Ársskýrsla 2011

32
ÁRSSKÝRSLA 2011 Golfþing haldið í Garðabæ 19. nóvember

Upload: golfsamband-islands

Post on 04-Mar-2016

222 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Skýrsla stjórnar GSÍ, Ársreikningur og tölfræði.

TRANSCRIPT

Page 1: Ársskýrsla 2011

ÁRSSKÝRSLA 2011Golfþing haldið í Garðabæ 19. nóvember

Page 2: Ársskýrsla 2011

Nr. Klúbbur 15 ára og yngri 16 ára og eldri 2011 2010 Breyting % Fj. þingfulltrúa1. Golfklúbbur Reykjavíkur 159 2,651 2,810 2,893 -83 -3% 262. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 273 1,562 1,835 1,730 105 6% 153. Golfklúbburinn Keilir 154 1,204 1,358 1,345 13 1% 124. Golfklúbburinn Oddur 43 1,155 1,198 1,266 -68 -5% 115. Golfklúbbur Akureyrar 131 554 685 624 61 10% 56. Golfklúbburinn Kjölur 66 585 651 642 9 1% 57. Golfklúbburinn Nesklúbburinn 47 599 646 625 21 3% 58. Golfklúbbur Suðurnesja 52 444 496 492 4 1% 49. Golfklúbburinn Leynir 111 312 423 450 -27 -6% 310. Golfklúbbur Vestmannaeyja 81 256 337 341 -4 -1% 211. Golfklúbbur Bakkakots 12 308 320 241 79 33% 312. Golfklúbburinn Þorlákshöfn 36 262 298 327 -29 -9% 213. Golfklúbburinn Öndverðarnesi 21 274 295 273 22 8% 214. Golfklúbburinn Setberg 283 283 145 138 95% 215. Golfklúbbur Selfoss 60 173 233 203 30 15% 216. Golfklúbbur Ásatúns 1 223 224 186 38 20% 217. Golfklúbbur Sandgerðis 15 199 214 193 21 11% 218. Golfklúbburinn Hveragerði 38 170 208 288 -80 -28% 219. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 9 186 195 208 -13 -6% 220. Golfklúbbur Grindavíkur 34 157 191 222 -31 -14% 221. Golfklúbburinn Flúðir 31 144 175 169 6 4% 222. Golfklúbbur Ísafjarðar 25 143 168 160 8 5% 223. Golfklúbburinn Kiðjaberg 16 151 167 165 2 1% 224. Golfklúbburinn Vestarr 3 163 166 115 51 44% 225. Golfklúbburinn Úthlíð 2 153 155 172 -17 -10% 226. Golfklúbburinn Mostri 29 124 153 128 25 20% 227. Golfklúbbur Borgarness 26 119 145 128 17 13% 228. Golfklúbbur Húsavíkur 27 111 138 147 -9 -6% 229. Golfklúbbur Sauðárkróks 24 111 135 162 -27 -17% 230. Golfklúbbur Álftaness 11 121 132 130 2 2% 231. Golfklúbburinn Hellu 10 112 122 137 -15 -11% 232. Golfklúbburinn Hamar 33 73 106 139 -33 -24% 233. Golfklúbbur Ólafsfjarðar 21 84 105 96 9 9% 234. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 6 87 93 80 13 16% 235. Golfklúbburinn Dalbúi 90 90 97 -7 -7% 236. Golfklúbbur Norðfjarðar 1 85 86 95 -9 -9% 237 Golfklúbbur Bolungarvíkur 18 66 84 49 35 71% 237. Golfklúbbur Bolungarvíkur 18 66 84 49 35 71% 238. Golfklúbbur Siglufjarðar 16 54 70 49 21 43% 239. Golfklúbbur Hornafjarðar 63 63 71 -8 -11% 240. Golfklúbburinn Glanni 3 54 57 58 -1 -2% 241. Golfklúbburinn Gláma 8 43 51 50 1 2% 242. Golfklúbburinn Lundur 2 48 50 37 13 35% 243. Golfklúbburinn Vík 49 49 26 23 88% 244. Golfklúbburinn Hvammur 14 34 48 52 -4 -8% 245. Golfklúbburinn Jökull 48 48 48 0 0% 246. Golfklúbbur Fjarðarbyggðar 1 47 48 41 7 17% 247. Golfklúbbur Skagastrandar 4 35 39 40 -1 -3% 248. Golfklúbburinn Ós 1 36 37 45 -8 -18% 249. Golfklúbbur Seyðisfjarðar 35 35 54 -19 -35% 250. Golfklúbburinn Tuddi 18 16 34 37 -3 -8% 251. Golfklúbbur Patreksfjarðar 1 31 32 37 -5 -14% 252. Golfklúbbur Bíldudals 32 32 32 0 0% 253. Golfklúbbur Byggðaholts 1 29 30 31 -1 -3% 254. Golfklúbburinn Geysir 29 29 31 -2 -6% 255. Golfklúbburinn Þverá 28 28 33 -5 -15% 256. Golfklúbbur Mývatnssveitar 26 26 26 0 0% 257. Golfklúbbur Vopnafjarðar 21 21 27 -6 -22% 258. Golfklúbbur Hólmavíkur 21 21 20 1 5% 259. Golfklúbbur Staðarsveitar 21 21 16 5 31% 260. Golfklúbbur Djúpavogs 17 17 16 1 6% 261. Golfklúbburinn Skrifla 1 13 14 7 7 100% 262. Golfklúbburinn Laki 13 13 13 0 0% 263. Golfklúbburinn Gljúfri 1 10 11 16 -5 -31% 264. Golfklúbbur Húsafells 10 10 9 1 11% 2

Samtals 1,697 14,357 16,054 15,785 269 2% 197

Fjöldi kylfinga og þingfulltrúa í klúbbum 2011

Page 3: Ársskýrsla 2011

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

...

Vinnur að framgangi golfíþróttarinnar ogútbreiðslu á Íslandi rekur öfluga afreksstefnu og styður klúbbana viðþjálfun og uppbyggingu afrekskylfinga.

gefur út tímaritið Golf á Íslandi og handbókkylfingsins.

rekur og heldur utan um tölvukerfihreyfingarinnar, www.golf.is.

kynnir golf í skólum, fjölmiðlum og annarstaðarþar sem því verður við komið.

er ráðgefandi þegar stofnaður er golfklúbbur eðabyggður er golfvöllur.

veitir allar helstu uplýsingar um tölfræði golfsins.

Samræmir leikreglur og reglur um forgjöfþýðir og staðfærir forgjafar,- móta- og keppenda-reglur ásamt golfreglum í samræmi við reglurR&A og EGA.

sér um að allir golfvellir landsins séu metnirsamkvæmt vallarmatskerfi EGA.

heldur héraðs- og landsdómaranámskeið.

býður uppá miðlægt tölvukerfi fyrir klúbba-stjórnendur og hinn almenna kylfing.

Stuðlar að mótahaldi um land alltbýður uppá mótaröð fyrir alla aldurshópa.

heldur Íslandsmót í höggleik og holukeppni íöllum aldursflokkum.

heldur Íslandsmót í sveitakeppni fyrir allaaldursflokka.

er ráðgefandi þegar kemur að uppsetningu vallafyrir mót og almenna golfvallarumhirðu og styðurSÍGÍ sem eru samtök golfvallastarfsmanna.

Annast erlend samskiptistyður við afreksmenn og sendir þá á alþjóðlegmót.

styður áhugamenn á leið þeirra til atvinnu-mennsku.

skipuleggur alþjóðlega viðburði sem haldnir eruhér á landi.

styður Golf Iceland sem leggur áherslu á fjölgunferðamanna í golf.

Efnisyfirlit

Golfsamband Íslands...

05

19

27

11

24

31

���rsla stjórnar Ársreikningur

T����� GSÍ korta

Þjónustukönnun

Rekstraráætlun

T����� kylfinga

Page 4: Ársskýrsla 2011

Forseti:Jón Ásgeir Eyjólfsson

Varaforseti:Haukur Örn Birgisson

Gjaldkeri:Eggert Ágúst Sverrisson

Ritari:Kristín Magnúsdóttir

Meðstjórnandi:Guðmundur Friðrik Sigurðss.

