dagbÓkarbrot 6. kafli · 2017. 3. 12. · 6. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins rata dagana...

14
Föstudagur 13. júlí Ratar birtust einn af öðrum á Ísafirði og hugði hver að sínu. Bongóblíða, eins og Suðurnesjamenn kalla það, var og sólskin og Ísfirðingar léttklæddir á götum úti eða í golfi. Veður hélst áfram milt og hlýtt um kvöldið og slógu ýmsir upp tjaldvögnum eða snigilhýsum eftir atvikum á tjaldstæði Ísfirðinga í Tungudal skammt innan við golfvöllinn. Þar var notið útiverunnar um kvöldið með hefðbundnum hætti jafnframt því að pakka og ganga frá til gönguferðarinnar. Aðrir gistu á hótelum eða á gistiheimilum inni í bæ. Laugardagur 14. júlí Ákveðið hafði verið að hittast niðri á bryggju kl. 9 og þar lá Guðný, 40 manna snekkja í eigu Hornstranda ehf. Vel gekk að koma farangri um borð og var samið við lögregluna á staðnum um DAGBÓKARBROT 6. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 13. – 20. júlí 2001. Úr hópi Rata tóku þátt í göngunni þetta árið, raðað eftir fjölskyldum og eru þá fyrst upptaldir innvígðir Ratar og embættismanna getið: Finnur (fj) (ritari) og Þórunn Gunnar og Sigríður Hallgrímur og Guðríður Hulda Ingvar (iag) og Þórunn Jóhannes og Guðrún Kristófer Ólafur (ós) (leiðsögumaður) og Helga Rósa Dögg og Ólöf Ósk Sigfinnur og Bjarnheiður (bg) (leiðtogi) Þá gengu með í fyrsta sinn Konráð og Ragnheiður Ásta, vinafólk Jóhannesar og Guðrúnar og Bjarnheiðar og Sigfinns. Leið Rata þetta árið lá á Hornstrandir og var undirbúin af þar til kjörinni ferðanefnd. Hún hafði m.a. milligöngu um útvegun flutnings á bátum, sem Hornstrandir ehf sáu um. Söluaðili þjónust- unnar var ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði. Ekki er annað að heyra en að Ratar hafi látið mjög vel af öllum þeim viðskiptum. Gönguklúbburinn Rati, sumarið 2001 (ós) 1 2

Upload: others

Post on 26-Jan-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Föstudagur 13. júlí Ratar birtust einn af öðrum á Ísafirði og hugði hver að sínu. Bongóblíða, eins og Suðurnesjamenn kalla það, var og sólskin og Ísfirðingar léttklæddir á götum úti eða í golfi. Veður hélst áfram milt og hlýtt um kvöldið og slógu ýmsir upp tjaldvögnum eða snigilhýsum eftir atvikum á tjaldstæði Ísfirðinga í Tungudal skammt innan við golfvöllinn. Þar var notið útiverunnar um kvöldið með hefðbundnum hætti jafnframt því að pakka og ganga frá til gönguferðarinnar. Aðrir gistu á hótelum eða á gistiheimilum inni í bæ. Laugardagur 14. júlí Ákveðið hafði verið að hittast niðri á bryggju kl. 9 og þar lá Guðný, 40 manna snekkja í eigu Hornstranda ehf. Vel gekk að koma farangri um borð og var samið við lögregluna á staðnum um

    DAGBÓKARBROT 6. kafli Ágrip ferðasögu gönguklúbbsins Rata dagana 13. – 20. júlí 2001. Úr hópi Rata tóku þátt í göngunni þetta árið, raðað eftir fjölskyldum og eru þá fyrst upptaldir innvígðir Ratar og embættismanna getið: Finnur (fj) (ritari) og Þórunn Gunnar og Sigríður Hallgrímur og Guðríður Hulda Ingvar (iag) og Þórunn Jóhannes og Guðrún Kristófer Ólafur (ós) (leiðsögumaður) og Helga Rósa Dögg og Ólöf Ósk Sigfinnur og Bjarnheiður (bg) (leiðtogi)

    Þá gengu með í fyrsta sinn • Konráð og Ragnheiður Ásta, vinafólk Jóhannesar og Guðrúnar

    og Bjarnheiðar og Sigfinns. Leið Rata þetta árið lá á Hornstrandir og var undirbúin af þar til kjörinni ferðanefnd. Hún hafði m.a. milligöngu um útvegun flutnings á bátum, sem Hornstrandir ehf sáu um. Söluaðili þjónust-unnar var ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði. Ekki er annað að heyra en að Ratar hafi látið mjög vel af öllum þeim viðskiptum.

