485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku...

8
Sólin er farin að láta sjá sig í Ólafsvík aftur að afloknu vetrarfríi og víða í fyrirtækjum og stofnunum gæddi fólk sér á pönnukökum sem konur- nar í Kvenfélagi Ólafsvíkur bökuðu á þriðjudag í tilefni dagsins. Kvenfélagskonur hafa haft þann háttinn á að bjóða sólarpönnukökur til sölu þegar sólin er farin að skína aftur eftir að hafa yfirgefið Ólsara yfir dimma- sta skammdegið og er miðað við að dagsetningin sé 24. janúar, þá nær sólin að skína á Snoppuna, þ.e.a.s. ef ekki er skýjað. Kvenfélag Ólafsvíkur hefur yfir að ráða mörgum og öflugum félagskonum og ekki veitir af þar sem að baksturinn hefst eldsnemma að morgni dags, konurnar stóðu svo við að setja sultu, rjóma og sykur á pönnu- kökurnar fram undir hádegi, þegar síðustu pönnuköku- num var ekið til kaupenda. Að venju var mjög góð sala á pönnukökum og seldust um 2100 kökur, það eru 100 kökum færra en á síðasta ári en þá var sett sölumet. Sólarkaffi 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Ólafsvík Stekkjarholt 7 n/h er 76,2 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö herbergi, stofu, baðherbergi og geymslu. Þvottahúsið er sameiginlegt með efri hæðinni. Á forstofu eru flísar og í gólfi er hitalögn. Flísar eru líka á holi og eldhúsi. Þá eru flísar í hólf og gólf á baðinu. Á herbergjum og stofu er parket. Nýlega voru settir gluggar í alla íbúðina. Íbúðin lítur afar vel út. Sólpallur er framan við húsið. Ásett verð er kr 12,9 millj.   Ólafsvík Engihlíð 8 er byggt úr steypu 1967 og er alls 250.5 fm á tveimur hæðum. Efri hæðin sem er 132 fm skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og þrjú herbergi. Forstofan er með flísum á gólfi og herbergin, holið og stofan er með parketi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Úr svefnherbergisálmunni er gengið út í góðan garðskála og úr honum á sólpall. Á neðri hæðinni sem er 91.8 fm er flísalagt hol. Eldhúsið, stofan og herbergið eru með dúk á gólfum. Þá er góðar geymslur á neðri hæðinni. Bílskúrinn er 26.7 fm og fyrir framan hann er steypt plan. Húsið er á mjög góðum stað þe. stutt í alla þjónustu, ss, skóla, heilsugæslu, verslanir, sundlaug og fl. Þetta er mjög góð eign á góðum stað. Verð: Tilboð HÚS TIL SÖLU Klifbrekka 6a 60 fm. fiskverkunarhús byggt árið 2001. Húsið sem er bárujárnsklætt timburhús skiptist í forstofu, herbergi, vinnslusal, kaffistofu og salerni. Að innan er húsið klætt með stálklæðningu. Húsinu fylgir ca. 10 fm. þurrkhjallur. Óskað er eftir tilboðum í húsið. Óskað er eftir tilboðum í húsið Sjá myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: fasteignsnae.is Á Fasteignasölu Snæfellsness eru öll störf unnin af löggiltum fasteignasala sem tryggir öryggi í vi›skiptum. Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang [email protected] Heimasíða: fasteignsnae.is

Upload: others

Post on 24-Jan-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Sólin er farin að láta sjá sig í Ólafsvík aftur að afloknu vetrarfríi og víða í fyrirtækjum og stofnunum gæddi fólk sér á pönnukökum sem konur­nar í Kvenfélagi Ólafsvíkur bökuðu á þriðjudag í tilefni dagsins. Kvenfélagskonur hafa haft þann háttinn á að bjóða sólarpönnukökur til sölu þegar sólin er farin að skína aftur eftir að hafa yfirgefið Ólsara yfir dimma­sta skammdegið og er miðað við að dagsetningin sé 24. janúar, þá nær sólin að skína á Snoppuna, þ.e.a.s. ef ekki er skýjað.

