4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra eirík í...

22
Hópsskóli Suðurhópi 2 Grunnskólinn Ásabraut 2 Sími 4201150 fax 4201151 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.grindavik.is/grunnskolinn 4. bekkur skólaárið 2011 2012

Upload: others

Post on 08-Sep-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Hópsskóli Suðurhópi 2

Grunnskólinn Ásabraut 2

Sími 4201150 fax 4201151

Netfang: [email protected]

Heimasíða: www.grindavik.is/grunnskolinn

4. bekkur

skólaárið 2011 – 2012

Page 2: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Bakgrunnsupplýsingar

Í 4. bekk eru 42 nemendur, 23 drengir og 19 stúlkur sem skiptast í tvær bekkjardeildir.

Umsjónarkennarar 4. bekkja eru Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir [email protected] og

Viktoría Róbertsdóttir [email protected] Alls fá nemendur 30 kennslustundir á viku.

Leiðarljós Grunnskóla Grindavíkur

Við í Grunnskóla Grindavíkur viljum:

Skapa þannig umhverfi í samvinnu við foreldra

að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu

fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu.

Að frá skólanum fari einstaklingar sem eru

tilbúnir til þess að takast á við eigin framtíð.

Page 3: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Íslenska

Markmiðum í íslensku er skipt í nokkra flokka. Þeir eru talað mál og hlustun, lestur og

lesskilningur, bókmenntir, ritun, málfræði, stafsetning og skrift.

Timafjöldi: 10 tímar

Lestur og lesskilningur

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

að nemandi:

geti lesið 170 atkvæði á mínútu við annarlok í janúar

geti lesið 200 atkvæði á mínútu við annarlok í maí

þjálfist í upplestri á frásögnum, ljóðum og ýmsum textum og átti sig á blæbrigðamun

þegar lesnir eru mismunandi textar

þjálfist í lesskilningi

geti lesið sér til gagns og upplýsingaröflunar

Leiðir:

Til að efla lesskilning nemenda er unnið markvisst með gagnvirkan lestur. Áhersla er lögð á að

nemendur lesi daglega heima til að auka lestrarhraða og eru nemendur hvattir til að lesa sér til

fróðleiks og ánægju. Nemendur fá reglulega lestrarbækur með vinnubókum sem þjálfa lestur,

lesskilning, skrift og frágang. Heimalestur er skráður í kvittanahefti. Unnið er á fjölbreyttan hátt

með orð og orðaforða og stuðst verður við hugmyndir úr íslenskuverkefninu Orð af orði.

Nemendur vinna ýmis lesskilningsverkefni og lesa upphátt fyrir aðra. Einnig vinna þeir

einstaklingslega, í pörum eða í hópvinnu. Lestrarátak verður a.m.k. tvisvar á skólaárinu.

Kennslugögn:

Unnið verður með lestrarbækur eftir þyngdarstigi, bækur af bókasafni, upplýsingar og fróðleik af

Netinu og margvísleg verkefni.

Page 4: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir foreldra, nemendur og

kennara. Hraðlestrarpróf verða lögð fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og oftar hjá þeim sem hafa

ekki náð tilskyldum lestrarhraða. Lesskilningskannanir verða einnig lagðar fyrir í janúar og maí

sem gilda 20% af íslenskueinkunn.

Viðmið í lestri:

Eftirfarandi viðmið miðast við árangur í lestri að vori:

Atkvæði: Árangur:

200 atkvæði eða meira á mín. mjög góður árangur

170 – 200 atkvæði á mín. góður árangur

140 – 170 atkvæði á mín. nokkuð góður árangur

0 – 140 atkvæði á mín. nemandi þarfnast aðstoðar

Bókmenntir

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

að nemandi:

kynnist fjölbreyttu formi sagna eins og ævintýrum, þjóðsögum og dæmisögum

kynnist verkum höfundanna Þórarins Eldjárns og Guðrúnar Helgadóttur

kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í

Álfheimum

þekki hugtökin persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok

læri utanbókar ljóðin Fuglinn í fjörunni, Á Sprengisandi og Ljóð um hamingjuna.

