08 05 2015

88
Umhirða húðar Kynningarblað Helgin 8.-10. maí 2015 BLS. 4 Munum eftir sólarvörninni. BLS. 10 Heimatilbúinn líkamsskrúbbur BLS. 14 Nærum húðina vel fyrir daginn. Þýskar snyrtivörur Iðunn Jónasar er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og bloggar um allt sem tengist snyrtivörum með skemmtilegum hætti á idunnjonasar.com. Húðin er okkar stærsta líffæri því skiptir miklu máli að hreinsa húðina vel, kvölds o fer með lesendum í gegnum sjö skref sem veita hina fullkomnu húðhreinsun. Mikilvægi húðhreinsunar BLS. 6 BLS. 10 Uppgötvaðu mátt olíunnar. 8.–10. maí 2015 18. tölublað 6. árgangur Sérblað um um- hirðu húðar fylgir Fréttatímanum MENNING 62 Langþráður kjóladans- leikur í Iðnó Heimsfræg – nema á Íslandi SÍÐA 24 Ljósmynd/Hari Tónlistarkonan Sóley fékk glimrandi dóma fyrir sína fyrstu plötu árið 2011. Platan vakti þó enn meiri athygli erlendis en hérlendis og fá íslensk lög hafa fengið jafn mikla athygli á Youtube og lagið hennar „Pretty face“ sem nú er að nálgast 19 milljón áhorf. Það er fyndið, segir Sóley, að þegar ég held tónleika á Íslandi mæta aðallega útlendingar. Ég spilaði í febrúar á Húrra og þá mættu víst 10 Íslendingar og 200 útlendingar. Ég held í alvöru að Íslendingar viti bara ekkert hver ég er, ég er allavega ekki heimsfræg hér.“ Í dag gefur Sóley út sína aðra plötu, „Ask the deep“, en vinna við plötuna var unnin á erfiðu tímabili í lífi hennar. Það endurspeglast í lögunum. Hún eignaðist dóttur fyrir ári og segir það stundum erfitt að vera mamma á tónleikaferðalagi. Fjórar nætur, fimm golfdagar Brottför 12. maí EINSTAKT FÖSTUDAGSTILBOÐ PLANTIO GOLF ALICANTE Gildir 8/5 2015 Nánar á uu.is Verð 129.900 Ótakmarkað golf og allt innifalið GOLF VIÐTAL 48 Greindist þrisvar með brjósta- krabba- mein VIÐTAL 26 VIÐTAL 16 Afastelpa Bjartmars er kraftaverk VIÐTAL 44 Nanna ætlar aldrei aftur í sykurinn Stuðmenn og Skítadreifing Þórðar Árnasonar ÚTTEKT 38 Sauma sjálfir á sig hettupeysurnar og smíða hjólabrettin

Upload: frettatiminn

Post on 22-Jul-2016

337 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Fréttatíminn, news, newspaper, iceland

TRANSCRIPT

Umhirða húðarKynningarblað Helgin 8.-10. maí 2015

bls. 4

Munum eftir sólarvörninni.

bls. 10

Heimatilbúinn líkamsskrúbbur

bls. 14

Nærum húðina vel fyrir daginn.

Þýskar snyrtivörur

Aðeins í snyrtivöruverslunum, apótekum og snyrtistofum - upplýsingar á www.artdeco.de og á facebook.com/ARTDECOis

Förðunarvörur Húðvörur Hreinsivörur Naglavörur Hendur Fætur Stofuvörur

Hágæða fastir hárlitir frá ÞýskalandiFást í Hagkaup

100% Litun á gráu hári7 Olíur - veita glans og mýkt

Hágæða fastir hárlitir frá ÞýskalandiFást í Hagkaup

100% Litun á gráu hári7 Olíur - veita glans og mýkt

Iðunn Jónasar er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og bloggar um allt sem tengist snyrtivörum með skemmtilegum hætti á idunnjonasar.com. Húðin er okkar stærsta líffæri því skiptir miklu máli að hreinsa húðina vel, kvölds ofer með lesendum í gegnum sjö skref sem veita hina fullkomnu húðhreinsun.

Mikilvægi húðhreinsunar

bls. 6

bls. 10

Uppgötvaðu mátt olíunnar.

8.–10. maí 201518. tölublað 6. árgangur

Sérblað um um-hirðu húðar fylgir Fréttatímanum

menning 62

Langþráður kjóladans-leikur í iðnó

Heimsfræg – nema á Íslandi

síða 24

Ljós

myn

d/H

ari

Tónlistarkonan Sóley fékk glimrandi dóma fyrir sína fyrstu plötu árið 2011. Platan vakti þó enn meiri athygli erlendis en hérlendis og fá íslensk lög hafa fengið jafn mikla athygli á Youtube og lagið hennar „Pretty face“ sem nú er að nálgast 19 milljón áhorf. Það er fyndið, segir Sóley, að þegar ég held tónleika á Íslandi mæta aðallega útlendingar. Ég spilaði í febrúar á Húrra og þá mættu víst 10 Íslendingar og 200 útlendingar. Ég held í alvöru að Íslendingar viti bara ekkert hver ég er, ég er allavega ekki heimsfræg hér.“ Í dag gefur Sóley út sína aðra plötu, „Ask the deep“, en vinna við plötuna var unnin á erfiðu tímabili í lífi hennar. Það endurspeglast í lögunum. Hún eignaðist dóttur fyrir ári og segir það stundum erfitt að vera mamma á tónleikaferðalagi.

Fjórar nætur, fimm golfdagar

Brottför 12. maí

EINSTAKT FÖSTUDAGSTILBOÐ

PLANTIO GOLF ALICANTE

Gildir 8/5 2015 Nánar á uu.is

Fjórar nætur, fimm golfdagar

Verð 129.900Ótakmarkað golfog allt innifalið

GOLF

viðtaL 48

greindist þrisvar með brjósta-krabba-meinviðtaL 26

viðtaL 16

afastelpa Bjartmars er kraftaverk

viðtaL 44

nanna ætlar aldrei aftur í sykurinn

Stuðmenn og Skítadreifing

Þórðar Árnasonar

úttekt 38

Sauma sjálfir á sig hettupeysurnar og smíða hjólabrettin

Fjölmenningu fagnað

U m 90 þúsund manns greiddu samtals 18 milljónir fyrir salernisnotkun á Þingvöllum í fyrra. Salernisgjaldið er

200 krónur á mann en frítt er fyrir yngri en 18 ára. Ólafur Örn Haralds-son þjóðgarðsvörður segir það fjarri að gróði sé af sal-ernisgjöldunum því kostnað-urinn sem kemur á móti hafi á síðasta ári einnig numið um 18 milljónum, þar af kosti þrif á salernunum um milljón á mánuði.

Vorið 2011 var tekin í notkun ný salernisaðstaða á Hakinu við Almannagjá á Þingvöllum og samhliða því var tekið upp salernisgjald. Salernum var þá fjölgað um átján en voru fimm áður, og segir Ólafur að frárennslis-búnaðurinn hafi kostað á bilinu 12-15 milljónir með öllu

en sá búnaður sé löngu kominn yfir þolmörk. „Salernisaðstaðan á Hakinu er mjög glæsi-

leg og þar getur fólk þvegið á sér hendurnar með ekki ómerkara útsýni en yfir Botns-súlur og Skjaldbreið. Við leggjum mikið upp úr að salernin séu hrein og snyrtileg og því eru þau þrifin þrisvar til fjórum sinnum á dag. Það var tuga milljóna króna fjárfesting að leggja í þessar breytingar og ljóst að ekki væri hægt að byggja nýja salernisaðstöðu nema til kæmi salernisgjald. Þetta gjald er hóflegt enda er okkur sem opinberri stofnun ekki heimilt að hafa tekjur af gjaldtökunni heldur er henni ætlað að koma til móts við rekstarkostnað. Þetta eru því 18 milljónir í brúttótekjur,“ segir Ólafur.

Auk þrifa felst hluti rekstrarkostnaðar í tæmingum á rotþró og endurnýjun á búnaði. „Vegna þess hveru mikil aukning hefur verið á ferðamönnum þarf að tæma rotþróna mun

oftar en áætlað var og löngu kominn tími á að endurnýja hana,“ segir hann.

Ólafur bendir á að í fyrra hafi um sex til sjö hundruð þúsund gestir komið á Þingvelli en aðeins um 90 þúsund sem hafi borgað fyrir salernisnotkun. „Við höfum því miður fjölmörg dæmi um að fólk svindli sér inn á salernin án þess að borga. Starfsfólk okkar hefur orðið vart við að gestir ýmist skríði undir gjaldhliðið, klofi yfir það eða haldi því opnu fyrir aðra eftir að þeir fara í gegn. Þetta eru jafnvel einstaklingar sem halda á lofti þeirri persónulegu skoðun að það eigi ekki að rukka fyrir salernisnotkunina,“ segir Ólaf-ur og svarar því aðspurður að þetta séu bæði innlendir og erlendir aðilar. Þá tekur hann fram að innan Þjóðgarðsnefndar sé verið að skoða aðrar leiðir til gjaldtöku fyrir veitta þjónustu á Þingvöllum en segir ótímabært að fara nánar út í það. „Það verður hins vegar aldrei selt inn á Þingvelli. Hér erum við ein-göngu að tala um þjónustugjöld,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

GælUdýr TæpleGa 40% heimila með GælUdýr

Kattaeign til vinstriStuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru líklegri til að búa á heimili með hundi en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niður-stöðum nýrrar könnunar á vegum MMR á gæludýraeign landsmanna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 20% að hundur væri á heimilinu en 18% sögðu að köttur væri á heimilinu. Þá er hundur á heimili 28% þeirra sem styðja ríkisstjórnina en aðeins 17% þeirra sem styðja ekki ríkis-stjórnina búa með hundi.

Hundaeign er mest meðal stuðnings-manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-flokks en minnst hjá Pírötum. Kattaeign

er hins vegar mest hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna og Pírata en minnst hjá framsóknarmönnum.

Hundar voru algengari á heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæð-inu. Þannig sögðu 23% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni að það væri hund-ur á heimilinu, samanborið við 18% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu.

Önnur algeng gæludýr á heimilum á Íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%). Í heild reyndust þó gæludýr vera á minnihluta heimila á Íslandi – en 61% aðspurðra sögðu að ekki væri gælu-dýr á þeirra heimili. -eh

Hundar og kettir eru algengustu gæludýrin á heimilum landsmanna,

og raunar var enginn stuðningsmaður Fram-

sóknarflokksins, sem svaraði könnun MMR,

sem átti önnur dýr. NordicPhotos/Getty

Borguðu 18 milljónir fyrir salernisferðir á ÞingvöllumFerðamenn á Þingvöllum greiddu 18 milljónir fyrir salernisnotkun í fyrra en ferðin kostar 200 krónur. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir þetta alls enga tekjulind heldur þjónustugjald sem standi undir rekstrarkostnaði. Þrif á salernum kosti til að mynda um milljón á mánuði. Dæmi eru um að fólk svindli sér inn á salernin með því að skríða undir gjaldhliðin eða klofi yfir þau.

Ólafur Örn Har-aldsson, þjóð-garðsvörður á Þingvöllum. Mynd/GVA

Salernisaðstaðan er á Hakinu við Almannagjá á Þingvöllum þar sem stórkostlegt útsýni blasir við. NordicPhotos/Getty

Áður voru 5 salerni en árið 2011 var reist ný salernisbygging og salernunum fjölgað um 18. Mynd úr einkasafni

FerðaþjónUsTa Gjald nýTisT Til að reka salernisbyGGinGUna

Fjölbreytileikanum verður fagnað í Reykjavík á morgun, laugardaginn 9. maí, þegar Fjölmenningarhátíð verður sett í fimmta sinn. Hátíðin, sem sló aðsóknarmet í fyrra með 10.000 gesti, verður sett klukkan 13 á Skólavörðu-holti en þaðan mun litrík skrúðganga halda í Ráðhúsið. Þar verður hægt að sækja hina ýmsu viðburði og þjóð-legir réttir verða á borðum. Í Tjarnarbíó mun Sirkús Íslands og aðrir listamenn stíga á svið. Í Iðnó verður boðið upp á skemmtidagskrá fyrir börn og þar mun leikhópurinn Lotta flytja söngva syrpuna sína. Börnum mun einnig gefast tækifæri á að fara inn í fjölþjóðlega hvelfingu, hitta trúða og fá blöðrur, sápukúlur, andlitsmálningu og upp-lifa heilmikið af fjölþjóðlegu fjöri.

SAF vill uppbyggingu í gegnum fjárlögSamtök ferðaþjónustunnar lýsa í frétta-tilkynningu yfir ánægju sinni með að ráðherra ferðamála hafi tekið þá ákvörðun að draga allar hugmyndir um nátt-úrupassa til baka og taka samtökin undir þá tillögu ráðherra að uppbyggingin verði fjármögnuð í gegnum fjárlög. Stjórn SAF bendir á að um næstu áramót fari ferða-þjónustan öll inn í virðisaukaskattskerfið og muni þannig tryggja ríkissjóði enn frekari tekjur. Þar af leiðandi telur stjórn SAF að það sé eðlilegt að uppbygging og viðhald ferðamannastaða sé sett í forgang og að stjórnvöld tryggi strax opinbert fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar grunnþjónustu ferðamannastaða.

Konur þriðjungur stjórnarmanna stórra fyrirtækjaÍ lok árs 2014 voru konur 25,5% stjórnar-manna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, sem er hækkun upp á 0,4 prósentustig frá fyrra ári. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006,

en hefur farið hækkandi frá árinu 2007, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Konum hefur fjölgað mikið í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár. Árið 2014 voru konur þriðjungur stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri, til samanburðar við 12,7% árið 2007 og 9,5% árið 1999. Árið 2010 voru samþykkt lög um að hlutfall hvors kyns skyldi vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn, og tóku þau að fullu gildi 2013.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 14% í marsGistinætur á hótelum í mars voru 216.900 sem er 14% aukning miðað við mars 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 86% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkar um 8% milli ára, að því er Hagstofan greinir frá. Flestar gistinætur á hótelum í mars voru á höfuðborgarsvæðinu eða 156.700 sem er 8% aukning miðað við mars 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 31.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í mars voru; Bretar 70.600, Bandaríkjamenn með 41.200, og Þjóð-verjar með 17.500 gistinætur.

2 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Árlega stendur VR fyrir kjöri á Fyrirtæki ársins. Niðurstöður stærstu vinnumarkaðskönnunar á Íslandi liggja nú fyrir. Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015.

Stór fyrirtæki1. Johan Rönning 2. Öryggismiðstöð Íslands 3. Nordic Visitor Iceland 4. S4S 5. Bræðurnir Ormsson 6. Opin kerfi 7. Securitas 8. Lex 9. Vistor 10. TM Software

Yfir helmingur fyrirmyndarfyrirtækja í ár eru ný á lista. VR óskar fyrirmyndar­fyrirtækjum, stórum sem smáum, til hamingju með frábæran árangur!

Millistór fyrirtæki1. Miracle 2. Expectus 3. Basis 4. Sjónlag 5. Libra 6. Tengi 7. Fálkinn 8. Hugsmiðjan 9. Margt smátt 10. Árnason Faktor

Lítil fyrirtæki1. Vinnuföt 2. Skattur og bókhald 3. Bókhald og uppgjör 4. S. Guðjónsson 5. Sigurborg 6. xRM Software 7. Spölur 8. Fossberg 9. Artasan 10. Iðnmennt/Iðnú

Fyrirtæki ársins 2015

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Kalt, streKKingur og él na- og a-lands, en heiðríKt s- og V-lands.

höfuðborgarsVæðið: Sól og hiti rétt um 3 til 4 Stig yfir miðjan daginn.

aftur hæglátt Veður, en enn Kalt. Víðast úrKomulaust.

höfuðborgarsVæðið: Skýjað að meStu og Smá rigning SíðdegiS.

enn hæglátt, en hitinn potast upp. Víðast þurrt.

höfuðborgarsVæðið: Sól að nýju og hægur vindur.

Óvenjuköld maíbyrjunÞó kaldara hafi verið norðanlands en sunnan er tíðarfarið þó þrátt fyrir það óvenjulegra þar. Ég man í það minnsta ekki eftir þetta seinni vorkomu í gróðri frá því á köldu árunum um og upp úr 1980. Og ekkert bendir til breytinga um

helgina. Lægðardrag fer suður yfir landið í dag og á morgun með skýjabakka.

Él NA- og A-lands. Varla að hiti komist upp fyrir 0°C þar yfir daginn, en á sunnudag hlýnar aðeins S-til í sólinni, en áfram þó næturfrost.

3

-1 -11

33

-1 -2-1

5

5

1 11

6

einar sveinbjörnsson

[email protected]

Sömdu við Bella UnionHljómsveitin Mammút hefur skrifað undir samning við breska plötufyrir-tækið Bella Union og gefur út smáskífu ytra hinn 1. júní næstkomandi. Stefnt er að útgáfu breiðskífu á næsta ári. Bella Union er þekkt nafn í óháða geiranum og hefur á sínum snærum listamenn á borð við John Grant og hljómsveitirnar The Flaming Lips og Fleet Foxes.

British Airways til ÍslandsBritish Airway s, eitt stærsta flug fé lag heims, ætl ar að bjóða upp á áætl un ar-flug til Kefla vík ur flug vall ar frá London næsta vetur. Flogið verður þris var í viku; miðviku daga, föstu daga og sunnu-daga. Vél arn ar fara í loftið frá Kefla vík seinni part inn og lenda Heathrow um kvöld mat ar leytið.

Kjúklingur að klárastBúist er við því að kjúklingur klárist á KFC á sunnudag. Kristín Helgadóttir

framkvæmdastjóri segir að óvíst sé með opnunartíma staðanna eftir helgi. Lítið er til af fersk um kjúk lingi á land inu öllu og hratt geng ur á birgðir af frosn um fugli. Slátrun hef ur nú legið niðri frá 20. apríl þegar verk fall fé lags manna BHM í Dýra lækna fé lagi Íslands hófst.

Vinnustaðahrekkur á AlþingiPíratar eru stærsti flokkur landsins, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en flokkurinn er sá minnsti á þingi með þrjá þingmenn. Nútíminn greindi frá því í vikunni að Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, hrekkti þingmenn Sjálfstæðisflokksins í tilefni nýjustu vendinga. Setti hann miða á stórt borð í mötuneyti Alþingis, þar sem sjálfstæðismenn sitja jafnan, sem á stóð: Frátekið fyrir Pírata (30%). „Nokkrir þingmenn skemmtu sér svo við að horfa á hvern sjálfstæðismanninn á fætur öðrum velja sér sæti á litlu borði við hlið stóra borðsins sem var autt nánast allt hádegið eða þangað Róbert sótti miðann. Á meðal þeirra sem hurfu frá borðinu voru Unnur Brá Konráðs-dóttir, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og varaþingmaðurinn Geir Jón Þórisson,“ segir Nútíminn.

vikan sem var

sigmundur fékk sér kökuÞingmenn gerðu athugasemdir við það í byrjun vikunnar að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi yfirgefið þingsal í stað þess að svara fyrir-spurn Katrínar Jakobsdóttur. „Var hann að fara til þess að fara á fund? Var hann að fara til þess að fara að tala við Alþjóðagjaldeyris-sjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað? Hann var að fara að fá sér köku, virðulegur forseti,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.

s taðan í dag minnir á níunda áratuginn,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjór-

nmálafræðideild Háskóla Íslands. „Þá voru þessi stóru samflotsverkföll meginreglan sem lömuðu þá stóran hluta atvinnulífsins. Í þeim voru oft gerðar stórar kröfur og þá voru menn oftast að reyna að vinna eitthvað til baka sem menn töldu að ríkisvaldið og vinnuveitendur hefðu haft af sér á kjara-tímanum. Þetta leiddi ekki til farsællar hagstjórnar.“

ÓfremdarástandGunnar segir afleiðingarnar þess-ara verkfalla hafa verið verðbólgu og óstöðugleika í efnahagsmálum. „Þau gerðu það að verkum að bara viss tegund af efnahagsstarfsemi, sér-staklega sjávarútvegurinn, gat þrifist hérna með góðu móti. Ég held að það hafi allir verið sammála um að það hafi verið ófremdarástand og þess vegna átti meðal annars verkalýðshreyfingin þátt í því á árunum í kringum 1990 að reyna aðrar leiðir. Þær leiðir krefjast aðkomu ríkisvaldsins því það þarf fleiri tæki til að vinna á ójafnvægi sem menn telja að hafi myndast heldur en bara krónutöluhækkanir því hættan er sú að þær fari að miklu leyti út í verðlagið. Svona vinna byggir á langtímasamtali og trausti manna á milli. Samkomulag krefst þess að ríkisvaldið komi að með einhverja langtímahugsun um það hvernig megi hafa áhrif á uppbyggingu launakerfisins til lengdar.“

skaðinn birtist á óvæntum stöðum„Það er erfitt að meta nákvæmlega skaðann af þessum verkföllum núna og ég held að hinum almenna borgara finn-ist þetta ruglingslegt,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við stjórnmálahag-fræðideild Háskólanum á Bifröst. „Það eru svo margir í verkfalli og þau byrja og enda á hinum og þessum dögum. Ef kennarar eða læknar fara í verkfall þá er algjörlega á hreinu hverjar afleiðing-arnar verða en nú er erfitt að sjá beinar afleiðingar og skaðinn er að birtast á óvæntum stöðum.“

Auði finnst togstreitan á milli við-semjenda áhugaverð. „Það er ákveðin krafa um hækkun launa en svarið við henni er sú að þá komi verðbólga sem muni éta launin upp. Þetta snýst auðvi-tað ekki bara um launahækkanir heldur líka um ákveðna kröfu frá massanum á vinnumarkaði um það hvernig við dreif-um arði af auðlindunum. Það að efsta lagið hafi, á síðustu árum eftir að fór að rétta úr kútnum, verið að skammta sér dálítið ríflega hleypir illu blóði í fólk. Fólk er orðið þreytt á því að stóri hópurinn þurfi alltaf að bera byrðina. Ef litli hópurinn sem er í efsta laginu tekur sér svona ríflegar hækkanir þá kemur ekki mikil verðbólga, en það er bara svo óréttlátt. Þannig að ég held að þessi barátta snúist mikið um réttlætiskennd. Og ég held að menn verði að horfast í augu við það.“

halla harðardóttir

[email protected]

verkFöll staðan nú minnir á níunda áratuginn

Segir vanta langtíma-hugsun í kjarabaráttunaGunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur samkomulag í kjaradeilunni krefjast langtímahugsunar frá ríkisvaldinu. Auður H. Ingólfsdóttir segir kjarabarátt-una ekki bara snúast um launahækkanir heldur um það hvernig auðlindunum sé dreift. Baráttan snúist um réttlætiskennd.

Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við stjórnmálahag-fræðideild á Bifröst.

Gunnar helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmála-fræðideild í HÍ.

4 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

Rýmingarsala

Rýmum fyrir nýjum vörum. Allt að 50% afsláttur af eldri heimilistækjum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn af freistandi afmælistilboðum.

Freistandi afmælistilboð

Á morgun, frá kl. 11 til 16, höldum við upp á tveggja ára afmæli okkar.Afmælistilboð á fjölda heimilistækja frá Bosch og glæsilegri gjafavöru.

Rýmum til fyrir nýjum vörum. Eldri heimilistæki á frábærum afslætti. Gerið góð kaup! Allt að 50% afsláttur.

Þeir sem skrá sig á póstlistann okkar í versluninni eða á heimasíðu okkar, bosch.is, geta átt von á skemmtilegum vinningi.

Verið velkomin og gerið góð kaup!

Ryksuga, BSNC 100. Afmælistilboð: 11.900 kr. Fullt verð: 19.600 kr.

Kæliskápur, KGV 36UW20. Afmælistilboð: 79.900 kr. Fullt verð: 102.600 kr.

20% afsláttur af Múmín-vörum.

20% afsláttur af Babell-kökudiskum.

Expressó-kaffivél, TCA 5309. Afmælistilboð: 64.900 kr. Fullt verð: 79.900 kr.

Þvottavél, WAP 28397SN. Afmælistilboð: 99.900 kr. Fullt verð: 149.900 kr.

KGV 36UW20. Afmælistilboð: 79.900 kr. Fullt verð: 102.600 kr.

20% afsláttur af Múmín-vörum.

Tveggja ára afmæli Bosch-búðarinnar.

20% afsláttur af Múmín-vörum.

Babell-kökudiskum.

RA AFMÆLI

Vel upplýstir neytendur veita besta aðhaldið.

Tugir vísindamanna hafa verið ráðnir hjá Hátæknisetri systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech.

NeyteNdur AfNám vörugjAldA skilAr sér ekki til AlmeNNiNgs

Samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ eru verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. Ólafur Darri Andra-son, hagfræðingur ASÍ, segist hafa óttast að breytingarnar myndu ekki skila sér til almennings. Í 20% tilvika hækkaði verð á heimilistækjum eða stóð í stað, samkvæmt könnuninni.

Þ etta eru viss vonbrigði. Við erum að fylgjast með því við óttuðumst að verðlækkanir vegna afnáms vöru-

gjalda myndu ekki skila sér til almennings,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðing-ur Alþýðusambands Íslands, en samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ eru verð-lækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts mun minni en gera mátti ráð fyrir. „Þessar niðurstöður benda til að þetta mætti skila sér betur,“ segir hann.

Áætla má að verð allra þeirra heimilis-tækja sem skoðuð voru í könnuninni hefði átt að lækka um meira en 19% en sú er ekki raunin. Verðlagseftirlitið áætlar að vörur eins og sjónvörp, útvörp og myndspilarar, sem áður báru 25% vörugjald, ættu að lækka um 22,2%, með lækkun virðisaukaskatts. Þvottavélar, kæliskápar, uppþvottavélar og helluborð, sem áður báru 20% vörugjald, hefðu átt að lækka um 19,2%. Raunin er hins vegar sú að verð lækkar aðeins í 41% tilvika um meira en 20%. Þá vekur athygli að í fimmtungi tilvika hækkaði verð á heimilis-tækjum eða stóð í stað þrátt fyrir virðisauka-skattslækkun og afnám vörugjalda.

Athygli vekur að engin vara sem skoðuð var í versluninni Rafha lækkaði um 19% eða meira og innan við helmingur þeirra vara sem skoðaðar voru í Max raftækjum og Eirvík. Verslunin Smith og Norland lækkaði verð um meira en 20% hlutfalls-lega oftast eða í tæplega 80% tilfella. Í 20% tilfella hækkar verð eða stendur í stað.

Ólafur Darri segir að vissulega sé frjáls álagning á heimilistæki en verðlagseftir-litið sé einmitt til að veita aðhald. „Við telj-um að vel upplýstir neytendur veiti besta aðhaldið og þess vegna erum við að reyna að upplýsa hvernig verðið þróast,“ segir hann.

Kannanir verðlagseftirlits ASÍ á verði heimilistækja voru annars vegar gerðar í byrjun október 2014 og hins vegar í apríl 2015 en á tímabilinu var gengi krónunnar stöðugt og því ekki hækkunarvaldur.

Ólafur Darri segir að á næstu dögum séu væntanlegar niðurstöður úr könnunum verðlagseftirlits ASÍ á verði bílavarahluta og svo á byggingavörum.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Vonbrigði að neytendur njóti ekki afnáms vörugjalda

Verslunin Smith og Norland kom best út úr könnuninni og hafði lækkað verð um meira en 20% hlutfallslega oftast eða í tæplega 80% tilfella. NordicPhotos/Getty

vAtNsmýri systurfyrirtækiN AlvogeN og Alvotech

Tugir vísindamanna ráðnir til hátæknisetursAlls 30 háskólamenntaðir raunvís-indamenn hafa verið ráðnir til starfa á þessu ári hjá Hátæknisetri systur-fyrirtækjanna Alvogen og Alvotech sem nú rís innan Vísindagarða Há-skóla Íslands. Búist er við að ráðnir verði að minnsta kosti 20 raunvís-indamenn til viðbótar á þessu ári. Alls hafa um 80 starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækjanna, frá því Alvogen hóf starfsemi á Íslandi árið 2010, að því er fram kemur í tilkynn-ingu.

„Það er ánægjulegt að geta byggt upp starfsemi okkar hér á landi og

nýtt íslenska þekkingu við uppbygg-ingu á alþjóðlegri starfsemi okkar. Þegar ég kom að Alvogen fyrir nær sex árum tilkynntum við um áhuga okkar á að byggja upp starfsemi á Íslandi og að fyrirhugað væri að ráða allt að 20 nýja starfsmenn. Nú höfum við ráðið um 80 starfsmenn sem eru í hópi 2.300 starfsmanna samstæðunnar í 35 löndum. Íslend-ingar verða í lykilhlutverki við að móta nýtt líftæknifyrirtæki sem við vonumst til að verði í fremstu röð á sínu sviði,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.

Í nóvember 2013 hófust fram-kvæmdir við nýtt Hátæknisetur sem verður um 13 þúsund fermetr-ar að stærð. Innan setursins verður unnið að þróun og framleiðslu líf-tæknilyfja og áætlað er að húsið verði tekið í notkun í ársbyrjun 2016. Systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech verða bæði með aðstöðu í Hátæknisetrinu. Sex líftæknilyf eru nú í þróun hjá Alvotech í samvinnu við erlenda samstarfsaðila og fyrstu lyf fyrirtækisins eru væntanleg á markað frá árinu 2018, þegar einka-leyfi þeirra renna út.

Alvogen hefur selt líftæknilyf á mörkuðum sínum í Mið og Austur Evrópu í rúm tvö ár og mun selja lyfj Alvotech þegar þau koma á mark-

að. Alvotech sér um þróun og fram-leiðslu lyfjanna en Alvogen mark-aðssetur þau á sínum mörkuðum.

6 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

RISALAGERSALA

BÍLDSHÖFÐA 9BÍLANAUSTSHÚSIÐOPNUNARTÍMI: LAU. 1100–1700, SUN. 1300–1700, MÁN.–FÖS. 1200–1800

EIN STÆRSTA LAGERSALA FYRR OG SÍÐAR Á ÍSLANDI

EKKIMISSA AF

ÞESSU!

AÐEINS Í NOKKRA

DAGA!25TIL

70% AFSLÁTTUR

Leggur grunn að góðum degi – fyrir lifandi heimili –

Við hlökkum mikið til að kynna

spennandi nýjung á bílamarkaði!

Komdu við um helgina á sýningarbás okkar á

bílasýningunni

ALLT Á HJÓLUMFífunni, Kópavogi.

Opið laugardag 11–17 og sunnudag 12–17.

DropiNáttúrulegt kaldunnið þorskalýsi

Dropi er nýtt íslenskt þorskalýsi, ríkt af omega-3 fitusýrum og 100% náttúrulegum A og D vítamínum. Fyrsta flokks íslensk náttúruafurð.

SRI LANKASRI LANKAPARADÍSAREYJAN

3.-16. NÓVEMBER

PARADÍSAREYJAN

3.-16. NÓVEMBER

Verð kr. 549.900.-

Innifalið: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir.

588-8900Transatlantic.is

Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum.

Akureyrarkaupstaður þarf að greiða bætur vegna eineltis og ólögmætra uppsagna hjá Slökkviliði Akureyrar.

Dómsmál AkureyrArkAupstAður bótAskylDur

Slökkviliðsstjóri lagði næsta undirmann í eineltiAkureyrarkaupstaður var í Hæstarétti í gær, fimmtudag, dæmdur til að greiða fyrrver-andi aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar 500 þúsund krónur í bætur vegna eineltis sem hann mátti þola af hálfu slökkviliðsstjórans. Þá þarf Akureyrarkaupstaður að greiða aðstoðarslökkviliðs-stjóranum 1,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar upp-sagnar, sem og öðrum slökkvi-liðsmanni 750 þúsund krónur vegna ólögmætrar uppsagnar.

Báðum mönnunum var sagt upp fyrirvaralaust eftir að þeir höfðu farið í launalaust leyfi. Þá þarf Akureyrarkaupstaður að greiða málskostnað þeirra beggja.

Vorið 2011 sagði Isavia ohf. upp þjónustusamningi við Slökkvilið Akureyrar um við-búnaðarþjónustu á Akureyrar-flugvelli. Leiddi þetta til þess að fækka þurfti stöðugildum en Akureyrarbær bauð þeim starfs-mönnum sem annars væru í hættu að missa störf sín að fara í launalaust leyfi. Ágreiningur

var hins vegar um hvort starfs-mennirnir hefðu verið upplýstir um að þeir ættu að tilkynna þremur mánuðum fyrir lok leyfis hvort þeir ætluðu að snúa aftur.

Akureyrarkaupstaður fékk sálfræðing til að meta einelt-iskvörtun aðstoðarslökkviliðs-stjórans og komst hún að þeirri niðurstöðu að hún ætti við rök að styðjast, meðal annars hafi hann verið lítilsvirtur og lítið gert úr honum fyrir framan aðra stjórnendur. - eh

e itt komment á frétt á netmiðli getur veikt stöðu þína eða komið í bakið á þér seinna,“ segir Andr-

és Jónsson almannatengill, spurður um tengsl ímyndar fólks á samfélagsmiðl-um og atvinnuleitar.

Langflestir Íslendingar eru á Facebo-ok og fleiri samfélagsmiðlum, misvirkir eins og gengur. Sumir eru reyndar svo virkir í athugasemdum á netmiðlum og í hópum á Facebook að mun fleiri þekkja til þeirra og skoðana þeirra en við-komandi gerir sér kannski grein fyrir sjálfur. Og þá vaknar sú spurning hvort það hvernig fólk kemur öðrum fyrir sjónir á samfélagsmiðlum geti hamlað framgangi þess í raunheimum.

„Samfélagsmiðlar eru orðin megin-leiðin sem við notum til að fylgjast með og hvernig við upplifum hvert annað. Það mun hafa mikil áhrif á ímynd þína hvernig fólk upplifir þig þar, hvort þú ert í jafnvægi eða á góðum eða slæmum stað í lífinu,“ segir Andrés, sem rekur ráðningarfyrirtækið Góð ráð.

Er það orðið hluti af ráðningarferli að skoða hvernig fólk hagar sér á sam-félagsmiðlum?

„Ég held að það sé ekki komið á tékklistann, að það sé ekki markvisst skoðað. En ef einhver hefur slæma til-finningu gagnvart þér á samfélagsmiðl-um getur það slegið þig út af borðinu. Ráðningarferli er í eðli sínu mjög ófull-komið ferli. Það þarf að taka ákvörðun á skömmum tíma sem byggð er á litlum upplýsingum og því þarf ekki annað en að einhver sem kemur að ráðningarferl-inu hafi verið með þér í barnaskóla hafi tekið eftir því að þú sért alltaf svo reiður þegar þú ert að kommenta á fréttir. Við segjum oft eitthvað sem við sjáum eftir

síðar og ég ráðlegg fólki að vera óhrætt við að eyða því, alveg sama hversu margir eru búnir að læka það. Það er í góðu lagi að vera gagnrýninn svo lengi sem þú ert málefnalegur.“

Andrés hvetur fólk þó til að vera sýni-legt á samfélagsmiðlum. „Fólk á að deila skemmtilegum áföngum og sigrum sem það upplifir í lífinu. Það er besta óbeina kynningin á þér sem í boði er. Það lítur ekki vel út ef þú gúgglar mann sem sækir um starf og þú finnur ekki neitt. Það vill enginn fólk í störf sem hefur ekki gert neitt.“

Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningar-stjóri hjá Vinna.is, segir að í ráðningar-ferli séu notuð fjölmörg matstæki til að finna hæfasta starfsmanninn. Með þeim aragrúa samfélagsmiðla sem eru í gangi megi fólk einnig búast við því að fyrir-tæki gúggli umsækjendur í æ ríkari mæli þegar það sækir um störf til að sjá hvernig þeir komi fyrir á netinu. „Ég hvet þá sem eru að leita sér að vinnu og almenning yfir höfuð að passa upp á hvað það setur á Facebooksíður sínar og aðra samfélagsmiðla. Fólk þarf að vera meðvitað, því netið gleymir engu,“ segir hún.

„Við þurfum því að passa upp á að ekki séu óviðeigandi myndir af okkur á netinu, niðrandi skrif og fleira. Einnig þurfum við að fræða unglingana okkar um að slíkt fylgi þeim í atvinnuleit sem öðru.“

Hún tekur sömuleiðis undir með Andrési: „Prófaðu að gúggla þig á net-inu áður en þú ferð í atvinnuleit – hvað kemur upp?“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

VinnumArkAður mikilVægt Að pAssA ímynD sínA á sAmfélAgsmiðlum

Slæm ímynd á Facebook getur hamlað framgangi fólksFólk ætti að passa upp á ímynd sína á samfélagsmiðlum að mati fólks sem starfar við ráðningar. Ekki er markvisst skoðað hvernig fólk kemur fyrir á Facebook þegar fólk sækir um vinnu en ef einhver í ráðningarferlinu hefur slæma tilfinningu gagnvart umsækjanda á netinu getur það komið í veg fyrri að viðkomandi fái vinnuna. Netið gleymir engu.

Ef einhver í ráðningarferli hefur slæma tilfinningu gagnvart þér á sam-félagsmiðlum getur það slegið þig út af borðinu. Andrés Jóns-son hvetur fólk til að eyða skrifum sínum ef það sér eftir þeim. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Andrés Jónsson.

Agla Sigríður Björnsdóttir.

8 fréttir Helgin 8.-10. maí 2015

www.peugeot.is

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri 5,9L/100km og CO2 útblástur (g/km) 139.

IS BACKFRUMSÝNDUR Á BÍLASÝNINGUNNI

Í FÍFUNNI 9. & 10. MAÍ

1.6 TURBÓ - 200HESTÖFLHRÖÐUN 0 - 100KM/KLST

6,8 SEKÚNDUR

NÝR PEUGEOT 208

MBA

MBA

TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA

www.mba.is

MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára meistaranám með vinnu, hugsað fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og færni í stjórnun og rekstri til að eiga betri möguleika á að takast á við forystuhlutverk í atvinnulífinu. Mikið er lagt upp úr að styrkja nemendur og leggja grunn að starfsframa þeirra.

ALÞJÓÐLEG VOTTUNMBA-námið við Háskóla Íslands hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA's (AMBA) en aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangs-miklu mati á gæðum námsins.

Umsóknarfrestur til að sækja um MBA-námið er til 25. maí.

PIPAR

\TBW

A •

SÍA •

152

23

1

KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR

MARKAÐSSTJÓRI INNNES

MBA 2015

JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON

FORSTJÓRI OLÍS

MBA 2012

MARGRÉT HAUKSDÓTTIR

FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS

MBA 2010

Þ essir menn eru að veiða svona 2 mílur frá hvala-skoðunarbátunum og ég

veit að þeir hafa verið klagaðir fyrir að hanga á línunni og veiða innan hennar. En það gerir engin neitt í því. Þetta er algjörlega út í hött,“ segir Rannveig. Hún segir hrefnum fækka með hverju árinu í flóanum vegna fæðuskorts og ekki hjálpi veiðarnar til. „Þeir hafa veitt um 500 hrefnur frá því að veiðarnar byrjuðu aftur árið 2003. Hafrannsóknarstofnun segir dýrin vera að færa sig ann-að vegna fæðuskorts en þá spyr ég; „Af hverju má skjóta þessi fáu dýr sem eru eftir? Ef þeir verða að veiða, því það er svo þjóðhags-lega hagkvæmt, af hverju fara þeir þá ekki annað?“

IP-útgerð eina fyrirtækið sem stundar hrefnuveiðar„Þrátt fyrir að við byrjum að veiða hér við Faxaflóa þá auð-vitað færum við okkur þangað sem hrefnan er. Við höfum verið að fara út frá bæði Sandgerði og Siglufirði,“ segir Gunnar Berg-mann Jónsson, eigandi IP-útgerð-ar, en það er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar hrefnuveiðar í dag. Gunnar segist stunda veið-arnar langt utan við afmörkuð svæði. „Það er ekki einu sinni hægt að sjá með kíki á milli báta. Faxaflóinn er það stórt svæði að hvalaskoðunin á ekki að finna neitt fyrir okkur.“

Gunnar segir hvalaskoðunar-fólk stunda áróður gegn veið-

Baráttan um hvalinaHrefnuveiðimenn munu hefja veiðar á ný í Faxaflóa í næstu viku við lítinn fögnuð hvalaskoðunarfyrir-tækja, en hrefnan er sú tegund sem ber uppi hvalaskoðun í Faxaflóa. Hvala-skoðunarsamtök Íslands furða sig á því að stjórnvöld leyfi veiðar á þessu stærsta hvalaskoð-unarsvæði landsins. Rannveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, er ekki sátt við veiðarnar og segir bátana veiða innan við griðland hvalanna. Gunnar Bergmann Jónsson, eigandi einu hrefnuveiðiútgerðar landsins, segir vera nóg pláss fyrir báðar atvinnugreinarnar í Faxaflóa.

unum sem eigi ekki við rök að styðjast. „Faxaflói er langstærsta griðasvæði hvala við Ísland en í dag eru komin hvalaskoð-unarfyrirtæki nánast í hvert smáþorp á Íslandi. Ef við ætlum að gera griðasvæði alls staðar þá snýst þetta bara um það hvort leyfa eigi hvalveiðar eða ekki. En ef það á að halda veiðunum áfram þá verðum við að fá að vera einhvers staðar.“

Hvar á að draga mörkinVorið 2013 lýsti þáverandi sjávarútvegs-ráðherra, Steingrímur J.Sigfússon, svæðið frá Garðskagavita að Skóganesi á Snæfells-nesi sérstakt griðasvæði hvala á Faxaflóa en áður höfðu veiðar verið bannaðar innan línu sem dregin var milli Garðskagavita og

Akraness. Ákvörðun sína byggði Steingrímur á mati nefndar um stefnumörkun í hvalveiðimálum sem eftir átta mánaða vinnu komst að þeirri niðurstöðu að stækka ætti griðasvæðið í Faxa-flóa. Forsendur þessarar niðurstöðu voru í megin-atriðum þrjár; krafan um sjálfbæra nýtingu auð-linda, að náttúran njóti vafans á meðan að öflun þekkingar fari fram og að lokum ímyndasköpun, en stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa þótti nefndinni lýsa viðleitni allra hagsmunaaðila til jafnræðis á milli atvinnu-greina.

