aukinn Útflutningur ferskra afurÐa

4
Fréttabréf HB Granda Okt. 2015 9. tbl. Smári Einarsson. sölustjóri sjófrystra afurða. Árið 2004 urðu tímamót í sögu HB Granda þegar stofnuð var sérstök markaðsdeild. Markaðsdeildin tók yfir sölu allra afurða en áður hafði salan farið að mestu fram í gegnum milliliði innanlands. Við þesssar breytingar fækkaði milliliðum í virðiskeðjunni sem veldur því að boðleiðir verða styttri og mun betri sýn fæst yfir virðiskeðjuna frá veiðum til neytenda. HB Grandi hefur með þessu náð lengra inn á markaðina, náð til vænlegri hluta ýmissa markaða og komist nær neytendum vörunnar. Sú þekking sem skapast með þessu innan fyrirtækisins opnar aftur á enn frekari tækifæri til að framleiða vörur sem uppfylla betur kröfur markaðarins á hverjum tíma. Árið 2014 var skipulagi breytt og fór þá deildin yfir í að kallast svið. Meginmarkmið markaðssviðs HB Granda er að hámarka virði aflaheimilda félagsins. Það er staðsett í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík. Náið samstarf milli markaðssviðs og framleiðslueininga er lykillinn að góðum árangri í markaðsmálum fyrirtækisins. Jafnframt er gott samstarf sölustjóra félagsins mikilvægt og samskipti milli þeirra tryggir enn frekari þekkingaruppbyggingu. Sölustjórar félagsins eru einnig afurða- stjórar, sem felur í sér að ákvörðun um framleiðsluvörur eru teknar með þarfir markaðarins í huga. Smári Einarsson, sölustjóri sjófrystra afurða, segir að helsta verkefni sölustjóranna sé að vera í góðu sambandi við kaupendur til að selja þeim þær ölbreyttu vörur sem HB Grandi býður uppá. „Áður en markaðsdeildin var stofnuð seldum við í gegnum gömlu sölufyrirtækin en núna erum við í mun nánara sambandi við kaupendur og fáum betri markaðsupplýsingar. Við sölustjórarnir ferðumst mikið og hittum kaupendur í þeirra heimalandi eða á sjávarútvegssýningum. Þeir eru líka duglegir að heimsækja okkur hingað til Íslands. Okkur finnst mikilvægt að viðskiptavinir séu innvinklaðir í okkar starfsemi, t.d. ræðum við fyrirhugaðar veiðar og vinnslu og leggjum línurnar fyrir næstu mánuði í sambandi við hvað við erum að fara að veiða og framleiða fyrir þá.“ Undanfarin ár hefur HB Grandi selt afurðir til milli 30 og 40 landa um heim allan. Leitast er við að velja samstarfsaðila erlendis sem veita aðgang að rétta markaðinum eða markaðshlutanum til að koma vörum fyrirtækisins á hærri stall. „Hlutverk okkar sölustjóranna er líka að vera tengiliðir í virðiskeðjunni, frá veiðum og framleiðslu þangað til vara kemst til kaupandans. Gæði vörunnar verða að vera mikil þannig að það verður að vera gott samband á milli sölustjóranna og vinnslunnar, hvort sem það er landvinnslan eða, í mínu tilviki, frystiskipanna og þeirra sem stýra veiðunum. Við erum hluti af þessari samræmingu á milli veiða og markaða sem er svo mikilvæg. Með þessu náum við lengra inn á markaðina og höldum virðiskeðjunni óslitinni.“ Smári segir starfið mjög spennandi því HB Grandi vinnur margar ólíkar afurðir og selur inn á marga mismunandi markaði. „Markaðirnir breytast og geta verið í lægð eða verið sterkir og við verðum að aðlagast því. Starfið er síbreytilegt og umhverfið lifandi“ segir Smári að lokum. mynd: Kristín H. Waage. myndir: Kristján Maack. SPENNANDI STARF Í LIFANDI UMHVERFI

Upload: others

Post on 18-Nov-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Fréttabréf HB Granda Okt. 20159. tbl.