    Gönguklúbburinn Rati, sumarið 2001 (ós)

    1 2

  • að hún geymdi bíllykla og gæfi bílum auga, en þeir voru hafðir á bílastæði nærri lögreglustöðinni. Lagt var af stað kl. 1015 og veður eins gott og á verður kosið, logn og létt skýjað. Stímað var beint í Lónafjörð og gekk hún Guðný okkar um 18 sjómílur alla leið, enda sjór sléttur sem gler og var ferðin á enda áður en varði, um hádegið. Varpað var akkeri nokkuð frá landi innst í firðinum að vestanverðu og voru Ratar selfluttir á gúmmíbáti til lands. Þar voru fyrir selur á steini og tveir veiðimenn á kajökum. Veiði var fremur treg en þeir höfðu fengið 6 bleikjur í netstúf sem þeir lögðu í árósinn. Veiðimennirnir tóku því fúslega að mynda allan hópinn. Enginn

    3 4

    óvenjumikill snjór var í fjöllum þarna að sögn heimamanna. Veður hélst áfram hið blíðasta og brátt var dottin á hitamolla þannig að fækka þurfti fötum. Leiðin er falleg og innst í Rangalanum neðan skarðsins mótaði fyrir ísilagðri tjörn undir snjónum og eru þar upptök árinnar. Friðsælt

    í sjó fram og illur yfirferðar að sjá. Um langa fjallvegi hefur þurft að fara til byggða og einn af þeim hafði einmitt orðið fyrir valinu. Inn úr víkinni þar sem land var tekið liggur langur þröngur dalur og nefnist Rangali. Eftir honum fellur falleg á og var lagt af stað upp með ánni og stefna tekin á Rangalaskarð. Skarðið er í fjallgarðinum sem skilur að Jökulfirði og Hornvík, en þangað var ferðinni einmitt heitið. Gangan sóttist vel og fljótlega var komið upp í snjó, en

    Lónafjörður—Einbúi—Sópandi (ós)

    Á leið í land (iag)

    Ratar í Lónafirði við upphaf göngu (ós)

    Snjór undir fæti (bg)

    hafði svo vitað var með sér myndavélarfót í farteskinu og skýrir þetta hópmyndir úr þessum eyði-firði. Ekki er vitað fyrir víst að byggð hafi verið í Lóna-firði, enda af-girtur háum og bröttum fjöllum

  • 5 6

    fyrir fótum okkar og snjór í brekkum, raunar allt upp undir háskarðið. Stefna var tekin á bæinn Höfn og sóttist gangan vel, enda hélst veður eins og best verður á kosið þótt komið væri norður af og allt undan fæti. Niðri undan bænum, ofan við sjávarkambinn, er helsta tjaldstæðið í Hornvík. Þar er bunustokkur

    og fallegt var þarna í hlýjunni. Þegar á daginn leið hafði snjóbráð gert vart við sig þannig að ekki mátti tæpara standa með síðasta spölinn, allbrattan, upp í sjálft Rangalaskarðið. Þar þurfti að fara með gát til að missa ekki fótanna og rússa á afturendanum niður í dal. Þegar upp á skarðið kom var jörð skyndilega alauð, þarna tollir sennilega aldrei snjór vegna vindstrengja um skarðið. Hornvík lá

    undir brekku og kamar úti á sandinum. Ekki verður farið út í jarðfræði staðarins, en víkin er sem sagt full af sandi. Við komuna á tjaldstæðið voru fyrir 5-6 tjöld en svæðið stórt og engin vandamál við tjöldun nokkru neðar en hin tjöldin. Bærinn Höfn hefur verið gerður upp og er nú sumarbústaður, húsið sýndist nýmálað og vel útlítandi. Skammt utan við tjaldstæðið er skipbrotsmannaskýli og eru þetta einu húsin við vestanverða Hornvík. Að austanverðu eru Hornbæirnir og önnur hús ekki við víkina. Reist var Ólatjald undir kletti og átti það eftir að þjóna vel sem helsta athafna- og samkomutjald staðarins. Ferðin hafði tekið rétta

    Rangalaskarð (ós)

    Hornvík séð frá Rangalaskarði (ós)

    Tjaldstæðið í Hornvík (ós)

  • 6 tíma og var gott að jafna sig við svo sem einn bjór áður en tekið var til við almenna tjöldun. Það gekk misvel og ýmsir að glíma við þá gestaþraut i fyrsta sinn með ný tjöld beint úr pakkanum. Allt hafðist þetta þó um síðir. Á tjaldstæðinu háttar svo til að morgunsól skín frá því að hún kemur upp yfir Hornbjarg og allt þar til hún hverfur skyndilega á bak við fjöllin sem gnæfa yfir víkinni í vestri. Þótt hiti sé yfir daginn og líkist helst suðrænni baðströnd verður skyndilega napurt þegar sólin hverfur og er þá rækilega minnt á að Hornvík er ekki beint á suðrænum slóðum. Að lokinni tjöldun gafst tími til að ganga niður á strönd og sást þar refur með fugl í kjafti. Rebbi átti eftir að gera sig heimakominn í tjaldbúðunum, varð hálfgerður heimilisrefur. Létt bára gjálfraði við sandinn og dottið á dúnalogn. Að loknum kvöldverði söfnuðust Ratar í Ólatjald og horfðu í glas að hefðbundnum sið. Flestir voru lúnir eftir langan fyrsta dag og gengu tímanlega til náða.

