bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - fréttir og ......þekki og geti notað hugtök...

12
1 Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Í bekkjarnámskrá 4. bekkjar kemur fram áætlun um það helsta sem farið verður yfir þetta skólaár. Bekkjarnámsskráin er samin í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011, og greinasvið 2013. Íslenska Markmið Smáraskóla er að nemendur: Lestur lesi 200 atkvæði á mínútu að vori auki lestrarhraða sinn geti valið sér bækur eftir áhugasviði og lesið fjölbreyttan texta. öðlist meiri færni við lestur á almennum textum, fyrirmælum og geti aflað sér upplýsinga úr bókum eða af netinu. efli lesskilning og geti svarað spurningum og dregið ályktanir út frá texta auki orðaforða og geti lesið úr myndrænu efni, svo sem kvikmyndum fyrir börn, einföldum skýringarmyndum og kortum Leiðir: Ætlast er til að nemendur lesi heima 5x í viku a.m.k. 15-20 mín. Í skólanum eru lestrarstundir og nemendur lesa reglulega fyrir kennara. Nemendur vinna verkefni út frá mismunandi lesefni og þjálfast í að nota orðabækur og önnur uppflettirit. Námsmat: Nemendur taka raddlestrarpróf þrisvar sinnum á skólaárinu, í byrjun skólaárs, janúar og maí. Í janúar og að vori er gefin umsögn í raddlestri og lagt fyrir lesskilningspróf. Námsefni: Kóngar í ríki sínu, Lesum saman, Lesum meira saman, Litlu landnemarnir, Lesrún, Sögusteinn- Sitt af hverju 2 og ýmsar fleiri lestrarbækur við hæfi hvers og eins. Ritun og skrift þjálfist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir í rituðu máli átti sig á að sögur hafa upphaf, miðju og endi læri að skrifa sögu með einfaldri atburðarás læri að greina aðalatriði í texta læri að skrifa áferðarfallega og læsilega tengda skrift nái góðum skriftarhraða Leiðir: Nemendur vinna í forskriftarbækur og fjölbreytt ritunarverkefni. Námsmat: Skriftarbækur eru metnar með tilliti til frágangs og hvort nemendur hafi náð tökum á skriftinni. Námsefni: Skrift 4 og Skrift 5. Frá morgni til kvölds. Málfræði og stafsetning auki málvitund sína þekki sérhljóða, samhljóða, samheiti, andheiti, samnöfn og sérnöfn þjálfist í að búa til samsett orð þekki muninum á nafnorðum, sagnorðum og lýsingarorðum átti sig á fallbeygingu nafnorða, eintölu og fleirtölu og læri að greina kyn nafnorða þekki stigbreytingu lýsingarorða þekki nútíð og þátíð sagna

Upload: others

Post on 08-Sep-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

1

Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016

Í bekkjarnámskrá 4. bekkjar kemur fram áætlun um það helsta sem farið verður yfir þetta skólaár.

Bekkjarnámsskráin er samin í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011, og

greinasvið 2013.

Íslenska

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

Lestur

lesi 200 atkvæði á mínútu að vori

auki lestrarhraða sinn

geti valið sér bækur eftir áhugasviði og lesið fjölbreyttan texta.

öðlist meiri færni við lestur á almennum textum, fyrirmælum og geti aflað sér upplýsinga úr

bókum eða af netinu.

efli lesskilning og geti svarað spurningum og dregið ályktanir út frá texta

auki orðaforða og geti lesið úr myndrænu efni, svo sem kvikmyndum fyrir börn,

einföldum skýringarmyndum og kortum

Leiðir: Ætlast er til að nemendur lesi heima 5x í viku a.m.k. 15-20 mín. Í skólanum eru lestrarstundir

og nemendur lesa reglulega fyrir kennara. Nemendur vinna verkefni út frá mismunandi lesefni og þjálfast í að nota orðabækur og önnur uppflettirit.

Námsmat: Nemendur taka raddlestrarpróf þrisvar sinnum á skólaárinu, í byrjun skólaárs, janúar og maí. Í janúar og að vori er gefin umsögn í raddlestri og lagt fyrir lesskilningspróf.

Námsefni: Kóngar í ríki sínu, Lesum saman, Lesum meira saman, Litlu landnemarnir, Lesrún,

Sögusteinn- Sitt af hverju 2 og ýmsar fleiri lestrarbækur við hæfi hvers og eins.