Meðstjórnandi:Gylfi Kristinsson

Meðstjórnandi:Bergþóra Sigmundsdóttir

Varastjórn:Theódór Kristjánsson

Varastjórn:Gunnar K. Gunnarsson

Varastjórn:Ómar Halldórsson

Stjórn Golfsambands Íslands 2009 - 2011

Starfsmenn Golfsambands Íslands

Framkvæmdastjóri:Hörður ÞorsteinssonBeinn sími: 514-4052

Farsími: [email protected]

Markaðs- og sölustjóri:Stefán Garðarsson

Beinn sími: 514-4053Farsími: 663-4656

[email protected]

Kerfis- og skrifstofustjóri:Arnar Geirsson

Beinn sími: 514-4054Farsími: 894-0933

[email protected]

LandsliðseinvaldurRagnar ÓlafssonFarsími: 820-6422ragnar.olafsson@

landsbanki.is

Page 5: Ársskýrsla 2011

Ég vil bjó�a alla þingfulltrúa velkomna ágolfþing, sem �� þessu sinni er ������ íFjölbrautarskólanum í �����. Þetta er 69.starfsár sambandsins og því framundan�� ����� sambandsins. Golfþing eru haldin����� hvert ár og ���� málsins �� ��� � ertalsv�� endurn���� á fulltrúum golfklúbbannaog því er ekki úr vegi �� rifja upp ����� ogstofnun Golfsambands Íslands. ������ �����var stofna� 12. ágúst 1942 af GolfklúbbiReykjavíkur, Golfklúbbi Akureyrar og GolfklúbbiVestmannaeyja. ��� er ólíklegt �� þeireinstaklingar sem ����� a� stofnunsambandsins hafi ��� fyrir þann vöxt og �������sem hefur or�i� í tímans rás á starfsemisambandsins, en ������ ����� er nú ���������� ���� ����� innan ÍSÍ �� 16.054félaga skr��� í golfklúbba, ef ���� er ��� 1. júlís.l.

Golfþing sem ������ var í Laugardal í Íþrótta- og��ningarhöllinni 21. nóvember 2009 kauseftirtalda ����� í stjórn og skiptu þeir �� sérverkum á fyrsta stjórnarfundi en forseti varkjörinn sérstaklega.

Forseti:Jón Ásgeir Eyjólfsson

Stjórn:Haukur Örn Birgisson, varaforsetiEggert Ágúst Sverrisson, gjaldkeriKristín Magnúsdóttir, ritariBergþóra Sigmundsdóttir, ������rnandi���mundur Fr��rik ���������� ������rnandiGylfi Kristinsson, ������rnandi

Varastjórn:Gunnar Gunnarsson, Ómar Halldórsson ogTheódór Kristjánsson.

Varastjórnarmenn sátu alla stjórnarfundi og tókufullan þátt í stjórnarstörfum. Ómar Halldórssonfluttist búferlum til Sviss í byrjun árs 2011 og����� því ekki tök á �� taka þátt í störfumstjórnar á þessu ári. Á formannafundi á ��!�� í fyrra var ��� grein fyrir starfsárinu 2009-2010og er þá ������ �� finna á ��� ��"�usambandsins og v��� því ������ ��� greinfyrir starfsárinu 2010-2011. Á starfsárinu voruhaldnir 13 stjórnarfundir en auk þess hefurstjórnin ���#�� nokkrar starfsnefndir sem ������

hafa á tímabilinu. Á golfþingi 2009 var jafnframtk���� í eftirfarandi � ����$

Endursk� �����Stefán Svavarsson og Gu�mundurFrímannsson. Varaendursk������r$ HallgrímurÞorsteinsson og Ómar Kristjánsson

Áhugamennskunefnd:Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Gísli����� Hall. Varamenn$ Hannes ���mundssonog Júlíus Jónsson.

Aganefnd:Haukur Örn Birgisson, ������ Geirsson ogJónatan Ólafsson.Varamenn$ Bergsteinn Hjörleifsson, Ríkar��rPálsson og Páll Kristjánsson

Forgjafarnefnd:Gu�mundur Ólafsson, Arnar Geirsson ogGu�mundur Magnússon. Varamenn$ Andrés���mundsson og Baldur Gunnarsson.

Dómstóll GSÍ:Hjörleifur Kvaran, Tryggvi Gu�mundsson og���mundur Sophusson.

Áfr�����rdómstóll GSÍ:Rúnar Gíslason, Kristján Einarsson ogÞorsteinn Sv. Stefánsson. Varadómarar$ HelgiBragason, Þórir Bragason og Sigur�urGeirsson.

Dómaranefnd:������ Geirsson, %&�� Geirsson og ����Ingason. Varamenn$ A�alsteinn Örnólfsson,Þorteinn Sv. Stefánsson og Kristján Einarsson.

Nú í lok tímabilsins lítum ��� yfir farinn veg ogförum yfir starfsemi sambandsins, sko�umreksturinn og metum árangur ársins.Rekstrar��������� er í takt ��� �������r, entekjuaukning sem var umfram ������ á árinu varr�����f�� í aukin útgjöld í mótahaldi. Þátttakan ámótum GSÍ var umfram �������� og yfirleittfullbóka� í þau öll. Sú n�breytni var á'� ���#� ���&����� í ár �� mótin töldu til stigaá heimslista áhugamanna og ljóst �� sú breytinghefur hvatt kylfinga okkar til ���� og �����þátttöku á mótunum. Þannig gefur nú'� ���#� ���&��� þeim kylfingum sem eru ��

(������� 2011 - �"�� 5

���rsla stjórnar

Page 6: Ársskýrsla 2011

stefna að því að komast háskóla erlendis,tækifæri til að staðsetja sig á alþjóðlegum listasem gefur þeim aukna möguleika á skólavist.Tilað mótin séu gjaldgeng til stiga á heimslistaáhugamanna þurfa þau að vera hið minnsta 54holur og hefur stefnan verið sett á að öll mótin áEimskipsmótaröðinni á næsta ári verði aðlágmarki 54 holur.

Margir ungir kylfingar unnu glæsta sigra ámótaröðunum og meðalaldur afrekskylfinga fersífellt lækkandi. Afrekskylfingur eða afreksefnieru hugtök sem oftar en áður skjóta uppkollinum. Í afreksstefnu GSÍ sem kynnt verður áþessu þingi er m.a. farið yfir þessarskilgreiningar en þær eru byggðar m.a. áafreksstefnu ÍSÍ. Þar er að finna þau viðmið semkylfingar okkar geta borið sig saman við til aðsjá hvar þeir standa.

Vallarmet voru slegin og lág skor sáust mjögregluglega. Við verðum að álykta að betri þjálfunog leiðsögn fari fram í klúbbunum sem hafa ásínum snærum betur menntaða einstaklinga ogkennara, sem aftur skila af sér betri árangri.Golfkennaraskóli PGA á Íslandi sem hefur veriðrekinn af miklum metnaði í góðri samvinnu viðGSÍ er nú með sinn þriðja hóp í námi en stefnter að því að sá hópur útskrifist næsta vor.Fulltrúi PGA í Evrópu kom hingað til lands í vorog tók út starfsemi skólans og gaf honum sínbestu meðmæli.

Þó það hafi vorað seint, var veðrið seinni hlutasumars og í haustbyrjun með ágætum og máttisjá fjölmarga kylfinga á golfvöllum landsins núum miðjan nóvember. Hvort það er vísbendingum breytingar á veðurfari hér á norðurhvelijarðar er óljóst en alla vega eykur það gleðikylfinga að golftímabilið sé að lengjast.

Félögum í golfklúbbum fjölgar enn á Íslandi ogfer nærri að félögum hafi fjölgað um 2% í ár.Meðal þess sem við brydduðum upp á íkynningarstarfi sambandsins var aukið samstarfvið RÚV og voru vikulegir sjónvarpsþættir umgolf í allt sumar, þar sem reynt var að fjalla umflest það sem tengst golfíþróttinni. Ljóst er aðþættirnir vöktu athygli og ekki síst þeirra semvoru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Þá hófSkjár golf útsendingar í lok síðasta árs, bæðibeinar og óbeinar frá golfmótum hvaðanæva að

úr heiminum sem tengja kylfinga betur viðatburði á heimsvísu. Þessi aukna umfjöllun umgolfíþróttina í ljósvakamiðlunum beinirkastljósinu að íþróttinni og hjálpar okkur í þvíverkefni sambandsins að kynna golfíþróttina.Það er ánægjulegt að sjá þessa fjölgun ígolfklúbbunum sem verið hefur undanfarið árþrátt fyrir efnahagskreppu í samfélaginu. Þessiaukna þátttaka hér á landi er ekki í takt viðhelstu nágrannalönd okkar, því þar eru menn aðfást við fækkun félaga eins og til dæmis áBretlandseyjum sem oft eru taldar vaggagolfíþróttarinnar og sama má segja um þróuninaá Norðurlöndum.

