21. árg. 1. tbl. júlí 2009 - hjartaheill

32
MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 21. árg. 1. tbl. júlí 2009

Upload: others

Post on 18-Nov-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA21. árg. 1. tbl. júlí 2009

VELFERÐ2

Tíminn líður og allt er í heiminum hverfult eins og Jónas Hallgrímsson sagðiá sínum tíma. Ekkert er nýtt undirsólinni, sagði annar orðspakur maðurlöngu fyrr og enn stöndum við Íslend-ingar á tímamótum og spyrjum: Hvertstefnum við?

Hjartaheill hefur frá upphafi stefnt aðeinu markmiði með eitt í huga: Að eflaheilsu einstaklinga með ráðum og dáð.Að efla heilsu þjóðarinnar, auka lífsgæðisvo að allir geti lifað við farsæld og frið.Við höldum áfram að settu marki. Óskokkar er sú að sérhver finni sér farveg ílífinu, finni „lykil lukkunnar“ og haldieins góðri heilsu og mögulegt er.

Að sjálfsögðu er hver sjálfum sér næstureins og verið hefur um aldir, en þörfokkar hvert fyrir annað er enn í fullu gildieins og verið hefur frá örófi alda. Hinngóðkunni Þórarinn Eldjárn hættir sér ístutt og gott skraf við Hallgrím Péturssonþó að hann telji hann ekki heyra í sér:

Menn segja að nú sé önnur öldallt annað leiksvið, grímur og tjöldí helstu atriðum er þó flestenn í sömu skorðum fest:

Hver einn vill bjarga sjálfum sérá sama hátt og var hjá þérog enn þarf að kljást við söknuð og sorgsem verður ekki borin á torg.

Þú gerðir þér við dauðann dáttmeð drottin á vörum hann tókst í sátt.Það geri ég ekki, öll mín trúer alveg bundin við hér og nú.

Þurfamaður er samt mín sálsækir í ást, í fólk, í mál.Huggun er manni mönnum aðmunum við geta sæst á það.

Frá ritstjóra

Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, landssamtakahjartasjúklinga.

Útgefandi: Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, Síðumúla 6,108 Reykjavík.Upplag: 6.000

Heimasíða samtakanna: hjartaheill.is Sími: 5525744, Fax: 5625744

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir S. Guðbergsson

Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason, Guðrún Bergmann FranzdóttirMargrét Albertsdóttir og Pétur Bjarnason.Prentun og umbrot: Viðey ehf.Forsíðumynd: Skógafoss, Rafn Hafnfjörð.

Aðsendar greinar eru ekki á ábyrgð stjórnar eða ritstjórnar.

Sími 577 4646 - [email protected]

Þórir S. Guðbergsson

Fyrir skömmu var Hlín Lilja Sigfúsdóttir lögfræðingur ráðin til starfa hjá SÍBS ogmun starfa þar fram á haustið. Hlutverk hennar verður aðallega að annast lögfræðilegúrlausnarefni í þágu rekstrareininga SÍBS og aðildarfélaga þess. Þar getur verið um aðræða samningsgerð og álitsgerðir, en einnig réttinda- og hagsmunamál fyrirfélagsmenn aðildarfélaganna.

Hlín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistaraprófi ístjórnun og stefnumótun frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2008. Síðast starfaði húnsem nefndarritari á nefndasviði Alþingis.

Hlín hefur aðsetur í Síðumúla 6 og er boðin velkomin til starfa.

Lögfræðingur til starfa hjá SÍBS

VELFERÐ 3

Helga Þórunn Sigurðardóttir nemi í Tómstunda- ogfélagsmálafræði við HÍ var í verknámi hjá SÍBS frá áramótum ogút mars. Verkefnið sem hún vann að var að safna samangögnum og kortleggja þá þjónustu sem einstaklingum íReykjavík býðst að kostnarlausu.

Þar sem Rauði Krossinn var að vinna að svipuðu verkefni varákveðið að samnýta kraftana og vann Helga síðan ásamt ErluTraustadóttur og Katrínu Jónsdóttur, starfsmönnum Rauðakross Íslands, að safna saman upplýsingum í gagnabanka.

Afrakstur verkefnisins var kynntur þriðjudaginn 31. mars íRauðakrosshúsinu, Borgartúni 25, og var þá aðgangur aðgagnabankanum opnaður. Margir komu á kynninguna, bæðistarfsfólk úr heilbrigðisþjónustunni og leikmenn og var mikilánægja með þetta þarfa verkefni.

Upplýsingarnar er hægt að nálgast á heimasíðu Rauðakrossins, www.raudakrosshusid.is, „Hvað er í boði“ og tilstendur að hlekkur inn á efnið verði settur inn á fleiriheimasíður.

Upplýsingar um ókeypis þjónustu

Frá kynningu verkefnisins, Hvað er í boði, í Rauða kross húsinu Borgartúni 25

Óskað eftir netföngumfélaga Hjartaheilla

Á undanförnum árum hafa félög og félagasamtök óskað íríkara mæli eftir netföngum félaga sinna en áður hefurtíðkast. Undir ýmsum kringumstæðum getur verið gottfyrir samtök að hafa netföng meðlima sinna til að komaskilaboðum hratt og vel til skila.

Hjartaheill hefur á undanförnum árum gefið út Velferð,málgagn og fréttabréf samtakanna, að meðaltali tvisvar áári. Í fréttabréfinu hafa birst upplýsingar og fréttir af starfisamtakanna, fræðslufundum og ráðstefnum, en auk þesshafa samtökin auglýst sérstaklega í blöðum og útvarpiþegar almennir fræðslufundir og aðrar uppákomur hafaverið á dagskrá. Við slíkar kringumstæður getur verið gottfyrir starfsfólk Hjartaheilla að hafa sem flest netföng félagasinna til að geta sent þeim persónulega fréttir ogupplýsingar þegar því er að skipta.

Félagar eru hvattir til þess að senda starfsmönnumskrifstofunnar netföng sín á póstfang: [email protected]

VELFERÐ4

Endurhæfing hjartasjúklingaí DanmörkuDönsku hjartasamtökin hafa rannsakað hve margir hjartasjúklingar nýta sér fullaendurhæfingu eftir greiningu, aðgerð og meðferð. Aðeins 3% hjartasjúklinga njóta fullrarendurhæfingar og er hlutfallið svo lágt vegna skorts á sálrænni og félagslegri endurhæfingu.

Miklar umræður eru ætíð um endur-hæfingu hjarta- og æðasjúklinga þar semþjálfun, hreyfing og endurhæfing tillíkama og sálar skiptir meginmáli fyrirlífsgæði sjúklinganna. Hér á landi hefurendurhæfing verið í föstum skorðum alltfrá því að aðgerðir og meðferð hófst viðhjarta- og æðasjúkdómum og árangursífellt batnað með árunum. Nægir hér aðnefna Reykjalund, HL-stöðvarnar ogsjúkraþjálfunarmiðstöðvar um allt land.

Ekki er undirrituðum þó kunnugt umhvort hafi farið fram nákvæmar rann-sóknir á endurhæfingu íslenskra hjarta-sjúklinga og fylgst með þeim ogaðstandendum þeirra, en á því væri svosannarlega brýn þörf. Má þar sérstaklegaminna á þörf aðstandenda fyrir hjálp,aðstoð og fræðslu og hvernig henni ergerð skil í íslensku heilbrigðiskerfi.

Í fyrrnefndri rannsókn dönsku hjarta-samtakanna kemur í ljós að um 10%hjartasjúklinga fær sálrænan stuðning ogendurhæfingu en aðeins 6% af nánustuaðstandendum hljóta stuðning. Um 26%hjartasjúklinga nefnir að aðstandendurhafi tekið þátt í hluta endurhæfingar. Hérer enn ítrekað að nauðsynlegt er aðaðstandendur fá þá hjáp, fræðslu ogjafnvel meðhöndlum ef með þarf.

Eftirfarandi þættir felast í fullri endur-hæfingu:

Læknisfræðilegt eftirlit ogmeðferð.Næringarráðgjöf.Sjúkraþjálfun.Fræðsla um sjúkdóma,heilsufar og viðhorf.Sálrænn stuðningur fyrirsjúkling.Sálrænn stuðningur fyriraðstandendur.

Um 60% hjartasjúklinga taka þátt íendurhæfingu á sjúkrahúsum, 24% eru íendurhæfingu hjá læknum, en aðeins um12% njóta stuðnings sveitarfélagsins viðendurhæfingu. Sveitarfélögin hafa ekkisett á stofn eða tekið þátt í endur-hæfingarstöðvum eða greitt götusjúklinga varðandi endurhæfingu og álítamargir að á sviði forvarnar og endur-hæfinga þurfi sveitarfélögin að hefjastórátak hið fyrsta.

Þá kemur einnig í ljós kynjamunurvarðandi þátttöku í endurhæfingu. Karlarsem þjást af hjarta- og æðasjúkdómumeru duglegri við endurhæfingu en konurog eru yfirleitt ánægðari með þjálfun. Þá

kemur einnig í ljós að yngri aldurshópar,60 ára og yngri eru óánægðari meðendurhæfingu en þeir eldri og fá síðurgóða fræðslu um möguleika á sviðiendurhæfingar.

Því betri og markvissari sem endurhæfinger eftir greiningu, aðgerð og meðferð ásjúkrahúsi hjá hjarta- og æðasjúklingumþeim mun meiri líkur eru á aðviðkomandi njóti betri heilsu, lifi lengurog auki lífsgæði sín.

Hér liggur því í augum uppi aðbæði heilbrigðisyfirvöld og sveitar-félög ásamt með félögum ogfélagasamtökum ættu að kapp-kosta að leggja upp sameiginlegaheildardagskrá og stefnumótunum forvarnar- og heilsuátak um alltland.

Raunhæft er að kjósa fulltrúa í hverjusveitarfélagi til að sjá um og annastframkvæmdir á hverjum stað og sam-ræma aðgerðir. Við Íslendingar þörfn-umst þess svo sannarlega og erum vel ístakk búnir til að takast á við slíktverkefni.(Sjá nánar: www.hjerteforeningen.dk.og hlekki)

ÞSG

VELFERÐ 5

Í haust verða liðin sextíu ár síðanHappdrætti SÍBS hóf starfsemi sína.

Árið 1949 var Vöruhappdrætti SÍBSstofnað en þá hafði undirbúningur staðiðí tæp tvö ár. Áður höfðu verið rekinhappdrætti samkvæmt sérstökum leyfumí hvert sinn en þessi nýju lög kváðu á umeinkaleyfi til reksturs vöruhappdrættis í10 ár. Með því komst á reglubundinnhappdrættisrekstur hjá SÍBS sem staðiðhefur óslitið síðan. Í upphafi var miðaðvið að söluverð hvers miða væri um þaðbil tímakaup Dagbrúnarverkamanns, enþað viðmið lækkaði síðan og stenst ekkilengur.

Byggt var upp þétt net umboðsmannaum allt land og þátttaka almennings varðmjög mikil. Árið 1982 voru seldir miðartæplega 66.000, en fljótlega upp úr þvíkomu fram á sjónarsviðið ýmsir aðrirhappdrættismöguleikar sem drógu úrmiðasölu, svo sem Lottóið og síðanspilakassar sem drógu til sín viðskipti.Sala happdrættismiða dróst jafnt og þéttsaman næstu tvo áratugi, en síðustu árhefur náðst að halda í horfinu eða þvísem næst. Happdrættið heitir núHappdrætti SÍBS og er leyfilegt að greiðaút vinninga í peningum, auk þess semhægt er að kaupa nýja miða hvenær semer ársins, en áður var nær eingöngu selt íjanúar

Á þessum 60 árum hafa margir öðlastnýja tilveru vegna vinninga í HappdrættiSÍBS og eru margar sögur af slíkum

vinningum, sem m.a. hafa verið raktar íSÍBS blaðinu, sem kemur út þrisvar á ári.Auk mjög veglegra peningavinninga hafabílar oft verið í vinninga, bæði stórir ogsmáir, sumarhús, hjólhýsi og fjöldamargtannað

Allur hagnaður af rekstri HappdrættisSÍBS fer til framkvæmda á Reykjalundiendurhæfingarstöðvar SÍBS eða til stuðn-ings því starfi sem unnið er á Múlalundi,vinnustofu SÍBS, þar sem öryrkjar hafaátt starfsvettvang í hálfa öld. Starfsemin á

þessum stöðum hefur borið hróður SÍBSog happdrættisins um landið og mjögmargir viðskiptavinir okkar eru meðmiðakaupum sínum að þakka fyrirþjónustu sem þeir eða fjölskyldur þeirrahafa notið af hálfu SÍBS.

