23. desember 2010

64
24 ÓKEYPIS 23.-26. desember 2010 13. tölublað 1. árgangur Fegurðardrottn- ing verður flug- freyja í Dúbaí – Lifið heil www.lyfja.is ÍSLENSKA/SIA.IS/LYF 52431 11/10 Við höfum opið um jólin Opið aðfangadag: kl. 7-18 í Lágmúla kl. 8-18 á Smáratorgi Opið jóladag: kl. 10-1 í Lágmúla kl. 9-24 á Smáratorgi Gleðilega jólahátíð 26 Jólamatur Rjúpan elduð upp á gamla og nýja mátann Paris Hilton Gerði sextán ára stúlku ólétta UMFJÖLLUN Julian Assange 46 KRÆSINGAR 60 VIÐTAL DÍVAN DÍSELLA UM FORDÓMA, TÓNLISTINA OG JÓLIN MEÐ STRÁKUNUM SÍNUM Mögulega málsókn vegna meiðyrða B jörn Valur Gíslason, þingmaður VG, vændi Guðlaug Þór Þórðarson, þing- mann Sjálfstæðisflokks, um mútu- þægni á bloggi sínu á mánudaginn. „Engan veit ég þingmann um utan umrædd- an Guðlaug Þór sem er með landsfundarálykt- un síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hvers vegna ætli það sé? Jú, vegna mútugreiðslna sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H. Haarde.“ Þessi ummæli Björns Vals á blogginu hafa hleypt illu blóði í sjálfstæðisfólk og menn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins segja ummæli Björns Vals svo gróf að undir þeim geti Guð- laugur Þór ekki setið enda hafi þingmaðurinn borið upp á hann refisvert athæfi. Fréttatím- inn hefur heimildir fyrir því að Guðlaugur Þór íhugi að stefna Birni Val fyrir meiðyrði. „Hann er náttúrlega bara brjóstumkenn- anlegur galgopi þessi maður,“ segir Guð- laugur Þór. Hann segist vera með öll sín mál á þurru og hafi þegar gert grein fyrir þeim en vill ekkert segja um hugsanleg eftirmál ummæla Björns Vals. „Ég er bara kominn í jólaskap og óska landsmönnum öllum gleði- legra jóla og vona að Björn Valur geti notið hátíðarinnar.“ Björn vék einnig að Kristjáni Þór Júlíus- syni, flokksbróður Guðlaugs Þórs, í blogg- færslunni og sagði hann leyna því „hverjir kostuðu hann til þings“. Björn Valur hefur þegar beðið Kristján Þór afsökunar opinberlega en hefur ekki dregið til baka ummæli sín um Guðlaug Þór. -þþ Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, vænir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um mútuþægni á bloggi sínu. Urgur er í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór er sagður íhuga að stefna Birni fyrir meiðyrði. SÍÐA 30 Dísella ásamt syni sínum Bjarti Lárusi sem hún á með manni sínum Teddy Kernizan. Ljósmynd/Hari VIÐTÖL Munúðar- full í mótor- hjólagalla Hvorugt okkar var nokkuð að velta húðlit fyrir sér þegar við hittumst. Við vorum bara tvær manneskjur sem felldu hugi saman. Ekkert flókn- ara en það. Bergsveinn Birgisson Svar við bréfi Helgu besta bókin 22 ÚTTEKT GLEÐILEG JÓL

Upload: frettatiminn

Post on 22-Mar-2016

288 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

13. tölublad

TRANSCRIPT

Page 1: 23. desember 2010

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

24

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

23.-26. desember 201013. tölublað 1. árgangur

Fegurðardrottn-ing verður flug-freyja í Dúbaí

– Lifið heil

www.lyfja.is

ÍSLENSKA/S

IA.IS

/LY

F 5

2431

11/

10Við höfum opið um jólin

Opið aðfangadag:

kl. 7-18 í Lágmúlakl. 8-18 á Smáratorgi

Opið jóladag:

kl. 10-1 í Lágmúlakl. 9-24 á Smáratorgi

Gleðilega jólahátíð

26

JólamaturRjúpan elduð upp á gamla og nýja mátann

Paris Hilton

Gerði sextán ára stúlku ólétta

umfJöllun

Julian Assange

46 kræsingAr

60

Viðtal dívan dísella um fordóma, tónlistina og jólin með strákunum sínum

Mögulega málsókn vegna meiðyrða

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, vændi Guðlaug Þór Þórðarson, þing-mann Sjálfstæðisf lokks, um mútu-

þægni á bloggi sínu á mánudaginn. „Engan veit ég þingmann um utan umrædd-

an Guðlaug Þór sem er með landsfundarálykt-un síns eigin flokks á bakinu um að hann skuli hætta sem þingmaður flokksins. Og hvers vegna ætli það sé? Jú, vegna mútugreiðslna sem þingmaðurinn þáði og komu honum til þeirra valda sem hann hafði sem ráðherra í ríkisstjórn Geir H. Haarde.“

Þessi ummæli Björns Vals á blogginu hafa hleypt illu blóði í sjálfstæðisfólk og menn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins segja ummæli Björns Vals svo gróf að undir þeim geti Guð-laugur Þór ekki setið enda hafi þingmaðurinn borið upp á hann refisvert athæfi. Fréttatím-inn hefur heimildir fyrir því að Guðlaugur Þór íhugi að stefna Birni Val fyrir meiðyrði.

„Hann er náttúrlega bara brjóstumkenn-anlegur galgopi þessi maður,“ segir Guð-laugur Þór. Hann segist vera með öll sín mál á þurru og hafi þegar gert grein fyrir þeim

en vill ekkert segja um hugsanleg eftirmál ummæla Björns Vals. „Ég er bara kominn í jólaskap og óska landsmönnum öllum gleði-legra jóla og vona að Björn Valur geti notið hátíðarinnar.“

Björn vék einnig að Kristjáni Þór Júlíus-syni, flokksbróður Guðlaugs Þórs, í blogg-færslunni og sagði hann leyna því „hverjir kostuðu hann til þings“.

Björn Valur hefur þegar beðið Kristján Þór afsökunar opinberlega en hefur ekki dregið til baka ummæli sín um Guðlaug Þór. -þþ

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG, vænir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um mútu þægni á bloggi sínu. Urgur er í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór er sagður íhuga að stefna Birni fyrir meiðyrði.

síða 30Dísella ásamt syni sínum Bjarti Lárusi sem hún á með manni sínum Teddy Kernizan. Ljósmynd/Hari

Viðtöl

Munúðar-full í mótor-hjólagalla

Hvorugt okkar var nokkuð

að velta húðlit fyrir sér þegar

við hittumst. Við vorum bara tvær

manneskjur sem felldu

hugi saman. Ekkert flókn-

ara en það.

Bergsveinn Birgisson

Svar við bréfi Helgu besta

bókin

22 úttekt

gleðileg Jól

Page 2: 23. desember 2010

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Gleðileg jól

Tengsl við Jón Ásgeir kosta Íslandsbanka 300 milljónir

300milljónA KRónA

uppgreiðslu láns rift

Hérðsdómur

Reykjavíkur

Pauline mcCarthy býður kunningjum og einstæðingum að eyða aðfangadegi með sér. Ljósmynd/Hari

AðfAngAdAgur Óvenjuleg jÓlAhefð PAuline MccArthy

Kærleikshjón á Akranesi bjóða ókunnugum heimPauline mcCarthy og eiginmaður hennar bjóða einstæðingum að verja aðfangadegi með sér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau bjóða fólki heim á jólum og segir Pauline að hér áður fyrr hafi það glatt fólk að sjá börnin hennar tvö opna pakkana.

h amborgarhryggur að gjöf frá vinnufélögum, hangikjöt frá Mæðrastyrksnefnd og kjúklingur

verða á boðstólum hjá Pauline McCarthy og manni hennar á aðfangadag. Sjö hafa þegar tilkynnt komu sína, þar á meðal ein palestínsku fjölskyldnanna sem hingað komu sem flóttamenn, og Pauline getur tekið við fleirum. „Hér komast leikandi létt fyrir tuttugu og fimm manns þótt ekki geti allir setið við sama borð – já, og auðvitað vísa ég engum frá, vilji fleiri koma,“ segir konan með kærleikshjartað sem flutti til Ís-lands á eftir ástinni sinni fyrir átján árum og hefur ekki snúið heim til Glasgow síðan.

„Hér er svo gott að vera. Mér fannst Reykjavík frábær og mér líður enn betur hér á Skaganum,“ segir hún. Gestir Pauline á aðfangadagskvöldum hafa flestir verið erlendir stúdentar og fólk sem hún hefur kynnst í hinum svokölluðu þjóðafélögum en einnig alls ókunnugt fólk. „Það nístir hjart-að að vita af fólki einmana um jólin,“ segir hún og býður því aftur einstæðingum heim eftir fjögurra ára hlé. Þá sem hún þekkir eitthvað hefur hún beðið að koma með með-læti en nóg er fyrir aðra að láta hana vita að þeir vilji eyða kvöldstundinni með þeim hjónum og vilji þeir gista er pláss.

Átján gestir þegar mest var„Stundum fæ ég símanúmer fólks sem er eitt og hringi og býð því heim. Fólki finnst oft betra að vera boðið en að sækjast eftir heimboðinu,“ segir hún. „Fyrsta árið buðum við fyrri maðurinn minn þremur erlendum nemendum að verja með okkur

jólunum, og árin þar á eftir varð alltaf fjöl-mennara á aðfangadagskvöld; flestir voru gestirnir sautján til átján,“ segir hún. „Já, hin ýmsu tungumál heyrðust úr stofunni á aðfangadagskvöldum. Við gáfum öllum pakka og fólkið, sem annars hefði verið einmana um jól, hafði gaman af að fylgjast með börnunum okkar opna pakkana.“ Hún segir að hingað til hafi allt gengið upp og fólki komið vel saman þótt sumir séu feimnir.

„Ég er svo opinská,“ segir hún, enda alin upp af írskum foreldrum í tíu systkina hópi í Glasgow. „Ég á því gott með að tala við fólk. Svo hef ég gaman af að syngja og fæ gestina mína til að syngja jólalög á ýmsum tungumálum.“

Nær að halda í hefðirnarEn þrátt fyrir þessi óhefðbundnu jól getur Pauline einnig haldið í hefðirnar því hún hefur alist upp við að halda jólin 25. des-ember. Börnin hennar tvö koma þá aftur heim eftir aðfangadag með pabba sínum og fá breska siði beint í æð. „Þegar þau koma heim mæta þeim troðfullir jólasokkar af nammi og gjöfum. Í Bretlandi höfum við vanist því að horfa á hátíðarsjónvarps-dagskrá; gamlar, væmnar bíómyndir eru sýndar allan daginn og því höfum við farið á bókasafnið eða vídeóleiguna hér og leigt klassískar bíómyndir. Við slökum á og eyðum deginum saman. Tölvur bannaðar,“ segir Pauline og hlær.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Það nístir hjartað að vita af fólki ein-mana um jólin.

ferðAjÓl deseMberMánuður sækir á

Stefna á að selja betur sjarma Íslands í desembermánuðiGunnhildur Arna

Gunnarsdóttir

[email protected]

Í framtíðinni eigum við eftir að auka áherslu á desembermánuð sem ákjósanlegan ferðamánuð hingað til lands, segir Erna Hauks-dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Stemningin hér er einstök allan mánuðinn og fram á þrettándann.“

Athygli vekur að Reykjavík lenti í fjórða sæti yfir þær borgir sem fólk vildi helst verja tíma sínum í um áramót. Valið er óvænt, samkvæmt ferðavefmiðlinum Travel Daily News, en borgin er þekkt fyrir sprengjugleði íbúa og skemmt-

analíf fram til fimm að morgni. Norðurljósin séu svo punkturinn yfir i-ið. Þúsund kusu og fékk Ís-land níu prósent atkvæða. Í fyrsta sæti var Barcelona með tólf pró-sent atkvæða. París, Amsterdam og Berlín verma sætin fyrir neðan Reykjavík. Edinborg lenti í öðru sæti og Lundúnir í því þriðja.

„Já, svo má ekki gleyma því að ferðavefur fréttamiðilsins CNN valdi Ísland besta staðinn til að verja jólunum á,“ bendir Erna á og segir ekki slakað á í hinum ýmsu ævintýraferðum á helstu staði á

hátíðisdögum og að fjölmargir veitingastaðir séu nú einnig opnir þessa daga.

Einar Steinþórsson, fram-kvæmdastjóri Kynnisferða sem bjóða ferðamönnum að skoða norðurljósin á aðfangadag, segir þegar einn bíl fullbókaðan. „Og ég á von á að það bætist við því svo margt fólk tekur aðfangadag ekki eins alvarlega og við.“ Hann segir þó ekki erfitt að manna vaktirnar. „Fólk er á vöktum alla daga ársins; líka jóladag, gamlársdag og nýárs-dag.“ Túristar skoða norðurljósin með Kynnisferðum.

Ljósmynd/Helgi Guðmundsson

Wessman vill 4,6 millj-arða frá Björgólfi Thornú er í fullum gangi dómsmál sem Róbert Wessman höfðaði á hendur félögum í eigu Björgólfs Thors Björg-ólfssonar. Wessman, sem var forstjóri Actavis fram á mitt ár 2008, fer fram á 4,6 milljarða frá félögum Björgólfs Thors vegna þess að hann telur sig hafa verið hlunnfarinn í tengslum við uppgjör á árangurstengdum þóknunum þegar hann hætti. Talsmaður Björgólfs hefur látið hafa eftir sér í fjöl-miðlum að málið líti öðruvísi út frá þeirra hlið. Róbert skuldi í raun Björgólfi Thor og félögum hans milljarða. -óhþ

Þjófur rauf reynslulausn með púrtvíns þjófnaðiKarlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðs-dómi Suðurlands fyrir þjófnað. Maðurinn stal flösku af

púrtvíni, rauðvíni, tveimur bjórdósum og átján karata gullhring úr súmarbústað í Bláskógarbyggð og rauf þar með skilorð og reynslulausn. Hann þarf að afplána afganginn af reynslulausn sinni, sem er rúmir sex mánuðir, en auk þess var bætt við tæpum tveimur mánuðum fyrir þjófnaðinn sjálfan. -óhþ

Hannes leigir lúxusvillu við hliðina á sinni eiginAthafnamaðurinn Hannes Smárason leigir lúxusvillu á Fjölnisvegi 11 af landsbank-anum. Villan var áður í eigu eignarhalds-félagsins Fjölnisvegs 9, sem var aftur í eigu Hannesar Smárasonar. Þetta staðfesti Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi landsbankans, í samtali við DV. Hannes virðist þurfa mikið pláss því barns-móðir hans, Unnur Sigurðardóttir, á glæsihýsi á Fjölnis-vegi 9, við hliðina á húsinu sem Hannes leigir. -óhþ

Íslandsbanki þarf að endurgreiða þrotabúi Ís-lenskrar afþreyingar rúmlega 300 milljónir samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið fór fram á að 300 milljóna króna uppgreiðslu á láni Íslands-banka til 365 hf., forvera Íslenskrar afþreying-ar, árið 2008 yrði rift þar sem engar forsendur hefðu verið fyrir uppgreiðslunni vegna bágrar fjárhagsstöðu 365 hf. Dómurinn var sammála þeirri skoðun og dæmdi þrotabúinu í vil, meðal annars á þeim forsendum að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði bæði verið stjórnarformaður 365 og stærsti hluthafinn í Íslandsbanka sem hét þá Glitnir. Honum hefði átt að vera vel kunnugt um slæma stöðu 365 og því liti gjörningurinn út fyrir að vera til hagsbóta fyrir bankann, umfram aðra lánardrottna.

2 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 3: 23. desember 2010

Starfsfólk Arion banka óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðarog farsældar á komandi ári

Page 4: 23. desember 2010

Ekki er mikill verðbólguþrýstingur í kortunum á næstu misserum og allt útlit er fyrir að verðbólga detti niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabank-ans í febrúar næstkomandi þegar ársverðbólga mun mælast 2,1% samkvæmt spá Greiningar Ís-landsbanka sem spáir því að verðbólga hald-ist innan markmiðsins fram á mitt næsta ár. Verðbólga aukist þá lítillega á nýjan leik en muni þó aldrei hvika langt frá verðbólgumarkmiðinu. Greiningin spáir 2,3% verðbólgu að meðaltali á næsta ári en svo lág hefur ársverðbólga ekki ver-ið síðan árið 2003. Lítinn verðbólguþrýsting má rekja til slaka í hagkerfinu og á vinnumarkaði. -jh

2,3%Verðbólguspá

Fyrir febrúar 2011

Greining

Íslandsbanka

skattahækkanir um áramótFjármagnstekjuskattur og tekjuskattur fyrir tækja hækka úr 18% í 20% um áramót. Fjármagnstekjuskattur einstak linga hækkar einnig í 20% en var 18% áður. Þá hækkar erfðafjárskattur og verður nú 10% en var 5% áður. Auðlegðarskattur, nýr skattur sem kynntur var á síðasta ári, hækkar í 1,5% en var 1,25%. samhliða lækka fríeignarmörkin hjá hjónum í 100 milljónir króna úr 120 milljónum og frí-eignarmörk einstaklinga verða 75 milljónir króna en voru 90 milljónir. samanlagt eiga skattahækkanir, að því er greining Íslands-banka segir, að skila tíu milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári.-jh

Íslendingum fjölgar á nýeftir fyrstu fólksfækkunina hér á landi í 122 ár, sem varð í fyrra, er Íslendingum farið að fjölga á ný. landsmenn voru 318.236 í byrjun desember í ár og fjölgaði lítillega, eða um 0,2%, frá árinu áður samkvæmt

tölum Hagstofunnar. Íslendingum fækkaði í fyrra, eða sem nam um 0,7% frá árinu á undan, sem var í fyrsta sinn síðan árið 1888 þegar fólksflutningarnir til Vesturheims voru í hámarki. Fjölgunina í ár má rekja til náttúrulegrar fjölgunar, þ.e. fæddir um-fram dána, enda hefur flutningsjöfnuður verið neikvæður að undanförnu, þ.e. fleiri hafa flutt frá landinu en til þess. -jh

skuldatryggingarálag Íslands nálgast evrópskt meðaltalskuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs hefur verið stöðugt undanfarið. bloomberg greindi frá því í vikunnni að það næmi 269 punktum (2,69%) en áhættuá-lagið hefur verið 270 punktar að meðaltali það sem af er desember, 6 punktum lægra en í nóvember en 143 punktum lægra að meðaltali en í desember 2009, að því er fram kemur hjá greiningu Íslandsbanka. Í raun hefur áhættuálagið ekki verið svona lágt, ef tekið er mið af meðaltali mánaðar, frá því í júní árið 2008, þ.e. áður en bankahrunið skall á, segir greiningin. Til samanburðar má nefna að skuldatrygg-ingarálagið á hið efnahagshrjáða grikkland hefur að meðaltali verið 929 punktar það sem af er desember. Meðaláhættuálag á ríki Vestur-evrópu hefur að meðaltali verið 204 punktar, ekki fjarri álagi á skuldir íslenska ríkisins. -jh

Spáir 2,3% verðbólgu á komandi ári

Dómsmál Kúlulán Kaupþingsmanna

Rukka sjö milljarða kúlulán í dómsal

Tímalína kúlulánanna

25. sept. 2008Stjórn Kaupþings ákveður að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna lánanna. Ábyrgðirnar nema milljörðum.

2005Starfsmenn Kaupþings fá lán til að kaupa hlutabréf í bankanum.

19. maí 2010Stjórn Arion banka ákveður að rifta stjórnarákvörðun gamla Kaupþings um niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar starfsmanna á lánum vegna kaupa á bréfum í Kaupþingi. Jafnframt tilkynnir slitastjórn að hún hyggist sækja þá fjármuni sem hún geti til starfsmannanna.

E ins og fram hefur komið í frétt-um hefur slitastjórn Kaupþings höfðað á þriðja tug dómsmála

á hendur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem fengu kúlulán hjá bank-anum til að kaupa hlutabréf í honum árið 2005. Upphæðirnar skipta í sumum tilvikum milljörðum króna og var fyrir-taka í tveimur slíkum málum á þriðjudag. Annað þeirra var mál slitastjórnarinnar gegn Ingvari Vilhjálmssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans. Ingvar, sem var meðal annars kjörinn besti verðbréfasali landsins í úttekt DV árið 2006, fékk fimm milljarða lán hjá Kaupþingi til kaupa á bréfum í honum og var á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa bankans. Hann stofnaði félagið Ingvar Vilhjálmsson ehf. í byrjun októ-ber 2008, korteri áður en bankinn féll, og flutti hlutabréfaeign sína í bankanum yfir í félagið. Jafnframt flutti hann eignarhlut sinn í tveimur lúxusvillum í Skerjafirði yfir á eiginkonu sína og tengdamóður á sama tíma. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst krefst slitastjórnin endur-greiðslu á láninu að fullu en staða þess er um tveir milljarðar. Rök lögmanns Ingvars eru að hann hafi ekki átt bréfin heldur félag í hans eigu.

Hitt mál slitastjórnarinnar er gegn

Hannesi Frímanni Hrólfssyni, fyrr-verandi aðstoðarframkvæmdastjóra fjárstýringar hjá bankanum. Hannes Frímann fékk 2,3 milljarða króna lán til kaupa á hlutum í bankanum og sækir slitastjórnin alla þá upphæð. Hannes Frí-mann stofnaði félagið HFH ehf. í apríl 2008 en Fréttatíminn hefur ekki upplýs-ingar um hvort Hannes flutti hluti sína í Kaupþingi yfir í félagið. Bæði Hannes og Ingvar fengu lánin greidd í hlutum yfir nokkurra ára tímabil. Það er þó ekki allt dökkt hjá Hannesi og fjölskyldu hans. Félagið Shanti, sem er í eigu eiginkonu hans, skilaði nítján milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Sá hagnaður var að nær öllu leyti kominn til vegna skuldabréfasamn-inga.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Hann stofn-aði félagið Ingvar Vil-hjálmsson ehf. í byrjun október 2008, kort-eri áður en bankinn féll, og flutti hlutabréfa-eign sína í bankanum yfir í félagið.

Kaupþingsprins-arnir Ingvar Vilhjálmsson og Hannes Frímann Hrólfsson gætu þurft að greiða milljarða kúlulán sem þeir fengu hjá Kaupþingi.

slitastjórn Kaupþings krefst endurgreiðslu milljarða vegna lána fyrrverandi starfsmanna til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum. Ljósmynd/Teitur

Ingvar Vilhjálms-son fékk um tvo milljarða lánaða hjá bankanum sem vill fá þá upphæð til baka. Ljós-mynd/365

veður AðfAngAdAgur JólAdAgur AnnAr í Jólum

NoKKuð HvASS viNdur SuNNAN- og SuðveStANlANdS með élJum frAmAN Af

degi, eN muN SKÁrrA veður og dregur úr meStA froStiNu.

HöfuðborgArSvæðið: TAlsVerðAr lÍKur á dIMMuM éljuM eðA jAFVel snjóKoMu FrAMAn

AF degI, en lAgAsT ÞegAr lÍður á dAgInn.

AuStlæg viNdÁtt og él eðA SNJÓ-muggA viðloðANdi SuðurStröNd-

iNA og eiNNig AuStANlANdS.

HöfuðborgArSvæðið: gæTI orðIð sMáél FrAMAn AF degI, AusTAn golA

Með Vægu FrosTI.

Á SuðurlANdi geNgur í HvASSA SA-Átt með SNJÓKomu og SíðAr

rigNiNgu. ANNArS er SpÁð SKAplegu veðri með vægu froSti.

HöfuðborgArSvæðið: ÚrKoMulAusT, en VAxAndI VIndur. snjóKoMA eðA

slyddA seInT uM KVöldIð.

verulegar líkur á hvítum jólum í reykjavíklægðabóla verður á ferðinni á Þorláks-

messu úti fyrir suðurströndinni og með

henni dálítill snjókoma inná land og

nær hún nær jafnvel til höfuðborgar-

svæðisins. Aftur er möguleiki á éljum á

aðfangadag. jólin heilsa landsmönnum

með fallegu og fremur hæglátu

veðri ef af líkum lætur, en

síðan er margt sem bendir til

breytinga á jóladag, Þá hvessir

sunnantil þegar líður á

daginn með snjókomu og

síðar rigningu.

1

3 11 13

1 3

4 75

32

5 74

1

einar Sveinbjörnsson

[email protected] Klæddu þig velwww.66north.is

Þórsmörkparka

4 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 5: 23. desember 2010

Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár

Rio Tinto Alcan StraumsvíkPósthólf 244222 Hafnarfjörður

Sími 560 7000www.riotintoalcan.is

Starfsfólk ISAL í Straumsvík og Rio Tinto Alcan óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með kærum þökkum fyrir gifturíkt samstarf í fjóra áratugi.

Page 6: 23. desember 2010

Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur

með eplasafa og því laus við allan viðbættan sykur. Milt engiferbragð

gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og því kjörinn yfir hátíðarnar.

Þú verður að prófa!

Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur um jólin

Fæst í verslunum um allt land

Réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili þess síðarnefnda í ágúst, munu fara fram fyrir opnum tjöldum. Dómari málsins féllst ekki á beiðni verjanda Gunnars Rúnars um lokað þinghald við fyrirtöku á málinu á þriðjudag. Samkvæmt gögnum frá geðlæknum er Gunnar Rúnar ekki sakhæfur. Þeir komust að sömu niðurstöðu og læknar sem framkvæmdu undirmat á geðheilsu Gunnars Rúnars. Rannsókn á geð-heilsu Gunnars Rúnars virðist hafa leitt í ljós svæsið geðrof. Sjálfsmorð föður hans í æsku virðist einnig hafa haft djúpstæð áhrif á hann.

Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi.

[email protected]

Dómsmál Fyrirtaka í mannDrápsmáli í HaFnarFirði

Réttað yfir ósakhæfum morð-ingja fyrir opnum tjöldum

Fjölskylda Hannesar Þórs mætti við fyrirtöku málsins á þriðjudag. Ljósmynd/Teitur

VísinDi ErFðabrEytt matVæli og EVrópusambanDið

Meiri matur og minni skortur með erfðabreyttum plöntumEftir tíu ára rannsóknir og rúmlega 31 milljarð króna er það niðurstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að erfðabreyttar nytjaplöntur veiti tækifæri sem ekki megi sleppa. Sérfræð-ingur Orf Líftækni, sem notar erfðabreyttar plöntur, segir siðferðislega rangt að hamla tækninni því mannslíf séu í húfi.

m eð erfðabreyttum nytja-plöntum gefst tækifæri til að minnka næringar-

skort, sérstaklega í vanþróuðum ríkjum, auka uppskeru og hjálpa til við að laga landbúnað að breyttu loftslagi. En við þurfum augljós-lega sterkar varnir til að taka á hugsanlegri áhættu,“ er haft eftir Máire Geoghegan-Quinn, fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB í rann-sóknum, nýsköpun og vísindum, í fréttatilkynningu frá miðjum mán-uðinum. Gríðarlega skiptar skoð-anir eru um erfðabreytt matvæli og hræðast margir áhrif erfðabreyttra plantna á umhverfið til lengri tíma.

46 milljarðar í rannsóknirGeoghegan-Quinn vísar í niður-stöður bókar sem greina frá 50 rannsóknarverkefnum síðustu tíu ára um erfðabreyttar nytjaplöntur og áhrif þeirra á umhverfið, dýr og heilsu manna. 200 milljónir evra voru settar í rannsóknirnar, eða um 30,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, og hefur Evrópusam-bandið síðustu 28 ár sett 300 millj-ónir evra í slíkar rannsóknir.

Einar Mäntylä, yfirmaður hug-verkasviðs og rannsóknarsamstarfs hjá Orf Líftækni, segir niðurstöð-urnar sýna að matvæli úr erfða-breyttum nyjaplöntum séu meðal

öruggustu matvæla því engin hafi verið rannsökuð eins vel og þau. Frumkvöðlafyrirtækið beitir sömu

tækni við framleiðslu afurða sinna, sérvirkra próteina sem notuð eru til að mynda í lyf, snyrtivörur og til læknisfræðirannsókna. „Það kemur okkur því ekkert á óvart að niður-stöður þessarar skýrslu bendi til þess að engin hætta felist í tækninni hvað varðar fóður og matvæli um-fram það sem er í hefðbundnum kynbótum.“

Deilt um siðferðiðEinar segir þróunarlönd, þau svæði sem fari verst út úr hlýnun lofts-lags og landbúnaðarsvæði á jaðr-inum í ræktunarlegu tilliti helst nýta tæknina. „Því má spyrja hvort rétt sé að hamla þessari tækni um of. Mér finnst það ekki siðferðis-lega verjandi. Auðvitað velta menn fyrir sér kostum og göllum henn-ar en verði tækninni hafnað eða framþróun hennar hindruð fá þeir sem þurfa hennar við ekki notið. En á Íslandi er engin þróun á erfða-breyttum matvælum í gangi enn sem komið er,“ segir Einar. „Það væri hægt með tilliti til kuldaþols og seltuþols, en matvælaverð virðist ekki hafa nein áhrif á okkur hér. Í þróunarlöndum er þetta hins vegar spurning um mannslíf,“ segir hann.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Erfðabreytt hveiti sem á að vera sterkara í kulda og raka og á það leggjast síður ýmsar pestir. Ljósmynd/gettyimages

Neytendur hafi valNýjar reglur, sem taka gildi 1. ágúst 2011, eiga að stuðla að því að neytendur geti gengið úr skugga um hvort matvæli eru erfðabreytt eða ekki. „Framleiðend-ur matvæla og fóðurs þurfa þá að sýna fram á rekjanleika fæðunnar,“ segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-neytisins: „Lykilatriðið er að neytendur hafi upplýst val.“

Umhverfisráðuneytið tekur hins vegar á því hvort rækta megi erfðabreyttar plöntur hér á landi og leyfði ræktun erfðabreytts byggs á dögunum. Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir áhuga innan þess á að efla umræðuna um erfðabreyttar nytjaplöntur og móta stefnu í kjölfarið.

Á vef Matís má sjá að í erfðabreyttum matvælum eru sömu gen og í sam-svarandi hefðbundnum matvælum: „Munurinn er að einu eða fleiri genum hefur verið bætt við, breytt eða tekin burt með erfðatæknilegum aðferðum.“

6 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 7: 23. desember 2010

Þrettán bræður sem þekkja íslenskar aðstæðurÍslensku jólasveinarnir hafa fylgt okkur í gegnum nístandi frost og skafrenning í margar aldir. Sá útlenski er góður kall og allur af vilja gerður en hann er bara ekki búinn fyrir íslenskar aðstæður.

Málning hefur í 57 ár framleitt og þróað málningu og viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar.

Við óskum Íslendingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Page 8: 23. desember 2010

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

Ö gmundur Jónasson samgöngu-ráðherra ætlar, ásamt sveitar-stjórnarmönnum í Árborg, Ölf-

usi og Hveragerði, að skoða eftir áramót hvort veggjöld séu nauðsynleg til að standa undir fyrirhuguðum vegafram-kvæmdum á Suðurlandsvegi. Vegamála-stjóri mun einnig sitja fundinn, sam-kvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Þá verða fulltrúar Félags íslenskra bifreiðar-eigenda, FÍB, einnig boðaðir á fund.

„Engin veggjöld, þau eru óásættanleg,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. „Það er útilokað að Sunn-lendingar geti sætt sig við þessa vegatolla og gera þannig sveitarfélög austanfjalls og í kringum Reykjavík að annars flokks búsetusvæði. Það er verið að byggja múra um höfuðborgina með þessum hætti.“ Hún segir að með þeim verði svæðið ekki eitt atvinnu- og skólasvæði, eins og rík-isstjórnin stefni að í 20/20-áætlun sinni – áætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnu-lífi og samfélagi – undir stjórn Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylk-ingarinnar.

Allt annað en vegatollanaAldís segir upphæðirnar sem rætt sé um forkastanlegar, en hver ferð til Selfoss gæti kostað 310 krónur. Hún segir Sunn-lendinga þegar hafa slegið af kröfum um 2+2 veg á milli svæðanna að stórum hluta og vilji skoða hvort hægt sé að fresta frek-ari áformum um mislæg gatnamót.

