11 09 2015

76
11.-13. september 2015 36. tölublað 6. árgangur SÍÐA 24 Á endanum síast kvennaboltinn inn Fanndís Friðriksdóttir er marka- drottning nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks og í Pepsídeild kvenna. Hún var einnig í liði Breiðabliks þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst síðast, þá 15 ára gömul. Fanndís á yfir 50 landsleiki að baki og hefur leikið ytra í atvinnumennsku. Sjónir manna beinast nú mjög að frábærum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en Fanndís segir kvennaboltann vera að síast inn. HM kvenna í sumar hafa sýnt það og eins hafi kvennalandsliðið smitað út frá sér, enda unnið sér sæti í tvígang í lokakeppni Evrópumóts, „þó okkur hafi ekki verið fagnað á Ingólfs- torgi,“ segir knattspyrnukonan glott- andi, sem er með keppnisskapið í lagi enda dóttir fyrrum landsliðsmarkmanns í knattspyrnu og skíðadrottningar sem keppti á ólympíuleikum. HEILSUTÍMINN 52 VIÐTAL 34 VIÐTAL 22 DÆGURMÁL 72 Ljóðskáld skrifar um klám Við erum þjálfarar en ekki dómarar í The Voice Fegurðar- drottning Íslands er stangar- stökkvari VIÐTAL 30 KK segir sögu gítaranna sinna Hreyfilist eykur styrk og liðleika TÍSKA 54 Allar í hvítu á rauða dreglinum Ljósmynd/Hari Einstakt brúðkaup í Las Vegas VIÐTAL 16 Einelti er ógeð Leggðu þitt af mörkum!

Upload: frettatiminn

Post on 23-Jul-2016

276 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Newspaper, iceland, fréttatíminn, news

TRANSCRIPT

11.-13. september 201536. tölublað 6. árgangur

síða 24

Á endanum síast kvennaboltinn innFanndís Friðriksdóttir er marka-drottning nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks og í Pepsídeild kvenna. Hún var einnig í liði Breiðabliks þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst síðast, þá 15 ára gömul. Fanndís á yfir 50 landsleiki að baki og hefur leikið ytra í atvinnumennsku. Sjónir manna beinast nú mjög að frábærum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en Fanndís segir kvennaboltann vera að síast inn. HM kvenna í sumar hafa sýnt það og eins hafi kvennalandsliðið smitað út frá sér, enda unnið sér sæti í tvígang í lokakeppni Evrópumóts, „þó okkur hafi ekki verið fagnað á Ingólfs-torgi,“ segir knattspyrnukonan glott-andi, sem er með keppnisskapið í lagi enda dóttir fyrrum landsliðsmarkmanns í knattspyrnu og skíðadrottningar sem keppti á ólympíuleikum.

heilsutíminn 52

viðtal 34viðtal 22

dægurmál 72

ljóðskáld skrifar

um klám

við erum þjálfarar en

ekki dómarar í the voice

Fegurðar-drottning íslands er

stangar-stökkvari

viðtal 30

KK segir sögu gítaranna sinna

Hreyfilist eykur

styrk og liðleika

tísKa 54

allar í hvítu á

rauða dreglinum

Ljós

myn

d/H

ari

einstakt brúðkaup í

las vegas

viðtal 16

Eineltier ógeð

Leggðu þitt af mörkum!

Jólaferð til Parísar

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 2790 | [email protected] | Síðumúla 2, 108 RVK

Dásamleg jólaferð til einnar glæsilegustu borgar Evrópu. Töfrandi ljósadýrðin og hin mikla hátíðarstemning um alla borg skapar einstaka upplifun í upphafi aðventunnar.

Spör

ehf

.

26. - 29. nóvemberVerð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París!

Sýna allar myndir eftir bókum Laxness

Á undanförnum árum hefur orðið gríðarlegur vöxtur í hópfjármögnun og jafningja­lánum, þar sem fjöldinn tekur sig saman og styður fram­kvæmd án aðkomu stórra fjársterkra aðila eins og banka og fjármálafyrirtækja. Þá er fjöldi fyrirtækja farinn að bjóða hópfjármögnun hlutafjár þar sem sprotafyrir­tæki sækja sér fjárfestingu frá hundruðum eða þúsund­um einstaklinga

Ingi Rafn Sigurðsson,

framkvæmdastjóri Karol­ina Fund, segir að umfang óhefðbundinnar fjármögn­unar í Evrópu árið 2014 hafi verið um þrír milljarðar evra og hafi aukist um 144% frá árinu á undan. „Áætlað er að umfang óhefðbundinnar fjár­mögnunar nái sjö milljörðum evra á árinu 2015 í Evrópu, en á Íslandi hafa 146 skapandi verkefni, frá hljómplötum til leiksýninga og kvikmynda safnað yfir 100 milljónum króna í gegnum vefinn Karol­

ina Fund,“ segir Ingi Rafn. Um sex pró sent allr ar hóp­

fjár mögn un ar í Evr ópu fer til nor rænna verk efna en mis­mun andi síður eru vin sæl­ar í hverju landi fyr ir sig og þau verkefni sem skráð eru á síðu Karolina Fund á Íslandi ná bestum árangri. Þau hóp­fjár mögn un ar verk efni sem hafa náð best um ár angri á Íslandi eru tölvu póst for ritið Mailpile, Geita búið Háa fell, hljóm sveit in Árstíðir, Stund in og Sirkús Íslands. ­ fb

Stuðningur Hópfjármögnun Sífellt vinSælli

Yfir 100 milljónir króna hafa safnast á Karolina Fund

Geitabúið Háafell er eitt þeirra

verkefna sem bestum

árangri hafa náð

á Karolina Fund.

Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans. Þar á meðal eru sjaldséðar perlur eins og Brekkukotsannáll, Paradísarheimt, Salka Valka og Atómstöðin sem ekki hafa verið sýndar opinberlega í áratugi. Einnig verða sýndar myndirnar Kristnihald undir Jökli og Ungfrúin góða og húsið. Allar verða þær sýndar í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi í endurbættum útgáfum, bæði hvað varðar hljóð- og myndgæði. Myndirnar verða sýndar á sunnudagskvöldum í vetur og er það þáttur í sýningum á leiknu íslensku efni alla sunnudaga í vetur. Myndirnar verða sýndar í aldursröð frá 18. október til 13. desember og er Salka Valka frá 1954 fyrst á dagskrá.

Tilnefnd þriðja árið í röðVefur íslenska fyrirtækisins Dohop er til-nefndur sem besti flugleitarvefur í heimi af samtökunum World Travel Awards. Þetta er þriðja árið í röð sem Dohop hlýtur þessa tilnefningu en fyrirtækið hlaut verðlaunin í fyrra. „Okkur finnst þetta auðvitað frábært, sérstaklega af því að vefurinn er tíu ára nú í ár. Við unnum þetta nokkuð óvænt í fyrra og vonumst auðvitað til að vinna þetta aftur í ár,“ segir Davíð Gunnarsson, forstjóri Dohop, en allir geta tekið þátt í kosningunni á netinu.

300 milljónir vegna forsetakosningaGert er ráð fyrir því að útgjöld ríkissjóðs vegna forsetakosninganna á næsta ári geti numið allt að 300 milljónum króna, að því er fram kemur í fjárlaga-frumvarpinu. Í því er jafnframt gert ráð fyrir 259,7 milljóna

króna útgjöldum vegna forsetaembættis-ins. Kostnaður vegna almenns reksturs embættisins er áætlaður 253,7 milljónir króna en 6 milljónir króna eru eyrna-merktar viðhaldi Laufásvegar 72. Framlag til opinberra heimsókna forsetans á næsta ári er 35,4 milljónir króna.

Seltjarnarnes vill taka á móti flóttamönnumÁ fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness síðastliðinn miðvikudag lýsti bæjarstjórn yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki og

fól bæjarstjóra, Ásgerði Halldórs-dóttur, að ræða við starfsmann

flóttamannanefndar um fram-kvæmd mála. Í bókun bæjarstjórnar Seltjarnar-ness segir: Bæjarstjórn sam-

þykkir að leggja fram aðstoð við að taka á móti flóttafólki

sem nú dvelur m.a. í flótta-mannabúðum í ýmsum löndum Evrópu eftir að hafa flúið stríðsátök og hörmungar í löndum

sínum, ekki síst Sýrlandi, og felur bæjarstjóra að til-

kynna velferðarráðuneytinu þennan vilja sinn.

H ópurinn stóð fyrir rannsókn á átta manns sem létust úr taugahrörnunarsjúkdómn­

um Creutzfeldt­Jakob. Einstakling­arnir fengu allir vaxtarhormón sem börn sem tekið var úr heiladingli látins fólks. Við krufningu áttmenn­inganna komu hins vegar einnig í ljós breytingar á heilastarfsemi sem tengjast alzheimer. Í heila alzhei­merssjúklinga má finna kekki af lím­kenndu efni úr próteinbrotum, sem kallast beta amyloid. Þetta prótein­brot fannst í sex af átta sjúklingum. Sjúklingarnir voru á aldrinum 36­51 árs og því heldur ungir til að sýna merki um Alzheimer og enginn hafði erfðafræðileg tengsl við sjúkdóminn. Eftir ítarlegar rannsóknir kom í ljós að próteinbrotin bárust til sjúk­lingana í gegnum vaxtarhormónin. Niðurstaða vísindamannanna var að vaxtarhormónið sem fólkinu var gefið í æsku hafi borið í sér prótín úr heiladingli sem olli því að amyloid

flekkirnir byrjuðu að safnast upp í heila þeirra. Engin leið sé hins vegar til þess að þetta gæti gerst í dag þar sem vaxtarhormón hafi ekki verið unnin úr heilavef frá því á 9. áratug síðustu aldar.

Gömul tilgáta endurvakin„Það voru töluverðar umræður um hugsanlegar smitleiðir árið 1990, í tengslum við Creutzfeldt­Jakob sjúkdóminn. Þessi rannsókn endur­vekur því gamla tilgátu, sem síðan á eftir að rannsaka frekar,“ segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækn­ingardeild Landspítalans. Niðurstöð­ur vísindamannanna auka þó án efa þann möguleika að þessi próteinbrot geti borist milli einstaklinga í lækn­isfræðilegum aðgerðum. Sá mögu­leiki er því fyrir hendi að alzheimer, eða að minnsta kosti þær breytingar á heilastarfsemi sem leiða til sjúk­dómsins, geti borist manna á milli. „Sjúkdómurinn er þó ekki smitandi sem slíkur,“ segir Jón.

Smitefni sem festist við málmPróteinbrotin amyloid sem leiða til breytingar á heilastarfsemi eru þó búin þeim einkennum að þau festast við málm og því getur verið erfitt að fjarlægja þau, jafnvel með ítarlegum sótthreinsandi aðferðum. Möguleg afleiðing þessara niðurstaðna er að tól skurðlækna gætu hugsanlega borið prótín úr sjúklingi með alzhei­mer. Það er þó talið ákaflega ólíkleg­ur möguleiki. „Samkvæmt ströngum reglum eru skurðáhöld þvegin og síðan sett í 120 gráðu gufuhita til að eyða bakteríum en það er vitað að þetta tiltekna próteinbrot geti lifað það af,“ segir Jón. Að hans mati væri þó hægt að fyrirbyggja möguleg smit með því að hækka hitastig eða lengja tíma sem tól eru í hreinsun, það hafi að minnsta kosti verið gert þegar þessi umræða kom upp fyrir 25 árum. Jón er á leið utan í næstu viku þar sem hann mun meðal annars hitta breska erfðafræðisér­fræðinginn John Hardy, en í hann er vitnað í The Nature. „Ég hyggst ræða þessar niðurstöður frekar við hann þá,“ segir Jón.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

lækniSfræði gömul tilgáta um Smitleiðir endurvakin

Prótein sem veldur alzheimer getur borist milli mannaSamkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Nature er mögulegt að próteinbrot sem finna má í heila alzheimerssjúklinga geta borist milli manna. Forsvarsmaður rannsóknarhóps við University College í London, prófessor John Collinge varar við því að ákveðin tegund próteins, beta amyloid, sem finnst í heila fólks með alzheimer geti mögulega borist milli einstaklinga í gegnum tól og tæki sem notast er við í læknisfræðilegum aðgerðum. Jón Snædal yfirlæknir ræðir við breskan erfðafræðisérfræðing um málið í næstu viku.

Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Land-spítalans.

Í heila alzheimerssjúklinga má finna kekki af límkenndu efni úr próteinbrotum, sem kallast beta amyloid. Vegna hversu límkennt það er getur það lifað af sótt-hreinsun og því er möguleiki á að próteinið geti smitast milli manna. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

2 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

ÍSLENSK JARÐARBERVARÐVEITA SUMARIÐ

Þótt haustlægðirnar séu mættar á færibandi getur þú ennþá notið síðustu uppskeru sumarsins á glænýjum

íslenskum jarðarberjum.

Það er fátt huggulegra en að koma inn eftir góða útiveru, hella upp á og reiða fram dýrindis vöfflur með rjóma

og ferskum jarðarberjum.Verði þér að góðu!

islenskt.is

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is

UP! MEÐSTUÐIÐ

e-Up! rafmagnsbíll verð frá:

2.990.000 kr.

Við finnum mjög mikið fyrir því þegar ferðamenn-irnir koma inn til okkar hvað þeim finnst gaman að geta komið og rætt við listamenn-ina sjálfa.

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Vætusamt annars staðar en á Vestur-landi. lítið eitt kólnar.

HöfuðborgarsVæðið: Skýjað, en úrkomulauSt að kalla.

s-átt og léttir til n-lands. Víðast þurrt.

HöfuðborgarsVæðið: Skýjað og SmáSkúrir eða Suddi.

Víða rigning, einkum austanlands. kólnar fyrir norðan.

HöfuðborgarsVæðið: að meStu þurrt en fremur þungbúið.

lítið verður um sól og rignir víða um landStormlægðirnar eru úr sögunni í bili, en ekkert lát er á því að regnþrungið loft sæki að okkur. einkum mun rigna suðaustan- og austanlands, en suðvestan-vert landið sleppur að mestu við vætuna.

annars verðum við að milli „kerfa“ á laugardag og ágætis veður víðast þá.

Spáin er þó ekki eins hag-stæð og var fyrr í vikunni. mestu hlýindin eru einnig að baki og úr þessu fer kólnandi. ekki er þó frosthætta næstu daga.

12

9 910

1110

10 1311

11

9

5 67

9

einar sveinbjörnsson

[email protected]

vikan sem var

Afþakkar launaálagHelgi Hrafn gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur tekið við formennsku í flokknum af Birgittu Jónsdóttur. rétt eins og forverinn afþakkar Helgi sérstakt launaálag sem fylgir for-mennskunni, sem nemur tæpum fjórum milljónum króna á ári. Píratar spara ríkinu rúmlega 15 milljónir króna á kjör-tímabilinu.

Sumarbörn í saltienn bólar ekkert á frumsýningu kvik-myndarinnar Sumarbarna. framleið-endur hennar fengu 97 milljónir króna í styrk frá kvikmyndamiðstöð árið 2013, sama ár og tökum á henni lauk. til stóð að frumsýna myndina árið 2014 en ekk-ert hefur verið gefið út um frumsýningu síðasta árið. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kvikmyndamiðstöð geti krafist endurgreiðslu styrksins verði myndin ekki kláruð.

27 metra trétréð sem talið er vera hæsta tré lands ins nálg ast nú 27 metr a. tréð er sitka greni sem gróður sett var á kirkju-bæj arklaustri árið 1949.

Felldi niður mál gegn ÞorsteiniSérstakur saksóknari hefur fellt niður mál á hendur þorsteini má baldvinssyni og nokkrum starfsmönnum Samherja, er varðaði meint brot á lögum um gjaldeyrismál. þorsteinn er ósáttur við vinnubrögð Seðlabankans í málinu.

Guðbjartur með krabbameinguðbjart ur Hann es son, þingmaður Sam fylk ing ar inn ar, tekur ekki sæti á alþingi á næstunni. Hann greindist með krabbamein í sumar og heyr nú baráttu við það.

Íslenska karlalandsliðið tryggði sér þátttökurétt á em í knattspyrnu sem haldið verður í frakk-landi næsta sumar með

jafntefli við Kasakstan á sunnudagskvöld. þessum merka áfanga var fagnað á ingólfstorgi þá um kvöldið. Ísland er

fámennasta þjóðin sem komist hefur á em. búist er við því að þúsundir Íslendinga muni fylgja liðinu eftir í frakklandi.

ísland á em!

maría Valsdóttir stóð vaktina í Skúmaskoti þar sem tíu listakonur og hönnuðir sýna og selja verk sín auk þess að selja verk annarra hand-verks- og listamanna. . Ljósmynd/Hari

skipulagsmál gallerí og listmunaverslun víkur Fyrir nýbyggingu

Undarlegt að hrekja listamenn úr miðbænumgallerí Skúmaskot sem rekið er af tíu listakonum og hönnuðum verður að rýma húsnæði sitt við laugaveg fyrir mánaðamót. rífa á húsið, sem stendur á brynjureit, og byggja nýtt hús þar sem gert er ráð fyrir að verði íbúðir, hót el og versl an ir.

Þ etta kemur svo sem ekki á óvart, við höfum leigt þetta húsnæði frá mánuði til mánaðar og alltaf vitað

að þetta væri tímabundið ástand, en við fengum bara að vita að við þyrftum að fara 1. október núna um mánaðamótin og mánaðarfyrirvari er ansi knappur,“ segir Elín Haraldsdóttir keramiker, ein þeirra tíu listakvenna og hönnuða sem rekið hafa galleríið og listmunaverslun­ina Skúmaskot í bakhúsi við Laugaveg 23 í rúmt ár en hefur nú verið gert að rýma húsnæðið fyrir 1. október þar sem til stendur að rífa það. „Við erum alls ekki með nein leiðindi, vissum að það stæði til að rífa húsið og byggja eitthvað nýtt hér á Brynjureitnum, hvort sem það eru nú hótel og túristabúðir, ég bara veit það ekki,“ segir Elín. „Þetta bar bara dálítið bratt að.“

Það er félagið Þingvangur sem er eigandi Brynjureitsins og samkvæmt fréttum er meiningin að þar verði íbúðir, hót el, versl an ir, veitingasalir og skrif­stof ur. Listagalleríið Kling og Bang var einnig með húsnæði á reitnum en hefur nú flutt starfsemi sína vegna niður­rifs hússins. Elín segir það undarlega þjónustu við ferðamenn að hrekja gall­erí og handverksbúðir úr miðbænum. „Við finnum mjög mikið fyrir því þegar ferðamennirnir koma inn til okkar hvað þeim finnst gaman að geta komið og rætt við listamennina sjálfa um verkin áður en þeir kaupa. Allt sem við seljum

er handgert af íslenskum listamönnum og hönnuðum og það er það sem margir ferðamenn eru að sækjast eftir að finna.“

Elín segist ekki vita hvað sé til ráða en að Skúmaskoti standi kraftmiklar, jákvæðar og bjartsýnar konur sem séu ákveðnar í að finna nýtt húsnæði og halda starfseminni áfram. Stærsta vandamálið sé hvað leiguhúsnæði í mið­bænum sé orðið dýrt. „Það er orðið mjög skrýtið ástand hér í miðbænum,“ segir hún. „Maður veit eiginlega ekki hvernig er hægt að bregðast við, eða hver á að bera ábyrgðina. Er það bara eitthvað sem verður að ganga sinn gang að mark­aðurinn kallar á hótel og túristabúðir akkúrat í augnablikinu og þau fyrir­tæki geta líka borgað hæsta leiguverðið. Þurfa aðrir bara að bíða á meðan þessi toppur er að ganga yfir?“

Elín og samstarfskonur hennar í Skúmaskoti eru harðákveðnar í að láta húsnæðismissinn ekki stöðva rekstur gallerísins og hún segir þær opnar fyrir því að skoða alls konar húsnæði. „Við erum búnar að labba upp og niður allan miðbæinn á útkikki eftir húsnæði,“ segir hún. „Höfum meira að segja bankað upp á hjá fólki þar sem við sjáum laust húsnæði og höfum allar klær úti. Við hættum ekki þessari starfsemi fyrr en í fulla hnefana.“

friðrika benónýsdóttir

[email protected]

4 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina

Lau. 26. sept. » 14:00 og 16:00 Ævintýrin um Maxa hafa notið fá dæma vin sælda og nú þegar fjórar bækur hafa verið gefnar út með músinni er komið að sjálfu upphafsævin týrinu á nýjan leik. Á þessum fjörugu tónleikum er hlustandinn leiddur inn í töfraheim tónlistarinnar þar sem hljóðfærin eru kynnt hvert af öðru.

Hallfríður Ólafsdóttir hljómsveitarstjóriValur Freyr Einarsson sögumaður

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Lau. 12. des. » 14:00 og 16:00 Sun. 13. des. » 14:00

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar­innar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Hátíðleikinn er í fyrir rúmi og fluttar eru sígildar og heillandi jólaperlur. Barbara trúður kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld auk táknmálstúlks.

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara kynnir

Vísindatónleikar Ævars

Lau. 16. feb. » 14:00 Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníu­hljómsveit Íslands í sann kölluðum sinfónískum vísindatrylli. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækni­fram farir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn Ævars vísindamanns.

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Ævar Þór Benediktsson kynnir

Ævintýrið um Eldfuglinn

Lau. 7. maí » 14:00 Í heillandi ævintýrinu um Eldfuglinn eftir Stravinskíj, einu litríkasta hljóm­sveitar ævintýri sem sögur fara af, segir frá Ívani prins sem er hugrakkur með eindæmum og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum, rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Myndum sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna verður varpað upp meðan á flutningi stendur.

Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara sögumaður

Áskriftakort með 4 tónleikum kostar aðeins 7.040/8.320 kr.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar

Litli tónsprotinn5x39Áskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem ungir

tónlistarunnendur kynnast töfrum tónlistarinnar.

#sinfó@icelandsymphony

Vertu eins og heima hjá þér

GARLAND 2,5 sæta sófi. Corsica grár. Viðarfætur.Stærð: 178 x 68 x 83 cm

99.990 kr. 134.990 kr.

ROMANCE 2,5 sæta sófi. Dökkgrár. Viðarfætur. Stærð: 170 x 82 x 87 cm

139.990 kr. 179.990 kr.

KAMMA Þriggja sæta sófi með viðarfótum. Dökk-, ljósgrátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 201 x 84 x :105 cm

89.990 kr. Afmælisverð

Reykjavík og Akureyri www.husgagnahollin.is

Húsgagnahöllin 50 áraEftir hálfrar aldar farsæla sögu kynnum við endurnýjaða og glæsilega verslun með stórauknu vöruúrvali. Við þökkum þjóðinni samfylgdina og traustið í fimm áratugi. Fagnaðu þessum tímamótum með okkur og gerðu einstök kaup.

Vertu eins ogheima hjá þér

Nýtt blað er komið í dreifingu http://www.youblisher.com/p/1212708-Baeklingur-september/

www.husgagnahollin.is 558 1100

Reynist um 80 kíló af fíkniefnum að ræða er þetta eitt alstærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi.

Stuttmyndahátíðin Gullmolinn var haldin hátíðleg í annað sinn þann 9. september. Hún var haldin í Molanum, ungmennahúsi í Kópa-vogi, sem heldur utan um hátíðina.

Að þessu sinni komust þrettán myndir á lokakvöldið og stóðu þrjár myndir uppi sem sigurveg-arar. Þriðja sætið hlaut hugljúfa heimildarmyndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson sem segir frá jólahaldi á Flateyri. Annað sætið hlaut stuttmyndin New York, New York eftir Arnar Geir Gústafsson

og Birni Jón Sigurðsson en hún segir frá vináttu tveggja drengja og fylgjast áhorfendur með síðasta degi þeirra saman. Sigurmynd Gullmolans í ár var spennutryll-irinn „Það er margt sem myrkrið veit“ eftir Ingu Söndru Hjartar-dóttur og Lovísu Láru Halldórs-dóttur. Myndin fjallar um Unu sem upplifir yfirnáttúrulega hluti í kjölfar fóstureyðingar.

Dómarar hátíðarinnar voru ekki af verri endanum en í dómarasóf-anum sátu Börkur Gunnarsson

leikstjóri, Sigurður Skúlason leik-ari og Valdís Óskarsdóttir klippari.

Gullmolinn miðar að því að vera lyftistöng efnilegra kvikmynda-gerðarmanna og er það von for-ráðamanna hátíðarinnar að hún festi sig í sessi og verði framvegis árlegur viðburður. - fb

E itt stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi er nú til rann-sóknar hjá rannsóknarlögreglunni

á Austurlandi í samstarfi við fíkniefna-deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-inu. Um er að ræða innflutning á um 80 kílóum af hvítu efni sem enn hefur ekki verið efnagreint, eftir því sem næst verður komist. Lögregla verst allra frétta en búist er við yfirlýsingu frá henni hvað úr hverju.

Málið kom upp á Seyðisfirði á þriðjudag-inn þegar hollenskt par á fimmtugsaldri sem komið hafði til landsins með Nor-rænu var handtekið eftir að um 80 kíló af hvítu efni fundust í húsbíl þess. Parið var í framhaldinu úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald og flutt til Reykjavíkur. Karlmaðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, samkvæmt fréttum RÚV og mbl.is, en engar upplýsingar hafa fengist um gæslustað konunnar.

Parið hafði tekið húsbílinn á leigu hjá erlendri bílaleigu og samkvæmt frétt Rík-isútvarpsins hafði ekki verið gerð tilraun til að fela efnið vandlega, heldur hafi það verið í nokkrum plastpokum sem voru í farangri og búnaði bílsins. Árni Elíasson, yfirtollvörður á Seyðisfirði, sagði í kvöld-fréttum RÚV á miðvikudagskvöldið að

málið hefði ekki átt sér langan aðdrag-anda. „Það er ekki hægt að segja það en grunnurinn að þessu er vönduð áhættu-greining hjá tollinum á Íslandi í samvinnu við tollyfirvöld í Færeyjum og lögreglu hér á landi,“ sagði hann.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Frétta-tímans tókst ekki að ná sambandi við rannsóknaraðila málsins, hvorki hjá lög-reglunni á Austurlandi né í Reykjavík og tollverðir á Seyðisfirði sögðust ekki hafa neitt meira um málið að segja, enda væri það komið alfarið í hendur lögreglu.

Engar upplýsingar hafa fengist um hvort einhverjir Íslendingar eigi aðild að innflutningnum, en í einni frétt RÚV um málið kemur fram að parið hafi fullyrt að það hafi engin tengsl við landið – það hafi aldrei komið hingað áður.

Reynist um 80 kíló af fíkniefnum að ræða er þetta eitt alstærsta fíkniefna-mál sem upp hefur komið hér á landi. Í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2008, sem þá var stærst slíkra mála, nam inn-flutningurinn 40 kílóum af amfetamíni og e-töflum. Í því máli var þyngsti dómur yfir sakborningi níu og hálfs árs fangelsi.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

KviKmyndir Stuttmyndahátíðin Gullmolinn haldin í annað Sinn

Spennutryllir bar sigur úr býtum

Birnir Jón Sigurðsson sem varð í öðru sæti og Sandra Hjartardóttir sem

sigraði.

SEyðiSfjörður StórSmyGl fíKniEfna mEð norrænu

Eitt stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið á ÍslandiHollenskt par var í vikunni handtekið og úrskurðað í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að um 80 kíló af hvítu efni fundust í bíl þess.

Fíkniefnin fundust í húsbíl sem hollenskt par kom með hingað til lands með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

6 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

Georg GuðniLaugardagur til lista Við bjóðum þér á opnun sýningar á verkum Georgs Guðna í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, laugardaginn 12. september. Sýningin verður opnuð kl. 13:30 með fyrirlestri Einars Garibalda Eiríkssonar myndlistarmanns um verk Georgs Guðna.

Allir velkomnir

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-

19

05

Áshildur stýrir HöfuðborgarstofuÁshildur Bragadóttir telur við stöðu forstöðumanns Höfuðborgarstofu af Einari Bárðarsyni í næstu viku. Hún var valin úr hópi 39 umsækjenda.

Áshildur er viðskipta-fræðingur með MSc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Ís-lands. Frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu framkvæmda-stjóra Markaðs-stofu Kópavogs.

Áður starfaði hún hjá Landsbankanum og Háskóla Íslands. Höfuðborgarstofa rekur fjölþætta upplýsingamiðlun fyrir ferðamenn og sér um framkvæmd stórra borgarhátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggjendur annarra viðburða í borginni.

Rúmlega 86% laun-þega í stéttarfélagiSamkvæmt Vinnumarkaðsrann-sókn Hagstofu Íslands voru 86,4% launþega, eða 134.200 manns, aðilar að stéttarfélagi árið 2014. Um 8% sögðust ekki vera aðilar að stéttarfélagi og 5,6% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þegar litið er til aldurs þá eru 89,2% launþega á aldrinum 25 til 54 ára aðilar að stéttar-félögum og 90,3% 55 til 74 ára. Þátttakan er hins vegar mun lægri hjá launþegum í yngsta ald-urshópnum, 16 til 24 ára, en þar segjast 72% vera aðilar að stéttarfélögum, um 10% segjast ekki vera í stéttarfélögum og 18% tóku ekki afstöðu eða vissu ekki hvort þeir væru aðilar að stéttarfélagi. Þátttaka í stéttarfélögum var hlutfallslega meiri meðal kvenna en karla, en 90,9% kvenna voru aðilar að stéttarfélögum á móti 81,7% karla.

Seglagerðin Ægir á sínum staðÍ Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var sagt frá því að nýtt brugghús, Ægis-garður, hefði verið reist úti á Granda, þar sem Seglagerðin Ægir „var“, eins og sagði í myndatexta. Rétt er að taka fram og árétta að Seglagerðin Ægir er og verður áfram á sínum stað, á Eyjaslóð 5.

90,3%FóLKS Á aLdRinUM

55-74 ÁRa aðiLaR

að StéttaRFéLaGi

Árið 2014

Hagstofa

Íslands

Eygló Harðardóttir félags- og hús-næðismálaráðherra.

Húsnæðismál Frumvarp um nýja stoFnun Húsnæðismála

Íbúðastofnun taki við hluta verkefna ÍbúðalánasjóðsFrumvarp um Íbúðastofnun verður eitt þeirra frumvarpa sem Eygló Harðardóttir fé-lags- og húsnæðismálaráðherra mun leggja fram í haust. Í þingmálaskrá ríkisstjórnar-innar fyrir veturinn, sem lögð var fram í vikunni, kemur fram að frumvarpið er hluti af breytingum á lögum um húsnæðismál. Í frumvarpinu er lagt til að ný stofnun, Íbúða-stofnun, taki við hluta þeirra verkefna sem Íbúðalánasjóður hefur sinnt, meðal annars veitingu stofnframlaga til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum sem ætlaðar eru hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og

eignamörkum. Auk þess mun stofnunin vera stjórnvöldum til ráðgjafar um mótun hús-næðisstefnu, annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði húsnæðismála og meta þörf á búsetuúrræðum.

Frumvarpið byggist á tillögum verkefnis-stjórnar um framtíðarskipan húsnæðis-mála, sem komu út í maí á síðasta ári. Í þeim tillögum var lagt til að Íbúðalánasjóði yrði breytt varanlega og núverandi verkefnum hans skipt upp, annars vegar í nýtt hús-næðislánafélag og hins vegar verði mörg-um þeim verkefnum sem Íbúðalánasjóður

sinnir í dag, ásamt viðbótarverkefnum sem lögð eru til af verkefnisstjórn, sinnt sér-staklega af opinberum aðilum. Í síðustu viku kynnti Íbúðalánasjóður nýtt skipulag, þar sem framkvæmdastjórum var fækkað og starfsemin einfölduð. Nýja skipulagið er liður í stefnumótunarvinnu stjórnar Íbú-ðalánasjóðs í framhaldi af skilum á skýrslu verkefnastjórnarinnar. Enn ríkir þó óvissa um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Efnahags- og framfarastofnunin hafa lagt til að sjóðurinn verði lagður niður.

fréttir 7 Helgin 11.-13. september 2015

FyrirbyggjandiLúsasjampóLúsasprey

Afar mild en öflug tvenna sem fyrirbyggir lúsasmit

Stofnað

100% náttúrulegt

Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum. Nánari upplýsingar www.vitex.is

Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót.

FjárlagaFrumvarpið rúmlega 15 milljarða króna aFgangur

Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna. Framlög hækka til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Stjórnarand-staðan vill frekari styrkingu grunnstoða og gagnrýnir skattalækkun.

g ert er ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi í frumvarpi til fjárlaga

ársins 2016 sem Bjarni Bene-diktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram. Tekjur eru áætlaðar 696,3 milljarðar en gjöld 680 milljarðar króna. Þetta þriðja árið í röð sem frumvarp til fjárlaga er hallalaust.

„Kaupmáttur hefur aukist hratt, með lítilli verðbólgu, hækkandi launum, niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda,“ segir í tilkynningu fjár-mála- og efnahagsráðuneytisins. Gert er ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygg-inga.

Stærsta breytingin á skatt-kerfinu snýr að tekjuskatti ein-staklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Stefnt er að því að tollar á fatnað og skó verði afnumdir við næstu áramót. Þá er jafnframt áformað að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017.

„Niðurfelling tolla hefur umtals-verð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017. Ráðstöfunartekjur heimila hækka með þessu en aðgerðinni er jafn-framt ætla að stuðla að samkeppn-ishæfari verslun á Íslandi,“ segir enn fremur.

Tekjuskattur einstaklinga

lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milli-þrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um ára-mótin 2016/2017.

Greiðslur barnabóta hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta.

Til að hvetja til langtímaleigu er lagt til að frítekjumark fjármagns-tekjuskatts af leigutekjum ein-staklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Virk skatt-byrði leigutekna mun þar með lækka úr 14% í 10%, segir ráðu-neytið.

Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að skuldahlutfall ríkissjóðs af landsframleiðslu verði 62% af landsframleiðslu og um 50% í lok árs 2016, en hlutfallið fór hæst í 85% í lok árs 2011. Vaxtagjöld ríkis-sjóðs lækka um 8,1 milljarð króna á næsta ári miðað við gildandi fjárlög. „Ennfremur er ljóst,“ segir ráðuneytið, að áætlun um losun fjármagnshafta gefur möguleika á að lækka skuldir og skuldbinding-ar ríkissjóðs umtalsvert á næstu misserum.

Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnu-leysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana.

Framlög til heilbrigðismála

aukast um 1,6 milljarða króna, meðal annars með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heil-brigðisstofnana, auknum fram-lögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um bygg-ingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafn-framt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðar-kjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels.

