8. bekkur. umsjónarkennarar: hilmir heiðar lundevik, lára ... · vinni með almenn brot og...

14
8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára Marta Fleckenstein og Sigríður Valdimarsdóttir. Íslenska 8. bekkur Markmið Markmið að nemandi: Lestur bókmenntir: Lesi bókmenntir og nái með því betra valdi á íslensku máli. Lesi fornsögu. Hraðlesi unglingabækur eftir íslenska og erlenda höfunda. Kynnist þekktustu ljóðskáldum frá fyrri hluta aldarinnar og verkum þeirra. Vinni með þjóðsögur og aðrar smásögur. Kynnist einkennum smásagna og noti hugtök eins og aðal- og aukapersónur, minni, boðskapur, hámark, niðurlag, umhverfi, vísun, þversögn. Vinni í ljóðum með ýmis hugtök ljóða s.s. bragfræði; rím, stuðla, braglínu, hákveðu, lágkveðu, stúf, forlið, endurtekningu. Myndmál; beina mynd, líkingar, myndhverfingar, viðlíkingar og vinni með persónugervingar. Geti nýtt sér þessi hugtök við umfjöllun á bókmenntatexta. Talað mál og framsögn: Þjálfist í að taka þátt í samræðum og komast að niðurstöðu. Nemandi geti tjáð sig frammi fyrir skólafélögum sínum, kynnt verkefni og haldið fyrirlestur. Hlustun og áhorf: Þjálfist í að hlusta á flókin fyrirmæli og fara eftir þeim. Geti hlustað af þolinmæði og geti gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir umræðum. Ritun Stafsetning: Þjálfist í að nota stafsetningarorðabækur. Þjálfist í uppsetningu og frágangi á eigin texta. Tileinki sér persónulega og læsilega rithönd. Geti skrifað skýr og greinileg fyrirmæli og hafi þá m.a. í huga sendanda og viðtakanda. Þjálfist í að skrifa útdrætti, sögur og ljóð. Æfi helstu stafsetningarreglur. Málfræði: Nemendur fái tækifæri til að vinna með málið á fjölbreyttan hátt s.s. með myndagátum, krossgátum og þrautum. Þeir átti sig á flokkun orða í fallorð, sagnorð og smáorð og helstu einkenni þeirra flokka.

Upload: others

Post on 29-Jan-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára Marta Fleckenstein og Sigríður Valdimarsdóttir.

Íslenska 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Lestur – bókmenntir:

Lesi bókmenntir og nái með því betra valdi á íslensku máli.

Lesi fornsögu.

Hraðlesi unglingabækur eftir íslenska og erlenda höfunda.

Kynnist þekktustu ljóðskáldum frá fyrri hluta aldarinnar og verkum þeirra.

Vinni með þjóðsögur og aðrar smásögur.

Kynnist einkennum smásagna og noti hugtök eins og aðal- og aukapersónur, minni, boðskapur, hámark, niðurlag, umhverfi, vísun, þversögn.

Vinni í ljóðum með ýmis hugtök ljóða s.s. bragfræði; rím, stuðla, braglínu, hákveðu, lágkveðu, stúf, forlið, endurtekningu. Myndmál; beina mynd, líkingar, myndhverfingar, viðlíkingar og vinni með persónugervingar.

Geti nýtt sér þessi hugtök við umfjöllun á bókmenntatexta.

Talað mál og framsögn:

Þjálfist í að taka þátt í samræðum og komast að niðurstöðu.

Nemandi geti tjáð sig frammi fyrir skólafélögum sínum, kynnt verkefni og haldið fyrirlestur.

Hlustun og áhorf:

Þjálfist í að hlusta á flókin fyrirmæli og fara eftir þeim.

Geti hlustað af þolinmæði og geti gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir umræðum.

Ritun – Stafsetning:

Þjálfist í að nota stafsetningarorðabækur.

Þjálfist í uppsetningu og frágangi á eigin texta.

Tileinki sér persónulega og læsilega rithönd.

Geti skrifað skýr og greinileg fyrirmæli og hafi þá m.a. í huga sendanda og viðtakanda.

Þjálfist í að skrifa útdrætti, sögur og ljóð.

Æfi helstu stafsetningarreglur.