Kvenfélag Ólafsvíkur hefur yfir að ráða mörgum og öflugum félagskonum og ekki veitir af þar sem að bakst urinn hefst eldsnemma að morgni dags, konurnar

stóðu svo við að setja sultu, rjóma og sykur á pönnu­kökurnar fram undir hádegi, þegar síðustu pönnuköku­

num var ekið til kaupenda. Að venju var mjög góð sala á pönnukökum og seldust um

2100 kökur, það eru 100 kökum færra en á síðasta ári en þá var sett sölumet.

Sólarkaffi485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011

ÓlafsvíkStekkjarholt 7 n/h er 76,2 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö herbergi, stofu, baðherbergi og geymslu. Þvottahúsið er sameiginlegt með efri hæðinni. Á forstofu eru �ísar og í gól� er hitalögn. Flísar eru líka á holi og eldhúsi. Þá eru �ísar í hólf og gólf á baðinu. Á herbergjum og stofu er parket. Nýlega voru settir gluggar í alla íbúðina. Íbúðin lítur afar vel út. Sólpallur er framan við húsið.

Ásett verð er kr 12,9 millj.   

ÓlafsvíkEngihlíð 8 er byggt úr steypu 1967 og er alls 250.5 fm á tveimur hæðum. Efri hæðin sem er 132 fm skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, stofu, baðherbergi og þrjú herbergi. Forstofan er með �ísum á gól� og herbergin, holið og stofan er með parketi. Baðherbergið er �ísalagt í hólf og gólf. Úr svefnherbergisálmunni er gengið út í góðan garðskála og úr honum á sólpall. Á neðri hæðinni sem er 91.8 fm er

�ísalagt hol. Eldhúsið, stofan og herbergið eru með dúk á gólfum. Þá er góðar geymslur á neðri hæðinni. Bílskúrinn er 26.7 fm og fyrir framan hann er steypt plan. Húsið er á mjög góðum stað þe. stutt í alla þjónustu, ss, skóla, heilsugæslu, verslanir, sundlaug og �. Þetta er mjög góð eign á góðum stað.

Verð: Tilboð

HÚS TIL SÖLU

Klifbrekka 6a 60 fm. fiskverkunarhús byggt árið 2001. Húsið sem er bárujárnsklætt timburhús skiptist í forstofu, herbergi, vinnslusal, kaffistofu og salerni. Að innan er húsið klætt með stálklæðningu. Húsinu fylgir ca. 10 fm. þurrkhjallur. Óskað er eftir tilboðum í húsið.

Óskað er eftir tilboðum í húsið

Sjá myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: fasteignsnae.is

Á Fasteignasölu Snæfellsness eru öll störf unnin af löggiltum fasteignasala sem tryggir öryggi í vi›skiptum.

Fasteigna­ og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna­ og skipasali.Sími 438­1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Page 2: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Mánudaginn 24. janúar fór fram útskrift af Íslensku­námskeiði sem staðið hefur yfir að undanförnu, nám­skeiðið sótti starfsfólk G. Run í Grundarfirði sem er af erlendu bergi brotið, námskeiðið var í tveimur hlutum en það var Íslenska I og Íslenska II, seinna námskeiðið er hugsað fyrir lengra komna.

Vinnslustopp var hjá fyrir­tækinu vegna endurbóta og var tilvalið að nota tímann til að afla sér frekari þekking ar og rifja upp íslensku­kunnáttuna. Íslendingar hjá

fyrirtækinu rifjuðu hins vegar upp skyndihjálp, ásamt því að fara yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Námskeiðin voru samstarfs­verkefni G.Run, Sí menntun­ar mið stöðvar innar á Vestur­landi og Verkalýðsfélags Snæfellinga í Grundarfirði, hátt í 50 manns tóku þátt í námskeiðunum. Á meðfylg­jandi mynd sem Óli Steinar Sólmundarson tók eru þátt­takendur á einu námskeið­anna ásamt Þórunni Kristins­dóttur starfsmanni Verkalýðs­félagsins.

Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.

Upplag: 1.100

Áb.maður: Jóhannes Ólafsson

Prentun: Steinprent ehf.

Sandholt 22a, Ólafsvík

355 Snæfellsbæ

Netfang: [email protected]

Sími: 436 1617

Starfsfólkið menntar sig

DósasöfnunFimmtudaginn 27. janúar

kl.17:30

ætlum við að fara í dósasöfnun í Ólafsvík.

Er það von okkar, bæjarbúar góðir að þið eigið eitthvað af flöskum handa okkur, hvort sem það er plast, ál eða gler.

Til að allt gangi vel og fljótt fyrir sig, væri ágætt að þið settuð poka eða kassa með flöskunum fyrir utan hús ykkar,

að öðrum kosti bönkum við uppá hjá ykkur.

P.S. Krakkar mætum öll í húsnæði Ragnars og Ásgeirs, endilega takið mömmu og pabba með, því margar hendur vinna létt verk.

Með fyrir fram þökk. Umf. Víkingur

Íbúð til leiguTil leigu er íbúð á efstu hæð að Hjarðartúni 7 í Ólafsvík.

Íbúðin er um 120 fm og er leigð út í núverandi ásigkomulagi.

Leigutími er frá 1. febrúar til ársloka 2011. Nánari upplýsingar gefur Þórarinn í s. 894 5808

VK lagnir unnu Saxhamar SH 10­9. Ekki er vitað hver tekur við af Saxhamri þegar þetta er skrifað. Salan tvær síðustu vikur hefur verið mjög góð en ekki dugað til að vera á topp 20 lista getrauna því er um að gera að halda áfram á sömu

braut þá dettur Víkingur á þann lista. Opið í Íþróttahúsinu á lau­gardögum frá 10.30 til 13.00. Heitt kaffi á könnun­ni. Munið félagsnúmerið 355. Allir velkomnir. Áfram Víkingur.

Stjáni Tótu.

Getraunir

Page 3: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Í síðustu viku var tekinn í notkun nýr ofn í Brauðgerð Ólafsvíkur, nýi ofninn leysir af hólmi eldri ofn sem var 30 ára gamall og var hann umtalsvert fyrirferðarmeiri og stærri. Í samtali við Jón Þór Lúðvíksson bakara kom fram að þó að nýi ofninn taki aðeins einn rekka af böku­narplötum en sá eldri hafi tekið tvo, þá gengur baks­

turinn betur og tekur styttri tíma í þeim nýja. Þegar upp er staðið þá er orkunotkunin auk þess minni þar sem að nýi ofninn nýtir orkuna mun betur en sá gamli. Ofninn er tölvustýrður og sjálfvirkur að miklu leyti en það auðveldar vinnuna og léttir vinnuálag af bakaranum.

Brauðgerð Ólafsvíkur var stofnuð árið 1951 og fagnar

því 60 ára afmæli á þessu ári. Brauðgerðin er eitt elsta fyrirtækið í Ólafsvík.

Í grein sem Lúðvík Þórarinsson stofnandi Brauðgerðarinnar skrifaði í Sjómannadagsblað Snæfells­bæjar árið 1999 kemur fram að fyrstu brauðin hafi verið

bökuð 23. júní, það var þó ekki í núverandi húsnæði því að þangað flutti fyrirtækið ekki fyrr en í júlí 1975.

Aðstandendum Brauð­gerðar innar er óskað til hamingju með nýtt tæki og langlífi í rekstri.

Herrakvöld knattspyrnudeildar Víkings

og Firmakeppni VíkingsFirmakeppni og Herrakvöld knattspyrnudeildar Víkings

verður haldið laugardaginn 26. febrúar.

