10.53.70 inngangur að kennslufræði

12
10.53.70 Inngangur að kennslufræði Kennsluaðferðir : Sjálfstæð verkefni 2 Samkomulagsnám og sagnalíkanið Háskóli Íslands – 12. febrúar 2007 Lilja M. Jónsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands

Upload: james-eaton

Post on 02-Jan-2016

44 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

10.53.70 Inngangur að kennslufræði. Kennsluaðferðir: Sjálfstæð verkefni 2 Samkomulagsnám og sagnalíkanið. Háskóli Íslands – 12. febrúar 2007 Lilja M. Jónsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands. Fjölbreytt kennsla og lýðræðislegt skólastarf snýst meðal annars um. Fas og framkomu kennara - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Kennsluaðferðir:

Sjálfstæð verkefni 2

Samkomulagsnám og sagnalíkanið

Háskóli Íslands – 12. febrúar 2007

Lilja M. Jónsdóttir lektor Kennaraháskóla Íslands

Page 2: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

• Fas og framkomu kennara• Viðhorf kennara til nemenda• Viðhorf kennara til viðfangsefna• Verklag / starfshættir kennara • Fjölbreytt viðfangsefni • Að nemendur læri að leysa ágreining• Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Fjölbreytt kennsla og lýðræðislegt skólastarf snýst meðal annars um

(sjá t.d. Teaching Democracy by Doing it! (Ed. Leadership, 1997, 6-11)

Þ.e. lýðræði í verki – sbr. „Learning by Doing“ (Dewey)

Page 3: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Samkomulagsnám – helstu einkenniMarkmið: Gefa þátttakendum tækifæri til að eiga hlutdeild í

mótun viðfangsefna námsins / námskeiðsins.

Lykilspurningar:1. Hvað vitið þið um …?2. Hvað viljið / þurfið þið að vita meira um ...? 3. Hvar er hægt að leita upplýsinga um ...?4. Hvernig er besta leiðin til að læra þetta?5. Hvernig er hægt að skila niðurstöðum? 6. Hvernig ætti námsmatið að vera? 7. (Hvernig viljið þið nýta tímann sem er til ráðstöfunar?)

Page 4: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Að spyrja nemendur hvað þeir vilja læra ...

Hvaða málefni eru málefni líðandi stundar?Dæmi úr framhaldsskóla:

Hverjir eru það sem ráða í lífi þínu?... og annarra

10. bekkur 2001

Golfstraumurinn

Sjálfstæð verkefni – dæmi um viðfangsefni

8. bekkur

Page 5: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Það sem nemendur vildu fjalla um var flokkað og niðurstaðan varð þessi:

Unnin voru samþætt verkefni um• Afríku• Fjölskylduna í nútímanum• Helstu trúarbrögð heims• Um unglinga hér og þar á jörðinni• Frumbyggja á jörðinni

En einnig valverkefni um fornar þjóðir

Page 6: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

SagnalíkaniðAlheimssaga

Alþjóðleg sagaMenningarsaga

Persónuleg saga

Gamla sagan

+

Gildi

- Saganí dag

Mín saga

Hvaðget ÉG gert?

Ný saga

Nauðsynin

Raunsæið

Fortíðin Framtíðin

Bjartsýna sagan

Svartsýna sagan

Page 7: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Sagna-líkanið – helstu einkenni

Lykilatriði:• Við lifum á tímum stöðugra breytinga

• Við öðlumst skilning með því að hlusta á og segja sögur

• Öll þekking tengist á einhvern hátt

• Þekkingin er hlaðin gildum menningar okkar, skoðunum og ályktunum

• Flest þessara gilda, skoðana og ályktana eru ómeðvituð

• Gerðir okkar eru knúnar áfram af þessum skoðunum

• Til að breyta gjörðum okkar verðum við að öðlast vitund um hvaðan þessi gildi, skoðanir og ályktanir eru runnin

• Við getum á meðvitaðan hátt búið til „nýja sögu“

Meginmarkmiðin eru sjálfsstyrking og samfélagsbreytingar.

Page 8: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Ísland yrði allt hulið jökli. Íbúarnir yrðu að yfirgefa það

Wallace S. Broeckner, Morgunblaðið 21. des. 1997

Page 9: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Úrvinnsla verkefnis – hvað var gert ... • Persónulegar hugleiðingar í leiðarbók• Vettvangsheimsóknir• Unnið úr heimsóknum með leikrænni tjáningu• Viðhorfakannanir• Gestir í heimsókn – skráð það athyglisverðasta• Ástand mála skráð• Framtíðin könnuð• Framtíðarsýnin túlkuð með leikrænni tjáningu án orða• Hvað get ég gert• Nemendur semja dans• Borgarstjórnarkosningar• Gestakvöld• Fjölbreytt námsmat