Málfræði:

Nemendur fái tækifæri til að vinna með málið á fjölbreyttan hátt s.s. með myndagátum, krossgátum og þrautum. Þeir átti sig á flokkun orða í fallorð, sagnorð og smáorð og helstu einkenni þeirra flokka.

Page 2: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Kennsluefni

Málfræði:

Málvísi 1, Fallorð, Sagnorð, Smáorð, Orðhákur 1

Bókmenntir og ljóð:

Kjalnesingasaga, Bragfræðihefti, Ljóðspeglar, Kjörbækur, Mályrkja 1, Þjóð- og smásagnahefti

Stafsetning:

Stafsetning eftir Árna Haraldsson og Gunnar Guðmundsson ásamt fjölritum

Sögurammar og þemaverkefni Fornsögur

Þjóðsögur

Margmiðlunarverkefni

Námsmat Prófað er í lok hvorrar annar. Auk þess fer fram símat; þ.e. próf, verkefni, ástundun og fleira, sem liggur til grundvallar skólaeinkunn nemandans ásamt annarprófi. Skólaeinkunn:

Próf 30%

Bókmenntir 20%

Málfræði og stafsetning 10%

Stafsetning 10%

Ritgerðir og þemaverkefni 20%

Vinna og ástundun 10%

Stærðfræði 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi: Vinni með náttúrulegar tölur.

Vinni með almenn brot og tugabrot.

Æfi námundun og slump.

Læri hlutfalla og prósentureikning.

Læri almenn rúmfræðiverkefni.

Læri grunnaðferðir í algebru.

Vinni með frumtölur (prímtölur).

Geti lesið úr myndritum.

Læri aðferðir við að búa til myndrit.

Vinni með rómverskar tölur.

Læri metrakerfið.

Vinni með hnitakerfi og flutninga.

Læri tölfræði.

Page 3: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Noti hringfara og öðlist leikni við að nota hann.

Þekki líkindahugtakið.

Tileinki sér vönduð vinnubrögð m.a.við úrvinnslu dæma.

Leysi þrautir þar sem lausnaleiðir eru ekki augljósar.

Læri á vasareikni og þjálfist í að nota hann.

Kennsluefni Bók 8-tíu, hefti 1 og 2

Þrautir og séstök verkefni m.a. útiverkefni

Sögurammar og vefir rasmus.is

stoðkennarinn.is

namsmat.is

Námsmat Nemendur þreyta próf við lok hvorrar annar.

Annarpróf 25%

Meðaltal 5 bestu kaflaprófa. 25%

10 leystar þrautir 15%

5 heimadæmi/heimakönnun 10%

Heimavinna – að fylgja vinnuáætlun 10%

Virkni og vinnusemi í kennslustundum 10%

Mat á útiverkefnum 5%

Enska 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Hlustun:

Geti skilið ensku talaða á eðlilegum hraða, t.d.í frásögnum og samtölum.

Geti skilið og fylgt leiðbeiningum kennara á ensku.

Geti skilið innihald kvikmynda og söngva á ensku.

Lestur:

Geti lesið nákvæmlega eða hraðlesið eftir þörfum.

Geti lesið léttar smásögur og styttri skáldsögur.

Geti skilið lykilatriðið í aðgengilegu fjölmiðlaefni.

Læri að nota orðabækur og leiti upplýsinga í bókum og tölvum.

Tal:

Geti tjáð sig og tekið þátt í samtölum í kennslustund.

Geti tjáð sig um umhverfi sitt, áhugamál og um efni sem snerta daglegt líf.

Page 4: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Geti náð góðum tökum á framburði.

Ritun:

Þjálfist í stafsetningu og læri undirstöðuatriði í málfræði (stílar).

Geti skrifað frá eigin brjósti styttri texta, s.s. endursagnir og texta við myndir.

Kunni að nýta sér leiðréttingarforrit.

Kennsluefni Spotlight 8, lesbók og vinnubók

Skáldsögur: The elephant man og Forrest Gump

Aukaefni: Listen First 1, kvikmyndir, tónlist, málfræði A og talæfingar

Námsmat Haustönn: Spotlight 8 40% Bókmenntir 20% Hlustun 10% Ástundun 10% Málfræði 20%

Vorönn: Spotlight 8 40% Bókmenntir 15% Hópverkefni 15% Ástundun 10% Málfræði 20%

Danska 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Hlustun.