Ritun og skrift

þjálfist í að tjá skoðanir sínar og hugmyndir í rituðu máli

átti sig á að sögur hafa upphaf, miðju og endi

læri að skrifa sögu með einfaldri atburðarás

læri að greina aðalatriði í texta

læri að skrifa áferðarfallega og læsilega tengda skrift

nái góðum skriftarhraða

Leiðir: Nemendur vinna í forskriftarbækur og fjölbreytt ritunarverkefni.

Námsmat: Skriftarbækur eru metnar með tilliti til frágangs og hvort nemendur hafi náð tökum á

skriftinni.

Námsefni: Skrift 4 og Skrift 5. Frá morgni til kvölds.

Málfræði og stafsetning

auki málvitund sína

þekki sérhljóða, samhljóða, samheiti, andheiti, samnöfn og sérnöfn

þjálfist í að búa til samsett orð

þekki muninum á nafnorðum, sagnorðum og lýsingarorðum

átti sig á fallbeygingu nafnorða, eintölu og fleirtölu og læri að greina kyn nafnorða

þekki stigbreytingu lýsingarorða

þekki nútíð og þátíð sagna

Page 2: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

2

læri að nota reglur um ng og nk, stóran og lítinn staf, -n og –nn, einfaldan og tvöfaldan

samhljóða, hv- í spurnarorðum og læri nokkur y-orð

geti raðað í stafrófsröð

Leiðir: Nemendur vinna ýmis verkefni til þjálfunar. Þeir fá tækifæri til að beita íslensku á fjölbreyttan

hátt, t.d. með umræðum. Nemendur þjálfa stafsetningu með því að skrifa texta eftir réttum texta og upplestri.

Námsmat: Símat, vinnubækur og kannanir. Stafsetning stakra orða (Aston index fyrir 4. bekk) eftir

upplestri er lagt fyrir í árganginum í september og apríl.

Námsefni: Ritrún 3, Skinna, Lesum saman, Lesum meira saman, Stafsetningaræfingar og annað efni

frá kennara.

Talað mál og framsögn

þjálfist í að tjá sig munnlega, endursegja efni og geti sagt frá eftirminnilegum atburðum

þjálfist í framsögn og rökstuðningi

hafi skýran og áheyrilegan framburð

þjálfist í að lesa, leika eða syngja texta af ýmsum tagi

Leiðir: Nemendur tjá sig fyrir framan kennara og bekkjarfélaga. Þeir kynna verkefni sem þeir hafa

unnið, lesa upphátt og segja frá.

Námsmat: Sjálfsmat og símat samþætt öðrum námsgreinum.

Námsefni: Valdar sögur og ljóð, verkefnavinna nemenda, bekkjarfundir og umræður.

Hlustun og áhorf

● hlusti á fyrirmæli kennara og fari eftir þeim

● geti hlustað af athygli á upplestur og annan flutning

● svari spurningum varðandi efni sem þeir hafa hlustað á

● endursegi efni og taki þátt í umræðum

Leiðir: Nemendur þjálfist í að hlusta m.a. á upplestur úr bókum og frásagnir af ýmsum toga.

Námsmat: Nemendur fá endurgjöf eftir því sem við á. Símat samþætt öðrum námsgreinum.

Hlustunarskilningspróf lagt fyrir í maí.

Námsefni: Upplestur kennara, bekkjarfélaga, af geisladiskum, skólaskemmtanir, leikrit o.fl.

Bókmenntir og ljóð

hlusti á upplestur á sögum og ljóðum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum

lesi mismunandi ljóð og sögur sér til skemmtunar og fróðleiks

læri utanbókar vísur og ljóð

kynnist verkum nokkurra íslenskra rithöfunda

kynnist íslenskum þjóðsögum, ævintýrum, dæmisögum og gamansögum

þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok

taki þátt í leikrænni tjáningu á bókmenntatexta

Leiðir: Nemendur lesa sögur, ljóð, þjóðsögur, ævintýri og efni tengt öðrum námsgreinum. Unnið verður með efnið á mismunandi hátt t.d. í skriflegum verkefnum, frásögnum og leikrænni tjáningu.

Námsmat: Nemendur fá endurgjöf eftir því sem við á. Símat samþætt öðrum námsgreinum,

vinnubók og verkefni metin.

Námsefni: Ljóðsprotar, ýmsar sögur og ljóð valin af kennurum.

Page 3: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

3

Læsi Nemendur lesa mismunandi texta og vinna úr þeim.

Sjálfbærni Nemendur læra að taka afstöðu með eða á móti hinum ýmsu álitamálum og ágreiningsefnum bæði með ritun og framsögn.