Page 10: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Stöðva góðurhúsaáhrifin Golfstrauminn? – Skipulagsþrepin1. Kveikjan: - Ísland yrði allt hulið jökli. - Íbúarnir yrðu að yfirgefa það.Stöðva gróðurhúsaáhrifin Golfstrauminn?- Hvað langar ykkur til að vita um þetta? - Hvar getum við leitað upplýsinga um þetta efni?2. Leiðarbækur: - Kynna hugmyndina um leiðarbókina. Til hvers leiðarbók? Persónuleg skrif. Fá leiðbeiningar um ritun og uppsetningu. Í leiðarbókina fer t.d.;- hvað „held ég“ spurningar, eins og t.d. hvað nemendur halda að gróðurhúsaáhrif, Golfstraumurinn og ósonlagið sé- svara ákveðnum spurningum, eins og hvað eru gróðurhúsaáhrif, ósonlag, o.þ.h.- hugleiðingar um málefnið, eins og „hvað veit ég núna“ og „hvað hef ég verið að gera“ - persónulegar hugleiðingar um t.d. vettvangsheimsóknir, heimsóknir sérfræðinga, fréttir í fjölmiðlum- hugleiðingar um hvað nemendur lærðu nýtt- hvað finnst nemendum athyglisverðast af þessu öllu- taka viðtöl við fullorðinn heima um t.d hvers vegna fólk hefur svona miklar áhyggjur af ósonlaginu.3. Vettvangsheimsóknir: - Skipta nemendum í hópa og fer hver hópur í heimsókn á eina stofnun og tekur viðtöl við sérfræðinga. Hóparnir athuga hvaða spurningar úr kveikjunni þeir vilja nota. Bæta fleirum við. Vinna úr þeim upplýsingum í máli og myndum.4. Leikræn tjáning: - Nemendur vinna úr vettvangsheimsókninni með leikrænni tjáningu. Þeir spinna þætti um ferðina á staðinn og viðtölin við sérfræðingana.5. Viðhorfakönnun: - Kanna viðhorf fólks á málinu, bæði heima og á götum úti.6. Gestir í heimsókn: - Fá fulltrúa náttúruverndarsamtaka og úr Iðnaðarráðuneytinu í heimsókn, ásamt sérfræðingi um efnið. Í lok heimsókna skrá lista yfir það sem nemendum þótti athyglisverðast í máli þeirra.7. Ástand mála skráð: - Nemendur afla upplýsinga til að „kortleggja“ ástandið eins og það er í dag. Skrá hugmyndir nemenda.

Page 11: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Stöðva góðurhúsaáhrifin Golfstrauminn? – Skipulagsþrepin – frh.:

8. Framtíðin könnuð: - Skoða með nemendum allar upplýsingar sem fram hafa komið og ræða við þá um hvernig framtíðin gæti orðið:a) Ef haldið verður áfram á sömu braut og ekkert gripið í taumana, þ.e. svört framtíðarsýn.b) Ef allar hugmyndir verndunarsinna ná fram að ganga, þ.e. björt framtíðarsýn.c) Ef lagt verður saman það sem er líklegt að verði úr svartri framtíðarsýn og það sem vænta má að verði úr bjartri framtíðarsýn, þ.e. raunsæ framtíðarsýn.9. Leikræn tjáning: - Nemendur búa til kyrrmyndir til að túlka framtíðarsýnina á leikrænan hátt án orða. Þeim er skipt í þrjá hópa og táknar einn svarta framtíðarsýn, annar bjartsýna og sá þriðji raunsæja.10. Hvað get ég gert? Nemendur ræða við fólkið sitt heima um það hvað þeir geti lagt af mörkum til að framtíðin verði bjartari og skrifa um það í leiðarbókina. Í lokaorðum hennar þurfa nemendur að draga saman það sem þeir hafa lært.11. Leikræn tjáning: - Borgarstjórnarkosningar - Hanna „vistvæna“ persónu sem býður sig fram til að verða borgarstjórnarefni í komandi kosningum.12. Leikræn tjáning: - Nemendur semja dans og hreyfingu sem táknar ferð golfstraumsins til Íslands, bráðnun Grænlandsjökuls vegna gróðurhúsaáhrifa og hugsanlegar afleiðingar þess. 13. Gestakvöld: - Gestum boðið til að sjá afrakstur vinnunnar.- Nemendur sýna dans - Nemendum túlka framtíðarsýn á leikrænan hátt án orða. - Nemendur sýna stuttar „sketsur“ um eitthvað minnisvert í verkefninu.- Nemendur lesa úr leiðarbókum.- Kosningar til borgarstjórnar. Nemendur og gestir þeirra taka þátt.14. Námsmatið: - Kennarar meta í sameiningu vinnu nemenda í hópverkefnunum. Nemendur meta verkefnið í heild. Leiðarbókin er metin á fernan hátt; af bekkjarfélaga, nemandinn metur hana sjálfur, foreldrar meta hana sem og kennarinn. Leikræna tjáningin var hluti af heildinni og var metin sem slík.

Page 12: 10.53.70 Inngangur að kennslufræði

Fjölbreytt kennsla Heildstæð verkefni - Lýðræðislegt skólastarf

• beinir sjónum að skilningi og leikni tengda námsgreinum • fær nemendur til að glíma við grundvallarhugmyndir• hvetur nemendur til að nota það sem þeir læra í

margvíslegum tilgangi • hjálpar nemendum við að skipuleggja og gera hugmyndir

og upplýsingar skiljanlegar • og aðstoðar þá við að tengja kennslustofuna við heiminn

þar fyrir utan.

C.A. Tomlinson, í Educational Leadership, sept. 2000.