langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. ·...

38
Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð við félagsfælni meðal háskólanema: Samanburður á klínísku viðtali og sjálfsmatskvörðum Arna Birgisdóttir Guðmundur Magnússon Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 31-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð við félagsfælni

meðal háskólanema: Samanburður á klínísku viðtali og sjálfsmatskvörðum

Arna Birgisdóttir Guðmundur Magnússon

Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hóp i og almennri hópmeðferð við félagsfælni meðal háskólane ma:

Samanburður á klínísku viðtali og sjálfsmatskvörðum

Arna Birgisdóttir Guðmundur Magnússon

Lokaverkefni til BS-gráðu í sálfræði

Leiðbeinandi: Andri Steinþór Björnsson

Sálfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2013

Page 3: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BS-gráðu í sálfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Arna Birgisdóttir, Guðmundur Magnússon og Andri Steinþór Björnsson 2013

Prentun: Háskólaprent ehf

Reykjavík, Ísland 2013

Page 4: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

3

Þakkarorð

Við viljum þakka leiðbeinanda okkar, Andra Steinþóri Björnssyni, fyrir gott samstarf

yfir önnina. Við viljum þakka mæðrum okkar, Þórunni Sveinsdóttur og Elleni Guðrúnu

Stefánsdóttur, fyrir greinagóðan yfirlestur og ráðleggingar. Einnig viljum við þakka

fjölskyldu og vinum fyrir ómetanlegan stuðning.

Page 5: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

4

Efnisyfirlit Útdráttur ......................................................................................................................6

Inngangur.....................................................................................................................7

Tilgátur rannsóknarinnar......................................................................................13

Aðferð..........................................................................................................................13

Þáttakendur...........................................................................................................13

Mælitæki...............................................................................................................14

Meðferð................................................................................................................15

Framkvæmd..........................................................................................................16

Tölfræðileg úrvinnsla...........................................................................................17

Niðurstöður.................................................................................................................19

Forathugun þátttakenda........................................................................................19

Meðaltöl mælitækja..............................................................................................19

Aðfallsgreining.....................................................................................................20

Munur innan meðferðarhópa................................................................................21

Fylgnisamband mælitækja....................................................................................26

Umræða.......................................................................................................................28

Framtíðarhorfur....................................................................................................30

Heimildir .....................................................................................................................31

Page 6: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

5

Töflu- og myndaskrá

Tafla 1. Grunnupplýsingar um þátttakendur....................................................................19

Tafla 2. Meðaltöl og staðalfrávik við grunnlínu, eftir meðferð og eftirfylgd á sjálfsmatskvörðum og klínísku viðtali..............................................................................20

Tafla 3. Áhrifastærðir meðferðarhópa út frá sjálfsmatskvörðum og klínísku viðtali yfir meðferðartíma...................................................................................................................26

Tafla 4. Fylgnisamband milli sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals út frá árangri meðferðar..........................................................................................................................27

Mynd 1. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá LSAS-frammistaða.......22

Mynd 2. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá

LSAS-samskipti................................................................................................................22

Mynd 3. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá LSAS-heildarstigafjölda..............................................................................................................23

Mynd 4. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá SPS

sjálfsmatskvarða...............................................................................................................24

Mynd 5. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá SIAS

sjálfsmatskvarða...............................................................................................................24

Mynd 6. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá BFNE

sjálfsmatskvarða...............................................................................................................25

Page 7: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

6

Útdráttur

Í þessari rannsókn var athugaður langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi (HAMH)

og almennri hópmeðferð (AH) við félagsfælni meðal 37 háskólanema, miðað við fjögurra

mánaða eftirfylgd. Einnig var borið saman klínískt viðtal (Liebowitz Social Anxiety Scale) við

sjálfsmatskvarða (Social Phobia Scale, Social Interaction Anxiety Scale og Brief Fear of

Negative Evaluation) til þess að meta hvort sjálfsmatskvarðar bæti veigamiklum upplýsingum

við klínísk viðtöl. Þátttakendum var skipt með slembivali í annað hvort HAMH eða AH.

Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að ekki var munur á árangri milli HAMH og AH við

eftirfylgd. Hluti mælitækja sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals sýndu fram á aukinn árangur

þátttakenda frá lokum meðferðar að eftirfylgd. Niðurstöður fylgnifylkis sýndu að fylgnin milli

mælitækja var ekki hærri en 0,8. Þessar niðurstöður benda til þess að klíníska viðtalið LSAS og

sjálfsmatskvarðarnir SPS og SIAS séu ekki að mæla nákvæmlega það sama þó svo að þeir séu að

mæla sömu hugsmíð. Af því má álykta að sjálfsmatskvarðar bæti upplýsingum við mælingar

klínísks viðtals og er því skynsamlegt að nota bæði klínískt viðtal og sjálfsmatskvarða til að

fanga umfang helstu þátta í félagsfælni.

Page 8: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

7

Inngangur

Félagsfælni (e. social anxiety) var fyrst skilgreind sem geðröskun í DSM-III (APA,

1980). Félagsfælni er kvíðaröskun sem einkennist af ótta um að verða sér til skammar í

félagslegum aðstæðum. Fólk með þessa röskun forðast oft aðstæður eins og að fara í

skóla, í vinnu eða hitta vini (Ollendick og Hirshfield-Becker, 2002). Þessi vandi veldur

stundum öðrum röskunum eins og þunglyndi eða vímuefnavanda (Merikangas,

Avenevoli, Achryya, Zhang og Angst, 2002). Félagsfælni er mjög algeng en

lífstíðaralgengi meðal Vesturlandabúa er um 7-13% (Furmark, 2002). Samkvæmt

rannsókn Kessler, Chiu, Demler, Merikangas og Walters (2005) er félagsfælni næst

algengasti geðsjúkdómurinn. Lífsgæði einstaklinga með félagsfælni eru skert (Stein og

Kean, 2000). Einstaklingar með félagsfælni leita sér sjaldnar hjálpar samanborið við

aðrar geðraskanir (Fehm, Pelissolo, Furmark og Wittchen, 2005).

Sú sálræna meðferð sem mest hefur verið rannsökuð fyrir félagsfælni er hugræn

atferlismeðferð í hópi (HAMH; Heimberg og Becker, 2002; Rodebaugh, Holaway og

Heimberg, 2004). Þeir sem þjást af félagsfælni tileinka sér neikvæðan hugsunarhátt um

sjálfan sig í félagslegum aðstæðum og reyna að forðast þær aðstæður. Hugræn

atferlismeðferð hefur þótt henta vel til þess að meðhöndla félagsfælni, þar sem áherslan

er á hugsanir og atferli (Heimberg og Becker, 2002; Sóley Davíðsdóttir, Guðrún

Þórsdóttir og Brynjar Halldórsson, 2006). HAMH felst í þremur megin þáttum: fræðslu,

berskjöldun (e. exposure) og hugrænu endurmati (e. cognitive restructuring).

Skjólstæðingar taka þátt í atferlistilraunum (e. behavioral experiments) þar sem

væntingar þeirra um hvað muni gerast í félagslegum aðstæðum eru prófaðar. Í

berskjöldun er tekist á við kvíðvænlegar aðstæður með hlutverkaleik í meðferðartíma og

daglegu lífi. Hugrænt endurmat er notað fyrir hverja atferlistilraun, á meðan á henni

stendur og eftir að henni lýkur. Í hugrænu endurmati er skjólstæðingum kennt að koma

Page 9: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

8

auga á neikvæðar og kvíðavaldandi hugsanir. Þeir eru beðnir um að meta hvort þessar

hugsanir séu skynsamlegar og réttmætar (Heimberg og Becker, 2002).

Ýmsar rannsóknir benda til þess að HAMH sé árangursrík leið til að draga úr

einkennum félagsfælni. (Bjornsson o.fl., 2011; Heimberg, Salzman, Holt og Blendell,

1993; Heimberg o.fl., 1998; Liebowitz o.fl., 1999; Otto o.fl., 2000; Hofmann, 2004;

Hedman o.fl., 2011). Hlutfall þeirra sem náðu klínískt marktækum árangri í rannsókn

Heimberg o.fl. (1990) voru 65% að lokinni meðferð en 69% við sex mánaðar eftirfylgd.

HAMH hefur þó verið gagnrýnd fyrir hátt brottfall sem hefur verið á bilinu 19-35%

(Bjornsson o.fl., 2011; Hedman o.fl., 2011; Heimberg o.fl., 1998; Hofmann, 2004).

