viðfangsefni okkar í dag: markmið í kennslu

Post on 27-Jan-2016

74 Views

Category:

Documents

4 Downloads

Preview:

Click to see full reader

DESCRIPTION

Viðfangsefni okkar í dag: Markmið í kennslu. Hvaða hlutverki gegna þau? Hvaða þýðingu hafa þau? Hversu mikla áherslu á að leggja á þau? Hvernig er best að setja þau fram (í áfangalýsingum, fyrir nemendur)? (Hver á að ákveða markmiðin?). Ísl202. Álitamál á álitamál ofan. - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Viðfangsefni okkar í dag: Markmið í kennslu

Hvaða hlutverki gegna þau?

Hvaða þýðingu hafa þau?

Hversu mikla áherslu á að leggja á þau?

Hvernig er best að setja þau fram (í áfangalýsingum, fyrir nemendur)?

(Hver á að ákveða markmiðin?)

Ísl202

Álitamál á álitamál ofan

• Fá efni í kennslufræðum eru umdeildari en þýðing markmiða

• Ólík viðhorf:– Markmið eru grundvöllur náms og

kennslu

– Markmið geta jafnvel hindrað nám

1. Mikilvægur leiðarvísir um skipulag kennslunnar

2. Þýðingarmikil við kynningu (fyrir nemendur, samstarfsmenn,

aðra)

3. Mikilvæg forsenda þess að nemendum sé ljós tilgangur námsins

4. Forsenda þess að unnt sé að meta kennsluna skipulega (kennari, nemendur, aðrir)

Viðtækt samkomulag sýnist um að markmið séu ...

Markmið eru flokkuð á ýmsa vegu

- T.d. eftir því hvort þau eru langdræg eða skammdræg

Almenn markmið

Langtímamarkmið

Meginmarkmið

Yfirmarkmið

Lokamarkmið

(Aims, Goals)

Einstök námsmarkmið

Skammtímamarkmið

Áfangamarkmið

Þrepamarkmið

Atferlismarkmið

(Objectives)

Nemendur geti flutt stutta ræðu

meðhliðsjón af minnispunktum

Nemendur nái góðum tökum á mæltu máli

Vörður í markmiðsumræðunni

• Franklin Bobbitt (1918)

• Ralph Tyler (1949)

• Benjamin Bloom o.fl. (1956, 1964)

• Robert Mager (1962) ...

• Gæðastaðlahreyfingin (Standards movement)

Ralph Tyler (1902-1994)

• Einn áhrifamesti skólamaður sem uppi hefur verið

• Átta ára rannsóknin – Eight-Year Study (1933–1941)

• Basic Principles of Curriculum and Instruction 1949 (36 útgáfur 1994)

Ralph Tyler (1949) Basic Principles of Curriculum and Instruction

Undirbúningi kennslu (námskrárgerð) er best háttað með því að svara (í þessari röð) eftirfarandi spurningum:

1. Hver er tilgangur kennslunnar? Hver eru markmiðin?

2. Hvaða viðfangsefni (educational experiences / learning experiences) eru líkleg til að stuðla að því að þessi markmið náist?

3. Hvernig er heppilegast að skipuleggja þessi viðfangsefni?

4. Hvernig er unnt að meta hvort þessi tilgangur hefur náðst? (Tyler 1949, bls. 1.)

Nokkrar meginhugmyndir Tylers um námsmat

• Markmiðin eru grunnur alls mats

• Matsaðferðir verða að vera í samræmi við markmiðin

• Frammistöðu nemenda þarf að meta stöðugt (ekki bara í lokin)

• Vettvangsathuganir, viðtöl, spurningalistar, markviss söfnun verkefna

• Einkunnir eru þýðingarlitlar einar sér - þeim verða að fylgja umsagnir

Mark

miðstafla Tyler:

Atferli

Inntak

Skilningur á mikil- vægum

stað- reyndum

Þekking á

heimild-um

Hæfi- leiki til að túlka upp- lýsingar

Hæfi- leiki til að

beita reglum

Hæfileiki til að gera grein fyrir niðurstöðum

Víðsýni og þroskaður

áhugi

Félagsl. viðhorf

Tyler: Þrjár meginrætur markmiða:

Markvisst orðalag sem lýsir því atferli og þeirri þekkingu

sem að er stefnt

FræðigreininSamfélagiðNemandinn

Heimspeki Sálfræði(Síur)

Nám miðað við þarfir,áhugasvið og getu nemenda

Klein 1989Áhersla á gagnsemi

Áhersla á miðlun þekkingar

Fræðigreinin

Samfélagið

Nemandinn

Námskrárþróun einkennist af togstreitu

Hver eru mikilvægustu markmiðin?

