Í takt við tímann?¦nskýrslaprent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá...

21
Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi Stöðuskýrsla

Upload: others

Post on 24-Aug-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann?

Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi Stöðuskýrsla

Page 2: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

1

Efnisyfirlit

1. Inngangur 2

Menntunarhlutverk safna 2

Stafræn miðlun 2

Könnun safnaráðs um stafræna miðlun viðurkenndra safna 3

Framtíðarskref í upplýsingatækni 3

2. Stafræn miðlun á söfnum 4

Stefna varðandi stafræna miðlun/fræðslu 4

Stafræn miðlun á sýningum 5

Samfélagsmiðlar 6

Vefsíður safna 7

Stafræn miðlun safnkosts 7

3. Menntakerfið 10

Aðalnámskrá 10

Stafræn miðlun í skólum 10

Samstarf skóla og safna 12

4. Staða erlendis – opin gögn til opinnar nýtingar 13

Notkun á stafrænu myndefni safna erlendis 14

5. Helstu hindranir varðandi stafræna miðlun 16

Hindranir í notkun stafrænna leiða í sýningarstarfi 16

Hindranir í notkun stafrænna leiða í safnfræðslu 16

Lagalegt umhverfi – höfundarréttarmál 17

Samningur Myndstefs og safna um birtingu úr safnmunaskrám 18

6. Lokaorð 19

Page 3: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

2

1. Inngangur Á 164. fundi safnaráðs þann 5. september 2017 var samþykkt að næsta sérverkefni safnaráðs myndi

fjalla um menntunarhlutverk safna með áherslu á stafræna miðlun safna og hvernig stafræn miðlun

nýtist í fræðslu. Metin yrði staða stafrænnar miðlunar á söfnum og skipulagt málþing um sama efni.

Safnaráð taldi þörf á að athuga stöðu þessara mála hjá viðurkenndum söfnum, m.a. vegna þeirrar

þróunar sem hefur orðið á þessu sviði erlendis. Umræða og mótun stefnu um notkun stafrænnar

tækni í miðlun er komin lengra á veg í nágrannalöndum okkar og telur safnaráð að bæði sé mikilvægt

að læra af þessari umræðu og taka þátt í henni.

Skipað var í sérfræðihóp til að halda utan um verkefnið: Þóra Sigurbjörnsdóttir (ritstjóri

sérfræðihópsins) kennari og safnafræðingur hjá Hönnunarsafni Íslands, Dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir

sviðstjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands, Ágústa Kristófersdóttir safnafræðingur og forstöðumaður

Hafnarborgar, Tryggvi Thayer verkefnastjóri á menntavísindasviði Háskóla Íslands og Sólrún

Harðardóttir kennari, tilnefnd af Náttúruminjasafni Íslands, auk Þóru Bjarkar Ólafsdóttur

framkvæmdastjóra safnaráðs. Klara Þórhallsdóttir, verkefnastjóri kom einnig að ritun skýrslunnar.

Sérfræðihópurinn starfaði veturinn 2017-2018 og vann þessa stöðuskýrslu.

Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar sem send var til viðurkenndra safna í

mars 2018. Farið er stuttlega yfir atriði sem hafa áhrif á stafræna safnfræðslu og miðlun safna. Þá eru

lög um höfundarrétt í tengslum við myndbirtingar á netinu, staða tækninnar í grunnskólum og tengsl

við aðalnámskrá skóla rædd. Einnig eru nefnd dæmi um hvernig þessum málum er háttað erlendis, t.d.

á Norðurlöndum.

Menntunarhlutverk safna

Skýrslan Fræðsla fyrir alla. Menntunarhlutverk safna. Staða og stefna kom út árið 2007 og var unnin

fyrir safnaráð.1 Þar er menntunarhlutverk safna skilgreint og er sú skilgreining notuð hér. Tekið er fram

að oft á tíðum sé orðið safnfræðsla einungis notað yfir þjónustu safna við hið formlega skólakerfi

þegar safnfræðsla eigi í raun við um alla fræðslu af hendi safns til allra sem heimsækja það, hvort sem

er inn í safnið sjálft eða á netinu.

Menntun og fræðsla er undirliggjandi í öllu safnastarfi. Söfnun, varðveisla, forvarsla og

rannsóknir á safnkosti fer fram meðal annars í því skyni, að miðla megi þekkingu um liðna

tíð, náttúruna og listir til samtímans og komandi kynslóða.2

Stafræn miðlun

Með stafrænni miðlun er átt við þegar t.d. texta, hljóði eða mynd er miðlað á formi sem læsilegt er í

tölvu eða snjalltækjum á borð við spjaldtölvur og síma. Stafræn tækni er gríðarstór hluti af okkar

daglega lífi. Í gegnum stafræna miðla nútímans miðlum við reynslu okkar, sköpum vettvang fyrir

skoðanaskipti þvert á samfélög, eigum í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki. Við sköpum nýjan og

fjölbreyttan veruleika í stafrænum heimi t.d. í gegnum tölvuleiki eða ýmiskonar forrit. Þannig gegnsýrir

stafrænn heimur okkar daglega líf og kemur með okkur inn á söfnin t.d. í formi síma.

1Fræðsla fyrir alla. Menntunarhlutverk safna. Staða og stefna. 2007. Reykjavík: Safnaráð. Sótt af: http://safnarad.is/wp-

content/uploads/2018/05/Fraedslafyriralla-1hluti.pdf Fræðsla fyrir alla. Menntunarhlutverk safna. Niðurstöður könnunar. 2007. Reykjavík: Safnaráð. Sótt af: http://safnarad.is/wp-content/uploads/2018/05/fraedslafyriralla-2hluti.pdf 2 Fræðsla fyrir alla. Menntunarhlutverk safna. Staða og stefna, bls. 6.

Page 4: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

3

Könnun safnaráðs um stafræna miðlun viðurkenndra safna

Eitt af markmiðum verkefnisins er að kanna hver staða stafrænnar miðlunar í menntunarlegum

tilgangi sé hjá íslenskum söfnum. Með því fæst mikilvægur grunnur til að byggja á mótun stefnu um

þessi mál. Könnun um stafræna miðlun á viðurkenndum söfnum var opin á umsóknarvef safnaráðs 14.

mars - 10. apríl 2018. 41 af 46 viðurkenndum söfnum tók þátt í könnuninni og svarhlutfall því 89%.

Könnunin tók ekki til höfuðsafnanna þriggja: Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands og

Þjóðminjasafns Íslands.

Framtíðarskref í upplýsingatækni

Söfn vinna með skólum til að bjóða upp á ýmis formleg og óformleg námstækifæri. Sérstaða safna

liggur helst í því að nám sem þar fer fram er óformlegt og ekki bundið af námskrám og regluverki

skóla. Sýningar safna eru öllum opnar og hafa safngestir valfrelsi um hvaða þekkingu eða reynslu þeir

sækja sér og hvernig. Söfn eru einnig í miklu samstarfi við skóla til að styðja við formlegt nám og verða

að geta veitt aðgang að upplýsingum sem tengjast t.d. námsefni og markmiðum mismunandi árganga.

Með nútímaupplýsingatækni er hægt að víkka út áhrifasvið safna og teygja það inn í skóla til að sinna

betur safnfræðslu og bjóða upp á nýjar leiðir til að læra. Eftir því sem tækninni fleygir fram er

mikilvægt að viðhalda tækninotkun og þekkingu innan safna þannig að þau geti gefið nemendum alls

staðar að á landinu kost á að nálgast þá þekkingarauðlind sem býr í söfnum.

Víða erlendis er unnið að verkefnum sem miða að því að nýta betur tækni til að færa safnkost safna

nær skólum og almenningi. Sem dæmi má nefna Google Art Project,3 Europeana4 og ARTStor5 þar sem

hægt er að skoða á netinu milljónir verka af söfnum alls staðar að úr heiminum. Listasafn Íslands og

Listasafn Reykjavíkur tóku meðal annarra þátt í verkefni tengdu Europeana (2011-2013) þar sem

áhersla var lögð á nútímaverk.

Miðað við það starf sem á sér stað í skólum landsins þar sem stafræn tækni er nýtt og þær fyrirmyndir

sem söfn hafa í þróun verkefna erlendis varðandi nýtingu stafrænnar tækni eru ýmis tækifæri fyrir

söfn hér á landi til að taka þátt í eða vinna að ýmsum þróunarverkefnum er varða miðlun. Hægt er að

líta til safna eins og Statens Museum for Kunst sem hefur sett sér það markmið að vera fremst á sínu

sviði varðandi stafræna tækni og miðlun safnkosts.

