Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem...

23
Tónlistardeild Hljóðfærabraut Óttinn við afhjúpun loddarans Kvíði og streita flytjenda í sígildri tónlist Ritgerð til BMus-prófs Þórdís Gerður Jónsdóttir Vorönn 2017

Upload: others

Post on 12-Jan-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

Tónlistardeild

Hljóðfærabraut

Óttinn við afhjúpun loddarans

Kvíði og streita flytjenda í sígildri tónlist

Ritgerð til BMus-prófs

Þórdís Gerður Jónsdóttir

Vorönn 2017

Page 2: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

Tónlistardeild

Hljóðfærabraut

Óttinn við afhjúpun loddarans

Kvíði og streita flytjenda í sígildri tónlist

Ritgerð til BMus-prófs

Þórdís Gerður Jónsdóttir

Kt.: 100990-2299

Leiðbeinandi: Pétur Tyrfingsson

Vorönn 2017

Page 3: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

Útdráttur

Tilgangur verkefnisins var að kanna birtingarmynd frammistöðukvíða flytjenda sígildrar

tónlistar og bera saman upplifun þeirra við tvö líkön um félagskvíða, annars vegar líkan D.

M. Clarks og hins vegar líkan R. M. Rapees og R. G. Heimbergs. Rætt var við fimm

flytjendur og voru helstu niðurstöður þær að óttinn við það að koma fram sem

tónlistarflytjandi snerist fyrst og fremst um að opinbera fyrir öðrum að maður væri í raun

ekki nógu góður tónlistarmaður. Einnig kom fram að kvíðinn ætti oft rætur að rekja til

skipulags tónlistarnámsins, sérstaklega á efri stigum; að kvíði hefur truflandi áhrif á

einbeitingu og að einkenni hans eru ekki síður líkamleg en andleg. Þátttakendur

verkefnisins töluðu einnig um að lifibrauð manns sem listamaður væri í húfi ef

flutningurinn gengi illa, að undirbúningur væri lykilatriði til að lágmarka eða koma í veg

fyrir kvíða og að í starfsumhverfi sígildrar tónlistar séu gerðar gífurlegar kröfur um færni.

Niðurstöðurnar benda til þess að ýmislegt sé sameiginlegt með frammistöðukvíða

tónlistarflytjenda og félagskvíða, s.s. það að gera ráð fyrir því að umhverfið og aðrir

einstaklingar séu gagnrýnir og líklegt sé að viðkomandi verði metinn á neikvæðan hátt, það

hvernig viðkomandi beitir öryggishegðun eða björgunaraðferðum til að lágmarka eða koma

í veg fyrir það að standa sig ekki nógu vel og það að sjá fyrir sér hvernig aðrir sjá mann

sjálfan í kvíðvænlegum aðstæðum.

Page 4: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

4

Efnisyfirlit

 

Félagsfælni og kvíði tónlistarflytjenda ................................................................................... 5  Líkan Clarks ............................................................................................................................. 6  Líkan Rapees og Heimbergs .................................................................................................... 9  Aðferð ...................................................................................................................................... 11  Niðurstöður ............................................................................................................................. 13  

Óttinn við afhjúpun loddarans, óttinn við að aðrir sjái eða heyri mistökin .................. 13  Mennt er martröð, uppruni kvíðans í náminu á framhaldsstigi .................................... 14  Listin að lifa af, starfsöryggi tónlistarmanna sem flytjendur ......................................... 15  Undirbúningur, ró og næði; að fyrirbyggja háskann ...................................................... 16  Líkami og sál, kvíðaeinkenni tónlistarflytjanda .............................................................. 17  Hið gagnrýna umhverfi sígildrar tónlistar ....................................................................... 17  

Umræður ................................................................................................................................. 19  Lokaorð/Ályktun .................................................................................................................... 21  Heimildaskrá ........................................................................................................................... 23  

Page 5: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

5

Félagsfælni og kvíði tónlistarflytjenda

Í greiningarkerfinu DSM-5 er félagsfælni eða félagskvíði (e. social anxiety disorder)

skilgreindur sem markverð hræðsla eða kvíði tengdur félagslegum aðstæðum þar sem

viðkomandi gæti verið útsettur fyrir gagnrýni eða grandskoðun annarra (e. scrutiny). Dæmi

um slíkar aðstæður eru félagsleg samskipti, það að einhver fylgist með manni eða það að

vera einhvers konar flytjandi í aðstæðunum (e. to perform). Einstaklingur með félagsfælni

er hræddur um að kvíðaeinkenni eða hegðun hans leiði til þess að hann uppskeri neikvætt

álit annarra og reynir annað hvort að forða sér frá eða koma í veg fyrir að lenda í slíkum

aðstæðum eða upplifir sífellt mikla hræðslu eða kvíða í aðstæðunum. Hræðslan eða

kvíðinn er ekki í samhengi við raunverulegan háska aðstæðanna, er yfirleitt til staðar í 6

mánuði eða lengur og veldur verulegri vanlíðan eða hindrar einstaklinginn í starfi eða

félagslegum aðstæðum.1Að mati höfundar, sem sjálfur er hljóðfæraleikari, er margt

sameiginlegt með félagsfælni og frammistöðukvíða tónlistarflytjenda, sérstaklega hræðslan

við neikvæða gagnrýni eða mat annarra, s.s. kennara, samstarfsmanna, gagnrýnenda eða

áheyrenda. Tilgangur þessa verkefnis var að ræða við atvinnutónlistarmenn í sígildri eða

klassískri tónlist og athuga hvort hægt væri að kortleggja þankagang þeirra eins og að um

félagskvíða væri að ræða. Kenning höfundar áður en að eiginleg gagnasöfnun hófst var sú

að frammistöðukvíði í tónlist snerist fyrst og fremst um þær gífurlegu kröfur sem bæði

tónlistarmenn gera til sín sjálfs en einnig þær kröfur sem sprottnar eru upp úr umhverfi og

menntunar- og flutningshefðum sígildrar tónlistar, og að ólíkt því sem gerist í félagsfælni

séu kröfurnar í félagslegu umhverfi tónlistarmanna raunverulega jafnmiklar og viðkomandi

upplifir. Einnig var sett fram sú tilgáta að tónlistarmenn tileinki sér einhvers konar bjargráð

eða björgunaraðgerðir til að lágmarka eða forðast kvíðann og þau áhrif sem hann getur haft

á tónlistarflutning. Til þess skilja betur þá hugsun og líðan sem gerist í félagskvíða var

stuðst við tvö líkön, annars vegar líkan Davids M. Clarks og hins vegar líkan Ronalds M.

Rapees og Richards G. Heimbergs.

1 Katherine A. Philips, „Anxiety Disorders“ í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fitht Edition, DSM-5, ritstj. American Psychiatric Association (Arlington: American Psychiatric Publishing, 2013), 202-203.

