júlí 2011, 20.árg 5.tbl

14
FRéTTABRéF SKOTVÍS 5. TBL 2011 Útgefandi: Skotveiðifélag Íslands - Landssamtök um skynsamlega skotveiði FRá FORMANNI – VEISLAN ER HAFIN! ................................................................................ 3 SKEFTI .................................................................................................................................... 6 SKOTÆFINGASVÆÐI – UMHVERFISVÆN STARFSEMI ....................................................... 8 RÍKJANDI AUGA ..................................................................................................................... 9 SKOTREYN 25 áRA .............................................................................................................. 10 STIKLAÐ á STóRU ............................................................................................................... 12 á DöFINNI ............................................................................................................................ 12 FORGANGSMáL STJóRNAR Í JúLÍ .................................................................................... 12 TENGLAR FYRIR SKOTFIMI ................................................................................................ 12

Upload: skotveidifelag-islands

Post on 11-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Fréttabréf SKOTVÍS, júlí 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

FréttAbréF SKOtVÍS5. tbl 2011

Útgefandi: Skotveiðifélag Íslands - Landssamtök um skynsamlega skotveiði

Frá FOrmAnni – VeiSlAn er hAFin! ................................................................................ 3SKeFti .................................................................................................................................... 6SKOtÆFinGASVÆÐi – UmhVerFiSVÆn StArFSemi ....................................................... 8rÍKjAndi AUGA ..................................................................................................................... 9SKOtreYn 25 árA .............................................................................................................. 10StiKlAÐ á StórU ............................................................................................................... 12á döFinni ............................................................................................................................ 12FOrGAnGSmál StjórnAr Í júlÍ .................................................................................... 12tenGlAr FYrir SKOtFimi ................................................................................................ 12

Page 2: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

Nýju flaggskipin frá Beretta slá í gegnDraumur allra skotmanna

A400 Xplor hálfsjálfvirka byssan með hröðustu skiptingunaDT11 Yfir undir skeet byssan sem slær öllum við

www.isnes.is

Page 3: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

3

Frá FOrmAnni – VeiSlAn er hAFin!Dúfnaveislan hófst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí s.l., en viðburðurinn er samstarfsverkefni Skotveiðifélags Íslands, Umhverfisstofnunar, rekstraraðila skotvalla og styrktaraðila. Helsti tilgangur Dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið og bjóða skotvellirnir uppá margvíslegar þrautir, s.s. Skeet, Sporting og Trap auk annarra uppstillinga.

Reikna má með að um 10-13 þúsund veiðikortahafar muni ganga til veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af þeim siðareglum er ástundun skotæfinga.

Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) er fyrst og fremst hagsmunafélag skotveiðimanna og stendur ekki í umfangsmiklum rekstri skotvalla. Meginhlutverk félagsins er að sameina aðila innan skotveiðihreyfingarinnar um ákveðin mál, þá sérstaklega réttindabaráttu er snýr að almannarétti og veiðirétti, auk þess að veita hinu opinbera aðhald og stuðning (eftir því sem við á) í veiðstjórnunartengdum málum. Annað meginhlutverk félagsins er að stuðla að fræðslu, aukinni þekkingu og færni veiðimanna, en allt starf félagsins byggir á lögum félagsins og siðareglum þess sem er einmitt meginboðskapurinn í Dúfnaveislunni.

Þjálfun og öryggi við meðhöndlun skotvopna verður seint ofmetin, og þetta á ekki síst við þegar margir veiðimenn eru að taka fram veiðivopnin eftir langa hvíld, svo ekki sé talað um í fyrsta skipti. Gæta þarf að ýmsu áður en gengið er til veiða. Er veiðivopnið þitt í lagi (betra að komast að því á skotsvæðinu) og ert þú öruggur við meðhöndlun þess? Kanntu að meta fjarlægðir og örugg færi? Ertu með réttar þrengingar í veiðivopninu þinu? Ertu öruggur og fullur sjálfstraust þegar þú ert að skjóta á fljúgandi fugl (eða jafnvel sitjandi)? Alltof margir lenda í því að missa marks og vilja kenna öðru um en eigin færni, en góð æfing getur komið í veg fyrir einfaldar villur. Það að skjóta aftan við fljúgandi bráð er sennilega algengasta villan sem óreyndir (og reyndir) veiðimenn lenda í þegar fugl er skotinn á flugi auk vanmats á fjarlægðum. Veiðimaður sem vill hitta bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra ef vel á að takast til og því eru veiðimenn hvattir til að nýta sér þetta átak til að kynnast því sem skotfélög, skotíþróttafélög, skotdeildir og skotveiðifélög víða um land hafa uppá að bjóða.

Skotvellirnir eru opnir á ýmsum tímum og geta veiðimenn kynnt sér vefsíður þeirra félaga sem reka vellina, en lista yfir félögin og heimasíður þeirra má finna á www.skotvis.is. Veiðimenn eru hvattir til þess að ganga í félögin til að njóta bestu kjara og njóta góðs af öðru starfi félaganna. Þeir sem eru í einhverju af þeim félögum sem taka þátt eða í SKOTVÍS geta skotið á innanfélagsgjaldi á öllum auglýstum æfingavöllum meðan átakið stendur yfir. Veiðimenn koma með eigin vopn og skotfæri, en þurfa að gæta þess að hámarkshleðsla sem leyfð er á skotvöllum er 28gr.

Sjáumst á vellinum

Ritstjóri: Arne Sólmundsson // Ábyrgðarmaður: Elvar Árni Lund // Hönnun: Skissa

Björn Snær Guðbrandsson formaður Skotfélags Akureyrar, Elvar Árni Lund formaður SKOTVÍS og Steinar Rafn Beck frá Veiðistjórnunarsviði UST á skotvelli Skotfélags Akureyrar við opnun Dúfnaveislunnar.

Page 4: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

4

DÚFNAVEISLAN 20111. júlí - 31. ágúst

Markmiðið er að veiðimenn fái kynningu á þeirri æfingaaðstöðu sem í boði er og æfi skotfimi áður en haldið er til veiða.