Rúmum tveimur vikum síðar varð það eitt fyrsta verk nýskipaðs sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhanns-sonar, að fella úr gildi fyrri ákvörðun um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa. Ástæð-una sagði hann vera þá að ákvörðunin hefði ekki verið tekin á málefna-legum forsendum. Að hvorki hefði verið horft til vísindalegra sjónar-miða né hagsmuna hrefnuveiða á svæðinu, en um 80% allra hrefnu-veiða eru stundaðar innan þess svæðið sem með fyrri ákvörðun var bannað að stunda veiðar á.

24 hrefnur veiddar í fyrraÍ fyrirspurn Katrínar Jakobs-dóttur til sjávarútvegsráðherra frá því í fyrra spyr hún meðal annars um heildarverðmæti hrefnuveiða það árið og í svari kemur fram að þær upplýsingar liggi ekki fyrir. Í svarinu kemur þó fram að sam-kvæmt upplýsingum frá hrefnu-veiðimönnum sé verðmæti hverrar hrefnu við löndun 1 milljón króna og á síðasta ári hafi verið veidd 24 dýr. 12-15 manns hafa atvinnu af hrefnuveiðum yfir sumartímann. „Verðmætin verða líka til í vinnsl-unni, verslununum, á veitinga-stöðunum og í virðisaukanum á veitingastöðunum. Í fyrra náðum við bara 24 dýrum svo það sum-arið þurftum við að flytja inn kjöt frá Noregi,“ segir Gunnar en allar veiddar hrefnur við Ísland seljast á heimamarkaði og ekkert er flutt út. Það eru þó ekki Íslendingar sem neyta alls þessa kjöts því sam-kvæmt Gallup-könnun frá árinu 2013 borða aðeins 3% Íslendinga reglulega hvalkjöt. Gunnar segist selja kjötið á 100 veitingastaði víðs vegar um landið og að þeirra kúnn-ahópur byggist að mestu leyti á erlendum ferðamönnum.

3% Íslendinga

borða reglu-lega hvalkjöt

(oftar en 6 sinnum á 12 mánuðum).

75% þjóðarinnar kaupir aldrei

hvalkjöt.

82% kvenna neytir

aldri hval-kjöts.

86% fólks á aldr-inum 18-24 ára neytir aldrei

hvalkjöts. Heimild: Gallup 2013

Halla Harðardóttir

[email protected]

Á kortinu sést hvar hrefnurnar eru veiddar. Grænri blettir sýna staðsetningu veiddra dýra árið 2013. Rauðir blettir sýna staðsetningu veiddra dýra árið 2014. Kortið er unnið af Hvalaskoðunarsamtökum Íslands eftir upp-lýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Vorið 2013 lýsti þá-verandi sjávarútvegs-ráðherra, Steingrímur J.Sigfús-son, svæðið frá Garðskagavita að Skóganesi á Snæfellsnesi sérstakt griðasvæði hvala á Faxaflóa en áður höfðu veiðar verið bannaðar innan línu sem dregin var milli Garðskagavita og Akraness. Rúmum tveimur vikum síðar varð það eitt fyrsta verk nýskipaðs sjávarútvegsráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, að fella úr gildi fyrri ákvörðun um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa. 80% allra hrefnuveiða eru stundaðar innan þess svæðis sem með fyrri ákvörðun var bannað að stunda veiðar á.

Segir pólitík á bak við allar ákvarðanirRannveig segir engin rök geta stutt veiðarnar í Faxaflóa. „Við erum að fá sömu tekjur og af einni skotinni hrefnu í einni hvalaskoðunarferð. Við náum árstekjum þeirra á svona 4 dögum og svo skapar hvalaskoðunin mun fleiri störf. Þar að auki getum við sýnt hrefnuna aftur og aftur á meðan að sú sem er veidd er bara étin einu sinni,“ segir Rannveig og bætir því við að hraður uppgangur og gott gengi hvalaskoðunar á Íslandi sé ekki síst mikilli vinnu við markaðssetningu erlendis að þakka. Hún sé að skila sér margfalt þrátt fyrir það slæma orð sem Ísland hafi á sér vegna hvalveiða. „Það halda því engin rök að enn sé verið að veiða

í flóanum og eina ástæðan fyrir því að þessir menn fá að veiða er sú að Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, á þetta hrefnuveiðifyrirtæki með syni sínum, Gunnari Bergmann. Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra hefur aldrei viljað tala við hvala-skoðunarsamtökin og sýnir hvala-skoðun akkúrat engan skilning. Þessir menn eru allir góðir vinir og passa upp á hver annan.“

200.000 ferðamenn í hvala-skoðun í fyrraFerðaþjónustan er sú atvinnugrein sem skapar okkur mestar gjaldeyr-istekjur og hvalaskoðun er hennar helsti vaxtarsproti. Á síðasta ári fóru alls 200.000 ferðamenn í hvala-skoðun á Íslandi, 57% þeirra voru á Faxaflóa. Áætlaðar tekjur af miða-sölunni sama ár voru 1,5 milljarður en afleiddar tekjur voru 2,4 millj-arðar. „Okkur finnst það furðulegt að hrefnuveiðimenn fái að hefja veiðar á ný í Faxaflóa,“ segir María Björk Gunnarsdóttir, verkefnis-stjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökum Íslands. „Umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegt mikilvægi hefur aukist á undanförnum árum og það er sorglegt að vita af þessari ógn við atvinnugreinina hér í Faxaflóa. Ábyrg hvalaskoðun byggir á þeirri grundvallarhugsjón að nýta megi auðlindina aftur og aftur, en það sama verður ekki sagt um hvalveið-ar því skotinn hvalur verður hvorki skoðaður né skotinn aftur.“

Framkvæmdastjóri Eldingar segir hvalveiðimenn veiða hrefnur á griðarsvæði hvalanna en Gunnar Bergmann, eigandi einu hrefnuveiðiútgerðar landsins, segist stunda veiðarnar langt utan við griðarsvæðið.

10 fréttaskýring Helgin 8.-10. maí 2015

Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

oPið Frá 10 Til 21uM hElGar

gArðhúSgögN W SláttUvélaR W VerKfærI

kLipPuR W GriLlA

ukAhLutIR20% afSlátTur

20% AfsLátTuraF ölLum ábUrðIgArðrósUm OGsýpRusUM

kaRtöfLuúTsæði: mIKið úrVal aF ísLenSkUm oG eRlEndUm afBrIgðuM

gLeðjUm MæðuR á SunNuDagInN

sTiHl KeðjUsaGiRFrá 42.283kr

bLákOrn 10 kG 2550TúRbókAlk 25kG 2880

Lærðu allt um grill!grillfræðsla með Sigurði og EmilÁ laugardaginn Kl. 12:00 á Spírunni. Aðgangur ókeypis

Grillspjót í boði Garðheima eftir fyrirlesturinn

vIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuMvIð EruM sérFræðiNgaR í rétTu GræjUnuM

Grill og tækjadagar

Grill15 til 30% AfslÁTtur

Öll Stihl TÆki15% AfslÁTtur

Klippur20% AfslÁTtur

20% AfslÁTturaf garÐRÓsum og SÝPrusum

100Kr aF hVeRjuM mæðrAdaGsVenDi rEnnA Til rAuðA kRoSsiNS

FFari allt á versta veg verður íslenskt samfé-lag í uppnámi vegna átaka á vinnumarkaði um næstu mánaðamót. Verkfall nokkurra stétta háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu hefur þegar staðið í mánuð og afleið-ingar þess sjást vitaskuld, hvort heldur er í heilbrigðiskerfinu, hjá sýslumannsembætt-inu á höfuðborgarsvæðinu eða á ferskvöru-markaði matvöruverslana. Skæruverkföll Starfsgreinasambandsins standa yfir og

enda í allsherjarverkfalli 26. maí, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Þessi verk-föll hafa mikil áhrif á lands-byggðinni, í ferðaþjónustu, fisk- og kjötvinnslu, ræsting-um, iðnaði og byggingariðn-aði og fólksflutningum.

Stór stéttarfélög bætast að óbreyttu í verkfallsröðina en fé lags menn í VR, aðild ar fé lög-um Lands sam bands íslenskra verzl un ar manna og Flóa banda-

lags ins hafa boðað til at kvæðagreiðslu um verk föll og verði þau samþykkt hefjast að-gerðir 28. maí. Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um boðun verkfalls hjá ríkinu 27. maí og þarf ekki að fjölyrða um áhrif verk-falls þeirra á heilbrigðiskerfið sem þegar höktir vegna verkfalls geislafræðinga, líf-eindafræðinga, náttúrufræðinga og ljós-mæðra á Landspítalanum – sem fylgir í kjölfar læknaverkfalls í vetur. Forseti Al-þýðusambands Íslands hvatti til þess í 1. maí ávarpi að afl aðildarfélaga sambandsins yrði sameinað undir einum fána 110 þúsund félagsmanna til þess að hámarka þrýsting-inn og herkostnað atvinnurekenda. Ástæður átakanna nú rakti forseti ASÍ til kjarasamn-inga sem ríki og sveitarfélög gerðu við kenn-ara og háskólamenn í kjölfar samninga ASÍ og BSRB í fyrravetur og samninga ríkisins við lækna í byrjun þessa árs.

Það kom á daginn, sem margir óttuðust, að fyrrgreindir samningar, einkum læknasamn-ingarnir, yrðu fordæmi kröfugerðar annarra, jafnvel þótt talað væri um að þá þyrfti að taka út fyrir sviga. Óumdeilt er að ríkið var kné-sett í þeirri deilu – en viðurkenna verður að fátt er til varna þegar stétt eins og læknar

beitir öllu afli í kjarabaráttu. Sama mun gilda um hjúkrunarfræðinga, komi til verk-falls þeirrar mikilvægu heilbrigðisstéttar. Öll störf í samfélaginu eru mikilvæg og verkfall hvar sem er hefur röskun í för með sér, en fátt er erfiðara viðureignar en það sem varðar líf og heilsu fólks.

Síðustu almennu kjarasamningar voru á hófsömum nótum og fyrir liggur að þeir skiluðu launþegum meiri kaupmætti á liðnu ári en dæmi eru um. Í kjölfarið er verðbólga lægri en um áratugaskeið og vextir lægri. Stöðugleiki komst á sem skilar sér jafnt til launþega og fyrirtækja.

Svigrúm er til kjarabóta og það ber að nýta. Koma þarf til móts við þá sem vinna á lægstu töxtum. Fólk verður að geta framfleytt sér af vinnulaunum. Aðrar kröfur í yfirstandandi kjaradeilum virðast þó vera utan þess svig-rúms sem fyrir er. Það gagnast engum að knúnar séu fram óraunhæfar hækkanir allra, jafnvel svo nemur tugum prósenta. Innistæða verður að vera fyrir hendi. Allir deiluaðilar ráða yfir hagdeildum og sérfræðingum sem geta reiknað út hvert svigrúm er til kjara-bóta, miðað við fyrirliggjandi hagtölur. Verði í hita leiksins litið fram hjá þessu blasir við að kjaraskerðing verður knúin fram með afli – svo jafna megi hlutfall milli stétta, það er að segja ná til baka kjarabótum af kennurum og læknum. Allir standa þá verr að vígi en áður. Sætt er sameiginlegt skipbrot, segir máltækið.

Fari sem horfir bíður samfélagsskaði. Ekki þarf að fjölyrða um haltrandi heilbrigðiskerfi. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir verkföllum en háönn hennar er fram undan. Sú grein hefur dregið hefur vagninn undanfarin ár hvað varðar bættan þjóðarhag. Önnur burð-argrein, sjávarútvegur, stendur frammi fyrir milljarðatjóni vegna verkfalls hjá Matvæla-stofnun.

Kallað er eftir raunsæi og ábyrgð, að for-ystumenn launþega, fyrirtækja og ríkis-valds setjist sameiginlega að borði og nái ásættanlegri niðurstöðu. Minnast má, í því sambandi, afleiðinga sólstöðusamninganna svokölluðu, árið 1977. Íslenskt samfélag var hálfan annan áratug að jafna sig á afleiðing-um þeirra æsilegu verðbólgusamninga.

Afli beitt til að knýja fram kjaraskerðingu

Sætt er sameiginlegt skipbrot

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

FamilyCamp er íslenskur tjaldvagn sem er hannaður og smíðaður til að standast íslenskar aðstæður. Kassinn áFamilyCamp er smíðaður úr trefjaplasti með 15 mmeinangrun í hliðum og 10 mm í loki. Undir rúmi er geymsla og hægt er að lyfta rúmbotni upp til að komast í hana en geymslan virkar einnig sem einangrun undir rúmi. Seglið er saumað úr 100% bómull sem gerir FamilyCamp einstaklegahlýjan og notalegan. FamilyCamp er með svefnpláss fyrir fjóra í tveimur herbergjum. FamilyCamp er léttur aðeins 310 kg. en með burðargetu upp á 240 kg. hann er á galvaniseraðri grind með AL-KO flexitorum og 13” felgum. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að reisa vagninn og setja upp fortjaldið.

Verð kr. 1.470.000,- með fortjaldi.

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

12 viðhorf Helgin 8.-10. maí 2015

WOK - panna

Grill frá þessum framleiðanda hafa fengið bestu meðmæli.

Eðal panna sem er ómissandi fyrir þá sem hafa prófað einu sinni.

Afkastamiklar og endingagóðar kaffivélar til heimilisnota.

Sterk eldhúsáhöld

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAuGARDAGA KL. 11-15

ormsson.is

BrúðargjafirNytsamar

Kaffivélin sem sýður vatnið og brauðrist í ýmsum litum.

Vinsælu og vönduðu

leirvörurnar.

Átta bolla pressukanna og hitakanna í senn.

Pottar og pönnur sem eru notaðar af

fagmönnum.

Tefal framleiðir einnig öflug

smátæki.

Vinsæla heilsugrillið

Ultra Compact Health Care

Hnífageymsla sem fer einstaklega vel með bitið.

Koparinn er sígildur enda er koparlitaða pressukannan vinsæl.

Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélarfrá AEG eru framtíðargjafir.

Gott úrval smátækja og kaffivéla frá AEG

Blandarinn sem þú tekur með þér og blandar beint í glösin.

SMOOTHIE TWISTER

Silk-épil 5Legs&Body

Háreyðingartæki

vatnsheld

CoolTecCT2s

Rakvél sem kælir húð og minnkar

ertingu.vatnsheld

Afkastamikil gufusléttun fyrir öll efni. Hentar vel fyrir hótel, veitingahús,

fataverslanir og að sjálfsögðu heimilið.

Ekkert straubretti. Herðatré fylgir. Passar á bómull, silki, hör og ull.Á gallabuxur, skyrtur, kjóla, blússur, jakkaföt og pólóboli.

Bursti fjarlægir óhreinindi.Fjarlægir svitalykt og rykmaur úr húsgögnum. Má nota á sængurföt, borðdúka, gardínur, mottur, teppi og gæludýr barnanna.Dregur úr rykofnæmi.

Tekur lítið pláss. Hitnar á 1 mínútu í 150°C. Engar hrukkur við pressun.

Notað í þekktustu tískuhúsum heimins og flottustu tískuverlsunum.

Afkastamikil gufusléttun fyrir öll efni

Verð kr. 39.900.

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ormsson.is

ZWILLING vörurnar eru lofaðar af fagmönnum um allan heim.

Satin Hair HD350 Hárblásari

Tökum vel á móti væntanlegum brúðhjónum og stofnum

brúðargjafalista í þeirra nafni.

Gjafakort frá Ormsson er góð gjöf.

Ostaskeri, hvítlaukspressa, pizzuhnífur, þeytari eða dósaopnari, allt á sínum stað í eldhúsinu.

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

M ér kom mest á óvart hvað álagið er mikið í blaða-mennsku og hvaða fórn-

ir fólk er tilbúið til að færa fyrir starfið,“ segir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir sem rannsakaði starfsaldur, álag og kynjamismun-un hjá íslenskum blaðamönnum í lokaverkefni sínu í mannauðsstjór-nun hjá Háskóla Íslands. Lokaverk-efnið bar yfirskriftina „Ég fórnaði bara öllu“ en þó flestir viðmælendur hennar litu á fórnir í einkalífi og fjöl-skyldulífi sem hluta af lífsstíl blaða-manns þá fannst þeim ekki öllum starfið vera þess virði. „Þessi titill er bein tilvitnun í blaðamann sem fannst fórnin ekki vera þess virði,“ segir hún.

Svanhvít hefur um árabil starfað á fjölmiðlum, fyrst sem blaðamaður en síðan sem mannauðsstjóri. „Ég fór að taka eftir og fannst undarlegt hvað það voru hlutfallslega fáar kon-ur sem störfuðu við blaðamennsku og hvað það voru fáar konur yfir fer-tugu. Ég fékk þá hugmynd að rann-saka þetta sérstaklega og þegar ég síðan fór í nám ákvað ég að láta hugmyndina verða að veruleika,“ segir hún. Svanhvít tók viðtöl við 12 einstaklinga, karla og konur, sem

ýmist starfa við fjölmiðla eða hafa hætt í blaðamennsku. Hún safnaði einnig tölfræðigögnum og komst að því að konur eru tveir þriðju þeirra sem útskrifast með fjölmiðlafræði-menntun á háskólastigi á Íslandi en voru aðeins þriðjungur af þeim sem starfa á fjölmiðlum þegar rannsókn-in var birt, vorið 2014.

Blaðamennskan er lífsstíll„Aldursdreifingin á blaðamönnum gefur til kynna að þeir komi inn í fagið á meðan þeir eru í háskóla eða stuttu eftir það, en konurnar eru flestar farnar úr starfinu fyrir fertugt,“ segir Svanhvít. Hún segir erfitt að alhæfa um ástæður þess að fólk, og þá sérstaklega konur, hættir í blaðamennsku. „Nánast allir við-mælendur mínir töluðu um hvað launin væru lág og hversu erfitt væri að samræma starfið fjölskyldu-lífi, en konurnar töluðu líka mikið um álagið í vinnunni og hvað álagið hafði mikil áhrif á þær. „Ein talaði um að gera reglulega streitupróf á sjálfri sér og hún vissi að ef hún mundi ekki lengur símanúmerið sitt þá var hún komin að hæstu streit-umörkum. Einn blaðamaður talaði um að hann myndi ekki eftir fjór-

Flestar fréttakonur hætta fyrir fertugtÍslenskir blaðamenn líta almennt á starfið sem lífsstíl og eru því tilbúnir til að færa ýmsar fórnir, þrátt fyrir mikið álag og lág laun. Þetta er niðurstaða Svanhvítar Ljósbjargar Guðmunds-dóttur sem rannsakaði starfsaldur, álag og kynjamismunun hjá íslenskum blaðamönnum. Konur tala hins vegar meira um þau neikvæðu áhrif sem álagið hefur á þær, konur eiga erfiðara uppdráttar í karllægri vinnumenningu og flestar eru þær hættar í blaðamennsku um fertugt.

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir rannsakaði starfsaldur, álag og kynja-mismunun hjá íslenskum blaðamönnum í lokaverkefni sínu í mannauðsstjórnun hjá Háskóla Íslands. Hún komst að því að flestar konur hætta í blaðamennsku fyrir fertugt og tala konur meira um áhrif álags í vinnunni en karlmenn. Mynd/Hari

um mánuðum úr lífi ungrar dóttur sinnar vegna vinnuálags og streitu, og ein talaði um að hún hefði vegna álags lokað sig af grátandi inni á klósetti og ekki getað klárað vinnu-daginn,“ segir Svanhvít.

Hún bendir á að flestir blaða-menn sem taka starfið alvarlega séu afar ástríðufullir en engu að síður hafi komið henni á óvart hverju fólk var tilbúið til að fórna, sérstaklega í ljósi þess hvað flest-ir voru ósáttir við launin. „Blaða-mennskan, eins og ýmsar aðrar starfsgreinar, verður að lífsstíl og fólki fannst það almennt eðlilegur hluti af blaðamennskunni að taka vinnuna með sér heim, skoða tölvu-póstinn í símanum meðan það er í Bónus og missa af hátíðisdögum með fjölskyldunni vegna vinnu,“ segir hún.

Konur þurfa frekar að sanna sigSvanhvít telur að menningin inni á fréttastofunum geti einn-ig haft áhrif á upplifun fólks af starfinu en sumir töluðu um að hún væri helst til karllæg. „Það voru ekki bara konur heldur líka karlar sem töluðu um þetta. Konurnar töluðu um að þær þyrftu að vera „ein af strákun-um“ og tveir strákarn-ir töluðu um að þeim fyndist þeir þurfa að vera meiri naglar til að passa inn í hóp-inn. Vinnustaða-menningin virðist

því meira að segja vera of karllæg fyrir suma karla. Niðurstöður mín-ar gefa líka til kynna að konur þurfi frekar að berjast fyrir stöðu sinni inni á fjölmiðlum. Allar konurnar og einn karl taldi sig hafa verið beitt kynmamismunun. Konur þurfa frekar að sanna sig áður en þær komast í hörðu málin. Þá sagði ein konan frá því að hún hafi ætlað að sækja um yfirmannsstarf en henni hafi verið bent á að hún gæti ekki sinnt því þar sem hún ætti svo mörg börn. Karlmaðurinn sem var ráðinn í starfið átti hins vegar fleiri börn en hún. Þó það sé að aukast að karl-menn sinni heimilinu og fjölskyld-unni þá líða konur enn fyrir þetta á

vinnustað. Annað dæmi er af konu sem hafði

í nokkra daga unnið undirbúningsvinnu fyrir þungt mál en þegar átti að fara að taka viðtölin

var karlkyns fréttamað-

ur sett-ur í

það en

konan látin fylgja barni fyrsta skóla-daginn,“ segir hún.

Samkvæmt nýjum tölum sem Hagstofan birti í aprílmánuði hafa aldrei fleiri konur verið fullgildir félagar í Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna, eða 43%. Af samanlögðum félagsmönnum beggja félaga voru 250 konur en 337 karlar. Svanhvít segir jákvætt að hlutfall kynjanna sé að verða jafnara enda æskilegt að kynjahlut-föll blaðamanna endurspegli sam-félagið. „Þetta er að breytast en ég held að þetta muni breytast hægt. Á meðan blaðamenn líta á starfið sem lífsstíl þar sem færa þarf pers-ónulegar fórnir held ég að konur eigi erfiðara uppdráttar. Það þykir flott að vinna í fríinu sínu og margir blaðamenn fá samviskubit yfir því að ganga út klukkan fimm, jafnvel þó allt efni sé tilbúið. En yfirmenn á fjölmiðlum, þó þeir séu enn að mestum hluta karlar, þá eru þeir yfirleitt yngri karlar en áður, eru orðnir meðvitaðri um mikilvægi þess að vinnustaðurinn sé góður staður fyrir bæði kynin,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

14 fréttaviðtal Helgin 8.-10. maí 2015

Með Ferðapakka Símans er miklu ódýrara að nota símann þegar þú ert í útlöndum. Farðu til Bandaríkjanna eða Evrópu* og þú borgar alls staðar sama gjaldið. Þú getur nýtt þér Ferðapakkann hvort sem þú ert í áskrift eða Frelsi.

Sendu SMS-ið „ferdapakki“ í 1900 og stökktu af stað

siminn.is

Þú greiðir sama gjald í Bandaríkjunum og Evrópu

*Ferðapakkinn gildir innan EES

Upplifðu Frelsi með

Ferðapakkanum

B jartmar Guðlaugsson var í óðaönn, ásamt eiginkonu sinni Maríu Haraldsdóttur,

að setja upp sýningu sem er í Gall-erí Firði um helgina, þegar blaða-maður tók hús á þeim hjónum. Bjartmar kemur til dyranna eins og hann er klæddur og hann hef-ur gríðarlega ástríðu fyrir listinni. „Þetta eru mest nýjar myndir en það eru nokkrar sem eru frá 1997. Þær málaði ég eftir að hafa verið með Rúnari Júlíussyni heitnum á Jamaíka,“ segir Bjartmar sem er fluttur til Reykjavíkur eftir að hafa búið um árabil á Eiðum. „Við erum ennþá með húsið fyrir austan,“ seg-ir hann. „María var svæðisstjóri hjá Rauða krossinum fyrir austan í 11 ár, en nú erum við komin heim.“

„Það var yndislegt,“ segir María þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki þurft að ferðast mikið um svæðið í hverjum mánuði. „Maður lenti oft í brjáluðu veðri en það var yndislegt,“ segir hún en það fer ekki fram hjá neinum að þau hjónin eru mikil náttúrubörn. „Vegirnir þarna eru ónýtir vegna þungaflutninga,“ segir Bjartmar og maður skynjar að hann er ekki sáttur. „Af hverju eru ekki strandferðaskip á þessum fjörðum. Íslendingar ættu að vera með skipasmíði, við erum eyland. Ættum að vera fremstir í heiminum í strandferðamálum og skipasmíði og slíku. Við erum alltaf að gera eitthvað sem tengist okkur ekki neitt,“ segir hann.

Afastelpan kraftaverkMyndirnar sem Bjartmar málar eru bæði af fólki og stöðum. Hann er mjög virkur málari og er alltaf að. „Ég gæti fyllt tvo svona sali,“ segir hann. „Ég er alltaf að og er alltaf með hugmynd. Ef ég nenni því ekki þá fer ég að semja lög og er alltaf með ljóð í hausnum. Ég mála alltaf eftir einhverju þema. Ég var með jöklasýningu á Snæfellsnesi síðast og á goslokunum í Eyjum í sumar verð ég með sýningu sem ég nefni Bjartmar bryggjupeyi, þar sem ég er með bryggjuþema. Stemningar,“ segir hann.

Í vikunni kom Bjartmar fram á tónleikum á vegum Neistans, sem er styrktarfélag hjartveikra barna. Það félag stendur Bjartmari og Maríu nærri eftir lífsreynslu sem barna-barn Bjartmars varð fyrir í fæðingu.

„Ég á afastelpu sem er kraftaverk. Hún fæddist með hjartagalla og fór í aðgerð í Boston fyrir níu árum,“ segir Bjartmar. „Þau eru svo dugleg þessi börn. Sjálfsbjargarviðleitnin er svo mikil og þau eru óttalaus. Þeirra fyrstu skilaboð eru „Bjargaðu lífi þínu,“ segir hann. „Það er allt í góðu í dag og er algert kraftaverk,“ segir hann. „Þetta er hjálparlaus tilfinn-ing að heyra svona fréttir af sínum

Kann ekki að hneykslast á öðru fólkiListamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hefur lifað í listinni allt sitt líf. Hann málar myndir, semur tónlist og yrkir ljóð nánast allan sólar-hringinn. Hann hefur upplifað tímana tvenna á sínum ferli en hefur alltaf verið sjálfum sér trúr. Hann segir peninga ekki skipta sig neinu máli og draumur hans og Maríu, eigin-konu hans, er að eyða ellinni í húsbíl á ferð um landið. Málandi myndir, syngjandi lög og lesandi bækur. Styrktar-félag hjartveikra barna stendur nærri þeim hjónum, þau eiga barnabarn sem er kraftaverk.

nánustu. Bara hringingin. Stúlkan er fædd, en. Þá tekur biðin við. Hún var skírð bara strax og flutt til Bo-ston þar sem hún fór í fimmþætta að-gerð,“ segir Bjartmar.

„Það tókst allt vel,“ segir María. „Það sem særði móðurina mest var að með henni á herbergi var amer-ísk stúlka í sömu sporum, en hennar barn fékk ekki aðgerð því hún átti ekki peninga,“ segir hún. „Hugsaðu þér óréttlætið. Það er svo mikið væl í Íslendingum að það er með ólíkind-um,“ segir Bjartmar. „Þessi kreppa

sem gekk hér yfir var frekjukreppa og ekkert annað,“ segir hann. „Við skiljum ekki hvar við erum stödd. Við búum í auðlindaparadís.“

„Nú var ég að lesa frétt um það að fólk í örorkublokk á að henda út gæludýrunum sínum fyrir 15. maí,“ segir María. „Við erum með kol-ranga forgangsröðun í öllu á þessu landi,“ segir hún.

„Um leið eru einhverjir gaurar, nýsprottnir frá 2007, í Armani með Rolex og leigja út lítil atvinnuhús-næði fyrir hundruð þúsunda. Þetta

er allt byrjað aftur,“ segir Bjartmar. „Við erum til dæmis að selja Alcoa gróðann út úr landi og fáum ekkert um það segja.“

Dreifð eignaraðild í börnunumBjartmar hefur lifað af listinni í ára-tugi og lærði myndlist í Danmörku snemma á tíunda áratugnum, eftir að hafa átt gríðarlegum vinsældum að fagna á þeim níunda. Hann nam húsa-málun sem ungur maður og hefur alltaf verið með pensil í hendinni. „Ég sel alltaf þessar myndir,“ segir hann.

„Ég var með sýningu á Hátíð hafsins árið 2010 og seldi 18 myndir úr landi. Túristarnir eru hrifnir af þessu.“

„Draumurinn í ellinni er að ferðast með myndirnar og Bjartmar með gít-arinn og spila á safnaðarheimilum og slíkt,“ segir María.

„Við erum bara þannig. María var með borvél efst á jólagjafalistanum og ég varð að láta það eftir henni,“ segir Bjartmar.

„Hann situr og málar myndir og semur lög, ég geri hitt,“ segir María.

Framhald á næstu opnu

16 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Starfsmenn eru um 600 og veltan um 70 milljarðar króna. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endur nýjan­legum orkugjöfum, einni dýrmætustu auðlind Íslendinga. Norðurál notar rafmagnið til að framleiða ál, umhverfisvænan málm sem endur vinna má nánast endalaust.

Á þeim 18 árum sem við höfum starfað höfum við flutt út um þrjár milljónir tonna af áli. Það eru verðmæti upp á 900 milljarða á markaðs-verði dagsins í dag, atvinna fyrir um 600 starfs-menn og rúmlega 1.000 til viðbótar, sem hafa atvinnu af fjölbreyttri þjónustu við fyrirtækið.

Við þökkum Landsvirkjun farsælt samstarf og óskum fyrirtækinu til hamingju með árangur og vöxt í hálfa öld.

Til hamingju með 50 ár af grænni orku!

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

Mest selda bók

ársins!janúar – apríl 2015

1 heildarlisti

✶ ✶ ✶ ✶ ✵Steinþór GuðbjartSSon / MorGunblaðið

„rauk beint í fyrsta sæti á metsölulistum … Snillingur á sínu sviði.“

Kolbrún berGþórSdóttir / Kiljan

„drulluspennandi … rænir þig svefni.“eGill HelGaSon / Kiljan

Þau hafa verið gift í 30 ár og hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. Þau eiga eina dóttur saman, en fyrir átti Bjartmar tvær dætur. „Ég er kom-inn með sjö barnabörn,“ segir Bjart-mar. „Ég var búinn að afgreiða þessa hluti svolítið áður en við María kynnt-umst,“ segir hann og glottir. „Ég vildi ekki hafa öll eggin í sömu körfunni, þetta kallast dreifð eignaraðild. Þessi börn eru að verða eldri en við.“

Bjartmar tekur undir þau orð blaðamanns að hann sé farandlista-maður. „Já ég hef bara unnið við það sem mér hefur dottið í hug frá því ég var unglingur,“ segir hann. „Ég teiknaði hjá Vísi og Þjóðviljanum í gamla daga. Ég tók samt sveinspróf í málaraiðninni þegar meistarinn minn sagði mér að treysta ekki á listina alla ævi. Ég fór svo til Óðinsvéa 1992 þar sem ég lærði listmálun.“

„Við flúðum þegar Davíð Oddsson tók við,“ segir María.

„Þetta hafði staðið lengi til,“ segir Bjartmar. „Ég opnaði vinnustofu þar og ég sannaði fyrir mér að ég gat lifað af þessu.“

Af hverju komuð þið þá heim á end-anum?

„Dóttir okkar var að verða ungling-ur og foreldrar mínir voru orðnir veik-ir,“ segir Bjartmar. „Mamma dó svo stuttu eftir að við komum heim, og við fluttum austur með gamla mann-inn. Hann vildi alltaf fara þangað og við slógum bara til. Fengum húsið þar og hann fékk að deyja í sínu rétta umhverfi þremur árum síðar,“ segir Bjartmar.

Hafa skilið í hálftímaEftir að þau hjónin komu í bæinn ákvað María að fara að vinna með sínum manni. „Ég er að vinna fyrir Bjartmar Guðlaugsson,“ segir hún og brosir blítt. „Ég er búin að vera að pikka inn bók undanfarna mánuði sem er eftir Bjartmar. Hann er búinn að vera að skrifa þessa bók í tuttugu ár með hléum og hún kemur út innan tíðar. Svo er hann með margar aðrar í hausnum,“ segir hún.

„Þetta er lífsreynslutengd lyga-saga,“ segir Bjartmar.

Hefur þitt líf ekki verið eins og lygasaga, Bjartmar?

„Jú ætli það ekki,“ segir hann. Er ekki líf og fjör að vera eiginkona

þessa manns, María?„Jú bæði líf og fjör, en ég hef líka

skilið við hann í hálftíma hér og þar,“ segir hún. „Hann getur verið pískari. Hann er þráhyggjusjúklingur og þarf alltaf að vera að. Ég þarf stundum að hvíla mig,“ segir María.

Þarftu ekki að passa þig, Bjartmar?„Jú. Ég fékk áfall fyrir nokkrum

árum,“ segir hann. „Ég er flogaveik-ur. Það sem er að mér og hef fengið greiningu við, er það að hægra heila-hvelið er kol-ofvirkt. Það starfar „non stop“. Ég hef verið svona alla tíð og aldrei nein svör hafa fengist við þessu fyrr,“ segir Bjartmar. „Ég vinn bara og vinn og drekk kaffi, og gleymi að éta í 16 eða 17 tíma ef ég er ekki minntur á það. Þetta er það sem ég vil bara gera,“ segir hann. „Ég gæti alveg setið á einhverju kaffihúsi og skitið út félagana. Ég nenni því ekki. Ég er einrænn maður og þetta er mín veröld. Ég kann ekki að hneykslast á öðru fólki.“

Er trúað fyrir lögunumFyrr á árinu var Óskalag þjóðarinnar valið á RÚV og var það lag Bjartmars, Þannig týnist tíminn, sem hlaut þann titil. Bjartmar segist mjög þakklátur og þetta sé enn að sér á óvart.

„Þetta eru mín nóbelsverðlaun frá þessari þjóð,“ segir hann.

„Hann var baksviðs í Alþýðuhús-inu í Vestmannaeyjum að fara að spila á tónleikum og vissi ekki neitt,“ segir María. „Við mæðgurnar kom-um hoppandi og skoppandi með frétt-irnar, hlæjandi og grátandi.“

„Ég var staddur á staðnum þar sem ég byrjaði. Þar sem ég samdi mitt fyrsta lag. Ég er mjög þakklátur,“ seg-ir Bjartmar. „Þetta kom mér gjörsam-lega í opna skjöldu. Mig hefði aldrei grunað að þetta lag fengi þessa viður-kenningu,“ segir hann. „Mér finnst eins og mér sé trúað fyrir þessum lögum mínum. Þess vegna hef ég aldrei selt lögin mín í auglýsingar eða slíkt. Ég má ekki subba út hugsanir

mínar, og lög eru ekkert annað en hugsanir. Þá hætta þau að hafa mein-ingu,“ segir Bjartmar. „Mér bauðst á sínum tíma að selja lögin mín til ein-hvers fyrirtækis, eins og sumir gerðu á sínum tíma. Því þá vissi ég að ég mundi sitja á 80 feik milljónum,“ seg-ir hann. „Ég hefði getað gert það og gert það sem mér dytti í hug, fyrir vextina. Ég þarf þess ekki. Í staðinn líður mér betur í hjartanu og tek það ekki nærri mér að hafa verið kallaður félagsskítur,“ segir Bjartmar. „Ég er einn af rétthærri mönnum í STEFi og mér finnst bara gott að hafa mín hugverk þar. Ég þakka líka fyrir það að hafa haldið þokkalega hreinni hugsun,“ segir hann. „Ég hef aldrei á ævinni eignast óvini. Framboðið hef-ur alveg verið nægt, en ég hef ekki áhuga á því að lána eitt megabæt af heilanum á mér til þess að dánlóda svoleiðis týpum,“ segir Bjartmar.

Tónlistin er alltaf til, þó hún seljist ekkiBjartmar ætlar að halda áfram að lifa sínu lífi á sama hátt og hann hefur alltaf gert. Hann lítur björt-um augum fram á veginn og á um-hverfið í kringum sig. „Tónlistar-menn á Íslandi geta ekki kvartað,“ segir hann. „Við erum með fullt af húsum til að spila í. Hvert hitt-ið á fætur öðru á erlendri grundu. Krakkarnir sem eru að uppfylla drauma okkar gömlu popparanna. Við erum með lögvarinn höfundar-rétt hjá STEFi. Við erum með félag í kringum okkur og tónlistarskóla í hverju einasta bæjarfélagi,“ segir hann. „Hvað erum við að kvarta? Svo segja menn, tónlistin er búin því geisladiskurinn er búinn. Nei. Þetta verður ekki til á geisladisk-um, þetta verður til í höfðinu. Tón-list kom löngu áður en tæknin kom. Formattið kemur og fer, en tónlistin er og verður alltaf til,“ segir Bjart-mar Guðlaugsson listamaður.

Sýning Bjartmars er í Gallerí firði og stendur fram á sunnudag.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Bjartmar og María hafa staðið hlið við hlið í gegnum lífið. Ljósmynd/Hari.

Þetta er hjálparlaus tilfinning að heyra svona fréttir af sínum nán-ustu. Bara hringingin. Stúlkan er fædd, en. Þá tekur biðin við.

18 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

25% AFSLÁTTUR

AF LJÓSUM OG HEYRNARTÓLUM

Við látum ljós okkar skínaÁ OPNUNARHÁTÍÐ Í PFAFF 7.-9. MAÍ

Á OPNUNARHÁTÍÐ Í PFAFF 7.-9. MAÍ

PFAFF - Grensásvegi 13 - 108 Reykjavík - Sími 414 0400 - www.pfaff.is OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 OG Á LAUGARDÖGUM KL. 11-16

Verslun Pfaff á Grensásvegi er nú glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Við erum stolt af því að geta tekið á móti ykkur í bjartari, opnari og enn fallegri verslun. Við ætlum að fagna með opnunarhátíð dagana 7.-9. maí. Frábær opnunartilboð, 25% afsláttur af öllum ljósum og heyrnartólum og mikið úrval af splunkunýjum gæðavörum.

LJÓS OG LÍFSSTÍLL Í 85 ÁR

ÞEGAR ÞIG VANTAR GOTT HLJÓÐ

Urbanite Wireless. Fullt verð 43.900 kr. Tilboð 32.925 kr.Momentum ON. Fullt verð 29.900 kr. Tilboð 22.425 kr.

Sprenghlægileg verðlaunaSaga

✶✶✶✶Árni Matthíasson / Morgunblaðið

✶✶✶✶Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

✶✶✶✶Arngrímur Vídalín / DV

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

hörkuSpennandi furðuSaga

✶✶✶✶„... sígilt ævintýri, klassísk fantasía, stórskemmtileg

og spennandi ...“Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir /

Fréttablaðið (um Hrafnsauga)

✶✶✶✶Árni Matthíasson / Morgunblaðið

(um Draumsverð)

Bækur sem rjúfa aldursmúrinn

Apríl 2015

1 Ungmenna- bækUr

Apríl 2015

2 Ungmenna- bækUr

Fagnar hverju ári sem hún fær gefið

Gunnhildur Óskarsdóttir var 38 ára gömul þriggja barna móðir þegar hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein.

Hún hefur greinst þrisvar síðan þá en í dag, 17 árum síðar, ber hún engin einkenni sjúkdómsins. Hún segir bjartsýni

vera beittasta vopnið í baráttunni við sjúkdóminn en fjölskylda, vinir og „Göngum saman“ verkefnið hafi veitt

henni styrk til að láta krabbameinið ekki yfirtaka lífið.

G unnhildur Óskarsdóttir, deildarforseti kennaradeild-ar Háskóla Íslands, var 38 ára

gömul þriggja barna móðir þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Hún var nýbúin að taka við stöðu lektors við Kennaraháskóla Íslands og lífið hafði sjaldan verið bjartara.

„Í dag eru akkúrat 17 ár síðan. Ég fann dæld í brjóstinu og fór beint í skoðun. Viku síðar fékk ég að vita að ég væri með krabbamein. Þetta var auðvitað algjört áfall. Fyrst var tekinn fleygur úr brjóstinu en svo kom fljótlega í ljós að meinið hafði dreift sér út í eitla. Þá var allt brjóst-

ið tekið og ég fór í kjölfarið í lyfjameð-ferð,“ segir Gunnhildur.