    heitir sameiginlegt affall allra ánna í Hornvík, en þær eru taldar frá austri, Kýrá, Selá, Torfdalsá, og Víðirsá (errið á að vera). Eftir því sem neðar dregur eykst hætta á sandbleytu og neðst í ósnum

    7 8

    Sunnudagur 15. júlí, afmælisdagur Kristófers Ritari vaknaði um sexleytið og gáði til veðurs, skýjað, nöpur gola af hafi og heldur kaldranalegt. Að skríða aftur ofan í hlýjan pokann varð ofan á og var fótaferð frestað þar til annað kæmi í ljós. Ratar tóku að ranka við sér um áttaleytið og var þá farið að létta til og útlit fyrir gott veður. Fyrirhugað var að ganga á Horn og meðan morgunmatur var snæddur reif hann af sér og áður en varði var kominn hiti. Alheiðskírt var orðið þegar lagt var af stað um ellefu-leytið. Fjaran fyrir botni Hornvíkur er sandur, hvergi sér á grjót fyrr en út með ströndinni beggja vegna. Inn af fjörunni eru sandhólar vaxnir melgresi að hluta til, mikið flæmi, sjálfsagt um 3 km2. Um tvær megingönguleiðir er að ræða frá Höfn og yfir að Horni, önnur með fjörunni og hin nokkru innan við Hafnarbæinn og þvert yfir sandflákana. Hópurinn skiptist, sumir fóru fjöruna og aðrir innri leiðina. Þegar hún er farin er gengið nokkur hundruð metra inn fyrir bæinn og þaðan tekin stefna á Kýrá handan víkurinnar sem fossar þar fram af klettum. Þar er öruggt og gott vað á Hafnarósi, en svo

    verður auk þess að sæta sjávarföllum. Hópurinn sem fór styttri leiðina, fjöruna, fann eftir nokkra leit nothæft vað og allir komu þeir aftur. Hópurinn sameinaðist austan óssins og var stefna tekin á Hornbæina, gengin fjaran að mestu. Þar skiptast á sléttir bakkar og fjöruflákar með lábörðnu grjóti. Þegar nær dregur Horni er gengið í brekkurótum. Á Horni standa tvö vel hirt íbúðarhús og nefnast Frímannshús og Stígshús eftir ábúendum sem þau smíðuðu. Það munu vera afkomendur þeirra sem halda húsunum við og nýta þau yfir sumartímann.

    Vað á Hafnarósi skammt frá Kýrá (iag)

    Við Steinþórs-stand (fj)

  • Nokkru utan við bæjar-stæðið gengur Miðfell fram í Hornvíkina og þar fyrir utan er sneitt allbratt upp í svonefndan Ystadal, algróið dalverpi sem nær allt út á Hornbjarg. Gróskan í dalnum, þarna úti við ysta haf, er með ólíkind-um. Blágresi, sóleyjar, hvönn og hvað eina og eykst gróðursældin eftir því sem nær dregur bjarg-brúninni, allt að mittishá þekja. Greiðlega gekk að ganga á Hornið sjálft og þar lagst á magann eins og þar ber að gera til að horfa fram af. Stórkostleg og ógleymanleg sýn það og virðist bjargið slúta fram yfir sig. Áð var í lautu í blíðunni rétt innan

    9 10

    við bjargbrúnina. Það er eðli þverhníptra bjarga að vegna hitamismunar hreyfist loftið upp með bjarginu og sést m.a. á hvern hátt fuglinn getur svifið fram og aftur utan við bjargið án þess að blaka vængjum. Haldið var inn með bjarginu og lagði mikinn fnyk af því, ekki síst af fíngerðu dritrykinu sem dreif stöðugt inn yfir bjargbrúnina undan uppstreyminu. Skýrir það gróskuna, að mikinn hluta árs gengur þessi áburðargjöf úr bjarginu stöðugt yfir landið aftan við. Bjargið er þakið driti og á vetrum getur hvassviðri skafið úr því og hent dritdufti inn yfir brúnina. Áðurnefnt Miðfell gengur þvert í gegnum skagann austan Hornvíkur og bratt í sjó fram við báða enda, raunar þverhnípt að austan verðu. Ekki er um annað að ræða en að fara yfir fellið á leið sinni inn eftir skaganum. Miðfell er örmjótt að ofan, nánast einstigi og við liggur að hægt sé að sitja þar klofvega með annan fótinn í Ystadal og hinn í Miðdal. Af Miðfelli er víðsýnt og sér þar m.a. í endann á fjallinu Jörundi, sem frá Höfn séð virðist vera hluti