Hlutverk GolfsambandsinsHlutverk sambandsins er nokkuð skýrt og kemurfram í íþróttalögum, auk þess sem skýr markmiðhafa verið sett í starfsemi sambandsins í þeirristefnumörkun sem gerð hefur verið á liðnumárum. Eins hafa áherslur sambandsins komiðfram í fjárhagsáætlun hvers árs þar semramminn er settur utan um starfsemi GSÍ. Enalltaf koma fram ný verkefni sem þurfa úrlausnarvið. Ekki er þó verið að segja að það sé sífelltverið að finna upp hjólið því sumt af því sem viðframkvæmum er endurtekning frá ári til árs.Samt geta áherslur breyst í takt við tíma ogframþróun. Eitt af okkar hlutverkum er að veraþjónustustofnun fyrir golfklúbba landsins. Þeireru nú 65 og dreifast um allt land. GSÍ sér umvallarmat fyrir alla klúbba landsins og vinnafjölmargir sjálfboðaliðar ásamt starfsmönnumsambandsins að slíku mati. Við höfum valið þáleið að bjóða þessa þjónustu sem hluta afstarfsemi sambandsins en víða erlendis sjáeinkaaðilar um þessa þjónustu óháð

Síða 6 - Ársskýrsla 2011

Skýrsla stjórnar

Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðadómari var meðfræðslunámskeið um golfreglur á vegum GSÍ víðaum land.

Page 7: Ársskýrsla 2011

sambandinu. Þá höfum við markað þá stefnu aðvera með miðlægt tölvukerfi fyrir alla golfklúbbalandsins og þannig höfum við náð samræminguí mótahaldi og auðveldað aðgengi kylfinga aðupplýsingum og þjónustu í tengslum viðíþróttina. Að mínu mati hefur þessistefnumörkun verið skynsamleg og sparaðgolfhreyfingunni mikla fjármuni á liðnum árum.

Útgáfa og fræðslumál eru mikilvægur þáttur ístarfsemi okkar. Dómaranámskeiðin hafa veriðvel sótt enda nauðsynlegt fyrir klúbba landsinsað eiga hæfa dómara til þess að dæma ágolfmótum. Handbók kylfingsins var gefin út í árí samvinnu við Golf Iceland og var henni dreiftendurgjaldslaust til allra kylfinga auk þess semhún lá frammi á afgreiðslustöðum Skeljungs umallt land. Þá er ótalið blaðið okkar Golf á Íslandisem kemur út fimm sinnum á ári, þar sem hverttölublað er 116 blaðsíður. Þar höfum við skráðsögu hreyfingarinnar á liðnum árum auk þesssem blaðið hefur verið mikilvægur hlekkur íþjónustu okkar við kylfinga landsins s.s. meðfræðslu um ýmis málefni sem og upplýsingarum áhugaverða golfáfangastaði, innanlandssem erlendis.

Golfreglurnar voru síðast gefnar út í ársbyrjun2008 og var þeim dreift til allra kylfinga meðaðild að GSÍ. Nú er unnið að nýrri útgáfugolfreglnanna sem koma munu út í byrjun næstaárs. Kristján Einarsson alþjóðadómari hefur haftumsjón með þýðingu á golfreglunum á liðnumáratugum og verður honum seint fullþakkað fyrirframlag hans til golfíþróttarinnar. Þetta árið munHörður Geirsson alþjóðadómari sjá um þýðingugolfreglnanna. Nýju golfreglurnar munu eins ogvenjulega gilda í fjögur ár eða til ársloka 2015.

Tölvukerfið okkar golf.is er í stöðugri þróun enþað er umfangsmesta íþróttakerfi landsins meðallt að fjórar milljónir flettinga á mánuði þegarkerfið er í hvað mestri notkun yfirsumarmánuðina. Vefurinn heldur utan um flestaþætti sem snerta golfíþróttina s.s. forgjöf,mótahald, rástímaskráningu og alls kynstölfræði. Mikið fé hefur verið lagt í uppbyggingukerfisins á undanförnum árum og er hann farinnað standast það mikla álag sem á honum verðurá álagstímum á sumrin.

Mótahald nær til allra aldurshópaFyrir utan Eimskipsmótaröðina sem er mótaröðokkar bestu kylfinga, er GSÍ með Arion bankamótaröð unglinga sem þar sem keppt er í pilta-og stúlknaflokki í þremur aldursflokkum. Mjöggóð þátttaka hefur verið á Arion bankamótaröðinni og ánægjulegt að sjá að skor okkaryngstu kylfinganna eru alltaf að verða lægra oglægra. Sú mikla aðsókn sem hefur verið á Arionbanka mótaröðinni hefur gefið tilefni til að verameð aðra mótaröð á vegum sambandsins fyrirunglinga og nefnum við hanaÁskorendamótaröðina. Ánægjulegt er að fylgjastmeð hversu margir taka þátt í þeirri mótaröð.Mótahald GSÍ snýr líka að sveitakeppnum íöllum aldursflokkum bæði í barna- ogunglingaflokkum sem og í flokki eldri kylfinga.

Íslandsmótið í höggleik fór að þessu sinni fram áHólmsvelli í Leiru og var umgjörð ogframkvæmd mótsins til fyrirmyndar.Veðurguðirnir voru okkur ekkert sérstaklegahliðhollir meðan á mótinu stóð og varð t.d. aðfresta leik um nokkra klukkustundir síðastadaginn. Bein útsending sjónvarps var á okkarvegum síðustu tvo dagana og verður að segjastað það voru mikil vonbrigði þegar klippt var ábeina útsendingu rétt í þá mund er mótið var aðklárast og spennan í algleymingi. Ótrúleg mistökaf hendi Ríkissjónvarpsins. Sigurvegarar ogÍslandsmeistarar í höggleik 2011 voru verðugirfulltrúar yngri kynslóðar kylfinga, þau AxelBóasson Golfklúbbnum Keili og Ólafía ÞórunnKristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur.

Ársskýrsla 2011 - Síða 7

Íslandsmeistarar í höggleik 2011, Axel Bóasson GKog Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR.

Skýrsla stjórnar

Page 8: Ársskýrsla 2011

Erlent samstarfEitt af hlutverkum stjórnar sambandsins er aðsinna erlendum samskiptum og að vera fulltrúiíslenskrar golfhreyfingar á erlendum vettvangi.Þessi samskipti auðvelda okkur að vinna aðsameiginlegum markmiðum, við getum lært aföðrum og jafnframt miðlað af reynslu okkar.Þannig getum við gert okkur gildandi í hinumstóra golfheimi. Þá er einnig mikilvægt aðkynnast aðilum í alþjóðasamfélagi golf-hreyfingarinnar. Forseti og framkvæmdastjórisátu nú í október ársfund EGA í Bilbao á Spáni,en jafnframt situr Haukur Örn Birgisson ímótanefnd EGA og var hann jafnframt áársfundinum. Á fundinum var GSÍ boðið aðhalda á næsta ári Áskorendamót karlalandsliðasem er undankeppni Evrópukeppnikarlalandsliða. Ásamt Íslendingum taka líklega12 aðrar þjóðir þátt í mótinu og má þar m.a.nefna lið Englands, Portúgals og Belgíu. Viðhöfum þekkst boðið og verður mótið haldið áHvaleyrarvelli í umsjón Golfklúbbsins Keilis íHafnarfirði dagana 12.-14. júlí n.k. Af öðrumerlendum tengslum má nefna aðild okkar að IGFsem m.a. stendur, annað hvert ár, fyrirHeimsmeistarakeppni landsliða áhugamannaog verður leikið í mótinu á næsta ári í Tyrklandi.Þá sér IGF jafnframt um þátttöku kylfinga áÓlympíuleikum en keppt verður í golfi í fyrstaskipti í yfir 100 ár á Ólympíuleikunum í Brasilíu2016.

