2002, 8.árg

68
Fagrit um skotveiðar og útivist. 1. tbl. - 8. árg. 2002 Verð 596 kr.

Upload: skotveidifelag-islands

Post on 23-Mar-2016

267 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

Tímaritið SKOTVÍS 2002, 8.árg

TRANSCRIPT

Page 1: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist. 1. tbl. - 8. árg. 2002Verð 596 kr.

Page 2: 2002, 8.árg
Page 3: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

Ritst jórn og ábyrgð:

Sigmar B. HaukssonHjördís Andrésdóttir

Fors íðumynd:

Brian Pilkington

Auglýs ingar :

Pétur Freyr Halldórsson

Út l i t og prentv inns la :

Hönnun & umbrot ehf.www.design.is

Ú t g e f a n d i :

Skotveiðifélag Íslands

Laugavegi 103, 105 Reykjavík

Sími 551 4574, Fax 551 4584

E-mail [email protected]

Heimasíður:

SKOTVÍS:http://www.skotvis.is

SKOTREYN:http://www.skotreyn.org

EfnisyfirlitRitstjóraspjall bls. 7

S i g m a r B . H a u k S S o n

Rjúpan er minn fugl • 12 d r . Ó l a f u r k . n i e l S e n

Þjóðlendur og almannaveiðiréttur • 17Í v a r P á l S S o n

Björt framtíð • 23Í v a r e r l e n d S S o n

Grágæsin • 29d r . a r n Ó r Þ Ó r i r S i g f Ú S S o n

„Gormaðurinn“ • 32S t e f á n H ö S k u l d S S o n

Skaut kött á flugi • 37v i ð t a l v i ð H á k o n a ð a l S t e i n S S o n

Úr félagslífinu • 42m y n d a S y r P a

Úr eldhúsi meistaranna • 45u P P S k r i f t i r

Í sigtinu - Teista • 48d r . a r n Ó r Þ Ó r i r S i g f Ú S S o n

Bréf frá veiðimanni til veiðihatara • 50k a j m u n k

Hefð og nútíma hugvit • 54g u ð n i e i n a r S S o n

Sportbúð Títan á Krókhálsinn • 57f r é t t

Veiðidellan hefur fylgt mér frá barnsaldri • 58v i ð t a l v i ð H a u k B r y n j Ó l f S S o n

Ný skotfimi – Nýtt skotsport • 63Í v a r e r l e n d S S o n

Afsláttartilboð SKOTVÍS • 67 •

Page 4: 2002, 8.árg
Page 5: 2002, 8.árg
Page 6: 2002, 8.árg
Page 7: 2002, 8.árg

Sú spurning sem oft leitar á huga for manns Skotveiðifélags Ís lands

er hver sé tilgangur félagsins. Vissu lega eru mörg verkefnanna aug ljós, höfuð­hlut verk félagsins er að gæta hagsmuna

félagsmanna og raunar allra íslenskra skot veiðimanna. Í þessari hags muna­gæslu fer mestur tími stjórn ar og starfs­manns félagsins. Annar mikil vægur þátt­ur í starfsemi SKOT VÍS er fræðsla.

Árlega heldur félagið 8 fræðslu fundi, þá höldum við úti heima síðu, gefum út frétta blað og svo auðvitað stolt okkar SKOTVÍS­blaðið sem er fagrit um skotveiðar og úti­

Fagrit um skotveiðar og útivist

•7

Frá formanniá g æ t u SkotvÍS- f é l a g a r !

f r á Þ j Ó r S á r v e r u m ( m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n )

Page 8: 2002, 8.árg

vist. Þá efnir félagið nær árlega til vandaðra ráðstefna um veiðar, veiði dýr og land réttar mál. Í því sambandi vildum við minna á alþjóð lega ráðstefnu um rjúp una sem haldin verður 5. október næst komandi og nánar er sagt frá hér í blaðinu. Þá er rétt að minna á ýmsa aðra þjónustu við félagsmenn en ár lega fær skrifstofa SKOTVÍS fjölda sím hring­inga og fyrirspurna í rafpósti um allt milli himins og jarðar hvað varðar veiðar, vopn og landréttarmál. Undan­farin 2 ár hafa ekki síst borist fyrir­spurnir um hvar sé hægt að fá veiðileyfi.

S a m S t a r f v i ð S t j Ó r n v ö l d

Mikilvægur þáttur í starfi SKOT­VÍS er samstarf við stjórn völd

og opinberar stofnanir. Við höfum átt afar gott samstarf við Veiði stjóra­embættið, allt frá því að það var sett á laggirnar í núverandi mynd. Sam starfið við vísindamenn Náttúru fræði stofn unar hefur verið gagnlegt og gott. Við höfum átt mjög góð sam skipti við Um hverfisráðuneytið, em bættis menn jafnt sem ráðherra. Stjórn völd hafa nú gert sér grein fyrir því að Skot veiði félag Íslands er öflugustu, fjölmennustu og í raun einu lands sam tök skot veiði manna. Þess vegna er ábyrgð okkar mikil. Við verðum iðulega að vera um sagnar aðilar um ný laga frumvörp er snerta veiðar, náttúru vernd og land réttarmál. Mörg mál sem snerta skot veiðar eru um deilan leg og þess vegna verðum við að kapp kosta að finna svar við áleitnum spurningum sem búast má við að sem flestir félags menn séu sáttir við. Með því að veita Alþingi og stjórn völd um visst aðhald, en einnig að vera tilbúin til samstarfs á jafn réttis grund velli, getum við haft veruleg áhrif á mál sem snerta skotveiðar hér á landi og það er einmitt

kjarni málsins í starfi félagsins.

n á t t Ú r u v e r n d

Náttúruvernd er málefni sem nán­ast allir hafa áhuga á. Segja má að

svokölluð Eyjabakkaumræða hafi gjör­breytt afstöðu þjóðarinnar til náttúr­unnar. Við komumst að því að náttúru­auðlindirnar eru ekki óendan legar og að ósnert náttúra er auðlind og verðmæt. Menn hafa hins vegar deilt um hversu langt á að ganga í að nýta náttúruna, t.d. fallvötnin, til raf orku framleiðslu. Skot­veiði félag Íslands vildi þyrma Eyja bakka­svæðinu, ástæð an var einföld og sú að Eyja bakkar er stærsta þekkta fellisvæði heiðagæsar innar í heiminum. Vísinda­menn töldu að eyði legging Eyja bakka­svæð isins gæti haft al varleg áhrif á heiða­gæsa stofninn. Félag ið hafði hins vegar enga skoðun á Kára hnjúkavirkjun eða álveri á Reyðarfirði. Með samstilltu átaki þjóðar innar tókst að bjarga Eyja bökk un­um. Formaður og stjórn SKOTVÍS urðu fyrir árásum á Alþingi vegna þessa máls. Við vorum sakaðir um tvö falt siðgæði í þessum efnum. Annars vegar vildum við friða gæsirnar og síðar svo skjóta þær. Þessar árásir voru satt best að segja heimsku legar svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni. Allir hugsandi veiðimenn vilja að þeir dýrastofnar sem veitt er úr séu sterkir og heilbrigðir. Við viljum nefnilega geta stundað veiðar í íslenskri náttúru um ókomin ár.

S k o t v e i ð a r Ó g n a e k k i t i l v i S t d ý r a

Skotveiðar ógna ekki tilvist neinna dýra á Íslandi. Í skýrslu Sam ein­

uðu þjóðanna um ástand um hverfis þátta í heiminum kemur fram að fjórðungur spendýrategunda í heim inum á það á hættu að deyja út á næstu 30 árum. Talið er að eyðilegging heim kynna dýra og flutningur tegunda á milli heims hluta séu helstu orsaka valdar þessarar

öfugþróunar. Síðan segir í skýrslum að ein af hverjum 8 tegundum fugla teg­unda sé í útrým ingar hættu. Við könn­umst vel við þær hörmulegu afleiðingar þegar dýr eru flutt á milli heimsálfa. Minkurinn sem fluttur var hingað til lands árið 1931 hefur unnið ómetanlegt tjón í íslenskri náttúru. Hinn þátturinn sem nefndur var í skýrslu Sameinuðu þjóð anna um eyðileggingu heimkynna dýr anna er hins vegar nokkuð nýr hér á landi. Eyðilegging Eyjabakkasvæðisins var einmitt skýrt dæmi um afleiðingar slíkrar eyðileggingar.

n o r ð l i n g a ö l d u v e i t a

Norðlingaölduveita er annað aug­ljóst dæmi þar sem vegið er að

heim kynnum dýra, í þessu tilviki heiða ­gæs arinnar. Með Norð linga öldu lóni við og í Þjórsárverum munu 7.2 fer kíló­metrar af grónu landi fara í kaf. Fyrir­hugað miðlunarlón yrði svipað stórt og Mývatn. Í Þjórsárverum er eitt víðáttu­mesta og fjölbreyttasta gróður svæði á hálendinu og hýsir mesta heiða gæsavarp í heimi. Þjórs árver eru því lífsnauðsynleg fyrir heiða gæsina en um 30­40% af stofn inum byggir tilvist sína á svæðinu, bæði sem varpfuglar og fuglar í sárum. Miðað við fyrirhugaða lónshæð, 575 metra yfir sjávarmáli, munu um 500 hreið ur heiðagæsa hverfa undir vatn. Þá er rétt að benda á það að það er ekki nóg með að fjöldi hreiðra muni fara undir vatn heldur mun hluti beitilands heiða­gæs anna hverfa. Í Þjórsárverum er fjöldi annarra fugla, þarna hafa sést 45 teg­undir og 22 tegundir hafa orpið á svæðinu.

S a m S t a ð a

Samstaða er mikil um verndun Þjórs ár vera og næsta nágrennis

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•8

Page 9: 2002, 8.árg
Page 10: 2002, 8.árg

þeirra. Þjórsárver eru eitt þriggja vot­lendissvæða Íslands sem eru vernd uð sam kvæmt hinum alþjóðlega Ram sar­sátt mála um vernd mikilvægra vot­lendis svæða. Hann hafa Íslendingar undir ritað og þannig skuldbundið sig til að vernda svæðið. Náttúruvernd ríkis ins hafnaði Norðlingaölduveitu og telur frekari skerðingu Þjórsárvera ekki við unandi. Meirihluti íbúa Gnúp verja­hrepps er andsnúinn þessum fram ­kvæmd um. Tveir ráðherrar í núver­andi ríkisstjórn, þeir Halldór Ás gríms­son og Guðni Ágústsson, hafa lýst sig andvíga virkjunar fram kvæmd um á Þjórs árvera svæðinu. Þá eru nán ast allir þeir vísinda menn sem hvað best þekkja til Þjórs ár vera svæðisins og hafa stund­að þar rann sóknir á móti fyrir hug­uðum fram kvæmd um Lands virkjun ar. Skot veiði félag Íslands hlýtur að vera and snúið fyrir huguðum fram kvæmd­um við Norð lingaöldulón. Ljóst er að þessar fram kvæmdir ógna heim kynn­um heiða gæsarinnar. Þjórs ár ver er stærsta vot lendisvinin á mið hálendi Íslands og eins og áður hefur komið fram mikilvægasta land heiða gæsar­innar á Íslandi. Allt rask á Þjórs ár vera­svæðinu getur því haft ófyrir sjáan legar afleiðingar fyrir íslenska heiða gæsa­stofninn.

l a n d S v i r k j u n

Landsvirkjun virðist ekkert hafa lært af svokallaðri Eyjabakka um­

ræðu. Ekkert tillit er tekið til skoðana virtustu vísindamanna þjóðarinnar, Nátt úru verndar ríkisins, stjórn mála­manna og hagsmunasamtaka. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist á næst unni við Kárahnjúkavirkjun. Ljóst er að enn eru ýmsir andsnúnir þessum fram­kvæmdum, þ.á.m. öflug alþjóðleg náttúruverndarsamtök. Líklegast verð­ur töluvert fjallað um þessar fram­kvæmdir í erlendum fjölmiðlum. Ef Lands virkjun ætlar að halda til streitu fyrirhuguðum framkvæmdum við Norð linga öldulón, sem m.a. mun hafa í för með sér að 7 ferkílómetrar lón sins verða innan friðlandsins í Þjórs ár­verum, er ljóst að sú fram kvæmd mun vekja verulega athygli er lendis og ekki auka hróður Íslend inga á sviði náttúruverndar. Það mætti halda að Landsvirkjun, þetta öfluga fyrirtæki, hafi enga stefnu í um hverfis málum. Sé sú stefna til þá er hún annaðhvort ósýnileg eða lélegur brandari. Þau vinnubrögð Lands virkjunar að stilla þjóðinni upp við vegg eru óþol andi. Vissulega á að nýta fallvötnin til raforku framleiðslu en það verður að

gera með þeim hætti að ekki sé fórnað dýrmætum náttúru perlum. Það verður að gera með þeim hætti að heimkynni dýra séu ekki eyði lögð og tilvist dýra­teg unda ógnað, í þessu tilviki heiða­gæsar innar. Við höf um nefnilega engar tryggingu fyrir því að verði af Norð­linga öldustíflu að hún verði ekki hækk­uð einhvern tíma í framtíðinni með þeim afleiðingum að mun stærri hluti Þjórsárvera fari í kaf. Hver treyst ir Landsvirkjun í náttúru verndar málum?

n á t t Ú r u v e r n d a r m á l

Í Náttúruverndarmálum leggur félag ið ríka áherslu á að ekki sé

gengið of nærri þeim stofnum sem veitt er úr. Eins og kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru það ýmis önnur mannanna verk en veiðar sem ógna dýrastofnum heimsins. Eyði­ legging heimkynna dýranna er ein mesta ógnunin. Fyrirhugaðar fram­kvæmdir Landsvirkjunar við gerð Norð linga öldulóns er aðför að heim­kynnum heiðagæsanna og því bein ógnun við stofninn.

S i g m a r B . H a u k S S o n

f o r m a ð u r SkotvÍS

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 11: 2002, 8.árg
Page 12: 2002, 8.árg

S IGU RF I NNU R J ÓN SSO N ER F ÆDDUR 11 . MARS 1930 Á DAÐASTÖÐUM Á REYKJASTRÖND Í SKAGA F I RÐ I . H AN N ÓLST UPP Á REY KJ ASTRÖND EN FLUTT I T I L SAUÐ ÁR KRÓKS 1964 OG HEFUR BÚ IÐ ÞAR S Í Ð A N. S I GUR F IN N UR ER LAN DSÞEKKTUR VE IÐ I MAÐUR OG M.A . HEFUR ÁRN I GUNNARS SON1 SKR Á Ð Æ VI SÖGU HAN S OG E INS V AR ÞÁTTUR UM S IGURF INN Í R ÍK I SS JÓNVARP INU Á L IÐNU HAUST I .

„Rjúpan er minn fugl“Ú r v e i ð i d a g B Ó k u m S i g u r f i n n S j Ó n S S o n a r

Page 13: 2002, 8.árg

Sigurfinnur hefur haldið veiði­dagbók alla tíð og þar hefur

hann skráð um rjúpnaveiði m.a. veiði­dag, veiðisvæði, afla og hvað sást af rjúpu í ferðinni. Samtals eru þetta 1238 dagar sem hann hefur gengið til rjúpna á árabilinu 1944­2001 og í þess­ um ferðum hefur hann veitt 17.032 rjúpur. Rjúpnaveiðar hefur Sigur finnur mestmegnis stundað í Tinda stóli í sinni heimasveit. Einnig hef ur hann mikið veitt í nálægum fjöll um s.s.

Kolugafjalli, Sandfelli, Hvamms ­hlíðarfjalli, Miðaftansfjalli, Trölla ­kirkju, Vatnaöxl, Stakkfelli, Hryggja ­fjalli, Gyltu, Molduxa og Sauða felli svo þau helstu séu nefnd. Ör fáar ferðir hefur hann farið á aðrar slóðir s.s. Auðkúluheiði, í Þrándar hlíðarfjall og á Öxnadalsheiði. Dag bæk urnar fyrir árin 1956­1960 eru glataðar og þau ár er aðeins þekkt heildarveiði og veiðiferðir, þ.e. 1000 rjúpur í 70 veiðiferðum.

Auk þess að halda veiðidagbók hefur Sigurfinnur talið karra á

vorin. Þessar talningar fara þannig fram að hann ekur tvær leiðir vor hvert og telur alla karra sem sjást frá vegi. Önnur taln inga leiðin er frá Sauðárkróki norður á Hraun á Skaga og hin er hring vegurinn um Hegranes. Talninga tím inn er í lok apríl og fyrri hluta maí. Þessar talningar hóf Sigur­finnur vorið 1977 og hefur talið á hverju vori síðan nema ekki árið 1996.

Ég hef vitað nokkuð lengi um þessi gögn Sigurfinns, bæði

veiði d agbækurnar og eins rjúpna taln­ing arnar, og þótt þetta vera for vitni­legt efni. Hann sendi mér niðurstöður vortalninga sinna fyrir fáeinum árum og hefur síðan látið mig vita vor hvert hvað hann hefur séð af körrum á talninga svæðunum. Á liðnum vetri bað ég hann að yfirfara veiðidagbækurnar og færa á eyðublað ferð fyrir ferð, veiðidag, veiðistað, hversu lengi var veitt, hversu mikið og hvað sást samtals af fugli. Þetta var þó nokkuð verk fyrir Sigurfinn en allt skilaði þetta sér fljótt og vel til mín. Hér er ætlunin að skoða nokkra fleti á þessu gagna safni, m.a. þætti eins og dagsveiði og hvernig hún dreifist, hvernig veiði breytist á milli ára, niðurstöður rjúpna talninga, og tengsl stofnstærðar rjúpu og veiðiafkasta.

Fagrit um skotveiðar og útivist

S i g u r f i n n u r á v e i ð u m .

Page 14: 2002, 8.árg

d a g S v e i ð i

Meðaldagsveiði Sigurfinns eru 13,7 rjúpur (1168 ferðir).

Tíðnidreifing á afla í veiðiferð er skekkt til hægri (1. mynd). Algengustu veiðitölurnar eru 5, 6 og 7 rjúpur í ferð og miðgildið er 12 fuglar. Mest hefur hann náð 70 rjúpum í veiðiferð, einu sinni, en í 23 ferðum veiddist ekkert.

m u n u r á v e i ð i m i l l i á r a

Verulegur munur hefur verið á rjúpnaveiði Sigurfinns á milli

ára (2. mynd). Meðalársveiðin eru 302 rjúpur, minnst hefur hann veitt 26 rjúpur (1949) og mest 1002 rjúpur á ári (1965), sem gerir um 39­faldan mun á mestu og minnstu ársveiði. Veiði Sigurfinns var um og innan við 200 fuglar á ári á 5. og 6. áratug síð­ustu aldar en síðan kom stórt stökk upp á við um miðjan 7. áratuginn. Allan 8. og 9. áratuginn og fram á þann 10. var heildarveiðin yfirleitt á bil inu 200­600 fuglar. Frá og með 1993 hefur veiðin nær alltaf verið innan við 200 fuglar.

Til að hægt sé að bera veiðitölur Sigurfinns saman milli ára og

skoða tengsl veiði og stofnstærðar rjúpu verður að staðla veiðitölurnar

m.t.t. veiðiátaksins, þ.e. fjölda veiði­daga eða veiðistunda sem liggja að baki ársveiðinni. Veiðiferðir voru mjög mismargar eftir árum, að meðaltali hefur hann gengið 22 sinnum til rjúpna á ári, mest 35 sinnum (1964, 1965, 1982) og minnst tvisvar sinnum (1953). Ég valdi þann kostinn að staðla veiðitölurnar með því að reikna fyrir hvern veiðidag fjölda fugla sem náðust á klukkustund og er það sóknar ein ingin. Þar sem ég veit sjaldnast hversu lengi Sigurfinnur veiddi í hverri ferð þá miða ég við að hann hafi veitt allan birtutímann.

Birtu stundir voru reikn aðar sam kvæmt upp lýs ing um í Al man aki hins íslenska þjóð vina félags2 fyrir Akureyri og miðað var við tímann frá sólrisi til sólarlags. Þetta var gert fyrir hvern veiðidag og síðan tekið meðaltal fyrir hvert ár.

Meðalveiði á sóknareiningu, tek­ið saman fyrir öll árin, var 2,1

fugl/klukkustund, mest 5,6 (1954) og minnst 0,5 fuglar/klukkustund (1948), eða um 10­faldur munur á bestu og verstu árum. Þegar árin eru borin saman má sjá toppa í veiðinni 1945, 1954, 1965, 1976 og 1977, 1987 og 1996 (3. mynd).

S t o f n S t æ r ð

Sigurfinnur hefur talið rjúpur bæði vor og haust, samanber

það sem segir hér að ofan.

Hausttalningarnar spanna flest öll árin og samtals eru til tölur

um hvað hann sá af rjúpum í 703 veiði­ferðum. Reiknaður var meðalfjöldi fugla sem sást í veiðiferð fyrir hvert ár fyrir sig (4. mynd). Greinilegir toppar voru 1945, 1955, 1965 og 1975 og 1976. Eftir að fækkar 1976 hefur ekkert ár skorið sig verulega úr en smá toppar virðast hafa verið 1982, 1988

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 15: 2002, 8.árg

og 1996. Mest sást af rjúpu haustið 1955, að meðaltali 217 fuglar í ferð, en minnst haustið 1948, að meðaltali 5 fuglar í ferð. Munur á besta og lé legasta ári er um 40­faldur.