Nánar auglýst síðar - Takið daginn frá.

Nýr ofn í Brauðgerðinni

Page 4: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Fyrir skömmu var auglýs­ing í Jökli þar sem auglýst var að til stæði að stofna meistaraflokk kvenna í knatt­spyrnu, stofnfundurinn var haldinn 17. janúar og þá var kosin stjórn, í stjórninni eru Þórdís Björgvinsdóttir, Lárus

Einarsson og Arnar Guðlaugsson. Strax var farið í að finna þjálfara og Ómar Freyr Rafnsson ráðinn til verksins.

Ákveðið hefur verið að æfingar fari fram í Grundarfirði á þriðjudögum

kl. 19:30 og í Ólafsvík á fim­mtudögum kl. 20, á fyrstu æfingu mættu 15 stúlkur og lofar það góðu fyrir starfið í sumar. Ekki er ætlunin að fara of geyst af stað en taka á þátt í Visa­bikarnum í sumar og samhliða því að byggja upp góðan hóp, til stendur að fá einhverja æfingaleiki fyrir mfl. stúlkurnar.

Uppistaðan í hópnum eru stúlkur úr 2. flokki, stefnt er

að því að 2. fl. verði skráður í Íslandsmótið í sumar í sam­starfi við Skallagrím í Borgarnesi. Fyrsti æfingalei­kur 2. fl. er n.k. sunnudag kl. 17 og verður leikið gegn HK/Víkingi í Akraneshöllinni, áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta á Skagann og hvetja stúlkur­nar.

Mfl. kvenna hefur æfingar

Svanborg R. Kjartansdóttir hélt upp á 95 ára afmælið sitt síðastliðna helgi með vinum og vandamönnum. Hún fæddist 23. janúar árið 1916 á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit. Svanborg bjó í Vindási alla sína búskapartíð

en hefur síðastliðin þrjú ár búið á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í góðu yfirlæti. Ættartréð er orðið hið glæsi­legasta og á Svanborg 103 afkomendur.

www.grundarfjordur.is

Elsti Grundfirðingurinn 95 ára

SmáauglýsingÍbúðir til leigu í Grundarfirði

Tvær íbúðir til leigu í Grundarfirði, önnur er 2 herb. en hin er 3 herb. Uppl. í síma 840 6111 eftir kl. 14

 

 

 

Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin inná vef átaksins, www.lifshlaupid.is, en Lífshlaupið verður ræst í fjórða skipti miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til og með 22. febrúar. Skráningin þetta árið fer fram með sama hætti og í fyrra, en

þá var skráningarkerfið einfaldað nokkuð og gafst vel.

Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál

með því að hreyfa sig daglega.

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru: Velferðarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið,

Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn

Sýnum samstöðu í Snæfellsbæ og tökum þátt í þessu skemmtilegu Lífshlaupi.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Snæfellsbæjar.  

Page 5: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

www.þemaferðir.is

[email protected]

F E R Ð A K Y N N I N G

Þemaferðir ehf er ferðaskipuleggjandi sem skipuleggur ferðir bæði innanlands sem erlendis með aðal-áherslu á Vesturland, Vestfirði, Skotland og Noreg. Við höfum starfsstöðvar í Bjarnarfirði á Ströndum og í Grundarfirði. Við skipuleggjum ferðir okkar í samvinnu við ferðafélagana í hvert sinn, þannig að óskir og hugmyndir ykkar ráði för. Þemaferðir ehf verða með ferðakynningu á Veitingahúsinu Gilinu í Ólafsvík sunnudaginn 30. janúar kl. 15:00 og í Sögumiðstöðinni Grundarfirði sama dag kl. 20:30. Við munum kynna starfsemina og þær ferðir sem við stöndum fyrir. Arnlín Óladóttir verður með sérstaka kynningu á Skotlandsferðum, en hún hefur farið þangað með hópa undanfarin 5 ár, við góðan orðstír. Arnlín bjó um tíma í Skotlandi og þekkir vel til lands og lýðs. Skotland er einstaklega fallegt og fjölbreytt land, með ríkulega sögu og menningu sem gaman er að kynnast. Við einbeitum okkur að Hálöndunum, þar sem dvalist er í litlum þorpum, heimsóttir kastalar og sögustaðir að ógleymdum skemmtilegum Skotum og óviðjafnanlegum náttúrperlum.

