 evrur. Þá er nokkuð um að sömu einstakl-ingar leigi út margar eignir á Airbnb. Flóra eigna á Airbnb er því afar fjölbreytt, í sumum tilvikum er um það að ræða að „gestgjafar“ vilja einfaldlega nýta betur ein-stök herbergi í eign sinni, og kynnast nýju fólki í leiðinni, eða leyfa öðrum að nýta eignina meðan þeir eru sjálfir í sumarleyfi, en í öðrum tilvikum getur verið um mun um-fangsmeiri og ópersónulegri viðskipti að ræða. Auk Airbnb, sem nú er einnig á íslensku, finnast fleiri sam-bæri legar síður, t.d. homeaway.com.

Caritas.is er íslensk síða þar sem fólk getur leigt út fjölskyldubílinn. Í raun er um einkaleigu að ræða, þar sem einstaklingar leigja út bifreið sína með milligöngu leigumiðlunar. Af nokkuð öðrum toga eru svo alls kyns leigubílaþjónustur, en Uber, sem enn sem komið er starfar ekki hér á landi, er einna stærst þeirra. Hér á landi eru hins vegar einnig starfandi nokkurs konar leigubílaþjónustur, eins og t.a.m. Skutlarar, sem eru með fjölmennan hóp á Facebook, þar sem fólk auglýsir eftir fari á ákveðna staði og ökumenn láta vita hvar þeir verða á ferðinni.

Þetta er allt deiliUmræður um deilihagkerfið hafa sætt nokkurri gagnrýni og því verið haldið fram að fyrirtæki sem kenna sig við deilingu verðmæta hafi gjaldfellt hugtakið. Þannig sé „deiliþvottur“ í raun „grænþvottur“ nútímans, en þess er t.a.m. skemmst að minnast að mörg fyrirtæki stunduðu kolefnisjöfnun og bílar sem ganga fyrir hefðbundnu eldsneyti voru jafnvel markaðssettir sem „grænir“. Þannig sé nú komið fyrir „deilihagkerfinu“; t.d. sé Airbnb

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar er nú starf-andi og mun fljótlega skila skýrslu um möguleika á hjólaleigukerfi og flýtibílaleigu. Vonir standa til að borgin geti fljótlega farið að starfrækja hjólaleigu-kerfi, eins og tíðkast víða erlendis, en enn á eftir að kostnaðargreina það verkefni. Að koma af stað ein-hvers konar bílaleigukerfi er þó flóknara en jafnframt gæti falist í því umtalsverður sparnaður fyrir borgina að draga úr bílaumferð – auk þess sem það fylgdi því mikill sparnaður fyrir neytendur sjálfa að draga úr einkaeign bifreiða.

9

hrein og klár leigumiðlun sem snúist ekki um deilingu verðmæta heldur tekjuöflun og Uber og aðrar leigubíla-þjónustur séu bara leyfislaus starfsemi og hafi þannig lítið með raunverulega deilingu eða samnýtingu verð-mæta að gera. Það sé í sjálfu sér mjög jákvætt að fólk sé reiðubúið að deila eigum sínum með öðrum en gera þurfi skýran greinarmun á raunverulegu „deilihagkerfi“ og gróðastarfsemi.

Eru stjórnvöld með á nótunum? Þó deila megi um hvort síður á borð við Airbnb og Uber séu í raun deilihagkerfissíður er það væntanlega óum-deilt að lög og reglur taka lítið tillit til slíkrar starfsemi. Það þarf ekki leyfi til að bjóða nýjum vinum að gista í sófanum eða bjóða einhverjum far til Akureyrar gegn þátttöku í bensínkostnaði. Þá er það ekki sölustarfsemi í atvinnuskyni að selja t.a.m. gamla fjölskyldubílinn eða sófann á Bland eða Facebook. Ef maður selur hins vegar tíu bíla og kaupir jafnvel sófa erlendis frá eða af vinum og vandamönnum í þeim tilgangi að selja á samfélags-miðlum er orðið um atvinnustarfsemi að ræða. Slík sala er þá skattskyld og jafnframt gilda lög um neytendakaup (sem veita kaupanda ríkari rétt en ella), en ekki lausa-fjárkaup, um viðskiptin. Þá þarf vissulega tilskilin leyfi til að reka leigubílastöð. Oft geta mörkin verið óljós og er það e.t.v. eitthvað sem stjórnvöld þurfa að bregðast við.

Um gististaði, þ.e. þegar gisting er boðin gegn endur-gjaldi, gilda svo ákveðin lög og og reglur. Jafnvel þó um sé að ræða gistingu á heimili leigusala, eins og t.a.m. ef einstök herbergi innan íbúðar eru leigð út, gilda

ákveðnar reglur. Ferli slíkrar leyfisveitingar hefur lengst af verið nokkuð flókið og óárennilegt en t.a.m. hefur þurft að afla starfsleyfis, sýna fram á að viðkomandi sé með virðisaukaskattsnúmer, leggja fram teikningu af húsnæði o.s.frv., auk þess sem umsóknin er svo send til umsagnar ýmissa aðila, eins og slökkviliðs og lögreglu. Gera má ráð fyrir að margir þeirra sem leigja út gistirými á samfélagsmiðlum og sérstökum deilisíðum hafi ekki tilskilin leyfi til slíkrar starfsemi. Þó er ljóst að slík starf-semi er komin til að vera, en þess má geta að á árunum 2005-2013 fjórtánfaldaðist fjöldi gistinátta ferðamanna í íbúðarhúsnæði meðan fjöldi gistinátta á hótelum tvö-fald aðist. Það vekur þó ákveðinn ugg að um leyfis- og eftirlitslausa starfsemi geti verið að ræða sem uppfyllir jafnvel ekki öryggiskröfur, auk þess sem gera má ráð fyrir að skatttekjur vegna slíkrar leigu skili sér ekki að fullu. Þegar þetta er skrifað er raunar til meðferðar Alþingis lagafrumvarp sem miða á að því að einfalda lög og reglur þegar um heimagistingu er að ræða og standa því vonir til að eftirleiðis verði fólki kleift að stunda slíka starfsemi á löglegan en einfaldan hátt.

Hvað er framundan?Möguleikarnir til deilingar verðmæta eru í raun óþrjót-andi. Nýverið hafa t.a.m. komið fram skemmtilegar hugmyndir frá hópnum Lókal Glóbal, sem tók þátt í verkefninu „Hæg breytileg átt“, sem var samstarfs-verkefni fjölmargra aðila, m.a. Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, Listaháskóla Íslands og Sam- taka iðnaðarins. Til dæmis er velt upp hugmyndum um samnýtingu íbúðarrýmis, þannig að íbúð geti verið tveggja herbergja eina vikuna en fimm herbergja þá næstu ‒ nágrannarnir skiptast þá einfaldlega á um að nýta þessi þrjú aukaherbergi eftir því hvort um

Á Facebook má finna ýmsa hópa sem stuðla að sam-nýtingu verðmæta. Þar má t.a.m. finna hópsíðuna „litli hjálparinn“, þar sem fólk býður fram, eða óskar eftir, greiða af einhverju tagi. Þar er einnig að finna fjölmargar „gefins“ síður, auk sölusíðna, þar sem fólk getur gefið eða selt hluti sem það hefur ekki lengur þörf fyrir. Um verslun á Facebook var ítarlega fjallað í 4. tbl. Neytendablaðsins 2012, en mikill munur er á því hvort um sölu einstakra hluta er að ræða og því að salan sé stunduð í atvinnuskyni og viðkomandi seljandi hefur jafnvel umtalsverðar tekjur af.

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // DEILIhAgkErfIÐ10

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // sjóNVArPsÁskrIfTIr

Séreignarstefnan: Skemmst er að minnast auglýsinga ákveðinnar byggingarvöruverslunar þar sem gert var grín að „Geira lánara“ sem bað nágranna sinn ítrekað um að lána sér hluti á borð við sláttuvél, útigrill og vaðlaug. Skilaboðin voru þau að Geiri gæti nú bara keypt sér þessa hluti sjálfur enda óþarfi – og skelfilega hallærislegt ‒ að samnýta hluti þegar svo ódýrt væri að kaupa þá.

„pabbaviku“ er að ræða, ættingjar eru í heimsókn o.s.frv. Einnig væri hægt að samnýta ýmislegt sem snýr að daglegri neyslu, eins og t.a.m. matjurtaræktun og hænsnahald.

Með internetinu og samfélagsmiðlum, svo ekki sé talað um tilkomu snjallsíma, hefur heimurinn minnkað til muna. Við erum opnari fyrir því að kynnast nýju fólki og prófa eitthvað nýtt. Þá má segja að tæknin leiði líka til þess að „traust“ hafi aukist. Þannig er auðvelt að „gúggla“ fólk og fyrirtæki enda allir með umfangsmikil netspor og jafnvel er hægt að fylgjast með fjölskyldu-bílnum með þar til gerðri tækni og komast þannig að því hvort sá sem fékk hann lánaðan fór upp á Sprengisand eða bara í Hafnarfjörð eins og hann lofaði. Ef um íbúðaskipti er að ræða segir húsið þér svo einfaldlega hvað var að gerast í fjarveru þinni – hvort gluggum var lokað, slökkt á ofninum o.s.frv. Þannig er stutt í það að öll tæki á heimilinu tali einfaldlega saman á netinu og sendi svo skilaboð í snjallsíma eigandans. Ósagt skal látið hvaða áhrif tækni af þessum toga gæti haft á traust í samböndum vina og hjóna, eða á möguleika til persónunjósna, en víst er að hún ætti að leiða til þess að fólk hafi síður áhyggjur af því að lána „dótið“ sitt.