Page 6: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

6

Líkan Clarks

Samkvæmt kenningum Clarks um félagsfælni er gert ráð fyrir að einstaklingur með

félagsfælni geri óvenju háar kröfur um eigin frammistöðu í félagslegum aðstæðum og þær

því álitnar hættulegar þar sem þær ógna því að viðkomandi geti staðist eigin viðmið um

fullnægjandi frammistöðu. Í félagsfælni eru óljós merki frá einstaklingum í umhverfi

viðkomandi gjarnan túlkuð á neikvæðan hátt, þ.e. að þau endurspegli neikvætt mat á

frammistöðu viðkomandi sem ýtir undir frekari kvíða.2

Clark hefur sett fram eftirfarandi tíu tilgátur um birtingarmynd félagskvíða:

1. Félagsfælnir einstaklingar túlka ytri félagslega atburði á sérlega eða of neikvæðan

hátt. Þetta er tvíþætt þar sem að annars vegar eru óljósir atburðir túlkaðir sem

neikvæðir og hins vegar eru atburðir sem eru lítillega neikvæðir túlkaðir sem algjör

hörmung (e. catastrophe).3

2. Félagsfælnir einstaklingar veita sjálfum sér og eigin kvíðaeinkennum mikla athygli

í streituvekjandi aðstæðum. Þetta verður oft til þess að viðkomandi upplifir

kvíðaeinkenni sín mun sterkari heldur en þau birtast öðrum einstaklingum í sömu

aðstæðum og eru oft rök eða staðfesting hins kvíðna á því að honum sé að

mistakast eða að honum muni mistakast. Einstaklingar með félagsfælni hafa

sérstaklega áhyggjur af sjáanlegum einkennum kvíðans og eru því oft með

ofurárvekni gagnvart líkamlegum kvíðaeinkennum, s.s. hröðum hjartslætti, skjálfta

eða svitamyndun; og margir setja samasemmerki á milli þess að finna fyrir kvíða

og líta út fyrir að vera kvíðinn.4

3. Félagsfælnir einstaklingar hafa skerta hæfni til að taka á móti félagslegum merkjum

frá öðrum einstaklingum þegar þeir eru kvíðnir og samanborið við fólk sem upplifir

minni kvíða hafa kvíðnir einstaklingar oft takmarkað eða skert minni um

streituvaldandi atburði. Þetta tengist því einnig að félagsfælnir einstaklingar hafa

2 David M. Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ í International Handbook of Social Anxiety: Concepts, Research and Interventions Relating to the Self and Shyness, ritstj. W. Ray Crozier og Lynn E. Alden (Án staðar: John Wiley & Sons Ltd., 2001), 405-411. 3 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 412-413. 4 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 413.

Page 7: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

7

sjálfa sig svo mikið undir smásjá að þeir hafa úr minni athygli að moða til þess að

taka á móti nýjum upplýsingum frá umhverfinu og getur skýrt hvers vegna

félagsfælni byggir oft á atburðum eða upplifunum sem áttu sér stað fyrir löngu,

m.ö.o. upplýsingar um félagslegt endurmat frá eintaklingum í umhverfinu eru ekki

uppfærðar þar sem athygli hins kvíðna beinist aðallega að sjálfum sér og eigin

kvíðaeinkennum.5

4. Félagsfælnir einstaklingar sjá fyrir sér brenglaðar og neikvæðar myndir af sjálfum

sér í aðstæðum sem þeim finnst óþægilegar eins og þeir telja sig birtast frá

sjónarhorni annarra. Hér er oft um að ræða myndir eða minningar frá þeim tíma

sem kvíðinn fór fyrst að myndast og tengist því einnig að því að upplýsingar um

eigin frammistöðu eru ekki uppfærðar í samanburði við raunverulega frammistöðu

og endurmat frá umhverfi/öðrum sem, eins og áður sagði, tengist því að

viðkomandi beinir svo mikilli athygli að sjálfum sér að hann nær ekki meðtaka

félagslegt endurmat frá umhverfinu.6

5. Félagsfælnir einstaklingar nota eigin líðan og hugsanir til þess að draga ályktanir,

og yfirleitt rangar ályktanir, um hvernig þeir líta út frá sjónarhorni annarra.7

6. Félagsfælnir einstaklingar tileinka sér ákveðna öryggishegðun sem þeir beita í þeim

tilgangi að koma í veg fyrir það sem óttast er eða til þess að lágmarka hættuna og

getur þetta bæði verið sýnileg hegðun og hugsanir viðkomandi. Þessar aðgerðir

leiða til aukinnar athygli þess kvíðna á sjálfan sig og styrkir hans neikvæðu

sjálfsmynd. Öryggishegðun félagsfælins einstaklings veldur því að hann trúir áfram

neikvæðum humgyndum um sjálfan sig, þ.e. að eigin björgunaraðgerðir hafi komið

viðkomandi út úr háskanum, og þetta viðheldur félagsfælninni.8

7. Öryggishegðun félagsfælins einstaklings og mikil athygli viðkomandi á sig sjálfan

getur spillt fyrir félagslegum samskiptum við aðra með þeim hætti að öðrum finnst

ekki eins eftirsóknarvert að vera í samskiptum við viðkomandi. Öryggishegðun

getur einnig dregið að sér athygli og kallað fram þau viðbrögð annarra sem

upphaflega var ætlað að koma í veg fyrir en það staðfestir ógnina fyrir þeim

kvíðna.9

5 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 413-414. 6 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 414. 7 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 414-415. 8 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 415. 9 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 416.

Page 8: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

8

8. Þar sem að einstaklingar með félagsfælni hafa skerta færni til að taka til greina

vísbendingar um hvernig félagslegur atburður átti sér raunverulega stað og hver

viðbrögð annarra einstaklinga voru eru þeir líklegir til þess að sérstaklega taka eftir

og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10

9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður en atburður sem þeir

álíta ógnandi á sér stað. Í því ferli eru sérstaklega kallaðar fram upplýsingar um

hvernig viðkomandi telur sjálfan sig koma fyrir sjónir annarra á neikvæðan hátt.11

10. Félagsfælnir einstaklingar eyða löngum tíma í að greina og fara yfir liðna atburði

sem þeim fannst óþægilegir og er það ferli litað af neikvæðum hugmyndum um

eigin frammistöðu og lágu sjálfsmati. Þetta getur orðið til þess tilfinningar sem

einkennast af skömm viðhaldast þrátt fyrir að kvíðinn minnki og getur atburðinum

verið bætt á lista viðkomandi um lélega frammistöðu.12

Í líkani Clarks er gert ráð fyrir eftirfarandi ferli: einstaklingur með félagskvíða er staddur í

aðstæðum sem vekja hjá honum kvíða. Í kjölfarið koma upp neikvæðar hugsanir, t.d. um

eigin hæfileika til að takast á við aðstæðurnar, og fer hann að sjá fyrir sér hvernig hann

kemur öðrum fyrir sjónir. Í kjölfarið veitir viðkomandi sjálfum sér mikla athygli sem

dregur athygli hans frá sjálfum aðstæðunum og hver viðbrögð annarra eru. Neikvæðar

hugsanir kalla fram bæði líkamleg og andleg kvíðaeinkenni sem viðkomandi tekur eftir og

í kjölfarið veitir hann sjálfum sér enn meiri athygli en áður. Einnig fer viðkomandi að beita

öryggisaðgerðum í þeim tilgangi að komast hjá því sem hann óttast eða til þess lágmarka

hættuna sem hann telur stafa af aðstæðunum. Þessar öryggisaðgerðir verða einnig til þess

að viðkomandi veitir sjálfum sér stöðugt meiri athygli.13

10 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 416-417. 11 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 417-418. 12 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 418. 13 Clark, „A Cognitive Perspective on Social Phobia,“ 405-411.

