bragasjóður hallgríms péturssonar · hallgrímur pétursson samdi dróttkvæða vísu á...

30
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska Bragarsjóður Hallgríms Péturssonar Rímur og ljóð Ritgerð til BA prófs í íslensku Kristjana Jónsdóttir Kt.: 051273-4439 Leiðbeinandi: Margrét Eggertsdóttir Júní 2015

Upload: others

Post on 10-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Íslenska

Bragarsjóður Hallgríms Péturssonar

Rímur og ljóð

Ritgerð til BA prófs í íslensku

Kristjana Jónsdóttir

Kt.: 051273-4439

Leiðbeinandi: Margrét Eggertsdóttir

Júní 2015

Page 2: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

2

Efnisyfirlit Inngangur ................................................................................................................................................ 3

1. Dróttkvæði og uppbygging þeirra ................................................................................................... 5

2. Hvað er rím? .................................................................................................................................... 6

2.1 Uppruni og bragarhættir rímnanna .......................................................................................... 8

2.2 Munur á Snorra-Eddu og rímum ........................................................................................... 10

3. Ádeilukvæði Hallgríms Péturssonar .............................................................................................. 17

3.1 Vinátta Brynjólfs Sveinssonar biskups og Hallgríms Péturssonar ........................................ 21

3.2 Hallgrímur og Guðríður ........................................................................................................ 23

3.3 Tengsl Hallgríms Péturssonar við önnur skáld ...................................................................... 25

4. Lokaorð ......................................................................................................................................... 27

Heimildaskrá ......................................................................................................................................... 29

Page 3: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

3

Inngangur

Flestir hafa séð Hallgrím Pétursson sem trúarskáld. Hvatinn að þessari ritgerð var að laða

fram fleiri hliðar en holdsveikt sálmaskáld. Hallgrímur Pétursson var þekktur fyrir fleira en

að semja Passíusálmana og Heilræðavísur. Hann var einnig mikill fræðamaður og skáld.

Lesendur fá að kynnast fornmenntamanninum Hallgrími, heimspekingnum, rímnaskáldinu,

eiginmanninum og föðurnum Hallgrími. Lesendur fá að skyggnast inn í fjölbreytilegan

skáldaheim Hallgríms sem mótaður er af harkalegum veruleika 17. aldarinnar . Stuðst var við

bókina Barrokkmeistarinn eftir Margréti Eggertsdóttur og ýmis æviágrip um Hallgrím.

Margir telja að Hallgrím Pétursson væri eitt af höfuðskáldum 17. aldar. Trúarlegum kveðskap

er mest haldið á lofti en minna hefur farið fyrir öðrum kveðskap s.s. lausavísum og rímum.

Hann bjó yfir mikilli kunnáttu á Snorra-Eddu og helgisögum. Völuspá og sagan um

Skáldskaparmjöðinn eru Hallgrími mjög hugleiknar og seinni söguna notar hann í rímum

sínum. Hugleiðingar hans um Völuspá eru litaðar af kristinni trú og menningu. Ritgerðin

ætlar að varpa ljósi á hversu kristin trú og mennig lúthersks rétttrúnaðar mótar hugmyndir

Hallgríms Péturssonar um norræna goðafræði í rímum hans og bréfaskriftum. Króka-

Refsrímur, Rímur af Pétri og Magellónu og Rímur af Flóres og Leó sýna fram á kunnáttu

Hallgríms í Snorra-Eddu, riddarasögum og alþýðubókum (Volksbücher). Hann hefur líklega

notað íslenska útgáfu sem þýdd var úr dönsku. Hann hefur skilið þýsku og dönsku því að

hann var í Þýskalandi að læra járnsmíði áður en hann fór út í prestskap. Hallgrímur Pétursson

var í mikilli togstreitu við sjálfan sig og samtíma sinni við að fylgja hug og hjarta sínu. Hann

sýndi ekki einungis kjark í ljóðum sínum og fylgdi sannfæringu sinni í trássi við ráðleggingar

annarra. Hann átti í ástarsambandi við mun eldri ekkju, Guðríði Símonardóttir, og barnaði

hana. Eyjólfur, maður Guðríðar hafði þá drukknað, taldist þá þetta til frillulífs en ekki

hórdómsbrot. Þau áttu hvergi hæli en fengu skjól hjá Grími Bergssyni í Ytri-Njarðvík þar

sem barn þeirra fæddist. Þau eignuðust fleiri börn og þekktust þeirra er dóttir þeirra Steinunn.

Hann þoldi miklar búsifjar, veikindi, sorg og missi en hann hélt alltaf áfram. Erfiljóð hans,

rímur og sálmar bera því gott vitni og tryggð við Guðríði (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 160-

162).

Þormóður Torfason sagnaritari skrifaðist á við Hallgrím um efni Völuspár og norræna

tungu. Hallgrímur notaði orðsifjafræði og merkingarfræði í rannsóknum sínum á heitum í

norrænni tungu og Völuspá. Hann segir túlkar að Ginnungagap merki chaos, eða tóm og eyði

skv. Biblíunni. Hann kemur einnig með þá kenningu að það sé dregið af orðinu ginnungur

Page 4: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

4

(sem merkir flón), svo að það megi kallast hyatus gigantum (Hallgrímur Pétursson, 1671, bls

56-60 ).

Í fyrsta kafla ritgerðarinnar er komið inn á ýmsa hluti hvað ljóðlist varðar t.d. mun

fjalla um muninn á dróttkvæðum og seinni tíma kvæðum. Hallgrímur Pétursson notaði

skáldamál dróttkvæða. Form og efni dróttkvæða og annarra kvæða verður til umfjöllunar og

hver er munurinn á hlutverki höfundar. Hann fjallar um hvernig heiti og kenningar um

Skáldskaparmjöðinn eru notaðar í Króka-Refsrímum og bragarhætti. Uppruni og

bragarhættirrímnanna verður tekinn fyrir. Notkun stuðla og höfuðstafa er einnig tekin fyrir

og hlutverk þeirra fyrir ljóðið. Þar er einnig fjallað um uppruna ríms, braggildi, stuðla og

höfuðstafi og hvaða hlutverki þessi atriði gegna í rímuðum kveðskap.

Uppruni rímna Hallgríms er viðfangsefni kafla 2.1. Þar er talað um bragarhætti þeirra

og útskýringar á því hvaðan kenningar og heiti í rímunum eru komnar. Einkenni og heiti

bragarhátta eru nefnd og hvernig þau hafa áhrif á rímurnar. Þar eru sýnd dæmi hvernig

kenningar úr sögunni um Skáldskaparmjöðinn eru notaðar í rímunum. Kristnar kenningar

blandast við kenningar úr sögunni um skáldskaparmjöðinn í sumum erindum. Rímurnar sem

teknar eru fyrir eru; Rímur af Flóres og Leó, Rímur af Lykla-Pétri og Magellónu og Króka-

Refs rímur. Í kaflanum er minnst lítlillega á handrit sem varðveist hafa með rímunum og

mismunnin á leshætti þeirra.

Þriðji kafli fjallar um ádeilukvæði Hallgríms þar sem hann deilir á háttalag manna og

samfélag sitt. Þau eru full af beittri gagnrýni og umvöndunum þar sem ríkt myndmál nýtur

sín. Þau eru ort undir bragarháttum frá miðöldum en skáldamálið er sótt í íslenskan veruleika.

Flærðarsenna líkir heiminum við kálfsskinn og er þá talið að þá sé átt við að heimurinn sé

viðsjárverður eins og kálfsskinn. Kálfsskinn var mjúkt og hált. Hverfulleikakvæði eru einnig

tekin til umfjöllunar, sem önnur tegund ádeilukvæða þar sem Hallgrímur vildi sýna fram á að

ekkert í jarðneskri veröld væri sjálfsagt. Kvæðin: Aldarháttur, Flærðarsenna og

Hverfulleikakvæði, sem einnig er nefnt Holdið og kátt eru dæmi um hverfulleikakvæði.

Kafli 3.1. fjallar um áhrif Brynjólfs Sveinssonar á kveðskap Hallgríms og hvaða þýðingu

tengsl þeirra höfðu fyrir kveðskap hans. Kaflinn fjallar einnig um vináttu Hallgríms og

Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í þrengingum hennar þegar upp komst um ástarsamband hennar

og Daða Halldórssonar. Þar er fjallað um samstöðu Hallgríms með þeim feðginum í

hneykslismálinu mikla sem skók allt í Skálholti. Kafli 3.2. fjallar um samband Hallgríms og

Guðríðar og hvernig ástarsamband þeirra hófst. Aðstæður þeirra og reynsluheimur er

umfjöllunarefnið og hvað þau sáu við hvort annað. Útlit þeirra og ætt er til umfjöllunar og

gífurlegur aldursmunur þeirra.

Page 5: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

5

Rannsóknarspurning: Margir telja að Hallgrímur Pétursson hafi einvörðungu verið trúarskáld

en er það raunin? Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til að draga fram í dagsljósið ólíkar

hliðar á skáldskap Hallgríms.

1. Dróttkvæði og uppbygging þeirra

Dróttkvæði voru lofkvæði sem ort voru af hirðskáldum til jarla, konunga og höfðingja í

heiðnum sið. Níðvísur voru ortar að dróttkvæðum hætti t.d. sú er Egill Skalla-Grímsson orti

um Gunnhildi drottningu og Eirík konung. Þau voru ort undir reglulegum bragarháttum sem

voru edduhættir: fornyrðislag, málaháttur og ljóðaháttur. Fornyrðislagi bregður fyrir á sænska

Rök-steininum. Rúnaristur á Íslandi eru frá upphafi ritaldar og hafa lítið sögulegt gildi

(Guðrún Nordal o.fl., 1992, bls 23).

Dróttkvæði er íslensk samsvörun fræðilegu orðanna „scaldic poem“, „skjaldedigt“ sem

í raun þýðir kvæði skáldanna og eru ort undir dýrum háttum. Þau eru hirðkvæði um höfðingja

sem eru dýrt kveðin, mikil notkun kenninga. Goðakvæði eru skyld hirðkvæðum því að þau

virðast hafa verið ort handa höfðingjum en voru ort um goðfræðileg efni. Annar flokkur

dróttkvæða voru kvæði sem flokkuðust sem einkamál t.d. ástarkvæði og eitt frægasta kvæðið

af þessari tegund Sonartorrek. Þó að kristni yrði opinber trú, viku heiðin heiti og kenningar

ekki alveg fyrir kristnum áhrifum. Hvíti-Kristur kom í stað heiðinna guða (Guðrún Nordal

o.fl., 1992, bls 214).

Uppbygging dróttkvæða einkennist af átta braglínum þar sem hvert vísuorð er fjórar

braglínur. Hver dróttkvæð lausavísa (stanza) samanstendur af tveimur vísuhelmingum og

hver helmingur endar á sjálfstæðan hátt (Gade, Kari Ellen, 1995, bls 3). Stuðlasetning í sama

dróttkvæðu ljóðinu er yfirleitt byggð upp af sex atkvæðum þar sem hver lína endar með

óreglulegu hljómfalli. Hver ljóðlína með sex atkvæðum hefur ekki fleiri en tvo stuðla og

höfuðstafir eru alltaf í fyrstu línunum. Markmið stuðlasetningar er það sama í eddu-kvæðum

og dróttkvæðum, sérhljóðar og tvíhljóðar geta stuðlað við annan sérhljóða. Málhljóðið [j] var

stuðlað eins og sérhljóði, sömu samhljóðar stuðluðu saman og hóparnir sp-, st- og sk-

stuðluðu saman því að þeir voru afgreiddir sem einn hópur (Gade, Kari Ellen, 1995, bls 4).

Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að

hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki til fiskróðra og hann varð að hætta við. Vísan er til

Page 6: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

6

í 14 mismunandi handritum og heitir Haggar um skeljungs skugga. Sex handrit eru frá síðari

hluta 18. aldar þ.e. Lbs 437 8vo, JS 472 8vo, MS Boreal 130 og uppskriftirnar í JS 272 4to I

og II (272¹, 272², 272ᵌ) en hin yngri. Aðalmunurinn er á fimmta vísuorði sem er í helmingi

handritanna þrumsteins vagga en hinum þrumsteins dóggu. Þrumsteins dögg er sennilega

rigning með þrumum og eldingum. Þessi kenning gæti líka verið vísun í sögur af

þrumuguðinum Þór.1 Vísan hljómar svona í handritinu Lbs 437 8vo, bls 831:

Ex Tempore kvad hann a Jtra Holme þa hann kom ut umm Morgunenn, og sa ej munde Roed

þann Dag.

Haggar um skieliungs skugga

skiggir ä folldar hrigge

baggar biargar rugge

brugged storma tuggu

þaggar það þrumsteins dóggu

þigg vel dagana hriggva

ruggadi rænu flaggi

róggenn bodnar dóggva. (Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þórunn

Sigurðardóttir, 2010, bls 33-35).

Sum handrit hafa þrumsteins vöggu en það þykir torskildara og meðal þeirra er Lbs 176 8vo

með hendi Páls Pálssonar stúdents.

2. Hvað er rím?

Uppruni rímsins er óviss en talið er að það hafi borist til Norður-Evrópu með kristni. Rímur

hefjast á upphafserindi sem kallast mansöngur þar sem skáldið talar til áheyrenda.

Mansöngvar bera ýmis einkenni miðaldakveðskapar þar sem fjallað er um sorgir, ástarraunir

og hæfileikaleysi til að yrkja. Skáldið biðst afsökunar á hæfileikaskorti sínum með því að

auðmýkja sig. Rímið náði brátt útbreiðslu á Bretlandseyjum og finnst einnig í germönskum

kveðskap frá 9. öld. Rím finnst í ljóðum Braga Boddasonar frá fyrri hluta 9. aldar og rímuð

ljóð hafa einnig varðveist í Egilssögu á seinni hluta 9. aldar og fyrri hluta 10. aldar. Egill

hefur sennilega lært að yrkja rímuð ljóð ef miðað er við söguna (Óskar Halldórsson, 1977, bls

31).

Rímuð kvæði hafa braglínur, hendingar, hrynjandi og endarím. Fjöldi braglína getur

verið breytilegur eftir bragarhætti en algengasti fjöldinn er fjórar braglínur. Afhenda,

braghenda og dverghenda hafa tvær og þrjár braglínur. Afhenda hefur tvær braglínur.

Fornyrðislag er með fjórar braglínur, tvær hendingar og endarím. Hending er tvær braglínur,

Page 7: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

7

endarímið er þannig að fyrsta braglína rímar við þriðju og önnur við þá fjórðu. Það ræður því

hvort lljóðið er ómþýtt eða ómstrýtt. Endarím breytti miklu um hrynjandi ljóðsins og jók

fjólbreytni í formi. Hrynjandi verður oft til við endurteningu t.d. þegar kraftaskáld kváðu

niður drauga. Ljóðið varð mun hljómþýðara en áður hafði þekkst í norrænum kveðskap.

Markmið rímsins er að hafa hljómáhrif eins og stuðlarnir. Skipuleg endurtekning sömu

málhljóða skapar ákveðið samræmi og býr til takt eins og í tónverki. Stuðlar, höfuðstaafir og

rím mynda þar gangverk eins og í hljóðfæri og hjálpa til við að búa til hljómræna heild. Ekki

má gleyma því að málhljóðin hljóma misjafnlega (Óskar Halldórsson, 1977, bls 31-32).

Braggildi ríms, endarím og hendingar afmarka hverja braglínu sem sérstakan formþátt

og gefa henni traustari tengsl við aðrar braglínur. Merkingargildi rímsins fyrir ljóðið eða

inntak þess er töluvert. Rímið opnar skáldinu leið til sterkari tjáningar og tækifæri til að hafa

áhrif á tilfinningar áheyrenda/lesenda. Þessar tilfinngar geta verið ótti, reiði, gleði,

eftirvænting og líðan áheyrenda getur farið eftir því hver lausnin er (Óskar Halldórsson, 1977,

bls 23).

Stuðlar eru endurtekin áhersluatkvæði sem birtast í ljóði með stuttu millibili og hefjast

á sama eða sams konar hljóði. Stuðlun var meginþáttur í forngermönskum kveðskap og

norrænum kveðskap. Stuðlar hafa verið einkenni íslenskra bókmennta frá upphafi, nú eru þeir

stílbragð og notaðir í málshætti hjá grannþjóðum og sumum íslenskum ljóðum/textum.

Stuðlun er eitt megineinkenni frumgermannsks skáldskapar og við getum séð leifar af því á

Gallehus-hornunm frá 4. öld sem fundust við fornleifauppgröft. Það hljómar svona: ek

hlewagastiR holtijaR horna tawido (ek *Hlégestur* Hyltir (Holtason?) horn *táða (=gørða)

(Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2012, 21-22).

Önnur afbrigði af stuðlun eru gnýstuðlun og sníkjustuðlun auk ofstuðlunar.

Sníkjuhljóðsstuðlun er það kallað þegar hljóð sem á eftir kemur í samhljóðaklasa/pari verður

ráðandi t.d. þegar lokhljóðið [t] sníkir sér leið í [ sl] eða [sn]. Gnýstuðlar er annað nafn

stuðlana sl, sm og sn en þá kemur ekkert snýkjuhljóð á milli. Dæmi um slíkt er í Ynglingatali

og í 16. Passíusálmi Hallgríms Péturssonar 5. erindi: „enn hefur snöru snúna

snögglega þeim til búna“ (Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2012, bls 187-190).

Rímur eiga sér hefð á Íslandi frá 14. öld til 1900 og fram á þá tuttugustu.

Hagyrðingar, kvæðamenn, handritaskrifarar, bókaútgefendur og ljóðaunnendur héldu hefð

þeirra á lofti. Rímur voru löng söguljóð voru mjög vinsælar meðal alþýðu manna. Orðið

ríma merkir rímuð frásögn og saga sem snúið hefur verið í bundið mál. Yrkisefnin voru

fræknir riddarar og fornkappar úr konungasögum, Íslendingasögum, riddarasögum og

fornaldarsögum. Ólafs ríma Haraldssonar er elsta ríma sem vitað er um og er varðveitt í

Page 8: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

8

Flateyjarbók sem skrifuð er um 1390. Rímur eru einnig taldar hafa verið kveðnar fyrir dansi.

Erindi úr Sörlarímum vitnar um það en þær eru meðal elstu rímna:

Því má ek varla vísu slá

veit ek þat til sanns;

þegar at rekkar rímu fá

reyst er hún upp við dans.

Hér merkir sögnin „að reysta“ kveða við raust (rimur.is)

2.1 Uppruni og bragarhættir rímnanna

Hallgrímur orti þrennar rímur um 1637-1650 að því talið er. Þetta voru Króka-Refs rímur,

Rímur af Lykla- Pétri og Magellónu og Flóres og Leó. Steinunn Finnsdóttir hafði ort

kappakvæði á 15. öld þar Króka-Refssögu er getið. Einnig má nefna kappakvæði Þórðar á

Strjúgi. Rímurnar af Lykla-Pétri og Magellónu eru elstar og eru ortar 1637 fljótlega eftir að

hann kemur heim frá Kaupmannahöfn eftir sögu úr almúgabókum (Volksbücher). Sagan

fjallar um konungssoninn Pétur sem verður ástfanginn af erlendri prinsessu. Prinsessan heitir

Magellóna og er frá Napólí. Hallgrímur gæti hafa fundið samhljóm með sjálfum sér í

sögunni. Hann dvaldi lengi erlendis eins og söguhetjan Pétur. Reynsla Péturs meðal heiðingja

minnir á reynslu Guðríðar í ánauð í Alsír. Tenging er á milli Hallgríms og Guðríðar í línunum:

Elska slík er ekki góð. Samband þeirra var mjög umdeilt. Hann tók það fram að rímurnar

væru eingöngu ætlaðar konum. Þar eru reglur um hvernig kvenfólk eigi að hegða sér t.d. að

vera ekki of málglatt. Hann orti Króka-Refs rímur næst eftir Íslendingasögu. Sagan líkist

fornaldarsögu á vissan hátt. Hún er kolbítssaga. Refur er framtakslaus og latur í

foreldrahúsum og öllum til ama. Refur var góður smiður og hafði mjög gott verkvit. Hann var

orðhagur og Hallgrímur hefur fundið tengsl milli þeirra Refs Steinssonar. Hann smíðaði

mjög snilldarlegar gildrur fyrir óvini sína og bendir það til þess að hann hefði náð langt sem

hönnuður, arkítekt eða verkfræðingur. Orðsnilld Refs þótti bera af og kom sér vel þegar hann

vó hirðmann Haralds konungs, hann leggur gátu fyrir konung og bjargar þannig lífi sínu.

Gáta Refs var það vel samin að konungur gat ekki leyst hana áður en Refur forðaði sér.2

Hallgrímur var mjög stoltur af því að hafa ort þessar vísur og eftirfarandi vísa sýnir þess dæmi

og einnig kemur fram sjálfslýsing: „Sá sem orti rímur af Ref reiknast ætíð glaður með svartar

brúnir og sívalt nef, svo er hann uppmálaður“ (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 185-189). Þetta

er eina sjálfslýsingin sem vitað er um að Hallgrímur hafi ort.

Síðast orti hann seinni hluta rímna af Flóres og Leó sem talið er að Bjarni skáldi

Jónsson Borgfirðingaskáld hafi byrjað á. Hann hefur líklega verið orðinn prestur á Saurbæ á

Page 9: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

9

Hvalfjarðarströnd. Hann hefur haft mjög góða þekkingu á sögunni og gott vald á skáldamáli.

Rímur af Flóres og Leó eru kveðnar út frá sögunni um Oktavíanus keisara og syni hans Flóres

og Leó (http://sérvefir passiusalmar/ruv). Efni sögunnar barst frá Frakklandi til Þýskalands og

frá Danmörku til Íslands á 16. öld. Bjarni skáldi Jónsson hafði byrjað á þeim en ekki lokið

við þær af ókunnum ástæðum (http://servefir passiusalmar/ruv.is).

Hallgrímur notar kenningar og heiti um skáldskáldskaparmjöðinn í Króka-Refs rímum.