Þróun upplýsingatækni hefur verið mjög ör undanfarna áratugi og er tæknilegur veruleiki sem við

búum við í dag töluvert breyttur frá því sem áður var. Nútímatækni nýtist ekki bara til að flytja

upplýsingar og gögn milli aðila heldur er hún notuð til að skapa nýja upplifun, umbreyta umhverfi fólks

og skapa nýja heima, sem eru oft ólíkir því sem áður þekktist. Þrívíddartækni, sýndarveruleiki,

gagnaukinn veruleiki og aðrar tækninýjungar sem eru að ryðja sér til rúms munu hafa töluverð áhrif á

það hvernig fólk lærir. Framsæknustu skólar landsins nýta sér slíkar tækninýjungar nú þegar. Söfn geta

orðið þátttakendur í innleiðingu nýrrar tækni til náms og kennslu og jafnvel verið leiðandi á sviðum

sem tengjast sérstöðu þeirra sem eru að skapa fræðandi og áhugaverða upplifun sem leið til náms.

3 https://artsandculture.google.com/ 4 https://www.europeana.eu/portal/en 5 http://www.artstor.org/

Page 5: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

4

2. Stafræn miðlun á söfnum Möguleikar safna til miðlunar hafa aukist svo um munar og hafa íslensk söfn í gegnum tíðina tileinkað

sér ólíkar og fjölbreyttar leiðir til að miðla þekkingu og fróðleik. Fyrst og fremst gefur tækniþróunin

kost á að dýpka og auka á upplifun gesta á sýningum, miðla fræðslu og þekkingu á safnkosti á

fjölbreyttari hátt og til breiðari hóps í samfélaginu og aukið möguleika á samstarfi.

Stefna varðandi stafræna miðlun/fræðslu Það er mikilvægt fyrir þróunarstarf í

stafrænni miðlun að stefna sé

mótuð innan safnsins/safnanna.

Söfn hafa úr takmörkuðu fjármagni

að moða og eru yfirleitt fremur

fámennar stofnanir, því þarf

forgangsröðunin að vera skýr í

verkefnum þeirra. Niðurstaða

könnunar safnaráðs er að

meirihluti safna eða 66% er ekki

með sérstaka áætlun eða stefnu

varðandi stafræna fræðslu (sjá

töflu 1). Nokkur taka það fram að

þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort

sem er í gegnum samfélagsmiðla, vef safnsins eða inni á sýningum þess.

„Áætlanir eru uppi um að auka margmiðlun og tækni í tengslum við sýningar á komandi

misserum eftir því sem fjárveitingar fást.“

Stafræn miðlun fræðsluefnis

Tafla 2

Á söfnum er unnið að gerð margvíslegs fræðsluefnis, fyrir nemendur sem koma í skipulega

safnfræðslu og heimsóknir, en einnig er ýmislegt fræðsluefni tekið saman og gefið út með

fjölbreyttum hætti. Þetta fræðsluefni er ekki oft haft aðgengilegt á vefsíðum safnanna miðað við

22

8 7 310

19

33 34 3831

0

10

20

30

40

50

Fræðsluefni og/eðaútgáfum er miðlað á

vefsíðu

Fræðsluverkefnum ermiðlað á vefsíðu

Kennsluleiðbeiningumer miðlað á vefsíðu

Smáforrit eru nýtt tilfræðslu

Fræðsluefni ersérstaklega samið fyrir

vefinn

Stafræn miðlun fræðsluefnis

Já Nei

34%

66%

Er safnið með áætlun og/eða stefnu varðandi stafræna fræðslu?

Nei

Tafla 1

Page 6: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

5

niðurstöður könnunarinnar. Þar var sérstaklega horft til þess hvort fræðsluefni væri miðlað með

stafrænum hætti og þá hvernig. Niðurstöðurnar sýndu (sjá töflu 2) að 22 söfn eða tæplega 54%

þátttakenda miðla fræðsluefni og/eða útgáfum á vef og er það langalgengasta miðlunarleiðin. 10 söfn

eða um 24% semja fræðsluefni sérstaklega fyrir vefinn. 7 söfn eða innan við 20% miðla

fræðsluverkefnum á vef og 17% kennsluleiðbeiningum. Einhver söfn tóku fram að fræðsluverkefni

og/eða kennsluleiðbeiningar væru sendar í tölvupósti til þeirra hópa sem væntanlegir eru í

safnfræðslu. Smáforrit eru mjög lítið nýtt í menntunartilgangi, eða hjá einungis 7% svarenda. Afar lítil

áhersla virðist vera á gerð fræðsluefnis sem er sérstaklega unnið fyrir vef eða stafræna miðla.

Stafræn miðlun á sýningum

Söfn hafa að einhverju leyti nýtt sér stafræna miðlun sem hluta af þeim sýningum sem settar eru upp.

Oft er þessi leið farin til að gefa gestum kost á að afla sér viðbótarþekkingar á viðfangsefni sýningar,

þar sem dýpra er farið í efnið í máli og/eða myndum. Tæplega helmingur svarenda sagði að

margmiðlun væri hluti af sýningum safnsins, eða 20 af 41 (sjá töflu 3). Einungis þrjú þeirra telja að

umfang margmiðlunar í sýningum sé miðlungs mikið, þ.e. að nokkuð margir þættir byggi á

margmiðlun. Önnur söfn sem bjóða upp á margmiðlun meta að umfangið sé lítið, að einungis fáir

þættir í sýningunni byggi á margmiðlun og að sýningin geti þannig staðið vel án hennar.

Margmiðlun, sem stafrænt efni, hentar vel til miðlunar utan veggja safnsins, t.d. á netinu. Slík miðlun

gefur gestum tækifæri til að skoða efnið nánar að lokinni heimsókn, eða fyrir þá sem ekki eiga þess

kost að sækja viðkomandi sýningu heim, að fá aðgang að því ítarefni sem safnið kemur á framfæri. Sjö

safnanna segjast einnig veita aðgang að margmiðlun sinni utan sýninga safnsins, t.d. á vef. Við leit að

efninu á vefsíðum safnanna fannst það hinsvegar ekki. Það vekur upp spurningar um hvað talið er vera

margmiðlun á sýningum, þegar svör eru með þessum hætti.

Vefsýningar eru nýjung sem söfnin eru að byrja að vinna með sem miðlunarleið. Árið 2015 var fyrst

boðið upp á vefsýningar í Sarpi, þar sem söfn geta valið saman skráningarfærslur með myndum og

þannig útbúið vefsýningu sem aðgengileg er á sarpur.is. Samkvæmt skýrslu framkvæmdastjórnar

Rekstrarfélags Sarps voru 39 vefsýningar í birtingu árið 2017 og hafði fjölgað um 11 frá árinu á undan.6

Um er að ræða bæði sýningar sem gerðar eru sérstaklega fyrir netið, en einnig eru dæmi um sýningar

sem hafa verið settar upp í sýningarsölum. Einungis sjö af þeim 41 sem svaraði könnuninni, eða 17%,

6 Rekstrarfélag Sarps. (2018). Skýrsla framkvæmdastjórnar um starfsemi Rekstrarfélags Sarps árið 2017. (Sótt 27.08.2018 af https://www.landskerfi.is/rekstrarfelag-sarps/fyrirtaekid/stjorn/adalfundir/adalfundir-yfirlit

2 20 7 7

39 21 3431

05

1015202530354045

Býður safnið upp áhljóðleiðsögn um sýningar?

Er margmiðlun hluti afsýningum safnsins?

Hefur safnið sett uppvefsýningar?

Er margmiðlunin einnigaðgengileg utan sýninga

safnsins, t.d. á vef?

Stafræn miðlun á sýningum

Já Nei

Tafla 3

Page 7: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

6

höfðu sett upp vefsýningu. Í könnuninni var þó ekki gerður greinarmunur á þeim sem höfðu gert

vefsýningu í Sarpi eða notað til þess aðrar leiðir.