Þá hefur um árabil verið gott samstarfNorðurlandanna og eru sameiginlegir fundirhaldnir árlega þar sem fulltrúar sambandannafara yfir sameiginleg hagsmunamál og jafnframtskiptast á skoðunum um ýmislegt er lítur aðmálefnum sem tengjast golfíþróttinni. Eitt helstasamstarfsverkefni okkar á Norðurlöndum er ásviði grasvallarannsókna og erum við aðilar aðSTERF sem er stofnun sem heldur útirannsóknum sem tengjast umhirðu og viðhaldigolfvalla. STERF fékk styrk frá Norðurlandaráðitil að kynna þá miklu möguleika sem hægt er aðfinna í nágrenni golfvalla og kom nýlega útskýrsla vinnuhópsins um verkefnið sem nefnist"Multifunctional Golf Courses" og er hægt aðnálgast íslenska þýðingu skýrslunnar áheimasíðu GSÍ.

Í ársbyrjun héldu Evrópusamtök golfvalla-starfsmanna FEGGA (Federation of European

Golf Greenkeepers Association) alþjóðlegaráðstefnu hér á landi samhliða aðalfundisamtakanna og tókst ráðstefnan mjög vel.Ákveðið var að nýta tækifærið og vekja athygli áhversu framarlega íslenskir golfklúbbar eru íumhverfismálum með því að fá alla golfklúbbalandsins til að taka fyrsta skref að alþjóðavottungolfvalla á vegum GEO (Golf EnvironmentOrganization) og varð Ísland þannig fyrstalandið þar sem allir golfklúbbar í viðkomandilandi ljúka því skrefi. Þetta vakti mikla athygli ígolfheiminum og var greint ítarlega frá þessu áheimasíðu R&A.

Forgjafar- og vallarmatsmálForgjafarnefnd GSÍ hefur yfirumsjón meðvallarmatsmálum okkar og eru nú eins og áðurtveir starfshópar starfandi undir stjórnnefndarinnar. Í ár voru teknir út eftirtaldir vellir:Svarfhólsvöllur, Húsatóftavöllur, Sveinskots-völlur, Álftanesvöllur, Selsvöllur, Hlíðarvöllur ogÞorlákshafnarvöllur. Forgjafar- ogvallarmatsnefnd hefur sent klúbbunumleiðbeiningar um lengdarmælingar en oft villbrenna við að leiðbeiningunum sé ekki nógu velfylgt eftir og hefur það tafið vallarmat.

Ný útgáfa af forgjafarkerfi EGA kemur út í byrjunárs 2012 en frekar litlar breytingar eru á kerfinufrá því sem nú er, en þessi útgáfa gildir tilársloka 2015. Helstu breytingarnar eru þær aðCBA kemur í stað CSA leiðréttingastaðals semætti að leiða til færri leiðréttinga vegna nýrraraðferðarfræði. Í CBA verður engin breyting áStableford punktunum heldur verður gráasvæðið fært til miðað við skorin í mótunum.Samkvæmt útreikningum EGA ættu aðeins 20%af mótum að fá CBA leiðréttingu.

Síða 8 - Ársskýrsla 2011

Skýrsla stjórnar

Hátt í hundrað erlendir fulltrúar sóttu heimsráðstefnugolfvallastjóra, International Summit.

Page 9: Ársskýrsla 2011

AfreksmálEitt af því sem snýr að starfsemi sambandsinser að styðja við afrekskylfinga, þjálfun þeirra ogað veita þeim leiðsögn og aðstöðu til æfinga ogkeppni á mótum á erlendri grundu.Afreksnefndin hefur haft veg og vanda afuppbyggingu á afrekssviði GSÍ. Afreksnefndin,undir forystu Theódórs Kristjánssonar, hefurunnið ötullega að nýrri afreksstefnu og hefurÚlfar Jónsson golfkennari verið ráðinn til þessað fylgja þessari nýju áætlun eftir. Úlfar er óþarfiað kynna en hann var um árabil einn fremstikylfingur landsins. Hitann og þungann aflandsliðsferðum okkar á liðnu tímabili hafa þauRagnar Ólafsson og Steinunn Eggertsdóttirborið, ásamt því að Ragnar hefur gegnthlutverki landsliðseinvalds en nýrlandsliðsþjálfari mun nú taka yfir það verkefni.

Öll höfum við fylgst með kylfingum okkar áerlendri grundu. Birgir Leifur hefur komist ígegnum fyrsta stigið í úrtökumóti bandarískuPGA mótaraðarinnar og leggur nú til atlögu viðannað stigið. Ólafur Björn Loftsson vann eittsterkasta háskólamótið í sumar og íviðurkenningarskyni var honum boðin þátttaka íPGA móti í Greensboro í Norður-Karólínu. Þaratti Ólafur kappi við marga af bestu kylfingumheims og vantaði hann einungis eitt högg tilþess að komast í gegnum niðurskurðinn í þvímóti. Sannarlega glæsileg frammistaða hjáþessum unga kylfingi og gott innlegg íreynslubanka hans. Ólafur og frammistaða hansvakti mikla athygli og var hann óspar á að lofaÍsland sem golfáfangastað með björtum nóttumog glæsilegu landslagi. Sannarlega góðlandkynning það.

Golf IcelandFélagið Golf Iceland hefur nú starfað í nærfjögur ár en það var stofnað í ársbyrjun 2008.Félagið var stofnað í samvinnugolfhreyfingarinnar og ferðaþjónustunnar í þeimtilgangi að kynna íslenska golfvelli fyrirerlendum kylfingum með ýmsu móti. MeðlimirGolf Iceland eru nú 25 talsins; 13 golfklúbbar, 10ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu ogGSÍ.

Meginstarfsemi samtakanna hefur eðlilega veriðmarkaðs- og kynningarvinna. Auk þess að gefaút sitt kynningarefni, halda úti vefsíðu og takaþátt í sérhæfðum ferðasýningum þá erusamtökin aðilar að IAGTO, sem eru alþjóðlegsamtök ferðaþjónustuaðila og golfáfangastaða.Meðlimir þar eru um 1000 og með aðild fásamtökin aðgang að sérhæfðum söluaðilumgolfferða um allan heim. Miklum upplýsingumum golf á Íslandi hefur verið dreift til söluaðilaundanfarin ár. Stöðugt fleiri söluaðilar golfferðaeru nú með Ísland í sínum sölubæklingum.Sérstakt Íslands-vefsvæði er á vef IAGTO fyrirsöluaðila innan samtakanna. Þá er þessi vefurmikilvæg dreifileið fyrir ljósmyndir en þarnahöfum við byggt upp myndabanka frá íslenskugolfi þar sem söluaðilar og fjölmiðlar sækja sérkynningarefni.

Til að ná til hins almenna kylfings hefur veriðunnið að því að koma upplýsingum um golf áÍslandi í erlenda fjölmiðla. Á vegum Golf Icelandhafa komið yfir 60 fjölmiðlamenn á þessumárum til Íslands og hafa þeirra skrif og myndirbirst í fjölda fjölmiðla. Nýjasta dæmið um slíktvar koma Golfing World í sumar en þeirra þættireru sýndir víða og ná til mikils fjölda almennrakylfinga. Fjórir þættir Golfing World hafa veriðsýndir eftir komu þeirra hingað og fleiri eru ívinnslu.

Erfiðlega hefur gengið að koma á mælingu áfjölda erlendra kylfinga sem leika á íslenskumgolfvöllum en ljóst er að þeim fer í heildinafjölgandi, þó eðlilega finni einstakir vellirmismunandi fyrir því.

StarfsmannamálEins og áður eru þrír starfsmenn á skrifstofusambandsins. Hörður Þorsteinsson erframkvæmdastjóri, Arnar Geirsson er skrifstofu-

Ársskýrsla 2011 - Síða 9

Skýrsla stjórnar

Fréttamaður GOlf Channel tekur viðtal við Ólaf Björná Wyndham mótinu á PGA mótaröðinni.

Page 10: Ársskýrsla 2011

og kerfisstjóri og Stefán Garðarsson erkynningar- og markaðsstjóri. Þetta ersamstæður hópur sem sinnir öllum verkefnum.Margir fleiri koma að sjálfu mótahaldinu, bæðidómarar, stjórnarmenn golfklúbba og aðrirsjálfboðaliðar. Áhersla er lögð á það aðgolfklúbbarnir eru framkvæmdaaðilar enfulltrúar GSÍ séu til þess að gæta samræmingarvið framkvæmd mótanna. Landsliðsverkefninhafa eins og fram hefur komið áður verið íhöndum Ragnars Ólafssonar og SteinunnarEggertsdóttur.