Frumhentur (fléttubanda) bragarháttur er notaður í VIII rímu. Fyrstu tvær vísurnar eru með

sterkar tilvísanir í söguna um Skáldskaparmjöðinn:

1. Af Sónar flóðum sækja menn

Suptungs fundinn langa,

að tóna hljóðum tek ég enn

tregt vill stundum ganga.

2. Hátta fengur og hróðrar slag

heldur þvinga náði,

smátt því gengur Sónar sag,

að samhendinga gáði.

(Rímur og kvæði, 1945, bls 173 og 224).

Þetta eru fyrstu tvær rímur af átta í mansöng VIII rímu í Króka-Refs rímum. Hallgrímur vísar

í Völuspá í Króka-Refsrímum, sérstaklega í 1. vísu í mansöng í III. rímu. Þar er

bragarhátturinn gagaraljóð. Fyrsta vísan hljómar svona:

„1. Dvalins áður duggan flaut

dregin í þagnar landið inn.

Set eg fram úr sagnar laut

Suðra far í þriðja sinn.“

Dvalinn og Suðri eru dverganöfn sem koma fram í Völuspá í 11. erindi. Suðri gegnir sérlega

mikilvægu hlutverki ásamt Norðra, Austra og Vestra. Hann er einn af dvergunum sem bera

uppi himininn. Hallgrímur hefur sennilega vitað það og ekki er ósennilegt að hann hafi þekkt

Vafþrúðnismál líka (rimur.is sótt 07.07.2014).

Notkun kenninga er athyglisverð í Króka-Refs rímum. Hallgrímur notar kenningar um

skáldskapinn þar sem norræn goð koma fyrir. Má þar nefna: Yggjar fengur, Sónar flóð og

Kvásis lögur. Hann var trúarskáld og er mjög sérstakt að hann hafi notað svo mikið af

Page 10: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

10

heiðnum kenningum. Mörg skáld á 17. öld notuðu heiðnar kenningar í ljóðum sínum því að

mikil fornaldardýrkun var á þessum tíma. Ekki er vitað hvort að Hallgrímur hafi verið orðinn

prestur þegar hann orti Króka-Refs rímur. Hann hafði hins vegar mikinn áhuga á að skoða

fornsögur og hafði miklar mætur á sögunni um Skáldskaparmjöðinn og Völuspá. Kenningar í

Rímum af Flóres og Leó eru úr goðsögum, t.d. njóla víkur: að nóttu hallar og nótt heitir einnig

jörð. Þar sem jörðu hallar heitir hall. Elja rindar er jörð og niðji hennar er Þór. „Þór nálgast“

merkir þruma eða þrymur en annað heiti þess jötuns er grímnir, þ.e. grímur. Seinna erindið er

með fleiri vísbendingar; jörð hallast er eins og áður sagði hall og „af jötnum dregið“ getur

verið af grímni eða Grímur. Hallgrímur sýnir mikla þekkingu á Snorra-Eddu og leikni í

notkun kenninga. Kenningar og heiti eru mjög vel smíðuð og hann sýnir snilldartakta í smíð

þeirra (Margrét Eggertsdóttir, 2005, bls 191).

Sautjánda ríma af Flóres og Leó er ort undir sléttubandahætti og er alls 53 erindi.

Hallgrímur hefur tekist á við mikla áskorun þar því í sumum erindum má sjá sömu retorísku

uppbyggingu og í Passíusálmunum. Hann gengur lengra hvað rím varðar en í sálmunum.

Aðferðin sem notuð er, er orðaklösun og einnig á hvert orð sér rímaða samsvörun á réttum

stað. Þetta minnir á bita í púsluspili þar sem hver biti á sér sinn stað. Aðferðin höfðar til

sjónar og heyrnar og er mjög myndræn. Eftirfarandi erindi eru úr sautjándu rímu af Flóres og

Leó.

„Deyðir, hremmir, skekur, skellir

skeytir geira,

meiðir, skemmir, hrekur, hrellir

hreytir dreyra.

Kesjur hendast, klofnar málmur

kristnir unnu.

Rítur bendast, hrökkur hjálmur,

heiðnir runnu.“ (Margrét Eggertsdóttir 2005:191).

2.2 Munur á Snorra-Eddu og rímum

Rímur og Snorra-Edda rekja báðar tiltekna sögu. Rímur eru með mansöng en Snorra-Edda

ekki. Sérstakt orðfæri er í báðum textum og ákveðið lag. Snorra-Edda er ekki bundið mál

heldur frásagnir af goðum. Rímur hefjast fyrst með mansöng þar sem skáldið afsakar

hæfileikaskort sinn. Heiti og kenningar eru mikið notaðar og hjálpin er sótt í Snorra-Eddu.

Passíusálmarnir segja sögu úr guðspjöllunum. Rímurnar nota heiti og kenningar úr Snorra-

Eddu. Hallgrímur fer í 1.Mós, 3. Mós, Jóh og Sak í 48. Passíusálmi. Í sálminum er sögð saga

Page 11: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

11

líkt og rímurnar og Snorra-Edda gera. Uppbyggingin er sálmalag sem kennt er við Tómas

Aquinas. Uppbyggingin er mjög retorísk og tilgangurinn er strax ljós og sálmurinn endar með

lofgjörð eða bæn. Þetta sýnir fram á að textinn segir alltaf einhverja sögu af atburðum.

Rímur af Lykla-Pétri og Magellónu eru níu talsins með mismörgum erindum og

bragarháttum. Fyrsta og níunda ríma eru undir ferskeyttum hætti, önnur er stafhenda, þriðja

braghenda, fjórða er skáhent, fimmta hagkviðlingaháttur, sjötta gagaravilla víxlhend

rímliðasneidd, sjöunda skothenda og áttunda samhenda. Þetta eru fyrstu rímurnar sem að

Hallgrímur Pétursson orti. Hann er talinn hafa stuðst við þýsku eða dönsku útgáfuna.

Mansöngur sjöundu rímu ber keim af persónulegum athugasemdir í félagi við uppgerðar

hógværð, kvartanir undan hæfileikaleysi eða þekkingarskorti í eddufræðum. Vísan hljóðar

svona;

Má vera dæmi svo með sér

seggja dróttin fríða,

héðan af sæmi miður mér

mansöngs kvæði að smíða (Margrét Eggertsdóttir, 2005 bls 188).

Þessi vísa er fimmta vísa sjöundu rímu og er hluti af mansöng sjöundu rímu. Bragarhátturinn

er skothenda. Mansöngurinn er níu erindi en ríman er 84 erindi. Heiti og kenningar eru

blönduð af eddufræðum og kristinni trú t.d Menja Gná í 54. erindi (sjöunda ríma) og í 33.

erindi í fyrstu rímu er meyjan skíra. Þetta eru tvær ólíkar kvenkenningar sem skírskota til

munsins á heiðni og kristni. Meyjan skíra vísar til Maríudýrkunar á miðöldum og hefur

Magellónu upp til skýjanna. Með því að kalla hana meyjuna skíru er frekar verið að

undirstrika fegurð, hreinleika og sakleysi heldur en að hún hafi verið sérstök fríðleikskona

(Rit Rímnafélagsins VIII, 1956, bls 149 og 212).

Rímur af Flóres og Leó eru varðveittar í fjórtán handritum auk nokkurra brota. Þau

eru öll mismunandi vel/illa farin og stundum illskiljanleg og gæti það verið skýringin á því að

erindafjöldi er misjafn. Bjarni skáldi Jónsson Borgfirðingaskáld orti fyrstu rímurnar en

Hallgrímur Pétursson byrjaði að yrkja þar sem Bjarni hætti. Það kemur fram í rímum 24, 56-

58. Handritið sem stuðst er við er Lbs. 325, fol og fyllt í eyður þar sem upp á vantar af öðrum

handritum (Rit rímnafélagsins, 1956, X-XI).

Í Riti Rímnafélagsins VI frá 1956 eru viðbætur við rímur af Flóres og Leó úr 18. rímu,

upphaf 19. rímu og mansöngs 1. rímu, mansöngur 10. og 15. rímu og brot úr rímum úr

handritinu AM 611 a, 4to (Rit Rímnafélagsins VI, 1956, 337-352). Handritin af Króka-

Refssögu eru tvö skinnhandrit og eru bæði varðveitt. Mörg fleiri pappírshandrit eru til, vitað

er um a.m.k. nítján. Munurinn felst í leshættinum. Handritið AM h beta 4to hefst með

Page 12: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

12

tiltlinum: „Hér byrjast Króka-Refssaga.“ Handritið AM 165 I fol hefst hins vegar: „ Það var á

dögum Hákons Aðalsteinsfóstra.“http://handrit.is sótt 09.06.2014 Króka-Refssaga er ekki

dæmigerð Íslendingasaga heldur er hún meira í ætt við fornaldarsögur. Refur er andhetja og

kolbítur sem enginn á von á nokkru frá og má segja að hann sé argur þó hann sé rammur að

afli. Króka-Refsrímur eru kveðnar upp úr sögunni. Þær fjalla um ævintýri og lífslaup Króka-

Refs eða Refs Steinssonar eins og hann hét réttu nafni. Hallgrímur Pétursson hafði mjög

mikinn áhuga á fornsögum en valið á yrkisefni er áhugavert miðað við að hann var prestur.

Lífshlaup hans sjálfs og lundarfar og fornaldardýrkun hafa líklega haft áhrif á val hans á

yrkisefni. Hann hraktist sjálfur af sínum dvalarstað, þótti baldinn í æsku en gafst aldrei upp.

Hann átti velgjörðarmenn t.d. Brynjólf Sveinsson og Grím Bergsson sem einnig hafa gefið

honum von.

Gagaravilla er meðal bragarhátta sem notaðir eru í Krókarefsrímum, Rímum af Flóres

og Leó og Rímum af Lykla-Pétri og Magellónu. Gagaravilla er notuð í V Rímu í rímum af

Flóres og Leó. Í rímum af Lykla-Pétri og Magellónu er hún notuð víxlhend rímliðasneidd í

VI rímu. Króka- Refs Rímur, rímur III og X, eru ortar sem gagaraljóð en ríma X er stímuð

eins og vinsælt var á 17. öld.(Rit Rímnafélagsins VII, 1956, bls 100) Gagaraljóð voru fyrst ort

á 16. öld, líklega af Magnúsi Jónssyni prúða. Stímaðar rímur urðu vinsælastar en fjölmörg

tilbrigði komu upp t.d. Kolbeinslag Jöklaraskáldsins. Ljóðlínur gagraljóða eru jafnlangar og

ljóðlínur stafhendu og samhendu.(http://rimur.is/?page id=175) sótt 07.02.2014. Einfaldast er

að skýra gagaraljóð þannig að þau eru tvær hendingar, fjórar línur, ljóðlínur eru fjórir öftustu

bragliðir (http://www.ismennt.is. sótt 05.02.2014).

Rímnahættir hafa þróast í 600 ár og hafa vissar reglur. Rímnahætti má greina í 17

flokka. Með því að breyta endarími fæst 91 tilbrigði af rímnaháttum. Þá er miðað við kröfur

til endaríms í háttunum. Undantekningar frá þessari reglu eru samrímuð gagaraljóð,

samrímuð dverghenda. Það eru samhenda og valstýfa. Gagaraljóð og breiðhendu

stikluvikstilbrigði og síðstikla geta verið skárímuð einnig breiðstafhent. Það eru til 64 tilbrigði

af þeim flokki (http://www.rimur.is sótt 07.07.2014.). Stafhenda er rímnaháttur frá 14. öld

með stýfðum og óstýfðum bragliðum. Eldri afbrigði eru framhent og frumstikluð.