• Læsi (miðlalæsi, vísindalæsi)

• Tækniþekking (miðlar, upplýsingatækni)

• Samstarfshæfni

• Gagnrýnin hugsun

• Skapandi hugsun

• Tjáning

• Tungumálakunnátta

• Frumkvæði, dugnaður, áræðni

• Sjálfstraust

Hlutverk framhaldsskóla – 2. grein laganna 2008

... er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.

Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.

Við lok

náms í

framhaldsskóla er stefnt að því að

nemendu

r:

• hafi fengið alhliða menntun sem er við hæfi hvers og eins

• séu undir það búnir að fara í áframhaldandi nám og/eða starf í þjóðfélagi

• sem er í sífelldri þróun

• geri sér ljóst að námi lýkur ekki við lok skólagöngu heldur er nauðsynlegt

• að halda áfram að afla sér nýrrar þekkingar og reynslu

• hafi fengið góða þekkingu á íslensku samfélagi

• kunni skil á réttindum og skyldum einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi

• hafi tamið sér sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum, ábyrgð á eigin

• námi, öðlast sjálfstraust og lært að bera virðingu fyrir sjálfum sér og

• öðrum

• hafi ræktað með sér gagnrýna hugsun, dómgreind og umburðarlyndi

• séu færir um að tjá skoðanir sínar, taka ákvarðanir og séu óhræddir

• við breytingar í námi og starfi. Aðalnámskrá, 2004

Áhrifamikil rit

Bloom, Benjamin o.fl. 1956. Taxonomy of Educational Objectives. The Classification of Educational Goals. Handbook 1. Cognitive Domain. New York: David McKay Company, Inc.

Krathwohl, David, R. o.fl. 1964. Taxonomy of Educational Objectives. The Classification of Educational Goals. Handbook II. The Affective Domain. [Endurprentun 1974.] New York: David McKay Company, Inc.

Þekking LeikniViðhorf

Markmiðskerfi B. Bloom o.fl.

Þekking

Mat

Nýmyndun / sköpun

Greining

Beiting

Skilningur

Kunnátta

Viðhorf

Heildstætt gildismat

Heildarsýn / ábyrgð

Alúð / rækt

Svörun / þátttaka

Athygli / eftirtekt

Leikni

Skapandi tjáning

Aðlögun

Flókin færni

Vélræn leikni

Svörun

Viðleitni

Skynjun

Þekkingarsviðið samkvæmt Bloom

Þekking Á ensku Dæmi

Mat Evaluation Meta, gagnrýna, taka afstöðu

Nýmyndun Synthesis Móta, semja, skapa, breyta, þróa

Greining Analysis Greina, skilgreina, tengja, rökstyðja

Beiting Application Beita, reikna, flokka, sýna

Skilningur Comprehension Muna, þekkja, nefna, rifja upp, velja

Kunnátta Knowledge Lýsa, umorða, þýða, skýra, umskrifa

Upphafleg heiti Ný heiti

• Mat

• Nýmyndun

• Greining

• Beiting

• Skilningur

• Kunnátta

• Sköpun

• Mat

• Greining

• Beiting

• Skilningur

• Minni(Tekið úr sýningu Denise Tarlinton)

Gildi þess að styðjast við flokkunarkerfi

• Gátlisti við undirbúning kennslu – muna eftir verkefnum sem reyna á skilning, hugsun, sköpun

– verkefnagerð

– gerð spurninga

• Námsefnisgerð

• Prófgerð

• Námskrárgerð

• Námsmat (við mat á úrlausnum)

Hvernig er best að setja fram markmið?

• Linn, Miller og Gronlund: – Markmið á að setja fram sem lýsingu á

frammistöðu nemenda að lokinni kennslu

– Ekki sem lýsingu á því sem kennarar eða nemendur gera

Verkefni

• Skoðið markmið áfanganna– Hvers eðlis eru markmiðin? Á hvað reyna þau?

(Þekking, skilningur, hugsun, sköpun, leikni, viðhorf)

– Hversu vel eru markmiðin sett fram?

– Skilja nemendur þau?

– Gefa markmiðin skýra vísbendingu um hvernig þeim verði best náð?

– Er ljóst hvernig unnt er að meta hvort þeim hafi verið náð?

top related