Í viðtölum við forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna í Ríkis-útvarpinu kom fram hjá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingar-innar, að gott væri að sjá að fórnir sem færðar voru á síðasta kjör-tímabili væru að skila sér, að ríkis-reksturinn væri í góðum gír. Hins vegar væru aldraðir og örorkulíf-eyrisþegar skildir eftir. Framlög til húsnæðismála væru enn fremur of lítil. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði ástandið vera að færast í betra horf eftir djúpa dýfu en grunnstoðirnar, sér-staklega heilbrigðis- og mennta-kerfið, sem verið hafa í svelti þyrftu innspýtingu. Katrín Jakobs-dóttir, formaður VG, sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir verðbólgu yfir markmiðum Seðla-bankans. Ofan á það væri óskyn-samlegt að fara í skattalækkun. Vaxtabætur lækkuðu enn og aftur og framlög til húsnæðismála væru undir væntingum. Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, sagði tölurnar um almannatryggingar valda áhyggjum.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Tvö skattþrep á ný og afnám tolla

Skráning á imark.is

Ráðstefna um stefnufestu vörumerkja (brand consistency) og mikilvægi hennar í markaðsstarfi fyrirtækja sem ná árangri.

Fundarstjóri: Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkv.stjóri Sendiráðsins

Markaðsráðstefna ÍMARK

Skilar stefnufesta vörumerkja meiri árangri?Miðvikudaginn 24. september kl. 9–12í sal Arion banka, Borgartúni 19

Peter Scanlon, yfirmaður markaðsmála hjá Firefox (Mozilla)Nick Gorgolione, alþjóðlegur vörumerkjastjóri hjá Vodafone UKJón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri ÖskjuKristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus

Við eflum heilsukaflann í Fréttatímanum. Teitur Guðmundsson læknir skrifar fasta pistla í Heilsutímann og við birtum mola frá doktor.is.

Heilsutíminn er líka í sjónvarpi. Alla mánudaga frumsýnum við þátt á Hringbraut sem Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari? stjórnar.

Heilsutíminn er líka á netinu. Þar verða sýndar glefsur úr þættinum á Hringbraut ásamt því efni sem birtist í Heilsutímanum í Fréttatímanum.

Heilsutíminn Heilsutíminn í Fréttatímanum á netinu og í sjónvarpi

8 fréttir Helgin 11.-13. september 2015

Þegar heilsufæðisneysla verður að átröskunOrthorexía þýðir rétt lyst og er heitið sem gefið var nýrri átröskun sem tengist heilsufæði. Röskunin er ekki viðurkennd af heilbrigðis-greiningakerfinu en hefur engu að síður stungið upp kolli hérlendis.

N ý átröskun, orthorexía, hef-ur skotið upp kollinum und-anfarin ár og er orðin þekkt

víða á Vesturlöndum, þótt ekki hafi hún enn fengið viðurkenningu í geð-greiningarkerfum. Röskunin hefur verið til umræðu frá árinu 1996, en þá var henni gefið nafnið „Ortho-rexia Nervosa“ af bandaríska lækn-inum Steven Bratman. Orthorexía er samsett orð, ættað úr grísku og þýðir bókstaflega „rétt lyst“. Í stuttu máli þá lýsir orthorexía sér í þrá-hyggjukenndri sókn í heilbrigt mat-aræði og þegar þráhyggjan er farin að raska lífi viðkomandi verulega er hægt að fara að tala um alvarlegan vanda, að sögn Sigurlaugar Maríu Jónsdóttur sálfræðings, teymis-stjóra átröskunarteymis Landspítal-ans, sem segist hafa fengið nokkur slík tilfelli til meðferðar.

Stór hópur gríðarlega upp-tekinn af heilsunni„Við erum reyndar ekki að greina fólk með orthorexíu hér í átröskun-arteyminu, þar sem sú greining er ekki viðurkennd í heilbrigðisgrein-ingakerfinu,“ segir Sigurlaug. „Ég hef ekki fengið mörg slík mál til meðferðar, en það hefur þó komið

orthorexíu segir Sigurlaug svo vera. „En ekki bara ungar konur, til okkar leita konur á aldrinum frá 18 ára og upp í fimmtugt, sextugt, en það er mjög stór hópur þarna úti sem er gríðarlega upptekinn af heilsunni, hollustu mataræðisins og réttri hreyfingu og það er alltaf spurning hvað við ætlum að sjúkdómsgera.“

Þráhyggjan skerðir lífsgæðinSigurlaug segir þó vissulega vera ýmis viðvörunarmerki um að fólk sé komið út í átröskun sem þurfi að vera vakandi fyrir. „Það er til dæmis hættumerki þegar fólk fer að draga sig til hlés félagslega, getur ekki farið út að borða með skólafélögum eða vinnufélögum, vill yfirleitt ekki borða með öðru fólki og þarf alltaf að elda matinn sinn sjálft. Þegar svo er komið er þráhyggjan farin að skerða lífsgæðin það mikið að bæði hugurinn og heimurinn snýst alfar-ið um mataræði og heilsufar.“

Spurð hvort ýmislegt af því sem fólk sleppir úr mataræðinu þegar það fer að hreinsa fæðið sé ekki nauðsynlegt fyrir eðlilega líkams-starfsemi játar Sigurlaug strax. „Jú, það vill verða þannig þegar fólk vill fara að hafa allan mat svo hreinan og náttúrulegan og fer að taka út fæðuflokka þá getur það haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Ákveðnar fæðutegundir eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og ef þeim er sleppt þá er voðinn vís.“

Ennþá skömm að vera karl-maður með átröskunÁ vefsíðu fyrrnefnds Stevens Brat-man, orthorexia.com, má lesa reynslusögur fólks sem hefur bein-línis verið í lífshættu af völdum orthorexíu. Sigurlaug segist ekki hafa fengið svo alvarleg tilfelli til sín, enda geri einstaklingurinn sjálfur sér oft enga grein fyrir því að ástandið sé orðið alvarlegt. „Oft er fólk bara að reyna að gera allt rétt samkvæmt einhverjum ráðlegg-ingum og oftast er það fjölskylda þess eða maki sem tekur fyrst eftir breytingunum. Það er líka mjög sterkt viðvörunarmerki þegar ár-áttan fyrir mataræðinu fer að bitna á samskiptum viðkomandi við fólkið sitt.“

Í öllu því ráðleggingaflóði sem fólk hefur aðgang að um heilbrigt mataræði og heilsuvernd getur ein-staklingur með orthorexíu ansi lengi varið áráttu sína með því að hún/hann sé bara að gera það sem sé ráðlagt af heilsugúrúum. Rétt-lætingin er snar þáttur í öllum át-röskunarsjúkdómum og Sigurlaug

segir leiðina að því að ná árangri í meðferð vera m.a. þá að skoða hver grunnurinn sé, hvað hrindi át-röskuninni af stað. „Oft snýst þetta um að fólk er að reyna að ná stjórn á því sem það hefur ekki stjórn á í lífi sínu og það þarf líka að skoða á hvaða þáttum fólk byggir sjálfsmat sitt. Maður hefur líka heyrt dæmi um að fólk sem lendir í veikindum fer að taka út eina og eina fæðuteg-und vegna þess að hún sé óholl og svo vindur það upp á sig. Það eru margir þættir sem geta hrundið þessu af stað og viðhaldið því.“

Spurð hvort ekki sé hætta á að þeir sem hafi orthorexíu þrói með sér anorexíu og búlimíu til að ná enn betri stjórn á heilsu, þyngd og útliti segir Sigurlaug það vissulega vera til í dæminu. „Við sjáum það hjá okkar skjólstæðingum að sé árátt-an til staðar er hætt við því að fólk rokki á milli. Líkaminn þolir tak-markað eða einhæft mataræði bara upp að vissu marki og það er tiltölu-lega algengt að þá fari fólk yfir í át-röskunarhegðun. Fólk hugsar sem svo að það ætli bara að taka aðeins til í lífi sínu og fara að borða hreinan og náttúrulegan mat en þegar það fer að léttast og líta betur út fer hug-urinn á flug og allt hrósið og klappið hvetur fólk til að halda áfram, gera betur og ná enn betri árangri. Þá getur átröskunin farið að „kikka“ inn.“

Undanfarið hefur það verið mikið í umræðunni að karlmönnum með átraskanir fari sífjölgandi en þeir skila sér mun síður til meðferðar-aðila en konurnar. Sigurlaug segir skýringuna fyrst og fremst mega rekja til fordóma. „Það eru ennþá heilmiklir fordómar í samfélaginu þegar kemur að átröskunum og það er litið á þær sem kvennasjúkdóma. Það leitar alltaf einn og einn karl-maður til okkar en þeir eru í mikl-um minnihluta. Það virðist ennþá fylgja því skömm að vera karlmaður með átröskun.“

Beðin um ráð fyrir aðstandendur sem óttast að börn þeirra eða maki séu að þróa með sér orthorexíu seg-ir Sigurlaug að öllum sé velkomið að senda fyrirspurnir til átröskunar-teymisins. „Við svörum öllum tölvu-póstum og það er mjög auðvelt að-gengi til okkar. Við sinnum reyndar einungis 18 ára og eldri en BUGLið er með átröskunarteymi sem sinnir þeim yngri þannig að það er betra fyrir áhyggjufulla foreldra að snúa sér til þeirra.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

fyrir nokkrum sinnum að til mín hafa leitað stúlkur sem gætu fallið undir orthorexíu-hugtakið“.

Sigurlaug segir að það sem helst greini orthorexíu frá öðrum átrösk-unum sé áherslan á hreinleika og hollustu matarins, frekar en að vilja grennast. „Það er auðvitað mikil áhersla á heilbrigði og hollustu í samfélaginu, að vera fitt og flottur, og þá er mataræðið gjarna tekið til endurskoðunar og stefnt að því

að reyna að borða hreina og holla fæðu. Auðvitað getur slík takmörk-un á mataræði haft áhrif á þyngdina sem síðan getur kveikt sigurtilfinn-ingu yfir góðum árangri sem hvet-ur fólk til að halda áfram. Þá geta farið að koma fram ákveðin svelti-einkenni og þráhyggja sem svipar mjög til átröskunar. Þetta er flókið samspil sem oft er erfitt að greina.“

Spurð hvort ungar konur séu í sérstökum áhættuhópi gagnvart

Viðvörunarmerki um orthorexíun Þráhyggja fyrir því að allt fæði sé hreint

n Einangrast félagslega vegna ótta við að borða mat sem aðrir elda

n Sífellt fleiri nauðsyn-legum fæðutegundum sleppt úr fæðinu

n Leiðst út í svelti og búlimíu til að viðhalda „góðum“ árangri

n Réttlætingar og afsakanir

n Forðast að borða svo aðrir sjái

n Líkamleg einkenni. T.d. stöðv-un tíðablæðinga hjá konum.

Sigurlaug María Jónsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri át-röskunarteymis Landspítalans, segist hafa fengið til sín nokkra sjúklinga með orthorexíu-einkenni. Mynd/Hari

The King’s Singers Tvöfaldir Grammy–verðlaunahafar

Hinn heimsþekkti breski sönghópur

Nánari upplýsingar í síma 528 5050, á harpa.is og tix.is

Bran

denb

urg

www.harpa.is/tks

Eldborg 16. september kl. 20:00

10 fréttaviðtal Helgin 11.-13. september 2015

Haustkransagerð Uppskerumarkaður!

Fyrirlestur/sýnikennsla í haustkransagerð með Jóhönnu Hilmarsdóttur blómaskreyti.laugardag - Kl 12:00 á Spírunni. Aðgangur ókeypis

oPið Til21 ölL kVölD

Haustlaukarnir eru komnir!

Njótum haustsinsNjótum haustsins

10101010101010101010101010101010101010101010101010stkstkstkstkstkstkstk

Laukur vikunnarTúlípani, Orange Emperor10stk á 512kr

ð

1.280

ððððððððððððððððððððð

1.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.2801.280

Helgartilboð3stk Callunur/Erikur1.280kr

Verðdæmi:Kartöflur frá Auðsholti 1kg 300kr

Gulrætur, 2fl frá SR, 1kg 420kr

Konfekttómatar frá Engi, 400gr 680kr

Kanilskonsur frá HP kökugerð, 420kr

Verðdæmi:Kartöflur frá Auðsholti 1kg 300kr

Gulrætur, 2fl frá SR, 1kg 420kr

Konfekttómatar frá Engi, 400gr 680kr

Kanilskonsur frá HP kökugerð, 420kr

20% afsláttur af öllu kransagerðarefni20% afsláttur af öllu kransagerðarefni

Kerti 20 - 50% | Luktir og seríur 20% | Grill og grillaukahlutir 15% | Garðljós 30% Klippur og verkfæri 20% | Steinastyttur 40% | tré og runnar 40%

Kerti 20 - 50% | Luktir og seríur 20% | Grill og grillaukahlutir 15% | Garðljós 30% Klippur og verkfæri 20% | Steinastyttur 40% | tré og runnar 40%

Njótum haustsinsNjótum haustsins

nikennsla í haustkransagerð Jóhönnu Hilmarsdóttur blómaskreyti.

VVandi fylgir vegsemd hverri. Velgengni ís-lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni Evrópumeistaramótsins – og raunar í aðdraganda síðustu heimsmeistara-keppni einnig – hefur sýnt fram á að þjóðar-leikvangur okkar, Laugardalsvöllur, er of lít-ill. Hann tekur aðeins 9.800 manns í sæti og því komast færri að en vilja á heimaleiki liðs-ins. Undanfarin ár hafa miðar á leiki lands-liðsins því verið eins konar happdrættisvinn-

ingar fyrir þá sem náð hafa í gegnum miðasölukerfið, jafn-vel á undarlegustu tímum sól-arhringsins. Aðrir hafa setið eftir með sárt ennið. Raunar eru færri miðar í boði fyrir al-menning því hluti fer til gesta, styrktaraðila Knattspyrnu-

sambands Íslands og fleiri.Þegar vel gengur, eins og nú,

eru allir leikir stórleikir. Áður voru það aðeins stöku leikir er vænta mátti aðsóknar langt um-

fram það sem rými vallarins leyfði. Reglur Al-þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, meðal annars um sæti fyrir alla, þýða að Laugardals-völlur rúmar mun færri en dæmi eru um frá fyrri árum þegar selja mátt í stæði vallarins. Frægasta dæmið um gríðarlegan áhuga og aðsókn er frá árinu 1968 þegar knattspyrnu-liðið Valur mætti Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Með portúgalska liðinu lék einn þekktasti og dáðasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma, Eusebio. Því flykktust menn á völlinn til þess að sjá goðið, tvöfalt fleiri en nú komast fyrir í áhorfendastúkum Laugardals-vallar. Alls sáu 18.194 áhorfendur Val gera jafntefli við stórliðið en það met var ekki slegið fyrr en árið 2004, þegar íslenska landsliðið lék vináttuleik við ítalska landsliðið að við-stöddum 20.204 áhorfendum.

Þess má geta að þegar Valsmenn unnu afrek sitt gegn portúgalska meistaraliðinu og settu vallarmetið voru Íslendingar alls 200,281 svo við lá að tíundi hluti þjóðarinnar væri á vellinum. Áhuginn síðustu misseri er stöðugri en áður enda vakti það víða athygli í liðinni viku, þegar íslenska karlalandslið-ið sigraði bronslið Hollendinga frá síðustu

heimsmeistarakeppni, að um þrjú þúsund stuðningsmenn fylgdu liðinu til Amsterdam, um 1 prósent þjóðarinnar.

Íslenska liðið tryggði sér á sunnudaginn þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu á næsta ári þótt enn eigi það tvo leiki eftir í riðlakeppn-inni, gegn Lettlandi og Tyrklandi. Það er magnaður árangur og vekur víða eftirtekt að svo fámenn þjóð nái slíkum árangri en Íslend-ingar eru fámennasta þjóðin frá upphafi sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni karlalandsliða í knattspyrnu. Ekki er að efa að slegist verður um miðana á heimaleikinn gegn Lettlandi 10. október næstkomandi. Forráðamenn ríkis, borgar og Knattspyrnusambandsins hljóta í kjölfar árangurs liðsins að setjast niður og leggja framtíðarlínur vegna þjóðarleikvangs-ins og hugsanlegrar stækkunar. Fram kom hjá Geir Þorsteinssyni, formanni Knattspyrnu-sambandsins, eftir að þátttökuréttur Íslands á Evrópumeistaramótinu var tryggður, að byggja þyrfti yfirbyggðan leikvang fyrir 20-25 þúsund manns. Leikvangurinn væri allt of lít-ill. Í sama streng tók Eggert Magnússon, fyrr-verandi formaður Knattspyrnusambandsins, í sjónvarpsþætti á Stöð 2 og ítrekaði að slíkur völlur yrði að vera yfirbyggður þar sem FIFA og UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, gera orðið kröfur um leiktíma að vetrarlagi. Frá því var greint fyrr í vikunni að Knattspyrnusam-bandið og stjórnvöld hefðu rætt óformlega um stækkun Laugardalsvallar en Geir Þorsteins-son taldi heppilegt að einkaaðilar kæmu að stækkuninni og að þar gæti verið ýmis konar þjónusta á borð við hótel eða veitingastaði. Ill-uga Gunnarssyni, ráðherra íþróttamála, líst enn fremur vel á þá hugmynd að fá einkaaðila að verkinu.

Gerð slíks leikvangs er viðamikið og dýrt verkefni. Því þarf að gaumgæfa alla þætti áður en til kemur. Það snertir ekki síst aðstöðu frjálsíþróttafólks sem líka keppir á Laugar-dalsvelli. Gangi þetta hins vegar eftir verður ekki aðeins til öflugur heimavöllur fyrir helstu knattspyrnulandsleiki karla og kvenna, bikar-úrslitaleiki og Evrópuleiki íslenskra félagsliða, heldur aðstaða til tónleikahalds en stærstu viðburðir stórhljómsveita víða um heim eru einmitt á íþróttaleikvöngum sem rúma marga.

Athyglisverð hugmynd um stækkun Laugardalsvallar í einkaframkvæmd

Landsliðið vaxið upp úr vellinum

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Hösk-uldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu.

Áskriftarkort Borgarleikhússins

Vertu með í vetur!

Miðasala borgarleikhus.is

568 8000

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

MEÐ VIRÐINGUOG KÆRLEIK Í 66 ÁR

Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is

12 viðhorf Helgin 11.-13. september 2015

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Nú er frost í kortunumVandaðar frystikistur frá og

Vandaðar danskar frystikistur

Vandaðir frystiskápar frá og

920672596 213 ltr. 87x80x66 cm kr. 79.900,- A+

920711298 304 ltr. 86x105x66 cm kr. 99.900,- A+

920478988 404 ltr 86x132x66 cm kr. 109.900,- A+

EC53HL 504 ltr. 86x150x73 cm kr. 129.900,-

EC61HL 581 ltr. 86x170x73 cm kr. 139.900,-

EC71HL 670 ltr. 86x180x77 cm kr. 169.900,-

Vörunúmer Lítrar Stærð: HxBxD Verð Orka Tegund

HT925052527

251 ltr.185x60x66

A++

Kr. 89.900,-

HZ925052542

248 ltr. - Hvítur185x60x67

A+

Kr. 119.900,-

HZ925052543

248 ltr. - Stál185x60x67

A+

Kr. 129.900,-

HT925052816

229 ltr. - Hvítur185x60x66

A++

Kr. 199.900,-

HT922643296

251 ltr. - Stál180x60x66

A++

Kr. 209.900,-

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15

FRÁBÆRT VERÐ

Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum.

BÚRILJÚFUR

www.odalsostar.is

É g verð að viðurkenna að fyrir Evr-ópumótið í körfubolta hér í Berlín var ég fullur efasemda um árangur

og gengi íslenska liðsins. Ég átti ekki von á liðið myndi vinna leik og það sem meira er þá taldi ég liðið ekki eiga nokkra möguleika gegn bestum liðum Evrópu og um leið heims. Kannski ekki óraunhæf spá, þannig, enda hafa öll hin liðin í riðl-inum á að skipa leikmönnum

sem spila í NBA deildinni. Aðr-ir leikmenn spila með liðum í bestu deildum Evrópu. Ísland var að mæta í fyrsta skipti á stóra sviðið og það er risastórt.

Fyrir brottför mína kom allskyns fólk að máli við mig og hafði áhuga á að vita hverjir möguleikar íslenska liðs-ins væru í þessum „dauðariðli“ mótsins. Ekki óvitlaust hjá þeim að leita til mín um sérfræðiálit þar sem ég hef spilað slatta af körfuboltaleikjum um ævina og þar af nokkra landsleiki. Ég hef líka oft

verið kallaður gamla kempan í boltanum heima. Það er eitthvað.

Eins og kom fram hér að ofan að þá var ég ekki sérlega bjartsýnn fyrir hönd liðsins heldur vægast sagt mjög svart-sýnn. Ég man eftir að hafa notað nokkra mismunandi frasa í umbeðnu sérfræði-áliti mínu, þar á meðal „að leiða lömb til slátrunar“, „að vera byssufóður“, eða með öðrum orðum, við eigum ekki séns.

En núna þegar þessi orð eru skrifuð hefur íslenska liðið spilað fjóra leiki af fimm í riðlinum. Ég verð því hér og nú, reyndar með glöðu geði, að éta ofan í mig öll þau sérfræðiálit sem ég henti upp fyrir mót. Ég vona að þeir sem til mín leituðu hafi ekki tekið þessu of bókstaflega.

Ég vissi fyrir að við hefðum á öflugu liði að skipa en strákarnir hafa verið væg-ast sagt geggjaðir og spilað frábærlega.

Hreyfanleikinn á báðum endum vall-arins, krafturinn, orkan og sjálfstraust leikmanna er slíkt að unun er að fylgjast með. Liðið er vel undirbúið og þjálfarar hafa unnið vel í þeim hlutum sem eru styrkleikar liðsins og fundið lausnir við veikleikum. Liðið er tilbúið og greinilegt að það hefur verið æft stíft og skipulega undanfarin misseri.

Fyrstu tveir leikir mótsins voru sér-staklega góðir. Fyrri leikurinn gegn Dirk Nowitski og félögum í þýska liðinu. Þetta var klárlega leikur sem Þjóðverjar ætluðu að nota til að keyra liðið og áhorf-endur í gang fyrir framhaldið. Leikurinn var jafn allan tímann og í raun óheppni og kannski smá klaufaskapur af okkar hálfu í lok leiksins sem varð til þess að heimamenn fóru út úr Mercedes Arena með sigurinn.

Annar leikur liðsins gegn Ítölum var algerlega frábær. Þremur NBA stjörnum var haldið í skefjum og efast ég um að þeir muni heimsækja Ísland í bráð. Ís-

lenska liðið leiddi með tveimur stigum þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Í þetta skiptið duttu ekki skotin í lokin og grát-legt tap staðreynd gegn annars frá-bæru liði Ítala sem hefur spilað afar vel á þessu móti.

Tveimur næstu leikjum höfum við tap-að nokkuð sanngjarnt en þar spiluðum við á móti mjög sterkum liðum Serba og Spánverja. Í báðum leikjum var þó jafn-ræði með liðunum þegar flautað var til hálfleiks en styrkur þeirra kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Frábær lið sem spila magnaðan körfubolta.

En það er ekki eingöngu góð spila-mennska liðsins sem hefur komið mér á óvart. Ég átti ekki til orð þegar ég frétti af því að það væru um þúsund Ís-lendingar sem ætluðu að fylgja liðinu til Berlín. Stuðningurinn sem liðið hefur fengið í þessum leikjum sem búnir eru hefur verið algerlega til fyrirmyndar. Mér heyrist á leikmönnum liðsins að þeir fái auka kraft beint í æð úr stúk-unni. Stemningin hefur verið svo mikil að það hefur ekki verið hægt annað en

að hrífast með. Hingað til hef ég ekki verið sú týpa sem er mikið af hrópa og kalla á pöllunum og hvað þá syngja. Ég held að ég sé búinn að syngja meira á þessum fjórum leikjum en í tónmennta-tímum í gegnum allan grunnskólann. Hver hefði trúað því? Ekki ég.

Það sem er líka skemmtilegt við þenn-an hóp stuðningsmanna er að stór hluti hans er fólk sem hefur verið viðloðandi körfuboltann á Íslandi á einn eða ann-an hátt síðustu áratugina. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það er fyrir strák-ana í liðinu að horfa upp í stúku og sjá allt þetta fólk tengt sögu körfuboltans á Íslandi syngjandi og hvetjandi sig til dáða.

Það hafa verið mikil forréttindi að fylgjast með íslenska liðinu á þessu móti. Ef þessi frammistaða kveikir ekki enn frekar körfuboltaáhuga hjá okkar fámennu þjóð að þá verð ég hissa. Ís-land hefur stimplað sig inn í alþjóðleg-um körfubolta og ég spái sigri í síðasta leik gegn Tyrkjum. Stöndum upp fyrir Íslandi.

Stöndum upp fyrir íslensku

strákunumEiríkur Önundarson, fyrrum landsliðsmaður í körfu-bolta, fylgdist með íslenska körfuboltalandsliðinu á Evrópumótinu í Berlín. Hann bjóst við að liðinu yrði

slátrað í erfiðum riðli en annað kom á daginn. „Þetta mót er ekki endastöð, heldur upphafspunktur á nýjum kafla í íslenskri körfuknattleiks-sögu,“ sagði Einar Bollason í gær í viðtali á vef Fréttatímans. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega á móti frá-bærum mótherjum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Eiríkur Ö[email protected]

14 körfubolti Helgin 11.-13. september 2015

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.isBrimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

Mazda3 er sönnun þess að með því að hugsa öðruvísi og ögra því hefðbundna er hægt að setja ný viðmið. Með byltingarkenndu SkyActiv spartækninni hefur Mazda náð fádæma árangri til lækkunar eyðslu án þess að fórna afli né viðbragði – enda er akstursánægja eitt aðalsmerki Mazda. Að auki er Mazda3 einstaklega glæsilegur á að líta en hann er hannaður í anda KODO hönnunarinnar sem er innblásin af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígursins.

SKYACTIVTechnology

MARGVERÐLAUNUÐ SKYACTIV SPARTÆKNI

MAZDA3 FRÁ 3.190.000 kr.

Komdu og reynsluaktu Mazda3

10 ára afmæli

Mazdahjá Brimborg

Mazda3_alltannað_5x38_20150317_END.indd 1 24.3.2015 14:02:30

Sumir halda að hann sé að pumpa einhverju í vöðvana á sér en hann er bara svona stór. Þetta er ekk-ert bull.

Sumt fólk mun aldrei finna svona

ást í lífinuÞau kynntust á Facebook og hafa verið óað-

skiljanleg síðustu mánuði. Í næstu viku ganga þau svo í heilagt hjónaband á Mr. Olympia-

sýningunni í Las Vegas. Og það er öllum boðið. Sara Heimisdóttir er 26 ára stelpa úr Reykjavík sem var að læra lögfræði á Flórída þar til hún kynntist líkamsræktarfrömuðinum Rich Piana.

Nú búa þau saman í fimm hundruð fermetra villu í Los Angeles og keyra um á Maserati.

Framtíðin er björt og Sara ætlar aldrei að flytja aftur til Íslands.

Það eru yfir milljón manns búnir að sjá myndbandið núna svo ég er nokkuð viss um að það verður stappað í brúðkaupinu. Við erum pínu

stressuð um að það komist ekki allir fyrir og hótelið verði ósátt við okkur,“ segir Sara Heimisdóttir, 26 ára Reykvík-ingur sem gengur að eiga líkamsrækt-arfrömuðinn Rich Piana í Las Vegas á fimmtudaginn í næstu viku.

Verður í þröngum brúðarkjól sem sýnir bakið velÞað brá mörgum í brún í síðustu viku þegar vefmiðlar á Íslandi fjölluðu um brúðkaup Söru og Rich Piana. Hann til-kynnti um ráðahaginn á Youtube-rás sinni og myndbandinu var dreift með ógnarhraða á samfélagsmiðlum. Mynd-bandið hefur nú fengið yfir eina milljón áhorfa. Brúðkaupið verður á fimmtu-dagskvöldið í næstu viku, 17. september, á Mr. Olympia sýningunni í Las Vegas.

„Þetta verður ekki beint hefðbundið brúðkaup. Við giftum okkur með öðru pari, Ashley og Coty, sem eru í liðinu – eru sponsoruð af Rich. Ég verð samt í hvítum brúðarkjól. Ekki týpískum, stórum hvítum kjól heldur mjög þröng-um og flottum kjól sem sýnir bakið vel.“

Koma einhverjir gestir frá Íslandi?„Já. Bróðir minn kemur og hugsan-

lega pabbi, ef hann kemst. Móðir mín býr í Flórída og hún kemur. Svo koma tvær bestu vinkonur mínar frá Íslandi. Þær fljúga til LA á mánudag og keyra yfir með okkur. Svo verða auðvitað fullt af vinum héðan.“

Kynntust á FacebookSara segir að þau hafi nýlega ákveðið að gifta sig og hafi því þurft að hafa hraðar hendur við undirbúninginn. En hver er sagan að baki þessu öllu saman?

„Við töluðum aðeins saman fyrir tveimur árum og vissum hvort af öðru en svo kynntumst við í gegnum Facebo-ok. Við byrjuðum saman fyrir einhverj-um mánuðum síðan en þetta small svona rosalega vel saman. Við erum eiginlega alveg eins, eigum svo margt sameigin-legt og þetta var bara „meant to be.“ Sumt fólk mun aldrei finna svo ást í lífinu en við erum mjög heppin að hafa fundið hvort annað.“

Sé ekki fyrir mér að flytja aftur til Íslands

Sara flutti til Orlando fyrir um fimm árum. „Ég ákvað að gera eitthvað meira með líf mitt, að láta draumana rætast. Ísland er bara svo lítið land. Mamma var búin að vera flugfreyja hjá Flugleiðum í 25 ár svo ég hafði verið mikið hér og er mjög amerísk í mér. Ég er meira að segja fædd 4. júlí. Ég sé ekki fyrir mér að flytj-ast aftur til Íslands,“ segir hún.

Fylgistu ennþá með því sem gerist heima á Íslandi?

„Voða lítið. Bara því sem fólk segir mér. Ég er ekkert hangandi á netinu að skoða hvað er í gangi. Ég gerði það fyrst eftir að ég flutti út en núna veit ég bara það sem fjölskylda og vinir segja mér. En tengslin eru til staðar því öll fjöl-skyldan býr þar nema mamma og ég er búin að vera með fullt af dóti í geymslu í fimm ár. Ég þarf klárlega að koma einn daginn, það er orðið langt síðan ég hef séð alla. Ég er ekki alveg búin að gleyma ykkur.“

Sara settist á skólabekk eftir að hún fluttist til Flórída. Fyrst lærði hún sál-fræði og svo lögfræði. „Svo kynntist ég Rich og við náðum strax vel saman. Við vitum að við viljum vera saman að eilífu og ætlum að gera allt í okkar valdi til að láta það ganga. Ég ákvað því að flytja frá Flórída til Los Angeles og tek mér pásu frá skólanum.“

Peningasóun að keppa í fitnessEftir að Sara flutti út til Flórída keppti hún í fitness. Það var hluti af því að láta drauma sína rætast.

„Mig langaði alltaf að keppa þegar ég var á Íslandi, að fara á svið, enda er þetta vinsælt sport. Þegar ég kom út fékk ég mér þjálfara og fór að keppa. Mér gekk vel en þetta kostar rosalega peninga og þú notar alla þína orku. Það passaði ekki vel með skólanum.“

Hún segir að Rich hafi fengið sig til að líta þetta öðrum augum en hún áður gerði. „Eins og fólk getur séð er hann öðruvísi en allir. Þú finnur ekki hrein-skilnari mann. Þess vegna elskar fólk hann, hann er svo hreinn og beinn. Hann segir til dæmis ungu fólki það sem aðrir segja þeim ekki. Hann sagði mér

Framhald á næstu opnu

Hin 26 ára gamla Sara Heimisdóttir gengur að eiga hinn 44 ára gamla Rich Piana í næstu viku. Þau kynntust fyrir nokkrum mánuðum og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Hér eru þau í ræktinni.

16 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

Skírnarterturað hætti Jóa Fel

Pantanir í Síma: 588 [email protected]

Ljós

myn

d/H

ari

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

ORMSSONREYKJAVÍK

SÍMI 530 2800

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

Til hamingju ÍslandTil hamingju Ísland

UE43J5505AK kr. 99.900.-

UE55JU7505 kr.349.900.-UE65JU7505 kr. 519.900.-

UE55JU7005 kr.249.900.-UE65JU7005 kr. 489.900.-

TILBOÐ

55” og 65” Samsung 4K UltraHD sjónvarp með þráðlausu interneti

55” og 65” Samsung 4K UltraHD sjónvarp með þráðlausu interneti

TILBOÐ

UE48JU6415 kr.189.900.-UE55JU6415 kr. 239.900.-

48” eða 55” Samsung 4K UltraHD sjónvarpmeð þráðlausu interneti

43” Samsung SMART sjónvarp með þráðlausu interneti.

TILBOÐTILBOÐ

Sögulegur árangur íslenska landsliðsins í fótbolta gleður okkur öll.Sögulegur árangur íslenska landsliðsins í fótbolta gleður okkur öll.

Samsung-setrið og umboðsmenn verða í

afsláttarskapi þessa viku. Frábær verð.

að það væri bara heimskulegt að vera að keppa í þessu sporti, það væri bæði peninga- og tímasóun. Maður er að kaupa sér rándýr bíkiní með öllu blinginu á. Ég ætti frekar að nota tímann í að stofna fyrirtæki og reyna að græða peninga. Þetta var mjög skemmtileg upplifun og það er allt í lagi að prófa að keppa en maður á ekki að hanga of lengi í þessu sporti. Jafnvel þó maður nái að verða atvinnumaður, ef maður er ekki einn af þeim bestu þá er engan pening upp úr þessu að hafa.“

Búinn að æfa í 30 árHver eru framtíðarplön þín?

„Núna er ég að hjálpa Rich með hans fyrirtæki, 5% Nutrition, og planið er að stofna önnur fyrirtæki. Ég stefni að því að

komast sem lengst áfram sjálf. Að verða þekkt og komast áfram. Það er hægt að græða peninga í þessum bransa með því að koma upplýsingum áfram til fólks. Til dæmis með myndböndum á Youtube og fleiru. Ég set því skól-

ann á pásu, maður er hvort sem er aldrei of gamall til að læra.“

Hún segir að Rich veki athygli hvert sem þau fari og auðvelt sé að nýta sér það.

„Við förum á sýningar og hann er með básinn sinn og það er þriggja tíma röð að koma að sjá hann. Mamma sagði um daginn að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hvað hann er þekktur. Pabbi er alltaf í World Class í Laugum heima á Íslandi og hann segir að það viti allir hver hann er.“

Rich er náttúrlega stór maður... hann fer ekkert framhjá fólki.