Smári Einarsson. sölustjóri sjófrystra afurða.

Árið 2004 urðu tímamót í sögu HB Granda þegar stofnuð var sérstök markaðsdeild. Markaðsdeildin tók yfir sölu allra afurða en áður hafði salan farið að mestu fram í gegnum milliliði innanlands. Við þesssar breytingar fækkaði milliliðum í virðiskeðjunni sem veldur því að boðleiðir verða styttri og mun betri sýn fæst yfir virðiskeðjuna frá veiðum til neytenda. HB Grandi hefur með þessu náð lengra inn á markaðina, náð til vænlegri hluta ýmissa markaða og komist nær neytendum vörunnar. Sú þekking sem skapast með þessu innan fyrirtækisins opnar aftur á enn frekari tækifæri til að framleiða vörur sem uppfylla betur kröfur markaðarins á hverjum tíma.

Árið 2014 var skipulagi breytt og fór þá deildin yfir í að kallast svið. Meginmarkmið markaðssviðs HB Granda er að hámarka virði aflaheimilda félagsins. Það er staðsett í höfuðstöðvum félagsins í Reykjavík. Náið samstarf milli markaðssviðs og framleiðslueininga er lykillinn að góðum árangri í markaðsmálum fyrirtækisins. Jafnframt er gott samstarf sölustjóra félagsins mikilvægt og samskipti milli þeirra tryggir enn frekari þekkingaruppbyggingu. Sölustjórar félagsins eru einnig afurða-stjórar, sem felur í sér að ákvörðun um framleiðsluvörur eru teknar með þarfir markaðarins í huga.Smári Einarsson, sölustjóri sjófrystra afurða, segir að helsta verkefni sölustjóranna sé að vera í góðu sambandi við kaupendur

til að selja þeim þær fjölbreyttu vörur sem HB Grandi býður uppá. „Áður en markaðsdeildin var stofnuð seldum við í gegnum gömlu sölufyrirtækin en núna erum við í mun nánara sambandi við kaupendur og fáum betri markaðsupplýsingar. Við sölustjórarnir ferðumst mikið og hittum kaupendur í þeirra heimalandi eða á sjávarútvegssýningum. Þeir eru líka duglegir að heimsækja okkur hingað til Íslands. Okkur finnst mikilvægt að viðskiptavinir séu innvinklaðir í okkar starfsemi, t.d. ræðum við fyrirhugaðar veiðar og vinnslu og leggjum línurnar fyrir næstu mánuði í sambandi við hvað við erum að fara að veiða og framleiða fyrir þá.“Undanfarin ár hefur HB Grandi selt afurðir til milli 30 og 40 landa um heim allan. Leitast er við að velja samstarfsaðila erlendis sem veita aðgang að rétta markaðinum eða markaðshlutanum til að koma vörum fyrirtækisins á hærri stall. „Hlutverk okkar sölustjóranna er líka að vera tengiliðir í virðiskeðjunni, frá veiðum og framleiðslu þangað til vara kemst til kaupandans. Gæði vörunnar verða að vera mikil þannig að það verður að vera gott samband á milli sölustjóranna og vinnslunnar, hvort sem það er landvinnslan eða, í mínu tilviki, frystiskipanna og þeirra sem stýra veiðunum. Við erum hluti af þessari samræmingu á milli veiða og markaða sem er svo mikilvæg. Með þessu náum við lengra inn á markaðina og höldum virðiskeðjunni óslitinni.“Smári segir starfið mjög spennandi því HB Grandi vinnur margar ólíkar afurðir og selur inn á marga mismunandi markaði. „Markaðirnir breytast og geta verið í lægð eða verið sterkir og við verðum að aðlagast því. Starfið er síbreytilegt og umhverfið lifandi“ segir Smári að lokum.

mynd: Kristín H. Waage.

myndir: Kristján Maack.