Skilji venjulegt talað mál sem varðar umgengni og skilaboð.

Skilji aðalatriði í t.d.tilkynningum,samtölum og stuttum frásögnum í þar til gerðu hlustunarefni.

Lestur.

Geti beitt leitarlestri í stuttum textum, þ.e.lesið texta hratt yfir til að finna ákveðnar upplýsingar.

Geti hraðlesið stuttan texta og skilið í honum aðalatriðin.

Geti lesið nákvæmlega stuttan texta sem tengjast því sem unnið er með.

Geti getið sér til um merkingu orða út frá samhengi textans.

Talað mál.

Læri réttan framburð.

Geti sagt frá sjálfum sér og persónulegum högum sínum.

Geti tekið þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir vel.

Geti sagt stutta sögu eða lýst einhverju út frá mynd eða minnispunktum.

Ritun.

Geti skrifað einfaldar setningar.

Page 5: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Geti skrifað stutt sendibréf,skilaboð og dagbók þar sem orðaforði tengist efnisflokkum sem unnið er með.

Geti skrifað út frá mynd,stutta sögu eða lýsingu.

Kennsluefni Tænk (lestrarbók,hlustun og verkefnabók)

Málfræðihefti 1. og 2. (ljósrituð hefti)

Hvad siger du B (hlustunarbók)

Börneavisen (ýmsar greinar sem varða unglinga)

Ýmsar stutta smásögur úr bókinni Fisketuren og Molbohistorier

Ca. 2-3 vel valdar kvikmyndir. Endursögn eða ritun um efnið

Ritun. Unnið með myndasögur.

Námsmat Kaflapróf 20%

Málfræði 20%

Hlustun 15%

Ástundun 20%

Ritun 10%

Ólesið 15%

Náttúrufræði 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi: Sýni lýðræði, þátttöku, sjálfstæði og tækni.

Geti notað hugtökin sjálfbær þróun, náttúruval, hæfni, aðlögun, arfbundinn breytileiki, kraftur, hreyfing og hröðun.

Geti lýst veðri.

Geti rætt um frumur og gerðir þeirra, sérstöðu íslenskra lífvera.

Geti lýst hringrás efna í náttúrunni.

Flokki lífverur í ríki.

Skipulagi vinnuferli, skráð og unnið úr ýmsum gögnum og dregið ályktanir af þeim.

Meti gildi upplýsinga í vísindum.

Útskýri gervihnetti, upphaf og endalok sólarinnar, samsetningu andrúmsloftsins, sól- og tunglmyrkva, mun á ein- og fjölfrumungum, ástíða- og dægraskipti.

Þekki til geimferða manna.

Gefi dæmi um tungl í sólkerfinu.

Lesi texta um náttúrufræði, umorði og túlki myndefni.

Geti unnið með sameiginlega þætti tengda ólíkum námsgreinum.

Geti borið saman jákvæð og neikvæð áhrif tæknibreytinga.

Geti sagt frá hugmyndum um uppruna lífs og þróun þess á jörðu.

Kennsluefni Kennt er í lotum. Próf er í lok hverrar lotu. Loturnar eru eftirfarandi:

Page 6: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

1. Vísindaleg hugsun um náttúruna Lesefni:

Lífheimurinn kaflar 1, 5, 6.

Kraftur og hreyfing kafli 1. 2. Vistfræði

Lesefni:

Maður og náttúra kaflar 1, 2, 3. 3. Hvar er jörðin?

Lesefni:

Sól, tungl og stjörnur kaflar 2, 3, 4. 4. Umferð og mannvirki

Lesefni:

Kraftur og hreyfing kaflar 2, 3.

Námsmat hverrar lotu Próf 40%

Tímavinna 20%

Heimavinna 10%

Skýrslur og verkefni 30%

Skýrslur og verkefni

Samfélagsfræði 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Landafræði:

Læri að nota bauganet jarðar við nákvæma staðsetningu.

Þekki á heimskorti nöfn og legu heimsálfanna, úthafanna.

Þekki stærstu fjallgarða og mestu fljót jarðar.