Á haustdögum verður væntanlega eittog annað á döfinni í tilefni afmælisins.

PB.

Happdrætti SÍBS í sextíu ár

Meðal vinninga í Happdrætti SÍBS hefur verið sumarhúsið sem hér sést, en það var afhent áeignarlóð.

HeilbrigðiLykill lukkunnar

Orison Swett Marden

Heilbrigðin eflir gáfurnar, stefnir manni hærra,hreinsar allan sora og villuvefi úr hugsuninni,skerpir greindina, eykur orkuna og verkareggjandi og endurnýjandi á allar sellur ílíffærakerfi mannsins.

(J.J. snaraði á íslenzka tungu. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1917.)

ÞSG

Í auknum mæli hafa heilbrigðisyfirvöld,samtök hjartasjúklinga og áhugafólk umhreyfingu, heilsurækt og almenna líkams-rækt gefið fjölbreyttri endurhæfingumeiri gaum en nokkru sinni fyrr. Dagleghreyfing er manninum nauðsynleg, hanner hannaður með það fyrir augum aðhreyfa sig hvern dag en sitja ekki auðumhöndum.

Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa styrktHeilsugæslu Thrive Southampton ínágrenni London til að leggja upp meðátak fyrir endurhæfingu hjartasjúklingaog fá þá í lið me sér til að hreyfa sig aðminnsta kosti hálftíma á hverjum degi.

Löngum hefur því verið haldið fram aðendurhæfing og heilsurækt sjúklingaþurfi að byggjast á áhuga og löngun til aðhreyfa sig með gleði og í góðra vina hópi.Á þeirri hugsjón byggist tilraun sú í

Englandi sem áður er vísað til. Hjarta-sjúklingar voru hvattir til að vinna ígarðvinnu að minnsta kosti 30 mínútur áhverjum degi. Fjöldi Englendinga hafalitinn garðskika, lítil gróðurhús eðaplönturækt á svölum íbúða sinna. Meðhvatningu og örvun til að gefa ræktunmeiri gaum en áður, afla sér upplýsingaum vöxt og viðgang plantna, blóma ogtrjáa, umönun þeirra og hlynningu eykstáhugi og þar með gleði og eftirvæntingræktenda til muna.

Komið hefur í ljós að margir hjarta-sjúklingar sem höfðu ekki áhuga áhefðbundinni líkamsrækt gáfu hvatninguum garðrækt gaum og sáu nú margskonar tilgang með ræktun sinni. Í fyrstalagi varð hreyfingin markvissari ennokkru sinni. Í öðru lagi sáu þeir margskonar tilgang með ræktun og gulrætur,rófur og fjölbreyttar salat tegundir brögð-

uðust mun betur en áður. Viðhorf þeirratil ræktunar breyttist. Undirbúningurinnvarð skemmtilegri og áhugaverðari ogþeim þótti mun forvitnilegra að fylgjastmeð vexti og viðgangi plantna sinna frádegi til dags.

Íslendingar gætu lært af frændum sínumog vinum þó að sumarið hér á landi séstyttra en á Bretlandi. Við getum lengtsumarið til muna með því að leggja meirirækt við garðrækt og ræktun á hvers kynsnytjajurtum og getum líka komið okkurupp lítilli gróðurrækt á svölum okkar.Hreyfingin, ánægjan og eftirvæntinginskiptir miklu máli í endurhæfingu oglíðan okkar.

(Status, Hjart- och lungsjukas riksfor-bunds medlemstidning, tölublað 2,2009) ÞSG

Endurhæfing á Englandiog garðræktHjartasjúklingar gefa garðrækt meiri gaum en áður

Íslendingar hafa í síauknum

mæli lagt áherslu á garðrækt í görðum

sínum og jafnvel á svölum og í glugga-

kistum. Hægt er að rækta margvíslegar

og fjölbreyttar tegundir matjurta og

kryddjurta og auka þar með neyslu

grænnar fæðu og ávaxta sem fást nú í

aukum mæli í flestum verslunum

landsins. Reynslan sýnir einnig að þeir

sem hafa yndi og ánægju af ræktun og

umgengni við jurtir, grös og hvers kyns

grænmeti líður betur bæði andlega og

líkamlega, fá daglega hreyfingu og auka

hugarflug og ímyndunarafl til muna.

VELFERÐ 7

ReykjavíkAbout Fish Íslandi ehf.Aðalblikk ehf.Alþýðusamband ÍslandsAntikhúsið ehf.Arkinn ehf, ráðgjöf og hönnunArkitektastofan OG ehfArkitektastofan Úti og inni sf.Artis ehf.ASK Arkitektar ehf.Auglýsingastofan Dagsverk ehf.Auglýsingastofan ENNEMM ehf.Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Álnabær ehf.Áltak ehf.Árbæjarapótek ehf.Árni Reynisson ehf.Ársól í GrímsbæÁsbjörn Ólafsson ehf.Ásfell ehf.B. Ingvarsson ehf.B.K. flutningar ehf.B.S. smíði ehf.Bakkavör Group hf.Bakverk-Heildsala ehf.Balance ehfBananar ehfBarnalæknaþjónustan ehf.Básfell hf.Betri bílar ehf.Bifreiðastillingar NicolaiBifreiðaverkstæði H.P.Bílamálun Halldórs Þ. Nikulássonar sfBílasala Guðfinns - Frúin hlær í betri bílfrá Bílasölu GuðfinnsBílasmiðurinn hf.BílastöðinBílaverkstæði Jóns T. HarðarssonarBlaðamannafélag ÍslandsBooztbar/ÍsbarBortækni ehfBókaútgáfan Salka ehfBókhaldsstofan AlexBókhaldsþjónusta Arnar Ingólfssonar ehfBólsturverk sf.Bón-FúsBreiðholtskirkjaBrim hf.BSRBCongress Reykjavík, ráðstefnuþjónustaDalsmíði ehfDanica sjávarafurðir ehf.Dyrasímaþjónusta GestsE. Wang Tannlækningar ehf.Ecco á ÍslandiEfling stéttarfélagEfnalaugin Perlan ehf.Egill ÁsgrímssonEignamiðlunin ehf.Ellen Ingvadóttir lögg. dómtúlkur ogskjalþýðandiEndurskoðun Hjartar Pjeturssonar ehf.Endurskoðun Péturs Jónssonar ehf.ErluísErnst & Young

Eyrir Fjárfestingafélag ehf.Farmanna- og fiskimannasambandÍslandsFaxaflóahafnirFerð og sagaFerðaþjónusta bænda hf.Félag hrossabændaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag SkipstjórnarmannaFélagsbústaðir hf.Fínka málningarverktakar ehf.Fjölbrautaskólinn ÁrmúlaFjölhönnun ehf.Fjölur ehf.Fjölver ehf.Flísalagnir Afrims ehfForum LögmennFrumkönnun ehfFræðslumiðstöð ÖÍFröken Júlía ehfFylgifiskar ehf, sérverslun með sjávarfangG.Á. húsgögn ehf.G.B. Tjónaviðgerðir ehf.Gastec ehfGeiri ehf.Gilbert úrsmiður Laugavegi 62Gissur og Pálmi ehf.Gistihúsið ÍsafoldGjafakot - Eikin ehf.Gjögur hf.Glermenn ehf.Glófaxi ehf. blikksmiðjaGluggahreinsun Davíðs G. DiegoGnýr sf.Golfsamband ÍslandsGottfreð ÁrnasonGrand Rokk Grandakaffi ehf.Grásteinn ehf.Grensásvideo ehf.Gull & silfur hf.GullkistanGullsmiðurinn í MjóddGunnar Helgason hrl.H.P. vökvabúnaður ehf.Hafgæði sf.Hageyri ehf.Hagi ehf.Halli GullsmiðurHarka ehf.Harley Davidson Íslandi ehf.Haukur Þorsteinsson tannlæknirHár- snyrti- og nuddstofan MýronHárfinnur ehf.Hárgreiðslustofa HeiðuHárgreiðslustofa HrafnhildarHárgreiðslustofa Höllu MagnúsdótturHárgreiðslustofan EvitaHárgreiðslustofan Kultura GlæsibæHársnyrtistofa DóraHársnyrtistofan AidaHársnyrtistofan KlippótekHeilsubrunnurinn ehf.Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisinsHeimili og skóli - Landssamtök foreldra

Helgason og co. ehf.Henson hf.Hereford steikhúsHilmar D. Ólafsson ehf.HIS og Hlölli - Sími 892 5752Hitastýring hf.Hjálpræðisherinn á ÍslandiHlynur Jörundsson ehf.Hollt og Gott ehf.Hópferðaþjónusta ReykjavíkurHótel Leifur Eiríksson ehf.HreyfillHreysti ehf.HumarhúsiðHúsaklæðning ehf.Húsalagnir ehf.Höfðakaffi ehf.Iceland Seafood ehfIceland Travel ehf.Iðntré ehf.Ingileifur Jónsson ehfInnheimtustofnun sveitarfélagaINOX ehfIntrum á Íslandi ehf.Ímynd ehf.Íslandspóstur hf.- markaðs-ogkynningadeildÍslenskir fjallaleiðsögumenn ehf.Íþróttafélagið FylkirJ.S. Gunnarsson hf.Janusbúðin Emla ehf.Jens Guðjónsson hf.JGG ehfJón Ásbjörnsson hf. heildverslunJón Egilsson lögmannsstofaJón og ÓskarJón Sigmundsson Skartgripaverslun hf.Jónshús ehf. - byggingaverktakarKaffibarinn ehf.Kemis ehf.Kjöthöllin Skipholti 70 ehf.Klapparholt ehf.KOM AlmannatengslKr. St. lögmannsstofa ehfKramhúsiðKristján Þ. HaraldssonKvika ehf.Kvikk þjónustan ehfKvikmyndagerðin KvikLagnagæði ehf.Landsnet hfLandssamband slökkviliðs- ogsjúkraflutningamannaLandverndLeturprent hf.Lindin, kristið útvarp Fm:102,9Litsýn ehf.Lífstykkjabúðin ehf.Ljósmyndastofa Gunnars G. VigfússonarLjósmyndir RutarLoftstokkahreinsun ehfLyfjaver apótekLæknasetrið ehf.Lögmannsstofa Jóns G. Briem hrl.Lögmannsstofa Magnúsar Baldurssonar

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

VELFERÐ8

Á stefnumóti með þjóðinniHjartaheill voru stofnuð fyrir rúmlega 25 árum, nánar til tekið8. október 1983 og voru stofnfélagar 230. Nú eru félagsmennHjartaheilla 3600. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrirfræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð ográðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þáguhjartasjúklinga.

Á afmælisárinu var ákveðið að ráðast í stórt verkefni sem myndiskila sér til þjóðarinnar með miklum krafti. Á fundum meðsérfræðingum á hjartadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss komfram að til staðar voru tvö hjartaþræðingartæki með öllumbúnaði. Bæði voru tækin komin til ára sinna og það eldra meiraen 10 ára gamalt. Slíkur háþróaður tækjabúnaður úreldist fljóttog því brýn þörf orðin á endurnýjun auk þess sem það er mikiðöryggisatriði. Viðmiðið er að tækin verða orðin úreld við 7 áraaldur.

Á biðlistum eftir hjartaþræðingum og hjartaskurðaðgerðumvoru nær 300 manns og því augljóst hversu alvarlegt ástandmundi skapast ef annað þessara tækja yrði ónothæft.

Hjartaheill í samráði við sérfræðinga LSH taldi mjögnauðsynlegt að leggja áherslu á það og tryggja að hægt verði aðfjárfesta í þriðja hjartaþræðingatækinu. Á sama tíma yrði öllaðstaða hjartadeildarinnar stórbætt með aðkomu og annað semsnýr að sjúklingum við komu á deildina.

Það er staðreynd að á fjárlögum er yfirleitt of lítið fé ætlað tiltækjakaupa í íslenska heilbrigðiskerfinu. Einstaklingar ogsamtök þeirra hafa oft brugðist við því með margvíslegumstuðningi ekki síst með fjárframlögum til tækjakaupa og eiga þvíríkan þátt í því að íslenska heilbrigðiskerfið er jafn gott og raunber vitni. Að þessu sinni taldi því stjórn Hjartaheilla það þjóðráðað leggja fram krafta sína og styrk og efna til þjóðarátaks ogsafna fyrir þriðja hjartaþræðingatækinu ásamt fylgibúnaði áafmælisárinu.

