atferli dýra bóas

7
Atferli dýra

Upload: glerkistan

Post on 07-Jul-2015

122 views

Category:

Documents


3 download

TRANSCRIPT

Atferli dýra

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

2

Atferli dýra

Atferli dýra er um það hvernig dýr hegða sér og hvers vegna þau hegða sér þannig. Eins og

fuglar bregðast við opnum munnum afkvæma sinna með því að fljúga úr hreiðrinu og sækja

mat eða hjörð af antílópum flýr þegar ljón ráðast á þær. Hegðun dýra kallast atferli. Atferli

dýra er annars vegar meðfætt og hins vegar lært. T.d. er meðfætt atferli að hundar gelta ef

þeir finna fyrir ógn gagnvart sér eða ungum sínum. Lært atferli getur þá verið að úlfar læra

að veiða af foreldrum sínum eða hvolpar læra að pissa ekki innandyra af foreldrum eða

leiðbeiningum eigenda.

Meðfætt atferli

Meðfætt atferli eru önnur orð yfir eðlisávísun. Eðlisávísun er þegar dýr bregðast ósjálfrátt við

ákveðnu áreiti án þess að hugsa sig um. Farfuglar finna þegar dagar verða kaldari og erfiðari

og fljúga þá suður til heitari landa. Þetta er eðlisávísun.

Áreiti

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

3

Lykiláreiti kemur dýrum til að taka ákveðið viðbragð. Mismunandi áreiti kemur mismunandi

viðbragði af stað. Áreiti getur verið hreyfing, lykt eða snerting.

Í dýralífsþáttum sér maður oft sterk dýr ráðast á veikari dýr. Tökum ísbjörn og sæljón sem

dæmi, ísbjörninn reynir að læðast að sæljóninu sem liggur á stein ekki svo langt frá sjónum,

ísbjörninn ræðst á sæljónið en sæljónið flýtir sér í sjóinn þar sem það stendur betur að vígi

en björninn og sleppur. Í þessu tilviki er lykiláreitið árásin frá ísbirninum og viðbragðið er að

sæljónið flýtti sér að sjónum. Sæljónið fylgdi eðlisávísuninni og dreif sig í átt að sjónum burt

frá ógninni ósjálfrátt vegna þess að þar vissi sæljónið að það yrði öruggt.

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

4

Til að útskýra þetta aðeins betur hef ég valið býflugur til að fjalla um.

Atferli og eðli býflugna

Þernur eru kvenkyns býflugur og eru vinnudýr búsins og gera öll störfin, þar á meðal byggja

búið, ala unga, búa til hunang og verja búið frá óvinum og óboðnum gestum. Yngri þernurnar

eru meira að sinna hlutverkum innan búsins en þær eldri vinna utan búsins sem verðir eða

safnarar.

Druntar eru karlkyns býflugur. Þeirra helsta verkefni og eiginlega eina verkefni er að finna

drottningu til að eðla sig við. Þegar þeir eðla sig dettur getnaðarlimurinn af og drunturinn

deyr. Minna en eitt prósent drunta ná að eðla sig og þeir sem ekki ná því eru algerlega

tilgangslausir.

Drottningin er móðir allra býflugna í búinu og eitt af hennar hlutverkum er að verpa eggjum.

Hún getur verpt allt að 200þúsund eggjum á ári og 2000-3000 eggjum á sólarhring og öll þau

egg jafngilda líkamsþyngd hennar.

Þegar býflugur koma á stjá á sumrin er það fyrsta sem þær gera er að finna stað fyrir nýtt bú.

Þær fylgja drottningunni í nýja búið og þar kemur hún sér fyrir. Drottningin fer svo burt frá

búinu sínu og finnur sér drunta til að eðla sig við. Drottningin og druntur eðla sig fljúgandi.

Þau festast saman í smá stund þangað til drunturinn missir sæðisgeymsluna. Þá dettur hann

niður og deyr. Drottningin eðlar sig við yfir 10 drunta á mökunartímabili sínu sem er í fyrstu

viku lífs hennar og það tekur nokkra daga.

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

5

Drottningin fer svo heim í búið sitt og sinnir hlutverkum sínu þar og þremur dögum síðar

getur hún byrjað að verpa og hún verpir öllum þeim eggjum sem hún getur. Þernurnar fara

síðan með eggin í sexhyrnd hólf. Í hólfunum klekjast svo litlar hvítar lirfur úr eggjunum og

þær verða svo að druntum, þernum eða drottningum. Ófrjóu eggin verða að druntum og

frjóu eggin geta orðið að annað hvort drottningu eða þernu.

Það sem ræður því hvort að frjóa eggið verður þerna eða drottningu er fæðan sem hún fær á

fyrsta stigi lífs síns. Þernurnar ákveða hvaða lirfur eiga að verða drottningar og gefa þeim

miklu meira af fæðunn sem er svokallaður fóðursafi. Umönnunarþernurnar framleiða

þennan safa.

Eins og sagt var frá áðan þjóna þeir druntar sem ekki deyja við eðlun engum tilgangi og því

gagnslausir fyrir þernurnar sem stjórna allri starfsemi innan og utan búsins. Því bregða

þernurnar á það ráð að hrekja druntana frá búinu til að skapa vinnupláss en ef þeir neita eru

þeir drepnir.

Í venjulegu býflugnabúi eru u.þ.b. 60.000 flugur starfandi. Í búinu er mjög ákveðin

verkaskipting milli þerna. Þær yngri eru fóstrur og sjá um að framleiða fóðursafa og veita

ungunum hann til vaxtar. Þær eldri gera hluti utan búsins eins og að safna fæðu fyrir

veturinn.

Þegar sumarið er á enda fara býflugurnar að búa sig undir veturinn. Drottningin hættir að

verpa og búið er einangrað með efni sem heitir própólís. Þá er búið að henda öllum druntum

út en þernurnar safnast saman í klasa til að halda á sér hita yfir veturinn. Býflugur leggjast

ekki í dvala heldur minnkar lífsvirknin og þær eru frekar eins og syfjaðar.

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

6

Eftir þessa innsýn í líf býflugna sjáum við hvað kerfi þeirra er flókið. Ekki er

hugsunarstarfsemi þeirra nógu kröftug til að þær finni upp á þessu sjálfar svo

að annað hlýtur að spila inn í. Þar kemur eðlisávísun til. Vegna hennar vita þær

nákvæmlega hvað þær eiga að gera frá því að þær klekjast sem lirfur úr eggi,

þangað til að þær deyja.

Bóas Diego Gunnarsson

Náttúrufræði Glerárskóli 8.4.2013

7

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bee

http://en.wikipedia.org/wiki/Honey_bee

http://www.byflugur.is/index.php?site=11&menuid=4

http://www.byflugur.is/index.php?site=48&menuid=4

http://www.everythingabout.net/articles/biology/animals/arthropod

s/insects/bees/

Náttúrufræðibókin Lífheimurinn.

Og að sjálfsögðu einhverjar myndir frá http://www.google.is/