„Fyrir mitt leyti vil ég heldur sjá hring-torg en mislæg gatnamót, verði það til

þess að ekki þurfi að rukka veggjöld,“ segir hún. „Þá væri miklu skynsamlegra, fyrst ríkissjóður ræður ekki við verkið, að áfangaskipta því meira þannig að hægt væri að ráðast í hættulegustu kaflana strax. Síðan væri langskynsamlegast að hækka eldsneytisgjöldin. Þá borga allir fyrir þessar framkvæmdir, eins og Íslend-ingar hafa hingað til gert í vegakerfinu,“ segir hún.

Minni áhætta lífeyrissjóðaArnar Sigurmundsson, formaður Lands-samtaka lífeyrissjóða, staðfestir að skipt-ar skoðanir hafi verið innan lífeyrissjóð-anna um veggjöldin. „Við urðum varir við það allan tímann,“ segir hann, en tilkynnt var um að slitnað hefði upp úr viðræðum lífeyrissjóðanna og ríkisins um 32 millj-arða króna fjármögnun á framkvæmdum, annars vegar fyrir sunnan og svo fyrir norðan, þann 10. desember. Viðræður höfðu þá staðið formlega yfir í um hálft ár.

Hann segir forsvarsmenn lífeyrissjóð-anna sátta við að ríkið skuli nú heldur kjósa að fara í skuldabréfaútboð fyrir framkvæmdunum og að lífeyrissjóðir muni líklega sýna því áhuga. Þeim reikn-ist til að ávöxtunin verði um hálfu prósenti lægri, en á móti komi að skuldabréfið beri ríkisábyrgð, sem ekki hafi verið tryggð í viðræðunum, auk þess sem lífeyrissjóð-irnir þurfi ekki að hafa áhyggjur af rekstri veganna og áhættan því ekki sú sama.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

Nábítar, böðlar og illir andar unnu LýsinguNábítar, böðlar og illir andar ehf. þurfa ekki að láta af hendi tölvustýrða járnabeygjuvél af gerðinni Stema/Pedax Twinmaster 12X til Lýsingar. Hæstiréttur kvað upp þann úrskurð á þriðjudag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms. Lýsing vildi fá vélina aftur á grundvelli vanskila en dómurinn taldi verulegan vafa leika á réttmæti niður-stöðu Lýsingar. -óhþ

Starf s loka samnings-kóngur snýr afturAxel Gíslason, fyrrverandi for-stjóri VÍS, sem gekk út með 200 milljóna króna starfslokasamn-ing árið 2002 þegar Finnur Ingólfsson sett-ist í forstjórastólinn, er kominn aftur inn í félagið. Hann var kjörinn stjórnarformaður vátryggingarisans á stjórnarfundi í vikunni en ný stjórn var kjörin á hluthafafundi fyrr í mánuðinum. Axel var forstjóri VÍS frá stofnun þess árið 1989 til ársins 2002. Starfslokasamningur hans var á þeim tíma einsdæmi. -óhþ

12 Tónar með verslun í Hörpu

Í vikunni var skrifað undir samning þess efnis að 12 Tónar muni reka tónlistarversl-un næstu sjö árin í tónlistar- og ráðstefnu-húsinu Hörpunni. Í fréttatilkynningu segir Lárus Jóhannesson, stjórnarformaður 12 Tóna, að beðið hafi verið lengi eftir þeim degi að nýtt tónlistarhús risi í Reykjavík og að fyrirtækið sé ánægt og stolt af að fá að taka þátt í því. „Nýja búðin mun bjóða upp á besta úrval tónlistar á landinu og verða flaggskip íslenskrar tónlistar,“ segir Lárus í tilkynningunni. -óhþ

VeggjÖld Ögmundur jónasson fundar með sVeitarstjórnarmÖnnum

Fyrir mitt leyti vil ég heldur sjá hringtorg en mislæg gatna-mót, verði það til þess að ekki þurfi að rukka veggjöld.

Ögmundur leggst yfir hugmyndir um veggjöldAldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segir veggjöld óásættanleg. Hún vill heldur hring-torg og lengri tíma í framkvæmdir en að sett verði á sérstök gjöld fyrir að aka á milli bæjarins og borgarinnar. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru sáttir við að losna við áhættuna af rekstri veganna.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, afþakkar veggjöld.

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra ætlar að funda eftir áramót með sveitarstjórnarfulltrúum á Suðurlandi um veggjöld og vegaframkvæmdir.

Jóla- og nýárskveðjur

8 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 9: 23. desember 2010

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla

24. desemberOpið til 16:00 í Skeifunni og GarðabæOpið 09:00 - 15:00 í SmáralindOpið 09:00 - 14:00 í Holtagörðum, Kringlunni, Spöng, Eiðistorgi og á Akureyri Opið 09:00 - 12:00 í Borgarnesi og Njarðvík

25. desemberLOKAÐ 26.desemberOpið frá kl.11:00 í Skeifunni og GarðabæAðrar verslanir – Lokað 27.desemberOpið allan sólarhringinn í Skeifunni og GarðabæOpið 11:00 – 20:00 í Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind, Spöng, Eiðistorgi og á AkureyriOpið 12:00 – 18:00 í Borgarnesi og Njarðvík

Gleðileg Jól

Opnunartími verslana:

Einfalt að skila og skipta!

Nánari upplýsingar um opnunartímann má finna inn á www.hagkaup.is

Page 10: 23. desember 2010

Íslensk framleiðsla

Hollur hátíðarmaturFylltur kalkúnn fullkomnar veisluna.Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á www.kalkunn.is

Skálholt. Nýr vígslu-biskup verður valinn á útmánuðum.

Vígslubiskupskjör Ferlið tekur nokkra mánuði

Nýr vígslubiskup líklega vígður á SkálholtshátíðReiknað með að arftaki Sigurðar Sigurðarsonar verði valinn á útmánuðum

r eiknað er með því að nýr vígslubiskup í Skálholti verði valinn á útmánuðum

og að vígsla fari fram í tengslum við Skálholtshátíð í júlí, þótt það liggi ekki endanlega fyrir. Kjörnefnd stýrir ferli kosninganna en hún kemur væntanlega saman í janúar. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, lést í nóvember.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefnisstjóri á upplýsingasviði á Biskupsstofu, segir kosningaferlið taka nokkra mánuði en kjörgeng-ur til embættis biskups Íslands og vígslubiskups er hver guðfræði-kandídat sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prestur í þjóðkirkjunni. Kosningarétt eiga biskup, vígslubiskup, prestar og guðfræðimenntaðir kennarar guð-fræðideildar, auk tilgreindra leik-

manna. Fara þarf yfir kjörskrá en þótt allir guðfræðikandídatar séu í raun í kjöri segir reynsla og hefð að ákveðnir aðilar láti vita af sér, gefi kost á sér til embættisins. Kosn-ingabaráttan fer síðan fram með kynningu þeirra. Steinunn Arn-þrúður nefndi sem dæmi að í síð-asta vali vígslubiskups, þ.e. á Hól-um, hefðu fjórir gefið kost á sér en tveir kepptu síðan um embættið í annarri umferð.

Til vígslubiskupsstarfa veljast að jafnaði reyndir prestar eða guðfræð-ingar, menn sem njóta trausts, að sögn Steinunnar Arnþrúðar.

Vígslubiskup er staðgengill bisk-ups. Því hlutverki gegnir sá vígslu-biskupanna tveggja sem eldri er að vígslu, sem áður var Sigurður Sig-urðarson í Skálholti en er nú Jón Aðalsteinn Baldvinsson á Hólum.

Vigslubiskupar gegna enn fremur ákveðnum stjórnunarstörfum sem biskup felur þeim. Þeir eru leið-togar prestanna í biskupsembætt-inu og koma t.d. að deilumálum ef upp koma en fyrsta skref í slíku er á borði prófasta.

Í síðari umferð kosningar vígslu-biskups á Hólum féllu atkvæði jafnt milli Jóns Aðalsteins Baldvinssonar og Kristjáns Vals Ingólfssonar. Sam-kvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa kom það í hlut kirkjumálaráðherra, sem þá var Sólveig Pétursdóttir, að veita embættið. Enn hafa engin nöfn verið nefnd í tengslum við arftaka Sigurðar Sigurðarsonar í Skálholti.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Vígslubiskup er staðgengill biskups og gegnir ákveðnum stjórnunar-störfum sem biskup felur honum.

kópaVogur mikill áhugi á Þorrasölum

Íbúðir seldar í óbyggðri blokkÞriðjungur þrjátíu og tveggja íbúða fjölbýlishúss við Þorrasali í Kópa-vogi er þegar seldur. „Ég held að þetta sé fyrsta framkvæmdin sem fer af stað eftir hrun,“ segir Frí-mann Frímannsson, einn eigenda Leigugarða. Hann segir spurt eftir litlum, nýjum, vel staðsettum íbúð-um á markaðnum en þessar séu á bilinu 80 til 100 fermetrar að stærð. Fyrirtækið hafi ekki auglýst þær til sölu heldur hafi fólk fregnað af byggingunni og falast eftir íbúð-unum.

„Um leið og vaxtakerfið breytist

og fólk þorir að taka lán mun vanta húsnæði hérna, og þá sérstaklega íbúðir af þessari stærð,“ segir hann. Um tíu starfsmenn vinna að bygg-ingunni um þessar mundir.

Gleðileg tíðindi„Þetta kemur á óvart og er gleðilegt að heyra,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteigna-sala. Hann segir sölu minni eigna hafa gengið þokkalega og tekur undir orð Frímanns um vaxtakjörin og að íbúðir í þessari stærð, sem og minni, fari oft fljótt.

„Það er alveg ljóst að það vantar þrjá til fjóra árganga inn á markað-inn og þetta yngra fólk bíður vart mikið lengur með fyrstu kaup sín,“ segir hann. „Það er ein skýring þess að við sjáum aukna eftirspurn eftir þessari stærð af íbúðum.

Ágúst Friðgeirsson húsasmíða-meistari er aðaleigandi Leigugarða og er Árni Geir Magnússon meðeig-andi ásamt Frímanni.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

[email protected]

LAUGAVEGUR 56

Ég fékk líka gjöfMerkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11

www.soleyogfelagar.is

10 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 11: 23. desember 2010

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

40

08

4

Gleðilega hátíð!

Við óskum starfsfólki okkar, nágrönnum og Íslendingum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

VIð þökkum árangursríka samvinnu á liðnum árum og hlökkum til að taka þátt í kraftmiklu

samstarfi við uppbyggingu atvinnulífs og verðmætasköpun á Íslandi á nýju ári.

VERÐMÆTUR KRAFTUR

Page 12: 23. desember 2010

20%afsláttur

Fyllt með trönuberjum, Camembert og villisveppum

Fyllt með grænum eplum, kanil og myntu

Þetta eina sanna

Við gerum meira fyrir þig

SNEIDDUR

MEÐ SÚKKULAÐITILBÚINN TIL

FYRIR

OG KARAMELLUFYLLINGAR

SÆLKERANA

VIÐ MÆLUM MEÐ

FJÖLBREYTT ÚRVAL

AF FERSKUM ÁVÖXTUM

OG KRYDDJURTUM

OPAL SEAFOODREYKTUR OG GRAFINN LAX

KR./PK.

1798

FREYJUHRÍSFLÓÐ

KR./PK.

489

EMMESSJÓLASVEINAÍS, 1,5 L

KR./PK.

679KOFOED’SGÆÐASINNEP4 TEGUNDIR

KR./STK.

539KR./KG5398

ÍSLENSKARUNGNAUTALUNDIR

KR./KG2798LAMBAHRYGGURÚRBEINAÐUR

KR./KG958GRÍSAHRYGGURMEÐ PÖRU

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

HNETUSTEIK

KR./KG1498SÓLFUGLKALKÚNABRINGAFERSK

KR./KG3198

GRÍSABÓGURHRINGSKORINN

KR./KG598LAXAFLÖKBEINHREINSUÐ

KR./KG1998

REYKTGRÍSALÆRI

KR./KG798

NÓATÚNSHAMBORGARHRYGGUR

KR./KG

15981998

FYLLTLAMBAFILE

KR./KG

3998

HÁTÍÐAR-LAMBALÆRINÓATÚNS, 2010

KR./KG

21981198

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI Úrval, gæði

og þjónustaí Nóatúni

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

TOBLERONEFRUIT & NUT, 100 G

KR./STK.

28824. des. Aðfangadagur Opið til kl. 16:00

25. des. Jóladagur lOkAð

26. des. Annar í jólum Opið Frá kl. 11:00

31. des. Gamlársdagur Opið til kl. 16:00

01. jan. Nýársdagur lOkAð

02. jan. Sunnudagur OpNum kl. 24:00

ÍSlENSktkJÖt

HÚSAVÍKURHANGILÆRI

KR./KG2498 BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

VEISLUOSTAR3 TEGUNDIR

10%afsláttur

NÝTT

ÓDÝR

Í NÓATÚNI

HÁTÍÐARSTEIK

n o a t u n . i s Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Page 13: 23. desember 2010

20%afsláttur

Fyllt með trönuberjum, Camembert og villisveppum

Fyllt með grænum eplum, kanil og myntu

Þetta eina sanna

Við gerum meira fyrir þig

SNEIDDUR

MEÐ SÚKKULAÐITILBÚINN TIL

FYRIR

OG KARAMELLUFYLLINGAR

SÆLKERANA

VIÐ MÆLUM MEÐ

FJÖLBREYTT ÚRVAL

AF FERSKUM ÁVÖXTUM

OG KRYDDJURTUM

OPAL SEAFOODREYKTUR OG GRAFINN LAX

KR./PK.

1798

FREYJUHRÍSFLÓÐ

KR./PK.

489

EMMESSJÓLASVEINAÍS, 1,5 L

KR./PK.

679KOFOED’SGÆÐASINNEP4 TEGUNDIR

KR./STK.

539KR./KG5398

ÍSLENSKARUNGNAUTALUNDIR

KR./KG2798LAMBAHRYGGURÚRBEINAÐUR

KR./KG958GRÍSAHRYGGURMEÐ PÖRU

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

ÍSlENSktkJÖt

HNETUSTEIK

KR./KG1498SÓLFUGLKALKÚNABRINGAFERSK

KR./KG3198

GRÍSABÓGURHRINGSKORINN

KR./KG598LAXAFLÖKBEINHREINSUÐ

KR./KG1998

REYKTGRÍSALÆRI

KR./KG798

NÓATÚNSHAMBORGARHRYGGUR

KR./KG

15981998

FYLLTLAMBAFILE

KR./KG

3998

HÁTÍÐAR-LAMBALÆRINÓATÚNS, 2010

KR./KG

21981198

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI Úrval, gæði

og þjónustaí Nóatúni

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

TOBLERONEFRUIT & NUT, 100 G

KR./STK.

28824. des. Aðfangadagur Opið til kl. 16:00

25. des. Jóladagur lOkAð

26. des. Annar í jólum Opið Frá kl. 11:00

31. des. Gamlársdagur Opið til kl. 16:00

01. jan. Nýársdagur lOkAð

02. jan. Sunnudagur OpNum kl. 24:00

ÍSlENSktkJÖt

HÚSAVÍKURHANGILÆRI

KR./KG2498 BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

VEISLUOSTAR3 TEGUNDIR

10%afsláttur

NÝTT

ÓDÝR

Í NÓATÚNI

HÁTÍÐARSTEIK

n o a t u n . i s Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Page 14: 23. desember 2010

Þ étting byggðar hefur lengi verið keppikefli enda hefur höfuðborgarsvæðið þanist

út. Á því eru gisin svæði og hrein atvinnusvæði inn á milli. Sumum þeirra fylgir sóðaskapur og drasl. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur skorið upp herör gegn drasli á at-vinnulóðum á Kársnesi en hvernig horfir málið við í höfuðborginni? Gísli Marteinn Baldursson, borgar-fulltrúi í Reykjavík, hefur sérmennt-að sig í borgarfræðum. Hann segir borgaryfirvöld sammála um, sama hvar menn standa í flokki, að þétta byggð og blanda íbúðabyggð við þau atvinnuhverfi sem fyrir eru og þegar langt inni í borg. Það þurfi hins vegar kjark til því auðveldara sé að byggja ný hverfi en þétta þá byggð sem fyrir er. Stefnan hefur þó verið mörkuð.

Blöndun íbúðabyggðar og at-vinnusvæða það sem koma skal„Við erum að byggja upp nýtt at-vinnuhverfi á Hólmsheiði,“ segir Gísli Marteinn. „Það er byggt allt öðruvísi en öll önnur atvinnuhverfi hafa verið byggð upp. Þar verður meiri gróður og um leið lagðar á miklu meiri kvað-ir um frágang á umhverfi. Þrátt fyrir að þarna verði iðnaður verða gerðar kröfur um að menn gangi snyrtilega um og hafi hreint í kringum sig.

Á sama tíma erum við með hug-myndir um það sem áður hét iðngarð-ar í Skeifunni, að þar verði mannvæn-legt umhverfi og gott. Tillögur eru um að láta Skeifuna ganga í endur-nýjun lífdaga þar sem fólk getur búið en þar verði einnig atvinnustarfsemi. Við munum breyta deiliskipulagi svæðisins þannig að eigendur húsa þar hafi rétt á að stækka þau eða rífa og byggja ný en áfram verði verslun og þjónusta í hverfinu. Atvinnustarf-semi gæti því verið á neðstu hæð-unum en íbúðir þar fyrir ofan,“ segir Gísli Marteinn.

Hann segir að þessi þróun eigi sér stað um allan heim og þekkt er

m.a. hvernig pakkhúsum hefur verið breytt í dýrt og eftirsótt íbúðarhús-næði í Kaupmannahöfn. „Það er víða verið að breyta iðnaðarsvæðum í blandaða byggð. Þetta er það sem við viljum gera í Reykjavík, hvort sem við horfum til Skeifunnar, Örfiriseyj-ar eða annarra svæða í borginni þar sem verið hefur iðnaðar- eða atvinnu-starfsemi, en í staðinn fyrir að ýta þeirri atvinnustarfsemi burt viljum við frekar fá blandaða byggð íbúðar-húsnæðis og atvinnustarfsemi.

Þetta gildir um Súðarvoginn og ef farið er yfir Elliðaárósa upp á Höfð-ann. Þar eru hverfi sem verið hafa iðnaðarhverfi en Reykjavíkurborg stefnir að því að breyta öllu skipu-lagi og bjóða þeim sem þar eru með atvinnustarfsemi nýtt atvinnusvæði. Þessi svæði voru í upphafi í útjaðri byggðar en eru nú komin inn í miðja borg. Sá iðnaður sem er mengandi eða þarf meira pláss fær nýja að-stöðu, t.d. á Hólmsheiði, en um leið verður blönduð byggð í þessum fyrr-verandi iðnaðarhverfum. Þar nefni ég svæði eins og Skeifuna, Örfirisey, Höfðann, Vogana nálægt höfninni og svo framvegis.“

Uppbygging á brúnum svæðum fremur en grænum„Það má segja að þetta sé tvíþætt. Í fyrsta lagi tökum við svæði sem á ensku eru nefnd „Brown Fields“ eða brún svæði og reynum að byggja á þeim fremur en grænum svæðum. Það þýðir að í stað þess að endalaust sé verið að brjóta lönd undir nýja byggð í austri reynum við frekar að taka svæði sem eru þegar inni í borginni, þar sem allt kerfi er þegar til staðar, vegakerfi, almenningssam-göngur, vatns-, hita- og raflagnir. Þar verður blönduð byggð þar sem fólk getur búið áfram en grænu svæðin verða áfram græn. Hins vegar þarf að finna stað fyrir atvinnulíf til að byggj-ast upp og þar kemur Hólmsheiðin inn. Skipulag þess svæðis er tilbúið.

Þegar menn vilja fara af stað er allt til reiðu,“ segir Gísli Marteinn.

Borgarfulltrúinn kannast við það að gamalt drasl safnist fyrir á at-vinnulóðum. Hann segir borgina og fyrirtækin þó í langflestum tilvikum eiga jákvætt og uppbyggilegt sam-starf. Heilbrigðiseftirlitið fylgist með málum og ákveðin starfsleyfi gildi fyrir fyrirtækin.

„Við það að breyta gömlum atvinnusvæðum í blandaða byggð verður krafan enn ríkari um góðan frágang, þ.e. þegar hverfin eru t.d. líka orðin skólahverfi. Þá fer mengandi iðnaður annað en hreinni iðnaður og þjónusta heldur áfram sem atvinnulífið í hverfunum. Þetta á að geta spilað saman. Við viljum byggja upp borg þar sem vegalengdir til að sækja vinnu eru ekki miklar. Þétting byggðar er því nákvæmlega það sem við viljum gera,“ segir Gísli Marteinn.

Hann tekur dæmi af hafnarhverf-um borga erlendis sem séu geysi-lega vinsæl. Sama gildi um hverfi þar sem sjúkrahús hafi verið flutt úr miðborgum eins og gert hefur verið í Edinborg og fleiri borgum. „Eftir-spurn eftir íbúðum í slíkum hverfum

er mjög mikil og það er ekki skrýtið því að fólk er að flytja inn í nýtt hús-næði í grónu hverfi,“ segir hann.

Stjórnmálamenn hafa verið of kjarklausir„Allar kannanir sýna að þetta er það sem fólk vill helst gera. Ég þekki þetta vel eftir að hafa alist upp í Breiðholti. Í nýju hverfi eru hlutirnir lengi að gerast. Í gömlum hverfum eru leiksvæðin þegar til staðar. Þar eru íþróttafélögin með allri þeirri uppbyggingu sem þeim fylgir og jafnvel stór útivistarsvæði. Sá sem flytur á morgun í Skeifuna er í næsta nágrenni við Laugardalinn, stærsta útivistarsvæði borgarinnar. Strætis-vagn fer fram hjá hverfinu á þriggja mínútna fresti eftir Miklubrautinni. Íbúinn þarf ekki að bíða árum saman eftir að borgin standi við sitt í upp-byggingunni. Kerfi borgarinnar er þegar fyrir hendi.

Menn eru í orði kveðnu sammála um þetta, hvar í flokki sem þeir standa, en það er miklu erfiðara að þétta byggð en búa til nýtt hverfi utan þeirrar byggðar sem fyrir er. Ef þétta á byggðina inni á einhverju svæði eru

Iðnaðarhverfi ganga í endurnýjun lífdagaÍbúðabyggð mun þróast inn í gömul iðnaðar- og atvinnuhverfi borgarinnar, Skeifuna, Örfirisey, hafnarhverfi Voganna og Höfðahverfið. Jónas Haraldsson ræddi við Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa sem hefur sérmenntað sig í borgarfræðum.

Í stað þess að endalaust sé verið að brjóta lönd undir nýja byggð í austri reynum við frekar að taka svæði sem eru þegar inni í byggðinni.

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Það er miklu erfiðara að þétta byggð en búa til nýtt hverfi utan þeirrar byggðar sem fyrir er. Þétting og blöndun íbúðabyggðar og atvinnu-hverfa er hins vegar rétta leiðin.

Þétting byggðar í borginni er hin rétta leið, að mati Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Íbúðabyggð færist því inn í gömul iðnaðar- og atvinnuhverfi með auknum kröfum um frágang á umhverfi.

Vogarnir, nálægt hafnarsvæði Reykjavíkur, hafa verið atvinnusvæði. Víða erlendis hefur íbúðabyggð bæst inn í slík hverfi og íbúðir þar orðið afar eftirsóttar.

Framhald á bls. 16

14 úttekt Helgin 23.-26. desember 2010

Page 15: 23. desember 2010

Miðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói er opin alla virka daga kl. 9-17 og fram að tónleikum á tónleikadegi

Á tónleikunum hljómar sígild Vínartónlist úr ýmsum áttum – m.a. Kampavínspolkinn, Dónárvalsinn sívínsæli og atriði úr Leðurblökunni. Hanna Dóra Sturludóttir syngur með hljómsveitinni og er viðbúið að hún gleðji tónleikagesti með hrífandi framkomu. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar S.Í. enda vart hægt að hugsa sér ljúfari upptakt að nýju ári. Tryggðu þér miða á þessa einstöku tónleika.

Mið. 05.01.11 » 19:30Fim. 06.01.11 » 19:30Fös. 07.01.11 » 19:30 Örfá sæti laus

Lau. 08.01.11 » 17:00 Örfá sæti laus

Árið hefst á Vínartónleikum!

Graeme Jenkins hljómsveitarstjóriHanna Dóra Sturludóttir einsöngvari

Gjafakort á Vínartónleikana er tilvalin jólagjöf. Komdu við hjá okkur í Háskólabíói eða hafðu samband í síma 545 2500.

Page 16: 23. desember 2010

Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr.

Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr.

Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr.

Góður ís á frábæru verði í Bónus

BÝÐUR BETUR

Umsjónarað-ilar atvinnu-lóða á Kárs-nesi, vestast í Kópavogi, eru hvattir til þess „að gera hreint fyrir sínum dyrum“, eins og segir í dreifibréfi Guðrúnar Pálsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, fyrr í þessum mán-uði. Í bréfinu segir:

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.

Dreifibréf bæjarstjóra Kópavogs

„Að gera hreint fyrir sínum dyrum“

„Kæri viðtakandi,Gerð hefur verið úttekt á umgengni á at-

vinnusvæðinu á Kársnesi en það afmarkast af

Kársnesbraut, Vesturvör og Bryggjuvör. Víða

er umgengni því miður mjög ábótavant og

langt frá því að vera til fyrirmyndar. Í gegnum

tíðina hefur alls konar einskisnýtum hlutum,

dóti og drasli verið safnað saman á svæðinu

sem mikil lýti er af og ekki bjóðandi okkar

ágæta bæjarfélagi. Það þarf að taka til.

Vilji er til þess að bæjaryfirvöld, íbúar

og atvinnurekendur á svæðinu taki hönd-

um saman á næstu vikum og mánuðum og

hreinsi svæðið. Setjum okkur það markmið

að átakinu verði lokið í mars 2011.

Ég vil vekja athygli á að fyrirtækin Fura

í Hafnarfirði og Hringrás í Reykjavík taka

við bílhræjum og járni til förgunar. Þá er á

geymslusvæðinu við Straumsvík í Hafnarfirði

hægt að geyma hluti sem nýta á síðar.

Tökum nú höndum saman. Bætum um-

gengni á atvinnusvæðum Kársness.“

margir hagsmunaaðilar þar fyrir á fleti. Það geta verið atvinnurek-endur eða íbúar í nærliggjandi hverfum sem hafa áhyggjur af því að umferð aukist í gegnum þeirra hverfi. Það að gera þetta með þess-um hætti, sem er hinn rétti, krefst miklu meira samráðs og samstarfs við borgarbúa. Einhverjir verða óánægðir en hagsmunir heildar-innar verða að ráða. Stundum hafa stjórnmálamenn verið of kjarklaus-ir til að fara út í svona aðgerðir þótt þeir viti að leiðin sé sú rétta,“ segir Gísli Marteinn.

Okkar að stytta vegalengd-irnarGísli Marteinn segir flest fólk sammála um að gott sé að þétta byggð en margir hræðist breyt-ingu á því umhverfi sem þeir búa í eða nágrenni þess. Hann segir að sveitarfélögin á höfuðborgar-svæðinu séu svolítið sitt í hverju horninu þegar að þessum málum kemur en þó ræði menn saman. Til sé svæðisskipulag höfuðborgar-

svæðisins og samtök sveitar-félaganna þar sem menn hittist reglulega og ræði mikið saman. Samstarf sé til dæmis um strætó, Sorpu og slökkvilið. „Það er líka ákveðin óformleg verkaskipting,“ segir Gísli Marteinn. „Við erum til dæmis ekki að reyna að bjóða upp á sömu hluti og Kópavogur eða Mosfellsbær. Reykjavík er eina borgin á þessu svæði og við getum boðið fólki að búa frekar þétt en þá í miklu návígi við mannlíf og menningu, þ.e. borgarumhverfi þar sem til dæmis stutt er að fara í vinnu. Aðrir vilja hafa þetta öðru-vísi og þá geta til dæmis Kópa-vogur eða Mosfellsbær boðið slíkt, eins konar sveit í bæ.

Í þéttri borgarbyggðinni ríður á að almenningssamgöngur séu góðar. Kannanir sýna að fólk langar til að geta gengið og hjólað sumar ferðir sínar. Það er okkar að tryggja að það sé hægt. Það gerum við meðal annars með því að stytta vegalengdirnar.“

Tillögur eru um að láta Skeifuna ganga í endurnýjun lífdaga þar sem fólk getur búið en þar verði einnig atvinnustarfsemi.

Helgin 23.-26. desember 2010

Page 17: 23. desember 2010

VerkfæralagerinnSmáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected]ð: 22. des. kl. 9-22, 23. des. kl. 9-23 og 24. des. kl. 10-13.

16 ára

JÓLAGJÖFIN EKKERT MÁL!

Myndlistavörur

í miklu úrvali

Vinnustóll 5 hjólam/bakkaKr. 9.995

Gólftrönur CountryKr. 11.990

Acryllitir 75 ml Kr. 480Acryllitir 200 ml Kr. 985

Acrýllitir 400 mlKr. 1.540

Olíulitasett 12X12 ml,18X12 ml & 24X12 ml

Frá kr. 570

Acryl-/Olíu-/ VatnslitapjöldFrá kr. 335

Acryl litasett 12X12 ml, 18X12 ml & 24X12 ml

Frá kr. 595

Loftdæla 12V 30LKr. 8.995. Starttæki 12V

900AmpKr. 14.995

BorðtrönurKr. 4.890

Gólftrönur DorsetKr. 5.495

Höggborvél 500WKr. 2.395

Bílabónvél 110W 240mm

Kr. 4.995Slípirokkur 500W

115mmKr. 2.995

StrigarFrá kr. 195

Hleðsluskrúfjárnm/fylgihlutum

Kr. 2.370

Föndurfræsarim/fylgihlutum

Kr. 3.480

Smergel + Bandslípivél

Kr. 9.895

SúluborvélMargar gerðirFrá kr. 15.995

Loftpressa 236L24L kútur 8 Bör

Kr. 29.985Topplyklasett Kr. 6.995Ótal gerðir frá kr. 795

Fjölbreitt úrval af hand- & rafmagns-verkfærum

Ógrynni af einskis nýtu drasliLóðarhafar fá frest fram í mars til að taka til. Sumt af draslinu hefur verið svo lengi óhreyft að það þekkist af loftmyndum. Hvatningarbréfi bæjar-stjóra verður fylgt eftir í janúar en þó í góðu, að sögn Birgis Hlyns Sigurðssonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs.

Á stand sumra atvinnulóða á Kársnesi, vestast í Kópa-vogi, er ekki viðunandi. Þar

ægir saman alls kyns drasli sem jafnvel hefur verið óhreyft á lóð-unum árum saman. Guðrún Páls-dóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hefur hvatt til þess að bæjaryfirvöld, íbú-ar og atvinnurekendur á Kársnesi taki höndum saman á næstu vikum og mánuðum og hreinsi til á þessu svæði, þ.e. á þeim hluta Kársness sem afmarkast af Kársnesbraut, Vesturvör og Bryggjuvör.

Bæjarstjórinn leggur til í dreifi-bréfi til umsjónarmanna atvinnu-lóða á Kársnesi, sem birt er ann-ars staðar í þessari samantekt, að hreinsunarátakinu verði lokið í mars 2011.

Skipulags- og umhverfissvið bæj-arins hefur gert úttekt á umræddu svæði og telur að umgengninni sé mjög ábótavant. Alls kyns einskis nýtum hlutum, dóti og drasli hefur verið safnað þar saman sem ekki er bjóðandi bæjarfélaginu. Birgir Hlynur Sigurðsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópa-vogs, segir að þarna hafi safnast saman ógrynni af drasli sem eng-inn hafi ánægju af að horfa á. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi bæjaryfirvöld í Kópavogi tekið á þessum málum. Þá hafi orðið mikil breyting til batnaðar en nú sé farið að safnast mikið fyrir aftur. Hann segir bæjaryfirvöld ætla sér að

ræða við menn í góðu en ekki beita viðurlögum. Bréfi bæjarstjóra verði fylgt eftir fljótlega upp úr áramótum með öðru bréfi þar sem þörfin sé brýnust.