    Á Hornbjargi (os)

    Jörundur fjær og Miðfell nær (ós) Afmælisbarnið í blómskrúði (bg)

  • fjallaklasans sem nefnist einu nafni Kálfatindar. Af Miðfelli sést þó að Jörundur er slitinn frá klasanum, snarbrattur og örþunnur, ekki árennilegur. Rétt þegar komið var niður af fellinu í Miðdal mætti hópnum rebbi með þrjá yrðlinga. Grenið er þarna í gróðurvininni og mátti þar sjá fuglshræ á víð og dreif. Engin styggð kom að dýrunum og voru þau fús til að stilla sér upp til töku fjölskyldumynda. Í þakklætisskyni gáfu Ratar þeim súkkulaðikex, gott báðum megin, og skildu dýr og menn í góðri sátt. Áfram var haldið niður slakka Miðfells að Stóra Hlíðarvatni sem þar er hátt uppi á Miðdal. Mikill fugl var á vatninu og allt um kring. Kæmi engum á óvart að með fuglinum hefi slæðst silungur í vatnið. Alltaf hélst sama blíðan með glampandi sól. Tíminn hafði liðið svo

    borða úti. Varð þar úr ágætis veisla og stóð fram eftir kvöldi. Á miðju kvöldi var barið að dyrum og úti stóð ung og elskuleg stúlka og spurði hvort tjaldbúar vildu ekki koma að varðeldi með henni og nokkrum vinum hennar í fjörunni rétt utan við tjaldbúðirnar. Þetta tilboð þáðu Ratar með þökkum og lögðu með sér við til eldsins. Þarna var hópur ungs fólks frá Ísafirði og tókust góð kynni við það. Með kvöldinu lygndi og varð þá notalegt við eldinn. Það voru lúnir og ánægðir tjaldbúar sem gengu til náða um miðnættið.

    11 12

    hratt þarna í dýrðinni á bjarginu og orðið áliðið áður en nokkur áttaði sig á. Ekki vannst því tími til að klífa á Kálfatinda og er það varla á færi nema vel þjálfaðra göngumanna að fara frá Höfn bæði á Hornbjarg og á tindana sama daginn. Þreyta var farin að gera vart við sig og var stefna tekin heim á leið í tjaldbúðir. Létt var undan fæti í byrjun og þegar að ósnum kom var lágsjávað og fannst strax gott vað. Fjaran var gengin til baka og miðja leið var skyndilega gengið úr sól í skugga. Það var undarleg tilfinning að fara á einni mínútu úr sól og molluhita inni í kalt kvöldið. Komið var um átta-

    Yrðlingar að leik (bg)

    Varðeldurinn í fjörunni (fj)

    leytið í tjald-búðir og strax tekið til við að grilla og út-búa annað góðgæti til afmælisveislunnar. Kom Ólatjald að góðum not-um enda kalt og heldur nöturlegt að

  • Mánudagur 16. júlí Ritari vaknaði um fimmleytið og var að kafna úr hita. Úti var glampandi sól og logn og engin furða þótt heitt væri í tjöldunum, sólin sennilega búin að baka þau í marga klukkutíma. Fullsnemmt var að fara á fætur og við það að opna tjaldið til að lofta út fylltist það af flugum. Einhvern veginn tóks ritara þó að sofna aftur og um áttaleytið fór að heyrast í fólki. Logn var og hiti og upp runnin enn einn dýrðardagur. Ekki var amalegt að matbúa úti og borða morgunmatinn við létt öldugjálfur á sandinum.

    13 14

    Prílað upp Tröllakamb (os)

    Hornbjarg, Miðfell, Jörundur og Kálfatindar séð frá Rekavík bak Höfn (os)

    Ráðgert var að ganga út á Langakamb utan Rekavíkur bak Höfn. Haldið var út fjöruna fram hjá skipbrotsmannaskýli og út fyrir Hafnarnes. Á leiðinni þarf að fara yfir Tröllakamb sem gengur í sjó fram en á honum er kaðall til stuðnings upp lága skriðu og var auðvelt yfirferðar. Nokkru utar blasir við Rekavík bak Höfn, víkin

    Á Langakambi (iag)

    Langakambur (bg)

    skerst inn úr Hornvík til vesturs. Þar var búið áður og hafði verið reist þar s u m a r h ú s f y r i r nokkrum árum. Í aftakaveðri tókst það upp af grunninum og mátti sjá sorglegar restar þess í árgili þar fyrir neðan. Í Rekavík urðu eftir

    Kristófer og ritari og hvíldu lúin bein en hópurinn hélt áfram út hlíðina og stefndi á Langakamb. Ritari var orðinn á eftir með skráningu atburða gærdagsins og nýttist tíminn vel þarna í blíðunni til að ná saman endum í þeim efnum. Þrátt fyrir mikinn gesta-gang í Rekavík bak Höfn, fólk af ýmsu þjóðerni, m.a. danskur strákur sem var einn með Íslendingum í hóp, náðist að blunda lítið eitt. Lítið sagði af Ratahópnum fyrr en eftir um tvær klukkustundir. Gangan sóttist vel og lýstu allir ánægju með förina og olli Langikambur engum vonbrigðum.