Vortalningarnar spanna styttri tíma en hausttalningarnar eða

frá 1977. Í úrvinnslu sam einaði ég talningasvæðin tvö, Hegranes og Skaga, og tók meðal tal fyrir hvert ár. Mjög góð fylgni er á stofnbreytingum rjúpna á milli svæðanna (fylgnistuðull = 0,863) og því réttlætanlegt að taka þau saman. Þegar vortalningar Sigur­finns hófust 1977 var mikið af rjúpu en síðan fækkaði, annar toppur var 1981, síðan 1987 og loks 1998 (5. mynd). Mest hafa sést í vortalningu 186 karrar (1987) og minnst 17 (1994), munurinn er um 11­faldur.

Tengsl talninga að vori og hausti eru tölfræðilega mjög mark tækar

(6. mynd). Þau ár sem Sigur finnur telur margar karra að vori sér hann einnig að jafnaði margar rjúpur í veiðiferðum að hausti. Samkvæmt reikn aðri aðhvarflínu þá breytast vor­ og hausttölur í réttum hlutföllum þann ig að helmingi stærri vorstofn merkir að Sigurfinnur sér að jafnaði helm ingi fleiri rjúpur að hausti.

Línuleg aðhvarfsgreining á taln­inga röðunum sýnir tölfræðilega

marktæka fækkun rjúpna á athugana­tímanum. Miðað við reiknaða að hvarfs línu sýna hausttalningarnar 80% fækkun fyrir tímabilið 1944­2001, eða að jafnaði um 3% á ári. Á sama hátt sýna vortalningar 78% fækkun fyrir tíma bilið 1977­2001 eða 6% á ári, og hausttalningar fyrir sama tímabil gefa 63% fækkun, eða 4% á ári. Samkvæmt þessum gögnum Sigurfinns hafa orðið algjör umskipti hvað varðar rjúpna fjölda ef við berum saman 5. og 6. ára tug nýliðinnar aldar og svo aftur það sem hefur verið síðustu 20 árin. Tíma bilið þar á milli, þ.e. á 7. og 8. ára tugnum, ríkti einhvers konar milli bilsástand. Samkvæmt þessum gögn um og skilgreiningum í Válista Nátt úru fræðistofnunar Íslands3 þá á rjúpan heima á þeim lista sem tegund í yfir vofandi hættu, þar sem stofn hennar hefur minnkað sem nemur meira en 20% á síðustu 10 árum. Miðað við hvað sást mest af rjúpu í haust taln ingum Sigurfinns á 5. og 6. áratug lið innar aldar þá voru á þeim árum um 20­sinnum fleiri rjúpur á veiðislóðinni en á liðnu hausti og það munar um minna!

t e n g S l v e i ð i a f k a S t a o g S t o f n S t æ r ð a r

Í vistfræði er það kallað atferlis­

svörun (á ensku funct­ional re sponse) hvern ig rándýr, þ.e. einstak­ling urinn, bregst með breyttri neyslu við stofn breytingum bráð­ar. Þessi svör un skiptir miklu máli í sambandi við möguleika rán dýrs­ins á því að hafa áhrif á stofnstærð bráðarinnar.

Hér er skot veiði mað ur inn í hlutverki rán dýr sins og fróðlegt að skoða hvað þessi gögn Sigurfinns segja okkur um það hvernig veiði afköst hans, þ.e. afli á sóknar einingu, breyt ast með breyttri stofn stærð rjúp unnar.

Vortalningar á rjúp um og veiði á sóknareiningu að hausti sýna

marktæk línu leg tengsl í hlut föllunum 1/2, þannig að þegar rjúpna stofn inn fjór faldast þá tvö fald ast veiði afköstin (7. mynd). Hausttalningar fyrir þetta sama árabil (1977­2001) gefa sams­konar niðurstöðu, þ.e. mark tækt línu­legt samband stofn stærðar og veiði á sóknar einingu og að fjórföldun á stofn stærð gefur tvöföldun í veiði af­köst um. Samkvæmt þessum niður stöð­um þá eru áhrif veiðimannsins hlut­falls lega mest þegar rjúpna stofn inn er minnstur.

Ekki er að sjá á gögnum fyrir tíma bilið 1977­2001 að nein

mett un verði á veiði á sóknareiningu, þ.e. að rjúpurnar verði nokkurt ár það margar að veiðimaðurinn hafi hrein­lega ekki undan og geti ekki aukið afköstin frekar. Rétt er þó að benda á að á þessum tíma hefur ekki verið verulega mikið af rjúpu miðað við það sem áður hefur þekkst (sbr. 4. mynd). Ef við hins vegar skoðum niðurstöður haust talninga frá upphafi á móti afla á sóknareiningu sjáum við mettun við mesta þéttleika rjúpna, og aðhvarfs fer­ill inn er kúptur en ekki línulegur (8. mynd). Hámarksafköst veiðimannsins virðast liggja í kringum 4 rjúp ur/ klukku stund.

n i ð u r l a g

Tilgangurinn með þessum skrif­um er að kynna merkt framlag

Sigurfinns Jónssonar til rjúpna rann­sókna og sýna hverju leikmenn geta

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 16: 2002, 8.árg

áorkað með öguðum vinnubrögðum og skipulegri skráningu athugana. Á engan hátt ber að líta á þessi skrif sem endan lega úrvinnslu á gögnum Sigur­finns. Þessi skoðun gagnanna hefur þó leitt eitt og annað athyglisvert í ljós, m.a. um gildi áhugamannastarfs og um ástand rjúpnastofnsins, nánar um þessi atriði.

Dagbækur Sigurfinns sýna að með einföldum aðferðum er

hægt að afla gagna sem skipta máli við vöktun rjúpnastofnsins og gagna sem lýsa atferlissvörun veiðimannsins. Þús­undir manna ganga til rjúpna haust hvert og dagsverkin sem þeir skila við þessa iðju skipta tugum þús unda. Hvernig er hægt að virkja þetta afl í þágu rjúpnarannsókna og hver ætti að hafa frumkvæði að því? Eins og er skilar hver veiðimaður inn veiðiskýrslu til embættis veiðistjóra og er það vel. Í skýrsluna skráir veiði mað urinn um rjúpnaveiði aðeins heildarafla skipt eftir landshlutum. Engar upplýsingar fylgja um veiði átakið sem liggur að baki aflanum eða hvað sást af fugli í hverri veiðiferð og er það miður. Ég tel óraunhæft að hægt sé að skylda alla veiðimenn til að taka þátt í slíkri upp­lýsingasöfnun en örugglega er hægt að fá einhver hund ruð áhuga samra mann til þátttöku. Bein ast lægi við að slík skil tengdust skilum veiði mannsins á

veiði tölum til embættis veiðistjóra. Annar möguleiki væri að Skot veiði­félag Íslands skipu legði slíkt starf með al áhugasamra félaga líkt og tíðkaðist hjá félaginu á 9. ára tugnum. Haust taln ingarnar myndu gefa okkur ítar legri upp lýs ingar en við höfum nú um ástand stofns ins, sundur liðað eftir lands hlut um, og skrán ing á átakinu sem liggur að baki veið inni gæfi afla á sóknar einingu.

Það vekur athygli þegar við skoð­um talningar Sigurfinns hversu

rjúpnastofninum virðist hafa hrakað á liðnum áratugum. Samkvæmt þessum talningum og alþjóðlegum viðmið un­um á íslenski rjúpnastofninn heima á válista sem tegund í yfir vof andi hættu (á ensku vulnerable). Þetta eru ekki einu talningarnar sem benda í þessa átt, mínar eigin rjúpna talningar frá Norð austur landi sýna það sama, þ.e. mark tæk 51% fækkun yfir tímabilið 1981­2001, eða að jafnaði um 3,5% á ári. Síðasta stóra rjúpnahámarkið hér á landi var um miðjan 6. áratug síðustu aldar, þ.e. fyrir um 50 árum síðan. Fáum við, sem nú lifum og ekki mun­um þá tíð, einhvern tíma að upplifa slíka stund á fjöllum þar sem rjúpna­flekk irnir slá gráma á hæðirnar líkt og gert hafi snjóföl í morgunsárið?

Þ a k k a r o r ð

Lovísa Ásbjörnsdóttir gerði línu rit in sem fylgja greininni og kann ég

henni bestu þakkir fyrir bæði smekkvísi og fagleg vinnubrögð. Ég vil þakka Sigur finni Jónssyni ánægjulega sam­vinnu. Hann er maður óvanalegrar gerð ­ar svo ekki sé kveðið fastar að orði. Þrátt fyrir áfall sem nægt hefði til að kné setja hvern mann þá reis hann upp og þar var rjúpan eitt haldreipa hans. Sigur finnur skrifar í athugasemd til mín á eyðublaðið fyrir veiðiárið 1973 „Ekki að marka þetta ár, missti vinstri hendi og framhandlegg, einnig mikið meiddur á vinstra fæti.“ Haustið 1973, hálfu ári eftir slysið, GEKK Sigur finnur 22 daga til rjúpna!

H e i m i l d i r

1 Árni Gunnarsson 1999. Háspenna, lífs­hætta: Sigurfinnur Jónsson skotveiði mað ur. Reykjavík, Mál og mynd, 222 bls.

2 Almanak hins íslenska þjóðvinafélags 1999. 199 bls.

3 Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Vá listi 2. Fuglar. 103 bls.

Ó l a f u r k . n i e l S e n

n á t t Ú r u f r æ ð i S t o f n u n Í S l a n d S

P Ó S t H Ó l f 5320 – 125 r e y k j a v Í k

okn@ni . i s

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 17: 2002, 8.árg

Afréttur: Hvers konar land ofan byggðar sem að jafnaði hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé.

Almenningur: Svæði sem sem enginn aðili getur talið til einstaklingseignarréttinda yfir.

Með beinum eignarrétti er átt við: Einkarétt tiltekins aðila, eigandans, til þess að ráða yfir tilteknum líkamlegum hlut innan þeirra marka, sem rétti þessum eru sett í lögum og af

takmörkuðum (óbeinum) réttindum annarra sem stofnað hefur verið til yfir hlutnum.

Þjóðlenda: Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar einhver takmörkuð eignarréttindi. (1. gr. laga um þjóðlendur.)

i n n g a n g u r

Það er kunnara en frá þurfi að segja að lengi hafa staðið deilur

og ríkt óvissa um eignarrétt að hálendissvæðum á Íslandi sem m.a. hafa verið kölluð afréttir og al menn­ingar eða einfaldlega óbyggðir. Fyrir lá að ýmsir töldu og telja sig eiga þessi landssvæði beinum eignarrétti og svo er auðvitað með réttu í einhverjum tilvikum. Í nokkrum dómum um slík svæði hafði hins vegar verið staðreynt að einungis var um beitarafnot að ræða en ekki beinan eignarrétt að landi. Jafnframt lá fyrir að til voru svæði á hálendinu sem enginn gat sannað eignarrétt sinn á. Höfðu dómstólar slegið því föstu að ríkið væri ekki eigandi slíkra svæða.

Til að leysa úr óvissu um þessi mál fyrir fullt og allt voru árið 1998

samþykkt lög nr. 58/1998, um þjóð­lendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (hér eftir kölluð þjóðlendulög). Segja má að megin til­gangur laganna sé tví þættur: Í fyrsta lagi að slá eign ríkisins á þau landsvæði sem enginn annar get ur sannað eignarrétt sinn til. Slík svæði verða samkvæmt lögunum að þjóð lend um sem svo eru nefndar. Í öðru lagi var lögunum ætlað að tryggja að ríkið ætti frumkvæði að því að kanna og skera úr um með skipu­

legum hætti hvaða land teldist til þjóð­lendna og þar með hver væru mörk þeirra og eignarlanda.

Til að vinna þetta vandasama verk skipaði forsætisráðherra svo­

kallaða Óbyggðanefnd haustið 1998. Nefndinni ber að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Einnig ber henni að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur, úrskurða um eignar réttindi innan þjóðlendna auk þess sem henni hafa verið falin tiltekin verkefni við að skipta landinu upp í sveitar félög. Nefndin á að hafa lokið störfum árið 2007. Í mars sl. kvað nefnd þessi upp fyrstu úrskurði sína. Í greinar stúf þessum er ætlunin að gera stutt lega grein fyrir þýðingu þjóð lendu laga og

úrskurðum óbyggða nefndar fyrir skot­veiði menn, hvaða rétt al menn ingur mun hafa til skot veiða innan þjóð­lendna og niður stöðum nefndarinnar í fyrstu úrskurð um hennar.

a l m e n n t u m v e i ð i r é t t

Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að rifja stuttlega upp

nokkur meginatriði varðandi veiðirétt og eignarhald hans.

Villt dýr og selir eru eigandalaus verðmæti eða náttúrugæði.

Eignarréttur að villtum dýrum sem veidd eru stofnast með svokallaðri töku. Með töku er átt við stofnun eignarréttar sem á sér stað með umráðatöku verðmætis sem þá er ekki eignarrétti háð. Töku villtra dýra og sela köllum við í daglegu tali veiðar. Slík taka er þó ekki öllum heimil því frá upphafi byggðar á Íslandi hefur rétturinn til að veiða spendýr og fugla verið tengdur eignarhaldi á landi. Þannig hefur veiðiréttur verið hluti svokallaðra fasteignarréttinda.

Veiðirétti hefur því verið mis jafnt farið eftir því hvernig eignar­

haldi á landi er háttað. Til ein föld unar má segja að löndum og svæðum utan þéttbýlisins hafi almennt verið skipt í

Þjóðlendur og almannaveiðiréttur

Fagrit um skotveiðar og útivist

•17

Í VAR PÁLSSONV ARAFORMA‹UR SKOTV ÍS

Page 18: 2002, 8.árg

150.000 krónurJá, það borgar sig að taka með notuð skothylki, þín og annarra, til byggða.á næstu OLÍS-stöð, fyllir út þátttökuseðil sem fer í pott sem dregið verður úrVerðlaunin eru vegleg eða 150.000 krónur í eldsneyti frá OLÍS. Það má segja eldsneyti í 1 ár, það munar um minna. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu mbyggða og stuðlaðu að því að skotveiðimenn séu virkir í náttúruvernd og séu ek

Page 19: 2002, 8.árg

Veiðiréttur: Réttur ákveðins aðila/ákveðinna aðila til töku villtra dýra á tilteknu svæði/svæðum, með því að handsama þau, drepa eða tína (egg eða fugla), innan þeirra marka sem rétti þessum eru sett í

lögum (tillaga höfundar að skilgreiningu).

Eignarland: Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög setja á hverjum tíma (1. gr. þjóðlendulaga).

Innskot höfundar.

Vefsíða Alþingis, althingi.is, Þingfundur 2. maí 1998, 112 löggjafarþing, mál nr. 367.

þrjá flokka eftir eignar haldi þeirra, þ.e. jarðir, afrétti og al menn inga.

Jarðir (heimalönd jarða/lögbýli) hafa þannig ávallt fallið í flokk

eignar landa og almenningar í flokk eiganda lausra svæða. Afréttir hafa hins vegar hvort heldur sem er getað verið eigna rlönd eða eigandalaus svæði. Með setningu þjóðlendu lag anna var flokkun lands eftir eignar haldi í raun fækkað í tvo þ.e. annars vegar eignar­lönd og hins vegar þjóð lendur, en í þann flokk falla af réttir sem enginn

getur sannað eignarrétt sinn til og almenningar.

Á eignarlandi er landeiganda einum heimilar dýraveiðar og

ráðstöfun þeirra. Landeigandi ræður því hvort og þá hverjir stunda veiðar á landi hans skv. 2. mgr. 8. gr. laga um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Al menn ingi eru hins vegar heimilar veiðar „... á afréttum og almenningum utan landareigna (eignarlanda) lög­býla, enda geti enginn sannað eignar­

rétt sinn til þeirra...“. skv. 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Fyrir setningu þjóð­lendu laganna var almenningi því heimilt að veiða á þeim svæðum sem verða að þjóðlendum. Spurning er hvort sá réttur gildi áfram?

v e i ð i r é t t u r Í Þ j Ó ð l e n d u m

Hvorki í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og

villtum spendýrum (hér eftir kölluð villidýralög) né lögum um þjóðlendur

Fagrit um skotveiðar og útivist

•19

Page 20: 2002, 8.árg

er fjallað berum orðum um veiðirétt í þjóðlendum. Til þess að komast að niðurstöðu um veiði réttinn þarf því að rýna í ákvæði beggja laganna, bera þau saman og skýra.

Í þjóðlendulögunum er því m.a. lýst yfir að ríkið verði eigandi hvers

konar landsréttinda sem ekki eru háð einkaeignarrétti innan þjóð lendna. Veiðiréttur á villtum fuglum og dýrum fellur í þann flokk og tilheyrir því í raun ríkinu skv. lögun um. Að jafnaði þarf að fá leyfi hjá viðkomandi sveitar­stjórn til nýtingar sambærilegra lands­réttinda og veiði réttar innan þjóð­lendna. Hins vegar er einnig tekið fram að slík leyfi þurfi m.a. ekki varð­andi réttindi sem fengin eru öðrum með lögum.

Í þjóðlendulögunum er gerður skýr munur á eignarlandi og þjóð lend­

um en tekið skal fram að hug takið landar eign í villidýra lögun um hefur í raun sömu merkingu og hugtakið eignar land í þjóðlendu lögun um. Sam­kvæmt villidýralögun um gildir einka­veiði réttur land eig anda aðeins á landar eignum/eignarlandi og þ.a.l. ekki á þjóð lendum. Að sama skapi gildir almannaveiðiréttur á afréttum og al menn ingum utan landar eigna/ eignar landa lögbýla. Þrátt fyrir að afréttir verði ekki til sem hugtak um eignar hald á landi og því síður al menn­ingar þegar Óbyggða nefnd hefur lokið störf um, verður með hlið sjón af framangreindu að telja að al manna ­veið iréttur gildi á þjóð lendum. Fram­an greint styðst einnig við um mæli sem forsætisráðherra, Davíð Odds son, lét

falla á Alþingi þegar frum varp til þjóð­lendu laga var til umræðu þar. Að spurður af Krist jáni Pálssyni al þingis mann i um veiðirétt á villtum fuglum og villtum spendýrum svaraði hann svo:

„Engin ástæða er til að ætla að með frv. sé verið að skerða

þær ákvarðanir Alþingis sem liðnar eru hvað þetta varðar eða framtíðar­möguleika Alþingis hvað þetta varðar eftir að lögin hafa verið sett. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeim reglum er nú gilda, þar með lög nr. 64/1994, og ákvæðum sem þar standa er í engu haggað þrátt fyrir þau lög sem við erum að undirbúa samþykkt á um þjóðlendur. Ég tek því undir það með hv. þingmanni að það er misskilningur aðila sem hafa óttast að

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 21: 2002, 8.árg

með lagasetningunni sé verið að gera breytingar hvað það varðar. ...”

Þar sem réttindi þessi eru fengin almenningi með villidýra lögun­

um verður jafnframt að slá því föstu ekki þurfi að sækja um leyfi til við kom­andi sveitarstjórna til skot veiða á þjóðlendum.

Þrátt fyrir framangreint er ljóst að nauðsynlegt er að breyta

villi dýralögunum til þess að gera þetta skýrara og til að tryggja rétt al menn­ings til skotveiða á þjóðlendum. Eðli­legast verður að telja að kveðið verði á um það berum orðum að almanna­veiðiréttur gildi á þjóðlendum. Því mun stjórn SKOTVÍS beita sér fyrir á komandi vetri.

Þ ý ð i n g Þ j Ó ð l e n d u l a g a o g Ú r S k u r ð a Ó B y g g ð a n e f n d a r

f y r i r S k o t v e i ð i m e n n

Að því gefnu að almanna veiði­rétt ur gildi á þjóðlendum munu

úrskurðir Óbyggðanefndar hafa verulega þýðingu fyrir skotveiðimenn. Af öllum þeim dómum sem gengu á 20. öld, um eignarhald á svæðum utan byggðamarka, var einungis í tveimur tilvikum skýrlega fallist á að land væri undirorpið beinum eignarrétti. Lang­líklegast er því að Óbyggðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að meiri­hluti lands á hálendi Íslands verði þjóðlendur þegar nefndin hefur lokið störfum.

Þegar nefndin hefur kveðið upp úrskurði sína mun heldur ekki

ríkja um það nein óvissa lengur hvar heimilt er að stunda skotveiðar án þess að óska eftir leyfi landeiganda. Hægt verður að skoða það á korti. Þetta er þó með þeim fyrirvara að heimilt er að skjóta úrskurðum nefndarinnar til dóm stóla innan sex mánaða frá því niður staða hennar hefur verið birt í Lög birtingablaðinu. Niðurstaða nefndar­innar er því ekki endanleg fyrr en ljóst er hvort úrskurði hennar verður skotið til dómstóla. Verði úrskurði skotið til dómstóla liggur endanleg niðurstaða ekki fyrir fyrr en að lokinni upp­kvaðningu héraðsdóms eða eftir atvik­um hæstaréttardóms, verði niðurstöðu héraðsdóms áfrýjað til Hæstaréttar.

Ú r S k u r ð i r Ó B y g g ð a n e f n d a r Í á r n e S S ý S l u

Fagrit um skotveiðar og útivist

Hápunktur skotveiðinnar er tvímælalaust að fara á hreindýra-

veiðar austur á land. Til hvers að eyða tveimur frídögum í akstur

þegar flug tekur innan við klukkustund og er ódýrara?

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S F

LU 1

8355

07

/200

2

www.flugfelag.is

Fljúgðu frekar!