„Ég reikna með að við boðum viðkomandi aðila til skrafs og ráða-gerða við skipulags- og umhverfis-svið þar sem farið verður yfir það sem þarf að laga. Við gefum okkur að þetta verði komið í þokkalega gott stand í lok mars,“ segir Birgir. Hann reiknar síður með að bærinn leggi til tæki til verksins nema fyrir-tækin greiði sérstaklega fyrir það enda sé mest af draslinu innan lóð-armarka fyrirtækjanna.

„Í úttekt skipulags- og umhverfis-sviðs á þessu svæði, þ.e. Vesturvör, Bakkavör og Hafnarbraut, notuðum við bæði ljósmyndir og loftmyndir af svæðinu. Við auðkenndum þessar lóðir enda er þetta drasl búið að vera þarna svo lengi að það er þekkjan-legt á loftmyndum,“ segir Birgir. „Á þessu gamla atvinnusvæði leynist þetta dót sem við viljum burt en þarna verður áfram atvinnustarf-semi. Það var unnið að því áður að þarna yrði blönduð byggð en þau áform liggja niðri í bili,“ segir hann enn fremur en bendir jafnframt á að sóðaskapur og drasl á lóðum þarna sé ekki algilt. Inni á milli séu snyrti-legar lóðir.

Birgir segir að annað iðnaðar-hverfi í Kópavogi, þ.e. Smiðjuhverf-ið austar í bænum, sé í betra ástandi

en ef vel takist til á Kársnesinu geti verið að bæjaryfirvöld líti einnig til þess sem betur má fara þar.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur sent lóðarhöfum fyrirtækjalóða á Kársnesi dreifibréf þar sem skorað er á þá að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ljósmyndir/Hari

Draslið hefur sums staðar legið svo lengi óhreyft að það þekkist af loft-

myndum. Lóðarhöfum gefst tími fram í mars til þess að koma draslinu burt.

úttekt 17 Helgin 23.-26. desember 2010

Page 18: 23. desember 2010

fyrst og fremst ódýrt

kronan.is KÍKTU Á

– meira fyrir minnaSjá opnunartíma verslana Krónunnar

á www.kronan.is

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Gjafakort Krónunnar fæst á www.kronan.is

GjafaKorT

1559kr.kg

Verð áður 2598 kr.Grísalundir

958kr.kg

Verð áður 1198 kr.Grísahryggur m/pöru

20%afsláttur 40%

afsláttur

oPIÐTIL KL. 23 Í KVÖLD 8 lítrar

Coca-Colaog 1 DVD

20%afsláttur

989kr.kg

Krónu hamborgarhryggur

Sólfugl, kalkúnabringa, fersk3198 kr.

kg

1949kr.kg

Verð áður 2998 kr.ÍM hangilæri, úrbeinað

2398kr.kg

Verð áður 2998 kr.Sambands hangilæri, úrbeinað

35%afsláttur

8 lítrar Coka-Cola og 1 DVDkr.1198

Krónu ostakaka698 kr.

stk.

Mackintosh, 900 g1386 kr.

pk.

fErSKToG GoTT

opal Seafood reyktur og grafinn lax, í sneiðum

1798 kr.pk.

Ungnautalund, erlend3998 kr.

kg

Grísabógur, hringskorinn598kr.

kg

Móa veislufugl með fyllingu1395 kr.

kg

Vífilfell Hátíðarappelsín,2 l

149 kr.stk.

Lambalæri1258 kr.

kg2968 kr.kg

Verð áður 3498 kr.Lambafille m/fiturönd

15%afsláttur

Page 19: 23. desember 2010

fyrst og fremst ódýrt

kronan.is KÍKTU Á

– meira fyrir minnaSjá opnunartíma verslana Krónunnar

á www.kronan.is

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

Gjafakort Krónunnar fæst á www.kronan.is

GjafaKorT

1559kr.kg

Verð áður 2598 kr.Grísalundir

958kr.kg

Verð áður 1198 kr.Grísahryggur m/pöru

20%afsláttur 40%

afsláttur

oPIÐTIL KL. 23 Í KVÖLD 8 lítrar

Coca-Colaog 1 DVD

20%afsláttur

989kr.kg

Krónu hamborgarhryggur

Sólfugl, kalkúnabringa, fersk3198 kr.

kg

1949kr.kg

Verð áður 2998 kr.ÍM hangilæri, úrbeinað

2398kr.kg

Verð áður 2998 kr.Sambands hangilæri, úrbeinað

35%afsláttur

8 lítrar Coka-Cola og 1 DVDkr.1198

Krónu ostakaka698 kr.

stk.

Mackintosh, 900 g1386 kr.

pk.

fErSKToG GoTT

opal Seafood reyktur og grafinn lax, í sneiðum

1798 kr.pk.

Ungnautalund, erlend3998 kr.

kg

Grísabógur, hringskorinn598kr.

kg

Móa veislufugl með fyllingu1395 kr.

kg

Vífilfell Hátíðarappelsín,2 l

149 kr.stk.

Lambalæri1258 kr.

kg2968 kr.kg

Verð áður 3498 kr.Lambafille m/fiturönd

15%afsláttur

Page 20: 23. desember 2010

Íslensk framleiðsla

Hollur hátíðarmaturFylltur kalkúnn fullkomnar veisluna.Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á www.kalkunn.is

Þ etta er eins konar óður til sveitarinnar og fólksins þar, augnablik sem ég hef verið við-staddur,“ segir Hrafn um bókina og mynd-

irnar sem hana prýða. Hrafn hefur áður skrifað um Árneshrepp í bókinni Þar sem vegurinn endar en nú eru það myndirnar sem tala. Þær eru teknar á síðustu þremur árum og sýna sveitunga Hrafns í leik og starfi í hinni stórbrotnu náttúru á Strönd-um. „Ég var með myndavélina á lofti á öllum árs-tímum og fylgdist með sveitungum mínum í leik

og starfi þannig að bókin gefur vonandi svolítið góða mynd af búsetunni við ysta haf.“

Hrafn er þekktari sem rithöfundur og blaða-maður en ljósmyndari en ljósmyndaáhuginn hefur ágerst með árunum og honum fannst því tilvalið að hvíla sig á lyklaborðinu og fylla bók af myndum úr því safni sem orðið hefur til hjá honum við dvölina á Ströndum. Hann segist hafa átt því láni að fagna að hafa unnið með mörgum góðum ljósmyndurum gegnum tíðina.

„Íslendingar eiga ótrúlega marga fyrsta flokks ljósmyndara. Ég hef unnið með mörgum snjöllum ljósmyndurum og ætla ekki að bera mig saman við þá, enda er ég aðeins áhugamaður og á mikið ólært. En mér finnst fátt skemmtilegra en að vera á randi með myndavélina, sérstaklega í sveitinni þar sem boðið er upp á sífellda veislu fyrir öll skilningarvit. Mér finnst gaman að taka myndir. Ég er oft vopnaður myndavélinni og hef víst reynt dálítið á þolrifin í vinum mínum fyrir norðan. En fyrir vikið náði ég að klófesta mörg skemmtileg og söguleg augnablik sem lífið býður daglega upp á. Með bókinni vildi ég deila með öðrum upp-lifun minni á sveitinni sem er mér svo kær,“ segir Hrafn. Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árnes-hreppi á Ströndum er seld í bókaverslunum Iðu og Eymundsson auk þess sem fólk getur nálgast hana hjá Hrafni sjálfum símleiðis eða á Facebook.

Fyrir nokkrum árum sneri Hrafn Jökulsson baki við skarkala Reykjavíkurborgar og settist að í afskekktustu sveit landsins í Árneshreppi á Ströndum. Hann var þarna í sveit á sumrin þegar hann var strákur og hefur alla tíð síðan borið sterkar taugar til Stranda. Hann hefur nú ort sveitinni sinni óð, með myndavélina að vopni, í ljósmyndabókinni Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum sem kom út í síðustu viku.

Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík með útilegukind í fanginu. Hún heitir Ill og strauk eitt haustið til að bjarga dætrum sínum frá sláturhúsinu. Það tókst.

Alls konar augnablik við ysta haf

Eldur á Finnbogastöðum. Engu varð bjargað þegar íbúðarhúsið á Finnboga-stöðum varð eldi að bráð 16. júní 2008.

Engin uppgjöf! Daginn eftir brunann á Finnbogastöðum var þjóðhátíðardagur Ís-lendinga. Guðmundur bóndi Þorsteinsson fékk lánaðan fána, því ávallt er flaggað á Finnbogastöðum 17. júní. Örfáum vikum síðar var fyrsta skóflustungan að nýju húsi tekin.

Með bókinni vildi ég deila með öðrum upplifun minni á sveitinni sem er mér svo kær.

Smalastúlka á Ströndum. Árný Björnsdóttir frá Melum stendur vaktina í Veiðileysu. Höfuðbólið Bær í Trékyllisvík á fallegum vetrardegi.

20 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

Page 21: 23. desember 2010

Hafðu sambandsími 444 7000 • frjalsilif.is

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð

af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). IPE er eitt virtasta fagtímarit Evrópu

um lífeyrismál. Árlega veitir tímaritið þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati IPE

hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu.

Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að eignastýring Frjálsa lífeyrissjóðsins hafi gengið vel

þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn aukið gagnsæi í fjárfestingum og eflt

samskipti við sjóðfélaga til að upplýsa þá sem best um stöðu sjóðsins.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 90 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru

rúmlega 40.000. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12%

lágmarksiðgjald og jafnframt hentar hann þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn.

Nánari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn má fá hjá lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á frjalsilif.is.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð

Page 22: 23. desember 2010

2. sætiHandritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson„Virðist ósköp sundurlaust í fyrstu og erfitt yfirferðar, en svo fara brotin að falla saman og úr verður

undirfurðulegur og skemmtilegur sagnaheimur.“ – Egill Helgason.

„Bragi er einhver lúmskasti húmoristi landsins, og þessi bók er listasmíð, stútfull af skemmtilegum sögum og pælingum um bóhemlíf og brostnar vonir.“ – Hrafn Jökulsson.

3. sætiMissir eftir Guðberg Bergsson „Aldraður meistarinn fjallar um ell-ina – sem hann hefur reyndar gert oft áður, allt frá því hann var ungur maður. Ferlega fín lítil skáldsaga.“ – Egill Helgason.

„Hinn hægi dauði líkama og sálar í meitlaðri nóvellu.“ – Páll Baldvin

Baldvinsson.

4. sætiLjósa eftir Kristínu Steinsdóttur „Vandmeðfarin saga sem Kristín hefur slípað og spunnið á hárréttan hátt. Ég vona svo sannarlega að sem flestir gefi sér tíma til að lesa þessa sögu.“ – Bryndís Loftsdóttir.

„Dásamlega vel skrifuð bók og nístandi falleg. Söguefnið er að sönnu átakanlegt en heiðríkjan í frásögninni situr eftir í huga les-andans. Get varla beðið eftir næstu bók Kristínar.“ – Hrafn Jökulsson.

5. sætiBlóðhófnir eftir Gerði Kristnýju„Meitlað meistaraverk sem hefur alla burði til að verða sígilt.“ –

Bryndís Loftsdóttir.

2. sætiSovét-Ísland eftir Þór Whitehead „Nýjar og fróðlegar upplýsingar um starfsemi kommúnista á Íslandi og ekki spillir fyrir að allt saman er þetta mjög spennandi.“ – Kolbrún

Bergþórsdóttir.

„Spennandi og áhugaverð frásögn Þórs Whitehead um hreyfingu kommúnista á Íslandi. Þór heldur því fram að hún hafi verið betur skipulögð og herskárri en margir hafa haldið – rök hans eru býsna sannfærandi. Hvað var til dæmis allt þetta fólk að gera í byltingar-skóla í Moskvu?“ – Egill Helgason.

3. sætiSveppabókin eftir Helga Hallgrímsson„Heillandi grundvallarrit um nátt-úrufræði eftir mann sem hefur lifað og hrærst í faginu. Það er Helgi sjálfur sem hefur uppgötvað stóran hluta sveppanna sem fjallað er um í bókinni og gefið þeim nöfn. Þarna birtist ævistarf merkilegs vísindamanns.“ – Egill Helgason.

4. sætiÞóra biskups og raunir ís-lenskrar embættismannastéttar eftir Sigrúnu Pálsdóttur „Ég var mjög hrifin af þessari bók. Þarna er dregin upp mjög áhrifa-mikil mynd af Þóru og fjölskyldu hennar.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir.

5. sætiBirgir Andrésson – Í íslenskum litum eftir Þröst Helgason„Þetta er einfaldlega afar góð bók um einn okkar merkasta samtíma-listamann.“ – Bryndís Loftsdóttir.

Einnig nefndar:Íslensk barnaorðabók Ingrid Markan, Laufey Leifsdóttir og Anna Cynthia Leplar „Merkileg tilraun sem ætti að vera öllum börnum aðgengi-leg.“ – Páll Baldvin Baldvinsson.

Veiðimenn norðursins eftir Ragnar Axelsson „Stórvirki, upplýsandi texti og flottar myndir – jafnvel í stærra lagi.“ – Páll Baldvin

Baldvinsson.

Rannsóknarskýrsla Alþingis „Aldrei hefur jafn góð bók komið út á vegum íslenska ríkisins ef undan eru skilin Skólaljóðin sem Námsgagna-stofnun gaf út á sínum tíma.“ – Bryndís Loftsdóttir.

Nýlistasafnið 1978-2008 eftir Tinnu Guðmundsdóttur „Mikilvæg heimild um nálæga og hreyfingarmikla tíma í samtímalist.“ – Páll Baldvin Baldvinsson.

Álitsgjafar: Egill HelgasonPáll Baldvin BaldvinssonBryndís LoftsdóttirHrafn Jökulsson Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ómótstæðileg saga um gamlan mannÓmögulegt er að bregða mælistiku á skáldverk og aðrar bækur eða mæla gæði þeirra með öðrum hefðbundnum mælitækjum. Hver lesandi er í raun hinn eini sanni mælikvarði og gæðamatið afar persónubundið. Fréttatíminn fékk nokkra vel þekkta bókaorma, sem hafa legið yfir lestri undanfarnar vikur, til að velja bestu bækur þessa árs úr flokki skáldverka og bóka almenns og fræðilegs efnis að meðtöldum ævisögum. Þessi rannsókn er vitaskuld eins óvísindaleg og hugsast getur en sam-hljómurinn hjá álitsgjöfunum var þó mikill, ekki síst þegar skáldskapurinn er annars vegar og þar þykir Bergsveinn Birgisson eiga bestu bók ársins, Svar við bréfi Helgu.

Besta bók ársins 2010Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson„Sérlega fallegur tónn í þessari frásögn eftir ungan höfund sem er að skrifa um gamlan mann uppi í sveit og er ekki hræddur við að nota skrítið og skemmtilegt orðfæri.“ – Egill Helgason.

„Bergsveinn svarar vel þeim vonum sem fyrsta skáldsaga hans vakti.“ – Páll Baldvin Baldvinsson.

„Dásamleg saga, laus við allsnægta- og kreppuhjal síðasta áratugar. Afar íslenskt verk fyrir utan að vera líka fyndið!“ – Bryndís Loftsdóttir.

„Hver hefði trúað því að skriftamál gamals bónda yrðu efniviður í met-sölubók? Bergsveinn er stílisti af guðs náð og hefur numið af gömlum sagnamönnum, svo úr verður ómótstæðileg saga.“ – Hrafn Jökulsson.

Besta bókin í flokki ævisagna, fræðirita og bóka almenns efnis 2010Gunnar Thoroddsen – Ævisaga eftir Guðna Th. Jóhannesson„Gunnar var áhugaverður maður, barn síns tíma, það var mulið undir hann, hann fékk fínustu embætti og hann var partur af hinu mikla valdakerfi Sjálfstæðisflokksins. Svo komst hann upp á kant við það en náði að verða forsætisráðherra með mikilli kænsku.“ – Egill Helgason.

22 bestu bækur ársins Helgin 23.-26. desember 2010

Page 23: 23. desember 2010

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.isGjöf sem aldrei gleymist!

Gefðu starfsfólki töfrandi jólagjöf sem lifnar við. Gjafakortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningar að eigin vali og rennur aldrei út.

Gjafakort Borgarleikhússins

Page 24: 23. desember 2010

Hvar eru þær nú?

24 drottningar Helgin 23.-26. desember 2010

Þó að fegurðarsamkeppnir séu og hafi lengi verið umdeildar er jafn víst og að lóan kemur á hverju vori að um svipað leyti er ný stúlka krýnd titlinum ungfrú Ísland. Kolbrún Pálsdóttir heyrði í nokkrum stúlkum sem hafa skartað kórónunni og forvitnaðist um hvaða augum þær líta keppnina, þegar þær horfa um öxl, og spurði líka um hvað þær eru að fást við þessa dagana. Ljósmyndir/Hari

„Þetta var reynsla sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Maður lærir fullt á þessari keppni. Ég fékk að ferðast mikið út á þetta og upplifði mikið. En maður er mikið gagnrýndur, bæði á góðan og vondan hátt, og ég reyni að sjálf-sögðu að einblína aðeins á það jákvæða sem fólk hefur að segja. Viðhorf til keppninnar hefur breyst mikið gegnum árin. Hún var alltaf miklu stærri og það er öðruvísi hópur sem sækir nú í þessa keppni en áður. Það mætti jafnvel gera aðeins meira úr henni. Aðrir keppendur sem voru með mér í Miss World fengu til dæmis hús, bíla, þernur og jafn-vel kokka. Ég er kannski ekki að tala um svo mikilfenglegt hérna

„Ég var mjög ánægð með þátttöku mína í þessari keppni. Ég nýtti reynsluna vel og græddi heilmikið á þessu. Ég var mjög hlédræg áður en ég tók þátt í keppninni en það batnaði til muna. Mesta áskor-unin var þó þegar ég fór til Los Angeles að keppa því ég þekkti engan og þurfti að standa á eigin fótum.

Mér finnst því miður vera aðrar áherslur í Ungfrú Ísland í dag en áður og ekki eins mikill glæsileiki yfir keppninni þótt stelpurnar sem keppa séu alltaf jafn flottar. Hvort verið er að reyna að samræma keppnina hér við það sem gildir erlendis, þar sem mikið er lagt upp úr kynþokka og glamúr, veit ég ekki. Mér finnst þó áhuginn á

fegurðarsamkeppnum hérlendis hafa dvínað síðastliðin ár og til dæmis hefur ekki verið keppt um titilinn Ungfrú Suðurnes síðan 2007.Nú er ég bara að einbeita mér að skólanum og vinnunni. Ég vinn sem flugumferðarstjóri á Keflavík-urflugvelli og er í hálfu námi í við-skiptafræði við Háskóla Íslands.“

Sif Aradóttir 25 ára Ungfrú Ísland 2006

Græddi mikið á keppninni

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir 19 ára Ungfrú Ísland 2009

Einblínir á það jákvæða

„Keppnin var allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég lærði að koma fram og mikilvægt var að geta staðið á eigin fótum. Ég var rosalega feimin áður en ég tók þátt í keppninni. Það var kannski svona helsta breytingin. Við stelpurnar úr keppninni höldum miklu sam-bandi og þetta er mjög góður hóp-ur. Keppnin hefur að vissu leyti breyst gegnum tíðina. Líklega eru lagðar aðrar áherslur núna.Ég er að vinna í World Class en fer svo í febrúar til Dúbaí í flug-freyjuna og er mjög spennt fyrir því.“

Alexandra Helga Ívarsdóttir 21 árs Ungfrú Ísland 2008

Feimnin hvarf

heima en það væri hægt að gera eitt-hvað meira.Nú er ég á fullu í skólanum, Fjöl-braut á Akranesi, og er að vinna sem sölufulltrúi hjá snyrtivöruheildsöl-unni Forval. Næsta haust stefni ég á að flytja til London og læra gull- og silfur-smíði.“

Page 25: 23. desember 2010

ÁRA

Page 26: 23. desember 2010

J ulian Assange hlýtur að hafa kunnað að meta ferskt kalt loft-ið í Norfolk eftir að hann eyddi

nokkrum dögum í Wandsworth-fangelsi vegna ásakana um nauðg-anir í Svíþjóð. Honum var sleppt gegn fimmtíu milljóna króna tryggingu á fimmtudaginn í síðustu viku og hélt beint á tíu herbergja sveitasetur sem kallast Ellingham Hall. Þar mun hann verja jólunum sem sérstakur gestur Vaughans Smith, eins af stuðnings-mönnum Wikileaks.

Það er kannski kaldhæðnislegt að á meðan vefsíða Assange hefur birt þúsundir leyniskjala og gert hann að kyndilbera upplýsingafrelsis, hefur hann sjálfur varið einkalíf sitt og for-tíð af miklu offorsi.

Í þessari grein varpar rannsókn Daily Mail nýju ljósi á unglingsár hans; hvernig hans eina barn var ávöxtur sambands við sextán ára stúlku og hvernig hann var handtek-inn með leynileg Pentagon-lykilorð í tölvunni sinni þegar hann var aðeins tvítugur.

Það kemur í ljós að æska hans gæti varla verið ólíkari þeim glæsi-aðbúnaði sem hann býr við á sveita-setrinu.

Assange var alinn upp af móður-inni Christine, sem flaug fyrir skömmu til London frá Ástralíu til að

hitta son sinn. Hann hafði búið í 37 bæjum þegar hann var fjórtán ára og fékk aðallega kennslu heima fyrir. Assange hefur því verið einfari frá barnæsku.

Ekki er vitað hver faðir hans er en fengist hefur staðfest að móðir hans var á flótta undan fyrrum ást-manni sem elti hana á röndum. Á seinni hluta níunda áratugarins bjó Assange ásamt móður sinni og hálf-bróður í litlum steypukofa austur af Melbourne í Ástralíu. Í því friðsama umhverfi komst Assange í kynni við tölvur í fyrsta sinn.

Þegar blaðamenn Daily Mail leituðu uppi kofann komust þeir að því að eigandinn, sem býr í húsi þar við hliðina, átti hann líka fyrir rúmum tuttugu árum þegar Assange steig sín fyrstu skref í tölvuheimi. Hún segir að hann hafi ekki farið mikið út. „Hann eyddi nánast öllum tíma sínum inni með Commodore-tölvunni sinni. Hann fór sjaldan út úr herberginu sínu.“

Julian bjó í eitt ár í steypukofanum og á þeim tíma, átján ára að aldri, kynntist hann sextán ára stúlku úr nágrenninu. Það leið ekki löngu þar til þau hófu samband.

Stuttu síðar fluttist parið í hús skammt frá kofanum. Það stendur nú autt og virðist ekkert vera hirt

um það. Þarna varð ástkona Assange ófrísk. Það skipti hann þó litlu máli því að hann dvaldi öllum stundum í tölvunni við að læra þá list að hakka sig inn í annarra manna tölvur á vefnum sem var í örum vexti.

Kærasta Assange var sautján ára þegar sonur þeirra Daniel fæddist en Assange ku hafa sýnt honum lítinn áhuga. Nágranni þeirra segir að hún hafi nánast alltaf verið ein með barnið, ýtandi því í kerru án þess að faðirinn væri nálægt. „Hún var oft í þvottahúsinu að þvo barnaföt en það var sjaldgæft að sjá hana og kærast-ann hennar saman.“

Parið fluttist í leiguhúsnæði í Melbourne einu eða tveimur árum seinna. Samband þeirra leið undir lok í þessu húsi í október 1991 þegar lögreglan gerði húsleit á heimilinu. Hún fann tölvu og tylft diska með aðgangsorðum að vefsíðum. Á meðal þeirra voru aðgangsorð fyrir sjöundu deild bandaríska flughersins í Penta-gon. Hann var ákærður í nokkrum liðum fyrir tölvuglæpi. Barnsmóðir hans fékk nóg og flúði með barnið.

Brotthvarf mæðginanna hafði mikil áhrif á Assange sem féll í þunglyndi og fór næsta hálfa árið inn og út af sjúkrahúsum í Melbo-urne. Assange og barnsmóðir hans voru ekki formlega gift og hann

Hún fann tölvu og tylft diska með að-gangsorðum að vefsíðum. Á meðal þeirra voru aðgangsorð fyrir sjöundu deild banda-ríska flughers-ins í Penta-gon. Hann var ákærður í nokkrum liðum fyrir tölvuglæpi.

Svipta hulunni af dularfullri ævi AssangeBlaðamenn breska blaðisins Daily Mail hafa undanfarnar vikur reynt að finna út úr því hvað Julian Assange, forsprakki Wikileaks, aðhafðist á sínum yngri árum. Helsta niðurstaðan er sú að hann hafi eignast barn fyrir tvítugt og verið handtekinn vegna gruns um tölvuhakk á sama tíma. Hér fyrir neðan fylgir endursögn úr grein í blaðinu sem birtist á mánudag.

Falsspámaður eða frelsariJulian Assange er langt frá því að vera óumdeildur maður. Ástralski blaðamaðurinn Brendan O’Neill birtir grein í The Australian, stærsta dagblaði Ástralíu, heimalands Assange, þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort Assange sé í raun og veru sá dýrlingur sem margir vilja vera láta. Í greininni gerir hann lítið úr þeirri sannleiks-goðsögn sem Assange er orðinn hjá mörgum og spyr hvað hinn eini sanni sannleikur sé. Hvort það sé sannleikurinn sem Julian Assange breiðir út eða hvort sannleikurinn sé dýpri og verði til við rannsóknir, hugsun og rökræður. Hann biður fólk að hugsa sig um og nota skynsemi og efahyggju áður en það hoppar á vagninn hjá Assange. Hafa skal í huga að The Australian er hægrisinnað blað en hingað til hafa vinstrimenn og frjáslyndir sýnt Wikileaks mestan stuðning á meðan hægrimenn hafa fundið fyrirbærinu flest til forráttu.

hefur lítið tjáð sig um hana fyrir utan í bók einni árið 1997 þar sem hann lýsir henni sem gáfaðri en innhverfri sextán ára stúlku sem hann kynntist í gegnum vin. Eftir að þau skildu að skiptum upphófst forræðisdeila sem endaði níu árum seinna með því að barnsmóðir hans fékk forræði yfir drengnum. Gefið hefur verið í skyn að álagið sem fylgdi forræðisdeilunni sé ástæða gráa hársins.

Assange var ekki dæmdur fyrir tölvuglæpi fyrr en fimm árum eftir að húsleitin fór fram. Hann játaði sekt í 24 ákæruatriðum og þurfti að borga 900 pund í sekt. Dómarinn tók sérstaklega fram að erfið æska Assange væri ástæða þess að hann slyppi svona vel því hann átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Dómarinn tók það jafnframt skýrt fram að líkurnar á að Assange slyppi við dóm ef hann yrði gripinn aftur við tölvuglæpi væru litlar sem engar.

Lítið er vitað hvað Assange aðhafðist á fyrstu árum þessa ára-tugar annað en að hann lærði eðlis-fræði og stærðfræði við háskólann í Melbourne á árunum 2003 til 2006. Sama ár hjálpaði hann til við að setja Wikileaks á laggirnar.

Endursögn úr Daily Mail

26 úttekt Helgin 23.-26. desember 2010

Page 27: 23. desember 2010
Page 28: 23. desember 2010

Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla.Selfoss og Goðafoss í Sundandahöfn 2010.

Gleðileg jól

Page 29: 23. desember 2010

Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla.Selfoss og Goðafoss í Sundandahöfn 2010.

Gleðileg jól

Page 30: 23. desember 2010

Stundum spyr fólk okkur af hverju við séum saman. Eins og það haldi að það hafi verið forvitni í honum að prófa að vera með hvítri konu eða öfugt. Hvorugt okkar var nokkuð að velta húðlit fyrir sér þegar við hittumst. Við vorum bara tvær manneskjur sem felldu hugi saman. Ekkert flóknara en það!

Dísella og Bjartur Lárus, faðirnn var að heiman þegar myndin var tekin.

30 viðtal Helgin 23.-26. desember 2010

Page 31: 23. desember 2010

Dísella er komin heim. Það fer ekkert á milli mála. Íbúð móður hennar á Seltjarnar­nesi er full af barna­

dóti og leikgrind fyllir út í forstofu­holið. „Mamma var að hafa áhyggjur af því að það þyrfti að taka til áður en þú kæmir. En þetta dót er allt eftir mig!“ útskýrir Dísella og hlær. Móð­ir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir, brosir, býður upp á sælgæti og er greinilega allt annað en óánægð með innrás litlu fjölskyldunnar.

Dísella og eiginmaður hennar, Teddy Kernizan, eignuðust sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári, fagur­eygan snáða sem fékk nafnið Bjartur Lárus. Árið 2010 hefur því verið við­burðaríkt að öllu leyti.

„Þetta er búið að vera æðislegt ár! Ég byrjaði á að ljúka sýningum á Ástardrykknum í Íslensku óperunni hérna heima. Fór svo út og eignaðist hann, litla gullmolann minn,“ segir Dísella og horfir á Bjart Lárus þar sem hún situr með hann í fanginu á stofugólfinu.

Aðeins tveimur vikum eftir að Bjartur Lárus fæddist þurfti Dísella að fara til New York til að æfa óper­ettuna Candide eftir Leonard Bern­stein sem sett var upp með Colonial Symphony í New Jersey. „Ég hafði látið vita af því að ég væri ófrísk en þau sögðust samt endilega vilja hafa mig með. Þannig að ég sló til. Fyrst var ég hrædd um að þetta væri of stuttu eftir fæðinguna. En þetta gekk allt upp. Þar sem þetta var konsert­uppfærsla fékk ég að sitja á sviðinu og stóð bara upp til að syngja. Það hjálpaði mikið! Svo hef ég verið mjög upptekin við að syngja hér og þar síð­an. Það erfiðasta var þegar ég þurfti að fara til Ekvador og Perú í tíu daga í sumar. Ég þorði ekki að taka son minn með af ótta við malaríusmit og aðra sjúkdóma. Hann var því heima hjá ömmu sinni og afa á meðan. Ég var með brjóstapumpuna, vinkonu mína, með í för. Svo fór hann beint á brjóstið þegar ég kom aftur.“ Verk­efnið sem Dísella fékk í Ekvador og Perú var ekki af verri endanum: Fjórða sinfónía Mahlers með sinfón­íuhljómsveitinni YOA Orchestra of the Americas. Stjórnandi hennar er Dante Anzolini og listrænn stjórn­andi hljómsveitarinnar enginn annar en gulltenórinn Placido Domingo. Starfsárið endaði svo heldur betur vel. Dísella var kölluð til New York til að syngja fyrir hjá Metropolitan­óperunni og í kjölfarið fékk hún starfssamning þar, í annað skipti á ævinni. „Þetta hefur verið mjög gott ár! Nútímatónlist er kannski ekki mitt uppáhald en mér er alveg sama. Ef ég fengi bassahlutverk við Met­ropolitan þá myndi ég syngja það! Ég syng hvað sem er fyrir þau.“

Dísella býr úti í Bandaríkjunum en segist alltaf vera með annan fótinn á Íslandi. Hún flutti til Bandaríkjanna í lok ársins 2003 til að læra söng við Westminster Choir College of Rider University. Þar lauk hún meistara­gráðu árið 2005 og státar af þeim til­komumikla titli „master of music“. Þar kynntist hún einnig Teddy, sem er einleikari á píanó.

Fylgir fjölskyldan þér til New York?

„Já, við Teddy skiljum hvort annað og þessi litli strákur hefur bara lært að bíða eftir mömmu á meðan hún er að syngja,“ segir Dísella og horfir hlýlega á Bjart Lárus. „Hann hlust­ar á músík allan daginn, greyið. En hann er mjög sáttur við það. Honum

finnst rosagaman að glamra á píanó­ið sjálfum. En hann ætlar að verða arkitekt, lögfræðingur eða tann­læknir! Ekki tónlistarmaður. Við erum alveg með það á hreinu. Hann ætlar að vera sniðugur og sjá fyrir aumum foreldrum sínum sem eru báðir tónlistarmenn,“ segir Dísella og hlær. „Nei, ég segi svona.“

Hefur það breytt þér að verða mamma?