Heilbrigði og

velferð

Nemendur fá tækifærti til þess að vinna á sínum hraða verkefni við hæfi og efla með

því sjálfsmynd sína.

Lýðræði og

mannréttindi

Nemendur læra að taka meiri ábyrgð á eigin námi og hafa val um ákveðna námsþætti

og efnistök.

Jafnrétti Nemendur vinna saman í hópum og læra að virða skoðanir og sjónarmið annara.

Sköpun Nemendur vinna ýmis verkefni þar sem sköpun er fyrirrúmi, s.s. gerð veggspjalda,

semja ljóð og sögur.

Stærðfræði

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

Tölur og algebra

geti lesið, skrifað og borið saman tölur upp í 10.000 og táknað slíkar tölur með peningum

skilji sætisgildið, þ.m.t. gildi tíundu hluta, geti raðað slíkum tugabrotum eftir stærð og staðsett þau á talnalínu

skilji almenn brot sem hluta af heild, þekkja hugtökin teljara og nefnara og geti borið saman einföld brot

geti talið aftur á bak og áfram með því að ,,hoppa á ´´ hverri tölu, 2. hverri, 5., 10., 50., og 100. hverri í hverju hoppi

geti leyst samlagningar- og frádráttardæmi með fjögurra stafa tölum á mismunandi vegu, m.a. með hinni hefðbundnu reikniaðferð

kunni litlu margföldunartöfluna og geti notað hana til að leysa margföldunar- og deilingardæmi

þekki tengsl reikniaðferðanna fjögurra og geti notað þá vitneskju til að leysa dæmi

geti borið saman tölur og stæður með því að nota táknin <,> og =

geti lýst og haldið áfram með talnarunur sem fara stækkandi eða minnkandi

Rúmfræði

þekkji og geti lýst eiginleikum hringja og marghyrninga

geti lýst hornum, bæði sem myndast við skurðpuntk tveggja beinna strika og við snúning og

geti sagt til um stærð réttra horna geta séð hvort mynd er spegilsamhverf og notað speglun til að búa til samhverfa mynd

þekkji, geti búið til, lýst og haldið áfram með einföld mynstur

geti lýst altækri eða afstæðri staðsetningu og hreyfingu í rúðuneti

geti staðsett reiti eða punkta hnitakerfi og reiknað út fjarlægðir út frá ásum

Mælingar

geti áætlað, mælt og borið saman stærðir sem segja til um tíma, lengd, þyngd, flatarmál og rúmmál

Geti notað hentug mælitæki og lesið af mælikvörðum og þekki og geti notað algengar mælieiningar

Lesið tímasetningar og reiknað tímann milli tvegga tímasetninga

Tölfræði og líkindafræði

geti gert einfaldar kannanir og safnað mismunandi upplýsingum/gögnum, flokkað þau, talið

fjöldann í hverjum flokki og sýnt niðurstöður í töflum og súluritum geti notað líkur við einfaldar aðstæður, t.d. þegar teningi er kastað í spilum

Page 4: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

4

Læsi Nemendur þekki algeng stærðfræðihugtök og tákn fyrir þau, s.s. meira en, minna en,

jafnt og, samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu og geti lesið og skrifað texta þar sem þau koma fyrir. Nemendur hafi skilning á verðgildi peninga.

Sjálfbærni Nemendur læra að skilja umhverfið sitt út frá forsendum stærðfræðinnar sbr.

peningar, fjarlægðir, hlutföll og geta heimfært stærðfræðina upp á daglegt líf. Safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau m.a. með töflum og myndritum

Heilbrigði og

velferð

Nemendur fá tækifærti til þess að vinna á sínum hraða verkefni við hæfi og efla með

því sjálfsmynd sína. Áttað sig á möguleikum og takmörkunum stærðfræðinnar til að lýsa veruleikanum.

Lýðræði og

mannréttindi

Nemendur læra að taka meiri ábyrgð á eigin námi og hafa val um ákveðna námsþætti

og efnistök.

Jafnrétti Nemendur vinna saman í hópum og læra að virða skoðanir og sjónarmið annara.

Sköpun Nemendur vinna ýmis verkefni þar sem sköpun er fyrirrúmi s.s. búa til ýmis

stærðfræðiform.

Leiðir: Nemendur nálgast námsefnið á mismundandi hátt. Stærðfræðikennslan fer ýmist fram

sem einstaklings-, para- og/eða hópvinna.

Námsmat: Kannanir eftir hvern námsþátt og lokapróf í janúar og maí.