Hljóðleiðsögn getur verið mikilvæg miðlunarleið, dýpkað fræðslu sem miðlað er á sýningum og bætt

aðgengi blindra og sjónskertra að upplýsingum. Þá er þetta einnig valkostur þegar huga þarf að miðlun

á mörgum tungumálum. Hingað til hefur slík miðlun krafist fjárfestingar í sérstökum búnaði, bæði inni

í sýningunni og fyrir hvern gest, en þróunin hefur verið á þá leið að nýta í auknum mæli farsíma til að

miðla hljóðleiðsögn. Einungis 5% safnanna í könnuninni buðu upp á hljóðleiðsögn. Ýmsar skýringar

geta legið að baki því að söfn hafa svo lítið notað þessa miðlunarleið t.d. geta sýningaskipti verið ör og

erfitt að vinna slíkt fræðsluefni fyrir hverja sýningu, útfærsla getur verið vandasöm og kostnaðarsöm.

Samfélagsmiðlar

Flest söfnin nýta sér

samfélagsmiðla til miðlunar á

fræðslu- og kynningarefni. Þar

kemur fram hvernig samskiptaleiðir

sem við búum yfir í dag verða

flóknari, fjölbreyttari og

samtengdari með hverjum deginum

sem líður. Söfn hafa reynt að fylgja

þessari þróun í hinum ofurtengda

veruleika nútímans. Í könnuninni

var sérstaklega skoðað hvaða

samfélagsmiðla söfnin væru helst

að nýta til fræðslu (sjá töflu 4).

Niðurstöðurnar sýna að

langalgengast er að söfnin nýti

Facebook til að miðla fræðslu til almennings, eða um 85%. Tæplega helmingur gerir slíkt í gegnum

Instagram. Söfnin hafa nýtt sér þessa miðla bæði til að hvetja og vekja áhuga, en einnig til að leita til

gesta eftir upplýsingum og koma á gagnvirkum tengslum. Eins og hér segir:

„Setjum reglulega inn færslur á Facebook og Instagram til að leyfa fólki að fylgjast með

fjölbreyttu starfi safnsins og leitum til fólks varðandi gögn og upplýsingar.“

Einungis örfá söfn sinna fræðslu í gegnum YouTube og Vimeo. Snapchat og Twitter virðast ekki hafa

náð upp á pallborðið hjá söfnunum. Tilraun var gerð til þess að vera með sameiginlegan aðgang,

Safnasnappið árið 2016, sem söfn gátu notað til skiptis. Aðgangurinn var stofnaður af þremur

safnmönnum, Ólöfu Vignisdóttur, Sólveigu Benjamínsdóttur og Þóru Sigurbjörnsdóttur að fyrirmynd

Samtaka ungra bænda sem eru með aðgang sem flakkar á milli. Þetta þótti skemmtileg kynningarleið

á því sem fer fram á söfnum á bak við tjöldin og fylgjendur bættust fljótt við. Öfugt við aðgang

Samtaka ungra bænda sem hefur gengið í nokkur ár þá var Safnasnappið aðeins virkt í eitt sumar. Eftir

það var erfitt að virkja söfnin til áframhaldandi þátttöku. Samfélagsmiðlar eru þess eðlis að þeir bjóða

upp á virk samskipti milli notenda og gefa söfnum því tækifæri til að efna til samtals um ýmislegt sem

tengist safnastarfinu og samfélagslegu hlutverki þeirra. Aðspurð sögðust 30 safnanna, eða 73%, hafa

nýtt sér samfélagsmiðla undanfarið ár til að eiga í virkum samskiptum við notendur. Í könnuninni var

spurt af hverju safnið nýtir sér samfélagsmiðla í fræðslutilgangi og gefnir nokkrir valkostir (sjá töflu 5).

35

19

1 17 3

6

22

40 4034 38

0

10

20

30

40

50

Facebook Instagram Snapchat Twitter YouTube Vimeo

Nýting samfélagsmiðla til fræðslu

Já Nei

Tafla 4

Page 8: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

7

Átta söfn tóku ekki afstöðu til

spurningarinnar. Algengast var að

söfnin teldu þetta vera þægilega

miðlunarleið, eða tæp 94% þeirra

sem tóku afstöðu. Um 45% þeirra

gerðu það vegna eftirspurnar frá

almenningi, en 18% vegna

eftirspurnar og/eða samstarfs við

skóla.

Vefsíður safna

Öll söfnin sem tóku þátt í könnuninni halda úti vefsíðu, en 34 af 41 eru með eigin vef. Nokkur eru með

það á áætlun að setja upp eigin vef. Sum nefna að það hafi hamlað vinnu á þessu sviði að vera ekki

með vef sem þau geta stjórnað sjálf. Einnig hefur það áhrif á miðlun efnis að ekki er nægur mannafli til

að sinna þeirri vinnu.

„[...] Gerð fræðsluefnis og sýnileiki hefur beðið eftir nýrri gerð heimasíðu í um tvö ár. Sú

heimasíða er nú loks að líta dagsins ljós og þá ætti ekkert að vera því lengur til fyrirstöðu að

gera fræðsluefni safnsins aðgengilegt.“

Vefsíður safna eru afar mikilvægar í stafrænni miðlun safna til gesta. Þar koma fram helstu upplýsingar

um opnunartíma, sýningar og viðburði. Miðað við niðurstöður könnunarinnar nýtir meirihluti

viðurkenndra safna ekki vefsíður sínar til fræðslu. Vefsíður safna eru þó gluggi inn í söfnin og

vettvangur safnanna til að nálgast þá gesti sem ekki komast á safnið.

Stafræn miðlun safnkosts

Niðurstöður könnunarinnar sýna að

35 söfn af 41 eða 85% safna miðla

safnkosti sínum á stafrænan hátt

með einhverjum hætti, á meðan

sex söfn (15%) miðla safnkostinum

ekki stafrænt (sjá töflu 6). Mikill

meirihluti svarenda, eða um 80%,

miðlar safnkosti með stafrænum

hætti í gegnum menningarsögulega

gagnasafnið Sarp sem er algengasta

skráningarkerfið. 5% nýta eigin vef

til miðlunar hans. Af þeim sem nýta

Sarp, eru sjö söfn sem einnig miðla safnkosti á eigin vef og veita því aðgengi á fleiri en einum vettvangi

(sjá töflu 7). Skráning safnkosts er þó komin mislangt hjá söfnum og ljóst er að miðlun hans á þá

37%

44%

19%

Miðlun safnkosts á Sarpi

Safnkosti miðlað ásarpur.is (MEIRA en50% safnkosts skráð)

Safnkosti miðlað ásarpur.is (MINNA en50% safnkosts skráð)

Safnkosti ekki miðlað áSarpi

15

9

6

31

5

0 5 10 15 20 25 30 35

Eftirspurn frá almenningi

Hvatning frá eigendum

Eftirspurn og/eða samstarf við…

Þægileg miðlunarleið

Annað

Af hverju nýtir safnið sér samfélagsmiðla í fræðslutilgangi?

Tafla 5

Tafla 6

Page 9: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

8

eingöngu við þann hluta sem

skráður hefur verið í Sarp. Af þeim

söfnum sem nýta sér Sarp eru tæp

44% sem hafa lokið við skráningu á

meira en helmingi safnkosts, en

rúmlega 56% hafa minna en

helming safnkosts skráðan.

Sambærileg hlutföll eiga einnig við,

sé tekið mið af þeim 85% söfnum

sem nýta einhvers konar veflægan

gagnagrunn til að koma

upplýsingum um safnkost sinn á

framfæri. Samkvæmt upplýsingum úr Skýrslu framkvæmdastjórnar um starfsemi Rekstrarfélags Sarps

árið 2017 voru í árslok 2017 1.661.692 færslur skráðar í Sarp. Ekki eru allar færslur birtar á ytri vefnum

og undir lok apríl 2018 var fjöldi birtra aðfanga á sarpur.is 1.248.978.7

Þegar gögnin eru skoðuð eftir tegund safns má sjá að öll menningarminjasöfn og söfn með blandaða

starfsemi miðla safnkosti með stafrænum hætti (sjá töflu 8). Aðeins eru sex söfn sem miðla ekki

safnkosti sínum stafrænt, en þar liggja ólíkar skýringar að baki. Nánast engin náttúruminjasöfn hafa

gerst aðilar að Sarpi. Rétt er að benda á að í Sarpi er að finna tólf mismunandi aðfangasnið,8 en ekki

hefur verið þróað sérstakt aðfangasnið fyrir náttúruminjar. Árið 2013 var þróað sérstakt aðfangasnið

fyrir myndlist/hönnun í samráði við Listasafn Íslands og hafa nokkur listasöfn gerst aðilar að Sarpi í

kjölfarið. Átta af tíu listasöfnum sem tóku þátt í könnuninni miðla safnkosti með stafrænum hætti.