Kostnaðaráætlun lá fyrir og ákveðið var að söfnun meðalþjóðarinnar færi fram rétt fyrir bankafallið. Þegar sú holskeflareið yfir þjóðina var ákveðið að fresta söfuninni fram yfir nýárið.Nýtt landslag blasti við okkur á nýju ári. Vegna gengismunarhafði allur kostnaður vegna tækjakaupa hækkað allt að því umhelming. Þrátt fyrir stöðuna var ákveðið að fara fram meðverkefnið og tryggja tækjakaupin og þannig bæta aðstöðuhjartadeildarinnar.

Ákveðið var að safna með ljósvakamiðli, þá þannig að útbúinnyrði skemmtidagskrá þar sem skemmtikraftar kæmu fram ogsamhliða yrði verkefnið kynnt með það í huga að fyrirtæki ogeinstaklingar kæmu með fjárframlög til styrktar tækja-kaupunum.

Fyrir valinu varð Stöð 2 og var samstarfið mjög gott allantímann og allur kostnaður sem myndaðist var án endurgjaldsgagnvart Stöð 2 og er það mjög þakkarvert. Samið var síðan viðSagafilm um skipulagningu og framkvæmd útsendingar álandssöfnun Hjartaheilla sem var haldinn í stúdío Sagafilm þann28. mars, s.l.

Áður en til söfnunarinnar kom hjá Stöð 2 hafði forsöfnun átt sérstað af hálfu Hjartaheilla og var þá búið að afhenda hjartadeildLSH 10 milljónir. Á Stöð 2 söfnuðust hátt í 40 milljónir semverður að teljast mjög góður árangur miðað við stöðu mála íþjóðfélaginu.

Edda Anrésdóttir, Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason.

Auddi og Sveppi væta kverkarnar.

Fjörið magnast.

VELFERÐ 9

Vinnubrögð bæði hjá Stöð 2 og Sagafilm voru framkvæmd afmikilli fagmennsku og góðu viðmóti.

Þema söfnunarinnar að ráði Sagafilm var rómantíkin og hjartað.Yfirbragð söfunarinnar var mjög áferðarfallegt. Ákveðið var aðtryggja það að fróðleikur um hjartasjúkdóma kæmist til skila ídagskránni og að almenningur yrði einhverju nær.

Áður en kom að sjálfum deginum þegar aðalsöfnunin fór framvoru seld merki á vegum Hjartaheilla og rekinn mikil áróður ífjölmiðlum, þ.e. bæði prentmiðlum og ljósvakamiðlum.

Forseti Íslands var verndari söfnunarinnar og mætti hann íopinni dagskrá á Stöð 2 á söfunardeginum.

Einlægar þakkir.Hjartaheill vill nota tækifærið og þakka fjölmörgumaðilum sem komu að verkefninu og er það æriðlangur listi og verður því ekki tekið út eitt nafn héren hugur og hjarta okkar sem stóðu í eldlínunni eruhjá ykkur.

Þannig var stefnumótið sem við áttum meðþjóðinni þessa kvöldstund þ.e. 28. mars velheppnað í alla staði og getum við með sanni sagt að yfirskrift kvöldsins átti vel við,

„ÖLL ÞJÓÐIN – EITT HJARTA“

Sveinn Guðmundssonverkefnisstjóri.Form. Hjartaheilla höfuðborgarsvæðis.

Málið er sett í hraðnefnd.

Þann 26. maí síðastliðinn var fyrsti opinberi fræðslufundurnýstofnaðrar kvennadeildar Hjartaheilla. Fundurinn varhaldinn í Síðumúla 6, í fræðslusal SÍBS.

Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á Landspítala Háskóla-sjúkrahúsi ræddi um áföll vegna sjúkdóma og alvarlegraveikinda sem fólk þarf að takast á við og vinna með, stundumum langan tíma áður en góðri heilsu er náð á ný.

Aðalbjörg Sigþórsdóttir greindi frá hjartasjúkdómi sínum ogreynslu sinni í glímunni við þann þau veikindi og hinn kunniútvarpsmaður, Þorgeir Ástvaldsson, sagði stuttlega frá reynslusinni bæði fyrir og eftir hjartaáfall. Félagsráðgjafi SÍBS, MargrétAlbertsdóttir, stýrði fundinum af mikilli röggsemi og var gerðurgóður rómur af þessum fyrsta fræðslufundi deildarinnar.

Fræðslufundur kvennadeildar

Líf í tuskunum - nokkrir af fundargestum

VELFERÐ10

Fyrir tvö þúsund árum skrifaði Cíceró, ræðismaður Rómverja,Um ellina. (Úr ritinu Um ellina Hið ísl. bókmenntafélag 1982.)

Þar lýsir hann því meðal annars hve gefandi honum þótti áefri árum að stunda fjölbreytta garðrækt og ýmiss konar land-búnaðarstörf sem veittu honum hæfilega örvun til hugar og

handar, en veittu einnig hvíld og ró hugans. En í riti sínu Umellina gefur hann mörgum þáttum gaum sem örva okkur bæðitil líkama og sálar. Reynsla kynslóðanna er góður lærdómurnútímakynslóðar.

Hæfing og endurhæfing fyrir2000 árumCíceró, ræðismaður Rómverja, lagði stund ágarðrækt á efri árum og átti unaðsstundir meðfélögum sínum og vinum í uppbyggilegum oggleðilegum samræðum.

Gleði og gefandi endurhæfing fyrir 2000 árum að sögn Cíceró

� Sólon lærði daglega eitthvað nýtt meðan aldurinn færðist yfir hann

� Sókrates lagði stund á hörpuslátt í ellinni

� Ég hef lagt stund á grískar bókmenntir á gamals aldri

� Iðkum hæfilega þjálfun, neytum ekki meiri matar né drykkjar en svo að kraftarnir haldist en dofni ekki. En ekki nægir að hlúa að líkamanum einum. Það er enn brýnna að hvessa sálargáfurnar. Þær dvína einnig með aldrinum eins og ljós á lampa ef honum er eldsneytis vant. Hugur og hönd þroskast við hæfilega þjálfun

� Lífshættir okkar fram á elliár valda því að við getum tekið virkan þátt í lífinu

� Hver sá sem elur aldur sinn við fjölbreyttar íþróttir og störf munhverfa að elliárum án þess að verða þeirra var

� Ljúfasta nautn mannsandans er að læra daglega eitthvað nýtt

� Sveitalíf er mér meiri lífsnautn en orð fá lýst. Enginn verður svo gamall að hann geti ekki haft yndi af landbúnaði af ýmsum toga

ÞSG

VELFERÐ 11

Lögmannsstofa Marteins Mássonar ehf.Lögmenn ÁrbæLögreglufélag ReykjavíkurMálarakompaníið ehfMálarameistarafélagiðMálarameistarar ehf.Málaramiðstöðin ehf.MD Vélar ehf.Merkismenn ehf.MiðbæjarhársnyrtistofanMinjaverndMirage slfMitt bakarí ehf.Mokka Kaffi - Skólavörðustíg 3 Móa - The Greenbalm - Face IcelandicMS Ármann Skipamiðlun ehf.Múli ehf.Múli réttingar og sprautun ehf.Mæðrastyrksnefnd ReykjavíkurMörk ehf. gróðrarstöðNeytendasamtökinNonnabitiNorræna félagið á ÍslandiNorth - Bygg ehf.Nói Síríus hf.ÓG Bygg ehf.Ólafur Þorsteinsson ehf.Ósal ehf.P.S. Rétting ehf.Parlogis hf.Páll Skúlason hdlPenna ehf.Perlan hf.Pétur Stefánsson ehfPjakkus Preladus ehf.Plastco hf.PrikiðPústþjónustan Ás ehfRafás - RafverktakiRaflagnateiknistofa Thomasar KaaberRafmagn ehf.Rafneisti ehfRafstilling ehf.Rafstjórn hf.Rafsvið sf.Rafvakinn sf.Rakarastofan sf.Rannsóknarstofan í Domus MedicaRannsóknarþjónustan Sýni hf.Reimaþjónustan - Reimar og Bönd ehf.Reki hf.Renniverkstæði ÆgisRikki Chan ehfRimaskóliRolf Johansen & co. ehf.Ræstivörur ehf.S.G. þjónustan hf.Samhjálp félagasamtökSeljakirkjaSjómannafélag ÍslandsSjóvélar ehfSjóvík ehfSjúkraþjálfun GrafarvogsSjúkraþjálfun styrkur ehf.Skartgripaverslun og vinnustofa Eyjólfs

Skolphreinsun ÁsgeirsSkóverslunin Bossanova hf.Skúlason & Jónsson ehf.Slökkvilið HöfuðborgarsvæðisinsSmith & Norland hf.Smurstöðin, Fosshálsi 1Snyrti- og nuddstofan ParadísSnyrti- og tískuvöruversluninSigurboginnSnæland Grímsson ehf. HópferðabílarSproti hf.Staðalhús sf.Stanislas Bohic garðhönnunStansverk ehf.Stálbyggingar ehf.StálhönnunStálver ehf.Stólpi ehf.Studio 4 - Nasa veitingarStudio HallgerðurStyrktarfélag lamaðra og fatlaðraSundsamband Íslands ÍþróttamiðstöðinSuzuki bílar hf.SvipmyndirSvissinn hjá SteinaSökkull ehf.Sölufélag garðyrkjumannaSönglist - Söng- og leiklistarskóliT. ARK teiknistofan ehfT.K. ehf.TalnakönnunTannlæknastofa Friðgerðar SamúelsdótturTannlæknastofa Ögmundar MánaÖgmundssonarTannlæknastofan Stigahlíð 44Tannlækningastofan Borgartúni 33Tannréttingar sf.Tannsmíðastofa Kristins SigmarssonarTannsmíðaverkstæðið hf.Teiknistofa Björns H. JóhannessonarTeiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur arkitektsTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðTímaritið Lifandi Vísindi - EG miðlun ehf.Tískuverslunin CosmoToppfiskur ehf.Tónskóli Sigursveins D. KristinssonarTrésmiðjan Jari ehf.Tryggingamiðlun Íslands ehf.Túnþökuþjónustan ehf.Tölvu-og tækniþjónustan hf.Ull og GjafavörurÚtfararstofa kirkjugarðannaÚtflutningsráð Íslands Trade Council ofIcelandÚtgerðarfélagið Frigg ehfVagnasmiðjanVarðan ehfVeiðikortið.isVeiðiþjónustan StrengirVerðlistinn v/LaugalækVerkfræðistofan LH-tækni ehf.Verkfræðistofan VIK ehf.Verkstólpi ehf.Vernd - Fangahjálp .Verslunartækni ehf.

Verslunin Fríða frænka ehf.Verslunin KissVerslunin OlympíaVerslunin Rangá sf.Verzlunarskóli Íslands v/bókasafnsVesturborg ehf.Við og Við sf.Viðskiptahúsið ehf.Víkingaslóðir - FerðaskrifstofanVíkur-ós ehf.VRwww.leit.isYL-Hús ehf.Yogastöðin HeilsubótYrki arkitektar sfÞ G Verktakar ehf.Þingvallaleið ehf.Þjónustuíbúðir og félagsmiðstöð Furugerði 1Þórtak ehf.Þverfell ehfÖgurvík hf.Öryggismiðstöð Íslands hf.

SeltjarnarnesBergá - Sandblástur ehf.Bæjarins bezta ehf.Hárgreiðslustofan Salon - NesHársnyrtistofan PermaLjósmyndastofa ErlingsLæknisfræðileg myndgreining ehfParketþjónusta - Falleg gólf ehf.Prentsmiðjan Nes ehf v.NesfréttaRafþingSeltjarnarneskirkjaSævar bíla og bátarafmagnVerkfræðistofan Önn ehf.Vökvatæki ehf.Zeus - heildverslun ehf

VogarCafé Blue - Blátt ehfHársnyrting HrannarsV.P. Vélaverkstæðið ehf.