- austur á Hérað

Hvort viltu skjótast eða sniglast

Á nýju vefsíðunni okkar

flugfelag.is er einfaldara og fljótlegra að bóka flugferð en áður.

Taktu fimm lítil skref á netinu og við flytjum þig

á áfangastað.

Page 22: 2002, 8.árg

Í mars sl. kvað nefndin upp sína fyrstu úrskurði, sjö talsins. Vörð­

uðu þeir allir landsvæði í uppsveitum Árnessýslu. Úrskurðir þessir eru mjög vandaðir og ítarlegir og ljóst að nefndin hefur lagt í þá mikla vinnu. Í úrskurðunum er kafli sem kallaður er „Almennar niðurstöður Óbyggða­nefnd ar“. Þar gerir nefndin grein fyrir almennum athugunum og niður stöð­um sínum um staðreyndir og laga atriði sem þýðingu hafa við úrlausn málanna. Þessi kafli er í raun hinar almennu forsendur sem úr skurð irnir byggjast á og gera má ráð fyrir að úrskurðir nefndarinnar í framtíðinni muni byggjast á. Greinarhöfundur hvetur þá sem áhuga hafa á þessum málum að kynna sér þessa kafla sérstaklega.

Hér eru ekki tök á því að fara ofan í framangreindar for­

sendur nefndarinnar né einstakar niður stöður hennar. Almennt má þó segja að úrskurðirnir séu í samræmi við fræðikenningar og dómafordæmi frá síðustu öld er þessi mál varða og eru almennt viðurkennd. Athygli vekur þó að nefndin virðist gefa landa­merkjabréfum nokkuð meira vægi auk þess sem hún gerir ekki kröfu um að hægt sé að sýna fram á órofa yfirfærslu eignarréttinda lands frá landnámi til dagsins í dag. Rétt þykir einnig að taka fram að nefndin gerir ekki mikið úr fordæmisgildi þeirra dóma, sem gengið hafa í sakamálum vegna meintra ólögmætra fuglaveiða, m.a. þar sem vafi í slíkum málum um eignarhald og landamerki er ávallt túlkaður meintum sakamanni í hag. Ekki er því óhugsandi

að svæði, sem talin hafa verið eigandalaus á grund velli slíkra dóma, verði í meðferð óbyggðanefndar talin eignar lönd.

Í samræmi við þetta og eins og búast mátti við í ljósi fræði kenn inga og

eldri dóma, varð það niður staða Óbyggðanefndar að mestur hluti þess svæðis sem nefndin fjallaði um í þessum sjö úrskurðum teldist til þjóð­lendna (sjá nánar meðfylgjandi kort um niðurstöður nefndarinnar varðandi landssvæði í Árnessýslu). Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum um Biskups tungna­afrétt og efstu lönd í Biskupstungna­hreppi (mál nr. 4/2000) að víðáttu­mikið svæði, sem afmarkast í grófum dráttum af línu dreginni frá Rauðafelli til norðaustur í Hagavatn (við rætur Hagafellsjökuls í Langjökli), frá Haga­vatni til suðausturs um Sandvatn niður að Hvítá, væri eignarland (sjá kort).

Þrátt fyrir það gefa þessir fyrstu úrskurðir nefndarinnar tilefni til

að ætla að þegar nefndin hefur lokið störfum muni stærsti hluti hálendis­svæða á Íslandi teljast þjóðlendur. Verði svo, og haldist almanna veiði­réttur til skotveiða innan þjóðlendna, eru þjóðlendulögin líklegast ein mesta réttarbót sem íslenskum skotveiði­mönn um hefur hlotnast. Það verður því spennandi að fylgjast með störfum nefndar innar næstu ár og afdrifum þeirra úrskurða hennar sem látið verður reyna á fyrir dómstólum.

Áhugasömum er bent á heima­síðu Óbyggðanefndar. Rétt er

að benda á að kort sem sýnir niður­stöður nefndarinnar í Árnessýslu er hægt að skoða á heimasíðu Óbyggða­nefndar obyggdanefnd.is. Á síðunni er jafnframt hægt að nálgast upplýsingar um störf nefndarinnar og þjóðlendu­lögin og fylgjast með gangi mála.

Að lokum vill undirritaður hvetja þá skotveiðimenn sem hyggja á

veiðar í uppsveitum Árnessýslu að kynna sér niðurstöður nefndarinnar og veiða ekki á svæðum sem úrskurðuð hafa verið sem eignarlönd án leyfis landeiganda.

Með ósk um gott veiðitímabil og hóflega veiði,

Í v a r P á l S S o n , v a r a f o r m a ð u r SkotvÍS .

H e i m i l d a S k r á :Auk laga, heimasíðu Alþingis og Óbyggðanefndar og úrskurða Óbyggða nefndar studdist greinar höfundur við eftirtalin rit við samningu greinarinnar:

1. Ívar Pálsson 1998: Skotveiðar (Réttarstaða skotveiðimanna), kandídatsritgerð við lagadeild Háskóla Íslands.

2. Þorgeir Örlygsson 1995: Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum, Afmælisrit Gauks Jörundssonar, Reykjavík.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Munið vefsíðuna:

www.skotvis.is

Page 23: 2002, 8.árg

Björt framtíð

Dæmið sem ég nefni hér er ykkur til glöggvunnar en er því

miður tekið úr raunveruleikanum: Maður einn 56 ára gamall varð fyrir því óláni að verða fyrir hagla byssu­skoti. Skotið kom úr veiðihaglabyssu og höglin sem hann fékk í sig voru blýhögl nr.6, haglastærð sem er senni­lega í algengustu rjúpnaskotum sem notuð eru hér á landi. Sum höglin fóru í búk mannsins en önnur lentu í andliti hans og þar af lenti eitt haglið í hægra auga. Færið sem skotið var af er talið vera nálægt 80 metrum. Við rann sókn á auga mannsins kom í ljós að eitt hagl hafði farið í gegn um horn himnu og lithimnu augans og stoppað á sjónhimnu augans.

Rannsóknir hafa sýnt að veiði­hagl númer 6 sem skotið er úr

hagla byssu (hér skiptir ekki máli hvort skotið komi úr cal 12 eða cal 20) getur gatað auga á færi allt að 90 mertum. Flestir augnskaðar í heiminum sem verða vegna haglabyssna verða við það að hagl fer í gegnum augað. Í þessu tilfelli þar sem færið var talið um 80 metrar hafði haglið næga orku til að gata augað en fór ekki í gegn. Hægt var að fjarlægja höglin úr andliti og auga þar sem sár í andliti greru en sjón tapaðist að mestu.

Til að átta sig aðeins á fjar­lægðinni í umræddu dæmi, þá

er bilið milli ljósastaura á hrað braut­um oft um 40 m, þetta þýðir þá tvö

staurabil. Á skotvöllum er þessi hætta til staðar og er til að mynda fjarlægðin milli turna á skeet velli aðeins 38,6 metrar. Á skeet skotvelli er hættu­svæðið 100 m en þar er aðeins skotið með höglum númer 9.

S k o t g l e r a u g u – f á ð u m e i r a Ú t Ú r

S k o t f i m i n n i o g S k o t v e i ð u n u m

Allir skotmenn stefna að sama marki, það er að hitta skot­

markið hvort sem það er leirdúfa eða lifandi bráð. Að hitta betur og njóta æfingarinnar eða veiðanna betur.

Flestir geta æft skotfimi og byssu­með höndlun betur en hugsa

ekki nægjanlega um að hafa réttan búnað til að sjá skotmarkið vel. Með sér stökum gleraugum með sérhönn­uð um glerjum fyrir skotmenn er hægt að fá alveg nýja sýn í skotfimi og veiðar, ásamt því að öðlast um leið öryggið við að vera með augnvörn.

Flestir okkar sem hafa skotið mikið á leirdúfur vita að það er

mjög mikilvægt að vera með góð skotgleraugu og einnig með réttan lit á glerjum til að sjá leirdúfuna betur og ná að greina hana eldsnöggt er hún kemur í loftið. Þetta er best gert með rauðleitum glerjum ef dúfan er rauð og glerjum sem hafa litafilter í sér til að auka sjónskerpu og útlínur hluta. Skotdómarar nota einnig slík gler augu til að geta skorið betur úr um hvort dúfur eru hittar eða ekki. Fullyrða má að allflestir keppnismenn í skotfimi noti skotgleraugu við æf ingar og keppni. Ef þeir eru spurðir svara allflestir: til að sjá dúfuna fyrr og betur, en auðvitað ættu allir skotmenn fyrst og fremst að vera með gleraugu vegna öryggis og síðan til að sjá skotmark betur.

Þeir okkar sem stundað hafa rjúpnaveiði vita einnig hve

erfitt getur verið að sjá fuglinn við vissar aðstæður og geta slík gleraugu þá komið sér mjög vel við veiðarnar. Oft eru aðstæður þannig á veiðum að snjór er yfir öllu eða flikrótt og erfitt getur verið að greina rjúpuna þar sem hún kúrir sig í snjóinn hreyfingarlaus. Við þessar aðstæður eru menn hugsanlega oft að ganga fram hjá fleiri fuglum heldur en þeir sjá yfir daginn. Flestir þekkja sögurnar um menn sem hafa verið á veiðum og ekki séð fugl fyrr en þeir koma aftur í bílinn, eða þegar menn

Fagrit um skotveiðar og útivist

•23

AUG U N E RU TV Í MÆLALAUST ÞAU SKYNF ÆRI SEM V IÐ V I LDUM S Í ST VERA ÁN OG ÞÁ HVORK I ANNARS NÉ BE GGJA . GE TA MEN N SÉÐ AF LE IÐ ING ARNAR FYR IR SÉR EF ÞE IR M ISSTU S JÓN Á ÖÐRU EÐA BÁÐUM AUG U M Í D A G . SENN ILEG A EKK I T I L F ULLS ENDA LENDA FÆST IR Í ÞV Í Á UNGA ALDR I AÐ MISSA S JÓN . Þ E TTA GER IST ÞÓ ALLTOF OF T A ‹ E I TTHVERJU MARK I VEGNA SLYSS SEM HEF ‹ I MÁTT KOMA Í VEG FYR I R M E ‹ ÓD†RUM O G AU‹V ELDUM HÆTT I .

Page 24: 2002, 8.árg

setjast niður til að hvílast eða fá sér kaffi þá birtast allt í einu fuglar allt í kring um þá. Ekki þarf nokkur að ímynda sér að ekki hafi verið fuglar annars staðar allan daginn heldur en við bílinn eða nákvæmlega þar sem menn slöppuðu af til að borða nesti. Ástæð an er ósköp einföld, menn hafa bara ekki séð fuglana fyrr en þeir fóru að gefa sér betri tíma og fuglarnir jafnvel farið að ókyrrast og hreyfa sig eftir smá tíma. Einnig er gott á gæsa­ og andaveiðum að geta greint hratt og vel hvort fuglinn sem kemur er bráð eða friðuð tegund. Við svona að stæð­ur geta góð gleraugu hjálpað.

Ekki má heldur gleyma örygginu sem gleraugun veita en þau

geta auðveldlega bjargað skotmönnum frá augnskaða og blindu. Það á við þar sem menn eru að skjóta á skotsvæði þar sem mikil hætta er á skaða vegna leirdúfubrota, vegna endurkasts hagla og heitra púðuragna hjá þeim sem

nota hálfsjálfvirkar byssur. Einnig er mönnum á veiðum hætt við augn skaða en þar geta þeir átt á hættu á að fá högl í sig frá öðrum skyttum eða vegna endurkasts frá grjóti og þá sérstaklega þegar verið er að skjóta í kjarri eða þar sem margir eru á sama veiði svæðinu, eins og oft vill vera fyrstu dagana á rjúpnaveiðum.

g Ó ð S k o t g l e r a u g u =H á m a r k S S j Ó n

v i ð a l l a r a ð S t æ ð u r

Hefðbundin sólgleraugu virka oftast þannig að þau dekkja sýn

og við það tapast skerpa. Við ákveðnar aðstæður ljóss og skugga verður þá erfitt að sjá útlínur landslags og þess háttar. Skotgler eins og til dæmis X.P.V. (Extreeme pover vision) frá Carl Zeiss og Beretta skotgleraugun auka skerpu og dýptarskerpu og gera þannig aðveldara að sjá leir dúf una eða

fuglinn. Skotmenn sem nota þannig gleraugu fá því betri sýn og sjá þannig skotmark, skugga og útlínur greinilegar en með hefð bundn um sólgleraugum. Þetta skiptir miklu máli og þá sérstaklega á skot vellinum þar sem nákvæmni og hraði við að greina skotmarkið er mikil vægur.

B e t r i o g ö r u g g a r i v ö r n

Sýnilegt ljós sem er rafsegul­bylgja hefur bylgjulengdina

380­760 nm (nanómetrar). Ljós undir 380 nm er svokallað útfjólublátt ljós. (UVA)

UVA­ 100­280 nm valda hvarmabólgu, snjóblindu og rafsuðublindu.

UVB­ 280­315 nm valda sólbruna.UVC­ 315­380 nm valda lit á húð.Ljós yfir 380 nm er síðan hinir ýmsu litir

sem við sjáum.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1,eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu Spv, sem er www.spv.is.

lífeyrissparnaðurEr þinn

öruggur?Lífeyrissparnaður ætti að njóta öruggrar og traustrarávöxtunar, því býður Spv upp á Lífsval 1, reikning sem

gefur þér örugga ávöxtun, þar sem sveiflur áverðbréfamörkuðum hafa engin áhrif. Reikningurinn hefurfrá stofnun sýnt eina hagstæðustu ávöxtun sem völ er á.

Nafnávöxtun var 15,63% árið 2001og raunávöxtun var 6,46%.Enginn kostnaður eða þóknun.

Hver var raunávöxtunin á þínum sparnaði?Gerðu samanburð!

Ekki taka áhættu með viðbótarlífeyrissparnaðinn,komdu til okkar í Spv og fáðu ráðgjöf.

00 – 0102 – 03

Page 25: 2002, 8.árg

00 – 0102 – 03

Page 26: 2002, 8.árg

H v a ð S j á u m v i ð ?

Kannast þú við alla þessa grá­myglu legu skýjuðu daga? En

einnig á sólskinsdögum sér maður ver­öld ina litlausa. Það er vegna þess að sólarljósið inniheldur mikið af bláu ljósi. Blái liturinn er svo yfirgnæfandi að hann yfirgnæfir alla aðra liti. Hefð bund in sólgleraugu með UV 400 filter úti loka alla geisla undir 400 nm og þar meðtalda flesta skaðlega geisla og einnig hluta af sýni legu ljósi. Bak við dökk glerin stækk ar sjáaldur augans þannig að blátt ljós 400­480 nm á greiðan aðgang að aug anu. Rannsóknir NASA, sem staðið hafa yfir í 20 ár, hafa m.a. leitt í ljós að slík geislun veldur einnig skaða í augum, m.a. skemmdum á augnbotni og kölkun í augnlinsum. Rannsóknir þessar hafa einnig leitt í ljós að með hágæða sólglerjum með innbyggðri blárri litsíu síast út þessir skaðlegu geislar og þar með minnkar hættan til muna á þessum augn skemmd um.

B l á l i t S Í a

Skotgleraugu eru öll með inn­byggðri blárri litsíu (blue

blokker) sem minnkar bláa hluta ljóss­ins þannig að hann sé í réttu hlutfalli við aðra liti. Þannig sjá menn veiði­

svæðið í réttu ljósi og litir ásamt veiðidýrum spretta

fram í allri sinni dýrð og smáatriðum. Sum minnka mikinn hluta bláa ljóss­ins, og eru þau oft gul að lit.

Þetta gerir það m.a. að verkum að skotgleraugu eru ekki alltaf

hentug til notkunar við akstur. Einnig er óæskilegt að horfa beint í sólina með þeim.

ö r u g g m e ð r i S P u v ö r n

Glerin eru flest gerð úr poly­carbon plastefni (CR­39) sem

getur þolað bæði skot úr haglabyssu og 22 cal riffli. Verum samt með það í huga að þó að glerin séu höggþolin geta þau brotnað. Einnig eru glerin meðhöndluð með Carat húð sem ver þau gegn rispum og hindrar truflandi glampa, ásamt því að verða af raf­mögnuð.

e k k i P o l a r o i d

Ljósbylgjur sveiflast bæði lárétt og lóðrétt. Það sem polaroid gler

gerir er að útiloka aðra bylgjuna, annað hvort þá láréttu eða þá lóðréttu. Hægt er að sjá þetta með því að setja saman tvö polaroid gleraugu og snúa þeim síðan hægt þá eiga glerin að sía út nánast allt ljós. Polaroid er ekki æskilegt í skotgleraugum þar sem það minnkar bara ljósmagnið sem berst til augans og tekur glampa af flötum eins og vatni en eykur ekki skerpu eða litadýpt. Að sjálfsögðu eru þau öll með 100% UV vörn.

m ö r g g l e r

Oft er hægt að kaupa skot gler­augu með glerja settum þar

sem hægt er að skipta um gler eftir að stæð um. Er þá eitt gler kanski skerpu aukandi rautt, eitt gult, eitt grátt eða kanski glært og annað appel sínu­gult. Oftast eru höfð þrjú mismunandi gler í settum eða þá að menn kaupa bara eina gerð til að byrja með.

R auða glerið er skerpuaukandi og eykur næmi augans til að greina rauða liti.

A ppelsínulita glerið er skerpuaukandi og eykur næmi augans á að greina appel­sínugula liti.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•26

Page 27: 2002, 8.árg

G ula glerið minnkar móðu er skerpu auk­andi og skerpir sérstaklega gráa tóna. Einnig eykur það næmi augans fyrir gulum litum.

G ráa glerið skerpir en dregur mest úr birtu þar sem liturinn í glerjunum dreg ur úr birtunni. Einnig er hægt að fá ýmsar blöndur af þessum litafilterum og er til dæmis grá­brúnt gler mjög hentugt í mikilli birtu og snjó, og þá er það haft dekkra en önnur gler.

H v e r n i g f á u m v i ð g l e r a u g u n ?

Í stuttri en óform legri könn­un á úr vali skot gler augna í

Reykjavík feng ust skotgleraugu aðeins í einni byssu verslun, Hlað á Bílds höfða 12 og síð an er Linsu mát un í Ármúla 20 einn ig með skot gler augu. Hjá Hlað á Bílds höfð an um fást skot gler ­augu fyr ir þá sem þurfa ekki sjón gler. Hjá Linsu mátun fást einn ig sérútbúin skot gler augu fyrir þá sem þurfa sjóngler með fjar lægðar styrk, les punkti og marg skiptu gleri.

Þegar Linsumátun gerir skot gler augu er reynt að

mæta öllum þörfum kaup and­ans. Við kaup á þannig glerjum er fjarlægð milli augna kaup­

anda mæld til að þau passi sem best og öðrum óskum um umgjarðir og annað mætt. Verð á gleraugum hjá Hlaði var frá kr. 3.200 en hjá Linsu hönnun var verðið frá kr. 23.000.

Skotmenn, bætum skotgleraug­um í veiðigræjurnar. Þau vernda

ykk ur fyrir skaðlegum geislum sólar­innar sem eru sérstaklega sterkir upp

til fjalla, hugsanlegum að skota hlutum svo sem ryki, sandi, höglum og fleira ásamt því að leyfa okkur að sjá nátt úr­una í skemmtilegra og skarpara ljósi. Bætum öryggið og vonum að veið arnar verði ánægjulegri fyrir vikið.

Í v a r e r l e n d S S o n ,

S t j Ó r n a r m a ð u r Í SkotvÍS

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 28: 2002, 8.árg

ÍSLE

NSK

A A

UG

LÝSI

NG

AST

OFA

N/S

IA.I

S U

TI 1

8443

08

/200

2

TILBO‹ 1Gazelle hálfsjálfvirk 3"me› ól, poka og skotbelti4 pakkar RIO gæsaskotHreinsisett og gæsaflauta

59.900

Skjóttu!49.900

TILBO‹ 2CBS Pumpa 3" MagnumÓl, poki og skotbelti4 pakkar RIO gæsaskotHreinsisett og gæsaflauta

Smáralind - GlæsibæSimi 545 1500 og www.utilif.is

Vel heppnu› vei›ifer› hefst í Útilífi !WetlandBrown CamoExpressEleyFederal

fiekkt merkií skotvei›ivörum:

Góður útivistar- og camofatnaðureykur vellíðan og árangur í veiðiferðinni.

Gervigæsir 11.900 12 stk.

Skjóttu!

Page 29: 2002, 8.árg

NÚ ÞEGAR GÆSAVEIÐ IT ÍMINN HEFST VELTA MENN FYRIR SÉR ÁSTANDI GÆSASTOFNANNA. RANNSÓKNIR NÁTTÚRU FRÆÐI ­STOFNUNAR ÍSLANDS OG WILDFOWL & WETLANDS TRUST Á GÆSUM UNDANFARIN ÁR HAFA SVARAÐ ÝMSUM SPURN­INGUM VARÐ ANDI GÆSA STOFN­ANA EN E INNIG HAFA VAKNAÐ NÝJAR SPURNINGAR SEM BRÝNT ER AÐ FÁ IST SVÖR V IÐ .

r a n n S Ó k n i r

Rannsóknir Náttúru fræði stofn­unar og Wildfowl & Wetlands

Trust (WWT) snérust einkum um að fá mat á veiðálag og veiðiþol ís lensk/bresku grágæsa­ og heiða gæsa­stofnanna. Í því skyni voru merktar á Íslandi um 4.500 gæsir á árunum 1996–2000, samtals 1.274 grágæsir og 3.245 heiðagæsir. Merkingarnar veita upplýsingar um dánartíðni og afkomu gæs anna og ferðalög þeirra. Til að meta hlutfall ungfugla í veiði var safn­að vængjum úr afla frá veiði mönn um. Varpárangur var metinn með taln ing­um að hausti bæði á Íslandi og á Bret­lands eyjum (hlutfall ungfugla í stofni). Þá hefur WWT staðið fyrir árlegum heildar talingum á grágæs og heiðagæs á Bretlandseyjum síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Frá 1995 hefur einnig verið safnað veiðitölum frá öllum íslensk um veiðimönnum á vegum Veiði stjóraembættisins.