Bragarhátturinn var oft skárímaður (innrím (alrím)) á milli 2. og síðustu kveðu í ójöfnum

línum. Allar línur eru fjórir bragliðir og síðustu eru stýfðir. Rímskipun er aabb. Samhenda

hefur sömu bragliðaskipun en rímskipun er aaaa (Jakob Benediktsson, 1998, 215-216).

Ferskeyttur háttur er algengasti rímnahátturinn sem er notaður og til eru ýmis afbrigði

af honum. Megineinkenni hans eru fjórar mislangar braglínur í mislöngum braglínum með

víxlrími. Fyrsti og þriðji bragliður er stýfður en hinir eru óstýfðir. Ýmis afbrigði þróuðust af

Page 13: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

13

ferskeyttum hætti með stýfðum/óstýfðum bragliðum og mismunandi rími. Þar má nefna elstu

tilbrigðin sem eru skáhent með alrími og úrkast með víxlrími. Úrkast hefur tvo bragliði í

jöfnum braglínum en oftast forlið. Síðasti bragarliður þeirra getur bæði verið stífður og

óstífður. Dverghenda er afbrigði úrkasts með tvær braglínur, séu þær jafnar eru þær stýfðar

en séu þær ójafnar eru þær óstýfðar. Notkun stýfðra liða er breytileg í afbrigðum ferskeyttra

hátta en þeir eru allir víxlrímaðir. Þeir hafa sama bragliðafjölda í ójöfnum línum en 3-4 í

jöfnum (Jakob Benediktsson, 1998, 214-216).

Skothendingar, sniðhendingar voru afbrigði af hálfrími þar sem sérhljóðar voru ólíkir

en samhljóðar hinir sömu t.d. vald-fold. Annað afbrigði var þar sem sérhljóðar rímatkvæðis

voru sömu en samhljóðar aðrir eins og algengt er í þýddum danskvæðum, skáldskap

rómanskra þjóða og þjóðkvæðum fyrri alda t.d. fugl-gull, fram-rann. Skothendingar voru

einnig í dróttkvæðum og innihéldu sex atkvæði þar sem seinustu tvö atkvæðin mynduðu langt

plús stutt. Dróttkveðnar vísur voru venjulega tveir sjálfstæðir helmingar (Jakob Benediktsson,

1998, 214-215).

Kenningar og heiti eru notuð í dróttkvæðum kveðskap og eddukvæðum sem ort eru

undir ljóðahætti og kviðuhætti. Kenningar eru myndaðar þannig að annar liðurinn, oftast

forliður, er með eignarfalli t.d. fagurleit hringa þilja er kvenkenning, t.d. ræsir ferðar er

kenning yfir þann sem leiðir ferð, karlmenn eru oft kenndir við konunga (Jakob Benediktsson,

1998, 144-145)

Munurinn á eddukvæðum og norrænum dróttkvæðum er formið og yrkisefnið.

Einkenni eddukvæða er að höfundar er ekki getið og eru frásagnir um hetjur, dverga og

goðsögulega atburði fortíðarinnar. Sum lofkvæði og drápur eru þó ortar undir edduháttum en

það er fremur undantekning en regla t.d. Eiríksmál þar sem höfundar er ekki getið. Drápur

eru yfirleitt ekki nafnlausar, sama má segja um níðvísur og mansǫngva. Kvæðið Harldskvæði

eða Hrafnsmál eftir Þórbjǫrn hornklofa og Hákonarmál eftir Eirík Finnsson eru einnig ort

undir edduháttum þó að það sé undantekning fremur en regla (Gade, Kari Ellen, 1995, 1-2).

Drápur eru ortar undir dróttkvæðum eða hrynhendum hætti og skipt með stefi. Fyrsti

hluti þeirra er stefjalaus inngangur, annar hluti er stefjabálkur/stefjamál sem merkir stefin og

vísurnar á milli þeirra. Síðasti hluti drápu kallast slæmur sem er stefjalaust niðurlag, oftast

jafnlangt niðurlagi (Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2013, bls 146).

Flokkur er afbrigði af drápu og er ort undir dróttkvæðum hætti en er stefjalaust. Hann

þótti ekki eins viðhafnarmikill og drápa vegna þess að hann var stefjalaus. Frægt dæmi í

Gunnlaugs sögu Ormstungu þegar Gunnlaugur og Hrafn Önundarson gengu fyrir Ólaf konung

Page 14: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

14

sænska og fluttu honum kvæði sín. Gunnlaugur brigslar Hrafni um að yrkja flokk um

konunginn en ekki drápu (Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2013, bls 146).

Málvísindalegar og menningarlegar breytingar höfðu áhrif á form og innihald

dróttkvæðanna á seinni hluta 13. aldar. Kristni hafði mikil áhrif á yrkisefni og orðnotkun

skáldanna þrátt fyrir viðleitni Snorra Sturlusonar til að viðhalda þekkingu á Völuspá og

heiðinni heimsmynd. Hann hafði samt sem áður kristinn 13. aldar skilning á heiðinni heims

mynd. Meðal þeirra breytinga sem urðu var tvíhljóðun af /e/, samhljóðastytting af –r í

bakstöðu, braghvíld og brottföll. Vísuorðin urðu ekki jafn mörg og seinna skipt út með mýkri

bragarháttum hrynhent og runhent og að lokum komu rímur sem nutu mikilla vinsælda (Gade,

Kari Ellen, 1995, 245).

Samhenda er með elstu rímnaháttum, með óstýfðar braglínur og er einnig kölluð

samrímuð breiðhenda. Elstu tilbrigði samhendu eru frumstikluð og framhent. Á 16. öld varð

samhenda hringhend og nefndist hagkviðlingaháttur. Áttþættingur er annað tilbrigði

samhendu og er ómstrýður bragarháttur. Hann er oft notaður í orrustukvæði og fjórtánda ríma

af Rímum af Flóres og Leó er ort undir þeim hætti því þar er verið að yrkja um orrustu milli

heiðinna og kristinna. Fyrsta ríman sem talin er hafa verið ort undir áttþættingi er af Þórði

Magnússyni á Strjúgi (Kvæðamannafélagið Iðunn, 2014). Hagkviðlingaháttur er af sumum

talinn besta afbrigði samhendu. Hann er eins og samhenda nema að aðalhendingar þversetis

eru í annarri kviðu í öllum braglínum. Önnur skáld sem yrkja undir þessum bragarhætti eru

Örn Arnarson í Rímum af Oddi sterka Fyrstu, Annarri, Þriðju og Sjöundu rímu og Ólína

Andrésdóttir í Breiðfirðingavísum. Hallur Magnússon er talinn hafa riðið á vaðið með notkun

á þessu afbrigði í vísum af Vilmundi viðutan (Bragi óðfræðivefur, 2014).

Snorri Sturluson skrifaði Háttatal sem er þriðji hluti Snorra-Eddu. Uppistaðan er 102

erinda kvæði um konunginn Hákon Hákonarson (1204-1263) og hertogann Skúla Bárðarson

(1189-1240). Háttatal er með mismunandi bragarháttum og mikil áhersla er lögð á

útskýringar. Textinn er að mestu leyti skýringartexti og vísurnar eru hafðar til leiðbeiningar

fyrir þá sem vilja læra kveðskaparlistina (Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2013, 114).

Háttalykill er eldra rit en Háttatal Snorra og er eftir Rögnvald kala Kollsson jarl og

Hall Þórarinsson og var ortur í Orkneyjum á 12. öld. Lítið er varðveitt af vísunum.

Háttalykill átti að sýna möguleika bragfræðinnar en engar reglur eru um stuðlasetningu, lengd

braglína eða rím. Þeir setja vísuna saman og sýna dæmi um hvernig á að yrkja og hverri vísu

fylgir heiti bragarháttarins (Ragnar Ingi Aðalsteinsson, 2013, 113).

Page 15: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

15

Töflur yfir bragarhætti í mansöngvum af rímum af Flóres og Leó.

Ríma Bragarháttur Braglínur Erindi

1. ríma Ferskeytt 4 19

2. ríma Samhenda 4 9

3. ríma Samhenda 4 15

4. ríma Stuðlafall baksneytt fimmsneytt 3 18

5. ríma Gagaravilla 4 15

6. ríma Braghenda baksneydd 3 16

7. ríma Stafhenda 4 10

8. ríma Skothent úrkast 4 23

9. ríma Afhenda hringhent 2 18

Ríma Bragarháttur Braglínur Erindi

1. ríma Ferskeytt 4 19

2. ríma Samhenda 4 9

3. ríma Samhenda 4 15

4. ríma Stuðlafall baksneitt fimmsneitt 3 18

5. ríma Gagravilla 4 15

6. ríma Braghenda baksneidd 3 16

7. ríma Stafhenda 4 10

8. ríma Skothent úrkast 4 23

9. ríma Afhenda hringhent 2 18

Ríma Bragarháttur Braglínur Erindi

10. ríma Skammhenda skothend 4 14

11. ríma Laghenda víxlhend 4 19

12. ríma Skothenda 4 26

13. ríma Skáhenda 4 24

14. ríma Bakhenda skjálfhend 3 15

15. ríma Áttþættingur 4 19

16. ríma Ferskeytt 4 10

Page 16: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

16

17. ríma Sléttubönd 4 8

18. ríma Úrkast skothent 4 10

19. ríma Samhenda 4 4

20. ríma Ferskeytt framhent 4 6

21. ríma Skáhenda 4 6

22. ríma Skothenda 4 2

23. ríma Ferskeytt alsneytt 4 7

24. ríma Ferskeytt 4 9

Töflur yfir bragarhætti í mansöngvum í rímum af Pétri og Magellónu.

Ríma Bragarháttur Braglínur Erindi

1. ríma Ferskeytt 4 10

2. ríma Stafhenda 4 8

3. ríma Braghenda 3 7

4. ríma Skáhenda 4 9

5. ríma Hagkviðlingaháttur 4 9

6. ríma Gagaravilla víxlhend rímliðasneidd 4 7

7. ríma Skothenda 4 9

8. ríma Samhenda 4 6

9. ríma Ferskeytt 4 4

Mansöngvar í þessum rímum eru með úrval bragarhátta. Meðal þeirra sem ekki sést í öðrum

rímum er hagkviðlingaháttur í 5. rímu. Braglínur eru oftast hljómmeiri og lengri og fyrstu

braglínur hafa fleiri vísuorð. Gagaravilla víxlhend rímliðasneidd er eins og óbeytt

gagaravilla. Munurinn er sá að önnur kveða í öllum línum gerir hendingar og endarímsliði

þversetis. Þær gera sniðhendingar langsetis.

Tafla yfir bragarhætti í mansöngvum í Króka-Refs rímum.