Page 9: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

9

Líkan Rapees og Heimbergs

Í líkani Rapees og Heimbergs er gengið út frá þeirri hugmynd að félagsfælnir einstaklingar

trúi því að aðrir einstaklingar séu í eðli sínu gagnrýnir og líklegir til að dæma aðra á

neikvæðan hátt en sá félagsfælni leggur ríka áherslu á að uppskera jákvætt mat annarra auk

þess sem hann telur meiri eða alvarlegri afleiðingar stafa af neikvæðu mati annarra miðað

við þá sem ekki upplifa sambærilegan kvíða. Í félagslegum aðstæðum býr viðkomandi til

hugræna mynd af því hvernig hann kemur fyrir sjónir annarra, bæði hvað varðar útlit og

hegðun, og á sama tíma beinir hann athygli sinni að innri upplifun (e. internal

representation) og mögulegum hættumerkjum frá umhverfinu, þ.e. fólkinu í kringum sig.

Hugræna mynd viðkomandi er byggð á fyrri atburðum og upplifun einstaklingsins í

félagslegum aðstæðum, líkamlegri líðan og hættumerkjum í umhverfinu, þ.e. því sem

einstaklingurinn telur færa rök fyrir því að hann sé líklegur til að vera dæmdur á

neikvæðan hátt. Þessi mynd er ekki sú sem einstaklingur sér sjálfan sig í heldur hvernig

hann telur aðra sjá sig. Á sama tíma er hinn félagsfælni upptekinn af því að spá fyrir um

hvers er ætlast til af honum og hver viðmiðin um fullnægjandi frammistöðu eru. Því lengra

sem er á milli þeirrar frammistöðu sem viðkomandi telur sjálfan sig sýna og þeirrar

frammistöðu sem hann telur vera á viðeigandi staðli því líklegra er að hann telji fólkið í

umhverfinu mynda sér neikvæða skoðun á sér. Félagsfælnir einstaklingar spá gjarnan fyrir

því að þetta neikvæða mat fólks í umhverfinu muni eiga sér stað sem ýtir undir kvíða sem

hefur líkamlegar, hugrænar og hegðunarlegar afleiðingar á einstaklinginn. Þetta ýtir undir

neikvæða hugræna mynd viðkomandi af sjálfum sér og þannig viðhelst vítahringur

félagsfælni.14

Félagsfælinn einstaklingur telur aðalógnina sem að sér steðjar neikvætt mat annarra

í umhverfinu. Í líkani Rapee og Heimberg er talað um áhorfendur (e. audience) en þeir

leggja þó áherslu á að þeir sem teljast til áhorfenda eru ekki endilega bara þeir sem fylgjast

með viðkomandi heldur teljast allir þeir sem mögulega gætu veitt hegðun eða framkomu

14 Ronald M. Rapee og Richard G. Heimberg, „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia,“ Behaviour Research and Therapy 35, númer 8, (1997): 741-744, sótt 20. apríl 2017. doi:10.1016/S0005-7967(97)00022-3.

Page 10: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

10

hins félagsfælna athygli sem áhorfendur. 15 Þegar rætt er um frammistöðukvíða

tónlistarmanna er því mikilvægt að gera sér grein fyrir að áhorfendur eða áheyrendur eru

ekki eingöngu þeir sem sitja úti í sal eða í dómarasætum en einnig þeir sem deila sviðinu

með viðkomandi eða taka þátt í undirbúnings- eða æfingaferlinu.

Félagsfælnir einstaklingar eru líklegri en aðrir til að meta eigin frammistöðu á

neikvæðan hátt jafnvel þó að raunveruleg frammistaða bendi til þess að gengið hafi betur.

Þetta á aðeins við um eigin frammistöðu þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að

félagsfælnir einstaklingar meti frammistöðu annarra verr en þeir sem upplifa lítinn kvíða.

Einnig er vert að taka fram að kvíði er talinn hafa neikvæð áhrif á frammistöðu í flóknum

verkefnum og gæti því verið að félagsfælnir upplifa stundum réttilega verri frammistöðu en

aðrir. Þetta er kannski ekki að undra þar sem að einstaklingur með félagsfælni framkvæmir

í raun þrefalt verkefni. Þegar einstaklingur sem ekki er kvíðinn framkvæmir verkefni ætti

hann í raun að geta beint nær allri sinni athygli að viðfangsefninu sjálfu en félagsfælinn

einstaklingur þarf í raun að framkvæma verkefnið sjálft á meðan að hann fylgist með

hættumerkjum úr umhverfinu, þ.e. vísbendingar um neikvætt mat annarra, og mótar

huglæga mynd af því hvernig lítur út og stendur sig í hugum þeirra sem gætu mögulega

metið sig á neikvæðan hátt. Eftir því sem viðkomandi telur neikvætt mat áhorfenda hafa

meiri afleiðingar því meiri kvíða upplifir hann tengdum aðstæðunum. 16

Þeir sem glíma við félagsfælni telja gjarnan kvíða sinn sýnilegri eða greinilegri

öðrum en hann í raun er, en áhyggjur viðkomandi af því hvort að aðrir upplifi eða sjái sig

kvíðinn er hluti af greiningarskilmerkjum félagsfælni.17 Einstaklingar með félagsfælni

tileinka sér gjarnan hegðun til að koma í veg fyrir neikvætt mat annarra. Hér er ekki aðeins

átt við að koma sér undan óþægilegum aðstæðum en einnig atriði eins og að forðast

augnsamband eða standa í jaðri hóps. Þessi hegðun leiðir oft af sér minni félagslega færni

og uppfyllir því eigin hrakspá hins félagsfælna.18

15 Rapee og Heimberg, „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia,“ 744. 16 Rapee og Heimberg, „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia,“ 745-746. 17 Rapee og Heimberg, „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia,“ 746. 18 Rapee og Heimberg, „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia,“ 750.