Safer og Hugo (2006) færa rök fyrir því að áhrifaríkur samanburðarhópur sem

samanstendur aðeins af almennum þáttum sé nauðsynlegur í mati á sálrænni meðferð. Þá

er hægt að meta hvort sértækir þættir (e. specific) í HAMH beri árangur og útiloka að

árangur af meðferð sé aðeins tilkominn vegna almennra þátta (e. non-specific). Sértækir

þættir vísa til þeirra aðferða sem leiða af kenningum um geðröskunina hverju sinni, til

dæmis er hugrænt endurmat byggt á hugrænum kenningum um þunglyndi (Oei og

Shuttlewood, 1996). Samhygð og samkomulag milli meðferðaraðila og skjólstæðings

eru dæmi um almenna þætti sem öll góð meðferð á sameiginlega óháð kenningum

(Messer og Wampold, 2002). Samanburðarhópur sem er trúverðugur og sambærilegur að

formi (e. structurally-equivalent) er eins uppbyggður og inniheldur ekki sértæka þætti

(Baskin, Tierney, Minami og Wampold, 2003). Meðferðir sem eru sambærilegar að

formi eru jafnar að lengd og fjölda meðferðartíma. Í allsherjagreiningu Baskins o.fl.

(2003) sýndu rannsóknir að það kom lítill eða enginn munur fram á milli hópa þegar

samanburðarhópurinn var sambærilegur tilraunahópnum að formi. Ef hóparnir eru ekki

sambærilegir að formi er því ekki hægt að álykta um hvort sértæku þættirnir hafi haft

áhrif á árangur. Í rannsókn Bjornsson o.fl. (2011) var borin saman árangur HAMH við

Page 10: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

9

almenna hópmeðferð (AH) fyrir félagsfælni, og var AH sambærilegur að formi og

samanstóð aðeins af almennum þáttum hópmeðferðar eins og hópefli. Niðurstöður þeirra

rannsóknar sýndu að HAMH og AH voru jafn árangursríkar. Brottfall var hinsvegar

meira í HAMH eða 21,7% samanborið við 4,3% í AH.

Félagsfælni er langvarandi röskun og því er mikilvægt að rannsaka hvort árangur

meðferðar sé varanlegur eftir meðferð (Baker, Heinricks, Kim, og Hofmann, 2002;

Liebowitz o.fl., 1999). Í rannsókn Heimbergs o.fl. (1998) kom í ljós að HAMH bar meiri

árangur við félagsfælni en fræðslu- og stuðningshópur (e. educational-supportive group

therapy). Samanburðarhópurinn í þeirri rannsókn hefur þó verið gagnrýndur fyrir að nýta

ekki almenna þætti eins og hópefli nógu vel (Bjornsson o.fl., 2011). Ári síðar gerðu þeir

Liebowitz o.fl. (1999) eftirfylgdarrannsókn á HAMH en ekki samanburðarhópi.

Þátttakendurnir í HAMH héldu áfram í mánaðarlegri meðferð í sex mánuði. Niðurstöður

leiddu í ljós að árangur þátttakenda í HAMH hafði ekki dvínað við eftirfylgd. Í öðrum

rannsóknum hafa þátttakendur bæði í HAMH og samanburðarhópi viðhaldið árangri í

eftirfylgd (Heimberg o.fl., 1993; Gruber, Moran, Roth og Taylor, 2001). Í rannsóknum

Hofmann (2004), Hedmans o.fl. (2011) og Bjornssons o.fl. (2012) kom hins vegar fram

að þátttakendur í HAMH sýndu áframhaldandi árangur frá meðferðarlokum að fjögurra

og sex mánaða eftirfylgd. Einnig kom fram í rannsókn Bjornsson o.fl. (2012) að

þátttakendur í AH sýndu áframhaldandi árangur við eftirfylgd.

Til þess að meta árangur meðferðar er notast við klínísk viðtöl og

sjálfsmatskvarða. Megin mælitækin (e. primary outcome measures) eru yfirleitt klínísk

viðtöl. Þau hafa það fram yfir sjálfsmatskvarða að þátttakendur fá betri skilning á efni

kvarðans með hjálp frá óháðum matsmanni. Matsmenn geta gefið dæmi og útskýrt betur

spurningar og hugtök sem þátttakandi er óviss um (Baker o.fl., 2002). Klínísk viðtöl eru

einnig mikilvæg því þau veita meðferðaraðila meiri skilning á upptökum röskunar

Page 11: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

10

einstaklingsins (Cox, Fuentes, Borger og Taylor, 2001). Aftur á móti eru klínísk viðtöl

dýr og tímafrekt að finna viðtalstíma fyrir hvern og einn þátttakenda (Wilfley, Schwartz,

Spurrel og Fairburn, 1997). Óháður matsmaður getur haft áhrif á svör þátttakanda í

klínískum viðtölum, til dæmis þannig að þátttakendur reyni að uppfylla væntingar

matsmanns (Young, Campell, Zakzanis og Weinstein, 2003).

Fyrsta klíníska viðtalið sem var hannað til að meta ótta og forðun í félagslegum

aðstæðum var Liebowitz Social Anxiety Scale (LSAS; Liebowitz, 1987). LSAS hefur tvo

undirkvarða sem mæla stigbundið ótta og forðun fyrir bæði félagsleg samskipti (LSAS-

samskipti) og í aðstæðum þar sem frammistaða er metin (LSAS-frammistaða; Safren

o.fl., 1999). LSAS hefur verið mikið notaður við rannsóknir á árangri meðferða við

félagsfælni (Fresco o.fl., 2001; Safren o.fl., 1999) og einkum í mati á árangri fyrir

hugræna atferlismeðferð (Heimberg o.fl., 1998).

Kostir sjálfsmatskvarða eru að það er ódýrt og auðvelt að leggja þá fyrir fólk

(Guy, Poythress, Douglas, Skeem og Edens, 2008). Sjálfsmatskvarðar virka vel þegar

þarf að mæla tilfinningar en þar geta einstaklingar svarað betur persónulegum

spurningum sem þeir gætu átt erfitt með að láta í ljós í viðtalstíma (Wilfley o.fl., 1997;

Guðmundur Skarphéðinsson, Daníel Þ. Ólason, Hákon Sigursteinsson og Jóhanna V.

Haraldsdóttir, 2006). Fyrir suma einstaklinga með félagsfælni er streituvekjandi að vera

metinn af öðrum, og gæti það haft áhrif á réttmæti niðurstaðna (Bieling, McCabe og

Anthony, 2006). Helstu gallar sjálfsmatskvarða eru að stundum reyna þátttakendur að

fegra sjálfa sig með því að sýna fram á félagslega ásættanlega hegðun, en þetta á einnig

við um allar sálfræðilegar mælingar (Arnold og Feldman, 1981). Einnig ef þátttakendur

hafa ekki nægan skilning á inntaki spurningar geta þeir ekki spurt matsmann um

leiðbeiningar (Wilfley o.fl., 1997).

Page 12: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

11

Algengt er að greina á milli félagsfælni í félagslegum samskiptum og

frammistöðukvíða í félagslegum aðstæðum (Blanco, Nissenson og Liebowitz, 2001;

Safren o.fl., 1999). Mattick og Clarke hönnuðu Social Phobia Scale (SPS) og Social

Interaction Anxiety Scale (SIAS) árið 1998. SPS og SIAS hafa síðan verið tveir af mest

notuðu sjálfsmatskvörðum til að mæla félagsfælni (Heidenreich, Schermelleh-Engel,

Schramm, Hofmann og Stangier, 2011). SIAS metur kvíða á meðan fólk á í samskiptum

við aðra, SPS mælir hinsvegar ótta við gagnrýni annarra þegar ákveðin hegðun er

framkvæmd, eins og að drekka, borða eða nota almenningssalerni (Mattick og Clarke,

1998). Annar sjálfsmatskvarði er Brief Fear of Negative Evaluation (BFNE) kvarðinn

sem mælir kerfisbundið hugsanir hjá einstaklingum sem hafa félagsfælni (Leary, 1983;

Peters, 2000), sem hvorki SIAS og SPS né LSAS gera. Það er því mikilvægt að nota

fleiri en einn sjálfsmatskvarða við mælingar á félagsfælni til þess ljóst sé að helstu þættir

félagsfælni séu mældir. BFNE sjálfsmatskvarðinn metur hversu mikinn ótta það vekur

hjá einstaklingum að vera mögulega metinn á neikvæðan hátt (Leary, 1983).