  • gönguna á Langakamb. Undir kvöld fylltist Hornvík af gestum á vegum ferðafélags er nefnist ,,Fyrir vestan” auk fleira fólks, meira að segja frá Djúpavogi. Talin voru samtals 33 tjöld í víkinni, þar af 2 matar- eða vinnutjöld. Tveir úr hópi Rata fóra að veiða í Ósnum og komu með tvær bleikjur. Aðrir eltu sólina austur eftir fjörunni. Á Höfn fór sólin um kl. 19 og var horft löngunaraugum yfir til Hornbæjanna þar sem sólin skein nær allan sólarhringinn. Báturinn Guðný átti að koma og sækja Rata kl. 8 að morgni þriðjudagsins svo flestir fóru að undirbúa samantekt og fóru snemma í háttinn. Þriðjudagur 17. júlí Ræst var kl. 6 í fallegu veðri. Kul var af suðri og ennþá svalt, sól var á bak við ský en veðurglöggir töldu útlit gott. Vel gekk að taka saman tjöld og farangur og um kl. 7 var orðið létt skýjað og hlýnaði óðum. Hún Guðný lét ekki á sér standa og var komin vel fyrir

    15 16

    Fjölskrúðugt fuglalíf og kamburinn sjálfur ein af gersemum svæðisins. Skriðurnar út eftir víkinni voru brattar en þó ekki illar yfirferðar og stóðu Ratar sig sem hetjur í ferðinni. Kalt hafði verið þar útfrá, gjóla af hafi sem ekki náði inn í Rekavík en þar var hlýtt og notalegt allan tímann. Rekavík ber nafn með rentu, staflar af trjádrumbum af öllum stærðum og gerðum þöktu sjávarkambinn. Ekki ætti að hafa skort byggingartimbur og eldivið á þeim bæ. Víkin er mjög gróin, fallegur staður en einangrun með ólíkindum. Á heimleiðinni staldraði ritari ögn við uppi á Tröllakambi, þar var gjóla og kominn skuggi, degi tekið að halla. Efst á kambinum þar sem mest næðir og jarðvegur er enginn nema möl og skriðugrjót og sólar nýtur ekki nema hluta dags býr ein lítil Melasól. Bjargið fyrir ofan kambinn slútir fram yfir sig og skyggir á og tekur úrkomu af kambinum þar Melasól býr. Ekki geta talist miklar líkur á að hún búi þarna á sama stað næsta sumar hún Melasól. Dagurinn leið í blíðunni og var kærkominn til nokkurrar hvíldar eftir

    Notið blíðunnar í Hornvík (fj) Þægileg bátsferð (fj)

  • tímann. Þá var orðið skafheiðríkt og skollin á bongóblíða enn eina ferðina. Farangurinn hafði verið borinn niður í fjöru og átti annar bátur að koma síðar og sækja hann. Vel gekk að ferja hópinn út í Guðnýju og var lagt af stað til Fljótavíkur á tilsettum tíma. Ferðin út með Hælavíkurbjargi gekk mjög vel á léttu lensi austan. Bjargið er stórfenglegt, þverhnípt og fuglalíf ótrúlegt. Mikið er um hrun úr bjarginu og ekki ráðlegt að fara mjög nærri því. Stórar fyllur hentust niður í sjó með miklu braki, brestum og gusugangi. Bátsferðin fyrir Hælavík og Kögur var mjög þægileg og fyrr en varði var siglt inn á Fljótavík. Bátsverjar þekktu ekki vel til lendingarskilyrða í víkinni, en miklu máli skipti fyrir Rata að lent yrði við sandinn sunnan við ós affallsins úr víkinni. Það er allmikið vatnsfall og gæti þurft að ganga langa leið inn eftir víkinni til að komast yfir og út aftur að gönguleiðinni í átt að Aðalvík. Austangola stóð af landi og alsléttur sjór. Við sandinn var þennan daginn úrvalslending, ekkert

    grjót og aðdjúpt þannig að ganga mátti þurrum fótum upp í fjöruna úr gúmmíbátnum. Heppnin elti Ratana að þessu leyti því ekki hefði maður viljað taka land þarna í norðan þræsingi. Fljótt á litið líkist ströndin nokkuð sandinum í Hornvík, sandhólar þaktir melgresi og auðn á milli. Fljótt gekk að ferja alla í land og var þegar haldið af stað áleiðis til Aðalvíkur. Leiðin liggur fram

    17 18

    Melgresi í fjörunni í Fljótavík (fj)