Það er ljóst að til að eyða ekki að fullu þeim takmörkuðu auðlindum sem við höfum aðgang að þurfum við að draga úr sóun og nýta hlutina betur. Því er mikilvægt hafa opinn huga gagnvart því að við þurfum ekki að eiga allt sjálf og ein, kaupa allt nýtt, og keyra ein í bíl til vinnu, heldur sé hægt að samnýta hluti með öðrum. Svo má líka færa rök fyrir því að deilihagkerfið sé hreinlega bara svo skemmtilegt!

HH

Sjónvarpsáskriftir – allt eða ekkert?Stífur og ógegnsær markaðurErtu áhugamaður um formúluna eða þýska boltann eða er uppáhaldstöðin þín Animal Planet? Kannski viltu eingöngu kaupa þær sjónvarpsrásir sem þjóna þínum áhugamálum en til þess þarftu jafnvel að kaupa rándýran pakka með 90 stöðvum.

Dönsku neytendasamtökin (Forbrugerraadet Tænk) hófu nýlega herferð um frelsi neytenda til að velja sjálfir hvaða sjónvarpsrásir þeir vilja gerast áskrif-endur að. En þjónustusalar hafa efasemdir um að það geti gengið að neytendur fái að velja sjálfir af hlaðborði sjónvarpsrása sem bjóðast.

Neytendur eru neyddir til að greiða fyrir sjónvarps-rásir sem þeir horfa ekki á. Neytendasamtökin dönsku vilja meina að það sé vandamál fyrir neyt-endur og í herferðinni „Hvers vegna í fj… eigum við að greiða fyrir eitthvað sem við horfum ekki á?“, sem fór í gang í mars sl., er þess krafist að neyt-endur geti valið sér stöðvar í áskrift.

Að mati Tænk er ekki um frjálst val neytenda að ræða þegar kaupa þarf pakka með mörgum sjón-varpsrásum til að geta horft á þessa einu eða tvær rásir sem neytandinn vill í raun hafa aðgang að. Því sé mikilvægt að finna aðra lausn þar sem neytand-inn velur einungis þær sjónvarpsrásir sem hann vill horfa á.

Áskriftarsalar fyrir sjónvarp segja að pakkatilboðin þeirra séu næstum því frjálst val með tilkomu nýrra og sveigjanlegri pakkatilboða og reyna eins og þeir geta að gera þau spennandi og áhugaverð. En Tænk segir að hvað þetta varðar sé ekkert sem heitir „næstum því“; annað hvort er frjálst val eða ekki. Viljir þú bara kaupa eina ákveðna rás ertu ennþá þvingaður til að kaupa fleiri rásir í pakka.

Í herferð Tænk er þetta fyrirkomulag gagnrýnt með skemmtilegu myndbandi þar sem neytandi kemur í sjoppu og kaupir sér bland í poka. Áður en af-greiðslu daman vigtar pokann bætir hún ofan í hann fullri skeið af sælgæti og vigtar svo og rukkar. Þetta er vandamálið í hnotskurn; neytendur eru að greiða fyrir eitthvað sem þeir velja ekki sjálfir og þessu vilja dönsku neytendasamtökin breyta. Eins og á öðrum mörkuðum eiga neytendur að fá sjálfir að ákveða hvað þeir kaupa.

Taenk.dk

11

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // spjaldtölvur- GÆÐaKöNNuN

Hvað var kannað?Heildareinkunnin er sett saman úr eftirfarandi þáttum:

Afköst 10% Spjaldtölvan er prófuð á mismunandi máta til að mæla hve hröð hún er. Einnig er prófað hve góð virkni spjaldtölvunnar er.

Skjár 20%Prófuð eru gæði skjásins er við mismunandi að-stæð ur og hve þægilegt er að nota hann. Einnig er athugað hve vel skjárinn bregst við snertingu.

Þægindi 20%M.a. er prófað hve þægilegt er að hala niður smá-forritum, að setja þau upp og að koma tónlist eða myndböndum á spjaldtölvuna. Einnig er prófað hversu þægilegt er að vafra á netinu og nota staf-ræna lyklaborðið.

Sérstök verkefni 25%Algengar aðgerðir í spjaldtölvunni eru prófaðar eins og að horfa á myndbönd, að vafra á netinu, að skoða vefpóst og að lesa texta.

Rafhlaða 15%Hér er prófað hve lengi rafhlaðan endist þegar spjaldtölvan er í notkun.

Annar útbúnaður 10%Prófað er hve góðir efnislegir hlutar spjaldtölv-unnar eru og hvernig hægt er að tengja hana við netið og önnur tæki. Einnig skiptir hér máli hversu mikið pláss er í vélinni fyrir skjöl.

Gæðakönnun á spjaldtölvum

Apple og Samsung fá bestu einkunn

MarkaðskönnunAlls reyndist 132 mismunandi tegund vera til í þeim 13 verslunum sem könnunin tók til. Verð var kannað á heimasíðum verslananna. Ódýrasta spjaldtölvan kostaði 11.900 kr. og er hún með 7” skjá og 8 GB harðan disk. Sú dýrasta kostaði hins vegar 279.900 kr. og er með 12“ skjá og 256 GB harðan disk. Markaðskönnunin er birt á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is, á læstum síðum fyrir félagsmenn en lykilorðið er birt neðst á bls. 2 í þessu blaði. Þar koma fram upplýsingar um tegundir, verð, seljendur, skjástærð, stærð á vinnsluminni og hörðum diski og loks hvort tölvan sé með 3G/4G (til að komast á netið án þess að nota þráðlausa tengingu). Sömu teg undir spjaldtölva fást oft í fleiri en einni verslun og þá sérstaklega spjaldtölvur frá Apple og Samsung. Oft er um verulegan verðmun að ræða og því hagkvæmt fyrir væntanlega kaupendur að skoða markaðskönnunina vandlega.

GæðakönnunAf þeim spjaldtölvum sem fundust hér á markaði var 60 í gæðakönnun ICRT. Hæstu heildareinkunn, 4,5 af 5,5 mögulegum, fá 9 spjaldtölvur. Í öllum tilvikum eru þetta spjaldtölvur frá Apple og Samsung. Sú ódýrasta, Sam-sung Galaxy Tab S 10,5 WiFi SAMT800WH, kostar 69.900 kr. en sú dýrasta, Apple iPad Air 2 4G 128 GB MH1G2, kostar 143.995 kr. Heildareinkunnina 4,4 fá 16 spjaldtölvur og eru þær allar frá Apple og Samsung fyrir utan eina sem er frá Nokia.

Um mánaðamótin apríl-maí sl. kannaði Neyt-enda blaðið framboð á spjaldtölvum. Ljóst er að þeir sem eru í kauphugleiðingum hafa úr mörgu að velja.

Apple iPad Air 1 WiFi 128 GB ME898NF/A fær 4,5 í heildar-

einkunn og kostar 118.590 kr. Skjástærð er 9,7” og harður diskur

128 GB.

Samsung Galaxy Tab S 10,5 WiFi SAMT800WH fær 4,5 í heildar-

einkunn og kostar 69.900 kr. Skjástærð er 10,5” og harður diskur

16 GB.

12

Vörumerki, vörunúmer Lægsta verð

Heildar-einkunn

100%Afköst 10%

Skjár 20%

Þægindi 20%

Sérstök verk 25%

Rafhlaða 15%

Annar úbúnaður

10%

Apple iPad Air 1 WiFi 128 GB ME898NF/A 118.590 4,5 4,7 4,5 4,5 4,5 4,0 4,5

Apple iPad Air 2 4G 128 GB MH1G2 143.995 4,5 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 4,7

Apple iPad Air 2 4G WiFi 64 GB MGHY2 129.900 4,5 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 4,5

Apple iPAd Air 32 GB WiFi 4G MD792 111.990 4,5 4,7 4,5 4,5 4,5 4,0 4,3

Apple iPad mini 3 4G WiFi 128 GB MGWM2 139.990 4,5 4,3 4,8 4,6 4,6 3,7 4,6

Apple iPad mini 3 4G WiFi 64 GB MGJ08 109.895 4,5 4,3 4,8 4,6 4,6 3,7 4,4

Samsung Galaxy Tab S 10,5 WiFi SAMT800WH 69.900 4,5 4,2 4,8 5,0 4,6 4,0 3,6

Samsung Galaxy Tab S 8,4 WiFi SAMT700BRO 74.099 4,5 4,2 4,8 4,6 4,6 4,1 3,7

Samsung Galaxy Tab S 8,4 4G TV41357 98.800 4,5 4,2 4,8 4,6 4,6 4,1 3,7

Apple iPad Air 16 GB 4G WiFi MD794KNA 89.995 4,4 4,7 4,5 4,5 4,5 4,0 4,1

Apple iPad mini 3 WiFi 128 GB MGYK2HC/A 114.990 4,4 4,3 4,8 4,6 4,6 3,8 4,0

Apple iPad Air 16 GB Wifi IPADMD785KNA 69.995 4,4 4,7 4,5 4,5 4,5 4,4 3,5

Apple iPad Air 2 4G WiFi 16 GB MGGX2 112.990 4,4 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 4,1