þekki hugtökin ljóðlína og erindi

þekki rím og myndmál í ljóðum

Page 5: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Leiðir:

Kynnt verða fjölbreytt frásagnarform bókmennta fyrir nemendum ásamt því að þeir lesa og

kynnast verkum íslenskra höfunda. Einnig kynnast nemendur íslenskum ljóðum, hefðbundnum

og óhefðbundnum.

Kennslugögn: Ljóð fyrir börn, skáldsögur eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóðabækurnar

Heimskringla og Óðfluga eftir Þórarin Eldjárn. Ævintýri, þjóðsögur og dæmisögur úr ýmsum

bókum.

Námsmat: Vinnubók og vinnubrögð metin í umsögn. Bókmenntir hafa 10% vægi á lokaprófi í

íslensku.

Talað mál, hlustun og framsögn

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

að nemandi:

geti farið eftir þeim reglum sem gilda þegar margir tjá sig

geti farið eftir fyrirmælum

geti talað skýrt og greinilega

geti tjáð sig frammi fyrir öðrum og sagt frá eigin upplifunum, tilfinningum og líðan

fái þjálfun í að lesa upphátt ýmiskonar texta m.a. sögur og ljóð með mismunandi

blæbrigðum

fái að hlusta á sögur, ljóð, leikrit og upplestur

taki þátt í leikrænni tjáningu og leikjum þar sem reynir á meðferð talaðs máls

geti sagt skipulega frá verkefnum sem hann hefur unnið

geti sagt frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og geti rökstutt hana

geti lýst munnlega ýmsum hlutum eða athöfnum úr umhverfinu og almennum fréttum

læri að hlusta af athygli og bera virðingu fyrir þeim sem eru að flytja mál sitt

geta endursagt það sem hann hefur heyrt eða lesið

Page 6: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Leiðir:

Farið er yfir atriði sem skipta máli við framsögn eins og líkamsstöðu og raddbeitingu. Nemendur

fá reglulega tækifæri til að lesa upphátt og flytja fjölbreyttan texta og ýmis verkefni fyrir

samnemendur sína. Nemendur eru hvattir til að tjá sig og hlusta af athygli og bera virðingu fyrir

þeim sem flytja mál sitt. Þegar nemendur hafa flutt verkefni í kennslustund fá þeir ýmist

viðbrögð við flutningi sínum frá samnemendum sínum (jafningamat) þar sem nemendur meta

hvorn annan eða nemendur fá leiðbeinandi mat frá kennara eða að þeir meta sig sjálfir

(sjálfsmat).

Kennslugögn:

Ýmis konar verkefni frá kennara.

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir kennara, foreldra og

nemendur. Framsagnarpróf er lagt fyrir þá nemendur sem hafa náð 200 atkvæðum á mínútu í

janúar og maí. Nemendur fá einkunn fyrir framsagnarpróf og er vægi þess 100%. Fyrir

frammistöðu og vinnusemi í kennslustundum fá nemendur leiðbeinandi skriflega umsögn.

Skrift

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

að nemandi:

dragi rétt til stafs

vandi vinnubrögð

noti hjálparlínur rétt

geti skrifað tengiskrift

Leiðir:

Í hverri viku skrifa nemendur í skriftarbók þar sem þeir fá þjálfun í að draga rétt til stafs og að

skrifa tengiskrift. Áhersla er lögð á að nemendur nái tökum á réttri tengiskrift, að öll vinnubrögð

séu til fyrirmyndar og allur frágangur sé snyrtilegur.

Page 7: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Kennslugögn:

Góður, betri, bestur

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir kennara, foreldra og

nemendur. Skriftarbækurnar verða metnar ásamt vinnuframlagi og kannanir verða lagðar fyrir

við annarlok í janúar og maí. Nemendur fá umsögn í annarlok.