SPENNANDI STARFÍ LIFANDI UMHVERFI

Sólveig Arna Jóhannesdóttir sölustjóri ferskra afurða hjá HB Granda segir að upplýsingaöflun og upplýsingaflæði, ásamt aðlögun áætlana séu mjög stór og mikilvægur hluti af hennar starfi. Það ferli kallar á stöðug samskipti þeirra sem að koma. „Við á markaðssviðinu erum því alla daga í sambandi við kaupendur, vinnslustjóra, verkstjóra og vinnslufólk sem sér um pökkun, merkingar og afskipanir. Auk þess fáum við stöðugt upplýsingar um veiði skipanna okkar og erum í samskiptum við útgerðarstjóra. Mikilvægur hluti af okkar störfum er einnig að finna flutningsleiðir fyrir vöruna. Við búum langt frá markaðinum og það getur verið snúið að finna farveg sem uppfyllir þarfir markaðarins um afhendingartíma og líftíma vörunnar.Það er í mínum höndum að áætla þarfir markaðarins.“ Margir þættir hafa áhrif á það, til dæmis veiði í samkeppnislöndum, eins og

Noregi og Skotlandi, veiði á Íslandsmiðum, söluátök stórra aðila á viðskiptasvæðinu, veðurfar hér og á markaði og margt fleira. Gera þarf veiði- og vinnsluáætlun með útgerðarstjóra og landvinnslunum á Akranesi og í Reykjavík. „Þá er skipulagt hvaða skip fer hvert og hve mikið skipin eiga að sækja af þeim tegundum sem við vinnum úr. Það þarf sífellt að aðlaga og breyta þessum áætlunum í rauntíma. Það gerum við í samvinnu og má þess geta að þessi aðlögun er í gangi sjö daga vikunnar. Það er sérstaðan við ferska fiskinn. Við erum stöðugt að aðlaga okkar áætlanir að gangverki markaðarins og náttúrunnar og getu okkar í veiðum og vinnslu.“

HEIMSÓKNIR Á MARKAÐILíkt og aðrir sölustjórar fer Sólveig reglulega í heimsóknir á markaðina. Síðastliðið vor fór Sólveig ásamt stýrimönnum og öðrum áhafnarmeðlimum ísfiskskipanna í heimsókn

til stærsta kaupanda ferskra afurða HB Granda í Frakklandi. „Ég tel mikilvægt að lykilstarfs-menn fái að fylgjast með vörunum frá okkur alla leið og sjá með eigin augum hvað verður um fiskinn eftir að hann er veiddur. Það er líka mikilvægt að sjá við hvað við erum að keppa úti á mörkuðunum, hvort sem það er gæðalega séð við annan fisk frá Íslandi og öðrum löndum eða verðlega séð við annan fisk og annað prótein eins og hvítt og rautt kjöt“ segir Sólveig.Valgeir Ásgeirsson stýrimaður á Ottó var einn af þeim sem fór með í þessa tilteknu ferð til Frakklands. Honum fannst afar athyglisvert að fyrir tíu árum síðan var ekki mögulegt að senda ferskar afurðir sjóðleiðina á markað en núna fer stór hluti ferskra afurða þessa leið. „Það var gaman að sjá hversu vel fiskurinn

AUKINN ÚTFLUTNINGUR FERSKRA AFURÐA

lítur út þegar hann er kominn út. Sérstaklega var gaman að sjá hann í stórmörkuðunum.“ Sólveig tekur undir þetta, „fyrir tíu árum síðan var þessi flutningsleið ekki valmöguleiki fyrir okkur, fyrir nokkurra hluta sakir. Ekki var hugað jafn vel að kælingu og meðferð hjá okkur við veiðar og vinnslu auk þess sem gámarnir hjá skipafélögunum voru ekki eins góðir og nú. Nú er hitastigið í flutningum jafnt og stöðugt.“ Sólveig segir að það að geta nýtt þessa flutningsleið sé grundvöllur þess vaxtar sem HB Grandi hefur náð í

Hópurinn skoðar ferskan fisk hjá kaupanda í Frakklandi.

Órofin keðja frá hafi til markaðar.

mynd: Valgeir Ásgeirsson

Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskra afurða.