Talningar WWT bentu til að undan farinn áratug eða svo hafi

fækkað um rúm 20% í grágæsa stofn­inum (1. mynd). Séu veiðitölur frá 1995­2000 skoðaðar sem hlutfall af heildar stofni má álykta að þessi fækk­un hafi líklega stafað af ofveiði. Sam ­kvæmt talningum og veiði tölum hefur grágæsarveiðin á Íslandi numið um og yfir 30% af hauststofni og þá er eftir veiðin á Bretlandseyjum. Af þessum sökum var grágæsin sett á Válista Náttúru fræði stofnunar Íslands árið 2000. Þessar ályktanir um veiði afföll stemma ekki við þá mynd sem fæst með stofnlíkani fyrir ís lensk/bresku grá gæsina. Þetta líkan byggir á lífs­líkum eins og niðurstöður merkinga sýna þær vera (73% að meðaltali yfir árið hjá full orðn um fuglum og 47% hjá ungum), og á hlutföllum ungfugla í veiði og í stofni. Einhvers staðar hlýt ur að vera um verulega skekkju að ræða,

annað hvort í þeim forsendum sem líkanið byggir á, í talningum eða í veiði skýrslum

H v a r l i g g u r S k e k k j a n ?

Séu veiðitölur réttar þá ætti grá­gæsa stofninn samkvæmt stofn­

líkan inu að vera allt að tvisvar sinnum stærri en hann er áætlaður í taln ing um. Á hinn bóginn séu talningar réttar þá ætti veiðin að vera helmingi minni en gefið er upp í veiðiskýrslum. Alm ennt hafa menn talið að veiðitölur sam kvæmt veiðiskýrslum séu nokkuð ná kvæmar og allar vísbendingar um heildar veiði sem við höfum eftir öðrum leiðum styðja þá ályktun. Þetta eru t.d. tölur um veidda minka og refi sem greitt hefur verið fyrir, og niður stöður skoðanakannana SKOTVÍS um hversu mikið sé borðað af rjúpu á hverju

Fagrit um skotveiðar og útivist

GrágæsinÓ l e y S t a r g á t u r

0

20.000

40.000

60.000

80.000

100.000

120.000

1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000

Ár

Fjöl

di f

ugla

•29

H a u S t S t o f n g r á g æ S a á B r e t l a n d S e y j u m . P u n k t a r n i r S ý n a t a l n i n g a r e n l Í n a n e r f i m m á r a H l a u P a n d i m e ð a l t a l . B y g g t á g ö g n u m f r á W i l d f o W l & W e t l a n d t r u S t .

Page 30: 2002, 8.árg

ári, sem ber vel saman við uppgefna veiði samvæmt veiði skýrsl um. Varð andi gæsir hafa menn bent á að þar sé mögulega innbyggð hætta á of taln ingu vegna eðlis veið anna. Gæs a veiðar stunda menn gjarnan nokkrir saman í hóp og þegar dæmið er síðan gert upp á veiði skýrslum til em bættis veiðistjóra þá er hætta á að hver fyrir sig gefi upp

heildar veiði hópsins en ekki það sem kom í hans hlut. Á

móti má hins vegar benda á að eflaust eru ekki allar gæsir sem veiðast gefnar upp. Á þessu ári gengst Veiði stjóra­embættið í sam vinnu við undir ritaðan fyrir skoðana könn un meðal veiði­korthafa um ýmislegt er varðar veiðar og þar á meðal að fá úr því skorið hvernig veiðimenn standa að skráningu afla, hversu nákvæm sú skráning sé og hvort líkur séu á því að gæsaveiði sé ofskráð.

Um gæsatalningarnar er það að segja að fuglafræðingar hjá

WWT telja mjög ólíklegt að þeir séu að missa af þeim fjölda gæsa sem út reikn ­ingar gefa til kynna (80.000 fuglar!). Hugsanlegt er að um kerfis bundna skekkju sé að ræða í talningum og einnig að eitthvað af grágæsum sé utan hefð­bundinna talningasvæða, s.s. fuglar séu enn á Íslandi þegar talning fer fram í byrjun nóvember, fuglar séu á vetrar­

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•30

g r á g æ S á v a t n S B a k k a . ( l j Ó S m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n )

Page 31: 2002, 8.árg

stöðvum í Noregi, eða dvelji í Færeyjum á farleiðinni til Bretlands eyja. Einnig hefur orðið vart breytinga á vetrarútbreiðslu grágæsa í Skotlandi, m.a. hafa gæsir aukist á Orkneyjum og slík breyting gæti valdið skekkju. Að auki dvelur hluti grágæsastofnsins á Írlandi og þar hefur ekki verið staðið jafn vel að talningum og á Bretlandi. En þó allt sé tekið með er ótrúlegt að þessi svæði skili þeim 80.000 gæs um sem vantar.

H v a ð e r t i l r á ð a ?

Hvað er hægt að gera til að leysa þessa gátu? Náttúru fræði stofn­

un Íslands í samvinnu við Umhverfis­ráðu neytið og WWT boð aði til fund ar gæsa sér fræðinga á Hvann eyri í lok september á síðasta ári. Tilgangur fundarins var að ræða hvar skekkjan lægi og hvað mætti gera til að fá betri upplýsingar um ástand grágæsa stofn­sins. Á fundinn mættu vísinda menn frá Íslandi, Dan mörku, Kanada og Bret­landi. Þá sátu fundinn fulltrúar Um hverfis ráðu neyt is ins og Scottish Natu ral Heri tage, sem er stjórn sýslu­stofnun sem fer m.a. með málefni gæsa í Skot landi. Á fund inum var farið yfir þau gögn sem fyrir lágu og þau krufin til mergjar og síðan komið með tillögur til stjórnvalda á Íslandi og Bret landi um áframhaldandi rann­sóknir og aðgerðir. Þessar tillögur eru helstar:

•Talningar: Taka upp talningar áÍs landi að vori og hausti (ágúst) og sam ræma talningar í báðum lönd­um, meta hvort bæta megi haust­talningar á Bretlandseyjum

•Aldurhlutföll:Staðlaaðferðirviðmatá hlutfalli unga og tryggja betri dreif ingu á athugunarsvæðum á Bretlandi, að auka mælingar á aldurs hlutföllum á Íslandi (gert í ágúst), halda áfram með aldurs­grein ingar úr gæsaveiði á Íslandi og hefja slíkt starf á Bretlandseyjum.

•Merkingar:Haldaáframmerkingumá gæsum, bæði á Íslandi og á Bret ­lands eyjum, slíkar merkingar eru mikilvægt eftirlitstæki til að fylgjast með breytingum í stofn vist fræði bæði grágæsar og heiða gæsar.

•Veiðiskýrslur: Halda áfram að safnaveiðitölum á Íslandi og að safna upp lýsingum um veiði á Bretlands­eyjum.

• Veiði: Ekki var lagt til að dregiðyrði úr veiði að svo stöddu en bent á að veiði þungi á grágæsa stofn inum væri mikill og mikilvægt að hann ykist ekki frekar.

Ekki hefur enn komið ákvörðun frá íslenskum og breskum

stjórn völdum um framhald gæsa rann­sókna og hafa þær verið í lágmarki síðan merkingar hættu árið 2000. Æskilegt er að tafir á að hrinda til­lögum fundarins í framkvæmd verði sem minnstar svo ekki myndist stórt gap í framkvæmd merkinga og mæl­inga á ungahlutfalli. Rannsóknir NÍ frá 1995 til 2001 voru að stórum hluta fjármagnaðar af veiðikortasjóði og falla þessar rannsóknir vel að mark miðum hans. Það eru hagsmunir skot­veiðimanna að þessar rannsóknir haldi áfram og verði bættar til að svör fáist um ástand grágæsastofnsins.

Á meðan óvissa ríkir um raun­veru legt ástand grágæsa stofn­

sins verða veiðimenn að sýna hóf. Þó stofninn geti mögulega verið stærri en hingað til hefur verið talið þá sýna talningar að hann fer minnkandi (1. mynd). Í þessum málum er því rétt að láta grágæsina njóta vafans. Veiðitölur benda reyndar til að heldur sé að draga úr grágæsaveiði hér á landi hvort sem það stafar af því að veiði menn eru farnir að sýna meira hóf eða þá vegna þess að stofninn er að minnka.

dr. arnÓr ÞÓrir SigfÚSSon

Heimild: Morten Frederiksen og Arnór Þórir Sigfússon 2001.

Goose Research at Icelandic Institute of Natural History. Summary Report to the Minstry for the Environment. Skýrslur Náttúrufræðistofnunar Íslands 02­001.

Fagrit um skotveiðar og útivist

•31

g r á g æ S á v a t n S B a k k a . ( l j Ó S m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n )

Page 32: 2002, 8.árg

„Hreindýraveiðar“. Bara orðið eitt og sér er í huga margra

skotveiðimanna ávísun á ævintýri. Þegar ég hóf störf á frystitogaranum Rán HF 42 frá Hafnarfirði í nóvember árið 1996 hafði ég ekki mikið leitt hugann að slíkum veiðum utan að fara eitt skipti sem leyfiseigandi en ekki veiðimaður. Er skemmst frá því að segja að ég ætlaði aldrei aftur á hreindýraveiðar. En jæja, á umræddu skipi reyndust vera nokkrir áhuga menn um skotveiði sem líkt og ég fóru til rjúpna og stunduðu aðrar fugla veiðar. Sameinaðist hópurinn í skot­veiðifélaginu Draumi sem skyldi beita sér fyrir betri hittni og meiri fjöl­breytni í veiðum. Í ágúst 2001 var svo farið í fyrstu veiðiferðina á hreindýr. Voru þar á ferð Hans Þorsteinsson, Hafnarfirði, Reming ton 7mm­08 með tarfaleyfi á svæði 7 og beljuleyfi á svæði 6, Einar Lárusson, Kópavogi, Sako 6,5 X 55, með beljuleyfi á svæði 7, Þórður Lárusson, Hafnarfirði, Sako 6,5 X 55, með beljuleyfi á svæði 7, Lýður Ásgeirsson, Vestmanneyjum, „gor ­maður“ og að lokum undirritaður, Stefán Höskuldsson, Breiðdalsvík, 7mm Remington Magnum, með 2 belju leyfi á svæði 6 og 7. Allir vorum við að fara á hreindýraveiðar í fyrsta skipti. Fimmtu daginn 16. ágúst söfnuðust menn saman á ættaróðali mínu að Gljúfraborg í Breiðdalsvík og lagt var af stað snemma næsta morgun. Leiðsögumaður var Jónas Bjarki Björnsson frá Breiðdalsvík sem einnig lagði til færleik í líki Land Cruiser 38” breyttum og var einnig farið á 44” breyttum Chevrolet bíl mínum.

f ö S t u d a g u r i n n r a n n u P P B j a r t u r o g f a g u r

Föstudagurinn rann upp bjartur og fagur og var farið af stað

klukk an 3:40 og keyrt sem leið lá inn Breiðdal yfir Breiðdalsheiði og inn Öxi, sem er fjallvegur á milli Skriðdals og Berufjarðar. Þar var stoppað og farið að kíkja í allar áttir sem og að hleypa úr dekkjum, en þarna eru slóðar ekki fljótfarnir. Engin dýr sáust þarna og var ákveðið að halda áfram inn að skála sem nefnist Bjarnarhýði þar sem fyrirhugað var að gista í um nóttina ef þurfa þætti. Eftir rólega ferð þangað, þó alltaf verið að stoppa og kíkja en án árangurs, var beygt í NA og keyrt meðfram Hornbrynju. Þar sást fyrsta dýrið en það var vetur gamall tarfur sem lá og sleikti sól skinið. Ekki var það fengur því ekki má skjóta veturgamla tarfa, svo við héldum áfram og paufuðumst til enda svæðisins þar sem áð var og drukkið kaffi. Með einhverjum ótrúlegum hætti kom

Jónas Bjarki auga á eitt hreindýr á löngu færi og sem dæmi sá enginn okkar hinna dýrið með öllum okkar sjón aukum fyrr en eftir langa mæðu. Þetta dýr skyldi fellt ef færi fengist. Hans og Jónas Bjarki fóru af stað og við hinir horfðum á í sjón aukum okkar. Var spenningurinn orð inn mikill að fella fyrsta dýrið. Fylgd umst við með þeim félögum mjaka sér í færi. En eitthvað var þetta skrýtið dýr því færið var komið niður í ca. 30 metra er Hans skaut og felldi dýrið með hausskoti. Reyndist það vera belja sem við nánari skoðun reyndist ca. 12­15 vetra og var þar komin skýring á hinu stutta færi, „amma gamla“ var bæði sjón­ og heyrnarlaus.

ef t i r d a u ð a „ö m m u g ö m l u“

Á meðan „amma gam la“ var skot­in birtist í fjarska hópur hrein­

dýra sem færðu sig í áttina til okkar. Amma gamla var sett í kælingu og svo

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•32

„Gormaðurinn“

m y n d H a u k u r S n o r r a S o n

H a n n e S Þ o r S t e i n S S o n , Þ Ó r ð u r l á r u S S o n o g l ý ð u r á S g e i r S S o n “ g o r m a ð u r i n n ” . B Ú i ð a ð S k j Ó t a f y r S t a d ý r i ð o g B e r a Þ a ð 1 k Í l Ó m e t r a .

Page 33: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

var lagt af stað á móts við hópinn sem reyndist stækka eftir því sem á leið og virtist þarna nóg fyrir alla. Spenn ing­ur inn magnaðist og maginn fór í hnút við tilhugsunina um fyrsta dýrið. Eftir nokkur hundr uð metra göngu, hálf­bogn ir og í hvarfi, gengum við í flasið á 7 törfum sem stóðu á bak við hól. Var það glæsileg sýn þar sem þetta voru fallegir tarfar, en einn bar þó af og var hann mjög tignarlegur. Hans var með tarfaleyfi og fóru hann og Jónas Bjarki því á eftir hópnum, dýrin gengu beint að bílunum en tóku síðan á rás svo ekki varð við neitt ráðið. Skemmst er frá því að segja að þau sáust ekki meir. Þegar Hans og Jónas komu til baka sáust um 150 dýr og nú var bara að velja hóp sem gott var að komast að. Ákveðin var röð á skyttum og var Þórður fyrstur, síðan Hans, þá Einar og loks ég. Gerðust nú hlutirnir hratt en u.þ.b. 2 tímum seinna var búið H a n n e S f æ r S é r B i t a a f n ý r r i l i f u r .

Page 34: 2002, 8.árg

að skjóta 4 beljur og hlaupa 20 km

(smá ýkjur kannski). „Adrenalín kikkið“ eftir svona hasar er ótrúlegt og tekur maður ekki eftir þó að suði fyrir eyrum, blóðbragð sé í munni og staðið sé á öndinni samfleytt í 2 tíma. Öll voru dýrin hausskotin og féllu í fyrsta skoti. Afrakstur og færi voru eftir­farandi. Þórður 38 kílóa belja, 80 metra færi. Hans 39 kílóa belja, 70 metra færi, Einar 41 kílóa belja, 100

metra færi. Ég hitti ekki en Jónas Bjarki skaut beljuna

sem vóg 42 kíló og var færið u.þ.b. 100

metrar. Ástæða þess að ég hitti ekki tel ég vera að eftir öll hlaupin og eftir­vænt inguna var ég farinn að skjálfa svo af þreyttu og stressi svo ég gaf mér ekki tíma til að vanda mig. Til gamans má geta að 5 dögum seinna var ég á veiðum upp á svæði 2 og skaut þá mitt fyrsta hrein dýr, en það var tarfur sem var skotin á 200 metra færi í hausinn. Þá hafði ég nógan tíma og gat vandað mig. Var það nokkuð ánægð ur náungi sem blóðgaði það dýr því eftir hið

áðurnefnda mis heppnaða skot var ég

fullur efa semda um sjálfan mig og mitt vopn!

Eftir að búið er að skjóta dýrin hefst vinnan fyrir alvöru. Það

þarf að gera að dýrunum, taka hausinn af, koma öllu í næsta læk og láta fljóta vel yfir til kælingar og geymslu. Í okkar tilfelli var einnig um að ræða þá skyldu veiðimannsins að smakka á lifr inni úr fyrsta dýrinu sem hann fellir. Hans hafði afgreitt það fyrr um daginn við

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

H a n n e S o g S t e f á n m e ð g Ó ð a v e i ð i , 3 t a r f a .

•34

Page 35: 2002, 8.árg

„ömmu gömlu“. Einar skellti í sig bita en þá var Þórði nóg boðið og velti sinni lifur upp úr gorinu og harð neit aði að bíta í eftir það. Þar sem ég skaut ekkert dýr í þetta skiptið varð það að bíða betri tíma, en ég skal viðurkenna að ég sveikst um við fyrsta dýrið mitt.

t j a l d a ð v i ð B Í l a n a

Þegar öllu þessu var lokið var komið myrkur og orðið of seint

að fara í skálann Bjarnarhýði, því var brugðið á það ráð að tjalda við bílana. Í hávaða roki sem komið var voru reist tjöld í litlu skjóli af bílunum og kveikt var upp í grilli sem gekk nú ekki allt of vel, en hafðist þó. Var snædd ur lang­þráður kvöldverður um mið nættið og skálað í koníaks staupi að af lokn um kvöld verði að veiði manna(ó)sið. Var að því loknu skriðið í pokana og reynt að sofa en gekk það brösuglega vegna roksins, þó var gormaðurinn það skyn­samur að taka pelann með sér í pok ann og svaf hann vel þessa nótt. Klukkan 6:00 var farið aftur af stað og átti að athuga með kálfana undan beljun um. Mér fróðari menn segja að ef belja með kálf er felld fari kálfarnir á mikið víðavangshlaup í leit að móður sinni en leiti svo til baka til þess staðar er þeir sáu hana síðast, finni þá gjarn an vömbina og eiga þá til að liggja við hana þar til þeir veslast upp og drep­ast. Því er ætlast til að fella kálf ana með beljunum. Veiðimenn sitja því yfir vömbinni og bíða eftir „lille bö“, en í sumum tilfellum geta menn fellt kálfinn um leið og beljuna. Ekki náð­ust neinir kálfar en einn sást á harða spretti og var það eina lífið þennan morgun. Var þá farið að safna saman skrokkunum sem voru í kæl ingu. Að því loknu var farið til baka til að leita suðaustan við Hornbrynju. Var stopp­að í Bjarnarhýði og öfundar augum litið á kojurnar sem hefðu verið betri kostur en tjaldið. Hvað um það, á fjöllum gerast ævintýrin og þessi ferð var á góðri leið með að verða mikið ævintýri. Enn voru eftir tvö leyfi og var því haldið áfram. Veður fór versn­andi, rigndi og stefndi í þoku en við ætluðum að leita meðan færi gæfist. Ekki var heppnin með okkur, við fundum dýr 3 km frá skálanum. Voru það bæði tarfar og beljur, u.þ.b. 15 dýr. Hans átti tarfinn sinn eftir og ég belju. Gerðum við okkur klára og fórum af

stað í mígandi rigningu, eitthvað annað en sólin daginn áður. Komumst við í færi, svolítið í lengra lagi en vel innan marka, eða u.þ.b. 150 metrar. Fallegur tarfur blasti við og gerði Hans sig kláran til að skjóta. Ekki vildi hann detta í fyrsta skoti og varð að eyða tveimur kúlum á hann. Það er stórmerkilegt hvað þessi dýr þola því fyrra skotið var í hausinn sem var eins og grautarpottur á eftir, en seinna skotið var í hálsinn og í mæn una sem var alveg nóg. Var þetta fall egur tarfur sem vóg 87 kg. Hlupum ég og Jónas Bjarki af stað á eftir hópnum, en greinilega ekki nógu hratt því þau hurfu út í þokuna og sáust ekki meir.

H e i m á l e i ð

Veðrið hamlaði nú frekari veiðum svo farið var heim á leið. Beið

okkar ærin vinna við að flá og vinna dýrin, en alls vorum við með 5 dýr auk „ömmu gömlu“ sem var farið með í Hreindýraráð. Heim á óðalið var komið á réttum tíma í kvöldmat og var farið í fláningu, vigtun og að ganga frá kjötinu strax eftir matinn. Var öllu lokið um klukkan 2:00 um nóttina. Voru þá tæpir tveir sólahringar farnir í þessa ferð. Að lokum vil ég nefna að þáttur Lýðs „gormanns“ fór fyrir ofan garð og neðan þar sem hann slapp alveg við þá vinnu, en hann fær eitt tækifæri enn og ætlar að koma með næst og verður þá væntanlega kominn með leyfi. Til útskýringar skal nefnt að gormaður er sá sem blóðgar og tekur innan úr dýrunum. Að lokum vil ég segja að þetta er hræðilega erfitt, of boðs lega mæðandi, agalegar vökur en ógeðslega gaman og í einu orði sagt ÓGLEYMAN LEGT ÆVINT†RI.