Dúfnaveislan er samstarfsverkefni SKOTVÍS, Umhverfisstofnunar, skot æfingasvæða og styrktaraðila til að vekja athygli á mikilvægi reglulegra skotæfinga.

ÞÁTTTAKENDUR...

... sem eru skráðir félagar í ofangreind félög eða SKOTVÍS fá að skjóta á innanfélags-gjaldi hjá viðkomandi félagi meðan Dúfnaveislan stendur yfir

... fá skorkort hjá einhverju af ofangreindum félögum

... skjóta a.m.k. 10 leirdúfuhringi (10 x 25 dúfur) og fá þá skráða í skorkortið hjá við-komandi félagi / félögum

... skila skorkortum til næsta félags þegar a.m.k. 10 hringir hafa verið skotnir, sem kemur því áleiðis til SKOTVÍS

Vinningar verða dregnir úr hópi þátttakenda sem ná a.m.k. 10 hringjum og skila inn skorkorti (leyfilegt er að skila inn fleiri en einu skorkorti)

RE

GLU

R

HVA

Ð E

R Þ

ETTA

?

ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN!

SKOTDEILD AUSTURLANDS (SKAUST) (EGILSSTAÐIR)

SKOTDEILD KEFLAVÍKUR

SKOTFÉLAG AKRANESS

SKOTFÉLAG AKUREYRAR

SKOTFÉLAG HÚSAVÍKUR

SKOTFÉLAG ÓLAFSFJARÐAR

SKOTFÉLAG REYKJAVÍKUR

SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS (BLÖNDUÓS)

SKOTFÉLAGIÐ ÓSMANN (SAUÐÁRKRÓKUR)

SKOTFÉLAGIÐ SKOTGRUND (GRUNDARFJÖRÐUR)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG HAFNARFJARÐAR

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG ÍSAFJARÐARBÆJAR

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG SUÐURLANDS (ÞORLÁKSHÖFN)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ DREKI (ESKIFJÖRÐUR)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SKOTÖX (ÖXARFJÖRÐUR)

SKOTVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

LISTI YFIR KRÆKJUR Á VEFSÍÐUR FÉLAGANNA ER AÐ FINNA Á WWW.SKOTVIS.IS

R

RR

R

R

RR

R

R

R

R

AÐSTAÐA FYRIR HAGLABYSSUÆFINGAR (LEIRDÚFUR) OG RIFFILÆFINGAR (VEIÐIRIFFLAR)

AÐSTAÐA FYRIR HAGLABYSSUÆFINGAR (LEIRDÚFUR)

R

SKOrKOrt & VinninGArTil að gera átakið enn skemmtilegra, geta veiðimenn nálgast einföld skorkort á skotæfingasvæðum

og látið vallarstjóra merkja við hvern hring sem æft er. Markmiðið er að hver veiðimaður skjóti 10

leirdúfuhringi, en hver hringur er 25 dúfur og þeir sem ná því takmarki (10 hringir) geta skilað inn

skorkorti sínu til vallarstjóra og gildir hann sem happdrættismiði í lok átaks (31. ágúst). Dregið verður

úr vinningum rúmri viku síðar (föstudaginn 9. september). Fjölmargir styrktaraðilar munu bjóða ýmsa

vinninga sem dregnir verða úr innsendum skorkortum og verður listi yfir vinninga birtur í ágúst hefti

Fréttabréfs SKOTVÍS og vinningshafar í september hefti Fréttabréfs SKOTVÍS.

FrÆÐSlU­bÆKlinGUrÍ tilefni af Dúfnaveislunni, er Umhverfisstofnun að vinna að gerð fræðslubæklings um bætta hittni, sem verður dreift í öllum helstu skotveiðiverslunum fyrir 20. ágúst. Bæklingurinn er einungis fyrsta skrefið í fræðsluátaki um þessi málefni, en SKOTVÍS og Umhverfisstofnun munu eiga náið samstarf um aukna fræðslu með aðkomu annarra innan skotveiðihreyfingarinnar. Steinar Rafn Beck af veiðistjórnunasviði UST og Þorsteinn Sæmundsson, meðstjórnandi í stjórn SKOTVÍS munu hafa umsjón með verkefninu.

Page 5: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

5

DÚFNAVEISLAN 20111. júlí - 31. ágúst

Markmiðið er að veiðimenn fái kynningu á þeirri æfingaaðstöðu sem í boði er og æfi skotfimi áður en haldið er til veiða.

Dúfnaveislan er samstarfsverkefni SKOTVÍS, Umhverfisstofnunar, skot æfingasvæða og styrktaraðila til að vekja athygli á mikilvægi reglulegra skotæfinga.

ÞÁTTTAKENDUR...

... sem eru skráðir félagar í ofangreind félög eða SKOTVÍS fá að skjóta á innanfélags-gjaldi hjá viðkomandi félagi meðan Dúfnaveislan stendur yfir

... fá skorkort hjá einhverju af ofangreindum félögum

... skjóta a.m.k. 10 leirdúfuhringi (10 x 25 dúfur) og fá þá skráða í skorkortið hjá við-komandi félagi / félögum

... skila skorkortum til næsta félags þegar a.m.k. 10 hringir hafa verið skotnir, sem kemur því áleiðis til SKOTVÍS

Vinningar verða dregnir úr hópi þátttakenda sem ná a.m.k. 10 hringjum og skila inn skorkorti (leyfilegt er að skila inn fleiri en einu skorkorti)

RE

GLU

R

HVA

Ð E

R Þ

ETTA

?

ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN!