„Já, ég er orðin miklu þolinmóðari. Ég er ofboðslega óþolinmóð týpa, sérstaklega þegar kemur að sjálfri mér. Ekki gagnvart öðrum. Eða jú. Ég þoli ekki að standa í röð! Ef ég þarf að bíða í röð úti í búð verður mér ógeðslega heitt og mig svimar. Þann­ig að ég er orðin „tjillaðri“. Núna geri ég hlutina bara þegar ég hef tíma. Áður en ég eignaðist barn hafði ég oft heyrt annað fólk tala um hversu mikið lífið breyttist þegar maður yrði foreldri. Líka að foreldrum þætti sín börn alltaf fallegust og stórkostleg­ust. Svo upplifir maður þetta sjálfur og hugsar: Já! Það er rétt. Þetta er allt satt!“ svarar Dísella og lítur á Bjart Lárus sem er lagstur við brjóst hennar.

Þegar Dísella er á Íslandi býr hún hjá móður sinni. „Það kemur að því að við flytjum heim. Ég vil að Bjart­ur Lárus fari í skóla hérna heima og læri að tala móðurmálið sitt. Okkur finnst mikilvægt að hann fái mennt­un hérna heima.“

Er öðruvísi að koma heim núna en fyrir þremur árum? Finnurðu breyt­ingu á þjóðarsálinni?

„Já! Mér finnst þetta góð breyting. Ég veit ekki hvort ég verð hengd fyrir að segja þetta. Ég flutti út 2003 og kom heim á hverju ári eftir það. Þegar ég kom fyrir nokkrum árum blöskraði mér. Allir voru eins og klipptir út úr tískublaði, öll heimili tipptopp og fólk að keppast um hver ætti flottasta heimilið og bílinn. Þá hugsaði ég með mér: „Hvað varð um sveitamanninn? Ég er bara lopa­peysumanneskja og líklega væri ég bóndi ef ég væri ekki söngkona. Ég hef svo gaman af dýrum og nátt­úrunni, eins væmið og það hljómar. Á þessum árum voru allir að byggja, gera og græja og Elton John að spila í partíum. Nú er fólk farið að sleppa því að kaupa óþarfa. Ef eitthvað er þá finnst mér fólk vera í meira jafnvægi. Ég veit auðvitað að margir eiga rosa­lega bágt en mér finnst andrúmsloft­ið léttara. Fólk hefur kannski meiri samúð hvert með öðru.“

Hvítt og svartHjónin Dísella og Teddy gætu varla verið ólíkari í útliti. Hún ljós yfirlit­um og hann dökkur. Sjálf segir hún þau alveg eins og svart og hvítt og er þá ekki endilega að vísa í húðlit.

„Við erum bókstaflega svart og hvítt. Ekki bara í útliti. Hann er syk­ur og ég er salt. Honum er alltaf heitt og mér er alltaf kalt. Þetta er góður ballans. Við vegum hvort annað mjög vel upp.“

Hvað heillaði þig við hann? „Hann er skemmtilegur og það

er þægilegt að vera nálægt honum. Hann er rólegur en samt með æðis­legan húmor. Ég er meiri vitleysing­ur,“ segir hún sposk á svip. „Hann er góður og ljúfur drengur.“

Hafið þið haldið tónleika saman?„Nei, við höfum ekki gert mikið

af því. Við höfum verið upptekin hvort í sínu lagi. Það hefur þó komið fyrir. Við fórum til dæmis í ofboðs­lega skemmtilega ferð með skemmti­ferðaskipi þar sem við vorum

skemmtikraftar um borð og fengum allt frítt í staðinn. Það var æði. Við höfum líka haldið tónleika. Ég söng fyrir Mosfellinga fyrir nokkrum árum og þá spilaði hann með mér. Það er mjög gaman þegar við gerum það. Hann hefur samt sérhæft sig í að vera konsertpíanisti frekar en meðleikari.“

Hafið þið mætt kynþáttafordóm­um af einhverju tagi síðan þið tókuð saman?

„Já. Það er mjög skrýtið. Við bjuggum í Pensylvaníu um tíma. Þegar við gengum inn á vissa staði þar, fundum við oft fyrir andúð gam­alla karla sem gláptu á okkur og voru ekkert að fela það. Þá hrökklaðist maður hræddur út. Maður veit ekki hvað fólk, sem hugsar á þessum nót­um, getur tekið það langt. Mér finnst svo hallærislegt að fólk skuli hugsa svona enn í dag.“

Dísella hefur þó ekki eingöngu orðið vör við fordóma hvítra í garð svartra. „Svart fólk á þetta líka til, sem kom mér mjög á óvart. Fyrir­fram hélt ég að rasistar væru bara í hópi hvítra. Ég tek reyndar ekki alltaf eftir þessu en Teddy gerir það. Einhvern tíma þegar við vorum saman úti í búð komu svartar stelpur upp að okkur og skelltu í góm þegar þær sáu okkur saman. Þetta átti að tákna: „Erum við svörtu stelpurnar ekki nógu góðar fyrir þig?“ Teddy hefur líka stundum fengið að heyra hluti eins og „you ain‘t black enough“ og „you don‘t talk the talk and walk the walk“. Maður veltir því stundum fyrir sér hvaða merkingu það hafi að

vera svartur. Er það að tala á vissan hátt eða ganga á vissan hátt? Að vera með buxurnar á hælunum? Hlusta á rapptónlist? Eða er það bara húðlitur­inn? Það virðist vera miklu flóknara en bara húðliturinn.

Við erum orðin mjög þreytt á þessu. Stundum spyr fólk okkur af hverju við séum saman. Eins og það haldi að það hafi verið forvitni í honum að prófa að vera með hvítri konu eða öfugt. Hvorugt okkar var nokkuð að velta húðlit fyrir sér þegar við hittumst. Við vorum bara tvær manneskjur sem felldu hugi saman. Ekkert flóknara en það!“

Dísella segir þau hafa gert sér von­ir um að forsetakjör Obama myndi breyta hugarfari fólks. „Við héldum að þegar við eignuðumst svartan for­seta gætu svartir ekki haldið áfram að kvarta: „Is it because I‘m black?“ Hvítir gætu ekki haldið áfram að vera með fordóma gegn svörtum. Málið yrði bara dautt. En það er því miður ekki þannig. Það er eins og fólk leiti sér alltaf að einhverju til að kvarta yfir. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hugsunarhátt þeirra vitleysinga.“

Hún segist samt skilja forvitnina upp að vissu marki. „Maður skilur að fólk spyrji. Ein vinkona mín spurði hvort hún mætti fá að koma við hönd­ina á Teddy. Þá langaði hana bara að fá að vita hvort húðin væri öðruvísi.“

Á Íslandi hafa þau enn sem kom­ið er ekki fundið fyrir neikvæðum augnagotum.

„Hérna hefur þetta bara verið notalegt. Ef eitthvað er þá tekur Teddy eftir því að fólk horfir stund­um forvitnislega á hann. En það er allt öðruvísi gláp en maður upplifir úti.“

Ónæmiskerfið hrundi eftir föðurmissinnDísella, sem raunar heitir Hjördís Elín á pappírunum, fæddist 12. mars 1977 og er yngst þriggja systra. Elsta systirin, Ingibjörg, er flugfreyja og laganemi og sú næstelsta, Þórunn, er leikkona. Systurnar ólust upp á miklu listamannaheimili í Mos­fellsbænum. Móðir þeirra, Sigríður Þorvaldsdóttir, er leikkona en faðir þeirra, Lárus Sveinsson, var tromp­etleikari við Sinfóníuhljómsveit Ís­lands og kennari við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Hann lést árið 2000, einungis 58 ára að aldri.

„Það var mikið högg að missa pabba. Hann var kletturinn í lífinu. Allt í einu var hann farinn. Það eru bráðum ellefu ár síðan þetta gerðist. Sem er ótrúlegt. Þá hringdi Ingibjörg systir í mig þar sem ég var úti á víd­eóleigu og sagði mér að pabbi hefði dottið á leiðinni heim úr vinnunni. Hann hafði ætlað að rölta heim eftir kennslu. Ég fór þá upp á spítala og hélt að hann myndi opna augun og fara að hlæja. Segja eitthvað eins og: „Jæja, nú ætlið þið að gera grín að mér.“ Þegar hann opnaði ekki augun gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri alvarlegt en hlakkaði samt til að geta talað um þetta við hann daginn eftir. En svo vaknaði hann ekki aftur. Fimm dögum síðar dó hann. Maður var svo veruleikafirrtur. Þetta var það eina sem ég hélt að myndi aldrei

gerast, alla vega ekki með þessum hætti. Hann var alltaf svo hraustur og var líka mjög hraustlegur þar sem hann lá í öndunarvélinni,“ rifjar Dísella upp. Hún segist ekkert muna eftir fyrsta árinu eftir andlát föður síns. „Ég man eftir því að hafa setið í sófanum með tebolla. Það er eigin­lega það eina sem ég man frá árinu 2001. Ég veiktist mikið og fékk kvef og kinnholusýkingar. Það var eins og ónæmiskerfið í mér hefði hrunið. Ég veit að ég var ennþá í Söngskólanum í Reykjavík. Einhvern veginn komst ég í gegnum námið.“

Söknuðurinn er jafn sár í dag og fyrir ellefu árum. „Við systur höfum allar skírt syni okkar Lárusarnafn­inu. Ingibjörg á Lárus, Þórunn á Kol­bein Lárus og ég Bjart Lárus. Það segir ýmislegt um það hversu erfitt þetta var. Maður lifir með þessu.“

Trúirðu á líf eftir dauðann?„Já. Ég er samt ekki „religious“,

heldur „spiritual“. Ég trúi á Guð, hver sem það er og hvað sem hann heitir. Mín hugmynd um þetta allt saman; Allah, Búdda, Guð ... er að þetta sé allt í raun það sama en túlk­að á mismunandi hátt. Mér þykir leiðinlegt þegar fólk þröngvar sín­um trúarhugmyndum upp á annað fólk. En mér finnst að maður verði að hafa trú. Ég sæki miðilsfundi. Þar af leiðandi heldur fólk að ég sé klikk­haus! Reyndar ekki á Íslandi því hér

er þetta svo algengt. Þegar ég segi frá þessu úti fæ ég fremur dræm við­brögð. En mér er alveg sama þótt fólk haldi að ég sé klikkuð. Þetta hjálpar mér. Hvort sem miðlarnir eru að ljúga að mér eða ekki. Ég þarf ein­hvern veginn að lifa við þetta. Maður verður að finna sér einhverja leið.“

Byrjaðirðu að sækja miðilsfundi eftir að pabbi þinn dó?

„Já, ég hafði að vísu farið til spá­konu áður en pabbi dó. Það var fyndið. Hún var alger snillingur. Þá hélt ég að ég ætlaði í leiklistarnám í London. Hún sagði bara „nei, þú ert að fara í söng til Ameríku“. Yeah, right, hugsaði ég. Hún hélt áfram: „Já, og þú hittir manninn þinn þar. Hann er mjög dökkur yfirlitum.“ Þegar ég fór að hugsa út í þetta seinna meir mundi ég eftir því að hún hafði talað um alla fjölskylduna nema pabba. Kannski sá hún eitt­hvað en vildi ekki segja það.

En eftir að pabbi fór vildi ég fá sönnun á því að hann hefði ekki bara farið. Ég á að baki magnaðar upplifanir þessu tengdar og trúi því alveg að hann sé ekkert farinn. Mér finnst svo mikilvægt að hafa trú. Um leið hafa svo mörg stríð verið háð af trúarlegum ástæðum. Það er eins og fólk verði alltaf að vera að rífast út af einhverju, hvort sem það er litar­háttur eða trú.“

Eruð þið hjónin samstiga í þessu?„Já, við erum það, þrátt fyrir að ég

sé lúterstrúar og hann kaþólskur. Við förum ekkert endilega í kirkju eða neitt svoleiðis. Teddy dreymdi pabba eitt sinn. Hann sagði að í draumnum hefði pabbi komið, tekið í höndina á honum og sagst vera ánægður með hvernig hlutirnir gengju. Lýsingin á pabba stemmdi alveg. Hann var há­vaxinn, með þétt handtak og Teddy var svolítið smeykur við hann. Mér þótti afar vænt um þetta.“

Halda jólin samanSysturnar Dísella, Ingibjörg og Þór­unn eru sannkölluð hæfileikabúnt, allar með tölu. Þær lærðu á trompet frá unga aldri, píanóið var ekki langt undan og þá togaði leiklistin í a.m.k. tvær þeirra. Dísella gerði tilraun til að komast inn í Leiklistarskólann en er dauðfegin að hafa ekki komist inn. „Ég á heima í tónlistinni. Ég veit það í dag en vissi það ekki þá. Ég var í af­neitun,“ segir hún. „Það er ótrúlega gaman þegar við systur erum þrjár saman. Við erum mjög nánar og allar ótrúlegir vitleysingar. Okkur þykir gaman að hlæja og það er mikið gam­an og mikið grín þegar við komum saman. Það er ómetanlegt.“

Hún segist oft sakna þess að vera ekki með sprelligosana, systur sínar, sér við hlið þegar hún er að syngja á tónleikum erlendis. „Oft langar mig til að sprella eitthvað á milli laga. En það er allt öðruvísi þegar maður er einn. Þegar við systurnar erum sam­an og ég segi eitthvað hallærislegt þá finnst alla vega tveimur það ógeðs­lega fyndið. Það er gott system!“

Eruð þið með einhverjar jólahefð­ir?

„Jólahefðin okkar er að vera ennþá saman á jólunum, þótt við séum all­ar komnar með fjölskyldu. Við hjálp­umst að við matinn. Okkur þykir öllum mjög gaman að elda.“

Og nú verða jólin allt öðruvísi en síðast ...

„Já, nákvæmlega. Nú má ég borða hráan mat! Nei, ég segi svona. Þessi litli grís er svo yndislegur,“ segir Dís­ella og brosir framan í son sinn. „Ég hlakka mikið til jólanna.“

Bjartur Lárus skríkir af kæti og er greinilega hjartanlega sammála.

Heiðdís Lilja Magnúsdóttir

[email protected]

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá söngkonunni Dísellu Lárusdóttur. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, söng á tónleikum víða um heim og gerði nýjan starfssamning við Metropolitan-óperuna. Hún talaði við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um andstæðurnar í lífi sínu; ást og sorg, hvítt og svart og hvernig það er að vera orðin mamma. Ljósmyndir/Hari

Góð breyting á þjóðinni

Einhvern tíma þegar við Teddy vorum saman úti í búð komu svartar stelpur upp að okkur og skelltu í góm þegar þær sáu okkur saman. Þetta átti að tákna: „Erum við svörtu stelpurnar ekki nógu góðar fyrir þig?“

viðtal 31 Helgin 23.-26. desember 2010

Page 32: 23. desember 2010

---- ÍSLENSKAR BÆKUR ----

Starfsfólk Bókabúðar Máls og menningar þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.

3.

HandritiðBragi Ólafsson

„Launfyndinn meistari mis-skilningsins í toppformi.“ Svavar Steinarr

2.

Doris deyrKristín Eiríksdóttir

„Ein besta bók sem ég hef lesið lengi.“ Dögg Hjaltalín

1.

Svar við bréfi HelguBergsveinn Birgisson

„Bók fyrir alla. Eiginlega skyldulesning.“ Guðný Sveinbjörnsdóttir

4.Veiðimenn NorðursinsRagnar Axelsson

„Þessi bók fangaði hug minn algjörlega.“ Stefanía Erlingsdóttir

5.Gunnar ThoroddsenGuðni Th. Jóhannesson

„Fróðleg saga áhrifamanns um vegvörður valdsins í íslensku samfélagi.“ Ásgrímur Sigurðsson

1. 2. 3. 4. 5.

---- ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR

----

Ertu Guð afi ?Þorgrímur Þráinsson

ForngripasafniðSigrún Eldjárn

ÁrstíðirnarÞórarinn Eldjárn

LífsleikniEgill Einarsson

Helgi Skoðar heiminnHalldór Pétursson & Njörður P. Njarðvík

„Falleg barnabók. Hugljúfur lestur.“ Brynja Dís Björnsdóttir

„Góð barnabók eins og allar bækur Sigrúnar Eldjárn.“ Anna Einarsdóttir

„Gillz festir sig í sessi sem elg-tanaður talsmaður unga fólksins.“ Lísa Jóhannsdóttir

„Sígild barnabók endurút-gefin. Því ber að fagna.“ Anna Lea Friðriksdóttir

„Geysifallegt samspil texta og mynda.“ Hanna Soffía Þormarr

Page 33: 23. desember 2010

BESTU BÆKURNAR Í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR

VALDAR AF STARFSFÓLKI

---- ÍSLENSK TÓNLIST OG DVD ----

Árásin á Goðafoss VigdísFífldjarfa framboðið

KlassartBréf frá París

Sigurður GuðmundssonNú stendur mikið til

HjaltalínTerminal

Apparat Organ QuartetPólýfónía

Moses HightowerBúum til börn

Einu sinni var...Saga mannkyns

Sigla himinfleyBrim

1. 2. 4. 5.

5.

3.

2. 3. 4.1.

Opið til

23:00til jóla

* FRÍ GJAFAINNPÖKKUN ALLAN ÁRSINS HRING

„Kraftur og keyrsla. Gefur fyrri plötunni ekkert eftir.“ Stefán Stefánsson

„Ótvíræður vitnis-burður um grósku og fjölbreytni í íslenskri tónlist. Stök snilld.“ Jana María

„Ein fallegasta íslenska jólaplata allra tíma.“ Þormóður Dagsson

„Bragðarefur með gamla ísnum.“ Kristján Eldjárn

„Krakkarnir í Klassart með sitt meistara-stykki.“ Þorsteinn Surmeli

„Heimildarvinna í hæst gæðaflokki.“ Atli Þór Annelsson

„Merk mynd um merka konu.“ Guðrún Harpa Atladóttir

„Íslenskt bíó eins og það gerist best.“ Bryndís Ósk Ingólfsdóttir

„Frábærir þættir fyrir börn á öllum aldri.“ Adam Hoffritz

„Góðir þættir sem hafa allt til brunns að bera. Ástir og örlög skreytt miklum húmor.“ Markús Már Efraim

Page 34: 23. desember 2010

Í gær rann upp sá merkisdagur að verðbólg-umarkmiðum Seðlabankans var náð í fyrsta skipti í tæp sjö ár. Ársverðbólga mælist nú tvö og hálft prósent sem að sjálfsögðu er mikið fagnaðarefni. Óneitanlega truflar það þó örlítið gleðina að áfanganum er náð í skugga gjaldeyrishafta, hruns á gengi krón-unnar með tilheyrandi falli kaupmáttar og andköfum yfir verði á kaffibollanum utan 200 mílnanna. Eftir sem áður má þakka fyrir að hægt hefur verulega á óafturkræf-um vexti höfuðstóls verðtryggðra lána. Það gefur ákveðna von um betri tíð.

Seðlabanki Íslands birti einmitt í vikunni skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra þar sem reifuð eru sjónarmið stjórn-enda bankans varðandi framtíðina og mögulega peningastefnu þegar gjald-eyrishöftum lýkur.

Eins og gefur að skilja er framtíð krónunnar í aðal-hlutverki í skýrslunni enda skiptir hún sköpum þegar

kemur að því að útfæra peningastefnuna til frambúðar. Sjónarmið Seðlabankans eru gagnlegt innlegg og verða vonandi til þess að koma almennilegri hreyfingu á um-ræðuna um hvert skal stefna.

Það er í raun með nokkrum ólíkindum hversu lítið fer fyrir skoðanaskiptum um peningastefnu landsins. Af fjórum helstu flokkum landsins hefur aðeins Samfylk-ingin ákveðna stefnu í málinu. Hún snýst í grunninn um inngöngu í ESB og upptöku evru í framhaldinu. Hins vegar er með öllu óljóst hvernig Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur sjá tilhögun peninga-málanna fyrir sér. Það er vægast sagt vand-ræðaleg staða og lýsandi fyrir eindæma þrekleysi innan þessara flokka gagnvart því að taka á þessu mikilvæga máli.

Í skýrslu Seðlabankans er meðal annars fjallað um að bankinn þurfi sterkari stjórn-

tæki til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Er þar komið að öðru brýnu álitaefni, enda segir sagan okkur að breytingar á vinnutólum Seðlabankans eru engin trygg-ing fyrir góðum árangri.

Seðlabankanum var veitt sjálfstæði með lögum í mars 2001. Á sama tíma var gengi krónunnar látið fljóta og tekin upp verðbólgumarkmið. Þessum breytingum var fagnað víða. Meðal annars skrifaði Jón Steinsson hagfræðingur grein í mars 2001 þar sem hann hélt því fram að með breyt-ingunum hefði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, „gulltryggt“ arfleifð sína í efnahagsmálum. Því til stuðnings benti Jón á að með sjálfstæði Seðlabankans væri „eitthvert öflugasta tæki stjórnmálamanna til þess að láta skammtímahagsmuni sína vinna gegn langtímahagsmunum þjóðar-innar tekið af þeim“. Taldi Jón að með sjálf-stæðinu yrði stefna áranna frá 1991 til 2001 um stöðugleika í efnahagsmálum „endan-lega fest í sessi,“ eins og hann orðaði það í grein sinni.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að því miður rættist þessi spá Jóns ekki. En auðvitað er honum vorkunn. Hann hefur eflaust trúað því að stjórnmálamennirnir ætluðu að segja B þegar þeir voru búnir að segja A, og að sjálfstæði Seðlabankans yrði raunverulega tryggt með því að leggja af þann sið að skipa yfir bankann gamla stríðshesta úr pólitíkinni og fá þangað frek-ar mannskap með aðra reynslu. Sú reyndist ekki raunin.

Á þeim tæplega tíu árum sem liðin eru frá því Seðlabankinn öðlaðist sjálfstæði hefur hann haft átta bankastjóra. Til samanburð-ar má nefna að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haft samtals tvo bankastjóra síðustu 24 ár og sá breski einn undanfarin rúm tólf ár. Í raun er Seðlabankinn táknmynd óstöð-ugleikans sem hefur einkennt efnahagslíf landsins. Það mun taka hann langan tíma að ná þeim stimpli af sér.

34 viðhorf Helgin 23.-26. desember 2010

Seðlabanki Íslands er táknmynd óstöðugleikans

Átta bankastjórar á tíu árum

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsinga-stjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Jón Kaldal [email protected]

ÍFært til bókar

Klukkubreyting líka rædd á BretlandseyjumÞað er víðar rætt um breytingu á klukk-unni en á Alþingi Íslendinga. Eins og fram hefur komið fer Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Fram-sóknarflokksins, fyrir hópi fjórtán þing-manna sem vilja seinka klukkunni hér á landi. Fram til ársins 1968 var klukk-unni breytt að hausti og vori hér á landi en þá var tekin ákvörðun um að halda sumartímanum. Guðmundi og fé-lögum finnst erfitt að vakna á dimmum vetrarmorgnum. Þeir vilja lúra klukku-tíma lengur og vakna í þokkalega björtu. Sami tími er á Íslandi og Bretlandi yfir vetrarmánuðina en Bretar breyta klukk-unni vor og haust. Átta árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar í Bretlandi til að breyta klukkunni undanfarna tæpa öld. Greenwich Mean Time, GMT-tíminn, var lögleiddur árið 1880 en tillögur um breytingar hafa komið fram allt frá árinu 1916, að því er fram kemur í The Guardian. Tillaga um breytingu, þ.e. að flýta klukkunni um klukkustund á sumr-in, er komin í gegnum aðra umræðu í breska þinginu. Náist breytingin fram, en tillagan nýtur mikils stuðnings, verða Bretar með sama sumartíma og flestar aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Vetrar-tímasetning Guðmundar og félaga, nái hún fram að ganga, færir Ísland hins vegar fjær Evróputímanum en nær tíma Vesturheims.

Ýtt undir smáiðnaðAndstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa margir sakað hana um að standa í vegi fyrir stóriðjuframkvæmdum. Þeir hinir sömu geta þó fráleitt sagt það sama hvað smáiðnað eða heimilisiðnað varðar, ef marka má frétt Ríkisútvarps-ins. Þar kemur fram að fyrstu ellefu mánuði ársins skráði embætti ríkis-lögreglustjóra fleiri brot sem tengdust bruggi og sölu ólöglegs áfengis en undanfarin ár. Alls komu 40 slík mál til kasta lögreglu. Brugg og sala ólöglegs áfengis minnkaði frá 2004 til 2008, en jókst í fyrra og náði hámarki í ár. Hærri

álögur Steingríms J. Sigfússonar fjár-málaráðherra á búsið virðast því hafa fælt einhverja frá heimsóknum í Ríkið og gert þá heimakæra. Þar hafa þeir setið á síðkvöldum og bruggað mjöð og

jafnvel eitthvað sterkara. Þótt bruggtölurnar hjá

Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra hafi hækkað er ólíklegt að hann hafi náð í skottið á

öllum sem stundað hafa smáiðnaðinn, að minnsta

kosti ekki þá sem takmarka sig við heimilisbrúkið.

Verða öll dýrin í skóginum vinir?Fáir þurftu eins nauðsynlega á fríi að halda um jólin og alþingismenn, að minnsta kosti sumir þeirra. Þingi var frestað síðastliðinn laugardag, 18. desember, og stendur pásan fram í miðjan janúar. Á lokametrunum lýstu þrír þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frati á fjárlagafrum-varp flokksformannsins. Meirihluti ríkisstjórnarinnar hékk því á bláþræði – einu atkvæði Þráins Bertelssonar eftir vistaskiptin úr Borgarahreyfing-unni í VG. Af fréttum vikunnar nú fyrir jól að dæma standa þremenningarnir í VG, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Daði Einarsson, ekki á berangri. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður og ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónas-son eru ekki langt undan. Vera kann að friður jóla og áramóta nái inn í raðir þingflokks vinstri-grænna og öll dýrin í skóginum verði orðin vinir þegar þing kemur saman á ný, líka þeir samfylking-arþingmenn sem leynt og ljóst hafa lýst óánægju sinni með afstöðu Lilju, Atla og Dalamannsins unga, Ásmundar Daða. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra fær að minnsta kosti nokkurra daga skjól til að skrifa áramótaávarpið. Hún nýtur ekki sömu verndar og Ólafur Ragnar Grímsson sem lætur ekki ná í sig allan desembermánuð á meðan hann gengur frá nýársræðu sinni. Fært til bókar

Íslensk framleiðsla

Hollur hátíðarmaturFylltur kalkúnn fullkomnar veisluna.Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á www.kalkunn.is

Ekki alls varnaðHispursleysi og galskap Morgunblaðs-ritstjóranna Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen er við brugðið, að minnsta kosti ef litið er til vefútgáfu blaðsins, mbl.is. Þar geta menn fylgst með ævintýrum Völu Grand í vefsjónvarpi og ekki síður Nilla sem skellti sér í sturtu áður en hann bakaði jólasmákökurnar með Jóa Fel. Nilli fer ekki síður á kostum í ræktinni með ofurmenninu Gillz sem tekur að sér að kjöta Nilla upp, eins og það er kallað. Gillz hótar að skeina Nilla lyfti hann ekki nokkurra kílóa lóðum. Það

nýjasta sem Davíð og Halli Jó bjóða upp á er æsandi einþáttungur ofurskvísanna Ásdísar Ránar og Óskar Norðfjörð undir fyrirsögninni „Ásdís Rán og Ósk á nærfötunum“. Þeim er ekki alls varnað, köllunum.

Takið skautana meðVeturinn hefur verið harður að undan-förnu víða í Vestur-Evrópu, mun harðari en hér á landi, að minnsta kosti ef litið er til þéttbýlasta hluta landsins. Snjóþyngslin hafa gert evrópskum flugfarþegum erfitt fyrir og kuldaboli bítur fast. En frostinu

fylgja líka kostir. Kaupmannahafnarbúar hafa beðið þess óþolinmóðir í mörg ár að vötnin, „søerne“, í borginni legði svo að skautaiðkendur gætu dregið fram skauta sína og hlaupið á ísnum. Þeim hefur nú orðið að ósk sinni en óvenjulegt er að vötnin frjósi fyrir jól í borginni við Sundin. Bo Asmus Kjeldgaard, borgarstjóri um-hverfismála, kætist fyrir hönd skautafólks, að því er Jótlandspósturinn greinir frá, en fimm ísilögð vötn eru nú opin borgarbúum og gestum þeirra. Íslendingar sem erindi eiga til Kaupmannahafnar á næstunni ættu því að taka skautana með sér.

Page 35: 23. desember 2010

FRUMSÝND 7. JANÚAR

HVERNIG FER ÞEGAR FERÐALAGIÐ

REYNIST VERA FYRIRSÁT?

FRÁ LEIKSTÓRA THE LIVES OF OTHERSOG FRAMLEIÐENDUM THE DEPARTED

3

Page 36: 23. desember 2010

Kveðja til varamannsins„Alveg óhætt að trúa frétt-inni“Ögmundur Jónasson bloggar: „Flokksfélagi minn – starfandi þingflokksformaður í fjarveru Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi – [Árni Þór Sigurðsson] segist vart trúa Morgunblaðsfrétt um að hjásetumenn hafi átt spjall-fund með tveimur ráðherrum, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni ásamt þingflokks-formanni í fæðingarorlofi. Honum er alveg óhætt að trúa fréttinni.“

Staðarval í Hádegismóum„Til að skapa illindi“Ögmundur Jónasson bloggar áfram: „Hitt má Árni Þór Sigurðsson vita að á for-síðu Morgunblaðsins birtist „fréttin“ undir stríðsfyrirsögn, ekki vegna þess að hún væri merkileg heldur til þess eins að gera þessar samræður tor-tryggilegar og skapa illindi.“

Komið til mín öll þið sem erfiði og þunga eruð hlaðin„Ættu að viðurkenna níð-póstana“„Lilja Mósesdóttir hefur trúað okkur fyrir þessari aðför að

henni og oft á tíðum

komið til okkar miður sín út af henni.

Það er ekki bara

í gegnum tölvupósta

heldur nægir að hlusta hvernig er til dæmis hrópað að henni í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

Vinur er sá er til vamms segir„Von um að gleymast“Björn Valur Gíslason bloggar: ,„Ef ég væri Guðlaugur Þór myndi ég njóta hvers þess dags sem mín væri ekki getið í fjölmiðlum í þeirri veiku von að ég hreinlega gleymdist.“

Sjómennskan er ekkert grín„Ósátt við stefnuna“Ólína Þorvarðardóttir bloggar: „Sú staðreynd kallar að sjálfsögðu fram spurningar um það hvers vegna hún [Lilja Mósesdóttir] sé enn um borð í þessu skipi, fyrst hún er ósátt við stefnuna og aðferðirnar um borð.“

Þekkir til úr framsóknarfjósinu„Líkir Þráni við fjósamann“Guðni [Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokks-ins] segir líf ríkisstjórnarinnar hanga á bláþræði ... „Væri Þráinn Bertelsson ekki kominn heim í sitt fjós væru dagar ríkisstjórnarinnar taldir.“

Dugar ekki hestur?„Finnst sjö ára bíll of gamall fyrir sveitarstjórnina“Meirihlutinn í sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt beiðni sveitarstjóra um að keyptur verði sjö ára gamall bíll fyrir sveitarfélagið. Um er að ræða bifreið af tegundinni Honda Jazz sem kostar 800 þúsund krónur. Guðmundur Ingi Gunnlaugs-son, fulltrúi sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, var á móti kaupunum og finnst eðlilegra að kaupa nýrri bíl.