Page 11: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

11

Aðferð

Til þess að safna þátttakendum birti höfundur auglýsingu á samfélagsmiðlinum Facebook

og tók það fram að hverjum sem er væri velkomið að deila henni og var henni alls deilt af

21 notanda Facebook. Auglýsingin var einnig sett inn á lokaða Facebook-hópa Sviðs- og

Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, Nemendafélags Tónlistarskóla FÍH og Kítóns, félags

kvenna í tónlist. Í auglýsingunni var auglýst eftir atvinnuhljóðfæraleikurum og -söngvörum

í sígildri tónlist til að ræða eigin upplifun af kvíða og streitu tengdri tónlistariðkun. Tekið

var fram að þátttakendur þyrftu ekki að telja sig upplifa hamlandi kvíða eða leitað sér áður

aðstoðar við kvíða en óskað var eftir að a.m.k. þrjú ár væru liðin frá því að þátttakendur

luku námi. Alls sex manns óskuðu eftir þátttöku, tveir karlar og fjórar konur, en ákveðið

var að hafa ekki einn þeirra með þar sem að viðkomandi starfar aðallega innan

dægurtónlistargeirans og lauk námi fyrir aðeins einu ári síðan. Eftir stóðu fimm

viðmælendur, tveir karlar og þrjár konur. Tveir þátttakenda spila á strengjahljóðfæri, einn á

málmblásturshljóðfæri og einn á tréblásturshljóðfæri auk þess sem einn þátttakandinn er

söngvari. Þrír viðmælendanna starfa erlendis og fóru tvo viðtöl fram í gegnum

samskiptaforritið Skype. Áður en að hvert viðtal hófst var verkefnið kynnt fyrir

þátttakendum sem viðleitni höfundar til að kortleggja þankagang tónlistarmanna í

frammistöðutengdum kvíða í starfi og greint var frá því að verkefnið væri ekki rannsókn til

þess að skoða hvort að kvíði eða streita væri alvarlegt eða útbreitt vandamál á meðal

tónlistarmanna í sígildri tónlist. Viðmælendum var gert ljóst að þeir réðu algjörlega hvað

þeir kysu að ræða eða deila með höfundi verkefnisins og útskýrt var hvernig nafnleyndar

yrði gætt. Viðmælendur gáfu samþykki sitt fyrir því að viðtalið væri hljóðritað og voru

upplýstir um að þeir gætu eftir viðtalið óskað eftir því að einhverjar upplýsingar sem þar

hefðu komið fram væru ekki notaðar í verkefninu. Enginn þátttakandi óskaði eftir slíku.

Lengd viðtalanna var á bilinu klukkustund til ein og hálf klukkustund. Í upphafi

hvers viðtals var viðmælandi beðinn um að ræða eigin upplifun af kvíða og streitu í starfi

sínu sem flytjandi sígildrar tónlistar. Ákveðið var að hefja viðtalið á þennan opna hátt þar

sem að þátttakendur höfðu sjálfir samband við höfund um þátttöku og því gerði höfundur

ráð fyrir að þeir hefðu allir velt viðfangsefninu fyrir sér að einhverju leyti eða hefðu áhuga

á því. Að því loknu útskýrði höfundur fyrir viðmælandanum að kvíði og streita sé líðan

Page 12: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

12

sem á sér stað þegar viðkomandi upplifir sig í einhvers konar hættu og voru viðmælendur

fengnir til að samþykkja eða skilja þá hugmyndafræði. Þá voru þátttakendur spurðir hver

hættan væri eða við hvað þeir væru hræddir þegar þeir væru að flytja tónlist og síðan hvaða

aðferðir þeir notuðu til að auka öryggi sitt. Einnig var spurt út í mögulega bakþanka eða

krufningu þátttakenda á liðnum atburðum sem tónlistarflytjendur sem þeir teldu

streituvaldandi. Þá var rætt hvaða líkamlegu áhrif kvíðinn hefði og hvaða áhrif hann hefði

á einbeitingu í sjálfum flutningnum. Í lok hvers viðtals var spurt út í menninguna í

klassíska starfsumhverfinu, þ.e. hvort viðmælendur upplifðu hana streituvaldandi, hvort

þeir mættu skilningi þegar kæmi að kvíða og streitu eða hvort það væri eitthvað í starfs-

eða menntunarumhverfi sígildrar tónlistar sem annað hvort ýtir eða dregur úr kvíða og

streitu.

Page 13: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

13

Niðurstöður

Þegar farið var yfir viðtöl við þátttakendur verkefnisins voru eftirfarandi þemu greind. Í

umfjöllun hvers þema eru skrifaðar í gæsalöppum tilvitnanir frá viðmælendum þemunum

til rökstuðnings. Hér tákna punktalínur þegar hluta af orðum viðmælanda er sleppt. Texti í

sviga er tekinn úr tali þátttakenda til þess að setja tilvitnunina í rétt samhengi samkvæmt

orðum viðmælandans eða til þess að tryggja nafnleynd.

Óttinn við afhjúpun loddarans, óttinn við að aðrir sjái eða heyri mistökin Allir viðmælendurnir nema einn sögðu að aðalháskinn í tónlistarflutningi væri sá að gera

mistök eða að flutningurinn væri ekki nógu góður og þegar það var krufið nánar kom í ljós

að hættan var í raun fólgin í því að áheyrendur eða samstarfsfélagar kæmust að því eða

sæju að maður væri ekki nógu góður tónlistarmaður. Þrátt fyrir að upplifa svona sterklega

mikilvægi þess að þurfa að sanna sig sem flytjandi í hvert skipti virtust viðkomandi

þátttakendur aðeins hafa þetta viðhorf til sín sjálfs en ekki til annarra tónlistarmanna, þ.e.

viðmælendurnir sögðust ekki gera slíkar kröfur á aðra tónlistarmenn.

„Ég held að það sé mannorð manns, hvernig maður kemur fyrir og ég held að það sé mannlegt að maður heldur að fólk sé að dæma mann og dæma að maður spili illa.... ég fer að sjá fyrir mér á tónleikunum eða sýningunni hvernig kollegar mínir sjái það sem ég er að gera... og það er svo mikil samkeppni innan þessa heims að ég held að margir tónlistarmenn vilji sjá aðra tónlistarmenn klikka.“

„Hverju kvíðum við? Það er fyrir mig að mistakast og álitið á manni, hvað hinir segja, hvað hinir eru að hugsa. Þegar verst lætur er það bara stjórnlaust, eyru annarra eru alveg límd við mann, þá spennist maður svo mikið upp. Maður upplifir þegar maður er sjálfur að hlusta á annan, að maður er eiginlega ekkert að hlusta, kannski er það bara þannig. En myndin verður svona ofboðslega sterk að manni finnst allir vera að horfa á sig og maður er gjörsamlega að drukkna í augum og eyrum.“

„Með því að spila illa ertu í rauninni að opinbera fyrir umhverfinu hversu mikill lúði þú ert... (Tónlistarfólki) finnst stundum eins og það sé verið að leggja dóm á mann sjálfan og dómgreind manns, eða mann sem persónu og það getur verið dálítið erfitt.“