KópavogurA P Varahlutir - Verslun ehf.Allianz hf.Arctico - Röramyndun-skolplagnaviðg.Arnardalur sf.Arnarverk ehfÁliðjan ehf.Ásborg sfBakkabros ehf. - TannsmíðaverkstæðiBílaklæðningar ehf.Bílalakk ehf.Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf.BílhúsiðBjarni RunólfssonBliki- Bílamálun og réttingar ehf.Blikksmiðjan Auðás hf.BSA Varahlutir ehf.Byggðaþjónustan, bókhald og ráðgjöfDebenhams SmáralindDK HugbúnaðurEignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

VELFERÐ12

,,Fjögur skref áfram, lyfta hnjám fjórumsinnum og fjögur skref aftur, einn, tveir,þrír, fjórir...” Þessi og önnur álíka fyrir-mæli heyrast gjarnan síðdegis í Íþrótta-húsi fatlaðra við Hátún í Reykjavík þegarsjúkraþjálfarar HL stöðvarinnar fá okkurtil að hreyfa okkur almennilega oghamast eftir kúnstarinnar reglum.

Kringum 350 manns sækja reglulegaþjálfun og uppbyggingu í HL stöðina semum þessar mundir fagnar 20 ára afmæli. Ídag starfa þar 14 sjúkraþjálfarar, þrírlæknar og ritari og eru öll í hlutastörfumog sinna þessum verkefnum sínumsíðdegis alla virka daga. Framkvæmda-stjóri er Sólrún H. Óskarsdóttir sem á aðbaki langan starfsferil í HL stöðinni.

Gott úthald,,Ég er búin að starfa hér í 18 ár, fyrst viðþjálfun og svo hefur hlaðist utan á starfiðog undanfarin ár hef ég líka gegnt stöðuframkvæmdastjóra,” segir Sólrún ogbætir við að starfsaldur flestra starfs-manna stöðvarinnar sé langur. ,,Rétt einsog úthald þeirra sem þjálfa hjá okkur,þeir eru til sem hafa verið hér frá upphafiog síðan fjölmargir sem koma ár eftir ár

og það eru stórir hópar sem hafa sótt sérþjálfun hingað í áraraðir.”

Tilgangur HL stöðvarinnar er að veitahjarta- og lungnasjúklingum endur-hæfingu í framhaldi af sjúkrahúsvist ogsíðan framhaldsendurhæfingu eðaviðhaldsþjálfun eins og hún er oftastnefnd. Einnig sinna starfsmenn stöðvar-innar viðamiklu ráðgjafar- og fræðslu-starfi um hjarta- og lungnasjúkdóma,lifnaðarhætti, mataræði, réttindi sjúk-linga og fleira.

Áður en HL stöðin tók til starfa voruúrræði fyrir hjarta- og lungnasjúklingaeftir fyrstu endurhæfingu ekki mörg. ,,Þávar dvöl á Reykjalundi aðal valkosturinnog flestir fóru þangað í nokkrar vikur ensíðan var ekki margt í boði. Því má segjaað nánast ekkert hafi tekið við. Enframsýnir menn og dugmiklir drifu þá íþví að stofna HL stöðina og fyrstu árinvar hún til húsa í Æfingastöð Styrktar-félags lamaðra og fatlaðra við Háaleitis-braut en flutti sig síðan um set hingað íHátúnið.”

HL stöðin hefur búið við gott atlæti hjá

Íþróttafélagi fatlaðra og húsið er vel nýttfrá morgni til kvölds af hinum ýmsuhópum og aðilum sem þangað vilja sækjastyrk og þol. Viðbótarbygging var nýveriðtekin í notkun og við það batnar aðstaðanmjög. Hægt er að hafa þrekhjólin ísérstökum sal, annar salur er fullur afæfingatækjum og í þeim þriðja fergrunnþjálfunin fram. Eftir sem áður eríþróttasalurinn síðan notaður stíft.

Sólrún segir að þjálfun eftir hjarta- eðalungnasjúkdóma hefjist á sjúkradeildumen grunnþjálfun taki síðan við tveimur tilátta vikum eftir hjartaáfall eða aðgerð oghún tekur að jafnaði 8 vikur. ,,Þessirhópar eru fámennir og á þeim tíma erfylgst með hjartslætti og púls á skjá, fylgstmeð súrefnismettun, blóðþrýstingurmældur í áreynslu og í lok tímans og viðfylgjumst einnig með þyngd. Læknir eralltaf í húsinu og þeir geta gripið inn í efeitthvað kemur upp á. Í þolprófunum,sem er mikilvægt öryggistæki í endur-hæfingunni, er skimað eftir ástandi hjartaog æðakerfis. Við höfum verið afskaplegalánsöm í endurhæfingunni enda ervandað til verksins.“

Þegar grunnþjálfun lýkur fara menn íþolpróf og staðan metin fyrir næsta skrefsem er framhaldsþjálfunin eða viðhalds-þjálfun.

HL stöðin fagnar afmæli

20ára

Þýðingarmikil þjónusta með góðu fólki

Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi.

Góð heilsubót- gott skap.

VELFERÐ 13

Grunnur að velferð,,Í viðhaldsþjálfun skipum við fólki íhópa eftir getu og við mælum blóð-þrýsting reglulega og fylgjumst áframmeð þyngd og menn fylgjast sjálfir meðpúlsinum. Viðhaldsþjálfunin hefureinkum þann tilgang að tefja framgangsjúkdómsins.”

Sólrún segir að í grunninn sé starfseminog þjálfunin með sama hætti og þegarstarfið hófst fyrir 20 árum. ,,Þetta er alltafsami gangurinn, við notum sama formiðog fyrir 20 árum og teljum að árangurinnsýni sig í því að fólk sækir hingað ár eftirár til að fá reglulega þjálfun sem dregurúr æðakölkun, bætir blóðflæði, lækkarblóðþrýsting og styrkir hjartavöðvann.Þetta þýðir að fólki eykst styrkur og þoren það er einmitt mikilvægur hlutiþjálfunarinnar að menn öðlist sjálfstraustog trú á því að það nái fyrri styrk og kraftitil að takast á við daglegt líf og starf.”

Undirritaður tekur undir þessi orð ogþótt reynsla hans af þjálfun í HL stöðinnisé ekki nema tæpt ár má hiklaust fullyrðaað reglubundin þjálfun undir aga

sjúkraþjálfaranna leggur grunn að líkam-legri og andlegri velferð.

Jóhannes Tómasson

Þökk fyrir veittan stuðningHjartaheill þakkar öllum velunnurum samtakanna og þeim sem

hafa styrkt þau í landssöfnuninni Öll þjóðin - Eitt hjarta. Á erfiðum tímum hafa margir lagt hönd á plóginn og styrkt

Hjartaheill með fjárframlögum, sjálfboðavinnu og með öðrum hætti.

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars þökkum við einnig þeim sem hafa styrkt Velferð, blað samtakanna, og gert okkur

kleift að koma fréttum og fræðslu á framfæri í áraraðir. Stjórn Hjartaheilla

Sólrún H. Óskarsdóttir og kátar konur.

VELFERÐ14

Einar Beinteins ehf. - Dúkalagnir- ogVeggfóðrunFagsmíði ehf.Fagtækni ehf.Farice hfFerðaþjónusta Þ.I.Þ. ehf.Félagsþjónusta KópavogsFiskbúðinFlugfélagið Ernir hf.G. Sigurður Jóhannesson ehf.Goddi ehf.Gólflist ehfGrasavinafélagið GunnarshólmaGróðrastöðin StorðGunnar Örn ehf.Hárgreiðslustofan Delila og Samson sf.Hefilverk ehf.Hellur og garðar ehf.Hilmar Bjarnason ehf., rafverktakiHjölurÍsform sf.Íslandsspil sf.Íslenskt marfang ehf.Ísnes ehfKjörbær ehf.Kríunes ehf.Körfuberg ehf.Mannvirkjameistarinn ehf.Marás vélar ehf.ModelskartgripirN1 hf.Norm-X ehf.Nýblóm ehf.Pétursbúð - Ránargötu 15 ehfPrjónastofan Anna sf.Púst ehf.Rafbreidd ehf.Rafmiðlun ehf.Rafport ehf.Retís ehf.Réttir bílar ehfSamval hf.Seafood Union ehf.Sendibílar Kópavogs ehf.Skerping sf.SláttuvélamarkaðurinnSMÁRALINDSmári söluturnSmurstöðin Stórahjalla ehf.SnælandsskóliSteinbock-þjónustan hf.Steinfag ehf.Stimpill ehf.Stjörnublikk hf.Suðurverk hf.Sveinn Ívarsson ehf.Söguferðir ehfTannlæknastofan SmárinnTannlækningastofa Þóris GíslasonarTeiknistofa Guðrúnar BenediktsdótturTengi ehf.Tækniþjónusta Ragnars G.GUmboðssalan Art ehf.Varmi ehf.Vatnsvirkjar ehf.

Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar sf.Verkfæralagerinn ehf.Vestmann ehf. - FjöltæknilausnirVélaleiga AubertsVSI Öryggishönnun og ráðgjöf ehf.Ýmus hf. heildverslunÞokki ehf.Ökukennsla Sigurðar Þorsteinssonar

GarðabærÁsgarður - Íþróttamiðstöðvarnar GarðabæB.B. skilti ehf. - Sími 554 2375Bókasafn GarðabæjarElektra ehf.Endurskoðun og ráðgjöf ehfGarðabærGP. Arkitekter ehf.GPJ ráðgjöf ehf.Hagráð hf.Hannes Arnórsson ehf.Haraldur Böðvarsson & Co. ehf.Hársnyrtistofa Þórunnar IngólfsdótturKrókur bílastöð ehfMagnús Stefánsson ehf.Nýbarði HjólbarðaverkstæðiRaftækniþjónusta Trausta ehf.S.R. Holdings ehf.Samhentir-Kassagerð ehf.Smurstöð GarðabæjarTimburhús hf.TM Mosfell ehfTölvuþjónusta SveinsVefur ehf.Vistor hf.Würth á Íslandi ehf.Öryggisgirðingar ehf.

HafnarfjörðurAlexander Ólafsson ehf.Ásklif ehf.Barkasuða Guðmundar ehf.BátarafBI skór ehfBílaverkstæði HögnaBlátún ehf.Bókasafn v/FlensborgarskólaByggingafélagið Sandfell ehf.DS lausnir ehfDúkþak ehfEiríkur og Einar Valur ehf.Fagfólk ehf. - HársnyrtistofaFerskfiskur ehf.Ferskvinnslan ehf.Fínpússning ehf.Fjarðarbakarí ehf.Fjarðargrjót ehf.Fjarðarkaup ehf.Fjarðarskór ehf.H. Jacobsen ehf.Hafdal hf.Hagstál ehf.Hársnyrtistofan BjörtHársnyrtistofan PyranaHeiðar Jónsson, járnsmíðiHeildverslunin Donna ehf.

Héðinn Schindler lyftur hf.Hlaðbær Colas hf.Hvalur hf.Ísfell ehf.Ís-rör ehf.Íssegl hf.Jeppahlutir 4X4 ehf.K. Unnur ehfKlettur, verktakarKrossborg ehf.MerkjalistNonni GullPON Pétur O. Nikulásson ehf.Rafal ehf.Rafgeymasalan ehf.Reebok Ísland ehfRótor ehf.RST net ehf.Rúnir Verktakar ehf.Sjúkraþjálfarinn hf.Skerpa - renniverkstæðiSmári ehf.Snorraberg ehf.Stíflu- og lagnaþjónustan ehf.Stýring ehf.Svavar Símonarson v/Kristbjörg RE-95Sviðsmyndir ehf.Tannlækningastofa Harðar V.Sigmarssonar sf.Verkalýðsfélagið HlífVerkþjónusta Kristjáns ehf.Viking björgunarbúnaðurVíðir og Alda ehf.VSB verkfræðistofaVörubílastöð Hafnarfjarðar ehf.Vörumerking hf.Þemasnyrting ehfÞóra Lilja Sigurðardóttir

ÁlftanesDermis ehf.Erlendur Björnsson ehfHBG Þjónusta ehf.Verslunarfélagið Emerald ehf.

KeflavíkB & B Guesthouse ehf.Bókasafn ReykjanesbæjarDMM Lausnir ehfFagtré ehf.Fjölbrautaskóli SuðurnesjaFlughótel Icelandair hotelsFlutningaþjónusta Gunnars ehf.Geimsteinn ehf.Grágás ehf.Grímsnes ehf.Happi ehfHótel Keflavík ehf.K - sport ehf.Ljósmyndastofan NýmyndMálverk sf.Nes Raf ehf.Nesbyggð ehfPylsuvagninn TjarnargötuReiknistofa fiskmarkaða hf.