Komið og kynnið ykkur nýja ferðamöguleika innan lands og utan.

Allir hjartanlega velkomir

Starfsfólk Þemaferða Arnlín, Óli og Steinunn

Vegna mistaka birtist röng gjaldskrá vegna hundahalds í síðasta tölublaði Jökuls, þessi gjaldskrá gildir fyrir árið 2011.

Gjaldskráfyrir hundahald í Snæfellsbæ

1.gr.Árgjald vegna hundahalds, sbr. c. lið 2. gr. samþykktar nr. 384/1995 um hundahald í Snæfellsbæ, skal vera kr. 15.650.­ (óbreytt frá 2010)

2.gr.Innifalið í leyfisgjaldinu er hundahreinsun, skráning, merking og ábyrgðar­trygging.

3.gr.Gjaldið greiðist á gjalddaga sem er 1. apríl ár hvert og óskipt fyrir allt tímabilið, þó eigi síðar en á eindaga sem er30. apríl. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga verði gjaldið ekki greitt í síðasta lagi á eindaga

4.gr.Handsömunargjald skv. 6. gr. samþykktarinnar er kr. 8.000.

5.gr.Gjaldskrá þessi sem samin og samþykkt var af bæjarstjórn Snæfellsbæjar þann 25. nóvember 2010 er hér með staðfest samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit ásamt síðari breytingum til að öðlast þegar gildi við birtingu.

Snæfellsbæ, 25. nóvember 2010

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Page 6: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Hefur þú einhvern tíma heyrt ömmu þína tala um gamlan hlut með sögu? Segir afi þinn að eitthvað sé honum kært vegna þess að því fylgi saga? Við viljum gjarnan heyra þessar sögur og geyma þær.

Þessa dagana er að fara af stað verkefni sem hlotið hefur nafnið „Hlutir með sögu“. Það er samstarfs­verkefni Pakkhússnefndar Snæfellsbæjar, Lista og menn ingarnefndar Snæfells­bæjar, Átthagastofunnar í Snæfellsbæ og Fjölbrauta­skóla Snæfellinga. Hug­myndin er að safna saman gömlum sögum af Snæfellsnesi tengdum hlut­um úr æsku fólks af svæðinu. Munu undirritaðar sjá um að safna sögum ásamt nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Áformað er að halda sýningu á hlutunum

og tengdum sögum og gefa út valdar sögur í bók. Sýningin verður sett upp í Átthagastofunni í Snæfellsbæ, í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og í Stykkishólmi.

Við viljum biðja alla þá sem áhuga kunna að hafa á verkefninu og vilja frekari upplýsingar eða hafa ábend­ingar um góðar sögur að senda okkur tölvupóst á eft­irfarandi netföng [email protected] eða [email protected]. Einnig er hægt að hafa sam­band í síma 8622998 hjá Barböru og 8953828 hjá Berglind.

Geymum en gleymum ekki ! – Látum sögurnar gefa fortíðinni líf.

Með von um góða þátttöku

Barbara FleckingerBerglind Axelsdóttir

Hlutir með sögu

Sameiginleg guðsþjónusta fyrir Ólafsvíkur og Ingjaldshólssókn

Verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 30. janúar kl. 20:00

Guðsþjónustan verður í léttari kantinum og hægt verður að kveikja á bænakertum

og leggja á altarið.