Ritun

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

Að nemandi:

skrifi sögu sem hefur aðal- og aukapersónur

skrifi sögu sem hefur sögusvið og inniheldur a.m.k. 2 atburði og endi

noti sögufléttuna sér til stuðnings

noti þær stafsetningarreglur sem hann hefur lært sér til hjálpar í rituninni

vandi vinnubrögð og frágang

hafi gott bil á milli orða

skrifi í hæfilega löngum setningum

noti fjölbreyttan orðaforða í sögugerðinni

skrifi margvíslegan texta s.s. frásagnir, dagbækur, sögur, ljóð og sendibréf

skrifi skýrt og vandar vinnubrögð

Leiðir:

Unnið verður út frá sögufléttunni sem er gott hjálpartæki fyrir nemendur til að læra að byggja

upp sögu. Lögð verður áhersla á fjölbreytta ritun þegar að nemendur hafa náð tökum á

sögufléttunni. Mikil áhersla er lögð á góð vinnubrögð og vandvirkni ásamt því að nemendur noti

þær stafsetningarreglur sem þeir hafa lært.

Kennslugögn:

Þristur, sögubók og ýmis verkefni frá kennara.

Page 8: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir kennara, foreldra og

nemendur. Í ritunarverkefnum sem unnin eru bæði heima og í skóla verður leiðsagnarmat notað.

Nemendur fá þá skriflega umsögn um verkefni sitt þar sem fram kemur hvað gekk vel og hvað

þarf að gera betur. Ritun hefur 10 % vægi á lokaprófi sem tekið er í lok hvorrar annar.

Málfræði

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

Að nemandi:

þekki hugtökin samheiti og andheiti

þekki sérnöfn og samnöfn

þekki orðflokkana nafnorð, sagnorð og lýsingarorð

þekki eintölu og fleirtölu nafnorða

geti greint kyn nafnorða

þekki sérhljóða og samhljóða

geti stigbreytt lýsingarorð

þekki nútíð og þátíð sagna

læri að fallbeygja nafnorð í eintölu og fleirtölu með og án greinis

Leiðir:

Unnið er á fjölbreytilegan hátt með málfræðina með ýmsum verkefnum þar sem stuðst er við

námsbækur, ýmis verkefni frá kennara ásamt því að nemendur vinna með eigin texta. Áhersla er

á að nemendur þekki orðflokkana og einkenni þeirra vel og séu öruggir í notkun þeirra.

Nemendur vinna ýmist einstaklingslega, í pörum eða í hópum. Nemendur fá tækifæri til að leika

sér með málið á fjölbreyttan hátt með spilum, krossgátum, þrautum og orðaleikjum. Einnig

verður stuðst við hugmyndir úr íslenskuverkefninu Orð af orði.

Kennslugögn:

Margvísleg verkefni af kennsluvefum og og ljósrit frá kennara auk spila og tölvuforrita.

Page 9: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir kennara, foreldra og

nemendur. Málfræði gildir 45% af lokaprófi sem tekið er í loka hvorrar annar.

Stafsetning

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

Að nemandi:

þekki og noti regluna um n og nn

skrifi stóran staf í sérnöfnum

skrifi stóran staf í þjóðaheitum

skrifi lítinn staf í tungumálaheitum

skrifi lítinn staf í dögum og mánaðarheitum

skrifi lítinn staf í nöfnum hátíða

þekki regluna um sérhljóða á undan ng/nk

þekki regluna um tvöfaldan samhljóða

noti kommu milli orða í upptalningu

geti skrifað texta eftir upplestri

yfirfæri þær reglur sem hann lærir í stafsetningu á aðra þætti námsins

Leiðir:

Nemendur vinna fjölbreytt verkefni til að ná þeim markmiðum sem sett eru í stafsetningu.