S t e f á n H ö S k u l d S S o n

•35

H a n n e S o g S t e f á n m e ð g Ó ð a v e i ð i , 3 t a r f a .

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 36: 2002, 8.árg

V ö n d u ð v i n n a – s a m a l á g a v e r ð i ð

Við erum að

Smiðs höfða 1★ Bílaryð vörn ★ Und ir þvott ur ★ Mót or þvott ur

Ryð vörn Þórð ar Smiðs höfða 1 – 112 Reykja vík – Sími 567 1020 – Fax 587 2550

Page 37: 2002, 8.árg

Margir hreindýraveiðimenn hafa hitt eða kannast við Hákon

Aðalsteinsson hreindýraleiðsögumann. Ritari þessara lína hefur undanfarin ár notið leiðsagnar Hákons við veiðar. Hákon og eiginkona hans Sigrún Vilborg Benediktsdóttir búa á Húsum í Fljótsdal. Enginn er svikinn af því að njóta gestrisni þeirra hjóna og leið­sagnar Hákons um heið arnar. Það er

mikil líf reynsla að stunda hrein dýra­veiðar með Hákoni því hann þekkir fjöllin eins og buxnavasana sína, og stundum virðist hann meira að segja hugsa eins og hreindýr. Hákon hefur frá mörgu skemmti legu að segja, sögur af áhuga verðu fólki, veiði ferð um, náttúrunni og svo auðvitað fær maður að heyra svona eins og eina vísu hér og þar. Hákon er fæddur og upp alinn á

Vað brekku í Hrafnkelsdal. Hann kynnt ist því snemma hrein dýrum og eins og margir ungir menn til sveita fór hann ungur að árum að stunda veiðar. Gefum Hákoni orðið.

„Ég og Aðalsteinn bróðir minn fórum snemma að ganga til

rjúpna. Ég fékk forláta Win­chester 22 riffil í

Fagrit um skotveiðar og útivist

•37

Skaut kött á flugiS P j a l l a ð v i ð S k á l d i ð , v e i ð i m a n n i n n o g S k Ó g a r B Ó n d a n n H á k o n a ð a l S t e i n S S o n .

Þ e i r B r æ ð u r a ð a l S t e i n n o g H á k o n á H r e i n d ý r a v e i ð u m , W i l l y S B i f r e i ð i n a á t t i f a ð i r Þ e i r r a a ð a l S t e i n n . m y n d i n e r l Í k l e g a t e k i n 1955 e ð a 1956 .

Page 38: 2002, 8.árg

fermingargjöf og veiddum við oft æði vel af rjúpunni. Þetta var allt nýtt heima, við seldum aldrei fugl. Það var um að gera að nýta skotin nógu vel, kappkefli var hvað við gátum náð mörgum rjúpum úr 50 skota pakka. Mest náði ég 47 rjúpum. Við höfðum þá aðferð að skjóta alltaf efstu rjúpuna fyrst. Það var ótrúlegt hvað við náðum mörgum með þessu móti. Einu sinni skaut ég rjúpu sem var efst í hópnum. Hún rúllaði í gegnum hópinn og á leiðinni rakst hún á aðra rjúpu. Sú rjúpa brást ókvæða við og hjó í hana um leið og hún rúllaði fram hjá, henni þótti þetta víst vera óþarfa átroðn­ingur. Þegar ég flutti að heiman varð þessi riffill eftir á Vaðbrekku. Ein hvern veginn fór það nú svo að hann týndist en mér lék forvitni á að vita hvað í

ósköpunum hefði orðið af honum og var svona af og

til að spyrjast fyrir um hann. Fyrir einhverja til viljun frétti ég af miklum byssu safn ara á Ólafsfirði. Einhvern tíma þegar ég var staddur þar fór ég í heimsókn til þess ágæta manns. Hann tók mér ljúfmannlega og leyfði mér að skoða safnið sitt. Þarna voru margir rifflar og nokkrir Win chester 22. Ég kom þó fljótt auga á gamla riffilinn minn því hann hafði ýmis sérkenni, t.d. skrúfu á fram skeft inu. Ég þorði ekki að biðja byssu safn ar ann um að fá að kaupa riffilinn en eftir að hafa skoðað hann í dágóða stund lagði ég riffilinn frá mér og þakkaði fyrir mig og kvaddi. Þá segir byssu safnarinn: „Hvað er þetta, ætlar þú ekki að taka riffilinn með þér?“. „Hvað viltu fá fyrir hann“, spurði ég þá. „Taktu hann bara“, sagði safn arinn, „ég veit hvernig það er að hafa upp á byssu sem maður er búinn að leita lengi að“. Mér hefur

verið einstaklega hlýtt til þessa manns æ síðan“.

En ekki hafið þið skotið hreindýr með þessum riffli?

„Skömmu eftir að ég eignaðist riffilinn fórum við að kaupa

extra long skot og upp úr því fórum við að skjóta hreindýr. En auðvitað varð færið að vera gott og maður varð að gjöra svo vel að hitta vel. Það særðist aldrei dýr hjá mér þrátt fyrir að ég væri með caliber 22. Það má eiginlega segja að hreindýrin hafi verið við bæjardyrnar hjá okkur. Það tíðk aðist á vorin eða í júní að skjóta eitt hrein dýr. Hreindýrakjötið var kær komið nýmeti eftir veturinn. Móðir mín sauð hreindýrakjötið niður í glerkrukkur og það var svo notað eftir hendinni, enda mikið lostæti. Við

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•38

H á k o n a ð g e r a a ð H r e i n d ý r i á H l a ð i n u á H Ú S u m Í f l j Ó t S d a l . ( m y n d Ó l a f u r “ S t e r k i ” S i g u r g e i r S S o n ) .

Page 39: 2002, 8.árg

strák arnir töluðum mikið um hreindýr og hreindýraveiðar. Meðal skemmti­legra kvista sem komu í heimsókn að Vað brekku var Guðmundur Þor steins­ son frá Lundi. Hann var Vopn firð­ingur í húð og hár en kenndi sig við Lund í Lundarreykjadal en hann hafði verið ráðsmaður hjá ekkjunni sem þar bjó. Einhverju sinni var Guðmundur í heimsókn hjá okkur og var þá verið að segja veiðisögur. Aalsteinn bróðir var

að segja frá því hvernig dýrin hefðu verið skotin á löngu færi og steypst steindauð til jarðar. Guð mundur hlust aði á söguna með athygli en gat svo ekki haldið aftur af sér og greip frammi í fyrir Aðalasteini og sagði: „Ég get sagt þér eitt Aðalsteinn að ég á riffil og hann er bæði hrað skeyttur, beinskeyttur og lang skeytt ur“. Eftir þessa yfirlýsingu setti menn hljóða og við hættum að segja veiði sögur. Við

höfðum hitt algjöran ofjarl okkar“.

Nú er búið að breyta skipulagi hrein dýraveiðanna, leyfin eru nú seld á frjálsum markaði. Hver er skoðun þín á þessum breytingum?

„Að mér skilst stendur víst til að leggja núverandi Hrein­

dýraráð nið ur þannig að við vitum enn ekki hver verður lokaútkoman.

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 40: 2002, 8.árg

Ég verð þó að segja að skipulags­breyt ingar nar á veiðunum voru til mikilla bóta því gamla fyrir komulagið var alls ekki gott“.

Nú hafa verið töluverðar deilur um arðgreiðslur til bænda vegna tjóns sem hreindýrin valda á gróðri í löndum þeirra?

„Það sem skiptir höfuðmáli í þessum efnum er að regl­

urnar séu skýrar og auðvelt sé að fara eftir þeim. Það má segja að það sé eðlilegt að bændur fái greitt fyrir hverja plöntu sem hreindýrin eyði­leggja. Sjaldnast er þetta þó mikið tjón sem betur fer. Ég tel því að það sé ekki mikill skaði þó hreindýrahjörð skemmi kannski 100 trjáplöntur af 100.000. Hvað varðar annað tjón af völdum hreindýra þá eyðileggja dýrin t.d. ekki girðingar, það er snjórinn sem sér um það. Annars er þetta tíma bundið vandamál á meðan trén eru að vaxa. Þegar þau hafa náð ákveðinni hæð er þetta vandamál úr sögunni“.

Hvernig kanntu nú við þessa veiði-menn sem þú ert að aðstoða við veið arnar?

„Þetta eru nánast undan tekn­ingar laust ljómandi veiði­

menn og mikið til sömu mennirnir sem koma til mín. Ég verð að segja það að þessir menn taka veiðarnar mjög alvarlega og koma þeir iðulega vel undirbúnir til leiks. Ég get sagt þér sem dæmi að oft tíðkast að fá sér bjór að loknum veiðidegi. Einu sinni var ég með veiðimenn uppi á heiði og við vorum að búa okkur til heimferðar. Karl arnir voru búnir að taka tappana af bjórflöskunum og ætluðu að gæða sér á veigunum en þá sáum við allt í

einu hrein dýra hjörð. Karlarnir gerðu sér lítið

fyrir og helltu bjórnum niður og tóku vopn sín og fóru á veiðislóð. Þetta voru menn að mínu skapi“.

Hvaða caliber telur þú Hákon að sé heppi legast að nota við hrein dýra-veiðar?

„Minnsta leyfilega caliberið er 243 og er það í sjálfu sér

ágætis stærð. Menn verða að vanda sig og skjóta ekki af of löngu færi. Þá eru margir með caliber 308. Mestu máli skiptir þó að nota réttu kúlurnar. Það er mikilvægt að skjóta ekki í gegnum dýrið og skemma kjötið óþarflega mikið. 6,5 x 55 er t.d. mjög gott caliber til hreindýraveiða“.

Kemur andinn ekki iðulega yfir skáldið þegar það er á heiðum uppi og hreindýrahjarðirnar liðast um hagana?

„Jú, því get ég ekki neitað. Þetta ljóð orti ég t.d. að mig

minnir árið 2000“.

HreindýrUppi í grónum faðmi fjallaferskur blærinn strýkur hjalla.Endurspegla ótal lindiröræfanna kynjamyndir. Stoltur hreinninn stendur vörðum stóra hjörð.

Við háa kletta, hyldjúp síkiheiðarlandsins konungsríki.Reikar frjáls um fjallasalifögur hjörð um eyðidali.Gengur létt um grænan svörðog gróna jörð.

Hákon, þú myndir líklegast vera eini Íslendingurinn sem hefur skotið kött á flugi?

„Já, það er nú aldeilis saga að segja frá því. Þetta hefur lík­

lega verið einhvern tíma upp úr 1968 en ég var í lögreglunni á Egils stöðum á þessum árum. Starfsfólk Flugfélags Íslands hafði kvartað við okkur um grimman og illvígan kött, nánar tiltekið fress, sem hafði hreiðrað um sig í vörugeymslu flugfélagsins. Ég

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•40

H á k o n o g e i g i n k o n a H a n S S i g r Ú n v i l B o r g B e n e d i k t S d Ó t t i r .

Page 41: 2002, 8.árg

hafði gert nokkrar tilraunir til að ná í þennan kattarstegg en án árangurs. Eitt skiptið komst ég í sæmilegt færi við fressið en hann hafði komið sér fyrir í röri á gafli hússins. Um leið og ég ætlaði að taka í gikkinn tók hann undir sig mikið stökk og fór á mikilli ferð í boga í loftinu. Ég hæfði hann og hann steindrapst en tvö högl fóru hins vegar í brettið á bílnum“.

Nú varst þú Hákon áberandi í bar-áttunni fyrir verndun Eyjabakka. Hvers vegna var þetta mál þér svo hugleikið?

„Það má segja að ég sé fæddur og uppalinn þarna á öræfun­

um. Ég gat hreinlega ekki hugsað mér að sjá þetta allt saman eyðilagt. Sú hugs un var mér hreint út sagt óbærileg því ég hef átt svo margar ógleyman­legar stundir þarna við rætur Snæ fells“.

Hvað viltu segja um úrskurð Um hverfis ráðherra?

„Eins og mál voru komin tel ég að með úrskurði sínum

hafi ráðherrann komið mjög á móts við óskir okkar verndunarsinna, þannig að ég get ekki annað en verið ánægður“.

Nú eru hugmyndir uppi um að stofna þjóðgarð norðan Vatna jök-uls. Hvernig líst þér á þær fyrir-ætlanir?

„Ég er bara nokkuð sáttur við þær hugmyndir. Ég get hins

vegar ómögulega séð hvernig hægt er að sameina það að stofna þjóðgarð og hafa risastórar stíflur og raforkuver í honum miðjum. Ég verð að segja það alveg eins og er að mér er það með öllu óskiljanlegt“.

En ef stofnaður verður þjóðgarður norðan Vatnajökuls þá verða veiðar væntanlega bannaðar á því svæði sem nú er verið að veiða hreindýr á, eða hvað?

„Það er ekkert vandamál, það má bara breyta lögunum,

ríkis stjórnin er vön því. Þeir þurfa hvort sem er að breyta þeim. Ég veit ekki betur en að Kringilsárranninn sé frið­aður. Það þarf því að aflétta þeirri friðun ef þarna á að byggja raforkuver og í leiðinni má þá breyta lögunum um þjóð garða og leyfa veiðar í fyrir hug uð­um þjóðgarði norðan Vatna jökuls“.

Þegar þetta blað var um það bil að koma út hófust hrein dýra­

veiðar. Við félagar erum á leið austur að hitta Hákon. Við hlökkum óstjórn­lega til því fátt er yndislegra en að stunda hreindýraveiðar á íslenskum öræfum. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að maður sé þátt­takandi í náttúrunni – ekki áhorfandi. Þá eru það mikil forréttindi að njóta leiðsagnar Hákons, fræðast um landið, söguna og auðvitað hreindýrin. Það er nefnilega þannig að Hákon Aðal­steinsson er ekki gestur á öræfum Austur lands – hann er hluti þeirra.

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 42: 2002, 8.árg

g l a ð i r g e S t i r á u P P S k e r u H á t Í ð , g u ð n i f r e y r , ö r n o g S t Í n a .

H j Ó n i n a S t r i d o g S Ó l m u n d u r e i n a r S S o n o g f o r m a ð u r SkotvÍS S i g m a r B . H a u k S S o n .

f o r m a ð u r SkotvÍS S i g m a r B . H a u k S S o n , H i n n n ý k j ö r n i v a r a f o r m a ð u r Í v a r P á l S S o n l ö g f r æ ð i n g u r o g f r á f a r a n d i

v a r a f o r m a ð u r e i n a r k r . H a r a l d S S o n B y g g i n g a t æ k n i f r æ ð i n g u r .

m e ð a l Þ e S S S e m v a r g e r t á u P P S k e r u H á t Í ð i n n i v a r Í S l a n d S m e i S t a r a m Ó t Í g æ S a k a l l i . Í S l a n d S m e i S t a r i á r i ð 2002 v a r k j a r t a n i n g i l o r a n g e S e m

t e k u r H é r v i ð v e r ð l a u n u m Ú r H e n d i f o r m a n n S SkotvÍS .

d Ú i l a n d m a r k k v i k m y n d a g e r ð a r m a ð u r e r a ð v i n n a a ð S j Ó n v a r P S -Þ á t t u m u m S k o t v e i ð a r . m e ð a l Þ á t t t a k e n d a e r u S i g m a r B . H a u k S S o n o g

Í v a r e r l e n d S S o n S t j Ó r n a r m a ð u r Í SkotvÍS .

Í marS Sæmdi Siv friðle ifSdÓtt ir umHverf iSráðHerra Þá guðmund

BjarnaSon fyrrverandi umHverf iSráðHerra og dr. arnÓr ÞÓri SigfÚSSon gullmerki félagSinS. við Það t ilefni var e innig dregið Úr ÞátttökuSeðlum

vegna átakSinS „láttu ekki Þ itt eft ir l iggja“. Þe ir HePPnu voru árni tryggvaSon og tHeodÓr magnÚSSon og fengu Þe ir 75.000 Hvor fyrir að •

42

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Úr féla gslífinuFÉLA GSL Í F OG STARF SEMI SKO TV ÍS HEF UR VER IÐ L Í F LEG AÐ VANDA UNDANFARNA MÁNUÐI . V IÐ GEFUM ÚT UM 7 FRÉTTABRÉF Á ÁR I HVERJU OG SVO MÁ EKK I GLEYMA SKRAUT F JÖÐR INN I , B L AÐ INU OKK A R SE M Þ Ú HEF UR NÚ Í HÖ N DUN UM LESANDI GÓÐUR . HALDNIR VORU 8 FRÆÐSLUFUNDIR EÐA UPPÁKOMUR. UPPSKERUHÁT ÍÐ FÉLAGS INS VAR HALD IN Í ÁSGARÐ I 2 . MARS Á ÞESSU ÁR I . ÞAR VAR V I T AS K UL D V I L L I BRÁ Ð Á BORÐUM O G SKEMMTU MEN N SÉR H IÐ BESTA .

Page 43: 2002, 8.árg

Skila notuðum SkotHylkjum. Hér eru Þe ir félagar áSamt tHomaSi möller fyrrverandi markaðSStjÓra olÍS, Siv friðle ifSdÓtt ir umHverf iSráðHerra

og Sigmar B. HaukSSon formaður SkotvÍS.

Í m a Í m á n u ð i H e i m S Ó t t u f é l a g S m e n n P á l r e y n i S S o n o g k o n u H a n S f r Í ð u .

g a f S t f é l a g S m ö n n u m t æ k i f æ r i t i l a ð S P j a l l a v i ð S t Ó r v e i ð i m a n n i n n o g S k o ð a d ý r i n H a n S S e m H a n n H e f u r v e i t t Í a f r Í k u o g v Í ð a r o g H a n d l e i k a

v o P n v e i ð i m a n n S i n S m i k l a .

r j Ú P n a t a l n i n g SkotvÍS f Ó r f r a m Í l o k m a Í a ð v e n j u o g v a r Þ á t t t a k a á g æ t . m e ð a l Þ e i r r a S e m t Ó k u Þ á t t Í t a l n i n g u n n i v o r u f e ð g i n i n B j a r n i

j Ó n S S o n l Í f f r æ ð i n g u r o g v a l g e r ð u r B j a r n a d Ó t t i r 10 á r a .

SkotvÍS er nÚ að vinna að fræðSlumyndBandi um Skotveiðar. Hér er jÓn vÍðir HaukSSon kvikmyndatökumaður að Störfum við rjÚPna talninguna. á

myndinni má meðal annarra Sjá jÓn garðar ÞÓrarinS Son StjÓrnarmann Í SkotvÍS, dr. arnÓr ÞÓri SigfÚSSon og

einar kr. HaraldSSon StjÓrnarmann SkotvÍS. •43

Fagrit um skotveiðar og útivist

Úr féla gslífinuFÉLAGSL Í F OG STARFSEMI SKOTV ÍS HEFUR VER IÐ L Í F LEG A Ð V ANDA UNDAN F ARN A MÁ NU Ð I . V I Ð GEFUM Ú T U M 7 F RÉTTABRÉF Á ÁR I HV ERJU OG SVO MÁ EKK I GLEYMA SKRAUTF JÖÐR INN I , BLAÐ INU OKKAR SEM ÞÚ HEFUR NÚ Í HÖNDUNUM LESANDI GÓÐUR . HALDNIR V ORU 8 F RÆÐSLU FU ND I R E Ð A UPPÁKOMUR. U P P SKE RU HÁT ÍÐ F ÉLAGS INS V AR HALD IN Í ÁSGARÐ I 2 . MARS Á ÞESSU ÁR I . ÞAR VAR V I TASKULD V I L L IBRÁÐ Á BORÐUM OG SKEMMTU MENN SÉR H IÐ BESTA .

Page 44: 2002, 8.árg

Tímarit um flugmál

Íslenskt tímarit um flugmál

Áskriftarsími 577 1888 • www.flugid.is

Page 45: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

Meðal þeirra rétta sem af og til eru á matseðli Þriggja Frakka

er svartfugl. Hér kemur uppskrift af lunda sem bæði er ljúffeng og auðveld.

S t e i k t u r l u n d i – Þ r Í r f r a k k a r

úrbeinaðar lundabringursaltpipartimiangráðosturrifsberjasultarjómi

Í þessari uppskrift verður til finn­ingin að ráða, gætið þess þó að

setja lítið af rifsberjasultu og gráðosti saman við sósuna. Lundinn er krydd­aður með salti og pipar, steiktur í smjöri og síðan kryddaður með timian. Bringurnar teknar af pönn unni, rjómi settur á pönnuna og sósan bragðbætt með gráðosti og rifsberja sultu. Sósan er krydduð með salti og pipar ef með þarf. Bringurnar eru settar í sósuna og sósan hituð en þó ekki látin sjóða.

Úr eldhúsi meistaranna

VE I T I NGA H Ú S I Ð ÞR ÍR F RAKKAR ER E IN N V INSÆLAST I VE I T INGASTAÐUR LANDS INS . ÞAR RÆÐUR R ÍK JU M Ú LFA R EY STE INSSO N MATRE IÐSLUME ISTAR I . ÞR ÍR FRAKKAR ER F I SKVE IT INGAHÚS , HVER KANN A ST E KK I V IÐ PLOKKF ISK INN , GELL URNAR , RAUÐ SPRETTUNA OG ÝMSA AÐRA L JÚFFENGA RÉTT I ? EN M E I STU RU NUM Í E LDHÚS INU Á ÞREMUR FRÖKKUM ER MARGT ANNAÐ T I L L I STA LAGT EN BARA AÐ M A TRE I Ð A L J ÚF F EN G A F I SKRÉTT I , ÞE IR ERU SN I L L INGAR Í V I L L IBRÁÐ . V IÐ LE I TUÐUM T I L ÚLFARS EYS TE I NSSONA R OG HANS MANN A OG BÁÐUM UM GÓÐAR V I L L I BRÁÐARUPPSKR IFT IR . V IÐ KOMUM EKK I A Ð TÓMU M KO F ANUM, HÉR KEMUR FYRST UPPSKR I FT AÐ R JÚPU OG MAÐUR ÞARF EKK I ANNAÐ EN A Ð LE SA U P PSKR I F T IN A T I L AÐ F ARA AÐ HLAKKA T I L 15 . OKTÓBER .