„Já, hann er mjög stór. Hann er náttúrlega búinn að æfa í einhver þrjátíu ár. Sumir halda að hann sé að

pumpa einhverju í vöðvana á sér en hann er bara svona stór. Þetta er ekkert bull.“

Finnst þér hann aldrei of stór?„Nei. Hann er auðvitað misjafnlega stór, það getur sveiflast

upp eða niður um 20 pund hvort hann er vatnaður eða meira „lean“. En hann er auðvitað stærri en flestir gaurar sem eru „pro“. Enda elskar hann að fara að æfa, að fara í ræktina.“

Ferðast um allan heimHvernig er hefðbundinn dagur hjá ykkur?

„Við reynum að vakna snemma og ég tek „cardio“ heima, fer á brettið. Svo borðum við. Rich fer svo yfirleitt að vinna í vídeóun-um sínum, það er alltaf eitthvað að gera sem tengist fyrirtækjun-um. Síðan förum við í ræktina. Eftir það gerum við eitthvað sjálf, förum út að borða eða í bíó eða erum með hundunum okkar.

Hvað segir Rich?„Þetta er alveg ótrúleg kona. Og samband okkar er ótrúlegt. Við urðum strax ástfangin af hvort öðru og höfum verið saman næstum því allan sólarhringinn frá því við hittumst. Sumt fólk sem er svo mikið saman vill drepa hvort annað en það á ekki við okkur,“ segir Rich Piana.

„Hver dagur með Söru er ótrúlegur. Við höfðum bæði verið í öðrum samböndum en þegar við náðum saman vissum við að þetta væri full-komið. Okkur eru engin takmörk sett.“

Vissirðu af fegurð íslenskra kvenna áður en þú kynntist Söru?

„Já, auðvitað!“

18 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

HEILHVEITIKEXIÐ HEFUR EIGNAST FULLKOMINN JAFNINGJA– NÝJA HAUST HAFRAKEXIÐ

HAUST FJÖLSKYLDAN STÆKKARLJÚFFENGT PAR SEM ALLIR ELSKA

Sara og Rich á samfélagsmiðlunum859.397 like á síðu hans á Facebook.

12.198 like á síðu hennar á Facebook.

1.055.530 áhorf á Youtube-myndbandið þar sem tilkynnt er um brúðkaupið.

45.300 fylgjendur á Instagram-síðu hennar.

432.000 fylgjendur á Instagram-síðu hans.

Þetta er yfirleitt frekar venjulegt nema þegar Rich fer á sýningar. Hann þarf að ferðast mikið. Á næsta ári förum við væntanlega um allan heim, England, Þýskaland, Brasilíu og víðar. Hann fer á marg-ar sýningar út af fyrirtækinu.“

Planið að eignast börn samanÆtlarðu ekkert að koma með eigin-manninn tilvonandi og sýna honum Ísland?

„Jú, það er planið, einn daginn. Við ætluðum að koma í ár en það gafst ekki tími til þess. En það er klárlega planið. Ég veit að það eru margir sem myndu vilja fá hann í heimsókn.“

Ætlið þið að eignast börn saman?„Það er alveg búið að ræða það,

já. Ég sagði frá upphafi að ég vildi eignast fjölskyldu. Það verður kannski ekki á næsta ári eða árið þar eftir. En það er „semi“ stutt í það.“

Þetta verða náttúrlega „hrika-legir“ krakkar, með svona sterka foreldra?

„Já, ég held það,“ segir hún og hlær við.

Ætla að fá sér húðflúr í brúð-kaupinuSara og Rich búa í Los Angeles, í tæplega fimm hundruð fermetra húsi með stórum garði og körfu-boltavelli. Hún segir að þau ætli reyndar að flytja innan tíðar og minnka aðeins við sig. „Það er mjög dýrt að búa þarna. Við ætlum að finna okkur eitthvað á einni hæð með sundlaug. Við þurfum ekki körfuboltavöll og garðinn notum við bara fyrir hundana.“

Á samfélagsmiðlunum má sjá að þið keyrið um á flottum bílum á borð við Maserati...

„Já, Rich vill alltaf eiga það flott-asta og ég hef alltaf verið mikil bílakelling. Við erum alveg eins með það. Við erum reyndar eigin-lega eins með allt, hann er eins og karlaútgáfan af mér,“ segir hún.

Eitt er þó ólíkt með ykkur. Þú ert ekki öll í húðflúrum eins og hann.

„Nei, ég er ekki í þeim bransa. Við ætlum reyndar að fá okkur King & Queen á hliðina á handar-bakinu á okkur. Það verður tattú-listamaður í brúðkaupinu sem mun húðflúra fólk frítt.“

Ætlarðu að taka upp eftirnafn hans?

„Já, klárlega. Það getur enginn sagt Heimisdóttir hérna og Sara Piana hljómar mjög vel.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

viðtal 19 Helgin 11.-13. september 2015

fréttablaðið 4x30

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

DÚNDURÚTSALAHÖRKU PLANKA HARÐPARKETVerð frá 1.590 kr. m²Styrkleiki AC4. 25 ára ábyrgð

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

DÚNDURÚTSALAHÖRKU PLANKA HARÐPARKETVerð frá 1.590 kr. m²Styrkleiki AC4. 25 ára ábyrgð

Unnsteinn Manuel Stefánsson, Salka Sól Eyfeld, Helgi Björnsson og Svala Björgvinsdóttir munu þjálfa keppendur í The Voice Ísland í vetur. Þeim semur vel en hafa þó örlitlar áhyggjur af Svölu sem virðist ætla að stela öllum söngdívunum. Þættirnir hefja göngu sína á Skjá Einum í október. Mynd/Hari

„Stærstu stjörnur

hvers lands þjálfa í

The Voice“

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is

LEIKFÖNGINFÆRÐU Í KRUMMA

KÍKTU Á VEFVERSLUNKRUMMA.IS

Nýjasta viðbótin í heimi raunveruleikasjónvarps hér á landi, The Voice Ísland, fer í loftið á Skjá Einum í næsta mánuði. Upptökur eru þó hafnar og fara fram í Atlantic

Studios á gamla varnarsvæðinu. Fréttatíminn kíkti í heimsókn milli taka og spjallaði við þjálfarana fjóra, Sölku

Sól, Svölu Björgvins, Helga Björns og Unnstein Manuel.

V ið erum þjálfarar, ekki dóm-arar,“ er það fyrsta sem Salka Sól segir við blaða-

mann þegar spurt er út í nýja hlut-verkið. „Það er ekki verið að setja okkur í aðstæður þar sem við erum að dæma annað fólk. Við erum að búa til skemmtilega reynslu úr þessu fyrir alla, bæði okkur og

keppendurna.“ Fjórmenningarnir munu því ekki gegna hefðbundn-um dómarastörfum heldur munu þeir starfa náið með keppendum. Ísland er 61. landið sem gerir sína eigin útgáfu af þættinum og fóru þjálfararnir á sérstakt undirbún-ingsnámskeið áður en tökur hóf-ust.

„Við fórum á námskeið hjá Hol-lendingi sem er mikill Voice fræð-ingur,“ segir Salka, en þættirnir eru hollenskir að uppruna. „Hann var mjög fróður og hamraði mikið á því að við værum jákvæð og veittum ráð sem gæfust þátttakendum vel.“

„Þar sem þátturinn er byggður á erlendri fyrirmynd bjóst maður kannski við að þurfa að fara eftir skýrum fyrirmælum en skilaboðin voru þau að vera við sjálf og passa að keppendur verði það líka, sem er frábært,“ segir Unnsteinn.

Í undirbúningnum fylgdust þau einnig með útgáfu The Voice í öðr-um löndum. „Ég komst til dæmis að því að Filippseyjar eiga alveg magn-aða söngvara,“ segir Svala. Aðspurð um af hverju þau ákváðu að taka verkefnið að sér eru þau sammála um að þar hafi snið þáttarins ráðið miklu. „Við þjálfararnir myndum teymi með söngvurunum og reyn-um að fá það besta út úr þeim. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að þú ert að miðla þinni reynslu sem söngvari og listamaður. Það er eitt-hvað sem nýtur sín í þessum þáttum og það fannst mér spennandi,“ segir Helgi. „Það er mikið lagt upp úr ein-staklingum sem hafa sinn eigin stíl, rödd og pælingar um hvað þeir vilja gera og verða,“ segir Svala, sem heillaðist af The Voice við fyrsta áhorf.

Söngdívurnar velja SvöluFyrir prufurnar voru 60 keppendur valdir og stóð leitin yfir í allt sumar. „Þetta eru allt rosalega góðir þát-takendur og þeir eiga það skilið að vera byggðir upp frekar en brotnir niður og það ætlum við að gera,“ segir Helgi. „Þetta eru góðir söngv-arar og við erum í mjög erfiðri stöðu frá fyrsta þátttakanda,“ segir Unn-steinn. Fyrstu prufurnar eru svo-kallaðar blindprufur, en þá snúa þjálfararnir baki í keppandann og ef þeim líkar það sem þeir heyra ýta þeir á takka og snúa sér við. Ef fleiri en einn snýr sér við hefur kepp-andinn fullt vald til að ákveða með hverjum hann vill vinna. 32 kom-ast áfram, en hver þjálfari velur 8 manns í sitt lið. Svala segir þessa samkeppni milli þjálfaranna vera skemmtilega.

„Við erum meira í því að keppa við hvert annað og gera grín hvert að öðru en ekki þátttakendum.“ „Svala er líka búin að stela öllum söngdívun-um,“ skýtur Salka inn í. „Henni geng-ur langbest að safna í sitt lið.“ Svala

hlær og segir hlutverk þjálfarans þó vera stressandi. „Ég varð mjög stressuð að sitja í stólnum og þurfa að útskýra af hverju ég sneri mér við eða af hverju ég sneri mér ekki við. Ég fékk alveg sting í magann. Ég er mun vanari að syngja en tala.“

Tom Jones og Pharrell Íslands?En er það þannig að keppendur velji þjálfara í takt við aldur sinn og pers-ónueinkenni?

„Já það er kannski örlítil tilhneig-ing til þess, en það dreifist samt al-veg,“ segir Helgi. „Sumir ákváðu sig eftir söluræður frá okkur þjálfur-unum þegar við ýttum öll á takkann á meðan aðrir skráðu sig kannski í þáttinn með ákveðinn þjálfara í huga,“ segir Unnsteinn.

Líkt og í erlendu þáttunum koma þjálfararnir úr ólíkum áttum en Salka segir að það sé ekki hægt sé að bera þau saman við þjálfara í öðrum útgáfum af The Voice. Helgi segir hins vegar að hægt sé að finna einhver líkindi. „Þetta snið er í 60 öðrum löndum, svo það er kannski að finna samsvörun einhvers stað-ar. En maður sér að yfirleitt eru það stærstu stjörnur hvers lands sem eru valdar í hlutverk þjálfaranna svo að því leyti er þetta eins,“ segir hann og glottir örlítið. „Ég held að það sé smá munstur svo þjálfararnir höfði til sem flestra. Unnsteinn er allavega klárlega Pharrell Íslands. Svo var Tom Jones í Bretlandi,“ seg-ir Svala og gýtur augunum á Helga.

Óvæntar uppákomurFyrsti tökudagurinn var uppfullur af óvæntum uppákomum. „Ég varð hissa í hvert einasta skipti sem ég sneri mér við,“ segir Unnsteinn, en það kom honum einnig á óvart hvað hann þekkti fá andlit. „Miðað við litla Ísland bjóst ég við að kannast við allavega einn keppanda, en svo var ekki.“

„Skemmtilegast fannst mér þegar ég sá fyrir mér eldri mann en svo sneri ég mér við og þá var þetta bara einhver smá gutti,“ segir Salka og Svala tekur undir. „Ég hélt í eitt skiptið að ég væri að hlusta á fimm-tugan rokkara en svo var þetta bara tvítugur strákur.“

Þjálfararnir áttu eftir að hlusta á seinni 30 keppendurna þegar spjallið fór fram og var Unnsteinn sannfærður um að fjölga stelp-unum í sínu liði. „Ég þarf að finna einhverja dívu, Svala má ekki stela þeim öllum.“

Hrói höttur, sakamál, réttur og tónleikaferðalagStemningin meðal þjálfaranna er bersýnilega góð og þau eru spennt að eyða meiri tíma saman í vetur. „Við höfum aðeins verið að hittast, en ætlum að gera meira af því,“ segir Salka, og Helgi bætir við: „Það er matarboð hjá mér annað kvöld.“

Þau viðurkenna hins vegar að það geti verið mikið púsluspil að ná þeim öllum saman, enda upp-tekin í ýmsum öðrum verkefnum. „Það er mikið að gera hjá Amaba-dama og svo verð ég eitthvað í út-varpinu,“ segir Salka, en auk þess sér hún um tónlistina í uppfærslu Þjóðleikhússins á Hróa hetti. Svala mun eyða dágóðum tíma í flugvél fram að jólum. „Við í Steed Lord erum að taka upp nýja plötu og túra. Ég mun því fljúga á milli sem er bara mjög gaman. Venjulega kem ég bara heim einu sinni á ári en núna kem ég allavega þrisvar. Þetta verður því þannig að þegar ég verð á Íslandi get ég sett alla mína orku í The Voice, sem er mik-ill kostur.“

Helgi mun einnig verða mikið á ferðinni. „Ég er að fara að taka upp sjónvarpsþáttaseríu í Danmörku og svo er ég með nýja plötu sem ég þarf að fylgja eftir.“ Þá verður Helgi með í söngleiknum Mamma Mia sem Borgarleikhúsið frumsýnir eftir áramót. Unnsteinn segir að þau öfundi Svölu af því að geta einbeitt sér algjörlega að The Voice á meðan tökur standa yfir. „Ég verð áfram með Hæpið á RÚV og svo er ég með lítið hlutverk í Rétti sem sýnt verð-ur á Stöð 2. Allt verður þetta sýnt í október og þetta fer því kannski gegn mínum gildum þegar kemur að athygli, en þetta er allt eitthvað sem mig langaði að prófa.“ Sú staða gæti því komið upp að Unnsteinn verði á þremur stöðvum lands-manna samtímis í vetur.

Upptökur á The Voice Ísland fara fram í nokkrum lotum og þegar 12 keppendur verða eftir mun þjóðin sjá um að kjósa þá áfram og velja að lokum sigurvegarann. Hægt er að fylgjast með undirbúningi þáttanna á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. „Þegar þættirnir hefjast verður svo gaman að fylgjast með okkur prí-vat á Instagram og Snapchat,“ segir Svala.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

22893

22 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

WIDE-ANGLE FAN EFFECT MASCARA ÁBERANDI AUGNHÁR, HRÍFANDI AUGU.

GRANDIÔSE

Fylli

r upp

í ná

ttúru

legar

eyðu

r.

TILKOMUMIKIL BREYTING: LENGIR OG ÞYKKIR AUGNHÁRIN SEM BLÆVÆNGUR,

GEFUR UNDURFAGRA SVEIGJU.

„SVANSHÁLS“ SPROTIBursti sem nær til allra

augnháranna.

Fylli

r upp

í ná

ttúru

legar

eyðu

r.

„SVANSHÁLS“ SPROTIBursti sem nær til allra

augnháranna.

Tek ekki þátt í meðal-mennskuUm síðustu helgi tryggði lið Breiðabliks sér Íslands-meistaratitilinn í Pepsideild kvenna í knattspyrnu eftir tíu ára hlé. Markahæsti leikmaður liðsins, Fanndís Friðriksdóttir, er 25 ára og þrátt fyrir ungan aldur var hún einnig í meistaraliði Breiða-bliks sem vann titilinn fyrir tíu árum, þá aðeins 15 ára. Hún hefur spilað yfir 50 landsleiki fyrir Íslands hönd og fór í atvinnumennsku til Noregs á sínum tíma. Hún hefur gríðarlegt keppnisskap en segir þó að það sé líf fyrir utan knattspyrnuna.

Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Íslands-meistara Breiðabliks, er þrátt fyrir ungan aldur, ein reyndasta knattspyrnukona landsins. Hún er fædd á Akureyri, en flutti snemma til Vestmannaeyja þar sem hún

bjó til 14 ára aldurs. Þá flutti hún ásamt foreldrum sínum upp á land og hennar ferill með Kópavogs-liðinu hófst. „Ég spilaði einn leik með meistaraflokki ÍBV þegar ég var 14 ára og skoraði eitt mark,“ segir Fanndís þegar hún rifjar þetta upp. „Ég vildi ekkert flytja upp á land en fylgdi auðvitað foreldrum mínum. Ég valdi Breiðablik vegna þess að Úlfar Hinriksson var að þjálfa hjá Blikunum ásamt Ernu Þorleifsdóttur sem ég þekkti úr Eyjum,“ segir hún. „Ég fór bara beint í annan flokk, svo ég æfði lítið með þriðja flokki. Mér var tekið mjög vel og er mikill Bliki.“

Ég fer bara til toppliðs, ef ég ferLíf knattspyrnufólks snýst meira og minna um íþrótt-ina en Fanndís hefur áttað sig á því að það er til líf fyrir utan boltann. Hún hugsar ekki mikið um fótbolta þegar hún er ekki sjálf að spila hann. „Það er líf fyrir utan boltann,“ segir hún. „Maður fattar það þegar maður prófar að fara til útlanda að spila. Ég er bara ósköp venjuleg 25 ára stelpa, held ég. Ég er í Háskóla Íslands að læra ferðamálafræði og fór í rauninni í það nám til þess að velja mér eitthvað,“ segir hún. „Ég er að taka þetta í rólegheitum og er ekkert að stressa mig á þessu. Fótboltinn er bara eins og full vinna allt árið, fyrir utan tvo mánuði kannski. Maður er alltaf að æfa.“

Ég er alveg opin fyrir því að fara eitthvert aftur, en það verður að vera almennilegt. Ég nenni ekki að fara í einhverja meðalmennsku. Ég vil þá bara fara í topplið til þess að berjast um titla.

Framhald á næstu opnu

Ljós

myn

d/H

ari

24 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

Ljós

myn

d/H

ari

Miklu meira en bara ódýrt

Hjólavörur í miklu úrvali, lásar, ljós, bjöllur, aukahlutir

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected]án.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

Verkfæralagerinn

Ennþá meira úrval af listavörum

Þökkum frábærar viðtökur á Van Gogh olíulitunum og Amsterdam akryllitunum, sem seldust nánast upp.

Ný sending með fullt af nýjungum komin í sölu.

listavörumlistavörumlistavörumKolibri trönur í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði

Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði

Þekjulitir/Föndurlitir

frá 845

Strigar, ótal stærðir

frá 295

Áltöskur frábært úrval

Verkfæratöskur í öllum stærðum

Áltöskur frábært úrval

Verkfæratöskur í öllum stærðum

frá 995

Fiskars skæri og hnífar í miklu úrvali.Fiskars skæri og hnífar í miklu úrvali.

39.995

Beltaslípivél 500W

Nagdýr-Fjölsög

Dekkjaloftbyssa

7.995

Útskurðarjárn sett

frá 7.995

Airbrush pennar mikið úrval mikið úrval

frá 2.995

Airbrush loftdæla

19.995

Straumbreytar 12V í 230V nokkrar stærðir Straumbreytar 12V í 230V

frá 7.995

49.999

Legupressa 20T

Vírtalíur 5 gerðir lyftigeta að 1000kg

frá 19.995Hjólavörur í miklu úrvali,

Hitamælar í mikluúrvali

Hitamælar

frá 495

Dekkjaloftbyssa

2.995

Loftheftibyssa

7.995 OMEGA Vinnukollur, hækkanlegur

Sandblástursbyssa

Fiskars skæri og hnífar Multi Socket 9-21mm

7.9955.995

nokkrar stærðir

OMEGA Vinnukollur, OMEGA Vinnukollur, Jeppatjakkur 2.25T 52cm

19.995

Fanndís fór til Noregs árið 2013 að reyna fyrir sér sem atvinnukona í knattspyrnu og dvaldi þar í eitt og hálft ár. Hún var ekki sátt og kom heim aftur.

„Ég byrjaði á að fara til Kolbotn sem er lið í nágrenni Oslóar og var þar í eitt ár,“ segir hún. „Svo fór ég til Bergen og var þar í hálft ár. Liðið sem fékk mig þangað heitir Arnebjörner og það var ekki alveg staðið við gerða samninga þar,“ segir Fanndís. „Það var búið að lofa mér góðri íbúð í Bergen og kærastinn minn átti að fá vinnu og ýmislegt, sem síðan stóðst ekki,“ segir Fanndís en kærasti hennar til þriggja ára heitir Alexander Freyr Sindrason sem leikur knattspyrnu með Haukum. „Ég átti að búa ein-hversstaðar í burtu frá borginni og því sem var lofað var ekki að stan-dast og ég ætlaði ekki að láta bjóða mér það,“ segir Fanndís. „Ég dreif mig heim, þar sem félagaskipta-glugginn var opinn heima.“

Ertu ákveðin týpa?„Já mjög,“ segir hún og hlær. Fanndís segir muninn á íslenska

boltanum og þeim norska alltaf fara minnkandi. Bestu liðin á Ís-landi gætu alveg gert góða hluti í norsku deildinni. „Munurinn er kannski mestur þegar kemur að lélegustu liðunum,“ segir Fanndís. „Lélegustu liðin í Noregi eru betri en þau sem eru lélegust hér heima,“ segir hún. „Það eru fleiri jafn góð. Ég sé ekki eftir því að hafa komið heim, sérstaklega ekki í dag. Daginn eftir að ég vann Ís-landsmeistaratitilinn,“ segir hún og hlær. „Ég er alveg opin fyrir því að fara eitthvert aftur, en það verður að vera almennilegt. Ég nenni ekki að fara í einhverja með-almennsku. Ég vil þá bara fara í topplið til þess að berjast um titla.“

Hætt að gefa boltannFanndís er dóttir Friðriks Friðriks-sonar, fyrrverandi markmanns ís-lenska landsliðsins í knattspyrnu, og Nönnu Leifsdóttur sem keppti á skíðum á ólympíuleikunum í Sa-rajevo árið 1984 fyrir Íslands hönd. Hún segist þó ekki hafa verið mikið í íþróttum sem barn.

„Ég lék mér sjaldan í fótbolta sem barn,“ segir hún. „Ég var yfirleitt í eltingaleik í kirkjugarðinum í Vest-mannaeyjum, eða einhversstaðar úti í hrauni að klifra eða slíkt. Fótbolti hefur aldrei verið mikið í hausnum á mér, fyrr en núna kannski,“ segir Fanndís. „Mínir draumar eru ekkert endilega að komast í eitthvert stórt lið eða slíkt. Takmarkið fyrir þetta mót var alltaf að vinna titilinn, og var það í fyrra líka þó það hafi ekki alveg gengið,“ segir hún. „Það voru pínu von-brigði. Í ár var þetta ekki spurning.“

Fanndís er markahæst í Pepsi-deildinni með 19 mörk og er það í fyrsta sinn sem hún skorar jafn mikið. „Ég hef alltaf verið dugleg að leggja upp,“ segir hún. „Oft átt úrslitasendinguna og slíkt. Ég er kannski bara hætt að gefa boltann,“ segir Fanndís og hlær. „Ég verð eiginlega að setja eitt um helgina svo ég fari í tuttugu mörk. 19 er leiðinleg tala,“ segir hún.

Fanndísi líður vel hjá Breiðabliki og segir félagið vera betra en önnur lið erlendis þegar kemur að aðstöðu og umgjörð. Hún segir að félagið eigi að hafa það markmið að vinna á hverju ári. „Það er allt svo flott hérna,“ segir hún. „Aðstaðan, þjálf-arinn og starfsfólkið. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki unnið titilinn í tíu ár er sú að það hefur vantað kjarkinn. Það þarf sterka persónu-leika til þess að spila í meistara-flokki. Það er gargað og gólað og

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Gleraugnaverslunin þín

MJÓDDIN Sími 587 2123

FJÖRÐUR Sími 555 4789

SELFOSS Sími 482 3949

frá 0 kr.Barnagleraugu

(Já, þú last rétt!)

Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur

fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði miðstöðvarinnar.

fer fyrir brjóstið á mörgum,“ segir hún.

Kvennaboltinn er að síast innMisskipting milli kvenna og karla-boltans á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og hefur Fanndís haft skoðun á þeim hlutum. Hún segist þó sjá breyt-ingu á hverju ári. „Margt af þessu er bara klaufalegt,“ segir hún. „Eins og þetta með bikarana sem voru til umræðu í sumar. Strák-arnir voru með miklu stærri bikar en stelpurnar þó þeir væru á sama aldri. Það er bara klaufalegt. Það er árið 2015 og þetta á ekki að vera svona, en ég held að þetta hafi ekki verið gert með vilja. Þetta er þó að breytast. Umfjöllunin er að breyt-ast, en ef við biðjum ekki um hana þá er hún ekki til staðar.

Ef áhuginn er svo ekki meiri á stelpnabolta þá þýðir ekkert að kvarta undan því,“ segir Fanndís. „Við verðum þá bara að halda áfram að gera vel og á endanum síast þetta inn. Ég held samt að HM kvenna, sem var í sumar, hafi alveg sýnt það að kvennafótbolti er líka skemmtilegur. Eins höfum við í kvennalandsliðinu smitað út frá okkur með góðum árangri. Við erum búnar að fara á tvö Evrópu-mót þó okkur hafi kannski ekki verið fagnað á Ingólfstorgi,“ segir Fanndís og glottir. „Það er heldur ekkert það sem við erum að biðja um. Ég veit að það eru miklu meiri fjármunir í gangi í karlaboltanum, en sumir hlutir eiga samt að ganga jafnt yfir, og þeir gera það oft. Það er mjög vel staðið að þessu hjá Breiðabliki. Kannski er það af því að við erum svo frekar,“ segir hún og hlær. „Það þarf stundum frekju til. Það er ekki hægt að ætlast til þess að eitthvað sé gert fyrir mann, þegar maður biður ekki um neitt.“

Keppnisskapið frá pabbaVar aldrei pressa á þér frá pabba að verða markmaður eins og hann?

„Nei, en ég hef keppnisskapið frá honum,“ segir Fanndís.

„Ég man þegar pabbi var að spila með ÍBV og fór stundum með mig út að leika í fótbolta og hann leyfði mér aldrei að skora hjá sér. Ekki séns. Ég held að ég sé eins,“ segir hún. „Ég fór í fótboltaskóla Leiknis í sumar og tók þátt í einhverri vítakeppni hjá litlu krökkunum

og vann. Ég ætlaði mér samt ekki að gera það,“ segir hún. „Það bara óvart gerðist og ég dauðskammað-ist mín. Ég er mikil keppnismann-eskja og finnst gaman að keppa. Ég er týpan sem telur allt á öllum æfingum. Mamma er líka mikil keppnismanneskja svo þetta er ekkert skrýtið,“ segir hún. „Stelp-urnar eru samt hættar að pirra sig á þessu.“

Fanndís segist þreytt á um-ræðunni um hvort leikmenn séu uppaldir hjá félögunum sem þeir spila með, og oftast er þetta öfund-sýki andstæðinganna sem kveikir þessa umræðu. „Mér finnst þetta fáránleg umræða,“ segir hún. „Ég var talin upp meðal leikmanna sem eru ekki aldir upp hjá Breiða-bliki en ég hef spilað allan minn meistaraflokksferil sem Bliki. Hef verið hér í 10 ár og elska Breiða-blik,“ segir hún. „Ég tel mig líka alda upp hjá ÍBV en umræðan fer alltaf af stað þegar liði gengur vel. Ef maður á sinn feril í einhverju liði þá er maður alinn þar upp. Það er einfalt. Það eru ekki margir KR-ingar í karlaliðinu hjá KR, og það talar enginn um þá sex útlendinga sem kvennalið Stjörnunnar hefur innanborðs. Enda er það fáránleg umræða,“ segir Fanndís.

Lítið hjartaFanndís er mikil fyrirmynd á vell-inum eftir tíu ára reynslu í meist-araflokki. Hún segir ungar stelpur í dag mjög efnilegar. „Margar af ungu stelpunum þekkja ekkert ann-að en að spila inni og þær eru marg-ar að spila eins og kempur þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Fanndís. „Ég er að vísu af þeirri kynslóð líka að hafa æft inni allt mitt líf. Ég fór að vísu á eina æfingu á Vallargerðis-velli í Kópavogi þegar ég var fimm-tán ára. Það er að vísu skondið því ég ætlaði ekki að þora á æfinguna. Pabbi skutlaði mér í Hamraborg og ég átti að labba þaðan, en ég guggn-aði á því og settist í strætóskýlið til að taka næsta strætó heim. Þá keyrði vinkona mín úr liðinu fram hjá og stoppaði til þess að pikka mig upp. Ég þorði ekki annað en að fara með henni á þessa æfingu á mölinni. Ég er nefnilega með lítið hjarta þó ég sýni það sjaldan,“ segir Fanndís Friðriksdóttir.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

„Ég fór í fótboltaskóla Leiknis í sumar og tók þátt í einhverri vítakeppni hjá litlu krökkunum og vann. Ég ætlaði mér samt ekki að gera það. Það bara óvart gerðist og ég dauðskammaðist mín. Ljósmynd/Helgi Viðar Hilmarsson

26 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

allan sólarhringinn: nazar.is persónuleg þjónusta: 519 2777

10 000 m² vatnaparadís!

Á Pegasos World er bæði stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og villtur vatnsskemmtigarður sem gefur kitl í magann!Velkomin í vatnaveröldina! Í þessum skemmtilega vatnsskemmtigarði bíða þín snúin göng með skörpum beygjum, svimandi hæðum og óvæntum brúnum. Annað kennileiti Pegasos World er risastór sundlaugin með misdjúpum svæðum, skemmtilegu sjóræningjaskipi og meira að segja eyju í miðri laug!

VERÐDÆMI Á PEGASOS WORLD Side, Tyrklandi - Allt innifalið

1 vika 2 vikur

16.9 99.599 Örfá sæti

23.9 109.599 -

Frá Akureyri:

30.9 125.599 Örfá sæti

7.10 122.599 Örfá sæti

14.10 119.599 199.599

21.10 142.599 -

Á mann m.v. að lágmark 2 greiði fullt verð.

AC1396_TheSilkFFrag_NyttLif440x297.indd 1 26/08/15 18:24

ww

w.s

ensa

i-cos

met

ics.

com

AC1396_TheSilkFFrag_NyttLif440x297.indd 2 26/08/15 18:24

AC1396_TheSilkFFrag_NyttLif440x297.indd 1 26/08/15 18:24

ww

w.s

ensa

i-cos

met

ics.

com

AC1396_TheSilkFFrag_NyttLif440x297.indd 2 26/08/15 18:24

Þetta er samt mikil áskorun því þetta er æft tal í sam-ræmi við tónlistarflut-ing. Eitthvað sem ég er ekki vanur því þegar ég held tón-leika einn þá kemur bara eitthvað.

Við erum alltaf í einhverju fáriÍ október stígur tónlistar-maðurinn KK á svið Borgar-leikhússins og segir sögu gítaranna sinna sem hafa fylgt honum í blíðu og stríðu í gegnum árin. Hann greinir frá uppruna þeirra og sér-stökum tengslum sínum við hvern og einn þeirra – allir tengjast þeir á einn eða annan hátt skrautlegu lífi og örlögum erlendra trúbadora sem áttu það sameiginlegt að þrá réttlæti og frelsi. KK segir sjálfur að þetta sé öðruvísi en tónleikar þar sem hann hefur ráðið sjálfur hvað hann segir því fyrir þetta þarf hann að læra ákveðinn texta eins og hver annar leikari. Hann fær þó smá tíma í hverri sýningu til þess að spinna eins og hann er vanur.

K ristján Kristjánsson, eða KK, hefur sungið um lífið í næstum þrjá áratugi og lög

hans og textar eru margir orðnir þjóðareign. Á tónleikum segir hann gjarnan sögur af ferðum sínum um heiminn og KK er góður sögu-maður. Í sýningunni Vegbúar, sem frumsýnd verður í Borgarleikhús-inu þann 15. október, mun Kristján segja sögur og spila tónlist, en í þetta sinn eru þetta ekki bara hans sögur, né hans lög.

„Þetta er einleikur um tónlistina og hvernig hún getur haft afgerandi áhrif á gang mála,“ segir Kristján þegar hann er spurður nánar út í verkefnið. „Hversu mikilvæg tón-listin er í lífi okkar,“ segir hann. „Í blóðugum byltingum, sem og and-legum málefnum. Tengingunni við hinn mikla eilífa anda. Hvað er tón-list? Ef maður fer að pæla í því þá er þetta einhver tíðni sem fer út í loft-ið, hittir mann og einhverra hluta vegna eru komnir einhverjir tónar

inn á svið og halda ræður og taka við verð-launum og slíkt. Þá kom upp þessi umræða hvort fólk væri ekki stressað að koma fram og tala fyrir framan allt þetta fólk,“ segir hann. „Þegar ég var spurður hvort ég væri stressaður þá svaraði ég, „Ég hef gítarinn.“ Þetta sló okkur báða og við fórum að pæla í þessu. Út frá þessum pælingum er þetta leikrit, Vegbúarnir, sprottið,“ segir Krist-ján. „Við erum búnir að vera að skrifa þetta síðan 2008 og kynna þetta fyrir leikhúsun-um öðru hvoru, þegar við höfum haft tíma,“ segir hann. „Borgarleikhúsið sýndi þessu mikinn áhuga og tók þetta inn og setti okkur undir sinn verndarvæng.

Rauði þráðurinn í verkinu er, eins og ég sagði, áhrif tónlistarinnar, en séð frá mín-um bæjardyrum. Mínum gíturum og slíkt, en samt reyni ég að hafa þetta sem minnst um mig,“ segir Kristján. „Það væri óþægi-legt að vera einn á sviðinu með einleik, um mig. Við fjöllum um tónlistarmenn sem haft hafa mikil áhrif á gang mála í gegnum tíð-ina. Menn eins og Dylan, Lennon, Joe Hill, Woody Guthrie og Cat Stevens og fleiri. Svo fer ég líka í áhrif tónlistar á gang mála almennt eins og í baltnesku ríkjunum á sín-um tíma. Byltingin þar var kölluð The Sing-ing Revolution. Svo tek ég lög frá þessum löndum og tímabilum, svo er eitt og eitt lag frá mér líka,“ segir Kristján.