SKOTDEILD AUSTURLANDS (SKAUST) (EGILSSTAÐIR)

SKOTDEILD KEFLAVÍKUR

SKOTFÉLAG AKRANESS

SKOTFÉLAG AKUREYRAR

SKOTFÉLAG HÚSAVÍKUR

SKOTFÉLAG ÓLAFSFJARÐAR

SKOTFÉLAG REYKJAVÍKUR

SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS (BLÖNDUÓS)

SKOTFÉLAGIÐ ÓSMANN (SAUÐÁRKRÓKUR)

SKOTFÉLAGIÐ SKOTGRUND (GRUNDARFJÖRÐUR)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG HAFNARFJARÐAR

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG ÍSAFJARÐARBÆJAR

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAG SUÐURLANDS (ÞORLÁKSHÖFN)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ DREKI (ESKIFJÖRÐUR)

SKOTÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ SKOTÖX (ÖXARFJÖRÐUR)

SKOTVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

LISTI YFIR KRÆKJUR Á VEFSÍÐUR FÉLAGANNA ER AÐ FINNA Á WWW.SKOTVIS.IS

R

RR

R

R

RR

R

R

R

R

AÐSTAÐA FYRIR HAGLABYSSUÆFINGAR (LEIRDÚFUR) OG RIFFILÆFINGAR (VEIÐIRIFFLAR)

AÐSTAÐA FYRIR HAGLABYSSUÆFINGAR (LEIRDÚFUR)

R

námSKeiÐ OG leiÐSöGnFlest félögin bjóða uppá námskeið og leiðsögn í haglabyssuskotfimi og eru þeir sem óska eftir slíkri aðstoð hvattir til að setja sig í samband við félögin og leita upplýsinga um slíka þjónustu.

GetUr Þú SKráÐ leirdúFU

Í VeiÐiSKÝrSlUnA ÞinA?

Veiðimaður hleypir af tveimur skotum, fyrsta skotið

geigar 25cm fyrir framan gæsina, seinna skotið lendir

25cm fyrir aftan hana. Segja mætti að meðaltali var

gæsin dauð, en værir þú sáttur við slíkan tölfræðilegan

árangur eða viltu fá villibráð á diskinn þinn?

Á veiðum er stefnt að því að ná fugli í fyrsta skoti og

er æfingin líklegust til árangurs. Sannur skotveiðimaður

stundar æfingar á skotæfingsvæðum, ekki í náttúrunni.

Page 6: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

6

SKeFtiSkefti á haglabyssum er ekki bara skefti

heldur er það aðal miðunartækið, þó svo í

raun miðum við ekki með haglabyssu heldur

mundum hana og hluturinn sem við horfum

á er skotinn. Með haglabyssu getum við

skotið með bæði augu opin svo framarlega

að ríkjandi auga er rétt miðað við rétta

hendi. En skeftið er lykilinn, eða um 70%

af þeim þáttum sem þurfa að vera í lagi. 10-

15% þrengingar, 10-15% hvernig byssan er

tekin upp (lyftan). Skeftið getur ýmist verið

of langt eða of stutt, fall á kamb of mikið

eða of lítið. Einnig er svokallað (Cast OFF/

ON) eða það sem við getum kallað útkast

(innkast vinstrihandar skytta), þá er skeftið

sveigt aðeins til hliðar miða við hlaupstefnu

og geta mjög herðabreiðir þurft meira útkast

heldur en þeir sem mjórri eru.

Page 7: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

7

Þetta snýst í raun og veru um það að þegar byssunni er lyft rétt, sem sagt byssan liggur rétt á öxlinni og vel upp að kinn, þá á augað að liggja rétt fyrir ofan miðunarlistan. Lengdin skiptir mestu máli og þarf hún að vera í réttu hlutfalli við fallið á skeftinu. Þegar skeftið er of langt eykst fallið í hlutfalli við það og kinn skyttunar lendir aftarlega á skeftinu, þá er skyttan að sjá of lítið af listanum og þar af leiðandi að skjóta fyrir neðan skotmarkið. Hinsvegar ef skeftið er of stutt þá lendir kinn skyttunar framarlega á skeftinu og þar er fallið á skeftinu mjög lítill og skyttan horfir allt of mikið af hlauplistanum, hlaupið vísar þar af leiðandi upp og hittir fyrir ofan skotmarkið.

Þegar byssa kemur rétt upp, þá á hún að koma upp í kinnina án áreynslu og án þess að skyttan aðlagi sig að henni á nokkur hátt, skeftishællin á að vera jafn hár öxlinni eða aðeins undir og kamburinn uppi í kinnina þetta á að vera ein samfeld hreyfing og með æfingunni á hún að vera alltaf eins, annars skekkjum við miðið.

Það má segja að fyrir meðalháa skyttu (175-185 cm) passa flestar byssur með 360-370cm löngu skefti, lágvaxnari þurfa styttri skefti og hávaxnari lengri skefti. Margt annað getur spilað inn í, eins og hálslengd og axlir, sá sem er hálslangur og slappar axlir þarf skefti sem hefur meiri halla heldur en sá sem er með stuttan háls og beinar axlir. 8-10% skotmanna eru örvhentir og eru þeir flestir með vinstra auga ríkjandi, því miður eru ekki 10% af byssum sem eru smíðaðar eða fluttar inn með skefti fyrir vinstrihandar skyttu. Sumar hægrihandar skyttur eru með vinstra augað ráðandi, þar af leiðandi er ófært fyrir þessar skyttur að skjóta með bæði augu opin. Til eru nokkrar aðferðir til að leysa þennan vanda, ein er að píra ráðandi augað eða loka því rétt áður en hleypt er af eða t.d. fyrir vinstrihandar skyttu sem er að byrja og er með hægra auga ráðandi að byrja srtax að skjóta frá hægri öxl.

Tilfellið er að við erum talsvert hávaxnari en viðmiðunarmörkin t.d í evrópu þ.a. algengara er að það þurfi að lengja skefti heldur en að stytta. Það er ákveðin lengd ákveðin með tilliti til armlengdar og síðan þarf að skoða fallið á skeftinu miða við þessa ákveðnu lengd. Stundum þarf ekkert að auka fallið þar sem það eykst við það að lengja byssuna. Oft þegar skyttur eru búnar að nota sömu byssuna lengi með röngu skefti eru skyttan búin að aðlaga sig skeftinu með því að beygja höfuðið ofan í skeftið og því strax komin aukahreyfing og meiri líkur á að byssan komi ekki alltaf eins upp. Þegar búið er að sníða skeftið að skyttuni getur henni gengið illa til að byrja með, þar sem skyttan hefur vanið sig á byssuna eins og hún var áður. Þetta þarf að laga með æfingu og gott að æfa þetta heima með því að lyfta byssuni upp óhlaðinni að sjálfsögðu í 15 mínútur í einu.

Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður Ellingsen hf.

Page 8: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

8

SKOtÆFinGASVÆÐi – UmhVerFiSVÆn StArFSemi

Algengt er að skotæfingar með leirdúfum fari fram utan skotvalla á svæðum sem eru ekki ætlaðir

til skotæfinga. Mörg slík svæði hafa skotið upp kollinum í gegnum árin og þekkja eflaust margir

til slíkra af eigin raun eða af afspurn. Flest þessara svæða eiga það sameiginlegt að umgengni

þar er ábótavant, þó leirdúfurnar brotni og eyðist auðveldlega í náttúrunni, þá er ekki sömu sögu

að segja af tómum skothylkjum sem oft eru skilin eftir ásamt skotaumbúðum og skotmörkum af

ýmsum stærðum og gerðum.

Skotæfingasvæðin eru því nauðsynleg til að mæta þörfum skotveiðimanna til æfinga og hvetur

SKOTVÍS alla skotvopnaeigendur að stunda æfingar á skipulögðum skotæfingasvæðum, ekki bara vegna

umhverfisþáttarins heldur líka vegna þess að vellirnir bjóða uppá mun fjölbreyttari og skilvirkari æfingar.

Page 9: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

9

21 SKOtÆFinGAFélAG, 16 hAGlAbYSSUVellir

Mikil gróska er í skotíþróttinni og eru í dag alls 21 félag starfandi, ýmist sem skotfélög, skotíþrótta félög/

íþróttaskotfélög, skotdeildir eða skotveiðifélög. Félögin eiga mislanga sögu að baki en Skotfélag Reykjavíkur er

þeirra elst, stofnað 2. júní 1867 og er því nýorðið 144 ára, auk þess að vera elsta starfandi íþróttafélag á Íslandi. Flest

félaganna starfa sem íþróttafélög innan vébanda ÍSÍ með um 2400 félagsmenn, þó svo stærstur hluti félagsmanna þar

séu einnig veiðimenn, auk þess sem vellir félaganna eru opnir almennum veiðimönnum utan reglulegra æfingatíma.

Til að setja þennan fjölda í samhengi við annað íþróttastarf, þá eru um 2800 iðkendur skráðir í sundfélögum, um 1900 í

skíðafélögum, 7000 í handknattleik og 16000 í golf, sjá meðfylgjandi töflu.

Önnur félög starfa á öðrum forsendum,

s.s. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis

(SKOTREYN) sem einbeitir sér að rekstri og

uppbyggingu æfingaraðstöðu fyrir veiðimenn,

en félagið telur í dag um 700 félagsmenn og

hefur verið mikil fjölgun félagsmanna s.l. 4

ár. Skotfélagið Ósmann (Sauðárkróki) er

annað dæmi um félag sem einbeitir sér að

bættri veiðimenningu og hafa birst fréttir af

starfi félagsins í síðustu tveimur tölublöðum

Fréttabréfs SKOTVÍS.

Að Dúfnaveislunni standa þau félög sem

geta boðið uppá haglabyssuvelli (leirdúfur), en

þau eru alls 16 talsins og á næsta ári bætast við

fleirri vellir. Því er óhætt að segja að stærsti

hluti veiðikortahafa sem í dag telja um 13000

manns, hafi góðan aðgang að æfingaraðstöðu

fyrir haglabyssuskotfimi.

rÍKjAndi AUGASá sem missir marks, einnig á auðveldu færi, jafnvel þótt allt virðist í lagi, byssan í réttri hæð á skotaugnablikinu, ætti að athuga hvort augað sé ríkjandi áður en leitað er annarra skýringa. Það tekur ekki langan tíma að kanna þetta. Bentu á punkt á nokkurra metra færi með bæði augun opin. Lokaðu augunum sitt á hvað með fingurinn kyrran sem fyrr. Fingurinn mun benda rétt þegar annað augað er opið og rangt þegar hitt augað er opið. Það auga sem bendir rétt er þitt ríkjandi auga.

Einfaldasta aðferðin til að takast á við þetta vandamál er að hafa aðeins það auga opið sem er yfir spönginni þegar hleypt er af. Lokið samt ekki hinu auganu fyrr en skotið er. Þegar markið (bráðin) birtist og þú lyftir vopninu eiga bæði augun að vera opin svo að þú getir betur gert þér grein fyrir fjarlægð, stefnu og hraða. Sumir eiga erfitt með að læra þessa aðferð, stundum vegna þess að þeir eiga erfitt með að loka aðeins öðru auganu. Þá eru til aðrar aðferðir. Ef þú notar gleraugu getur þú truflað ríkjandi augað með því að setja glært límband að á glerið ofanvert, næst nefinu. Þetta mun trufla ríkjandi augað svo að hitt augað tekur yfir. Þú gætir verið með sérstök skotgleraugu í þessum tilgangi.

Ef þú vilt lesa meira um ríkjandi auga, kíktu á þessa grein á www.skotvis.is.

Page 10: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

10

SKOtreYn 25 árAÁ þessu ári eru 25 ár liðin frá stofnun Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (SKOTREYN). Fyrstu árin var félagið með aðstöðu í Miðmundardal í Grafarholti, en sú aðstaða var ekki til framtíðar þar sem íbúðabyggð er nú risin þar sem æfingavöllurinn var. Þegar menn horfa til baka er ekki annað hægt að segja en að völlurinn og öll aðstaða hefi verið frumstæð til að byrja með en „skurðurinn“ þar sem menn fengu leirdúfurnar yfir sig var gríðarlega vinsæll og þegar leið að gæsaveiðitíma var oft á tíðum löng biðröð manna sem beið eftir því að fá að skjóta úr skurðinum. SKOTREYN var upphaflega stofnað sem deild innan SKOTVÍS, þar sem mönnum þar á bæ fannst vanta aðstöðu fyrir veiðimenn til þess að æfa sig fyrir veiðar. Eftir því sem árin hafa liðið hefur starfsemi SKOTREYNAR vaxið jafnt og þétt og í dag er SKOTREYN sjálfstætt félag en samt aðildarfélag að SKOTVÍS.