Ákvað að láta veikindin ekki yfir-taka lífiðLyfjameðferðin gekk vel og smám sam-an varð lífið eðlilegt. Allt þar til Gunn-hildur greindist aftur fjórum áður síðar. Hún segir það hafa verið mikið áfall að greinast aftur, ekki síður en að fá fyrstu greininguna. Meinið hafði dreift sér í hálsliðina og GUnnhildur var sett á bein-astyrkjandi lyf og í hormónameðferð. Sú meðferð gekk vel en fjórum árum síðar, árið 2006, kom í ljós að brjóstakrabba-meinið hafði líka dreift sér víðar í bein og í lifrina. „Þá fór ég í nýja lyfjameðferð sem lauk ekki fyrr en í fyrra, sjö og hálfu ári síðar, en þá var ákveðið að prófa að hætta meðferð og sjá hvað gerðist. Það hefur ekkert gerst síðan en við vitum í raun ekki hvort sjúkdómurinn er farinn eða hvort hann sé í dvala,“ segir Gunnhildur sem ákvað þarna, þegar hún greindist í þriðja sinn, að hún gæti ekki látið sjúkdóminn stjórna lífi sínu. „Ég ákvað að ég yrði ein-hvern veginn að reyna að lifa með þessu og bara vona það besta. Að reyna að láta veikindin og áhyggjurnar ekki taka yfir lífið. En auðvitað hélt ég þarna að nú færi að síga hratt á seinni hluta ævinnar, að ég ætti ekki langt eftir. En lyfin fóru strax að virka og náðu að halda sjúkdómnum niðri, ég virðist bara vera ein af þeim ótrúlega heppnu.“

Fóru 22 konur saman til New YorkGunnhildur segir fjölskylduna og sína góðu vini hafa verið hennar helsta styrk í gegnum veikindin en „Göngum saman“ hópurinn hefur líka hjálpað henni mikið. „Ég var að ljúka doktorsnámi þegar ég greindist í þriðja sinn og stuttu síðar gaf maðurinn minn mér golfferð til Flórída með vinkonum mínum í útskriftargjöf. Í þeirri ferð sá ég Oprah Winfrey þátt í sjónvarpinu þar sem verið var að lýsa göngu í New York sem farin var til styrkt-ar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þá ákvað ég að ég myndi einbeita mér að því í vinna í sjúkdómnum og að ég skyldi fara í þessa göngu. Ári síðar komu tuttugu og ein kona með mér til New York, vinkonur mínar, dóttir mín og mágkona mín, og við gengum 63 km á tveimur dögum. Þar

ákváðum við líka að byrja þetta verkefni á Íslandi og styðja þar með íslenskar rann-sóknir og í fyrstu „Göngum saman“ göng-unni söfnuðum við þremur milljónum til rannsókna á brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur en hluti hópsins hefur gengið saman vikulega frá árinu 2007 og hópur-inn fer sífellt stækkandi.

Rannsóknir gefa fólki vonGunnhildur segir svona verkefni hafa heilandi áhrif á konur með brjósta-krabbamein. „Það skiptir svo miklu máli að fá von og vita að það er verið að stunda rannsóknir sem á endanum gætu leitt til lækningar. Svo skiptir það mjög miklu máli fyrir aðstandendur þeirra sem eru að glíma við svona illvígan sjúk-dóm að geta lagt lið sitt í baráttunni og það er ekki síður fólk sem ekki hefur greinst sem vinnur að þessu verkefni. Stundum er svo erfitt að vita hvað maður á að gera til að hjálpa en þarna er virki-lega hægt að leggja lið,“ segir Gunnhild-ur en „Göngum saman“ eru grasrótar-samtök þar sem allir gefa vinnuna sína og allt fé sem safnast í göngunni fer til rannsókna. „Þessar grunnrannsóknir sem við styrkjum gefa svo mikla von því án þeirra væri engin von um lækningu og þökk sé þeim þá er hægt að lifa með sjúkdómnum í dag.“

Mikilvægast að koma börnunum til mannsGunnhildur segir bjartsýni hafa verið hennar öflugasta vopn á því erfiða ferða-lagi sem veikindin eru. „Það skiptir mestu máli að gefa aldrei upp vonina. Ég hef reynt að ýta til hliðar öllum áhyggjum og einbeita mér að því hversu vel gengur núna og mér hefur tekist það. Ég þarf ekki á því að halda að vera áhyggjufull á meðan það gengur svona vel og ég held að það hafi bjargað mér. Ég fagna hverju ári sem mér er gefið. Yngsti strákurinn minn var 5 ára þegar ég greindist og hann er 22 ára í dag. Ég hugsaði með mér á sínum tíma að það að koma börnunum til manns, þannig að þau gætu bjargað sér og orðið fleygir fuglar, skipti öllu máli. Mér hefur tekist að gera það og nú er allt annað bónus.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

n Batahorfur kvenna sem greinast með brjóstakrabba-mein í dag eru mun hærri en fyrir nokkrum árum.

n Á ár-unum 1999-2003 greindust að með-altali 155 konur á ári með brjósta-krabbamein en á árunum 2009-2013 greindust að meðaltali 208 konur á ári .

n Í árslok 2003 voru á lífi 1788 konur sem höfðu greinst með krabbamein en í árslok 2013 voru á lífi 2788 konur sem höfðu greinst.

n Fimm ára lifun kvenna sem greindust með brjóstakrabba-mein á árunum 1990-1999 er 85% en hún var 91% á árunum 2000-2009.

n Lifun er hlutfall af lífshorfum jafnaldra að teknu tilliti til annarra dánarorsaka.

Heimild: Krabba-meinsskrá.

Gunnhildur Óskarsdóttir er ein af stofnendum „Göngum saman“ á Íslandi en það er verkefni sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Hópurinn mun ganga á 15 stöðum um allt land á Mæðradaginn, næstkom-andi sunnudag, 10. maí. Öllum er frjálst að taka þátt og göngufólki mun gefast kostur á að styrkja málefnið með frjálsum framlögum.

Styrktarfélagið Göngum Saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutunar styrkjum í lok október ár hvert. Frá stofnun félagsins, haustið 2007, hefur um 50 milljónum verið úthlutað til íslenskra rannsóknaraðila á sviði brjóstakrabbameins og í haust er stefnt að því að 10 milljónir renni til vísindarannsóna. Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir með frjálsum fram-lögum og með því að festa kaup á varningi. Í ár verða seldir bolir og höfuðklútar hannaðir af JÖR og margnota innkaupapokar hannaðir af Sigurborgu Stefánsdóttur. Gengið verður á 14 stöðum um land allt en allar nánari upplýsing-ar eru á heimasíðunni: gongumsaman.is

20 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM HÚSGÖGNUM

BERLIN tungusófiStærð: 300X174cmVerð: 245.000,-TILBOÐSVERÐ: 196.000,-

DAKOTA leðurtungusófiStærð: 277X168cmVerð: 334.000,-

ORLANDO horntungusófiStærð: 316X211/155cmVerð: 267.000,-

Opið mán - fös: 10.00 - 18.00Opið um helgina: Lau 10.00 - 16.00 Sun 13.00 - 16.00

Ego Dekor - Bæjarlind 12www.egodekor.is

JERSEY hornsófiStærð: 285X210cmVerð: 238.000,-

MONET stóllVerð: 19.900,

TYLER stóllVerð: 19.900,-

JESSIE stóllVerð: 16.900,-

ENZO armstóllVerð: 35.000,-

ENZO armstóllTYLER stóll

SIDNEY SKÁPURHnota/hvítt háglansBreidd: 140cmVerð: 159.000,-

SIDNEY SKENKURHnota/hvítt háglansBreidd: 190cmVerð: 155.000,-

-20%

LágmúlaLaugavegi

NýbýlavegiSmáralind

SmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmi

BúðardalPatreksfirði

ÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströnd

SauðárkrókiHúsavík

ÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstað

EskifirðiReyðarfirði

HöfnLaugarási

SelfossiGrindavík

Keflavík

www.lyfja.is

8.–14. maí

Barnadagar Börnin eru lífið. Við viljum öll hugsa vel um börnin okkar. Á barnadögum í Lyfju veitum við afslátt af öllum barna-vörum, til hagsbóta fyrir fjölskyldur í landinu.

25% afsláttur af öllum barnavörum á barnadögum

Animal ParadeNáttúruleg bætiefni úr heilum ávöxtum fyrir börn frá 2 ára aldri.

Dr. Fischer barnavörur

BiomegaBiomega barnavítamín eru bragðgóð vítamín fyrir hrausta krakka.

Medela

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

Flux JuniorFlúormunnskol með ávaxta- og myntu-bragði fyrir 6-12 ára. Skammtastútur auðveldar rétta skömmtun.

25%afslátturGildir til 14. maí.

Nivea SunTilvalið í töskuna fyrir leikskólann og leikjanámskeið sumarsins.

EntrosealFyrsta hjálp við niðurgangi.Öruggt fyrir alla aldurshópa.Stöðvar niðurgang án aukaverkana.

AlvoGeniusGefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann.100% jurtaafurð.

Brush babyEnga tannpúka! Snilldarlegar tann-hirðulausnir fyrir yngstu börnin

Bioskin JuniorNýtt! Sérstaklega þróað fyrir börn með þurra húð og exem. Náttúruleg innihaldsefni, fyrir barnið þitt.

WeledaWeleda barnavörurnar eru algjörlega náttúrulegar.

ChiccoLeikföng

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S LY

F 74

331

05/1

5

LágmúlaLaugavegi

NýbýlavegiSmáralind

SmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmi

BúðardalPatreksfirði

ÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströnd

SauðárkrókiHúsavík

ÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstað

EskifirðiReyðarfirði

HöfnLaugarási

SelfossiGrindavík

Keflavík

www.lyfja.is

8.–14. maí

Barnadagar Börnin eru lífið. Við viljum öll hugsa vel um börnin okkar. Á barnadögum í Lyfju veitum við afslátt af öllum barna-vörum, til hagsbóta fyrir fjölskyldur í landinu.

25% afsláttur af öllum barnavörum á barnadögum

Animal ParadeNáttúruleg bætiefni úr heilum ávöxtum fyrir börn frá 2 ára aldri.

Dr. Fischer barnavörur

BiomegaBiomega barnavítamín eru bragðgóð vítamín fyrir hrausta krakka.

Medela

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

25%afslátturGildir til 14. maí.

Medela 25%afsláttur

25%afslátturGildir til 14. maí.

Flux JuniorFlúormunnskol með ávaxta- og myntu-bragði fyrir 6-12 ára. Skammtastútur auðveldar rétta skömmtun.

MAM Air: hönnuð fyrir fallegustu bros í heimi

25%afslátturGildir til 14. maí.

Nivea SunTilvalið í töskuna fyrir leikskólann og leikjanámskeið sumarsins.

EntrosealFyrsta hjálp við niðurgangi.Öruggt fyrir alla aldurshópa.Stöðvar niðurgang án aukaverkana.

AlvoGeniusGefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann.100% jurtaafurð.

Brush babyEnga tannpúka! Snilldarlegar tann-hirðulausnir fyrir yngstu börnin

Bioskin JuniorNýtt! Sérstaklega þróað fyrir börn með þurra húð og exem. Náttúruleg innihaldsefni, fyrir barnið þitt.

25%afslátturGildir til 14. maí.

afslátturGildir til 14. maí.

Öruggt fyrir alla aldurshópa.Stöðvar niðurgang án aukaverkana.

Bioskin JuniorNýtt! Sérstaklega þróað fyrir börn með þurra húð og exem. Náttúruleg innihaldsefni, fyrir barnið þitt.

WeledaWeleda barnavörurnar eru algjörlega náttúrulegar.

ChiccoLeikföng

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S LY

F 74

331

05/1

5

Flux Junior

25%

25%25%afslátturGildir til 14. maí.

Nivea SunTilvalið í töskuna fyrir leikskólann Tilvalið í töskuna fyrir leikskólann Tilvalið í töskuna fyrir leikskólann Tilvalið í töskuna fyrir leikskólann og leikjanámskeið sumarsins.

Ekki heimsfræg á Íslandi

Tónlistarkonan Sóley gefur út sína aðra plötu í dag en vinna við plötuna hófst á erfiðu tímabili í lífi söngkonunnar. Stuttu síðar varð Sóley ólétt og þarafleiðandi er allur tilfinn-ingaskalinn til staðar í lögunum. Ljósmyndir/Hari

Tónlistarkonan Sóley fékk glimrandi góða dóma fyrir sína fyrstu plötu árið 2011. Platan vakti þó enn meiri athygli erlendis en hér-lendis og fá íslensk lög hafa fengið jafn mikla athygli á You-tube og lagið hennar „Pretty face“ sem nú er að nálgast 19 milljón áhorf. Í dag gefur Sóley út sína aðra plötu, „Ask the deep“, en vinna við plötuna var unnin á erfiðu tímabili í lífi hennar og segir hún það endurspeglast í lögunum.

Framhald á næstu opnu

24 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

DAS-

húsið

1971

- Aðalvinningur Reynilundi í Garðabæ

dregið í hverri viku

Kauptu miða á www.das.is eða í síma 561 7757.

Miðaverð 1.500 kr. á mánuði fyrir einfaldan miðaog 3.000 kr. fyrir tvöfaldan miða.

Fylgstu með okkur á Facebook

Nýtt happdrættisár framundan með enn glæsilegri skattfrjálsum vinningum - Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða

Drögum út 51 þúsund vinninga á árinu. Heildarverðmæti vinninga er rúmur milljarður.

DREGIÐ 12. MAÍ !DREGIÐ 12. MAÍ

Viltu vinna íbúð?6 íbúðavinningar á happdrættisárinuað verðmæti 30 milljónir hver!

ÍSLE

NSK

A SI

A.IS

DA

S 73

611

04/

15

LEIKTÆKIN FÆRÐU Í KRUMMA

KRUMMA RÓLUR

KÍKTU Á VEFVERSLUNKRUMMA.IS

FRÁ 122.900kr

FRÁ 106.800kr

BERG TRAMPÓLÍN

WINTHER HJÓLFRÁ 21.680kr

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is

Japan er mjög skrítið land á jákvæðan hátt. Það er svo allt öðruvísi en ég bjóst við. Landið er svo lítið mengað af

vestrænni menningu og það er svo rosalega mikið af fólki þarna! Það var eiginlega dálítið yfirþyrm-andi,“ segir tónlistarkonan Sóley sem er nýkomin úr sinni fyrstu ferð til Japan. Sóley gefur „Ask the Deep“, sína aðra sóló plötu, út í dag og eru því næstu mánuðir fullbók-aðir í ferðalög. Japansferðin var þó einskonar útúrdúr og tilheyrir ekki tónleikaferð nýju plötunnar. „Ég fór með Sindra úr „Sin Fang“ en við vorum saman í hljómsveit-inni Seabear og erum gamlir vinir. Við spiluðum í Kyoto, Nagoya og Tokyo og það var bara ótrúlega góð stemning. Ísland er voða vinsælt hjá Japönum og margir sem ég talaði við voru til dæmis búnir að fara þrisvar á Airwaves. Japanir eru mjög þakklátir fyrir tónlist og sýndu okkur mikið þakk-læti fyrir að hafa komið. Þó það búi þarna fullt af fólki þá kom það mér á óvart að það var fullt á öllum tón-leikunum hjá okkur og samt vor-um við að koma í fyrsta skiptið.“

Léleg í að auglýsa sigSóley, sem býr í Norðurmýrinni í Reykjavík en segist stefna á að fara bráðlega aftur á æskuslóðirnar í Hafnarfirði, lærði píanóleik og tónsmíðar í Listaháskóla Íslands. Hún byrjaði tónlistarferil sinn með hljómsveitinni Seabear árið 2006 en gaf út sína fyrstu smáskífu, „Theater Island“, árið 2010. Ári síðar gaf hún út sína fyrstu plötu, „We Sink“, sem fékk glimrandi góða dóma jafnt hérlendis sem erlendis. Það er samt óhætt að segja að platan vakti meiri athygli

erlendis en hérlendis. „Já, ég veit ekki alveg hvernig þetta gerðist. En það er dálítið fyndið að þegar ég held tónleika á Íslandi þá mæta aðallega útlendingar. Ég spilaði í febrúar á Húrra og þá mættu víst 10 Íslendingar og 200 útlendingar. Mér finnst reyndar aðallega rosa-legt að það skuli vera svona margir útlendingar á Íslandi. En ég held í alvöru að Íslendingar viti bara ekkert hver ég er, ég er allavega ekki heimsfræg hér,“ segir Sóley og hlær.

„Ég er líka sérstaklega léleg í að senda upplýsingar í blöðin, um að ég sé á leið út eða að ég sé að eignast barn eða að fá mér kaffi. Það skiptir alveg máli að vera duglegur í svoleiðis ef maður vill vera þekktur. En mér finnst þetta fínt svona, ég fer bara út og spila fyrir útlendingana,“ segir Sóley og bætir því við að það að spila fyrir erlendan markað þýði auðvitað meiri líkur á að geta lifað af listinni og það hafi hún blessunarlega getað gert síðust ár.

Enginn milljónamæringurFá íslensk lög hafa fengið jafn mikla hlustun á You-tube og lagið „Pretty face“ af fyrstu plötu Sól-eyjar. Í dag er það með næstum 19 milljón áhorf og margir hafa velt því fyrir sér hvort Sóley hljóti ekki örugglega að vera orðin milljóna-mæringur í kjölfarið.

„Nei, alls ekki, segir Sóley og hlær. „Þetta var allt saman mjög fyndið, ég vissi ekki einu sinni af þessu á You-tube fyrr en lagið var komið með nokkur milljón áhorf. Það var einhver Þjóðverji sem setti lagið þarna inn og það er þarna ennþá á hans nafni. En svo hafði útgáfufyrirtækið mitt samband við hann og í dag fæ ég einhver pínku-

Sóley semur og tekur allt upp sjálf, nema trommur sem hún segist ekkert kunna á. Trommarinn Jón Óskar Jónsson og gítarleikarinn Albert Finn-bogason fylgja henni á tónleika-ferðalögum. Það er þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur Sóleyju út.

ponsu stefgjöld af þessum spil-unum. Ég held að það þurfi að vera þarna auglýsingar til að listamað-urinn græði meira en er samt ekki viss því þetta er svo fáránlega flók-ið dæmi að ég skil það varla sjálf þó ég hefi reynt að lesa mér til um þetta. Eitt er þó víst og það er að aðal innkoman fer svo sannarlega ekki til tónlistarmannsins,“ segir Sóley sem er þó, kannski að hluta til vegna alls þessa, með ótrúlega sterkan aðdáendahóp á netinu.

„Það góða við svona You-tube áhorf er að fólk kynnist tónlistinni manns og fer kannski að skoða fleiri lög, finnur mann á facebook eða twitter og svo koll af kolli. Svo kemur fólk kannski á tónleika eða kaupir af mér plötu. En það er í raun ótrúlega merkilegt að svona gerist bara út frá einu lagi. Og svo er þetta allt dálítið fyndið því pers-ónulega finnst mér þetta ekkert svo skemmtilegt, ég hefði allavega valið annað,“ segir Sóley og hlær að þessu öllu saman.

Stundum erfitt að vera túrandi mamma„Plötusala fer dvínandi með hverju ári en síðasta platan mín er samt alveg að seljast eitthvað ennþá í búðum eins og Smekkleysu, aðal-lega af túristum hafa þau sagt mér. Vínillinn er líka kominn í þriðju endurprentun svo þetta mjakast út. En helsta tekjulind tónlistarfólks í dag held ég að sé af tónleikahaldi. Þar selur maður líka plötur ef maður nennir að fara fram eftir tónleika, en það er mis-jafnt eftir löndum. Mér gengur sérstaklega vel í Þýskalandi þar sem útgáfufyrirtækið mitt er og mér finnst líta alveg yndis-legt að spila þar, segir Sóley sem er á leið þangað og til Pól-

lands þar sem nú þegar er uppselt á flesta tónleika. Í framhaldinu fer hún svo til helstu borga Evrópu en svo stefnir hún á að spila mikið á Íslandi í sumar. Eftir sumarið fer hún svo aftur á flakk því hún er bókuð víðsvegar um heiminn fram að jólum.

Fyrir utan að vera á fullu við að kynna nýju plötuna er Sóley líka á fullu við að kynnast rúmlega eins árs gamalli dóttur sinni og móður-hlutverkinu. „Þetta gengur ótrú-lega vel. Reyndar er stundum al-veg ömurlegt að vera úti því hún er ennþá svo lítil og svo er hún voða-leg mömmustelpa. Hún var bara að hætta á brjósti núna eftir að ég kom frá Japan. Ég fór til Ástr-alíu að spila þegar hún var aðeins yngri og var þá bara að pumpa mig á fullu til að reyna að halda í mjólk-ina og svo tók hún sem betur fer aftur brjóstið þegar ég kom heim. Ég var ekki alveg tilbúin til að sleppa henni frá brjóstinu, ég var svo ákveðin í að þessi tónleikaferð yrði ekki til þess að barnið hætti á brjósti,“ segir Sóley og hlær.„ En hún kemur með mér í næstu ferð því mamma kemst með okkur, svo það er frábært. Áður fyrr hugsaði ég mikið um það hvernig ég myndi fara að ef ég ætti barn, hvort ég yrði ekki bara að hætta að spila og hætta að túra, en svo er þetta bara

vinnan mín og maður harkar þetta af sér.“

Platan unnin á erfiðum tímaSóley segir nýju plötuna sína vera mjög persónulega. Hún hafi verið unnin á erfiðu tímabili í lífi hennar og það endurspeglist í einhverj-um laganna. „Það er langt síðan síðasta platan mín kom út en ég byrjaði að vinna þessa plötu stuttu síðar og vann mikið í henni árið 2012, en það var svolítið mikið „hard-core“ ár fyrir mig. Það gerð-ist dálítið mikið af frekar hræði-legum hlutum þetta ár sem ég er aðeins að vinna úr í tónlistinni,“ segir Sóley sem vill ekki útlista þessa erfiðleika frekar.

„Stuttu síðar varð ég svo ólétt, alveg óvænt, og það var líka dálítið erfitt andlega. Ég var að takast á við mikið af tilfinningum og var því frekar kvíðin og hrædd alla með-gönguna. En svo var auðvitað allt í lagi eftir að ég fæddi hrausta stelpu.

En platan fjallar á köflum um það hvað hugur manns getur auð-veldlega fokkað upp í öllu. Sumt í textanum er undir áhrifum frá öllu þessu. En svo finnst mér gaman að því að platan skuli heita „Ask the deep“. Fyrst átti hún að fjalla mikið um hafið og hversu stórt og óhugnanlegt það getur verið, en svo á endanum var ég ekki að fjalla um djúpan sjó heldur hversu djúpt við getum farið í hugsanir okkar,“ segir Sóley sem finnst frekar skrítið að í dag skuli öllu þessu

persónulega efni verða deilt með þeim sem vilja hlusta. „Það er

mjög skrítin tilfinning en líka samt svo æðisleg því það eru allar tilfinningarnar þarna.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

26 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

Fögnum samanFögnum saman60 ára afmæli Kópavogs

#kopavogur60PIPAR

\TBW

A - SÍA - 152045

Líf og �ör í Kópavogi alla helgina!

PIPAR\TBWA - SÍA - 152045

Líf og �ör í Kópavogi alla helgina!

9.–10.MAÍ Handverkssýningí félagsmiðstöðvum

eldri borgara, Gjábakka, Gullsmára

og Boðanum,kl. 13–17

Fögnum samanFögnum saman8.–10.MAÍ

Afmælistilboð

og stemning

í BYKO

Breiddinni60 ára afmæli Kópavogs60 ára afmæli Kópavogs

9. Handverkssýningí félagsmiðstöðvum

eldri borgara, Gjábakka, Gullsmára

og Boðanum,

10.MAÍHestasýningá vegum æskulýðs-nefndar Spretts og

teymt undir börnum,kl. 14–16

60 ára afmæli Kópavogs60 ára afmæli Kópavogs60 ára afmæli Kópavogs60 ára afmæli Kópavogsá vegum æskulýðs-

nefndar Spretts og teymt undir börnum,kl. 14–16

60 ára afmæli Kópavogs10.

MAÍ

ÞRÍKÓ, Kópavogs-

þríþrautin 2015

Keppni, skemmtiatriði

og barnaþraut,

kl. 8.30–12.15

Líf og �ör í Kópavog11.

MAÍ

Afmælisdagur

Kópavogsbæjar

Sýning leikskólanna

á Hálsatorgi,

kl. 10

i alla helgina!i alla helgina!

0. Handverkssýningí félagsmiðstöðvum Gjábakka, Gullsmára

9.MAÍ

SUNDLAUGAFJÖR

Ís, kaffi og súkkulaði

í Kópavogslaug

og Salalaug,

kl. 11–15

PIPAR\TB

WA - SÍA - 152045

í BYKOí BYKO

BreiddinniBreiddinni

9.MAÍ

SUNDLAUGAFJÖR

og súkkulaði

í Kópavogslaug

9.MAÍAfmælisveislaí Smáralind,risaafmæliskakaog �ör,kl. 14–17

10.MAÍMAÍ

ÞRÍKÓ,

þríþrautin 2015

Keppni, skemmtiatriði

og barnaþraut,

kl. 8.30–12.15

111.MAÍ

Afmælisdagur

10.MAÍ

Stórtónleikarí Kórnum

kl. 16–17.30

Húsið opnar kl. 15. Hoppukastalar og �ör. Ókeypis aðgangur!Fjölmargir listamenn úr Kópavogi koma fram á tónleikum fyrir alla �ölskylduna.Fríar strætóferðir frá Hamraborg í Kórinn með viðkomu í Smáralind, fram og til baka, frá kl. 14 til 18.30.

Þú finnur nánari upplýsingar um tónleikana og aðra viðburði á kopavogur.iseða á Facebook-síðu Kópavogsbæjar.

Húsið opnar kl. 15. Hoppukastalar og �ör. Ókeypis aðgangur!Húsið opnar kl. 15. Hoppukastalar og �ör. Ókeypis aðgangur!Fjölmargir listamenn úr Kópavogi koma fram á tónleikum fyrir alla �ölskylduna.Fjölmargir listamenn úr Kópavogi koma fram á tónleikum fyrir alla �ölskylduna.

Þér er boðið á stórtónleika í Kórnum sunnudaginn 10. maí kl. 16

RIBEYE STEIK MEÐ SVEPPAKARTÖFLUMÚS

4x200 gr nauta rib eye2 stk hvítlauksgeirarolía til steikingar150 gr smjör SjávarsaltSvartur pipar úr kvörn

Hitið pönnu og brúnið steikurnar fyrst á annarri hlið-inni upp úr olíunni og snúið svo kjötinu við og bætið smjörinu og hvítlauknum út á og ausið smjörinu yfir þar til kjötið hefur fengið fallega steikar skorpu allan hring-inn. Kryddið kjötið með salti og pipar og setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 8 mín. Takið kjötið út úr ofninum og látið það hvíla undir álpappír í 10 mín.

Olía til steikingarSjávarsaltvatnSteikið sveppina upp úr olíu og smjöri í potti. Hellið rjómanum í pottinn ásamt smurostinum, sveppakraftinum og hvítlauknum. Sjóðið saman þar til að osturinn leysist upp. Takið skrælið utan af kartöflunum og setjið þær út í pottinn með spínatinu, blandið öllu vel saman og smakkið til með saltinu. Þynnið kartöflumúsina með vatni ef hún er of þykk.

Sveppakartöflumús1 box sveppir smátt skornir½ poki spínat30 gr smjör250 ml rjómi2 msk sveppakraftur½ stk fínt rifinn hvítlaukur80 gr sveppasmurostur3 stk stórar bökunarkartöflur

Gild

ir t

il 10

. maí

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

BLÁBERJA LAMBASTEIK1.944 kr/kgverð áður 2.592

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

MARINERAÐ GRÍSAFILE1.749 kr/kg

verð áður 2.499

Uppskrift fyrir 4

UNGNAUTARIBEYE

3.999kr/kgverð áður 4.999

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Að hætti Eyþórsmatgæðingur Hagkaups

og yfirkokkur á Gló

KALKÚNASNEIÐARM/ LEMONGRASI

1.524 kr/kgverð áður 2.177

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBAPRIME

3.299 kr/kgverð áður 4.399

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

ÚRVAL AF BARNAMAT

Ljúffengir og afar hentugir chia grautar stútfullir af næringu fyrir unga sem aldna. Fullkomið orkuskot í amstri dagsins! Chia fræ+ávextir+grænmeti. Án viðbætts sykurs.

1200 mg af Omega-3Trefja-og próteinríkir70-80 hitaeiningarGlútenlausir og vegan

Upplagt millimál, í nestisboxið, bílinn, gönguna og fyrir eða eftir æfinguna.

Semper hefur yfir 80 ára reynslu af framleiðslu á barnamat. Í boði er breytt vöruúrval af mat semuppfyllir næringaþörf ungra barna.Maturinn er framleiddur undir ströngum gæða-og öryggisstöðlum.

Ella‘s Kitchen barnamatur er eingöngu unninn úr lífrænum innihaldsefnum og inniheldur engin aukefni, s.s. sykur, salt eða rotvarnarefni. Ella‘s Kitchen leggur auk þess áherslu á að vera umhverfisvæn og gefa til baka til samfélagsins.

HiPP býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænum, bragðgóðum og heilnæmum barnamat fyrir börn á öllum stigum aðlögunar að fastri fæðu. Allar HiPP vörurnar eru greinilega auðkenndar með aldri, til að auðvelda þér að velja bestu vörurnar fyrir barnið þitt.

Við höfum framleitt næringarríkan barnamat síðan 1867. Maturinn sem við búum til fyrir börn á ekki bara að bragðast vel heldur á hann að gefa litlum börnum allt sem þau þarfnast til að fá gott veganesti út í lífið. Þess vegna notum við sérvalið ferskt hráefni og leggjum ríka áherslu á öryggismál við fram-leiðslu matarins.

Fjörulambið frá SS er tilvalin nýjung á grillið. Í kryddlöginn notum við söl sem gefur kjötinu örlítinn sjávarkeim en er alls ekki yfirþyrmandi. Fjórar tegundir eru í línunni læri, file, rib-eye og framhryggjasneiðar. Línan er án allra aukefna.

FJÖRULAMB

RIBEYE STEIK MEÐ SVEPPAKARTÖFLUMÚS

4x200 gr nauta rib eye2 stk hvítlauksgeirarolía til steikingar150 gr smjör SjávarsaltSvartur pipar úr kvörn

Hitið pönnu og brúnið steikurnar fyrst á annarri hlið-inni upp úr olíunni og snúið svo kjötinu við og bætið smjörinu og hvítlauknum út á og ausið smjörinu yfir þar til kjötið hefur fengið fallega steikar skorpu allan hring-inn. Kryddið kjötið með salti og pipar og setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 8 mín. Takið kjötið út úr ofninum og látið það hvíla undir álpappír í 10 mín.

Olía til steikingarSjávarsaltvatnSteikið sveppina upp úr olíu og smjöri í potti. Hellið rjómanum í pottinn ásamt smurostinum, sveppakraftinum og hvítlauknum. Sjóðið saman þar til að osturinn leysist upp. Takið skrælið utan af kartöflunum og setjið þær út í pottinn með spínatinu, blandið öllu vel saman og smakkið til með saltinu. Þynnið kartöflumúsina með vatni ef hún er of þykk.

Sveppakartöflumús1 box sveppir smátt skornir½ poki spínat30 gr smjör250 ml rjómi2 msk sveppakraftur½ stk fínt rifinn hvítlaukur80 gr sveppasmurostur3 stk stórar bökunarkartöflur

Gild

ir t

il 10

. maí

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

BLÁBERJA LAMBASTEIK1.944 kr/kgverð áður 2.592

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

MARINERAÐ GRÍSAFILE1.749 kr/kg

verð áður 2.499

Uppskrift fyrir 4

UNGNAUTARIBEYE

3.999kr/kgverð áður 4.999

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Að hætti Eyþórsmatgæðingur Hagkaups

og yfirkokkur á Gló

Að hætti EyþórsAð hætti EyþórsAð hætti Eyþórsmatgæðingur Hagkaups matgæðingur Hagkaups matgæðingur Hagkaups

og yfirkokkur á Glóog yfirkokkur á Glóog yfirkokkur á Gló

KALKÚNASNEIÐARM/ LEMONGRASI

1.524 kr/kgverð áður 2.177

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

LAMBAPRIME

3.299 kr/kgverð áður 4.399

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

ÚRVAL AF BARNAMAT

Ljúffengir og afar hentugir chia grautar stútfullir af næringu fyrir unga sem aldna. Fullkomið orkuskot í amstri dagsins! Chia fræ+ávextir+grænmeti. Án viðbætts sykurs.

1200 mg af Omega-3Trefja-og próteinríkir70-80 hitaeiningarGlútenlausir og vegan

Upplagt millimál, í nestisboxið, bílinn, gönguna og fyrir eða eftir æfinguna.

Semper hefur yfir 80 ára reynslu af framleiðslu á barnamat. Í boði er breytt vöruúrval af mat semuppfyllir næringaþörf ungra barna.Maturinn er framleiddur undir ströngum gæða-og öryggisstöðlum.

Ella‘s Kitchen barnamatur er eingöngu unninn úr lífrænum innihaldsefnum og inniheldur engin aukefni, s.s. sykur, salt eða rotvarnarefni. Ella‘s Kitchen leggur auk þess áherslu á að vera umhverfisvæn og gefa til baka til samfélagsins.

HiPP býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænum, bragðgóðum og heilnæmum barnamat fyrir börn á öllum stigum aðlögunar að fastri fæðu. Allar HiPP vörurnar eru greinilega auðkenndar með aldri, til að auðvelda þér að velja bestu vörurnar fyrir barnið þitt.

Við höfum framleitt næringarríkan barnamat síðan 1867. Maturinn sem við búum til fyrir börn á ekki bara að bragðast vel heldur á hann að gefa litlum börnum allt sem þau þarfnast til að fá gott veganesti út í lífið. Þess vegna notum við sérvalið ferskt hráefni og leggjum ríka áherslu á öryggismál við fram-leiðslu matarins.

Fjörulambið frá SS er tilvalin nýjung á grillið. Í kryddlöginn notum við söl sem gefur kjötinu örlítinn sjávarkeim en er alls ekki yfirþyrmandi. Fjórar tegundir eru í línunni læri, file, rib-eye og framhryggjasneiðar. Línan er án allra aukefna.

FJÖRULAMB

Tónlistarbærinn KópavogurK ópavogur fagnar um helgina

60 ára afmæli. Þetta næst stærsta bæjarfélag landsins

hefur á undanförnum áratugum alið ungmenni sín á íþróttaiðkun og tón-listarnámi og fjöldinn allur af helstu listamönnum þjóðarinnar sleit barns-skónum í Kópavogi. Er þá hlutur Þórunnar Björnsdóttur, stofnanda Skólakór Kársness, og Björns Guð-jónssonar, stofnanda Skólahljóm-sveitar Kópavogs, stærstur í blóm-legu listastarfi bæjarins undanfarna áratugi. Hvort sem það er pönk, popp,

þungarokk, djass eða klassík, þá hafa listamenn úr Kópavogi sett lit sinn á tónlistarlíf þjóðarinnar. Hér eru nokkur dæmi þekktra listamanna og hljómsveita úr Kópavogi. Listinn yrði enn lengri ef þeir listamenn sem búið hafa í bænum til langs tíma eru teknir inn í dæmið, en meðal þeirra eru þau Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, Sigga Beinteins og Björn Thoroddsen, svo einhverjir eru nefndir. Á sunnudag-inn býður Kópavogur til mikillar veislu í Kórnum. Allir sem koma þar fram eru úr, eða búa í Kópavogi.

Kópavogur er eins og Liverpool„Kópavogur er eins og Liverpool,“ segir Erpur Eyvindarson, Blaz Roca, sem alinn er upp á Kársnesinu. „Við þurftum bara að gera eitthvað, þurftum að djöflast og þess vegna voru allir inni í skúr að skapa. Það var engin veisla í íþróttamálum í Kópavogi hér áður fyrr, ekki eins og í dag. Fyrir utan kvenna-knattspyrnuna, og einhverjar nokkrar hræður sem fóru í eitthver sprikl. Þess vegna fóru bara allir að búa til músík í staðinn,“ segir Erpur. „Bærinn er byggður upp af því fólki sem ekki fékk lóðir í Reykjavík. Þeir sem fengu ekki lóðir í Reykjavík voru vinstri-menn, geðsjúklingar eða alkóhólistar. Þetta fólk fór í Kópavoginn og þess vegna er þetta besta bæjarfélag í heimi, með hjarta bæjarins í Hamraborg,“ segir Erpur. „Við látum okkur ekki leiðast. Við þurfum bara einn streng í gítarinn og þá er komið partí,“ segir Erpur, Blaz Roca.

Fræbbblarnir Margir segja að íslenskt pönk hafi fæðst í Hamra-borg.

Ríó TríóHinir stórskemmtilegu drengir sem aldrei eldast ólust upp og byrjuðu sinn tónlistarferil í Kópavogi.

Bogomil FontSigtryggur Baldursson Sykurmoli er Kópavogsbúi í húð og hár. Móeiður

JúníusdóttirMóa þótt vera með einstakan stíl og var vel eftir henni tekið, hvar sem hún kom fram. Bræður hennar, þeir Guðlaugur og Krist-

inn, fóru einnig fyrir Kópavogs-

sveitunum Tjalz Gissur og Vínyll á sínum tíma.

Emilíana TorriniFrægasta dóttir Kópavogs. Flutt heim, og að sjálfsögðu á sínar gömlu slóðir.

Guðrún GunnarsdóttirPoppsöngkonan og útvarps-konan ólst upp í Kópavogi og býr þar enn.

Sigfús Halldórsson Einn dáðasti lagahöfundur þjóðarinnar setti svip sinn á bæinn. Eftir Sigfús liggja margar af helstu dægur-perlum þjóðarinnar.

S/H DraumurDr. Gunni og hans tríó var leiðandi í pönkvæddu ný-bylgjurokki í upphafi níunda áratugarins.

Gissur PállTenórinn ljúfi sem ólst upp á Kársnesinu. Ásgeir

Ásgeirsson Einn fremsti djassgítarleikari landins um þessar mundir.

Erpur/Blaz RocaErp þarf ekki að kynna fyrir neinum. Harðari talsmann Hamraborgarinnar er vart hægt að finna.

Tvær Kópavogssveitir hafa unnið Músíktil-raunir. Soðin fiðla árið

1997 og Búdrýgindi árið 2002

Skólakór Kópavogs hefur verið í fram-varðarsveit íslenskra barnakóra í tæp 40 ár. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir.

Skólahljómsveit Kópavogs fagnar 50 ára afmæli árið 2017. Stjórn-andi hennar er Össur Geirsson.

Dead Sea AppleEin fremsta gruggsveit lands-ins á sínum tíma. Miklar vonir bundnar við útlönd á tíunda áratugnum.

Strigaskór nr. 42Þegar dauðarokkið reið yfir voru Strigaskórnir fremstir meðal jafningja, og svo er enn.

Salka SólEin skærasta stjarna ungu kynslóðar-innar.

Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.isOpið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16

Mæðradagurinn er á sunnudaginn

Súkkulaði frá Hafliða í Mosfellsbakaríi fylgir með ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira

30 úttekt Helgin 8.-10. maí 2015

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

– fyrst og fremstódýr!

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

Föstudagareru pizzudagar

Drögum útgjafakörfu

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.isSjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

3fyrir

2

PIZZUBOTNAR

Þú velur þrjá botna

Borgar fyrir tvo. Ódýrasti botninn er frír. M

á blanda sam

an b

otnu

m.

249kr.pk.

Jamie Oliver Penne pasta, 500 g

389kr.pk.

Jamie Oliver Tagliatelle grænt pasta, 500 g389kr.

pk.

Jamie Oliver Tagliatellepasta, 500 g

Penne pasta, Penne pasta, Penne pasta, Penne pasta, 500 g500 g

249kr.pk.

Jamie Oliver Fusilli pasta, 500 g

249kr.

Jamie Oliver lasagna, 250 g249249249249249249249249Jamie Oliver lasagna, 250 gasagna, 250 g

249kr.pk.

Jamie Oliver spagettí, 500 g

LEIKUR

Vertu meðfacebook.com/kronan.is

Taktuþátt

Taktu þátt í skemmtilegum leik á Facebook síðu

Krónunnar. Drögum eina glæsilega gjafakörfu á dag,

næstu 6 daga, frá Jamie Oliver.

Það margborgar sig að vera vinur Krónunnar

á Facebook. Nýr leikur í hverri viku.

Vertu með

daglega

Pasta

T

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur

og/e

ða m

ynd

abre

ngl

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Þ egar Jean Marie Ghionga var nýorðinn sextán ára fékk hann vinnu í lítilli mat-arbúð í Corti, fimm þúsund manna bæ

upp í fjöllum Korsíku. Þetta var fyrir rúmri hálfri öld, um það leyti sem Bítlarnir komu fram í The Ed Sullivan Show. Síðan hefur margt gerst; Bítlarnir hættu og tveir þeirra dóu, unga fólkið flúði sveitirnir í bæina, úr bæjunum í borgirnar og frá Korsíku upp á land eða út í heim. En Jean Marie stendur enn í búðinni, sem er vart stærri en fjórtán fermetrar; átján ef maður telur með stéttina fyrir utan þar sem ávextir eru á borðum. Þetta hefur verið heimur Jean Marie í hálfa öld. En þótt þetta sé lítill heimur í fermetrum þá hef-ur hann djúpar rætur sem ná aftur um tvær aldir. Eða svo fullyrðir Jean Marie. Hann segir þessa búð vera þá elstu í Evrópu, stofnaða um aldamótin 1800. Það er skrítin fullyrðing. Ég hef komið í nokkrar eldri búðir en þetta í París. Og Englandi, í Suffolk er búð sem sögð er 600 ára gömul, hið minnsta. Og í Marokkó, Miklagarði, Kaíró, Aleppo og víðar eru mark-aðir sem eru þúsund og mörg þúsund ára. En ekki deili ég við Jean Marie. Ég er sprottinn úr fámenninu, eins og hann, kem frá einangr-uðu landi, eins og hann. Ég veit að sagan á einangruðum stöðum sveigist að sjálfhverfu. Hann má eiga elstu búð í heimi ef ég má eiga elsta þing í heimi.

Gamall maður í fornri búð í stöðnuðum heimiBúðin hans Jean Marie Ghionga er mikið meistaraverk í innsetningu. Þetta er leikmynd utan um hugmynd. Búðin er eins og matarút-gáfa af Bókinni á Klapparstíg og Jean Marie er einskonar matarútgáfa af Braga Kristjóns-syni. Hann er stjarna sem bíður síns Egils Helgasonar, tilbúið örleikrit í fullbúinni leik-mynd.