Námsefni: Sproti 4a og 4b nemenda og æfingabók, Við stefnum á margföldun, Við stefnum á deilingu,

Viltu reyna, Verkefni fyrir vasareikni og annað ítarefni frá kennara.

Samfélagsfræði

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

þekki til gamalgróinna atvinnuvega landsmanna

þekki valda þætti úr landnámi Íslands

þekki gamla íslenska þjóðhætti

átti sig á hvernig líf manna hefur breyst í aldanna rás

Leiðir: Námsefnið verður unnið á fjölbreyttan hátt, einstaklings- og hópvinna, umræður, myndsköpun, ritun og vettvangsferðir.

Námsmat: Símat, verkefni og vinnubækur, þátttaka og vinnubrögð.

Námsefni: Komdu og skoðaðu landnámið, Litlu landnemarnir, Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti

Litlu landnemarnir, og ítarefni frá kennara.

Page 5: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

5

Læsi Aflað sér og nýt vitneskju um samfélagsmálefni í námsgögnum og miðlum.

Sjálfbærni Nemendur læra að taka afstöðu með eða á móti hinum ýmsu álitamálum og ágreiningsefnum bæði með ritun og framsögn.

Heilbrigði og velferð Sýni frumkvæði og öðlist sterka sjálfsmynd.

Sýni samkennd og góð samskipti sín á milli.

Lýðræði og

mannréttindi

Læri að bera virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum.

Jafnrétti Fái þjálfun í að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum með því að fást við efni sem tengjast jafnrétti og jafngildi og kjarki til að fylgja sannfæringu

sinni.

Geti sett hugtakið jafnrétti í margbreytilegt samhengi.

Sköpun Leitar lausna við vinnu sína. Beitir ímyndunarafli og fær tækifæri til að tjá

sig á skapandi hátt.

Trúarbragðafræði - siðfræði

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

kynnist mismunandi trúarbrögðum og læri að bera virðingu fyrir þeim

efli siðferðislegan og félagslega þroska sinn

kynnist lífi og starfi Jesú

þekki helstu hátíðir kristinnar trúar

Leiðir: Umræður, einstaklings-, para- og hópvinna.

Námsmat: Símat, verkefni og vinnubækur, þátttaka og vinnubrögð.

Námsefni: Trúarbrögðin okkar, Birtan

Náttúrufræði

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

þekki ýmis hugtök og heiti í náttúrunni

geri veðurathuganir og læri að þekkja helstu veðurtáknin

kynnist mikilvægi náttúruverndar, sorpflokkun og endurnýtingu

átti sig á hvernig lífríkið breytist eftir árstíðum

fræðist um mismunandi eiginleika efna og efnabreytingar (vatn-gufa)

Leiðir: Námsefnið verður unnið í einstaklings- og hópvinna, umræður, myndsköpun, ritun og vettvangsferðir.

Námsmat: Símat, verkefni og vinnubækur, þátttaka og vinnubrögð.

Námsgögn: Náttúran allan ársins hring, Komdu og skoðaðu hringrásir og ítarefni frá kennara.

Page 6: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

6

Læsi Geti lesið einfaldan fræðitexta sér til gagns.

Geti lesið úr myndrænum upplýsingum.

Sjálfbærni Læri um hringrás náttúrunnar.

Læri um mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu.

Heilbrigði og velferð Geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar, mataræðis og hreinlætis.

Lýðræði og mannréttindi

Þroski með sér virðingu og samkennd gagnvart mönnum, dýrum og umhverfi.

Jafnrétti Fái tækifæri til að þroskast á eigin forsendum og rækta hæfileika sína.

Sköpun Vinni verkefni á fjölbreyttan og skapandi hátt.

Lífsleikni

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

þroski með sér jákvætt lífsviðhorf

sýni frumkvæði og öðlist sterka sjálfsmynd

geti greint og lýst ýmsum tilfinningum, t.d. hamingju, gleði, sorg, reiði

skilji að nauðsynlegt er að virða reglur samfélagsins

kunni skil á umferðarreglum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur

fái fræðslu um jafnréttismál

geti leitað eftir upplýsingum og leiðbeiningum til að rata um umhverfi sitt

hafi lært leiðir til að efla samskiptafærni sína enn betur sem felur meðal annars í sér; færni í

samvinnu, að sýna tillitssemi, að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, að setja sig í spor annarra, að hlusta á aðra og sýna kurteisi.

skilji og virði reglur í samskiptum manna, skráðar og óskráðar

Leiðir: Vinabekkir, bekkjarfundir, framsögn, verkefnavinna og almennar umræður.