Mikilvægt er að athuga fylgni milli klínísks viðtals og sjálfsmatskvarða sem eiga að

mæla sömu hugsmíð. Hugsmíða réttmæti (e. construct validity) gefur til kynna hvort

tengsl kvarðans við önnur mælitæki sé í samræmi við þær kenningar sem eru fyrir hendi.

Ef tvö próf eru talin mæla sömu hugsmíð þá er spáð fyrir fylgni á milli þeirra og er það

kallað samleitnis réttmæti (e. convergent validity; Cronbach og Meehl, 1955). Ef

fylgnin er hins vegar mjög há er hægt að halda því fram að mælitækið sé líklega ekki að

bæta við frekari upplýsingum. Mælitæki hefur lítið viðbótarréttmæti ef það hefur mjög

háa fylgni við önnur mælitæki (Campbell og Fiske, 1959). Undirkvarði klíníska

viðtalsins LSAS-samskipti á að vera mæla félagsleg samskipti eins og SIAS

sjálfsmatskvarðinn. Rök fyrir því að mælitækin séu að mæla sömu hugsmíð eru að

LSAS-samskipti inniheldur mikið af sömu spurningum og SIAS sjálfsmatskvarðinn með

Page 13: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

12

breyttu orðalagi. Það sama á við um undirkvarða klíníska viðtalsins LSAS-frammistaða

og SPS sjálfsmatskvarðann en þau eiga að vera mæla ótta á frammistöðu í félagslegum

aðstæðum (Fresco o.fl., 2001; Heimberg o.fl., 1999). Gott samleitniréttmæti er einnig

góð vísbending um að mælitækin séu að mæla sömu hugsmíðina. Eins og sjá má í

rannsókn Fresco o.fl. (2001) athuguðu þeir samleitniréttmæti milli kvarðanna og var

fylgnin milli LSAS-samskipti og SIAS 0,73 og fylgnin milli LSAS-frammistaða og SPS

var 0,67. Rannsókn Heimberg o.fl. (1999) og Coles, Gibb og Heimberg (2001) fengu

sömu niðurstöður og var fylgnin milli LSAS-samskipti og SIAS 0,77 og fylgnin milli

LSAS-frammistaða og SPS 0,63. Í öllum rannsóknunum var hærri fylgni milli þeirra

kvarða sem ættu að mæla sömu hugsmíð heldur en þeirra kvarða sem ættu ekki að mæla

sömu hugsmíð.

Markmiðin í þessari rannsókn eru að meta langtímaárangur HAMH og AH með

klínísku viðtali og sjálfsmatskvörðum. Gögnin sem unnið er úr í þessari rannsókn voru

fengin úr rannsókn Bjornssons o.fl. (2011). Þar var borin saman árangur HAMH og AH

við félagsfælni. Niðurstöður sýndu að það var ekki tölfræðilega marktækur munur á

árangri eftir meðferð milli hópanna, en báðir hópar sýndu marktækan árangur. Í þessari

rannsókn var árangur metinn frá grunnlínu að fjögurra mánaða eftirfylgd, og hvort það

hafi orðið áframhaldandi árangur frá meðferðarlokum til eftirfylgdar. Í

eftirfylgdarrannsókn Bjornsson o.fl. (2012) var notast við niðurstöður klínískra viðtala í

þessari sömu rannsókn. Niðurstöður sýndu að árangur hélt áfram að aukast hjá

þátttakendum í HAMH og AH frá meðferðarlokum að eftirfylgd, hinsvegar var ekki

munur á milli meðferðahópa. Í þessari rannsókn voru borin saman klínískt viðtal (LSAS)

við sjálfsmatskvarða (SIAS, SPS og BFNE) til að meta hvort fáist nýjar upplýsingar með

sjálfsmatskvörðum miðað við að beita klínísku viðtali einu og sér. Mælikvarðinn á það

er mjög há fylgni (yfir 0,8).

Page 14: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

13

Tilgátur rannsóknarinnar

Tilgáta 1: Það verður ekki marktækur munur á árangri milli HAMH og AH í eftirfylgd.

Fyrri rannsóknir þar sem tilrauna- og samanburðarhópur hafa verið sambærilegir að

formi hafa ekki sýnt fram á mun á árangri milli hópa.

Tilgáta 2:Árangur frá lokinni meðferð til fjögurra mánaða eftirfylgdar, mun halda áfram

að aukast í báðum meðferðarhópunum á sjálfsmatskvörðunum og klínísku viðtali. Þessi

tilgáta byggist á niðurstöðum Bjornsson o.fl. (2012) þar sem árangur hélt áfram að

aukast frá meðferðarlokum að eftirfylgd á klínísku viðtali (LSAS).

Tilgáta 3: Því er spáð að undirkvarðar LSAS og sjálfsmatskvarðar muni ekki hafa fylgni

yfir 0,8. Þessi tilgáta byggist á fyrri rannsóknum sem hafa borið saman fylgni

undirkvarða klíníska viðtalsins LSAS við SIAS og SPS sjálfsmatskvarða.

Aðferð

Þátttakendur

Aðferðum sem var beitt í þessari rannsókn er lýst nánar í Bjornsson o.fl. (2011).

Þátttakendur voru 45 nemendur úr University of Colorado í Boulder (CU), á bilinu 18-25

ára og uppfylltu öll DSM-IV skilyrði fyrir félagsfælni sem meginröskun (e. primary

disorder; APA, 2000). Fjórir þátttakendur (8,9%) voru af asískum uppruna, einn (2,2%)

var af rómönskum uppruna og 40 (88,9%) þátttakendur voru af hvítum uppruna. Í

rannsókninni voru 24 (53,3%) karlmenn og 21 (46,7%) kona. Útilokunarviðmið voru

eftirfarandi: að vera á geðlyfjum eða í sálrænni meðferð, að vera með virkar

sjálfsvígshugsanir, að greinast með geðrofsröskun, tvískautaröskun, að vera háður áfengi

Page 15: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

14

eða vímuefnum, eða að greinast með aðrar raskanir sem meginröskun. Auglýst var eftir

þátttakendum með tölvubréfum og einnig með dreifibréfum á háskólasvæðinu.

Áhugasamir einstaklingar höfðu síðan samband í gegnum síma eða tölvubréf.

Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd CU.

Mælitæki

Liebowitz social anxeity scale (LSAS) er klínískt viðtal sem metur ótta og forðun í 24

félagslegum aðstæðum á fjögurra punkta Likert-kvarða (Liebowitz, 1987). LSAS má

skipta í tvo undirkvarða; félagsleg samskipti (11 atriði) og aðstæður þar sem

frammistaða er metin (13 atriði). LSAS listinn hefur gott innra réttmæti á ólíkum

undirkvörðum (Cronbach alfa = 0,81 - 0,92) (Heimberg o.fl., 1999).

International Personality Disorder Examination (IPDE) er klínískt viðtal sem

samanstendur af 99 atriðum. Kvarðinn greinir persónuleikaraskanir á ási II í DSM-IV

(Loranger, Janca og Sartorius, 1997). Aðeins forðunarpersónuleikaröskun var metin.

Structured Clinical Interview for DSM-IV (SCID) er klínískt viðtal þar sem metið er

hvort þátttakandi greinist með geðraskanir á ási I í DSM-IV (First, Spitzer, Gibbon, og

Williams, 1995). Endurprófunaráreiðanleiki SCID er góður (κ = 0,61) og samræmi milli

matsmanna gott (κ = 0,80) (Zanarini o.fl., 2000).

Social Phobia Scale (SPS), eftir Mattick og Clarke (1998) er sjálfsmatskvarði sem

mælir ótta við að vera gagnrýndur þegar ákveðin hegðun er framkvæmd. Kvarðinn

samanstendur af 20 atriðum sem eru mæld á fimm-punkta Likert kvarða. SPS hefur gott

innra réttmæti (Cronbach alfa = 0,94) og góðan endurprófunaráreiðanleika (0,93)

(Mattick og Clarke, 1998).

Page 16: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

15

Social Interaction Anxiety Scale (SIAS) er sjálfsmatskvarði sem inniheldur 19 atriði

þar sem viðkomandi metur ótta í félagslegum aðstæðum á fimm-punkta Likert kvarða.