Frá því Jean Marie byrjaði í búðinni hef-ur íbúum á Korsíku ekki fjölgað neitt. Eða ekkert að ráði. Það er svipuð staða og ef Ís-lendingar væru enn bara 200 þúsund. Ef Kor-síkumönnum hefði fjölgað jafnt mikið og Ís-lendingum síðan Jean Marie kom í búðina væru þeir 160 þúsund fleiri í dag. Þriðjungur Korsíkumanna hefur því gufað upp á þessum tíma, flestir flutt upp á fastalandið til Frakk-lands. Bráðum verða Korsíkumenn fjölmenn-ari í Marseille en á Korsíku. Þar er líklega miðstöð korsískrar menningar í dag. Korsíku-menn eru flestir án föðurlands og móðurmáls; búa utan Korsíku og tala ekki korsísku þótt þeir skilji mörg orðanna. Engu að síður eru þeir Korsíkumenn. Það er ekki hægt að eiga samtal við fólk sem er ættað og upprunnið frá Korsíku nema í fáeinar mínútur án þess að það komi fram hvaðan það er. Þeir eru að þessu leyti eins og Íslendingar í Noregi. Þeir elska landið sem getur ekki haldið þeim.

Jean Marie er táknmynd þeirra sem aldrei sigldu norður. Hann er gamall maður í gamalli búð sem tilheyrir gömlum tíma, lokaður í ver-

öld sem getur ekki þróast af því að unga fólkið fór. Eða svo gæti maður haldið.

Búð sem segir aðra söguEn þegar við skoðum búðina betur sjáum við að hún hefur endurnýjað sig margoft síðan Bítlarnir voru og hétu. Vörurnar, sem er þétt-raðað í hillur sem ná frá gólfi og upp undir rjáfur, eru nýjar þótt þær byggi á gömlum grunni. Þetta er ekki maturinn sem fólkið í Corti keypti fyrir hálfri öld heldur viðbrögð við umbreytingu eyjarinnar úr einangruðu deyjandi landbúnaðarsvæði í vaxandi ferða-mannastað. Í raun má lesa af þessum hill-um fremur gríðarlegan kraft en syfjulega stöðnun. Korsíkumönnum hefur tekist að svara eftirspurn ferðamanna eftir korsískum mat og aðlagað hefðbundinn mat að þörfum ferðamanna. Fólk á ferð kaupir öðruvísi inn en fólk sem heldur heimili. Líklega er vel yfir helmingur af vörunum í búðinni hans Jean Marie fremur sniðinn að þörfum ferðafólks en heimilisfólks; hunang í krukkum, líkjörar á flöskum, niðursoðin villisvín, ólívur í dós eða krukku, vínflöskur, sápur og ilmsölt, ólívu-olíur, ostar ... Ég ætla ekki að telja þetta upp. Jean Marie er með álíka mörg vörunúmer og meðalstór Bónusbúð. En þetta er ekki almenn matvöruverslun heldur þemabúð. Þemað er Korsíka. Leikendur eru maturinn frá Korsíku og sagan segir frá því hvernig hann aðlagaði sig eftir umbreytingu eyjarinnar frá einangr-uðu landbúnaðarsvæði í ferðamannaland.

Þeir sem vilja skilja sögu Íslands á komandi árum ættu því að koma við í búðinni hans Jean Marie í Corti. Þar geta þeir séð hvernig hægt er að byggja á gömlum hefðum til að búa til nýjar vörur fyrir ferðamenn. En þeir geta líka séð hvernig ferðamennirnir breyta landinu. Jean Marie er ekki lengur matvörukaupmað-ur heldur er hann persóna í leikriti sem sett er upp fyrir ferðamenn. Hann leikur sjálfan sig sem gamlan karl í fornri búð með langa sögu. Ekkert af þessu er satt þótt það sé í sjálfu sér ekki lygi. Hann er fastur í því tómarúmi sem Michel Houellebecq lýsti svo vel í Kortinu og landinu. Hann er hluti af skemmtanaiðnaðin-um, selur ferðamönnum skældar hugmyndir um eitthvað upprunalegt og ósnortið en sem er í raun miklu nýrra en flest í hugmynda-heimi ferðamannanna. Búðin hans er Disney-world fyrir fullorðna og hann er Mikki mús.

Ferðamannabúðir og heimamanna-búðirÉg efast um að fólkið í Corti kaupi inn hjá Jean Marie. Við sáum hann stuttu seinna fá sér kaffi á place Gaffory og hann sat þar út á torg-inu miðju á spjalli við mann sem virtist vera aðkomumaður. Heimafólkið sat hins vegar upp við vegginn á Le Bar de la Haute Ville þar sem var meira skjól fyrir sól og vindi. Líklega verslar það í búðunum niður á Cours Paoli. Þar eru hefðbundnari matarbúðir og svo ein-hverjir stórmarkaðir við jaðar bæjarins. Þeir

eru þó ekki það margir eða stórir að þeir hafi drepið miðbæinn. Við höfum séð mörg dæmi þess um alla Evrópu; hvernig stórmarkaðir við bæjarmörk soga bæjarbúa úr bænum og hindra sveitafólkið úr nágrenni í að fara niður í bæ. Og bærinn dofnar þá og deyr. Það er háskalegt að flytja til segullinn í mannlífinu.

Við höfum líka komið í mörg þorp þar sem ferðamannaverslunin lifir en heimilisversl-unin hefur lognast út af. Heimamenn neyðast þá til að keyra í næsta bæ eftir lífsnauðsynjum eða láta sig hafa það að kaupa í matinn eins og þeir væru túristar. Sorglegasta dæmið fannst mér vera á Hvolsvelli. Þar stóð ég og horfði í kæliborðið á pakka af allskyns kjöti í sósu til að setja á grill, en ekkert kjöt annað og engan fisk. Grey fólkið á Hvolsvelli, hugsaði ég, það fær ekkert annað að borða en grillkjöt frá því um miðjan maí og fram undir lok september. Heimamenn eru orðnir minnihluti þeirra sem versla í einu búðinni í þorpinu. Búðin hefur snúið sér frá þeim og að sumarbústaðafólk-inu. Svona ástand er líka í mörgum þorpum í Frakklandi þar sem borgarbúar hafa keypt upp góðan hluta af húsunum. Í restinni af húsunum býr fólk sem er fast í sumarleyfi annarra.

En Corti er ekki komið þangað. Bærinn er of stór til að vera í hættu. Það má hins vegar sjá þessi áhrif í sumum þorpanna í kring en alls ekki öllum. Sum eru undarlega dauf en önnur undarlega kvik og lifandi. Við gistum í tveimur ekki svo langt frá Corti, Veneco og Vivario, og féllum fyrir þeim báðum. Það er eitthvert seiðmagn í þorpunum í skóginum í fjöllunum á Korsíku, tíminn er kyrr og slær annan takt. Ég gæti vel hugsað mér að sitja á

þorpstorgi upp í fjöllunum á Korsíku og spila olsen olsen í mánuð eða tvo.

Félagslegt heilsubótarsnakkVið sátum á Gaffory-torgi í efri bænum í Corti og horfðum á mannlífið. Í suðrinu eru litlar íbúðir en mörg torg og sterk tilfinning fyrir samfélagi manna. Í norðrinu eru stórar íbúðir en fá torg og mannfélag í upplausn. Þegar ég verð gamall vil ég frekar spila boccia á torgi á Korsíku en að sitja í lazyboy á öldrunarheim-ili Eir og horfa á Landann. Einhvern veginn svona hugsar maður í sólinni.

Við torgið er kirkja, minjagripabúð, sælgæt-is-, köku og ísbúð, samlokugerð, kaffihús og bar. Á því miðju er óþarflega fyrirferðarmikil stytta af Jean-Pierre Gaffory, lækni sem stóð fyrir uppreisn gegn Genúamönnum um miðja átjándu öld þegar Korsíka hafði tilheyrt sjó-veldi þeirra í 500 ár. Gaffory var drepinn eins og uppreisnarmenn eru gjarnan. Það voru sex karlar sem skutu hann og einn þeirra var bróðir hans. Hann sýndi honum þá kurteisi að skjóta hann í bakið svo hann þyrfti ekki að fara með þá sorglegu sýn yfir í annan heim að hafa verið drepin af eigin holdi. Svona eru átök í litlum samfélögum; þau kljúfa fjölskyldur og vini.

Drottningin á torgin eru Mariane, kona á sjötugsaldri með rautt blóm í hárinu, kvik í hreyfingum og með stórt bros sem er ein-lægt þótt tennurnar séu falskar. Hún lætur hvern og einn líða eins og sá sé sérstaklega velkominn á torgið meðan hún ber fólki kaffi og drykki. Þeir sem eru svangir geta sótt sér eitthvað gott í samlokugerðina. Þar ræður ríkjum gömul kona og önnur lítið eitt yngri selur ís, kökur og konfekt úr annari búð. Úr

Veröldin er lítið

torgHér segir af búð sem vill vera sú elsta í Evrópu, Braga Kristjóns-syni þeirra Korsíkubúa, áhrifum ferðamanna á matarframleiðslu og -innkaup, litlum íbúðum og stórum torgum í suðrinu, konum sem hlæja að smámunum, góðum samlokum, hefndarmorðum og öðru því sem gerist undir heitri sól á smábæjar-torgum hátt upp í fjöllum Korsíku.

Samloka með skinku af hálfvilltu svíni, eilítið af súrri gúrku og hálfu salatblaði. Fullkominn hádegisverður á Gaffory-torgi með korsísku fjallavatni og kaffi á eftir með nettri sneið af kastaníuhnetuköku úr sæl-gætisbúðinni. Mynd/Alda Lóa

Jean Marie Ghionga hefur staðið í litlu búðinni í Corti í hálfa öld og umbreytt henni úr hverfismatvöruverslun í Disneyworld fyrir fullorðna ferðamenn. Mynd/Alda Lóa

32 matartíminn Helgin 8.-10. maí 2015

þessu má raða saman fullkomnum hádegisverði.

Torgið er konuheimur, veröld gamalla kvenna. Dóttir okkar, átta ára, var klipin átján sinnum í kinn-ina og fékk ís, konfekt, tyggjó og límonaði fyrir að vera svona mikið krútt. Mest fjörið er við borðið næst samlokugerðinni. Þangað leituðu konurnar um leið og hlé verður á afgreiðslunni og þangað koma vinir þeirra úr þorpinu. Við skiljum ekki orð af því sem fólkið segir og vitum ekki af hverju það hlær, en við höf-um setið við svipuð borð með líku fólki og hlegið af sambærilega létt-vægum hlutum. Kúnstin við svona samtöl er að segja ekkert sem skipt-ir neinu sérstöku máli en segja það þannig að allt annað virðist hjóm og óþarfa áhyggjur og vesen. Þetta er svona félagslegt heilslubótarnudd, gerir sálinni og andanum gott. Skortur á svona léttvægu snakki er að gera íslensku þjóðina sturlaða. Það þolir enginn að hneykslast og skammast frá morgni til kvölds.

Goðaveldið fellur en klíkurnar lifaLengst frá þessu borði, við hinn endann á húsveggnum sátu yngri menn og ræddu landsins gagn og nauðsynjar meðan þeir supu bjór. Einn þeirra var múrarameistari sem var að endurbyggja íbúðar-húss við torgið — eða lét, öllu held-ur, nemann sinn vinna meðan hann sagði sjálfur sína skoðun við borðið. Þegar hann hafði slegið botninn í söguna stóð hann upp til að fara að vinna en þá kom sonur hans á hlaupahjóli, eini rastafarinn í Corti, tólf ára strákur með dreadlocks og skiljanlega þurfti múrarameistar-inn að leggja honum lífsreglurnar.

Auðvitað skilur gestkomandi ekki út á hvað lífið í litlum bæ upp í fjöll-unum á Korsíku gengur. Korsíka er lík Íslandi, hálöndum Skotlands, fjörðunum og norðurlandi Noregs og öðrum útnárum Evrópu. Þetta eru of fámenn svæði til að hafa staðið undir sterkri miðstjórn. Saga þeirra liggur frá stríðsherraklönum og goðum yfir í nútímastjórnmál sem eru mettuð af þjóðernishyggju, smá-kóngahætti, héraðshöfðingjum – og klíkum. Eins og íslensk nútímastjór-nmál eru í raun gömlu goðaveldin í búningi nútímastjórnmála skilst mér að stjórnmálin á Korsíku snúist um eitthvað allt annað en látið er í veðri vaka. Og undir niðri ráða ein-hverjar klíkur öllu. Sumar eru svo sterkar að fólk kallar þær mafíu, korsnesku mafíuna. Hún hefur putt-ana í of mörgu. Klarínettuleikari, vinkona okkar, varð til dæmis að hætta í píanónámi þegar hún var tíu ára vegna þess að píanókennarinn kunni ekki á píanó. En hann var frændi mannsins sem réð tónlistar-kennara í skólana. Skiljanlega hefur ekki byggst upp gott tónlistarnám á Korsíku. Þótt við búum að góðum tónlistarskólum á Íslandi þá þekkj-um við þessi eyðileggjandi áhrif klík-anna á aðra þætti mannlífsins.

Öllum morðum hættSturlungaöld lauk ekki á Korsíku fyrr en á síðustu öld. Langt fram á

þá tuttugustu voru hefndarvíg nán-ast daglegt brauð, alla vega viku-legt. Samfélagið var vafið inn í enda-lausan þráð hefnda og hefnda fyrir hefndir sem enginn kannski vissi upphafið að. Þetta ástand varði svo lengi vegna þess að hvorki Genúa-menn né Frakkar, sem tóku eyjuna af Genúa þegar veldi borgarinnar hnignaði, skiptu sér um of af Kor-síku. Þótt eyjan tilheyrði stærra ríkjasambandi voru það eftir sem áður smákóngar og héraðshöfðingj-ar sem stjórnuðu eyjunni og kúguðu fólkið. Það var ekki fyrr en eftir ára-tuga og aldalangan stöðugan fólks-flótta frá eyjunni að hefndarvígin lögðust af.

Þar sem við sátum á Gaffory-torgi í Corti vorum við ekkert hissa

á að Korsíkumenn væru hættir að stinga hvorn annan með hnífi til að verja heiður ættarinnar eða auka áhrif klíkunnar. Eins og Jean Mar-ie eru konurnar sem sinna okkur á torginu komnar vel á efri ár. Hefnd-ir, stríð og spellvirki hafa alltaf ver-ið ungs manns gaman, þótt oft séu það eldri menn sem egni þá yngri til ódáða. En þegar gamla fólkið hefur ekki lengur neinu ungu fólki að stjórna, nema kannski tólf ára strák sem vill frekar tilheyra tón-listinni á Jamaíku en hefndarvíg-um gömlu Korsíku, getur gamla fólkið lítið gert annað en hlegið í sólinni.

Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

Samlokugerðin og barinn á Gaffory-torgi í Corti. Þegar leið á hádegið fjölgaði við borðið næst okkur og lifn-aði yfir samtalinu. Þangað söfnuðust konurnar úr þorp-inu og héldu lífi í þorpsandanum þótt ferðamenn-irnir fylltu vel flest hinna borðanna og vildu eigna sér bæinn. Mynd/Alda Lóa

BRJÓSTABOLLAN 2015látum gott af okkur leiða

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir rannsóknir á brjóstakrabbameini. Landssamband bakarameistara leggur málefninu

lið með sölu brjóstabollunnar um mæðradagshelgina.

gongumsaman.islabak.is

matartíminn 33 Helgin 8.-10. maí 2015

Frá Alla til Kalla

HHvaða foreldri þekkir ekki suð barna sinna um dýr, sætan kett-ling eða hvolp? Það getur verið erfitt að standast slíkar óskir enda eru kettlingar og hvolpar afar krúttleg kvikindi. Vandinn er hins vegar sá að dýrin stækka og ekki er á vísan að róa með áhuga barnanna á rummungshundi eða ketti sem fer sínar eigin leiðir. Um-sjónin lendir því oftar en ekki á foreldrunum.

Við hjónakornin stóðum frammi fyrir þessu á sinni tíð, líkt og aðr-ir barnauppalendur, en stóðumst þrýstinginn. Því héldum við hvorki hund né kött. Ég var alla tíð harð-ur á þessu enda nennti ég ekki að taka þátt í slíku. Þó hafði ég góða reynslu af umgengni við hunda og kött þegar ég var strákur í sveit. Þar bar ég samt enga ábyrgð á dýrun-um, þau voru bara leikfélagar þegar þannig stóð á en annars vinnudýr, að minnsta kosti smalahundarnir.

Auðvitað má líta á málið frá öðru sjónarhorni, að það sé hollt börnum að alast upp með dýrum og læra að umgangast þau. Foreldrar verði því að leggja á sig þá vinnu og ábyrgð sem dýrahaldinu fylgir. Við gerðum það ekki, með undantekningum þó. Á einhverju suðtímabilinu létum við það eftir yngri syni okkar og eldri dóttur að eignast páfagauka. Þau fengu gauka og sitt hvort búrið – og bar að sjá um fuglana. Það gekk svona og svona og fuglahaldinu lauk þegar strákurinn hafði stungið matarkexi inn um rimlana um hríð í stað korns. Þá gáfum við fuglana á betra heimili – og mátti ekki á milli sjá hvor málsaðila var glaðari, foreldrarnir eða fuglaeigendurnir. Síðar eignaðist sama dóttir okkar hamstur, albínóa með bleik augu. Það var einkar hvimleiður einstak-lingur, svo ekki sé meira sagt, djöfl-aðist allar nætur í búri sínu á þartil-gerðu hjóli enda ku hamstar vera næturdýr, jafnt bleikir sem brúnir. Verst var þegar hamsturinn, sem gegndi nafninu Alli albínói, slapp úr búri sínu og hélt um hríð til í snúru-flækju undir sjónvarpinu. Þá hét ég því að dýrahaldi lyki á þessu Kópa-vogsheimili og við það var staðið.

Yngri dóttir okkar þráði, ekki síður en eldri systkinin, að eignast dýr, helst hvolp sem héldist í því formi fram á fullorðinsár. Ég var eftirlátssamur við yngsta barnið, það viðurkenni ég, en stóðst samt dýrapressuna, jafnvel þótt horft væri á mig stórum sannfærandi barnsaugum. Málið leysti ég með því að kaupa handa henni tuskudýr í hvert sinn er dýraþráin kom upp í henni. Mér er til efs að önnur börn á hennar reki hafi átt fleiri tuskukvik-indi. Enn er ég að rekast á þau hér og þar, einkum í sumarbústaðnum sem er endastöð fyrir margt gamalt og gott.

Það er því forvitnilegt að fylgjast með börnum okkar, sem nú eru full-orðið fólk, með sín börn sem suða í þeim um dýr. Yngri sonur okkar,

fyrrum páfagaukseigandi, virðist lítið spenntari fyrir dýrahaldi en faðir hans var á sínum tíma – og verst því sem má. Þó létu þau hjón undan þrábeiðni barna sinna fyrir skemmstu og keyptu fiskabúr. Það var fyllt af vatni og gerviplöntum og síðan trommað í bæinn og keyptir tveir fiskar. Þeir voru á lífi síðast þegar ég frétti. Fiskar í búri eru sniðug lausn fyrir foreldra. Það þarf tiltölulega lítið fyrir þeim að hafa, þeir þurfa ekki pössun nema ef fjar-vistir verða langar og það þarf ekki að fara með þá út að ganga.

Börn eldri sonar okkar og konu hans hafa líka suðað um dýr. For-eldrarnir hafa komið sér fimlega undan og reikna ég með því að minn ágæti sonur hafi lært talsvert af föður sínum á æskudögum og það komi sér vel nú. Ýmislegt getur þó gerst og börn eru hugmyndarík, ef þau ætla sér eitthvað. Tólf ára sonur þeirra sá að við svo búið mátti ekki standa og gerði bandalag við tíu ára gamla systur sína – án þess að fullorðnir á því heimili kæmu að málinu, enda hafa þau systkin án efa gert sér grein fyrir því að á brattann yrði að sækja ef fá ætti samþykki við ráðabrugginu. Strák-urinn gerði sem sagt út leiðangur í Elliðaárdalinn með félögum sínum, vopnaður kassa til að veiða kanínu. Eftir þriggja tíma smölun í dalnum tókst guttunum að lokka eina í kass-ann. Þeir þrömmuðu því með feng sinn heim á leið. Minn maður, elsta barnabarn okkar, vildi hefja kan-ínubúskap í garði foreldra sinna, án þess að láta þá vita. Kanínan fékk næturvist í herberginu hans fyrstu nóttina. Það er virðingarvert fram-tak, að mati ábyrgðarlauss afans. Hún fékk eina gulrót þessa fyrstu gistinótt.

Systirin var gerð að hluthafa í kanínubúinu, með því stranga skil-yrði að hún léti hvorki mömmu né pabba vita. Hún fékk jafnframt það hlutverk að gera villikanínuna hús-vana. Hvað gerir tíu ára nútíma-stúlka við þær aðstæður, hafandi lært sitt af hverju um hreinlæti og snyrtimennsku? Jú, hún setur kan-ínuna í sturtu og þvær með sjampói. Ekki fer sögum af því hvernig kan-ínan úr Elliðaárdalnum tók sturtu-baðinu en hitt liggur fyrir að báðum brá, móður og dóttur, með tilheyr-andi ópum, þegar baðherbergisvist þeirrar yngri þótti hafa dregist úr hömlu. Mamman opnaði dyrnar til þess að kanna hvort ekki væri allt í lagi en hrökklaðist til baka þegar hún kíkti inn. Þar sat stelpan flötum beinum á baðhergisgólfinu og beitti hárþurrku móður sinnar af kúnst á hráblautan feld villikanínu úr El-liðaárdal.

Kexgaukarnir voru ekkert mál á sínum tíma og jafnvel leiðindagaur-inn Alli albínói, blessuð sé minn-ing hans, stenst engan samanburð við þessar stórkostlegu framfarir í dýrahaldi milli kynslóðanna, sjálfri heimkomu Kalla kanínu.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

36 viðhorf Helgin 8.-10. maí 2015

www.gaman.is / [email protected] / Gaman Ferðir fljúga með WOW air

saman!Gaman

Innifalið í verðinu er flug til Prag, gisting í 3 nætur miðað við 2 saman í herbergi,morgunmatur, ferðir til og frá flugvelli, ferðir til og frá golfvöllum og þrír golfhringir.

Gol�erð til Prag11. - 14. júní

139.900 kr.Frá:

Innifalið í verðinu er flug til London, gisting í 2 nætur, morgunmatur og Club Wembley-miði á úrslitaleikinn. Við eigum líka nokkur sæti eftir í fótboltaferðina á Holland – Ísland í september.

FA Cup Final 29. - 31. maí í London

219.900 kr.

með Gaman Ferðum

Innifalið í verðinu er flug til Prag, taska báðarleiðir og gisting í 3 nætur á Mooo Apartments á frábærum stað í miðbænum miðað við 2 saman í herbergi.

Helgarferð til Prag 11. - 14. júní

Frá: 79.900 kr.

Frá:

Innifalið í verðinu er flug til London, gisting í 2 nætur, morgunmatur og VIP-miði á tónleika Madonnu. Við erum einnig með í boðitónleikaferðir á Fleetwood Mac, AC/DC, One Direction og U2.

Madonna í London1. - 3. desember

129.900 kr.Frá:

S tarf aðstoðarökumanns í ralli er skrítið djobb. Lesa tölur um beygjur á meðan ökumaður-

inn keyrir eins hratt og mögulegt er og jafnvel aðeins hraðar á köflum. Það var því slegið til þegar bauðst að prófa heita sætið í sérútbúnum Opel eyðimerkurrallbíl á dögunum. Tveir hringir á slóða í Jósepsdalnum þar sem keyrt var á rétt rúmlega fullu gasi undir styrkri stjórn hins ung-verska Balázs Szalay, þaulreynds ral-lökumanns sem keppt hefur lengur í hinu heimsfræga París-Dakar ralli en við mannfólkið höfum putta til að telja. Sem betur fer þurfti farþeg-inn að þessu sinni ekki að lesa upp

neinar tölur á meðan bununni stóð. En um leið og maginn snéri rétt var hægt að hugsa um hversu erfitt er að lesa staf þegar allt hristist og skelfur eins og jörðin sé að farast.

Það er Bílabúð Benna sem fékk rallbílinn hingað á Frón og hægt verður að skoða gripinn, og vænt-anlega Balázs sjálfan ásamt öllu öðru sem hugur bílaáhugamanns-ins girnist, á bílasýningu Bílgreina-sambandsins „Allt á hjólum“ sem fram fer í Fífunni í Kópavogi nú um helgina.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.

BÚRILJÚFUR

www.odalsostar.is

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Flott hönnun– frískt og glaðlegt útlit

Verið velkomin í verslun

RV

og sjáið úrvalið af

glæsilegum

hágæða postulínsborðbúnaði.

Rallrúntur um Jósepsdalinn með viðkomu í Fífunni

Hægt verður að skoða þennan Opel rallbíl á bílasýningu Bílgreinasambandsins í Fífunni í Kópavogi um helgina. Ljósmynd/Hari

Slegið í fákinn í Jósepsdal. Ekið á rétt rúmlega fullu gasi.

Helgin 8.-10. maí 2015 bílar 37

Allt í einu var ég bara kominn með kennarann heim til mín að vekja mig.

E inkunnarorð deildarinnar eru: Enginn getur allt en allir geta eitthvað,“ segir Kristín

María Indriðadóttir, verkefnastjóri fjölgreinadeildar Lækjarskóla sem tekur á móti mér í Menntasetrinu við lækinn í Hafnarfirði. Hún lætur sér ekki nægja handaband heldur faðmar hún mig eins og við séum aldagamlar vinkonur. Í fjölgreina-deildinni eru nemendur úr 9.-10. bekk grunnskólanna í Hafnarfirði en þeir glíma við sértæka námserf-iðleika og tilfinninga- og hegðunar-röskun. Á síðustu árum hefur hóp-urinn breyst að því leyti að flestir nemendur eru í ofantöldum hópi en færri sem eiga við félagsleg vanda-mál að stríða svo sem vegna eineltis eða annarra tengdra þátta.

Það eru frímínútur þegar mig ber að garði og drengirnir að gæða sér á nýbökuðum lummum en fyrr um morguninn höfðu þeir fengið morg-unkorn. Þeir borða allir morgunmat í skólanum en foreldrar þeirra greiða sérstakan fæðiskostnað. Deildin var stofnuð árið 2004 þegar úrræði vant-aði fyrir 3-4 drengi í 10. bekk sem áttu í félags- og námslegum erfið-leikum í sínum skólum í Hafnarfirði. Fjöldi nemenda á hverju ári hfur farið

allt frá 13 og upp í tæplega 30.

Sækja nemendur heim í rúmEftir frímínútur er drengjunum skipt í tvo hópa og Kristín, eða Stína eins og hún er alltaf kölluð, fer með mér í tíma hjá 10. bekkingunum. Misjafnt er hvort þeir byrjuðu í fjöl-greinadeildinni í 10. bekk eða voru þar einnig á fyrra ári. Sumir þeirra eru kvíðnir, eru með skólaleiða og sjá í byrjun jafnvel ekki tilgang með því að mæta í skólann. Yfirleitt eru það nemendur sem höfðu mætt illa í grunnskóla árin áður vegna vanlíð-unar. Ég segi drengjunum að ég hafi heyrt að ef nemendur fjölgreina-deildar ætli að sofa af sér skóla-daginn fari kennari, í samráði við foreldra, hreinlega heim til þeirra og sæki þá, og spyr hvort einhver hafi lent í þessu. Sem betur fer hef-ur ekki komið til þess í ár en einn þeirra segist hafa fengið kennara heim þegar hann var í 9. bekk. „Það var frekar skrýtið. Allt í einu var ég bara kominn með kennarann heim til mín að vekja mig,“ segir hann og þurfti ekki nema þetta eina skipti til. Hann mætti alltaf eftir þetta. Stína útskýrir þessa aðferð: „Við viljum gefa þeim skýr skilaboð um

Sauma sínar eigin

hettupeysur

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum,

geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými.

sterkar og glæsilegar

Ef nemendur við fjölgreinadeild Lækjarskóla í Hafnarfirði mæta ekki í skólann fer kennarinn þeirra heim og sækir þá. Sem

betur fer gerist það þó ekki oft. Markhópur fjölgreinadeildar er nemendur í efstu bekkjum grunnskóla með náms- og hegð-

unarerfiðleika sem hefur gengið illa að fóta sig í hefðbundnum bekkjum. Drengirnir sauma sjálfir á sig hettupeysur, smíða sín eigin hjólabretti frá grunni og elda ýmsar kræsingar. Þeir eru

allir sammála um að þeim líði mun betur í fjölgreinadeildinni en í sínum gamla skóla og eru áhugasamari um námið.

að þeirra sé óskað í skólanum.“Mikið er lagt upp úr verklegum greinum í nám-

inu og eru þær mun stærri hluti skóladagsins en í hefðbundnum deildum. Þennan daginn eru 10. bekkingarnir að vinna sjálfsmyndir en aðra daga eru þeir til dæmis að sauma. Allir hafa þeir saumað sér sína eigin hettupeysu og er einn drengurinn einmitt í sinni peysu. Þetta eru peysur sem þeir nota út veturinn og myndi óvant auga ekki halda annað en að peysan væri saumuð af fagmanni, sem þessir drengir reyndar jafnvel verða. Tveir í þess-um hópi stefna á að verða kokkar og hafa í gegnum fjölgreinadeildina fengið að fara í verknám á veit-ingastaðnum Skútunni. „Mér hefur alltaf fundist gaman að elda og hefur langað að verða kokkur, frá því ég var í 5. bekk,“ segir annar þeirra. Það stend-ur ekki á svörum þegar ég spyr þá um uppáhalds matinn, annar segir „lasagna“ en hinn „humar.“ Smekkmenn! Annar stefnir á nám í Flensborgar-skóla, er sérstakur áhugamaður um sagnfræði og hefur farið með Stínu úr fjölgreinadeildinni á fund námsráðgjafa í Flensborg til að kynna sér námið þar.

Stína hefur stýrt deildinni frá 2006 og segir hún að til að byrja með hafi „prinsarnir hennar“, eins og hún kallar þá, alltaf verið settir neðst í bunkann þegar kom að umsóknum í framhaldsskóla en það sé ekki staðan lengur enda hafi hún barist fyrir því að þeir kæmust að í öðrum skólum eftir að grunn-skóla lýkur, rétt eins og aðrir nemendur í grunn-skólum. Eins og staðan er nú fara rúmlega 90% nemenda deildarinnar í framhaldsnám, ýmist í Iðn-skólann í Hafnarfirði, Flensborgarskóla, Borgar-holtsskóla eða Menntaskólann í Kópavogi.

Meðaleinkunnin hækkaði til munaSérstaða námsins í fjölgreinadeild kemur fram á ýmsan hátt. Ef nemandi er illa upplagður, vill ekki fara eftir fyrirmælum eða truflar aðra, er svigrúm til að vinna með hann einan. Sumir nemendur

Framhald á næstu opnu

Kristín María Indriðadóttir hefur frá 2006 stýrt fjöl-greinadeild Lækjarskóla í Hafnarfirði. Ljósmyndir/Hari

Hér verður bíll til á smíðaverkstæðinu, bíll sem nemandi teiknaði og smíðaði frá grunni.

38 úttekt Helgin 8.-10. maí 2015

HÚMOR, VON OG

KÆRLEIKUR

Dauðinn ekur Audi er þriðja bók Kristians Bang Foss. Henni hefur

verið tekið með kostum og kynjum og hlaut hún meðal annars Bókmennta-

verðlaun Evrópusambandsins.

KÆRLEIKUR

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

þurfa þetta úrræði oftar en aðrir og hefur það gefist vel.

Það stendur heldur ekki á svörum þegar ég spyr yfir hópinn hvernig fjölgreinadeildin sé öðruvísi en þeirra gamli skóli: „Við fáum miklu meiri aðstoð og eigum meiri sam-skipti við kennarana og kynnumst þeim betur. Þegar mann vantar hjálp kemur kennarinn og fer vel yfir allt með manni þangað til mað-ur er kominn með það á hreint í staðinn fyrir að fara bara strax áður en maður er búinn að skilja.“

Þetta hljómar eins og þeim finnist fjölgreinadeildin vera betri og þegar ég spyr þá beint út svara þeir í ein-um rómi: „Já!“ Og þeir segja líka að þeim líði betur þar en í gamla skól-anum sínum og fá betri einkunnir. „Ég var alltaf með meðaleinkunn í kring um 3 í gamla skólanum mín-um en í fyrra var ég með 8,5 í með-aleinkunn,“ segir einn þeirra, eðli-lega stoltur af sjálfum sér. Áherslan á verklegu greinarnar skilar sér þarna greinilega enda hefðbund-ið bóknám ekki fyrir alla. Þessir drengir hafa líka búið til sín eigin hjólabretti frá grunni, hannað þau, sagað, smíðað, málað og fest hjólin á. Sumir þeirra ætla þó ekki einu sinni að nota þau heldur vilja hafa þau uppi á hillu til skrauts.

Önnur úrræði, sem svipar til fjölgreinadeildar, eru ekki mörg á landinu. Brúarskóli heldur úti skóla-starfi sem líkist því sem deildin hefur upp á að bjóða. Eins má nefna nýlegt úrræði í Hlíðarskóla á Akur-eyri þar sem boðið er upp á þjón-ustu sem svipar til þess sem deildin býður upp á. Christanskolen í Fre-deriksberg í Kaupmannahöfn hefur verið vinaskóli deildarinnar síðustu ár og hafa stjórnendur, starfsmenn og nemendur þessara deilda farið í heimsóknir og lært að útbúa nám-skrá á faglegum grundvelli út frá áhuga og getu nemenda.

Sauma barnaföt fyrir hjálpar-starfEftir að hafa kvatt strákana í 10. bekk er ferðinni heitið út í smíðaskúr þar sem 9. bekkingar eru að vinna að ýmsum smíðaverkefnum. Einn er að búa til ofurhetjubrynju sem hann ætlar að gefa litla bróður sínum en brynjan er úr plasti sem hann mótaði í glerofni, málaði og er nú að binda saman. Annar er að leggja lokahönd á bíl sem hann hefur smíðað frá grunni og verður að herbergisstássi heima við þegar hann er tilbúinn. Sá þriðji er að gera sig kláran til að renna lampa í rennibekknum.

„Það þýðir ekkert að láta alla gera nákvæmlega það sama. Við erum stundum með þemavinnu en yfir-leitt fá þeir að velja sér verkefni sem þeir hafa áhuga á,“ segir Stína. Inni á smíðaverkstæðinu eru illa farin reiðhjól sem bíða þess að fá yfirhalningu hjá drengjunum í fjöl-greinadeildinni en þeir nýta aðstöðu í Músík og mótor, félagsmiðstöð í

Hafnarfirði, til að gera hjólin upp. Hér er það sama uppi á teningnum þegar ég spyr drengina um líðan sína í fjölgreinadeildinni og náms-árangur. Þeir eru hæstánægðir. Spurðir hvað þeim finnst skemmti-legast að gera eru þeir sammála um að það sé að elda og baka, „aðallega að baka og borða svo það sem við bökuðum,“ segir einn þeirra.

Námskynningar, vettvangsferð-ir og heimsóknir á vinnustaði eru hluti af starfi deildarinnar. Nem-endurnir læra líka gildi samhjálpar, til að mynda með því að baka kök-ur, selja og gefa ágóðann til ABC-barnastarfsins. Nemendur sauma einnig barnaföt úr flísteppum sem keypt voru ódýrt í Rúmfatalagernum ásamt afgöngum úr starfi vetrarins í textíl. Barnafötin eru gefin Rauða

krossinum sem úthlutar þeim til barna sem eiga um sárt að binda.

Stína er stolt af „strákunum sínum“ og segir að rétt eins og önnur börn hafi nemendur fjöl-greinadeildar fjölbreytta hæfileika. „Okkar verkefni er fyrst og fremst að laða fram það besta í hverjum og einum. Við leggjum áherslu á ein-staklingsmiðað nám sem byggir á námi og verkefnum við hæfi hvers og eins,“ segir Stína og faðmar mig aftur þegar við kveðjumst. „Það mikilvægasta sem við getum gefið þessum strákum er að sýna þeim að þeir skipta okkur máli og þeir eiga framtíðina fyrir sér. Þeir geta allt ef þeir trúa á sjálfa sig.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Mikil áhersla er lögð á verklegt nám í fjölgreina-deildinni.

Handlaginn nemandi á smíðaverk-stæðinu vinnur að lampa í renni-bekknum.

Kennarar vinna náið með nemendum og geta gefið þeim meiri tíma en almennt tíðkast.

Hér vinna drengirnir með sjálfs-mynd sína en flestir hafa þeir brotna sjálfsmynd þegar þeir koma í fjöl-greinaeildina.

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Örgöngur um

BreiðholtiðÖrgöngur um Breiðholtið13., 20. og 27. maí, miðvikudagarFararstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.Brottför: Kl. 19 frá bílastæði við íþróttahús ÍR við Skógarsel í Breiðholti (gamla Alaska).

Kvöldgöngur þar sem gengið er um hina fjölmörgu stíga sem liggja um Breiðholtið og tengja Seljahverfið, Bakka-hverfið og Fellahverfið. Saga og uppbygging hverfisins rifjuð upp og ný listaverk skoðuð. Um 1½ klst.

Þátttaka ókeypis – allir velkomnir

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

Sleppir ekki fyrsta sætinu

„Jack Reacher er konungur

konunganna, töffari töffaranna …“SteinþóR GuðbJaRtSSon

MoRGunblaðið

★★★★★★★★★★★★

Apríl 2015

1 HeildArlisti

MetsölulistiEymundsson

Kiljur vika 18

1.

40 úttekt Helgin 21.-23. mars 2014

utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

ÁR

NA

SY

NIR

*

*Gildir ekki með öðrum tilboðum.

20% af öllum sundfatnaði til mánudags

Syntu inn í sumarið

afsl

áttu

r*

Það er um að gera að klára að skipuleggja sumarfríið með okkur sem allra fyrst því það selst upp í vinsælustu og ódýrustu ferðirnar okkar á skömmum tíma. Bókaðu sólríkt sumarfrí til MALLORCA, TENERIFE, COSTA BRAVA eða ALMERIA, sölumenn svara í símann og taka vel á móti viðskiptavinum laugardaginn 9. maí kl. 12–16.

Ævintýraeyjuna Mallorca þekkja sóldýrkendur vel. Eyjan er dásamlega fjölbreytt, sólríkar strendur, fallegar gönguslóðir í fögru umhverfi og fjölbreytt mannlíf. Vinsældir Mallorca eru engin tilviljun.

Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.isInnifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

MALLORCA TENERIFETenerife tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur algerrar sérstöðu vegna einstakrar veðursældar og náttúrufegurðar. Á Tenerife er allur aðbúnaður til fyrirmyndar, umhverfi hreint og öll fjölskyldan finnur sér afþreyingu við hæfi. Sannkölluð paradís!

ROC PORTONOVA

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

89.900 KR.

75.900 KR.

2.–9. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

PORTO DRACH

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

82.900 KR.

76.900 KR.

21.–28. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

LOS ALISIOS

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

90.900 KR.

78.900 KR.

27. maí–3. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

HOVIMA JARDIN CALETA

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

91.500 KR.

79.900 KR.

Íbúð með 1 svefnherb. + morgunmatur

FENALS GARDEN

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

96.900 KR.

84.900 KR.

12.–20. júní Tvíbýli + morgunmatur

ARENA CENTER

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

82.900 KR.

75.900 KR.

9.–16. júní Íbúð með 1 svefnherbergiÍbúð með 1 svefnherbergi

VALI

Ð BESTA HÓTELIÐ

MALLORCA

COSTA BRAVA

TENERIFE

TENERIFE

SPÁNARDAGAR HEFJAST Í DAG þekkja sóldýrkendur vel.

Eyjan er dásamlega fjölbreytt, sólríkar strendur, fallegar gönguslóðir í fögru umhverfi og fjölbreytt mannlíf. Vinsældir Mallorca eru engin tilviljun.

MALLORCA

SPÁNARDAGAR HEFJAST Í DAG

AFSLÁTTURÁ SPÁNARDÖGUM8.–11. MAÍ

-

BÓKAÐU Á FRÁBÆRU

VERÐI!

Jói og FjalarFararstjórar

á Tenerife

OPIÐLAUGARDAGINN 9. MAÍ KL.12–16

VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU

VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU

Ævintýraeyjuna

MALLORCA

SPÁNARDAGAR HEFJAST Í DAG Þeir sem bóka ferð til

Mallorca í maí fá frítt fyrir

alla fjölskylduna í

Aqualand, á meðan

birgðir endast.

MALLORCA

ALMERIA

FRÁBÆRT VERÐ TIL SPÁNAR!

TENERIFE

BESTUBÓKAST

FYRST

DAGSETNINGARNAR

Það er um að gera að klára að skipuleggja sumarfríið með okkur sem allra fyrst því það selst upp í vinsælustu og ódýrustu ferðirnar okkar á skömmum tíma. Bókaðu sólríkt sumarfrí til MALLORCA, TENERIFE, COSTA BRAVA eða ALMERIA, sölumenn svara í símann og taka vel á móti viðskiptavinum laugardaginn 9. maí kl. 12–16.

Ævintýraeyjuna Mallorca þekkja sóldýrkendur vel. Eyjan er dásamlega fjölbreytt, sólríkar strendur, fallegar gönguslóðir í fögru umhverfi og fjölbreytt mannlíf. Vinsældir Mallorca eru engin tilviljun.

Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.isInnifalið í verði hjá Úrvali Útsýn er flug, gisting, íslensk fararstjórn, flugvallaskattar, 20 kg ferðataska og handfarangur.

MALLORCA TENERIFETenerife tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur algerrar sérstöðu vegna einstakrar veðursældar og náttúrufegurðar. Á Tenerife er allur aðbúnaður til fyrirmyndar, umhverfi hreint og öll fjölskyldan finnur sér afþreyingu við hæfi. Sannkölluð paradís!

ROC PORTONOVA

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

89.900 KR.

75.900 KR.

2.–9. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

PORTO DRACH

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

82.900 KR.

76.900 KR.

21.–28. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

LOS ALISIOS

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

90.900 KR.

78.900 KR.

27. maí–3. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

HOVIMA JARDIN CALETA

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

91.500 KR.

79.900 KR.

Íbúð með 1 svefnherb. + morgunmatur

FENALS GARDEN

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

96.900 KR.

84.900 KR.

12.–20. júní Tvíbýli + morgunmatur

ARENA CENTER

VERÐ:

Á SPÁNARDÖGUM:

82.900 KR.

75.900 KR.

9.–16. júní Íbúð með 1 svefnherbergi

VALI

Ð BESTA HÓTELIÐ

MALLORCA

COSTA BRAVA

TENERIFE

TENERIFE

SPÁNARDAGAR HEFJAST Í DAG SPÁNARDAGAR HEFJAST Í DAG

AFSLÁTTURÁ SPÁNARDÖGUM8.–11. MAÍ

-

BÓKAÐU Á FRÁBÆRU

VERÐI!