Ríma Bragarháttur Braglínur Erindi

1. ríma Ferskeytt 4 10

2. ríma Braghenda 3 11

3. ríma Gagraljóð 4 12

4. ríma Samhenda 4 8

Page 17: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

17

5. ríma Skáhent 4 10

6. ríma Sniðhent 4 10

7. ríma Oddhent 4 9

8. ríma Frumhent (fléttubönd) 4 5

9. ríma Stikluvik (þríhent) 4 5

10. ríma Gagaravilla stímuð 4 6

11. ríma Stafhent 4 9

12. ríma Braghenda baksneidd 3 10

13. ríma Ferskeytt 4 11

Hér eru algengir bragarhættir gagaravilla og ferskeytt. Munurinn er sá að gagaravillan

er stímuð í mansöng 10. rímu eins og taflan sýnir. Í stímaðri gagaravillu eru fjögur vísuorð í

þriðju og fjórðu braglínu, en fimm í þriðju braglínu í gagaravillu og fjöldinn er breytilegur í

seinni braglínu.Braghenda er notuð í 3. rímu og 12. rímu en þar er hún baksneidd. Þar sem

braghendan er baksneidd eru færri vísuorð í annarri braglínu. Hér eru mansöngvar með mjög

kristilegu ívafi miðað við hefð í mansöngvum. Kristilegar dyggðir kvenna eru nefndar í einu

erindi í mansöng II. rímu og V. ríma nefnir þröngan veg lífsins og strangan dóm dauðans í 6.

erindi mansöng síns. Þetta gætu verið áhrif lúthersks rétttrúnaðar sem var mjög ríkjandi á

þessum tíma eða áhrif af sögunni. Mansöngur VII. rímu sýnir áhrif af sögunni þegar hann

talar um Cato í 7. erindinu. Heiðnar kenningar blandast einnig skemmtilega saman við

kristnar kenningar í rímunum. Hallgrími hefur þótt sagan áhugaverð og ort um hana rímur.

Hallgrímur notar gagaravillu og samhendu í mansöngvum í öllum rímum. Aðrir

algengir bragarhættir eru ferskeytt, stafhent og skothent. Bragarhættir með fjórum braglínum

eru algengastir en þó sést braghenda og afhenda sem er með tveimur braglinum. Erindin í

þeim rímum þar sem mansöngur er með bragarhætti sem er færri er fjórar línur eru oft fleiri.

Það er þó ekki algilt eins og töflurnar sýna.

3. Ádeilukvæði Hallgríms Péturssonar

Hallgrímur orti ádeilukvæði, frægust þeirra eru Aldarháttur og Flærðarsenna. Flærðarsenna er

mjög myndrænt kvæði í takt við mörg ádeilukvæði barrokskálda. Þar er t.d. vísað í Laxdælu í

hendingunni: „Annars erindi rekur úlfur.“ Sigurður Nordal taldi að þetta kvæði væri

Page 18: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

18

áhrifameira en flestar ádeilur Hallgríms. Innihald kvæðisins er að heimurinn er falskur og ber

að varast gildi heimsins eins og heitan eldinn.

Loforð sem ekki eru efnd og innihaldslaust smjaður láti vel í eyrum. Það snýst um að

heimurinn er fullur af smjaðri, falsi, tvöfeldni og sviknum loforðum en ekki svikula

manneskju. Sá sem varar sig ekki á falsi heimsins hlýtur að fara flatt á því. Varnaðarorð eru

eins og undirtónn í ádeilukvæðum hans. Hallgrímur hefur þekkt til eddukvæða miðað við

fyrirsögn og þekkt Lokasennu. Kvæðið er ádeila en sennur eru deilur eða skammir milli

manna. Nafn kvæðisins er hugsanlega komið frá Hallgrími og minnir á Lokasennu.

Myndhverfingar og samlíkingar eru notaðar í Flærðarsennu t.d. er loforð eða tryggð

myndhverfð í hveiti sem er óhreint (tryggðagjöld táls með korni); veröldin er myndhverfð í

konu sem faldar kjól sinn með skollahúð. Heiminum er líkt við kött sem dregur inn klærnar

og er til alls vís og heimurinn er sagður vera eins og kálfsskinn sem merkir líklega að hann sé

háll eins og yfirborð kálfsskinshúðar (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 226-228). Oflátungskvæði

er annað ádeilukvæði þar sem deilt er á hegðun og eiginleika manna. Það sem aðskilur þessi

kvæði frá hinum trúarlegu kvæðum var það að þau voru ætluð lærðum mönnum (Kvæði og

rímur, 1945, 38, 72, 74) Bragarhættir voru flóknir t.d. hexametur og leonískur háttur.

Bragarhættir voru frábrugðnir þeim sem höfðu áður sést. Kvæðið Aldarháttur var ort undir

hexametri (sexliðahætti) eða afbrigði hans sem kallaðist leonískur háttur og var mikið notaður

á miðöldum. Danska skáldið Anders Arrebo var fyrstur danskra skálda til að yrkja undir

þessum hætti og ekki er ósennilegt að Hallgrímur hafi haft hann sem fyrirmynd. Ísland var

einnig undir stjórn Danakonungs á þessum tíma (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 236-237)

Arrebo notar einfalt innrím en Hallgrímur tvöfalt innrím en báðir nota endarím. Hallgrímur

þýddi kvæðið Hora novissima eftir Bernharð af Morlas (Cluny) sem uppi var á 12. öld og

kallaði það Sú stund seinasta. Þetta kvæði er ort undir hexametri og er áminning um að vera

vakandi um dómsdag og reikningsskil nálgast. Heimsendir var talinn vera í nánd og mjög

mikið var um heimsendaspár eins og á miðöldum (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 237-238).

Hverfulleikakvæði er tengd ádeilukvæðum en taka á efninu á annan hátt.

Hverfulleikakvæðin lýsa ástandi heimsins sem svo slæmu að það endar með því að allt hrynur

eins og spilaborg. Ádeilukvæði ganga út frá því að snúa við öfugþróun (verkerte Welt)

heimsins til að ástand heimsins komist í rétt horf. Myndmál er mjög fjölskrúðugt í kvæðum

af þessu tagi og kemur barrokkið þar inn í. Myndmálið í Flærðarsennu um köttinn sem ávallt

er tilbúinn að drag út klærnar er sterkt barrokkeinkenni. Ordohugsun er mjög ríkjandi í

barrokljóðum sem einkennist af því að almenningur er neðst, yfirvald og Guð. Það er slæmt

að lifa í óhófi því að himnesk sæla er í vændum. Hér eru skýr barrokkeinkenni

Page 19: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

19

(Hallgrímsstefna, 1997, 101-102). Erindi sem byrjar Holdið of kátt (Sálmar og kvæði úrval

1:233) er dæmi um hverfulleikakvæði (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 239). Kvæðið fjallar eins

og önnur hverfulleikakvæði um forgengileikann og hversu vitlaust það er að reiða sig

eingöngu á sjálfan sig og eigin mátt.

Hexametrum

Holdið of kátt

veit fyrirfram fátt

hvað falla mun þægra

reiðir sig þrátt

á megn sinn og mátt

eða mannorðið frægra (Hallgrímur Pétursson, Sálmar og kvæði úrval, 1989, bls 233).

Handritið Lbs 399 4to II, bl. 34v-35r inniheldur nokkur ádeilu- og hverfulleikakvæði eftir

Hallgrím s.s. Flærðarsenna, Barnalund blind hrædd, Hætta er stór í heimi, Svo sem gler sýnist

mér og Vond ertu veröld. Mestan skyldleika við upphafserindið í kvæðinu Barnalund blind,

hrædd er handritinu Lbs 399 4to II eru handritin JS 208 8vo og Lbs 1724 8vo. Þau eru einu

handritin með þetta upphafserindi (Margrét Eggertsdóttir, 2000, 42-44).

Hverfulleikakvæðin eru lýsandi dæmi fyrir hugsunarhátt 17. aldarinnar og þann

lútherska rétttrúnað sem ríkti á Íslandi. Veðurfar var óhagstætt, einokunarverslun, kúgun

Dana, stíft embættismannakerfi, náttúruhamfarir og plágur héldu almenningi niðri. Vonleysi

og svartsýni má þá sjá í kvæðunum. Meinlætastefna var mikil og litið var niður á hvers kyns

óhóf og skemmtanir. Þau endurspegla þá trú að lífið sé eymdarpæla á jörðinni og fólk eigi

ekki að reyna að hafa það betra en það hefur það. Fólk á ekki að sækjast eftir

stöðuhækkunum eða stunda auðsöfnun heldur treysta Guði (Helgi Þorláksson, 1984, 13-15).

Holdlegar fýsnir s.s. óhóf í mat og drykk og lauslæti eru höfuðsyndir og leiða til óhamingju.

Málfar þessara kvæða einkennist af barrokkstíl þar sem myndmál er skýrt og nákvæmt

og tilfinningar og tjáning magnaðar upp. Skrúðmælgi er mikil og fyrirbæri mögnuð upp og

mikið um stílbrögð. Málsgreinar eru langar og tengjast með hliðstæðum, andstæðum og

röksamböndum eftir því hvaða tilfinninga eða hvata er verið að höfða til hjá lesandanum

(Þorleifur Hauksson, 1994, 346). Þó að fari ekki mikið fyrir trúaráróðri í hverfulleikakvæðum

og ádeilukvæðum er hinn lútherski hugsunarháttur aldrei langt undan. Höfuðsyndirnar:

lauslæti, dramb og sviksemi vð náungann eru til umfjöllunar í helstu ádeilukvæðum

Hallgríms. Málshátturinn Guð agar þann sem hann elskar er greinilega ríkjandi því að hann

segir hvað skal gera og hvað ekki.

Page 20: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

20

Friese telur að lítil stíleinkenni barrokks sé að finna í kvæðum Hallgríms Péturssonar eða

annarra skálda á lærdómsöld. Þetta er hans niðurstaða á rannsóknum á öllum bókmenntum

skálda á 17. öld. Hann tekur það hins vegar fram að ljóðagerð 17. aldarinnar sé mótuð af

latneskri rökræðulist og dróttkvæðum kenningum. Snorra- Edda var höfuðrit um

skáldskaparfræði og síðar var notuð uppskrift af Snorra-Eddu sem kölluð var Laufás-Edda

(Margrét Eggertsdóttir, Guðamjöður og arnarleir 1996, 92-93). Wilhelm Friese telur í grein

sinni, Hallgrímur og barrokk á Norðurlöndum að fjórar meginniðurstöður barrokkrannsókna

sé nauðsynlegt að hafa þegar barrokktímanum er lýst:

1. „Menning þessa tímabils er gegnsýrð af kristinni trú eins og hún birtist í rómversk-kaþólsku

kirkjunni, mótmælendakirkjunum og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.

2. Ríkisform einveldis og kenningar kirkjunnar móta tilveru og heimsmynd manna.

3. Tímabil þetta er ekki hægt að skilgreina út frá ákveðnum stíl. Margar ólíkar stíltegundir koma

fyrir í bókmenntum þessa tíma, í samræmi við innri spennu og andstæður tímabilsins.

4. Taka verður tillit til sögulegs og félagslegs veruleika þegar tímabilinu er lýst“ (Friese

Wilhelm, 1997, bls 101).