7 Rekstrarfélag Sarps. (2018). Skýrsla framkvæmdastjórnar um starfsemi Rekstrarfélags Sarps árið 2017. (Sótt 27.08.2018 af

https://www.landskerfi.is/rekstrarfelag-sarps/fyrirtaekid/stjorn/adalfundir/adalfundir-yfirlit 8 Bækur, fornleifar, hús, jarðfundir, ljósmyndir, munir, myndlist/hönnun, myntir/seðlar, skjöl, teikningar, þjóðhættir − svör og

örnefnalýsingar.

5%

17%

78%

Miðlun safnkosts á öðrum vef

Safnkosti miðlað á eiginvef (MEIRA en 50%safnkosts skráð)

Safnkosti miðlað á eiginvef (MINNA en 50%safnkosts skráð)

Safnkosti ekki miðlað áöðrum vef

Tafla 7

38

23

1

2

40

5

10

15

20

25

Blönduð starfsemi Listasafn Menningarminjasafn Náttúruminjasafn

Miðlun safnkosts með stafrænum hættieftir tegund safns

Já Nei

Tafla 8

Page 10: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

9

Grunnskráning í Sarp tekur mið af helstu upplýsingum sem safnið hefur um viðkomandi aðfang, s.s.

heiti, efni, stærð og lýsingu, en einnig nafn þess sem gerði viðkomandi grip eða nafn ljósmyndara, nafn

gefenda og notenda (ef þekkt er). Þessar upplýsingar gegna lykilhlutverki í því að gera

skráningarfærslurnar leitarbærar. Mögulegt er að tengja stafrænar ljósmyndir við hverja færslu, sem

eykur mikið gildi þessarar miðlunarleiðar. Ekki fylgja myndir með öllum færslum í Sarpi, þó einhver

söfn vinni markvisst að því að fjölga myndum með sínum skráningum. Tæplega helmingur safnanna

sögðust birta myndir með meira en helmingi færslna, en um helmingur þeirra birtir ekki myndir af

safnkosti á netinu (sjá töflu 9). Fyrir einhver söfn er kostnaður við myndbirtingu vegna höfundarréttar

hindrun og því hafa þau ekki birt myndir með færslum. Nánar er fjallað um þetta atriði í kafla 4.

85

2

11

6

1

1

3

4

0

5

10

15

20

25

Já, með MEIRA en helmingi færslna Já, með MINNA en helmingi færslna Nei

Birting mynda með skráningarfærslum

Safnkosti ekki miðlað á Sarpi

Safnkosti miðlað á sarpur.is (MINNA en 50% safnkosts skráð)

Safnkosti miðlað á sarpur.is (MEIRA en 50% safnkosts skráð)

Tafla 9

Page 11: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

10

3. Menntakerfið

Aðalnámskrá

Í fræðslustarfi safna er mikilvægt að taka mið af því sem fram kemur í aðalnámskrá, bæði hvað varðar

innihald en ekki síður nálgun og umhugsunarefni sem lagt er upp með. Með því verður fræðslustarfið

markvissara og betur í takt við nám nemenda almennt.

Aðalnámskrár eru á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins9 en menntamálaráðuneytið gefur út

aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Í gildandi aðalnámskrá er lögð áhersla á að byggja

upp tiltekna hæfni og leikni nemenda fremur en að þar séu tíunduð þekkingaratriði í smáatriðum. Hún

er opin um margt hvað snertir leiðir og innihald. Til grundvallar öllu námi hafa þó verið ákveðnir sex

grunnþættir menntunar: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og

sköpun. Grunnþættirnir, ásamt áhersluþáttum laganna og námskrá, eru hugsaðir sem leiðarljós í

almennri menntun og starfsháttum. Þeir fléttast inn í allt og birtast í inntaki náms, í hæfni nemenda og

í öllu mati.

Örvandi umhverfi eins og góð söfn passa sannarlega inn í þá mynd sem dregin er upp í

aðalnámskránni af námi og kennslu. Þar kemur og skýrt fram að efla beri vitund um íslenska náttúru,

íslenska menningu og virðingu fyrir menningu annarra þjóða. Söfnin geta þar lagt sitt að mörkum svo

um munar. Komið er inn á í aðalnámskránni að nám eigi sér stað víðar en í skólum og það sé ævilangt

ferli. Almenn menntun byggist á fjölbreyttu námi á meginsviðum menningar okkar, umhverfis og

samfélags. Í námskránni er jafnframt talsvert talað um ólíka miðla, að vera læs á þá og talað er um

hæfni til þess að meta efni þeirra og nýta á persónulegan og skapandi hátt. Auk þess er fjallað um

mikilvægi þess að nemendur læri að nota fjölbreytta tölvutækni í verkefnavinnu. Rætt er um kunnáttu

sem fólk þarf að tileinka sér til þess að geta notað tölvu- og nettækni til samskipta og efnissköpunar af

ýmsu tagi. Það snýst um orð jafnt sem ljósmyndir, prentað mál jafnt sem tónlist, og það varðar allt

litróf efnisumsýslunnar, þ.e. aðföng, úrvinnslu og miðlun.

Rafræn miðlun á vegum safna virðist mjög í anda aðalnámskrár, auk þess sem hún opnar fyrir aðgengi

nemenda sem búa fjarri söfnunum. Vandað íslenskt rafrænt námsefni sem byggir á safnkosti ólíkra

safna ætti að vera kærkomið. Í aðalnámskránni má segja að rennt sé stoðum undir það

menntunarhlutverk sem söfn hafa, þó vissulega mætti kveða þar fastar að orði, en í aðalnámskrá er

sárasjaldan minnst beinum orðum á söfn.

Stafræn miðlun í skólum

Enn skal ítrekað mikilvægi þess að setja menntunarhlutverk safna í samhengi við skólakerfið. Á

undanförnum árum hefur verið mikil og hröð þróun á tæknilegu umhverfi skóla á öllum skólastigum

en sér í lagi á grunnskólastiginu. Flestir skólar eru vel tengdir netinu og hafa yfir að ráða tölvum eða

spjaldtölvum sem kennarar og nemendur geta nýtt í skólastarfi. Einnig hafa námskrárbreytingar

skapað töluvert svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af

tækniveruleika skólanna. Þá er ekki aðeins vísað til tölva og spjaldtölva heldur einnig snjallsíma og

annarra tækja nemenda sjálfra.

9 https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/namskrar/

Page 12: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

11

Mismunandi er hvernig einstakir skólar hafa nýtt sér þennan sveigjanleika og svigrúm. Dæmi eru um

skóla sem hafa nánast umbylt öllu skólastarfi með mjög framsæknum aðferðum sem byggja á

möguleikum nýjustu tækni, en á sama tíma eru skólar sem hafa farið hægar í sakirnar. Það er því ekki

hægt að draga upp samfellda mynd sem nær yfir allt skólaumhverfið. Gagnlegra er að lýsa

mótunaröflunum sem eru til staðar. Við getum flokkað þessi öfl í forystuna, fylgjendurna og aðhaldið.

Forystan

Forystan er fljót að tileinka sér nýjustu tækni og er opin fyrir að prófa nýjar leiðir í skólastarfi.

Tæknilegur veruleiki forystunnar er breytilegur vegna þess hve fljót hún er að tileinka sér nýjungar.

Forystan sér í tækni fjölda möguleika og leitast við að móta hana eftir þörfum hverju sinni og í

samræmi við eigin reynslu. Forystan er tilbúin til að miðla af eigin reynslu.

Eitt helsta verkefni forystunnar í íslenskum skólum í dag er að innleiða tæknivæddar smiðjur með

þrívíddarprenturum, vínylskerum og annarri framleiðslutækni sem ýtir undir skapandi verkefnamiðað

nám. Einnig er nokkuð um það að verið sé að nota sýndar- og gagnaukinn veruleika (e. augmented

reality) til að gera nemendum kleift að upplifa umhverfi og aðstæður sem annars væru óaðgengilegar.

Forystan lítur á forritun sem gagnlegt tæki fyrir skapandi skólastarf og eru farnar ýmsar leiðir til að

kenna forritun og vekja áhuga nemenda á henni, t.d. með forritanlegum vélmennum. Tæknilegur

veruleiki forystunnar byggist á almennri snjalltækjavæðingu samfélagsins, sem hún gefur sér að allir

nemendur hafi aðgang að, hvort sem um er að ræða eigin tæki nemenda eða tæki í eigu skólans.