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

VELFERÐ 15

Fyrir rúmlega fimm árum, á 20 ára afmæli Hjartaheilla, tókstgóð og áralöng samvinna og samstarf með fulltrúum ogeigendum Sjörnunnar ehf sem rekur SUBWAY® á Íslandi ogfulltrúa samtakanna. Ákveðið var að andvirði á sölu svokallaðraheilsubáta sem innihalda minna en 6 gr. af fitu og andvirði ásölu Topps-drykkja skyldi renna til Hjartaheilla. Var miðað viðAlþjóðlega Hjartadaginn sem haldinn er ár hvert síðastasunnudag í septembermánuði.

Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Subway, afhentisamtökum Hjartaheilla fyrir skömmu eina milljón krónur ístyrk, en Anney Birta Jóhannesdóttir, sem átti 7 ára afmæli umþessara mundir sést hér taka á móti styrknum.

Í samtali við Gunnar Skúla kom í ljós að Íslendingum líkar velmatur og þjónusta sem starfsfólk Subway hefur boðið upp áundanfarin ár. Fyrsti Subway-veitingastaðurinn var settur álaggirnar í Faxafeni árið 1994 og hefur þeim fjölgað jafnt ogþétt. Segir hann ennfremur að talsverð aukning hafi orðið í söluá heilsubátunum þar sem lögð er áhersla á mjög skertfituinnihald, innan við 6 grömm, eins og áður sagði og forðasteru feitir ostar og sósur með mikilli fitu, en fjölbreytt grænmetisé hins vegar hlutfallslega mikið. Gunnar segir ánægjulegt hvaðungt fólk sæki Subway-veitingastaðina vel sem eru nú 18 talsinsí Reykjavík og víða um landið en sá síðasti var tekinn í notkuná Egilsstöðum. Þá má einnig geta þess að á heimasíðu Subwaybirtist reglulega merki samtaka Hjartaheilla.

Framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, segir aðsamstarf samtakanna við fulltrúa Subway hafi verið heilladrjúgtþessi ár og vill hann þakka þeim fyrir samstarfið í rúmlega 5 ár.Hafi styrkirnir ætíð komið samtökunum vel, en ekki síst nú, áerfiðum tímum efnahags á Íslandi sé gott og uppörvandi að veraí samstarfi við aðila sem skilja starf og markmið samtaka eins ogHjartaheilla.

Texti: Þórir S. GuðbergssonLjósmyndari: Árni Rúnarsson

Fulltrúar Subway afhendaHjartaheill styrk

Gunnar Skúli Guðjónsson afhendir gjöf frá Subway og mæðgurnarAnney Birta Jóhannesdóttir og starfsmaður Hjartaheilla, GuðrúnBergmann Fanzdóttir, formaður Neistans, Félags hjartveikra barna..

Afmælisbarnið Anney Birta og framkvæmdarstjóri Subway áÍslandi á góðri stundu.

VELFERÐ16

Eggaldin- og TómatsúpaVelferð mælir með þessari góðu og auðveldu súpu.Bara að taka fram pottinn og byrja!

Tvö til þrjú stk. eggaldin1 laukur (saxaður)2 hvítlauksrif (marin eða söxuð)450 gr. tómatar (afhýddir og saxaðir. Má nota niðursoðna úr dós) 1 msk. tómatkraftur6 dl. grænmetissoð (grænmetisteningur uppleystur í heitu vatni dugir vel)2 msk. rjómiMatarolíaSalt

MeðhöndlunFlysjið eggaldinin, skerið í teninga og stráið salti yfir . Látið bíða í hálftíma, skolið og þerrið. Léttsteikið eggaldinin, lauk og hvítlauk í olíunni.Bætið við tómötunum, tómatkrafti og grænmetissoði og sjóðið við vægan hita í 20 mín. Bætið rjóma út í í lokin og eins má strá basilikum út á. Saltið eftir smekk.Borða má súpuna eins og hún er eða mauka hana og sigta, en þá er rjómanum bætt í á eftir.Stuðst við www.eldhus.is en aðlagað eigin reynslu.PB.

Einföld og góð fiskisúpaÞað þarf ekki að vera flókið að útbúa góða fiskisúpu, ef hráefnið er gott verður útkoman góð. Mikilvægt er að bragða á súpunni og þora að prófa sig áfram og þróa sína eigin uppskrift.

Einfalt dæmi.2-3 lítrar af vatni sett í pott og súputeningar út í. Látið sjóða smá stund. Gott er að blanda saman fiskikraft og grænmetiskraft.1 stór laukur og 3 meðalstórar gulrætur brytjað og steikt á pönnu í ca. 2 msk af olíu. Kryddað með karrý, estragon og fiskikryddi. Ca 200 gr af rjómaosti settur út í og hann bræddur við vægan hita. Þegar soðið hefur samlagast vel er ostablöndunni bætt úr í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 10- 15 mín. Gott er blanda ca 1 dl af hvítvíni eða mysu við soðið.

Fiskur ; t.d. 300 gr af ýsu eða þorski, skorið í hæfilega bita og sett í pottinn. Hitið í 2-3 mínutur og þá er súpan tilbúin.Hægt er að nota hvað fisk sem er í súpuna og magnið fer eftir því hve matarmikil súpan á að vera.

Hollt og gott

Gúllassúpa500 g nautagúllas2 laukar2 hvítlauksgeirar1 lítil dós tómatpúre

1 l vatn Nautakraftur1 msk paprikkuduft1 tsk kúmen2 lárviðarlauf600 gr kartöflur4 grænar paprikkur4 stórir tómatarSaltPipar

Kjötið er brúnað í olíu. Laukur og hvítlaukur saxað gróft og brúnað, tómatpúrre sett út í og öllu hellt í pott og vatni og kryddi bætt út í og látið sjóða.Kartöflur afhýddar og skornar smátt og settar út í súpuna og látið sjóða við vægan hita í 1 _ tíma. Paprikan skorin niður,kjarninn fjarlægður og settur í pottinn og hýðið af tómötunum fjarlægt og þeir skornir smátt áður en þeim er bætt við.

VELFERÐ18

Í tímans rás hafa félög hjartasjúklinga verið stofnuð víða umland.

Félögin hafa starfað í mismunandi langan tíma en eru ölltengd við Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. Bent skalsérstaklega á að allir geta orðið meðlimir í einstökum félögumbæði sjúklingar, áhugafólk og velunnarar samtakanna sem viljastyrkja gott málefni, styðja við bakið á þeim sem þurfa hjálp ogstuðning og vilja jafnframt fræðast um hjarta- og æðasjúkdómaog fylgjast með tækni, framförum, meðferð og lækningu ásjúkdómunum og tengdum sjúkdómum.

Margir hafa lagt drjúga hönd á plóginn á undanförnumárum og er þeim sérstakalega þakkað þeirra góða og mikilvægastarf. Jafnframt hvetjum við um leið alla þá sem vilja fræðastmeira að hafa samband við formenn félaganna eða aðalskrifstofuHjartaheilla og heyra meira um félögin.

Félög Hjartaheilla:

Neistinn - styrktarfélag hjartveikra barna:Formaður: Guðrún Bergmann Franzdóttir

Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu:Formaður: Sveinn Guðmundsson

Hjartaheill á Vesturlandi:Formaður: Sigurður Helgason

Félag hjartasjúklinga á Vestfjörðum:Formaður: Jóhann Kárason

Félag hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra:Formaður: Mikael Þór Björnsson

Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu:Formaður: Gísli J. Júlíusson

Félag hjartasjúklinga í Þingeyjarsýslum:Formaður: Sigurður Aðalgeirsson

Félag hjartasjúklinga á Austurlandi:Formaður: Aðalsteinn Valdimarsson

Félag hjartasjúklinga á Suðurlandi:Formaður: Bjarni Hörður Ansnes

Hjartaheill Vestmannaeyjum:Formaður: Hjörtur Hermannsson

Félag hjartasjúklinga á Suðurnesjum:Formaður: Ólöf Sveinsdóttir

Formaður Hjartaheilla, landssamataka hjartasjúklinga:Guðmundur Bjarnason

Félög hjartasjúklinga á landinuAllir geta gerst félagar

Hamingjusamastaþjóð í heimi

Einu sinni var yndisleg þjóðmeðal þjóðasem alsæl hamingju sinnarnotið fékkenda borguð meðóvissum happdrættisgróðainnfærðum rausnarlegaá gúmmítékk.

Þjóðin var um það grunlausað gjalddaginn yrðisvo glórulaus fortíðarvandiog havaríað ef til vill væri líf hennarvarla þess virði að vera að halda áframað lifa því.

Kristján J. Gunnarsson. Gráglettnar stundir 1993.

VELFERÐ 19

GoRed á Íslandi fékk í vikunni afhentstyrktarfé sem safnaðist í tengslum viðGoRed daginn á Íslandi sem haldinn vará konudaginn 22. febrúar s.l. í RáðhúsiReykjavíkur. Fulltrúar Skeljungs, Blóma-vals, Lyfja og heilsu og Elizabeth Ardenafhentu framlag sitt fulltrúa stjórnarGoRed á Íslandi og var myndin tekin viðþað tækifæri.

GoRed átakið var styrkt af Skeljungi,Blómavali og Elizabeth Arden snyrtivöru-fyrirtækinu sem jafnframt er styrktaraðiliátaksins á heimsvísu. Á myndinni má sjáGuðrúnu M. Örnólfsdóttur markaðs-stjóra hjá Skeljungi, Hrönn Ingólfsdótturframkvæmdastjóra markaðssviðs Skel-jungs, Bylgju Valtýsdóttur upplýsinga-fulltrúa Hjartaverndar fyrir hönd stjórnarGoRed, Elísabetu Jónsdóttur markaðs-og skrifstofustjóra Forval sem er um-boðsaðili Elizabeth Arden, Sigríði ÞóruMagnúsdóttur fulltrúa Lyfja og heilsu ogKristin Einarsson framkvæmdastjóraverslunarsviðs Blómavals. Á myndinavantar fulltrúa Hagkaups.

Á konudaginn rann allur ágóði afblómasölu Skeljungs til GoRed átaksins

og Blómaval seldi sérstaka blómvendi íbúðum, einnig til styrktar átakinu. Allssafnaði Skeljungur 175.755 krónum ogBlómaval 150.000 þúsund krónum.Hagkaup og Lyf og heilsa í samstarfi viðElizabeth Arden létu 500 krónur renna tilGoRed af hverri seldri tösku með 8hrlínunni frá Eliszabeth Arden.

Á næsta ári verður GoRed dagurinn afturhaldinn á konudaginn og verður dagur-inn tileinkaður hjarta- og æðasjúk-dómum meðal kvenna. Stefnt er að því aðkoma á laggirnar sérstökum rannsóknar-sjóði GoRed á Íslandi. Hlutverk sjóðsinsverður að efla rannsóknir á hjarta- ogæðasjúkdómum og fræðslu og for-vörnum meðal kvenna um hjarta- ogæðasjúkdóma. Formleg stofnun sjóðsinsverður á GoRed daginn 2010, konu-daginn, og er það vel við hæfi.

GoRed mun einnig kappkosta að sækjalandsbyggðina heim með opnumfræðslufundum á næsta ári. Fulltrúarstjórnar GoRed hafa nú þegar veittfélaga- og líknarsamtökum fræðslu til aðefla vitundarvakningu kvenna á hjarta-og æðasjúkdómum.

Eins ber að geta að í kjölfar GoReddagsins verður stofnuð sérstökkvennadeild innan Hjartaheilla, lands-samtaka hjartasjúklinga. Stofnfundurverður 5. maí n.k. í húsnæði SÍBS oghvetur stjórn GoRed á Íslandi allarkonur sem kynnst hafa sjúkdómnumað eigin raun eða sem aðstandendur aðgerast stofnaðilar.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastadánarorsök kvenna á Íslandi líkt ogannarsstaðar í heiminum. GoRed átakiðmiðar að því að fræða konur umáhættuþætti og einkenni hjarta- ogæðasjúkdóma og hvernig draga má úrlíkum á sjúkdómunum. GoRed átakið eralheimsátak á vegum World HeartFederation. Verndari átaksins hér á landier Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heil-brigðisráðherra.