Nemendur skrifa eftir upplestri, skrifa æfingar sem þjálfa sjónminni, skrifa undirbúinn texta og

einnig eru eyðufyllingarverkefni, orðaleikir og krossgátur notaðar í kennslunni. Þessi vinna fer

ýmist fram einstaklingslega, í pörum eða hópum. Lögð er áhersla á að nemendur yfirfæri þær

reglur sem þeir læra á aðra þætti námsins. Einnig er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, frágang

og uppsetningu.

Kennslugögn:

Margvísleg verkefni frá kennara.

Námsmat:

Námsmatskvarðar verða notaðir til leiðbeiningar og upplýsingar fyrir kennara, foreldra og

nemendur. Stafsetning gildir 10% af lokaeinkunn í Íslensku.

Page 10: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Námsmat í íslensku:

Janúar: Maí:

Lesskilningur 20% Lesskilningur 20%

Stafsetningarkönnun 15% Stafsetningakönnun 15%

Ritun 10% Ritun 10%

Bókmenntir 10% Bókmenntir 10%

Málfræði 45% Málfræði 45%

Stærðfræði

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Kennslustundir: 6

Markmið:

að nemandi:

kunni að taka til láns og geyma

læri utanbókar margföldunartöfluna frá 0-10

getur sett upp margföldunardæmi með 2-3 tölum

læri að deila með einni tölu í 2-4 tölur

vinni með staðaleiningarnar m, cm, mm, l og dl og gr og kg

kynnist almennum brotum, geti skráð stærð brota, raðað þeim eftir stærð og lagt saman

geti fundið flatarmál og ummál

kunni að merkja inn í hnitakerfi

þjálfist í hugarreikningi

þjálfist í notkun vasareiknis

þjálfist í tímahugtakinu

þjálfist í að leysa orðadæmi

geti námundað að næsta tug og hundraði

þekki rétt, gleitt og hvasst horn

átti sig á samhenginu á milli samlagningar og frádráttar

átti sig á samhenginu á milli margföldunar og deilingar

Page 11: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Leiðir:

Viðfangsefni stærðfræðinnar eru tengd daglegu lífi og unnið á hlutbundinn hátt með margskonar

efni. Nemendur vinna með öðrum að lausn þrauta, ræða um og prófa mismundandi leiðir að

lausnum. Leitast er við að kynna nemendum ýmis hjálpargögn eins og kubba, smáhluti,

reiknivélar, ýmis mælitæki, peninga og fleira.

Kennslugögn:

Aðalefni: Sproti 4a og 4b, Stefnum á deilingu, Verkefni fyrir vasareikni. Ítarefni: Merkúríus og

Venus. Auk þess vinna nemendur ljósrituð verkefni frá kennara.

Námsmat:

Skilningur nemenda metinn reglulega og kannanir lagðar fyrir reglulega. Kannanirnar gilda sem

50 % af lokaeinkunn. Lokapróf sem tekið er í lok annar gildir 50%. Nemendur fá einnig umsögn

út frá vinnusemi og virkni.

Janúar: Maí:

Margföldunarkannanir 10% Margföldunarkannanir 10%

Kaflakannanir 40% Kaflakannanir 40%

Lokapróf 50% Lokapróf 50%

Page 12: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Lífsleikni

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

að nemandi:

temji sér gagnrýna hugsun

taki sjálfstæðar ákvarðanir

virði skoðanir annarra

virði samskiptareglur

læri að tjá tilfinningar sínar

þjálfist í að leysa deilumál á friðsamlegan hátt

átti sig á mikilvægi hollra lífshátta

átti sig á hvernig einelti er og hann geri sér grein fyrir því að hann getur hjálpað til í

baráttunni gegn einelti.

Leiðir:

Bekkurinn:

vinnur að bekkjarsáttmála.

gerir “mitt og þitt “ hlutverk.

kynnist þarfahringnum.

Horfir á myndband “Gegn einelti”.