Forystan notar tækni sérstaklega í þeim tilgangi að auka sköpun í skólastarfi, styðja verkefnamiðað

nám og auka samþættingu greina.

Fylgjendur

Fylgjendur fylgjast vel með því sem forystan gerir og taka þátt í samræðum með henni um skólaþróun

og tækni. Þeir eru opnir fyrir nýjum hugmyndum en eru tregari til að takast á við þá óvissu sem fylgir

hraðri innleiðingu forystunnar.

Þegar þetta er skrifað eru fylgjendur komnir langt á veg í snjalltækjavæðingu. Algengast er að notuð

séu tæki í eigu skólans. Mikill áhugi er á forritun meðal fylgjenda og eru farnar ýmsar leiðir til að kenna

hana, t.d. með forritanlegum vélmennum. Fylgjendur eru þó ekki komnir jafn langt og forystan í

notkun tækni til að samþætta námsgreinar og verður það oft til þess að forritun er innleidd sem

afmörkuð námsgrein frekar en sem tæki til almennrar notkunar í námi. Innleiðingin á sýndar- og

gagnauknum veruleika er ekki komin langt enda er hlutverk þessarar tækni í námi enn óljóst.

Aðhaldið

Aðhaldið treystir á kennslu- og námsaðferðir sem hafa sannað gildi sitt. Fyrir aðhaldinu er hlutverk

tækni að styðja við þær aðferðir en það sér tækni ekki sem sjálfstætt breytingarafl. Aðhaldið er því

tregt til að innleiða tækninýjungar og bíður gjarnan eftir að forystan og fylgjendur hafi lagað tiltekna

tækni að skólastarfi áður en það tekur hana í notkun. Aðhaldið spyr frekar hvað tækni gerir en hvað

það getur gert með tækni.

Áhugavert er að heimfæra þessa flokkun kennara í forystusveit, fylgjendur og þá aðhaldsömu yfir á

safnafólk. Ef miðað er við niðurstöður úr könnuninni er ljóst að flest söfn eru í hópi fylgjenda og

aðhalds. Forystan sem prófar og þróar miðlunarverkefni sem byggja á stafrænni tækni er lítt áberandi.

Auðvelt er að álykta að meira samstarf skóla og safna kæmi báðum aðilum vel og gætu söfnin nýtt sér

í meira mæli þá reynslu sem hefur víða byggst upp í skólum.

Page 13: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

12

Samstarf skóla og safna

Í skýrslu safnaráðs frá árinu 2007, Fræðsla fyrir alla. Menntunarhlutverk safna. Staða og stefna voru

sett fram markmið og leiðir að markvissri fræðslu safna. Þriðja markmið skýrslunnar var að: „Söfn

undirstriki sérstöðu sína sem vettvangur upplifunar og fræðslu“.10 Sem leið að þessu markmiði var

nefnt að söfn gætu undirstrikað sérstöðu sína í tengslum við valfrelsi eða aðgengi að upplýsingum.

Skólar og söfn hafa átt gott samstarf. Nemendahópar koma reglulega í heimsóknir á söfnin og fá þar

fræðslu um sýningar, safnið og safneignina. Heimsóknirnar hafa ákveðinn tilgang, þar sem gjarnan er

sjónum beint sérstaklega að einhverju sem tengist því sem verið er að vinna með í skólanum. Flest

söfn miða fræðsluna í slíkum heimsóknum við námskrár. Dæmi um slíka fræðslu má sjá hjá Listasafni

Reykjavíkur11 og Borgarsögusafni.12 Söfn hafa einnig sett fræðsluefni tengt safneign sinni inn á vefi sína

sem ekki tengjast beint heimsóknum á safnið, eins og gert hefur verið hjá Minjasafni Austurlands.13

Í könnuninni var spurt út í fjölda nemenda af öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla, sem kom í

viðkomandi safn árið 2017 í formlega safnfræðslu. Samtals var þetta 62.231 nemandi. Ljóst má vera

að þetta er umtalsverður hluti af fjölda allra nemenda, þótt vissulega megi reikna með að hluti

einstaklinganna fari í fleiri en eina heimsókn og sé þar með talinn oftar en einu sinni. Þekkt er að

aðaláherslan er lögð á að skipuleggja formlega safnfræðslu fyrir nemendur leik- og grunnskóla.

Meðalfjöldi nemenda sem heimsækir listasöfn er hæstur, skv. könnuninni eða 2.352.

Menningarminjasöfnin fá að meðaltali 1.395 nemendur og náttúruminjasöfn 1.121. Önnur söfn með

blandaða starfsemi, aðeins þrjú talsins, fá að meðaltali 342 nemendur til sín í safnfræðslu. Að

meðaltali kemur ~3501 nemandi í söfn á höfuðborgarsvæðinu en aðeins ~790 í söfn

landsbyggðarinnar. Yfir þessu má velta vöngum. Sú staðreynd að íbúar eru margfalt fleiri á

höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni skiptir væntanlega mestu máli. Vegalengd er stór

áhrifaþáttur í því hvort safn er heimsótt eða ekki.

Söfn landsbyggðarinnar hljóta að íhuga stöðu sína varðandi það að ná til fleiri. Auk þess má benda á að

höfuðborgin er borg allra landsmanna og hefur því ákveðnar skyldur við fleiri en þá sem þar búa.

Söfnin, hvar sem þau eru, þurfa að íhuga leiðir til að nýta tæknina til að miðla fræðslu um sýningar

sínar og gripi til þeirra sem ekki komast í sjálft safnið. Um leið opnast möguleikar á óhefðbundna

miðlun og kennsluaðferðir þar sem máttur tækninnar er nýttur.

Nefna má samstarfsverkefnið Appmótun – tæknilæsi – myndlæsi – menningarlæsi á milli Smáraskóla,

Kópavogsbæjar, Listasafns Íslands og Menntamálastofnunar.14 Verkefnið er að frumkvæði Ingibjargar

Hannesdóttur, kennara í Smáraskóla og hefur verið þrjú ár í mótun með styrk úr Sprotasjóði. Verkefnið

snýst um að nemendur vinna að appi sem hægt væri að nýta í listkennslu. Nemendur fengu aðgang að

safnkosti Listasafns Íslands og unnu appið með hjálp ýmissa sérfræðinga. Í Kópavogi hefur verið lögð

áhersla á notkun spjaldtölva á öllum skólastigum. Ætlunin var að prófa appið í listgreinakennslu vorið

2018. Þegar frumgerð appsins liggur fyrir og það hefur verið prófað munu samstarfsaðilar meta það

hvort að gerður verði samningur um frekara samstarf.

10 Safnaráð, 2007, bls. 10 11 http://listasafnreykjavikur.is/fraedsla/fyrir-skola 12 http://borgarsogusafn.is/is/borgarsogusafn/safnfraedsla/skolahopar 13 http://www.minjasafn.is/fraedsla/kennarinn-is 14 https://vimeo.com/264592928

Page 14: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

13

4. Staða erlendis – opin gögn til opinnar nýtingar Í Danmörku og Svíþjóð hefur farið fram nokkur þróunarvinna varðandi möguleika í nýtingu stafrænnar

tækni í öllu starfi safna. Umræða og frumkvæði að aukinni notkun stafrænnar miðlunar í Danmörku

kom frá söfnunum sjálfum. MMEx (Museernes videncenter for digital formidling, áður Meaning

Making Experience15) er safnatengt verkefni sem stuðlar að aukinni stafrænni tækni inni á söfnum.

Það hófst á Jótlandi árið 2011 og hefur síðan notið stuðnings frá yfirvöldum og söfnunum sjálfum.

Söfn í Danmörku geta leitað til MMEx og fengið aðstoð fagfólks við að þróa stafrænar fræðslu- og

miðlunarleiðir.16 Eftir því sem verkefnin hafa þróast hefur stafræn hugsun fléttast inn í allt

safnastarfið. Sem dæmi um verkefni sem unnin hafa verið með hjálp MMEx er Time entwined.17 Þar

standa nokkur söfn saman að tölvuleik þar sem nemendur fara í ákveðin hlutverk og þurfa að leysa

verkefni í skólanum og inni á söfnum í grenndinni. Þemað er seinni heimsstyrjöldin í Danmörku og

eftirmálar hennar. Leikurinn er hugsaður þannig að nemendur á mismunandi stöðum í landinu geti

spilað hvert við annað. Verkefnið hefur þróast úr smáforriti yfir í hlutverkaspil á netinu og er enn í

þróun. Þau söfn sem taka þátt í þessu verkefni fjalla hvert á sinn hátt um þennan tíma í sögu

Danmerkur og hafa þar með eitthvað sérstakt fram að færa við heildina.