SIAS hefur gott innra réttmæti (Cronbach alfa = 0,94) og góðan

endurprófunaráreiðanleika (0,92) (Mattick og Clarke, 1998).

Brief Fear of Negative Evaluation Scale (BFNE) er sjálfsmatskvarði sem er

samansettur af 12 atriðum sem meta hugræna þætti félagsfælni á fimm-punkta Likert

kvarða (Leary, 1983; Duke, D., Krishnan, M., Faith, M. og Storch, E. A., 2006). Atriðin

á BFNE-listanum hafa góðan innri áreiðanleika (Cronbach alfa = 0,90) og

endurprófunaráreiðanleika (0,75) (Leary, 1983).

Meðferð

Þátttakendur mættu í hópmeðferð sem var haldin vikulega í átta skipti, tvo tíma í senn.

Hver hópur samanstóð af fimm til sjö þátttakendum og einum meðferðaraðila. Samtals

voru þetta átta hópar, fjórir hópar í hvorri meðferð.

Hugræn atferlismeðferð í hópi (HAMH): HAMH samanstóð af fræðslu,

berskjöldun á ógnvekjandi félagslegum aðstæðum og hugrænu endurmati. Styttri útgáfa

af hópmeðferð Heimberg og Becker (2002) var notuð í þessari rannsókn og voru þá

meðferðartímarnir átta skipti í tvo tíma í senn í staðinn fyrir tólf meðferðartímar í tvo og

hálfan tíma í senn. Í meðferðartímum tóku þátttakendur þátt í atferlistilraunum þar sem

berskjöldun og hugrænt endurmat fléttaðist saman. Heimaverkefni þátttakenda fólust í

atferlistilraunum milli meðferðartíma.

Almenn hópmeðferð (AH): AH byggðist á almennum þáttum í hópmeðferð eins

og þeim var lýst í Yalom og Leszcz (2005) með ríkri áherslu á hópefli (e. group

dynamic). Þátttakendur voru meðal annars beðnir um að taka virkan þátt í samræðum og

Page 17: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

16

segja sína skoðun á því hvernig aðrir í hópnum birtust þeim. Þátttakendur þurftu sjálfir

að koma með tillögu að heimaverkefni því að meðferðaraðilar máttu ekki nýta sértækar

aðferðir.

Framkvæmd

Skimað var fyrir félagsfælni hjá mögulegum þátttakendum, til að tryggja að þátttakendur

væru ekki að notast við önnur meðferðarúrræði og að þeir væru á aldrinum 18-25 ára.

Rannsakendur og óháð matsfólk framkvæmdu grunnlínumat hjá þátttakendum.

Þátttakendur veittu skriflega upplýsta samþykki fyrir þátttöku sinni. Þeir einstaklingar

sem uppfylltu inntökuskilyrði og stóðust útilokunarviðmið var svo skipt niður eftir

slembivali í hópa. Meðferðaraðilar útskýrðu meðferðina fyrir hverjum og einum

þátttakanda í einstaklings viðtali og svöruðu spurningum. Meðferðarhóparnir hittust svo

átta sinnum í tvær klukkustundir í senn, einu sinni í viku.

Allir meðferðaraðilar voru framhaldsnemendur við CU í klínískri sálfræði og

höfðu lokið að minnsta kosti einu ári í klínískri þjálfun. Alls voru fjórir meðferðaraðilar

og hver og einn sá um einn HAMH hóp og einn AH hóp. Meðferðaraðilar fengu

vikulega handleiðslu frá sérfræðingum í klínískri sálfræði. Til að meta árangur af hvorri

meðferð voru fengnir fimm óháðir matsmenn sem voru framhaldsnemar í klínískri

sálfræði. Þeir vissu ekki hvorum meðferðarhópnum þátttakendur tilheyrðu og fengu

þjálfun í þeim klínísku viðtölum sem notuð voru. Einnig mættu þeir á fundi með

klínískum sálfræðingi til að tryggja réttmæti mats. Þessir óháðu matsmenn framkvæmdu

allt mat eftir meðferð og við eftirfylgd.

Page 18: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

17

Tölfræðileg úrvinnsla

Forritið SPSS útgáfa 20.0 var notað við tölfræðilega úrvinnslu í þessari rannsókn.

Aðferðum lýsandi tölfræði var beitt til þess að meta hvort frum- og fylgibreytur stæðust

forsendur aðfallsgreiningar. Tilgáta 1 sagði til um að ekki væri marktækr munur á

árangri milli HAMH og AH í eftirfylgd. Til þess að meta þessa tilgátu var gerð

marghliða aðfallsgreining (e. multiple regression). Alls voru gerðar sex marghliða

aðfallsgreiningar þar sem tegund meðferðar var frumbreyta og sjálfsmatskvarðar (SPS,

SIAS og BFNE) og klínískt viðtal (LSAS) við eftirfylgd voru fylgibreytur. Alvarleiki

einkenna félagsfælni við grunnlínu var skýribreyta. Forsendur aðfallsgreiningar eru að

háða breytan sé normaldreifð og að villan sé óháð og einsleit. Þegar normalrit voru

skoðuð kom í ljós að engir frávillingar voru til staðar og lítil frávik frá normaldreifingu.

Til að athuga hvort að villan væri óháð voru fylgnirit leifarinnar skoðuð sem sýndu að

villan var óháð með vægum frávikum sem voru ekki talin brot á forsendum

aðfallsgreiningar. Til þess að athuga hvort að dreifing villunar hafi verið einsleit voru

gerð leifarit. Leifarit sýndu stundum að leifin dreifðist óreglulega um miðjulínu en var

ekki talið nægilega mikið frávik frá normaldreifingu til að vera talið brot á forsendum

aðfallsgreiningar. Tilgáta 2 sagði til um að gert væri ráð fyrir því að árangur frá

meðferðarlokum til fjögurra mánaða eftirfylgdar, mundi út frá klínískum viðtölum og

sjálfsmatskvörðum, halda áfram að aukast fyrir báða meðferðarhópana. Til þess að meta

þessa tilgátu voru framkvæmd pöruð t-próf, sem byggist á mismunatölum

meðferðarhópanna. T-próf metur muninn á meðaltölum úr meðferðarhópunum og sýnir

dreifingu innan hópanna. Til að meta áhrifastærðir innan hópanna (HAMH og AH) var

reiknað Cohen’s D fyrir kvarðana með formúlunni M1 - M2 / ((sf1+ sf2) / 2). Til að athuga

fylgnisamband milli sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals út frá árangri meðferða voru

Page 19: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

18

búnar til nýjar breytur. Til að búa til mismunabreytu 1 var grunnlína kvarðanna dregin

frá eftir meðferð og fyrir mismunabreytu 2 var grunnlína kvarðanna dregin frá eftirfylgd.

Gerð voru fylgnifylki með því að reikna fylgni milli mismunabreyta klínísks viðtals og

sjálfsmatskvarða. Fylgnistuðlar voru reiknaðir með Pearson fylgni.

Page 20: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

19

Niðurstöður

Forathugun þátttakenda

Af þeim 57 sem uppfylltu viðmið um þátttöku rannsóknarinnar voru 45 þátttakendur sem

hófu meðferð. Alls voru 22 þátttakendur í HAMH, af þeim voru fimm þátttakendur

(22,7%) sem luku ekki meðferð (misstu af þremur eða fleirum meðferðartímum), einn

þeirra lauk mati eftir meðferð. Af þeim 23 þátttakendum í AH var einn þátttakandi

(4,3%) sem lauk ekki meðferðinni en kláraði þó matið eftir meðferð. Af þeim 39

þátttakendum sem luku meðferð kláruðu 37 (94,9%) eftirfylgdarmat. Í töflu 1 má sjá

bakgrunnsupplýsingar þátttakenda.

Tafla 1. Grunnupplýsingar um þátttakendur.