ÝmislegtNokkrir golfklúbbar áttu merkisafmæli á árinu oghéldu þeir upp á þau með viðeigandi hætti.Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbbur Hornafjarðarhéldu upp á að 40 ár voru frá stofnun þeirra enGolfklúbbur Grindavíkur hélt upp á 30 áraafmæli. Golfklúbbur Sandgerðis átti 25 áraafmæli og golfklúbbarnir á Vatnsleysuströnd ogBakkakoti áttu 20 ára afmæli. Við óskumþessum golfklúbbum til hamingju á þessumtímamótum og velfarnaðar í framtíðinni.

Þá má nefna það að Golfsambandið verður 70ára í ágúst á næsta ári og í tilefni þeirratímamóta er ætlunin að gefa út söguGolfsambands Íslands sem Steinar Lúðvíkssonrithöfundur hefur haft umsjón með og erhöfundur að en hann hefur notið aðstoðareiginkonu sinnar, Gullveigar Sæmundsdóttur viðritun verksins. Ætlunin er að handrit liggi fyrir ívor en bókin mun fjalla um sögu golfíþróttarinnarog þróun hennar á alþjóðavísu og merkisatburðisögunnar. Aðalefni bókarinnar verðu þó sagagolfíþróttarinnar á Íslandi, frá því að íþróttin namland hér á landi fram til afmælisársins. Sagtverður frá öllum golfklúbbum sem eru innansambandsins og golfvöllum þeirra. Helstu atriði ísögu klúbbanna verða rakin. Leitað verður tilklúbbanna um að lesa yfir frumtexta, fylla íeyðurnar og veita aðstoð. Það er von okkar aðklúbbarnir bregðist vel við þessari málaleitan ogaðstoði okkur einnig við að finna til myndir semfylgt geta umfjöllun um sögu hvers klúbbs.

LokaorðVeðurfar hefur alltaf mikið að segja og gott veðurhér sunnanlands, seinnihluta sumars og íhaustbyrjun, hafði mikil áhrif á fjölda leikinnahringja. Erfiðara veður var hins vegar á

norðurlandi og austurlandi. Síðastliðið sumarferðaðist ég umhverfis landið og fannst mérfrekar að bjartsýni ríkti í viðtölum mínum viðforsvarsmenn klúbbanna. Þó að við viljum verabjartsýn þá verðum við að vera varkár,sérstaklega í fjárfestingum. Nýr golfklúbbur,Golfklúbbur Brautarholts, er að ganga til liðs viðokkur. Þá voru Golfklúbburinn Kjölur ogGolfklúbbur Sandgerðis formlega að stækka í18 holu golfvelli og næsta vor verður GolfklúbburGrindavíkur orðinn að 18 holu golfvelli. Þannigað það er vaxtabroddur í hreyfingu okkar og égtel að flestir séu sáttir, þrátt fyrir það að það þurfiað hafa meira fyrir hlutunum en oft áður.

Ég vil þakka forsvarsmönnum klúbbannasamstarfið svo og öllum þeim sem komu aðmótahaldinu í sumar, um leið og ég þakka öllumþingfulltrúum komuna á þetta golfþing.

Jón Ásgeir EyjólfssonForseti GSÍ

Síða 10 - Ársskýrsla 2011

Skýrsla stjórnar

Nýr glæsilegur golfvöllur muna opna um mitt sumará næsta ári á Kjalarnesi hjá Golfklúbbi Brautarholts.

Page 11: Ársskýrsla 2011

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Ársreikningur fyrirstarfsárið 2010

Ársreikningur fyrirstarfsárið 2011

Page 12: Ársskýrsla 2011
Page 13: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 13

Page 14: Ársskýrsla 2011

Síða 14 - Ársskýrsla 2011

Árið Áætlun ÁriðSkýr. 2011 2011 2010

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi.......... 1 31.165.944 29.274.000 26.986.006 Samstarfsaðilar............................. 17.439.261 12.000.000 11.478.274 Styrkir og framlög.......................... 2 20.590.972 22.000.000 19.215.767 Árgjöld félaga................................ 55.727.100 52.768.000 54.681.900

Rekstrartekjur 124.923.277 116.042.000 112.361.947

Rekstrargjöld

Útgáfusvið..................................... 3 27.430.254 27.560.000 23.702.294 Afrekssvið..................................... 4 30.152.729 30.000.000 24.066.372 Mótasvið....................................... 5 18.531.667 15.750.000 17.795.697 Fræðslu-og alþjóðasvið................ 6 8.419.777 6.400.000 4.631.253 Þjónustusvið................................. 7 13.517.216 12.500.000 12.866.491 Stjórnunarsvið............................... 8 24.650.705 22.800.000 22.225.990

Rekstrargjöld 122.702.348 115.010.000 105.288.097

Rekstrarafgangur 2.220.929 1.032.000 7.073.850

Vextir

Vaxtagjöld..................................... (116.271) (100.000) (260.897)Vaxtatekjur.................................... 262.850 500.000 626.103

Vextir 146.579 400.000 365.206

Tekjur umfram gjöld 2.367.508 1.432.000 7.439.056

Aðrar tekjur og gjöld

Grasvallarsjóður............................ 1.428.900 1.400.000 1.402.100 Árgjald í STERF............................ (1.549.114) (1.200.000) (1.105.550)

Aðrar tekjur og gjöld (120.214) 200.000 296.550

Heildarafkoma 2.247.294 1.632.000 7.735.606

Rekstrarreikningur 1. október 2010 - 30. september 2011

Page 15: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 15

Skýr. 30.09.2011 30.09.2010Eignir:

Veltufjármunir

Skammtímakröfur......................... 9 10.176.058 9.508.559 Handbært fé.................................. 20.689.894 21.010.108

Veltufjármunir 30.865.952 30.518.667

Eignir alls 30.865.952 30.518.667

Skuldir og eigið fé:

Eigið fé

Óráðstafað eigið fé....................... 10 23.181.343 20.813.835 Eigið fé grasvallarsjóðs................. 10 (321.286) (201.072)

Eigið fé 22.860.057 20.612.763

Skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir............................. 11 2.997.080 4.846.159 Ýmsar skuldir................................ 12 5.008.815 5.059.745

Skammtímaskuldir 8.005.895 9.905.904

Skuldir og eigið fé alls 30.865.952 30.518.667

Efnahagsreikningur 30. september 2011

Page 16: Ársskýrsla 2011

Síða 16 - Ársskýrsla 2011

Árið Áætlun Árið2011 2011 2010

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi...................................... 28.635.944 25.666.000 25.666.006 Handbók kylfingsins........................... 1.230.000 2.288.000 0 golf.is................................................. 1.300.000 1.320.000 1.320.000

Útgáfustarfsemi 31.165.944 29.274.000 26.986.006

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.............................................. 8.783.040 9.000.000 8.669.259 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... 2.557.196 2.000.000 2.512.009 Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... 2.500.000 4.000.000 2.000.000 Opinberir styrkir................................. 3.625.566 4.000.000 3.746.479 R&A vegna unglingamála................... 3.125.170 3.000.000 2.288.020

Styrkir og framlög 20.590.972 22.000.000 19.215.767

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi...................................... 24.616.689 23.360.000 22.135.764 Handbók kylfingsins........................... 1.006.370 2.400.000 0 Golf.is................................................ 1.807.195 1.800.000 1.566.530

Útgáfusvið 27.430.254 27.560.000 23.702.294

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður........................... 4.496.642 5.000.000 4.210.236 Æfingabúðir....................................... 1.905.499 2.000.000 1.358.710 Keppnisferðir...................................... 15.342.148 15.000.000 11.638.855 Annað kostnaður................................ 8.408.440 8.000.000 6.858.571

Afrekssvið 30.152.729 30.000.000 24.066.372

5. Mótasvið

Mótahald, greitt til klúbba................... 2.250.000 2.250.000 2.250.000 Annar mótakostnaður......................... 7.437.667 6.500.000 7.976.012 Framleiðsla og útsendingar................ 8.844.000 7.000.000 7.569.685

Mótasvið 18.531.667 15.750.000 17.795.697

6. Fræðslu-og alþjóðasvið

Fræðsla- og útgáfur........................... 2.842.029 1.900.000 1.108.165 Alþjóðakostnaður............................... 5.161.108 3.500.000 2.650.270 Annar kostnaður................................. 416.640 1.000.000 872.818