„Að einhver fatti að maður er loddari, það er bara skelfing...Fólk fattar að maður á ekki að vera að gera þetta... Ég er ekki mikið fyrir það að taka upp tólið og biðja fólk um að (spila með mér), þó maður sé að borga. Mér finnst það svolítið svona: komdu og vertu með mér en ekki fatta hvað ég er mikill loddari, kannski finnst honum ég ekki vera nógu góður tónlistarmaður til að vinna með. Það eru alls konar hættur þar líka.“

Allir þátttakendur töluðu um að þeir upplifðu meiri kvíða eða að meira lægi undir ef

ákveðnir einstaklingar væru í áheyrendahópnum eða á meðal þeirra sem viðkomandi væri

að spila með, þ.e. einhverjir sem þeir töldu virta tónlistarmenn eða fólk sem teldist

Page 14: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

14

mikilvægir einstaklingar í tónlistarbransanum eða bara einhver sem væri líklegur til að gera

miklar kröfur á tónlistarflutninginn.

„Þetta getur verið gamall kennari eða einhver sem ég finn að hefur ekki mikið álit á mér án þess að vita það.“

„(Þegar maður spilar með einhverjum sem maður lítur mikið upp til) þá æfir maður sig extra vel. Mér finnst erfitt að vinna með einhverjum sem er svolítið mikilvægur, stór, einhver sem maður lítur upp til og finnst mikill tónlistarmaður, þá reynir maður meira á æfingum.“

Tveir viðmælendur töluðu um að þeir ættu eða hefðu átt erfitt með að hlusta á hljóðritun

með eigin tónlistarflutningi.

„Ég fékk alltaf þessi komment frá kennara, að taka þetta upp og hlusta. Ég bara gat það ekki. Ég hef ekki ennþá hlustað á einleikaraprófið, ég bara get það ekki.“

„Mér finnst óþægilegt að hlusta á sjálfa mig spila.“

Eini viðmælandinn sem ekki fannst aðalháskinn í tónlistarflutningi vera sá að opinbera

vangetu sína sem flytjandi sagði að sér fyndist óttinn frekar snúast um að eigin

sjálfsvirðing væri í húfi. Þrátt fyrir þá staðhæfingu greindi viðkomandi opinskátt frá því að

hann upplifir mun meiri kvíða þegar hann veit af ákveðnum einstaklingum í

áheyrendahópnum og viðurkenndi að hann reynir markvisst að komast hjá því að vita

hverjir muni hlusta á hann. Að mati höfundar er þessi hegðun viðkomandi vísbending um

að hann sé þó að einhverju leyti hræddur við álit annarra og sami viðmælandi lét þessi orð

falla:

„Mér finnst rosalega vont að spila fyrir fólk sem hefur einhverja trú á mér, þá gengur mér alltaf verst.“

Mennt er martröð, uppruni kvíðans í náminu á framhaldsstigi Allir þátttakendur fyrir utan einn töldu skipulag klassísks tónlistarnáms að mörgu leyti ýta

undir streitu, kvíða og lágt sjálfsmat. Þeir nefndu hina miklu gagnrýni sem nemendur eru

útsettir fyrir, sérstaklega á efri stigum námsins, til þess fallna að ýta undir lágt sjálfsmat

þeirra og einn þátttakandi sagði að fyrst eftir að hann lauk námi hafi hann stöðugt heyrt

gagnrýna rödd kennara síns á meðan hann var að spila.

„Í náminu var maður alltaf skíthræddur um að gera eitthvað vitlaust. Tónlistarkennsla er svolítið absúrd kennsla af því að þú lærir á því að það er slegið á puttana á þér... Og þú ert alltaf að fá högginn, þannig að síðan þegar maður kemur í próf og ætlar að gera allt rétt þá er það eina sem maður er búinn að heyra nánast... Það er bara brotið og brotið og brotið, afskaplega lítið byggt upp og einhvern veginn gert ráð fyrir að maður sjái um það sjálfur á viðkvæmasta stigi lífs manns.“

„Ég horfi ekki á (einleikaraprófið) sem ánægjulega upplifun og það finnst mér rosalega sárt, að hafa klárað skólann og þetta er hæsti tímapunkturinn og hann er bara opið sár.“

Einn þátttakandi nefndi sérstaklega að nemendum hafi ekki verið gefin sömu tækifæri.

Page 15: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

15

„Það er verið að senda bestu nemendurna (í masterklassa til gestakennara) sem koma góðu orði á skólann. Þetta er allt eitthvað svona.“

Þrír af fjórum þátttakendum sem störfuðu við kennslu auk þess að vera flytjendur sögðu frá

því hvernig þeir reyndu markvisst að búa til aðra stemningu í eigin kennslustundum en þeir

teldu hina sígildu kennsluhefð gera, s.s. með því að draga fram styrkleika nemanda sinna

frekar en veikleika, reyna að höfða meira til þess að tónlistariðkun ætti að vera skemmtileg

frekar en öguð eða í háum gæðum og einn þeirra hafði það að leiðarljósi í kennslu sinni að

það væri pláss fyrir alla innan tónlistarheimsins, hvort sem þeir yrði einleikarar eða ekki.

„Þegar ég vil fá eitthvað út úr fólki þá byrja ég ekki á því að æpa á það. Ég er ekkert kröfuminni og ef að nemandi kemur til mín, þá bið ég bara um að láta vita ef þau eru óæfð af því að þá getum notað tímann í annað, það þarf ekki endilega að hjakka í sama hlutnum illa æfðum, þá vinnum við bara öðruvísi. Þau (nemendurnir) verða afslappaðri og ég fæ meira út úr þeim... Þau æfa sig ekki minna.“

Aðeins tveir þátttakendur töluðu um að framhaldsnámið hafi verið ánægjuleg upplifun.

Annar þeirra taldi það sjálfur stafa af því að hann hafi á því námsstigi ákveðið að hann

ætlaði sér ekki að taka þátt í þeirri samkeppni sem var ríkjandi á meðal hljóðfæranemenda

skólans og einbeita sér frekar að því að geta spilað fleiri stíla en eingöngu sígilda tónlist.

Hinn aðilinn sagði að hann hafi náð að njóta námsins eftir að hann ákvað að setja upp

ákveðna grímu og þykjast vera jafngóður á hljóðfæri sitt og samnemendurnir og var sá

þátttakandi sá eini sem sagði að sér hefði fundist sú mikla samkeppni sem einkenndi nám

hans hafa gert sér gott. Þessi síðarnefndi viðmælandi er sá sami og taldi óttann við það að

koma fram sem flytjandi aðallega fólginn í því að eigin sjálfsvirðing væri í húfi frekar en

álit annarra. Hann sagði einnig að sér fyndist þær miklu kröfur sem yfirleitt eru gerðar í

klassísku tónlistarnámi nauðsynlegar til að búa nemendur undir atvinnumennsku í

tónlistarflutningi af því að samkeppnin um hvert verkefni eða tækifæri væri svo mikil.