Gítararnir eru vörðurKristján hefur um árabil verið með tónlistar-þætti á Rás 1 og er mikill áhugamaður um tónlist. Hann segist þó ekki eiga sér nein uppáhalds tímabil í tónlistinni heldur leyfir öllu að njóta sín. „Ég sæki mína vitneskju í bækur og á vefinn, eins og aðrir,“ segir hann. „Ég hef samt haft fyrir því að sækja mér þessa vitneskju og hef þurft þess í mínu starfi. Ég hef áhuga á allri músík sem snertir mig. Það eru til tvær tegundir tónlistar. Sú sem snertir mann, og sú sem snertir mann ekki,“ segir Kristján. „Það getur hvaða teg-und tónlistar sem er snert mann, það fer ekkert framhjá manni þegar það gerist. Ég nota svo gítarana mín sem vörður í leikritinu því ég fer um víðan völl,“ segir hann.

„Þetta er skemmtun líka, og það má ekki vera leiðinlegt. Ég hugsa að ég verði með svona sjö gítara úr mínu safni,“ segir hann. „Allir hafa þeir sína sögu, bæði sem hljóð-færi og líka af mér persónulega. Það er einn sænskur gítar þarna frá árinu 1910 og þá get ég tengt hann auðveldlega við þá per-íódu. Robert Johnson og Joe Hill til dæmis. Ég er ekki búinn að eiga hann frá upphafi,“ segir Kristján sposkur. „Ég keypti hann á uppboði í Svíþjóð fyrir 30 árum. Ég hef allt-af sankað að mér allskonar gíturum í gegn-um tíðina og þeir eiga allir sínar sögur.“

Öðruvísi að læra textaFerill Kristjáns spannar þrjá áratugi og hann hefur farið víða. Hann tengir tímabil á ferlinum oft við hljóðfærin sín og segir að ósjálfrátt spili hann ekki sömu lögin á sömu gítarana. „Gítararnir geta átt það til að tengja mig við ákveðin tímabil í lífinu,“ segir hann. „Svo er líka svo skrýtið að mað-ur spilar ekki sömu lögin á sömu gítarana. Gítarinn segir í rauninni til um karakter tónlistarinnar sem spiluð er á hann,“ segir Kristján. „Ég fer inn á þetta í sýningunni sem og kem inn á kynni mín af fólki og stöðum í gegnum tíðina og ferðalög mín.“

Ertu stressaður?„Það er svo mikill texti sem ég þarf að

læra og ég er ekki vanur því,“ segir hann. „Við viljum hafa fastan texta. Öðruvísi

breyti ég þessu daglega og þá verður þetta aldrei tilbúið. Um leið og textinn er tilbúinn og ég búinn að læra hann, þá má kannski leika sér aðeins með hann,“ segir Kristján. „Ég mundi vilja hafa kannski 5 til 10 mínútur af sýningunni þar sem ég hef frjálst flæði. Þetta er samt mikil áskorun því þetta er æft tal í samræmi við tónlistarflutning. Eitthvað sem ég er ekki vanur því þegar ég held tónleika einn þá kemur bara eitthvað,“ segir hann.

Lifir í núinuKK hefur gefið út fjölda hljómplatna og samið lög fyrir leikhús. Þó eru sjö ár síðan síðasta plata kom út og er hann ekkert að flýta sér að gefa út nýja plötu.

„Fyrir nokkrum árum var byrjað á heim-ildarmynd um mig sem verður sýnd núna um jólin,“ segir hann. „Í tilefni af því kem-ur út plata með safni af mínum lögum og á henni verða nokkur ný lög. Ég hef bara verið á fullu í öðrum hlutum og ekki fundið neina pressu til þess að koma með nýja plötu,“ seg-ir Kristján. „Ég sé ekki ástæðu til þess að koma með plötu, bara til þess að gera það.

Ég reyni að lifa í núinu. Á þessum tímum sem við lifum á, þá fjarlægjumst við núið alltaf meira og meir,“ segir hann. „Við erum alltaf í einhverju fári að reyna að komast úr núinu yfir í næsta nú. Málið er að við höfum bara núið og við erum alltaf á flótta undan einhverju sem er ekki hægt að vera á flótta undan og fyrir bragðið erum við föst í hausn-um á okkur. Ef við pælum í því þá eru hugs-anir okkar sem við höldum að séum við, en eru það ekki því þær eru egóið okkar, um fortíðina eða framtíðina. Um leið og maður kemur inn í núið og andar bara djúpt og lítur í kringum sig, þá missir maður ekki af feg-urðinni sem er allt í kring,“ segir Kristján Kristjánsson, KK tónlistarmaður.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

á þig sem búa til einhverjar tilfinn-ingar inni í þér. Gleði og sorg. Fá mann til þess að gráta eða gleðjast og elska,“ segir Kristján.

Sjö ára vinna að baki sýningunniLeikstjóri Kristjáns í Vegbúum er Jón Gunnar Þórðarson, sem hafði unnið með Kristjáni áður, en þeir skrifa verkið saman.

„Við höfðum unnið saman í leikritinu Fool For Love sem Jón Gunnar setti upp í Silfurtunglinu í Austurbæ,“ segir Kristján. „Þar lék ég gamlan karl og við fengum nokkrar tilnefningar til Grímunnar, en unnum þó ekki. Á verðlaunahá-tíðinni spilaði ég eitt lag og í sviðs-vængnum áður en ég steig á svið þá voru margir leikarar að koma og fara

„Þegar ég var spurður hvort ég væri stress-aður þá svaraði ég, „Ég hef gítarinn.“ Ljósmynd/Hari

30 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

S. 553-1800 / Holtagarðar / 104 Reykjavík / www.fondurlist.is

Byrjandanámskeið í Kertagerð 29 Sept.

Föndur, lista og hannyrðavörur

Allar nánari uppýsingar eru að finna á http://fondur.is/namskeid/

Stærsta föndurverslun landsins

1000 fm föndurverslun

99 kr.

OPIÐ ALLA DAGA kl. 10 –19

RISALAGERSALA á Fiskislóð 39

*Birt með fyrirvara um

prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Allt að

90% afsláttur

R i s a l age r s a l a Fo r l ags in s · F i s k i s l óð 39 · 101 Reyk j av í k · fo r l ag id@fo r l ag id . i s · Opið a l la daga k l . 1 0 –1 9

Yfir 4000 titlar frá öllum

helstu útgefendum landsins!

Gjafir fyrir öll

tækifæri!

690 kr.

690 kr.

990 kr.490 kr. 690 kr.

STÓRVIRKI4.990 kr. stk.

2.990 kr.

Ef keypt er fyrir 6.000 kr. eða meira fylgir gjöf

BÓKAMARKAÐUR FORLAGSINS

Haust sófakartöflunnarJ ú, jú haustið er komið og allir

miðlar fullir af „fréttum“ um hvernig best sé að rækta líkam-

ann í hinni eða þessari líkamsræktar-stöðinni í vetur. Minna fer fyrir grein-um um það hvernig rækta beri sína innri sófakartöflu og löngu tímabært að bæta úr því. Við erum ekki öll með líkamsrækt á heilanum og sum okkar eru meira að segja fullkomlega sátt við það að fiska værðarvoðina niður úr efsta skápnum, kaupa birgðir af kertum og súkkulaði og búa okkur undir að verja kvöldunum í mak-indum við bóklestur eða áhorf góðs

sjónvarpsefnis. Eina vandamálið er að ákveða hvað á að lesa eða horfa á því jafnvel áköfustu sófakartöflur komast ekki yfir að fylgjast með öllu því bitastæða sem haustið býður upp á í þessum geirum – ekkert frekar en líkamsræktartröllin komast yfir að stunda allar gerðir líkamsræktar sem í boði eru. Hér eru nokkrar hug-myndir um skipulagða sófadagskrá sem ætti að halda kartöflunum upp-teknum flest kvöld fram að jólum.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Sunnudagur: Strax núna á sunnudag-inn, 13. september, hefur RÚV sýningar á bresku framhaldsþáttunum Poldark, sem fengið hafa mikla kynningu hér-lendis á þeim forsendum að íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir leikur eitt aðalhlutverkanna. Það er þó ekki það eina sem þessir þættir hafa til brunns að bera, þetta eru vandaðir períóðuþættir, sem fengið hafa mikið áhorf og umtal í Bretlandi. Þættirnir eru framleiddir af BBC og hafa slegið hressi-lega í gegn, ekki síst vegna yfirþyrmandi kynþokka leikarans í aðalhlutverkinu, Aidans Turner. Mér skilst að hann sé meira og minna ber að ofan í senunum og að breskar konur beinlínis kikni í hnjánum við áhorfið. Ný þáttaröð af Rétti, hefst um miðjan október á Stöð 2 og verða þættirnir sýndir á sunnudagskvöldum. Það er Baldvin Z sem leikstýrir og af þeim brotum að ráða sem sýnd hafa verið til kynningar á þáttunum er hér hörkustöff á ferðinni; kynlíf og ofbeldi úr íslenskum veruleika í stórum skömmtum. Þoli menn illa ofurskammt af óhugguleg-heitum er lítið mál að teygja sig í bók úr staflanum á sófaborðinu og næla sér í eins og eina ljóðabók, til dæmis Tilfinn-ingarök eftir Þórdísi Gísladóttur eða Blýengilinn hans Óskars Árna og halda svo inn í draumalandið með ljóðrænt bros á vör.

Mánudagur: Mánudagskvöld eru hefð-bundin glæpaþáttakvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að sýningar á nýju seríunum af Broen, sem hefjast 28. september á RÚV, og House of Cards eftir áramótin, verði á þeim svo allar áhyggjur af leiðindum og mánudagsblús séu óþarfar. Til að hrista af sér mánu-dagsdrungann er þó kannski ráðlegra að sökkva sér ofan í góða skáldsögu og á þeim verður enginn hörgull þetta haustið. Jón Kalman Stefánsson sendir frá sér framhald af Fiskarnir hafa enga fætur, Einar Már Guðmundsson skrifar skáldsögu um Jörund hundadagakon-ung, Auður Jónsdóttir skrifar um konu sem glímir við flogaveiki og minnisleysi og Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér sakamálasögu beint úr íslenskum undirheimum. Fleiri stórkanónur verða með skáldsögur þegar líður á haustið og má nefna Hallgrím Helgason með

sína fyrstu sjálfsævisögulegu bók, Ólaf Jóhann Ólafsson með nýja sögu frá New York og Ólaf Gunnarsson sem skrifar um Syndara. Það er því eiginlega einboðið að hvíla sjónvarpsgleraugun, skella á sig lesgleraugum, hita kakó – jafnvel baka eins og eina köku – helga mánudags-kvöldin skáldsagnalestri og taka bara glæpaþættina í tímavélinni fyrir fréttir á þriðjudaginn.

Þriðjudagur: Þriðjudagar eru sam-kvæmt rannsóknum erfiðustu dagar vikunnar og því mikilsvert að finna eitt-hvað til að létta lundina. Glæpaþættir frá mánudagskvöldinu eru ágætis upp-hitun fyrir kvöldið, eða bara Friends og Modern Family á Gullstöðinni, það er óþarfi að ofreyna heilasellurnar svona snemma vikunnar. Framhaldið fær að ráðast af því hvernig stemningin er, en það verður þó að hvetja til þess að sjónvarpssnakkið sé í hollara lagi þetta kvöldið eftir sykurát gærkvöldsins og benda á að döðlur og gráfíkjur eru fyrirmyndar leið til að ná sér í sykur-bragðið með góðri samvisku. Last Week Tonight með John Oliver er ómissandi krydd í þriðjudagskvöldið og vilji fólk hlæja enn meira er gráupplagt að horfa bara á Gullstöðina allt kvöldið, þar eru gamlar gersemar eins og The new girl, How I met your mother og Two and a half man fastir liðir. Sé fólk í alvarlegri hugleiðingum má leggjast yfir léttar fræðibækur eins og Þarmar með sjarma og Erfið samskipti eða þungaviktarrit eins og Geirmundar sögu Heljarskinns, sem er ný útlegging Bergsveins Birgis-sonar á þeirri merku sögu.

Miðvikudagur: Miðvikudagar eru hefð-bundnir stelpudagar á Stöð 2, sumum ónefndum til mikils ama, og þættir eins og Greys Anatomy, Mistresses og fleiri í þeim dúrnum eiga þau kvöld skuldlaust. Tilvalið að hóa saman vinkonunum, skella á sig andlistsmaska, narta í konfekt og sötra böbblí – í hófi – og horfa saman á sápuna. Fyrir þá/þær sem ekki aðhyllast slíkan dekadens verða Hæpið og Kiljan á sínum stað á RÚV og Facebook alltaf innan seilingar til að láta sitt gáfuljós skína um efni og efnistök þáttanna. Umræðan í Kiljunni ætti líka að æsa upp áhugann á að kynna sér nýjustu bækurnar og hér

koma glæpasögurnar sterkar inn, til mótvægis við böbblí og gáfumannatal. Arnaldur verður auðvitað með nýja bók 1. nóvember, en Erlendur og Marion fá frí í þetta sinn og rifjuð eru upp kynnin við lögguteymið úr Skuggasundi. Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Jón Óttar Ólafsson eru öll með saka-málasögur, í bókum Yrsu og Jóns Óttars hittum við fyrir gamalkunnar persónur en Ragnar kynnir galvaskur til leiks glænýja aðalpersónu, hina 64 ára gömlu lögreglukonu Huldu Hartmannsdóttur.

Fimmtudagur: Hvernig væri að taka aftur upp gamla hefð og hafa fimmtudagskvöldin sjónvarpslaus? Það er að segja heima hjá þér. Kveikja bara alls ekki á kassanum heldur nokkrum kertum, elda eitthvað gómsætt og bjóða kannski fjölskyldunni upp á upplestur úr nýjum barnabókum? Í þeim geira kennir ýmissa áhugaverða grasa í útgáfu haustsins og ekki minni höfundar en Gerður Kristný, Ævar Þór, Guðni Líndal og Gunnar Theodór eru öll með nýjar barnabækur, auk þess sem stórbók með öllum bókum Guðrúnar Helgadóttur er komin út. Slökkvið á tölvunum, símunum og æpöddunum, setjist í hring og lesið upphátt til skiptis, það er garanteruð leið til að efla fjölskyldutengslin.

Föstudagur: Föstudagskvöld þýða pítsa og bjór, popp og kók, Logi í beinni og Út-svar eða Gísli Marteinn, sem snýr aftur á með spjallþátt á RÚV, og svo einhver hugguleg hasarmynd undir svefninn. Punktur og basta.

Laugardagur: Pétur Jóhann ætlar að halda partí á Stöð 2 á laugardagskvöld-um í vetur í nýjum þætti sem nefnist Spilakvöld, eitthvað sem skemmtana-þyrstir ættu að kunna vel að meta sem upphitun fyrir djammið. Við, hinar rótföstu sófakartöflur, munum hins vegar kannski frekar svíkja lit og skella okkur yfir á DR 1, þar sem Barnaby og fleiri góðkunningjar eiga fastan sess á laugardögum. Svo má auðvitað alltaf krækja sér í krassandi mynd á leigunni, standi laugardagsmyndir sjónvarps-stöðvanna ekki undir væntingum, og deyfa spennuna með einu rauðvínsglasi og nokkrum ostbitum. Það er nú ekki laugardagskvöld nema einu sinni í viku.

Haustmyrkrið vekur þörf fyrir sjónvarpsáhorf og lestur undir hlýrri værðarvoð á stofusófanum, með kakó og kruðerí á kantinum.

Íslenskir þættir í haustRÚV:

n Hæpið

n Sprotarnir

n Föstudagsljós

n Rokk og popp-saga Íslands

n Ísþjóðin

n Studíó A

n Spaugstofan í 30 ár

n Rætur

n Tónahlaup

Stöð 2:

n ÍGT3

n Atvinnumenn-irnir okkar

n Gunnar Nelson í Las Vegas

n Neyðarlínan

n Logi

n Spilakvöld

n Hindurvitni

n Landnemarnir

32 úttekt Helgin 11.-13. september 2015

Við eflum heilsukaflann í Fréttatímanum. Teitur Guðmundsson læknir skrifar fasta pistla í Heilsutímann og við birtum mola frá doktor.is.

Heilsutíminn er líka í sjónvarpi. Alla mánudaga frumsýnum við þátt á Hringbraut sem Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari stjórnar.

Heilsutíminn er líka á netinu. Þar verða sýndar glefsur úr þættinum á Hringbraut ásamt því efni sem birtist í Heilsutímanum í Fréttatímanum.

Heilsutíminn Heilsutíminn í Fréttatímanum á netinu og í sjónvarpi

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími afsláttar er frá 30. október, til og með 2. nóvember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

GLÆPASAGAAÐ DÖNSKUM HÆTTI

HITTUHÖFUNDINN!

BÆKUR, BLÓÐ OG RAUÐVÍNUM HELGINA

Árið 1997 fannst lík ungrar stúlku á Borgundarhólmi. Málið var rannsakað

en ekki upplýst. Habersaat lögreglumaður gefst þó seint upp.

Alex er rænt og haldið í yfirgefnu vöruhúsi í París þar sem hún þarf að þola hroðalegar pyntingar. Þegar lögreglan kemst loks á slóðina er hún horfin. Hrollvekjandi og myrkur spennutryllir.

Pierre Lemaitre er einn vinsælasti spennusagnahöfundur Frakka og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín.

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gildir 11. september, til og með 14. september. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

en ekki upplýst. Habersaat lögreglumaðuren ekki upplýst. Habersaat lögreglumaðuren ekki upplýst. Habersaat lögreglumaður

HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!HÖFUNDINN!

spennusagnahöfundur Frakka og hefur spennusagnahöfundur Frakka og hefur spennusagnahöfundur Frakka og hefur

Stúlkan í trénuVildarverð: 3.299.-Verð: 3.699.-

AlexVildarverð: 3.299.-Verð: 3.699.-

MetsölulistiEymundsson

1.

PIERRE SPJALLAR VIÐ GESTI

OG ÁRITAR BÓK SÍNA Á

LAUGARDAGINN

KL 14:00AUSTURSTRÆTI 18

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Þ að er við hæfi að stefna Kristínu Svövu Tóm-asdóttur til viðtals morguninn eftir fyrsta verulega storm haustsins þar sem ljóðabók hennar Stormviðvörun er að hennar sögn

öll skrifuð á síðasta vetri og titillinn ætti því að vera skiljanlegur öllum þeim sem upplifðu veturinn 2014-15, eins og hún orðar það.

„Og í gær – daginn sem handritið fór í prentun kom fyrsta stormviðvörun þessa hausts,“ segir hún og hlær. „Ég tek þetta allt á mig!“

Stormviðvörun er þriðja ljóðabók Kristínar Svövu, hinar fyrri Blótgælur og Skrælingjasýningin vöktu mikla athygli og áunnu henni það álit sumra betri borgara að hún væri dónalegt ljóðskáld. Hún viður-kennir að það sé hún, en bendir á að hún hafi aldrei verið ásökuð um að vera klámljóðskáld sem henni þætti þó virkilega skemmtilegt, ekki síst í ljósi þess að mastersritgerð hennar í sagnfræði, sem hún býr nú til útgáfu á bók, fjallar um Stund klámsins, þ.e. klám á Íslandi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. „Saga kláms er mjög merkileg og alveg órann-sökuð á Íslandi, í rauninni. Ég held að margir muni eftir þessum tíma, tíma Tígulgosans og Táknmáls ástarinnar,“ segir hún.

Kristín segir hálfgerða tilviljun hafa ráðið því að hún valdi klámið sem viðfangsefni, en hún hafi fljótt komist að því að þetta sé ótrúlega fjölbreytt efni og snerti á mörgu sem hún hafi haft áhuga á í gegnum tíðina. „Þetta er náttúrulega menningarsaga og teng-ist bókmenntasögu, kvikmyndasögu og prentsögu í víðum skilningi. Þar að auki tengist það sögu ríkis-valdsins og taumhalds þess á þegnunum með boðum og bönnum. Boð og bönn eru alltaf mjög spennandi og svo tengist þetta auðvitað líka kynferðissögu og kynjasögu þannig að þetta er ótrúlega fjölbreytt rann-sóknarefni.“

Engar áhyggjur af kurteisireglumVið vendum kvæðinu í kross, setjum sagnfræðing-inn til hliðar og snúum okkur að ljóðskáldinu, hvers vegna valdi Kristín Svava ljóðformið sem tjáningar-form? „Ég hafði spunnið upp sögur frá því ég man eftir mér en í gaggó fór ég einhverra hluta vegna að skrifa ljóð. Ástæðan gæti tengst því að ég hafði verið að lesa fyrstu ljóðabækur Einars Más og gott ef Bónusljóðin hans Andra Snæs komu ekki út á þessum tíma og ætli ég hafi ekki bara séð einhver ljóð sem mér fannst skemmtileg og ákveðið að prófa þetta form.”

Þegar ég spyr hvort hún hafi verið ögrandi í ljóðum sínum frá upphafi fer Kristín Svava að hlæja. „Ég veit það ekki. Maður leggur ekkert endilega upp með það að vilja ögra, en mér hefur alltaf fundist að ljóð og kannski bara skáldskapur almennt sé vettvangur þar sem maður getur sagt hvað sem er og þurfi ekki að hafa áhyggjur af sömu kurteisireglum og annars staðar. Þess vegna finnst mér ljóðin mjög eðlilegur vettvangur til þess að segja hlutina hreint út.“

Eru ljóð skilvirkt vopn í baráttunni fyrir jafnrétti og betri heimi? Lesa ekki alltof fáir ljóð? „Ég hef svo sem ekki ofurtrú á því að ljóðin mín komi af stað byltingu, en ég hef engar sérstakar áhyggjur af stöðu ljóðsins. Ljóð í víðum skilningi eru mjög víða og mjög margir sem lesa þau eða syngja, án þess að gera sér grein fyrir því, líka margir sem lesa þau aldrei og það er bara allt í lagi. Ef maður horfir á þetta á breiðari grunni þá er ljóðræna úti um allt. Fólk er að vinna með texta á ljóðrænan hátt og lesa hjá öðrum. Á Twitter, sem dæmi, ertu með form sem er mjög takmarkað og knappt, ekkert ósvipað sumum ljóð-formum. Ég er samt alls ekkert að halda því fram að ljóðið muni frelsa heiminn en er orðin svolítið þreytt á þessari spurningu hvort það sé eitthvert point með því að vera ljóðskáld. Þegar byltingin kemur verður það ekki bara eitthvað eitt sem veldur henni, þetta er allt partur hvert af öðru.“

Ljóð Kristínar Svövu hafa ratað víðar en ljóð ýmissa annarra þar sem faðir hennar, Tómas R. Einarsson, samdi lög við nokkur þeirra og flutti á geisladiskinum

Óskar eftir ásökunum um klámLjóðabókin Stormviðvörun er þriðja bók Krist-ínar Svövu Tómasdóttur sem auk þess að vera ljóðskáld er sagnfræðingur sem vinnur nú að útgáfu bókar um klám á Íslandi á sjöunda og áttunda tug síðustu aldar. Henni hefur þó ekki dottið í hug að sameina ljóðin og klámið.

Kristín Svava Tómasdóttir leitar meðal annars fanga í umræðu-þráðum Facebook og Bland.is fyrir uppsprettur ljóða sinna. Ljósmynd/Hari

Trúnó. „Þá fóru þau aðeins út fyrir hefðbundna rammann og mér finnst það bara jákvætt. Það er alltaf verið að gera einhverjar tilraunir með að fara óhefðbundnar leiðir með ljóð; lamineruð ljóð í heita pottinum og eitthvað svona sem er mjög skemmtilegt. Það er engin réttari leið en önnur til að koma ljóðum á framfæri.“

Munur þess að segja og geraHér slengi ég fram þeirri fullyrðingu að mér finnist ljóðin í Stormviðvörun bera þessi merki að Kristín Svava sé orðin mildari en áður, hætt að vera reið ung kona, og hún rekur upp stór augu. „Finnst þér það? Kannski er það bara af því þessi ljóð eru meira unnin en áður. Ég allavega lít ekki á sjálfa mig sem neitt sérstak-lega milda týpu.“

Að minnsta kosti tvö ljóðanna í bókinni, Það sem ekki má og Ég dreg mörkin, fjalla um óskráðar reglur samfélagsins. „Ég skrifaði Ég dreg mörkin fyrst og það sem ég er að pæla í þar er meira hvað fólk segir en hvað það gerir, hvar það dregur mörkin í raun með alls konar hluti og hvar það segist gera það. Og hvaða mörk eru þetta? Hugmyndin kviknaði við lestur þráðar á netinu þar verið var að ræða hvað mætti segja og hvað ekki, og einhver kona hvað upp sinn dóm um það hvernig væri í lagi að tala um blökkumenn og hvar hún drægi mörkin.

Mér fannst það svo speisað að einhver kona sitji úti í bæ og dragi siðferðisleg mörk hist og her fyrir hönd annarra. Ég notaði aðeins Google til að hjálpa mér að finna hvar fólk segðist draga mörkin og það var alveg hreint á ótrúlegustu stöðum.

Það sem ekki má er líka að einhverju leyti byggt á ummælum á netinu, þegar fólk gefur yfirlýsingar eins og; ég myndi aldrei ... Hvað er það sem fólk myndi aldrei gera og hvað er það sem það segist aldrei myndu gera? Og hvað er það í alvörunni að gera? Í sagnfræðinni er munurinn á því sem fólk segir og því sem það gerir til dæmis mjög áhugaverður.“

Það verða sem sagt klámið og ljóðin sem haustið þitt mun snúast um, hefur þér ekki dottið í hug að sameina þetta og fara að yrkja klámljóð, eða hefurðu kannski þegar gert það? „Já, það lítur mjög vel út, haustplanið mitt. Og þótt það sé kannski skilgreiningaratriði þá vil ég nú ekki meina að ég hafi enn sem komið er sent frá mér klámljóð, geri það mögulega í framtíðinni. Mér þætti reyndar sem fræði-manni mjög áhugavert ef ég yrði sökuð um klám, en því miður hefur það ekki enn gerst. Ég kalla hér með eftir slíkum ásökunum.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Ég hef svo sem ekki ofurtrú á því að ljóðin mín komi af stað byltingu, en ég hef engar sérstakar áhyggjur af stöðu ljóðsins.

34 viðtal Helgin 11.-13. september 2015

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. –föstud. 07-18

Laugardaga 11-15

VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIGKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu

ÞITT ER VALIÐÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

KREA

TIV

FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

STYRKUR - ENDING - GÆÐI

HÁGÆÐA DANSKAR

15ÁRA

STOFNAÐ 2000

3x15

Kolvetnaskert,próteinríkt og fitulaust

Hentar fyrir LKL mataræði

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Krakk-arnir í

Hjarta-steini

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Hjartasteini á Borgarfirði eystra. Þetta er fyrsta stóra mynd

leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar. Aðalhlutverk eru í höndum tveggja ungra drengja,

Baldurs Einarssonar og Blæs Hinrikssonar. Auk þeirra fer fjöldi ungmenna með stór aukahlut-

verk í myndinni sem frumsýnd verður á næsta ári. Fréttatíminn tók þessa ungu leikara tali. Lengri

útgáfur af viðtölunum má finna á vef Fréttatímans. Ljósmyndir/Roxana Reiss

Baldur Einarsson, 13 ára.Hlutverk: Þór – AðalhlutverkBúseta: Reykjavík.Foreldrar: Hulda Birna Baldursdóttir og Einar Örn Jónson.Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Með því að lesa yfir það sem ég átti að lesa yfir, skilja hvað atriðið er um og mikið meira.Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég og

Þór erum svakalega líkir með persónu-leikann og skapið.Hvað er skemmti-legast við að leika í myndinni? Eiginlega bara allir í kring um mig og umhverfið.

Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Álagið er mjög mikið þegar þú ert að gera erfiðar senur og þarf að gera þær aftur og aftur af því að þú ert þreyttur og pirraður þá viltu bara pakka saman og fara heim. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram-tíðinni? Ég ætla að vona að ég fái svipuð verkefni í framtíðinni og ég er mjög glaður að ég geti byrjað svona hátt uppi...

Blær Hinriksson, 14 ára.Hlutverk: Kristján – AðalhlutverkBúseta: Kópavogi.Foreldrar: Hinrik Ólafsson og Drífa Harðardóttir Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Við leikararnir lásum yfir hverja einustu senu og lékum hana aftur og aftur. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Já við erum líkir á ákveðinn

hátt og eigum margt sameiginlegt og það er það skemmtilegt að líkja karakter-unum saman.Hvað er skemmti-legast við að leika í myndinni? Að

kynnast öllu þessu skemmtilega fólki og setja sig í aðra persónu en maður sjálfur.Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Að setja sig í spor þessara hörmunga sem hann Kristján er að upplifa. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram-tíðinni? Já, ég vona að ég fái að takast á við svona spenn-andi og skemmtileg verkefni.

Diljá Vals, 15 ára.Hlutverk: Beta – Vinkona Þórs og Kristjáns – besta vin-kona HönnuBúseta: ReykjavíkForeldrar: Valur Freyr Steinarsson og Ásta SigmarsdóttirHvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Að-standendur Hjarta-steins, höfðu séð mig í Málmhausi og báðu mig að koma og leika í kynningarefni fyrir myndina.

Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Við fórum í gegnum langt og erfitt æf-ingatímabil í sumar áður en að sjálfum tökunum kom, þar sem við greindum

persónurnar og reyndum að tengjast þeim.Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég reyndi að setja mig í spor þeirrar persónu sem ég lék, hún stendur með sjálfri sér og hefur sínar eigin skoðanir sem er eitthvað sem ég vil tileinka mér en hvort við eigum mikið sameigin-legt verða aðrir að dæma?

Katla Njálsdóttir, 13 ára.Hlutverk: Hanna – Vinkona Þórs og Kristjáns – Besta vin-kona BetuBúseta: „Straight out of Selás“ og hálfur HólmariForeldrar: Njáll Þórðarson og Þóra PétursdóttirHvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Mamma sá auglýsingu um skráningu í prufur á netinu og mig langaði

að prófaHvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Ég er búin að fara á leiklistaræfingar, dansæfingar, hest-anámskeið og hugleiðslunámskeið

og það var allt mjög skemmtilegt og ég er mjög ánægð að hafa fengið að prófa þessa hluti.Hvað er skemmti-legast við að leika í myndinni? Það er margt mjög skemmtilegt, sér-staklega félagsskap-urinn. Allt „crewið“ er skemmtilegt og leikararnir líka og ég veit að það verður mjög erfitt að kveðja þau öll þegar þessu verkefni er lokið.

Jónína Þórdís Karlsdóttir, 16 ára. Hlutverk: Rakel – Stóra systir ÞórsBúseta: ReykjavíkForeldrar: Karl Höskuldur Guð-laugsson og Ingibjörg MagnúsdóttirHvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Fyrir nokkrum árum lék ég í stuttmynd eftir Guð-mund, Ártún, hann þekkti mig þaðan og ég var beðin um að koma í prufur.

Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Ég og Rakel eigum þó nokkuð sam-eiginlegt. Ég skil hugsunarháttinn hennar og það er

margt sem hún gerir og segir sem ég er sammála, þrátt fyrir að hún sé mun skap-stærri en ég. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Það erfiðasta er trúlega að vera frá skóla. Stefnir þú á eitthvað leiklistartengt í fram-tíðinni? Já, ég stefni á að taka að mér svipuð verkefni í framtíðinni enda er þetta með því skemmtilegra sem ég hef gert.

Rán Ragnars-dóttir, 16 ára.Hlutverk: Hafdís – Stóra systir ÞórsBúseta: Stoltur Laugardalsbúi.Foreldrar: Halla Jónsdóttir og Ragnar Pétur ÓlafssonHvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Ég tók þátt í æfingum fyrir myndina, fór á magadansnámskeið og í hugleiðslutíma, og lærði textann. Átt þú og persónan sem þú leikur mikið

sameiginlegt? Ég og Hafdís erum báðar frekar rólegar að eðlisfari og eigum báðar yngri systkini sem er gaman að gantast með. Hvað er skemmti-

legast við að leika í myndinni? Það er búið að vera frábært að kynnast frábæru fólki og vera á þessum fallega og notalega stað sem Borgarfjörður er. Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Fjarveran úr skóla er búin að vera erfið og það að neyðast til þess að fara langt út fyrir þægindaram-mann, sem að sjálfsögðu borgar sig á endanum.

Theodór Páls-son, 13 ára.Hlutverk: Mangi – Vinur Þórs og KristjánsBúseta: Reykjavík Foreldrar: Díana Júlíusdóttir og Páll EiríkssonHvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjartasteini? Fór í prufu og hef áhuga á því að leika, var að leika í mörgu áður.Hvernig undir-bjóstu þig fyrir

myndina? Las yfir handritið og æfði mig.Átt þú og persónan sem þú leikur mikið sameiginlegt? Nei, eiginlega ekki.

Hvað er skemmti-legast við að leika í myndinni? Vera með öllum þeim sem vinna í myndinni.Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Mér fannst erfitt þegar það var mjög kalt úti og þurfti að vera ber að ofan.Stefnir þú á eitt-hvað leiklistartengt í framtíðinni? Það kemur í ljós.

Daníel Hans Erlends-son, 18 ára.Hlutverk: Haukur – Leiðtogi hóps eldri strákaBúseta: Kópavogur Foreldrar: Jórunn Rothenborg og Erlendur S. Birgisson Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Það var haldið svakalega vel utan um leikarahópinn. Við fórum í sérstaka tíma sem haldnir voru í raun til þess að kenna okkur hvernig ætti að vera leikari. Þessir tímar hjálpuðu mér mikið og ég lærði virkilega mikið á þeim, aðallega

vegna þess að við vorum með frábæran kennara, Kristínu Leu, sem var með allt á hreinu. Síðan las ég senurnar aftur og aftur til þess að reyna að vera

eins undirbúinn og ég gat þegar ég var mættur á sett. Einnig átti ég það til að tala við sjálfan mig í spegli... Hvað er skemmtilegast við að leika í myndinni? Að vera á setti, ekkert kemst nálægt því að búa til sumar af þessum senum. En það er líka svo mikið fagfólk sem kemur að myndinni, sem gerir dvölina á Borgarfirði eystri alveg frábæra og maður er alltaf tilbúinn að gera sitt besta þar sem allir eru þarna til þess að hjálpa hver öðrum.

Sveinn Sigurbjörns-son, 13 ára.Hlutverk: Guðjón – Vinur Þórs og KristjánsBúseta: Akureyri Foreldrar: Sigurbjörn Sveinsson og Arna Ívars-dóttirHvernig kom það til að þú fórst að leika í Hjarta-steini? Bróðir minn, hann Ívar, sá auglýsingu á netinu þar sem var lýst eftir leikurum á aldrinum 11-16 ára. Okkur fannst svo upplagt að senda inn umsókn því ég hafði áður leikið í sjónvarps-þáttunum Hæ gosa sem

sýndir voru á Skjá einum.Hvernig undirbjóstu þig fyrir myndina? Það var nú ekki mikið. Fór einu sinni á tveggja vikna fresti suður á æfingar í svona tvo mánuði. Þurfti

að safna hári í allt sumar en endaði svo bara með því að ég var krúnurak-aður.Hvað er skemmtilegast við að leika í myndinni? Að vera með og kynnast nýju fólki og horfa á hana í bíó það verður gaman.Hvað er erfiðast við að leika í myndinni? Að þurfa að bíða svona mikið, kannski 4-5 klukkutíma á milli setta.Stefnir þú á eitthvað leik-listartengt í framtíðinni? Nei, en aldrei að vita. Fótboltinn er númer eitt.