Alls (n=45) HAMH (n=22) AH (n= 23) Kyn (% karlar) 24 (53,3%) 12 (54,5%) 12 (52,5%)

Kynþáttur (% hvítir) 40 (88,8%) 19 (86,3%) 21 (91,3%)

Aldur 19,82 (1,57) 20,27 (1,86) 19,39 (1,12)

Almenn félagsfælni 36 (80%) 18 (81,8%) 18(78,3%)

Forð.pers.röskun 13 (28,9%) 7 (31,8%) 6 (26,1%)

Núverandi samsl.við a.kvíðar 7 (15,6%) 4 (18,2%) 3(13,0%)

Samsl.við a.kvíðar 15(33,3%) 8 (36,4%) 7 (30,4%)

Þunglyndi 7 (15,6%) 4 (18,2%) 3 (13%)

Athugasemd: HAMH, hugræn atferlismeðferð í hóp; AH, almenn hópmeðferð; Forð.pers.röskun,

Forðunarpersónuleika röskun: Núverandi samsl.við a.kvíðar., núverandi samsláttur aðrar kvíðaraskanir;

Samsl.við a.kvíðar., samsláttur við aðrar geðraskanir; Þunglyndi, greinast með alvarlegt þunglyndi eða

óyndi í byrjun meðferðar. Í svigunum eru annað hvort prósentur eða staðalfrávik.

Meðaltöl mælitækja

Til að skoða árangur hvorrar meðferðar út frá sjálfsmatskvörðum og klínísku viðtali voru

meðaltöl og staðalfrávik borin saman, sjá töflu 2. Eins og sjá má á töflunni þá lækka

Page 21: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

20

meðaltöl frá grunnlínu að meðferðarlokum og einnig frá meðferðarlokum til eftirfylgdar,

með einni undantekningu fyrir HAMH en þá hækkar meðaltal SIAS í eftirfylgd.

Tafla 2. Meðaltöl og staðalfrávik við grunnlínu, eftir meðferð og eftirfylgd á sjálfsmatskvörðum og klínísku viðtali.

Grunnlína (n=45) Eftir meðferð (n=41) Eftirfylgd (n=37)

Kvarðar; meðferðarhópur M SF M SF M SF SIAS HAMH 53,77 15,24 41,16 14,92 44,25 12,81 AH 53,48 10,09 39,35 11,74 38,14 14,98

SPS HAMH 40,24 14,01 29,81 17,87 26,75 17,18 AH 33,48 11,21 23,26 14,07 20,90 13,28 BFNE HAMH 48,09 08,83 43,10 10,04 40,81 07,54 AH 44,39 07,88 40,83 08,65 37,77 08,67 LSAS-S

HAMH 40,36 13,68 37,33 11,46 35,38 11,71

AH 38,04 11,63 31,13 10,06 27,43 09,77

LSAS-F

HAMH 37,91 12,84 33,28 13,68 29,50 11,95

AH 34,61 12,71 27,52 10,95 24,81 11,87

LSAS-H

HAMH 78,27 25,06 70,61 24,22 64,88 23,07

AH 72,65 22,92 58,65 19,52 52,24 20,75

Athugasemd; HAMH, hugræn atferlismeðferð í hóp; AH, almenn hópmeðferð; SIAS, Social Interaction

Anxiety Scale; SPS, Social Phobia Scale; BFNE, Brief Fear of Negative Evaluation Scale, LSAS-S;

Liebowitz Social Anxiety Scale-samskipti, LSAS-F; Liebowitz Social Anxiety Scale-frammistaða; LSAS-

H; Liebowitz Social Anxiety Scale-heildarstigafjölda.

Aðfallsgreining

Framkvæmd var marghliða aðfallsgreining fyrir hvern sjálfsmatskvarða (SIAS, SPS og

BFNE) og einnig fyrir heildarárangur og undirkvarða klínísks viðtals (LSAS-H, LSAS-S

og LSAS-F) til að athuga hvort munur hafi verið á árangri milli meðferðarhópanna við

eftirfylgd (tilgáta 1). Byrjað var á marghliða aðfallsgreiningu fyrir klínískt viðtal.

Niðurstöður sýndu að báðar gerðir meðferða báru langtímaárangur. Niðurstöður fyrir

Page 22: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

21

undirkvarðann LSAS-frammistaða var F(2, 34) = 33,898, p < 0,001, fyrir LSAS-

samskipti F(2, 34) = 16,594, p < 0,001 og heildarskor LSAS F(2, 34) = 26,521, p <

0,001. Hins vegar sýndu hallastuðlar að það var ekki munur á þeirri meðferð sem notuð

var. LSAS-frammistaða ß = 0,332, p = 0,785, LSAS-samskipti ß = 2,397, p = 0,096 og

heildarstigafjöldi LSAS ß = 2,498, p = 0,316. Ekki var marktækur munur milli

meðferðarhópa í eftirfylgd (í samræmi við tilgátu 1) fyrir LSAS kvarðann.

Því næst var gerð marghliða aðfallsgreining fyrir sjálfsmatskvarða. Báðar gerðir af

meðferð virtust vera árangursríkar; fyrir SIAS var F(2, 34) = 7,022, p < 0,05 og fyrir

SPS var F(2, 34) = 14,837, p < 0,001 en BFNE var ekki eins árangursrík þar sem að

F(2, 34) = 2,260, p = 0,120. Hallastuðlarnir sýndu að ekki var munur á árangri milli

meðferðarhópa í eftirfylgd sem er í samræmi við tilgátu 1. SIAS ß = 1,83, p = 0,384,

SPS ß = -0,678, p = 0,738 og BFNE ß = 0,920, p = 0,504.

Munur innan meðferðarhópa

Framkvæmd voru t-próf til að meta mun innan hvorrar meðferðar fyrir sig frá lokum

meðferðar að eftirfylgd fyrir bæði klínískt viðtal og sjálfsmatskvarða. Fyrst voru

framkvæmd t-próf fyrir klínísk viðtöl. Niðurstöður sýndu að árangur af HAMH

samkvæmt LSAS-frammistaða var marktækur, t(15) = 2,477, p < 0,05, en árangur af AH

var það hins vegar ekki samkvæmt sama undirkvarða og var t(20) = 1,511, p = 0,146.

Ekki var marktækur munur á árangri milli meðferðarhópa fyrir LSAS-samskipti þar sem

t(15) = 1,168, p = 0,261 í HAMH og t(20) = 2,074, p = 0,051 í AH. Heildarstigafjölda

LSAS fyrir HAMH var t(15) = 2,04, p =0,060 og fyrir AH var t(20) = 2,19, p < 0,05. Út

frá þeim niðurstöðum var ekki munur á árangri í HAMH út frá heildarstigafjölda LSAS

en marktækur munur á árangri í AH. Tilgáta 2 stóðst því að hluta til þar sem að aðeins

tvær af sex mælingum klíníska viðtalsins voru með marktækan árangur frá

Page 23: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

22

meðferðarlokum til eftirfylgdar. Mælingar sýndu tölfræðilega leitni (e. statistical trend) í

HAMH fyrir heildarstigafjölda LSAS. Á myndum 1 - 3 má sjá betur árangur frá upphafi

meðferðar að eftirfylgd út frá undirkvörðum og heildarstigafjölda LSAS.

Mynd 1. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá LSAS-frammistaða.

Mynd 2. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá LSAS-samskipti.

Page 24: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

23

Mynd 3. Árangur af meðferð frá grunnlínu að eftirfylgd út frá LSAS-heildarstigafjölda.

Því næst voru framkvæmd t-próf fyrir sjálfsmatskvarða. Niðurstöður sýndu að t-gildi

SPS var t(15) = 3,25, p < 0,05 í HAMH og t(20) = 2,29, p < 0,05 í AH og voru þær

niðurstöður marktækar, sem þýðir að fram kemur áframhaldandi árangur á SPS. Fyrir

SIAS var t(15) = -0,49, p = 0,630 í HAMH og t(20) = 0,70, p = 0,490 í AH, t-próf sýndi

ekki marktækar niðurstöður sem þýðir að það var ekki munur á árangri innan hópanna á

því mælitæki. Fyrir BFNE var t(15) = 1,90, p = 0,078 í HAMH og t(20) = 2,08, p < 0,05

í AH, þær niðurstöður voru ekki marktækar fyrir HAMH en voru marktækar fyrir AH.

Þar sem HAMH var nálægt marktektarmörkum er mögulegt að niðurstöðurnar hefðu

verið marktækar í stærra úrtaki. Út frá þessum niðurstöðum stóðst tilgáta 2 að hluta til,

en báðir meðferðarhóparnir í SPS náðu marktækum árangri en aðeins AH í BFNE frá

meðferðarlokum til eftirfylgdar. Hvorugir meðferðarhópanna náðu marktækum árangri í

SIAS né HAMH Í BFNE. Á myndum 4 - 6 má sjá betur árangur frá upphafi meðferðar

að eftirfylgd út frá sjálfsmatskvörðum.