Jói og FjalarFararstjórar

á Tenerife

FRÁBÆRUVERÐI!

OPIÐLAUGARDAGINN 9. MAÍ KL.12–16

VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU

VERÐDÆMI M.V. 4 MANNA FJÖLSKYLDU

Þeir sem bóka ferð til

Mallorca í maí fá frítt fyrir

alla fjölskylduna í

Aqualand, á meðan

birgðir endast.

MALLORCA

ALMERIA

FRÁBÆRT VERÐ TIL SPÁNAR!

BESTUBÓKAST

FYRST

DAGSETNINGARNAR

sömdum Út á stoppistöð og Strax í dag þegar við vorum að taka upp smáskífurn-ar sem komu út árinu áður,“ segir Jakob. „Þegar við ákváðum svo að fara út í árs-byrjun 1975 ákváðum við að taka Spilverk þjóðanna með okkur, þar sem við ætluðum að taka upp tvö lög með þeim í leiðinni, fyrir safnplötuna Hrif 2, sem átti að koma út seinna sama ár,“ segir Jakob. „Sigurð-ur Bjóla tók sér það bessaleyfi, sem seint verður fullþakkað, að koma með titillagið á plötuna, og bætti síðan um betur með lag-inu Í bláum skugga. Hann fangaði kjarna málsins, óumbeðinn. Með þessu stimplaði hann sig inn sem fullgildur meðlimur, sem og Egill [Ólafsson] með lögum eins og Dagur ei meir og Söng dýranna í Týról,“ segir Jakob. „Svo í rauninni varð hljóm-sveitin til í Majestic hljóðverinu í London.“

Skítadreifing Þórðar ÁrnasonarSumar á Sýrlandi er full af allskyns glensi og það má heyra mikinn unggæðingshátt svífa yfir vötnunum. Þessi stemning hefur haldist allar götur síðan. „Við vorum að fjalla með gamansömum hætti um grafalvarlega hluti. Þennan neðanjarðarkúltúr hippanna, sem voru að fikta í allskyns djasssígarettum og bíbop pillum og kökum,“ segir Jakob.

Voruð þið hippar?„Ég og Siggi Bjóla vorum nú skilgreindir

hippar,“ segir Jakob. „Við vorum aðilar að kommúnu að Rauðará, þar sem Frímúrara-húsið stendur í dag. Ég tók að mér að sjá um húsið og skipuleggja hverjir borguðu hvað og slíkt. Við enduðum samt í smá fjárhags-kröggum og brugðum á það ráð að stofna fyrirtækið Skítadreifing Þórðar Árnason-ar,“ segir Jakob og hlær, en Þórður var um árabil gítarleikari Stuðmanna. „Við seldum hrossaskít sem áburð til útlendinga, sem höfðu ekki sama verðskyn á skít og við Ís-lendingar í þeirri óðaverðbólgu sem var á þessum tíma. Þetta var uppsprengdu verði og selt til Kaþólsku kirkjunnar, Landakots-skóla og til sendiráðanna,“ segir hann. „Ég uppgötvaði viðskiptamanninn í mér með þessu uppátæki.“

Átta „hittarar“Á plötunni eru átta lög sem enn í dag eru greypt í íslenska dægurlagasögu. Lög sem hafa lifað góðu lífi síðustu 40 ár, og mörg þeirra lög sem ekki hægt er að fá leið á.

„Það var ekki með votti af ásetningi sem það gerðist,“ segir Jakob. „Markaðslög-mál, peningahyggja eða útpælt ferli var bara víðsfjarri við þessar plötur Stuð-manna. Kannski var það frekar vegna æsku og græskuleysis meðlima. Þarna voru samankomnir flinkir tónlistarmenn sem voru að gantast með stílbrot og tungu-málið og gerðu það bara vel,“ segir Jakob.

„Það við leyfðum okkur bara að hafa þetta eins og við vildum. Þegar menn kynnast á unglingsárum eru þeir með annars konar varnarkerfi gagnvart hver öðrum. Við uxum upp saman í mótunarferli. Þá leyfist manni að segja í rauninni hvað sem er, án þess að særa nokkurn. Það skilar sér á þessum fyrstu plötum Stuðmanna,“ segir Jakob.

Excel skjal hefði eyðilagt plötunaKjarni Stuðmanna er þessa dagana að hitt-ast og undirbúa þessa tónleika, sem verða í byrjun júní, og það er ennþá sami galsi sem svífur yfir vötnum. „Á annan hátt,“ segir Jakob. „Við Sigurður Bjóla höfum þekkst frá sex ára aldri og við förum ásamt Agli til Valgeirs á Stokkseyrarbakka og leggjum línurnar reglulega,“ segir hann. „Það eru nokkur lög sem verður áskorun að flytja eins og Andrés fór á andafund, sem aldrei hefur verið flutt opinberlega. Það verður ákveðin ögrun. Þessi lög eru frá þeim dásemdartíma þar sem átta lög gátu farið í spilun í útvarpinu. Öll í einu á einu stöðinni,“ segir Jakob. „Svoleiðis gerist auðvitað ekki í dag. Það hefði til dæmis ekki leyfst í dag að taka lag eins og Letter og snúa því á dönsku,“ segir hann. „Tómasi Magnúsi, bassaleikara sveitar-innar, fannst þetta góð hugmynd og okkur fannst hún bara of góð til þess að sleppa því. Við fórum bara alla leið með þessar hugmyndir og ég leyfi mér að fullyrða að Excel skjal hefði ekki verið góður leiðar-vísir fyrir Sumar á Sýrlandi, eða nokkra aðra plötu Stuðmanna,“ segir Jakob Frí-mann Magnússon stuðmaður.

Í gær, fimmtudag, var opnað fyrir miða-sölu á þriðju tónleika Stuðmanna í Eld-borgarsal Hörpu, dagana 5. og 6. júní og má finn allar upplýsingar um miða á vef Hörpu. www.harpa.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Við seldum hrossaskít sem áburð til út-lendinga, sem höfðu ekki sama verðskyn á skít og við Íslendingar í þeirri óðaverð-bólgu sem var á þessum tíma.

Mikið úrval af fallegum hönnunarvörumFáðu sent heim að dyrum

Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is

Nagelstager repro - 4.500.-

Djasssígarettur og Bíbop pillurÁrið 1975 ákváðu nokkrir ungir menn í Reykjavík að stofna hljómsveit og gefa út hljómplötu. Þetta voru allt góðir vinir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og sumir þeirra búnir að þekkjast frá blautu barnsbeini. Hópurinn kallaði sig Stuðmenn og lagt var á það ráð að fara til Lundúna til þess að taka upp gripinn. Nú, 40 árum og næstum 20 plötum síðar, skal fagna þessum tímamótum með veglegum hætti í Hörpu í byrjun júní. Forsprakkar sveitarinnar, Jakob Frímann Magnússon og Valgeir Guðjónsson, segja að Sumar á Sýrlandi hafi átt að fanga vissa undirheimastarfsemi var á þeim tíma í Reykjavík, en fyrst og fremst átti þetta bara að vera skemmtilegt.

Á þessari fyrstu plötu Stuð-manna, Sumar á Sýrlandi, eru átta lög sem náðu gríð-

armiklum vinsældum og hafa nær alltaf verið á lagalista sveitarinnar þegar hún kemur fram. Það eru ekki margar plötur í tónlistarsög-unni sem geyma 8 svokallaða hitt-ara. Jakob Frímann Magnússon segir þetta hafa bara æxlast svona. „Við vorum búnir að taka upp lögin Draumur okkar beggja og Honey, Will You Marry Me einhverju áður,“ segir Jakob Frímann þegar hann er spurður út í tildrögin. „Ég var svo búinn að sækja um nám í hljóðupp-

tökum erlendis og þurfti til þess eitt bréf frá Ríkisútvarpinu þess efnis að ég væri gjaldgengur í þetta nám. Það bréf fékkst ekki þar sem ég var ekki starfsmaður svo ég varð að finna mér starfsþjálfun annars stað-ar,“ segir Jakob. „Við Valgeir vorum bara tveir í þessu til að byrja með. Jafn fullir leikgleði og vildum ólmir kynnast þessum störfum,“ segir Jakob. „Svo við fórum bara af stað.“

Bjólan kom með titillagiðStuðmenn byrjuðu fyrst að mótast í MH og þar urðu til fyrstu lögin sem enduðu svo á Sumri á Sýrlandi. „Við

Steinka BjarnaÍ laginu Strax í dag syngur kona sem ekki allir vita hver er. Þessi kona hét Steinunn Bjarnadóttir, kölluð Steinka Bjarna og var systir Hall-bjargar Bjarnadóttur söngkonu. Jakob segir þá félaga hafa rambað á þessa konu af algerri tilviljun þar sem hún bjó í sama húsi og vinir Stuðmanna. Hún var drifin í hljóðver þar sem hún flutti lagið á ógleymanlegan hátt. Hún ferðaðist svo með Stuðmönnum um landið árið eftir útgáfuna. „Þetta var gjörningur, eins og svo margt á þessari plötu. Það hefði ekki verið hægt að plana þetta. Við leyfðum hlutunum að gerast,“ segir Jakob Frímann.

Myndirnar eru úr einka-safni sveitarinnar og eru frá þeim tíma sem platan er tekin upp.Á stærstu myndinn i má sjá meðlimi með grímur sem þeir klæddust á tónleikum í árdaga sveitarinnar. Þá vissu fáir hverjir hinir raunverulegu meðlimir Stuðmanna voru.

44 viðtal Helgin 8.-10. maí 2015

Hjólum í vinnuna -og heim aftur :-)

Dalshrauni 13 - HafnarfirðiSími 565 2292 - www.hjolasprettur.is

Focus Planet 1.0

Verð 256.000 - TILBOÐ 199.000

Verð: 167.000 - TILBOÐ 139.000

Focus Planet 3.0.Focus Planet 3.0. Gírbúnaður 27 gíra Shimano Alivio/Acera. Bremsur: Shimano glussa diskabremsur.

Verð: 119.000

Focus Wistler 4.0. 29rFocus Whistler 4.0 er sennilega ein bestu kaupin á 29r þetta árið miðað við búnað og verð. Það kemur með Suntour XCM HLO, 100 mm læsanlegum dempara, Concept SL gjörðum og Continental Race King 2.2 dekkjum. Þetta fallega hjól er 27 gíra með Shimano Altus framskipti og Shimano Deore afturskipti. Glussabrems-urnar eru Tektro Auriga 160 mm. Skemmtilegt hjól sem hæ�r fólki á öllum aldri

Verð: 139.900

Focus Crater Lake 3.0Frábært hybride (blendingur)fyrir karla og konur á öllum aldri.Gríbúnaður: Shimano Alivio/Acera 27.gíra. Bremsur. Tektro Auriga blussabremsur. Læsanlegur Suntour dempari.

Verð: 119.000

Kalkho� BlackwoodHver man ekki eftir gamla góða Kalkho� frá Þýskalandi? Vönduð bæjarhjól með öllum búnaði eins og heilbrettum,bögglabera,pumpu,standara og ljósum sem þurfa ekki rafhlöður. Gírar Shimano 21gíra Acera. Bremsur: V-brake alloy

Focus Planet 1.0 hjólin eru sérstaklega viðhaldsfrí, tö�, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist tífalt lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun.Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.

46 bílar Helgin 8.-10. maí 2015

ReynsluakstuR audi Q5

klassík

GlæpsamleG tvenna

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

Áttunda bókin um Stellu Blómkvist

sem er harðsnúin, sjálfstæð og herská

sem aldrei fyrr.

„Heldur manni föngnum allt til loka

eins og góðum „krimma“ sæmir.“

ÁSdíS Skúladóttir / lifðu núna

föngnum allt til loka

apríl 2015

1 íslensk skáldverk

apríl 2015

2 íslensk skáldverk

Hæsta einkunn í öllum flokkum

Audi Q5 sannar það að þýska gæðastálið er engin goð-sögn. Þessi fjórhjóladrifni sportjepplingur er hreinlega

hannaður til að kalla fram vellíðunartilfinningu allra sem í honum sitja en sérstaklega þess sem keyrir.

Þ að fyrsta sem ég spái vana-lega í er innri og ytri hönnun bíla. Hvað skeri þá frá

öðrum, svona fagurfræðilega séð. Hvort mælaborðið sé vel hannað, aðgengilegt, þægilegt í notkun og ekki of ljótt. Svo spái ég í rými fyrir farþega og farangur og hvort börn-unum mínum liði vel í aftursætinu. Þessi fjórhjóladrifna sportjeppatýpa fær hæstu einkunn í öllum þessum flokkum. Það fer vel um alla, bíllinn er hljóðlátur, útsýni er gott og ekki spilla stílhreinar línur og eðalefni á öllum stöðum fyrir vellíðunartilfinn-ingunni. Þetta er bíll sem hefur efni á að kalla sig lúxusbíl.

Ég viðurkenni það að ég spái ekki mikið í vélar. Fyrir mér eru sumir bílar einfaldlega kraftmiklir en aðr-ir ekki. Sumir bílar eru fljótir upp á meðan aðrir virðast vinna eins og saumavélar. Audi Q5 er ekki sauma-

vél. Það er fáránlega gott að keyra hann. Stöðugur, þéttur og kraftmikill rennur hann yfir holur og hraðahindr-anir án þess að svo mikið sem hagg-ast. Þessi fallegu lýsingarorð koma svo sem ekki á óvart því Audi er einn af þremur mest seldu lúxusbílamerkj-um heims, ásamt samlöndum sínum Mercedes-Benz og BMW. Hvað er þetta eiginlega með þýska bíla? Er þetta bara vel launuðum verkfræð-ingum að þakka? Þjóðverjar eiga sér auðvitað langa sögu þegar kemur að bílaframleiðslu og svo eru þeir eina landið í heimi sem býður upp á ótak-markaðan hraðakstur í landi fullu af ókeypis autobönum. Ég veit það ekki, en eftir að hafa verið á Audi Q5 veit ég allavega að þýska gæðastálið er engin goðsögn.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Verð frá: 7.990.000 kr.

Kostir:Þriggja svæða loftkæling.

Þægilegt „cruise-control“ kerfi.Hiti í speglum og öllum sætum.

Rafdrifin framsæti.

Gallar:Engir, en þú borgar fyrir merkið.

Bílar í sama flokki:BMW X3

Land Rover Discovery SportVolvo XC90Lexus NX

Mercedes Benz GLA

Sportjepplingurinn frá Audi er bíll sem hefur efni á að kalla sig lúxusbíl. Ljósmyndir/Hari

Audi Q5 er fallegur og rúmgóður. Það fer vel um bílstjóra og alla farþega og farangursrýmið er líka rúmgott.

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!Símanúmer þjónustuvers: 578 8800

Afslátturinn er lykilatriði

Sæktu um Orkulykilinn í dag á www.orkan.is

• Afsláttur af ódýrasta eldsneyti landsins á Orkunni• Afsláttur á þjónustustöðvum Shell• Viðbótarafsláttur á Þinni stöð• Allt að 10 kr. fastur afsláttur með Afsláttarþrepum• Afsláttur af metani• Afsláttur í verslunum 10-11 við bensínstöðvarnar• Afsláttur hjá yfir 20 samstarfsaðilum• Sérmerktir lyklar

Orkulykillinn er einfaldur í notkun en margfaldur í afsláttarkjörum

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

6745

7

48 heilsa Helgin 8.-10. maí 2015

Bækur NaNNa rögNvaldardóttir Breytti um lífsstíl og hætti að Neyta sykurs

MangóostakakaNanna notar mangó í þessa sólríku köku en það má alveg nota ýmsa aðra ávexti á sama hátt. Sultan er St. Dalfour, sem er án viðbætts sykurs, en það má nota aðrar tegundir.150 g sykurlaust granóla3 msk möndlumjöl60 g smjör, lint2 mangóaldin, vel þroskuð100 ml sykurlaus mangó- og

ananassulta500 g rjómaostur, mjúkur100 ml sýrður rjómi (36%)

4 egg1 matarlímsblað100 ml mangó- og

appelsínusmoothie (eða appelsínusafi)

Hitaðu ofninn í 175°C. Blandaðu saman granóla, möndlumjöli og smjöri. Settu blönduna í meðalstórt smellu-form og þjappaðu henni létt niður á botninn og aðeins upp með hliðunum. Bakaðu á neðstu rim í 10-12 mínútur og kældu vel.

Lækkaðu ofnhitann í 160°C. Flysjaðu og steinhreinsaðu annað mangóið, skerðu það í bita og maukaðu með sultunni í matvinnsluvél. Blandaðu rjómaosti, sýrðum rjóma og eggjum saman við þar til þetta er orðið að sléttu mauki. Helltu því gætilega á granólabotninn. Settu formið á bökunarplötu og bakaðu á neðstu rim í ofninum í um 1 klst., eða þar til kakan hefur stífnað en dúar enn svolítið í miðju. Láttu kólna í forminu.

Flysjaðu hitt mangóið og skerðu utan af hvorri hlið þess, eins nálægt steininum og hægt er. Skerðu stykkin í þunnar sneiðar þvert yfir og raðaðu þeim í hring ofan á ostakökuna. Dreifðu litlum mangóbitum á miðjuna. Leggðu matarlímið í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur. Settu ávaxtamaukið/safann í pott og bræddu matarlímið. Helltu blöndunni jafnt yfir mangósneiðarnar og kældu ostakökuna.

Ætlar aldrei aftur í sykurinnÞegar einn far-sælasti kokka-bókahöfundur landsins, Nanna Rögn-valdardóttir, var greind með of háan blóðsykur ákvað hún að hætta alveg að neyta sykurs. Afleiðingar þessa breytta lífsstíls láta ekki á sér standa. Nanna er laus við liðaverki, bjúg og hefur misst fjölmörg kíló og hún hefur líka gefið út nýja bók. Bókin „Sæt-meti án sykurs og sætuefna“ er fyrsta sykurlausa bók Nönnu en er þó engin heilsubók.

É g var komin með allt of háan blóðsykur svo ég

ákvað að breyta um mat-aræði,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir að-spurð um sína fyrstu matreiðslubók sem inniheldur engan viðbættan sykur, „Sætmeti án sykurs og sætuefna“. „Á mínum aldri þýðir

of hár blóðsykur að maður er

komin í

áhættuhóp svo ég ákvað að breyta um stefnu og hætta bara alveg að borða sykur. Ég hefði svo sem alveg getað minnkað sykurneysluna en mér fannst auðveldara að hætta henni bara alveg. Það var einfaldara,“ segir Nanna sem hefur nú tekið allan viðbættan sykur úr fæðunni og notast nú eingöngu við ávexti þegar hún þarf að gera uppskrift sæta.

Ósýnilegi sykurinn hættu-legur„Fyrr á öldum var afskaplega lítið um sætmeti í venjulegum íslenskum mat. Fólk notaði til dæmis sveskjur, gráfíkjur eða rúsínur til að sæta matinn en sykur var algjör munaðarvara. Það eru kannski svona 140 ár síð-an að sykurneysla okkar fór að aukast og fyrir svona 100 árum þegar sykur var orðin ódýr þá fór neyslan að aukast. Það er engin nútímauppfinning að nota mik-inn sykur en neyslan var í öðru formi, var miklu sýnilegri. Í dag leynist viðbættur sykur í öllum tilbúnum matvörum og það er þessi ósýnilegi sykur sem er svo hættulegur, finnst mér.“

„Ég byrjaði eiginlega á þessu í gegnum dóttur mína sem hefur núna verið sykur-laus í tvö ár. Þegar hún hætti

þá fór ég að prófa mig áfram með uppskriftir af þessu tagi til að geta boðið henni upp á eitthvað eins og öðrum,“ segir Nanna sem hefur núna verið án sykurs í 6 mánuði og segist finna mikinn mun á sér. „Mér líður betur, ég hef lést töluvert, losnað við bjúg og stirðleika í liðum.“

Engin heilsubókNanna segir bókina þó alls ekki vera neina heilsubók. Hún vill einungis opna augu fólks fyrir því að það er hægt að gera gómsæta eftirrétti án þess að nota viðbættan sykur. „Það þarf engar sérvörur, gervisykur eða einhverskonar sykurlíki í þessum uppskriftum. Þetta eru bara venjulegar uppskriftir og ég held ég geti fullyrt að nánast allt megi finna í hvaða búð sem er. Fyrir mér snýst þetta um að minnka sykurlöngunina. Það kemur stundum fyrir í dag að ég smakka eitthvað sem er með við-bættum sykri og það finnst mér núna bara allt of sætt á bragðið. Bragðlaukarnir eru svo fljótir að venjast, en þeir væru líka eflaust fljótir að venjast viðbætta sykrinum aftur. Ég ætla þó ekki að neyta sykurs aftur, þetta er varanlegt bindindi.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Það eiga örugglega flestir landsmenn allavega eina bók eftir Nönnu Rögnvaldar-dóttur í bóka-skápnum en hún hefur gefið út 19 matreiðslubækur. Sú síðasta í röðinni er þó ólík þeim fyrr að því leyti að í henni er ekki að finna neinn sykur. Ljós-mynd/Hari

uppskrift

FLOTTIR SUMARJAKKAR STÆRÐIR 14-28

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9

Alla virka daga 11-18Laugardaga 11-16

Straumurinn liggur til

Fréttatímans

Jan.

-mar

s 20

11 6

1%

Jan.

-mar

s 20

15 6

5%

50 heilsa Helgin 8.-10. maí 2015

Útivist Uppáhalds göngUleið einars skÚlasonar

Sumarið er farið að láta sér kræla og því eru margir farnir að huga að útivist og göngu-ferðum. Fréttatíminn lætur ekki sitt eftir liggja og hefur fengið þekkta höfunda útivistarbóka til að mæla með góðum gönguleiðum. Við ríðum á vaðið með Einar Skúlasyni sem fer fyrir fjölmennum gönguhópi, Veseni og vergangi.

Þ að eru forrétt­indi Íslendinga að þurfa sjaldnast að fara langar leiðir

til að komast á ósnortið land. Íbúar á höfuðborgar­svæðinu eiga til dæmis völ á fjölmörgum einstæðum náttúruperlum og fögrum gönguleiðum svo að segja í bakgarði sínum,“ segir Einar Skúlason sem í fyrra sendi frá sér bókina Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur.

„Haustið 2011 stofnaði ég gönguhópinn Vesen og vergang. Allir göngumenn þekkja „vesenið“ sem fylgir því þegar þeir vilja byrja gönguna á einum stað en enda á öðrum – þá er bíll­inn á upphafsstaðnum en göngugarpar strandaglópar á endastöðinni. Þegar marg­ir ganga saman má leysa þetta með einföldum hætti og panta rútu auk þess sem þá eru minni líkur á að þeir lendi í ógöngum eða á „ver­gangi“. Þannig varð nafnið til – markmið gönguhóps­ins er að minnka vesen og fyrirbyggja vergang,“ segir Einar.

Í bókinni Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur er vísað til vegar um átta slíkar leiðir. Farið er um fjöll og dali, yfir úfin hraun, jarð­hitasvæði og gróðurvinjar. Gömlum þjóðleiðum er fylgt og staldrað við á slóðum fornkappa og hvunndags­hetja. Á tímum hraða og streitu er sannarlega gott að

eiga skjól í friðsælli og fjöl­breyttri náttúru.

„Uppáhalds gönguleiðin mín úr bókinni er Kattar­tjarnaleiðin. Hún hefst í landi jarðarinnar Ölfus­vatns í Grafningi, en það er bær frá tímum landnáms og vísar til upphaflegs nafns á Þingvallavatni. Gengið er upp með Ölfusvatnsá og meðfram fallegum gljúfr­um hennar og í Þverár­dalinn og þaðan í Tindgil undir Hrómundartindi, þar sem er ævintýraveröld fyrir börn og fullorðna og má sjá alls kyns tröllamyndir í giljaveggjum. Þá er gengið ekki svo langt frá Kattar­tjörnum og um að gera að skoða þær og klettinn sem minnir á kattarhöfuð. Eftir að komið er svo framhjá Álftavatni við Ölkelduháls er gengið niður eftir hinum fallega Grændal. Einnig má fara niður Reykjadalsmegin og taka sér bað í heita læknum áður en farið er niður að bílastæði. Í þess­ari gönguleið er farið um fjölbreytt landslag og hún er skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri, en er þó í það lengsta fyrir börn sem eru ekki orðin stálpuð.“

Fjölbreytt landslag á Kattartjarnaleið

Einar Skúlason sendi frá sér bókina Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur í fyrra. Hann deilir hér með okkur eftirlætis gönguleiðinni sinni, Kattartjarnaleið. Ljósmynd/Hari

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

E

#

#

#

!

!

!

!

!!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

!

! !

!

!

!

!!

347

101

32

218269

350312

298

246

574

419425

484

502

325767805

278

347

398

497

367

446

338

485

239

115135

409

123

166

A AA AAA

AA

A

AA

A

A

A

AA AA AA

A

AA

A A A

A

A AAA A

AA

A

A

AA

A

AAAAA

A

A

A

AAA

A A

AA

A

AAA

A

A

A

A

AAAAAA

AA

A

A

A

AAAAA

A

A

A

A

A

A

AA

A

A

2

2

%

%%

%

%

0

%

%

%

%

%

%

%

%

%

%

»

%%

%%

%

%

%

%

%

%

%

Nesjavellir

Krókur

Gufudalur

Reykjakot

Villingavatn

Friðarstaðir

(Hagavík)

(Krókssel)

(Ölfusvatn)

Grýla

Spýtir

Litli-Geysir

Hagavíkur-

laugar

Klóarv

egur

Reykir

Grafningsrétt

Nesjavalla-

virkjun

Djáknapollur

Hengladalaá

Villin

gava

tnsá

HveragerðiHveragerði

Lómatjörn

Álftatjörn

Kattatjörn litla

Kattatjörn stóra

Hurðarásvötn

Þverá

Villi

nga v

a tns

á

Kaldá

Lambhagaskarð

Sauðá

Sauð

á

Ölfusv

atns

á

Selá

Stigagil

Gljú

furá

Græ

ndal

Miðfossar

Vesturfossar

Austurfossar

Stardalur

Kvíar

Hónef

Brúnir

Löngudalir

Sauðatangi

Molddalahnúkar

Lynghóll

Gjósta

Selgil

Valla

gil

Hellutak

Skolli

Nóngil

Selháls

Kvíadalur

Selmýri

Hveramói

Skollagróf

Kýrd

alsh

rygg

ur

Tindagil

Rauðhóll

Hvammaskarð

Dalaskarð

Þrívörður

Litliskolli

Stór

konu

gil

Laka

skör

ð

Torfd

alur

Moldar-klif

Klambragil

Kapladalir

Klóarfjall

Líkatj

arnar

háls

Mið

tung

ugljú

fur

Stallbrekkur

Ölkelduháls

DagmálafellÞverárdalur

Krók

sgljú

fur

Ölkelduhnúkur

Selásgljúfur

Hamar

Lambhagahnúkur

Þrívörðu-flatir

Kall-bakur

Stapafell

Langagróf

Botna-hnúkur

Hverakjálki

Efjum

ýrar

hryg

gur

Úlfljó

tsvat

nsbo

tnar

Ölfusvatns-skyggnir

Fremriháls

Kló

Þýfi

Krossfjöll

BitraÁlútur

Tindar

Blet

tir Selhóll

Stek

kás

Efjumýri

Lambhagi

Mið

tung

a

Djúpagil

Sandfell

Hurðarás Seldalur

Molddalir

Innri-Botnahnúkur

Sandfell

Spor

hellu

dalir

Úlfljótsvatns-selsfjall

Súlufell

Mælifell

Króks-mýri

Hvítah

líð

LakahnúkurLa

xárda

lur

Selkl

etta

r

Kjóavellir

Lang

idalur

Tröll

aháls

Bæjarfjall

Græ

ndalur

Álútsbotnar

Sand

kletta

r

Fola

ldahá

ls

TjarnarhnúkurKýrgils-hnúkur

Nesjaskyggnir

Köld

ulau

garg

il

Nesja

laug

argi

l

Djú

pigr

afni

ngur

Lóm

atjar

narh

áls

Húsatorfuhnúkur

Hrómundar-tindur

Stekkatúnshnúkur

Innri-SognsbotnarDalafell

Kattatjarnahryggir

Villi

ngav

atns

sels

fjall

Ölfusv

atns

árglj

úfur

Hagav

íkurv

ellir

Dalaskarðshnúkur

Klyf

tartu

nguf

latir

LakarKýrgil

Kambar

Víðihlí

ð

StórahálsfjallSmjörþýfi

Rauðuflög

Kyllisfell

Rey

kjad

alur

Stan

garh

áls

Bjarnarfell

Ástaðafjall Klyftatungur

Fremsti-dalur

Rjúpna-brekkur

Háhry

ggur

Ölfusvatns-heiði

Selás

Sel-dalur

Kýrd

alur

Svín

ahlíð

Reykjafjall

Hlíðarfjall

Dyrafjöll Ölfusv

atnsfj

öll

Kringluvatnsdalur

Frem

ri-So

gnsb

otna

r

Hagavíkurhraun

Ölfusvatns-hólar

Eggjar

Engjamúli

Stapafe

llsda

lur

1

377

360

376

0 2km

ç ttaGš nguleiðir02.indd 164 24.3.2014 13:25

KATTARTJARNALEIÐÖLfusvatn – ÖLkeLduHáLs – Hveragerði (um grænadaL)

Vegalengd: 16–17 kmHækkun á leiðinni: Um 450 m

Hæsti punktur á leiðinni: 400 m y.s.Göngutími: 4–7 tímar

Leiðsögn: Leiðin er stikuð í Grændal og má einnig finna gps-hnit á wikiloc.com.

Til athugunar: Yfirleitt þarf að vaða Ölfusvatnsá og líklega einnig Grændalsá.

WASHINGTON D.C. flug f rá

16.999 kr.

TENERIFE flug f rá

19.999 kr.

ALICANTE, BENIDORM flug f rá

18.999 kr.

BOSTON flug f rá

16.999 kr.

BARCELONA flug f rá

18.999 kr.

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS [email protected]

Gerðu verðsamanburð,það borgar s ig!

ÚLLEN,DÚLLENDOFF!

maí - jún í 2015

maí 2015

maí - jún í 2015

maí - jún í 2015

maí - jún í 2015

*999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram.

*

*

*

*

*

heilsa 51Helgin 8.-10. maí 2015

Active Liver - Fáðu skjóta aðstoð við að létta þig

Ertu að lifa lífinu til fulls?

FRU

M -

ww

w.f

rum

.is

Þú finnur okkur á:

Fita er ekki bara bundin við maga, rass og læri. Fita sest einnig á líffærin. Lifrafita getur haft áhrif á þína vellíðan.

Ég varð undrandi eftir 3 vikur. Húðin á mér er betri og pokarnir undir augunum hafa minnkað. Ég geisla og lít heilbrigðari út. Ég er mjög ánægð og hef ekki sömu löngunina í óhollan mat, áfengi, sætindi og kaffi. Það leikur enginn vafi á því að

mér líður miklu betur. Ég er í „náttúrulegri vímu“. Jurta töfl­urn ar eru góðar fyrir lifrina og melt ing una.

Léttist um tvær fatastærðir

Eftir að ég tileinkaði mér heil­brigðari lífsstíl, með því að taka

inn Active Liver töflurnar með kvöld matnum, finn ég fyrir auk­inni vellíðan. Ég hef farið niður um tvær fatastærðir og skipt út fata skápnum. Það er frá bært, segir Kirsten.

Kirsten var með dæmigerð einkenni! Offitu, uppþembd, meltingatruflanir og „svamp­kennda húð.“ Ennfremur var hún oft þreytt. Kirsten fékk tækifæri til að prufa nýju Active Liver töflurnar.

www.icecare.is

Active Liver er gott „vítamín“ fyrir lifrina. Taktu inn eina töflu daglega.

Fimm góðar ástæður fyrir því að taka inn Active Liver1: Eykur virkni lifrarinnar- og gallsins

2: Eykur fitubrennslu

3: Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans

4: Bætir meltinguna

5: Inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkin, td. Mjólkurþistill, Ætiþistill, Kólín, Túrmerik og Svartur pipar

Aðeins 1 tafla á dag. Ekki ætlað börnum yngri en 11 ára

eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk.

Átt þú erfitt með að létta þig?Active Liver eru byltingar-kenndar töflur sem styrkja starfsemi lifrar og auka niður-brot fitu í lifrinni.

N ýjar rannsóknir sýna að fita í lifrinni, svokölluð fitulifur, getur verið ástæðan fyrir

því af hverju þú átt erfitt með að létta þig. Lifrarfita getur haft áhrif á vellíðan en starfsemi lifrar hefur mikið að segja um líkamlegt heil-brigði. Það sem kemur á óvart er að í ljós hefur komið að allt að níu af hverjum tíu sem eru of þungir eiga við fitulifur að stríða. Fita í lifrinni dregur úr virkni hennar og það hef-ur áhrif á efnaskiptin þín. Fitulifur er uppsöfnun á fitufrumum í lifrinni vegna óheilbrigðs lífsstíls. Þegar þú ert of þung/ur safnast sykur auð-veldlega fyrir í lifrinni og það getur valdið vítahring. Fita í lifrinni veld-ur því að þú brennur hægar þeim mat sem þú borðar.

Svampkennd húðÞú verður ekki var við það strax að fita hefur safnast fyrir í lifrinni en það hefur áhrif á bæði virkni og starfsemi hennar. Þreyta og orku-leysi hjá of þungum einstaklingum getur verið merki um að mikið álag er á lifrinni. Það er einnig oft hægt að sjá það á húðinni að lifrin er und-ir álagi. Hún verður svampkennd og óheilbrigð á að líta.

Ný dönsk uppfinningActive Liver taflan er byltingar-kennd uppfinning og ólík öllum þeim megrunarvörum sem eru á markaði, hún er sérstaklega gerð til að stuðla að virkni lifrarinnar og gallsins. Það er alveg rökrétt að

það er erfitt að léttast þegar lifrin safnar fitu vegna óheilbrigðs lífs-stíls. Þess vegna er dagleg notkun á Active Liver heilsutöflunum frá-bær fyrir þá sem vilja njóta lífsins en samt léttast.

Ein heilsutafla á dag fyrir lifrinaTaflan, sem er tekin inn daglega, samanstendur eingöngu af nátt-úrulegum kjarna sem stuðlar að eðlilegri starfsemi lifrar- og gall-kerfisins – þetta er dagskammtur af vítamíni fyrir lifrina sem eflaust margir hafa þörf á. Það nægir að taka inn eina töflu á dag. Active Liver er ekki ætlað börnum yngri en 11 ára eða barnshafandi konum, nema í samráði við fagfólk. Active Liver er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Hægt er að nálg-ast frekari upplýsingar á heimasíðu Icecare, www.icecare.is

Unnið í samstarfi við

Icecare

Sjö góðar ástæður fyrir því að taka Active Liver:

n Eykur efnaskiptin þín og fitu-brennslu.

n Eykur virkni lifrarinnar og gallsins.

n Kemur í veg fyrir að sykur um-breytist og geymist sem fita í lifrinni.

n Eykur niðurbrot á fitu í þörmunum.

n Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans.

n Bætir meltinguna.

n Inniheldur einungis náttúruleg jurtaþykkni.

Meltingin mun betri með Bio-KultBio-Kult er öflug blanda vinveittra gerla sem styrkja þar-maflóruna. Ómar Jóhannsson var óvenju lengi að ná sér eftir magapest en fann mikinn mun eftir að hafa tekið inn Bio-Kult hylkin í einungis nokkra daga.

É g hafði verið mjög slappur lengi ef t ir flensu og magavesen í

vetur og virtist ekki ætla að ná þessum flensuskít úr mér. Ég hafði fengið slæma magapest sem var lengi að fara úr mér, mér hafði verið óglatt lengi og ég gat varla borðað nema að kasta því upp síðar, þannig að ég var farinn að gera ráð fyrir þessum óþægindum við mál-tíðir,“ segir Ómar. „Það var orðið þannig að ég fékk mér bara smávegis að borða við hverja máltíð, því annars kast-aði ég því upp. Þó ég hafi verið rólfær, þá var ég mjög slappur og var stöðugt með ógleði.“ Ómari var ráðlagt að taka inn Bio-Kult gerla og tók hann inn auka skammt fyrstu dagana. „Strax á öðrum degi fann ég að ég var mun betri í magan-um og gat orðið borðað. Ég tek núna Bio-Kult reglulega, þó svo að ég gleymi endrum og eins að taka hylkin, þá finn ég það að ég verð að nota þau, þar sem meltingin helst mun betri með gerlunum,“ segir Ómar.

Unnið í samstarfi við

Icecare

Bio-Kult Original:n Einstök og öflug blanda af 14 mis-munandi vinveittum gerlum.n Hefur góð áhrif á meltinguna.n Þarf ekki að geyma í kæli.n Óhætt að nota að staðaldri.n Henta vel fyrir fólk með soya- og mjólkuróþol.

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.is Með hjálp Bio-Kult Original tókst Ómari Jóhannssyni að koma meltingunni í lag eftir langvinna magapest.

Helgin 8.-10. maí 201552 tíska

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Nýr sumarliturÚrval af vönduðum herraskóm Úr leðri, margar gerðir, margir litir. Til dæmis þessir.

Stærðir frá 41 - 47 Verð: 15.485.- og 17.885.-

Teg DECO - stærðir 30-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.980,- buxur á kr. 4.650,-

Póstsendum hvert á land sem er

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-16

Sumarpeysan

Verð 9.900 kr.Einn litur: hvítt með bláu.Stærð 36 - 46

Naglalakk Englandsdrottn-ingar fáanlegt á ÍslandiTískudrottningar geta nú hætt að hamstra naglalökk frá Essie í útlöndum því það er loksins fáan-legt á Íslandi. Essie var stofnað í Bandaríkjunum árið 1981 og er afar vinsælt hjá stórstjörnunum. Áður en merkið fékkst í Evrópu lét Englandsdrottning sérpanta það fyrir sig, og alltaf sama litinn.

N aglalökkin frá merk-inu Essie eru nú í fyrsta sinn fáanleg á

Íslandi. Ýmsar tískudrottn-ingar hafa hingað til keypt naglalökkin erlendis en þess gerist ekki lengur þörf. Til marks um vinsældir Essie var sjálf Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, með naglalakkið Allure frá Essie á nöglunum þegar hún gekk að eiga Vilhjálm Breta-prins árið 2011.

Raunar eru fleiri innan konungsfjölskyldunnar hrifnir af Essie því árið 1989 lét Elísabet Englandsdrottn-ing hárgreiðslumeistarann sinn hafa samband við Essie, sem er bandarískt merki sem þá fékkst ekki í Evrópu, og biðja um sendingu af litn-um Ballet Slippers sem var þá eina lakkið sem drottn-ingin vildi nota, fölbleikt lakk sem líktist algengum lit á ballettskóm.

Saga Essie hófst árið 1981 þegar stofnandinn, Essie Weingarten, hannaði nagla-lakksformúlu, bjó til 12 liti og dreifði þeim á snyrtistof-ur um öll Bandaríkin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og merkið hefur stækkað jafn og þétt síðan.

Essie hefur sagt frá því í viðtölum að sem lítil stúlka hafi henni þótt fátt skemmtilegra en að fá að fara með mömmu sinni á snyrti-stofur og fá lakkaðar

neglurnar sínar. Litaúrvalið var þó afar takmarkað og sá hún sér leik á borði og kom

með sína eigin línu á markað þar sem konur gátu valið úr litunum. Það bætast við nýir litir árlega, aðrir detta út en þeir vinsælustu halda áfram í fram-leiðslu og til að mynda eru enn fáanlegir þrír

af fyrstu litunum sem Essie framleiddi, þeir Bland, Bor-deaux og Baby´s Breath.

Fimm ár eru síðan snyrti-vörurisinn L Oreal keypti Essie og hefur þróunin síðan verið á þá leið að færa merkið og áherslurnar nær tískuheiminum. Tveimur árum síðar var Essie í fyrsta sinn fáanlegt í Evrópu og nú loks á Íslandi.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Við bjóðum gott verð alla daga

Túnika kr 4900

Tökum upp nýjar vörur daglega

Katrín Middleton hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning eru báðar miklir aðdá-endur Essie

Liturinn Bikinni So Teeny varð árið 2013 mest selda naglalakk í

heiminum fyrr og síðar.

Katrín Middleton gifti sig með litinn Allure frá

Essie á nöglunum.

Fierce no Fear tónar vel við sólbrúnt hörund

í sumar.

Bachelorette Bash er til-valinn fyrir einhleypar konur

sem vilja skemmta sér.

N Ý T T :

THE BEST OF A BB, A CC, AND A TINTED MOISTURIZER…WITH A 215% INCREASE IN SKIN HYDRATION AFTER JUST ONE WEEK,*

THIS IS A WHOLE NEW WAY TO THINK ABOUT MAKEUP.

Try it with our NEW dual fiber Smoothing Face Brush for a professional, flawless finish.

Complexion Rescue Tinted Hydrating Gel CreamSmoothing Face Brush

*Bas

ed o

n av

erag

e re

sults

on

an in

depe

nden

t U.S

. clin

ical

stu

dy o

f 63

part

icip

ants

.

Get professionally shade-matched at retailers.

bareMinerals Norge www.bareminerals.no

L I T A Ð R A K A G E F A N D I K R E M G E L

frá

HÉR ERU SAMTVINNAÐIR ALLIR BESTU EIGINLEIKAR BB- OG CC-KREMA AUK KOSTA LITAÐS RAKAKREMS ...

RAKAMAGN HÚÐARINNAR EYKST UM HEIL 215%* EFTIR EINUNGIS VIKUNOTKUN!