Menningarlíf Norðurlanda tók miklum breytingum á barrokktímabilinu sem var á fyrsta

þriðjungi sautjándu aldar til fyrsta þriðjungs átjándu aldar. Lútherskur rétttrúnaður og

einveldi konungs var ríkjandi í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Bil milli ríkra og fátækra var

breitt. Stjórnarformið var einræðisstjórn og stéttaskipting lénsskipulagsins og skiptist í:

konungur, aðall, borgarar, bændur. Ordo-hugsun er ríkjandi á þessum tíma en það eru

hugmyndir kirkjunnar um reglufestu veraldarinnar. Guð er herra heimsins, drottinn og

skapari og öll mannleg reynsla er Guðs vilji. Dæmi um slík viðhorf eru viðhorf kaþólska

biskupsins Niels Stensen (1638-1686) sem sagði: „Það er fallegt sem við sjáum; fallegra það

sem við vitum; fallegast það sem við þekkjum ekki.“ Íslendingar höfðu ekki mikla

stéttskiptingu þó að auður manna væri misjafn því að sumir voru embættismenn. Klerkar

voru einnig bændur. Menntun klerka og embættismanna var meiri en veðurfar og náttúra

bauð ekki upp á annað en að allir tækju þátt í bústörfunum (Friese Wilhelm, 1997, 102 og

áfram).

Page 21: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

21

Peer E Sörensen og Eira Storsten hika við að tala um barrokkeinkenni í bók sinni Den

barroke tekst. Þau nota þetta hugtak vegna þess að barrokktextinn er einn af mörgum frá

siðaskiptum og fram eftir. Áherslan er lögð á að barrokk sé opið hugtak og óskýr mörk milli

endurreisnar, barrokks og klassisima. Skilgreining þeirra er skyld þýskri skilgreiningu á

barrokktextanum. Barrokktextinn er nátengdur kirkju, skólakerfi og dómskerfi. Kirkjan náði

til allra stétta og bókmenntir kirkjunnar nutu mestrar virðingar. Barrokktextar bæði trúarlegir

og veraldlegir áttu að umbylta ljóðamenningu og færa hana upp á hærra plan. Þjóðvísur,

kviðlingar og rímur um tröll og fornkappa þóttu lágkúruleg almúgaskemmtun. Guðbrandur

Þorláksson biskup var ötull þátttakandi í menningarbyltingu sem lagði grunn að nýjum

kveðskap. Þetta var samskonar kveðskapur og hjá Hallgrími Péturssyni (Margrét

Eggertsdóttir, 2003, 161-163).

Mælskufræðin er höfð að leiðarljósi í barrokktexta. Stílbrögð eru notuð t.d. umritun

og rímskraut og reynt að hafa áhrif á áheyrendur. Reglur mælskufræðinnar eru þær að kvæðið

byrjar á inngangi (exordium) og líðan og þörfum ljóðmælanda lýst. Síðan kemur frásögn

málsatvika (narratio) þar sem ljóðmælandi lýsir líðan sinni og ástandi. Meginhluti kvæðisins

tekur svo við sem er argumentatio og rök (argumenta) með og dæmi (exempla) eru tínd til

sönnunar. Næsti hluti er tenging (propositio) yfir í næsta hluta og sá hluti er undirbúningur

undir næsta hluta því að orðræðan þar minnir á málamiðlun milli tveggja andstæðra eininga.

Refutatio kemur oftast í kjölfar rökræðukaflans og þar eru öll andmælin hrakin. Síðan kemur

peroratio sem er niðurstaða eða lokaorð (Margrét Eggertsdóttir, 2003, 161-163).

3.1 Vinátta Brynjólfs Sveinssonar biskups og Hallgríms Péturssonar

Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti var mikill vinur og velgjörðarmaður Hallgríms

Péturssonar. Sumir fræðimenn ganga svo langt að hann hafi haft áhrif á sálma hans. Þeir

höfðu báðir áhuga á framþróun og breytingum til hins betra hjá landsmönnum. .Ragnheiður

Brynjófsdóttir (Sveinssonar) var talin ein af mætustu meyjum landsins og verðugt kvonfang.

Hallgrímur og hún voru einlægir og traustir vinir og hann sendi henni handrit í maí 1661 sem

innihélt m.a. Passíusálmana, Sálminn um blómið og Sálminn um fallvaltleika heimsins.

Afskriftir af handritinu voru að öllum líkindum sex en allar eru glataðar nema þessi sem hann

sendi Ragnheiði.

Vinátta Hallgríms og Ragnheiðar hefur örugglega ekki einungis með kynferði og

fegurð hennar að gera heldur lund hennar. Hún var mjög sjálfstæð, viljasterk og vön að fá

sínu framgengt. Hallgrímur hefur eflaust kunnað að meta sjálfstæði hennar og ástríðufullt

Page 22: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

22

hjarta. Hann hefur sennilega séð sjálfan sig í hennar sporum þegar hann barðist sjálfur fyrir

ást sinni.

Haustið 1662 brann bærinn í Saurbæ til grunna og Hallgrímur yrkir sálminn Hugbót.

Hann fær mjög góða hjálp frá sveitungum sínum og getur reist bæinn aftur. Stuttu seinna

óskar Brynjólfur Sveinsson biskup eftir nærveru Hallgríms í Skálholti. Sr. Torfi Jónsson í

Gaulverjabæ, bróðursonur Brynjólfs tekur það fram í bréfi. Ragnheiður dóttir Brynjólfs

liggur veik af berklum og mjög raunalegt er um að litast í Skálholti. Hallgrímur veikist illa en

nær sér og hann yrkir sálminn: „Þakkargjörð fyrir afturfengna

heilsu“(http://tru.is/pistlar/2014/04/hallgrimur-pétursson-fimm).

Hugbót er huggunarkvæði og það kemur fram í ljóðlínunum: „syrgja skal spart“,

„sorgin skal því dvína“, og fullvissu um Drottinsnáð og huggun. Hlutverk kvæðisins er að

hugga skáldið, heimilisfólkið og fjölskylduna. Hann sækir rök í Jobsbók kafla 1.21: „Drottinn

gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins“(http://www.tru.is/pistlar/2014/04/hallgrimur-

petursson-fimm).

Vinátta Hallgríms og Brynjólfs hófst um 1630 er Hallgrímur var á unglingsaldri og sá

síðarnefndi bjargaði honum úr vondri vist sem járnsmíðalærlingur. Brynjólfur hitti einnig

Guðríði Símonardóttur árið 1636 í fyrsta skipti í Kaupmannahöfn. Hún var meðal 30

Íslendinga sem voru leystir úr ánauð úr barbaríinu. Örlögin höguðu því svo þannig að þau

Hallgrímur urðu ástfangin þrátt fyrir aldursmun og dómhart samfélag (Steinunn

Jóhannesdóttir, 2005, 34-39).

Brynjólfur Sveinsson var kjörinn biskup árið 1639 í eigin óþökk þegar hann var 34

gamall. Fyrsta biskupsverk hans var að kalla saman alla embættismenn kirkjunnar og presta

stiftisins til prestastefnu til að dæma í málum sem hann taldi að væru kirkjunnar mál. Hann

kom því til leiðar að prestastefna var haldin á Þingvöllum á hverju ári. Slíkar stefnur má lesa

um í kirkjusögunni, Nýja-Testamentinu, í byrjun siðbótar og hjá rómversk-kaþólsku krikjunni

(Skúli S. Ólafsson, 2005, 116-117).

Vinátta Hallgríms og Brynjólfs var byggð á faglegum og persónulegum grunni. Þeir

voru báðir miklir fornmenntamenn og umbótasinnar á erfiðum tímum. Brynjólfur var beðinn

um að semja skýringar á Ólafs sögu Tryggvasonar veturinn 1662-1663 en baðst undan og fól

Hallgrími verkið. Þorgrímur Torfason sagnaritari bað hann um það (Skúli S. Ólafsson, 2005,

111-131). Þetta sýnir hversu miklar mætur hann hefur haft á Hallgrími sem manneskju og

fagmanni. Hallgrímur hafði þá einnig samið rit sem einkenndust af rökræðustíl lærðra manna

á lærdómsöld. Þessi rit voru bæði guðfræðileg og heimspekileg. Hann hefur sennilega aukið

þekkingu sína með bóklestri og sjálfsnámi með hvatningu Brynjólfs. Í Biskupasögum I frá

Page 23: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

23

1907:283 er sagt um Brynjólf: „Við vini sína og presta, sem honum þóknuðust, var hann

trúfastur, einlægur, sléttur og metnaðarlaus“(Biskupasögur I 1907:283; Margrét Eggertsdóttir,

2005, 94-95).

Vinátta Brynjólfs og Hallgríms hefur verið mjög sterk. Hún hefur náð út yfir aldursmun, stétt

og stöðu. Brynjólfur og Hallgrímur hafa átt það sameiginlegt að vera af efri stigum

samfélagsins en ólíkir eins og dagur og nótt. Brynjólfur sá Hallgrím sem ungan, vanhirtan

járnsmíðalærling með góðar gáfur. Hallgrímur hittir Brynjólf sem þá er konrektor í Roskilde í

Sjálandi. Vináttan byggist á því að Brynjólfur notar sambönd sín til að hjálpa Hallgrími til að

ná frama. Þegar árin líða og þeir verða báðir fyrir áföllum í einkalífinu, brunanum í Saurbæ,

veikindum Ragnheiðar og dauða og hneyksli vegna ástarævintýris hennar og Daða

Halldórssonar. Vinátta þeirra er aldrei sterkari en einmitt þá og Hallgrímur stendur eins og

klettur við hlið fjölskyldunnar. Hallgrímur og Brynjólfur voru góðir vinir sem aldrei létu neitt

hafa áhrif á sína vináttu svo vitað sé. Þeir hafa kannski ekki alltaf verið sammála en alltaf

tekist að finna lausn þó að þeir hafi verið ólíkir. Þeir hafa verið eins og góðir og traustir vinir

eiga að vera.

3.2 Hallgrímur og Guðríður

Guðríður Símonardóttir og Hallgrímur Pétursson komu undarlega fyrir sjónir er þau stigu á

Íslandsströnd árið 1637. Hún var 39 ára ekkja og hann próflaus guðfræðistúdent frá Vor

Frúar skóla. Hún var langt gengin með barnið hans og þau áttu hvergi höfði sínu að halla

(Steinunn Jóhannesdóttir, Hallgrímsstefna 1997, 63-69). Þau hafa gengið í berhögg við

skrifaðar og óskrifaðar reglur samtíma síns vegna hátternis síns. Þau sýndu mikinn kjark að

halda sambandi sínu áfram þrátt fyrir almenningsálitið.

Þau voru blásnauð, drifin áfram af ástinni og hún átti von á barni hans. Aldursmunur

og lífsreynsla var mjög ólík. Hann var ungur námsmaður, hún átti níu ára ánauð að baki,

hjónaband og hafði tapað barni sínu í ánauðinni. Samfélagið á Íslandi árið 1637 var dómhart

og vægðarlaust eins og þau áttu eftir að reka sig á. Guðríður var talin ættlaus og Hallgrímur

var talinn hafa tekið niður fyrir sig að elska hana. Þau áttu hins vegar það sameiginlegt að

vera bæði í útlegð, rótlausar sálir og kjarkmikil. Seinni rannsóknir hafa leitt í ljós að Guðríður

var ekki eins ættlaus og talið var. Kláus Eyjólfsson lögréttumaður og sýslumaður í

Vestmannaeyjum er móðurbróðir hennar. Hún er einnig skyld báðum Eyjaprestum. Síra

Ólafur Egilsson er afabróðir hennar og síra Jón Þorsteinsson píslarvottur er ömmubróðir

hennar. Þau hafa líklega alist upp við svipuð skilyrði.