Árið 2003 missti SKOTREYN aðstöðuna í Miðmundardal og var félagið aðstöðulaust um tíma eða allt þar til Reykjavíkurborg útvegaði félaginu aðstöðu á Álfsnesi árið 2005 þar sem félagið er með aðstöðu í dag.

Uppbygging á Álfsnesinu hefur verið jöfn og þétt frá því að félagið flutti á Álfsnes. Félagsheimilið hentar starfseminni vel og skotvellirnir eru fjölbreyttir. Einn glæsilegur skeet völlur er á svæðinu, með nýjum skeet kösturum. Tveir sporting vellir, hvor með fjórum kösturum og síðast en ekki síst „byrgið“ sem hefur verið vinsælt meðal veiðimanna og samanstendur af 6 kösturum sem eru tengdir við tölvu þar sem hægt er að velja allt að 6 dúfur sem kastast út á sama augnablikinu. Nýjasta viðbótin á svæðinu er síðan „skurðurinn“ sem er staðsettur við byrgið og kastar dúfunum yfir skotmennina og á áð líkja eftir aðstæðum í gæsa- og andaveiði.

Fræðslumál og önnur félagsstörf eru mikilvægur hlekkur í starfsemi SKOTREYNAR. Reglulega hafa verið haldin nýliðanámskeið þar sem nýliðar eru leiddir inn í heim leirdúfuskotfimi undir leiðsögn reyndra

Félagsheimilið í Miðmundardal.

Page 11: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

11

leiðbeinenda, fræðslukvöld með fyrirlestrum um veiðar og veiðitengd málefni og Vopnaþing þar sem umræðuefnið er fjölbreytt. Til að mynda hafa verið haldin vopnaþing þar sem veiðihundar hafa verið sýndir, þrif á skotvopnum, byssusýningar og fleira. Síðast en ekki síst má svo ekki gleyma því að SKOTREYN er með virkan hóp af konum sem hittast reglulega til þess að æfa sig skemmta sér saman.

Keppnir og mót eru einnig áberandi liður í félagsstarfinu. Mótanefnd skipuleggur og heldur utan um fjölmörg mót á ári hverju og hafa söluaðilar á veiðvörum styrkt mótin á undanförnum árum með rausnarlegum vinningum og matarveislum á meðan mótunum stendur.

Í vor gerði SKOTREYN samstarfssamning við Veiðihúsið Sökku um afnot af tveimur glænýjum Benelli Vinci haglabyssum sem hafa nú þegar slegið í gegn á svæðinu. Samstarfssamningurinn felur í sér að Benelli Vinci byssurnar má nota við móttöku á hópum á svæðinu og eins eru þær til afnota á svæðinu fyrir þá sem vilja prufa byssurnar. Þetta er skemmtileg viðbót við þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu og gefur fólki til dæmis kost á að prufa hálfsjálfvirkar haglabyssur áður en það leggur út í kaup á slíkri. Þetta er líka mikil viðurkenning fyrir það starf sem unnið er á svæðinu að innflutningsaðili skuli treysta félaginu fyrir varðveislu og notkun á þessum gripum.

SKOTREYN býður alla skotveiðimenn, jafnt reynda sem óreynda velkomna á æfingasvæði félagsins og spreyta sig á hinum ýmsu þrautum, spjalla við veiðimenn og fræðast um veiðar og undirbúa sig fyrir veiðar í haust – Alltaf heitt á könnunni!

Stefán Róbert Gissurarson, ritari SKOTREYN

Page 12: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

12

StiKlAÐ á StórU

• Mikil umræða hefur verið um það hvernig skuli bregðast við fréttum af hruni sandsílastofnsins og afleiðingar fæðuskorts fyrir sjófugla. Þó veiðar séu ekki orsök þessa vanda, þá er nauðsynlegt að SKOTVÍS og veiðimenn fylgist grannt með gangi mála. Vorhretið gaf heldur ekki tilefni til bjartsýni og svo sýndu niðurstöður vortalninga á karra að meðalfækkun rjúpna sé um 26% milli áranna 2010 og 2011. Í ljósi þessa ástands ákvað stjórn SKOTVÍS að falast eftir fundi með Náttúrufræðistofnun Íslands til að ræða þetta ástand og er vonast eftir að af slíkum fundi geti orðið í ágúst.

• Samráðshópur um samgöngumál í Vatnajökulsþjóðgarði er farinn í frí án þess að fyrir liggi niðurstaða um þessi mikilvægu mál. Óháð þessu, þá hefur fundur verið boðaður í svæðisráði austursvæðis 21. júlí n.k., þar sem fulltrúar SKOTVÍS, SKAUST og Félagi Hreindýraleiðsögumanna hafa verið boðaðir til að fjalla um veiðar á austursvæði þjóðgarðsins. Einar K. Haraldsson, fulltrúi Samút verður einnig á fundinum sem einn svæðisráðsmanna.

• SKOTVÍS var þátttakandi í stefnumótunarfundi Umhverfisstofnunar um friðlönd, sem eru í dag rúmlega 100 talsins og fer fjölgandi. Ljóst er að Umhverfisstofnun er mikið í mun að lögð sé áherslu á gott samráðsferli með hagsmunaaðilum, þ.á.m. frjálsum félagasamtökum. Enn er beðið eftir niðurstöðu (fundargerð) fundarins, en rýnihópur mun fara yfir niðurstöður fundarins og taka saman skýrslu sem fer fyrir „umhverfisþing“ í haust.

á döFinni

• Veiðar á hreintörfum hefjast 15. júlí

• Opnunarhátíð Veiðisels í ágúst (nánar auglýst síðar)

FOrGAnGSmál StjórnAr Í júlÍ

• Kortlagning á áhrifum ESB aðildar á veiðar og gerð ályktunar um undanþágur, aðlaganir og sérlausnir.