HASAR Í SKJALAGERÐINNI

útflutningi á ferskum afurðum undanfarin ár því flugpláss frá landinu er mjög takmarkað. Til gamans má geta að eitt meðalstórt fraktskip getur flutt álíka magn í einni ferð og 70 meðalstórar fraktvélar. Valgeir er sammála Sólveigu um mikilvægi þess að fara með lykilstarfsfólk út á markaðina. Hann segist hafa haft mjög gaman að því að sjá þessa hlið mála og það hafi áhrif á hvernig hann og samstarfsmenn hans hugsi um fiskinn þegar hann kemur um borð í skipin. „Ég vil meina að starfsfólk okkar til sjós og lands eigi að hugsa um fiskinn sem það meðhöndlar sem sína eigin máltíð, því hver fiskur endar á diski sem máltíð einhvers,“ segir Sólveig og Valgeir tekur undir. „Ég hefði alveg verið til í að borða þennan fisk sem við fylgdum þarna út“ segir hann og hlær. „Markaðssviðið er eitt tannhjól í vélinni. Til að afurðir skili sem mestum verðmætum úr þeim fiski sem við sækjum í auðlindina þurfa allir að vinna saman, öll tannhjólin að snúast í takt við hvert annað“ segir Sólveig að lokum.

Undanfarið hefur HB Grandi staðið fyrir kynningarfundum fyrir starfsfólk HB Granda um flokkun og endurvinnslu. Stefnt er að því að allar deildir fái kynningu á því hvernig best sé að flokka sorp fyrir endurvinnslu. „Þau Birgir Kristjánsson og Hildur Magnúsdóttir hjá Íslenska gámafélaginu eru að aðstoða okkur með innleiðingu á aukinni endurvinnslu“ segir Elva Jóna Gylfadóttir starfsþróunarstjóri hjá HB Granda. Nú hafa um 130 manns sótt kynningarfund og bætist sífellt í hópinn.HB Grandi hefur lagt metnað í umhverfisvernd. Endurvinnsla sparar auðlindir, eflir nýsköpun, skapar störf og gefur fjárhagslegan ávinning. Besti árangurinn næst ef að allir vinna að sama markmiði og það er greinilegt af þeim kynningarfundum sem hafa nú þegar verið haldnir að starfsfólk HB Granda er áhugasamt um þessi mál. Líflegar umræður hafa myndast eftir fundina og margar uppástungur lagðar fram um

hvernig má endurvinna og flokka sem flest. „Markmiðið með að halda kynningarfundi er að fá starfsfólk til að vera hluti af þessu verkefni. Hver starfstöð er tekin út áður en kynningafundir eru haldnir. Á fundum er síðan tillaga að ákveðni flokkun lögð fram og rædd. Starfsfólk útfærir síðan tillöguna frekar. Þegar búið er að skilgreina flokkun á hverri starfsstöð verður gefin út handbók þar sem flokkun er skilgreind.” segir Elva Jóna að lokum.

ENDURVINNSLA OG FLOKKUN

mynd: Shutterstock

Fjóla Stefánsdóttir starfar sem markaðs-fulltrúi hjá HB Granda. Hún segir starfið vera mjög fjölbreytt og enga tvo daga vera eins „Við erum fjögur í skjalagerðinni. Okkar starf felst meðal annars í því að taka við af sölustjórunum eftir að þeir hafa selt vöruna. Við sjáum um að koma vörunni frá landinu og erum í samskiptum við flutningasaðila, viðskiptavini og tollafgreiðsluaðila.“ Fjóla sér meðal annars um að gera reikninga og veiðivottorð fyrir ferskan fisk sem fer ýmist með flugi eða skipum og segir að það sé oft mikill hasar fólginn í því. „Í ferska fiskinum þarf allt að gerast mjög hratt, flutningsaðilar þurfa að fá nauðsynlegar upplýsingar tímanlega, sem og viðskiptavinirnir og tollafgreiðsluaðilar erlendis svo að allt gangi upp. Þegar varan er komin af stað til viðskiptavinar þarf að tolla vöruna út úr landinu til að Hagstofan og aðrir fái nauðsynlegar og réttar upplýsingar. Ferlið fyrir frosinn fisk sem fer með skipum er svipað og við fylgjumst með fiskinum þar til

