daníel sigurðarson

10
DANÍEL SIGURÐARSON KEPPNISFERILL OG MARKMIÐ.

Upload: elvar-oern-reynisson

Post on 26-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Promotion portfolio document for Daníel Sigurðarson for the 2009/2010 season. only in icelandic

TRANSCRIPT

Daníel SigurðarSonkeppnisferill og markmið.

Ferill Daníels í rallýíþróttinni er orðinn nokkuð langur, en hann hóf að keppa á Íslandi árið 1998 og varð Íslandsmeistari nýliða árið 1999.Árið 2002 hóf Daníel að keppa í flokki bíla með drif á einum öxli og varð Íslandsmeistari í þeim flokki líka.

Á vordögum 2006 festi Daníel kaup á keppnisbifreið af gerðinni Mitsubishi Lancer Evoluotion 6, mjög öflugum sérsmíðuðum keppnisbíl, og tók að keppa í toppbaráttu Íslandsmótsins í rallakstri. Árangurinn lét ekki á sér standa því árið 2006 var keppt í 6 keppnum og unnust 5 sigrar og árið 2007, 5 keppnir og 4 sigrar. Bæði árin varð Daníel Íslandsmeistari í rallakstri. Árið 2007 hóf Daníel einnig að keppa í Bretlandi – enda orðið ljóst að samkeppni við hann á heimavelli var lítil, en yfirburðir hans voru algerir.

UPPHAF FERILSINS

Daníel til halds og traust í gegnum tíðina hafa verið allmargir en sér við hlið í aðstoðarökumannsstólnum hefur Daníel haft Marian Sigurðsson, Sunnevu Lind Ólafsdóttur, Ísak Guðjónsson, Ástu Sigurðardóttur og Andrew Sankey. Ásta og Marian eru systkini Daníels og því má með sanni segja að rally-bakterían sé ættgeng. Einnig hefur stór hópur aðstoðarfólks komið að rekstri keppnistækjanna, viðgerðum í og utan keppni og væri upplistun allra þeirra of löng fyrir þessa umfjöllun.

Frá fyrstu keppni hefur þó aðalmarkmið liðsins verið að hafa gaman af keppnum, vera til fyrirmyndar í framkomu og gleyma aldrei þeirri trú liðsins að gleði, íþrótta-manns-leg hegðun og hjálpfýsni sé lykill að árangri. Hefur þetta viðmót liðsins markað því sérstöðu og vakið óskipta athygli hérlendis og erlendis – en ekkert lið hefur hlotið jafn margar “spirit awards” viðurkenningar í Bresku meistarakeppninni og hlaut Daníel titilinn “Akstursíþróttamaður ársins” hér á Íslandi.

KEPPNISLIÐIÐ

Árið 2007 var keppt í fjórum keppnum í Bretlandi en fyrst og fremst var litið á þáttökuna sem æfingu og lið í því að öðlast reynslu. Árangurinn var engu að síður eftirtektarverður og stigbatnandi, en besti árangur tímabilsins náðist í Trackrod Rally, Yorkshire, 15 sæti yfir heildina og 6 sæti í Evo Challange – verksmiðjukeppni Mitsubishi í Bretlandi.

Keppnir í Bretlandi eru gríðarlega umfangsmiklar og til marks um það má geta þess að í mörgum af keppnunum sem Daníel hefur keppt í eru 90-160 áhafnir skráðar til leiks og áhorfendur allt að 70.000, sem er eins og á toppleik í ensku úrvalsdeildinni. Umfjöllun í fjölmiðlum er einnig mikil, og hefur gott gengi Íslendinganna vakið mikla athygli, ekki einungis vegna hraða og aksturstækni heldur ekki síður áður nefnds drengskapar og keppnisgleði.

Hátt var stefnt á árinu 2008, metnaður var mikill og viljinn til þess að ná markmiðu-num nánast óþrjótandi. Stefnt var að því að taka þátt í heilu keppnistímabili, mó-taraðarinnar Mitsubishi Evo Challange í Bretlandi. Keyptur var nýr keppnisbíll af gerðinni Mitsubishi Lancer EVO IX, tveggja ára gamall, sérsmíðaður rallýbíll. Bíllinn þótti mjög öflugur og sterkbyggður tók meðal annars þátt í hluta heimsmeistarakepp-ninnar í rallakstri árið áður. Með góðan undirbúning áhafnar bílsins að veganesti var markmiðið að ljúka keppni í einu af efstu fimm sætunum mótaraðarinnar. Hraði var sannaður og sigraði Daníel sýna fyrstu keppni í júní. Þegar árið var gert upp var þó ljóst að lukkudísirnar voru ekki með þetta árið, bilanir tíðar og sett markmið náðust ekki að fullu.