Page 25: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

24

Mynd 4. Árangur af meðferð frá grunnlínu til eftirfylgdar út frá SPS sjálfsmatskvarða.

Mynd 5. Árangur af meðferð frá grunnlínu til eftirfylgdar út frá SIAS sjálfsmatskvarða.

Page 26: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

25

Mynd 6. Árangur af meðferð frá grunnlínu til eftirfylgdar út frá BFNE sjálfsmatskvarða.

Reiknaðar voru áhrifastærðir Cohens d á öllum mælitækjum fyrir meðferðarhópa (sjá

töflu.3). Áhrifastærðir fyrir öll mælitækin nema SIAS voru hærri frá grunnlínu að

eftirfylgd en frá grunnlínu að lokum meðferðar.

Page 27: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

26

Tafla 3. Áhrifastærðir meðferðahópa út frá sjálfsmatskvörðum og klínísku viðtali yfir meðferðartíma.

Grunnlína-Eftir meðferð Grunnlína-Eftirfylgd

Cohens d Cohens d Kvarðar; meðferðarhópur

SIAS HAMH 0,84 0,68 AH 1,29 1,20 SPS HAMH 0,60 0,79 AH 0,80 1,02 BFNE HAMH 0,53 0,89 AH 0,43 0,81 LSAS-F HAMH 0,35 0,69 AH 0,60 0,80 LSAS-S HAMH 0,24 0,39 AH 0,63 0,98 LSAS-H HAMH 0,31 0,56 AH 0,66 0,93

Athugasemd: HAMH; Hugræn atferlismeðferð í hóp, AH; Almenn hópmeðferð, SIAS; Social Interaction Anxiety Scale, SPS; Social Phobia Scale, BFNE; Brief-Fear of Negative Evaluation Scale, LSAS-F; Liebowitz Social Anxiety Scale-frammistaða, LSAS-S; Liebowitz Social Anxiety Scale-samskipti, LSAS-H; Liebowitz Social Anxiety Scale-heildarstigafjöldi. Cohens d viðmið eru: 0-0,20 = lítil áhrif; 0,20-0,50 = miðlungs áhrif; 0,50-0,80 = mikil áhrif og > 0,80 = mjög mikil áhrif (Cohen, 1988).

Fylgnisamband mælitækja

Til að athuga hvort undirkvarðar LSAS og sjálfsmatskvarðar muni hafa fylgni yfir 0,8

var reiknað fylgnisamband milli mismunabreyta sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals út

frá árangri meðferðar. Þetta var gert til að meta hvort sjálfsmatskvarðar séu að bæta

einhverju við klínskt viðtal (sjá töflu 4). Megináhersla var lögð á að skoða fylgni milli

SPS og LSAS-frammistaða og SIAS við LSAS-samskipti þar sem þeir eiga að mæla

sömu hugsmíði. Fylgnisamband milli kvarðanna frá grunnlínu að meðferðarlokum fyrir

SIAS og LSAS-samskipti var 0,506, samanborið við 0,494 fyrir SIAS og LSAS-

Page 28: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

27

frammistaða. Fylgnin milli SPS og LSAS-frammistaða var 0,481 samanborið 0,379 fyrir

SPS og LSAS-samskipti. Fylgnisambandið milli kvarðanna frá grunnlínu að eftirfylgd

fyrir SIAS og LSAS-samskipti var 0,695, samanborið við 0,627 milli SIAS og LSAS-

frammistaða. Fylgnin milli SPS og LSAS-frammistaða var 0,595 samanborið 0,477 fyrir

SPS og LSAS-samskipti. Þessar niðurstöður styðja tilgátu 3 að undirkvarðar LSAS og

sjálfsmatskvarðar muni ekki hafa fylgni yfir 0,8.

Tafla 4. Fylgnisamband milli sjálfsmatskvarða og klínísks viðtals út frá árangri meðferðar.

Athugasemd: SPS; Social Phobia Scale, SIAS; Social Interaction Anxiety Scale, BFNE; Brief-Fear of

Negative Evaluation Scale, LSAS-H; Liebowitz Social Anxiety Scale-heildarstigafjölda, LSAS-F;

Liebowitz Social Anxiety Scale-frammistaða, LSAS-S; Liebowitz Social Anxiety Scale-samskipti.

Fylgnistuðlar voru reiknaðir með Pearson fylgni. *p<0,05 **p<0,01.

Grunnlína – Eftir meðferð

SPS SIAS BFNE LSAS-H LSAS-F LSAS-S

SPS 1 0,726** 0,475** 0,477** 0,481** 0,379*

SIAS 1 0,421** 0,557** 0,494** 0,506**

BFNE 1 0,331* 0,202 0,391*

LSAS-H 1 0,896** 0,902**

LSAS-F 1 0,616**

LSAS-S 1

Grunnlína - Eftirfylgd

SPS SIAS BFNE LSAS-H LSAS-F LSAS-S

SPS 1 0,819** 0,574* 0,581** 0,595** 0,477**

SIAS 1 0,575** 0,729** 0,627** 0,695**

BFNE 1 0,477** 0,482** 0,348**

LSAS-H 1 0,890** 0,929**

LSAS-F 1 0,659**

LSAS-S 1

Page 29: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

28

Umræða

Tilgáta 1 segir til um að það verði ekki marktækur munur á árangri milli HAMH og AH

í eftirfylgd. Niðurstöður aðfallsgreiningar studdu tilgátu 1. Þessi rannsókn er í samræmi

við niðurstöður Bjornsson o.fl. (2011). Rannsóknin sýndi að báðir meðferðarhóparnir

HAMH og AH voru árangursríkir. Ein ástæða fyrir þessu gæti verið sú að Bjornsson o.fl.

(2011) lögðu mikla áherslu á að búa til góða AH sem samanstóð aðeins af almennum

þáttum líkt og hópefli og að þátttakendur tækju virkan þátt í meðferðinni. Ein

athyglisverðasta niðurstaðan í þessari rannsókn var að AH hafði ekki í för með sér

skammvinn áhrif því að árangur viðhelst við fjögurra mánaða eftirfylgd. Fyrri rannsóknir

hafa ekki sýnt fram á langvarandi árangur samanburðarhópa, sem innihalda aðeins

almenna þætti í rannsóknum á HAMH.

Tilgáta 2 var að árangur, frá lokum meðferðar til fjögurra mánaða eftirfylgdar,

mundi halda áfram að aukast í báðum meðferðarhópunum á sjálfsmatskvörðunum og

klínísku viðtali. Niðurstöður rannsóknarinnar studdu tilgátu 2 að hluta til því aðeins

fimm af tólf mælingum, bæði sjálfsmatskvarðar og klínískt viðtal, gáfu til kynna

marktækan mun frá lokinni meðferð að eftirfylgd innan hvorrar meðferðar fyrir sig. Á

töflu 3 kemur fram mynstur sem sýnir að árangur eykst á öllum mælitækjum nema SIAS

frá lokum meðferðar að eftirfylgd. Þrátt fyrir að ekki sé marktækur munur á öllum

mælingunum fyrir árangur meðferðarhópanna frá lokinni meðferð að eftirfylgd, þá

virðast mælingar sýna tölfræðilega leitni í AH á LSAS-samskipti og í HAMH á LSAS-

heildarstigafjölda, á SIAS og á BFNE. Þetta sést betur á myndum 1-6. Tilgáta 2 byggðist

á niðurstöðum úr rannsókn Bjornsson o.fl. (2012) þar sem að árangur hjá flestum

þátttakendum, í HAMH og AH jókst við fjögurra mánaða eftirfylgd. Þar voru mældir

undirkvarðar ótti og forðun fyrir LSAS en í þessari rannsókn var mælt út frá

undirkvörðunum frammistaða og félagsleg samskipti fyrir LSAS. Ekki kom á óvart að

Page 30: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

29

tilgáta 2 stóðst aðeins að hluta til því árangur í HAMH viðhelst oft í eftirfylgd án þess

að aukast enn frekar, eins og sjá má í rannsóknum Heimbergs o.fl. (1993) og Grubers

o.fl. (2001). Hins vegar hefur einnig komið fram áframhaldandi árangur í eftirfylgd líkt

og í rannsóknum Hofmanns (2004) og Hedmans o.fl (2011).