UM ER AÐ RÆÐA ALGJÖRA NÝJUNG Á SVIÐI FÖRÐUNAR.

bareMinerals fæst í Hagkaup Smáralind, Tax Free dagar 7.-11. maí.*N

iður

stöð

ur ra

nnsó

kna

62 k

onur

54 matur & vín Helgin 8.-10. maí 2015

Þ ið verðið að afsaka mig, ég er skítþunn-ur. Þið hóið bara ef þið hafið einhverjar spurningar,“ sagði Jacob Gram Alsing,

framkvæmdastjóri Mikkeller, þegar hann tók á móti okkur við opnun Copenhagen Beer Ce-lebration. Hann var greinilega ekki sá eini þarna inni sem hafði seilst of langt ofan í bjórflöskuna kvöldið áður.

Tveir heilir vinnudagarCopenhagen Beer Celebration, eða CBC eins og hátíðin er jafnan kölluð, er haldin í Sparta Hallen sem er skammt frá Parken. Þetta var í fjórða skiptið sem hún var haldin. Inni í salnum var allt komið á fullt. Hátt í þúsund gestir gengu á milli bása með glös í hendi og yfir öllu lá huggulegur pylsufnykur. Lofaði góðu.

Á CBC koma saman hátt í fimmtíu af bestu brugghúsum veraldar í boði danska farand-bruggarans Mikkeller. Hátíðin stendur í tvo daga, tvær lotur eru á dag og hvert brugg-hús leggur til tvo bjóra í hverri lotu. Hvor lota stendur í fjóra tíma svo samtals er þetta fullur vinnudagur.

Í þessari fyrstu lotu voru sem sagt eitthvað á bilinu 90-100 bjórar, miðir og vín í boði. Okkur tókst að komast yfir 33 bjóra sem verður að telj-ast bærilegt fyrir byrjendur. Reyndari menn rétt dreypa á hverjum bjór og snúa sér að þeim næsta en nýgræðingum hættir til að klára úr glösunum þegar eitthvað gott er í boði.

Sænskur Snickers-bjór og mangó-IPAHvað er svo í boði þarna? Maður fær hálfgert víðáttubrjálæði í byrjun en nær svo áttum. Við römbuðum fyrst á fund Boneyard-brugghússins frá Oregon en svo heppilega vildi til að annar af bjórum þeirra var léttur India Session Ale. Það var fínt að byrja á rólegum nótum áður en kom að sótsvörtum tunnuþroskuðum Stout-bjórum sem voru víða.

Lengsta biðröðin var hjá brugghúsinu Three Floyds enda var þar hinn kunni Dark Lord á boð-stólum. Sá er 13% Russian Imperial Stout, afar margslunginn bjór með kaffi, vanillu og fleiru í bragðinu. Hann er aðeins bruggaður einu sinni á ári og er því nokkuð eftirsóttur. Mjög skemmti-legur bjór.

Svo komu þeir í röðum. Inni á milli voru hefð-bundnir bjórar – nokkrir frábærir Pale Ale og IPA-bjórar og – en svo þeir sem skáru sig úr. Þar á meðal bjór sem smakkaðist eins og Snickers. Sá kallast Bourbon BA Peanut Butter Biscuit Stout og var bruggaður af sænska brugghúsinu Omnipollo. Annar skemmtilega furðulegur var tvöfaldur IPA-bjór frá Green Flash brugghúsinu sem bragð„bættur“ var með mangó og chili.

Bjór Fréttatíminn Fór á Copenhagen Beer CeleBration

Pabbi þarf að vinna í dag

Copenhagen Beer Celebration var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi og Fréttatíminn var á staðnum. Á há-tíðinni koma saman fimmtíu bestu brugghús í heimi og reiða fram sína bestu og furðu-legustu bjóra. Gestir geta smakkað hátt í 400 bjóra á tveimur dögum á milli þess sem þeir gæða sér á pylsum og fá sér tattú. Bjórarnir eru engir venjulegir fótboltabjór-ar; þarna voru sótsvartir tunnuþroskaðir bjórar í bland við humlaða IPA-bjóra og furðulega miði. Furðulegasti bjórinn bragðaðist þó eins og Snickers.

Íslendingar áttu að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni. Þarna voru meðal annars hópar frá Járn & gler, sem flytur Mikkeller inn til Íslands, og rekstraraðilum Mikkeller-barins á Ís-landi. Frá vinstri eru Andri Þór Kjartansson, Ingi, Ólafur Ágústsson, Jón Valur og Hrafnkell Magnússon sem rekur Brew.is.

Svona gekk þetta fyrir sig. Milli þess sem bjór var smakkaður var hægt að kaupa sér svakalegar pylsur, osta, rif og fleira í þeim dúr. Þá var hægt að fá sér tattú, kaupa sér minjagripi eða slafra í sig kaffi ef sá gállinn var á manni.

Kafloðnir pabbakropparAuðvelt er að teikna upp hvernig hinn týpíski bjórnörd lítur út miðað við gesti há-

tíðarinnar. Fyrir það fyrsta er ljóst að hann er ekki kona enda voru þær vart sjáanlegar þarna. Í öðru lagi er mér til efs að þarna hafi nokkur maður verið sléttrakaður. Flestir klæddust annað hvort stuttermabolum merktum brugghúsum eða með „fyndnum“ slagorðum. Og seint verður sagt að hinn almenni gestur hafi verið í góðu formi. Það passaði reyndar ágætlega því sama dag var hugtakið „pabbakroppur“ á allra vörum.

Þessi fyrsta lota af fjórum var frábær upplifun. Fjórir klukkutímar af bjórsötri og spjalli og bjórarnir voru hver öðrum for-vitnilegri. Það virðist samt vera stórt skref að stíga að ætla sér að mæta á allar loturnar. 400 bjórar á tveimur dögum hljómar alla vega eins og ærinn starfi.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Pylsurnar komu frá John’s Hotdog Deli og menn röðuðu sjálfir bjórlegnum lauk, bjórsinnepi og remúlaði á þær. Sumir settu meira á þær en aðrir.

Á CBC koma saman hátt í 50 bruggarar og kynna bjóra sína. Gestir hátíðarinnar labba á milli með glas og fá að smakka og spjalla við þá um tilurð bjóranna.

Mikkel Borg Bjergsø, maðurinn á bak við Mikkeller, var eins og rokk-stjarna á svæðinu og ófáir bjórnördar gáfu sig á tal við hann og fengu að taka mynd af sér með honum.

56 matur & vín Helgin 8.-10. maí 2015

3x15

Kolvetnaskert,próteinríkt og fitulaust

Hentar fyrir LKL mataræði

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Hráefni2 þroskuð avóka dó2 tsk límónusafi2 tsk saxað kóríander1/4 bolli fín saxaður rauð-laukur1/2 fínsaxað jalapeno með fræj um1/4 tsk salt (kosher ef þú átt svoleiðis)

Aðferðn Skera avóka dó in í tvennt

og fjar lægja stein inn, varlega!n Skafa avóka dó in með skeið og setja í skál.n Hræra límónusafa saman við.n Bæta við salti og stappa með gaffli eða kartöflu-stappara.n Bæta afgangnum af hrá efn un um við og blanda saman.n Smakka til.

Uppskrift skyndibitakeðjan Chipotle opinberar goðsagnakennda Uppskrift

Er þetta besta guacamole í heimi?

s kyndi bita keðjan Chipotle nýtur mikilla vinsælda úti í heimi og rekur yfir

1.700 veitingastaði í Banda-ríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.

Eitt af aðalsmerkjum keðj-unnar hefur verið guacamole-ið sem gestir þurfa að borga sérstaklega fyrir og gera jafnan glöðu geði. Farið hef-ur verið með uppskriftina að guacamole-inu eins og hernað-arleyndarmál til þessa en aðdá-

endur Chipotle fengu óvæntan bónus á dögunum þegar upp-skriftin var birt á heimasíðu fyrirtækisins.

Og þá er spurningin: Er þetta eins gott og af er látið? Er þetta besta guacamole í heimi? Nú er bara að prófa sig áfram. Eina sem gæti hamlað okkur sem búum lengst úti í ballar-hafi er að við höfum ekki að-gang að jafn fersku hráefni og aðrir en það var svosem ekk-ert nýtt.

Guacamole-ið á Chipotle er umtalað. Nú getur þú prófað að gera það heima hjá þér. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Grillaður lax með kaldri sinnepssósun ú þegar kjötskortur er far-

inn að gera vart við sig í verslunum vegna verkfalla

er tilvalið að grilla fisk um helgina.

Og þá er fátt sem toppar laxinn. Hér er sígild uppskrift af vefsíðunni Gott í matinn sem er eftir Ingu Elsu Bergþórsdóttur.

Aðferð:Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna. Bragð-bætið með sítrónusafa, salti og pipar eftir smekk. Beinhreinsið laxaflakið og skafið hreistrið af roðinu ef þið viljið borða það. Penslið flakið með olíu á báðum hliðum. Setjið flakið í stóra fiskiklemmu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið, en það fer eftir þykktinni á fiskinum. Einnig má pönnusteikja laxinn: Skerið flakið í fjóra hluta. Setjið olíu á pönnu og steikið við meðalhita á báðum hliðum, byrjið á roð-hliðinni. Saltið og piprið.Berið laxinn t.d. fram með kartöflum með dilli, strengjabaunum eða góðu salati. Hellið sósunni yfir.

Fyrir fjóra1 kg laxaflak með roðisalt og piparolía til penslunar

SósaSkvetta af sítrónusafaSalt og pipar½ ds sýrður rjómi eða sam-bærilegt magn af ab mjólk2 tsk grófkorna franskt sinnep2 tsk fínt söxuð paprika

Sumarið er komiðs umargull er komið í hill-

ur Vínbúðanna og það segir okkur bara eitt;

sumarið er komið. Eins og bjórunnendur vita vel er Sum-argullið bruggað eftir gamalli uppskrift út Borg brugghúsi. Þetta er sumsé blond-bjórinn Bjartur nr. 4 sem nú er seld-ur í stórum dósum á sumrin. Hann er undirgerjaður með þýskum og slóvenskum huml-um, ferskur og með blómlega angan og ávaxtaríkan mal-tkeim. Hann passar vel með léttum grillmat, til að mynda fiski.

Til stendur að skipta um umbúðir á Sumargulli en Öl-gerðin hefur ákveðið, með um-hverfisvernd í huga, að klára fyrst tugþúsundir dósa sem til eru síðan í fyrra áður en nýju umbúðirnar fara í umferð.

Hörður skorar á Arnar Björnsson íþróttafréttamann. ?

? 4 stig

7 stig

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður.

1. Pass.

2. Laxá í Aðaldal.

3. Gormánuður.

4. Juventus.5. Ray Davies.6. Hollywood.

7. Pass.

8. Dollar.

9. Pass.

10. Pass.

11. 2006.

12. 520.

13. Stykkishólmi.

14. Vestmannaeyjum. 15. KR.

1. Aldrei.2. Þjórsá. 3. Harpa.

4. Juventus. 5. Pass.

6. San Fransisco.

7. Charlotte Elizabeth Diana. 8. Pass.

9. Lumman.

10. Gunnar Hansson. 11. 2010.

12. 430.

13. Fáskrúðsfirði. 14. Ísafirði.

15. KR.

Steinunn Þóra Árnadóttirþingkona VG.

58 heilabrot Helgin 8.-10. maí 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

ANNES GERÐTRÉ

KLETTUR

SKYN-FÆRA

UM-TURNUN SKJÖGRA

ÓSTÖÐVANDI

GERAST

RAUP

SÍLL

SEYTLAREIKA

LÍÐA VEL

NÆGILEGT

NÓTERA

ELDHÚS-ÁHALD

SKAPRAUNA

MILDUN

ÁTT

VEGUR

FYRIR-FERÐ

ÞANGAÐ TIL

LITUR

SÍTT

RUSL

KÁLGÆTA MATAR-

ÍLÁTFASTA STÆRÐBORGA

ÚTDEILDI ÁLÍTA GIM-STEINN

ÁRANS

ENDAST

GÓL

HYGGJASTESPAST

HYGGST

ELDSNEYTI

TRUFLA

TÁKNASKST.

VARA

SLJÓVGA

KVABB

EYJA

FYRST FÆDD

SVÖRÐ

NÚNA

FLJÓT-FÆRNI

ÓVÆTTUR

NÖGL

GÆLUNAFN

FLÍKÁGÓÐI EKKERTAFSPURN

ORGA

STEFNUR

HEILAN

HALDAÍÞRÓTT

SEFA

RÁS

NÆRVERA

FÚLNA

SVIKULL

BLÓM

SKRÁ

BÆTUR

VAFI

Á FLÍK

TIGNA

MEGINFRÁ

TRJÁ-TEGUND

IÐN

HÁR

ÍSKURTÓFT

RAUÐUR NÚMERLÍTIL AUSA

MASAR UNGHRÓPA

STEIN-TEGUND

TÖFFARI HELBER

ÞÓ

Í RÖÐ

my

nd

: P

hil

iP B

os

ma

(C

C B

y-s

a 3

.0)

240

6 3 1 5

7

1 8 9

4 2 5

5

4 2

7 2 1

4 9 6

6 8 7

2 7 9 4

5 8

8 6

7 8 2 1

1 2

3 9 5

6 4

6 3 7 1

5

Þá sagði Jesús: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“

www.versdagsins.is

Straumurinn liggur til

Fréttatímans

Jan.

-mar

s 20

11 6

1%

Jan.

-mar

s 20

15 6

5%

MARÐAR-DÝR SNÍKILL T

AÐ UTAN

KLÆÐA-LEYSI Y BÓK-

STAFUR BÓK FYRIR-BOÐI

ÚT-DRÁTTUR

RÁN S A M A N T E K TH A F SKIPULAG

ÓÐAGOT K E R F I ESLUNGINN F Æ

KAPÍTULI

AÐ-RAKSTUR K A F L I

A T A S T GAPAÍ RÖÐ

TVEIR EINS J KGARGA

NÝR OÁMÆLA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG Á L A S A FLJÓTRÆÐI

TÚNGUMÁL F L A N

VERKUR

FÍFLAST

VIÐDVÖL

R

B U R K N I RÚMFJALL

VELLÍÐAN F E L L FUGLINN UPP-REISTURJURT

Y N G R I ÞEKKJA

GINNA K U N N A KRAÐAK

TOTA Ö SNÝLEGRI

ÆSINGUR

L G AGAS-

TEGUND

SAMSKONAR N E O N SKRAUT S K A R TÓT U HVETJA

HEITI E G G J A RANNSAKA

DURTUR K A N N AÍ RÖÐ

FISKILÍNA

I R N I SLANGA

VIÐLAG N A Ð R A KJAFTUR

HINDRA G I NN

SVARA

ELDHÚS-ÁHALD A N S A TVEIR EINS

DÁLÍTIÐ U ULOFT-

STRAUM

FUGL V I N DG A F S T TUNGUMÁL

TREYSTA Í R S K A ÁTT

FYRSTUR N AAFHENDIR

ERTA

A U N SKST.

LEYSIR E T V SVÖRÐUR T O R F ARFLEIÐA URGABR S HÆRRI

GLINGUR E F R I ÁRÁS

SÓT I N N R Á SÍ RÖÐ

ESPAST

S A S TSPREIA

YFIR-BREIÐSLU Ú Ð A

ÞEFJA

AÐALS-TITILL D A U N AÆ

I KNÚSAST

TÁLBEITA K E L A SÆ

STÆLA S J ÓBLÓÐ-HLAUP

HVÍLD M A RN A R R A ÁVÖXTUR

POT A K A R N SKÓLI

TVEIR EINS F GPLATA

LYKTA

N G A MÁLMUR K O P A R ÓSKA Á R N AAI N N R I T A MAKA L Ö Ð R ASKRÁ

G

239

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Aldrei. 2. Þjórsá. 3. Skerpla. 4. Juventus. 5. Ray

Davies. 6. London. 7. Char lotte El iza beth Di ana. 8. Baht.

9. Gæran. 10. Gunnar Hansson. 11. 2001. 12. 524. 13.

Fáskrúðsfirði. 14. Vestmannaeyjum. 15. KR, stofnað 1899.

1. Hve oft endurnýjast heilafrumur?

2. Í hvaða á er Urriðafoss?

3. Hvaða mánuður hefst þann 23. maí, sam-

kvæmt gamla dagatalinu?

4. Hvaða lið varð Ítalíumeistari í knatt-

spyrnu fjórða árið í röð á dögunum?

5. Hver var söngvari The Kinks?

6. Í hvaða borg var fyrsti Hard Rock Café

staðurinn opnaður árið 1971?

7. Hvað heitir nýfædda breska prinsessan,

dóttir Vilhjálms Bretaprins og Katrínar?

8. Hvað nefnist gjaldmiðillinn í Taílandi?

9. Hvað nefnist tónlistarhátíðin sem mun

fara fram á Sauðárkróki aðra helgina

í ágúst?

10. Hver skrifar handritið að kvikmyndinni

Bakk, sem frumsýnd er í vikunni?

11. Hvaða ár lést George Harrison?

12. Hvert er póstnúmerið í Trékyllisvík?

13. Hvar á landinu eru haldnir franskir dagar

hvert sumar?

14. Hvaðan af landinu er tónlistarmaðurinn

Júníus Meyvant?

15. Hvert er elsta knattspyrnulið Íslands?

Spurningakeppni kynjanna

svör

Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

4BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

ALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLINGALLAR HEITUSTU SUMARGRÆJURNAR Í NÝJUM 4BLS BÆKLING

NÝR 4BLS BÆKLINGUR

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

OPNUNARTÍMAR

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

VERÐ FRÁ 745Erum með mikið úrval af hágæða minniskortum í öllum stærðum og gerðum frá Silicon Power.

Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM!

MINNISKORT

AFSLÁTTUR

50%AF ÖLLUM MINNIS-KORTUM Í MAÍ Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

9.990ÓTRÚLEGT VERÐ!

Spjaldtölva sem hentar vel fyrir yngri kynslóðina, tilvaliní leiki, tónlist, kvikmyndir, internetið og tölvupóstinn.

7”SPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVASPJALDTÖLVA

ENN BETRA VERÐ

14.900ÓTRÚLEGT LEIKJAÚRVAL

Öflug spjald- og leikjatölva með öllum klassísku tökkunum ásamt 5” kristaltærum HD snertiskjáÖflug spjald- og leikjatölva með öllum klassísku tökkunum ásamt 5” kristaltærum HD snertiskjá

ÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNIÓGRYNNI

LEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ

ÚRVAL AF LEIKJUM OG

FORRITUM FYRIR ÞESSA

ÓTRÚLEGU GRÆJU

JXD LEIKJATÖLVA

Föstudagur 8. maí Laugardagur 9. maí Sunnudagur

60 sjónvarp Helgin 8.-10. maí 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

RÚV16.25 Ljósmóðirin (1:8) (Call the Midwife III) e.17.20 Vinabær Danna tígurs (14:40) (Daniel Tiger's Neighbo-urhood)17.31 Litli prinsinn (13:18) (Little Prince I)17.54 Jessie (9:26) (Jessie) 18.15 Táknmálsfréttir18.25 Konunglegir réttir (1:3) (Hof-retter) e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.35 Hraðfréttir (27) 20.00 Drekasvæðið (2:6) Ný íslensk gamanþáttaröð. 20.30 Séra Brown (3:10) (Father Brown II) 21.20 Við erum bestar (Vi är bäst) 23.00 Raunir Riley-hjóna (Welcome to the Rileys) 00.50 Barnaby ræður gátuna – Draugasetrið (Midsomer Murder) e.02.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist13:45 Cheers (10:25)14:10 Royal Pains (4:13)14:55 Once Upon a Time (8:22)15:40 Beauty and the Beast (22:22)16:20 Agents of S.H.I.E.L.D. (22:22)17:00 Eureka (1:14)17:50 Dr. Phil18:30 The Talk19:10 Secret Street Crew (2:6)19:55 Parks & Recreation (15:22)20:15 The Voice (21:28)21:45 The Voice (22:28)22:30 Sex & the City (10:12)22:55 Californication (10:12)23:25 Law & Order: SVU (5:24)00:10 The Affair (4:10)01:00 Necessary Roughness (10:10)01:50 The Borgias (2:10)02:40 Lost Girl (1:13)03:30 Sex & the City (10:12)03:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:10 Limitless12:55 To Rome With Love14:45 Bjarnfreðarson16:35 Limitless18:20 To Rome With Love20:10 Bjarnfreðarson22:00 The Book Thief00:10 Jesse Stone: Benefit of the Doubt 01:40 Lockout 03:15 The Book Thief

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 The Middle (20/24) 08:30 Glee 5 (8/20) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (156/175) . 10:15 Last Man Standing (10/22) 10:40 Grand Designs (12/12) 11:30 Heimsókn (12/27) 11:50 Jamie Oliver's Food Revolution 12:35 Nágrannar 13:00 Me, Myself and Irene 14:55 The Amazing Race (5/12) 15:40 Kalli kanína og félagar 16:05 Batman: The Brave and the bold 16:30 Family Tools (7/10) 16:55 Super Fun Night (10/17) 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 Simpson-fjölskyldan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 Simpson-fjölskyldan (20/22) 19:50 As Cool as I Am21:25 X-Men: Days Of Future Past 23:40 Grudge Match 01:35 Twelve 03:10 Don't Be Afraid of the Dark 04:50 Me, Myself and Irene

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Sevilla - Fiorentina08:40 Napolí - Dnipro11:00 Goðsagnir11:35 ÍA - Stjarnan13:55 Juventus - Real Madrid15:35 Meistaradeildin - Meistaramörk 15:50 Napolí - Dnipro17:30 Sevilla - Fiorentina19:10 La Liga Report19:40 Meistaradeild Evrópu20:10 Evrópudeildarmörkin21:00 Goðsagnir21:35 Box00:00 Chicago - Cleveland: Leikur 3

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30 Messan 11:30 Sunderland - Southampton13:10 Swansea - Stoke14:50 Tottenham - Man. City16:30 Chelsea - Crystal Palace18:10 Premier League World 201418:40 Undanúrslit 20:40 Match Pack21:10 Messan21:40 Enska úrvalsdeildin22:10 Liverpool - QPR23:50 Hull - Arsenal 01:30 Messan02:00 Enska úrvalsdeildin

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 212:00 Bold and the Beautiful13:45 Britain's Got Talent (3/18) 14:50 Modern Family (10/24) 15:15 Hið blómlega bú 3 (3/8) 15:45 Heimsókn (2/10) 16:15 ET Weekend (34/53) 17:00 Íslenski listinn17:30 Sjáðu (390/400) 18:00 Latibær18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (39/50)19:10 Lottó 19:15 Stelpurnar (8/12) 19:40 Fókus (12/12) 20:15 The Fault In Our Stars22:25 22 Jump Street Jenko og Schmidt eru mættir aftur til leiks. Nú þarf lögreglustjórinn Hardy kalla þá aftur til starfa þó honum sé það þvert um geð. Verkefni þeirra er enn á ný að dulbúast sem nemendur í framhaldsskóla og fletta þar ofan af glæpasam-tökum.00:15 Ghost Team One Gamansöm hrollvekja frá 2013.01:40 Sarah's Key Dramatísk mynd frá 2010 með Kristin Scott Thomas í aðalhlutverki.03:30 World War Z05:25 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:05 Evrópudeildarmörkin08:55 Formúla 1: Spánn 10:00 Chicago - Cleveland: Leikur 311:55 RN-Löwen - Flensburg13:25 Pepsímörkin 201514:40 Füchse Berlín - Magdeburg16:10 Formúla 1 17:30 Meistaradeild Evrópu17:55 Real Madrid - Valencia20:00 Goðsagnir 20:30 RN-Löwen - Flensburg21:50 Füchse Berlín - Magdeburg23:10 UFC Now 201500:00 Memphis - Golden State: Leikur 303:00 UFC Fight Night: Miocic vs. Hunt

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:25 Undanúrslit10:05 Match Pack10:35 Enska úrvalsdeildin 11:05 Messan11:35 Everton - Sunderland 13:50 Stoke - Tottenham16:00 Markasyrpa16:20 Crystal Palace - Man. Utd. 18:30 Aston Villa - West Ham20:10 Undanúrslit 21:50 Leicester - Southamptoni.23:30 Newcastle - WBA

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (10:500)10.25 Bækur og staðir e.10.30 Alla leið (4:5) e.11.35 Eðlisávísun kattarins e.12.30 Útúrdúr (8:10) e.13.15 Matador (8:24) (Matador) e.14.25 Kiljan e.15.05 Litla Parísareldhúsið e.15.35 Handboltalið Íslands15.50 Úrslitakeppni kvenna í handbolta17.45 Táknmálsfréttir17.55 Ævintýri Berta og Árna (25:52) 18.00 Stundin okkar (4:28) e.18.25 Kökur kóngsríkisins (11:12) 19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.40 Ferðastiklur (2:8) (Reykjanes-skagi) 20.25 Öldin hennar (19:52)20.30 Ljósmóðirin (2:8) (Call The Midwife) 21.25 Baráttan um þungavatnið (1:6) (Kampen om tungtvannet) 22.20 Kjúklingur með plómum (Poulet aux prunes) 23.50 Síðasta helgin (3:3) (Last Weekend) e.00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:50 The Talk13:10 Dr. Phil15:10 Cheers (12:25)15:35 The Biggest Loser 17:15 My Kitchen Rules (4:10)18:00 Parks & Recreation (15:22)18:25 The Office (7:27)18:45 Top Gear (7:7)19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (8:20)20:15 Scorpion (17:22)21:00 Law & Order (14:23)21:45 Allegiance (12:13)22:30 Penny Dreadful (2:8)23:15 The Walking Dead (2:16)00:05 Hawaii Five-0 (22:25)00:50 CSI: Cyber (7:13)01:35 Law & Order (14:23)02:20 Allegiance (12:13)03:05 Penny Dreadful (2:8)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:30 James Dean 08:05 Moulin Rouge 10:15 You've Got Mail 12:15 My Cousin Vinny 14:15 James Dean 15:50 Moulin Rouge 18:00 You've Got Mail 20:00 My Cousin Vinny 22:00 The Monuments Men00:00 Movie 43 01:35 Super 03:10 The Monuments Men

22:25 22 Jump Street Jenko og Schmidt eru mættir aftur til leiks. Nú þarf lögreglustjórinn Hardy kalla þá aftur til starfa þó honum sé það þvert um geð.

21:50 Brooklyn's Finest Spennumynd með Richard Gere, Don Cheadle, Ethan Hawke og Wesley Snipes.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (9:500)10.20 Fisk í dag e.10.30 Djöflaeyjan e.11.00 Ferðastiklur (1:8) e.11.45 Heilabrot (2:8) e.12.15 Útsvar (2:27) e.13.10 Kökugerð í konungsríkinu (2:12) (Kongerigets Kager) e.13.40 Með hjartað úr takti e.14.10 Hönnunarkeppni 2015 e.14.45 Rússarnir koma e.15.15 Erfðabreytt matvæli e.16.00 Sjónvarpsleikhúsið e.16.25 Ástin grípur unglinginn (11:12) (Secret Life of the American Teenager)17.10 Táknmálsfréttir17.20 Franklín og vinir hans (16:52) 17.43 Unnar og vinur (17:26) 18.05 Vinur í raun (3:6) e.18.25 Drekasvæðið (2:6) e.18.54 Lottó (37)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir19.35 Veðurfréttir19.45 Alla leið (4:5) 21.00 Börnin taka völdin 22.20 Þetta hlýtur að vera staðurinn 00.15 Morðingi og lygar (Mördaren ljuger inte ensam) e.01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:00 The Talk14:00 Dr. Phil15:20 Cheers (11:25)15:45 Psych (4:16)16:30 Scorpion (16:22)17:15 The Voice (21:28)18:45 The Voice (22:28)19:30 Red Band Society (9:13)20:15 Eureka (2:14)21:00 Lost Girl (2:13)21:50 Brooklyn's Finest00:05 Unforgettable (2:13)00:50 CSI (5:22)01:35 Law & Order: UK (5:8)02:25 Eureka (2:14)03:15 Lost Girl (2:13)04:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 The Other End of the Line10:50 Girl Most Likely12:30 Last Chance Harvey14:05 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið15:30 The Other End of the Line17:20 Girl Most Likely19:00 Last Chance Harvey20:35 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið22:00 Dallas Buyers Club23:55 We're the Millers 01:45 2 Days in New York03:20 Dallas Buyers Club

22.20 Kjúklingur með plómum Frönsk mynd með kaldhæðnum húmor og listrænu yfirbragði. Einstök fiðla fiðlusnillings eyðileggst og hann sér enga ástæðu til að dvelja lengur í þessu jarðneska lífi.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.00 Drekasvæðið Ný ís-lensk gamanþáttaröð. Ari Eldjárn, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson koma saman ásamt öflugum leikhópi í nýjum gamanþáttum.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:15 The Voice (21/22:28) Dómarar Christina Aguilera, Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine.

20:15 Britain’s Got Talent 4/18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru S. Cowell, D. Walliams .o.fl.

Brabantia Touch Binfást í ýmsum litum og frá 3 ltr. til 40 ltr.

Brabantia Touch Bin ruslaföturnar eru heimilisprýði um leið og þær gegna sínu hlutverki. Opnast með einni snertingu og lokast með annarri.

Pokar með reimum sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis við tæmingu. Ilmspjöld minnka líkur á því að sorplykt finnist.

fyrir heimilið og vinnustaðinn

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAuGARDAGA KL. 11-15

ormsson.is LágmúLa 8sími 530 2800

Þegar þátturinn Hið blómlega bú hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir tveimur árum eða svo var ég gjörsamlega seldur. Ljúflingurinn Árni í Árdal náði mér með öngli, línu og sökku. Svo kom sería tvö þarna fyrir einhver jólin. Hún fór einhvern veginn fram hjá mér. Veit ekki af hverju. Sá einn þátt en var ekki í nógu tengdur eitthvað. En nú er Árni kominn aftur í sjónvarpið mitt og þetta sinn læt ég hann ekki sleppa. Þættirnir eru hver öðrum betri og mig langar alltaf í það sem minn maður er að bixa þarna á skjánum. Fór meira segja og keypti rabbarbarafræ eftir fyrsta þáttinn. Mér var reyndar sagt að það væri flókið að rækta rabbarbara frá fræi en mér er alveg sama. Ég vil sulta rabbarbara og skella svo í mig nokkr-

um staupum af rabbarbaravodka úr rjóma-sprautu. Ég ætla mér líka að búa til rjómaost og með honum ætla ég að borða jarðarber frá Sólbyrgi. Heiðurshjónin Einar og Kristjana þar á bæ fara nú ekki að neita mér, aumri blaðablókinni, um ber.

Það eina sem ég myndi breyta í þáttunum er byrjunin. Þessi teiknimynd minnir einum of mikið á það sem ég get ímyndað mér að sé fyrirmyndin að þáttunum, bresku þættirnir River Cottage. Auk þess sem hún er algerlega úr takti við þættina. En þetta er svo sem bara nöldur í mér og skiptir ekki miklu máli í stóra samhenginu sem er að Hið blómlega bú er það besta í íslensku sjónvarpi nú um stundir.

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:45 Dulda Ísland (1/8) 14:35 Vice special: Killing Cancer15:15 Fókus (12/12)15:40 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík (4/8) 16:10 How I Met Your Mother (12/24) 16:30 Matargleði Evu (8/12) 16:55 60 mínútur (31/53) 17:40 Eyjan (33/35) 18:30 Fréttir Stöðvar 219:00 Sportpakkinn (89/100) 19:15 Sjálfstætt fólk (25/25) 19:50 Hið blómlega bú 3 (4/8) Árni20:15 Britain's Got Talent (4/18) 21:20 Mad Men (12/14)22:10 Better Call Saul (8/10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad.23:05 60 mínútur (32/53)23:50 Eyjan (33/35) 00:35 Daily Show: Global Edition01:00 Game Of Thrones (5/10) Fimmta þáttaröðin um hið magnaða valdatafl og blóðuga valdabaráttu sjö konungsfjöl-skyldna í Westeros en allar vilja þær ná yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne.01:55 Backstrom (8/13) 02:40 Vice (8/14) 03:10 One Fine Day Rómantísk gamanmynd með Michelle Pfeiffer og George Clooney. 04:55 Mad Men (12/14)05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:10 Barcelona - Real Sociedad 08:50 RN-Löwen - Flensburg10:10 Füchse Berlín - Magdeburg11:30 Formúla 1 2015 - Spánn14:30 Memphis - Golden State: Leikur 316:20 Úrslitaleikur17:45 Sevilla - Fiorentina19:30 Chicago - Cleveland: Leikur 4 22:30 Open Court 405: New York Bas-ketball23:20 UFC Fight Night: Miocic vs. Hunt

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Everton - Sunderland10:40 Crystal Palace - Man. Utd.12:20 Man. City - QPR14:50 Chelsea - Liverpool17:00 Messan 18:00 Man. City - QPR19:40 Chelsea - Liverpool21:20 Messan 22:20 Stoke - Tottenham00:00 Aston Villa - West Ham

10. maí

sjónvarp 61Helgin 8.-10. maí 2015

Árni í Árdal Á Stöð 2

Blómlega búið er það besta

www.smyrilline.is

Stangarhyl 1 · 110 ReykjavíkSími: 570-8600 · [email protected]

Fjarðargötu 8 · 710 SeyðisfjörðurSími: 472-1111 · [email protected]

Bókaðu núna!

Vortilboð Smyril LineFrábær tilboð til Færeyja í maí og til Danmerkur í júní

Færeyjar í maí. Síðasta heimferð er 1. júní

Danmörk með stoppi í Færeyjum 18 júní og til baka 7. júlí

Verð á mann til Færeyja í maí aðeins kr. 34.500 á mann miðað við að tveir ferðist saman. Innifalið sigling í 2 manna klefa inn og flutningur á bíl til Færeyja og til baka.

Mótorhjól og sigling kr. 34.500 á mann, innifalið sigling í 2m klefa inn, flutningur á 2 mótrhjólum til Færeyja og til baka.

Húsbílatilboð: Verð kr. 40.500 á mann, innifalið sigling í 2 man-na klefa, húsbíll að 7 metrum til Færeyja og til baka.

Verð á mann til að eins kr. 74.500 á mann miðað við að tveir ferðist saman. Innifalið sigling í 2 manna klefa inn og flutningur á bíl til Danmerkur og til baka 7. júlí.

Mótorhjól og sigling kr. 74.500 á mann, innifalið sigling í 2m klefa inn, flutningur á 2 mótrhjólum til Danmerkur og til baka 7. júlí

Húsbílatilboð: Verð kr. 109,500 á mann, innifalið sigling í 2 manna klefa, húsbíll að 7 metrum til Dan-merkur og til baka 7.júlí.

Ath: Stoppað er í Færeyjum í tvær nætur. Öll verð miðast við að tveir ferðist saman og gilda fram og til baka.

Norðurljósabræðingur 8. maí

Tónlistarstjóri: Samúel Jón SamúelssonNorðurljósasal Hörpu | Kl. 21:00 | Miðasala á harpa.is og í 528 5050

V ið verðum með mjög lang-þráðan dansleik í Iðnó,“ segir Ólafía Hrönn Jóns-

dóttir leikkona um árlegt kjólaball Heimilistóna í Iðnó á laugardag.

„Við gátum ekki verið með kjólaball á síðasta ári og eru því margir orðnir óþreyjufullir. Ætli þetta sé ekki í tólfta sinn sem við gerum þetta,“ segir hún og reiknar í huganum hvað börnin hennar eru orðin gömul. „Ég reyni alltaf að rifja það upp því á fyrsta dansleikn-um okkar var sonur minn heima að passa dóttur mína og í pásunni hringi ég heim til að athuga hvort allt sé ekki í lagi, og þá er drengur-inn skelfingu lostinn þar sem syst-ir hans hafði meitt sig og það var spurning hvort það þurfti að fara með hana á spítala,“ segir Ólafía. „Ég fór því heim og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að vera þar eða fara og klára ballið. Ég fór til baka og kláraði ballið. Þetta var fyrir 12 árum síðan, minnir mig,“ segir Ólafía.

Heimilistónar voru fimm talsins en Ragnhildur Gísladóttir er ekki með í ár og segir Ólafía hana vera hætta í sveitinni. „Hún var með okkur síðast en núna er hún bara með annan fótinn erlendis og á erfitt að með að koma þessu að,“ segir hún. „Svo er hún auðvitað

orðin tónskáld og hefur gengið annan veg, en við erum miklar vinkonur. Það má samt segja að þetta hafi verið listrænn ágreining-ur,“ segir Ólafía. „Á laugardaginn verður þó Unnur Birna Björns-dóttir, nýr meðlimur, með okkur. Hún er snillingur og fær örugg-lega fastráðningu.“

Meðlimir Heimilistóna spila um 30 lög á svona balli og skipta oft um hljóðfæri. Ólafía segir það mesta hausverkinn þegar æfingar hefjast, að muna hver spilar á hvað. „Sumt munum við alveg en stund-um munum við ekki hver spilaði á hvað síðast, og það er ógeðslega fyndið þegar það gerist,“ segir hún. „Annars er bara andskotans nóg að gera þetta einu sinni á ári. Það er mikið að gera hjá okkur öllum og alltaf vesen að koma þessu saman. Við stefnum samt á plötu og erum komin með nokkur ný frumsamin lög sem við munum leika á laugardaginn,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir heimilistónn.

Á kjólaballi Heimilistóna á laugardaginn verður uppistandari ásamt vöfflukasti og DJ Harpa mun þeyta skífum. Miðasala er í Iðnó.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Vatnsmýrarhátíðin, vorhátíð Nor-ræna hússins, verður haldin í fimmta sinn í ár. Hátíðin fer fram á morgun, laugardag, og verður skipulögð dagskrá á milli klukk-an 13 og 16. Dagskráin hefst með svokölluðu orienteringsløb eða rat-hlaupi, en slíkt er víða iðkað á Norð-urlöndunum. „Í því felst að hlaupa á milli fyrirfram ákveðinna stöðva á korti og helst að vera fyrstur til þess að ljúka brautinni,“ segir Ilm-ur Dögg Gísladóttir, kynningar og verkefnastjóri hjá Norræna húsinu. Í boði verða tvær brautir yfir allan daginn, 0-5 ára og 5-10 ára. Einnig verður stærri braut í boði hluta dags fyrir fullorðna. „Þátttakendur ráða að sjálfsögðu hraðanum, en þetta er afar skemmtileg keppni fyrir kapp-samar fjölskyldur,“ segir Ilmur.

Í ár verður sérstök áhersla lögð á Finnland og finnska siði og mun félagið Suomi Finnland taka virkan þátt í dagskránni. „Þau munu meðal annars bjóða á kórsöng og smakk á finnskum kræsingum. Auk þess

verður farið í finnska leiki svo sem barnaburð og stígvélakast,“ segir Ilmur. Í tilefni mæðradagsins á sunnudaginn verður hægt að föndra finnsk mæðradagskort í sýningar-salnum. Heimildamynd um finnsku hljómsveitina PKN, sem tekur þátt í júróvisjón, í ár verður sýnd í sal Norræna hússins klukkan 15.30 og einnig mun finnski harmonikku-leikarinn Matti Kallio spila finnska tónlist.

Tónlist mun skipa stóran sess í dagskránni og mun Tríó Nord bjóða upp á norrænan djass við gróður-húsið og hljómsveitirnar Oj Barasta og Dj. Flugvél og geimskip koma fram í sal Norræna hússins. Dag-skránni lýkur með líflegu atriði frá Sirkus Íslands en jafnframt verður hægt að reyna sig við sirkuskúnstir. „Allan daginn verður hægt að taka þátt í gerð listaverks í sýningarsöl-um Norræna hússins, láta kíkja á hjólið hjá Dr. Bæk, leika sér í vatns-skúlptúrum Ásgarðs og brosa fram-an í aðra gesti,“ segir Ilmur.

Rathlaup, barnaburður og sirkuskúnstir á Vatnsmýrarhátíð

Tónleikar HeimilisTónar Halda árlegT kjólaball siTT í iðnó á laugardagskVöld

Hljómsveitin Heimilistónar heldur sitt árlega kjólaball í Iðnó á laugardag. Hljómsveitin er skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafs-dóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sem segir þetta vera í tólfta skipti sem þær standa fyrir kjólaballi. Hún segir mestu áskorunina vera að muna á hvaða hljóðfæri hver spilar í hvaða lögum, þegar kemur að því að æfa fyrir viðburðinn.

Heimilistónar leika í Iðnó á laugardag. Frá vinstri eru Katla Margrét, Elva Ósk, Ólafía Hrönn og Vigdís. Ljósmynd/Hari

Andskotans nóg að gera þetta einu sinni á ári

62 menning Helgin 8.-10. maí 2015

Gerðu kjarakaup á húsgögnumfrá Tekk Company og Habitat

40-80% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

LAGERSALANKAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ – VIÐ HLIÐINA Á TEKK COMPANY OG HABITATSÍMI 861 7541

OPIÐ FÖSTUDAG KL. 13-18

LAUGARDAG KL. 11-18SUNNUDAG KL. 13-18

Frank er ein þeirra mynda sem sýnd verður á hringferðinni.

Kammerhópurinn Stilla flytur verkið Il Tromondo í Laugar-neskirkju í dag.

Bíó KviKmyndahátíð allan hringinn

Kvikmyndasýningar á landsbyggðinniBíó Paradís stendur fyrir kvikmyndahátíð sem hefst í næstu viku og er haldin hringinn í kringum landið. Hátíðin sem kallast Films on the fringe – Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn, verður haldin á sex stöðum á landsbyggðinni og er tilgangurinn að breiða út evrópska kvikmyndamenn-ingu og efla kvikmyndaaðsókn. Atli Sigurjónsson hjá Bíó Paradís segir að á þeim stöðum þar sem ekki er kvikmyndahús verði myndirnar sýndar með fullkomnum stafrænum, færanlegum sýningarbúnaði í bestu mögulegu hljóð- og myndgæðum.