Listin að lifa af, starfsöryggi tónlistarmanna sem flytjendur Allir þátttakendur töluðu um mikilvægi þess að koma vel fyrir í tónlistaflutningi til þess að

fá fleiri tækifæri til að starfa sem tónlistarmenn. Þeir voru allir sammála um að þegar þeir

kæmu fram sem tónlistarflytjendur væri ekki síður mikilvægt að standa sig og spila vel

fyrir samstarfsfólk sitt heldur en bara áheyrendur þar sem að ef að eitthvað færi ekki nógu

vel væri það slæmt fyrir orðstýr sinn og dragi úr líkunum á því að þeir fengu frekari

tækifæri innan tónlistarheimsins.

„Þú ert þitt eigið fyrirtæki og því betur sem þú stendur þig því meiri líkur eru á því að fólk í kringum þig hafi samband við þig og vilji vinna með þér. Þú ert stanslaust að reyna að selja þig.“

„Það er endalaust þannig að vera að passa upp á goggunarröðina, að það sé örugglega hringt í mann.“

Page 16: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

16

Tveir viðmælendur nefndu sérstaklega mikilvægi þess að sýna samstarfsfólki sínu að

maður væri til í að taka þátt í ýmsum verkefni og segja já í nær hvert skipti sem tækifæri

gæfist.

„Að segja nei (við því að taka þátt í verkefnum) er stórhættulegt, þá hringir enginn í þig, þá hjálparðu viðkomandi að gleyma símanúmerinu þínu.“

„Ef klúðrar einhverju alveg massívt þá stoppar síminn. Síminn stoppar líka ef þú hættir að taka að þér verkefni.“

Undirbúningur, ró og næði; að fyrirbyggja háskann Allir viðmælendur nefndu mikilvægi þess að góður undirbúningur væri lykilatriði til að

lágmarka kvíða í tengslum við að koma fram sem tónlistarmaður og allir töluðu um að

andlegur undirbúningur væri ekki síður mikilvægur en að læra tónlistina sjálfa.

„Mér finnst gott að setja mig í háskalegu aðstæðurnar oft áður en ég held svo tónleika. Það eru eins og þessir prufutónleikar sem maður heldur, fær fullt af fólki til að hlusta... Þú ert kannski með eitt stykki sem er kannski fjórar mínútur og þú æfir það allt, allar hreyfingar, allt sem þú ætlar að gera við stykkið, þessi augnablik, þú æfir þau, þannig að þú átt þá betur við aðstæðurnar... Svo þegar maður er að labba upp á svið, helst vera búinn að undirbúa allt, ekkert stress, ekki mæta seint á tónleikastaðinn, nægur tími skiptir öllu máli, vera búinn að setja nóturnar upp á svið, ekki líma partinn í flýti á tónleikadag og svo er ein blaðsíðan á hvolfi.“

„Það er ógeðslega margt sem getur klikkað og maður æfir sig eins og brjálæðingur til að minnka möguleikann, bara líkindareikningur, á öllum mögulegum villum sem maður getur gert.“

„Ég fer andlega í gegnum það, ég labba inn á sviðið og ég undirbý mig alltaf án hljóðfærisins, fer í gegnum alla tónleikana... það stressar mig ógeðslega mikið, bara hugsunin, maður fær hraðan hjartslátt en það er hluti af því, að venjast þeirri tilfinningu.“

Tveir viðmælendur töldu þó mikilvægt að þekkja sínar takmarkanir og taka ekki við

verkefnum sem þeir töldu sig ekki ráða við þrátt fyrir mikinn undirbúning.

„Maður þarf að vita á hvaða leveli maður er og velja verkefni í samræmi við það.“

Allir þátttakendur sögðu frá því að þeir hafi sjálfir þurft markvisst að vinna í því að skilja

og höndla eigin frammistöðukvíða og þurftu sjálfir að eiga frumkvæði að því. Þrír

viðmælendur nefndu mikilvægi þess að lágmarka streituvaldandi aðstæður á tónleikadag,

s.s. að syngja eða spila ekki mikið þann daginn, að geta verið í ró og næði og hlúa

sérstaklega vel að sjálfum sér þennan dag.

„Helst að geta fengið stað til að slappa af, hvort sem maður hugleiðir eða sest niður með nóturnar en ekki hljóðfærið og fer yfir.“

Sá viðmælandi sem er söngvari nefndi að hann þyrfti suma tónleikadaga endurtekið að

athuga hvort að röddin væri í lagi með ákveðnum ræskingum eða litlum söngæfingum en

nefndi síðan dæmi af nýliðnum tónleikum þar sem hann ákvað meðvitað að gera þetta ekki

en söng í staðinn í klukkutíma snemma á tónleikadeginum og síðan ekkert fyrr en í

upphitun fyrir tónleikana sjálfa.

Page 17: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

17

Líkami og sál, kvíðaeinkenni tónlistarflytjanda Allir viðmælendurnir töluðu um að kvíði og streita hefðu neikvæð áhrif á einbeitingu í

tónlistarflutningi og höfðu margir fundið sér skipulagðar leiðir til þess að beina athyglinni

betur á rétta staði.

„Ég fer gjörsamlega frá sjálfum mér, og það er það versta við það að maður veit ekki hversu margir kórusar eru komnir, maður er ekki með, maður týnir svolítið tímanum.“

„Ef ég er að fara í prufuspil eða er stressuð þá geri ég líkamlega erfiðar æfingar, bara t.d. tíu stjörnuhopp, það hleypir þessu (kvíðanum) aðeins út.“

Allir viðmælendur höfðu fundið fyrir líkamlegum einkennum kvíða og tveir þeirra nefndu

þessi einkenni sem hið óþægilegasta við kvíðann. Sem dæmi um þessi einkenni má nefna

þyngsli í hálsi, stífni, tíð þvaglát, að sortna fyrir augum, skjálfta í höndum eða skjálfta í

þind.

„Ég er lofthrædd og þetta er sama tilfinning, t.d. í maganum. Ég þarf alltaf að pissa, þó ég sé nýbúin. Og skjálfti, það er bara spurning um hvar hann er staddur, það er skelfing þegar hann fer í þindina, þá ertu bara búin og spilar ekki mikið, þá ferðu í bráðabjörgun. Ég get alveg höndlað skjálfta í puttunum.“

„Það er svo hræðilegt að eyða kannski 80% af orkunni í að halda líkamanum niðri og 20% fara kannski í að performera og þetta er svo mikið waste að það er alveg hræðilegt.“

Allir nema einn viðmælandi töldu notkun lyfja, s.s. beta-blokkera, til að halda niðri

líkamlegum kvíðaeinkennum vera útbreidda innan klassíska tónlistarheimsins og sagði

einn viðmælandi frá því að hann hafi prófað slík lyf sjálfur.