Í tilgátu 3 er spáð því að undirkvarðar LSAS og sjálfsmatskvarðar muni ekki hafa

fylgni yfir 0,8. Niðurstöður fylgnifylkis studdu tilgátu 3. Í samræmi við aðrar rannsóknir

er yfirleitt sterkt samband á milli mælinga sjálfsmatskvarða og klínískra viðtala sem

mæla sömu hugsmíð (Dell'Osso o.fl., 2009; Steketee, Frost og Bogart, 1996). Eins og

fyrri rannsóknir hafa sýnt ætti undirkvarðinn LSAS-frammistaða að mæla það sama og

sjálfsmatskvarðinn SPS. Það sama á við um SIAS og LSAS-samskipti kvarðana (Coles

o.fl., 2001; Fresco o.fl., 2001; Heimberg o.fl., 1999). Fylgnisambandið milli undirkvarða

LSAS og sjálfsmatskvarða var sterkt og í samræmi við fyrri rannsóknir (Coles o.fl.,

2001; Fresco o.fl., 2001; Heimberg o.fl., 1999). Í þessari rannsókn eru öll mælitækin að

mæla mismunandi þætti af félagsfælni og þar með hægt að spá fyrir um fylgni á milli

þeirra alla. Fyrri rannsóknir hafa ekki sýnt fram á hærri fylgni en 0,77 á milli

undirkvarða LSAS og sjálfsmatskvarða SPS og SIAS (Heimberg o.fl., 1999; Coles o.fl.,

2001). Þegar fylgnin er orðin mjög há er spurning hvort annað mælitækið sé að bæta við

frekari upplýsingum. Fylgnin í þessari rannsókn var ekki hærri en 0,695. Þessar

niðurstöður benda til þess að klíníska viðtalið LSAS og sjálfsmatskvarðarnir SPS og

SIAS séu ekki að mæla nákvæmlega það sama þó svo að þeir séu að mæla sömu

hugsmíð. Einnig gæti verið skekkja í mælingum eða ófyrirséðir utanaðkomandi

áhrifavaldar. Þátttakendur geta brugðist á ólíkan hátt við mismunandi sniði mælitækja

(Baker o.fl., 2001). Af því má álykta að klínísk viðtöl og sjálfsmatskvarðar geta bætt við

hvort annað og er því skynsamlegt að nota bæði mælitækin til að fanga umfang helstu

Page 31: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

30

þátta félagsfælni. Ekki er hægt að bera saman BFNE sjálfsmatskvarðann við LSAS þar

sem hann mælir kerfisbundið hugsanir í félagsfælni sem LSAS gerir ekki.

Meðal takmarkana í þessari rannsókn er lítið úrtak sem gerði það að verkum að

tölfræðileg afköst voru lítil. Ef úrtakið hefði verið stærra er mögulegt að tölfræðileg

leitni hefði verið marktæk. Mikilvægt er að vekja athygli á því að úrtakið samanstóð

aðeins af háskólanemum, og því er ekki hægt að alhæfa niðurstöður á alla einstaklinga

með félagsfælni.

Framtíðarhorfur

Í framtíðarrannsóknum væri áhugavert að bæta við lengri eftirfylgd til að meta betur

langvarandi árangur meðferðarinnar.

Hugrænt endurmat í HAMH bætir ekki árangur meðferðar eins og niðurbrotsrannsókn

(e. dismantling study) Hope o.fl. (1995) bendir til. Því væri hægt að sameina

meðferðirnar og láta hugrænt endurmat víkja og leggja frekari áherslu á almenna þætti

eins og hópefli sem hafa verið vanræktir í HAMH. Ef það væri lögð meiri áhersla á

almenna þætti í HAMH gæti það mögulega stuðlað að minna brottfalli, sem er á bilinu

19-35% í HAMH (Bjornsson o.fl., 2011; Hedman o.fl., 2011; Heimberg o.fl., 1998;

Hofmann, 2004).

Page 32: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

31

Heimildir

American Psychiatric Association (1980). Diagnostic and statistical manual of mental

disorders, third edition (III). Washington, DC: Höfundur.

American Psychiatric Association (2000). Diagnostic and statistical manual of mental

disorders, fourth edition, text revision (IV-TR). Washington, DC: Höfundur.

Arnold, H. J. og Feldman, D. C. (1981). Social desirability response bias in self-report

choice situations. Academy of Management Journal, 24, 377-385.

Baker, S. L., Heinricks, N., Kim, H. J. og Hofmann, S. G. (2002). The Liebowitz social

anxiety scale as a self-report instrument: a preliminary psychometric analysis.

Behaviour Research and Therapy, 40, 701-715.

Baskin, T. W., Tierney, S. C., Minami, T. og Wampold, B. E. (2003). Establishing

specificity in psychotherapy: A meta-analysis of structural equivalence of

placebo controls. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 71, 973-979.

Bieling, P. J., McCabe, R. E. og Antony, M. M. (2006). Cognitive behavioral therapy in

groups. New York: Guilford Press.

Bjornsson, A.S. (2012). Cognitive-Behavioral Group Therapy Versus Group

Psychotherapy for Social Anxiety Disorder among College Students: Four-month

Follow-up. Óútgefið handrit.

Bjornsson A.S., Bidwell, L. C., Brosse, A. L., Carey, G., Hauser, M., Seghete, K. L. M.,

… Craighead, W. E. (2011). Cognitive-behavioral group therapy versus group

psychotherapy for social anxiety disorder among college students: A randomized

controlled trial. Depression and Anxiety, 28, 1034-1042.

Page 33: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

32

Blanco, C., Nissenson, K. og Liebowitz, M. R. (2001). Social anxiety disorder: Recent

findings in the areas of epidemiology, etiology and treatment. Current Psychiatry

Reports, 3, 273-280.

Butler, A. C., Chapman, J. E., Forman, E. M. og Beck, A. T. (2006). The empirical

status of cognitive-behavioral therapy: A review of meta-analyses. Clinical

Psychology Review, 26, 17-31.

Campbell, D. T. og Fiske, D. W. (1959). Convergent and discriminant validation by the

multitrait-multimethod matrix. Psychological Bulletin, 56, 81-105.

Cohen, J. (1988). Statistical Power Analysis for the Behavioral Sciences (2.útgáfa).

Hillsdale: Lawrence Erlbaum Associates.

Coles, M. E., Gibb, B. E. og Heimberg, R. G. (2001). Psychometric evaluation of the

Beck Depression Inventory in adults with social anxiety disorder. Depression

and Anxiety, 14, 145-148.

Cox, B.J., Fuentes, K., Borger, S.C., Taylor, S. (2001) Psychopathological correlates of

anxiety sensitivity: Evidence from clinical interviews and self-report measures.

Anxiety Disorders, 15, 317-332.

Cronbach, L. J. og Meehl, P. E. (1955). Construct validity in psychological tests.

Psychological Bulletin, 52, 281-302. Sótt 20. Desember 2012 af

psychclassics.yorku.ca/cronbach/construct.htm

Dell’Osso, L., Carmassi, C., Rucci, P., Conversano, C., Shear, M. K., Calugi, S., …

Cassano, G. B. (2009). A multidimensional spectrum approach to post-traumatic

stress disorder: Comparison between the Structured Clinical Interview for

Trauma and Loss Spectrum (SCI-TALS) and the Self-Report instrument (TALS-

SR). Comprehensive Psychiatry, 50, 485-490.

Page 34: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

33

Duke, D., Krishnan, M., Faith, M. og Storch, E. A. (2006). The psychometric properties

of the Brief Fear of Negative Evaluation Scale. Anxiety Disorders, 20, 807-817.

Fehm, L., Pelissolo, A., Furmark, T og Wittchen, H. U. (2005). Size and burden of social

phobia in Europe. European Neuropsychopharmacology, 15, 453-462.

First, M.B., Spitzer, R.L., Gibbon, M. og Williams, J.B.W. (1995). Structured Clinical

Interview for DSM-IV disorders-non-patient edition (SCID-I/NP). New York:

Biometrics Research Department, New York State Psychiatric Institute.

Fresco, D. M., Coles, M. E., Heimberg, R. G., Liebowitz, M. R., Hami, S., Stein, M. B.

og Goetz, D. (2001). The Liebowitz Social Anxiety Scale: a comparison of the

psychometric properties of self-report and clinician-administered formats.