Þekki legu miðbaugs, heimskautsbauga, póla, daglínu og núll lengdarbaugsins.

Þekki innri gerð jarðar í grófum dráttum.

Skilji í grófum dráttum hvernig yfirborð jarðar hefur þróast í rás jarðsögunnar.

Læri hvernig veðrun og rof verður af völdum vinda, vatns og jökla.

Læri að greina á milli endurnýjanlegra auðlinda og forða (t.d. jarðefnaeldsneytis).

Skilji hvernig vindar verða til.

Þekki mestu hafstrauma jarðar, orsök þeirra og áhrif á loftslag strandsvæða.

Kynnist því hvaða áhrif framkvæmdir manna hafa á höfin, t.d. ofveiði og mengun.

Skilji að úrkoma orsakast af því að rakt loft rís og kólnar.

Þekki mikilvægi vatnsorku (fallvatna og jarðhita) á Íslandi og hvernig hún er nýtt.

Saga:

Þekki undanfara fyrri heimstyrjaldar og atburðarás stríðsins.

Þekki sögu millistríðsáranna og áhrif kreppunnar.

Þekki aðdraganda síðari heimsstyrjaldar.

Page 7: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Þekki atburðarás stríðsáranna í stórum dráttum.

Sjái hernám Breta í ljósi stríðsins í Evrópu og hlutleysis Íslands.

Þekki áhrif hersetunnar á atvinnulíf, viðskipti og tækni.

Viti um aðdraganda varnarsamnings við Bandaríkin.

Þekki atburðarás sem leiddi til stofnunar lýðveldis á Íslandi.

Kunni skil á siglingum Íslendinga í stríðinu, áhættu og mannfalli.

Þekki áfanga sjálfstæðisbaráttu Íslands frá upphafi til dagsins í dag.

Þekki kalda stríðið og áhrifavalda þess.

Þekki sjálfstæðisbaráttu nýlenduríkja.

Þekki deilur í Mið-Austurlöndum.

Þekki Ísland í nútímanum.

Kennsluefni

Landafræði.

Landafræði handa unglingum 1.hefti eftir Göran Andersson. Landakort,myndbönd og annað ítarefni.

Saga.

Styrjaldir og kreppa, saga 20. aldar I. Höf. Helllerud, S.V., Knutsen, K. og Moen, S.

Frelsi og velferð, saga 20. aldar II. Höf. Helllerud, S.V. og Knutsen, K

Árið 1918. Höf. Helgi Grímsson

Sögurammar og vefir Árið 1918 verður samþætt með náttúrufræði.

Námsmat Skólaeinkunn í landafræði í janúar: Verkefnabók og verkefnablöð 20% 4 kaflapróf 40% Hópverkefni og ritgerð 20% Heimavinna og ástundun 20%

Skólaeinkunn í sögu að vori: Verkefnabók og verkefnablöð 20% 4 kaflapróf 40% Hópverkefni og ritgerð 20% Heimavinna og ástundun 20%

Lífsleikni – umsjón 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi: Geti séð fyrir sér margvísleg vandamál og fundið eigin lausnir á þeim.

Viti um námstilboð skólans fyrir 9.og 10. bekk.

Viti um rétt sinn til að ljúka grunnskóla á skemmri tíma en 10 árum.

Öðlist aukinn skilning á sjálfum sér og þeim gildum sem þeim finnst mikilvæg.

Efli og styrki sjálfsmynd sína.

Læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Þjálfist í að vera læsir á eigin tilfinningar og annarra.

Page 8: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Læri ýmsar gagnlegar aðferðir í samskiptum.

Geri sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum og í hverju borgarvitund felst.

Geri sér grein fyrir eigin ábyrgð í tengslum við umhverfismál og umhverfisvernd.

Hefur lært að skilja hvernig fjölmiðlar skapa lífstíl sem endurspeglast m.a. í tilteknum kynhlutverkum og líkamsfyrirmyndum.

Kennsluefni Ýmis gögn frá kennara

SMT – reglur

Ertu?