Námsmat: Þátttaka í kennslustundum, hegðun, framkoma og samskipti í skólanum.

Námsefni: Efni og verkefni tengd Uppeldi til ábyrgðar, lífsgildi og bekkjarsáttmáli, þarfir, reglur og

hlutverk ásamt ítarefni frá kennara.

Page 7: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

7

Læsi Lesið og skilið stuttan texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum eða áhugamálum.

Sjálfbærni Skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða

athöfnum.

Heilbrigði og velferð

Skilið einfalt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt.

Lýðræði og mannréttindi

Tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar.

Jafnrétti Skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt

náminu.

Sköpun Skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst.

Enska

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði tal samnemenda og kennara

þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða og framburð

fái þjálfun í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefni

skilji einfalda texta, s.s. myndasögur, barnabækur, ævintýri, fræðsluefni fyrir börn í bókum eða á

tölvutæku formi

Geti skrifað stutta texta á ensku

Leiðir: Nemendur vinna ýmis verkefni til þjálfunar úr verkefnabók og fá tækifæri til að nota ensku bæði í rituðu og töluðu máli.

Námsmat: Þátttaka í tímum, vinnubrögð og verkefnabækur.

Námsefni: Work out, Speak out, Rósakot bækur og ítarefni af vef.

Leiklist

Markmið Smáraskóla er að nemendur:

verði öruggari þegar talað er fyrir framan hóp af fólki.

geti beitt ólíkum aðferðum við upplestur mismunandi texta.

geti nýtt sér efni úr ýmsum áttum sem kveikju við sköpun leikins efnis.

geti nýtt sér hugmyndir jafningja og lagt fram sínar eigin í leikrænu ferli og við undirbúning

og sköpun leikþáttar. geti skapað leikþætti í samstarfi við aðra með skýrum persónum, söguþræði og framvindu.

geti nýtt sér leikmuni, búninga, einfaldan sviðsbúnað, spjaldtölvuforrit og aðra tækni til að

styrkja verk sín.

geti tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.

Leiðir: Unnið er í 6 vikna lotum í aldursblönduðum hópum úr 4 og 5. bekk. Í hverjum hóp eru um 10 nemendur. Nemendur lesa upp texta og nýta leikræna tjáningu í frásögnum. Nemendur nota m.a.

myndir úr tímaritum og dagblöðum við spuna og til að fá hugmyndir af leiknu efni. Nemendur vinna saman í pörum, litlum hópum og allir hópurinn saman.

Námsmat: Kennari gefur hverjum nemanda umsögn um hans framstöðu. Þeir þættir sem verður

sérstaklega horft til við námsmat í leiklist eru: jákvæðni – viðring – hlustun – sköpun – frumvkæði og samstarf.

Page 8: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

8

Tónlistarsmiðja 4.-5. bekkur Markmið í tónlist: er að nemendur geti;

Unnið saman í hóp með samnemendum sínum.

Sungið fjölbreytt sönglög í hóp, íslensk sem og erlend.

Hlusti á tónlist með virkum hætti.

þekki muninn á dúr og moll, geti greint einföld stílbrigði, ólíkan hryn, form og grunnþætti í

tónlist. Tekið þátt í samspili á skólahljóðfærum.

Tekið þátt í að skapa eigið tónverk, hryndæmi og skráð það niður með einhverjum hætti.

Þekki helstu hljóðfæri og hljóðfæraflokka í skólastofunni.

Þjálfist í sviðsframkomu sem hópur og einstaklingar.

Sýnt virkni í tímum.

Námsleiðir: Nemendur eru 3x í viku, tvöfalda tíma í senn, í 6. vikur. Lögð er áhersla á fjölbreytta

tónlistarkennslu og góða virkni í tímum með gleðina í fyrirrúmi. Sungið er mikið með lifandi undirleik í

söngbókum. Farið er í ýmsa tónlistarleiki/verkefni sem þjálfa hlustun, hryn, sköpun, form og frumþætti tónlistar. Nemendur viðhalda þekkingu sinni á umgengni á helstu skólahljóðfærum og bæta við sig

þekkingu í leikni og samspili á þeim. Nemendur þjálfast í að koma fram sem stór hópur, litlir hópar og sem einstaklingar, bæði í sal skólans og fyrir framan samnemendur sínar.

Námsgögn: Skólahljóðfæri, aðrir hljóðgjafar, söngbækur (Syngjandi skóli, Söngvasafn 1 og 2,

Skólasöngvar o.fl.), hlustunarefni, Það var lagið, töfrakassinn, geisladiskar, tónlistarspil, iPadar, tónlistaröpp (GarageBand), Stafspil;uppruni, samspil og kennsla í anda Orff-skólans, vinnublöð og

annað tónlistarefni frá kennara.