Fræðslu-og alþjóðasvið 8.419.777 6.400.000 4.631.253

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi........................................... 9.554.669 9.000.000 9.244.765 Framlög til samtaka ofl....................... 3.962.547 3.500.000 3.621.726

Þjónustusvið 13.517.216 12.500.000 12.866.491

Sundurliðanir

Page 17: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 17

Árið Áætlun Árið2011 2011 2010

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld................... 16.784.953 15.900.000 15.741.915 Skrifstofukostnaður............................ 5.164.597 4.200.000 3.657.154 Fundir og ráðstefnur........................... 1.740.487 2.000.000 1.961.643 Markaðskostnaður............................. 960.668 700.000 865.278

Stjórnunarsvið 24.650.705 22.800.000 22.225.990

9. Viðskiptakröfur

Félagsgjöld........................................ 14 1.155.305 1.877.305 Auglýsingar........................................ 6.390.300 1.690.675 ÍSÍ viðskiptareikningur........................ 3.376.698 6.686.824 Niðurfærsla viðsk.krafna.................... (746.245) (746.245)

Viðsk.kröfur 10.176.058 9.508.559

10. Óráðstafað eigið fé

Staða 1. janúar................................... 20.813.835 13.374.779 Rekstrarafgangur ársins..................... 2.367.508 7.439.056

Óráðstafað eigið fé 23.181.343 20.813.835

Grasvallarsjóður frá fyrra ári.............. (201.072) (497.622)Óráðstafað umfram framl. ársins....... (120.214) 296.550

Eigið fé grasvallarsjóðs (321.286) (201.072)

11. Viðskiptaskuldir

Visa.................................................... 332.476 2.439.784 Aðrir lánardrottnar.............................. 2.664.604 2.406.375

Viðskiptaskuldir 2.997.080 4.846.159

12. Ýmsar skuldir

Virðisaukaskattur............................... 3.994.114 4.147.806 Launatengd gjöld............................... 1.014.701 911.939

Ýmsar skuldir 5.008.815 5.059.745

13. Launagreiðslur

Heildarlaunagreiðslur......................... 31.989.589 28.990.349 Fært á afrekssvið............................... (4.161.500) (3.952.120)Fært á fræðslusvið............................. (429.500)Fært á útgáfusvið............................... (6.999.718) (6.163.253)Fært á þjónustusvið........................... (3.614.390) (3.133.061)

Fært á stjórnunarsvið 16.784.481 15.741.915

14. Félagsgjöld

Golfklúbbur Bakkakots ...................... 1.071.305Golfklúbbur Staðarsveitar.................. 84.000

1.155.305

Page 18: Ársskýrsla 2011
Page 19: Ársskýrsla 2011

Golfsamband ÍslandsÍþróttamiðstöðinni í Laugardal

Reykjavík

Ársreikningur fyrirstarfsárið 2010

Rekstraráætlun 2012

Page 20: Ársskýrsla 2011

Síða 20 - Ársskýrsla 2011

Áætlun Árið ÁriðSkýr. 2012 2011 2010

Rekstrartekjur

Útgáfu- og fræðslustarfsemi.......... 1 32.725.000 31.165.944 26.986.006 Samstarfsaðilar............................. 22.000.000 17.439.261 11.478.274 Styrkir og framlög.......................... 2 23.500.000 20.590.972 19.215.767 Árgjöld félaga................................ 55.169.400 55.727.100 54.681.900

Rekstrartekjur 133.394.400 124.923.277 112.361.947

Rekstrargjöld

Útgáfusvið..................................... 3 29.384.000 27.430.254 23.702.294 Afrekssvið..................................... 4 33.600.000 30.152.729 24.066.372 Mótasvið....................................... 5 22.750.000 18.531.667 17.795.697 Fræðslu-og alþjóðasvið................ 6 9.000.000 8.419.777 4.631.253 Þjónustusvið................................. 7 13.500.000 13.517.216 12.866.491 Stjórnunarsvið............................... 8 24.470.000 24.650.705 22.225.990

Rekstrargjöld 132.704.000 122.702.348 105.288.097

Rekstrarafgangur 690.400 2.220.929 7.073.850

Vextir

Vaxtagjöld..................................... (100.000) (116.271) (260.897)Vaxtatekjur.................................... 300.000 262.850 626.103

200.000 146.579 365.206

Tekjur umfram gjöld 890.400 2.367.508 7.439.056

Aðrar tekjur og gjöld

Grasvallarsjóður............................ 1.400.000 1.428.900 1.402.100 Útgjöld grasvallarsjóðs.................. (1.200.000) (1.549.114) (1.105.550)

200.000 (120.214) 296.550

Heildarafkoma 1.090.400 2.247.294 7.735.606

Rekstraráætlun 2012

Page 21: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 21

Áætlun Árið Árið2012 2011 2010

1. Útgáfu-og fræðslustarfsemi

Golf á Íslandi...................................... 29.905.000 28.635.944 25.666.006 Handbók kylfingsins........................... 1.320.000 1.230.000 0 golf.is................................................. 1.500.000 1.300.000 1.320.000

Útgáfustarfsemi 32.725.000 31.165.944 26.986.006

2. Styrkir og framlög

ÍSÍ, lottó.............................................. 9.000.000 8.783.040 8.669.259 Útbreiðslustyrkur ÍSÍ........................... 2.500.000 2.557.196 2.512.009 Afreksmannasjóður ÍSÍ....................... 3.000.000 2.500.000 2.000.000 Opinberir styrkir.................................. 4.000.000 3.625.566 3.746.479 R&A vegna unglingamála.................. 5.000.000 3.125.170 2.288.020

Styrkir og framlög 23.500.000 20.590.972 19.215.767

3. Útgáfusvið

Golf á Íslandi...................................... 26.334.000 24.616.689 22.135.764 Handbók kylfingsins........................... 1.150.000 1.006.370 0 Golf.is................................................. 1.900.000 1.807.195 1.566.530

Fræðslusvið 29.384.000 27.430.254 23.702.294

4. Afrekssvið

Stjórnunarkostnaður........................... 8.000.000 4.496.642 4.210.236 Æfingabúðir........................................ 2.500.000 1.905.499 1.358.710 Keppnisferðir...................................... 16.100.000 15.342.148 11.638.855 Annað kostnaður................................ 7.000.000 8.408.440 6.858.571

Afrekssvið 33.600.000 30.152.729 24.066.372

5. Mótasvið

Greiðslur til klúbba............................. 4.000.000 2.250.000 2.250.000 Annar mótakostnaður......................... 9.750.000 7.437.667 7.976.012 Framleiðsla og útsendingar................ 9.000.000 8.844.000 7.569.685

Mótasvið 22.750.000 18.531.667 17.795.697

Sundurliðanir

Page 22: Ársskýrsla 2011
Page 23: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 23

Áætlun Árið Árið6. Fræðslu- og alþjóðasvið 2012 2011 2010

Fræðsla- og útgáfur........................... 3.750.000 2.842.029 1.108.165 Alþjóðakostnaður............................... 4.750.000 5.161.108 2.650.270 Annar kostnaður................................. 500.000 416.640 872.818

Fræðslu-og alþjóðasvið 9.000.000 8.419.777 4.631.253

7. Þjónustusvið

Tölvukerfi........................................... 10.000.000 9.554.669 9.244.765 Framlög til samtaka ofl....................... 3.500.000 3.962.547 3.621.726

Þjónustusvið 13.500.000 13.517.216 12.866.491

8. Stjórnunarsvið

Laun og launatengd gjöld.................. 17.500.000 16.784.953 15.741.915 Skrifstofukostnaður............................ 4.270.000 5.164.597 3.657.154 Fundir og ráðstefnur........................... 2.000.000 1.740.487 1.961.643 Markaðskostnaður............................. 700.000 960.668 865.278

Stjórnunarsvið 24.470.000 24.650.705 22.225.990

Page 24: Ársskýrsla 2011

Síða 24 - Ársskýrsla 2011

Kortategund Fjöldi útgefinakorta 2011

Skráð notkunkorta 2011

Notkunp. kort

Fjöldi útgefinakorta 2010

Kort til golfklúbba 676 2.462 3,6 605Kort til samstarfsaðila GSÍ 253 1.449 5,7 242Kort til GSÍ og hagsmunaaðila 85 339 4,0Kort til fjölmiðla 40 152 3,8 35Norðurlandakort 88 183 2,1 123Samtals 1.142 4.585 4,0 1.005

Útgáfa GSÍ-korta 2011

Golfsamband Íslands hefur heimild til þess ��úthluta leikkortum sem eru ætl�� fyrirsjálfb��ali�astarf í golfhreyfingunni og tilannarra velunnara golfhreyfingarinnar.Leikkor��� heimilar korthafa ásamt maka ��leika allt �� tvisvar sinnum á hverjum golfvelli áári án þess �� g���� vallargjald.