KEPPNIR Í BRETLANDI

Í anda þess metnaðar sem hefur einkennt liðið frá upphafi var ákveðið að þrátt fyrir allt sem gekk orðið á í efnahagslifinu setti liðið sér það nærri vonlausa markmið að halda áfram, smíða splúnkunýjan bíl frá grunni og láta ekki deigan síga.

Keypt var nýjasta afurð Mitsubishi hinn laglegi Evo X og engu til sparað til við smíði bílsins. Enn og aftur vakti áræði Íslendingsins athygli þar sem enginn einstaklingur í Bretlandi hafði lagt í smíði eða þróun á þessum nýja bíl. Daníel náði samingum við keppnislið Mitsubishi þar í landi sem studdi hann við smíðina og naut góðs af þróu-narstarfi við bílinn.

Í dag er Daníel rísandi stjarna í breskum rallýheimi en árangur hans á nýja bílnum he-fur verið vonum framar og vakið verðskuldaða athygli. Það sem af er árinu 2009 hefur bíllinn keppt í 5 keppnum og árangurinn verið stigvaxandi, 7 sæti í Pirelli, 5 sæti í Severn valley, 2 sæti í Mid wales, 2 sæti í Swansea bay og að lokum sigur í Mitsubishi Rally Rey-kjavik. Ljóst er að reynsla Daníels og þroski undir stýri hefur skilað frábæru þróunarstarfi og árangri.

Ísland1999 Íslandsmeistari í nýliðaflokki Toyota Corolla1999 Íslandsmeistari í einsdrifsflokki Toyota Corolla2003 Íslandsmeistari í einsdrifsflokki Honda Civic2006 Íslandsmeistari gengi N Heildin Mitsubishi Lancer Evo VI2007 Íslandsmeistari gengi N Heildin Mitsubishi Lancer Evo VI

2007 Rally sunseeker 11 sæti2007 Border counties Rally DNF2007 Severn valley 8 sæti2007 Trakrod Rally Yourkshire 6 sæti2007 Bulldog Rally DNF2007 Tempest Rally DNF2008 Rally sunseeker DNF2008 Border counties 5 sæti2008 Manx International Rally DNF

2008 Severn valley Rally DNF2008 Mid Wales stages 1 sæti2008 Plains Rally 1 sæti (N3) 2009 Rally sunseeker DNF2009 Pirelli International Rally 6 sæti2009 Severn valley Rally 5 sæti2009 Mid Wales stages 2 sæti2009 Svansea bay Rally 5 sæti

Bretland

FERILLINN Í TÖLUM OG STAÐREYNDUM

Gerð: Mitsubishi Lancer Evoloution X

Árgerð: 2009

Mótor: 2000 cc. turbo 300 hö. 600Nm tog

Gírkassi: PGG. Australia straight cut dogbox

Fjöðrun: Exe TC

Bremsur: Brembo

Veltibúr: Custom cages

Slökkvikerfi: Lico

Stólar – Belti: Lico

BILLINN Í TÖLUM OG STAÐREYNDUM

Enn á ný eru markmiðin uppfærð og sett ný viðmið því nú í haust er ráðgert að taka þátt í tveimur stærstu keppnum Bretlands, Wales Rally GB sem er hluti WRC, World Rally Championship (Heimsmeistarakeppni í rallakstri) og RAC MSA Rally of Scotland sem er hluti af ICR, Intercontinental Rally Challenge. Í þessum keppnum gefst tækifæri á því að bera sig saman við þá allra bestu í heimi og er það viðmið sem að liðið hræðist ekki. Í þessum keppnum mun aðstoðaröku-maðurinn Andrew Sankey sitja við hlið Daníels en hann hefur undanfarið keppt við hans hlið. Andrew er gríðarlega reyndur í sportinu og hefur keppt í meira en 500 rallkeppnum en leiðir þessara tveggja lágu fyrst saman í fyrra þegar þeir sigruðu Mid Wales rallið. Þrátt fyrir fjölda ára reynslu og marga sigra í ralli, þá var sá sigur fyrsti sigur Sankey á möl.