Page 24: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

24

Guðríður er talin hafa verið fríð sýnum, dökk á brún og brá, lágvaxin með liðað hár og

djúpa og dimma rödd. Hallgrímur var einnig dökkur yfirlitum en stór og kraftalegur með

mikla andagift. Guðríður er svo vitað sé eina konan í lífi Hallgríms. Hann hefur örugglega

verið heillaður af seiglu hennar og útliti samanlögðu, því valdi hann að fara próflaus heim.

Þau áttu góða vini í Grími Bergssyni og konu hans Rósu Ásgeirsdóttur sem var sögð frænka

Guðríðar (Steinunn Jóhannesdóttir, 1997, 63-70).

Guðríður bjó með eiginmanni sínum Eyjólfi Sölmundarsyni að bænum Stakkagerði í

Vestmannaeyjum fram að Tyrkjaráninu. Hún var um þrítugt árið 1627 þegar Tyrkjaránið var

og sjómannskona. Eyjólfur maður hennar bjargaðist ásamt fleirum annað hvort með því að

leita fylgsnis í húsum eða með því að hlaupa í björg. Guðríður og barn þeirra voru hins vegar

svo óheppin að lenda í höndum ræningjanna og hafa líklega verið meðal þeirra 240

Vestmannaeyinga sem voru teknir höndum. Guðríður og barn hennar höfðu sama húsbóndann

þegar út var komið. Það hefur það verið léttir fyrir bæði þó að barn hennar hafi orðið eftir að

níu árum liðnum. Guðríður hefur hugsað til Eyjólfs mannsins síns á meðan hún var í

ánauðinni því upphaf að bréfi hennar til hans fannst. Það er ekki mjög innilegt, mest

guðrækileg ávarpsorð og árnaðaróskir. Hún gæti hafa beðið einhvern um hjálp (Helgi Skúli

Kjartansson, 1974, 17-26).

Hallgrímur var fæddur árið 1614 að Gröf á Höfðaströnd og sagt er að hann hafi farið

snemma að yrkja. Hann orti glettnislegar vísur um menn og dýr frá unga aldri áður en hann

var þekktur sem sálma- og rímnaskáld. Hann kom sér m.s. út úr húsi á Hólum vegna

ógætilegs kveðskapar um hefðarkonur þ.á.m. Halldóru Guðbrandsdóttur. Hún var matmóðir

hans á Hólum. Hann orti um hana háðvísu sem hljómar á þessa leið:

„Einhvern tíma kelling, kelling

kann til bera, bera

að ég fái velling, velling

og verði séra, séra“(Magnús Jónsson, 1947, 27).

Halldóra neitaði honum um hrísgrónavelling og sagði hann ætlaðan presti. Ástæðan

fyrir brotthlaupi Hallgríms frá Hólum fyrir utan kerknisvísur og ungæðingshátt er örugglega

listamannseðli sem að hefur verið gífurlega sterkt. Arngrímur Jónsson lærði hefur ekki þolað

prakkaraskap hans ásamt fleirum og ekki mælt með honum. Það hefur líklega verið hvati að

brottför hans (Magnús Jónsson, 1947, 22-29).

Hallgrímur Pétursson var löngum hulinn miklum þjóðsagnahjúp vegna hátternis síns

og skapferlis. Magnús Jónsson segir frá því í bók sinni um Hallgrím að Árni Gíslason á Hómi

góðvinur Hallgríms hafi unnið að því hörðum höndum að blíðka biskup. Hallgrímur gengur

Page 25: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

25

með sjóvettlinga austur í Skálholt og kafar í ófærð á Botnsheiði. Er Hallgrímur kemur í

Skálholt segja þeir að einhver „húski“ vildi tala við biskup. Þá er sagt að biskup hafi svarað:

„Fari hann ofan í smiðju og reki járn, það kann hann, því það hefur hann gert fyrri.“ Þetta

svar er ólíkt Brynjólfi og þjóðsagnakennt. Önnur útgáfa er að Hallgrímur hafi verið á

heimleið frá vígslu og menn hafi sagt: „Allan skrattann vígja þeir“

(http://sevefir.ruv.is/passiusalmar/hallgrimur.sótt 19.04.2015).

Hallgrímur óx í áliti hjá sóknarbörnum sínum vegna lífsþroska, gáfna og mannskilnings.

Hann þoldi miklar búsifjar s.s. barnsmissi og veikindi. Börn Guðríðar og Hallgríms urðu alls

fjögur: Eyjólfur, Steinunn og Guðmundur. Eyjólfur var sá eini sem komst til fullorðinsára.

Steinunn er eitt af frægustu börnum þeirra. Hann orti til hennar erfiljóð sem enn er sungið í

útförum barna og ungmenna. Legsteinn sem hann gerði fyrir hana er enn í Hvalsneskirkju.

Hann hafði ljóðformið mjög á valdi sínu og hefur verið mikill ræðusnillingur. Líkræða sem

Hallgrímur hélt hefur varðveist varð til þess að hann fékk betra brauð í Saurbæ á

Hvalfjarðarströnd og gat unnið meira að ritstörfum.

3.3 Tengsl Hallgríms Péturssonar við önnur skáld

Íslenskir skáldbræður Hallgríms Péturssonar sem voru samtímamenn hans og hann er borinn

saman við eru þeir Magnús Ólafsson og Stefán Ólafsson. Stefán Ólafsson var af góðum

ættum, lærður maður sem einnig hafði áhuga á Snorra-Eddu og Völuspá. Stefán Ólafsson orti

ádeilukvæði, tækifæriskvæði og trúarkvæði eins og Hallgrímur Pétursson. Kvæðið

Svanasöngur er trúarlegt kvæði Stefáns sem líkist hverfulleikakvæði (vanitas) vegna

uppbyggingar kvæðisins. Fyrsta erindið byrjar með inngangi t.d. „í dag byljir bíða/bjart er

loftið fríða/á morgun hregg og hríð“(Margrét Eggertsdóttir, 2005, bls 138). Kristinn E.

Andrésson rannsakaði hversu mörg kvæði hafa varðveist eftir Stefán Ólafsson. Hann komst

að því að frumortir sálmar hans væru um 40. Hann notaði fjölbreytta bragarhætti líkt og

Hallgrímur og einnig þýddi hann sálma. Ein þekktasta sálmaþýðing hans er þýðing á sálmi

eftir norska skáldið Petter Dass. Sálmurinn er varðveittur í JS 53 8vo, bl. 111v-112r (og

víðar). Þýðingin er ekki nákvæm né frá orði til orðs því nauðsynlegra þótti að ná

hugmyndinni (Margrét Eggertsdóttir, 2005, 138-140). Stefán Ólafsson deildi á samtímann og

hegðun samtímamanna sinna í ádeilukvæðum sínum eins og Hallgrímur. Stefán orti kvæðið

Ómennskukvæði undir rímuðu afbrigði af hexametri og ber saman fortíð og nútíð eins og

Hallgrímur gerir í Aldarhætti. Kvæðið Heimsádeila eftir Stefán dregur upp mynd af hinni

rangsnúnu veröld þar sem ranglæti er réttlætt og hinn frómi verður fyrir ranglæti.(Margrét

Eggertsdóttir, 2005, 142-143) Hallgrímur Pétursson hafði áhrif á seinni tíma skáld. Matthías

Page 26: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

26

Jochumsson orti erfiljóð sem heitir Hallgrímur Pétursson um 1874. Hann er mjög innblásinn

af Hallgrími og segir Kristí í stað Kristi með i-i. Kvæði Matthíasar er með textatengsl við

söguna um afneitun Péturs þegar haninn gól og krossfestinguna í Biblíunni. Passíusálmur 12

fjallar um iðrun Péturs yfir því að hafa afneitað Jesú þrisvar og iðrunargrát hans. Þessi sálmur

er með textatengsl við Jóh. 13.37-38. Passíusálmur 24 talar um purpuraklæði og þyrnikórónu

og 4. erindið nefnir þyrnikórónu. Matthías nefnir þyrnikrans og signað höfuð með

sorgarþyrna. Myndmál Biblíunnar og Passíusálmanna er mjög ríkt í kvæðinu. Textatengsl eru

einnig við Passíusálma 12, 24, 30 og 38. Krossfestingin er til umræðu í 30. sálmi og benjar

Jesú og umræðan er mjög líkamleg. Ljóð Matthíasar líkir sárum Hallgríms vegna líkþráa við

sár Krists og þegar hann segir: Heimsins hjálp er sein, hann sá yðar, þér of seint hans mein.

Seinna birtir til og hann fer til guðs og finnur dýrðina. Líkþráin var kross Hallgríms. Sálmur

38 talar um dóm Kaífasar æðsta prests og falsvitni sem að vitnuðu gegn Jesú og hæddu hann

(Jóhannesarguðspjall kaflar: 13. 37-38, 17.12-27 og 19. 1-3).

Snorri Hjartarson (1906-1981) orti kvæðið Á Hvalsnesi nokkrum árum eftir að steinn

Steinunnar dóttur hans fannst. Ljóðmælandi finnur legstein Steinunnar og lifir sig inn í

tilfinningar Hallgríms Péturssonar þó liðin séu yfir þrjúhudruð ár. Hallgrímur er talinn hafa

gert steininn. Ljóð Snorra birtist í bók hans Hauströkkrið yfir mér sem kom út árið 1979.

Kvæðið er mjög myndrænt og lesandi myndar strax sterka tengingu við hinn fátæka,

sormædda föður og prest þegar hann heggur í steininn og hagræðir honum (Steinunn

Jóhannesdóttir, 1997, 1-2). Kvæði Snorra Hjartarsonar sýnir harm Hallgríms á myndrænan

hátt:

Á Hvalsnesi

Í kórnum lýt ég skörðum

steini, fer augum og höndum

um letrið, um helgan dóm.

Sé lotinn mann, heyri glamur

af hamri og meitli, sé tár

hrökkva í grátt rykið.

Sé hann hagræða hellunni á gröf

síns eftirlætis og yndis.

og ljóðið og steinninn verða eitt.

Page 27: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

27

Ég geng út í hlýjan blæinn

og finnst hafið sjálft ekki stærra

en heilög sorg þessa smiðs.

(Steinunn Jóhannesdóttir, 1997, 1-2)

Kvæði Snorra Hjartarsonar er óvenjulegt að því leyti að farið er dýpra í sálarlíf Hallgríms

en höfundar fyrri alda gerðu. Myndmálið er meira sótt í náttúruna en trúarlífið þó að

heilagleiki sé til staðar í upphafs- og lokaerindi. Lesandi lifir sig mjög inn í aðstæður

Hallgríms hins fátæka prests. Tárin eru táknræn fyrir sorgina sem er svo einlæg að þau þorna

í rykinu (Steinunn Jóhannesdóttir, 1997, 1-6).