Ár�� 2011 voru gefin út samtals 1.142 kort ogskiptust þau eftirfarandi. Klúbbakort voru 676,GSÍ og hagsm��������r golfhreyfingarinnarfengu 85 kort, �� ���������� GSÍ fengu 253kort og ��&� ���� fengu 40 kort. Þá voru gefin út88 /���rlandakort.

Tölfræ�in byggist á innsendumskráningarb�&�� frá 29 golfvöllum. Þessir vellireru �� 12.996 félagsmenn sem er 81% aföllum kylfingum skr��� í GSÍ.

Fjöldi hringja á kortum útgefnum af GSÍFjöldi 2011 Fjöldi 2010 Mismunur milli ára

Hvaleyrarvöllur 353 % 436 % -83 -19,0%Kort golfklúbba 141 40% 185 42%Kort samstarfsaðila GSÍ 138 39% 163 37%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 32 9% 0 0%Kort fjölmiðla 16 5% 27 6%Norðurlandakort 26 7% 61 14%

Leirdalsvöllur 348 % 325 % 23 7,1%Kort golfklúbba 160 46% 142 44%Kort samstarfsaðila GSÍ 139 40% 134 41%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 17 5% 0 0%Kort fjölmiðla 16 5% 24 7%Norðurlandakort 16 5% 25 8%

Page 25: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 25

Fjöldi hringja á kortum útgefnum af GSÍ

Fjöldi 2011 Fjöldi 2010 Mismunur milli ára

Grafarholtsvöllur 209 % 186 % 23 12,4%Kort golfklúbba 108 52% 114 61%Kort samstarfsaðila GSÍ 66 32% 49 26%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 13 6% 0 0%Kort fjölmiðla 6 3% 11 6%Norðurlandakort 16 8% 12 6%

Korpúlfsstaðavöllur 162 % 149 % 13 8,7%Kort golfklúbba 88 54% 82 55%Kort samstarfsaðila GSÍ 47 29% 49 33%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 6 4% 0 0%Kort fjölmiðla 11 7% 11 7%Norðurlandakort 10 6% 7 5%

Garðavöllur - Akranesi 177 % 136 % 41 30,1%Kort golfklúbba 106 60% 84 62%Kort samstarfsaðila GSÍ 51 29% 33 24%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 9 5% 0 0%Kort fjölmiðla 7 4% 8 6%Norðurlandakort 4 2% 11 8%

Strandarvöllur - Hellu 253 % 225 % 28 12,4%Kort golfklúbba 152 60% 145 64%Kort samstarfsaðila GSÍ 60 24% 42 19%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 29 11% 0 0%Kort fjölmiðla 3 1% 7 3%Norðurlandakort 9 4% 31 14%

Þorlákshafnarvöllur 143 118 25 21,2%Kort golfklúbba 65 45% 68 58%Kort samstarfsaðila GSÍ 50 35% 35 30%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 17 12% 0 0%Kort fjölmiðla 4 3% 4 3%Norðurlandakort 7 5% 11 9%

Jaðarsvöllur - Akureyri 159 % 210 % -51 -24,3%Kort golfklúbba 89 56% 139 66%Kort samstarfsaðila GSÍ 51 32% 47 22%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 9 6% 0 0%Kort fjölmiðla 0 0% 8 4%Norðurlandakort 10 6% 16 8%

Katlavöllur - Húsavík 70 % 72 % -2 -2,8%Kort golfklúbba 45 64% 55 76%Kort samstarfsaðila GSÍ 14 20% 15 21%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 9 13% 0 0%Kort fjölmiðla 1 1% 1 1%Norðurlandakort 1 1% 1 1%

Hlíðavöllur - Mosfellsbæ 119 % 162 % -43 -26,5%Kort golfklúbba 52 44% 68 42%Kort samstarfsaðila GSÍ 52 44% 54 33%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 5 4% 0 0%Kort fjölmiðla 8 7% 24 15%Norðurlandakort 2 2% 16 10%

Kiðjabergsvöllur 321 % 261 % 60 23,0%Kort golfklúbba 177 55% 145 56%Kort samstarfsaðila GSÍ 85 26% 64 25%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 39 12% 0%Kort fjölmiðla 16 5% 10 4%Norðurlandakort 4 1% 42 16%

Selsvöllur 212 % 217 % -5 -2,3%Kort golfklúbba 143 67% 143 66%Kort samstarfsaðila GSÍ 38 18% 55 25%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 25 12% 0%Kort fjölmiðla 3 1% 7 3%Norðurlandakort 3 1% 12 6%

Page 26: Ársskýrsla 2011

Síða 26 - Ársskýrsla 2011

Fjöldi hringja á kortum útgefnum af GSÍ

Fjöldi 2011 Fjöldi 2011

Svarfhólsvöllur 131 % Hólmsvöllur 192 %Kort golfklúbba 86 66% Kort golfklúbba 97 51%Kort samstarfsaðila GSÍ 33 25% Kort samstarfsaðila GSÍ 68 35%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 7 5% Kort GSÍ og hagsmunaaðila 14 7%Kort fjölmiðla 0% Kort fjölmiðla 7 4%Norðurlandakort 5 4% Norðurlandakort 6 3%

Vestmannaeyjavöllur 190 % Kirkjubólsvöllur 48 %Kort golfklúbba 115 61% Kort golfklúbba 32 67%Kort samstarfsaðila GSÍ 50 26% Kort samstarfsaðila GSÍ 15 31%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 18 9% Kort GSÍ og hagsmunaaðila 1 2%Kort fjölmiðla 4 2% Kort fjölmiðla 0 0%Norðurlandakort 3 2% Norðurlandakort 0 0%

Urriðarvöllur 357 % Kálfatjarnarvöllur 211 %Kort golfklúbba 147 41% Kort golfklúbba 105 50%Kort samstarfsaðila GSÍ 167 47% Kort samstarfsaðila GSÍ 76 36%Kort GSÍ og hagsmunaaðila 20 6% Kort GSÍ og hagsmunaaðila 11 5%Kort fjölmiðla 8 2% Kort fjölmiðla 13 6%

Norðurlandakort 15 4% Norðurlandakort 6 3%

Öndverðarnesvöllur 328 % Nesvöllurinn 137 %Kort golfklúbba 185 56% Kort golfklúbba 53 39%

Kort samstarfsaðila GSÍ 92 28% Kort samstarfsaðila GSÍ 57 42%

Kort GSÍ og hagsmunaaðila 20 6% Kort GSÍ og hagsmunaaðila 8 6%

Kort fjölmiðla 10 3% Kort fjölmiðla 14 10%

Norðurlandakort 21 6% Norðurlandakort 5 4%

��������� ��������������

HANDBÓKKYLFINGSINS

Haukadalsvöllur - GeysiHúsatóftavöllur - GrindavíkArnarholtsvöllur - DalvíkLundsvöllur - FnjóskadalHlíðavöllur - SauðárkrókiReykholtsdalsvöllurVatnahverfisvöllur - BlönduósiÁlftanessvöllurKrossdalsvöllur - Mývatnssveit

17394744543141066

Page 27: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 27

Tölfræði og upplýsingar

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila ogaðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinum sem þeirbúa við. Einnig eru þessar tölur ætlaðar til notkunar við áætlanagerð.

Þróun í fjölda kylfinga frá árinu 2000Eftirspurnin í golf á síðustu 10 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefurkylfingum fjölgað um tæplega níu þúsund eða aukning upp á 86%. Á árabilinu 2000 til 2005 másegja að árlega jókst fjöldi kylfinga að meðaltali um 12%, en síðustu fimm ár er aukningin aðmeðaltali um 3%.

Árið 2011 var aukning 2% eða um 269 kylfingar sem er rétt undir meðaltali síðustu fimm ára.Ástæður fyrir aukningu þrátt fyrir efnahagsþrengingar og önnur utanaðkomandi áhrif erumismunandi frá klúbbi til klúbbs, en tiltölulega hófleg verðþróun hefur verið á árgjöldum í klúbbana.