Allar nánari upplýsingar veitirBylgja Valtýsdóttir upplýsingafulltrúiHjartaverndar. S 898 9632www.gored.is

RANNSÓKNARSTÖÐ HJARTAVERNDAR fréttatilkynning

GoRed fyrir konur á Íslandi –forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma

VELFERÐ20

Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, sóttifyrir skömmu ráðstefnu í Bandaríkjunumþar sem meðal annars komu fram nýjustuupplýsingar um rannsóknir á svokallaðripolypill eða fjölvirknilyfi til varnar hjarta-og æðasjúkdómum. Við báðum Axel umað endursegja í stuttu máli það sem framkom á þinginu og sagt er m.a. frá ítímaritinu New Scientist.

Nýlega voru birtar á þingi bandarískuhjartalæknasamtakanna (American Collegeof Cardiology) fyrstu niðurstöður rann-sókna á pillu/hylki sem sameinar margartegundir lyfja sem notuð eru gegn hjarta-og æðasjúkdómum. Það var indverskiprófessorinn Salim Yusuf sem nú starfarvið McMaster háskólann í Hamilton íOntario-fylki í Kanada sem kynntiniðurstöðurnar. Rannsóknin var unnin ísamstarfi við lækna á St John’s MedicalCollege í Bangalore á Indlandi.

Fjölvirknilyfið, sem á ensku hefur verið

nefnt „polypill“, er talið geta verið ódýrleið til að fækka dauðsföllum af völdumhjartasjúkdóma og heilablóðfalla. Taliðer líklegt að mánaðarskammtur muniekki kosta meira en einn bandaríkjadal.Lyfið samanstendur af blóðþynnandiaspiríni (magnyl), statini (blóðfitulækk-andi), beta blokka (lækkar hjartsláttar-hraða), ACE-hemli (blóðþrýstingslækk-andi) og tíazíði (blóðþrýstingslækkandi).Öll þessi lyf eru talin geta gegntlykilhlutverki í baráttunni við hjarta-ogæðasjúkdóma og dauðsföll og örorku afþeirra völdum.

Fyrstu rannsóknirnar á áhrifum „poly-pillunnar” voru framkvæmdar nýlega áIndlandi. Í rannsókninni tóku þátt rúmlega2.000 einstaklingar sem ekki höfðu þekktanhjarta- og æðasjúkdóm en höfðu einnáhættuþátt svo sem háþrýsting eðahækkaðar blóðfitur. Niðurstöðurnar þykjalofa góðu og benda til þess að pillan hafifáar aukaverkanir og framkalli marktæka

lækkun á blóðþrýstingi og blóðfitum.Þessi áhrif eru talin geta dregið verulegaúr tíðni dauðsfalla af völdum hjarta – ogæðasjúkdóma hjá einstaklingum íáhættuhóp. Fyrirhugaðar eru mun um-fangsmeiri rannsóknir til að meta áhrif„polypillunar” á horfur og dánartíðni.

Simon Thorn við Imperial College íLondon telur ekki ólíklegt að í þróunar-löndum verði pillunni dreift „nánastblint“ til allra sem eru eldri en 55 ára.Hins vegar er talið að í löndum þar semfólk hefur betri aðgang að læknum oglyfjum sé ólíklegra að slíkri fjöldameðferðverði beitt, heldur verði lyfjameðferðklæðskerasniðin að hverjum og einumeins og tíðkast hefur hingað til.

(Sjá ennfremur:http://www.newscientist.com/article/mg20026762.900-multidrug-polypill-finally-to-tackle-heart-problems.html?DCMP=ILC-hmts&nsref=news9_head_mg20026762.900 oghttp://www.medicalnewstoday.com/articles/144796.php)

Nýtt lyf - Fjölþætt virkni ááhættuþættiRannsóknir hófust nýlega á lyfi sem talið er að geti orðið hlutfallslega ódýr leið til að fækkadauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma og heilablóðfalla. Á sama tíma er þó lögð rík áherslaá að aldrei megi gleyma breyttum og bættum lífsstíl, þ.e. hollu og heilbrigðu mataræði,hreyfingu og líkamsrækt í baráttu við sjúkdóma sem oft eru tengdir lífsháttum og lífsstíl fólks.

Veistu aðþrátt fyrir lækkun ádánartíðni vegna hjarta-og æðasjúkdóma, meðforvörnum og breyttumlífsstíl ásamt miklumframförum í læknismeðferð, eru þeir enn lang algengasta dánarorsök á Íslandi og í Evrópu.

Allt að 700 manns deyja ár hvert áÍslandi af völdum hjarta og æða-sjúkdóma eða tæplega 40% þeirra semlátast á hverju ári.

Aðalfundur Hjartaheillaí september

Aðalfundur Hjartaheilla verður haldinn íhaust, laugardaginn, 26. september, í hringsalLandspítala háskólasjúkrahúss.

Fundurinn hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 15.00.Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Að þeimloknum verður farið með þátttakendurfundarins í þræðingastofur sjúkrahússins ogþær kynntar fyrir gestum.

Stjórn Hjartaheilla

VELFERÐ 21

Samband sveitarfélaga á SuðurnesjumSkipting ehf.Smurstöð og hjólbarðaþjónusta Björns ogÞórðarSoho VeisluþjónustaT.S.A. ehf.Tannlæknastofa Einars Magnússonar ehfTréborg sf.Tæknivík ehf.Varmamót ehf.Verkfræðistofa Suðurnesja ehf.Verslunarmannafélag SuðurnesjaVélaleiga AÞVísir félag skipstjórnarmanna áSuðurnesjum

KeflavíkurflugvöllurFlugþjónustan, KeflavíkurflugvelliMiðnesheiði ehf.Suðurflug ehf. Bygging 9

GrindavíkE.P. verk ehf.EVH Verktakar ehf.Flutningaþjónusta Sigga ehf.Gunnar E. VilbergssonH.H. RafverktakarHafsteinn SæmundssonMartak ehf.Stakkavík ehf.Söluturninn VíkurbrautTorfhóll ehf.Vísir hf.

SandgerðiHópferðir SævarsKrass ehf.Púlsinn námskeið - www.pulsinn.isSandgerðisbær

GarðurBifreiðaverkstæði SigurðarGuðmundssonarDvalarheimili aldraðra SuðurnesjumGarðvangurFiskverkunin Háteigur

NjarðvíkFitjavík ehfFélag eldri borgara á SuðurnesjumPrentsmiðjan Stapaprent

MosfellsbærAfltak ehfÁlafoss - verksmiðjusala ehf.Bílaverkstæði Sigurbjörns ÁrnasonarBrunnlok ehfDalur hf.Garðplöntustöðin GróandiGylfi Guðjónsson, ökukennariHestaleiganHusky ehf.Ísfugl ehf.KjósarhreppurMálningarþjónusta Jónasar ehf.

MosfellsbærNýja bílasmiðjan hfRétt - Val ehf.Sögumiðlunin ehfVélsmiðjan Orri ehf.Vélsmiðjan Sveinn

AkranesAkraneskaupstaðurBifreiðastöð Þ.Þ.Þ. ehf.Bókasafn AkranessGrastec ehf.GT tækni ehfHópferðabifreiðar Reynis.Jóhanns ehf.Ingjaldur Bogason tannlæknir ehf.Markstofa ehf.P.K. lagnir ehf.Rafnes sf.Runólfur Hallfreðsson ehf.Straumnes ehf., rafverktakarVerslunin Bjarg ehf.Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar ehf.Vignir G. Jónsson ehf.

BorgarnesBorgarverk ehf.Bókhalds og tölvuþjónustanDýralæknaþjónusta Vesturlands ehf.Eyja- og MiklaholtshreppurJGR umboðs- og heildverslun ehf.Kristý sf.Landbúnaðarháskóli ÍslandsLandnámssetur ÍslandsLangholt ehf. - BaulanLaugaland hf.Matstofan ehf.Samtök sveitarfélaga á VesturlandiSkorradalshreppurSóló hárgreiðslustofaUMÍS Umhverfisráðgjöf Ísl. ehfVatnsverk Guðjón og Árni ehf.Vegamót - ÞjónstumiðstöðinVelverk ehfVélabærÞ.G. BenjamínssonÞjónustumiðstöðin Húsafelli ehf.

BorgarfjarðarsveitFerðaþjónusta bænda

StykkishólmurFimm fiskar ehf.Gunnar HinrikssonHeimahornið ehf.Helluskeifur ehf. - Stykkishólmi Hótel BreiðafjörðurKolli hf.Narfeyri ehf.Rannsóknarnefnd sjóslysaSæfell ehfVaktþjónustan Vökustaur ehf.

GrundarfjörðurÁningin KvernáBerg vélsmiðja ehf.

Eyrbyggja - SögumiðstöðGG-Lagnir ehf.Hamrabúið ehf.Hrannarbúðin sf.Krákan ehf.

ÓlafsvíkBrauðgerð Ólafsvíkur hf.Fiskmarkaður Íslands hf.Gjálfur ehfSteinunn hf.Tómas Sigurðsson ehf.Tölvuverk ehf.Undir jökli ehf.

HellissandurBreiðavík ehf.Hótel HellissandurHraðfrystihús Hellissands hf.K.G. Fiskverkun ehfNónvarða ehfSjávariðjan Rifi hf.Skarðsvík hf.

ReykhólahreppurSteinver sf.

ÍsafjörðurBirkir hf.Félag opinberra starfsmanna áVestfjörðumFræðslumiðstöð VestfjarðaHamraborg ehf.Kjölur ehf.KNH ehf.Stál og Hnífur ehf.Tréver sfVélsmiðja Ísafjarðar hf.Þröstur Marsellíusson ehf.

BolungarvíkFiskmarkaður Bolungarv.og Suðureyrar ehf.Héraðssjóður VestfjarðaprófastsdæmisVerkalýðs- og sjómannafélagBolungarvíkurVélvirkinn sf.

SuðureyriKlofningur ehf.

PatreksfjörðurVeitingastofan ÞorpiðEinherji ehf.FlakkarinnMinjasafn Egils ÓlafssonarNanna ehf.Smáalind ehfVerslunin Albína

TálknafjörðurBókasafn TálknafjarðarBókhaldsstofan TálknafirðiGistiheimilið Bjarmalandi ehf.Þórsberg ehf.

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

VELFERÐ22

Leitað er eftir þátttakendum í klínískarannsókn á nýju rannsóknarlyfi.

Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkunmismunandi skammta rannsóknarlyfsins við meðhöndlun áþrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt,markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl Andersen, sér-fræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin ferfram á Rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. – Encode,Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.

Hverjir geta tekið þátt?

• Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan há-þrýsting. Konur verða að vera komnar yfir tíðahvörf eða hafaundirgengist ófrjósemisaðgerð.

• Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingisem eru þrátt fyrir það með of háan blóðþrýsting.Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf notuð,en eitt lyfjanna skal þó vera þvagræsilyf.

Hvað felur rannsóknin í sér?Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu. Heimsóknirnar

taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar,bæði á rannsóknarsetri og með notkun blóðþrýstingsvaktarayfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum.Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkunrannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægtað tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöðurrannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð sjúkdómsins.Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verðurþátttakendum að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingarEf þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu sambandvið hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911.

Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa áengan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni.Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninnihvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðunsinni.

Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiða-nefndar og Persónuverndar.

Ert þú með þrálátan háþrýsting?

VELFERÐ 23

Fáein dæmi um áhugamál, endurhæfingu og klúbbstarfsemi

Möguleikar á skemmtilegum áhugamálum

”Þegar skapandi hugsun deyr er það eins og við hættum að lifa."Benjamín Franklín

� Handavinna Smíðar Bókband� Myndlist Tónlist Tungumál� Leirkerasmíði Leðurvinna Kórsöngur� Ljóðlist Ritlist Upplestur� Dans Leikfimi Sund� Golf/pútt Boccia Tennis� Ganga Skíði Skokk� Leiklist Samsöngur Ferðasögur� Endurminningar Nýsköpun Hugmyndastarf� Tölvutækni Vefsíður Google/bankar� Hestar Bílar Bátar

ÞSG

Talið er að nálægt 1.2 milljarður manna íheiminum sé of feitur og eru of feitir nú ífyrsta skipti jafnmargir og vannærðir umvíða veröld.

Meðalþyngd fólks í fátækum löndum ogV-Evrópu hefur aukist til muna og er einskýringin auknir búferlaflutningar fólksúr sveitum til kyrrsetulífs stórborganna.Í Bretlandi er um helmingur fullorðinnaof feitur, en tíðni offitu hefur tvöfaldast áliðnum áratug.

Suður-Ameríka fylgir hratt í kjölfarið. ÍBrasilíu er 31% íbúanna of feitur og 43%

í Kólumbíu þótt milljónir manna í báðumlöndum búi við gríðarlega fátækt.