Apple iPad mini 3 4G WiFi 16 GB MGHV2 96.895 4,4 4,3 4,8 4,6 4,6 3,7 4,1

Apple iPad Air 2 WiFi 128 GB MGTY2 119.900 4,4 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 4,1

Apple iPad mini 3 WiFI 64 GB MGGQ2 79.895 4,4 4,3 4,8 4,6 4,6 3,8 3,8

Apple iPad Air 2 WiFi 64 GB MGKL2 99.895 4,4 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 3,9

Samsung Tab Pro 10,1 WiFi SAMT520BLA 69.900 4,4 4,5 4,5 4,7 4,5 4,0 3,7

Nokia Lumia 2520 BLK 59.995 4,4 4,9 4,4 4,6 4,5 3,6 4,5

Apple iPad mini 3 WiFi 16 GB MGNR2 69.895 4,4 4,3 4,8 4,6 4,6 3,8 3,5

Apple iPad mini 2 WiFi 4G 128 GB ME840NF/A 118.590 4,4 4,7 4,4 4,2 4,5 4,0 4,6

Apple iPad mini 2 WiFi 4G 64 GB svört ME828NF/A 129.990 4,4 4,7 4,4 4,2 4,5 4,0 4,6

Apple iPad Air 2 WiFi 16GB MH0W2 79.895 4,4 4,5 4,8 4,6 4,6 3,6 3,6

Samsung Galaxy Tab Pro 8,4” WiFi SAMT320BLA 59.900 4,4 4,6 4,6 4,7 4,5 3,6 3,8

Apple iPad mini 2 WiFi 4G 16 GB ME814NF/A 79.989 4,3 4,7 4,4 4,2 4,5 4,0 4,2

Apple iPad mini 2 WiFi 128GB ME860NF/A 98.780 4,3 4,7 4,4 4,2 4,5 3,9 4,0

Samsung Galaxy Note Pro 12,2” P900 32 GB 109.900 4,3 4,5 4,4 4,3 4,5 4,0 3,7

Apple iPad mini Retina 16 GB WiFi ME276NF 49.895 4,3 4,7 4,4 4,2 4,5 4,0 3,6

Apple iPad mini 16 GB WiFi 4G MD543FD 64.995 4,3 4,2 4,2 4,2 4,4 4,5 4,0

Asus Memo Pad 7” 16 GB ME572C1A014A 44.995 4,3 4,2 4,4 4,2 4,3 4,7 3,6

Samsung Ativ Tab 10,1” GT-P8510MSANEE 128.436 4,3 4,4 4,1 4,8 4,4 3,9 3,6

Apple iPad mini WiFi 64GB MD533FD/A 102.747 4,2 4,2 4,2 4,2 4,4 4,5 3,8

Microsoft Surface Pro 3 12” SM12 SURF3PRO 128G 219.900 4,2 5,1 4,2 4,6 4,6 2,9 3,7

Microsoft Surface Pro 3 12” SM12 SURF3PRO 256G 279.900 4,2 5,1 4,2 4,6 4,6 2,9 3,8

Microsoft Surface Pro 3 12” SM12 SURF3PRO 64G 179.900 4,2 5,0 4,2 4,6 4,6 2,9 3,6

Apple iPad mini 16GB WiFi MD531FD 44.895 4,2 4,2 4,2 4,2 4,4 4,5 3,4

Sony Xperia Z3 8” WiFi 4G SGP621NB/B.AE1 93.854 4,2 4,4 4,3 3,7 4,2 4,3 4,6

LG G Pad 8,0 LGV480BLA 33.995 4,2 4,0 4,4 4,7 4,3 3,4 3,7

LG G Pad 7 LGV400.ANEUBK 27.990 4,2 4,0 4,4 4,7 4,2 3,6 3,5

Sony Xperia Z3 8” 16 GB WiFi GP611NB/B.AE1 79.034 4,1 4,4 4,3 3,7 4,2 4,3 4,1

Samsung Galaxy Note 8” 4G GT-N5110 89.900 4,1 4,4 3,9 4,3 4,5 3,3 3,7

Samsung Galaxy Note 10.1 SMP6000BL 94.990 4,1 4,1 4,4 4,5 4,1 3,5 3,3

Samsung Galaxy Note 8” 16GB SAMN5110WH 39.995 4,0 4,4 3,9 4,3 4,5 3,3 3,4

Dell Venue 8 Pro Atom 64 GB 5830 108.675 4,0 4,1 3,8 4,8 4,2 3,0 3,6

Samsung Galaxy Tab 4 10,1” 16 GB SAMT530 49.900 4,0 3,8 4,0 4,3 4,3 3,3 3,6

Asus PadFone 2 32 GB PADFONE22IN132G 99.990 3,9 4,6 3,8 3,8 4,5 2,8 3,8

Acer Iconia A1-830 SA8A183016GB 28.990 3,8 4,1 3,6 4,3 4,1 2,9 3,5

Samsung Galaxy Tab 4 7” WiFi SAMT230BLA 34.577 3,8 3,7 3,8 3,9 4,2 3,7 3,5

Samsung Galaxy Tab 2 7” WiFi GT-P3110 19.900 3,8 3,2 4,0 4,0 4,1 3,3 3,5

Haier Pad 781 7,85 39.900 3,7 3,8 3,4 4,5 4,2 3,0 3,6

Asus FonePad 2 7” ASU-ME372CG1B049A 64.989 3,6 4,0 3,3 4,3 4,2 3,1 3,5

Lenovo IdeaTab A10-70 10,1” LE59407935 33.589 3,6 3,6 3,5 4,4 3,7 3,1 3,1

Asua MeMo Pad 7 8 GB ME70C1B014A 24.990 3,6 3,3 3,6 4,0 3,8 3,3 3,4

Toshiba Encore 2 WT10-A102 69.990 3,6 4,4 3,3 4,7 4,1 2,6 3,3

Acer Iconia Tab B1-730 7” 8 GB 16.900 3,6 3,8 3,3 4,8 4,0 2,9 3,3

Acer Iconia Tab B1-750 7” 8 GB 19.900 3,6 3,8 3,3 4,8 4,0 2,9 3,3

Asus Transformer Book T100TA ASU-T100TADK024H 84.989 3,5 4,7 3,2 4,6 3,7 3,6 3,5

Asus Transformer Pad ASU-TF103C1B020A 39.989 3,5 3,9 3,6 3,2 3,8 3,3 3,2

Asus Memo Pad 10” IPS 16 GB ME103K1B003A 39.990 3,3 3,7 3,2 4,0 3,6 3,6 3,4

HP Slate 7 2800 29.632 3,3 4,0 3,0 4,1 3,9 3,7 3,1

©ICRT og Neytendablaðið 2015. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-5,5. Þar sem 0,5 er lakast og 5,5 er best

13

Neytendasamtökunum hafa á undanförnum árum borist margar athugasemdir vegna vátryggingarsamninga. Í mörgum tilfellum snúast þessar kvartanir um binditíma slíkra samninga og það að þeim er ekki hægt að segja upp á samningstímanum, að líftryggingum undanskildum en þeim hefur verið hægt að segja upp hvenær sem er. Þannig hafa þeir neytendur sem hafa lent í ágreiningi við sitt tryggingarfélag eða viljað segja upp samningi vegna betri kjara annars staðar ekki haft erindi sem erfiði. Þann 1. júlí næstkomandi mun sú framkvæmd heyra sög-unni til því Alþingi hefur samþykkt breytingar á lög um um vátryggingarsamninga sem gera það að verkum að neytendur geta sagt upp slíkum samningum með eins mánaðar uppsagnarfresti hvenær sem er á samnings tím-anum. Þannig geta neytendur fært sig á milli vátrygg-ingarfélaga t.d. ef betri kjör bjóðast annars staðar. Undanfarin ár hefur þetta ekki verið möguleiki. Nú endurnýjast vátryggingarsamningur sjálfkrafa ef honum er ekki sagt upp og ef vátryggingartaki vill segja upp samningi verður það að gerast innan mánaðar frá því að tryggingarfélagið sendi reikning vegna gjalddaga hins nýja vátryggingartímabils. Þannig hefur sá tími sem neytendur hafa haft til þess að segja upp samningi verið mjög skammur og oft hafa neytendur alls ekki verið með-vitaðir um það að samningar endurnýist sjálfkrafa við þessar aðstæður. Eins og áður sagði breytist þetta 1. júlí næstkomandi, þegar breytingar á lögunum taka gildi, og geta neytendur þá sagt upp vátryggingarsamningum með eins mánaðar fyrirvara, en uppsögn miðast við næstu mánaðarmót þar á eftir. Þannig telst vátrygging-arsamningi sem sagt er upp 20. febrúar vera lokið 1. apríl sama ár, svo dæmi sé tekið.