Námsmat: Lagt er mat á virkni nemenda í tímum, áhuga, hegðun og umgengni (um stofu, við

nemendur og við hljóðfærin). Lögð er áhersla á símat. Umsögn og bókstafseinkunn er gefin í lok skólaárs. Kennari: Hjördís Eva Ólafsdóttir, tónmenntakennari

Heilbrigði og velferð - Notar áhöld og tæki greinanna - Á góð samskipti við skólafélaga sína - Skilur mikilvægi hreinlætis -

Jafnrétti - Tileinkar sér almenna kurteisi í samskiptum - Fer eftir þeim reglum sem gilda um ábyrga notkun áhalda -

Lýðræði og mannréttindi

- Vinnur að hugmynd til afurðar - Kemur vel fram við aðra og af virðingu - Fær tækifæri til að velja verkefni við hæfi -

Læsi - Les einfaldar leiðbeiningar - Getur notað rétt hugtök greinarinnar -

Sjálfbærni - Gengur vel um skólastofu, tækin og áhöldin - Lærir að nýta vel efniviðinn sem unnið er með -

Sköpun - Fær tækifæri til að virkja sköpunargáfuna - Útfærir verkefni með mismunandi hráefni -

Page 9: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

9

Hönnun og smíði

Markmið: Að nemendur;

geti beitt einföldum handverkfærum s.s. hamar, sög, þjöl og raspi, kunni að pússa og vinna efni

undir yfirborðsmeðferð

lögð er áhersla á að nemendur sýni ábyrga umgengni og fari eftir reglum í smíðastofunni

geti rissað upp hugmyndir að verkefnum

þekki ferlið þörf –lausn – afurð.

Leiðir: Stuðlað er að því að nemandi geti hannað og smíðað hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, útliti eða þema, en eigin hönnun eins og frekast er unnt.

Námsgögn: Verkefnablöð, fagbækur, tifsög, handverkfæri og smíðaviður, málning og önnur yfirborðsefni.

Námsmat: Skrifleg umsögn sem byggir á sjálfsmati, mætingu, áhuga, vinnusemi, frumkvæði og hugmyndaauðgi, vandvirkni og vinnubrögðum.

Heilbrigði og velferð - Notar áhöld og tæki greinanna - Á góð samskipti við skólafélaga sína - Skilur mikilvægi hreinlætis

Jafnrétti - Tileinkar sér almenna kurteisi í samskiptum - Fer eftir þeim reglum sem gilda um ábyrga notkun áhalda

Lýðræði og

mannréttindi

- Vinnur að hugmynd til afurðar - Kemur vel fram við aðra og af virðingu - Fær tækifæri til að velja verkefni við hæfi

Læsi - Les einfaldar leiðbeiningar - Getur notað rétt hugtök greinarinnar

Sjálfbærni - Gengur vel um skólastofu, tækin og áhöldin - Lærir að nýta vel efniviðinn sem unnið er með

Sköpun - Fær tækifæri til að virkja sköpunargáfuna - Útfærir verkefni með mismunandi hráefni

Heimilisfræði

Heimilisfræði er verklegt og bóklegt nám. Með heimilisfræði viljum við glæða áhuga nemenda á

næringar- og hollustuháttum í fæðuvali og samstarfi fjölskyldunnar við rekstur heimilisins. Einnig er

lögð áhersla á gildi hollustu og góðs fæðuvals svo og mikilvægi þess að heimilisstörf séu samstarf

allrar fjölskyldunnar. Leitast er við að gera bæði drengi og stúlkur jafnvirk og jafnhæf til heimilisstarfa.

Markmið Smáraskóla er að nemendur;

þekki alla flokka fæðuhringsins

þekki undirstöðuatriði í næringarfræði út frá fæðuhringnum

viti muninn á heimatilbúnum réttum og aðkeyptum

læri að leggja á borð og sitja til borðs

læri að matreiða einfalda rétti og baka

temji sér skipulögð vinnubrögð og góðan frágang

kunni að fara með grænmeti, ávexti og korn

læri að nota rafmagnstæki.

Page 10: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

10

Leiðir: Fæðuhringurinn er kynntur og nemendur læra að matreiða hráefni úr mismunandi

fæðuflokkum. Nemendur baka einnig kökur og elda létta rétti. Lögð er áhersla á að þeir vinni

skipulega og gangi frá eftir að matreiðslu lýkur.