36 viðhorf Helgin 23.-26. desember 2010

Var jólatréð okkar í fyrra ekki í það stærsta?“ sagði ég við konuna á leið okkar austur fyrir fjall með kerru í eftirdragi. Með í för voru tvö elstu barna-börnin okkar en tilgangur ferðarinnar var að sækja jólatré til langömmu og langafa barnanna. Þau eru aflögufær á sumarbústaðalóð sinni. Trén sem þau gróðursettu á sínum tíma hafa ekkert gert nema vaxa. „Er það ekki rétt munað,“ hélt ég áfram, „að ómögulegt hafi verið að koma toppnum á jólatréð af því að það nam alveg við loft?“

„Jólatréð í fyrra var flott og alveg mátulega stórt,“ sagði konan. „Þér fannst það kannski of stórt vegna þess að þú nenntir ekki að setja allar seríurnar á það. Sæmilega burðug tré þurfa slatta af jólaljósum, það er bara þannig. Þú verður því að taka því þótt þú sért hálftíma lengur, eða svo, að setja á það seríurnar. Það er nú ekki eins og þú þurfir að kaupa tréð og nokkrir sentimetrar til eða frá ráði því hvort það lendir í þessum stærðarflokknum eða hinum. Pabbi og mamma gefa okkur tréð, svo fremi sem þú nennir að höggva það, eða saga.“

„Amma, verðið þið afi með jólatré eins og er á Austurvelli?“ spurði sonardóttir okkar sem setið hafði prúð í aftursætinu en ekki komist hjá því að heyra tal afa og ömmu um tréð sem sækja átti. Barnið þekkir Óslóartréð eins og flest börn á höf-uðborgarsvæðinu, fer í fylgd með foreldrum sínum þegar ljósin eru tendruð á því og hittir jólasveinana sem þar eru á þvælingi. „Nei, nei, elskan,“ sagði amman, „við verðum bara með venjulegt heimil-istré. Kannski eru langafi og langamma búin að velja það fyrir okkur. Við sjáum það þegar við komum til þeirra í sveitina. En fyrst fáum við kakó og vöfflur og klæðum okkur vel áður en við förum að skoða tréð.“

Kakóið og vöfflurnar voru á sínum stað í sveit-inni. Allir voru því mettir og glaðir þegar haldið var út að velja tréð. Þær mæðgur fóru fyrir, kona mín og tengdamóðir. Börnin trítluðu á eftir. Afinn og langafinn ráku lestina, vopnaðir sög. „Ég var búin

að segja honum pabba þínum að fara sér hægt í allri þessari gróðursetningu en þú veist hvernig hann er,“ heyrði ég tengdamóður mína segja við dóttur sína. Henni hafði greinilega þótt nóg um landbúnaðaráhuga og gróðursetningarþörf

manns síns á sínum tíma.„Sjáðu þetta til dæmis,“ heyrði ég að tengda-

mamma sagði og staðnæmdist með dóttur sinni fyrir framan stæðilegt jólatré. „Þetta tré er svo ofvaxið að það er farið að skyggja á sólina hjá okkur. Ég var búin að segja honum pabba þínum að gróðursetja þessi tré fjær húsinu. Tengdapabbi brosti í kampinn en sagði fátt. Yndi hans var, þegar hann var að koma sumar-bústaðnum upp, að gleyma erli dagsins með því að pota smáplöntum í frjóa jörð og fylgjast með þeim dafna ár eftir ár.

„Getið þið ekki tekið þetta?“ sagði tengda-

mamma þar sem hún stóð enn fyrir framan tréð. „Sólin nær ekki upp fyrir það fyrr en í maílok þannig að maður missir alveg af vorinu. Haldi það áfram að stækka endar með því að það skyggir á sól allt sumarið.“

„Amma, amma,“ hrópuðu bæði börnin, „tökum þetta. Það er alveg eins og tréð á Austurvelli. Við getum alveg dansað í kringum það og allt. Kannski koma jólasveinarnir líka þegar afi verður búinn að setja það upp.“

„Hvað segirðu, elskan,“ sagði eiginkona mín þar sem ég stóð við hlið hennar með handsögina, „eig-um við ekki að skella okkur á þetta tré?“

„Ertu galin,“ leyfði ég mér að segja þótt tengda-foreldrarnir væru viðstaddir sem og ömmubörnin, „sérðu ekki að þetta tré er sex til sjö metra hátt? Það er ágætis lofthæð í stofunni hjá okkur, svona miðað við hvað gerist og gengur, en þetta tré stæði svona fjóra metra upp úr þakinu.“

„Hvað er þetta, maður,“ sagði konan, „við sögum bara svolítið af því. Með þessu sláum við tvær flugur í einu höggi. Þau losna við tréð og við fáum flott tré sem fyllir upp stofuna hjá okkur. Það verða ekki aðrir með flottara tré ef við gerum þetta.“

„Flottara tré,“ át ég upp eftir henni. „Eini keppi-nauturinn er Jón Gnarr með tréð á Austurvelli – og hann hefur vit á því að hafa það úti. Svo má heldur ekki gleyma því að hann þarf hvorki að setja það upp né hengja á það seríur heldur hringir bara á borgar-starfsmenn sem koma á kranabíl.“

„Svona, svona,“ sagði konan og sneri sér að börn-unum. „Eigum við að biðja afa að saga þetta tré og taka með heim?“ „Já, já,“ hrópuðu þau í kór og klöpp-uðu saman lófunum, greinilega ekki með lofthæð venjulegra húsa í Kópavogi á hreinu. Staða mín í málinu var engin svo að ég sleppti því að minna við-stadda á að kerran aftan í bílnum væri tveggja metra löng.

Bolur þessa öfluga jólatrés stóð fyrir sínu, sver eins og símastaur. Atvinnumennirnir norsku sem söguðu tréð fyrir Gnarr voru örugglega með öfluga vélsög og bönd til að stýra falli Óslóartrésins en ég átti ekki annan kost en forða mér undan trénu þegar lúin handsögin hafði það í gegn.

„Er afi ekki duglegur?“ sagði amma, stolt af sínum skógarhöggsmanni. Barnabörnin játtu því. Tengda-mamma dásamaði birtuna og bauð aftur í kakó.

Á heimleiðinni stóð tréð langt aftur af kerrunni. Breytti þar engu þótt ég sagaði tveggja til þriggja metra bút neðan af því. „Ég nenni ekki að setja þessa ófreskju upp fyrr en á Þorláksmessu,“ sagði ég við konuna á heimleiðinni – þó það lágt að börnin í aftur-sætinu heyrðu ekki. Þau voru alsæl með tréð sem átti ekki annan jafningja en þann sem olíuveldið í austri sendi jólabörnum smáþjóðar af rausn sinni.

„Við verðum kannski að stytta það aðeins, elskan,“ sagði konan. „Er það ekki allt í lagi?“

Keppt við Gnarr

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

VIkAn SEm VAR

Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á því sem er að líða.

Árlegur styrkur MP banka til góðgerðarfélags, sem viðskiptavinir tóku þátt í að velja, fer til Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar.

Starfsfólk MP banka

Hátíðarkveðja frá MP banka

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

VTe

ikni

ng/H

ari

Page 37: 23. desember 2010

Full búð aF jólagjöFum!

PRO TOuCH ImPulSE 20 Göngustafir. Stærðir: 110-130.

mCKINlEY NEW lOgO HaT Útivistarhúfa. Litir: Rauð, svört. Dömu- og herrastærðir.

aDIDaS uCI PEPlICuE Fótboltalegghlífar. Champions

League. Stærðir: 120 - 180. aDIDaS YOuNg PRO uCl Markmannshanskar. Champions League. Barnastærðir.

aDIDaS FIN10 CaPITaNOFótbolti. Champions League.

NIKE PaRK II TF jRFótboltaskór fyrir gervigras. Barnastærðir.

ENERgETICS YOga maTTaJógamotta með tösku.

RYKa TRaNSITIONÆfingaskór með góðu gripi, öndun og dempun. Mjúk Ortholite-innlegg með lyktareyðandi efni. Dömustærðir.

mCKINlEY CISCOLéttir gönguskór. Stöðugur Contagrip-sóli með góðu gripi. Dömu- og herrastærðir.

mCKINlEY lEON FlEECERennd flíspeysa. Litir: Svört, blá. Herrastærðir.

3.4902.990

1.290

5.990(fullt verð 7.490)

4.990

3.990

10.990(fullt verð 15.990)

5.990

Í útivistina

Í fótboltann

Glæsilegt úrval jólagjafa á frábæru verði fyrir alla!Intersport óskar þér og þínum gleðilegra jóla!

4.490

þORláKSmESSa OPIð TIl 23:00

á bÍlDSHöFða, SElFOSSI, Í lINDum

Og SmáRalIND

OPIð TIl 22:00 á aKuREYRI

Vöruúrval er misjafnt eftir verslunum. Allar vörur fáanlegar í LINDUM og á BÍLDSHÖFÐA!

13.990

Í líkamsræ

ktina

NIKE lEgaCY vENTIlaTED Y-baCK Íþróttatoppur.

ETIREl ava PaNTS Æfingabuxur úr teygjanlegu QUICKDRY-efni með góðri öndun. Dömustærðir.

4.990

5.990

bÍlDSHöFða SÍmI 585 7220 / OPIÐ: 23. des. 10-23 / 24. des. 10-13aKuREYRI SÍmI 460 4890 / OPIÐ: 23. des. 10-22 / 24. des. 10-13 l INDum SÍmI 585 7260 / OPIÐ: 23. des. 11-23 / 24. des. 10-13SmáRalIND SÍmI 585 7240 / OPIÐ: 23. des. 11-23 / 24. des. 10-13SElFOSSI SÍmI 480 4611 / OPIÐ: 23. des. 10-23 / 24. des. 10-12

Page 38: 23. desember 2010

Anna Th. Rögnvaldsdóttir hefur tekið saman snotra og stutta handbók um ritun kvikmyndahandrita. Fyrirtæki Önnu, Ax, gefur bókina út en hana má finna í öllum skárri bókaverslunum. Í handbókinni er á greinargóðan og yfirlætislausan hátt að finna nokkrar grunnreglur við skrif fyrir hvíta tjaldið og skjáinn. Slíkar bækur eru óteljandi í útlöndum en hafa fáar komið út hér á landi þótt ritröð Guðna Elíssonar um kvikmyndir hafi reynst mörgum gagnleg og eins þýðing á grund-vallarriti Voglers um ferð hetjunnar sem kom út 1997 og er eina bókin sem áður hafði komið út um hand-ritasmíð þar til handbók Önnu kom út í haust. Í bókarlok eru viðaukar um handritaskrif í Word og enskt-íslenskt orðasafn með skýringum. -pbb

Að skrifa handrit

Bókardómur Sovét-ÍSland — óSkalandið Þór Whitehead

S kömmu eftir lestur á stórvirki Þórs Whitehead um langvinnt og skipu-lagt samsæri íslenskra kommún-

ista frá 1920 fram yfir 1960, Sovét-Ísland, datt ég ofan í endurminningar ungrar stúlku frá þeim árum í stríðsbyrjun þeg-ar Æskulýðsfylkingin starfaði með sem mestum krafti innan hreyfingar sósíal-ista í Reykjavík. Áfengislausar skemmt-anir, útilegur og uppbygging á aðstöðu til dvalar í náttúrunni, vetur og sumar, rifj-aði hún upp. Ungmennafélagsandi kom fyrst í hug. Og þegar gripið var í beinu framhaldi í úrval ljóða frá því fyrr á árinu eftir Jóhannes úr Kötlum frá hans langa og fagra ferli – þar sem meðal annars var hið fræga kvæði Soviet Ísland – þá var ekki örgrannt um að maður hugsaði við lesturinn á Whitehead: Heimurinn er ekki einn, hann er margir heimar.

Þór Whitehead hefur á sínum langa ferli einbeitt sér að sögu sósíalista og stríðstímanum; sveinsprófið hans var ritgerð um Kommúnistaflokkinn, nýja bókin hans verður væntanlega ekki enda-punkturinn á skrifum hans um komm-ana. Í ritinu beinir hann spjótum sínum í ótal neðanmálsgreinum að þeim Jóni Ólafssyni heimspekingi, sem hann hefur lengi deilt við, og svo Guðna Th. Jóhann-essyni sagnfræðingi. Þær beinast ekki einungis að „röngum“ túlkunum heldur beinlínis að fræðimannsferli þeirra. Og þeim er sjaldan svara vant ...

Meginmuninn á niðurstöðum þessara þriggja manna má draga saman: Þór trú-ir því og rökstyður sem best hann má að íslenskir kommúnistar og síðar sósíalist-ar hafi alla tíð ætlað sér vopnaða byltingu á Íslandi með ofbeldi og vanmáttugt rík-isvald hafi ekki haft roð við þeim. Kan-inn hafi frelsað okkur frá Rússa ógninni. Þór lýsir þessari skoðun í nákvæmnis-legum ferlisrannsóknum sem eru býsna fræðilega fram settar og ítarlegar þótt fátt kæmi á óvart í þeim skrifum nema trúarhitinn í sannfæringu sagnfræð-ingsins. Það er helst hin kátlega útgáfa af hreinsunum harða kjarnans – nú og svo birting á nákvæmri lýsingu á flótta Stefáns Péturssonar sem lengi hefur lifað í munnlegum endursögnum: „Þeir bönkuðu á mér skóna“ sagði hann um landamæraverðina.

Jón og Guðni hafa dregið getu hreyf-

ingar sósíalista til byltingar í efa, og það verður að segjast eins og er: Af málflutn-ingi Þórs dregur lesandinn þá ályktun að draumar einstaklinga og hópa fyrr og síðar í þessari hreyfingu hafi í besta falli verið hugsjónabernska og í versta falli kjánalegir órar frekar en sú mikla ógn sem Þór trúir að hafi vokað yfir eyríkinu.

Nú verða stórtíðindi í lífi manna og hreyfinga á sögulegum tíma oft spreng-hlægileg þegar frá líður. Hin mikla ógn nasistanna á Íslandi fyrr og síðar er held-ur skopleg nú þótt ýmsar hugmyndir þeirra meðal hægrisinnaðra manna á Ís-landi séu óþægilega lifandi enn þann dag í dag: stétt með stétt, þjóðernisremban og útlendingahatur þess heimóttarskap-ar sem gjarna einkennir hægrisinnaðar hreyfingar víða um heim. Það er býsna erfitt að taka sovétdrauma íslenskra sósí-alista alvarlega þótt mörg af baráttumál-um þeirra um almenn mannréttindi hafi hjálpað til um þá velferð sem við búum við í dag. Hin alltumlykjandi hönd Kom-intern, sem Þór rekur samviskusamlega, er raunar ekkert spaug, ef litið er til þess hvernig sú alþjóðlega hreyfing lék menn víða um lönd. En hér er þetta pex allt dá-lítið hjákátlegt.

Svo lendir lesandi í smá krísu: Þór var jú einn af helstu forystumönnum frjáls-hyggjunnar hér á landi á sínum tíma og ekki hefur hann færst nær miðju síðan. Lesandi fer því fljótt að lesa gegnum línuna sem hann fylgir staðfastlega og hættir snemma að treysta honum sökum þess hversu fjarri hann er því að blanda ekki trú sinni í sagnfræðina. En líti mað-ur hjá þeirri fötlun í sagnfræðiaðferð og lesi Sovét-bókina hans með það í huga er hún spennandi og víða skoplegur lestur um hvert gagnrýnislítil þjónkun getur leitt menn; það á bæði við um viðfangs-efnið og sagnfræðinginn sem hér um það fjallar.

Sovét-Ísland óskalandið Þór Whitehead

350 bls. Bókafélagið Ugla

38 bækur Helgin 23.-26. desember 2010

Bókardómur ljóð og myndir jónaS e. Svafár

Í ritinu beinir hann spjótum sínum í ótal neðan-málsgrein-um að þeim Jóni Ólafssyni heimspek-ingi, sem hann hefur lengi deilt við, og svo Guðna Th. Jóhannes-syni sagn-fræðingi.

leyniSt Í flóðinu

Allt til að vera ham-ingjusöm og aðrar

sögur eftir Frakkann Eric-Emmanuel

Schmitt í þýðingu Sigurðar Pálssonar

er falleg lítil bók sem leynist í bókaflóðinu.

ljóð og myndirJónas E. Svafár

287 bls. Omdúrman

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Sú var tíðin að Ib Henry Cavling var fastur gestur á íslenskum bókamarkaði með ástarsögur sínar sem gerðust á herragarði í lyngskógabeltinu. Núorðið hefur ástarsagan skipt um ham. Hún náði sér vel á skrið í enskumælandi löndum upp úr 1980, hvarf úr tímalausri fortíð og kom inn í nútímann með skvettu af kynlífi, nútímaháttum og sínum hefðbundna góða endi. Í Bandaríkjunum lesa 75 milljónir eina slíka bók á ári. Hinn dæmigerði lesandi er kona milli þrítugs og fimmtugs. Þar í landi koma út 9.000 titlar af þessu tagi og nú eru slíkar sögur leiðandi í stafrænni væðingu bóklesturs. Skýringin er sú að í lestri á Kindle eða öðrum staf-rænum spjöldum getur enginn séð hvað þú ert að lesa en það hefur lengi verið litið niður á þá sem liggja í rómanalestri – hvort sem það er Kapítóla eða einhver yngri frænka hennar. -pbb

Ástarsögur skipta um ham

Í mínu ungdæmi tóku ljóðelskandi menn Jónas Svafár alvarlega. Verk hans voru ekki for-vitnum unglingi aðgengileg fyrr en með 68-út-gáfunni af Það blæðir ... Ljóðin fyrir þann tíma sá maður helst í Þjóðviljanum. Hann var sér á parti og samtímamenn sem þekktu til hans voru gjarnir á skröksögur um þetta merkilega myndskáld. Hann var enda utan við hópana tvo, þrjá sem voru helstir meðal atómkyn-slóðarinnar og það fár sem kringum atóm-ljóðin varð. Nú hefur Omdúrman haldið áfram sínu merkilega starfi sem hófst með stórbók-unum um Megas, Rósku og Dag, og síðan bókinni um Elías Mar. Hjá forlagi Omdúrman er komið út vænt safn af ljóðum og myndum Jónasar í ýmsum gerðum. Þetta er falleg bók og glæsilegur prentgripur eftir Harra – og Jónas sjálfan.

Í formála reyna þeir Þröstur Helgason og Ingólfur Arnarson að setja Jónas í samhengi. Hefðu gjarna mátt skoða nágranna hans betur; Megas tók að elta Jónas í myndverkum í Skólablaði MR á skólaárum sínum og áfram í sínum stensilprentuðu bókum og enn betur í endurútgáfum þeirra. Ef grannt er skoðað má sjá hvernig Svafár hefur smitað Magnús ungan. Meira að segja hin háttbundna skrift er þeim sameiginleg. En hvað um það, gaman er að lesa kveðskap sem er svo kyrfilega bund-inn hugmyndaheimi áranna milli ‘50 og ‘70. Jónas heldur því áfram að vera stakur í ljóð- og myndheimum. Og bókin hans er falleg og skemmtilegur minnisvarði. -pbb

Tímabært heildarsafn Samsæri kommúnistaHeit trú höfundar á ógnina úr austri verður til þess að lesandinn hættir að treysta honum.

Þór Whitehead Hefur á sínum langa ferli einbeitt sér að sögu sósíalista og stríðstímanum.

Page 39: 23. desember 2010

LífsþorLífsþor er heildarsafn ljóða Árna Grétars Finnssonar, sem áður hafa birst í fjórum bókum. Árni Grétar var landsþekktur fyrir störf sín sem hæstaréttarlögmaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

Fyrri ljóðabækur Árna Grétars hafa verið ófáanlegar um hríð svo að börn hans réðust í útgáfu á þessu heildarsafni verka hans til minningar um föður sinn. Boðskapur margra ljóðanna á tvímælalaust erindi við þjóðina í dag – það lífsþor sem einkenndi ævigöngu Árna Grétars Finnssonar.

Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, visku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef að andinn á að dafna. Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.Þá áhættu samt allir verða að takaog enginn tekur mistök sín til baka. Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, fylgja í verki sannfæringu sinni, sigurviss, þó freistingarnar ginni.

Ljóðasafn Árna Grétars Finnssonar

D R E I F I N G

E I N N I G F R Á L J Ó S M Y N D Ú T G Á F U :

Sími 893 5664 | [email protected]

Page 40: 23. desember 2010

MatartíMinn Lifandi hefðir og dauðar

Þ ótt telja mætti að sá siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu væri merki um að Íslendingar héldu

matarhefðir sínar í heiðri má halda hinu gagnstæða fram; að Þorláksmessuskatan sé einmitt dæmi um gelda hefð, lifandi dauða en ekki síkvika og skapandi – að skatan sé, eins og þorrablótin, líkvaka yfir gengnum hefðum fremur en vakningar-samkoma.

RuðningsáhrifÞorláksmessuskatan hefur haft eins konar ruðningsáhrif svipað og þorrablótin og álverin. Því algengari sem sá siður hef-ur orðið að borða kæsta skötu á Þorláks-messu því minna verður vart við skötuna á öðrum tímum ársins. Það sama hefur gerst með svokallaðan þorramat. Það er varla hægt að fá súran hval á öðrum árs-tímum en þorranum þótt það rími engan veginn við framboð af hval eða mysu. Þótt þessir nýju árlegu siðir kringum tiltekinn mat hafi ef til vill fjölgað þeim sem bragða á honum hafa siðirnir jafnframt flýtt fyrir því að þessi matur hverfi úr hversdags-legum kosti.

Og þetta hefur áhrif á bragðið. Skata var einkum kæst um vestanvert landið fyrr á tíð og hafa verkunaraðferðir verið mis-munandi og gefið ólíkt bragð. Það sem helst ræður bragðinu af kæstri skötu er annars vegar hversu lengi skatan er lát-in liggja í kæsingu og hins vegar hvort, hvenær og hversu mikið salt er notað. Þá hefur það líka áhrif á bragð og áferð ef skatan er hengd upp og þurrkuð að lokinni kæsingu.

BlindgataVestfirðingar urðu kunnir af vel kæstri skötu (og þá í merkingunni mikið kæstri en ekki endilega vel verkaðri). Og það er þessi vestfirska útgáfa af kæstri skötu sem hefur orðið hvað vinsælust á Þorláks-messu – enda passar hún best við þann manndómsvígslublæ sem einkennir skötu-veislur utan heimahúsa. Þetta eru oftast karlasamkomur þar sem vinir og félagar staðdeyfa í sér bragðlaukana með rót-sterkum og héluðum brennivínssnöfsum áður en þeir leggja í nokkurs konar kappát á kæstri skötu þar sem sá er mestur mað-ur sem mest étur.

Það segir sig sjálft að matvinnsla sem miðar að svona samkvæmum getur aldrei getið af sér ljúffengan mat eða góða siði. Enda er kæsing á Íslandi matarlistarleg blindgata á sama hátt og súrsun. Þessar fornu aðferðir eru í dag nánast eins og skrípamynd af sjálfum sér þar sem allt miðar að ýktu bragði.

Lifandi hefð í AsíuKæsing matvæla er stunduð um allan heim. Hún er algeng á norðlægum slóðum en er hvergi í meiri hávegum höfð en í Suð-austur-Asíu. Þar er hún lifandi hefð sem getur af sér nýjar afurðir og aðlagar aðrar breyttum aðstæðum og smekk. Bæði taí-lenska fiskisósan og kínverska sojasósan eru kæstar afurðir eins og japanskt miso og kóreskt kimchi.

Kæsing verður þegar efnasambönd í hráefninu sjálfu ná að vinna úr sykrinum í hráefninu áður en súrefni eða utanað-komandi efni ná að valda myglu, rotnun eða öðru niðurbroti. Þótt það standist ekki málhefð að kalla það kæsingu þeg-ar öl er bruggað eða edik, ostur gerjaður eða gúrkur súrsaðar, skinka hengd upp og þurrkuð eða salami, þá er sú vinnsla byggð á sömu lögmálum og kæsing skötu.

Kæst eggEins og sjá má af þessari upptalningu ræð-ur hráefnið miklu um endanlegt bragð. Það sem einkennir skötuna – eins og há-karlinn og aðra brjóskfiska – er mikið magn þvagefna í holdinu. Þegar þessir fiskar eru kæstir magnast upp ammoní-akssýrur þannig að þær gjósa út um nefið á þeim sem leggja sér þá til munns. Hið einkennandi bragð skötunnar og hákarls-ins tengist því ekki kæsingunni einvörð-ungu. Kæst egg úr Þingeyjarsveit eru miklu mildari og fínlegri – og ef til vill of lágróma til að geta orðið að tísku.

Nokkrir molar um kæsingu

Kæsing aLÞjóðLeg hefð

ÞorLáKsMessa fyrir grænMetisætur

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

40 matur Helgin 23.-26. desember 2010

Þar sem öll blöð hafa verið stúrfull af ráðleggingum um hvernig sjóða eigi skötu eða útbúa skötustöppu ætlum við að tala um eitthvað allt annað. Og þó. Kimchi er kæst kál og gæti því hugsanlega komið í stað skötunnar hjá grænmet-isætum á Þorláksmessu.

Kimchi er hjartað og æðakerf-ið í kóreska eldhúsinu. Það er borðað sem sjálfstæður réttur en einnig sem meðlæti með svo til öllum öðrum mat. Allar

fjölskyldur útbúa sitt eigið kimchi. Það er vanalega geymt í leirkrukkum við útidyrnar.

Hér er uppskrift að kimchi (og jafnframt eina uppskriftin sem við munum birta án þess að hafa prófað hana sjálfir):

1. Kljúfið kínakál í tvennt og leggið í djúpa skál. Stráið yfir kálið tveimur lófafyllum af sjávarsalti og fyllið skálina af vatni svo fljóti yfir kálið. Leyfið að standa í tvo tíma.

2. Blandið saman einni teskeið af hverju: salt, sykur, þurrk-aðar chili-flögur, furuhnetur, ferskur engifer, hvítlaukur og ansjósusósa (eða önnur góð fiskisósa). Bætið við hnefafylli af brytjuðum radísum og öðru af vorlauk.

3. Takið kálið upp úr vatninu og þerrið. Skerið harðasta kjarnan úr hausnum. Nuddið síðan kryddblöndunni vel milli blaðanna og vefjið síðan kálinu þétt saman í vöndla og

látið í leirkrukku. Látið kæsast við stofuhita í 40 tíma en setjið svo í kæli.

Það eru auðvitað til þúsund sinnum fleiri upp-skriftir að kimchi en lykil-atriðin

eru saltið, sykurinn, chili-ið, hvítlaukurinn og

fiskisósan eða ein-hvers konar asískt fisk- eða rækjumauk.

Ef þið hafið ekki smakkað kimchi, ráðleggjum við ykkur

eindregið að panta það næst þegar þið farið á kóreskan veitingastað (þeim mun fjölga á næstunni enda er kóreskur matur aftur að detta í tísku). Bíðið allavega með að búa til ykkar eigið kimchi þar til þið hafið smakkað það hjá ein-hverjum sem kann til verka. Annars gætuð þið lent í því sama og margir sem verka íslensku skötuna; að telja það best sem er mest mislukkað.

Gleðilega skötu

... að Þorláks­messu­skatan sé einmitt dæmi um gelda hefð, lif­andi dauða en ekki síkvika og skapandi – að skatan sé, eins og þorra­blótin, líkvaka yfir gengnum hefðum fremur en vakningar­samkoma.

Kæst skata að vestfirskum hætti hefur gert Þorláks-messu jafn mikilvæga fyrir fisk-salann og Valentínus-ardagurinn er fyrir blóma- og konfekt-sala og bolludagur-inn fyrir bakara.

Kimchi: Besti kæsti maturinn

Eitt helsta einkenni róm-verskrar matargerðarlistar á stórveldistíma Rómar var garum eða liquamen. Þetta var kæst sósa búin til úr innyflum fiska. Engar skýrar uppskriftir eru lengur til að þessari sósu en menn geta sér þess til að fiskúrgangurinn hafi verið saltaður lítillega og síðan látinn kæsast þar til megnið af föstum efnum höfðu brotnað niður. Þá var hratið sigtað frá sósunni og hún notuð til að bragðbæta ýmislegt kornmeti. Þessi sósa var notuð á Ítalíu allt fram að sextándu öld þegar saltaðar ansjósur ruddu henni úr vegi.

Taílensk og önnur asísk fiskisósa er í raun unnin á sama hátt og hin rómverska garum. Fiskisósur geta verið búnar til úr úrgangi frá annarri fiskvinnslu en þær sósur eru dýrari og þykja betri

sem eru gerðar úr einni tiltekinni fisktegund. Annað sem ræður verði og gæðum er hvort sósan kemur úr fyrstu kæsingu eða er unnin upp úr endur-hituðu hrati.

Talið er að sojasósan sé eins konar grænmetisút-gáfa af fiskisósunni og hafi komið til seinna. Vinnsluaðferðin er sú sama. Í kínverska sojasósu og japanska tamari-sósu fara einvörðungu sojabaunir en í japanska sojasósu er hveiti blandað saman við sojabaunirnar til að gera hana kröftugri. Hveiti er ríkara en soja-baunir af efnum sem næra kæsinguna á sama hátt og hveiti hentar betur til gerj-unar fyrir brauðbakstur en aðrar korntegundir.

Sushi var upphaflega gert úr léttkæstum fiski en ekki nýjum. Með útbreiðslu kælitækni vék kæsti

fiskurinn fyrir ferskum fiski. Til að vísa til eldri tíma var ediki blandað saman við hrísgrjónin til að fá skarpt bragð sem minnir á kæsingu.

Graflax var sömuleiðis kæstur á árum áður. Það felst í nafninu: Grafinn lax. Til að útbúa kryddsaltaðan lax að nútímahætti þarf góðan kæli sem heldur fiskinum kældum í nokkra daga. Slíkan munað höfðu menn ekki fyrr en eftir seinna stríð.

Norðmenn gera rakfisk úr laxi og urriða. Þetta er léttkæstur fiskur sem er borðaður hrár. Sur-strömming Svíanna er hins vegar ekki léttkæst heldur ansi velkæst síld. Síldin er fyrst kæst í tunnum og síðan sett í dósir án þess að stöðva kæsinguna. Sú síld þykir best sem er við það að sprengja dósina utan af sér.

Kæsing er forn og almenn leið til geymslu matvæla og bragðbótar víða um heim. Hjá okkur liggur hún í dvala en gýs upp með miklum fnyk einu sinni á ári.

Ljós

myn

d/H

ari

Sölustaðir : N1, Bónus, Hagkaup, Pósturinn, Ka�tár,Te og ka�, Epal, Hrím, Kraum, Sirka, Melabúðin, Valfoss, Rauðakrossbúðirnar, Mál og menning, Debenhams, Mýrin, Minja, Iða, Vínberið, Háma, Hrafnistubúðin Laugarási, Garðheimar, O�ce1, Galleri Sautján-Kringlunni og Smáralind

Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands

tbr h

önnu

n

„Fáðu þérgott fyrir gott“

Ég fékk líka gjöf

www.soleyogfelagar.is

Merkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11

Page 41: 23. desember 2010

ÍSL

EN

SK

AS

IA.I

S S

TR

520

65 1

2.20

10

strætó.is

BORNIN KOMAMED JOLIN

Í vetur báðum við leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu um að senda okkur myndir til að skreyta strætisvagnana fyrir jólin.Krakkarnir voru duglegir að teikna og lita og við fengum skrautlegar jólamyndir frá 58 leikskólum.

Nú er hægt að skoða sýningu á öllum listaverkunum á vef okkar: www.strætó.is Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Page 42: 23. desember 2010

42 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010

Þ að eru ekki allir jafn hrifnir af skötunni á Þorláksmessu. Þessi

ágæti og illa lyktandi réttur er þó nánast ómissandi í jólastemninguna en það gæti kannski borgað sig að hafa einn auðmeltari hliðarrétt til taks ef börnin og aðrir þora ekki að taka í tindabikkjuna. Uppskriftin er hversdagsleg og einföld en afar ljúffeng og barnvæn(inniheldur t.d. tómatsósu) og tilvalið að nota réttinn sem aðalrétt þegar mikið liggur við. Hann nýtur mikillar hylli á meðal barna, sem elska sósuna, og ekki finnst þeim það verra að rétturinn heitir einfaldlega bleika drullan.

1 kíló útvatnaður saltfiskur2-3 hvítlauksrif, fínt söxuð1 laukur, saxaður2 gulrætur, skornar í strimla2 tómatar, saxaðirfersk steinselja3 msk. sojasósa5 msk. tómatsósa1/2 lítri matreiðslurjómifiskkraftur, einn teningur

Steikið hvítlauk og lauk við vægan hita á pönnu og þar næst gulrætur. Steikið þar til gulræturnar eru farn-ar að mýkjast. Bætið tómöt-um út í og steikið við miðl-ungshita í ca. 10 mínútur og hrærið reglulega í. Bætið svo rjóma, tómatsósu, soja-sósu, fiskkrafti og steinselju út í. Smakkið til og saltið með sojasósu ef þurfa þykir.

Skerið saltfiskinn í aflöng stykki og bætið út í sósuna. Eldið við vægan hita þar til fiskurinn er eldaður, gætið þess þó að ofelda hann ekki. Að lokum má skreyta með steinselju. Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum.