36 kvikmyndir Helgin 11.-13. september 2015

GRÍSALUNDIR1.722 kr/kgverð áður 2.649

KJÚKLINGA-BRINGUR1.959 kr/kgverð áður 2.799

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGABRINGURELDAÐAR 300 G.

747 kr/pkfullt verð 1.149

35%TILBOÐ

afsláttur á kassa

FAJITAS ARGENTÍNU TANDOORI SAFFRAN BARBECUE

LANDSINS MESTAÚRVALfyrir heilsuna

Vitamin Well Allir þurfa að upgrade-a sig. Eða næstum allir.

Bragðgóðir og svalandi drykkir, fullir af vítamínum, steinefnum, jurta og ávaxta extract og örlítið af

ávaxtasykri. Fáanlegir í 4 bragðtegundum.

Krakkavítamín Bragðgóðar sugutöflur.

Nýtt í Hagkaup

Krakka vítamín frá Gula Miðanum.Bragðgóðar sugu-töflur með appelsínu- og berjabragði, án sykurs, gervi- og aukefna.

töflur með appelsínu-

Krakkavítamín

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

QUEST prótein snakkEkta kartöfluflögur, 21g prótein, aðeins 5g kolvetni

og engin fita. Brakandi og samviskulaust Quest!

NOW vítamín

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Nýtt í Hagkaup

35%TILBOÐ

afsláttur á kassa

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

GRAND ORANGELAMBAFILE4.279 kr/kgverð áður 5.705

Mamma Chia skvísurLjúffengir og afar hentugir chia grautar stútfullir af næringu fyrir

unga sem aldna. Fullkomið orkuskot í amstri dagsins!

Chia fræ + ávextir + grænmetiÁn viðbætts sykurs1200 mg af Omega -3 trefjar - og próteinríkir70-80 hitaeinigar Glútenlaustir og vega

SollaSollaSolla

HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!

New NordicActive Liver, Zuccarin, Chili Burn.

New Nordic

GULI MIÐINN vítamínÍ Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið

sérhannaðar fyrir Íslendinga.

Krakka vítamín frá Gula Miðanum.Bragðgóðar sugu-töflur með appelsínu- og berjabragði, án sykurs, gervi- og aukefna.

GULI MIÐINN vítamín vítamín

VIT HIT vítamín drykkir5 tegundir með mismunandi virkni og vítamínum.

VIT HIT vítamín drykkir

Amino EnergyNý tegund hefur bæst við fjölskylduna, bláberja.

Amino EnergyAmino EnergyNý tegund hefur bæst við fjölskylduna, bláberja.

Amino Energy

Ný bragðtegundGott verð2.899 kr/stk

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGALEGGIRFERSKIR749 kr/kgverð áður 999

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Beint fráBónda

HAMBORGARAR2X120 gr547 kr/pkverð áður 729

2X175 gr712 kr/pk

verð áður 949

TURMERIC DRYKKURINNMEÐ KÓKOSBRAGÐITúrmerikrótin hefur verið notuð öldum saman til að vinna á ýmis konar kvillum eins og bólgum, gigt, meltingarvandamálum, ofnæmi og jafnvel blóðsjúkdómum. Túrmerikrótin hefur verið nefnd sem ein heilsusamlegasta fæða heims.

Bragðgóðar sugutöflur.

FREYJA próteinstykkiHreysti, Styrkur og Kraftur.

FREYJA próteinstykkipróteinstykki

999 kr/stk

Gott verð399 kr/stk

Gild

ir t

il 13

. sep

tem

ber

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

GRÍSALUNDIR1.722 kr/kgverð áður 2.649

KJÚKLINGA-BRINGUR1.959 kr/kgverð áður 2.799

30%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGABRINGURELDAÐAR 300 G.

747 kr/pkfullt verð 1.149

35%TILBOÐ

afsláttur á kassa

FAJITAS ARGENTÍNU TANDOORI SAFFRAN BARBECUE

LANDSINS MESTAÚRVALfyrir heilsuna

Vitamin Well Allir þurfa að upgrade-a sig. Eða næstum allir.

Bragðgóðir og svalandi drykkir, fullir af vítamínum, steinefnum, jurta og ávaxta extract og örlítið af

ávaxtasykri. Fáanlegir í 4 bragðtegundum.

Krakkavítamín Bragðgóðar sugutöflur.

Nýtt í Hagkaup

Krakka vítamín frá Gula Miðanum.Bragðgóðar sugu-töflur með appelsínu- og berjabragði, án sykurs, gervi- og aukefna.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

QUEST prótein snakkEkta kartöfluflögur, 21g prótein, aðeins 5g kolvetni

og engin fita. Brakandi og samviskulaust Quest!

NOW vítamín

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Nýtt í Hagkaup

KJÚKLINGABRINGUR

35%TILBOÐ

afsláttur á kassa

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

TILBÚIÐ Í SALATIÐ, VEFJUNA, SÚPUNA OG KJÚKLINGARÉTTINN

TANDOORIARGENTÍNUARGENTÍNU BARBECUEBARBECUEFAJITASFAJITAS SAFFRANSAFFRAN

GRAND ORANGELAMBAFILE4.279 kr/kgverð áður 5.705

Mamma Chia skvísurLjúffengir og afar hentugir chia grautar stútfullir af næringu fyrir

unga sem aldna. Fullkomið orkuskot í amstri dagsins!

Chia fræ + ávextir + grænmetiÁn viðbætts sykurs1200 mg af Omega -3 trefjar - og próteinríkir70-80 hitaeinigar Glútenlaustir og vega

SollaSolla

HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!

New NordicActive Liver, Zuccarin, Chili Burn.

GULI MIÐINN vítamínÍ Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið

sérhannaðar fyrir Íslendinga.

VIT HIT vítamín drykkir5 tegundir með mismunandi virkni og vítamínum.

Amino EnergyNý tegund hefur bæst við fjölskylduna, bláberja.

Ný bragðtegundGott verð2.899 kr/stk

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KJÚKLINGALEGGIRFERSKIR749 kr/kgverð áður 999

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Beint fráBónda

HAMBORGARAR2X120 gr547 kr/pkverð áður 729

2X175 gr712 kr/pk

verð áður 949

TURMERIC DRYKKURINNMEÐ KÓKOSBRAGÐITúrmerikrótin hefur verið notuð öldum saman til að vinna á ýmis konar kvillum eins og bólgum, gigt, meltingarvandamálum, ofnæmi og jafnvel blóðsjúkdómum. Túrmerikrótin hefur verið nefnd sem ein heilsusamlegasta fæða heims.

FREYJA próteinstykkiHreysti, Styrkur og Kraftur.

999 kr/stk

Gott verð399 kr/stk

Gild

ir t

il 13

. sep

tem

ber

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

Enginn meðal kúkalabbi

ÞÞau ómerkilegu tímamót urðu í mínu lífi fyrir nokkrum dögum að ég átti 39 ára afmæli. Ekki að ég geti sagt það með alveg óyggjandi vissu – en ég er nokkuð viss um að hinum kosmíska heimi er slétt sama þótt nú séu bara rétt rúmlega 350 dagar þangað til ég verð fertugur. Mér hins vegar þótti í það minnsta tilefni til að hlaupa aðeins í huganum yfir farinn veg. Ekki er hægt að segja að listinn yfir afrekin hafi verið upp á margar blaðsíður. Fyrir utan að hafa feðrað tvö börn hef ekki afrekað neitt svakalega mikið á síðustu 39 árum.

Aðal ástæðan er sjálfsagt sú að ég er latur. Alveg sérlega latur. En auk þess að vera þessi letingi, eiginlega stærri þátturinn í því að hafa ekki afrekað meira í lífinu annað en að feðra tvö ágætis börn, er að ég er meðal-Jón. Ég er svo mikill meðalmaður að ég er í rauninni meðal-tal yfir allt. Meira að segja þessi tvö börn sem ég þó hef feðrað eru strákur og stelpa. Ég er vísitölugúbbi dauðans. Mig langar bara ekki í hundinn.

Allt sem ég geri er meðal. Meira að segja nafnið mitt, Haraldur, er samnefn-ari yfir meðalgaurinn í næsta húsi. Jón er ekki meðal. Jón er allt of algengt til að vera meðal-nokkuð skapaður hlutur. Meðal-Jón er því rangt og ætti að vera meðal-Haraldur. Það er bara því miður bara of mikill tungubrjótur og ég sætti mig því við endinguna í meðal-aldur. Enda búinn með hálfa ævi meðal karl-manns á Íslandi.

Ég hef því ekki áorkað neinu sem mun nokkru skipta í lífi nokkurs manns, í það minnsta annarra en ættingja og vina. Það er svo sem ekkert til að skammast sín fyrir. En ekki beinlínis neitt til að koma

mér á spjöld sögunnar. Það geta ekki allir

bundið enda

á

stríð eða fundið lækningu við krabba-meini og ég veit að ég mun afreka hvor-ugt. Enda skipti ég mér hvorki af stríðum né dútla við að lækna sjúkdóma í frítím-anum.

En í þessari sjálfsskoðun minni, þarna að morgni afmælisdagsins míns, komst ég að einni niðurstöðu, hvar ég gekk örna minna þennan morguninn. Senni-lega hefur staðsetningin haft eitthvað með þessa uppgötvun að gera. Ég fann nefnilega, eftir talsverða leit, það sem ég hef umfram aðra samborgara mína og mun koma mér á spjöldin fyrr eða síðar.

Ég held barasta að ég sé bestur á Ís-landi og jafnvel eitthvað út fyrir land-steinana í einum hlut. Já, góðir lesendur. Ég tel mig vera Íslandsmeistara í því að kúka. Ég kúka einfaldlega betur og meira en aðra menn. Ég borða mikið og yfirleitt frekar óhollan mat og ætti að öllu eðli-legu og miðað við mataræðið að telja vel upp undir 200 kílógrömm. En þar sem ég er svona með eindæmum góður á settinu næ ég ekki einu sinni þriggja stafa tölu. Borða þó pítsur, hamborgara og franskar nánast á hverjum degi. Galdurinn, góðir lesendur – þið sem enn eruð að lesa – liggur í því að kúka meira en borðað er. Þetta er lang besta megrunin í brans-anum í dag og þegar ég segi megrun þá meina ég auðvitað lífsstíll. Því það þarf að leggja mikinn metnað í að kúka svona mikið.

Það fyrsta sem ég geri alla morgna, þegar ég er búinn að nudda stírurnar úr augunum, er að verma setuna. Les bara smá í blaði og geri mínar þarfir. Ja, stund-um þarf nú reyndar að lesa ansi mikið í blaðinu því í þessum lífsstíl er einfald-lega setið þangað til þyngdaraflið vinnur sína góðu vinnu. Það getur tekið allt frá nokkrum sekúndum upp í góðar 20 plús mínútur. Já, það verður enginn bestur með því að gefast upp og ég er meistari míns yfirráðasvæðis. Ristillinn minn gerir það sem ég segi honum. Með góðu eða illu skal illt út reka. Helst þó án þess að fá þrútna gyllinæð í kaupbæti.

En þetta er nú bara það sem venjulegt fólk gerir. Að kúka á morgnana, altsvo. Ég hins vegar kúka minnst þrisvar á dag. Já, þrisvar og oftar ef ég er eitthvað off í maganum. Ef það kemur upp smá þemba

eða álíka. Þá kúka ég það af mér. Ef eitthvað er í gangi í vinnunni. Kúka

það af mér. Fjölskyldan eitthvað að plaga mig. Jú, alveg rétt! Beint inn á lettið og kúka það af mér.

Þetta er líka svo góður tími. Ég hef aldrei reykt sígarettur að staðaldri

en get ímyndað mér að þetta sé svipað. 10 mín-

útur hér, 15 mínútur þar. Svona smávegis til að brjóta upp dag-inn – ómetanlegar stundir alveg.

Þar sem ég sturt-aði afrakstri morg-unsins niður var mér litið á postu-línið – og þá laust því niður í mig. Að þrátt fyrir þessa uppgötvun mína, þessa með að ég er yfir meðallagi góður í einhverju, mun ég

aldrei ná rísa upp úr meðaltalinu. Því eins

góður og ég er að kúka er ég alveg einstaklega

lélegur að pissa. Kæmist ekki einu sinni í utan-deildarlið í pissiríi. Dropar

hingað og bunur þangað. Ýmist vegna tregðulögmáls-ins, af einbeitingarskorti, leti eða líkamlegum vanköntum. Barmabunur, skvettur og hristur upp um allt. Ég er því eftir allt saman bara í meðal-lagi góður á salerninu. Eitt

vegur upp á móti öðru þar eins og annarstaðar. Meðalmennskan verður því ekki umflúin.

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS

ÞJÓÐLEGASVUNTUPARIÐ

4.980

5.990

SPARIVESKI FYLGIR

SPARIVESKI

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

MEÐ VIRÐINGUOG KÆRLEIK Í 66 ÁR

Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is

50 ára afmælishátíðí Salzburg 15.–18. október og þú getur verið gestur!

Iceland Congress Skipholt 25 Sími 552 9500

Meira á FacebookFerðir - Iceland CongressBókanir og upplýsingar: www.soundofmusic.is

ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI BÝÐST AÐEINS Í STUTTAN TÍMA HaraldurJónassonhari@

frettatiminn.is

40 viðhorf Helgin 11.-13. september 2015

42 fjölskyldan Helgin 11.-13. september 2015

Riga í LettlandiRiga í Lettlandi

10–13. október 2015

Nokkur sæti eftir

Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Verð frá 96.900.-

InnifaliðFlug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.

588-8900Transatlantic.is

Ótryggar fjölskylduaðstæður

Þ að er óhemju mikið lagt á börn sem alast upp við ótryggar fjölskylduaðstæður eins og drykkju foreldra, andleg veikindi þeirra eða heimilisofbeldi.

Þetta eru börnin sem aldrei gátu vitað fyrirfram hvernig ástandið var heima þegar þau komu úr skólanum. Þrátt fyrir óvissu og óöryggi lærðu mörg að gæta leyndar-málsins. Þau forðuðust að koma heim með vini sína og sum reyndu að halda sig mest annars staðar ef þau áttu þess kost. Börn sem áttu yngri systkin fannst mörgum þau verða að vera til staðar til að geta verndað þau ef ástandið yrði sérstaklega slæmt á heimilinu.

Barn sem elst upp við erfiðar heimilisaðstæður sem þessar fer oftar en ekki á mis við hvatningu, fræðslu og viðhlítandi umönnun. Sum eru hreinlega vanrækt. Glími þetta sama barn einnig sjálft við einhverja röskun, t.a.m. ADHD sem þarfnast sérstakrar að-

hlynningar, getur staða þess verið sérlega bágborin. Sama má segja um börnin sem eru að takast á við einhver afbrigði námserfiðleika eða annan vitsmunaþroskavanda.

„Sjúkt“og skaðlegt samskiptakerfi, s.s. öskur, hótanir, viðvarandi rifrildi eða lang-varandi þagnir og samskiptaleysi eru algengar á heimilum þar sem foreldrar glíma við geðræn veikindi eða fíknivanda. Börnin eru ekki aðeins líkleg til að tileinka sér samskiptamunstrið sem þau eru alin upp við heldur einnig meðvirkni sem er algeng þar sem vandi af þessu tagi er til staðar. Þegar kemur á fullorðinsárin koma þessir einstaklingar oft út í lífið með brotna sjálfsmynd og óöryggi í félagslegum aðstæðum.

Þeir sem hafa verið aldir upp á heimilum þar sem „sjúkt samskiptakerfi“ var við lýði, eiga oft sem fullorðið fólk erfitt með að lesa í aðstæður. Þeim hættir einnig frekar til að oftúlka eða misskilja orð og atferli. Einstaklingur með brotna sjálfsmynd á það einnig til að gera óraunhæfar kröfur til sjálfs síns og stundum einnig til annarra. Brotinni sjálfsmynd fylgir iðulega sjálfsgagnrýni og sjálfsniðurrif. Hugsanir á borð við „ég er ómögulegur“, „ég mun gera mig að fífli“, „ég klúðra alltaf öllu“ eða „það gengur aldrei neitt upp hjá mér“ vilja sækja á.

Óttinn við höfnun og neikvætt almenningsálit er daglegur ferðafélagi einstaklings sem hefur ekki mikla trú á sjálfum sér og líður illa í eigin skinni. Sé honum hrósað, þá líður honum jafnvel bara enn verr því honum finnst hann ekki eiga hrósið skilið. Í samskiptum við aðra eru varnir einstaklings sem líður illa með sjálfan sig oft miklar.

Sumir eiga í erfiðleikum með hreinskilni og finnst erfitt að tjá skoðanir sínar og tilfinn-ingar. Að sama skapi getur hann átt erfitt með að setja ekki bara sjálfum sér mörk heldur einnig öðrum. Einstaklingur sem er með mikla minnimáttarkennd á iðulega erfitt með að taka gagnrýni. Hin minnsta athugasemd getur í verstu tilfellum framkallað tilfinningu vonleysis og vangetu.

Þeim sem líður með þessum hætti hefur jafnan takmarkaða sjálfsvirðingu og tilfinning um verðleika er dauf ef nokkur. Stundum nær minnimáttarkennd, pirringur og jafnvel öfund stjórninni, ekki bara á hugsun heldur einnig á atferli. Þá er stundum eins og sefjun finnst í því að skapa leiðindi af litlu tilefni. Tilgangurinn, meðvitaður eða ómeðvitaður, er að valda sínum nánustu uppnámi eða ögra.

Einstaklingi sem finnst hann lítils virði finnst sem hann geti ekki átt mikla hamingju skilið. Gangi honum vel fyllist hann jafnvel óöryggi og kvíða. Þeim einstaklingi sem hér hefur verið lýst finnur sig oft í nánu sambandi við annan aðila sem glímir við sambærilegan vanda, stundum fíknivanda með tilheyrandi fylgifiskum.

Börn frá heimilum þar foreldri glímdi við alvarleg andleg veikindi, þekktu e.t.v. fátt annað en skipulagsleysi, óvæntar uppákomur og óreiðu í uppvexti sínum. Þegar komið er á fullorðinsárin er þess vegna stundum ofuráhersla lögð á reglu og skipulag. Birting-armyndirnar eru margar, s.s. ofur- hreinsi- og tiltektarþörf. Einnig rík þörf á að stjórna öðrum og hafa fulla stjórn á umhverfinu. Fyrirhyggjan, eins nauðsynleg og hún er, getur auðveldlega gengið út í öfgar. „Allt þarf helst að vera „fullkomið“, en samt er aldrei neitt nógu gott. „Hálfa glasið er áfram séð sem hálftómt en aldrei hálffullt.“ Stundum eru öfg-arnar alveg í hina áttina þegar óreiða og skipulagsleysi nær yfirtökum í lífi einstaklingsins.

Það er vissulega mjög sammannlegt að efast stundum um sjálfan sig og finnast maður ekki vera að standa sig. Sjálfsöryggi sérhvers einstaklings tekur mið af mörgu, s.s félags-legum aðstæðum hverju sinni og hvort viðkomandi telji sig standast eigin væntingar og annarra. En fyrir þann sem er alinn upp í umhverfi þar sem reglur og norm voru hunsuð og almennum umönnunarþáttum jafnvel ekki sinnt, er baráttan við vanmáttartilfinninguna og óttinn við höfnun stundum daglegt brauð.

Þrátt fyrir erfiða bernsku virðast samt margir koma með eindæmum sterkir út í lífið. Ástæðan er sú að það eru ótal aðrar breytur, innri sem ytri, sem hafa áhrif á heildarút-komuna. Sum börn eru svo lánsöm að hafa kynnst í uppvexti sínum fólki sem tók þau að sér. Ömmur og afar geta verið sannir bjargvættir svo fremi sem þau eru ekki meðvirk með hinu sjúka foreldri.

Enginn þarf að vera fórnarlamb fortíðardrauga. En það kostar að jafnaði mikla og stöðuga vinnu að slíta af sér fortíðarhlekkina, vinnu sem aðeins manneskjan sjálf getur unnið. Aðstoð fagfólks og ýmis handhæg meðferðarverkfæri eru oft nauðsynleg í þess-ari vinnu. Hafi einstaklingurinn löngun til að gera eitthvað í sínum málum þá er honum ekkert að vanbúnaði.

Þegar unnið er með sjálfsmyndina eru bakslög óhjákvæmileg. Sjálfvirkar neikvæðar hugsanir vilja oft halda áfram að skjóta upp kollinum og framkalla hina gamalkunnu vonda líðan. Tilfinningar sem búið hafa innra með manneskjunni frá barnsaldri hverfa ekki svo glatt. Þær komu til vegna ákveðinna aðstæðna. Stundum þarf einfaldlega að sætta sig við að þær verða þarna eitthvað áfram. Þær fá þá sína sérstöku skúffu en umfram allt má ekki leyfa þeim að stjórna daglegum athöfnum og ákvörðunum.

Sá dagur getur markað nýtt upphaf þegar manneskjan segir við sjálfa sig: „Mig langar ekki að líða svona illa lengur og ætla þess vegna að gera eitthvað í því.“ Þar með ákveður viðkomandi að hefja hreinsun í hausnum á sér og taka til í sínu lífi. Hálfnað er verk þá hafið er, segir máltækið. Vinnan felst m.a. í að „sortera“, henda út úreltum hugsunum sem bara láta manni líða illa. Hlúa þess í stað að styrkleikunum og beina sjónum að því góða sem er til staðar og því sem er í raun og sann að ganga vel. Það er aldrei of seint að læra að njóta lífsins til að geta lifað því lifandi meðan það varir.

Börnin eru ekki aðeins líkleg til að tileinka sér samskipta-munstrið sem þau eru alin upp við heldur einnig með-virkni ... Einstaklingi sem finnst hann lítils virði finnst sem hann geti ekki átt mikla hamingju skilið.

Mig langar ekki að líða svona illa lengur!

Kolbrún Baldursdóttirsálfræðingur

www.

kolbrunbaldurs.is

heimur barna

Ert þú í söluhugleiðingum?

510 7900Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.Jóhanna GustavsdóttirSölufulltrúi / BA atvinnufélagsfræði.

698 [email protected] www.fastlind.is

Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /

Traust og góð þjónustaFrítt verðmat

Suðurlandsbraut 16 108 ReykjavíkSími 5880500

www.rafha.is

Opiðvirka daga 9-18

laugardag 11-17sunnudag 13-17

Verð gilda t.o.m. 4. október eða meðan birgðir endast

Afar vönduð ryksuga með frábærum sogkrafti.1500W orkusparandi mótor sem skilar heilum 2300W. 9 metra vinnuradíus. Hægræsing. Pokakarfa sem tryggir betra loftflæði. Fullt verð kr. 19.990.

JMORIGIN JetMaxx ryksuga

9M VINNU-RADÍUS

1500W=

2300W

Ferðatöskuvog0-50 kg. Nú er yfirvigt úr sögunni.Fullt verð kr. 3.990

DO-9090W

Pokakarffa sem tryggir betra loftflæði.Fullt verðð kr. 19.990.

13.990SPARAÐU 6.000

LAGERHREINSUN KR.

Fullt verð kr. 8.990.

Grillpanna eða djúp panna með loki

2.99067% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

PR. STK

25-67% afsláttur af pottum og pönnum

3.99020% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR. Þetta litla rafknúna hnífabrýni gerir alla hnífa og skæri flugbeitta á nokkrum sekúntum. Hentar jafnvel til að brýna verkfæri s.s. skrúfjárn. Fullt verð kr. 4.990.

2.99040% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

Blandar beint í flöskuna sem þú getur svo tekið með þér í ræktina, vinnuna eða annað ferðalag. Léttir þér vinnuna og minni þrif.Án BPA efna. 500ml flaska. Þola uppþvottavél. Fullt verð kr. 4.990.

BL-4435 Blandari to go

Kraftmikill blandari í burstuðu stáli með 1,5 lítra glerkönnu. Tilvalinn í boostið og ræður auðveldlega við klaka og frosin ber. Tværhraðastillingar og sérlega auðveldur í þrifum.Fullt verð kr. 9.990.

BL-4430 Blandari

kr. 8.990.

na eða djúp með lokið

nnm

Fullt verð

Grillpanpanna m

p

af pottum og pönnumfsláttur a

Afa150hei

9 H

P

JM

P F

S

íð 1,5 lítran í

akarsérlega.

0.

arii

Fullt verð kr. 9.9900.

4.990 50% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

-50 kg. Nú erfirvigt úr sögunni.ullt verð kr 3 9900

1.990 50% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

F0yF

D

0yfF

2600 mAh ferðahleðsla fyrir allar gerðir af símum og spjaldtölvum. U.þ.b. 2,5 klst af hleðslu. Tilvalið í ferðalagið. Hleðslusnúra fylgir. Fullt verð kr. 3.990.

PB-1720 FerðahleðslaAudioSonic

1.690 58% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

AS-10 Hnífabrýni

Beint í bílinn

ullt verð kr. 3.9900FF

Engin yfirvigt

8.99031% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

Stórt og öflugt mínútugrill með 2000W elementi sem tryggir að safinn lokist inní kjötinu svo það haldist meyrt og lúffengt. Burstað stál, hitastillir og bakki fyrir fitu. Fullt verð kr. 12.990

DO-9037G Heilsugrill

5.99033% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

FR-6929 DjúpsteikingapotturNettur djúpsteikingapottur. Hægt að taka allan í sundur til að setja ílát, lok, körfu og ramma í uppþvottavélina. Hitastillir, hámark 190°C. 1,75 lítraFullt verð kr. 8.990.

RK-6117 HrísgrjónapotturFáðu hrísgrjón eins og á ekta asískum veitingastöðum, létt, laus og ljúffeng, Sýður grjónin og heldur þeim svo heitum á eftir. Fullt verð kr. 4.990.

g ppþHitastillir, hámark 190°C. 1,75 lítraFullt verð kr. 8.990.

RFáveSýá

2.99040% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

WF-2141 vöfflujárnBakar tvær hnausþykkar belgískar vöfflur, sem eru stökkar og fallega bakaðar að utanverðu.Fullt verð kr. 9.990.

5.99040% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

þy g ,a bakaðar að utanverðu.90.90

3.99033% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

Þriggja hæðaFullt verð kr. 5.990.

CF-1603 súkkulaði-gosbrunnur

24.99020% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

Flott hrærivél í háglans svörtu, grænu eða rauðu með 700W mótor og 4,5 lítra stálskál, 700W mótor, hveitibraut og 7 hraða- stillingar. Heldur sama styrk þó meira bætist í skálina.Hnoðari, þeytari og hrærari fylgir. Fullt verð kr. 39.900

DO-9109/10/11 hrærivél

ZB-2816 ErgoRapido ryksugaUpplifðu þessa einstöku léttryksugu með skafti og handryksugu í einu og sama tækinu. Mótordrifinn bursti og góður sogkraftur. Ótrúlega létt og lipur í allri notkun. Svört háglans.Fullt verð kr. 22.990.

67% f látt

Rapido ryksuganstöku léttryksugudryksugu í einuMótordrifinn bursti tur. Ótrúlega létt ogSvört háglans.

990.

17.99022% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

WBsFF

ÞF

CCg

RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM

LAGERHREINSUN

OPIÐALLAHELGINA

Öflug matvinnsluvél með fjölda fylgihluta og blandara. Stór 2,1 lítra skál. Fullt verð kr. 19.990

DO-9112FP Mat-vinnsluvél

19.990

11.99040% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

Sá vinsælasti með 750W mótor og fylgihlutapakka.Fullt verð kr. 10.990.

MX-4165 Töfrasproti

7.99027% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN KR.

volundarhus.is · Sími 864-2400

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² y�rbyggðri verönd

kr. 1.599.000,- án fylgihluta.

kr. 1.899.000,- með fylgihlutum og

byggingarnefndar teiknisetti.

Grunnmynd og nánari

upplýsingar á heimasíðu

volundarhus.is

www.volundarhus.is

Vel valið fyrir húsið þitt

HAUSTTILBOÐÁ GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

VH/14-04

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfskr. 299.900,- án fylgihluta

kr. 339.900,- m/fylgihlutum

70 mm bjálki / Tvöföld nótun

28 mm bjálki / Einföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²

kr. 269.900,- án fylgihluta

kr. 299.900,- m/fylgihlutum

TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²kr. 149.900,- án fylgihluta

kr. 169.900,- m/fylgihlutum

28 mm bjálki / Einföld nótun

50% afsláttur af �utningi á

GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM

á allar þjónustu-stöðvar Flytjanda.

GESTAHÚS og GARÐHÚS

sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Sjá �eiri GESTAHÚS og

GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is

Skírnarterturað hætti Jóa Fel

Pantanir í Síma: 588 [email protected]

Halda minningu afa á loftiMódelsmiðurinn og listamaðurinn Axel Helgason skildi eftir sig fjölda verka tengdum Íslandi. Þekktust voru mót hans af upphleyptum afsteypum af Ís-landi, auk Íslandskortsins sem finna má í Ráðhúsi Reykjavíkur. Barnabörn hans og makar hafa nú endurvakið hönnun hans og hafið framleiðslu á fallegum plöttum, púðum og plakötum undir nafninu Iceland By Axel.

Iceland by Axel platt-arnir eru framleiddir með sama hætti og Axel gerði á sínum tíma. Barnabörn hans tóku upp þráðinn þar sem hann hætti árið 1940 og framleiða nú, auk plattanna, fallega púða og plaköt.

V ið áttum hæðarlínuteikningar eftir Axel í möppu heima – mér fannst þær svo fallegar að ég lét prenta eina á

striga og gaf manninum mínum í jólagjöf. Það var kannski upphafið af þessu öllu saman,“ segir María Johnson, en maður hennar, Jón Axel Ólafsson, er barnabarn Axels. Þegar Axel vann upphleyptu Íslandsplattana sína studdist hann við Íslandskort fengin frá sjóliðsforingjum úr danska hernum. Til að framkvæma rétta upphleypingu á plöttunum þurfti hann fyrst að útfæra sérstök hæðar-línukort til að vinna út frá. „Okkur er það mikilvægt að varðveita arfleifð Axels með því að halda minningu hans á lofti. Við gerum það best með því að tryggja að sem flestir getir notið listaverka hans, líkt og hann hafði í hyggju árið 1934 þegar hann byrjaði að framleiða litla upphleypta platta af Íslandi til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Platt-arnir voru mjög vinsælir og voru seldir meðal annars til túrista og það kom mér bara á óvart að það voru túristar hér yfir höfuð á þessum tíma,“ segir María.

Ísland heillaði Axel lærði til smiðs en gerðist seinna módel-smiður. „Honum var hugleikið allt sem við kom Íslandi og vann að fjölda verkefna sem tengdust landinu í samvinnu við Reykja-víkurborg, Landmælingar og ríkið,“ segir María. Verkefnin voru fjölbreytt og misstór og stærsta verkefni hans er án efa upphleypt kort af Íslandi sem nú er til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Það tók hann 8 ár að klára það kort, ásamt fleiri hagleiksmönnum, og var þetta hans síðasta verkefni,“ segir María.

Hönnun sem á vel við í dagMaría segir að þau hafi ákveðið að endur-vekja hönnun Axels þar sem hún eigi vel við enn þann dag í dag. Ásamt plöttunum, sem eru í hinum ýmsu litum, ákváðu þau að hefja framleiðslu á púðum, plakötum í þremur stærðum og hæðarlínukorti í mörgum stærð-um. „Þær afsteypur sem nú eru fáanlegar eru framleiddar á nákvæmlega sama hátt og Axel gerði þau. Við einungis tókum upp þráðinn þar sem hann hætti árið 1940, en Ísland-splattarnir eru einstæður vitnisburður um fagmann og einstakan afa,“ segir María, en hún veit ekki til þess að mikið af upprunalegu plöttunum sé enn til á heimilum landsins. „Það voru þó margir sem mundu eftir þeim þegar þeir bárust í tal.“

Á heimasíðunni icelandbyaxel.com má sjá alla hönnunina sem í boði er, en einungis eru tíu dagar síðan heimasíðan fór í loftið. „Við höfum ekki undan að taka á móti pönt-unum sem er algjört lúxusvandamál,“ segir María. Búast má fleiri hönnunarvörum með Íslandsteikningum Axels á næstunni. „Við erum stolt af Axel og það er okkur mikilvægt að hlutir hans færi áhugafólki um íslenska hönnun gleði og ánægju,“ segir María.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Axel Helgason, listamaður og módelsmiður, vann fjöldann allan af fallegu handverki sem tengdist Íslandi á einn eða annan hátt. Hér er hann á vinnustofu sinni árið 1966. Ljósmynd/úr einkasafni.

44 heimili Helgin 11.-13. september 2015

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003 LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002KRINGLUNNI - S: 553-0500www.hrim.is

HAUSTIÐ ER KOMIÐP O T T A D A G A R

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM POTTUM FÖS-SUN.

NÝTT !!

N ýlega kom á markað nýr glæsilegur blandari í Art-isan línunni frá Kitchen-

aid. Blandarinn er sá langöflugasti sem Kitchenaid hefur framleitt frá upphafi. Hann hefur að geyma gír-skiptan 1300 watta mótor sem nær tveimur hestöflum með byltingar-kenndri Intelli-Speed-tækni. Aflið er að hluta til með sjálfvirkri hrað-astýringu til að ná silkimjúkum eða sérlega þykkum árangri.

Blandari sem ræður við nánast allt Hvort sem það er klaki, hnetur, heilir ávextir eða grænmeti fer blandarinn létt með að brjóta það niður og búa til safa, súpur, bo-ost eða hvað sem hugurinn girn-ist. Það eina sem þarf að gera er

að velja hráefnin og blandarinn sér um rest. Hann slekkur á sér sjálfkrafa þegar hann er búinn að blanda hráefnunum saman og læt-ur vita með hljóðmerki. Engin þörf er á að halda niðri loki eða stoppa í miðri blöndun til að hræra.