• Stefnumótun SKOTVÍS í rannsóknum á lífríki Íslands og málefnum veiðikortasjóðs

tenGlAr FYrir SKOtFimiHægt er að finna margvíslegan fróðleik um leirdúfuskotfimi sem hægt er að nálgast á netinu. Meðfylgjandi er listi yfir nokkra tengla (smellið á krækjurnar hér fyrir neðan) sem áhugasamir geta kynnt sér. Ef þið finnið áhugaverðar síður eða tengla þá megið þið láta ritsjórn vita og senda ábendingar á [email protected]• Saga leirdúfuskotfimi (http://clay-pigeon-shooting.worldsporting.tv/clay-pigeon-shooting.htm)• Ýmsar uppstillingar fyrir leirdúfskotfimi (Skeet, Sporting, Trap o.fl.) (http://clay-pigeon-shooting.worldsporting.tv/clay-pigeon-shooting-disciplines.htm)• Leiðbeiningar fyrir byrjendur (smellið svo á “Leiðbeiningar”) (http://www.sih.is)

• Kennslusíða (Skeet Shooting Techniques) (http://www.skeetshootingtechniques.com/)• Kennslumyndband um skotfimi

(http:/www.myoutdoortv.com/shooting/shooting-usa/vincent-hancock-%E2%80%93-skeet-leads)

Page 13: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

134 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Veið ihundar: Labrador

Umsjón: Símon Hjaltason Ljósmyndir: Guðmundur A. Guðmundsson

VEIÐIhUndAR:

LABRAdOR RETRIEVER

Öll þekkj um við La bra dor retrie ver. Þetta þori ég að full yrða enda

eru rúm lega tólf hundr uð hrein rækt að ir La bra dor ar skráð ir í eigu

Ís lend inga. Enn frem ur full yrði ég að þau okk ar sem eru borg ar­

börn séu svo vön La bra dorn um að mynd af hon um skjóti okk ur í

koll þeg ar sjálft orð ið „hund ur“ heyr ist. Það kem ur til af því að

hann er geysi vin sæll heim il is hund ur. Ég spurði dýra vist fræð ing inn

Guð mund A. Guð munds son og hunda rækt and ann Ingi berg G.

Þor valds son um þenn an vel kunna hund og þeir leiddu mig í all an

sann leika um hann. Sam kvæmt Guð mundi stafa vin sæld ir La bra­

dor­hunds ins af því að hann er hunda ólm ast ur til að þókn ast eig­

anda sín um. Skap lyndi hans er sá eig in leiki sem helst ýt ir und ir

vin sæld ir hans sem heim il is hunds, ekki síst lang lund ar geð hans

gagn vart börn um. Frá sjón ar miði hunds eru börn ekki allt af bestu leik fé lag arn ir.

Þau eru há vær ir, hvat vís ir og óút reikn an leg ir ein stak ling ar sem eru

þar að auki í svip aðri and lits hæð og hund ur inn sjálf ur. Stund um

klípa krakk ar hunda, slá þá óvænt á trýn ið og bíta þá jafn vel í bak­

hlut ann. Eng inn hund ur sýn ir þessu meiri skiln ing en La bra dor inn.

Guð mund ur kveðst hafa heyrt ýms ar sög ur um þol in mæði þess ara

hunda gagn vart börn um, jafn vel þeg ar smá fólk ið pot ar fingr um í

aug un á þeim eða jafn vel afturendann. Auk in held ur hef ég sjálf ur

séð hund af þess ari teg und bein lín is vakta barna barn eig anda síns;

tylla sér við hlið ina á rúm inu á með an það sef ur og lötra í hum átt

eft ir því þeg ar lúr inn er bú inn. Hann finn ur hjá sér hvöt til að passa

upp á börn in. Þess vegna al ast borg ar börn gjarn an upp við það að sjá

La bra dor­ hunda út und an sér og mörg þeirra venj ast þeim á heim il­

inu. Lýs ing á þeim á heima síðu Retrie ver­deild ar Hunda rækt ar fé lags

Ís lands (www.retrie ver.is) er því flest um kunn ug leg:La­bra­dor­retrie­ver­er­kröft­ug­ur­og­sterk­lega­byggð­ur­hund­ur.­

Höf­uð­er­­breitt,­vel­fyllt­og­­trýni­á­að­­vera­kröft­ugt.­­Eyru­eru­lít­il­

og­­liggja­þétt­að­­höfði.­Augn­lit­ur­er­dökk­ur.­Háls­þykk­ur­og­lang­

ur.­Skott­með­al­langt,­svert­við­skott­rót­ina­og­skott­staða­á­að­­vera­

­beint­út­frá­bak­línu­eða­­lægra.­Brjóst­kassi­djúp­ur,­kröft­ug­ur­og­

breið­ur.­Fæt­ur­kröft­ug­ir­og­þó­far­þétt­ir.­Stutt­ur­þétt­ur­og­harð­ur­

feld­ur­(vatns­þétt­ur)­með­­mikla­und­ir­ull.La bra dor inn er þung ur og hraust byggð ur, ljúf ur og hlýð inn en hann

er líka ein stak lega góð ur veiði hund ur. Hann er til í þrem ur lit um;

svart ur, brúnn og gul brúnn (sá lit ur er reynd ar mis ljós). Ingi berg ur

G. Þor valds son er hunda rækt andi sem rækt ar fyrst og fremst La bra­

dor­ hunda þó svo að hann hafi á stuttu tíma bili reynt fyr ir sér með

Bor der­ terrier: „ Þeir dóu reynd ar all ir nema einn og borg ar stjór inn

fékk hann.“ En varð andi lit inn á La bra dor­hund in um seg ir hann

kím inn: „ Eins og við segj um, sem er um með svart an La bra dor, þá er

hann „al vöru“­La bra dor.“ Og í Bret landi, þar sem fyrst var tal að um

La bra dor­ hunda sem sér staka teg und, voru þeir vissu lega all ir svart ir

til að byrja með. Fyrsti gul leiti La bra dor inn, sem var við ur kennd ur,

fædd ist reynd ar ári fyr ir alda mót in 1900 þann ig að sá lit ur er fyr ir

löngu orð inn hluti af þeirri mynd sem al menn ing ur hef ur af dýr inu.

Sjald gæ fast ur er hinn súkku laði brúni eða „lif ur­lit aði“ La bra dor sem

fór ekki að sjást að neinu marki fyrr en á fjórða ára tug tutt ug ustu

Seiglu Abel nói í eigu Alberts Steingrímssonar í byrjendaflokki á hunkubökkum í ágúst 2009.