Rifjar upp skilgreiningu á einelti.

Fer í hlutverkaleik þar sem hin mismunandi hlutverk í eineltisaðstæðum koma fram.

Skilji hvaða ávinningur felst í heilbrigðu líferni sbr. hollt mataræði og hreyfing.

Kennslugögn:

Ýmis verkefni í tenslum við uppbyggingarstefnuna. Námsefnið Ég er bara ég verður tekið fyrir

ásamt málefnum líðandi stundar.

Námsmat:

Gefin er umsögn bæði að hausti og vori eftir áhuga og virkni nemenda.

Page 13: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Samfélagsfræði

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Kennslustundir: 3

Markmið ( Komdu og skoðaðu landnámið)

að nemandi átti sig á að:

Ísland hefur ekki alltaf verið til.

Ísland er eyja langt frá öðrum löndum hefur áhrif á hvaða lífverur eru á landinu.

Lífverur bárust til landsins á ýmsa vegu og enn eru nýjar tegundir að bætast við.

Náttúran tekur sífelldum breytingum bæði af eigin völdum og af völdum manna.

Í jarðlögum má lesa jarðsögu landsins.

Þjóðin er tiltölulega ung og þekkir sögu sína að nokkru leyti frá upphafi.

Landnámsmenn námu land eftir sérstökum reglum

Menn móta og breyta náttúrunni þegar þeir nýta hana

Fornmynjar gefa vísbendingar um líf og störf fólks áður fyrr

Atvinnuhættir landsmanna hafa mikið breyst og ein stétt manna eru vísindamenn sem

m.a. grafa upp atburði úr sögu lands og þjóðar

Markmið ( Komdu og skoðaðu landakort)

að nemandi:

átti sig á umhverfi sínu bæði úti og inni, rati um það, læri að fara eftir leiðbeiningum

og geti vísað öðrum til vegar

kynnist loftmyndum og gildi þeirra við landkönnun og kortagerð

átti sig á hvernig kort eru unnin eftir loftmyndum og að bera saman ljósmynd, loftmynd

og kort af sama stað

skilji stærðarkvarða loftmynda og korta

læri að þekkja áttirnar og vita hvers vegna sú þekking er mikilvæg

læri að lesa landakort, vita hvernig þau snúa og þekkja helstu tákn þeirra og liti

kynnist aðferðum við að rata og hvernig kort hjálpa til

læri að lesa ákveðna staðsetningu af korti (rúðustrikuðu)

læri að mæla fjarlægðir á landakorti

sjái hvernig landslag er túlkað á kortum á fleiri en einn veg

skoði hnattlíkan, vita hvernig það snýr og að þekki pólana og baugana

læri að finna ákveðna staði á korti og lönd og höf á hnattlíkani

átti sig á að kort geta verið ónákvæm af ýmsum ástæðum

kynnist mikilvægi korta í daglegu lífi

Page 14: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Leiðir:

Bækurnar eru lesnar í skóla og eru verkefni unnin samhliða því. Kennslan verður brotin upp með

ýmsum hætti t.d. með þemavinnu.

Kennslugögn:

Komdu skoðaðu landakort

Komdu og skoðaðu landnámið

Námsmat:

Í formi umsagnar.

Náttúrufræði

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið (Komdu og skoðaðu hringrásir)

að nemandi læri um og öðlist vissan skilning á:

hringrás vatnsins, að sama vatnið er notað aftur og aftur.

að önnur efni eru á sambærilegum hringrásum og vatnið um veröldina.

að allar lífverur eiga sér ákveðna lífsferla sem ganga hring eftir hring eða í spíral.

að plöntur eru undirstaða lífs á jörðu og veita dýrum og mönnum bæði fæðu og súrefni.

að allt efni er samsett úr frumefnum sem eru á stöðugri ferð úr einu efnasambandinu í annað.

að í náttúrunni er í raun ekkert rusl, úrgangur frá einni lífveru er hráefni fyrir aðra.

að langmest af orku jarðar kemur frá sólinni og knýr ferla hennar.