Vátryggingartaki getur því eftir 1. júlí sagt samningi upp ef hann hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna, ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn eða ef hann vill flytja vátryggingu til annars félags. Þessi breyting er tilkomin vegna athugunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á því hvort aðkoma íslenska ríkisins að endurreisn tryggingarfélagsins Sjóvár sam-rýmd ist reglum EES-samningsins. ESA fór fram á að nokkrar breytingar yrðu gerðar á löggjöf hér á landi til að efla samkeppni, svo hægt væri að fallast á þjóðnýt-ingu félagsins, og var hreyfanleiki viðskiptavina trygging-arfélaga eitt af því sem ESA taldi að myndi hafa jákvæð áhrif á samkeppni á vátryggingarmarkaði. Að lokum er rétt að nefna að vátryggingarfélögum er óheimilt að taka gjald vegna þess kostnaðar sem getur hlotist af því að vátryggingu er sagt upp á samningstímabilinu.

Hefðbundin þvottavél er u.þ.b. 60 sm breið, 85 sm há og 60 sm djúp. Í sumum tilvikum henta svo stórar vélar ekki og þá verður minni vél fyrir valinu. Í apríl birti danska neytendablaðið Tænk gæðakönnun á minni þvottavélum og náði hún til átta véla þar sem þvotturinn er settur í að framanverðu og fimm véla þar sem þvott-urinn er settur í að ofanverðu. Þessar vélar taka á bilinu 4-7 kg af þurrum þvotti. Niðurstöður gæðakönnunar-innar, sem náði til 13 véla, voru það slakar að Tænk treysti sér ekki til að gefa neinni vélanna meðmælin „best í gæðakönnun“.

Sex þessara véla eru til á markaði hérlendis og eru fjórar þeirra framhlaðnar og tvær topphlaðnar. Electrolux EWS7146DU kostar 89.900 krónur, tekur 7 kg og fær 54 af 100 mögulegum í einkunn (sem var hæsta heildar-einkunnin). Gorenje W6443/S kostar 98.900 krónur og

AEG L61460TL kostar 199.900 krónur. Báðar vélarnar taka 6 kg og fá 50 í einkunn. Síðarnefnda vélin er topp-hlaðin. Candy AQUA1041D1S kostar 72.995 krónur, tekur 4 kg og fær 40 í einkunn. Zanussi ZWY61205WA kostar á tilboðsverði 79.900 krónur, er topphlaðin, tekur 6 kg og fær 48 í einkunn. Loks er það svo Matsui M510WM13E sem kostar 49.995 krónur, tekur 5 kg og fær 35 í einkunn. Þetta var raunar ódýrasta þvottavélin á markaði hér samkvæmt markaðskönnun sem Neyt-enda samtökin gerðu 9. nóvember sl. í 15 verslunum og er að finna á ns.is á læstum síðum fyrir félagsmenn (sjá lykilorð á bls. 2 í þessu blaði).

Rétt er að taka fram að í gæðakönnunum Neytendablað-sins eru einkunnir frá 0,5 til 5,5 en ekki 0-100 eins hjá Tænk.

Máttu segja upp tryggingunum?

Ekki velja litla þvottavél nema nauðsyn krefji

Í stuttu máli Hingað til hafa neytendur ekki getað sagt upp samningi um tryggingar fyrr en eftir tólf mánaða bindingu hjá sama félagi, enda samningarnir gerðir til eins árs í senn. Nú heyrir það brátt sögunni til en 1. júlí nk. munu breytingar á lögum um vátryggingarsamninga taka gildi. Í þeim felst að neytendur geta alltaf sagt upp tryggingum með eins mánaðar fyrirvara án aukakostnaðar. Það mun hafa jákvæð áhrif fyrir neytendur og gerir þeim auðveldara að leita tilboða í tryggingar og flytja sig milli fyrirtækja eftir eins mánaðar uppsagnarfrest.

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // TrYggINgAr / LITLAr þVoTTAVéLAr14

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BPA

Alvarlegir sjúkdómar og þroskafrávik tengd við BPABisfenól-A (BPA) er kolvetnissamband sem notað er í plastframleiðslu, einkum á polýkarbónatplasti og epoxý-húðun. BPA hefur verið í notkun síðan 1957 en talið er að árlega séu framleiddar um 3-5 milljónir tonna af efninu á heimsvísu.

BPA líkir eftir áhrifum estrógens og getur truflað starf-semi innkirtla, jafnvel í mjög lágum styrk. Það getur dregið úr eðlilegum þroska heilans og taugakerfis og valdið þroskafrávikum og ófrjósemi. Enn fremur virðast vera tengsl milli astma, ADHD, offitu, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma, lifrarskemmda, sykursýki og annarra nútímasjúkdóma og aukins magns BPA í þvagi. Heili, æxlunarfæri, blöðruhálskirtill, brjóst, skjaldkirtill, lifur og nýru virðast sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum efnisins.

Fóstur og ungbörn í mestri hættuBPA mælist í þvagi og blóði nánast allra sem búa í nú-tímasamfélagi. Áhyggjur vísindamanna beinast þó aðal-lega að áhrifum efnisins á fóstur og ungbörn, þar sem hættan á tauga- og hormónaraskandi áhrifum er mest á seinasta þriðjungi meðgöngunnar og á fyrstu æviárunum og sannað hefur verið að BPA berst í gegnum fylgju og finnst í móðurmjólk.

Lítið magn af BPA lekur úr plasti við venjulega notkun, einkum þegar plastið er farið að flagna eða það er hitað upp eða þvegið með sterkum hreinsiefnum. Snerting við vökva með hátt eða lágt sýrustig eykur lekann enn frem-ur. Matur og drykkur eru talin aðaluppspretta BPA, en BPA mælist jafnframt í heimilisryki og kemst í blóðrásina beint í gegnum húðina.

Ágreiningur um öryggi BPAFjölmargar rannsóknir hafa staðfest hormónaraskandi áhrif BPA í lágum styrk. Þrátt fyrir það gaf Matvæla-örygg is stofnun Evrópu (EFSA) nýlega út ályktun þar sem fullyrt er að neytendum stafi ekki hætta af BPA þar sem útsetning fyrir efninu sé vel undir þolanlegum dag-skammti.

EFSA telur að að fullorðnir verði fyrir að hámarki 1 míkró grömmum á dag á kíló en börn og táningar eru útsett fyrir 1,26 til 1,45 míkrógrömmum á hvert kíló lík amsþyngdar. EFSA ákvað þó að lækka hámarksgildið fyrir BPA verulega, eða úr 50 míkrógrömmum á hvert kíló af líkamsþyngd niður í 4 míkrógrömm.

Rannsóknaraðferðir og nálgun EFSA hafa sætt harðri gagnrýni. Vísindamenn telja óviðeigandi að meta öryggi hormónaraskandi efna á borð BPA út frá hefðbundnum hámarksskömmtum. Slíkar aðferðir henta til að meta bráðeitrandi áhrif efna en ná ekki nægilega vel utan um langtímaáhrif efnanna í lágum styrk. M.a. hefur Mat-væla stofnun Danska tækniháskólans (DTU) gagnrýnt viðmið EFSA og telur að miða ætti við 0,7 míkrógrömm á hvert kíló líkamsþyngdar.

Sænska efnaöryggisstofnunin KEMI tekur í sama streng og bendir á að alls ólíkar niðurstöður um áhrif BPA fáist ef notaðar eru sk. lágskammtaaðferðir í stað þolanlegs hámarksskammtar. KEMI hefur m.a. varað við notkun BPA í kassakvittunum og plastslöngum og öðrum búnaði á spítölum, einkum við meðferð fyrirbura og nýbura. Fræði nefnd ESB um nýjar heilsuógnir (SCENIHR) mælir einnig með því að forðast notkun lækningatækja sem innihalda BPA.

Í kjölfar ályktunarinnar hafa frjáls félagasamtök ásakað EFSA um hagsmunagæslu fyrir plast- og matvælafram-leið endur.

Miklir hagsmunir í húfi Mörg lönd hafa þegar takmarkað notkun BPA með varúð ar regluna að leiðarljósi. Danir og Belgar voru meðal fyrstu þjóða til að banna BPA í pelum og matar-ílátum fyrir ung börn. Notkun BPA í pelum var hætt í Evrópu og Bandaríkjunum árið 2011. Svíar hyggjast banna BPA í kassarúllum og vilja hætta notkun BPA í niðursuðudósum fyrir árið 2020.