104 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Í gegnum laufþykknið

BOg VEIÐI á ÍS LAndI

– Hef urðu trú á að bog veiði verði leyfð

hér lend is?

„Ég hef trú á því. Það verða nú senni lega

aldr ei marg ir sem munu leggja stund á

þenn an veiði skap hér lend is. Þetta verð ur

vænt an lega aldr ei mjög út breitt, bara svona

sér vitr ir kall ar eins og ég – og kon ur. Kon ur

eru stór hóp ur bog veiði manna í Banda ríkj­

un um.Hrein dýra veið ar hér snú ast oft ar en

ekki bara um að fara og ná sér í dýr. Síð ast,

þeg ar ég fór, spurði eft ir lits mað ur inn mig

hvort ég vildi fara fyr ir eða eft ir há degi. Það

tók svo lít ið ljóm ann af þessu. Svo er manni

ek ið að hjörð inni. Ég tók mitt dýr á 380

metr um, þetta var eig in lega bara af taka.

Í dag vil ég frek ar gefa mér tíma í þetta, gera

það í ró og næði. Það er erf ið ara að kom ast í

færi með boga og dýr ið hef ur alla mögu leika

á að sleppa. Þá er ég ekki að meina á með an

ör in flýg ur, þá áttu að vera ör ugg ur með að

fella dýr ið, held ur í að drag and an um. Þetta

er spurn ing um þol in mæði veiði manns ins,

hvort hann hafi út hald og sé nógu fyr ir séð ur

til að koma sér í færi.“ j

Í næsta tölublaði Sportveiðiblaðsins verður fjallað ýtarlega um tæknilegu hliðina á

bogveiði, þ.e fjallað um bogann, hina ýmsu örvarodda og alla pælinguna á bak við þá.

Ég komst að því að bogveiðimenn velta mikið fyrir sér hinum ýmsu oddum, þyngdum

o.þ.h., ekki ósvipað riffilskyttunni sem gerir tilraunir með mismunandi kúlur og hleðslur

– eða fluguveiðimanninum sem eyðir vetrarkvöldum við fluguhnýtingar og hönnun á

nýjum flugum í undirbúningi komandi veiðisumars. Við munum einnig ræða við Indriða

Ragnar Grétarsson, formann hins nýstofnaða Bogveiðifélags Íslands, og kynna okkur

reglugerðir tengdar bogveiði.

gLAÐBEITTIR VEIÐImEnn

Í LOk VEL hEPPnAÐS VEIÐIdAgS

Joe kossar og Enok að koma bráðinni heim.

„ Þetta verð ur vænt an lega aldr ei

mjög út breitt, bara svona sér vitr­

ir kall ar eins og ég – og kon ur.

kon ur eru stór hóp ur bog veiði­

manna í Banda ríkj un um.“

áLög un um Af LéTT

„Ég sit í standi og hann kem ur gang andi, þessi tar fur. Mér fannst hann lít ill, en flott ur. Það lok að ist á hon um krún­

an og mynd aði nokk urs kon ar búr, þess vegna fékk hann nafn ið Cage.

Ég dreg nið ur á hann, hef hann í miði en segi svo við sjálf an mig: „Þú ert svo lít ill, grey ið mitt, ég ætla að sleppa

þér.“ Og hætti við. Þá geng ur hann að eins lengra og stíg ur upp á þúfu, það var eins og hann væri að storka mér.

Ég vildi ekki fæla hann því ég vissi ekki hvort fleiri dýr myndu fylgja í kjöl far ið en sagði: „Ef þú kem ur þér ekki burt þá

tek ég þig.“ Og hann labb ar hring í kring um mig og stíg ur aft ur upp á þúfu. „Allt í lagi, þú vilt fara,“ ég dreg nið ur

og hef hann í miði en hugsa: „Hann er of lít ill.“ Þá fór hann og hvarf inn í skóg inn.

Eft ir á sá ég eft ir því að hafa ekki tek ið hann þótt hann væri lít ill því flott ur var hann. Og við töl uð um um það,

fé lagarn ir, að ég kæmi til með að ná hon um síð ar.

Ári síð ar er um við að hefja veið ar og á leið í stand ana okk ar. Joe hafði ekki tek ið dýr í þrjú eða fjög ur ár, var bú inn að

reyna og reyna en ekk ert gekk – á með an var ég bú inn að taka ein sex dýr. Svo ég segi við Joe: „Nú ferð þú í minn stand

og ég í þinn.“ Joe reyndi að malda í mó inn og vildi halda sig við áætl un en ég var fast ur fyr ir og það varð úr að við

skiptum.

Þeg ar kom ið var há deg is hlé og við hitt umst uppi við bíl sá ég að Joe var að bisa við að koma tarfi á bíl inn. Og þeg ar

ég fer að skoða hann segi ég: „Nei, þetta er Cage.“ Þarna var hann jafn flott ur, bara tölu vert stærri. Joe var al veg

eyði lagð ur yf ir að hafa skot ið fyr ir mér tar finn en eft ir þetta fór hann að veiða aft ur. Álög un um hafði ver ið af létt. Og

af því að hann átti þessa sögu þá stopp aði ég hann upp.“ Texti: Jó hann Páll Krist björns son

27 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Einfar i í eð l i s ínu

„Ég hafði rosa gam an af því. Við Grétar fór um saman á rjúpu um Súganda fjörð inn en aðrar veiðar, eins t.d. gæsina, stund­uðum lítið sem ekkert. Um átj án ára ald ur­inn keypti ég mér kajak í gegn um smá aug­lýs ing ar dag blaðs sem var send ur vest ur með flutn inga bíl. Ég vissi ekk ert hvað ég var að kaupa mér, sett ist bara í kajak inn og reri um all an fjörð inn. Ég var að taka mynd ir og svona, þá upp götv aði ég hvað það er auð­velt að nota kajak í veiði. Næst smíð aði ég mér sta tíf fyr ir byss una og byrj aði bara að veiða. Þannig má segja að ég hafi byrj að minn veiði skap fyr ir al vöru. Fyrst fékk ég lánaða rússneska einhleypu og keypti mér tvíhleypu tvítugur. Um leið og þetta fór að ganga með veiðina og kajakinn var ég far­inn að hlaupa upp um öll fjöll og dali til að veiða rjúpu. Ég var að beita á þessum árum og áhuginn var svo mikill að oft beitti ég á nóttunni til að komast á veiðar daginn eftir. Í þá daga gekk ég með einhleypuna og 15–16 skot í vas an um í gegnum bæinn og út í Staðar dalinn. Ekk ert þótti eðli legra. Á baka leið inni gekk ég með rjúp urn ar í gegn um þorp ið á miðj um degi og mætti fólki sem spurði mann gjarn an hvern ig hefði geng ið. Það var enginn felu leikur með byssur á þessum tíma eins og tíðkast í dag, þar sem skot veiði menn þurfa að læð ast með veggj um þegar þeir fara á veiðar.“