á kvikmyndahátíðinni verða kvik-myndasýningar á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Akranesi, Ísa-

firði, Akureyri og Selfossi og segir Atli Sigurjónsson hjá Bíó Paradís þetta vera gott tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni að kynna sér evrópska kvikmyndagerð. „Þetta er í annað sinn sem við gerum þetta,“ segir hann. „Í fyrra fórum við á tíu staði, en þeir voru allir í minni kant-inum svo við settum í rauninni upp bíó á hverjum stað. Í ár erum við að fara á aðeins stærri staði og þó svo að á Höfn og Egilsstöðum sé ekki bíó þá erum við með fullkomna sýningarvél í farteskinu og tjald og setjum upp bíó. Á ferðalag-inu verða sýndar átta myndir en ekki þær sömu á hverjum stað. Við sýnum barna og unglingamyndina Antboy 2 á hverjum stað. Við viljum höfða til barna og unglinga í bæjarfélögunum. Annars eru þrjár myndir sýndar á hverjum stað,“ segir Atli.

Með í ferðinni verður kvikmynda-fræðingurinn Oddný Sen sem mun verða með kvikmyndaleiðsögn fyrir

börn á hverjum stað en Bíó Paradís hefur lagt ríka áherslu á kvikmyndasýn-ingar fyrir unga fólkið í gegnum tíðina, að sögn Atla. Meðal kvikmyndanna sem verða á ferðalaginu verða gaman-myndirnar The Grump og Frank, sem hlotið hafa mikið lof, heimildarmyndin The Punk Syndrome og íslensku kvik-myndirnar París norðursins og Hross í oss. „Þetta eru myndir sem höfða til allra, bæði barna og fullorðinna,“ segir Atli. „Þetta er gott tækifæri fyrir kvikmyndaáhugafólk um allt land að sjá myndir sem eru mjög góðar en eru ekki til sýninga í stóru kvikmyndahús-unum,“ segir Atli Sigurjónsson hjá Bíó paradís.

Hringferðin hefst föstudaginn 15. maí á Egilsstöðum. 16. maí verður hún á Höfn, 19. maí á Akranesi, 21. maí á Ísafirði, 23. maí á Akureyri og ferðinni lýkur þann 26. maí á Selfossi. Verkefnið er styrkt af Evrópustofu.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

... þó svo að á Höfn og Egilsstöðum sé ekki bíó þá erum við með fullkomna sýningarvél í farteskinu og tjald og setjum upp bíó.

tónleiKar Kammersveitin stilla í laugarnesKirKju

Dramatískt hádegiKammerhópurinn Stilla, sem skipaður er fjórum strengjaleikurum og söngvara – og píanóleikara í tilvikum, stendur fyrir hádegistónleikum í Laugar-neskirkju í dag, föstudaginn 8. maí. Á tónleikunum verður verkið Il Tromondo, eða Sólsetrið eftir Ottorino Respighi, flutt. Verkið er 20 mínútna klassískt verk sem samið var fyrir strengjakvartett og söngrödd árið 1914. Verkið er byggt á ljóði rithöfundarins Percy B. Shelley og fjallar á stórbrotinn hátt um ástina, lífið og dauðann. Kammerhópurinn Stilla var stofnaður árið 2011 og eru meðlimir þær Lilja Eggertsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Margrét Soffía Einarsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Gréta Rún Snorradóttir. Tónleikarnir í Laugarneskirkju hefjast klukkan 12 og standa í um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1500 krónur. -hf

64 menning Helgin 8.-10. maí 2015

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00Lau 9/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00Mið 13/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl

13Fös 5/6 kl. 19:00

Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00Fös 15/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 10/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00Síðustu sýningar leikársins

Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 22/5 kl. 20:00Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 28/5 kl. 20:00Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.

Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 21/5 kl. 20:00Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Beint í æð (Stóra sviðið)Lau 16/5 kl. 20:00Síðasta sýning!

Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)Lau 9/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00Sun 10/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu

Hystory (Litla sviðið)Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 20:00 auka.

Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.

Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur

Blæði (Stóra sviðið)Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00Aðeins þessar þrjár sýningar

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

leikhusid.is

FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – HHHH – SV, MBL

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)Lau 9/5 kl. 19:30 14.sýn Fim 21/5 kl. 19:30 15.sýn

Allra síðustu sýningar.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Sun 10/5 kl. 13:30 lokas.

Síðasta sýning.

Svartar fjaðrir (Stóra sviðið)Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn

Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn

Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00Sápuópera um hundadagakonung

Sunnudagur 10.maí kl.16

Konsert með kaffinuAnna Jónsdóttir, sópran, Þóra Passauer, kontra alt og Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanóleikari flytja rómantísk einsöngslög. Kaffi og sætmeti innfalið í verði.

Fimmtudagur 14.maí kl.20

Fjórðu og síðustu tónleikar í spunafernu Kristjönu Stefánsdóttur, söngkonu og Kjartans Valdimarssonar, píanóleikara. Sérstakur gestur Matti Kallio harmonikku- leikari. Veitingastofurnar opnar frá kl.18.

www.hannesarholt.isMiðasala á midi.is

Dagskrá

hannesarholts

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavíksími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

ÍSLENSKIR SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Sjónvarpsskápar frá 19.900

Borð frá 7.500

Skenkar frá 155.330

Barnarum grind 5.000 kr

Fjarstýringavasarfrá 2.900 kr.

Stólar á hjólum frá 15.900

TorinoHorntúnga 2H1+tunga verð frá 333.900 kr.3ja sæta sófi verð frá 194.900 kr.Sófasett 3+1+1 verð frá 371.900 kr.

G ísli Magna, stjórnandi Léttsveitar Reykjavíkur, segir lagavalið á tón-

leikum sveitarinnar afar fjöl-breytt. „Við erum svolítið í popp-inu á þessum tónleikum,“ segir hann. „Við erum að taka lög eftir Magnús Eiríksson, Braga Valdimar Skúlason og Sinead O´Connor, svo eitthvað sé nefnt. Svo tökum við svona slagara eins og Eldhúsverkin sem María Baldurs gerði frægt. Það er mjög við hæfi að 115 konur syngi það lag,“ segir Gísli sem hefur verið stjórnandi Léttsveit-arinnar undanfarin þrjú ár.

„Við höldum alltaf vor- og jólatónleika. Afmælið er að vísu í haust en þetta eru afmælis-tónleikar. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og hópurinn er frábær,“ segir Gísli. „Útsetning-arnar eru frá mér og Aðalheiði Þorsteinsdóttur sem er undir-leikari sveitarinnar, segir Gísli.

Með kórnum á tónleikunum verður hljómsveit skipuð þeim Ásgeiri Ásgeirssyni gítarleik-ara, Gunnari Hrafnssyni bassa-leikara, Eric Quick trommu-

leikara og Kjartani Guðnasyni slagverksleikara, ásamt Aðal-heiði.

„Það eru margir sem hafa ekki farið á tónleika með kvennakór en koma svo skæl-brosandi af þeim, þegar þeir láta til leiðast,“ segir Gísli. „Þetta hefur gengið mjög vel undan-farin ár og hefur alltaf verið létt og skemmtilegt.“ Í kórnum eru 115 konur og segir Gísli það hafi verið fjöldann á undanförnum árum. Þetta hafa verið svona rúmlega hundrað konur, alveg upp í 120 í eitt skiptið. Það eru nokkrar sem hafa verið frá upp-hafi og á hverju ári koma alltaf einhverjar nýjar inn. Það er þó ekki mikil rótering á milli ára. Það er erfitt að hætta í Léttsveit Reykjavíkur, segir Gísli Magna stjórnandi.

Tónleikar Léttsveitarinnar verða í Silfurbergi Hörpu á laugardag klukkan 16 og er miðasala á vef Hörpu. www.harpa.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verð-ur opnuð klukkan 14 á morgun, laugardaginn 9. maí, á jarðhæð JL hússins, Hringbraut 121 (áður verslunarrými Nóatúns) en Myndlista-skólinn er til húsa á 2. og 3. hæð í sama húsi. Á sýningunni verða verk eftir nemendur í sjón-listadeild og diplómanámi í keramik, teikn-ingu og textíl.

Rúmlega 50 útskriftarnemendur sjónlista-deildar sýna sjálfstæð lokaverkefni sem þeir hafa unnið á undanförnum vikum undir hand-leiðslu Guju Daggar Hauksdóttur arkitekts og myndlistarmannanna Bjarka Bragasonar, Finns Arnars Arnarsonar og Ólafar Nordal.

42 nemendur í diplómanámi sýna brot af

afrakstri vetrarins. Nemendur í keramik sýna vinnu vorannar, m.a. verk úr postulíni steypt í gifsmótum, leirhluti sem prentaðir voru í þrívíddarprentara og ýmsar tilraunir með postulín og fleiri efni. Nemendur teiknideildar sýna úrval verkefna vetrarins, m.a. módelteikningu og teiknidagbækur en áherslan hefur verið á myndræna frásögn. Nemendur textíldeildar sýna fjölbreytt verk-efni unnin á námskeiðum í ullarvinnslu, vefnaði, skapandi prjóni, litun, mynsturgerð og þrykki.

Sýningin verður opin klukkan 14-17 á opnunardaginn en klukkan 13-18 aðra daga. Henni lýkur sunnudaginn 17. maí. -hf

Myndlist VorsýninG Myndlistaskóla reykjaVíkur

Afrakstur vetrarins sýndur

tónlist afMælistónleikar kVennakórs í silfurberGi

Léttsveitin 20 áraLéttsveit Reykjavíkur var stofnuð haustið 1995 og heldur því upp á 20 ára afmæli sitt á þessu ári. Á laugardag-inn verða því hátíðar-tónleikar af því tilefni í Silfurbergi Hörpu. Léttsveitin mun slá á létta strengi að vanda og flytja dægurlög sem hafa verið vinsæl á Íslandi í gegnum tíðina. Á dagskránni eru einnig lög sem fyrrum kórstjóri Létt-sveitarinnar, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, hefur samið fyrir kórinn. Stjórnandi sveitarinnar Gísli Magna, segir þetta gríðarlega skemmti-legan kór og eftirspurn sé eftir plássi í kórnum á hverju ári.

Gísli Magna stjórnar rúmlega 100 konum í hverri viku.

66 menning Helgin 8.-10. maí 2015

Vorhátíð Norræna hússins 9. maí kl. 13:00–16:00

Dr. Bæk skoðar hjólið + Vatnsskúlptúrar Ásgarðs + Barnaburður og stígvélakast + Finnskt góðgæti + Matti Kallio spilar á harmonikkuna + Fuglaleiðsögn um friðlandið

Og margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna

Sirkus Íslands + Bragðupplifanir og snúnings­brauð + Rathlaup og leikur + Norrænn djass + Oj Barasta + Dj. Flugvél og geimskip + Sögu stund á sænsku, finnsku og íslensku +

Norræna húsiðThe Nordic House

Vatns mýrar ­hátíðin 2015

Í takt við tÍmann Íris mist magnúsdóttir

Væri 500 kíló ef ég væri ekki dugleg að æfaÍris Mist Magnúsdóttir er 28 ára nemi í sálfræði við HR og fyrrum fimleikastjarna sem vakti athygli sem annar stjórnandi Skólahreysti á RÚV á dögunum. Íris Mist stefnir á að verða íþróttasálfræðingur en næst á dagskrá er að starfa sem íþróttafréttamaður í sumar. Hún hefur horft 200 sinnum á Friends og fer 3-4

sinnum á ári til Danmerkur.

Staðal-búnaður

Dags dag-lega er ég

oftast á hælum, gallabuxum,

bol, jakka og með hálsmen. Ætli ég

sé ekki kasúal fín. Fötin eru flest keypt

í keppnisferðum í útlöndum en restin

í NTC-keðjunni hér á landi. Þegar ég fer út er ég aðeins fínni en ef ég er að fara eitthvað mjög fínt er pelsinn minn í upp-

áhaldi.

HugbúnaðurÉg er að æfa

Crossfit núna til að reyna að ná í rassgatið á gamla form-inu. Annars finnst mér allt

sem tengist íþróttum skemmtilegt. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að hanga og gera ekki neitt. Það er auðvelt að gera mig hamingjusama, ef það er nóg af fólki í kringum mig þá er ég glöð. Mér finnst gaman að syngja og dansa og fer stundum út að djamma. Þegar það gerist fer ég oftast á b5, Danska barinn eða Dollý og er oftast raddlaus á mánudögum. Ég get ekki sofnað án þess að horfa á sjónvarpið og spæni mig í gegnum heilu sjónvarpsþáttaraðirnar. Uppá-halds þættirnir mínir eru Modern Fa-mily, Grey’s Anatomy og Friends, allt þetta klassíska. Ég er búin að horfa á þær allar svona fimm sinnum, nema Friends. Þær hef ég allar séð svona 200 sinnum.

VélbúnaðurÉg er með iPhone 6 og Macbook Pro. Tölvan er nauðsynleg fyrir skólann og allt fer í gegnum símann. Ég er ekkert voðalega aktív á samfélags-miðlum, fyrir utan Facebook. Ég er samt að reyna að bæta mig og skráði

mig til dæmis á Twitter um daginn. En ég gleymi alltaf að fara á Instag-ram

AukabúnaðurÉg er ekki dugleg að elda enda er ég oftast á ferðinni og kaupi því oft mat eða borða með mömmu og pabba. Oftast fer ég á Serrano og Stúdenta-kjallarann en reyndar finnst mér óhollur matur rosa góður. Ég væri örugglega 500 kíló ef ég væri ekki dugleg að æfa. Ég er svo heppin að ég hef verið á bíl síðan ég var 17 ára og nú keyri ég á Golf. Ég gæti ekki án hans verið því ég er yfirleitt með daginn skipulagðan frá því ég vakna og þar til ég fer að sofa. Uppáhalds staðurinn minn er Danmörk, við fór-um svo oft í keppnisferðir og æfinga-búðir þangað og svo bjó ég þar líka. Ég er eiginlega háð Danmörku og fer þangað 3-4 sinnum á ári. Í sumar verð ég að vinna á íþróttadeild RÚV svo ég þarf að koma mér inn í starfið en ætli ég reyni ekki líka að fara í útilegur og vera úti eins mikið og hægt er.

Ljós

myn

d/H

ari

Gefandi samvera barna og fullorðinna

Barnahátíð verður haldin í níunda sinn í Reykjanesbæ um helgina. Margir koma að undirbúningi hennar og boðið verður upp á margs konar viðburði fyrir börn og for-eldra. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Söfnin í bænum, leik- og grunnskólar, íþróttafélög, tómstundafélög og menning-arfélög taka virkan þátt í hátíðinni en að auki er öllum bæjarbúum boðin þátttaka.

Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er samvinnuverkefni Lista-safns Reykjanesbæjar og allra leikskóla í Reykjanesbæ. Hátíðin hefur vaxið og eflst með hverju ári og segja má að hún hafi orðið kveikjan að barnahátíðinni þar sem virðing fyrir börnum og störfum þeirra er höfð að leiðarljósi. Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.barnahatid.is -hf

Stór liður í barnahátíð er Listahátíð barna sem er sam-vinnuverkefni Listasafns Reykja-nesbæjar og allra leikskóla í Reykja-nesbæ.

68 dægurmál Helgin 8.-10. maí 2015

Tjarnarbíó18 og19 maí . .

maí .Hof Akureyri

22

Borgarleikhúsið18 og19 maí . .

maí .HofAkureyri21

BORDERTHE

miðasala á www.midi.is

byko.is

26“ götureiðhjól, kven-hjól, 6 gíra með brettum og bögglabera.

29.695kr.49620201

Hjólbörur, 80 l. 4.295kr.

79290094

EINHELL rafhlöðu- borvél, 14,4V.

6.995kr.74804114

FÖGNUM SAMAN60 ÁRA AFMÆLI

26”39.995kr.50657518 Almennt verð: 49.995 kr.

BROIL KING gasgrill GEM SUPER, 11,5 kW.

AF VÖRUMALLA HELGINAAF VÖRUM

20%afsláttur

3.795kr.86363040-540 Almennt verð: 4.795

Kjörvari 12 pallaolía, margir litir eða glær, 4 l.

25%afsláttur

AF ÖLLUM GÆLUDÝRAVÖRUMUM HELGINA

Nýtt BYKO blað er komið út

7.995kr.74830004 Almennt verð: 9.995 kr.

EINHELL hekkklippur

BG-EH 5747 600W, klippibreidd 46,5 cm, klippir allt að 14 mm sverar greinar.

9.995kr.41622161 Almennt verð: 16.785 kr.

Borð og tveir stólar, grátt.

Boðið verður upp á morgunkaffi og croissant föstudag frá kl. 08:00 - 10:00.

Vöffluveisla og svali á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00 - 15:00.

Vegleg afmælistilboð alla helgina og BMX bræður sýna listir sínar á laugardag frá kl. 13:00 til 14:00.

Komið og njótið afmælisins með okkur.

ÚRVAL AF PALLA- OG GIRÐINGAEFNI

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

BMX BRÆÐUR

VÖFFLURMORGUNKAFFI

Í tilefni 60 ára afmælis Kópavogsbæjar verður mikið um að vera í Breiddinni um helgina.

20%afsláttur

AF ULTRAGLOSS ALLA HELGINA

EINHELL bónvél BT-PO 90.

afmælistilboð

afmælistilboð

allt að 14 mm

sverar greinar

MORGUNKAFFIMORGUNKAFFI

Afmælistilboð gilda dagana 7. - 10. maí.

3.995kr.

Almennt verð: 4.9954807505

Í tilefni 60 ára afmælis Kópavogsbæjar verður Í tilefni 60 ára afmælis Kópavogsbæjar verður

TónlisT Þórir Úlfarsson gerir karókíÚTgáfur af íslenskum lögum fyrir sjónvarp símans

Eurovisionlög í karókíútgáfum spiluð 250.000 sinnumÍ sjónvarpi Símans má finna karókí útgáfur fjölda íslenskra og erlendra laga sem notendur þjónustunn-ar geta skemmt sér við að syngja heima í stofu. Búið er að gera út-gáfur af 20 íslenskum Eurovision lögum, 20 íslenskum jólalögum og 40 vinsælum íslenskum popplögum. Maðurinn á bak við þessar útgáfur er tónlistarmaðurinn Þórir Úlfars-son sem hefur frá því í apríl á síð-asta ári gert karókútgáfurnar.

„Ég geri þetta allt sjálfur með leyfi frá höfundum, en þeir eru allir til í að leyfa þetta,“ segir Þórir. Eins

og staðan er í dag er búið að spila lögin nærri 250 þúsund sinnum og lögin eru orðin 170, innlend sem er-lend.

Vinsælasta Eurovisionlagið um þessar mundir er framlag polla-pönkaranna frá því í fyrra, Enga fordóma. Þórir segir það örugglega vegna þess að það er nýjast. „Ég er ekki enn búinn að gera lagið henn-ar Maríu Ólafs, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki náð í höfund-ana,“ segir Þórir. „Ég efast um að það náist fyrir keppnina í ár,“ segir hann. Hvert lag tekur um 8 tíma í

vinnslu og er Þórir ekki búinn að prófa að syngja þau. „Nei ég læt aðra um það. Ég passa að þetta sé í réttri tóntegund samt,“ segir Þórir Úlfarsson tónlistarmaður. -hf

5 vinsælustu Eurovisionlögin í Sjónvarpi Símans.

1. Enga fordóma2. Draumur um Nínu.3. Ég á líf4. Til hamingju Ísland.5. Is It True.

Þórir Úlfarsson við störf.

Endurútgefinn vínyllSena bregst við gríðarlegri eftirspurn á vínylplötum um þessar mundir og hefur í hyggju að endurútgefa nokkra sígilda titla úr íslenskri poppsögu. Vinnsla stendur yfir á plötunum Lifun með Trúbrot, fyrstu plötu Megasar, Sumar á Sýrlandi Stuðmanna og Á bleikum náttkjólum sem Spilverk þjóðanna gerði með Megasi árið 1977. Plöturnar verða gefnar út í upphaflegum umslögum með tilheyrandi textablöðum. Von er á fleiri titlum frá Senu á vínyl síðar á árinu.

GCD án G C og D?Heyrst hefur að hin goðsagna-kennda rokksveit GCD, sem gerði allt vitlaust á tíunda áratugnum með þeim Bubba Morthens og Rúnari Júl í farar-broddi, ætli að koma saman aftur. Enn fremur hefur það heyrst að Bubbi sé eini upp-runanlegi meðlimur sveitarinnar sem stígi á svið ef samningar nást ekki. Rúnar er fallinn frá, eins og allir vita, en heyrst hefur að þeir Beggi Morthens og Gulli Briem hafi ekki enn samþykkt þessa ráðagerð. Spennandi að sjá hverjar málalyktir verða, en

vissulega væri gaman að sjá GCD saman á ný.

Höfundar í útrásRithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Jón Atli Jónasson gáfu nýlega út bækur sínar á erlendri grundu. Bók Jóns Atla, Börnin í Dimmuvík sem kom út á Íslandi árið 2013, kom nýverið út í Frakklandi og nefnist á frönsku Les Enfants De Dimmuvík. Bók Auðar, Ósjálfrátt, sem kom út hér á landi árið 2012, kom hins vegar út í Danmörku og heitir Livstörst á dönsku. Báðir þessir höfundar eru í hópi ungra ritskálda hér á landi og verður gaman að fylgjast með viðbrögð-um við bókunum í Danmörku og Frakklandi. Það er Forlagið sem gaf út bækurnar hér á Íslandi.

nýsköpun Hugmynd Háskólanema fær byr undir báða vængi

Sex nemar við Háskólann í Reykjavík, í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, fengu óvenjulega hugmynd. Þeir áttu að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til þess að framkvæma og duttu niður á myndband á YouTube þar sem búið var að koma fyrir vatnsrennibraut í miðri stórborg, á götunni. Þau ákváðu að fara aðeins lengra með þessa hugmynd og nú er hún að verða að veruleika. Í miðborginni.

o kkur langaði að gera eitt-hvað flippað,“ segir Jökull Torfason, einn sexmenn-

inganna sem standa að verkefninu Slip’N Slide Reykjavík sem snýst um að koma fyrir vatnsrennibraut á götu í miðbæ Reykjaíkur í sumar.

Hugmyndin byggir á því að hafa 2-300 metra langa rennibraut í miðbænum. Lagður yrði blautur dúkur á götuna þar sem bæði yrði hægt að renna sér niður á kútum og án þeirra.

„Við duttum niður á myndband á netinu þar sem þetta er gert og okkur langaði strax að hrinda þessu í framkvæmd,“ segir hann. „Við erum búin að fá vilyrði frá Reykjavíkurborg og Dagur B. Egg-

ertsson borgarstjóri er búinn að leggja blessun sína yfir þetta,“ seg-ir Jökull en með honum í hópnum eru þau Brynja Rut Blöndal, Bryn-dís Ósk Valdimarsdóttir, Elín Lind Jónsdóttir, Jóhannes Hilmarsson og Klara Ingvarsdóttir.

„Við munum flytja inn 200 metra langa rennibraut sem mun verða lögð eftir einhverri góðri götu. Við erum svolítið að horfa á Skóla-vörðustíginn í þessu samhengi,“ segir Jökull.

„Við stofnuðum Facebook síðu fyrir tveimur sólarhringum og erum strax komin með yfir 2000 like, svo það eru margir áhuga-samir,“ segir hann. „Við erum að skipuleggja þetta með borgina

okkur við hlið og líklegast er að þetta verði í júlí. Það er enginn í hópnum sem hefur prófað akkúrat þetta, en einn okkar prófaði svipað í Kaupmannahöfn en það var ekki svona stórt,“ segir Jökull.

„Þetta hefur verið mjög vinsælt í Bandaríkjunum og þá helst í San Fransisco þar sem brekkurnar eru veglegar. Við erum komin með nokkra styrktaraðila og erum í viðræðum við fleiri. Þetta verður opið öllum og bara hugsað sem skemmtun, engin keppni,“ segir Jökull Torfason, nemi við Háskól-ann í Reykjavík.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Borgarstjóri blessar vatnsrennibraut í bænum

Sexmenningarnir sem ætla að setja upp vatnsrennibraut í 101 Reykjavík í sumar. Líklegt er að það verði á Skólavörðustíg. Ljósmynd/Hari

70 dægurmál Helgin 8.-10. maí 2015

Af hverju tekur barnið mitt æðisköst?

Er samviskubit foreldra eðlilegt ástand?

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

Hvernig hjálpa ég barninu mínu að sofna?

apríl 2015

1 fræði og almennt efni

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

68

65

0

Sýningaraðilar á Allt á hjólum, bílasýningu Bílgreinasambandsins: Askja ehf. • BL ehf. • Hekla • Bernhard • Toyota • Suzuki • Bílabúð Benna • Arion fjármögnun • Ergo • Landsbankinn • Lýsing

N1 hf. • Ásbjörn Ólafsson ehf. • Arctic Trucks • Atlantsolía • Mótormax • GASTEC • Pústþjónusta BJB • Aðalskoðun • Dekkjahúsið

Topptjald • Löður • Bílanaust • FÍB • Borgarholtsskóli • Bílgreinasambandið • NOVA • Málningarvörur • Morgunblaðið

OPIÐ: LAUGARDAG: 11 - 18SUNNUDAG: 12 - 17

Í FÍFUNNI 9.- 10. MAÍ 2015

SÝNINGAR-TILBOÐ

VEITINGAR FRUM-SÝNINGAR

FJÁR-MÖGNUN

FRÍTT INN!

NÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARBREYTTIR BÍLAR • AUKAHLUTIR • ÞRIF- OG BÓNVÖRUR

HJÓLBARÐAR • MARGT FLEIRA

FRÍTT INN!

STÓRSÝNING

NÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGARNÝIR BÍLAR OG FRUMSÝNINGAR

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Sigríður Björg TómaSdóTTir

Bakhliðin

Skarpgreind og vinamörgNafn: Sigríður Björg TómasdóttirAldur: 44.Maki: Atli Jósefsson.Börn: Tómas 10 ára og Ásdís María 7 ára.Menntun: Ég er með BA próf í sagn-fræði frá HÍ og lauk hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Lærði líka menningar-fræði í Kaupmannahöfn, sagnfræði í Edinborg og þýsku í Vínarborg. Núna er ég í hagnýtri ritstjórn og útgáfu í HÍ, hægferðinni.Starf: Almannatengill Kópavogsbæjar.Fyrri störf: Blaðamaður, fyrst á Morgunblaðinu og svo á Fréttablaðinu. Á því síðarnefnda var ég fréttastjóri og sá um helgarblaðið svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrri utan hef ég unnið ýmis störf, svona eins og gengur.Áhugamál: Ég er mikil félagsvera, mitt aðal áhugamál er að hitta skemmtilegt fólk og rækta vini og fjölskyldu. Þar fyrir utan hef ég sérlegan áhuga á ferðalögum, útivist og menningu í mjög víðum skilningi.Stjörnumerki: Hrútur.Stjörnuspá: Þú þarft að fara í gegnum samband þitt við vini þína og vandamenn. Hvort heldur sem er mun verða auðvelt að finna samhug.

Ég hef átt Siggu að vinkonu síðan ég var tveggja ára og finnst ég afar heppin,“ segir

Brynhildur Björnsdóttir, vinkona Sigríðar. „Hún er skarpgreind, bráðfyndin og skemmtileg og líka traust og trygg og fyrst til aðstoðar þegar eitthvað bjátar á. Sigga hefur einnig einstakt lag á að safna kringum sig góðu og skemmtilegu fólki enda er hún vinmörg og vinsæl með afbrigð-um,“ segir Brynhildur.

Sigríður Björg Tómasdóttir er almanna-tengill Kópavogsbæjar, en bæjarfélagið fagnar 60 ára afmæli um helgina. Sig-ríður hefur gegnt starfi almannatengils bæjarins frá því í mars 2014.

Hrósið...... fá Leiknismenn sem mættu með látum til leiks í Pepsi-deildinni þegar þeir skelltu Vals-mönnum á Hlíðarenda.

Tré úr

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð frá 19.900,-

Umhirða húðarKynningarblað Helgin 8.-10. maí 2015

bls. 4

Munum eftir sólarvörninni.

bls. 10

Heimatilbúinn líkamsskrúbbur

bls. 14

Nærum húðina vel fyrir daginn.

Þýskar snyrtivörur

Aðeins í snyrtivöruverslunum, apótekum og snyrtistofum -

upplýsingar á www.artdeco.de og á facebook.com/ARTDECOis

Förðunarvörur Húðvörur Hreinsivörur Naglavörur Hendur Fætur Stofuvörur

Hágæða fastir hárlitir frá ÞýskalandiFást í Hagkaup

100% Litun á gráu hári7 Olíur - veita glans og mýkt

Hágæða fastir hárlitir frá ÞýskalandiFást í Hagkaup

100% Litun á gráu hári7 Olíur - veita glans og mýkt

Iðunn Jónasar er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og bloggar um allt sem tengist snyrtivörum með skemmtilegum hætti á idunnjonasar.com. Húðin er okkar stærsta líffæri því skiptir miklu máli að hreinsa húðina vel, kvölds og morgna. Iðunn fer með lesendum í gegnum sjö skref sem veita hina fullkomnu húðhreinsun.

Mikilvægi húðhreinsunar

bls. 6 bls. 10

Uppgötvaðu mátt olíunnar.

Hrein og silkimjúk húð

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20152

Pure empreinte frá Lancôme

Maski sem veitir ein-staka hreinsun. Hreinsar í

dýptinni með því að drekka í sig umfram fitu og eyða

óhreinindum. Húðin verður þéttari, fallega mött, fersk,

björt og hrein. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Gentle cleansing milk frá YSLHreinsimjólk fyrir andlit, augu og varir. Leysir upp og hreinsar allar gerðir af farða á mildan hátt og skilur eftir hreina og silkimjúka húð. Vinnur sérstak-lega vel á sterkum varalitum.

SENSAI Double Moisturising SetNýtt frá SENSAI. Nú getur þú prófað tvöfaldan raka og tvöfalda hreinsun frá SENSAI með einföldum hætti. Sett sem inniheldur Lotion 2 (rakavatn) og Emulsion 2 (rakakrem), sem sagt tvöfaldan raka. Með fylgir að gjöf tvöföld hreinsun, Cleansing Oil og Creamy Soap í minni stærð.

H úðin er stærsta líf færi líkamans og verður fyrir miklu áreiti á hverjum degi.

Góð húðumhirða er því eitthvað sem allir ættu að temja sér. Húðin okkar er þakin svitaholum og fer ekki eingöngu sviti þar í gegn, held-ur fer húðfitan sömu leið. Hlutverk hennar er að veita húðinni raka og vernda hana en farði getur hins veg-ar stíflað svitaholurnar svo húðfitan safnast upp og eykur líkur á að ból-ur og fílapenslar spretti upp. Húðin er stöðugt að endurnýja sig og því er regluleg hreinsun húðar nauð-synleg. Mikilvægt er að velja hreinsi

og andlitsvatn við hæfi. Húðgerðin skiptir þó lykilmáli við húðhreins-un. Konur með þurra húð ættu til að mynda að forðast vörur með miklu alkóhólmagni og þær sem eru með feita húð ættu að velja vörur með lágt sýrustig eða pH-gildi. Skemmti-legast er svo auðvitað að prófa sig áfram og finna þannig hvers kon-ar húðvörur henta best. Góð regla sem bæði konur og karlar ættu að temja sér er að þrífa húðina kvölds og morgna. Þó svo að enginn and-litsfarði sé notaður yfir daginn er mikilvægt að þrífa húðina vel vegna mengunarinnar sem er í loftinu.

Hrein húð – falleg húð

Húðin er okkar stæsta líffæri og því ættu allir að temja sér þá ágætu reglu að þrífa húðina vel, kvölds og morgna.

umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 3

VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA…

ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR

ÞRÓAÐ Í SAMVINNU VIÐ DÖNSKU ASTMA- OG OFNÆMISSAMTÖKIN

…fyrir heimilið, fjölskylduna og þig.Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni.

Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

NAT

713

49 1

0/14

Balm-to-oil frá BiothermHreinsikrem fyrir andlit og augu, fjarlægir allan farða og mengun. Er rakagefandi og húðin verður silkimjúk eftir hreinsun.

Exfoliance clarté frá LancômeKornahreinsir sem losar um dauðar húð-frumur á mildan hátt og örvar endurnýjun fruma. Húðin verður tær, mjúk og hrein. Fyrir eðlilega og blandaða húð.

Nýjungar í Lait corporel línunni frá BiothermEinstök lína unnin úr náttúrulegum efnum eins og vítamínum og ólífuolíu sem næra húðina. Léttur sítrusilmur sem örvar blóð-flæðið og er hressandi og orkugefandi. Lait de gommage er kremaður kornaskrúbbur sem hreinsar dauðar húðfrumur án þess að þurrka upp húðina. Lait de douche, mild sturtumjólk án sápu. Hreinsar húðina án þess að þurrka hana upp.

Biosource frá BiothermFljótlegur 3 in 1 hreinsir sem er notaður með rakri bómull. Fjarlægir allan farða og veitir húðinni frísklega mýkt. Fyrir allar húðgerðir.

Forever youth liberator andlitsvatn frá YSLMjúkt andlitsvatn sem róar húðina og undir-býr hana fyrir krem. Þéttir og styrkir, vinnur á línum og eyðir þreytumerkjum.

BB milk frá BiothermLétt og frískandi BB húðmjólk fyrir líkamann. Jafnar áferð húðarinnar og gefur fallegan litatón. Verndar og gefur góðan raka í 24 stundir. Léttur sítrusilmur.

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20154

Syn-Ake innheldur efni sem líkir eftir „peptíð“ sem fyrir�nnst í eitri Tempel Viper slöngunnar. Það slakar á vöðvunum í húðinni og dregur þannig úr sýnilegum hrukkum, virknin er svipuð og eftir botox.

Snake Venom Krem fyrir þroskaða húð Syn-Ake

www.babaria.is • Póstsendum

Rakagefandi sólarvörn frá DecubalDecubal 2 in 1 Sun Spray er bæði sólarvörn og rakagefandi krem í einni vöru.

D ecubal 2 in 1 Sun spray hef-ur sólarvarnarstuðulinn SPF 30 og veitir vörn gegn

bæði UVA og UVB geislum sólar-innar. Sólarúði er léttari valkostur en sólaráburður og þessi sólarúði er sá fyrsti á markaðnum sem bæði verndar húðina með SPF 30 og ann-ast á sama tíma þurra og viðkvæma húð með nærandi innihaldsefnum. Úðinn inniheldur Aloe Vera sem gefur raka og róar viðkvæma húð og E-vítamín sem styrkir varnir húðarinnar og hjálpar henni að verjast UV geislum. Sólarúðann má nota á bæði andlit og líkama allrar fjölskyldunnar. Úðinn hentar börn-um sérstaklega vel þar sem hann er auðveldur í notkun. Decubal 2 in 1 sun spray hefur hlotið umhverfis-vottun Svansins.

Unnið í samstarfi við

Actavis

n Fyrir þurra og viðkvæma húð

n Rakagefandi

n SPF 30

n Án parabena, ilm- og litarefna

n Hefur vatnsfráhrindandi eiginleika

n Fyrir börn og fullorðna

n Fæst í apótekum

Munum eftir sólarvörninni

Þ ó svo að kalt sé í lofti þessa dagana skín sólin sem er fagnaðarefni. Það má þó

ekki gleyma að útfjólubláir geislar sólarinnar geta verið skaðlegir og því er mikilvægt að nota sólarvörn þegar við á. Svokallaður UV-Index, útfjólublár stuðull, segir til um hve sterk sólin er. Á vef Húðlækna-stöðvarinnar, www.hls.is má sjá gildi útfjólublárra geisla í rauntíma og getur fólk þannig metið hversu sterka og mikla sólarvörn það þarf að nota. Húðlæknar mæla með því

að fólk noti sólarvörn af styrkleika 30. Það kemur í veg fyrir sólbruna í flestum tilfellum en gerir það samt að verkum að húðin verður brún. Mælt er með því að smyrja húðina með sólarvörn að minnsta kosti 20 mínútum áður en farið er út í sól og endurtaka á tveggja klukkustunda fresti. Ekki gleyma að bera á varir og eyru, en það eru staðir sem eiga til að gleymast en brenna engu að síður.

UV-Index Geislun Sólráð1-2 Lítil Sólarvörn ekki nauðsynleg.

3-5 Miðlungs Sólarvörn nauðsynleg.

Sólgleraugu og hattur eða húfa.

6-7 Mikil Sólarvörn með háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu, hattur eða húfa.

8-10 Mjög mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í 3 klukkustundir um miðjan daginn.

>11 Afar mikil Sólarvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðist sólina í minnst 3 klukkustundir um miðjan daginn. Látið sólina ekki skína á bera húð.

Aloe Vera Gel Hand & Body Lotion Moisturizing Cream Svitalyktareyðir

NÁTTÚRULEGAR HÚÐVÖRUR

NÁTTÚRULEGAR

Body Lotion

Moisturizing CreamFrábærar

vörur

eingöngu úr

náttúrulegum

efnum. Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup og öll betri apótek.

eingöngu úr

náttúrulegum

NIVEA.com

AAAAAhhhEINSTAKLEGA KÆLANDISÓLARVÖRN

NJÓTTU FYRSTU NIVEA SÓLARVARNARINNAR SEM KÆLIR

Ljómandi húð

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20156

Aquasource frá BiothermDagkrem sem veitir raka í fimm lögum húðar. Gefur húðinni djúpvirkan raka og gerir hana frísklegri. Án parabena og steinefnaolíu. Einnig fáanlegt fyrir þurra húð.

Rénergie multi-lift frá

LancômeDagkrem sem styrkir, þéttir og mýkir húðina. Inniheldur

Cyathea Medullaris þykkni og Guanosine. Cyathea

medullaris stuðlar að frumuendurnýjun og minni

öldrun í húð. Guanosine er uppspretta orku

fyrir nýmyndun próteina og glúkósa. Fáanlegt í þremur

silkimjúkum áferðum.

Absolue yeux frá LancômeLúxus alhliða endur-nýjandi augnkrem sem vinnur á öllu augnsvæðinu. Minnkar hrukkur, bauga og mýkir grófa húð. Útkoman er einstök.

Forever light creator frá YSLMjúkt andlitsvatn sem róar húðina og undirbýr hana fyrir krem. Þéttir og styrkir, vinnur á línum og eyðir þreytumerkjum.

Forever Youth Liberator krem frá YSL Andlitskrem sem vinnur á línum, gefur ljóma, eyk-ur teygjanleika og styrkir húðina. Kremið hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmum.

Top secret all in one BB krem frá YSLBB kremið leiðréttir og hylur ójöfnur í húð, jafnar húðlitinn, nærir og raka-fyllir húðina. Kremið má nota eitt og sér eða undir farða. Fáanlegt í tveimur litum. SPF 20/pa++

Liquid glow frá Biotherm

Þurr olía sem er góð viðbót við kremið.

Blandaðu einum dropa í kremið þitt til að

fá aukinn ljóma og andoxandi vrkni. Hentar

fyrir allar húðgerðir og allan aldur.

Absolue Precious Cells Olía frá LancômeÖflugur jurtaolíu kok-teill sem stuðlar að mikilli endurnýjun og ljóma. Smýgur fljótt og auðveldlega inn í húðina.

Aquasource total eye revitalizer frá BiothermNýtt augnkrem sem kælir samstundis húðina. Dregur úr þrota og veitir fallegan ljóma, raka og mýkt á augnsvæðið.

Skref 1:

TannburstunÉg hef talað um það áður á youtube-stöðinni minni að það fyrsta sem ég geri er að tannbursta. Það er frekar pirrandi að vera búin að hreinsa húðina en fá svo tannkremið út á kinn.

Skref 2:

AugnhreinsunAugnhreinsun er mikilvægasta verkið í öllu húðhreinsunarferlinu. Augun eru meðal viðkvæmustu líffæra okkar og ef við hreinsum ekki augnsvæðið vel getur það ýtt undir sýkingar ef við bætum bara á farðann daginn eftir. Ekki nota húðhreinsi á augun nema að það standi á pakkn-ingunni að það sé óhætt. Augnhreinsar eru mun mildari en þeir sem við notum á húðina okkar. Ég bleyti þrjár bómullar-skífur og hef þær rakar en ekki rennandi. Ég set smá af augnfarðahreinsi í þær og læt liggja á auganu í nokkrar sekúndur svo að hreinsirinn nái að leysa upp maskarann og restina af förðuninni. Svo strýk ég létt af augunum þar til förðunin er farin af.

Skref 3:

Hreinsir sem hentarTil eru óendanlega margar gerðir af

húðhreinsum og því ættu allir að geta fundið einn sem hentar.Normal til þurr húð: Kremhreins-ar og olíuhreinsar, þar sem þeir þurrka ekki húðina enn frekar og eru mildir.Blönduð til feit húð: Froðu-hreinsar, þar sem að þeir hjálpa við að jafna út olíuna á húðinni.

Skref 4:

AndlitsvatnÉg hef skiptar skoðanir á and-litsvatni en það eru kannski ekki allir sem þurfa á því að halda. Andlitsvatn kemur aftur jafnvægi á sýrustig húðar eftir hreinsun en margir hreinsar í dag eru ekki að koma húðinni úr jafnvægi. Andlitsvatn er samt sem áður æðis-legt til

Húðhreinsun skiptir öllu máliIðunn Jónasardóttir er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og bloggar hún um allt sem tengist snyrtivörum með skemmtilegum hætti á www.idunnjonasar.com. Fréttatíminn fékk hana til að útbúa leiðarvísi yfir þau grundvallaratriði sem skipta máli þegar kemur að hreinsun húðarinnar, kvölds og morgna.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

að nota á morgnana til að hreinsa húðina aðeins áður en maður farðar sig eða til að ná svefnolíunni af andlitinu og nota þá einungis andlitsvatnið en ekki skref 2 og 3 hér að ofan.

Skref 5:

AugnkremÁstæðan fyrir að ég hef það á undan öðrum kremum er svo að það sé ekki annað krem á fingrunum okkar, það er samt sem áður enginn skaði ef þið setjið kremið á fyrst. Passið að augnkremið fari ekki á augnlokin sjálf. Húðin okkar er svo

þunn og viðkvæm í kringum augun að hún dregur í sig kremið þrátt fyrir að það fari ekki á augnlokin sjálf. Gott er að setja pínulítið af augnkreminu á baugfingur og dreifa úr með að strjúka létt frá innri augnkrók að gagnauga, þannig dragið þið úr bólgum og þrota í leiðinni.