Frakkar hafa gengið lengst og bönnuðu BPA í öllum mat-arílátum frá byrjun ársins 2015. Plastframleiðendur hafa mótmælt nýju reglunum harðlega með þeim rökum að efnin sem eiga að leysa BPA af hólmi hafi ekki verið

Bisfenól-A í brennidepli

Bisfenól-A eða BPA er hormónaraskandi efni sem leynist víða og er nánast ómögulegt að forðast í daglegu lífi. Neytendablaðið gerði úttekt á BPA til að varpa ljósi á ólíkar skoðanir iðnaðarins og vísindamanna um öryggi efnisins.

15

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BPA

nægilega vel rannsökuð, séu ekki til eða dugi ekki jafn vel.

Frakkar halda ótrauðir áfram og beita nú þrýstingi innan ESB til að sambærilegt bann verði innleitt í öllum að-ildar löndum sambandsins. Þeir eiga á brattann að sækja þar sem um þriðjungur heimsframleiðslu BPA (um 840.000 tonn) fer fram í Þýskalandi og því hafa Þjóð-verjar mikilla hagsmuna að gæta.

Valkostirnir ekki endilega skárriFramleiðendur hafa að hluta til rétt fyrir sér þar sem efnin sem koma í stað BPA virðast ekki í öllum tilfellum öruggari valkostir. Sem dæmi má nefna efnin Bisfenól-S (BPS) og Bisfenól-F (BPF) sem hafa svipuð áhrif og BPA og finnast nú þegar í ryki og þvagi manna í sambæri-legum styrk og BPA. Þess má geta að þessi efni eru oft notuð í vörum sem auglýstar eru sem BPA-lausar.

Í ljósi þessa vildi Neytendablaðið ganga úr skugga um að barnapelar á markaðnum hérlendis væru nú lausir við bis fenólefni og hafði samband við nokkra af stærstu framleiðendunum. MAM segist eingöngu nota polý pró-pýlenplast (PP), sem er laust við BPA og BPS. Philips, framleiðandi Avent-pela, segir að notkun BPA hafi verið hætt árið 2009 í varúðarskyni. Pelarnir eru nú fram-leidd ir úr PET eða PP. NUK vildi ekkert upplýsa um innihaldsefnin í pelum frá fyrirtækinu, en tók fram að polýkarbónat væri ekki notað og að vörurnar væru lausar við BPA.

BPS í kassakvittunum hérlendisSkýringin á því að efni sem notað er við plastframleiðslu finnst í kassakvittunum liggur í prentlausn sem notuð er víðast hvar í verslunum í dag. BPA er notað sem fram-köllunarefni í svokölluðum „thermal“ pappír í sérstökum hitaprenturum sem framkalla textann með efnahvörfum við snögga hitun. Fyrirtækið Pappír hf. er með um 80% markaðshlutdeild á kassakvittunarpappír hérlendis. Jóhannes Sigurðsson framkvæmdastjóri upplýsir að fyrir-tækið hafi skipt yfir í BPA-lausan pappír fyrir einu og hálfu ári síðan þegar verðmunurinn minnkaði nægilega til að réttlæta breytinguna.

Við nánari skoðun kemur í ljós að pappírinn inniheldur BPS í staðinn. Aðspurður um það segir Jóhannes: „Ég vildi óska að ég gæti skaffað hinn fullkomna pappír, en ég er hræddur um að verð til kaupmanna verði fyrir ofan þau mörk sem þeir sætta sig við. Á sínum tíma gerðum við áðurnefnda breytingu í góðri trú um að við værum að gera það rétta og teljum okkur vera með eins góða

vöru og unnt er. Að sjálfsögðu fylgjumst við með því sem gerist í þessum málum.“

Ímynd umfram allt!Haft var samband við erlendan birgja Pappírs hf., sem óskaði nafnleyndar til að forðast áhættu fyrir orðspor fyrirtækisins þar sem BPA væri „viðkvæmt mál með hátt óvissustig þar sem stakar upplýsingar geta valdið mis skiln ingi og villt um fyrir fólki.“

Fyrirtækið seg ist hafa fenóllausar pappírs tegundir í boði, en stað festir að BPS papp írinn verði oftast fyrir valinu sökum hagkvæmni. Fulltrúar fyrirtækisins treystu sér ekki til þess að meta niðurstöður rannsókna sem sýna að BPS hefur álíka hormónaraskandi áhrif og BPA og segjast frekar bíða eftir áliti ESB stofnana um öryggi BPS.

Pappírsframleiðandinn segir jafnframt að áhættan af BPA sé óljós og bendir á áðurnefnda ályktun EFSA um öryggi BPA máli sínu til stuðnings. Þá vísar hann í yfirlýsingu frá European Thermal Paper Association

...Lítið er vitað um BPA í matvælaumbúðum hérlendis.

16

(ETPA) sem telur notkun BPA í thermalpappír vera örugga og ábyrga.

Vinnueftirlitið sér ekki ástæðu til að banna BPA í kassakvittunumSvíar vilja banna BPA í kassakvittunum í varúðarskyni sökum þess hve margar ungar konur á barneignaraldri vinna við verslun. Styrkur BPA í kvittunum er hár auk þess sem það er í óbundnu formi og losnar því auðveld-lega.

Til að kanna afstöðu yfirvalda hér á landi var haft sam-band við Víði Kristjáns son, deildarstjóra Efna- og holl-ustu háttadeildar hjá Vinnu eftir litinu.

Víðir vísar m.a. í alræmda ályktun EFSA þar sem upp-taka BPA í gegnum kassakvittanir og fæðu er sögð vera langt innan hættumarka: „Vinnueftirlitið telur ekki þörf á að meta áhættuna af notkun BPA í kassakvittunum né banna það. Fylgst verður með rannsóknum á þessu sviði og þá sérstaklega í sambandi við þau efni sem komið hafa í staðinn fyrir BPA og ef ástæða þykir til verður

búið til fræðsluefni fyrir starfsfólk eða settar sérstakar reglur um notkun efnanna.“

Vinsæll dósamatur inniheldur BPAEin helsta uppspretta BPA er í gegnum fæði sem kemst í snertingu við efnið í dósum og öðrum matarílátum. Jap-anir hafa að mestu hætt notkun epoxýhúðar í niðursuðu-dósum og skipt yfir í PET-filmur. Um leið var notkun polýkarbónatdiska hætt í skólum. Í framhaldinu er talið að styrkur BPA í blóði Japana hafi lækkað um helming.

Lítið er vitað um BPA í matvælaumbúðum hérlendis svo við snérum okkur til Leifs Þórssonar, framkvæmdastjóra ORA, til að fræðast um niðursuðudósir fyrirtækisins.

Leifur staðfestir að ORA dósir innihaldi BPA í snefil-magni en „reglubundnar mælingar framleiðenda sýna hins vegar að magnið í matvælum ORA er hverfandi og langt innan þeirra marka sem gefin eru í ströngum reglugerðum Evrópusambandsins.“ Leifur segir BPA vera að finna víðar í matarílátum og vísar sömuleiðis í ályktun EFSA. „Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif á æxlunarfæri, taugakerfi, ónæmiskerfi, efnaskiptakerfi né hjarta- og æðakerfi. Líkur á áhrifum við þróun krabbameina eru taldar hverfandi. Þetta á við um fullorðna einstaklinga, börn og fóstur. Sömu rann-sóknir benda jafnframt til að inntaka fólks á BPA úr fæðu sé mun minni en áður var talið. Niðurstaða rannsóknar-innar var sú að fólki stafi engin hætta af BPA í umbúðum utan um matvæli.“

Neytendavernd eða hagsmunir fyrirtækja í forgang?Þótt flestir vísindamenn séu vissir um hormónaraskandi áhrif BPA og alvarlegar afleiðingar þess á fóstur og ung-börn, jafnvel í mjög lágum styrk, hefur hagsmunagæsla iðnaðarins ítrekað komið í veg fyrir strangari reglur um notkun þess. Ályktun EFSA var kærkominn sigur fyrir iðnaðinn þar sem hún torveldar takmarkanir á notkun BPA og skyldra efna innan ESB enn fremur.

Evrópsku neytendasamtökin, BEUC, hafa kallað eftir frekari takmörkunum á notkun BPA og öruggari val-kostum til að að vernda neytendur. WHO og UNEP hafa lýst því yfir að hormónaraskandi efni séu alþjóðleg ógn við heilsu og umhverfið, en Norræna ráðherranefndin áætlaði í fyrra að árlegur kostnaður Evrópuríkja vegna hormónaraskandi efna nemi að minnsta kosti 90 milljörðum ISK. Í framhaldi hafa umhverfisráðherrar Norðurlanda krafist viðbragða ESB.

Hvaða hagsmunir verða hafðir að leiðarljósi í framtíðinni þegar ákvarðanir um hormónaraskandi efni eru teknar – neytenda eða alþjóðlegra stórfyrirtækja?