Auðveldur í þrifumBlandarinn er með byltingarkennt seguldrif með svokallaðri „slide-in“ hönnun. Kannan tekur 1,75 lítra og er með mjúku handfangi sem rennur ekki til, þétt innsigluðu loki, mælibolla og ofan á honum er möt-unartrekt fyrir hráefni. Kannan er BPA frí og má fara í uppþvottavél. Á blandaranum er valskífa sem er mjög auðveld í notkun. Á skífunni má finna fjögur forstillt uppskrifta-kerfi. Eitt fyrir boost, annað fyrir

Nýr og kraftmeiri

blandari frá Kitchenaid

Einar Farestveit & Co. hf kynnir: Tímalaust Kitchenaid útlitið mætir mögnuðu hugviti í nýja Artisan

blandaranum frá Kitchenaid. Blandarinn einkennist af fágaðri hönnun og er smíðaður úr steyptum málmi.

Blöndunarkerfið tryggir að öll inni-haldsefnin blandast saman hratt og örugglega. Hringiðan er öflug, hröð og nákvæm og veitir framúrskarandi blöndunarárangur.

Á blandaranum er valskífa sem er mjög auðveld í notkun. Á henni eru fjögur for-stillt uppskriftakerfi. Eitt fyrir boost, annað fyrir mjólkur-hristing, þriðja fyrir djús og fjórða fyrir sósur eða súpur.

mjólkurhristing, þriðja fyrir djús og fjórða fyrir sósur og súpur.

Örugg blöndunDemants blöndunarkerfið trygg-ir að öll innihaldsefnin blandast saman hratt og örugglega. Öflug-ur mótor, einstakt útlit, BPA laus kanna, ryðfríir stálhnífar og staf-rænt stjórnkerfi sameinast til að skapa öfluga hringiðu sem er hröð og nákvæm og veitir framúrskar-andi blöndunarárangur.

Kraftur, fegurð og lítil fyrir-höfnArtisan blandarinn hefur allt sem þú vilt að blandarinn þinn búi yfir: Kraft, fallegt útlit og litla fyrirhöfn. Blandarinn er fáanlegur í fjórum lit-um: Kremlituðum, rauðum, svört-um og hrímhvítum, en von er á fleiri litum á næstunni. Uppskriftabók á íslensku fylgir blandaranum. Grip-inn er hægt að nálgast í verslun Ein-ars Farestsveit & Co. eða á www.ef.is og hjá söluaðilum um land allt.

Artisan blandarinn frá Kitc-henaid ræður við nánast hvaða hráefni sem er svo hægt er að útbúa hvað sem hugurinn girnist.

46 kynning Helgin 11.-13. september 2015

Til sölu

Glæsilegt einbýli

Vel staðsett 288 m2 einbýlishús með góðri 90 m2 aukaíbúð og bílskúr, neðst Kópavogsmegin í Fossvogsdalnum.Staðsetningin er einstök með göngustíga í allar áttir en jafnframt í hjarta höfuðborgarsvæðisins.Um er að ræða fallegt fjölskylduhús með heitum potti og rúmgóðum palli. Góðar leigutekjur er hægt að hafa af aukaíbúð- inni en henni fylgir sérinngangur og sérbílastæði.

Brekkutún 13, 200 Kópavogur

Tilboð óskast Frekari upplýsingar á fasteignavef Mbl.

Húsasund:www.husasund.comDiljá Valsdóttir er viðskiptafræðingur, áhuga-manneskja um hönnun og mamma í Hlíðunum. „Ég byrjaði að blogga undir merkjum Húsasund í desember 2014 stuttu eftir að ég hafði fest kaup á minni fyrstu íbúð, í þeim tilgangi að stytta biðina eftir afhendingu. Á blogginu hef ég plottað og pælt í breytingum á íbúðinni, birt myndir sem veita innblástur og fjallað um innanstokksmuni sem eiga hug minn allan. Þær færslur sem hafa notið hvað mestra vinsælda og hvatt mig áfram eru Stóri listinn yfir hönnunartengdar netverslanir og pistlarnir um íbúðarkaupin og framkvæmdirnar.“

Heimilið:www.gudrunfinns.isGuðrún Finnsdóttir er 24 ára móðir og bloggari og lýsir sér sem hönnunarpervert. Á blogginu skrifar hún um hluti, hönnun og heimili sem heilla. Hún flutti nýverið í nýja íbúð ásamt fjölskyldu sinni og það er gaman að fylgjast með henni innrétta draumaheimilið.

Skreytum hús:www.skreytumhus.isSoffía Dögg Garðarsdóttir, eða Dossa, hefur að eigin sögn alltaf þjáðst af breyti- og skreytiáráttu og fær útrás fyrir hana á blogginu. Skreytum Hús er íslenskt heimilisblogg sem að fjallar um skreytingar og breytingar, fegrun heimilis og almennt þá hluti sem að eru að gleðja Dossu hverju sinni.

Hönnunarblogg fyrir heimiliðBlogg eru fínasti vettvangur til að sækja sér innblástur fyrir heimilið. Áhugafólk um innanhúshönnun ætti alls ekki að láta þessi íslensku, og eitt danskt, blogg, framhjá sér fara.

Living on a budget:www.livingonabudget.dkÞað er ekki hægt að taka saman lista um áhugaverð innanhússblogg án þessa að kíkja aðeins til Norðurlandanna. Hin danska Louise er búsett í Árósum og bloggar þar um margar skemmtilegar hugmyndir og ódýrar lausnir fyrir heimilið. Það er gaman að sjá hvernig hún nýtir gamla hluti og hluti sem maður myndi ekki geta ímyndað sér að föndra með. Sem dæmi má nefna vírkörfu úr grindverki og kaktus úr steinum.

Helgin 11.-13. september 2015

48 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015

Unnið í samstarfi við Doktor.is.

PISTILL

Teitur Guðmundsson læknir

Þ að er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram,

aðrir eru alltaf ungir, burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvoru tveggja.

Það er eitthvað fallegt við það sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem ann-ars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur.

Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan

um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu.

Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna;

Hjarta, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt og njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglu-bundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert!

Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn og vertu vonandi sem lengst með okkur hinum, það er það sem lífið gengur út á!

Að „berjast“ við aldurinn

1998

25.000

30.000

35.000

40.000

2015

Mannfjöldi 67 ára og eldri 1998-2015

Fjöl

di

Ár

1998 27.480

199928.046

200128.980

200329.996

200530.859

200731.665

200932.408

201133.883

201336.002

201538.298

200028.511

200229.533

200430.418

200631.226

200832.024

201033.110

201234.812

201437.010

Á 17 árum hefur Íslendingum,

67 ára og eldri, fjölgað um 10.818

Heimild: Hagstofa Íslands

n Neyttu ávaxta og grænmetis fimm sinnum á dag. Því litríkara, því betra. Ávextir og grænmeti innihalda nauðsynleg andoxunarefni, vítamín og steinefni.

n Neyttu fæðu sem inniheldur C-vít-amín, zink og Beta Caroten til að vernda augun.

n Trefjarík fæða bætir meltinguna, minnkar líkur á sykursýki og krabba-meini í meltingarvegi.

n Ráðlegt er að borða fisk þrisvar sinnum í viku, ásamt lýsi og Omega 3 til að bæta blóðfitu og minnka líkur á hjarta og æðasjúkdómum.

n Kalk og D-vítamín bæta beinheilsu og koma í veg fyrir beinþynningu.

n Hnetur, a.m.k. lófafylli á dag (um 40 grömm), hafa góð áhrif á blóðþrýsting og blóðfitu.

n Drekktu kaffi eða te í hófi.

n Dökkt súkkulaði, avocado og bláber, allt í hófi, eru mögulega talin hafa jákvæð áhrif á minnisstarfsemi.

n Dragðu úr salt- og sykurneyslu til að koma í veg fyrir háan blóðþrýsting og þróun efnaskiptavanda.

Þekkir þú einkenni sykursýki?Sykursýki er sjúkdómur sem gerir það að verkum að sykurmagnið, það er glúkósi, í blóðinu er meira en venjulega. Til eru tvö afbrigði af sykursýki, annars vegar insúlínháð sykursýki, eða týpa 1, sem er algengari hjá ungu fólki og börnum og hins vegar insúlínóháð sykursýki eða týpa, 2, sem er algengari hjá eldra fólki.

Almenn einkenni: n Þorsti.n Tíð þvaglát, þegar blóðsykurinn verður of hár skilst hluti hans út með þvagi.n Þreyta.n Lystarleysi og þyngdartap.n Kláði umhverfis kynfæri.n Sýkingar í húð og slímhúð.

Insúlínóháð sykursýki (týpa 2) kemur frekar fram hjá einstaklingum sem:n Eiga ættingja með sykursýki, hafa fengið sykursýki á meðgöngu.n Eru of þungir.n Hafa of háan blóðþrýsting.n Þjást af æðakölkun (t.d. kransæða-stíflu).n Hafa of háa blóðfitu (kólesteról).

Verður þú var/vör við ofantalin einkenni er ráðlegt að leita til læknis.

Komdu jafnvægi á mataræðiðSvo að okkur líði sem best þarf andleg og líkamleg vellíðan að spila saman. Óteljandi atriði geta haft áhrif á hvoru tveggja og þar spilar mataræði stórt hlutverk. Með

því að hafa mataræðið í jafnvægi er hægt að stuðla að bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Hér eru nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga:

Orsök:

n Við stinningu á sér stað flókið samspil taugakerfisins, æðakerfisins, hormóna og sálarlífs.

n Stinningarvandi getur verið einkenni undirliggjandi sjúkdóma sem hafa jafn-vel ekki enn verið greindir en þarfnast meðhöndlunar.

n Oft eru það fleiri en einn þáttur sem hefur áhrif.

n Æðasjúkdómar er algengasta líkam-lega orsökin. Oftast er um æðakölkun að ræða, því er einstaklingum með kransæðasjúkdóma og of háan blóð-þrýsting hættara við stinningarvanda-málum en öðrum. Sama gildir um þá,

sem hafa fengið blóðtappa í heila.

n Sykursýki getur einnig leitt til stinn-ingarvandamála.

n Sálræn vandamál og erfiðleikar í samskiptum para, t.d. afbrýðisemi, áhugaleysi fyrir makanum, öryggisleysi og frammistöðukvíði, geta haft áhrif á stinningu.

n Stinningarvandi getur einnig komið í kjölfar þunglyndis.

n Áfengi og margar tegundir lyfja geta haft áhrif á stinningu.

n Hægt er að beita ýmsum leiðum til þess að hafa áhrif á vandamálið, t.d. lyfjagjöf, kynfræðslu, hjálpartæki eða skurðaðgerð.

Hver er orsök stinningarvanda?Tíðni stinningarvanda eykst með aldrinum, 15-25% 65 ára karlmanna rís ekki hold á meðan 5% 40 ára karla eiga við slíkt vandamál að glíma. Ristruflanir sem vara í stuttan tíma eða koma fram á ákveðnu tímabili eru algengari.

NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

TerranovaEinstök bætiefni sem slegið

hafa í gegn. Hámarksvirkni eru einkunnarorð Terranova!

Higher NatureFyrir vandláta – komdu og finndu hvað hentar þér.

Guli miðinnÍslenska bætiefna-

línan sem þarf að vera til á hverju heimili.

FÖGNUM HAUSTINU!

ORKURÍK tilboð

1. – 14. september

Ecoffee fjölnota bollinn +5 áfyllingar á Te-barnum

Með þessum frábæra fjölnota bolla færðu 5 áfyllingar á Te-barnum!

TerranovaTerranovaTerranova

25%

Einstök bætiefni sem slegið hafa í gegn. Hámarksvirkni eru 25%

FRÍ HEIMSENDING

Í SEPTEMBER!

ALLAR

ÞESSAR VÖRUR

FÁST Í NETVERSLUNIN

NI,

HEILSUHUSID.IS

FÁST Í NETVERSLUNIN

NI,

FÁST Í NETVERSLUNIN

NI,

HEILSUHUSID.IS

FÁST Í NETVERSLUNIN

NI,

HEILSUHUSID.IS

25% SolarayHágæða bætiefni og vítamínblöndur.

Ecoffee fjölnota bollinn Ecoffee fjölnota bollinn +5 áfyllingar á Te-barnum

Með þessum frábæra fjölnota bolla færðu

Ecoffee fjölnota bollinn

HAUSTTILBOÐ!1.999 kr.

línan sem þarf að vera 25%

Ecoffee fjölnota bollinn +5 áfyllingar á Te-barnumEcoffee fjölnota bollinn

te-BAR te-BAR te-BAR te-BAR te-BAR te-BAR te-BAR Fimm fríir tebollar. Gildir út september 2015.

1 2

3 4

5

FRÍTT!

September 2015 – 3. tbl 16. árgangur

LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS

HEILSUFRÉTTIR

ARCTIC MOOD DÁSAMLEGA GOTT TE, UNNIÐ ÚR ÍSLENSKUM LÍFRÆNT RÆKTUÐUM JURTUM.

bls. 11

GEYMDU BLAÐIÐ

TYPPIÐ Í TOPPMÁLUM?

bls. 12

SÓLGÆTI ALLT FYRIRBAKSTURINN OGMATARGERÐINA

DÁSAMLEGA GOTT TE, UNNIÐ

TE Í ÚTRÁS!

bls. 7

bls. 8FRÓÐLEIKUR UM TE

HAUSTUPPSKERAN– uppskriftir!

ALLT UM TE!

bls. 4

ILMKJARNAOLÍURHEILSUHÚSSINSbls. 14

ORKA FYRIR KONURbls. 3

ORKA FYRIR KONUR

FRÁBÆRTVERÐ1.699 kr.

bls. 3

FRÁBÆRTVERÐ1.699 kr.

bls. 3

FRÁBÆRT

Siberian Ginseng frá Lifeplan er sniðið að kvenlíkamanum og gefur orku og kraft fyrir allar konur. Sérstaklega mikilvægt fyrir þær sem lifa erilsömu lífi!

bls. 10bls. 10

Vinsælustu snyrti- og förðunarvörurnar

í Heilsuhúsinu

HEILSUFRÉTTIR ERU KOMNAR ÚT! BLAÐIÐ

bls. 7bls. 7bls. 7

bls. 8bls. 8FRÓÐLEIKUR UM TEFRÓÐLEIKUR UM TE

HAUSTUPPSKERAN– uppskriftir!– uppskriftir!

ALLT UM TE!

ERU KOMNAR ÚT!ERU KOMNAR ÚT!

NÁÐU ÞÉR Í EINTAK!

Orku te YogiTea veitir þér

orku og yl.

Orku te Orku te YogiTea veitir þér

orku og yl.

Orku te Orku te YogiTea veitir þér

orku og yl.YogiTea veitir þér

KEYPTU ALLA

3 PAKKANA

EN BORGAÐU

BARA FYRIR 2!

KEYPTU ALLA

PAKKANA

3 fyrir 2ORKUPAKKI

FÆST Í VERSLUNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

frá eyrunum til heyrnarstöðvar-innar ekki nægilega skýrt og heil-inn reynir að fylla upp í eyðurnar. Sumar setningar er auðvelt að mis-skilja en vissulega ná sumir að geta í eyðurnar en það getur verið erfitt og þreytandi til lengdar að taka þátt í samræðum með skerta heyrn,“ segir Anna Linda. Að hennar sögn eru ekki margir sem átta sig á því hversu mikla orku það tekur frá fólki að þurfa stöðugt að einbeita sér að því að heyra. „Sumir sem koma til okkar hafa þó bara gefist upp á að reyna að heyra í krefjandi aðstæðum eins og fjölmenni og klið og segjast einfaldlega ekki nenna að hlusta þegar aðstæður eru erfiðar eða hætta jafnvel að taka þátt.“

Ný tækni sem auðveldar heil-anum að skilja hljóðNýjustu heyrnartæki frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni gerir það að verkum að mikilvægar upp-lýsingar eins og smáatriði í talmáli berast skýrar til heyrnarstöðvar-innar þannig að heilinn þarf ekki að eyða eins mikilli orku í að fylla upp í götin. Tæknin gerir heyrnartækj-unum kleift að vinna saman sem eitt kerfi til að hjálpa notandanum að staðsetja hljóð og draga úr áreynslu sem fylgir því að hlusta á samtöl. BrainHearing™ tæknin sér um að koma hljóðinu eins hreinu og skýru og mögulegt er til þess að auðvelda heilanum að skilja það.

Frí heyrnarmæling og heyrnar-tæki til prufu í vikutímaHjá Heyrnartækni er hægt að fá heyrnartæki til prufu í vikutíma en það getur verið mikilvægt fyrir þá sem eru að fá sér heyrnartæki í fyrsta sinn að vera með þau í einhvern tíma áður en tækin eru keypt. „Vikuprófun getur gefið þér nokkuð góða mynd af því hvernig þér líður með tækin, bæði hvernig það er að vera með þau í eyrunum og eins hvernig þau hljóma. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í heyrnar-mælingu til að sjá hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki,“

segir Anna Linda. Skoðun og heyrnarmæling tekur um 40 mín-útur og að henni lokinni er farið yfir niðurstöðu mælingarinnar og boðið upp á heyrnartækjaráðgjöf. „Það getur verið gott að fá maka, ættingja eða vin með sér í þetta ferli, sérstaklega í ráðgjöfina, en þar eru veittar mikilvægar upp-lýsingar sem stundum getur verið betra fyrir tvo að muna.”

Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartaekni.is

Unnið í samstarfi við

Heyrnartækni

50 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015

Er kominn tími til að nota

heyrnartæki?Ég _æki _örnin og tala við _ _estinnFlestum þykir mikilvægt að huga að heilsunni og leita sér að-

stoðar þegar eitthvað bjátar á. Heyrnarskerðing er eins og hvert annað mikilvægt heilsuvandamál sem þarf að bregðast við. Því fyrr sem vandamálið er meðhöndlað því betri verður útkoman.

A nna Linda Guðmundsdótt-ir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ,

segir að heyrnarskerðing geti haft margvísleg áhrif á líðan og heilsu og því er mikilvægt að hugsa um hana sem hluta af almennri heilsu. „Því miður bíða margir of lengi með að leita sér aðstoðar og stundum tekur það fólk nokkur ár að gera eitthvað í málunum. Að fá sér heyrn-artæki er vissulega stórt skref en það getur skilað viðkomandi mikl-um ávinningi.“ Rannsóknir hafa sýnt að notkun heyrnartækja sem meðferð við heyrnarskerðingu hef-ur jákvæð áhrif á lífsgæði. „Heyrn-artæki hjálpa þér bæði að heyra

betur og líða betur. Bestu heyrnar-tækin eru þau sem skila þér skýru og eðlilegu hljóði og tryggja að þú sért ekki þreytt eða þreyttur í lok dags,“ segir Anna Linda.

Að geta í eyðurnarFæstir leiða hugann að því að heyrn er ekki eitthvað sem á sér eingöngu stað í eyrunum. Það sem gerist á milli þeirra, í heyrnarstöð heilans er jafn mikilvægt. „Þar verður hljóð að upplýsingum sem hefur einhverja merkingu fyrir okkur. Þegar heyrn er skert, hvort sem það er vegna aldurstengdra breytinga í innra eyra, hávaðaskemmda eða vanda-mála í miðeyra er hljóðið sem berst

„Þegar heyrn er skert er hljóðið sem berst frá eyrunum til heyrnarstöðvarinnar ekki nægilega skýrt og heilinn reynir að fylla upp í eyðurnar. Sumar setningar er auðvelt að misskilja en vissulega ná sumir að geta í eyðurnar en það getur verið erfitt og þreytandi til lengdar að taka þátt í samræðum með skerta heyrn,“ segir Anna Linda, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni.

Hjá Heyrnartækni er hægt að fá mikið úrval heyrn-artækja í ólíkum verðflokkum.

Anna Linda Guðmundsdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur

hjá Heyrnartækni í Glæsibæ. Þar er boðið upp á fría heyrnar-

mælingu og heyrnartæki til prufu í eina viku. Mynd/Hari.

Opnunartímimán–fös 11—18lau 12—16

Síðumúli 21s: 537 51 01vefverslun: snuran.is

11—18

Ný sending

Finnsdóttir lækkar verðin á línunum Alba, Bianca og Pipanella um 15-25% og við líka

Verðlækkun

Einar Carl. Í vor hóf hann svo að setja saman sín eigin námskeið sem byggja á Movement Improvement.

„Á námskeiðunum leitumst við eftir að auka hreyfigetu og styrk í æfingum sem að lang mestu leyti eru framkvæmdar með líkams-

þyngd. Einnig er farið í hvernig best er að læra nýjar æfingar og stig-magna þær á hærra svið á skömm-um tíma.“ Æfingarnar snúast ekki eingöngu um styrk heldur stuðla þær einnig að betri almennri hreyfi-getu og liðleika. „Æfingarnar felast

52 heilsutíminn Helgin 11.-13. september 2015

Hreyfilist frá öllum heimshornum eykur hreyfigetu Einar Carl Axelsson, heilsu-nuddari og þjálfari, kennir fyrsta hérlenda námskeiðið í Movement Improvement, sem kalla mætti hreyfiflæði á íslensku. Einar Carl sérhæfir sig í hreyfiferlum og vinnur meðal annars með Annie Mist og Katrínu Tönju, fyrrverandi og núverandi hraustustu konu heims. Markmið Movement Improvement er að auka styrk og liðleika og dýpka þannig skilning iðkenda á hreyfigetu líkamans.

U m er að ræða æfingakerfi þar sem æfingum úr hinum ýmsu greinum er blandað

saman, til dæmis úr crossfit, fim-leikum, brasilísku danslistinni capoeira og svonefndum götufim-leikum eða parkour,“ segir Einar Carl Axelsson sem kynntist hrey-fiflæði í gegnum ísraelska vin sinn, Ido Portal. „Hann æfði capoeira þegar hann var ungur og langaði að teygja það form lengra og fór því að blanda saman alls konar hreyf-ingum úr bardagalistum, fimleik-um og fleira í eina hreyfilist,“ segir

auk þess ekki í endalausum endurtekningum, heldur vinnum við frekar í að auka flækjustig æfinga sem krefst lið-leika og styrks,“ segir Einar Carl.

Fyrir alls konar fólk með verki og vesen

Einar Carl segir þessa tegund þjálfunar henta öllum. „Ég hef verið með dans-ara, húsmæður og keppnisfólk úr Mjölni með verki og vesen á sama tíma í tímum hjá mér.“ Þar sem unnið er með eig-in líkamsþyngd er hægt að finna erfið-leikastig sem hentar öllum. Að sögn Ein-ars Carls er ávinn-ingurinn af Move-ment Improvement f jölþættur. „Þetta snýst ekki eingöngu um að auka liðleika heldur að auka styrkinn samhliða og nýta hann til að fara dýpra í hverja æfingu.“

Sterkari án þessa að lyfta einu lóði

Þorsteinn Ingi Valdi-marsson leitaði til Einars Carls vegna bakvandamála fyr-ir nokkru. „Ég fór til hans í nudd sem hjálpaði mér mikið, Einar Carl kenndi mér

til dæmis ýmsar teygjuæf-ingar. Hann sagði mér svo

frá þessu námskeiði og ég ákvað að slá til og sé alls ekki eftir því.“ Þorsteinn líkir

námskeiðinu við töfra-brögð og segir að

Einar Carl sé töfra-maðurinn. „Hug-myndafræðin er einföld og það er auðvelt að meðtaka skilaboðin. Æfing-arnar einkenn-ast af fjölbreytni, léttleika og það ríkir góður andi á æfingum og enginn t ími er eins.“ Eftir nokkrar vikur á námskeiðinu hefur Þorsteinn styrkst mjög mikið og er orðinn liðugri. „Verkurinn í bakinu hefur

horfið, en það magnaða við þetta er að ég er búinn að styrkjast mikið án þess að lyfta einu einasta lóði.“

Einar Carl bauð upp á fyrstu Movement Imp-rovement námskeiðin í vor og fer áhuginn vax-andi. „Það er alltaf fullt í hádegistímunum og ég hef verið að bæta við tím-um klukkan 11. Auk þess eru alltaf tímar á morgn-ana.“ Tímarnir fara fram

í sal Ferðafélags-ins í Mörkinni.

Áhugasamir geta kynnt sér

Movement Imp-rovement á Facebook síðunni Mobility Flex.

Helgin 11.-13. september 2015

Einar Carl Axelsson hefur sett saman námskeið fyrir þá sem vilja auka styrk og liðleika samtímis. Þjálfunin nefnist Movement Improvement og samanstendur af æfingakerfi þar sem æfingum úr hinum ýmsu greinum er blandað saman. „Þetta er þjálfun sem kemur á óvart og engir tveir tímar eru eins.“ Mynd/Hari.

Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari og umsjónarmaður Heilsutímans.

Heilsuumfjöllun í Fréttatímanum eflistUmfjöllun um heilsu í Fréttatím-anum mun aukast með haustinu. Fréttatíminn hefur hafið samstarf við sjónvarpsstöðina Hringbraut og doktor.is. Sjónvarpsþáttur-inn Heilsutíminn verður sýndur á mánudagskvöldum á Hringbraut í vetur. Auk þess mun Teitur Guð-mundsson læknir ganga til liðs við Heilsutímann og vera með fasta pistla í blaðinu og í sjónvarpsþætt-inum. Heilsutíminn verður hér eftir í Fréttatímanum eins og áður og á frettatiminn.is.

Sjónvarpsþátturinn verður frum-sýndur á mánudagskvöldum klukk-an 20 og endursýndur nokkrum sinnum í vikunni. Umsjónarmaður

með þáttunum er Gígja Þórðardótt-ir sjúkraþjálfari. Hún mun einnig hafa yfirumsjón með Heilsutíman-um í Fréttatímanum. Í Heilsutím-anum verður fjallað um allt það nýj-asta í heilsurækt og hvað fólk getur gert til að efla sjálft sig. „Þar verður meðal annars farið yfir nýjar rann-sóknir í heilsugeiranum, viðtöl við fagfólk og gefin góð ráð til lesenda varðandi mataræði, hugarfar, hreyf-ingu og margt fleira,“ segir Gígja. „Við munum einnig kynnast ýmsum heilsueflandi námskeiðum og fjalla nánar um heilsutengd efni sem við höfum tekið fyrir í blaðinu, líkt og heilsu móður og barns, svo dæmi sé tekið.“

Helgin 11.-13. september 201554 tíska

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Gallabuxur

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

Kíkið á myndir og verð á Facebook

Verð 11.900 kr.3 litir: blátt, grátt, svart.Stærð 36 - 46- rennilás neðst á skálm

Verð 15.900 kr.5 litir: gallablátt,

svart, hvítt, blátt, ljóssand.

Stærð 34 - 48

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-15

Flottur sumarfatnaður

Kvarterma peysa á 12.900 kr.3 litirStærð 36 - 52

Buxur á 15.900 kr.5 litirStærð 34 - 48

GallabuxurStakir jakkar

Verð: 15.900 kr.

2 litir: blátt og svart.

Stærð: 34 - 48.

Eigum til buxur í sama efni í 3 síddum:76 + 83 + 89 cm.

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Jakki - úlpaStærðir: 40 - 56

Verð: 18.900 kr.

Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

STÆRÐIR 14-28

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ ÁWWW.CURVY.IS

SENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER!

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM!

Í hvítum kjól á Everest

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum stendur nú sem hæst þar sem hver atburðurinn á fætur öðrum á sér stað á rauða dreglinum. Það er því í nægu að snúast fyrir stjörnurnar og stílista þeirra til að tryggja að líta sem best út marga daga í röð. Hvítir kjólar frá öllum helstu hátískuhúsum voru áberandi þegar opnunarmynd hátíðarinnar, Everest, eftir Baltasar Kormák var frumsýnd. Hátíðinni lýkur um helgina og verður spennandi að sjá hvað mynd verður valin sú besta, og hljóta þar með gullna ljónið.

Helgin 11.-13. september 2015

og verður spennandi að sjá hvað mynd verður valin sú besta, og hljóta þar með gullna ljónið.

1. Fyrirsætan Alessandra Ambrosio vakti mikla athygli í kjól frá Philo-sophy di Lorenzo. Sniðið er einstakt og blúndan kemur vel út. Ambrosio klæddist skóm með blúndu í stíl.

2. Tískubloggarinn Negin Mirsalehi klæddist einnig kjól frá Philosophy, líkt og Ambrosio. Hún sýndi hins vegar aðeins minna hold.

3. Spænska leikkonan Paz Vega klæddist Russo Couture silkikjól frá haustlínu Ralph & Russo. Hér eru öll smáatriði á hreinu.

1

2

5

6

4

1. Fyrirsætan Alessandra Ambrosio vakti mikla athygli í kjól frá Philosophy di Lorenzo. Sniðið er einstakt og blúndan kemur vel út. Ambrosio klæddist skóm með blúndu í stíl.

2. Tískubloggarinn Negin Mirsalehi klæddist einnig kjól frá Philosophy, líkt og Ambrosio. Hún sýndi hins vegar aðeins minna hold.

3. Spænska leikkonan Paz Vega klæddist Russo Couture silkikjól frá haustlínu Ralph & Russo. Hér eru öll smáatriði á hreinu.

3

4. Elizabeth Banks á sæti í dómnefnd hátíðarinnar í ár. Hún var stórglæsileg á frumsýningu Everest þar sem hún klædd-ist hvítum, aðsniðnum kjól frá Dolce & Gabbana.

5. Diane Kruger á einnig sæti í dómnefnd hátíðarinnar og klæddist hún perlup-rýddum kjól frá Prada. Hún fékk mikið lof fyrir kjólinn en það er spurning hvort sleppa hefði mátt skikkjunni?

6. Lilja Pálmadóttir fékk greinilega minnismiðann um „dresscode“ kvöldsins og klæddist glæsilegum hvítum kjól frá Alexander McQueen. Baltasar var boðberi íslenskrar hönnunar og klæddist JÖR frá toppi til táar.

tíska 55Helgin 11.-13. september 2015

Póstsendum hvert á land sem erLaugavegi 178 OPIÐ: Mán.-fös. 10-18. Laugardögum kl 10-14.S. 551-2070 & 551-3366 www. misty.is

DÚNDURSMARTVandaðir dömuskór úr leðri og skinnfóðraðir.

Teg: Bee Stærðir: 36 - 41 Verð: 21.950.-

Teg: Bee Stærðir: 36 - 41

Verð: 21.950.-

Trg: Sharon Stærðir: 36 - 41 Verð: 17.950.-

fæst í stærðum S,M,L,XL,2X á kr. 11.885,-

SUPER CONTROL

BODY

Hlýtt og heillandi haust

Kósí haustpeysurIvy BeauSíð peysa.Snið Machela.Fæst aðeins eins og á mynd.Stærðir: 38-48Verð: kr. 9.990

My Style – TískuhúsBæjarlind 1-3S. 571-5464

SUPER SUPER

Vertu töff í veturFalleg og hlý slá og flottur

hattur til að fullkomna dressiðSlá: 9.990 kr.

Hattur: 7.990 kr.

MomoGarðatorgi 1

Sími 588 2880

Flott íslensk hönnunLovísa peysa Stærðir: XS - A.Verð: kr. 24.800.Tinna sparibuxur Stærðir XS - A.Kr. 16.500

JonaMariaVerkstæði & verslunBæjarlind 16, 2. hæð201 KópavogurS:537 7701

Vandaður fatnaður frá B.YoungKlæðilegar buxur og kvenleg blússaB.Young buxur: 12.990 kr. B.Young blússa: 9.990 kr.

MomoGarðatorgi 1Sími 588 2880

haust

Þykkar og mjúkar

vetrarpeysurFallegar peysur frá

breska tískumerkinu YMC.

Koma í tveimur litum og eru úr 100% merino ull.

Verð: 39.800 kr.Fást í Geysi Skólavörðu-

stíg,.

Harvester

leðurskórHágæða leðurskór frá

bandaríska merkinu Red

Wing.

Skórnir eru unnir úr

endingargóðu leðri og eru

með Vibram skósóla.

Fáanlegir í svörtu.

Verð: 56.800 kr.

Fást í Geysi Skólavörðu-

stíg.

Slá úr íslenskri ullFalleg ullarslá úr nýju

Geysis línunni.

Sláin Saga er ofin úr

100% íslenskri ull og

kemur í tveimur litum,

svörtum og ljósbláum.

Ein stærð.

Verð: 19.800 kr.

Fæst í Geysi Skóla-

vörðustíg, Akureyri og

Haukadal

Slá úr íslenskri ullFalleg ullarslá úr nýju

Geysis línunni.

Sláin Saga er ofin úr

100% íslenskri ull og

kemur í tveimur litum,

svörtum og ljósbláum.

Ein stærð.

19.800 kr.

Fæst í Geysi Skóla-

vörðustíg, Akureyri og

Haukadal

Harvester

leðurskórHágæða leðurskór frá

bandaríska merkinu Red

Skórnir eru unnir úr

endingargóðu leðri og eru

með Vibram skósóla.

Fáanlegir í svörtu.

56.800 kr.

Fást í Geysi Skólavörðu-

Peysur og yfirhafnirX-TWOPeysa/jakki.Snið – Vermaine.Fæst aðeins eins og á mynd.Stærðir: 42-58Verð: kr: 16.980

Verslunin BelladonnaSkeifunni 8S. 517-6460

56 matur & vín Helgin 11.-13. september 2015

Þ að virðast vera jól eða páskar í hverri viku fyrir bjóráhuga-fólk á Íslandi. Fjórir frábærir

bjórbarir keppast nú um að færa því gæða handverksbjór og fleiri bæt-ast við innan tíðar, samanber opnun Bryggjunnar sem fjallað var um í Fréttatímanum í síðustu viku.

Í þessari viku verða tveir skemmti-legir viðburðir á bjórbörunum Mikk-eller & Friends og Skúla Craft Bar þar sem boðið verður upp á gæðabjóra sem alla jafna fást ekki hér á landi.

Í dag, föstudaginn 11. septem-ber, verður svokallað Chicago Tap Takeover á Mikkeller-barnum við

Hverfisgötu. Þá verða í boði veigar frá míkró-brugghúsum í Chicago og nágrenni. Miðvestur-svæði Banda-ríkjanna hefur verið áberandi í uppgangi handverksbjóranna og að þessu sinni verða í boði bjórar frá nokkrum af þeim brugghúsum sem Mikkeller hefur bruggað með í gegnum tíðina. Þarna verða bjórar frá 18th Street-brugghúsinu, Half Acre, Off Color og Spiteful Brewing, alls 15 tegundir á krana. Auk þess verður talsvert úrval af sjaldgæfum bjórum á flösku.

Á miðvikudaginn í næstu viku, 16. september, eiga svo Freyr Rúnars-

son og hans fólk á Skúla sviðið. Þá mæta bruggarar frá hinu frábæra brugghúsi Arizona Wilderness með tíu kúta af bjórum sínum og kynna fyrir áhugasömum. Arizona Wild-erness var valið besta nýja brugghús veraldar á Ratebeer.com árið 2013.