    Séð yfir Aðalvík af Tunguheiði (ós)

    Rekavík bak Látur (bg)

  • hjá rústum bæjarins Tungu og upp á Tunguheiði milli fjallanna Nónfells og Hvestu sem gnæfa við himin sunnan Fljótavíkur. Leiðin var sæmilega merkt og greiðfær, en brött upp á heiðina. Nær öll hæðin er tekin út á stuttri vegalengd Fljótavíkurmegin. Skafheiðríkt var og gola af austri, köld, en sólin þeim mun heitari. Í brekkunum mættu ratar hópi af frönskumælandi fólki á niðurleið. Fátt bar til tíðinda á heiðinni og heldur hlýnaði þegar tók að halla undan niður í Rekavík. Tveir fóru að renna fyrir silung í polli inn af Rekavík skammt frá gönguleiðinni en aðrir tóku stefnu á Látra. Þar átti að bíða farangurinn kominn úr Hornvík. Á Látrum hagar þannig til, að tjaldstæði er helst að finna um 500 m innan við þann stað þar sem bátsverjar kjósa að taka land. Beint niður undan tjaldsvæðinu er sandfjara og ekki annað sjáanlegt en að þar sé góð lending. Einhverra hluta vegna kusu bátsverjar þó að lenda utar í víkinni þar sem ekkert er nema stórgrýtt fjara. Það eina sem þessi staður hefur umfram sandfjöruna við tjaldstæðið er svart íbúðarhús, og ekki stóð á því að farangurinn var kominn og lá í

    20 19

    grjótinu við húsið svarta. Ratar máttu því að lokinni 6 tíma fjallgöngu fara og sækja farangurinnn og bera hann á höndum þennan hálfa kílómetra inn að tjaldstæðinu. Í upphafi ferðar var alls ekki gert ráð fyrir að bera farangur nema stuttar vegalengdir og því gengið frá honum til samræmis við það. Ljóst er að þarna var unnið mikið þrekvirki sem fullt erindi á í annála ekki síður en margar aðrar hreystisögur. En um staðarval til lendingar á Látrum verður vart annað sagt en að það er svo margt sem mannskepnan skilur ekki. Veiðimenn skiluðu sér í tjaldbúðir að áliðnu kvöldi og höfðu ekki átt erindi sem erfiði. Það stóð á endum að sól hvarf á bak við fjöll þegar staðið var upp frá góðum grillmat um kl. 20. Vel var tekið til matar og drykkjar, enda ratar orðnir þreyttir eftir göngu dagsins og farangursburð. Að loknum snæðingi var safnast saman í Ólatjaldi hinu stóra og rætt um upptöku nýrra Rata. Öll sem um sóttu voru samþykkt og fór vígslan fram með hefðbundnum hætti undir stjórn Óla. Byrjað var á léttum Møller, og síðan tóku við þrautirnar þrjár og stóðust öll prófið með ágætum. Ekki verður frekar en endranær upp

    Tjaldstæðið að Látrum (fj) Upptaka nýrra Rata (fj)

  • 21

    gefið á hvern hátt upptakan fer fram og komast þeir einir að því sem samþykktir eru og upp eru teknir. Þetta er sjálfsögð varúðarráðstöfun til þess að væntanlegir umsækjendur geti ekki aflað sér upplýsinga um þrautirnar þrjár og æft sig í laumi. Þau sem upp voru tekin voru Ólöf Ósk, Konráð og Ragnheiður Ásta. Mikil umferð um svæðið stóð fram eftir kvöldi en þó ekki til vandræða. Ratar höfðu komið sér fyrir saman á sléttum bala, sem merktur var tjaldsvæði og voru þar engir nema ungt og ástfangið par utan úr heimi sem hélt sig mjög innantjalds. Mörg tjöld voru niðri undir sjávarkambi og ys og þys, en einnig átti dráttarvél margt erindið inn í sandnám þar fyrir innan. Svo sást til Ómars Ragnarssonar á frúnni þar sem hann sveif yfir ströndinni og var greinilega á leið sunnan frá Sæbóli. Öllu lauk þessu þó um miðnættið og svefnfæri orðið með ágætum. Miðvikudagur 18. júlí Straumnesfjall skyldi lagt undir fót þennan fallega dag. Flestir vöknuðu um áttaleytið í molluhita í tjöldum enda sól búin að baka þau frá því um miðja nótt. Morgunverður var snæddur í ró og næði en meiningin var að eiga náðugan dag. Lagt var af stað á fjallið um kl 11 og genginn vegurinn þangað upp. Herstöð var byggð þarna 1953, en þá var engin byggð lengur á Látrum, og var hún rekin til um 1960. Í henni voru víst um 200 manns í kaldastríðsleik en endalok herstöðvarinnar voru óumflýjanleg þegar til kom ný og betri fjar-