Anne Maria Sparf

17

NEYTENDAsTArf Er í ALLrA þÁgu

10-11a4arion bankiatlantsolíaBananarBorgunBosch-búðinBónusBykoCreditinfoEimskipFerðaskrifstofa ÍslandsFlugfélag ÍslandsHagkaupHúsasmiðjanicelandicelandairinnnesÍsfugl

ÍslandsbankiÍslandspósturkaskókrónanLandsbankinnMP BankiMyllann1nathan & OlsennettóOlísOraOrkanOrmssonÓBPóstdreifingrúmfatalagerinnsamkaup-straxsamkaup-Úrval

samskipsamsung setriðsecuritassíminnskeljungursláturfélag suðurlandssmith & norlandsuzuki bílarsölufélag garðyrkjumannatryggingamiðstöðinvalitorvátryggingafélag Íslandsvíðirvífilfellvínbúðinvodafonevörður tryggingarWOW air

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // í rEYkmEkkI

Eitt hefur lengi truflað undirritaða sem reglulegan leik-húsgest. Það er tóbaksreykurinn sem fylgir alltof mörg-um sýningum. Ekki það að áhorfendur séu að stelast til að reykja (þá yrði nú eitthvað sagt) heldur púa leikar-arnir yfir mannskapinn. Sumir sýningarsalir eru það litlir að tóbaksreykurinn veldur óþægindum og föt og hár lykta „vel“ og lengi eftir sýningu. Eftir tvær sýningar í röð þar sem undirrituð kom heim angandi af tóbakslykt, þ.e. sýninguna Hystery og Konan við 1000°, var mælirinn fullur. Ég trúði því jafnvel að í nafni listarinnar væru reykingar á sviði undanþegnar lögum um tóbaksvarnir. Gremjublandin fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur leiddi þó í ljós að leik-húsunum er ekki heimilt að bjóða gestum uppá tóbaks-reyk í kaupbæti.

Í svari heilbrigðisfulltrúa segir að markmið laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir séu m.a. að vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks og að virða skuli rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað

tóbaksreyk af völdum annarra. Í 1. mgr. 9. gr. kemur fram að tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturýmum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka og skv. 10. mgr. 2. gr. um skilgreiningu þjónusturýmis er ótvírætt að sýn-ingar salir í leikhúsum falla þar undir og engar heimildir eru í lögunum til að veita undanþágu frá umræddu reyk-ingarbanni.

Niðurstaða heilbrigðiseftirlitsins er því sú að leikarar hafa ekki heimild til að reykja á sviði þrátt fyrir að reykingar séu skrifaðar inn í leiktexta eða leikstjóri fari fram á að reykt sé á sviðinu til þess að þjóna listrænum tilgangi og skapa með því trúverðuga ímynd.

Ég hef fulla trú á því að áhorfendur geti lifað sig inn í leik rit þó að ekki sé um raunverulegar sígarettur að ræða þannig að við sem viljum útrýma þessum hvimleiða sið úr leikhúsi ættum að vera dugleg að kvarta til leikhús-anna þegar púað er yfir okkur tóbaksreyk í listrænum tilgangi.

ÞH

LEIkhÚsgEsTIr í rEYkmEkkI

18

Evrópska neytendaaðstoðinLangþráð sumarfrí eru á næsta leiti og þá er algengt að ferðamenn leigi sér bíl. Yfirleitt ganga viðskipti við bílaleigur vel og án vandræða en þó berst töluvert af kvörtunum vegna slíkra viðskipta til ECC (Evrópska neytendaaðstoðin). ECC-netið starfar í öllum löndum innan ESB auk Íslands og Noregs. Ef íslenskir neytendur lenda í vandræðum með bílaleigu sem starfrækt er í öðru landi innan EES-svæðisins geta þeir leitað til ECC á Íslandi. ECC Ísland sendir málið þá til systurstöðvar sinnar í því landi þar sem fyrirtækið er staðsett og saman aðstoða stöðvarnar neytandann við að komast að samkomulagi við viðkomandi fyrirtæki. Nánari upplýsingar um ECC-netið má finna á heimasíðunni ena.is. Rétt er að hvetja þá neytendur sem hyggjast leigja bíla til að fara að öllu með gát til að forðast óþarfa kostnað og þá er gott að hafa eftirfarandi í huga.

Fyrir pöntun á bílaleigubíl:Töluverð samkeppni virðist ríkja á bílaleigumarkaðnum og úr mörgu að velja þegar leitað er eftir hagstæðu verði, t.a.m. á netinu. Það getur borgað sig að skoða vel hvað felst í auglýstu verði, en oft er það miðað við lág-marksupphæð án trygginga og aukabúnaðar. Algengt er að bílaleigur erlendis geri ráð fyrir því í skilmálum sínum að leigutaki skili bílaleigubíl án þess að fylla hann af elds neyti, og er þannig innheimt fyrir fullan tank við skil bifreiðar. Þá er leigutakinn í raun að tapa peningnum sem hann notar til að kaupa eldsneyti áður en hann skilar bifreiðinni. Einnig geta afpöntunarskilmálar verið misjafnir og það er varla skemmtilegt að lenda í því að óvæntar aðstæður leiði til þess að fresta þurfi fríinu og þurfa að auki að greiða fyrir leigu á bílaleigubíl sem aldrei verður notaður.

Móttaka bílaleigubíls og á meðan leigu stendur:Það er góð regla að hafa meðferðis útprentun bókun-arinnar. Áður en bílaleigusamningur er undirritaður er mikilvægt að skoða vel alla skilmála og ef bíllinn hefur verið bókaður fyrirfram þarf að skoða hvort samn-ingurinn sé í samræmi við bókunina. Upp hafa komið

tilvik þar sem undirritaður hefur verið samningur um bílaleigubíl og við uppgjör komið í ljós að aukaliðum sem leigutakar kannast ekkert endilega við að hafa beðið um eða samþykkt hafi verið bætt í samninginn. Eftir að búið er að undirrita samning þar sem aukaliðurinn kemur fram er því miður oft lítið hægt að gera, enda almennt kominn á skuldbindandi samningur. Einnig er mikilvægt að kynna sér vel hvaða tryggingar eru innifaldar og hvaða tryggingar eru í boði. Það getur borgað sig að bæta við aukatryggingum, en það fer að sjálfsögðu eftir kostnaði. Einnig er rétt að kanna hvort ferða- eða korta-tryggingar taka sérstaklega á leigu á bílaleigubílum.

Slíkar tryggingar geta gert aðrar tryggingar óþarfar og í sumum tilvikum getur það skemmt fyrir að taka sérstaka tryggingu hjá bílaleigunni þar sem þá falla korta- eða ferðatryggingar niður.

Ef bíllinn bilar er rétt að hafa strax samband við bílaleiguna og fylgja leiðbeiningum hennar. Ef farið er með bílinn á verkstæði án samþykkis bílaleigunnar getur leigutaki lent í því að fá sjálfur senda kröfu vegna viðgerðarinnar.

Við skil á bílaleigubílÖruggast er að skila bílaleigubíl á opnunartíma bílaleig-unnar og óska eftir því að vera viðstaddur skoðun á bifreiðinni. Ef bílaleigan heldur því fram að bifreiðin hafi skemmst er hægt að andmæla því, en ef engar athuga-semdir eru gerðar er ráðlegt að óska eftir undirritaðri yfirlýsingu, þá helst með dagsetningu og kílómetrastöðu, um að bifreiðinni hafi verið skilað án athugasemda og í góðu lagi. Ef ekki er unnt að skila bílaleigubíl á opnunar-tíma skal gæta að því að leggja bifreiðinni í rétt stæði. Einnig er ráðlegt að taka myndir af ástandi bílsins, þá helst með dagsetningu og kílómetrastöðu, til sönnunar þess að bílnum hafi verið skilað í góðu ásigkomulagi.

Ætlar þú að leigja bíl í sumar?

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // BíLALEIgA 19

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // eldSneytiSeyðSla

Kröfur um að bílar séu sparneytnir og mengi lítið hafa aukist á síðustu misserum og mikilvægt er fyrir fram leið-endur að bílar þeirra nái góðum niðurstöðum úr próf-unum. Þær prófanir sem gerðar eru á bifreiðum hafa verið gagnrýndar fyrir að vera úreltar og talið er nauðsynlegt að endurskoða þær, enda virðist oft þó nokkur munur á raunverulegri eldsneytiseyðslu og upplýsingum frá framleiðendum. Þótt prófanir geti líklegast aldrei sagt nákvæmlega til um raunverulega eldsneytisnotkun bifreiðar, þar sem þættir eins og t.a.m. veður, vegir og aksturslag hafa þó nokkur áhrif, þá telja margir að um of mikinn mun sé að ræða. Núverandi prófanir hafa einnig verið gagnrýndar fyrir að bjóða upp á ýmsar gloppur sem framleiðendur geta nýtt sér og lítið eftirlit virðist vera með þeim. Evrópsku neyt-endasamtökin (BEUC) hafa farið fram á að reglurnar, ásamt því hvernig prófanir á bílum fara fram, verði end-ur skoðaðar þar sem eyðslutölur bifreiða úr könnunum geti verið blekkjandi. BEUC leggur til að stuðst verði við nýja eyðslu- og mengunarmælingu sem ber yfirskriftina The Worldwide Harmonized Light Vehicles Test

Procedure (WLTP), en hún verður vonandi kynnt á árinu 2017.