Komum í hús Drottins til bænar og þakkargjörðar,

sóknarprestur

Þemaferðir ehf er fer­ðaskipuleggjandi sem tekur að sér að klæðskerasníða ferðir eftir óskum viðskip­tavina sinna og leggur áher­slu á þau svæði sem starfs­menn þess þekkja best, Vesturland, Vestfirði, Skotland og Noreg. Ferðir eru skipulagðar í samvinnu við ferðamennina í hvert sinn þannig að óskir og hugmyndir þeirra ráði för.

Þó að Þemaferðir ehf séu ekki gamalt fyrirtæki í árum talið, liggur áratuga reynsla eigenda á bak við það. Eigendur hafa unnið við ferðaþjónustu um langt skeið, allt upp í hálfa öld.

Þemaferðir ehf er fer­ðaskipuleggjandi og hefur skipulagt ferðir bæði innan­lands og erlendis. Má þar nefna Skotlandferðir fyrir eldri borgara og skógar­bændur. Megin verkefnið er þó að skipuleggja ferðir innanlands fyrir hópa og einstaklinga, jafnt fyrir inn­lenda sem erlenda, t.d. birtist nýverið grein í bresku tímariti um gönguferð um Strandir sem Þemaferðir skipulögðu fyrir blaðakonu.

Þemaferðir ehf. verða

með ferðakynningu í Gilinu í Ólafsvík n.k. sunnudag, 30. janúar kl. 15:00 og í S ö g u m i ð s t ö ð i n n i Grundarfirði sama dag kl. 20:30.

Á þessum ferðakyn­ningum munu eigendur Þemaferða sýna myndir úr ferðum sínum og svara fyrirspurnum um margs konar ferðamöguleika bæði innanlands sem og erlen­dis.

Arnlín Óladóttir verður með sérstaka kynningu á Skotlandsferðum, en hún hefur farið þangað með hópa undanfarin 5 ár, við góðan orðstír. Arnlín bjó um tíma í Skotlandi og þek­kir vel til lands og lýðs. Skotland er einstaklega fall­egt og fjölbreytt land, með ríkulega sögu og menningu sem gaman er að kynnast. Við einbeitum okkur að Hálöndunum, þar sem dval­ist er í litlum þorpum, heimsóttir kastalar og sögustaðir að ógleymdum skemmtilegum Skotum og óviðjafnanlegum náttúrper­lum.

Fréttatilkynning

Þemaferðir

Page 7: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta

Kaffi í boði bæjarstjórnar

Fimmtudaginn 3. febrúarkl. 20

Page 8: 485. tbl - 11. árg. 27. janúar 2011 Sólarkaffi · þá var skráningarkerfið einfaldað nokku ð og gafst vel. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka

Miðasa

46. Þo

verður 

he

Boðið

Hvala hefst á m

ATH þ

Pantað

rrabló

haldið í Sam

Húsi

Hljómeldur u

ð verður upp 

ver vermessutíma (kl

M

þeir sem grei

ða miða þarf

ót Hjó

komuhúsi G

ið opnar kl 1

msveitinppi fjö

á hefðbundi

rður fyr 14:03) hjá JSólberg og H

MiðavePosi v

iddu félagsgj

f að sækja fy

 

ónaklú

rundarfjarða

19:00, borðha

n Góðirrinu  la

inn þorrama

rstur á óa Gæja og Hafrúnu að H

erð er 6verður á stað

jöldin fyrir 20

yrir kl 22:00 m

Stjórnin 

úbbs E

ar laugardag

ald hefst kl 2

r Landsangt fra

 

t frá Gæðako

húninnÓlöfu að FagHamrahlíð 7.

6.500 kðnum. 

0.janúar gan

miðvikudagin

Eyrars

inn 5. Febrúa

20:00 

menn  m á nó

okkum Borga

n í ár??gurhól 4. Efti 

kr 

ga fyrir með

nn 2. Febrúa

sveita

ar 2011. 

            ótt 

arnesi. 

??? r það fást m

ð miða. 

r 2011. 

 

ar 

            

 

iðar hjá