Bleikur saltfiskur á ÞorlákSkemmtilegur og ljúffengur réttur sem tilvalinn er sem hliðarréttur við skötuna á Þorláksmessu

... kannski borgar sig að hafa einn auðmeltari hliðarrétt til taks ef börnin og aðrir þora ekki að taka í tindabikkjuna.

JólasnakkHvað á að gera við alla mataraf-gangana um jólin? Margir brytja allt niður í pott og bera fram í tartalettum en af hverju ekki að skella í einn góðan afgangaborg-ara? Hann getur verið með hvaða brauði sem er, þess vegna bara ristuðu samlokubrauði. Rífið svo niður kjöt gærdagsins á milli og bætið við súrum gúrkum, rauðkáli og slettu af sósunni og þar með er komið fínasta snakk.

Heimalagað súkkulaðisíróp út á jólaísinnSúkkulaðisíróp3 dl vatn3 dl sykur1,5 dl kakó1/4 tsk. salt1 tsk. vanilludropar

Hrærið saman vatni og kakói og hitið. Bætið sykri út í og sjóðið í 10-15 mínútur þar til sírópið byrjar að þykkna. Slökkvið undir, hrærið vanillu og salti út í. Setjið í hrein ílát. Sírópið þykknar enn frekar þegar það kólnar. Mjög gott út í mjólk, á ísinn eða í mjólkurhristinginn.

Góður gljái á hamborgar-hrygginnUppskrift: Friðgeir Ingi Eiríks-son, yfirkokkur á Holtinu

Gljái á hamborgarhrygg4 msk. tómatpúrra2 msk. dijon-sinnep4 msk. púðursykur500 ml rauðvínkanilstöng 2 negulnaglar1 dl balsamic-edikSmávegis ananassafi

Allt sett í pott og soðið niður mjög varlega.

Gott ráð: Hafið lok á pottinum en smá rifu svo að það nái að sjóða niður.

Page 43: 23. desember 2010
Page 44: 23. desember 2010

44 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010

H vað drekkur mað-ur eiginlega með söltum og reyktum

hamborgarhryggnum, villtri rjúpunni eða fylltum kalkún-inum? Fréttatímanum lék forvitni á að vita hvaða vín pössuðu með öllum þeim kræsingum sem Íslendingar leggja sér til munns á jólum. Við fengum því vínþjón ársins, Ölbu E. H. Hough, til að fara yfir þessi mál með okkur. Það borgar sig að leggja við hlustir þegar Alba talar um vín. Hún hefur orðið

hlutskörpust í keppninni Vínþjónn ársins fimm ár í röð eða frá árinu 2006. Hún starfar á veitingahúsinu Vox á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hún ráðleggur gestum af stakri snilld og kunnáttu um mat og vín. Við báðum Ölbu að gefa góð ráð um hvers konar vín hentuðu með ham-borgarhryggnum, kalkún-inum, hreindýrinu, gæsinni, hangikjötinu, lambinu og rjúpunni. Svo báðum við hana að nefna eitt dæmi í hverjum flokki sem myndi smellpassa.

Vínþjónn ársins segir okkur hVað passar að drekka með jólamatnum

Hvaða vín passar með jólasteikinni?

hangikjötSvona mikið reykt og saltað kjöt þarfnast sætu eins og hvíti jafningurinn, sem jafnan er hafður með hangikjötinu, ber vitni um. Því henta sæt hvítvín vel með hangikjötinu til að vinna á móti seltunni, til dæmis sætur þýskur riesling. Eins og með hamborgar hryggnum ganga Gewurzt-raminer- og Pinot Gris-þrúgurnar líka vel upp. Rauðvín passa oft ekki nógu vel með hangikjöti. Þau hafa ekki þá eiginleika sem þarf til mótvægis við seltu og reyk auk þess sem tannín og reykt kjöt eiga sjaldan samleið.

alba mælir með:

Hvítvín: Goldschild Riesling Kabinett 2008 úr þýska Móseldalnum.

Verð: 1.998

Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson

[email protected]

Alba hefur orðið hlut-skörpust í keppninni Vínþjónn ársins fimm ár í röð.

rjúpaÞétt, höfug og tannísk rauðvín með mikilli fyllingu henta best með rjúpunni. Þungt og bragðmikið kjöt eins og þetta kallar á samsvarandi vín með. Argentínskur Malbec getur hentað einkar vel með rjúpu líkt og annarri villibráð og áströlsk vín úr svokallaðri GSM-blöndu (Grenache-Shi-raz-Mourvédre) og bandarískur Cabernet Sauvignon er hvort tveggja gott val.

alba mælir með:

Rauðvín: Catena Malbec 2008 frá Argent-ínu.

Verð: 2.697

lambLambakjöt kallar á meðalþung rauðvín sem einkennast af rauðum berjum, villijurta- og jarðartónum. Þetta á til dæmis við um mörg spænsk vín, sem og vín frá Toscana-héraðinu á Ítalíu. Oft henta vín úr köldu loftslagi mjög vel með lambakjöti.

alba mælir með:

Rauðvín: Azul Guelbenzu 2006 frá Ribera Del Queiles á Spáni.

Verð: 2.365

hamborgarhryggurÞað getur verið erfitt að finna vín sem

passa vel við saltað og reykt kjöt. Hálfsæt og feit hvítvín myndu helst passa með hryggnum. Vín úr þrúgunni Gewurzt-

raminer, sérstaklega frá Alsace-héraðinu í Frakklandi, myndu eiga vel við en

einnig gæti góður Pinot Gris gengið. Ef velja ætti rauðvín gæti vín úr Pinot Noir-þrúgunni hentað ágætlega og

þá helst vín frá nýja heiminum, þ.e.a.s. ekki frá Evrópu. Rauð-vínið þarf að vera ávaxtaríkt og

milt og alls ekki tannínríkt.

alba mælir með:

Hvítvín: René Muré, Signature Gewurztraminer 2008 frá

Alsace í Frakklandi. Verð: 2.295

Rauðvín: Saint Clair Vicar’s Choice Pinot Noir 2008 frá Nýja-Sjálandi. Verð: 2.399

hreindýr og gæsÞessi tegund villibráðar kallar á dökka sósu og bláber og þar af leiðandi rauðvín í þyngri kantinum og með þroskuðum ávexti; vín sem eru jafn til-komumikil og sjálfur maturinn. Klassískar Bordeaux-blöndur frá Frakklandi, Amarone frá Ítalíu, argentínsk vín úr Malbec-þrúgunni og áströlsk vín úr Shiraz-þrúgunni gætu öll hentað vel.

alba mælir með:

Rauðvín: La Grande Chapelle 2008 Bordeaux.

Verð: 1.699

kalkúnnBæði rauðvín og hvítvín geta gengið með kalkúninum og í raun ræður fyllingin og meðlætið för í vali á víni. Með kalkúnakjöti ættu hvítvín að vera þurr, bragðmikil, með mikilli fyllingu, eikuð og með smjörkenndri áferð og vanillu. Þar koma nýja heims Chardonnay-vín sterk inn. Rauðvín sem henta með kalkúni ættu að vera létt og þurr, með ferskum ávexti og litlu sykurmagni eins og léttari Búrgúndarvín og Crianza-vín frá Rioja.

alba mælir með:

Hvítvín: Spy Valley Chardonnay 2008 frá Marlborough á Nýja-Sjálandi. Verð: 2.495

Rauðvín: Cune Crianza 2007 frá Rioja-hér-aðinu á Spáni. Verð: 1.999

INNBYGGÐKVÖRN!

KRYDDAÐUUPP Á NÝJUNGUM

KRYDDKVARNIR – ÞVÍ AÐ NÝMALAÐ ER BEST

Page 45: 23. desember 2010
Page 46: 23. desember 2010

46 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010

Rjúpan elduð upp á gamla og nýja mátannFréttatíminn leitaði til Friðgeirs Inga Eiríkssonar á Hótel Holti og fékk hann til að elda rjúpuna góðu upp á gamla mátann en einnig á þann máta sem hann sjálfur myndi meðhöndla hana.

Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt!

Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsinsá baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ.

Gisting í Bláa Lóninu – Lækningalind Blue Lagoon húðvörur Líkamsrækt Einkaþjálfun

Aðgangur í Bláa Lónið Spa meðferðir Snyrtimeðferðir Nudd Veitingar á LAVA

Gjafakort

Ein er upp til fjalla,

yli húsa fjær,

út um hamrahjalla,

hvít með loðnar tær.

Brýst í bjargarleysi,

ber því hyggju gljúpa,

á sér ekkert hreysi

útibarin rjúpa.

Þannig hefst ljóðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson þar sem hann yrkir um rjúpuna. Í hugum margra eru engin jól án rjúpu og fyrir hver jól skundar fjöldi ís-lenskra karlmanna til fjalla til þess að skjóta í matinn. Þegar kemur að elduninni er óhætt að fullyrða að lang-

ömmur, ömmur og mömmur þjóðarinnar hafi í gegnum árin eldað rjúpuna á svip-aðan máta og Helga Sigurðar leggur til í uppskrift sinni í Mat og drykk á bls 102 (6. útgáfu), en hún sýður fuglinn í hvorki meira né minna en 1-1½ klst.! Einhverjir hafa eflaust stytt suðutímann

en trúlega er aðferð Helgu Sig enn í há-vegum höfð á mörgum íslenskum heimilum. Á síðustu árum eru þó ýmsir farnir að breyta til enda hefur landinn kynnst því að villibráð er oft mjúk og ljúffeng þegar hún er lítið elduð. Friðgeir Ingi Eiríksson, yfir-kokkur á Hótel Holti,

setti saman tvær upp-skriftir fyrir Frétta-tímann; annars vegar með gömlu aðferðinni

og hins vegar eins og hann sjálfur myndi meðhöndla rjúpuna, þ.e. sem villibráð.

Fyrir 4

4 stk. rjúpaVerkið rjúpurnar og haldið öllu aðskildu.

Rjúpubringurnar eru léttsteiktar á pönnu upp úr helmingablöndu af smjöri og olíu og svo eru þær bakaðar í ofni í mínútu í senn, 2-3 sinnum. Þess verður þó að gæta að bringurnar fái að hvíla 10 mínútur á milli þess sem þær fara í ofninn.

Sósa1 dl balsamic-edik1 dl hindberja-edik500 ml rauðvín1 lítri kjötsoðfóarnlifurhjarta

ferskt timjankanilstöng2 einiber2 negulnaglar1 dl þeyttur rjómi

Aðferð: Edik soðið niður í kjarna. Rauðvíninu bætt út í og soðið niður um 2/3, þá er soðinu hellt yfir og soðið niður. Á sama tíma er kryddið sett saman við. Síðustu 20 mínúturnar eru brúnuð beinin af rjúpunum soðin með ásamt innmat. Klárið með létt-þeyttum rjóma.

Meðlæti3 stk. steinseljurót15 stk. kónga-sveppur (cep)10 stk. radísur1 epli, græntsteinselja1 skalottlaukur1 hvítlauksgeiri

Sjóðið steinselju-rótina í rjóma og mjólk, sigtið og maukið ásamt 7 steiktum kónga-sveppum. Klárið með hunangi, sérrí-ediki og hnetu-brúnuðu smjöri, salti og pipar.

Sjóðið upp á 200

ml af vatni, 200 ml ediki, 200 g sykri og 2-3 kardamommum. Skerið radísurnar niður og setjið saman við. Látið kólna í vökvanum.

Skerið niður 4 sveppi til helminga og restina í teninga. Steikið upp úr smjöri ásamt söxuðum hvítlauk og skalott-lauk, kryddið með steinselju.

Eplin skorin niður eftir smekk og bökuð í ofni þar til þau eru vel bökuð og næstum „krispí“, þannig eru þau notuð sem krydd.

Sveppateningarnir, radísurnar og eplin eru hituð saman fyrir framreiðslu.

Fyrir 4

4 stk. rjúpa 3 lítrar kjötsoð1/4 lítri rjómiferskt timjan

Meðlæti8 stk. kartöflur1 góð krukka rauðkál2 stk. gulrót1/2 sellerírót1 meðalstór rófa1 steinseljurót

Aðferð: Rjúpan er brúnuð upp úr helm-ingablöndu af smjöri og olíu á pönnu.Síðan er hún sett í pott með kjötsoðinu og fersku timjan og soðin í þrjú korter.Þá er hún tekin upp úr, soðið bætt með rjóma og soðið aðeins niður. Því næst er soðið bakað upp með

smjörbollu. Saltið og piprið eftir smekk. Gott að þeyta mat-skeið af smjöri út í sósuna fyrir notkun og setja í hana teskeið af góðu ávaxtaediki.

Kartöflurnar eru soðnar með hýði, skrældar og settar út í karamellu. Gott er að krydda karamell-una með appelsínu-safa og smávegis kanil.

Rauðkálið sett í pott og hitað upp, kryddað með negul og gott að bæta einni teskeið af rabarbarasultu út í.

Rótargrænmetið skorið í jafna bita, sett í ofn með dálítilli olíu og matskeið af hunangi og bakað við 160 gráður í u.þ.b. 30 mínútur.

Kryddið með salti og pipar, steinselju og sérrí-ediki.

Rjúpa upp á gamla mátann Rjúpa dagsins í dag

Heima­löguð jóla skyr­kakaSkyrkaka1 kg bláberjaskyr (eða skyr að eigin vali)3/4 pk. Digestive-kex150 g smjör500 ml rjómi200 g sykur6 matarlímsblöð

Hlaup75 ml Grenadine-síróp75 ml vatn2 matarlímsblöðbláber eftir smekk

Kexið er mulið í matvinnslu-vél eða sett í poka og malað með kökukefli. Bræðið smörið og blandið kexinu saman við. Þetta er svo sett í botninn á springformi. Skyri, sykri og rjóma er hrært vel saman, bræddu matarlíminu bætt út í og svo er blöndunni hellt ofan á kexið. Sett inn í ísskáp í 2-3 tíma til að stirðna. Þá er kakan tekin út og bláber (eða ber að eigin vali) sett ofan á.

Grenadine-síróp og vatn sett í pott og hitað. Matar-límið er brætt saman við. Blandan er svo kæld og henni hellt yfir kökuna. Þá fer kakan aftur í kæli og er tilbúin eftir 1-2 tíma. Einnig er hægt að bragðbæta hlaupið með til dæmis Grand Marnier eða jafnvel sérrí skvettu.

Page 47: 23. desember 2010
Page 48: 23. desember 2010

Spurningakeppni fólksins

Marta María Jónasdóttiraðstoðarritstjóri Pressunnar1. Hangikjöt.

2. Veit það ekki.

3. Lilja Mósesdóttir, Ögmundur Jónasson og Björn Valur Gíslason?

4. Ég horfi svo lítið á sjónvarp þannig að ég veit það ekki.

5. Ásthildur Sturludóttir.

6. Þversumma þeirra er 8.

7. Ljubljana.

8. 4 11 11 11.

9. Arnar Jónsson.

10. Lítill fugl?

11. Kristín Eiríksdóttir.

12. Ásgerður Jóna Flosadóttir.

13. Gunnar Guðmundsson.

14. Ég veit það ekki.

15. 350 krónur.

10 rétt

Hjálmar Jónssonformaður Blaðamannafélags Íslands1. Hangikjöt.

2. Alfreð Finnbogason Breiðabliki.

3. Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason.

4. Veit ekki.

5. Ásgerður Sturludóttir.

6. Þversumman er 8.

7. Ljubljana.

8. 4 11 00 00.

9. Ingvar E. Sigurðsson.

10. Heyr mína bæn.

11. Aðalsteinn Kristjánsson.

12. Ásgerður Jóna Flosadóttir.

13. Sá sami og í fyrra (Ragnar Bragason).

14. Bríetartún.

15. 280 krónur.

7 rétt

Svör: 1. Hangikjöt 2. Gylfi Þór Sigurðsson 3. Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason 4. Dexter 5. Ásthildur Sturludóttir 6. Þær eru báðar með þversummuna 8 7. Ljubljana 8. 4 11 11 11 9. Arnar Jónsson 10. Heyr mína bæn 11. Kristín Eiríksdóttir 12. Ásgerður Jóna Flosadóttir 13. Gunnar B. Gudmundsson 14. Þórunnartún 15. 350 krónur.

RÍKI

HLJÓÐ-FÆRI

MAUK

ÞURRKAÚT

TRÉ

SKORTATITRA

FUGL

SAMAN-BURÐART.

NÆR ÖLL

BLÆS

TÁLGA‹I

TÚTTA

HEMILL

VÆNKAST

TÍMABILS

DUGNAÐ-UR

RASKA

LÉST

GANG-FLÖTUR

HARÐÆRI

YFIR-STÉTTAR

Í RÖÐ

BÓK-STAFUR

DEYFÐ

ÞÓ

DRAUP

DEYÐA

HÓLF

SKYLD-MENNI

FRÆGÐAR-VERK

FLATFÓTUR

KUSK

BOR

SKÖMM HAF

ÁÆTLUN

SKIPAÐI FYRIR

SKÁNÍRAFÁR

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

BARN-INGUR

LÆKNAST

SJÓFÆR

LEGGJA AF

TIL

FLÍS

STEFNA

SKEMMTUN

LEIKUR

SKÓLI

VELT-INGUR

SMÁTT

BÓK-STAFUR

SIGAÐVAPP ENNÞÁ

KK NAFN

KAPPS-MAÐUR

EKKI

BOLMAGN

GRILLA

AÐSKILJA

LENGDAR-EININGU

OP

ARÐA

KK NAFNSJÓ

EYJA

TULDRA

SPAUG

HNOÐA

RÓFA

TILRÆÐIMIKILL

ÖGN

SAMTÍMIS

ÁNÆGJU-STUND

ÓÐAGOT

ÞUNNURVÖKVI

BERG-MÁLA

NÝR

ÆTÍÐ

TVEIREINS

ULL

GOLFÁHALD

GUÐ

DURTUR

GÆTT FRUMEIND

SKRÁ KIPRA

TIL SAUMA

FOR-

FAÐI

RINN

VEGU

R

HALL

I

DURTUR DURTUR

EINS

ÖNGU

REI

NSÖN

GUR

5 6 4

1 3 6 2

2 5

6 3

7 5

7 9 1

3 4

1 9

5 7 8

8

2 5 1

7 9

4 1 6

7 5 9

1 8

5 6 3 8

4 7 9

9 3 2

48 heilabrot Helgin 23.-26. desember 2010

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

Hjálmar skorar á Orra Pál Ormarsson, blaðamann á Morgunblaðinu.

?

1. Hvað borða landsmenn helst á jóladag?

2. Hver var kjörinn knattspyrnumaður ársins 2010 af KSÍ á dögunum?

3. Hvaða þrír þingmenn VG studdu ekki fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra?

4. Hvaða sjónvarpspersónu leikur Michael C. Hall?

5. Hver er sveitarstjóri Vesturbyggðar?

6. Hvað eiga tölurnar 17 og 35 sameiginlegt annað en að vera oddatölur?

7. Hvað heitir höfuðborg Slóveníu?

8. Hvert er þjónustunúmer Reykjavíkurborgar?

9. Hver leikur aðalhlutverkið í jólasýningu Þjóðleikhússins, Lér konungi?

10. Hvað heitir ný safnplata með Ellý Vilhjálms?

11. Hver er höfundur bókarinnar Doris Deyr?

12. Hver er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands?

13. Hver leikstýrir áramótaskaupinu í ár?

14. Hvað kemur Skúlatún til með að heita í framtíðinni?

15. Hversu hátt verður eitt fargjald í strætó eftir hækkun um áramótin?

Full búð af jólagjöfum!Glæsilegt úrval jólagjafa á frábæru verði fyrir alla!

Intersport óskar þér og þínum gleðilegra jóla!

þorláksmessa opið til 23:00

á bíldshöFða, selFossi, í lindum

og smáralind

opið til 22:00 á akureyri

Page 49: 23. desember 2010

V ið hjá Bílabúð Benna óskum viðskiptavinum og landsmönnum

öllum gleði og friðar yfir hátíðarnar og þökkum samskiptin á árinu

sem er að líða.

Þann 7. desember lagði Bílabúð Benna sitt af mörkum

til samfélagsins með því að færa matargjöf til sameiginlegs

átaks Mæðrastyrksnefndar, Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins

og Hjálparstarfs kirkjunnar.

Jólagjöf frá Bílabúð Benna.

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - [email protected]

Gleðilega hát íð

leikhús 49 Helgin 23.-26. desember 2010

B æði leikhúsin leituðu út fyrir landsteinana að leikstjórum og fengu

unga menn á hraðri uppleið í leikhúsheiminum til þess að setja Lé konung og Ofviðrið á svið. Ástralinn Benedict Andrews, sem leikstýrir Lé konungi, er einn eftirsóttasti leikstjóri sinnar kynslóðar í heiminum í dag. Hann hefur leikstýrt í mörgum virtum

leikúsum í Ástralíu og víðar en vegur hans fór fyrst vax-andi þegar hann haslaði sér völl í Þýskalandi þar

sem hann hefur sett upp f jölda sýninga hjá hinu

rómaða leik-húsi

Schaubuehne í Berlín. Þá hef-ur kastljósið enn frekar beinst að Andrews eftir að hann leik-stýrði stórstjörnunni Cate Blanchett í sýningu byggðri á leikritum Shakespeares um Rósastríðin.

Lér konungur er með þekkt-ustu harmleikjum Shake -speares þar sem vald, dramb, græðgi og grimmd eru í for-grunni uppgjörs hins aldna Lés konungs við dætur sínar, líf sitt og umhverfi. Arnar Jónsson fer með titilhlutverkið en með-al annarra leikara í sýningunni eru Atli Rafn Sigurðarson, Álfrún Helga Örnólfsdótt-ir, Eggert Þorleifsson, Mar-grét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson og Pálmi Gestsson.

Helga I. Stefánsdóttir sá um búninga í sýningunni og Börkur Jónsson gerði sviðs-myndina.

Þórarinn Eldjárn er til-efndur til Íslensku þýðingaverð-launanna fyrir nýja þýðingu sem hann gerði á Lé konungi fyrir Þjóðleikhúsið.

Öllu meiri léttleiki svífur yfir vötnum í Ofviðrinu en í harm-sögu Lés en hér er allt löðrandi í glensi, ást og sterkum hvötum.

Litháinn Oskaras Korsunovas leikstýrir verkinu í Borgarleik-húsinu. Frá 1990 hefur Oskaras sviðsett á fjórða tug leikrita í Litháen og annars staðar og er meðal eftirsóttustu leikstjóra heims um þessar mundir.

Ofviðrið á sér stað á ótil-greindri eyju í ríki hugarflugs-ins þar sem Prospero ræður ríkjum. Þar hefur hann búið í útlegð árum saman. Þegar óveð-ur skolar skipi þeirra sem sviku Prospero á land á eyjunni gefst langþráð tækifæri til hefnda. Atburðarásin sem tekur við er fjörleg þar sem æðri og lægri hvatir takast á.

Ingvar E. Sigurðsson leik-ur Prospero en í leikarahópn-um eru meðal annarra Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Þá skipa dansarar úr Íslenska dansflokkn-um veigamikinn sess í sýning-unni. Þýðingin á Ofviðrinu er eftir Sölva Björn Sigurðsson. Filippía Elísdóttir hannaði búningana í sýningunni en Vy-tautas Narbutas gerði sviðs-myndina.

Filippía hefur hannað bún-inga fyrir fjölda leiksýninga hjá f lestum leikhúsum landsins. Þeirra á meðal Leitt hún skyldi

vera skækja, Meiri gauragang, Engispretturnar og Virkjunina í Þjóðleikhúsinu. Einnig gerði hún búninga fyrir Draum á Jónsmessunótt, Hamlet og Rík-arð þriðja í samstarfi við Narbu-tas og aðstoðaði hann einnig við búninga fyrir Kirsuberjagarð-inn.

Þjóðleikhúsið frumsýnir Lé konung á öðrum degi jóla og þremur dögum síðar, 29. des-ember, frumsýnir Borgarleik-húsið Ofviðrið. [email protected]

stóru leikhúsin Bæði með stórar shakespeare-sýningar

Stóru Shakespeare-jólinEnski skáldjöfurinn William Shakespeare verður fyrirferðarmikill í íslensku menningarlífi milli jóla og nýárs en þá verða frumsýnd tvö sígild verk úr smiðju þessa mikla meistara leikbókmenntanna. Arnar Jónsson leikur Lé konung í Þjóðleikhúsinu en Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Prosperos í Ofviðrinu í Borgarleikhúsinu.

Harmur og ofbeldi kveðja dyra hjá Lé konungi sem missir tökin á umhverfinu þegar hann ákveður að skipta ríki sínu á milli dætra sinna. Arnar Jónsson leikur hinn harmræna konung í Þjóð-leikhúsinu.

Galsi og fjörugt hvatalíf ráða ríkjum á eyju Prosperos sem Ingvar E. Sigurðsson leikur í Ofviðrinu.

Page 50: 23. desember 2010

Föstudagur 24. desember Laugardagur 25. desember Sunnudagur

50 sjónvarp Helgin 23.-26. desember 2010

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.20 Jólatónleikar í Vínarborg Upptaka frá glæsilegum jólatón­leikum sem haldnir voru í Vínarborg 2007.

20:00 Saturday Night Live Stórskemmtilegur grín­þáttur sem hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í meira en þrjá áratugi. Í þáttunum er gert óspart grín að stjór­nmálamönnum og fræga fólkinu með húmor sem hittir beint í mark.

Kl. 21:00 Duggholufólkið Duggholufólkið er marg­verðlaunuð bíómynd eftir Ara Kristinsson frá 2007. Meðal leikenda eru Margrét Ákadóttir, Þórdís Hulda Árnadóttir, Árni Beinteinn Árnason, Erlendur Eiríksson og Brynhildur Guðjónsdóttir,

18:00 Aftansöngur í Grafarvogskirkju Bein út­sending frá aftansöng í Grafarvogskirkju. Prestar eru séra Vigfús Þór Árna son og séra Guðrún Karlsdóttir. Egill Ólafsson syngur einsöng. Organisti er Hákon Leifsson, Jón Rafnsson leikur á kontra­bassa og Gréta Salóme Stefánsdóttir á fiðlu.

Kl. 19:25 Með hangandi hendi Ný heimildamynd um Ragnar Bjarnason eftir Árna Sveinsson. Í myndinni koma fram margir af samstarfs­mönnum Ragga í gegnum tíðina; m.a. Ómar Ragnarsson, Guð­mundur Steingrímsson, Páll Óskar Hjálmtýsson

21:35 Hurt Locker Sigurvegari síðustu Óskarverðlaunahátíðar. Myndin segir frá hópi sprengjusérfræðinga sem neyðast til að taka þátt í hættulegum leik kattarins að músinni í brjálæði Íraksstríðsins.

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:02 Pálína (27/28) 08:06 Litli draugurinn Laban (6/6) 08:13 Latibær (135/136) 08:41 Litla prinsessan (1/2) 09:03 Manni meistari (13/26) 09:27 Töfrajól Franklíns 10:21 Múmínálfarnir 10:48 Friðþjófur forvitni - Apajól 11:42 Fínni kostur (35/35) 13:00 Fréttir 13:15 Veðurfréttir 13:25 Beðið eftir jólum 13:27 Jóladagatalið - Jól í Snædal e.13:53 Jóladagatalið - Jól í Snædal14:20 Hringlan hans Kalla 14:50 Bardagapandan16:20 Jóladagatalið - Jól í Snædal e.16:45 Hlé 20:00 Nóttin var sú ágæt ein 20:20 Jólatónleikar í Vínarborg22:00 Aftansöngur jóla Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari í Hallgrímskirkju. Mótettukór Hall­grímskirkju og Scola cantorum syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar og Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.23:00 Fyrir þá sem minna mega sín Upptaka frá tónleikum Fíladel­fíukirkjunnar í Reykjavík. 00:05 Stúlka með perlueyrnalokk Bresk verðlaunamynd frá 2003. Ung vinnukona á heimili list­málarans Jóhannesar Vermeers verður aðstoðarkona hans og fyrirsæta. Leikstjóri er Peter Webber og meðal leikenda eru Colin Firth, Scarlett Johansen og Tom Wilkinson. e.00:35 Páll Óskar - Leiðin upp á svið01:40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 08:50 Dr. Phil (76/175) 09:35 Rachael Ray (152/175) 10:20 America’s Funniest Home Videos (12/46) 10:45 Rachael Ray (153/175)11:30 Dr. Phil (77/175) 13:05 Matarklúbburinn (1/6) 13:30 America’s Funniest Home Videos (13/46)13:55 Bróðir minn ljónshjarta 15:25 America’s Funniest Home Videos (15/50) 15:50 Lína Langsokkur 17:20 America’s Funniest Home Videos (17/50) 17:45 Hringfarar (1/3) 18:15 America’s Funniest Home Videos18:40 Nativity 20:10 An Audience with Michael Bublé21:00 The Duchess 22:50 Being Julia 00:10 90210 (7/22) 00:35 In Good Company 00:55 Matarklúbburinn (2/6) 02:25 Jay Leno (165/260) 03:10 Whose Line is it Anyway? 03:35 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Made of Honor10:00 What Happens in Vegas... 12:00 Groundhog Day14:00 Made of Honor16:00 What Happens in Vegas... 18:00 Groundhog Day20:00 Bourne Identity 22:00 Yes Man00:00 Next02:00 Taken04:00 Yes Man06:00 17 Again

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Boowa and Kwala 07:05 Boowa and Kwala 07:10 Þorlákur07:15 Lalli07:20 Könnuðurinn Dóra07:45 Galdrabókin (24/24) 07:55 Áfram Diego, áfram! 08:20 Kalli og Lóa08:45 Skoppa og Skrítla í bíó09:45 Algjör Jóla-Sveppi10:30 Kalli litli Kanína og vinir 10:50 Grallarajól 11:15 Maularinn11:35 Scooby Doo 12:00 Fréttir Stöðvar 212:25 Merry Madagascar13:00 The Muppet Christmas Carol14:35 The Polar-Express16:15 How the Grinch Stole Christmas18:00 Aftansöngur í Grafarvogskirkju19:00 Garðar Thor Cortes og gestir20:00 The Nativity Story Stórmynd þar sem sögð er hin eina sanna jólasaga af því þegar ung kona að nafni María eignaðist sérstakt barn sem átti eftir að breyta gangi mannkynssögunnar.21:40 A Christmas Carol Hugljúf kvikmynd byggð á klassískri sögu eftir Charles Dickens. 23:20 This Christmas Jólamynd um vægast sagt skrautlega og ósam­rýmda fjölskyldu sem ákveður að koma saman yfir hátíðarnar í fyrsta sinn í mörg ár.01:15 The Queen Margrómuð og mögnuð bíómynd sem sópaði að sér öllum helstu verðlaununum kvikmyndaheimsins, þ.á.m. Óskars­, Golden Globe­, og BAFTA­ verðlaununum. 02:55 French Kiss04:45 How the Grinch Stole Christmas

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:00 Logi Geirsson11:40 Hermann Hreiðarsson12:15 Guðjón Valur Sigurðsson12:50 Grétar Rafn Steinsson13:25 Ólafur Stefánsson14:00 Eiður Smári Guðjohnsen14:35 Pétur Jóhann Sigfússon15:05 Logi Geirsson15:45 Hermann Hreiðarsson16:20 Guðjón Valur Sigurðsson16:55 Grétar Rafn Steinsson17:30 Ólafur Stefánsson18:05 Eiður Smári Guðjohnsen18:40 Pétur Jóhann Sigfússon19:10 Logi Geirsson19:50 Hermann Hreiðarsson20:25 Guðjón Valur Sigurðsson21:00 Grétar Rafn Steinsson21:35 Ólafur Stefánsson22:10 Eiður Smári Guðjohnsen22:45 Pétur Jóhann Sigfússon

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Sunnudagsmessan10:00 Premier League World 2010/1110:30 Ensku mörkin 2010/1111:00 Premier League Review 2010/1111:55 Newcastle - Chelsea13:40 Tottenham - Liverpool15:25 Blackburn - West Ham17:10 Sunnudagsmessan18:10 Ronaldinho18:40 Tottenham - Newcastle, 1994 19:10 Everton - Man. United, 1995 19:40 Chelsea - Tottenham, 2003 20:10 Liverpool - Chelsea, 1997 20:40 Chelsea - Blackpool / HD22:25 Bolton - Tottenham