Annað verkefni sem má nefna er Sharing is Caring sem Statens Museum for Kunst (SMK) hefur staðið

fyrir í samstarfi við MMEx, samtökum danskra safna og Danmarks Radio. Sharing is Caring hófst sem

árleg ráðstefna árið 2011. Þemað er alltaf tengt gagnsæi og hlutdeild í stafrænum heimi. Á vefsíðu

Statens Museum for Kunst er hægt að nálgast rit þar sem farið er yfir þau skref sem SMK tók að því

markmiði að vera í fararbroddi safna í Danmörku varðandi notkun stafrænnar tækni.18 Tekið er

sérstaklega fram að mikil breyting á eðli miðlunar safns, eins og hér er til umfjöllunar, og tengsla við

almenning getur tekið á en að hún skili sér margfalt til baka í gegnum heimsóknir á vef safns og ekki

síst inn í safnið sjálft. Statens Museum for Kunst hefur það að leiðarljósi að gagnsæi sé ráðandi

varðandi safneign og miðlun hennar.

Í Svíþjóð er Digisam rekið sameiginlega af söfnum og stofnunum ríkisins. Digisam varð að stofnun árið

2017. Þar er lögð áhersla á samvinnu í tengslum við þróun stafrænnar miðlunar safna. Markvisst er

unnið að því að tengja stafræna miðlun inn í starf safnanna og stuðla að hugarfarsbreytingu

starfsfólks. Stafræn miðlun eigi að tilheyra öllu starfi safns en á ekki að vera aukaatriði sem komið er

að eftir á og tengist þá yfirleitt sýningunum. Markmið Digisam er að gera menningararfinn

aðgengilegan öllum í gegnum stafræna tækni og veita söfnum aðstoð við það. Á vef Digisam má

nálgast samninga og leiðbeiningar sem söfn í Svíþjóð sem vilja efla stafræna miðlun geta nýtt sér.19

Í Danmörku og Svíþjóð eru því sérhæfðir aðilar sem eru söfnum til aðstoðar við að þróa stafrænar

miðlunarleiðir. Söfnin reka þessi fyrirtæki í sameiningu með hinu opinbera og það virðist vera

sameiginlegt viðhorf að þetta sé besta leiðin til þess að hægt sé að fara í þær breytingar sem þarf.

15 http://mmex.dk/about-us/ 16 Söfn utan Danmerkur geta einnig leitað til MMEx um ráð varðandi leiðir í stafrænni miðlun. 17 http://mmex.dk/portfolio-item/time-entwined/ 18 http://www.smk.dk/en/about-smk/smks-publications/sharing-is-caring/ 19 http://www.digisam.se/

Page 15: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

14

Notkun á stafrænu myndefni safna erlendis

Hjá söfnum kemur oft upp umræða um hvort veita eigi meira stafrænt aðgengi en nú er og um leið

kemur fram ótti við meðferð almennings á þessum gögnum. Rannsóknir benda þó til þess að með því

opna á stafrænt aðgengi að menningararfi sem varðveittur er á söfnum sé verið að opna leiðir til

samskipta við almenning sem nýtir sér betur þann fróðleik sem söfnin hafa upp á að bjóða.

Safnastarfsmaður í Bandaríkjunum lýsir þessu svo: „Við höfum svo til enga stjórn og það hefur verið

mikilvægur liður í því hve verkefnið hefur gengið vel.“20

Gerð var rannsókn árið 2012-2013 á fimmtíu söfnum í Bretlandi og Bandaríkjunum er varðaði opið

aðgengi að myndefni sem var ekki varið af höfundarrétti. Í niðurstöðum hennar var varpað ljósi á þá

vinnu sem liggur að baki birtingu þessa myndefnis og veittar leiðbeiningar fyrir önnur söfn sem vilja

fara sömu leið.21 Þar kom eftirfarandi fram:

● Að opna á aðgengi er ákvörðun sem þarf að byggja á stefnu safnsins.

○ Allir starfsmenn safna sem talað var við voru sammála um að eitt helsta markmið

safna væri að mennta. Því væri gott aðgengi að myndum af verkum í safneign

grundvallaratriði nú á tímum.

● Söfn túlka opið aðgengi á mismunandi hátt.

● Það er mikilvægt að vinnuferlið eigi sér stað innan stofnunar.

○ Tekið er fram að hvatning yfirmanna og stuðningur þeirra við verkefnið og starfsmenn

sé grundvallaratriði í breytingum sem þessum. Breytingar geta orðið á eðli starfs

einstakra starfsmanna.

● Áhyggjur af því að missa stjórn fara minnkandi.

○ Söfn hafa í langan tíma getað stjórnað því hverjir fá að nota myndir frá þeim og þannig reynt að sjá til þess að myndirnar séu ekki nýttar á óviðeigandi hátt. Versti ótti safnafólks varðandi ósæmilega notkun hefur ekki ræst eftir að opnað var á aðgengi að myndefninu.22

● Tækni skiptir máli.

○ Tæknin til að gera safneignina aðgengilega skiptir máli varðandi afgreiðslu

myndefnis.23

● Tekjur af afgreiðslu mynda skipta ekki eins miklu máli.

○ Miðað við reynslu þeirra safna sem tóku þátt í könnuninni þá þótti það skipta meira

máli að opna á aðgengi að stafrænum myndum af verkum í safneign, heldur en að ná

inn tekjum af afgreiðslu þessara mynda.

● Breytingar eru af hinu góða.

○ Ekkert af söfnunum sem tóku þátt í rannsókninni vildu loka á aðgengið. Þrátt fyrir að

vita ekki alltaf hvar myndir frá þeim væru að birtast og þó að vinnuálag hefði aukist

eitthvað. Allir voru sammála um að breytingarnar hefðu stuðlað að samstarfi á milli

þeirra og annarra og almennt haft jákvæð áhrif á verkefni safnanna.

20 William Noel, Walter’s Art Museum - Kellym 2013, bls. 26 – 30. 21 Kristin Kelly. 2013. Images of Works of Art in Museum Collections: The Experience of Open Access. A Study of Eleven

Museums. Sótt af: http://msc.mellon.org/msc-files/Open%20Access%20Report%2004%2025%2013-Final.pdf 22 Þegar rannsóknarniðurstöður voru birtar árið 2013. 23 Hér á landi býður Sarpur upp á að hægt sé að panta myndir frá söfnum.

Page 16: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

15

Einn stærsti þröskuldur opins aðgengis var að starfsfólki safnanna fannst það missa stjórn á

myndunum. Að almenningur myndi nota þær á ósæmilegan hátt og safnið yrði því tengt við

myndbirtingu sem þætti ekki við hæfi. Einn safnstjóri úr rannsókninni benti starfsfólki sínu á að með

einfaldri google leit að verki úr eigu safnins mætti sjá að þeir hefðu þá þegar enga stjórn á þessum

málum. Myndir sem birtust efst í leitinni væru e.t.v. teknar af safngesti en að safnið væri hinsvegar

nefnt í sama vettvangi sem eigandi verksins. Myndin gæti verið í mun verri gæðum en ef safnið sjálft

hefði sent frá sér myndina. Með því að bjóða myndina í betri gæðum til afnota fyrir fólk ættu söfnin

frekar þátt í að mennta almenning um verkið og koma því „rétt“ til skila. Í þessu samhengi er

áhugavert að skoða ferlið hjá British Museum varðandi aukið aðgengi að myndefni. Þar lýsti starfsfólk

því að auðvelt hefði verið fyrir það að færa sig yfir í hugsunarhátt um opið aðgengi. Ein af ástæðunum

fyrir því var að British Library hafði verið hluti af British Museum og bókasafnshugsunin um aðgengi að

upplýsingum hefði smitað út frá sér.