ð jörðin er ekki óendanlega stór heldur er hún takmörkuð að stærð og öll efni því til í

takmörkuðu magni og þess vegna eru hringrásir efna nauðsynlegar.

að fólk verður að temja sér að lifa í samræmi við hringrásir náttúrunnar og t.d. endurnýta og

endurvinna hluti.

Meginmarkmiðið er þó að nemendur átti sig á að allt í umhverfi og náttúru er hvað öðru háð,

hvergi er í raun upphaf eða endir frekar en í hringforminu.

Markmið (Komdu og skoðaðu tæknina)

Helstu markmið námsefnisins eru:

• Að opna augu nemenda fyrir þeirri tækni sem við búum við nú á dögum, tækni sem

• oft virðist vera sjálfsögð og nánast sjálfsprottin.

• Að sýna fram á hvernig líf manna hefur breyst í aldanna rás og þátt tækninnar í þeim

• breytingum.

Page 15: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

• Að sýna börnum fram á að hver einstaklingur getur hugsað og býr yfir hugviti sem

er uppspretta nýjunga á öllum sviðum.

Leiðir:

Bækurnar eru lesnar í skóla og eru verkefni unnin samhliða því. Kennslan verður brotin upp með

ýmsum hætti t.d. með þemavinnu.

Kennslugögn:

Komdu og skoðaðu hringrásir. Komdu og skoðaðu tæknina.

Námsmat:

Í formi umsagnar.

Trúarbragðafræði

Kennarar: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Viktoría Róbertsdóttir

Markmið:

Að nemandi:

kynnist helstu trúarbrögðum heimsins og þeim, lífsviðhorfum og þeirri menningu sem

tengist þeim, m.a. í frásögnum af jafnöldrum.

þekki helstu hátíðir kristninnar, gyðingdóms, íslams, hindúisma, búddisma og siði og

tákn sem tengjast þeim.

temji sér umburðarlyndi í samskiptum við aðra, t.d. með því að fást við efni um góðvild,

miskunnsemi, sannsögli og hjálpsemi og vandamál tengd einelti og baktali.

fái þjálfun í því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, með því að fást við efni sem

tengjast jafnrétti og jafnstöðu og að ýtt sé undir kjark þeirra til þess að fylgja eigin

sannfæringu.

þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra

læri að meta það sem vel er gert og öðlist hæfni til þess að hrósa og uppörva aðra.

Leiðir:

Bækurnar eru lesnar í skóla og eru verkefni unnin samhliða því. Kennslan verður brotin upp með

ýmsum hætti t.d. með þemavinnu.

Page 16: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Kennslugögn:

Trúarbrögðin okkar og verkefni af netinu.

Námsmat:

Í formi umsagnar.

Upplýsinga- og tæknimennt

Markmið:

Segja má að markmiðin séu þríþætt, þ.e. tæknilæsi, upplýsingalæsi og menningarlæsi.

Tæknilæsi

Stefnt er að því að nemendur:

hafi lært grunnatriði í meðferð og notkun tölvu

kunni að vista skjöl og ná í vistuð skjöl

hafi vald á að prenta skjöl úr ýmsum forritum

geti notað geisladrif og geisladiska

hafi lært grunnatriði í fingrasetningu á tölvu

geti notað teikniforrit til að teikna myndir út frá grunnformum myndlistar og litað fleti

geti notað ýmis kennsluforrit er hæfa aldri og getu

geti ritað einfaldan texta í ritvinnslu

geti skeytt myndum inn í texta

Upplýsingalæsi

Stefnt er að því að nemendur:

þekki þá möguleika sem skólasafnið býður upp á til upplýsingaöflunar og vinnslu

þekki reglur um uppröðun skáldrita

geti leitað eftir efnisyfirliti og atriðisorðaskrá í léttum fræði- og handbókum

kunni að leita í léttum fræðibókum

geti lesið einföld kort, gröf og töflur

geti skilgreint verkefni og mótað spurningar í umræðum um efnið

finni lykilorð í texta

geri grein fyrir niðurstöðum sínum

Page 17: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Menningarlæsi

Stefnt er að því að nemendur:

hafi fengið reglulega lánaðar bækur og önnur gögn á skólasafninu sem styðja nám og

lesskilning og hafa mótað lestrarvenjur og þekkingarleit til framtíðar

þekki nokkuð til helstu íslenskra og erlendra barnabókahöfunda og verka þeirra. og geta

sett

upp sýningar í tengslum við verkefni eða þema

þekki söfn í heimabyggð sinni

Leiðir:

Nemendur leita og afla upplýsinga í bókum og á vef.

Námsgögn:

Ýmis kennsluforrit, internetið og annað efni valið af kennara eftir því sem við á.

Námsmat:

Mat verður í formi umsagnar í lok haustannar og að vori. Metið verður eftir ástundun, hegðun og

frammistöðu í tímum.

Heimilisfræði

Kennari: Björk Sverrisdóttir

Markmið: Að nemendur öðlist færni bæði í bóklegum og verklegum námsþáttum

Heimilisfræðinnar. Nemendur læri að velja hentug áhöld við matarger, þjálfast í að nota

mælitæki og taka til hráefni í uppskrift og gera sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis við matargerð.

Meginviðfangsefni eru ávextir og grænmeti.

Nemendur þjálfist í að vinna sjálfstætt, einföld verkefni og í samvinnu við aðra.

Námsefni: Holt og Gott 3, (Námsgagnastofnun) ásamt efni frá kennara

Námsmat: Símat í kennslustundum

Vinnubrögð: Bekkjunum er skipt í tvo hópa og fær hvor þeirra tvær kennslustundir á viku,

hálfan vetur í senn. Nemendur vinna tveir saman í hóp.

Page 18: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Tæknimennt

Kennari: Einar Jón Ólafsson

Markmið:

Að sköpunarþrá hvers nemenda fái notið sín.

Að nemandi læri að tileinka sér margskonar vinnubrögð, hagkvæmar vinnustellingar og rétta

notkun verkfæra.

Leiðir: Nemendur saga út brauðbretti í furu og hreindýr í krossvið.

Námsmat: Umsögn í lok anna sem byggir á virkni og vinnubrögðum nemanda.

Íþróttir

Kennari: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Orri Hjaltalín

Kennslustundir á viku: 2

Markmið:

Að örva líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska nemenda.

Að nemendur fái útrás fyrir hreyfi- og tjáningarþörf.

Að nemendur tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru.

Að gera nemendur meðvitaða um líkama sinn.

Að auka líkur á áframhaldandi íþróttaiðkun.

Að nemendur kynnist sem flestum íþróttagreinum.

Leiðir:

Kennslan skiptist í leiki og innlögn á grunnæfingum í sem flestum íþróttagreinum.

Kennslugögn:

Ýmis áhöld og tæki sem tengjast þeim æfingum og íþróttagreinum sem unnið er með hverju

sinni.

Námsmat: Mat byggt á virkni nemenda sem og áhuga, hegðun og framförum.

Page 19: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Textílmennt:

Kennari: Benný Ósk Harðardóttir

Markmið:

Að nemendur

- kynnist saumavélinni og læri að þræða yfirtvinna.

- Vinni einfalt verkefni í vélsaum.

- Læri að fitja upp og prjóna garðaprjón.

Leiðir:

Nemendur vinni verkefni með leiðsögn kennara þar sem leitast er við að efla sköpunarhæfileika

og sjálfstraust nemenda. Einnig hvetur kennari nemendur til að nota hugmyndaflugið og setja

sinn svip á verkefnin. Nemendahópnum er skipt í 2-3 hópa þar sem annar hópurinn vinnur í

skylduverkefnum en hinn í auðveldari verkefnum þar sem þau geta unnið sjálfstætt, t.d lita,

teikna, þræða perlur á band osfrv.