B l á B e r j a m a r i n e r a ð a r r j Ú P u r m e ð v i l l i B r á ð a r S Ó S u

f y r i r 4

12 rjúpnabringurleggir, fóarn, sarpur og hjarta1 gulrót, fínt söxuð1 laukur, fínt saxaður2 teningar af kjúlingakrafti250 g bláberjasultatimian salt & pipar2 dl rauðvín100 g hveiti75 g smjör1/2 lauf gráðostur2 dl rjómi3 cl brennivín

A Blandið saman sultu, rauðvíni og 1 tsk af salti. Leggið rjúpna bring urnar í þennan lög og látið liggja í honum í a.m.k. 6 klukkustundir.

B Blandið vel saman 100 g af hveiti og 75 g af smjöri.

C Leggir, fóarn, sapur og hjarta brúnað í potti ásamt lauk og gulrót.

D Setjið 1 líter af vatni í pottinn ásamt tveim ur teningum af kjúklingkrafti, sjóðið við vægan hita í klukkutíma.

E Síið soðið frá leggjum, fóarni, sarpi og hjarta, setjið soðið aftur í pott­inn og þykkið með smjör boll unni (smjör og hveiti). Einnig má þykkja sósuna með sósu jafnara. Bragð­bætið sósuna með 2 msk af blá­berja sultu, brennivíni, gráðosti og rjóma. Kryddið eftir smekk.

F Bringurnar eru steiktar í smjöri á pönnu í um 1 mínútu á hvorri hlið.

Page 46: 2002, 8.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•46

r i S t a ð a r S v a r t f u g l S B r i n g u r ( a ð j a P ö n S k u m H æ t t i )

f y r i r 3

600 g svartfuglsbringur8 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir2 msk engiferrót, smátt söxuð1 flaska Kikkoman soyasósa

A Setjið svartfuglsbringurnar í frysti í um 30 mínútur. Takið þær úr frysti­hólfinu og skerið í pappírs þunnar sneiðar á stærð við frímerki. Soyasósan, hvít lauknum og engi­

fer rótinni er blandað sam an. Kjötið er sett saman við og látið standa í 2 klukkustundir. Á meðan er upplagt að sjóða hrís grjónin.

B Takið sneiðarnar úr kryddleginum og snöggsteikið í u.þ.b. 2 mínútur. Þess má geta að einnig má mat­reiða hreindýra lifur á þennan hátt.

ÚLF AR EYSTE INSSON HEFUR VER I ‹ GESTUR Á RÁS 2 Á MORGN ANA. ÞAR HEFUR HANN MI ‹ LA ‹ Þ JÓ ‹ INN I AF ÞEKK ­IN G U S INN I . E INHVERN T ÍMA Í VETUR SEM LE I ‹ KOM HANN ME‹ ÞESSA UPP SKR I FT SEM SLÓ Í GEGN.

Ú l f a r e y S t e i n S S o n m a t r e i ð S l u m e i S t a r i

Page 47: 2002, 8.árg

H r e i n d ý r a P a t é

225 g svínakjöt225 g svínafita175 hreindýralifur225 g hreindýrakjöt2 hvítlauksrif1 laukur, u.þ.b. 80 g3 egg2 msk kartöflumjöl3 msk dökkt púrtvín4 msk Cointreau1 msk salt3/4 tsk pipar1 tsk múskat1 tsk timian

A Hakkið saman hreindýrakjötið, svína kjötið, svínafituna, hreindýra­lifrina, lauk inn og hvítlaukinn. Blandið hakkinu vel saman í stóra skál.

B Hrærið saman eggjunum, kartöflu­mjöl inu, víninu og kryddinu og blandið saman við hakkið.

C Sett í paté­form og bakað við 90° í vatns baði eða þar til kjarninn nær 68° hita.

G UN NLAUGUR GUÐMUNDSSON MAT RE IÐSLU ME ISTAR I STARF ­AR Á ÞREMUR FRÖKKUM. HANN RAK FYR IRTÆKIÐ Í S LENSK ­F RANSKT ELDHÚS UM ÁRAB I L . HVER MAN EKK I EFT IR L JÚF ­F EN GU V I L L I BRÁÐAR PATÉ UNUM FRÁ Í S LENSK ­FRANSKA ELD ­HÚS INU? HÉR KEMUR UPSKR I FT AÐ L JÚFFENGU HRE IN DÝRA­PATÉ .

Ú r S v a r t f u g l i m á m a t r e i ð a l j Ú f f e n g a r é t t i a ð H æ t t i Ú l f a r S ( m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n )

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 48: 2002, 8.árg

Teistan Cheppus grylle tiheyrir ætt svartfugla og er hún ein þeirra 5

svartfuglategunda sem nú verpa hér við land. Teistan er svörtust af svartfuglunum, alsvört utan áber andi hvítra vængreita og rauðra lappa. Þegar hún opnar gogginn blasir einnig við rauður litur í stíl við lappirnar. Á veturna lýsist hún þó heldur en þá gránar hún í hnakkann og kviðurinn verður hvítur. Líkt og með aðra svart­fugla þá eru kynin eins að sjá. Teistan er um 400 – 450 g. að þyngd og er minnsti svartfuglinn sem hér verpir. Teistan dregur nafn sitt af hljóðinu sem er hátt og skerandi tíst og nokkuð ólíkt hljóðum hinna svartfugla teg und­anna.

Teistan er ekki jafnmikil hópsál og hinar svartfuglategundirnar,

sem verpa gjarnan í þéttum og stórum byggðum, en hún verpir mun dreifðar og meira innfjarða en þær. Varp stöðvar teistunnar eru urðir og klettar við sjó og er hreiðrið hulið inni í sprungum eða ofan í grjóturðinni og oft vandfundið. Þá eru dæmi um að teistur hafi orpið í hlaðna garða og veggi og jafnvel í spýtnahrúgum. Teist an verpir yfirleitt tveimur eggjum sem einnig skilur hana frá hinum svart fugla­tegundunum sem verpa að eins einu eggi. Varptíminn hefst í lok maí og er álegan um 30 dagar þannig að ungar eru að byrja að skríða úr eggi í lok júní. Ungarnir eru svo í hreiður­holunni þar til í lok júlí, byrjun ágúst er þeir halda til hafs. Ungfuglarnir

dreifast víða um höf og jafnvel til Grænlands eftir

að þeir yfirgefa hreiðrið en fullorðnir fuglar halda sig oftast á sjó í námunda við varp stöðvarnar yfir veturinn. Stofn stærð teistunnar er talin vera um 30 til 50 þúsund pör og yfir vetrar tím­ann gætu verið hér 50 til 100 þúsund fuglar og auk þess er talið að eitthvað af norrænum teistum hafi hér vetrarsetu.

Fæða teistunnar eru aðallega smáfiskar eins og sprettfiskur og

sandsíli, auk annarra fisktegunda. Þá eru hryggleysingjar ýmisskonar einnig á matseðlinum eins og krabbadýr, burstaormar og skeldýr. Fæðuna sækir teistan með því að kafa eftir henni og líkt og aðrir svartfuglar er hún fær kafari. Í kafi notar hún vængina til að koma sér áfram og fæturna til að stýra og er sem hún fljúgi í vatninu þannig að hún kemst hratt og örugglega áfram. Þessi notkun vængjanna til köfunar kemur aðeins niður á notum þeirra til flugs. Vængir svartfugla eru hlutfallslega litlir miðað við stærð og þyngd fuglanna og þurfa þeir að slá þeim ótt og títt til að haldast á lofti. Má segja að lögun og stærð vængja sé einskonar málamiðlun á milli notk unar í lofti og í vatni.

Teistan hefur eflaust verið nýtt til matar hér frá upphafi byggð ar.

Lengi hefur verið hefð fyrir ungatekju og er hún heimil enn þann dag í dag þar sem hún telst til hlunn inda. Þá hafa egg teistu einnig verið tekin í gegnum tíðina. Skotveiðar á teistu eru í dag leyfðar frá 1. septem ber til 10. maí og samkvæmt veiði tölum frá

Veiði stjóra embættinu hefur árleg veiði verið frá um 3.400 til 4.800 fuglar. Ekki er hægt að sjá út frá veiði tölum hve mikið af veiðinni er skotveiði og hvað er kofnatekja. All nokkur fjöldi teista ferst í fiskinetum ár hvert og þá aðallega í grá sleppu­netum. Tilkoma mink­sins er talin hafa haft áhrif á varpútbreiðslu teist unnar en fram að land námi hans voru teistur nar nokkuð ör ugg ar á varpstöðvum sínum, ef frá er talin hætta sem teistu hreið r­un um getur stafað af rottum þar sem teistan verpir í námunda við mannabyggðir.

d r . a r n Ó r Þ Ó r i r

S i g f Ú S S o n

H e i m i l d i r :

Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar. Vatns­lita myndir eftir Jón Baldur Hlíð berg. Vaka­Helgafell, Reykja vík.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•48

t e i S t a

Í sigtinu

Page 49: 2002, 8.árg

t e i S t a m e ð S P r e t t f i S k Í g o g g i o g m e r k i á f æ t i . ( l j Ó S m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n )

Page 50: 2002, 8.árg

k æ r i v i n !

Eftir að þú, í síðasta bréfi þínu, sannaðir mér óhrekjanlega að

veiðimennska væri glæpur, sem aðeins sjúkt og illa innrætt fólk, heiglar og viðrini stunduðu, á ég ekki annars úr kosta til að reyna að snúa þér frá villu þíns vegar en bjóða þér að koma og veiða með mér vikutíma. Veiði skap­ur verður nefnilega ekki varinn með rökum heldur verður að iðka hann til að sannfærast. Það er eitt af mörgu sem veiði á sameiginlegt með ást.

Ég vil þó leyfa mér að gera athuga semdir við nokkrar full­

yrðingar þínar. Þú skrifar: "Hefðu nú dýrin gert þér eitthvað!" Þú lætur að því liggja að þú getir sett þig í spor fátæks leiguliða sem tekur sér byssu í hönd og reynir að hindra skolla í að ráðast inn í hænsnabú hans. En getur þú sem guðfræðingur gerst talsmaður hefndarinnar? Manst þú ekki að skrif­

að stendur að þegar einhver rænir þig skikkjunni skulir

þú láta kyrtilinn fylgja? Stæði þér ekki nær að predika yfir vopnuðum kotbændum í sókn þinni að steli refurinn hænunum þeirra skuli þeir gefa honum endurnar líka? Eða ertu reiður vegna þess að skolli étur ekki kál? Það væri þér líkt. Þú ert ekki að ófyrirsynju nemandi prófessorsins sem kenndi okkur að gætum við ekki, í þessum syndum spillta heimi, forðast að fremja hið illa ættum við að minnsta kosti að gera það með slæmri samvisku.

Taktu þér siðfræðina í aðra hönd og flautuna í hina, skundaðu til

skógar á tunglskinsnóttu og reyndu að lokka nokkra refi til þín. Það á að vera hægt ef trúa má orðum Bramsgaards. Hann segist sjálfur hafa séð, að kvöldlagi þegar hann stóð og hlustaði á tónlist úr útvarpinu innan frá skógarvarðarhúsinu, ref allt í einu birtast í tunglskininu, reisa sig upp á afturlappirnar og dilla sér í takt við jasstónana. Væri ekki dásamlegt ef þú gætir smalað saman völdum áheyr­

endum, dálitlu úrvali af melrökkum, og brýnt fyrir þeim að næst þegar þeir stælu hænu ættu þeir að gera það með vondri samvisku?

Nei, minn kæri, þegar ég treð veiðislóð með byssu um öxl ríkir

sem betur fer friður í mínu hjarta. Mér er alls ekki illa við litla hérann sem kúrir sig í plógfarinu. Ég felli hann ef ég get og hann hleypur burt ef hann er heppinn. Þá erum við báðir sáttir og finnst að þannig eigi lífið að vera. Þegar hann er kominn úr færi sest hann á afturendann, lyftir framlöppunum og nuddar þeim saman af einskærri vel­líðan. Komist hann ekki undan deyr hann og ber engan kala til mín fyrir þær sakir. Það skemmtilega er að MÉR þykir innilega vænt um hann. Hvað með þig? Tækjum við okkur staf í hönd og reikuðum út á akurinn og sæjum allt í einu moldarköggul verða loðinn, lifna við og hlaupa af stað fyrir framan okkur þá horfði ég á eftir honum með ást í auga meðan þú létir þér fátt um finnast og héldir áfram að kryfja sálu hjálpar­

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•50

DAN SK I R I TH ÖFUNDUR INN O G PRESTUR IN N KAJ MUNK ER FYRST OG FREMST ÞEKKTUR HÉR Á LANDI

SEM GU Ð FRÆ Ð I NG UR OG LE IKR ITAHÖF UNDUR OG FYR IR ANDSPYRNU S ÍNA V IÐ ÞÝSKA HERNÁMSL IÐ IÐ

Í D A NMÖRKU Á HE IMSSTY RJ ALDARÁRUN UM S ÍÐAR I EN Þ JÓÐVERJAR LÉTU TAKA HANN AF L Í F I ÁR IÐ

1944 . H I TT V I TA F ÆRR I AÐ MUNK V AR MIK I L L VE IÐ IMAÐUR OG RE IKAÐ I OFT UM AKRA OG ENGI T I L

AÐ H V Í LA H U GANN F RÁ DAG LEG UM STÖ RFUM OG SAFNA ORKU T I L NÝRRA , ANDLEGRA AFREKA . T I L

ERU E FT I R H A NN AÐ MINN STA KO ST I TV ÆR BÆKUR UM VE IÐ IMENNSKU , NATURENS EGNE DRENGE

OG L I V OG GLA DE DAG E . EF T IRF ARANDI SAGA ER ÞÝDD ÚR H INN I S ÍÐAR I .

Bréf frá veiðimanni til veiðihatara

e f t i r k a j m u n k

Page 51: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

vandann. Í þínum augum hlypi þarna vesæll héri og hvað gæti verið ómerkil­egra? Fyrir mér gerðist ævintýri. Ég yrði vitni að einu af undrum sköpunar verksins. Eitthvað verður til af engu. "Guð skapaði þá úr leir og gæddi þá lífsanda."

Þú heldur að hér arnir

kjósi frem ur af skipta leysi þitt en kær leika minn. Vertu ekki of viss um það. Þú hefur til dæmis aldrei gróð ur sett gull­sóp fyrir þá og byssan þín trygg­ir ekki það jafn­vægi í stofn inum sem þarf til að koma í veg fyrir far sóttir vegna of fjölg unar. ­ Já, það ríkir friður í mínu hjarta þeg­ar ég fer á veiðar! Stutta en dýr­mæta, ánægju lega og hress andi stund leyfist mér að gleyma Abessi ­níu málinu og gyð inga of sók n ­un um nasista og berkla far aldr in um á Vestur­Jót landi, sönn un um fyrir tilvist Guðs, listinni vegna listar inn ar og öllu hinu. Reyn du nú ekki að halda því fram að í þetta ástand mætti líka kom­

ast með því að neyta ópíums. Ópí um eyði legg ur en ferska loftið endur nærir og hvergi er meira ferskt loft að fá en á slóðum veiðimanna.

Gamall, æruverðugur kennari og forsöngvari í kirkjunni, sem þó

hafði aldrei hlotnast verðskuldaður heiður, klappaði eitt sinn á gamla byssuhólkinn sinn og sagði. "Án hans

Page 52: 2002, 8.árg

og faðirvorsins hefði ég aldrei haldið þetta út." Þetta voru orð að sönnu. Þar sem veiðimaður fer eru Guðs vegir. Hann er nýskapaður og heimurinn ungur og fersk ur. Þokan liggur enn yfir dölunum en uppi á hæðinni breiðir orrinn út dökka, hrímgaða vængi og gerir sér dælt við þrjá kven fugla sem dást að honum. Veiði maðurinn fer framhjá skógar varðar bústaðnum. Ef til vill er Gréta, hin fagra dóttir skógar­varð arins, að sækja eldivið bak við hlöðuna. Hann spjallar við hana og þótt kossarnir verði margir og langir gengur hann ekki lengra en góðu hófi gegnir. Refurinn í heiðinni skríður með jörðunni svo að erfitt er að koma auga á hann í kjarrinu. Veiðimaðurinn skýlir sér bak við einiberjarunna þar sem torvelt er að greina hann. Síðan hefst baráttan, hundurinn er veiði­manninum til aðstoðar. Kænska gegn kænsku, þraut seigja gegn þrautseigju. Fyrir tuttugu öldum hefði ég haft tinnustein í hendi, nú byssu, sá einn er munurinn. Tíminn líður. Ef til vill er komið kvöld þegar meðhjálpari minn getur narrað andstæðinginn í skotfæri og ég geng með sigur af hólmi. Ef til vill sigrar refurinn í það skiptið. Hvernig sem allt veltist stendur tíminn kyrr meðan leikurinn varir og ég hverf upp í eilífðina umvafinn óendan leikan­um, skógarmosinn og heiðalyngið bylgjast eins og grænflekkóttar ábreiður fyrir neðan mig, heiðhvolfið breiðir út bláan sængurhimin með hvítum skýjum uppi yfir og vindurinn færir mér áhyggjuleysi og heilbrigði. Þegar frá líður man ég það eitt að alsælan kom við á þessari jörð þar sem heitir Danmörk.

„Tilfinningavella!“ segir þú og staðhæfir að þú sért laus við

frumhvatir villimannsins. En þú ferð líka á veiðar, gamli minn, eða réttara sagt situr við

veiðar. Yfir veiðilendur skrifborðsins horfir þú fránum augum gegnum lonní etturnar. Í birtunni frá raf magns­perunni blikar á banvænan odd sjálf­blekung sins. Þú kallar bráðina dokt­ors vörn og það eru einkanlega siðbótar kenningar Vaðaljóns dósents sem eru skotspónn þinn. Stuttaraleg fram setningin gjamm ar eins og haglabyssa gegn orðaflaumi hans. Riffilkúla skarp skyggn innar smýgur gegnum hans hola hátíðleik og í hvert sinn sem hann hnígur til jarðar setur þú upphrópunarmerki sem hljómar eins og lúðraþytur. Hann mun gráta tárum, seigum sem síróp, þegar bókina ber fyrir augu hans. Þú hatar fórnar dýr þitt og særir það en lætur það lifa. Ég elska hérana og akurhænurnar og drep bara svolítið af þeim endrum og sinnum. Hvernig getur þú álasað mér, þú grimma, ofbeldishneigða sál?

Sama dag og mér barst bann­færingar bréf þitt fékk ég ekki

óvægnara skammarbréf frá heldri konu í sókninni. Konur senda prestum stundum bréf sem verða til þess að þeir efast um að þær séu eiginlegar vitsmunaverur, það hvarflar að manni að kvenkynið sé týndi hlekkurinn sem leitað er að; og aldrei hefði átt að kenna konum að skrifa. Þessi fröken krafði mig reikningsskila á því hvernig ég, sem þjónn Guðs, gæti myrt meðbræður mína í sköpunarverkinu. Ég svaraði bréfinu með því að senda henni tvær akurhænur. Hún sagði þá að fyrst búið væri að drepa þær vildi hún ekki forsmá Guðs gjafir með því að borða þær ekki. Þær hefðu reyndar bragðast ágætlega en það sýknaði mig ekki af ódæðinu. Ég skrifaði henni aftur að ég myndi, í Guðs nafni, halda áfram að drepa dýr meðan Guð skapaði hræætur.

Og segðu mér frómt frá. Hvers vegna beinið þið ekki ókvæðis­

orðum ykkar að dönskum bændum? Þeir stjana við gyltuna, gæla við hana, nota hvert tækifæri til að leiða hana undir göltinn og vaka umhyggjusamir yfir henni með grísunum. Hefur þú nokkurn tíma komið í svínasláturhús? Veiði maður inn gefur veiðidýrinu oftast tækifæri en hér er að verki hinn sjálfvirki dauði, snara um afturfót, hrínandi er svínið dregið á loft, hnífnum brugðið á hálsinn, í dauða­teygjunum er því hryglandi rennt inn í eldhólfið. Næsti, gjörið svo vel! Er þetta ekki dálaglegur endir á vináttu og dekri. Blóðidrifnum höndum greiða danskir bændur prestum laun úr júdasar veski, prest arnir hneigja sig og þakka. Er ekki svo?

Nú verð ég að slá botninn í þetta bréf. En reyndu að sjá þér fært

að þiggja boð mitt! Komdu og uppgötvaðu hve bæði þú sjálfur og náttúran lifna við þegar þú tekur þér skotvopn í hönd. Og þegar fyrsti hérinn, sem kemur í færi, hefur leikið á þig máttu vita að þér hverfur öll þreyta. Það kann að líða dágóður tími þar til þér tekst að sanna að þegar tveir takast á í lífsins eldforna leik gæti það eins verið þú sem hefur sigur í þeirri glímu.