Það að keppa í rallíþróttinni er mjög tímafrekt, undirbúningur fyrir keppnir er mikill því andlegt og líklegt form eru undirstöðuþættir þess að ná árangri í íþróttinni. Við þetta bætist svo tími í ferðalög þegar keppt er erlendis. Kostnaður er mikill, hleypur á tugum milljóna og því nauðsynlegt að leita til kostunaraðila eftir aðstoð. Vegna anna við undirbúning, auk þess að stunda fulla vinnu, þá hefur ekki gefirst tími til að afla þess fjár og hefur þess vegna verið stofnaður stuðningsmannahópur til að styðja við bakið á þessum frækna íþróttamanni. Þessum hóp hefur verið falið það verkefni að afla fjár til reksturs ársins 2009/10 með sölu auglýsinga og varnings eða jafnvel beinna styrkja. Það er okkar von og trú að fyrirtæki taki hópnum vel og styðji við bakið á afreksíþróttamanni sem ber góðan hróður landans erlendis. Á enn einu sviðinu höfum við Íslendingar tækifæri á að sanna að smæð okkar hamlar okkur ekki til stórra verka en það að eiga akstursíþróttamann í heimsklassa er nokkuð sem að margar milljónaþjóðir geta ekki státað sig af.

WRC OG IRC.

BAKLANDIÐ - STUÐNINGURINN

“In third place and thoroughly enjoying himself on the smooth but deceptively slippery stages, was the current Icelandic Rally Champion Daniel Sigurdarson, who had made another trip to the UK to compete in what has become his favou-rite championship.” Evo Challenge press info 20.október 2007“Simon Harraway is another looking for better fortune and his first points score, whilst just behind him is the very quick Daniel Sigurdarson. This will be the Ice-landic Champion’s first ever 100% tarmac rally and he is relishing his maiden visit to the Isle of Man – a baptism of fire if ever there was one!”Ralliart press release 1.maí 2008“Daniel Sigurdarson and Andy Bull finished sixth – a great achievement conside-ring their similar Lico-sponsored car was only completed hours before the start - the combined results of both Mitsubishis seeing Team JRM Lico shoot into the lead of the British Team’s Championship.” JRM Press release 20.apríl 2009

UMSAGNIR FJÖLMIÐLA

“Icelander Daniel Sigurdarson made a welcome return to the championship following on from his accident on the Isle of Man in which he broke a bone in his right hand. He and his team spent the previous two weeks rebuilding the car with help from Quick Motorsport. They finished preparing it at 8pm on Friday night before the rally and had no time to test it. He admitted he drove a little cautious and his hand was a little painful for the first three stages. He was reunited with his younger sister Asta Sigurdardottir in the co-driver’s seat for the event but unfortunately the pair didn’t finish after the transmission broke on stage five.” MSA national press release 2.júní 2008

“Icelandic Rally Champion Daniel Sigurdarson and co-driver Isak Gudjonsson were debuting their Evo X in the Evolution Challenge and, although treating this event as a learning exercise for their new car, their pace was more than respectable. However three spins on SS3 - as Sigurdarson tried to find the limits of his car’s handling - lost them over 30 seconds, the delay seeing them in fifth place at the service halt.” Evo challenge press info 20.maí 2009

“The new Champions were kept honest all day by Icelandic Rally Champion Daniel Sigurdarson, with his co-driver on this occasion, Andrew Sankey. They led the Evo Challenge for most of the rally, only to be passed on the final stage by Barry/Brady who stopped the clocks to win by a slender 1.1 seconds.”Evo challenge press info 18.júlí 2009

“Such is his love of the sport and his participation in the Mitsubishi series, Icelandic Rally Champion Daniel Sigurdarson will be making the trip to the UK once more to put more miles on his recently built Evolution X. For this rally he will be co-driven by Andrew Sankey and, if his recent pace is anything to go by, Sigurdarson is another who could well be standing at the top of the Evo

Challenge podium on Saturday evening.” Evo challenge press info 13.júlí 2009

Útgefendur - Stuðningsmannahópur Daníels Sigurðssonar [email protected]

[email protected]

Myndir - Elvar Örn, Gerða Grafík – elated.se

UMSAGNIR FJÖLMIÐLA