Námsmat: Skrifleg umsögn sem byggir á áhuga, samvinnu, hegðun og umgengni.

Námsefni: Hollt og gott, Heimilisfræði fyrir 4. bekk. Fæðuhringurinn og veggspjöld. Vöruumbúðir.

Myndmennt

Markmið Smáraskóla er að:

stuðla að auknum þroska nemenda og þjálfa hug þeirra og hönd til að tjá eigin hugmyndir,

þekkingu og reynslu í margs konar efnivið

efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði

auka þekkingu nemenda á gildi sköpunar í umhverfi þeirra og menningu fyrr og nú og geti greint á milli mismunandi aðferða við gerð listaverka

nemendur geti skilið mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar

auka þekkingu mismunandi mynddæma úr íslenskri listasögu, byggingarlist og listiðnaði með

áherslu á það að list sprettur úr menningarlegu samhengi hvers tíma

stuðla að því að nemendur skynji og skilji boðskap myndmáls í daglegu lífi

stuðla að því að nemendur kynnist fjölbreyttum aðferðum til sköpunar

nemendur geti gengið frá verkefnum, efnum og áhöldum

nemendur noti fjölbreytileg efni, verkfæri og aðferðir við eigin myndsköpun og viti að það er

ekki til einn raunveruleiki eða sannleikur í sköpun listamanna vekja, hlúa að og efla hinn viðkvæma hæfileika hvers og eins í sjálfstæðri sköpun

Leiðir: Nemendur eru í listasmiðju-myndmennt sex vikur í röð, þrjú skipti í viku, einu sinni á

skólaárinu.

Í 4. og 5 bekk læra nemendur að lita með tússlitum, trélitum,vaxlitum og olíukrítum.

Mála með vatnslitum og þekjulitum, klippa og blanda saman aðferðum, móta með leir.

Blandaðir eru litir úr frumlitunum og byggð upp þekking á tólf lita hring-skala með áherslu á litatóna, kalda og heita liti, andstæða liti, ljós og skugga. Íþróttaheimurinn settur í mynd og verður

hluti af vinnumöppu. Helsta viðfangsefnið verður rós, náttúra uppstilling og andlit. Mótuð er skál með því að nota þekkingu á puttaaðferðini og á að breyta tvívíðu formi í þrívítt form. Búin verður

til einþrykk- mynd.

Sérstök áhersla lögð á þekkingu á grunnformin, verkun þeirra í umhverfinu eins og t.d.

Borgarlandslag og speglun. Unnið verður með hugtökin rými, samhverfa, hlutfall og abstrakt í

andlits og línu verkefni. Kúbísma-klumbustíll og Píkassó kynnt. Kynnt og skoðuð verk eftir

Námsgögn:

Kennslubækur um Litafræði .”Myndmennt I og II”og “Heimur Litanna”

ýmsa íslenska listamen.

„Listasaga – Frá hellalist til 1900“

Vefsíður um myndlist (t.d : www.namsgagnastofnun.is/listavefur/index.htm Ljósmyndir, glærur og skyggnur af myndum eftir börn og ýmsa listamenn. Áhöld og efni til

myndgerðar. Sýnishorn af verkum nemenda

Námsmat:

Metið er hvernig nemandinn fylgir fyrirmælum, áhuga og vinnusemi, umgegni um efni og áhöld,

skapandi og hugmyndaríki og verkefnaskil. Umsögn miðast við mjög gott, gott og sæmilegt.

Page 11: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

11

Heilbrigði og velferð Nemendur nota áhöld og tæki greinanna Nemendur eiga góð samskipti við skólafélaga sína

Nemendi skilur mikilvægi hreinlætis

Jafnrétti Nemendur tileinka sér almenna kurteisi í samskiptum Nemendur fara eftir þeim reglum sem gilda um ábyrga notkun

áhalda

Lýðræði og mannréttindi

Nemendur vinna að hugmynd til afurðar Nemendur koma vel fram við aðra og af virðingu

Nemendur fá tækifæri til að velja verkefni við hæfi

Læsi Nemendur lesa einfaldar leiðbeiningar Nemendur geta notað rétt hugtök greinarinnar

Sjálfbærni Nemendur ganga vel um skólastofu, tækin og áhöldin

Nemendur læra að nýta vel efniviðinn sem unnið er með

Sköpun Nemendur fá tækifæri til að virkja sköpunargáfuna

Nemendur útfæri verkefni með mismunandi hráefni

Skólaíþróttir

Markmið Smáraskóla er að nemendur;

mæti með íþróttaföt (stuttbuxur og bol)