Hið gagnrýna umhverfi sígildrar tónlistar Allir viðmælendur voru sammála höfundi um að gífurlega miklar kröfur væru gerðar til

flytjenda í sígildri tónlist og upplifðu þrír þeirra mun afslappaðra andrúmsloft í

starfsumhverfi annars konar tónlistarstíla, s.s. í jazzi eða dægurtónlist.

„Ég upplifi þetta sem snobb. Það er svo mikið snobb í klassískri tónlist og það er búið að búa til svo mikla pressu á alla... Ég held að margir upplifi klassíska tónlist sem æðri t.d. jazzi og poppi, og finnist ekkert flottara eða betra en klassísk tónlist.. Ég held að snobb sé mjög ríkjandi á meðal klassískra tónlistarmanna.“

Tveir viðmælendur verkefnisins eru flytjendur bæði á sviði sígildrar tónlistar og rytmískrar

tónlistar og sögðu báðir að í sígildri tónlist væru gerðar meiri kröfur til hljóðfæraleikara.

„Ef ég er að spila kokteil, með einhverjum sem ég þekki mjög vel eða jazzskotna tónlist þar sem ég fæ að detta inn og út, það er miklu afslappaðra umhverfi en t.d. ef ég er tekin inn sem aukamaður í sinfóníuhljómsveit.“

Tveir viðmælendur sögðust hafa fundið fyrir því að til væri einhvers konar stöðluð og ein

rétt leið fyrir klassíska hljóðfæraleikara hvað varðar menntun og starf.

Page 18: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

18

„Þetta er þannig að þú átt að læra þetta (erlendis), koma heim, fara í Sinfó og ef þú kemst ekki inn þá er það bara: „vá, hvað þú ert lélegur, ég veit að þú fórst í inntökupróf og komst ekki inn,“ en það voru fimmtíu og eitthvað (manns) sem spiluðu fyrir. “

Eins og áður sagði talaði aðeins einn þátttakandi um að hinar miklu kröfur sem gerðar eru í

námi og starfi klassískra tónlistarmanna væru nauðsynlegar til þess að gera fólki kleyft að

ná nógu mikilli færni til þess að spila eða syngja að atvinnu, þar sem samkeppnin væri

hreinlega of hörð og framboð af tónlistarmönnum of mikið til þess að geta starfað við

klassískan tónlistarflutning.

Page 19: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

19

Umræður

Þegar litið er á þemu viðtalanna má tengja viss einkenni frammistöðukvíða klassískra

tónlistarflytjanda við líkön Clarks annars vegar og Rapees og Heimbergs hins vegar um

félagskvíða. Í líkani Rapees og Heimbergs er talað um að einstaklingar með félagsfælni

geri ráð fyrir að einstaklingar í umhverfi þeirra séu í eðli sínu gagnrýnir og miðað við

inntak þemanna hér á undan er hægt að fullyrða að viðmælendur verkefnisins töldu

starfsumhverfi klassískrar tónlistar mjög gagnrýnið. Þeir töluðu um að þessi gagnrýni ætti

sér að miklu leyti stað í formlegu tónlistarnámi en kæmi einnig frá samstarfsfélögum,

gagnrýnendum og ekki síst þeim sjálfum. Líkt og talað er um í líkani Clarks töluðu

viðmælendur um þann ótta sem fælist í því að geta ekki staðist eigin viðmið og viðmið

annarra um fullnægjandi frammistöðu. Samkvæmt Rapee og Heimberg er aðalógnin í

félagskvíða neikvætt mat annarra sem stemmir vel við það sem kom fram í viðtölunum um

að það sem olli mestri streitu í starfi klassísks tónlistarmanns væri að gera mistök í

flutningi eða að flutningurinn væri ekki á nógu háum staðli sem yrði til þess að aðrir

mynduðu neikvæða skoðun á sér sem tónlistarmanni.

Clark telur að félagsfælnir einstaklingar eigi erfitt með að einbeita sér að

viðfangsefninu sjálfu í félagslegum aðstæðum, að þeir séu stöðugt að skima eftir merkjum

um neikvætt mat annarra en einnig að fylgjast með eigin kvíðaeinkennum. Viðmælendurnir

höfðu allir fundið fyrir neikvæðum áhrifum kvíða á einbeitingu í tónlistarflutningi og þrír

þeirra töluðu um að ákveðin orka færi í að halda líkamlegum einkennum í skefjum sem

dragi úr sjálfum flutningnum. Allir þátttakendurnir töluðu um að það væri sérstaklega

óþægilegt að spila fyrir ákveðna einstaklinga sem þeir sæju í salnum og er á vissan hátt

hægt að túlka sem skimun þeirra eftir hættumerkjum. Aðspurðir um það hvort þeir leituðu

eða skimuðu áheyrendahópinn í leit að merkjum um álit annarra, s.s. svipbrigði ákveðinna

aðila, taldi enginn þátttakandi sig gera slíkt á meðan að flutningi stæði. Bæði Clark og

Rapee og Heimberg tala um að í félagsfælni sjái kvíðnir einstaklingar gjarnan fyrir sér

myndir af sjálfum sér í streituvaldandi aðstæðum, og Clark nefnir að þessar myndir séu

gjarnan frá því tímabili í lífi þeirra þegar kvíðinn var fyrst að gera vart við sig. Hið

gífurlega mikilvægi sem viðmælendur töldu að koma vel fyrir sem tónlistarmenn má tengja

við þessar myndir þar sem félagsfælinn einstaklingur reynir að sjá sjálfan sig í

Page 20: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

20

streituvaldandi aðstæðum. Einn þátttakandi kvaðst ímynda sér hvernig hann sjálfur liti út

eða hljómaði á meðan að flutningi stæði og tveir þátttakendur sögðust stundum fá

bakþanka þar sem þeir velta fyrir sér hvort að þeir hefðu staðið sig nógu vel, og mætti það

einnig flokka sem myndir sem þeim birtast af sjálfum sér í aðstæðunum eftir á. Allir

þátttakendur nema einn töluðu um að skólaumhverfi og menntunarhefð klassískrar tónlistar

væri á flestum stöðum beinlínis til þess fallið að ýta undir frammistöðukvíða en það gæti

endurspeglað óljósar myndir þátttakenda af sjálfum sér þegar þeir urðu fyrst varir við

gagnrýni í eigin námi sem þeir tengja við óttann við að mistakast og mikilvægi þess að

uppskera jákvætt mat annarra, sem í náminu var í langflestum tilvikum aðalkennari

viðkomandi. Í líkani Rapees og Heimbergs er talað um að þrátt fyrir að félagsfælnir

einstaklingar séu líklegri til að meta eigin frammistöðu á neikvæðan hátt eru hafi þeir ekki

tilhneigingu að vera jafn gagnrýnir á frammistöðu annarra en viðmælendur verkefnisins

töldu sjálfa sig stöðugt þurfa að standa undir væntingum annarra sem tónlistarflytjendur en

töldu sig þó ekki sjálfir gera slíkar kröfur á aðra tónlistarmenn.