Steinunn Jóhannesdóttir hefur skrifað mikið um Hallgrím Pétursson. Hún skrifaði leikritið

Heimur Guðríðar árið 1995 sem fjallaði um sambúð Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms

Péturssonar. Þar var m.a. fjallað um ár þeirra í Hvalsnesi. Reisubók Guðríðar kom svo út árið

2001. Bókin Heimanfylgja fjallar um uppvöxt Hallgríms til fjórtán ára aldurs og þangað til

hann fór erlendis í nám. Nýjasta bók Steinunnar um Hallgrím er barnabók sem heitir Jólin

hans Hallgríms og kom út 2014 í tilefni af 400 ára afmæli hans (http://www.tru.is, sótt 2015).

4. Lokaorð

Hallgrímur Pétursson hafði mjög mikil áhrif á sína samtíðarmenn af háum og lágum stigum.

Kvæði hans bera þess glöggt merki að hann fyrirleit græðgi og dramb. Hann naut þess þó að

eiga valdamikla vini eins og Brynjólf Sveinsson og vera skyldmenni Guðbrands Þorlákssonar.

Félagslegt valdanet Hallgríms varð sterkara þegar hann orti erfiljóð til Árna Gíslasonar

lögréttumanns árið 1654, Björns Gíslasonar (1656), Árna Oddssonar (1665) og Jóns

Sigurðssonar bartskera (1670). Hallgrímur orti einnig lukkuósk til Sigurðar Jónssonar árið

1663 og sendi eiginkonu hans Kristínu Jónsdóttur handrit af Passíusálmum. Hann sendi einnig

handrit til mágkonu hennar Helgu Árnadóttur í Hítardal og til Ragnhildar dóttur Árna

Gíslasonar lögréttumanns. Árni Oddsson og Árni Gíslason voru velgjörðamenn Hallgríms.

Árni Gíslason var einnig góður vinur hans. Hallgrími hafa verið eignaðar dróttkvæðar vísur

um Björn Gíslason og þriggja erinda kvæði eftir dóttur sína. Erfiljóðið Vigfús Gíslason eftir

Hallgrím er talið hafa mikla sérstöðu meðal erfiljóða 17. aldar. Sérstaða þess er fólgin í því

að innileiki skáldsins er mjög mikill eins og sést til dæmis í þessari ljóðlínu: „Vigfús minn

Gíslason“ og heiti ljóðsins er Vigfús Gíslason. Það sem er hefðbundið við það er að fjallað er

Page 28: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

28

um líf og starf hins látna, hjónaband, dyggðir, dauða, hvar hann lenti í himnaríki og ástvinum

sagt að láta huggast. Vigfúsarkvæði er erfitt að negla niður. Bygging kvæðisins er heilsteypt.

Það má túlka sem hverfulleikakvæði (vanitas), dauðaáminningu (memento mori) eða huggun

vegna dauða (consolatio mortis). Retorískt markmið kvæðisins er að hugga eftirlifandi ástvini

his látna. Kvæðið er nafnakvæði (griplur) því að nafn hins látna er bæði fólgið í upphafs og

lokastöfum. Upphafsstafir vísnanna heita á grísku akrostikhon en lokastafir telestikhon

(Þórunn Sigurðardóttir, Griplur, 2011). Hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur handrit af

Passíusálmunum árið 1662. Hann orti tækifæriskvæði fyrir Guðríði Stefánsdóttur sem fædd

var 1660. Þetta varð til þess að Hallgrímur hefur styrkt tengsl sín við valdameiri menn

samfélagsins. Hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn frá Hólum fyrir uppreisn við

Arngrím lærða og Halldóru Guðbrandsdóttur. Hann orti einnig kerknisvísu um Sr. Einar

Egilsson sem kallaður var Einar sómi. Hann hafði misst bæði kjól og kall vegna

hórdómsbrots og þurfti að mæta á Alþingi árið 1639. Einar var sóknarbarn Hallgríms þegar

hann bjó í Botni. Vísan hljómar svona:

Einar sómi

hinn iðratómi

á efstadómi

utan hinn frómi

eðla blómi

annað rómi

er hann þá nokkru nær (http://bragi.info/sótt 07.11.2014.).

Hallgrímur Péturson orti vísur undir mjög fjölbreyttum bragarháttum og var mjög vel að sér í

bókmenntum. Ádeilukvæðin, erfðaljóðin og harmljóðin báru merki latneskrar rökræðulistar

sem hann beitti af snilld. Passíusálmarnir eru enn lesnir upp og sungnir á föstudaginn langa

og minningu hans viðhaldið víða um land.

Niðurstöðurnar við skrif þessi eru þær að Hallgrímur Pétursson var mikið skáld og

fræðimaður á sínum samtíma. Hann var fjölhæfur í skáldskap sínum og ritstörfum og bjó yfir

miklum gáfum. Þessir eiginleikar ásamt skáldagáfum og fræðistörfum hafa haldið nafni hans

á lofti.

Page 29: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

29

Heimildaskrá

Biblían (1981). Reykjavík.

Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld (1956), Rímur af Flóres og Leó. Rit Rímnafélagsins.

Finnur Sigmundsson (bjó til prentunar), Reykjavík.

Clunies Ross, Margaret. (2005). A history of old norse poetry and poetics. UK: Cambridge,

NY: Rochester.

Friese, Wilhelm, (1997). Hallgrímur Pétursson og barrokk á Norðurlöndum. Margrét

Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir (ritstjórar), Hallgrímsstefna, Ritröð

Listvinafélags Hallgrímskirkju. Reykjavík: Listvinafélag Hallgrímskirkju.

Gade, Kari Ellen, Mitchell M. P. (ritstjóri). (1995). The structure of old norse dróttkvætt

poetry (XLIX). Ithaca and London: Cornell University Press.

Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason. Íslensk Bókmenntasaga I. Mál og

Menning. Reykjavík.

Hallgrímur Pétursson. (1945). Kvæði og Rímur eftir Hallgrím Pétursson. Tónlistarfélagið,

Reykjavík.

Hallgrímur Pétursson. (1956). Króka-Refs- rímur og Rímur af Lykla-Pétri og Magellónu, Rit

Rímnafélagsins (VII). (Finnur Sigmundsson bjó til prentunar),Reykjavík:

Rímnafélagið.

Hallgrímur Pétursson. (1956). Rímur af Flóres og Leó, Rit Rímnafélagsins (VI). Reykjavík:

Rímnafélagið.

Hallgrímur Pétursson. (1989). Sálmar og kvæði, úrval. Hörpuútgáfan, Reykjavík.

Hallgrímur Pétursson. (1996). Passíusálmar. Landsbókasafn Íslands-Háskólasafn, Reykjavík.

Hallgrímur Pétursson. (2000). Ljóðmæli I. (Margrét Eggertsdóttir bjó til prentunar).

Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Hallgrímur Pétursson. (2010). Ljóðmæli IV. (Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir

og Þórunn Sigurðardóttir bjuggu til prentunar). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar

í íslenskum fræðum.

Helgi Skúli Kjartansson. (1974). Hallgrímur Pétursson. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.

Helgi Þorláksson. (1984). Sautjánda öldin. Þættir úr drögum að Sögu Íslands V, saminni að

tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Óútgefið handrit á vegum Árnastofnunar,

Reykjavík.

http://bragi.info/visur sótt 07.11.2014.

http://handrit.is sótt 09. 06. 2014.

http://ismennt.is sótt 05.02. 2014.

http://kgsi.is sótt 17.03.2015

http://rimur.is sótt 12. 02.2014.

http://servefir.ruv.is/passiusalmar/hallgrim sott 11.07.2014.

http://tru.is/pistlar sótt 17.03 2015

Jakob Benediktsson (ritstjóri). (1998). Hugtök og heiti í bókmenntafræði (3.útgáfa).

Reykjavík: Bíkmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.

Magnús Jónsson. (1947). Hallgrímur Pétursson I-II. Reykjavík: H.F. Leiftur. Prentsmiðjan

Hólar hf.

Margrét Eggertsdóttir (2003). Að hrella og hugga. Tvær gerðir trúarkvæða frá sautjándu öld.

Anna Guðmundsdóttir, Bergur Þorgeirsson (ritstjóri ritraðar) og Svanhildur

Óskarsdóttir (ristjórar), Til heiðurs og hugbótar, greinar um trúarkveðskap fyrri alda

(bls. 161-173). Reykholt: Snorrastofa, Rannsóknarstofnun í Miðaldarfræðum.

Margrét Eggertsdóttir (2005). Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hallgríms.

Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar.

Page 30: Bragasjóður Hallgríms Péturssonar · Hallgrímur Pétursson samdi dróttkvæða vísu á Ytra-Hólmi á Akranesi. Sagan segir að hann hafi samið vísuna þegar viðraði ekki

30

Margrét Eggertsdóttir. (1996) Eddulist og barokk í íslenskum kveðskap á 17. öld. Sverrir

Tómasson (ritstjóri), Guðamjöður og arnarleir, safn ritgerða um eddulist (bls. 91-

117). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Margrét Eggertsdóttir. (2005) Áhrif Brynjólfs á Hallgrím Pétursson, sálma hans og

trúarviðhorf . Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og Torfi Túliníus (ritstjórar), Brynjólfur

biskup, kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld ( bls. 90-101). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Óskar Halldórsson (1977). Bragur og ljóðstíll (3. útgáfa) endurskoðuð. Reykjavík: Hið

íslenska bókmenntafélag. Ritröð rannsóknarstofnunar í bókmenntafræðum við

Háskóla Íslands. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. (2013). Íslensk bragfræði. Bókmennta-og Listfræðastofnun

Háskóla Íslands. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson. (2012). (2. útgáfa). Tólf alda tryggð athugun á þróun

stuðlasetningar frá elsta þekktum norrænum kveðskap til nútímans. Reykjavík:

Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.

Skúli S. Ólafsson. (2005) Skundað að nauðugu verki. Kirkjuhöfðinginn Brynjólfur

Sveinsson. Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og Torfi Túliníus (ritstjórar), Brynjólfur

biskup, kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld (bls. 111-131). Reykjavík:

Háskólaútgáfan.

Steinunn Jóhannesdóttir .(1997). Steinn Steinunnar. Ritstjórar: Benedikt Ólafsson,

Guðmundur Rafn Sigurðsson, Sigurjón Jónasson. Bautasteinn. 2. tbl. 2.árg. 1997.

Steinunn Jóhannesdóttir. (2005) Drög Brynjólfs SS að sjálfsævisögu. Sonur, bróðir, maki,

mágur, tengdasonur, faðir og afi. Jón Pálsson, Sigurður Pétursson og Torfi Tulinius

(ritstjórar), Brynjólfur biskup, kirkjuhöfðingi, fræðimaður og skáld (bls. 111-131).

Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Þorleifur Hauksson (ritstjóri), Þórir Óskarsson. (1994). Íslensk stílfræði. Styrktarsjóður

Þórbergs Þórðasonar og Margrétar Jónsdóttur. Reykjavík: Mál og Menning.

Þórunn Sigurðardóttir. (2011). Upp skýst löngu gleymt listaverk: Óþekkt kvæði eftir Hallgrím

Pétursson. Gripla, XXII(7), 7-30.

Þrjú bréf frá ýmsum tímum. Andvari, 38, 1913, 54-62.