Námsmat Einkunn og umsögn:

Vinnubók 50%

Ástundun 20%

Verkefni 30%

Tölvumennt 8 . bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Fái áframhaldandi þjálfun í fingrasetningu á lyklaborði, tileinki sér blindskrift og rétta líkamsbeitingu

Hafi kynnst mismunandi hugbúnaði og gert sér grein fyrir notagildi hans

Áframhaldani þjálfun í að nota ritvinnsluforrit, töflureikni , umbrotsforrit og glærugerðarforrit

Notfæri sér leitarvélar til efnisöflunar á netinu og vinni síðan úr efninu

Geri sér grein fyrir hvað sé leyfilegt og óleyfilegt þegar efni er sótt á netið og unnið úr því

Geri sér grein fyrir hvað séu góðar netvenjur og hvað beri að varast þegar netið er notað

Geti sett upp kynningu / stuttan fyrirlestur um ákveðið efni og notað glærugerðarforrit til aðstoðar við flutning

Geti tekið myndir og fært þær í tölvu

Læri undirstöðuatriðið í að vinna eigin myndir í tölvu

Áframhaldandi þjálfun í að vista með skipulegum hætti eigið efni

Sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.

Kennsluefni Verkefni sem kennari leggur inn í tímum

Helstu forrit Microsoft Office Word

Microsoft Office Excel

Microsoft Office Publisher

Microsoft Office PowerPoint

Paint.Net

Page 9: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Vefskoðarar

Margmiðlunarefni

Kennsluhættir Nemendur vinna verkefni undir leiðsögn kennara en lögð er áhersla á góð og vönduð

vinnubrögð og sjálfstæði í vinnu.

Nemendur sækja sjálfir upplýsingar á hina ýmsu miðla og vinna úr þeim.

Nemendum kennt að nota tölvutækni til að létta sér störfin.

Námsmat Umgengni og hegðun.

Verkefni metin.

Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Fari eftir fyrirmælum.

Sjálfsmat nemenda

List- og verkgreinar eru kenndar í lotum, 6 kennslustundir á viku í u.þ.b. 6 vikur hver lota.

Heimilisfræði 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Auki skilning sinn og þekkingu á heimilishaldi.

Fái áhuga á réttu fæðuvali.

Læri alla fæðuflokkana og gildi þess að setja saman máltíðir.

Læri að fara eftir uppskriftum og skilji mikilvægi þess að lesa þær vel yfir áður en byrjað er.

Sjái mikilvægi samvinnu, jafnt á heimili sem í skóla.

Temji sér skipulögð vinnubrögð og góðan frágang.

Öðlist færni í bakstri, matargerð og ræstingu svo og öðru þvi sem tilheyrir heimilishaldi.

Sýni sjálfstæði, samstarfsvilja og samábyrgð með öðrum nemendum.

Kennsluefni Heimilisfræði- uppskriftir fyrir unglingastig

Námsmat Í lok hvers tíma er metin ástundun, framkoma og vinnusemi. Lokamat er samantekt á

þeirri vinnu.

Page 10: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Myndmennt 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Læri um hlutföll mannslíkamans frá ólíkum sjónarhornum.

Skoði manneskjuna í myndlist.

Skoði manneskjuna og arkitektúr.

Skoði manneskjuna og fatnað.

Vinni hugmyndavinnu og skyssugerð.

Fræðist um verðmæti efna og áhalda og temji sér góða umgengni.

Kennsluefni Ýmsar listaverkabækur

Pappír og litir

Leir

Annað sem til fellur

Sögurammar og vefir nams.is og margt fleira

Námsmat Metin er virkni, áhugi, frumkvæði, sköpun og framfarir.

Metið er hvort nemandi geti farið eftir fyrirmælum og tileinkað sér sjálfstæði í vinnu.

Regluleg endurgjöf í tímum.

Sjálfsmat.

Kennaramat.

Verkmappa.

Í lokin fara nemandi og kennari saman yfir verkefnin.

Hönnun og smíði 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Handverk

Geti smíðað vandaða gripi úr helstu smíðaefnum.

Hafi náð tökum á notkun bitjárna.

Hafi kynnst notkun rafmagnshandverkfæra og geti notað þau sem hæfa aldri og þroska.

Geti smíðað vandaðan hlut á eigin spýtur og metið hvenær fullnægjandi árangri er náð.

Takist á við vinnuaðferðir sem hann hefur ekki glímt við áður.