Kínverjar hafa lengi státað sig af mjólkur-snauðu heilsufæði og mikilli grænmetis-neyslu. Rannsóknir sýna að á síðustuáratugum hafa Kínverjar fitnað til muna.Má nefna sem dæmi að þar í landi jóksthlutfall of feitra úr 9% í 15% á nokkrumárum um og eftir árið 1980.

Offita er áhættuþáttur margra sjúkdómaeins og flestir þekkja. Það er reynsla allraþeirra sem grennst hafa að líðan þeirra,líkamleg og andleg, breytist til hins betra.

Þeir sem hreyfa sig reglulega og markvisst20-40 mínútur á dag 4-5 daga vikunnarstuðla að betri líðan, reglulegri svefni,jafnvægi í blóðþrýstingi, góðri meltinguog minnka auk þess áhættu á öðrumsjúkdómum.

ÞSG

OffitaÖrfáar upplýsingar um offitu

Á undanförnum áratugum hefur manneldisráð og fleiriaðilar bent á að Íslendingar safni of mikilli umframfitu semgetur valdið þeim óþægindum, vanlíðan og stuðlað aðmargvíslegum sjúkdómum.

VELFERÐ24

ÞingeyriBrautin sf.RKÍ DýrafjarðardeildTengill sf.

BrúS.G. Verkstæði ehfBæjarhreppurVerkalýðsfélag Hrútfirðinga

KjörvogurHótel Djúpavík ehf.

HvammstangiAðaltak sfBBH útgerð ehfBílagerði ehf.Heilbrigðisstofnun HvammstangaHúnaþing vestraSelasetur Íslands ehf.Sjólíf - SelaskoðunSkrúðvangur ehf.Slökkvistöðin HvammstangaVeiðifélag Arnarvatnsheiðar og TvídægruVeitingaskálinn Víðigerði

BlönduósBúnaðarsamband Húnaþings og StrandaFerðaþjónusta HúnavatnssýsluHúnavatnshreppurKrákur ehfStéttarfélagið SamstaðaVA ehf. - Vélsmiðja

SkagaströndKvenfélagið HeklaSkagabyggðSveitafélagið SkagaströndTrésmíðaverkstæði Helga GunnarssonarVík ehf.

SauðárkrókurBifreiðaverkstæði Kaupfélags SkagfirðingaBílabót ehf.Bókhaldsþjónusta K.O.M. ehf.Héraðsbókasafn SkagfirðingaKaupfélag SkagfirðingaK-Tak hfÓ.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.RKÍ SkagafjarðardeildRæsting og bón ehfStoð ehf - verkfræðistofaTengill ehf.Trésmiðjan ÝrVerslun Haraldar JúlíussonarVinnuvélar Guðmundar og Skúla sf.Vörumiðlun ehf.Þreksport ehf.

VarmahlíðAkrahreppur - SkagafirðiHótel VarmahlíðLangamýri fræðsluseturSigurður Hansen

HofsósHeiðrún G. AlfreðsdóttirFljótVíkurver ehf.

SiglufjörðurEgilssíld ehfHeilbrigðisstofnunin Siglufirði

AkureyriÁK Smíði ehf.Ásbyrgi - Flóra ehf.Bakaríið við BrúnnaBifreiðaverkstæði Bjarnhéðins hf.Bifreiðaverkstæðið Baugsbót ehf.Bílasala Akureyrar hf.Bílasalan Ós ehf.Blikkrás ehf.Bónusskór - SkóhúsiðBæjarverk hf.Dragi ehfFélag málmiðnaðarmanna AkureyriFjöl-Umboð ehf.G.V. gröfur ehf.Girðir ehf.Hafnarsamlag NorðurlandsHalldór Ólafsson, Úr og skartgripirHúsprýði sf.Index tannsmíðaverkstæði ehf.Kjarnafæði hf.Kranaleiga Ben.Le. ehfKælismiðjan Frost ehfLitblær ehf.Ljósgjafinn ehf.Lostæti ehf.Lögreglufélag AkureyrarMálningarmiðstöðin ehf.Miðstöð ehf.Netkerfi og tölvur ehf.Peka ehf.Raf ehf.Raftákn ehf.Rofi ehf. - Sími 892 8093Sjúkrahúsið á AkureyriSvalbarðsstrandarhreppurTannlæknastofa Ragnheiðar HansdótturTrésmíðaverkstæði Trausta hf.Tölvís sf.Vaxtarræktin ehf -ÍþróttahöllinniVerkstjórafélag Akureyrar og nágrennisVélsmiðjan Ásverk ehf.Ösp, trésmiðja sf.

GrenivíkGistihús MiðgörðumJónsabúð ehfVélsmiðjan Vík hf.

DalvíkB.H.S. ehf, bíla- og vélaverkstæðiDaltré ehf.EktafiskurGallery - Dóttir SkraddaransGistihúsið Skeið - Sími 466 1636Hýbýlamálun

Salka Fiskmiðlun hf.Vélvirki ehf.

ÓlafsfjörðurSjómannafélag ÓlafsfjarðarStígandi hf.

HríseyFerjan SævarVeitingahúsið Brekka ehf. - Hrísey

HúsavíkFjallasýn - Rúnars Óskarssonar ehf.Gistiheimilið ÁrbólHeiðarbær veitingar sf.Hóll hf.Höfðavélar ehfJarðverk ehfMenningarmiðstöð ÞingeyingaMinjasafnið MánárbakkaNorðurlax hf.Skóbúð HúsavíkurTjörneshreppurTrésmiðjan Rein ehf.Vermir sf.Vélaverkstæðið ÁrteigiÖkuskóli Húsavíkur ehf.

LaugarÞingeyjarsveitNorðurpóll ehf.

KópaskerRifós hf.Röndin ehf.Ungmennafélag Öxfirðinga

RaufarhöfnÖnundur ehf.

ÞórshöfnB.J. Vinnuvélar ehf.Ferðaþjónusta bænda Ytra-ÁlandiGeir ehf.Langanesbyggð

BakkafjörðurHraungerði ehf

VopnafjörðurBílar og vélar ehf.Rafverkstæði ÁrnaSláturfélag VopnfirðingaVélaverkstæðið

EgilsstaðirAusturtak ehf, verktakarBílamálun Egilsstöðum ehfBílaverkstæði Austurlande ehf.Bókhaldsþjónusta Þórhalls HaukssonarBókráð, bókhald og ráðgjöf ehf.Eskfirðingur ehf.FljótsdalshéraðGistihúsið Egilsstöðum

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

Styrkir til sjúklinga, til kaupa á tækjum, til rannsókna o.fl.Í síðasta tölublaði SÍBS-blaðsins kemur fram að StyrktarsjóðurHjartaheilla hefur úthlutað milljónum króna í áranna rás tileinstaklinga, stofnana, sérfræðinga og til rannsóknar í hjarta-og æðasjúkdómum og tengdum sjúkdómum, til kaupa ádýrum tækjum og þá oft í samstarfi við aðra aðila og samtök.Styrktarsjóðurinn hefur veitt einstaklingum styrki til aðkomast til lækninga erlendis og heilbrigðisstarfsmenn hafahlotið styrki til að sækja ráðstefnur í Evrópu og víða um heim.

Samfélagslegur ávinningur og sparnaður í heilbrigðiskerfiHér eru aðeins örfá dæmi nefnd, brot af úthlutunum, semsýna þó að margt smátt gerir eitt stórt. Þó að styrkir séu ekkiháir má með sanni segja að hér sé um samfélagslegan ávinningað ræða með eflingu heilsufars einstaklinga og til forvarna ámörgum sviðum sem verður einnig ómældur sparnaður fyrirheilbrigðiskerfið í landinu. Nýr liðsmaður, Margrét Alberts-dóttir, félagsráðgjafi, hefur að undanförnu verið stjórnar-mönnum til ráðgjafar, tekið viðtöl við einstaklinga og aflaðnauðsynlegra upplýsinga. Hún hefur einnig rétt Hjartaheillhjálparhönd og situr í ritstjórn Velferðar,

Hjartaheill

Styrktarsjóður hefur úthlutaðmilljónum króna

Dæmi um styrki úr styrktarsjóð HjartaheillaEinstaklingur frá landsbyggðinni árið 2005 kr. 50.000BiPAP vél / sjúkrahúsið í Keflavík árið 2005 kr. 250.000Einstaklingur frá höfuðborgarsvæði árið 2006 kr. 50.000Tæki/sjúkrahúsið á Akranesi árið 2006 kr. 200.000HL-stöðin/Vestmannaeyjum þrekhjól árið 2006 kr. 160.000Fjórðungssjúkrah. Akureyri, tæki árið 2007 kr. 800.000Einstaklingur/höfuðborgarsvæði árið 2007 kr. 50.000Sjúkrah. Neskaupstað, tæki árið 2007 kr. 250.000Ráðstefna/Hjartaendurhæfing árið 2007 kr. 200.000Sjúkrah. Akranesi, hjartaafriti o.fl. árið 2008 kr.1.215.000Rannsóknarverkefni/Akureyri árið 2008 kr. 250.000Sjúkrah. Vestm.eyjum/rafstuðtæki árið 2008 kr. 641.000Húsavík/endurhæf.miðstöð, tæki árið 2008 kr. 400.000

ÞSG

Kveðja til Hjartaheilla

Hjartaheillum barst þessi góða vísafyrir skömmu

Ef fyrir hjarta verð ég veillveit ég hvert ég leita.Samtök nefnast Hjartaheillsem hjálpina munu veita

Stefnir ÞorfinnssonNeskaupsstað

VELFERÐ26

Lífsstíll er leiðin að bættriheilsu og betri líðanHugur og hönd þroskast við hæfilega þjálfun.

Cíceró

Mikið er rætt um lífsstíl og mataræði á síðustu áratugum. Margir Íslendingar bíða óþreyju-fullir eftir „töfralausn” í einni pillu og "ekkert vesen". En svo einfalt er málið ekki. Það þekkjaflestir af eigin raun. Hér á eftir fara nokkur holl ráð þeirra sem hafa þekkingu og reynslu ásviði heilbrigðis- og félagsmála.

Í sókninni til betra heilsufars er heilbrigður lífsstíll bestavopnið. Í þeirri sókn sigrar hver sá sem tekst að auka

hollustu í lífsvenjum sínum. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra.

L íkaminn hefur þörf fyrir notkun. Þeir líkamshlutar semekki eru notaðir, hrörna. Líkamsrækt dregur líka úr

stirðnun, bætir almenna líðan, blóðþrýstingur lækkar ogmenn sofa betur - tápð eykst.

Ársæll Jónsson, læknir.

M argsannað er að ungtæviskeið má lengja með

hóflegum, markvissum ogskipulögðum æfingum, þjálfun,leik og íþróttum.

Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi.

L íkamsþjálfun vinnur gegn aldursbreytingum í vöðvumog stoðkerfi. Hæfileg þjálfun getur hamlað beineyðingu

og efnaskiptabreytingum. Þjálfun styrkir hjartavöðvann,eykur slagrúmmál hjartans og þol.

Ólafur Ólafsson, landlæknir.

Þór Halldórsson, læknir.

S íðast en ekki síst má nefnafélagslegan ávinning af ástundun

íþrótta. Við kynnumst hressu oglífsglöðu fólki sem auðvelt er að finnatil samkenndar með. Með þessuverður auðveldara að takast á viðverkefni daglegs lífs.

Grímur Sæmundsen, læknir.

R annsóknir hafa sýnt að því fyrr sem viðbyrjum að undirbúa líkamann fyrir breyt-

ingar öldrunar því lengur varir árangurinn. Þvíer best að byrja snemma og halda áfram allaævi.

Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræðingur.

L íkamsbygging flestra dýra virðist miðuð við að þau geti hreyft sig og það ereins með manninn. 40% af líkama okkar eru vöðvar og 15% eru bein.

Mannslíkaminn er byggður fyrir hreyfingu, ekki hvíld. Baráttan fyrir tilverunnihefur hefur alltaf krafist góðrar hreyfigetu.

Ísak G. Hallgrímsson, læknir.

S amkvæmt nýjustu rannsóknumvirðist jákvætt lífsviðhorf, lífs-

gleði og trú styrkja ónæmiskerfilíkamans. Leggjum okkur því framvið allt sem er áhugavert, ánægjulegtog skemmtilegt.

Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi.