Ítölsku neytendasamtökin Altroconsumo hafa nú látið mæla eldsneytiseyðslu tveggja bifreiða og kom í ljós að bílaframleiðendur virðast beita ýmsum brögðum til að fá sem lægsta eldsneytisnotkun út úr prófunum. Bílarnir sem samtökin prófuðu voru Fiat Panda 1.2 og Volkswag-en Golf 1.6 TDI. Rannsóknin bendir til þess að uppgefnar eyðslutölur bílaframleiðendanna hafi verið allt að 20-50% lægri en eyðslan reyndist í raun vera, sem leiddi til þess að bíleigendur eyddu töluvert meiri fjár munum í eldsneyti en þeir gerðu ráð fyrir við kaupin. Í kjölfarið voru höfðuð mál gegn þessum bifreiða fram leiðendum á Ítalíu sem nú hafa verið þingfest, en um er að ræða hópmálssókn sem Altroconsumo er í forsvari fyrir. Þar er m.a. krafist endurgreiðslu umframelds neytis kostnaðar sem eigendurnir hafa þurft að bera vegna rangra upplýs-inga um eyðslu bifreiðanna. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þessi mál þróast og hverjar niður-stöður dómsmálanna verða.

Hverju eyðir bíllinn – í alvöru?

IN T

HE

TEST TR ICK no.

TYR E PR ESSU REAt the higher pressure setting the reduction of fuel consumption can be as much as 2.9%

IN T

HE

TEST TR ICK no.

DRIVI NG TEC HNIQUEThrough adjusting acceleration, breaking etc. consumption reduced by up to 3%

TR ICK no. DISCO NNECTI NG THE ALTE RNATO RAvoiding additional power by removing the alternator will reduce fuel consumption

TR ICK no.

BETTE R BR EA K INGReducing the friction between the car’s brake pads and discs

TR ICK no. S PECIA L LUB RICA NTSUsing special lubricants, that are not normally used by motorists

TR ICK no. TAPI NG UP THE CARTo minimize air resistance, car parts are sealed with tape

IN T

HE

TEST TR ICK no.

TEST TEMPE R ATU REDi�erent conditions can lead to 2.3% reduction in fuel consumption

TR ICK no. REDUCI NG THE WEIGHT OF THE VE HICLEWhen tested under a lower weight class, consumption fell by up to 4.4% IN

TH

E TE

ST

ÞYNGDARSTJÓRNUNFjarlægðir eru hlutir úr bifreiðum sem almennt eru í þeim við venjulega notkun og eru þær þá léttari en almennt gerist.

AKSTURSLAG

Í prófunum er notað aksturs-lag sem leiðir til minnstrar eldsneytiseyðslu.

HITASTIG

Mælingar fara fram í umhverfi þar sem er mikill lofthiti, en hitastig er talið geta haft áhrif á eldsneytisnotkun.

SÉRSTAKAR MÓTOROLÍURNota sérstakar mótorolíur sem alla jafna eru ekki notaðar við venjulega notkun bifreiða.

RIÐSTRAUMSRAFALL AFTENGDURMeð því að minnka orku-notkun er dregið úr eldsneytiseyðslu.

LÍMBÖNDUM BÆTT VIÐMeð því að setja límbönd á vissa fleti bifreiðar, t.a.m. yfir rifur milli hurða, er vindmót-staða minnkuð.

UPPFÆRÐ BREMSUKERFITilgangurinn er sá að draga úr núningi milli bremsu-klossa og bremsudiska.

AUKA LOFTÞRÝSTING Í DEKKJUM

Sett töluvert meira loft í hjólbarða en gengur og gerist undir venjulegum kringumstæðum.

VIÐ

PRÓ

FUN

VIÐ

PRÓ

FUN

VIÐ

PRÓ

FUN

VIÐ

PRÓ

FUN

Dæmi um aðferðir sem bílaframleiðendur nota í prófum til að reyna að fá lægri tölur um eldsneytisnotkun.

20

Frá árinu 2010 hefur samkeppnissvið framkvæmda-stjórnar ESB rannsakað hvort Google Inc hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á svokallaðri „leit á netinu“. Google hefur yfirgnæfandi markaðsráðandi stöðu þar sem meira en 90% neytenda nota Google við leit á netinu og er þetta því mikilvægt neytendamál. Með sívaxandi viðskiptum á netinu eru sýnileiki og traust vefverslana því algjörlega háð leitarniðurstöðum Google.

Hvernig eru neytendur blekktir?Stjórnarsvið samkeppnismála hjá framkvæmdastjórn inni (DG Comp) fann fjögur alvarleg brot í tengslum við þá viðskiptahætti Google að beina umferð ranglega frá samkeppnisaðilum:

i. Google birtir sína eigin sérsniðnu leitarþjónustu á meira áberandi hátt en þjónustu keppinautanna (þ.e. leitarþjónustu fyrir upplýsingar um veitingastaði, hótel, viðburði og vörur). Í fyrsta lagi gera notendur sér ekki grein fyrir að niðurstöðu leitarinnar er stillt upp þannig að þjónusta Google er mest áberandi. Í öðru lagi er þjónusta keppinautarins minna sýnileg og jafnvel alls ekki.

ii. Google birtir efni upprunnið af heimasíðum þriðja aðila, án samþykkis, á sínum eigin sérstaka leitarvef. Þegar neytendur leita t.d. að myndum eru þær sýndar án þess að þurfa að klikka á upprunasíðuna. Það dregur snarlega úr heimsóknum á aðrar heimasíður.

iii. Samningar skuldbinda heimasíður þriðja aðila til að taka við öllum eða flestum auglýsingum leitarvefs Google.

iv. Google einskorðar viðsemjendur sína um auglýsingaherferðir við auglýsingarými Google sem hamlar birtingum á auglýsingarýmum annarra leitarsíðna. Google stjórnar slíkum herferðum í gegnum leitarorð (Adword).

Evrópusamtök neytenda kvörtuðuBEUC, sem Neytendasamtökin eru aðili að, voru með þeim fyrstu sem kvörtuðu formlega til Framkvæmda-stjórnar ESB. Á síðasta ári lá fyrir sáttatillaga fram-kvæmda stjórnarinnar og Google en víðtæk mótmæli, m.a. frá BEUC, komu í veg fyrir að sættir væru gerðar í málinu.

Framkvæmdastjórn ESB staðhæfir að Google ýti sinni eigin leitarþjónustu um vörusamanburð vísvitandi ofar en þjónustu keppinauta sinna. Formaður BEUC, Monique Goyens, segir að það þurfi að refsa þeim sem blekkja neytendur. „Framkvæmdastjórn ESB verður skilyrðis-laust að knýja fram jafnræði til að evrópskir neytendur fái réttar og hlutlausar leitarniðurstöður. Google verður að halda sig við staðlaða reikningsforskrift fyrir ná-kvæma röðun, flokkun, uppsetningu o.s.frv. Þetta á við um allar þjónustur ‒ ekki bara verslun á Google,“ segir Monique Goyens.

Leitarvélar leika mikilvægt hlutverk á rafrænum innri markaði ESB. Þær eru aðgangur neytenda að upplýs-ingum um vörur og verðsamanburð. Hagræðing niður-staðna leitar á netinu leiðir til stærri vanda fyrir rafrænt hagkerfi Evrópu þar sem markaðshlutdeild Google gerir það að verkum að fyrirtækið hefur í hendi sér hver lendir efst í slíkum verslunarglugga og hindrar þannig samkeppni sem kemur niður á vali neytenda.

BEUC, sem er formlegur aðili að málinu gegn Google, fagnar því að framkvæmdastjórn ESB stendur með neytendum. Þetta mál er ekki aðeins mikilvægt til að koma reglu á viðskiptahætti eins fyrirtækis heldur einnig til að setja viðmið fyrir innri markaðinn þegar kemur að viðskiptum á netinu.

Stundar ólögmæta viðskiptahætti.....

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // googLE 21

fjölskylda í fasteignaviðskiptum

NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // íBÚÐAkAuP

Í byrjun maí skrifuðum við hjónin loksins undir kaup-samn ing á nýju eigninni okkar eftir verulega flókið og stressandi ferli, án þess þó að geta staðið við tilboðið þar sem ekki var hægt að þinglýsa lánum vegna verk-falla.

Við erum bara dæmigerð íslensk fjölskylda með þrjú börn á aldrinum 4-10 ára og einn gára. Í fyrrahaust fannst okkur í fyrsta skipti orðið heldur þröngt um okkur og um áramótin gaf heimilisbókhaldið til kynna að við ættum fyrir útborgun á stærri eign. Við ákváðum að það væri óhæft að „selja ofan af okkur“. Við yrðum hreinlega að kaupa fyrst, selja svo.

Við fengum þau ráð að „drífa okkur bara að skoða og skoða nógu mikið“. Í byrjun febrúar fórum við því á fyrsta opna húsið. Þetta var upphafið að tæplega tveggja mánaða kappskoðunartímabili, þar sem við náðum að fara og skoða einar 25 eignir.