Námsgögn

Efni og áhöld frá kennara.

Námsmat:

Verkefnin verða metin með sjálfsmati þar sem kennari og nemandi ræða um það sem gékk vel í

hverju verkefni og það sem má betur fara. Einnig mun kennari meta áhuga, iðni, framkomu og

vandvirkni.

Verkefni kennsluárið 2011-2012

1. Sköpun og hugmyndavinna – unnið verður útilistaverk sem samvinnuverkefni í textíl-

og myndmennt.

2. Útsaumur – nemendur sauma sér púða úr filtefni. Nemendur klippa út stafina sína og

nota amk þrjár mismunandi sporgerði í útsaumi. Nemendum er frjálst að skreyta púðann

að eigin vild eftir útsauminn.

3. Vélsaumur - Saumavélin kynnt. Leikniæfingar í vélasaum og farið í helstu grunnatriði

saumavélarinnar. Nemendur saumi eftir línum á blaði án tvinna. Kennt verður að þræða

yfirtvinna.

Page 20: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

4. Vélsaumur /púði- Nemendur sauma púðann saman í saumavél. Nemendur æfa færni á

notkun saumavélar auk þess sem þeir læri að sauma saman tvö efni.

3. Prjón – Nemendur læra að fitja upp, fella af, prjóna garðaprjón og ganga frá endum.

Nemendur gera bút í bútaprjónsteppi.

4. Aukaverkefni- í samráði við kennara.

Sund

Kennari: Orri Hjaltalín

Kennslustundir á viku: 1

Markmið:

Að nemendur ljúki 4.stigi í sundi:

25m bringusund.

15m skólabaksund.

12m skriðsund með eða án hjálpartækja.

12m baksund með eða án hjálpartækja.

Flugsundsfótatök með eða án hjálpartækja.

Stunga úr kropstöðu af bakka eða stiga.

Leiðir:

Sýnikennsla og nemendur gera ýmsar æfingar.

Kennslugögn:

Viðeigandi búnaður sem styður við þá þætti sem þjálfaðir eru hverju sinni.

Námsmat: Prófað verður úr markmiðum á vorönn.

Page 21: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,

Myndmennt

Kennari: Rósa Signý Baldursdóttir

Markmið : Að virkja huga og hönd nemenda, ásamt tilfinningu þeirra fyrir formi og litum.

Einföld verkefni þannig að nemandur fái að finna þá gleði sem það getur gefið að skapa

myndverk.

Námsþættir

Að geta beitt einföldustu áhöldum greinarinnar, notað hugtök og heiti sem tengjast

viðfangsefnum hverju sinni. Að þjálfast í að fara eftir fyrirmælum svo þeir verði sjálfstæðir í

vinnu sinni

Kennsluaðferðir

Munnleg innlögn verkefna. Aðferðir sýndar á töflu. Einstaklingkennsla. Kennsla á internetinu.

Námsgögn

Ýmis konar pappír og efni til myndgerðar. Ýmsar tegundir áhalda; blýantar, krítar, penslar,

hringfarar og reglustikur. Ýmis konar litir, málning, túss. Listaverkabækur og ýmis fagblöð.

Tölva.

Námsmat

Um er að ræða símat þar sem ekki er aðeins gefið fyrir þau verkefni er nemandinn vinnur, heldur

einnig virkni nemandans í tímum, sjálfstæði, vandvirkni og umgengni.

Page 22: 4. bekkur skólaárið 2011 2012 · 2018. 2. 13. · kynnist þjóðsögunum um séra Eirík í Vogsósum, Stokkseyrar-Dísu og 18 bara faðir í Álfheimum þekki hugtökin persóna,