Í báðum líkönunum sem unnið var eftir við gerð verkefnisins er talað um að

félagsfælnir einstaklingar hafi tileinkað sér ákveðin bjargráð eða öryggisaðgerðir til þess

að koma í veg fyrir eða lágmarka háskann sem þeir telja stafa af aðstæðunum og var það

einnig greint sem þema í viðtölunum. Hafa verður í huga að þessar öryggisaðgerðir geta

verið bæði hjálplegar og óhjálplegar og sumar þeirra jafnvel nauðsynleg forsenda þess að

geta starfað sem tónlistarflytjandi. Það sem þátttakendur töldu bestu leiðina til þess að auka

öryggi sitt í streituvaldandi eða háskalegum aðstæðum væri góður undirbúningur. Rólegt

umhverfi og næði rétt fyrir tónleika eða annan tónlistarflutning þótti einnig hjálplegt. Einn

þátttakandi nefndi að hann hafi á tímabili notað lyf til að minnka kvíða í tengslum við að

koma fram á tónleikum. Bæði líkönin fjalla um það hvernig félagsfælið fólk veitir

líkamlegum kvíðaeinkennum mikla athygli í streituvaldandi aðstæðum sem samræmist því

þegar tónlistarmennirnir töluðu um hvernig þeir hefðu allir fundið fyrir líkamlegum

einkennum kvíðans og sumir sögðu stóran hluta orkunnar fara í að halda þessum

einkennum niðri ef þau gerðu vart við sig á tónleikum.

Page 21: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

21

Lokaorð/Ályktun

Þegar frásagnir tónlistarmannanna sem tóku þátt í þessu verkefni eru skoðaðar er

auðveldlega hægt að finna ýmislegt í frammistöðukvíða klassískra tónlistarflytjanda sem

líkist félagskvíða, s.s. ofuráherslu á að uppskera jákvætt álit annarra, hvers konar hegðun

eða hugsun fólk tileinkar sér til að geta ráðið betur við aðstæður, líkamleg kvíðaeinkenni

og fleira.

Þó svo að hægt sé að draga þá ályktun af ofangreindum þemum að kvíði flytjenda í

klassískri tónlist eigi margt sameiginlegt með félagskvíða verður þó að hafa í huga

takmarkanir verkefnisins. Hér er aðallega átt við valbjögun (e. selection bias) varðandi

hvaða þátttakendur veittu viðtal. Áhugasamir einstaklingar höfðu sjálfir samband við

höfund verkefnisins og gæti því vel verið að valist hafi einstaklingar sem annað hvort hafi

upplifað meiri starfstengdan kvíða en aðrir tónlistarmenn eða séu tónlistarmenn sem eru

meira að velta slíkum málefnum fyrir sér en gengur og gerist. Einn verður að hafa í huga

hlutdrægni höfundar sem sjálfur er tónlistarmaður og upplifir töluverða streitu í sínu starfi.

Hann gæti mögulega verið líklegri en sá sem ekki upplifir streitu í jafnmiklum mæli að

túlka orð viðmælanda sinna eins og þeir upplifi mikla streitu eða kvíða eða að höfundur

hafi í spurningum og uppbyggingu viðtalanna lagt of mikla áherslu á streituvaldandi

aðstæður í starfi tónlistarmanna.

Allir þátttakendur verkefnisins svöruðu því játandi að þeim fyndist bæði hjálplegt

og mikilvægt að ræða eigin kvíða og streitu í starfi sínu sem tónlistarmenn og því hægt að

draga þær ályktanir að þörf sé á að þetta málefni sé skoðað nánar og rætt á meðal þeirra

sem starfa sem flytjendur sígildrar tónlistar. Þar sem margir viðmælendur upplifðu

starfstengdan kvíða sem feimnismál er þó ekki víst að tónlistarmenn ræði þetta mál af eigin

frumkvæði og er því nauðsynlegt, að mati höfundar, að forsvarsmenn stofnana eins og

tónlistarskóla og þeirra sem standa fyrir tónleikum eða óperusýningum eigi frumkvæði að

því að opna umræðuna. Eins og komið hefur fram í ofangreindum þemum eru gerðar

gífurlegar kröfur á nemendur í hefðbundnu sígildu tónlistarnámi og að mati höfundar er því

sérstaklega mikilvægt að fræða tónlistarkennara um að neikvæð sjálfsmynd og andleg

vanlíðan getur auðveldlega, og að mati höfundar nær óhjákvæmilega, sprottið út frá slíkri

menntunarstefnu. Í þemunum kom einnig fram að flytjendum finnst ekki síður

Page 22: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

22

streituvaldandi að spila fyrir eða með kollegum sínum og því telur höfundur mikilvægt að

höfða til tónlistarflytjenda um að skapa þægilegt andrúmsloft og styðjandi atvinnuumhverfi

bæði í flutningi og æfingaferli sígildrar tónlistar. Eins og kemur fram í líkani Rapees og

Heimbergs hefur kvíði oft neikvæð áhrif á eiginlega frammistöðu og því vert að velta fyrir

sér hvers vegna það viðhorf að sígild tónlist þurfi að vera flutt af fullkomnun, markmið

sem að mati höfundar er aldrei hægt að ná, dregur úr gæðum tónlistarinnar og ýtir undir

slæma sjálfsmynd; sé eins ríkjandi og raun ber vitni. Að mati höfundar er meira virði að

flytjendum líði vel frekar en að tónlistin standist tilbúna gæðastaðla og er höfundur viss um

gæði tónlistarinnar verði ekki minni þó svo að ekki sé gerð krafa um fullkomnun.

Page 23: Óttinn við afhjúpun loddarans · og muna eftir viðbrögðum sem þeir geta túlkað sem neikvætt mat annarra.10 9. Félagsfælnir einstaklingar fara í gegnum hugsanaferli áður

23

Heimildaskrá

Clark, David M. „A Cognitive Perspective on Social Phobia.“ Í International Handbook of Social Anxiety: Concepts, Research and Interventions Relating to the Self and Shyness, ritstýrt af W. Ray Crozier og Lynn E. Alden, 405-430. Án staðar: John Wiley & Sons Ltd., 2001.

Philips, Katherine. A. „Anxiety Disorders.“ Í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Fitht Edition, DSM-5 ritstýrt af American Psychiatric Association, 202- 203. Arlington: American Psychiatric Publishing, 2013.

Rapee, Ronald M. og Richard G. Heimberg. „A Cognitive-Behavoiral Model of Anxiety in Social Phobia.“ Behaviour Research and Therapy 35, númer 8, (1997), 741-756. Sótt 20. apríl 2017. doi:10.1016/S0005-7967(97)00022-3