    skiptatækni og engin ástæða þótti til að halda henni við. Gangan á fjallið er auðveld eftir veginum en nokkuð löng, um 6-7 km. Lítið ber fyrir augu á uppleiðinni en athygli vekur víðáttan og sléttlendið uppi á fjallinu. Þarna eru endalausir melar og hvergi stórgrýti að sjá. Á leiðinni verða á vegi manns tvö stök hús og má sjá þar leifar af möstrum sem áreiðanlega hafa gegnt miklu hlutverki í stríðsleiknum. Eftir um 3ja tíma göngu var komið að sjálfri herstöðinni frammi á fjallsbrún, en þar heitir Skorir. Þarna norpa draugaleg hús úr steyptum einingum, að hruni komin og sum full af snjó. Öll húsin hafa verið tengd með göngum þannig að ekki hefur þurft að fara út fyrir hússins dyr. Það hefur verið eins gott, enda veðursæld ekki tiltakanleg á fjallinu. Ekki eru nema 50-60 m frá ystu húsum fram á fjallsbrún og þar fyrir neðan mörg hundruð metra hengiflug. Þetta er einhver nöturlegasti staður sem ritari hefur komið á og sýndist víst fleirum svo. Yfir honum hvílir einhver óhugnaður og þótti flestum gott að koma sér þaðan hið fyrsta. Með nútímatækni væri ekki mikið mál að jafna þetta allt við jörðu og lofa Atlantshafinu að mylja það sem eftir væri við niðurkomuna. Um 435 m munu vera af fjallsbrún niður í fjöru, nánast hengiflug. Stefnt var niður af fjallinu á Rekavík bak Látrum. Í skál þar sem skjól var fyrir kaldri norðangjólu var hægt að snæða og var tekið hraustlega til matarins. Auðvelt er að ganga niður af fjallinu og þegar niður í Rekavík kom varð landslagið skyndilega stórbrotið. Stórgrýtisurðir í miðjum brekkum og ótrúleg gróska innan um líkt og lýst hefur verið á Hornbjargi hér að framan. Munurinn er þó sá að hér falla hreinar og fallegar lækjarsprænur sem koma úr grjóturðunum með vissu millibili. Mest áberandi gróður er einkum hvönn, blágresi og sóleyjar en einnig ótrúlegt úrval lágplantna. Á hinn undarlegasta hátt birtast afleiðingar af veru herstöðvarinnar á fjallinu. Í lækjarfarvegi í um 200 m yfir sjávarmáli fann ritari dekk af 10 hjóla trukk sem á hálfri öld hefur hrakist fyrir veðri og vindum ofan af fjallinu í þennan fallega lækjarfarveg. Leiðin liggur inn með Rekavík bak Látrum í miðjum hlíðum í fyrstu en

    22

    Á Straumnesfjalli (ós)

  • lækkar sig síðan jafnt og þétt. Hópurinn hafði klofnað lítið eitt á fjallinu, en Kristófer, Guðrún og Jóhannes kusu að ganga veginn niður aftur. Allir voru komnir til byggða um kl 18. Flestir voru fegnir ölinu sem unnið hafði verið fyrir með 13 km göngu á fjallið og til baka. Að loknum kvöldmat var safnast saman í stóra tjaldi Óla og fór allt fram með hefðbundnum hætti Rata. Kalt var um kvöldið eftir að sólin hvarf og bætti jafnframt í vind. Nokkrir fóru þó í kvöldgöngu út í þorpið. Það vakti athygli ritara, að barnaskóli Aðalvíkur sem stofnaður var 1898 stóð gegnt stærstu grunnum staðarins þar sem greinilega höfðu staðið fiskverkunarhús. Þessi staðsetning skólans kom óneitanlega undarlega fyrir sjónir, alllangt frá byggðinni og innan um vinnustaðina. Það hlýtur að hafa verið af praktískum ástæðum að skólinn var á vinnusvæðinu þannig að foreldrar og börnu gátu að

    23 24

    einhverju leyti verið samferða til og frá vinnu. Það vakti einnig athygli að frá upphafi kenndu menntaðir kennara við skólann, en svo var ritað á koparplötu sem fest var á stein þar sem grunnur skólans hafði verið. Ekki er gott að átta sig á hve mörg hús hafa verið á Látrum þegar byggð var hér mest, en talið er að íbúar hafi jafnvel verið meira en 100 og fleiri hafa verið hér á vertíðum, enda útræði mikið. Hér hefur sennilega verið kaldasta byggðarlag á landinu. Notalegt var að skríða í pokann sinn að lokinni kvöldgöngu. Fimmtudagur 19. júlí Upp var runninn heimfarardagur eftir kalda nótt, en um leið og sólin kom upp hlýnaði snarlega. Gjóla var af austri og létt skýjað en þó héngu dökkir skýjabakkar yfir fjöllum í austri. Ákveðið var að ganga yfir að Sæbóli og láta bátinn sækja okkur þangað. Að loknum morgunverði var drifið í að taka saman og koma farangrinum aftur að lendingarstað. Það gekk vel, aðeins undan fæti. Kristófer vildi verða eftir á Látrum og sjá um að farangur