Múhameð gamli spámaður á að hafa sagt að í hans huga væri

lífið konur, bænir og reykelsi (það var áður en konur lærðu að skrifa). Bara að hann hefði sagt VEI‹I í staðinn fyrir reykelsi!

Þ i n n e i n l æ g i v e i ð i f é l a g i ,

k .m.

Þ ý ð i n g : g y l f i P á l S S o n

t e i k n i n g : Þ o r S t e i n n Ú l f a r B j ö r n S S o n

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•52

Page 53: 2002, 8.árg

1. alþjóðlegaRjúpnaráðstefnan í Reykjavík 5. október 2002 • Grand Hótel Reykjavík

Skotveiðifélag Íslands efnir til ráðstefnu um rjúpuna 5. október næstkomandi. Ráðstefnan hefst klukkan 14:00 og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er 1.000 krónur fyrir utanfélagsmenn en frítt fyrir

félagsmenn SKOTVÍS gegn framvísun félagsskírteinis. Ráðstefnustjóri og stjórnandi pallborðsumræðna verður Dr. Arnór Þórir Sigfússon.

Dagskrá

14:00 Setning: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherraRæðumenn: Áki Ármann Jónsson veiðistjóri Dr. Thomas Willebrand frá Svíþjóð Dr. Ólafur K. Nielsen frá Náttúrufræðistofnun Dr. Hans Christian Pedersen frá Noregi Dr. Peter J. Hudson frá SkotlandiKaffihléPallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal17:00 Ráðstefnuslit: Sigmar B. Hauksson formaður SKOTVÍS

Ráðstefnan verður nánar auglýst síðar á heimasíðu SKOTVÍS www.skotvis.is og í fréttabréfi félagsins. Rjúpnaveiðimenn, munið að taka frá laugardaginn 5. október.

m y n d j Ó H a n n Ó l i H i l m a r S S o n

Page 54: 2002, 8.árg

Elsta starfandi veiðivopnasmiðja í Þýskalandi er J.P. Sauer & Sohn

GmbH, stofnuð árið 1751 í Suhl í Thüringen. Við lok síðari heims styrj­aldar var borgin hertekin af Banda ríkja­mönnum og lenti síðan á rúss neska yfirráðasvæðinu. Flestir stjórn enda fyrirtækisins flúðu til Vestur­Þýskalands og eins hundruð starfs manna, bæði byssusmiðir, málm graft ar meistarar og almennir starfsmenn. Tvö hundruð árum eftir stofnun J.P. Sauer & Sohn var fyrirtækið endur reist í Vestur­Þýskalandi og er nú í Eckenförde, rétt sunnan við landa mæri Danmerkur og Þýskalands. Sauer er hluti af svissnesku fyrirtækja sam steypunni SIG og systurfyrirtæki þess SIG Blaser, SIG Hämmerli og Sigarms. Þessi samsteypa framleiðir mikið úrval af rifflum og skamm byssum fyrir veiðimenn, her, lögreglu og skotíþróttamenn. Framleiðsla þess ara fyrirtækja er þekkt

fyrir gæði og mikla nákvæmni. Einkunnarorð

Sauer verk smiðj anna eru ,,að sameina hefð og fremstu tækni". Sauer leggur sérs taka áherslu á gæði allra íhluta, jafnt hvað varðar efnisgæði og frágang, og nákvæmni veiðivopnanna.

S a m S t a r f v i ð W e a t H e r B y

Sauer & Sohn einbeitir sér nú að smíði veiðivopna, en hefur í

tímans rás einnig fengist við smíði varnarbúnaðar og hern aðar vopna. Segja má að grunnurinn að nútíma veiðibyssum Sauer hafi verið lagður með yfir/undir tvíhleypu sem sýnd var á heims sýning unni 1881. Um leið þróaði Sauer ásamt Friedrich Krupp sérstaka stál blöndu til smíða á gæðahlaupum. Sauer hefur síðan smíðað sín eigin hlaup úr gæðastáli frá Krupp. Þrátt fyrir nútíma véltækni er enn beitt hand bragði þjálfaðra hlaupsmiða við smíði og frágang hlaupanna hjá Sauer.

Í lok 6. áratugar 20. aldar hófst samstarf Sauer og Roy Weatherby

um smíði riffla, þar á meðal Mark V­riffilisins. Þetta samstarf varði til ársins 1973 og var báðum til góða. Orðstír Sauer barst til Bandaríkjanna og víðar og Weatherby fékk orð fyrir mjög nákvæma riffla og sem þóttu hæfa vel hröðum skothylkjum hans. Sauer hafði lengi beitt kaldhömrun við framleiðslu riffilhlaupa og með samstarfinu við Sauer varð Weatherby fyrsti ameríski riffla framleiðandinn til að bjóða skot vopn framleidd með þessari tækni. Nú er kaldhömrun orðin regla fremur en undantekning við framleiðslu hágæða riffilhlaupa. Samstarf Sauer við Weatherby hafði einnig áhrif á hönn un riffilskefta Weatherby riffl anna. Weatherby fann markað fyrir riffla sína í Evrópu og Weatherby­Sauer Mark V rifflar voru smíðaðir í mörgum evrópskum kaliberum, t.d. 6,5x68 og 8x68. Rifflarnir sem voru ávöxtur þessa •

54

Hefð og nútíma hugvit

Page 55: 2002, 8.árg

Fagrit um skotveiðar og útivist

•55

samstarfs eru nú eftirsóttir af söfnurum og riffiláhuga mönnum. Ganga þeir notaðir á hærra verði en greitt er fyrir nýja riffla af sambærilegum gerðum.

S a u e r 202

Í byrjun 9. áratugar 20. aldar kynnti Sauer nýjan riffil, módel 200, sem

þótti mjög byltingarkenndur. Hér var um að ræða boltariffil, en með tvískiptu skefti, líkt og algengt er um haglabyssur. Afturskeftinu var smeygt inn í lásinn og skrúfað þar fast. Þannig var fljótlegt og einfalt að taka það af. Með því var hægt að koma rifflinum fyrir í lítilli tösku og eins kom þetta sér vel vildu menn skipta um skefti. Eins var mjög fljótlegt að skipta um hlaup og þannig auðvelt að breyta um hlaupvídd riffilsins á skömmum tíma. Þessi byssa var byggð á hönnun og einkaleyfi Emmio Mattarelli, ítalsks meistara í trap­skotfimi. Hann hag­nýtti ýmsar hugmyndir úr sporting yfir/undir haglabyssu frá Perazzi, en hann hafði starfað með því fyrirtæki um árabil og átt þátt í hönnun á sigursælum keppnisbyssum þess, t.d. MX8­haglabyssunnar. Árangurinn af þessu voru eiginleikar eins og skiptanlegar einingar á borð við skefti og hlaup. Sauer keypti einkaleyfi Mattar ellis og betrumbætti það við hönnun Sauer 200 riffilsins. Þessi riffill var smíðaður í ýmsum útfærs l um, þótt í grunninn væri um sama vopn að ræða.

Áratug eftir að Sauer 200 riff ill­inn var kynntur kom ný gerð,

Sauer 202 sem var að ýmsu leyti breyttur frá upphaflegri gerð, aðallega þó í útliti. Einnig var boðið upp á fleiri skothylki en áður. Tæknilega er þessi riffill frábrugðinn því sem algengast er með boltariffla. Fremst á boltanum eru

sex lásklakkar. Klakkarnir hafa sama þvermál og boltinn sjálfur sem trygg ir silkimjúkar og átakalausar hreyf ingar boltans. Hlaupið er fest við láshúsið með þremur skrúfum og því ekki skrúfað upp á húsið eins og algengast er. Með því að losa skrúf urnar er hægt að skipta um hlaup og þar með um kaliber. Skothúsið er í enda hlaupsins og boltinn gengur þar inn í og læsist í sjálft hlaupið. Þessi hönnun tryggir að afhleypingartími er mjög stuttur og á sinn þátt í því hve nákvæmir þessir rifflar eru.

n á k v æ m i r r i f f l a r

Sauer­rifflar eru þekktir fyrir ná kvæmni. Þannig skrifar blaða­

maður norska blaðsins Jakt, hund & våpen, eftir áratugar reynslu af því að skjóta úr margs konar Sauer rifflum kunni hann vel að meta nákvæmni þeirra. Hann segist enn eiga eftir að finna Sauer riffil sem ekki er góður og yfirleitt séu þeir betri en rifflar gerist almennt. Þetta gildi bæði um veiði­riffla og markriffla fyrirtækisins.

Láshúsið er smíðað úr stáli og léttmálmsblöndu í léttvigtar riffl­

um. Boðið er upp á tvær grunn lás­lengdir og meira en 15 kaliber. Hlaup­in eru ýmist 60 eða 65 sm löng, nema á stutta heilskefta rifflinum er 51 sm hlaup. Hlaupin eru kaldhömruð úr gæðastáli að Sauer hefð.

Rifflana er hægt að fá með span­gikk, þá er gikkátakið létt með

því að ýta gikknum fram áður en hleypt er af. Öryggið er aftan á láshúsinu og það sett á með því að þrýsta niður hnappi. Við það gengur niður tittur fyrir framan gikkinn. Þegar öryggið er tekið af er þessum titti þrýst upp. Allt gerist þetta hljóðlaust og tryggir að bráð fælist ekki við smelli í öryggi. Rifflarnir eru með lausum skotgeymi sem tekur þrjú til fimm skot eftir skothylkjastærð. Rifflana er hægt að fá í flestum algengustu kaliberum, allt upp í öfluga Afríkuriffla. Með því að skipta um hlaup og í sumum tilvikum einnig bolta getur sama byssan gagnast í margs konar veiði.

Page 56: 2002, 8.árg

Sauer 202 rifflarnir eru smíðaðir í ýmsum útfærslum sem allar eru

tækni lega eins byggðar. Um er að ræða riffla til almennra nota, sérstaka veður­þolna riffla og lúxusútfærslur. Jakt­Match riffillinn er veiðiriffill með þungu hlaupi, sem er sniðinn fyrir veiði rifflakeppnir. Eins hefur hann kom ið mjög vel út fyrir veiði menn sem krefjast hámarks ná kvæmni, til dæm is íslenskar tófu­skyttur. Þá er hægt að panta margs konar skreyt ingar, bæði staðlaðar og eftir séróskum. Eins riffla fyrir örvhentar skyttur.

S a u e r 90

Þessi riffill hefur verið kallaður ,,ævilangur" riffill. Sígilt útlit

gott handbragð einkennir þetta skot­vopn. Lásinn er einstakur í upp bygg­ingu og byggir á þremur hreyfan legum lásklökkum sem ganga út úr boltanum og læsast í aftasta hluta lássins þegar lásnum er lokað. Ólíkt Mauser­lásnum eru engir hliðar klakk ar fremst á boltanum þar sem hann gengur inn í skothúsið. Þegar boltinn er tekinn úr rifflinum sést því aðeins ávalur 18 mm sver sívalningur og engir klakkar sem standa út úr honum. Aðeins þrjár grópir á botninum. Hreyfingar boltans eru silkimjúkar og opnunar hornið aðeins

65°, sem er heppilegt fyrir veiðimenn sem þurfa að vera

fljótir að hlaða. Riffillinn er með þrívirkt öryggi ofan á skeftis háls inum, lausan skotgeymi, út búnað sem sýnir hvort skothylki er í skot húsi og með stillanlegan gikk. Sauer 90 er smíðaður í þremur lás lengd um og fáan legur í öllum helstu hlaupvíddum allt upp í stærstu Afríku­kaliber. Riff ilinn er hægt að fá með mis mun andi skeftisgerðum, heilskefti eða hálfskefti og ýmsum útfærslum af þeim.

S a u e r Þ r Í H l e y P u r

Sauer varð líklega fyrst til að fjölda framleiða þríhleypur, eða

,,drill inga”. Sú framleiðsla hófst löngu fyrir fyrri heimsstyrjöld. Lengi voru þrí­hleypur einfaldlega nefndar ,,Sauer”, heiti þessa fyrirbæris og fyrir tækisins voru samnefni.

Sauer 3000 þríhleypurnar eru heimsþekktar, tvö haglahlaup

ýmist í númer 12 eða 16 og hægt að velja um margar hlaupvíddir á riffil­hlaupið. Lásinn er svonefndur Blitz­lás með Greener bolta og Greener öryggi á hlið. Skipt er á riffilhlaupið með sérstökum hnappi og er það með sérstökum útkastara. Þessi skotvopn eru til dæmis um það besta sem hægt er að fá hvað varðar handverk og frá­gang. Efnið til smíðinnar er sérvalið og lögð áhersla á nákvæmni riffil­

hlaupsins og gott jafnvægi í byssunni.

S a u e r f r a n c H i t v Í H l e y P u r

Sauer er í samstarfi við Franchi verk smiðjurnar um smíði yfir/

undir tvíhleypna. Um er að ræða tvær út færsl ur á þess um viðurkenndu hagla­byssum.

Þessi elsta starfandi skot vopna­verksmiðja Þýskalands sýnir engin

ellimerki. Þar fylgjast menn með þróuninni og bjóða sífellt nýjar gerðir. Til marks um það má nefna nýja veðurþolna Sauer 202 riffla með stuttu flútuðu (grópuðu) hlaupi og sérstaka gerð af Sauer 90, sem ber nafnið Sauer 92, og er smíðaður samkvæmt Suður­Evrópskri hefð. Jó hann Vilhjálmsson byssusmiður flytur inn Sauer­riffla og hafa þeir fengið góðar viðtökur íslenskra riffil veiði manna.

H e i m i l d i r :Jakt, hund & våpen, 3­1999. Osló, Noregi.

J.P. Sauer. Lebendige Geshichte. 250 Jahre Sauer. Eckenförde 2000.

J.P. Sauer. Kunstverke von Meisterhand seit 1751. Eckenförde.

Marco E. Nobili. Austrian & German guns and rifles. Milano.

Sauer. Traditionswerte mit Zukunft. Eckenförde.

Sauer hunting rifles tradition and innovation.

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•56

Page 57: 2002, 8.árg

Sportbúð Títan flutti starfsemi sína frá Seljavegi 2 uppá Krók­

háls 5g í október síðast liðnum. Hús­næðið er mun rýmra og allt aðgengi fyrir viðskiptavini er betra og þægi­legra. Kajakdeildin hefur vaxið ört hin síðari ár og virðist ekkert lát vera á vin sældum sjókajaksins þrátt fyrir gríðar lega mikla sölu. Má ætla að Sport búðin selji á milli 200­300 kajaka ár hvert, vatnabáta, hjólabáta og þar á meðal alls kyns gúmmbáta.

Skotveiðideildin hefur aukið vöru úrvalið til muna og verður

leitast við að hafa vöruflokka sem fjöl­breyttasta. †msar nýjungar verða í haust, m.a. nýjir byssuskápar frá BO VAS Ungverjalandi, tvífætur frá Kengs Fire arms, gúmmbátar í camo­litum, Steyr ProHunter ryðfríir rifflar í ca. 30­06, 308, 7MM, haglabyssur frá Brow ning, Remington, Benelli, Baikal og Germanica. Rifflar frá TOZ, Bai­kal, Remington, BRNO og Steyr Mannlicher. Skotfæri í miklu úrvali, m.a. haglaskot frá Federal og HULL,

riffil skot í flestum kaliberum, byssu­tösk ur, camofatnaður í úrvali, snjó­þrúg ur, legghlífar, rjúpnavesti, sokk ar, göngu skór, áttavitar, sjón aukar, byssu­lásar á vegg og í gikk björg, gervigæsir og endur, tálfugla pokar, gerviálftir, flautur og margt fleira.

Sportbúð Títan heldur úti öfl­ugri heimasíðu www.sportbud.is

þar sem sagðar eru veiðifréttir og sögur. Tökum við myndum og efni á [email protected].

Krókháls 5g er á leiðinni út úr bænum og því tilvalið að taka

smá krók upp á Krókháls 5g ef veiði­menn vantar skot eða annan búnað til veiða en við erum í stóra gula húsinu fyrir neðan Stöð 2.

Öll skotvopn sem við seljum eru þjónustuð af J.Vilhjálmssyni

byssu smíðameistara á Dun­haga í Reykjavík. •

57

Sportbúð Títan á Krókhálsinn

Fagrit um skotveiðar og útivist

Page 58: 2002, 8.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Veiðidellan hefur fylgt mér frá barnsaldri

•58

RÆTT V I Ð H A U K BRYNJ Ó LF SSO N F Y RR V ERANDI ST JÓRNARMANN Í SKOT V Í S OG FULLTRÚA FÉLAGS INS Í V I L L I D ÝRA NE FND . NAUÐSYNLEG USTU MENN HVERS FÉLAGS ERU H IN IR SVOKÖLLUÐU ELDHUGAR . E INN Þ E I RRA E R HAUKUR BRY N J Ó LF SSO N SEM HEFUR VER IÐ VAK INN OG SOF INN Í FÉLAGS STARF I SKOTV Í S . Á VA LLT HEF UR V ER IÐ HÆG T AÐ LE I TA T I L HAUKS HAF I ST JÓRN FÉLAGS INS ÞURFT Á E INH VE RJU L I Ð S INN I AÐ HALDA . HAUKUR HEFUR VER IÐ SÆMD UR GULLMERK I SKOTVE IÐ I FÉLAGS Í S LAND S . H A NN HEF UR F RÁ UPPHAF I V ER IÐ FULL TRÚ I SKOTV ÍS Í V I L L IDÝRANEFND EN MUN NÚ LÁTA AF STÖRFU M Í NEF N D IN N I . AF ÞV Í T I LEF N I VAR HAUKUR TEK INN TAL I OG FYRST SPURÐUR AÐ ÞV Í HVE R H A F I VE R I Ð F Y RSTU KY N N I HAN S AF SKOTV ÍS?

Page 59: 2002, 8.árg

Hver voru þín fyrstu kynni af SKOTVÍS?

Þau voru á stofnfundi félagsins sem haldinn var í Árnagarði í

september 1978. Ég var þá dálítið að hugsa um stöðu landlausra skotveiði­manna því um þetta leyti voru stór­tækar rjúpnaskyttur að taka á leigu og einoka heilu fjöllin fyrir norðan þar sem ég þekkti til. Ég var hræddur um

að einstaklingar væru þarna að ráð skast með almenninga, sem ættu að vera öllum opnir til fuglaveiða sam kvæmt 5.gr. þágildandi veiðilaga. Hins vegar átti ég engan þátt í undirbúningi að stofnun SKOTVÍS og vissi ekkert um þau mál fyrr en ég heyrði stofn fundinn auglýstan, mætti þar og var reyndar kosinn í fyrstu stjórn félagsins. Síðan hef ég verið meira og minna viðriðinn félagið og stundum verið í stjórn þess.

Hvað telur ú að séu merkustu áfangarnir í sögu SKOTVÍS?

Þá verður nú fyrst að telja sjálfa stofnun félagsins, sem bar upp á

hár réttum tíma er vaxandi átök voru um rétt manna til skotveiða á afréttum víða um land. Sumir landeigendur lýstu yfir eignarrétti sínum á víð lend­um fjallasvæðum og sögðu jafnvel að fara ætti með réttinn til fuglaveiða eins og laxveiðiréttinn; landeigendur ættu að selja mönnum aðgang. Reynt var að fylgja þessu eftir og svo dæmi sé tekið þá var lögregla ítrekað send á eftir rjúpnaskyttum á Holtavörðuheiði á fyrstu árum SKOTVÍS. Komið var fram við veiðimenn sem stöðvaðir voru eins og um óumdeilt eignarland væri að ræða. Þessu linnti ekki fyrr en menn úr stjórn félagsins gengu á fund dómsmálaráðherra og bentu á að sönn­unarbyrðin hvíldi á þeim sem þætt ust eiga landið og nú yrði annað hvort að láta reyna á málin fyrir dóm stólum eða að hætta þessari áreitni við skotveiðimenn. Síðan hefur verið litið á Holtavörðuheiðina sem almenning en að því mun koma að Þjóðlendu­nefnd úrskurði um svæðið. Það var mikið lán að sú stefna var tekin í upp­hafi að verja almannarétt til veiða utan eignarlanda en þær raddir heyrðust í fyrstu, þótt fáar væru, að félagið ætti ekki að standa í deilum um land­réttarmál heldur semja við bændur um veiðirétt. Ég man að meira að segja

eftir því að vitnað var til Stanga veiði­félags Reykja víkur sem góðrar fyrir­myndar í þess um efnum. Auðvitað munum við í vaxandi mæli þurfa að semja um veiði rétt, það er ekkert nýtt. Við höfum alltaf þurft að fá leyfi til skot veiða á eignarlöndum og höfum aldrei mót mælt því. En félagið hefur varið almanna réttinn til skotveiða utan eignar landa og staðið þar á grunni sem frábærlega framsýnir menn lögðu með veiðilögunum 1954.

Þú hefur verið fulltrúi SKOTVÍS í svo kallaðri villidýranefnd. Hvað viltu segja um þær breytingar sem orðið hafa?

Villidýranefndin kom til með núgildandi veiðilögum frá 1994.