þjálfist í grófhreyfingum, fínhreyfingum, samsettum hreyfingum og að tengja saman ýmsar gróf-

og fínhreyfingar

taki þátt í og læri leiki sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar

þjálfist í leikæfingum helstu íþróttagreina

taki þátt í leikjum sem efla líkamsþol, kraft, hraða og viðbragð

upplifi gleði og ánægju af þátttöku í leikjum

kynnist viðbrögðum sínum við mismunandi áreynslu

tileinki sér jákvæð samskiptaform eins og hvatningu og hrós

öðlist þekkingu á starfsemi líkamans í tengslum við hreyfingu og ástundun íþrótta

læri heiti helstu líkamsæfinga og heiti yfir helstu hreyfingar

tileinki sér réttar reglur í leikjum og geti skorið úr ágreiningi ef upp kemur

læri að bera virðingu fyrir þörfum annara og mismunandi getu þeirra

fái jákvæða upplifun af íþróttaiðkun utanhúss

læri að taka stöðluð próf til að meta þol, þrek og liðleika.

Leiðir: Með ýmsum leikjum með og án bolta, stöðvaþjálfun, áhaldahringjum, hlaupum.

Námsmat: Gefið er fyrir allan veturinn að vori með staðlaðri umsögn. Virkni, viðhorf og áhugi nemenda í tímum. Samvinna og samskipti við kennara og aðra nemendur. Stundvísi og ástundun (t.d.

að vera með íþróttaföt). Mælingar á þoli, krafti.

Markmið Smáraskóla er að nemendur;

Skólasund 4. stig

þol og þrek með langsundi í bringusundi og skriðsundi

geti synt hjálparlaust

þjálfi flugsundsfótatök

Page 12: Bekkjarnámskrá - 4. bekkur 2015-2016 Íslenska - Fréttir og ......þekki og geti notað hugtök eins og erindi, persóna, söguhetja, söguþráður, boðskapur og sögulok taki

12

æfi stungur og hópleiki

fái þjálfun í að fylgja öryggisatriðum sundstaða.

Leiðir: Með því að synda þær sundaðferðir sem eru til prófs og tækniæfingar tengdar þeim og ýmsum leikjum og æfingum.

Námsmat: 4. sundstig; gefið fyrir lokið/ólokið og stöðluð umsögn um eftirtalda prófþætti; 25 fimm metra bringusund, 12m skólabaksund, 12m skriðsund, 6m baksund, stunga úr kroppstöðu af bakka,

flugsundsfótatök, með eða án hjálpartækja.

Grunnþættir menntunar í skólaíþróttum Grunnþáttur Áhersluþættir í 1-4.bekk

Nemandi:

Læsi Lært að þekkja og tengja saman ýmis form og merki.

Læri að taka stöðluð próf og meta þol

Skilið skipurlagshugtök í skólaíþróttum og farið eftir leikreglum.

Notað einfölld hugtök sem tengjast sundiðkun, íþróttum og líkamlegri

áreynslu.

Sjálfbærni Læri að taka fram áhöld og ganga frá þeim á réttan og öruggan hátt

Mæti með íþróttaföt (stuttbuxur og bol)

Skilið mikilvægi hreinlætis við íþrótta og sundiðkun.

Lýðræði og mannréttindi

Tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru og tileinki sér

samskiptafærni eins og að hlusta, bíða og bregðast við. Farið eftir öryggis-,skipulags- og umgengisreglum sundstaða og

íþróttahúsa og brugðist við óhöppum.

Tileinki sér jákvæð samskiptaform eins og hvatningu og hrós

Læri að bregðast við fyrirmælum og merkjum kennara eins og flautuhljóði

og klappi.

Tileinki sér réttar reglur í leikjum.

Jafnrétti Læri að bera virðingu fyrir þörfum annarra og mismunandi getu þeirra.

Sköpun Læri og tileinki sér skipulagsform eins og röð, lína, hringur, hópur

Þjálfist í æfingum og leikjum sem efla samspil skynjunar og hreyfingar.

Heilbrigði og velferð Þjálfist í ýmsum grunnhreyfingum.

Þjálfist í æfingum sem efla liðleika, líkamsreisn og líkamsstöðu.

Þjálfist í æfingum með ýmis áhöld.

Þjálfast í leikjum og æfingum sem krefjast samvinnu og snertingar.

Taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og stuðla að auknu

líkamsþoli.

Upplifi gleði og ánægju af þátttöku í leikjum.