„Þessi eftirsótti bjór frá besta brugghúsi veraldar 2013 er aðeins fáanlegur á krana á brewpöbbnum þeirra í Gilbert og kannski á sér-stökum bjórhátíðum á stöku stað. Það er því nánast ómögulegt að komast í bjórinn þeirra. Ég setti mig þrátt fyrir þetta í samband við Jonathan í upphafi árs því mig lang-

aði bara svo roooosalega mikið að smakka þennan geggjaða bjór en hafði bara ekki tíma eða tök á því að ferðast til Arizona. Úr varð að þeir félagar Patric og Jon ætla að kíkja á Skúlann okkar með bjórinn sinn, akkúrat tveim árum eftir að þeir opnuðu brugghúsið sitt. Þeir munu sem sagt mæta á barinn með heila 10 kúta af þeirra geggjuðustu bjórum og spjalla um ástríðu sína, bjórinn og náttúruna,“ segir Freyr Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla.

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum

OrecchietteSpaghettiTagliatelleGnocchi di patateGnocchetti pastaStrozzapretiMaccheroni

Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum

OrecchietteSpaghettiTagliatelleGnocchi di patateGnocchetti pastaStrozzapretiMaccheroni

Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður-ítölskum hefðum

OrecchietteSpaghettiTagliatelleGnocchi di patateGnocchetti pastaStrozzapretiMaccheroni

GnocchiOrecchietteSpaghetti

Vikutilboð 2 fyrir 1

Ekta handgert pasta útbúið samkvæmt suður- Ítölskum hefðum.

Laugarásvegur 1 / 104 Reykjaví[email protected] / Sími: 588 9898

Bjór ErlEnd Brugghús kynna Bjóra sína í rEykjavík

Bjóráhugafólk getur kynnt sér gæðaveigar sem alla jafna fást ekki hér á landi á tveimur

af bruggbörum borgarinnar. Í kvöld eru það bjórar frá

Chicago og nágrenni á Mikk-eller-barnum og í næstu viku

heimsækja bruggarar frá Arizona Wilderness Skúla

Craft Bar. Það var valið besta nýja brugghús veraldar fyrir

tveimur árum.

Frábærar heimsóknir á Skúla og Mikkeller

Arizona Tap TakeoverÞeir Íslendingar sem voru á CBC-bjórhátíðinni í Kaupmannahöfn í vor ættu að kannast vel við bjóra Arizona Wilderness og geta vottað að þetta er gæðastöff. Á Skúla verður þetta í boði:

1. American Presidential Stout, Barrel Aged, 11% imperial stout BA

2. Superstition Coffee Stout, 5.7% stout m. kaffi og vanillu

3. Santa Theresa Enkel, 5.2% belgian blond

4. Table Top Saison, 4.4% saison

5. The New Brood Belgian Quad, 9.2%

6. Barley Wine Barrel Aged, 9.8% Barley Wine BA

7. Woolsey in The Wild Barrel Aged, 5.8% tunnuþroskaður súrbjór með appelsínum

8. Pine Mountain Sour Pale, 5.7% súr pale ale

9. De Kofa Extra Pale, 6.7% belgískur pale ale

10. Pusch Ridge Porter, 5.8% klassískur porter

Innihald1/2 bolli þurrt hvítvín, til dæmis Sauvignon Blanc1/2 bolli hvítvínsedik1/4 bolli brún sinn-epsfræ1/4 bolli gul sinnepsfræ 1/2 teskeið salt

Leiðbeiningar1. Setjið allt í litla skál og hrærið saman. Lokið með plastfilmu og látið

standa við stofuhita í tvo daga.2. Setjið sinnepið í blandara og blandið í stutta stund þar til réttri áferð er náð. Rétt er að vara við því að áferðin verður vart eins og um verksmiðjufram-leiðslu væri að ræða. Setjið í hreina krukku og geymið í ísskáp allt að þrjá mánuði. Ef það er einhver afgangur.

Búðu til þitt eigið sinnep

d ijon-sinnep sækir einkenni sín til hvítvíns-

ins sem er notað ásamt ediki til að bleyta upp í sinnepsfræjunum. Mau-rice Grey og Auguste Poupon færðu okkur Dijon-ið en að búa það til heima er næstum því jafn auðvelt og kaupa það út í búð. Og þar sem Mallé virðist vera eina tegundin sem fæst í kjörbúðum hér á landi er ekki verra að prófa eitthvað nýtt, svona inni á milli.

Þessi útgáfa af gróf-korna Dijon-sinnepi er frábær með kartöflusal-ati eða með hverskonar pylsum. Ef þú nælir þér í bratwurst-pylsur úr Pylsumeistaranum við Laugalæk ertu í sér-staklega góðum málum.

Mikilvægt er að bleyta fræin í tvo daga áður en öllu er blandað saman og þú getur byrj-að að gúffa í þig. Þá er gott að hafa í huga að því lengur sem sinnepið er geymt í ísskápnum, þeim mun bragðminna verður það.

OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

5422

1

VEISLUTILBOÐÍ Iceland færðu lambalærið á hreint ótrúlegu verði og

allt hitt til að fullkomna góða fjölskylduveislu.

Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla.

Ostakakafyrir 10

1. FLOKKS SS LAMBALÆRI FROSIÐ, 2,1–2,6 KG

999VERÐ ÁÐUR: 1498 KR.

kr. kg

Ver

ð b

irt m

eð fy

rirv

ara

um

pre

ntv

illu

r. G

ildir

á m

eðan

bir

gðir

en

das

t.

Chocolate Cherry Cupssúkkulaðibollar

Ostakakafyrir 10

1299kr.

Áður: 1798 kr.599 kr.

Áður: 1298 kr.

Mini Custard Slices 16 í pakka

799 kr.

Áður: 999 kr.

FJÖLBREYTT ÚRVAL EFTIRRÉTTA Á GÓÐU VERÐI

799 kr.

Áður: 999 kr.

Mini Custard Slices Súkkulaðihúðaðir ávextir60 stk.

199 kr.

Áður: 359 kr.

MISSTU

EKKI AF

ÞESSU!

Orange Profiteroles

Eru þe�aþín skilaboð?

#eineltieroged

Einelti rænir mörg börn og unglinga gleðinni sem þau ættu að njóta. Á allra vörum styrkir Erindi og uppbyggingu samskiptaseturs fyrir ungmenni sem glíma við einelti.

Með því að kaupa Á allra vörum varasettið leggur þú þessu brýna málefni lið.

Varasettið fæst á yfir 150 sölustöðum um land allt. Nánar um sölustaði, átakið og

starfsemi Erindis á aallravorum.is, erindi.is og facebook.com/aallravorum.is

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

Eru þe�aþín skilaboð?

#eineltieroged

Einelti rænir mörg börn og unglinga gleðinni sem þau ættu að njóta. Á allra vörum styrkir Erindi og uppbyggingu samskiptaseturs fyrir ungmenni sem glíma við einelti.

Með því að kaupa Á allra vörum varasettið leggur þú þessu brýna málefni lið.

Varasettið fæst á yfir 150 sölustöðum um land allt. Nánar um sölustaði, átakið og

starfsemi Erindis á aallravorum.is, erindi.is og facebook.com/aallravorum.is

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

Kári skorar á Sigurð Magnús Þorbergsson, sölumann á K100. ?

? 7 stig

8 stig

Kári Jónsson naglbítur

1. Alexander McQueen. 2. Eitthvað loðið.

3. Lettland.

4. 300.

5. Selá.

6. Garðabæ.7. Helgi Hrafn Gunnarsson. 8. Pass.

9. Björn Hlynur Haraldsson. 10. Mjóddinni. 11. Didier Drogba. 12. 68 ára.

13. Chris Martin.

14. Pass.

15. Breiðablik.

1. Alexander McQueen. 2. Pass.

3. Pass.

4. Pass.

5. Laxá. 6. Garðabæ. 7. Helgi Hrafn Gunnarsson. 8. Góða dátann Svejk. 9. Björn Hlynur Haraldsson.

10. Fjörðurinn.

11. Pass.

12. 68 ára.

13. Radiohead.

14. Hanna Birna Kristjánsdóttir. 15. Breiðablik.

Kristín Alexíusdóttirhjúkrunarfræðingur

60 heilabrot Helgin 11.-13. september 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

ÓLÁN SPILA-ÞRAUT

FÁLMA

HNUSALABBA FYRIR RÆÐIR

FRAMANDI

SEYTLA

ÁSAMT

SVARA

HRÓPAEYÐIMÖRK

STRENGUR

ÚTDEILDI

KONUNGUR

SÓLAR-HRINGA

UMGERÐ

SVÍKJA

ÁTT

FUGL

VEGSAMA

ÞANGAÐ TIL

ÞORPARA

LÉLEGT MÓLAG

LÆÐA

NESMIÐJA ÚTORÐTAK

ATVIKASTFISKILÍNA

EFNIRAKI

NÖLDRA

HEFÐAR-KONA

TÓNLIST

KRAKKISVEIGUR

FISKIMIÐ

TALA

FJÖRGAST

RÓTAR-TAUGA

Í RÖÐ

GJAMMA

VILLTUR

TÆKIFÆRI

ERFIÐA

ÓKYRRÐ

DÝRA-HLJÓÐ

BÓK-STAFUR

VAFI

SAMKOMA

ÞAKBRÚN

EIGNIR

GARGAVESKI EIN-

SÖNGURDVÍNA

SKARÐ

TRÉ

SNÍKJUDÝR

ERTASVALIAMBOÐ

ÚTDRÁTTUR

ÁRSTÍÐ

DRABB

GISINN

TVEIR EINS

UTAN

HJARTA-ÁFALL

TITRA

ÞÓFI

ÖNUGUR

HEIMS-ÁLFA

SKÚR

DÁÐ

ÓÐAGOT

ÓVILD

RAUS

STÖNGUL-ENDI

RIGNINGFIMM-

HUNDRUÐ

HVAÐ

LÍKAMS-HLUTI

BLAÐA Í RÖÐUNDIR-EINS

SAUÐA-ÞARI GLÓÐAMEIÐSLI

MÁLA

PRÓFTITILL

my

nd

: Lu

c V

ia

to

ur

(c

c B

y-S

a 3

.0)

258

2 3 4 5

5 1

2 8

9 7 6

1 5 8

7 3

3 8 4 2 5 7

9

6 8

9 2

1 7 9 6

5 8

4 7 1 8

3

4 2 3

1 8 6

9 7

4 5 7

fellur aldrei úr gildi...

www.versdagsins.is

Við eflum heilsukaflann í Fréttatímanum. Teitur Guðmundsson læknir skrifar fasta pistla í Heilsutímann og við birtum mola frá doktor.is.

Heilsutíminn er líka í sjónvarpi. Alla mánudaga frumsýnum við þátt á Hringbraut sem Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari stjórnar.

Heilsutíminn er líka á netinu. Þar verða sýndar glefsur úr þættinum á Hringbraut ásamt því efni sem birtist í Heilsutímanum í Fréttatímanum.

Heilsutíminn Heilsutíminn í Fréttatímanum á netinu og í sjónvarpi

ÁVÍTA MAULA Á BUNDIÐSPILASORT

GERAST L ÁGISKUN ÚT

RÁÐFESTA

DVELJA S J Á L F S A G IU N A LÉLEGUR

FÁLM L A K U R NNEÐAN U P RÓUN

KÖTTUR S E F U NB L A K T PISS

ÁTT

SLÁ N ASYKRAÐ

TAPA SGRÓÐI

GJALD-MIÐILL Á B A T I FALL

ÞRÁ H R U N

SUND

FLÖKT

BÆN

P

S M Æ K K A KJAFTSTJÖRNU-

ÁR

DUGA S Ó L Á R AND-SKOTANSMINNKA

E I T R A FUGL

SKVETTA Á M E I S A MÁLMUR VINNINGUR SSPILLA

FYRST FÆDD

L S T HÝRA

KRAKKI L A U N FAÐMA

Á NÝ K N Ú S AES S DÚRA

SETJA B L U N D A SKÍTUR

BUR D R I TVÖRU-MERKI

K A L A SKOT

MEN S N A F STEMJA

TÁLKN-BLÖÐ A G A

I ÓSKA

FISKUR Á R N ASTOFN-

SETNING

SJÓN S T O F N U NN Ý T N I ANDVARP

TERTA S T U N A Í RÖÐ

SEYTLAR R SSPARSEMI

MÆLI-EINING

N S A MÓÐA

SÆTI S K Ý RÖÐ

ANDAÐAR R U N A FÁGUN LANDÚS A VANDRÆÐI

STÓRT S T A N D SKÁLMA

SKORA R I G S ASAMTÖK

ÓGRYNNI

F FARÐI

TRÉ M E I K TÍMABIL

FYRSTUR Á R SVALL

PLANTA R A L LOL E I T

NIÐUR-FELLING

LETURTÁKN A F N Á M HÆKKAR

BÓL R Í SSÁ

Í S K U R DEIGUR

HLJÓTA R A K U RBÓK-

STAFUR

SKÓLI P ÍURG

EI

K K I ODDUR Ú F U R VÍÐUR R Ú M U REVERKNÁM I Ð N N Á M SKEMMTUN G A M A N

ÓVILD

257

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Alexander McQueen. 2. Tengdaforeldra. 3. Slóvenía.

4. 435. 5. Laxá. 6. Garðabæ. 7. Helgi Hrafn Gunnarsson.

8. Góða dátann Svejk. 9. Björn Hlynur Haraldsson. 10.

Mjóddinni. 11. Didier Drogba. 12. 67 ára. 13. Sam Smith.

14. Hanna Birna Kristjánsdóttir. 15. Breiðablik.

1. Kjól frá hvaða hönnuði klæddist Lilja Pálmadóttir á rauða dreglinum á kvik-myndahátíðinni í Feneyjum á dögunum?

2. Hvað hræðist sá sem haldinn er Soce-raphobia?

3. Hvaða þjóð, á eftir Íslandi, er sú fámennasta sem hefur tekið þátt á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla?

4. Hversu margir þingmenn eiga sæti í fulltrúadeild bandaríska þingsins?

5. Hvert er algengasta nafn á ám á Ís-landi?

6. Frá hvaða bæjarfélagi er hljómsveitin Dikta?

7. Hver er nýr kafteinn Pírata á Alþingi?8. Fyrir hvaða sögu er Jaroslav Hašek

þekktastur?9. Hver er leikstjóri Móðurharðindanna

sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu?10. Íhvaðaverslunarmiðstöðfinnurðu

snyrtistofuna Pandoru og Fótaaðgerða-stofuna fríska fætur?

11. Hvaða fyrrum leikmaður Chelsea skoraði þrennu í fyrsta leik sínum fyrir Montreal Impact í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta?

12. Hvað er Lars Lagerbäck gamall?13. Hver syngur titillag næstu Bond

myndar?14. Hver er formaður utanríkismála-

nefndar?15. Hvaða lið er Íslandsmeistari í knatt-

spyrnu kvenna?

Spurningakeppni kynjana

svör

DunkinDonutsISL Laugavegur 3 Opið alla daga frá 7-22

Brandenbu

rg

Kíktu í kaffiIlmandi gæðakaffið okkar yljar þér á köldum augnablikum. Það er gott eitt og sér — fullkomið með ljúffengum kleinuhring.

Föstudagur 11. september Laugardagur 12. september Sunnudagur

62 sjónvarp Helgin 11.-13. september 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

21.15 Brúðarbandið Gamanþættir um fjóra félaga sem ákveða að drýgja tekjurnar með því að stofna hljómsveit.

19:25 Impractical Jokers Sprenghlægilegir banda-rískir þættir þar sem fjórir vinir skiptast á að vera þáttakendur í hrekk í falinni myndavél.

RÚV16.10 Stiklur (10:21) e.16.55 Fjölskyldubönd (10:12) (Working the Engels) 17.20 Litli prinsinn (12:25) (Little Prince, II)17.43 Leonardo (2:13) (Leonardo)18.15 Táknmálsfréttir (11:365)18.25 Öldin hennar (5:52) e.18.30 Vísindahorn Ævars 18.35 Vinur í raun (5:6) (Moone Boy) e.19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir19.30 Veður19.35 Sumardagar - bestu bitarnir20.00 Útsvar (1:27) (Hafnarfjörður - Árborg) Bein útsending.21.15 Brúðarbandið (9:10) (Wedding Band) 22.00 Flight (Flugið) Marg-verðlaunuð og átakanleg mynd um flugstjóra sem bjargar farþegaþotu frá stórslysi. Við rannsókn málsins kemur hins vegar ýmislegt í ljós. e.00.15 Sweetwater (Sweetwater) e.01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Biggest Loser 10:30 Pepsi MAX tónlist13:00 Bundesliga Weekly (4:34)13:30 Cheers (3:29)13:55 Dr. Phil14:35 The Royal Family (9:10)15:00 Royal Pains (4:13)15:45 Red Band Society (4:13)16:25 The Biggest Loser 17:50 Dr. Phil18:30 The Talk19:10 Secret Street Crew (5:6)19:55 Parks & Recreation (12:13)20:15 Playing House (9:10)20:40 Men at Work (9:10)21:00 The Ghost Writer23:10 Law & Order: SVU (23:24)23:55 How To Get Away With Murder (12:15)00:40 Law & Order (18:22)01:30 Extant (10:13)02:15 Half Nelson04:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:50/16:25 Great Expectations 12:40 Bjarnfreðarson 14:30 Did You Hear About The Morgans 18:15 Bjarnfreðarson 20:05 Did You Hear About The Morgans 22:00/03:45 The Equalizer 00:10 Pacific Rim02:20 Journey to the End of the Night

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:00 The Middle (7/24) 08:25 The Choice (6/6) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (14/175) 10:20 Mindy Project (8/22) 10:50 Hart of Dixie (1/22) 11:40 Heimsókn12:05 Hello Ladies (6/8) 12:35 Nágrannar 13:00 Inside Job 14:45 Diary of a Wimpy Kid: Rodrick Rules16:20 Poppsvar (2/7)16:55 Community 3 (4/22) 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar18:05 Simpson-fjölskyldan (12/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 Impractical Jokers (6/13) 19:50 X Factor UK (3/34) 21:50 Bessie23:40 Sinister 01:30 The Monuments Men03:25 The Salvation04:55 Transcendence

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:45 Ítalía - Búlgaría11:25 Holland - Ísland13:15 Euro 2016 - Markaþáttur14:05 Roma - Juventus15:50 Ítölsku mörkin 2015/201616:20 Svíþjóð - Austurríki18:00 Demantamótaröðin - Brussel b.20:00 La Liga Report20:30 Meistaradeild Evrópu20:55 Evrópudeildin 21:45 Shaqtin a Fool: 2014-15 Finale22:10 UFC 191: Johnson vs. Dodson 200:55 NBA Special: Clutch City

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30 Swansea - Man. Utd. 13:10 Tottenham - Everton 14:55 England - Sviss16:35/21:30/01:05 Premier League World17:05 Liverpool - West Ham18:55 Reading - Ipswich b.21:00/00:35 PL Match Pack22:00 Goðsagnir 22:55 Reading - Ipswich

SkjárSport 17:55 Bundesliga Weekly (4:34)18:25 Borussia Mönchengladbach - Hamburger SV20:20 Bundesliga Weekly (4:34)20:50 Werder Bremen - Borussia Mönchengladbach22:40 Borussia Mönchengladbach - Hamburger SV

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:10 Victorious11:35 Planet’s Got Talent (5/6) 12:00 Bold and the Beautiful13:45 Hjálparhönd (2/8)14:15 Á uppleið (2/5) 14:45 Lýðveldið (3/6) 15:15 Grantchester (5/6) 16:00 Masterchef USA (5/20) 16:45 ET Weekend (52/53) 17:30 Íslenski listinn18:00 Sjáðu18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn19:10 Lottó 19:15 Modern Family (1/24) 19:35 Hysteria21:15 Fury Myndin gerist árið 1945, í lok seinni heimstyrjaldar-innar og bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. 23:30 Fatal Instinct Spennumynd frá 2014 um rannsóknarlögreglu-mann sem rekst á slóð sönnunar-gagna í glæpamáli og það virðist vera svo að sökudólgurinn sé tengdur félaga hans.01:05 The Burning Plain02:50 Our Idiot Brother04:20 Redemption

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:15 Kýpur - Belgía10:55 Demantamótaröðin - Brussel12:55 Fram - Víkingur Ó. b.15:05 Arionmótið15:45 Meistaradeild Evrópu 16:15 Evrópudeildin 17:05 Euro 2016 - Markaþáttur17:55 La Liga Report18:25/00:40 Atletico M. - Barcelona b.20:30 Espanyol - Real Madrid22:10 UFC Now 2015 23:00 Juventus - Chievo Verona

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:55 Reading - Ipswich10:35 PL Match Pack 2015/201611:05 Premier League Preview11:35 Everton - Chelsea b.13:50 Arsenal - Stoke b.16:00 Markasyrpa16:20 Man. Utd. - Liverpool b.18:30 Crystal Palace - Man. City20:10 Watford - Swansea21:50 WBA - Southampton23:30 Norwich - Bournemouth

SkjárSport 11:05 Borussia M. - Hamburger SV12:55 Bundesliga Weekly (4:34)13:25 Bayern München - Augsburg16:25 Eintracht Frankfurt - Köln18:25 Bayern München - Augsburg20:15 Eintracht Frankfurt - Köln22:05 Borussia M. - Hamburger SV

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (50:500)09.35 Landakort 09.50 16-liða úrslit EM í körfubolta b.11.50 Íþróttaafrek sögunnar (Liver-pool og ÓL-1968) e.12.20 16-liða úrslit EM í körfubolta b.14.15 Falið lífríki – Snjáldurmýs (1:3) (Hidden Kingdom) e.15.05 Eðlisávísun kattarins (Secret Life of Cats) e.16.00 Saga af strák (About a Boy II) e.16.20 16-liða úrslit EM í körfubolta b.18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Basl er búskapur (4:10) (Bonderøven) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir19.35 Veður19.40 Landinn (1:25) 20.10 Öldin hennar (37:52) 20.20 Poldark (1:8) (Poldark) Glæný, bresk sjónvarpsþáttaröð þar sem Heiða Rún Sigurðardóttir fer með eitt aðalhlutverkið. 21.20 Falskur fugl Íslensk kvikmynd frá 2013. 22.40 EM stofa23.00 Á milli tveggja heima (To verdener) e.00.50 Kynlífsfræðingarnir (2:12) (Masters of Sex I) e.01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:35 Dr. Phil11:55 The Biggest Loser 13:25 Hoffenheim - Werder Bremen15:20 Reckless (13:13) 16:00 Bachelor Pad (8:8)17:30 Top Chef (12:17)18:15 Parks & Recreation (12:13)18:40 The Office (25:27)19:00 Top Gear USA (3:16)19:50 The Odd Couple (6:13)20:15 Psych (13:16)21:00 Law & Order: SVU (1:24)21:45 Secrets and Lies (4:10)22:30 Hannibal (12:13)23:15 The Walking Dead (4:16)00:05 Rookie Blue (2:22)00:50 State Of Affairs (10:13)01:35 Law & Order: SVU (1:24)02:20 Secrets and Lies (4:10)03:05 Hannibal (12:13)03:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50/14:55 Mom’s Night Out 09:30/16:35 10 Years11:10/18:15 Multiplicity 13:10/ 20:15 Night at the Museum: Battle of the Smithsonian22:00/ 04:40 Cloud Atlas00:50 Red 02:40 Dead Man Walking

20:15 Mickey Blue EyesRómantísk gamanmynd með Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og James Caan í aðalhlutverkum.

01:05 The Burning Plain Vönduð mynd frá 2008 með Charlize Theron, Jennifer Lawrence og Kim Basinger í aðalhlut-verkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar09.50 16-liða úrslit EM í körfubolta b.11.50 Menningin (2:30) 12.20 16-liða úrslit EM í körfubolta b.14.15 Útsvar (1:27) (Hafnarfjörður - Árborg) e.15.20 Saga klofinnar borgar (The Berlin Wall - Chronicle of a Divided City) e.16.10 Landakort16.20 16-liða úrslit EM í körfubolta Bein útsending.18.15 Táknmálsfréttir (12:365)18.25 Landakort18.30 Best í Brooklyn (Brooklyn Nine Nine) e.18.54 Lottó19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir19.35 Veður19.40 Saga af strák (8:20) (About a Boy II)20.05 The Hundred-Foot Journey (Ferðin langa) Falleg og kómísk saga hinnar indversku Kadam-fjölskyldu sem flytur til Frakk-lands til að opna veitingastað. 22.05 EM stofa22.25 The Brothers Grimm (Grimms-bræður) 00.25 Morðingi og lygar (Mördaren ljuger inte ensam) e.01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:55 Dr. Phil12:55 Bundesliga Weekly (4:34)13:25 Bayern München - Augsburg15:20 Parks & Recreation (15:22)15:45 Playing House (9:10)16:10 Men at Work (9:10)16:30 Psych (6:16)17:15 Scorpion (12:22)18:00 Jane the Virgin (14:22)18:45 The Biggest Loser20:15 Mickey Blue Eyes22:00 What If23:40 Groundhog Day01:25 Allegiance (7:13)02:10 CSI 02:55 Mickey Blue Eyes04:40 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:10/ 15:05 Anchorman : The Legend of Ron Burgundy09:45 Algjör Sveppi og leitin að Villa11:05 Forrest Gump 13:25 The Truth About Cats and Dogs16:40 Algjör Sveppi og leitin að Villa18:00 Forrest Gump20:20 The Truth About Cats and Dogs22:00 The Food Guide To Love23:35 Apollo 1801:00 Liberal Arts02:35 The Food Guide To Love

21.20 Falskur fugl Arnald Gunnlaugsson er 16 ára og býr í föðurhúsum. Í kjölfar sjálfsmorðs bróður síns hrynur veröld hans.

21:45 Secrets and Lies (4:10) Fjölskyldufaðir finnur lík af ungum dreng og verður grunaður um morðið. Hann á engra kosta völ en að elta uppi morðingjann og hreinsa mannorð sit .

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Kíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferð

Lágmúla 8, Sími 530 2800

Kíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferðKíktu á þessa áður en þú ferð

Hágæða sjónaukar með lífstíðarábyrgð.

Allar gerðir í gluggakistuna, bílinn, bokpakann, ferðalagið, gönguferðina, fjallgönguna og

veiðina.

Vatnsheldir og niturfylltir frá 14.900,- kr.

Levenhuk Karma ProHágæða BaK-4 alhúðuð gler. Vatnsheldir og

niturfylltir. Til í 3 stærðum: 8x42 – 10x50 – 12x50. Verð frá: 22.900,- kr

Levenhuk RainbowHágæða BaK-4 alhúðuð gler. Vatnsheldur og niturfylltur. 5 litir: Fjólublár, Appelsínugulur,

Blár, Grænn og Hvítur.Verð: 14.900,- kr.

Levenhuk AtomHágæða BK-7 fjölhúðuð gler.

Til í 4 stærðum: 10x25 – 8x40 – 10x50 – 20x50Verð frá: 3.990,- kr.

Umboðsmenn um land allt

Síðasta helgi var ótrúleg í sjónvarpi fyrir allt íþróttaáhugafólk. Þetta byrjaði allt með landsleik Hollendinga og Íslendinga síðasta fimmtudag þar sem þjóðin horfði á drengina sína sigra þá appelsínugulu í sögulegum leik. Laugardagurinn var svo helgaður körfuknattleik þar sem ís-lensku víkingarnir hófu þátttöku sína í fyrsta sinn á stórmóti, þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu sem haldið er í Berlín þessa dagana. Sunnudagurinn var svo einhver mesti íþróttadagur sem menn hafa upplifað í langan tíma. Körfu-boltinn fyrr um daginn og svo landsleikur við Kasakstan um kvöldið þar sem allt varð vitlaust eins og frægt er orðið. Allt

saman er þetta gott og blessað finnst mér, enda er ég áhugamaður um íþróttir. Eitt fannst mér, og finnst samt undarlegt. Á laugardagskvöldið er „prime-time slotti“ eytt í einhverja EM-stofu þar sem fólk ræðir körfuboltann sem leikinn var fyrr um daginn. Ekki misskilja, ég horfi oft á svona þætti og þykir það skemmtilegt. Ég hugsaði bara um allt fólkið sem vill bara horfa á sjónvarpið á laugardagskvöldum með popp og kók. Til hvers var þessi stöð, RÚV-íþróttir, sett á laggirnar ef það var ekki fyrir akkúrat svona þætti??

Hannes Friðbjarnarson

[email protected] 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:35 iCarly (42/45) 12:00 Nágrannar13:45 X Factor UK15:50 Margra barna mæður (4/7) 16:25 Matargleði Evu (3/9)16:55 60 mínútur (49/53) 17:40 Eyjan (2/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn19:10 Planet’s Got Talent (6/6) 19:35 Á uppleið (3/5) 20:00 Grantchester (6/6) 20:50 Rizzoli & Isles (9/18) Sjötta serían af vinsælustu þáttum Stöðvar 2 um lögreglukonuna Rizzoli og réttarmeinafræðinginn Isles.21:35 The Third Eye (8/10) Hörku-spennandi og vandaðir norskir þættir um rannsóknarlögreglu-mann sem verður fyrir því áfalli að dóttir hans hverfur sporlaus í hans umsjá.22:20 X Company (4/8) 23:05 60 mínútur (50/53) 23:55 Show Me A Hero (3/6) 00:50 Orange is the New Black (13/14) 01:45 Beautiful Boy03:25 The Mentalist (5/13) 04:10 Hostages (5/15) 04:55 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 Fram - Víkingur Ó.10:25 Hellas Verona - Torino12:30 Meistaradeild Evrópu 13:00 Espanyol - Real Madrid14:45 Atletico Madrid - Barcelona16:30 FH - ÍBV Bein útsending.19:10 Juventus - Chievo Verona 21:00 Pepsímörkin 201522:15 MotoGP 2015 - San Marino og Rimini23:35 Internazionale - AC Milan

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Arsenal - Stoke10:40 Man. Utd. - Liverpool12:20 Sunderland - Tottenham b.14:50 Leicester - Aston Villa b.17:00 FH - ÍBV b.19:10 Sunderland - Tottenham21:00 Pepsímörkin 201522:15 Leicester - Aston Villa23:55 Everton - Chelsea

SkjárSport 09:15 Eintracht Frankfurt - Köln11:05 Bayern München - Augsburg12:55 Bundesliga Weekly (4:34)13:25 Hoffenheim - Werder Bremen15:25 Schalke - Mainz17:25 Hoffenheim - Werder Bremen19:15 Schalke - Mainz21:05 Bayern München - Augsburg

13. september

sjónvarp 63Helgin 11.-13. september 2015

Í sjónvarpinu Íþróttabrjálæði alla helgina

Boltinn rúllaði samfleytt

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

733

03 0

3/15

Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spennt-astur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum.

Svartar myndir úr úthverfum

Reykjavíkur

É g var með sýningu fyrir einu ári en það voru gömul verk. Ég hef ekki sýnt ný verk í tvö ár,“ segir Hall-grímur Helgason.

„Verkin eru flest unnin á þessu ári. Ég er fljótur að vinna, en maður má samt ekki vera of fljótur,“ segir hann. „Hver mynd á þessari sýningu tók svona eina viku eða þar í kring í vinnslu. þetta eru allt svartar myndir. Þetta eru allt myndir úr úthverfum Reykjavíkur, innkeyrslum um nótt,“ segir Hallgrímur. „Bílar fyrir utan hús, nokkurs-konar uppstillingar. Hugmyndin var nú blanda af mörgum hlutum. Ég er oft að labba úti með hundinn og mér fannst alltaf eitthvað heillandi við það að sjá heimili fólks upplýst í skammdeginu,“ segir hann. „Svo langaði mig til þess að mála myrkrið. Meirihluta ársins er myrkur hjá okkur á Íslandi, en það hefur kannski ekki verið gert mikið af því að ná því inn í myndlistina. Það tók mig svolítinn tíma að finna rétta svarta litinn. Ég þurfti að prófa einhverjar fimm tegundir þegar ég loksins fann þann rétta. Þrátt fyrir að myrkrið geti tekið á sig hinar ýmsu myndir þá var ég bara spenntastur fyrir þessu svartasta myrkri sem við þekkjum,“ segir hann.

Hallgrímur er bæði þekktur fyrir myndlist sína sem og ritverk. Hann vinnur nú að nýrri bók sem kemur út fyrir jólin. „Þessar greinar eru mjög aðgreindar hjá mér,“ segir hann. „Það tekur alltaf smá tíma að fara í gang þegar maður skiptir á milli, því maður vill ekki dreifa kraftinum á milli þessara greina. Það kemur ný bók frá mér í næsta mánuði og þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa í sjálfsævi-sögustíl,“ segir hann. „Bókin fjallar um eitt ár í mínu lífi, 1981-1982, þegar ég var í námi í listaakademíunni í Mün-chen. Það var kannski erfiðasti veturinn í mínu lífi,“ segir hann. „Allavega var hann nógu erfiður til að vera efni í bók. Ég mundi ekki endilega allt þegar ég byrjaði en um leið og maður er að skrifa þá man maður allt. Þá fara hlut-irnir að rúlla og eitthvað gerist. Allt í einu verður allt mjög skýrt og skrítið hvernig þetta virkar,“ segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listmálari.

Sýning Hallgríms í Tveimur hröfnum stendur til 10. október og allar upplýsingar um opnunartíma má finna á facebooksíðunni Tveir hrafnar listhús.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helga-son opnar í dag, föstudag, sýningu í listhúsinu Tveimur

hröfnum við Baldursgötu. Á sýningunni eru ný verk eftir Hallgrím sem hann hefur unnið á undanförnum mánuðum.

Myrkrið er honum hjartfólgið í þessum myndum og segir hann erfitt að koma íslensku vetrarmyrkri á prent. Hall-

grímur sýndi síðast ný verk fyrir tveimur árum og í næsta mánuði kemur út ný bók eftir hann, þar sem hann rifjar

upp erfiðasta vetur sem hann hefur upplifað.

Myndlist sýning á nýjuM verkuM HallgríMs Helgasonar í tveiMur HröfnuM

Hallgrímur Helgason frumsýnir ný verk í Tveimur hröfnum um helgina. Ljósmynd/Hari

64 menning Helgin 11.-13. september 2015

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

16BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF ÖLLUM HEITUSTU TÖLVU-GRÆJUNUM

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

„Hér er virkilega farið út á dýpið og kafað djúpt í sálina,“ segir Edda Björg um 4.48 Psychosis.

Einlæg og sönn lýsing á þunglyndi„Þetta er verk sem fær mann virkilega til að hugsa um lífið og ástina og trúna og öll þessi stóru mál sem tengjast því að vera manneskja,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sem frum-sýndi einleikinn 4.48 Psychosis eftir Söruh Kane í Kúlu Þjóð-leikhússins í gærkvöld.