SkjárGolf 08:00 Ryder Cup 2010 (2/4) 18:45 JBwere Masters 2010 (4/4) 23:15 Ryder Cup Official Film 200200:15 Ryder Cup Official Film 200401:15 ESPN America 06:00 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:03 Pálína 08:09 Teitur (44/52) 08:20 Sveitasæla (18/20) 08:34 Tröllasaga 09:00 Otrabörnin (14/26) 09:25 Konungsríki Benna og Sóleyjar09:38 Mókó (35/52) 09:45 Einu sinni var... lífið (19/26) 10:14 Hrúturinn Hreinn (16/40) 10:21 Elías Knár (27/52) 10:35 Greppikló 11:05 Fínni kostur (1/21) 11:35 Villisvanirnir Ævintýri H.C. Andersens um prinsessuna Elísu13:20 Hátíðarsýning á skautum15:30 Hnotubrjóturinn Upptaka frá sýningu Helga Tómassonar og San Francisco­ballettsins á Hnotubrjótnum við tónlist eftir Pjotr Tsjaíkovskí. 17:05 Jólatónar17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Jólastundin okkar 18:30 Engin jól án Bassa 18:54 Lottó 19:00 Fréttir 19:20 Veðurfréttir 19:25 Með hangandi hendi21:00 Nikulás litli Frönsk bíómynd frá 2009. Nicolas á góða foreldra og vini og vill ekki að neitt breyt­ist. Dag einn kemst hann að því að ógn vofir yfir: mamma hans er ófrísk. Leikstjóri er Laurent Tirad og meðal leikenda eru Maxime Godart, Valérie Lemercier og Kad Merad.22:30 Sögur frá Narníu - Kaspían prins 00:30 Landinn e.00:55 Brúðguminn Bíómynd eftir Baltasar Kormák frá 2008 e.02:30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 07:50 Rachael Ray (149/175) 08:35 Rachael Ray (150/175) 09:15 Dr. Phil (73/175) 09:55 Dr. Phil (74/175) 10:35 Judging Amy (17/23) 11:20 America’s Next Top Model13:20 America’s Funniest Home Videos (15/46) 13:45 Ronja Ræningjadóttir 15:15 Matilda 16:55 America’s Funniest Home Videos (16/46) 17:20 Ella Enchanted 19:00 Hringfarar (2/3) 19:30 Hæ Gosi (1/6) 20:00 Saturday Night Live (23/24) 21:30 Sense and Sensibility 23:50 The Aviator 00:35 Nativity 02:40 Law & Order: Special Victims Unit (20/22) 03:30 Jay Leno (166/260) Spjall04:15 Whose Line is it Anyway? 04:40 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 National Lampoon’s Christmas Vacation10:00 Baby Mama 12:00 Marley & Me14:00 National Lampoon’s Christmas Vacation 16:00 Baby Mama 18:00 Marley & Me 20:00 17 Again22:00 Me, Myself and Irene00:00 The Brave One02:05 Fracture04:00 Me, Myself and Irene06:00 Bjarnfreðarson

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 The Nutcracker and the Mouseking 08:30 Algjör Sveppi08:35 Waybuloo09:00 Strumparnir 09:25 Svampur Sveins 09:50 Dóra könnuður10:20 Ávaxtakarfan 11:50 Home Alone 313:35 The Santa Clause 215:20 Jack Frost17:00 Logi í beinni18:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Frostrósir20:25 Bjarnfreðarson22:15 Curious Case of Benjamin Button00:55 Rain man03:05 The Man in the Iron Mask Skytturnar þrjár snúa bökum saman og ætla að steypa Loðvík 14. Frakklandskonungi af stóli með dyggri aðstoð tvíbura­bróður konungs. Stórmynd með úrvalsleikurum í leikstjórn Randalls Wallace.05:15 Frostrósir Upptaka frá glæsi­legum tónleikum frá 2009 þar sem dívurnar eru þær Margrét Eir, Guðrún Gunnars, Ragga Gísla og Hera Björk. Ásamt þeim komu fram stór­tenórarnir Jóhann Friðgeir og Garðar Thór Cortes ásamt Friðriki Ómari. Sérstakir gestir voru þau Högni og Sigríður Thorlacius úr Hjalta­lín, Heiða Ólafs, Edgar Smári o.fl. Um undirleik sá 30 manna Stórhljómsveit Frostrósa og kórar eru Karlakór Fóstbræðra, Vox Feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Félagar úr Skólakór Kársness, Gospelraddir Domus Vox og Íslenski gospelkórinn.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:00 Handbolti: Lübbecke - Kiel11:40 Norðurálsmótið12:25 Shell mótið13:15 N1 mótið14:05 Rey Cup14:50 Pæjumótið TM á Siglufirði15:40 Barcelona - Man. Utd. 2.11. 9417:25 Bremen - Anderlecht 199319:10 Herminator Invitational19:50 Herminator Invitational20:40 Icelandic Fitness and Health Expo 121:15 Icelandic Fitness and Health Expo 221:55 NBA körfuboltinn: L.A. Lakers - Miami Bein útsending

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:00 Premier League World 2010/1110:30 Premier League Review11:25 Ensku mörkin 2010/1111:55 Season Highlights12:50 Season Highlights13:45 Season Highlights14:40 Season Highlights15:35 Season Highlights16:30 Season Highlights 17:25 Season Highlights18:20 Season Highlights19:15 Season Highlights20:10 Season Highlights 21:05 Season Highlights22:00 Season Highlights22:55 Premier League Review

SkjárGolf 08:00 Ryder Cup 2010 (3/4) 13:30 South African Open (2/2) 17:30 The Open Championship Official Film 200918:25 PGA Tour Yearbooks (3/10) 19:15 Dubai World Championship23:15 PGA Tour Yearbooks (4/10) 00:05 ESPN America 06:00 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:03 Húrra fyrir Kela (50/52) 08:28 Ólivía (9/52) 08:39 Babar (15/26) 09:03 Jólasveinar 09:06 Disneystundin 09:07 Fínni kostur (2/21) 09:32 Sígildar teiknimyndir (14/42) 09:38 Gló magnaða (14/19) 10:01 Artúr (3/20) 10:27 Þorvaldur og grenitréð - Þorvaldur og grenitréð 10:32 Með afa í vasanum (18/52) 10:46 Skúli Skelfir (10/52) 11:00 Jólasveinninn 3 Bandarísk fjölskyldumynd frá 2006. e.13:00 Danmörk drottningarinnar 14:00 Ungir evrópskir tónlistarmenn15:50 Fröken Pettigrew fær nýtt hlut-verk Bresk bíómynd frá 2008. 17:20 Táknmálsfréttir 17:30 Jólamatseld Camillu (2/2) e.18:00 Nonni og Manni (1/6) 19:00 Fréttir 19:20 Veðurfréttir 19:25 Landinn 20:00 Samkomuhúsið Elín Hirst tekur á móti gestum í Sjónvarps­sal í tilefni 80 ára afmælis RÚV. 21:00 Duggholufólkið22:30 Sjóræningjar á Karíbahafi - Á heimsenda Bandarísk ævintýra­mynd frá 2007. 01:15 Fálkar Bíómynd eftir Friðrik Þór Friðriksson eftir hand­riti hans og Einars Kárasonar. Simon kemur til Íslands til að fyrirfara sér en áður en til þess kemur hittir hann hina heillandi Dúu. Eftir að hún kemst upp á kant við lögin flýja þau Simon úr landi með íslenskan fálka í farteskinu. Aðalhlutverk leika Keith Carradine, Margrét Vilhjálmsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Tónlist samdi Hilmar Örn Hilmarsson, leikmynd gerði Árni Páll Jóhannsson og Harald Paalgard kvikmyndaði. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e.02:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Skjár einn 07:50 Rachael Ray (151/175) 08:35 Rachael Ray (152/175) 09:15 Rachael Ray (153/175) 09:55 Dr. Phil (75/175) 10:35 Judging Amy (18/23) 11:20 Matarklúbburinn (3/6) 11:45 Parenthood (12/13)14:05 America’s Funniest Home Videos (17/46)14:30 Barbie Fashion Fairytale 16:00 America’s Funniest Home Videos (18/46) 16:25 Annie 18:35 America’s Funniest Home Videos (32/46)19:00 Hringfarar (3/3) 19:30 Hæ Gosi (2/6) 20:00 Pabbinn21:35 Hurt Locker 23:50 The Others 01:35 Nurse Jackie (12/12) 02:05 Jay Leno (167/260) 02:50 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 How the Grinch Stole Christmas10:00 Liar Liar12:00 Pink Panther II14:00 How the Grinch Stole Christmas16:00 Liar Liar18:00 Pink Panther II20:00 Bjarnfreðarson22:00 Top Secret00:00 Final Analysis 02:00 The Lodger04:00 Top Secret 06:00 A Little Trip to Heaven

Page 51: 23. desember 2010

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Ógurlegur kappakstur 07:25 Lalli07:35 Sumardalsmyllan 07:40 Elías07:50 Hvellur keppnisbíll 08:00 Algjör Sveppi09:05 Mörgæsirnar frá Madagaskar09:25 Histeria! 09:50 Bee Movie 11:20 Gosi13:05 Elf Bráðfyndin jólamynd fyrir alla fjölskylduna. Will Ferrell leikur dreng sem elst upp hjá álfum jólasveinsins. Þegar hann fullorðnast rennur loksins upp fyrir honum hinn skelfilegi sann-leikur; að hann sé ekki álfur og þurfi því að fara aftur til mannheima og boða jólaboðskapinn - með ansi spaugilegum afleiðingum.14:40 Christmas Cottage 16:25 Monsters vs. Aliens: Mutant Pumpkins 16:55 G-Force Bráðfyndin gamanmynd um leynilega hersveit vel þjálfaðra smá-dýra sem fær það verkefni að stöðva milljarðamæring sem hyggst eyða mestöllu lífi á jörðinni.18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa20:20 Harry Potter and the Half-Blood Prince22:50 Pay It Forward00:50 Slumdog Millionaire Jamal er 18 ára munaðarleysingi sem hefur búið í fátækrahverfi í Mumbai á Indlandi og ákveður að taka þátt í indversku útgáfunni af Viltu vinna milljón? Eftir ótrúlega gott gengi í keppninni er hann sakaður um svindl. Til að sanna sakleysi sitt þarf hann að segja frá lífshlaupi sínu. Þar kemur í ljós röð atburða sem varpa ljósi á óvænta vitneskju hans í þættinum.02:45 Outbreak Spennutryllir um ban-vænan veirusjúkdóm sem blossar upp í smábænum Cedar Creek í Kaliforníu. Talið er víst að veiran hafi borist þangað með apa frá Afríku og nú verða allir færustu sérfræðingar Bandaríkjanna að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að banvæn sýkin breiðist út um landið.04:50 Christmas Cottage Falleg jólasaga um ungan mann sem fer heim til móður sinnar um hátíðarnar til að hjálpa henni en hún er um það bil að missa húsið sitt.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:00 2010 Augusta Masters13:00 2010 Augusta Masters18:00 Kobe - Doin ‘ Work19:30 NBA körfuboltinn: L.A. Lakers - Miami21:20 24/7 Pacquiao - Margarito21:50 24/7 Pacquiao - Margarito22:20 24/7 Pacquiao - Margarito22:50 24/7 Pacquiao - Margarito23:20 Box - Manny Pacquiao - Antonio Margarito

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:35 Man. City - Everton11:20 Premier League World 2010/1111:50 Fulham - West Ham Bein14:15 Arsenal - Liverpool, 2003 14:45 Blackpool - Liverpool Bein útsending 17:15 Aston Villa - Tottenham Bein útsending19:30 Sunnudagsmessan20:30 Man. Utd. - Sunderland22:15 Sunnudagsmessan 23:15 Newcastle - Man. City01:00 Sunnudagsmessan02:00 Blackburn - Stoke 03:45 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 08:00 Ryder Cup 2010 (4/4) 14:10 World Golf Salutes King Bhumibol 18:45 Ryder Cup Official Film 200620:00 Dubai World Championship00:05 Ryder Cup 2010 (3/4) 00:45 PGA Tour Yearbooks (5/10) 01:35 ESPN America 06:00 ESPN America

26. desember

sjónvarp 51Helgin 23.-26. desember 2010

Fræði í framkvæmd í 10 árA l h l i ð a r á ð g j ö f u m

a u g l ý s i n g a b i r t i n g a r o g m a r k a ð s s a m s k i p t i

B i r t i n g a h ú s i ð L a u g a v e g i 1 7 4 S í m i : 5 6 9 3 8 0 0 w w w . b i r t i n g a h u s i d . i s

Birtingahúsið hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki VR undanfarin ár

Carat er samstarfsaðili Birtingahússins

Í sjónvarpinu 30 rock

Í fjarveru Caspers og Franks, dönsku snillinganna í Klovn, er 30 Rock langfyndnasti þátturinn í sjón-varpinu.

30 Rock var valinn besti gamanþátturinn á Emmy-hátíðinni 2007, 2008 og 2009 og var það ár útnefndur til 22 verðlauna, sem er met.

Það er þessu verðlaunflóði að þakka að þáttur-inn er enn framleiddur því 30 Rock hefur aldrei verið sérstaklega vinsæll meðal bandarískra sjón-varpsáhorfenda og hefði verið sleginn af fyrir löngu ef aðeins væri miðað við fjölda þeirra.

Stærstu stjörnur 30 Rock eru Tina Fey og Alec Baldwin. Fey er skapari þáttarins og byggir hann á langri reynslu sem einn af aðalleikurum og höf-undum Saturday Night Live, en 30 Rock gerist

einmitt að tjaldabaki vinsæls vikulegs gamanþáttar.

Fey leikur Liz Lemon, aðal-höfund og stjórnanda þáttarins, sem þarf að glíma við skrautlegt samstarfsfólk. Þar af er henni erfið-astur framkvæmda-st jóri sjónvarps -stöðvarinnar, Jack Donaghy, sem Alec Baldwin leikur á stór-brotinn hátt. Donaghy er grjótharður hægrimaður,

rótgróinn meðlimur í Repúblikanaflokknum

og aðdáandi Dicks Cheney. Í saman-burði við hann er Hannes Hólmsteinn

Gissurarson eins og mildur samfylkingar-

maður í flauelsbuxum og rúllukragapeysu.

Saman á fimmtudög-um tryggja 30 Rock og

House að Skjár 1 á besta sjónvarpskvöld vikunnar.

Jón Kaldal

Fyndnasti þátturinn í sjónvarpinu

Page 52: 23. desember 2010

Depp verður SkelmirJohnny Depp leiðist ekki að leika kynlega kvisti og eftir að hann hengir upp sjóræningjahatt Jacks Sparrow í fjórða sinn ætlar hann að vinda sér í að leika afturgengna galdrakallinn Skulduggery Pleasant, eða Skelmi Gottskálks eins og hann heitir á íslensku, í samnefndri bíó-mynd gerðri eftir ævintýrabók Írans Derek Landy. Bókaflokkur Landys um Skelmi segir frá ævintýrum hinnar tólf ára gömlu Stephanie sem er í stöðugri lífshættu og vand-ræðum eftir að hún kynnist Skelmi sem er ekkert nema beinagrindin eftir pyntingar erkióvinar hans í galdramannastétt. Tvær bækur um Skelmi hafa komið út á íslensku og vonir standa til að bíómyndirnar eftir bókunum verði að myndarlegum flokki áður en yfir lýkur.

52 bíó Helgin 23.-26. desember 2010

Í slenska þjóðin elskar Orm Óðinsson og við ákváðum að fara eins nálægt sögu hans

og hún er í bókinni og nálguð-umst verk Ólafs Hauks af ákveð-inni virðingu,“ segir Ottó. „Við þurftum þó óhjákvæmilega að stytta söguna til þess að hún gæti rúmast í bíómynd sem er níutíu mínútur að lengd þann-ig að við urðum að sleppa ansi mörgu þótt þetta sé aðeins 260 blaðsíðna bók.“

Myndin segir frá lokaári Orms í grunnskóla en hann hefur tak-markaðan áhuga á náminu enda er margt sem glepur hugann eins og til dæmis djamm, vin-irnir, gullgerð og auðvitað ástin. „Við tókum þann pól í hæðina að ástarsagan í bókinni væri rauði þráðurinn og erum aðallega með fókusinn á Ormi og Lindu, vin-um hans og fjölskyldu.“

Gauragangur gerist árið 1979 og töluvert var lagt upp úr því að fanga tíðarandann í bíómyndinni en þótt ekki sé svo langt um liðið þá hefur heimurinn, og þar með talið íslenskt samfélag, tekið miklum breytingum. Ottó og Gunnar voru smáguttar á sögu-tímanum en áttu þó ekki í telj-

andi vandræðum með að hverfa aftur í tíma. „Ég var sjö ára þeg-ar sagan gerist og Ormur hefði örugglega lagt mig í einelti ef ég hefði verið samtíða honum í grunnskóla. Myndin er reynd-ar tekin í Austurbæjarskóla þar sem ég var nemandi.“

Ottó og Gunnar hafa átt far-sælt samstarf hingað til og hafa brallað ýmislegt í kvikmynda-gerð á síðustu árum. „Ég vona að samstarf okkar hafi verið gott. Hann er í það minnsta ekki búinn að reka mig ennþá. Við unnum fyrst saman við grín-heimildarmyndina Konunglegt bros þar sem ég var ráðgjafi. Ég skrifaði svo handritið að Astrópíu ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni og Gunnar kom inn í þá vinnu á síðari stigum og leik-stýrði svo myndinni. Ég hef svo verið í höfundateymi Gunnars fyrir áramótaskaupið í fyrra og nú í ár.“

Ottó hefur tekið virkan þátt í gerð Gauragangs og fylgdi handriti sínu frá pappírnum og alla leið á filmu. „Ég er búinn að vera með alveg frá a til ö. Gunnar er svo gefandi leikstjóri og vill að sem flestir taki þátt í ferðalaginu. Hann velur sér fólk sem hann treystir og vill hafa í kringum sig og leitar ráða hjá hverjum og einum á þeirra sérsviðum. Þannig getur hann einbeitt sér að skipulagi og tökuplani án þess að vera alltaf með tugi manns á bakinu sem vilja fá svör við alls

konar spurningum.“Ólafur Haukur fylgdi vin-

sældum bókar sinnar eftir með sjálfstæða framhaldinu Meiri gauragangur árið 1991. Ottó segir þá félagana ekkert hafa leitt hugann að framhaldsmynd ef vel gengur. „Við erum ekkert að hugsa um það. Við lásum ekki einu sinni bókina til þess að vera alveg ómengaðir af framhald-inu og framtíðaráformum Orms í tengslum við seinni bókina. En það er auðvitað alltaf hægt að huga að framhaldi ef myndin gengur vel. Ég held að sagan sé góð hjá okkur og þeir sem hafa séð myndina eru mjög hrifnir. Þetta er góð jólamynd og ég vona bara að fólk skelli sér í bíó.“

Alexander Briem fer með hlutverk Orms í myndinni en í öðrum helstu hlutverkum eru Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjal-arsson, Sigurbjartur Atlason, Steinn Ármann Magnússon, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Snorri Engilberts-son, Þorsteinn Bachmann og Stefán Jónsson.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

gauragangur biðin á enda

Ormur hefði lagt mig í einelti

Ormur hefði örugglega lagt mig í einelti ef ég hefði verið samtíða honum í grunn-skóla.

bÍódómur The LasT exorcism

Tony Scott í 24?Einhverjar tafir hafa orðið á fyrir-hugaðri kvikmynd um hörkutólið Jack Bauer sem fór mikinn í átta sjónvarps-þáttaseríum kenndum við 24. Handritið sem var komið í vinnslu þótti ekki nógu sterkt og nú er verið að reyna að kokka upp sterkari sögu og öflugra handrit. Gleðifréttirnar í þessu öllu saman eru þær að leikstjórinn Tony Scott er sagður vera kominn með puttana í vinnsluna og

hann er ekki þekktur fyrir neitt annað en ofsa hasar. Scott er sagður hafa gefið sig fram með hug-mynd sem hann ætli

að fara yfir með Kiefer Sutherland. Sá leikur Bauer og ræður því sem hann vill ráða þegar 24 er annars vegar.

Brown skrifar handritSony hefur ráðið Dan Brown sjálfan til þess að skrifa handrit upp úr Týnda tákninu, þriðju spennusögu sinni um táknfræðinginn Robert Langdon. Fyrri myndirnar tvær, Da Vinci-lykillinn og Englar og djöflar, hafa malað kvikmynda-verinu gull og því er eðlilegt að áfram sé gert út á gullgæsina Dan Brown. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum við Tom Hanks um að leika Langdon í þriðja skipti né heldur Ron Howard um að leikstýra en báðir eru þeir mjög uppteknir.

Tron á toppinnTölvuvísindaskáldskapurinn Tron: Legacy fór beint á topp aðsóknarlista í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta síðbúna framhald frá Disney tekur upp þráðinn frá Tron sem var frumsýnd árið 1982. Jeff Bridges lék aðal-hlutverkið í Tron og hann er einnig mættur til leiks í framhaldinu, öllu eldri að sjálfsögðu en hefur engu

gleymt. Aðsóknin að Tron: Legacy fyrstu sýningardagana hefur farið fram úr björtustu vonum Disney þannig að á þeim bænum sér enginn eftir því að hafa kýlt á framhald svona seint.

Framundan

Ottó Geir Borg nálgaðist Gauragang Ólafs Hauks Símonarsonar af tilhlýðilegri virðingu og einbeitti sér að ástarsögu Orms og Lindu.

Gauragangur, saga Ólafs Hauks Símonarsonar um unglingspiltinn Orm Óðinsson, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hún kom fyrst út árið 1988. Gauragangur hefur meðal annars ratað á leiksvið sem söngleikur og nú er komið að hvíta tjaldinu en kvikmynd byggð á bókinni verður frumsýnd á öðrum degi jóla. Ottó Geir Borg skrifar handritið ásamt leikstjóranum Gunnari B. Guðmundssyni og hann segir þá félaga hafa nálgast söguna af ákveðinni virðingu.

Heimil isl í f ið á hrörlegum sveitabæ drykkfellds ekkjumanns og tveggja barna hans á unglings-aldri fer í uppnám þegar allt bendir til þess að heimasætan sé haldin illum anda sem lýsir sér meðal ann-ars í því að hún gengur í svefni og slátrar búfénaði á subbulegan hátt. Bóndinn kallar því til predikarann og særingamanninn Cotton Mar-cus. Sá er hins vegar í bölvuðu basli með trúna og hefur í seinni tíð hall-ast að því að andsetningar séu frek-ar andleg vandamál þeirra sem tald-ir eru hýsa púka og hann beitir því

brellum og svindli til þess að fremja dramatíska særingu í þeim tilgangi að telja klikkhausunum trú um að þeir séu frjálsir undan oki hins illa.

Eftir slíka leiksýningu yfir dótt-ur bóndans virðist allt komið í lag þar til stúlkan dúkkar upp á hóteli Cottons verri en nokkru sinni fyrr. Hér tekst með miklum ágætum að framkalla ónotalega stemningu og myndin dansar lengst af á hárfínni línu milli hins rökrétta og yfirnátt-úrulega. Í för með Cotton er heim-ildarmyndagerðarfólk og hópurinn hallast að því að angist stúlkunnar

vegna sifjaspells brjótist fram með þessum hætti frekar en að illur andi hafi tekið sér bólfestu í líkama hennar.

Á meðan myndin rambar á barmi hins mögulega og ómögulega svífur gamall andi The Exorcist yfir vötn-um þar til hressilegur endasprettur-inn er tekinn með fínum tilþrifum þótt klisjurnar komi þá á færibandi og leiði hugann meðal annars að myndum á borð við Rosemary´s Baby og The Wicker Man.

The Last Exorcism er fín sær-ingamynd sem gerir sem betur fer

meira út á annarleikann og óöryggi heldur en subbuskap en þrátt fyrir góða spretti breytir hún engu um það að The Exorcist er ennþá sú mynd úr þessum kima sem setur öll viðmið og varpar löngum skugga sínum á allt sem á eftir hefur komið.

Þórarinn Þórarinsson

Tekist á við útsendara andskotans

Cotton má heldur betur taka á honum stóra sínum þegar fjandinn gengur laus.

Bókaflokkurinn um Skelmi Gottskálks nýtur víða vinsælda og nú stendur til að koma kappanum í bíó.

Ormur er að klára gaggó en hefur meiri áhuga á Lindu en skólabók-unum.

Page 53: 23. desember 2010

FYRSTA ALVÖRU RISA GAMANMYND ÁRSINS 2011FYRSTA ALVÖRU RISA GAMANMYND ÁRSINS 2011

Page 54: 23. desember 2010

Heimalitaðar augabrúnirÞú hefur misst allan lit úr auga-brúnum og þarft nauðsynlega að gera þér ferð á næstu snyrtistofu. En það er ekki eina lausnin. Tana

haarfarbe er þýskur hárlitur sem fæst í næsta apóteki. Hann er sérgerður fyrir augabrúnir og augnhár og hægt er að gera þetta sjálfur á stuttum tíma. Þú berð þetta

á augabrúnirnar, lætur það liggja á í um tíu mínútur og skolar svo af. Brúnirnar verða vel sýnilegar næstu vikur. Liturinn er fjölnota og hægt er að nota hann í nokkur skipti.

54 tíska Helgin 23.-26. desember 2010

MiðvikudagurSkór: Forever21Leggings: Gina tricotSkyrta: PrimarkJakki: New lookTrefill: Forever21

FimmtudagurSkór: H&M

Sokkar: OrobluStuttbuxur: New look

Bolur: ZaraGolla: H&MVesti: Zara

MánudagurSkór: ZaraSokkabuxur: OrobluStuttbuxur: SautjánBelti: H&MBolur: OnlyPeysa: Gina Tricot

ÞriðjudagurSkór: Hagkaup

Leggings: Vero ModaKlútur: Speedo-sundbolur, intersport

Jakki: H&MTrefill: Sautján

5dagardress

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

KaupæðisbrjálæðiÉg á alltof mikið af skóm. Alltof mikið af fötum yfirhöfuð. Jafnvel föt sem ég fer sjaldan í. En á hverjum morgni er ég í basli. Hendi öllum mínum flíkum á gólfið, með vonarglætu um að finna eitt-hvað til þess að klæðast. Skápurinn tæmist. Horfi svo óþreyjufullum augum á fatahrúguna og dæsi. Þetta bar engan árangur. Ég sný mér svo við og tek upp kjólinn sem ég enda alltaf í.

Flestum konum finnst gaman að versla. Það er staðreynd. Með kaupæðisbrjálæði í augunum og síðustu aurana í höndunum hafa þær það eina markmið að handsama það fallegasta sem augað grípur. Sama hvað það kostar. Græðgin yfir-tekur allt. Konur berjast með kjafti og klóm um sama hlutinn, rífa hann á milli sín og á endanum stendur uppi einn sigurvegari. Með dýrkeyptan grip í pokanum og ánægður heldur sigurvegar-inn heim. En hversu mikið notagildi hefur þessi ákveðni gripur? Mun hann verða óaðskiljanlegur frá eiganda sínum næstu vikur og mánuði? Eða mun hann safna ryki nokkrum dögum eftir kaup-in og gleymast fljótt? Það er nefnilega málið. Við megum ekki stanslaust brenna okkur á því sama. Ekki henda okkur í kaupin án þess að staldra aðeins við. Spyrja sjálfar okkur hvort gripurinn sé þess virði. Hvort hann verði vel notaður. Málið er ekki að líka við það sem við keyptum. Við verðum að elska það.

Ég get auðvitað aðeins talað fyrir sjálfa mig en ég get líka alveg fullyrt að ég er ekki ein í þess-ari stöðu. Við gerum auðvitað oft kjarakaup og göngum ánægð út úr búðinni með fullan poka af glaðningi handa sjálfum okkur en þurfum líklega að vanda valið betur og vera ákveðin í hvað við munum nota og hvað ekki. Það er leiðinlegt að enda alltaf með að ganga í sömu, gömlu flíkunum og sitja uppi með nýjar vörur sem enn hafa ekki verið teknar úr pokanum.

Mikil stefnu-breytingTískuvöruverslunin Levi’s hefur nýlega sent frá sér nýju gallabuxnalínuna Curve ID. Línan leggur mikla áherslu á að hver kona finni buxur fyrir sinn líkams-vöxt. Þessi stefnubreyting átti sér langt upphaf. Mikil rannsóknarvinna var sett í gang víðsvegar um heiminn sem tók um átján mánuði. Viðtöl voru tekin við 60.000 konur í þrettán löndum og líkamar þeirra grandskoð-aðir til þess að fá nákvæmar

Dreymir um að verða engillLeikkonan Whitney Port, sem frægust er fyrir leik sinn í þáttunum The Hills, lýsti því nýlega yfir að hennar heitast ósk væri að verða engill hjá undirfatafyrirtækinu Vic-toria’s Secret. Áður fyrr var hún kölluð litli ljóti andar-unginn sem enginn tók eftir og segir hún að nú sé tími til kominn að leyfa þokkanum að njóta sín. Hana langar að leggja sig alla fram við fyrir-sætustörf og dreymir um til-boð frá fyrirtækinu.

mælingar og tölfræði. Levi’s hratt af stað alvöru þrautagöngu sem mörg fyrirtæki munu líklega taka upp. Curve ID-línan er fáanleg í flestum Levi’s búðum víðsvegar um heim, þar á meðal hér á landi.

FöstudagurSkór: Hagkaup

Leggings: OrobluSokkar: BónusKjóll: Original

Hattur: H&MTaska: TopShop

Sýna hugrekki í klæðavaliSylvía Briem Friðjónsdóttir er 21 árs og hefur mikinn áhuga á handbolta, ferðalögum, ljós-myndun og leiklist. Hún vinnur í Ölgerðinni og er auk þess sölumaður hjá Maybelline og L’Oréal. ,,Ég kaupi þau föt sem mér finnst rosalega flott — mest þau sem bera af og eru öðruvísi – en fell alls ekki fyrir öllu. Mér finnst gaman að vera öðruvísi og sýna smá hugrekki í klæðavali,” segir Sylvía. Það er misjafnt hvaðan fólk fær innblástur að tísku og svörin sennilega jafnmörg svarendunum. ,,Ég les Vogue, Ok magazine og fleiri tískublöð. Svo fylgist maður mikið með frægu stelpunum í öllum þessum blöðum. Cheryl Cole finnst mér standa upp úr. Hún er alltaf jafn glæsileg. Svo skoða ég líka mikið internetið og dett inn á sænskar bloggsíður. Innblástur kemur eiginlega úr öllum áttum, held ég.“

LAUGAVEGUR 56

Page 55: 23. desember 2010

Eigðubragðgóð jól með okkur

Page 56: 23. desember 2010

Kauptu stílinn demi more

Meðvituð um þokka sinn

Demi More er 48 ára og hefur aldrei verið glæsilegri. Hún stundar líkamsrækt af kappi og segir að það sé auðsynlegt að passa upp á mataræðið og hreyfinguna

þegar komið er á þennan aldur. Hún er meðvituð um þokka sinn og nýlega setti hún mynd af sér inn á heimasíðu sína á nærfötunum einum fata. Sönn kona á fimmtudugsaldri. Fatasmekkur hennar er ekki af verri endanum. Hún klæðir sig eftir líkamsvexti sínum og veit hvað hentar hennar stíl. Glæsilegri konu getur ekki að líta.

56 tíska Helgin 23.-26. desember 2010

Hlý jólagjöf

áður 19.990 nú 14.990

st. 36-48

áður 19.990 nú 14.990

st. 36-48 litir svart

Gjöfin hennar

rétt fyrir ofan Smáralinds. 553 7355 / www.selena.is

Opið Þorláksmessu 10 - 22 & Aðfangadag 10 - 13

UndirfötNáttfötSloppar

Hæðasmára 4

Opið virka daga 12-18laugardag 12-16

Grensásvegi 8 -108 RVK

Sími: 517-2040

Góðir skór á börnin

www.xena.is

St. 20-27kr. 6.495.-

St. 28-35kr. 6.995.-

St. 20-27kr. 6.495.-

St. 28-35kr. 6.995.-

Að láta gott af sér leiða

Á þessum árstíma erum við umkringd öllum okkar nánustu. Gleðjumst með þeim, deilum gjöfum og borðum á okkur gat. Það er auðvelt að líta í kringum sig og sjá hversu blessuð við erum. Það ætti að vera alveg jafn auðvelt að deila með okkur þessari hamingju.