Skref 6:

SerumÞað er enginn tilgangur að setja serum yfir krem. Serum fer dýpra í húðina því skal bera það á húðina á undan öðrum efnum.

Skref 7:

AndlitskremMikilvægt er að nota krem sem hentar aldri og húðgerð. Það á ekki að þurfa meira en rétt um dropa á stærð við eina krónu af kremi ef það hentar ykkar húðgerð vel. Ef ykkur finnst þið þurfa meira og eruð þurrar þá er spurning hvort að þið þurfið meira raka eða næringu. Árstíðirnar geta einnig haft áhrif á hvernig krem við notum. Veturinn er þurrari en sumartíminn og því þarf maður oft að nota meiri raka eða næringu á veturna. Ekki gleyma að bera kremið ykkar alveg niður á háls, bringu og helst niður að geirvörtum.

„Ef það er eitthvað sem aldrei á að sleppa, þá er það að hreinsa húðina á kvöldin fyrri svefn. Ég skal alveg vera hreinskilin og viðurkenni að ég nenni

ekki alltaf að hreinsa húðina á morgnana en á kvöldin er það algjört skilyrði,“ segir

Iðunn Jónasardóttir. Mynd/Hari

umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 7

Njóttu þess að vera úti

í sólinni með Gamla apótekinu

Sumarvörur fyrir húðina

/ APÓTEKIÐ

Fylgstu með okkur á Facebook / www.gamlaapotekid.is

PIPA

R\T

BWA

• S

ÍA •

131

032

Eilíf æska er húðolía sem þykir þétta og stinna húðina. Eilíf æska hentar sérstaklega vel á þurra húð og sem nuddolía.

Fást í öllum helstu apótekum um land allt VELJUM ÍSLENSKT

Hýdrófíl er milt rakakrem fyrir andlit og líkama. Kremið gefur góðan raka, hentar öllum húðgerðum og er tilvalið undir farða.

Sárakrem er sótthreinsandi og græðandi krem á rispur, smásár, bleyjuútbrot og minniháttar brunasár. Ómissandi á hvert heimili.

Sárakrem

Sólspritt er sótthreinsandi og kælandi áburður sem virkar mjög vel á sólarexem. Sólspritt dregur úr kláða og minnkar útbrot.

Sólspritt

SÍA

• 1

3103

2

Eilíf æska er húðolía sem þykir þétta og stinna húðina. Eilíf æska

HýdrófílAloe vera gelið frá Gamla apótekinu mýkir og nærir húðina. Sérstakir kælandi og græðandi eiginleikar þess hafa góð áhrif.

Aloe vera gel

Undirbúðu húðina fyrir sumariðNip+Fab

D ragons blood línan frá Nip+Fab er flott til að koma húðinni í jafnvægi fyrir

sumarið og gefur henni mikinn ljóma og fersk og kælandi áhrif fyr-ir húðina, hentar einnig þeim allra viðkvæmustu. Paraben frí.

Unnið í samstarfi við

Nathan & Olsen

n Línan er innblásin af mest seldu línu Rodial fyrirtækisins.n Dragons Blood er jurtaefni úr Croton Lechleri Tree og myndar varnarfilmu á húðina.n Dregur úr roða og bólgu í húð.n Ver húðina gegn utanað-komandi áreiti.n Gerir við og græðir húðina.n Hefur samstundis kælandi áhrif á húðina.n Línan er viðbót við Nip+Fab línuna og er sérstaklega góð til að efla raka í húð, draga úr bólgum og þétta húðholur. n Línan er paraben frí og samanstendur af 3 vörum.

Dragons blood fix cleansing pads 60 stk. Mild djúphreinsun fyrir alla, sérstaklega gott fyrir viðkvæma og rauða húð.

Dragons blood Fix Plumping serum 50 ml.

Gefur húð samstundis skammt af raka, gott fyrir húð sem þjáist af rakaskorti,

heldur húðinni mattri allan daginn.

Dragons Blood fix

Plumping Mask 75 ml. Kraftmikill gel-maski

með fjölvirkri efna-blöndu sem bætir raka, lyftir húð og

gefur bjartari ásýnd. Nota eftir þörf á

hreina húð 10 mín-útur í senn, einnig

yfir nótt sem öflugan rakagjafa.

Nip + Fab líkamsmótunarvörurnar fá flott meðmæli frá þátttakendum í fit-ness sem hafa notað þær með góðum árangri.

Tummy Fix 100 mlDaglegur magaþjálfi sem vinnur í fituvef milli húðar og vöðva á maga og mittis svæði. Nota tvisvar á dag fyrir bestan ár-angur. Berið á með hringlaga hreyfingum á þessi svæði. Gengur hratt inní húðina. Minnkar ummál á magasvæði.

Nip+Fab Cellulit Fix Gel 150 ml Ferskt mótandi líkamsgel, auðvelt í notkun, þornar hratt á húð. Sléttir og stinnir yfirborðið og vinnur á ójöfnum. Borið á svæði sem sýna cellulite eða appelsínu áferð. Nota tvisvar á dag og bestur árangur er með reglusömu lífi, s.s. mat, svefni, hreyfingu og drekka vel af vatni.

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 20158

Heilbrigð og falleg húð í sumarEftir langan vetur tökum við sumrinu fagnandi. Í kjöl-far hita- og veðrabreytinga er mikilvægt að hugsa vel um húðina og undirbúa hana vel. Segjum bless við þurrkubletti og þreytta húð eftir veturinn og tökum vel á móti freknum, sólkysstri húð og roða í kinnum.

Visibly Clear Pink Grapefruit Scrub og Facial Wash frá NeutrogenaEftir erfiðan vetur er góð húð-hreinsun nauðsynleg til að hjálpa húðinni að losa sig við erfið óhreinindi svo næringarrík krem komist greiða leið inn í húðina og hjálpi henni að ná jafnvægi. Pink Grapefruit hreinsivörurnar frá Neutrogena gera það og meira til því greipþykknið í vörunum hefur frískandi áhrif á húðina svo hún lifnar við. Skrúbburinn er frábær til að nota tvisvar eða þrisvar í viku og tilvalið að geyma hann inni í sturtu til að passa að gleyma honum ekki. Gelkenndi hreinsirinn kemur í pumpu svo hann er sér-staklega handhægur og þægilegur meðfæris. Báðar vörurnar hreinsa húðina vel án þess að erta hana og henta konum á öllum aldri. Fyrir þær sem eru viðkvæmar fyrir, þá er líka til kremkenndur hreinsir í sömu línu.

Micellar Cleansing Water frá GarnierHúðhreinsun er mikilvægur hluti af húðumhirðu dagsins. Það er mælt með því að húðin sé hreinsuð tvisvar yfir daginn, einu sinni á kvöldin og svo aftur á morgnana. Micellar hreinsivatnið frá Garnier er tilvalið til að nota á morgnana. Það hressir húðina samstundis með léttri og kælandi formúlu sinni og hreinsar yfirborðsóhreinindi sem húðin skilar upp á yfirborð húðarinnar á nóttunni. Vatnið er borið í bómullar-skífu og henni síðan strokið yfir andlitið. Nærið svo húðina með góðu rakakremi og sólarvörn áður en þið haldið út í daginn.

Travel Essentials burstasett frá Real TechniquesEf þið hafið einhvern tímann verið í vandræðum með hvaða förðunarburstar eru ómissandi bæði í ferðalag og í snyrtibudduna þá er Real Techniques með einfalda lausn við því. Travel Essentials burstasettið inniheldur bursta fyrir grunnförðunarvörur eins og farða og hyljara, púðurbursta fyrir allar tegundir púðurs og þægilegan augnskuggbursta sem hægt er að nota til að gera fallegar augnfarð-anir. Utan um burstana kemur góð taska sem passar í allar töskur eins og handtöskur eða ferðatöskurnar. Real Techniques burstarnir hafa farið sigurför um Ísland og þetta sett er „must have“ fyrir ferðalög í sumar.

Miracle Skin Cream frá GarnierÁ sumrin færum við okkur ósjálfrátt í léttari förðunar-vörur. Við viljum vörur sem gefa húðinni jafna áferð, léttan lit og heilbrigðan ljóma. Allt þetta og meira til er það sem Miracle Skin Cream frá Garnier gerir. Kremið er rakamikið og litarlaust þegar það er borið á húðina. Þegar það kemst í snertingu við húð og hita springa út örfín litkorn sem gefa léttan lit og mikinn ljóma og húðin fær virkilega fallega og ómótstæðilega áferð. Eitt það besta við kremið er að það inniheldur SPF20 sem gefur húðinni góða vörn og ver hana gegn geislum sólar.

Sublime Bronze Mousse frá L’OrealNýjasta sjálfbrúnkuvaran frá L’Oreal er sjálfbrúnkufroða sem gefur húðinni heilbrigðan og fallegan lit. Kosturinn við froðuna er að hún dreifist jafnt yfir húðina og er með léttum lit til að leiðbeina konum og hjálpa þeim að fá jafnan lit. Sjálf-brúnkufroðuna er tilvalið að nota fyrir sumarfríið til að fá fallegan og heilbrigðan lit á húðina.

Moisture Match fyrir allar húðtýpurÞetta einfalda og rakamikla tríó frá Garnier gefur húðinni mikinn raka og leggur áherslu á að gefa henni góða næringu. Hvert krem er hugsað fyrir ákveðnar húðtýpur. Það bleika er fyrir þurra húð, það bláa er fyrir normal húð og það græna er fyrir olíumikla húð en það skilur eftir sig matta áferð á húðinni. Formúlur kremanna eru allar mjög léttar og þau fara hratt inn í húðina en sitja ekki eftir á yfirborði hennar. Kremin eru 24 stunda krem og þau næra húðina með næringarríkum olíum og henta því konum með við-kvæma húð. Garnier fagnar því að engin kona er eins með þessum flottu vörum og því ættu allar konur að finna krem við sitt hæfi.

umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 9

Unnið í samstarfi við

Essie, Garnier, Real Techniques, L Oreal og Neutrogena.

Sublime Soft Wipes frá L’OrealÞað er nú talað um að það eigi lítið sem ekkert að nota hreinsik-lútana dags daglega en þegar tími ferðalaga er fram undan eru þeir virkilega góður ferðafélagi. Þessar þurrkur eru góðar í notkun þar sem þær þurrka ekki upp húðina heldur næra hana um leið og þær gefa henni góða yfirborðshreinsun. Sublime Soft þurrkurnar fara mjúkum höndum um húðina og ættu að vera ómissandi í öll ferðalög hvort sem þau eru innan- eða utanlands.

Moisture Match Dull skin frá GarnierEftir erfiðan vetur eru grátónalitir alls-ráðandi í húð margra kvenna. Þreyta í húðinni getur gefið húðinni grátt yfir-bragð sem við viljum helst ekki sjá yfir sumartímann. Þetta einfalda og létta rakakrem frá Garnier dregur úr þessum þreyttu litum og færir ljóma og líf yfir andlit þeirrar sem nota það. Kremið er virkilega þægilegt í notkun og það fer hratt inn í húðina, það gerir fallegan grunn fyrir aðrar förðunarvörur því frá því skín léttur ljómi sem kemur aðeins í gegn og gefur heilbrigt útlit

Exfotonic Scrub frá L’OrealVið tölum oft um það að það þurfi að hjálpa húðinni að endur-nýja sig. Húðin þarf hjálp við að losa sig við dauðar húðfrumur sem koma í veg fyrir að hún geti myndað nýjar og haldið áfram starfsemi sinni. Góður líkamsskrúbbur er allt sem þarf. Einn svona er góður í sturtuna og hann ætti að nota alla vega tvisvar í viku. Húðin verður áferðarfallegri, hún nærir sig betur með því sem þið berið á hana eftir á því það er fátt sem hindrar för þess. Einnig er gott að hafa í huga að nudda vel yfir lærin til að örva frumurnar þar og blóðrás til að koma í veg fyrir myndun appelsínuhúðar. Húðin verður hrein, áferðarfalleg og ljómandi með þessari græju.

Optical Blur Cream frá GarnierÁ sumrin kjósa margar konur að vera með sem minnstan farða yfir daginn. Það er þó gott að hafa í huga að nota alltaf undirstöðu sem er með góðri sólarvörn til að verja húðina og stundum viljum við eitthvað sem jafnar áferð hennar. Gar-nier færir okkur Optical Blur kremið sem „blurrar“ ójöfnur í húðinni og gerir áferð hennar jafnari og fallegri. Blur kremið er líka hægt að nota sem grunn fyrir förð-unarvörur eins og primer. Kremið kemur í einum lit sem hentar öllum konum því kremið er algjörlega litlaust.

Spa Manicure handskrúbbur og handáburður frá EssieÞegar sumarið er að ganga í garð eykst notkun kvenna á litríkum og áberandi naglalökkum. Það er því um að gera að passa upp á að hendurnar sjálfar séu áferðarfallegar og vel nærðar. Handskrúbburinn frá Essie er fullkominn til að jafna áferð handanna og hjálpa þeim að losa sig við dauðar húðfrumur. Skrúbbinum er nuddað inn í rakar hendur og svo skolaður af. Eftir notkun er gott að bera handáburðinn á hendurnar til að mýkja þær enn frekar. Hendurnar verða silkimjúkar eftir notkun og þetta tvíeyki er fullkomið á snyrtiborðið og hentar einnig vel í ferðalagið.

Royal Nutrition Oil frá L’OrealÞað er fátt næringarmeira fyrir líkamann en góðar olíur. Nýlega kom í sölu hjá L’Oreal þessi ótrúlega flotta olíunæring fyrir líkamann sem er fullkominn í sund- eða ræktartöskuna í sumar og að sjálfsögðu líka í sumarfríið. Olían kemur í hand-hægum úðabrúsa og það er gott að spreyja henni létt yfir allan líkamann á hverjum degi og sérstaklega eftir sturtu eða bað. Olían veitir húðinni mikla nær-ingu og slökun sem við getum örvað frekar með því að nudda henni vel saman við húðina.

Nutri Gold Extraordinary Oil Cream frá L’OrealKonur sækjast flestar eftir ljómandi fallegri húð sem er áferðarfalleg og jöfn þegar hún er ómáluð svo húðin fái að njóta sín sem best. Með hjálp Nutri Gold olíukremsins er það leikur einn. Kremið er ríkt af næringarefnum sem gefa húðinni raka, róa hana og jafnar litarhaft hennar en einnig inniheldur það örfínar agnir af olíu. Olíurnar gefa ofboðslega drjúga nær-ingu sem endist betur en nokkuð annað í húðinni og viðheldur jafnvægi húðarinnar. Kremið er ótrúlega drjúgt og gott og það er svo sannarlega frábært að nota núna í sumar. Takið það með ykkur ferðalög, innanlands sem utan og í sundtöskuna og passið að húðin fái góða næringu sem dregur fram ljóma hennar og fegurð.

Nutri Gold Extraordinary Oil frá L’OrealLétt og fljótandi formúla olíunnar smeygir sér mjúklega inn í húðina og nærir hana með dásamlegum olíum. Olían gefur húðinni ótrúlega drjúga og góða næringu sem endist henni vel og lengi. Olían kallar fram náttúrulegan ljóma húðarinnar og það er tilvalið að nota þessa á næturnar þegar húðin nær að slaka aðeins á því þá nær hún að vinna svo vel úr næringarefnunum. Þegar við vöknum á morgnana verður húðin endurnærð, afslöppuð og ljómandi falleg. Olíur þarf ekki bara að nota fyrir húðina í kulda á veturnar heldur líka á sumrin til að halda henni í góðu jafnvægi og til að hjálpa henni að ná sér eftir erfiðan vetur.

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 201510

Since 1921

Við höfum notað lífræna jurtaolíu í vörur okkar í meira en 90 ár. Þær hafa marga frábæra eiginleika og næra húðina m.a. með vítamínum, andoxunar-efnum og fitusýrum. Vörurnar okkar eru prófaðar af óháðum aðila* og eru vottaðar NaTrue vörur. Olíurnar veita vellíðan styrkja og vernda þurra húð - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is

Það er ekkert jafn rakagefandi og olíurnar okkar

Vertu vinur okkar á facebookwww.facebook.com/weledaísland

*Derma Consult Concept GMBH

Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land

SkincareFramúrskarandi fyrir mjög þurra húð og þurrt hár.

100% E-vítamín olían og örakremið lagfærir ör, slit og hrukkur.

Fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu og Apótekinu.

OrganicVitamin E

www.facebook.com/drorganicaislandi

Rakinn sem olíur veita er mun drýgri og hentar því einstaklega vel fyrir mjög viðkvæma húð. Olíur eru hins vegar einnig hentugar fyrir þá sem hafa feita húð. Þegar húðin framleiðir meiri fitu en þörf er á er mikilvægt að losna við þetta umfram magn, annars fara bólur og önnur óhreinindi að myndast á húðinni. Ein leið er að nota olíu-hreinsi og hreinsivörur með olíu. Þannig er óæskilegri umframfitu skipt út fyrir hreinar og nærandi olíur.

Skipta má olíum í tvennt: Húð-olíur og andlitsolíur. Þessum má svo aftur skipta í tvennt: Lífrænar og ólífrænar. Möguleikarnir eru því óteljandi. Kókosolía, möndluolía og avocado-olía eru dæmi um náttúru-legar olíur og hægt er að nota þær á ótal vegu. Allir helstu snyrtivöru-framleiðendur heims bjóða svo upp á gæðaolíur. Hægt er að nota þær einar og sér eða bæta örlitlu magni út í dagkremið eða líkamskremið. Það er bara um að gera að prófa sig áfram og uppgötva mátt olíunnar.

Máttur olíunnarÞegar sumarið nálgast eru olíur tilvaldar til að viðhalda rakastigi húðarinnar og þær veita auk þess extra ljóma. Rannsóknir á mætti olíunnar hafa leitt í ljós að olía er betri til að varðveita raka og koma jafnvægi á húðina en mörg hefðbundin krem.

Innihald: ½ bolli púðursykur½ bolli malað kaffi¼ bolli kókosolía

Blandið innihaldsefnunum saman í skál. Hellið yfir í ílát sem hægt er að loka, til dæmis krukku. Nuddið skrúbbnum á líkamann

fyrir sturtu og hinkrið í nokkrar mínútur áður en líkaminn er skolaður með heitu vatni.

H úðin okkar er sífellt að endurnýja sig, nýjar húð-frumur koma og fara og í

þessu ferli er gott að nota líkams-skrúbb einu sinni í viku. Með því að skrúbba líkamann greiðum við leiðina fyrir krem og maska inn í húðina og virkni þeirra verður ár-

angursríkari. Húðin verður þar að auki mýkri og ferskari. Hér má finna uppskrift af dásamlegum lík-amsskrúbb sem hressir, stinnir og mýkir húðina. Koffeinið í kaffinu hefur bólgueyðandi áhrif og getur jafnað út lit húðarinnar. Þessi er ein-faldur í gerð og notkun:

Heimatilbúinn líkamsskrúbbur

umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 11

HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ EINA ÖFLUGUSTU HÚÐVÖRU Á MARKAÐNUM Í DAG?

MESTA MAGN AF HYALURONIC SÝRU Í HEIMINUM

Fullkomin raki, stinnari húð, hrukkur hverfa, þreytt og stressuð húð mun ljóma af frískleika, roði og erting í húð tilheirir sögunni!

Leiðandi virkt innihaldsefni í heimi læknis-fræðilegra húðvara. Húðdropar með 4 stærðum af hreinum hyaluronic sýrum sem vinna hver á sinn undraverðan hátt. Í einni �ösku af Novexpert Booster er samsva-randi magn af hyaluronic sýru og í 20 hyaluronic sýru sprautum. Olíulaus formúlan hentar öllum húðgerðum, konum og körlum frá 25 ára aldri. Hægt er að nota dropana kvölds og morgna, eitt og sér, eða undir krem.

100%náttúrulegur uppruni allra

innihaldsefna

paraben rotvarnare� phenoxethanolsiliconepeg

0%

BOOSTERSERUM

MEÐHYALURONIC

ACID

Hagkaup Kringlunni, Ly�u Lágmúla, Ly�u Laugavegi, Ly�u Reykjanesbæ, Ly�u Sauðárkróki, Ly�u Egisstöðum, Árbæjarapóteki, Ly�u Smáratorgi, Ly�u Selfossi, Ly�u Ísa�rði, Ly�u Húsavík, Ly�u Höfn

Fæst í:

Nutrix royal mains frá LancômeNærandi og lagfær-andi handáburður. Djúpnærir húðina og veitir mjög þurri og hrjúfri húð þægindi. Styrkir neglur og naglabönd.

Biomains frá BiothermHandáburður fyrir hendur og neglur. Kremið er ekki fitugt og gengur fljótt inn í húðina og veitir góðan raka og næringu. Veitir nöglum góða styrkingu.

Pedi-Buff frá ClarisonicÖflugur fóta-skrúbbur til dag-legra nota. Leysir upp grófa og þurra húð. Slípar, mýkir og gefur raka. Betrumbætir áferð húðar á fótum.

Pedi-balm frá ClarisonicFótakrem sem er hvorki fitugt né sleipt. Kremið róar og veitir húðinni þægindi. Verndar fætur sem verða mjúkir og sveigjanlegir.

Mýkri hendur og fætur

Margar af f lottustu konum og körlum heims nota Rosehip seed olíu á húðina með góðum árangri í að halda öldrunareinkennum í burtu. Þar á meðal leikkonurnar Miranda Kerr og Gwyneth Palt-row, en báðar eru þekktar fyrir að nota náttúrulegar snyrtivörur. Breska pressan segir að Kate Middleton noti Rosehip seed olíu á húðina og við sáum hvað hún leit vel út eftir fæðingu nýju prinsess-unnar!

Rosehip seed olía er pökkuð af vítamínum, andoxunarefnum og góðum fitusýrum sem geta minnk-að dökka húðbletti og fylla húð-ina af raka. Hún er einnig góð til að minnka sýnileika fínna lína og öra. Olían inniheldur virk efni sem endurnýja húðina eins og A og C-vítamín og lýkópen. Rosehip seed olía hentar þeim sem eru með við-kvæma húð því hún er létt og skilur ekki eftir olíubrák.

Aqua Oleum vörumerkið er þekkt

fyrir einstakar ilmkjarnaolíur. Julia Lawless, einn fremsti ilmkjarnaol-íu sérfræðingur breta er stofnandi Aquaoleum vörmerkisins og allar olíurnar í Aqua oleum eru sérvaldar af henni.

Rosehip seed olían frá Aqua oleum fæst í Heilsuhúsunum og við mælum með að hún sé geymd á köldum stað eftir opnun.

Unnið í samstarfi við

Heilsu ehf.

Rosehip seed einstök olía fyrir fallega húð

Rosehip seed olían dregur úr öldrunareinkennum og

inniheldur virk efni sem endurnýja húðina.

umhirða húðar

fyrir einstakar ilmkjarnaolíur. Julia Lawless, einn fremsti ilmkjarnaol-íu sérfræðingur breta er stofnandi Aquaoleum vörmerkisins og allar olíurnar í Aqua oleum eru sérvaldar

Rosehip seed olían frá Aqua oleum fæst í Heilsuhúsunum og við mælum með að hún sé geymd á

Rosehip seed olían dregur úr öldrunareinkennum og

inniheldur virk efni sem endurnýja húðina.

Sólbrún í sumar

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 201512

Aqua-gelee autobronzant frá BiothermRakagefandi sjálfbrún-andi serum fyrir andlit. Serum veitir húðinni fallegan og jafnan sól-brúnan húðlit. Verndar og hefur endurnýjandi áhrif sem veitir húðinni góðan ljóma.

Flash bronzer frá LancômeLétt sjálfbrúnandi gel. Gefur náttúrulegan og

endingargóðan sólbrúnan lit. Verndar og mýkir

húðina.Tan & tone frá BiothermStyrkjandi og sjálfbrún-andi úði fyrir líkamann. Gefur fallegan gylltan húðlit. Auðvelt er að bera á húðina án þess að hún verði flekkótt.

Flash bronzer night sun frá Lancôme

Rakagefandi sjálfbrúnkukrem sem nota skal yfir nótt. Gefur náttúrulegan

og heilbrigðan ljóma. Eftir aðeins 15 mínútur er formúlan smitfrí. Auðvelt er

að byggja upp lit frá degi til dags.

SENSAI Bronzing PowderÓtrúlega áferðarfallegt sólar-púður. Heldur húðinni rakri um leið og það veitir silkimjúka áferð og gegnsæjan, bronslitan ljóma sem virðist koma innan frá.BRONZING POWDER býr yfir einstakri samsetningu sem veitir raka og skapar tafarlaust jafna og fullkomna „silkimjúka og bronslita húð“.

SENSAI Bronzing GelSveipaðu þig bronslitaðri hulu úr vatni og silki.SENSAI Bronzing gelið er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka Koishimaru silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem heldur húðinni rakri og geislandi fallegri.Hægt er að nota gelið á andlitið og bringuna, bæði undir og yfir farða eða eitt sér.

Aqua-gelée solaire frá Biotherm

Olíulaus sólarvörn með léttri frískandi gel áferð

fyrir andlit og líkama. Smýgur samstundis inn í húðina og hrindir frá sér

vatni. Fáanlegt í SPF 15 og 30. Án parabena.

Soleil bronzer after sun frá Lancôme

Nýtt after sun sem inniheldur 3 dýrmætar olíur sem næra, mýkja

og fegra húðina. Nærir húðina raka og húðin verður brúnni lengur.

Soleil bronzer sólar BB krem frá LancômeKröftug sameining sólarvarna og litaðs BB krems. Vörn gegn árásargjörnum löngum UVA geislum en gefur okkur fallega og jafna sólbrúnku. Leið-réttandi litarefni hylja húðlýti og minnka ójöfnur samstundis. Náttúrlega slétt og jöfn húð sem ljómar af fegurð. Formúlan inniheldur 3 dýr-mætar olíur sem næra og fegra húðina.

Þ að er fátt sem jafnast á við það þegar silki snertir húð þína. Mjúkt, létt og með glansandi

áferð vekur það upp sömu tilfinn-ingar og snerting eða kærleiksrík-ur koss frá þeim sem maður elskar. Það er einmitt ástæðan fyrir því að silki hefur notið svo mikillar hylli í gegnum tíðina sem hið unaðsleg-asta af öllum efnum, og hefur iðu-lega verið kallað „húð númer tvö“. Grunnurinn að japönsku hágæða-snyrtivörunum frá Sensai byggist á þessari óumdeildu tengingu á milli silkis og húðar. Grundvallarviðhorf Sensai er að endanlegur árangur notkunar á vörum fyrirtækisins eigi að skila sér í óaðfinnanlegri, silkimjúkri áferð húðarinnar. Þessi hugmyndafræði á rætur sínar að rekja til þess er forsvarsmenn fyrir-tækisins tóku sérstaklega eftir því hvað húðin á höndum kvenna, sem unnu við silkivefnað, var áferðar-falleg og laus við allan þurrk þrátt fyrir að vinnuumhverfið væri oft og tíðum fremur nöturlegt. Þeir ályktuðu sem svo að ákveðnir eigin-leikar silkisins hlytu að hafa þessi

sérstöku áhrif að geta gætt húðina bæði fegurð og mýkt.

Koishimaru-silkiHjá Sensai trúðu menn að hægt væri að nýta þessa merkilegu upp-götvun á sviði snyrtivörufram-leiðslu og hófu því leit að besta fá-anlega silkinu. Leitin leiddi menn á slóðir koishimaru-silkisins sem þekkt var sem „hinn dýrmætasti fjársjóður.“ Upphaflega var það ein-göngu notað í klæði japönsku keis-arafjölskyldunnar og annarra hátt settra aðila, enda var þetta undur-samlega silki stundum líka nefnt „hið konunglega silki.“

Púður og farði sem ein heildAllir farðar frá Sensai innihalda hið dýrmæta koishimaru silki sem gefur húðinni raka og ljóma. Einn vinsæl-asti farðinn frá Sensai er Total finish, en farðinn inniheldur púður og farða í einni órjúfanlegri heild. Púðurfarð-inn er rakagefandi, ver húðina og er auk þess ótrúlega einfaldur í notkun. Dósin er keypt sér og henni fylgir svampur. Fyllingin er einnig keypt sér. Farðinn er borinn á með svamp-inum eftir að hafa sett rakakrem eða grunn undir farða. Farðinn hylur vel allar misfellur, gefur fallegan ljóma auk þess sem hann bindur raka í húðinni sem stuðlað að vellíðan.

Japanskar hágæða snyrtivörurSnyrtivörurnar frá Sensai inni-halda koishimaru silki og veita húðinni fallega og ljómandi áferð. Hjá Sensai trúðu menn að hægt

--

leiðslu og hófu því leit að besta fá-anlega silkinu. Leitin leiddi menn á slóðir koishimaru-silkisins sem þekkt var sem „hinn dýrmætasti

--

arafjölskyldunnar og annarra hátt settra aðila, enda var þetta undur-samlega silki stundum líka nefnt

Allir farðar frá Sensai innihalda hið dýrmæta koishimaru silki sem gefur

Fljótandi farðiSensai býður einnig upp á tvenns konar fljótandi farða, Fluid Finish og Fluid Finish lasting velvet. Farð-inn er léttur, rakagefandi, vernd-andi og dásamlegur viðkomu. Fluid Finish hentar vel fyrir venjulega og þurra húð og Fluid Finsih lasting velvet hentar venjulegri, blandaðri og feitri húð þar sem hann er hálf-mattur.

Unnið í samstarfi við

Sigurborgu ehf.

ÞORIR ÞÚ AÐ VEKJA EFTIRTEKT?SHINE LOVER, MIKLU MEIRA EN VARALITUR.

LJÓMANDI VARALITUR

NÝTT

SHINE LOVER

umhirða húðar Helgin 8.-10. maí 201514

A f hverju er okkur ráðlagt að nota mismunandi tegundir af kremum á daginn og á

nóttunni? Ástæðan er sú að dag-kremum er ætlað að vernda húðina fyrir skaðlegum geislum og öðrum efnum sem hún er útsett fyrir á dag-inn, svo sem sólargeislum, mengun eða förðunarvörum. Húðin hvílist hins vegar á nóttinni og nær að draga í sig næringu og lagfæra sig.

Flest dagkrem eru léttari en næt-urkrem og innihalda sólarvörn. Þau næra hins vegar húðina um leið og

þau vernda hana. Þau eru venjulega gerð til þess að nota undir snyrti-vörur og eru því ekki feit, ganga fljótt inn í húðina og leyfa henni að anda. Þau veita jafnan, olíulausan grunn svo sem auðveldast sé að setja farða yfir og förðunarvörur sitji sem lengst.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að húðin starfar á ólíkan hátt að degi til og á nóttunni og því er skiptir máli að nota við-eigandi vörur, dagkrem á daginn og næturkrem á nóttunni.

Dagkrem undirbýr húðina fyrir daginn

Heildrænar húðmeðferðir án skurðagerða

H úðfegrun var stofnuð árið 2000 og er í eigu mæðgn-anna Bryndísar Ölmu

Gunnarsdóttur og Díönu Odds-dóttur. Meðferðir á stofunni eru eingöngu framkvæmdar af hjúkr-unarfræðingum sem hafa fengið sérhæfða þjálfun á öll þau tæki og meðferðir sem stofan hefur upp á að bjóða. „Hjá okkur geta allir fundið meðferð við sitt hæfi þar sem stof-an hefur upp á að bjóða gríðarlega fjölbreytt úrval af húðmeðferðum,“ segir Bryndís.

Fallegri, mýkri og sléttari húðHúðslípun er meðferð sem gerir húðina fallegri og heilbrigðari. „Meðferðin fer þannig fram að ysta lag húðar er fjarlægt með notkun náttúrlegra örsmárra kristalla og demanta. Meðferðin þéttir og styrk-ir ysta lag húðarinnar, fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undir-lagi húðarinnar,“ segir Bryndís. Það sem gerir húðslípun einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. „Meðferðin fjarlægir einnig stíflur, óhreinindi og húðfitu sem festist í svitaholum og fínum línum. Eftir meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virkum efnum í kremum sem borin eru á andlitið,“ segir Bryndís. „Húðslípun er mjög örugg og árangursrík meðferð sem hefur verið gríðarlega vinsæl hjá okkur á stofunni frá upphafi.“

Dermapen: Öflug húðmeðferð Þeir sem vilja öfluga húðmeðferð

ættu að kynna sér Dermapen. „Um er að ræða enn öflugri húðmeðferð en húðslípun og vinnur hún dýpra niður í undirlag húðarinnar,“ segir Bryndís. Dermapen er vinsæl og áhrifarík meðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu og meðferð-in sem Húðfegrun býður upp á er sú öflugasta sem býðst á Íslandi. „Dermapen meðferð vinnur á fín-um línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, húðsliti, örum, skurð-

um, opinni húð, exemhúð og lita-breytingum í húð.“

Gelísprautun og laserlyftingNáttúruleg gelísprautun hefur verið vinsæl meðferð í mörg ár. Um er að ræða fyllingu með náttúrulegum fjöl-sykrum. „Hægt er að framkvæma meðferðina nánast hvar sem er á andlitinu. Þú getur valið um fyll-ingu í varir, hrukkur, línur, ör, kinn-ar, kinnbein, höku svo eitthvað sé

nefnt,“ segir Bryndís. Laserlyfting er algjör bylting í húðmeðferðum þar sem um er að ræða nýjustu tækni á sviði náttúrlegrar andlitslyftingar, án skurðaðgerðar. „Meðferðin bygg-ir upp og þéttir húðina og losar þig við hrukkur og slappa húð á andliti, hálsi, bringu og handarbökum.“

Persónuleg og fagleg þjónustaHjá Húðfegrun er boðið upp á við-talstíma þar sem viðskiptavinir geta

fengið ráðlegginar frá fagaðila. „Ein-staklingar eru eins mismunandi og þeir eru margir og er því breytilegt hvað hentar hverjum og einum. Við leiðbeinum öllum og finnum réttu meðferðina fyrir hvern og einn,“ seg-ir Bryndís. Húðfegrun er í Fákafeni 11. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni, www.hudfegrun.is

Unnið í samstarfi við

Húðfegrun

Mæðgurnar Bryndís Alma Gunnarsdóttir og Díana Oddsdóttir eru eigendur húðmeðferðarstofunnar Húðfegrunar. Stofan sér-hæfir sig í húðmeðferðum án skurðaðgerða og er eina stofan sinnar tegundar hér á landi.

Meðferðir hjá Húðfegrun: n Laserlyfting

n Gelísprautun

n Dermapen

n Húðslípun

n Litabreytingar í húð

n Háræðaslit & rósroði

n Ör & húðslit

n Háreyðing

n Tattúeyðing

n Sveppaeyðing

n Cellulite vafningur

N áttúrulegar snyrtivörur styðja við náttúrulega eigin-leika húðarinnar. Þær næra

og annast húðina með nærgætnum hætti og henta fyrir húð á öllum aldri. Ofnæmisviðbrögð og óþol fyrir snyrti- og hreinlætisvörum eru því miður orðin allt of algeng í nútíma samfélagi en með tilkomu Benecos snyrtivaranna er það loks-ins á allra færi að geta notað lífrænt vottaðar vörur, og á frábæru verði þar að auki. Benecos býður upp á fjölbreytt úrval förðunar- og snyrti-vara svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Frá náttúrunnar hendiMikil vitundarvakning hefur orð-ið um heim allan um innihaldsefni snyrtivara. Rannsóknir sýna að sum innihaldsefni snyrtivara hafa fundist í krabbameinsæxlum og því er það mikilvægt nú sem aldrei fyrr að vera vel upplýst um þau. Benecos snyrti-vörurnar hafa aldrei innihaldið para-ben, paraffín, sílikon, PEG né óæski-leg litar- og ilmefni. Þær hafa líka

Náttúrulegar snyrtivörur á góðu verðiSnyrtivörurnar frá Benecos eru náttúrulegar og lífrænt vottaðar og innihalda engin skaðleg efni.

hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars frá Öko test í Þýskalandi. Einnig er mikilvægt að huga að því að nota sem hreinust naglalökk, sér-staklega á börn sem æ oftar fá lit á neglurnar. Benecos naglalökkin eru án allra skaðlegra efna s.s. formalde-hýðs og ýmissa plast- og leysiefna.

Mælir með benecos snyrtivör-unumEbba Guðný Guðmundsdóttir held-ur úti áhugaverðri heimasíðu, www.pureebba.com, þar sem lífræn og náttúruleg efni eru fyrirferðarmik-il. „Fyrir mörgum árum byrjaði ég að skipta yfir í eiturefnalausar og lífrænar snyrtivörur af því mig lang-aði ekki til að bera á mig efni sem ég þekkti ekki og vissi ekki hvaða áhrif myndu hafa á mig og mína. Þar sem húðin er stærsta líffærið og allt sem við berum á hana fer inn

í líkamann og þaðan út í blóðrásina og hefur þannig áhrif á alla líkams-starfsemina, fannst mér þetta afar mikilvægt,“ segir Ebba Guðný.

Húðvörurnar í uppáhaldi„Ég fagna því mjög að geta keypt benecos húð- og snyrtivörurnar hér á landi því þær eru bæði lífrænar, umhverfis- og mannvænar, auk þess að vera á mjög góðu verði. Það er líka svo gaman að geta borið á sig krem með góðri samvisku og bent unglingsstúlkum, sem eru að byrja að mála sig, á þessar góðu og litríku vörur svo ég tali nú ekki um litlu fing-urna sem vilja stundum naglalakk. Uppáhaldsvörunar mínar frá Bene-cos eru húðvörurnar, naglalökkin varalitirnir og augnskuggarnir.“

Unnið í samstarfi við

Gengur vel

Helgin 8.-10. maí 2015

Náttúrulegar Náttúrulegar

Ebba Guðný notar einungis eiturefnalausar og lífrænar snyrtivörur og því henta vörurnar frá Benecos henni afar vel.

Húðmeðferðarstofan Húðfegrun sérhæfir sig í húðmeðferðum án skurðað-gerða og er eina stofan sinnar tegundar á Íslandi.

umhirða húðarHelgin 8.-10. maí 2015 15

ANDLITSMEÐFERÐIR LÍKAMSMEÐFERÐIR FÓTSNYRTING VAX LÍFRÆN ANDLITSMEÐFERÐ SALTSKRÚBB HANDSNYRTING

FULLKOMIÐ DEKUR FYRIR

LÍKAMA OG SÁL

Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík – sími 444 5090 – www.hiltonreykjavikspa.is

Nánari upplýsingar á www.hiltonreykjavikspa.is. Tímapantanir: [email protected] og í síma 444 5090.

R agnheiður Gunnarsdóttir snyrtifræðimeisari segir að á þessum árstíma séu fót-

snyrting og vaxmeðferðir vinsæl-astar. Auk þess er svokölluð „boost“ meðferð tilvalin eftir veturinn, en hún felst í hálftíma andlitsmeðferð sem veitir húðinni frísklegt „bo-ost“ inn í sumarið. „Andlitið er yfir-borðs- og djúphreinsað og sérstakur flísmaski sem er ríkur af C-vítam-íni er settur yfir andlitið. Á meðan maskinn liggur á andlitinu er boðið upp á dásamlegt höfuðnudd,“ segir Ragnheiður. Hjá Hilton Reykjavík Spa starfa, auk Ragnheiðar, snyrti-

fræðingarnir Elísa Anna Hallsdóttir og Þórdís Lára Herbertsdóttir og bjóða þær upp á allar hefðbundnar andlitsmeðferðir. Auk þess bjóða reyndir nuddarar upp á fjölbreyttar nudd- og spa meðferðir.

Spennandi nýjungar Í snyrtimeðferðunum eru notaðar snyrtivörur frá Janssen Cosmetics. Vörurnar eru vítamín- og steinefna-ríkar og eru án parabena og litar-efna. Meðal nýrra snyrtimeðferða sem boðið er upp á eru cellulite vafn-ingar og green tea meðferð fyrir lík-amann. „Cellulite vafningarmeðferðin

Slakandi og endurnærandi

meðferðir hjá Hilton

Reykjavík SpaHeilsulind Hilton Reykjavik Spa býður upp á fjölbreyttar nudd- og snyrtimeðferðir og spa pakka sem henta bæði körlum og konum. Andrúmsloftið í heilsulindinni er rólegt og þægilegt og hefur að-

staðan verið endurbætt svo umhverfið er hið glæsilegasta.

tekur um 50-70 mínútur og í henni er ákveðnum líkamssvæðum vafið inn í kröftugan kremvafning sem er unn-inn úr smáþara, jurtum og koffeini. Leirinn hitnar og örvar þar með blóð-flæði sem eykur innsíun og virkni efna í kremunum. Eftir á er borið krem sem inniheldur koffein sem stuðlar að brennslu og veldur niðurbroti í fit-unni,“ segir Ragnheiður. Green tea meðferðin er fyrir allan líkamann og hefst á líkamsskúbbi, síðan er maski settur á og látinn liggja á húðinni í 20 mínútur. Í lokin er örvandi krem borið

á líkamann „Skrúbburinn örvar blóð-rásina og tekur dauðar húðfrumur. Þessi frábæri líkamsvafningur inni-eldur ekta japönsk græn telauf sem eru full af andoxunarefnum og næra húðina fullkomlega svo hún verður þéttari viðkomu og silkimjúk.“

Glæsileg aðstaða Í öllum snyrtimeðferðum yfir 6.000 kr. er innifalinn aðgangur að heilsu-lind Hilton Reykjavik Spa. Í heilsu-lindinni eru tveir heitir pottar, þar sem boðið er upp á herðanudd, ilm-

gufu og slökunarlaug. Úti á verönd-inni er einnig heitur pottur og sauna ásamt sólbaðsaðstöðu. „Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma fyrir og eftir meðferðartímann til að fara í heitu pottana og gufuböðin til að ná hámarksárangri í meðferðinni,“ seg-ir Ragnheiður. Allir gestir fá hand-klæði við komu. Bókanir og tíma-pantarnir fara fram í síma 444-5090 og á [email protected]

Unnið í samstarfi við

Hilton Reykjavík Spa

Þórdís Lára Herbertsdóttir, Elísa Anna Hallsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir, snyrtifræðingar hjá Hilton Reykjavík Spa. Ljós-mynd/Hari.