„Sarah skrifaði þetta stuttu áður en hún fyrirfór sér eftir harða glímu við þunglyndi og þetta verk er mög einlæg og sönn lýsing á upplifun hennar og því sem hún gengur í gegnum. Hún fer með okkur í ferðalag í gegnum huga sinn og fær okkur til að skoða hvar við sjálf erum stödd. Hér er virkilega farið út á dýpið og kafað djúpt í sálina.“

Það er leikhús Eddu Bjargar, Edda productions, sem setur verkið upp í samvinnu við Þjóð-leikhúsið og Aldrei óstelandi, Friðrik Friðriksson leikstýrir, Stefán Hallur Stefánsson er dramatúrg og tónlistin er samin og flutt af eiginmanni Eddu Bjargar, Stefáni Má Magnússyni og bróður hans Magnúsi Erni. „Við erum öll í góðra vina hópi hérna,“ segir Edda Björg. „Mjög samhentur og góður hópur sem ég er ótrúlega ánægð með að hafa fengið með mér í þetta verk-efni. Þýðingin hennar Diddu er alveg stórkostleg og ég bara get ekki beðið eftir að áhorfendur fái að upplifa þetta með okkur.“

Önnur sýning á 4.48 Psychos-is verður á sunnudagskvöldið, 13. september, og sú þriðja 16. september.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Komdu í skátana!

Æ V I N T Ý R I - V I N Á T T A - Ú T I L Í F - L E I K I R - Þ R A U T I R - Ú T S J Ó N A R S E M I

- ávallt viðbúnir

Skátastarf er skemmtilegt ævintýri fyrir alla

hressa krakka!

Þessa dagana er skátastarfið að fara í gang um allt land. Finndu þitt skátafélag á vefnum okkar:

www.skatarnir.is

Það er auðvelt að byrja í skátunum

Þórður Pálsson hlaut Nordisk Talent verðlaunin í Kaupmanna-höfn á dögunum.

Næstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni verða haldnir miðvikudaginn 16. september klukk-an 20 í Norræna húsinu í Reykjavík. Í þetta sinn eru það sænska sópran-söngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager sem koma fram. Þær munu flytja verk eftir Jean Sibelius, Carl Niel-sen, Matti Borg, Antonin Dvorak, Giuseppe Verdi, Dmitri Shostako-vitch og Joaquín Rodrigo. Þann 17. september mun Gitta-Maria einnig halda meistaranámskeið í söngskóla Sigurðar Dementz. Gitta-Maria Sjö-

berg á að baki glæsilegan söngferil sem ljóða- og óperusöngkona, enda eru óperuhlutverk hennar orðin um 40. Hún er verðugur arftaki löndu sinnar Birgit Nilsson og varð fyrst til að hljóta verðlaun úr sjóði sem kenndur er við þá frægu dívu. Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur en 1000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og félagsmenn FÍT, klassískrar deildar FÍH. Sérstaklega er hvatt til aðsóknar ungs fólks með því að veita tónlistarnemum og öll-um 20 ára og yngri ókeypis aðgang að tónleikunum.-hf

TónlisT KlassíK í VaTnsmýrinni

Gitta-Maria Sjöberg í heimsókn

Gitta-Maria Sjöberg kemur fram í Norræna húsinu í næstu viku.

riFF VerðlaunahaFinn sýnir sTuTTmyndina BroThers

Þarf mikla þolinmæði til að verða kvikmyndaleikstjóriÞórður Pálsson er ungur og efnilegur kvikmyndaleikstjóri sem útskrifaðist á þessu ári frá Natio-nal Film & Television skólanum á Englandi. Á dögunum hlaut Þórður Nordic Talent verðlaunin frá Norræna sjónvarps- og kvikmyndasjóðnum sem veitt voru í fimmtánda sinn í byrjun mánaðarins. Á þessum 15 árum hafa Íslendingar hlotið verðlaunin fjórum sinnum og segir Þórður þau vera góðan stökkpall. Þórður á stuttmynd sem sýnd verður á RIFF en er hann ekki viss um að komast til landsins til þess að vera viðstaddur.

n ordisk Talent hefur verið haldið undanfarin fimmtán ár og Íslendingar eru búnir

að vinna fjórum sinnum, sem verður að teljast nokkuð gott,“ segir Þórður Pálsson kvikmyndagerðarmaður sem hlaut Nordisk Talent verðlaunin í Kaupmannahöfn á föstudaginn síðasta.

„Þessi verðlaun eru mikill stökk-pallur og það koma aðeins þeir til greina sem hafa útskrifast úr ein-hverjum af stóru skólunum í hverju landi í Skandinavíu. Þar sem við á Íslandi eigum ekki kvikmyndaskóla sem veitir masters-nám, þá komum við til greina þrátt fyrir að hafa lært utan Norðurlandanna,“ segir Þórir sem útskrifaðist fyrr á þessu ári frá National Film & Television skólanum á Englandi.

„Ég fékk verðlaunin fyrir mynd sem ég er að fara að skrifa sem heitir Stuck in Dundalk,“ segir Þórir. „Verðlaunin eru veitt þeim sem koma með bestu hugmyndina og hvernig hugmyndin er kynnt fyrir dóm-nefndinni. Ég var ekki með neitt í höndunum nema bara hugmyndina í kollinum sem ég sagði dómnefndinni eins og sögu, og það fannst þeim greinilega það áhugavert að ég fékk verðlaunin,“ segir Þórir sem hefur búið í Englandi undanfarin þrjú ár.

„Ég var tvö ár í skólanum og er núna fluttur inn í London þar sem allt gerist og öll framleiðslufyrirtækin eru staðsett.

Þetta er auðvitað erfitt en þessi verðlaun munu eflaust hjálpa mér mikið í því að koma mér á framfæri,“ segir Þórður. „Skólinn minn er líka mjög duglegur að koma sínum nem-endum á framfæri og við erum eigin-lega öll úr bekknum mínum komin með umboðsmann. Þetta er samt mikil þolinmæði sem maður þarf,“ segir hann. Á RIFF hátíðinni, sem hefst í lok september, á Þórður mynd sem keppir í flokki stuttmynda. Myndin heitir Brothers og gerist í sjávarþorpi, sem eru Þórði hugleikin. „Það er líklega vegna upprunans,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að skrifa um eitthvað sem gerist í litlum sjávarþorpum. Ekkert endi-lega á Íslandi samt. Ég ætla að reyna að koma heim og fylgjast með RIFF en það er ekki víst að það takist. Það eru nokkur framleiðslufyrirtæki far-in að hafa samband og vilja hitta mig, svo ég verð að skoða það. Ég er mjög spenntur fyrir því að koma og hitta David Cronenberg,“ segir Þórður Pálsson kvikmyndaleikstjóri.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Úr kvikyndinni Borthers eftir Þórður Pálsson sem sýnd verður á RIFF.

66 menning Helgin 11.-13. september 2015

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Billy Elliot (Stóra sviðið)Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k

Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k

Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k

Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k

Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Dúkkuheimili (Stóra sviðið)Fös 11/9 kl. 20:00 2.k Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas.

Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k.

Aukasýningar í september

At (Nýja sviðið)Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k.

Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k.

Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k.

Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.

Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.

Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k.

Haustsýningar komnar í sölu

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 11/9 kl. 20:00 1.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k.

Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k.

Kenneth Máni stelur senunni

Mávurinn (Stóra sviðið)Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.

Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.

Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k.

Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki

Hystory (Litla sviðið)Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k.

Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k.

Aðeins þessar sýningar!

Sókrates (Litla sviðið)Fim 1/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 Sun 11/10 kl. 20:00Fös 2/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00Lau 3/10 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Vegbúar (Litla sviðið)Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k.

Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k.

Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn

Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn

Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn

Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn

Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn

Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn

Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn

Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Móðurharðindin (Kassinn)Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn

Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn

Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn

Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn

Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn

Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.

4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn

DAVID FARR

HARÐINDIN

SÍÐAN1964

NÝIR STRAUMARÁ NÝJUM STAÐ

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400

Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17

Vefverslun á www.tekk.is

VELKOMINÍ NÝJU

VERSLUNINA

fJöLdIOpNUNAR-TILbOÐA!Kaffi

og kruðerí

ELKO

KRÓNAN

TEKK COMPANYHABITAT

SPORTSDIRECT

NÝR STAÐUR:SKógARLINd 2,

KópAVOgI

SÍÐAN1964

NÝIR STRAUMARÁ NÝJUM STAÐ

TEKK COMPANY OG HABITAT | Skógarlind 2, Kópavogi | Sími 564 4400

Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-17

Vefverslun á www.tekk.is

VELKOMINÍ NÝJU

VERSLUNINA

fJöLdIOpNUNAR-TILbOÐA!Kaffi

og kruðerí

ELKO

KRÓNAN

TEKK COMPANYHABITAT

SPORTSDIRECT

NÝR STAÐUR:SKógARLINd 2,

KópAVOgI

Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar.

Tanzania 22. janúar – 4. febrúar

Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin.

*Verð per mann í 2ja manna herbergi

675.900.-* 675.900.-*

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588-8900Transatlantic.is

Innifalið:Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri.Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu.Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er.Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu.

588 8900 – transatlantic.is

Bókmenntahátíð í Reykjavík hófst með látum á miðvikudag-inn þegar Kristín Ómarsdóttir og Vil-borg Dagbjartsdóttir fóru á kostum í sam-tali í Iðnó. Dagskráin heldur áfram í dag, föstudag og á morg-un laugardag, og að sögn Stellu Soffíu Jó-hannesdóttur, fram-kvæmdastjóra hátíðarinnar, rekur hver merkisviðburðurinn annan.

„Við erum með tvo panela í hádeg-inu á föstudag,“ segir hún. „Annars vegar fjalla David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir um áhrif íslenskra bókmennta að fornu og nýju á skrif sín og hins vegar verða umræður og spjall í til-efni af því að nú hefur í fyrsta sinn verið veitt heiðursviðurkenning til þýðenda íslenskra bókmennta á önnur mál. Í pallborðinu verða handhafar heiðursviðurkenningar-innar, þau Catherine Eyjólfsson og Erik Skyum-Nielsen, ásamt rithöf-undunum Bergsveini Birgissyni og Auði Övu Ólafsdóttur.“

Áhugaverðasta prógrammið, að mati Stellu, fer fram í Iðnó í kvöld þar sem flutt verður útvarpsleikrit frammi fyrir áhorf-endum í myrkvuðu leikhúsi. Leikrit ið er byggt á nýjustu skáldsögu Kim Stan-ley Robinson, Aurora, höfundur sjálfur flyt-ur og undir er leikið

nýtt tónverk eftir Marinu Abramo-vic. „Ég held að þetta sé rosalega sérstakt og áhugavert prógramm,“ segir Stella.

Á morgun, laugardag, rekur hver viðburðurinn annan, meðal annars ræðir Sjón við íranska blaðamann-inn Maziar Bahari sem stendur á bak verkefnið Journalism is Not a Crime og hátíðinni lýkur svo með hinu rómaða Bókaballi í Iðnó annað kvöld.

Alla dagskrá Bókmenntahátíðar má kynna sér á heimasíðunni bok-menntahatid.is.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Blaðamaður með myndavélSýningin Blaðamaður með myndavél verður opnuð á Veggnum í Myndasal Þjóðminjasafnsins á morgun, laugardaginn 12. september. Sýnt verður úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt.

Vilborg fór víða og myndir hennar varpa ljósi á tíðaranda, störf fólks og viðburði en myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1963-1975.

Myndasafn Vilborgar var afhent Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminja-safni haustið 2013 og nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna styrkti skönnun myndanna. Sýningarhöf-undur er Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, sýningin stendur til áramóta 2015.

Laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing í fyrir-lestrarsal Þjóðminjasafnsins til heiðurs Vilborgu en hún var ein af stofnendum hreyfingarinnar.

Sjósetning. Margar hendur vinna létt verk. Mynd Vilborg Harðardóttir

Bækur ÓhefðBundin ævisaga stuðmanns

Egill segir sögurEgilssögur – Á meðan ég man er nafn óhefð-bundinnar ævisögu Egils Ólafs-sonar, söngvara og leikara, sem Páll Valsson skrifaði í samvinnu við Stuð-manninn.

v ið Egill erum að reyna að fara pínulítið nýjar leiðir og þetta er engan

veginn hefðbundin ævisaga,“ segir Páll Valsson, meðhöf-undur einnar þeirrar bókar sem mesta forvitni vekur í bóka-flóðinu; sögu Egils Ólafssonar. „Egill stígur þarna pínulítið fram sem höfundur. Hann á merkilegan feril að baki í tónlist og leiklist, en hann er líka sagnamaður af guðs náð, sem ég vissi reyndar fyrir. Þetta er tilraun til að segja ævisögu manns í gegnum sögurnar sem

hann segir og þegar upp er staðið siturðu eftir með mynd af manninum.“

Páll segir Egil vera í aðalhlut-verki flestra sagnanna þótt auð-vitað leiki samferðamenn hans, forfeður og fólkið í kringum hann einnig stór hlutverk. „Sögumaðurinn er þó nátt-úrulega alltaf fyrirferðarmesta persónan í öllum sögum, eins og við vitum.“

Spurður hvort sagan spanni allt frá getnaði Egils til dagsins í dag, dregur Páll örlítið við sig svarið. „Jaaá, en þetta er mósa-íkmynd af ævi hans og líka tilraun til að spegla tímann og reyna að bregða birtu yfir hann. Auðvitað er þetta í leiðinni mannlífssaga, byggðasaga og Reykjavíkursaga og við vorum mikið að hugsa um tíðarand-ann þegar við vorum að byggja þetta. Að vera í takt við tímann, sem menn ná kannski aldrei.“

Bókin hefur verið lengi í smíðum og Páll segir að þeir hafi bara gefið sér þann tíma sem þeir þurftu til að ljúka henni. „Við höfum hist reglu-lega í nokkur ár og gefið okkur góðan tíma. Þetta hefur verið hliðarprójekt hjá okkur báðum og svo höfum við tekið hlé inn á

„Það var alltaf markmiðið að þetta yrði skemmtileg bók,“ segir Páll Valsson um bók þeirra Egils Ólafssonar; Egilssögur – Á meðan ég man. Ljósmynd/JPV

BÓkmenntir BÓkmenntahátíð á Blússandi ferð

Egill Ólafsson.

milli til að melta þetta betur.“Bókin hlaut heitið Egils-

sögur – Á meðan ég man og Páll fullyrðir að hún sé óskap-lega skemmtileg. „Það segja allavega þeir sem hafa lesið hana,“ bætir hann við af hóg-værð. „Það var líka alltaf mein-ingin að þetta yrði skemmti-legt. Menn vanmeta oft það skemmtilega og það þykir ekki eins fínt og merkilegt og harmurinn, en við Egill erum

ekki á þeirri skoðun og það var alltaf markmiðið að þetta yrði skemmtileg bók.“

Lesendur verða þó að bíða enn um stund eftir því að fá að meta hvort það markmið hafi náðst því bókin er ekki væntanleg í búðir fyrr en um eða upp úr miðjum október.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Flytur útvarpsleikrit í myrkvuðum sal

Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar, er spenntust fyrir flutningi á verki Kim Stanley Robinson og Marinu Abramovic í Iðnó í kvöld.

Kim Stanley Robinson.

70 menning Helgin 11.-13. september 2015

Sýningar hefjast á ný í kvöld!

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Tryggðu þér miða Áskriftarkort

Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu!

ÁskriftarkortÁskriftarkortFjórar sýningar Fjórar sýningar að eigin vali á

fös. 11/9 kl. 20lau. 19/9 kl. 20

UPPSELT ÖRFÁ SÆTI

ÖRFÁ SÆTI ÖRFÁ SÆTI

MIÐASALA - 568 8000 - BORGARLEIKHUS.IS

lau. 26/9 kl. 20lau.10/10 kl. 20

lau. 17/10 kl. 20

„Maður kvöldsins er Björn Thors sem túlkar Kenneth Mána snilldarlega og

af hlýju. Björn Thors hefur persónuna frábærlega vel á valdi sínu“

SVG - Mbl.

Í takt við tÍmann arna Ýr Jónsdóttir

Stangarstökkvarinn sem varð Ungfrú ÍslandArna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland í Hörpu um síðustu helgi. Hún er tvítug Kópavogsmær sem dreymir um að verða ljósmóðir í framtíðinni. Arna Ýr er nýbyrjuð að búa með kærastanum og elskar að ganga í litríkum kjólum.

StaðalbúnaðurFatastíllinn minn er mjög klassískur. Ég geng yfirleitt í litríkum, fallegum kjólum. Þegar ég var yngri var ég stundum feimin að vera í þannig kjólum en eftir að ég fór í Ungfrú Ísland er ég alveg óhrædd að vera ég sjálf. Ég á mér enga uppáhalds búð en ætli ég versli ekki mest í Zöru. Kjólarnir úr Karen Millen eru líka algjör draumur. Ég fór einmitt í einum slíkum í dómara-viðtalið.

HugbúnaðurÉg á tvíburabróður og draumurinn er að verða ljósmóðir í framtíðinni. Ég á kærasta og við erum nýflutt inn saman. Okkur finnst gaman að ferðast saman eða að elda eða fara út að borða. Svo er líka voða fínt að hafa það kósí heima og horfa á sjónvarpið. Við erum til dæmis „húkkt“ á matreiðsluþáttum þessa dag-ana. Mér finnst gott að borða gott kjöt, ég gæti ekki verið grænmetisæta. Sushi er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég drekk ekki áfengi og hef engan áhuga á djammi. Ég var meira að segja farin heim fyrir miðnætti eftir Ungfrú Ísland-keppnina – í kuldaskóm við fína kjólinn í þokkabót. Ég æfði stangarstökk frá því ég var 13 ára og komst í landsliðið þegar ég var 15 ára. Ég keppti á Evrópumótum og Norðurlandamótum og í fyrrasumar lenti ég í þriðja sæti á Evrópumóti í Georgíu. Ég er hætt í frjálsum í bili en

sé til hvort ég byrja aftur. Ég er dugleg að hreyfa mig sjálf og æfi, þó það sé ekki með þjálfara. Það hentar mér vel að mæta niður á völl.

VélbúnaðurÉg hef aldrei verið mikið tæknitröll en ég hef verið að koma til upp á síðkastið. Ég kann ágætlega á netið og á Facebook, það dugar mér. En það hefur reynst stórt vandamál að ég kann ekki á sjónvarp, ef ég er ein heima á ég í mestu vandræðum með að finna rétta stöð.

AukabúnaðurÉg geri mikið af því að mála og selja málverk ef ég hef tíma. Ég mála alls-konar myndir, blóm upp í sólarlag eða einhverjar fantasíumyndir. Í hvert sinn sem ég prófa eitthvað nýtt heppnast það. Ég sendi málverk í hæfileikaprófið fyrir Ungfrú Ísland og Dísa og Bjössi, sem eiga keppnina, hengdu málverkið upp í World Class í Laugum. Það er mikið framundan hjá mér. Ég fer út til Kína um miðjan nóvember til að keppa í Miss World og verð úti í heilan mánuð. Svo verð ég andlit Goss næsta árið og það kallar á fullt af myndatökum og auglýs-ingum. En fyrst ætla ég að fara til Te-nerife með kærastanum. Það verður gott að fá smá pásu, bara við tvö. Ég er búin að vera með símann fastan við andlitið síðustu daga.

Ljós

myn

d/H

ari

Sushi SambaÞingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík

Tel. 568 6600 • sushisamba.is

MATSEÐILL KAZKóngakrabba Sunomono 2.290 kr.Kóngakrabba salat með gúrku, wacame, rauðlauk og sesamfræjum

Bleikju Sashimi með fennel 1.390 kr.Bleikju Sashimi með fennel, rauðlauk og mozzarella

Nikujaga 1.890 kr.Japansk kartöflu „stew“ með þunnskornu nauta- kjöti, gulrótum, kartöflum og Dashi-mirinseiði

Okonomiyaki 1.890 kr.Kál pönnukaka með þunnskorinni svínasíðu, rauðum engifer og bonito-flögum

Kushiage 2.290 kr.Stökk hörpuskel með svíni, lauk, aspas og misosósu

Chawanmushi 1.990 kr.„Custard“ súpa með sætri kartöflu, rækjum og skötusel

Sushi platti 5.990 kr. Laxa nigiri með „créme fresh“ Skarkola nigiri með konbusölum og shiso Túnfisk nigiri með kalamata ólífum Bleikju nigiri með límónuberki Laxa maki rúlla með basilíku og ananas Eftirréttur 1.790 kr.Græn te Tiramísu

Borðapantanir í síma 568 6600

Í tillefni JAPANSKRA DAGA heimsækir alþjóðlegi matreiðslusnillinginn og gesta-kokkurinn Kaz (Kazuhiro) Okochi Sushi Samba og bíður upp á bragð af Japan.

Á síðustu 25 árum hefur Kaz unnið sér nafn í matreiðsluheiminum fyrir að endurskapa hefðbunda japanska rétti með skemmtilegu „tvisti“ – eitthvað sem hann kallar sjálfur „Freestyle Japanese Cuisine“.

JAPANSKIRDAGAR

15.–20. september

Kazuhiro Okochi

Þingholtsstræti 5 Tel. 568 6600

Kazuhiro Okochi

Bragð af Japan

72 dægurmál Helgin 11.-13. september 2015

Nýherji / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / netverslun.is

HORFÐU Í GÆÐIN

5 ÁRA ÁBYRGÐ Á ÖLLUM SONY SJÓNVÖRPUM

Afburðahönnun og frábær myndgæði frá meisturum Sony

43" – Verð: 149.990 kr.50" – Verð: 199.990 kr.55" – Verð: 239.990 kr

W80

4K Ultra HD upplausn, sjáðu hvert smáatriði í nýju ljósi

43" – Verð: 199.990 kr.49" – Verð: 239.990 kr.55" – Verð: 299.990 kr.

X8

Sjáðu stærstu myndina í snjallasta sjónvarpinu

65" – Verð: 369.990 kr.75" – Verð: 569.990 kr.

W85

Fullkominn bogi tryggir einstaka upplifun með 4K Ultra HD upplausn

55" – Verð: 369.990 kr.65" – Verð: 549.990 kr.

Glæsilega hönnuð hágæða sjónvörpá frábæru verði

32" – Verð: 99.990 kr.40" – Verð: 129.990 kr.48" – Verð: 159.990 kr.

Upplifðu hvert einasta smáatriði í 4K Ultra HD kristaltærri upplausn

55" – Verð: 459.990 kr.65" – Verð: 639.990 kr.

S85 W70 X90

800 800200

800800

1000

1000

Tækni kunnuglegir sTaðir í nýja iPhone símanum

Íslenskar fyrirsætur í kynningu fyrir iPhoneÞ egar tölvurisinn Apple kynn-

ir nýjar vörur fylgist heimur-inn með. Í vikunni kynnti

Apple nýja útgáfu af iPhone síman-um, svokallaðan iPhone 6S sem er betrumbætt útgáfa af iPhone 6 sem kom á markað á síðasta ári. Á kynn-ingu Apple á nýjustu vörum sínum í vikunni, sem horft er á um heim allan, birtust myndir af íslenskri náttúru og íslensku fólki, og auð-vitað fóru þær sem eldur um sinu á íslenskum vefmiðlum. Myndirnar voru teknar hér á landi fyrir rúm-um tveimur mánuðum og var það

framleiðslufyrirtækið Pegasus sem annaðist framleiðsluna fyrir Apple.

Fólkið sem Apple notaði á mynd-um sínum var meðal annars valið í gegnum Eskimo Models og segir eigandi fyrirtækisins, Andrea Brab-in, alltaf mikla leynd fylgja slíkum verkefnum. „Maður hefur ekkert þorað að tala um þetta fyrr en núna. Allt í kringum stórfyrirtæki eins og Apple krefst mikillar leyndar,“ seg-ir hún. „Það voru notuð einhver sjö módel frá okkur ásamt fleira fólki, og það er ekki búið að birta allt. Þetta var tekið á sjö dögum vítt og

breitt um landið. Þeir munu birta þetta smám saman í öllu sínu kynn-ingarstarfi á næstu vikum og mán-uðum líklega. Það er mjög gaman fyrir okkur að taka þátt í jafn stóru verkefni og þessu. Það fylgjast all-ir með því sem Apple gerir,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models. -hf

Mynd af fyrirsætunni Brynju Jónbjarn-ardóttur frá iPhone 6S kynningunni hjá Apple í vikunni.

Jólin koma snemma í árGárungarnir í Baggalúti tilkynntu í vikunni að miðasala á árlega jólatón-leika þeirra hefjist þann 15. september. Þeir ríða því á vaðið í jólaflóðinu en fjölmargir jólatónleikar eru fyrirhug-aðir fyrir þessi jól. Fastir liðir eins og Jólagestir Björgvins og tónleikar með Siggu Beinteins og Stefáni Hilmars-syni verða líklega vinsælir í ár. Einnig er jóla-drottningin Helga Möller með árlega tónleika sem og KK og Ellen. Borgardætur

hafa haldið sig inni á Rósenberg allan desember nánast og nýjasta viðbótin er líklega jólatónleikar Friðriks Ómars, sem kemur einnig með nýja jólaplötu í ár. Einnig eru tónleikar af öllum stærðargráðum í kirkjum landsins og víðar, svo það verða margir um hituna þessi jólin.

Rúnar keppir á RIFFRIFF kynnti í gær, fimmtudag, þær 12 myndir sem keppa munu í flokknum Vitranir, aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar. Í flokknum tefla tólf nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaunin, Gullna lundann. Verkin eru valin með það að leiðarljósi að þau ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi þannig veg kvikmyndalistarinnar til framtíðarinnar. Áður hefur verið til-kynnt að nýjasta mynd Rúnars Rúnars-sonar, Þrestir, verður Íslandsfrumsýnd á RIFF og tekur þátt í keppnisflokknum. Meðal annarra leikstjóra sem eiga mynd í flokknum eru Visar Morina frá Kosovo, Michal Vinik frá Ísrael, Trey Edward Shults frá Bandaríkjunum, Andrew Cividino frá Kanada og John McLean frá Bretlandi.

LUV-dagurinn haldinn hátíðlegurHinn árlegi LUV-leikur fer fram á Kaplakrika á sunnudaginn kemur þegar topplið FH tekur á móti ÍBV í 19. umferð Pepsi-deild-ar karla. LUV-leikurinn er spilaður í minningu

Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011.Hluti aðgangseyrisins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum.Í hálfleik verður happdrætti þar sem dregið verður úr seldum miðum. Í verð-laun verða meðal annars gjafabréf frá Maclandi. Börn Hermanns Fannars munu draga úr happdrættinu. Bakhjörlum FH verður úthlutað happdrættismiðum.Heiðursgestir á LUV-leiknum verður meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hjá FH en fyrir skömmu tryggðu þær sér sæti í efstu deild kvenna á næsta ári. Þá munu leikmenn FH og ÍBV ganga inn í LUV-bolum.

Hrói eldistLeikarinn Þórir Sæmundsson frumsýnir Hróa hött á laugardag og verður árinu

yngri en þegar hann sýnir það næst. Þórir á afmæli á sunnudaginn og verður 35 ára. Á twitter segist hann svo ætla að læra að verða

alvöru leikari á mánudag því þá tekur hann þátt í sýningu hjá Improv

Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum. Stór helgi hjá Hróa.

FóTbolTi býsT við Tíu Þúsund íslendingum Til Frakklands

Formaður Tólfunnar býst við tíu þúsund Íslendingum á EM í Frakklandi næsta sumar. Hann segir að Hollendingar hafi lýst Íslendingum sem vinalegum fótboltabullum í heimsókn þeirra á dögunum. Það passi vel við boðskap félagsins um að bannað sé að vera fáviti.

Sumir okkar lifa fyrir Tólfuna

É g er búinn að bóka mitt frí næsta sumar. Ég fer með liðinu alla leið, það er engin

spurning,“ segir Pétur Orri Gísla-son, formaður Tólfunnar, stuðn-ingssveitar íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Eftir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttöku-rétt á EM næsta sumar hefur verið mikið rætt og ritað um þann fjölda sem fylgja mun liðinu til Frakk-lands. Ekki liggur fyrir hvað KSÍ hefur úr mörgum miðum að spila en víst er að mörg þúsund manns hafa áhuga á að fara út.

„Okkar markmið núna er að koma saman 10 þúsund Íslending-um á mótinu. Ég hef fulla trú á að það gæti gerst,“ segir Pétur Orri. „Fyrir Hollandsferðina bjuggumst við upphaflega við 2-300 en við enduðum um fjögur þúsund manns þar. Og þegar um er að ræða stór-mót á sumarleyfistíma þá getur allt gerst.“

Pétur segir að meðlimir Tólfunn-ar hafi byrjað að ræða Frakklands-ferð lauslega í ferðinni til Hollands. Eftir að sætið á EM var gulltryggt á sunnudagskvöldið hafi málin

verið rædd frekar. „Tólfan ætlar að sjálfsögðu að vera í fararbroddi við að skipuleggja hittinga þarna úti. Við erum byrjaðir að setja saman góðan pakka með Gamanferðum fyrir næsta sumar.“

Pétur hefur gegnt starfi for-manns síðan í mars síðastliðnum en hann kveðst hafa verið dreginn í Tólfuna þegar hún var endur-vakin fyrir um þremur árum. „Það tók svona ár að koma þessu aftur í gang og síðan hefur verið gott flug á félaginu. Við stofnuðum löglegt félag og kusum stjórn og stækk-unin hefur verið með hreinum ólík-indum að undanförnu. Við vorum um 25 á stofnfundinum og nú eru alla vega um 500 manns í félaginu,“ segir Pétur Orri. Hann nefnir auk þess að því var nýlega fagnað að þúsund eintök hafa selst af lands-liðstreyjum merktum Tólfunni.

Hann segir að meðlimir Tólfunn-ar séu á öllum aldri, frá 17 til 66 ára, og konum hafi farið fjölgandi.

Fylgir þessu ekki bölvað fyllirí? Svo virtist alla vega vera af mynd-um frá Hollandi að dæma...

„Það er aldrei hægt að segja að íþróttir og áfengi fari vel saman en

áfengi og stuðningur við íþrótta-fólk fer ágætlega saman. Jújú, það fylgdi einhver drykkja Hollands-ferðinni en það var allt saman til háborinnar fyrirmyndar. Lög-regluyfirvöld þarna úti, sem ég átti í samskiptum við, höfðu aldrei áður upplifað svona stuðnings-menn. Menn létu vel í sér heyra og drukku áfengi en það var ekk-ert vesen á mannskapnum. Margir Hollendingar sögðu við okkur að við værum vinalegar fótboltabull-ur. Við keyrum líka á ákveðnum boðskap: það er bannað að vera fá-viti í þessum félagsskap.“

Og Tólfumenn taka hlutina líka föstum tökum. Fyrir utan að taka sér frí úr vinnu til að fylgja lands-liðinu í útileiki er heilmikil athöfn í leikjunum hér heima. „Það er mjög algengt hjá hörðustu stuðn-ingsmönnunum að þeir tali við sinn vinnuveitenda og séu ekkert mik-ið lengur en til hádegis á leikdegi. Blessunarlega eru flestir liðlegir með það.“

Þetta er greinilega stórmál hjá ykkur.

„Jájá, sumir okkar bókstaf-lega lifa fyrir þetta núorðið. Og vilja njóta þessa augnabliks núna. Það eru frábærir tímar í íslenskri íþróttasögu sem við erum að verða vitni að.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected] þvottaefni og blettaeyðir

Leikumokkur!

Pétur Orri með félögum sínum í Tólfunni í vél-inni á leið heim

frá Hollandi á dögunum.

Pétur Orri er lengst til hægri

í fremri röð.

74 dægurmál Helgin 11.-13. september 2015

www.peugeot.is

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

PEUGEOT 308SW

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 85g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,2L/100km*

Þó Peugeot 308SW hafi hlotið fjölda verðlauna eins Bíll ársins á Íslandi 2015 og Car of the Year 2014, þá er meira sem telur og sker Peugeot 308SW frá samkeppninni. Ómótstæðilegir aksturseiginleikar, vélar sem valdar hafa verið Vélar ársins** 9 ár í röð, eldsneytiseyðsla frá 3,2L/100km og CO2 útblástur frá 85g/km eru eiginleikar sem einfaldlega erfitt er að keppa við. Svo er hann fáanlegur með 5 ára ábyrgð. Komdu og prófaðu Peugeot 308SW, bíl sem á sér ekki jafningja.

Prófaðu nýja PureTech bensín túrbó vél og upplifðu gjörbreytta akstureiginleika. 1.2l Turbo, 130 hestafla vélin var nýverið valin Engine of the Year 2015**. Fáanleg bæði með beinskiptingu og sjálfskiptingu.

Nýju BlueHDi dísilvélar Peugeot bjóða upp á allt það besta sem er í boði í hágæða, eyðslu-grönnum dísilvélum. Með CO2 útblástur frá 85g, 120 hestöfl og 3,2L/100km meðaleyðslu. Fáanleg bæði með bein-skiptingu og sjálfskiptingu.

Nýju BlueHDi

* Peu

geot

308

SW e

r með

CO

2 útb

lást

ur fr

á 85

g og

eld

sney

tisey

ðslu

frá

3,2L

/100

km m

iðað

við

bla

ndað

an a

kstu

r.

**E

ngin

e of

the

Year

Aw

ards

PEUGEOT 308SW

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 85g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,2L/100km*

PEUGEOT 308SW

SPARNEYTIÐ LJÓN Á VEGINUMCO2 85g - ELDSNEYTISEYÐSLA 3,2L/100km*

NÚ FÁANLEGUR MEÐ

5 ÁRAÁBYRGÐ

*

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Prófaðu nýja

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

akstureiginleika. 1.2l Turbo,

nýverið valin Engine of the

PEUGEOT 308SW

kostar frá kr. 3.595.000

HELGARBLAÐ

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið......fá þeir Heimir Hall-grímsson og Lars Lager-bäck fyrir að koma íslenska karlalandsliðinu á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn.

netið

Saga kaupir jakkaLeikkonan Saga Garðars birti mynd af sér í nýjum gallajakka við pylsuvagn á Akureyri þar sem hún dvelur um þessar mundir og undirbýr sýningu með Dóra DNA.

Gylfi heldur upp á afmæliðKnattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hélt upp á 26 ára afmælið sitt með unnustu sinni, Alexöndru, daginn eftir að landsliðið tryggði farseðilinn til Frakklands

KidWits.net

Tinna María 5 ára.

Æi ég nenni ekki að

skoða fleiri fossa,

við erum búin að sjá einn

sem fór niður (Gullfoss) og

einn sem fór upp (Geysir),

þurfum við endilega að

fara að sjá Selfoss líka?"

‛‛

Rains regnfatnaður

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is