hann er kominn í hendur viðskiptavinar eða inn í geymslu erlendis.HB Grandi flytur vörur aðallega til Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu en Fjóla segir að eftir því sem lengra sé til kaupandans því fleiri verkefni bíði skjalagerðarinnar. „Það er mun einfaldara að senda vörur til Evrópu þar sem sameiginlegar evrópskar reglur gilda og menningin er svipuð. Það má kannski segja að eftir því sem viðskiptavinirnir eru lengra í burtu þá kalli það á meiri pappírsvinnu fyrir okkur. Reyndar er varla hægt að kalla þetta pappírsvinnu lengur, því þetta er nánast allt rafrænt núna. En hér á ég við útgáfu reikninga, pakkalista, vottorða og þess háttar. Við reynum hins vegar að prenta eins lítið út og við getum og sendum helst allt frá okkur rafrænt, sumt þarf þó að prenta og fá jafnvel útgefið og stimplað af yfirvöldum. Þetta er skemmtilegt og lifandi starf - það er margt sem getur komið upp og maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Fjóla Stefánsdóttir, markaðsfulltrúi.

ÞÚFA FRÉTTABRÉF HB GRANDA Ábyrgðarm.: Vilhjálmur Vilhjálmsson Umsjón: Áslaug Torfadóttir Hönnun/umbrot: Fanney Þórðardóttir Netfang: [email protected]ósmyndir: Kristján Maack, nema

annað sé tekið fram

VISSIR ÞÚ?Árið 2014 seldi HB Grandi afurðir til 33 landa sem er um 17% af löndum heimsins. Ef áframsala er tekin með rata vörur HB Granda til mun fleirri landa m.a. alla leið til Ástralíu.Sama ár framleiddi HB Grandi alls 270.832.000 máltíðir. Það myndi nægja í tvær máltíðir á dag fyrir alla Íslendinga í heilt ár – og rúmlega það!

VIGNIR HEIMSÆKIR NORÐURGARÐHress hópur starfsfólks Vignis G. Jónssonar, dótturfyrirtækis HB Granda á Akranesi, heimsótti Norðurgarð á dögunum. Gestirnir hlýddu á kynningu á fyrirtækinu og farið var í vinnsluna þar sem hópurinn fékk að fylgjast með starfseminni og spjalla við starfsfólkið.

Yutaka Toratani, eigandi Takumi Trading í Japan heimsótti HB Granda á dögunum, ásamt sinni hægri hönd Yu Onodera og fjölskyldum þeirra. Báðir hafa þeir verið tíðir gestir hér á landi og fylgst vel með framleiðslu félagsins á afurðum fyrir japanska markaðinn. Það hefur lengi verið draumur Toratani að koma með fjölskyldu sína í heimsókn til landsins og kynna jafnframt japanska matargerð fyrir starfsfólki félagsins. Toratani bauð til veislu í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði og mættu 87 manns. Þar var meðal annars boðið upp á ekta japanskt sushi og sashimi við góðar viðtökur og ánægju starfsfólks. Toratani og Onodera kannast orðið vel við sig á Vopnafirði eftir margar heimsóknir og eftirlitsferðir þangað en eiginkonur beggja og dætur voru að koma þangað í fyrsta skipti. Einnig ferðaðist hópurinn um Akureyri, Mývatnssveit, Suðurland og Vestmannaeyjar þar sem heilsað var upp á Tóta lunda og lundapysjur.

HEIMSÓKN FRÁ JAPAN

Toratani, Onodera og fjölskyldur ásamt Vilhjálmi, Steinunni og Sigríði.

Veglegt hlaðborð undirbúið.

mynd: Jón Helgason.

myndir: Fanney Þ.

myndir: Áslaug T.