Ekki liggur fyrir hvert viðhorf íslenskra safnamanna sé til slíkrar opinnar miðlunar myndefnis sem

varðveitt er af söfnum eða mynda af þeim gripum sem söfn varðveita. Hröð þróun tækni og breytingar

á hugmyndum um hvað sé gott aðgengi kallar á að safnmenn myndi sér skoðun á málinu og setji sér

stefnu til framtíðar. Í Safnastefnu á sviði menningarminja frá árinu 2017 er ekki fjallað um nýsköpun í

stafrænni miðlun með beinum hætti. Ytri vefur Sarps er þar tilgreindur helsta nýjungin í stafrænni

miðlun, þó vissulega sé hvatt til nýsköpunar í miðlun án þess þó að taka beina afstöðu til þeirra

möguleika sem nútímatækni býður upp á.24

24 http://www.thjodminjasafn.is/media/utgafa/Thjodm_A4_Safnastefna_2017_WEB_120dpi.pdf (sótt 24.05.2018)

Page 17: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

16

5. Helstu hindranir varðandi stafræna miðlun Þegar spurt er um hvað komi helst í veg fyrir að söfn nýti sér í auknum mæli stafrænar leiðir í sýningar-

eða fræðslustarfi er mynstrið svipað meðal safna. Stærstu hindranirnar sem taldar eru upp eru skortur

á mannafla, tíma og peningum, stef sem er endurtekið ítrekað. Miðað við erlenda reynslu eins og lýst

er í 4. kafla þarf frumkvæðið að innleiðingu og notkun stafrænnar miðlunar að vera í höndum

safnstjóra, ekki síst á söfnum þar sem fáir starfa.

Hindranir í notkun stafrænna leiða í sýningarstarfi

Mikill meirihluti safna eða um 73%

af þeim sem tóku þátt í könnuninni

telja að ekki sé nægur mannafli

þegar kemur að notkun stafrænna

miðla í tengslum við sýningarstarf

(sjá töflu 10). Um 56% safnanna

nefndu kostnað sem hindrun, en

41% tíma.

Nokkur söfn nefndu annað sem

ástæður fyrir að ekki væri meiri

notkun á stafrænni miðlun í

sýningum. Í athugasemdum þeirra

kom fram m.a. að áhugaleysi

yfirmanna/eigenda safnsins væri ástæðan, eða að stafrænar miðlunarleiðir þóttu ekki eiga heima

innan sýninganna og var einnig vísað í sýningarstefnu safnanna.

„Umhverfishljóð eru mikilvægari, hjal í bæjarlæknum og fuglasöngur í garði, mýri og

grjóthleðslum á hlaði; sem sagt: ótæknivædd upplifun!“

Það er því ljóst að stafræn miðlun er ekki alltaf talin bæta þá upplifun sem safnið vill veita gestum

sínum. Einnig kom fram í könnuninni að óvissa með birtingu á höfundavörðu efni og jafnvel hvað

flokkast undir höfundavarið efni er hindrun fyrir söfn til þess að nýta sér stafrænar leiðir, bæði í

sýninga- og safnfræðslustarfi.

Hindranir í notkun stafrænna leiða í safnfræðslu

Þegar kemur að nýtingu stafrænna leiða í safnfræðslu nefna 78% svarenda skort á mannafla sem

hindrun (sjá töflu 11). Rétt rúmur helmingur eða 58% telja að kostnaður sé ein af hindrunum og

helmingur svarenda merkja við að skortur á tíma komi í veg fyrir nýtingu stafrænna leiða í fræðslu.

29% safnanna telja að skortur á þekkingu sé hindrun og 26% taka fram óljósan ávinning. Nefnt er að

bein og persónuleg samskipti virki vel gagnvart nemendahópum sem koma á sýningar safnsins. Þá er

ekki tekið inn í myndina að safnfræðsla eigi sér stað á vefsíðum safnanna eða með samskiptum í

gegnum t.d. samfélagsmiðla. En eins og tekið er fram í inngangi þá er safnfræðsla öll fræðsla sem innt

er af hendi safns til allra sem heimsækja þau, hvort sem er inn í safnið sjálft eða á netinu.

Nokkrar spurningar sneru að miðlun fræðsluefnis í könnuninni og ljóst er að mörg söfn vinna að

góðum verkefnum sem eiga eftir að verða aðgengileg á vefsíðum safnanna. Hins vegar kemur það

4

30

23

10

10

17

0 5 10 15 20 25 30 35

Annað

Ekki nægur mannafli

Kostnaður

Óljós ávinningur

Skortur á þekkingu

Tími

Hvað kemur helst í veg fyrir að safnið nýti í auknum mæli stafrænar leiðir í

SÝNINGARSTARFI?

Tafla 10

Page 18: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

17

glöggt fram að þær ástæður sem

liggja að baki því að söfnin hafa ekki

bolmagn til að útfæra og koma

efninu í stafræna miðlun eru af

sama meiði hjá þeim flestum.

Aðallega benda svörin til þess að

skortur sé á mannafla og fjármagni

en einnig liggur vandinn í að finna

hentuga leið í miðlun þar sem úr

svo mörgu er að velja. Eftirfarandi

svör úr könnuninni má telja lýsandi

fyrir stöðu margra safna:

„Eins og fyrr segir [...] þá eru uppi áform um að auka stafræna þjónustu verulega. Með

heimsóknum grunn- og menntaskólanema hefur það komið til tals. Nemendur nýta sér

vissulega þann fróðleik sem [...] er að finna á heimasíðunni í heimildaöflun sinni. Betur má ef

duga skal. Þessi spennandi vettvangur er tímanna tákn og þarf að vanda til og gefa sér tíma.

Það sem stendur eftir; hvar fær maður mannskap og tíma?“

Enn önnur söfn hafa ekki leitast sérstaklega eftir aukningu í stafrænni miðlun en leggja þeim mun

meiri áherslu á persónulega miðlun með lifandi leiðsögn til að viðhalda ákveðinni stemningu.

„Sýningarstefna er að viðhalda gamaldags anda byggðasafna og heimilisbrag á safninu.

Áhersla lögð á mannleg samskipti og lifandi leiðsögn.“

Það viðhorf sem birtist í sumum svörum safnanna bendir til þess að söfnin þekki ekki þá þróun sem átt

hefur sér stað innan skólakerfisins. Samstarf við þá skóla sem leggja áherslu á stafrænar

kennsluaðferðir getur boðið upp á möguleika á skemmtilegri stafrænni miðlun án þess að gefinn sé

afsláttur á bein og milliliðalaus samskipti.

Ef safn velur að vinna ekki markvisst með stafræna miðlun sem fræðslumöguleika getur slíkt

endurspeglað skýra stefnu safnsins. Því þó að miðlun inni á sýningunni sé ekki með stafrænum hætti

þá útilokar það ekki að þann möguleika að söfn geti nýtt sér netið á skapandi hátt til að koma

upplýsingum til skila til þeirra gesta sem vilja kynna sér safneignina betur.

Lagalegt umhverfi – höfundarréttarmál

Eitt mikilvægasta úrlausnarefnið þegar kemur að því að miðla upplýsingum um safnkost safna með

stafrænum hætti er hvernig fara beri með höfundarrétt á þeim verkum sem upplýsingum er miðlað

um. Þetta er alþjóðlegt úrlausnarefni sem unnið er að lausnum á víða um heim og farnar mismunandi

leiðir að.

Höfundarréttur verndar réttindi höfunda en getur um leið takmarkað aðgengi almennings að

upplýsingum um menningarverðmæti sem opinberar stofnanir varðveita. Efnið er ákaflega misjafnt og

misjafnlega verðmætt í viðskiptalegu tilliti (e. commercial value).

Í umræðum um þá þætti menningar síðustu aldar sem enn eru í höfundarrétti þá er gjarnan talað um

20. aldar svartholið, þar sem magnið af efni er gríðarlegt en það sem gert hefur verið aðgengilegt er

aðeins brotabrot af því. Meginreglan er sú að höfundarréttur hvílir á verkum allt þar til 70 ár eru liðin

2

32

24

11

12

21

0 5 10 15 20 25 30 35

Annað

Ekki nægur mannafli

Kostnaður

Óljós ávinningur

Skortur á þekkingu

Tími

Hvað kemur helst í veg fyrir að safnið nýti í auknum mæli stafrænar leiðir í

SAFNFRÆÐSLU?

Tafla 11

Page 19: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

18

frá andláti höfundar. Svo er litið á í höfundalögum að höfundarréttur hvíli á ljósmyndum af verkum

með sama hætti og á verkinu sjálfu og skuli greitt fyrir afnot af ljósmyndum af verkum eins þótt þau

verk séu í eigu opinberra safna, með þeim undanþágum sem höfundalög veita.25

Markmið með stafrænni miðlun upplýsinga um safnkost er að gefa almenningi og nemendum kost á

að nálgast upplýsingarnar sjálfir og læra í gegnum leik. Til þess að það sé hægt þarf að aflétta

takmörkunum eins og mögulegt er, gefa leyfi til endurblöndunar, skapa tól til að skoða, leika og

endurmiðla því stafræna efni sem söfnin varðveita.