    Langborð að Lárum (iag)

    Stakkadalsós vaðinn (ós)

  • gata heiti. Þetta var hin versta stórgrýtisurð og seinfarin. Allt hafðist þetta og áður en varði blasti við dalur mikill og fagur. Innarlega í dalnum er Staðarvatn og þar er kirkjustaðurinn Staður. Kirkju og prestshúsi er vel við haldið og þar er messað af og til á sumrin. Kirkjan kemur fyrir í kvikmyndinni ,,Börn náttúrunnar”. Ákveðið var að ganga inn að kirkjustaðnum sem leið liggur fram hjá bænum Þverdal. Þar stóð húsfreyja á tröppum úti og fagnaði göngugörpum innilega. Hún lánaði Rötum auk þess lykil að kirkjunni. Á kirkjustaðnum er gróska með ólíkindum, mannhæðarhá hvönn, sóleyjar og hvaðeina. Vel hefur verið búið að prestum þarna því prestshúsið er stór og reisluleg bygging. Sjálfsagt er veiði í vatninu og tún hafa verið nokkur. Að lokinni skoðun var stefna aftur tekin út að Þverdal en þaðan er skammt yfir að Sæbóli og var hópurinn kominn þangað um kl. 18. Von var á bátnum þangað um kl 20 en ekki stóðst nú sú áætlun. Ratar komu sér fyrir í skipbrotsmannaskýli. Löng varð biðin í rigningarsudda

    Meira príl undir Hvarfnúpi (iag)

    25 26

    Príl undir Hvarfnúpi (ós)

    kæmist heilu og höldnu um borð í hana Guðnýju okkar. Þannig var, að byggð hélst álíka lengi á Hesteyri og í Aðalvík og var byrjað að leggja veg þaðan yfir í Aðalvík, en það var tilraun til að styrkja byggðirnar með vegabótum. Öll þessi áform urðu að engu og fóru byggðarlögin í eyði á svipuðum tíma. Nokkrir úr hópnum vildu ganga yfir að Hesteyri, bæta við nótt og skoða þessar framkvæmdir og það sem eftir stendur byggðarlagsins. Fer ekki fleiri sögum af ferðum þessara Rata, nema hvað eitthvað dró úr þeirri veðurblíðu sem verið hafði, en engu að síður létu þeir vel að þessum gönguviðauka. Leiðin milli Látra og Sæbóls liggur fyrst um mikla sandströnd frammi fyrir Norður Aðalvík að Stakkadalsósi sem er affall Stakkadalsvatns, annars tveggja meginvatna í Aðalvík. Hitt er Torfavatn. Vel sóttist að ganga fjöruna, yfir ósinn og fyrir Kleif og Miðvík. Þar fyrir sunnan tekur við Hvarfnúpur og verður að sæta sjávarföllum til að komast fyrir hann á sæmilegan hátt, þar heitir Hyrningsgata. Háfjara var um kl 13.30 var stefnt á að vera þar á réttum tíma og gekk það eftir. Ekki er Hyrningsgatan greið þótt

  • sem skall á skömmu eftir komuna. Kl. 23 lyftist brúnin er Guðný birtist úti á víkinni, en þá átti eftir að fara norður að Látrum og skila farþegum og sækja Kristófer og farangurinn okkar. Gott var í sjóinn inni á Aðalvíkinni en þegar komið var fyrir Rit og Ísafjarðardjúpið opnaðist tók að gjóla af austri og sjór að ókyrrast. Sífellt þyngdist sjór og Guðný steypti stömpum með ágjöf inn allt djúpið, inn fyrir Hnífsdal. Komið var til Ísafjarðar kl. 01 um nóttina og þar var þá blíðskaparveður og hiti. Flestir voru of lúnir til að tjalda flestir fengu inni á sumarhóteli í Menntaskólanum. Það voru lúnir ferðalangar sem lögðust á mjúkar dýnur og sofnuðu von bráðar. Föstudagur 20. júlí Eins og fyrri Rataferðir tók þessi ágæta ferð endi. Upp var runninn enn einn dýrðardagurinn, með sól og hægu veðri. Eitthvað voru ferðalangararnir að dunda sér og voru sumir fyrr búnir til heimferðar en aðrir. Sem gengur fóru ekki allir sömu leið þar sem um tvær leiðir er að velja, inn djúpið og um Vestfjarðagöng suður. Lokið var ánægjulegri ferð þar sem segja má að hópurinn hafir verið einstaklega heppinn með veður. FJ

    Kort af gönguleiðinn 2001 (ós)

    27 28

    Kirkjan að Stað—mikil hvönn og stórvaxin (ós)