Hafi náð góðum tökum á að velja og nota nagla, og skrúfur.

Hafi glímt við samsetningar á málmhlutum.

Hafi náð góðum tökum á helstu tálguverkfærum.

Page 11: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Hafi fengið góða innsýn í eiginleika helstu smíðaefna.

Hafi notað harðvið í verkefnum sínum.

Hönnun

Geti notað hönnunarferli til að móta og teikna, eftir eigin hugmynd, hlut sem notast við tæknilega lausn.

Geti unnið eftir teikningu sem gerð er í ákveðnum mælikvarða.

Hafi smíðað frumgerð eftir eigin teikningu.

Hafi hannað hlut sem tekur mið af því umhverfi sem hann á að vera í.

Einstaklingur og umhverfi

Hafi öðlast skilning á að það skiptir máli að halda hlutum í góðu ástandi.

Skilji að góð umgengni og endurnýting er mikilvæg fyrir umhverfið.

Hafi unnið krefjandi verkefni sem krefst þolinmæði, frumkvæðis og áræðis.

Viti hvers vegna verklegt nám er mikilvægt, ekki síður en bóklegt.

Hafi rætt um og áttað sig á að hver og einn býr yfir mikilvægum eiginleikum sem hægt er að þjálfa og þroska.

Kennsluefni Verkefna-möppur og - bækur auk tölvunnar

Námsmat Símat kennara, þ.e.metin er:

Hugmyndaauðgi og hönnun

Umgengni og hegðun

Verkfærni og vandvirkni

Iðni og afköst

Lokaafurð metin af kennara til lokaeinkunnar

Listir 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Geti gert tilraunir í eigin listsköpun byggða á gefnum verkefnum. með því að beita fleiri en einni aðferð og tækni.

Vinni hugmyndavinnu og skyssugerð.

Geti unnið myndverk og útskýrt vinnuferlið á einfaldan hátt.

Geti greint hvar sjónrænt áreiti daglegs lífs er að finna í umhverfinu.

Læri að fjalla um og lýsa inntaki listaverka í samstarfi við aðra og geti sýnt skoðunum annarra tillitsemi.

Geti gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu.

Geri sér grein fyrir hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhrif á líf okkar og gildismat.

Page 12: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Kennsluefni Ýmsar listaverkabækur

Pappír og litir

Leir

Annað sem til fellur

Sögurammar og vefir

nams.is og margt fleira

Námsmat

Metin er virkni, áhugi, frumkvæði, sköpun og framfarir.

Metið er hvort nemandi geti farið eftir fyrirmælum og tileinkað sér sjálfstæði í vinnu.

Samvinna

Regluleg endurgjöf í tímum.

Sjálfsmat.

Kennaramat.

Verkmappa.

Í lokin fara nemandi og kennari saman yfir verkefnin.

Textílmennt 8.bekkur

Markmið

Markmið að nemandi: Geta unnið eftir fyrirmælum frá kennara.

Lögð áhersla á sjálfstæði nemenda í vinnu á grundvelli fyrra náms í textílmennt.

Geti beitt verklagi, áhöldum og vélum textílgreinarinnar.

Rifji upp útsaum.

Rifji upp undirstöðuatriði í að sníða flíkur eða hluti.

Sníði hluti þar sem mikillar nákvæmni er gætt.

Saumi útsaum þar sem 3-4 útsaumsspor koma fyrir.

Rifji upp vinnubrögð við saumavélina og vinni ítarlega vinnubók þar sem allar saumagerðir koma fyrir.

Læri að taka upp snið.

Læri að sníða flík eftir tilbúnu sniði.

Saumi flík í saumavél eftir nákvæmri leiðbeiningu frá kennara.

Læri frágang eftir að saumaskap lýkur.

Vinni frjáls verkefni eftir eigin sniði og munstri eða vinni út frá bókum og blöðum.

Rifji upp prjón, lítil stykki prjónuð, einfaldir vettlingar eða hárbönd.

Tileinki sér vönduð vinnubrögð og frágang.

Beri virðingu fyrir efnum og áhöldum.

Geti gert greinarmun á handverki og fjöldaframleiðslu.

Hafa öðlast innsýn í fjölbreytta möguleika textílgreinarinnar.