Psychological Medicine, 31, 1025-1035.

Furmark, T. (2002). Social phobia: Overview of community surveys. Acta Psychiatrica

Scandinavica, 105, 84-93.

Gruber, K., Moran, P. J., Roth, W. T. og Taylor, C. B. (2001). Computer-assisted

cognitive behavioral group therapy for social phobia. Behavior Therapy, 32, 155-

165.

Guðmundur Skarphéðinsson, Daníel Þ. Ólason, Hákon Sigursteinsson og Jóhanna V.

Haraldsdóttir (2005-2006). Forprófun á íslenskri útgáfu sjálfsmatskvarða Becks

fyrir börn og unglinga. Sálfræðiritið, 10-11, 59-70.

Guy, L. S., Poythress, N. G., Douglas, K. S., Skeem, J. L. og Edens, J. F. (2008).

Correspondence between self-report and interview-based assessments of

antisocial personality disorder. Psychological Assessment, 20, 47-54.

Hedman, E., Andersson, G., Ljótsson, B., Andersson, E., Rück, C., Ewa, M. og

Lindefors, N. (2011). Internet-based cognitive behavior therapy vs. cognitive

Page 35: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

34

behavior group therapy for social anxiety disorder: A randomized controlled non-

inferiority trial. PloSONE 6:e0018001.

Heidenreich, T., Schermelleh-Engel, K., Schramm, E., Hofmann, S. G. og Stangier, U.

(2011). The factor structure of the Social Interaction Anxiety Scale and the

Social Phobia Scale. Journal of Anxiety Disorders, 25, 579-583.

Heimberg, R. G. og Becker, R. E. (2002). Cognitive-Behavioral Group Therapy for

Social Phobia: Basic mechanism and clinical strategies. New York: Guilford

Press.

Heimberg, R. G., Dodge, C. S., Hope, D. A., Kennedy, C. R., Zollo, L. J. og Becker, R.

E. (1990). Cognitive behavioral group treatment of social phobia: Comparison

with a credible placebo control. Cognitive Therapy and Research, 14, 1-23.

Heimberg, R. G., Horner, K. J., Juster, H. R., Safren, S. A., Brown, E. J., Schneier, F. R.

og Liebowitz, M. R. (1999). Psychometric properties of the Liebowitz Social

Anxiety Scale. Psyhological Medicine, 29, 199-212.

Heimberg, R. G., Liebowitz, M. R., Hope, D. A., Schneier, F. R., Holt, C. S.,

Welkowitz, L. A., … Klein, D. F. (1998). Cognitive behavioral group therapy vs

phenelzine therapy for social phobia. Archives of General Psychiatry, 55, 1133-

1141.

Heimberg, R. G., Salzman, D. G., Holt, C. S. og Blendell, K. A. (1993). Cognitive-

behavioral group treatment for social phobia: Effectiveness at five-year follow-

up. Cognitive Therapy and Research, 17. 325-339.

Herbert, J. D. (1995). An overview of the current status of social phobia. Applied &

Preventive Psychology, 4, 39-51.

Page 36: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

35

Hofmann, S. G. (2004). Cognitive mediation of treatment change in social phobia.

Journal of Consulting and Clinical Psychology 72, 392-399.

Hope, D. A., Heimberg, R. G. og Bruch, M. A. (1995). Dismantling cognitive-

behavioral group therapy for social phobia. Behaviour Research and Therapy,

33, 637-650.

Kessler, R. C., Chiu, W. T., Demler, O og Walters, E. E. (2005). Prevalence, severity

and comorbidity of 12-month DSM-IV disorders in the national comorbidity

survey replication. Archives of General Psychiatry, 62, 617-627.

Leary, M. R. (1983). A brief version of the Fear of Negative Evaluation Scale.

Personality and Social Psychology Bulletin, 9, 371-375.

Liebowitz, M. R. (1987). Social phobia. Modern Problems of Pharmacopsychiatry, 22,

141-173.

Liebowitz, M. R., Heimberg, R. G., Schneier, F. R., Hope, D. A., Davies, S., Holt, C. S.,

… Klein, D.F. (1999). Cognitive-behavioral group therapy versus phenelzine in

social phobia: Long term outcome. Depression and Anxiety, 10, 89-98.

Loranger, A. W., Janca, A. og Sartorius, N. (1997). The ICD-10 International

Personality Disorder Examination (IPDE). Sótt 29. janúar af

http://extranet.who.int/iris/restricted/bitstream/10665/41912/1/9780521041669.p

df

Mattick, R. P. og Clarke, J. C. (1998). Development and validation of measures of social

phobia scrutiny fear and social interaction anxiety. Behaviour Research and

Therapy, 36, 455-470.

Page 37: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

36

Merikangas, K. R., Avenevoli, S., Acharyya, S., Zhang, H. og Angst, J. (2002). The

spectrum of social phobia in the Zurich Cohort Study of young adults. Society of

Biological Psychiatry, 51, 81-91.

Messer, S. B. og Wampold, B. E. (2002). Let’s face facts: Common factors are more

potent than specific therapy ingredients. Clinical Psychology: Science and

Practice, 9, 21-25.

Oei, T. P. S. og Shuttlewood, G. J. (1996). Specific and nonspecific factors in

psychotherapy: A case of cognitive therapy for depression. Clinical Psychology

Review, 16, 83-103.

Ollendick, T. H. og Hirshfeld-Becker, D. R. (2002). The developmental

psychopathology of social anxiety disorder. Society of Biological Psychiatry, 51,

44-58.

Otto, M. W., Pollack, M. H., Gould, R. A., Worthington III, J. J., McArdle, E. T. og

Rosenbaum, J. F. (2000). A comparison of the efficacy of clonazepam and

cognitive-behavioral group therapy for the treatment of social phobia. Journal of

Anxiety Disorders, 14, 345-358.

Peters, L. (2000). Discriminant validity of the Social Phobia and Anxiety Inventory

(SPAI), the Social Phobia Scale (SPS) and the Social Interaction Anxiety Scale

(SIAS). Behaviour Research and Therapy, 38, 943-950.

Rodebaugh, T. L., Holaway, R.M. og Heimberg, R. G. (2004). The treatment of social

anxiety disorder. Clinical Psychology Review, 24, 883-908.

Safer, D. L. og Hugo, E. M. (2006). Designing a control for a behavioral group therapy.

Behavior Therapy, 37, 120-130.

Page 38: Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri … · 2018. 10. 15. · Langtíma árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð

37

Safren, S. A., Heimberg, R. G., Horner, K. J., Juster, H. R., Schneier, F. R. og

Liebowitz, M. R. (1999). Factor structure of social fears: The Liebowitz Social

Anxiety Scale. Journal of Anxiety Disorders, 13, 253-270.

Sóley D. Davíðsdóttir, Guðrún Í. Þórsdóttir og Brynjar Halldórsson. (2005-2006). Mat á

árangri hugrænnar atferlismeðferðar í hóp við félagsfælni. Sálfræðiritið, 10-11,

9-21.

Stein, M. B. og Kean, Y. M. (2000). Disability and quality of life in social phobia:

Epidemiologic findings. The American Journal of Psychiatry, 157, 1606-1613.

Steketee, G., Frost, R. og Bogart, K. (1996). The Yale-Brown obsessive compulsive

scale: Interview versus self-report. Behaviour Research and Therapy, 34, 675-

684.

Wilfley, D. E., Schwartz, M. B., Spurrell, E. B. og Fairburn, C. G. (1997). Assessing the

specific psychopathology of binge eating disorder patients: Interview or self-

report? Behaviour Research and Therapy, 35, 1151-1159.

Yalom, I. D. og Leszcz, M. (2005). The Theory and Practice of Group Psychotherapy

(5.útgáfa). New York: Basic Books.

Young, D. A., Campbell, Z., Zakzanis, K. K. og Weinstein, E. (2003). A comparison

between an interview and a self-report method of insight assessment in chronic

schizophrenia. Schizophrenia Research, 63, 103-109.

Zanarini, M. C., Skodol, A. E., Bender, D., Dolan, R., Sanislow, C., Schaefer, E., …

Gunderson, J. G. (2000). The Collaborative Longitudinal Personality Disorders

Study: Reliability of axis I and II diagnoses. Journal of Personality Disorders,

14, 291-299.