Annað sem skoða þarf í þessu samhengi er sæmdarréttur höfunda og hvers konar leyfi nemendur og

aðrir geta tekið sér til að endurnýta verk annarra eða „remixa“ þau. Dæmi eru um að slík endurnýting

verka hafi farið fyrir dómstóla og því er brýnt að hugað sé að því áður en nemendur fá að leika lausum

hala. Söfn, og einnig höfundarrétthafar, þurfa að vera meðvituð um hversu langt þau eru tilbúin til að

leyfa nemendum að ganga í endurvinnslu á efni listamanna/hönnuða. Þarna takast á tvö sjónarmið –

annars vegar að læra í gegnum leik og hins vegar sæmdarréttur og tilfinningar handhafa

höfundarréttar í garð endurvinnslu.

Eins og bent er á í þessari skýrslu þá er reynsla þeirra sem veitt hafa slíkan frjálsan aðgang að sínum

safnkosti góð. Fjöldamörg söfn beggja vegna Atlantshafsins hafa veitt almenningi aðgang að myndum

af verkum í safnkosti sínum undir svokölluðum Creative Commons höfundarréttarákvæðum sem fela í

sér að almenningi er veitt leyfi til að að nýta myndefni með frjálsari hætti en höfundarréttarlöggjöf

gerir ráð fyrir. Áhugaverð dæmi má sjá bæði í Rijksmuseum26 í Hollandi og í Metropolitan27 safninu í

New York. Verkin sem um ræðir hér eru í flestum tilvikum komin úr höfundarrétti – en stofnanirnar

veita óheftan aðgang að ljósmyndum af verkunum.28

Samningur Myndstefs og safna um birtingu úr safnmunaskrám

Greiðsluvilji almennings virðist lítill þegar kemur að greiðslu fyrir stafrænt efni safna. Á síðustu árum

hefur þó orðið mikil breyting frá því að notendur keyptu stafræn eintök af einstökum verkum, t.d.

tónlist og kvikmyndum yfir í svo kallaðar streymisveitur þar sem notendur kaupa áskrift að nær

ótakmörkuðu efni. Á árinu 2018 hefur verið unnið að því að skapa slíka lausn á aðgengi almennings að

myndum af safnkosti viðurkenndra safna þar sem söfnin myndu greiða höfundarréttarsamtökum fyrir

birtingu myndanna í safngripagagnagrunni, með samningi Myndstefs29 og viðurkenndra safna og safna

í opinberri eigu. Almenningi væri heimilt að deila þeim myndum svo lengi sem að það er ekki gert í

hagnaðarskyni. Hugmyndin með þessum samningi er að opna á möguleika til að nýta myndefni safna í

skólakerfinu án endurgjalds. Ef af þessum samningi verður mun hann gjörbylta nýtingar- og

kynningarmöguleika safna á sínum safnkosti, auka til muna aðgengi almennings að menningararfinum

auk þess að opna fyrir möguleika menntakerfisins til að fræða nemendur um íslenskan list- og

menningararf. Miklar vonir eru bundnar við að samningur af þessu tagi á milli og viðurkenndra og

ríkissafna annars vegar og Myndstefs hins vegar verði að veruleika.

25 Sjá höfundalög nr. 73/1972. 26 Sjá: https://www.rijksmuseum.nl/en/rijksstudio?ii=0&p=0&from=2018-02-15T17%3A31%3A37.3983991Z (sótt

05.09.2018) 27 Sjá: https://www.metmuseum.org/blogs/digital-underground/2017/open-access-at-the-met (sótt 05.09.2018) 28 https://creativecommonsusa.org/index.php/2018/02/23/open-culture-brings-rare-paintings-to-public-domain/ (sótt

22.05.2018) 29 Tilgangur Myndstefs er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Aðilar að samtökunum eru félög; myndlistarmanna, ljósmyndara, teiknara, leikmynda- og búningahöfunda, arkitekta, hönnuða og ýmissa annarra stofnanna og einstaklinga sem fara með höfundarétt myndverka. Sjá https://myndstef.is/um-myndstef/

Page 20: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

19

6. Lokaorð Markmið verkefnisins sem hér hefur verið kynnt er að meta hver staðan sé í notkun stafrænnar

miðlunar í menntunarlegum tilgangi á söfnum á Íslandi. Könnun var því send til allra viðurkenndra

safna. Svörun var góð þar sem 41 af 46 söfnum tók þátt og ættu því niðurstöðurnar að gefa góða

mynd af stöðunni.

Á tímum ofurtengingar þar sem við erum svo að segja með heiminn í höndunum í gegnum símana

getur verið erfitt að fóta sig. Ótal möguleikar eru í boði fyrir söfn að ná til almennings og gesta og mikil

samkeppni er um athygli fólks. Ef söfn eru ekki hluti af hinum stafræna heimi þá eiga þau á hættu að

missa gildi sitt fyrir gestum nútíðar og framtíðar. Námsefni á vef, gerð vefsýninga, Facebook-síður,

Instagram-aðgangur og fleira kostar tíma, mannafla og fjármagn. Tæknin breytist ört og erfitt getur

verið að fylgjast með. Safnmenn þurfa að meta hvernig miðlun hentar safninu eða sýningunum. Söfn

virðast ekki hafa markað sér stefnu þegar kemur að stafrænni miðlun í menntunarlegum tilgangi og

því er starfið á þessum vettvangi ekki nægilega markvisst. Möguleikar stafrænnar miðlunar virðast

vera misvel nýttir hjá íslenskum söfnum miðað við niðurstöður könnunarinnar. Mörg söfn halda úti

vefsíðum, þó að þær séu ekki nýttar markvisst til fjölbreyttrar miðlunar og lítið er um fræðsluefni sem

er sérstaklega ætlað fyrir vefinn. Flest söfnin miðla upplýsingum um safnkost sinn á netinu, m.a. í

gegnum Sarp. Fá söfn hafa þó unnið að gerð vefsýninga í gegnum Sarp.

Samfélagsmiðlar eru hluti af daglegu lífi fólks og um leið hluti af stafrænni miðlun og samskiptum

safnanna. Flest söfnin nýta sér Facebook og Instagram sem miðlunar- og samskiptaleið. Önnur notkun

á stafrænni miðlun t.d. með notkun einhverskonar smáforrita er takmörkuð.

Könnun safnaráðs gefur til kynna að staðan í stafrænni miðlun í menntunarlegum tilgangi gæti verið

betri. Viljinn til þess að nýta tæknina meira er þó fyrir hendi. Forgangsröðun, kröfur frá eigendum,

skortur á mannafla og þekkingu spilar saman og virðist gera það að verkum að fá söfn virðast sjá

ástæðu til að taka þátt í eða hefja verkefni tengd stafrænni miðlun.

Niðurstöðurnar benda til þess að söfn eigi takmarkað frumkvæði að þróunarverkefnum á sviði

stafrænnar miðlunar. Nýsköpun er lítil, og eins og áður hefur verið nefnt virðast söfnin helst fylla flokk

„aðhalds og fylgjenda“ í þessum málum.

Með nýjum samningi Myndstefs og safna er mörgum hindrunum rutt úr vegi, en óvissa með

höfundarrétt og mikill kostnaður því tengdur að birta höfundavarið safnefni hefur verið ein ástæða

fyrir því að söfn hafa verið hikandi að fara að byggja upp viðveru safnsins í hinum stafræna heiminum.

Tækifærin eru til staðar fyrir söfnin að byggja upp fleiri tengingar og tengsl við það samfélag sem þau

eru hluti af. Stafræn miðlun í margvíslegu formi verður vafalaust ríkur þáttur í áframhaldandi þróun

safnastarfs, hvort sem um ræðir aðgengi að safnkosti, fræðsluefni, vefsýningar eða samskipti við gesti.

Frumkvöðlastarf úr menntakerfinu og erlendis mun væntanlega hafa áhrif þar á. Samfélag sem er

ofurtengt gerir kröfu um að söfnin séu það líka.

Page 21: Í takt við tímann?¦nSkýrslaPrent... · þótt stefnan sé ef til vill ekki til skriflega þá sé á áætlun að vinna meira með stafræna miðlun, hvort sem er í gegnum samfélagsmiðla,

Í takt við tímann? Safnaráð 2018

20

Safnaráð

Október 2018