Ég verð nú að játa að mér fannst á sínum tíma ekki mikið til þeirra laga koma vegna þess að ekkert var tekið á ágreiningsmálum um veiðirétt. Það var hinsvegar gert á öðrum vettvangi eins og menn vita. Ég hef verið fulltrúi SKOTVÍS í nefndinni frá upphafi og allt þar til síðustu mánaðarmóta er ég hætti. Það gekk á ýmsu í starfi nefnd­ar innar fyrstu árin er fulltrúar ólíkra hags muna tókust á, t.d. við samningu reglu gerða. Ekki voru heldur allir skot veiði menn hrifnir af framgöngu full trúa síns á þessum vettvangi. Ég var m.a. sakaður um að standa að óþarfri gjald töku af skotveiðimönnum, styttingu veiðitíma og var jafn vel kallaður sér stakt handbendi land­eigenda. Allt jafn aði þetta sig með tímanum enda nefndarstarfið auðvitað unnið innan þess ramma sem lögin settu því. Hvað svo sem um mína frammi stöðu má segja þá er enginn vafi á að það að eiga fulltrúa á þessu sviði skiptir miklu fyrir stöðu SKOT­VÍS. Engum óbrjáluðum manni sem bæri hag félagsins fyrir brjósti gæti komið til hugar að segja félagið úr þessu samstarfi

Fagrit um skotveiðar og útivist

•59

l j Ó S m y n d : H r e i n n H r e i n S S o n

Page 60: 2002, 8.árg

við stjórn völd. Annars stefni ég að því að gera grein fyrir starfinu í nefndinni undan farin ár í fréttabréfi SKOTVÍS á næstunni.

Hvað vilt þú segja um lögin um þjóðlendur og frelsi manna til skotveiða?

Mér finnst rétt að minnast á Gerðu bergsfundinn, sem

SKOT VÍS boðaði til með fulltrúum allra þingflokka árið 1986. Á þeim fundi var sett fram sú hugmynd að höggvið yrði á deilurnar um mörk eignarlanda og almenninga með laga­setningu. Þingmenn voru m.a. spurðir hvort hugsanlegt væri að setja mörkin milli svæða við ákveðnar hæðarlínur. Pólitíkusarnir voru auð vitað sleipir og veittu engin ákveðin svör en það er enginn vafi á því að þessi fundur var mjög gagnlegur, hann fékk menn til að hugsa um rétt þéttbýlisbúa – næstum allrar þjóðarinnar ­ til landsins og styrkti stöðu félagsins útávið. Nú er verið að leysa úr þessum málum á grundvelli laganna um þjóðlendur og það er stórkostlegt að hugsa til þess að innan fárra ára verði deiluefninu eytt. Þó verður að muna að “veldur hver á heldur”. Forsætisráðherra á hverjum tíma mun fara með forræði þjóðlendna og almannarétti þarf að halda á lofti á öllum tímum.

Ég tel nokkra galla vera á veiði­lögunum og stærstan það

grund vallaratriði að samkvæmt lögun­um er allt friðað en umhverfisráðherra getur aflétt friðun, þ.e.a.s. leyft veiðar innan þröngra ramma. Andi laganna segir því eiginlega að veiðitímar séu undan tekningarástand. Fyrst menn vildu setja rammalög þá hefðu átt að vera í þeim heimildir til að aflétta

friðun á fleiri tegundum en nú er og mögulegir veiði­

tímar lengri, þ.e.a.s. rammarnir utan um stjórn un ráðu neytis ins á veið un um þyrftu að vera rýmri bæði hvað varða fjölda tegunda og lengd veiðitíma. Svo dæmi sé tekið þá telja sumir að breyta eigi rjúpnaveiði tímanum þannig að veiðar hefjist fyrr en nú er, t.d. 1. október. Þetta er ekki hægt að gera án þess að breyta lög unum, rammi lag­anna er eins og menn vita 15/10 – 22/12. Hið jákvæða við lögin var myndun veiðikortasjóðs sem stendur undir rannsóknum á veiði stofnum og jafnframt veiði skýrslurnar sem menn skila inn um leið og veiði kort er endurnýjað. Einnig má nefna ákvæði um veiðtæki og veiði aðferðir sem eru framför frá eldri lögum. Nú er komin 10 ára reynsla á þessi lög og ég held að tímabært sé að endurskoða þau og gera á þeim nokkrar breyt ingar. En þessi lög hafa reynst skot veiði mönn um þýðingar mikil. Með þeim er lögfest samráð stjórnvalda við samtök okkar um allt er lýtur að stjórnun veiða. Þá er alveg ljóst að þetta fyrir komulag að skotveiðimenn mynda rann sóknarsjóð auk þess sem þeir byggja upp gagna­safn um fuglastofna með veiði skýrsl­unum, gefur okkur ómetanlegt vægi í samfélaginu.

Margir hafa áhyggjur af því að veiðarnar verði æ tæknivæddari. Hefur þú áhyggjur af stöðu mála í þessum efnum?

Tæknin er stórkostleg en það geng ur ekki að beita henni hugs­

unarlaust á náttúruna, dæmi um illar afleiðingar þess eru sjálfsagt ótelj andi. Í veiðilögunum er kveðið skýrt á um hvaða tækjum og veiðiaðferðum má beita við skotveiðar við erum því að mínu mati ekkert að missa tæknina úr böndunum. En tæknin er ekki bara í full komnum byssum og öðrum veiði­tækjum heldur einnig í farartækjum.

Nú aka menn hiklaust til fjarlægra staða á hálendinu m.a. til að sækja þangað rjúpur. Jafn framt þessari bættu ferða tækni hefur fjöldi skotveiðimanna aukist. Álagið á náttúruna fer vaxandi og við eigum þar hlut að máli, en ekki síður ferða þjón ustur ýmsar sem bruna með við skipta vini sína upp um fjöll og firnindi á öllum árs tímum. Mestu máli skiptir að skot veiðimenn sjálfir hafi þessi mál til stöð ugrar athugunar, leggi mat á ástandið, hafi frumkvæði að úr bótum þegar þeirra er þörf en láti ekki taka sig í bólinu hvað þetta varðar.

Nú eru miklar hugmyndir uppi um stofnun þjóðgarða. Hver er skoðun þín á þessum málum?

Ætli það sé ekki ljótt að vera á móti þjóðgörðum? Þeir eru

svo “gott mál”. En þegar ég skoða gamalt kort Náttúruverndarráðs, sem sýnir friðlönd og þjóðgarða á landinu, þá finnst mér ekki bráðvanta fleiri slík svæði. Verði af hugmyndum um þjóð­garða á hálendinu munu væntan lega skerðast að sama skapi almenningar sem nú eru opnir til skotveiða. Það er alvarlegt mál því allt land í byggð er eignarrétti háð, nema menn hugsi sér að skotveiðar verði heimilar í hálendis­þjóðgarði. Það gæti verið lausn en eftir er að sjá að samkomulag verði um það. Ég hef ekki gleymt því hve fljótt Náttúruverndarráðið sálaða var að láta setja skilti sem bannaði fuglaveiðar við brúna yfir á Geitlandið, eftir að Hæsti­réttur hafði dæmt að svæðið væri al menn ingur. Áður hafði ráðið lagt bless un sína yfir veiðar “landeigenda” í frið landinu og fallist á að rjúpnaveiðar þeirra brytu ekki gegn því ákvæði frið­lýs ingarinnar að ekki mætti trufla þar fugla líf. Ég á ekki von á að viðhorf friðunar sinna í lykil stöð um hafi mikið breyst. Stjórn félagsins á ábyggilega mikið verk fyrir höndum við að gæta

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•60

Page 61: 2002, 8.árg

hags muna skotveiðimanna í sambandi við þessar þjóðgarða hug myndir.

Hver telur þú að ættu að vera helstu baráttumál SKOTVÍS á næstu árum?

Þau held ég að verði mikið til þau sömu og verið hafa, réttur

al menn ings til veiða. Félagið mun auð­vitað áfram þurfa að fylgjast með og hafa áhrif á löggjöf. Þar koma m.a. þær hug myndir um þjóðgarða sem ég nefndi áðan. Sjálfsagt vex þörfin fyrir kynn ingarstarf með árunum en stjórn félagsins hefur reyndar staðið sig mjög vel í kynningarmálum undanfarin ár.

Segðu okkur hvernig stóð á því að þú gerðist skotveiðimaður og hver þín fyrstu kynni voru af skot-veiðum.

Stjúpi minn, Andrés Magnússon frá Arnþórsholti í Lunda reykja­

dal, skaut endur, rjúpur og fleiri fugla. Sem lítill strákur varð ég óskaplega spenntur fyrir þessum veiðiskap og alveg stað ráðinn í að eiga sjálfur marg ar og fallegar byssur þegar ég yrði stór. Ég byrj aði ungur að fylgja karlinum á fugla­veiðar og við bönuðum líka ansi mörg­um minkum. Ég fór auðvitað snemma að fara sjálfur til veiða með 22 cal riffil. Svo var legið í öllum fáan legum veiði­bókum og dreymdi mig um veiði­mennsku í óbyggðum Kanada og Alaska. Þótt ég hafi aldrei í raun veru leikanum komið til þessara drauma landa og heldur ekki átt margar byssur, þá hefur veiðidellan fylgt mér frá barns aldri.

Ef þú sætir í dag í stól um hverfis-ráð herra hvaða málum myndi þú þá helst beita þér fyrir?

Nú þykir mér heldur stórt spurt, ég á erfitt með að sjá mig í slík­

um stóli enda löngu sannað að ég hef ekki snefil af flokkspólitískum hæfi­leik um. En ef ég reyni að svara þessu af alvöru þá myndi ég sem um hverfis­ráðherra beita mér mjög fyrir upp­græðslu landsins bæði með skógi og öðrum plöntum, og leita sátta um það mál ­ sátta um gróið land en ekki eyðimerkur. Það er auðvitað nú þegar verið að gera mikið á þessu sviði og veitir ekki af, því jarð vegs tapið er í heild gríðarlegt. Menn þurfa ekki að fara langt upp á hálendi til að sjá það. Hér ætti auðvitað að vera skógur því landið er í barr skóga beltinu. Mig dreym ir þó ekki um að landið verði þakið 30 m háum barr skógi, en við þurfum skóg til að brjóta vind og skapa skjól fyrir annan gróður, dýr, fugla og mann­

Fagrit um skotveiðar og útivist

•61

l j Ó S m y n d : H r e i n n H r e i n S S o n

Page 62: 2002, 8.árg

fólk. Einmitt það að landið er næstum því skóg laust felur í sér stór kostlega mögu leika til að skipu leggja og rækta réttar tegundir á rétt um stöðum. Mín skoðun er sú að við eig um að þora að breyta umhverfinu til hins betra. Þeir sem halda því fram að við getum lifað í landinu og full nægt þeim kröfum sem vestrænt nútíma fólk virðist telja eðli legar án breyt inga, fara með bull. Óhjá kvæmi lega erum við alltaf að breyta um hverf inu. Sumar þær breyt­ingar eru neikvæðar og við þurfum að bæta úr því þar sem við getum; valda jákvæðum breyt ingum. Svo er náttúr­an sjálf auðvitað stöðugt að breyta sér. Þótt menn hafi nú komið sér upp hug­takinu gróðurhúsaáhrif og þykist vita allt um ástæður þess að e.t.v. eru að verða veðurfarsbreytingar á jörð inni, þá er vitað að stórkostlegar breyt ingar hafa orðið í hitafari norður hvels jarðar þúsundum ára áður en áhrif mannsins komu til og e.t.v. ættu íslenskir plönturasistar að rifja það upp að á landinu má finna stein gerðar leifar plantna sem nú þrífast einungis mun sunnar á hnett inum.

Ef ég svo hefði kjark til þess að ganga erinda skot veiðimanna í

ráð herrasætinu, þá myndi ég beita mér fyrir því að komið yrði upp hrein dýra­hjörðum víðar á landinu en nú er þar sem slíkt þætti hent ugt . Skógarfuglar gætu svo orðið við fangs efni um hverfis­ráðherra næstu kynslóðar.

Nú, ef svo vildi til að ég hefði tíma afgangs frá þessum þarfa­

verkum þá myndi ég kannski rexa svolítið út af aðstöðu almennings á tjaldstæðum á helstu ferða manna ­stöðum í landinu, sem meira eða minna hafa fælt frá sér innlennt ferðafólk. Þessir staðir eru yfirfullir af

erlendum ferðamönnum – veri þeir velkomnir í

hæfilegum skömmtum. En þeir virðast flestir vera í uppmælingu við að horfa á landið og þurfa því að fara snemma að sofa á kvöldin svo að þeir séu vel á sig komnir og sprækir á morgnana er þeir halda enn af stað að horfa á landið. Íslenskt fjölskyldufólk, sem ekki skilur nauðsyn þess að rífa sig upp fyrir allar aldir í sumarfríinu, vill hins­vegar hafa það skemmtilegt á kvöld in, spjalla saman og jafnvel syngja, enda ekkert athugavert við það að njóta íslenskra sumarkvölda út í ystu æsar ­ langt fram á nótt. Ég myndi vilja að á þessum fjölsóttu stöð um væri einnig kostur á tjald stæð um og skálaplássum fyrir fólk sem ekki er kvöldsvæft.

Ert þú búinn að skipuleggja ein-hverjar veiðiferðir nú í haust?

Já, við þrír félagar eigum jafn­mörg tarfaleyfi á svæði 8. Áætlað

er að fara þangað til veiða um mán­aðar mótin ágúst­september. Nú höf­um við hins vegar fengið bréf frá Hrein dýraráði þar sem okkur er tjáð að mikil skerðing verði á veiðisvæðinu þar sem 3 stórir landeigendur hafi ákveðið að banna alveg veiðar á þeirra löndum. Það kann jafn vel að fara svo að okkur verði endur greidd leyfin og við beðnir um að sitja heima. Við þessu er víst ekki mikið að gera, land eig andi ræður sínu landi, en auð vitað vonar maður að þetta verði leyst með sanngirni. Hreindýrin eru jú þjóðar­eign og ákvörðun um veiðikvóta þarf að taka með lögformlegum hætti.

S t j Ó r n SkotvÍS v i l l Þ a k k a H a u k i f y r i r H i ð m i k l a S t a r f H a n S Í Þ á g u SkotvÍS o g S e t u n a Í v i l l i d ý r a n e f n d .

•62

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

Page 63: 2002, 8.árg

Nú í byrjun ágúst opnar í fyrsta sinn á Íslandi skotvöllur fyrir

Nor disk trap. Skotfimi á þessari gerð skot valla sem áður var kallað á norður­löndum Jeger trap (veiði trap) hefur orðið geisivinsæl meðal veiðimanna og byrjenda í skotfimi. Ætla má að vin­sæld irnar séu til komnar vegna þess að þar er hægt að nota byssur með öllum þreng ingum. Jafnt fullþrengdar sem óþrengdar haglabyssur og einnig cali­ber 20 jafnt sem caliber 12, tvíhleypur jafnt sem hálfsjálfvirkar byssur eru einnig leyfðar. Einnig er upphafsfærið eða staðurinn þar sem dúfunni er kast­

að nær skotmönnum en í öðrum teg­und um af trap, eða aðeins 10 metrar. Einnig fer dúfan ekki eins hratt og í öðrum greinum.

Aðdráttarafl sitt fær skotgreinin samt mest vegna þess hve hún

líkist raunverulegri fuglaveiði og þá sér staklega rjúpnaveiði. Þetta er vegna þess að dúfunni er skotið upp úr gildru sem liggur í sömu hæð og staðið er á þannig að svo virðist sem skotið sé á fugl sem er að fljúga upp beint fyrir framan skyttuna. Eins og í veiði þá veit skotmaður ekki hvort fuglinn flýgur

beint, til hægri, til vinstri eða hversu hátt hann fer. Sex skotmenn geta tekið þátt í einu og skýtur hver á tuttugu og fimm dúfur í hring. Nordisk trap skot­völl urinn er staðsettur við hlið eins besta skotvallar á landinu á svæði Skot­íþróttafélagsins í Hafnarfirði.

Í byrjun geta allir félagsmenn sem utan félagsmenn fengið að skjóta,

en í fram tíðinni verður völlurinn aðeins opinn félagsmönnum á aug­lýstum æfinga tímum.

Í v a r e r l e n d S S o n

Fagrit um skotveiðar og útivist

Ný skotfimi Nýtt skotsport

Page 64: 2002, 8.árg

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

•64

Beittu ekki veiðiaðferðum sem valda bráðinni óþarfa kvölum

a) Skot á að deyða bráðina á augabragði. Til þess að komast hjá því að særa dýr skaltu gæta þess að:

­ skjóta ekki af of löngu færi

­ ekkert beri milli þín og bráðarinnar

­ skjóta ekki nema yfirgnæfandi líkur séu á því að hitta vel

b) Sært veiðidýr skal aflífa hið skjótasta. Finnist dýrið ekki á skotstað skal einskis látið ófreistað að leita það uppi.

Teldu fjölda dýra ekki mælikvarða á góðan veiðimann, eða vel heppnaðan veiðidag

a) Góður veiðimaður stærir sig ekki af feng sínum og keppir ekki við aðra um fjölda veiddra dýra.

b) Þá er veiðidagur góður þegar hóflega er veitt, með talsverðri líkamlegri áreynslu, vakandi náttúruskyni og sært dýr

liggur ekki eftir að kveldi.

Farðu vel með veiðibráð

a) Farðu vel með feng þinn og spilltu honum ekki.

b) Vandaðu aðgerð og tilreiðslu bráðar.

Færðu veiðibækur af kostgæfni og taktu virkan þátt í verndun veiðidýra

a) Færa ber veiðibækur og halda þeim til haga. Veiðiskýrslur eru þýðingarmikil gögn við rannsóknir á veiðidýrum.

b) Veiðimaður ætti að leggja sitt af mörkum í baráttu gegn brotum á veiði lög gjöf inni.

Úr siðareglum SKOTVÍS

Page 65: 2002, 8.árg

Fjársjóður úr hafinu

Vissir þú að í 100 g af sardínum úr dós væruyfir 400 mg af kalki, sem er helmingurinn af ráðlögðum dagskammti fullorðinna?*

Þetta mikla kalk ásamt próteinum, omega-3 fitusýrum og vítamínum gera sardínur að áhugaverðum og æskilegum kosti fyrir unga sem aldna.

* Samkvæmt upplýsingum frá Manneldisráði Íslands er ráðlagður dagskammtur af kalki, fyrir 19 ára og eldri, 800 mg. Fyrir unglinga, vanfærar konur og konur með börn á brjósti er ráðlagður dagskammtur 1200 mg.

Ora-sardínur fást í vatni, salsasósu, tómatsósu eða olíu Ora-sardínur eru lostæti með góðu brauði og harðsoðnu eggi, í eggjaköku, hvers kyns pastarétti, salöt og sem liður í góðum morgunverði eða kvöldsnarli.

Niðursuðuaðferðin gerir notkun rotvarnarefna óþarfa.

Óvenjuhátt kalkhlutfall í ORA-sardínum kemur beinunum til góða!

www.ora.is

AB

X / S

ÍA 9

0210

92

Page 66: 2002, 8.árg

Skotvís þakkar veittan stuðning

Lögmannastofa

Ólafs Sigurgeirssonar

Landsfélag um skynsamlega skotveiði

aviace

Skotveiðimenngöngum varlega um vopnin

og komum heil heim

Aviace á Íslandi • Malarhöfða 2 • 110 ReykjavíkSími 577 5222 • www.aviace.is

FYRIR ÞÁ SEM RÁÐA

Bjóðum úrval af sóluðum

NORDEKKásamt nýjum dekkjum

fyrir alla „veiði“­bíla

10% staðgreiðsluafsláttur

til veiðimanna

Hjólbarðaverkstæðið Dekkið ehf.Reykjavíkurvegi56•220Hafnarfirði•Sími5551538

Page 67: 2002, 8.árg

Hundahótelið NolliHundagæsla ......................................................... 10%

Hundahótelið ArnarstöðumHundagæsla ......................................................... 20%

Hundahótelið LeirumHundagæsla ......................................................... 10%

Jóhann Vilhjálmsson byssusmiðurViðgerðir .............................................................. 10%

Seglagerðin ÆgirVörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) ...... 5% Vörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ............... 10%

SportvörugerðinVörur ................................................................... 10%

VesturröstVörur ................................................................... 5­15%

VeiðivonGæsa­ og rjúpnaskot staðgreidd .......................... 10%

VeiðislóðVörur ................................................................... 5­10%

VDO BorgardekkAf viðgerðum og vinnu ........................................ 32,5%Af dekkjum í umboðssölu ................................... 15%Okkar dekk og slöngur ........................................ 20%

Aðalskoðun hf.Af skoðun ökutækja ............................................. 10%

Hótel ValaskjálfGisting ................................................................. 15%

Hótel KEAGisting á gæsa­ og rjúpnaveiðitíma..................... 20%Gisting á öðrum tímum ....................................... 10%

Veiðikofinn EgilsstöðumAfsláttur af skotum .............................................. 10%

Rakara- og hársnyrtistofan FígaróVörur ­ þjónusta .................................................. 10%

Smurstöðin KlöppAf smurningu (heildarpakki) ............................... 10%

EllingsenAf sportveiðivöru og ­fatnaði .............................. 10%

Bílaleiga ÍslandsLeiga á 4x4 bílum og jeppum .............................. 15%

PólarVörur og þjónusta með greiðslukorti ................. 5%Vörur og þjónusta staðgreiddar .......................... 10%

Sportbúð TítanVeiðivörur með greiðslukorti (ekki af tilboðum) 5%Veiðivörur staðgreiddar (ekki af tilboðum) ......... 10%

Afsláttartilboð SKOTVÍS:M

unið

fram

vísa

áva

llt f

élag

sskí

rtei

ni S

KO

TVÍS

!

Page 68: 2002, 8.árg