Það eru alls konar leiðir til þess að láta gott af sér leiða. Það er bara að koma sér af stað.

Fataskápar okkar flestra eru fullir af alls konar fötum sem sjaldan eru snert. Nú er tími til að taka hann í gegn og flokka fötin. Hvað munum við nota og hvað ekki? Fjölskyldan getur safnað saman fötum af sér og gefið þau Rauða krossinum eða Hjálpræðishernum. Gefið öðrum færi á að sofa í náttfötum eða hlýja sér í þéttum flíkum. Þetta á ekki einungis við um föt. Upplagt er að safna öllum þeim leikföngum sem við erum löngu hætt að nota og safna ryki í geymslunni. Aðrir myndu glaðir taka við þeim. Einn möguleikinn er að pakka þeim inn og setja undir jólatréð í Smáralindinni eða Kringlunni. Gleðjum einhvern ókunnugan á jólunum. Það er góð tilfinning. Við megum ekki gleyma þeim sem þurfa á hjálp okkar að halda.

Top Shop 20.990 kr.

Tuzzi 8.990 kr.

Kultur 18.990 kr.

Next 14.990 kr.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Page 57: 23. desember 2010

tíska 57 Helgin 23.-26. desember 2010

STRÁKAR! Jólagjöfin hennar fæst hjá EMAMI.

Þar að auki fær hún aukapakka því frír bolur eða leggings fylgir með öllum kjólum til jóla.

Verslunin er staðsett á fyrstu hæð, við Hagkaup.

Verslanir EMAMI Kringlan s: 5717070 Laugavegur 66 s: 5111880

ww

w.e

mam

i.is

Fagnar 100 daga afmæliBandaríska leikkonan Lindsay Lohan, 24 ára, fagnaði hundrað daga edrú-afmæli sínu á dögunum. Lengi hefur hún barist við áfengis-fíkn og oftar en einu sinni farið í meðferð. Hún segir að þetta sé mikil áskorun en ákvörðunin sé rétt og hún ánægð með framtak sitt. Hún er undir stöðugu eftirliti lækna og er meinað að yfirgefa Kaliforníu. Það þýðir að hún neyðist til að vera fjarri fjölskyldu sinni sem mun halda hátíðleg jól í New York.

C arine Roit-feld kastaði sprengju inn

í tískuheiminn í vik-unni þegar hún til-kynnti að hún myndi stíga úr ritstjórastóli franska Vogue nú í janúar. Roitfeld hefur ríkt eins og drottning í ríki sínu yfir Vogue París frá 2001 og undir hennar stjórn hefur tímaritið verið biblía tískuheimsins. Sjálf hefur hún verið óum-deild fyrirmynd vel klæddra kvenna og setið í efstu sætum slíkra lista um árabil. Almennt var talið að Roitfeld myndi taka við bandarísku útgáfunni af Vogue innan skamms. Hún er flaggskip Vogue á heimsvísu, gríðarlegt auglýsingaveldi og jafnframt nær megin-straumum tískunnar

franska Vogue HVer tekur Við af roitfeld?

Uppnám í tískuheiminum

Emmanuelle Alt Hver: Tískustjórnandi Vogue París.Af hverju: Hefur verið tískustjórn- andi tímaritsins í tíu ár og er að auki með víðtæka reynslu af stjórn tískublaða.

Virginie MouzatHver: Tískustjórnandi Le Figaro.Af hverju: Hefur umbylt tísku-síðum dagblaðsins á tíu ára ferli sínum þar. Heimildir innan Vogue benda til að hún komi sterklega til greina.

Aliona DoletskayaHver: Fyrrverandi aðalritstjóri rússneska Vogue.Af hverju: Er nýhætt eftir 13 ár hjá rússneska tímaritinu sem blómstraði undir hennar stjórn.

Giovanna BattagliaHver: Fyrrverandi fyrirsæta fyrir D&G og tískuritstjóri L’Uomo Vogue.Af hverju: Battaglia yfirgaf þessa ítölsku útgáfu af Vogue, fyrir karlmenn, og stýrði nýlega fyrsta tískuþætti sínum fyrir Vogue París. Það þykir ekki minnka líkur hennar að hún er unnusta sonar Roitfeld.

Léleg viðskiptahugmyndFræga og ríka fólkið gerir mikið af því að mark-aðssetja vörur í sínu nafni; ilmvötn, snyrtivörur, skartgripi og fatnað. Nú hefur bandaríski söngv-arinn Usher slegist í hópinn og hannað sína eigin vöru í samstarfi við Tiret. Í hvert skipti sem söngvarinn athugar hvað tímanum líður, sér hann sjálfan sig. Þarna er um að ræða úr sem prýtt er 1.106 demöntum. Þeir eru mismunandi á litinn og mynda andlit söngvarans. Úrið kostar 250 þúsund bandaríkja-dollara og gagnrýnendur vestanhafs segja þetta vera lélega viðskiptahug-mynd og ólíklegt að úrið seljist.

en hin meira ögrandi franska útgáfa. Þar er fyrir á fleti önnur grjóthörð tísku-drottning, Anna Wintour, sem ljóst er að verður þar áfram um hríð, eftir brotthvarf Roitfeld. Ekkert hefur verið gefið upp um hver taka muni við Vogue hinu franska. Ýmsir kandídatar hafa verið nefndir og tískubloggsíðan myfashionlife.com tók saman yfirlit yfir þá helstu:

Page 58: 23. desember 2010

58 dægurmál Helgin 23.-26. desember 2010

Plötuhorn Dr. Gunna

nú stendur mikið tilSigurður Guðmundsson & Memfis-

mafían

Siggi Hjálmur hefur verð-skuldað stimplað sig inn sem hinn huggulegasti alþýðusöngvari. Á þessari metnaðarfullu jólaplötu er sánd og fílingur gamaldags, þetta sést vel á meðfylgjandi DVD-diski þar sem stemningin minnir á sokkabandsár Sjónvarpsins. Mikil alúð er lögð í hljóm og útsetn-ingar, platan er falleg, hátíðleg og ögn þung-lamaleg. Lögin eru erlend eða eftir Sigga og Braga Baggalút. Eitt lag hins síðarnefnda, „Guð má vita hvar“, ætti að verða klass-ískt þegar fram í sækir. Platan er gæðagripur sem gott er að láta malla undir jólunum eins og arineld.

GlussajólStafrænn Hákon

Ólafur Josephsson hefur starfrækt hljómsveitina Stafrænn Hákon um langa hríð og spilað dreymandi flotpopp á fjölmörgum plötum. Hann hefur líka spreytt sig á þekktum jólalögum og klætt í dreymandi flotbúning. Þeim safnar hann hér saman og býður að auki upp á þrjú ný tökulög, sem eiga það sameigin-legt að heita „Glussa“-hitt og þetta og vera með frumsömdum og alflipp-uðum jólatextum. Flipp og dreymandi jólapopp er undarleg blanda sem gengur þó furðuvel upp. Þetta er því jólaplata þeirra sem vilja jólalögin gallsúr.

næstu jólBaggalútur

Hér eru erlendir slagarar „jólaðir upp“. Það væri helvíti á jörð að sitja undir sams konar uppskrift frá flestum öðrum en afkasta-mikla snillingnum Braga Valdimar Skúlasyni og félögum hans í Baggalúti. Ekkert gengur hér jafn frábærlega upp og þegar Thunderstruck AC/DC var sungið sem „Föndurs-tund“ á fyrri plötunni, en margt er nálægt því jafn æðislegt. Aðeins verður þó vart við færibanda-ískur hér og ég er ekki alveg með það á hreinu hvort ég eigi að elska eða hata átfíklaútgáfuna af „stunulagi“ Gainsbourgs. Annars fínt og skemmti-legt jólastuð.

B est of” -plötur eru eldgam-alt fyrirbæri

og höfða fyrst og fremst til þess stóra hóps fólks sem hefur gaman af tónlist, en nennir ekki að pæla of mikið í henni. Það vill aðalatriðin en kærir sig kollótt um aukaatriðin. Margar af söluhæstu plötum sögunnar eru „best of“-plötur, m.a. Their Greatest Hits (1971-1975) með The Eagles (meira en 42 millj-ónir seldra eintaka) og 1 með Bítlunum (meira en 31 milljón). Fjölmargar íslenskar „best of “-plötur líta dagsins ljós nú fyrir jólin. Það er áberandi hve mikill metnaður er að baki þessum út-gáfum, vel er að verki staðið og mikið lagt í pakkana.

Fyrsta íslenska „best of“-platan er líklega Í þá gömlu góðu daga með Ómari Ragn-arssyni, sem SG gaf út 1967 og hafði að geyma lög sem áður höfðu komið út á litlum plötum. Síðan þá hafa margar safn-plötur með Ómari komið út og nú, í til-efni af 70 ára afmæli meistarans, kemur þrefaldi ofurpakk-inn Ómar í hálfa öld. Útgáfan fókusar á lög og texta Ómars og hefur að geyma samtals 72 lög frá öllum ferlinum. Það er engu logið á um-slaginu þegar sagt er að landsliðið flytji lögin auk Ómars því textarnir hans hafa ratað víða á löngum farsælum ferli.

Svipuð útgáfa er Syngið þið fuglar þar sem öll helstu lög, textar og útsetningar annars stórsnillings, Ólafs Gauks, eru í brennidepli. Ólafur varð áttræður á árinu og því var vel við hæfi að koma safninu út. Á tveimur diskum eru fimmtíu lög, mörg

Pakkaðir eðalpakkar

Margar íslenskar „best of“-plötur á markaðnum í ár – frá Ómari til Gus Gus

Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina.

Þú færð gjafakortið án endurgjalds

í desember í öllum útibúum Arion banka.

Gjafakort Arion bankaer hægt að nota hvar sem er

Þú færð gjafakortið án endurgjalds

í desember í öllum útibúum Arion banka.

Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina.

Gjafakort Arion bankaer hægt að nota hvar sem er

Það er áberandi hve mikill metnaður er að baki þessum útgáfum, vel er að verki staðið og mikið lagt í pakkana.”

þeirra helstu perlur ís-lensku poppsögunnar. Veglegur bæklingur með textum og ævi-ágripi eftir Jónatan Garðarsson fylgir.

Allnokkrar „best of“-plötur með Ellý Vil-hjálms hafa komið út, en nú í ár kemur Heyr mína bæn, þreföld útgáfa með samtals 60 lögum sem Guð-rún Gunnarsdóttir söngkona valdi. Ellý hefði orðið 75 ára á þessu ári. Í pakkanum má finna dægurperlur sem flestir þekkja og minna þekkt lög. Bæklingurinn er veglegur, sagan rakin og sérstakur fengur

er í skemmtilegum myndum af söngkon-unni.

Raggi Bjarna varð 75 ára í fyrra og hélt mikla afmælistónleika í Laugardalshöll. Þeir voru teknir upp og koma nú út í pakkan-um 75 ára afmælistón-leikar, 19 lög á CD og 30 á DVD. Aðdáendur Ragga eru í spikfeit-um málum með þessa sendingu en ef menn vilja „fá sér“ þarf að leita í nýju plötuna hans Blazroca.

Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, gefur út Best of Bang Gang. Þetta er tvöföld CD-útgáfa. Fyrri diskurinn hefur að geyma bestu lögin af þremur plötum Bang Gang – You, Something Wrong og Ghost From The Past – en á seinni diskinum taka tíu listamenn og hljómsveitir sínar út-gáfur af lögum Bang Gang.Í tilefni af 25 ára afmæli Sniglabands-ins kemur út 39 laga

ferilspakki á tveimur diskum sem heitir einfaldlega 25. Þetta er tímabær útgáfa því flestar plötur Snigla-bandsins hafa verið ófáanlegar lengi.

Gus Gus heldur upp á 15 ár starfsafmæli með 21 lags safndisk-inum 15 ára. Þarna eru öll vinsælustu lög Gusara, virkilega þéttur pakki. Það er þó hvorki boðið upp á feitan myndabækling, sögulegt yfirlit né endurhljóðblandanir – kannski kemur það seinna.

Bubbi Morthens er ekki ókunnur „best of“-plötunum og hefur margoft verið viðfangsefni slíkra platna. Áður útgefnar „best of“-plötur falla þó í skuggann af pakka ársins, safn-plötunni Sögur af ást, landi og þjóð. Þetta er gríðarlega flottur pakki. Það dugar ekkert minna en að binda hann inn í litla bók. Útgáfan saman-stendur af þremur CD-diskum með samtals 60 lögum frá öllum ferlinum og DVD-diski með 50 myndböndum. Auk þess fylgir hnaus-þykkur bæklingur með mynda- og upp-lýsingaglás. Hér er virkilega vel að verki staðið og maður fær varla séð að hægt sé að ná lengra í „best-of“-platnagerðinni. - Dr. Gunni

Page 59: 23. desember 2010

Heitt kakó og trukka-tónlist.

dægurmál 59Helgin 23.-26. desember 2010

www.itr.is ı sími 411 5000

Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur Annar í jólum Gamlársdagur Nýársdagur

23. des 24. des 25. des 26. des 31. des 1. jan

Árbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 Lokað

Breiðholtslaug 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað

Grafarvogslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað

Klébergslaug 11:00-15:00 10:00-12:30 Lokað Lokað 10:00-12:30 Lokað

Laugardalslaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað 12:00–18:00 08:00–12:30 12:00–18:00

Sundhöllin 06:30-18:00 08:00-12:30 Lokað Lokað 08:00-12:30 Lokað

Vesturbæjarlaug 06:30–18:00 08:00–12:30 Lokað Lokað 08:00–12:30 Lokað

* Á öðrum dögum er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma*

*

Gleðilegt

Afgreiðslutími sundstaða um jól og áramót 2010-2011

Ljúflingslög í skammdeginuEin fallegasta plata haustsins er Gnótt með Gunnari Gunnars-syni píanóleikara og félögum. Gunnar hefur raðað saman og klætt í djassútsetningar nokkr-ar af helstu perlum íslenskrar tónlistarsögu, meðal annars eftir Atla Heimi Sveinsson, Freymóð Jóhannsson, Gunn-ar Þórðarson, Jón Nordal og Magnús Blöndal Jóhanns-son.

Með Gunnari leikur einvala-lið. Á kontrabass er Tómas R. Einarsson, gítar Ómar Guð-jónsson og slagverk Matthías Hemstock. Þetta er ljúf og tilgerðarlaus plata sem teygir sig langt út fyrir heim djass-geggjara.

Opið hús í ÓperunniÞ eir sem ætla að bregða

sér í miðbæinn á Þorláks-messukvöld geta komið við í Íslensku óperunni, þar sem verður opið hús milli klukkan

19 og 21, og ornað sér á líkama og sál. Píanóleikari húss-ins, Antonía Hevesi, ætlar ásamt góðum gestum úr íslenska

söngheiminum að flytja lög og samsöngva úr heimi jóla- og óperutónlistar. Gert er ráð fyrir að gestir geti komið og farið á meðan tónlistarflutningur-inn er í gangi og aðgangur er ókeypis.

Hefð er komin fyrir því að halda Þorláksmessu hátíðlega í Ís-lensku óperunni og er viðkoma í

Óperunni orðin fastur liður hjá mörgum á loka-stigi jólaundirbún-ingsins. Íslenska óperan býður upp á kaffi og konfekt í anddyrinu, auk þess sem nýútgefin gjafakort á sýningar hennar í Hörpu á komandi ári verða til sölu. Verð á kortunum er frá 6.000 kr.

F riðrik Örn Hjaltested ljós-myndari bryddar upp á þeirri

nýjung á Þorláksmessu að bjóða til ljósmyndasýningarinnar Convoy um borð í húsbíl sem hann hyggst aka á milli hentugra bíla-stæða í miðbænum.

„Já, ég og aðstoðarökumaður minn verðum á ferðinni og bjóðum gesti velkomna um borð til að skoða myndirnar yfir rjúkandi heitu kakói og við undirleik amer-ískrar trukkatónlistar,“ segir Frið-rik, en myndefni sýningarinnar er einmitt frá ferð hans þvert yfir

Bandaríkin í félagsskap þarlendra vöruflutningabílstjóra.

Friðrik opnaði sýninguna síð-asta laugardag í Ford-húsbílnum og seldi daginn eftir seríuna í heild til listunnanda, sem að sögn Friðriks vill ekki láta nafns síns getið.

Ljósmyndir Friðriks koma í takmörkuðu upplagi. Tíu eintök eru í boði af hverri mynd og eru þær afgreiddar í handmáluðum römmum, samsettum, árituðum og númeruðum af Friðriki Erni. -jk

Friðrik Örn Á Ferð í miðbænum

Ljósmyndasýning á fjórum hjólum

Page 60: 23. desember 2010

60 dægurmál Helgin 23.-26. desember 2010

www.fjardarposturinn.is 21Fjardarpósturinn 25 ára Fimmtudagur 18. desember 2008

Reykjavíkurvegi 60 • sími 555 2887 • www.musikogsport.net

Nike jólatilboðAllar Nike vörur

fyrir konur, karla og börn

20% afslátturtil jóla

Opið alla daga til jólakl. 10-22

Fjar

ðarp

óstu

rinn

0812

– ©

Hön

nuna

rhús

ið e

hf.

Gjöfina færðu hjá okkur!

Fjar

ðarp

óstu

rinn

0812

– ©

Hön

nuna

rhús

ið e

hf.

Eitt landsins mestaúrval af úrum ogskartgripum

G lamúrgellan Paris Hilton skellti sér til Spánar um síðustu helgi til að kynna nýja mótorhjólaliðið sitt,

Supermartxe. Hilton hélt glæsilegt partí á Club Fabrik í Madríd að viðstöddu fjölmenni á laugardagskvöldið þar sem aðeins þeir fínustu og flottustu komust að.

Hilton stillti sér upp í einhvers konar útgáfu af keppnisbúningi liðs síns þótt hann hafi hugsan-lega verið í þrengri kantinum. Hún steig á svið í partíinu umvafin þokkafullum dönsur-um af báðum kynjum og tryllti veislugesti. Eftir nokkurra tíma svefn flaug hún aftur til Los Angeles enda dagskráin þétt hjá partípinnanum Paris.

paris Hilton VeisluHöld

Kynnti nýja mótorhjólalið-ið á kynþokka-fullan hátt

Hilton ásamt félaga sínum Nano Barea.

Grifflur og veski í stíl frá Coco Chanel.

Paris Hilton í kynþokkafullri sveiflu.

kristinn siGmundsson synGur jólalöG

Heldur glaður jóló perusöngvarinn Kristinn Sigmundsson er ný-

kominn heim til Íslands frá krefjandi dagskrá í útlöndum. „Ég er kominn í jólafrí og er á milli

verkefna,“ segir Kristinn sem ætlar að nota tækifærið og syngja með Mótettukórnum á jólatónleikum kórsins í Hall-grímskirkju.

Kristinn ætlar að syngja lög sem hann tók með kórnum á hinni vinsælu jólaplötu Ég held glaður jól sem kom út árið 1985. „Ég held, fyrir minn smekk, að þetta hafi verið vel heppnuð og falleg plata með fallegum, hefðbundnum jólalögum. Við munum syngja eitthvað af þeim í bland við önnur lög sem voru ekki á plötunni.“

Að þessu sinni verða tónleikar Mótettukórsins milli jóla og nýárs, dagana 29. og 30. desember, og á efnisskrá verða aðventusálmar, jólasöngvar og mótettur eftir Sweelinck, Praetorius, Cornelius, Rutter, Scheidt, Mathias, Sig-urð Flosason, Sigurð Sævarsson og fleiri.

Stund er milli stríða hjá stórsöngvaranum fram yfir áramót en ýmis verkefni bíða hans á erlendri grund á næsta ári.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

Page 61: 23. desember 2010

www.toyota.is

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 52

847

12/1

0

Við óskum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegra jóla og árs og friðar um leið og við þökkum viðskiptavinum ánægjuleg samskipti og traustið sem þeir hafa sýnt okkur á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Toyota.

Gleðileg jól

Page 62: 23. desember 2010

É g man nefnilega eftir þeim báð-um. Ég fékk þá flugu í hausinn stuttu eftir síðustu jól hvort ekki

væri sniðugt að endurútgefa einhverjar barnabækur,“ segir Hugleikur.

„Einhver vinkona mín minntist þá á Selur kemur í heimsókn en í henni er til dæmis mynd af fíl en sagt að hann sé stór mús. Þetta hafði áhrif á mann á sínum tíma og þarna kynntist maður leik með tungumálið og súrrealisma í fyrsta sinn. Þetta var eiginlega fyrsta Monty Python-ið manns.“

Svona verða börnin til kom út á ís-lensku árið 1971 en kemur nú út í endur-skoðaðri þýðingu. „Það þurfti aðeins að uppfæra hana. Til dæmis að geta þess að það eru ekki síður ljósmæður en læknar sem taka á móti börnunum.“ Selur kemur í heimsókn kom út árið 1974 í þýðingu Njarðar P. Njarðvík og Hugleikur segir enga ástæðu hafa verið til að hrófla við henni.

Það var, að hans sögn, nánast vonlaust að finna þessar bækur þannig að hann endaði með að bregða á það ráð að panta þær í þýskum útgáfum hjá Amazon.

Hugleikur gefur einnig út nýja barna-bók, Askur og prinsessan, ævintýri í sí-gildum stíl sem tekur meðal annars á samkynheigð. „Við fengum handritið fyrr á árinu og vorum sérstaklega hrifin af teikningunum. Þetta er hefðbundin prinsessu-ævintýrasaga sem endar á því að tvær karlpersónurnar flytja saman. Mér fannst tilvalið að gefa þetta út.“

Hugleikur segist vonast til þess að end-urútgáfurnar rati til nýrra ungra lesenda um leið og eldra fólk með fortíðarþrá geti sótt í þær. „Þetta eru fallegar bækur og þótt maður hafi verið vitleysingur þeg-ar maður var barn þá kunni maður gott að meta og þessar bækur sátu í manni.“ [email protected]

ókeiBæ endurútgefur sígildar BarnaBækur

anna steinsen Besti dale Carnegie-þjálfari í evrópu

Rykið dustað af æskuminningumÞeir sem eru komnir vel yfir þrítugt kannast sjálfsagt margir við barnabækurnar Svona verða börnin til, eftir Per Holm Knudsen, og Selur kemur í heimsókn, eftir Gene Deitch með mynd-um Vratislavs Hlavatý. Báðar hafa bækurnar verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson tekið sig til og endurútgefið þær undir merkjum bókaútgáfu sinnar, ÓkeiBæ.

a nna Steinsen er nýkomin heim af ár-legum heimsfundi

Dale Carnegie -þjálfara og -fyrirtækja á Miami í Banda-ríkjunum þar sem hún tók á móti viðurkenningu sem besti Dale Carnegie-þjálfari í Evrópu. „Árangur okkar er metinn út frá ákveðnum stöðlum og við fáum ákveðin stig samkvæmt þeim,“ seg-ir Anna þegar hún útskýrir hvernig hún varð fyrir valinu. „Ég hef tvisvar sinnum verið

í fyrsta sæti og einu sinni í öðru sæti,“ segir Anna sem er síður en svo óvön því að taka á móti viðurkenningu á stórum Dale Carnegie-fund-um. „Ég er mikil keppnis-manneskja þegar kemur að mínu fólki og ég legg mikið upp úr því að þeir sem taka þátt í námskeiðum hjá mér nái árangri. Ég pæli mikið í þessu og það er mikilvægt að maður vinni þessa vinnu með hjartanu.“

Anna lætur sér annt um

alla sem sækja námskeið hjá henni. „Fólk skiptir mig máli og það verður að finna fyrir mikilvægi sínu til þess að geta náð árangri.“

Dale Carnegie, sem sam-tökin eru kennd við, hélt sitt fyrsta námskeið árið 1912. Hann fór upphaflega af stað með ræðunámskeið en þau þróuðust smám sam-an í námskeið með það að markmiði að hjálpa fólki að byggja upp sjálfstraust, bæta mannleg samskipti og vinna

bug á áhyggjum og kvíða. „Þetta er búið að standa af sér kreppur og tvær heims-styrjaldir þannig að þetta er fyrirtæki sem stenst tímans tönn,“ segir Anna um hug-myndafræðina að baki nám-skeiðunum sem kennd eru við Dale Carnegie.

Anna sérhæfir sig í nám-skeiðum fyrir unglinga og hún segir að eftir hrun hafi eftirspurnin eftir uppbygg-ingu unglinga aukist. „Við fórum að hugsa öðruvísi eftir

hrunið og huga meira að gild-um og siðferði og þetta segir okkur að fólk hafi áhyggjur af börnunum sínum og hugsi fyrst og fremst um að styrkja þau. Öll okkar aðferðafræði byggist á hvatningu og hrósi.

Krakkarnir skuldbinda sig líka á námskeiðinu með því að setja sér raunhæf mark-mið með tímamörkum og um leið og þau sjá árangur öðl-ast þau meiri trú á sjálf sig og boltinn fer að rúlla.“

Mikilvægt að vinna með hjartanu

Grýla í miðbænumÞað verður nóg um að vera í miðbæ Reykjavíkur í dag, Þorláksmessu, enda má ætla að fólk stefni þangað í stríðum straumum til þess að klára jólagjafakaup-in. Ýmislegt verður í boði til þess að létta ungum sem öldnum lundina í jólastress-

inu. Kórar, hljómsveitir, jólasveinar, töframenn, harmóníkuleikarar og fleira hresst fólk mun leggja sitt af mörkum. Og svo ætlar sjálf Grýla að mæta í Jólabæinn á Hljómalindarreitnum klukkan 16.30. Þar verða líka Hurðaskellir og bræður hans að skemmta sjálfum sér og öðrum og heilsa upp á vegfarendur.

„Svona verða börnin til lýsir því býsna opinskátt hvernig börnin verða til og koma í heiminn. „Maður las hana oft og mörgum sinnum, bæði til þess að hlæja að henni og líka til þess að velta þessu fyrir sér,“ segir Hugleikur. Ljósmynd Hari.

Þetta hafði áhrif á mann á sínum tíma og þarna kynntist maður leik með tungu-málið og súrrealisma í fyrsta sinn.

62 dægurmál Helgin 23.-26. desember 2010

Hugleikur Dagsson gróf upp gamlar barnabækur sem hann hafði aldrei gleymt og dreif í að endurútgefa þær.

BærRúnar S. GíslasonLögg. fasteignasali.

Við bjóðum Davíð Ólafsson söngvara velkominn til starfa

[email protected] - 897 1533

Hann er jákvæður og kraftmikill sölufulltrúi sem lætur verkin tala ... .... og syngja

Ókeypis verðmat án skuldbindinga

Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík

Gjafabréf á viðburði í Tjarnarbíói

1000 kr.2000 kr.3000 kr.

JANÚAR 2011MojitoSúldarskerSirkus SóleyFerlegheit

SÍÐUSTU SÝNINGAR

TÓNLEIKAR

FRUM-SÝNING 14. JAN.

16

20

Fæst á tjarnarbio.is,midi.is og í miðasöluTjarnarbíósTilvalið í jólapakkann

16 21 23

7 15 22 29

Anna þakkar góðan árangur sinn ekki síst því að hún lætur sér annt um hvern og einn og einbeitir sér að því að fólk nái árangri á námskeiðum hennar.

Retro Stefson og tenórar kláraStórsveitin Retro Stefson stígur á svið í Jólabænum klukkan 20 og þegar hún hefur lokið sér af nær skipulögð dagskrá í miðbænum hápunkti þegar stórtenórarnir

þrír, þeir Jóhann Frið-geir, Garðar Thor og Gissur Páll, syngja inn jólin eins og þeim einum er lagið við undirleik Jónasar Þóris. Dag-skránni lýkur klukkan

23 en þá verður einnig flestum verslunum miðborgarinnar og Jólabænum lokað.

Harmóníkutónar og trúbadorÞrír kórar Margrétar Pálmadóttur söngstjóra, Cantabile, Stúlknakór Reykja-víkur og Vox Feminae, munu syngja saman milli klukkan 16 og 18 á Ingólfs-torgi, Lækjartorgi, í Bankastræti, Jólabænum, Kjörgarði, efst á Laugavegi og á nokkrum stöðum við Skólavörðustíg. Þá mun trúbadorinn Svavar Knútur leika á sömu stöðum frá kl. 16 og Ástvaldur Traustason þenur nikkuna milli klukkan 14 og 16 á Skólavörðustíg við Geysi.

Page 63: 23. desember 2010
Page 64: 23. desember 2010

Diskur um feril Gylfa kominn útÚt er kominn diskur um knatt-spyrnuferil Gylfa Þórs Sigurðs-sonar sem ber nafnið Leiðin til

Hoffenheim. Þar er farið yfir feril Gylfa allt frá því hann hóf feril sinn í FH og þar til hann gekk í raðir þýska stór-liðsins Hoffenheim í haust fyrir rúman

milljarð. Á disknum er gríðarlegt magn marka með Gylfa, sem og viðtöl við aðila sem hafa þjálfað hann í gegnum tíðina. Allur ágóði af disknum rennur til Styrktar-félags langveikra barna. -óhþ

13 jólabækur á árs-metsölulistanumAlls eru þrettán af tuttugu mest seldu bókum ársins á lista Félags bókaútgefanda yfir bækur sem

komu út núna fyrir jólin. Þar fer fremstur í flokki

metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason með bók sína Furðu-strandir. Meðal annarra má nefna matreiðslubækur eftir Friðriku Hjördísi Geirsdóttur og Jóa Fel, lífsleiknibækur eftir syst-urnar Kristínu og Þóru Tómas-dætur, Egil Gillz og Tobbu Marinós, ævisögur eftir Guðna Th. Jóhannesson og Sölva Tryggvason, fagurbókmenntir frá Bergsveini Birgissyni og Sofi Oksanen, hrollvekju frá Yrsu Sigurðardóttur og tvær bækur, barna- og unglingabók, frá Þorgrími Þráinssyni. -óhþ

Diskó og leynipartíAnnar í jólum er eitt af helstu kvöld-um á dagatali einbeittra nátthrafna. Flestir skemmtistaðir landsins eru opnir og í höfuðstaðnum verða að minnsta kosti tvö samkvæmi með sérstakri viðhöfn. Á Austur dustar DJ Margeir rykið af Diskókvöldinu sínu, sem hefur ekki verið haldið undanfarin fimm ár eftir tíu ára árlegt úthald þar á undan.Öllu leyndardómsfyllra er jólapartí plötusnúðadúettsins Tatata, sem er vel þekktur í næturlífinu fyrir fjör-legar uppákomur. Þeir félagar hafa boðað mikla gleði í samvinnu við stúlkurnar sem eiga Einveru. Hvar er hins vegar leyndarmál þegar þetta er skrifað, og verður stað-setningin ekki upplýst fyrr en á að-fangadag þegar boð verður látið út ganga með sms og á fésbókinni.

HELGARBLAÐ Hrósið…... íslenski handboltaþjálfar-inn Þórir Hergeirsson fyrir að gera norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í Danmörku um helgina.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

HELGARBLAÐ

70%Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

GEFÐU FRÍ UM JÓLINJÓLAPAKKAR ICELANDAIR

HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ

* Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2010 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. des. 2010 til og með 14. jan. 2011. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000–14.400 Vildarpunkta.

Jólapakkar eru í boði fyrir öll farrými: Economy Class, Economy Comfort og Saga Class. Jólapakkar Vildarklúbbsins eru í boði á Economy Class og Economy Comfort. Sérstakt barna- og ungbarnaverð í boði, sjá nánari upplýsingar á www.icelandair.is. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 17. apríl 2011 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair.

Vildarkort VISA og Icelandair: Vildarkortshafar fá 5.000 Vildarpunkta fyrir kaupin.

+ BÓKAÐU Á WWW.ICELANDAIR.IS

EVRÓPA frá 29.900* kr. eða 20.000 Vildarpunktar og 19.554* kr.

USA frá 54.900* kr. eða 40.000 Vildarpunktar og 28.140* kr.

Jólapakkatilboðið gildir til London, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar í Evrópu og til New York, Boston og Seattle í Bandaríkjunum.

ÍSLENSKA

SIA

.IS

IC

E 5

1345

12/

10