Virkni er gulls ígildi

VELFERÐ 27

Í vor barst stjórn Hjartaheilla súheillafregn að Styrktar- og líknarsjóðurOddfellowa ætlaði að styrkja söfnunHjartaheillatil kaupa á hjartamynd-greiningartæki fyrir Landspítala háskóla-sjúkrahús.

Í baráttu Hjartaheilla fyrir betri tíð ogbættum hag hjarta- og æðasjúklinga varfréttin stjórninni mikil uppörvun áerfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar.

Á sérstökum fundi afhentu fulltrúarsjóðsins Hjartaheillum upphæð að kr.2.000.000 í söfnun þeirra með árnaðar-óskum til samtakanna.

Formaður hjartaheilla, GuðmundurBjarnason, þakkaði reglunni fyrirhöfðinglega gjöf.

Rausnarleg gjöf frá Styrktar-og líknarsjóði OddfellowaHjartaheill fær 2 milljónir í söfnun fyrir myndgreiningartæki

Stórsír, Júlíus Rafnsson og varastórsír, ÁrnýJ. Guðjohnsen afhenda formanni Hjarta-heilla, Guðmundi Bjarnasyni, gjöf fráStyrktar- og líknarsjóði Oddfellowa.

Þakklátir fulltrúar Hjartaheilla, frá v.Guðmundur Bjarnason, formaður Hjarta-heilla, Sveinn Guðmundsson, verkefnastjóriog formaður Hjartaheilla á höfuðborgar-svæðinu og Ásgeir Þór Árnason, fam-kvæmdarstjóri Hjartaheilla.

Fríður hópur fundargesta.

VELFERÐ28

Í kjölfar GoRed dagsins þann 22. febrúarkom fram sterkur vilji að stofnuð yrðisérstök kvennahreyfing innan Hjarta-heilla, landssamtaka hjartasjúklinga, einsog fram hefur komið áður. Ákveðið var aðboða til fundar um málið og hittast þann5. maí til skrafs og ráðagerða. Undir-búningur Hjartaverndar og nefndarþeirrar er kölluð var saman vann mikla

undirbúningsvinnu fyrir GoRed daginnog var fjölmenni mikið á þeimkynningarfundi sem boðað var til íRáðhúsinu í Reykjavík og tókst meðmiklum ágætum.

Þann 5. maí hittist áhugafólk um stofnunsérstakrar kvennadeildar innan Hjarta-heilla og hófst fundurinn með ávarpi

formanns Hjartaheilla, GuðmundarBjarnasonar. Reifaði hann í stuttu málistarf Hjartaheilla og verkefni þeirraundanfarinna ára og bauð gesti vel-komna. Lýsti hann sérstökum áhugaHjartaheilla fyrir stofnun slíkrar deildarsem hefði eins konar sérverkefni innansamtakanna þar sem ljóst þykir aðmálefnum hjartveikra kvenna hefur ekkiverið sýndur sá skilningur sem þau eigaskilið. Sá hann fyrir sér öflugan hópkvenna sem gæti sinnt forvarnar- ogfræðsluverkefnum sem sneri sérstaklegaað málefnum kvenna og bauð gestum tilgóðrar samvinnu innan landssamtakahjartaheilla og hlutdeild í aðstöðu semþau hafa í húsakynnum SÍBS og hrósaðimargra ára góðri samvinnu við starfs-menn samtaka SÍBS og hlakkaði til aðtakast á við ný mál á nýjum vettvangi.

Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúiHjartaverndar, lýsti undirbúningi aðGoRed-deginum og var forvitnilegt aðheyra hve starfsmenn margra stofnana ogfyrirtækja hefðu tekið málaleitan þeirravel og ennfremur hve margar konurhlutfallslega fá hjarta- og æðasjúkdóma,en aðeins um 20% rannsókna á þeimsjúkdómum snúast eingöngu um áhættu-þætti meðal kvenna og framgang

Kvennadeild - Hjartaheilla -GoRed

VELFERÐ 29

sjúkdómanna. Taldi hún afar mikilvægtað gefa málefnum kvenna meiri gaum enhingað til og löngu kominn tími til aðsinna þeim af mikill kostgæfni og elju.Sagði hún ennfemur frá samtökum semhefðu verið stofnuð í ýmsum löndum,flest undir nafni GoRed og fagnaði því aðáhugi hefði kviknað hér á landi til aðstofna sérstaka deild sem sinnti sér-verkefnum í málefnum kvenna. Fagnaðihún öllu því sem Hjartavernd hefði unniðog lagt af mörkum um áratugi ogHjartaheill sömuleiðis í 25 ár. En þaðværi hins vegar þannig að meðal karla ogkvenna kæmu upp ólík mál, sum þeirraværu einkennandi fyrir karla en önnurmeð séreinkennum fyrir konur og taldiþað verðugt verkefni fyrir konur að takastá við þau með meiri krafti en hingað til.

Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunar-fræðingur á göngudeild kransæða-sjúklinga, lýsti í stuttu máli starfideildarinnar og þeirrar reynslu sem húnhafði af vinnu með hjartasjúklingum ogþá einkum meðal kvenna. Lagði húnsérstaka áherslu á hve mikilvægt það væri

fyrir konur eins og karlmenn að hafavettvang þar sem þær gætu hist til aðræða málefni sín og sérstöðu á marganhátt og til að styðja hverjar aðra í baráttuvið oft illvígan sjúkdóm og afleiðingarhans sem hefði áhrif á allt fjölskyldulíf.Taldi hún mikla þörf á slíkri deild semgæti með sínum hætti eflt enn og styrktforvarnar- og fræðslustarf sem unniðhefur verið fram til þessa.

Í lok fundarins var ákveðið að hittastáfram á fundi til að skipuleggja beturframhaldsstofnun samtaka kvenna semyrði auglýstur sérstaklega og bauð fram-kvæmdarstjóri samtakanna, Ásgeir ÞórÁrnason, allar konur velkomnar tilsamstarfs og tók undir þau orð formannsað þær hefðu aðgang að starfsaðstöðusamtakanna og hlakkaði hann ásamtsamstarfsmanni sínum, Guðrúnu Berg-mann Franzdóttur, til samvinnu umókomna tíma.

Texti: Þórir S. GuðbergssonMyndir: Árni Rúnarsson

Guðmundur Bjarnason.

Inga Valborg Ólafsdóttir.

Bylgja Valtýsdóttir.

VELFERÐ30

Hitaveita Egilsstaða og FellaHótel Hallormsstaður Hótel SvartiskógurJón E. JónssonMiðás hf.Minjasafn AusturlandsMyllan ehf.Rafey hf.Skipalækur ehf.Steindór Jónsson ehf.Tindaberg ehf.Trésmiðja Guðna ÞórarinssonarVerkfræðistofa Austurlands hf.Verslunin Skógar ehf.Þ.S. Verktakar ehf.Ökuskóli Austurlands

SeyðisfjörðurFerðaþjónusta Austurlands ehf.Gullberg ehf.Jón Hilmar Jónsson - RafverktakiRafvirkinn Seyðisfirði ehfRKÍ SeyðisfjarðardeildSeyðisfjarðarkaupstaðurSeyðisfjarðarkirkja

ReyðarfjörðurSkólaskrifstofa AusturlandsKrana- og gröfu- leiga Borgþórs

NeskaupstaðurBólstrun Halldórs ÁsgeirssonarHársnyrrtistofa SveinlaugarÞórarinsdótturRafgeisli Tómas R. Zoéga ehf.Samvinnufélag útgerðarmannaSíldarvinnslan hf.Sparisjóður NorðfjarðarTónspil ehf.

FáskrúðsfjörðurLoðnuvinnslan hfVöggur ehf.

BreiðdalsvíkHéraðsdýralæknir Austurlandsumdæmissyðra

DjúpivogurBerunes, farfugla- og gistiheimiliLangabúð

HöfnFerðaþjónusta BrunnavöllumFerðaþjónustan GerðiFerðaþjónustan Stafafell í LóniHátíðni hf.Hornabrauð ehfKróm og hvítt ehf.Málningarþjónusta Hornarfjarðar sf.Mikael ehf.Skinney - Þinganes hf.Vélsmiðjan Foss ehfÞrastarhóll ehf.

FagurhólmsmýriFélagsbúið Hnappavöllum

SelfossATGEIR invest ehfBakkaverk ehf.Bifreiðastöð ÁrborgarBifreiðaverkstæðið Klettur ehf.Bisk-verk ehf.Bílaþjónusta Péturs ehf.Búnaðarfélag GrafningshreppsBúnaðarsamband SuðurlandsByggingarfélagið Árborg ehf.Do-Re-MiFerðaþjónustan ÚthlíðFossvélar ehf.Fræðslunet SuðurlandsGarðyrkjust Syðri-Reykjum 4 ehf.Grímsnes & GrafningshreppurGuðnabakarí ehf. Café konditoriHeilbrigðisstofnun SuðurlandsHópferðabílar Guðmundar TyrfingssonarHúsið GistingÍþróttamiðstöðin -ReykholtslaugJeppasmiðjan ehf.Litla kaffistofan ehf.Múrfag ehf.PriceWaterhouseCoopers ehf.Rakara- og hárgreiðslustofa Leifs ÖsterbyRenniverkstæði Björns JenssenRæktunarsamband Flóa og SkeiðaSet ehf.Tetra ehf.Tindaborgir ehf.Tískuverslunin LindinTækniþjónusta Suðurlands ehfVerslunin BorgVerslunin Íris, Kjarnanum

HveragerðiEldhestar ehf. - Vellir ÖlfusiHannyrðabúðin - Við höfum úrvalið - Heilsustofnun N.L.F.Í.Múrás ehf.Raftaug ehf.Ökukennsla Eyvindar

ÞorlákshöfnErta ehf.Fagus ehf.Fiskmark ehf.Frostfiskur ehf.Golfklúbbur ÞorlákshafnarHafnarvoginÍsfélag ÞorlákshafnarStokkseyriShellskálinn StokkseyriVið Fjöruborðið

FlúðirÁhaldahúsið SteðjiFlúðaleið ehf.Flúðasveppir ehf.Útlaginn KaffihúsVélaverkstæðið Klakkur

HellaGróðrastöð BirgisHestvit ehf.Héraðssjóður RangárvallaprófastsdæmisSvartlist ehf.Varahlutaverslun Björns JóhannssonarVerkalýðsfélag SuðurlandsVörufell

HvolsvöllurBúaðföng/bu.is ehf.Ferðaþjónustan StórumörkGallery Pizza ehf.Steinasteinn ehf

VíkHópferðabílar Suðurlands sf.Hótel Höfðabrekka ehfKlakkur ehf.MýrdalshreppurVíkurprjón

KirkjubæjarklausturGistiheimilið Ásgarður -www.gardurinn.isIcelandair Hotel KlausturRKÍ Klausturdeild

VestmannaeyjarAxel ÓÁhaldaleigan ehf.Bergur ehf.Bessi ehf.Bifreiðaverkstæði MuggsBókasafn VestmannaeyjaEyjablikk ehf.Eyjasýn ehf.Frár ehf.G. StefánssonHárstofa ViktorsHuginn ehfÍsfélag Vestmannaeyja hf.Kaffi María ehf. - Brandur ehf.Miðstöðin ehf.Net hf.Ós ehf.Pétursey ehfPrentsmiðjan Eyrún ehf.Reynistaður ehf.Stígandi hf.Vélaverkstæðið Þór hf.Viking toursVinnslustöðin hf.VolareVöruval ehf.Þrenning ehf.

Þökkum eftirtöldum aðilum góðan stuðning

VELFERÐ 31

Heimilisiðnaðarsafnið

Frábært landtil ferðalaga

Ljósifoss

Blanda

Laxá

Krafla

Végarður

Búrfell

Nánari upplýsingar um heimsókn til Landsvirkjunar eru

á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Árangur fyrir alla

49

ÍA•

P

Merktu þína uppáhalds áfangastaði inn á kortið.

Er ekki upplagt að koma við hjá okkur í leiðinni?

Nánari upplýsingar um heimsókn til Landsvirkjunar eru

á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000.

Velkomin á sýningar Landsvirkjunar:

Dimmir hratt á draugaslóð Blöndustöð

Andlit Þjórsdæla Búrfellsstöð

Afl úr iðrum jarðar í Kröflustöð

Hvað er með Ásum? í Laxárstöð

List Kristjönu Samper í Ljósafossstöð

Orkan frá Kárahnjúkum í Végarði

Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.Aðgangur er ókeypis.