Aldursskipting kylfingaÍ dag eru 45% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru að koma flestir nýliðar. Kylfingará aldrinum 20 til 49 ára eru tæp 40%. Í aldurshópnum 14 ára og yngri er lítil nýliðun. Þar sem færrinýliðar yngri en 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér álandi.

Ár Fj. kylfinga Breyting % Klúbbar2000 8,500 1,349 19% 53

2001 9,912 1,412 17% 53

2002 10,935 1,023 10% 53

2003 11,609 674 6% 55

2004 12,265 656 6% 57

2005 13,927 1,662 14% 58

2006 14,199 272 2% 59

2007 14,037 -162 -1% 61

2008 14,741 704 5% 61

2009 15,529 788 5% 65

2010 15,785 256 2% 65

2011 16,054 269 2% 64

Aldur Karlar Konur 2011 2010 Breyting %

6 ára og yngri 14 7 21 25 -4 -16%

7 til 14 ára 1138 302 1,440 1,453 -13 -1%

15 til 18 ára 607 122 729 680 49 7%

19 til 21 ára 309 44 353 363 -10 -3%

22 til 49 ára 4705 1129 5,834 6,155 -321 -5%

50 til 54 ára 1251 811 2,062 1,959 103 5%

55 ára + 3629 1986 5,615 5,150 465 9%

Samtals 11,653 4,401 16,054 15,785 269 2%

Page 28: Ársskýrsla 2011

Síða 28 - Ársskýrsla 2011

Tölfræði og upplýsingar

Fjöldi kylfinga eftir landssvæðumHér er fjöldi skráðra kylfinga í klúbbum á viðkomandi landsvæði.

Hlutfall kylfinga miðað við íbúafjöldaÞað má segja að hlutfall kylfinga á öllu Íslandi árið 2011 sé um 5%. Á Suðurlandi er hlutfallið mesteða um 11% en minnst á Austurlandi eða um 3%.

Fjöldi kylfinga eftir póstnúmerum - 12 fjölmennustu

Landssvæði Fjöldiklúbba

15 áraog yngri

16 áraog eldri

Kylfingar2011

Breytingfrá 2010 Fj. hola

Höfuðborgarsvæðið 9 765 8,468 9,233 216 149

Vesturland 9 173 864 1,037 78 108

Vestfirðir 6 52 336 388 40 54

Norðvesturland 4 45 236 281 -15 36

Norðausturland 8 229 940 1,169 32 81

Austurland 7 9 321 330 -14 63

Suðurland 17 314 2,206 2,520 -49 207

Reykjanes 4 110 986 1,096 -19 58

657962450,61753,41796,146slatmaS

Landssvæði Kylfingar Mannfjöldi %

Höfuðborgarsvæðið 9,233 202,341 5%

Vesturland 1,037 15,379 7%

Vestfirðir 388 7,137 5%

Norðvesturland 281 7,393 4%

Norðausturland 1,169 29,006 4%

Austurland 330 12,306 3%

Suðurland 2,520 23,802 11%

Reykjanes 1,096 21,088 5%

Samtals 16,054 318,452 5%

Póstnúmer Fjöldi kylfinga

210 Garðabær 1,164112 Reykjavík (Grafarvogur) 1,121220 Hafnarfjörður 937200 Kópavogur (Kársnes, Austurbær) 770108 Reykjavík (Fossvogur, Háaleiti, Skeifan) 757201 Kópavogur (Smárinn, Lindir, Salir) 738221 Hafnarfjörður (Ásland, Setberg) 699110 Reykjavík (Árbær, Bryggjuhverfi, Norðlingaholt) 569105 Reykjavík (Hlíðar, Laugardalur) 557109 Reykjavík (Neðra-Breiðholt) 504270 Mosfellsbær 485600 Akureyri 448

Page 29: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 29

Kylfingar eftir forgjafarflokkumEinn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöffrá 18.5 til 36 eru 60% allra kylfinga á landinu. Meðaltals forgjöf karla er 18,4 en kvenna er 27,4.

Tölfræði og upplýsingar

Forgjöf 15 ára og yngri Karlar Konur Samtals %

undir 4.4 3 295 26 324 2%

4.5 til 11.4 45 1,545 80 1,670 10%

11.5 til 18.4 164 2,966 267 3,397 21%

18.5 til 26.4 183 3,253 807 4,243 26%

26.5 til 36.0 801 3,322 1,651 5,774 35%

36.1 til 54 146 21 978 1,145 7%

Samtals 1,342 11,402 3,809 16,553 100%

Nr. Íþróttagrein Iðkendur 2010 Iðkendur 2009 Breyting Breyting (%)1. Knattspyrna 20,775 20,083 692 3.4%2. Golf 15,785 15,529 256 1.6%3. Hestaíþróttir 11,408 11,499 -91 -0.8%4. Fimleikar 8,136 7,495 641 8.6%5. Handknattleikur 7,098 6,969 129 1.9%6. Körfuknattleikur 7,019 6,629 390 5.9%7. Frjálsar íþróttir 5,650 5,348 302 5.6%8. Almenningsíþróttir 5,103 4,236 867 20.5%9. Badminton 4,783 4,909 -126 -2.6%10. Dans 4,046 3,279 767 23.4%11. Sund 2,938 2,714 224 8.3%12. Skotfimi 2,650 2,412 238 9.9%

24%

76%

9 holu hringir 18 holu hringir

98,772

100,834

32,012

31,753

0% 20% 40% 60% 80% 100%

2010

2011

18 holu hringir 9 holu hringir

Hlutfall 9 og 18 holu skráðra hringja á golf.isÁrið 2011 voru skráðir rúmlega 132.000 hringir inn á golf.is til forgjafar. Hér að neðan er hlutfall 18og 9 holu hringa til forgjafar árið 2011

Stærð íþróttagreina innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkendaKnattspyrnusambandið er stærst með tæplega 21.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið meðum 16.000 félaga. Þar á eftir koma síðan hestaíþróttir og fimleikar.

Page 30: Ársskýrsla 2011

Síða 30 - Ársskýrsla 2011

Neyslu- og lífstílskönnun Capacent

Capacent framkvæmdi neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að fjöldi íslendinga sem fórueinu sinni eða oftar í golf á árið 2010 er um 60.000. Á myndinni hér að neðan er hlutfall þeirra miðaðvið fjölda kylfinga sem eru skráðir í klúbba.

9.722

14.326

10.115

9.530

8.095

7.925

754

1.189

2.025

3.106

3.861

3.422

16-20 ára

21-30 ára

31-40 ára

41-50 ára

51-60 ára

61-75 ára

Félagar í klúbbum GSÍ Lífstílskönnun Capacent

Page 31: Ársskýrsla 2011

Ársskýrsla 2011 - Síða 31

Þjónustukönnun GSÍ og klúbbana

Hvernig telur þú að fjárhagslega staða klúbbsins verði 2011?

Hvernig telur þú að félagafjöldi í klúbbnum eigi eftir að þróast í sumar miðað við síðasta ár?

Verður breyting á árgjaldi (fullt gjald) fyrir árið 2011?

Verður breyting á vallargjaldi (fullt gjald) fyrir árið 2011?

Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu GSÍ?

33%

57%

9%

Góð Hvorki góð né slæm Slæm

32%

62%

6%

Aukning Sami fjöldi Fækkun

44%52%

4%

Hækkar Óbreytt Lækkar

41%56%

4%

Hækkar Óbreytt Lækkar

59%

31%

9%

Ánægð(ur) Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) Óánægð(ur)

Í vor gerði Golfsamband Íslands þjónustukönnunhjá öllum framkvæmdastjórum eða formönnum íklúbbum landsins. Lagðar voru fyrir þá

spurningar til að reyna varpa ljósi á frammistöðuGolfsambandsins og væntingar klúbbana fyrirsumarið 2011.

Að lokum var spurt, er eitthvað sem GSÍ gætigert til að bæta þjónustu sína við klúbbana?Þar kom meðal annars fram að GSÍ ætti að beitasér mun harðar sem regnhlífar- og grasrótarfélag

fyrir golf á Íslandi. Sambandið ætti að beita sérmun harðar í samskiptum við ríki og sveitarfélög,stofna þróunarsjóð fyrir minni klúbba og kynnagolfíþróttinna í grunnskólum landsins.

Page 32: Ársskýrsla 2011

Golfsamband ÍslandsStofnað 1942

Engjavegi 6104 Reykjavík

Sími: 514-4050Fax: 514-4051

[email protected]