Eignirnar fundum við allar á netinu og við vorum búin að skoða auglýsingar þar í þaula áður en við höfðum sam-band við fasteignasölurnar. Í fyrstu skiptin skrifuðum við fasteignasölum eða hringdum til þeirra og sögðum eitthvað á þessa leið: „Sæl(l), við höfum áhuga á eigninni að Löngutöng 7. Getum við fengið að skoða hana?“ Alltaf fengum við svör um að við gætum fengið söluyfirlit sent og í framhaldinu gert ráðstafanir til þess að skoða. Við áttuðum okkur fljótt á því að „söluyfirlit“ er lykilorðið, nokkuð sem við tileinkuðum okkur afar fljótt. Okkur fannst þetta reyndar dálítið kómískt, því söluyfir-

litið sagði okkur oftast nákvæmlega ekkert sem við höfð-um ekki þegar fengið upplýsingar um í auglýsingunni, fast eignaskrá og/eða teikningaskrá yfir fasteignir hjá sveitarfélögunum. Einhverjir geta e.t.v. nýtt sér upp-lýsingar sem koma fram um þau lán sem hvíla á eign-unum í söluyfirliti en það átti ekki við um okkur.

Við höfðum undirbúið okkur ágætlega og vitum afar vel að kostnaður við viðhald getur orðið hár, sérstaklega í eldri eignum. Það gerði það að verkum að við settum upp nokkur atriði sem við spurðum alltaf um: Þak, lagnir, rafmagn, rúður, glugga og byggingarefni. Auk þessara atriða skoðuðum við innréttingar og gólfefni vel. Við þurftum nánast alltaf að spyrja sérstaklega um öll þessi atriði. Í mörgum söluyfirlitum er dálkur sem heitir „gallar“ og þar var einstaka sinnum talið upp eitthvað sem hreinlega var í ólagi og í þeim tilfellum benti salinn á það. Annars virtist það oft koma fasteignasölum og eigendum á óvart að fá spurningu eins og „hvenær voru lagnir síðast athugaðar?“ eða „Má ég sjá rafmagnstöfl-una?“ „Nú hva ..hefur þú vit á þessu?“ var alveg klassískt svar. Við hjónin höfum hvorugt sérþekkingu á sviði bygg-ingarfræða, aðra en þá sem stafar af því að vera mann-eskjur í hinum vestræna heimi sem búa í húsum sem þurfa reglulegt viðhald. Við vitum t.d. að einu sinni voru rafmagnsleiðslur tjörubornar, að gamlar málmlagnir í byggingum eiga það á hættu að tærast með tilheyrandi lekavandamálum og að rúður geta orðið óþéttar; allt atriði sem hækka útgjaldaliði heimilisins. Þess utan treystum við því að ef við sæjum eitthvað óeðlilegt myndum við hafa vit á því að sækja aðstoð sérfræðings

22

til þess að meta það. Þess vegna var það að okkar mati eðlilegt að fá að skoða og sjá hvort allt væri í lagi. Eignum var að okkar mati oftast lýst á þann veg sem þær komu fólki fyrir sjónir þegar það gekk um eignina, oftast afar hlutlaust nema í sérstökum tilvikum, s.s. „einstakt útsýni“, „einstaklega falleg eign“. Ef ástandi viðhalds var lýst var það vegna þess að viðhaldi hafði verið sinnt. Þegar ekkert kom fram um viðhald eigna var það yfirleitt af því að því hafði ekki verið sinnt og var jafnvel afar ábótavant. Langoftast endurspeglaði fermetraverðið ekki ástand eignarinnar, jafnvel þó að augljóst væri að fara þyrfti í margra milljóna viðhaldsaðgerðir fljótlega. Við gerðum okkur því miður fljótt grein fyrir því að viðhaldi var víða mjög ábótavant og þess þá heldur ástæða til þess að hafa listann við höndina og spyrja margra spurninga um ástand eignanna. Við fengum að heyra að viðhald eigna á markaði í dag endurspeglaði vel að á landinu hefði verið kreppa sl. ár.

Við höfðum væntingar um að við myndum frekar kjósa að hitta fasteignasala við skoðun á eignum. Svo fór þó að við kusum heldur að hitta eigendurna, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem eigendur höfðu átt eignina í einhvern tíma og gátu raunverulega sagt frá því sem gert hafði verið við hana. Eftir svoleiðis skoðun höfðum við strax afar góða tilfinningu fyrir því hvort við hefðum nánari áhuga eða ekki og hefðum í flestum tilfellum getað sagt eigendum það við útidyrahurðina hvort við myndum hafa samband eða ekki. Opin hús hentuðu okkur ekki vel. Við höfðum á tilfinningunni að verið væri að skapa keppnisstemningu, sem við kunnum illa við. Fasteigna-salinn er vissulega til staðar ásamt bunka af fjölfölduðum söluyfirlitum. Vandamálið er þó bara það að við höfðum áhuga á því að ræða hvað/hvernig/hvenær hlutir höfðu verið gerðir við eignina, en það var nokkuð sem fast-eignasalinn gat yfirleitt ekki frætt okkur um umfram það litla sem stóð í söluyfirliti.

Við upplifðum þó nokkrum sinnum að ástandi eigna var verulega ábótavant miðað við lýsingar auglýsinga og söluaðila. Eitt skiptið fórum við í opið hús þar sem ná-kvæmlega ekkert kom fram í söluyfirliti um að ástandi eignarinnar væri ábótavant. Ekkert! Sölumyndirnar litu afar vel út og eignin staðsett í góðu skólahverfi á höfuð-borgarsvæðinu. Þegar á staðinn var komið var jafnframt augljóst að hér var um vinsæla eign að ræða. Fólk flykkt-ist að og ætla má að í húsinu hafi verið 30 manns að skoða þegar við komum að. Þegar inn var komið og gengið á söluaðila með listann kom hins vegar ýmislegt í ljós. Reyndar frábað söluaðilinn sér allri ábyrgð á því sem hann segði og benti okkur á að þessa eign yrði að „ástandsskoða“ því hún hefði aldrei fengið neitt viðhald, ekki bara væri þakið ónýtt, lagnir og rafmagn í ólagi, heldur húsið einnig klætt asbestplötum. Í annað skipti, einnig á vinsælum stað í höfuðborginni, fórum við að skoða lítið einbýlishús ásamt átakanlega mörgum öðrum sem einnig höfðu talið húsið álitlegt. Í því tilfelli höfðum við haft vit á því að hringja bara og spyrja áður, til þess að forða okkur frá annarri eins fýluferð og í fyrra skiptið. Við fengum sannarlega uppl ýsingar um það að þak-kantinn þyrfti að laga fljótt, en að öðru leyti væri húsið „gott“. Okkur mætti svo einbýlishús með ónýtu þaki, sprungur um allt í útveggj um, bílskúrinn ókláraður og gat í þaki hans, og garðhús sem var einn haugur af fúnu timbri og brotnu gleri (í auglýsingunni stóð „sérlega skemmtilegt garð hús“). Það virtist óhjá kvæmi legt að sóa mörgum klukku stundum í svona fýluferðir.

Þegar við höfðum fundið eign sem okkur leist verulega vel á höfðum við samband við sérfræðing og skoðuðum eignina aftur með þeim aðila áður en við tókum ákvörð-un um að gera tilboð. Við fengum tækifæri til þess að skoða tvisvar sinnum, fá sérfræðiálit og hugsa okkur um í nokkrar vikur áður en við buðum í eignina. Þessi atriði reyndust afar mikilvæg, því þau gerðu það að verkum að við höfðum góða tilfinningu fyrir kaupunum, þrátt fyrir að finna fyrir miklu álagi af öllu hinu sem tilheyrði ferl-inu. Fá pössun fyrir börnin og skreppa í eignaskoðun, bíða eftir sölu á okkar eigin eign (með tilheyrandi mynda töku, halda öllu tandurhreinu vikum saman, sýn-ingum og ástandsskoðun mögulegra kaupenda), bíða eftir greiðslumati í bankanum, stressi yfir dómínó-áhrifunum sem okkar kaup og sala voru orðin að – fjögurra liða keðja – og andvökunætur sem tóku á taug-arnar. Við erum afar sátt við að hafa fengið „næði“ til þess að setja upp reikniskjalið, áætla viðhald m.t.t. álits sérfræðings og velta upp kostum og göllum.

Helgi og Kristín, félagsmenn í Neytendasamtökunum

og hamingjusamir húseigendur

...Langoftast endurspeglaði fermetraverðið ekki ástand eignarinnar, jafnvel þó að augljóst væri að fara þyrfti í margra milljóna viðhalds-aðgerðir fljótlega.

23

Það má tengjast eldri vef evrópsku Neytendaaðstoðarinnar á ns.is og ena.is

10years

Co-funded bythe European Union

Nýr vefurevrópsku Neytendaaðstoðarinnar

eccisland.isfer í loftið í júní

Opnun vefsins verður tilkynnt á samfélagsmiðlum, fylgstu með!

Sýnishorn*

* Útlitsmynd er nálgun á framsetningu vefsins og því ekki endanleg niðurstaða

Skannaðu QR kóðann til að tengjast samfélagsmiðlum

Twitter: @ECCIcelandFacebook: Neytendasamtökin