RjúPnA VEIÐ AR á kAjAk– Nú má kalla þig upp hafs mann kajak­veiða á Ís landi, tek urðu ekki und ir það?„Jú, ég held að það sé óhætt að taka undir það. Þó svo að ein hverj ir hafi kannski próf­að að skjóta af kajak á und an mér er ég nokkuð viss um að ég sé sá fyrsti sem hef ur stund að þetta að ein hverju ráði hér lend is og eigi stór an þátt í þeim upp gangi sem þetta sport hefur átt und an far in ár.“ – Og hvað varstu að veiða?

„ Kajakveiðiskapurinn hófst á haustin á skarf inum og síðan alveg fram á vor. Ég vissi ekk ert hvaða veiði bráð væri inni í firði en heyrði allt af í há vell unni. Þegar ég fór að kynna mér þetta betur og sökkti mér í fugla­fræð ina sá ég hvað var á „mat seðl in um“. Ég skaut mik ið af há vellu, það var minn uppá­halds fugl og erf ið asti fugl inn að veiða. Svo féll einn og einn dílaskarfur, toppendur og stokk endur. Ég byrj aði yf ir leitt ekki að róa fyrr en í vetr ar still un um í janú ar, febrú ar og

Fyrsti kajakinn.

HELSTI úTBúnAÐuR kAjAkRæÐARAnS:

LEnSIdæLA

SjúkRAkASSI

STAÐSETnInGARTækI EÐA áTTAVITI

kAjAkáR

kAjAkInn

MAnnOP

LESTAR

SVunTA

BjöRGunARVESTI

SkóR

ÞuRRSTAkkuR

ÞuRRBuxuR

HAnSkAR

HETTA

STýRI

MÁLGAGN VEIÐIMANNA Í 30 ÁR // www.spoRtVEIdI.NEt

1. tBL. // 30. ÁRGANGUR 2011 // VERÐ KR. 999.- M/VsK.

00000

VEIÐIMAÐURINN RóBERt schMIdt Í VIÐtALI

ÁIN MÍN: stURLA ÖRLyGssoN UM

LAxÁ Í MýVAtNssVEIt

ÍsLENsKUR BoGVEIÐIMAÐUR LýsIR dÁdýRAVEIÐUM

VÍGALEGIR, BREyttIR VEIÐIjEppAR

VEIÐIsAGA: 20 pUNdARI úR fLjótAÁ

hANdVERK: hNÍfAsMÍÐI & útsKURÐUR

fAstIR LIÐIR: fLUGUVEIÐI-, fLUGUhNýtINGA-,

MAtREIÐsLU- oG VEIÐIhUNdAþættIR

MEÐ LÍfsGLEÐINA

AÐ VopNIsÖNGVARINN MAttI MAtt ER Á

LEIÐINNI Í EVRóVIsjóN, hANN sEGIR

fRÁ ÁstRÍÐU sINNI Á VEIÐUM

GLÍMIR VIÐ

stóRLAxA Á

hVERjUM dEGIóLAfUR þóR hAUKssoN, séRstAKUR

sAKsóKNARI, Í séRstÖKU VIÐtALI

VIÐ spoRtVEIÐIBLAÐIÐ

Þéttur pakki!Sportveiðiblaðið hefur verið málgagn veiðimanna í Þrjátíu ár.

við leggjum okkur fram við að fjalla um alla Þætti veiðinnar,

jafnt Stangaveiði Sem Skotveiði – og nú SíðaSt bogveiði.

tímaritið er Stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni,

Skemmtileg viðtöl í bland við fræðSlu, veiðiSögur

og allS kynS umfjöllun tengda veiðum.

Sportveiðiblaðið er ómiSSandi fyrir veiðimanninn.

kynntu Þér áSkriftarleikinn veiddu vini á Sportveidi.net.

Það margborgar Sig að geraSt áSkrifandi.

útgáfufélagið kyndill | flugvallarbraut 752 | 235 reykjaneSbær | áSkriftarSími 571-1010 | Sportveidi.net

Sportveidi.net

fróðleikur, veiðiSögur, ljóSmyndir úr veiðinni, mataruppSkriftir, fluguhnýtingar og margt fleira

Page 14: Júlí 2011, 20.árg 5.tbl

SiÐAreGlUr SKOtVeiÐimAnnA Sjá www.SKOtViS.iS

SKOtVeiÐimAÐUr beitir eKKi VeiÐiAÐFerÐUm Sem Veitir bráÐinni óÞArFA KVölUm (4)Skot á að deyða bráðina á augabragði. Til þess að komast hjá því að særa dýr skaltu gæta þess að:• Skjóta ekki af of löngu færi

• Ekkert beri milli þín og bráðarinnar

• Skjóta ekki nema yfirgnæfandi líkur séu á því að hitta vel

Sært veiðidýr skal aflífa hið skjótasta. Finnist dýrið ekki á skotstað skal einskis látið ófreistað að leita það uppi

SKOtVeiÐimAÐUr ÆFir SKOtFimi (2)Skotveiðimaður þarfnast stöðugrar æfingar hvort heldur hann ætlar að skjóta kyrrstæða bráð eða fugl á flugi.• Notaðu hvert tækifæri til markæfinga bæði á

kyrrstæð mörk og leirdúmum

• Leggðu sérstaka áherslu á að þjálfa fjarlægðarskyn þitt