Page 13: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Kennsluefni Ýmiss konar handmenntabækur og blöð.

Internetið.

Námsmat Metin er virkni, frumkvæði, hugmyndavinna, frammistaða og framfarir.

Einnig að nemandi geti tileinkað sér fyrirmæli.

Endurgjöf í tímum.

Námsframvinda, sjálfsmat/kennaramat í smiðjulok.

Íþróttir 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Mæti ávallt með íþróttaföt og sé virkur í tímum.

Taki þátt í æfingum og leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla færni í íþróttagreinum.

Þjálfist í undirstöðuatriðum nýrra eða áður lærðra hóp- og einstaklingsíþrótta sem stundaðar eru hér á landi.

Þjálfist í æfingum sem efla líkamsþol, hjarta og blóðrásarkerfi.

Taki þátt í ýmsum leikjum sem innihalda stöðugt álag í nokkuð langan tíma.

Þjálfist í að nota eigin líkamsþunga til kraftþjálfunar.

Tileinki sér rétta tækni við vöðvateygjur og liðkandi æfingar.

Öðlist enn frekari skilning og raunsætt mat á eigin getu í ýmsum færni- og tjáningarþáttum.

Fái hvatningu til frekari íþróttaiðkunar.

Læri með hvaða æfingum og leikjum hægt sé á markvissan hátt að efla hjarta og blóðrásarkerfi.

Viðfangsefni Útitímar á haustin og vorin þar sem áhersla er lögð á að efla þol og þrek.

Stöðvaþjálfun í lengri tíma.

Styrk, kraft- og liðleikaæfingar.

Ýmsar íþróttagreinar s.s. körfu- og handknattleikur, knattspyrna, badminton, tennis, frjálsar íþróttir og fimleikar teknar fyrir.

Ýmsir leikir verða teknir fyrir s.s. eltingarleikir, liðaleikir og boltaleikir.

Tekin fyrir umræða um heilbrigðan lífstíl og mikilvægi þess.

Stöðluð þol- og þrekpróf tekin yfir skólaárið.

Námsmat Kennaraeinkunn 60%; þ.e ástundun, mætir með íþróttaföt, færni og virkni í

íþróttatímum sem metið er jafnt og þétt yfir veturinn.

Þolpróf 20%

Þrekpróf 20%

Page 14: 8. bekkur. Umsjónarkennarar: Hilmir Heiðar Lundevik, Lára ... · Vinni með almenn brot og tugabrot. Æfi námundun og slump. Læri hlutfalla og prósentureikning. Læri almenn

Sund 8. bekkur

Markmið

Markmið að nemandi:

Mæti ávallt með sundföt og sé virkur í tíma.

Fái markvissa sundkennslu og verði fær um að bjarga sjáfum sér og öðrum.

Skilji mikilvægi reglubundinnar sundiðkunar og geti nýtt sér sundið sem líkams- og heilsurækt.

Ljúki sundstigi sem hæfir hans aldri, þannig að þegar nemandi lýkur grunnskóla á hann að hafa lokið 10 sundstigum.

Bæti tækni í bringusundi.

Bæti tækni í skriðsundi.

Bæti tækni í baksundi.

Kynnist ýmsum möguleikum til sundíþrótta.

Nái tökum á nákvæmari útfærslu hreyfinga og öndunar í 25m skriðsundi.

Nái tökum á nákvæmari útfærslu hreyfinga og öndunar í 25m baksundi.

Nái valdi á fjölbreyttum og flóknum hreyfingum eins og samsettum hreyfingum arma og fóta með mismunandi útfærslu.

Viðfangsefni 8. stig

400m frjáls aðferð, viðstöðulaust

50m skriðsund, stílsund

50m baksund, stílsund

25m flugsund með eða án hjálpartækja

Troða marvaða í 1 mín

8m kafsund – nemandi nær í hlut á botni laugar og syndir með hann tilbaka (ekki í kafi). Æfingin endurtekin eftir 10 sek.

Tímataka

50m bringusund, lágmark

25m skriðsund, lágmark

Námsmat Veitt er umsögn um námsframvindu að vori. Við gerð námsmats er höfð til hliðsjónar 8.

sundstig sem gildir 60%